Page 1

„Ég er fjölfíkill í eðli mínu“

Strákarnir eru tilbúnir í slaginn í umspilsleiknum við króatíu og verða þjóð­ hetjur ef þeir komast til Brasilíu. kolbeinn Sigþórs­ son leiðir sóknar­ línu íslenska liðsins og segir allt geta gerst.

í nýútkominni ævisögu sinni segir hemmi gunn heitinn meðal annars frá glímu sinni við fíknina. michelsenwatch.com

36 bækur

landsleikur 42

Helgarblað

15.–17. nóvember 2013 46. tölublað 4. árgangur

ókeypis  Viðtal Hjón í Mosfellsbæ seM reynt Hafa Mikið á stuttuM tíMa

brynja og bragi Leika sér með tungumálið í nýjum sjónvarpsþætti Viðtal 18

Við erum heppin að ekki fór verr viku eftir að eyþór már Bjarnason lenti í svo alvarlegu vél­ hjólaslysi að hann var vikum saman meðvitundarlaus á spítala þurfti eiginkona hans, katrín Björk Baldvinsdóttir, að gangast undir skurðaðgerð vegna brjóstakrabbameins. Þau glímdu um árabil við ófrjósemi en varð loks þríbura auðið. einn þeirra lést þó á meðgöngunni. Þau eignuðust heilbrigða tvíbura og síðan aftur tvíbura skömmu síðar. Þau voru því með fjögur lítil börn þegar slysið og veikindin dundu yfir en hafa tekist á við lífið af aðdáunarverðu æðruleysi og jákvæðni. Þau segjast heppin.

síða 22

NÝJAR VÖRUR

VIKULEGA

ljósmynd/hari

menning í Fréttatímanum í dag: gunnar Smári um SveinSStykki í ÞjóðleikhúSinu – vignir raFn leikStýrir reFnum í BorgarleikhúSinu – dracula

leikur aldarinnar

KRINGLAN / SMÁRALIND

50% r

afsláttu

2.

1.

3.

Frír

4.

i linsupakk

5.

6.

7.

Dagl

8.

rkort

fslátta insur • A

Gríptu afsláttarkortið næst þegar þú kaupir daglinsur í Augastað FIRÐI Fjarðargötu 13–15 Opið: virka daga 10–18 og laugardaga 11–15

MJÓDDINNI Álfabakka 14 Opið: virka daga 9–18 og laugardaga 11–15

SELFOSSI Austurvegi 4 Opið: virka daga 10–18

Gleraugnaverslunin þín


2

fréttir

Helgin 15.-17. nóvember 2013

 Íþróttir mikil Spenna fyrir leik ÍSlandS Við króatÍu

Við erum tilbúin í stríð erum tilbúin í stríð.“ Svo ber við að auk landsleiksins hefst sala á jólabjór í Vínbúðunum í dag. Að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR, má búast við annríki í verslunum af þessu tilefni. „Við eigum frekar von á því að það verði mikið að gera. Það er oftast þannig að mesta álagið á föstudögum er eftir fjögur svo það er heppilegra fyrir fólk að vera fyrr á ferðinni,“ segir hún. -hdm

„Það verður allt á hliðinni, það er bara þannig,“ segir Magnús Hafliðason, markaðsstjóri Dominos á Íslandi. Mikil spenna er vegna fyrri leiks Íslands og Króatíu í umspili um sæti á HM. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV og má búast við því að tugþúsundir sitji límdar við skjáinn. Þá er næsta víst að margir hyggjast gera vel við sig í mat og drykk. Magnús segir að á stórviðburðum eins og Eurovision, landsleikjum, stórmótum í knattspyrnu og leikjum í Meistaradeildinni sé alltaf nóg að gera við afgreiða pítsur. „Það kemur alltaf rosalegt „búst“ í sölu. Við erum búin að birgja okkur upp að öllu leyti og

Nýtt Barnahús Barnahús verður flutt í nýtt húsnæði að Gilsárstekk 8 í Reykjavík sem ríkið hefur fest kaup á. Núverandi húsnæði Barnahúss var orðið of þröngt fyrir starfsemina þar sem brýnt var orðið að fjölga starfsfólki og bæta aðstæður. Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra segist innilega glöð og þakklát fyrir að þetta mál sé nú komið í höfn. „Starfið sem fram fer í Barnahúsi er svo mikilvægt og verkefnin slík að við verðum að sjá til þess að aðbúnaður barna sem þangað leita og starfsfólksins sem vinnur við þessi erfiðu mál sé eins og best verður á kosið,“ segir hún. Í Barnahúsi fara fram skýrslutökur fyrir dómi að beiðni dómara þegar lögregla fer með rannsókn máls, könnunar-

Sigrún Ósk Sigurðardóttir býst við önnum í Vínbúðunum í dag. Markaðsstjóri Dominos segir að allt verði á hliðinni fyrir landsleikinn í kvöld.

viðtöl að beiðni barnaverndarnefnda ef þörf er á þegar ekki er óskað eftir lögreglurannsókn, sérhæfð greining til að meta hugsanlegar afleiðingar kynferðisofbeldis á barnið og fjölskyldu þess og -sda meðferð.

Blóðbankinn 60 ára Sextíu ár eru liðin frá því Blóðbankinn var stofnaður. Í tilkynningu frá bankanum af því tilefni segir að Blóðbankinn sé með sönnu „banki allra landsmanna“, enda ein af grunnstoðum íslenska heilbrigðiskerfisins. Á Íslandi eru í dag tæplega 7.000 virkir blóðgjafar og tæplega 3.000 manns þiggja blóðhluta á ári hverju. Forsvarsmenn Blóðbankans segja brýnt að fá fleiri til þess að gefa blóð reglulega.

 SamfélagSmál Serr anó fagnar fjölbreytileik anum

Þetta er Emin. Hann er frá Túnis. Hefur búið á Íslandi í tvö ár. Áhugamál hans er MMA sem hann æfir af kappi. Hans maður í sportinu er Fedor Emelianenko. Hjá Serrano starfa rúmlega 80 starfsmenn frá 12 löndum. Það auðgar samfélag okkar. Við erum ólík. Við tölum Serrano. Serrano er líka í Svíþjóð og heitir þar Zócalo. Þar vinna Íslendingar. Af því að við erum allskonar. Við tölum Serrano.

Þetta er Sanna. Er frábær blanda, 50/50 Íslendingur og Tansaníubúi. Stúderar mannfræði í háskólanum. Ekki líffræðilega. Félagslega. Hjá Serrano starfa rúmlega 80 starfsmenn frá 12 löndum. Það auðgar samfélag okkar. Við erum ólík. Við tölum Serrano. Þetta er Darri. Úr Breiðholtinu með viðkomu í „The US and A“. Æfir blandaðar bardagaíþróttir. Erfitt að hagga honum. Þyngdarpunkturinn, skiljiði.

Serrano er líka í Svíþjóð og heitir þar Zócalo. Þar vinna Íslendingar. Af því að við erum allskonar. Við tölum Serrano.

Hjá Serrano starfa rúmlega 80 starfsmenn frá 12 löndum. Það auðgar samfélag okkar. Við erum ólík. Við tölum Serrano. Serrano er líka í Svíþjóð og heitir þar Zócalo. Þar vinna Íslendingar. Af því að við erum allskonar. Við tölum Serrano.

Á veggspjöldunum er mynd af starfsfólki og það kynnt til sögunnar þar sem meðal annars er sagt frá hvaða landi það er. Íslendingar eru líka á veggspjöldunum

Starfsfólk frá 14 löndum Neyðarsöfnun fyrir börn á Filippseyjum

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hvetur landsmenn til að styrkja neyðarsöfnun UNICEF fyrir börn á Filippseyjum. Skelfileg eyðilegging blasir við á eyjunum þar sem einn stærsti fellibylur sögunnar gekk yfir um síðustu helgi. Meira en fjórar milljónir barna eru í sárri neyð og þurfa tafarlausa hjálp. UNICEF var á staðnum áður en fellibylurinn gekk yfir, er þar nú og verður þar áfram. Mikið magn hjálpargagna hefur þegar verið sent á vettvang. „Þarna eru börn sem hafa upplifað miklar hörmungar. Ef við getum vakið athygli á því og bent fólki á hversu auðvelt er að stykja UNICEF til að hjálpa þessum börnum er það hið besta mál,“ segir Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins. UNICEF á Íslandi færir strákunum hjartans þakkir fyrir að vekja athygli á þeirri skelfilegu neyð sem ríkir á Filippseyjum og leggja sitt af mörkum til að hjálpa. Með því að senda sms-skilaboðin BARN í símanúmerið 1900 styrkir fólk neyðarsöfnun UNICEF um 1.900 krónur. Einnig er hægt að leggja inn beint á reikning UNICEF á Íslandi: 701-26-102040, kt. 481203-2950. - eh

Stíflað nef? Nefrennsli?

Naso-ratiopharm Naso-ratiopha xylometazolin hýdróklóríð

fyrir fullorðna og börn eldri en 2 ára án rotvarnarefna ódýrt rir Grænn fy börnin

fæst án lyfseðils í apótekum

Naso-ratiopharm nefúði inniheldur xylometazolin sem minnkar þrota í slímhúðum í nefi og hálsi, dregur úr aukinni slímmyndun og auðveldar einstaklingum með kvef að anda í gegnum nefið. Lyfið er ætlað til skammtíma meðferðar við stíflu í nefi, t.d. vegna kvefs. Skammtar eru 1 úðun í hvora nös, eftir þörfum, mest þrisvar á dag. Lyfið má nota í mest 7 daga í senn. Naso-ratiopharm 0,5 mg/ml: Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2 ára. Tíminn á milli skammta skal ekki vera styttri en 8 klst. Naso-ratiopharm 1 mg/ml: Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 10 ára. Tíminn á milli skammta skal ekki vera styttri en 6 klst. Algengustu aukaverkanir eru sviði og ofþornun í slímhúð í nefi. Einstaklingar sem m.a. nota MAO-hemla, eru með þrönghornsgláku eða hafa ofnæmi fyrir xylometazolini eða einhverju hjálparefnanna skulu ekki nota lyfið, sjá nánar í fylgiseðli. Lesið vandlega fylgiseðlinn sem fylgir lyfinu. Nóvember 2012.

Eigandi Serrano segir það fagnaðarefni að hjá fyrirtækinu starfi fólk frá fjórtán löndum. Á veitingastöðunum blasa við veggspjöld þar sem starfsfólk er kynnt til sögunnar með nafni, þjóðerni og hugðarefnum, í því skyni að skapa skemmtilega stemningu.

V

iðskiptavinir Serrano hafa að undanförnu séð veggspjöld á veitingastöðunum þar sem starfsfólkið er kynnt og lögð áhersla á þá staðreynd að hjá fyrirtækinu séu starfsmenn frá 14 löndum. „Það auðgar samfélag okkar. Við erum ólík,“ stendur á veggspjöldunum. Við myndir af starfsfólkinu er nafn þess, frá hvaða landi það er og helstu áhugamál. „Þetta er ekki auglýsingaherferð. Þetta er meira svona innri kynning og við erum að búa til skemmtilega stemningu í kring um þennan fjölbreytileika,“ segir Emil Helgi Lárusson, annar eiganda Serrano. Alls starfa sjötíu manns hjá Serrano á Íslandi og er meirihluti þeirra íslenskur. „Við rekum fyrirtækið líka í Svíþjóð og þróunin þar hefur líka verið sú að við erum með mikla flóru af þjóðernum. Hér starfa hjá okkur Indverji, Pólverji, Rússi, Spánverji og Portúgali, til að nefna dæmi. Ímyndin hefur verið sú að það hljóti að skapa vandamál að hafa fólk frá mörgum löndum í vinnu en mér finnst það einmitt svo frábært og við fögnum þessum fjölbreytileika. Allir starfsmenn koma með sínar hugmyndir og menningu inn í fyrirtækið og það hefur áhrif á hugmyndafræði og vinnumenningu fyrirtækisins. Mér finnst persónulega mjög gaman að vera með fólk frá 14 löndum í vinnu og það er virkilega gaman hjá okkur á árshátíðum þegar allir gleðjast saman,“ segir hann. Emil Helgi segir það ekki hafa verið meðvitaða stefnu að ráða fólk frá sem flestum löndum. „Víða í hin-

Emil Helgi Lárusson, annar eiganda Serrano, fagnar því að hafa fengið til liðs við fyrirtækið fólk frá mörgum og ólíkum löndum. Ljósmynd/Hari

um vestræna heimi hefur það æxlast þannig að innflytjendur veljast í þjónustustörf. Okkar hugmyndafræði er að það sé fagnaðarefni að við höfum fengið fólk frá ýmsum löndum til liðs við okkur. Ef við tökum ýkt dæmi þá getum við ímyndað okkur að pizza nyti ekki jafn mikilla vinsælda um allan heim ef Ítalir hefðu ekki flutt til annarra landa og tekið sínar matarhefðir með. Sama má segja um útbreiðslu á mexíkóskum mat og indversku karríi. Serrano fékk Íslensku auglýsingastofuna til að vinna veggspjöldin. „Við tókum bara myndir af fólki sem vinnur hjá okkur, bæði íslensku og frá öðrum löndum, og segjum aðeins

Við fögnum þessum fjölbreytileika. frá því. Þetta er bara fólk með sín áhugamál, á sína fjölskyldu og er í þessu samfélagi hér með okkur,“ segir Emil Helgi. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


Bílaleiga Húsavíkur

Bílatangi Ísafirði

KS Sauðárkróki

Toyota Akureyri

Bílaverkstæði Austurlands

Bifreiðaverkstæðið Ásinn

ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 66231 10/13

Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur

Arctic Trucks Bílageirinn

Toyota Kauptúni

Toyota Selfossi

Toyota Reykjanesbæ

Engin vandamál - bara lausnir. Sértilboð á olíum, síum, þurrkublöðum, bílaperum, rúðuvökva og frostlegi hjá viðurkenndum þjónustuaðilum Toyota.* Toyota Kauptúni Toyota Akureyri Toyota Selfossi Toyota Reykjanesbæ Arctic Trucks Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur Bifreiðaverkstæðið Ásinn Bílatangi Bifreiðaverkstæði KS Bílaleiga Húsavíkur Bílaverkstæði Austurlands Bílageirinn

Kauptúni 6 Baldursnesi 1 Fossnesi 14 Njarðarbraut 17 Kletthálsi 3 Bæjarflöt 13 Skemmuvegi 16 Kalmansvöllum 3 Suðurgötu 9 Hesteyri 2 Garðarsbraut 66 Miðási 2 Grófinni 14a

15% afsláttur

af vinnu við smurningu. Komdu í heimsókn. Við tökum vel á móti þér.

Garðabæ Akureyri Selfossi Reykjanesbæ Reykjavík Reykjavík Kópavogi Akranesi Ísafirði Sauðárkróki Húsavík Egilsstöðum Reykjanesbæ

570 5070 460 4300 480 8000 420 6610 540 4900 440 8000 440 8000 431 5050 456 4580 455 4570 464 1888 470 5070 421 6901

Kynntu þér betur þjónustu okkar á www.toyota.is *Olíur, olíusíur, loftsíur, frjókornasíur, bensín- og hráolíusíur, þurrkublöð, þurrkugúmmí, bílaperur, rúðuvökvi og frostlögur.

Þa B ð ók er að ei u nf tí al ma to í g da flj g ót . le gt .

20% afsláttur


4

fréttir

helgin 15.-17. nóvember 2013

veður

Föstudagur

laugardagur

sunnudagur

leikurinnveður í aðalhlutverki ? eðlilega hafa verið miklar vangaveltur um veðrið á króataleiknum í kvöld. m.a. var slegið upp mjög svo óáreiðanlegum 9-10 daga veðurspám um hálfgert heimskautaveður sem aldrei kemur fyrir í reykjavík! hægur vindur verður á laugardalsvelli í dag og 2 til 3 stiga hiti. einhver slydda, en líklegra þó að alveg þurrt verði. kólnandi um helgina og hlé frá stormum þessarar viku.

0

1

-2

2

3

-3

-5

-9

-2

0

2

-5

-5

-3

-4

StrekkingS SV-átt. Él eða SlydduÉl um V-Vert landið.

SmáÉl HÉr og þar um n- og V-Vert landið. Hægt kólnandi.

meiri og þÉttari Él og Fjúk nV- og V-til.

HöFuðborgarSVæðið: Slydduél, einkum framan af degi.

HöFuðborgarSVæðið: V-gola og minniháttar él.

HöFuðborgarSVæðið: él, Snjóföl og Vægt froSt.

einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is

 Heilbrigðismál alvarlegt ástand í nýrnalækningum

Fyrsti græni leigusamningurinn Valitor og reitir hafa undirritað fyrsta græna leigusamningnum á Íslandi. Valitor hefur flutt í nýtt húsnæði sem hefur verið hannað með hliðsjón af grænum gildum og vistvænum rekstri en slíkt fyrirkomulag er vel þekkt erlendis. eigandi og leigutaki gera samkomulag á milli sín þar sem báðir skuldbinda sig til að reka húsnæðið með vistvænum hætti. tekur það til endurvinnslu og sorpmála, innkaupa á rekstrar- og byggingarvörum og notkunar rafmagns og

dagur íslenskrar tungu

hitaveitu. Valitor býður að auki starfsfólki sínu samgöngusamning sem stuðlar að vistvænum, hagkvæmum og heilsusamlegum ferðamáta. Starfsmenn eru hvattir

til að ferðast á hjóli og leggur fyrirtækið m.a. til reiðhjól til að fara á fundi. reitir hafa markað stefnu um að vera leiðandi í mótun umhverfisvitundar í íslensku atvinnulífi.

Síldarkvótinn aukinn Sigurður ingi jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur gefið út 200 tonna viðbótarmagn í síld til smábáta sem eru á netaveiðum á Breiðafirði. Hafa þá samtals 700 tonn verið gefin út til þessara veiða. Síldveiðar smábáta við Breiðafjörð eru mikilvægar út frá atvinnu- og byggðasjónarmiði en nú er verið að vinna að því á alþingi hvernig sé hægt með innleiðingu samingaleiðarinnar að nýta þann hluta sem ætlaður er til atvinnu- félags- og byggðaúrræða í ráðstafanir sem þessar. Í ráðuneytinu er einnig til skoðunar að heimila frjálsar veiðar smábáta fyrir innan brú í Kolgrafarfirði komi til þess að síldin gangi þar inn í miklum mæli.

Sérfræðingar í nýrnasjúkdómum hafa ýmist farið í launalaust leyfi til árs eða minnkað við sig starfshlutfall. að sögn runólfs Pálssonar yfirlæknis eru skýringarnar þær að læknarnir telja vinnuaðstöðuna á landspítalanum ekki boðlega og vinnuálag óhóflegt. Þá hafi starfsþróunarmöguleikar margra sérfræðilækna verið afar takmarkaðir og ekki verið hlúð nægilega að læknum eða öðru starfsfólki.

GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST

degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, fæðingardegi jónasar hallgrímssonar, verður nú fagnað í átjánda sinn. hátíðardagskrá verður í Þjóðmenningarhúsinu laugardaginn 16. nóvember klukkan 14 og þá mun ráðherra veita Verðlaun jónasar hallgrímssonar og sérstakar viðurkenningar fyrir framlag til íslenskrar tungu. Í tilefni dagsins mun illugi gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra heimsækja skóla og stofnanir á akureyri í dag, föstudaginn 15. nóvember. hann mun einnig taka þátt í málræktarþingi unga fólksins á akureyri sem nú er haldið í annað sinn fyrir nemendur í 10. bekk grunnskóla.

Ljósmynd/Hari

Enginn sérfræðilæknir sótti um mikill skortur á nýrnalæknum gerir það að verkum að ekkert má út af bregða, að sögn yfirlæknis. Enginn fæst til að fylla þrjár stöður af sex sem vantar lækna í. Vandræði spítalans stafa ekki síst af óhentugu húsnæði, segir yfirmaður nefndar sem koma á með tillögur að úrbótum á lyflækningasviði. Skoðað verður af fullri alvöru að raða upp á nýtt í húsnæði spítalans þannig að öll bráðastarfsemi verði á einum stað.

HÁGÆÐA JÓLALJÓS Díóðusesíur LED

Frá Svíþjóð

Mikið úrval vandaðra útisería fyrir fyrirtæki og heimili Skoðið úrvalið á www.grillbudin.is

Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400

Opið til kl. 16 á laugardag

e Það sem gæti hent strax er einkum aukin tíðni mistaka í tengslum við meðferð bráðveikra.

nginn sérfræðingur í nýrnalækningum sótti um þegar starf á Landspítalanum var auglýst fyrir skömmu. Á tæpum áratug hefur nýrnalæknum fækkað um helming því ekki hefur tekist að ráða í þau störf sem hafa losnað. Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga, hefur verulegar áhyggjur af ástandinu. „Bregðast þarf við á kröftugan hátt, að minnsta kosti með yfirlýsingu um að samstaða sé um að ráðast í stórátak. Annars óttast ég að hlutirnir fari á verri veg innan fárra mánaða, manneklan er slík, ekkert má út af bregða,“ segir Runólfur. „Það er engin lausn að fara í málalengingar um að fólk sé eftir sem áður að fá góða þjónustu og að við séum með þjónustu á heimsmælikvarða í ýmsum málaflokkum, það er fljótt að dala,“ segir hann. „Árangurinn sem ráðamenn státa sig af má rekja til fyrri tíma. Þeir verða að gera sér grein fyrir að afleiðingarnar af því ástandi sem

er uppi núna koma ekki fram fyrr en síðar, t.d. hvað snertir meðferð krabbameinssjúklinga. Það sem gæti hent strax er einkum aukin tíðni mistaka í tengslum við meðferð bráðveikra. Hitt tekur lengri tíma að koma í ljós. Það þarf að trúa okkur þegar við segjum að starfseminni hér sé verulega ábótavant.Við erum ekki að tjá okkur um þessi mál vegna persónulegra hagsmuna eða hagsmuna læknastéttarinnar. Við erum að ræða um hagsmuni sjúklinga og þjóðarinnar,“ segir hann. Þegar vandi lyflækningasviðs var sem mestur, í september síðastliðnum, kynntu heilbrigðisráðherra og forstjóri spítalans aðgerðaáætlun til að bæta stöðu lyflækningasviðs. Í kjölfarið var Friðbjörn Sigurðsson skipaður tímabundið sem yfirlæknir almennra lyflækninga sem fer fyrir starfshópi sem skila mun tillögum um úrbætur á starfsemi lyflækningasviði fyrir 30. nóvember næstkomandi. Friðbjörn segir tvennt standa upp úr í vinnu nefndarinnar. „Það kemur æ betur í ljós hversu stór hluti vandræða Landspítala stafar af óhentugu húsnæði. Forsenda sameiningar spítalanna fyrir 13-14 árum var að koma spítalanum undir eitt þak. Ekkert bólar hins vegar á nýjum spítala og er líklegt að það verði skoðað af fullri alvöru að raða upp í húsin á nýtt þannig að öll bráðastarfsemi verði á einum stað. Það er þó ljóst að slíkar tilfæringar verða ófullnægjandi og verulega kostnaðarsamar,“ segir Friðbjörn. Sjá síðu 30 

Sigríður dögg auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is


Eftir að hafa verið hluti af fjölskyldunni í áraraðir vitum við að allt getur gerst

E N N E M M / S Í A / N M 5 9 9 24

ÞESS VEGNA ER F PLÚS VINSÆLASTA FJÖLSKYLDUTRYGGINGIN Á ÍSLANDI Best er auðvitað að fyrirbyggja slysin. En eins og við vitum eru nánast engin takmörk fyrir því óvænta sem getur komið upp á. F plús veitir víðtæka tryggingavernd sem sniðin er að VÍS | ÁRMÚLA 3 | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 560 5000 | VIS.IS

breytilegum þörfum fjölskyldunnar á hverjum tíma. Njótum lífsins áhyggjulaus með F plús fjölskyldutryggingu. VÍS – þar sem tryggingar snúast um fólk.


6

fréttir

Helgin 15.-17. nóvember 2013

 Vinnumark aðsmál miðstjórn asÍ hVetur fjármálar áðherr a til að falla fr á gjaldskr árhækkunum

Ósátt við ríki en sátt við borg Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is

Miðstjórn ASÍ gagnrýnir tillögur hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar og segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, það skjóta skökku við að á meðan ríkisstjórnin ræðir við forystu verkalýðshreyfingarinnar um sátt og samstarf á vinnumarkaði sé nefnd á vegum þeirrar sömu ríkisstjórnar að vinna að breytingum á kjarnaþáttum á vinnumarkaði. „Í tillögunum má einnig sjá talað um að skerða réttindi, hvort sem er til atvinnuleysisbóta eða

vegna örorku. Það er ekki hagræðing, það er niðurskurður og réttindamissir,“ segir Gylfi. „Við teljum nauðsynlegt, svo traust skapist í samfélaginu, að ekki verði gripið til neinna breytinga á þessum þáttum án samráðs við aðila vinnumarkaðarins,“ segir Gylfi. ASÍ fundaði með forsætisráðherra um málið í gær og sagði Gylfi hann hafa fullvissað sig um að ekki væri ætlun ríkisstjórnarinnar að grípa til aðgerða án samráðs.

Borgin hættir við gjaldskrárhækkanir Borgarráð ákvað á fundi sínum í gær að hætta við áformaðar hækkanir á gjaldskrám í öllum helstu þjónustuflokkum Reykjavíkurborgar sem taka áttu gildi 1. janúar. Með þessu tekur Reykjavíkurborg frumkvæði í því að farin verði ný leið í komandi kjarasamningum með því að

Gylfi fagnar útspili Reykjavíkurborgar, sem tilkynnti í gær að hætt yrði við fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir í því skyni að sporna gegn verðbólgu og auka kaupmátt. „Ég hrósa borginni fyrir að hætta við þessar hækkanir og hvet önnur sveitarfélög til þess að gera hið sama,“ segir Gylfi. Hann tekur jafnframt undir með borginni að fjármálaráðherra hljóti að endurskoða fjárlagafrumvarpið með það fyrir augum að falla frá öllum hækkunum.

 skipulagsmál Viðbygging Við sundhöllina

sporna við verðbólgu og auka kaupmátt, að því er fram kemur í tilkynningu. Hætt verður við hækkanir á gjaldskrám vegna leikskóla, skólamáltíða, frístundaheimila, bókasafnsskírteina, sundlaugakorta og vegna þjónustu sem velferðarsvið Reykjavíkurborgar veitir. -sda

Landsins mesta úrval

af sófum og sófasettum Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum • Gerð - fleiri en 900 mismunandi útfærslur • Stærð - engin takmörk • Áklæði - yfir 3000 tegundir

Havana

ENDALAUSIR MÖGULEIKAR Í STÆRÐUM OG ÚTFÆRSLUM

Lyon

Torino

Byggt verður við Sundhöllina í Reykjavík. Skiptar skoðanir eru um viðbygginguna. Ljósmyndir/Hari

Erfitt verkefni sem tókst vel að leysa Verðlaunatillaga um viðbyggingu við Sundhöll Guðjóns Samúelssonar var kynnt fyrir borgarbúum í vikunni. Í gegnum árin hefur þótt þörf á því að byggja við friðuð hús, til dæmis viðbyggingu við Héraðsdóm Reykjavíkur og Alþingi. Skiptar skoðanir eru á því hvernig til hefur tekist.

Þ

arna eru aðstæður mjög þröngar og þetta er greinilega erfitt verkefni. Meginúrlausnarefnið að mínu mati var að taka ríkulegt tillit til Sundhallar Guðjóns Samúelssonar. Tillagan er að flestu leyti mjög vel unnin og gefur fyrirheit um glæsilegt mannvirki. Sú mynd eða ásýnd frá Barónsstíg sem hefur verið birt í fjölmiðlum sýnir ekki þá tillitsemi við gömlu bygginguna sem ég hefði vænst. Sýn að Barónsstíg í gegnum anddyrið á laugarsvæðið er tvímælalaust mjög áhrifamikil. Mér finnst þessi verðlaunatillaga afskaplega vel unnin og mjög margt gott í henni,“ segir Gylfi Guðjónsson arkítekt um verðlaunatillögu um viðbyggingu við Sundhöll Reykjavíkur. Gylfi telur að viðbygging við Alþingishúsið hafi tekist vel en hins vegar telur hann að viðbygging við gamla Landsbankann hafi tekist

miður vel. „Þegar litið er til „ofanábyggingar“ við Héraðsdóm Reykjavíkur, þá erum við á stað í bæjarmyndinni sem er mjög mikilvægur en niðurstaðan hefur ekki truflað mig,“ segir Gylfi. Segist hann ekki hafa velt mikið fyrir sér gömlu viðbyggingunni við gamla Landspítalann en telur að menn hafi gert það eins vel og efni stóðu til. „Mér finnst verðlaunatillagan vera einföld, stílhrein og glæsileg. Hún fékk mjög góðar umsagnir frá öllum ráðgjöfum sem komu að samkeppninni, bæði varðandi húsafriðunarsjónarmið, kostnað og hvað varðar starfsemi að reka sundlaug,“ segir Páll Hjaltason, arkítekt og formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Páli finnst viðbyggingin við Alþingi bæði látlaust og snyrtilegt hús sem endurspegli efnisval og yfirgnæfi ekki gamla húsið. „Ég tel að viðbygging ofan á Héraðsdómi

Reykjavíkur sé ekki góða lausn en það er erfitt að dæma fortíðina. Maður tekur fortíðina í sátt og vinnur með hana. Það hefur lítið upp á sig að vera að dæma ákvarðanir fortíðarinnar. Þetta var gert í þeirri tíð þegar mjög lítil virðing var borin fyrir eldri húsum,“ segir Páll. Telur hann viðbyggingu við gamla Landspítalann hafa verið ágæta byggingu aftan við húsið sem skemmi ekki framhliðina né ásýnd gömlu byggingarinnar. „Það sjónarmið hefur oft verið uppi um að við eigum alltaf að setja niður nýjar byggingar í anda nútímans og þannig búið til fortíðina með því að vera bara skýr um hvað er hvað. Annað sjónarmiðið er klárlega líka gilt að við eigum að virða gömlu húsin, enda mikið tilefni til,“ segir Páll. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is

Alþingishúsið

Héraðsdómur

Landsbankinn

Landsspítalinn

Lyon

VIÐ ERUM FLUTT Á BÍLDSHÖFÐA 18

Vertu velkomin! Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 2 9 4 1

ÍSkaldir

Á HEIMAVELLI

Léttmjólk


8

fréttir

Helgin 15.-17. nóvember 2013

Fiskur of dýr hér á landi

Betra líf!

Lítið og ótraust framboð á fiski inn á íslenska fiskmarkaði leiðir til þess að verð á mörkuðum er of hátt, samkvæmt áliti Neytendasamtakanna. Stærsti hluti þess fisks sem seldur er til neytenda í fiskbúðum og öðrum matvöruverslunum er keyptur í gegnum fiskmarkaði á markaðsverði. Þannig leiðir lítið framboð á mörkuðum og hátt markaðsverð til hærra vöruverðs til íslenskra neytenda. „Það er því brýnt hagsmunamál neytenda að samkeppni í sjávarútvegi sé virk og leiði til eðlilegrar verðmyndunar á markaði,“ segir í tilkynningu. Óeðlilega hátt verð á fiskmörkuðum hefur sömu áhrif og verndar-

100% LÍFRÆNT FÓÐUR

FYRIR KISUNA ÞÍNA!

tollar á innfluttar matvörur og veldur hækkun á öðrum tegundum matvæla og því er tjón neytenda enn meira en sem nemur þeim 1 til 2 milljörðum sem of hátt fiskmarkaðsverð kostar þá. Þá er ótalið að of hátt fiskverð hefur bein áhrif á vísitölu neysluverðs, sem er grunnur verðtryggingar á verðtryggðum lánum íslenskra neytenda. Þannig veldur óeðlileg verðmyndun í sjávarútvegi því að verðtryggð lán hækka meira en ella. Íslenskt sjávarfang er einhver hollasta fæða sem völ er á og stjórn Neytendasamtakanna telur það vera skyldu íslenskra stjórnvalda að sjá til þess að markaður með sjávarfang

tryggi íslenskum neytendum svo lágt verð á sjávarafurðum, sem kostur er á, og þess sé í öllu falli gætt að fiskur til íslenskra neytenda sé ekki verðlagður hærra en fiskur til útflutnings vegna skakkrar samkeppnisstöðu hér á landi. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is

 SamfélagSmál alvarlegur húSnæðiSSkortur

ÞAR SEM GRASIÐ ER GRÆNNA...

FÆST HJÁ: VÍÐIR, FJARÐARKAUP, GÆLUDÝR.IS OG GARÐHEIMUM

R u D n Dú ! VeRð

ð á mann mnedast! e ir ð g ir b

Ljósmynd: Hari

remst – fyrst ogofg snjöll ódýr

50% afsláttur

299 remst – fyrst ooggfsnjöll! ódýr

Hámark 4 pizzuran

Alvarlegur skortur er á leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

kr. stk.

r 598 kr. 3stkte. g. Verð áðute pizzur, Ristoran

Kaffistofan

Greiða flutningsstyrk til þess að firra sig ábyrgð Húsnæðisskortur á höfuðborgarsvæðinu er grafalvarlegt mál og nokkuð er um að öryrkjar séu að missa heimili sín þegar leigusalar lenda í vandræðum sjálfir. Mjög lítið er um úrræði fyrir öryrkja sem hafa misst húsnæði og biðlisti hjá Brynjuhússjóði, leiguhúsnæði sem er rekið af Öryrkjasambandi Íslands, hefur lengst um 40% frá árinu 2010.

Fjölbreytt úrval af vörum fyrir kaffistofuna, allt á einum stað.

PIPAR\TBWA • SÍA • 132327

é

Skeifunni 11 | Sími 515 1100

www.rekstrarland.is

g hef heyrt að sumum sveitarfélögum þykir jafnvel bara betra að greiða flutningsstyrkinn því að það er í rauninni ódýrari lausn fyrir þann hóp fólks sem þarf mestu þjónustuna,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjasambands Íslands. Segir hún að um sé að ræða alls kyns velferðarþjónustu og heldur hún að algengast sé að fólk flytji til Reykjavíkur til að sækja fullnægjandi þjónustu. „Sum sveitarfélög álita að með því að greiða flutningsstyrk til að styðja viðkomandi einstakling í að flytja í annað sveitarfélag þurfi þau ekki að standa undir kostnaði við að veita þessa þjónustu sjálf,“ segir Ellen. Segir hún að slíkt geti ekki talist eðlilegt enda telji hún að það sé lögbundið hlutverk sveitarfélaga að bregðast við húsnæðisskorti. Það er óeðlilegt í nútímasamfélagi að sá hópur sem minnst má sín fái ekki húsnæði,“ segir Ellen. Í 45. grein laga um félagsþjónustu sveitarfélaga segir: „Sveitarstjórnir skulu, eftir því sem kostur

er og þörf er á, tryggja framboð af leiguhúsnæði, félagslegu kaupleiguhúsnæði og/eða félagslegum eignaríbúðum handa þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrðar eða annarra félagslegra aðstæðna.“ Samkvæmt skýrslu velferðarráðuneytisins frá árinu 2011 eru leigueignir á landinu öllu 4.704 en 2.208 þeirra eru í Reykjavík, eða 46.9% af leigueignum sem sveitarfélög hafa upp á að bjóða fyrir þá hópa sem geta ekki verið á almennum leigumarkaði né hafa eignast eigið húsnæði. Kópavogur er með 386 leigueignir eða 8,2% og Hafnarfjörður er með 229 leigueignir eða 4.9% allra leigueigna. Á höfuðborgarsvæðinu eru 61,5% allra leigueigna sveitarfélaga. „Það er mjög erfitt að fá húsnæði í dag og sérstaklega 1-2 herbergja íbúðir, því að það þykir lang dýrast hlutfallslega að byggja þær með tilliti til fermetraverðs og þar af leiðandi hefur lítið af þeim verið byggt

þar sem verktakar eru að hugsa um hagkvæmnissjónarmið,‘‘ segir Ellen. Öryrkjasamband Íslands rekur Brynjuhússjóð sem á íbúðir um allt land og segir Ellen að biðlisti eftir þeim íbúðum hafi aukist um 40% frá árinu 2010. „Árið 2010 vorum við með 200 manns á biðlista en 1. nóvember síðastliðinn voru 287 manns á biðlista,“ segir Ellen. Ellen segir að húsaleigubætur séu að meðaltali um 22 þúsund en að bæturnar hafi ekki hækkað í rúm fjögur ár. „Við teljum að húsaleigubætur eigi að hækka í samræmi við hækkun húsaleigu. Það er mikil kjaraskerðing fyrir leigjendur ef svo er ekki og það er mikilvægt að það haldist í hendur,“ segir Ellen. Hefur hún fundið fyrir því að fjöldi fólks er að missa heimili sín vegna þess að leigusalar eru að missa húsnæðið sem þeir hafa verið að leigja út en það er afleiðing fjármálakreppunnar,“ segir Ellen. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 2 7 6 1

BENSÍNLAUS, STRAUMLAUS, SPRUNGIÐ DEKK, TJÓNASKÝRSLA

ÞÚ HRINGIR Í VEGAAÐSTOÐ SJÓVÁR

440 2222 AF ÞVÍ AÐ LÍFIÐ ER ÓVÆNT V VÆNT

ÞESS VEGNA ERTU HJÁ SJÓVÁ


10

fréttaskýring

Helgin 15.-17. nóvember 2013

 Stjórnmál PróFkjör SjálFStæðiSFlokkSinS í reykjavík á laugardag

Karlar kjósa karla Karlar yfir fimmtugt eru stærsti hluti kjósenda í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins og konur koma yfirleitt illa út úr prófkjörum flokksins, segir stjórnmálafræðingur. Dræmur áhugi er á prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem fram fer á laugardag, en flugvallamálið er ekki lengur kosningamál.

F

rambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem fram fer á laugardag, finna fyrir áhugaleysi á prófkjörinu og búast ekki við mikilli mætingu á kjörstað. Þegar mest er kjósa um níu þúsund í prófkjöri en þeir svartsýnustu búast við að þátttakan í ár fari jafnvel niður í fimm þúsund. Stefanía Þóra Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir að áhugi á prófkjörum hafi almennt minnkað eftir hrun. Ástæðan sé tvíþætt, annars vegar verji frambjóðendur minna fé til að auglýsa sig og þar með prófkjörið, og hins vegar hafi áhugi almennings á stjórnmálum minnkað.

Aðspurð segir hún að flugvallarmálið sé ekki kosningamál í prófkjöri flokksins þrátt fyrir að hluti sjálfstæðismanna hafi reynt að gera það að því. „Flugvallarmálið var slegið út af borðinu sem kosningamál um leið og ríki og borg gerðu með sér samkomulag um að setja málið í samráðsferli,“ segir Stefanía. Hún bendir á að skoðanakannanir sýni jafnframt yfirgnæfandi stuðning við að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri, sérstaklega meðal íbúa utan miðborgar, en kjósendur Sjálfstæðisflokksins komi ekki síst úr úthverfunum.

Niðurstöður úr einni skoðanakönnun hafa verið birtar og sýndu þær yfirburðastuðning við Júlíus Vífil Ingvarsson. Halldór Halldórsson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir nutu næst mest stuðnings en Hildur Sverrisdóttir rak lestina. „Mér finnst ekki ólíklegt að Júlíus Vífill fari með sigur úr býtum. Það verður að horfa til þess að fyrir fjórum árum sigraði hann Þorbjörgu Helgu í baráttunni um annað sæti og það er lítið sem bendir til þess að staða þeirra hafi breyst mikið síðan þá meðal þeirra sem taka þátt í prófkjöri,“ segir Stefanía. „Þá ber að hafa í huga að konur koma ekki vel

út úr prófkjörum hjá Sjálfstæðisflokknum. Ef horft er til síðustu tveggja prófkjöra fyrir alþingiskosningar má sjá að einungis tvær konur náðu sæti á lista sem tryggði þeim sæti á Alþingi, Hanna Birna síðast og Ólöf Nordal fjórum árum fyrr. Kjósendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins er fólk yfir fimmtugt, og frekar karlar en konur sem bendir til þess að niðurstaðan verði íhaldssamari,“ segir Stefanía. Karlar eru því að kjósa karla. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is

25. FEBRÚAR. - 11. MARS. 2014 L N YA EA RO IBB R

CA

AUSTUR-KARÍBAHAF Ft. Lauderdale – St. Maarten – St. Kitts Puerto Rico – Labadee, Haiti - Ft. Lauderdale

VERÐDÆMI: 363.900,-

SKEMMTISIGLINGAR Fljótandi lúxus hótel! „Tilhugsunin um fljótandi lúxushótel sem líður á milli áfangastaða er freistandi“

á mann m.v. 2 fullorðna í innri-klefa.

Innifalið: » Flug til og frá Orlando » Gisting á Florida Mall Hotel tvær nætur og tvær nætur eftir siglingu með morgunverði » Skemmtisigling með fullu fæði og afþreyingu í 7 nætur » Þjórfé um borð í skipinu » Allar ferðir milli flugvalla, hótela og skips

FLEIRI SIGLINGAR Í BOÐI Á UU.IS VESTUR-KARÍBAHAF OG FLÓRÍDA | 14. - 26. MARS. 2014 | FREEDOM OF THE SEAS

HAFÐU SAMBAND OG VIÐ TÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR! ÚRVAL ÚTSÝN | LÁGMÚLI 4 108 RVK | S. 585 4000 | MEIRA Á URVALUTSYN.IS * Innifalið: flug, skattar, gisting, akstur og íslensk fararstjórn. Prentað með fyrirvara um villur.


PIPAR\TBWA - SÍA - 133355


12

samskipti

Helgin 15.-17. nóvember 2013

Foreldrar eiga ekki að vera langræknir heldur fyrirgefa Jóhanna Dagbjartsdóttir sálfræðingur segir að margt sé hægt að gera til þess að koma í veg fyrir tíð rifrildi á milli foreldra og barna eða unglinga. Ef tjáning á reiði leiðir til einhvers konar ofbeldis er það orðið vandamál sem taka þarf á. Telur hún að gott geti reynst fyrir unglinga og foreldra að taka á vandamálinu í sameiningu en oft snýr vandamálið að samskiptum en ekki reiði.

B

etra er að ræða hlutina þegar fólk er búið að róa sig niður, það leysist aldrei neitt í rifrildi og það sem börn segja þegar þau eru reið meina þau ekki. Sem foreldri þýðir ekkert að taka það nærri sér, maður veit það alveg sjálfur að þegar maður er öskureiður þá segir maður hluti sem maður hefði betur átt að sleppa,“ segir Jóhanna Dagbjartsdóttir, sálfræðingur á fræðslusviði hjá Mosfellsbæ, en hún hélt nýverið opinn fund um reiði og reiðistjórnun. Jóhanna segir að mikill einstaklingsmunur geti verið á því hvernig birtingarmyndir reiði koma fram hjá börnum, unglingum sem og fullorðnum en flestir kannist við það að rifrildi eru frekar algeng á milli unglinga og foreldra. Hægt er að minnka tíðni slíkra rifrilda með því að sækja sér fræðslu og læra á sjálfan sig. Jóhanna segir að erfiðara geti verið fyrir yngri börn fremur en unglinga að stjórna reiðinni og að það sé fremur pirringur og skætingur sem einkenni hegðun unglinganna þó svo að birtingarmynd reiði geti farið út í áhættuhegðun. „Foreldrarnir eru fyrirmyndin og ef foreldrið öskrar þá munu börnin gera það líka hvort sem það er unglingur eða barn. Þess vegna er ekki hægt að leysa nein vandamál með því að öskra tilbaka,“ segir Jóhanna. „Reiði er ekki óeðlileg enda er

hún ein af grunntilfinningunum en það er hægt að segja að tjáningin á reiði sé orðið vandamál ef ofbeldi kemur til sögunnar,“ segir Jóhanna. Segir hún að ekki sé hægt að tala um einhverja skýra línu um hvað eigi að miða við en ef einstaklingar eru oft að springa úr reiði og taka reglulega reiðiköst sé það vísbending um að skoða eigi málið nánar til að leysa það. „Eftir að börn hafa tekið reiðikast þá sjá börnin eftir því og sem foreldri þýðir það ekkert að vera langrækinn heldur er það besta sem hægt er að gera í stöðunni að bjóða faðminn og fyrirgefa,“ segir Jóhanna. Jóhanna segir að ýmsar bækur séu til eins og bókin „Hvað get ég gert þegar reiðin tekur völdin“ þar sem aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar á reiðistjórnun hjá 6-12 ára gömlum börnum eru kenndar en einnig sé hægt að nota sömu grunnaðferðir fyrir eldri börn. „Það eru

alltaf sömu grundvallaratriði í reiðistjórnun og í bókinni er fræðsla um hvers vegna mikilvægt er að þekkja sínar kveikjur og forðast þær, hvernig er hægt að þekkja sín líkamlegu einkenni en þau eru misjöfn eftir einstaklingum og aldri,“ segir Jóhanna. Í bókinni eru einnig kenndar slökunaraðferðir og kælandi hugsanir. „Það er einstaklingsbundið og fer líka eftir aldri hvort börnin gætu haft gott af því að lesa bækur um efnið sjálf en það gæti hentað vel ef þau eru um 15 til 16 ára. Oft er

Jóhanna Dagbjartsdóttir, sálfræðingur hjá Mosfellsbæ.

um mjög einfalda og skýra framsetningu að ræða en það er betra að hafa foreldrana með til að taka þátt í þessu saman því oft er um samskiptavandamál að ræða,“ segir Jóhanna. Segir Jóhanna að þegar reiðivandamál eru algeng á milli unglinga og foreldra þá séu oft samskiptavandamál þeirra á milli sem eru undirliggjandi og viðhaldi því. Jóhanna bendir á Facebook-síðu Hugós Þórissonar sálfræðings sem lést fyrr á þessu ári en hann starfaði að málefnum foreldra og barna í um 33 ár. Hugó nefndi í bók sinni, Hollráð Hugós, dæmi um mjög algengar aðstæður: foreldri kemur þreytt heim úr vinnu og unglingurinn á að vera búinn að læra heima og ganga frá. Foreldrið kemur inn og byrjar að rífast og nöldra strax og þá bregst unglingurinn illa við og fer að skella hurðum sem veldur því að foreldrið verður enn reiðara. Jóhanna segir að slíkar aðstæður sé hægt að forðast með því að koma öðruvísi inn í aðstæðurnar. María Elísabet Pallé

Ljósmynd/Hari

maria@frettatiminn.is

www.volkswagen.is

Aukabúnaður á mynd: álfelgur, svartir þakbogar og ljóskastarar í framstuðara.

Volkswagen Tiguan

Fullkominn ferðafélagi Í Volkswagen Tiguan sameinast fullkomið fjórhjóladrif, sparneytin dísilvél og einstakir aksturseiginleikar sem veita þér algjört ferðafrelsi. BlueMotion tæknin frá Volkswagen leggur áherslu á lágmarks eyðslu eldsneytis og hámarks umhyggju fyrir umhverfinu. Kynntu þér kosti Volkswagen Tiguan og veittu þér sannkallað frelsi til að ferðast.

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði

Volkswagen Tiguan eyðir aðeins frá 5 ,8l /100 km

Tiguan kostar aðeins frá

5.360.000 kr.


14

viðhorf

Helgin 15.-17. nóvember 2013

Tillögur hagræðingarhóps

Þjóðin sníði sér stakk eftir vexti

H

Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar sem tekið hefur til skoðunar ríkisútgjöld með það að markmiði að hagræða, forgangsraða og auka skilvirkni stofnana ríkisins hefur skilað tillögum sínum. Þeirra hafði verið beðið enda aðkallandi að forgangsraða svo þau verkefni sem almenn samstaða er um njóti forgangs, fái hann. Þar ber heilbrigðiskerfið hæst. Ágreiningslaust er að þar er átaks þörf. Samstaða er einnig um viðhald öflugs menntakerfis. Það eru einkum hagræðingartillögur hópsins sem horft er til. Þær taka til helstu þátta rekstrar og allra stærri þjónustu- og stjórnsýslukerfa ríkisins. Þar er af nógu að taka og mörg matarholan enda áætlað að útgjöld ríkisins nemi Jónas Haraldsson 587,1 milljarði króna á næsta jonas@frettatiminn.is ári. Það er gríðarleg yfirbygging hjá fámennri þjóð. Víða má hagræða og verður ekki hjá komist enda er ríkissjóður svo skuldsettur að vaxtabyrði er verulega íþyngjandi. Hún er áætluð 85 milljarðar króna á yfirstandandi ári. Lögð er áhersla á kerfisbreytingar fremur en beinar niðurskurðartillögur. Það er gagnlegt og stuðlar að varanlegri hagræðingu. Þegar er unnið að ýmsum hagræðingartillögum í ráðuneytunum en það er á ábyrgð einstakra ráðherra og ráðuneyta að taka viðbótartillögur hagræðingarhópsins til skoðunar – og eftir atvikum framkvæma þær. Sama gildir um Alþingi og stofnanir þess. Umræða um tillögurnar þarf að fara fram og ekki munu þær allar ná fram að ganga – enda ekki hafnar yfir gagnrýni. Réttilega er hins vegar nefnt að það er ekki nóg að leggja fram góðar tillögur. Þær þarf að framkvæma. Meðal helstu áhersluatriða hópsins er sameining stofnana sem vinna á svipuðu sviði, svo draga megi úr kostnaði – og að aðrar sem hægt er að komast af án verði lagðar niður en lögbundin verkefni þeirra færð annað. Meginreglan verði að ákvarðanir um ný útgjöld takmarkist við það sem óhjákvæmilegt er – og að ríkið leggi ekki í framkvæmdir án þess að sýnt sé fram á rekstrarsparnað eða augljósa samfélagslega arðsemi. Þá verði unnið skipulega að því að draga úr ríkisábyrgð, sem varðar Lands-

virkjun, Íbúðalánasjóð og Farice. Hagræðingarhópurinn leggur til að utanríkisráðherra láti meta þörf fyrir sendiskrifstofur, umfang þeirra og kostnað með það að markmiði að draga úr kostnaði. Þá verði metið hvort selja megi dýrar sendiráðseignir ytra og finna ódýrari í staðinn. Lítil þjóð verður að sníða sér stakk eftir vexti. Eðlilegt er að skoðuð verði gaumgæfilega tillaga sem snýr að mennta- og menningarmálaráðherra um að háskólum verði fækkað með sameiningu eða að samstarf milli þeirra verði aukið. Þannig nýtist betur það fé sem lagt er til háskólakerfisins. Sama gildir um þá tillögu að námsárum fram að háskólanámi, þ.e. í grunn- og framhaldsskóla, verði fækkað. Vinna að því markmiði er raunar hafin í menntamálaráðuneytinu. Þá leggur hagræðingarhópurinn til að ýmsar stofnanir ráðuneytisins verði sameinaðar sem og yfirstjórn fjölmargra menningarstofnana, starfsemi Ríkisútvarpsins endurskoðuð og Fjölmiðlanefnd lögð niður. Sama gildir um innanríkisráðuneytið þar sem tillögur eru meðal annars um fækkun lögregluliða og sýslumannsembætta. Fjölmargar hagræðingartillögur snúa að fjármála- og efnahagsráðuneytinu, meðal annars að skoðaðir verði kostir þess að sameina starfsemi embætta ríkisskattstjóra og tollstjóra og hið sama gildir um Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið. Þá er, auk annars, lagt til að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og verkefni flutt til fjármálaráðuneytisins. Þá verði stefna mótuð í sölu ríkiseigna. Hvað félags- og húsnæðismálaráðuneytið varðar má nefna, auk sameiningar stofnana og húsnæðislánakerfis án ríkisábyrgðar, tillögu um að bóta- og skattkerfið verði byggt upp með þeim hætti að það borgi sig að vera á vinnumarkaði. Auk sameiningartillagna vegna stofnana sem heyra undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið er lagt til að greiðslum til Bændasamtaka Íslands verði hætt. Sameining margra atvinnuþróunarsjóða er heyra undir iðnaðar- og viðskiptaráðherra er lögð til og hið sama gildir um margar stofnanir umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Hagræðingarhópurinn færir Alþingi og ríkisstjórn brýn úrlausnarefni svo gera megi ríkisbúskapinn sjálfbæran til lengri tíma.

Ríkisolíufélag

Loft Í stjórnarsáttmála Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins er kveðið á um stofnun sérstaks ríkisolíufélags. Þó er skýrt kveðið á um að olíufélag ríkisins eigi ekki að koma að neinu leyti að neinni olíuvinnslu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lét svo um mælt á atvinnumálaráðstefnu á Hallormsstað á dögunum að olíuævintýri á Drekasvæðinu og norðurslóðarmál væru efst á lista í forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. En að mati forsætisráðherra mun lánstraust Íslands á alþjóðavettvangi batna við það eitt að tilburðir séu hafðir í frammi til að undirbúa leit. Með öðrum orðum: Undirbúningur fyrir olíuvinnslu, einn og sér, skapar þá ímynd að fjárhagslegar framtíðarhorfur landsins séu bjartari og þar af leiðir að lánstraust er betra á alþjóðavettvangi. Allt þetta hljómar kunnuglega í eyrum meðal Íslendings sem á fáum árum er orðinn sérfræðingur í óáþreifanlegum hliðum nútíma efnahagskerfis. Loftpeningum skal dælt í efnahagskerfið svo að heimurinn halli og fé streymi til Íslands. Til þess arna á að setja á fót ríkisstofnun sem hefur yfirumsjón með framleiðslu lofts sem notað er í loftpeningana. Eins konar loftstofnun. Þeim sem kynntu sér áform forsætisráðherra um að ganga hart fram í samningum við erlenda vogunarsjóði og nota féð sem þannig fengist til að leiðrétta skuldastöðu heimilanna kemur þetta líklega spánskt fyrir sjónir. Er ekki ríkisolíufélag frekar vinstrisinnuð hugmynd?, spyr sennilega einhver. Kannski rétt er að rifja upp að

Hermann Stefánsson, rithöfundur

Mikið væri óskandi að allt velmeinandi fólk gæti sest niður eitt augnablik, dregið djúpt andann og hugsað í stað þess að smíða loftkastala.

Framsóknarflokkurinn á sér rætur í sósíalisma, harka í samskiptum við auðvaldsöfl er frekar vinstrisinnað kosningaloforð og ríkisstofnun sem ekki er ætlað að gera neitt, hljómar það ekki svolítið eins og sovésk pótemkíntjöld? Hvað sem því líður er rétt að minna á að olíuvinnsla og loft eiga ekki samleið. Nánar tiltekið er mannkyninu nauðsyn að kúvenda í orkumálum sínum ef það ætlar að lifa af. Um það deila vísindamenn ekki lengur, hið raunverulega loft hins raunverulega loftslags lýgur ekki. Í því samhengi eru „tækifæri“ tvíbent, svo ekki sé meira sagt. Ofurfellibylurinn sem fór yfir Filippseyjar á dögunum er að mati fremstu loftslagsvísindamanna heimsins afleiðing af loftslagsbreytingum af mannavöldum og má vænta margra slíkra í framtíðinni. Þess má vænta að þegar olíufélag ríkisins hefur laðað lánsfé til Íslands verði féð notað til að leita að olíu í raun og veru því tæplega verður látið duga að tala upp væntingar erlendra fjárfesta með loftkenndum fyrirheitum. Sú leit ein og sér hefur áhrif á loftslag í heiminum til hins verra. Verði borað hefur það ekki aðeins eyðileggjandi áhrif á lífríki sjávar, sem er ein af grunnstoðunum að íslensku atvinnulífi, heldur leggur Ísland lóð á vogarskálar þeirra skemmdarverka sem gera jörðina manninum óbyggilega. Mikið væri óskandi að allt velmeinandi fólk gæti sest niður eitt augnablik, dregið djúpt andann og hugsað í stað þess að smíða loftkastala.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is . Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.


Það er hreint frábær tilfinning að hafa allt

Nóvember tilboð Nú er tækifærið! Við bjóðum 20% afslátt af þessum hágæðavélum – 2ja ára ábyrgð og góð þjónusta. UPPÞVOTTAVÉL FAVORIT 45010-W/M

UPPÞVOTTAVÉL FAVORIT 88009-W/M

12 manna stell 5 þvottakerfi Turbo-þurrkun Hljóðlát vél: 47db (re 1 pW) Orkunýtni: A Þvottahæfni: A Þurrkhæfni : A

Tekur 12 manna stell 5 þvottakerfi Turbo-þurrkun Hljóðlát vél: 41db (re 1 pW) Orkunýtni: A Þvottahæfni: A Þurrkhæfni : A

87.920,-

HVÍT

140.720,-

HVÍT

TILBOÐSVERÐ – 95.920,- STÁL

TILBOÐSVERÐ – 148.720,- STÁL

UPPÞVOTTAVÉL ZDF2010 - W/M

UPPÞVOTTAVÉL 65040 -VI1P

12 manna stell 5 þvottakerfi 4 hraðastillingar A/A/A orkunýting Hljóð 51db (re 1 pW) Þvottahæfni: A Þurrkhæfni : A

12 manna stell 5 þvottakerfi Turbo-þurrkun Hljóðlát vél: 46db (re 1 pW) Orkunýtni: A Þvottahæfni: A Þurrkhæfni : A Alklæðanleg

TILBOÐSVERÐ – 79.900,89.990,-

HVÍT STÁL

TILBOÐSVERÐ – 148.720,-

Kíkið við og kynnist betur þessum frábæru vélum - á þessum líka fínu kjörum. Umboðsmenn og verslanir um land allt

Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-15

LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2800 · ORMSSON.IS


16

viðhorf

Helgin 15.-17. nóvember 2013

Vikan í tölum

500

Allt í einu fannst mér öll vandamál mín vera svo afskaplega yfirstíganleg

Faðmlag þakklætis

s

milljónir króna hefur fjárfestingafélag Skúla Mogensen greitt inn í WOW air í formi hlutafjár. Heildarfjárfesting hans er því orðin 1,5 milljarðar króna frá stofnun WOW.

460 28

matreiðslubækur koma út hér á landi í ár sem ku vera met. Eva Laufey Kjaran er höfundur einnar bókarinnar.

fermetrar er húsið að Blikanesi 20 sem sett var á sölu á dögunum. Það þykir eitt glæsilegasta hús landsins og var eitt sinn metið á 200 milljónir króna.

800.000

tundum læt ég það draga mig niður að eiga ekki nýrri bíl eða búa í fínni húsakynnum. Ég verð líka pirruð ef ég er með hálsbólgu þegar ég er að fara í afmælisboð eða þegar ég verð andvaka og mæti ósofin í vinnuna. Ég er ekki frá því að svefnleysið auki á pirringinn. Nei, ég er ekki ein af þeim sem hef náð að sjónarhóll tileinka mér hugsunarhátt Pollýönnu. Reyndar las ég bókina um hana aftur fyrir nokkrum árum og var svo hrifin að ég gaf barnapíunni eintak í afmælisgjöf því ég vildi að hún myndi upplifa sömu gleði og ég við lesturinn. Erla Bókin um Pollýönnu kom Hlynsdóttir fyrst út í Bandaríkjunum árið 1913. Löngu síðar var erla@ hún gefin út á Íslandi og frettatiminn.is fyrir örfáum árum var hún endurútgefin á íslensku. Söguþráðurinn er í stuttu máli sú að rík en skapvond kona sem hefur aldrei laðast að börnum neyðist til að taka að sér munaðarlausa 11 ára systurdóttur sína. Þessi stúlka er Pollýanna og hún er glöð sama hvað á dynur. Bjartsýni

manns hafa nú halað niður spurningaleiknum QuizUp sem íslenska leikjafyrirtækið Plain Vanilla hannaði.

hennar og gleði smitar út frá sér og hefur undraverð áhrif á alla sem umgangast hana, líka skapvondu frænkuna. Í raun er þetta dásamleg saga um hvernig gleði og jákvætt hugarfar geta unnið bug á erfiðleikum lífsins og hana ættu allir að lesa sem oftast. Pollýanna hefur vingast við marga í raunheimum í gegnum árin. Ein þeirra sem lítur á Pollýönnu sem sérstaka vinkonu sína er Katrín Björk Baldvinsdóttir sem er í viðtali hér í Fréttatímanum ásamt eiginmanni sínum, Eyþóri Má Bjarnasyni. Þau hjónin glímdu við ófrjósemi og reyndu í fimm ár að eignast barn. Katrín og Pollýanna urðu þá strax vinkonur. Katrín varð loks ólétt af þríburum með hjálp gjafasæðis og tæknifrjóvgunar, en eitt barnið dó á meðgöngunni. Pollýanna reyndist þá aftur mikil stoð og stytta. Fyrr á þessu ári greindist Katrín með brjóstakrabbamein, hún fór í brjóstnám og brjóstauppbyggingu og er nú laus við meinið. En það er ekki allt. Þrír mánuðir eru síðan Eyþór, maðurinn hennar, lenti í alvarlegu vélhjólaslysi. Honum var um tíma haldið sofandi í öndunarvél og þurfti hann

að fara í ellefu tíma aðgerð til að laga andlit hans en allur neðri hluti þess var brotinn. Pollýanna er góð vinkona fjölskyldunnar og hefur haft mikil áhrif á líf þeirra. Jákvæðni þeirra hjóna er einstök. Í raun var það einstök reynsla fyrir mig að fá tækifæri til að hitta þau og ég fylltist auðmýkt yfir gleði þeirra og þakklæti í stöðu sem margir hugsa til með kvíða og sorg. Ég veit ekki hversu oft mig langaði hreinlega til að faðma þau á meðan á viðtalinu stóð en fannst það nú ekki alveg viðeigandi. Að viðtalinu loknu, þegar ég var komin í skóna og úlpuna, stóðst ég ekki lengur málið og spurði feimnislega hvort ég mætti svolítið – hvort ég mætti faðma þau. Við föðmuðumst og mér fannst það forréttindi að fá að taka utan um þetta ótrúlega fólk. Katrín benti þá á enn eina jákvæðu hliðina við tilveru þeirra, að nú væru svo margir sem vildu faðma þau og þannig margir sem þau fengju að faðma. Í bílnum á leiðinni heim fylltist ég líka miklu þakklæti fyrir allt sem ég hef og fannst öll mín vandamál allt í einu vera svo afskaplega yfirstíganleg og ógurlega smá.

Við föðmuðumst og mér fannst það forréttindi að fá að taka utan um þetta ótrúlega fólk.  Vik an sem Var Enda fáar bækur þar Það gekk ágætlega að athafna sig á Bókhlöðunni enda aðstæður til fyrirmyndar, nóg pláss, svo eru snagar sem hægt er að hengja af sér fötin. Háskólafólk upplýsti í könnun að ýmsar byggingar Háskóla Íslands hentuðu vel fyrir skyndikynlíf. Ekki síst Bókhlaðan þar sem plássið er gott. Tekið með töngum Ég tel mig fyllilega ráða við þetta. Ásmundur Einar Daðason þingmaður er störfum hlaðinn er lætur sig ekki muna um að aðstoða forsætisráðherra ofan á allt annað.

Njótið lífsins í íbúðum fyrir 60+ Boðaþing 22-24 Kópavogi Kynnið ykkur kostina Íbúðir • Leiguíbúðir • Öryggisvöktun • Frábært útsýni • Púttvöllur • Íbúaþjónusta • Gott aðgengi • Gönguleiðir

Þjónustumiðstöð • Innangengt frá íbúðum • Innisundlaug • Hádegismatur • Fjölbreytt afþreying • Sjúkraþjálfun • DAS klúbbur • Hárgreiðsla

Íbúðir sýndar alla virka daga Hafið samband í síma 585 9302 og hjá thuridur.gunnarsdottir@hrafnista.is

En Framsókn er líka opin í báða enda Ég er alveg viss um að hann Ási er rosalega duglegur en það er ekki hægt að manneskja sem er í fjárlaganefnd, sem á að veita framkvæmdavaldinu aðhald, sé aðstoðarmaður ráðherra um málefni sem tengjast fjárlögunum. Hann hlýtur þá alltaf að vera trúr framkvæmdavaldinu. Birgitta Jónsdóttir, pírati á þingi, hefur efasemdir um erindi Ásmundar Einars í forsætisráðuneytið. Eru þá allir í símaskránni komnir? Núna ætla ég að láta sverfa til stáls og ég mun stefna þessum útibússtjóra. Sturla Jónsson vörubílstjóri ætlar að verjast nauðungarsölubeiðni af fullri hörku. Feilnóta í gagnrýninni Ég vil hér með biðja Gunnar og hlutaðeigendur afsökunar á að hafa farið yfir strikið í umfjöllun minni um hann. Tónlistargagnrýnandinn Jónas Sen baðst afsökunar á þungum orðum sem hann lét falla um kvefaða tenórinn

Gunnar Guðbjörnsson sem átti slæmt kvöld á tónleikum sem Jónas gagnrýndi í Fréttablaðinu. Hvaða vitleysa er þetta? Hvaða dónaskapur er það að telja menn einangrunarsinna fyrir að hafa þá skoðun að hagsmunum okkar sé betur borgið utan Evrópusambandsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra brást hinn versti við greinarskrifum Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu um helgina. En heldur þykir ráðherra seilast langt þegar hann skammar annálað prúðmenni eins og Þorstein fyrir dónaskap. En jólin? Hvort eitthvað kemur fyrir vorið fer að verða góð spurning en kannski hæstvirtur forsætisráðherra geti frestað vorinu líka, rétt eins og honum hefur nú hingað til tekist að fresta sumrinu og nóvembermánuði. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, greindi Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, með frestunaráráttu. Vandinn í hnotskurn Vandræðalegt að Gísli Marteinn skuli hafa verið með sex karla og eina konu í öllum almennum umræðum í þættinum sínum í dag fyrir utan þær tvær konur sem mættu til að ræða vanda sem bitnar á konum og karlar hafa valdið til að breyta. Hildur Lilliendahl botnar lítið í Gísla Marteini sem var með karlafjöld í þætti sínum þar sem kynjahalli í fjölmiðlum var til umræðu.


Jól og áramót með Sinfóníunni Tryggðu þér miða á hátíðartónleika

Aðventutónleikar

Jólatónleikar

Vínartónleikar 2014

Fim. 5. des. » 19:30

Lau. 14. des. » 14:00 & 16:00 Sun. 15. des. » 14:00 & 16:00

Fim. 9. jan. » 19:30 Fös. 10. jan. » 19:30 Lau. 11. jan. » 16:00

Hátíðlegir tónleikar þar sem frönsk barokktónlist, verk eftir Vivaldi, Piazzolla, Mozart og Bach hljóma ásamt konunglegri flugeldatónlist Händels. Sannkölluð hátíðarstemning í upphafi aðventu. Matthew Halls hljómsveitarstjóri Hallveig Rúnarsdóttir einsöngvari

Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar hafa notið gífurlegra vinsælda og eru fastur liður í jólahaldi margra fjölskyldna á Íslandi. Í ár, sem endranær, verður hátíðleikinn í fyrirrúmi. Bernharður Wilkinson hljómsveitarstjóri Gói kynnir Sigrún Hjálmtýsdóttir og Kolbrún Völkudóttir einsöngvarar Ungir trompetleikarar, bjöllukór, barnakórar og ungir ballettdansarar

Árlegir Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem mörgum þykir ómissandi upphaf á nýju ári, eru vinsælustu tónleikar hljómsveitarinnar þar sem glæsileiki og glaðværð eru ríkjandi. Peter Guth hljómsveitarstjóri Hanna Dóra Sturludóttir og Gissur Páll Gissurarson einsöngvarar

Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Miðasala í anddyri Hörpu » Sími: 528 5050 » Opið 10-18 virka daga og 12-18 um helgar


18

viðtal

Helgin 15.-17. nóvember 2013

Ástríðufullt orðbragð og fíflagangur Brynja Þorgeirsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason byrja með nýjan skemmtiþátt þar sem tungumálið í allri sinni dýrð verður í brennidepli. Þátturinn heitir Orðbragð og þar ætla þau Brynja og Bragi að leika sér að tungumálinu, toga það og teygja. Bæði segjast þau gera þetta af brennandi ást og ástríðu fyrir íslenskunni sem þau féllu ung fyrir í fásinni úti á landi þar sem bóklestur var helsta dægradvölin.

B

rynja Þorgeirsdóttir, ritstjóri Djöflaeyjunnar í Sjónvarpinu, og Baggalúturinn Bragi Valdimar Skúlason sjá um skemmtiþáttinn Orðbragð sem hefur göngu sína sunnudagskvöldið 24. nóvember. Í þættinum fjalla þau um tungumálið frá ýmsum hliðum og blása í það lífi með hæfilegum fíflagangi. Þau ætla að fjalla um hvernig ný orð verða til, um dónaleg orð, af hverju sérfræðingar tala oft svo óskiljanlega, hvernig íslenska verður orðin eftir 100 ár og ýmislegt fleira auk þess sem mál-tilraunastofa Braga verða á sínum stað í hverjum þætti. „Þetta er mikið stuð,“ segir Bragi sem tók Brynju fagnandi þegar hún hringdi í hann fyrir nokkrum mánuðum til þess að athuga hvort hann væri til í að gera sjónvarpsþætti um tungumálið. „Mér fannst það vera skemmtilegasta símtal ársins, af því að þetta var einmitt það sem ég hafði áhuga á að gera. Brynja var óð og uppvæg að gera þessa þætti.“ Orðbragð sækir sér fyrirmynd til norska þáttarins Typisk norsk sem átti sér svo aftur fyrirmynd í hinum sænska Värsta språket en eftir að hafa horft á norska þáttinn vildi hún endilega gera eitthvað svipað um íslensku. „Norðmenn hafa gert skemmtilega þætti um tungumál. Annað en Íslendingar. Þetta er mjög skemmtilegur þáttur. Það er eiginlega alveg ótrúlegt að þetta sé norskt. Norðmenn eru alveg að massa grínið eftir margar magrar aldir,“ segir Bragi og bætir við að þau hafi hrifist af nálgun Norðmannanna. „Þetta er ekki kópía af norsku þáttunum,“ skýtur Brynja inn í ákveðin. „Nei, nei, en þetta er svolítið kærulaus nálgun á tungumálið,“ heldur Bragi áfram. „Við förum líka út um allt og erum ekki bara bundin við einhver ákveðin afmörkuð efni. Höfum svolítið allt undir og svolítið svona grín með.“ „Þetta hefur alltaf haft yfir sér einhverja leiðinda stagl áru,“ segir Brynja um tungumálaþætti fortíðarinnar. „Kennari í flókaskóm að berja þig með priki og kenna þér að beygja afturbeygðar sagnir. Okkur langaði til að draga það fram hversu lifandi tungumálið er. Hversu mikið það er hægt að leika sér með það. Og fíflast með það.“

Doxop

Brynja segir þau hafa fengið alveg frjálsar hendur og að þau muni því koma víða við. „Við erum aðeins að fikta í tungumálinu og virða það fyrir okkur,“ segir Bragi. „Þetta er okkur mikið hjartans mál og bara lang flestum Íslendingum.“ Og Brynja heldur áfram: „Við erum að nota tungumálið allan daginn og það gengur þvert í gegnum allt sem við gerum. Menninguna og bara lífið allt. Við reyndum að vanda okkur rosalega. Vegna þess að yngsti aldurshópurinn, þau sem eru í menntaskóla og efstu bekkjum grunnskóla, eru svo kröfuharður áhorfendahópur og slökkva bara strax.“ „Og kveikja helst ekki.“ Botnar Bragi. Þau telja sig þó fullfær um að halda áhorfendum við efnið með fjörugri nálgun á tungumálið. „Það var gríðarlega gaman að gera þessa þætti og bara að fá að gera þá. Og í raun og veru mjög undarlegt að það hafi ekki verið neinir svona þættir um tungumálið,“ segir Bragi og bendir á að framleiðslan hafi verið ansi umfangsmikil. „Þetta er í sjálfu sér ekki eitthvert kennsluefni þetta er bara reyna lúmsk leið til að kveikja áhuga“ „Það er búið að planta alls konar nördisma í þetta sem fólk fattar kannski ekkert endilega,“ segir Brynja. „Nema kannski einstaka nörd sem kveikir á því.“ Brynja upplýsir síðan að það sé einmitt ekki síst í nördismanum sem þau nái vel saman. „Ég komst nefnilega að því að Bragi, eins og ég, ólst upp í einangrun...“ „Í Hnífsdal,“ skýtur Bragi inn í. „Vestur á fjörðum, í Hnífsdal, þar sem ekk-

Brynja Þorgeirsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason hafa brennandi áhuga á íslensku máli og ætla að leika sér með það í sjónvarpsþáttunum Orðbragð sem hefja göngu sína í Sjónvarpinu síðar í þessum mánuði. Ljósmyndari/Hari

ert var við að vera nema stinga nefinu ofan í einhverjar bækur,“ heldur Brynja áfram. „Og hann er svona hálf anti-sósíal týpa. Svona svolítið eins og ég. Þarna fann ég svolítinn andlegan skyldleika með honum,“ segir hún og hlær. „Þetta er mjög anti-sósíal þáttur,“ segir Bragi. „Bragi hafði semsagt ekkert mikið að gera heldur en að lesa bara og pæla í orðum. Greinilega. Þannig að hann er búinn að pæla rosalega mikið í tungumálinu og fór síðan í nám í íslensku sem ég gerði reyndar ekki. Hann hefur sérkennilegan áhuga á íslensku. Hann pælir mjög mikið í því hvernig orð líta út. Á prenti. Og er mjög hrifinn af orðum sem eru ekki til. Og ættu helst að vera til. Eins og doxop.“ Brynja bendir á að doxop sé þeirri náttúru gætt að sé það skrifað niður og svo snúið á hvolf þá líti það eins út. „Svo þegar maður gúgglar það reyndar þá sér maður að það þýðir eitthvað á einhverju tungumáli.“ „Það þýðir örugglega eitthvað mjög dónalegt.“ Glottir Bragi. „Tungumálið er bara mjög skemmtilegt.“ „Maður á að leika sér með tungumálið. Maður á að hafa gaman af því, “ segir Brynja.

Málfræðitöffarar

„Svo er hann líka snertifælinn,“ segir Brynja og brosir prakkaralega um leið og hún segir frá því í byrjun samstarfsins hafi hún gert Braga lífið leitt með því að heilsa honum með faðmlagi og kossi, eins og henni er eðlislægt. „Tölum aðeins um snertifælnina mína.“ Segir Bragi og virðist alveg til í að breyta strax um umræðuefni. „Eftir nokkur skipti fann ég að þetta fór eitthvað illa í hann og spurði hvort honum þætti þetta óþægilegt og hvort hann vildi að ég hætti þessu.“ „Og þá var það útrætt,“ segir Bragi og bætir við að samstarfið hafi verið mjög skemmtilegt

eftir að Brynja hætti að heilsa honum með kossi á kinn. „Þá fór þetta að ganga og er búið að vera helvíti gaman. Og ég vona bara að þessir þættir veki áhuga fólks á þessu blessaða máli og ekki síst á okkur sko. Að við fáum mikla athygli.“ Bragi segir fjölda viðmælenda koma við sögu í þættinum. „Við erum að reyna að gera málfræðinga dálítið töff,“ segir hann og nefnir sem dæmi að þau reyni að upphefja inniskó með smart myndavélahreyfingum. „Við eigum náttúrlega ótrúlega mikið af fólki sem þykir vænt um tungumálið og er að grufla í því alla daga.“ „Já, það er rétt. Þessi væntumþykja er kannski kjarni málsins.“ Segir Brynja. Og Bragi heldur áfram: „Það er hægt að finna það út um allt. Fólk sem situr við og hefur metnað fyrir því að þýða ný orð sem okkur vantar inn í tungumálið. Situr bara og er að þýða tölvuorð og tæknimál. Nöfn jurta, dýra og skordýra. Einhver verður að gefa þessu nöfn, það er ekkert sérstaklega þakklát starf alltaf. 90% af orðunum deyja kannski bara strax. Þetta er náttúrlega eilífðarbarátta að halda þessu uppi.“ „Það er náttúrlega dálítið mál að finna ný orð og mörg dæmi eru til um misheppnuð ný orð sem fólk hefur reynt að koma í umferð en það hefur bara ekki gengið vegna þess að upprunalega slettan var bara þjálli. Eins og til dæmis klassíska dæmið „togleðurshringur“ fyrir dekk. Þá vildu menn ekki segja gúmmí. Þetta var reynt en náttúrlega bara festist ekkert. Og bjúgaldin fyrir banana.“ „Það þarf alltaf að finna þessu einhvern farveg og það er bara gaman að spá í þessu. Þetta er skemmtilegt mál,“ segir Bragi.

Að spara pláss á skjá og skinni

Brynja og Bragi segjast hafa litlar áhyggjur af framtíð íslenskunnar. Hún muni alltaf spjara sig og að áhyggjurnar af henni séu síður en

svo nýjar af nálinni heldur sígilt áhyggjuefni í gegnum árhundruðin. „Svo kemst maður að því að margt af því sem krakkar eru að gera í dag hefur bara verið stundað árhundruðum saman. Eins og þessar styttingar sem krakkar nota og fullorðið fólk líka og við öll í símum og á netinu. Eins LOL til dæmis. Þetta var líka í handritunum. Með sömu lógík þar sem verið var að spara pláss, spara skinn og tíma. Það skildu allir þetta þannig að það þótti sjálfsagt að stytta,“ segir Brynja og Bragi sér þjóðhagslegan ávinning af þessu: „Svo fær fólk vinnu eftir nokkur hundruð ár við að þýða gömul SMS þannig að þetta er atvinnuskapandi líka.“ Bragi er þess fullviss að Orðbragð muni höfða til fólks. „Það þarf náttúrlega ákveðna fötlun til að takast á við svona verkefni.“ „Áfram örvhentir,“ segir Brynja og bendir á að þau séu einmitt bæði örvhent rétt eins og Konráð Pálsson sem kom að dagskrárgerðinni með henni. „Við þurfum bara fleiri örvhenta dagskrárgerðarmenn. Hverjar eru líkurnar á því að þrír höfundar að sama verkefninu séu allir örvhentir?“ Spyr hún, bersýnilega býsna ánægð fyrir hönd þessa samfélagshóps. „Við höfum ástríðu fyrir þessu,“ segir Bragi. „Og ást,“ bætir Brynja við og sjálfsagt liggur helst þar sú fötlun sem Bragi vísar til. „Vonandi fáum við að gera 40 seríur í viðbót,“ segir Bragi. „Eða kannski ekki. Það yrði svo mikil vinna fyrir Brynju.“ „Kannski eina í viðbót,“ segir Brynja sem bar hitann og þungann af dagskrárgerðinni. „Ég seldi sál mína fyrir þetta verkefni sem er eitt það erfiðasta sem ég hef unnið, “ segir Brynja um Orðbragð en fyrsti þátturinn af sex verður sýndur í Sjónvarpinu síðasta sunnudag þessa mánaðar. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


Skreytingameistarar Blómavals í 25 ár

Steinar gestaskreytari

Valgerður

Ásdís

Elísabet

Jón Þröstur

Díana

Hjördís gestaskreytari

Vigdís

Kristinn

gestaskreytari

Skreytingakvöld Blómavals skútuvogi ng SkrÁni

20. og 21. nóvember

er Hafin

Hin vinsælu jólaskreytingakvöld Blómavals Skreytingameistarar Blómavals sýna það nýjasta og flottasta í jólaskreytingum og jólaskrauti. gamla Sigtúnsliðið verður á staðnum sem gestaskreytarar. Aðgangur er ókeypis - takmarkað sætaframboð. Skráðu þig með því að senda tölvupóst á namskeid@blomaval.is eða í síma: 525 3000. Minnum einnig á skreytingakvöld Blómavals akureyri 27. nóvember skráning hafin á namskeid@blomaval.is miðvikudagurinn 20.nóvember / kl. 20:00-22:00

Skreytingameistarar: Díana Allansdóttir og Elísabet Halldórsdóttir Gestaskreytarar: Hjördís Reykdal Jónsdóttir og Steinar Björgvinsson Kynnar kvöldsins: Ásdís Ragnarsdóttir og Kristinn Einarsson

lJósahRinguR listRa l istR ist Ra R a 100 l lJósa Jósa ósa

4.990kr

Fimmtudagurinn 21.nóvember / kl. 20:00-22:00

Skreytingameistarar: Díana, Valgerður Guðjónsd. og Jón Þröstur Ólafss. Gestaskreytari: Vigdís Hauksdóttir Kynnir kvöldsins: Ásdís Ragnarsdóttir og Kristinn Einarsson

7 RósiR RósiR

999kr alla hElgina

JólastJaRna

999kr 1.490

tilBoð

oRkiDEa o Rki kiDEa DEa DEa

1.499kr 1.999

tilBoð


Opið laugardaga kl. 11-16

Heimsþekkt hönnun á hagstæðu verði Klukkur

DSW plaststóll

DSR plaststóll

39.900,-

R

ITU

L ÝR

N

Hönnun: Charles & Ray Eames, 1950

54.900,-

Verð frá 39.900,-

DAR armstóll Hönnun: Charles & Ray Eames, 1950

49.900,-

Hönnun: Charles & Ray Eames, 1950


Wooden Dolls (22 tegundir) 18.500,-

8.900,-

Hönnun: Charles & Ray Eames, 1953

Uten Silo vegghirslur

Mið 11.900,-

Hönnun: Ronan & Erwan Bouroullec, 2012

Stór 14.900,-

RAR ruggustóll 74.900,-

Sértilboð 29.900,-

23.900,-

Corniches hillur Lítil

Hang it all kúluhengi

House Bird fuglinn

Hönnun: Alexander Girard, 1963

Lítil 39.900,Stór 49.900,-

Hönnun: Dorothee Becker, 1969

Coffee table sófaborð Hönnun: Charles & Ray Eames, 1950

Húsgögn

Verð frá 298.500,-

Skeifunni 10, Reykjavík Hafnarstræti 91-93, Akureyri Hafnarstræti 2, Ísafirði

Hönnun: Isamu Noguchi, 1944

Sími 540 2330 husgogn@penninn.is www.penninn.is


22

viðtal

Helgin 15.-17. nóvember 2013

Eyþór Már Bjarnason og Katrín Björk Baldvinsdóttir ásamt börnum þeirra; Baldvin Ásgeiri, Kristíönu Svövu, Elísabetu Heiðu og Brynjari Má sem er fremstur. Ljósmynd/Hari

Eyþór Már Bjarnason lenti í alvarlegu vélhjólaslysi í ágúst. Eftir slysið þurfti hann að fara í ellefu tíma aðgerð vegna þess að allur neðri hluti andlits hans var brotinn. Eiginkona hans, Katrín Björk Baldvinsdóttir, greindist með brjóstakrabbamein fyrr á árinu en meinið greindist fljótt og hægt var að fjarlægja það. Mikið hefur því verið lagt á hjónin. Þau glímdu einnig við ófrjósemi og reyndu í fimm ár að eignast barn. Með gjafasæði og tæknifrjóvgun varð Katrín ólétt af þríburum en eitt barnið dó á meðgöngu. Síðan hafa þau eignast tvíbura og um tíma voru fjögur börn undir fjögurra ára aldri á heimilinu. Katrín segir að Pollýanna sé komin í góða þjálfun hjá henni eftir það sem á undan er gengið.

Siðmennt

– skráð lífsskoðunarfélag Þann 3. maí fékk Siðmennt formlega skráningu sem veraldlegt lífsskoðunarfélag Skráðu þig í félagið á www.sidmennt.is

SIÐMENNT w w w. s i d m e n n t . i s

kynntu þér málið!

Pollýanna settist við hliðina á mér

A

llar fjölskyldur eru einstakar en fullyrða má að fáar hafa þær reynt jafn mikið á stuttum tíma og fjölskylda ein við Bjargartanga í Mosfellsbæ. Hjónin glímdu við ófrjósemi í fimm ár en eignuðust loks þríbura með tæknifrjóvgun. Einn þeirra dó á meðgöngunni. Nokkrum árum síðar eignuðust hjónin tvíbura og fátt virtist standa í vegi fyrir hamingjunni. Í mars greindist móðirin, Katrín Björk Baldvinsdóttir, með brjóstakrabbamein og í ágúst lenti faðirinn, Eyþór Már Bjarnason, í alvarlegu vélhjólaslysi þar sem allur neðri hluti andlits hans brotnaði. Katrín er nú laus við krabbameinið og Eyþór er í árangursríkri endurhæfingu á Grensásdeild. Viðhorf hjónanna til lífsins er vægast sagt einstakt og þau líta svo á að þau séu einstaklega heppin. Þrír mánuðir eru frá slysinu þegar Eyþór tekur á móti mér á heimili sínu. Yngsta dóttirin, Kristíana Svava sem er fædd 2011, er veik heima en amma hennar, sem hefur mikið haldið til hjá þeim er á staðnum til að aðstoða. Þó ég hafi ekki hitt Eyþór áður sé ég að andlit hans hefur orðið fyrir miklu skakkaföllum. „Ég missti alveg sjón á hægra auga en ég er með svona 60 til 70 prósenta sjón

á vinstra auga. Það hefur farið batnandi og ég vona að það batni meira. Ég þarf að fara að mæta í vinnuna,“ segir hann og hlær. Í 22 ár hefur hann starfað á dekkjaverkstæði og smurstöð N1 í Mosfellsbæ og nú er fyrsta dekkjaskiptavertíðin sem hann missir af í áraraðir. „Þetta er alveg ferlegt,“ segir Eyþór sem augljóslega nýtur starfsins en hefur heldur ekki misst húmorinn. Katrín kemur heim nokkrum mínútum síðar, beint úr Ljósinu – endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Við setjumst saman niður í stofunni og við hlið mér blasir við uppábúið rúm. „Systir hennar hefur sofið í þessu rúmi þegar hún gistir hér,“ segir Eyþór til skýringar. Það eru margir sem leggja sitt af mörkum til að hjálpa fjölskyldunni að láta daginn ganga upp.

Haldið sofandi í öndunarvél

Slysið átti sér stað á Þingvallavegi í Mosfellsdal þann 11. ágúst. „Ég keyrði aftan á bíl. Ég man ekkert eftir þessum bíl og ekkert eftir þessum degi. Ég man heldur eiginlega ekkert eftir gjörgæslunni,“ segir Eyþór en þar var hann í 18 daga. Þegar slysið varð var hann með opinn vélhjólahjálm án kjálka.. „Það brotnaði bara allur neðri hluti andlitsins. Kinnbeinin

brotnuðu og það er búið að setja í mig járn báðum megin. Bitið er enn alveg vitlaust. Ég finn vel til í þessu ennþá,“ segir Eyþór og strýkur létt yfir hökuna og vinstri kinn. Honum var haldið sofandi í öndunarvél til að byrja með og fór hann í ellefu klukkustunda aðgerð á andliti. Katrín var á spítalanum meðan hann var í aðgerðinni sem lauk klukkan hálf fimm að morgni. „Áður en ég sá hann þá ímyndaði ég mér það versta. Þó hann væri mjög bólginn þá sá ég samt strax að þetta var hann. Eftir aðgerðina fór ég beint heim og mætti með foreldrum mínum á skólasetningu hjá eldra settinu þá um morguninn,“ segir Katrín og vísar til eldri barnanna tveggja. Eyþór skýtur kómískur inn í: „Ég var þá bara sofandi.“ Auk áverka á andliti brotnaði Eyþór á úlnlið, rifbeinum og herðablaði, auk þess sem hann fékk loftbrjóst. Tæpri viku eftir slysið var byrjað að vekja hann nokkra tíma á dag. „Hann man kannski ekki mikið eftir því þegar hann var í öndunarvél og gat ekki tjáð sig,“ segir Katrín. Eyþór segist muna vel eftir barkaþræðingunni. „Það sem mér fannst eiginlega verst við þetta allt að fyrst ég var svona brotinn þurfti að festa munninn saman með vír áður en ég fór í aðgerðina.“ Eiginkonan rifjar upp þær stundir sem henni


viðtal 23

Helgin 15.-17. nóvember 2013

að farið fram hjá mér lengi. Ég fór auðvitað á leitarstöðina til að fá að vita að þetta væri ekkert alvarlegt. Þegar ég settist aftur út í bíl var búið að finna annan hnút, taka sýni úr honum og stækkuðum eitli, og ég taldi nokkuð augljóst að þetta væri ekki bara eitthvað saklaust. Viku seinna fékk ég staðfest að ég væri með krabbamein. Þá þurfti að athuga hvort það væri búið að breiðast út. Strax þegar ég var komin með greiningu var ég laus við óvissuna og gat gert áætlanir og unnið úr þeim upplýsingum sem voru komnar.“

Á sama tíma á spítala

Hún segir að Eyþór hafi verið kletturinn hennar eftir að hún

greindist. „Ég fór í lyfjameðferð og fékk síðasta skammtinn í júlí. Í byrjun ágúst fór ég í fleygskurð og fimm dögum eftir það lendir hann í slysinu. Innan við viku eftir slysið kom síðan í ljós að ég þyrfti að fara í brjóstnám. Við lágum því um tíma bæði inni á spítala.“ Eyþór tekur fram til aðgreiningar: „Ekki samt á sama spítalanum.“ Þau líta brosandi hvort á annað. Katrín fór síðan í brjóstnám og brjóstauppbyggingu í september. Ég spyr Eyþór hvernig honum hefði liðið þegar konan hans var greind með brjóstakrabbamein. „Þetta tók auðvitað á. Ég missti mömmu mína úr krabbameini. En Katrín varð strax

Þegar ég veiktist þá ákvað ég að horfa á glasið hálf fullt. Þannig er maður að velja auðveldu leiðina í gegn um erfiðleikana.

Framhald á næstu opnu

Þorbjörg Helga

fannst hvað erfiðast að horfa upp á manninn sinn. „Hann hafði fengið mikla áverka á brisið og var mjög óglatt þegar hann var með vírana í munninum. Mér leið illa að horfa upp á það og það voru þeir dagar sem ég var hvað næst því að beygja af. Síðan voru aðrir dagar þar sem ég keyrði alsæl frá Landspítalanum, eftir að hann var kominn með teygjur í munninn og talventil og ég náði að tala við hann. Þá sá ég glitta í persónuleikann aftur og stríðnina sem einkennir hann. Ég hugsaði þá á leiðinni heim hvað ég væri glöð því ég gat talað við manninn minn,“ segir Katrín og hlær.

Sér glasið hálf fullt

Þrátt fyrir erfiðleikana, eða kannski vegna þeirra, eru hjónin mun glaðværari en ég hefði ætlað og líta björtum augum til framtíðar. „Það þýðir ekkert annað. Ég held að það hjálpi manni helling,“ segir Eyþór. Katrín greindist með brjóstakrabbamein í mars og hún segir jákvæðnina sannarlega hafa hjálpað sér í gegn um tíðina. „Þegar ég veiktist þá ákvað ég að horfa á glasið hálf fullt. Þannig er maður að velja auðveldu leiðina í gegn um erfiðleikana. Staðan er sú sama en þegar maður einblínir á það góða er miklu auðveldara að vera í stöðunni.“ Katrín segir óvissu vera það allra erfiðasta. „Þegar maður veit hvað er í gangi og hver niðurstaðan er getur maður bægt frá sér kvíðanum og tekist á við stöðuna. Ég fór á leitarstöð Krabbameinsfélagsins eftir að ég fann ber í brjóstinu. Ég var það heppin að þetta sást vel og hefði því ekki get-

1. sæti Reykjavík

Horfðu fram á veginn með Þorbjörgu Helgu í fyrsta sæti Kosningaskrifstofa Ármúla 7 » thorbjorghelga.is »

thorbjorghelga

Í góðum rekstri eru greiddar niður skuldir en í slæmum rekstri eykst skuldasöfnun. Yfirstandandi kjörtímabil hefur reynst Reykvíkingum dýrt. Fjölskylda í Reykjavík greiðir í dag 440 þúsund kr. hærri gjöld árlega en fyrir fjórum árum. Samt sem áður hafa nettó vaxtaberandi skuldir aukist um 17 milljarða kr. Leiðir til lausna: » Við þurfum að hætta að eyða um efni fram

og stöðva skuldasöfnun.

» Við þurfum að forgangsraða og stöðva

flatan niðurskurð.

» Við þurfum að auka atvinnutækifæri með

því að minnka umfang í rekstri borgarinnar.

» Við þurfum að auka tekjur borgarinnar með

auknu lóðaframboði og aukinni ferðaþjónustu.

Ég vil koma á breytingum í borginni og óska eftir stuðningi ykkar í fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á laugardaginn.


24

viðtal

Jólaljós Styrktartónleikar fyrir Eyþór, Katrínu og fjölskyldu Styrktartónleikar kirkjukórs Lágafellssóknar í Mosfellsbæ verða haldnir í Guðríðarkirkju í Reykjavík, sunnudaginn 24. nóvember klukkan 16. Þeir sem fram koma eru Egill Ólafsson, Raggi Bjarna, Gréta Hergils, Kaleo, Hafdís Huld, Stormsveitin, Vox populi, Birgir Haraldsson, Tindatríóið og Kirkjukór Lágafellssóknar.

Miðaverð er 3 þúsund krónur.

Ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára. Hægt er að kaupa miða í forsölu í gegnum netfangið arnhildurv@simnet.

svo ákveðin í að þetta færi allt vel að ég varð bara jákvæður líka. Það þýðir ekkert annað en að verða jákvæður.“ Katrín rifjar upp að fyrri meðgangan hafi verið mjög dramatísk og misstu þau eitt barnið. „Þá þjálfaðist hún Pollýanna vinkona mín vel. Eftir að ég greindist mætti hún bara og settist við hliðina á mér. Það hefur hjálpað til. Maður hefur auðvitað gengið í gegn um ýmislegt en þegar maður er kominn aðeins frá atburðunum og hugsar um hvort þetta hafi verið eitthvað sem maður vildi hafa sleppt, þá áttar maður sig á að við alla erfiðleika verður til reynsla og þegar ég hugsa til baka um hvort ég hefði viljað sleppa einhverju þá er svarið yfirleitt nei.“

Helgin 15.-17. nóvember 2013

Fyrr um daginn fékk Katrín að vita að hún byrjar í geislameðferð í þarnæstu viku, en undirbúningur fyrir meðferðina hefst í næstu viku. „Krabbameinið mitt var hormónaháð þannig að ég verð á töflum í minnst fimm ár til að minna líkur á að krabbameinið taki sig upp aftur. Í dag segi ég að ég hafi verið með krabbamein. Það góða við að fá brjóstakrabbamein er að það er í langflestum tilfellum læknanlegt. Þetta er allt önnur staða en áður fyrr. Það var líka gott að krabbameinið var á þannig stað að ég uppgötvaði það fljótt. Brjóstnám og brjóstauppbygging er auðvitað stór aðgerð en samt er þetta eitthvað sem er svo auðvelt að nálgast og fjarlægja. Um 200 konur greinast árlega með brjóstakrabbamein. Ég var einu sinni spurð hvort mér fyndist ekki óréttlátt að ég hafi fengið brjóstakrabbamein. Svarið við því var nei.“ Og í ljósi alls spyr ég hjónin hvort þau hafi á öllum þessum tíma aldrei orðið reið. Þau hrista höfuðið, segja bæði „nei“ og líta svo ástúðlega hvort á annað. Ég hefði gefið mikið fyrir að festa þessar sekúndur á myndband, svo fagurt var það.

Minni skilningur á ófrjósemi

Katrín segir þau hjónin hafa mætt miklum skilningi og góðvild í samfélaginu undanfarna mánuði. „Fólk áttar sig á að það er áfall að greinast með krabbamein, það er áfall að lenda í slysi og það er áfall að missa barn. Fólk áttar sig hins vegar ekki jafn vel á hvað það getur tekið gríðarlega á að reyna að eignast barn árum saman, að halda alltaf áfram að vona og verða reglulega fyrir vonbrigðum. Við vorum samt auðvitað mjög heppin

með fólkið í kring um okkur.“ Þau byrjuðu að reyna að eignast barn árið 2001 þegar þau voru búin að vera saman í rúm fjögur ár. „Kannski leið of langur tími þar til við létum athuga málið. Við reyndum fyrst í rúmlega ár. En svo kom í ljós að það voru engar sáðfrumur,“ segir Katrín. „Karlinn var bara bilaður,“ skýtur Eyþór fimlega inn í. Þau prófuðu fyrst að nota frumur úr honum sem fundist í vefjasýni og fóru þá í smásjárfrjóvgun. Katrín varð ólétt eftir fyrstu meðferðina en í 12 vikna sónar kom í ljós að orðið hafði dulið fósturlát. „Það var áfall. Af hverju fengum við fyrst já fyrst við fengum ekki að halda því,“ segir hún. Á endanum var ákveðið að þau myndu notast við gjafasæði og loks urðu úr þrjú börn. „Ég gekk með eineggja stráka og eina stelpu. Upp kom vandamál hjá strákunum en þeir voru með sameiginlega fylgju. Næstum allt blóðflæðið úr fylgjunni fór til annars drengsins. Strax á 16. viku voru komnar vísbendingar þess efnis.“ Tveimur vikum síðar fór hún til Belgíu þar sem gerð var laseraðgerð á fylgjunni, en ekki líða margar vikur þar til sá tvíburi sem hafði fengið minna blóðflæði fékk vatn í kringum hjartað og drengirnir báðir með mikla vaxtarskerðingu. „Tveimur vikum seinna er annar látinn. Eftir það stækkar hinn eðlilega og ég geng með þau öll í 4 vikur til viðbótar. Þau eru síðan fædd eftir 28 vikur, þau sem lifðu voru 3 og 4 merkur. Þá var búið að reyna að stoppa mig af í tvo sólarhringa. Við tóku 15 vikur á vökudeild sem gekk stóráfallalaust fyrir sig en tók auðvitað mikið á.“ Öll þrjú börnin, sem fædd voru 2007, fengu nöfn frá ömmum

Ómissandi kjötsúpa „Það er langt síðan ég komst upp á bragðið með að taka 1944 kjötsúpu með mér til Grænlands. Þetta er nefnilega alveg ekta íslensk kjötsúpa, matarmikil og bragðgóð. Svona vinnuferðir eru nokkuð krefjandi, það er mikill búnaður sem fylgir ljósmyndun og þess vegna er 1944 kjötsúpan bæði þægileg og hentug. Síðan komst ég að því að grænlenskir ferðafélagar mínir eru sólgnir í hana, sem hefur kosti og galla: Við erum rétt lagðir af stað þegar birgðirnar af súpu eru búnar. Þá er bara að muna að birgja sig betur upp næst.“ RAX

Hægeldun tryggir að vítamín, bragðefni og næringarefni halda sér.

HEIT MÁLTÍÐ Á 5 MÍNÚTUM

FÍTON / SÍA

Engin viðbætt rotvarnarefni.

Eyþór er í endurhæfingu á Grensásdeild og Katrín er að byrja í geislameðferð. Hún fór í brjóstnám í september. Ljósmynd/Hari

sínum og öfum. „Englastrákurinn okkar, sem er elstur, heitir Bjarni. Hann fékk nafnið hans afa síns og var grafinn milli ömmu sinnar og afa. Við jarðarförina stóðum við því við leiði foreldra Eyþórs og barns. En við gerum ráð fyrir að Bjarni og afi hans séu mestu mátar enda var afinn mikill barnakall. Hinn eineggja strákurinn heitir Baldvin Ásgeir og stelpan heitir Elísabet Heiða,“ segir Katrín. Nokkrum árum síðar ákváðu þau að reyna einu sinni að fara í tæknifrjóvgun, aftur með gjafasæði. „Ófrjósemi tekur mikið á. Þó við værum komin með tvö börn þá helltist aftur yfir okkur að við tæki erfitt tímabil óvissu. Við ákváðum að reyna bara tvisvar og ef það gengi ekki að, þá gætum við þakkað fyrir ríkidæmið sem við áttum þó. Ég var ákveðin í að ef ég yrði ólétt yrði það draumaeinburameðganga,“ segir hún kímin. Hún varð ólétt, ekki af einu barni heldur tvíburum sem heita Brynjar Már og Kristíana Svava. „Þetta varð draumatvíburameðganga og var frábær í alla staði. Börnin voru fædd 13 og 14 merkur eftir fulla meðgöngu. Þau fæddust

2011 þannig í smá tíma vorum við með fjögur börn yngri en fjögurra ára á heimilinu. Mér finnst alltaf sérstakt að hafa gengið með fimm börn í tveimur meðgöngum á fjórum árum. Við lítum á eldri krakkana sem þríbura og þau eru alveg með það á hreinu að þau eru þríburar, en skiljum alveg þó fólk tali um þau líka sem tvíbura.“ Aldrei hefur verið neitt leyndarmál að börnin séu getin með gjafasæði. Eyþór segir slíkan feluleik ekki til neins: „Þetta er ekkert til að fela.“ Katrín segir að þetta hafi auðvitað verið hans börn frá upphafi. „Við erum búin að ræða þetta við eldri börnin og við lögðum þetta þannig fram að til að fá einmitt þau þurftum við að fara þessa leið. Alltaf þegar maður er kominn með börnin sín í hendurnar þá vil maður engin önnur og er ánægður með leiðina sem maður þurfti að fara til að eignast þau.“

Til mikið af góðu fólki

Þegar þau útskýrðu krabbameinið fyrir börnunum notuðust þau við bók frá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. „Við lásum hana með eldri börnunum. Í þeirra huga er


viðtal 25

Helgin 15.-17. nóvember 2013

búið að gera svo margt fyrir okkur. Maður verður bara virkilega auðmjúkur,“ segir Katrín. Eyþór bætir við: „Það er til svo mikið af góðu fólki.“ Eftir slysið tapaði hann 17 kílóum því vöðvarnir hreinlega hurfu. Hann er nú í endurhæfingu á Grensásdeild, alla virka daga frá klukkan 10 til hálf þrjú. „Ég held bara áfram að æfa mig. Ég vonast til að geta farið að vinna sem fyrst. Ég veit ekki hvenær það verður. Allavega ekki á þessu ári. Ég fæ örugglega einhver gleraugu. Ég vona að minnsta kosti að ég geti farið að vinna aftur. Ég vinn hjá góðu fyrirtæki.“ Geislameðferðin er það sem næst tekur við hjá Katrínu. „Ég er að reyna að gera sem mest fyrir jólin áður en

hún byrjar því meðferðinni getur fylgt mikil þreyta og orkuleysi.“ Þau bíða síðan spennt eftir nýju ári, fullu af nýjum tækifærum. Eyþór stefnir þá á að vera kominn í enn betra form, og helst útskrifaður af Grensási. „Þó ég sé aðeins skemmdur þá sé ég börnin mín og konuna mína. Ég get talað og gengið og allir útlimir eru í þokkalegu standi,“ segir hann. Katrín brosir sínu breiðasta til eiginmannsins: „Við erum heppin að hann hálsbrotnaði ekki og heppin að ég fékk krabbamein sem er auðvelt að lækna. Við erum bara mjög heppin.“

Þó ég sé aðeins skemmdur þá sé ég börnin mín og konuna mína. Ég get talað og gengið og allir útlimir eru í þokkalegu standi.

Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

1 AF HVERJUM 5

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

13-2316

HEFUR SAFNAÐ FYRIR HÚSGÖGNUM

Samkvæmt sparnaðarkönnun Capacent og Arion banka

STEFNIR - LAUSAFJÁRSJÓÐUR

STEFNIR – LAUSAFJÁRSJÓÐUR VERÐÞRÓUN

ÁRLEG NAFNÁVÖXTUN

108 107 106

5,6%

105

5,4 %

104

6%

4%

103 102

2%

101 100 27.04.2012 31.10.2013

Frá stofnun sjóðs

31.10.2012 31.10.2013

0% 27.04.2012 27.05.2012 27.06.2012 27.07.2012 27.08.2012 27.09.2012 27.10.2012 27.11.2012 27.12.2012 27.01.2013 27.02.2013 27.03.2013 27.04.2013 27.05.2013 27.06.2013 27.07.2013 27.08.2013 27.09.2013 27.10.2013

krabbamein ekki þessi lífshættulegi sjúkdómur. Þau eru ekki nógu gömul til að átta sig á því. Í bókinni eru lyfjakrakkar sem borða vondu frumurnar en stundum missa þau gleraugun sín og bíta í vitlausar frumur og það er þá sem hárið dettur af. Þetta er mjög flott bók. Hvað slysið varðar sagði ég þeim bara að pabbi hefði lent í slysi. Eldri guttinn spurði þá fyrst hvort hjólið væri ónýtt og stelpan spurði hvort pabbi hefði keyrt of hratt, sem reyndar er ekki hans stíll. Ég fór síðan ekki með þau til hans fyrr en hann var laus við barkaþræðinguna og búinn að vera í smá tíma á legudeild. Hann vildi ekki að þau væru með minningar um hann með vírana í munninum og upp á sitt versta. Hann er líka aðeins breyttur í útliti þannig að þau voru feimin fyrst.“ Þann 24. nóvember verða haldnir styrktartónleikar fyrir fjölskylduna á vegum kirkjukórs Lágafellssóknar. Áður hafa verið haldnir styrktarviðburðir og opnaður styrktarreikningur fyrir fjölskylduna. „Maður er bara alveg gáttaður. Mér þykir sérstaklega vænt um hugann á bak við svona . Það er ekki allir sem geta staðið fyrir viðburðum af þessu tagi. Við erum líka búin að fá mikið af kveðjum og hlýjum orðum. Það er svo mikið af flottu fólki sem er

Fjárfestingarsjóður sem fjárfestir að mestu í innlánum og nýtur betri vaxtakjara í krafti stærðar sinnar. Sjóðurinn hefur jafnframt heimild til að fjárfesta í víxlum, skuldabréfum og öðrum fjármálagerningum með ábyrgð íslenska ríkisins. Hentar vel í skammtímasparnað, laus með dags fyrirvara. Hægt að spara í sjóðnum frá 5.000 kr. á mánuði.

ÞÚ GETUR KEYPT Í SJÓÐNUM: Í síma 444 7000

Í netbanka Arion Banka

Í næsta útibúi Arion Banka

Stefnir hf. er sjálfstætt starfandi fjármálafyrirtæki sem rekur innlenda og alþjóðlega verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði fyrir einstaklinga og fagfjárfesta. Verðbréfaþjónusta Arion banka er söluaðili sjóða Stefnis. Ávöxtunartölur eru fengnar hjá Stefni hf. Árangur í fortíð er ekki örugg vísbending eða trygging fyrir árangri í framtíð. Vakin er athygli á að fjárfesting í hlutdeildarskírteinum sjóða er áhættusöm og getur fjárfesting rýrnað eða tapast að öllu leyti. Nánari upplýsingar um sjóðinn, þ.á.m. nánari upplýsingar um áhættu við fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum hans og fjárfestingarstefnu má finna í útboðslýsingu, og í útdrætti úr útboðslýsingu sjóðsins sem nálgast má á arionbanki.is/sjodir.


26

úttekt

Helgin 15.-17. nóvember 2013

Vinasetrið styður við fjölskyldur Einkunnarorð Vinaseturs eru gleði, traust og nánd. Setrið er samfélagslegt nýsköpunarverkefni þar sem börn og fjölskyldur þeirra fá stuðning og börnin dvelja reglulega yfir heila helgi. Vinasetrið er valkostur við stuðningsfjölskyldu þar sem börnin upplifa flest sem einkennir hefðbundið heimilislíf; elda kvöldmatinn saman, fara á söfn og eiga uppbyggjandi samskipti. Þar eru þó engar klukkur og stofan er undirlögð dýnum á gólfinu.

F

oreldrar og forsjáraðilar koma með börnin á föstudögum og sækja þau seint á sunnudögum. Þau sem koma reglulega er oft byrjað að hlakka til snemma í vikunni að fara í Vinasetrið. Það skiptir máli að allir nái hvíld, bæði barnið og fjölskyldan, og að það sé ný byrjun þegar þeir hittast á sunnudag,“ segir Hildur Björk Hörpudóttir, forstöðukona Vinaseturs. Þangað koma börn ýmist í gegn um félagsþjónustu, barnaverndarnefnd eða velferðarþjónustu. Til að komast í Vinasetrið þarf að vera búið að samþykkja að fjölskyldan hafi þörf fyrir stuðning og er það valkostur við stuðningsfjölskyldu. „Það eru margar mismunandi ástæður fyrir því að börn koma hingað. Það sem hefur komið okkur hvað mest á óvart er hversu margar fjölskyldur búa við lítið stuðningsnet,“ segir Silja Huld Árnadóttir, þroskaþjálfi og starfsmaður Vinaseturs. Þær Hildur, Silja og Díana Sigurðardóttir sálfræðinemi eru eigendur Vinasetursins og reka í sameiningu en allar hafa þær mikla reynslu af starfi með börnum. Vinasetrið er samfélagslegt nýsköpunarverkefni þar sem börn og fjölskyldur þeirra fá stuðning. Setrið er rekið með rekstrarleyfi frá Barnaverndarstofu, það er til húsa á Ásbrú í Reykjanesbæ en nákvæm staðsetning er ekki gefin upp. „Við viljum ekki að börnin séu á nokkurn hátt til sýnis. Hingað kemur bara fólk sem á erindi og truflun er ekki í boði. Það er hins vegar auðvelt að nálgast okkur í gegn um síma eða tölvupóst,“ segir Hildur. Þegar þær fóru að huga að staðsetningu fyrir Vinasetrið ákváðu þær fljótt að það hentaði ekki að vera í miðri Reykjavík. Þær ræddu við forsvarsmenn nokkurra sveitarfélaga í nágrenni höfuðborgarinnar en enginn sýndi verkefninu áhuga þar til þær ræddu við Árna Sigfússon, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, sem tók strax vel í hugmyndina og lagði inn gott orð fyrir þær hjá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, Kadeco, sem útvegaði þeim húsnæði.

Börn með mikla reynslu að baki

Börnin sem koma í Vinasetrið eru á aldrinum 4-12 ára og koma þau ýmist aðra hverja helgi eða eina helgi í mánuði. Þar er svefnaðstaða fyrir 15 börn í þremur fimm manna herbergjum. „Mörg barnanna sem hingað koma búa við erfiðar aðstæður. Þau hafa ekkert stuðningsnet og erfiðleikarnir geta verið til að mynda félagslegir eða fjárhags-

Díana Sigurðardóttir, Silja Huld Árnadóttir og Hildur Björk Hörpudóttir, rekstraraðilar Vinaseturs, á dýnugólfinu. Ljósmyndir/Hari

fjölskyldur endast að meðaltali í 4-6 mánuði, hvort sem það er af persónulegum ástæðum fjölskyldunnar eða vegna þess að fjölskyldan og barnið ná ekki saman. Þeim fannst því greinileg þörf fyrir val um faglegt langtímaúrræði þó misjafnt sé hversu lengi hvert barn þarf á stuðningsheimilinu að halda. Á Vinasetrinu bíður uppáhalds bangsinn og uppáhalds bækurnar við rúm hvers barns þegar það kemur í helgardvöl til að aðkoman sé sem heimilislegust.

legir. Það er mikið um einstæða foreldra sem eiga mörg börn og standa einir,“ segir Hildur. Sum börnin eiga foreldra sem eiga við vímuefnavanda að etja eða geðraskanir. „Mörg þessara barna hafa gríðarlega reynslu að baki. Sum þeirra sem hafa upplifað andlegt og líkamlegt ofbeldi, kynferðisofbeldi og horft upp á heimilisofbeldi. Stundum fara þau að tala um reynslu sína á kvöldin og við köllum það sögurnar í myrkrinu. Þeim finnst þá oft svo merkilegt að komast að því að það eru önnur börn sem hafa reynt það sama og þau. Skólafélagarnir þekkja ekki aðstæður þeirra og hafa ekki skilning á þeim. Það skiptir þau

miklu að geta talað við einhvern sem er í sömu sporum,“ segir Hildur. Sum börnin búa við aðstæður þar sem þau eru vannærð og sífellt svöng en á Vinasetrinu er alltaf nægur matur. „Það eru bara ekki öll börn vön góðu atlæti og finna að einhvern langar að hlusta á þau og eyða tíma með þeim. Auðvitað eru samt allir foreldrar að reyna sitt besta,“ segir hún. Vinasetrið opnaði apríl eftir að Hildur, Silja og Díana höfðu undirbúið það allan veturinn. Þær höfðu séð að ekki væru til staðar nægar stuðningsfjölskyldur fyrir þá sem á þurfa að halda, auk þess sem íslensk rannsókn sýndi að stuðnings-

Frí frá klukkunni

Auk þriggja herbergja, eldhúss og salerna er einskonar stofa nema hvað að þar eru bara dýnur á gólfinu, svokallað dýnugólf. „Hugmyndin á bak við þetta er að við vinnum með börnunum í þeirra hæð. Á dýnugólfinu má hoppa og dansa eða fara í slökun. Hér komast allir fyrir með sængurnar sínar. Við förum á dýnugólfið með sængurnar á kvöldin þegar við horfum á sjónvarpið og drögum þær með okkur á morgnana þegar við erum enn á náttfötunum. Þetta gefur okkur líka færi á að mynda betri tengsl við barnið. Við höldum í hendurnar á krökkunum á meðan við horfum á mynd og strjúkum yfir hárið á þeim. Sum börn fara í fyrstu undan í flæmingi því þau eru ekki vön nánd. Við tölum

líka hlýlega til þeirra og ég man eftir því þegar eitt barnið spurði undrandi „Af hverju ertu alltaf að segja „ástin mín“ og „elskan mín“? Þetta er þá eitthvað sem sum barnanna eru ekki alin upp við. Stundum finnst þeim þetta skrýtið í byrjun en síðan fara þau sjálf að leita eftir hlýju og biðja um faðmlag. Þá er það líka hluti af vinnunni að kenna þeim að biðja um faðmlag á viðeigandi hátt,“ segir Hildur. Eitt af því sem einkennir Vinasetrið er tímaleysið. Þar eru engar klukkur, engar tölvur, engir símar og engar sjónvarpsrásir. „Þetta er frí frá klukkunni. Við borðum bara þegar við erum svöng og förum að sofa þegar við erum þreytt,“ segir Hildur. Með þessu minnkar sú streita að binda sig við tímasetningar. Þær viðurkenna að þær kíki nú stundum á klukkuna í leyni til að þau endi ekki með því að elda kvöldmat klukkan tíu um kvöld og fari að sofa um miðja nótt. „Þeim finnst tímaleysið vera mikið ævintýri. Þau halda stundum að þau séu að fara að sofa klukkan eitt á nóttunni. Ég man líka eftir því einu sinni þegar allir elstu krakkarnir voru sofnaðir korter yfir níu,“ segir hún.

Dala-Brie er kominn i nýjar umbúðir og er enn jafngóður a agðið. L júfur og mildur hvítmygluostur sem hentar við ö tækifæri.

HV ÍTA HÚ S IÐ / S ÍA

++++++++++++++++++++++++++++

F lour úr Dölunum

++++++++++++++++++++++++++++

++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++

++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++


úttekt 27

Helgin 15.-17. nóvember 2013

Á Vinasetrinu gengur helgin eins og hún myndi gera hjá hefðbundinni stórfjölskyldu. „Á föstudögum búa öll börnin til eigin pizzu. Á laugardagskvöldum erum við með kertaljósakvöldverð. Þá reynum við að gera fínan mat. Þau hafa beðið um að við eldum lambalæri en það sem þau eru hrifnust af eru hakk og spaghettí sem okkur finnst meira svona mánudagsmatur,“ segir Silja. Krökkunum finnst mjög gaman að taka þátt í matargerðinni. Þau baka líka og koma jafnvel með uppskriftir af uppáhaldskökunni sinni. „Sumum finnst mjög merkilegt að fá að brjóta egg því við erum ekkert að stressa okkur á hvort það kemur smá skurn með. Við plokkum hana þá bara úr,“ segir Silja. Allir ákveða saman hvað er gert yfir daginn, oft er farið í sund, á Víkingasafnið, í Skessuhelli eða einfaldlega bara út á leikvöll. „Þjóðleikhúsið bauð okkur á sýningu á Dýrunum í Hálsaskógi og það var mjög gaman. Í þeirri ferð var 12 ára drengur sem hafði aldrei farið í leikhús. Hann var í fyrstu mjög stressaður og við þurftum að útskýra fyrir honum hvað leikhús var. Fyrir mörg þessara barna er mikil upplifun að fara í leikhús, bíó eða á skyndibitastað því á þeirra heimili eru ekki til peningar til að gera svona lagað, sérstaklega ekki þegar það eru mörg börn á heimilinu,“ segir Díana. Meðal þess sem þær hafa unnið með á Vinasetrinu er ótti sumra barna við karlmenn. „Þetta eru börn sem hafa upplifað heimilisofbeldi eða að karlmenn hafa verið mjög fjarlægir í þeirra lífi. Þau sjá karlmenn sem ákveðna ógn og tengja ekkert gott við þá, líta hreinlega á þá sem vondar verur,“ segir Hildur. Silja bendir á að þarna hafi einnig verið drengur sem óttaðist konur. „Það var mikil áskorun fyrir okkur að sýna þeim dreng okkar allra bestu hliðar. Hann leit á konur sem hræðilegar og vondar, og fannst mæður alveg skelfilegar. Síðan er líka eitt barn sem vill ekki vera nálægt ömmum. Þessi börn koma hingað með stóra bakþoka fulla af reynslu,“ segir hún. Um næstu helgi hefur fyrsti karlmaðurinn störf hjá Vinasetrinu og verður því til tækifæri til að vinna með ótta þeirra barna sem hræðast karlmenn. „Börn þurfa að upplifa að karlmaður geti verið skemmtilegur og sé til staðar þegar þau mæta hingað. Þau þurfa að fá sem réttasta mynd af veröldinni og fari út í lífið vitandi að það er hægt að stóla á fullorðna einstaklinga hvort sem þeir eru karlmenn eða konur,“ segir Hildur.

in eiga ekki vini og kunna ekki að nálgast jafnaldra sína. Þau eignast sum vini hér og mynda tengsl sem er þeim dýrmætt,“ segir hún. Vinasetrið á sér enga fyrirmynd, hvorki hér á landi né erlendis svo þær viti til. Það er fjármagnað með samningum við félagsþjónustuna og barnaverndarnefndir og er ekki rekið í gróðaskyni. Þeim hefur reynst erfitt að sækja um styrki, bæði því þessi tegund af nýsköpun passar illa inn í skilgreinda flokka og svo því að fyrirtæki veigra sér við að styrkja félag sem ekki getur auglýst styrkveitingarnar. Vinasetrið hefur þó fengið bakpoka frá Símanum, mynddiska frá Myndformi og kynningarbæklinga frá Odda.

„Annars höfum við bara hreinsað út úr geymslum hjá vinum og ættingjum. Ég held að fólk hætti bráðum að svara okkur,“ segir Hildur hlæjandi en meðal þess sem þau hafa fengið frá vinum eru ýmisskonar spil og leiktæki. Fyrst og fremst er áherslan lögð á að vinna náið með fjölskyldunni og félagsþjónustunni. „Þetta hefur gengið mjög vel og okkur hefur tekist að mynda traust. Við sjáum að það er þörf fyrir Vinasetur annars staðar á landinu og einnig fyrir börn sem eru eldri en 13 ára. Vonandi verður hægt að veita þá þjónustu þegar fram í sækir,“ segir Hildur. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

Á dýnugólfinu eru allir í sömu hæð. Þar má hoppa, rúlla sér eða bara slaka á.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 2 8 7 5

Kertaljósamatur á laugardögum

Öflugi sportjeppinn Mercedes-Benz GLK er ríkulega búinn og einstaklega öflugur sportjeppi. Hann er búinn hinu háþróaða 4MATIC aldrifskerfi sem tryggir framúrskarandi aksturseiginleika og aukinn stöðugleika, jafnt á bundnu sem óbundnu slitlagi. 4MATIC er ávallt virkt og bregst strax við breyttum akstursaðstæðum, t.d. mikilli úrkomu, ísingu eða snjó. Dráttargetan er heil 2.400 kg og hann eyðir aðeins 6,1 l/100 km í blönduðum akstri. Hjá Öskju á Krókhálsi 11 bíður þín glæsilegur GLK til sýnis og reynsluaksturs.

Hreinsuðu geymslur hjá vinunum

Þær fóru í gegn um þykkan bunka starfsumsókna og völdu vandlega úr enda gera þær miklar kröfur til starfsfólks. Auk þess er það mikil skuldbinding að vera í Vinasetrinu heila helgi þar sem engin vaktaskipti eru. Það er samt hluti af því að líkja eftir hefðbundnu fjölskyldulífi. „Um daginn vaknaði einn strákurinn snemma og ég fór líka á fætur og borðaði með honum morgunmat. Hann var mjög hissa á því að ég kæmi með honum. Þau eru ekki öll vön því að fullorðnir sýni áhuga á því að vera með þeim, borða með þeim morgunmat og horfa með þeim á barnatímann,“ segir Silja. „Sum þessara barna eru nánast sjálfala. Það eru krakkar allt niður í 7 ára sem pakka sjálfir niður áður en þau eyða helginni hér. Svo eru líka börn sem hafa farið í fóstur og það getur verið erfitt fyrir þau og foreldra þeirra að venjast þessu. Foreldrar óttast að barnið verði tekið og barnið á erfitt með að venjast nýjum stað. Við vinnum þá með þeim í aðskilnaðarkvíða. Sum börn-

Mercedes-Benz GLK 220 CDI með 7 þrepa 7 G-TRONIC PLUS sjálfskiptingu. Verð frá 7.590.000 kr.

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi

Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook


28

viðtal

Helgin 15.-17. nóvember 2013

Hvernig drukknar maður með börnum sínum? Árið 1944 héldu hjónin Sigrún Briem og Friðgeir Ólason heim til Íslands ásamt börnunum sínum þremur. Að baki var viðburðarík fjögurra ára Ameríkudvöl. Ungu hjónunum var þó ekki ætlað að ná Íslands ströndum á ný. Þau sigldu með Goðafossi sem þýskur kafbátur grandaði skammt undan Garðskaga 10. nóvember og Sigrún og Friðgeir fórust ásamt börnum sínum. Sigrún Pálsdóttir rekur sögu þeirra hjóna og hörmuleg örlög í bók sinni Sigrún og Friðgeir – Ferðasaga og byggir á bréfum og dagbók hjónanna. Ferðasögunni lýkur með þessari hinstu hugsun Friðgeirs: „Hvernig drukknar maður með börnum sínum?“

H

jónin Friðgeir Ólason og Sigrún Briem voru svo sannarlega tákn um bjartar vonir íslenskra læknavísinda þegar þau stigu um borð í Goðafoss 1944 eftir viðburðarík fjögur ár í Ameríku. Hann var kominn með doktorspróf frá Harvard og hún búin að ljúka kandítatsárinu sínu. Þegar þau héldu utan 1940 áttu þau einn son en nú voru börnin orðin þrjú og tímabært að setjast að heima á Íslandi. Þangað náði fjölskyldan þó aldrei þar sem þýskur kafbátur sökkti Goðafossi í mesta manntjóni Íslendinga á einum degi. Með Goðafossi fórust 24, þar á meðal Sigrún, Friðgeir og börn þeirra, en 19 var bjargað. Sigrún Pálsdóttir hefur nú skráð örlagasögu hjónanna í bókinni Sigrún og Friðgeir – Ferðasaga en frásögn sína byggir hún fyrst og fremst á bréfum Sigrúnar og Friðgeirs til foreldra Sigrúnar og dagbók sem þau skrifuðu saman en hjónin voru ákaflega samlynd og samstíga í öllu sem þau gerðu. „Ég þekkti söguna náttúrlega eins og svo margir,“ segir Sigrún þegar hún er spurð hvað varð til þess að hún ákvað að skrifa sögu ungu læknishjónanna. „„En svo erfði ég eiginlega þessi bréf og dagbókina þeirra í Ameríku og það

Hjónin eyddu fjórum ævintýralegum árum í Bandaríkjunum en áttu ekki eftir að komast aftur heim.

var nú svona helst ástæðan fyrir að ég skrifaði þessa sögu en ekki einhver annar.“ Sigrún leitaði fanga víðar og fékk heimildir úr fleiri áttum. „Svo fékk ég reyndar heimildir annars staðar frá líka, bréf frá Sigrúnu til vinkonu sinnar Ragnheiðar Hansen á Djúpavík sem tók elsta son þeirra hjóna í fóstur þegar þau sigldu út haustið 1940. Friðgeir kemur svo til Íslands ári síðar til að sækja drenginn. Það er önnur söguleg og dramatísk sjóferð.“ Sigrún hefur áður sett sig í spor fólks úr fortíðinni en 2010 sendi hún frá sér bókina Þóra biskupsdóttir og raunir íslenskrar embættismannastéttar og hlaut mikið lof fyrir. „Þetta eru geysilega efnismiklar heimildir en mjög ólíkar þeim sem ég vann með í síðustu bók minni. Sigrún og Friðgeir eru svona „action“ menn, texti þeirra er blátt áfram og skýr, en auðvitað setja sögulegar heimildir manni alltaf ákveðnar skorður þegar maður stundar svona frásagnarsagnfræði eins og ég geri, og maður er auðvitað svolítið heftur þegar kemur að þeirri persónusköpun sem ritun ævisagna óneitanlega er. Ramminn utan um þessa sögu er þó ferðin og þetta er í raun ferðalag í fleiri en einum skilningi. Í bókinni legg ég til dæmis mikið upp úr þeirri breytingu

sem verður á lífsafstöðu Sigrúnar og Friðgeirs á þessum árum.“

Hinir fullkomnu jafningjar

Dvöl þeirra í Bandaríkjunum hefst í Harlem í New York. Frá New York fara þau til Winnipeg, svo aftur til New York og þaðan til Nashville, en enda í Boston þar sem Friðgeir lýkur doktorsprófi sínu í heilbrigðisfræði. Og þá halda þau heim, komin með þrjú börn. Ferð Sigrúnar og Friðgeirs var ekkert einsdæmi á þessum árum, eins og Sigrún bendir á: „Íslendingar hafa alltaf verið alls staðar og það var heilmikið af Íslendingum í námi erlendis á þessum árum, meðal annars í New York, enda verða Bandaríkin ákjósanlegur áfangastaður á þessum tíma þegar Evrópa lokast. Það sem er einstakt við ferð þeirra er að þau eru bæði í námi með þrjú börn., Það var heilmikið mál að vera í námi og sinna heimili og börnum á þessum tíma í Bandaríkjunum þegar enga hjálp var að fá. Konur sem áður sinntu slíku eru komnar inn í verksmiðju að búa til hergögn.“ Að einhverju leyti verður þetta til þess að þau ákveða að snúa heim á þeim tímapunkti sem raun varð á, en þarna verða líka ákveðin þáttaskil í sögunni, eða eins og ég nefndi áðan þá breytast áherslur, það slaknar aðeins á þessum mikla metnaði sem við kynnumst í upphafi sögunnar. Þegar Sigrún hefur eignast þriðja barnið segist hún einfaldlega ekki ætla að vinna úti næstu fimm árin, hún ætlar bara að vera móðir. Og Friðgeir virðist ganga í gegnum eitthvað svipað, fær efasemdir um vísindastörf sín og er stoltari af hlutverki sínu sem faðir. Hann er reyndar mjög áhugaverð persóna að þessu leyti, hann tekur alltaf mikinn þátt í uppeldi barna sinna og sinnir heimilisstörfunum af meiri kappi en maður hefði getað ímyndað sér svona fyrirfram. Kannski kom það af sjálfu sér því þau eru auðvitað fullkomnir jafningjar. Það er reyndar margt í þessari sögu sem afsannar kunnuglegar myndir stórsögunnar, ekki bara hvað varðar samskipti kynjanna heldur ýmislegt sem tengist átökum ófriðarins.“

Feigðarförin

Svona lét sjórinn þegar hjónin voru að fara um borð í björgunarbátana.

Þegar Sigrún og Friðgeir stíga um borð í Goðafoss hefur Sigrún ekki lengur

Skipið sekkur á einhverjum sex mínútum og þetta eru alveg rosalega vel skráðar fimm – sex mínútur í sögunni.

heimildir til að styðjast við. „Þegar nálgast heimferðina hægi ég á frásögninni með stuttum köflum en heimferðin sjálf er síðan lengsti kaflinn í bókinni, og ég lýsi henni nokkuð nákvæmlega þótt sögupersónur mínar séu mér svo að segja horfnar því heimildir ná ekki lengra.“ Hins vegar er enginn skortur á heimildum um árásina á Goðafoss. „Skipið sekkur á einhverjum sex mínútum og þetta eru vægast sagt vel skráðar fimm, sex mínútur í sögunni. Vandinn sem ég stóð frammi fyrir var sá að lýsa atburðarásinni með fjölskylduna í brennidepli en einnig að spinna einn þráð úr öllum þeim ólíku frásögnum sem til eru um þessa sjóferð, og þá sérstaklega eftir að tundurskeytið skellur á skipinu. Mesti vandinn var þó auðvitað sá að lýsa þessum hræðilegu endalokum án þess að missa sig út í tilfinningasemi. Þar r er alltaf fín lína bæði í skáldskap og fræðum.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is

Sigrún Pálsdóttir erfði sendibréf og dagbók hjónanna Sigrúnar og Friðgeirs og rekur út frá þeim gögnum ferðasögu hjónanna sem lauk með skelfingu þegar þau og börnin þeirra þrjú fórust með Goðafossi. Ljósmynd/Hari.


EINFALT

AÐ SKILA EÐA SKIPTA

Hagkaup býður upp á 50.000 vörutegundir og því er auðvelt að finna gjöf við allra hæfi. Munið að biðja um skilamiða.

á tilboÐI um helginA: TilboÐ á vöLdum bókum 30%

4.199

íslenskir tóNlisTArdAgar

20% afsláttur af allri íslenskri tónlist

AfSláTtur

AugnAblIk

20% afsláttur af EGF augnablik

kr

EGF Augnablik er NÝTT endurnærandi og frískandi gel sem er sérstaklega þróað fyrir húðina í kringum augun.

5.240kr uPphAflEgt vErÐ

7.498kr

Gildir til 17. nóvember

Gildir til 17. nóvember

Gildir til 20. nóvember


30

fréttaskýring

Helgin 15.-17. nóvember 2013

7. hluti Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm

Yfirvöld verða að trúa okkur

Á tæpum áratug hefur sérfræðingum í nýrnalækningum á Landspítalanum fækkað um helming og ekki tekst að ráða í lausar stöður. Enginn sótti um þegar auglýst var fyrir skömmu. Yfirlæknir hefur verulegar áhyggjur af næstu mánuðum og vill aðgerðir strax. Hann segir að yfirvöld verði að trúa heilbrigðisstarfsfólki þegar það lýsi áhyggjum sínum af ástandinu á spítalanum.

V

ið þurfum yfirlýsingu heilbrigðisyfirvalda um að viðreisnin sé hafin, yfirlýsingu um að nú sé hafið stórátak til að snúa þessari neikvæðu þróun við, það er nauðsynlegt svo að þeir sem eiga í hlut skilji að það sé eitthvað á sjóndeildarhringnum,“ segir Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga á Landspítala, um ástandið á spítalanum. Mikil fækkun hefur orðið í röðum nýrnalækna spítalans á undanförnum árum. Stöðugildin eru nú liðlega 3 en voru sex árið 2004. „Á sama tíma hafa verkefnin aukist jafnt og þétt. Sjúklingum sem njóta meðferðar vegna nýrnabilunar á lokastigi hefur fjölgað mikið, en hún felst í blóðhreinsunarmeðferð (skilun) annars vegar og ígræðslu nýra hins vegar. Sem dæmi má nefna að í ársbyrjun 2004 voru 70 íslenskir sjúklingar með starfandi ígrætt nýra en nú eru þeir 152. Það hefur ekkert breyst í starfsemi deildarinnar þrátt fyrir mannekluna. Við höfum ráðið til okkar duglegan deildarlækni og það hefur hjálpað mikið. Svo reynum við að leggja enn harðar að okkur til þess að láta þetta ganga upp. Það gengur hins vegar ekki til lengdar þannig að það er ljóst að aðgerða er þörf strax,“ segir Runólfur. „Annars óttast ég að fleiri hætti,“ segir hann. „Langtímamarkmiðið er nýr spítali en það dugir ekki til, við þurfum að lifa af þangað til enda ekki ljóst hvenær nýtt sjúkrahús verður komið í gagnið. Við þurfum aðgerðir strax sem hafa þau áhrif að allir starfsmenn spítalans séu tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að snúa þróuninni við, þurfum viðreisn sem þýðir þá líka að botninum sé náð,“ segir Runólfur

Áhyggjur af næstu mánuðum Sérfræðingar hafa ýmist farið í launalaust leyfi til árs eða minnkað við sig starfshlutfall. Að sögn Runólfs eru skýringarnar þær að læknarnir telja vinnuaðstöðuna á Landspítalanum ekki boðlega og vinnuálag óhóflegt. Þá hafi starfsþróunarmöguleikar margra sérfræðilækna verið afar takmarkaðir og ekki verið hlúð nægilega að læknum eða öðru starfsfólki. „Við höfum auglýst eftir sérfræðingum í nýrnalækningum en enginn hefur sótt um,“ segir Runólfur. Hann segist hafa áhyggjur af næstu mánuðum. „Bregðast þarf við á kröftugan hátt, að minnsta kosti með yfirlýsingu um að samstaða sé um að ráðast í stórátak. Annars óttast ég að hlutirnir fari á verri veg innan fárra mánaða, manneklan er slík. Við stöndum mjög tæpt, það er reyndar misjafnt eftir sviðum en innan lyflækningasviðs er ástandið þannig að ekkert má út af bregða,“ segir Runólfur. „Kannski er stærsta málið að viðurkenna opinberlega að gríðarlegt vandamál sé fyrir hendi. Það er engin lausn að fara í málalengingar um að fólk sé eftir sem áður að fá góða þjónustu og að við séum með þjónustu á heimsmælikvarða í ýmsum málaflokkum, það er fljótt að dala,“ segir hann. „Árangurinn sem ráðamenn státa sig af má rekja til fyrri tíma. Þeir verða að gera sér grein fyrir að afleiðingarnar af því ástandi sem er uppi núna koma ekki fram fyrr en síðar, t.d. hvað snertir meðferð krabbameinssjúklinga. Það sem gæti hent strax er einkum aukin tíðni mistaka í tengslum við meðferð bráðveikra. Hitt tekur lengri tíma að koma í ljós. Yfirvöld verða að trúa okkur þegar við segjum að starfseminni hér sé verulega ábótavant. Við erum ekki að tjá okkur um þessi mál vegna pers-

„Það sem gæti hent strax er einkum aukin tíðni mistaka í tengslum við meðferð bráðveikra. Hitt tekur lengri tíma að koma í ljós. Yfirvöld verða að trúa okkur þegar við segjum að starfseminni hér sé verulega ábótavant,“ segir Runólfur Pálsson yfirlæknir.

Jólavörurnar eru komnar öt Jólarúmf

Dúkar -

Íslensku

jólasvein

arnir

tréð

Jólaskraut á jóla

Lín Design Laugavegi 176 & Glerártorgi Akureyri Sími 533 2220 www.lindesign.is

Ís

hö len nn sk un


ónulegra hagsmuna eða hagsmuna læknastéttarinnar. Við erum að ræða um hagsmuni sjúklinga og þjóðarinnar,“ segir hann.

Afrakstur áralangs niðurskurðar Runólfur segir að ástandið á Landspítala sé afrakstur áralangs fjársveltis, það sé ekki eingöngu tilkomið vegna mikils niðurskurðar eftir hrun, niðurskurðurinn hafi löngu verið hafinn og í raun hafi aldrei verið nægilegu fé verið veitt til starfsemi Landspítalans frá því sjúkrahúsin í Reykjavík voru sameinuð í eitt háskólasjúkrahús árið 2000. En auknar fjárveitingar munu duga skammt nema önnur úrræði fylgi með. Fyrst og fremst þarf að nýta vel þá fjármuni sem veittir eru til spítalans eins og stjórn-málamenn hafa ítrekað bent á en til að það sé unnt þarf að byggja fjármögnun rekstrarins á umfangsmikilli kostnaðargreiningu líkt og í mörgum öðrum löndum og fyrirbyggja sóun sem m.a. stafar af útgjöldum er hljótast af viðhaldi úreltra bygginga og ófullkomins tækjakosts. „Landspítali hefur aldrei haft aðbúnað í líkingu við það sem þekkist á háskólasjúkrahúsum í öðrum löndum. Þá á ég ekki bara við aðstöðu lækna, heldur allra starfsmanna, og nær það til vinnuaðstöðu, tækjakosts og ýmis konar stuðningsþjónustu. Það þarf að endurskipuleggja alla starfsemi sjúkrahússins,“ segir hann. Þá þarf að hyggja sérstaklega að háskólahlutverki spítalans sem er ein öflugasta mennta- og vísindastofnun landsins. Sérstaklega er mikilvægt að styrkja tengslin við Háskóla Íslands. Runólfur segir að læknar sem hafi starfað á Landspítalanum lungann úr sinni starfsævi líkt og hann sjálfur, hugsi sér ef til vill til hreyfings á síðari hluta hennar. „Ég hygg að læknar á miðjum aldri gætu hugsað sem svo að þeir séu búnir að leggja sitt af mörkum en vilji ekki eyða öllum sínum starfsferli við þessar aðstæður,“ segir hann. „Eftir því sem fleiri hætta versnar ástandið hjá þeim sem eftir eru. Það skapast vítahringur. Eins og stendur tekst okkur að halda uppi viðunandi þjónustu við sjúklinga, en um leið og þjónustan verður lakari en læknar geta sætt sig við skapast tilefni til að fara eitthvert annað því enginn vill vera ábyrgur fyrir slíku,“ segir hann. „Við verðum að fá lækna heim að loknu sérfræðinámi en það er ekki síður mikilvægt að fá ungu læknana um borð á ný,“ segir Run-

ólfur og bætir við að nauðsynlegt sé að blása til sóknar í framhaldsnámi í lyflækningum á Landspítala. „Hér hefur verið völ á að taka fyrstu þrjú árin í framhaldsnámi í lyflækningum en frekara nám fer svo fram erlendis. Sé allt með felldu hér höfum við fulla burði til að veita framhaldsmenntun í almennum lyflækningum sem er sambærileg við það sem gerist á erlendum háskólasjúkrahúsum. Engin eftirspurn er eftir náminu hér því unglæknar telja námsaðstöðuna ekki boðlega þar sem gífurlegt vinnuálag og mannekla stendur í vegi fyrir því að hægt sé að skapa eðlilegt jafnvægi milli vinnu og menntunar en það er forsenda slíks framhaldsnáms,“ segir hann. „Við þurfum stuðning við það svo við getum gert þetta nám eftirsóknarvert. Þetta er grundvallaratriði sem varðar framtíð íslenskrar læknisfræði. Fyrir það fyrsta eru ungir læknar í framhaldsnámi mjög mikilvægur hlekkur í læknisþjónustu sjúkrahúss á borð við Landspítala. Það er mjög óheppilegt að byggja þjónustuna nær alfarið á reyndum sérfræðilæknum. Ungir læknar sem hefja sitt framhaldsnám hér brúa bilið sem skapast óhjákvæmilega vegna fjarveru lækna er stunda sérfræðinám erlendis. Þá gegna ungir læknar í framhaldsnámi þýðingarmiklu hlutverki við handleiðslu yngri

PIPAR\TBWA • SÍA • 132503

Helgin 15.-17. nóvember 2013

Öflug fjáröflun fyrir hópinn Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins

Hafið samband við sölumenn Rekstrarlands og leitið tilboða. Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf.

Skeifunni 11 | Sími 515 1100

Framhald á næstu opnu

www.rekstrarland.is

Hótel Sögu 22. nóvember

Ýtt úr vör

kl. 8:30 - 12:00

Opnunarráðstefna nýrra samstarfsáætlana ESB

Horizon 2020 | Erasmus+ | Creative Europe 8:30  Ný kynslóð samstarfsáætlana ESB 2014 - 2020 Horizon 2020 rannsókna- og nýsköpunaráætlun Erasmus+ mennta-, æskulýðs- og íþróttaáætlun Creative Europe kvikmynda- og menningaráætlun Opnunarávarp Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra European Programmes 2014 - 2020 Jan Truszczynski, Director General, DG Education and Culture, European Commission Rannís og samstarfsáætlanir ESB Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís Fyrirspurnir Fundarstjóri: Ásta Magnúsdóttir, ráðuneytisstjóri, mennta- og menningarmálaráðuneyti 9:50  Kaffihlé 10:10  Kynning á nýjum samstarfsáætlunum ESB: Horizon 2020

Erasmus+

Creative Europe

Salur: Katla

Salur: Hekla

Salur: Esja

Denise Heiligers, DG Research and Innovation

Jan Truszczynski, DG Education and Culture

Susanne Ding, DG Education and Culture

Morten Möller, ICT Unit, DG Research and Innovation

Ágúst H. Ingþórsson og Anna R. Möller, forstöðumenn Landskrifstofa menntáætlunar og Evrópu unga fólksins

Ragnhildur Zoëga og Sigríður Margrét Vigfúsdóttir, Creative Europe Desk

Mario Roccaro, Marie Sklodowska Curie, DG Education and Culture Aðalheiður Jónsdóttir, kynningarstjóri Rannís Fundarstjóri: Elísabet Andrésdóttir, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rannís

Fundarstjóri: Arnór Guðmundsson, skrifstofustjóri menntamála, mennta- og menningarmálaráðuneyti

11:45  Létt hádegissnarl fyrir gesti opnunarráðstefnu

Betri melting

Fæst í næstu verslun Nánar á www.heilsa.is

Fundarstjóri: Karitas Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála, mennta- og menningarmálaráðuneyti


32

fréttaskýring

Helgin 15.-17. nóvember 2013

7. hluti

Friðbjörn Sigurðsson, yfirlæknir almennra lyflækninga

Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm lækna og læknanema. Loks styður blómlegt framhaldsnám við nýliðun sérfræðilækna. Það háir okkur mjög að framhaldsnámið í lyflækningum hefur molnað í sundur og gerir það meðal annars að verkum að sérfræðilæknar geta ekki hugsað sér að vinna hér. Við verðum að setja Landspítalann í samhengi við önnur háskólasjúkrahús svo hægt sé að skilja það sem hér er í gangi. Hér hefur því miður ríkt ráðaleysi um langa hríð og ekki verið brugðist við aðsteðjandi vanda. Innra skipulag og starfsemi stofnunar eins og Landspítala þarf að endurskoða reglulega til að mæta

Auglýsum eftir þjóðarsátt um heilbrigðiskerfið

Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga á Landspítalanum, óttast að hlutirnir fari á enn verri veg innan fárra mánaða verði ekkert að gert, manneklan sé slík. Ljósmynd/Hari

Nýrnalækningar á Íslandi Alls eru 70 sjúklingar í skilunarmeðferð. Fjöldi nýrnaígræðslna hefur verið 13 á ári að meðaltali, þar af 8 ígræðslur nýrna frá lifandi gjöfum hér á Landspítala og 5 frá látnum gjöfum á Sahlgrenska-háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg. Þeir sem gangast undir ígræðslu í Gautaborg koma heim um viku síðar og er umsjón meðferðar þeirra í höndum nýrnalækna Landspítala eftir það.

Heimsóknir á göngudeild nýrnalækninga hafa verið um 2000 á ári. Auk þeirra eru sjúklingar á legudeild og nýrnalæknar veita jafnframt ráðgjöf vegna nýrnasjúkdóma og skyldra vandamála á öðrum legudeildum Landspítala og til annarra heilbrigðisstofnana á Íslandi, þar á meðal til Heilsugæslunnar. Lítið framboð er á þjónustu nýrnalækna á Íslandi utan Landspítala.

Þegar vandi lyflækningasviðs var sem mestur, í september síðastliðnum, kynntu heilbrigðisráðherra og forstjóri spítalans aðgerðaáætlun til að bæta stöðu lyflækningasviðs. Í kjölfarið var Friðbjörn Sigurðsson skipaður tímabundið sem yfirlæknir almennra lyflækninga sem fer fyrir starfshópi sem skila mun tillögum um úrbætur á starfsemi lyflækningasviðs þann 30. nóvember næstkomandi. „Margra ára niðurskurður hefur þrengt svo að starfsemi spítalans að hún er nú komin í þrot og eru lyflækningar sú eining sem hefur tekið stærsta skellinn,“ segir Friðbjörn. „Sérhæft starfsfólk hefur gefist upp og leitað annað eftir vinnu, unglæknar ráða sig ekki til starfa vegna óhóflegrar vaktabyrði, tæki eru úr sér gengin og húsnæðið er lélegt. Nemar í heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands geta ekki hugsað sér að Landspítali verði þeirra framtíðarvinnustaður. Almenningi er allt þetta ljóst en þykir væntanlega hryggilegt að þessi staða var fyrirséð,“ segir Friðbjörn. „Nú er ef til vill búið að ræða nóg um vandann og menn ættu nú að snúa sér að því að leysa hann. Það er einmitt hlutverk nefndarinnar sem ég er í forsvari fyrir að koma með tillögur þar að lútandi,“ segir hann. „Við munum skoða hvernig skipulagi almennra lyflækninga á Landspítalanum verði best háttað og hvað þurfi til þess að snúa málum við, þannig að aftur verði eftirsóknarvert að vera í framhaldsnámi á spítalanum. Einnig þarf að líta til þess hvernig laða megi lækna sem lokið hafa sérnámi sínu erlendis aftur heim,“ segir Friðbjörn. „Sum úrlausnarefni snúast um peninga en önnur ekki,“ segir hann. „Við erum til að mynda að skoða mannafla innan lyflækninga og skoða framleiðnina á einstökum einingum þeirra út frá tölum frá hagdeild sjúkrahússins. Við erum að vonast til að geta lagt fram tillögur um hvernig hófleg vinna lækna verði skipulögð,“ segir Friðbjörn.

Mikil vinna fer ofan í skúffu

„Á undanförnum árum hafa margir komið að vinnu um hvernig megi bæta Landspítala. Sjúkrahúsið býr nefnilega yfir ótrúlegum mannauði. Því miður fer mikið af þessari góðu vinnu niður í skúffu og gleymist, þar sem allur kraftur sjúkrahússins fer í að leysa hvernig eigi að mæta niðurskurði á fjárveitingum eða leysa óvæntar uppákomur. Til að mynda var nefnd að störfum um hvernig spítalinn ætti að starfa á nóttunni og var þar litið til reynslu Breta. Nefndin lauk störfum fyrir tveimur árum en ekkert var gert með niðurstöðuna. Við erum nú að dusta rykið af þeirri góðu vinnu. Það skiptir t.d. lykilmáli fyrir framhaldsnám lækna á sjúkrahúsinu að þurfa ekki að binda

Friðbjörn Sigurðsson yfirlæknir almennra lyflækninga.

á annan tug unglækna í næturvinnu á hverjum tíma, auk þess að missa enn fleiri úr dagvinnu af því að þeir eru að fara eða koma af næturvakt. “ „Annað sem við erum að skoða er Landspítalann sem háskólasjúkrahús, það eina með það hlutverk á landinu. Það eru vissar skyldur sem snúa að slíku sjúkrahúsi, þ.e. þjónusta við sjúka, menntun heilbrigðisstarfsmanna og stundun rannsókna. Engan þessara þriggja þátta má vanrækja, að öðrum kosti molnar háskólasjúkrahúsið innan frá. Þó við segjum oft að þessi störf séu samtvinnuð þarf að skilgreina betur skiptingu starfa í klínískri þjónustu, kennslu og rannsóknum. Það er mikið verk fyrir höndum nú, en Landspítalamenn munu verða öflugir í að byggja upp innviði sjúkrahússins á ný, fái þeir umboð til þess“ segir hann. Friðbjörn segir tvennt standa upp úr í vinnu nefndarinnar hingað til. „Það kemur æ betur í ljós hversu stór hluti vandræða Landspítala stafar af óhentugu húsnæði. Forsenda sameiningar spítalanna fyrir rúmum 13 árum var að koma spítalanum undir eitt þak. Ekkert bólar hins vegar á nýjum spítala og er líklegt að það verði nú skoðað af fullri alvöru að raða upp í húsin á nýtt þannig að öll bráðastarfsemi verði á einum stað. Það er þó ljóst að slíkar tilfæringar verða ófullnægjandi og verulega kostnaðarsamar,“ segir Friðbjörn. „Þá rekumst við endurtekið á það hversu mikilvægt það er að fá fullvissu um það frá stjórnvöldum að nú sé botninum náð. Enn er mörgum ekki ljóst hvort við eigum von á því að heilbrigðiskerfið eigi eftir að sökkva dýpra. Þetta skiptir sköpum varðandi það hvort fólk vilji vinna á Landspítala. Það er skortur á heilbrigðisstarfsfólki víða á Vesturlöndum og hafa Íslendingar í þessum geira verið eftirsóttir vegna menntunar sinnar og færni. Það er því lykilatriði að skýr skilaboð komi frá ráðamönnum um að viðreisn Landspítala sé hafin. Við auglýsum því eftir þjóðarsátt um heilbrigðiskerfið,“ segir Friðbjörn.

Það er því lykilatriði að skýr skilaboð komi frá ráðamönnum um að viðreisn Landspítala sé hafin.


við erum 33

Helgin 15.-17. nóvember 2013

Yfirlæknir á lyflækningasviði segir yfirvöld hafa vanrækt að bregðast við vanda sptítalans.

breytingum á þörfum sjúklinga og samfélags,“ segir Runólfur.

Hann segir að endurskoða þurfi alla starfsemi spítalans í takt við breytta þörf sem sprottið hefur upp úr breyttri samfélagsgerð. Öll heilbrigðiskerfi vestrænna ríkja séu að fást við það sama: eldri þjóð með aukna byrði vegna langvinnra sjúkdóma. Því hefur víða verið brugðist við með aukinni áherslu á þjónustu almennra lyflækninga fremur en að byggja alfarið á sérhæfðri læknisþjónustu. „Þessi hugmyndafræði er á byrjunarreit hér og hefur jafnvel mætt andstöðu. Að mínu mati hefur það aukið á vanda lyflækningasviðs og átt þátt í hruni framhaldsnámsins. Við horfðumst líka í augu við nýlega vinnutímatilskipun frá Evrópusambandinu sem öll önnur lönd mættu með fjölgun lækna. Við gerðum ekkert og héldum að vandamálið myndi leysast af sjálfu sér – sem það gerir að sjálfsögðu ekki,“ segir hann. „Því miður virðist hafa verið vanrækt að bregðast við yfirvofandi vanda Landspítala um árabil þrátt fyrir aðvörun margra aðila. Það er ekki hægt að horfa fram hjá ábyrgð stjórnvalda og stjórnenda spítalans á undanförnum árum en margir aðrir eiga hlut að máli og þar erum við læknar ekki undanskildir. Oft á tíðum hefur virst sem hagsmunir einstakra starfseininga hafi ráðið för fremur en hagsmunir sjúkrahússins í heild,“ segir hann. „Þetta vandamál er margþætt en eitt er víst að ef ekkert verður að gert, mun mannekla í röðum lækna fara vaxandi og við þurfum ef til vill að senda fólk til útlanda í aðgerðir og önnur meðferðarúrræði, sem er bæði dýrt fyrir heilbrigðiskerfið og samfélagið í heild sinni. Ég hef heyrt rætt um að til greina komi að ráða hingað erlenda lækna. Ég hef ekkert á móti því en hef jafnframt litla trú á því að það takist. Hvers vegna ættu hæfir læknar að koma hingað þegar læknaskortur er í löndum þar sem starfsaðstæður eru miklu betri og launin hærri, svo sem á hinum Norðurlöndunum eða í Bretlandi?“ spyr Runólfur. „Við verðum að bæta starfskjörin hér ef við ætlum að fá hæfa lækna til starfa.“ Hann segir að vissulega séu ákveðin tækifæri falin í því að starfa hér á landi. „Einmitt vegna þess að hér eru margvísleg tækifæri til að láta gott af sér leiða og stuðla að framþróun. Vísindastarf er að mörgu leyti gott og mikil efniviður til rannsókna fyrir hendi en það skortir verulega á fullnægjandi stuðning við þá sem stunda vísindarannsóknir.“

Lykilatriði að byggja upp framhaldsnámið að nýju Runólfur segir lykilatriði fyrir endurreisn lyflækningasviðs Landspítalans að framhaldsnám í lyflækningum verði byggt upp að

Framhald á næstu opnu

HVÍTA HÚSIÐ/SÍA 13-1539

Breytt aldurssamsetning þjóðarinnar

Hvað felst í Skráargatinu? Skráargatið er opinbert samnorrænt merki sem finna má á umbúðum matvara sem uppfylla ákveðin skilyrði varðandi samsetningu næringarefna.

Veldu Skráargatið Markmiðið með Skráargatinu er að neytendur geti á einfaldan hátt valið hollari matvöru.

Lestu meira um Skráargatið á

skraargat.is


YPIS

34

fréttaskýring

Helgin 15.-17. nóvember 2013

7. hluti Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm Vilhelmína Haraldsdóttir er framkvæmdastjóri lyflækningasviðs

Vinnan er erfið og álagið mikið Lyflækningasvið er stærsta svið spítalans. Á því starfa um 1400 starfsmenn og tekur það til víðtækrar starfsemi sem nær yfir helstu verkefni lyflækninga, svo sem hjarta, lungu, meltingu, nýru, krabbamein, blóðsjúkdóma, geislalækningar og smitsjúkdóma. Að auki heyra undir sviðið öldrunardeildir á Landakoti, líknardeild í Kópavogi og endurhæfingardeildin á Grensási. Miklir erfiðleikar hafa verið á sviðinu undanfarin misseri, skortur á læknum og mikið álag á starfsfólk, sem náði hámarki í sumar og í september gerðu heilbrigðisráðherra og forstjóri spítalans samkomulag um aðgerðaáætlun til þess að bregðast við þeim vanda sem upp var kominn. Vilhelmína Haraldsdóttir er framkvæmdastjóri lyflækningasviðs. „Við höfum verið í vandræðum með mönnun í nokkrum sérgreinum lækninga, þá sérstaklega í krabbameinslækningum bæði lyflækningum krabbameina og geislameðferð krabbameina og í nýrnalækningum. Við höfum til þessa verið nokkuð vel sett hvað varðar mönnun hjúkrunarfræðinga og annarra starfsstétta,“ segir Vilhelmína. „Við finnum þó að það er erfiðara að ráða starfsfólk inn á þyngstu legudeildirnar hjá okkur. Vinnan er mjög erfið og álagið mikið.“ „Það er nokkuð sérstakt við Ísland að hér fara læknar utan í sérfræðinám og koma ekki til baka fyrr en í fyrsta lagi um fertugt. Þetta gerir það að verkum að meðalaldur sérfræðilækna er býsna hár hjá okkur, um 53 ár. Starfsaldur lækna er frekar stuttur og því er talsverð þörf fyrir endurnýjun. Ungir læknar hafa verið tvístígandi varðandi það að koma heim þó það hafi gengið betur

núna síðasta árið. Það er líka nauðsynlegt að taka fram að læknar eru flestir mjög sérhæfðir og maður skiptir ekki bara einum út fyrir annan,“ segir hún. „Margir hafa tekið lyflækningar í grunninn og svo tekið aðra undirsérgrein og eru þar með komnir með mikla sérhæfingu.

Brugðist við vandanum

Hún segir að deildarlæknar séu ósáttir við það vinnuálag sem þeir búa við í framhaldsnáminu sínu og mikið vaktaálag bitni á náminu. „Við erum að vinna að endurskipulagningu á starfseminni. Það felst í því að við skipuleggjum sérstaklega almennu viðfangsefnin, sem allir læknar geta unnið. Þá gefst einnig tækifæri til að sinna betur sérhæfðustu verkefnunum. Þannig höfum við endurskipulagt eina legudeild þar sem við leggjum inn sjúklinga sem gert er ráð fyrir að útskrifist innan 72 klukkutíma. „Með því höfum við náð að stytta legutímann en jafnframt bæta skilvirkni og gæði. Þá höfum við endurskoðað framhaldsnám og vinnufyrirkomulag ungu læknanna til þess að draga úr álagi á þá og tryggja þeim betra framhaldsnám.“ Vilhelmína segir mikilvægt að skoða stöðu lyflækningasviðs í samhengi við það sem á sér stað á heimsvísu. „Við tölum oft eins og við séum algjörlega ein með vandamálin hér á Íslandi en það er sama hvaða læknatímarit maður les, allir er að takast á við það sama. Læknaskortur er alls staðar viðvarandi, á Norðurlöndunum, í Bretlandi. Bretar hafa verið gagnrýndir fyrir að sækja til sín lækna í sínar gömlu nýlendur og mikil umræða hefur verið um hvort það sé

siðferðilega rétt að þeir sogi plássi á hjúkrunarheimili til sín lækna frá Indlandi og og eru eiginlega allir á Afríku þar sem þörfin er enn lyflækningasviði. Bráðameiri. Við erum komin á þann sjúklingar sem leggjast inn stað að við verðum að huga að þurfa því oft að leggjast því að auglýsa eftir læknum inn á gang sjúkradeilda í útlöndum, það getur verið eða lenda á öðrum deildum Vilhelmína Haraldsdóttir, hjálplegt ef við fáum áhugautan sviðsins,“ segir hún. framkvæmdastjóri lyflæknsamt fólk til að vinna hér sem „Þetta er mjög slæm staða ingasviðs. er til í að læra málið fljótt og fyrir alla, það eykur álag á vel,“ segir hún. starfsfólkið og þeir sem eru bráðveikir og Aðspurð segir hún launin reyndar ekki leggjast inn fá síðri aðstöðu og þjónustan hjálpa til. Hún játar því að erfitt gæti verið við þá verður ekki eins markviss frá fyrsta að keppa við aðrar þjóðir í launum. „Við degi. Þetta er líka slæmt fyrir þá sem eru eigum ekki að lækka standardinn, en það að bíða eftir hjúkrunarheimili því það er síer alltaf einhverjir sem koma út af öðru en fellt verið að færa þá til og þeir fá nýjan herlaununum og hafa áhuga á landi og þjóð. bergisfélaga á nokkurra daga fresti. Þetta Við munum allavega reyna þetta,“ segir stendur þó til bóta því til stendur að opna hún. nýja hjúkrunardeild á Vífilsstöðum fyrir þá sem eru að bíða eftir hjúkrunarheimili Breyting á aldurssamsetningu og þar munum við fá fleiri rúm og betri aðstöðu fyrir þessa öldruðu einstaklinga.“ „Við finnum fyrir því að hér á landi er mikil „Það er ljóst að viðfangsefni lyflækninga fjölgun á öldruðum sem eru oft með marga munu bara aukast á næstu árum og við langvinna sjúkdóma og gjarnan á mörgverðum að bregðast við því. Við bindum um tegundir af lyfjum. Þessir sjúklingar miklar vonir við þá endurskipulagningu leggjast mikið inn til okkar og það er mikið sem á sér stað á starfseminni. Þar lítum við álag sem fylgir því. Þeim þarf að sinna vel til þess sem nágrannaþjóðirnar hafa verið og vandamál þeirra eru flókin. Við höfum að gera því þær lentu heldur fyrr í þessum jafnframt á lyflækningasviði fundið mjög aðstæðum. Hins vegar háir það lyflæknmikið fyrir því hve margir eru á bið eftir ingasviði mjög hve húsnæði spítalans er rými á hjúkrunarheimili. Alls eru um 220lélegt, einbýli fá og skortur á salernum. 30 manns sem bíða á landinu á hverjum Þá er afar erfitt að reka starfsemina á tíma og um helmingur á höfuðborgarsvæðsvona mörgum stöðum það á ekki síst við inu. Allir vilja vera á einbýli og hafa hjúkrum bráðastarfsemina sem er dreifð bæði unarheimilin brugðist við því með því að á Hringbraut og í Fossvogi og það verður breyta fjölbýlum í einbýli en við það fækkar sjúklingum og starfsfólki miklum erfiðleikplássum. Á hverjum tíma liggja 40-50 um og er mjög óhagkvæmt í rekstri.“ manns á spítalanum sem eru að bíða eftir

Jólablað Fréttatímans Jólablað Fréttatímans kemur út fimmtudaginn 28. nóvember

Jólablað Fréttatímans er góður staður til þess að kynna jólavörunar. Blaðið verður stútfullt af spennandi, jólatengdu efni sem er skrifað af reyndum blaðamönnum. Ekki missa af glæsilegu blaði til þess að koma skilaboðum til viðskiptavina þinna. Auglýsingin mun án efa lifa lengi í jólablaðinu, enda er efnið þannig uppbyggt að fólk geymir blaðið og gluggar ítrekað í það við jólaundirbúninginn. Við bjóðum gæði, gott verð og um 109.000 lesendur HELGARBLAÐ

ÓKEYPIS

Hafðu samband við auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is HELGARBLAÐ

ÓKEY

PIS

KALT ÚTI HELGARBLAÐ

ÓKEYPIS

HELGARBLAÐ

ÓKEY

ÓKEYPI

PIS

Ryco-1509 Olíufylltur 2000W rafmagnsofn m/termo stillingum H E L G A Rog BLAÐ yfirhitavörn 9 þilja

S

PIS ÓKEY

YPIS

ÓKEY

PIS

YPIS

ÓKEY

PIS

YPIS

ÓKEY

PIS

7.990

IS ÓK EYP

Ryco-2006T Rafmagnsþilofn Turbo með yfirhitavari 3 stillingar 2000w

4.490

Verðlisti á heimasíðu

Rafmagnshitablásari 2Kw

1.890

Rafmagnshitablásari 2Kw 1 fasa

6.990

Panelofnar í MIKLU ÚRVALI! FRÁBÆRT VERÐ!

KRANAR OG HITASTILLAR FRÁ

Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Því miður virðist hafa verið vanrækt að bregðast við yfirvofandi vanda Landspítala um árabil þrátt fyrir aðvörun margra aðila.

nýju. Að sama skapi þurfi að hlúa að framhaldsmenntun í ýmsum öðrum sérgreinum. „Þannig gætum við laðað til okkar hæfa sérfræðilækna. Ef ekki, verður hér auðn í framtíðinni. Meðalaldur sérfræðilækna á Landspítalanum er mun hærri en á sambærilegum sjúkrahúsum annars staðar og æ fleiri nálgast nú eftirlaunaaldur. Ef lítil sem engin nýliðun verður, lendum við í ógöngum. En hver ætti að vilja vinna hér við þessar kringumstæður? Íslenskir læknar hafa næg atvinnutækifæri annars staðar þar sem aðstæður eru mun betri.“ Sívaxandi útgjöld vegna heilbrigðisþjónustu hafa reynst stjórnmálamönnum ljár í þúfu hér sem annars staðar og skortur á yfirsýn yfir kerfið í heild hefur leitt til ómarkvissra fjárveitinga og í sumum tilvikum fjársveltis lykileininga þjónustunnar, að sögn Runólfs. „Flatur niðurskurður hefur jafnan verið það eina sem ráðamenn hafa haft fram að færa. Það er löngu

tímabært að endurskipuleggja heilbrigðiskerfið með gæði og hagkvæmni þjónustunnar að leiðarljósi. Ítrekað hefur verið rætt um vanda heilsugæslunnar, og að hún eigi að vera fyrsti viðkomustaður sjúklinga, en heilsugæslulæknar sjálfir hafa viðurkennt að hún sé á engan hátt í stakk búin til þess,“ segir Runólfur. Það verður að taka á þeim vanda. Enn fremur er nauðsynlegt að skilgreina verkefni og ábyrgð sjálfstætt starfandi sérfræðilækna og lækna sem starfa á göngudeildum sérgreina á Landspítala og annarra sjúkrahúsa. Tryggja verður fullnægjandi framleiðni og fjármögnun verður að vera í samræmi við unnin verk. Þetta hefur aldrei verið gert hér. Það er ýmislegt sem hyggja þarf að, svo sem hvað verður um sjúklinga sjálfstætt starfandi sérfræðilækna sem hætta störfum? Það þarf að skoða þetta allt í heild,“ segir hann. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is


Fyrirtækjaþjónusta Símans fer með

ENNEMM / SÍA / NM57928

hlutverk í Þjóðleikhúsinu

Láttu sérfræðinga okkar finna lausnina sem hentar þínu fyrirtæki.

Vertu með fyrirtækið í sterkara sambandi

Nánar á siminn.is eða í síma 800 4000.

Í Þjóðleikhúsinu vinnur fjöldi skapandi fólks við það að láta galdurinn ganga upp á hverju kvöldi. Eins og rúmlega 15.000 önnur íslensk fyrirtæki treystir það á fyrirtækjaþjónustu Símans. Síminn býður fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum upp á bæði fjarskipta- og upplýsingatækniþjónustu. Starfsfólkið getur þannig einbeitt sér að sínu aðalhlutverki meðan Síminn sér um rekstur, viðhald og öryggi kerfanna.


36

bækur

Helgin 15.-17. nóvember 2013

„Ég er fjölfíkill í eðli mínu“ Ævisaga Hemma Gunn, Sonur þjóðar, er komin út. Orri Páll Ormarsson blaðamaður skráði sögu Hemma í samráði við hann sjálfan, en eins og kunnugt er lést Hemmi í Tælandi í sumar þegar vinna við bókina var langt komin. Fréttatíminn birtir hér kafla úr bókinni þar sem Hemmi segir frá glímum sínum við Bakkus eftir að hann hætti í fótboltanum. Í kaflanum skemmtir hann sér með meðlimum hljómsveitarinnar Spandau Ballet, uppgötvar að hann er kynlífsfíkill og missir vinnuna á útvarpinu vegna drykkju.

Þ

egar Björg Sigríður dóttir mín fæddist vorið 1983 var ég orðinn mjög drykkfelldur á ný. Eins og gefur að skilja hélt ég hressilega upp á fæðingu hennar, fór á ærlegt fyllirí. Þá gerðist nokkuð sem aldrei hafði gerst áður – ég komst í þrot. Gat hreinlega ekki meira. Þá var ekki um annað að ræða en að fara í sína fyrstu alvöru áfengismeðferð.

Fann trúna á ný í meðferðinni

Meðferðin 1979 var bara til málamynda, hugur fylgdi ekki máli. Nú leið mér öðruvísi, hafði raunverulega löngun til að taka á mínum málum. Hætta að drekka. Mér gekk alls ekki illa á þessum tíma, var í góðu starfi á útvarpinu og farinn að hasla mér völl sem skemmtikraftur. En alkóhólisminn lætur ekki að sér hæða.

Ert þú búin að prófa ?

Moroccan Argan oil

Einstök blanda af Moroccan argan olíu sem smýgur inní hárið og endurnýjar það. Endurnýjar raka, gefur glans, mýkir og styrkir hárið. Verndar gegn hitaverkfærum og útfjólubláum geislum. Hentar öllum hárgerðum en sérstaklega lituðu hári.

Ég fór fyrst inn á Silungapoll og þaðan í sex vikur á Staðarfell. Þar breyttist allt, ekki bara afstaða mín til áfengis, heldur afstaða mín til lífsins í heild. Fljótlega eftir að ég kom á Staðarfell léku mínir menn í Manchester United til úrslita um enska bikarinn við Brighton & Hove Albion. Hefði leikurinn farið fram fáeinum vikum áður hefði ég örugglega skellt mér til London og slett rækilega úr klaufunum í leiðinni. Það var til marks um breytt viðhorf mitt til lífsins að meðan á leiknum stóð var ég í frjálsum tíma í kirkju, eins og tíðkaðist á Staðarfelli, og sá ekki nema síðustu mínúturnar. Trúin kom aftur inn í líf mitt í meðferðinni, engin ofsatrú, heldur fann ég aftur gömlu góðu barnstrúna. Það var notaleg tilfinning og hef ég reynt að rækta hana með mér allar götur síðan í þeim tilgangi að finna jákvæðni og kærleika. Mér fannst ég óhreinn á þessum tíma og ekki þess umkominn að biðja beint til almættisins, þess vegna bað ég gegnum ömmu mína, sem var ákaflega trúuð manneskja. Það hjálpaði mér mikið, á því leikur enginn vafi. Með tímanum rjátlaðist þetta af mér og ég fór að biðja mínar bænir einn og óstuddur. Partur af meðferðinni var samverustund með öðrum sem voru á Staðarfelli. Þar var til siðs að fólk faðmaðist til að styrkja hvert annað, afskaplega meinlaus og einfaldur gjörningur. Nema hvað ég fann strax að þetta var mér um megn, ég gat ekki faðmað fólk að mér. Nokkuð sem er mitt aðalsmerki í dag. Þá var ég búinn að bæla tilfinningar mínar svona lengi, ótta og kvíða, að ég gat ekki opnað mig. Smám saman lagaðist þetta en ég man samt að ég þurfti virkilega að herða mig upp til þess eins að faðma foreldra mína jólin á eftir. Nokkuð sem ég hafði þó alist upp við. Svo lokaður var ég á Staðarfelli

að ég minntist ekki á það við nokkurn mann að ég væri í sambúð og ætti nýfætt barn. Skömmu eftir að ég kom heim úr meðferðinni mættu tvær stelpur, sem verið höfðu með mér í meðferðinni, til mín í kaffi og ráku upp stór augu þegar Halldóra, sambýliskona mín, tók á móti þeim með Björgu Sigríði á handleggnum. Þær héldu að ég byggi einn.

Ákvað að temja sér auðmýkt í mannlegum samskiptum

Ég var 36 ára gamall þegar ég fór í meðferðina en hafði ekki hugmynd um hver ég var. Ég hafði alltaf stefnt eitt en farið annað án þess að vita af hverju. Það gerði stjórnleysið. Ég hafði líka alltaf látið aðra dæma mig og segja mér hver ég væri. Hafði ekkert um það að segja sjálfur. Eftir að ég fór að spila fótbolta í meistaraflokki, sextán ára, þekktu mig margir og seinni árin könnuðust margir við mig úr útvarpi. Mér var mikið hælt en jafnframt vissi ég að mikið var talað á bak við mig, minnst af því líklega gott. Sjálfsmynd mín sveiflaðist upp og niður í takt við þessar raddir. Á Staðarfelli hófst leit sem átti auðvitað að vera löngu hafin – leitin að Hermanni. Það er makalaust að vera 36 ára gamall og hafa ekki hugmynd um hver maður er. Ég er samt örugglega ekki einn um það. Okkur er kennt allt mögulegt sem börnum og unglingum og fjórtán ára vitum við allt um íslensku mjólkurkúna – en sum hver ekkert um okkur sjálf. Það er umhugsunarefni fyrir heimilin og skólakerfið í þessu landi. Á Staðarfelli fann ég í fyrsta skipti á ævinni ró, alltént frá því ég varð fullorðinn. Það losnaði um einhverja uppsafnaða spennu þegar ég fann litla drenginn sem ég hafði týnt einhvers staðar á leiðinni. Ég hef alltaf verið feiminn, sérstaklega við fólk sem ég þekki ekki vel, og áttaði mig á því þarna að það er bara allt í lagi.

Þar sem ég sat þarna í rólegheitunum með kókið stormaði inn hópur manna og kvenna og á þeim var mikill sláttur. Var þar komin breska poppsveitin Spandau Ballet, sem naut mikillar lýðhylli á níunda áratugnum, ásamt einhverjum þrjátíu aðdáendum. Í stað þess að vera með hroka og stærilæti, sem stafar vitaskuld bara af óöryggi, og ég hafði stundum gert mig sekan um á fylliríum, ákvað ég að temja mér framvegis auðmýkt í mannlegum samskiptum. Það hefur gefist vel.

Þróaði með sér kynlífsfíkn

Ýmsar hugsanir leituðu á mig í meðferðinni, misgáfulegar eins og gengur. Ein var sú að ég yrði að senda eftir drykkjufélögunum og koma þeim á réttan kjöl líka. Þurft hefði heila rútu! Fljótlega gerði ég mér þó grein fyrir því að þannig gengur þetta ekki fyrir sig. Þú sendir ekki eftir nokkrum manni í meðferð, menn verða að koma af fúsum og frjálsum vilja. Annars næst enginn árangur. Ég áttaði mig á öðru á Staðarfelli, Framhald á næstu opnu


15

20

% afsláttur

% afsláttur Aðeins

íslenskt kjöt

í kjötborði

Aðeins

íslenskt kjöt

í kjötborði

Húsavíkur hangiframpartur, sagaður að þínum óskum

1358 1598

er

kr./kg

Við g

kr./kg

15

afsláttu% r

e bafill Lam fiturönd með

8 9 9 3

ir þig

a fyr

eir um m

Grísahryggur með pöru

ir Bestöti í kj

g kr./k

g

kr./k 4798

15

% afsláttur

1098 1398

kr./kg

kr./kg

Aðeins

íslenskt kjöt

í kjötborði

Ungnauta hamborgari, 120 g

249 298

kr./stk.

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

kr./stk.

ísleAðeins n kjötskt í

15

kjöt bor ði

Íslensk matvæli kjúklingalundir

2249 2649

kr./kg

kr./kg

afslátt % ur

Helgartilboð! 18

2 fyrir

Coke/ Coke light, 0,5 lítrar

afsláttu% r

1

149 169

Ekta laufabrauð, bitar, 180 g

Myllu Dinkelbergerbrauð

599 735

kr./stk.

kr./stk.

Hatting hvítlauksbrauð, 10 stk.

kr./pk.

498 569

kr./pk.

kr./pk.

kr./pk.

Nóa karamelluog lakkrískurl, 150 g

248 279

kr./pk.

kr./pk.

Sirius Konsum súkkulaði, 56% og 70%

215 238

kr./stk.

kr./stk.

NÝTT!

Milka súkkulaði, 300 g

448 498

kr./stk.

kr./stk.

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

Pez karlar m/3 áfyllingum

259 289

kr./stk.

kr./stk.


38

bækur

Helgin 15.-17. nóvember 2013

Hemmi datt í það og var leystur undan verkefnum hjá RÚV.

þegar ég tók í spil á árum áður að stutt var í fíknina. Það varð þó aldrei vandamál. Ég er líka spennufíkill. Þarf til dæmis alltaf að fara upp í hæstu byggingar, þar sem ég kem. Eins logandi lofthræddur og ég er. Það er alveg furðulegt að hegða sér svona. Eftir að ég kom heim eftir áfallið í Austurríki þróaði ég með mér enn eina fíknina, kynlífsfíkn. Ég hafði ekkert að gefa konum, nákvæmlega ekki neitt, en svaf eigi að síður hjá þeim. Það varð ákveðin fíkn. Þetta lagaðist með tímanum og kynlífsfíknin hefur svo sem ekki plagað mig gegnum tíðina. Samt finn ég að hún liggur undir niðri.

Datt í það með Spandau Ballet

hverjir væru vinir mínir og hverjir ekki. Það var töluvert áfall. Margir þeirra vina, sem ég taldi að væru mér nánastir, voru þegar á reyndi alls engir vinir mínir. Voru í besta falli skemmtanafélagar. Þarna gerði ég mér grein fyrir því að ég átti alls ekki marga trúnaðarvini. Þegar allt kemur til alls er þó líklega betra að eiga fáa vini og trausta en marga og ótrygga. Sennilega er heldur ekkert gott að vera of vinmargur, því fleiri sem vinirnir verða þeim mun flóknara verður fyrir þig að koma til móts við þá og öfugt. Þessi uppgötvun hafði þau jákvæðu áhrif að allar götur síðan hef ég valið mína vini sjálfur, fram að þessu völdu þeir mig. Mér hefur orðið tíðrætt í þessari bók um aldavini mína, Berg Guðnason og Halldór Einarsson, sem aldrei hafa brugðist mér, en ég nefni líka í þessu sambandi trúnaðarvini mína Ómar Ragnarsson og Rúnar Júlíusson sem sannarlega hafa reynst mér betri en enginn. Ég kem betur að þeim síðar. Ég gerði upp við fleira en áfengið á Staðarfelli. Ég er fjölfíkill í eðli mínu og fann það til dæmis

Eftir að ég kom heim eftir áfallið í Austurríki þróaði ég með mér enn eina fíknina, kynlífsfíkn.

Útgáfuhóf / Book launch

Laugardaginn 16 nóvember · Kl. 14 -16

Gérard Lemarquis:

Reykjavik Cultural Guide

The country‘s entire population is contained within a single telephone directory, and every Icelander contains within his or her head a mental list of about 2,000 names that are refreshed each day by opening the newspaper, listening to the radio or meeting acquaintances at the bakery. [...] Those who wish to live without being constantly recognized have to move abroad.

Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt

Ég var edrú í tvö og hálft ár eftir meðferðina á Staðarfelli. Það var dásamlegur tími og mér leið rosalega vel. Síðan féll ég. Aðdragandinn að því var sá að ég var sendur til Amsterdam í Hollandi haustið 1985 að lýsa Evrópuleik hjá FH í handbolta og þaðan átti ég að fara áfram til Frakklands að lýsa æfingaleikjum hjá landsliðinu. Þórarinn Ragnarsson, blaðamaður á Mogganum, var með mér í þessari ferð og eftir að við höfðum farið saman út að borða fyrsta kvöldið fór ég á undan heim á hótel. Var eitthvað illa upplagður. Ég hafði engin áform um að fá mér í glas en af einhverjum ástæðum, sem ég átta mig ekki á, kom ég við á litlum dansstað á leiðinni. Fékk mér kók. Það var ekkert um að vera á staðnum, bara ein stelpa á barnum og starfsfólkið. Þar sem ég sat þarna í rólegheitunum með kókið stormaði inn hópur manna og kvenna og á þeim var mikill sláttur. Var þar komin breska poppsveitin Spandau Ballet, sem naut mikillar lýðhylli á níunda áratugnum, ásamt einhverjum þrjátíu aðdáendum. Þeim fannst þessi einmanalegi náungi með kókið við barinn greinilega eitthvað spennandi þannig að kallað var á mig. Hvort það voru poppararnir sjálfir eða aðdáendurnir veit ég ekki. Nema hvað, þeir fóru að spyrja mig spjörunum úr og fannst alveg meinfyndið að ég væri frá Íslandi. Þessir menn voru greinilega á einhverju öðru og sterkara en áfengi og mér boðið ýmislegt án þess að tilgreint væri sérstaklega hvað það átti að vera. Ég afþakkaði það enda ekkert verið í fíkniefnum. Það var svo sem allt í lagi að hlusta á og spjalla við þetta fólk. Ég ílentist fyrir vikið á staðnum og að því kom að stíflan brast, ég pantaði tvöfaldan viskí í kók. Eftir þrjú glös dreif ég mig heim á hótel, þar sem ég hitti einhverja stelpu og bauð henni í glas á barnum. Það æxlaðist þannig að hún fór með mér upp á herbergi. Um morguninn gekk ekkert að vekja mig, þannig að Tóti gafst bara upp og fór á undan mér til Frakklands. Þegar ég loksins rankaði við mér áttaði ég mig á því að stelpan hafði stolið af mér öllum peningunum. Þá hafði hún verið þarna í þeim erindagjörðum, ég alltaf jafn grunlaus. Nú voru góð ráð dýr en það varð mér til happs að Heimir Karlsson, sem síðar varð stórvinur minn, var í Rotterdam að spila fótbolta með Excelsior og tókst mér að ná sambandi við hann gegnum Begga Guðna. Brást Heimir hratt og örugglega við, eins og hans er von og vísa, keyrði til Amsterdam og mætti upp á hótel ásamt Pétri Péturssyni, sem líka var atvinnumaður í Rotterdam, hjá Feyenoord. Þeir voru svo almennilegir að lána mér peninga svo ég gæti borgað hótelreikninginn og komist áfram til Lyon í Frakklandi daginn eftir.

Leystur undan verkefnum hjá RÚV

Við komuna til Lyon kom í ljós að tvö hótel með sama nafni eru í borginni og mér tókst auðvitað að veðja á

Hermann Gunnarsson ungur að árum við ritvélina.

rangan hest. Þar sem ég stóð þarna í lobbíinu, búinn að átta mig á mistökunum en heldur að ná heilsu, stormaði þá ekki Spandau Balletflokkurinn inn ásamt fríðu föruneyti. Grínlaust. „Hemmi our friend, nice to see you. How are you doing?“ Á því augnabliki var ég sannfærður um að ég væri kominn með delirium tremens. Lái mér hver sem vill! Hverjar eru líkurnar á því að rekast á sömu hljómsveitina með tveggja daga millibili – í sitthvoru landinu? Spandau Ballet reyndist vera á mikilli þeysireið um Evrópu og svo ótrúlega hittist á að þeir voru akkúrat á sömu leið og ég. Hremmingar mínar í Hollandi urðu til þess að ég hafði misst af fyrsta leik íslenska landsliðsins í Frakklandi og þegar ég hringdi heim á fréttastofu var mér tjáð að búið væri að leysa mig undan verkefninu og senda annan mann út, Ragnar Örn Pétursson. Það þótti mér ömurlegt. Vissulega hafði ég runnið til á svellinu en um æfingaleiki var að ræða og enginn stórskaði þótt ég hefði misst af fyrsta leiknum af fjórum. Nú var ég klár í slaginn. Ég fékk samband við Margréti Indriðadóttur fréttastjóra og kvaðst hún ekki hafa vitað af þessu, Kári Jónasson hefði tekið ákvörðunina. Ég féll alveg saman og Margréti þótti þetta ákaflega leitt. Það sem mér sárnaði mest var að enginn skyldi tala við mig áður en ákvörðunin var tekin, það var ekki eins og þetta væri úrslitaleikur í heimsmeistarakeppni.

Fannst ég hafa brugðist öllum

Ég gat ekki hugsað mér að fara á leikina, rölti þess í stað bara milli öldurhúsa. Eftir síðasta leikinn höfðu kollegarnir uppi á mér, fulltrúar annarra fjölmiðla, Þórarinn Ragnarsson Mogganum, Sigmundur Ó. Steinarsson Tímanum, Gylfi Kristjánsson DV og eflaust einhverjir fleiri. Þá var ég búinn að taka ákvörðun – ég ætlaði aldrei aftur heim til Íslands. Mér fannst ég hafa brugðist öllum og þá aðallega sjálfum mér. Mig langaði ekki að detta í það og gat ekki fyrirgefið mér það. Strákunum tókst með lagni að telja mig á að koma með sér til Amsterdam en millilenda átti þar á leiðinni heim. Þar væri miklu betra að vera. Þegar til Hollands var komið fóru þeir betur yfir málið, hvort ég vildi nú ekki bara koma með þeim alla leið heim. Það væri ekkert spennandi að vera einn og blankur í Hollandi. Ég gat fallist á það og flaug með þeim til Íslands. Þeir höfðu gert ráðstafanir til að koma mér beint inn á Vog, sáu að ég var mjög ósáttur við að hafa skrikað fótur.

Sálarlífið í tætlum á Vogi

Mér leið ömurlega á Vogi. Heimurinn hafði hrunið yfir mig eftir þetta skipbrot og ég átti ekkert að gefa eða þiggja. Sálarlífið var í tætlum. Ég var bara Júdas, hafði svikið allt og alla og aðallega sjálfan mig. Minn gamli félagi Óttar Guðmundsson var að vinna sem læknir

á Vogi á þessum tíma. Hann þekkti vel til mín og freistaði þess að byggja mig upp. Ég man að Óttar skrifaði upp á töflu hvert afrekið af öðru sem honum þótti ég hafa unnið í lífinu, alls einhver 20 atriði muni ég rétt. Ég hefði orðið margfaldur Íslandsmeistari í fótbolta, markakóngur, landsliðsmaður í handbolta og fótbolta, vinsæll í útvarpi og meira að segja fegurðarkóngur á Jaðri, reyndar undir kolvitlausum formerkjum. Ég renndi yfir listann en sá ekkert merkilegt. Fannst þetta bara hjóm. Þá sagði Óttar. „Sjáðu til Hemmi, hefði einhver hérna á Vogi náð þessum árangri í lífinu, þó ekki væri nema broti af þessu, þá yrði hann edrú eftir dvölina hérna!“ Ég opnaði augun aðeins – en lokaði þeim svo bara aftur. Sjálfsfyrirlitningin var svo mikil. Ég skildi ekki þessa nálgun Óttars á þessum tíma en eftir því sem ég hef með árunum orðið sáttari við sjálfan mig gengur mér betur að skilja hvað hann var að fara. Smám saman náði ég vopnum mínum í meðferðinni og eftir dvölina á Vogi var ég ágætlega stemmdur.

Hélt að hann væri hættur að vinna í fjölmiðlum

Þegar ég kom úr málamyndameðferðinni 1979 var ég látinn skrifa undir plagg á útvarpinu þess efnis að drykki ég aftur í vinnunni yrði mér sagt upp. Mér fannst það svo sem aldrei sanngjarnt, ég var ekki eini maðurinn sem átti í erfiðleikum með áfengi á þeim vinnustað, en lét mig hafa það að skrifa undir. Átti svo sem engra kosta völ. Þetta þýddi að þegar ég kom út af Vogi vorið 1985 þurfti Markús Örn Antonsson, þáverandi útvarpsstjóri, að segja mér upp. Honum var þvert um geð að framfylgja því ákvæði, það hefur hannHELGARBLAÐ margsagt mér, en varð eigi að síður að gera það. Ég kunni alltaf ágætlega við Markús Örn án þess þó að ná neinu sérstöku sambandi við hann. Ætli hann hafi ekki verið beittur þrýstingi í þessu máli. Þetta átti að verða öðrum víti til varnaðar. Það hefði verið fáliðað á fréttastofunni þegar hún var í Landssímahúsinu, að sögn Sigga Sig og Jóns Múla Árnasonar, ef aðrir hefðu skrifað undir samskonar yfirlýsingu og ég. Ég fékk að klára tvo íþróttaþætti á laugardegi um vorið og kveðja hlustendur. Það var mjög eftirminnilegt, ekki síst fyrir þær sakir að Kristinn R. Ólafsson, sem ég hafði beitt mér fyrir að yrði ráðinn fréttaritari Ríkisútvarpsins í Madríd, kom með mikla drápu um samskipti okkar. Ótrúlegur maður, Kristinn. Ég fór alls ekkert ósáttur út í vorið enda var ég með mitt sæti í Sumargleðinni tryggt og hafði nóg að gera um sumarið. Um veturinn var ég í lausamennsku og nýtti tímann til að vinna í mínum málum og styrkja sjálfan mig. Svo tók Sumargleðin aftur við sumarið 1986. Ég var ekkert að hugsa um fjölmiðla. Fannst líklegra en hitt að þeim kafla í lífi mínu væri lokið. Það var öðru nær.


Myrkrið og nóttin eru full af ævintýrum“

Útgáfufagnaður á laugardag! Krakkar, konur og karlar verið velkomin á morgun, laugardag, í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi 18 kl. 16.00

Saga um nótt eftir Evu Einarsdóttur, myndskreytt af Lóu Hjálmtýsdóttur

- Kynning á bókinni, áritun og léttar veitingar - Dr. Gunni og félagar taka lagið

Hlökkum til að sjá ykkur!

BÓKAÚTGÁFA · SÍMI 588 6609 · WWW.TOFRALAND.IS

6. sæti

Barna- og unglingabókalista

4. sæti

Eymundsson

Barna- og unglingabókalista

Rafbókin fylgir

Eymundsson

Rökkurhæðir 5 · Gjöfin

Hörkuspennandi bók í vinsælasta íslenska unglingabókaflokknum.

BÓKAÚTGÁFA SÍMI 588 6609 WWW.BOKABEITAN.IS

Kamilla Vindmylla

Kamilla og félagar eru mætt aftur og þurfa að kljást við glænýja ógn.

Hvort sem er í símann, tölvuna eða spjaldtölvuna.

Þægilegt… t.d. þegar þú ert að bíða eftir strætó!

Barna- og unglingabækur eru okkar ástríða!


FJARÐARKAUP 40 ára úr kjötborði

úr kjötborði

Kindafille

Ferskar svínalundir

1.198,kr./kg

2.398,kr./kg

verð áður 2.398,-/kg

verð áður 3.498,-/kg

FL hangiframpartur í bitum

KF Kjarna krakka búðingur 630g

975,kr./kg verð áður 1.298,-/kg

FL hangilæri úrbeinað

2.898,kr./kg verð áður 3.298,-/kg

FL hangiframpartur úrbeinaður

Frosnar kjúklingabringur

2.098,kr./kg

1.798,kr./kg

verð áður 2.498,-/kg

verð áður 2.264,-/kg

KF Kjötfars eða ömmu kjötfars 630g

465,kr./stk.

398,kr./stk.

verð áður 798,-/stk.

verð áður 485,-/stk.

Meðalstór egg

335,kr./pk. verð áður 419,-

Lifrarpylsa frosin

Blóðmör frosin

Göteborgs Piparköku hjörtu

Ljóma smörlíki 500g

636,kr./kg

598,kr./kg

427,kr.

213,kr.

verð áður 795,-/kg

verð áður 753,-/kg

verð áður 534,-

verð áður 266,-

- Tilvalið gjafakort

www.FJARDARKAUP.is


FJARรARKAUP 40 รกra Matarsรณti 300g

20% afslรกttur

152,kr. verรฐ รกรฐur 190,-

Kakรณ 400g

Mรบskat

706,kr.

558,kr.

verรฐ รกรฐur 883,-

verรฐ รกรฐur 698,-

Kanill 80g

Negull 75g

133,kr.

367,kr.

verรฐ รกรฐur 166,-

verรฐ รกรฐur 459,-

Sรบkkulaรฐidropar dรถkkir Dropar, rjรณmasรบkkulaรฐi 346,kr.

334,kr.

verรฐ รกรฐur 433,-

verรฐ รกรฐur 418,-

Piparkรถkufรญgรบrur Spรฆnir dรถkkir

Spรฆnir ljรณsir

230,kr.

214,kr.

verรฐ รกรฐur 288,-

verรฐ รกรฐur 268,-

Freyja suรฐusรบkkulaรฐi 200g

Nya. Piparkรถkuhjรถrtu 625g

557,kr.

547,kr.

verรฐ รกรฐur 696,-

verรฐ รกรฐur 684,-

Nya. Piparkรถkuhjรถrtu 475g

468,kr. verรฐ รกรฐur 585,-

Piparkรถkuhรบs รณsamsett

202,kr.

478,kr.

verรฐ รกรฐur 252,-

verรฐ รกรฐur 598,-

Kรณkosmjรถl 500g

275,kr. verรฐ รกรฐur 344,-

20% afslรกttur

Saxaรฐar dรถรฐlur

238,kr. verรฐ รกรฐur 298,-

Fรญkjur

389,kr. verรฐ รกรฐur 486,-

Trรถnuber

125,kr. verรฐ รกรฐur 156,-

Heslihnetur

159,kr. verรฐ รกรฐur 199,-

Cashew 250g

478,kr.

Mรถndlur 500g Mรถndlumjรถl 500g

771,kr. verรฐ รกรฐur 964,-

verรฐ รกรฐur 598,-

Tilboรฐ gilda til 16. nรณvember Opiรฐ mรกnudaga - miรฐvikudaga frรก 09:00 - 18:00, fimmtudaga 09:00 - 18:30, fรถstudaga 09:00 - 19:00 og laugardaga 10:00 - 16:00, lokaรฐ sunnudaga - www.fjardarkaup.is

818,kr.

verรฐ รกรฐur 1.022,-


42

landsleikurinn

Helgin 15.-17. nóvember 2013

StærStu leikir ÍSlandS frá upphafi Ísland mætir Króatíu í umspili um sæti á HM í Brasilíu. Fyrri leikurinn fer fram á Laugardalsvelli í kvöld. Íslenska liðið hefur leikið frábærlega í undankeppninni og komið mörgum á óvart, þar á meðal löndum sínum sem eru vanari stífum varnarleik en þeim leiftrandi sóknarleik sem leikmenn þess hafa sýnt. Flestir spá Króötum sigri en strákarnir okkar eru tilbúnir í slaginn og ætla að velgja þeim undir uggum. Þetta eru leikmennirnir 24 sem verða fulltrúar okkar á vellinum. Drengirnir sem þegar hafa skráð nöfn sín í sögubækurnar en munu verða þjóðhetjur ef þeir komast á HM.

1

Gunnleifur Gunnleifsson 38 ára 25 leikir Breiðablik

2

Birkir Már Sævarsson 29 ára 39 leikir Brann*

3

9

Kolbeinn Sigþórsson 23 ára 19 leikir 13 mörk Ajax

17

Aron Einar Gunnarsson 24 ára 39 leikir Cardiff City

10

Gylfi Þór Sigurðsson 24 ára 19 leikir 5 mörk Tottenham Hotspur

18

Arnór Smárason 25 ára 16 leikir 2 mörk Helsingborg

Hallgrímur Jónasson 27 ára 8 leikir 3 mörk Sønderjyske

11

Alfreð Finnbogason 24 ára 17 leikir 4 mörk Heerenveen

19

Rúrik Gíslason 25 ára 24 leikir 1 mark FC København

4

Eggert Gunnþór Jónsson 25 ára 19 leikir OS Belenenses

12

Hannes Þór Halldórsson 29 ára 16 leikir KR

20

Haraldur Björnsson 24 ára 0 leikir Fredrikstad FK

5

Sölvi Geir Ottesen Jónsson 29 ára 22 leikir FC Ural

13

Guðlaugur Victor Pálsson 22 ára 0 leikir NEC

21

Emil Hallfreðsson 29 ára 38 leikir 1 mark Hellas Verona

6

Ragnar Sigurðsson 27 ára 32 leikir FC København

14

Kári Árnason 31 árs 30 leikir 2 mörk Rotherham United

22

Eiður Smári Guðjohnsen 35 ára 76 leikir 24 mörk Club Brugge

7

Jóhann Berg Guðmundsson 23 ára 29 leikir 4 mörk AZ

15

Helgi Valur Daníelsson 32 ára 30 leikir Os Belenenses

23

Ari Freyr Skúlason 27 ára 16 leikir OB

8

Birkir Bjarnason 25 ára 25 leikir 4 mörk Sampdoria

16

Ólafur Ingi Skúlason 29 ára 20 leikir 1 mark SV Zulte Waregem

24

Kristinn Jónsson 23 ára 2 leikir Breiðablik

*(í banni í fyrri leiknum)

iPad mini

Verð frá: 54.990.-

Jólagjöfin fæst hjá okkur iPhone

Verð frá: 114.990.-

Jólaopnun auglýst nánar á www.epli.is


Brandenburg

ORKA FYRIR ÍSLAND Orkusalan

422 1000

orkusalan@orkusalan.is

orkusalan.is

Hvort sem þú ert á höfuðborgarsvæðinu, í þéttbýli, dreifbýli eða hreinlega uppi á jökli þá sjáum við um að koma þér í samband. Vertu í stuði með okkur. Það er einfalt að koma í viðskipti hvar sem þú ert á landinu, með einu símtali í 422 1000 eða á orkusalan.is. Við seljum rafmagn — um allt land.

Raforkusala um allt land


44

landsleikurinn

Þurfum að ná góðum úrslitum á heimavelli Kolbeinn Sigþórsson mun leiða sóknarlínu íslenska liðsins í umspilsleikjunum við Króatíu. Hann hefur skorað í fimm síðustu leikjum landsliðsins og gæti orðið fyrstur til að skora í sex leikjum í röð ef hann skorar í kvöld. Kolbeinn hefur ekki skorað í síðustu leikjum Ajax en segir að það sé ekki áhyggjuefni. Hann hafi verið að spila úti á kanti í þeim leikjum og verði í það minnsta í góðu hlaupaformi.

Það koma alltaf tímabil hjá framherjum þar sem þeir skora ekki í nokkrum leikjum í röð. Sem betur fer hefur það ekki gerst oft hjá mér. Í síðustu leikjum hef ég líka verið að spila úti á kanti sem hefur kannski eitthvað að segja.

Helgin 15.-17. nóvember 2013

Þ

að er vonandi að ég haldi áfram að skora, ef það er einhvern tímann sem maður vill skora og gera landi og þjóð gott þá er það núna. Vonandi verð ég á markaskónum í þessum leikjum,“ segir Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Fyrri leikur Íslands og Króatíu í umspili um sæti á HM í knattspyrnu í Brasilíu á næsta ári fer fram á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta eru stærstu leikir íslenska landsliðsins frá upphafi og spennan fyrir þeim er mikil.

Allt frekar óraunverulegt

Kolbeinn hefur farið hamförum með landsliðinu og raðað inn mörkum. Hann hefur alls skorað 13 mörk í 19 landsleikjum sem er ótrúlegt hlutfall. Hann hefur auk þess skorað í fimm síðustu leikjum. Það er því búist við miklu af honum. „Þetta er allt saman mjög spennandi. Það hefur aldrei gerst áður að maður hafi flogið heim í landsleik í nóvember og þegar ég kom heim voru mínus fimm gráður. Og að þetta sé fyrir landsleiki sem gætu komið okkur á HM, það er mjög skrítin tilfinning. Þetta er eiginlega frekar óraunverulegt.“

Þjálfarinn heldur mönnum á jörðinni

Þegar Fréttatíminn ræddi við Kolbein í vikunni var hann í kaffi hjá foreldrum sínum. „Við fengum smá frí,“ segir hann. Kolbeinn segir að dagskrá landsliðsins vegna leikjanna tveggja hafi verið svipuð og verið hefur, þó meira sé undir en venjulega. „Eftir að við komum til landsins mætum við upp á hótel og förum yfir komandi verkefni og dagskrána. Svo förum við á æfingu alla dagana fram að leik. Svo er það taktískur undirbúningur fyrir leikina, að borða, hvíla sig, fara í nudd og „treatment“. Þetta er orðin rútína sem við erum vanir. Það er ekkert öðruvísi við þessa leiki nema það er kannski aðeins hærra spennustig, enda meira undir.“ Það er þá væntanlega hlutverk Lars Lagerbäck og þjálfarateymisins að halda leikmönnum niðri á jörðinni? „Já, þeir eru með sínar leiðir til þess. Þeir hafa gert það vel í undanförnum leikjum, þeir hafa leyst það mjög vel og náð fínni ró í mannskapnum. Og réttu jafnvægi svo menn fari nú ekki fram úr sér. Þeir kunna mjög vel að nálgast okkur leikmennina.“

Einvígi þar sem allt getur gerst

Kolbeinn er sammála því að þegar komið er í umspilið geti allt gerst. „Þetta er einvígi þar sem allt getur gerst. Króatar þurfa að spila vel ef þeir ætla að vinna okkur. Við höfum sýnt það í þessari undankeppni að það er mikið í okkur spunnið, við höfum lent undir í leikjum en komið til baka og það gefur okkur auka von. En við erum samt klárlega litla liðið í þessari viðureign, þeir hafa verið ofarlega á styrkleikalista Fifa seinustu ár og eru sterkir. Við erum ekkert að gera okkur grillur um að við séum að fara að rúlla yfir þá.“

Þurfum góð úrslit í kvöld

Íslenska landsliðið hefur vakið athygli og aðdáun fyrir sóknarleik sinn í þessari undankeppni. Ekki síst hjá þjóðinni sjálfri sem er Kolbeinn Sigþórsson vön því að landsliðið spili vörn og vonist til hefur skorað 13 mörk í að lauma inn einu og einu marki. Þurfum við 19 landsleikjum. Hann hefur nokkuð að óttast að nú þegar svona mikið er skorað í síðustu fimm landsundir að þið farið að pakka í vörn? leikjum og gæti orðið fyrsti „Nei, nei. Við erum búnir að fara yfir króatíslenski landsliðsmaðurinn til íska liðið saman og það sem við ætlum að gera. að skora í sex leikjum í röð. Við vitum í hverju við erum góðir og munum Ljósmynd/Hari taka þá jákvæðu punkta sem hafa verið í okkar leik. Að sjálfsögðu verða einhverjar breytingar, framhald á næstu opnu


„Sumir telja að fótbolti snúist um

líf eða dauða.

Ég er mjög vonsvikinn með það viðhorf. Þið megið trúa því að fótbolti er miklu, miklu mikilvægari en það.“

Bill Shankly

Væntanleg í byrjun desember

Fyrsta flokks fótboltabækur.


46

landsleikurinn

Helgin 15.-17. nóvember 2013

Það þarf að spila taktískt, við byrjum á heimavelli og þurfum að ná góðum úrslitum til að fara með til Zagreb. Það er ekki gott að byrja illa og fara þangað með tap á bakinu.

Kolbeinn leikur með Ajax í Hollandi. Hann hefur ekki skorað í þremur síðustu leikjum liðsins.

þetta eru jú tvö einvígi sem standa samanlagt í 180 mínútur og það þarf að fara vel yfir hvað sé rétt að gera. Það þarf að spila taktískt, við byrjum á heimavelli og þurfum að ná góðum úrslitum til að fara með til Zagreb. Það er ekki gott að byrja illa og fara þangað með tap á bakinu. Þá þurfum við að reyna að vinna það upp og til þess þyrftum við að opna okkur varnarlega.“

Grunnpakki kvenna Í grunnpakka NOW eru hágæða fjölvítamín með steinefnum, D3 vítamín og omega-3 fiskolía en það eru þau lykil næringarefni sem eru líkamanum nauðsynleg til að starfa eðlilega og viðhalda heilbrigði.

Jakobína Jónsdóttir

Hefur ekki skorað í þremur leikjum í röð

www.nowfoods.is www.facebook.com/nowfoodsiceland

NOW er breið lína hágæða fæðubótarefna sem er án allra óæskilegra aukefna, svo sem litar-, bragð- og rotvarnarefna og ódýrra uppfylliefna.

Gæði • Hreinleiki • Virkni

PEROZIN KÆLIKREMIÐ

Þekktu túpuna

KRAFTAVERK VIÐ VERKJUM

Þú ert búinn að raða inn mörkum með landsliðinu en undanfarnar vikur hafa hlutirnir ekki fallið fyrir þig með Ajax. Þú hefur ekki skorað í síðustu þremur leikjum og aðeins eitt mark í síðustu sex. Er þetta áhyggjuefni? „Nei, nei. Það koma alltaf tímabil hjá framherjum þar sem þeir skora ekki í nokkrum leikjum í röð. Sem betur fer hefur það ekki gerst oft hjá mér. Í síðustu leikjum hef ég líka verið að spila úti á kanti sem hefur kannski eitthvað að segja.“ Það virkar einmitt á mann eins og þeir kunni ekki að nota þig, eða að leikstíll Ajax henti þér jafnvel ekki. Í landsleikjunum er spilað upp á styrkleika þína en hjá Ajax, til að mynda í Meistaradeildarleiknum við Celtic um daginn, þá small þetta einhvern veginn ekki nógu vel. Kannastu við þetta? „Það er náttúrlega spiluð öðruvísi taktík úti. Þar er líka mikið af nýjum leikmönnum sem hafa verið að koma upp og það er ákveðið púsluspil að leyfa ungu strákunum að sanna sig. Þá færðu alltaf eitthvað minna af boltum. Hér heima vita allir hvað maður gerir, við höfum spilað svo lengi saman að það kunna allir inn á hvern annan og vita hvað hver getur.“ Hvaða vitleysa er það að láta þig spila úti á kanti? „Ég er í raun og veru ekkert ósáttur við það. Það er bara fínt. Þá er ég alla vega í hlaupaformi fyrir leikina tvo,“ segir hann í léttum tón.

Vonum að það verði ekki brjálað veður

PEROZIN fær bestu meðmæli frá Kírópraktorstofu Íslands

Dregur strax úr verkjum!

„Það kemur viðskiptavinum okkar alltaf á óvart hversu hratt og lengi PEROZIN kremið virkar.“

PEROZIN

kælikremið virkar mjög vel á:

• Verki í liðamótum • Pirring í fótum • Gigtarverki t.d. slit- og liðagigt

Inniheldur m.a. Arnica Montana, myntu, rósmarín og engifer.

Íslendingar hafa verið afar uppteknir af því hvernig veður verður á leikdag. Og með réttu enda er það síður en svo venja að fótbolti sé spilaður á Laugardalsvelli rúmum mánuði fyrir jól. Kol-

beinn og félagar hafa líka pælt í veðurspánni og vona að besta eins og aðrir. „Vonandi verður gott veður. Núna er ég að horfa út um gluggann og það er blankalogn og fallegt veður en það er ekki útlit fyrir að svo gott veður verði á föstudag. Við vonum bara að það verði ekki brjálað veður svo það verði vesen að spila, þetta kemur jafnt niður á báðum liðum hvort eð er.“

Andri bróðir og Eiður Smári fyrirmyndirnar

Eftir frábæran árangur landsliðsins er Kolbeinn fyrirmynd fjölmargra ungra íþróttakrakka hér á landi. Hann er ungur að árum, aðeins 23 ára, og því er ekki langt um liðið síðan hann var sjálfur strákur og átti sér sínar fyrirmyndir. „Að sjálfsögðu átti ég mér alltaf fyrirmyndir. Það var náttúrlega alltaf Andri bróðir minn sem spilaði frammi erlendis, með KR og landsliðinu. Ég leit mikið upp til hans. Og svo auðvitað maðurinn sem spilar með mér frammi hjá landsliðinu núna, Eiður Smári. Ég var alltaf að horfa á hann.“ Kolbeinn segir aðspurður að sé frábært að spila með Eiði Smára Guðjohnsen í landsliðinu, hann sé frábær leikmaður sem nýtist liðinu einstaklega vel. Nú er Eiður hins vegar orðinn 35 ára og ekki víst hversu lengi krafta hans mun njóta við. Kolbeinn vonar að það verði enn um sinn. „Hann er bara að yngjast ef eitthvað er. Hann er ennþá léttur á sér og ferskur og finnst gaman að spila með landsliðinu. Ef það er gaman þá er engin ástæða til að hætta. Ég vona að hann haldi áfram eins lengi og hann getur.“

Langar að spila í sterkari deild

Hvað með framtíðina hjá sjálfum þér? Við munum vonandi sjá þig með landsliðinu um ókomin ár en hvað með Ajax? Sérðu fyrir þér að vera þar til frambúðar eða ertu farinn að horfa annað? „Auðvitað vill maður alltaf ná lengra. Ég er búinn að vera í sex ár í Hollandi og þetta er góð deild, sérstaklega fyrir unga leikmann til að koma sér á kortið. En ég væri hins vegar alveg til í að stíga skrefið á næstu árum og fara í eina af sterkustu deildunum; ensku, þýsku, ítölsku eða spænsku. Kannski aðallega þá ensku. Hún er náttúrlega vinsælasta deild heims. Það væri ekki amalegt að komast þangað.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is

• Vöðvabólgur • Bakverki • Tognanir • Íþróttaáverka

PEROZIN fæst í helstu apótekum - Innflutt af Iceprakt ehf. - www.iceprakt.is - iceprakt@iceprakt.is

Fjölskylda Kolbeins á Bakarameistarann. Hann stillti sér upp fyrir ljósmyndara Fréttatímans þegar U21 árs liðið fór á EM árið 2011.


Afmælispartý

Sushisamba er 2ja ára og býður í afmælispartý 18. og 19. nóvember Tíu vinsælustu réttir Sushisamba á 590 kr. Las Moras léttvínsglas á 690 kr. Corona bjór 330 ml á 590 kr. Komdu og skemmtu þér með okkur!

sushisamba Þingholtsstræti 5 • 101 Reykjavík Sími 568 6600 • sushisamba.is


48

landsleikurinn

Helgin 15.-17. nóvember 2013

KYNNING

Fótbolti á mannamáli Eftir hrunið fékk orðið „útrás“ á sig afar neikvæðan blæ. Menn töldu ólíklegt að íslensk fyrirtæki færu í útrás á næstunni. En nú er þó hafin ný útrás, og ekki aðeins á sviði tölvuleikja! Bókaútgáfan Sögur hefur frá því í fyrra gefið út fjölda líflegra og myndríkra fótboltabóka hér á Íslandi, og er nú að hasla sér völl erlendis með þessar bækur – og fleiri. Bækurnar sem komu út í fyrra voru um snillingana Messi, Cristiano Ronaldo og Zlatan, og svo þrjú af stærstu félögum heims, Real Madrid, Barcelona og Manchester United. Bækurnar skrifaði Illugi Jökulsson sem jafnframt hefur mótað hugmyndafræði bókanna. Hugmyndin með bókunum er í stuttu máli sú að fræða áhugafólk, jafnt ungt fólk sem fullorðna um fótbolta og fótboltahetjur á skemmtilegan hátt og mæltust þær afar vel fyrir. Þær eru skrifaðar á aðgengilegan hátt, á vönduðu máli en þó við hæfi efnisins. Eftir fyrirspurn frá Svíþjóð komu bækurnar út í nóvember á sænsku, hjá sænskri systurútgáfu Sagna, sem ber nafnið Katla, og þá má segja að boltinn hafi farið að rúlla. Nú nýlega komu bækurnar út í Noregi og eru þær til skoðunar í nokkrum löndum víðsvegar um heiminn. Sætir þá

mestum tíðindum að útlit er fyrir að þær komi út í Bandaríkjunum snemma á næsta ári. Fleiri bækur eru nú komnar út eða rétt ókomnar. Í Svíþjóð er komin út bók um sænska landsliðið en það spilar í dag til úrslita við Portúgal um laust sæti á HM á næsta ári. Bók um Liverpool kemur út bæði í Svíþjóð og á Íslandi í byrjun desember og í Svíþjóð kemur einnig út bók um Malmö FF sem Max Wiman, blaðamaður á Sydsvenskan, skrifaði. Max hefur fylgst með og skrifað um Malmö FF í 40 ár. Á Íslandi kom bókin um íslenska landsliðið út á dögunum. Auk þessara titla eru um 10 -15 nýir titlar í smíðum fyrir mismunandi markaði. Þessa stundina situr Illugi sveittur við og leggur síðustu hönd á bók um bandaríska landsliðið en hún kemur út hjá rótgróinni útgáfu í Bandaríkjunum á næsta ári. Illugi mun hér eftir sem hingað til skrifa flestar en auk hans sjá þeir Björn Þór Sigbjörnsson, Helgi Hrafn Guðmundsson og áðurnefndur Max Wiman um að skrifa. Á næsta eru einnig væntanlegar bækur um stjörnur liðinna tíma auk íslenskra stjarna í bland. Bækur um bestu landslið í heimi munu einnig vera áberandi.

Darijo Srna 31 árs / Shakhtar Donetsk 108 landsleikir/20 mörk

Dejan Lovren 24 ára / Southampton 21 landsleikur/2 mörk

Niko Kranjcar 29 ára / QPR 81 landsleikur/16 mörk

Eduardo 30 ára / Shakhtar Donetsk 60 landsleikir/29 mörk

Stórar stjörnur koma í heimsókn

Króatíska landsliðið sem mætir á Laugardalsvöll í kvöld er vel mannað. Þrír leikmenn í hópnum hafa leikið yfir hundrað landsleiki og tvær stærstu stjörnurnar eru metnar hærra en allt íslenska liðið samanlagt.

K

Luka Modric 28 ára Real Madrid 70 landsleikir 8 mörk

Hollari jólabakstur! heilsunnar vegna ∙ Burt með hveiti og sykur

róatíska landsliðið situr í 18. sæti á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, en íslenska liðið er í 46. sæti. Króatar duttu niður um átta sæti á listanum þegar hann var síðast birtur en Íslendingar fóru upp um átta sæti. Besti árangur króatíska landsliðsins var þegar það hafnaði í þriðja sæti á HM í Frakklandi 1998. Þjálfari króatíska landsliðsins er Niko Kovac sem gerði garðinn frægan sem leikmaður á árum áður. Hann er nýtekinn við liðinu af Igor Stimac, annarri gamalli hetju, sem þótti ekki skila nægilega góðum árangri. Fyrirliði Króata er Darijo Srna, leikmaður Shakhtar Donetsk í Úkraínu. Hann er 31 árs en á þó að baki 108 landsleiki. Srna er seigur á hægri vængnum og leiðir sína menn. Með Srna í vörninni er Dejan Lovren sem vakið hefur mikla athygli fyrir framgöngu sína með Southampton í vetur. Lovren er ekki nema 24 ára en spilar eins og þrautreyndur miðvörður. Leikstjórnandi Króata er Luka Modric sem spilar með Real Madrid á Spáni. Mo-

∙ Sukrin bökunarvörur heilsunnar vegna ∙ LKL vænt ∙ Uppskriftir á

sukrin.is

Sukrin vörurnar fást í eftirfarandi verslunum: Krónan · Nóatún · Kjarval · Fjarðarkaup · Hagkaup · Nettó · Melabúðin og betri matvöruverslunum landsins.

Mario Mandzukic 27 ára Bayern München 44 landsleikir 12 mörk

dric er ótrúlega klókur leikmaður og kann að búa til færi fyrir félaga sína. Hann er leikmaður sem getur gert gæfumuninn í leikjum eins og nú fara í hönd svo Íslendingar þurfa að hafa góðar gætur á honum. Annar kunnur leikmaður á miðjunni er Niko Kranjcar sem um tíma lék með Modric hjá Tottenham. Kranjcar leikur nú með QPR. Aðalframherji liðsins er Mario Madzukic, leikmaður Bayern München í Þýskalandi. Hann er frábær skallamaður og mikill markaskorari. Íslensku varnarmennirnir þurfa að vera vel vakandi til að halda Mandzukic í skefjum. Auk hans geta Króatar hóað í Eduardo sem eitt sinn lék með Arsenal. Þar er hans reyndar helst minnst fyrir slæmt fótbrot. Eduardo spilar nú í Úkraínu. Hann hefur skorað í um það bil helmingi landsleikja sinna og gæti reynst Íslendingum skeinuhættur. -hdm


PIPAR \ TBWA

SÍA

132584


50

úttekt

Helgin 15.-17. nóvember 2013

 Heilsuvörur NæriNgarr áðgjafi og lækNir svar a

Vinsælustu heilsuvörurnar – ólík sjónarmið Á meðal mest seldu vara Heilsuhússins eru náttúrulegar vörur eins og engifersafi og lúpínuseyði sem og vítamín eins og magnesíum og D-vítamín. Skiptar skoðanir eru á gæðum og virkni þessara vara. Næringarráðgjafi lofar lúpínuseyði og segir það hafi hjálpað mörgum að styrkja ónæmiskerfið á meðan sérfræðingur í lyflækningum mælir ekki með því og segir að það geti haft eituráhrif á taugakerfi og lifur.

H

aust og vetur eru tímaskeið sem margir upplifa sem nýja byrjun og vilja leggja áherslu á heilsu og hreyfingu. Fréttatíminn ákvað að skoða 10 mest seldu eða vinsælustu vörur Heilsuhússins. Inga Kristjánsdóttir næringarráðgjafi og Svanur Sigurbjörnsson, læknir og sérfræðingur í lyflækningum, voru fengin til þess að leggja mat á þessar vörur. Ekki kemur á óvart að meðal vinsælustu vara Heilsuhússins eru vítamín og bætiefni ýmis konar sem eiga að hafa góð áhrif á líkamann. Vinsælasta varan er til dæmis engiferskot á safabarnum en engiferrót er talin vera afar heilnæm, bólgueyðandi og verkjastillandi. Á meðal vinsælustu varanna eru vítamínblöndur, gerblöndur, náttúruleg seyði unnin úr jurtum, rætur, kraftur úr jurtum og fleira. Inga telur þessi efni vera öll mjög góð sem hafi bein áhrif á líffæri og ónæmiskerfi. Svanur læknir vísar

í þær rannsóknir sem hann þekkir til og reynslu sína við meðhöndlun sjúklinga. Oft er hann sammála um góð áhrif þessara efna en hann varar fólk ef honum þykir ástæða til og bendir á rangar alhæfingar um virkni ákveðinna efna.

Bar engiferskot

1

Inga næringarráðgjafi: Gott er að fá sér engiferskot á safabar Heilsuhússins í kuldanum! Engifer getur virkað bólgueyðandi og verkjastillandi sem og haft jákvæð áhrif á meltingu. Svanur læknir: Rannsóknir sýna að engifer getur minnkað aðeins ógleði eftir aðgerðir en ekki eftir krabbameinslyf eða í sjóveiki. Óvíst um öryggi þess í meðgöngu vegna blóð-

20-30

AF öllum sóFum um helginA

wilbo frá habitat 3ja sæta sófi 156.000 kr. 2ja sæta sófi 139.000 kr. stóll 99.000 kr. tekk company og habitat kauptún 3 sími 564 4400 vefverslun á www.tekk.is

Til í fjórum litum

þynnandi áhrifa. Gæti minnkað tíðaverki en aukið blæðinguna. Mild og síðkomin verkjastilling í slitgigt.

2

Slökun Magnesíum

Inga næringarráðgjafi: Magnesíum virkar slakandi fyrir alla vöðva og er nauðsynlegt fyrir taugakerfið. Magnesíum er mikilvægt í samvinnu við kalk til að vinna gegn beinþynningu. Magnesíum hefur nýst mörgum sem glíma við svefnleysi, krampa og sinadrátt og þá er best að taka það inn á kvöldin. Frábært fyrir alla sem þjást af bólgum og verkjum. Svanur læknir: Magnesíum er mikilvægt og er mest af því í jurtaríkinu. Í vestrænum fæðuvenjum er neyslan aðeins undir því æskilegasta. Lækkar blóðþrýsting örlítið, minnkar hættu á heilablóðfalli ef notað lengi og þéttir bein. Ekki sönnuð virkni á sinadrátt eða svefnleysi. Ofskammtar valda meltingaróþægindum og niðurgangi.

3

D3 Vítamín

Inga næringarráðgjafi: Rannsóknir hafa sýnt fram á að fólk á norðlægum slóðum þarfnast aukins D-vítamíns á veturna vegna þess hve stutt dagsbirtu nýtur þá við. Rannsóknir benda til að ráðlagðar skammtastærðir séu allt of lágar fyrir okkur. D-vítamín er mikilvægt fyrir geðheilsu og ónæmiskerfi. D-vítamín er nauðsynlegt fyrir eðlilegan beinvöxt og til að styrkja beinin. Svanur læknir: Sammála. Að auki hefur D-vítamín áhrif á starfsemi vöðva. Varast skal ofskammt vegna eitrunaráhrifa en allt að tvöfaldir skilgreindir dagskammtar eru í lagi.

4

samlífisgerlar eru gefnir í fæði sem þeir þrífast á eins og mjólkurvörum.

5

Solaray – Calcium, magnesium, zinc

Inga næringarráðgjafi: Þessi blanda frá Solaray er frábær stein- og snefilefnablanda sem inniheldur, eins og nafnið ber með sér, nauðsynlegt magn af kalsíum, magesíum og sínki. Frábær samsetning og sérlega vinsæl meðal eldri einstaklinga. Góð fyrir beinheilsuna.

Svanur læknir: Nauðsynleg steinefni og góð fæðubót í ráðlögðum dagskammti. Umframmagn eykur álag á efnaskipti líkamans og pirrar meltinguna.

Lúpínuseyði Ævars 2 l. Svarti Haukur

6

Inga næringarráðgjafi: Rannsóknir sýna að neysla á lúpínuseyði styrkir m.a ónæmiskerfið. Magnaðar sögur eru til af fólki sem hefur góða reynslu af seyðinu. Varnarveggur gegn umgangspestum. Alíslensk vara.

Svanur læknir: Fólk ætti ekki að kaupa heilsuvörur af þjóðernisást. Áhrif lúpínuseyðis eru lítið rannsökuð og bakteríudrepandi áhrif ekki með sannaða gagnsemi í dýrum eða mönnum. Getur haft eituráhrif á taugakerfi og lifur. Mæli ekki með lúpínuseyði.

8

Solaray - Green Coffee Bean Extract

Inga næringarráðgjafi: Næringaráðgjafar og læknar hafa kannað virkni efnisins og niðurstöðurnar eru magnaðar. Nýleg rannsókn sem birt var í tímaritinu Diabetes, Metabolic Syndrome and Obesity leiddi í ljós að þeir sem tóku þátt í rannsókninni og tóku Green Coffe Bean Extract misstu að meðaltali 8,5 kíló á 12 vikum, eða um 10% af eigin þyngd – án þess að gera aðrar breytingar á lífsstíl sínum. Svanur læknir: Örvandi efni eins og kaffi geta stuðlað að þyngdartapi en hækka blóðþrýsting og eru ávanabindandi og eiturverkandi á taugakerfið í háum skömmtum. Chlorogenic sýra grænna kaffibauna hefur væg áhrif til þyngdartaps. Umrædd rannsókn var aðeins á 16 manns og sýndi 4.4% lækkun á þyngd. Engin eitrunaráhrif.

9

MSM

Inga næringarráðgjafi: Frábært fyrir liði og brjósk. MSM hefur jákvæð áhrif á tennur, neglur og hár er einnig mikilvægt fyrir ónæmiskerfið. MSM er talið aðstoða lifrina við afeitrun líkamans og eykur vellíðan í liðum og vöðvum. Svanur læknir: Afar veikburða rannsóknir eru fyrir vægu gildi MSM í slitgigt og enginn stuðningur fyrir annarri notkun. Ekki hægt að fullyrða svona um efnið (methylsulfonylmethane).

Solaray – Multidophilus

Inga næringarráðgjafi: Þessi gerblanda er sterk og árangursrík. Gerlarnir virka mjög vel við ýmsum meltingartruflunum, s.s brjóstsviða, lofti og verkjum frá maga og nauðsynlegt til uppbyggingar flórunnar með og eftir sýklalyfjatöku. Góð þarmaflóra er einnig mikilvægur hlekkur í ónæmiskerfi líkamans. Svanur læknir: Fyrir fólk með heilbrigt ónæmiskerfi er óhætt að nota „probiotics“ en rannsóknir hafa ekki sýnt fram á óyggjandi heilsubót. Meiri líkur á jákvæðum áhrifum ef

7

Arctic Root

Inga næringarráðgjafi: Artic Root eflir í senn andlegt jafnvægi, einbeitingu, athygli, gleði og jafnvel kynhvötina. Nauðsynleg í skammdeginu. Svanur læknir: Um 140 efni hafa fundist í burnirót. Hressingaráhrif hennar eru ekki vel staðfestar. Gæti aukið losun noradrenalíns. Engin eituráhrif þekkt.

10

Norður Krill

Inga næringarráðgjafi: Eitt öflugasta form af Omega 3 fitusýrum. Hefur bólgueyðandi áhrif, gott fyrir einbeitingu og andlega líðan og stuðlar að heilbrigðu hjarta, æða- og ónæmiskerfi. Norðurkrill inniheldur auðnýtanlegri fitusýrur en önnur fiskiolía. Svanur læknir: Ekki er sannað að Omega-3 fitusýrur svifdýra séu eitthvað betri eða auðnýtanlegri en annarra sjávardýra. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is


Stúlka með maga skáldættarsaga „Þokan er þykk eins og þeyttur rjómi þegar mamma trúir mér fyrir leyndarmáli. Fylgjan í ætt pabba, drekinn góði, hjálpaði þegar ég fæddist. Það var kraftaverk að ég lifði, minnsti fyrirburi á landinu, að því Hugnæm skáldættarsaga Þórunnar Erlu- og Valdimarsdóttur sem kallast á við Stúlku með fingur sem fékk Bókmenntaverðlaun DV og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

er mér var sagt, bara níu merkur. Kom í heiminn klukkan níu 9. febrúar 1929, dóttir Þórunnar Elínar Jónsdóttur kennara og Jóns Alexanderssonar, forstjóra hlustendaþjónustu Ríkisútvarpsins. Rétt áður en heimskreppan kemur fæðist ég.“

www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu


52

viðhorf

Helgin 15.-17. nóvember 2013

Hinn gamansami maður

F

HELGARPISTILL

Yggdrasils heildsölu

Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

30-70% afsláttur

af heildsöluverði á völdum lífrænum og náttúrulegum matvörum, vítamínum og bætiefnum, snyrtivörum, hreinlætisvörum, stuðningssokkum og sokkabuxum.

Opið:

Suðurhrauni 12b, 210 Garðabæ

Teikning/Hari

15.-17. nóvember, þ.e. föstudag - sunnudags frá kl. 10:00 - 18:00.

Fróðlegt hefði verið að sjá framan í Fídel gamla Castró þegar við hjónakornin skruppum til Kúbu vorið 2006. Það var þó borin von enda var karlinn tæpur til heilsunnar þá vordaga, raunar svo að menn töldu hann jafnvel vera á síðustu metrunum. Kúbuforseti lét því ekki sjá sig á almannafæri og ekki var að vænta byltingarræðu yfir lýðnum í Havana. Væntanlega hefði engu breytt þótt Castró hefði verið sæmilega brattur því hann var – líklega ekki að ástæðulausu – var um sig alla sína valdatíð. Ekki áttum við von á heimboði, þótt við værum langt að komnir gestir, því byltingarleiðtoginn vissi hvorki um langferðalag okkar Kópavogshjóna né tilvist, ef út í það er farið. Höfðingjadjarfari var hins vegar Guðni Ágústsson, þáverandi landbúnaðarráðherra, nokkrum mánuðum fyrr. Hann fór með Margréti konu sinni og nokkrum góðum vinum til Kúbu í nóvember 2005. Ekki liggur fyrir hversu vel Castró fylgdist með íslenskum stjórnmálum þessa síðustu valdadaga sína, áður en hann varð að fela Raúl bróður sínum forsetavöldin, en sunnlenski landbúnaðarráðherrann gat ekki verið alveg viss um að mynd væri uppi við í höllu Castrós af ráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar. Bóndasonurinn frá Brúnastöðum hafði hins vegar hug á því að hitta félaga Castró sem á æskudögum hans, ekki síður en mínum, var áberandi persóna í fréttum og var nánast jafnt tíður gestur þar og Kennedy Bandaríkjaforseti og Krústsjof Sovétleiðtogi. Það átti ekki síst við í Kúbudeilunni þegar sá sovéski hafði fengið leigt kúbverskt jarðnæði undir kjarnaflaugar, nánast í kálgarði Kennedys. Því datt Guðna það snjallræði í hug, þegar suðurferðin var undirbúin, að senda Castró bréfkorn og fara þess á leit við foringjann að fá að hitta hann í Havana. Bréfið var svohljóðandi, að því er fram kemur í nýrri bók Guðna, sem var að koma út: „Herra Fídel Castró! Nafn mitt er Guðni Ágústsson. Ég er landbúnaðarráðherra á Íslandi. Ísland er gott vinaríki þjóðar þinnar á Kúbu. Íslendingar heimsækja land þitt í vaxandi mæli. Erindi mitt við þig, herra Fídel Castró, er að leita eftir því að fá að hitta þig og eiga með þér stuttan fund. Ég verð í borginni þinni, Havana, dagana 16. til 22. nóvember 2005 ásamt átta manna sendinefnd. Ég tel að þjóðir okkar geti eflt samstarf á mörgum sviðum, ekki síst í landbúnaðarog sjávarútvegsmálum. Ég er bóndasonur og er einn af sextán systkinum og minnist þess frá mínum æskudögum að engan erlendan stjórnmálamann dáðum við bræður jafn mikið og þig, þá ekki síst fyrir að bjóða Bandaríkjunum birginn og verja rétt og frelsi lítillar þjóðar. Sendi þér mínar bestu kveður og óska þér og þjóð þinni alls góðs í framtíðinni. Vænti þess að heyra í þér sem allra fyrst.“ Guðna varð ekki að ósk sinni. Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra var ekki skemmt þegar fréttist af bréfi hins byltingarsinnaða framsóknarráðherra. Óttaðist hann að heimsókn Guðna til Castrós, þótt óopinber væri, myndi spilla

sambandi Íslands við Bandaríkin enda er stórveldið enn með kúbverska granna sína í banni. Guðni varð að afturkalla bréfið til að koma í veg fyrir milliríkjadeilu. Castró missti því í af uppörvandi heimsókn rétt í þann mund er heilsa hans var að bila. Það er miður því Guðni hefði án efa létt geð kúbverska öldungsins, sagt honum skemmtisögur af Halldóri forsætisráðherra og Davíð utanríkisráðherra, farið með nokkrar ferskeytlur eftir Halldór Blöndal, Hjálmar dómkirkjuprest og Jóhannes bónda á Gunnarsstöðum, bróður Steingríms J. Steingrím hlýtur Castró að minnsta kosti hafa kannast við og útilokað er annað en hann sé einhvers staðar í myndaalbúmi í Havana, hvað sem öðrum íslenskum ráðamönnum líður. Fundur þeirra Castrós og Guðna hefði kannski ekki breytt veraldarsögunni en hugsanlega væri Castró enn Kúbuforseti ef hressandi andblær úr norðri hefði glatt hann og endurnært þessa haustdaga 2005. Hann tórir jú enn, 87 ára gamall, jafnaldri þokkadísarinnar og gleðiglyðrunnar eilífu, Marilyn Monroe. En Halldór sagði nei – og forsætisráðherrann ræður. Guðni og Margrét áttu engu að síður dýrðardaga í Havana og íslenski landbúnaðarráðherrann flutti ræðu á frelsistorginu úr ræðustól Castrós, með steyttan hnefa, eins og kommarnir, að því er fram kemur í bókinni. Kannski lýsa samskiptin þessum tveimur fyrrverandi framsóknarráðherrum. Annar þungur á bárunni og alvörugefinn, hinn léttari í lund, gamansamur sagnamaður. Það bærilega geðslag tryggði Guðna Ágústssyni líf að loknu stjórnmálavafstri, þingmennsku og ríkisstjórnarsetu. Hann er eftirsóttur ræðumaður á alls konar samkomum, þorrablótum og hestamannamótum. Allir þekkja röddina og taktana og eftir fáum er betra að herma. Jóhannes Kristjánsson, eftirherma allra tíma, hefur sérhæft sig svo í Guðna að vart má á milli sjá hvor fer þar, eftirherman eða orginallinn. Guðni segir raunar í formála bókar sinnar að hinn gamansami maður hafi oft farið halloka fyrir hinum þungbúna og alvarlega stjórnmálamanni og gáskinn talinn vitna um gáfnaskort en alvaran hið gagnstæða. Það er misskilningur enda er hinn gamansami fjölhæfari, getur verið alvörugefinn og fastur fyrir þegar það á við. Þetta á við um öll mannleg samskipti, kalla þarf fram hláturinn, súrefni sálarinnar sem Guðni kallar svo. Sama gildir til dæmis um fjölmiðla. Það mega ekki leka af þeim leiðindin. Lífið á að vera skemmtilegt, segir Guðni. Þeir ganga nefnilega í takt, hinn vitiborni maður og hinn gamansami. Guðni laumar í bók sína lítilli sögu þar sem hann rifjar upp orð sem hann sagði eitt sinn í ræðu að það væri betra að vera með hraustan maga en miklar gáfur. Um þá yfirlýsingu orti Halldór Blöndal: Uppi soltinn sveimar mávur svipast um í lægðirnar. Enginn veit um Guðnagáfur en góðar eru hægðirnar.


Yfir 50 Pioneer tæki á tilboði

Heimsklassa hljómflutningur í hálfa öld SE-MJ721

X-EM11

Heyrnartól af bestu gerð

Hljómtækja stæða

Verð: 9.900

Tilboðsverð: 6.990 Tíðnisvið 6-28.000 Hz Þyngd 156 gr.

Verð: 25.900

Tilboðsverð: 19.900 FM útvarp, Spilar: CD, MP3, WMA af USB, Tengi: USB, Aux-in, Heyrnartól, 2 x 10W hátalarar

VSX-1122

X-HM30V-K / X-HM30V-S

Heimabíó magnari

Hljómtækja stæða

Verð: 177.900

Tilboðsverð: 129.900 7x150W RMA @ 6 Ohm, FM/AM útvarp, Internet útvarp, Inngangar: 7xHDMI, 4xComposit, 1xComponent, 2xCoaxial, 1xUSB, 1xEthernet, Bluetooth adapter port, Útgangar: 1xHDMI, 2xComposite, 2xPreout

Verð: 59.900

Tilboðsverð: 48.900 FM útvarp m. 40 stöðva minni, Spilar og hleður Ipad, Ipod og Iphone, Spilar: DVD, CD, MP3, WMA, JPEG, DivX, AVI og fl. USB, RCA, Heyrnartól, HDMI, Composite, Component, S-Video og fl., 2 x 30W magnari, hátalarar 4 Ohm

BDP-150-S

X-HM71

3D Blu-ray spilari

Hljómtækja stæða

Verð: 44.900

Tilboðsverð: 33.900 Frábær 3D Blu-ray spilari með nettengingu DLNA vottaður, Horfðu á YouTube, Picasa eða Netflix í gegnum spilarann, Netútvarp, RCA, 2x USB (Front & Back)

Verð: 99.900

Tilboðsverð: 79.900 FM útvarp m. 40 stöðva minni, Spilar og hleður Ipad, Ipod og Iphone. DLNA, Airplay og Internet útvarp. Spilar: CD, MP3, WMA, LPCM, WAV, ACC FLAC, USB, RCA, Heyrnartól, USB f. WiFi, Composite, Subwoofer Pre out og fl. 2 x 50W D-Class magnari, hátalarar 4 Ohm, innbyggt WiFi

X-CM31

DCS-222K

Hljómtækja stæða

Heimabíó kerfi

Verð: 45.900

Tilboðsverð: 36.900 FM útvarp með 40 stöðva minni, Spilar: CD, MP3, WMA, iPod, iPad (gegnum usb), USB, RCA, Heyrnartól, Video out (f. iPod), 2 x 15W hátalarar, Spilar og hleður iPod

Verð: 49.900

Tilboðsverð: 39.900 5.1 rása heimabíókerfi með DVD spilara og FM útvarpi, 300W magnari, HDMI tenging, Spilar alla DVD og CD diska, MP3, WMA, JPEG og DivX, styður 1080p (HD upscaling)

A-30

PD-30

Stereo magnari

CD spilari

Verð: 69.900

Tilboðsverð: 55.900 2x70W, Inngangar: SACD/CD, Phono (MM), Aux, Network, Recorder, Tuner, Power Amp Direct In, Útgangar: Recorder, Phones.

Verð: 84.900

Tilboðsverð: 67.900 Spilar CD, CD-R, CR-RW, SACD, DVD-R, DVD-RW (hljóð), DSD, MP3, WMA, AAC, MPEG-4, Tengimöguleikar: 1xOptical út, 1xCoaxial út, 1xAnalogue út, 1xUSB inn (framan)

DEH-150

N-30

Frábært bíltæki

Net spilari

Verð: 19.900

Tilboðsverð: 14.900 4X50 W MOSFET magnari, Útvarp með 24 stöðva minni, Spilar MP3, WMA, WAV, CD-R/RW, AUX tengi á framhlið, Hægt að tengja við fjarstýringu í stýri (tengi fylgir ekki) / EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið- og hátóna.

Verð: 69.900

Tilboðsverð: 55.900 Airplay, Internet útvarp, DLNA, iPod, iPhone, iPad, Ethernet, WiFi option, Android/iPone stýring, Air Jam, Tengimöguleikar: 1xUSB inn, 1xLAN inn, 1xOptical út, 1xCoaxial út, 1xAnalogue út

VSX-422-S

MCS-333

Heimabíó magnari

Blu-ray heimabíó

Verð: 69.900

Tilboðsverð: 59.900 5x130W, RMS @ 6 Ohm, FM/AM útvarp með RDS, Inngangar: 4x HDMI, 2x Composit, 1x Coaxial, 1x Digital Optical, Útgangar: 1x HDMI, 1x Composite, 2x Preout

Verð: 79.900

Tilboðsverð: 63.900 1000W. 5.1 kerfi, Blu-ray, DVD, CD, 3D, FM / Internet útvarp, 4xHDMI inn, 1xHDMI út, 2xUSB, 1xEthernet, 1xAux inn.

OPIÐ ALLA DAGA TIL KL.18:00 · virka daga frá 10:00-18:00 · á laugardögum frá 11:00–18:00 · á sunnudögum frá 13:00–18:00

SKEIFUNNI 11 · SÍMAR: 530·2800 / 550·4444 · ormsson.is & bt.is


heimili

54

Helgin 15.-17. nóvember 2013

Fann uppáhalds húsgagnið á eyðibýli María Krista Hreiðarsdóttir, hönnuður og matarbloggari með meiru, sendir í næstu viku frá sér sína fyrstu bók, Brauð & eftirréttir Kristu. Bókin inniheldur fjölda ljúffengra uppskrifta án hveitis og sykurs. Eftir að matreiðsluáhuginn kviknaði hefur María Krista sankað að sér miklu magni af kökudiskum og bollum sem hún geymir í eldgömlum skáp sem hún og eiginmaður hennar fundu á eyðibýli.

H

jónin María Krista Hreiðarsdóttir, iðn- og grafískur hönnuður, og Börkur Jónsson vélfræðingur búa með börnum sínum þremur að Brúsastöðum II, í sveitinni rétt fyrir utan Hafnarfjörð og reka þar hönnunargalleríið Krista Design. Í framleiðslu sinni leggja þau mikla áherslu á hönnun nytjahluta og skrautmuna úr efnum sem eru óvenjuleg og oft endurnýtt. „Við reynum að búa til fallega hluti úr óaðlaðandi efnum eins og gúmmíi og gólfdúkum og stundum úr parketti,“ segir María Krista en þau hjónin framleiða allar vörurnar sjálf og selja í verslunum en eru alltaf með opið hús hjá sér að Brúsastöðum á miðvikudögum. Þegar kemur að heimilinu er endurnýting einnig í fyrirrúmi og er uppáhalds húsgagn Maríu antíkskápur sem þau hjónin fundu á eyðibýli fyrir mörgum árum og gerðu upp. „Skápurinn var í slæmu ástandi þá en við fengum leyfi til að hirða hann. Það var búið að vaxbera hann einu sinni og þetta var greinilega gamall fataskápur. Hann var málaður fjólublár og við þurftum að afsýra hann til að finna upprunalega litinn,“ segir hún. Þau hjónin hafa flutt skápinn með sér á milli þriggja heimila og alltaf gert útlitsbreytingu á honum í hvert sinn. „Núna erum við búin að kalkbera skápinn svo hann er hvítur. Þó hann sé eldgamall er hann alltaf í takt við tískuna.“ Núna gegnir skápurinn því hlutverki að geyma diska og bolla en eftir að María Krista fékk brennandi áhuga á lágkolvetna mataræði stofnaði hún bloggsíðu þar sem hún deilir ljúffengum uppskriftum með lesendum og á því gott úrval af diskum til að mynda kræsingarnar á. „Ég er alltaf að sanka að mér mismunandi kökudiskum svo það sé ekki alltaf sami diskurinn á myndunum á blogginu. Þegar ég fer til útlanda kaupi ég ekki lengur skó, heldur konfektmót og möffinskökuform. Það er alltaf þannig hjá mér – allt eða ekkert.“ María Krista ætlaði sér aldrei að gefa uppskriftirnar út á bók, heldur að láta bloggsíðuna nægja en eftir að hafa fengið hvatningu víðs vegar að ákvað hún að láta slag standa og í næstu viku kemur út fyrsta bókin hennar, Brauð &

Skápurinn var áður fataskápur en nú gegnir hann því hlutverki að geyma diska, bolla, glös og fleira. Eftir að María Krista fékk brennandi áhuga á lágkolvetna mataræði stofnaði hún bloggsíðu þar sem hún deilir ljúffengum uppskriftum með lesendum og á því gott úrval diska til að mynda góðgætið á. Ljósmynd/Hari.

eftirréttir Kristu. Bókin er heilar 140 síður og eins og nafnið gefur til kynna, inniheldur hún aðallega uppskriftir að brauði og eftirréttum. „Það kunna flestir að elda steik með bernaise-sósu svo mér finnst um að gera að kenna eitthvað annað.“ Uppskriftirnar henta jafnt sem millimál, nesti, í barnaafmæli eða saumaklúbbinn. Áhugi Maríu Kristu á léttkolvetna mataræði kviknaði fyrst þegar dóttir hennar ákvað að prufa að skipta um mataræði og hætta að borða hveiti vegna glútenóþols. Þá er sonur Maríu Kristu með ofnæmi fyrir hveiti. „Ég hafði heyrt af léttkolvetna mataræðinu og fór á kynningu hjá Gunnari Má Sigfússyni rétt áður en fyrsta LKL bókin hans kom út og fannst þetta svolítið sniðugt og velti því fyrir mér hvort ég væri jafnvel með einhvers konar óþol líka úr því tvö barnanna mín væru það. Svo prófaði ég þetta mataræði og það svínvirkaði.“ María Krista fann mikinn mun á sér er nú laus við ýmsa kvilla sem henni hafði ekki tekist að losna við með öðru mataræði. „Það er alveg málið fyrir mig að sleppa hveitinu. Ég tel að sykur- og hveitilaust mataræði sé gott fyrir alla, hvort sem fólk er á einhverjum kúr eða ekki. Við höfum öll gott að því að sleppa sykrinum.“ Nánari upplýsingar um hönnun Maríu Kristu og Barkar má nálgast á vefnum internet.is/brusastadir/kristadesign/ og á Facebook-síðunni Krista Design

Gamall fataskápur sem María Krista og eiginmaður hennar fundu á eyðibýli er í miklu uppáhaldi. Þau hafa flutt skápinn á milli þriggja heimila og gert á honum útlitsbreytingu í hvert sinn. Skápurinn er hvítur núna og þó hann sé eldgamall er hann alltaf í takt við tískuna. Ljósmynd/Hari.

Í hönnun sinni endurnýtir María ýmis efni. Ljósakrónurnar fallegu á myndinni gerði hún úr sultukrukkum. Á borðstofuborðinu er svo parkett. Ljósmynd/Hari.

Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is

viðarparket Verðdæmi: Eik 3ja stafa kr. 4.590 m2

Skútuvogi 6 - Sími 568 6755

Nýtt 2-lock endalæsing

„Ég er alltaf að sanka að mér mismunandi kökudiskum svo það sé ekki alltaf sami diskurinn á myndunum á blogginu. Þegar ég fer til útlanda kaupi ég ekki lengur skó, heldur konfektmót og möffinskökuform. Það er alltaf þannig hjá mér – allt eða ekkert.“


Tryggðu þér M-sófann fyrir jól Catifa 70 Soft hægindastóll Verð frá 399.900 kr.

M-sófi Verð frá 229.900 kr. Síðasti pöntunardagur á M-sófum til afgreiðslu fyrir jól er 22. nóvember.

Eclipse sófaborð Verð frá 29.900 kr.

Patchwork gólfmotta Sniðin eftir máli. Verð pr. fm 75.900 kr.

20% afsláttur

af öllum vörum frá iittala á föstudag og laugardag. Gildir einnig í vefverslun.

Aalto vasi / Verð áður frá 16.450 kr.

Marimekko skálar á fæti / Verð áður frá 4.950 kr.

Moomin krúsir / Verð áður 3.450 kr.

Kastehelmi kökudiskur á fæti / Verð áður 9.850 kr.

PIPAR \ TBWA

SÍA

Nappula kertastjakar / Verð áður frá 4.990 kr.

Essence vínglös / Verð áður frá 4.900 kr.(2 stk.)

Kastehelmi kertastjakar / Verð áður frá 2.450 kr.

Festivo kertastjakar / Verð áður frá 4.850 kr.

OPIÐ VIRKA DAGA KL. 11–18 • LAUGARDAGA KL. 11–16 • HLÍÐASMÁRA 1 • 201 KÓPAVOGUR • 534 7777 • modern.is

Aalto trébretti / Verð áður frá 7.650 kr.

Kastehelmi skálar á fæti / Verð áður frá 3.790 kr.


heimili

56

Helgin 15.-17. nóvember 2013

 Hönnun Kerti sem upplifun er að sjá brenna

Kisi er aldeilis búinn að fá byr undir báða vængi áður en hann er einu sinni tilbúinn!

Kisulaga kerti Hönnuðurinn Þórunn Árnadóttir setur kisulaga kerti á markað á næstunni. Innan í kertinu er beinagrind svo mikil upplifun er að sjá það brenna niður. Kertanna er beðið með mikilli eftirvæntingu og hefur hönnuðurinn vart undan að svara fyrirspurnum hvaðanæva að úr heiminum. Kertið ber vöruheitið „Kisa“ bæði hér á landi og á mörkuðum erlendis.

H

ugmyndin að kisukertinu kviknaði þegar ég var í námi við Royal College of Art í London en þá fór ég að velta fyrir mér hvernig fólk notar kerti.

Einn daginn horfði ég á kerti bráðna sem var í laginu eins og lítill feitur jólasveinn. Hann aflagaðist allur og mér fannst það frekar fyndið hvað fólk spáir lítið í því hvað þetta er í

Fix Töframassinn Hreinsar, fægir og verndar samtímis - Fitu- og kýsilleysandi - Húðvænt - Náttúrulegt - Mjög drjúgt Svampur fylgir með

Hentar vel til þrifa á blöndunartækjum, vöskum, ryðfríu stáli, áli, kopar, messing, gleri, plasti, lökkuðum flötum, kristal, keramiki, postulíni o.fl. Húsasmiðjan - Byko - Fjarðarkaup - Tengi - Melabúðin - Verkfæralagerinn - Eyjatölvur Miðstöðin Vestmannaeyjum - Pottar og prik Akureyri - Rafsjá Sauðárkróki - Áfangar Keflavík Skipavík Stykkishólmi - Nesbakki Neskaupsstað - Vélaleiga Húsavíkur - Verslanir Rönning Litabúðin Ólafsvík - Tengi - Byggt og búið - SR byggingavörur Siglufirði - Núpur Ísafirði Óskaþrif Hólmavík - Heildsöludreifing: Ræstivörur ehf.

rauninni hrollvekjandi,“ segir Þórunn Árnadóttir hönnuður sem í framhaldinu velti því fyrir sér hvort hún gæti einhvern veginn gert þá athöfn þegar kerti brennur upp að meiri upplifun og er nú búin að hanna kerti sem er eins og köttur í laginu. Inni í kertinu er beinagrind sem kemur smátt og smátt í ljós þegar kertið brennur. „Beinagrindin er falin inni í vaxinu og bíður eftir að láta sjá sig óvænt eftir að kveikt hefur verið á kertinu,“ segir hún. Þórunn segir að tilvalið hafi verið að hanna kött því þeir séu ýmist taldir táknmynd krúttlegheita og sakleysis eða að þeir eigi sér dekkri hlið og hafa til dæmis verið kallaðir gæludýr kölska. „Kettir voru dýrkaðir sem guðir í Egyptalandi til forna og á okkar tímum virðast þeir ráða yfir internetinu. Svo hafa þeir níu líf. Þeir búa greinilega yfir einhverjum myrkum öflum. Kisa felur í sér báðar þessar hliðar. Hún byrjar sem sakleysislegur og krúttlegur kettlingur en umbreytist í beinagrind með hvassar tennur og eldglæringar í augum.“ Þórunn safnaði fjármagni til að hefja framleiðslunni á vefnum Kickstarter og gekk vonum framar og safnaði því sem til þurfti á aðeins fjórum dögum. Kertin verða seld þar í forsölu til 22. nóvember. Kisukertanna er beðið með mikilli eftirvæntingu og hefur Þórunn fengið fjölda fyrirspurna frá fólki

Kisukerti Þórunnar Árnadóttur fer brátt á markað. Kertin verða seld í forsölu á vefnum Kickstarter til 22. nóvember. Ljósmynd Hari.

um allan heim. Á dögunum eftir að hún setti nýjar myndir á heimasíðuna sína var þeim deilt nálægt tvö hundruð og fimmtíu þúsund sinnum af vefmiðlinum Tumblr! Þá hefur verið fjallað um kertin á miðlum eins og 9GAG, The Meta Picture og ReddIt. „Svo er ég núna komin með nálægt sjö þúsund manns á póstlista hjá mér en allt er þetta fólk sem vill fá að vita hvar og hvenær hægt verður að kaupa kertin. Svo kisi er aldeilis búinn að fá byr undir báða vængi áður en hann er einu sinni tilbúinn.“

Þórunn starfar sjálfstætt sem hönnuður og deilir vinnustofu með nokkrum öðrum hönnuðum í Brautarholti og hefur unnið að ýmiss konar verkefnum bæði hérlendis og erlendis og er nýbúin að stofna fyrirtækið PyroPet Candles með Dan Koval, vöruþróunaraðila í Bandaríkjunum. Kertið Kisa er fyrsta dýrið en aldrei er að vita nema fleiri bætist í hópinn síðar. Varan mun heita Kisa bæði á markaði hér á landi og erlendis. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is

Kertið er sem sakleysislegur og krúttlegur kettlingur en umbreytist í beinagrind með hvassar tennur og eldglæringar í augum þegar það brennur. Ljósmynd/Glamour Et Cetera.


Glæsilegar gjafavörur og nýtt Jólaskraut

Jólakerti og jólaskraut

Skoðið úrvalið hér

www.hrim.is

Fylgist með okkur @hrimhonnunarhus

Opnunartími Virka daga 10:00-18:00 Lau 10:00-18:00 Sun 13:00-17:00

H ö n n u n a r h ú s Laugavegi 25 - S: 553-3003


heimili

58

Helgin 15.-17. nóvember 2013

Blómapottur frá Ólöfu Björk Oddsdóttur á Suðureyri.

Líflegar styttur eftir Helga Björnsson á Hvammstanga.

Margt fallegt á Handverki og hönnun Sýningin Handverk og hönnun stendur nú sem hæst í ráðhúsi Reykjavíkur og lýkur á sunnudag. Má þar finna ýmislegt fallegt og gagnlegt til heimilisins, svo sem sápur frá Sælusápum, skálar og bolla, ullarteppi, púða, blómapotta, jólaskraut og húsgögn svo fátt eitt sé nefnt. Er þetta í tíunda sinn sem sýningin er haldin en sú fyrsta var árið 2006. Sýningunni í ár er skipt í tvo hluta sökum þess hve margar vandaðar umsóknir bárust. Fyrri hluti sýningarinnar stóð yfir frá 7. til 11. nóvember og stendur seinni hlutinn nú yfir. Sýnendur núna í nóvember eru níutíu talsins og koma hvaðanæva að.

Bragi Baldursson á heiðurinn af þessu fallega jólaskrauti.

Á Handverki og hönnun er að finna ýmislegt fallegt til heimilisins. Þar á meðal þetta fallega ullarteppi frá Steinunni Björgu Helgadóttur á Djúpavogi. Auður Inga Ingvarsdóttir á heiðurinn að þessum doppótta bolla. Hún er með vinnustofu á Korpúlfsstöðum.

Litríkt og fallegt teppi eftir Guðrúnu Bjarnadóttur, frá Árnesi við Andakílsárvirkjun.

Skálar úr smiðju Jónu Thors í Kjósarhreppi.


Fjölskyldudagur Einars Mikaels og Blómavals laugardaginn 16. nóvember í Skútuvogi dagskrá laugardaginn 16. nóvember Kl.13:00 Einar Mikael töframaður sýnir Töfraheima Kl.13:30 Gestir fá að baða töfradúfurnar Kl.14:00 Einar Mikael sýnir magnaðar vísindatilraunir Kl.14:30 Myndataka og áritun með Einari Mikael, frítt plakat fyrir gesti Kl.16:00 Einar Mikael sýnir magnaðar vísindatilraunir

jólalandið Blómavali skútuvogi

Komdu með börnin og sjáðu jólasveinana í Jólalandi Blómavals Öll börn fá Latabæjardrykk, blöðru og jólalímmiða meðan birgðir endast. 20% afsláttur af barnaútivistarfatnaði. 20% afsláttur af öllum leikföngum. Full búð af jólavörum fyrir börn og fullorðna á frábæru verði

Kaffi Garður laugardag Skútuvogi

20% afsláttur af nýja DVD disknum Leyndarmál vísindanna með Einari Mikael

Purusteik 1.490kr í hádeginu á laugardaginn kl. 11:30-14:00

Vaffla 450kr

með sultu og rjóma

Ís aðeins

99kr

hluti af Bygma

allt Frá grunni að góðu heimili a síðan 1956


60

ferðalög

Helgin 15.-17. nóvember 2013

 Ferðalög k anada

Meira en tvöfalt fleiri ferðir til Kanada Nýr loftferðasamningur gefur íslenskum ferðamönnum færi á að fljúga beint allt árið um kring til Kanada og mun oftar en áður.

Á

fangastöðum Icelandair í Kanada fjölgar úr tveimur í fjóra á næsta ári og þar af verður flogið allt árið um kring til Toronto og Edmonton. Yfir aðalferðamannatímann munu vélar Icelandair fljúga til Kanada sextán

sinnum í viku en síðastliðið sumar voru ferðirnar að jafnaði ein á dag. Nýr loftferðasamningur milli íslenskra og kanadískra stjórnvalda er ein helsta ástæðan fyrir þessu stóraukna framboði á flugi til Kanada.

Helmingur íbúanna fæddur í öðru landi Síðustu ár hefur Icelandair gert hlé á flugi sínu til Toronto yfir háveturinn. Í ár verður breyting á og þeir sem vilja heimsækja fjölmennustu borg landsins að

vetrarlagi geta nú flogið þangað beint. Í Toronto er byggt hátt til að koma fleiri fyrir innan borgarmarkanna og á strætum er margt um manninn. Kanada er hins vegar eitt strjálbýlasta land í heimi en þar búa um 34 milljónir manna. Á Toronto svæðinu eiga hins vegar um sex milljónir heima og nærri helmingur borgarbúa er ekki fæddur í Kanada. Borgin stendur því svo sannarlega undir heimsborgarnafnbótinni. Héraðshöfuðborg Nova Scotia, Halifax, hefur líka lengi verið Vancouver var nýverið valin besta ferðamannaborg Kanada.

Í Edmonton er að finna stærstu verslunarmiðstöð í N-Ameríku.

hluti af leiðakerfi Icelandair. Hún er mun minni í sniðum en hinar þrjár en kemst reglulega á listi yfir byggilegustu borgir landsins. Háskólasamfélagið setur sterkan svip á borgina og við höfnina er starfræktur elsti bændamarkaðurinn í N-Ameríku.

Nýliðarnir

En þó Halifax þykir ein besta kanadíska borgin til að búa í þá kemst Vancouver oft í eitt af efstu sætunum þegar búnir eru til listar yfir lífvænlegustu þéttbýli í heiminum. Borgin var líka nýverið valin besta ferðamannaborg Kanada af lesendum tímaritsins Conde Nast Traveller. Það er því líklegt að margir íslenskir túristar nýti tækifærið næsta sumar og fljúgi beint til vesturstrandar Kanada þegar áætlunarflugið hefst þangað. Icelandair mun þó aðeins fljúga til Vancouver yfir sumarmánuðina en öðru máli gegnir um Edmonton, höfuðborg Alberta fylkis. Þangað verður flogið allt árið en atvinnulíf borgarinnar blómstrar enda miklar náttúruauðlindir í Alberta fylki. Borgarbúar eru því á faraldsfæti en þeir eru greinilega líka kaupglaðir heima fyrir því í Edmonton er að finna stærstu verslunarmiðstöð í N-Ameríku. Sú staðreynd hljómar sennilega vel í eyrum margra íslenskra ferðalanga. Reyndar hefur koma Icelandair til Alberta fylkis valdið nokkrum deilum milli forsvarsmanna flugvallarins í Edmonton og stjórnenda Air Canada flugfélagsins. Telja þeir síðarnefndu að móttökurnar sem íslenska félagið hefur fengið hjá flugmálayfirvöldum vera einum of góðar og hafa því í mótmælaskyni tekið af dagskrá beint flug til London yfir vetrarmánuðina. Sú ákvörðun olli töluverðu ergelsi í Edmonton, samkvæmt frétt Journal bæjarblaðsins. Hvað sem því líður er ljóst að þeir sem vilja heimsækja Kanada á næsta ári geta valið úr mun fleiri ferðum og áfangastöðum en áður.

Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is

Kristján Sigurjónsson heldur úti ferðavefnum Túristi.is en þar er hægt að gera verðsamanburð á bílaleigubílum út um allan heim.


Brandenburg

facebook.com/noisirius


62

fjölskyldan

Helgin 15.-17. nóvember 2013

 Forrit StundaSkr Á FjölSkyldunnar Skipulögð

Hvernig einfalda má fjölskyldulífið Foreldrar nú til dags vinna nánast undantekningarlaust báðir úti langan vinnudag. Þeir koma þreyttir heim og eiga þá eftir að takast á við verkefnin heima fyrir, elda mat, vaska upp, þvo þvott, taka til og þar fram eftir götunum. Svo ekki sé minnst á það mikilvægasta: að sinna börnunum, veita þeim athygli og umhyggju, hjálpa þeim með heimalærdóm og bara hlusta á það sem þau hafa að segja eftir daginn. Fjöldi barna sækir ýmsar tómstundir og eykur það oft enn á álag á foreldranna, sérstaklega þangað til börnin eru orðin nægilega stór til þess að geta bjargað sér sjálf á milli staða. Ósjaldan eru börn og fullorðnir því að koma heim um kvöldmatarleytið, og þá er eins gott að vera vel skipulagður. Ef eldri börn eru á heimilinu er sjálfsagt að þau leggi sitt af mörkum við heimilishaldið. Þau geta eldað, þvegið þvott, tekið til og vaskað upp, allt eftir því sem þau ráða við eftir aldri.

Til þess að auðvelda öllum lífið er tilvalið að setja prógramm fjölskyldunnar upp í skjali sem öllum er aðgengilegt. Til þess hafa verið gerð mörg forrit, svo sem eitt sem nefnist Cozi, og er fáanlegt á netinu og í snjallsíma. Í því er hægt að skipuleggja stundaskrá fjölskyldunnar og deila út verkum. Þar geta allir skrifað sameiginlegan innkaupalista og fundið saman hvað á að vera í matinn. Þegar fjölskyldan er komin upp í vana með að nýta sér þessa nýju tækni verður lífið mun auðveldara, aldrei fer á milli mála hver á hvaða verk, hvað á að vera í matinn og hver ber ábyrgð á innkaupunum. Því um það snýst málið: að einfalda lífið svo meiri tími sé til að gera það sem er skemmtilegast: að vera saman. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is

Einelti er afleiðing

Hörgulsjúkdómurinn einelti Á

ttundi nóvember var forvarnardagur gegn einelti, þessu böli sem virðist plaga nær fimmtung af öllum ólaunuðum starfsmönnum á fjölmennasta vinnustað landsins, skólakerfinu. Þar ber sem sagt börnum og ungmennum lögboðin skylda til að starfa í tíu ár undir stjórn námskrár ríkisins og við miðstýrt sveitarfélagsvald. Þar mæta þau á myrkum vetrardögum áður en þau hafa líffræðilegar forsendur til að vera yfirhöfuð á fótum og bera þyngri byrði á baki heldur en líkamsþroski þeirra ræður við með góðu móti. Sumum hinna ólaunuðu starfsmanna gengur samt ágætlega og kvarta ekki, aðrir þola einelti. Á þessum vinnustað er ekki hægt að segja upp nema viðkomandi starfsmaður sé á launaskrá. Ég hef ítrekað leyft mér að viðra þá skoðun að einelti geti ekki orðið til af sjálfu sér. Börn og ungmenni beita hvert annað ekki kerfisbundinni valdníðslu í einhverju heimur barna formi að gamni sínu eða þjálfa upp ofbeldissamskipti „bara af því að“. Einelti skapast sem sagt ekki í tómarúmi – einelti getur aldrei verið orsök síns sjálfs. Einelti er þar af leiðandi afleiðing. Eftir áralanga umhugsun og skoðun á samskiptum ósjálfráða fólksins okkar fann ég orsökina að þessari afleiðingu og orsökin er einfaldlega skortur. Skortur á góðum aðstæðum sem geta tryggt að öllum gangi vel í samskiptum og skortur á fullorðnu fólki til að passa mannskapinn nógu vel. Skortur á umhverfi heima og heiman sem hefur kennt umburðarlyndi og víðsýni, skortur á stöðugri þjálfun í hlýlegri og jákvæðri orðanotkun, skortur á elskulegheitum og kærleika í daglegum samskiptum. Niðurstaðan er því að einelti er hörgulsjúkdómur rétt eins og aðrir af því tagi Margrét sem framkallast þegar skortur á lífsnauðsynlegum efnum fyrir sálina eða líkamann er kominn á alvarlegt stig. Einelti okkar tíma má því líkja við skyrbjúginn Pála forðum sem ekkert gekk að lækna sem sjálfstætt vandamál hvað sem hrópað var Ólafsdóttir á torgum um hinn skelfilega skyrbjúg. Það var ekki fyrr en fólk áttaði sig á því að ritstjórn@ skortur á ferskri fæðu með ríkulegu innihaldi af C-vítamíni var hin raunverulega orsök skyrbjúgsins sem farsælar lyktir fundust í meðhöndluninni. Sem sagt, eiga frettatiminn.is við orsökina, bæta upp vöntunina og þar með hvarf hinn illræmdi skyrbjúgur úr lífi Vesturlandabúa. Blessað C-vítamínið gat það sem ótal lækningatilraunum hafði mistekist í glímunni við hörgulsjúkdóminn. Þá er komið að okkur að bæta upp þá vöntun sem er í lífi barna og ungmenna á Íslandi og veldur því að stór hluti þeirra kynnist hörgulsjúkdómnum einelti frá einhverri hlið. Sumir eru kallaðir þolendur og aðrir gerendur en slíkt er alröng flokkunaraðferð. Allir, ég segi og skrifa allir, eru þolendur þegar kemur að vöntun hinu andlega C-vítamíni sem veldur ofbeldissamskiptunum og börn ráða ekki sjálf við að sækja sér samskiptavítamínið. Ábyrgðin er okkar, fullorðinna, að gefa það inn á hverjum degi – bæði á heimilum og í skólum. Tryggjum að aðstæður séu þannig að þær hvetji til góðra samskipta og þar á meðal má leggja niður frímínútur í flestum skólum. Pössum börnin okkar betur og gefum þeim meiri tíma með fjölskyldunni en þau fá í dag. Tökum upp jákvæða orðræðu á heimilinu, föðmum hvert annað og þjálfum hlýleg samskipti í stað þess að lesa blogg og kommentakerfi og bölvast yfir fréttunum. Leikum svo besta leik í heimi sem er einfaldlega kærleikurinn.

Ég hef ítrekað leyft mér að viðra þá skoðun að einelti geti ekki orðið til af sjálfu sér.


64

bílar

Helgin 15.-17. nóvember 2013  Bílar Chevrolet tr ax

 hönnun Yfirhönnuður Kia verðlaunaður

Fallegur, fjórhjóladrifinn „jepplingalingur“ Peter Schreyer, yfirhönnuður og forstjóri Kia Motors.

Peter Schreyer hlýtur Gullna stýrið Þ ýski bílahönnuðurinn Peter Schreyer, yfirhönnuður hjá Kia Motors, hlaut Gullna stýrið fyrir afburða árangur í hönnun í bílaiðnaðinum. Schreyer hefur hannað alla hina nýju línu bílaflota Kia Motors sem þykir ákaflega vel heppnuð. Það eru þýsku bílaritin Bild am Sonntag og AutoBild sem veita verðlaunin sem þykja mjög eftirsótt, að því er fram kemur í tilkynningu Öskju, umboðsaðila Kia. „Ég er ákaflega stoltur að hljóta þessi mikilvægu verðlaun. Þetta er mikil viðurkenning fyrir mig persónulega en einnig hönnunarteymi Kia um heim allan sem hafa skilað frábærri vinnu,“ segir Schreyer en hann er einungis annar hönnuðurinn sem hlýtur Gullna stýrið frá upphafi en Giogdetto Giugiaro hlaut verðlaunin árið 1995. „Kia Motors gaf mér hið einstaka tækifæri að endurhanna heila línu af vönduðum bílum frá grunni og gefa þeim nýtt andlit og nýjan karakter. Þetta hefur verið mikil en

skemmtileg áskorun og ég vil þakka fyrir það mikla traust sem mér var sýnt,“ segir Schreyer. Schreyer var á síðasta ári ráðinn sem einn af forstjórum Kia Motors og fyrsti Evrópubúinn sem gegnir starfinu. Schreyer hefur starfað sem yfirhönnuður Kia undanfarin átta ár og átt stærstan þátt í mikilli velgengni Kia bíla á hönnunarsviðinu. Schreyer hefur, ásamt hönnunarteymi Kia, endurhannað bílaflota suður-kóreska bílaframleiðandans sem unnið hefur til fjölda hönnunarverðlauna um allan heim á undanförnum árum. Má þar nefna bílanna Sportage, Optima, Rio, Picanto, cee‘d og pro cee‘d. Síðasta verkefni Schreyer sem yfirhönnuður fyrirtækisins var að hanna hinn nýja 7 manna fjölnotabíl Kia Carens sem kom á markað á þessu ári. Hann var áður hönnuður hjá þýsku bílaframleiðendunum Audi og Volkswagen og hannaði m.a. endurnýjuðu VW Bjölluna og Audi T T sportbílinn.

Chevrolet Trax er fallegur, lítill jepplingur, sem hentar vel fólki sem þarf ekki að troða barnastólum í aftursætið. Hann er vel búinn aukabúnaði og mælaborðið er eins og á geimskipi.

v

á, þetta er eins og geimskip!“ sagði vinkona mín þegar hún settist inn í bíl hjá mér í vikunni þegar ég var að prófa nýjan Chevrolet Trax. Það eru orð að sönnu, því hann er, líkt og flestir nýir bílar nútildags, með

HJÁ AÐALSKOÐUN ERT ÞÚ

Í GÓÐUM HÖNDUM Við erum með fjórar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og eina í Reykjanesbæ. Þaulreyndir og þjónustuliprir fagmenn taka á móti þér á þeim öllum. Hlökkum til að sjá þig!

Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 19 ár

Við getum minnt þig á þegar þú þarft að láta skoða bílinn á næsta ári. Skráðu þig á póstlistann hjá okkur þegar þú kemur með bílinn í skoðun og þú gætir unnið 200 lítra eldsneytisúttekt. Opið kl. 8-17 virka daga – sími 590 6900

Reykjavík

Grjóthálsi 10 Sími 590 6940

Reykjavík

Skeifunni 5 Sími 590 6930

Hafnarfjörður Hjallahrauni 4 (við Helluhraun) Sími 590 6900

Kópavogur

Skemmuvegi 6 (bleik gata) Sími 590 6935

Reykjanesbær

Holtsgötu 52 (við Njarðarbraut) Sími 590 6970

www.adalskodun.is og www.adal.is

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 0 4 6 7

Snjallt að kíkja á okkur á adal.is

Chevrolet Trax er hlaðinn búnaði og fallega hannaður. Ljósmynd/Hari

mjög framúrstefnulegt mælaborð þar sem stór litaskjár fyrir miðju er mest áberandi. Chevrolet Trax er stór smábíll eða lítill jepplingur (ætti því kannski að kallast „jepplingalingur“), allt eftir því hvernig á það er litið. Hann er nettur og fallegur en er þeim kostum búinn að hann er álíka hár og jepplingur og því situr maður hátt og auðvelt er að stíga inn og út úr honum. Hins vegar er hann lítill um sig sem getur verið kostur fyrir þá sem þurfa að fara mikið um í borgarumferðinni en þurfa ekki pláss fyrir mörg börn í aftursætinu. Því hann er ekki eins rúmur að innan og sýnist að utan. Ég myndi mæla með honum fyrir fólk með stálpuð börn (eða barnlaust fólk eða fólk með uppkomin börn) en leggja til að barnafólkið tæki stærri týpu á borð við Orlando eða Captiva, ætli það á annað borð að velja Chevrolet, því ég átti erfitt með að spenna börnin í barnastólana sem eru reyndar óþolandi breiðir. Traxinn er hlaðinn aukabúnaði og mjög fallega hannaður, jafnt að utan sem innan. Hann er nokkuð sparneytinn og búinn þeim kostum að hann drepur á sér á ljósum til þess að draga úr eldsneytiseyðslu. Hann er með bakkmyndavél og fjarlægðarskynjara auk þess sem hann er með fínustu hljómflutningsgræjur sem stýrt er í gegnum stóran skjá sem tengja má við síma í gegnum Bluetooth svo hann virkar sem framlenging á snjallsíma. Mér fannst sannarlega kostur að sitja svona hátt. Hins vegar hefði ég persónulega viljað hafa meira rými milli framsætanna, eða handbremsuna staðsetta betur fyrir miðju svo hún þvælist ekki fyrir beltisfestingunni þegar maður spennir bílbeltið með handbremsuna á. Ég fann reyndar að það vandist með tímanum. Bíllinn sem ég prófaði var með 1,7 lítra dísilvél og beinskiptur og reyndist vel í akstri. Það er þægilegt að taka u-beygjur á honum, ekki síst vegna fjarlægðarskynj-

Plúsar Fallegur Hár Gott útsýni Góð stærð á skotti

Ekki fyrir fólk með barnastóla Eiginleikar

Eldsneytisnotkun 4,9 lítrar* Co2 losun (gr/km) 120 Hámarkshraði (km/klst) bsk 200 Verð frá 4.890.000 kr *Eldsneytisnotkun lítrar/km í blönduðum akstri Aðrir bílar í sama flokki

Kia Sportage kr. 4.990.777 Mazda CX-5 kr. 5.490.000 Nissan Qashqai kr. 4.990.000 Ford Kuga kr. 5.790.000 Subaru Forester kr. 5.790.000 aranna sem láta vita ef bíllinn er kominn of nálægt öðrum bíl eða annarri fyrirstöðu. Hann er fjórhjóladrifinn sem hentar vel í íslenska vetrinum. Hann er mjög öruggur og hlaut hæstu einkunn í öryggisprófi Euro NCAP. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is


RUR Ö V R A J NÝ STU U T I E H ÖLL ! MERKIN

e e r f x Ta LLUM AF Ö SKÓM

KOMDU U OG GERÐ UP R KA FRÁBÆ LIN! Ó FYRIR J

TAX FREE 14.-17. DAGAR AF ÖLLUM SKÓM

NÓVEMBER

TA X F R E E J A F N G I L D I R 2 0 , 3 2 % V E R Ð L Æ K K U N . G I L D I R A Ð E I N S Á S K Ó M D A G A N A 1 4 . – 1 7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 3 .

INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 / BILDSHOFDI@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 18. SUN. 13 - 17.

INTERSPORT AKUREYRI / SÍMI 460 4890 / AKUREYRI@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16. INTERSPORT SELFOSSI / SÍMI 480 4611 / SELFOSS@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16.


66

heilsa

Helgin 15.-17. nóvember 2013

Heilsa

www.facebook.com/optibaciceland

Heildr æn nálgun í endurHæfingu Margrét Grímsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar.

Magaró

Ljósmynd: Anna Gyða

rinn mach kú a Flat sto kk a p erjum fylgir hv g in e b ll e w af Daily ast. d n e ir irgð meðan b

vellíðan NINGAR KYNjafnvægi ! TILBOÐ Gott jafnvægi á veinveittum bakteríum stuðlar að betri meltingu og öflugra ónæmiskerfi.

ÁRNASYNIR

Í vörulínunni eru 9 tegundir sem eru sérsniðnar til að leysa ýmis vandamál í meltingu, þær helstu eru: For daily wellbeing til að viðhalda daglegri heilsu. Daily Immunity til að styrkja ónæmiskerfið. For a flat stomach til að losa út loft og koma jafnvægi á meltinguna. Bowel Calm til að stoppa niðurgang. For maintaining Regularity minnkar harðlífi. For those on antibiotics er til að taka með sýklalyfjum. Sölustaðir: Lyf & heilsa Austurveri, Domus, Firði, Glerártorgi, JL-Húsinu, Keflavík og Selfossi, Apótek Garðabæjar, Garðabæjar Apótek Hafnarfjarðar, Árbæjarapótek Árbæjarapótek, Lifandi markaður markaður, Reykjavíkurapótek Reykjavíkurapótek, Lyfjaval Hæðarsmára, Mjódd og Álftamýri, Lyfjaver, Apótek Suðurnesja og Apótek Vesturlands.

Hafa hvorki boðið upp á sykur né kjöt í 60 ár

Eins og náttúran hafði í hyggju

MagnesiumOil

Heilsustofnunin í Hveragerði býður upp á fjölmargar endurhæfingarmeðferðir og leggur mikla áherslu á að sjúklingar farið heilbrigðir aftur út í samfélagið. Hver einasti sjúklingur fær heildræna nálgun í endurhæfingu sem sniðin er að hans þörfum, bæði líkamlega og andlega.

Goodnight Spray

H

Sefurðu illa? • Magnesíumsprey sem virkar strax!

PRENTUN.IS

• Slakandi, bætir svefn og slær á fótaóeirð og sinadrátt • Frábær upptaka Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is og á Facebook síðunni Better You Ísland

Fæst í flestum apótekum, Lifandi Markaði, Heilsuhúsinu, Fjarðarkaup og Systrasamlaginu

eilsustofnunin í Hveragerði, sem Jónas Kristjánsson læknir stofnaði fyrir um 60 árum, hefur aldrei boðið upp á sykur né kjöt fyrir sjúklinga sína. „Jónas Kristjánsson var alveg sannfærður frá upphafi um að kjöt og sykur væri ekki gott fyrir okkur. Hann lagði áherslu á að fólk ætti að borða mikið af grænmeti og að hreyfing væri góð fyrir okkur,“ segir Margrét Grímsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar. Segir hún að vel hafi gengið að bjóða upp á mjög hollt fæði enda hafi þau tök á að rækta stóran hluta af grænmetinu í sínu gróðurhúsi. „Allt grænmeti sem við ræktum er lífrænt og vottað. Við bökum sjálf brauðið okk-

Möndlumjöl. Úr möndlum með hýði og því næringarríkara en hvítt möndlumjöl. Milt og sérstaklega gott möndlubragð.

Erythritol. Bragðast líkt og hvítur sykur - ekkert eftirbragð. Hefur engin áhrif á blóðsykur og tennur.

NOW framleiðir náttúrulegar og lífrænar matvörur án allra óæskilegra fyllingar- og aukefna í umbúðum sem varðveita gæðin fullkomlega út líftímann.

Xanthan Gum. Náttúrulegt þykkingarog bindiefni. Inniheldur 0 gr nettó kolvetni.

Gæðakröfur NOW eru einstakar og bragðið eftir því. www.nowfoods.is

Fást í öllum helstu matvöruverslunum um land allt.

ar og við kaupum óhrært skyr sem við sætum með ávöxtum eins og til dæmis bláberjum. Einnig bjóðum við upp á fisk tvisvar í viku en við reynum að vera eins sjálfbær og við getum,“ segir Margrét. Stofnunin hefur þegið hjálp frá Veraldavinum, sem er ungt fólk sem kemur til að kynnast land og þjóð og vinnur í sjálfboðavinnu gegn því að fá mat og gistingu. Segir Margrét samveruna við þá mjög ánægjulega og að hún lífgi upp á umhverfið. Margrét segir stofnunina bjóða upp á margs konar endurhæfingarmeðferðir og lögð sé áhersla á að fara í endurhæfingu hvers og eins með heildrænni nálgun. Á stofnuninni eru 176 rúm í 122 herbergjum.

„Þegar sjúklingur kemur inn á stofnunina, hvort sem hann kemur vegna tilvísunar frá lækni, komi beint af Landspítalanum í endurhæfingu eftir aðgerð eða alvarleg veikindi eða hann kemur sjálfur, þá er markmiðið að nýta alla þá þekkingu sem til staðar er til að hjálpa viðkomandi sjúklingi að ná sem mestum bata,“ segir Margrét. Heilsustofnunin í Hveragerði býður meðal annars upp á hjarta-, æða- og lungnaendurhæfingu, offitumeðferð, krabbameinsendurhæfingu, verkjameðferð og öldrunarendurhæfingu. Magrét telur mjög mikilvægt fyrir samfélagið að bjóða upp á öldrunarendurhæfingu til að mynda þar sem eldra fólk er styrkt bæði líkamlega og andlega til að vera sjálfstæðara í fleiri ár og geta búið heima hjá sér. Einnig hefur stofnunin beitt sér fyrir því að styrkja aðila sem vegna veikinda sinna hafa átt erfitt með að fara út á vinnumarkaðinn á ný. Segir hún að þær áherslur skili sér í minni kostnaði í velferðarkerfinu. Einnig segir Margrét að stofnunin bjóði upp á viðbótarmeðferðir eins og leirböð og heilsuböð sem séu mjög vinsæl. Meðferðir eins og nálastungur, jóga og gjörhygli, sem er hugleiðsla sem byggist á því að lifa í núinu, hafa reynst sjúklingum mjög vel. Margrét segir að í fjárlögum nú sé gert ráð fyrir niðurskurði hjá stofnuninni. Telur hún bæði sérstakt og óskiljanlegt að Heilsustofnunin sé eina endurhæfingarstöðin sem verði fyrir niðurskurði. Stofnunin mun, samkvæmt áætluðum fjárlögum, fá um 8% minna ráðstöfunarfé sem mun þýða að fækka mun þurfa um 8-9 stöðugildi hjá stofnuninni. Vinnustaðurinn er mjög eftirsóttur og starfsmannaveltan lág og um 90% starfsmanna búa á svæðinu og í nágrenni. „Við erum að horfa á það að ef þessi fjárlög ganga eftir mun það vera fólk á svæðinu sem missir vinnuna. Það virðist vera sem ráðamenn og þingmenn þekki ekki hvaða starfsemi fer fram hér. Það er eins og margir haldi að við séum ekki að vinna í raunverulegri endurhæfingu,“ segir Margrét. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is


FREISTAR FEGRUNARAÐGERÐ ÞÍN? HUGSAÐU MÁLIÐ.*

VISIONNAIRE ÞRÓUÐ HÚÐLAGFÆRING HRUKKUR – HÚÐHOLUR - ÓJÖFNUR

NÝTT ÞRÓAÐ AUGNKREM FEGRAR – LEIÐRÉTTIR

NÝTT 1 MINUTE BLUR

*Sjálfsmat 113 kvenna – 4 vikur.

NÝ SÝN Á HÚÐLAGFÆRINGU. JAFNVEL Í NÁVÍGI. Visionnaire sem konur elska hefur hlotið 94 alþjóðleg verðlaun. Fyrsta þróaða húðlagfæringin sem stuðlar að jafnri og fallegri húð. NÝTT: Visionnaiare augnkrem. Einstakur árangur á dökka bauga. Eftir 4 vikna notkun hefur dregið verulega úr dökkum baugum, hrukkum og ójöfnum. NÝTT: Visionnaire (1 Minute Blur). Hylur og fegrar strax. Kynntu þér Visionnaire á Lancome.com

SÉRFRÆÐINGUR KYNNIR LANCÔME FIMMTUDAG TIL LAUGARDAGS KRISTJANA RÚNARSDÓTTIR LANCÔME NATIONAL MAKE-UP ARTIST VEITIR LEIÐBEININGAR OG RÁÐGJÖF FIMMTUDAG TIL LAUGARDAGS.

20%

*Einn kaupauki á viðskiptavin meðan birgðir endast.

AFSLÁTTUR A F ÖLLUM AUGNSKUGG UM OG VARALITU M.

Kaupaukinn* þinn þegar þú kaupir Lancôme fyrir 8.900 kr. eða meira.

Kringlan 533 4533


Nú fer að kólna og allra veðra von.

68

tíska

Helgin 15.-17. nóvember 2013

Uppháu herrakuldaskórnir komnir aftur. Þeir eru úr mjúku leðri og fóðraðir með lambsgæru. Litir: brúnt og svart. Stærðir: 40 - 48 Verð: 29.950.Magnea Einarsdóttir á vinnustofu sinni. Hægt verður að kaupa hönnun hennar fyrir þessi jól.

Sími: 551 2070 Opið má. -fö. 10 - 18, á laugardögum 10 - 14 Góð þjónusta fagleg ráðgjöf.

Ljósmynd/Hari

Austurrísku ullarsængurnar komnar aftur Einnig dúnsængur frá Hefel

Vill að fólk hugsi öðruvísi um prjón Magnea Einarsdóttir lauk sínu fatahönnunarnámi í London í fyrra og mun selja haustlínuna sína hjá Guðmundi Jörundssyni nú í lok mánaðarins. Magnea sérhæfði sig í prjóni og á haustlínu hennar má finna peysur og kjóla úr gúmmíi og íslenskri ull. Hönnun hennar hefur vakið mikla athygli erlendis en hún hefur haldið sýningar í Bretlandi og Spáni.

É Þú finnur okkur á Facebook undir “Fatabúðin”

Skólavörðustíg 21a

101 Reykjavík

S. 551 4050

NÝTT Á STÓRU STELPUNA Teg Madison fæst í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 11.885,buxur við á kr. 5.990,OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Laugardaga 10 - 14

Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is

Finndu þinn eigin fatastíl

Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur

g fór í fatahönnunarnám í London til þess að fá tækifæri til að vinna í tískubransanum. Ég sá fyrir mér að vinna erlendis og hanna svo mitt eigið merki í framhaldinu en síðan hefur eitt leitt af öðru og ég er komin heim til Íslands,“ segir Magnea Einarsdóttir sem útskrifaðist með B.A. í fatahönnun frá Central Saint Martins skólanum í Bretlandi vorið 2012. Hún hefur haldið sýningar bæði í Bretlandi og Spáni á þessu ári og mun hefja sölu á haustlínunni sinni undir merkinu magnea í versluninni JÖR sem hönnuðurinn Guðmundur Jörundsson rekur að Laugavegi 89, í lok nóvember. Magnea hefur einnig fengið umfjöllun um hönnun sína í Japan, Þýskalandi, á Norðurlöndunum og Ítalíu. „Svo hefur mikið gerst á stuttum tíma sem er auðvitað bara æðislegt og maður fær tækifæri til þess að vera hérna á Íslandi og það hentar mér vel,“ segir Magnea. „Þetta er búið að vera mjög gaman og gerðist einhvern veginn alveg óvart. Maður vinnur bara sína vinnu og hefur metnað í því sem maður er að gera,“ segir Magnea og viðurkennir að hún hafi ekki mætt miklu mótlæti frá því að hún útskrifaðist en er ákveðin í því að byggja upp fatamerkið sitt með skynsamlegum hætti. „Ég er mjög spennt fyrir að sjá línuna mína í búðinni. Á síðustu sýningu Guðmundar var mjög mikið um svart, hvítt og röndótt sem ég held að tali vel saman við mína hönnun,“ segir Magnea

Blandar saman ólíkum efnum

Magnea sérhæfði sig í prjóni og hefur hún fengið verðskuldaða athygli erlendis fyrir að blanda saman íslenskri ull og gúmmíi. Magnea segir að stuttu eftir sýningarnar í sumar hafi henni boðist að vera með línuna sína í búðinni hjá JÖR. Magnea tók einnig þátt í erlendri hönnunarkeppni á vegum ítalska Vogue í lok síðasta árs þar sem hún lenti í öðru sæti. Í kjölfarið hefur hún verið í samstarfi við danskt fyrirtæki sem vinnur með nýjum og ungum hönnuðum. Samstarfið hefur veitt henni góð tækifæri til að kynna sína hönnun. „Muuse framleiðir tvær línur á hverju ári og þar sem um 10 hönnuðir taka þátt. Það verða nokkrir hlutir sem koma frá mér. Ég verð með mína hönnun í sumarlínunni 2014 og 2015. Ég hanna fyrir þá og fæ þannig að kynna mig og mína hönnun. Þetta er búið að leiða hvert af öðru, ég er ekki farin í fjárfestingar ennþá en það er vonin að þetta fari að vinda upp á sig. Nú er ég að fara að prófa hvernig gengur að selja línuna mína hérna á Íslandi og ákveða síðan næstu skref,“ segir Magnea. Magnea segist hafa nú þegar hafa fengið fyrir-

spurnir frá íslenskum konum og frekar jákvæða athygli. Hún segist þó ákveðin í að taka lítil skref í einu og taka skynsamlegar ákvarðanir. „Mér var boðið að taka þátt í „showroom“ erlendis nú í haust en ég vildi frekar bíða en taka þátt í einhverju sem maður er ekki tilbúin í,“ segir Magnea. „Íslenski markaðurinn er, eins og allir vita, rosalega lítill en ef maður stefnir að því að fara út fyrir landsteinana verður maður að vera tilbúinn. Þessi heimur er það stór að auðvelt er að hverfa í fjöldann, maður þarf að vera með góða aðferðarfræði og allt sitt á hreinu. Það er mjög gott að vera á Íslandi og prufukeyra ferlið því það er minni áhætta í því,“ segir Magnea.

Miklir möguleikar á nýsköpun í prjóni

„Ég lærði „knitwear“ hönnun og í náminu heillaðist ég af hugmyndinni um það að prjón getur verið svo miklu meira en prjón í hefðbundnum skilningi. Í náminu var lögð áhersla á að gera endalausar tilraunir með efni, bæði í prjónavélum og öðrum aðferðum,“ segir Magnea. „Maður vinnur út frá hugmynd eða hugtaki og ég reyni að sækja innblástur frá ólíkum áttum og passa að vera ekki of bókstafleg. Maður þarf að hugsa fram á við en stundum líka aftur á bak og taka eitthvað með sér úr sögunni. Þegar ég var að hanna þessa línu fékk ég innblástur upp úr gömlum kassa sem ég fann frá því að ég var lítil. Þar voru myndir af epypskum múmíum frá British Museum og gömlu körfuboltamyndirnar mínar,“ segir Magnea.,,Mér fannst þetta skemmtilega ólík viðfangsefni og lék mér að því að blanda saman smáatriðum úr báðum áttum, íþróttabúningunum og ofurskreyttum mímíukössunum og notaðist svo við þessi ólíku efni og andstæða liti. Ég vil ekki endilega að það sem veitir mér innblástur skíni í gegn en það er alltaf ástæða fyrir öllu sem maður er að gera. Ég er alltaf með augun opin hvar sem ég er í leit að nýjum innblæstri,“ segir Magnea. „Það getur vel verið að ég fari út í að hanna annars konar flíkur en ég vil hanna prjón sem er ekki hefðbundið, mig langar til þess að fólk hugsi aðeins öðruvísi um prjón þegar það sér vöruna mína,“ segir Magnea. Hún segist geta hugsað sér að hanna á karla með einfaldari samsetningum og að franskur fatahönnunarnemi sem starfaði hjá henni í sumar hafi bent henni á að efnið hennar myndi koma vel út í karlmannspeysu. Magnea segir að samsetning ullar og gúmmís sé í sjálfu sér ekki kvenleg og að möguleikarnir geti verið margir en hún sé einnig spennt fyrir því að fara að prófa sig áfram með önnur efni við gerð næstu fatalínu sem hún hefur nú þegar hafið undirbúning á.

María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is


esprit.com

20% afsláttur af öllum vörum dagana 15. – 17. nóvember PARTNERSHIP STORE · SMÁRALIND


Haust/Vetur

70

tíska

Helgin 15.-17. nóvember 2013

2013

Ullar úlpa 17,890.-

Ný sending Jólaföt Kjólar Pelsar Úlpur Mikið úrval af sængurgjöfum

Peysa 5.690.Skyrta 3.790.Buxur 4390.-

Laugavegi 53 Sími 552 3737 opið mán. -föst. 10-18, laug. 10-17

FATNAÐUR Í STÆRÐUM FATNAÐUR Í STÆRÐUM 42-5642-58

SKVÍSAÐU NÝJAR VÖRURÞIG OG UPP FYRIRTILBOÐ JÓLIN FLOTT Sjáðu úrvalið og pantaðu í

Sjáðu úrvalið á www.curvy.is. netverslun okkar www.curvy.is Eða kíktufrítt viðum í verslun okkar Sendum land allt!* að Nóatúni 17 * þegar greitt er með korti eða millifærslu í netverslun

www.curvy.is Nóatún 17, 105 Reykjavik Sími. 581-1552

Nóatúni 17, 105 RVK S. 581-1552 www.gabor.is - facebook.com/gaborserverslun

Hvernig á að klæðast gerviloðfeldi? Gerviloðfeldurinn er frábært val í vetur. Hann er hlýr, glæsilegur, ódýr og vistvænn og ekki sakar að hann getur gert þig glæsilega við gallabuxur og grófa skó eða svartar leggings og há stígvél. Allir ættu að finna sína týpu hvort sem það er kanína, tígrisdýr eða pardusdýr!

Gabor sérverslun Fákafeni 9 S: 553-7060

Opið mán-fös 11-18 & lau 11-16

Þar sem það er alltaf meira og meira í tísku að vera vistvænn þá er gerviloðfeldurinn frábært val, því að hann er bæði vistvænn og ódýr kostur. Það er mjög notalegt að skella sér í (gervi)loðfeld þegar kólna fer í veðri og nú er aðalmálið að klæðast loðfeldi hvort sem við erum í stuttum jökkum, kápum, hönskum eða loðfeldstreflum! Möguleikarnir eru endalausir og hægt

er að fá fullkomnar eftirlíkingar af tígrisdýri, pardusdýri og kanínu, svo dæmi séu nefnd. Eftirlíkingar af kaníufeldi henta þeim sem vilja vera í ljósari litum. Kanínufeldir eru í drapplituðum og karamellulituðum tónum sem fara fullkomnlega vel við svartar leggings og há stígvel. Þeir sem vilja fara í enn ljósara útlit geta fundið eftirlíkingar af minkafeldi. Þeir eru mjög flottir við pils eða stuttbuxur og leggings. Hlébarðaloðfeldir eru mjög vinsælir núna og eru nú klæðnaður stjarnanna. Þeir smellpassa við gallabuxur og grófa skó sem mynda skemmtilegt jafnvægi. Fylgihlutir með loðfeldi, eins og klútar með loðfeldi, ullarhanskar með loðfeldi eða eyrnaskjól með loðfeldi, geta líka verið mjög kósí og gefa heildarútlitinu mikinn sjarma.

Dúnmjúkur draumur Dúnsæng fyllt með 100% hvítum dúni

Létt og hlý dúnsæng sem færir þér einstakan svefn. Eingöngu 100% náttúruleg efni, bómull & dúnn.

Stærð 140x200

790 gr ofnæmisprófaður dúnn Hreinsun án kemískra efna

Dúnninn er hitahreinsaður án kemískra efna og er því án ofnæmisvalda.

Verð 34.990 kr

Jólatilboð Nú 29.990 kr

Lín Design Laugavegi 176 & Glerártorgi Akureyri Sími 533 2220 www.lindesign.is


tíska 71

Helgin 15.-17. nóvember 2013 KYNNING

Unglegri húð á náttúrulegan hátt

Episilk húðdroparnir innihalda svokölluð serum-efni en það orð er notað um þá dýpstu rakavörn sem hægt er að fá en serum-vökvinn fer mun dýpra inn í húðina en venjulegt andlitskrem.

Húðdroparnir frá Episilk innihalda öflug raka-gefandi efni sem framleidd eru úr jurtum sem gefa húðinni aukna mýkt og teygjanleika. Droparnir henta öllum húðgerðum og til notkunar með öllum tegundum húðhreinsivara. Episilk Serums eru húðdropar sem gefa húðinni sléttara og unglegra útlit. Droparnir innihalda sérstaklega áhrifarík efni sem gefa hámarks árangur og stuðla að auknum raka og mýkt húðarinnar ásamt því að næra hana, endurnýja og þétta. Húðdroparnir innihalda hvorki rotvarnar- né erfðabreytt efni. Episilk Serums húðdroparnir eru framleiddir af hinu virta bandaríska heilsuvörufyrirtæki Hyalogic sem er leiðandi í vinnslu Hyaluronic-sýru í heiminum í dag. Fyrirtækið vinnur sýruna úr jurtum en ekki úr kömbum hana, eins og algengt er. Jurtirnar fara í gegnum einstakt gerjunarferli sem gefur af sér sterkar Hyaluronic-sameindir sem hafa einstaklega góð áhrif á húðina. Þegar húðin er ung er hún mjúk og teygjanleg frá náttúrunnar hendi og inniheldur mikið magn Hyaluronic-sýru sem hjálpar henni að viðhalda æskuljómanum. Í kringum 25 ára aldurinn minnkar geta húðarinnar til að framleiða sýruna sem getur valdið því að áferð húðarinnar verði óheilbrigð og hrukkótt alltof fljótt. Með notkun Episilk húðdropanna gefst húðinni tækifæri til að draga aftur í sig raka og fá þannig fyllingu og draga úr fínum línum. Því er einstaklega áhrifaríkt að bera Episilk húðdropa beint á húðina til að viðhalda ljómandi, unglegu útliti. Þó heitið sýra sé notað um Hyaluronic-efnið er fátt mýkra og basískara frá náttúrunnar hendi. Episilk húðdroparnir innihalda nokkur svokölluð serum-efni en það orð er notað um þá dýpstu rakavörn sem hægt er að fá en serum-vökvinn fer mun dýpra

inn í húðina en venjulegt andlitskrem. Mælt er með því að Episilk húðdroparnir séu bornir á húðina eftir að hún hefur verið hreinsuð kvölds og morgna og gott er að setja þá á raka húðina því þannig dregur hún rakann betur í sig. Gott er að setja rakakrem yfir serumið, sérstaklega þegar úti er kuldi og frost. Episilk Serums húðdroparnir hafa fengið góðar viðtökur hjá viðskiptavinum á Íslandi og segist Solla á Gló hreinlega elska þá og nota mikið. Guðrún Bergmann fann mikinn mun á áferð húðarinnar eftir aðeins tveggja daga notkun. Húðdroparnir fást í Heilsuhúsunum, Lifandi markaði, Lyfju Lágmúla, Smáratorgi, Smáralind, Laugavegi og í Keflavík og hjá Systrasamlaginu.

1 ár Við höldum upp á eins árs afmæli.

Af því tilefni bjóðum við viðskiptavinum okkar

20% afslátt MEKKA FÖRÐUNAR

AUKIN OPNUN: ÞRI - FÖS: 12 - 18 LAU: 11 - 15 SUN - MÁN: LOKAÐ

GRUNNNÁMSKEIÐ TÍSKUFÖRÐUN 3 VIKUR

í 2 daga, í dag föstudag og á morgun laugardag.

NÆST: 6. JAN. 2014 SKRÁNING HAFIN

SMOKEYNÁMSKEIÐ ENDURMENNTUN

Hlökkum til að sjá ykkur Nýtt kortatímabil 18 kl. 11a g a d -16 irka Opið v ardaga kl. 11 g au Opið l

HLÍÐARSMÁRA 8 - 200 KÓPAVOGI SALA@NONAME.IS NONAME.IS F: NNCOSMETICSICELAND

SKOLI@NNMAKEUPSCHOOL.IS NNMAKEUPSCHOOL.IS F: NNMAKEUPSCHOOL

Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) • Sími 555 1516

Kíkið á myndir og verð á Facebook

FAGLEG RÁÐGJÖF OG ÞJÓNUSTA FYRIR ALLA FÖRÐUN


72

matur & vín

Helgin 15.-17. nóvember 2013

 vín vikunnar

Skálað yfir landsleiknum í víni James Bond Fyrri leikur Íslands og Króatíu í umspili um sæti á HM í knattspyrnu á næsta ári fer fram á Laugardalsvelli í kvöld, föstudagskvöld. Tíu þúsund manns verða á vellinum en búast má við að tugþúsundir muni horfa á beina útsendingu í sjónvarpi. Hvernig sem leikurinn fer er ærið tilefni til að fagna frábærum árangri íslenska landsliðsins og skála í góðu kampavíni. Ef það er einhvern tímann tilefni til að fá sér Bollinger kampavín þá er það nú. Bollinger er kampavínið sem James Bond drekkur og það bragðast frábærlega. Það sker sig frá öðrum kampavínum með hæfilegum hnetukeimi og gertóni. Til að stemningin verði rétt er líklega öruggast að skála í upphafi leiks.

Bollinger Brut Special Cuvee Gerð: Kampavín. Þrúgur: Pinot Noir, Chardonnay

og Pinot Meunier.

Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson

Uppruni: Frakkland. Styrkleiki: 12% Verð í Vínbúðunum: 7.799 kr. (750 ml)

Fréttatíminn mælir með Undir 2.000 kr.

ritstjorn@frettatiminn.is

2.000-4.000 kr.

Yfir 4.000 kr.

HVER SEGIR AÐ HINIR GÓÐU FARI ALLIR TIL HIMNA?

Stone Barn Cabernet Sauvignon

Ruffino Riserva Ducale Chianti Classico

Mikkeller Red White Christmas

Gerð: Rauðvín.

Gerð: Rauðvín.

Flokkur: Imperial

Þrúga: Cabernet

Þrúgur: Sangiovese

Red/White Ale.

Sauvignon

Uppruni: Danmörk.

Uppruni: Banda-

auk Cabernet og Merlot.

ríkin, 2011.

Uppruni: Ítalía,

Verð í Vínbúð-

Styrkleiki: 13%

2009.

unum: 4.838 kr.

Verð í Vínbúð-

Styrkleiki: 13,5%

(1,5 l)

unum: 1.799 kr.

Verð í Vínbúð-

Umsögn: Það er

vissara að vera snöggur ætli maður að ná sér í flösku af þessum í Vínbúðunum. Þetta er flaggskip Mikkeller fyrir jólin, unaðsleg blanda af belgísku rauðöli og belgísku hvítöli, og óneitanlega skapast skemmtileg stemning þegar hellt er í glös úr 1,5 lítra bjórflösku.

(750 ml)

unum: 3.199 kr.

Umsögn:

(750 ml)

Rauðvínum frá Kaliforníu er hægt að lýsa sem sólskini í flösku. Þetta vín er milt en bragðmikið og hentar vel með flestum mat, sérstaklega kjöti. Gæðavín miðað við verð.

Umsögn: Vilji

maður fá góðan Chianti á ekki alltof dýru verði er þetta vín góður kostur. Þetta er ekta Ítali sem passar vel með klassískum ítölskum mat, rísottói, spaghettí með kjötsósu og ljósu kjöti. Gott núna en heldur áfram að batna í nokkur ár.

Gerð: Bjór

Styrkleiki: 8%

Réttur vikunnar

Heimatilbúnar mjúkar tacos með fiski eða kjöti

BÓKIN HLAUT DÖNSKU

ORLA-VERÐLAUNIN FYRIR BESTU BARNABÓKINA.

Æsispennandi!

Margir munu koma sér fyrir við sjónvarpið klukkan 18.45 í kvöld þegar Ísland mætir Króatíu í umspili um sæti á HM í knattspyrnu. Þá er ekki verra að skipuleggja kvöldmatinn þannig að fólk missi ekki mínútu af leiknum. Sigurrós Pálsdóttir matreiðslumaður, sem meðal annars hefur starfað á Vox og Michelinstaðnum Joia í Mílanó og starfar

Fyrsta bókin af fjórum um Djöflastríðið mikla eftir einn vinsælasta barna- og unglingabókahöfund Dana. Krakkar sem aldrei lásu staf spæna þessa í sig. ,,Ef við eigum ekki það vonda þá eigum við heldur ekki það góða. Ef við aðskiljum andstæðurnar, er ekkert eftir. Ég

skal sýna þér...“

Víking Pils Organic Gerð: Bjór Flokkur:

Lager. Uppruni: Ísland. Styrkleiki: 5%

www.bjortutgafa.is

Verð í Vínbúðunum:

351 kr. (330 ml)

nú meðal annars við að sjá um veislur, færir lesendum hér uppskrift að mexíkóveislu. 600 gr nautakjöt eins og fille, ribeye eða kjöt sem þarf ekki langa steikingu. eða 600 gr þorskur eða fiskur sem er þéttur í sér, skorinn í bita. Hveititortillur eða mjúkar tacos 12 stk 400 ml hveiti 1 tsk salt 50 ml smjör 1 msk grænmetisolía 100 ml volgt vatn Þurrefnum blandað saman. Smjörinu bætt saman við í litlum bitum og hrært vel saman þar til það líkist grófu mjöli. Blandið þá olíunni saman við og síðast er vatninu bætt

saman við smátt og smátt og hrært saman með gaffli þar til þið náið því saman í deig. Hnoðið í 4 mín og leyfið að hvíla í klst. Skiptið í 12 jafna búta og fletjið út í 15-17 sm kökur og steikið á pönnukökupönnu við meðalhita. Kryddblanda fyrir kjöt eða fisk 1,5 tsk þurrkað óreganó 1,5 tsk chilliduft 1,5 tsk Cajun seasoning 0,5 tsk cumin 0,5 tsk hvítlaukssalt 0,5 tsk laukduft 1 tsk paprika Öllu blandað saman og makað á kjötið. Þetta passar fyrir ca. 600 gr af kjöti eða fiski. Leyft að liggja á kjötinu eða fisknum í klst. Tómatsalsa f/4 tacos 4 tómatar, vel þroskaðir ¼ grænn chilli

¼ rauðlaukur 1 msk fersk steinselja eða ferskur kóríander 1 tsk límónusafi Allt saxað saman eða hægt að setja í matvinnsluvél Guacamole 4 stk vel þroskuð avócadó 1 lítið hvítlauksrif 2 msk ferskur kóríander 1 msk sýrður rjómi 1 msk límónusafi og rifinn límónubörkur Salt og pipar Allt hakkað saman með gaffli. Gott er að nota fetaost á allt saman eða rifinn ost og bera fram með sýrðum rjóma sem bætt hefur verið graslauk saman við. Með þessu er gott að drekka hvítvín, til dæmis Pinot Gris eða nýsjálenskan Pinot Noir, eða góðan bjór.


74

jólabjór

Helgin 15.-17. nóvember 2013

Hrafnkell freyr Magnússon 31 árs eigandi bruggverslunarinnar Brew.is.

viðar Hrafn steingrímsson 40 ára kennari.

Bjarki Þór Hauksson 24 ára nemi.

rúnar ingi Hannah 43 ára úrsmiður og starfsmaður Isavia.

Jólabjórinn kemur frá Árskógssandi Jólahátíðin hefst hjá mörgum í dag þegar jólabjórinn kemur í sölu í Vínbúðirnar. Fjórða árið í röð smakka félagar í Fágun, félagi áhugamanna um gerjun, jólabjórana hér í Fréttatímanum og meta hverjir standa upp úr. Alls voru 16 bjórar smakkaðir að þessu sinni og valdi dómnefndin fimm sem þótti rétt að verðlauna. JólaKaldi, sem bruggaður er á Árskógssandi, þykir vera besti jólabjórinn í ár. Besti jólaBjórinn

JólaKaldi 5,4% 33 cl. 395 kr. Þarna er lykt! Maður finnur lykt af appelsínu og karamellu. I A SÆT Þetta er FYRST vinaleg ömmulykt. Mjög jólalegur bjór. Rosa gott jafnvægi í honum. Kemur virkilega á óvart. Þarna er Kalda-bragðið en samt fara þau út fyrir rammann sinn. Við getum mælt með þessum.

Bestur fyrir fjöldann

Thule Jólabjór 5,4% 50 cl. 379 kr. Þessi kemur verulega á óvart. Það er lítil lykt af honum, smá maís. Hann er mjög jólalegur. Hann er ekki bara líkur Tuborg jólabjórnum í útliti, hann bragðast svipað og er jafnvel betri ef eitthvað er.

Víking Jólabjór

Jólagull

5% 33 cl. 309 kr. Þessi er mun kolsýrðari en hinir. Hann er ögn sætari en Vikingbjórinn en annars mjög „plain“. Hann vantar lit eða meiri karamellu til að vera jólalegur.

5,2% 33 cl. 349 kr. Það er mjög skrítin lykt af þessum. Hún minnir mig á rjúpu sem er búin að hanga of lengi. Ég finn lykt af osti. Annars er þetta bara venjulegur lagerbjór sem minnir svolítið á Classic. Þetta er þambbjór. Hann er betri en í fyrra.

201

3

Jólahlaðborð Nóatúns Veislur frá 1990 kr.pr.mann Nánari upplýsingar á www.noatun.is Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

Bestur fyrir Bjórnördinn

Einstök Icelandic Doppelbock

10% 33 cl. 2.290 kr. (í gjafaöskju með glasi) Þetta er stór bjór. Ég er ekki frá því að mér hafi risið hold. Þennan vil ég fá í gjafaöskju í jólagjöf frá konunni minni. Þennan ætla ég að drekka á aðfangadagskvöld. Þetta er flókinn bjór. Skemmtileg eikarþroskun. Sá gamli var betri, humlarnir eru búnir að dofna síðan í fyrra. Þetta er jólalegasti nördabjórinn.

6,7% 33 cl. 429 kr. Dökkur, flottur bjór. Þurrkaðir ávextir í lykt, jólalykt. Kryddaður. Þægilega mjúkur, þó hann sé sterkur. Jólalegur stíll. Hlýr bjór. Góður bjór.

Tuborg Christmas Brew

Egils Malt Jólabjór

5,6% 33 cl. 359 kr. Þessi stendur alltaf fyrir sínu. Það ættu allir að prófa hann. Hann er ívið betri en í fyrra.

5,6% 33 cl. 369 kr. Þetta er ekkert eins og bjór, þetta er bara Malt. Rosalega sætur.

7,8% 33 cl. 881 kr. Það eru engin jól í þessum bjór, bara mikið af humlum. Ekki jólabjór fyrir fimmaura. Þetta er mjög fínn IPA. Hann er aðeins of sætur. Rosa góður bjór.

Stúfur hátíðaröl nr. 21 2,26% 33 cl. 393 kr. Mikil taðlykt. Lyktin gefur til kynna sterkari bjór. Hann virkar mun stærri en 2,5 prósent bjór. Þetta er mjög sérstakur bjór, öðruvísi, það er rétt að vara fólk við því. Þetta er bjór til að smakka, til að deila flösku með öðrum. Vonbrigði. Fyrsta klikk Borgar-manna.

ritstjorn@frettatiminn.is

jólalegasti Bjórinn

Giljagaur Barleywine nr. 14.1

Mikkeller Hoppy Lovin' Christmas

Höskuldur daði Magnússon teitur jónasson

To øl Snowball Saison 8% 33 cl. 865 kr. Ekkert jólalegt við útlit eða lykt en hann er virkilega bragðgóður. Hann er líka sagður vera óhefðbundinn jólabjór. Ég væri til í að kaupa þennan allan ársins hring. Fínn með jólasushiinu eða skelfisknum.

forvitnilegasti Bjórinn

Steðji Jólabjór 5,3% 33 cl. 379 kr. Lakkríslyktin er ekki eins sterk og í fyrra. Hann er mun betri en í fyrra. Tyrkisk Peber í bragðinu, mentól eða tannkrem í eftirbragðinu. Steðji fær prik fyrir þessa tilraunastarfsemi og jólabjórinn heppnaðist betur nú en í fyrra. Tilraunin er réttu megin við strikið. Það verður virkilega gaman að smakka hann á næsta ári.

Víking Jóla Bock 6,2% 33 cl. 409 kr. Fallega rauður. Fullt af brauði í lyktinni. Of mikil beiskja fyrir Bock. Vínandabragð, áfengishiti. Ekki besti Bock-inn sem þeir hafa gert. Það er samt karakter í honum. Þetta er fínn bjór.

Ölvisholt brugghús Jólabjór 5% 33 cl. 439 kr. Kryddaður bjór, mikill negull. Maður hugsar strax um Hérastubb bakara þegar maður opnar þennan. Minnir á Unterberg snafs.

Carls Jul

Gæðingur jólabjór

5,6% 33 cl. 315 kr. Jólalegur á litinn. Ég finn reykt í lyktinni og karamellu. Það er kjötbragð af honum. Timbur. Hann fær stig fyrir að vera jólalegur en það vantar jafnvægi í hann.

4,6% 33 cl. 398 kr. Flottur litur. Nokkuð jólalegur. Tyggjó og suðrænir ávextir í lykt. Bragðið ekki í samræmi við lyktina.


HLUSTAÐ EFTIR JÓN ÓTTAR ÓLAFSSON

„EFTIRHRUNSÞRILLER “ AF BESTU SORT – HALLGRÍMUR HELGASON

„Nýr höfundur hefur stigið fram í sviðsljósið með sérlega raunsæja og kraftmikla glæpasögu.“ IÞK, Bokmenntir.is

„ ... lesandinntu nötraði síðusnar.“ hundrað síður ON

D YN AMO RE YKJAV ÍK

ELGAS HALLGRÍMUR H

Útgáfuréttur seldur til Noregs og Frakklands


76

skák og bridge

Helgin 15.-17. nóvember 2013

 Sk ák Ný Sk ákbók á íSleNSku fyrir börN og byr jeNdur

Loksins, loksins!

f

agnaðarefni: Í dag kemur út hjá Bókabeitunni bókin „Lærum að tefla“. Þetta er bók fyrir byrjendur í skák sem útskýrir mannganginn á einfaldan og þægilegan hátt með líflegum skýringarmyndum og auðskiljanlegum dæmum. Bókin var upphaflega gefin út af barnabókaútgáfunni Usborne. Þetta virta breska forlag var tilnefnt barnabókaútgefandi ársins árið 2012-2013 fyrir einstaklega vandaðar bækur og áherslu á fróðleik í bland við skemmtun. Það var því ekki að ástæðulausu að Bókabeitan leitaði til Usborne þegar leit stóð yfir að vandaðri kennslubók í skák. Hugmyndin kom reyndar frá ágætum bóksala, einsog segir í tölvupósti til umsjónarmanns skákdálksins, og þótti það góð að umsvifalaust var farið af stað að finna réttu bókina. Gefum Bókabeitunni orðið: „Það var reyndar þannig að við höfðum samband við nokkra útgefendur og blöðuðum gegnum ansi margar bækur þar til við fundum þá réttu. Eftir á að hyggja hefur sú staðreynd að enginn starfsmanna Bókabeitunnar hefur mikla þekkingu á skák, utan að kunna mannganginn, líklega hjálpað við að finna bók sem útskýrir málið á auðskiljanlegan hátt.“

Fyrir börn og byrjendur Bókin er aðgengileg fyrir byrjendur í skák og hentar vel börnum. Hún skýrir mannganginn vel en fjallar einnig um algengar skákfléttur og hugsunarhátt sem gott er að tileinka sér þegar maður teflir. Bókin er skreytt líflegum myndum af taflmönnum og teikningum til skýringa og þótt verið sé að kenna tungumál skákarinnar þá er það gert á léttan og auðskilinn hátt. Lærum að tefla er skemmtileg og aðgengileg handbók fyrir skákkennslu. Uppsetning er afar skýr þannig að þeir sem kunna að tefla geta notað bókina til kennslu og börn geta einnig skoðað hana sjálf og kennt þannig sjálfum sér. Hér og þar um bókina eru þrautir sem tengjast efninu og lausnirnar aftast. Full ástæða er til að fagna frumkvæði Bókabeitunnar. Skákbækur hafa verið sjaldséðir gripir á Íslandi, síðan hinn mikli skákfrömuður Jóhann Þórir Jónsson lést. Hann gaf í áratugi út tímaritið Skák, og puðraði út skákbókmenntum fyrir háa og lága. Jóhann Þórir var ein allra merkilegasta persóna íslenskrar skáksögu, og einstaklega gleðilegt að merki hans skuli nú hafið á loft á nýjan leik. Og það er mikil þörf fyrir þessa nýju bók. Þúsundir ungra – og eldri – skákunnenda hafa beðið í ofvæni eftir bók sem útskýrir

Lærum að tefla er skemmtileg og aðgengileg handbók fyrir skákkennslu. stig skákarinnar. Við í þessum dálki tilnefnum „Lærum að tefla“ sem eina af bókum ársins!

Spennan magnast í Chennai

Lærum að tefla. Kærkomin bók fyrir börn og byrjendur á öllum aldri.

grundvallarlögmál skákíþróttarinnar. Skák er nú kennd í tugum grunnskóla í Reykjavík, þökk sé Skákakademíunni, og fjölmörgum skólum utan höfuðborgarsvæðisins. Nýja bókin nýtist ekki einasta byrjendum, heldur jafnframt kennurum, foreldrum, öfum og ömmum, og öllum þeim sem leiðbeina byrjendum um fyrstu

Magnus Carlsen og Vishy Anand hafa nú teflt fjórar skákir í heimsmeistaraeinvíginu á Indlandi. Þeim hefur öllum lokið með jafntefli, en spennan magnast með hverri skák. Anand heimsmeistari mætir greinilega vel undirbúinn til leiks gegn norska undrabarninu, og ætlar ekki að láta krúnuna af hendi án baráttu. Fimmta skák einvígisins verður tefld í dag, föstudag, og hér skal því spáð að hrein úrslit fáist í fyrsta sinn. Allir veðbankar heims spá Carlsen sigri í einvíginu – og að hann verði þar með fyrsti heimsmeistari Norðurlanda í skák – en enginn skyldi afskrifa Anand; hann er einn af risum skáksögunnar, hokinn af reynslu og brimandi af snilld. Hægt er að fylgjast með á chessbomb.com og fréttum á skak.is. Góða skákhelgi!

 bridge SveiNN rúNar eiríkSSoN og ÞröStur iNgimarSSoN efStir

Sigur Íslendinga á Madeira

f

jöldi Íslendinga hefur undanfarin ár tekið þátt í bridgehátíð á hinni fallegu eyju Madeira sem er fyrir norðan Kanaríeyjar fyrir utan vesturströnd Afríku. Keppnisform er þannig að byrjað er á upphitunartvímenningi, síðan kemur þriggja daga tvímenningur og síðan þriggja daga sveitakeppni. Fjölmargir sterkir spilarar, bæði íslenskir og erlendir hafa verið þátttakendur þarna um árabil og fjarri því auðvelt að hafa sigur í einhverri þessara keppna. Á Madeira bridgehátíðinni, sem lauk um síðustu helgi, hafði sveit sem hét Stone Cutters sigur í sveitakeppninni að þessu sinni. Hún var skipuð Íslendingunum Sveini Rúnari Eiríkssyni og Þresti Ingimarssyni auk Þjóðverjanna Jascha Garre og Matthias Schueller. Sveit sem bar nafnið Don Julio hafnaði í fjórða sæti en hún var skipuð Júlíusi Sigurjónssyni og Rúnari Einarssyni auk hins sænska Peter Fredins og Gary Gottlieb. Lokastaða 5 efstu sveita varð þannig: 1. Stone Cutters.................................................. 2. Sigdonneman ................................................. 3. Palma.............................................................. 4. Don Julio......................................................... 5. Buchlev ...........................................................

161,33 156,95 156,10 149,97 148,77

Sveit Stone Cutters mætti enskri sveit (Stanford) í 6. umferð og þar hafði sveit

Stone Cutters betur. Á borðinu þar sem Sveinn Rúnar og Þröstur sátu NS vakti Sveinn Rúnar í annarri hönd á einum tígli í norður, austur kom inn á einu hjarta, Þröstur (suður) sagði tvö hjörtu til að sýna stuðning í tígli og áskorun eða betri spil. Vestur doblaði (lofaði ekki endilega háspili í hjarta, heldur fyrst og fremst stuðningi við hjartalitinn. Sveinn sýndi lauflit sinn með 3 laufum, Þröstur krafði aftur með 3 hjörtum og Sveinn sagði 4 lauf sem lofaði 5+ tíglum og 5 laufum. Þröstur valdi 4 hjörtu til að krefja spilið og Sveinn bauð upp á 5 tígla. Metnaður Þrastar var meiri svo hann sagði 5 grönd og Sveinn endaði sagnir með því

♠ ♥ ♦ ♣ ♠ ♥ ♦ ♣

D108752 K94 1073 7

G9 2 ÁKD52 D8642 N

V

A S

♠ ♥ ♦ ♣

Á6 ÁD65 G9864 Á5

♠ ♥ ♦ ♣

K43 G10873 KG1093

að segja 6 tígla. Allt spilið var svona, Vestur gjafari og allir á hættu: Sveinn fékk út hjartaþrist frá austri og Sveinn varð að finna niðurkast fyrir tapslag í spaða. Hann ákvað að treysta ekki á hjartasvíningu og hafði það sem aukamöguleika að hann gæti gert sér mat úr laufinu. Hann drap á hjartaás og spilaði laufás og aftur laufi sem vestur trompaði. En þessi vörn gerði Sveini mögulegt að standa slemmuna. Vestur skipti yfir í spaða sem Sveinn drap á ás í blindum. Hann tók tvisvar tígul, trompaði hjarta heim, trompaði lauf og trompaði aftur hjarta og hjartakóngur vesturs féll. Enn voru tvö tromp í blindum, svo Sveinn Rúnar gat trompað tvö síðustu laufin og hent spaðatapslag í hjartadrottningu. Á hinu borðinu opnaði vestur á veikum tveimur spöðum og NS sögðu sig einnig upp í tígulslemmu. Spaðaútspil í byrjun neyddi sagnhafa til að treysta á hjartasvíningu sem gekk ekki. Stone Cutters græddi 17 impa á þessu spili.

Parasveitakeppni í nóvember 2013

Íslandsmótið í parasveitakeppni verður haldið helgina 16-17.nóvember. Hægt er að skrá sveitir á síðu Bridgesambands Íslands (bridge.is ) og í síma 587 9360. Íslandsmeistarar 2012 er sveit PwC.

Sveinn Rúnar Eiríksson og Þröstur Ingimarsson náðu fyrsta sæti í sveitakeppni á bridgehátíð á eyjunni Madeira undan vesturströnd Afríku.

Jón og Sigurbjörn í forystu í BR Þriðjudagskvöldið 5. nóvember hófst þriggja kvölda butler tvímenningur hjá Bridgefélagi Reykjavíkur sem ber heitið Sushi Samba tvímenningur. Það kemur ekki á óvart að spilafélagarnir Jón Baldursson og Sigurbjörn Haraldsson skoruðu mest á fyrsta kvöldinu. Staða efstu para er þannig: 1. Sigurbjörn Haraldsson – Jón Baldursson .................

59,0

2. Friðjón Þórhallsson – Hrólfur Hjaltason .................

51,1

3. Kjartan Ásmundsson – Stefán Jóhannsson..............

46,0

4. Björn Eysteinsson – Guðmundur Sv. Hermannsson ..

41,0

5. Helgi Sigurðsson – Haukur Ingason ........................

31,0

97% af 420.000 notendum

á Goodreads líkar Afbrigði Divergent ... þarf að segja eitthvað meira?

Fyrsta bókin í divergent þríleiknum er komin út

FRUMSÝND Í MARS 2014 BÓKAÚTGÁFA

www.bjortutgafa.is

Sími 588 6609

rig

en

afb

KVIKMYNDIN

4.4 stjörnur af 5 mögulegum skv. notendum Goodreads „This book is simply a must read“ - The Guardian Mest selda rafbók Harper Collins frá upphafi

t

í þýðingu Magneu J. Matthíasdóttur sem þýddi Hungurleikana

ð id iv e r g


Lærðu að lesa í tískuna og skapaðu þína eigin ímynd Eva Dögg Sigurgeirsdóttir gefur aðgengileg og bráðskemmtileg ráð sem auka sjálfsöryggi og vellíðan. Ríkulega skreytt ljósmyndum og skemmtilegum teikningum eftir Elsu Nielsen.

Prófaðu eitthvað nýtt

fara þú ert ekki vön að Farðu í verslanir sem nn góðir hlutir. Galduri í, þar leynast stundum saman ódýrum fötum er að kunna að blanda ófráekki hafa það sem og merkjavöru. Alls að vera í sama verðir þú að reglu víkjanlega til táar. Þvert á móti. merkinu frá toppi hátt er málið, stelpur! Að setja saman á nýjan

er er inninn dur dur Gal Gal anan sam sam dada blan blan aðað stíl er lykilatriði Til að finna þinn eigin leiðir. Blanda saman að fara þínar eigin um og merkjum. nýju og gömlu, hönnuð ekki út fyrir að hafa Þannig lítur maður ði. úr síðasta tískubla „kóperað“ þátt upp eigin skaparðu þér þinn Með þessum hætti að þú notar það sem stíl sem þýðir í raun og nóg er að kaupa þú átt í fataskápnum blanda henni saman og flík eina og eina við það sem til er.

12

Tískubókin

Ekki vera eins og auglýsingaskilti séu af hinu góða Þó svo að skartgripir þeim hreinlega þá getur of mikið af jólatré. Það látið mann líta út eins merki. Ekki merkja sama á við um dýr rapparinn fram í þig; því annars kemur með flottan stíl. Það þér frekar en kona rappara nema að vill enginn minna á hann sé rappari!

díva dsetter” & tískud T end „Tr þú um í því nýjasta sem Þú elskar að ganga að Margir gætu haldið sérð á tískupöllunum. að líta en þér tekst alltaf slíkt kalli á stórslys ekki einnig eins og þú hafir óaðfinnanlega út og blandar Tískudíva eins og þú því. fyrir neitt haft vissu um en nærð samt saman nokkrum stílflokk í töluverðri nn þinn er líklega heildarútliti. Skápuri undan á nýjasta eignast það óreiðu. Þú vilt helst hvað oftast á undan öðrum hinum og þú veist má ni. Þú veist líka hvað verður í tísku á næstun Þú kemur að klæðaburði. og hvað má ekki þegar að skoða hugmyndir með því ert snillingur í að fá að því gg eða bara með tískutímarit, tískublo öð. armiðst verslun í næstu fara í skoðunarferð og hverju þú átt geyma að átt þú Þú veist hvað þú verið ferð að versla getur að henda. Þegar þú ekkert endilega í gegnum mjög hvatvís. Þú ferð paskellir þér í búðir. Skartgri skápinn áður en þú fylgihlutum ga full af áberandi skúffan er öruggle perlur og prjál. fínar ekki eru þar sem fólk tekur eftir, Þessi stíll skiptist

í raun í þrennt að

mínu mati:

tískur stíll Dramatískur og róman í stíl með „dassi“ di, allt

– stelpulegur, aðlaðan af dramatík.

66

l í hámarki,

Borgaralegur stíll – götustíl ýktur stíll.

fatnað sem er

Listastíll – Ímyndiðtil ykkur eftir. að dást að eða taka hannaður fyrir aðra i stíl. Sem sagt mjög áberand

stílinn Að gera meira fyrir ld að að segja Karli Lagerfe

og Varla hægt. Svipað línu kjólnum í næstu Chanelbreyta litla svarta hvort En veltu því fyrir þér og gera hann rauðan! heldur séu eitthvað sem þú fötin sem þú klæðist í þau hvort þú klæðir þig eða í þig sjá vilji að aðrir stílinn hefur efasemdir um fyrir þig sjálfa. Ef þú alveg að þú ert ekki enn þá þýðir það kannski þú getur eigin stíl. Mundu að búin að finna þinn samt alltaf ert en um tilheyrt nokkrum stílflokk rnar inn við beinið. sú sem leggur tískulínu er allt. þín og sjálfstraustið Viðhorfið til sjálfrar

ívur Þekktar erlendar tískud cé, Beyon eru Jessica Simpson, M Cyrus Jennifer Hudson, Miley Keys. og Alicia

Tískubókin

Hverju á ég að klæðast? *Hvernig get ég orðið besta * útgáfan af sjálfri mér? ég þróað minn eigin stíl? *Hvernig get Hvað passar saman? * Hvaða fylgihluti á ég að nota? *

salka.is • Skipholti 50c • 105 Reykjavík

r e k ó b r i u s t s u e l Þ ih g l y f i d u n n o a s k s i a j óm r e v h r i r fy


78

heilabrot

Helgin 15.-17. nóvember 2013

?

Spurningakeppni fólksins 1. Hvar fer EM í handbolta fram á næsta ári? 2. Hvað heitir eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar? 3. Haldið er upp á fæðingarafmæli Árna Magnússonar handritasafnara um þessar mundir. Hvað eru liðin mörg ár frá fæðingu hans? 4. Hvaða tónlistarmaður fékk verðlaun fyrir besta myndbandið á MTV-hátíðinni á dögunum? 5. Hvað heitir nýjasta bók Arnaldar Indriðasonar? 6. Hvað heitir besti vinur Ronju Ræningjadóttur í samnefndri sögu Astrid Lindgren? 7. Í hvaða landi er flutningaskipið Fernanda, sem liggur laskað við Íslands strendur, skráð? 8. Hvaða ár varð Unnur Birna Vilhjálmsdóttir alheimsfegurðardrottning? 9. Hvaða íslenska tónlistarkona var að senda frá sér plötuna Talking about the Weather? 10. Hvaða þingmaður hefur tímabundið verið ráðinn aðstoðarmaður forsætisráðherra? 11. Hvað heitir einleikurinn sem Arnar Jónsson leikur í í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir? 12. Hvað heitir leikjafyrirtækið sem hannaði spurningaleikinn vinsæla Quiz Up? 13. Í kjól frá hvaða íslenska fatahönnuði spókaði Lady Gaga sig nýlega? 14. Um hversu mörg kíló hefur Guðni Ágústsson lést síðan hann hætti í stjórnmálum? 15. Hvað er Sylvester Stallone gamall?

Gísli Þór Axelsson, nemi

2. Pass 3. 200.

 Skuggasund. 

4. Miley Cyrus. 5.

6. Mikael? 7. Portúgal. 8. 2005.

9. Ólöf Arnalds. 10. Ásmundur Einar Daðason.

11. Pass. 12. Plain Vanilla.

13. Pass. 14. 25. 15. 69.

6 rétt.

... kvenna 35 til 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

7

2

9

5 2

1

3 5 3

7 1 8

Hannes Óli Ágústsson, 1. Ég ætla að giska á Frakkland.

3 7

2. Jóakim. 3. 350.

6.

4 9 7

7. Kólumbíu. 8. 2000. 9. Lay Low.

9

5

 Sudoku fyrir lengr a komna

 Skuggasund.  Birkir Borkason. 

4. Miley Cyrus. 5.

2

6 2

leikari

1

10. Ásmundur Einar Daðason.

 12. Plain Vanilla. 

2

7

11. Sveinsstykki.

13. Rakelar Sölvadóttur.

9 5

1 8 3

1

14. 20.

8 5 6

3

15. 65 ára.

9 rétt.

7 4

5

3

 kroSSgátan

Gísli Þór skorar á Stefán Hannesson, nema.

5

9 1 8

9

ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni. 163

STARFSHEITI

SNÍKJUDÝR

SÝNISHORN

SKÖRP BRÚN

HÁTTUR

RÉTT

SPERGILL HUGSÝNN

ÖFUGT SAMKVÆMI

 lauSn

Lausn á krossgátunni í síðustu viku. 162

ÁHLAUP mynd: Simon JohnSton (CC By-SA 2.0)

74,6%

8

Svör: 1. Í Danmörku. 2. Hinrik prins. 3. 350. 4. Miley Cyrus. 5. Skuggasund. 6. Birkir Borkason. 7. Dóminíska lýðveldinu. 8. 2005. 9. Lay Low. 10. Ásmundur Einar Daðason. 11. Sveinsstykki. 12. Plain Vanilla. 13. Rakelar Sölvadóttur. 14. 15 kíló, 15. 67 ára.

Hannes Óli sigrar með 9 stigum gegn 6 stigum Gísla Þórs.

4 8

4

A T L A Ó G G G A G A G R S N A T K O S A Ð S A Á R O L F U R Á N Ý T R H A T A BJÁNALEGUR TVEIR EINS HLÉ

AFÞÍÐA

ÓÞURFT

M S T U P U N O R G A A U B U R S T L U N A H N Í G G S V E I A R Ð T R U N D U S Ó N HLUTA

HÓTUN

TÍU

TVEIR EINS

REKA FRÁ PYNGJUR GARGA

TVÍHLJÓÐI

BETL

KAMBUR

HJARTAÁFALL

TÆMA RÍKI

GLEÐI SÍGA

GUNGA

VANÞÓKNUN

EFTIRSJÁ

STULDUR

FURÐA

DÝRAHLJÓÐ LÉST

TÓNVERK

ÍÞRÓTT SKARA

ANDVARI SÚLU

NÁÐHÚS VÖRUMERKI

HLUNKUR SPÍRUN

ÁRKVÍSLIR OFSAÐNING

SVEIA

MINNKA

SNJÓHRÚGA HVAÐ

SNERIL

M S S N A L E T L I T O T T U F Í S A N U N Á A F S K A R A T Á Ð K Ú P T Í Ð A M A R O G S F L I K K L A R A A P Á S S S A S Ý R A S K A F L Ú N L É A T R BOLUR

SÆTI

MAS

MÁLA

MÁLUM TALA

SKJÓÐA

SKJÓTUR

KÆRLEIKUR

STEFNA

MEINLÆTAMAÐUR

YFIRHÖFN

NEITUN TIL

KUNNÁTTA TEGUND

TÍÐLEIKI MYLJA

FRENJA

EINNIG

SÆTI

ÓFORSJÁLNI

KNÆPA

GÆLUNAFN SAMSTÆÐA

HÁTÍÐ

SAKLEYSI

HERBERGI KRAFTUR

STRÁ

FLAN

GYLTU

KONUNGUR

AFHENTUM

BARDAGI

ALDRI

ALMÆTTI

FJÖLBREYTNI UMSKRIFA

G U U M Ð R I T T V A E N S N I T E T I N K K A A L R A ÞÓFI TVÖ

EIGNARFORNAFN

TIL DÆMIS AFAR

ÓVILD

Ú R V A L

mynd: meronim (CC By-SA 3.0)

1. Í Danmörku.

 Sudoku

SPAUG FLJÓTFÆRNI

LJÓMI

GRÓÐABRALL

ÚTSÆÐI

HLUTDEILD

Í RÖÐ

PRUMPA

PLANTA

NAUMUR

SÍVINNANDI

SÖNGRÖDD

ROF

GARGA

HEIÐUR

S Ó T U M E K I

SJÁVARMÁL

SETJA Í KNIPPI

R I T D A G A R

GRÍN

FÍFLAST

BÓK

TÍMASKEIÐ

DÝRKA

GEGNSÆR

DRYKKUR BRETLAND

KVARTANIR

TIND

PIRRA

VANGASKEGG

MÆLIEINING KLÍNA

SKORDÝR

SYFJA

KVK. SPENDÝR

TITRA TVEIR EINS

ÁLÍTA

ÓSKERTAR

ÁTT HITA HVETJA FALLA

STÆÐA

SÁLDA

ELDSNEYTI

Í RÖÐ

SJÚKDÓMUR

EINING

FLEY

HVERS EINASTA

ÁKEFÐ

NYTSEMI

GUNGA

MOKA

BILLEGT

SLÉTTA VELTINGUR

LAND

HOLUFISKUR

ÚÐI

NIÐURFELLING

ÓREIÐA

TVEIR EINS

TÁL

GALDRASTAFUR

SKYLDIR

MAS KOMAST TVEIR EINS

HAFIÐ

ÞRÚTNAR

MERGÐ

ÁVÖXTUR

HREÐKA

MÖGLA

GÓÐMÁLMUR

POTTRÉTTUR

MUNDA

LEND

KVK. NAFN

HRÓP

EINGÖNGU

HELGAR BLAÐ

VITLAUST

OFMENNI

TVEIR EINS

*konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan-mars. 2013

VÖRUMERKI

SÍTT

BARDAGI

LÍTIÐ


Diskamottur 50 mottur saman í blokk. Kr. 2.790,- 4 gerðir Kennslukortið góða

iPhone vi›arhulstur

Vönduð og falleg viðarhulstur sem verja síma þinn fyrir hnjaski. 4 viðartegundir, 6 mismunandi myndir, Fyrir iPhone 4 og 5 kr. 5.400

Með texta úr bókinni “Matur og drykkur” Helgu Sigurðardóttur

Skjaldarmerki Íslendinga

Fornkort

Sundhettu-snyrtitaska

Snyrtitöskur með “gæsahúðar” áferð gömlu góðu sundhettunnar. Fjöldi lita. kr. 3.900

Disney bollar

Frístandandi Hnattlíkan

Í fallegum gjafapakkningum. kr. 690

Þú stillir því upp og það byrjar að snúast og snýst út hið óendanlega. kr. 3.390

Heico Kanína

Heico Dád‡r Kr. 13.300

Kr. 7.400 (Margir litir)

Heico Ugla Kr. 7.400

Distortion

Hefðbundið form kertastjaka bjagað og útkoman er óvenjuleg. Margir litir. Kr. 4.400 Kraftaverk

KeepCup kaffimál Villi spæta

Vaggar fram og aftur. Ánægjuauki hvar sem er. kr. 2.390

Linsukrús

Kaffikrús í dulargervi. Aðeins kr. 2.290 Espresso mál.....kr. 2.100 Smámál............kr. 2.290

Miðlungs mál....kr. 2.490 Meiriháttarmál...........kr. 2.690

High Heel kökuspa›i

Cubebot róbót úr vi› Vélarlaust vélmenni, hannað undir áhrifum japanskra ShintoKumi-ki þrauta. Ferningsmennið fjölbreytilega er jafnt leikfang, skraut og þraut. Margir litir, nokkrar stærðir. Verð frá 1.930

Kr. 3.390

Flöskustandur (Vín)andi flöskunnar svífur í reipinu. Kr. 3.900

Blikkandi skóreimar Kr. 1.490-

Skafkort

Þú skefur gylltu himnuna af þeim löndum sem þú hefur heimsótt og útbýrð þannig persónulegt heimskort. (Stærð: 82 X 58 cm) Kr. 2.990 skólavör›ustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja

Eilíf›ardagatal MoMA Einstök hönnun frá nútímalistasafni New York borgar. Aðeins kr. 8.900


80

sjónvarp

Helgin 15.-17. nóvember 2013

Föstudagur 15. nóvember

Föstudagur RÚV

18.25 Landsleikur í fótbolta Ísland - Króatía Bein útsending frá fyrri leiknum við Króata um sæti á HM í Brasilíu næsta sumar. Leikurinn hefst kl. 19.00

19:45 Logi í beinni Þáttur í umsjá Loga Bergmann þar sem viðmælendur mæta í bland við tónlistaratriði.

Laugardagur allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

21.20 Dásamlegt. Hér 4rifjar tónskáldið Cole Porter upp kynni sín af fólki og atburði úr lífi sínu eins og þeir væru atriði í söngleik.

14.20 Íslenski boltinn 14.50 Villt og grænt (3:8) e. 15.20 Ástareldur e 17.00 Litli prinsinn (3:25) 17.23 Hið mikla Bé (5:20) 17.45 Táknmálsfréttir 18.00 Fréttir og veður 18.25 Ísland - Króatía Beint 21.20 Útsvar Kópav. - Rangárþing ey. 22.30 Jötuninn ógurlegi Erfðafræðingurinn dr. Bruce Banner varð fyrir óhappi þegar hann var að gera tilraun og eftir það breytist hann í grænan jötun ef hann kemst í uppnám. Nú hefur hermaður breytt sér í ógnvekjandi skrímsli með sömu aðferð og jötuninn þarf að takast á við það. Leikstjóri er Louis Leterrier og meðal leikenda eru Edward Norton, Liv Tyler, Tim Roth og William Hurt. Bandarísk hasarmynd frá 2008. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. e. 00.20 Beck - Lögfræðingurinn Lögfræðingur er myrtur á heimili sínu. Í fyrstu virðist málið liggja 5 6 ljóst fyrir en svo finna Beck og félagar í lögreglunni nýja þræði til að rekja. Leikstjóri er Kjell Sundvall. Sænsk sakamálamynd frá 2006. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 01.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn

22:00 The Client List Spennandi þættir með Jennifer Love Hewitt í aðalhlutverki.

Sunnudagur

20:45 Ástríður (10/10) Ástríður er nú orðin yfirmaður skilanefndar fjárfestingarbanka í borginni.

06:00 Pepsi MAX tónlist 08:25 Dr.Phil 09:10 Pepsi MAX tónlist 15:40 Once Upon A Time (12:22) 16:30 Secret Street Crew (4:9) 17:20 Borð fyrir fimm (5:8) 17:50 Dr.Phil 18:30 Happy Endings (12:22) 18:55 Minute To Win It 19:40 America's Funniest Home Vid. 20:05 Family Guy (2:21) 20:30 The Voice (8:13) 23:00 French Kiss 00:55 Excused 01:20 The Bachelor (2:13) 02:50 Ringer (5:22) 03:40 Pepsi MAX tónlist

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

22:00 Dexter Lokaþáttaröð4 in af þessum ódauðlegu þáttum um fjöldamorðingjann og prúðmennið Dexter Morgan.

RÚV

STÖÐ 2

07.00 Morgunstundin okkar/Smælki / 07:00 Barnatími Stöðvar 2 Háværa ljónið Urri/Teitur/Múmínálf08:10 Malcolm In The Middle (5/22) arnir/Hopp og hí Sessamí/Tillý og 08:30 Ellen (88/170) vinir/Sebbi/Friðþjófur forvitni/Úmís09:15 Bold and the Beautiful úmí/Paddi og Steinn/Abba-labba-lá/ 09:35 Doctors (81/175) Paddi og Steinn/Kung Fu Panda/ 10:20 Drop Dead Diva (5/13) eiknum dýrin/Robbi og Skrímsli 11:05 Fairly Legal (12/13) 10.15 Stundin okkar e. 11:50 Dallas 10.45 Fólkið í blokkinni (5:6) e. 12:35 Nágrannar allt fyrir áskrifendur 11.15 Útsvar e. 13:00 Mistresses (1/13) 12.15 Lítill geimfari e. 13:45 Splitting Heirs fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 12.35 HM 2014 - umspilið (2:2) e. 15:15 Waybuloo 13.10 Mótorsystur (5:10) e. 15:35 Skógardýrið Húgó 13.25 Landinn e. 16:00 Geimkeppni Jóga björns 13.55 Kiljan e. 16:25 Ellen (89/170) 14.40 Djöflaeyjan e. 17:10 Bold and the Beautiful 4 5 15.10 Á götunni (1:8) 17:32 Nágrannar 15.40 Manni sjálfum að kenna - um 17:57 Simpson-fjölskyldan (9/22) reykingar og lungnasjúkdóma e. 18:23 Veður 16.10 Hugh Laurie: Tónlistin við 18:30 Fréttir Stöðvar 2 ána e. 18:47 Íþróttir 17.00 Táknmálsfréttir 18:54 Ísland í dag 17.08 Grettir (5:52) 19:11 Veður 17.20 Ástin grípur unglinginn (84:85) 19:20 Popp og kók 18.00 Gunnar á völlum - Maður í bak 19:45 Logi í beinni 18.10 Íþróttir 20:35 Hello Ladies (7/8) 18.54 Lottó 21:05 Harry Potter and the Prisoner 19.00 Fréttir & Veðurfréttir of Azkaban 19.30 Ævintýri Merlíns (12:13) 23:30 Red Lights 20.20 Vertu viss (2:8) 01:20 The Cell 2 21.10 Hraðfréttir e. 02:50 Streets of Blood 21.20 Dásamlegt. Atriði í myndinni 04:20 Splitting Heirs eru ekki við hæfi barna. 05:45 Fréttir og Ísland í dag 01.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 15:00 Formúla 1 - Bandaríkin - Æfing 06:00 Pepsi MAX tónlist 1 11:35 Dr.Phil 16:50 Króatía - Ísland 13:50 Gordon Ramsay (14:20) 18:30 Þór Þorlákshöfn 14:20 Borð fyrir fimm (5:8) 19:05 Meistaradeild Evrópu 14:50 Design Star (10:13) 19:35 Portúgal - Svíþjóð Beint 15:40 Judging Amy (13:24) 21:40 Þór Þorlákshöfn allt fyrir áskrifendur 16:25 The Voice (8:13) 22:10 Sportspjallið 18:55 America's Next Top Model 22:55 Portúgal - Svíþjóð fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:40 Secret Street Crew (5:9) 00:35 England - Chile 20:30 The Bachelor (3:13) 22:00 The Client List (3:10) 22:45 Meet the Fockers 00:35 Hawaii Five-0 (1:22) 16:30 Chelsea - WBA 4 5 01:25 The Borgias (8:10) 18:10 Liverpool - Fulham 02:15 The Client List (3:10) 19:50 England - Chile Beint 03:00 Excused 21:55 Football League Show 2013/14 allt fyrir áskrifendur 03:25 Pepsi MAX tónlist 22:25 Premier League World 22:55 Aston Villa - Cardiff City fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 00:35 Tottenham - Newcastle SkjárGolf

Sunnudagur

Laugardagur 16. nóvember

11:50 Happy Gilmore 06:00 Eurosport 13:25 Mr. Popper's Penguins 08:00 DP World Tour 4 2013 (2:4) allt fyrir áskrifendur 15:00 The Descendants 13:00 DP World Tour 2013 (2:4) 16:55 Happy Gilmore 17:00 Inside the PGA Tour (46:47) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:30 Mr. Popper's Penguins 17:25 DP World Tour 2013 (2:4) 20:05 The Descendants 19:00 OHL Classic 2013 (2:4) 5 6 22:00 What to Expect When You ... 22:00 OHL Classic 2013 (2:4) 23:50 Savages 01:00 Eurosport 02:00 The Matrix Reloaded 4 5 04:15 What to Expect When You ...

RÚV

STÖÐ 2

07.00 Morgunstundin okkar/Smælki 07:00 Strumparnir/ Villingarnir / /Háværa ljónið Urri/Teitur/Ævintýri Hello Kitty /Algjör Sveppi / Kalli Berta og Árna/Múmínálfarnir/Einar Áskanína og félagar /Scooby-Doo! / kell/Hopp og hí Sessamí/Sara og önd/ Young Justice /Big Time Rush Kioka/Kúlugúbbar/Stella og Steinn/ 12:00 Bold and the Beautiful Millý spyr/Sveppir/Kafteinn Karl/ 13:45 Popp og kók Chaplin/Skúli skelfir 14:10 Ástríður (9/10) 10.15 Ævintýri Merlíns (12:13) e. 14:40 Kolla 11.00 Sunnudagsmorgunn 15:00 Heimsókn allt fyrir áskrifendur 12.10 Vertu viss (2:8) e. 15:20 Doktor 12.55 Stúdíó A (2:6) e. 15:45 Sjálfstætt fólk (10/15) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 13.35 Frumkvöðlakrakkarnir e. 16:20 ET Weekend 14.35 Saga kvikmyndanna e. 17:05 Íslenski listinn 15.40 John Grant e. 17:35 Sjáðu 16.35 Ari Eldjárn e. 18:05 Ávaxtakarfan - þættir 17.00 Táknmálsfréttir 18:236 Veður 4 Poppý kisuló (39:52) 5 17.10 18:30 Fréttir Stöðvar 2 & Íþróttir 17.21 Teitur (47:52) 18:55 Dagvaktin Lokaþáttur 17.31 Vöffluhjarta (4:7) 19:30 Lottó 17.51 Tóbí (4:4) 19:35 Spaugstofan 18.00 Stundin okkar 20:00 Seeking a Friend for the end of 18.25 Hraðfréttir e. the World 18.35 Íþróttir 21:40 Conviction 19.00 Fréttir & Veðurfréttir 23:30 Tree of Life 19.30 Landinn 01:45 Seeking Justice 20.00 Fólkið í blokkinni (6:6) 03:25 Mercury Rising 20.30 Downton Abbey (4:9) 05:10 Spaugstofan 21.20 Kynlífsfræðingarnir (2:12) e. 05:35 Fréttir 23.25 Brúin (8:10). e.

SkjárEinn

09:10 Villarreal - Atletico Madrid 06:00 Pepsi MAX tónlist 10:50 Spænsku mörkin 2013/14 10:45 Dr.Phil 11:20 Meistaradeildin - meistaramörk 12:15 Kitchen Nightmares (14:17) 12:20 Evrópudeildarmörkin 13:05 Secret Street Crew (5:9) 13:15 Portúgal - Svíþjóð 13:55 Save Me (8:13) 14:55 Formúla 1 - Bandaríkin - Æfing 3 14:20 Rules of Engagement (13:13) 16:00 Noregur - Ísland allt fyrir áskrifendur 14:45 30 Rock (8:13) 17:50 Formúla 1 2013 - Tímataka Beint 15:15 Happy Endings (12:22) 19:40 Þór Þorlákshöfn fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15:40 Parks & Recreation (12:22) 20:10 England - Chile 16:05 Family Guy (2:21) 22:00 Meistaradeild Evrópu 16:30 The Bachelor (3:13) 22:30 Zenit - Porto 18:00 Hawaii Five-0 (1:22) 00:10 Miami - Chicago 18:50 In Plain Sight (2:8) 02:00 Box - Ward vs. Rodriguez Beint 19:40 4 Judging Amy (14:24) 5

13:00 Season Highlights 2009/2010 13:55 Reading - QPR 6 15:35 Ensku mörkin - úrvalsdeildin 16:30 Premier League World allt fyrir áskrifendur 17:00 Swansea - Stoke 18:40 Tottenham - Newcastle fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:20 Newcastle - Chelsea, 1995 20:50 Chelsea - WBA 22:30 Aston Villa - Cardiff City 00:10 Man. Utd. - Arsenal

09:55 Apollo 13 12:10 Last Night allt fyrir áskrifendur 13:45 The Mummy Returns 4 SkjárGolf 515:55 Apollo 13 6 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 06:00 Eurosport 18:15 Last Night 08:00 DP World Tour 2013 (3:4) 19:50 The Mummy Returns 13:00 Inside the PGA Tour (46:47) 22:00 Wallander 13:25 DP World Tour 2013 (3:4) 23:35 A Dangerous Method 17:25 DP World Tour 2013 (3:4) 01:15 Sanctum 4 5 19:00 OHL Classic 2013 (3:4) 03:05 Wallander 22:00 OHL Classic 2013 (3:4) 6 01:00 Eurosport

50”

risi á frábæru verði 259.990.-

20:25 Top Gear Top Fails (2:2) 21:15 L&O: Special Victims Unit (12:23) 22:00 Dexter (9:12) 22:50 The Borgias (9:10) 23:40 Sönn íslensk sakamál (4:8) 00:10 Under the Dome (8:13) 01:00 Hannibal (9:13) 01:45 Dexter (9:12) 02:35 Necessary Roughness (1:10) 03:25 Excused

510:00 The King's Speech 6

5 ára áByrgð fylgir öllum SjóNVörpum

Stórt Gott Frábært verð 5 ára ábyrgð GlæSileG hönnun á Frábæru verði • Full HD 1920 x1080 punktar • 200 Hz X-Reality myndvinnslukerfi • Multimedia HD link fyrir snjallsíma

Sony Center / Verslun Nýherja Kaupangi akureyri / 569 7645

6

12:00 How To Make An American Quilt allt fyrir áskrifendur 13:55 Wall Street 16:00 The King's Speech fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:00 How To Make An American Quilt 19:55 Wall Street 22:00 Sherlock Holmes 00:106 The Runaways 01:55 Lethal Weapon 4 03:50 Sherlock Holmes

50” LED SJÓNVARP KDL50W656

Sony Center / Verslun Nýherja Borgartúni / 569 7700

6

www.sonycenter.is


sjónvarp 81

Helgin 15.-17. nóvember 2013  Í sjónvarpinu Gamlar bÍómyndir

17. nóvember STÖÐ 2 07:00 Strumparnir / Villingarnir / UKI / Doddi litli og Eyrnastór / Algjör Sveppi / Ben 10 / Grallararnir / Ofurhetjusérsveitin / Loonatics Unleashed / Batman: The Brave and the bold 12:00 Spaugstofan 12:30 Nágrannar 14:15 Logi í beinni 15:05 Go On (15/22) allt fyrir áskrifendur 15:30 Mike & Molly (6/23) 15:55 Grey's Anatomy (8/22) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:45 Um land allt 17:10 Stóru málin 17:35 60 mínútur (6/52) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 4 18:55 Sportpakkinn (12/30) 19:10 Fangavaktin 19:45 Sjálfstætt fólk (11/15) 20:20 The Crazy Ones (7/22) 20:45 Ástríður (10/10) 21:10 Homeland (7/12) 22:00 Boardwalk Empire (10/12) 22:55 60 mínútur (7/52) 23:40 The Daily Show: Global Editon 00:10 Nashville (20/21) 00:55 Hostages (7/15) 01:40 The Americans (8/13) 02:25 World Without End (2/8) 03:15 Stig Larsson þríleikurinn 05:45 Fréttir

Ekkert til að skammast sín fyrir Ríkissjónvarpið liggur oft vel við höggi og nöldrarar þurfa venjulega ekki að leggjast í mikla leit til þess að finna eitthvað til þess að froðufella yfir. Bókstafstrúarmaður ærðist til dæmis á bloggi sínu nýlega yfir kynlífsatriði í Broen og einhverjum fleiri senum þar sem sást í bert hold. Öllum öðrum var alveg sama. Einhverjir gengu af göflunum yfir átakanlega hallærislegum spurningaþætti sem hóf göngu sína á laugardaginn var. Skemmtigildi hans var ekkert en þátturinn virðist ganga út á að fólk mæti til þess að 5

06:00 Eurosport 07:30 DP World Tour 2013 (4:4) 12:30 DP World Tour 2013 (4:4) 16:30 DP World Tour 2013 (4:4) 19:00 OHL Classic 2013 (4:4) 22:00 OHL Classic 2013 (4:4) 01:00 Eurosport

mynd var eitthvað sem plebbunum var ofviða og þá reynir RÚV að verja hendur sínar á vef sínum. Þegar nákvæmlega ekkert er að skammast sín fyrir. En þetta brenglaða gildismat í Efstaleitinu kann hins vegar að skýra hvers vegna þetta 500-kalla fjall er á skjánum á laugardögum. Þórarinn Þórarinsson

6

16. NÓVEMBER

4

5

5

6

6

ENNEMM / SÍA / NM59560

4

SkjárGolf

laugardagskvöldum. En þegar hins vegar, kverúlantaherinn skammast út í RÚV fyrir það sem vel er gert, er rokið upp til handa og fóta í Efstaleitinu og reynt að verja stefnu stofnunarinnar. RÚV hefur áður verið hrósað á þessum stað fyrir að sýna þættina um Sögu kvikmyndanna og í takt við þá klassískar bíómyndir. Þetta er vel til fundið og þarna er menningarhlutverkinu sinnt með sóma. Svo ber við að Sjónvarpið sýnir þá frábæru mynd Safety Last með Harold Lloyd og þá tryllist múgurinn á netinu. Svart/hvít og þögul

HITTU OKKUR Í HR Á KAUPHALLARDEGINUM

10:05 Chelsea - Schalke 11:45 Evrópudeildarmörkin 2013/2014 12:40 Portúgal - Svíþjóð 14:25 Snæfell - Grindavík 15:55 Ísland - Þýskaland 17:45 Sportspjallið 18:30 Formúla 1 - BandaríkinalltBeint fyrir áskrifendur 21:30 Þór Þorlákshöfn 22:00 Miami - Chicago fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 00:00 Formúla 1 - Bandaríkin

13:25 Newcastle - Man United, 1995 13:55 Liverpool - Blackburn, 1994 14:25 Season Highlights 2011/2012 15:20 Bradford - Coventry Bein allt fyrir áskrifendur 17:25 Premier League World 17:55 Man. Utd. - Arsenal fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:35 Goals of the Season 2010/2011 20:30 Liverpool - Fulham 22:10 Bradford - Coventry 23:50 Crystal Palace - Everton

gera sig að fífli. Og fyrir hvert asnastrik rýrnar einhver peningahrúga þangað til ekkert stendur eftir. Eða eitthvað. Á netinu hafa öskur um mammonsdýrkun og lágkúru bergmálað og þátturinn er meira segja svo umdeildur að hann var orðinn að bitbeini á Alþingi áður en hann byrjaði. Gott og vel. Ekki hef ég orðið var við að RÚV hafi séð ástæðu til þess að verja eða biðjast afsökunar á því að dönsk kona hafi verið sýnd fitla við sig í sjónvarpinu eða réttlæta þetta sérkennilega peningaspil á

VÍB BÝÐUR UPP Á FRÓÐLEG ERINDI Grunnnámskeið - hlutabréf: Fyrstu skref á markaði og gagnlegar þumalputtareglur. Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, fjallar um ávöxtun og hvernig sé best að bera sig að í fyrsta sinn við fjárfestingar á markaði. Salur M101 kl. 14.00 og aftur kl. 15.20.

Efri árin: Ertu hætt/ur eða um það bil að hætta að vinna? Hvað svo? Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, fjallar um fjármál þeirra sem eru að ljúka störfum. Hvað gerist með fjárhaginn og hverjir eru möguleikarnir? Salur V101 kl. 13.20 og aftur kl. 14.40.

» » » »

Ráðgjöf og verðbréf Lífeyrisþjónusta Einkabankaþjónusta Fagfjárfestaþjónusta

Nýlega var VÍB valið besta íslenska eignastýringarfyrirtækið af breska fjármálaritinu World Finance. Horft var til margra þátta, s.s. árangurs síðasta árs, fjárfestingaraðferða, þjónustu og fræðslu. Við erum afar stolt af þessum verðlaunum og ekki síður ánægð með að Íslendingar segjast myndu leita fyrst til okkar ef þeir þyrftu á eignastýringarþjónustu að halda.* Kynntu þér árangurinn, aðferðirnar og fjárfestingarkostina sem öfluðu okkur viðurkenningar og trausts. * Skv. netkönnun Capacent Gallup í maí 2013.

Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is facebook.com/VIB.stofan | @vibstofan | www.vib.is


82

bíó

Helgin 15.-17. nóvember 2013

 Frumsýnd ender´s Game

Unglingur mætir geimpöddum

Ógeðslegar geimpöddur í stærri kantinum hafa herjað á jörðina í gegnum tíðina. Síðasta árás utan úr geimnum var gerð fyrir 70 árum og þá var mannkyninu nánast útrýmt. Jarðarbúar búa sig nú undir þriðju atlögu ófétanna og þjálfa sitt fólk í risastórum æfingabúðum úti í geimnum. Þar eru miklar vonir bundnar við hinn unga Ender en þrátt fyrir reynsluleysi sýnir hann óvenjulega djúpt innsæi í og útsjónarsemi þegar kemur að geimbardögum. Hann er frumlegur í hugsun og grípur til óvenjulegra ráða og því blasir við að

hér geti verið kominn bjargvætturin sem mannkynið vantar svo sárlega. Asa Butterfield leikur Ender en sjálfur Harrison Ford leikur roskinn bardagajaxl sem býr Ender undir þann hildarleik sem býður hans. Ben Kingsley fer einnig með hlutverk í myndinni ásamt þeim Abigail Breslin og Viola Davis. Gavin Hood leikstýrir en hann á að baki myndir eins og Tsotsi og X-Men Origins: Wolverine. Myndin er gerð eftir samnefndri sögu Orsons Scott Card sem hefur skrifað fjölda bóka um ævintýri Enders.

Harrison Ford undirbýr Asa Butterfield fyrir geimbardaga þar sem örlög mannkyns eru undir.

Aðrir miðlar: Imdb: 7,2, Rotten Tomatoes: 60%, Metacritic: 51%

 Frumsýnd ChanCe oF meaTBalls 2

Matarmikil veðurspá Cloudy With a Chance of Meatballs 2 er eins og nafnið gefur skýrt til kynna framhald teiknimyndarinnar Cloudy With a Chance of Meatballs sem kom út 2009. Ógurlegur matarstormur fyrri myndarinnar varð til þess að Flint og vinir hans hrökkluðust burt úr bænum. Í kjölfarið býður Chester V, átrúnaðargoð Flints, honum vinnu hjá fyrirtæki sínu. Þar starfa fremstu uppfinningamenn heims við að finna upp tækni til að betrumbæta mannkynið. Þegar Flint uppgötvar, sér til mikillar skelfingar, að tækið hans er ennþá virkt og dælir út úr sér stökkbreyttum matar-

Flint stendur enn í ströngu og þarf nú að mæta matarskrímslum.

skrímslum á borð við lifandi, súrsaðar gúrkur, glorhungraða takódíla, rækjuapa og eplakökukyrkislöngur, neyðist hann til að snúa aftur með félögum sínum og bjarga heiminum á ný.

Aðrir miðlar: Imdb: 6,5, Rotten Tomatoes: 70%, Metacritic: 59%

 Frumsýnd The Counselor

BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI TRIBECA 2013

ÁHORFENDAVERÐLAUN Á BERLINDALE 2013

“A BRILLIANT HEARTBREAKER... A CROSS BETWEEN WALK THE LINE AND BLUE VALENTINE.” - THELMA ADAMS. YAHOO! MOVIES

tHE BROKEN CiRCLE BREAKDOWN

17:50, 20:00, 22:10

(14)

tHE fRENCH CONNECtiON sun: 20.00

(16)

SKÓLANEMAR: 25% AfSLáttuR gEgN fRAMvíSuN SKíRtEiNiS! MEÐ StuÐNiNgi REYKJAvíKuRBORgAR & KviKMYNDAMiÐStÖÐvAR íSLANDS - MiÐASALA: 412 7711

Jólablað Fréttatímans Jólablað Fréttatímans kemur út fimmtudaginn 28. nóvember

Jólablað Fréttatímans er góður staður til þess að kynna jólavörunar. Blaðið verður stútfullt af spennandi, jólatengdu efni sem er skrifað af reyndum blaðamönnum. Ekki missa af glæsilegu blaði til þess að koma skilaboðum til viðskiptavina þinna. Auglýsingin mun án efa lifa lengi í jólablaðinu, enda er efnið þannig uppbyggt að fólk geymir blaðið og gluggar ítrekað í það við jólaundirbúninginn. Við bjóðum gæði, gott verð og um 109.000 lesendur HELGARBLAÐ

ÓKEYPIS

ELGARBLAÐ Hafðu samband við Hauglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is ÓKEY

Brad Pitt og Michael Fassbender grufla í viðskiptum með fíkniefni við landamæri Mexíkó og á þeim slóðum er enginn annars bróðir í leik.

Lögmaður í vondum málum Leikstjórinn magnaði Ridley Scott er kominn aftur til jarðar eftir frekar slappa geimferð með viðkomu á Íslandi í Prometheus. Nýjasta mynd hans The Counselor er gerð eftir handriti Cormacs McCarthy og segir frá lögmanni sem stefnir sér í voða og vond mál þegar hann fer að fikta við fíkniefnaviðskipti.

B

PIS

HELGARBLAÐ

ÓKEYPIS

HELGARBLAÐ

ÓKEY

PIS

Ó KE YP I

S

EYPIS

YPIS

ÓK

YPIS

ÓKEY

PIS

YPIS

ÓKEY

PIS

YPIS

ÓKEY

PIS

HELGARBLAÐ

ÓK EY PIS

Myndin gerist við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna og þar teflir lögmaðurinn heldur betur á tæpasta vað.

reski leikstjórinn Ridley Scott er með þeim allra bestu í bransanum þegar hann er í rétta gírnum og hann á heiðurinn af einni allra bestu hryllingsmynd síðari tíma, Alien, og þeim dásamlega vísindaskáldskap Blade Runner. Honum eru þó stundum mislagðar hendur og forleikur hans að Alien, Prometheus, olli umtalsverðum vonbrigðum. Nýjustu myndar Scotts, The Counselor, hefur verið beðið með töluverðri eftirvæntingu enda er hann að þessu sinni með rithöfundinn Cormac McCarthy með sér í liði. McCarthy er býsna snjall rithöfundur og bækur hans The Road og No Country for Old Men hafa verið kvikmyndaðar, sú síðarnefnda með frábærum árangri að hætti hinna snjöllu Coen-bræðra. The Counselor er fyrsta handrit McCarthys og fjallar um lögfræðing sem missir öll tök á tilverunni eftir að hann fer að fikta við viðskipti með fíkniefni og lendir upp á kannt við kaldrifjaða skúrka sem svífast einskis. Ridley Scott er einkar lagið að fá góða leikara til liðs við sig og það er enginn smá mannskapur sem hann hefur yfir að ráða í The Counselor. Michael Fassbender leikur lögmanninn en hann var einnig í veigamiklu hlutverki í Prometheus. Báðum líkaði samstarfið vel þannig að það var auðsótt mál að fá Fassbender í The Counselor.

Brad Pitt og Javier Bardem eru meðal þeirra sem gera Fassbender lífið leitt og leikkonurnar Penélope Cruz og Cameron Diaz koma einnig við sögu ásamt Goran Visnjic og Bruno Ganz. Myndin gerist við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna og þar teflir lögmaðurinn heldur betur á tæpasta vað enda eru fíkniefnabarónarnir í Mexíkó vægast sagt harðir í horn að taka. Lögmaðurinn og unnusta hans, sem Cruz, leikur lenda í bráðum háska þegar fíkniefnaviðskiptin fara út um þúfur en að sjálfsögðu er setið víða á svikráðum og Cameron Diaz minnir óþægilega á að kvennaráð geta verið köld en hún leikur kærustu Javiers Bardem sem skartar bjánalegri hárgreiðslu í hlutverki manns sem lokkar lögmanninn í dópbransann. Bardem nýtur svo fulltingis dularfulls náunga sem þekkir vel til í undirheimum en glímir við veikleika sem geta komið honum í koll. Aðrir miðlar: Imdb: 6,0, Rotten Tomatoes: 36%, Metacritic: 49%.

Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


* SkjárKrakkar er ekki sjónvarpsstöð heldur sjónvarpsþjónusta með yfir 200 klukkustundum af vönduðu talsettu barnaefni með einum takka á fjarstýringunni. Eitt mánaðargjald og þú horfir þegar þér hentar. SkjárKrakkar er fáanleg í Sjónvarpi Símans og Vodafone sjónvarp. Tryggðu þér áskrift inná skjarkrakkar.is eða í síma 595 6000.

*990 kr. fyrir áskrifendur SKJÁSEINS


84

bækur

Helgin 15.-17. nóvember 2013

Kræsingar Stínu í Spark

arnaldur á toppnum

Laugardagurinn 16. nóvember er dagur veitingahúsanna, svokallaður Restaurant Day, Þessi hátíð á rætur að rekja til Finnlands en þennan dag er almenningur virkjaður og hvattur til þess að opna „pop-up“ veitingastaði, bari og kaffihús út um allar trissur, í görðum, heimahúsum og á götum bæjarins. Yfir 1000 viðburðir hafa verið skráðir til leiks um víða veröld. Spark tekur þátt í fjörinu og þar sem 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu þykir við hæfi að bjóða upp á gómsætustu blaðsíðuna úr bókinni Stína stórasæng eftir Lani Yamamoto. Stína er hugmyndarík uppfinningastelpa. Henni er alltaf kalt og er stöðugt að nota ímyndunaraflið til að halda á sér hita. Hún bakar yndislegar kökur og býr til heitt súkkulaði. Fyrir 500 krónur býðst gestum að stíga inn í bókina og smakka á kræsingunum Stínu frá klukkan 15–17 í Spark Design Space við Klapparstíg 33.

 Bók adómur dr akúla

Engan þarf að undra að Arnaldur Indriðason hafi í síðustu viku haldið stöðu sinni í efsta sæti bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda með Skuggasundi. Bókin hefur fengið glimrandi fína dóma og stjörnum rignir yfir hana. Hún er nú þegar orðin önnur mest selda bók haustsins. Á listanum yfir íslensk skáldverk var Dísu saga, Vigdísar Grímsdóttur, í öðru sæti og Stefán Máni í því þriðja með Grimmd.

Gérard skrifar um Reykjavík Signal Books í Bretlandi gaf nýverið út bókina Reykjavík í bókaflokknum Innercities – Cultural Guides. Í þessum flokki eru fyrir bækur um Aþenu, Bath, Berlín, Marseilles og Prag. The Sunday Times hefur gefið þessum flokki afbragðseinkunn og segir höfunda fulla af eldmóði andspænis viðfangsefnum sínum. Gérard Lemarquis skrifar bókina um Reykjavík en borgina þekkir hann vitaskuld út og inn. Hann starfaði sem fréttaritari AFP á Íslandi í 29 ár og skrifar ennþá fyrir dag dagblaðið Le Monde. Það er því tæpast hægt að tala um glöggt gests auga í þessu tilfelli heldur innsýn Reykvíkings sem um leið hefur ákveðna fjarlægð vegna uppruna síns. Þetta er ekki hefðbundin leiðsögubók heldur öllu heldur áhugavert lesefni hverjum þeim sem grúska vill í íslenskri menningu. Kynning á bókinni í Sjónarlind við Bergstaðastræti 7 er öllum opin á milli 14-16 laugardaginn 16.nóvember.

 ritdómur Fjallaland

Blóðsuga boðin velkomin

Bela Lugosi í kjól og hvítu í hlutverki Drakúla.

 drakúla Bram Stoker Gerður Sif Ingvarsdóttir þýddi Rúnatýr 332 2013

Skáldsaga Brams Stoker, Dracula frá árinu 1897, eitt lykilverka hryllingsbókmenntanna og í raun sætir furðu að bókin skuli fyrst núna koma út í óstyttri íslenskri þýðingu. 116 árum eftir að hún var gefin út. Ekkert skrímsli kemst hvorki með klær né fúlar tær nærri hælum Drakúla greifa þegar kemur að langvarandi menningaráhrifum. Áhrif Drakúla á hrylling í bókum, sjónvarpi og kvikmyndum eru vægast sagt djúpstæð. Þessi bók er því algert lykilrit fyrir alla þá sem vilja kafa ofan í hrollvekjur og þykjast hafa vit á þeim. Bram Stoker skrifaði eiginlega ekkert af viti fyrir utan þessa bók en í henni hittir hann líka heldur betur beint á stikuna. Drakúla er frekar löng og flókin saga þar sem sjónarhornið flakkar á milli all margra persóna sem koma hugsunum sínum, ótta, órum og kynnum af blóðsugugreifanum til skila með dagbókarfærslum, hljóðrituðum minnispunktum, sendibréfum og öðrum slíkum heimildum. Þessi frásagnarmáti virkar ögn gamaldags og jafnvel á köflum þreytandi á tímum SMS-a og hraðra klippinga sem kenndar eru við MTV. En þetta gengur upp og hægt og rólega lætur Stoker persónur sínar raða saman hryllingssögu sem slagkraftur er í. Sagan ekki síður skemmtileg vegna þess hversu galopin hún er fyrir túlkunum og þær eru ófáar bækurnar, margar hverjar sprenglærðar, sem skrifaðar hafa verið um hina ýmsu leshætti á þessu furðuverki. Meðal annars er talið að Drakúla hafi á viktoríutíma pempískra Breta heillað vegna sterkra kynferðislegra undirtóna. Bit blóðsugunnar og vampírisminn sem heltekur fórnarlömb hennar eru þá í raun smit og kynsjúkdómur. Og með því að skipta út einum lifandi vökva fyrir annan, blóði fyrir sæði, er Drakúla í raun argasta klám. Og þar sem greifinn bítur bæði karla og konur má segja að hann heilli og hneigist til beggja kynna. Ekkert tiltökumál nú til dags en þótti saga til næsta bæjar fyrir rúmri öld. Það þarf að setja sig í ákveðnar stellingar til þess að lesa svæsnar kynlífslýsingar út úr texta Stokers en geri maður það er hann alveg á pari við 50 gráa skugga. Bara svo miklu betri bókmenntir og Drakúla mun fylgja okkur um ókomna tíð, útblásinn af kynorku á meðan skuggarnir gráu munu liggja getulausir í gleymskunnar dái. Þessi heildarþýðing á Drakúla, með neðanmálsgreinum sem skýra ýmis textatengsl og fleira, er lofsvert framtak. Komi blóðsugugreifinn fagnandi. Þórarinn Þórarinsson

Ert þú að huga að dreifingu? Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt.

Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is

Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur.

Ef ljósmynd er flott í lit er hún flott í svarthvítu

r

agnar Axelsson ljósmyndari hefur fyrir löngu skipað sér í röð þeirra fremstu úr þeirri stétt. Þar trónir hann t.d. ásamt þeim Jóni Kaldal portrettljósmyndara og Ólafi K. Magnússyni fréttaljósmyndara. Það má í raun segja að Ragnar, eða RAX eins og hann er betur þekktur, sé það besta frá þessum tveimur. Blaðaljósmyndari sem segir sögur með ógnarsterkum portrettmyndum af fólki í harðneskjulegu umhverfi. R AX á fáa jafningja á Íslandi og þarf út fyrir landsteinana til að finna þá. Ljósmyndarar eins og heimildaljósmyndarinn Mary Ellen Mark og blaðaljósmyndarinn og Pulitzer verðlaunahafinn Ed Keating eru fólk sem hægt er með góðu móti að líkja við R AX. Það er jafnvel  hægt að seilast svo langt að líkja Fjallaland honum við gömlu meistarana, Ragnar Axelsson Brassai og Cartier Bresson. Öll Crymogea, 183 síður, 2013. deila þau næmninni fyrir því hvernig heimurinn lítur út í svarthvítu. „Ef ljósmynd er flott í lit er hún flott í svarthvítu.“ Sagði RAX á fyrirlestri þar sem hann fór yfir myndir bæði frá Grænlandi og Landmannaafrétti. Það sem RAX gerir betur en flestir í hans stétt er að rækta samband við fólk. Samband sem nær út fyrir venjulegt samband ljósmyndara og viðfangsefnis. Það er sennilega líka það sem skilur hann frá fólkinu að ofan. Hann er ekki bara fluga á vegg. RAX þekkir þetta fólk og myndirnar hans verða dýpri fyrir vikið. Að hafa úthald í að elta þetta sama fólk árum og jafnvel áratugum saman, fara burtu frá eigin fjölskyldu til þess að skrásetja líf annarra, er óeigingjarnt starf. Ragnar Axelsson hefur tekið það að sér og fyrir vikið á hann heildstætt verk, búið til úr mörgum ólíkum bútum úr lífi fjölda fólks. Arfleið ljósmyndarans RAX.

Fjallalandið

Nýjasta verkið úr þessum bútum er bókin Fjallaland. Myndir og sögur úr smalamennsku á Landmannaafrétti. Hálfgerðri eyðimörk frá Heklu að Veiðivötnum með Landmannalaugar í miðjunni. Hrikalegt svæði þar sem allra veðra er von og aðeins hörðustu gangnamenn hafa smalað í gegnum árin. Bílar eru að miklu leyti bannaðir þannig að yfirleitt fara menn ríðandi eða gangandi –

sem gerir myndirnar auðvitað enn áhugaverðari og þær verða líka á sérstakan hátt tímalausar. Rauður þráður bókarinnar er Þórður Guðnason frá Þverlæk í Holtum. Hann prýðir fyrstu mannamyndina í bókinni. Hún sýnir Þórð glaðbeittan með blik í auga og góð fyrirheit um framtíðina. Síðasta myndin er líka af honum. Sama blikið en myndin sýnir að árin taka sinn toll og framtíðin er óviss. Myndirnar í bókinni sýna okkur heim sem sjálfsagt er að hverfa og þess er kannski ekki langt að bíða að enginn nenni lengur á afrétt með fé. Fyrirhöfnin verði ekki lengur þess virði – en jafnframt að fjöllin eru ekki að fara neitt og lífið heldur áfram. Ég verð að segja, sem mikill aðdáandi mynda RAX, þá eru þeim ekki gerð nógu góð skil í þessari bók. Fyrir það fyrsta eru myndirnar allt of oft látnar fara yfir kjöl bókarinnar og með því hálfpartinn eyðilagðar. Algerlega óþarft þegar bókin er í svona stóru broti og af hverju bókin var yfir höfuð í ferköntuðu broti skil ég heldur ekki, því utan nokkurra landslagsmynda í upphafi bókarinnar er engin mynd jöfn á alla kanta. Pappírinn er vissulega þykkur en ef ég væri að gefa út svona fína bók með svo gott sem bara svarthvítum ljósmyndum hefði ég boðið upp á aðeins mattari pappír. Myndirnar hefðu haft mjög gott af því. Þetta er ljósmyndabók og í þeim skiptir textinn kannski ekki höfuðmáli. En hann getur lyft myndunum upp á hærra plan. En textinn í þessari er hvorki fugl né fiskur. Flæðir engan veginn nógu skemmtilega um bókina. Poppar upp hér og þar eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Sá sem kemur alveg kaldur að lestrinum gerir sér enga grein fyrri því hvort sögumaðurinn er RAX eða Þórður. Það er eins og textinn eigi að vera jafn tímalaus og myndirnar enda hvorugt í nokkurri tímaröð. Hann nær þó á köflum að fanga athyglina og sögurnar af nafna mínum Runólfssyni í Hólum á Rangárvöllum voru mínar uppáhalds. Kápan á bókinni, þessi sem er undir rykhulstrinu, er minimalísk svo ekki sé sterkar að orði kveðið. En áferðin utan á bókinni er dásamleg og hún mun sóma sér vel á hvaða kaffiborði sem er. En hvort betra hefði verið að fórna aðeins naumhyggjunni með því að merkja bókina ekki bara á kilinum heldur framan á líka – svona af því að þetta er kaffiborðsbók – skal ósagt látið. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is


1.

6. – 12.11 2013

Tímakistan á toppnum

Metsölulisti Eymundsson Barnabækur

Er hægt að sigra tímann?

Fyrir núverandi og Fyrrverandi börn

Gullfalleg ævintýrasaga sem brúar kynslóðabilið eftir metsöluhöfundinn Andra Snæ Magnason.

www.forlagid.is

w w w.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i slóð 39


86

menning

 áSmundur Sýnir í týSgaLLeríi

Helgin 15.-17. nóvember 2013

 Vignir r afn Spreytir Sig á BorgarLeikhúSinu

Hola full af steypu

Ásmundur Ásmundsson opnaði einkasýningu í Týsgallerí á fimmtudaginn. Á sýningunni eru nýjar teikningar sem listamaðurinn hefur unnið undanfarin ár. Verkin eru hluti af löngu ferli sem hófst árið 2006 í Viðey. Ásmundur fékk hóp grunnskólabarna til að grafa holu ofan í eyjuna og var hún síðan fyllt með steinsteypu. Teikningarnar sem nú ber fyrir augu í Týsgalleríi gefa innsýn í einn þátt þessa sérkennilega ferlis. Þær eru kraftmiklar og efnisríkar og má segja að þær beri í sér þær djúpu og brengluðu tilfinningar sem þjóðin gerði tilraun til að tjá eftir að uppgangsbólan sprakk í andlit hennar. Eftir Ásmundur Ásmundsson hefur opnað einkasýningu í Týsgalleríi. stóð risastór hola í umhverfinu og í hjörtum fólks. Holan var fyllt með steypu og má segja að hún sé einskonar táknmynd fyrir þetta undarlega ástand sem myndaðist við uppganginn, hrunið og eftirmál þess, tíma sem við erum að upplifa núna. Ásmundur Ásmundsson er fæddur á Akureyri árið 1971. Hann hefur haldið tuttugu og tvær einkasýningar, tekið þátt í yfir fimmtíu samsýningum og framið um sextíu gjörninga. Ásmundur tekur virkan þátt í opinberri umræðu og hefur skrifað á sjöunda tug greina fyrir tímarit og dagblöð og gefið út þrjár bækur. Týsgallerí býður upp á svokallaðar sjónlýsingar, munnlegar lýsingar á sýningunum sem gestum stendur til boða að hlusta á í þráðlausum heyrnartólum. Þórunn Hjartardóttir hjá Blindrabókasafninu er verkefnastjóri þessa verkefnis en galleríið fékk styrk fyrir tíu sýningum frá Blindrafélaginu. Sýningin í Týsgalleríi stendur til 15. desember.

Vinnur úr rokki og klassík Rúnar Þórisson, gítarleikari í hljómsveitinni Grafík, hefur sent frá sér sinn þriðja sólódisk, Sérhver vá, en áður hefur hann gefið út diskana Ósögð orð og ekkert meir (2005) og Fall (2010). Öll lög og textar á diskinum eru eftir Rúnar sjálfan og hann sér um upptökustjórn og útsetningar. Við flutninginn nýtur hann liðsinnis Guðna Finnssonar bassaleikara, Arnars Þórs Gíslasonar trommuleikara og dætra sinna, söngkvennanna Láru og Margrétar. Rúnar viðar að sér straumum Sérhver vá er þriðja og stefnum héðan og þaðan og byggir á reynslu sinni af sólóplata Rúnars. bæði klassískri tónlist og rokki. Í textunum tvinnast saman vangaveltur um ástina og lífið og þá vá sem steðjar að hvoru tveggja.

Vignir Rafn Valþórsson fann eftir smá yfirlegu leið til að koma Refnum á svið og sló þá til. Mynd/Hari

Hef alltaf haft áhuga á að leikstýra.

Skammaður fyrir að príla í stillönsum Leikritið Refurinn, eftir Dawn King, verður frumsýnt á laugardagskvöld á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu. Vignir Rafn Valþórsson leikstýrir en þetta er frumraun hans sem leikstjóri í Borgarleikhúsinu. Hann segir leikritið um margt frekar minna á kvikmyndahandrit og þáði verkefnið ekki fyrr en hann fann leið til að setja það upp.

L

eikarinn Vignir Rafn Valþórsson hefur vakið athygli fyrir leikstjórn á verkunum Munaðarlaus og Lúkas. Hann leikstýrir nú Refnum, eftir Dawn King, í frumraun sinni sem leikstjóri í Borgarleikhúsinu. Vignir Rafn segir það útbreiddan misskilning að hann sé eitthvað sérstaklega ungur leikari sem sé að gera sig gildandi sem leikstjóri. „Það er nefnilega mjög mikill misskilningur að ég sé eitthvað ungur. Ég er 35 ára og það er bara fáránlegt að einn af ungu leikstjórunum á Íslandi sé 35 ára.“ Refurinn er umfangsmesta leikstjórnarverkefni Vignis Rafns til þessa en Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri fékk hann sérstaklega til verksins.

Refurinn

„Ég er búinn að vera að setja upp verk og hef venjulega endað með ég leikstýri þeim. Það þýðir ekkert að bíða bara við símann, þannig að maður hendir bara einhverju upp sjálfur. Ég hef greinilega hitt á eitthvað sem Magnúsi Geir og félögum leist á og þau buðu mér þetta bara. Sem var einkar ánægjulegt.“ Vignir Rafn hugsaði sig þó vandlega um áður en hann sló til. „Ég las verkið nú alveg tvisvar, þrisvar áður en ég sagði já. Vegna þess að þetta er slungið í uppsetningu og minnir stundum frekar á kvikmyndahandrit. Það er mikið stokkið til í tíma og rúmi milli sena sem getur eðlilega verið erfitt að framkvæma í leikhúsi. Ég ákvað ekki að kýla á þetta fyrr en

Samúel og Júlía eru ung hjón sem búa á hrörlegu sveitabýli. Uppskerubrestur ógnar lífsviðurværi þeirra, þau hafa orðið fyrir sárum missi og það ætlar aldrei að hætta að rigna. Kvöld eitt knýr dyra ungur maður, sendur af yfirvöldum vegna gruns um að býli hjónanna sé sýkt af refum. Refurinn er mesti óvinur ríkisins og þegna þess. Í krossferð sinni gegn refunum er manninum unga ekkert heilagt. Áhugi hans á málinu verður æ persónulegri og við tekur atburðarás sem mun setja mark sitt á líf þeirra allra það sem þau eiga eftir ólifað.

mér datt í hug leið til að setja það upp og gera það að einhverju sem ég held að Íslendingar geti haft gaman af að sjá.“ Vignir Rafn segir Refinn vissulega vera langstærsta leikstjórnarverkefni sitt til þessa og hann hafi þurft að laga sig að því að starfa í stóru leikhúsi. „Hinar sýningarnar sem ég hef leikstýrt hafa verið þannig að ég hef verið í öllu, hannað leikmynd og verið á fullu í ljósunum. Ég hef alveg verið skammaður hérna fyrir að vera kominn upp í einhverja stillansa og fikta í einhverju sem ég hef ekkert vit á.“ Vignir Rafn segist síður en svo meðvitað hafa fært sig frá leik yfir í leikstjórn. Þetta hafi einfaldlega gerst óvart. „Ég hef alltaf haft áhuga á að leikstýra og það er bara langt síðan einhver bauð mér að leika á sviði þannig að þetta hefur bara æxlast þannig að ég hef leikstýrt þessum verkefnum sem við höfum ákveðið að hjóla í. Sem er ágætt vegna þess að ég er mjög góður leikstjóri.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


FISKARNIR HAFA ENGA FÆTUR EFTIR JÓN KALMAN STEFÁNSSON

★★★★★ – JÓN YNGVI, FBL

„Þetta er bók sem hrífur og getur gert harðgerustu lesendur klökka á köflum, en hún er aldrei yfirdrifin eða væmin“.

„Hér má finna allt það sem lesendur þekk ja frá hendi höfundarins, magnaðan stíl og ster kar tilfinningar en líka ák veðna og beitta samfélagsrý ni sem fellur fullkomlega að st íl og anda sögunnar“. JÓN YNGVI, FBL

DYNAMO REYKJAVÍK

JÓN YNGVI, FBL


88

menning

Helgin 15.-17. nóvember 2013

 Harpa Sólkerfi og SvartHol

Mary Poppins - sýning númer 100 í kvöld Mary Poppins (Stóra sviðið)

Fös 15/11 kl. 19:00 aukas Fös 29/11 kl. 19:00 Fös 13/12 kl. 19:00 Lau 30/11 kl. 13:00 Lau 14/12 kl. 19:00 Sun 17/11 kl. 13:00 Sun 1/12 kl. 13:00 Fim 26/12 kl. 13:00 Fim 21/11 kl. 19:00 aukas Fös 22/11 kl. 19:00 Fös 6/12 kl. 19:00 Fös 27/12 kl. 19:00 Lau 23/11 kl. 13:00 Lau 7/12 kl. 13:00 Lau 28/12 kl. 13:00 Sun 24/11 kl. 13:00 Sun 8/12 kl. 13:00 Sun 29/12 kl. 13:00 Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala.

Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið)

Fös 15/11 kl. 20:00 27.k Sun 1/12 kl. 20:00 33.k Þri 17/12 kl. 20:00 Þri 19/11 kl. 20:00 aukas Fim 5/12 kl. 20:00 34.k Mið 18/12 kl. 20:00 Fös 6/12 kl. 20:00 35.k Fim 19/12 kl. 20:00 Mið 20/11 kl. 20:00 28.k Sun 8/12 kl. 20:00 36.k Fös 20/12 kl. 20:00 Fim 21/11 kl. 20:00 29.k Fös 22/11 kl. 20:00 30.k Fim 12/12 kl. 20:00 37.k Fim 26/12 kl. 20:00 Fös 13/12 kl. 20:00 38.k Lau 28/12 kl. 20:00 Mið 27/11 kl. 20:00 aukas Fim 28/11 kl. 20:00 31.k Lau 14/12 kl. 20:00 39.k Sun 29/12 kl. 20:00 Fös 29/11 kl. 20:00 32.k Sun 15/12 kl. 20:00 40.k Epískur tónsjónleikur. ATH! Ekki unnt að hleypa inní sal eftir að sýning hefst

Mýs og menn (Stóra sviðið)

Lau 16/11 kl. 20:00 7.k Lau 23/11 kl. 20:00 9.k Lau 30/11 kl. 20:00 lokas Sun 17/11 kl. 20:00 8.k Sun 24/11 kl. 20:00 10.k Meistaraverkið eftir John Steinbeck aftur á svið. Aðeins þessar sýningar

Hús Bernhörðu Alba (Gamla bíó)

Lau 16/11 kl. 20:00 9.k Lau 23/11 kl. 20:00 Lau 30/11 kl. 20:00 lokas Sun 17/11 kl. 20:00 10.k Sun 24/11 kl. 20:00 Ólgandi ástríður, þrá eftir frelsi og betra lífi. Aðeins þessar sýningar

Refurinn (Litla sviðið)

Fös 15/11 kl. 12:30 fors Þri 26/11 kl. 20:00 5.k Þri 10/12 kl. 20:00 10.k Lau 16/11 kl. 20:00 frums Lau 30/11 kl. 20:00 6.k Mið 11/12 kl. 20:00 11.k Sun 17/11 kl. 20:00 2.k Þri 3/12 kl. 20:00 7.k Lau 21/12 kl. 20:00 12.k Lau 23/11 kl. 20:00 3.k Mið 4/12 kl. 20:00 8.k Sun 24/11 kl. 20:00 4.k Lau 7/12 kl. 20:00 9.k Glænýtt verðlaunaverk. Spennuþrungið, reifarakennt og margrætt

Saumur (Litla sviðið)

Fim 21/11 kl. 20:00 4.k Fös 22/11 kl. 20:00 5.k Nærgöngult og nístandi verk. Aðeins þessar sýningar

Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið)

Lau 16/11 kl. 13:00 frums Lau 30/11 kl. 13:00 5.k Lau 16/11 kl. 15:00 aukas Lau 30/11 kl. 14:30 Sun 17/11 kl. 13:00 2.k Sun 1/12 kl. 11:00 aukas Sun 17/11 kl. 14:30 Sun 1/12 kl. 13:00 6.k Lau 23/11 kl. 13:00 3.k Sun 1/12 kl. 14:30 aukas Lau 7/12 kl. 11:00 Lau 23/11 kl. 14:30 aukas Sun 24/11 kl. 11:00 aukas Lau 7/12 kl. 13:00 Sun 24/11 kl. 13:00 4.k Lau 7/12 kl. 14:30 Sun 8/12 kl. 13:00 Lau 30/11 kl. 11:00 aukas Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap

Sun 8/12 kl. 14:30 Lau 14/12 kl. 13:00 Lau 14/12 kl. 14:30 Sun 15/12 kl. 11:00 Sun 15/12 kl. 13:00 Sun 15/12 kl. 14:30 Lau 21/12 kl. 11:00 Sun 22/12 kl. 13:00 Sun 22/12 kl. 14:30

Ferð að miðju hljóðsins Hugi Guðmundsson, Hilmar Jensson, Matthías Hemstock, Sverrir Guðjónsson og Joshue Ott bjóða upp á tvær ferðir að miðju hljóðsins í Hörpu á sunnudaginn. Hópurinn hefur þróað og mótað verkefnið SOLAR5 -Journey to the Center of Sound í tvö ár og tekst nú með styrkjum að sviðsetja verkið í Hörpu.

Í

verkefninu Solar5 sem verður flutt í tvígang í Hörpu á sunnudaginn mynda flytjendur og höfundar, Hugi Guðmundsson, Hilmar Jensson, Matthías Hemstock, Sverrir Guðjónsson og Joshue Ott, sterk tengsl milli tónlistar, vísinda og lifandi, gagnvirkrar innsetningar. Hópurinn hefur verið með SOLAR5 í þróun og mótun síðastliðin tvö ár. Eftir að verkefnið fékk hæsta styrk frá SUT, Styrktarsjóði um tónlistarhús og Ruthar Hermanns, árið 2012 varð ljóst að hægt yrði að sviðsetja þá var það ljóst að kleift væri að sviðsetja Solar5 í Hörpu. Solar5 á mjög vel heima í Hörpu þar sem verkefnið byggir á „quasicrystals“ eða fimmfaldri samhverfu, sem tengist formfræðirannsóknum, heimspeki og lífsstarfi, Einars Þorsteins Ásgeirssonar. Einar Þorsteinn þróaði hina svonefndu „quasibrick“, sem Ólafur Elíasson notaði við hönnun glerhjúps og lofts Hörpu. „Þetta ferðalag sem við förum í gegnum á þessum sýningum byggjum við á glerhjúpnum sem er fimmföld speglun eða samhverfa,“ segir Sverrir Guðjónsson söngvari.

Sverrir Guðjónsson er einn þeirra sem hafa safnað í hljóðbanka Solar5 undanfarin tvö ár.

Vísindamaðurinn Dan Shechtman, sem uppgötvaði og rannsakaði „quasicrystals“ hlaut Nóbelsverðlaun í efnafræði árið 2011. „Þá var búið að sparka honum út úr öllum vísindaklúbbunum sem sýnir manni hvað þeir geta verið forpokaðir.“ Solar5 hefur á þessum tveimur árum byggt upp hljóðbanka sem nýttur er á margvíslegan máta í tengslum við tónlistarhugmyndir og sköpunarferlið í heild sinni. Unnið er út frá fimm grunnstöðvum þar sem hver stöð hefur sinn sérstaka hljóðheim sem síðan hefur áhrif á tónlistarflutninginn sjálfan. Myndræn útfærsla er unnin af listamanninum, Joshue Ott, sem starfar í New York, en hann hefur vakið mikla athygli fyrir iPad forrit sem kallast Thicket. Flutningur Solar5 tekur um það bil eina klukkustund og þá er gestum frjálst að dvelja áfram í rýminu og hafa áhrif á hljóð og mynd með skynjurum og spjaldtölvum. Sýningarnar tvær á sunnudaginn í Hörpu hefjast klukkan 17 og 21.

bíll á mynd: Honda Civic 1.6i-dteC executive.

Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is

Honda CiviC 1.6 dÍSiL 2

3.840.000

Umboðsaðilar:

bernhard, reykjanesbæ, sími 421 7800 bílver, akranesi, sími 431 1985 Höldur, akureyri, sími 461 6020 bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535

www.honda.is

komdu í reynsluakstur og prófaðu Honda Civic dísil, með nýrri Earth dreams Technology dísilvél, sem býður upp á einstakt samspil sparneytni og krafts.

3,6

4,0

/100km

Innanbæjar akstur

L

/100km

Blandaður akstur

Utanbæjar akstur

3,3

L

Honda CiviC 1.4 BEnSÍn - beinSkiPtur, kOStar frá kr. 3.490.000 Honda CiviC 1.8 BEnSÍn - SJáLfSkiPtur, kOStar frá kr. 3.840.000

/100km

Honda CiviC 1.6 dÍSiL kOStar frá kr.

útbLáStur aðeinS 94 g

L

3,6 L/100km í bLönduðum akStri C0

CO2 94 / g

útblástur

km

Áreiðanlegasti bílaframleiðandinn Samkvæmt What Car og Warranty direct hefur Honda verið valin áreiðanlegasti bílaframleiðandinn átta ár í röð.

Vatnagörðum 24-26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is


ÍSLENSK TÓNLIST Í JÓLAPAKKANN

ve Tilboðs

verð Tilboðs

2.959

2.399 rð Fullt ve

verð Tilboðs

2.639

9,rð 3.69 Fullt ve

2.999,-

rð Fullt ve

20% afsláttur

af allri íslenskri tónlist 14 - 25 nóvember

ð

er Tilboðsv

2.639

erð Tilboðsv

2.399 rð Fullt ve

2.999,-

rð Fullt ve

3.299,-

erð Tilboðsv

2.399 rð Fullt ve

2.999,-

3x CD ð

er Tilboðsv

2.799 rð Fullt ve

3.499,-

erð Tilboðsv

2.639 rð Fullt ve

3.299,-

ð

er Tilboðsv

2.399 Fullt ve

9,rð 2.99

3x CD

erð Tilboðsv

2.639 rð Fullt ve

3.299,-

ð

er Tilboðsv

2.639 rð Fullt ve

3.299,-

ð

er Tilboðsv

2.399 rð Fullt ve

2.999,-

KRINGLAN OG SMÁRALIND · 591 5300 · WWW.SKIFAN.IS

3.299,-

TV R GLÆSIÆ L VERSLAEGAR N í KRING IR og SMÁ LUNNI RALIND

Landsins mesta úrval af íslenskri tónlist

V


90

samtíminn

Helgin 15.-17. nóvember 2013

 LeikLiSt SveinSStykki í ÞjóðLeikhúSinu

Arnar Jónsson fer ekki bara létt með að bera einn uppi leikritið á stóra sviði Þjóðleikhússins heldur ber hann verkið með manni heim svo maður losnar eiginlega ekki við það úr hausnum. Mynd/Hari

Sveinn Kristinsson er maður ársins Sveinsstykki Þorvaldar Þorsteinssonar er marglaga mann- og aldarfarslýsing og magnað verk sem sýnir vel kosti hans sem listamanns.

S

veinsstykki Þorvaldar Þorsteinssonar í meðförum Arnars Jónssonar undir stjórn Þórhildar Þorleifsdóttur er svo spriklandi mann- og aldarfarslýsing að ég get ekki annað en skrifað um þennan mann; Svein Kristinsson, sem einhverjir hafa kallað mannleysu. Ég veit ekki um það. Sveinn er alla vega ekki farsæll maður. Hann naut lítillar lukku og líkast til bar hann nokkra sök á því sjálfur; þótt lukkan láti sjaldnast segja sér fyrir verkum. Við getum búið í haginn fyrir hana en aldrei treyst á að hún mæti. En það má skilja þetta lukkuleysi Sveins á marga vegu og það gerir þetta leikrit Þorvaldar svo gott. Og mannleysuna hann Svein svo stóra persónu að mér finnst hann eiginlega vera maður ársins.

Listin er hversdagsleg

Þorvaldur var mikill sérfræðingur í menningarlífi alþýðufólks. Ein af mörgum góðum sýningum sem ég aldrei sá var sýning hans á Akureyri 1996; þar sem hann fangaði menningu bæjarbúa og reyndi að kortleggja farvegi hennar; kökubasara, spjallhópa í fornbókabúðum, myndlist og ættargripi á heimilum og svo framvegis. Með þessari sýningu og seinni verkum tókst Þorvaldi að draga fram menningarlíf sem er handan og utan við þær listir og menningu sem okkur er tamt að skilgreina sem birtingarmynd samfélags og samtíma. Þorvaldur fór vel með þá alþýðumenningu sem hann dró fram. Hann gerði hana ekki hjákátlega eins og algengt er að sjá í kvikmyndum og á bókum. Og hann reyndi heldur ekki að upphefja hana eins og krúttkynslóðinni hættir til þegar hún vill draga upp mynd af Íslandi fyrir kaupendur sína í útlöndum. Þorvaldur nálgaðist alþýðumenninguna án fordóma og sýndi hana eins og hún er; verðmæti sem fyllir líf fólks merkingu

og inntaki þótt hún henti hvorki til útflutnings og myndi hljóma skringilega á stóru sviði. Ég nefni þetta hér vegna þess að mér fannst Þorvaldur gefa Sveini fallega þræði úr þessum vefnaði; ást hans á málsháttum og pælingar um orð dró fram hvernig listræn iðkun er öllum eðlislæg og sjálfsögð; þótt við kunnum ekki alltaf að koma auga á þessa þörf eða rækta hana svo hún nýtist okkur til einhvers gagns.

Móses og Jesús

Gömul gildi

Ég held líka að leit Þorvaldar að listrænni iðkun og menningu meðal alþýðufólks (ef það hugtak er lengur til) hafi auðveldað honum að draga upp skarpa mynd af Sveini. Sveinn ber sterkt svipmót sinnar kynslóðar. Hann heldur á lofti hinum svokölluðu gömlu gildum; það er að vera stundvís og sinna sínu verki vel, vill, vera trúr yfir litlu í von um að verða treyst fyrir stóru, bera ekki sorgir sínar á torg, reyna að gefast ekki upp þótt sífellt blási í mót, vera trúr og tryggur sínu fólki þótt það sé kannski ekki traustsins vert. Sveinn virðist trúa því staðfestlega að ef hann er dyggðugur (samkvæmt staðli þessara gömlu og góðu gilda) muni honum farnast vel; að lífið launi á endanum þeim sem standa sína plikt. Hann trúir að með trúmennsku og iðjusemi takist honum að yfirvinna veikan bakgrunn og veikbyggð tengsl út í samfélaginu. Auðvitað gengur þetta ekki upp. Hin gömlu og góðu gildi eru ekki drifkraftur samfélagsins heldur klíkuskapur og varnarstaða þeirra sem hafa náð undir sig gæðunum. Gömlu og góðu gildin eru skraut sem sigurvegararnir skreyta sig með (án þess að fyrir því sé nokkur innistaða). Sveinsstykki er því að sumu leyti harmsaga manns sem trúir goðsögn yfirstéttanna um sjálfan sig. Sveinn heldur í vonina um að geta unnið sig upp í samfélagi manna með því að gera allt rétt og ekkert rangt; en sú von getur aldrei ræst.

Langveikt barn

Hugmyndir Sveins um farsæld í

STEINUNN ÞÓRARINSDÓTTIR 1. nóvember – 30. nóvember 2013 Opnunartímar 11:00-17:00 miðvikudaga til föstudaga 13:00-16:00 laugardaga og eftir samkomulagi

TVEIR HRAFNAR listhús, Art Gallery

Baldursgata 12 101 Reykjavík +354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885 art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is

vegar ekki að þiggja þessar gjafir. Illska Sveins er því að sumu leyti heimaræktuð, þótt hann hafi fengið undirstöður hennar í heimanmund. Ef við þiggjum ekki tækifæri til lífs og ástar ræktum við með okkur andstæðu þessa. Alla daga stöndum við frammi fyrir vali milli lífs og dauða. Og þeir sem skila auðu koma dauðanum til valda.

lífinu er bundnar við virðingu og stöðu í ytra samfélagi. Faðir hans var alræmdur drykkju- og ofbeldismaður sem brást fjölskyldu sinni. Sveinn upplifir sem barn þá skömm sem liggur yfir fjölskyldunni. Skömmin yfir að tilheyra fyrirlitinni fjölskyldu getur verið barninu hugstæðari en ofbeldið og ógnin á heimilinu; þótt ógnin sé vissulega þungbærari. Markmið Sveins er að yfirvinna meinsemdir æsku sinnar með því að lifa lífi sem er gagnstætt við líf föður hans. Hann vill ávinna sér virðingu og stöðu sem föður hans skorti. Það telur hann vera lykil að farsælu lífi. Þetta er bernsk afstaða; það er eins og Sveinn horfi inn um gluggann hjá betur stæðum fjölskyldum og ímyndi sér að þar sé allt í lukkunnar velstandi; þar sé enginn reiður, enginn öskri og enginn lemji. Hann gerir ekki kröfur um hlátur eða gleði; vill aðeins hlé frá illskunni. Þótt Sveinn reyni í leikritinu að fela hryllinginn á æskuheimili sínu þá brýst hann víða fram. Sveinn er hins vegar ófær um að skilja hann eða þau áhrif sem hann hefur haft á hann sjálfan og lif hans. Hann hangir í þeirri trú að ef honum takist að laga hið ytra þá verði allt í lagi hið innra. En sá Sveinn sem við sjáum á sviðinu er stórskaðaður maður; langveikt barn sem ekki hefur komist til þroska. Þegar hann lagði út í lífið hafði hann enga getu til að mynda eðlileg tilfinningatengsl og engar eðlilegar viðmiðanir um hvað væri vellukkað líf. Einu verkfærin í kistu hans voru bitlaus og gagnslaus gömul gildi sem fárveik fjölskylda hafði breitt yfir sár sín.

Fjarverandi og meðvirkur

Sveinn er vondur maður í öllum venjulegum skilningi; vondur maður sem telur sig vilja vel (sem er einstaklega vond og hættuleg tegund af vondum manni). Hann reynist engum vel. Þó hann hjálpi systur sinni er hann vondur við hana. Hann er vondur við konu sína þótt hann telji sig færa henni allt sem hún biður um og þráir. Hann hafnar dóttur sinni en kaffærir son sinn í tilætlunarsamri athygli. Og hann er líka vondur við sjálfan sig. Hann svíkur drauminn sinn um að opna búð; lætur sem hann hafi látið undan konu sinni sem vildi fremur stærri íbúð. Sveinn

er veiklundaður og deigur; undanlátssamur og lítt fylginn sér; það er ekki fyrirferðin í honum. En það er ekki síst þetta getuleysi sem skaðar annað fólk. Hann getur ekki virt aðra vegna þess að hann virðir ekki sjálfan sig; hann getur ekki elskað annað fólk vegna þess að hann elskar ekki Svein. Hann er einskonar and-kærleikur; ekki endilega logandi hatur heldur frekar eins og köld fjarvera ástar. Sveinn er líka að sumu leyti fjarverandi í eigin lífi. Hann speglar sig í föður sínum alkóhólistanum og systur sinni, sem líka er alkóhólisti. Í raun er Sveinn fyrst og fremst viðbrögð við þessum tveimur fársjúku einstaklingum. Tilvist hans er svo samofin föður og systur að hann tekur ekki eftir móður sinni og eiginkonu. Hann hefur eytt ævinni í að leita að botni í botnlausu hyldýpi geðveiki fíknar; skilja öfgakennd og samhengislaus skilaboð sem eru í raun engum ætluð og innantóm þótt þau séu hávær. Það er því ekki að undra að Sveinn eigi bágt með að fóta sig. Og að sjálfsmynd hans sé reikul.

Að velja ekki lífið

En þótt Þorvaldur, Arnar og Þórhildur teikni upp skýra mynd af ákveðnum manni er lífsglíma Sveins ekki aðeins sérstök heldur líka lík okkar hinna. Flest ættum við þekkja tilvistarlegar villur sem Sveinn ratar í. Til dæmis þá að mæta lífinu með of miklar fyrirframhugmyndir um hvað muni reynist okkur vel. Sveinn vantreystir lífinu og er því með hausinn fullan af plönum og ráðagerðum og missir eiginlega af lífinu vegna þeirra. Hann lifir með skilyrðum. Hann trúir að lífið byrji þegar plönin gangi upp. Hann vill ekki vera hann hér og nú heldur hann þegar hann hefur fengið drauma sína uppfyllta. Hann er því bindur gagnvart því sem lífið færir honum. Hann eignast dóttur en vildi son. Hann er með svo þrönga sýn hlutverk sitt í hjónabandinu að hann er eiginlega ekki í þessu hjónabandi. Hann getur ekki tekið bata systur sinnar af því hann hafði ekki ráðgert hann. Þótt Sveinn upplifi sig sem lukkulausan mann vegna þess að ekkert féll með honum; er ekki hægt að segja að lífið hafi ekki fært honum tækifæri til að batna, njóta og blómstra. Honum auðnaðist hins

Það má líka skilja sögur Sveins og fjarverandi systur hans út frá guðfræði Lúthers. Sveinn stendur þá fyrir lögmálið; Móses. Hann setur sér reglur og trúir að ef hann haldi sig innan þeirra muni hann öðlast réttlæti og frið. En það gengur ekki upp. Honum er ómögulegt að standast eigin kröfur. Hann er nú einu sinni breyskur maður. Reglurnar snúast gegn honum; hann beitir þeim á sig eins og svipu og fyllist illa dulbúinni sjálfsfyrirlitningu og hatri. Og hann bregst við öðru fólki á sama hátt; setur fólk á bás og setur því reglur og hafnar fólkinu síðan þegar það rís ekki undir kröfunum. Þetta ástand kallaði Lúther hinn reiða guð; þetta er manngerður guð sem þolir ekki manninn. Ef Sveinn stendur fyrir lögmálið þá er systir hans fagnaðarerindið; Jesús. Hún stígur niður til heljar vímuefnafíknarinnar og rís síðan upp til endurnýjaðs lífs. Öfugt við Svein tekst henni að horfast í augu við og yfirvinna áföll æskunnar. Henni auðnast að þiggja lífið. Systirin færir Sveini fréttir af börnum hans; er eina tenging hans við það líf sem hann átti. Upprisin er hún farvegur kærleikans. Sveinn á erfitt með að skilja hvernig systur hans tekst þetta eftir það sem á undan er gengið. Út frá lögmálinu hefur hún fyrirgert rétti sínum til góðs lífs með óteljandi brotum gegn reglunum þegar hún var háð vímuefnum. Samkvæmt Lúther gagnast lögmálið til að setja reglur í samskiptum okkar á milli en það er svo miskunnarlaust að við verðum að úthýsa því úr samvisku okkar og hjarta. Lögmálið getur ekki fyrirgefið. Ef við hleypum því inn í samvisku okkar brennum við upp í miskunnarlausri fordæmingu.

Andleg leið

Sveinsstykki er ekki trúarlegt verk þótt ég leyfi mér hér að vitna til hugmynda Lúthers um tilvistarvanda mannsins. En Sveinstykkið er andlegt engu að síður. Sú leið sem Þorvaldur markar Sveini út úr eymdarástandi hans er andleg leið. Hún fellst í uppgjöf og viðurkenningu á vandanum og síðan smáum skrefum til að byggja upp traust á lífinu og öðru fólki. Síðustu setningar Sveins eru í raun óður til þess hvernig kærleikur okkar gagnvart öðru fólki stækkar okkur. Því meira sem við berum af öðrum innra með okkur því stærri erum við. (Og þessu má að sjálfsögðu snúa á haus og segja; að því meira sem berum af okkur sjálfum innra með okkur því minni manneskjur erum við.) Þótt við getum ekki verið viss um að Sveinn ætli sér að velja lífið héðan í frá þá fylgja allar okkar bestu vonir honum þegar hann gengur út til að hitta veislugesti sína. Af dæmi systurinnar vitum við að lífið bíður okkar þolinmótt þótt við þykjumst ekki taka eftir því. Á sunnudagskvöldið langaði mig að elta Svein út af sviðinu og velja lífið með honum og að sem flest ykkar kæmu með okkur.

Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is


Fös 15/11 Sun 17/11 Fim 21/11 Fös 22/11

kl. 19 UPPSELT kl. 13 UPPSELT kl. 19 örfá sæti kl. 19 örfá sæti

Lau 23/11 Sun 24/11 Fös 29/11 Lau 30/11

kl. 13 örfá sæti kl. 13 UPPSELT kl. 19 örfá sæti kl. 13 örfá sæti

Sun Fös Lau Sun

1/12 6/12 7/12 8/12

kl. 13 örfá sæti kl. 19 örfá sæti kl. 13 örfá sæti kl. 13

Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is

Fös 13/12 Lau 14/12 Fim 26/12 Fös 27/12

kl. 19 kl. 19 kl. 13 örfá sæti kl. 19 örfá sæti


92

dægurmál

Helgin 15.-17. nóvember 2013

Þórey fór til Malasíu og Tælands í sumar og heillaðist af báðum löndum. Ljósmynd/Hari

 Í takt við tÍmann Þórey Birgisdóttir

Syngur og dansar í Mary Poppins en æfir Kickbox þess á milli Þórey Birgisdóttir er 19 ára og útskrifaðist frá MH og Listdansskóla Íslands í vor. Hún er nú að syngja og dansa í Mary Poppins í Borgarleikhúsinu og skrifar greinar fyrir tímaritið Monitor. Þórey borðar á Gló og Happ en þurfti að eyða Candy Crush úr símanum sínum. Staðalbúnaður Ég kaupi mest af fötum þegar ég fer til útlanda, þá hleð ég mig upp fyrir næstu önn. Ég versla mikið í Urban Outfitters, það eru ógeðslega flott föt þar. Hér heima rekst ég stundum á fína hluti í 17 og Topshop. Í sumar keypti ég mér mjög háa hæla í Topshop í London og ákvað að vera í þeim um kvöldið þegar ég og vinkona mín fórum á Billy Elliot í leikhúsi. Við vorum að missa af neðanjarðarlest á leiðinni og ákváðum að hlaupa. Það vildi ekki betur til en svo að ég festist á milli hurðanna á lestinni. Það fór allt í panik en á endanum þurfti ég að breytast í Hulk og opna hurðina sjálf. Þetta var algert bíómyndaaugnablik.

Hugbúnaður

Ég fer mikið í leikhús og á danssýningar og svo er ég í söngnámi hjá Margréti Eir. Ég fer stundum í ballettíma því ég verð að

hreyfa mig. Kortið mitt í World Class var að renna út og ég ákvað að prófa Kickbox í Mjölni, það er líkamsræktin mín núna. Ég er bara búin að fara í þrjá tíma og þetta er bæði ógnvekjandi og gaman. Sérstaklega þegar þjálfarinn sagði að allir ættu að koma með góm í næstu viku.

Vélbúnaður

Ég á bara gamla HP-tölvu sem er alveg að fara að deyja en ég á iPhone síma. Ég nota bara þessi klassísku öpp, Facebook, Instagram og Snapchat. Mér finnst samt mikilvægast að hafa tölvupóst og myndavél í símanum og nota það mikið. Eini tölvuleikurinn sem ég hef fest í var Candy Crush. Ég eyddi honum út þegar ég var farin að sjá hann fyrir mér þegar ég lokaði augunum.

Aukabúnaður

Foreldrar mínir búa í Malasíu svo ég og

bró ð i r m i n n búum ein. Mér finnst gott að kaupa tilbúinn mat en ég reyni að hafa það hollt. Ég er hrif in af L emon og Joe & the Juice og ég dýrka líka Gló, Happ og Lókal. Besti maturinn sem ég hef fengið var smakkmatseðill á Grillmarkaðinum. Það var dýr matur en sjúklega góður. Í sumar fór ég í mjög skemmtilegt ferðalag til Malasíu og Tælands og endaði svo á árshátíð í London. Tæland heillaði mig mjög mikið og ég væri alveg til að fara þangað aftur og skoða meira.

 appafengur

Flipboard Flipboard er eitt af mínum uppáhaldsöppum. Líklega er best að lýsa því sem tímariti þar sem þú sjálfur ræður efnistökum. Flipboard var upphaflega hannað fyrir iPad og líklega er nú skemmtilegast að skoða það í spjaldtölvu, sérstaklega ljósmyndirnar, en ég hef aðallega notað Flipboard í snjallsímanum. Notandi velur sjálfur áhugasvið sín, til dæmis stjórnmál, hönnun, hlaup og vísindi, og fær inn í sitt sérsmíðaða tímarit allt það nýjasta á þessum sviðum. Ekki eru takmörk fyrir því hversu marga flokka hægt er að velja og geta þeir verið mjög afmarkaðir. Þannig geta þeir sem hyggjast ferðast til Seattle á næstunni valið að fá allar fréttir þaðan í tímaritið sitt. Þá er einnig hægt að gerast áskrifandi að minni tímaritum sem aðrir notendur búa til, svo sem tímariti um súpur. Já, ef þú hefur áhuga á einhverju þá er eflaust til sérstakt tímarit á Flipboard um einmitt það. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


GAMALDAGS

PIPAR\TBWA - SÍA - 133219

Bragðið sem kallar fram dýrmætar minningar um gamla góða heimagerða ísinn sem allir elska.

1 lítri

Með

ísl

ku ens

m

rjóm

a


94

dægurmál

Helgin 15.-17. nóvember 2013

 Jóhann Páll lJósmyndaði reimleik a í reykJavík

Á kafi í draugum og djöfulskap

J

óhann Páll Valdimarsson, bókaútgefandi hjá Forlaginu, tók ljósmyndirnar fyrir bók Steinars Braga, Reimleikar í Reykjavík, og segist vart hafa á sér heilum tekið eftir að hafa þvælst á draugaslóðir með myndavélina á lofti. Jóhann Páll er forfallinn áhugaljósmyndari og freistaðist til þess að fá útrás fyrir delluna í þessu verkefni en eftir á að hyggja efast hann um að sú ákvörðun hafi verið rétt. „Ég náttúrlega stóðst þetta ekki og tók verkefnið mjög alvarlega og ég held ég hafi gengið allt of langt í þessu.“ Jóhann Páll er annálaður kattavinur og hefur lent í miklum hremmingum með

kisurnar sínar sem hafa verið gjarnar á að týnast þótt þær hafi blessunarlega skilað sér aftur. „Ég held að öll mín vandræði með kettina stafi af þessu. Skýringin er yfirnáttúruleg, Það er alveg klárt mál.“ Jóhann Páll fór meðal annars í rökkri í kirkjugarða og myndaði þekkta draugastaði í borginni. „Ég verð nú að játa það að ég fór náttúrlega alveg á kaf í þetta verkefni og þvældist mikið um alls konar afkima í Reykjavík. Ég get nú ekki neitað því að mesti hrollurinn fór um mig þar sem ég var á fjórum fótum að mynda leiði Margrétar Müller. Þá fór um mig. Sú mynd er reyndar ekki í bókinni en þá fann ég að ég

var kominn út í eitthvað vafasamt. Það voru einhverjir straumar og ég fann að þetta var ekkert grín sem ég var kominn út í. Svo hef ég náttúrlega verið að skríða um á háaloftinu á Alþingi og í svörtu herbergjunum á Hótel Borg þannig að ég sökkti mér í drauga og djöfulskap.“ Jóhann Páll var þjakaður af skelfilegum martröðum í æsku og hann segir þessa vinnu sína hafa vakið upp þann gamla draug. „Þannig að þetta hefur örugglega verið mjög óskynsamlegt af mér. Að láta plata mig út í þetta verkefni. Ég myndi pottþétt ekki gera þetta aftur og ef ég gæti endurskoðað þetta þá myndi ég ekki gera þetta.“ -þþ

Ég myndi pottþétt ekki gera þetta aftur. Jóhann Páll hefur verið á draugaslóðum með myndavélina á lofti.

 Jón óttar ólafsson hlustað vekur athygli

Mikið horft á Vertu viss Vertu viss, nýr skemmtiþáttur sem Þórhallur Gunnarsson stjórnar, sló í gegn meðal sjónvarpsáhorfenda um liðna helgi. Samkvæmt upplýsingum frá RÚV var meðaláhorf á þáttinn yfir 40 prósent og uppsafnað áhorf yfir 50 prósent. Þetta ku vera mesta áhorf á laugardagsþátt í langan tíma. Fólkið í blokkinni var vinsælasti dagskrárliður RÚV í síðustu viku, fimmtu vikuna í röð. Að sögn Skarphéðins Guðmundssonar dagskrárstjóra er Fólkið í blokkinni í öðru sæti yfir þær þáttaraðir sem fengið hafa mest áhorf frá því rafrænar áhorfsmælingar hófust. Svartir englar er vinsælasta þáttaröðin frá upphafi.

Hið blómlega bú opnað á ný

Vigdís skreytir á ný

Árni Ólafur Jónsson og fólkið á bak við hina ágætu þætti Hið blómlega bú hyggst láta til sín taka að nýju innan tíðar. Fyrsta þáttaröðin var sýnd á Stöð 2 í vor og sumar og vakti mikla athygli. Árni og félagar hafa nú tekið upp vetrarþáttaröð sem fer í loftið 28. nóvember næstkomandi. Ef að líkum lætur fá áhorfendur þá kennslu í matreiðslu fyrir jólin og sitthvað fleira. Þá stefnir Árni að því að gefa fyrstu þáttaröðina út á DVD á næstunni og hefur sett af stað fjármögnun á netinu, á Karolinafund.com, til það verði hægt. Á fyrstu tveimur dögunum safnaðist meira en helmingur af því sem til þarf.

Hin skelegga þingkona Vigdís Hauksdóttir hefur verið áberandi í fréttum undanfarið og hafa oft verið skiptar skoðanir á ummælum hennar. Vigdís hyggst sýna á sér léttari hlið í næsti viku þegar Skreytingakvöld Blómavals fer fram í Skútuvogi. Vigdís er sem kunnugt er menntuð í blómaskreytingum og verður gestaskreytari á fimmtudagskvöldið, 21. nóvember. Ekki er ólíklegt að annríki verði í versluninni af þessu tilefni.

Jón Óttar Ólafsson nýtir sér þekkingu sína og reynslu af rannsóknum sakamála í glæpasögunni Hlustað sem hefur vakið áhuga erlendra útgefenda og kvikmyndagerðarfólks á Íslandi og í Danmörku.

Bitist um raunsæisreyfara Glæpasagan Hlustað er fyrsta bók Jóns Óttars Ólafssonar. Bókin kom út fyrir skömmu og hefur vakið athygli, ekki síst fyrir raunsæislega nálgun á glæparannsóknir, en höfundurinn er doktor í afbrotafræðum frá Cambridge-háskóla og hefur starfað hjá lögreglunni. Útlend bókaforlög og kvikmyndagerðarfólk hefur sýnt bókinni mikla athygli.

J

ÍSLENSKUR

GÓÐOSTUR

ÍSLENSKA SIA.IS MSA 65552 09/13

– GÓÐUR Á BRAUÐ –

Áhuginn beinist ekki síst að þessum bakgrunni manns og kannski þessum raunsæisstíl.

ón Óttar Ólafsson er doktor í afbrotafræðum frá Cambridge og hefur auk þess starfað innan lögreglunnar, í fjárfestingabanka og hjá sérstökum saksóknara. Þessa reynslu og þá innsýn sem hann hefur fengið í skuggahliðar samfélagsins nýtir hann í sinni fyrstu skáldsögu, reyfaranum Hlustað sem kom út fyrir skömmu. Viðtökurnar gefa góðar vonir um framhaldið en nokkur kvikmyndagerðarfyrirtæki hafa sett sig í samband við útgefandann, Bjart. „Við tökum þessu auðvitað fagnandi en allir skilja að við ætlum að fara okkur hægt,“ segir Guðrún Vilmundardóttir hjá Bjarti. „Næsta skref er norska þýðingin en margir skandinavískir og þýskir útgefendur bíða eftir henni.“ „Ég er mjög ánægður með kynninguna á bókinni og er bara þakklátur fyrir þá athygli sem hún fær,“ segir Jón Óttar. „Áhuginn beinist ekki síst að þessum bakgrunni manns og kannski þessum raunsæisstíl sem er á henni. Þetta er það sem fólk er að sækja í, en svo að sama skapi getur það líka farið í taugarnar á öðrum sem eru vanari klassískari reyfurum með hefðbundnari nálgun á viðfangsefnið.“

Jón Óttar segist vita til þess að þrjú kvikmyndagerðarfyrirtæki á Íslandi og eitt í Danmörku séu að skoða bókina og séu „að velta fyrir sér möguleikum með kvikmyndaréttinn, hvort sem hún yrði þá notuð í kvikmynd eða í sjónvarpsþætti. Þannig að það er mikill áhugi úr þessari átt,“ segir höfundurinn. Aðspurður segir Jón Óttar að þekking hans á glæpum og rannsóknum þeirra, auk brennandi áhuga á reyfurum sem hann les af miklu kappi, hafi ýtt honum út í skrifin. „Það var þetta sambland, að vera með þessa innsýn í þennan raunveruleika og svo að vera stöðugt að lesa reyfara. Mig langaði að spreyta mig á þessu og sjá hvað ég gæti.“ Hlustað er fyrsta bók í þríleik og næstu tvær bækur munu fylgja í kjölfarið. „Þau drög hafa legið fyrir frá upphafi. Þess vegna er opnað á marga vinkla og undirsögur í þessari bók sem klárast ekki fyrr en í bókum tvö og þrjú. Leikurinn berst frá Íslandi til Englands og London í næstu bók og til Bandaríkjanna og Miami í þeirri þriðju.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


Siemens uppþvottavélar fá hæstu einkunn þriðja fjórða árið í röð! www.sminor.is

Sigurgangan heldur áfram! Sænska neytendablaðið Råd & Rön gerði á þessu ári nýja úttekt á uppþvottavélum frá ýmsum framleiðendum og Siemens uppþvottavélin SN 45M231SK kom best út. Þetta er fjórða árið í röð sem Siemens uppþvottavél hlýtur fyrsta sætið*. Vélin fær toppeinkunn fyrir þurrkhæfni, þökk sé einstakri nýjung: zeolite-þurrkun, sem skilar sérlega þurru og glitrandi hreinu leirtaui. Frekari upplýsingar um þessa uppþvottavél er að finna á heimasíðu okkar, www.sminor.is.

HÆSTA EINKUNN

Apríl 2013

*SN 45M203SK, Råd & Rön, 8. tbl. 2010; SN 45M206SK, Testfakta, 16.9. 2011 (www.testfakta.se); SN 45M205SK, Råd & Rön, 4. tbl. 2012; SN 45M231SK, Råd & Rön, 3. tbl. 2013.


HE LG A RB L A Ð

Hrósið ... fá Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í íslenska landsliðinu sem gáfu sér tíma til að árita plaköt fyrir unga aðdáendur sína í Kórnum í gær. Hátt í fjögur hundruð krakkar fengu að hitta hetjurnar sem mæta Króatíu í kvöld.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is  Bakhliðin MElkorka ÓlafSdÓttir

R I R y f aLLt n n I n f sve 1

GILDIR 15.11 - 20.1

NÝTT

KORTATÍMABIL

SPARIÐ

14.11.13

30.000

Mikill eldhugi Aldur: 31 árs. Maki: Ég er makalaus.

ALLT AÐ 36 MÁNUÐIR

120 X 200 SM.

Börn: Engin. Foreldrar: Sigrún Helgadóttir, líffræðingur og rithöfundur og Ólafur S. Andrésson, prófessor við HÍ.

blue sky AMeRÍsk DÝNA Góð amerísk dýna með 4 sm. yfirdýnu. Stærð: 120 x 200 sm. Vnr. 8880000633

Áhugamál: Menning og samfélag, kaffidrykkja, hálendisgöngur og skrafl. Menntun: M.Mus í tónlist og hljómsveitarleik, er í fjarnámi í viðskiptafræði. Starf: Flautuleikari á eigin vegum og í hálfri stöðu hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands.

STRAUFRÍTT

Stjörnumerki: Sporðdreki. Stjörnuspá: Áhrifamanneskja í samfélaginu mun á næstu dögum sjá ljósið fyrir tilstilli þinnar aðstoðar. Stjörnurnar eru sannleikanum í vil og allir verða ríkari á eftir.

M

elkorka hefur verið mér inspírerandi félagsskapur alveg síðan við urðum vinkonur,“ segir Arngunnur Árnadóttir, fyrsti klarínettuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands. „Hún er svolítið eldri en ég og hefur því verið mér dýrmæt fyrirmynd og tréblásarasystir. Hún er stórkostleg tónlistarkona og eldhugi mikill sem lætur sig málið varða, ekki síst á sviði umhverfis- og jafnréttismála. Ég er mjög stolt af henni fyrir að hafa boðið þingmanni Sjálfstæðisflokksins í kaffi enda mikil þörf á yfirvegaðri og upplýstri samræðu um þessi mál.“

Melkorka Ólafsdóttir er í hálfu starfi sem flautuleikari hjá Sinfóníhljómsveit Íslands. Henni var nóg boðið þegar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók undir vangaveltur Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, um hvort smáþjóð hefði efni á að halda úti sinfóníuhljómsveit. Þá skrifaði Melkorka þingmanninum bréf þar sem hún bauð honum í kaffi til þess að fá tækifæri til þess að útskýra eðli málsins fyrir honum.

ÞVOTTABJÖRN Loðkragi

FULLT VERÐ: 84.950

54.950

33% SPARIÐ

KoDDI 50 X 70 SM. 2.995

4000 AF SÆNG 135 X 200 SM.+KODDI

helgA sæNguRveRAsett Töff, straufrítt sængurverasett. Stærð: 140 x 200 sm. og 50 x 70 sm. Efni: 70% polyester og 30% bómull. Vnr. 1257680

AFSLÁTTUR

ÞÆ GI ND I & GÆ ÐI

9.990

kRONbORg cOMFORt ANDADúNsæNg Mjög góð sæng, fyllt með 60% af dúni og 40% af fiðri. Þyngd 900 gr. Saumuð í ferninga og því helst hún jöfn yfir alla sængina. Burðargeta 8. Má þvo við 60°C. Sæng stærðir: 135 x 200 sm. 9.995 135 x 220 sm. 11.950 200 x 220 sm. 16.950 Sæng 135 x 200 sm. + koddi 13.990 nú 9.990 Vnr. 4011550, 4111685, 4341004

GÆÐALÖK

AveRy A Ave Ry teygjulök Mjög góð teygjulök. Efni: 100% bómull. Fást í hvítu og kremuðu. Dýpt í öllum stærðum: 40 sm. Stærðir: 90 x 200 sm. 4.495 120 x 200 sm. 4.995 140 x 200 sm. 5.495 153 x 203 sm. 5.995 160 x 200 sm. 6.495 180 x 200 sm. 6.795 183 x 200 sm. 6.995 193 x 203 sm. 7.295 200 x 200 sm. 7.495 Vnr. 127-11-1038

SVAMPDÝNA

6.995

pRice stAR svAMpDÝNA Flott og handhæg dýna sem hægt er að leggja saman. Tekur lítið pláss! Stærð: 60 x 190 x 7 sm. Vnr. 3334232

KAUPTU 2 OG SPARAÐU

1000

MYRKVUNARGARDÍNA

LÖK VERÐ FRÁ:

4.495 Verð 10.900,-

Verslun innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg Sími: 519 66 99 Vefverslun: www.myconceptstore.is

1.995

SÆNG 135 X 200 SM.+KODDI 13.990

PLUS

FULLT VERÐ: 2.995

www.rumfatalagerinn.is

1 VÆNGUR

3.995

sAsjA MyRkvuNARgARDÍNuR Frábærar, þykkar og góðar myrkvunargardínur sem halda birtunni úti. Gardínurnar fást í 3 litum: Gráar, kremaðar og svartar. Stærð: 1 x 140 x 175 sm. 1 vængur í pakka 3.995 nú 2 vængir 6.990 Vnr. 5007700

15 11 2013  

news, newspaper, iceland, frettatiminn

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you