Page 1

frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 13. tölublað 8. árgangur

Föstudagur 17.02.2017

ÖSKUDAGSBÚNINGAR

Lífið leikur við íslenskan Skemmtilegustu biðraðir sjónvarpsstjóra á Papúa landsins Nýju-Gíneu Ævintýri 36 Eggerts Gunnarssonar 14

Finndu okkur á

Píparinn Svanborg Vilbergsdóttir Kann vel við sig í skítnum 24

Faxafeni 11 | sími 534 0534

Rassían gegn Mossack Fonseca Rannsóknir á Íslandi

Fjölmiðlahrun í kjölfar efnahagshruns Nú taka sérhagsmunirnir við

Hrafnista ofrukkaði íbúa

Þú getur unnið vörur fyrir allt að

Rekstrarfélag Hrafnistu, Naustavör ehf., er gert að endurgreiða sjö eldri borgurum á Hrafnistu í Kópavogi samtals 1,3 milljónir króna, með dráttarvöxtum, vegna hússjóðs sem stóð meðal annars straum af skrifstofukostnaði, púttvelli og eftirlitskerfum í sameign. Frá vinstri, Guðlaug Gunnarsdóttir, Halldór Gíslason, Hörður Guðmundson og Jón G. Þórðarson.

Lögregla telur að Thomas Møller Olsen hafi reynt að hafa áhrif á framburð Nicolaj Olsen um hvarfið á Birnu Brjánsdóttur, með því að ljúga að honum hvað gerðist nóttina örlagaríku. Thomas sagði Nicolaj að tvær stelpur hefðu verið í bílnum. Þó Nicolaj sé talinn trúverðugur í yfirheyrslum hefur lögregla ekki útilokað að hann hafi átt þátt í að brjóta gegn Birnu. Thomas verður áfram í gæsluvarðhaldi. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

Þegar Polar Nanoq hafði siglt frá Hafnarfjarðarhöfn, laugardagskvöldið 14. janúar eftir að Birna Brjánsdóttir hvarf, ræddi Thomas Møller Olsen við Nicolaj Olsen um hvað hafði gerst. Nicolaj hefur ávallt borið við minnisleysi vegna mikillar ölvunar nóttina sem Birna hvarf. Vitni hafa staðfest hve ölvaður Nicolaj var og það sést greinilega á myndbandsupptöku frá höfninni. Samkvæmt heimildum Fréttatímans gaf Thomas sig á tal við Nicolaj um borð og lét eins og tvær stelpur hefðu verið með þeim í rauðu Kia Rio bifreiðinni. Lögregla telur að Thomas hafi með margvíslegum hætti reynt að hafa áhrif á

minni og framburð Nicolaj með því að bera í hann ósannindi um það sem átti að hafa gerst. Ekki er talið að aðrir en Birna hafi verið með þeim í bílnum. Nicolaj mun hafa greint frá því í fyrstu yfirheyrslunum að hann héldi að tvær stelpur hefðu verið í bílnum. Eftir nokkurn tíma í gæsluvarðhaldi sagðist hann hafa áttað sig á því að hann minntist þess ekki að hafa séð tvær stelpur og greindi lögreglu frá því að þær upplýsingar hefði hann frá Thomasi. Lögregla telur að annar skipverjanna eða báðir hafi brotið á Birnu Brjánsdóttur áður en hún

var myrt. Ekki er vitað hvort það hafi gerst áður en Nicolaj yfirgaf bílinn og Thomas varð einn eftir með Birnu. Þó Thomas sé grunaður um að hafa ráðið henni bana, er ekki hægt að útiloka að Nicolaj hafi verið í bílnum og jafnvel átt þátt í að veitast að henni. Þess vegna er Nicolaj ekki alveg laus allra mála, þó hann sé ekki lengur í haldi. Ekki er talið að Nicolaj geti veitt frekari upplýsingar sem varpa ljósi á atburðarásina. Héraðsdómur Reykjaness framlengdi í gær gæsluvarðhald yfir Thomasi um tvær vikur. Úrskurðurinn verður kærður til Hæstaréttar.

iStore Kringlunni er viðurkenndur sölu- og dreifingaraðili DJI á Íslandi

100.000,Sjá nánar á www.IKEA.is © Inter IKEA Systems B.V. 2017

Thomas plantaði lygum í Nicolaj

Inspire 2

Frá 449.990 kr.

Phantom 4 Lækkað verð

149.990 kr. Sérverslun með Apple vörur

8

Taktu þátt í fermingarleik IKEA

Eftir sjö ára baráttu við Hrafnistu höfðu íbúar loks betur fyrir dómstólum. Mynd | Hari

12

Phantom 4 Pro Frá 229.990 kr.

KRINGLUNNI ISTORE.IS


2|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. febrúar 2017

Rannsókn lokið á 3 málum af 30 úr Panamaskjölunum Skattamál Skattrannsóknarstjóri athugaði skattaskil 30 einstaklinga úr Panamaskjölunum. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is

Embætti skattrannsóknarstjóra hefur lokið rannsókn á þremur málum af þrjátíu sem embættið hóf athugun á úr Panamanskjölunum. Rannsóknirnar snúast um viðskipti Íslendinga í skattaskjólum og meint lögbrot í tengslum við þau.

Um er ræða athugunina á gögnunum sem keypt voru af óþekktum aðila fyrir 37 milljónir. Þetta kemur fram í máli skattrannsóknarstjóra, Bryndísar Kristjánsdóttur, þegar hún er spurð um stöðu rannsókna á viðskiptum Íslendinga í Panamaskjölunum. Skattrannsóknarstjóri er við það að ljúka rannsókn á fleiri málum en þessum þremur, eins og segir í svari Bryndísar. „Af þessum fyrrnefndu um 30 málum er rannsókn lok-

Gunnlaugur ryksugar í búningi úr verkinu l’origin sem Konunglegi ballettinn í Svíþjóð frumsýnir í Óperuhúsinu í Stokkhólmi í kvöld. Börn Gunnlaugs voru lítt hrifinn af uppátækinu.

Mynd af Gunnlaugi að hræða börnin sín vekur athygli

Ballett Gunnlaugur Egilsson fer með stærsta hlutverk á dansferli sínum í verki sem frumsýnt verður á stóra sviði Óperuhússins í Stokkhólmi í kvöld. Mynd af honum í búningi fyrir verkið, að hrella börnin sín, hefur vakið athygli á Instagrammi Konunglega ballettsins. Gunnlaugur leggur dansskóna á hilluna í vor. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

Konunglegi ballettinn í Svíþjóð birti ljósmynd af ballettdansaranum Gunnlaugi Egilssyni á Instagram-síðu sinni í gær, sem vakið hefur þó nokkra athygli. Á myndinni er Gunnlaugur í búning fyrir dansverk eftir Olivier Dubois, sem frumsýnt er á stóra sviði Óperuhússins í

Stokkhólmi í kvöld, föstudag. Gunnlaugur fer með stærsta hlutverk sem hann hefur fengið á sínum dansferli í sýningunni en hann hyggst leggja dansskóna á hilluna í vor. Höfundurinn, Olivier Dubois, er franskur og verkið heitir l’origin. „Oliver er þekktur fyrir að ögra og í þessum rúmlega 30 mínútna tvídansi gefum við meðdansari minn, Jonna Savioja, okkur öll í verkið. Myndin sýnir hinsvegar hvernig vinnan hættir ekki endilega þegar sviðið er yfirgefið. Börnin mín, Þór og Tinna Vigdís, vita ekki hvaðan á þau stendur veðrið í þessu uppátæki föður síns og ýmist hlæja eða gráta á víxl,“ segir Gunnlaugur. Hann hefur verið búsettur í Svíþjóð í rúman áratug og dansað í fjölmörgum uppsetningum Konunglega ballettsins. Danshópurinn frumsýnir á sama tíma verk eftir Sharon Eyal en þau Dubois eru talin með framsæknustu danshöfundum Evrópu um þessar mundir. Konunglegi ballettinn í Stokkhólmi var stofnaður af Gústav konungi þriðja árið 1173 og er því einn elsti ballettdanshópur í Evrópu. Ballettinn hefur unnið náið með óperunni og sænska þjóðleikhúsinu í gegnum tíðina og er gríðarlega hörð samkeppni um að komast að í hópnum.

LIÐIR – BÓLGUR – GIGT

CURCUMIN Gullkryddið

Bætt heilsa og betri líðan með

Natural Health Labs 100% náttúruleg bætiefni

Steinunn Kristjánsdóttir er sjúkraliði að mennt og starfar í Blue Lagoon versluninni á Laugavegi. Hún hefur átt við mikla verki að stríða um allann líkama í með liðagigt. „Ég er búin að taka inn minn skammt af verkjalyfjum og var alveg að gefast upp á þeim. Nuddkonan mín sagði mér þá frá Curcumin sem hefur í sannleika sagt gefið mér nýtt líf. Ég var búin að taka inn Curcumin í einn og hálfan mánuð þegar ég missti út fjóra daga og það var þá sem ég uppgötvaði að Curcumin er það sem hjálpar mér að losna við alla verki.”

Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla.

balsam.is

Þrjú af málunum þrjátíu úr Panamaskjölunum er nú þegar búið að rannsaka og nokkur önnur eru langt komin. Bryndís Kristjánsdóttir er skattrannsóknarstjóri. Mynd | Hari

ið í þremur og nokkur önnur eru á lokastigi rannsóknar. Einu af fyrrnefndum þremur málum hefur verið vísað til héraðssaksóknara vegna gruns um peningaþvætti auk skattalagabrots. Þá liggur fyrir að taka ákvörðun um refsimeðferð í hinum tveimur.“ Bryndís undirstrikar að í einhverjum tilfellum kunni rannsókn sem upphaflega snerist um aflandsfélög og skattaskjól að leiða eftirlitsaðila að öðrum brotum. „Hér

er ástæða til að taka fram að rannsókn kann að taka breytingum eftir því sem henni vindur fram og eftir atvikum kann niðurstaða rannsóknar að leiða í ljós önnur brotaandlög en upphaflegur grunur stóð um. Þannig kann mál sem upphaflega laut að ætluðum brotum tengdum aflandsfélögum að leiða rannsóknaraðila á aðrar brautir.“

Dæmdir til þess að endurgreiða íbúum á Hrafnistu

Frá vinstri, Guðlaug Gunnarsdóttir, Halldór Gíslason, Hörður Guðmundson og Jón G. Þórðarson. Mynd | Hari

Dómsmál Rekstrarfélag Hrafn-

istu, Naustavör ehf., er gert að endurgreiða sjö eldri borgurum á Hrafnistu í Kópavogi samtals 1,3 milljónir króna, með dráttarvöxtum, vegna hússjóðs sem stóð meðal annars straum af skrifstofukostnaði, púttvelli og eftirlitskerfa í sameign. Málið gæti haft fordæmisgildi, en um hundrað íbúðir eru í Hrafnistu í Kópavogi. Hundruð íbúða til viðbótar eru í Hafnarfirði og Reykjavík. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is

Það var Jón G. Þórðarson, fyrrverandi byggingameistari, sem áttaði sig á því að pottur væri brotinn varðandi hússjóðinn fyrir sjö árum. Hann, Guðlaug Gunnarsdóttir, Hörður Guðmundsson og Halldór Gíslason eru öll stjórnarmenn í íbúafélagi Boðaþings í Kópavogi þar sem íbúðir Hrafnistu eru. Jón segist hafa reynt að vekja athygli á málinu árið 2010 en enginn hafi haft áhuga á sjónarmiðum hans. Hann gafst þó ekki upp, ­heldur hélt

áfram með málið ásamt félögum sínum í stjórn íbúafélagsins, og úr varð að þau sigruðu fyrir úrskurðarnefnd húsnæðismála sem sagði gjaldtökuna, sem taldi um 14 þúsund krónur á mánuði, ólögmæta. Hrafnista hunsaði þann úrskurð. „Það var reynt að semja við þá oft, en þeir þvældu þessu máli á milli,“ segir Jón og Guðlaug tekur af honum orðið. „Það var bara beðið eftir því að við dræpumst,“ segir hún. Deilt var um það hvort eðlilegt væri að íbúar stæðu straum af stjórnunarkostnaði félagsins, kostnaði vegna húsvörslu, vegna eftirlitskerfa í sameign og kostnaði vegna reksturs púttvallar. Um stjórnunarkostnaðinn sagði í dómi: „Umrætt frávik á kostnaðarskiptingu verður hins vegar að teljast óvenjulegt, enda verður skrifstofukostnaður með tilheyrandi launakostnaði, seint talinn til venjulegs kostnaðar í húsfélögum og enn óvenjulegra er að sá kostn-

aður sé færður yfir á leigutaka.“ Jón og félagar telja að málið snerti með skýrum hætti á vanda eldri borgara. Það hafi verið þeim dýrt og tímafrekt að sækja rétt sinn og að ekki sé á þau hlustað. „Á hreinni íslensku, heitir þetta bara svindl. Þegar fólk er komið á þennan aldur þá á það ekki að standa í svona löguðu,“ segir Guðlaug. Jón segist vonast til þess að fleiri láti reyna á rétt sinn hvað þetta varðar. Sjálfur býst hann við endurgreiðslu upp á rúmlega milljón þegar dráttarvextir eru taldir með. Sigurður Garðarsson, framkvæmdastjóri hjá Sjómannadagsráði, sem heldur utan um starfsemina segir enn óljóst hvaða afleiðingar málið hefur. Hann segist ekki trúa því að það muni hafa alvarleg efnahagsleg áhrif á starfsemina. „Dómurinn segir að það sé ekki heimilt að innheimta þetta utan húsaleigu. Það kemur okkur verulega á óvart og mun hafa áhrif á það sem við erum að gera. Það er hinsvegar erfitt að segja eitthvað til um afleiðingarnar. Við erum að skoða hvað þetta þýðir með tilliti til þess þjónustustigs sem við höfum verið að veita.“


Framtíðin í fyrsta sæti

r rleiku a g n i Ferm IKEA r ör u nnið v u r u t Þú ge ir allt að f yr

,0 0 0 . 100á nánar á Sj .is .IKEA www

VÄGGIS minnistafla 895,-

7.650,-

KVISSLE tímaritabox 1.990,-/2 í pk.

© Inter IKEA Systems B.V. 2017

LUDDE gæra

15.950,BESTÅ BURS skrifborð

17.950,SKRUVSTA skrifborðsstóll

ANTIFONI vinnulampi 4.690,-


4|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. febrúar 2017

Þykja ómóðurlegar í umdeildum málum Jafnrétti Þrátt fyrir að Sigríð-

ur Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Já, hafi langa reynslu af stjórnun, starfar hún eftir samskiptaáætlun fyrirtækisins, sem miðar að því að hún sé minna í forsvari fyrir fyrirtækið í fjölmiðlun. Viðskiptaleg ákvörðun, segir hún. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

Sigríður Margrét Oddsdóttir komst ung í ábyrgðarstöður í atvinnulífinu og varð fyrsti kvenkyns sjónvarpsstjóri á Íslandi, aðeins 31 árs. Þrátt fyrir langa reynslu hennar er það

mat stjórnar Já, að best sé að fleiri en hún tali fyrir hönd fyrirtækisins í fjölmiðlum. „Við höfum tekið ákvörðun um að sýna breidd og fjölbreytileika enda ekki æskilegt að ein manneskja verði táknmynd fyrirtækisins. Það eru megin ástæður þess að fleiri en ég koma fram opinberlega fyrir hönd fyrirtækisins. Auk þess á fólk erfiðara með að meðtaka það þegar konur eru í forsvari fyrir erfið mál í rekstrinum. Rótgrónar staðalímyndir kvenna gera það að verkum að viðbrögð fólks verða harkalegri ef kona ver umdeildar ákvarðanir, svo sem hagræðingu.“ Hún viðraði skoðun-

„Við erum nefnilega líka Trump“

Garðar Agnarsson ber fram Haggis á Burns-hátíð á dögunum.

Eldar fyrir lávarða

Matarpólitík Garðar Agnarsson matreiðslumeistari eldar mat í breska þinginu. Kúnnarnir eru meðlimir og starfsfólk við bresku lávarðadeildina.

„Nú veit ég hvað stéttskipting þýðir,“ segir Garðar Agnarsson matreiðslumeistari sem nú eldar mat við lávarðadeildina bresku. „Hér verða starfsstúlkurnar að kalla viðskiptavinina „my lord“ eða „my lady.““ Garðar, sem hefur verið búsettur í London síðustu ár, hóf störf í þinghúsinu í fyrra. Fljótlega var hann beðinn um að sækja um stöðu yfirmanns. Við tók langt og strangt umsóknarferli þar sem farið var vandlega yfir öryggismál, enda mikið lagt upp úr þeim í þinginu. Garðar segir að þingmönnum lávarðadeildarinnar standi ýmis matur til boða, en salir þeirra eru algjörlega aðskildir frá neðri deild þingsins. „Hér eru margir í eldri kantinum þannig að ég þarf að sérhæfa mig í hefðbundnum breskum mat, bökum, kássum og búðingum.“ | gt

„Hann bar sig illa og var aumur í öllum skrokknum, svo var hann sár og niðurbrotinn,“ sagði rithöfundurinn Andri Snær Magnason sem var staddur í Mílanó í byrjun febrúar þegar neyðarkall barst þar sem óskað var eftir því að einhver á svæðinu var beðinn um að koma Amir til aðstoðar eftir að honum hafði verið vísað úr landi í lögreglufylgd. Andri Snær var staddur í borginni vegna norrænnar menningarviku, þegar hann sá neyðarkallið, og ákvað að bregðast við því. „Ég hitti hann á kaffihúsi og bauð honum í hádegismat,“ sagði Andri Snær sem bætir við að Amir hafi verið afar ráðvilltur þegar þeir hittust. Andri var honum innan handar og kom honum í samband við ítalskan mannréttindalögmann. Andra er misboðið yfir meðferðinni á Amir og hælisleitendum og sagði í færslu á Facebook að hann myndi ekki gagnrýna Donald Trump og fasískar tilhneigingar hans fyrr en Íslendingar væru búnir að taka til í sínum eigin ranni. Þannig skrifaði hann: „Í hörðum heimi eigum við ekki að vera aflið sem brýtur niður fólk með járnhnefa. Ég mun ekki mæla styggðaryrði um Trump fyrr en Amir er kominn í fang kærasta síns, við erum nefnilega líka Trump.“

Andri Snær og Amir ­hittust í byrjun febrúar.

Gríms fiskibollur hollur kostur á 5 mín.

ina í viðtalsbókinni Forystuþjóð sem fjallar um jafnréttismál. Þar segir hún meðal annars; „Þessi rótgróna staðalmynd konunnar um að hún sé mjúk, móðurleg og blíð gerir konum erfiðara fyrir í sumum málum. Þegar við heyrum neikvæðar fréttir af fyrirtækjum, eins og til dæmis umfjöllun um uppsagnir, þá meðtökum við þær á annan hátt ef það er kona sem stendur fyrir þeim en karl....

Það er hreinlega ekkert móðurlegt við það að segja upp fólki.“ Sigríður Margrét nefnir nærtækt dæmi þegar fyrirtæki hennar, Já, ákvað að loka starfsstöð sinni á Akureyri og þurfti að útskýra aðgerðirn„Það er hreinlega ekkert móðurlegt við það að segja upp fólki,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir. Mynd |

Íris Dögg Einarsdóttir

ar opinberlega. Í kjölfarið fylgdu uppsagnir og neikvæð fjölmiðlaumfjöllun. „Ég bjó sjálf á Akureyri og mér þykir mjög vænt um bæinn. Þetta var erfið ákvörðun sem var tekin að vel ígrunduðu máli. Þessu fylgdi ályktun frá bæjaryfirvöldum og greinaskrif þar sem meðal annars Félag kvenna í atvinnurekstri var skammað fyrir að veita fyrirtæki okkar viðurkenningu. Það fór í illa í fólk að kona væri að segja upp konum. Ég man ekki eftir svona viðbrögðum við sambærilegum fréttum. Það er óhjákvæmilegur hluti af fyrirtækjarekstri að hagræða þegar þarfir viðskiptavina og markaðir breytast.“

Ítölsk fjölmiðlakona hýsir allslausan Amir

Amir er allslaus úti í Mílanó og þarf að koma sér syðst til Abir á eigin vegum.

Hælisleitendur „Lögreglan gaf honum engar leiðbeiningar þegar hann kom á flugvöllinn. Hann fékk bara skjal þar sem honum var sagt að hann þyrfti að ferðast til Bari til þess að fá dvalarleyfi,“ segir ítalska fréttakonan Marta Cioncoloni sem hefur skotið skjólshúsi yfir Amir Shokrogoza í Mílanó. Eins og fram hefur komið var Amir vísað frá Íslandi til Ítalíu í byrjun febrúar, en hann sótti um hæli eftir að hafa flúið Íran sökum kynhneigðar sinnar. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is

Útlendingastofnun vísaði Amir frá landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar þar sem hann fékk dvalarleyfi á Ítalíu þegar hann kom þangað árið 2010. Þar dvaldi hann í um ellefu mánuði, eða skemur en hann bjó hér á landi. Dvalarleyfi hans er útrunnið á Ítalíu, en það breytti því ekki að Útlendingastofnun taldi að hann þyrfti að ljúka umsóknarferlinu þar í landi. Amir hefur myndað sterk tengsl hér á landi en hann hyggst giftast íslenskum unnusta sínum þegar tækifæri gefst, en þeir fengu ekki leyfi til þess að giftast áður en honum var vísað úr landi. Þá var hann handtekinn óvænt fyrir utan geðdeild Landspítalans í byrjun febrúar þar sem hann hafði dvalið í tvo daga vegna mikils þunglyndis, og í kjölfarið vísað úr landi í lögreglufylgd. „Ég hitti Amir í gegnum vinnuna mína í Mílanó,“ útskýrir Marta sem starfar hjá ítölsku sjónvarpsstöðinni La7. Hún segir að það hafi slegið sig hversu ráðvilltur og óttasleginn hann var en þá var hann heimilislaus og skildi ekki hvers var ætlast til af honum. „Hann var mjög líklegur til þess að enda á götunni áður en hann

­áttaði sig á því að hann þyrfti að finna flóttamannamiðstöð,“ segir Marta. Marta segir málefni flóttamanna á Ítalíu vera í ólestri. „Margir hælisleitendur þurfa að sofa á götunum vegna þess að flóttamannamiðstöðvar eru að hruni komnar vegna mikils álags,“ segir Marta. „Svo eru ítök ítölsku mafíunnar sterk og mikil spilling sem henni fylgir varðandi flóttamannamál. Þá hafa margir hælisleitendur framið sjálfsmorð undanfarið,“ útskýrir hún en mafían hefur hagnast gífurlega á flóttamannavandanum og smygli á fólki til Ítalíu. Hún segir ítalska kerfið hægvirkt, en Amir þarf líklega að bíða í 6-9 mánuði eftir dvalarleyfi. Á þeim tíma má hann ekki vinna. „Svo er það óbærilegt að fá ekki að aðlagast samfélaginu. Það kemur því ekki á óvart að hælisleitendur detti í djúpt þunglyndi, enda er komið fram við þá eins og hvert annað rusl,“ segir hún ómyrk í máli. Amir var brotinn þegar blaðamaður ræddi við hann símleiðis. Hann segist eiga erfitt með að sofa og að hann fái enga læknishjálp þar sem hann sé ekki skráður inni í kerfið. Eins og fram hefur komið var hann handtekinn fyrir utan geðdeild Landspítalans eftir tveggja daga dvöl þar. Honum var svo vísað úr landi morguninn eftir með nánast engan farangur og nokkrar uppáskrifaðar töflur frá geðlækni sem hann fékk við útskriftina. Þá lýsir Andri Snær Magnason rithöfundur, sem hitti Amir úti á Ítalíu, að hann hefði verið með áverka eftir átök við lögregluna á Íslandi, en hann mun hafa streist á móti handtökunni. Hann mátti svo dúsa berstrípaður í fangaklefa vegna ótta um að hann myndi skaða sig sjálfan.

Marta Cioncoloni er ítölsk fjölmiðlakona sem hefur aðstoðað Amir.

Hann hafi verið allslaus og með rafmagnslausan síma. Amir segist ekki vilja fara í flóttamannabúðirnar í Abir, sem er syðst á Ítalíu, en Mílanó er nyrsta borgin. Hann var beittur hrikalegu kynferðislegu ofbeldi í flóttamannabúðum á Ítalíu árið 2010 en þá var honum hópnauðgað. Hann tilkynnti um árásina til lögreglu, en málið var aldrei rannsakað. Nú leitar Amir að nýju húsnæði þar sem hann getur ekki dvalið hjá Mörtu til lengri tíma. Hann segist ekki vongóður, enda þarf hann að bíða í nokkra mánuði eftir að komast inn í ítalska kerfið. „Ég er bara verulega illa haldinn. Ég sakna unnusta míns og þrái bara að sameinast honum aftur,“ segir Amir. Söfnun er hafin fyrir Amir en það er unnusti hans og aðstandendur sem standa fyrir henni. Hægt er að leggja inn á reikninginn 0370  26  163. Kennitalan er 01 05 70  3449.


peugeotisland.is

NÝR

PEUGEOT

3008

GÆÐIN HEILLA ÞIG STRAX

KOMDU OG KEYRÐU PEUGEOT Í DAG

VER Ð FR Á:

3.790.000

kr. Eyðsla frá 3,9 l/100 | CO2 losun frá 104g/km

TILNEFNDUR SEM BÍLL ÁRSINS Í EVRÓPU 2017 Nýr Peugeot 3008 Crossover er tilnefndur sem Bíll ársins í Evrópu 2017. Það er til marks um einstaklega vel heppnaða hönnun og framúrskarandi gæði. Það er sama hvar borið er niður, glæsilegt útlit bílsins að innan sem utan, gæðin, þægindin, aksturseiginleikarnir, allt er eins og best verður á kosið. Peugeot 3008 er hár frá götu, 22 cm undir lægsta punkt og framdrifið er fáanlegt með öflugri Grip Control spólvörn sem kemur honum í gegnum erfiðustu aðstæður. Þráðlaus tækni hleður símann þinn og með Mirror Screen tækninni getur þú notað Apple Car Play eða Mirror Link fyrir Android til að tengja snjallsímann við 8“ skjáinn. Mátaðu þig í frábær sætin og kíktu á rúmgott farangursrýmið. Peugeot 3008 er tímamótabíll.

PEUGEOT 3008

Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 8 Sími 515 7000

Peugeot_3008_Ongoing_5x38_20170201_END.indd 1

Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050

Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16

09/02/2017 13:22


6|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. febrúar 2017

Áhyggjur af asískum ökumönnum Öryggismál Sterkar vísbendingar

eru um að hlutfallslega séu fleiri ökumenn af asísku bergi brotnir að lenda í umferðarslysum en önnur þjóðerni hér á landi. Af þeim sökum hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg meðal annars stóraukið fræðslu gagnvart Asíubúum, meðal annars með svokölluðum stýrisspjöldum sem eru myndræn. Þá hefur Samgöngustofa gefið út bækling á kínversku þar sem umferðaröryggi er áréttað. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is

„Það eru vísbendingar um það að sé hærra hlutfall ökumanna af asísku bergi brotnir sem eru að lenda í umferðarslysum en önnur þjóðerni,“ segir Jónas Guðmundsson sem sinnir slysavarnamálum hjá Landsbjörg. Hann segir banaslysum almennt fara fækkandi hlutfallslega, en áréttar að undantekning hafi verið á því árið 2015, þegar margir létust í umferðinni. Enn á eftir að taka saman fjölda banaslysa á síðasta ári. Flest banaslys tengd ferðamönnum eiga sér stað á þjóðveginum á milli Jökulsárslóns og Reykjavíkur, en næstalgengasti staðurinn er Silfra. Þar lést ferðamað-

D

O SU RM N O N P A U IÐ SM D Ö Á Á GU RA M TO Í RG I

ÁTTU VON Á GESTUM Svefnsófar

Mikill fjöldi ferðamanna kafar í Silfru sem er annar hættulegasti staðurinn á landinu þegar kemur að slysum á ferðamönnum.

ur á dögunum eftir að hafa lent í vanda í gjánni. Alls hafa verið fjögur banaslys í gjánni síðustu ár,

auk annarra alvarlegra slysa, sem tryggir gjánni þann vafasama heiður að vera næsthættulegasti staður-

inn á Íslandi í ferðamannaþjónustu. Jónas segir hinsvegar vöntun á uppbyggingu innviða áhyggjuefni og að það hafi líklega orsakað slys. „Þannig má nefna útskot á Suðurlandinu. Það er alveg vitað hvaða staðir þetta eru sem fólk er að stoppa helst á,“ útskýrir Jónas sem segir það eðlilegt að ferðamenn stoppi á ákveðnum stöðum til þess að mynda stórbrotna náttúru. „Við þurfum að gera betur, það er alveg ljóst, við viljum ekki sætta okkur við banaslys en við erum að ná árangri með fræðslu og þeim verkefnum sem við erum að beita,“ segir Jónas.

Skagafjörður tapar 30 milljónum á bátasmiðju Sveitarstjórnarmál Sveitarfélagið

Skagafjörður átti plastbátafyrirtæki með Kaupfélagi Skagfirðinga sem tapaði miklum peningum. Kaupfélag Skagfirðinga lánaði því um 60 milljónir króna til að borga laun starfsmanna. Oddviti Framsóknarflokksins segir að auðvelt sé að vera vitur eftir á en að ákvörðun um fjárfestinguna hafi verið tekin í góðri trú. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is

Mona

tungusvefnsófi

Grár svefnsófi með hægri eða vinsti tungu. Breidd: 233 cm. Dýpt: 96 cm. Tunga: 155 cm.

Dormaverð 139.990 kr.

Memphis

Slitsterkt áklæði, ljós- eða dökkgrátt. Svefnsvæði: 120 x 200 cm

svefnsófi

Dormaverð 99.900 kr.

Sveitarfélagið Skagafjörður þarf að leggja 23 milljónir króna af fjármunum sveitarfélagsins inn í plastbátasmiðjuna Mótun ehf. vegna skulda fyrirtækisins þar sem fyrirséð er að reksturinn stefnir í þrot. Fjárframlagið er skilgreint sem víkjandi lán. Meðeigandi sveitarfélagsins í bátasmiðjunni er Kaupfélag Skagfirðinga (KS), stærsti atvinnurekandinn í Skagafirði og eitt stöndugsta fyrirtæki landsins. Sveitarfélagið og kaupfélagið eiga bæði 49 prósent í fyrirtækinu. Fjármögnunin var ákveðin á fundi byggðaráðs Skagafjarðar á fimmtudagsmorgun. Stefán Vagn Stefánsson, oddviti Framsóknarflokksins í sveitarstjórn, segir að í heildina muni tap sveitarfélagsins af fjárfestingunni verða um 33 milljónir króna þar sem fyrir hafi Skagafjörður lagt tíu milljónir inn í fyrirtækið. „Auðvitað er auðvelt að vera vitur eftir á. Ef við hefðum vitað hvernig þetta myndi enda þá hefðum við auðvitað ekki gert þetta. En við hófum þetta verkefni með góðum hug og ætluðum að styrkja atvinnulífið hér. En því miður þá gekk þetta og við erum öll meðvituð um það sem tókum þessa ákvörðun,“ segir Stefán Vagn. Tekin var ákvörðun um fjárfestinguna í plastbátasmiðjunni um sumarið 2014, skömmu eftir sveitarstjórnarkosningar sem þá fóru fram þar sem Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisf lokkurinn mynduðu meirihluta. Til stóð að fyrirtækið

Sveitarfélagið Skagafjörður þarf að leggja nær gjaldþrota bátasmiðju til 23 milljónir vegna taprekstrar. Skagafjörður fjárfesti í fyrirtækinu ásamt Kaupfélagi Skagfirðinga sem Þórólfur Gíslason og Sigurjón Rúnar Rafnsson stýra.

myndi tengjast uppbyggingu á plastbátadeild við fjölbrautaskólann á Sauðárkróki sem til stóð að byggja upp. Fjárfestingin var gagnrýnd af fulltrúa minnihlutaflokks í bæjarstjórn, Grétu Sjöfn Guðmundsdóttur úr K-listanum, sem sagði meðal annars um málið: „Undirrituð telur ekki rétt að sveitarfélagið setji meira skattfé íbúa í félag sem gerir út á margþætta starfsemi í samkeppnisrekstri með stærsta fyrirtæki sveitarfélagsins.“ Fjárfesting sveitarfélagsins í bátasmiðjunni hefur alls ekki gengið upp síðastliðin ár en í bréfi frá endurskoðanda sveitarfélagsins Skagafjarðar, KPMG, til Ástu Pálmadóttur í janúar sagði meðal annars að Mótun ehf. ætti 12 til 13 milljóna eignir á móti 60 milljóna króna skuldum. Kaupfélag Skagfirðinga hefur um hríð greitt laun og launatengd gjöld fyrir starfsmenn Mótunar ehf. og er félagið því búið að stofna til skuldar við kaupfélagið upp á tugi milljóna. Þar af leið-

andi væri ljóst, eins og segir í bréfinu, að greiða þyrfti 46 til 47 milljónir króna inn í félagið til að greiða niður þessar skuldir við kaupfélagið. Í bréfinu leggur KPMG til að Skagafjörður leggi Mótun til nýtt hlutafé eða þá víkjandi lán. Alveg sama hvor leiði yrði farin þá væri ljóst að hlutafé Mótunar ehf. væri einskis virði og að fjármagnið sem sett yrði inn í félagið væri tapað. „Sveitarfélagið Skagafjörður getur greitt sinn hluta með aukningu hlutafjár að hluta eða öllu leyti eða með því að veita Mótun ehf. lán. Hvor leiðin sem valin yrði er ljóst að raunvirði kröfunnar (hlutafjárins) er nánast 0 kr. þar sem engar líkur eru á að félagið gæti endurgreitt lánið eða endurgreitt hluthöfum það hlutafé sem þeir hafa lagt inn í félagið.“ Stefán Vagn segir að reynt verði að selja eignir félagsins, meðal annars tæki og mót til að smíða báta, og söluandvirðið muni draga úr tapi sveitarfélagsins á Mótun ehf.

Þurfa að framkvæma nýtt umhverfismat Florence svefnsófi

Ítalskur gæðasvefnsófi. Ljósbrúnn og dökkgrár. Vönduð heilsudýna.

Stærð: 198 x 93 H: 88 cm. Dýnustærð: 140x200 cm.

Dormaverð 289.900 kr. Afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–17 Sunnudaga kl. 13–17 (Smáratorgi) www.dorma.is

Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði

Dómsmál „Næstu skref eru líklega þau að Landsnet framkvæmir nýtt umhverfismat og í kjölfarið verður þá líklega sótt um nýtt framkvæmdaleyfi hjá bænum,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga á Vatnsleysuströnd, en Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að fella úr gildi umhverfismat vegna lagningar Suðurnesjalínu 2.

Það voru eigendur jarða í nágrenninu sem sóttu málið gegn Landsneti og Vogum. Í úrskurði Hæstaréttar segir meðal annars að mat á umhverfisáhrifum á lagningu strengs í jörðu hafi ekki verið fullnægjandi. Til stendur að leggja línuna frá frá Hamranesi í Hafnarfirði um sveitarfélagið Voga, Reykjanesbæ og Grindarvíkurbæ að tengivirki við Rauðamel norðan við Svartsengi. Ásgeir segir þörf á raforkuflutn-

Ásgeir Eiriksson er bæjarstjóri Voga.

ingum til þessa hluta landsins, en fyrir sé aðeins ein lína. „Og að því leytinu til, hvernig sem málið verður leyst, tel ég æskilegt að það mál fái sinn framgang,“ segir Ásgeir sem tekur enga afstöðu til þess hvort línan eigi að vera ofanjarðar eða neðan. | vg


ÚTSALA

N N I G A D R A G U A L LÝKUR ! R A Ú R B 18. FE

REKKJUNNAR ÓTRÚLEG VERÐ!

1V 2MÁN

(*Miðað við 12 mánaða vaxtalausan raðgreiðslusamning með 3,5% lántökugjaldi og 405 kr. greiðslugjaldi)

AXTALA GREIÐS USAR LUR!

UR!

ROYAL ALEXA ROYAL LAYLA

Hágæða millistíf fimm-svæða skipt heilsudýna með poka-gorma-kerfi og botn með.

Hágæða millistíf fimm-svæða skipt heilsudýna með poka-gorma-kerfi og mjúkum topp og botn með.

Stærð 120x200 sm

Stærð 180x200 sm

6.324 kr.* Á MÁNUÐI

13.838 kr.* Á MÁNUÐI

ÚTSÖLUVERÐ 68.625 kr.

ÚTSÖLUVERÐ 155.750 kr.

Fullt verð 98.036 kr.

ARGH!!! 150217#18

3AFSL0ÁT% T

3AFS0LÁTT%UR! ROYAL CORINNA

KING KOIL WAREHOUSE CLEARANCE!

.

Hágæða millistíf fimm-svæða skipt heilsudýna með tvöföldu poka-gorma-kerfi og þrýstijöfnunarsvampi í toppnum og botn með. Stærð 180x200 sm

16.649 kr.* Á MÁNUÐI Fullt verð 269.051 kr.

ÚTSÖLUVERÐ 188.336 kr.

Fullt verð 222.500 kr.

STÖK DÝNA King-stærð (193x203 cm) 59.150 kr. STÖK DÝNA Queen-stærð (153x203 cm) 43.600 kr

Rekkjan ehf ≤≥ Ármúla 44 ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16

H E I L S U R Ú M


8|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. febrúar 2017

Hröð hrörnun fjölmiðla Plokkfiskur hollur kostur á 5 mín.

Ein af stórsögunum á Íslandi eftir Hrun er hrörnun fjölmiðla og hvernig lykilfjölmiðlar komust í hendur sérhagsmunaaðila og þeirra sem voru helstu persónur í uppgjöri Hrunsins fyrir dómstólum. Á skömmum tíma hefur sú veika hefð sem myndast hafði í litlu samfélagi flókinna persónutengsla fyrir frjálsri og óháðri fjölmiðlun mikið látið á sjá. Miðlarnir sjálfir hafa ekki fundið tryggan rekstrargrunn og hafa því orðið miklu háðari þeim sem leggja þeim til fé heldur en var marga áratugi fyrir Hrun. Í dag er stærsti hluti fjölmiðlanna í höndum sérhagsmunaaðila og blaðamennska í almannaþjónusta stendur veikt. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is

En þótt sagan af hrörnun fjölmiðlanna eftir Hrun sé stór og samfélgslega mikilvæg hefur lítið verið um hana fjallað. Blaðamenn hafa aldrei verið góðir í að fjalla um málefni sinnar stéttar og atvinnugreinar. Enginn er fullkomlega óháður gagnvart efninu. Ofan á það bætist landlæg meðvirkni, vegna tengsla fólks þvert á miðla vonar fólk innst inni að Eyjólfur hressist. Það þykir ekki góð latína að skrifa gagnrýnið um vinnustað sem fólk þarf kannski að sækja um vinnu á einhverjum misserum seinna. En fjölmiðlar eru mikilvægt fyrirbrigði í samfélaginu. Þeir eru bæði vettvangur umræðu og drífa hana áfram. Upp á sitt besta geta fjölmiðlar ýtt undir gagnrýna og opna umræðu og styrkt lýðræði í samfélaginu. Í vondu standi geta fjölmiðlar skekkt umræðuna, þaggað niður mikilsverð mál og skammtað fólki ólíkan sess; ýtt þannig undir bæklun veiks samfélags. Ég ætla því að láta mig hafa það að skrifa um fjölmiðla á Íslandi þótt ég sé útgefandi og ritstjóri þessa blaðs, sé einn af eigendum þess, hafi á árum komið að svo til öllum þeim fjölmiðlum sem koma við sögu og þekki mæta vel starfsmenn á þeim öllum. Svona er Ísland, lítið land. Ef við ætlum að gera eins og fólk í stærri samfélögum og fjalla aðeins um mál sem við tengjumst ekki þá munu mörg mál liggja ósnert. Við þurfum því að fjalla um mál sem okkur tengjast en gæta þess að lesandinn viti af tengslunum. Þannig er Ísland, velkomin þangað. Panama-dagblöðin Frá Hruni hefur það gerst að Jón Ásgeir Jóhannesson og eiginkona hans, Ingibjörg Pálmadóttir, keyptu fjölmiðla 365 út úr félagi sem var á leið í gjaldþrot þar sem hátt í fjórir milljarðar króna töpuðust. Kaupverðið var 1,5 milljarður króna auk nokkurra skulda. Síðan hafa þau hjón lagt tæplega 800 milljónir króna inn í félagið í formi nýs hlutafjár. Sem kunnugt er var þeirra hjóna getið í Panamaskjölunum. Þar kom fram umtalsverður flutningur á fé frá aflandseyjum aftur inn til Evrópu eftir Hrun. Ingibjörg hafnaði því, aðspurð síðastliðið vor, að hluti þess fjár hafi runnið inn í 365. Þegar fréttir af tengslum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra við aflandsfélag í Panama

komu fram vakti athygli að Kristín Þorsteinsdóttir, útgefandi 365 og ritstjóri Fréttablaðsins, skrifaði leiðari um að slík tengsl væru ekkert tiltökumál. Þessi afstaða í stærsta fréttamáli síðasta árs af broti sérhagsmunaaðila og auðfólks gegn almannahagsmunum var ekki einsdæmi á Vesturlöndum því svipað mátti lesa úr ritstjórnardálkum Morgunblaðsins og DV. Forystusveit Sjálfstæðisflokksins blandaðist inn í Panamaskjölin, nokkrir úr eigendahópi útgáfufélags Morgunblaðsins og einnig annar af ritstjórum DV. En fyrir utan þessi þrjú blöð tóku engir meginmiðlar Vesturlanda afstöðu með aflandsfólki. Án undantekninga fjölluðu þeir um Panamamálið sem stórfelld samfélagsleg svik yfirstéttarinnar. Kvótinn fær sitt Eftir Hrun stóð Óskar Magnússon fyrir kaupum á Morgunblaðinu fjármagnaður að mestu af eigendum nokkurra stærstu útgerðarfyrirtækja landsins. Óskar hefur sagt að markmið hópsins hafi verið þrenn. Í fyrsta lagi að halda aftur að hækkun veiðigjalda, í annan stað að halda í íslensku krónuna og í þriðja lagi að forða því að Ísland gengi inn í Evrópusambandið. Nýir eigendur lögðu til 1,2 milljarða króna í hlutafé og um 3,5 milljarðar króna af skuldum félagsins voru klipptir af. Þegar það dugði ekki til var annar milljarður króna felldur niður af skuldum. Og þegar það dugði ekki lögðu eigendurnir til meira fé. Í dag er heimild til að auka hlutaféð um aðrar 400 milljónir króna. Nýir eigendur réðu Davíð Oddsson, fyrrum forsætisráðherra, seðlabankastjóra og formann Sjálfstæðisflokksins, sem ritstjóra og hefur hann barist hatrammlega fyrir markmiðunum þremur. Og haft sigur. Auðvitað er ekki hægt að fullyrða hversu þungt lóð Morgunblaðsins vógu í þessum stríðum en ljóst er að ef sigur í þeim væri metinn til fjár þá hafa útgerðarfyrirtækin sem fjármögnuðu herleiðangurinn fengið fé sitt margfalt til baka. Þótt Morgunblaðið sé enn rekið með tapi og vandséð að það verði í bráð fjárhagslega sjálfstætt þá hefur hagur útgerðarinnar batnað stórum. Bara lækkun veiðigjalda skilaði þeim útgerðarfyrirtækjum sem eiga í Morgunblaðinu hlutafjárframlagi þeirra margfalt til baka. Öllum er ljóst að í þessu liggur vandi fjölmiðla í dag. Meðan þeir eru fjárhagslega ósjálfstæðir eru þeir upp á utanaðkomandi hjálp komnir. Og eins og alltaf er um sérhagsmuni og almannahag, þá eru sérhagsmunirnir sterkir, háværir og fljótir að bregðast við á meðan almannahagur liggur á millum okkar og brennur kannski ekki svo mikið á hverju okkar að við rjúkum til aðgerða. Og þótt við gerðum það höfum við sjaldnast bolmagnið til stórræðanna. Við smáfiskarnir erum eins og froskar sem soðna í vatni sem hitað er upp hægt. Það er aldrei beint rétta augnablikið að bregðast við fyrr en það er um seinan. Óljós fjármögnun DV Björn Ingi Hrafnsson, fyrrum borgarfulltrúi Framsóknar og aðstoðar-

Jón Ásgeir Jóhannesson hefur verið sakaður um afskipti af vinnu blaðamanna af starfsmönnum sem hafa flúið fréttastofu 365 á undanförnum árum. Smátt og smátt hefur ritstjórnin veikst, starfsfólki fækkað og einkum þeim sem bjuggu yfir reynslu og þekktu þá blaðamannahefð sem rekja til upphafsára Dagblaðsins, Helgarpóstsins, Bylgjunnar og Stöðvar 2.

Davíð Oddsson var ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins af nýjum eigendum sem fjárfestu í blaðinu til að tryggja hagsmuni útgerðarinnar; halda í íslensku krónuna, halda veiðigjöldum lágum og halda Íslandi utan Evrópusambandsins. Allt hefur þetta gengið eftir, hvort sem það er Davíð að þakka eða ekki.

Björn Ingi Hrafnsson hefur safnað að sér fjölda smárra miðla og margt er á huldu um hvernig kaup þeirra og rekstur er fjármagnaður. Ráðgátan um fjármögnun þeirra hefur meira að segja blandast inn í tilraunir til að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, fyrrum forsætisráðherra. maður Halldórs Ásgrímssonar, fyrrum ritstjóri Markaðarins, viðskiptablaðs Fréttablaðsins, og einn þeirra fjölmiðlamanna sem fjallað var um í rannsóknarskýrslu Alþingis vegna óeðlilega hárra lána í bankakerfinu, hefur frá Hruni verið að safna að sér smærri fjölmiðlum. Hann keypti Pressuna og Eyjuna, DV og ÍNN og tímarit Birtings. Mjög er á huldu hvernig þessi kaup hafa verið fjármögnuð eða hvert þau sækja sér fé til að fóðra viðvarandi taprekstur. Sem kunnugt er kom sú ráðgáta við sögu í tilraun þeirra systra Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand til að kúga fé út Sigmundi Davíð. Þær vildu meina að Sigmundur tengdist ráðgátunni um hvernig Björn Ingi hefur fjármagnað kaup á fjölmiðlum og rekstur þeirra. Þótt ekki sé ástæða til að leggja trúnað við útgáfu systranna á sögunni þá situr ráðgátan eftir. Af ársreikningum félaga Björns Inga sést að skuldir hafa vaxið hratt. Það getur bent til þess að sá eða þeir sem fjármagna reksturinn vilji ekki að nafn þeirra komi fram. Björn Ingi hefur ekki úttalað sig um fjármögnun útgáfunnar en sá orðrómur er sterkur að bakhjarlar hans séu menn tengdir Framsóknarflokknum og hinum fallna Kaupþing banka.


Sendibílasýning Mercedes-Benz. Laugardaginn 18. febrúar kl. 12–16 sýnum við Sprinter, Vito og Citan sendibíla hjá Mercedes-Benz atvinnubílum, Fosshálsi 1. Komdu og skoðaðu úrvalið af sendibílum frá Mercedes-Benz. Þeir eru traustbyggðir, sparneytnir og sérstaklega hannaðir til þess að hver rúmmetri nýtist sem allra best. Á staðnum verður kynning á hillukerfum fyrir bílana, kælibúnaði og verkfærum.

ASKJA ATVINNUBÍLAR · Fosshálsi 1 · 110 Reykjavík · Sími 590 2120 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi

Þú finnur okkur á Facebook „Mercedes-Benz Ísland atvinnubílar“


10 |

Trump alla daga Þá eru upptaldir þeir fjölmiðlar sem fóru í gegnum Hrunið. Þeir hafa allir endað í höndum þessara þriggja félaga, fyrir utan Ríkisútvarpið og Útvarp Sögu. Tengsl þessara þriggja blokka við sérhagsmuni sjást á mörgu. Fyrir utan ritstjórnarpistla þar sem sérhagsmunir eru varðir má benda á afstöðu ráðandi afla til Ríkisútvarpsins. Sú stofnun rekur hefðbundna fréttastefnu byggða á því að skoða mál út frá hagsmunum almennings, skattgreiðenda og neytenda, líka því sem meginstraumsmiðlar á Vesturlöndum gera. Þótt það ætti að vera óumdeild lína ríkir hálfgert styrjaldarástand um Ríkisútvarpið. Það er sakað um að vera óvilhallt og ófaglegt og í klárri stjórnarandstöðu af ráðamönnum. Margir stjórnmálamenn hafa skilgreint það sem sinn helsta andstæðing. Þegar fólk á Vesturlöndum fylgist í forundran með hvernig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, talar um hefðbundna fjölmiðla og fylgist með hörðum viðbrögðum blaðamanna, renna tvær grímur á Íslendinga. Svona hafa íslenskir stjórnmálamenn látið árum og áratugum saman. Og eins og velvild Trump segir eiginlega allt um þá fjölmiðla sem hann hampar og óvild hans margt um þá sem hann leggur fæð á, þannig má líka meta íslensku fjölmiðlaflóruna. Öðrum megin er Ríkisútvarpið og hinum megin allir gömlu miðlarnir. Almennt eru stjórnmálamenn, einkum þeir sem tilheyra gömlu kerfisflokkunum tveimur, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki, núorðið nokkuð sáttir við Morgunblaðið, fréttamiðla 365 og miðlana kringum Pressuna. Ég ætla ekki að fjalla hér um þá miðla sem hafa orðið til eftir Hrun; Fréttatímann, Stundina og Kjarnann. Líta má á þá sem einskonar

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. febrúar 2017

flóttamannabúðir hinna miðlanna. Þeir hafa verið byggðir upp af blaðamönnum sem ekki hafa unað sér innan sérhagsmunamiðlanna. Flóttinn mikli Og við þurfum ekki að telja upp starfsmenn þessara miðla. Við getum líka talið upp þá blaðamenn sem hafa flúið 365 á undanförnum árum eða verið reknir þaðan vegna ágreinings við yfirstjórn fyrirtækisins og eigendur. Stofnendur Kjarnans, Þórður Snær Júlíusson og Magnús Halldórsson, hröktust þaðan burt vegna afskipta Jóns Ásgeirs af fréttum. Mikael Torfason ritstjóri var rekinn þegar hann vildi ekki haga umfjöllun samkvæmt hagsmunum

eigenda og þegar Ólafur Stephensen ritstjóri hætti í sömu mund skrifaði hann leiðara sem hann kallaði: Veldur hver á heldur. Þar segir: „... viðleitni löggjafans til að tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla er góðra gjalda verð, enda skiptir það miklu máli í lýðræðislegu þjóðfélagi. Hins vegar er það svo að slíkur lagabókstafur og siðareglur fjölmiðla skipta litlu sem engu máli ef vilji eigenda stendur ekki til þess í raun að starfrækja sjálfstæða miðla, þar sem ritstjórnin lýtur ekki eigendavaldi.“ Þegar Magnús Halldórsson blandaði sér stuttu síðar í deilur á Facebook um ritstjórnarlegt sjálfstæði á 365, þar sem þáverandi starfsmenn

börðu af sér sakir, skrifaði hann: „Stóra myndin var síðan þessi: Þarna var tvídæmdur hvítflibbaglæpamaður, á skilorði, með ferska 700 milljóna fordæmalausa umboðssvika ákæru á borðinu fyrir framan sig – og hátt í tug skaðabótamála og riftunarmála frá gjaldþrota félögum sem hann tengdist áður – að beita sér með öllum ráðum, í gegnum undirmenn sína, gegn heiðarlegum og góðum blaðamanni.“ Sumir þeirra sem hafa horfið á braut hafa kosið að tjá sig sem minnst um tíma sinn á ritstjórn; Sigurjón Magnús Egilsson, Breki Logason, Fanney Birna Jónsdóttir, Hafliði Helgason, svo nokkrir yfirmenn séu nefndir. En í kringum brotthvarf

Ólafur Stephensen.

Mikael Torfason.

Fanney Birna Jónsdóttir.

Þórður Snær Júlíusson.

Magnús Halldórsson.

Sigurjón Magnús Egilsson.

FLÓTTAFÓLK FRÁ 365

Það mætti búa til öfluga ritstjórn úr þeim herskara sem flúið hefur ritstjórn 365 á undanförnum misserum. „Þarna var tvídæmdur hvítflibbaglæpamaður, á skilorði ... að beita sér með öllum ráðum, í gegnum undirmenn sína, gegn heiðarlegum og góðum blaðamanni,“ lýsti einn flóttamannanna ástandinu.

þeirra flesta hefur verið rætt annars vegar um samstarfserfiðleika við Kristínu Þorsteinsdóttur útgefanda og hins vegar um linnulítil afskipti eigenda á efni miðlanna. Ritstjórn undir blaðafulltrúa Kristín var blaðafulltrúi Jóns Ásgeirs áður en hún tók við sem útgefandi 365. Segja má að á þeim tímapunkti hafi ritstjórninni endanlega verið rennt undir hagsmuni Jóns. Tengsl þeirra eru margskyns og flókin. Kristín er náin vinkona Ingibjargar Pálmadóttur, sonur hennar er aðstoðarmaður Jóns Ásgeirs og dóttir hennar lykilmanneskja á ritstjórn 365. Þessi ritstjórn, sem fyrir fáum árum var mönnuð mörgum af bestu blaðamönnum landsins og bar í sér arfleið sem rekja má allt aftur til stofnunar Dagblaðsins 1975, Helgarpóstsins, Bylgjunnar og Stöðvar 2, er því að koðna undan kröfum eigendanna um auðsveipni og þjónustu. Ritstjórn Morgunblaðsins er ekki eins illa leikin. Þar er rekinn hörð hagsmunagæsla í ritstjórnarpistlum en almennt efni er um margt líkt og áður þótt auðséð á efni blaðsins að mikið hefur verið skorið niður á ritstjórn og blaðið hefur ekki sama afl og áður. Niðurskurðurinn hefur gengið lengra á 365. Fyrrum starfsmaður sagði að fyrirtækið væri rekið eins og lágverðsverslun og án skilnings á blaðamennsku. Við þessi skilyrði reyna flestir starfsmenn sitt besta, gera eins vel og þeir geta á þeim tíma sem þeir hafa. Og margt er vel gert. En sú vinna dregur ekki úr þeim vanda sem þessir fjölmiðlar eru í vegna eigenda seinna og af hvaða forsendum þeir vilja halda þeim úti. Sú staða er ein af helstu meinum íslensks samfélags, eitt af ónýtu kerfunum sem við sitjum uppi með eftir Hrun.


„ Mamma vissi alveg hvað hún var að gera þegar hún gaf mér fyrsta gítarinn!“

TÓNASTÖÐIN • SKIPHOLTI 50D • REYKJAVÍK • S. 552 1185 • TONASTODIN.IS


12 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. febrúar 2017 Stofnendur lögmannsstofunnar í Panama, Jurgen Mossack og Ramon Fonseca Mora, voru handteknir í Panama í síðustu viku út af rannsókninni á Mossack Fonseca.

Glæpasamtökin sem

600 Íslendingar

stunduðu viðskipti við Embætti héraðssaksóknara rannsakar fyrst og fremst einstaka mál sem tengjast Mossack Fonseca en ekki umgjörð viðskiptanna. Yfirvöld í nokkrum löndum í Suður-Ameríku rannsaka nú Mossack Fonseca sem glæpasamtök og hafa beitt sér gegn milliliðum sem stofnuðu félög hjá Mossack Fonseca. Íslendingar áttu heimsmet í viðskiptum við Mossack Fonseca miðað við höfðatölu. Ólafur Hauksson segir það á ábyrgð yfirvalda í Lúxemborg að taka upp rannsókn á Landsbankanum þar í landi. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is

Íslendingar áttu heimsmet í viðskiptum við panamaísku lögmannsstofuna Mossack Fonseca sem saksóknari í Panama kallar nú „glæpasamtök“ vegna aðkomu fyrirtækisins að peningaþvætti og mútugreiðslum í Suður-Ameríku. Stofnendur Mossack Fonseca, Ramon Fonseca Mora og Jurgen Mossack, voru handteknir í Panama í síðustu viku og hnepptir í gæsluvarðhald út af rannsókn þarlendra yfirvalda á fyrirtækinu en samtímis fara fram rannsóknir í nokkrum öðrum löndum í Suður-Ameríku. Heimsmet Íslendinga var miðað við höfðatölu. Fjöldi Íslendinga sem notaðist við félög í skattaskjólum var svo mikill hjá einstaka fjármálafyrirtækjum að Íslendingar voru stærsti kúnnahópurinn þegar viðskiptavinunum var skipt niður eftir þjóðernum en þetta var raunin

Mosel

SÓFAR Í MIKLU ÚRVALI 900 útfærslur, engin stærðartakmörk og 3.000 tegundir af áklæðum

í útibúi Nordea-bankans í Lúxemborg í fyrra. Samtals tengdust 600 Íslendingar um 800 aflandsfélögum í gegnum Mossack Fonseca. Mútugreiðslur til rannsóknar Meðal þess sem er til rannsóknar í Panama og víðar í Suður-Ameríku eru mútugreiðslur frá brasilíska verktakafyrirtækinu Odebrecht til ráðamanna í löndum í Suður-Ameríku, meðal annars Fernando Toledo, fyrrverandi forseta Perú. Toldeo er grunaður um að hafa þegið 20 milljónir dollara frá brasilíska fyrirtækinu gegn því að tryggja því samning um að byggja veg í Perú. Odebrecht hefur viðurkennt að hafa greitt samtals 29 milljónir dollara í mútugreiðslur í Perú í ríkisstjórnartíð Toledos og eftirmanna hans, Alan García og Ollanta Humala. Þetta spillingarmál gengur undir nafninu Lava Jato. Yfirvöld í Perú hafa farið þess á leit við bandarísk yfirvöld að þau framselji Toledo til landsins vegna málsins en hann er búsettur þar. Í Kólumbíu hafa vararáðherra og fyrrverandi öldunardeildarþingmaður verið handteknir vegna rannsóknar málsins og í Venesúela beinist rannsókn málsins að meintum 98 milljóna dollara mútugreiðslum. Aðkoma Mossack Fonseca að þessum málum er sú að félög á aflandssvæðum, sem fyrirtækið stofnaði, voru notuð til að miðla þessum fjármunum sem notaðir voru í mútugreiðslunum og þar með að fela þá. Þáttur milliliða í lögbrotum Samhliða húsleit hjá Mossack Fonseca og á heimilum starfsmanna fyrirtækisins hafa yfirvöld í Panama tekið yfir fjármálafyrirtækið sem

„Þetta félagaform var notað með sams konar hætti og kúbein í innbroti.“ Basel

Roma

Verona

Tungusófar • Sófasett • Stakir sófar • Hornsófar

Kíktu í heimsókn! Opið virka daga kl. 10-18 Laugardaga 11-15 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is

var milliliður í viðskiptunum, FPB-bankann, sem talinn er hafa verið milliliður í stofnun 44 eignarhaldsfélaga hjá Mossack Fonseca sem eru til skoðunar í málinu. Bæði Mossack Fonseca og FPB-bankinn eru því talin hafa verið viljug verkfæri í umfangsmiklu peningaþvætti og mútumálum upp á marga milljarða króna. Þetta sýnir að yfirvöld í löndum í Suður-Ameríku telja að milliliðir í skattaskjólsviðskiptum kunni að hafa brotið lög með vinnu sinni fyrir þá sem vildu svíkja undan skatti og eða fela fé. Landsbankinn helsti milliliðurinn Helsti milliliðurinn í viðskiptum Íslendinga við Mossack Fonseca var Landsbanki Íslands, aðallega í gegnum útibú bankans í Lúxemborg. Helsti skattaskjólssérfræðingur bankans, Kristján Gunnar Valdimarsson lögfræðingur, var skrifaður fyrir auglýsingu á vef bankans þar

Kristján Gunnar Valdimarsson var helsti skattasérfræðingur Landsbanka Íslands á árunum fyrir hrun en bankinn benti viðskiptavinum oft á möguleikann á því að nota aflandsfélög í viðskiptum sínum.

Ólafur Hauksson segir að embættið einbeiti sér fyrst og fremst að því að rannsaka einstök skattalagabrot en ekki umgjörð skattaskjólsviðskiptanna og aðkomu fjármálafyrirtækja, eins og Landsbankans í Lúxemborg, að þeim.

sem ráðgjöf í skattamálum var auglýst. Í textanum, sem finna má í gegnum vefsafn Háskólabókasafns Íslands, segir að bankinn geti aðstoðað við að lágmarka skattgreiðslur. „Aðilar geta lágmarkað skattlagningu innan marka skattalaga með réttri ráðgjöf í þessu tilliti. […] Mikilvægt er að huga vel að skattlagningu áður en ráðist er í fjárfestingar erlendis og getur það skipt miklu að rétt sé að verki staðið með tilliti til eignarhaldsfélaga og staðsetningar þeirra, auk þess sem kanna þarf hvort í gildi séu tvísköttunarsamningar og hvert efni þeirra er.“ Ekki var talað um skattaskjól, aflandssvæði eða Mossack Fonseca í auglýsingunni en ljóst er að bankinn stofnaði fjölmörg slíkt félög fyrir viðskiptavini sína og var stærsti íslenski notandi aflandsþjónustu Mossack Fonseca. Íslendingar sem koma fyrir í Panamaskjölunum hafa lýst því hvernig Landsbankinn í Lúxemborg ráðlagði þeim að stofna félög í skattaskjólum. Í viðtali við Fréttatímann í haust sagði Theódór Guðbergsson, kaupsýslumaður og fiskverkandi, meðal annars um félag sitt í skattaskjóli. „Þetta var félag sem var í eignastýringu í Landsbankanum í Lúxemborg. Við áttum þetta nokkrir félagarnir. Það var í einhverjum hlutabréfaviðskiptum. Við ætluðum að sigra heiminn en það gekki ekki eftir. Þetta fór lóðbeint á hausinn í hruninu. Það var maður í eignastýringunni í Lúxemborg sem sá um þetta fyrir okkur […] Ég var bara með venjulegan rekstur, saltfiskverkun, og við unnum hörðum höndum og gekk ágætlega. Svo var alltaf verið að bjóða manni þessa eignastýringu af því hún átti að mala gull en svo reyndist þetta bara tómt kjaftæði.“ Landsbanki Íslands, í gegnum útibúið í Lúxemborg, var því mikilvægur milliliður í viðskiptum í skattaskjólsviðskiptum Íslendinga í gegnum Mossack Fonseca, rétt eins og FPB-bankinn var milliliður í þeim viðskiptum sem yfirvöld nokkurra landa í Mið- og Suður-Ameríku eru nú að rannsaka sem möguleg lögbrot.

þess að greiddir væru af þeim skattar á Íslandi. Embættið hefur kært stóran hluta þessara meintu skattalagabrota til embættis héraðssaksóknara, áður sérstaks saksóknara. Af þessum 108 tók skattrannsóknarstjóri 34 til athugunar vegna upplýsinga úr gögnum um skattaskjólsviðskipti Íslendinga sem keypt voru á 37 milljónir króna af óþekktum aðila. Af þessu er ljóst að mál tengd Mossack Fonseca hafa sannarlega verið til rannsóknar hjá eftirlitsaðilum á Íslandi og hafa slík mál einnig verið send til ákæruvaldsins. Eftir stendur hins vegar sú spurning hvort eftirlitsaðilar telji að rannsaka þurfi milliliðina í viðskiptum Íslendinga í skattaskjólum, til dæmis Landsbanka Íslands í Lúxemborg, sem kom á sambandinu við Mossack Fonseca sem gerði skattaundanskot möguleg í einhverjum tilfellum.

108 mál til skoðunar Komið hefur fram í fjölmiðlum að embætti skattrannsóknarstjóra hafi athugað og rannsakað 108 mál sem tengjast Panamaskjölunum. Stærstur hluti þessara mála, eða 57 talsins, tengjast sjómönnum sem störfuðu hjá útgerðum Sjólaskipa og Samherja í Afríku og fengu greidd laun frá aflandsfélögum án

Skoða stök mál en ekki umgjörðina Aðspurður um hvort embætti héraðssaksóknara hafi farið í einhverja rannsókn á Landsbanka Íslands eða öðrum milliliðum sem skipulögðu skattaskjólsviðskipti Íslendinga segir Ólafur Hauksson að embætti sitt hafi fyrst og fremst verið að rannsaka einstök mál en ekki umgjörð skattaskjólsviðskiptanna. „Við erum fyrst og fremst að skoða þá sem kunna að hafa komið sköttum undan. Skattrannsóknarstjóri hefur verið að vinna þá vinnu og við erum að styrkja þá línu hér. Í augnablikinu er verið að horfa fyrst og fremst á þetta.“ Ólafur segir að hann telji að það væri líka yfirvalda í Lúxemborg að rannsaka dótturfélög íslensku bankanna þar í landi. „Það voru fyrst og fremst bankarnir í Lúxemborg sem voru að stofna þessi félög þannig að það væri yfirvalda í Lúxemborg að taka þann legg,“ segir Ólafur. „Auðvitað kemur þessi umgjörð við sögu í okkar rannsóknum en hún er ekki sjálfstætt rannsóknarefni. […] Þetta félagaform var notað með sams konar hætti og kúbein í innbroti. En eftir því sem rykið sest þá er eðlilegt að menn velti því fyrir sér hversu eðlilegt það sé að þetta sé hægt til að byrja með: Eignastýringardeildirnar byrjuðu að bjóða upp á aflandsþjónustu eins og það væri sjálfsagður hlutur. Aflandsfélög mynda „platform“ fyrir alls konar vafasöm viðskipti. Þessi aflandsfélög koma svolítið inn á ská í uppgjöri okkar við hrunið og það er ekkert rosalega hugguleg mynd sem blasir við okkur.“


NÝ MÓDEl

ÞVOTTAVÉLAR AEG hefur þjónað Íslendingum í áratugi og því margir sem þekkja þvottavélarnar af eigin raun og hafa borið þeim gott vitni.

ÁRGERÐ

2017

Nú er árgerð 2017 komin í Ormsson-verslanir um allt land, og getur því komandi kynslóð byggt á reynslu þeirra sem þekkja til. 914550043

Þvottavél L7FBE840E

Tekur 8 kg af þvotti. 1400 snúningar. Öll hugsanleg þvottakerfi. Kolalaus mótor. Íslensk notendahandbók.

914550046

Íslenskt stjórnborð 3 ára ábyrgð 10 ára ábyrgð á mótor

Verð: 119.900,-

Þvottavél L7FBM826E

Tekur 8 kg af þvotti. 1600 snúningar. Öll hugsanleg þvottakerfi. Kolalaus mótor. Íslensk notendahandbók. Verð: 139.900,-

ÞVOTTAVÉLAR

914913404

914913410

Þvottavél

Þvottavél

L6FBE720I

L6FBE840I

Tekur 7 kg af þvotti. 1200 snúningar. Öll hugsanleg þvottakerfi. Íslensk notendahandbók.

Tekur 8 kg af þvotti. 1400 snúningar. Öll hugsanleg þvottakerfi. Kolalaus mótor.

Verð: 89.900,-

Verð: 99.900,-

Íslenskt stjórnborð 3 ára ábyrgð

Lilleput m/hleðslurafhlöðu KR. 3.990,-

Equipt KR. 13.900,-

CE4120 KR. 17.900,-

Skaftryksuga m/Lithium rafhlöðu

KR. 29.900,-

Ultra Silencer KR. 36.900,-

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

Opnunartímar: Virka daga kl. 10-18 Laugardaga kl. 11-15. ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500

SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

Greiðslukjör

LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800 PENNINN HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

ORMSSON TÆKNIBORG ORMSSON ORMSSON GEISLI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 4712038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333

Vaxtalaust í allt að 12 mánuði

OMNIS BLóMSTuRvELLIR AKRANESI HELLISSANDI SÍMI 433 0300 SÍMI 436 6655


14 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. febrúar 2017

Stjórnar sjónvarpsstöð Loksins á Papúa Nýju-Gíneu Loksins komnar aftur *leggings háar í komnar aftur 20% afsláttur Loksins Loksins

Eggert Gunnarsson var ekki lengi að hugsa sig um þegar honum bauðst að sækja um stöðu sjónvarpsstjóra á Papúa Nýju-Gíneu fyrir rúmu ári. Eftir ár á stöðinni er hann gjörsamlega heillaður af landi og þjóð.

Halla Harðardóttir halla@frettatimin.is

Þ

að sem er skemmtilegt við að starfa í sjónvarpi er fjölbreytnin. Maður er alltaf að gera allskonar,“ segir Eggert Gunnarsson en hann hefur unnið við dagskrárgerð og framleiðslu sjónvarpsefnis í áratugi. Eggert hefur framleitt mikið af efni fyrir RÚV, nú síðast hina margverðlaunuðu þætti um Ævar vísindamann. Þrátt fyrir að hafa komið sér vel fyrir í starfi hér heima var hann ekki lengi að slá til þegar honum bauðst að sækja um starf sjónvarpsstjóra á Papúa NýjuGíneu. „Þetta byrjaði með tölvupósti frá gömlum vini sem ég hef ekki hitt í mörg ár, Gísla Snæ Erlingssyni leikstjóra,“ segir Eggert. „Þar var eitt skjal þar sem þetta starf var út-

*leggings háar í mittinu af öllum vörum 20% afsláttur Loksins oksins komnar komnar aftur aftur mittinu til 17. júníháar í af*leggings öllum vörum *leggings háar í Ný föt og skór komnar aftur nar aftur mittinu 17.mittinu júníháar í ings háar til í *leggings kr. 5500.

mittinu

5500.

Peysa Túnika mittinu kr. 3.900,kr. 3000 Frábær verð, smart vörur, Túnika Gallabuxur . kr. .10.900,- góð þjónusta kr. 3000 Frábær verð, smart vörur, Frábær verð, smart vörur, Frábær verð, smart vörur, . Skór góð þjónusta góð þjónustakr. 9.900,- góð þjónusta

kr. 5500 . kr. 5500 kr. 5500

kr. 5500

rð, smart vörur, Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta þjónusta

listað og svo var þar ein spurning; viltu verða sjónvarpsstjóri í Papúa Nýju-Gíneu. Ég hef alltaf verið til í að prófa nýja hluti svo ég svaraði bara um hæl; já, því ekki það.“ Magnað ferðalag Papúa Nýja-Gínea er eystri hluti eyjunnar Nýju-Gíneu í SuðurKyrrahafi. Á eyjunni, sem fékk sjálfstæði frá Ástralíu árið 1975, búa um 7 milljónir manna af mörgum ættbálkum sem tala yfir 800 tungumál. Um 80% eyjaskeggja býr utan þéttbýlis með lítinn aðgang að nútímatækni og eyjan er þakin háum fjöllum þar sem ættbálkar lifa við afar frumstæðar aðstæður og rafmagn nær alls ekki til allra. Landið telst til þróunarlanda en er á hraðri leið til nýrra lífshátta eins og rekstur nýrra sjónvarpsstöðva ber vitni um. Það má gefa

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin · S. 588 4499 ∙ Opið mán.Tökum upp nýjar vörur daglegafös. Tökum upp nýjarFaxafeni vörur daglega Tökum upp nýjar vörur daglega

12-18 ∙ laug. 11-16

húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499Bláu ∙ Opið mán.fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 most.c_tiska

Bláu húsin · S. 588 4499 ∙ Opið mán.Tökum upp nýjar vörur daglegafös. Tökum upp nýjarFaxafeni vörur daglega most.tiskufataverslun

12-18 ∙ laug. 11-16

húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 afeni · S. 588 4499Bláu ∙ Opið mán.fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Sing Sing hátíðin. Í Paúa Nýju-Gíneu búa um 7 milljónir manna af mörgum ættbálkum sem margir hverjir eru afar frumstæðir. Sing sing hátíðin er haldin einu sinni á ári en þá koma ættbálkar saman og deila arfleifð sinni með söng og dansi og tilheyrandi viðhöfn. Hér má sjá Chimbu beinagrindadansara, hinn svokallaða Leðjumann og vel skreyttan höfðingja.

Papúa Nýja-Gínea er eyríki í Suðvestur-Kyrrahafi fyrir norðan Ástralíu sem tekur yfir eystri helming eyjunnar Nýju-Gíneu. Indónesía ræður yfir vestari helmingnum. Norðan við Papúu eru fjölmargar eldfjallaeyjar sem eru kallaðar Nýja-Gínea. Landið varð til við sameiningu nokkurra svæða undir tímabundinni stjórn Ástralíu og hlaut síðan sjálfstæði árið 1975. Hvergi í heiminum eru töluð jafn mörg tungumál og í landinu, eða yfir 800 tungumál.

sér að rekstur heillar fréttadeildar og framleiðsla á innlendri dagskrárgerð hljóti að vera mikið ævintýri við slíkar aðstæður. Eggert segir allt við þetta ár sem nú er liðið hafa verið magnað ferðalag sem hófst með atvinnuviðtali í 13 tíma flugfjarlægð frá Íslandi. „Fyrsta starfsviðtalið fór fram í gegnum síma en það næsta fór fram á miðri leið milli Íslands og Nýju-Gíneu, í Dúbai. Eftir viðtalið hófst svo bið eftir svari og á þeim tíma hlóum við fjölskyldan bara að þessu og gerðum grín að því að kannski væri ég að fara í þetta fjarlæga land sem við vissum svo lítið


Gerðu betri bílakaup hjá okkur! Hringdu núna í síma 511 2777 - Afhendingartími er 5 til 11 vikur frá pöntun Verð kr. 6.50.000

Verð kr. 6.995.000

Verð kr. 7.950.000

Verð kr. 8.495.000

Án VSK

2016 módel Ram 3500 Tradesman 4x4 Diesel. Ekinn 19þ. km

Verð kr. 8.450.000

2016 módel BMW X5 xDrive40e Ekinn 4þ.km

Verð kr.3.250.000

2016 módel Chevrolet Volt Plug-In Hybrid. Ekinn 12þ. km

2016 módel Ford F350 XLT 4x4 Diesel. Ekinn 20þ.km

Verð kr. 1.795.000

2015 módel Nissan Leaf S.

Verð kr. 3.690.000

2017 módel Nissan Leaf Tekna+ Nýr bíll!

2016 módel Volvo XC90 T8 Momentum. Ekinn 5þ. km

2016 módel Volvo XC90 T8 Inscription. Ekinn 3þ.km

Verð kr. 3.795.000

2015 módel BMW i3 Extended Range. 250 km drægni. Ekinn 2þ. km

Verð kr. 4.650.000

2016 módel BMW 330 e Hybrid M-sport. Ekinn 10þ. km

Verð kr. 3.650.000

2015 módel Audi A3 e-tron Ekinn 25þ. km.

Verð kr. 3.990.000

2015 módel Volvo V60 AWD Twin-Engine. Ekinn 50. þ km.

Splunkunýr Mitsubishi Outlander PHEV 2017 - 4x4

PURE

Verð kr. 4.280.000

PREMIUM

Verð kr. 4.650.000

PRESTIGE

Verð kr. 4.960.000

- Verð miðast við 122 kr. á evru og 113 kr. á dollara. -

Ármúli 4 - 1. hæð · 108 Reykjavík · Sími 511 2777 · www.betribilakaup.is

PRESTIGE+

Verð kr. 5.360.000


16 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. febrúar 2017

um. Þetta var eitthvað svo ótrúlegt og mér fannst frekar ólíklegt að af þessu yrði, sérstaklega vegna staðsetningarinnar.“

Eggert býr í höfuðborginni Port Moresby, sem er að hraðri leið til nútímans. Ein sjónvarpsstöð er rekin af ríkinu og nást sendingar hennar í höfuðborginni og öðrum stórum þéttbýliskjörnum. Digicel, sjónvarpsstöðin sem Eggert stjórnar er einkarekin og nær til allra sem hafa gervihnattadisk.

og þar af leiðandi umturnað þjóðfélaginu. Núna getum við endurvarpað 36 stöðvum út um allt land og

hver sá sem hefur rafmagn og getur keypt af okkur gervihnattadisk nær í merkið okkar, en rafmagn er 16-0250-HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

Takmarkað rafmagn En það varð úr að Eggert var ráðinn og í dag vinnur hann fyrir írska fyrirtækið Digicel sem rekur sjónvarpsstöðina sem hann stjórnar. „Digicel er fjölmiðlunarfyrirtæki sem setur sína starfsemi upp inni á mörkuðum sem eru að verða til. Þegar þeir komu hingað fyrr níu árum var mjög takmörkuð símanotkun í landinu, einhverjar landlínur en mjög takmarkað samband og farsíma- og netnotkun var nánast engin. Stór hluti íbúa hér býr í dreifbýli með lítinn aðgang að nútímatækni en Digicel hefur umturnað því

Nærandi millimál … er létt mál

chiafræ möndlur graskersfræ

döðlur

sólblómafræ

grísk jógúrt

Dagskrárgerðin dregur Eggert á nýjar slóðir, stundum langt inn í regnskógana.

ekki allra, þótt flestir í þéttbýli séu með það.“ „Það er fátækt hérna en hún er pínulítið öðruvísi hér en annarsstaðar í heiminum, því hér eiga allir garða. Fjölskyldur eru iðulega alveg sjálfbærar með mat svo það fer lítill peningur í matarinnkaup. Fólk notar aðallega þá litlu peninga sem það á í að kaupa lúxus eins og hrísgrjón og annað matarkyns sem er ekki partur af þeirra mataræði en er að koma til landsins núna. Og svo notar fólk peninga til að kaupa sér síma og inneign í hann, og jafnvel gervihnattadisk. Það eru í raun ekki miklir peningar í hagkerfinu hérna og því miður hafa ekki allir tækifæri til að læra eða komast eitthvað áfram.“ Fallegur en skrítinn staður „Þetta er mjög skrítinn staður að vera á. Landið er ofboðslega fallegt, hálfgerð paradís, en þar sem ég bý, í höfuðborginni Port Morisby, er líka mjög há glæpatíðni vegna mikillar fátæktar. Landið er ekki strjábýlt en það er mjög harðbýlt, það er mikið af fjöllum hérna og miklar fjarlægðir. Það er ekki búið að leggja hér vegi svo höfuðborgin tengist ekki öðrum þéttbýliskjörnum, hér þarf að fljúga á milli staða. Svo getur hitinn hér verið gífurlegur og merkilegt að venjast því, komandi frá Íslandi,“ segir Eggert en veðurfar landsins er mjög fjölbreytt. Það er í hitabeltisloftslagi með jöfnum hita en miklar úrkomur verða í regnskógunum og í háum fjöllunum, allt að 4000 metrum yfir sjávarmáli, snjóar með reglulegu millibili. „Það getur líka verið flókið að vinna hér vegna allra tungumálanna sem eru töluð hér, yfir 800, því landið byggist upp af ættbálkum. Þetta er óskaplegt karlaveldi og landinu er stjórnað af höfðingjum sem geta verið mjög spilltir. En fólk er stolt af uppruna sínum og hér er menning ættbálkanna allt um kring. Fólk skrifar á ferilskrána sína frá hvaða þorpi það kemur og þeir sem tala sama mál styðja og hjálpa hver öðrum.“ Reyna að hafa áhrif á pólitíkina Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika segist Eggert vera kolfallinn fyrir landinu. „Sérstaklega er ég fallinn fyrir þessu fólki hérna, mér finnst þau bara algjört æði. Þetta er magnaður hópur sem margt hvert á við hluti að glíma sem við getum ekki ímyndað okkur,“ segir Eggert en hann er með 60 manna hóp starfsmanna á sinni könnu sem sér um framleiðslu á innlendu efni. „Ég hefði getað kosið að ráða útlendinga í þessi störf en ég ákvað að gera það ekki heldur ráða frekar fólkið sem býr hér því það þekkir umhverfið. Við erum með fréttaflutning, beina útsendingu

„Mest af mínum tíma fer í að tala við fólkið í kringum mig og ákveða hvernig við matreiðum efnið. Ég gerði mér fljótlega grein fyrir því að hérna gæti ég notað mín evrópsku augu til að laga tæknilega hluti en efnislega verð ég að treysta á þeirra smekk og viðhorf.“ einu sinni á dag þar sem fluttar eru fréttir af því sem er að gerast, og það hefur ýmislegt komið upp á þetta ár sem ég hef verið hérna. Það hafa verið óeirðir þar sem fólk verður fyrir byssuskotum og fólkið mitt hefur verið í mikilli hættu við að afla frétta. Það hafa orðið uppþot á íþróttaleikjum þaðan sem við erum að senda beint út. En við erum líka byrjuð með viðtalsþætti þar sem við köfum dýpra í hlutina og það virðist vera að hafa áhrif á pólitíkina í kringum okkur. Næsta stóra mál á dagskrá hér eru kosningar, sem standa yfir í heilan mánuð, svo það verður mikil vinna hjá okkur. Við sendum líka beint út frá rögbíkeppni, National Rugby Leage í Ástraliu, en það er þjóðaríþróttin og fólk er gjörsamlega brjálað yfir henni. Svo erum við með samtalsþætti, matreiðsluþætti, umræðuþætti í sjónvarpssal, viðskiptaþátt, fréttaskýringaþætti og tónlistarþætti, íþróttaþætti og svo byrjuðum við með hæfileikakeppni í vetur sem er svakalega vinsæl og hefur verið mikil vinna á bak við. Mest af mínum tíma fer í að tala við fólkið í kringum mig og ákveða hvernig við matreiðum efnið. Ég gerði mér fljótlega grein fyrir því að hérna gæti ég notað mín evrópsku augu í að laga tæknilega hluti en efnislega verð ég að treysta á þeirra smekk og viðhorf. Það sem virkar á Íslandi er ekkert að fara að virka hér.“ Eggert er ráðinn til tveggja ára og svo veit hann ekki hvað tekur við. Fjölskylda hans varð eftir á Íslandi og segir hann það erfiðasta við dvölina vera fjarlægðina við hana. „Það verður gott að vera aftur með fjölskyldunni. Öll þessi tækni gerir okkur kleift að tala saman oft á dag en það er ekki það sama þegar það er engin snerting. Mitt hlutverk hér á stöðinni er fyrst og fremst að leiðbeina og koma þekkingunni áfram svo fólkið hér geti tekið við, kannski á næsta ári. Það verður allavega gaman að skilja við stöðina í höndum þessa frábærra hóps sem ég hef fengið að vinna með.“

Gríptu með þér gríska jógúrt eða kotasælu

Léttmál frá MS eru bragðgóðar nýjungar með hreinum grunni og hollum og stökkum toppi. Grísk jógúrt með döðlum, möndlum og fræjum eða kotasæla með berjum og möndlum. Eitt af því allra vinsælasta sem Eggert framleiðir eru beinar útsendingar frá þjóðaríþróttinni, rugby. Hæfileikakeppnir og tónlistarþættir eru líka vinsælt efni.


10 ÁRA AFMÆLI NISSAN QASHQAI

ENNEMM / SÍA /

N M 7 9 7 5 1 N i s s a*Miðað n Q a svið h quppgefnar a i 5 x 3 8 tölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri. Athugið að búnaður bíls á mynd er frábrugðinn auglýstu verði.

KYNNIÐ YKKUR AFMÆLISTILBOÐ Á VÖLDUM GERÐUM AF NISSAN QASHQAI

Verð: 3.590.000 kr. NISSAN QASHQAI ACENTA

Framhjóladrifinn, 1,5 dísil, beinskiptur. Eyðsla 3,8 l/100 km*

GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400

Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622

Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533

Allt frá því að Nissan Qashqai var fyrst kynntur í febrúar 2007 hefur sigurganga hans verið óslitin. Nissan Qashqai var brautryðjandi í flokki sportjeppa og hefur allar götur síðan verið einn vinsælasti bíllinn í flokknum. Heildarsala Nissan Qashqai er orðin yfir 3,3 milljónir bíla og ekkert lát verið á vinsældunum. Í tilefni af tímamótunum bjóðum við valdar gerðir af Nissan Qashqai á sérstöku afmælistilboði. Hafið samband við sölumenn Nissan og tryggið ykkur nýjan Nissan Qashqai.

Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070

IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080

BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516

BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is


18 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. febrúar 2017

lóaboratoríum

lóa hjálmtýsdóttir

KONUDAGURINN

FIMM RÉTTIR SEM KITLA BRAGÐLAUKANA

FRÁ KL. 17

EIGUM VIÐ AÐ RÆÐA ÞAÐ SEM MESTU SKIPTIR?

FORDRYKKUR

Codorníu Cava

BLEIKJA Á SALTBLOKK FRÁ HIMALAYA

Hægelduð bleikja, yuzu mayo, trufflu mayo, stökkt quinoa, epli LETURHUMAR

Pönnusteiktur leturhumar, ristað hvítlauks-mayo, paprikusósa, grænbauna og avókadó-purée ÖND & VAFFLA

Hægeldað andalæri „pulled“, karamelluseruð epli, belgísk vaffla, maltsósa KOLAGRILLUÐ NAUTALUND

Sveppir, pönnusteiktar kartöflur, bjór-Hollandaise SÚKKULAÐIRÓS

Súkkulaðimousse, hindberjahlaup, Sacherbotn

7.990 kr.

Aðeins framreitt fyrir allt borðið.

SÚKKULAÐIRÓS MEÐ HEIM – 690 kr. Föstudag til sunnudags.

Austurstræti 16

Sími 551 0011

apotek.is

A

uðvitað er það gaman fyrir nýja þingmenn að setjast í fyrsta skipti á þing. Þetta starf er þrungið sögu og merkingu, væntingum og tilgangi. Segja má að hver nýr þingmaður sé óléttur af glæstum ókomnum stjórnmálaferli. Hann gengur reyndar með tvíbura, því í maga hans bíður líka stuttur og mislukkaður ferill, jafnvel skammarlegur. En fyrstu dagarnir á þingi eru hveitibrauðsdagar og fyrsta ræðan jómfrúrræða; nafngiftir sem vísa til þess að verið sé að leiða þingmanninn inn í hjónaband með starfinu, kannski þjóðinni. Það er því ekki að undra þótt margur nýr þingmaður sé dálítið hátt uppi og dálítið fullur af sjálfum sér. Það er bara sætt. Samt verður fólk að hafa einhvern hemil á þessari tilfinningu. Það er skiljanlegt að nýir þingmenn telji að nú sé hafinn nýr kafli í Íslandssögunni. Þannig lítur það út frá þeirra bæjardyrum. Það er allt annað að sitja á þingi eða standa úti á Austurvelli eða vera að grilla í Garðabænum. En sú breyting boðar enga byltingu fyrir okkur hin. Við höfum áður fylgst með mannabreytingum á þingi og þær breyttu ekki miklu fyrir okkur.

Auðvitað eiga þingmenn að vera nógu þroskaðir til að skilja muninn á þessu tvennu. Þótt þeir séu með fiðrildi í maganum þá blaka þau ekki vængjum sínum í raunheimi. En margir eru farnir að efast um að þingmenn geri þennan greinarmun. Um daginn var ég á hlaupum í bakarí og hljóp í fangið á manni sem gat ekki á heilum sér tekið út af Pírötunum. Hvað er að þessu fólki? sagði hann, af hverju getur þetta fólk ekki einbeitt sér að því sem miklu skiptir. Til hvers að vera að bera á borð mál eins og bjór í búðir eða hvort móðga megi þjóðhöfðingja? Eru þetta mest aðkallandi mál dagsins, spurði maðurinn. Ha, sagði ég, ég veit ekki, nei, er það? Nei, það er það ekki, svaraði hann og hélt áfram. Af hverju er fókusinn ekki á yfirvofandi eignasölu og einkavæðingu? Af hverju er ekki verið að tala um hvernig við eigum að afla tekna til að standa undir velferðarkerfinu í stað þess að láta narra okkur til að selja eignir til að stoppa í götin? Af hverju hættum við að tala um heilbrigðiskerfið eftir kosningar? Kvótakerfið og skattsvikin í gegnum Panama?

Ég hafði náttúrlega engin svör og skildi við manninn jafn örvinglaðan og hann var þegar ég rakst á hann. Þegar ég kom með brauðið út í bíl var konan mín að hlusta á þingmann Vinstri grænna tala um nauðsyn þess að prestar hættu að gefa saman hjón. Við lifum spennandi tíma sem gefa mörg tilefni til umræðna um samfélagsmál og þurfum að passa okkur á að láta þá umræðu ekki breiðast yfir allt og alla. Við hjónin litum því á hvort annað undir lestri þingmannsins og tókum ákvörðun með augunum að vísa þessu máli frá umræðunum í Skoda Octavía. En það er á dagskrá Alþingis. Framsóknarmenn vilja breyta fánalögum svo fólk geti flaggað á nóttinni án þess að verða dæmt í fangelsi. Ég vissi ekki að það væri raunin, þekki engan sem situr inni fyrir brot á fánalögum. En ég þekki svo sem fáa sem eiga flaggstangir og er illa marktækur. Ég þekki hins vegar mikið af ungu fólki í húsnæðisvanda. Í fréttum eru frásagnir af ömurlegum aðbúnaði á heimilum fyrir fólk með þroskahamlanir. Gamalt fólk á erfitt með að ná endum saman. Samfélagið logar af kjaradeilum. Það er fyrirséð að við munum ekki geta byggt upp velferðarkerfi á óbreyttum tekjustofnum, höfum ekki lengur efni á að gefa fyrirtækjum og fjármagnseigendum eftir skatta sína. Nema við viljum halda áfram að vera góð við þá ríku og voldugu og ganga áfram á velferð hinna fátæku og valdalitlu. Sem er sú leið sem við erum á. Á meðan þingmenn ræða um hjónavígslur, fána og brennivín í búðir.

Gunnar Smári


EFTIR AÐ ÞÚ FÓRST EFTIR JOJO MOYES

„ SORGLEG

OG FYNDIN

– EIGINLEGA

FULLKOMIN “ Glamour

Sjálfstætt framhald metsölubókarinnar Ég fremur en þú. Báðar hafa þær farið sigurför um heiminn og setið í efstu sætum metsölulista. Þegar einni sögu lýkur hefst önnur . . .

„FULL

KOMIN SNILL D.“ SUN

„Hlý saga. Kemur róti á tilfinningarnar og endurnýjar traust manns á ástinni.“ Sunday Express

„Fyndin, sorgleg og lærdómsrík. Þú munt nota vasaklút sem bókamerki.“ Mail on Sunday

2. Metsölulisti Eymundsson Allar bækur


20 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. febrúar 2017

Britta Bohlinger er sérfræðingur í svikum. Hún bloggar um samfélagsmál og tengir þau áhættu og svikum á síðunni risikoklar.org. Nafnið er samsett úr þýska orðinu yfir hættu (risiko) og íslenska orðinu klár. „Ég reyni að benda á að margt af því sem gerist í lífi okkar á sér tengingar langt út í heim,“ segir hún.

Mynd | Hari.

Vill finna glufurnar í íslensku samfélagi Britta Bohlinger hefur áhuga á svikum og áhættu, enda er hún sérfræðingur á þessu sviði. Hún beinir sjónum sínum að fjármálum, stjórnmálum og atvinnulífi. Britta, sem starfaði áður hjá fjárfestingabönkum og verðbréfastofum í London, er nú að festa rætur hér á Íslandi. Hún bloggar um íslenskt samfélag og vill tengjast inn í fræða- og stjórnmálalíf landsmanna með það í huga að gera samfélaginu gagn. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is

„Það er ekkert sérstaklega rómantísk ástæða fyrir því af hverju ég kom til Íslands. Ég varð ekki ástfanginn upp fyrir haus eða neitt þannig,“ segir Britta Bohlinger, sérfræðingur í svikum, á kaffihúsi í Borgartúni, innan um höfuðstöðvar og háhýsi íslenska „fjármálahverfisins“. Britta er fædd í Þýskalandi, ekki fjarri landamærum bæði Sviss

og Frakklands, en eftir háskólanám í Bretlandi og átta ár í störfum í fjárfestingabankakerfinu í London fékk hún nóg af þeim heimi. „Það er stundum sagt að eitt ár í þessum bransa jafngildi sjö venjulegum árum,“ segir hún og brosir út í annað. „Þetta er ákafur og krefjandi heimur sem ég kom inn í eftir félagsvísindanám þannig að ég er ekki af neinni bankamannafjölskyldu. Þetta hefur eflaust gefið mér aðra og gagnrýnni sýn á þennan heim en gengur og gerist, allavega í London.“ Að gera gott Ekki fyrir svo ýkja löngu missti Britta báða foreldra sína skömmu áður en þau komust á eftirlaunaaldur og hún segir að það hafi haft áhrif á hugsun sína. „Ég velti fyrir mér hvað ég vildi gera í lífinu og hvernig áhrif ég vildi hafa. Eftir að ég hætti í bankanum lagðist ég í ferðalög og heimsótti meðal Ísland. Ég sá að hér

vildi ég vera og nú er þetta annar veturinn minn hér. Eins og fleiri hafði ég fylgst með því hvernig Ísland brást tiltölulega hratt við í dómsmálum sem tengdust hruninu og nokkur hópur bankamanna fór í fangelsi. Ég veit vel að það sem umheimurinn hefur séð af þessum málum og stundum dáðst af, passar ekki endilega alltaf alveg við upplifun Íslendinga sjálfra og ég reyni að horfa á þetta gagnrýnum augum, ekki í rósrauðum bjarma.“ Styrkleiki íslensks samfélags býr í smæðinni en með henni myndast líka hættur. Stuttar boðleiðir eru oft af hinu góða en kunningjasamfélagið getur líka skapað grá svæði. „Þetta er lítið samfélag og jöfnuður enn tiltölulega mikill, sem ég tel gríðarlega mikilvægt atriði, ekki síst eftir að hafa búið í London þar sem misskiptingin hefur aukist hratt. Með efnahagslegum jöfnuði kemur ákveðinn þrýstingur og vilji til að

taka á pólitískum álitamálum. Þessi gagnrýna hlið íslensks samfélags hefur verið lífleg frá hruni og er líkleg til að verða það áfram. Íslendingar eru hins vegar hluti af alþjóðavæddum heimi þar sem glæpastarfsemi á sér stað þvert á landamæri. Ástand í fjarlægum löndum getur haft áhrif hér upp á Íslandi, til dæmis í atvinnulífi, innflytjendastefnu og svo framvegis.“ Að byrgja brunninn Það er að skilja á hinni þýsku Brittu Bohlinger að henni þyki ekkert sérstaklega mikið til þess koma þegar Íslendingar grípa til orðanna: „Þetta reddast.“ Hún segir það mikilvægt að reyna að sjá fyrir á hvaða sviðum samfélagsins hætta á svikum, undanskotum og spillingu getur helst myndast. Það er alltaf betra að bregðast við áður en skaðinn er skeður. „Svik (e. fraud) eru bæði mjög neikvætt hugtak og vítt, en það er

Síðasta 7 vikna námskeið vetrarins hefst 27. febrúar og lykur 28. apríl með tónleikum

Fyrir folk a ollum aldri

e

Sem undirbuningur fyrir frekara songnam eoa t6mstundagaman fyrir songcihugaf6/k

Kennslutimar •

Morguntimar I Siodegistimar I Kvoldtimar

Songtaekni

e

Raddbeiting I Tulkun I Einsongur I Raddaour songur

T6nmennt •

T6nfro:?oi I T6nheyrnarpjalfun I N6tnalestur

mjög mikilvægt að þeir sem starfa í fjármála- og stjórnmálalífinu átti sig á því hvaða afleiðingar það getur haft ef þeir vanrækja að kortleggja hættuna á svikum,“ segir Britta. Hún hefur eftir vinnu við innra eftirlit í stórum fjárfestingarbönkum takmarkaða trú á þeirri hlið starfseminnar. Stór hneykslismál, til dæmis í Wells Fargo bankanum bandaríska, styðji þá tilfinningu. Siðferði og siðgæði blandast inn í þessa umræðu og hvernig við ræktum þá mikilvægu eiginleika í skólakerfinu og samfélaginu öllu. „Ef við horfum til dæmis til fjármálageirans þá er umfjöllun um siðferði innan hans oft á mjög óhlutbundnum nótum og sjaldnast tengd þeim störfum sem fólk í þessum heimi starfar við dagsdaglega. Það skiptir máli að tengja milli athafna einstaklingsins og afleiðinganna sem þær geta haft í för með sér. Við lifum í samfélagi sem byggist á siðferði og trausti, en gerum kannski minna af því að hugsa um hvernig þessi atriði lita allt okkar líf og hvað þau skipta miklu máli við að halda samfélaginu saman. Annað vandamál er hve eftirlitsaðilar á vegum ríkisins eiga erfitt með að manna vel í stöður í starfsemi sinni. Spekilekinn hjá eftirlitsstofnunum er yfirleitt bara í eina átt, yfir til þeirra fyrirtækja sem þessum stofnunum er ætlað að hafa eftirlit með. Bankar bjóða yfirleitt betur en fjármálaeftirlit.“ Nýtt 2007 Íslendingar drekka víst orðið kampavín af álíka áfergju og þeir gerðu fyrir hrun. Túrisminn kyndir hagkerfið, húsnæðisverð hækkar og margir spyrja sig hvort það sé komið nýtt góðæri, nýtt 2007. „Ég, eins og fleiri, sé ákveðin hættumerki, rauð f lögg,“ segir Britta. „Það er mikill þrýstingur á íslenskt samfélag sem skapar áskoranir og gerir kröfu um að Íslendingar séu á varðbergi. Hækkandi húsnæðisverð og tækifæri og áskoranir ferðamennskunnar, til dæmis með tilliti til erlends vinnuafls, eru dæmi um þetta. Auðvitað hefur meðvitund um hættuna á spillingu aukist hér eftir hrun en umræðan mætti vera virkari, sýnist mér. Þensla sem tengist ferðamannaiðnaðinum eykur þannig á hættu á óheilbrigðum viðskiptaháttum, skattaundanskotum, svartri atvinnustarfsemi og veikari réttindastöðu verkafólks. Þetta er vel þekkt erlendis frá og mikilvægt fyrir Íslendinga að vilja vera meðvitaðir um hætturnar þegar svo miklar og hraðar breytingar eiga sér stað.“


Nýr

Hyundai Tucson.

ENNEMM / SÍA /

framleiðanda í blönduðum akstri. N M 7 9 7 7 2 H*Eldsneytisnotkun y u n d a i Tu c smiðast o n avið l muppgefnar e n n 5 x tölur 3 8 ffrá eb

Framhjóladrifinn, dísil, beinskiptur. Verð aðeins 3.890.000 kr.

Nýr Hyundai Tucson er einstaklega fallegur, með sjálfskiptingu, framhjóladrifinn eða fjórhjóladrifinn með sparneytna bensín- eða dísilvél. Komdu og upplifðu gæði Hyundai í reynsluakstri á nýjum Hyundai TUCSON með fimm ára ábyrgð. Hyundai Tucson - 4wd, dísil, ssk. Verð frá 4.990.000 kr.

Hyundai | Kauptúni 1 | Sími 575 1200 | www.hyundai.is GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400

Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622

Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533

Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070

IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080

BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516

Hyundai Tucson 2wd / Dísilvél 1,7 lítrar, 141 hestöfl, eldsneytisnotkun 4,9 l/100 km* / Bensínvél 1,6 lítrar, 175 hestöfl, eldsneytisnotkun 7,9 l/100 km*. Öllum Hyundai bílum fylgir 5 ára verksmiðjuábyrgð og ótakmarkaður akstur.


DEKRAÐU VIÐ KONUNA í Hagkaup st á f n i m ó l B

Lindor konfekt

ir á Kemur í búð inn laugardag

Súkkulaðikúlurnar sem bráðna í munni.

2.399

Konudagstertan 2017

Karamellufrómas skyrterta með Oreokexi og sjávarsalti.

999

kr/stk

Labeyrie

Franskar makkarónur. 12 stk.

aup Nýtt í Hagk

499

849

599

kr/stk

kr/pk

Joe&Seph´s

Popp húðað með karamellu, súkkulaði eða Cheddar. Finndu þitt uppáhalds!

Gildir til 19. febrúar á meðan birgðir endast.

kr/pk

Joe&Seph´s

899

Ferskar ólífur

Eins og þær gerast bestar.

Kjörís Mjúkís

Ólýsanlega góðar karamellusósur.

Valette reykt andabringa Frábær forréttur.

Karamella & cappuccino, heslihnetur & súkkulaði og súkkulaði & smákökudeig.

kr/pk

Fumgali

Lífræn ítölsk hráskinka beint frá Ítalíu.

kr/stk


TILBOÐ

20% afsláttur á kassa

KJÚKLINGABRINGUR

2.079kr/kg

Að hætti Eyþórs matgæðingur Hagkaups og sjónvarpskokkur

verð áður 2.599

FYLLTAR KJÚKLINGABRINGUR Í PARMASKINKUHJÚP MEÐ VILLISVEPPARISOTTO, SPÍNATI OG KIRSUBERJATÓMÖTUM Villisvepparisotto

300 g risottogrjón 100 g frosnir villisveppir (gróft skornir) 3 stk skallotlaukar (fínt skornir) 2 stk hvítlauksgeirar (fínt skornir) 200 ml hvítvín 800 ml kjúklingasoð (eða vatn og kjúklingakraft) Olía til steikingar ½ stk teningur af sveppakrafti Sjávarsalt

Svartur pipar úr kvörn 100 g fínt rifinn parmesan ostur 1 box kirsuberjatómatar (skornir í helming) ½ poki spínat Hitið pott með olíu og steikið skallotlaukinn og hvítlaukinn þar til hann er mjúkur. Bætið grjónunum út í pottinn ásamt villisveppunum og villisveppakraftinum. Hellið hvítvíninu út í og látið það sjóða

niður um helming. Bætið svo kjúklingasoðinu út í og sjóðið í ca 16-18 mínútur eða þar til grjónin eru orðin næstum mjúk í gegn alla leið. Bætið parmesanostinum saman við og blandið vel saman. Endið á að setja spínatið og kirsuberjatómatana út í og blandið öllu varlega saman og smakkið til með salti og pipar eftir smekk.

Fylltar kjúklingabringur í parmaskinkuhjúp

4 stk kjúklingabringur 12 stórar sneiðar parmaskinka 1 stk villisveppasmurostur Ólífuolía Svartur pipar úr kvörn Stingið gat í miðjar kjúklingabringurnar eftir endilöngu með litlum hníf. Setjið smurostinn í sprautupoka, troðið sprautupokanum inn í gatið og

fyllið bringurnar með ostinum. Setjið plastfilmu á borðið og leggið 3 sneiðar af hráskinku ofan á plastfilmuna. Leggið svo kjúklingabringuna ofan á skinkuna og rúllið bringunni upp með plastfilmunni þar til hún hefur hjúpað alla bringuna. Takið plastfilmuna utan af bringunum og setjið þær í eldfast form með bökunarpappír undir. Kryddið þær með pipar og hellið smá ólífuolíu yfir þær. Setjið inn í 190°C heitann ofn í 25 mínútur eða þar til þær hafa náð 73°C í kjarnhita.

TILBOÐ

TILBOÐ

25%

TILBOÐ

30%

20%

afsláttur á kassa

afsláttur á kassa

GRAND ORANGE HELGARSTEIK

KJÚKLINGUR

verð áður 3.111

verð áður 1.159

2.333 kr/kg

afsláttur á kassa

NAUTAFILE

3.999 kr/kg

811 kr/kg

verð áður 4.999

TILBOÐ

TILBOÐ

30%

20%

afsláttur á kassa

afsláttur á kassa

KJÚKLINGABITAR BLANDAÐIR

NAUTAHAKK 4% FITA

699 kr/kg

1.9914kr/kg9

verð áður 999

verð áður 2.

A

A

L

1.299 kr/pk

ÚIÐ TI

D

R Ú LL A M Á N A Ð A R IN S !

B

RISARÆKJA & MANGÓ

G LEG

RISARÆKJA, MANGO, KLETTASALAT OG SPICY MAJÓNES

8


24 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. febrúar 2017

Mest gaman að fá að vera skítug Svanbjörg sér ýmislegt í sínu starfi sem við flest viljum vera laus við í umhverfi okkar, eins og mannaskít og rottur. Hún kippir sér þó lítið upp við það, enda kann hún vel við skítinn. Árið 2015 varð hún fyrsta íslenska konan til að verða löggiltur pípulagningameistari en hún ákvað að fara út í fagið til að fá greidd laun eins og karlmaður. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@frettatiminn.is

H

ún veit fátt skemmtilegra en að vaða í skít og drullu og brjóta eitthvað og bramla, sem er líklega eins gott því það er einmitt það sem hún starfar við. Svanbjörg Vilbergsdóttir var fyrsta íslenska konan sem fékk opinbera löggildingu sem pípulagningameistari árið 2015 og rekur nú sitt eigið fyrirtæki, Lagnafóðrun ehf., sem sérhæfir sig í fóðrun á frárennsli og endurnýjun á skólpi og dreni. „Það var ótrúlega skemmtilegt. Ég hefði kannski átt að gera meira úr þessu og halda partí, en ég gerði það ekki,“ segir Svanbjörg hógværðin uppmáluð um þennan merka áfanga. Hún er oft spurð hvort pabbi hennar sé pípari og það sé ástæðan fyrir starfsvalinu, en það er ekki svo. Hann er bóndi og hefur ekkert komið nálægt pípulögnum. „Um daginn var ég á þorrablóti iðnaðarmanna, þá kom einn upp að mér og spurði hvers dóttir ég væri, eins og ég væri ekki þarna á mínum eigin vegum,“ segir hún og hlær, enda ýmsu vön.

Vissi ekkert um pípulagnir Það voru ekki endilega pípulagnirnar sem slíkar sem heilluðu hana og urðu til þess að hún ákvað að skella sér í nám. Það var ýmislegt annað sem kom til. „Ég var að vinna við tamningar áður og kynntist mörgum pípurum í hestunum. Þeir létu þetta hljóma rosalega vel og plötuðu mig með því að segja að ég gæti bara verið í fínum fötum, sem ég gleypti alveg við. Ég var því svolítið græn í fyrstu og vissi ekki neitt þegar ég byrjaði,“ segir Svanbjörg en hún vann við pípulagnir í þrjá mánuði áður en hún byrjaði í náminu. Hún segir misjafnt á hvorum endanum fólk byrjar, en hún er ánægð með að hafa farið þá leið sem hún valdi. „Annars finnst mér að fólk mætti leggja meira upp úr því að læra faggreinarnar. Það eru svo margir þarna úti að vinna við löggiltar starfsgreinar án þess að vera lærðir. Mér finnst fyrirkomulagið á raunfærnismati gott í dag og reynsla er metin að verðleikum í menntakerfinu. En maður þarf auðvitað að vera bæði skrifandi og lesandi til að útskrifast, þó þetta sé iðngrein. Það þýðir ekkert að vera bara flinkur á tönginni.“

Pinex® Smelt

Munndreifitöflur

H V Í TA H Ú S I Ð / A c t a v i s 5 1 1 0 7 2

250 mg

Svanbjörg var einstæð móðir með tvö börn og þurfti að fá trausta vinnu sem borgaði vel. Myndir | Hari

Praktískt að fara í karlastarf Þó Svanbjörg hafi ekkert vitað um pípulagnir þegar hún byrjaði, þá kunni hún að möndla með ýmis verkfæri eftir að hafa þurft að ganga í margvísleg störf í sveitinni þar sem hún ólst upp. „Mér finnst best að gera hlutina sjálf og prófa allt. Mér finnst rosalega gaman að vera bara skítug. En þetta snérist aðallega um peninga,“ segir hún hreinskilin. „Ég vildi fá trausta vinnu. Ég var ein með tvö börn á þessum tíma og hugsaði með mér að ég þyrfti að fá borgað eins og karlmaður. Og þá lá beinast við að fara í karlastarf. Þetta var meira praktískt, en eitthvað annað, að fara út í þetta.“ Starfið lagðist hins vegar strax vel í hana og hún heillaðist fljótt af hverskyns pípulagningavinnu. „Þetta var akkúrat eitthvað fyrir mig, þetta er svo fjölbreytt. Núna er ég bara í skítnum, því við sérhæfum okkur í skólplögnum. Við leggjum dren og fóðrum lagnir, sem er mjög sérhæft.“ Hún þó vill meina að það hafi einfaldlega gerst óvart að hún stofnaði pípulagningafyrirtæki. „Ég gríp alltaf gæsina þegar hún gefst og er alltaf að prófa eitthvað nýtt. Ég byrjaði á því að mynda skólplagnir en það þróaðist út að ég fór að fóðra líka.“ Fyrirtækið byrjaði smátt, með einu liði sem í voru þrír starfsmenn, en það hefur vaxið og nú eru liðin orðin tvö og starfsmennirnir sjö. „Það er búið að vera rosalega erfitt að fá starfsfólk og því hefur verið erfitt að halda réttu plani. Það er alveg brjálað að gera en nú er ég loksins komin með starfsfólk,“ segir Svanbjörg en hún er einmitt með eina stelpu í vinnu hjá sér um þessar mundir. Skítagosbrunnur á lóðinni Svanbjörg sinnir bæði hefðbundnum skrifstofustörfum fyrirtækisins ásamt því að fara á vettvang. En hún sér alltaf um að mynda og gerir tilboð í verkin. „Ég er inn og út af skrifstofunni, alltaf að skipta um föt. Ég lendi alltaf í verstu aðstæðunum, því ég mæti alltaf fyrst á staðinn, svo mætir restin af liðinu og hreinsar. Þá er þetta ekkert ógeðslegt lengur,“ segir hún sposk En finnst henni ekkert erfitt eða ógeðslegt að vera á kafi í skít í vinnunni, bókstaflega? „Nei, mér

starfað við að hreinsa skólplagnir, en hún er orðin ýmsu vön. „Það koma til dæmis stundum upp rottur, en þær eru yfirleitt fljótar að fara til baka,“ segir hún og hlær.

„Ég held að það hafi allavega hjálpað okkur frekar en hitt, að það sé kona sem reki fyrirtækið.“ finnst það ekki erfitt. Kannski ef ég væri að vinna heima hjá einhverjum sem ég þekkti, þá gæti það verið óþægilegt.“ Hún á reyndar eina góða skítasögu þar sem lýsingarnar minna helst á atriði úr grínmynd. „Ég var að skoða hús þar sem allt var stíflað og mig grunaði að það væri brunnur úti. Ég fór út og sá móta fyrir honum í grasinu, sótti skóflu og stakk henni þar ofan í. Þá kom skítagosbrunnur upp úr lóðinni. Það myndaðist svo mikill þrýstingur frá lögnunum.“ Svanbjörg náði þó sem betur fer að forða sér aðeins frá og lenti því ekki undir gusunni. Hún hefur þó lent í því að fólk virði ekki lokunarplön þegar verið er að tengja lagnir og sturtar niður. „Það er ekki skemmtilegt. Þá fæ ég allt beint í fangið. Maður heyrir reyndar oft þegar það er að koma og getur fært sig. Það er samt ekki daglegt brauð, sem betur fer.“ Hún viðurkennir að maður þurfi líklega að þola ýmislegt til að geta

Amma hló að starfinu Svanbjörg segir fólk yfirleitt taka sér vel þegar hún mætir á vettvang í gallanum og finnst gjarnan spennandi að fá konu í verkefnið. „Ég held að það hafi allavega hjálpað okkur frekar en hitt, að það sé kona sem reki fyrirtækið.“ Hún lenti reyndar oft í því þegar hún var í náminu að fólk var ekki alveg að kaupa það að hún hefði þekkingu og reynslu af því að skipta um klósett. En það er liðin tíð. „Ég lendi reyndar stundum í því þegar ég er að koma og mynda lagnir, þá situr fólk yfir mér og spyr mig spjörunum úr. Þá helst þessar klassísku spurninga, af hverju mér hafi dottið í hug að fara út í þetta og fleira í þeim dúr. Svo tekur fólk myndir af mér á meðan ég er að vinna verkið.“ Svanbjörgu þykir almennt mjög gaman í vinunni, hún er opin fyrir nýjungum og er alltaf að leita betri leiða til að vinna verkin. Starfinu fylgja mikil ferðalög, sérstaklega til Þýskalands, þar sem hún hittir birgja, og vinnudagarnir eru oft langir. En er eitthvað sem henni þykir skemmtilegra en annað í vinnunni? „Mér finnst mest gaman að fá að vera skítug, eða kannski brjóta eitthvað og leggja dren.“ Hún viðurkennir það þó hlæjandi að kannski finnist sér þessi störf skemmtilegust því hún kemst ekki nógu oft í þau. „Ég er mjög ánægð með þetta starfsval mitt, en ég skoðaði alveg rafvirkjann og smiðinn. Ég er hins vegar hrædd við rafmagn svo það gekk ekki og viður er mjög lifandi efni og það getur verið erfitt að vinna með hann. Pípurnar eru kalt efni og því auðveldara að vinna með þær.“ Svanbjörg segir fólki ekki finnast það jafn skrýtið og áður að sjá konur í hinum svokölluðu hefðbundnu karlastörfum, en starfsvalið kom þó einhverjum í kringum hana á óvart. „Amma hló bara og sagði að þegar hún var barn hafi einfaldlega verið kamar úti. Henni fannst því mjög fyndið að ég ætlaði að verða pípari. Það tengja allir pípara við klósett, en þetta er svo miklu meira en það.“


Uppboð í 20 ár

Listmunauppboð í Gallerí Fold

mánudaginn 20. febrúar kl. 18 Á uppboðinu eru fjölmargar Reykjavíkurmyndir og aldarafmæli Louisu Matthíasdóttur verður minnst.

Nína Tryggvadóttir

Karl Kvaran

Louisa Matthíasdóttir

Stórval

Louisa Matthíasdóttir

Kristín Jónsdóttir

Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna ásamt fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Ásgrímur Jónsson

Forsýning á verkunum alla helgina fimmtudag kl. 10–18, föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–16, sunnudag kl. 12–16, mánudag kl. 10–17, þriðjudag kl. 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is


26 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. febrúar 2017

GASTROPUB

KONU DAGURINN

Hinn heimsfrægi guli skólabíll í Bandaríkjunum varð að miklu hitamáli þar í landi upp úr miðri síðustu öld þegar bílarnir voru notaðir til að jafna hlutfall milli ólíkra kynþátta í skólum landsins.

Bandaríski skólabíllinn varð vettvangur átaka milli ólíkra kynþátta Bandaríski guli skólabíllinn er vel þekkt menningarfyrirbæri úr Vesturheimi. Hann er í rauninni klisja sem skýtur aftur og aftur upp kolli í þeirri afþreyingu sem streymir frá Bandaríkjunum en er samt daglegur veruleiki milljóna barna sem ferðast til og frá skóla með þessu farartæki. En bandaríski skólabíllinn er líka hápólitískt deilumál í samfélaginu vestra og hefur verið það lengi. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is

5 SV ÍN GIR SLEGA NILE RÉT GIR TIR FORDRYKKUR – GLAS AF CODORNÍU CAVA HROSSA "CARPACCIO", döðlur, rucola-mayo, stökkir jarðskokkar, parmesan OFNBAKAÐIR HUMARHALAR, hvítlaukssmjör, humar-mayo, maís-chilisalsa NAUTALUND, steiktir ostrusveppir, möndlukartöflur, gulrætur, nautadjús, bernaisefroða Tveir eftirréttir SÚKKULAÐIKAKA "NEMISIS" bökuð á 90°C MÍNÍ KLEINUR, Dulce de Leche-karamella, kanill, sítróna

6.900 kr.

Aðeins framreitt fyrir allt borðið.

SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is

Þ

að var á síðari hluta 19. aldar sem dreifð sveitarfélög í Bandaríkjunum hófu að aka börnum til skóla, þeim sem ekki gátu gengið heiman frá sér. Það var Massachusetts-fylki sem var fyrst til að útdeila opinberum fjármunum til þessa verkefnis árið 1869. Í fyrstu var notast við hestvagna en þegar skólarnir stækkuðu frá því að vera aðeins ein kennslustofa gaf auga leið að börnunum fjölgaði sem ekki áttu auðvelt með að ganga í skólann. „Hestlausir vagnar“, það er að segja vélknúnir skólabílar, komu til sögunnar á fyrsta áratug 20. aldar. Tréhúsum var oftast einfaldlega skellt ofan á Fordbifreiðir og börnin sátu þá yfirleitt í röðum sitt hvoru megin í bílnum á móti hvert öðru, en ekki í röðu m sem vísa fram eins og nú tíðkast. Það var síðan um 1930 sem fyrstu málmbílarnir voru teknir í notkun. Hurðin var færð fremst á aðra Einn frægasti skólabílstjóri heims er hinn gras-reykjandi Ottó sem keyrir skólabílinn í Springfield þar sem Simpsons fjölskyldan býr. Ottó er óhæfur en skólabílstjórar vestra eru yfirleitt undir ströngu eftirliti.

hlið bílsins, en hún hafði áður verið á afturendanum, og frægi guli liturinn festi sig í sessi. Liturinn var valinn af því að við erum víst fljót að greina hann þegar hann kemur fyrir í sjónjaðrinum og það var auðvitað ætlun yfirvalda að fólk tæki vel eftir skólabílnum. Árið 1939 voru gefnar út leiðbeiningar um það hvernig standa ætti að skólabílasmíði og þar var ákveðið að þeir skyldu auðkenndir með svörtum stöfum því að svart á gulu á augað auðvelt með að greina í morgunskímunni. Skólabíls-gulur er síðan skilgreindur litur en reyndar hafði litasamsetningin gefið góða raun áður, á öðru bandarísku farartæki, nefnilega leigubílnum. Risaverkefni Í stóru landi eins og Bandaríkjum má fyllilega segja að rekstur skólabíla sé risavaxið verkefni. Um aldamótin 2000 var áætlað að um 23 milljónir skólabarna væru keyrð í skólann í skólabílum sem skipta hundruðum þúsunda. Þjónustunni fyrir almenna skólakerfið er yfirleitt haldið úti af skóla-

Hinum Marserandi mæðrum Michigan var meinilla við að börnin þeirra þyrftu að þola það að skólabílar í heimaríkinu væru notaðir til að jafna hlutföll ólíkra kynþátta í nemendahópnum. Hér eru mæðurnar að mótmæla framan við þinghús Bandaríkjanna um miðjan áttunda áratuginn.

umdæmunum sjálfum en samt er áætlað að ríflega 40 prósent skólaaksturs í Bandaríkjunum sé í höndum verktaka. Þessir verktakar eru allt frá einum bílstjóra sem tekur að sér akstur fyrir litla sveitaskóla og yfir í risastór fjölþjóðleg fyrirtæki sem að reka tugþúsundir skólabíla á hverjum degi. Kostnaðurinn við kerfið er ærinn, svo ekki sé talað um umhverfisáhrifin, þó að „grænum“ skólabílum hafi vissulega fjölgað á allra síðustu árum. Skólabílakerfið er sem betur fer talið öruggasta leiðin til að ferðast á jörðu niðri í Bandaríkjunum og alvarleg slys sem tengjast vögnunum eru fátíð. Skólabörnin fá tilsögn í því hvernig þau eiga að haga sér ef upp kemur hættuástand og bílstjórar þurfa að mæta ströngum kröfum um öryggi og hegðun þegar


KOMNAR Í KILJU! INGVELDUR GEIR SDÓT TIR / MORGUNBL AÐIÐ

„Bók sem sver sig í ætt við bestu verk höfundarins, vel skrifuð, áhugaverð og spennandi.“ B R Y N H I L D U R B J Ö R N S D Ó T T I R / F R É T TA B L A Ð I Ð

M A G N Ú S G U Ð M U N D S S O N / F R É T TA B L A Ð I Ð

„Stormur er ótrúlega skemmtileg persóna.“ EGILL HELGA SON / KILJAN

S TEINÞÓR GUÐBJARTSSON / MORGUNBL AÐIÐ

„Spennandi og mjög svo óvæntur krimmi.“ GUÐRÍÐUR HAR ALDSDÓT TIR / VIK AN

w w w.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i slóð 39


28 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. febrúar 2017

­kemur að samskiptum við nemendurna sem þeir flytja. Hegðun nemenda um borð er álitin alvarlegasta ógnin við öryggi skólabílanna enda geta læti í stórum vagninum orðið til þess að bílstjórinn missi einbeitinguna. Í mörgum bílanna hefur því verið komið upp vídeó-upptökukerfi til að stemma stigu við því að fjörið í nemendunum fari úr böndunum. Róstusamir tímar Þegar kemur að samskiptum ólíkra kynþátta í Bandaríkjunum kemur í ljós að skólabílar hafa spilað stórt hlutverk. Fyrir síðari heimsstyrjöld má segja að langflestir skólar í landinu hafi ­ý mist verið algjörlega fyrir hvíta eða algjörlega fyrir svarta nemendur. Í Suðurríkjunum kváðu lög ríkjanna oftar en ekki á um slíkan aðskilnað, en í norðrinu var slíkur aðskilnaður í reynd einnig til staðar en ekki bundinn í reglur. Á heimsstyrjaldarárunum fór bandarískt samfélag á mikið flot og meðal annars fóru milljónir svartra íbúa landsins norður frá Suðurríkjunum í leit að betra lífi. Borgirnar drógu að sér mikinn fjölda og þróunin var hröð. Tuttugu árum síðar voru allar stórar borgir norðursins komnar með mikinn fjölda svartra

Fjölmörg fræg atriði úr kvikmyndum snúast um skólabílinn. Hér bíður Forrest Gump eftir bílnum með syni sínum undir lok myndar.

Talið er að slíkar tilraunir til þess að blanda nemendum af ólíkum kynþáttum í skólakerfinu og aka þeim milli skóla hafi náð hámarki undir lok níunda áratugarins.

íbúa, um 1960 voru til dæmis 23 prósent íbúa Chicago svartir en hlutfallið var 29 prósent í Detroit. Árið 1954, ári áður en hin þeldökka Rosa Parks vakti athygli umheimsins með því að neita að standa upp fyrir hvítum manni og færa sig aftar í strætisvagninn í Montgomery í Alabamba, féll mikilvægur dómur í Hæstarétti Bandaríkjanna. Þar var kveðið á um að það samræmdist ekki stjórnarskrá Bandaríkjanna að nemendum í ríkisreknum skólum væri skipt upp eftir kynþætti og óleyfilegt væri að banna svörtum krökkum að sækja skóla þeirra hvítu. Dómurinn virkaði eins og olía á eld í Suðurríkjunum þar sem aðskilnaður kynþáttanna var sem mestur á þessum árum, en norðar í þessu mikla landi viðgekkst einnig slíkur aðskilnaður. Tilmæli réttarins voru að gegn slíkum aðskilnaði þyrftu yfirvöld að berjast. Kynþáttunum átti að blanda betur saman í daglega lífinu til að stemma stigu við fordómum og þar voru skólar álitnir lykilstofnanir. Sjötti og sjöundi áratugurinn leið með sínum miklu mannréttindaátökum í Bandaríkjunum. Upp úr sauð aftur og aftur. Til dæmis buðu níu ungmenni frá bænum Little Rock kerfinu birginn árið 1957 þegar þau sóttust eftir inngöngu í framhaldsskóla bæjarins og dugði

Í suðurhluta Boston voru slagorð máluð á gangstéttir við skólabyggingar þar sem barist var gegn tilraunum yfirvalda til að auka blöndun ólíkra kynþátta í skólum borgarinnar.

ekkert minna til en vernd frá sjálfum Eisenhower forseta þegar ríkisstjórinn í Arkansas vildi meina þeim inngöngu. Húðlitir í bílunum Í upphafi áttunda áratugarins, þegar Martin Luther King hafði verið felldur, færðist skólabílinn bandaríski í sviðsljós kynþáttaátaka og umræðu um hvert þessi mál stefndu. Skólaumdæmi tóku upp á því blanda meira saman nemendasamsetningu einstakra skóla með það fyrir augum að draga úr aðskilnaði kynþáttanna. Til þess voru börn stundum keyrð lengri veg til skóla til að ná fram meiri blöndun í nemendahópnum

og til varð hugtakið „desegregation busing“ eða skólaakstur til að draga úr aðskilnaði. Á áttunda og níunda áratug aldarinnar var þessi viðleitni útbreidd í ýmsum skólaumdæmum landsins, knúin áfram undir eftirliti og samkvæmt kröfu alríkis-dómstólanna. Reynt var að jafna hlutföll í ákveðnum skólum til að koma í veg fyrir að réttindi minnihluta hópa væru fótum troðin. Sitt sýndist hverjum. Á meðan baráttufólk um bætt mannréttindi minnihluta hópa hélt því fram slíkar tilraunir bæru árangur til að auka á skilning og samkennd milli ólíkra hópa snérust aðrir til varnar. Víða voru stofnaðir hópar og samtök til að berjast gegn þessum

tilraunum og talið er að þær hafi einnig ýtt á eftir hinum svokallaða „hvíta flótta“ þegar mikill fjöldi hvítra millistéttarfjölskyldna hélt út í úthverfi borganna til að koma sér fyrir í einsleitari v ­ eröld. Um miðjan áttunda áratuginn risu upp fjölmargir hópar hvítra mótmælenda víða um Bandaríkin sem töluðu um „forced busing“ og álitu semsagt að slíkum skólaakstri væri þröngvað upp á íbúana og samfélögin. Öryggi nemendanna var samkvæmt þessum hópum stefnt í hættu. Efnt var til mótmæla og stundum sauð illilega upp úr. Í suðurhluta Boston vildu foreldrar af írskum ættum stemma stigu við því að þeldökkum nemendum í

Sjónmælingar eru okkar fag

Tímapantanir í síma: Optical Studio í Smáralind, 5288500 Optical Studio í Keflavík, 4213811 Optical Studio í Leifsstöð, 4250500


AUGLÝSING

9 -1ÚAR 1F3EBR

FRÉTTATÍMINN

VIKUNNAR

Elstu skóla­ bílar Bandaríkjanna voru heldur frumstæðir. Hér er einn opinn frá öðrum áratug 20. aldar.

Aukin aðgreining Talið er að slíkar tilraunir til þess að blanda nemendum af ólíkum kynþáttum í skólakerfinu og aka þeim milli skóla hafi náð hámarki undir lok níunda áratugarins. Stefnan náði því að lifa ágætu lífi á valdatíma Ronalds Reagan. En allt frá tíunda áratugnum hefur verið talað um að endur-aðgrening (e. re-segregation) hafi aukist í bandarísku samfélagi og þá ekki síst í skólakerfinu. Þeir sem börðust sem harkalegast gegn slíkri blöndun á sínum tíma og beittu fyrir sig rökum um öryggi barnanna sinna og „óþægindi“ sem blönduninni fylgdu virðast því hafa unnið. Sýnt hefur fram á að skólar sem að fyrst og fremst þjóna fátækum svörtum nemendum og nemendum af rómansk-amerískum ættum hafa tvöfaldast að fjölda frá aldamótum. Opinberir skólar í Bandaríkjunum eru fyrst og fremst reknir með tekjum af fasteignaskatti á hverjum stað og það leiðir til þess að á fátækari svæðum eru bekkir yfirleitt yfirfullir og kennarar illa launaðir. Alríkisstjórnin, sem leggur aðeins til lítinn hluta til reksturs skólanna, er yfirleitt ófær um að draga skóla á fátækari svæðum upp úr farinu. Misskipting auðs ágerist með hverju ári og sú staðreynd tekur á sig skýrar myndir í almenna skólakerfinu. Rúmlega 60 árum eftir að hæstiréttur komst að því að skólar aðgreindir eftir kynþáttum stæðust ekki bandarísku stjórnarskrána, virðist skólakerfið aftur vera að leita í sama farið. Aðgreining kynþáttanna dýpkar á ný.

ÚRVALIÐ ER Í STÆRSTU TÖLVUVERSLUN LANDSINS* Ý N LÓÐ KYNS

T536

13-19. Febrúar 2017 • Birt með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabreng • Tölvutek er stærsta sérhæfða tölvuverslun landsins í fermetrum verslunarrýmis talið, samkvæmt niðurstöðu Neytendastofu þann 10.05.2016

skólum væri fjölgað og í Kentucky þurfti að kalla út þjóðvarðliðið til að vernda skólabíla og nemendurna sem í þeim sátu. Á áttunda áratugnum benti sjónvarpsþátturinn 60 minutes á þá staðreynd að margir þeirra hvítu stjórnmálamanna sem börðust hvað mest fyrir blöndun nemenda og akstri þeirra milli skóla sendu sín eigin börn í einkaskóla þar sem nemendurnir voru að mestum hluta hvítir og af efnuðum fjölskyldum. Það gerðu einnig margir þeirra dómara sem höfðu skipað fyrir um þessar tilfæringar. Stjórnmálaelítan hagaði þannig sínu lífi eftir eigin höfði á meðan hún sagði öðrum til.

E5-553

6

2017 LÚXUS KYNSLÓÐ FRÁ ACER

20

Lúxus útgáfa! Silkiskorið álbak, sjöunda kynslóð 4ra kjarna örgjörva, öflugra þráðlaust net, öflugri kynslóð SSD diska og nýjasta Type-C USB 3.1

ÞÚSUND AFSLÁTT

UR

VERÐ ÁÐ UR 119.990

7

SENFUS

ÞRÁÐLAUSIR TAPPAR! • • • • • • •

m og 9.35m0gr 25

Hágæða Bluetooth 4.1 heyrnartól Kristaltær hljómur og djúpur bassi Hnappar til þess að stjórna tónlist Hleðslurafhlaða spilar 4 klst. af tónlist Innbyggður hljóðnemi og svarhnappur Er með IPX5 vottaðri rakavörn Koma með 3 stærðum af töppum

• • • • • • • • •

AMD A10-9600P Quad Core 3.3GHz Turbo 8GB DDR4 DUAL 1866MHz vinnsluminni 256GB SSD M.2 - Pláss fyrir auka disk 15.6’’ FHD LED Anti-Glare 1920x1080 8GB AMD R5 Bristol Ridge Gen7 skjákjarni 2.0 TrueHarmony 4W RMS hljóðkerfi 1300Mbps WiFi MU-MIMO, BT 4.0, USB-C 3.1 720p HDR Crystal Eye Skype vefmyndavél Windows 10 64-bit, hlaðið nýjungum

TILBOÐ

THINL EÞUZNNE BÖR UR

ICONIA

VERÐ ÁÐ 16.99 UR 0

24”AHIPS

B1-780

• • • • • • • • •

GW2406Z

RAMMI

EDGE TO EDGE

7’’ HD IPS fjölsnertiskjár 1280x720 Quad Core 1.3GHz A53 64-bit örgjörvi Hexa Core Mali T720 DX11 3D skjákjarni 16GB flash og allt að 128GB microSD 300Mbps WiFi net, Bluetooth 4.0, GPS Li-Polymer rafhlaða allt að 6 tímar Örþunn aðeins 9.35mm og 250gr. Tvær vefmyndavélar 2MP & 0.3MP Android 6.0 Marshmallow og fjöldi forrita

• • • • • • •

24’’ AH-IPS FHD Edge to Edge skjár 1000:1 native skerpa, 72% Color Gamut 5ms GtG viðbragðstími með AMA tækni Styður FreeSync tækni fyrir leikjaspilun Flicker-free og Low Blue Light tækni 178° True to Life Ultra Wide sjónarhorn HDMI 1.4, DP 1.2a og VGA tengi

99.990

12.990

29.990

VINSÆLASTA FARTÖLVAN FÆST Í 2 LITUM OKKAR!

Á TILBOÐI ÚT ÞESSA VIKU:)

24” ULTRA THIN SKJÁR

KÜRBIS

FRÁBÆRT APP Í FLES SNJALLSÍ TA MA

HÁGÆÐA 2.0 HLJÓÐKERFI Ótrúlega flott “Pure Sound” 2.0 hljóðkerfi frá Thonet & Vander með öflugri 5.25” Aramid Fiber bassakeilu í glæsilegu hágæða viðarboxi.

VIVOSMART

HÁGÆÐA GARMIN HEILSUÚR

• • • • • • •

3.990

22.990 FULLKOMINN FÉLAGI Í RÆKTINA;)

TILBOÐ VERÐ ÁÐ 19.99 UR 0

S4NI P TÝRIPIN

S

Hágæða Thonet & Vander hljóðkerfi 50W RMS og 50Hz - 20kHz tíðnissvið Öflugar 5.25’’ Aramid Fiber bassakeilur Hárnákvæmur 1’’ tweeter úr 100% silki Jafn og góður hljómur yfir allt tíðnissviðið Drone FX tæknin skilar kristaltærum hljóm Hammer Bass tækni fyrir meiri bassa 2x RCA stereo tengi, 6m kapall fylgir. Kíktu í heimsókn og fáðu að hlusta :)

14.990 MEÐ BLUETOOTH AÐEINS 24.990

PLAYSTATION 4

P40 4400mAh

• • • • • • • • •

VIKU

Telur skref, vegalengdir, kaloríubrennslu Tengist þráðlaust við flest alla snjallsíma Fylgist með hvenær og hversu vel þú sefur Númerabirtir, skilaboð ofl. á skjá Frábær rafhlöðuending, allt að 5 dagar Hægt að stjórna tónlistinni úr símanum Vatnsþolið að 50 metra dýpi, 50 ATM

IPX5 VOTTUÐ RAKAVÖRN

2.490

VIKU

39.990 2T.9B 90 14

GEAR4U

1TB EXPANSION

9.990

29.990

FYLGIR

4TB

24.990

FERÐARAFHLAÐA

500GB PS4 SLIM

1TB FERÐAFLAKKARI

LEIKJASTÓLAR

* GILDIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU • ALLT AÐ 10KG • EF PANTAÐ ER FYRIR KL. 15:00;)

OPNUNARTÍMAR

Virka daga 10:00 - 18:00 Laugardaga 11:00 - 16:00

NDUM

HRAÐSE

500KR Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900

IM RUR HE ALLAR VÖ GURS* SAMDÆ


30 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. febrúar 2017

„Það er einn meginstyrkur verksins, virðist mér, að þar er ekki reynt að skýra þetta lífshlaup; aðeins bent á fáeinar staðreyndir sem hafa ef til vill ráðið úrslitum, þó án þess að afsaka eða dæma nokkurn mann.“

Tveir einleiknir einfarar ○ Gísli á Uppsölum í Þjóðleikhúsinu ○ Hún pabbi í Borgarleikhúsinu

E

inleikir virðast hafa notið vaxandi vinsælda í íslensku leikhúsi á síðari árum. Þetta er auðvitað listform sem hentar vel fjárvana leiklistarfólki, en svo hefur það eflaust haft áhrif að vestur á fjörðum hefur verið haldin á hverju ári frá 2004 sérstök hátíð helguð einleiklistinni, Act alone (Leikur einn). Hún hefur fengið afar góðar undirtektir bæði meðal gesta og heimamanna, enda hafa ýmsir af fremstu leikurum landsins komið þar fram, auk erlendra gesta sem voru tíðir fyrstu árin en hefur fækkað heldur eftir Hrun. En það hefur í rauninni ekki komið svo mjög að sök, því að yfrið framboð hefur verið af innlendu efni – góðu efni – og það svo að dagskráin hefur alltaf verið umfangsmikil, metnaðarfull og ótrúlega fjölbreytt. Allt þetta hefur meira og minna byggst á framtaki eins manns, Elfars Loga Hannessonar, sem hefur jafnframt starfað sem leikari, höfundur, útgefandi og leikstjóri í fullri vinnu, fyrir vestan og víðar. Honum hefur tekist að virkja þá krafta sem eru þarna í nærsamfélaginu og beina þeim í réttan farveg. Þarf ekki að hafa mörg orð um það hversu miklu þetta hefur skipt menningarlíf á Vestfjarðakjálkanum og hafa vestfirskir forystumenn þó síst hampað því um of að landshlutinn státar nú ekki aðeins af einu atvinnuleiklistarhátíð þjóðarinnar heldur einnig þeirra langlífustu. Blikur eru vissulega á lofti nú hvað framhaldið varðar, en við verðum að vona að úr rætist, því að það væri áfall, ekki aðeins fyrir Vestfirðinga heldur allt íslenskt leikhús, ef hún liði undir lok. Elfar Logi hefur í eigin leiksköpun einbeitt sér að einleikjum sem hann hefur flesta samið sjálfur eða í samvinnu við aðra. Efniviðinn hefur hann oftast sótt í vestfirska

Jón Viðar Jónsson ritstjorn@frettatiminn.is

sögu og mannlíf. Nýjasti ávöxtur þessa starfs (og einn sá allra besti) hefur verið sýndur víða um land síðustu vikur og mánuði, nú seinast í Þjóðleikhúsinu þar sem hann gengur enn við vinsældir. Hann fjallar um einyrkjann Gísla á Uppsölum, manninn sem varð landsfrægur þegar Ómar Ragnarsson sótti hann heim og gerði um hann sjónvarpsþátt árið 1981. Vestfirskur einfari … Gísli bjó á bæ sínum í Selárdal yst við Arnarfjörðinn og hafði lifað þar alla ævi nánast af sjálfsþurftarbúskap, einn í meira en þrjátíu ár. Hann talaði orðið svo óskýrt að samtalið varð að texta, sá aldrei peninga (mundi ekki einu sinni hvort hann fengi ellistyrk eða ekki), hafði ekki kosið í áratugi; var eiginlega eins mikið utan við nútímann og nokkur maður frekast getur verið, segi hann sig ekki hreinlega úr lögum við samfélagið. Á yngri árum hafði hann þráð að komast burt, sjá heiminn og mennta sig, sem hann hafði alla burði til, kvænast, eignast fjölskyldu, en þær vonir urðu að engu; hann sat um kyrrt í dalnum þegar aðrir fluttu burt. Þau örlög voru í sjálfu sér dæmigerð fyrir ýmsa af hans kynslóð, sveitafólk sem af einhverjum sökum fylgdi ekki straumnum yfir í þéttbýlið heldur varð eftir, fast í öðrum tíma. Í einleik þeirra Elfars Loga og Þrastar Leós Gunnarssonar, sem annast sviðsetningu og leikstjórn, er brugðið upp svipmynd af undarlegu lífi mannsins, brotakenndri mynd en þó einkennilega heillandi; mynd sem vekur miklu fleiri spurningar en hún svarar og býr yfir dýpt sem veldur því að hún leitar á mann löngu eftir að leik er lokið. Það er einn meginstyrkur verksins, virðist mér, að þar er ekki reynt að skýra þetta lífshlaup; aðeins bent á fáeinar

Fyrir þig í Lyfju

20% afslátfetburúrar Gildir út

Nasofan Bólgueyðandi steri í nefúða, - við ofnæmi. fluticasonprópíónat 50 µg/sk – 60 skammtar

Verð: 1.506 kr. Verð áður: 1.883 kr.

Naso-ratiopharm Nefúði við nefstíflu, t.d. vegna kvefs. xylometazolinhýdróklóríð. 0,5 og 1 mg/ml – 10 ml

Verð: 537 kr.

Nefstífla Nefrennsli Kláði í nefi Hnerri

Verð áður: 671 kr. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfjanna. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á wwww.serlyfjaskra.is

staðreyndir sem hafa ef til vill ráðið úrslitum, þó án þess að afsaka eða dæma nokkurn mann. Maður er jafnvel ekki viss um að hlutskipti mannsins hafi eftir allt saman verið svo miklu verra en þeirra sem fóru burt að leita hamingjunnar á mölinni. Hann sýtir ekki það sem aldrei varð (ekki lengur alltént), kvelur ekki sjálfan sig með sífelldum samanburði við aðra, gengur öfund- og æðrulaus á vit örlaga sinna. Hann skuldar engum neitt, hefur skilað því dagsverki sem honum var falið. Því sem manni er trúað fyrir, því er manni trúað fyrir, sagði hún Gunna stóra í Innansveitarkroniku Laxness, andlegt skyldmenni Arnfirðingsins. Eins þótt það sem manni var trúað fyrir sé ekkert merkilegra – í augum heimsins – en að hirða um nokkrar rolluskjátur í harðbýlum afdal, vitandi að eftir manns dag fari jörðin í eyði. … og reykvískur Í Borgarleikhúsinu er Hannes Óli Ágústsson að sýna annan einleik, Hún pabbi, sem mér finnst á einhvern sérkennilegan hátt kallast á við Gísla á Uppsölum. Hann fjallar einnig um mann sem bindur bagga sína öðrum hnútum en samferðamennirnir, en ólíkt Gísla, sem sættir sig við orðinn hlut, afræður sá að taka málin í eigin hendur. Hann er fæddur karlmaður, en skynjar sjálfan sig sem konu, stadda í öðrum líkama. Tæknivædd læknavísindi bjóða fólki, sem þannig er ástatt fyrir, leið út úr vanda þess, lausn sem eigi að geta gert því fært að lifa í betri sátt við sjálft sig. Þá leið ákveður hann að halda, eins þótt það muni kosta hann óheyrilegar fórnir. Þetta er óvenju persónulegt og nærgöngult verk, því að það lýsir sambandi Hannesar Óla sjálfs við föður sinn sem á miðjum aldri fór í kynskiptaaðgerð, lét breyta sér í kvenmann. Er yfirleitt hægt að bera sjálfan sig og einn nánasta ættingja sinn svona á borð,

án þess að það verði vandræðalegt eða smekklaust? Svarið við þeirri spurningu er afdráttarlaust já. Þó að efnið sé gerólíkt, þá er í rauninni farið með það af sömu hófstillingu, virðingu og ástúð, og einkennir leik Bílddælinganna um Uppsala-Gísla. Það er nálgast af tilfinningu, án tilfinningasemi, frá sjónarhorni sonarins sem er á vissan hátt að syrgja horfinn föður, reyna að sætta sig við að nýr einstaklingur sé kominn í fjölskylduna, finna leið til að samþykkja hann, lifa með honum í kærleik. Mun það takast? Vonandi – en það verður aldrei einfalt eða auðvelt. Það mikilvægasta í lífinu er að vera maður sjálfur, segir í Hún pabbi. Hvílík klisja, kann einhver að segja. Hugsanlega – og þó. Vandinn er sá að sumir þurfa að borga miklu hærra verð en aðrir fyrir að vera þeir sjálfir. Eða svo virðist að minnsta kosti í fljótu bragði. En eru það í raun og veru einhlít sannindi? Eiga afdalabóndinn og kynskiptingurinn, í einsemd sinni, innri og ytri baráttu, jafnvel meiri ítök í okkur en við viljum – eða treystum okkur til – að viðurkenna?


TILKYNNING

FRUMHERJI OPNAR Í MJÓDDINNI

Á BESTA STAÐ Í BÆNUM

Höfuðstöðvar frumHerja og eftIrfaraNDI þjóNusta Hefur flutt aðsetur sItt að þaraBaKKa 3, mjóDDINNI

aðalSkrifStofa

Ökupróf

faSteigNaSkoðuN

þjóNustuver

tímapaNtaNIr og upplýsINgar

570 9090

Sími: 570 9090 · Netfang: frumherji@frumherji.is · www.frumherji.is

SkipaSkoðuN

gæðaStjórNuNarkerfi

rafmagNSkoðaNir

staðsetNINg BIfreIðasKoðuNarstöðva Helst óBreytt


32 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. febrúar 2017

Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is MAMMA MIA! (Stóra sviðið)

Fös 17/2 kl. 20:00 152. s Fös 24/2 kl. 20:00 156. s Lau 18/2 kl. 20:00 153. s Lau 25/2 kl. 20:00 157. s Sun 19/2 kl. 20:00 154. s Lau 8/4 kl. 20:00 158. s Fim 23/2 kl. 20:00 155. s Þri 11/4 kl. 20:00 159. s Glimmerbomban heldur áfram!

Úti að aka (Stóra svið)

Lau 4/3 kl. 20:00 Frums. Sun 12/3 kl. 20:00 5. sýn Sun 5/3 kl. 20:00 2. sýn Fös 17/3 kl. 20:00 6. sýn Fim 9/3 kl. 20:00 3. sýn Lau 18/3 kl. 20:00 aukas. Fös 10/3 kl. 20:00 aukas. Sun 19/3 kl. 20:00 7. sýn Lau 11/3 kl. 20:00 4. sýn Mið 22/3 kl. 20:00 8. sýn Sprenghlægilegur farsi eins og þeir gerast bestir.

GOTT UM HELGINA

Mið 19/4 kl. 20:00 160. s Lau 22/4 kl. 20:00 161. s Fös 28/4 kl. 20:00 162. s Lau 6/5 kl. 20:00 163. s

Því meira, því fegurra

Fös 24/3 kl. 20:00 aukas. Lau 25/3 kl. 20:00 9. sýn Sun 26/3 kl. 20:00 10. sýn. Fim 30/3 kl. 20:00 aukas. Fös 31/3 kl. 20:00 aukas.

Ný sýning með verkum Errós verður opnuð í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Þar verður sjónum beint að verkum listamannsins sem byggjast á ofgnótt og ofmettun. Af nógu er að taka, enda listamaðurinn lengi verið alsæll með að hlaða miklu magni upplýsinga inn í verk sín þar sem öllu ægir saman. Hvar? Hafnarhús Listasafns Reykjavíkur. Hvenær? Á morgun kl. 14. Hvað kostar? Ekkert á opnun.

Blái hnötturinn (Stóra sviðið)

Sun 19/2 kl. 13:00 33. s Sun 12/3 kl. 13:00 36. s Lau 1/4 kl. 13:00 39. s Lau 25/2 kl. 13:00 34. s Sun 19/3 kl. 13:00 37. s Lau 8/4 kl. 13:00 40. s Sun 5/3 kl. 13:00 35. s Sun 26/3 kl. 13:00 38. s Sun 23/4 kl. 13:00 41. s Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar

Illska (Litla sviðið)

Fim 2/3 kl. 20:00 Fös 10/3 kl. 20:00 Fös 3/3 kl. 20:00 Lau 11/3 kl. 20:00 Samstarfsverkefni við Óskabörn ógæfunnar

Vísindasýning Villa (Litla svið )

Lau 18/2 kl. 13:00 5. sýn Lau 25/2 kl. 13:00 7. sýn Sun 26/2 kl. 13:00 8. sýn Sun 19/2 kl. 13:00 6. sýn Ferðalag fyrir börn um töfraheim vísindanna.

Fórn (Allt húsið)

Fim 16/3 kl. 19:00 Frums. Mið 29/3 kl. 19:00 3. sýn Fim 23/3 kl. 19:00 2. sýn Sun 2/4 kl. 19:00 4. sýn Sköpunarkrafturinn ræður ríkjum um allt leikhúsið

Lau 4/3 kl. 13:00 Sun 19/3 kl. 13:00 Táknmáls.

Milljarður rís! Sun 9/4 kl. 19:00 5 sýn

Salka Valka (Stóra svið)

Sun 26/2 kl. 20:00 18.sýn Ein ástsælasta saga þjóðarinnar. Síðustu sýningar.

Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið)

Þri 21/3 kl. 10:00 Mið 22/3 kl. 13:00 Fim 23/3 kl. 13:00 Þri 21/3 kl. 11:30 Þri 21/3 kl. 13:00 Fös 24/3 kl. 10:00 Uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í.

Djöflaeyjan (Stóra sviðið) Lau 18/2 kl. 19:30 Síðustu sýningar!

Fös 24/2 kl. 19:30

Fös 24/3 kl. 11:30

UN Women hefur á síðustu árum staðið fyrir árlegri dansbyltingu sem alltaf stækkar og stækkar og nú skal dansað í fimmta skipti. Ofbeldi gegn konum er vandamál um allan heim og með dansinum tökum við afstöðu gegn ofbeldinu. Í ár heiðra dansarar minningu Birnu Brjánsdóttur og líkt og undanfarin ár heldur DJ Margeir dansgólfinu trylltu. #fokkofbeldi Hvar? Harpa Hvenær? í dag kl. 12. Hvað kostar? Ekki neitt – allir með!

Skandinavísk heimsókn AUKRA er sænsk-norskt sjónlistar­ teymi og raf-dúó sem nú kemur til Íslands. Systkinin Amanda Varhaugvik og Marius Varhaugvik staðsetja sig mitt á milli spuna og tónlistar sem þau bjóða fram með hápólitísku ívafi. Búningar skipta miklu máli og tónleikarnir eru mikið sjónarspil. Hvar? Norræna húsið. Hvenær? Í kvöld kl. 20. Hvað kostar? Ókeypis.

Lau 4/3 kl. 19:30

Todmobile á ferð

Maður sem heitir Ove (Kassinn)

Fös 17/2 kl. 19:30 Sun 19/2 kl. 19:30 Fös 24/2 kl. 19:30 Fim 23/2 kl. 19:30 Lau 18/2 kl. 19:30 Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik!

Óþelló (Stóra sviðið) Fös 17/2 kl. 19:30 Lau 25/2 kl. 19:30 Sýningum lýkur í mars!

Fös 3/3 kl. 19:30 Fös 17/3 kl. 19:30

Gott fólk (Kassinn) Lau 25/2 kl. 19:30 Síðustu sýningar!

Fjarskaland (Stóra sviðið)

551 1200 |

Sun 19/2 kl. 13:00 Sun 5/3 kl. 13:00 Sun 19/2 kl. 16:00 Sun 5/3 kl. 16:00 Hverfisgata | Sun 12/3 kl. 13:00 Sun 26/2 kl. 13:00 19 | leikhusid.is Sun 26/2 kl. 16:00 Sun 12/3 kl. 16:00 Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa!

Sun 19/3 kl. 13:00 Sun 19/3 kl. 16:00 midasala@leikhusid.is Sun 26/3 kl. 13:00 Sun 26/3 kl. 16:00

Gísli á Uppsölum (Kúlan)

Lau 18/2 kl. 17:00 Sun 19/2 kl. 17:00 Einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins.

Mið-Ísland að eilífu (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 17/2 kl. 20:00 Fös 24/2 kl. 20:00 Fös 17/2 kl. 22:30 Fös 24/2 kl. 22:30 Lau 18/2 kl. 20:00 Lau 25/2 kl. 20:00 Lau 18/2 kl. 22:30 Lau 25/2 kl. 22:30 Sun 19/2 kl. 21:00 Fim 2/3 kl. 20:00 Fim 23/2 kl. 20:00 Fös 3/3 kl. 20:00 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!

Mjölnishöllin opnuð Íþróttafélagið Mjölnir flytur sig um set og heldur nú upp á hallarbyltingu sína í fyrrverandi Keiluhöll í Öskjuhlíðinni. Blásið verður til veglegrar opnunarhátíðar og gestum og gangandi gefst tækifæri á að skoða húsakynnin og kynna sér starfsemina. Fjölbreytt kraftadagskrá í gangi. Hvar? Mjölnishöllin í Öskjuhlíð. Hvenær? Á morgun laugardag milli kl. 14-16. Hvað kostar? Opið hús.

Sumar hljómsveitir skjóta aftur og aftur upp kolli og hljómsveitin Todmobile er ein þeirra. Nú ætlar þessi ráðsetta súpergrúppa að hrista fram hressilega 80ís-skotna tónleika. Hvar? Í kjallara Hard Rock Café. Hvenær? Í kvöld kl. 21. Hvað kostar? 3990 kr. – miðar á tix.is

Nám í Svæða-og Viðbragðsmeðferð

Fös 3/3 kl. 22:30 Lau 4/3 kl. 20:00 Lau 4/3 kl. 22:30 Fim 9/3 kl. 20:00 Fös 10/3 kl. 20:00 Fös 10/3 kl. 22:30

Tímaþjófurinn (Kassinn)

Fös 24/3 kl. 19:30 Frums Þri 4/4 kl. 19:30 6.sýn Fös 21/4 kl. 19:30 11.sýn Lau 25/3 kl. 19:30 2.sýn Fim 6/4 kl. 19:30 7.sýn Lau 22/4 kl. 19:30 12.sýn Mið 29/3 kl. 19:30 3.sýn Fös 7/4 kl. 19:30 8.sýn Fim 27/4 kl. 19:30 13.sýn Fim 30/3 kl. 19:30 4.sýn Sun 9/4 kl. 19:30 9.sýn Fös 28/4 kl. 19:30 14.sýn Fös 31/3 kl. 19:30 5.sýn Mið 19/4 kl. 19:30 10.sýn Einstakt verk um ástina ■ um óslökkvandi þrá, höfnun og missi

Byrjar þriðjudagskvöldið 7 mars n.k. frá kl. 18.00 - 21.00.

Húsið (Stóra sviðið)

Ef þú hefur áhuga á að vinna sjálfsstætt eða nýta þessa áhrifamiklu meðferð fyrir sjálfa þig og þína nánustu.

Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)

Skoðaðu þá heilsusetur.is og hafðu samband við okkur í síma 8969653 /eða á thorgunna.thorarinsdottir @gmail.com fyrir 1 mars n.k.

Lau 11/3 kl. 19:30 Frums Lau 18/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 25/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 16/3 kl. 19:30 2.sýn Fös 24/3 kl. 19:30 4.sýn Fim 30/3 kl. 19:30 6.sýn Frumuppfærsla á áður ósýndu verki eins helsta leikskálds Íslendinga.

Mið 22/2 kl. 20:00 Mið 8/3 kl. 20:00 Mið 22/3 kl. 20:00 Mið 1/3 kl. 20:00 Mið 15/3 kl. 20:00 Mið 29/3 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!

Íslenski fíllinn (Brúðuloftið)

Lau 18/2 kl. 13:00 Lau 18/2 kl. 15:00 Aukasýningar - aðeins þessar sýningar

leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

Kennsla eitt kvöld í viku og aðeins 6 manns í hóp. Faglærður kennari með yfir 30 ára reynslu.

Sónar af stað Sónarhátíðin er komin á fullan skrið. Hún hófst í gær og ekki stórmál ef maður hefur misst af fyrsta deginum, því það er nóg eftir. Hægt er að kaupa sig inn á einstök kvöld þó að hátíðarpassi sé vitanlega bestu kaupin fyrir þá sem ætla að vera duglegir. 30. apríl - 1. maí Helgina næstkomandi. Hvar? Í Hörpu. Hvenær? annað kvöld. Verð 32.000Í kvöld kr. meðog olíu Hvaðog kostar? Föstudagskvöld bæklingi. kostar 13.990 kr en 15.900 á morgun. Midi.is

Baknuddsnámskeið

Nánari upplýsingar: heilsusetur.is og 896-9653


ÆSKUBRUNNUR PRÓFAÐU NÝJU NIVEA CELLULAR PERLURNAR

HYALÚRONSÝRA OG KOLLAGEN STYRKJANDI PERLUR FYRIR STINNARI, ÞÉTTARI OG UNGLEGRI HÚÐ

NIVEA.com


34 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. febrúar 2017

Starfa náið saman sín í hverju landinu

Kynntust fyrir algjöra tilviljun á ráðstefnu í Barcelona.

Baddý rekur vefstofufyrirtæki í Frankfurt og réð Höddu, sem býr í Barcelona, í vinnu hjá sér. Þær eru svo í reglulegum sam­skiptum við Jóhönnu sem býr og starfar í Texas. Tæknin gerir það að verkum að þetta er næstum jafn einfalt og ef þær væru staddar í sömu byggingu. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@frettatiminn.is

B

addý Sonja Breidert er búsett í Frankfurt í Þýskalandi, Hadda Hreiðarsdóttir í Barcelona á Spáni og Jóhanna Bergmann í

Texas í Bandaríkjunum. En þrátt fyrir fjarlægðina á milli þeirra hafa þær allar unnið saman að verkefnum síðustu tvö árin. Baddý og Hadda reyndar hjá sama fyrirtækinu, sem er í eigu þeirrar fyrrnefndu. En tæknin gerir þeim kleift að vera í nánu samstarfi þrátt

fyrir að þúsundir kílómetra séu á milli þeirra. Nú koma þær til að mynda allar að skipulagningu ráðstefnu sem haldin verður á Íslandi í lok febrúar. Baddý er forritari, eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins 1xINTERNET sem er svokölluð Drupal vefstofa. En hún rekur fyrirtækið ásamt eiginmanni sínum og þriðja aðila í Frankfurt. Hinn venjulegi Íslendingur veit eflaust ekki hvað Drupal hugbúnaður er, þrátt fyrir að nýta sér reglulega vefsíður sem byggðar eru á honum. Blaðamaður sló á þráðinn til Baddýjar og Höddu og fékk þær til að útskýra aðeins hvað þær eru að gera og

­ vernig það er að starfa saman, en h samt svo langt frá hvor annarri. „Við erum að vinna með opinn hugbúnað sem heitir Drupal sem mörg þúsund manns víða um heim hafa þróað. Þetta er hugbúnaður til að búa til vefkerfi. Vefur Háskóla Íslands, Reykjavíkurborgar, RÚV og fjölda annarra opinberra stofnana keyra á þessu vefkerfi. Það þykir nefnilega ekki vinsælt að nota skattpeninga í að borga leyfisgjöld fyrir hugbúnað, en það þarf ekki að greiða slík gjöld af Drupal,“ útskýrir Baddý og heldur áfram: „Opinn hugbúnaður þýðir einfaldlega að það þarf ekki greiða gjöld af honum og það geta í raun allir kóðað hluta af honum. Við gerum það. Baddý og maðurinn hennar kynntust umræddum hugbúnaði fyrir 6 árum, stofnuðu fyrirtæki í kringum hann, og hafa verið að vinna með hann síðan. „Við vorum búin að vera að forrita lengi og rákumst á þennan opna hugbúnað sem okkur leist svakalega vel á og sáum tækifæri í. Við ákváðum í kjölfarið að stofna fyrirtæki. Við byrjuðum bara tvö heima í kjallaranum. En sagan af því hvernig fyrirtækið fór að þróast hófst eiginlega með því að við eignuðumst fyrir­bura heima á Íslandi, stelpu sem fæddist 11 vikum fyrir tímann. Þá vorum við bæði hætt í þeim störfum sem við vorum í og farin að einblína á fyrirtækið. En fyrstu alvöru viðskiptavinina fengum við á Íslandi.“ Þau hjónin komust fljótt að því að fjöldi opinberra stofnana á Íslandi var að nota hugbúnaðinn og hafa starfað með mörgum þeirra síðan. En markaðurinn vex líka mjög hratt í Þýskalandi. Það var hinsvegar í Barcelona árið 2015 sem leiðir þeirra B ­ addýjar,

Sagan af því hvernig fyrirtækið fór að þróast hófst eiginlega með því að við eignuðumst fyrir­ bura heima á Íslandi, stelpu sem fæddist 11 vikum fyrir tímann. Höddu og Jóhönnu lágu fyrst saman. Þá voru þær í fyrsta skipti á sama stað á sama tíma. Jóhanna starfaði þá hjá stofnun sem heldur utan um Drupal hugbúnaðinn í Bandaríkjunum. En þá er komið að Höddu að útskýra hvernig í ósköpunum hún kemur inn í þetta, án þess að hafa neitt vit á forritun eða hafa nokkurn tíma heyrt um Drupal. En hún er viðskiptafræðimenntuð. „Ég kom þannig inn í fyrirtækið að Jóhanna og ég unnum saman fyrir 15 árum síðan. Hún var að koma á Drupal ráðstefnu í Barcelona, sem ég hafði ekki hundsvit á og vissi ekkert hvað var. Ég var nýbúin að segja upp vinnunni minni þegar hún kom í kaffi til mín og sagðist ætla að redda mér atvinnuviðtali. Áður en ég vissi af var búið að ráða mig í vinnu,“ segir Hadda sem nú er verkefnastjóri 1xINTERNET og situr á Spáni og talar við íslenska viðskiptavini allan daginn. „Þú varst algjörlega ráðin á staðnum, í bókstaflegri merkingu. Daginn eftir vorum við Hadda byrjaðar að vinna því okkur bauðst að taka þátt í útboði á Íslandi sem þurfti að skila inn. Þannig að Jóhanna er örlagavaldur í þessu samstarfi. Þess vegna fannst okkur hún líka vel til þess fallin að koma til Íslands og vera í forsvari fyrir fyrstu Drupal ráðstefnuna á Íslandi,“ segir Baddý, en ráðstefnan fer fram í lok febrúar.


VANDAÐU VALIÐ Krókhálsi 4

Sími 567 1010

Opnunartímar: mán - fös kl. 9–18

110 Reykjavík

www.parket.is

og lau kl. 11–15


36 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. febrúar 2017

Umturnaði herberginu fyrir lítinn pening „Ég er svo alsæl með þetta. Það er alveg þvílíkur munur,“ segir María Líndal, sem breytti algjörlega um stíl í svefnherberginu hjá sér fyrir lítinn pening og án þess að skipta út stórum húsgögnum. En með því að mála gamlan leðurlíkisrúmgafl og filma fataskápinn varð stórkostleg breyting á herberginu.

„Ég keypti þennan gafl í Betra bak um það leyti sem dóttir mín fermdist, en hún er 25 ára í dag. Ég sá svo um daginn að þeir voru að selja alveg eins gafl, nema hvítan, á rúmlega 50 þúsund krónur og mig langaði svo í hann,“ segir María en henni fannst orðið fulldimmt í herberginu með dökkan gafl, dökkan fataskáp og svartan hraunaðan vegg. María ákvað hins vegar að spara peninga og keypti frekar sérstaka málningu fyrir leður og leðurlíki og málaði þrjár umferðir yfir gaflinn. Hún segir málninguna hafa þornað mjög hratt og

hún smiti ekkert út frá sér. Gaflinn er því eins og nýr. „Ég þvoði hann bara vel með sápu og ediksblöndu áður en ég málaði. Svo keypti ég reyndar alltof mikið af málningu þannig ég er að hugsa um að mála sófann minn líka,“ segir hún hlæjandi. Fataskápinn filmaði hún svo með háglans plastfilmu eins og eru mjög vinsælar um þessar mundir. „Ég mæli algjörlega með þessu. Það er algjör óþarfi að henda eða selja það sem maður heldur að verði ekki notað meira. Frekar að prófa að flikka upp á það fyrst.“ | slr

María Líndal breytti algjörlega um stíl í svefnherberginu með því að mála gamlan leðurlíkisrúmgafl og filma fataskápinn.

Hver er uppáhalds biðröðin þín? Íslendingar eru duglegir að flykkjast í biðraðir til að sækja sér ýmiskonar þjónustu, skemmtun eða vörur. Að standa í biðröð hljómar í fyrstu ekki sem skemmtileg iðja, þar getur þó skapast skemmtileg stemning. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@frettatiminn.is

Söstrene Grene

Skemmtistaðurinn

Það getur verið ansi þreytandi að þurfa að standa í biðröð fyrir utan skemmtistað. Ekki batnar það ef allir vinir þínir eru inni á skemmtistaðnum og þú ein/n í röðinni. Svo er auðvitað misjafnt ástandið á fólki og alltaf hætt við ryskingum og jafnvel slagsmálum. En stundum ríkir þar gleði og samkennd.

Biðin eftir nýjustu hillunni eða borðinu í versluninni Söstrene Grene hefur borið suma ofurliði. En fólk er tilbúið að leggja á sig margra klukkutíma bið og mynda raðir út úr Kringlunni til að verða sér út um slíka gripi. Þetta er líklega ein áhugaverðasta biðröðin og í raun ákveðið lotterí, því þú veist ekki hvort borðið verður uppselt þegar röðin kemur að þér.

Ísbúðin

Á góðviðrisdögum og síðkvöldum myndast oft langar raðir í ísbúðum bæjarins. En þessi röð er ekki kvöð.Þú færð verðlaunin þín að lokum og getur notað biðtímann til að velja hvað þú ætlar að fá þér í bragðarefinn.

Melabúðin

Melabúðin er eins og félagsmiðstöð Vesturbæinga. Það tekur oft langan tíma að komast í gegnum búðina því það eru svo margir sem þarf að heilsa og spjalla við. Á kassanum má svo taka upp þráðinn á nýjan leik, eða jafnvel kynnast fólki. Það eru nefnilega allir vingjarnlegir í Melabúðinni, þó að raðirnar séu langar og brjálað að gera.

Læknirinn

Á læknabiðstofunni myndast ekki eiginleg röð þótt biðitíminn geti vissulega orðið langur. Þú munt standa sjálfan þig að því að velta fyrir fyrir þér hvað hinir og þessir á biðstofunni eru að vilja til læknis, og þeir hugsa eins um þig. Svo hittirðu einhvern sem þú þekkir og þið sneiðið algjörlega hjá því að ræða ástæður læknisheimsókna ykkar. Eins óþægilegt og það getur orðið.

Bakaríið

Röðin í hverfisbakaríinu getur orðið nokkuð löng á laugardagsog sunnudagsmorgnum. En líkt og í ísbúðinni þá veistu að þú færð verðlaun á endanum og biðtíminn nýtist í að ákveða hvað á að kaupa. Það eru þó auðvitað vonbrigði ef snúðar með súkkulaði eru búnir LAGNAFÉLAGS ÍSLANDS þegar röðin kemur að þér.

FRÉTTABRÉF

Sundlaugin á Þingeyri er falleg bygging

Akademían á Þingeyri fordæmir Brennivínsfrumvarpið Hinn þekkti morgunklúbbur eða Akademía í sundlauginni á Þingeyri hefur samþykkt eftirfarandi ályktun með eiginlega öllum greiddum atkvæðum: „Akademían á sundlaugarbakkanum á Þingeyri fordæmir Brennivínsfrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi. Þeir þingmenn sem að því standa, ættu að snúa sér nR. 111 FRÉTTABRÉF 2. TBL. að þarfari málum fyrir kjósendur ÁRGAnGUR sína. Það er grátlegt þegar 24. dreif2010 býlisþingmenn telja þetta SEPTEMBER forgangsmál fyrir landsbyggðina. Allir vita að það er auðveldara fyrir börn og unglinga að nálgast eiturlyf en að panta pizzu. Á það sama að gilda um áfengið? Akademían tekur undir með Birgi Jakobssyni landlækni, sem segir: „Það er talað fyrir því að gera

Er þetta eina sundlaugin á landinu þar sem sundgestir greiða í kaffisjóð, og njóta þeirra veitinga inni

Akademían á Þingeyri að störfum.

á sundlaugarbakkanum?

Mynd | Kristján Ottósson.

Í morgunklúbbnum í sundlauginni á Þingeyri ber margt á góma, bæði í gamni og alvöru. Þar eru

samankomnir á morgnana margir spekingar af báðum kynjum. Þar eru vandamál þjóðarinnar leyst.

mjög áhættusama og kostnaðarsama tilraun með sölu á áfengi í matvöruverslunum. Þetta er stórhættulegt. Áhrif þessarar tilraunar verður ekki hægt að draga til baka.“ „Niður í skúffu með Brennivínsfrumvarpið segjum við! Það getur vel verið að sú skoðun okkar sé afturhald. Það verður þá bara að hafa það og hana nú!“ | gt Og græskulausar sögur og sagnir eru hafðar með í bland. Þarna er oft kátt á hjalla.


LET er 50 ára alþjóðleg viðurkennd hugmyndafræði sem nær fram því besta hjá starfsfólkinu

Samskipta- og átakafærni

Vandamál í samskiptum

Rannsóknir staðfesta árangur

Markþjálfun fyrir fyrirtæki

Þriggja daga námskeið

Síðumúla 23 - 108 Reykjavík - Sími 517 1400 - gudmundur@effica.is - www.effica.is


38 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. febrúar 2017

Ljósin smita Sónar út í borgina Hin rafmagnaða tónlistarhátíð Sónar er orðin árlegur viðburður í Reykjavík og er haldin nú um helgina. Á meðan fjölbreyttur hópur tónlistarmanna spilar fyrir gesti mun tónlist þeirra endurspeglast í ljósahjúpi utan á Hörpu sem gestir geta líka stjórnað. „Við skrifuðum forrit sem greinir tónlistina og breytir henni í ljós. Þannig að það sem gerist á sviðinu stýrir því sem gerist utan á Hörpu,“ segir Atli Bollason listamaður um sína aðkomu að breytingum sem gerðar verða á ljósahjúpi Hörpu

næstu daga. Atli og félagi hans, Owen Hindley, hafa frá árinu 2014 gert tilraunir með ljósahjúpinn. Á Sónar gera þeir gestum hátíðarinnar kleift að eignast hlutdeild í hjúpnum. „Sónar á heimsmælikvarða snýst líka um alla framsækna list,

Gestir Sónar geta stýrt ljósahjúpi utan á Hörpu með tökkum yfir helgina. Þannig eignast þeir svolitla hlutdeild í byggingunni. Mynd | Hari

hátíðarinnar. „Setjum sem svo að það sé ákveðið mynstur í gangi í takt við tónlistina, þú ýtir á takkann og þá snýst mynstrið á haus. Eða þú getur ýtt á takka og breytt litnum. Þannig verður þetta eins og samstarfsverkefni listamanna og gestanna.“ En markmið framtaksins snýst einnig um samband fólks við stóra byggingu eins og Hörpu. „Með þessu eignast maður hlutdeild í byggingunni,“ segir Atli. Ljósin munu svo smita hátíðina út í borgina þannig að gangandi vegfarendur geta fylgst með samstarfi tónlistarmanna og gesta í dansandi ljósum utan á Hörpu yfir helgina. | bsp

þá sérstaklega list sem hefur að gera með tækni og vélar. Forritið okkar greinir það sem er að gerast á sviðinu, hraða, mikinn eða lítinn bassa, hvort tónlistin er sterk eða veik o.s.frv. Ljósin utan á Hörpu stýrast svo af þessum þáttum,“ segir Atli. Í fyrra buðu þeir félagar upp á svokallað ljósaorgel, sem gerði gestum hátíðarinnar kleift að spila á ljósahjúpinn og ári áður gátu gestir og gangandi spilað tölvuleikinn PONG utan á Hörpu. Í ár hafa þeir sett upp takka sem gestir geta snúið eða ýtt á til þess að hafa áhrif á ljósin sem stýrast þó enn af tónlist

Aldrei fengið ógeð á kynlífi Nekt var aldrei feimnismál á heimili Röggu Eiríks í æsku og hún telur það eflaust hafa ýtt undir áhuga sinn á kynlífi að einhverju leyti. Hún er búin að vera að fjalla um kynlíf í 18 ár og ætlar að halda því áfram í Ragga segir húmor vera mjög nauðsynlegan í þættinum Rauði sófinn. kynlífi, enda um nátengd fyrirbæri að ræða. Mynd | Hari

Tískuávöxtur ársins 2017 mun væntanlega verða jackfruit.

Nýjasta ávaxtatískan Vinsældir jackfruit aukast jafnt og þétt enda hann mikið notaður í stað kjöts. Það eru tískubylgjur í mataræði líkt og flestu öðru, en tískuávöxtur ársins 2017 mun væntanlega verða jackfruit ef marka má vaxandi áhuga á hinum ýmsu samfélagsmiðlum og matarbloggum. En um er að ræða ber af móberjatrjám sem geta vegið allt að 40 kíló og vaxa í Suður- og Suðaustur-Asíu. Eins og nafnið gefur til kynna er um ávöxt að ræða en hann er þó þekktur fyrir sérstaka áferð sem minnir einna helst á kjöt og er gjarnan notaður af græn-

metisætum í staðinn fyrir „pulled pork“. Jackfruit er ekki bara hlaðinn af próteini, vítamínum og steinefnum, heldur er hann einstaklega ljúffengur. Það er hægt að nota hann matargerð lítið þroskaðan, þá einna helst í staðinn fyrir kjöt, til dæmis í karrí, á samlokur, mexíkóskan mat og í raun á þann hátt sem þér dettur í hug. Þroskaðri ávöxt þarf bara að fræhreinsa og afhýða og borða eins og hann kemur fyrir. Hann er líka hægt að nota til að bragðbæta hrísgrjón og jafnvel búa til ís. Það er tilvalið að verða sér út um þennan framandi og áhugaverða ávöxt og prófa sig áfram með hann í matargerð, svona til að tolla í tískunni og jafnvel gefa avókadóinu sívinsæla smá frí. | slr

Endurvinnsludagar 13. - 18. febrúar

Þú kemur með gamla/ónýta flík í endurvinnslu til okkar í Belladonna og færð greiðslu fyrir hana upp í nýja flík frá NO SECRET, óháð því frá hvaða merki gamla flíkin er. Buxur 15 EUR ( 1.850 ísl. ) upp í buxur. Bolur 10 EUR ( 1.230 ísl. ) upp í bol. Flíkur, sem skilað er inn í endurvinnslu til okkar, þurfa að vera hreinar. Við sendum þær síðan í endurvinnslu hjá Rauða krossi Íslands.

Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@frettatiminn.is

R

agnheiður Haraldsog Eiríksdóttir, eða Ragga Eiríks, eins og hún oftast kölluð, er mörgum kunn fyrir opinskáar umræður og skrif um kynlíf, en hún hefur verið að tala um kynlíf í 18 ár eða svo. En hvers vegna í ósköpunum? Flest höfum við nú áhuga á kynlífi, en öllu má nú ofgera, eða hvað? „Þetta byrjaði allt með því að ég skrifaði lokaverkefni í hjúkrunarfræði sem tengdist kynfræðslu unglinga. En löngu fyrir þann tíma hafði ég samt áhuga á kynlífi. Ég get þó ekki sagt að kynfræðslu hafi verið sérstaklega haldið að mér í uppeldinu, en ég kem frá mjög afslöppuðu heimili. Nekt var aldrei feimnismál. Það var afslappað andrúmsloft hvað varðar líkamann. Það hefur kannski haft einhver áhrif,“ segir Ragga, eins og hún er alltaf kölluð, um hvaðan þessi mikli áhugi á kynlífi gæti hafa sprottið. Hún hefur þó ekkert eiginlegt svar við spurningunni þó hún hafi stundum velt þessu fyrir sér sjálf. „Einhvern tíma áttaði ég mig á því að tvö uppáhaldsmyndböndin mín þegar ég var algjörlega óharðnaður unglingur voru Girls on film og The chauffeur. Fólk getur flett þeim upp og séð hvaða pælingum ég var í á mótunarárunum,“ segir hún og skellir upp úr. „Ég man reyndar ekki eftir að

hafa orðið brjálæðislega æst yfir þeim, en mér fannst þau sjúklega flott og áhugaverð. Það er svolítið fyndin staðreynd.“ Árið 1999 tók Ragga svo við margfrægum kynlífspistli sem birtist í dagblaðinu Degi, en á undan henni höfðu meðal annars Halldóra Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur og Stefán Jón Hafstein ritað hann. Í kjölfarið fór boltinn af rúlla af stað hjá henni. Ragga segist alltaf reyna að vera samkvæm sjálfri sér og telur það skipta miklu máli vegna þess hve viðkvæmt og vandmeðfarið kynlíf getur verið sem umfjöllunarefni. „Ég held ég hafi alltaf haldið mig við þennan sama tón í skrifunum. Það er ákveðin hlýja, kannski smá húmor undirliggjandi, ég leyfi fólki að spyrja spurninga og reyni að dæma aldrei eða hneykslast. Fyrir vikið hef ég kannski gert sjálfa mig svolítið aðgengilega. Fólk þorir að koma til mín og spyrja mig og trúa mér fyrir ótrúlegum sögum. Þetta er örugglega svipað og hjá ljósmæðrum sem mæta í partí og fá sjö fæðingarsögur fyrsta korterið. Fólk á það til að hrynja á trúnó á örskömmum tíma,“ segir Ragga og hlær. En hún er alltaf tilbúin að hlusta. Það er alltaf stutt í hláturinn og grínið hjá henni, en að hennar mati er húmor mjög nauðsynlegur í kynlífi, enda um nátengd fyrirbæri að ræða. „Það sem gerist í líkamanum við hlátur, gleði

og fullnægingu er mjög svipað. Þegar við erum glöð og hlæjum þá getum við eiginlega ekki látið stress ná yfirhöndinni. Og forsenda þess að njóta kynlífs er slökun, tenging og sátt, og að upplifa sig tryggan. Ég held að það megi því alveg segja að húmor sé mikilvægur í kynlífi. En fær hún aldrei ógeð á kynlífi, af því að lifa og hrærast í skrifum og tali um það alla daga, allan ársins hring? „Nei, ég get ekki sagt að ég fái ógeð. Ég hef aldrei upplifað það að fá ógeð á einhverju. Það koma auðvitað tímabil þar sem ég er minna á kafi í þessu, eins og þegar ég var með yngsta barnið mitt lítið, þá var ég minna að skrifa, ég átti erfiða meðgöngu og svona. En annars er ég er alltaf að læra eitthvað nýtt sjálf, eins og bara íslensk nýyrði eða nýtt blæti sem ég hef aldrei heyrt um. Þannig þetta verður aldrei leiðinlegt.“ Sem er eins gott, því Ragga er hvergi nærri hætt að tala um kynlíf. Í næstu viku hefjast nefnilega sýningar á þættinum Rauði sófinn á sjónvarpsstöðinni ÍNN, en um er að ræða spjallþátt þar sem fjallað verður um kynlíf, tilfinningar og sambönd í umsjón Röggu. Hún mun fá til sín viðmælendur sem miðla þekkingu sinni eða reynslu af hinu og þessu sem tengist áðurnefndum málaflokkum, áhorfendum til fróðleiks og skemmtunar.


PIPAR \ TBWA •

SÍA •

162242

Mjúkt taco með ostasósu utan um stökkt taco fyllt með kjúklingi, sýrðum rjóma, káli, osti og tómötum.

1699

579

kr.

kr.

Tvö Double Decker Supreme taco, Fiesta-kartöflur, Appolo fyllt lakkríssúkkulaði og miðstærð af gosi. Hafnarfirði

/

Grafarholti

/ www.tacobell.is


GOTT Á FÖSTUDEGI

Segðu frá … Drauma konudagsgjöfinni

Þórhildur Ólafsdóttir „Draumakonudagsgjöfin mín er að konur fái laun og völd til jafns á við karla. Svo væri ég til í að sofa út.“

Auður Húnfjörð „Draumkonudagsgjöfin mín er nýr kjóll og boð í nautasteik og rauð­ vín!“

Tobba Marinós „Draumakonudagsgjöfin er klass­ ísk. Rauðvín, súkkulaði og blóm. Maðurinn minn gaf mér spinning­ skó á Valentínusardaginn og ég get vel hugsað mér að drekka rauðvín að lokinni góðri æfingu í skónum. Allt er gott í jafnvægi er það ekki?“

Náttúrulegt Þörungamagnesíum

Mikil virkni Bragðlaust duft í kalt vatn 5 mán. skammtur

N ýj ar um bú ði r

EN GI N M AG AÓ NO

T

Gott að dansa Hin árlega dansbylting UN Women, Milljarður rís, verður haldin í Hörpu klukkan 12 í dag. Skelltu þér í dansskóna, hristu skankana og svitnaðu aðeins fyrir góðan málstað. Í ár verður minning Birnu Brjánsdóttur heiðruð.

Gott að gefa Nú þegar Valentínusardagurinn er nýliðinn og konudagurinn á næsta leiti þá býst enginn við gjöf í dag. Þess vegna er um að gera að vera frumlegur og kaupa fallega gjöf eða blóm handa makanum. Bara af því það er föstudagur.

Gott að prófa nýjan stað Nýir veitingastaðir spretta upp hér og þar um borgina og það er fátt betra en að borða góðan mat með góðum vinum. Skelltu þér á nýjan stað í kvöld, án þess að skoða matseðilinn á netinu. Láttu koma þér á óvart.


MATARTÍMINN Föstudagur 17.02.2017

Úr járninu í eldhúsið

Agnar Agnarsson hætti í járnabindingum til að fara að elda mexíkanskan mat – þó hann hafi aldrei eldað á veitingastað áður. Maturinn þykir hreint út sagt frábær.

BRUGGA MEÐ BLESSUN KIRKJUNNAR

Bjórinn Lúther í tilefni 500 ára afmælis siðbótar. 4

UNAÐSLEG SVÍNASÍÐA Að hætti matreiðslumanna Ísafoldar. 7

ROKKAÐUR VEITINGASTAÐUR Mynd | Hari

Found from website

Hard Rock hefur slegið í gegn frá opnun. PMS recrated

Af matarborði Miðjarðarhafsins

8


2 MATARTÍMINN

FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2017

Eldar alvöru mexíkanskan götumat við Hverfisgötu Fyrir nokkrum vikum var Agnar Agnarsson að vinna við járnabindingar og hafði ekki stigið fæti inn í eldhús á veitingastað. Nú er hann yfirkokkur á El Santo, nýjum mexíkönskum veitingastað við Hverfisgötu, og býr til besta taco sem gert hefur verið á Íslandi. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is

M

exíkanski veitingastaðurinn El Santo við Hverfisgötu var opnaður um síðustu helgi og þegar er farið að heyrast suð á samfélagsmiðlunum um ágæti hans. Grínistinn Dóri DNA kallaði staðinn til að mynda þann besta mexíkanska sem opnaður hefur verið í Reykjavík. El Santo hefur reyndar verið óformlega opinn í nokkrar vikur og á þeim tíma hefur kokkurinn, Agnar Agnarsson, fengið eldskírn sína og vanist eldhúsinu. Það kemur nefnilega í ljós að hann hefur aldrei kokkað á veitingastað áður. Aggi, eins og hann er jafnan kallaður, er menntaður innanhússarkitekt og bjó í níu ár í New York. Þar kynntist hann vel götumatar-menningunni og hefur síðan fiktað við matseld heima við. „Ég hef aldrei gert þetta annars staðar en bara heima hjá mér fyrir vini og fjölskyldu,“ segir Aggi þegar við setjumst niður á El Santo skömmu eftir opnun á miðvikudaginn. „Það gerðist nú bara fyrir algera tilviljun að ég endaði hérna sem kokkur. Ég kom hingað inn því vinur minn var að mála staðinn. Svo var bara hringt í mig seinna um kvöldið og ég sló til. Ég var búinn að vera að járnabinda og var ekki alveg að meika að fara þriðja veturinn í járn-

„Ég var búinn að vera að járnabinda og var ekki alveg að meika að fara þriðja veturinn í járnin svo ég ákvað bara að prófa.“

in svo ég ákvað bara plokkað einhverjar leyniað prófa. Það hefur uppskriftir úr henni og reyndar blundað fengið ábendingar.“ lengi í mér að Hvernig hafa viðopna taco trukk tökurnar verið? eða eit t hvað „Þær hafa verið þess konar.“ alveg frábærar. Við Þú hefur væntvorum með konu hérna frá Mexíkó anlega verið ansi um daginn og hún duglegur við að sagði að þetta væri prófa þig áfram besta taco sem hún heima. Það er ekki hver sem er sem fær hefði fengið á ævinni. Ég svona tækifæri... trúði henni varla en þetta bjargaði deg„ Jájá. Það inum fyrir mér! spurðist út að Svo hafa fleiri frá ég gerði þetta ágætlega. Ég Mexíkó komið hingbjó úti í New að og verið ánægðYork í níu ár og ir og sömuleiðis Kaliforníubúar borðaði mikið sem kalla sig „taco af mexíkönskum mat þar. Ég connoisseurs“. Það myndi segja að hafa allir verið sjúklega Á þetta væri uppáhalds ánægðir.“ matseðlinum eru meðal annars maturinn minn, mexíkÞannig að eitthvað ertu taco og empanizados anskur. Og japanskur. að gera rétt... sem eru djúpsteiktir „Já, við erum að gera Það spilaði líka inn í jalapenos fylltir með mozzarella osti og þetta rétt. En við erum að ég er búinn að vera bornir fram með hávær gagnrýnisrödd líka að gera þetta allt chipotle kremi og á þá staði sem hafa verfrá grunni, allar sósur og kóríander. ið opnaðir hér. Þannig að allt. Og við erum að nota ég þurfti að „put my money maís í tortillurnar en hérna where my mouth is“.“ heima hefur oftast bara verið boðAggi segir að á matseðlinum á ið upp á hveititortillur. Það hefur El Santo sé aðallega hefðbundinn enginn kvartað enn yfir því og ekki mexíkanskur götumatur, „street ein einasta manneskja beðið um food“. hveititortillur. „Já, taco, gorditads og grillaðÞetta hefur verið mjög brött lærir maísstönglar á mexíkanska vísu. dómsbrú að þurfa að elda fyrir fullMatseðillinn er bara lítill og viðráðan sal af fólki. Og að vera með staff anlegur eins og er. Það var nú bara í kringum sig, læra að tjá sig rétt og halda öllum hressum. En það hefur til þess að ég næði tökum á þessu en í gengið glimrandi vel.“ næsta mánuði ætlum við að bæta við eftirréttum og fleiri réttum. Stærsti eigandi El Santo er Björgólfur Takefusa, fyrrum Við vorum rosa heppin því við knattspyrnumaður. Hann tók við fengum stelpu frá Mexíkóborg til húsnæðinu af Dóru, systur sinni, að elda með okkur. Ég stóð einn í eldhúsinu til að byrja með en svo sem áður rak veitingastaði þarna um fengum við Ivönu, hún er bara nýtíma, meðal annars taco-stað. Auk komin til landsins. Pabbi hennar á hans og Agga hefur rekstrarstjórinn, einhverja veitingastaði úti þannig að Ása Geirs, borið hitann og þungann af því að koma El Santo á koppinn. hún kann þetta. Ég get þá kannski

Að sögn Agga er ýmislegt framundan þegar El Santo kemst á fullan skrið. „Ég er lærður innanhússarkitekt þannig að ég er bara í startholunum með þennan stað. Hér er flottur grunnur fyrir mig til að fara að leika mér aðeins. Svo er stefnan að lengja opnunartímann. Núna er eldhúsið opið frá klukkan 17-22 og lokað á mánudögum. Við stefnum á að geta opnað í hádeginu fljótlega og í mars byrjum við með nýjan kokteilaseðil. Þar verða skemmtilegar nýjungar og kokteilar sem passa við matinn. Svo er það eitt og annað. Við ætlum að smíða tveggja hæða gróðurhús fyrir kryddjurtir fyrir ofan barinn og svo ætlum við að nýta þennan frábæra pall fyrir utan í sumar.“ Eins eru plön um að bæta hljóðkerfið á staðnum svo hægt sé að halda ýmiskonar viðburði, tónleika og leyfa helstu plötusnúðum bæjarins að koma fram. Þá kemur sér kannski vel að Aggi var þekktur plötusnúður innan raftónlistarsen-

Útgefandi: Morgundagur ehf. Ábyrgðarmaður: Valdimar Birgisson. Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300

Aggi Agzilla ræður ríkjum í eldhúsinu á mexíkanska veitingastaðnum El Santo sem er á frábærum stað á Hverfisgötu, beint á móti Þjóðleikhúsinu. Myndir | Hari

Á El Santo er boðið upp á mexíkanskan mat eins og hann á að vera. Aggi kynntist þessari matargerð í New York þar sem hann bjó í níu ár.

unnar hér í borg á árum áður og kallaði sig Agzilla. „Ég veit nú ekki hvort treð upp hérna, ég læt nú örugglega bara félagana um það. Æ, hver veit, kannski slæ ég til á einhverju fríkvöldi.“ Aggi segir að vel hafi gengið að verða sér út um hráefni, bæði innlent og að utan. „Hér er sjúklega gott hráefni. Sérstaklega íslensku tómatarnir, þeir eru alveg ótrúlegir. Ég hef neyðst til að taka erlenda tómata inn þegar þeir hafa ekki verið til og munurinn er svakalegur. Við fáum líka eitthvert hráefni frá Mexíkó eins og tomatillos, græna tómata sem við notum í salsa. Svo fáum við þurrkaða chili pipra, alls konar tegundir, sem við notum í sósur. Ég er einmitt með nokkrar tegundir af hot sauce sem við ætlum að markaðssetja,“ segir Aggi, maðurinn sem býr til besta taco í borginni. Jafnvel þó hann sé nýhættur að vinna við járnabindingar og hafi aðeins unnið í eldhúsi í nokkrar vikur.


Bragðgóðar bolluuppskriftir

KYNNING

eftir Berglindi á GulurRauðurGrænn&Salt

Krem og fyllingar fyrir ger- eða vatnsdeigsbollur

KARAMELLUBOLLA

BRAGÐAREFUR

Karamellusósa: 150 g Nóa Rjómakúlur • 1 dl rjómi

Fylling: 500 ml rjómi • 3 msk flórsykur • ½ dl kókosmjöl • 250 g jarðarber, maukuð • 100 g Nóa Kropp, mulið gróflega • 150 g Síríus rjómasúkkulaði með kremkexi, saxað • Sulta að eigin vali

Karamellurjómi: 500 ml rjómi • 100 g Nóa karamellukurl • 5 msk karamellusósa, kæld Karamelluglassúr: 300 g Nóa Síríus rjómasúkkulaði með karamellu og sjávarsalti • 250 ml rjómi

Dökkt súkkulaðisíróp: 200 g Konsum 70% súkkulaði • 6 msk rjómi • 4 msk síróp

Skraut: Nóa karamellukurl • Síríus rjómasúkkulaði með karamellu og sjávarsalti

Skraut: Nóa Kropp • 200 g Konsum 70% súkkulaði, saxað

Aðferð: Karamellusósa: Bræðið rjómakúlur saman við 1 dl af rjóma. Kælið.

Aðferð: Fylling: Þeytið rjómann ásamt flórsykri og bætið kókosmjöli, maukuðum jarðarberjum, muldu Nóa Kroppi og söxuðu rjómasúkkulaði með kremkexi varlega saman við með sleif.

Karamellurjómi: Þeytið rjómann. Bætið síðan um 3-5 msk af karamellusósunni saman við ásamt karamellukurli og hrærið varlega með sleif. Karamelluglassúr: Bræðið súkkulaði og rjóma saman við vægan hita. Setjið glassúrinn á bollurnar og karamellurjóma í bollurnar.

Dökkt súkkulaðisíróp: Bræðið Konsum súkkulaði, rjóma og síróp saman við vægan hita og dýfið bollunum í. Setjið sultu að eigin vali, t.d. jarðarberjasultu, ásamt fyllingunni í bolluna.

Skraut Skreytið með karamellukurli og söxuðu súkkulaði.

Skraut: Skreytið með Nóa Kroppi og söxuðu súkkulaði.

GERBOLLUR

15-18 stk.

100 g smjör • 3 dl mjólk • 50 g þurrger • 1 egg • 75 g sykur 1 tsk salt • 500 g hveiti • 1 tsk kardimommudropar Aðferð: Bræðið smjör og mjólk saman. Þegar blandan er fingurvolg bætið þá þurrgerinu saman við. Setjið egg, sykur, salt og kardimommudropa saman við blönduna og hrærið. Setjið hveiti í skál, gerblönduna saman við og hnoðið lítillega. Látið deigið hefa sig í um 30-40 mínútur eða þar til deigið hefur tvöfaldast í stærð. Mótið litlar bollur úr deiginu og setjið á ofnplötu með smjörpappír. Látið hefast í um 15 mínútur. Penslið því næst bollurnar með eggi og bakið í 225°c heitum ofni í um 7-8 mínútur.

BOLLA MEÐ PIPARKROPPI OG LAKKRÍSSÓSU Fylling: 500 ml rjómi • 4 msk flórsykur • 1 msk lakkrísduft • 100 g Piparkropp, mulið gróflega • 100 g Nóa lakkrís súkkulaði, saxað Lakkríssósa: 300 g Nóa lakkrískurl • 6 msk rjómi Aðferð: Fylling: Þeytið rjómann ásamt flórsykri. Bætið muldu Piparkroppi og söxuðu Nóa lakkrís súkkulaði varlega saman við með sleif. Lakkríssósa: Bræðið lakkrískurl og rjóma saman við vægan hita í stutta stund. Setjið rjómafyllingu á milli og hellið lakkríssósu yfir bolluna.

VATNSDEIGSBOLLUR

10-12 stk.

80 g smjör • 2 dl vatn • 100 g hveiti • hnífsoddur salt • 2-3 egg Aðferð: Setjið smjör og vatn í pott og hitið þar til smjörið hefur bráðnað. Hrærið hveitinu saman við með sleif þar til það hefur blandast vel saman. Bætið saltinu út í. Takið af hellunni og látið standa í um 15 mínútur eða þar til það hefur kólnað. Setjið deigið í hrærivélaskál og bætið egg junum saman við einu í einu og hrærið saman. Varist að deigið verði of þunnt. Setjið á bökunarplötu klæddri bökunarpappír með tveimur skeiðum eða sprautað í toppa með rjómasprautu. Bakið við 200°c heitan ofn í u.þ.b. 20-30 mínútur eða þar til þær eru orðnar gylltar og stökkar. Varist að opna ofninn meðan bollurnar eru að bakast svo þær falli ekki saman.


4 MATARTÍMINN

FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2017

Brugga með blessun þjóðkirkjunnar

Sturlaugur Jón Björnsson og félagar í Borg brugghúsi hafa b ­ ruggað páskabjórinn Lúther að undirlagi þjóðkirkjunnar. Tilefnið er 500 ára afmæli siðbótarinnar á Íslandi. Lúther verður kynntur til leiks á ­laugardaginn. Baldur, annar frá vinstri, og félagar hjá Víking voru kátir á bjórhátíðinni á KEX Hostel í fyrra. Þeir mæta aftur til leiks í næstu viku.

Mikil veisla fyrir sífellt stækkandi hóp bjórnörda Þrjátíu bjórar frá Baldri Kárasyni á 24 árum hjá Víking ­brugghúsi. Bjórhátíðin The Annual Icelandic Beer Festival verður haldin í sjötta sinn á KEX Hostel í næstu viku, frá fimmtudegi til laugardags. Öll helstu brugghús landsins taka þátt í hátíðarhöldunum ásamt erlendum brugghúsum. Fjöldi brugghúsanna í ár er samtals 23 talsins og hafa þau aldrei verið fleiri. Á hátíðinni boðið upp á úrvals handverksbjór, bjórvænan mat og fjölbreytt tónlistaratriði í þrjá daga. Uppselt er á hátíðina og hafa aldrei fleiri gestir sótt hana. Dagskráin hefst klukkan 17 á fimmtudaginn þegar Eliza Reid forsetafrú hellir fyrsta bjórnum í glas. Brugghúsin sem taka þátt í hátíðinni eru Alefarm, Dry & Bitter, Mikkeller og To Øl frá Danmörku, Omnipollo og Brewski frá Svíþjóð, Stone Berlin frá Þýskalandi, Pirate Life frá Ástralíu, Collective Arts frá Kanada og bandarísku brugghúsin Aslin Beer, Boneyard, Founders Brewing, Lord Hobo og Other Half. Íslensku brugghúsin sem taka þátt eru The Brothers Brewery frá Vestmannaeyjum, Borg brugghús, Kaldi, KEX Brewing, Plimmó, Segull 67, Víking, Ölgerðin og Ölvisholt.

Mikil gróska hefur verið í bjórmenningu á Íslandi undanfarin misseri og á hátíðinni á Kex mæta bæði til leiks nýgræðingar og reynsluboltar í bruggheiminum. Einn þeirra síðarnefndu er Baldur Kárason, bruggmeistari hjá Víking brugghúsi. Baldur hefur verið aðalbruggari Víking brugghúss frá árinu 1993 og sett sinn svip á bjórmenningu Íslendinga síðan. Nýjasti bjórinn sem hann sendi frá sér er í Víking Craft Selection línunni og kallast Víking Red IPA. Hann er þrítugasti bjórinn úr smiðju Baldurs fyrir Víking brugghús, hvorki meira né minna. „Þróunin hefur verið svakaleg á undanförnum tíu árum og það hefur verið gaman að koma með nýjungar fyrir bjórþyrsta Íslendinga,“ segir Baldur sem er spenntur fyrir bjórhátíðinni á KEX. Þar verður nýi Red IPA-inn vitaskuld kynntur. Humlategundurnar sem Baldur notar í bjórinn eru Mosaic, Chinook og Cascade. Baldur hefur bruggað þrjá bjóra sérstaklega fyrir hátíðina. Þeir eru Friðþjófur sem er hvítöl með sætu negul- og bananabragði, Sviss Mokka sem er stout með kaffi og kakói og Lói sem er lífrænn pils. | hdm

Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is

V

ið lítum á það sem mikinn heiður að vera treyst fyrir bruggun á bjór í nafni Lúthers,“ segir Sturlaugur Jón Björnsson, bruggmeistari hjá Borg brugghúsi, um páskabjórinn Lúther sem væntanlegur er á markað á næstunni. Bjór þessi er óvenjulegur fyrir þær sakir að hann er bruggaður í einhvers konar samstarfi við þjóðkirkjuna. Um þessar mundir er 500 ára afmæli siðbótarinnar hér á landi fagnað og setti sérstök nefnd um þetta siðbótarafmæli sig í samband við Sturlaug og félaga og stakk upp á því að þeir brugguðu bjór til heiðurs Marteini Lúther.

Lúther var sjálfur bjórmaður

„Við vorum einmitt að leita eftir nafni á páskabjórinn okkar þegar erindi barst frá kirkjunni þar sem við vorum beðin um að brugga bjór til heiðurs Marteini Lúther – þannig að þetta kom á besta tíma. Við höfum ávallt bruggað belgíska bjórstíla fyrir páskana og gefið þeim heiti sem vísa í persónur tengdri kristni en páskabjórar okkar til þessa hafa verið Benedikt, Júdas, Þorlákur, Jesús og Magðalena – Lúther fellur því einkar vel þarna inn í,“ segir Sturlaugur. „Þetta er sennilega það næsta sem við komumst því að vera klaustursbrugghús án stórkostlegra breytinga. Sjálfur var Marteinn Lúther partur af samfélagi þar sem bjór spilaði mikinn sess og eftir honum er haft margt skemmtilegt og uppbyggilegt um bjórdrykkju og meint ágæti hennar.“ Að sögn Sturlaugs er bjórinn Lúther 5,9% í styrkleika og í stíl sem

Valgeir Valgeirsson, Árni Long og Sturlaugur Jón Björnsson, bruggmeistarar í Borg brugghúsi, eru stoltir af því að hafa verið treyst fyrir því að brugga bjór í nafni Marteins Lúthers. Mynd | Hari

þeir kjósi að nefna „Hoppy Blonde“. „Lúther er ljóst öl í belgískum stíl með góðan humlakarakter í forgrunni. Við ræktuðum upp sérstakan blautger sem við fengum í bjórinn frá Belgíu og gefur hann skemmtilega ávaxtatóna og létt krydd í lykt og bragði. Við humlum hann svo með þýsku humlunum Perle og Hellertauer Mittelfrueher sem bætir enn í kryddun og ferskleika með enn frekari ávaxtakarakter. Útkoman er í senn auðdrekkanlegt en margslungið öl sem fellur vonandi vel í landsmenn í aðdraganda páskanna.“ Páskabjórinn fer ekki í sölu í Vínbúðunum fyrr en 1. mars. Bjóráhugafólk getur þó tekið forskot á sæluna á laugardag þegar Lúther verður kynntur á Skúla Craft Bar. Opnað verður fyrir kranana klukkan 19 og segir Björn Árnason, vert á staðnum, að hægt sé að næla sér í frían Lúther til klukkan 20. Klukkan 19.45 munu Sturlaugur og kollegar hans í Borg segja frá bjórnum.

Upprisa Júdasar

Lúther er ekki eini páskabjórinn frá Borg þetta árið en brugghúsið sendir einnig frá sér eldri páskabjór í einskonar viðhafnarútgáfu. „Já, það er loks komið að upprisu Júdasar. Árið 2013 sendum við frá okkur páskabjórinn Júdas Nr. 16 sem var 10,5% Quadrupel og fékk hann almennt góðar móttökur. Við höfum svo margoft verið beðin um að brugga hann aftur en höfum ekki látið verða að því. Nú sendum við Júdas frá okkur í sérstakri viðhafnarútgáfu en hann fékk að þroskast í notuðum koníaks-tunnum í hálft ár og bætti þar við sig einu prósenti í áfengi, varð enn mýkri og margslungnari, og gengur að þessu sinni undir nafninu Júdas Nr.16.1. Upplagið verður verulega takmarkað hérlendis þar sem Áfengisverslun sænska ríkisins, Systembolaget, hefur pantað til sín meirihlutann af upplaginu, en það verður þó einnig hægt að nálgast Júdas á helstu bjórbörum landsins á næstu vikum,“ segir Sturlaugur.


ÁRNASYNIR

MEÐ HANDBRAGÐI FAGMANNSINS Íslenska sveitin bregst aldrei. Þar er ferskleiki á hverjum hól og þar fær SS besta hráefni sem völ er á. Handbragð sterkra fagmanna SS gerir góða vöru enn betri og góð vara er lykillinn að góðum stundum. Veldu SS steikina með handbragði fagmannsins. Íslenska sveitin og SS – fyrir þig.


6 MATARTÍMINN

FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2017

Bragðgóðir og hollir fiskréttir í Borgartúni

Í verslun Fylgifiska í Borgartúni er mikið úrval af ferskum fiski og tilbúnum fiskréttum. Þar er einnig hægt að fá allskonar meðlæti og sælkeravörur.

Mikið líf er í nýrri verslun Fylgifiska í Borgartúni þar sem hægt er að fá heitan mat í hádeginu og gómsæta fiskrétti á leiðinni heim á kvöldin. Unnið í samstarfi við Fylgifiska.

V

ið fengum strax rosalega góðar móttökur hér, þetta er verulega skemmtileg staðsetning. Hér er mikið líf og við höfum fengið mikið af nýju fólki til okkar. Gömlu kúnnarnir okkar af Suðurlandsbrautinni fylgdu okkur líka margir hingað og aðrir fóru í staðinn í verslun okkar í Kópavoginum,“ segir Guðbjörg Glóð Logadóttir, einn eigenda Fylgifiska. Fylgifiskar opnuðu nýja verslun í Borgartúni 26, á milli Vínbúðarinnar og 10-11, síðasta sumar og hefur verslunin mælst mjög vel fyrir. Fylgifiskar höfðu um árabil verið til húsa við Suðurlandsbraut en Guðbjörg Glóð er ánægð með nýja staðinn. Þar er enda hlýleg stemning og frábær salur þar sem hægt er að borða í hádeginu. „Okkar mottó er eftir sem áður að létta fólki lífið með hollan mat. Við erum með mikið úrval af fiskréttum sem fólk getur tekið með sér heim. Þeir eru allir unnir frá grunni af fólkinu okkar og eru bæði fljótlegir að elda og bragðgóðir og hollir. Það veitir ekki af að fá smá ómega í kroppinn,“ segir Guðbjörg Glóð. Hver er vinsælasti rétturinn til að taka með sér heim? „Það er sesambleikjan. Hún er vinsælust ár eftir ár.“ Í Fylgifiskum er einnig hægt að kaupa hefðbundinn ferskan

fisk. Þá er þar að finna ýmiskonar meðlæti og sælkeravörur. „Við sjáum um alla máltíðina kjósi fólk það. Við erum með kartöflur og grænmeti og mikið af gúrmet-vörum eins og krydd, sultur, balsamic og fleira. Við flytjum inn megnið af þessum vörum sjálf og leggjum mikið upp úr því að þetta séu gæðavörur.“ Hádegisverðurinn á Fylgifiskum er rómaður og í Borgartúninu er jafnan þétt setið í salnum. „Við erum með fiskrétti dagsins og rjúkandi góðar fiskisúpur. Við

erum alltaf með eitthvað nýtt og spennandi á boðstólum,“ segir Guðbjörg Glóð. Auk verslananna í Borgartúni og Kópavogi reka Fylgifiskar líka fyrirtækjaþjónustu. „Þá panta fyrirtæki mat frá okkur sem annað hvort er heitur og tilbúinn á borðið eða kaldur og fólk eldar hann sjálft. Það eru margir sem vilja gera vel við starfsfólkið sitt og gefa þeim fisk í hádeginu. Svokallaðan „brain food“. Við höfum verið að þjónusta alls konar hópa, bæði stóra sem smáa.“

Íslenskur matur að hætti Ísafold Restaurant Veitingastaðurinn Ísafold Restaurant á Centerhotel Þingholti býður ekki aðeins upp á mat sem er einstaklega bragðgóður og borinn fallega fram, heldur einnig mat sem búinn er til úr íslensku gæða hráefni, beint frá býli. Unnið í samstarfi við Centerhotel Þingholt

Í

safold er einnig staður til að dreypa á ljúffengum kokteilum áður en haldið er út á lífið, smakka á nýjungum og njóta sín í fallegu umhverfi hvort sem það er í hádeginu eða að kvöldi til. Íslenska hráefnið er í fyrirrúmi á Ísafold og segir Björn Ágúst Hannesson, yfirmatreiðslumaður Ísafoldar að það skeri sig úr. „Grænmetið er bragðmeira því það fær að vaxa lengur á plöntunni og bragðið á íslenska lambinu er til komið af fjallaröltinu og kryddjurtunum sem það nærist á. Við notum sousvide eldunaraðferðina til að halda í sem mest af bragðinu af þessu einstaka hráefni.“ Ísafold býður upp á úrval rétta á hádegis-, og kvöldverðarseðlinum sínum sem einnig er á einstaklega góðu verði. „Við viljum að fólk geti notið þess að fá góðan íslenskan mat á viðráðanlegu verði,“ segi Jökull Alexander Egilsson, hótelstjóri Centerhotel Þingholt. „Við erum sífellt að gera eitthvað nýtt,“ segir Jökull. Í hverri viku er til dæmis nýr réttur á matseðli sem er kokkaréttur vikunnar. „Í eldhúsinu keppist fólk við að koma með nýja rétti og hljóta heiðurinn af því að eiga þennan rétt vikunnar. Bæði er þetta skemmtilegt fyrir kokkana að fá að spreyta sig á þennan máta og þá sem borða hjá okkur reglulega og fá þá sífellt eitthvað nýtt að

Jökull Alexander Egilsson, hótelstjóri Centerhotel Þ ­ ingholt, og Björn Ágúst Hannesson, yfirmatreiðslumaður ­veitingastaðarins Ísafoldar, bjóða góðan íslenskan mat á viðráðanlegu verði. Mynd | Hari

Svínasíða að hætti Ísafoldar 1/2 stk Svínasíða 2 stk gulrætur 1 stk blaðlaukur 2 stk laukur 2 msk svört piparkorn lárviðarlauf 1 stk 250 g rauðvín 1/2 l nautasoð salt pipar

smakka á,“ segir Jökull. Aukin eftirspurn er eftir veganréttum og glúten- og laktósfríum mat sem Ísafold mætir með aukinni fjölbreytni á matseðli. Má þar nefna spagettírétt þar sem spagettíið er ekki hið hefðbundna pasta heldur sætkartöflur rifnar í langa strimla. Útkoman er ferskur og bragðmikill réttur. Ef til stendur að drekka vín með matnum þá er hægt að stóla á starfsfólk Ísafoldar sem af einstakri fagmennsku mælir með hvaða vín fer best með hverjum rétti. Ísafold er þar að auki staðurinn til smakka og fræðast um viskí. „Við höfum sérhæft okkur í viskíi og á Ísafoldar

barnum er hægt að panta Whiskey-flight sem er smökkun á mismunandi viskítegundum sem eru bornar fram á sérhönnuðum viðarplöttum. Hvaða tegundir þetta eru fer eftir því hvaða tegund af smakki er valin. Til dæmis samanstendur alþjóðleg viskísmökkun af tegundum frá Bandaríkjunum, Íslandi og Írlandi,“ segir Jökull. Til viðbótar við veitingastaðinn er salur þar sem fólki stendur til boða að halda einkasamkvæmi, fundi eða ýmiskonar viðburði sem tilvalið er fyrir gesti sem vilja njóta gæða matseldar og góðra þjónustu en þó fjarri skarkalanum á sjálfum veitingastaðnum.

Aðferð • Hreinsið síðuna og skerið í fituna. • Kryddið með salti og pipar og steikið á pönnu þar til gullin brún. • Skerið grænmetið í jafnar stærðir og setjið í steikarfat, svo síðuna ofan á grænmetið. • Hellið víninu og soðinu yfir síðuna og hyljið með álpappír. • Setjið í ofninn við 160°c í 2 ½ tíma. • Þegar hún er klár setjið hana á grunnan bakka með bökunarpappír undir og yfir og setjið þyngd á síðuna til að fletja hana út þangað til hún kólnar. • Skerið í skammta og steikið á pönnu með smjöri og kryddið til eftir óskum. • Við á Ísafold berum síðuna okkar fram með kartöflumús, grænkáli, sveppum og rauðvínssósu. Hægt er að nota soðið frá elduninni fyrir sósuna.


HEILSUNÝJUNGAR við

um k s el

Á ÍSLANDI!

elda f y rir þig.. ð a

AMY’S KITCHEN

RÉTTIRNIR

SÚPURNAR

Amy’s Kitchen er brautryðjandi í lífrænum matvælum. Í 25 ár hefur fjölskyldufyrirtækið eldað lífræna grænmetisrétti án allra aukaefna.

Lífrænu réttirnir frá Amy’s Kitchen eru hægeldaðir til að ná fram rétta bragðinu. Þeir eru ljúffengir og tilbúnir til upphitunar fyrir þig!

Lífrænu súpurnar frá Amy’s Kitchen eru eldaðar frá grunni úr ferskum hráefnum. Þær eru góðar og næringaríkar. Þú einfaldlega verður að smakka!

bjargaðu górillu hvað þeir eru góðir...

BOOJA BOOJA

LÍFRÆNIR ÍSAR

Booja Booja var Ísarnir eru lífrænir stofnað árið 1999 án glúteins, mjólkur, og hefur unnið til laktósa & soja. bjargaðu górillu hvað hann er góður! fjölda verðlauna.

einstök

matvara einstök matvara


8 MATARTÍMINN

FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2017

„Auðvitað er það afrek út fyrir sig. Að ná að fylla þúsund fermetra stað og fara þannig úr núlli yfir í það að vera skyndilega orðinn stærsti veitingastaður Reykjavíkur,“ segir Styrmir Karlsson, sölu- og markaðsstjóri Hard Rock Café Reykjavík, sem opnaði í nýuppgerðu húsnæði við Lækjargötu í fyrra.

Rokkaður veitingastaður slær í gegn

Fjöldi girnilegra rétta er á matseðli, þar á meðal grísasíðusamlokan góða. „Við erum eini Hard Rock staðurinn sem eldar hana í sinni upprunalegu mynd. Og ég vil meina að hún sé best hjá okkur,“ segir Styrmir.

Hard Rock opnaði aftur á Íslandi í vetur og er á örskömmum tíma orðinn ein af vinsælli veitingastöðum borgarinnar. Forsvarsmenn staðarins segja góðan mat og þjónustu vera lykilinn að velgengninni. Unnið í samstarfi við Hard Rock Reykjavík

V

ið erum sífellt að leita leiða til að koma til móts við viðskiptavinina og þeir kunna bara að meta það,“ segir Styrmir Karlsson, sölu- og markaðsstjóri Hard Rock Reykjavík, spurður út í þessar góðu viðtökur. Ein þeirra nýjunga sem staðurinn býður upp á í febrúar og mars er girnilegur hádegisverðarmatseðill þar sem viðskiptavinir geta valið á milli hamborgara, samloku eða fisks dagsins ásamt súpu á tilboðsverði, 1.790 krónur. „Þetta er aðallega hugsað fyrir námsmenn, starfsmenn fyrirtækja og aðra sem eru í bænum á þessum tíma, það er að segja í hádeginu og til klukkan 15 á daginn,“ útskýrir Styrmir og bætir við að

staðurinn komi til með að bjóða upp á nýjan matseðil í hverri viku út febrúar og mars. Þú nefnir fisk dagsins, það er nú kannski ekki það fyrsta sem fólk hugsar þegar Hard Rock berst í tal. „Jú jú, við bjóðum upp á ofsalega góðan fisk og reyndar grænmetisborgara líka fyrir þá sem vilja. Það er auðvitað um að gera að bjóða upp á fisk í ljósi þess hversu gott aðgengi við Íslendingar höfum að ferskum fiski, og bara fersku hráefni yfirleitt. Þess vegna erum við ekkert að nota innflutt hráefni heldur búum allt til á staðnum. Það er einmitt ein sérstaða Hard Rock Reykjavík, þessi áhersla á allt íslenskt.“ Að sögn Styrmis gildir það ekki aðeins um matseldina því vikulega treður fjöldi íslenskra tónlistarmanna upp á staðnum. „Við höfum verið með svona „back

to back“ tónleika í ­samstarfi við ­nágranna okkar, Græna ­herbergið. Tilgangurinn er að búa til vettvang fyrir innlenda tónlist og innlenda tónlistarmenn til að koma sér á framfæri, en það hefur lengi vantað hérna í Reykjavík stað sem tekur 250 standandi tónlistargesti. Tónleikarnir fara fram í kjallaranum, en er sjónvarpað um allt hús og því óhætt að segja að listafólkið fái fína athygli. Auk þess þarf það ekki að leigja græjur því hér er allt fyrir hendi; flott svið og fullkomið hljóð- og ljósakerfi með kösturum og LED tölvustýrðum ljósum. Til dæmis voru Dimmu tónleikar hjá okkur í byrjun febrúar og þeir voru frábærir,“ bendir hann á. Veitingastaðurinn er þremur á hæðum og í töluvert bjartari litum en Hard Rock staðir yfirleitt. Óhætt er að fullyrða að kjallari

hússins gegni fjölþættu hlutverki því Styrmir segir hann líka hugsaðan sem „lounge“ þar sem gestir geta sest niður, slakað á og pantað drykk á meðan beðið er eftir borði og eins sem veislusal undir árshátíðir, afmæli og hvers kyns einkaviðburði. „Já það er hægt að leigja hann með þjónum og fullbúnu hljóðkerfi, en við rukkum ekki sérstaklega fyrir salinn, bara fyrir mat og drykk.“ Og hvað er þá í boði? „Afskaplega flottir hópmatseðlar (www. hardrock.com/cafes/reykjavik) sem hafa mælst vel fyrir, en við getum tekið á móti 30 til 150 gestum í einu niðri í Kjallaranum og haft opinn bar sé þess óskað.“ Eins og fyrr segir hafa landsmenn tekið Hard Rock Café opnum örmum og viðurkennir Styrmir að viðtökurnar hafi farið fram úr væntingum. „Það er búið að

Hard Rock Reykjavík tekur allt að 250 manns í sæti en yfir 40 stöðugildi eru á veitingastaðnum.

Veitingastaðurinn er í ljósari litum en Hard Rock Café staðir ­yfirleitt. Hann er á þremur hæðum og gegnir kjallarinn ýmist hlutverki „lounge“, tónleikastaðar eða veislusals undir alls kyns viðburði. Á miðhæðinni eru svo til sýnis búningar úr safni ­heimsþekktra tónlistarmanna og alls konar varningur til sölu.

vera brjálað að gera frá opnun í október, stundum 250 matargestir í einu. Samt höfum við nánast ekkert auglýst. Og auðvitað er það afrek út af fyrir sig. Að ná að fylla þúsund fermetra stað og fara þannig úr núlli yfir í það að vera skyndilega orðinn stærsti veitingastaður Reykjavíkur. Fólk er greinilega ánægt með að Hard Rock skuli hafa opnað aftur eftir 15 ár og margir hissa á þeim stakkaskiptum sem staðurinn hefur tekið undir stjórn nýrra eigenda vörumerkisins í ­Bandaríkjunum. Vörumerki þróast eins og hvað annað.“ Með því segist hann eiga við gæðastefnu staðarins. „Já, fólk kann augljóslega að meta hvað við leggjum mikla áherslu á ferskt hráefni, góðan mat, þjónustu og stemningu og það er bara virkilega ánægjulegt.“

17 02 2017  

News, iceland, Fréttatíminn

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you