Page 1

frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 4. tölublað 8. árgangur

Laugardagur 14.01.2017 Heildarþjónusta í ræstingum húsfélaga

Myndar ógnvekjandi veruleika Tvær ólíkar fjölskyldur fundu óvænta vináttu Farin að treysta hvert öðru

12

Ástríða Þórsteins Sigurðssonar

24

www.husfelag.is S. 555-6855

Hvernig viltu deyja? Hollendingar hafa langa reynslu af því að veita dánaraðstoð

18

Sænskur skattasérfræðingur:

Aldrei hægt að réttlæta notkun á aflandsfélagi

6

Sýna ábyrgð í verki Íslensk fyrirtæki láta sig samfélagsábyrgð varða

SÁF fylgir Fréttatímanum

Heiða Rún verður

Stella Blómkvist Ástfangin upp fyrir haus eltir hún ævintýrin til Bandaríkjanna Mynd | Saga Sig

16

HEFUR ÞÚ PRÓFAÐ?


2|

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 14. janúar 2017

Algengt að leigjendur þurfi að sinna viðhaldi Leigumarkaður Það er orðið

algengara að leigjendur þurfi að sinna viðhaldi á íbúð sem þeir leigja þrátt fyrir skýr ákvæði í lögum um að slíkt sé á ábyrgð leigusalans.

Valur Grettisson Valur@frettatiminn.is

Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna birti í gær ársskýrslu þar sem fram kom að aldrei hafa fleiri leitað sér aðstoðar samtakanna vegna ástandsins leigumarkaði. „Aukningin skýrist bæði af því að fólk er meðvitað um þjónustu okkar og vegna erfiðs ástands á

leigumarkaði,“ segir Hrannar Már Gunnarsson, stjórnandi leigjendaaðstoðarinnar. Samtökin hafa fengið um tíu þúsund fyrirspurnir frá árinu 2011. Undanfarin þrjú ár hafa fyrirspurnir verið yfir tvö þúsund á ári en langflestar snúa að ástandi og viðhaldi, og hvað þyki eðlilegt leiguverð. „Það koma oft fyrirspurnir um viðhald, til dæmis er farið fram á að leigjandi máli eða endurnýi eldhústæki,“ útskýrir Hrannar Már en svo virðist vera að staða leigjenda sé orðin það slæm, að leigjendur fallist á skilmála sem stangast á við lög. „Aðrar fyrirspurnir eru frekar

Vefpressunni stefnt vegna skulda

Vefpressan er í eigu Björns Inga Hrafnssonar.

vildi ekki tjá sig um málið og vísaði á lögmann félagsins, Sigurvin Ólafsson. Sigurvin segir að um sé að ræða ágreiningsmál þar sem séu kröfur á báða bóga. | hjf

Skattaglufur skýra minna útsvar

Pétur segir að vandamálið sé vel þekkt meðal stjórnenda sveitarfélaga en sé einskonar heit kartafla, lítið talað um það. „Þetta er vandamál í öllum sveitarfélögum. Ég held að það átti sig allir á málinu þegar það er útskýrt. Þú ert með lítið

Magga Stína segir viðhald íbúða sé oftast háð gildismati leigusalans.

Laxeldi Þorgerður Katrín

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávar­ útvegsráðherra vill að Íslendingar stígi varlega til jarðar í framleiðslu­ aukningu í laxeldi svo náttúra landsins verði ekki fyrir skaða.

Gunnarsdóttir sjávarútvegs­ ráðherra segir að það sé brýnt verkefni að móta stefnu fyrir Ísland í laxeldi. Fyrirhugað er að tífalda framleiðslu Íslendinga á eldislaxi og verða firðir eins og Ísafjarðardjúp og Arnarfjörður þaktir eldiskvíum. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is

Skattamál

Skattamál Útsvarstekjur Súða­ víkurhrepps minnkuðu um tíu prósent á milli ára 2015 og 2016. Pétur Markan, sveitarstjóri Súða­ víkurhrepps, segir að eina leiðin til að skýra þessa miklu lækkun sé að íbúar feli einkaneyslu í hlutafélögum sínum. Hann segir að með því benda á þetta sé verið að vernda almannahag því ef tekj­ ur sveitarfélagsins lækka þarf að draga þjónustu við almenning.

um ástandið á markaðnum,“ útskýrir Hrannar en tæplega 700 fyrirspurnir bárust á síðasta ári um annað en það sem viðkemur lögum á leigjendamarkaði. Hann segir það sé til marks um að leigjendur séu ringlaðir vegna örra breytinga á markaði. Tónlistarkonan Magga Stína hef-

Stefnu um laxeldi áður en tjón verður á náttúru

Fjölmiðlar

Hannes Alfreð Hannesson, framkvæmdastjóri Póstdreifingar, segir að Vefpressan skuldi félaginu háar upphæðir. Póstdreifing hefur dreift þremur vikublöðum Vefpressunar, Reykjavík, Garðabær og Hafnarfjörður. Félagið hefur stefnt Vefpressunni vegna skuldanna og verður málið tekið fyrir við Héraðsdóm Reykjavíkur á föstudaginn í næstu viku. Vikublöðin þrjú hafa ekki komið út frá síðan í sumar. Eigandi Vefpressunnar, Björn Ingi Hrafnsson,

ur síðan 2010 búið í þremur leiguíbúðum. Fyrir hálfu ári flutti hún úr einni íbúð sem hún hafði ítrekað óskað eftir viðhaldi á. Hún telur að á leigumarkaði ríki sú tilhneiging að viðhald íbúða sé háð gildismati leigusalans. Orð leigjandans vegi ekki jafn þungt. „Á mínum leiguferli hef ég ítrekað upplifað það að mitt mat á ástandi hússins hafi ekki verið tekið gilt. Lítið var brugðist við þegar ég benti á það sem var ábótavant.“

Hrannar Már Gunnarsson er stjórnandi leigjendaaðstoðar Neytendasamtakanna.

einkahlutafélag með einum starfsmanni, til dæmis. Þetta félag getur átt hús, bíl og jafnvel rekið mötuneyti. Þá ertu kominn ansi langt með það sem við meðaljónar erum að eyða laununum okkar í. Þessir sömu aðilar þrýsta svo laununum sínum niður, greiða sér minni laun, en taka svo meiri arð út úr félaginu í staðinn. En af því borga þeir fjármagnstekjuskatt, sem er lægri, og sveitarfélög eiga enga hlutdeild í því,“ segir Pétur. | hjf

Pétur Markan er sveit­ arstjóri Súðavíkur­ hrepps.

„Mér finnst skipta miklu máli að við tökum tillit til umhverfisins. Við þurfum ávallt að hafa það í huga þegar við erum að koma að því að byggja upp nýja atvinnugrein. Við verðum að byggja mat okkar á rannsóknum á lífríkinu og umhverfinu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, aðspurð um hvaða skoðanir hún hafi á stórfelldri aukningu á laxeldi í fjörðum Íslands. „Við þurfum svo að skoða það hvað möguleikar eru fyrir hendi til að byggja upp öfluga atvinnugrein án þess að ógna þessu lífríki.“ Þorgerður Katrín mun taka við því verkefni fyrirrennara síns í ráðuneytinu, Gunnars Braga Sveinssonar, að hafa yfirumsjón með vinnu við stefnumörkun um stefnu Íslendinga í fiskeldi en sérstök nefnd mun sjá um þetta verkefni. „Við þurfum að móta hér stefnu til framtíðar um fiskeldi. Þetta er eitt af því sem ég myndi leita til annarra stjórnmálaflokka með,“ segir hún. Íslendingar hafa framleitt 8 til 15 þúsund tonn af eldislaxi síðastliðin ár en stefnt er að því að um 100 þúsund tonn verði framleidd á ári. Því

er um að ræða um það bil tíföldun á framleiðslunni. Eins og Fréttatíminn greindi frá fyrir viku er meðal annars fyrirhugað að framleiða 25 þúsund tonn af eldislaxi í Ísafjarðardjúpi. En það eru fyrirtækin Artic Sea Farm, Fjarðalax og Háafell, dótturfélag útgerðarinnar Gunnvarar í Hnífsdal, sem munu framleiða laxinn í Djúpinu ef leyfi fást fyrir því. Þá hefur Arctic Sea Farm sótt um leyfi til að framleiða 4 þúsund tonn af laxi í Arnarfirði en sú framleiðsla bætist við það eldi sem Fjarðalax er með í firðinum. Þá er einnig fyrirhugað aukið laxeldi á Austurlandi þar sem Fiskeldi Austurlands er fjármagnað að miklu leyti af fjársterku norsku laxeldisfyrirtæki, Midt Norsk-Havbruk. Fjarðalax er einnig fjármagnað af stóru laxeldisfyrirtæki að hluta, Salmar AS. Laxeldisfyrirtækin kynna framkvæmdir sínar til Skipulagsstofnun-

ar með þeim hætti, meðal annars, að laxeldið geti snúið við neikvæðri byggðaþróun á þeim stöðum þar sem eldið er fyrirhugað. Háafell sagði til dæmis í sinni skýrslu að 30 þúsund tonna laxeldi í nágrenni við Ísafjörð gæti aukið íbúafjölda um 1000 í sveitarfélaginu. Þorgerður Katrín segir að þetta sé hennar prinsippafstaða en að hún eigi eftir að setja sig betur inn í málaflokkinn þar sem hún hafi einungis verið tvo daga í embætti sjávarútvegsráðherra. „Við erum í þeirri stöðu að geta gert þetta með öðrum hætti en Norðmenn. Norðmenn hafa komið með reglur um laxeldið en þeir hafa gert það eftir á, eftir að þeir hafa orðið fyrir tjóni. Við erum ennþá í þeirri stöðu að geta mótað stefnu á fyrstu stigum og áður en tjónið verður. Þetta er eitt af þessum knýjandi verkefnum sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Þorgerður Katrín.

LÍN braut gegn starfsmanni Ráðningar Umboðsmaður Al­ þingis setur ofan í við Lánastofn­ un íslenskra námsmanna fyrir að brjóta á starfsmanni sem sagt var upp störfum. Stofnunin réði sumarstarfsmann til að sinna 12 mánaða verkefni sem hinn rekni hefði hæglega getað sinnt. Sá sem var rekinn frétti af málinu á með­ an hann vann uppsagnarfrestinn og leitaði þá til umboðsmanns Alþingis.

Hólmfríður Bjarnadóttir, eða Hófý eins og við flest þekkjum hana, verður á skrifstofu Bændaferða 16. - 20. janúar milli kl. 11:00 - 16:00. Kíktu við í kaffi og fáðu upplýsingar um ferðir ársins frá einum vinsælasta fararstjóra Bændaferða.

Hjálmar Friðriksson hjalmar@frettatiminn.is

Hófý, fararstjóri Bændaferða Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK

spör ehf.

verður á skrifstofunni 16. - 20. janúar

Umboðsmaður telur að LÍN hafi ekki verið heimilt að ráða sumarstarfsmann án auglýsingar til verkefnisins. Meðalhófsreglu hafi ekki verið fylgt við uppsögn fastráðna starfsmannsins, sem var rekinn vegna skipulagsbreytinga. Í nýlegu áliti umboðsmanns kem-

ur fram að báðir starfsmenn hafi unnið við afgreiðslu og skjalahald hjá LÍN. Sumarstarfsmaðurinn hafði þó fyrst og fremst unnið við átaksverkefni við að skila inn gögnum úr skjalageymslum LÍN til Þjóðskjalasafns Íslands. Það verkefni hafi dregist og því var ákveðið að ráða sumarstarfsmanninn til áframhaldandi starfa í eitt ár. Umboðsmaður gagnrýnir LÍN sérstaklega fyrir reka umræddan starfsmann þegar það lá fyrir að hluti skipulagsbreytinga væri að fá bókasafns- og upplýsingafræðing til að sinna skjalavörslu og skilum á gögnum til Þjóðskjalasafnsins. Brottrekni starfsmaðurinn sé menntaður í þeim fræðum og hafi starfið, samkvæmt umboðsmanni, fallið vel að menntun hans og þekkingu.

Umboðsmaður telur að í ljósi meðalhófsreglu hefði LÍN átt að meta hvort draga ætti uppsögn starfsmannsins til baka eða bjóða honum tímabundna starfið. Umboðsmaður tekur ekki afstöðu til þess hvort tilefni sé fyrir fyrrverandi starfsmanninn til að höfða mál á hendur LÍN.

Hrafnhildur Ásta Þor­ valdsdótt­ ir er fram­ kvæmda­ stjóri LÍN.


NÝR MAZDA3 FRUMSÝNING Í DAG Mazda3 hefur síðustu ár verið einn vinsælasti bíllinn á Íslandi enda bíll sem hefur sterkan og kröftugan karakter. Mazda3 er búinn G – Vectoring Control stýrikerfi sem stuðlar að betri aksturseiginleikum, betri stýrissvörun, eykur veggrip og þyngdardreyfingu. Þessu til viðbótar er Mazda3 einstaklega öruggur bíll með snjallhemlunarkerfi sem greinir gangandi umferð og hemlar sjálfvirkt er hætta steðjar að. Sérhver Mazda bifreið er hönnuð af ástríðu þar sem hvert einasta smáatriði er vel ígrundað og úthugsað. Mannleg næmni og tæknilegir yfirburðir gera Mazda að einstökum bifreiðum með framúrskarandi gæði og frábæra akstursupplifun.

KOMDU, REYNSLUAKTU OG UPPLIFÐU MAZDA3

KÍKTU VIÐ!

MAZDA3

Brimborg

FRÁ 2.990.000 KR.

Bíldshöfða 8 110 Reykjavík

515 7000 mazda.is

GINUM VIÐ FÖGNUM DE MEÐ VEITINGUM FRÁ LEMON

Opið frá 12-16

mazda.is


4|

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 14. janúar 2017

Óljóst hvort Amir megi giftast íslenskum manni „Við erum núna að keppa við tímann,“ segir kærasti Amir Shokrogozar, íransks hælisleitanda sem vísað verður úr landi innan skamms. Amir flúði heimalandið fyrir nokkrum árum síðan vegna kynhneigðar sinnar, en nú býr hann með íslenskum manni og hafa þeir átt í ástarsambandi í y f i r á r. Nú vinna þeir í því að g iftast, en

Hælisleitendur Sýslumaðurinn í Reykjavík krefst þess af hælisleitanda að hann framvísi nýrra vottorði um hjúskaparstöðu sína, þrátt fyrir að skilríkin séu gild í hans heimalandi. Það þýðir að hann getur hugsanlega ekki gifst kærasta sínum. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is

Amir Shokrogozar frá Íran horfir fram á að það vera vísað úr landi, en hann fær hugsanlega ekki að giftast kærasta sínum.

Systurnar Jóhanna og Guðrún Kristjánsdætur hafa rekið Systrasamlagið á Seltjarnarnesi en bærinn vill ekki gera langtímaleigusamning um húsnæðið. Mynd | Hari

vandinn er sá að Amir þarf að útvega vottorð í Íran um að hann sé ógiftur. „Aftur á móti er slíkt vottorð aðeins gefið út einu sinni á lífsleiðinni,“ segir kærasti Amir og bætir við að það sé ekki mögulegt í Íran að fá nýtt vottorð sem sýni fram á að viðkomandi sé ógiftur. Hann segir aftur á móti fjölskyldu mannsins hafa staðfest það við lögmann þeirra að hann sé ógiftur og því liggi umsóknin fyrir hjá sýslumanni í Reykjavík en von er á svari innan skamms. Nái þeir ekki að gifta sig mun Amir verða vísað til Ítalíu, en þar var honum hópnauðgað í flóttamannabúðum fyrir nokkrum árum síðan. Í úrskurði Útlendinga-

stofnunar kemur fram að ekki sé efast um frásögn Amirs af brotinu. Eins kemur fram að Amir hafi þurft að framfleyta sér með vændi á Ítalíu áður en hann kom hingað til lands. Samtökin ´78 hafa meðal annars ályktað gegn brottvísun Amirs og segja vinnubrögð Útlendingastofnunar forkastanleg. „Nú bíðum við eftir svari frá sýslumanni, presturinn er bara í biðstöðu og við viljum giftast,“ segir kærasti Amirs sem segir vinnubrögð sýslumanns þunglamaleg og þar gæti skilningsleysis á íranskri menningu þegar kemur að umræddum vottorðum.

Hannes Hólmsteinn var í viðtali við skoskt útibú rússneska áróðursmiðilsins Sputnik News í vikunni. Hann sagði að Panamaskjölin væru ekkert hneyksli og enginn glæpur hefði verið framinn. „Heldur hefði Sigmundi Davíð verið gerð fyrirsát og hann ekki brugðist heppilega við,“ skrifar Hannes á Facebook. Sputnik News er í eigu rússneska ríkisins og hefur ítrekað verið bent á að fréttaflutningur miðilsins litist af áróðursstríði Pútíns við Vesturlönd. Pútín og hans menn voru fyrirferðarmiklir í Panamaskjölunum. | hjf

AFS í vörn og stóðu ekki með skiptinemunum „Þetta var lærdómsríkasta ár sem ég hef lifað en það var ekki AFS að þakka,“ segir Sindri Ingólfsson. Þau Birna Bragadóttir, móðir hans, voru afar ósátt við AFS samtökin eftir að Sindri fór á þeirra vegum til Kína.

Systrasamlagið boðið velkomið í Garðabæ Bæjarstjórinn í Garðabæ hringdi í Systrasamlagið og bauð þeim aðstoð ef þær vildu flytja sig í sveitarfélagið. Seltjarnarnesbær vill ekki gera langtímaleigusamning um húsnæði verslunarinnar vegna mögulegra áforma um bílakjallara. Seltjarnarnesbær vill ekki gera langtímaleigusamning við eiganda skúrsins sem hefur hýst Systrasamlagið, litla heilsuveitingasölu við íþróttamannvirki Seltjarnarness. Skúrinn er aðeins nokkrir fermetrar en þar hafa Jóhanna og Guðrún Kristjánsdætur selt umhverfisvænar heilsuvörur og notið mikilla vinsælda í hverfinu. „Mér finnst áhugavert hvað þær hafa verið að gera, stuðla að jógaiðkun, hugleiðslu og betri lífsstíl. Ég fann til með þeim að þurfa að fara úr húsnæðinu og sagði að ef þær vildu líta til Garðabæjar, þá gætum við hjálpað. Við fögnum öllum

Í rússneskum áróðursmiðli

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ.

góðum fyrirtækjum,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ. „Það er greinilega gott hjarta á bak við verslunina og íbúarnir finna að það verður vont að missa þær.“ Undirskriftasöfnun var hrundið af stað af Seltirningum eftir að ljóst varð að Systrasamlagið þyrfti að víkja fyrir bílakjallara. Björn Leifsson, eigandi World Class, vill hafa systurnar áfram og sagði bílakjallarann, sem bærinn er með á deiliskipulagi, algjörlega ónauðsynlegan. Systurnar hafa hinsvegar í hyggju að opna verslunina við Óðinsgötu eftir hálfan mánuð. | þt

www.fi.is

Borgarganga við upphaf afmælisárs FÍ

Ferðafélag Íslands á 90 ára afmæli 2017 og við hefjum afmælisárið sunnudaginn 15. janúar með göngu um Öskjuhlíðina og Nauthólsvík undir styrkri forystu Péturs H. Ármannssonar, arkitekts og landsins helsta sérfræðings um byggingasögu höfuðborgarsvæðisins. Pétur hefur um margra ára skeið leitt sérstakar borgargöngur á vegum Ferðafélags Íslands. Í þessari göngu verður hugað að uppbyggingu og skipulagi Öskjuhlíðarinnar og merkileg saga svæðisins rifjuð upp. Gangan hefst kl. 10.30 frá Perlunni í Öskjuhlíð. Gengin er 4-5 km hringur. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

FERÐAFÉLAG ÍSLANDS

Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is

Skiptinám Mæðginin Birna Bragadóttir og Sindri Ingólfsson segja að skiptinemasamtökin AFS hafi selt Sindra dýrt skiptinám til Kína með fögrum fyrirheitum. Loforð um skólamat, kínverskunám, ferðalag og fjölskyldu í viðunandi aðstæðum, hafi ekki verið efnd. Samtökin í Kína snerust gegn Sindra með undarlegum hætti og viðbrögð starfsmanna á Íslandi voru að fara í vörn og efast um orð hans. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

AFS skiptinemasamtökin hafa verið gagnrýnd í fjölmiðlum að undanförnu, fyrir að tryggja ekki öryggi íslenskra ungmenna sem fara á þeirra vegum út í heim. Mæðginin Birna Bragadóttir og Sindri Ingólfsson voru afar ósátt við AFS eftir að Sindri fór til Kína á þeirra vegum. Hann hafði lengi dreymt um að fara í skiptinám til útlanda og ákvað sautján ára gamall að nota um það bil alla peninga sem hann hafði eignast frá fermingu í að fjármagna skiptinámsdvöl í Kína. Birna segist hafa þekkt skiptinemakerfið af góðu einu og að þau hafi treyst alþjóðlegu samtökunum AFS til að standa vel að náminu. Sindri fór út til kínverskrar fjölskyldu árið 2013 og strax á fyrstu mánuðum dvalarinnar kom ýmislegt í ljós sem ekki var í samræmi við þá mynd sem AFS hafði gefið. „Sem var allt í lagi. Ég var búinn undir að þetta yrði erfitt og alveg til í að takast á við það,“ segir Sindri.

Þau segja að Sindri hafi ekki fengið kínverskukennslu eins og búið var að lofa, Birna hafi þurft að senda honum námsbækur í kínversku. Þá var samsetning fjölskyldunnar sem hann bjó hjá í fyrstu, allt önnur en samtökin höfðu kynnt fyrir þeim. Hann var sendur til stórefnaðs fólks sem vildi vel en hafði engan áhuga á að vera með skiptinema á heimilinu. Hann fékk því að skipta um fjölskyldu. „Og var þá sendur til fólks sem hvorki hafði vilja né aðstæður til að taka á móti skiptinema. Síðustu mánuðina bjó hann á heimavist við hrörlegar aðstæður. Sindri fékk ekki skólamáltíðir eins og um var samið og heldur ekki að fara í ferðalag með skiptnemum AFS, sem einnig átti að vera innifalið. Að þeirra sögn var margt fleira sem ekki stóðst. Á heimavistinni var engin þvottavél og þegar Sindri lét vita af því, barst AFS á Íslandi ljósmynd af þvottavél sem átti að sanna að Sindri færi með rangt mál. „Þessi þvottavél var alls ekki á heimavistinni en svona voru aðferðirnar við að grafa undan mér.“ Si nd r i s e g i s t h a f a ge r t athugasemdir við kínverska tengilið AFS og Birna við AFS á Íslandi til að upplýsa þau um aðstæður hans. „Það þótti stórmál í Kína þegar ég skipti um fjölskyldu og það var þeim mikilvægt að fjölskyldurnar kæmu ekki illa út úr þessu. Ég gat alveg skilið það en fann þegar á leið, að ef ég gerði athugasemdir við AFS, varð allt verra. Svo fóru að berast upplognar sögur um mig frá skrif-

Birna Bragadóttir var ósátt með AFS skiptinemasamtökin.

stofunni í Kína til samtakanna á Íslandi, meðal annars um að kínverska lögreglan hafi verið að leita að mér. Sagan var uppspuni frá upphafi til enda. Í kjölfarið var ég kallaður á teppið hjá yfirmanni AFS í Kína, þar sem mér var sýnt bréf sem ég átti sjálfur að hafa skrifað. Í því játaði ég að hafa brotið reglur AFS og lofaði bót og betrun. Bréfið var með minni undirskrift en ég hafði aldrei séð það áður. Mér var sagt að undirrita sérstakt skjal þar sem mér var veitt viðvörun, annars yrði ég sendur heim. Þarna rann upp fyrir mér að AFS vildi helst af öllu losna við mig, en af því að ég var staðráðinn í að klára dvölina, undirritaði ég bréfið þó ég hefði aldrei framið brotin,“ segir Sindri. Birna segist hafa furðað sig á viðbrögðum íslensku starfsmannanna þegar hún leitaði til þeirra: „Viðmótið hér var alltaf draga í efa það sem Sindri sagði, þau stóðu aldrei með honum en reyndu þess í stað að verja samtökin í einu og öllu. Hann var sautján ára gamall, einn í Norð-austur Kína, fékk hvorki mat né kennslu sem hann átti að fá, bjó ekki hjá fjölskyldu eins og til stóð, og það var ekkert mark á honum tekið,“ segir Birna.


ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Kia á Íslandi.

Fylgdu okkur á Facebook. facebook.com/kiamotorsisland


6|

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 14. janúar 2017

Ósamræmanlegt að eiga félag í skattaskjóli og vera stjórnmálamaður Ríkisskattstjóri segir skattskil stórs hluta notenda aflandsfélaga vera vafasöm. Skattaskjólssérfræðingurinn Torsten Fensby segir aldrei hægt að réttlæta notkun á skattaskjólum. Bjarni Benediktsson er orðinn forsætisráðherra þrátt fyrir eignarhald sitt á aflandsfélagi. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is

„Það ætti að vera fullkomlega ósamræmanlegt að einstaklingur í opinberu starfi sé á sama tíma tengdur við fyrirtæki í skattaskjóli. Notkun á aflandsfélögum er aldrei réttlætanleg og eðlileg,“ segir sænski skattaskjólssérfræðingur Torsten Fensby meðal annars aðspurður um þá stöðu sem komin er upp á Íslandi að Bjarni Benediktsson sé orðinn forsætisráðherra Íslands eftir kosningarnar í október. Bjarni tengdist skattaskjólsfélaginu Falson & Co. á Seychelles-eyjum, eins og Panamaskjölin opinberuðu, en hann notaði það félag í fasteignaviðskiptum í furstadæminu Dúbaí. „Aflandsfélög eru kannski ekki ólögleg í strangasta skilningi. En ef maður notar félag í skattaskjóli er markmiðið alltaf að fara í kringum eitthvað, hvort sem það eru skattar, reglur um peningaþvott, reglur á fjármálamark-

dansiball föstud. og laugard. 13. og 14. jan. Kringlukráin Kringlunni 4-12

Sími 568 0878 www.kringlukrain.is

www.kringlukrain.is

Erlendir fjölmiðlar hafa bent á þá staðreynd að það sé einkennilegt að fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafi sagt af sér vegna aðkomu sinnar að félagi í skattaskjóli og að næsti forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, hafi einnig tengst slíku félaginu.

Á Inkaslóðum í Perú 1. - 16. október

Mynd | AFP

Fararstjóri: Guðrún Bergmann

Í þessari ævintýraferð munum við fræðast um hina fornu Inkamenningu Perú og heimsækja Cusco höfuðborg Inkaveldisins, skoða minjar frá nýlendutímanum, hrífast af yfirgefnu borginni Machu Picchu og hinu stórbrotna Titicaca vatni. Dásamleg ferð sem gerir menningu og mannlífi Perú góð skil.

spör ehf.

Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK

aði, siðferðisreglur, reglur um hagsmunaárekstrar eða eitthvað slíkt. Ég ætla að koma með dæmi: Ef þú kaupir þér hjól þá lætur þú aflandsfélag ekki eiga hjólið ef markmiðið er ekki að fara í kringum einhverjar reglur. Það væri hreint fáránlegur lykkja á leiðinni að því að verða eigandi hjólsins.“ Fréttatíminn leitaði til Fensbys, sem meðal annars hefur unnið fyrir OECD að því að reyna í koma í veg fyrir skattasniðgöngu, til að biðja hann um álit á umfangi aflandsviðskipta íslenskra stjórnmálamanna og Íslendinga almennt. Skattaskjól hafa talsvert verið til umræðu í íslensku samfélagi liðna daga og vikur eftir að í ljós kom að ráðuneyti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra ákvað að sitja á skýrslu um umfang skattaskjólseigna Íslendinga erlendis og Panamaskjölin í rúma þrjá mánuði, frá því í byrjun október 2016 og þar til í byrjun janúar 2017. Bjarni hefur sagt að hann hafi viljað bíða með að kynna skýrsluna þar til hún gæti verið tekin til umfjöllunar á Alþingi en slíkt var ekki mögulegt í byrjun október þar sem styttist í þinglok í aðdraganda kosninganna í lok þess mánaðar. Myndin sem Fensby teiknar upp af notkun á fyrirtækjum í skattaskjólum er samræmanleg við niðurstöðu embættis ríkisskattastjóra í nýjasta hefti tímaritsins Tíundar þar sem fjallað er um skattskil þeirra sem notað hafa aflandsfélög á Íslandi. „Það ætti ekki að koma á óvart að skattskil stórs hluta þeirra sem tengjast aflandsfélögum hafi verið vafasöm.“ Í grein embættisins er þessi ályktun dregin út frá

„Notkun á aflandsfélögum er aldrei réttlætanleg og eðlileg.“ því að af skattskilum þeirra 230 íslensku aðila sem ríkisskattstjóri skoðaði sérstaklega þurfti að óska eftir frekari skýringum á skattskilum 128 þeirra eða ríflega 55 prósent og voru svo endurákvarðaðir skattar á hluta þeirra fyrir samtals 1,5 milljarða króna. Þessi tala bendir til að það geti almennt séð verið eitthvað athugavert við skattskil meira en helmings þeirra aðila sem nota fyrirtæki í skattaskjólum. Fensby segir hins vegar að þeir sem eru vændir um lögbrot eða spillingu séu saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð. Um stöðu Bjarna vegna skýrslunnar segir hann hins vegar að það sé regla í lýðræðissamfélögum að stjórnmálamenn sem lendi í slíkri umræðu eigi að stíga til hliðar þar til búið er að skoða mál þeirra. Í tilfelli Bjarna vék hann ekki úr embætti ráðherra meðan skattaskjólsskýrslan var unnin að beiðni hans, jafnvel þó hann væri í Panamaskjölunum. „Reglan er tilkomin svo að pólitískt vald eða opinber stofnun líti ekki tortryggilega út eða að grafið sé undan henni. Ef einstaklingurinn stígur ekki til hliðar getur litið svo út að vinnan sé unnin á forsendum eiginhagsmuna.“ Miðað við þetta svar Fensbys þá hefði Bjarni hugsanlega átt að víkja úr embætti fjármálaráðherra við gerð skýrslunnar þar sem efni hennar fjallaði óbeint um hann sjálfan.

Rannsóknir ríkisskattstjóra á skattskilum aflandsfélaga 2011-2015 og hverju þær skiluðu í ríkiskassann

Allir velkomnir á kynningarfund 16. janúar kl. 20:00 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð.

Bókaðu núna á baendaferdir.is

Torsten Fensby segir notkun á skattaskjólsfélögum aldrei eiga sér eðilegar skýringar.

Gjaldár 2011 2012 2013 2014 2015

Fjöldi mála 9 58 44 14 3

Fjöldi einstaklinga 9 53 43 14 3

Fjöldi lögaðila 0 5 1 0 0

Fjöldi mála Gjaldameð gjaldabreytingar breytingu 40.657.604 5 325.131.796 32 1.030.676.620 8 113.797.160 8 - 3 Heimild: Tíund RSK


5 Fimm ára ábyrgð

Bíllinn í þessari auglýsingu endurspeglar ekki endilega það verð og þann búnað sem tilgreindur er. Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur.

VIÐ KYNNUM Á STÓRA SVIÐIÐ

TIVOLI XLV FJÓRHJÓLADRIFINN OG SJÁLFSKIPTAN SPORTJEPPA

Ævintýrið heldur áfram. Öll þekkjum við fjórhjóladrifnu Íslandsvinina frá SsangYong; Rexton, Korando og Tivoli, nú kynnum við á stóra sviðið nýjasta meðlim þessarar geðþekku jeppagrúppu; Tivoli XLV. Tivoli XLV er vel útilátinn og sækir rokkað útlitið til litla bróður síns og nafna, en er extra langur og einstaklega fjölhæfur. SsangYong jepparnir hafa vakið mikla athygli fyrir hönnun, hagstætt verð og frábæra aksturseiginleika. Tivoli XLV er þar enginn undantekning og býður uppá staðalbúnað sem er aðeins fáanlegur í mun dýrari sportjeppum.

TIVOLI – VERÐ FRÁ: 3.290.000 KR. TIVOLI XLV – VERÐ FRÁ: 3.890.000 KR.

Verið velkomin í reynsluakstur ! Reykjavík Tangarhöfða 8 Sími: 590 2000

Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330

benni.is. Bílaríki, Akureyri Glerárgötu 36 Sími: 461 3636

Opið: Virka daga frá 9:00 til 18:00 Laugardag frá 12:00 til 16:00


8|

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 14. janúar 2017

Virkjað fyrir land og þjóð? Er hægt að segja að stóriðjustefna stjórnvalda á síðustu árum og áratugum hafi verið góð viðskipti fyrir íslenska þjóð? Þessari spurningu og fleiri er varða nýtingu íslenskrar orku velta tveir fræðimenn við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands fyrir sér í nýlegri grein. Þar fjalla þeir um virkjanamál, orkudreifingu, stóriðju og arð þjóðarinnar af henni. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is

G

reinin birtist í nýjasta tölublaði vefritsins Stjórnmál og stjórnsýsla en hana rita Örn Daníel Jónsson, prófessor í nýsköpunarfræðum við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, og Bjarni Frímann Karlsson sem er lektor við sömu deild. Þeir Örn og Bjarni greina ákveðin tímamót í orkusögu landsmanna og stóriðjustefnu stjórnvalda með lagningu hornsteins að Þeistareykjavirkjun í september síðastliðnum. Viðburðurinn marki eins konar rof við fortíðina sem greina megi af þremur þáttum. Nú taki jarðvarmi við af fallvatnsorku sem helsta uppspretta framtíðarorku í landinu, samið hafi verið við nýja stórnotendur orkunnar (United Silicon, Silicor og Thorsil) án nægilega traustrar áreiðanleikakönnun-

ar og samningar gerðir án þess að tryggt sé að það náist að afhenda rafmagnið á réttum stað og á réttum tíma. Síðastnefnda atriðið helst bæði í hendur við orkuöflunina og orkudreifingarkerfi landsins, en um framtíðaruppbyggingu þess eru uppi stórar hugmyndir eins og allir vita. Það er mat höfunda að fyrirætlanir um sölu jarðvarmaorku til stórnotenda geti reynst „dýrkeypt tálsýn og framleiðsluferlið illviðráðanlegt,“ eins og segir í greininni. Hagnaður Fram til þessa hefur stóriðja á Íslandi byggst á aðgengi að orku sem framleidd er með vatnsafli en hún er nánast fullnýtt ef miðað er við núverandi rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Nú er í auknum mæli litið til jarðvarma sem er talinn ósjálfbærri og óáreiðanlegri orka, auk þess sem jarðvarminn mengar meira.

Pinex® Smelt

Munndreifitöflur

H V Í TA H Ú S I Ð / A c t a v i s 5 1 1 0 7 2

250 mg

Bent er á að beinn hagnaður sem myndaðist við sölu fallvatnsorku til stóriðju hafi reynst óverulegur og hann hafi fyrst og fremst farið í að greiða niður skuldir orkufyrirtækjanna. Þrátt fyrir að unnið hafi verið í að lækka þær voru samanlagðar skuldir Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku um mitt síðasta ár 487,3 milljarðar króna. Það jafngildir nærri hálfri annarri milljón á hvert mannsbarn í landinu. Höfundar greinarinnar tiltaka að í allri sögu Landsvirkjunar, sem stofnuð var árið 1965, hafi uppsafnaðar arðgreiðslur fyrirtækisins til eigandans, íslenska ríkisins og þar með þjóðarinnar, aðeins numið tæpum 20 miljörðum króna. Beinn arður ríkisins að orkusölunni hefur því að takmörkuðu leyti nýst til að byggja upp aðra þætti í íslensku samfélagi, heilbrigðiskerfi, menntun og samgöngur, svo eitthvað sé nefnt. Því er ólíklegt að bein auðlindarenta í ríkissjóð af orkuauðlindum þjóðarinnar komi til nema í óvissri framtíð, þegar tekið er mið af skuldsetningu Landsvirkjunar.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, lagði hornstein að jarðvarmavirkjun á Þeistareykjum í september síðastliðnum. Hér nýtur hann aðstoðar Einars Erlingssonar staðarverkfræðings. Bygging virkjunarinnar markar tímamót í íslenskri orku- og stóriðjusögu. Mynd | Landsvirkjun.

Allt hitt Afleidd áhrif af starfsemi stóriðjunnar eru líka dregin í efa í greininni. Stóriðjugeirinn er sagður í litlum tengslum við aðra atvinnustarfsemi og margföldunaráhrifin því takmörkuð. Jafnframt hafi stóriðjan í auknum mæli lagt áherslu á kjarnastarfsemi sína á síðustu árum þegar rekstarskilyrði, til dæmis þróun álverðs, hafi versnað. Uppbygging raforkuvera er mannaflsfrek starfsemi. Eftir framkvæmdatímann við orkuöf lun vinna um 1700 manns hjá stóriðjufyrirtækjunum fimm, sem er innan við 1% starfa í landinu. Fyrirtækin nota nær 85% af þeirri orku sem seld er í landinu. Skuldsetning álveranna þriggja hefur líka gert það að verkum að hagnaður, sem lengi vel var af starfsemi þeirra, skilaði ekki nema óverulegum tekjuskatti í ríkiskassann, ef litið er framhjá sérstökum orkuskatti sem var lagður á tímabundið frá 2009 til 2015. Að öðru leyti hafa skattaleg tengsl stóriðjunnar einkum komið fram við kaup fyrirtækjanna á aðföngum til reksturs. Greinarhöfundar taka undir orð sem komu fram í skýrslu ráðgjafafyrirtækisins GAMMA frá árinu 2013 þar sem því er haldið fram að það felist „einfaldlega mjög lítil skynsemi í því að niðurgreiða raforku til stórfyrirtækja til þess eins að skapa störf.“

vísi líka í það hvernig virkjanir og orkuveita hafi orðið að sérstakri atvinnugrein hér á landi, atvinnugrein „þar sem arðsemi er mikilvægari en að lækka orkukostnað neytenda sem eru einnig eigendur virkjanna og veitna.“ Rafvæðing er vitanlega verkfræðilegt úrlausnarefni og uppbyggingarkerfi orkuiðnaðarins fer fyrir rest að snúast um hugmyndir um vöxt og arðsemi og þar með fyrst og fremst um sjálft sig, í stað þess leitað sé svara við þeirri spurningu hvað sé almenningi fyrir bestu. Mikil færni hefur byggst upp á sviði vatnsaflsvirkjana og rafveitu á Íslandi á síðustu hálfri öld eða svo. Á síðustu árum hefur síðan bæst hratt við þá færni og þekkingu sem myndast hefur vegna jarðvarmanýtingar. Sú starfsemi er allt annars eðlis en vatnsaflið, þekkingin sem til verður er staðbundnari og erfiðara að flytja hana frá einu verkefni til þess næsta. Bent er á að nú um stundir sé dreifing raforkunnar það sem skipti orkuiðnaðinn mestu máli og þá er sérstaklega rætt um hvernig koma eigi orkunni til stórnotenda á meðan staðbundnari lausnir á dreifingu til almennings og minni fyrirtækja sitji að mestu á hakanum. Til framtíðar litið er úrlausna á dreifingarkerfinu ýmist leitað með uppbyggingu byggðalínu og hringtengingar dreifikerfisins eða með hálendislausnum. Eins og á við um alla þessa starfsemi eru náttúruverndarsjónarmið áleitin og einnig hafa álitamálin hafa tekið stakkaskiptum, til dæmis með aukinni ferðaþjónustu í landinu og vægi hennar í efnahagslegu tilliti.

Þarfir nets og kerfis Grein sína í vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla kalla þeir Örn og Bjarni Þarfir netsins, sem vísar í þann vanda sem Landsnet og Landsvirkjun hafa lýst yfir að steðji að orkudreifingarkerfi landsmanna ef ekki komi til stórfelld uppbygging. Að öðrum kosti geti stefnt í orkuskort í landinu. Segja má að heiti greinarinnar

Tilvistarkreppa Í heild má segja að þeir Örn og Bjarni lýsi í grein sinni ákveðinni tilvistarkreppu sem orkuiðnaðurinn á Íslandi á við að etja um þessar mundir. Orkufyrirtækjunum er ætlað að standa við gerða samninga en við dreifingu raforkunnar eru fjölmargir flöskuhálsar. Spennan milli fyrirætlana yfirvalda og stórkaupenda orkunnar annars vegar

Stíflugerð við Kárahnjúka fyrir tólf árum. Mynd | Getty/Árni Sæberg

og framkvæmdarinnar hins vegar fara því vaxandi. Þrýstingur frá orkugeiranum um nýja nýtingarkosti mætir sífellt meiri andstöðu um leið og efasemdir um arðsemi stefnunnar verða almennari. Höfundarnir vara einnig við því að orka frá fallvötnum og jarðvarma sé lögð að jöfnu þegar kemur að áætlunum um að selja hana til stórnotenda. Ólíkt eðli og eiginleikar orkulindanna spila þar inn í. Jarðvarminn sé einfaldlega ekki eins fastur í hendi. Að mati höfunda er upphaflegur tilgangur stóriðjustefnunnar, að efla iðnað í landinu og auka fjölbreytni útflutnings þjóðarinnar, löngu gleymdur. „Til hvers er virkjað?“ spyrja höfundar í greininni og telja forgangsröðunina í dag ranga. „Gert er ráð fyrir að setja milljarða króna af almannafé í það að leggja stórnet þvers og kruss yfir landið til þess að afhenda ótryggum kaupendum vöru sem ekki er til.“ Á meðan sitji staðbundnar lausnir við orkudreifingu, sem snúa að almenningi og almennri atvinnustarfsemi, á hakanum. Hægt er að lesa greinina Þarfir netsins eftir Örn Daníel Jónsson og Bjarna Frímann Karlsson í vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla bæði á íslensku og ensku á slóðinni irpa.is


23. apríl í 11 nætur

Frá kr.

111.195 m/morgunverð

Allt að

25 ára afmælisafsláttur

25.000 kr. afsláttur á mann í janúar

MADEIRA

25 ÁRA

1992-2017

Frábær ferð til hinnar fallegu blómaeyju!

M

Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

ENNEMM / SIA • NM79572

adeira er stundum nefnd „skrúðgarðurinn í Atlantshafinu“ enda með fádæmum gróðursæl og býr yfir einstökum náttúrutöfrum. Innan um tilkomumikil fjöll, vínekrur, ávaxtagarða og fagran hitabeltisgróðurinn hafa eyjarskeggjar skapað hina fullkomnu aðstöðu ferðamannsins. Funchal er höfuðborg eyjunnar með um 70.000 íbúa. Hér ríkir afar þægilegt loftslag allan ársins hring en meðalhitinn í apríl er um 18°C. Það sem einkennir borgina öðru fremur eru stórir og fallegir skrúðgarðar með aragrúa fagurra blómategunda sem fátítt er að sjá annars staðar. En borgin hefur fleira að bjóða eins og þröngar krókóttar götur, vinaleg veitinga- og kaffihús og við höfnina vagga sér skip af öllum stærðum og gerðum frá öllum heimshornum. Í borginni er úrval sérverslana, minjagripaverslana og litskrúðugra markaða – með afar fjölbreyttan varning. Þar eru einning verslunarmiðstöðvar með þekktum vörumerkjum, veitingastöðum og jafnvel kvikmyndahúsum. Helstu verslunarmiðstöðvarnar eru Madeira Shopping, Forum Madeira og sú nýjasta, Dolce Vita. Þegar út fyrir borgina er komið taka við litlir „syfjulegir“ bæir og vinaleg sjávarþorp sem gaman er að heimsækja. Íbúar eyjunnar eru heimsþekktir fyirr vínframleiðslu sína en blómarækt, dúkasaumur og körfugerð leikur einnig í höndum þeirra. Í boði eru góð hótel sem staðsett eru skammt fyrir utan höfuðborgina Funchal á suðurströnd eyjunnar.

Hotel Orquidea

Hotel Girassol

Four Views Monumental

Hotel Madeira Mare

Frá kr. 111.195 m/morgunmat innif.

Frá kr. 122.195 m/morgunmat innif.

Frá kr. 124.395 m/morgunmat innif.

Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í herbergi.

Frá kr. 136.595 m/morgunm. innif. ofl.

Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í herbergi.

Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í herbergi.

Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í herbergi.


X

10 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 14. janúar 2017

Skipting ráðuneyta gekk hratt og vel.

Komdu með M O N T RÉ A L

frá

13.999 kr. Tímabil: janúar - mars 2017

T O RO N TO

Strax eftir lyklaskiptin tók Jón Gunnarsson, nýr flugmálaráðherra, til starfa.

frá

13.999 kr. Tímabil: janúar - mars 2017

NEW Y O RK

frá

14.499 kr. Tímabil: febrúar - mars 2017

Þ 14.499 kr.

BO S TO N

frá

Tímabil: janúar - mars 2017

WA S H I N GT O N D.C .

14.499 kr. Tímabil: febrúar - mars 2017

PI TT S B U RGH

frá

14.499 kr. Tímabil: september 2017

*Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.

frá

AÐ BERA FYRIR SIG M ­ INNI M ­ ÁTTAR

egar komið hefur til tals að hækka eignarskatta á Íslandi er fljótlega dregin inn í umræðuna mynd af háaldraðri ekkju sem býr ein í stóru einbýlishúsi en hefur engar tekjur til að greiða skattinn. Þegar nefnt er að mögulegt sé að leggja hér á hátekjuskatt eins og tíðkast í flestum nágrannalöndum okkar er sjómanni stillt fram, ungum fjölskylduföður og húsbyggjanda, sem sleppir frítúrum til að auka tekjur sínar. Þegar bent er á að hér sé fjármagnstekjuskattur fáránlega lágur er dregin upp mynd af öldruðum hjónum sem lifa af eignum sínum en eiga engan lífeyrissjóð. Um leið og einhver krefst þess að veiðileyfagjöld séu hækkuð vegna ógnargróða útgerðarinnar er bent á einn útgerðarmann austur á landi sem nær ekki endum saman. Þegar til stóð að hækka virðisaukaskatt á gistingu upp í efra þrep var teflt fram ímynduðum gistihúsaeigenda sem hefði selt allt gistirými sitt mörg ár fram í tímann. Ég man ekki eftir sambærilegum umræðum um skattbyrði venjulegra launamanna eða þau gjöld sem tekin eru af launum þeirra. Auðvitað hentar það öllum til skemmri tíma að borga engan skatta. Allt þar til að opinber þjónusta koðnar niður og fólk hefur ekki lengur aðgengi að heilbrigðis-, mennta- eða félagsþjónustu. Þess vegna borgum við skatta. Þótt það sé freistandi að gera það ekki þá getur það ekki gengið upp til lengdar. Við höfum meiri hag

af því að greiða skatta en gera það ekki. Ef okkur tekst að halda uppi öflugu velferðarkerfi fáum við meira öryggi og þjónustu og bættari lífskjör í gegnum skattana. Þetta á við um venjulegt launafólk. Það er ekki nógu stöndugt til að geta tekið á sig áföll vegna veikinda, getur ekki sparað fyrir menntun barna sinna og ekki greitt úr eigin vasa fyrir þá þjónustu sem greitt er fyrir úr sameiginlegum sjóðum. Auðvitað er hægt að sjá fyrir sér venjulegan launamann sem sleppur vel frá erfiðleikum lífsins og greiðir meira fé í skatta en sem nemur kostnaðinum við þá þjónustu sem hann fær í staðinn. Þetta væri maður sem fengi góða vinnu sem ekki gerði kröfur um mikla menntun, yrði aldrei misdægurt og ekki barna auðið og myndi deyja skyndilega um það leyti sem hann færi á eftirlaun og án langrar sjúkralegu. En fyrir flest venjulegt launafólk eru skattar og tilheyrandi velferðarkerfi góð kaup. Skattar byggja upp velferð sem veitir venjulegu launafólki öryggi um afkomu sína, tryggir því hjálp þegar á þarf að halda og gerir samfélagið mildara og sanngjarnara en það væri ef launafólk nýtti ekki samtakamátt sinn til að byggja upp sameiginlega velferð á sama tíma og hver og einn reynir að koma sér sem best fyrir persónulega. En þetta horfir öðruvísi út frá sjónarhóli þeirra sem eiga miklar eignir og hafa háar tekjur. Í venjulegu skattkerfi að vestrænni ­f yrirmynd

borgar það fólk meira til ríkisins en það getur tekið til baka. Greiðsla opinberrar þjónustu færir þessu fólki ekki meira öryggi en það gæti sjálft tryggt sér með eigin tekjum og eigin auði. Lengst af var litið svo á að hátekjufólk og efnafólk fengi þó alltaf betra samfélag fyrir skattana. Skattar þess minnkuðu sársaukann á götunum, drægi úr eymdinni í samfélaginu og efldu samfélagið sem heild þar sem fátækara fólk kæmist frekar til mennta, héldi betri heilsu og starfsorku, legði meira til samfélagsins en það gerði ef það hefði ekkert aðgengi að sameiginlegri þjónustu og því öryggisneti sem skattarnir halda uppi. Um þetta ríkti gott samkomulag á Vesturlöndum á gullaldarárum þeirra. En það samkomulag brast með auknu fylgi nýfrjálshyggjunnar. Innan hennar döfnuðu hugmyndir um að þröngt skilgreindir persónulegir hagsmunir hinna ríku og voldugu væru verðugri en sameiginlegir hagsmunir fjöldans. Og þess vegna fékk sá veiki fyrirsláttur sem ég nefndi í upphafi hljómgrunn. Hinir tekjuháu og eignamiklu komust upp með að bera fyrir sig einhverja minni máttar til að verja sig skattahækkunum og síðan til að lækka skatta sína umtalsvert. Hér á Íslandi gekk þetta svo langt að hefðbundin skattheimta stendur ekki lengur undir velferðarkerfinu. Sá hópur sem í raun þarf ekki á kerfinu að halda til að kaupa sér menntun eða heilbrigðisþjónustu hefur svikist undan að taka undir sitt horn. Það er löngu kominn tími til að við hættum að láta hagsmuni þeirra sem þurfa ekki á velferðarkerfinu að halda stjórna því hvernig við byggjum það upp. Það segir sig eiginlega sjálft. Ef við viljum ekki skattleggja háaldraðar ekkjur eða ungan sjómann sníðum við skattkerfið þannig að skattar þeirra verði ekki of háir. En það er engin ástæða til að gefa því hátekjufólki og auðmönnum skattfrelsi sem hafa falið sig á bak við þetta fólk undanfarna áratugi.

Gunnar Smári


MEÐ

FJALLAGRÖSUM

Íslensk náttúra. Blikandi dögg og útsýn til allra átta. Þú veður yfir tifandi ána, áleiðis að settu marki. Framundan rís Herðubreið; drottningin sjálf, stolt í hásæti sínu. Við höfum nýtt okkur íslensk fjallagrös frá upphafi byggðar. Heilnæm og frískandi hafa þau haft áhrif til góðs á líkama og sál, handtínd í íslenskri náttúru. Tópas hefur sömuleiðis fylgt okkur gegnum tíðina. Saman munu þau gera það áfram.


12 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 14. janúar 2017

Börn þekkja engin landamæri Við hreinsum og endurnýjum sængur og kodda

Ólöf, Lara og Fatima. Stelpurnar kynntust fyrir þremur mánuðum en Ólöf segir þær hafa þekkst mjög lengi. Þeim finnst skemmtilegast að leika sér í barbí. Myndir | Hari

Þrátt fyrir að vera ekki eldri en fimm ára, veit Ólöf að vinkonur hennar, Lara og Fatima, þurftu að flytja til Íslands vegna þess að sprengjur eyðilögðu húsið þeirra. Móðir Ólafar, Elísabet Magnúsdóttir, ákvað að fjölskyldan myndi gerast stuðningsfjölskylda kvótaflóttamanna og lærði í kjölfarið að börn þekkja engin landamæri. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

V

ið erum mjög góðar vinkonur og erum líka búnar að þekkjast mjög lengi. Ég á mikið af barbídóti og okkur finnst skemmtilegast í barbí,“ segir Ólöf Amelía Einarsdóttir um samband sitt við vinkonur sínar, þær Löru og Fatimu Al Saadi. Þó Ólöfu finnist þær hafa verið vinkonur í heila eilífð eru samt ekki nema þrír mánuðir síðan þær kynntust. Lara og Fatima fluttu hingað til lands frá Sýrlandi ásamt foreldrum sínum og systkinum í október og eru í hópi þeirra 55 kvótaflóttamanna sem fengu hér hæli á síðasta ári. Þakklát áskorun „Það var rosalega sætt hvernig stelpurnar náðu saman rétt eftir að fjölskyldan kom til landsins. Við ákváðum að fara saman í Smáralindina og Ólöf tók þá strax í höndina á Löru og þær slepptu ekki hvor annarri alla ferðina. Svo gengu stelpurnar saman fremstar í flokki og leiddu okkur hin áfram,“

„Þau koma úr miklu sterkara fjölskyldusamfélagi en við og vilja helst alltaf hafa fólk í kringum sig. Eftir að hafa kynnst þeim þá upplifi ég mig og mitt heimili mjög prívat.“

segir móðir Ólafar, Elísabet Magnúsdóttir. Elísabet er ein þeirra sem átti erfitt með að fylgjast vanmáttug með afleiðingum átakanna í Sýrlandi heiman úr stofu. Þegar hún heyrði af komu sýrlenskra kvótaf lóttamanna til landsins skráði hún sig og fjölskylduna sem stuðningsfjölskyldu hjá Rauða krossinum. Elísabet, sem er fjögurra barna móðir og tveggja barna amma í fullu starfi á ferðaskrifstofu, neitar því ekki að þetta hafi verið áskorun. Hún er þó fyrst og fremst full þakklætis yfir að geta hjálpað átta manna fjölskyldu að koma hér undir sig fótunum. „Þetta er yndislegt fólk. Og þau eru alveg ótrúlega jákvæð, þrátt fyrir allt. Það er ekki hægt að ímynda sér hvernig er að vera rifinn svona upp með rótum og þurfa að hugsa heim til fólksins sem varð eftir,“ segir Elísabet. Farin að treysta hvert öðru Mousa og Manal Al Saadi eru á fertugsaldri og eiga sex börn á aldrinum tíu mánaða til fjórtán ára, þau Nour, Yasmin, Fatimu, Löru, Mohammed og Moutasim. Þar sem fjölskyldan er stór eru stuðningsfjölskyldur hennar fjórar og segir Elísabet ekki aðeins hafa myndast sterk tengsl við Mousa, Manal og börnin þeirra sex heldur líka hinar stuðningsfjölskyldurnar. „Það erum við mæðurnar sem höldum utan um skipulagið og gerum flest allt en svo hóum við í eiginmennina þegar við þurfum á þeim að halda.“


14 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 14. janúar 2017

Colonic Plus Kehonpuhdistaja

Netlu-, túnfífla- og birkilaufstöflur örva brennslu og meltingu og eru bjúglosandi. Sérstaklega er mælt með vörunni til að hreinsa líkamann.

www.birkiaska.is

Birkilaufstöflur Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).

www.birkiaska.is

Bodyflex Strong

Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.

Tvær mjög ólíkar fjölskyldur hafa fundið óvænta vináttu í gegnum stuðningsverkefni Rauða krossins.

www.birkiaska.is

Fjölskyldan talar enga ensku þó fjölskyldufaðirinn Musa geti bjargað sér. Öll samskipti hafa því farið fram með google translate, fyrir utan þau örfáu skipti sem þau fá túlk. „Mér fannst þetta mjög erfitt í byrjun því við erum svo vön því þegar fólk talar ekki íslensku að fara yfir í ensku, svo ég var mjög lengi að venjast því að tala íslensku við þau. Svo var þetta skrítið í byrjun því þetta var fólk sem ég þekkti ekki neitt. Okkur var sagt á námskeiði hjá Rauða krossinum að við ættum ekki að spyrja þau út í það sem þau hafa þurft að ganga í gegnum, þau myndu segja okkur það ef þau vildu. Núna nokkrum mánuðum síðar erum við komin á þann stað því Musa byrjaði allt í einu að segja okkur hvað hann hefur upplifað. Maður sat bara lamaður í sófanum og hlustaði og núna er þetta orðin manneskja sem mér finnst ég þekkja. Mér fannst ótrúlega gott að finna að hann skyldi treysta mér fyrir sögunni sinni, og núna þegar við treystum hvort öðru erum við komin svo langt áleiðis á einhverri vegferð, sambandið breyttist við þetta.“

Evonia Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012.

www.birkiaska.is

Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap.

www.birkiaska.is

Hlakka til þess skemmtilega Stuðningsverkefnið stendur yfir í eitt ár og felst aðstoðin fyrst og fremst í að vera til staðar. Fyrstu mánuðirnir fara mikið í praktíska hluti á borð við að kynna fjölskylduna fyrir nærumhverfinu og skutla þeim í búðir, banka eða til læknis. Allir hversdaglegir hlutir verða framandi í nýju umhverfi þar

Stattu upp úr stólnum á nýju ári ! Hæðarstillanleg skrifborð á tilboði í janúar

„Maður sat bara lamaður í sófanum og hlustaði og núna er þetta orðin manneskja sem mér finnst ég þekkja.“

sem þú getur ekki tjáð þig og skiptir stuðningurinn því öllu máli. „Við erum búin að fara margar ferðir í Ikea og í bankann, svo höfum við líka verið að skutla þeim í búð og aðstoða þau við að versla. En þau eru heppin að því leyti til að þau voru ekki fyrsta sýrlenska fjölskyldan til að koma hingað, hinar fjölskyldurnar aðstoða þau mikið og veita þeim hjálplegar upplýsingar á þeirra tungumáli. Þau vissu til dæmis strax hvar væri ódýrast að versla og að á fimmtudögum ættu þau að drífa sig í Kost og kaupa grænmeti og ávexti á 50% afslætti. Það tekur ótrúlega langan tíma að koma sér fyrir í nýju samfélagi svo við höfum aðallega verið í því að aðstoða þau við hluti sem verður að gera. Ég hlakka mikið til þegar við getum farið að einbeita okkur meira að því að gera eitthvað skemmtilegt, eins og að fara út fyrir bæinn og leyfa börnunum að renna sér á snjóþotu.“ Fyrsta skólaganga barnanna Þrátt fyrir að praktísku hlutirnir taki mestan tíma fyrstu mánuðina hafa fjölskyldurnar gefið sér tíma á kvöldin til að borða saman, enda felst ekki síðri stuðningur í því. „Þau eru rosalega dugleg að bjóða okkur í mat og það eru nú þvílíku veislurnar. Alltaf margréttað með kjúklingi, grjónum og vínviðarrúllum og allt svo ljúffengt. Samskiptin eru auðvitað frekar einföld og ekki mjög djúpar samræður en þetta eru samt alltaf mjög notalegar stundir. Við höfum fengið nokkra fundi með túlki og þá er hægt að ræða málin betur. Á síðasta fundi komumst við að því að því að þau hafa frekar viljað bjóða okkur í mat en öfugt, því þannig vilja þau þakka fyrir sig. En auðvitað langar okkur til að bjóða þeim í mat og við gerðum það til dæm-

89,900 m/vsk

• • • • •

Stillanleg hæð 65-125cm 100 kg lyftigeta Borðplata 160 -200cm , breidd 80cm Stell hvítt (ral 9016) eða silfur grátt (ral 9006) Borðplata harðplastlögð eða spónlögð eik.

Opið alla virka daga milli 8 - 17. Verið velkomin!

Trésmiðja GKS Funahöfði 19 110 Reykjavík 577 1600577 1600 www.gks.is Börnin eru ekki fordómafull og þekkja engin landamæri.

is um jólin. Við fórum líka saman að kaupa jólatré og á jólamarkaðinn í Hafnarfirði því þau vildu taka fullan þátt í jólahaldinu. Það var mjög skemmtileg stund, Mousa tók mikið af myndum af börnunum við jólaskrautið og sendi fjölskyldunni í Sýrlandi,“ segir Elísabet. Hún segir næst á dagskrá hjá stuðningsfjölskyldunum vera að einbeita sér að námi barnanna. Það þurfi að aðstoða þau við heimalærdóminn, sérstaklega við lesturinn því auk þess að læra nýtt tungumál þurfa börnin að læra að lesa þar sem aðstæður þeirra buðu ekki upp á skólagöngu áður en þau fengu hæli á Íslandi. Börn þurfa ekkert tungumál Það er misjafn hvort fjölskyldur haldi sambandi eftir að stuðningsverkefni sleppir en Elísabet efast ekki um að þau bönd sem hafi myndast á þessum stutta tíma muni halda áfram að styrkjast. „Ég er viss um að við eigum eftir að halda sambandinu áfram og Mamal, móðirin, hefur sagt mér að þau líti á okkur sem fjölskylduna sína. Í Sýrlandi voru þau vön því að umgangast miklu fleira fólk, þau koma úr stórum fjölskyldum og allir bjuggu í sama hverfinu svo það var fólk að koma og fara á öllum tímum. Við erum vön því að hringja áður en við mætum í heimsókn en þau eru alltaf að ítreka að við þurfum þess ekki, við séum alltaf velkomin. Þau koma úr miklu sterkara fjölskyldusamfélagi en við og vilja helst alltaf hafa fólk í kringum sig. Eftir að hafa kynnst þeim þá upplifi ég mig og mitt heimili mjög prívat,“ segir Elísabet. Hún segir börnin hafa hjálpað mikið til við samskiptin, börnum finnist aldrei neitt vandræðalegt. „Eldri börnin mín hafa tekið minni þátt en Ólöf er jafn mikill þátttakandi í þessu verkefni og ég. Börn þurfa ekkert tungumál til að tengjast, þau eru ekki fordómafull og þekkja engin landamæri. Stelpurnar setjast bara hlið við hlið, ýta í hver aðra og byrja svo að hlaupa á eftir hver annari og það er alltaf jafn gaman. Þær eru orðnar góðar vinkonur og öll fjölskyldan er svo góð við Ólöfu að hún vill alltaf fara til þeirra með mér. Ef við höfum ekki farið í nokkra daga þá biður hún um að fara. Ég held að hún eigi eftir að læra alveg helling á þessu. Hún er ekki nema fimm ára en veit að vinkona hennar kemur úr umhverfi þar sem voru sprengjur og að húsið þeirra í Sýrlandi er ekki lengur til. Hún er allavega búin að læra það að það hafa það ekki allir jafn gott og við.“


ÍSLENSKA/SIA.IS DAL 83027 01/17

Sýndu hvað í þér býr Við hjálpum þér að koma auga á þá hæfileika sem í þér búa og yfirstíga það sem heldur aftur af þér. Við munum hvetja þig til að taka stærri skref með skýrari markmið, virkja sköpunarkraftinn og koma sjálfum þér og öðrum á óvart með því að springa út og blómstra. Það er okkar markmið.

Reykjavík: Námskeið Áhrifaríkar kynningar Árangursrík framsögn

Árangursrík sala Dale Carnegie á kvöldin Dale Carnegie fyrir framakonur Dale Carnegie morgunnámskeið Dale Carnegie þriggja daga Framúrskarandi öryggismenning Leiðtogaþjálfun fyrir stjórnendur

Landsbyggðin: Hefst 23. febrúar 16. maí 15. febrúar

Stjórnendaþjálfun

16. og 31. janúar 10. febrúar 9. febrúar 7. apríl 21. febrúar 14. febrúar 22. febrúar

Þjálfun fyrir þjálfara

17. maí

Skráning á: www.dale.is Sími: 555 7080

Námskeið Akranes: Dale Carnegie kvöldnámskeið Akureyri: Árangursrík sala Akureyri: Dale Carnegie kvöldnámskeið Akureyri: Framúrskarandi öryggismenning Akureyri: Stjórnendaþjálfun Reyðarfjörður: Dale Carnegie 3ja daga

Hefst 22. febrúar 23. febrúar 22. febrúar 28. apríl 26. apríl 28. apríl

Ókeypis kynningartímar í Ármúla 11, 3. hæð Fullorðnir Ungt fólk 10 til 15 ára Ungt fólk 16 til 25 ára

25. janúar 24. janúar 24. janúar

kl. 20.00 til 21.00 kl. 19.00 til 20.00 kl. 20.00 til 21.00


16 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 14. janúar 2017

Hefur nýtt líf í Bandaríkjunum Heiða Rún Sigurðardóttir, sem slegið hefur í gegn í búningadramanu Poldark, mun leika Stellu Blómkvist í nýjum þáttum. Hún er ástfangin upp fyrir haus og er að flytja til Bandaríkjanna – að elta ástina og freista gæfunnar. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@frettatiminn.is

og þá gekk þetta upp og ég fékk hlutverkið, sem kom skemmtilega á óvart.“

g býst við því að sú Stella sem þú ert búin að sjá fyrir þér í huganum sé allt öðruvísi en Stella sem kemur til með að birtast á skjánum,“ segir leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir, eða Heida Reed eins og hún kallar sig úti í löndum. Hún kemur til með að leika hina einu sönnu Stellu Blómkvist í þáttum sem Sagafilm framleiðir um lögmanninn skelegga sem leysir dularfullar ráðgátur og lifir gjarnan á ystu nöf.

Ástfangin og flytur til LA Það eru annars töluverðar breytingar að eiga sér stað í lífi Heiðu á nýju ári. Hún hefur búið í London í tíu ár en stefnir á flutninga til Los Angeles í Bandaríkjunum innan tíðar. Hún hefur verið í sambandi með bandarískum manni í tæpt ár og þau ætla að hefja sambúð í borg englanna á næstu mánuðum. „Þetta er svo sannarlega ár breytinga hjá mér. Allt mjög spennandi,“ segir Heiða og viðurkennir að það hafi vissulega haft sín áhrif í ákvarðanatökunni að kærastinn sé bandarískur. „Það er auðvitað helsta ástæðan fyrir því að ég er að flytja þangað, en þar fyrir utan er þetta staður sem er ekki vitlaust fyrir leikara að heimsækja. Það stóð alltaf til hjá mér að prófa þetta einhvern tíma, þó það hafi ekki endilega staðið til að flytja þangað. Ég held samt að við munum ekkert endilega setjast að í LA. Við ætlum bara að sjá til næstu árin hvernig þetta verður. Ég er til dæmis ekki viss um að ég vilji vera með fjölskyldu þar. Þetta er akkúrat staður sem maður prófar að búa á áður en maður eignast fjölskyldu.“ Heiða og kærastinn kynntust í gegnum sameiginlega vini fyrir tæpu ári. „Þetta hefur gerst ansi hratt hjá okkur,“ segir Heiða og verður hálf feimin þegar blaðamaður forvitnast um sambandið. Hann er framleiðandi og rithöfundur og þau eru ástfangin upp fyrir haus. „Við erum mjög ánægð með sambandið okkar eins og það er, og erum afslöppuð varðandi framtíðina. En þegar maður er með manneskju sem mann langar að eyða ævinni með þá hugsar maður ýmislegt. Við erum samt tiltölulega nýbúin að kynnast og maður veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.“

É

Hélt hún fengi ekki hlutverkið Þættirnir eru byggðir á bókum eftir hulduhöfund sem ber sama nafn og söguhetjan og ýmsar getgátur hafa verið uppi um hver hann sé í raun og veru. Því hefur hins vegar aldrei verið ljóstrað upp og Heiða býst ekki við því að það breytist með gerð þáttanna. „Það er fólk sem veit hver höfundurinn er, en það fólk er ekki að fara að segja neitt. Ég veit það ekki sjálf og held að ég fái ekki að vita það. Það breytir engu fyrir mig, en ég er auðvitað forvitin,“ segir hún og skellir upp úr. „Við erum auðvitað með handritshöfund sem er okkar maður og ég get talað við hann um hvernig Stellan hans er. Það er Stellan mín.“ Það er Óskar Thor Axelsson sem leikstýrir þáttunum en tökur hefjast í apríl. „Þeir ætla að ýkja Stellu aðeins. Ég er sjálf að rétt að byrja að lesa bækurnar, en ég þarf að muna að hún verður ekki alveg eins og í bókunum. Þetta leggst annars rosalega vel í mig. Ég kom heim í stutt stopp til að hitta þá sem standa að þessu hjá Sagafilm og byrjaði allt í einu að verða rosalega spennt fyrir þessu.“ Það er ár síðan Heiða fékk handritið fyrst í hendurnar og þá var hún fyrsta leikkonan sem framleiðendur þáttanna hittu. En það leið svo langur tími þangað til eitthvað meira gerðist að hún var orðin sannfærð um að hún fengi ekki hlutverkið. „Ég var ekki alveg að finna rétta taktinn í fyrstu en svo bað ég Óskar leikstjóra um einhverja punkta og fékk að taka upp annað vídeó í London. Ég vann aðeins í Stellu

Skilja ekki hvernig hún er á lífi Parið hefur tæknilega séð aldrei búið saman áður, þó þau hafi vissulega eytt töluverðum tíma saman og dvalið mikið heima hjá hvort öðru. Hún óttast ekki að óvæntir lestir eða skrýtnar venjur komi í ljós þegar kemur að því að flytja inn saman. „Þegar við erum hjá hvort öðru

ÚTSALA ALLT AÐ

60%

AFSLÁTTUR

LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS

Sú Stella sem Heiða kemur til með að túlka mun líklega verða aðeins ýktari en lesendur bókanna hafa kynnst. Mynd | Saga Sigurðardóttir

þá erum við alltaf saman. Ég var rosalega mikið úti í sumar og það var eiginlega eins og við byggjum saman. Mér finnst því alveg komin reynsla á sambúðina. Ég þreif alla íbúðina hjá honum og er búin að segja honum hverju ég er ekki hrifin af, og öfugt. Ég þoli til dæmis ekki blaut handklæði og hann verður að búa um rúmið. Við erum búin að læra inn á þessa hluti hjá hvort öðru,“ segir hún hlæjandi. „Við erum bæði mjög skilningsrík við hvort annað sem er mikill kostur.“ En þó Heiða þoli ekki blaut handklæði og vilji hafa rúmið umbúið þá segist hún alls ekki vera skipulögð manneskja og með allt á hreinu – þvert á móti. „Ég er mjög utan við mig og er þekkt fyrir það. Vinir mínir eru oft í því að passa upp á mig og skilja stundum ekki hvernig ég er ennþá á lífi.“ Hún segist þó vera með allt sitt á hreinu þegar kemur að starfinu. Það sé einhvern veginn allt öðruvísi. En Heiða hefur meðal annars slegið í gegn í búningadramaþáttunum Poldark sem sýndir hafa verið á RÚV og Íslendingar kannast því vel við. Tökur standa nú yfir á þriðju seríu þáttanna en svo taka við ný verkefni. Það leggst vel í Heiðu að flytja til Bandaríkjanna. „Ég hlakka til að búa einhvers staðar þar sem er alltaf gott veður og rosalega góður matur. Kærastinn minn er frá San Fransisco og við höfum ferðast mikið saman um Kaliforníu. Mér finnst hún alveg yndisleg. Það er mjög ljóðrænt að hugsa til þess að ég sé búin að vera í tíu ár í London og hafi tekið minn tíma þar. En nú sé að hefjast nýr kafli með annarri manneskju,“ segir hún einlæg. Fyrirsætustarfið hundleiðinlegt Heiða var aðeins 15 ára gömul þegar hún hóf að starfa sem fyrirsæta hérna heima, en skömmu síðar var

„Ég var ekki alveg að finna rétta taktinn í fyrstu en svo bað ég Óskar leikstjóra um einhverja punkta og fékk að taka upp annað vídeó í London. Ég vann aðeins í Stellu og þá gekk þetta upp og ég fékk hlutverkið, sem kom skemmtilega á óvart.“

hún komin út í heim og ferðaðist heimsálfa á milli vegna verkefna. Hún dvaldi meðal annars mikið á Indlandi og ferðaðist þaðan um Asíu og Mið-Austurlönd. „Þetta var eitthvað öðruvísi, en í sannleika sagt þá hafði ég aldrei mikinn áhuga á fyrirsætustarfinu. Mér fannst það eiginlega hundleiðinlegt og ekki nógu skapandi. Það voru allir aðrir að skapa í kringum mig. Mér finnst miklu skemmtilegra að fara í myndatöku núna sem leikkona. En það var mjög gaman að fá að ferðast og það átti stærstan þátt í því af hverju ég var að þessu.“ Draumurinn var að starfa við eitthvað meira skapandi eins og dans eða leiklist og leiklistin varð ofan á. Um tvítugt flutti hún til London þar sem ætlunin var að læra leiklist. „Ég var ekki komin inn í neitt nám. Ég byrjaði bara að vinna í búð og starfaði aðeins sem fyrirsæta. Sjö, átta mánuðum síðar komst ég svo inn í rosa góðan skóla.“ Hún viðurkennir að það hafi í fyrstu verið svolítið hark að vera leikkona í London. „Ég þurfti alveg að vinna með leikarastarfinu þangað til fyrir þremur árum. Ég fékk alltaf

eitthvað og var oft heppin, en það dugði ekki til að framfleyta mér. Ég vann því oft á veitingastöðum og búðum, eins og flestir vina minna gerðu líka og margir gera ennþá. Mér fannst ég alltaf mjög heppin þegar ég þurfti þess ekki.“ Háskólapróf án stúdentsprófs Heiða er fædd og uppalin í Seljahverfinu í Breiðholtinu, gekk í grunnskóla þar og fór svo í Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hana langaði samt í MH en komst ekki inn því hún var ekki með nógu góðar einkunnir í stærðfræði. „En hver veit, ef ég hefði komist inn í MH þá hefði lífið kannski þróast allt öðruvísi. Ég fann mig aldrei beint í FB og var alltaf að skipta um braut.“ Skömmu eftir að hún skipti af tungumálabraut yfir á myndlistar­ braut bauðst henni tækifæri til að fara til Indlands að sinna fyrir­ sætustörfum. Hún kláraði því aldrei stúdentsprófið. „Ég fékk að heyra hryllingssögur að ég yrði að vera með stúdentspróf til að komast inn í eitthvert nám og ég var mjög hrædd um að mér yrði neitað um inngöngu í leiklistarskóla í London á þeim forsendum. En það skipti svo engu máli. Þannig ég er með háskólapróf en ekki stúdentspróf,“ segir Heiða sem var ekki spennt fyrir því að læra leiklist á Íslandi. Hún vildi reyna fyrir sér á stærra sviði, læra á ensku og opna fleiri dyr. Sem hún hefur svo sannarlega gert. Eins og margir aðrir leikarar þá hugsaði hún oft með sér eftir að hún kláraði leiklistarnámið að hún yrði að skapa sér annan feril til vara, ef leikkonudraumurinn gengi ekki upp. „Ég var alltaf að hugsa hvað annað ég gæti gert sem ég myndi ekki hata. Svo hættir maður að spá í þetta þegar maður fær verkefni og byrjar að vinna. Ég hef því ekki hugsað um hliðarferil í svolítinn tíma núna.“


Ljós

20-50% afsláttur

ÚTSALAN ER HAFIN

ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR

Jólavara

50%

afsláttur

Húsgögn

Sófi N101

40% afsláttur 3ja 220.000.- nú 132.000.2ja 166.000.- nú 99.600.-

20-60%

Stóll 115.000.- nú 69.000.-

afsláttur

3litir – Grár, olivu grænn og ljós

Stell og glös

20-40% afsláttur

Mottur

20%

afsláttur

TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN - LAU KL. 10-18 OG SUN KL. 13-17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS 1964


18 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 14. janúar 2017

Við þurfum að spyrja: Hvernig vil ég deyja? Holland var fyrsta landið í heiminum til að heimila dánaraðstoð við þá sem haldnir eru ólæknandi sjúkdómi. Hollenski læknirinn Rob Jonquière þekkir vel til þessara mála og segir mikilvægt að heilbrigðisstarfsmenn og almenningur ræði opinskátt um það hvernig líkn fyrir dauðvona sjúklinga sé háttað.

Vill opna umræðuna Rob Jonquière er hollenskur læknir sem er framkvæmdastjóri heims-

„Þetta er spurning sem við erum skiljanlega oft smeyk við, enda er dauðinn útskúfaður í nútímanum, hann er falinn okkur flestum.

samtaka félaga um réttinn til að deyja. Hann er staddur hér á landi til að ræða um dánaraðstoð á fundum og hitta ráðamenn um málið, en undir lok mánaðar er ráðgert að

NÝ SENDING MEÐ JÓLAKJÓLUM VERTU FLOTT Í RÆKTINNI! SKVÍSAÐU MikiðÞIG úrval UPP í stærðum14-28 eða 42-56 CURVY BÝÐUR UPPÁ FLOTTAN FYRIR SUMARIÐ ÍÞRÓTTAFATNAÐ Í STÆRÐUM 14-32 STÆRÐIR 14-28

Hettupeysa * Stærðir 14-26

5.990 KR

Íþróttatoppur * Stærðir 14-24

Dry-fit Íþróttabolur * Stærðir 14-32

6.590 KR

6.990 KR

stofna ný íslensk samtök um dánaraðstoð sem munu heita Lífsvirðing. „Ég fór fyrst að leiða hugann að því hvernig við kveðjum þetta líf á áttunda áratugnum,“ segir Rob Jonquière. „Þá hafði ég lært læknisfræði og hafið störf sem fjölskyldulæknir í Hollandi. Í læknanáminu höfðum við verið send inn á spítala til að hitta sjúklinga sem lágu fyrir dauðanum og ég man að mér fannst það sérstakt þegar sérfræðilæknarnir litu snögglega við hjá sjúklingnum, horfðu yfir skráningarspjald hans, sögðu síðan að allt væri í lagi og héldu áfram för sinni milli sjúkrarúma. Ég man að ég vissi ekki alveg hvort ég átti að vera lengur hjá sjúklingnum eða halda bara áfram,“ segir Jonquière sem fannst þessi stofnanablær á síðustu andartökum sjúklinga heldur kaldranalegur. Jonquière fór því að leiða hugann að spurningunni um það hvernig við viljum enda líf okkar. „Þetta er spurning sem við erum skiljanlega oft smeyk við, enda er dauðinn útskúfaður í nútímanum, hann er falinn okkur flestum. Foreldrar mínir voru meðlimir að hollenskum samtökum sem heita Rétturinn til að deyja, en þau voru stofnuð árið 1973, þannig að ég hafði velt þessu nokkuð fyrir mér. Á þessum tíma var umræðan um dánaraðstoð mikil innan heilbrigðisgeirans í Hollandi og þegar sjúklingar mínir voru greindir með ólæknandi sjúkdóm þá vandi ég mig á að opna fyrir þessa umræðu, fá viðkomandi til að velta fyrir sér hvernig hann sæi fyrir sé endalokin. Jafnframt gerði ég viðkomandi ljóst að ég væri tilbúinn að ræða dánaraðstoð þó svo að það væri ekki löglegt fyrirbæri á þessum tíma. Þetta leiddi til þess að á áttunda áratugnum aðstoðaði ég tvo einstaklinga við að binda enda á þjáningar sínar og veikindi. Atburðirnir eru mér auðvitað mjög minnisstæðir en ég er

6.000

Rob Jonquière hefur fylgst náið með dánaraðstoð í Hollandi frá því snemma á áttunda áratugnum. Hann hvetur til umræðu um þessi málefni víða um lönd, líka hér á Íslandi. Mynd | Hari

ánægður með þær ákvarðanir þótt ég hafi brotið lög.“ Helgi lífsins Í rökum þeirra sem leggjast gegn dánaraðstoð og geta ekki séð fyrir sér að yfirvöld komi upp reglum um slíka líkn fyrir alvarlega veika einstaklinga, er algengt að rekast á umræðu um helgi lífsins. Lífsandi mannsins er þannig álitinn helgur og ekki í mannlegu valdi að taka hann frá einstaklingnum. En hvernig svarar Rob Jonquière slíkum gagnrýnisröddum sem jafnvel segja að hollensk stjórnvöld hafi gengið alltof langt í þessum efnum? „Sumir halda því fram að lífið sé guðsgjöf og að við eigum ekki að skipta okkur að guðsvilja. Í hinum frjálslyndu samfélögum nútímans er sú skoðun samt ekki rétthærri en aðrar sem snúast um stjórn sársjúkra einstaklinga yfir eigin lífi. Trúaða einstaklinga, sem velja að fá dánaraðstoð, hef ég líka heyrt segja að lífið kunni að vera guðsgjöf, en þá geti þeir líka ráðstafað þeirri gjöf með þessum hætti.“ Jonquière segir kristin rök um helgi lífsins ekki á starfssviði lækna. „Læknar græða sár og draga úr þjáningu. Þeir gera lífið betra fyrir sjúklinga sína. Ef eina leiðin við að minnka þjáningar er að binda enda á lífið þá ættum við að geta gert það, ef viðkomandi fer fram á slíka aðstoð. Lagaramminn þarf líka að vera skýr og vandaður. Læknirinn leggur aldrei slíkt til en hann getur aðstoðað ef viðkomandi biður um slíkt örþrifaráð. Beiðnin er alltaf lykilatriði.“

Tilfelli um dánaraðstoð í Hollandi

VERTU VELKOMIN Í VERSLUN CURVY AÐ FÁKAFENI 9 EÐA SKOÐAÐU ÚRVALIÐ OG PANTAÐU Á WWW.CURVY.IS Fákafeni 9, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is

2.000 1.000 0

2.656

6.990 KR

2.331

Sport Leggings * Stærðir 14-22

1.923

10.990 KR

1.933

Dry Fit jakkapeysa * Stærðir 14-32

1.886

4.990 KR

1.815

Íþróttabolur * Stærðir 14-22

2.120

3.695

3.000

3.136

4.829

4.000

4.188

5.000

5.516

D

ánaraðstoð, það að binda enda á líf einhvers viljandi til að lina sársauka og þjáningu, er líklega eitthvað sem fylgt hefur mannkyninu alla tíð, en þó yfirleitt þannig að það hefur farið fram í skugga og þögn. Blað var brotið í þessum efnum þegar Hollendingar settu fyrstir þjóða sérstök lög þar sem dánaraðstoð var heimiluð að uppfylltum sérstökum skilyrðum en lögin tóku gildi 1. apríl 2002.

Samkvæmt lögunum þarf sjúklingur sem fer fram á slíka aðstoð að vera haldinn ólæknandi sjúkdómi, hafa gert svokallaða lífsskrá og vera með óbærilega verki sem engin leið er að lina. Ósk um dánaraðstoð þarf að vera ígrunduð og líkamlegt og andlegt ástand sjúklingsins vottað af tveimur læknum. Læknir þarf síðan að skila skýrslu, þegar dánaraðstoð hefur verið veitt, til nefndar sem fer yfir hvert mál fyrir sig.

5.306

Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is

2003 2015 Þó að fjölgun tilkynntra tilfella um dánaraðstoð hafi verið nokkur á síðustu árum í Hollandi hefur hlutfall þeirra tilvika af heildarfjölda dauðsfalla farið minnkandi. Því veldur öldrun hollensku þjóðarinnar. Árið 2015 voru 5516 skráð tilvik hjá þessari 17 miljóna þjóð.


FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 14. janúar 2017

Krabbamein helsta ástæða dánaraðstoðar Öndunarfærasjúkdómar 3,8%

Margskonar Elliglöp mein 2,0% 3,3%

Geðsjúkdómar 1,0%

Hjarta- og æðasjúkdómar 4,2%

| 19

Hollenski læknirinn Geertruida Postma vakti heimsathygli þegar hún viðurkenndi árið 1973 að hafa aðstoðað móður sína við að deyja. Hún hlaut vikulangan skilorðsbundinn fangelsisdóm en málið lagði grunn að núverandi stöðu dánaraðstoðar í Hollandi.

Taugasjúkdómar 5,6%

hvort svarendur væru hlynntir eða andvígir því að einstaklingur gæti „fengið aðstoð við að binda endi á

Dökkur

EXPRESSÓ Við ferðuðumst heimshorna á milli í leit að baunum í nýjustu kaffiblönduna okkar. Mikið brennt og kröftugt kaffi sem vekur bragðlaukana.

í bolla

frá bý

oll

áR fit

NÝTT

kaffitár frá bý li í b

býli frá

kaffitá r

la bol

kaf fitá r

lla i í bo býl á fr

í li

Hvernig viltu deyja? Flest erum við hrædd við dauðann en líklega eru allir hræddir við erfitt dauðastríð. Þessi hræðsla er skiljanleg, að mati Jonquière. „Ég er á því að það fyrsta sem við ættum að spyrja lækna og hjúkrunarstarfsfólk að þegar það hefur nám er hvernig þau sjálf vilji deyja og láta þau velta fyrir sér dauðastríði sjúklinganna sem þau koma til með að vinna með. Hins vegar er dauðanum oft ýtt til hliðar, líka í læknanámi, enda er það mannlegt að eiga erfitt með að tala um hann. Starf mitt sem fjölskyldulæknis snérist um að fylgja skjólstæðingum mínum í gegnum allt lífið og hjálpa þeim að takast á við áskoranir og þrautir lífsins. Þegar sjúklingurinn fær síðan banvænan sjúkdóm er auðvelt að setja höfuðið í sandinn og leiða staðreyndir hjá sér. Hins vegar reyni ég að setjast niður með skjólstæðingnum og fá hann til að hugleiða það hvert stefnir. Það getur verið sársaukafullt og erfitt en raunsætt sjónarhorn er mikilvægt. Ég býð ekki upp á dánaraðstoð heldur reyni ég að opna á þann möguleika, svo að viðkomandi geti gert upp við sig á hvaða máta hann kýs að deyja. Hann getur þá líka gert upp óuppgerð mál í lífi sínu og hvatt ástvini sína skýr í kollinum í stað þess að hverfa inn í mók verkjastillandi lyfja á síðustu dögunum þegar fullkomlega er ljóst hvert stefnir. Þetta vona ég að fleiri og fleiri læknar sjái sem réttu nálgunina á dauðastríðið. Dauðinn verður að vera eðlilegur hluti af samtali læknis og alvar-

Íslenskt samhengi Dánaraðstoð er stranglega bönnuð á Íslandi en í könnun sem Siðmennt fól Maskínu að gera í nóvember árið 2015 var spurt um það

ka f

Hægfara þróun Það þurfti lögbrot og viðurkenningu glæpsins til að þoka þessum málum áfram í Hollandi á sínum tíma. Árið 1973 var hollenski læknirinn Truus Postma ákærð fyrir að hjálpa fársjúkri móður sinni að deyja, eftir að hafa sjálf upplýst yfirvöld um verknaðinn. Málið vakti mikla athygli, umræðan fór á flug en dómurinn sem læknirinn hlaut var mjög vægur. Hollenskt samfélag er frjálslynt að mörgu leyti og Rob Jonquière segir að umræða um dánaraðstoð innan heilbrigðisgeirans hafi verið mikil allt frá áttunda áratugnum og fram að lagasetningunni 2002. „Ráðherrann sem kom þeim í gegn nýtti tækifæri sem gafst þegar Kristilegir demókratar, sem eru sögulega valdamikill flokkur í Hollandi, voru utan ríkisstjórnar en þeir lögðust einna harðast gegn lögunum,“ segir Jonquière. „Slík aðstoð hafði verið veitt í Hollandi en utan við ramma laganna. Það má því segja að forsaga lagasetningarinnar hafi verið um þrjátíu ára löng.“ Rob Jonquière segir að í dag ríki nokkuð góð sátt í Hollandi um þetta snúna málefni. „Frjálslyndið í Hollandi gerði landið að fyrirtaks stað til að þróa þessi mál en lögin voru mjög mikilvægt skref. Í dag eru flestir landsmenn ánægðir með kerfið sem hefur verið byggt upp í kringum þessi mál. Auðvitað eru einhverjir enn á móti dánaraðstoð en þá er einkum að finna innan rétttrúaðra og lítilla kristinna hópa. Kristilegir demókratar hafa til dæmis breytt afstöðu sinni og vilja standa við þá lýðræðislegu ákvörðun sem felst í lögunum.“

lega veiks sjúklings. Þetta hefur þróast í Hollandi á undanförnum áratugum, en sú þróun hefur líka tekið 30 til 40 ár.“

r frá býli í bolla fitá kaf

Krabbamein 72,5%

a

Annað 7,6%

líf sitt ef hann væri haldinn ólæknandi sjúkdómi.“ Þar sögðust þrír af hverjum fjórum hlynntir dánaraðstoð en aðeins um 7% andvíg. „Ef Íslendingar vilja stíga skref til að lögleiða dánaraðstoð er mikilvægt að stuðla að opinni og upplýstri umræðu,“ segir Rob Jonquière. „Fagfólk í heilbrigðisstéttum þarf að taka þessa umræðu í sínum hópi en hún verður líka að fara fram víðar í samfélaginu. Ég er viss um að margir læknar horfa svo á að vegna þess að dánaraðstoð er ekki lögleg þá telji þeir sig ekki þurfa að leiða hugann að henni. Um leið er ég líka viss um að læknar sem vinna með alvarlega veikum einstaklingum hafa oft velt því fyrir sér hvenær lífsgæðin eru orðin það lítil að þeir álíti morfíngjöf og

leggur heiminn að vörum þér

svefn ekki nægilegt eða rétt úrræði til að lina þjáninga. Yfirleitt vilja sjúklingar frekar vera með meðvitund og ná að kveðja ástvini sína og síðan yfirgefa þennan heim. Dánaraðstoð er líkn þeim sem vilja haga málum þannig. Í þessum efnum þarf hins vegar að opna umræðuna og fjalla um þessi siðferðilegu álitamál og reynslu annarra þjóða á sem flestum sviðum samfélagsins. Mín reynsla af þessum málum segir mér að stjórnmálin fylgi í humátt á eftir veruleikanum. Stjórnmálin lögleiða yfirleitt ekki neitt sem ekki er til staðar í samfélaginu. Það getur verið snúið og erfitt að tala um þessi mál, en hvorki umræðan né niðurstaðan verður til á einni nóttu,“ segir Rob Jonquière.


20 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 14. janúar 2017

Sudoku miðlungs

Krossgátan 2 9

7 5 3 8 6 2 8 4 3 2 7

G L I L L A B I L Á F R F L E S T U A F L A M N Æ L O N D R I F S I Á S T A S T M A E K K I Ð L U R T A D R Í F A A L L S F L A S A E G S A M I O S T U Ð A R T R I N N I D A Ð L A H A N Á L M I Ð D N É T A S A

T mynd: Erica Kowal (cc By-Sa 2.0)

MÖRGU

SPÍRA

FEIKN

AÐ BAKI

STÖNGULENDI

FRAMVEGIS

ÆVIKVÖLD

ERGJA

STYRKUR GERVIEFNI FJÚK HEGÐA

S H A F T R A N J Ó G D Ó D A A S N I T Ú L F R I Ð L A Ú L L L A A F L R S J A M A L A A T A S T Ð A N A U N D R U R I S S HLÓÐIR

Í RÖÐ

ÚTIHÚS

+g)81'85%+‡.5266*$785*$7851(7

TORFARINN

HINDRA FÖNN

S LÉST

HÓFDÝR

LABBAÐI KRYDD

DOLLARI PASTA

SNJÓKOMA DETTA

RÁNDÝRA

RÓMVERSK TALA

AFLAGA ÖNUGUR

F TÍMABILS

Á MASA FÍFLAST NÝLEGA

Á HISSA

KROT

MÓÐURLÍF ÞUS

VEIÐI

FJANDI

RÖND RÍKIS

SPYR EFNI

UPPHRÓPUN Í RÖÐ

BORÐA

OFSAÐNING

KVK NAFN EMBÆTTI

STIG

SÝKJA

SÁÐJÖRÐ

KÆRLEIKS LÝÐUR

SJÚKDÓM

MATREIÐA

SVELG

SNÁÐA

LEIFTUR

SAMSTÆÐA JAFN

TVEIR EINS

MÁLMUR

SKÓLI

RÉTT

ANA

GRANDI

DANS HITA

MJÓLKURAFURÐ SÁLAR

SANNFÆRINGAR

DUGNAÐUR

LANDS

ÁVÖXTUR LIÐAMÓT

NÁLAPÍPA SKÓLI

HÁDEGI

VIÐSKIPTI

NÆRA BÁRA

Á L Á R A M I U M A L U N A K O R A R M S U P P P A P A R I N K N A B A R B Ú A R A L A M N H Ú S E G I L A TUNNU

PILAR

SKAPI

SKÍTUR

MEIÐA

SVARTFUGL

SIGTI

PEDALI

SVEIA

ASKA

FLOTT

SAFNA SAMAN

EINGÖNGU

ERFIÐI

LÆKKA

MAULA

TVEIR EINS

SKÍNA ÓSVIKINN ÚTJARÐA

KÚSTA

STÆKKA

SKELFING

ANGAN

ÞROT

FRUMEFNI HLÝJA

RÍKI Í AMERÍKU

VÆTU FNYKUR

ENDURTEKNING SKAMMT

TVEIR EINS

MASAR

FUGL

SKAÐI

HVIÐA

FORLAGA

ÞRÁ

FROSKUR

KVK NAFN

VÖRUBYRGÐIR

FRAMRÁS

SMÁSTEINN

Í RÖÐ

MÁLMUR

KUSK

GLÁP

MISSIR

MERGÐ

TVEIR EINS

GÖNGULAG

STAMPUR

ÆXLUNARKORN

NAGA

SKAPLYNDI

BLÓM

EINSAMALL

ÞUNGI KROT ÓKEYPIS

SKÖRP BRÚN

KLEFI

STAÐALGILDI

SARG

TVEIR EINS

SJÚGA

ÞYRPING

ÖRÐU

FLÓN

MARGNUGGA

SÆGUR

LIÐORMUR

SPJALLA

MERKI

FYRIRTÆKI FRAMAGOSI

ELDHÚSÁHALD

SKÓLI

GRAFA

STÆKKA

SPYRNA

FLÝTIR

LENDA

KRINGUM

RÍKI

GOSOP

Í RÖÐ

NÆRA

TVEIR EINS

MÁLMUR

ÁTT

GAPA

ÆRSL

POT

RÓMVERSK TALA

TENGJA

BISNESS

ALÞÝÐU

ÁTT

BÚINN

ELDSNEYTI

Í RÖÐ

RÍKI DAUÐRA

ALBANÍA

HIN FAGRA OG FORNA ALBANÍA 8. – 19. apríl

Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðavæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð. WWW.TRANSATLANTIC.IS

SAMTÖK

SVELGUR

SKAUT

Allar gáturnar á netinu Allar krossgátur Fréttatímans frá upphafi er hægt að nálgast á vefnum krossgatur.gatur.net FJÖRUGUR

SJÚKDÓM

ÞÁTTUR

ÓREIÐA

Lausn síðustu krossgátu LITUR

UPPFYLLA

SLAGÆÐA

5

323

SKRÍPALEIKARI

MERKJAKERFI

Sudoku þung 3 6 1 9 2 5 3 2 8 1 5 7 1 7 4 9

IÐRAST

mynd: public domain

4

2 7 8 5 9 6 8 1 3 7 2 3 6 3 9 9 8

324

+g)81'85%+‡.5266*$785*$7851(7

6 3 7 5 1

1

HAFNA

BORG

SVARA

P O RTR ET T

Handhafar Hasselblad-verðlaunanna PÁSKAFERÐ

VERÐ 299.950.-

per mann í 2ja manna herbergi. Innifalið: Flug, hótel í London, hótel með hálfu fæði í Albaníu, öll keyrsla í Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattar og aðgangur þar sem við á. (Per mann í 2ja manna herbergi)

SÍMI: 588 8900

AÐGANGUR ÓKEYPIS

24. 9. 2016 –15.1. 2017

Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð, 101 Reykjavík · Opið 12–19 mán–fim, 12–18 fös, 13–17 um helgar · www.borgarsogusafn.is


Núvitund bætir árangur stjórnenda

Opni háskólinn í HR býður námskeiðið Mindful Leadership – Google aðferðin, sem eflir leiðtogafærni með nýjustu aðferðum í leiðtoga- og stjórnendafræðum. Unnið í samstarfi við Háskólann í Reykjavík.

A

ðferðin sem þróuð var af verkfræðingi hjá Google er talin leika stórt hlutverk í velgengni fyrirtækisins, og hafa mörg nútímaleg fyrirtæki tileinkað sér þessa aðferð. „Hjá fyrirtækjum eins og Google eru gríðarlegar kröfur gerðar til starfsfólks um árangur sem getur vakið upp kvíða, efasemdir, ákveðið stjórnleysi og streitu. Við þær aðstæður dregur smám saman úr færni starfsfólks til að standa sig vel og var Google aðferðin hönnuð til að sporna gegn þeirri þróun með því að beina athyglinni meðal annars að núvitund,“ segir dr. Þórður Víkingur Friðgeirsson, verkfræðingur og leiðbeinandi á námskeiðinu Mindful Leadership. Hann er jafnframt einn helsti sérfræðingur landsins í verkefnastjórnun og ákvörðunarfræðum. Námskeiðið kennir hann ásamt Ásdísi Olsen sem er viðurkenndur kennari á sviði núvitundar, eða Mindfulness, og hefur sérhæft sig í núvitund fyrir stjórnendur og innleiðingu á vinnustaði. Mindful Leadership miðar að aukinni hæfni til að halda einbeitingu og skapa rými til forystu í flóknu og krefjandi starfsumhverfi nútímans. Mörg af öflugustu fyrirtækjum heims og framsæknar stofnanir á borð við

Dr. Þórður Víkingur Friðgeirsson, verkfræðingur og leiðbeinandi á námskeiðinu Mindful Leadership í Opna háskólanum í HR. Hann er einn helsti sérfræðingur landsins í verkefnastjórnun og ákvörðunarfræðum.

Google, Apple, Nike, General Mills, bandaríska herinn, dönsku ríkisstjórnina og Harvard Business School hafa tekið Mindful Leadership í þjónustu sína með árangri sem eftir er tekið um allan heim. „Við munum ekki stjórna fyrirtækjum framtíðarinnar með hug-

myndafræði fortíðarinnar. Mörg nútímaleg fyrirtæki, og ekki síst þau sem við höfum sem okkar fyrirmyndir, hafa tileinkað sér þær viðhorfsbreytingar sem er undirstaða Google aðferðarinnar. Kröfur fara vaxandi um árangur, samkeppni er mikil og stjórnendur og leiðtogar

eru settir undir meiri pressu með árangur. Þá er vinnan sífellt meira byggð upp, meiri sveigjanleiki og að geta aðlagast hratt á tímum hraða og breytinga. Meiri áhersla er því lögð á manninn velferð hans og við tölum núna kinnroðalaust um hugtök eins og hamingju, hvernig

maðurinn skapar og lætur gott af sér leiða,“ segir Þórður. Fjöldi rannsókna sýnir einstakan ávinning af aðferðafræði Mindful Leadership sem er bæði hagnýt og áhrifarík og miðar að aukinni hugarró, einbeitingu, skýrleika, sjálfsþekkingu, sjálfsstjórn, samskiptafærni, vellíðan og sátt. „Félagsleg færni og tilfinningagreind er ekki öllum í blóð borin en það er vel hægt að læra það og tileinka sér,“ segir Þórður. „Sem dæmi þá má leiða að því líkur að Google sé ekki endilega samsett af starfsfólki sem sé sérstaklega félagslega fært frá náttúrunnar hendi heldur hugsanalega frekar tæknisinnaðir nördar. Samt tókst Google með aðferðinni sem er kennd á námskeiðinu að ala á samkennd og er gjörsamlega ósigrandi á sínu sviði,“ segir Þórður Víkingur. Meðal þeirra sviða sem þátttakendur mega vænta mikilla framfara við er hvernig fólk kemur fram við sjálft sig, hvernig það vinnur með streitu og stjórnar orku. „Heilt yfir vill fólk verða betri stjórnendur og það gamla viðhorf að deila og drottna víkur fyrir meiri samskiptum til að leysa verkefni fyrirtækisins. Stóra skrefið í að bæta stjórnun fyrirtækja er að starfsfólkið sé í lagi og sé sátt við sjálft sig. Þá kemur árangur í rekstri í kjölfarið.“

RÝMINGARSALA 20% aukaafsláttur af öllum

GARÐHÚSUM

GARÐHÚS 4,4m²

á meðan byrgðir endast

VH/16- 05

50% afsláttur af flutningi á GARÐHÚSUM og GESTAHÚSUM á allar þjónustustöðvar Flytjanda.

GESTAHÚS og GARÐHÚS sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður 44 mm bjálki / Tvöföld nótun

volundarhus.is · Sími 864-2400

GARÐHÚS 9,9 m² án gólfs

GARÐHÚS 14,5 m²

· Allt á að seljast · Fyrstur kemur fyrstur fær · Ekki missa af þessu Vel valið fyrir húsið þitt

GARÐHÚS 4,7m²

Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu okkar volundarhus.is og í síma 864-2400.

Sjá fleiri GESTAHÚS og GARÐHÚS á tilboði

á heimasíðunni volundarhus.is GARÐHÚS 9,7m²

www.volundarhus.is


X

X

22 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 14. janúar 2017

GOTT UM HELGINA

Við fljúgum!

Krumminn og viskan Myndin Krumminn, fugl viskunnar verður sýnd í Náttúrufræðistofu Kópavogs. Myndin er eftir Pál Steingrímsson sem lést nýverið en hann gerði margar myndir um náttúru Íslands. Hvar? Náttúrufræðistofa Kópavogs. Hvenær? Í dag kl. 13. Hvað kostar? Ókeypis.

Tommi White við plötuspilarana Plötusnúðurinn Tommi tekur sér stöðu við vínylspilarana og velur tónlist ofan í gesti eftir eigin höfði. Hvar? Kaffi Vínyl við Hverfisgötu. Hvenær? Í kvöld milli kl. 20 og 23. Hvað kostar? Ekkert inn.

Síðdegi sónatínunnar Tækni og tilraunir

M IA M I

frá

16.999 kr. Tímabil: apríl - maí 2017

SA N F RA NC I S C O

frá

16.999 kr.

Krakkar og fjölskyldur eru boðin velkomin á opið tækni- og tilraunaverkstæði í Gerðubergi. Leiðbeinendur Kóder aðstoða gesti við að prófa sig áfram og læra um smátölvuna Raspberry Pi, Minecraft forritun, Scratch, sem er einfalt forritunarmál sem hentar yngstu börnunum vel, og ýmislegt fleira. Um að gera að fikta og læra saman um spennandi tækni og hvað hægt er að skapa með henni. Hvar? Gerðuberg, menningarmiðstöð í Breiðholti. Hvenær? Í dag milli 13.30 og 15.30. Hvað kostar? Allir forvitnir velkomnir.

Nína kemur norður Tvær fyrstu sýningar ársins í Listasafninu á Akureyri eru yfirlitssýning á verkum Nínu Tryggvadóttur, Litir, form og fólk, og sýning Freyju Reynisdóttur, Sögur. Sýningin á verkum Nínu er að hluta byggð á sýningunni Ljóðvarp sem sett var upp í Listasafni Íslands 2015. Hvar? Listasafnið á Akureyri. Hvenær? Opnanir í dag kl. 15. Hvað kostar? Enginn aðgangseyrir að safninu.

Teiknar með teipi Pólska myndlistarkonan Monika Grzymala opnar nýja sýningu með verkum sínum í Reykjavík. Monika er þekktust fyrir stórar innsetningar sem hún vinnur með ýmis konar límbandi, en auk einnar slíkar getur að líta pappírslágmyndir á nýju sýningunni. Hvar? BERG Contemporary við Klapparstíg. Hvenær? Opnun í dag kl. 17. Hvað kostar? Enginn aðgangseyrir að galleríinu.

Tímabil: febrúar - mars 2017

L O S A N GE L E S

frá

16.999 kr. Tímabil: febrúar - mars 2017

Grímur Helgason klarínettuleikari og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari halda tónleika í 15:15 tónleiksyrpunni. Sónatínur eru smækkuð mynd af þekktara formi tónsmíðaformi, nefnilega sónötunni. Evrópskar sónatínur ásamt einu slíku verki eftir Áskel Másson prýða efnisskrána. Hvar? Norræna húsinu. Hvenær? Á morgun kl. 15.15. Hvað kostar? 2000 kr. en 1000 fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn.

Heilbrigð melting Active Liver stuðlar að eðlilegum efnaskiptum

F R A N K F U RT

frá

8.499 kr. Tímabil: janúar - mars 2017

ED I N B O RG

frá

5.999 kr. Tímabil: janúar - mars 2017

BRI S T O L

frá

5.999 kr. Tímabil: janúar - mars 2017

„Ég fékk aukna orku og mér finnst auðveldara að halda mér í réttri þyngd.“

Inniheldur: • Kólín sem stuðlar að: - eðlilegum fituefnaskiptum - viðhaldi eðlilegrar starfsemi lifrarinnar • Mjólkurþistil og ætiþistil sem talin eru stuðla að eðlilegri starfsemi lifrar og galls • Túrmerik og svartan pipar

Jóna Hjálmarsdóttir

*Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.

Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna Nánari upplýsingar á www.icecare.is


ÚTSALA 20 –70% afsláttur

Úrval af ljósum og lömpum

Opið til kl. 18 virka daga Laugardag: kl. 11–16 ı www.rafkaup.is


24 |

Hæ, kíktu út! KÖBEN

frá

7.499 kr.

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 14. janúar 2017

Sýnir ógnvekjandi raunveruleika á Íslandi Ljósmyndarinn Þórsteinn Sigurðsson hefur ástríðu f yrir heimildaljósmyndun og finnst mikilvægt að allir kimar sam­ félagsins fái að sjást.

Tímabil: febrúar - apríl 2017

LONDON

frá

„Who are Beige Boys?“ Gengi á Íslandi.

4.999 kr. Tímabil: mars - apríl 2017

BE RL Í N

frá

7.999 kr. Tímabil: janúar - febrúar 2017

SA L Z B U RG

Myndasería úr Breiðholti. Að sögn Þórsteins er mikilvægt að eiga heimild um alla kima samfélagsins.

frá

14.999 kr. Tímabil: janúar 2017

BRU S S E L

frá

8.499 kr. Tímabil: júní 2017

LYO N

frá

12.999 kr. Tímabil: júní 2017

*Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.

Ljósmynd úr seríu um „underground tattoo“ menningu á Íslandi.

Sniper, HNP. Graffiti i Reykjavík.

sögur. Allar aðstæður í myndunum mínum eru raunverulegar, enginn skáldskapur og ég er ekki að búa neitt til. Mínar fyrirmyndir í ljósið búum í litlu landi og það eru allskyns tabú í gangi myndun eru þeir sem segja sögur og mér finnst spennandi sem eru ekkert endilega fyrir framað fjalla um eitthvað af an mann í hinu daglegu lífi.“ þeim. Það er til allskonÞórsteinn leggur mikla áherslu á rannsóknarvinnu áður en sjálf ar fólk á Íslandi eins og allstaðar myndin er tekin. „Ég byrja á því annarsstaðar í heiminum, það er að tala við allskonar fólk um hvort ekkert öðruvísi hér en annarsstaðleynist fjársjóður einhversstaðar í ar. Fólk vill oft búa sér til einhvern samfélaginu. Það er hluti af þessu íslenskan raunveruleika en hann er að bera fram hugmyndirnar sínar ekki til,“ segir Þórsteinn Sigurðsog vinna sér inn eitthvað ákveðið son, nemi í Ljósmyndaskólanum. traust og það er alveg jafn mikilvægAð sögn Þórsteins er mikilvægt að eiga heimild ur hluti af ferlinu um alla kima eins og að mynda samfélagsins síðan að lokum. og að myndaUndirbúningsvinna að svona vél sé í raun myndum getur skráningartæki. „Það tekið marga er einhver mánuði og maðrödd innra ur þarf bara að með mér sem sýna þolinmæði segir að ég og venjulega Þórsteinn Sigurðsson, sjálfsmynd. kemur það sem eigi að segja Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is

V

maður vill til manns eins og með allt annað. Ég reyni að vanda mig og sýna mínar bestu hliðar þegar ég er að vinna að verkefnum.“ Er mikið um heimildaljósmyndun á Íslandi? „Það er lítið um það. Mjög fáir eru að vinna að því að skoða samfélagsleg vandamál og falinn raunveruleika. Það er fátækt hérna, dóp og byssur. Þetta er alveg ógnvekjandi raunveruleiki og þess vegna er mikilvægt að vita af tilvist þessa heims. Þetta er áhugavert hér á landi því það er enginn að vinna þessa heimildavinnu hérna heima og ef hún er unnin þá er hún oft rosalega ritskoðuð. Ég er ekki að vinna fyrir neinn, ég er bara að vinna fyrir sjálfan mig og það er enginn sem ritskoðar mig og ég get bara gert það sem mér sýnist. Til að sjá fleiri verk Þórsteins er mælt með að kíkja á xdeathrow á Instagram.


23. apríl í 11 nætur

Frá kr.

111.195 m/morgunverð

Allt að

25 ára afmælisafsláttur

25.000 kr. afsláttur á mann í janúar

MADEIRA

25 ÁRA

1992-2017

Frábær ferð til hinnar fallegu blómaeyju!

M

Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

ENNEMM / SIA • NM79572

adeira er stundum nefnd „skrúðgarðurinn í Atlantshafinu“ enda með fádæmum gróðursæl og býr yfir einstökum náttúrutöfrum. Innan um tilkomumikil fjöll, vínekrur, ávaxtagarða og fagran hitabeltisgróðurinn hafa eyjarskeggjar skapað hina fullkomnu aðstöðu ferðamannsins. Funchal er höfuðborg eyjunnar með um 70.000 íbúa. Hér ríkir afar þægilegt loftslag allan ársins hring en meðalhitinn í apríl er um 18°C. Það sem einkennir borgina öðru fremur eru stórir og fallegir skrúðgarðar með aragrúa fagurra blómategunda sem fátítt er að sjá annars staðar. En borgin hefur fleira að bjóða eins og þröngar krókóttar götur, vinaleg veitinga- og kaffihús og við höfnina vagga sér skip af öllum stærðum og gerðum frá öllum heimshornum. Í borginni er úrval sérverslana, minjagripaverslana og litskrúðugra markaða – með afar fjölbreyttan varning. Þar eru einning verslunarmiðstöðvar með þekktum vörumerkjum, veitingastöðum og jafnvel kvikmyndahúsum. Helstu verslunarmiðstöðvarnar eru Madeira Shopping, Forum Madeira og sú nýjasta, Dolce Vita. Þegar út fyrir borgina er komið taka við litlir „syfjulegir“ bæir og vinaleg sjávarþorp sem gaman er að heimsækja. Íbúar eyjunnar eru heimsþekktir fyirr vínframleiðslu sína en blómarækt, dúkasaumur og körfugerð leikur einnig í höndum þeirra. Í boði eru góð hótel sem staðsett eru skammt fyrir utan höfuðborgina Funchal á suðurströnd eyjunnar.

Hotel Orquidea

Hotel Girassol

Four Views Monumental

Hotel Madeira Mare

Frá kr. 111.195 m/morgunmat innif.

Frá kr. 122.195 m/morgunmat innif.

Frá kr. 124.395 m/morgunmat innif.

Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í herbergi.

Frá kr. 136.595 m/morgunm. innif. ofl.

Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í herbergi.

Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í herbergi.

Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í herbergi.


26 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 14. janúar 2017

Hvetur til jákvæðni í janúar Harpa Rut stofnaði facebook-­ hópinn Jákvæður janúar til að hvetja Íslendinga til jákvæðni og kenna þeim að elska sjálfa sig. Fyrir sjö árum var hún sjálf frekar neikvæð týpa og óhamingjusöm í eigin skinni, en tók sig á með góðum árangri. Nú vill hún hjálpa öðrum. „Hugmyndin kviknaði þegar ég var að velta fyrir mér hvað ég gæti gert til að fá Íslendinga til að vera jákvæðari og læra að elska sjálfa sig um leið,“ segir Harpa Rut Heiðarsdóttir, fangavörður og einkaþjálfari, sem stofnaði í ársbyrjun facebook-

-hópinn Jákvæður janúar, sem nú telur um þúsund meðlimi. Harpa Rut segir hópinn vera fyrir alla þá sem eru að leita sér að jákvæðri hvatningu, hvort sem það er í daglegu lífi, eða tengda heilsu og lífsstíl. Hún tekur þó fram að hópurinn sé alls ekki bara fyrir neikvætt fólk sem þurfi að sjá jákvæðu hliðarnar á hversdeginum. „Svo innilega ekki. Þessi hópur á að hvetja meðlimina til að vera jákvæðir og fá þá til að smita út frá sér jákvæðnina. Ég vil alls ekki að þessi flotti hópur sé stílaður inn á neikvætt fólk, því að allir sem eru í honum eru þar á sömu forsendum,

Vetrarmarkaður ELLINGSEN

20-70% AFSLÁTTUR Mikið úrval af gönguskóm

ZAMBERLAN

SCARPA

VERÐ ÁÐUR 49.390.KR

VERÐ ÁÐUR 22.990.KR

30% AFSLÁTTUR VERÐ NÚ 34.573.KR

20% AFSLÁTTUR VERÐ NÚ 18.392.KR

VIOZ PLUS

MOJITO

Með því að velja hráefnið af kostgæfni, nota engin aukaefni og hafa verkhefðir fyrri tíma í hávegum, framleiðum við heilnæmar og bragðgóðar sjávarafurðir.

Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Kostur, Iceland verslanir, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin.

ÚTSALAN ER HAFIN

Undirföt Sundföt Náttföt

að byrja árið með bros á vör, sama hvort þeir eru vanir að gera það eða ekki. Ég allavega held að eitt bros smiti frá sér fleiri bros,“ segir Harpa sem er dugleg að skrifa hvetjandi og jákvæð innlegg í hópinn til að minna fólk á það góða í lífinu. Þá minnir hún fólk á að hrósa, bæði sjálfu sér og öðrum. Og þetta virðist vera að virka því hún hefur fengið fjölmörg skilaboð þar sem fólk tjáir henni hvað þetta hefur gert því gott. Sjálf hefur hún ekki alltaf verið jákvæða týpan, svo sannarlega ekki. „Fyrir um sjö árum var eins og það kviknaði á ljósaperu hjá mér og ég sá hversu neikvæð manneskja ég

Selena undirfataverslun

var. Ég var allt of þung líkamlega og andlega. Allt of óhamingjusöm í mínu eigin skinni. Ég tuðaði yfir öllu og sá aldrei jákvæðu hliðarnar á hlutunum. Ég dró mig niður

með neikvæðu tali og þar fram eftir götunum. Þar til einn daginn, þá fannst mér ég bara leiðinleg og mig langaði ekki að vera leiðinleg manneskja. Hvað var til ráða? Jú, að breyta sjálfri mér. Það var eitthvað sem ég þurfti að gera sjálf, því það gerir það enginn fyrir mann. Ætli ég vilji ekki kveikja á fleiri ljósaperum og halda ljómanum í þeim sem nú þegar er kveikt á.“ Harpa heldur úti líflegum og skemmtilegum snapchatreikningi ásamt kærastanum sínum, Vigfúsi Dan Garshorn Christiansen, þar sem jákvæðnin er í fyrirrúmi: lifsstillharpa. | slr

Mikilvægt að tala við kindurnar Silja Jóhannesdóttir þreytir frumraun sína í fjárbúskap sem afleysingabóndi í tuttugu daga. Það hefur komið henni á óvart hvað það fer mikil vinna í bústörfin og hvað kindurnar eru miklir karakterar. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@frettatiminn.is

S

ilja Jóhannesdóttir hóf nýtt ár í öðrum aðstæðum en hún er vön. Hún tók að sér að vera bóndi í afleysingum í tuttugu daga á bænum Ærlæk ásamt föður sínum á meðan ábúendur á bænum eru í fríi í Mexíkó. Þó Silja hafi búið á bæ rétt fyrir utan Akureyri þegar hún var barn, þá voru þar engin dýr, svo þetta er frumraun hennar í fjárbúskap með 550 kindur. „Það er búið að vera ótrúlega gaman að vera í sveitinni og læra handtökin, ég hef alveg verið í sveit en aldrei unnið sveitastörf eða gefið,“ segir Silja, en á bænum eru líka fjórir hestar, fjórtán endur, hundur, köttur og kanína. „Það skemmtilegasta sem ég hef gert er að hleypa öndunum út. Þær vagga út úr húsi, ótrúlega skítugar og glaðar, svo synda þær á vatninu í smá tíma og vagga aftur inn hreinar og fínar. Það er svo brjálæðislega gaman að sjá þær vagga svona,“ segir hún hlæjandi. Þá finnst henni líka mjög gaman að fá að keyra traktor.

Áhætta að sinna bústörfum Það sem hefur komið Silju hvað mest á óvart í sveitinni er hvernig heyið nær að dreifast út um allt, inn í öll hús, og vinnan við bústörfin. „Maður heldur að það þurfi bara að henda smá heyi í garðana, en svo þarf að flytja til rúllurnar og skera utan af þeim. Það er nú áhættuatriði út af fyrir sig að fara upp á rúllurnar og skera þær í sundur. Maður þarf að hoppa upp á einhvern skera og þetta er spurning um styrk, jafnvægi og almenna útsjónarsemi,“ segir hún og af lýsingunum að dæma hefur hún lagt sig í hættu við þessa aðgerð. Silja og faðir hennar voru tvö ein í sveitinni yfir áramótin, ásamt dýrunum, og segir hún það hafa verið mjög notalegt. Silja er ekki mjög hrifin af flugeldum svo hún var fegin að vera laus við þann gauragang þessi áramótin.

Gott lambalæri ekki sjálfgefið

Bláu húsin Faxafeni | S. 555 7355 | www.selena.is |

Harpa og Fúsi taka sig ekki of hátíðlega og reyna að lifa lífinu jákvæð og glöð.

Aðspurð segist Silja ekki geta hugsað sér að verða bóndi eftir þessa reynslu, en hún væri alveg til í að búa í sveit. „Þetta er skemmtileg vinna upp að vissu marki, en ég held ég væri ekki til í að vera bundin svona yfir dýrunum og

Það er ekki auðvelt að vinna með heyrúllurnar og krefst það mikillar útsjónarsemi.

að sinna þessari miklu vinnu sem fylgir þeim á hverjum degi.“ Silja segir í Silja segir mikilvæ gríni að það ætti gt að sinna kindunu m vel og vera góður jafnvel að skikka við þær. alla þá sem borða lambaþað er ótrúlega vinna á bak við kjöt til að sinna fjárbúskap í smá þetta. Það þarf að sinna dýrunum tíma. „Ég hef alltaf verið báðum vel, enda eru þetta skepnur með áttum varðandi styrki til landskyn. Maður þarf að vera góður búnaðar, en ég held að fólk myndi við þær og tala við þær. Það sem skilja styrkina betur og bera meiri er magnað við kindurnar, og kom virðingu fyrir atvinnugreininni mér líka á óvart, er hvað þær eru ef það prófaði að vera í sveit. Gott miklir karakterar.“ lambalæri verður ekki til úr engu,


ÚTSALA DORMA

NÚ Á FJÓRUM STÖÐUM

Nýttu tækifærið

ÚTSALAN í fullu fjöri ALLT AÐ

60% AFSLÁTTUR

OPIÐ Á SUNNUDÖGUM Í DORMA SMÁRATORGI

25%

25%

af 120 x 200 cm á meðan birgðir endast.

af 160 x 200 cm á meðan birgðir endast.

AFSLÁTTUR

Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á Classic botni.

NATURE’S REST heilsurúm með Classic botni

Stærð cm 120x200

AFSLÁTTUR

Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á Classic botni.

Fullt verð 79.900 kr.

Aðeins 59.920 kr.

NATURE’S LUXURY heilsurúm með Classic botni

25%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Dökk- eða ljósgrátt slitsterkt áklæði. Hægri eða vinstri tunga. Stærð: 240 x 143 cm

tungusófi

Fullt verð: 119.900

Aðeins 89.925 kr. Afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–17 Sunnudaga kl. 12–16 (Smáratorg) www.dorma.is

Fullt verð 169.900 kr.

Aðeins 127.425 kr.

25% TAMPA

Stærð cm 160x200

Holtagörðum, Reykjavík 512 6800 Smáratorgi, Kópavogi 512 6800

TAMPA

U-sófi

Ljós- eða dökkgrátt slitsterkt áklæði. Hægri og vinstri tunga. Stærð: 315 x 215/143 cm Fullt verð: 189.900 kr.

Aðeins 142.425 kr.

Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100 Skeiði 1, Ísafirði 456 4566


LAUGARDAGS ÞRENNAN

Fólkið mælir með… Hjördís Eyþórsdóttir Veitingastaður fyrir fyrsta stefnumót: Ég mæli með hverskonar veitingaþjónustu sem er innan veggja bensínstöðva. Franskar með tómatsósu og Mix. Séð og heyrt og verkamenn að tala um pólitík. Aldrei vandræðaleg þögn. Lag í kuldanum: Ef mér er kalt og skammdegisþunglyndið er að drepa mig þá hlusta ég á I Love You Baby, I Love You Doll eftir Parekh & Singh. Heyrnartól, húfa, úlpa og beint út í kuldann með bros á vör. Laugardagsbíómyndin: Ég get ekki horft á neina rómantíska bíómynd í janúar þar sem elskhugi minn er á ferðalagi og ég fer bara að gráta. Léon: The Professional er fullkomin í laugardagsrugl. Bad Moms er svo svona áreynslulaus.

Stella Briem Veitingastaður fyrir fyrsta stefnumót: Fór á Public House um daginn og fólkið sem sat við hliðina á mér var á „deiti“ og það leit alveg mjög vandræðalega út. Það eru samt mjög góðir dumplings þar þannig ég mæli með staðnum. Lag í kuldanum: Í skammdegisþunglyndinu er mikilvægt að hlýja sér í sálinni. „Oldschool hiphop“ gerir það fyrir mig. Lagið I’ll Be There for You með Method Man og Mary J. Blige er uppáhald. Laugardagsbíómyndin: Mæli með heimildamyndinni Hvað er svona merkilegt við það? Fjallar um Kvennaframboðið og Kvennalistann – besta íslenska heimildamynd sem ég hef séð.

Regína Jónsdóttir Veitingastaður fyrir fyrsta stefnumót: XO á Grandanum. Mjög góður matur og fljót þjónusta ef þetta verður eitthvað vandræðalegt en ef ekki þá er upplagt að fara á Valdísi eftir á. Lag í kuldanum: Light as a Stone – Ylja. Það er bara eitthvað við raddirnar þeirra og hljóminn sem ég fæ ekki nóg af, svona eins og kaffi og súkkulaði. Laugardagsbíómyndin: Það er tilvalið að grafa upp eitthvað gamalt og legg ég til Legends of the fall frá árinu 1994. Átakanleg með meiru en Brad Pitt slær á það með fallegu faxinu.

FYRIR OKKUR

Hádegi Farðu í hádegissund. Kíktu í pottinn í lauflétt laugardagsspjall við pottfélagana og taktu nokkra sundspretti en bara í rólegheitunum. Það er ekki verra að skella í sig smá vesturbæjarís eftir sundferðina í kalda veðrinu.

Morgunn Byrjaðu morguninn á því að horfa í spegilinn og segja við spegilmyndina: Ég er falleg manneskja og get allt sem ég vil. Endurtaktu tíu sinnum og þá ferðu með sjálfstraust og gleði inn í daginn.

Kvöld Spilaðu með fjölskyldunni. Safnaðu saman öllum fjölskyldumeðlimum, settu eina góða eðlu í ofninn og spilið Fimbulfamb. Lærdómsrík og skemmtileg fjölskyldustund.

Útsala YFIR 2500 VÖRULIÐIR Á LÆKKUÐU VERÐI

Kingston-sófi Nú

179.900 kr.

SPARAÐU

30%

SPARAÐU

40%

SPARAÐU

120.000 Amalfi-borð. Olíuborin eik. 160/210 x 90 cm. 149.900 kr. Nú 99.900 kr. Kingston-sófi. Grátt áklæði. 2 ½ sæta + legubekkur. 271 x 161 cm. 299.900 kr. Nú 179.900 kr.

Stavanger-2ja sæta Nú

SPARAÐU

124.900 kr.

SPARAÐU

35%

SPARAÐU

55.000

Honest-borð. Gegnheil eikarplata. 95 x 200 cm. 149.900 kr. Nú 99.900 kr.

Stavanger-sófi. Tveggja sæta. Gulur eða grár. L 144 cm. 179.900 kr. Nú 124.900 kr.

SPARAÐU

4.995 kr.

30% Wood-arinn. Antíkbrúnn. 113x20x137 cm. 19.900 kr. Nú 13.900 kr.

30%

SPARAÐU

35%

SPARAÐU

60%

Pouf-skemill. 3 mismunandi litir. 40x45 cm. 12.995 kr. Nú 4.995 kr.

Link-stóll. Plastseta. Ýmsir litir. 12.900 kr. Nú 7.900 kr.

SPARAÐU 25-50% AF VÖLDUM VÖRUM Army-loftljós. Svart eða grænt. 27 cm. 7.995 kr. Nú 5.595 kr. 21 cm. 6.995 kr. Nú 3.595 kr.

25% AF ÖLLUM SNÖGUM

25-

50% Ball-loftljós. Ýmsir litir og stærðir. 18 cm. 14.995 kr. Nú 9.995 kr.

25%

AF ÖLLUM LJÓSUM

VP Globe-loftljós. Glær akrýlskermur með hvítu eða bláu, appelsínugulu og króm involsi. 40 cm. 249.900 kr. Nú 149.900 kr.

25%

Coathook yours-snagi. 3 gerðir. 8 cm. 1.195 kr. Nú 895 kr. /stk. 6 cm. 995 kr. Nú 745 kr./stk.

30-

50% AF ÖLLUM MOTTUM

AF ÖLLUM SÁPUM

AF NIGHT&DAY RÚMFÖTUM & LÖKUM

SPARAÐU

50%

Raie-rúmföt. 140x200/60x63 cm. Svart, blátt eða hvítt. 8.995 kr. Nú 6.695 kr.

Sérvalið fyrir íslenskar aðstæður. Kynntu þér úrvalið á gulimidinn.is

Charme. Kampavínsglas. 18 cl. 395 kr. Nú 195 kr. Hvítvínsglas. 43 cl. 495 kr. Nú 245 kr. Rauðvínsglas. 43 cl. 495 kr. Nú 245 kr.

ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30

Tipton-motta. 80 x 250 cm. Ýmsir litir. 19.900 kr. Nú 13.900 kr. Whitly-motta. 80 x 250 cm. Ýmsir litir. 29.900 kr. Nú 19.900 kr.


SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA Laugardagur 14. janúar 2017

Mynd | Shutterstock

Fyrirtæki axli ábyrgð

Sífellt fleiri íslensk fyrirtæki láta sig samfélagsábyrgð sína varða. Hugsunarhátturinn hefur breyst frá því að einblína á gróðann í að huga að því hvernig fyrirtæki skapa tekjur sínar.

auðveldar smásendingar Eimskip býður einfaldari verðlagningu og meðhöndlun fyrir smærri sendingar í innflutningi frá Evrópu og Bandaríkjunum. Nú fjölgar rúmmetrunum um 40%. Ef þú ert með sendingu undir 1.200 kg og 3,5 rúmmetrum þá er eBOX lausnin fyrir þig. Á ebox.is er hægt að að reikna út heildarverð fyrir flutninginn á einfaldan hátt. Kynntu þér málið á ebox.is

þyngd undir 1.200 kg

allt að 3,5 rúmmetrar

hratt og örugglega

Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | 525 7000 | eimskip.is


2 SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA

LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017

Fyrirtækin axli ábyrgð á ­afleiðingum af ­rekstri sínum Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð, ­segir að fyrirtæki séu farin að huga meira að því hvernig þau skapa tekjur í stað þess að ­einblína á gróðann.

Skinnfiskur ehf. | Hafnargata 4a | 245 Sandgerði | www.skinnfiskur.is

Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu, segir að íslensk fyrirtæki hafi að mörgu leyti staðið sig vel varðandi samfélagsábyrgð sína en alltaf sé hægt að gera betur. Mynd | Hari

S

amfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er málefni sem alltaf hefur verið til en hefur verið meira og meira í umræðunni á undanförnum árum,“ segir Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Ketill hefur verið framkvæmdastjóri Festu í fjögur ár en hann er jafnframt stundakennari í viðskiptasiðfræði og samfélagsábyrgð við Háskólann í Reykjavík. Hann er fyrst spurður að því hvað samfélagsábyrgð fyrirtækja sé. „Með einföldum hætti má segja að samfélagsábyrgð fyrirtækja snúist um það að fyrirtækin axli ábyrgð á afleiðingum af rekstri sínum. Taki ábyrgð á afleiðingum af rekstrinum á umhverfið og náttúruna og samfélagið, það er að segja fólk,“ segir Ketill. Hann segir að öll fyrirtæki hafi áhrif. Þau áhrif eigi til að mynda við um hliðaráhrif eins og þau að nota vegi. „Í einhverjum tilvikum menga þau og skilja þannig eftir áhrif. Þetta snýst mikið um það að fyrirtæki hugsi ekki bara um að græða peninga fyrir eigendurna heldur líka um hvaða áhrif reksturinn hefur á samfélagið sem þau starfa í.“ Ketill segir að samfélagsábyrgð fyrirtækja sé í raun regnhlífarhugtak um marga þætti. Samfélagsábyrgðin snúi að umhverfismálum, samfélagsmálum – hvernig komið sé fram við starfsfólk og mannréttindamálum – að nærsamfélaginu og að vörum

Ísland er mjög framarlega þegar kemur að jafnfréttismálum kynjanna en við erum samt sammála um að þurfum að gera enn betur.

og þjónustu fyrirtækja – eru þau ábyrg og örugg og er nokkuð verið að svína eða svindla á neytendum? „Það sem er sérstakt við hugmyndafræðina á bak við samfélagsábyrgð fyrirtækja er að hún fjallar bæði um málefni sem tekið er á í lögum en líka málefni sem ekki er búið að setja lög og reglur um. Þetta er tengt umræðu um siðferði, hvernig er rétt að koma fram. Á Íslandi var umræðan á árunum fyrir hrun þannig að það fyrsta sem kom upp í hug þegar rætt var um samfélagsábyrgð fyrirtækja voru styrkir til góðgerðarmála. Menn létu sem þeir væru rosa góðir af því þeir gáfu til góðgerðarmála. Þá var ekki verið að huga að starfseminni sjálfri. Undanfarið hefur þetta snúist meira yfir í það að fyrirtækin huga að því hvernig þau skapa tekjurnar, ekki hvernig þau eyða peningunum sem þau afla. Heldur hvernig þau fara að því að starfa.

Það er verið að reyna að skilgreina árangur fyrirtækja upp á nýtt. Í stað þess að mæla bara í krónum og aurum er árangur fyrirtækja líka mældur í þeim áhrifum sem þau hafa á náttúru og samfélagið.“ Hvernig er staðan á Íslandi? „Íslensk fyrirtæki hafa að mörgu leyti staðið sig vel en það er að ýmsu að huga og alltaf hægt að gera betur. Til dæmis í umhverfismálum. Við búum við það að getað notað endurnýtanlega orku og erum með mikið af ómengandi starfsemi. En við erum samt sem áður alltaf að sjá það betur og betur að við þurfum að fara afar vel með þessar náttúruauðlindir. Þetta er ekki sjálfgefið. Svo kemur að þessum félagslegu þáttum. Ísland er mjög framarlega þegar kemur að jafnfréttismálum kynjanna en við erum samt sammála um að þurfum að gera enn betur. Dæmi um áhrifin eru að í vikunni fengum við nýja ríkisstjórn og það fyrsta sem nýr félagsmálaráðherra talar um er jafnlaunavottun. Það er gott dæmi um samfélagsábyrgð.“ Á þessu ári verður stór breyting hér á landi þegar í fyrsta skipti reynir á ný ársreikningalög sem skikkar fyrirtæki með 250 starfsmenn og fleiri til að gefa út samfélagsskýrslu árlega. „Þá munu félög fjalla um áhrif sín á umhverfið og samfélagið í ársskýrslum sínum. Þetta verður í fyrsta skipti í ársskýrslunum sem koma á næstu mánuðum. Þetta verða miklar breytingar.“

Ferðaþjónusta til sóma Söguleg yfirlýsing 270 fyrirtækja um ábyrga ferðaþjónustu. Ferðamenn sem koma til Íslands eru að leita að óspilltri náttúru, öruggu umhverfi og jákvæðri upplifun. Langflestir eru ánægðir þegar þeir snúa aftur heim á leið, með stjörnur í augum yfir náttúrufegurð landsins og yfir sig hrifnir af gestrisni og vinsemd Íslendinga. Þó eru dæmi um að ferðaþjónustuaðilar beri ekki virðingu fyrir viðkvæmri náttúru, tefli öryggi ferðamanna í hættu, brjóti á starfsfólki eða noti ferðamannastaði heimamanna án þess að þar verði eftir neinn virðisauki. Þessi dæmi um óábyrgu svörtu sauðina koma óorði á Ísland sem ferðamannastað valda skaða. Yfirlýsing um ábyrga ferðaþjónustu var staðfest af forsvarsfólki yfir 270 fyrirtækja í Háskólanum í Reykjavík þann 10. janúar að viðstöddum forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, sem

er verndari verkefnisins. Það eru Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð og Íslenski ferðaklasinn sem standa að verkefninu í samstarfi við Ferðamálastofu, SAF, Íslandsstofu, Stjórnstöð ferðamála, Markaðsstofur landshlutanna, Höfuðborgarstofu og Safetravel. Ábyrg ferðaþjónusta er hvatningarverkefni um að fyrirtæki tengd ferðaþjónustu sammælist um nokkrar skýrar og einfaldar aðgerðir um ábyrga ferðaþjónustu. Áhersluþættirnir eru: 1. Ganga vel um og virða náttúruna. 2. Tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi. 3. Virða réttindi starfsfólks. 4. Hafa jákvæði áhrif á nærsamfélagið.

Fyrirtækin þurfa að setja sér markmið um þessa þætti, mæla árangurinn og birta hann reglulega. Þeim býðst í kjölfarið að taka þátt í fræðsludagskrá allt þetta ár þar sem gefin eru hagnýt ráð til að setja fram markmið og aðgerðir um samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Fyrirtæki af öllum stærðum geta tekið þátt í Ábyrgri ferðaþjónustu. Lítið fjórhjólafyrirtæki getur sett sér markmið um að aka ekki utan slóða á viðkvæmum jarðvegi, fara ekki af stað með ferðamenn í norðurljósaferð ef veður er tvísýnt eða þungskýjað, greiða starfsfólki fyrir allt vinnuframlag þess og taka þátt í árlegum hreinsunardegi í fjörunni í nálægð þar sem ekið er með ferðamenn, eða styðja við stefnumótun í bæjarfélaginu og sýna þannig ábyrgð í nærsamfélaginu.


MINNA KOLEFNISSPOR Í ÁTT AÐ GRÆNNI FRAMTÍÐ Á nýliðnu ári varð fullgilding íslenska ríkisins á loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna, Parísarsamkomulaginu, að veruleika. Með því er stigið stórt skref í átt að minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda en það markmið er sameiginlegt viðfangsefni ríkis, sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga. Sem stærsti umbúðaframleiðandi landsins mun Oddi leggja sitt lóð á vogarskálarnar og við höfum þegar náð umtalsverðum árangri. Þannig skilja framleiðsluvörur Odda eftir sig talsvert minna kolefnisspor en vörur frá helstu samkeppnislöndum.* Þetta er meðal annars vegna þess að í okkar framleiðslu eru eingöngu notaðir endurnýjanlegir orkugjafar öfugt við innfluttar vörur sem auk þess eru fluttar um langan veg til landsins með tilheyrandi kolefnisspori. Við ætlum að halda ótrauð áfram og gera enn betur í umhverfismálum á komandi árum. Nú ríður á að allir hagsmunaaðilar standi saman og leggi sitt af mörkum. Saman getum við náð árangri og gert heiminn betri fyrir okkur öll.

ÁRNASYNIR

Oddi, pappakassar - 477 kg CO2 ígildi per tonn

Kína, pappakassar - 923 kg CO2 ígildi per tonn

*Skýrsla EFLU verkfræðistofu, okt. 2016

Hvernig getum við aðstoðað þig? Hafðu samband við viðskiptastjóra í síma 515 5000 og kynntu þér málið.

www.oddi.is


4 SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA

LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017

Dettifoss í Sundahöfn.

Eimskip og samfélagið – órjúfanleg heild Samfélagsábyrgð spilar stóran þátt í starfsemi Eimskips og byggir á gildum félagsins. Unnið í samstarfi við Eimskip

Á

undanförnum árum hefur Eimskip tekið aukinn þátt í samfélags- og umhverfismálum og er í fararbroddi er varðar samfélagslega ábyrgð. Allt frá stofnun Eimskipafélagsins árið 1914 hefur félagið látið samfélagsmál til sín taka. Áherslur í samfélagsmálum hafa tekið breytingum í gegnum áratugina og tekið mið af þeim aðstæðum og þekkingu sem verið hefur til staðar á hverjum tíma. Sem dæmi má nefna að um það leyti sem félagið var stofnað var það mikilvægt samfélagslegt mál fyrir Íslendinga að öðlast sjálfstæði. Stofnendur Eimskipafélagsins og þjóðin öll vissu að án tryggra samgangna til og frá landinu væri borin von að eyland eins og Ísland gæti staðið á eigin fótum og landið yrði alltaf undir ákvörðunarvaldi annarra þjóða. Með stofnun Eimskips gátu Íslendingar loks valið þær þjóðir sem þeir vildu vera í viðskiptum við, sem leiddi af sér aukið frelsi og þróun samfélagsins. Eimskip skilgreinir samfélagið sem einn af haghöfum félagsins. Samfélagsábyrgð félagsins spilar stóran þátt í starfseminni og byggir á gildum félagsins, en umhverfismál eru þar mikilvægur þáttur. Samfélagsábyrgðin tekur bæði á siðferðilegum viðmiðum í viðskiptum og þeirri almennu ábyrgð sem félagið axlar í því samfélagi sem það starfar í hverju landi fyrir sig. Á undanförnum árum hefur

Eimskip tekið aukinn þátt í samfélags- og umhverfismálum, enda hafa rannsóknir sem liggja fyrir í þeim efnum bent til þess að mikilvægt sé að samfélög og fyrirtæki lyfti grettistaki til að spyrna við þeirri þróun sem orðið hefur í umhverfismálum á undanförnum áratugum. Eimskip var með fyrstu fyrirtækjunum á Íslandi til að setja sér stefnu í umhverfismálum árið 1991 og gengur umhverfisstefnan út á það að bera virðingu fyrir umhverfinu og leitast við að lágmarka skaðsemi rekstrarins á umhverfið. Umhverfisvernd og -vitund endurspeglast í rekstri fyrirtækisins. Eimskip leggur áherslu á að vinna eftir þeim lögum og reglum sem í gildi eru á hverjum tíma, leggur sig fram um að kynna sér og innleiða allar þær reglur sem gilda í þeim 19 löndum þar sem félagið starfar og virðir alþjóðasamþykktir sem lúta að rekstri félagsins, hvort sem er á sjó eða landi. Í gildi eru til dæmis alþjóðareglur um brennslu svartolíu á vissum hafsvæðum við strendur þjóðríkja. Þar má ekki brenna svartolíu heldur verður að brenna olíu sem mengar minna og er umhverfisvænni. Eimskip hefur í mörg ár þar á undan unnið að verkefni með Marorku við að finna leiðir til að brenna minni olíu í skipum sínum. Í því samhengi hefur félagið látið koma fyrir sérstökum mælibúnaði frá Marorku í skipunum og hefur búnaðurinn, ásamt áherslu á að beita sem hagkvæmustu lagi við að sigla skipunum á hverjum tíma, leitt til þess að verulega

Eitt af LNG skipum sem líklega verða komin í notkun hjá félaginu á árinu.

hefur dregið úr olíunotkun þeirra. Eimskip hefur lagt áherslu að vera leiðandi í því að innleiða nýja tækni í þessum tilgangi og bíður ekki eftir því að reglur eða lög séu sett um innleiðingu á nýrri tækni. Eins og flest fyrirtæki á Íslandi flokkar Eimskip úrgang og leggur áherslu að það sé gert á öllum starfsstöðvum félagsins. Unnið er að því að auka enn frekar magn endurvinnanlegs úrgangs hjá félaginu og auka ábyrgð starfsmanna á þeim úrgangi og sóun sem að þeim snýr. Eimskip undirritaði yfirlýsingu um markmið í loftslagsmál-

um í nóvember 2015 og hefur frá þeim tíma lagt áherslu á að setja fram markmið og mælingar í umhverfismálum. Félagið mun frá og með árinu 2017 birta mælingar á vistspori félagsins í samræmi við loftslagsyfirlýsinguna og sett verður upp reiknivél kolefnisspors fyrir viðskiptavini til að koma til móts við þarfir markaðarins. Nú í byrjun ársins var félagið eitt af fjölmörgum fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem undirritaði sameiginlega yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu. Menn gætu spurt sig að því hvers vegna Eimskip tekur þátt í slíku verkefni

tengdu ferðaþjónustu, en Eimskip rekur í dag ferjurnar Herjólf og Baldur, ásamt því að reka skemmtisiglingaskipið Særúnu sem siglir um Breiðafjörð. Að auki sinnir Eimskip móttöku flestra skemmtiferðaskipa sem koma til landsins á ári hverju í gegnum dótturfélög sín hér á landi. Ábyrg ferðaþjónusta er hvatningarverkefni sem hefur þann tilgang að stuðla að því að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna um ókomna tíð sem styður við sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir þjóðarinnar. Með ábyrgri ferðaþjónustu er átt við


SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA 5

LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017

að fyrirtækin axli ábyrgð á þeim afleiðingum sem rekstur þeirra hefur á umhverfið og samfélagið, en boðið verður upp á stuðning og fræðslu um hagnýtar leiðir að ábyrgri ferðaþjónustu. Eimskip hefur í gegnum árin fylgst mjög náið með þróun nýrra orkugjafa til að knýja skipa- og bílaflota félagsins. Nú þegar hefur verið tekinn í notkun nokkur fjöldi rafmagnsbíla hjá félaginu til að sinna þörfum þess á höfuðborgarsvæðinu. Undir lok síðasta árs skrifaði Eimskip undir samning um kaup á norsku skipafélagi sem hefur yfir að ráða skipum sem eru knúin fljótandi gasi (LNG) og eru mun umhverfisvænni en olíuknúin skip. Ef kaupin á norska félaginu ganga eftir, að fengnu samþykki norskra samkeppnisyfirvalda, verða þetta umhverfisvænstu skip í flota íslenskt félags. Umferð á vegum mengar mikið og er slítandi fyrir vegi. Árið 2014 hóf Eimskip að sigla til fleiri hafna á Íslandi til að auka þjónustu við viðskiptavini, draga úr umferð á vegum og flytja þungavöru af vegum yfir á sjó. Þessi breyting hefur gefist vel. Þegar umhverfismál eru skoðuð út frá hagkvæmni kemur oftar en ekki í ljós að það er hagur allra að vinna á sem umhverfisvænstan hátt. Fyrirtækin og samfélagið hagnast á því. Forvarnarstarf verður að teljast eitthvað það mikilvægasta sem fyrirtæki geta tekið þátt í þegar kemur að samfélagslegri ábyrgð og hefur Eimskip í gegnum árin lagt áherslu á forvarnarstarf í sínum samfélagsverkefnum. Félagið hefur frá árinu 2004 átt í samstarfi við Kiwanis á Íslandi um að gefa öllum sex ára börnum reiðhjólahjálma til að auka öryggi þeirra. Þessi gjöf hefur á þeim tíma sem verkefnið hefur verið í gangi margsinnis sannað gildi sitt og mikilvægi þess að nota hjálm, hvort sem er á hjólum eða á hættulegum vinnusvæðum. Á hverju ári hefur reiðhjólahjálmur bjargað barni frá alvarlegum

Með tækni frá Marorku má draga úr útblæstri og brennslu olíu.

meiðslum. Eimskip og starfsmenn þess eru afar stoltir af því að taka þátt í verkefni sem ber svo ríkulegan ávöxt. Það lætur nærri að Eimskip og Kiwanis hafi fært um 60 þúsund börnum hjálma frá því verkefnið hóf göngu sína. Eimskip var heiðrað af alþjóðlegu Kiwanishreyfingunni fyrir þetta framtak sitt og hlaut alþjóðlegu nafnbótina Samfélagsfyrirtæki ársins árið 2013. Forvarnir eru einnig stór þáttur í starfsemi Eimskips. Á stórum vinnustað leynast oft hættur og því afar mikilvægt að starfsmenn séu upplýstir og meðvitaðir um þær og að þeir kunni rétt viðbrögð við slysum. Mikil-

vægur þáttur í þessari fræðslu er kennsla í notkun á öryggisbúnaði. Íþróttastarf er mikilvægur þáttur í forvörnum. Eimskip er einn stærsti einstaki stuðningsaðli íþrótta á Íslandi. Eimskip hefur með stuðningi sínum við íþróttastarf ávallt lagt á það ríka áherslu að stuðningur félagsins renni til uppbyggingar á barna- og unglingastarfi félaganna. Það er afar mikilvægt að börn og unglingar finni sig snemma í áhugamálum sínum og með því má koma í veg fyrir að þau leiðist út í neyslu áfengis og annarra vímuefna. Fíkniefni eru einhver mesta ógn sem stafar að

s­ amfélagi ­okkar og með samstarfi við íþróttafélög, ásamt því að vinna náið með tollayfirvöldum og lögreglu til að koma í veg fyrir að fíkniefni berist sjóleiðina til landsins, vonast Eimskip til þess að það setji þunga sinn á vogarskálina í baráttunni. Svo fleiri dæmi séu tekin þá hefur Eimskip styrkt starfsemi Rauða krossins á Íslandi frá árinu 2009 með samstarfssamningi á sviði fatasöfnunar og flutninga á fatnaði til landa sem á þurfa að halda. Með fatasöfnuninni er endurnýting verðmæta höfð að leiðarljósi um leið og stutt er við gott málefni. Þá hefur Eimskip um

margra ára skeið styrkt Skógrækt ríkisins til að stuðla að frekari skógrækt í landinu og Slysavarnaskóla sjómanna til fræðslu til að draga úr slysum og auka öryggi á sjó. Á komandi árum verða æ fleiri verkefni og áskoranir sem takast þarf á við í samfélags- og umhverfismálum, en það er skylda fyrirtækja að leggja sitt að mörkum í þeim efnum. Samfélags- og umhverfismálin eru langtíma­ verkefni sem unnið verður að um ókomna tíð hjá félaginu og mun Eimskip áfram leggja sig fram um að vera í fararbroddi er varðar samfélagslega ábyrgð.

Eimskip styður við starfsemi Rauða krossins. Forvarnir eru mikilvægar, 60.000 börn hafa fengið hjálma frá Kiwanis og Eimskip.


6 SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA

LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017

„Hjá okkur í Svartsengi og á Reykjanesi eru nýttir sjö auðlindastraumar sem falla til við framleiðslu rafmagns og heits vatns. Auðlindin er dýrmæt og því mikilvægt að við nýtum hana af ábyrgð, alúð og skynsemi og sóum engu,“ segir Kristín Vala. Mynd | Ozzo

Samfélag án sóunar – samfélaginu til heilla Auðlindagarðurinn hvetur til frekari nýtingar á jarðhita og er einstakur á heimsvísu. Unnið í samstarfi við HS Orku.

A

uðlindagarðurinn sem byggst hefur upp í grennd við jarðvarmaver HS Orku á Suðurnesjum er einstakur á heimsvísu og boðar nýja hugsun sem hvetur til enn frekari þróunar og bættrar nýtingar á því sem jarðhitaauðlindin gefur af sér. Með Auðlindagarðinum vill HS Orka vekja fólk til umhugsunar um þær verðmætu auðlindir sem fyrirtækinu hefur verið treyst fyrir og því falið að tryggja að endist kynslóð fram af kynslóð. Fjölnýting auðlinda styður við ábyrga nýtingu þeirra og stuðlar að sjálfbærri þróun samfélagsins,“ segir Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri Auðlindagarðs HS Orku.

Auðlindagarðurinn er einstakur

Samstarfið sem skapast hefur milli starfsmanna HS Orku og fyrirtækjanna innan garðsins er einstakt og undirstrikar sérstöðu íslenskrar jarðvarmavinnslu. Í venjulegum jarðvarmaorkuverum eru einn eða tveir auðlindastraumar nýttir, þ.e. heitt vatn og rafmagn. „Hjá okkur í Svartsengi og á Reykjanesi eru nýttir sjö auðlindastraumar sem falla til við framleiðslu rafmagns og heits vatns. Auðlindin er dýrmæt og því mikilvægt að við nýtum hana af ábyrgð, alúð og skynsemi og sóum engu,“ segir Kristín Vala. Fyrirtæki Auðlindagarðsins eru ólík en það er margt sem sameinar þau. Þau hófu til að mynda flest

starfsemi sína sem hátæknisprotafyrirtæki og starfsemi þeirra byggir á öflugu þróunarstarfi og vísindum. „Þau nýta hvert um sig með beinum hætti tvo eða fleiri auðlindastrauma frá jarðvarmaverum HS Orku og verða því af augljósum ástæðum að vera staðsett á Suðurnesjum í grennd við jarðvarmaverin. Starfsemi Auðlindagarðsins byggist í raun upp á sameiginlegum hagsmunum fyrirtækjanna, þ.e. affall eins er hráefni fyrir annað, nálægðinni og nánu þverfaglegu samstarfi.“ Kristín bendir á að markmið Auðlindagarðsins sé „Samfélag án sóunar“, að nýta beri alla þá auðlindastrauma sem streyma inn í og frá fyrirtækjum garðsins til fulls og á sem ábyrgastan hátt, samfélaginu til framþróunar og heilla. Virkjun jarðhita á Suðurnesjum leggur því til hráefni í fjölþætta framleiðslu. Starfsemi Auðlindagarðsins einkennist af rannsóknum, þróun og nýsköpun og er öflugt verkfæri sem stuðlar að sjálfbærri þróun samfélagins. Hluti af starfsemi Auðlindagarðsins er að fylgjast með og skapa vettvang fyrir vísindi og tækniþróun svo að nýta megi betur auðlindastraumana og skapa þannig vettvang fyrir samvinnu fyrirtækja í ólíkum greinum og með ólíkan bakgrunn. Auðlindagarðurinn er öflugt og ört stækkandi frumkvöðlasetur. „Annað sérkenni Auðlindagarðsins er að hann er eina frumkvöðlaþyrpingin sem vitað er um að hafi byggst upp í kringum jarðvarma. Jákvæð áhrif

­ essarar þyrpingar má sjá víða þ í samfélaginu eins og efnahagsgreining Gamma hefur leitt í ljós. Einna helst ber að nefna að árið 2016 voru tæplega 900 heilsárs stöðugildi í Auðlindagarðinum og er rétt að geta þess í samhengi að starfsmenn HS Orku eru 60. Efnahagsleg áhrif Auðlindagarðsins eru því mikil á svæðinu. Flest fyrirtæki innan Auðlindagarðsins eiga það sameiginlegt að selja afurðir með einum eða öðrum hætti til erlendra aðila og því telst meirihluti tekna Auðlindagarðsins til gjaldeyristekna. Laun hjá fyrirtækjum Auðlindagarðsins eru að jafnaði 25% hærri en annarsstaðar á Suðurnesjunum sem líklega má rekja til framleiðni fyrirtækja Auðlindagarðsins,“ segir Kristín Vala. „Fyrirtækin í Auðlindagarðinum hafa á síðustu árum gegnt stóru hlutverki í atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjunum og skapast hefur fjöldi vel launaðra starfa fyrir fólk með fjölbreytta menntun. Þá sækja fyrirtækin mikla þjónustu til sveitarfélaga á Suðurnesjum og afleidd störf tengd starfseminni eru áætluð á annað þúsund. Fjölþætt nýting auðlinda stuðlar því beint að uppbyggingu og þróun samfélagsins og við erum stolt af þessari uppbyggingu sem hefur orðið hér á Reykjanesi,“ segir hún.

Framtíðin er björt

Kristín Vala segir að þrátt fyrir mikinn vöxt í Auðlindagarðinum séu auðlindastraumar frá starfsemi HS Orku hvergi nærri fullnýttir. „Um þessar mundir er verið að þróa aðferð til að einangra

Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri Auðlindagarðs HS Orku, segir að markmið ­Auðlindagarðsins sé að nýta alla þá auðlindastrauma sem streyma inn í og frá fyrirtækjum garðsins til fulls og á sem ábyrgastan hátt. Mynd | Hari

hreinan koltvísýring úr gufunni sem kemur úr borholunum. Þennan koltvísýring má svo selja og um leið minnka innflutning.“ HS Orka vinnur markvisst að því að því að fá ný, sérhæfð fyrirtæki í garðinn sem geta nýtt þá auðlindastrauma sem í boði eru. Fleiri fjölbreytt og sérhæfð fyrirtæki sem grundvalla starfsemi sína á rannsóknum og þróun styrkja Auðlindagarðinn og þá hugsun sem starfsemi hans byggir á. Með aukinni tækni, vinnslunýtni og fjölgun fyrirtækja mun Auðlindagarðurinn vaxa og eflast á næstu

árum, Suðurnesjum og landinu öllu til hagsbóta. „Albert Albertsson hugmyndafræðingur Auðlindagarðsins hefur alla tíð kennt okkur að vera ábyrg í okkar framleiðslu og gagnvart samfélaginu, að við eigum að lifa með náttúrunni en ekki á henni. Oft er talað um að hugsa út fyrir boxið en í hugmyndafræði Alberts sem við reynum að tileinka okkur, er ekkert box, það eina sem hindrar þróun er hugmyndaflugið. Auðlindagarðurinn er afsprengi þessa hugsunarháttar“ segir Kristín Vala.


SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA 7

LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017 Georg Kell, fyrrum framkvæmdarstjóri Global Compact, verður aðalræðumaður á ráðstefnu Festu í Hörpu síðar í mánuðinum.

Hröð þróun samfélagsábyrgðar Georg Kell, fyrrum framkvæmdarstjóri Global Compact Sameinuðu þjóðanna, verður aðalræðumaður á ráðstefnu Festu í Hörpu síðar í þessum mánuði.

Þ

ekking á sviði samfélagsábyrgðar fyrirtækja hefur þróast mjög hratt á undanförnum árum út um allan heim. Segja má að sú þekkingarþróun hafi komist á verulegan skrið þegar menn fóru að reyna að mæla með tölulegum og heildstæðum hætti áhrifin sem rekstur fyrirtækja hefur á umhverfið annars vegar og hins vegar félagslega þætti. Fyrir um 25 árum síðan hófu danskir fræðimenn að reyna að mæla siðferði fyrirtækja og settu upp siðferðileg reikningsskil í þeim tilgangi. Banki á Jótlandi lenti í miklum álitshnekki vegna svika við viðskiptavini og í kjölfarið var reynt að setja honum rekstrarleg markmið um að auka traust viðskiptavina og tiltrú á að bankinn starfaði með sanngjörnum viðskiptaháttum.

ingu eða komast að sameiginlegri niðurstöðu. Á árunum upp úr aldamótum varð samfélagsábyrgð fyrirtækja á Íslandi síðan fyrst og fremst tengd því hversu dugleg þau voru til að gefa peninga til góðgerðamála. Fáum datt í hug að tengja samfélagsábyrgð við hvernig fyrirtækin sjálf voru rekin.

Gjafir mælikvarði ábyrgðar

Í tíð Kofi Annan settu Sameinuðu þjóðirnar á laggirnar sáttmála sem kallaður er Global Compact, þar sem fyrirtæki skrifa undir og meta árlega starfsemi sína út frá 10 viðmiðum um samfélagsábyrgð. Nýlega settu Sameinuðu þjóðirnar svo fram 17 heimsmarkmið sem ætluð eru til að samræma viðmið fyrir þjóðir heims, fyrirtæki og einstak-

Á sama tíma á Íslandi var bankastjóri uppvís af því að hafa þegið boð um laxveiði frá viðskiptavini bankans og þegar gagnrýni heyrðist var viðkvæðið að siðferði væri eitthvað sem hver og einn lærði í frumbernsku, eða færi eftir tíðarandanum og ekki þýddi að ræða með rökum til að auka þekk-

Er kjarnastarfsemin ábyrgð?

Smám saman hefur þekking manna aukist á því hvernig meta má og mæla hvort fyrirtæki hafi skaðleg eða jákvæð áhrif með starfsemi sinni á náttúruna og þau samfélög sem þau starfa í. Alþjóðlegir staðlar og viðmið til að leggja mat á samfélagsábyrgð fyrirtækja hafa sprottið fram og taka nú örum breytingum eftir því sem þekkingunni og mæliaðferðum fleytir áfram.

Sameinuðu þjóðirnar

linga um sjálfbærni og samfélagsábyrgð. Á næstu árum má búast við að þjóðir og fyrirtæki reyni að bera saman mælingar sínar á Heimsmarkmiðunum. Það gæti haft veruleg áhrif á alþjóðavæðingu og samstarf milli landa.

Aukin þekking á Íslandi

Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð hefur undanfarin ár staðið fyrir Janúarráðstefnu í samvinnu við Samtök atvinnulífsins. Þar er nýjasta þekking á sviði samfélagsábyrgðar fyrirtækja rædd og hagnýt dæmi frá fyrirtækjum er kynnt. Mikil og hröð þróun hefur átt sér stað í samfélagsábyrgð fyrirtækja á Íslandi á síðustu árum. Fleiri fyrirtæki en nokkru sinni áður eru að vinna með markvissum hætti í að setja sér mælanleg markmið um samfélagsábyrgð. Loftslagyfirlýsing Festu og Reykjavíkurborgar er þar dæmi, og svo allur sá fjöldi fyrirtækja tengd ferðaþjónustu sem ætla að setja sér markmið um ábyrga ferðaþjónustu.

Frá Global Compact til Íslands

Aðalræðumaður Janúarráðstefnu Festu í ár verður Georg Kell, fyrrum framkvæmdarstjóri Global Compact Sameinuðu þjóðanna. Hann starfar

Sýna ábyrgð í verki

Hjá Endurvinnslunni hf. er horft til þess að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif af rekstrinum. Unnið í samstarfi við Endurvinnsluna hf.

E

ndurvinnslan hf. var stofnuð 1989 og á þeim tíma var hlutverk hennar fyrst og fremst að losna við flöskur og dósir sem rusl í náttúrunni. Töluvert var þá um að það lægi á víð og dreif um landið. Leitast var við að endurvinna því sem var safnað. Á þessum tíma var lítið um endurvinnslu og því fékk fyrirtækið nafnið Endurvinnslan hf. Út frá þessari hugsun og nafni hefur fyrirtækið leitast við að ná árangri í umhverfismálum. Endurvinnslan hf. fékk umhverfisvottun ISO 14001 árið 2015 og þar er verið að horfa til þess að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif af rekstrinum, meðal annars með því að lágmarka flutninga og endurvinna sem mest. Þannig eru allir plastpokar og pappír sem koma með efni til Endurvinnslunnar nú endurunnið. „Einnig viljum við kolefnisjafna reksturinn okkar og er það gert meðal annars með því að nota rafmagnsbíl, greiða samgöngustyrk sem gildir líka ef notaðir eru umhverfisvænir bílar, gróðursetja við Heklurætur og styðja almennt við verkefnið Hekluskóga. Starfsmenn geta einnig sótt um styrk til kolefnisbindingar. Þá verður að geta þess að umhverfisáhrif þess að endurvinna plast og ál í stað þess að til dæmis urða það eru veruleg. Miðað við alþjóðlegar mælingar er kolefnisbinding þess að endurvinna þær umbúðir samsvarandi kolefnisbindingu um 6 milljón trjáa á ári. Endurvinnslan hefur reynt að taka á samfélagslegri ábyrgð eins og önnur fyrirtæki. Árið 2013 var til

Jón Þórarinsson vinnur í Endurvinnslunni í Knarrarvogi þrjá daga í viku. Hann nýtur vinnunnar og er glaður að fá að taka til hendinni. Samstarfsmenn Jóns í Endurvinnslunni bera honum afar vel söguna og segja að hann sé mjög duglegur í vinnu. Mynd | Hari

að mynda tekin upp jafnlaunavottun VR og hugsunin með því hafi ekki einungis verið sú að greidd væru sömu laun óháð kyni, laun væri greidd án mismununar. Athygli hefur vakið að Endurvinnslan hefur nýtt sér krafta fólks sem ekki hefur getað gengið að störfum vísum á almennum vinnumarkaði. „Við höfum reynt að fá sem okkar umboðsaðila þá sem hlúa að fólki á vernduðum vinnustöðum. Sem dæmi um okkar umboðsaðila má nefna Þroskahjálp Suðurnesja, Fjöliðjuna, Plastiðjuna Bjarg og Vesturafl. Auk þeirra eru margir með starfsmenn frá vernduðum vinnustöðum eins og Skátarnir og Vestmannaeyjabær,“

en allir þessir staðir eiga það sameiginlegt að þeir einstaklingar sem þar vinna eru duglegir og samviskusamir, auk þess sem þeir eru mjög ánægðir með að vera í vinnu samfélaginu til gagns. „Þetta eru oft glöðustu starfsmenn sem þú færð í vinnu,“ segir Helgi. „Nýlega komu til vinnu tveir einstaklinga sem höfðu verið heima að spila tölvuleiki í mörg ár. Þeir voru svo spenntir að fá að mæta í vinnu að þeir sváfu ekki í margar nætur fyrir.“ Af öðrum aðilum sem nýta sér dósasöfnun í fjármögnun á sínum rekstri má nefna björgunarsveitir, íþróttafélög og RKÍ.

nú fyrir alþjóðlegan fjárfestingasjóð sem hefur þróað leiðir til að reikna saman ótal mælikvarða um samfélagsábyrgð og sjálfbærni fyrirtækja fyrir fjárfesta. Þeir hafa sýnt fram á að fjárfestingar í sjálfbærum verkefnum og fyrirtækjum skilar meiri ávöxtun og hefur minni áhættu í för með sér en aðrir fjárfestingakostir. Það verður spennandi að sjá hvaða

tækifæri Georg Kell telur að felist í því fyrir íslensk fyrirtæki í að innleiða samfélagsábyrgð í kjarnastarfsemi sína. Ketill Berg Magnússon Höfundur er framkvæmdastjóri Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð.


8 SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA

LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017

Samstarf við kakóbændur á Fílabeinsströndinni Nói Siríus á í ábyrgu samstarfi við Cocoa Horizons, samtök sem styðja við kakóbændur með fræðslu og stuðla að betri framleiðsluháttum og bættri lífsafkomu þeirra. Unnið í samstarfi við Nóa Siríus

N

ói Siríus hefur í nærri 100 ár séð Íslendingum fyrir góðgæti á gleðistundum. Súkkulaði er aðalframleiðsla fyrirtækisins og hráefnið er að hluta innflutt frá suðrænum löndum. Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa, segir að kakósmjörið sem notað er í súkkulaðið komi frá Fílabeinsströndinni. Þar á fyrirtækið í ábyrgu samstarfi við Cocoa Horizons, samtök sem hafa að markmiði að styðja við sjálfbæran kakólandbúnað og stuðla að fræðslu, framsæknum framleiðsluháttum og bættri lífsafkomu kakóbænda. En hvað þýðir slík samvinna um samfélagsábyrgð fyrir fyrirtæki eins og Nóa Siríus. „Nói Siríus er í grunninn fjölskyldufyrirtæki sem hefur verið í eigu sömu fjölskyldna í nærri 100 ár. Það er byggt á þeim grunni að þetta snúist ekki bara um að stunda viðskipti heldur sé hluti af lífinu sem þýðir að fyrirtækið þurfi að sýna ábyrgð í verki og skila þeirri sýn áfram til næstu kynslóðar.“

Fullorðinsfræðsla og jákvæð áhrif á lífsafkomu

Auðjón segir að samstarfið við Cocoa Horizons hafi komið til í kjölfar langrar yfirlegu og heimsóknar til kakóbænda. „Við flytjum inn kakó og kakósmjör, sem er aðalhráefnið okkar, frá Fílabeinsströndinni. Við völdum að starfa með Cocoa Horizons eftir ítarlega skoðun þar sem teymi frá okkur fór til Fílabeinsstrandarinnar og fór vel

Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Markaðs- og sölusviðs Nóa: „Hluti af loforði Nóa til neytandans er að neysla hans verði ekki öðrum til skaða.“

yfir það sem verið er að vinna að þar. Þetta samstarf hefur reynst ákaflega vel og við sjáum að hagur fyrirtækisins og framleiðendanna fer þar saman.“ Cocoa Horizons stendur meðal annars fyrir fullorðinsfræðslu til bænda. Auðjón segir að sú nálgun samtakanna sé stór hluti af því að Nói hafi valið að vinna með þeim. „Í dag er hægt að velja úr margs konar vottunum og samstarfsleiðum til að stuðla að samfélagslegri ábyrgð. En það sem sannfærði okkur um Cocoa Horizons var sú langtímahugsun sem birtist í starfinu. Þetta er ekki bara hefðbundin framleiðsluvottun heldur hefur það að markmiði að bændurnir hagnist á samstarfinu og að það sé ýtt undir sjálfbærni og þróun, bæði í kakóframleiðslunni sjálfri og í samfélaginu í heild. Það sem við sáum á staðnum var að þetta verkefni hefur mikil og jákvæð áhrif sem skila sér í betri lífsafkomu fyrir bændur, meiri uppskeru og betri afurðum.“

Markvisst unnið að því að bæta samfélagið allt

Auðjón segir að það hafi komið á óvart hvað starfsemi Cocoa Horizons sé víðtæk en að hún einskorðist ekki við kakóframleiðsluna sjálfa. „Það kom ánægjulega á óvart að sjá hversu langt þetta starf teygir sig. Það er unnið mjög markvisst að því að bæta samfélagið allt. Þar á ég til dæmis við að það er verið að leggja mikið í að bjóða upp á betri menntun og tryggja aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu, tryggja aðgang að hreinu vatni með því að grafa brunna, kenna bændum að nýta landið betur og byggja upp inn-

Starfsmenn Nóa Síríus fóru til Fílabeinsstrandarinnar til að kynna sér starfsemi samstarfsfyrirækis síns, Cacao Horizons. „Þetta er ekki bara hefðbundin framleiðsluvottun heldur hefur það að markmiði að bændurnir hagnist á samstarfinu og að það sé ýtt undir sjálfbærni og þróun, bæði í kakóframleiðslunni sjálfri og í samfélaginu í heild.“

viði samfélaganna. Við erum mjög ánægð fyrir okkar leyti hjá Nóa að geta lagt okkar af mörkum til svona uppbyggingar. Það skiptir líka miklu máli að allt þetta ferli er mjög gagnsætt, þannig að það er

auðvelt að fylgjast með því í hvað fjármunirnir fara og hvað er verið að gera.“

Neytandinn á að geta keypt vörur með góðri samvisku

En hvaða máli skiptir áhersla á samfélagsábyrgð fyrir fyrirtækið sjálft og ekki síður neytendur á Íslandi? „Það skiptir tvímælalaust mjög miklu máli. Í fyrsta lagi skiptir það miklu máli fyrir fyrirtækið sjálft, eins og ég nefndi áðan, ekki bara út frá rekstri eða slíku heldur vegna þess að það er og hefur verið skýr sýn hjá eigendum fyrirtækisins í áratugi að leggja sitt af mörkum. Í öðru lagi eru neytendur í nútíma samfélagi orðnir meðvitaðari um ábyrgð fyrirtækja gagnvart svona hlutum og vilja að þær vörur sem þeir kaupa endurspegli þeirra vilja til að byggja upp en ekki skaða. Neytandinn á að geta keypt vörur með góðri samvisku, ef við getum orðað það svo, þá meina ég að hluti af loforði Nóa til neytandans er að neysla hans verði ekki öðrum til skaða. Þetta kemur líka inn á frjálst val neytandans á vöru. Samfélagsábyrgð virkar þess vegna í báðar áttir því að ábyrgð fyrirtækisins og neytandans liggja saman. Fyrirtækið gefur neytandanum val og neytandinn veitir fyrirtækinu aðhald. Hvort tveggja er mikilvægt. Í þriðja lagi þá er það einnig út frá persónulegum nótum góð tilfinning að vera starfsmaður hjá fyrirtæki sem lætur gott af sér leiða og vinnur að jákvæðum og uppbyggilegum hlutum sem varða samfélagið.“

Minnka sóun af umbúðum

Áhersla Nóa Siríus á samfélagsábyrgð kemur einnig fram í starfsemi fyrirtækisins hér á landi en á undanförnum árum hefur fyrirtækið styrkt fjölda verkefna með ýmsum hætti ásamt því að því að bæta aðra þætti varðandi vörur fyrirtækisins. „Við höfum til dæmis verið að vinna að því að minnka sóun sem verður af umbúðum, bæði innan fyrirtækisins og af vörunum sjálfum. Umhverfismál skipta okkur miklu máli og þau krefjast þess að við séum sífellt að horfa á það hvernig við getum gert betur. Við veljum vistvænni umbúðir umfram aðrar og veljum framleiðendur sem skilja eftir sig sem minnst kolefnisspor í umbúðaframleiðslunni.“ Auðjón segir að íslensk fyrirtæki séu almennt að standa sig vel þegar kemur að samfélagslegri ábyrgð. „Í heildina tel ég að fyrirtæki séu orðin vel vakandi gagnvart þessu. Það er kannski í þessu eins og öðru að það kemst hratt í umræðuna þegar eitthvert sinnuleysi hjá fyrirtækjum kemur upp á yfirborðið. Mín upplifun er sú að flest fyrirtæki séu að sýna ábyrgð, en það eru hins vegar alltaf umbótatækifæri og möguleikar hjá öllum á að gera betur. Þetta er sífelld vinna sem að hættir aldrei, en það er það sem gerir þetta áhugavert og krefjandi og ýtir undir viljann til að gera betur. Og það er að sjálfsögðu mjög jákvætt.“


56% súkkulaði

ÁRNASYNIR

... svo gott

Einstakt súkkulaðibragð Síríus súkkulaði hefur fylgt íslensku þjóðinni síðan 1933. Þannig hafa Íslendingar notið Síríus súkkulaðis á stórum sem hversdagslegri stundum lengur en þeir hafa notið sjálfstæðis. Síríus 56% súkkulaði er með háu kakóinnihaldi og gefur kröftugt súkkulaðibragð með silkimjúkri áferð og ljúffengu eftirbragði. Það hentar mjög vel í bakstur, auk þess að vera einstaklega gómsætt eitt og sér.


10 SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA

LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017

V

ísindamenn um allan heim eru sammála um að mengun af mannavöldum ógnar lífi á jörðinni. Sameinuðu þjóðirnar halda árlega loftslagsráðstefnu þar sem reynt er að finna leiðir til að minnka mengun. Á loftslagsráðstefnunni sem haldin var í París árið 2015 (kölluð COP21) var gert sögulegt samkomulag ríkja heims um að draga úr mengun gróðurhúsalofttegunda. Ísland var eitt þeirra ríkja og setti sér það markmið að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030 (miðað við árið 2010). Á sama tíma voru fyrirtæki og borgir einnig hvött til að draga úr mengun.

Loftslagsyfirlýsing Festu og Reykjavíkurborgar

Borgarstjórinn í Reykjavík stakk uppá því við Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð að saman skyldu þau hvetja fyrirtæki til að setja sér markmið um að minnka mengun. Úr varð að forsvarsfólk samtals 104 íslenskra fyrirtækja og stofnanna kom saman í Höfða og skrifaði undir sögulega loftslagsyfirlýsingu. Þar lofuðu fyrirtækin að

• minnka losun gróðurhúsalofttegunda í starfsemi sinni, og

• draga úr losun úrgangs.

Jafnframt hétu fyrirtækin því að setja sér markmið, mæla niðurstöðurnar og birta þær reglulega.

henda verðmætum afurðum eins og pappír, plasti og málmum sem hægt er að flokka og endurvinna á hagkvæman hátt. Með viðhorfsbreytingu og breyttum innkaupum geta fyrirtæki og heimili minnkað losun sorps og flokkað það svo að sem minnst hlutfall sorps verði urðað. Með hugkvæmni og nýsköpun getur flokkað sorp orðið verðmætt hráefni í hágæða vörur. Dæmi um það eru aukaafurðir af fiski, sem áður var hent, en eru núna notaðar til framleiðslu á eftirsóttum matvælum, heilsubótaefni, fatnaði og jafnvel sáraumbúðum.

Mótvægisaðgerðir Hjá flestum fyrirtækjum sem tóku þátt í Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar kom í ljós að samgöngur sem notast við jarðefnaeldsneyti eru stærsti mengunarvaldurinn. Mynd | Getty

Hreint loftslag

Ísland eitt þeirra ríkja og setti sér það markmið að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030. Samgöngur algengasti mengunarvaldurinn

Hjá flestum fyrirtækjum sem tóku þátt í Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar kom í ljós að samgöngur sem notast við jarðefnaeldsneyti eru stærsti mengunarvaldurinn. Minnka má mengun af

samgöngum með orkuskiptum, t.d. með því að skipta bensínbílum út fyrir rafbíla. Stóriðjan mengar mjög mikið og allur orkufrekur iðnaður þar sem notast er við jarðefnaeldsneyti. Einnig kemur í ljós að framræsing á votlendi með skurðum veldur mikilli losun koltvísýrings

úr jarðveginum sem annars hefði verið bundinn þar með vatninu.

Nýsköpun og verðmæti

Þegar sorp er grafið óf lokkað í jörðu fer óþarfa landsvæði til spillis, gróðurhúsalofttegundir myndast, auk þess sem oft er verið að

Á Íslandi, eins og víða annars staðar, er hægt að planta gróðri sem bindur koltvísýring í andrúmsloftinu. Það virkar því sem mótvægisaðgerð á móti mengun sem enn er ekki tæknilega mögulegt að losna við. Enn er t.d. ekki hægt að fljúga eða sigla milli landa nema með tækjum sem nota jarðefnaeldsneyti. Til að sporna við slíkri mengun hafa fleiri og fleiri fyrirtæki og einstaklingar farið þá leið að sjá til þess að tré séu gróðursett, eða land grætt upp, í samræmi við þá losun sem ferðalagið veldur. Þannig má minnka kolefnisfótspor af rekstrinum og jafnvel stefna að kolefnishlutlausum rekstri. Ketill Berg Magnússon Höfundur er framkvæmdastjóri Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð.

Grænþvottur

– þegar fyrirtæki beita blekkingum Nauðsynlegt að fyrirtæki sýni heilindi í markaðs- og kynningarstarfi sínu.

Þ

að kallast „grænþvottur“ þegar fyrirtæki beitir blekkingum í markaðseða kynningarstarfi sínu til þess að sýnast vera umhverfisvænna eða samfélagslega ábyrgara en það raunverulega er. Íslensk fyrirtæki hafa undanfarið í auknum mæli tekið upp hugmyndafræði um samfélagsábyrgð. Stundum vakna grunsemdir um að þetta eða hitt fyrirtækið sé eingöngu að fegra ímynd sína með orðalagi um samfélagsábyrgð, að fyrirtækið sé ekki að segja satt eða segi ekki alla söguna þegar það auglýsir umhverfisvænar vörur eða þjónustu sem það tengir við samfélagsábyrgð. Sú þarf þó ekki að vera raunin og því er nauðsynlegt að fyrirtækin sýni heilindi og almenningur kanni málið áður en dómar eru felldir.

Ábyrg upplýsingagjöf

Margir eru á þeirri skoðun að betra sé að segja minna og framkvæma meira. Það er vissulega rétt að lítil ábyrgð felst í að standa ekki við yfirlýsingar, en það má heldur ekki draga svo úr upplýsingagjöf um starf fyrirtækisins að enginn viti hvernig það starfar og fólk freistist til að geta í eyðurnar. Raunin er sú að bæði viðskiptavinir og starfsmenn vilja gjarnan vita af því ef fyrirtækið vinnur af ábyrgð gagnvart umhverfinu eða samfélaginu. Einhvers staðar þarf að byrja og þó svo endamarkinu

hafi ekki verið náð, þá felst ábyrgð í því að gefa raunsanna mynd af þeim áhrifum sem fyrirtækið hefur á hverjum tíma á umhverfið og samfélagið. Hver sem hin raunsanna mynd er þá byggir fyrirtækið upp traust við það að gefa upp rétta mynd af stöðu þess.

Ekki bara glansmynd

Fyrirtækjum, líkt og einstaklingum er annt um orðspor sitt og ímynd. Þau vilja að fólki líki við vörumerkið, tengi það við jákvæða eiginleika og treysti því. Stundum getur þó kynningarstarf fyrirtækisins einblínt of mikið á jákvæðu þættina í starfsemi þess að það verður ótrúverðugt. Fyrirtæki eru ekki fullkomin, frekar en mannfólkið, og þess vegna viljum við frekar fá heiðarlegt svar við erfiðum eða óundirbúnum spurningum heldur en að fá falska glansmynd. Viðskiptavinir vilja að stjórnendur stýri fyrirtækjum skynsamlega, að þeir bregðist við á réttan hátt ef vandamál koma upp, að tillit sé tekið til hagsmunaaðila, enn fremur að reynt sé að lágmarka þann skaða sem þau valda og hámarka jákvæð áhrif sín á umhverfið og samfélagið.

nefna hvort athyglinni sé beint frá aðalatriðinu, hvort sannanir fyrir staðhæfingum vanti, hvort rangar merkingar séu notaðar, hvort orðalag sé of loðið eða hvort hreinlega sé verið að segja ósatt.

Hvað einkennir grænþvott

Vistvænt varð grænþvottur

Það getur reynst flókið að meta hvort fyrirtæki stundi grænþvott. Bandarískt rannsóknarfyrirtæki hefur sett fram lista yfir atriði sem bent gætu til grænþvotts. Þar má

Algengt dæmi um grænþvott er þegar fyrirtæki notast við merki sem ætlað er að auka traust neytanda á vörunum sem seldar eru. Sum merki eru notuð til að votta

að vörur séu umhverfisvænar og þá eru einungis þeim leyft að nota merkið sem hafa fengið óháða aðila til að staðfesta að varan er umhverfisvæn. Ef ónógt eftirlit þriðja aðila er með merkinu þá er ekki hægt að treysta því að varan sé örugglega umhverfisvæn. Dæmi um slíkt er íslenska merkið Vistvæn landbúnaðarvara. Í upphafi voru það samtök framleiðendanna sjálfra, búnaðarsambanda, sem sáu um gæðaeftirlit og vott-

un, til að auka gæði í framleiðslu. Eftirlitið var hins vegar ekki nóg, svo reglugerðin var felld úr gildi, en framleiðendum áfram leyft að skreyta vörur sínar sem Vistvænar. Við það var framleiðendum leyft að blekkja neytendur, eða grænþvo vörur sínar, má segja í boði yfirvalda. Ketill Berg Magnússon Höfundur er framkvæmdastjóri Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð.


SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA 11

LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017

Samfélagsábyrgð OR Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir skýra samsvörun á milli samfélagsábyrgðar og sjálfbærni reksturs fyrirtækisins. Unnið í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur.

Þ

ær þarfir sem eigendur Orkuveitu Reykjavíkur hafa falið fyrirtækinu að uppfylla eru tímalausar. Vatn er undirstaða lífs og hreint drykkjarvatn er nauðsynlegt fyrir margra hluta sakir, á Íslandi verðum við að hita upp híbýli okkar og rafmagn knýr nánast öll tæki sem við höfum tekið í þjónustu okkar. Samskipti okkar og tækjanna og þeirra á milli reiða sig svo í síauknum mæli á öflug fjarskiptakerfi. Rekstur OR og dótturfyrirtækjanna – Veitna, Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur – þarf því að standast tímans tönn, vera sjálfbær.

Umhverfismálin eru ­grundvallarmál

Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir skýra samsvörun á milli samfélagsábyrgðar og sjálfbærni rekstursins. „Hlutverk okkar í samfélaginu er að sinna grunnþörfum fólks. Ef við gerum það þannig að reksturinn standist umhverfislega, fjárhagslega og samfélagslega getum við talist samfélagslega ábyrg,“ segir Bjarni. Hann leggur sérstaka áherslu á umhverfisþáttinn. „Okkur hefur verið falin umsjón með miklum náttúrugæðum í formi vatnsbóla, jarðhitasvæða og fallvatna, fyrir nú utan plássið sem veitukerfin taka í umhverfinu. Við ­leggjum

því mikla áherslu á að gera opinberlega grein fyrir áhrifum okkar á umhverfið í árlegri Umhverfisskýrslu, sem er líklega ein sú nákvæmasta sem gefin er út hér á landi,“ segir Bjarni. Hann segir að aðhald samfélagsins hafi miklu máli skipt, til dæmis þegar ráðin voru niðurlög brennisteinsvandans sem fyrirtækið glímdi við. „Nú eru það loftslagsmálin og við hjá OR og dótturfyrirtækjunum öllum höfum sett okkur metnaðarfull markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofts um helming,“ segir Bjarni og segir að framvindan verði birt opinberlega.

Fjárhagurinn

Það hefur vakið athygli að undanfarin ár hefur OR birt nákvæmar upplýsingar um framvindu endurreisnar fyrirtækisins. „Planið, sem við unnum eftir á árunum 2011-2016, var mjög gegnsætt verkefni,“ bendir Bjarni á. „Heildarmarkmiðið lá fyrir í upphafi og við gerðum ítarlega grein fyrir framvindunni ársfjórðungslega. Fólk sá að það var talsvert fleira í Planinu en bara að hækka gjaldskrá. Það skipti miklu máli,“ segir Bjarni, „því við hjá OR getum ekki ákveðið einhliða hvað teljist sanngjarnt að borga fyrir þjónustu okkar; það hlýtur að vera einhverskonar samkomulagsatriði milli okkar og þess fólks sem við þjónum. Ef við viljum að fólk sýni því skilning

hvað kalda eða heita vatnið þarf að kosta, þá þurfum við að hafa bækurnar opnar,“ bætir hann við.“

Í sátt við samfélagið

OR hefur valið þá leið að gefa út samfélagsskýrslu samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum GRI. Það var gert í fyrsta skipti vegna ársins 2015 og verður aftur gert nú í vor vegna nýliðins árs. „Gegnsæi og aðgangur að öllum þeim upplýsingum sem við á annað borð megum veita aðgang að er lykilatriði í mínum huga í samfélagslegri ábyrgð okkar,“ segir Bjarni. „Við hjá OR fullyrðum ekki að reksturinn sé samfélagslega ábyrgur á hverjum tíma. Samfélagið verður að hafa skoðun á því,“ segir hann og bætir við að birting upplýsinga um reksturinn sé því grundvallaratriði í samfélagslegri ábyrgð. „Við viljum að sem flestir myndi sér skoðun á þeim umhverfisupplýsingum, fjárhagsupplýsingum og samfélagsupplýsingum sem við birtum og meti frá eigin sjónarhorni hvort við stöndum undir eðlilegum kröfum sem til okkar eru gerðar,“ segir Bjarni að lokum og bendir á að árleg birting á upplýsingum um stöðu rúmlega 100 sjálfbærnivísa sem tilteknir eru í GRI-skapalóninu séu viðleitni OR og dótturfyrirtækjanna til þess.

Bjarni Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að birting upplýsinga um rekstur fyrirtækisins sé grundvallaratriði í samfélagslegri ábyrgð. OR gefur út samfélagsskýrslu samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum GRI.

Umhverfismálin brenna á fólki

Andrými ráðgjöf aðstoðar ­fyrirtæki og stofnanir við að framfylgja ­umhverfismarkmiðum og búa til ­umhverfisstefnu. Unnið í samstarfi við Andrými ráðgjöf

Dr. Snjólaug Ólafsdóttir, eigandi Andrýmis ráðgjafar.

A

ndrými ráðgjöf var stofnað af dr. Snjólaugu Ólafsdóttur með það að markmiði að vinna að bættri umhverfismenningu innan fyrirtækja og stofnana og auka umhverfisvitund starfsfólks. Snjólaug, sem er umhverfisverkfræðingur, hóf að halda fyrirlestra í fyrirtækjum um hvernig umhverfismálin birtast okkur í daglegu lífi. „Ég fann hvað þetta brann á fólki, það vildi gera rétt en vissi ekki hvar átti að byrja. Það var greinilega grundvöllur fyrir því að draga úr umhverfisáhrifum fyrirtækja og vinnustaða almennt með því að tala við starfsfólkið um þessi mál,“ segir Snjólaug. „Starfsfólkið sér vinnustaðinn út frá mismunandi sjónarhornum og þegar við fræðum og virkjum alla til að draga úr sínum umhverfisáhrifum, eins og hver og einn er fær um – fer allt fyrirtækið saman í átt að settu markmiði.“

Byrja á litlu skrefunum

Fólk er að verða meðvitaðra um mikilvægi þess að ganga vel um umhverfi og auðlindir, að mati Snjólaugar. „Áherslan á umhverfismál og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja er vaxandi og því meiri þörf á því að fyrirtæki og stofnanir sjái tækifæri sín til að stíga skref í átt að bættum

en raunhæf markmið. Þetta er hugarfarsbreyting, um leið og við erum búin að fá fræðsluna og ræða málin fáum við aðeins öðruvísi sjónarhorn á hlutina,“ segir Snjólaug.

Fyrirtæki eru ólík

Þegar haft er samband við ­Andrými ráðgjöf er fyrsta skrefið að ræða saman um hver staðan er og hvert fyrirtækið/stofnunin vill stefna. „Allir geta tekið sitt næsta skref. Ég kem með þá fræðslu sem viðeigandi er hverju sinni og í framhaldinu eru settar fram spurningar og umræður til að skoða afstöðu starfsfólksins. Þá kemur í ljós hvað starfsfólk er tilbúið til þess að gera og hvar þeirra áherslur liggja. Það skemmtilega er að það er engin ein rétt leið eða hið fullkomna næsta skref. Fyrirtæki eru ólík og fólkið innan þeirra líka. Við getum öll tekið okkar næsta skref á eigin forsendum,“ segir Snjólaug.

umhverfismálum. Oft þarf að fara í gegnum ferla fyrirtækisins og fá yfirsýn og enginn er betri í að fara yfir ferlana en fólkið sem vinnur eftir þeim!“ Fyrirtækin sem Snjólaug aðstoðar eru komin mislangt í að draga úr umhverfisáhrifum sínum, sum eru alveg á byrjunarreit en önnur eru komin vel á veg og þurfa aðeins handleiðslu og

fræðslu til að fylgja stefnunni eftir. „Andrými ráðgjöf hefur til dæmis aðstoðað fyrirtæki sem eru að draga úr kolefnisspori rekstursins við að framfylgja markmiðum sem þau hafa sett sér. Meðal annars með því að kynna nýjar áherslur fyrir starfsfólki, mikilvægi þeirra og hvernig nýtt vinnulag mun verða til góðs fyrir umhverfi og samfélag.

Einnig hef ég aðstoðað vinnustaði við að setja sér umhverfisstefnu. Oft er einblínt um of á stóru erfiðu hjallana sem ekki er vitað hvernig á að komast yfir en á meðan er ekki tekið eftir þessu sem er nær og auðveldara að byrja á. Ég ráðlegg öllum að byrja á að taka litlu skrefin sem auðvelda svo stóru breytingarnar, setja sér bæði lítil og stór

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér málefnið betur og þjónustu Andrýmis ráðgjafar er bent á heimasíðu fyrirtækisins www.andrymi.is.


12 SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA

LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017

BREEAM vistvottun fyrir Urriðaholt eykur lífsgæði íbúanna í hverfinu.

Verðmætasköpun með samfélagslegri ábyrgð Það er mikil ávinningur fólginn í því að huga að sjálfbærri þróun þegar kemur meðal annars að skipulagi, almennri verkfræðihönnun og samgöngum. Sandra Rán Ásgrímsdóttir og Ólöf Kristjánsdóttir hjá Mannviti segja mikla verðmætasköpun fólgna í samfélagslegri ábyrgð.

Verðlaunatillaga um rammaskipulag fyrir Lyngássvæði og Hafnarfjarðarveg í Garðabæ.

Unnið í samstarfi við Mannvit

Á

vinningurinn er víðtækur en felst meðal annars í því að auka hagkvæmni og skila/skapa ábata fyrir u­ mhverfið. „Við hjá Mannviti áttum okkur á því að öll okkar vinna hefur bein eða óbein samfélagsleg áhrif, hvort sem það er hönnunarverkefni sem við vinnum að eða aðrar daglegar athafnir. Mannvit var sem dæmi fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem greiddi starfsfólki sínu samgöngustyrk til að hvetja til vistvænni ferðamáta, en síðan höfum við tekið mörg jákvæð skref til viðbótar,“ segir Sandra Rán Ásgrímsdóttir, sjálfbærniverkfræðingur hjá Mannviti. Í dag er Mannvit hluti af Festa, samtökum íslenskra fyrirtækja um samfélagsábyrgð og einnig hluti af Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna sem er eitt öflugasta framtak í heiminum á sviði samfélagsábyrgðar fyrirtækja og sjálfbærni. Fyrirtækið er einnig vottað samkvæmt alþjóðlegum gæða-, umhverfis- og öryggis- og vinnuverndarstjórnunarstöðlum og leitast við að hafa sjálfbærnisjónarmið í fyrirrúmi í öllum sínum verkum.“ „Við erum búin að taka stór skref í átt til aukinnar samfélagslegrar ábyrgðar innan Mannvits og teljum okkur geta lagt mikið til málanna meðal annars með ráðgjöf til annarra fyrirtækja og stofnana á þessu sviði,“ segir Ólöf Kristjánsdóttir, fagstjóri samgöngufaghóps hjá Mannviti. Ólöf er viðurkenndur matsaðili BREEAM vistvottunar skipulags og vann t.d. að vistvottun Urriðaholts í Garðabæ samkvæmt

BREEAM Communities matskerfinu. Vistvottunin mætir óskum íbúa og fyrirtækja um gæði, öryggi, fjölbreytni, náttúruvernd og aðgengi að útivistarsvæðum. „Urriðaholt er fyrsta vottaða skipulagið hérlendis og það mun skila sér til baka í auknum lífsgæðum og verðmæti fasteigna á svæðinu,“ segir Ólöf. Önnur dæmi um vistvæn verkefni á samgöngusviði sem Ólöf hefur unnið að er Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2015-2020 og vinningstillaga fyrir rammaskipulag Lyngássvæðisins í Garðabæ. „Við leggjum líka mikið upp úr því að hvetja starfsfólk Mannvits til að nota vistvænar samgöngur til og frá vinnu og gerum ferðavenjukönnun árlega til að fylgjast með og sjá hvað við megum bæta varðandi aðstöðu og hvatningu til starfsfólks,“ bætir Ólöf við. „Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja snýst um víðtæka vitundarvakningu og stefnumótun innan fyrirtækis varðandi þá þætti í umhverfi og samfélagi sem starf þeirra hefur áhrif á.“ „Raunveruleikinn í dag er að sinnuleysi í þessum málaflokki getur valdið miklum skaða á ímynd og orðspori fyrirtækja.“

Ávinningur umhverfisvottana og sjálfbærrar hönnunar

Til að tryggja sem bestan árangur þarf að vinna þverfaglega eftir sameiginlegri stefnu og nálgun. Hægt er að votta byggingar, skipulagsáætlanir, rekstur og uppbyggingu innviða eftir alþjóðlegum stöðlum en einnig er hægt að vinna að sérsniðinni sjálfbærnistefnu fyrir hvert verkefni fyrir sig. Það er mikill ávinningur fólginn í því að huga að sjálfbærri þróun við verkfræði-

Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar 2015-2020 er umhverfismál og lýðheilsumál.

hönnun, þar má sem dæmi nefna minni áhættu, aukna hagkvæmni og lægri rekstrarkostnað en einnig bætt lífsgæði notanda og ábata fyrir umhverfi og samfélag.

Skref í átt að samfélagslegri ábyrgð

„Við veitum fyrirtækjum m.a. ráðgjöf varðandi hagkvæma orku- og auðlindanýtingu, val á byggingarefnum, endurvinnslu og meðhöndlun úrgangs ásamt mörgum öðrum atriðum sem geta skilað aukinni sjálfbærni verkefna,“ segir Sandra. Það er margt sem fyrirtæki og stofnanir geta gert til að auka samfélagslega ábyrgð sína og verkefnin þurfa ekki endilega að vera stór. Fyrirtæki geta meðal

Eskja og Síldarvinnslan tóku jákvæð skref með rafvæðingu fiskimjölsverksmiðja sinna.

annars hvatt starfsmenn til vistvænni samgangna, gætt að aukinni endurvinnslu og bættri orkunotkun en einnig eru félagsleg atriði sem er hægt að huga að líkt og vinnuumhverfi starfsmanna og nærsamfélag vinnustaðarins. Gott dæmi um jákvæð skref fyrir nærsamfélagið og ábata fyrirtækis er rafvæðing fiskimjölsverksmiðja Eskju og Síldarvinnslunnar sem hefur jákvæð áhrif á umhverfið samhliða því að verja fyrirtækin gegn sveiflum í verði á olíu í framtíðinni. „Það er margt sem fyrirtæki og stofnanir geta gert til þess að auka samfélagslega ábyrgð sína og verkefnin þurfa ekki endilega að vera stór.“

Alþjóðleg þróun

Fyrirtæki um allan heim eru að átta sig betur á þeim atriðum sem þau geta breytt eða bætt til að hafa jákvæðari áhrif á samfélagið. „Sem dæmi má nefna að Apple, Amazon og Google leitast við að nota eingöngu græna orku í sín netþjónabú, fyrstu vistvottuðu gallabuxurnar eru komnar á markað og endurnýttur textíll er alltaf að verða vinsælli í fatnað. Svo ekki sé minnst á þau áhrif sem nauðungarvinna eða brot á mannréttindum hafa á fyrirtæki. Staðreyndin er sú að við þurfum að vinna saman að bættri heimsmynd. Sinnuleysi í þessum málaflokki getur valdið miklum skaða á ímynd og orðspori fyrirtækja,“ segir Sandra.


SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA 13

LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017

Strandsiglingar lykillinn að ­umhverfisvænu flutningakerfi Samskipa

Skip Samskipa á strandsiglingu. „Með strandsiglingum nær félagið að þjónusta betur landsbyggðina auk þess sem þjónustan eflir samkeppnishæfni fyrirtækja á landsbyggðinni,“ segir Guðmundur Þór Gunnarsson. Mynd | Hari Guðmundur Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri millilandasviðs Samskipa. „Með því að taka tugþúsundir tonna af vöru af þjóðvegum landsins á hverju ári, drógum við þar með úr olíunotkun og álagi á þjóðvegi landsins umtalsvert.“ Mynd | Hari

Tugþúsundir tonna færðar af vegunum út á sjó. Unnið í samstarfi við Samskip

S

amskip eru alþjóðlegt flutningafyrirtæki með starfsemi í 26 löndum í Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku, Asíu og Ástralíu. Félagið starfrækir vikulegar strandsiglingar og býður upp á útflutning frá höfnum á landsbyggðinni beint á markaði erlendis og sem slíkt gegnir fyrirtækið mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Undanfarin ár hafa Samskip unnið markvisst að því að innleiða samfélagsábyrga stefnu sem snýr fyrst og fremst að umhverfismálum, vinnuvernd, öryggis- og mannauðsmálum. Meginmarkmiðið er að stuðla að aukinni sjálfbærni og draga sem frekast úr neikvæðum áhrifum af starfsemi fyrirtækisins á umhverfið. Samskip hafa lagt mikla áherslu á að lækka kolefnisfótspor fyrirtækisins með því að draga úr brennslu jarðefnaeldsneytis. „Það er markmið Samskipa að skipuleggja starfsemina markvisst á þann hátt að hún skaði ekki umhverfið og hafi jákvæð áhrif á þróun samfélagsins. Ein helsta áskorun Samskipa hefur verið að innleiða umhverfisvæna flutningastefnu til að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif flutninga og samþætta hana við starfsemi fyrirtækisins á sama tíma og viðskiptalegum árangri er náð. Eitt mikilvægasta skrefið í að lækka kolefnisfótsporið var að hefja

strandsiglingar árið 2013. Með því að taka tugþúsundir tonna af vöru af þjóðvegum landsins á hverju ári, drógum við þar með úr olíunotkun og álagi á þjóðvegi landsins umtalsvert. Þessar breytingar leiddu til umtalsverðs sparnaðar í rekstrinum,“ segir Guðmundur Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri millilandasviðs. „Nú siglum við með innflutningsvöru frá Reykjavík til valinna viðkomuhafna víða um land og með útflutningsvöru beint til Evrópu. Með strandsiglingum nær félagið að þjónusta betur landsbyggðina auk þess sem þjónustan eflir samkeppnishæfni fyrirtækja á landsbyggðinni,“ segir Guðmundur Þór. Áætlað er að árlegur ávinningur af strandsiglingum nemi um 2.000 tonnum af CO2 eða sem svarar tæplega 19 þúsund gróðursettum trjám á ári. Félagið hefur verið í fararbroddi í þróun og innleiðingu umhverfisvænna flutningalausna um alla Evrópu. Í upphafi setti félagið sér skýr markmið í þeim efnum sem

stuðlaði að aukinni nýsköpun á sviði umhverfisvænni flutninga. Úr varð flutningakerfi sem kallast Bláa leiðin sem felst í því að fullnýta fjölbreytta flutningsmáta til að lágmarka mengun. Kerfið byggist á því að nýta flutningapramma á ám og síkjum í Evrópu ásamt lestum á meginlandinu til gámaflutninga og draga þar með úr mengandi umferð þunglestaðra flutningabíla á vegum. Með því að nýta umhverfisvænni kosti til að flytja gáma er verið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur 107.500 kílóum fyrir hvern gám á ársgrundvelli. Það jafngildir brennslu á 46.000 lítrum af olíu eða árlegri orkunotkun 10 meðalheimila í Evrópu. Fyrirkomulagið dregur ekki aðeins úr olíunotkun heldur einnig úr álagi á vegakerfið og viðhald þess. Félagið hefur sett sér mælanleg markmið í umhverfismálum, sem felast í því að lækka kolefnisfótsporin í innanlands- og millilandaflutningum fram til 2020. Samskip hafa skrifað undir yfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Festu

Markmið í umhverfismálum (kolefnisfótspor í millilanda- og innanlandsflutningum).

um markmið í loftslagsmálum, en yfirlýsingin endurspeglar áherslur fyrirtækisins í umhverfismálum sem felast í því að draga úr mengandi samgöngum og losun úrgangs. Félagið vill vera leiðandi á þessu sviði og hafa hvetjandi áhrif á aðra til eftirbreytni. Samskip munu birta árlega niðurstöður úr mælingum ennfremur mun það leita allra mögulegra leiða til að ná settum markmiðum. Samskip hafa sett sér eftirtalin þrjú meginmarkmið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka neikvæð umhverfisáhrif flutninga með markvissum aðgerðum: •

Minnka kolefnisfótspor í flutningum til og frá Íslandi og Færeyjum um 10% á næstu fimm árum, mælt í grömmum af CO2 á flutt tonn á hvern fluttan kílómetra eða úr 42 g/tonn km 2015 í 38 g/ tonn km árið 2020. • Minnka kolefnisfótspor í innanlandsflutningum um 7% á næstu fimm árum, mælt í grömmum af CO2 á flutt tonn á hvern fluttan kílómetra eða úr 124 g/tonn km 2015 í 115 g/tonn km árið 2020. • Auka hlutfall endurnýtanlegs úrgangs frá starfseminni úr 46% 2015 í 60% árið 2020.

Til að ná ofangreindum markmiðum fylgir félagið eftir alþjóðlegum stöðlum og viðmiðum í umhverfismálum og leggur áherslu á að bæta nýtingu flutningakerfa, bæta eldsneytisnýtingu, minnka vægi jarðefnaeldsneytis í starfseminni og auka flokkun úrgangs á starfsstöðvum Samskipa. Ávinningur Samskipa af ábyrgum starfsháttum er mikill. Bæði draga þeir úr kostnaði og auka samkeppnishæfni félagsins. Samskip fengu nýverið hin virtu „Containerisation Award“ auk umhverfisverðlauna bresku flutningasamtakanna BIFA fyrir áherslur sínar í umhverfismálum. Félagið hefur einnig sett sér skýr markmið í mannauðsmálum hvað varðar öryggismál og vinnuréttindi en hjá fyrirtækinu starfa um 1.500 manns um allan heim. Félagið fylgir jafnréttisstefnu og hefur jafnframt fengið staðfesta jafnlaunaúttekt PWC. Samskip styðja við fjölbreytt málefni hérlendis sem snúa að góðgerðarmálum, menningu- og íþróttastarfi. Lögð hefur verið sérstök áhersla á að styðja við verkefni á landsbyggðinni. Samskip eru auk þess þátttakandi í ýmsum félagasamtökum sem tengjast atvinnugreininni og vilja á þann hátt leggja sitt af mörkum til að auka veg og virðingu hennar.


14 SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA

LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017

Stuðla að m ­ inni matarsóun og ­flokkun úrgangs

Tobba Marinós vaknaði til vitundar eftir að hún tók eftir afsláttarkerfi Nettó og kaupir nú frekar vörur þar sem fyrningardagur nálgast ef hún ætlar að nota þær strax.

Árið 2016 gáfu Samkaup viðskiptavinum sínum 125 milljónir í afslátt af vörum sem annars hefðu líklega lent í ruslinu. Unnið í samstarfi við Samkaup

S

amkaup eiga og reka verslunarkeðjurnar; Nettó, Kjörbúðina, Krambúð, Samkaup Strax og Samkaup Úrval. Frá árinu 2007 hefur starfsfólk Samkaupa stöðugt stigið ný skref í umhverfismálum. Allt frá sorpflokkun og endurnýtingu til orkusparnaðar og endurnýtingar orku. Í upphafi árs 2015 var umhverfisstefna fyrirtækisins uppfærð og um mitt ár 2015 tóku Samkaup upp átakið Minni Sóun – Allt nýtt, en tilgangur átaksins er að kynna fyrir viðskiptavinum og starfsfólki hvað unnt sé að gera til að stuðla að minni sóun, flokkun úrgangs og ýmiss konar orkusparnaði. „Því miður hendum við gríðarlega miklu magni af matvöru og sorpi í okkar nútímasamfélagi. Við ákváðum að sporna við þessu og höfum nú þegar unnið að því að minnka sorp í okkar fyrirtæki. Við höfum unnið að alls kyns orkusparnaði á síðustu árum með sérstökum lokum á allar frystikistur í verslunum

okkar. Nú bætist við Minni Sóun – Allt nýtt – átakið þar sem áherslan er á aukna flokkun og minni sóun matvæla,“ segir Gunna Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. Nettó býður nú stigvaxandi afslátt af vörum sem nálgast síðasta söludag. Vöruverð lækkar eftir því sem líftími vöru styttist og stuðlar þetta að minni sóun matvöru. Allt þetta er undir slagorðinu Keyptu í dag – njóttu í dag! „Það felst mikill sparnaður í að nýta allt, minni sóun á sér stað og það er betra fyrir umhverfið. Einfalt er að temja sér innkaup þannig að þú kaupir matvöru til að nota hana samdægurs. Ef við leggjumst öll á eitt þá getum við hlúð betur að jörðinni – við eigum jú bara eina,“ segir Gunnar. Nettó selur mikið af umhverfisvænni og lífrænni matvöru og ýmis konar sérvöru en, það eru vöruflokkar sem hafa vaxið gríðarlega á síðustu árum. Þá nýtir fyrirtækið ýmis tækifæri til að vekja athygli á matarsóun á frumlegan og

skemmtilegan hátt. Á Menningarnótt árið 2016 stóð verslunarkeðjan Nettó, sem er í eigu Samkaupa, til að mynda fyrir súpueldhúsi í Hljómskálagarðinum til að vekja athygli á matarsóun og hvetja fólk til að sporna við henni. Súpan var elduð úr hráefni sem var annað hvort að renna út eða var útlitsgallað en samt vel ætilegt. Fjölmiðlakonan Tobba Marinós var ein þeirra sem stóð vaktina í súpueldhúsi Nettó, enda mikil baráttukona gegn matarsóun. „Sjálf þurfti ég að læra að versla upp á nýtt og hætta að kaupa vöru með sem lengstan fyrningardag ef ég ætlaði að nota vöruna samdægurs. Við þurfum að taka ábyrgð á umhverfi okkar. Eftir að ég tók eftir afsláttarkerfinu hjá Nettó fór ég að hugsa betur út í hvenær ég ætla að nota tiltekna vöru. Mér finnst frábært að Nettó taki þátt í þessu og sýni samfélagslega ábyrgð og gott fordæmi. Ég vona að þetta veki fólk til umhugsunar,“ segir Tobba.

Helstu staðreyndir um sorpmál Samkaupa: Árið 2015 hentum við 35 tonnum minna af sorpi en árið 2014 með tilstuðlan verkefnisins Minni sóun. • Með markvissri vinnu náði Nettó að minnka sorp sem annars hefði verið urðað og brennt um 50 tonn árið 2016 og stefnan er að minnka ­sorpið um 100 tonn árlegra. • Árið 2016 gaf Nettó v­ iðskiptavinum sínum 125 milljónir í afslátt af vörum sem annars hefðu líklega lent í ruslinu. • Árið 2014 björguðum við 10500 trjám með því einu að setja 620 tonn af pappa í endurvinnslu • Farið hefur verið yfir ­sorpflokkun allra verslana og er full flokkun (almennt sorp – lífrænt – pappi og plast) ­innleidd þar sem það er m ­ ögulegt. • Markmið í sorpflokkun eru: 40% pappi/plast, 50% almennt sorp & 10% lífrænt Skipting í öllu fyrirtækinu er: • 55% almennt sorp (800 tonn) • 5% lífræn flokkun (vantar Norðurland og þá væri þetta 10%) (75 tonn) • 40% pappi og plast til endurvinnslu (550 tonn)

Helstu staðreyndir í umhverfismálum:

Nýtum allt & spörum! Nettó stuðlar að minni sóun og býður stigvaxandi afslátt af vörum sem nálgast síðasta söludag. Vöruverð lækkar eftir því sem líftíminn styttist.

30% 20% 50% 2 20% AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR

TTUR5

AFSLÁ 5

694521

www.netto.is

605438

694521

AF A FS SLLÁ ÁT TT TU UR R

605438

5

694521

605438

20% afsláttur af þurrvöru sem er á dagsetningu eftir 30 daga og ferskvöru sem á 2 daga í síðasta söludag. 30% afsláttur af þurrvöru sem er á dagsetningu eftir 15 daga og ferskvöru sem á einn dag í síðasta söludag. 50% afsláttur af þurrvöru sem er á dagsetningu eftir 7 daga og ferskvara sem er komin á síðasta söludag.

| Mjódd · Grandi · Salavegur · Búðakór · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |

• Samkaup skrifuðu ­undir ­yfirlýsingu árið 2015 um ­aðgerðir í loftlagsmálum. • Verið er að skoða LED lýsingu í verslanir sem sparar orku. • Allir frystar sem keyptir verða eru með lokum og verið er að loka eldri frystum í v­ erslunum sem leiðir til 40% minni ­orkunotkunar. • Tilraunarverkefni í lokuðum kælum verslana sem leiðir til 20% minni orkunotkunar. • Orka sem kemur frá ­ kælivélum er nýtt til húshitunar ef kostur er. • Remake orkumælingarkerfi er í innleiðingu sem getur leitt til 10% minni rafmagnsnotkunar. • Burðarpokar verslana innihalda minna plast en ­hefðbundnir pokar og ­fjölnotapokar hafa verið teknir í notkun. • Árleg þjálfun í ­umhverfismálum á sér stað í verslunum í samvinnu við þjónustuaðila Samkaupa. • Rafræn samskipti í b ­ ókhaldi og reikningshaldi, Edi ­samskipti eins og kostur er.


LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017

Skýr stefna í samfélagsog umhverfismálum

SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA 15 Mikið er lagt upp úr því hjá Íslandshótelum að skapa atvinnu og uppbyggingu hringinn í kringum landið, segir Salvör. Mynd | Hari

Íslandshótel hafa lagt töluverðar upphæðir til samfélags- og líknarmála og eru með sjóð sem reglulega er úthlutað úr. Unnið í samstarfi við Íslandshótel

Í

slandshótel er eitt af stærrri fyrirtækjum í ferðaþjónustu á Íslandi. Íslandshótel eiga og reka 17 hótel með yfir 1.700 gistirými út um allt land auk funda- og ráðstefnuaðstöðu. Innan ­keðjunnar eru öll Fosshótelin, Grand H ­ ótel ­Reykjavík og Hótel Reykjavík ­Centrum auk fjölda veitingastaða tengdum hótelunum. „Stjórn Íslandshótela h­ efur ­markað skýra stefnu í s­ amfélags- og umhverfismálum og hefur ákveðið að fyrirtækið í heild taki virkan þátt í þeim verkefnum sem snúa að bættum hag umhverfis og ekki síður þjóðar í samfélagslegu tilliti. Þessari stefnu er staðfastlega fylgt,“ segir Salvör L. ­Brandsdóttir ráðstefnustjóri sem situr í stjórn ­Íslandshótela. Íslandshótel er aðili að Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð – og er stoltur bakhjarl hvatningarverkefnis um ábyrga ferðaþjónustu, í samstarfi við Festu og Íslenska ferðaklasann. Mörg hótela innan ­Íslandshótela eru komin með viðurkenningu Vakans, sem skiptir fyrirtækið miklu máli. „Vakinn er nýtt gæða- og umhverfiskerfi sem ferðaþjónustan fylgir. Mér finnst Vakinn veita aukið aðhald og hvetja til góðra verka. Það er mikilvægt að þriðji aðili komi og taki út stöðuna á hverjum stað. ­Annar kostur Vakans er gæðaþátturinn, en kerfið sér um stjörnu-

gjöf gististaða. Ef stjörnugjöfin er rétt, auðveldar hún að hægt sé að staðla gæðin, enda er mikilvægt ­fyrir gesti að vita hvaða vöru þeir eru að kaupa.“ Grand Hótel Reykjavík er eitt fremsta hótel landsins varðandi umhverfis- og samfélagsmál og hefur fengið hina eftirsóttu Svansvottun. Salvör segir það ekki bara hafa jákvæð áhrif á umhverfið að fylgja kröfum Svansins, heldur fylgi því einnig mikið r­ ekstrarhagræði. „Það eru mjög ströng skilyrði sem Svanurinn setur og ­Umhverfisstofnun fylgir þeim eftir af mikilli festu. Þegar við lögðum af stað í þetta verkefni þá vissum við í raun ekki hvað við vorum að fara út í, en fljótlega kom í ljós að innleiðing

nýrra aðferða í daglegu starfi var ekki bara skynsamleg fyrir umhverfið heldur líka reksturinn.“ Íslandshótel eru mjög ­meðvituð um umhverfið og áhrif vaxandi straum ferðamanna á landið. Salvör bendir á að hægt sé að hafa m ­ ikil áhrif meðal annars með því að flokka sorp og velja réttar vörur inn á hótelin. „Við viljum vera mjög framarlega í velja bestu l­ausnirnar. Við byggingu nýrra hótela hjá okkur er líka vel hugað að umhverfinu.“ Nýtt hótel var opnað síðasta sumar á Hnappavöllum, Fosshótel Glacier Lagoon, og annað er væntanlegt á Mývatni. „Það er mikið lagt upp úr því að allt sé eins og best verður á kosið, bæði varðandi byggingar, framkvæmdir og vörukaup á

Frumkvöðull í umhverfissinnaðri ferðamennsku

­hótelunum. Þegar hótel opna eru gestir og starfsmenn fræddir og þeim gert auðvelt að ganga vel um.“ „Það sem mér þykir mjög vænt um í stefnu þessa fyrirtækis er hvað er lagt mikið upp úr því að skapa atvinnu og uppbyggingu allan ­hringinn í kringum landið, ekki bara á gullreitnum í Reykjavík.“ Hótelreksturinn skipti til dæmis sköpum þegar Fosshótel Glacier Lagoon var opnað, en hætt var við að loka skóla á Hofi í Öræfasveit í kjölfarið. „Þetta er sönn saga af Suðurlandi. Þegar

hótelið opnaði þá fylgdu því ­nokkrar fjölskyldur, það breytti heilmiklu í sveitinni og á örugglega eftir að hafa áhrif til lengri tíma.“ Íslandshótel hafa lagt töluverðar upphæðir til samfélags- og líknarmála og eru með sjóð sem reglulega er úthlutað úr. Salvör segir fyrirtækið hafa trú á því að það sé hagur allra að hjálpast að og að þeir sem geti styrki verðug málefni. „Það ­skilar sér alltaf að láta gott af sér leiða og skapar gott karma.“

Fyrirtæki eiga hvert og eitt að skoða hvað þau geta gert til minnka sín fótspor í umhverfinu, segir Guðlaugur. Mynd | Hari

Minnkuðu klórnotkun úr 1,5 tonnum í 15 kíló á einu ári og flokka 75 prósent af öllu sorpi. Unnið í samstarfi við Íslandshótel

G

rand Hótel Reykjavík hefur verið eitt af fremstu hótelum landsins hvað varðar umhverfismál. Hótelið er eitt fárra sem hefur náð að uppfylla strangar umhverfis- og gæðareglur til að fá hið eftirsótta umhverfismerki Svansins. Því er óhætt að segja að um sé að ræða frumkvöðla í hreinni og umhverfissinnaðri ferðamennsku. „Við byrjuðum með umhverfisstefnuna okkar þegar Grand Hótel var Svansvottað árið 2012 og ­yfirfærðum hana á öll hótel Íslandshótela. Henni er svo fylgt eftir af stjórnendum hvers hótels. Á stærri hótelunum er stefnunni einnig fylgt eftir af innkaupastjóra, enda verkefnið mjög viðamikið,“ segir Guðlaugur Sæmundsson, innkaupastjóri Íslandshótela. Svansvottunin var endurnýjuð árið 2015 en þá voru gerðar enn meiri kröfur til hótelanna bæði varðandi þvottahúsin og rekstur veitingastaða. Á vef Umhverfisstofnunar má finna langan lista með þeim kröfum sem fyrirtæki þurfa að uppfylla, á öllum sviðum rekstursins, til að fá Svansvottun. Það þarf því mikinn metnað til að uppfylla allar þær kröfur. „Klór í þvottahúsi er til dæmis bannaður. Grand Hótel byrjaði í þessu aðlögunarferli árið 2011 til

Grand Hótel Reykjavík er eitt fremsta hótel landsins varðandi umhverfis- og ­samfélagsmál og hefur fengið hina eftirsóttu Svansvottun.

að fá vottunina 2012 og þá hættum við alfarið að nota klór, nema í heitu pottana í spa-inu okkar. Það er skylda samkvæmt heilbrigðisreglugerð að hafa blöndu sem inniheldur smá klór. En á þessu fyrsta ári fór klórnotkun okkar úr 1,5 tonni í 15 kíló.“ Að frumkvæði Íslandshótela hefur verið tekin upp sú stefna að nota eingöngu umhverfisvottaðan pappír og hreinlætisvörur. „Öll sápa, pappír og hreinsiefni sem notuð eru á hótelum Íslandshótela eru umhverfisvottuð þó ekki sé gerð krafa um það til að fá Svansvottun. Svanurinn gerir kröfu um að 90 prósent af öllum efnum sem notuð eru í þvotthúsi séu vottuð og við erum með rúmlega 90 prósent ­umhverfisvottun þar,“ segir Guðlaugur. Svanurinn gerir einnig ­ákveðnar kröfur um að draga úr notkun á

heitu vatni og rafmagni. „Það er ætlast til að við notum eins lítið magn vatns á hvern gest og unnt er. Þegar við byrjuðum á þessu þá voru settar þrengingar á heitavatnslagnirnar til að verða við þessari kröfu. Það fara því ekki meira en átta lítrar á mínútu í ­gegnum lagnirnar. En það finnur enginn fyrir því sem fer hér í sturtu. Til að minnka rafmagnsnotkun eru hreyfiskynjarar fyrir rafmagn á göngum og því er ekki kveikt nema það sé einhver á göngunum.“ Á Grand Hótel er boðið upp á lífrænt vottað morgunverðarhlaðborð, en það er vottunarstofan Tún sem vottar það. Þar er líka boðið upp á valkosti fyrir fólk með glútein- og mjólkuróþol. Á landsbyggðarhótelunum er ekki um vottað morgunverðarhlaðborð að ræða en fjölbreyttir valkostir í boði engu að síður.

„Það er enginn að leggja þessar skyldur á okkar herðar. Við förum í þessa vegferð alfarið að frumkvæði eigenda og ­rekstraraðila ­fyrirtækisins sem sýndu mikla framsýni og frumkvæði með þessari vinnu. Þeir hafa þá sýn á sinn rekstur að láta hann menga sem minnst og skilja eftir sig sem fæst neikvæð spor í umhverfinu,“ segir Guðlaugur. Að sögn hans felur það ekki í sér kostnaðarauka að standa í vistvænum hótelrekstri. Þvert á móti. „Ef við myndum ekki flokka sorp og senda óflokkuð frá okkur þau 190 tonn sem falla til á Grand Hótel þá myndum við greiða um 20 krónur fyrir kílóið. En með því að flokka sorpið niður í tuttugu flokka þá þurfum ekkert að greiða fyrir suma flokka og fáum greitt fyrir aðra.

Af þeim 190 tonnum af sorpi sem fóru frá okkur árið 2015 þá voru um 75 prósent flokkuð og við erum að ná enn betri árangri núna.“ Hann bendir á að samfélagslegt gildi flokkunar sé mikið. „Það sem er rusl hjá okkur getur verið hráefni fyrir aðra. Plastbrúsar eru ­spændir niður og notaðir í plaströr og ­allur bylgjupappi og blikkdósir eru ­notaðar í ýmiskonar framleiðslu. Mín skoðun er að fyrirtæki í ferðaþjónustu eigi hvert og eitt að skoða hvað þau geta gert til minnka sín fótspor í umhverfinu. Við eigum að taka höndum saman með stjórnvöldum, okkur öllum til velfarnaðar í framtíðinni. Við eigum ekki, og megum ekki, ganga þannig um okkar dýrmætustu eign, sem landið okkar er.“


16 SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA

LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017

Fyrsta íslenska ilmkjarnaolían Framleidd á lífrænt vottuðu landi. Unnið í samstarfi við Hraundísi

Í

Borgarfirðinum býr Hraundís Guðmundsdóttir, skógfræðingur og ilmolíufræðingur. Hún vinnur hjá Skógræktinni en öðrum stundum eyðir hún í að eima plöntur í ilmolíur og er sú eina hér á landi sem fæst við þá iðju. „Ég lærði ilmolíufræði í skóla sem hét Lífsskólinn og er reyndar ekki lengur til. Ég rak nuddstofu uppi í sveit og notaði ilmkjarnaolíur sem hafa mjög mikla virkni. Þær geta verið ýmist bakteríudrepandi, sveppadrepandi, bólgueyðandi, blóðþrýstingslækkandi og margt fleira,“ segir Hraundís sem lengi hafði alið þann draum í brjósti að læra að búa til olíurnar. „Ég kunni að nota ilmkjarnaolíur en ekki að búa þær til þannig að árið 2015 fór ég að leita að stað til þess að læra að eima plöntur. Ég fann hjón í Arizona sem reka ilmkjarnaolíufyrirtæki þar, fór til þeirra og lærði verkferlana. Hjónin frá Arizona komu svo til mín til þess að hjálpa mér að starta þessu,“ segir Hraundís sem framleiðir núna 7 tegundir af ilmkjarnaolíum úr íslenskum barrtrjám. „Ég er búin að vera að gera ýmsar tilraunir með allar þær jurtir sem ég finn í náttúrunni sem eru með ilmkjarnaolíum en það eru ekki allar plöntum með olíu. Í eimingartækjunum er 100°C heit gufa leidd í gegnum plöntuna og við það losnar olían. Gufan er síðan leidd í gegnum kælirör og verður að vökva en þar sem olían er léttari en vatnið flýtur hún ofan á. Það þarf líka að huga að

Hraundís gerir 7 tegundir af barrolíum. Mynd | Arnþór Birkisson

veðurfari þegar verið er að sækja hráefni til eimingar, plöntur eru svolítið dyntóttar eftir veðri með tilliti til olíframleiðslu.“

Er með ilmandi stíga

Engin tré eru felld til þess að nálgast barrið heldur kvistar Hraundís þau sem er raunar afar gott fyrir skóginn. „Það er betra fyrir skóginn, neðstu greinarnar drepast alltaf þegar tréð stækkar, þær skyggjast út. Ég klippi neðstu greinarnar og nota barrið og minnstu greinarnar af því. Við fáum líka mikið betri við úr skóginum þegar við kvistum hann og öll umgengnin í skóginn verður auðveldari. Ég er í rauninni að taka til í skóginum,“ segir Hraundís sem er eins og áður sagði skógfræðingur og sú menntun nýtist virkilega vel við iðjuna. Hraundís notar því það sem náttúran gefur og gætir að því að

nýta það vel. „Þe gar barrið er eimað verður til hrein olía. Hratið sem kemur úr pottinum hjá mér, þegar ég er búin að eima barrið, nota ég í stígagerð þannig ég er með ilmandi stíga heima hjá mér,“ segir Hraundís hlæjandi og bætir við fyrir forvitna að erfitt sé að nota barrið í moltu því að það brotni svo hægt niður. Stígagerðin sé því fullkomin lausn til þess að nýta barrið.

Sitkagreniolían verkjastillandi

Ilmkjarnaolíur Hraundísar fást nú þegar í öllum verslunum Heilsuhússins og víða í Borgarfirði; Hótel Húsafelli, Ljómalind, Snorrastofu og Landnámssetrinu og einnig í Húsi handanna á Egilsstöðum og vitanlega vefsíðu Hraundísar, hraundis. is . „Síðan er farið að selja þær í Bandaríkjunum, stórt fyrirtæki er farið að kaupa af mér sitkagreniolíuna og ég er með aðra stóra pöntun

Skapandi samfélag

Hraundís kvistar tré.

sem ég á eftir að framleiða,“ segir Hraundís sem segir sitkagreniolíuna afar vinsæla, ekki síst sökum þess að hún er verkjastillandi og fáir eru að eima hana. „Ísland er skilgreint sem nánast skóglaust land en samt er ég að senda sitkagreniolíur til Bandaríkjanna þar sem mikið stærri skógar eru! Það er svolítið sérstakt,“ segir Hraundís og hlær.

Orðlaus yfir íslensku n­ áttúrunni

Barrolíurnar eiga það allar ­sameiginlegt að vera bakteríudrepandi og það er til að mynda mjög gott að setja dropa út í skúringarvatnið. Þær eru einnig góðar við lungnasjúkdómum og kvefi. Fyrir utan virknina þá ilma þær sérlega vel. „Það er svo frísk og fersk lyktin af barrtrjánum. Ég sendi alltaf allt nýtt sem ég eima til hjónanna í Arizona og þau eru alltaf orðlaus

og segjast finna ferskleikann frá Íslandi í ilmkjarnaolíunum frá mér. Ég er að eima úr mínum eigin brunni sem kemur beint ofan af fjalli en þau hafa ekki kost á öðru en að eima úr klórvatninu í Bandaríkjunum. Við gleymum því stundum hvað við höfum það gott. Erlendis, eins og til dæmis víða í Frakklandi, eru margir bændur að reyna að vera lífrænir en þeir eru allir hver ofan í öðrum. Á næstu skikum eru kannski bændur sem eru að rækta vínvið fyrir víngerð og þeir úða og úða þannig að það er voða erfitt að vera með lífrænt þar,“ segir Hraundís og bætir við að víðátturnar hérna á Íslandi geri okkur kleift að halda ákveðnum svæðum hreinum og lífrænum. Landið hennar Hraundísar í Borgarfirðinum hefur til að mynda verið með lífræna vottun síðan 2007 og Sóley Organics nýtir meðal annars vallhumal af landinu í snyrtivörur.

Guðmundur Tómas Axelsson, markaðsstjóri RB, segir að mikið sé lagt upp úr heilsuvernd hjá RB. Starfsfólki er boðið upp á heilsumælingar og 45% starfsmanna eru á vistvænum samgöngusamningi. Mynd | Hari

RB (Reiknistofa bankanna), hefur tekið á sig samfélagslega ábyrgð með ýmsum hætti. Unnið í samstarfi við RB

T

il viðbótar við þá grunnsamfélagsþjónustu sem felst í starfsemi fyrirtækisins er lögð áhersla á ýmsa samfélagslega þætti. Allt frá því að efla og styðja starfsfólk með heilsuvernd, jafnlaunastefnu og vistvænni samgöngustefnu, yfir í að efla forritunar- og tæknimenntun í skólum og jafnvel standa fyrir „off-venue“ tónleikum á Airwaves. „Meginstarfsemi RB hefur mikið samfélagslegt gildi í sjálfu sér þar sem fyrirtækið ber ábyrgð á grunnstoðum greiðslumiðlunar landsins og tryggir uppitíma og rekstur á fjölmörgum upplýsingatæknikerfum sem eru forsenda þess að fjármálastarfsemi landsins gangi vel fyrir sig. Bæði greiðslumiðlun og fjármálastarfsemi eru gríðarlega mikilvægir þættir í hagkerfum þjóða. Auk þess þarf RB að fara að lögum og fylgja sátt sem Samkeppniseftirlitið gerði við eigendur RB,“ segir Guðmundur Tómas Axelsson, markaðsstjóri RB. RB hefur ætíð styrkt góðgerðarmál og staðið fyrir ýmsum viðburðum en ákvörðun var tekin 2015 að gerast aðili að Festu, miðstöð um samfélagslega ábyrgð, og móta formlega stefnu byggða á þremur helstu stoðum sjálf-

bærni, sem eru fólk, umhverfið, og efnahagslegur ávinningur. „RB leggur til dæmis mikið upp úr heilsuvernd og ýmsu tengdu heilsufari starfsfólks. Þar á meðal eru heilsumælingar og vistvænn samgöngusamningur en 45% prósent starfsmanna RB eru á vistvænum samgöngusamningi sem telst nokkuð góður árangur. Við höfum einnig náð góðum árangri í að draga úr launamun kynjanna og á dögunum hlaut RB gullmerki jafnlaunaúttektar Pricewaterhouse Cooper þar sem ekki er marktækur munur á launum kynjanna í fyrirtækinu. Þar að auki gerum við ekki greinarmun á fólki eftir aldri, litarhætti, trúarbrögðum og fleira,“ segir Guðmundur. Meðal þess sem RB hefur gert til að efla starfsfólk sitt er að styðja með ýmsum hætti við tónlistarfólkið sem þar starfar, m.a. með því að skipuleggja „off-venue“ tónleika á Airwaves. „Það er mikið af tónlistarfólki sem starfar hjá okkur og þetta hefur verið skemmtileg leið til að leyfa hæfileikum þess að njóta sín.“ RB hefur ekki farið varhluta af þeim gríðarlega hjólreiðaáhuga sem gripið hefur landann og stendur árlega fyrir hjólamóti í samstarfi við Tind hjólreiðafélag, RB Classic, eitt stærsta götuhjólamót landsins. „Markmiðið er

að styðja við hjólaíþróttina sem hefur náð miklum vinsældum hér á landi.“ Meðal nýjunga hjá RB er verkefni sem heitir RB hjálpar, þar sem starfsmönnum býðst að vera í hjálparstarfi að eigin vali í einn dag á ári á fullum launum. „Þetta gerum við til að efla samkennd og styrkja enn frekar góðagerðarstarf.“ RB leggur ýmislegt til samfélagsins, meðal annars með því að vera stofnaðili og aðili að sjóðnum Forritarar framtíðarinnar sem hefur það markmið að efla forritun-

ar- og tæknimenntun í grunnog framhaldsskólum landsins. Hægt er að sækja um í sjóðinn sem þjálfar kennara til forritunarkennslu og gefur tölvubúnað. „Sjóðurinn er á þriðja ári og erum við á þeim tíma búin að þjálfa 200 kennara í forritunarkennslu og gefa hundruð tölva. Þetta eru tölvur sem eru 2 eða 3 ára gamlar og ekki lengur í notkun hjá okkur, en eru öflugar og góðar tölvur sem nýtast vel í skólunum. Það má segja að þetta sé nokkurskonar umhverfisstefna í leiðinni, þar

sem við endurnýtum tölvurnar á þennan máta,” segir Guðmundur. Aðspurður játar hann því að margir hafi orð á því að RB sé mun skemmtilegri vinnustaður en þá óraði fyrir. „Þegar fyrirtæki eru að keppa um starfsfólk skiptir máli hvernig fólki líður með að vinna hjá ákveðnu fyrirtæki, þar skiptir ímynd fyrirtækisins máli. Auk þess er samfélagsleg ábyrgð að verða mikilvægari í öllum fyrirtækjarekstri í dag. Þetta snýst fyrst og fremst um hvernig samfélag við viljum skapa og lifa í.“


SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA 17

LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017

Guðný Camilla Aradóttir, markaðsog ­umhverfisfulltrúi IKEA á Íslandi.

Fyrirtækið er hluti af samfélaginu

Hleðslustæði fyrir rafbíla viðskiptavina.

Gagnkvæmur ávinningur markmiðið. Unnið í samstarfi við IKEA

H

já IKEA er lögð áhersla á að sinna samfélagslegri ábyrgð á fjölbreyttan hátt. „Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja snýst í huga margra eingöngu um að veita styrki en hún er svo miklu meira. Undir hattinn „samfélagið“ í starfsemi IKEA á Íslandi falla viðskiptavinir, starfsfólk, umhverfið – bæði nærumhverfi og í víðara samhengi,“ segir Guðný Camilla Aradóttir, markaðs- og umhverfisfulltrúi IKEA á Íslandi. „Að sýna samfélagslega ábyrgð snýst um að vera í góðu sambandi við sveitarfélagið sem við störfum í, ganga vel um umhverfið og stuðla að því að aðrir geri það líka.“

Fríar barnamáltíðir í 6 ár

Að sögn Guðnýjar lítur IKEA svo á að fyrirtækið sé hluti af samfélaginu og þurfi þannig að hafa sínum rekstri þannig að það sé gagnkvæmur ávinningur samfélagsins

og fyrirtækisins af rekstrinum. „Við sinnum þessu nokkuð vel. Út á við veitum við styrki til ýmissa málefna og sú vinna er í gangi allt árið. Við höfum lagt áherslu á að styrkja sérstaklega málefni sem tengjast börnum, menningu og hönnun. Þetta eru málefni sem eru okkur kær, og börnin þá sérstaklega,“ segir Guðný og tiltekur sérstaklega starfsemi Slysavarnahússins sem IKEA hefur stutt dyggilega um árabil. „Þar hefur náðst gríðarlega góður árangur þannig að við erum afar stolt af því samstarfi.“ Eftir hrun, veturinn 2008, tók IKEA ákvörðun um að gefa barnamáltíðir á veitingastaðnum til að létta undir með barnafjölskyldum. „Þótt engin tímamörk hafi verið á tilboðinu, þá óraði engan fyrir að það myndi endast eins lengi og raun ber vitni, eða út ágúst 2014,“ segir Guðný.

Gera daglegt líf þægilegra

Vöruverði í IKEA er breytt einu sinni á ári, við upphaf nýs rekstrarárs. „Nú hefur allt verð verið

lækkað nokkur ár í röð. Reksturinn gengur vel og það hefur verið ­svigrúm til að taka þá afstöðu að sýna samfélagslega ábyrgð með því að lækka vöruverð. Við finnum það að fólk veit af þessu og kann að meta þetta, þótt alltaf séu þeir sem sjá bara það neikvæða í öllu, en þeir eru í miklum minnihluta. Grunnurinn að hugmyndafræði IKEA er að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta og það er í raun og veru unnið að því í allri starfseminni, til dæmis með því að standa á þennan hátt með neytendum.“

Fjölmörg námskeið í boði

Hjá IKEA starfa 350 manns frá 22 löndum í afar fjölbreyttum störfum og Guðný leggur áherslu á að stór hluti af því að sýna samfélagslega ábyrgð sé að vera góður vinnustaður. „Það hefur verið lögð áhersla á að taka vel á móti erlendum starfsmönnum og fá þeir til dæmis fría íslenskukennslu á vinnutíma. Það auðveldar þeim auðvitað að eiga samskipti við yfirmenn og samstarfsfólk, en ekki síður að vinna sig upp ef áhugi er fyrir því,“ segir Guðný en fjölmörg námskeið eru í boði fyrir allt starfsfólk IKEA og eru til dæmi um að fólk hafi umbylt lífi sínu með því að nýta sér það sem boðið er upp á gegnum fyrirtækið.

13. mánuðurinn borgaður

Störfin í IKEA eru afar fjölbreytt.

IKEA var fyrsta fyrirtækið sem hlaut jafnlaunavottun VR. „Hér er enginn á lágmarkslaunum. Starfsfólkið hefur fengið að njóta þegar vel gengur og það hafa verið veittar nokkrar launahækkanir til viðbótar við lögbundnar hækkanir undanfarin ár. Nýjasta dæmið er svo greiðsla á 13. mánuðinum á næsta ári en tilkynnt var síðla á síðasta ári að starfsfólk IKEA fengi þrettánda mánuðinn greiddan í lok rekstrarársins næsta haust ef viss markmið næðust. Það stefnir allt í það og því má búast við að starfsfólk njóti þess í haust,“ segir Guðný og bætir við að þess utan bjóði

fyrirtækið upp á árlega heilsufarsskoðun, fría ávexti og hollan mat í mötuneytinu, svo eitthvað sé nefnt.

Umhverfismálin skipta máli

IKEA á Íslandi starfar samkvæmt umhverfisstefnu IKEA á heimsvísu, en hefur einnig sínar áherslur. „Umhverfismálin eru auðvitað mikilvæg og markmiðið er alltaf að nýta vel hráefni og minnka sóun, hvort sem talað er um skrifstofupappír eða matvæli á veitingastaðnum. Við höfum einnig komið upp hleðslustæðum fyrir rafbíla, bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk, og enn stendur til að fjölga þeim í vor. Það er líka svolítil yfirlýsing af okkar hálfu. Við bindum vonir við að bílafloti landsmanna sé að rafvæðast. Við setjum upp hleðslustæði til að segja að við teljum að rafbílar eigi að vera hluti af þessu daglega lífi sem er okkar ær og kýr – að þeir eigi að vera fyrir alla,“ segir Guðný og undirstrikar að viðskiptavinir IKEA séu almenningur þessa lands.


18 SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA

LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017

Vandaðar vörur sem skapa störf Múlalundur er elsta og stærsta öryrkjavinnustofa landsins en þar fer fram sala og framleiðsla á almennum ­skrifstofuvörum, auk þess sem starfsmenn taka að sér ýmis sérverkefni. Framkvæmdastjóri Múlalundar segir stuðning viðskiptavina skipta öllu máli fyrir starfsemina. Unnið í samstarfi við Múlalund

E

itt af því sem mér finnst svo frábært við Múlalund er að hér fær fólk, sem er með skerta starfsorku í kjölfar til dæmis slyss eða veikinda, tækifæri til að sýna hvað í því býr með því að spreyta sig á fjölbreyttum verkefnum, skapa verðmæti og þannig að leggja sitt af mörkum til atvinnulífsins. Það er ekki bara gott fyrir einstaklinginn sjálfan heldur samfélagið í heild sinni,“ segir Sigurður Viktor Úlfarsson framkvæmdastjóri Múlalundar, vinnustofu SÍBS. „Viðskiptavinir panta hjá okkur vörur og við sendum þær til þeirra daginn eftir. Þetta er í raun einfaldasta samfélagsverkefni sem hægt er að hugsa sér því fyrirtækin eru að kaupa skrifstofuvörur hvort eð er,“ segir Sigurður.

Múlalundur var stofnaður árið 1959 og er því elsta vinnustofa sinnar tegundar á landinu. Frá upphafi hefur markmiðið verið skýrt: Að veita fólki með skerta starfsorku atvinnu, en þannig hafa þúsundir Íslendinga fengið annað tækifæri. Bæði er um að ræða störf til lengri tíma, auk þess sem boðið er upp á vinnuprufur fyrir fólk sem hefur verið án vinnu lengi, í þeim tilgangi að aðstoða það við að komast aftur af stað. Á síðasta ári fengu því alls um 80 einstaklingar tækifæri til að spreyta sig á Múlalundi. Sigurður segir stuðning viðskiptavina mikilvægan starfseminni. „Það er ekkert launungarmál að starfssemin stendur og fellur með viðskiptavinum okkar. Að hún er háð því að fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar kaupi af okkur.“ En hann

segir sífellt fleiri gera það, ekki síst vegna þess að þeir skilji hvaða jákvæðu áhrif það hefur. „Þeir gera sér einfaldlega grein fyrir því að meiri viðskipti skapa fleiri verkefni og störf hjá okkur. Að með því að versla við okkur eru þeir leggja sitt á vogarskálarnar í því að fólk fái vinnu. Hver króna skiptir máli. Margir standa sig vel í því að axla þessa samfélagslegu ábyrgð.“ En hvers konar vörur framleiðir Múlalundur? „Þegar stórt er spurt,“ svarar Sigurður og brosir. „Ja, í stuttu máli sagt seljum við allt fyrir skrifstofuna, allt frá möppum og plastvösum yfir í penna og ritföng; bæði eigin framleiðsluvörur og vörur sem við kaupum annars staðar frá. Þær eru Múlalundi mikilvægur fjárhagslegur styrkur. Almennt erum við samkeppnishæf í verðum, stundum ódýrari en gengur

Sigurður Viktor Úlfarsson segir tækifæri til vinnu mikilvægan enda markmiðið að koma sem flestum út á vinnumarkaðinn. Í því samhengi skiptir stuðningur viðskiptavina sköpum. „Fyrirtæki eru að versla þessa vöru hvort sem er, en með því að kaupa hana hjá okkur eru þeir að leggja mikilvægu samfélagsverkefni lið. Þetta er afskaplega einföld leið til að láta gott af sér leiða.“

og gerist, og vöruúrvalið það gott að hér eiga viðskiptavinir að finna allar almennar skrifstofuvörur.“ Verkefnin og viðskiptavinirnir eru af ýmsum toga og segir Sigurður innflytjendur, bílaumboð og ferðaþjónustu vera að koma sterkt inn. Þannig framleiði Múlalundur vandaðar kápur utan um prófskírteini útskriftarnema fyrir framhaldsskóla og háskóla, vörur fyrir flugfélög og hótel, svo sem upplýsingamöppur fyrir hótelherbergi, plastkápur utan um ferðabækur og ferðakort og líka kápur utan um matseðla svo fátt eitt sé nefnt. Auk þess taki starfsmenn að sér ýmis önnur verkefni. „Við pökkum inn, plöstum og póstleggjum – í raun allt sem krefst mikillar handavinnu,“ segir hann. Þá skipti langtímaverkefni sköpum en í því samhengi bendir Sigurður á að árlega framleiði Múlalundur til dæmis sýnapoka

fyrir Landspítalann ásamt því raða fylgigögnum með greiðslukortum Landsbankans í umbúðir. Þessum verkefnum hafi vinnustofan sinnt um árabil og þau séu því starfseminni mikilvæg. Hann segir Múlalund ávallt opin fyrir nýjum verkefnum. „Við erum alltaf tilbúin að taka að verkefni sem kalla á handavinnu og jafn vel hluta úr framleiðslu fyrirtækja, bæði til lengri og skemmri tíma. Nýlega hófum við að líma íslenskar leiðbeiningar og strikamerki á vörur fyrir Stillingu og henta slík verk okkur vel. Við erum í raun alltaf að leita nýrra leiða til að styrkja starfsemina og ég vill taka það fram að við erum mjög þakklát þeim sem versla við okkur. Þeir gera okkar fólki kleift að leggja sitt af mörkum til atvinnulífsins.“ Nánar á www.mulalundur.is.

Múlalundur í 58 ár • SÍBS hefur rekið Múlalund frá árinu 1959 með dyggilegum stuðningi Happdrættis SÍBS. • Múlalundur á í samvinnu við Reykjalund, sem er einnig rekinn af SÍBS. • Múlalundur og Vinnumálastofnun vinna vel saman með hagsmuni starfsmanna að leiðarljósi. Vinnumálastofnun aðstoðar fyrirtæki við að taka í vinnu fólk með fötlun sem hefur lokið starfsendurhæfingu hjá Múlalundi, auk þess sem Múlalundur ræður fólk sem er á biðlistum hjá Vinnumálastofnun.


20 SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA

LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017

Neyðarlínan sýnir samfélagsábyrgð í verki

Neyðarlínan hefur lagt sig fram um að vera samfélagslega ábyrgt fyrirtæki allt frá stofnun 1995. Unnið í samstarfi við Neyðarlínuna

Hér er verið að setja upp fjarskiptastað á Finnbogastaðafjalli við Norðurfjörð á Ströndum í sumar.

Þ

órhallur Ólafsson framkvæmdastjóri segir það mikilvægan hluta af fyrirtæki í slíkri þjónustu að leggja sig fram um að sýna samfélagslega ábyrgð. „Samfélagsleg ábyrgð Neyðarlínunnar felst í því að vinna að auknum lífsgæðum almennings með því að bjarga mannslífum og verja umhverfi, eignir og mannvirki landsmanna. Vel þjálfað og hjálpsamt starfsfólk stuðlar ennfremur að því að draga úr afleiðingum slysa og náttúruhamfara. Með starfsemi sinni sem og markvissum forvörnum og fræðslu skilar fyrirtækið miklum arði til samfélagsins,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Hann segir samfélagslega ábyrgð vera samþætta stefnu og starfsháttum Neyðarlínunnar sem vill með stefnu sinni auka jákvæð áhrif af starfseminni til heilla fyrir samfélagið allt. Sem dæmi um annan vettvang þar sem fyrirtækið sýnir samfélagslega ábyrgð vill Þórhallur nefna græna samgöngustefnu fyrirtækisins. „Neyðarlínan hefur græna samgöngustefnu þar sem starfsfólki býðst að fá greitt sem nemur aðgangi að almenningssamgöngum gegn því að 60% ferða til og frá vinnu séu farnar með öðrum hætti en á einkabíl og lætur nærri að helmingur starfsmanna nýti sér þann möguleika. Stór hluti starfsemi Neyðarlínunnar felst í rekstri

Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, hleypir vatni á eina af smávirkjunum fyrirtækisins.

Neyðarlínan sinnir neyðarútköllum allan sólarhringinn en er jafnframt meðvitað og samfélagslega ábyrgt fyrirtæki. Mynd | sigosig

fjarskiptastaða fyrir neyðar- og öryggisfjarskipti. Rekur fyrirtækið þannig fjarskipti á um 200 stöðum, og þar af eru 70 á sumum helstu veðravítisstöðum landsins. Þessa staði þarf að knýja með rafmagni og þjónusta nokkuð reglulega. Vegna þessa rekur Neyðarlínan fjöldann allan af dísilrafstöðvum (flestum þó bara til þrautavara) og fjallatrukka. En í mótvægisskyni hefur fyrirtækið gert samning við Kolvið hf. um að kolefnisjafna alla olíubrennslu rafstöðva og bíla og ennfremur stefnir fyrirtækið

stöðugt í átt að minni dísilnotkun til framleiðslu rafmagns, með síaukinni notkun sólar- vinds- og vatnsafls smávirkjana. Þannig hefur á síðustu fjórum árum tekist að minnka notkun díselolíu til rafmagnsframleiðslu um nærri 80%,“ segir Þórhallur. „Svo má líka geta þess að Neyðarlínan er aðili að Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð, og í nóvember 2015 varð Neyðarlínan eitt af 103 fyrirtækjum og stofnunum til að skrifa undir yfirlýsingu um loftslagsmál þar sem fyrirtæk-

ið skuldbindur sig til að setja sér markmið og grípa til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og myndun úrgangs. Neyðarlínan hefur einnig tekið virkan þátt í að auka öruggt aðgengi alls almennings að símkerfum til að geta á öllum stundum hringt eftir aðstoð. Þar hefur fyrirtækið ítrekað beitt sér þannig að um munaði. Eins og t.d. að taka að sér að sjá um að ljúka hringtengingu ljósleiðara á Vestfjörðum, uppsetningu fjarskiptastaðar á norðanverðum Ströndum, auk

fjölda annarra smærri ljósleiðara og rafvæðingarverkefna.“ Frá árinu 2004 hefur Neyðarlínan unnið ötult starf í samstarfi við Barnaverndarstofu við að kynna neyðarnúmerið 112 sem barnaverndarnúmer og nú koma um 6% allra barnaverndartilkynninga inn gegnum 112. Þá hefur Neyðarlínan fengið Jafnlaunavottun VR, staðist allar síðari úttektir, og hefur nú sótt um að fá gerða hjá sér jafnlaunaúttekt.

Fyllsta jafnræðis gætt hjá KPMG Mannauður, miðlun þekkingar, umhverfisvitund og samfélag. Unnið í samstarfi við KPMG

K

PMG er stórt alþjóðlegt félag en á heimsvísu starfa um 189.000 manns hjá félaginu í 152 löndum. Á Íslandi telst það einnig til stærri félaga en nú starfa um 280 manns á Íslandi á 17 stöðum á landinu. „Það hefur lengi verið stefna hjá KPMG að vera samfélagslega ábyrgt félag og má sem dæmi nefna að hið alþjóðlega KPMG hefur verið aðili að Global Compact Sameinuðu þjóðanna frá 2002. Með veganesti KPMG Global höfum við hér hjá KPMG á Íslandi unnið að samfélagsábyrgð félagsins með margvíslegum hætti,“ segir Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir, markaðsstjóri KPMG á Íslandi.

Jafnréttisáætlun í fjölda ára

Stefna KPMG í samfélagsábyrgð byggist upp á fjórum meginstoðum; mannauði, miðlun þekkingar, umhverfisvitund og samfélagi. „Í mannauðsmálum horfum við t.d. til jafnréttis og fjölbreytileika meðal starfsmanna og að hver starfsmaður sé metinn á eigin forsendum. Einnig að fyllsta jafnræðis sé gætt milli allra starfsmanna félagsins,“ segir Jóhanna Kristín. KPMG fékk jafnlaunavottun VR árið 2013, var einn af fyrstu vinnustöðum sem öðluðust þá vottun. „Við erum afar stolt af

vottuninni en félagið hefur unnið eftir jafnréttisáætlun í fjölda ára. Við bjóðum upp á sveigjanlegan vinnutíma og markvissa starfsþróun sem er mikilvægt í örri þróun á vinnumarkaði. Starfsmenn KPMG, bæði núverandi og fyrrverandi, eru boðberar þekkingar og atvinnulífið og samfélagið í heild nýtur góðs af þessari áherslu á fræðslu og starfsþróun hjá félaginu.“

Styður við sprotafyrirtæki

Miðlun þekkingar er stór hluti af samfélagsábyrgð KPMG, að sögn Jóhönnu Kristínar. „Enda byggir kjarnastarfsemi félagsins á þekkingu og reynslu starfsmanna og miðlun þeirrar þekkingar. Hér mætti nefna fróðleiksfundina okkar sem jafnan eru öllum opnir og fólki að kostnaðarlausu, útgáfu bæklinga, t.d. skattabæklings sem fólk getur nýtt bæði við gerð eigin skattframtala og við sína vinnu.“ KPMG leggur sig fram við að styðja við sprotafyrirtæki og nýsköpun. „Við erum ásamt öðrum bakhjarlar Innovit um frumkvöðlakeppnina Gulleggið. Þar er framlag okkar þríþætt og felst í fjárframlagi, námskeiðshaldi og setu í dómnefnd Gulleggsins. Við eigum í góðu samstarfi við háskólana og erum um þessar mundir að taka á móti nemendum úr Háskólanum í Reykjavík í starfsnám, en

Nemar úr viðskiptafræðideild HR koma ár hvert í starfsnám og fá að kynnast starfsemi félagsins. F.h. Elva Pétursdóttir, Ingibjörg Thelma Leópoldsdóttir, Sigrún Erla Jónsdóttir, Marteinn Gauti Kárason og Kristófer Ómarsson, verkefnastjóri hjá KPMG.

þannig náum við að miðla þekkingu okkar til ungs fólks á leið út í­atvinnulífið,“ segir Jóhanna Kristín.

Samgöngustyrkir og svansvottun

Umhverfismálin eru einnig ofarlega á baugi hjá KPMG. „Við erum stolt af því að hafa átt þátt í að skrifa undir loftslagsyfirlýsinguna 15. nóvember 2015 enda skiptir það okkur máli að reyna að samþætta umhverfisvitund við starfsemi félagsins. Í því samhengi nefna að í höfuðstöðv-

um félagsins, að Borgartúni 27­, flokkum við ruslið og höfum gert frá maí 2012, við fórum í átak í febrúar 2013 til að minnka útprentun og í dag erum við með aðgangsstýrða prentara sem hafa minnkað pappírsnotkun félagsins mjög mikið,“ segir Jóhanna Kristín og bætir við að hreinsiefni sem notuð eru til þrifa í Borgartúninu séu svansvottuð. „Við erum einnig með samgöngustyrki fyrir starfsmenn sem að jafnaði nota strætó til að komast til vinnu og svo hafa starfsmenn góðan aðgang að rafmagni til að

hlaða rafmagnsbíla.“ KPMG hvetur starfsfólk sitt til að leggja samfélaginu lið og getur hver starfsmaður varið einum vinnudegi á ári í samfélagslegt verkefni að eigin vali. „Einnig veitir KPMG fjölmörgum samtökum og íþróttafélögum vítt og breytt um landið stuðning með einum eða öðrum hætti,“ segir Jóhanna Kristín. Hægt er að kynna sér starfsemi KPMG nánar á kpmg.is.

14 01 2017  

News, Fréttatíminn, Iceland

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you