Page 1

Viðtal 30

Ný vefverslun á michelsen.is

Flugfreyjustarfið hefur alltaf heillað dillý. móðir hennar var einnig flugfreyja en hún fórst með Hrímfaxa við Osló 1963.

Fjöldi glæsilegra opnunartilboða

64 bÆKUR

helgarblað

13.–15. desember 2013 50. tölublað 4. árgangur

ókeypiS  Viðtal Sigríður thorlaciuS Söngkona

Sjálfshjálp gulla stjörnu

Leiðin til sigurs er sjálfshjálparbók Gunnlaugs stjörnuspekings

Viðtal 44

grandinn ilmar allt til jóla 13 daga skötuveisla hjá MeistaraMagga

Fæ ekki grátkast yfir jólapottunum

síða 52

Sigríður Thorlacius er mikið jólabarn og finnst gaman að hlusta á og syngja jólalög. Söngkonan ástsæla bakar þó ekki fyrir jólin og reynir að láta samfélagslegar kröfur ekki stjórna sér. Henni finnst sorglegt þegar hún heyrir af konum sem fá grátkast yfir jólapottunum og nennir ekki að taka þátt í slíku. Sigríður gaf nýlega út jólaplötu með lögum sem eru ekkert sérstaklega jólaleg en textarnir við þau eru gömul íslensk ljóð sem fanga jólaandann vel.

ljósmynd/Hari

j ó l a b í ó m y n d i r – u p p r u n i j ó l a S v e i n a n n a – S ta F r æ n n g j a l d m i ð i l l e r n ý j a S ta æ ð i ð

yesmine Olsson vann að matreiðslubók sinni þegar hún komst að því að hún var ólétt – með meðfylgjandi morgunógleði.

Flugfreyja þrátt fyrir örlög móðurinnar

96 MatUR Og VÍn

HETTUPEYSUR FRÁ 5990 KRINGLUNNI / SMÁRALIND FACEBOOK.COM/JACKANDJONESICELAND

Mikið úrval af gjafavörum sem gleðja um jólin www.lyfogheilsa.is

PIPAR \ TBWA • SÍA • 133562 PIPA

einnig í Fréttatímanum í dag: S í g i l d a r

Morgunógleði og matreiðslubók

Við hlustum


2

fréttir

Helgin 13.-15. desember 2013

 Dómur fjórir K aupþingsmenn DæmDir í þriggja til fimm og Hálfs árs fangelsi

Þungir dómar í Al Thani málinu

H

éraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær fjóra forsvarsmenn Kaupþings banka í fangelsi fyrir aðild að Al Thani-málinu. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, hlaut fimm ára dóm, Ólafur Ólafsson, einn aðaleigandi bankans, oft kenndur við Samskip, var dæmdur í fangelsi í þrjú og hálft ár en Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, hlaut þriggja ára dóm. Allir dómarnir eru óskilorðsbundnir.

Al Thani-málið snerist um viðskipti sem gerð voru 22. september 2008, tveimur vikum áður en Kaupþing banki komst í þrot og var yfirtekinn af Fjármálaeftirlitinu. Tilkynnt var að Sheikh Mohammed Bin Khalifa Al Thani, milljarðamæringur og náfrændi emírsins í Katar, hefði keypt 5,01% hlut í Kaupþingi og greitt fyrir hann 25,7 milljarða króna. Þetta var haft til marks um styrka stöðu Kaupþings og þá trú sem bankinn nyti meðal fjárfesta. Síðar kom í ljós að Kaupþing hafði veitt Al Thani lán fyrir kaupverðinu með veði í hlutabréfunum. Hreiðar Már og Sigurður voru ákærðir

fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun en Magnús og Ólafur fyrir hlutdeild í brotum hinna tveggja. Saksóknari taldi að þarna hafi verið um ræða málamyndaviðskipti sem ætlað var að halda uppi verði hlutabréfa í Kaupþingi. Þá hafi lög verið brotin með lánveitingum bankans til Al Thani. Mennirnir neituðu allir sök og staðhæfðu að þrotabú Kaupþings stæði betur en ella vegna viðskiptanna en Al Thani greiddi þrotabúinu 3,5 milljarða króna vegna uppgjörs viðskiptanna. Sakborningarnir voru einnig dæmdir til að greiða verjendum sínum málsvarnarlaun á bilinu 13-33 milljónir króna. -pg

 Kjar asamningar Viðr æður í uppnámi eftir að así sleit Viðr æðum

Baráttusamtök utangarðsfólks stofnuð Alma Rut Lindudóttir var kjörinn formaður Raddarinnar, baráttusamtaka fyrir réttindum utangarðsfólks, á stofnfundi samtakanna á miðvikudagskvöldið. „Ég er stolt að vera partur af þessu og virkilega þakklát því trausti sem mér var sýnt með því að vera kosin formaður. Ég mun gera allt sem ég get til að sinna því með sóma Ég mun leggja allt mitt í þetta málefni eins og ég hef gert í þau ár sem ég hef komið að þessu,“ segir Alma. Hún hefur unnið mikið að málefnum utangarðsfólks og kynnt sér vel þau úrræði sem í boði eru en Loftur Gunnarsson, útigangsmaður sem lést aðeins 32 ára í ársbyrjun 2012, var mikill vinur hennar. Meðal annarra stjórnarmanna eru Þorleifur Guðlaugsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, sem einnig hefur látið málaflokkinn sig mikið varða. -eh

London vinsæl- Spáir hærra asti áfangafasteignaverði Greiningardeild staðurinn Fimmta hver vél eða 21 prósent fór til London af þeim 700 áætlunarferðum sem fóru frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði, samkvæmt upplýsingum af vefnum turisti.is. Easy Jet, Icelandair og Wow air fljúga öll til London allt árið um kring og hefur umferðin þangað tvöfaldast á tveimur árum. Í síðasta mánuði var næst vinsælasti áfangastaðurinn Kaupmannahöfn, eða 13% og svo Osló, 10%. Flugsamgöngur við aðrar borgir eru mun minni. Í haust hóf Icelandair að fljúga til Newark flugvallar í nágrenni við New York borg. Þar með hefur ferðum þangað fjölgað því að félagið heldur áfram að fljúga til JFK flugvallar.

Arion banka spáir því að íbúðarhúsnæði muni hækka um 14% næstu tvö árin sem samsvarar 7 til 8 prósenta verðhækkun á hvoru ári fyrir sig. Samkvæmt spánni munu aukin umsvif í hagkerfinu samhliða vaxandi kaupmætti og fólksfjölgun þrýsta á hækkun á verði íbúðarhúsnæðis. „Við teljum að fjölbýli muni hækka meira í verði en sérbýli og reiknum með að hverfisálag miðsvæðis hækki lítillega þar til leiguverð eða markaðsverð skapa ótvíræðan hvata til nýbygginga,“ segir í tilkynningu frá bankanum.

NEW YORK TIMES SÚKKULAÐIBITAKÖKUR

. 2 bollar mínus 2 msk. hveiti . 1 1/3 bolli brauðhveiti (ef þú

PIPAR\TBWA • SÍA • 133402

. . . . . . . . . .

átt það ekki notar þú venjulegt hveiti) 1 1/4 tsk. matarsódi 1 1/2 tsk. lyftiduft 1 1/2 tsk. gróft salt 1 1/4 bolli Ljóma 1 1/4 bolli ljós púðursykur 1 bolli plús 2 msk sykur 2 egg 2 tsk. vanilludropar 560 g dökkir súkkulaðibitar Sjávarsalt eða gróft salt til að strá yfir kökurnar

Hönnuðir og arkítektar fá fé Hönnunarsjóður úthlutaði í fyrsta skipti ríflega 41 milljón króna til hönnuða og arkítekta. Meira en 200 umsóknir bárust og í heildina var sótt um 400 milljónir en 41 milljón var til skiptanna. 29 verkefni hlutu styrki en auk þess voru ferðastyrkir veittir. Ungir og upprennandi fatahönnuðir með nýjar fatalínur voru meðal þeirra sem hlutu styrki til markaðssetningar erlendis. Vöru- og húsgagnahönnuðir voru einnig á meðal þeirra sem hlutu styrki en mjög mikilvægt þykir að fjárfesta í starfsemi fjölmargra hönnuða og fyrirtækja. Verkefni á sviði grafískrar hönnunar, arkítektúrs, leirkerahönnunar, skartgripahönnunar og textílhönnunar hlutu styrki.

. Sigtið hveiti, matarsóda, lyftiduft og salt saman í skál og leggið til hliðar. . Setjið Ljóma og sykur í hrærivélaskál . . . . . .

.

og hrærið saman í um 5 mínútur eða þar til blandan verður mjúk og kremkennd. Hrærið eggjunum einu og einu saman við og hrærið vel á milli. Bætið vanilludropum út í deigið. Stillið hrærivélina á hægan hraða, bætið þurrefnunum í deigið og hrærið þar til hráefnin hafa blandast saman. Passið að ofhræra ekki deigið. Það ætti að duga að hræra það í 5–10 sekúndur. Bætið súkkulaðibitunum varlega í deigið. Setjið deigið í plastfilmu og geymið í ísskáp í 48 klst. eða að minnsta kosti 24 klst. Deigið má geyma í allt að 72 klst. Þegar það á að baka kökurnar er ofninn hitaður í 175°. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu og mótið kúlur úr deiginu á stærð við golfkúlu. Setjið deigkúlurnar á bökunarplötuna (passið að hafa gott bil á milli því þær renna út) og stráið salti yfir. Bakið kökurnar í 18–20 mínútur eða þar til þær eru gylltar á lit en mjúkar. Látið kökurnar kólna á grind í 10 mínútur.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands.

Lægstu launin hindra heildarsamninga

ASÍ vildi 11.000 króna hækkun lægstu launa um áramót sem SA hafnaði. Nú krefst Starfsgreinasambandið 20.000 króna hækkunar lægstu launa. SA óttast að tilraunir til að hækka lægstu launin umfram önnur mistakist og hækkunin gangi upp allan launaskalann.

á

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

greiningur um hversu mikið eigi að hækka lægstu launin umfram önnur laun er það sem strandar á í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins (SA) og verkalýðshreyfingarinnar. Þegar viðræðurnar strönduðu krafðist Alþýðusambandið (ASÍ) 11.000 króna hækkunar á lægstu laun og 3,25% hækkun launa yfir um 230.000-240.000 króna á mánuði. Gerður yrði samningur sem gilti í mesta lagi í eitt ár en að á grundvelli samningsins mætti í framhaldinu gera nýjan samning til lengri tíma. SA hefur lýst sig tilbúin til að hækka lægstu laun umfram önnur, en ekki svo mikið. SA segir að reynslan sýni að sérstakar hækkanir lægstu launa verði fljótt að engu. Prósentuhækkun lægstu launa gangi upp allan launastigann og leiði því til mun meiri kostnaðarauka fyrir fyrirtækin og verri áhrifa á efnahagslífið en um er samið.

Þreifingar í gangi

Eftir að Alþýðusamband Íslands sleit viðræðum við SA í síðustu viku fara aðildarsambönd ASÍ sjálf með samningsumboðið. Þau sambönd þar sem láglaunafólk er fjölmennast, Starfsgreinasambandið, Flóabandalagið og Landssamband verslunarmanna hafa vísað sínum málum til ríkissáttasemjara og krefjast nú 20.000 króna hækkunar lægstu launa. Önnur sambönd eins og Samiðn, Rafiðnaðarsambandið að eigin kröfugerð og undirbúa viðræður um eigin kjarasamninga. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, sagði við Fréttatím-

ann að lítið væri hægt að segja um stöðuna og litlu hægt að spá um horfur. „Það eru þreifingar í gangi og það er verið að fara yfir sviðið með aðildarfélögum ASÍ,“ sagði Þorsteinn. Væntanlega skýrist á næstunni hvort grundvöllur sé fyrir samningum en lítið sé hægt að segja um stöðuna nú.

Það þarf eitthvað til að hreyfa við

„Málið er í hnút og það þarf eitthvað til að hreyfa við því,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Verkalýðshreyfingin telji að atvinnurekendur vilji leggja of lítið af mörkum. Sveitarfélögin hafi sýnt vilja til að greiða fyrir samningum með því að stöðva áformaðar gjaldskrárhækkanir sínar en framlag ríkisstjórnarinnar valdi vonbrigðum og sé fólgið í því að kynna aðgerðir í skuldamálum sem stuðli að aukinni verðbólgu. Seðlabankinn hafi hins vegar kynnt það mat á stöðunni að þær tillögur sem bæði ASÍ og SA hafi lagt fram samrýmist verðbólgumarkmiði Seðlabankans og að niðurstaða í anda þeirra tillagna þyrfti ekki að kalla á vaxtahækkun.

Stjórnendur stöðvi launaskriðið

Varðandi áhrif hækkunar lægstu launa á launaskrið og hækkanir annarra starfsmanna fyrirtækja segir Gylfi að ósanngjarnt sé að krefjast að samningsbundin launahækkunin sé minni svo að fyrirtækin hafi meira svigrúm til að deila út launaskriði til hærra launaðra starfsmanna. Leiðin til þess að stöðva launaskriðið sé sú að gera kröfur um aðhald til stjórnenda fyrirtækjanna. Stjórnendur fyrirtækja beri ábyrgð á því að þær prósentuhækkanir sem samið er um fyrir fólk undir 230240.000 krónur gangi ekki óskertar til fólks með 5-600.000 krónur á mánuði. Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is


Vertu í sterkara sambandi með iPhone 5s

iPhone opnun 13. des. kl. 8-10

iPhone 5s Verð frá:

109.900 kr.

Spotify Premium í 1 mán. og allt að 1 GB x 12 mán.

8MP

1,3GHz

fá hann endurgjaldslaust!

Apple og Síminn eru komin í sterkara samband. Til að fagna því og hagstæðara verði bjóðum við veglegan kaupauka með nýjum iPhone 5s og iPhone 5c fyrir jólin: Aukahlutapakka að verðmæti 8.000 kr., Spotify Premium áskrift í heilan mánuð og Netið í símanum í heilt ár.

x2

16GB

Stórlækkað verð og glæsilegur kaupauki

4.0” 1080p@30fps

WiFi

ENNEMM / SÍA / NM60380

Fagnaðu með okkur í versluninni við Ármúla. 30% afsláttur af aukahlutum. Léttar veitingar frá Lemon, happdrætti og ljúfir tónar. Tveir heppnir viðskiptavinir sem sækja forpantaðan iPhone milli kl. 8 og 10


4

fréttir

Helgin 13.-15. desember 2013

veður

Föstudagur

laugardagur

sunnudagur

meiri jólalegur snjór? Útlitið um helgina er frekar óljóst. Krappar lægðir gætu skotist hratt yfir eða fram hjá landinu á laugardag og sunnudag og í því liggur óvissan. ekki er loku fyrir það skotið að bæti í þann jólalega snjó sem þegar er orðinn. éljagangur eða jafnvel snjókoma sunnanlands og vestan frá því seint á morgun og fram á sunnudag. eins líklega austast. Helst að það verði alveg úrkomulaust fyrir norðan. einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is

1

1

-3

-1

2

3

-7

-1

0

3

-7

-2

-2

-1

-3

Vægur bloti á láglendi, en ekki úrkoma yfir miðjan daginn.

snjókoma og HVasst framan af degi um sog sV-Vert landið. kalt n-til.

snjókoma eða éljagangur líklega sunnan- og suðVestanlans framan af degi.

HöfuðborgarsVæðið: Hægur vindur, slydduél fyrst, en síðan þurrt.

HöfuðborgarsVæðið: Hríðarveður um morguninn, en slotar síðan.

HöfuðborgarsVæðið: snjókoma eða él og óljóst með vindstyrkinn.

 Heilbrigðismál Fáir vilja vinna á landspítalanum eFtir nám

Hálsmen til styrktar fötluðum börnum grámulla, sjötta silfurskart leonard hefur nú litið dagsins ljós. Áður voru það Hjartarfi til styrktar hjartveikum börnum, Blálilja til styrktar blindum börnum, sóldögg til styrktar sykursjúkum börnum, smjörgras til styrktar downs-börnum og ljósberi til styrktar gigtveikum börnum. að þessu sinni er grámulla fyrirmynd eggerts Péturssonar listmálara og sifjar jakobsdóttur gullsmiðs og hönnuðar. Menið verður selt til styrktar íþróttastarfi fatlaðra barna. leonard styrkir íþróttastarf fatlaðra barna með sölu á hálsmeninu. ólafur stefánsson handboltakappi afhenti fötluðum börnum fyrsta menið í verslun leonard í Hálsmenið grámulla. kringlunni síðastliðinn miðvikudag.

gefum og gleðjumst

alpasvæðið í tungudal opnað skíðamönnum skíðasvæði ísafjarðarbæjar opnar alpasvæðið í tungudal á morgun, laugardaginn 14. desember klukkan 10. Samkvæmt veðurspá verður gott færi og flott veður, segir í tilkynningu frá skíðasvæði ísafjarðarbæjar. starfsmenn svæðisins eru á fullu í lokaundirbúningi fyrir opnun. gönguskíðasvæðið á seljalandsdal hefur verið opið í rúman mánuð og heldur það áfram. um helgina verður opnuð braut á skarðsengi sem er rjómi göngusvæðisins, segir enn fremur. opnunartími alpasvæðisins um helgar er milli 10 og 16 og frá klukkan 11 á seljalandsdal. þar er aðgengi nokkuð frjálst og getur hver sem er kveikt ljósin og gildir sú regla að síðasti maður slekkur.

Hannesarholt gengst fyrir aðventufagnaði á morgun, laugardaginn 14. desember, undir heitinu „gefum og gleðjumst“. Hátíðin er haldin í samstarfi við Fjölskyldumiðstöð rauða krossins í reykjavík og mun allur ágóði af henni renna til miðstöðvarinnar. fagnaðurinn stendur frá klukkan 12-18 og er aðgangur ókeypis. Á hverjum klukkutíma verður boðið upp á 5 mínútna pistil, söngatriði, hljóðfæraleik og söguupplestur við notalegan arineld. þá verður föndur í risinu og allan daginn eru kaffiveitingar á boðstólum. tilgangur aðventufagnaðarins er að fanga jólaandann með því að gefa af sér og gleðjast með öðrum, en um leið að styrkja fjölskyldumiðstöð rauða krossins í reykjavík til frekari afreka. allir þeir fjölmörgu sem leggja til dagskráratriði í aðventufagnaðinum hafa gefið vinnu sína.

inga þórsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla íslands, segir mikla fjármuni vanta svo landspítalinn geti betur sinnt hlutverki sínu gagnvart Hí. fyrr í haust vakti félag læknanema athygli á því að sérfræðingar á spítalanum hefðu sífellt minni tíma til að sinna kennslu innan hans.

Bæta viðhorf háskólanema til Landspítala unnið er að því að bæta viðhorf nemenda í heilbrigðisvísindum til landspítala eftir að niðurstöður könnunar sýndu að einungis 8 til 13 prósent þeirra geta hugsað sér að vinna þar að námi loknu. forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla íslands segir meira fjármagn verða að koma til svo hægt sé að sinna kennslu þeirra utan og innan spítalans betur og íslensk heilbrigðisþjónusta eigi möguleika í harðri samkeppni um menntað vinnuafl í framtíðinni.

n

JÓLATILBOÐ Hannað fyrir Ísland 13,2 kw/h

94.900 FULLT VERÐ

109.900

www.grillbudin.is

Yfir 11 ára reynsla á Íslandi

Er frá Þýskalandi

Nýtt kortatímabil Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400

„Það vantar mikið upp á ef við ætlum að standa okkur í samkeppni um menntað vinnuafl.

iðurstöður könnunar sem forsvarsmenn nemenda á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands létu gera í haust sýndu að einungis átta prósent þeirra sem ljúka læknanámi við HÍ næstu tvö árin og 13 prósent nema í hjúkrunarfræði geta hugsað sér að starfa á Landspítalanum að námi loknu. Um helmingur allra nemenda í læknisfræði, hjúkrunarfræði, sjúkraþjálfun og lífeinda- og geislafræði stefna að því að flytja til útlanda strax að námi loknu. Að sögn Ingu Þórsdóttur, forseta heilbrigðisvísindasviðs HÍ, eru niðurstöðurnar teknar alvarlega af háskólayfirvöldum og stjórn Landspítala og er nú unnið að því að bæta aðstöðu og viðhorf nemenda í heilbrigðisvísindum sem starfa á spítalanum. „Í haust höfum við haldið fundi með forsvarsmönnum nemenda og forstjóra Landspítalans um það hvernig megi bæta aðbúnað þeirra þar. Til dæmis hafa verkferlar verið óljósir varðandi bólusetningar og prófanir gagnvart smitsjúkdómum. Nemendur hafa lýst því fyrir mér að vera óöruggir um hvernig þetta eigi að ganga fyrir sig og nú höfum við unnið að lausn á því,“ segir Inga. Nemendur í klínísku námi hafa, þar til nýlega, greitt hærra verð fyrir máltíðir í mötuneyti Landspítalans en starfsfólk hans. Því fyrirkomulagi hefur nú verið

breytt þannig að nemendur greiða sama verð og aðrir. Í haust lýsti stjórn Félags læknanema yfir áhyggjum sínum af því að sérfræðingar hafi sífellt minni tíma til að sinna kennslu á spítalanum. Inga segir ljóst að það mál þurfi að leysa til lengri tíma og að óskandi væri að hægt yrði að greiða betri laun fyrir leiðbeinandi kennslu og að spítalinn gæti betur sinnt hlutverki sínu gagnvart háskólanum. Þar sem fjármagn til Háskóla Íslands sé af mjög skornum skammti sé það erfitt. „Árið 2012 var staðan sú að í Háskóla Íslands voru 12 skráðir nemendur á hvern kennara. Ef við miðum við Kaupmannahafnarháskóla, þá eru þar fimm nemendur í fullu námi á hvern kennara svo við erum ekki einu sinni hálfdrættingar. Gautaborgarháskóli er sá sem kemst næst okkur en þar eru níu nemendur í fullu námi á hvern kennara.“ Þá bendir Inga á að Háskóli Íslands fái 1,6 milljón á ári frá ríkinu með hverjum nemanda í fullu námi en að í Kaupmannahafnarháskóla sé upphæðin 6,1 milljón. „Það vantar gríðarlega mikið upp á ef við ætlum að standa okkur í samkeppni við nágrannalöndin um menntað vinnuafl. Yfirvöld verða að horfast í augu við þennan mun.“ dagný Hulda erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A - 1 3 - 3 1 4 8

HVERSU HRATT ÞURFA

jólakortin að berast?

A-póstur

B-póstur

Dreifing fyrsta virka dag eftir póstlagningu. Síðasti skiladagur fyrir:

Dreifing innan 3 virkra daga eftir póstlagningu. Síðasti skiladagur fyrir:

A-póst utan Evrópu er 10. des. A-póst til Evrópu er 16. des. A-póst innanlands er 19. des.

B-póst utan Evrópu er 3. des. B-póst til Evrópu er 10. des. B-póst innanlands er 16. des.

VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA

um jólin

www.postur.is


6

fréttir

Helgin 13.-15. desember 2013

 Reykhólasveit eftiRsótt lostæti

Sóttu jólahangikjötið á flugvél Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

Mikil vinnutörn er í Reykskemmunni Stað um þessar mundir að pakka og ganga frá pöntunum til sendingar. „Það eru allir í fjölskyldunni í þessu,“ segir Eiríkur Snæbjörnsson, bóndi á Stað í Reykhólasveit, í viðtali vefinn reykhólar.is. „Núna komu menn meira að segja á lítilli einkaflugvél á Reykhóla gagngert til að sækja jólahangikjötið enda er framleiðslan mjög eftirsótt. Já, framleiðslan og salan hafa farið jafnt og þétt upp á við með árunum,“ segir Eiríkur. Um er að ræða lambakjöt og sauðakjöt, rúllupylsur og bjúgu, auk þess sem Staðarfólk veiðir rauðmaga á vorin og reykir hann. Reykingin er bæði taðreyking og birkireyking.

„Búendur á Stað á Reykjanesi í Reykhólasveit eru hjónin Sigfríður Magnúsdóttir og Eiríkur Snæbjörnsson ásamt dóttur sinni og tengdasyni, Rebekku Eiríksdóttur og Kristjáni Þór Ebenezerssyni frá Reykhólum, og ungum dætrum þeirra, Védísi Fríðu og Anítu Hönnu. Þau standa öll í sameiningu að Reykskemmunni,“ segir enn fremur á Reykhólavefnum. „Það var um aldamótin sem þau byrjuðu á reykingunni og hafa verið í samtökunum Beint frá býli og Veisla að vestan frá upphafi. Þau senda hvert á land sem er, þó að núna hafi legið svo mikið á að krækja í jólahangikjötið frá Reykskemmunni Stað, að komið var á flugvél til að sækja það.“

Jólahangikjötið frá Stað í Reykhólasveit er eftirsótt og sumum liggur svo á að sækja hina gómsætu vöru að þeir skreppa vestur á flugvél. Mynd reykhólar.is

 flugslys Rússnesk þota sem bRotlenti í sumaR eR enn í keflavík

3 1 0

l2 ó J

Þín stund Þinn staður TIM EO U T

H æ ginda stóll

TIMEOUT Jólatilboð kr. 322.980 með skammeli

Sukhoi Superjet 100 tekur allt að 95 farþega. Ekki fékkst leyfi til að mynda vélina sem brotlenti á Keflavíkurflugvelli og er enn til viðgerðar en þessi mynd er fengin af heimasíðu framleiðandans. Ljósmynd/Sukhoi

Tugir rússneskra flugvirkja á fullu í viðgerðum Talsverð umsvif eru enn í gangi á Keflavíkurflugvelli vegna viðgerðar á farþegaþotu sem brotlenti á þar í sumar. Stefnt er að því að koma þotunni í loftið og af landi brott fyrir áramót.

R

TIMEOUT sTóllInn Hannaður með fagurfræði og þægindi að leiðarljósi. Hönnuður: Jahn Aamodt

Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 Dalsbraut 1, Akureyri • Sími: 558 1100 Opi› virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 11-16 og sunnudaga frá kl. 13-17

Ragnar Guðmundsson ... staðfesti að þarna hefði verið um að ræða stærsta flugslys sem svo stór farþegaþota hefur orðið fyrir hér á landi.

ússnesk farþegaþota af gerðinni Sukhoi SuperJet-100 sem brotlenti á Keflavíkurflugvelli í júlí í sumar er enn í flugskýli við Keflavíkurflugvöll. Tugir rússneskra flugvirkja vinna við vélina og er stefnt að því að viðgerðum ljúki og vélinni verði flogið af landi brott fyrir áramót. Vélin hafði verið við æfingaflug á vegum framleiðandans í því skyni að fá rýmkaðar heimildir hennar til flugtaks og lendingar við erfiðar aðstæður. Þegar vélin kom inn til lendingar eitt skiptið, nánast fulllestuð og með annan hreyfilinn óvirkan af ásettu ráði, fóru hjól hennar ekki niður og var henni því magalent. Hún rann eftir flugbrautinni en stöðvaðist utan hennar. Fimm manns voru um borð og sluppu flestir ómeiddir en einn ökklabrotnaði. Vélin var síðan færð inn flugskýli 8805, stóra brúna byggingu í eigu Isavia sem sést vel þegar Reykjanesbraut er ekin í átt að Leifsstöð. Þar hefur hún verið síðan, í rúma fimm mánuði. Samkvæmt upplýsingum Fréttatímans þurfti að bíða alllengi eftir varahlutum en marga þeirra

þurfti að sérframleiða. Viðgerðin hefur verið umfangsmikil og eftir því kostnaðarsöm en áætlanir um kostnað liggja ekki á lausu. Skipta hefur þurft um hreyfla, hreyflafestingar og allan botn vélarinnar fyrir neðan væng. Ragnar Guðmundsson, stjórnandi rannsóknar á flugslysinu hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, sagðist ekki geta upplýst um niðurstöður rannsóknar á slysinu. Hann staðfesti að þarna hefði verið um að ræða stærsta flugslys sem svo stór farþegaþota hefur orðið fyrir hér á landi. Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates á Keflavíkurflugvelli, sagði að fyrirtæki sitt hefði veitt Sukhoi ýmsa þjónustu vegna viðgerðarinnar en útbúa þurfti viðgerðaraðstöðu í flugskýlinu sem er alla jafnan rafmagnslaust og óupphitað. Hins vegar hefur Sukhoi flutt alla flugvirkja og tæknimenn að utan til þess að vinna við viðgerðirnar og hafa íslenskir flugvirkjar ekki komið að verkefninu. Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is


aKurEYri | rEYKJaVíK | aKurEYri | rEYKJaVíK | aKurEYri | rEYKJaVíK | aKurEYri | rEYKJaVíK | aKurEYri | rEYKJaVíK

Ný og falleg DraumaHöll

oPIÐ alla Daga TIl JÓla

AiDA PAssion Matardiskur 4 stk. Verð kr. 9.990

Au mAison Skálar-tvær stærðir margar gerðir. lítil skál. Verð kr. 1.790 Stór skál. Verð kr. 2.590

AiDA PAssion Skálar 4 stk. Verð kr. 6.990

Au mAison Bolli-margar gerðir. Verð kr. 1.790

AiDA bjórglös, hvítvínsglös, rauðvínsglös og koníaksglös. fjögur glös saman í kassa. Verð kr. 4.490. AiDA matardiskar 6 stk. Verð kr. 6.990. AiDA djúpur diskur 6 stk. Verð kr. 5.990. AiDA kaffibollar+undirskál 6 stk. Verð kr. 5.990. AiDA hliðardiskur 6 stk. Verð kr. 5.990.

1. 2.

BoDum PRessukönnuR. 4 bolla Jólatilboð kr. 6.490 8 bolla Jólatilboð kr. 7.490

leBRun Hnífaparasett-Mikið úrval. 24 stk. í kassa. Verð frá kr. 14.990

3.

4. BloomingVille

leirvara í miklu úrvali margir litir og munstur. AiDA kARAFlA Stærð: 1,7l. Verð kr. 4.790

WooDy lAmPABoRð 65 x55 cm Verð kr. 42.990

WooDy sóFABoRð 80x128 cm Verð kr. 79.990

1. Bolli án handfangs 2. Diskur þ: 20 cm 3. Bolli m. handfangi 4. Diskur 21x13 cm 5. Kanna H: 25cm 5.

Verð kr. 1.290 Verð kr. 2.390 Verð kr. 1.690 Verð kr. 2.390 Verð kr. 6.990 5.

huDson hjólABoRð Særð: 55x58 cm. Verð kr. 56.990

FlAiR hoRnBoRð Margir litir, tvær stærðir. Verð frá kr. 36.990

– fyrir lifandi heimili –

H ú s g ag n a H ö l l i n • B í l d s h ö f ð a 2 0 • R e y k j a v í k • o p i ð V i r k a d a g a 1 0 - 1 8 , l a u g a r d . 1 1 - 1 8 o g s u n n u d . 1 3 - 1 7 o g D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i o p i ð V i r k a d a g a k l 1 0 – 1 8 , l a u g a r d . 1 1 - 1 7 o g s u n n u d . 1 3 - 1 7. E i t t s í m a n ú m E r 5 5 8 1 1 0 0


8

fréttir

Helgin 13.-15. desember 2013

 Leigjendur FéLagsLeg úrr æði

i-Helicopter Stjórnað með iPhone, iPad, iPod touch

Búseta í sveitarfélagi ræður mestu um hvaða félagsleg úrræði bjóðast fólki sem leitar missir heimili sín í kjölfar nauðungaruppboðs eða gjaldþrots eða það þarf að selja ofan af sér til að fá greiðsluaðlögun. Ljósmynd/Hari

Sölustaðir: Epli, Bókabúð Máls og menningar, Bókaverslun Stefáns Þórarinssonar, Myndiðjan, Símabúðin Firði, Superkaup.is, Símabær, Vísir. Dreifing: Demantskort, sími 860-8832

Miklu munar á húsnæðisstuðningi sveitarfélaga Reykjavík virðist langörlátasta sveitarfélagið í garð leigjenda. Miklu munar á stuðningi við leigjendur í Reykjavík og öðrum sveitarfélögum sem greiða sérstakar húsaleigubætur. Garðabær og Seltjarnarnes greiða ekki slíkar bætur. Þeir sem missa eignir sínar vegna skulda eru háðir húsaleigustuðningi sveitarfélaga.

B

úseta í sveitarfélagi ræður mestu um hvaða félagsleg úrræði bjóðast fólki sem leitar missir heimili sín í kjölfar nauðungaruppboðs eða gjaldþrots eða það þarf að selja ofan af sér til að fá greiðsluaðlögun. Ekki liggja fyrir opinberar tölur um hversu fjölmennur þessi hópur er en um 200 fjölskyldur af þeim liðlega 2000, sem hafa fengið greiðsluaðlögun fyrir milligöngu Umboðsmanns skuldara (UMS), hafa þurft að selja fasteignir sínar, segir Svanborg Sigmarsdóttir, upplýsingafulltrúi UMS. Óvíst er hve margir hafa orðið heimilislausir eftir gjaldþrot og nauðungaruppboð. Á vefsíðu Hagsmunasamtaka heimilanna kemur fram að í einni viku í október hafi 154 fjölskyldur misst heimili sitt á nauðungaruppboði. Eftir nauðungaruppboð býðst fólki yfirleitt að leigja íbúð sína áfram í eitt ár en síðan tekur leigumarkaðurinn við. Leiga á því tímabili miðast yfirleitt við ákveðið hlutfall fasteignamats og er lægri en húsaleiga á frjálsum markaði á höfuðborgarsvæðinu.

Minnum á desemberuppbótina

200 hafa þurft að selja eignir til að fá greiðsluaðlögun

Desemberuppbót á að greiða ekki seinna en 15. desember.

VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS

Virðing Réttlæti

Fólki sem leitar eftir greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara er gert að selja heimili sitt ef útreikningur á tekjum og framfærslukostnaði bendir til þess að viðkomandi ráði ekki við að greiða reglulegar afborganir af áhvílandi lánum. Umboðsmaður skuldara veit ekki hve stór hluti af þessum 200 fasteignum voru heimili skuldara og hve stór hluti voru aðrar fasteignir í eigu skuldarans, svo sem hesthús eða sumarbústaðir en eitthvað er um það þótt yfirleitt sé um heimili að ræða. Svanborg segir að ekki sé heimild í lögum til að lækka greiðslur af áhvílandi lánum eða fella niður kröfur fyrr en að greiðsluaðlögun-

artímabili loknu en þá eru felldar niður þær skuldir sem eru umfram verðmæti íbúðar, ef umsækjandi stenst skilyrði fyrir því. Ekki er heldur tekið inn í myndina hvort fólk hafi yfirleitt greiðslugetu til þess að fara út á leigumarkaðinn.

Mjög misjafn stuðningur sveitarfélaga við leigjendur

Að öðru leyti er fyrirgreiðsla við fólk sem missir heimili sín vegna skulda hin sama og gildir á almennum leigumarkaði og er á hendi sveitarfélaga í formi húsaleigubóta. Þær bætur eru mjög misjafnar eftir því hvar fólk er búsett. Grunnbæturnar eru þær sömu um land allt og geta mest numið 50.000 krónum en þó ekki meira en helmingi af leigufjárhæð. Almennu húsaleigubæturnar byrja að skerðast þegar heildartekjur fjölskyldu eru hærri en 2.550 þúsund krónur á ári eða 212.000 krónur á mánuði. Fjölskylda með eitt barn sem á engar eignir, hefur 500.000 króna heildartekjur og greiðir 150.000 krónur í leigu á mánuði fær 36.000 krónur á mánuði í húsaleigubætur. Ef heildartekjur sömu fjölskyldu eru 650.000 krónur eru húsaleigubæturnar 9.535 krónur á mánuði. Sum sveitarfélög greiða síðan út svokallaðar sérstakar húsaleigubætur ofan á almennu húsaleigubæturnar. Þær eru ætlaðar leigjendum sem búa við mjög erfiðar félagslegar og fjárhagslegar aðstæður. Flest stærri sveitarfélög landsins og öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu nema Seltjarnarnes og Garðabær greiða sérstakar húsaleigubætur. Fjárhæðirnar eru hins vegar afar breytilegar.

Langmestur stuðningur í Reykjavík.

Í Reykjavík geta sérstakar húsaleigubætur numið 1.300 krónum fyrir hverjar 1000 krónur sem veittar eru í almennar húsaleigubætur

en heildarstuðningurinn má þó aldrei vera hærri en 70.000 krónur eða 75% af leigufjárhæð. Réttur til sérstakra húsaleigubóta miðast við að einstaklingur hafi lægri tekjur en um 2,8 milljónir króna á ári en hjón og sambúðarfólk hafi lægri heildartekjur samtals en 4 milljónir króna á ári. Fyrir hvert barn innan við 20 ára bætast við 479.000 króna tekjuheimild á ári. Kópavogur greiðir einnig sérstakar húsaleigubætur sem veita þó mun þrengri rétt en Reykvíkingar njóta. Til marks um það er hámarks sérstakra húsaleigubóta í Kópavogi 8.500 krónur á mánuði. Þær byrja að skerðast þegar heildartekjur einstaklings eða sambúðarfólks ná 180.000 krónum á mánuði og réttur til þeirra fellur niður ef skattskyldar mánaðartekjur einstaklings eða sambúðarfólks ná 213.000 krónum á mánuði eða um 2,5 milljónum á ári. Eins og fyrr sagði er réttur til sérstakra húsaleigubóta allt upp í 4 milljóna króna árstekjur í Reykjavík. Í Mosfellsbæ miðast skerðingarmörkin við 2.056.404 krónur á ári fyrir einstakling, eða 171.000 kr. á mánuði, en kr. 2.933.701 krónur á ári, eða um 244.000 krónur á mánuði, fyrir hjón og sambúðarfólk, auk 329.112 króna fyrir hvert barn á framfæri innan 18 ára. Almennar og sérstakar húsaleigubætur í Mosfellsbæ geta aldrei orðið hærri en 50.000 krónur á mánuði eða 75% af leigufjárhæð. Það munar því 20.000 krónum á mánuði á hámarki sérstakra húsaleigubóta í Reykjavík og Mosfellsbæ, auk þess sem þeir sem sækja um sérstakar húsaleigubætur í Reykjavík geta haft töluvert hærri tekjur en í Kópavogi, Mosfellsbæ og öðrum þeirra sveitarfélaga sem skoðuð voru og á annað borð veita þessa tegund félagslegrar aðstoðar. Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is


Jólin eru hátíð sem allir eiga saman HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

Skemmtilegar og spennandi jólagjafir hjá Vodafone

Vodafone

Góð samskipti bæta lífið

Urbanears Plattan heyrnartól

Vodafone 10" Spjaldtölva

69.990 kr.

11.990 kr. Til í 8 flottum litum

eða 6.490 kr á mánuði. Greiðsludreifing í 12 mánuði.

Vodafone 7" Spjaldtölva

39.990 kr. eða 3.690 kr á mánuði. Greiðsludreifing í 12 mánuði.

Samsung Galaxy S4 Mini

69.990 kr. eða 7.390 kr á mánuði. Greiðsludreifing í 12 mánuði.

iCess appstýrður bíll

9.990 kr. Bíll sem er fjarstýrt með appi í símanum þínum


10

fréttaskýring

Helgin 13.-15. desember 2013

 Bókmenntaverðlaun tilnefning fr æðiBók ar afturkölluð eftir tilkynningu

Titringur vegna tilnefninga Háskólaútgáfan telur sig hafa verið hlunnfarna við tilnefningar til Íslensku bókmennaverðlaunanna síðustu tvö ár og segir ekki samræmi við tilnefningar eftir því hver á í hlut. Formaður Félags íslenskra bókaútgefenda segir Háskólaútgáfuna hafa gert mistök og tilnefnt bók í ár sem kom út í fyrra. Deilt er um reglurnar og hvort yfirleitt sé mögulegt að fá bækur tilnefndar sem ekki er búið að prenta og binda inn um mánaðamótin nóvember desember.

Þ

orleifi Friðrikssyni sagnfræðingi var sagt að bók hans, Dagar vinnu og vona, hefði verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðibóka nú um mánaðamótin. Frétt þess efnis var lesin í Ríkisútvarpinu og byggð á fréttatilkynningu Félags íslenskra bókaútgefenda. Tilnefningin var síðan afturkölluð á þeim forsendum að bókin hefði verið gefin út 2012 en ekki 2013. Hún kom úr prentsmiðju um miðjan desember í fyrra. Háskólaútgáfan, sem gefur út bók Þorleifs, er ósátt við hvernig staðið var að málinu og í samtali við Jörund Guðmundsson, framkvæmdastjóra Háskólaútgáfunnar, kemur fram að hann telur einnig hafa verið brotið á fyrirtækinu við tilnefningar á síðasta ári. Þá hafi Náttúruvá á Íslandi, 800 blaðsíðna riti sem 60 jarðvísindamenn unnu að í 13 ár, einnig hafnað á síðustu stundu þar sem hún var ekki tilbúin frá prentsmiðju þegar kom að því að kynna tilnefningar. Egill Örn Jóhannsson, útgefandi í Forlaginu, tók við formennsku í Félagi íslenskra bókaútgefenda á þessu ári og segist ekki þekkja til málsins varðandi Náttúruvá á Íslandi. Hvað varðar Daga vinnu og vona segir hann að Háskólaútgáfan hafi gert mistök með því að tilnefna til verðlauna þessa árs bók sem kom út á síðasta ári. Skrifstofa félagsins hafi hins vegar einnig gert mistök, sem fólust í því að átta sig ekki á útgáfuárinu og senda bókina til dómnefndar sem las síðan bókina áður en í ljós kom hvernig í málinu lá. Þorleifur og Jörundur telja hins vegar báðir að Háskólaútgáfan hafi staðið rétt að málum. Í reglum sem birtar eru á heimasíðu Félags íslenskra bókaútgefenda segir að útgefendur tilkynni fyrir 6. október hvert ár hvaða bækur þeir vilja leggja fram til tilkynningar. Á fyrsta stigi megi leggja fram handrit eða prófarkir. Fyrir 20. október beri að leggja fram þrjú eintök og greiða 30.000 króna gjald vegna hverrar bókar sem útgefandi leggur fram. Þessu hafi verið fylgt.

Óprentuð bók tilnefnd í ár

Þeir benda einnig á að ein þeirra bóka sem nú er tilnefnd í flokki fræðibóka, Vatnið, eftir Guðmund Pál Ólafsson heitinn, sé ekki komin úr prent-

HB 33G1541S (stál) Einnig fáanlegur í hvítu og svörtu.

smiðju eins og fram hafi komið í frétt Ríkisútvarpsins um prentun hennar þann 3. desember síðastliðinn. Þetta sé til marks um að ekki sé samræmi í ákvörðunum eftir því hver á í hlut. „Þetta eru mjög einkennileg vinnubrögð,” segir Þorleifur. „Ég hló að þessu í fyrstu en sá fljótlega að þetta er alvarlegra en mér fannst í byrjun og mér finnst þetta reyndar mjög tragískt um leið og það er kómískt.“ Þorleifur segir að sér virðist óljóst hvort yfirleitt sé hægt að fá bækur sem koma úr prentsmiðju á síðustu vikum hvers árs tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. „Ef slíkar bækur vekja athygli þá gerist það varla fyrr en eftir næstu áramót. Það hefur blessunarlega átt við um Daga vinnu og vona,“ segir Þorleifur og spyr: „Þess vegna er spurningin hvers eiga bækur sem koma út 20. október til 31. desember að gjalda? Ef slík bók er fyrirfram útilokuð hvers vegna þá að taka við gjaldinu og láta þrjá valinkunna einstaklinga strita við að lesa og meta 400 síðna verk?“

„Það var lögð fram bók sem kom út 2012. Mistökin eru útgefandans að leggja fram bók sem hann veit manna best að kom ekki út á þessu ári,“ segir Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda og vísar þar til bókar Þorleifs, Daga vinnu og vona. Þetta sé eina ástæðan fyrir því að bókinni var vísað frá enda séu verðlaunin veitt bókum sem komið hafi út á árinu 2013. „Það er leitt að það skyldi hafa náð alla leið til dómnefndar en skrifstofan áttaði sig ekki á því að um ársgamla bók er að ræða.“

SIEMENS Uppþvottavélar

149.900

kr. stgr.

SN 45M205SK (hvít) SN 45M505SK (stál)

Jörundur Guðmundsson.

Egill Örn Jóhannsson.

Mistökin eru útgefandans

Jólaverð:

Ég hló að þessu í fyrstu en sá fljótlega að þetta er alvarlegra en mér fannst í byrjun...

Mynd Hari

Þorleifur Friðriksson.

Það hafi verið óheppileg mistök hjá skrifstofunni. Egill Örn tók við formennsku á þessu ári og segist aldrei hafa heyrt af málinu varðandi Náttúruvá á Íslandi. „Að réttu lagi hefði átt að tilnefna Daga vinnu og vona í fyrra. Ætla mætti að bók sem kemur út um miðjan desember sé til í prentskjölum nokkrum vikum fyrr. Mörg fordæmi séu fyrir því að dómnefndir hafi fengið handrit, prentskjöl og arkir til þess að vinna eftir enda sé það heimilt. „Dómnefndir fá bækurnar til yfirlestrar eins og þær koma út,“ segir Egill Örn. „Eins og allir vita er stærstur hluti jólabókaflóðsins óútkominn í október.“ Tilnefning Vatnsins eftir Guðmund Pál sé einmitt dæmi um að þetta sé í samræmi við reglur. Sú bók hafi verið í prentsmiðju þegar tilnefningar voru kynntar en Forlagið hafi lagt fram prentskjöl og prentaðar arkir eins og leyfilegt er.

Mega skila pdf-skjölum

Um það hvernig hægt sé að fá tilnefndar bækur sem koma út síðustu daga og vikur ársins segir Egill að ekki séu vandkvæði á því og fyrir því séu ný og gömul fordæmi. „Reglurnar eru nokkuð skýrar. Það er opið fyrir það og vel þekkt að útgefendur skili pdf-skjölum, prentuðum örkum og öðru sem er tilbúið.“ Verið sé að keyra nýprentaðar bækur til dómnefndar frá skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda allt fram á síðustu stundu. Egill segir ennfremur að formaður félagsins hafi ekki afskipti af störfum dómnefndar og að hann þekki ekki þær innri starfsreglur sem dómnefndir setji sér um mat á verkum. Hann segir að það hafi ekki verið rætt að breyta reglunum þannig að línan sé ekki dregin jafnskýrt um áramót heldur gefinn umþóttunartími þannig að bækur sem eru prentaðar í lok árs fáist tilnefndar með útgáfu næsta árs. „Það væri þá stjórnar félags útgefenda að ræða það en það hefur ekki komið til tals,“ segir hann. Spurður hvort það skapi tortryggni að forsvarsmaður langstærstu bókaútgáfunnar sé í forsvari fyrir félag bókaútgefenda, segir Egill Örn: „Fyrir því eru áratugafordæmi og ekki bara hérlendis heldur erlendis þar sem við þurfum ekki annað en að líta til Norðurlandaþjóðanna en þar eru formenn félaganna yfirleitt stærstu bókaútgefendur hvers lands. Formenn félaganna ákveða ekki hvaða bækur eru tilnefndar til verðlaunanna. Ég vissi ekki einu sinni hvaða fólk sæti í nefndunum.“ Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is

Jólaverð (hvít):

129.900

kr. stgr.

Jólaverð (stál):

149.900

kr. stgr.

Apríl 2013

SIEMENS Bakstursofn

Bókin Dagar vinnu og vona – Saga verkamannafélagsins Dagsbrúnar í kreppu og köldu stríði var tilnefnd til bókmenntaverðlauna í flokki fræðibóka samkvæmt tilkynningu sem Félag íslenskra bókaútgefenda sendi út. Síðan var sagt að um mistök hefði verið að ræða og að bókin hefði komið út fyrir síðustu áramót og væri því ekki gjaldgeng.

„Þetta er allt mjög skrýtið og engan veginn til þess að auka hróður þessara verðlauna sem mér finnst vera virkilega gott og flott framtak,“ segir Þorleifur og segir málið vekja spurningar um það hvort Íslensku bókmenntaverðlaunin séu í raun bókmenntaverðlaun eða auglýsingaverðlaun útgefenda. Sögur fari af því að „ákveðnir forleggjarar hafi meiri áhrif en aðrir á það hvaða bækur hljóti tilnefningar.“ Jörundur Guðmundsson segir að tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna skipti miklu máli varðandi alla kynningu og þá athygli sem bækur fá. Hann segist telja að Háskólaútgáfan hafi staðið að tilnefningum í fullu samræmi við auglýstar reglur Félags íslenskra bókaútgefenda enda hafi verið tekið við bókum og tilnefningargjaldi og bækur sendar til dómnefndar sem tók síðan ákvörðun um tilnefningar. Fyrst þá hafi verið gerðar athugasemdir við útgáfuár og það hvenær bækur komu úr prentsmiðju. Hann bendir á það sem fram kom að ofan að Vatnið var óprentuð þegar tilkynnt var um tilnefningar. „Þarna er greinilega ekkert samræmi í reglunum,“ segir Jörundur. „Ég veit það núna eftir tveimur aðilum að Náttúruvá á Íslandi átti að fá tilnefningu í fyrra.“ „Við lögðum þá fram prentað eintak en óinnbundið en drógum hana síðan til baka eftir að okkur var sagt af fleiri en einum aðila sem voru í forsvari fyrir félagið að hún yrði að vera endanlega tilbúin á tilnefningardagsetningu. Við vitum núna að á þeim tíma var dómnefnd búin að ákveða að tilnefna bókina. Hún komst ekki einu sinni á blað í ár.“ Jörundur segir ekkert ákveðið um viðbrögð Háskólaútgáfunnar. Erfitt sé að gera nokkuð í málinu úr þessu. Stjórn útgáfufélagsins eigi eftir að koma saman. „Ég harma mjög að þetta hafi farið svona og mér finnst við ekki hafa fengið sanngjarna málsmeðferð,“ segir Jörundur.

Gigaset Símtæki

A510

BOSCH Safapressa

MES 20A0

Jólaverð:

8.220

kr. stgr.

SIEMENS Ryksuga

Jólaverð:

17.900

VS 59E20

Jólaverð:

19.990

kr. stgr.

kr. stgr.

Vendela Borðlampar

Hæð: 35,5 sm.

Jólaverð:

8.900

kr. stgr.

Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is


12

fréttir

Helgin 13.-15. desember 2013

 Geðhjálp Krefst úrbóta í GeðheilbriGðisþjónustu við fanGa á litla-hr auni

Fangar hafa ekki aðgang að geðlækni Vart þarf að hafa mörg orð um nauðsyn þess að fangar hafi aðgang að þjónustu geðlæknis, segir Geðhjálp.

l

andssamtökin Geðhjálp vekja athygli á að úrbóta er þörf á aðgengi og geðheilbrigðisþjónustu við fanga á Litla-Hrauni, að því er fram kemur í tilkynningu þeirra. Þar segir að heimsókn formanns og framkvæmdastjóra samtakanna hafi leitt í ljós að ákvæði laga um fullnustu refsinga um að fangar eigi rétt á sambærilegri heilbrigðisþjónustu og allur almenningur sé ekki uppfyllt í fangelsinu. „Í heimsókninni kom fram að fangar á Litla-Hrauni hafa ekki haft aðgang að geðlækni frá því geðlæknir í 20% starfi lét af störfum í fangelsinu um miðjan október. Vart þarf að hafa mörg orð um nauðsyn þess að fangar hafi aðgang að þjónustu geðlæknis. Hópur brotamanna á við geðrænar raskanir af ýmsum toga að stríða við innritun í fangelsi. Þá er almennt viðurkennt að fangelsisvist hafi alvarleg áhrif á andlega líðan fólks. Með tilliti til framangreinds telja samtökin brýnt að þjónusta geðlæknis við fangelsið sé tryggð. Jafnframt verði starfshlutfall geðlæknis endurskoðað með þarfir fanga í huga. Geðhjálp leggur áherslu á bætt aðgengi og heildstæða geðheilbrigðisþjónustu við fanga. Í samtölum við fanga í fangelsinu kom í ljós að algengt er að bið eftir viðtali við sálfræðing á vegum

fangelsismálastofnunar sé á bilinu tvær til þrjár vikur. Tveimur sálfræðingum er ætlað að sinna 150 föngum á landinu öllu ásamt föngum á reynslulausn. Ljóst er að sálfræðingarnir hafa nauman tíma til að sinna hverjum fanga fyrir sig við þessar aðstæður fyrir utan að mikill tími fer í ferðalög milli fangelsa. Lagt er til að heildstætt teymi heilbrigðisstarfsfólks og iðjuþjálfa frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands sinni heilbrigðisþjónustu við fanga á Litla-Hrauni í því skyni að tryggja heildstæða, einstaklingsmiðaða þjónustu. Landssamtökin Geðhjálp leggja áherslu á að geðheilbrigðisþjónusta við fanga í fangelsinu verði efld, t.a.m. verði aukin áhersla lögð á samtalsmeðferð fanga. Rétt eins og almenningur eiga fangar að eiga greiðan aðgang að viðeigandi meðferð á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi eigi þeir við alvarleg andleg veikindi að stríða. Síðast en ekki síst,“ segir í tilkynningunni, „leggur Geðhjálp áherslu á að föngum standi til boða nauðsynlegur stuðningur til að aðlagast samfélaginu á nýjan leik að lokinni afplánun í fangelsi.“ -jh Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður fangelsinsins á LitlaHrauni.Geðhjálp segir fanga þar ekki hafa aðgang að geðlækni.

Aukabúnaður á mynd: sólþak, þokuljós í framstuðara, skyggðar rúður og 16“ álfelgur

www.volkswagen.is

Lítill að utan og stór að innan Volkswagen up! setur ný viðmið í hönnun smábíla með því að sameina nett ytra rými og rúmgott innra rými. Hvergi er gefið eftir í kröfum um aksturseiginleika, gæðum né öryggi og því til sönnunar eru einróma hrós bílablaðamanna um allan heim og 5 stjörnu einkunn í árekstrarprófunum EuroNcap. Niðurstaðan er einföld: Volkswagen up! er alvöru smábíll.

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði

Eyðsla frá 4,1 l/100 km

Volkswagen up! kostar frá

2.050.000 kr.


Borðbúnaður og réttu tólin í Bosch-búðinni fyrir jólin

Magisso

Kökuþjónar úr plasti. Fáanlegir í nokkrum litum.

Verð: 4.900 kr.

Koizol Snap. Samfellanleg skurðarbretti úr vistvænu plasti. Fáanleg í mörgum litum.

Verð: 4.480 kr. Muurla Múmínbollar. Nokkrar stærðir og mismunandi myndir. Léttir, sterkir og endingargóðir. Gerðir úr glerungshúðuðu matvælastáli.

Verð frá: 2.900 kr. Magisso Flöskukælir. Heldur köldu í marga klukkutíma. Sniðug gjöf.

Verð: 9.900 kr. Stadler Form Falleg raka- og lofthreinsitæki í miklu úrvali. Auka loftgæði og koma í veg fyrir myglusvepp.

Verð frá: 19.900 kr.

Bosch Ryksugur BGL 35MOV11 (blá) BGL 35MOV12 (gul)

Jólaverð: 29.900 kr. Fullt verð: 37.900 kr.

Bosch Töfrasprotar MSM 625/3/1/2 Kraftmiklir og hljóðlátir. Fáanlegir í þremur litum.

Bosch Handþeytarar MFQ 353/1/2/3 Fáanlegir í þremur litum.

Jólaverð: 7.200 kr. Fullt verð: 8.900 kr.

Opið virka daga frá kl. 11 - 18 og á laugardögum frá kl. 11 - 16. Öll tilboð gilda til jóla eða á meðan birgðir endast.

Jólaverð: 7.200 kr. Fullt verð: 8.900 kr.


14

fréttir

Helgin 13.-15. desember 2013

 Kvosin Gr áreynir, virGinÍuheGGur oG sKr autreynir

Aspirnar víkja fyrir heppilegri trjám Við höfum verið að læra af reynslunni og erum enn að þreifa okkur áfram með það hvaða tegundir hæfa best, segir Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar.

Í

Kvosinni er verið að gróðursetja ný tré sem hæfa betur en aspirnar sem fyrir voru. Meðfram Templarasundi koma 4 tré, við Kirkjutorg verða 10 tré endurnýjuð og í Lækjargötu frá Iðnó suðurs eftir Fríkirkjuvegi koma 6 tré. Hugað verður betur að rými fyrir rótarkerfi trjánna með rótarvænu burðarlagi undir nærliggjandi hellur. Auk nýrra trjáa kemur undirgróður, runnar og fjölæringar, að því er fram kemur í tilkynningu Reykjavíkurborgar. „Aspirnar sem fyrir voru höfðu vaxið út fyrir rými sitt og voru víða skemmdar á stofnum og rótarhálsi meðal annars eftir trjáhlífar og hlemma. Rætur þeirra höfðu lyft hellum og talin var hætta á að þau gætu fallið í vondu veðri. Við Skólabrú voru einnig fjarlægð tré sem skemmd voru af akstri bíla en engin tré koma í stað þeirra vegna lítils rýmis fyrir rótakerfi. Gráreynir, virginíuheggur og skrautreynir koma í stað aspanna nú. Að mestu eru það sömu tegundir og notaðar voru þegar breytingar voru gerðar við Vonarstræti og Tjarnargötu árið 2011,“ segir enn fremur. „Við höfum verið að læra af reynslunni og erum í raun enn að þreifa okkur áfram með það hvaða tegundir hæfa best,“ segir Þórólfur

Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar. „Við þekktum ekki götutré þegar byrjað var á þessari gróðursetningu upp úr 1980. Þá var unnið eftir þeirri þekkingu sem menn höfðu þá og við höfðum ekki neina aðra tegund en ösp til að velja úr. Góð götutré þurfa að vera nægilega bein og há, þannig að krónan sitji hátt.“ Þórólfur segir að til standi að prófa fleiri tegundir. Einnig á að kanna hvort fýsilegt sé að flytja inn tré erlendis frá sem búið er að rækta upp sem götutré. Eftir 1-2 ára aðlögun hér væru þau tilbúin til útplöntunar. Trén og rótarkerfið sem fjarlægt var verður skoðað sérstaklega af fagaðilum, m.a. hvernig trén hafa þroskast í þröngu rótarrými og afleiðingar af skemmdum á rótarháls og stofn. Aspartrén í Kvosinni eru ekki þau einu sem þurfa að víkja því fyrir liggur að það sama mun gerast við Laugaveg fyrr eða síðar. Stærstu aspartrén þar eru yfir 10 metra há og mörg þeirra illa farin og víða er vandamál með hellulögnina. Reykjavíkurborg hefur alls ekki afskrifað öspina, en henni er valinn staður við hæfi og bendir Þórólfur á að öspin þrífist vel í Borgartúninu og eigi vel við þar sem hús séu stærri og meira pláss fyrir stórar trjákrónur. -jh

Gráreynir, virginíuheggur og skrautreynir koma í stað aspanna nú.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

13-3141

Borgarstarfsmenn gróðursetja ný tré í stað aspanna.

GLÆSILEG GJÖF FYLGIR FRAMTÍÐARREIKNINGI ©DISNEY

Við stofnun eða innlögn á Framtíðarreikning barns að upphæð 5.000 kr. eða meira fylgir alfræðibókin Jörðin frá Disney með sem gjöf. Tilvalin jólagjöf sem vex með barninu. Komdu við í næsta útibúi Arion banka.

Framtíðarreikningur — gjöf til framtíðar

*Á meðan birgðir endast


JÓLATILBOÐ Á

SJÓNVÖRPUM

Flott tæki og frábær myndgæði Best af öllu – fisléttir verðmiðar: 32" = 109.900 42" = 159.900 46" = 179.900 50" = 249.900

5005 LÍNAN

Sjónvörpin frá eru einstök og í algjörum sérklassa. 6600 LÍNAN 6400 LÍNAN:

40" 46" 55" 75" =

= 199.900 = 249.900 = 379.900 1.290.000

6600 LÍNAN:

40" = 259.900 46" = 299.900 55" = 399.900

Sjá nánar á: www.bt.is

OPIÐ ALLA DAGA TIL JÓLA TIL KL. 22.00

– til kl. 23.00 á Þorláksmessu

6400 LÍNAN

SKEIFUNNI 11 · SÍMAR: 550·4444 · www.bt.is GLERÁRTORG · AKUREYRI – OPIÐ ALLA DAGA TIL JÓLA TIL KL. 22.00

(15. des til kl. 18.00)


Verð frá: 54.980.-

iPad Air kraftmikill og léttur

iPad mini nettur og flottur

Skemmtipakkinn Mánaðaráskrift í gegnum OZ Appið* fylgir 100 fyrstu símunum keyptum hjá epli.is Skemmtipakkinn inniheldur: Stöð 2 - Stöð 3 - Krakkastöðina - Gullstöðina - Bíóstöðina - Popp TV

iPhone 5c

Birt með fyrirvara um prentvillur og verðbreytingar. * OZ Appið sækir þú á Appstore, virkar einnig með iPad.

iPhone 5s

Verð frá: 109.890.-

Verð frá: 89.890.-


iPhone nú ódýrari og líka skemmtilegri

iPhone 4s

/ 8GB

Mánaðaráskrift fylgir 100 fyrstu símunum

Mánaðaráskrift fylgir

Verð: 67.890.Kortalán í allt að 36 mánuði


18

viðhorf

Helgin 13.-15. desember 2013

 Vik an Sem Var Skelltu þessu á WikiLeaks maður! Kjósendur þínir verðskulda að vita fyrir hvaða upphæð þú seldir þig Hollywood og hvaða leyniákvæði leynast í samningnum. Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, og Birgitta Jónsdóttir þingpírati tókust á um þátt Birgittu í gerð kvikmyndar um WikiLeaks sem Assange finnur allt til foráttu. La Cosa Nostra Framsóknarflokkurinn er fyrst og fremst fjölskylduflokkur. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, greindi kjarnann í hugsjónum Framsóknarflokksins. Ekki er þó alveg ljóst flokkur hvaða fjölskyldna hann er. Ætlar ekki að lúta í gras Ég er svo mikið barn og bað ekki um neitt skriflegt. Ég hélt að hún myndi standa við þetta. Ég hélt að ef fólk lofaði einhverju stæði það við það. Adolf Ingi Erlingsson, fyrrverandi íþróttafréttamaður, er vægast sagt ósáttur við stjór-

Fjölgun lögreglumanna fremur en byssa í hulstri eða lögreglubíl nendur Ríkisútvarpsins sem létu hann fjúka eftir rúmlega tuttugu ára starf.

S

Má þá dánlóda núna? Það er verið að breyta aðeins um stefnu. Snæbjörn Steingrímsson er að hætta sem framkvæmdastjóri SMÁÍS en sem slíkur hefur hann staðið í ströngu í baráttu gegn niðurhali efnis af netinu. Peningarnir eru í boltanum Frítt!! Og ég kem ekki einu sinni bílnum í gang á morgnana! Andri Freyr Viðarsson kafnaði nánast úr hneykslan í þætti sínum Virkir morgnar á Rás 2 þegar hann heyrði af því að stjórnandi íþróttadeildar RÚV byggi frítt á vegum stofnunarinnar í húsi á Vatnsenda. Vegna þess hann drekkur Mountain Dew Hvernig geta Íslendingar sem þjóð litið á þennan mann sem leiðtoga. Leikarinn og grínarinn Russell Brand vakti lukku þegar hann gerði grín að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@ frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is . Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatím-

Vopnleysi hér eftir sem hingað til

Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur aldrei þurft að grípa til þess neyðarúrræðis að beita skotvopnum á vettvangi fyrr en á dögunum er karlmaður í Árbæjarhverfi í Reykjavík féll í áhlaupi hennar. Sérsveitin hefur þó margoft verið kölluð til í þeim tilgangi að yfirbuga menn, ýmist vopnaða egg- eða skotvopnum. Atburðurinn í Árbæjarhverfinu á sér því ekki hliðstæðu en við tilraunir sérsveitarmannanna til að yfirbuga manninn skaut hann ítrekað að þeim. Í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu var atburðurinn harmaður en fram tekið að við fyrstu sýn yrði ekki betur séð en sérsveitarmennirnir hefðu farið eftir verklagsreglum. Ríkissaksóknari tilkynnti í framhaldinu um rannsókn á atvikum og aðgerðum lögreglu á vettvangi. Málið er því í farvegi en vakti að vonum Jónas Haraldsson athygli hér á landi og jafnvel erlendis. jonas@frettatiminn.is Eðlilegt er að umræða vakni um vopnaburð lögreglunnar við atburð sem þennan. Nauðsynlegt er að vopnuð sérsveit sé á vegum ríkislögreglustjóra til að bregðast við aðstæðum sem upp geta komið. Fjölmörg dæmi eru um það að sérsveitin hafi yfirbugað og handtekið vopnaða menn, hættulega sjálfum sér og öðrum. Til þess að bregðast við svo alvarlegu ástandi þarf sérþjálfaða menn sem búnir eru nægum vörnum. Umræðan er hins vegar ekki bundin við vopnaburð sérsveitarmenna heldur hins almenna lögreglumanns sem ber ekki skotvopn í starfi. Í könnun sem Landssamband lögreglumanna lét gera snemma á síðasta ári kom fram að lögreglumenn væru almennt andvígir vopnaburði en vildu aukið aðgengi að skotvopnum. Þar var vísað í norska fyrirmynd. Almennir lögreglumenn í Noregi ganga ekki með skotvopn, ólíkt starfsbræðrum í Danmörku og Svíþjóð, en norska lögreglan er með í bílum sínum skotvopnahirslu sem ekki er hægt að opna nema með til þess bærum áhöldum.

Lögreglan vinnur nú að því að meta áhættu og öryggisþörf, meðal annars í tengslum við hugmyndir um vopnaburð. Reiknað er með að þeirri vinnu ljúki um áramót. Haft hefur verið eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra að hún sé tilbúin að skoða málið en mikilvægt sé að lögreglan ljúki sinni vinnu áður en afstaða verður tekin til þess. „Við erum auðvitað öll að vonast til þess að við getum búið í samfélagi sem er tiltölulega laust við þessa hluti,“ segir ráðherrann, en bætir því við að lögreglan verði að geta gripið til vopna við aðstæður þar sem þess gerist þörf. Almennum lögreglumönnum mæta að sönnu alvarlegar aðstæður en þeir geta, ef á þarf að halda, kallað til sérsveit. Vonandi kemur ekki til þess að íslenskir lögreglumenn fari að ganga með byssu í hulstri við almenna löggæslu, eða með byssu í lögreglubílum. Atburðurinn í Árbæjarhverfi, einn og sér, gefur ekki tilefni til þess. Þar var um veikan einstakling að ræða og afmarkað tilvik. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að vangaveltur um betri aðgang lögreglunnar að skotvopnum séu venjulega tengdar framgangi skipulagðrar glæpastarfsemi. Í því sambandi sé hætta á að ógnarjafnvægi myndist. Sýni eða beiti lögregla skotvopnum telji brotamenn sig þurfa að gera slíkt hið sama. Aukinn vopnabúnaður þurfi því ekki að þýða það sama og öryggi lögreglumanna og borgara. Í könnun sem gerð var á vegum könnunarfyrirtækisins MMR fyrir tveimur árum kom fram að mikill meirihluti landsmanna, 70 prósent, er andvígur því að lögreglumenn beri skotvopn við almenn skyldustörf. Lögreglumenn gæta öryggis borgaranna og um leið þarf að gæta að öryggi þeirra við skyldustörf. Farsælla virðist vera að sú gæsla verði hér eftir sem hingað til án byssuburðar. Leiðin er fremur að fjölga lögreglumönnum, sem fækkað hefur í niðurskurði undangenginna ára. Að því er stefnt á nýju ári, með sérstöku fjárframlagi, að því er fram hefur komið hjá innanríkisráðherra.

inn er gefinn út af Morgundegi ehf. og prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.

Veldu notaðan Kia með lengri ábyrgð 6,5 ár eftir af ábyrgð

6,5 ár eftir af ábyrgð

Kia Rio LX 1,4

Árg. 2013, ekinn 24 þús. km, dísil, 90 hö., beinskiptur, eyðsla 4,1 l/100.* Grænn bíll.

Kia Sportage EX 4wd Árg. 2013, ekinn 31 þús. km, dísil, 136 hö., sjálfskiptur, eyðsla 6,9 l/100.*

Verð: 2.450.000 kr.

Verð: 5.790.000 kr.

Greiðsla á mánuði

Greiðsla á mánuði

19.900 kr.

39.900 kr.

M.v.53% innborgun og 84 mán. óverðtryggt lán á 9,7% vöxtum. Árleg hlutfallstala kostnaðar: 12,53%.

M.v.60% innborgun og 84 mán. óverðtryggt lán á 9,7% vöxtum. Árleg hlutfallstala kostnaðar: 11,94%.

5,5 ár eftir af ábyrgð

5,5 ár eftir af ábyrgð

5,5 ár eftir af ábyrgð

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 2 4 9 3

Gott eintak

Kia Sorento EX Luxury

Kia Sportage EX 4wd

Kia cee‘d Sportswagon LX 1,6

Kia cee‘d LX 1,6

Verð: 2.750.000 kr.

Verð: 4.950.000 kr.

Verð: 2.950.000 kr.

Verð: 2.550.000 kr.

Árg. 2006, ekinn 111 þús. km, dísil, 140 hö., sjálfskiptur, eyðsla 8,4 l/100.*

Árg. 2012, ekinn 33 þús. km, dísil, 136 hö., beinskiptur, eyðsla 5,7 l/100.*

Árg. 2012, ekinn 35 þús. km, dísil, 116 hö., sjálfskiptur, eyðsla 5,6 l/100.*

Árg. 2012, ekinn 45 þús. km, dísil, 116 hö., 6 gíra, beinskiptur eyðsla 4,4 l/100.* Grænn bíll. * Skv. uppgefnum meðaleyðslutölum frá framleiðanda.

NOTAÐIR BÍLAR

Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík · Sími 590 2160 · www.notadir.is

Opið virka daga kl. 10-18


A B . 0 2 C . D . 0 05 10 3 15 1 E . F. . 1 18 17 19 2 2 4 1 22 3 G 0 2 22 2 . 1 1 H 8 3 2 3 I. . 0 02 04 20 7 2 8 38 A. 8 3 7 2 J. S 02 04 0 2 11 27 3 9 10 B. 1 8 28 1 S 0 12 05 24 2 16 18 3 9 3 30 15 S C. 28 25 1 0 19 03 S 22 7 29 3 3 17 D. S 38 2 1 32 S 18 8 1 38 22 E. S 39 S 3 8 2 37 S 27 28 11 24 2 0 F. 12 13 20 28S 31 S S A. 02 10 33 38 27 01 S 04 15. 19 22 S30 S B. 05 G 11 A. 380239 02 S 32 22 10191233 S24 28 S S . 07 S 2815 C. 03H17 B. 28 3019 S22 38S 27 0805 31 I. 31 18 D. 18 2204C. 27 S 17 29 32 S 16 03 30 J. 13 20 38 S 39 37 11 17 E. 02 D. 19 S 18 22 25 18 33 11 S 20 28 S 31 28 31 27 F. 01 04 E. 11 S 32 20 27 S 28 30 13 33 S 30 G. 02 22F. 01 S 3711 18 2904 S H. 07 08G. 02182220 19S 33 S 17 28 30S31 I. 04 16 S H. 28 33 07 32 08 18 29 37 J. 02 25 S I. 04 16 17 18 20 S J. 02 25 28 32 33 S

MILLJÓNIR

S S 28 S 24 38 S 12 2 S 9 24 28 312 10 19022 10 S 8 3 02 1A. 5 31 22 38S 2 158 19 A. 05 B.7 305 39 S S 2 38 0 32 27 1727 3 28 31 S S B. 03 1C. 2 03 3 27 2 3 22 0 . C 18 D. 3182 1920 271 30 S S D. 11E.1 4111113 30 3197 33 SS 8 119 3 204 1 0 01 E. 0F. SS 2 30 031 22 22 S 18 28 8 2 37 F. 0G.2 02 3 08 0817181 29 S 2 320 G. H. 07 071616 17 8 318 S H. I. 0404 5 2 28 32 33 I. J. 02022 25 J.

A. 02 B. 05 10 12 24 28 C. 03 15 19 22 38 S D. 18 17 32 38 39 S E. 11 22 27 28 31 S F. 01 13 20 27 30 S G. 02 04 11 19 33 S H. 07 22 28 30 S 31 I. 04 08 18 29 37 S J. 02 16 17 S 25 28 18 20 32 33 S S

A. 02 B. 05 10 12 24 28 C. 03 15 19 17 32 22 38 D.

S

18 38S 39 S E.121124222827 28 S A. 02 10F. 01 2213 38 20 27 S31 19 S 30 S G. 02 04 39 B. 05 15 38 11 19 33 S 22 17 32 S 28 C. 03 H. 31 07 30 28 S 27 08 31S D. 18I. 2204 1627183029 S 37 20 17 J. 18 20 S S E. 11 1302 25 19 11 28 33 S S 32 F. 01 04 28 30 31 33 S S G. 02 22 18 29 37 S H. 07 08 17 18 20 S I. 04 16 28 32 33 J. 02 25

S S S 28 S 24 38 S 12 22 39 S 10 19 38 31 S 02 15 32 28 30 7 3 7 7 5 S A. 0 3 1 2 2 0 2 9 3 1 S B. 0 8 2 3 2 1 1 0 3 7 S 3 3 1 1 C. 1 0 9 8 4 D. 11 1 0 2 2 8 2 8 2 3 3 1 1 2 0 E. 02 08 17 32 F. 8 6 7 G. 0 4 1 5 2 H. 0 2 2 0 I. J.

A B . 0 C . 0 21 D . 03 5 1 0 E. . 12 1 1 5 F. 11 8 2 7 19 24 G 3 2 H . 01 13 2 2 22 28 0 7 3 0 I. . 0 2 2 4 20 2 8 38 J. 04 7 0 2 11 27 8 3 39 S 02 1 8 28 19 3 1 S 1 S 25 6 1 8 30 33 0 2 S 28 7 1 9 31 S 3 32 8 2 7 S S 33 0 S S S

125

SÁ STÆRSTI

KEMUR TIL BYGGÐA!

F í t o n / S Í A

Áttfaldur Lottópottur stefnir í 125 tímamótamilljónir. Leyfðu þér smá Lottó!

Skráðu þig sem aðdáanda Lottó á facebook.com/lotto.is

013 14/12 2

.IS .LOT TO | WWW


20

viðhorf

Helgin 13.-15. desember 2013

Vikan í tölum

4,8 1 milljarðar króna er heildarsöluverðmæti skyrs í verslunum á Norðurlöndunum í ár. Útflutningstekjur af skyri verða ríflega 500 milljónir króna.

Íslensku jólasveinarnir komu upphaflega til að hræða börn

Hrædd um að jólasveinninn stigi ofan á sig

sólarhringur leið frá því Pálma Þór Sævarssyni var sagt upp störfum sem þjálfari úrvalsdeildarliðs Skallagríms í körfuknattleik þar til hann var endurráðinn.

S

tóri dagurinn var í gær – fyrsti dagurinn sem dóttir mín fékk gjöf frá jólasveininum í skóinn. Satt að segja var það fyrir einskæra tilviljun að ég mundi eftir að segja henni að setja skóinn út í glugga því ég var algjörlega ómeðvituð um hvaða dag Stekkjarstaur kæmi til byggða, fyrirmyndarmóðirin ég. Þökk Sjónarhóll sé myndum af annarra manna börnum á Facebook gat ég rétt fyrir háttinn sagt henni söguna af jólasveinunum sem gæfu góðum börnum í skóinn. Henni fannst þetta vitanlega mjög undarlegt til að Erla byrja með og óttaðist mest Hlynsdóttir að jólasveinninn myndi stíga erla@ ofan á hana í rúminu þegar frettatiminn.is hann kæmi í myrkrinu en ég sagði henni að það væri ekkert að óttast. Þegar kom að því að velja skó vildi hún helst setja flottustu skóna sína í gluggann, bleika pallíettuskó, en þar sem þeir voru hjá ömmu hennar gekk það ekki. Ég harðbannaði henni að setja kuldaskóna sína út í glugga því þeir væru skítugir og hún þyrfti að fara í þeim á leikskólann daginn eftir og því væri ómögulegt að hafa þá úti í glugga. Við komumst að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að segja inniskó

126

milljóna hagnaður var á rekstri framleiðslufyrirtækisins Truenorth í fyrra og þrefaldaðist frá fyrra ári. Fyrirtækið sá um tökur á fjórum Hollywoodmyndum hér á landi í fyrra.

15

prósentustiga aukning varð á sölu jólabjórs í nóvember miðað við sama mánuð í fyrra. 307 þúsund lítrar seldust í ár en 267 þúsund í fyrra.

með mynd af Dóru landkönnuði í gluggann. Vitanlega ætlaði barnið að setja báða skóna í gluggann því skór koma í pörum en mér tókst að sannfæra hana um að það væri nóg að setja bara annan skóinn. Svona hversdags, eða hverskvölds, halla ég hurðinni hjá henni þegar hún fer að sofa en í þetta skiptið æpti hún þegar ég gerði mig líklega til að halla aftur. „Það verður að vera opið. Annars kemst jólasveinninn ekki inn!“ sagði hún áhyggjufull. Eins og ekkert væri eðlilegra ítrekaði ég að jólasveinninn væri bara fyrir utan og teygði hendina inn um gluggann til að setja gjöf í skóinn. En dyrnar urðu samt að vera opnar. Það fyrsta sem blessað barnið sagði þegar það vaknaði í gærmorgun var: „Er jólasveinninn búinn að koma?“ Ég hafði vitanlega ekki hugmynd um það enda ekki búin að kíkja út í glugga og sagði henni að fara og athuga málið. Hún fór hikandi að glugganum en tók brátt gleði sína og tilkynnti hátt og snjallt hvað jólasveinninn hefði komið með: „Mandarínu!“ En Stekkjarstaur hafði ekki komið með neina venjulega mandarínu heldur hafði hann skrifaði nafnið hennar Lovísu á mandarínuna og teiknað á hana með svörtum tússpenna. Við mæðgur sammæltumst um að það mætti ekki skrifa á mandarínur

en jólasveinninn fékk undanþágu hjá dóttur minni „því hann er svo sniðugur.“ Þegar við komum á leikskólann hvíslaði hún spennt að mér að hún ætlaði að segja leikskólakennaranum á hennar deild að jólasveinninn hefði gefið henni mandarínu sem hann var búinn að skrifa á. En auðvitað er fátt rökréttara en að óttast að einhver jólasveinn hreinlega stígi á mann þegar hann kemur að heimilinu um hánótt og auðvitað frekar undarlegt að setja bara annan skóinn í gluggann. Börn hugsa nefnilega oft svo rökrétt. Þannig heyrði ég af barni sem náði ekki að festa svefn af ótta við þennan ókunnuga mann sem ætlaði að koma um nóttina þegar barnið væri sofnað. Það hljómar nefnilega svolítið óhugnarlega og á endanum þurftu foreldrar barnsins að telja því trú um að jólasveinnin væri ekki til svo barnið gæti sofið rólegt á nóttunni. Það er kannski heldur ekki að undra því íslensku jólasveinarnir voru fyrst kynntir til sögunnar til að hræða börn, líkt og foreldrar þeirra Grýla, Leppalúði svo og Jólakötturinn. En í dag er markmið þeirra sem betur fer að gleðja börnin og til að gleðja jólasveinana ætlum við Lovísa að sækja bleiku pallíettuskóna til ömmu hennar áður en næsti jólasveinn kemur.

Kertaljós og skreytingar þarf að umgangast með varúð Tryggið eldvarnir heimilisins, reykskynjarar, slökkvitæki og eldvarnarpakkar í miklu úrvali.

PIPAR\TBWA • SÍA • 123247

Tilvalið í bílinn eða ferðavagninn

Eldvarnarpakki 1

Eldvarnarpakki 2

Eldvarnarpakki 3

Eldvarnarpakki 4

Eldvarnarpakki 5

Tilboðsverð í vefverslun

Tilboðsverð í vefverslun

Tilboðsverð í vefverslun

Tilboðsverð í vefverslun

Tilboðsverð í vefverslun

14.668 kr.

20.937 kr.

13.398 kr.

7.205 kr.

14.177 kr.

Listaverð 22.741 kr.

Listaverð 32.460 kr.

Listaverð 20.772 kr.

Listaverð 11.171 kr.

Listaverð 21.980 kr.

Vefverslun með öryggisvörur á oryggi.is

Sími 570 2400 · oryggi.is Stöndum vaktina allan sólarhringinn


Michelsen_MBL_255x390_M116333_1113.indd 1

27.11.13 15:13


Ljúffengt

um jólin

Við gerum meira fyrir þig!

Myllu jólaterta með sultu, ½

329 349

kr./stk.

kr./stk.

Lindt súkkulaði, 5 tegundir

399 449

kr./stk.

kr./stk.

Dádýralundir

5998

Bestir í kjöti

kr./kg

Úr kjötborði

Nóa konfekt, stálkassi, 800 g

5998 Nóatúns jólasíld, sérvalin, 300 g

569

kr./pk.

Eðalfiskur grafinn lax

kr./stk.

3596 3995

kr./kg

kr./kg

Anthon Berg konfekt, gullkassi, 400 g

2276 2529

Helgar-

kr./pk.

kr./pk.

! ð o b l i t þig! meira fyrir Við gerum

Valette sneidd andabringa, reykt, 90 g

1798

kr./pk.

, ingarskinka Esju drottn

2698

1 kg

2998

kr./kg

kr./kg

Ferrero Rocher, 312 g

Eðalfiskur reyktur lax

3596 3995

kr./kg

kr./kg

1398

kr./pk.

15

% ur t t á l s f a

Lúxus rækjur frá Ísafirði, 500 g

998

kr./pk.

Esju hreindýrapaté

3398

kr./kg

Coke, 4x2 lítrar

998 1198

kr./pk.

kr./pk.


Við gerum meira fyrir þig

Ömmu laufabrauð, steikt, 15 stk.

1849 1979

Þessi eini

sanni!

kr./pk.

kr./pk.

Þykkvabæjar forsoðnar kartöflur, 1 kg

559 598

kr./pk.

kr./pk.

Aðeins

t íslenöstk kj

rði í kjötbo

Jóla klementínur, 2,3 kg

799 849

kr./pk.

s Nóatún garhryggur r hambo il léttsaltaður t Einnig

kr./pk.

20

% ur t t á l s f a

8 9 16

Driscolls jarðarber, 250 g

549 699

kr./pk.

kr./pk.

kr./kg

15

% ur t t á l s f a

Aðeins

Ostakarfa nr. 1

2190 2698

1998 2398

kr./karfan

kr./kg

Lambakótilettur

2158 2398

kr./kg

kr./kg

kr./kg

kr./karfan

Aðeins

íslenskt kjöt

í kjötborði

Aðeins

íslenskt kjöt

í kjötborði

Villisveppaostur, 150 g

279 295

kr./stk.

kr./stk.

Philadelphia Classic ostur, 200 g

399 438

kr./stk.

kr./stk.

Tvíreykt Húsavíkur hangilæri með beini

2878 3198

Lambainnralæri

kr./kg

kr./kg

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

kjöt

í kjötborði

3598 3998 kr./kg

kr./kg

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

KEA lambahryggur, léttreyktur

íslenskt


24

fréttaskýring

Helgin 13.-15. desember 2013

Eins og að senda 100 kall í tölvupósti

 BitcoiN Stafr æNN gjaldmiðill er NýjaSta æðið á NetiNu

Geir Freysson gaf konunni sinni bitcoin í brúðkaupsafmælisgjöf í júní í sumar. Síðan þá hefur verðið tífaldast. Bitcoin er nýjasta bólan á netinu, stafrænn gjaldmiðill sem framleiddur er af tölvum sem leysa reikniþrautir í gegnum opinn hugbúnað á neti sem er byggt upp á svipaðan hátt og torrentsíður og er með afkastagetu á við 500 stærstu ofurtölvur í heimi.

Geir Freysson rekur vefhugbúnaðarfyrirtækið Transmit í Reykjavík og London og fylgist vel með þróun bitcoin. Mynd/Hari

N

ýjasta bólan á internetinu er bitcoin, fyrsti frjálsi stafræni gjaldmiðillinn í heiminum. Hægt er að nota bitcoin til að flytja verðmæti manna á milli í gegnum tölvur, þvert á landamæri og án þess að nokkur milliliður komi við sögu og taki þjónustugjöld og umsýslukostnað. „Þetta er eins og að senda 100 kall í tölvupósti,“ segir Geir Freysson, forstjóri vefhugbúnaðarfyrirtækisins Transmit. Hann hefur fylgst með bitcoin markaðnum af miklum áhuga og ákvað að gefa eiginkonunni sinni,

Sif Sigmarsdóttur rithöfundi, bitcoin í brúðkaupsafmælisgjöf í júní í sumar. „Verðið hefur tífaldast síðan þá. Ef þetta hefði verið brúðkaupsgjöf þá værum við orðin moldrík í dag.“ Geir segir líklegast að sá mikli áhugi sem nú er á bitcoin og birtist meðal annars í ævintýralegri verðhækkun á markaðnum á þessu ári sé líklega einhver bóla. „Það eru svo miklar sveiflur í verðinu að maður pælir ekki mikið í því,“ segir hann. „Það sem mér finnst áhugavert við þetta er að þetta gerir

flutninga á fé auðvelda.“

Með blessun frá seðlabankastjóra Bandaríkjanna

Fyrr á þessu ári urðu svo tímamót sem ýttu æðinu af stað eftir að Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, talaði um bitcoin sem áhugaverða tækninýjung. Þá var hindrun rutt úr vegi og margir nýir þátttakendur stigu út á markaðinn. „En það voru margir búnir að fylgjast með en halda að sér höndum af því að menn voru hræddir um

Eames stólar

Sígild hönnun frá 1950 TIlboð til áramóta: DSR 35.900 kr. 39.900 kr.

DSW 49.400 kr. 54.900 kr.

ÍSLENSKA/SIA.IS/PEN 66922 12/13

DSR

Opið laugardag kl. 11-16 sunnudag kl. 13-17


Helgin 13.-15. desember 2013

að yfirvöld mundu grípa inn í. Yfirlýsing seðlabankastjórans var þess vegna stórt skref og margir sögðu: „Ok, þetta er þá löglegt.“ Ég held samt að ennþá sé þetta bóla og að menn séu að aðallega að kaupa þetta af því að þetta er nýtt og mikið í fjölmiðlum.“ Í upphafi ársins kostaði bitcoin um 15 dollara en eftir yfirlýsingu seðlabankastjórans þaut verðið upp og náði hæst í um 1200 dollara. Fyrir skömmu síðan bárust hins vegar fréttir frá Kína um að stjórnvöld þar í landi ætluðu að beita sér gegn viðskiptum með bitcoin. Um leið dalaði markaðurinn og stendur í um 900 dollurum þegar þetta er skrifað og er það um tífalt það verð sem Geir greiddi fyrir brúðkaupsafmælisgjöfina í júní. Það eru tvær leiðir til þess að eignast bitcoin. Önnur er sú að kaupa hann á markaði fyrir venjulega peninga en hin er sú að gerast þátttakandi í netinu sem framleiðir þessa peninga eða „grefur þá upp“.

Svipað net og á torrent-síðum

Bitcoin er búinn til af notendum á internetinu með ókeypis og opnum hugbúnaði, sem er byggður upp „svipaðri peer-to-peer“ hugsun og torrent-síður. Hvaða tölvueigandi sem er getur hlaðið niður og notað til þess að afla nýrra peninga. Nýr peningur verður til þegar forritinu í tölvu notandans tekst að leysa ákveðna gríðarlega flókna reikniþraut. Um leið og ein þraut er leyst eykst sjálfkrafa sú tölvuvinna sem þarf að vera að baki hverjum nýjum peningi. Þessar stigvaxandi kröfur eiga að hægja á framleiðslu nýrra peninga að tryggja að allt sé fyrirsjáanlegt og takmarkað magn af bitcoin í umferð. Af því að reikniþrautin þyngist með hverjum peningi sem bætist við hafa kröfurnar um vinnslugetu tölva aukist hröðum skrefum. Sá sem hlóð niður hugbúnaðinum í fartölvu sína um það leyti sem bitcoin varð til árið 2009 hefði auðveldlega getað leyst fyrstu þrautirnar og eignast pening með fartölvunni sinni en í dag eru mjög litlar líkur á því að venjuleg fartölva hitti á rétta lausn við reikniþraut og geti búið til nýjan pening. Það er þó alltaf möguleiki.

Afkastageta á við 500 stærstu ofurtölvur heimsins

En afkastageta kerfisins eykst ekki aðeins vegna þess að notendum sé stöðugt að fjölga heldur er skýringin fyrst og fremst sú að sífellt eru öflugri og öflugri tölvur að tengjast þessu neti. Nú er talið að sameinuð vinnslugeta þeirra tölvunotenda sem tengdir eru bitcoin samsvari nú fimm hundruð öflugustu ofurtölvum í heiminum, samkvæmt því sem kom fram í The Economist nýlega. Þegar tölvan hefur fundið lausn á reikniþrautinni og nýr peningur er orðinn til er hann geymdur í sérstöku stafrænu veski notandans sem minnir á netbanka. Þegar peningur er notaður í viðskiptum til að færa verðmæti milli manna er sendingin dulkóðuð og fær rafræna undirskrift og rafræna vottun.

Orðið gjaldmiðilll í viðskiptum

Bitcoin-kerfið geymir síðan alla peninga sem til hafa orðið og allar færslur sem gerðar hafa verið. Þessar

fréttaskýring 25

Í þessari spjaldtölvu er hugbúnaður sem gerir viðskiptavinum hvaða fyrirtækja sem er kleift að greiða fyrir vörur og þjónustu með bitcoin úr rafrænu seðlaveski í Android-síma. Mynd/Getty

Grimmsystur · Úlfur í sauðargæru

Hraðbanki fyrir bitcoin í Vancouver þar sem hægt er að hlaða bitcoin-inneign inn í Android-síma. Mynd/Getty

færslur eru allar óafturkræfar og er staðhæft að sá sem vill falsa bitcoin eða bitcoin-færslur þurfi að hafa yfir að ráða tölvukerfi sem hefur meiri vinnslugetu en samanlögð vinnslugeta allra bitcoin-notenda. Notendur android-síma geta fengið sér App sem hægt er að nota til þess að senda bitcoin í aðra síma á nokkrum mínútum og í október var fyrsti hraðbankinn fyrir bitcoin notendur tekinn í notkun í Vancouver í Kanada en þar geta notendur Android-síma hlaðið bitcoin inn í stafræna veskið sitt. Fjölmörg fyrirtæki eru farin að taka við bitcoin og hægt er að nota hann sem í viðskiptum með varning eins og bækur, tölvuleiki og fjölmargt fleira. Samfélagsmiðillinn Reddit tekur við greiðslum í bitcoin og það gerir líka WordPress, vinsælasta vefumsjónarkerfi í heimi og fjölmargir aðrir. Eins eru komin á fót fyrirtæki sem kaupa bitcoin í skiptum fyrir gjaldmiðla á borð við dollara og evrur. Pétur Gunnarsson

Ævintýri eins og þau gerast best! Frábærar myndskreytingar

Bókaflokkurinn í heild sinni komst á metsölulista

BÓKAÚTGÁFA SÍMI 588 6609 WWW.BOKABEITAN.IS

petur@frettatiminn.is

DSW

Húsgögn

Skeifunni 10, Reykjavík Hafnarstræti 91-93, Akureyri Hafnarstræti 2, Ísafirði

Sími 540 2330 husgogn@penninn.is www.penninn.is

Ertu búinn að lesa fyrstu bókina?

Allir sem unna ævintýrum eiga eftir að elska þennan ævintýraráðgátubræðing!


26

viðtal

Helgin 13.-15. desember 2013

Vilhelm Anton Jónsson hefur getið sér gott orð sem tónlistarmaður, útvarpsmaður og sjónvarpsmaður í gegnum tíðina. Nú hefur hann slegið í gegn með fyrstu bók sína, Vísindabók Villa.

Villi sigurvegari

Ljósmynd/Hari

Vilhelm Anton Jónsson á mest seldu bók landsins um þessar mundir, Vísindabók Villa, og slær þar með við þekktum metsöluhöfundum. Villi er ánægður með velgengnina enda er það honum mikið hjartans mál að krakkar fái að vera forvitnir og svali forvitni sinni. Hann hefur farið víða að kynna bókina og hitt mikið af krökkum. Villi er bjartsýnn á framtíð ungu kynslóðarinnar þó nýlegar niðurstöður Pisa-könnunar gefi annað til kynna, sjálfur hafi hann aldrei verið góður námsmaður.

Þ

etta er meiriháttar. Ég er innilega þakklátur. Ég var heima að skúra og ryksuga þegar það var hringt í mig og mér tilkynnt að ég ætti mest seldu bók landsins. Mér hefur aldrei fundist eins gaman að skúra og ryksuga og eftir þetta símtal,“ segir Vilhelm Anton Jónsson, höfundur Vísindabókar Villa sem er mest selda bók landsins um þessar mundir.

Vil að krakkar fái að vera hissa Villi hefur komið eins og stormsveipur inn í jólabókaflóðið í ár og slegið við mörgum þekktum söluhöfundum. Í síðustu viku seldi hann til að mynda meira en þau Arnaldur Indriðason og Yrsa Sigurðardóttir og situr fyrir vikið á toppi Bóksölulistans. Útgefandi

Villa hefur látið prenta 15 þúsund eintök af bókinni og býst við að þau klárist fyrir jól. Hreint ekki amaleg byrjun á höfundarferlinum. Þegar maður spjallar við Villa er augljóst að bókin og efni hennar er honum hjartans mál. „Ef ég tek mig út úr jöfnunni þá finnst mér líka gaman að þessi bók sé sú mest selda, að bók fyrir börn nái því. Mér finnst nefnilega svo innilega gaman þegar krakkar eru forvitnir og fá að vera það,“ segir Villi. „Það að vera hissa er svo ótrúlega dýrmætt. Börnum finnst allt vera merkilegt. Þegar maður verður eldri verður allt hversdagslegt, hvort sem það eru snjókornin sem falla, skýin eða hvað sem er. Við töpum svo miklu þegar við erum hætt að vera hissa, við töpum miklu af því sem gerir það að verkum að gaman er að vera til. Það sem mig langaði að gera var að vekja forvitni. Ég vil að krakkar fái að vera hissa,“ segir Villi sem á sjálfur sex ára strák. Þessi forvitni og áhugi þinn getur ekki hafa sprottið fram á fullorðinsárum. Hvernig varstu sem krakki? „Ég var rosalega óþægur krakki. Einn vinur mömmu og pabba sagði einu sinni í gríni að hann hafi aldrei hitt barn sem hann langaði eins mikið að sparka í og mig,“ segir Villi og hlær. Hann ólst upp á Laugum í Reykjadal þar sem pabbi hans var skólastjóri í skólanum og mamma hans kennari. „Mamma rak mig úr tíma og sendi mig til skólastjórans. Síðan þurftu þau að fara með mig heim til að gefa mér að borða. Síðan þá hef ég ekki borið mikla virðingu fyrir yfirvaldi.“ Villi kveðst hafa verið mjög uppátækjsamur og forvitinn krakki.

„Ég er stundum spurður að því hvort ég hafi verið svona krakki sem skrúfaði hluti í sundur og setti þá saman. Ég var svona krakki sem skrúfaði hluti í sundur og hafði ekki eirð í mér til að setja þá saman aftur. En ég hef alltaf verið rosalega forvitinn, mig langar svo að skilja allt. Ég öfunda son minn og vini hans mikið því þeir munu sjá geggjaða hluti. Þeir munu sjá hluti sem ég mun ekki sjá því þeir munu lifa lengur. Ég öfunda krakka af því.“

Var aldrei góður námsmaður sjálfur

Nýverið bárust fréttir af lélegum árangri íslenskra krakka í Pisakönnun. Einkum og sér í lagi komu drengir illa út úr könnuninni, bæði í stærðfræði og lestri. Stór hluti drengja getur ekki lesið sér til gagns. Vinsældir Vísindabókar Villa eru því óneitanlega ánægjulegar ef þær skyldu hjálpa til við að virkja krakkana. Höfundur bókarinnar var að eigin sögn ekki mikill námsmaður en það hefur nú ræst ágætlega úr honum. „Mér fannst ógeðslega gaman í skóla en ég var aldrei góður námsmaður. Ég fór oft í alla stærðfræðiáfangana í MA en kláraði svo BApróf í heimspeki. Mín skoðun er sú að hlutverk menntastofnana sé að vekja forvitni. Ef þú býrð til forvitni þá soga krakkar allt í sig. En ef einhverju er troðið ofan í kokið á þér þá spýtirðu því strax út aftur. Mitt hlutverk í þessari bók er það sama, að vekja forvitni. Ég er það tannhjól, svo taka aðrir við. Ég reyni bara að gera hlutina forvitnilega. Ég gæti til dæmis ekki stillt efnajöfnu af þó það myndi bjarga lífi mínu.“

Hefði getað verið andlit Hi-C

Villi segir að starf kennara í dag sé afar erfitt. Þeir þurfi að fást við alls konar vandamál hjá nemendum því það sé búið að velta mörgum hlutverkum og skyldum yfir á kennarana. „Þeir bera meiri ábyrgð og það eru gerðar meiri kröfur en áður. Það er allt gott og blessað en það má þá ekki koma fólki á óvart að eitthvað láti undan.“ Hvað getum við gert betur? „Fyrirgefðu ef ég tönnlast á þessu en við þurfum að hvetja til og rækta forvitni og örva skapandi og gagnrýna hugsun. Það þarf líka að koma til móts við þá sem eru ekki góðir í að lesa og reikna,“ segir Villi. Hann leggur líka áherslu á að það séu aðrar leiðir til að ná til barna en í gegnum bækur. „Bækur mega fara í hundsrassgat fyrir mér, alveg eins og plötur. Þetta eru farartæki, það er farmurinn sem skiptir máli. Ljóð munu áfram verða ort og tónlist verður samin og þetta mun komast til skila. En hverri krónu sem varið er í að verja miðilinn er illa varið. Farmurinn mun alltaf finna sér leið.“ Nú eru liðin þrjú eða fjögur ár síðan Villi fékk hugmyndina að bókinni en vinnan við hana hefur tekið rúmlega eitt ár. Hann er ánægður að geta náð til krakka með fróðleik sem nýtist þeim. „Ég átta mig á því að krakkarnir vita hver ég er, ég hef gefið út plötur og verið bæði í útvarpi og sjónvarpi. Ég er svolítið eins og sprauta, ég veit að ég hef aðgang, að ég kemst inn. Það var bara spurning hvað ég ætti að setja í sprautuna og ég valdi að setja þekkingu. Ég hefði getað verið andlit Hi-C eða Kóks og fengið

fullt af peningum fyrir en ég er ekki alinn þannig upp.“

Bjartsýnn á komandi kynslóðir

Nú hefurðu farið víða að undanförnu og hitt krakka vegna bókarinnar. Hvernig líst þér á ungu kynslóðina? „Ég er ógeðslega bjartsýnn. Ég er miklu bjartsýnni á framtíðina en ég var. Ég er tiltölulega raunsær skástrik svartsýnn að eðlisfari en eftir að hafa hitt alla þessa krakka hef ég ekki áhyggjur. Þessir krakkar eru allir fæddir eða uppaldir í hruninu við orðræðu sem er í besta falli ekki til fyrirmyndar og jafnvel bara ömurleg og rætin. Ég held að þau séu bara búin að fá nóg og vilja gera eitthvað skemmtilegt. Þessir krakkar munu stjórna öllu þegar ég verð gamall og ég vona að skapandi hugsun þeirra skili sér. Að það verði betri elliheimili en nú en í versta falli að þau muni eftir mér svo ég fái auka sveskjur eða eitthvað álíka.“ Hvað með framhaldið, má ekki búast við því að þú fylgir þessum vinsældum eftir með annarri bók? „Mig langar til þess. Þetta hefur verið ógeðslega gaman. Ótrúlegt en satt er þetta ekki tæmandi grundvallarrit um alheiminn þannig að ef fólk vill vita meira þá stendur ekki á mér. Velgengni þessarar bókar gerir það að verkum að ég get borgað mér laun til að skrifa aðra bók. Þá er þetta bara spurning um hvort forlagið, prentsmiðjan og aðrir séu til. Og hvort bókabúðir eru tilbúnar að selja bókina, líka um helgar.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is


TÓNLIST, SKEMMTIATRIÐI OG FULLT AF FJÖRI Á LAUGARDAGINN Kl. 13 og 16 Jólasveinar heilsa upp á börnin Kl. 14 Íþróttaálfurinn mætir á svæðið Kl. 17 Páll Óskar syngur og áritar nýja hljómplötu Fjöldi annarra uppákoma á göngugötu og í Skemmtigarðinum. Kláraðu jólainnkaupin í notalegri stemningu, við tökum vel á móti þér!

Góða skemmtun

OPIÐ: VIRKA DAGA 11-19 FIMMTUDAGA 11-21 LAUGARDAGA 11-18 SUNNUDAGA 13-18 WWW.SMARALIND.IS FINNDU OKKUR Á


800555 Vnr. 74 BID, IA R A V A B 0W. rvél, 60 höggbo

0 9 4 . 4

kr.

804113 Vnr. 74 rafhlöðu­ R A BAV IA 4,4V. 1 borvél,

0 9 9 . 2

kr.

Vnr. 74801020

BAVARIA BOS juðari, 135W.

1.995

kr.

Vnr. 74801600 BAVARIA slípirokkur BAG 115. Auka hand­ fang fylgir með.

2.490

kr.

Vnr. 74802240 BAVARIA BJS stingsög, 350W.

2.190

kr.

SérvaLin jóLatré Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/ eða myndabrengl. Allar vörur fást í BYKO Breidd en minna framboð getur verið í öðrum verslunum.

BYKO BÝÐUR EINGÖNGU UPP Á HÁGÆÐA SÉRVALIN JÓLATRÉ Í BYKO velur þú draumajólatréð við kjöraðstæður inni, þannig að þú getur gefið þér góðan tíma og vandað valið. Valið á jólatrénu ætti þó ekki að taka langan tíma því BYKO býður eingöngu upp á hágæða sérvalin jóla­ tré: Normannsþin, íslenska furu og blágreni.

Vnr. 74804108 EINHELL rafhlöðu­ skrúfjárn, 4,8V.

Vnr. 74804114 EINHELL raf­ hlöðuborvél, 14,4V.

1.990

5.990

kr.

kr.

Sölustaðir: Timburverslun Breidd Virka daga: kl. 8-18 Laugardaga: kl. 10-22 Sunnudaga: kl. 10-22 Grandi Virka daga: kl. 8-19 Laugardaga: kl. 10-18 Sunnudaga: kl. 11-17 Selfoss Virka daga: kl. 8-18 Laugardaga: kl. 10-18 Sunnudaga: kl. 12-16

Hluti söluandvirðis af hverju jólatré fer til Hjúkrunarheimilis Sunnuhlíðar í Kópavogi. Verðvernd BYKO tryggir þér lægra verð. Sjá nánari upplýsingar og skilmála á www.byko.is.

Lifandi jóLatré Íslensk fura 100-150 cm ............................. 3.995 kr. 150-200 cm .............................7.995 kr. 200-250 cm ........................... 12.955 kr.

Normannsþinur 100-125 cm .............................3.285 kr. 125-150 cm .............................3.985 kr. 150-175 cm .............................5.485 kr. 175-200 cm .............................7.485 kr. 200-225 cm .............................9.985 kr.

Vnr. 74092405 SKIL rafhlöðu­ skrúfvél, 3,6V.

4.990

Vnr. 74092390 SKIL multisög, 200W, slípi­ og skurðarfylgihlutir.

kr.

11.990

kr.

Blágreni 100-125 cm .............................3.595 kr. 125-150 cm .............................4.995 kr. 150-175 cm .............................6.795 kr. 175-200 cm .............................9.995 kr. 200-250 cm ...........................11.995 kr.

Vnr. 74860500 BOSCH 500­RE borvél, 500 W, 13 mm sjálf­ herðandi patróna.

9.990

kr.

Vnr. 74864114 BOSCH PSR 14,4 V rafhlöðuborvél, 2 lithium rafhlöður fylgja með, 1,5 Ah.

24.990

kr.


13.590

Vnr. 41 10 6 mann 0145 a stell me matar­ og ka ffi­ ð silfurr önd.

kr.

22.990 Vnr. 42371148 SINGER Promise 1408, saumav él.

kr.

r a k k a p r i ð r a H ir jólin! fyr PureKomachi eldhúshnífar

Vnr. 50626699 Pottur, 17 l með loki.

2.590 Verð frá:

kr.

12.590

kr.

14.990

Vnr. 65105700 SEVERIN kaffivél, sýður vatnið, 1450W.

kr.

Vnr. 41120668 Glös, 3 stk, 8 oz.

Vnr. 41119047 ALISA pottasett, 4 stk. rautt.

599

Vnr. 42378855 MELISSA hraðsuðu­ kanna, 1,7 l.

kr.

14.490

Vnr. 41114117­8 Pressukanna, 3 bollar, rauð eða svört.

kr.

2.990

kr.

Vnr. 42379048 MELISSA samloku­ grill, svart.

Vnr. 42378856 MELISSA brauðrist, svört.

3.990

kr.

4.990

kr.

3.990

facebook.com/BYKO.is

kr.

Vnr. 42378859 MELISSA handþeytari.

Vnr. 42378870 MELISSA tvöfalt vöffluján, 1200W.

3.490

kr.

9.990

kr.

12.990

Vnr. 42366003 MELISSA örbylgju­ ofn, 700W.

kr.

www.expo.is / EXPO auglýsingastofa

Vnr. 41330930­6 PURKOMACHI eld­ húshnífar, CARBON ryðfrítt stál.


30

viðtal

Helgin 13.-15. desember 2013

Matreiðslubók og morgunógleði Yesmine Olsson var önnum kafin við vinnslu nýjustu matreiðslubókar sinnar þegar hún komst að því að hún væri ólétt og reyndi að bægja frá sér morgunógleðinni þegar hún lagði lokahönd á verkið. Þetta er annað barn Yesmine með eiginmanni hennar en Yesmine var einnig ólétt þegar hún gerði fyrstu matreiðslubókina sína. Þar sem Yesmine er sænsk bera jólahefðir heimilisins keim af bæði íslenskum og sænskum jólahefðum og finnst henni alveg nauðsynlegt að baka Lúsíubollur fyrir jólin.

M

ér finnst ég nánast vera komin út í sveit þegar ég kem á heimili Yesmine Olsson í Norðlingaholti. Hún og maðurinn hennar, Arngrímur Fannar Haraldsson, betur þekktur sem Addi Fannar úr Skítamóral, bjuggu áður í Vesturbæ Reykjavíkur en kunna vel við sig í kyrrðinni í Norðlingaholti sem þeim finnst henta vel til barnauppeldis. Út um eldhúsgluggann er útsýni yfir leikskóla hverfisins þar sem börnin leika sér í snjónum þennan dag en úr stofunni gefur að líta snævilagðan gróður. „Á sumrin sjáum við alltaf hesta hér út um gluggann,“ segir Yesmine en þau eru áhugafólk um hestamennsku og halda tengdaforeldrar hennar hesta, auk þess að vera með hænsn og sauðfé. Hún bendir út um gluggann með annarri hendinni en strýkur yfir stístækkandi magann með hinni. „Til hamingju með óléttuna,“ segi ég brosandi þó ég hafi þegar óskað henni til hamingju í gegnum símann áður en við hittumst. Mér finnst það einhvern veginn svona aðeins persónulegra. Fyrir eiga hjónin saman dótturina Ronju Ísabel sem er sjö ára. „Mér fannst Ronja vera svo skandinavískt nafn sem bæði Svíar og Íslendingar tengja við. Ísabel er vinsælt nafn í Svíþjóð og ég hugsaði með mér að ef hún vill ekki nota nafnið Ronja þá getur hún bara kallað sig Ísabel,“segir Yesmin hlæjandi. Þegar hún kynntist Adda Fannari átti hann fyrir son sem nú er að verða fimmtán. „Hann er oft hjá okkur og ég og mamma hans erum góðar vinkonur. Mér finnst það afskaplega gott.“

Komin á fimmta mánuð á leið

Þegar hún varð ólétt af Ronju Ísabel hafði hana lengi langað til að gefa út bók. Yesmine er menntaður einkaþjálfari og með gráðu í næringarráðgjöf frá Svíþjóð og ætlaði jafnvel að gefa út bók því tengdu. „Síðan eftir að ég varð ólétt fylltist ég gríðarlegri orku og ákvað að ég ætlaði að gefa út matreiðslubók þar sem matreiðsla hefur alltaf verið stór hluti af mínu lífi.“ Úr varð fyrsta bókin hennar „Framandi og freistandi – létt og litrík matreiðsla.“ Yesmine var ung ættleidd til Svíþjóðar frá Sri Lanka, henni fannst sænsk matargerð heldur bragðlítil og því hefur hún sótt innblástur til Austurlanda og notar mikið krydd sem eru óhefðbundin í skandinavískri matreiðslu. Fyrsta matreiðslubókin kom í kjölfar óléttu, hún gaf út bókina „Framandi og freistandi – indversk & arabísk matreiðsla“ árið 2008 og þegar vinna við nýju bókina var komin vel á veg komst Yesmine að því að hún var ólétt á ný. „Þetta kom á óvart. Við vorum búin að tala um að okkur langaði að eignast annað barn en voru ekki búin að skipuleggja neitt. Þetta er bara mjög gaman en það var vissulega erfitt að klára bókina. Það komu tímabil þar sem ég gat varla horft á mat og þurfti að hlaupa inn á klósett því mér var svo flökurt,“ segir hún en ógleðitímabil meðgöngunnar er liðið og Yesmine nú mjög brött. Fyrri bækurnar gaf hún út ásamt eiginmanni sínum en hann hefur verið afar upptekinn sem verkefnastjóri í tónlistarhúsinu Hörpu og í fyrsta skipti gefur Yesmine út bók hjá forlagi, en það er Edda

Yesmine Olsson var komin vel á veg með gerð nýju matreiðslubókarinnar þegar hún komst að því að hún væri ólétt. Ljósmynd/Hari

útgáfa sem gefur út bókina „Í tilefni dagsins“ og segir hún það muna miklu þegar kemur að vinnu. „Ég reiknaði ekki með því hvað það fylgir því mikil vinna að gefa út sjálfur, og í raun mikil törn eftir þegar bókin er komin út því þá þarf að dreifa henni um allt og sjá um kynninguna.“ Yesmine sinnir áfram kynningu á bókinni en fagnar því að þurfa ekki að dreifa henni líka, komin á fimmta mánuð á leið.

Á leið í finnskt sjónvarp

„Þessi bók er aðeins öðruvísi en hinar. Ég held að ég geti sagt að hún sé aðgengilegri en þó eru réttirnir allir afar bragðmiklir.“ Yesmine hefur séð um matreiðsluþættina „Framandi og freistandi“ í Ríkissjónvarpinu sem hafa notið mikilla vinsælda en hún segist hafa heyrt á sumum það þeir hafi verið hikandi við að leika það eftir að elda réttina. „Sumum hafa fundist réttirnir flóknir og erfiðir þannig að nú eru réttirnir einfaldari, þó þarna séu auðvitað uppskriftir fyrir þá sem hafa gaman af því að dunda sér við að elda.“ Bókinni er skipt upp í nokkra kafla eftir þemum og er fyrsta þemað „Hestaferð“ þar sem meðal annars er uppskrift af Hestaferðarsúpu. „Þetta

er súpa sem hefur sömu áhrif og kjötsúpa á köldum degi.“ Myndirnar í bókinni eru afar lifandi og í þessum kafla gefur einmitt að líta Yesmine, vini og ættingja í hestaferð að gæða sér á veitingum innan um gæðingana. Þarna eru líka kaflar með pítsum, karríréttum og svokölluðum „street food.“ „Það er mjög vinsælt í dag að vera með „street food“ á veitingastöðum. Innblásturinn er þá sóttur í mat sem er seldur úti á götu, til dæmis í Indlandi eða Mexíkó, og hann gerður flottari. Einn kaflinn heitir síðan „Brúðkaup“ þar sem eru alls konar hugmyndir fyrir veislur. Við Addi giftum okkur þegar ég var að klára bók númer tvö og ég ákvað bara að sameina brúðkaupið og bókargerðina með því að bera fram mat úr bókinni. Ég hef fundið mikið fyrir því að fólk er að leita að óhefðbundum réttum í fermingar og aðrar veislur. Þetta eru ekki flóknir réttir, bara með nýju bragði.“ Hún segir það hafa verið meðvitað að bókin ætti að skapa ákveðna stemningu við lestur, ekki bara við matargerðina. „Bókin sjálf er svo mikil upplifun. Markmiðið er ekki endilega að elda alltaf þegar maður skoðar

Við vorum búin að tala um að okkur langaði að eignast annað barn en vorum ekki búin að skipuleggja neitt.

hana heldur líka bara að sitja upp í sófa, skoða myndirnar og fá innblástur og hugmyndir.“ Við sitjum við borðstofuborðið og þar blasir við mér einn veggurinn í eldhúsinu þar sem litríkum matreiðslubókum af ýmsum toga hefur verið raðað þannig að framhlið þeirra snúi fram og skapar það líflega stemningu. „Frænka mín var með svona hillur hjá sér í eldhúsinu og mér fannst þetta svo flott að ég spurði hvort ég mætti stela hugmyndinni. Ég er síðan með matreiðslunámskeiðin mín hér heima og þá tekur fólk mjög oft myndir af þessum hilllum, jafnvel til að búa þær til heima hjá sér, því fólki finnst þær svo sniðugar.“ Yesmine hefur um árabil verið með matreiðslunámskeið í eldhúsinu heima og þættirnir hennar í Ríkissjónvarpinu eru einnig teknir upp hér að mestu. Í þriðju þáttaröðinni sem var að ljúka voru tveir þættirnir þó teknir upp í Svíþjóð þar sem Yesmine bauð til veislu ásamt ættingjum og vinum. „Mig grunar að fólk frá finnsku sjónvarpsstöðinni YLE Fem hafi séð þættina sem voru teknir upp í Svíþjóð því sú Framhald á næstu opnu


25%

afslá

ttur

Lyf & heilsa Kringlunni Lyf & heilsa Kringlunni www.lyfogheilsa.is

www.lyfogheilsa.is

Hefur þú upplifað töfra bareMinerals? 25% kynningarafsláttur 13.-16. desember í Lyfjum & heilsu Kringlunni. Sérfræðingur bareMinerals á staðnum.


32

viðtal

Helgin 13.-15. desember 2013

stöð er að fara að sýna þættina sem er mjög gaman. Þetta er stöð fyrir sænskumælandi Finna sem er skondið því ég er Svíi en tala íslensku í þáttunum. Mér finnst þetta bara virkilega spennandi og hvetur mig áfram.“

Hann eldar minna kryddaðan mat. Hann eldar mjög góðan mat og er mjög duglegur. Addi er mikill veiðimaður og hann er algjör snillingur í að elda lax. Hann eldar líka gott lamb. Stundum fer hann aðeins út í ítalska matargerð. Minn stíll er ekki endilega hefðbundinn indverskur matur heldur fæ ég frekar innblástur frá Indlandi og fleiri asískum löndum og bæti svo við ferskum íslenskum blæ.“

Lúsíumessa í dag

Fjölskylda Yesmine skiptist á að eyða jólunum á Íslandi og í Svíþjóð. „Við erum hér annað hvert ár. Þá er hangikjötsveisla í sveitinni með tengdaforeldrunum. Síðasta aðfangadag vorum við bara heima hjá okkur og borðuðum kalkún og fórum svo til þeirra daginn eftir. Önnur hver jól erum við síðan í Svíþjóð og þá eldar pabbi mest af matnum. Mér finnst gott að vera hjá pabba og við erum náin. Mamma dó árið 2007 þegar dóttir mín var bara þriggja mánaða.“ Yesmine vill ekki fara nánar út í það. „En fjölskylda mömmu er mjög stór og við hittumst alltaf þegar ég fer til Svíþjóðar. Pabbi minn kemur líka oft hingað um jólin þegar við erum hér og jafnvel systir mín líka. Mér finnst gott þegar þau koma.“ Yesmine heldur í ýmsar sænskar jólahefðir og bakar lúsíubollur með börnunum. „Þetta er bara sætt hveitideig með saffran. Lúsíuhátíðin er falleg hefð sem ég held mikið upp á “ Í Svíþjóð eru haldnar Lúsíugöngur ungmenna sem öll eru klædd hvítu og í fararbroddi er stúlka í hvítum kyrtli með kertaljósakrans um höfuðið en það var siður að á morgni Lúsíumessu kæmi ung stúlka klædd sem Lúsía með morgunverð handa heimilisfólkinu. „Ronja hefur tekið þátt í Lúsíugöngunni hér á Íslandi síðustu þrjú ár. Þá eru

Nýtt chilli-súkkulaði

Bókahillurnar setja svip sinn á eldhúsið hjá Yesmine og hefur fólk sem kemur til hennar jafnvel tekið mynd af þeim til að setja upp svipaðar hillur hjá sér. Ljósmyndir/Hari

sungnir sálmar og jólalög og þetta er afskaplega fallegt. Í íþróttahúsinu Globen í Stokkhólmi er alltaf stór hátíð og þykir það mikill heiður að vera valin sem Lúsía.“ Lúsíumessa er 13. desember og af því tilefni stendur Sænska félagið á Íslandi fyrir messu í Seltjarnarneskirkju í jólahefðir Íslendinga vakti athygli Yesmine þegar hún flutti hingað. „Mér fannst mjög skrýtið að hér væru 13 jólasveinar sem allir gæfu í skóinn. Fyrst fannst mér þetta algjört rugl en ég er búin að venjast

þessu. Í Svíþjóð er bara einn jólasveinn sem kemur nóttina fyrir aðfangadag. Finnst fannst mér það bara algjört rugl að það væru svona margir jólasveinar,“ segir hún hlæjandi og bætir við: „Mér finnst þeir líka svolítið ljótir og alltaf að stríða fólki. Jólasveinninn í Svíþjóð er sætur. Ég hef sagt Ronju hvernig jólasveinninn í Svíþjóð er og við lesum jólasögur frá báðum löndum þannig að jólahefðirnar eru svolítið blandaðar. Svíar borða síðan lútfisk í staðinn fyrir skötu,“ segir hún en lútfiskur er útvatnaður fiskur sem hefur legið í lúti. „Mér finnst gaman að hefðum og hef borðað skötu en mér finnst lútfiskur betri. Hann er mildari.“ Yesmine og Addi giftu sig fyrir fimm árum en þau kynntust upphaflega árið 1998. „Það tók okkur alveg þrjú ár að ná saman. Fyrst vorum við bara góðir vinir en þegar við fórum að vinna meira saman fóru hlutirnar að breytast.“ Hún sér ekki ein um eldamennskuna á heimilinu heldur er Addi einnig liðtækur í eldhúsinu. „Þegar ég elda nota ég meira af kryddi, hvítlauk, chilli og engifer.

Enn er óákveðið hvað verður á veisluborðinu næsta aðfangadag og Yesmine spyr hvað ég ætli að borða á aðfangadag, svona til að fá hugmyndir en á mér er lítið að græða því ég hef ekki heldur hugmynd um hvað ég borða. „Kannski höfum við bara kalkún aftur,“ segir hún hugsi. „Eða lamb.“ Við erum staðnar upp og ég aftur farin að dást að útsýninu þegar Yesmine segist skyndilega hafa steingleymt einu, bregður sér aðeins frá og kemur til baka með kramarhús úr sellófani fullt af súkkulaðibitum. „Þetta er chilli-súkkulaði. Ég er búin að vera að kenna fólki að búa svona til á námskeiðum og fólk hefur verið mjög hrifið. Þetta er dökkt súkkulaði með hnetum, möndluflögum og kryddi þannig að þetta er bara frekar hollt nammi. Mér fannst kominn tími til að gefa eitthvað frá mér meira en bækur þannig að nú er ég að framleiða chilli-súkkulaði.“ Yesmine hefur verið gestakokkur í Munnhörpunni í Hörpu, þar býr hún til góðgætið sem verður meðal annars til sölu þar og í Kjólar og Konfekt. Ég stenst ekki freistinguna og spyr hvort ég megi ekki opna kramarhúsið og smakka. „Auðvitað,“ segir hún. Ég finn hvernig kryddbragðið blandast við súkkulaðið og minnir á jól og austurlönd á sama tíma. Nú þegar ég er búin að smakka súkkulaðið krefst hún þess að ég taki allt kramarhúsið með mér. „Þetta er það fyrsta matarkyns sem ég sendi frá mér undir eigin nafni. Það fer svo eftir viðtökunum hvort það verður eitthvað meira seinna.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

Verðmætt veganesti Framtíðarreikningur Íslandsbanka er verðmæt gjöf sem vex með barninu. Hann er bundinn þar til barnið verður 18 ára og ber hæstu vexti almennra verðtryggðra innlánsreikninga bankans hverju sinni. Með því að stofna Framtíðarreikning í nafni barns safna ástvinir fyrir það í sjóð sem getur seinna meir orðið ómetanlegt veganesti út í lífið.

Framtíðarreikningur vex með barninu

Þú finnur sérfræðinga í sparnaði í þínu útibúi.

Jólakaupauki! Öllum nýjum Framtíðarreikningum og innlögnum yfir 3.000 kr. fylgir falleg peysa.* * Meðan birgðir endast.

Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000


Snilld

S, C , Air, Mini ... þetta er allt snilld.

iPhone 5S

iPhone 5C

109.990 kr

92.990 kr

Snjallasti snjallsíminn frá Apple

Llitaglaðir snillingar á góðu verði

JÓLATILBOÐ

JÓLATILBOÐ

iPad Air

iPad mini

Macbook Air

Apple TV 3

frá 89.900 kr

frá 54.900 kr

166.900 kr

19.900 kr

Léttari · Þynnri · Hraðari

Hann er knár þó hann sé smár

128GB 12 tíma rafhlaða

Netflix, Hulu+ m.m.

Einstakt úrval af aukahlutum fyrir Apple græjurnar þínar.

Opið

566 8000

mán. - mið. 10-18.30 fim. 10-21 fös. 10-19 lau. 10-18 sun. 13-18

istore.is

í Kringlunni

jónusta, gó ðþ

agsleg ábyr fél

erð og sam ðv

Við viljum að þú brosir þegar þú kemur til okkar. Þess vegna bjóðum við góð verð, ljúft viðmót og fagle ga þjónustu. Að auki renna 1000 kr. af hverju seldu tæki í styrktarsjóð sem úthlutar hreyfi- hömluðum börnum iPad í hverjum mánuði.


34

úttekt

Helgin 13.-15. desember 2013

Gjafadraugar liðinna jóla Íslendingar eru jafnan stórhuga þegar kemur að jólagjöfum og láta bankahrun og kreppu ekki aftra sér að slá um sig með veglegum pökkum enda kemur oft ekki að skuldadögum fyrr en í febrúar. Fréttatíminn fletti í gegnum jólagjafahandbækur dagblaða í kringum 1980, 1990 og 2000 og óhætt er að segja að í jólagjafaauglýsingum fortíðar birtist áhugaverður aldarspegill.

Vasadiskó Þetta þarfaþing unglinga á níunda áratugnum var eftirsótt jólagjöf upp úr 1980 en yrði vart tekið fagnandi í dag.

S

pjaldtölvur, snjallsímar og alls konar lúxusvarningur þykja heppilegar og sniðugar jólagjafir, nú fimm árum eftir hrun. Jólasveinar þykja meira að segja líklegir til þess að troða slíku dóti í skóna sem standa út í gluggum fram að jólum. Íburðurinn var öllu minni á árum áður en ef til vill ræðst það fyrst og fremst af hröðum tækniframförum og gerbreyttum lífsstíl sem jólagjafir fortíðar þykja býsna fáfengilegar í samanburði við það sem gengur og gerist í dag.

Ritvél

Ferðaviðtæki

Sænsk ryksuga „Það leynir sér ekki ánægjusvipurinn á þessari stúlku þegar hún rennir yfir gólfið með Huginn ryksugunni...“ Þessi auglýsing frá desember 1981 gefur innsýn í furðulegan tíðaranda.

Getur einhver verið án þessarar græju?

Útvarp sem spilar kassettur. Flott gjöf 1981. Forngripur 2013. Hvað er annars kassetta?

Bílabraut Merkilegt nokk langaði bara marga krakka í svona lagað 1991.

Rolykit

Töfrateningurinn

Hver man ekki eftir þessari snilldaruppfinningu sem átti að gjörbylta skipulagsmálum á öllum heimilum 1981? Enn er ekki til neitt app sem úreldir Rolykit.

Teningurinn hans Rubicks var gjaldgeng dægrastytting 1980. Í dag leikum við okkur í QuizUp.

Græjur Velúr Leikjatölva Það er ekki lengra síðan en 1991 að svona tæki var draumur í dós.

„Þessi myndarlega stúlka hér á myndinni, lætur fara vel um sig undir rúmteppinu frá INGVARI OG GYLFA.“ – Ekki orð um það meir! Var ekki búið að stofna Femínistafélagið 1981?

Árið 1981 gátu allir eignast hljómflutningstæki. Ekki seinna að vænna en nú gengur fólk með svona lagað í vasanum.

Bílapumpa Þeim leiddist ekki körlunum 1991. Alltaf eitthvað að stússast.

GLUGGAGÆGIR ÍSLENSK HÖNNUN OG RITSNILLD Í ÞÁGU FATLAÐRA BARNA OG UNGMENNA Gluggagægir í túlkun Sigga Eggerts og Vilborgar Dagbjartsdóttur fæst hjá okkur 5. - 19. desember. Casa - Skeifunni og Kringlunni • Epal - Skeifunni, Hörpu og Leifsstöð • Kokka - Laugavegi • Kraum - Aðalstræti • Módern - Hlíðarsmára Líf og list - Smáralind • Þjóðminjasafnið - Suðurgötu • Around Iceland - Laugavegi • Hafnarborg - Hafnarfirði • Blómaval - Allt land Blóma og gjafabúðin - Sauðárkróki • Póley - Vestmannaeyjum • Valrós - Akureyri

www.jolaoroinn.is STYRKTARFÉLAG LAMAÐRA OG FATLAÐRA

Makki Jólagjöfin 1991. Hvar er iPaddinn?


n a n รณ r K

m u d Lin s i t t รฆ n รฐ i Opiรฐ til m Alla helgina!


ALLT TIL JÓLANNA Í HAGKAUP Ð FLUGI E M T K S R FE KLANDI K A R F Á R F

699kr/pk Rians

La Crème Brûlée, La Crème Brûlée au Chocolat, La Crème aux Spéculoos. Eftirréttir fyrir tvo.

1499kr/pk v.á. 1889

2499kr/stk Veisluréttir Hagkaups

Hátíðakaffi frá Kaffitár

Lindu konfekt

Gille piparkökur

Better Than Bouillon

Eins og piparkökur gerast bestar.

Amerískir gæða kraftar.

Way Better snakk

Hamlet trufflur

Hamlet skeljakonfekt

Gildir til 15. desember á meðan birgðir endast.

Stútfull af girnilegum uppskriftum eftir Rikku.

Belgískt eðal súkkulaði.

250g og 500g

600g

Kornsnakk með spíruðu korni.

Jólastafir


FYLLT HÁTÍÐALÆRI AÐ HÆTTI RIKKU 2 GÓMSÆTAR TEGUNDIR NÝTT Í HAGKAUP!

HAGKAUP

HAGKAUP

FYLLT HÁTÍÐALÆRI

FYLLT HÁTÍÐALÆRI

DÖÐLUR OG GRÁÐAOSTUR

FÍKJUR, ENGIFER OG KANILL

HAGKAUP MÆLIR MEÐ

HAGKAUP MÆLIR MEÐ

Við viljum vera viss um að hátíðamaturinn þinn verði óaðfinnanlegur. Þess vegna látum við framleiða fyllt hátíðalæri eftir uppskrift sérfræðinga og ströngum gæðastöðlum Hagkaups. Lambalærið er sérvalið og er einungis notað 1. flokks hráefni í fyllinguna. Bragðið: Sætt bragð með keim af gráðaosti og shallot lauk. Verði þér að góðu!

Við viljum vera viss um að hátíðamaturinn þinn verði óaðfinnanlegur. Þess vegna látum við framleiða fyllt hátíðalæri eftir uppskrift sérfræðinga og ströngum gæðastöðlum Hagkaups. Lambalærið er sérvalið og er einungis notað 1. flokks hráefni í fyllinguna. Bragðið: Sætt bragð ásamt miðlungs sterku engifer, cumin og kanillbragði. Verði þér að góðu!

Eldunartillaga: Lærið er eldað í ofni við 150°C í 45 mínútur fyrir hvert kíló. Hvílið í 30 mínútur við stofuhita og eldið síðan aftur í ofni í 5 mínútur við 200°C.

Eldunartillaga: Lærið er eldað í ofni við 150°C í 45 mínútur fyrir hvert kíló. Hvílið í 30 mínútur við stofuhita og eldið síðan aftur í ofni í 5 mínútur við 200°C.

3299kr/kg Fyllt hátíðalæri

döðlur og gráðaostur eða fíkjur, engifer og kanill.

Þarf ekki að sjóða! Aðeins 90 mín. í ofni!

1999kr/kg SALT MINNI!

Hagkaups Hamborgarhryggur

Léttreyktur hátíðakjúklingur

sérvalinn af fagmönnum úr nýju hráefni.

sérvalinn léttreyktur hágæða kjúklingur sem er einstaklega bragðgóður og tilvalinn fyrir þá sem vilja léttari hátíðamat.

lundir

file

11999kr/kg

1359kr/stk

13999kr/kg

Hreindýralundir og file

Hreindýrakjöt er dökkt með sterku villibráðabragði. Það má segja að kjötið sé sjálfmarinerað því hreindýrið lifir á sterkum jurtum. Þýðingarmesti þátturinn við matreiðslu á hreindýrakjöti er að ofelda það ekki.

1098kr/kg

Skosk rjúpa

9990kr/kg

Krónhjartarfile

rjúpan er bragðmikil villibráð, kjötið dökkt, fyrir þá sem vilja villibráð á jólaborðið. fínlegt og mjúkt. Mikilvægasti þátturinn við Tilvalið sem forréttur sem og aðalréttur. matreiðslu á rjúpu er sósan. Galdurinn við Meyrt og safaríkt kjöt sem villibráðarbragði gerð góðrar rjúpusósu er að sjóða kraft af sem slær í gegn. beinum rjúpunnar og afskurði.


38

viðtal

Helgin 13.-15. desember 2013

Það er gamaldags hljómur á plötunni og gamaldags útsetningar, segir Bubbi Morthens. Ljósmynd/Hari

Jólin sá tími sem maður hugsar til horfinna ástvina Bubbi hefur loks gefið út sína fyrstu jólaplötu „Æsku minnar jól“ en hann hefur fundið þörf fyrir það enda er hann umkringdur litlum og stórum fegurðardísum á heimili sínu við Meðalfellsvatn. Bubbi vill að fólk leggi áherslu á kærleika og mildi í stað þess að stressa sig á tilbúnu nútímakapphlaupi.

V

ið þurfum að sækja innávið og sækja í kærleika og mildi. Mér finnst líka ágætis hugmynd að á einhverjum tímapunkti á aðventunni að fólk geri einn dag símalausan, sjónvarpslausan og útvarpslausan þar sem fjölskyldan fókuserar á hvort annað og

skemmtir sér saman,“ segir Bubbi Morthens sem hefur gefið út sína fyrstu jólaplötu en hann býr með fjórum fallegum dísum, Ísabellu, Dögun París, Aþenu Lind og konu sinni Hrafnhildi Hafsteinsdóttur í Kjósinni við Meðalfellsvatn.

Áhersla á gamaldags stemmningu

„Á sínum tíma ætlaði ég að gera jólaplötu því að ég er sex barna faðir og sum eru orðin fullorðin. Svo fékk ég tækifæri til þess að fylla líf mitt af ljósberum og þá hugsaði ég með mér, nú ætla ég að gefa út jólaplötu. Kannski er þetta fyrsta jólaplatan mín af mörgum,“ segir Bubbi. Með uppáhaldslögum Bubba á plötunni eru lögin „Ljós og fagur“ sem og lagið „Gleym mér ei.“ „Mamma skreytti alltaf jólatréð á Þorláksmessu þegar ég var lítill en ég áður var ég bara settur í háttinn. Og svo man ég eftir þeirri mögnuðu upplifun þegar ég kom fram á aðfangadag og sá alla pakkana og tréð uppljómað. Í laginu „Ljós og fagur“ er ég að syngja um þessa stemningu og er að spegla sjálfan mig sem lítinn strák sem fannst hörðu pakkarnir mest spennandi,“ segir Bubbi. „Gleym mér ei“ er einhverskonar lífsóður og fjallar um aðra hluti en við syngjum endilega um jólin. Jólin eru líka sá tími sem maður hugsar til horfinna ástvina og „Gleym mér ei“ er líka lag um látin börn,“ segir Bubbi Bubbi segir að galdurinn við tónlistina sé að hún hafi svo margþætt áhrif og að hún sé heilun. „Hún getur verið með okkur í gleðinni og sorginni. Það er svo makalaust fyrirbæri sem tónlistin býður upp á,“ segir Bubbi. „Ég tók jólaplötuna upp sumarið 2012 en svo frestaðist útgáfan upp á dag í eitt ár. Vinnan við plötuna er búin að taka sinn tíma en ég bætti tveimur lögum við sem hafa svipaðan karakter án þess að vera hundrað prósent sami hljómheimur. Það eru lögin „Gleym mér ei“ og „Jóla jólasveinn,“segir Bubbi. „Ég reyndi að stíga út úr þessum klisjuramma sem jólaútgáfan ber oft með sér og þessum týpísku jólalögum. Það er gamaldags hljómur á plötunni og gamaldags útsetningar. Lögin eru mjög stutt og meira að segja má finna „sixtís“- eða bítlaáhrif í bland í gegnum plötuna,“ segir Bubbi. Hugmynd Bubba og markmið

hans var að búa til gamaldags hljómheim og fékk hann góða samstarfsmenn til þess að ná þeim áhrifum fram. „Hugmyndin var mín og fékk góða stráka til þess að hjálpa mér og þeir bjuggu til þennan hljómheim með mér. Hugmyndin með hljómheiminn var líka að hún myndi tengjast þeim tíma þegar foreldrar mínir voru lifandi,“ segir Bubbi. Segist hann vera ánægður með útkomuna. „Ég reyndi að vera einlægur og heiðarlegur og reyndi að forðast helstu klisjupyttina sem er svo auðvelt að detta í,“ segir Bubbi.

Líður vel í náttúrunni

Bubbi segir að lagið „Grýla er hætt að borða börn“ vinsælast á meðal barna sinna. „Það er til önnur útgáfa af þessu lagi en við hættum við hana því að ein af dætrum mínum var svo hrædd þegar hún heyrði lagið. Í upprunalega laginu var Grýla með óhljóð og alltaf þegar sá kafli kom þá færðist skelfingarsvipur yfir andlit hennar og hún hélt yfir eyrun. Henni var mjög umhugað um það hvort að það væri nú örugglega allt öruggt og hvort að Grýla ætti heima í fjallinu hjá okkur,“ segir Bubbi. Segir hann það líklegt að hann gefi út aðra jólaplötu eða önnur jólalög. „Ég ætla aldrei að segja aldrei, því að ég er orðinn allt of gamall til þess,“ segir Bubbi. „Vandamálið við jólin er að mér finnst pínulítið eins og galdurinn við jólin sé horfinn. Mér finnst eins og nútíminn sé búinn að taka þennan galdur og við öll hafa nauðgað jólunum. Mér finnst jólin vera orðin klæðalítil og útjöskuð,“ segir hann. Bubbi segir þó að hann hafi sem tónlistarmaður að sjálfsögðu alltaf þurft að sækja á þann markað. „Jólin eru tíminn sem við getum horft afturábak og áfram og mér finnst einhvern veginn að þegar jólin eru orðin þannig að þau snúast um einhvers konar hórmang í hinu stóra samhengi er ég óskaplega þakklátur fyrir það að búa hér við vatnið þar sem eina áreitið í kringum mig eru fuglar og hrafninn sem kemur og heilsar upp á okkur. Í þessum töluðu orðum eru tvær mýs að horfa á mig og eru að borða fræ af pallinum hjá mér,“ segir Bubbi. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is


Verður þín hugmynd að veruleika á Ásbrú?

PIPAR\TBWA-SÍA - 131260

Þjónusta við fjölskyldufólk á Ásbrú hefur aukist jafnt og þétt. Nú eru þar tveir leikskólar, annars vegar Heilsuleikskólinn Háaleiti og hins vegar Hjallastefnuleikskólinn Völlur.

daglega

Svona er lífið á Ásbrú Ásbrú í Reykjanesbæ er suðupottur tækifæra. Þar hefur á skömmum tíma byggst upp litríkt samfélag, þar sem saman fer öflug menntastofnun, fjöldi spennandi fyrirtækja og blómstrandi mannlíf. Nánari upplýsingar á www.asbru.is.

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.asbru.is


40

viðtal

Helgin 13.-15. desember 2013

 Dægurmál Vinkonur til ellefu ár a gefa saman út bók og spáspil

Sígaunaspilin segja til um framtíðina V Hafdís Heiðarsdóttir og Vilborg Aldís Ragnarsdóttir áttu báðar sígaunaspil sem unglingar og nota þau enn. Hafdís segir erfitt að nálgast góð sígaunaspil og eftir að þeirra eigin unglingar fóru að stelast í spilin þeirra ákváðu þær að hanna sín eigin spil. Við hönnun spilanna fæddist söguþráður að bók um stelpu sem fær sígaunaspil í kistli frá ömmu sinni í Rúmeníu og úr varð bókin Galdraþulan. Grafíski hönnuðurinn Ólöf Erla Einarsdóttir hannaði bókarkápuna og fyrirsætan á kápunni er dóttir annars höfundarins.

ið höfum báðar átt spáspil frá því við vorum unglingar og það er skondin tilviljun að við byrjuðum báðar að læra á sígaunaspil því þessi spil eru ekki mikið notuð hér á landi og erfitt að nálgast góð sígaunaspil,“ segir Hafdís Heiðarsdóttir sem ásamt Vilborgu Aldísi Ragnarsdóttur, samstarfskonu sinni og vinkonu til ellefu ára, var að gefa út unglingabókina Galdraþulan en með bókinni fylgja sígaunaspil. Þær Hafdís og Vilborg hafa síðustu ár rekið saman fyrirtækið Arca design sem sérhæfir sig í íslenskri hönnun á vörum úr plexigleri og áli, og ákváðu að færa út kvíarnar með útgáfu bókarinnar og spilanna. Bryndís segir að sígaunaspilin séu spáspil en heldur einfaldari en hefðbundin tarotspil. „Við eigum báðar unglinga sem eru alltaf að stelast í spilin okkar og við ákváðum að búa til okkar útgáfu af spilunum. Þegar við vorum að hanna spilin þá eiginlega bara kom bókin til

Sígaunaspilin eru einfaldari en hefðbundin tarotspil og þessi eru sérstaklega hönnuð til að ná til ungs fólks.

Hafdís Heiðarsdóttir og Vilborg Aldís Ragnarsdóttir eru höfundar bókarinnar, en þær reka saman hönnunarfyrirtækið Arca design. Ljósmynd/Hari

okkar. Ég veit að það hljómar eins og klisja en þannig var það,“ segir Hafdís hlæjandi. Spilin fylgja með bókinni og leika sígaunaspil þar stórt hlutverk. „Sagan fjallar um Kæju sem er ósköp venjuleg íslensk stelpa en á 15 ára afmælisdaginn fær hún sendan ævafornan kistil frá ömmu sinni í Rúmeníu. Inni í kistlinum finnur hún gömul sígaunaspil og þegar hún leggur þau í fyrsta skipti kemur í ljós galdraþula. Það sem Kæja vissi ekki er að þulan var bannfærð af ungri norn sem hafði gengið í lið með hinu illa og eftir að Kæja fór með þuluna fór ýmislegt

að gerast. Hún breyttist í útliti og komst að því að hún getur galdrað. Kæja kynnist síðan strák sem er í nornareglu á Íslandi. Galdraþulan er í þremur hlutum og þegar Kæja fór með fyrsta hluta hennar opnaði hún fyrir gáttir í Rúmeníu þar sem nornaþingið vill ekki að hún fari með seinni hlutana tvo og reyna allt til að eyða yfirvofandi ógninni,“ segir Hafdís en til stendur að gefa út tvær aðrar bækur í framhaldi af Galdraþulunni. Þær fengu grafíska hönnuðinn Ólöfu Erlu Einarsdóttur, sem þekkt er fyrir að skapa magnaða töfraver-

EKKERT MSG ENGIN TRANSFITA ENGIN LITAREFNI

- Hrein snilld -

Í ELDAMENNSKUNA Gerðu máltíðina enn betri með teningunum frá Bong því þeir laða fram það besta úr góðu hráefni.

öld með myndum sínum, til að gera forsíðukápuna en fyrirsætan á kápunni er dóttir Hafdísar, Birta. Hafdís segir vinnuna við bókina gengið mjög vel en erfiðara hafi verið að prenta spilin. „Það var erfitt að láta gera þau einmitt eins og við vildum hafa þau. Til stóð að bókin og spilin kæmu til landsins í síðasta lagi í byrjun nóvember en því seinkaði um mánuð. En við erum ánægðar með útkomuna þannig að biðin var þess virði.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


THE NEW EXPLOSIVE FRAGRANCE

WWW.SPICEBOMB.COM


SAGA

FAXAFLÓAHAFNA

OG MARGAR

AÐRAR SÖGUR

Liverpool stórveldið vaknar Þrátt fyrir misjafnt gengi þá eiga fá fótboltafélög í heiminum glæstari sögu en Liverpool. Vildartilboð kr. 2.559 Fullt verð kr 3.199

Jón Páll - Ævisaga

Alltaf eitthvað að gerast

Vildartilboð kr. 3.999 Fullt verð kr 4.999

Vildartilboð kr. 2.159 Fullt verð kr. 2.699

Gengið með fiskum

Emiliana Torrini-Tookah

Í þessari bók er varpað ljósi á hvaða mann Jón Páll hafði að geyma og helstu afrek hans.

Bráðskemmtileg barnaplata, 15 glæný og grípandi lög sem allir geta sungið með.

Gengið með fiskum er ekki venjuleg bók um veiðar. Hún geymir öðru fremur eftirminnilega þroskasögu veiðimanns. Vildartilboð kr. 4.559 Fullt verð kr 5.699

Fjórar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Vildartilboð kr. 2.399 Fullt verð kr. 2.999

arfsfólk St

Bókmenntaverðlaun

2013

Heilsudrykkir Hildar

50 uppskriftir af heilsusamlegum og bragðgóðum drykkjum. Vildartilboð kr. 3.039 Fullt verð kr 3.799

GjafakÞittorertvalið!

Amma glæpon

kaverslana

Taktu þátt í stórkostlegu ævintýri Benna þegar hann og amma hans skipuleggja stærsta skartgriparán sögunnar. Vildartilboð kr. 3.199 Fullt verð kr 3.999

Hér heilsast skipin

Hin margrómaða saga Faxaflóahafna eftir Guðjón Friðriksson. Vildartilboð kr. 17.599 Fullt verð kr 21.999

EKKI GLEYMA

Austurstræti 18

EYMUNDSSON!

Álfabakka 14b, Mjódd

GJAFAKORTI

Skólavörðustíg 11 Kringlunni


arfsfólk St

Bókmenntaverðlaun

2013

kaverslana

Íslenska teiknibókin Íslenska teiknibókin er einstæð í hópi íslenskra handrita og er eina handritið af sinni tegund á Norðurlöndum. Það geymir nánast eingöngu myndefni og var notað sem vinnubók og fyrirmyndasafn listamanna frá þriðja áratug 14. aldar og fram á 17. öld og er ekki kunnugt um að nokkurt annað fyrirmyndarsafn frá miðöldum hafi verið í notkun jafn lengi. Vildartilboð kr. 13.519 Verð kr

16.899

KYNNING 14.12.2013

Laugardaginn kl.14-15 í Kringlunni

KYNNING 14.12.2013

Ein á enda jarðar

Vilborg Arna Gissurardóttir varð þjóðhetja eftir pólgöngu sína 2013. Vildartilboð kr. 5.599 Fullt verð kr 6.999 Smáralind

Ísafirði - Hafnarstræti 2

Strandgötu 31, Hafnarfirði

Akureyri - Hafnarstræti 91-93

Keflavík - Sólvallagötu 2

Vestmannaeyjum - Faxastíg 36

Akranesi - Dalbraut 1

Penninn - Hallarmúla 4

Freistingar Thelmu

Uppskriftir að kökum, sætum bitum, eftirréttum og ís sem henta við öll tækifæri. Vildartilboð kr. 3.999 Fullt verð kr 4.999

Laugardaginn kl.16-17 í Smáralind

540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl. Gildistími tilboða er frá 13. desember til og með 16.desember eða á meðan birgðir endast.


44

viðtal

Helgin 13.-15. desember 2013

Við skjótum vonina niður Stjörnuspekingurinn Gunnlaugur Guðmundsson er þekktastur sem slíkur enda hefur hann í áratugi dregið upp og rýnt í stjörnukort fólks. Hann sýnir nú á sér nýja hlið í sjálfshjálparbókinni Leiðin til sigurs þar sem hann segist taka á öllum grunnþáttum sem fólk þurfi að sinna til þess að ná raunverulegum árangri. Hann hefur viðað að sér efni í bókina í tuttugu ár og byggir hana ekki síst á eigin sigrum og ósigrum í lífinu.

G

unnlaugur Guðmundsson, Gulli stjarna, er sjálfsagt þekktasti stjörnuspekingur landsins enda hefur hann starfað sem slíkur í áratugi. Hann hefur sent frá sér sjálfshjálparbókina Leiðin til sigurs en í henni horfir hann inn á við og leiðbeinir fólki um hvernig það geti náð árangri í lífinu án þess að gangur himintunglanna komi þar við sögu. „Ég hélt námskeið í sjálfsrækt árin 1993 til 1995 og bjó í kringum þau til kennslugögn sem ganga út frá því að maðurinn sé samsettur úr sálarlífi, líkama og andlegum eiginleikum,“ segir Gulli. „Þarna bjó ég til aðferðafræðina sem ég kalla leiðina til sigurs en til þess að ná árangri þarf að gera alla þessa grunnþætti upp. „Þú ferð í gegnum sálarlífið og gerir það upp. Ferð í gegnum þetta líkamlega og þetta andlega og gerir allt upp. Málið er að það er svo mikið af bókum sem fjalla bara um eitthvað eitt af þessu. Bara um mataræði, til dæmis, en ég er að reyna að gera heildarkerfi. Þú verður að fara í gegnum þig allan ef þú ætlar að ná raunverulegum árangri. Þetta er lífsstíll og ef allt er í steik í sálarlífinu þá nærðu ekki árangri.“

Von og Ósk

Framan á bókinni eru tvær dúfur. Merkingarbærar að sjálfsögðu. „Ég kalla þær Von og Ósk. Það sem við gerum í rauninni í lífinu er að við senda vonir og óskir út í loftið. Og af hverju rætast svo ekki þessar vonir og óskir? Vegna þess að þú skýtur þær í rauninni niður sjálfur. Þú sendir efa og ótta strax á eftir þeim. Ég nota dæmi um flugvélamóðurskip í bókinni. Flugvélarnar á skipinu bera ýmis nöfn. Ein vélin heitir Von og önnur Ósk. Prófum að senda þessar vélar út í loftið með von í brjósti um að þær snúi til baka stútfullar af peningum. Þetta er eitthvað sem við gerum gjarnan. Við sendum vonir og óskir út í loftið. En oft á tíðum gerist ekkert og það er einkum tvennt sem kemur í veg fyrir árangur. Í fyrsta lagi er athygli okkar er ekki vakandi. Við sendum ósk út í loftið en svo gleymum við bara óskinni. Í öðru lagi er vilji okkar ekki hreinn. Við sendum vélarnar Ósk og Von af stað en skömmu síðar sendum við herþoturnar, Efa og Ótta, á loft og skjótum Óskina og Vonina niður. Þess vegna náum við ekki árangri,“ segir Gulli og spyr í framhaldinu: „Hvernig kemur þú í veg fyrir það? Þú verður að taka til í sálar-

Gunnlaugur Guðmundsson er þekktur stjörnuspekingur en horfir ekki til himins í sjálfshjálparbók sinni Leiðin til sigurs þar sem hann fer yfir alla grunnþætti sem þurfa að vera í lagi hjá fólki þannig að það geti náð árangri. Ljósmynd/Hari

Ég er að reyna að kenna, í þessari bók, hvernig maður byggir upp hreinan vilja.

lífinu. Þú verður að losa þig við ótta og hræðslu. Flótti er frumorsök allra vandamála þannig að ég fer í gegnum hvernig maður tekur á flótta í sálarlífinu. Hann er orsök vandamálanna og það er verkefni að takast á við hann.“

Sigrar og ósigrar

Gulli segir að vissulega taki á að glíma við flóttatilhneiginguna. „Þetta er spurning um hvað þú vilt. Ég segi frá því í bókinni að ég hef oft sigrað í lífinu en ég hef líka oft beðið ósigur. „Ég hef oft klúðrað málunum og þegar ég horfi til baka þá sé ég að þegar mér gengur illa þá er oft ákveðin hegðun undanfari þess. Ég nenni ekki í ræktina. Ég borða ekki góðan mat og hugsa neikvætt. Og þá fara hlutirnir að ganga illa. En þegar ég tek mig á, fer að hugsa jákvætt og jafnvel að hugleiða. Fer í ræktina og borða góðan mat þá fer að ganga vel. Þannig að þú getur gengið leiðina til sigurs eða þú getur gengið leiðina til helvítis. Ég er að reyna að kortleggja þetta. Hvað þarf ég að gera til að ná árangri? Til að sigra í eigin lífi? Ég hélt þessi námskeið í tvö ár og ég hef gert þetta sjálfur. Í bókinni fer ég í gegnum hvernig á að vinna með sálarlífið, ég fer í gegnum líkamann, mataræðið og líka í gegnum markmiðasetningu.“ Gulli kynnir einnig hugleiðsluaðferðina sem kennd er við vakandi athygli, eða „mindfullness“. „Ég tek þetta allt fyrir. Ég tek fyrir sálarlíf mannsins, líkamlega sviðið og hið huglæga og andlega. Spóla bara í gegnum þetta með ráðleggingum og greiningu.“

Allur pakkinn

„Það sem gerir þessa bók öðruvísi en aðrar bækur er að ég er að reyna að skoða heildina,“

segir Gulli. „Það er æðislega fínt að þú borðir góðan mat og farir í ræktina en ef þú ert með höfnunarkennd og reiði þá lemurðu konuna þína hvort sem þú hefur verið í ræktinni eða ekki. Af því að þú ert ekki búinn að taka sálarlífið í gegn. Ef þú ferð í gegnum líkamsrækt og mataræði en hefur ekki skýr markmið þá nærðu heldur ekki árangri. Vegna þess að þú ert óttasleginn, fullur af efa og reiði og þá verða markmiðin ekki skýr.“ Gulli segir galdurinn liggja í hreinum vilja. „Ég er að reyna að kenna, í þessari bók, hvernig maður byggir upp hreinan vilja. Til þess að ná árangri. Þetta er í raun leiðin til sigurs í eigin lífi. Ég segi frá mínu eigin lífi, mínum eigin ósigrum, hvernig ég klúðraði málunum og svona. Þeim erfiðleikum sem ég lenti í hér áður fyrr. Þetta er mjög flott bók, skal ég segja þér, og þetta er svona tuttugu ára meðganga að baki henni. Ég skrifaði grunninn 1993 til 1995 en hef svo tekið þetta upp aftur og yfirfarið. Og af hverju er ég, stjörnuspekingurinn, að gera þetta? Ég fæ mjög margt fólk til mín í einkatíma þar sem ég er að lesa út úr stjörnukortum og er þá oft að vinna með sjálfsþekkingu. Ég nýti í raun allt það besta sem ég hef rakið mig á í þessum efnum á síðustu tuttugu árum.“ Gulli líkir manninum við hús í bókinni og þannig byrjar hann að taka til í kjallaranum, með tilheyrandi æfingum, og svo fikrar hann sig áfram upp og endar á tiltekt uppi í risi. „Þetta eru praktísk ráð, mjög yfirgripsmikið en ekkert hátíðlegt eða flókið,“ segir Gulli um leið sína til sigurs. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is

www.lyfja.is - Lifi› heil

Gleðilegar gjafir í alla pakka

Mundu eftir jólahandbók Lyfju

Lyfja hefur að bjóða gjafavöru í úrvali fyrir alla fjölskylduna. Hjá okkur færðu fallegar gjafir sem koma sér ávallt vel. Hver sem árstíðin er þá höfum við alltaf sama takmark: Við stefnum að vellíðan.

Lágmúla Laugavegi Nýbýlavegi

Smáralind Smáratorgi Borgarnesi

Grundarfirði Stykkishólmi Búðardal

Patreksfirði Ísafirði Blönduósi

Hvammstanga Skagaströnd Sauðárkróki

Húsavík Þórshöfn Egilsstöðum

Seyðisfirði Neskaupstað Eskifirði

Reyðarfirði Höfn Laugarási

Selfossi Grindavík Keflavík


Stórbrotnar! Fallegar! Frábærar! Fjallaland

„Nær nánast fullkomnun. Frábær bók.“ —Auður Haralds, Rás 2 1/2 „Fágæt bók. Dregur mann að sér aftur og aftur.“ —Björgvin G. Sigurðsson, Pressan „Stórbrotið listaverk.“ —Ólafur Þ. Stephensen, Fréttablaðið Stína stórusæng

„Allt í senn falleg, vönduð og frumleg.“ —Silja Björk Huldudóttir, Morgunblaðið Af jörðu

1/2 —Árni Matthíasson, Morgunblaðið „Þessi bók er yndisleg. Eitt merkilegasta framlag til íslenskrar byggingarlistar sem ég þekki.“ —Sigurður G. Tómasson, Kiljan Íslenska teiknibókin

„Bókin er svo falleg og vel úr garði gerð að það er hrein unun að fletta henni. Þetta er bók fyrir alla fagurkera.“ —Kolbrún Bergþórsdóttir, Morgunblaðið „Glæsilegt afrek. Crymogea slær enn og aftur í gegn þegar kemur að útgáfu listaverkabóka. Ef ég væri með hatt, þá tæki ég hann ofan núna.“ —Guðni Tómasson, Víðsjá

arfsfólk St

2013

kaverslana


46

bækur

Helgin 13.-15. desember 2013

Sögulegt símtal Í bókinni Sir Alex, eftir Guðjón Inga Eiríksson, er farið yfir hinn magnaða knattspyrnustjóraferil Sir Alex Ferguson hjá Manchester United. Hér á eftir verður gripið niður í bókina og einmitt á þeim stað þegar stjórinn nældi í Eric Cantona – leikmanninn sem var síðasta púslið í fyrsta stórliði Ferguson-tímans hjá Rauðu djöflunum. Alex Ferguson fagnaði vel og innilega þegar Manchester United varð Englandsmeistari vorið 1993.

Eric Cantona var keyptur til Manchester United í nóvember árið 1992. Liðið vann ensku deildina í fyrsta sinn undir stjórn Alex Ferguson vorið eftir. Ljósmyndir/NordicPhotos/Getty

Kærleiksvettlingar Góðir fyrir jólin Handprjónasamband Íslands Skólavörðustíg 19 s. 552-1890 www.handknit.is

Gullmeðferð fyrir konuna þína í jólapakkann Yndisleg 50 mín. andlitsbað sem veitir húðinni mýkt, raka og ljóma enda uppistaða kremana gull, nudd á andllit, háls og herðar sem gefur slökun og losar um þreytu. Verð kr. 8900.-

Þverholti 18 Sími: 552 2460

F

yrirkomulagi deildarkeppninnar á Englandi var breytt fyrir keppnistímabilið 1992– 93. Liðin í efstu deild stofnuðu þá Úrvalsdeildina og um leið var töluröð hinna deildanna breytt á þann veg að sú næstefsta varð 1. deild og svo framvegis. Manchester United hafði oft byrjað tímabil vel en síðan runnið á rassinn. Nú var þessu öfugt farið. Liðið fór afar illa af stað í hinni nýstofnuðu Úrvalsdeild og tapaði fyrstu tveimur leikjunum, þar af 0-3 í hinum síðari, sem var gegn Everton. Þá gerði liðið eitt jafntefli, en svo sigraði það í næstu fimm leikjum. Beinu brautinni var þó ekki náð. Fimm jafntefli í röð og síðan tveir ósigrar sýndu ótvírætt fram á mikinn óstöðugleika hjá liðinu og við því varð að bregðast. Markaskorun var aðalvandamálið. „Liðið skoraði ekki nema 21 mark í deildinni á seinni hluta síðasta tímabils á móti 42 mörkum á þeim fyrri,“ sagði Alex Ferguson þegar hann rifjaði upp vandann sem steðjaði að liðinu. „Okkur vantaði greinilega markaskorara, einhvern sem gat gert gæfumuninn í jöfnum leikjum.“

„Spurðu hvort Eric Cantona sé til sölu.“

Sumarið 1992 hafði Ferguson borið víurnar í Alan Shearer, framherja hjá Southampton, sem kaus frekar að ganga í raðir Blackburn en Manchester United. Þá keypti hann Dion Dublin frá Cambridge og lofaði hann mjög góðu, en meiddist því miður fljótlega og varð strax ljóst að hann yrði lengi frá. Það varð til þess að knattspyrnustjórinn fór aftur á stúfana og reyndi að kaupa David Hirst frá Sheffield Wednesday. Þeim megin var ekki ljáð máls á því en Svo hljóp nokkuð óvænt á snærið hjá Ferguson. Gefum honum orðið: „Martin Edwards, stjórnarformaður félagsins, og ég gátum ómögulega séð fyrir okkur það sem í vændum var þegar við sátum síðdegi eitt, seinni hluta nóvembermánaðar, inni á skrifstofunni hans og ræddum hvað við þyrftum að gera til þess að vinna Englandsmeistaratitilinn. Við vissum að það þýddi ekkert að sverma fyrir leikmönnum hjá helstu keppinautum okkar: Liverpool, Arsenal, Manchester City og Leeds. Þaðan yrði Enginn seldur til Manchester United. En kannski mætti ræða við þá hjá Everton um Peter Beardsley. Hann hafði ekki náð að sýna sitt rétta andlit þar eftir sölu frá Liverpool og um hann vorum við að ræða þegar síminn hringdi hjá Edwards. Á hinum enda línunnar var einn af stjórnarmönnum Leeds, Bill Fotherby, og var tilgangur símtalsins að kanna hvort að Denis Irwin væri til sölu. Það kom ekki til greina að selja hann og tóku Edwards og Fotherby þá upp annað tal og óskyldara. En einmitt þá fékk

ég hugmynd. Ég vildi ekki trufla spjall þeirra, gekk því að skrifborðinu sem Edwards sat við og skrifaði á blað fyrir framan hann: „Spurðu hvort Eric Cantona sé til sölu.“ Edwards leit spyrjandi á mig og þegar ég kinkaði kolli til merkis um að mér væri alvara gerði hann eins og ég bað um. Fotherby hikaði, en sagði svo að það væri ekki útilokað; kvaðst myndu ræða við knattspyrnustjóra Leeds, Howard Wilkinson, um þetta og hafa svo samband innan klukkustundar. Þegar Edwards hafði slitið símtalinu spurði hann: „Af hverju Cantona?“ „Jú, við unnum Leeds, 2-0, fyrr á tímabilinu,“ svaraði ég, „og eftir leikinn voru Bruce og Pallister að tala um hann og í síðustu viku barst hann í tal á milli mín og Gérard Houllier [landsliðsþjálfara Frakka], sem hefur mikið álit á honum.“ … Við þurftum ekki að bíða lengi eftir símtalinu frá Fotherby. Hann hringdi aftur innan hálftíma og sagði að Wilkinson væri til í að selja Cantona fyrir eina milljón og þrjú hundruð þúsund pund. Edwards tókst að lækka upphæðina í eina milljón punda og sigrarnir voru rétt handan við hornið.“

Þvílík kaup!

Eric Cantona og Alex Ferguson náðu strax vel saman. Knattspyrnustjórinn vissi að leikmaðurinn hafði býsna sérstakan persónuleika að geyma og tækist að virkja hann á réttan hátt þá yrði það til heilla fyrir alla sem tengdust Manchester United. Hann var öðruvísi en aðrir og fékk leyfi til þess að vera það. Gott dæmi um það er þegar allir leikmenn Manchester United áttu einhverju sinni að mæta í sínu fínasta pússi við eitthvert tækifæri. Og það voru allir í eins jakkafötum, dökkum og stífpressuðum, nema Cantona. Hann var léttklæddur í skærum litum eins og þátttakandi í kjötkveðjuhátíð og engum kom til

Cantona fagnar með Ryan Giggs sem þá var ungur og upprennandi leikmaður United. Giggs er enn að spila, tuttugu árum síðar.

hugar að setja út á það. Allra síst Ferguson sem gekk bara til hans og sagði þetta eitt: „Flottur.“ Eða svo segir sagan. Cantona var ekki orðinn löglegur með Manchester United þegar leikmenn þess héldu niður til London, undir lok nóvembermánaðar, til að keppa við Arsenal. Hann fór þó með liðinu þangað, einungis til að horfa á leikinn að menn héldu, en klukkan hálf tíu á leikdeginum, laugardaginn 28. nóvember, bankaði Brian Kidd upp á hótelherbergið hjá Ferguson og sagði: „Eric vill æfa.“ Ferguson bað Kidd að fara út með Eric og aðstoða hann við æfinguna. Hélt knattspyrnustjórinn að þetta tæki aðeins stutta stund, en þegar hann gekk til hádegisverðar voru þeir ókomnir. Tuttugu mínútum síðar birtust þeir og þá mundi Ferguson eftir einu sem Houllier hafði sagt um leikmanninn: „Cantona vill æfa mikið og þarf að æfa mikið.“ Það voru orð að sönnu. Cantona lét sér ekki nægja hinar hefðbundnu æfingar, heldur staldraði hann lengur við á æfingasvæðinu að þeim loknum og æfði aukalega. Á fyrstu æfingunni eftir leikinn gegn Arsenal, sem Manchester United sigraði 0-1 með marki frá Mark Hughes, kom Cantona að máli við Ferguson og bað hann að útvega sér tvo leikmenn til að æfa aukalega með sér. Knattspyrnustjórinn varð í fyrstu hissa á þessari beiðni, enda ekki venjan að menn stöldruðu lengur við á æfingasvæðinu en nauðsyn krefði. Hann fékk þó þrjá leikmenn til þess að verða eftir; tvo til að gefa boltann fyrir á Cantona og einn markvörð. Þetta vakti athygli hinna og næsta dag urðu fleiri að eigin ósk eftir með honum og sífellt fjölgaði í þeim hópi á næstu dögum. Það voru ekki síst ungu leikmennirnir sem vildu verða eftir með Cantona og aðstoða hann, sem og læra af honum. Þar hafa piltar á borð við Ryan Giggs og David Beckham verið nefndir og ekki urðu þeir lakari leikmenn fyrir vikið. Segja má að Cantona hafi breytt viðhorfi æði margra hjá Manchester United til æfinga og sýnt þeim fram á það með óyggjandi hætti að aukaæfingin skapar meistarann. Lýkur hér með þessum stutta kafla úr bókinni Sir Alex, en Manchester United varð í fyrsta sinn Englandsmeistari undir stjórn Alex Ferguson árið 1993 og svo margsinnis eftir það.


Allt í Pakkann 20% HELLY HANSEN

ULLARNÆRFÖT - VELDU HLÝJU Í JÓLAPAKKANN

JÓLAAFSLÁTTUR

AF JAMIS HJÓLUM FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA

frá 10.990 kr.

20% afsláttur

LEKI

GÖNGUSTAFIR TRAUSTIR OG VANDAÐIR

9.990 kr.

af úlpum alla helgina VICTORYNOX

CLASSIC VASAHNÍFAR

frá 3.790 kr.

BAKPOKAR

DEUTER FUTURA DAGPOKAR

FRÁ 18.990 kr.

20%

AF ÖLLUM MEINDL GÖNGUSKÓM

EF KEYPT ERU SKÍÐI, BINDINGAR OG SKÓR

JÓLAAFSLÁTTUR

pakkaAFSLÁTTUR

SNOWLINE

HÁLKU OG GÖNGUBRODDAR

frá

8.990 kr.

SCARPA

MOJITO LITAGLÖÐU GÖNGUSKÓRNIR (MARGIR LITIR)

23.990 kr.

Fatnaður á mynd: Didriksons

20%

Fáðu aðstoð við valið á réttu jólagjöfunum. Starfsfólkið okkar þekkir vörurnar sem það selur.

ÁRNASYNIR

ÚRVALIÐ er í Útilíf

GLÆSIBÆ

KRINGLUNNI

SMÁRALIND

utilif.is


48

erlent

Helgin 13.-15. desember 2013

Mandela kvaddur Fimmtíu og tveir forsetar og sextán forsætisráðherrar voru viðstaddir minningarathöfn um Nelson Mandela, fyrrverandi, forseta Suður-Afríku, í Jóhannesarborg á fimmtudaginn. Útför Mandela fer fram á sunnudag að lokinni tíu daga þjóðarsorg þar sem lík hans hefur verið flutt á viðhafnarbörum vítt og breitt um landið til þess að sem flestir íbúar Suður-Afríku geti vottað Mandela virðingu sína.

N

Sun. 15. des. kl. 14.00 Guðsþjónusta 3. sunnudagur í aðventu. Sun. 22. des. kl. 14.00 Jólatrésskemmtun Fríkirkjunnar í Reykjavík. Hefst með jólastund í kirkjunni. Síðan haldið upp í Safnaðarheimili og sungið og dansað í kringum jólatréð með jólasveininum. Kaffi og meðlæti fyrir alla. Sun. 22. des. kl. 17.00 Heilunarguðsþjónusta á vegum Sálarrannsóknarfélags Íslands, Fríkirkjunnar og Kærleikssetursins. Þri. 24. des. kl. 18.00 Aftansöngur á aðfangadagskvöldi. Einsöngur Nathalía Druzin Halldórsdóttir. Sönghópur Fríkirkjunnar syngur jólin inn og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Gunnars Gunnarssonar. Sr. Hjörtur Magni. Þri. 24. des. kl. 23.30 Miðnætursamvera á jólanótt. Páll Óskar og Monika Abendroth ásamt strengjasveit. Sr. Hjörtur Magni, Sönghópur Fríkirkjunnar ásamt Gunnari Gunnarssyni. Mætið vel tímanlega til að fá góð sæti! Mið. 25. des. kl. 14.00 Hátíðarguðsþjónusta á jóladag. Ljósanna hátíð fagnað með rísandi sól. Egill Ólafsson söngvari syngur og spjallar um tónlistarval sitt. Sr. Hjörtur Magni, Sönghópur Fríkirkjunnar ásamt Gunnari Gunnarssyni. Þri. 31. des kl. 14.00 Hátíðarguðsþjónusta á dvalar og hjúkrunarheimilinu Grund. Mið. 31. des. kl. 17.00 Aftansöngur á Gamlárskvöldi. Sérstakur gestur Þorleifur Gaukur Davíðsson, munnhörpuleikari.

elson Mandela, sem var 95 ára þegar hann lést, fæddist inn í höfðingjaætt af Xhosa-ættbálki og var skírður Madiba. Hann lærði lögfræði og gekk ungur til liðs við Afríska þjóðarráðið (ANC) og var í fararbroddi þeirra í vopnaðri baráttu gegn kynþáttaaðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku. Mandela var margsinnis handtekinn og hnepptur í varðhald og árið 1962 var hann dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að hafa tekið þátt í samsæri um að steypa ríkisstjórn landsins af stóli. Mandela afplánaði 27 ár og sat fyrstu 18 árin í fangelsinu á Robben Island, sem nú hefur verið breytt í safn til minningar um baráttu hans og annarra andófsmanna í landinu. Mandela varð snemma tákngervingur fyrir frelsisbaráttu blökkumanna í Suður-Afríku og jafnframt því sem baráttu gegn kynþáttaaðskilanarstefnunni óx ásmegin um allan heim jókst þrýstingur á stjórnvöld landsins um að láta hann lausan. Fljótlega eftir að Mandela losnaði úr fangelsi árið 1990 tókst samstarf með honum og F.W. de

Klerk, þá forseta Suður-Afríku, um viðræður til að binda endi á aðskilnaðarstefnuna, setja landinu nýja stjórnarskrá og halda frjálsar kosningar með fullri þátttöku allra íbúa landsins. Þegar þær kosningar fóru fram árið 1994 leiddi Mandela Afríska þjóðarráðið til sigurs og varð hann fyrsti svarti forseti Suður Afríku. Mandela beitti sér fyrir því ásamt Desmond Tutu, erkibiskupi og fleirum, að stofnuð var sáttanefnd í til þess að rannsaka mannréttindabrot hvítu minnihlutastjórnarinnar gegn svörtum íbúum Suður-Afríku þar sem brotamenn gátu öðlast sakaruppgjöf með því að játa brot sín og segja sannleikann um baráttuaðferðir stjórnvalda og glæpi öryggissveita á þeirra vegum. Sú aðferð Suður-Afríkumanna við að gera upp við fortíðina hefur vakið aðdáun víða um heim. Í forsetatíð sinni beitti Mandela sér í friðar- og mannréttindamálum víða um heim og aflaði hann sífeld vaxandi virðingar annarra stjórnmálamanna og alls almennings, ekki síst í heimalandinu þar sem hann naut jafnt vinsælda meðal hvítra manna og svartra.

Nelson Mandela losnaði úr fangelsi árið 1990 og var kjörinn forseti Suður Afríku fjórum árum síðar. Ljósmyndir/ NordicPhotos/Getty

Með Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna.

Michael Kors – mikið úrval fallegra úra

PIPAR\TBWA

SÍA

133639

Með Bill Clinton fyrrum Bandaríkjaforseta og leikaranum Will Smith í veislu í tilefni af níræðisafmæli sínu.

jonogoskar.is

Sími 5524910

Laugavegi 61

Kringlan

Smáralind


Jólagjöfin þín fæst í Hrím 2.900 kr

Omaggio vasar 3.900/ 8.900/10.900 Formfögur safapressa 6.900 kr

5.490 kr

3.900 kr

Fiducia vasi 25.900 kr

Kertastjakar 3.900 kr

Gefum íslenska hönnun í jólagjöf!

Ullarteppi 21.900 kr

Gígur verð frá 4.990 kr

Frá 790 - 2500 kr

Notknot púði 20.900 kr

7.900 kr

Moomin bollar frá 3.490 kr

Bakkar frá Ferm living 5.900 kr

Frá 4.990 kr

6.900 kr

Myndavélar frá 7.900 kr

8.500 kr Frá 3.990 kr

6.900 kr

Frá 3.490 kr

Handsaumaðar leðurtöskur frá 28.900 kr

19.900 kr

21.900 kr

Jólagjöf ársins Ullarteppi 19.900 kr

Opnunartími 10:00-22:00 ALLA DAGA FRAM AÐ JÓLUM

(NEMA SUNNUD. 15. DES)

Við minnum á vefverslun okkar

www.hrim.is

H ö n n u n a r h ú s Laugavegi 25 - S: 553-3003


50

viðtal

Helgin 13.-15. desember 2013

 Heilsa MikilvægT er að Missa sig ekki í jóla áTinu

Jólin ekki afsökun til að sukka Guðríður Torfadóttir, annar þjálfara í raunveruleikaþættinum The Biggest Loser Ísland, segir mikilvægt að hreyfa sig daglega jafnvel þó það sé lítið í einu. Henni finnst jólin engin afsökun til að borða ítrekað yfir sig og þyngjast verulega á stuttum tíma.

T

il að koma í veg fyrir að detta í óhollustu er mikilvægt að borða alltaf morgunmat, borða þrjár aðalmáltíðir yfir daginn og sleppa því að borða eftir kvöldmat,“ segir Guðríður Torfadóttir, annar þjálfara í raunveruleikaþáttunum The Biggest Loser Ísland sem hefur göngu sína á SkjáEinum eftir áramót. „Mikilvægt er að drekka vatn reglulega yfir daginn. Gott ráð er að setja bara einu sinni á diskinn, muna að tyggja matinn og borða í rólegheitum. Ef fólk er dottið í einhverja sykurvímu er alltaf best að fara út og hreyfa sig því það hjálpar líkamanum að hreinsa sig.“ Tökum á þættinum er lokið en þar kepptu þátttakendur í þyngdartapi og dvöldu á heilsuhótelinu Ásbrú í 10 vikur þar sem þeir reyndu að umbreyta lífsstíl sínum. Fréttatíminn fékk Guðríði til að deila þekkingu sinni af heilsurækt með lesendum. Jólin eru matarhátíð. Hvað finnst þér um það? „Það er bara mjög eðlilegt að fólk komi saman yfir jólin, gleðjist og borði góðan mat. Hátíðardagarnir eru bara fimm og það ætti ekki að hafa slæm áhrif ef fólk borðar í hófi og nýtur matarins. Vandamálið er hins vegar að desember virðist vera orðinn einhver sukkmánuður í mat, sælgæti og drykk. Að nota jólahátíðina sem afsökun fyrir því að borða yfir sig aftur og aftur og þyngjast um mörg kíló er ekki gott mál.“ Hvaða ráða gefur þú keppendum í The Biggest Loser til að viðhalda heilsusamlegra líferni þegar keppendur eru komnir heim til sín? „Skipulag er það sem skiptir öllu máli fyrir þau, vera með raunhæf markmið og hreyfa sig á hverjum degi.“ Fylgið þið þjálfararnir þátttakendum eftir nú þegar dvölinni á Ásbrú er lokið? „Þeir eru margir að æfa hjá okkur bæði í ReebokFitness og Crossfit Reykjavík og því hittum við þau reglulega. Hin erum við í sambandi við eins og þarf og þau vita að þau geta alltaf hringt í okkur til að fá smá hvatningu eða ráðleggingar.“

Hollar trufflur „Á vefnum heilsumamman.is fann ég uppskrift af Trufflum sem ég er mjög hrifin af,“ segir Guðríður.

Trufflur 3 dl döðlur 1 dl kakó 3 msk kakósmjör (brætt) 1 tsk vanilludropar eða 0,5 tsk vanilluduft 0,5 tsk himalayasalt Leggið döðlurnar í bleyti í smástund, hellið vatninu af og maukið í matvinnsluvél. Bræðið kakósmjörið við mjög lítinn hita eða yfir vatnsbaði og bætið saman við. Bætið kakói, salti og vanillu saman við og blandið vel saman. Mótið litlar kúlur (þið gætuð þurft að stinga deiginu inn í ísskáp í smástund ef það er of lint). Veltið kúlunum upp úr kakói, kókos eða möluðum hnetum og kælið (líka hægt að setja eina hnetu inn í miðjuna, dýfa kúlunni í súkkulaði og skreyta með hnetubita.) Ég mæli líka með að gera kökupinna úr kúlunum. Það slær alveg í gegn hjá krökkunum. Þessi er holl og góð og börnin elska þetta.

Bakar þú fyrir jólin?

„Ég baka ekki sérstaklega fyrir jólin. Ég kaupi tilbúið piparkökudeig í Ikea til að skera út og mála. Þetta er aðallega gert fyrir börnin mín sem hafa mjög gaman að þessu.“ Desember er mjög annasamur hjá mörgum. Hvaða ráð hefur þú fyrir þá sem vilja hreyfa sig í erli dagsins? „Öll hreyfing skiptir máli og flestir ættu að geta fundið 10-15 mínútur á dag til að hreyfa sig. Ef fólk er að vinna mikið þá mæli ég með að nýta matarhlé í gönguferðir. Heima er líka hægt að gera æfingar eins og armbeygjur og hnébeygjur í 10 mínútur. Annars er desember frábær mánuður til að byrja í líkamsrækt. Við hjá ReebokFitness ætlum að hafa frítt frá 23. desember til 2. janúar ef fólk vill koma og prófa æfa með okkur um jólin.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

Guðríður Torfadóttir bendir á að hátíðisdagarnir séu bara fimm þannig að það þurfi enginn að missa sig í sukki yfir jólin.


JÓLAGJAFABRÉF HÓ HÓ HÓ HÉR KEMUR JÓLI

: f é r b s n i ð r o Full

. r k 0 0 1 8 .9 : f é r b a n r a B

. r k 0 0 5 9. JÓLAGJÖFINA Í ÁR ER EINUNGIS HÆGT AÐ KAUPA OG BÓKA Á FLUGFELAG.IS

ÍSLENSKA SÍA.IS FLU 66773 11/13

FLUGFELAG.IS

VINGUMST: facebook.com/flugfelag.islands

FLUGFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ ÞVÍ að faðma ætting ja og vini sem oftast — sérstaklega um hátíðarnar. Jólag jafabréfið er einmitt rétta g jöfin fyrir þá sem þú vilt sjá oftar og líka fyrir þá sem hafa gaman af því að ferðast. Gefðu þeim sem þú elskar vængi og dekraðu síðan við þá með kakói, piparkökum, mandarínum og safaríkum sögum. Hægt er að bóka jólag jafaflug frá 27. des. 2013 til 28. feb. 2014 fyrir ferðatímabilið: 5. jan. til 31. maí 2014. Takmarkað sætaframboð. Frá 1. júní til 1. des. 2014 gildir jólapakkinn sem inneign upp í önnur farg jöld. Nánar um skilmála á flugfelag.is *Innifalið: Flug fram og til baka og flugvallarskattar. * * Fyrir börn á aldrinum 2-11 ára.


52

viðtal

Helgin 13.-15. desember 2013

Sigríður Thorlacius syngur gömul íslensk ljóð á nýrri jólaplötu sem er óhefðbundin í þeim skilningi að lögin sjálf eru ekki mjög jólaleg – jólaandinn er í orðunum. Ljósmynd/Hari

Hræðist ekki jólalögguna


viðtal 53

Helgin 13.-15. desember 2013

Sigríður Thorlacius bakar ekki fyrir jólin og reynir að láta samfélagslegar kröfur ekki stýra sér í aðdraganda jólanna. Hún er þó mikið jólabarn og finnst mjög gaman bæði að hlusta á og syngja jólalög. Sigríður er nýbúin að gefa út plötuna Jólakveðja þar sem lögin sjálf eru ekki mjög jólaleg en textarnir gömul íslensk ljóð sem fanga jólaandann. Hún segir að það þurfi ekki ákveðinn mat eða hluti til að jólin komi heldur nægi einfaldlega að stilla sig inn á þau.

systur mínar syngja í messum og í Friðargöngunni. Tónlist er akkerið í mínu jólahaldi, að fara á vissa tónleika eða hlusta á Jólaóratoríuna. Ég er alls ekki föst í því að borða ákveðinn mat eða ákveðnar smákökur og verð í raun mjög hissa þegar fólk á mínum aldri, um þrítugt, verður að fá einhvern ákveðinn mat á aðfangadag. Ég tengi ekki við það og væri alveg eins til í að borða bara góðan fisk. Síðan finnst mér nauðsynlegt að eiga nýja bók og kaupi mér bók sjálf til að það sé alveg öruggt. Ég er jólabarn og þykir vænt um þennan tíma en stundum finnst mér hann verða svolítið ruglaður. Mér finnst sorglegt þegar ég heyri af konum sem ég þekki vel og þær fá

í alvörunni grátkast yfir pottunum. Mér finnst það svo leiðinlegt fyrir þær að það sé einhver utanaðkomandi pressa um að þær þurfi að standa skil á ákveðinni sósu á ákveðnum tíma. Ég nenni ekki að taka þátt í því.“

Mjög íslensk plata

Miðað við áherslur Sigríðar um jólin er því sérlega viðeigandi að hún sé að gefa út jólaplötu, þar sem lögin sjálf eru þó ekki sérlega jólaleg. „Það sem er jólalegt eru orðin. Ef þú hlustar ekki á textann eru þau ekkert svakalega jólaleg. Ég geri mér samt ekki alveg grein fyrir hvað það er sem gerir jólalög jólaleg. Ætli það sé ekki einhver bjölluhljómur og slíkt. En lögin á

plötunni eru bara falleg lög sem fylgja ljóðunum eftir, gömlum íslenskum ljóðum.“ Upphaflega hugmyndin að plötunni kom frá Guðmundi Óskari Guðmundssyni, félaga Sigríðar úr hljómsveitinni Hjaltalín sem þar spilar á bassa, og Bjarna Frímanni Bjarnasyni, píanó- og fiðluleikara, og semja þeir öll lögin á plötunni sem heitir Jólakveðja. „Það var ekkert ákveðið frá byrjun að þetta yrði jólaplata en þegar það var ákveðið vildum við ekki fara að semja einhverja textahnoð í flýti og ég fór að finna ljóð. Mér fannst gaman að finna allan þenna fallega kveðskap. Þarna eru til að mynda Framhald á næstu opnu

Mér finnst sorglegt þegar ég heyri af konum sem ég þekki vel og þær fá í alvörunni grátkast yfir pottunum.

S

igríður Thorlacius býr á þriðju hæð í gömlu húsi í miðborginni. Íbúðin er gamaldags, á notalegan hátt, en þar má einnig sjá nýja íslenska hönnun. Líklega er Sigríður einmitt þannig, notalega gamaldags og afar íslensk. Við setjumst við eldhúsborðið sem á er vasi með greni og rauðum berjum, og í glugganum eru heklaðar bjöllur – jólaljós sem vinkona Sigríðar bjó til handa henni. Annars fer lítið fyrir jólaskrauti. „Ég bý í svo litlu rými að ef ég skreytti mikið fyrir jólin þá væri bara drasl. Ég er með kerti, ljós og greni. Það er alveg nóg fyrir mig,“ segir hún. „Ég baka ekki. Mér finnst ekki gaman að baka. Ég fæ líka leið ef ég er með mikið af einni tegund. Það hentar mér betur að kaupa bara tíu smákökur, og ég er meira að segja líklega komin með leið á þeim áður en ég er búin með allar tíu.“ Desember er sannkallaður annatími hjá mörgum og ekki síst söngkonu eins og Sigríði sem kemur fram víða í aðdraganda jólanna enda ein ástsælasta söngkona þjóðarinnar þrátt fyrir ungan aldur. „Fólk nýtir þennan tíma til að fara á tónleika, auk þess sem mörg fyrirtæki eru með jólagleði fyrir starfsfólkið sitt. Ég held að flestir í minni stöðu hafi mikið að gera á þessum tíma. Þetta er svolítið eins og að fara á sjó. Þetta er bara vinnutörn.“ Það hentar Sigríði því afar vel að eltast ekki við aðrar jólahefðir en þær sem henni finnst virkilega skipta máli. „Að baka og búa til piparkökuhús hentar ekki mínu mynstri. Þegar maður er búinn að ákveða að maður ætlar ekki að gera það sem allir eru að gera fyrir jólin þá losnar maður við ákveðið stress sem því fylgir. Mér finnst vera ákveðin krafa í samfélaginu um að þú gerir ákveðna hluti í aðdraganda jólanna. Ég gerði mér grein fyrir því þegar fyrsti í aðventu var liðinn að ég átti engan aðventukrans. Mér fannst ég þá verða að gera eitthvað fyrir annan í aðventu,“ segir hún og ég spyr í einlægni hvort hún hafi í alvöru hugsað svona því ég var einmitt í sömu sporum, alveg óvart með engan aðventukrans á fyrsta í aðventu og fannst ég hafa fundið jólasálufélaga minn í Sigríði. Hún er nú búin að setja fjögur kerti í stjaka með skrauti. „Það er alveg nóg fyrir mig. Ég veit samt ekki alveg af hverju ég er að gera þetta því ég á ekki von á því að hingað komi einhver jólalögga og skammi mig.“

Ekkert grátkast yfir pottunum Hún tekur fram að það sé þó langt því frá að hún sé einhver Skröggur. „Ég er í raun mikið jólabarn. Ég er alin upp af eldra fólki, á mínu heimili var alltaf hlustað mikið á Rás 1, allar systur mínar voru í Hamrahlíðarkórnum og ég sjálf síðar. Mínar jólahefðir eru flestar tengdar tónlist, að hlusta á

551 1200 | HVERFISGATA 19 | LEIKHUSID.IS | MIDASALA@LEIKHUSID.IS


54

viðtal

Helgin 13.-15. desember 2013

tvö ljóð eftir konur, Jakobínu Sigurðardóttur og Höllu Eyjólfsdóttur. Halla samdi ljóðið „Frostrós á gleri“ sem ég þekkti ekki fyrir og ég féll strax fyrir því. Þetta er fallegur kveðskapur sem talar til manns. Þau fjalla ekki um jólasveina og jólagjafir heldur um barnið í jötunni, um birtu og hlýju.“ Átta lög eru á plötunni og segir Sigríður að þau hafi haft skamman tíma til að vinna plötuna, en þau hafi ákveðið að bíða með útgáfuna ef þau yrðu ekki ánægð. „Við vildum ekki gefa afslátt af neinu. Það var svona sem við vildum gera þetta og það er gleðilegt að það skyldi ganga upp.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Sigríður gefur út jólaplötu og segir hún það í raun vera dæmigert fyrir hana að gefa út einmitt svona plötu. „Þetta er mjög íslenskt og fer bara beint í kjarnann.“ Sigríður, Guðmundur og fleiri hafa áður unnið saman að jólaplötu því fyrir tveimur árum tóku þau upp plötu heima fyrir jólin, létu prenta 200 eintök og gáfu í jólagjafir. Spurð um uppáhalds jólalagið segist Sigríður hlusta mikið á jólalög og hafa sérstakt dálæti á sálminum „Það aldin út er sprungið“ sem hún segist bara hlusta á yfir hátíðina sjálfa. Ég segist ekkert kannast við þennan sálm en Sigríður sannfærir mig um að ef ég heyri hann þá muni ég þekkja hann. Eftir viðtalið fór ég því á netið og fann Sigríði sjálfa syngja þennan sálm, og ég kannaðist vissulega við hann. „En það jólalag sem mér finnst skemmtilegast að syngja er Jólakötturinn eftir Ingibjörgu Þorbergs. Lagið er skemmtilegt og þetta er mikill texti. Ég söng þetta um daginn fyrir börn og áttaði mig á því að þau hlusta mjög vel, þau vita hver jólakötturinn er og þeim fannst þetta allt hálf skelfilegt. Mér þykir vænt um jólaköttinn því við eigum hann. Jólakötturinn er íslenskt fyrirbrigði eins og Grýla og við ættum að halda í það eins lengi og við getum – jólasveinana þrettán, Grýlu og jólaköttinn.

Óvenjulegt jólatré

Á bernskuheimili Sigríðar voru gerðar ýmiss konar tilraunir þegar kom að jólatrénu. „Mamma hefur verið svona jólaólíkindatól.

Ég man að jólatréð var ekki alltaf hefðbundið. Stundum voru það bara greinar með skrauti á borðinu, og ég man að stundum sagði ég við mömmu: „Af hverju getum við ekki verið með venjulegt jólatré?“ Þetta var alltaf mjög frjálslegt. En mamma á svo fallegt heimili og er mikil smekkkona og núna skil ég hana svo vel að hafa viljað nota hlutina á nýstárlegan hátt. Að sama skapi var aldrei fastmótað hvað við borðuðum eða hvert við fórum. Þetta snerist meira um stemningna og einhvern anda sem hefur alltaf fylgt heimilinu hennar og ég hef viljað tileinka mér líka, kyrrð og ró yfir sjálfa hátíðina. Ég er yfirleitt með kveikt á Rás 1 sem er besti vinur minn um jólin. Yfirleitt reyni ég að vera búin að öllu á Þorláksmessu og geta þá hlustað á jólakveðjurnar. Ég á stóra fjölskyldu, á margar systur sem eiga mörg börn og stór hluti af mínum jólum er að vera með þeim.“ Sigríður er langyngst fimm systra og fékk því nánast uppeldi einkabarns. „Systur mínar voru orðnar svo stórar. Ég átti þá í staðinn aukasett af mömmum en það hefur breyst í gegnum tíðina og þær eru nú orðnar vinkonur mínar. Elsta systir mín er reyndar látin en hún var 21 ári eldri en ég og hefði þess vegna getað verið mamma mín. Ég er mjög heppin að hafa alltaf getað leitað til hennar.“ Eins og stundum er með börn þá langaði litlu Sigríði í allt öfugt við það sem hún hafði. „Mig langaði að eiga bróður og vera með venjulegt jólatré en í dag er ég mjög ánægð og þakklát fyrir systur mínar.“

Héldu að jólin kæmu ekki

Enn eitt af þeim lögum sem færa Sigríði jólin er „Bráðum koma blessuð jólin.“ „Ef þú tekur burt textann er lagið ekki jólalegt en um leið og þú heyrir fyrstu orðin kemur jólatilfinningin. Ég söng þetta lag sem barn í kórum og í skólanum, og það var alltaf mikið spilað á Rás 1. Það er eins og þetta lag ýti á jólatakkann á mér. Þannig skil ég vel þegar fólk fær þessa tilfinningu þegar það finnur ilminn af hangikjöti eða af einhverjum ákveðnum kökum. Ég skil að fólk tengi

Sigríður Thorlacius var ekki komin með aðventukrans á fyrsta í aðventu en hefur bætt úr því þó hún reikni ekki með því að jólalöggan mæti heim til hennar. Ljósmynd/Hari

við hefðir sem voru á þeirra bernskuheimili en mér finnst samt að þú eigir að geta fundið jólin þó þú hafir ekki þessa utanaðkomandi hluti.“ Sigríður rifjar upp þegar hún eyddi jólum í París með vinkonu sinni þegar þær voru um tvítugt. „Við bjuggum úti, vorum frekar blankar og ákváðum að fara ekki heim um jólin. Við byrjuðum á að ákveða að við ætluðum bara að útiloka að það væru jól því við vorum alveg vissar um að við yrðum bara grátandi og miður okkar. Þegar jólin nálguðust fórum við síðan og keyptum í gríni fullt af ljótu jólaskrauti og stóru plastdóti. Við fengum að vísu sent hangikjöt, baunir, malt og appelsín – eins klisjulega og það hljómar. Við keyptum síðan fullt af litlum pökkum handa hvor annarri til að hafa nóg að opna, kveiktum á mjög hátíðlegri tónlist

með King's College Choir og þegar klukkan varð sex voru bara allt í einu komin jól. Við vorum búnar að undirbúa okkur undir að jólin myndu ekkert koma til okkar, í úthverfi í París þar sem nágrannarnir héldu ekki jól og það var opið á barnum. Ég hugsaði þá með mér að það sem skipti máli væri bara að stilla sig inn á jólin og þau koma þrátt fyrri allt. Við fórum svo í messu í Sacre Coeur og sungum Heims um ból á íslensku. Kirkjan var full af túristum og það var ekki þessi sami innileiki en hann var bara heima hjá okkur. Þá fattaði ég að ég þarf ekki að hafa allt sem ég hélt að ég þyrfti til að upplifa jólin, ég gat bara safnað mér saman í mín eigin jól.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

Jólamatseðill

Frá 18. nóvember

Tapas barsins

Hefst með Faustino freyðivíni í fordrykk 7 gómsætir jólatapas fylgja síðan í kjölfarið Tvíreykt hangikjöts tartar með balsamik vinaigrette Rauðrófu- og piparrótargrafinn lax Spænsk marineruð síld með koriander og mangó Léttreykt andabringa með malt- og appelsínsósu Kalkúnabringa með spænskri „stuffing“ og calvados villisveppasósu Steiktur saltfiskur með sætri kartöflumús Hægelduð grísasíða með heimatilbúnu rauðkáli, fíkjum og fjallagrasasósu Og í lokin tveir ljúfir eftirréttir Rise a la mande með berjasaft Ekta súkkulaðiterta

5.990 kr. RESTAURANT- BAR

Vesturgata 3B | 101 Reykjavík | Sími 551 2344 | www.tapas.is


56

jólasveinar

Helgin 13.-15. desember 2013

Þessir sveinar, hverjir eru þeir? Jólin koma hefur í áratugi verið ein vinsælasta ljóðabók þjóðarinnar og endurprentuð 27 sinnum. Ekki er úr vegi núna í desember að glugga aðeins í vinsælasta efni bókarinnar, jólasveinana sjálfa, og velta fyrir sér eðli þeirra og uppruna.

E

ftirvænting og gleði skín einatt úr augum íslenskra barna þegar jólasveinar birtast hver af öðrum í borg og bæ í desember. Oft á tíðum eru þó skelfing og grátur viðbrögð þeirra yngstu, sem grúfa sig þá ofan í hálsakot og skjól hinna full­ orðnu, því þessir karlar eru ekki

alltaf góðsemdin uppmáluð og ásýnd þeirra ófrýnileg. Kannski skynja þau börn hið rétta eðli þess­ ara íslensku hulduvera, því þannig eru þeir Grýlusynir gerðir – aldir á tröllamjólk, þjófóttir og stríðnir óknyttadrengir sem ekki hika við að ræna mat frá fátækum heimilum eða hrifsa kerti úr höndum lítilla barna.

Heilsan á nýju ári

Fréttatíminn gefur út sérblað um HEILSU föstudaginn 3.janúar 2014. Ef þú hefur áhuga á að kynna starfsemi þína eða kaupa auglýsingu í þessu spennandi blaði hafðu þá samband við auglýsingadeild Fréttatímans auglysingar@frettatiminn.is eða í síma 531-3310.

HELGARBLAÐ

ÓKEYPIS

HELGARBLAÐ

ÓKEY

PIS

Þótt þeir virðist „óhræddir við að hrekkja fólk og trufla þess heimilisfrið“ vilja þeir helst fela sig fyrir okkur, undir rúmi eða uppi í rjáfri og laumast síðan þegar enginn sér til, skella hurðum, gægjast á glugga eða krækja sér í æti­ legan bita.

Uppruni jólasveina

Ómögulegt er að segja til um hvenær jólasveinar stungu fyrst upp kollinum á Íslandi en fyrst er getið um þá í rituðum heimildum í Grýlukvæði séra Stefáns Ólafssonar í Vallanesi frá 17. öld. Þar er þeim lýst sem jötnum á hæð, illa innrætt­ um og ungbörnum skæðir. Jólasveinar hafa fundist í öllum lands­ fjórðungum, bera mismunandi nöfn en hafa flestir ef ekki allir sama hlutverk; að hræða lítil börn. Þótti dönskum stjórn­ völdum þetta ganga svo langt á miðri átjándu öld að í tilskipun um húsaga til handa Íslendingum er bannað að hræða börn með „den såkaldte julesvend eller spögelser“ en í íslenska textanum er bannað að hræða börn með jólasveinum eður vofum. Lítið var þó hlustað á Dani og jólasveinar áfram notaðir til að hræða börn til hlýðni á íslenskum heimilum. Þegar leið fram á nítjándu öldina fer loks að komast skipan á hinn mikla fjölda jólasveina sem finnst um landið. M atgoggar

Hr Ek k ja lóM ar

Askasleikir Bjúgnakrækir Flautaþyrill Flotgleypir Flotnös Flotsleikir Flotsokka Flórsleikir Froðusleikir Kertasleikir Kertasníkir Ketkrókur Kleinusníkir Lummusníkir Pottaskefill Pottasleikir Pottskerfi. Pönnusleikir Reykjasvelgur Rjómasleikir Skefill Skófnasleikir Skyrgámur Skyrjarmur Smjörhákur Syrjusleikir Þvörusleikir

Bandaleysir Faldafeykir Gangagægir Gáttaþefur Gluggagægir Hurðaskellir Lunguslettir Stigaflækir Þambarskelfir Þvengjaleysir

Í þjóðsögum Jóns Árnasonar frá 1864 koma fram tvær hugmyndir, önnur styðst við þuluna Jólasveinar einn og átta og vísuna Jólasveinar ganga um gólf en í henni segir að níu nóttum fyrir jól fari jólasveinar að koma til manna. Hin hug­ myndin um að þeir séu þrettán byggist á því að sá síðasti fari á þrettándanum. Jón Árnason lætur fylgja með þrettán nöfn sem eru Stekkjarstaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottasleikir, Askasleikir, Faldafeykir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur og Kertasníkir.

Jólin koma

Þessi síðari hugmynd festir sig síðan varanlega í sessi meðal þjóðarinnar þeg­ ar Jóhannes úr Kötlum gefur út bókina Jólin koma, árið 1932, með teikningum Tryggva Magnússonar listmálara. Jó­ hannes og Tryggvi komu báðir vestan úr Dölum þar sem rík jólasveinahefð hafði ríkt um aldir. Hér eru notuð nánast sömu nöfn og birtust í þjóðsögunum 70 árum áður. Jóhannes skiptir þó út Faldafeyki fyrir Hurðaskelli og notar afbrigðin Pottaskefil og Skyrjarm fyrir Pottasleiki og Skyrgám. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur

Kannski skynja þau börn þá hið rétta eðli þessara íslensku hulduvera, því þannig eru þeir Grýlusynir gerðir – aldir á tröllamjólk, þjófóttir og stríðnir óknyttadrengir.

Framhald á næstu opnu UMH v Er fis f yr ir bær i

Bitahængir Fannafeykir Giljagaur Hlöðustrangi Klettaskora Lampaskuggi Lækjaræsir Moðbingur Móamangi Pönnuskuggi Stekkjarstaur Stúfur? Svartiljótur Svellabrjótur

str anda þUl a

M annanöfn

Tífill/Tífall/ Tígull Tútur Baggi/ Baggalútur Lútur/Hnútur Rauður/ Refur Redda Sledda Bjálminn/ Bjálfinn sjálfur Bjálmans/ Bjálfans barnið Litli­Pungur Örvadrumbur Litli­Drumbur Efri­Drumbur/ Stóri­Drumbur Drumbur fyrir alla.

Guttormur Steingrímur Þorlákur

Utan flokka Kattarvali Stúfur?

Nöfn jólasveina

Fram kemur í Sögu daganna eftir Árna Björnsson þjóðháttafræðing að allt að 80 jólasveinanöfn eða afbrigði þeirra hafi fundist á Íslandi. Eyjafjarðarsvæðið og Dalir skera sig þó úr fyrir ríka jólasveinahefð og nöfn þeirra jólasveina sem við þekkjum í dag eru flest ættuð þaðan. Í erindi sem flutt var á fundi í Nafnfræðifélaginu í Norræna húsinu 6. desember 2003 flokkar Árni jólasveinana niður eftir hlutverkum.


FISKARNIR HAFA ENGA FÆTUR EFTIR JÓN KALMAN STEFÁNSSON

– KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR, KILJAN

★★★★★ „Þetta er bók sem hrífur og getur gert harðgerustu lesendur klökka á köflum, en hún er aldrei yfirdrifin eða væmin“. – JÓN YNGVI, FRÉTTABLAÐIÐ

Tilnefning 2013

„Hér má finna allt ja það sem lesendur þekk frá hendi höfundarins, r magnaðan stíl og sterka tilfinningar...“. DYNAMO REYKJAVÍK

JÓN YNGVI, FBL

2. PRENTUN VÆNTANLEG Í VERSLANIR

„Einn af öndvegishöfundum þjóðarinnar.“ – EGILL HELGASON, KILJAN


58

jólasveinar

Helgin 13.-15. desember 2013

Kertasníkir laumast þegar enginn sér til og nælir sér í kerti.

lætur leiða að því líkum að „Jóhannes hafi ekki endilega haft Þjóðsögur Jóns Árnasonar fyrir framan sig, þegar hann orti vísurnar, heldur farið eftir því, sem hann lærði við móðurkné vestur í Dölum.“ Jólin koma hafði ekki einungis að geyma vísurnar um jólasveinana heldur einnig Grýlukvæði, vísurnar um Jólaköttinn og Jólin koma; kvæðið sem hefst á ljóðlínunni „Bráðum koma blessuð jólin.“ Varð bókin brátt eins og helgidómur á íslenskum heimilum, dregin fram þegar líða tók

að jólum, lesin og skoðuð í krók og kring. Má segja að Jóhannesi og Tryggva hafi tekist öðrum fremur að halda lífi í þessum vættum meðal íslensku þjóðarinnar og móta einnig hugmyndir hennar um Grýlu, Leppalúða og Jólaköttinn. Til marks um vinsældir þessa gamla kvers sem enn er gefið út í upprunalegri mynd hefur það verið endurprentað 27 sinnum og trónar á toppi bóksölulista yfir mest seldu ljóðabækurnar enn þann dag í dag. Myndir/Tryggvi Magnússon/ Landsbókasafn Íslands Höfundarréttur mynda: Sigríður Egilsdóttir

Gluggagægir er sennilega skelfilegasti sveinninn og lítil hjörtu fyllast ótta þegar hann ber að garði.

Gefðu gjöf sem skiptir máli

HREINT VATN

BJARGAR PIPAR \ TBWA

SÍA

MANNSLÍFUM

Hinn vestræni jólasveinn Þessir íslensku sveinar eru gerólíkir þeim jólasveini sem ýmist á sér heimili á norðurpól eða austur í Finnmörk, feitur og pattaralegur, góðlegur og gjafmildur, í hárauðum jakka og brók, og hefur það hlutverk að færa börnum jólagjafir og kemur þá jafnan niður um stromp húsa. Uppruni þessa sveins er fjarri Íslandsströndum, við þurfum að fara alla leið til Myra í Tyrklandi, en á fjórðu öld eftir kristsburð var þar uppi biskup að nafni Nikulás sem þekktur var fyrir guðsótta, gjafmildi og hlýjan hug til fátækra. Nikulás þessi var seinna meir tekinn í dýrlingatölu og er enn þann dag í dag höfuðdýrlingur Amsterdam og Moskvuborgar. Hollendingar héldu mikið upp á þennan dýrling, kölluðu hann Sinterklaas eða Góða Kláus og innleiddu hann í jólahefðir sínar. Þar færir dýrlingurinn Nikulás, klæddur biskupsskrúða, börnum og fátækum gjafir um jólahátíðina. Tengsl Nikulásar við Amsterdam og Hollendinga bárust síðan til nýja heimsins þar sem hollenskir innflytjendur í nýlendum Breta í Ameríku héldu áfram sínum upptekna hætti við að halda jól. Á síðari hluta átjándu aldar og fyrri hluta þeirrar nítjándu runnu síðan saman siðir þeirra hollensku og bresku nýlendubúa sem bjuggu í borgum og þéttbýli vestanhafs. Bretar höfðu sinn „Father Christmas“, góðlátlegan og hvítskeggjaðan öldung, skrýddan síðum grænum frakka með hvítum loðskinnsboðungum. „Father Christmas“ er tákngervingur hins góða anda jólanna og kemur meðal annars fram í hinni heimsfrægu sögu Charles Dickens: Jólasaga. Á nítjándu öld fara þessir tveir góðlátlegu karlar að renna saman, Góði Kláus afklæðist nú biskupsskrúðanum og birtist almenningi ýmist í grænni eða rauðri yfirhöfn með hvítum loðskinnsboðungum, Sinterklaas er orðinn að Santa Claus.

Hreindýr frá Lapplandi

ÞINN STUÐNINGUR GERIR KRAFTAVERK Aðgangur að hreinu vatni er ekki sjálfgefinn. Hjálparstarf kirkjunnar gerir fólki kleift að byggja brunna í Afríku – og þitt framlag skiptir sköpum. Þú getur hjálpað núna með því að greiða valgreiðslu í heimabanka.

EINNIG: • • • •

Frjálst framlag á framlag.is Gjafabréf á g jofsemgefur.is Styrktarsími: 907 2003 (2.500 kr.) Söfnunarreikningur: 0334-26-50886, kt. 450670-0499

Undir lok nítjándu aldar voru flutt um fimm hundruð hreindýr frá Finnmörku til Alaska ásamt nokkrum fjölda samískra fjölskyldna en Samarnir áttu að kenna hinum innfæddu Inúítum að reka hreindýrahjarðir og sjá um þær. Þetta framtak var að undirlagi hins norsk-bandaríska Lomen fyrirtækis sem ætlaði sér að breyta hrjóstrugum túndrum Alaska í gróðavænlegt kjötfyrirtæki. Fyrirtækið hóf gríðarmikla auglýsingaherferð um gjörvöll Bandaríkin þar sem notaður er jólasveinn á sleða sem dreginn er af hreindýrum og einn Sami leiðir hvert hreindýr. Goðsögnin varð til; jólaveinninn á sleða dregnum af hreindýrum á leið frá norðurpólnum. Samarnir hafa að öllum líkindum breyst í þá skrautlegu álfa og hjálparkokka jólasveinsins sem við þekkjum frá Hollywood. Á fyrri hluta tuttugustu aldar nýtti Cocacola fyrirtækið sér þessa hugmynd í sínum auglýsingum og hefur gert allar götur síðan. Disney kvikmyndafyrirtækið tók þessa hugmynd einnig upp á arma sína og þessi tvö fyrirtæki hafa líklega hvað mest mótað ímynd hins vestræna jólasveins eins og við þekkjum hann í dag.


jólasveinar 59

Helgin 13.-15. desember 2013

Jólasveinarnir Segja vil ég sögu af sveinunum þeim, sem brugðu sér hér forðum á bæina heim. Þeir uppi á fjöllum sáust, – eins og margur veit, – í langri halarófu á leið niður í sveit. Grýla var þeirra móðir og gaf þeim tröllamjólk, en pabbinn Leppalúði, – það var leiðindafólk. Þeir jólasveinar nefndust, – um jólin birtust þeir. Og einn og einn þeir komu, en aldrei tveir og tveir. Þeir voru þrettán þessir heiðursmenn, sem ekki vildu ónáða allir í senn. Að dyrunum þeir læddust og drógu lokuna úr. Og einna helzt þeir leituðu í eldhús og búr. Lævísir á svipinn þeir leyndust hér og þar, til óknyttanna vísir, ef enginn nærri var. Og eins, þó einhver sæi, var ekki hikað við að hrekkja fólk og trufla þess heimilisfrið. Stekkjarstaur kom fyrstur, stinnur eins og tré. Hann laumaðist í fjárhúsin og lék á bóndans fé. Hann vildi sjúga ærnar, – þá var þeim ekki um sel, því greyið hafði staurfætur, – það gekk nú ekki vel. Giljagaur var annar, með gráa hausinn sinn. – Hann skreið ofan úr gili og skauzt í fjósið inn. Hann faldi sig í básunum og froðunni stal, meðan fjósakonan átti við fjósamanninn tal. Stúfur hét sá þriðji stubburinn sá. Hann krækti sér í pönnu, þegar kostur var á. Hann hljóp með hana í burtu og hirti agnirnar, sem brunnu stundum fastar við barminn hér og þar. Sá fjórði, Þvörusleikir, var fjarskalega mjór. Og ósköp varð hann glaður, þegar eldabuskan fór. Þá þaut hann eins og elding og þvöruna greip, og hélt með báðum höndum, því hún var stundum sleip. Sá fimmti, Pottaskefill, var skrítið kuldastrá. – Þegar börnin fengu skófir hann barði dyrnar á. Þau ruku upp, til að gá að hvort gestur væri á ferð. Þá flýtti’ ann sér að pottinum og fékk sér góðan verð. Sá sjötti, Askasleikir, var alveg dæmalaus. – Hann fram undan rúmunum rak sinn ljóta haus. Þegar fólkið setti askana fyrir kött og hund, hann slunginn var að ná þeim og sleikja á ýmsa lund. Sjöundi var Hurðaskellir, – sá var nokkuð klúr, ef fólkið vildi í rökkrinu fá sér vænan dúr.

Hann var ekki sérlega hnugginn yfir því, þó harkalega marraði hjörunum í.

Á eldhúsbita sat hann í sóti og reyk og át þar hangið bjúga, sem engan sveik.

Hann ilm af laufabrauði upp á heiðar fann, og léttur, eins og reykur, á lyktina rann.

Hann elti litlu börnin sem brostu, glöð og fín, og trítluðu um bæinn með tólgarkertin sín.

Skyrjarmur, sá áttundi, var skelfilegt naut. Hann hlemminn o´n af sánum með hnefanum braut.

Tíundi var Gluggagægir, grályndur mann, sem laumaðist á skjáinn og leit inn um hann.

Ketkrókur, sá tólfti, kunni á ýmsu lag. – Hann þrammaði í sveitina á Þorláksmessudag.

Á sjálfa jólanóttina, – sagan hermir frá, – á strák sínum þeir sátu og störðu ljósin á.

Svo hámaði hann í sig og yfir matnum gein, unz stóð hann á blístri og stundi og hrein.

Ef eitthvað var þar inni álitlegt að sjá, hann oftast nær seinna í það reyndi að ná.

Hann krækti sér í tutlu, þegar kostur var á. En stundum reyndist stuttur stauturinn hans þá.

Svo tíndust þeir í burtu, – það tók þá frost og snjór. Á þrettándanum síðasti sveinstaulinn fór.

Níundi var Bjúgnakrækir, brögðóttur og snar. Hann hentist upp í rjáfrin og hnuplaði þar.

Ellefti var Gáttaþefur, – aldrei fékk sá kvef, og hafði þó svo hlálegt og heljarstórt nef.

Þrettándi var Kertasníkir, – þá var tíðin köld, ef ekki kom hann síðastur á aðfangadagskvöld.

Fyrir löngu á fjöllunum er fennt í þeirra slóð. – En minningarnar breytast í myndir og ljóð.


Samsung Galaxy Gear r. 500 k í n u notk ði u 6 mán ! fylgir

fylgir! Samsung Galaxy hulstur

fylgir!

1.000 k notkun r. 6 mán í uð fylgir! i

Samsung Galaxy Ace 3

Samsung Galaxy S4 Mini

Samsung Galaxy Note 3 og Galaxy Gear snjallúr

49.990 kr. stgr.

69.990 kr. stgr.

139.990 kr. stgr.

4.490 kr. /12 mán.

4.290 kr. /18 mán.

8.490 kr. /18 mán.

Jólasímar einn . 500 kr í notkun i ð 3 mánu fylgir!

Brandenburg

. 500 kr í notkun i ð 3 mánu fylgir!

Samsung Galaxy Pocket Plus Samsung Galaxy Young

12.990 kr. stgr.

Samsung Galaxy Fame

19.990 kr. stgr. 29.990 kr. stgr. 1.790 kr. /12 mán.

2.690 kr. /12 mán.

Samsung Galaxy Tab 3 7“ WiFi

29.990 kr. stgr. 2.790 kr. /12 mán.

Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, á Selfossi og á Glerártorgi Akureyri. Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | Facebook | Twitter

Mánaðarleg afborgun greidd með kreditkorti + 325 kr./mán. greiðslugjald. Símnotkun fylgir 0 kr. Nova í Nova og umframnotkun í Súper Nova, áskrift og frelsi. Sjá, verðskrá á nova.is. 4G styður yfir 100 Mb/s hraða. Algengur hraði til notenda er um 20–40 Mb/s. Til samanburðar má nefna að hraði ADSL er um 6 Mb/s og 3G um 2–


–4 Mb/s.

kr. 1.000 n í u k t no nuði 6 má ir! g l fy

Samsung Galaxy S4

99.990 kr. stgr. 5.990 kr. /18 mán.

og átta Samsung hjá Nova Jólavinatónar Vert

u með Nova appið og sæktu jóla lega vinatóna.

Jóladagatal Nova

Taktu þ á hver átt ju degi ti m l jóla!

Yfir

3.000

vinning

ar!


jólabíó

62

Helgin 13.-15. desember 2013

Bad Santa – 2003

Leikstjóri: Terry Zwigoff Boðskapur Bad Santa er að jólaandinn geti bjargað öllum. Það blasir við fyrst drykkfelldi rustinn og skítmennið sem Billy Bob Thornton leikur getur orðið að betri manni á aðventunni. Billy Bob er hér alger slúbbert og þjófur sem ræður sig til starfa sem jólasveinn í verslunarmiðstöð, með það fyrir augum að fara þar um ránshendi eftir lokun. Hann níðist á álfinum, félaga sínum, reykir, drekkur og lætur börnin sem hann á að gleðja fara óstjórnlega í taugarnar á sér. Lítill, feitur strákur nær þó að bræða kalt hjarta skúrksins sem lærir að verða betri maður þótt það sé mest fyrir slysni og að hann meðtaki helst ekki jólaandann nema í eigingjörnum tilgangi. Billy Bob Thornton er slíkur rusti í jólasveinabúningi að hann gæti vel verið sonur Grýlu.

Hryðjuverkamenn í jólaglögg Jólabíómyndir eru mjög svo ákjósanlegar til þess að koma sér í rétt skap á aðventunni og hafa það til dæmis umfram öll jólalögin alræmdu að maður þarf að bera sig eftir bíómyndunum á meðal lögunum er troðið inn í eyru manns, óumbeðið, hvar sem maður kemur frá nóvemberlokum og út desember. Jólamyndirnar eldast því betur og geta haldið gildi sínu áratugum saman ef horft er á þær á til dæmis fimm til tíu ára millibili.

F

klassísku hverfast að sjálfsögðu um jólaandann og oftast má ganga að rauðklædda ýstrubelgnum á hreindýravagninum vísum. White Christmas, Miracle On 34th Street, Christ-

jöldi sígildra jólamynda er gríðarlegur enda hafa þær hlaðist upp í gegnum áratugina. Skilgreiningin á því hvað teljist jólamynd er einnig býsna víð. Þær

Trading Places – 1983

mas Carol, It’s A Wonderful Life og gamanmyndin National Lampoon’s Christmas Vacation falla í þennan flokk en jólamyndirnar eru miklu fleiri og fjölbreyttari. Í raun þurfa þær aðeins að gerast um jól til þess að ná máli í jólamyndadeildinni og kærleiksboðskapurinn og bróðurþel eru síður en svo ætíð í forgrunni. Fréttatíminn tekur hér til fimm sígildar jólamyndir sem þó eru fullar af glæpamönnum, byssubardögum, sukki, svínarí, einsemd, eineltistilburðum og síðast en ekki síst, morðóðum púkum.

Leikstjóri: John Landis Frægðarsól Eddie Murphy var í hádegisstað þegar leikstjórinn John Landis stefndi honum og Dan Aykroyd saman, ásamt Jamie Lee Curtis, í þessari kostulegu gamanmynd. Hér er brugðið á leik með söguna um prinsinn og betlarann þegar farsælum og hrokafullum verðBetlarinn Murphy tekur sig vel út í fötum bréfasala er skákað út í skítinn og Dans Aykroyds sem á virkilega vondan dag í vonleysið á götunni og betlari settur jólasveinabúningi. í hans stað. Tveir, gamlir, rotnir og ríkir karlar gefa skít í allt og alla, ekki síst tilfinningar annars fólks. Þeir gera með sér veðmál um að kjaftfor betlari sem Murphy leikur geti staðið sig jafn vel og þeirra besti undirmaður, Aykroyd, fái hann sama tækifæri. Þeir kippa því silurskeiðinni út úr sínum manni, gera hann að heimilislausum öreiga á augabragði og Murphy fær að njóta sín í vellystingunum. Auðmaðurinn spjarar sig illa í sollinum en góðu heilli verður á vegi hans vændiskona með gullhjarta (Jamie Lee Curtis) sem skýtur yfir hann skjólshúsi. Náungakærleikurinn sigrar svo að lokum þegar betlarinn og millinn komast að svikráðunum og snúa vörn í sókn þannig að allir sem það eiga skilið geti átt gleðileg jól og áramót.

Die Hard – 1988

Nýtt

k

! ortatímabil

u r e N i Jól oma! að k

2 v

lítrar

Hámark 4 pk.

ðan á mann medast! birgðir en

65% afsláttur

99

kr. stk. Verð áður 296 kr. stk.

Fanta, 2 lítrar

Form Fix púði verð 11.500

„Þú ert búinn að vera óþekkur strákur, Hans, og færð ekkert í skóinn.“ Bruce Willis bjargar jólunum í bestu jólamynd allra tíma. Die Hard.

Edward Scissorhands – 1990

Leikstjóri: Tim Burton Mynd Tims Burton um Játvarð klippikrumlu er undurfögur og vel til þess fallin að hreyfa við viðkvæmustu strengjunum í brjóstum fólks á aðventunni. Þetta er einhvers konar snúningur á ævintýrinu um Gosa. Gamall vísindamaður býr til strákinn Játvarð en fellur frá áður en honum auðnast að setja hendur á drenginn sem situr uppi með hrúgu af garðklippum í stað fingra. Játvarður er einlæg og góð sál sem af miklu listfengi sker út fagra skúlptúra með klippikrumlum sínum. Þannig heillar hann fólkið í mannheimum sem á þó eftir að snúast gegn honum og hrekja burt. Játvarður dvelur því einn og einangraður það sem eftir er, fjarri stóru ástinni sinni. Sagan öll er í raun svar aldraðrar ömmu við spurningu barnabarns hennar um hvers vegna það snjói alltaf um jól. Ástæðan er að þá tekur Játvarður sig til og sker fagra ísskúlptúra fyrir ástina sína. Þetta gerir hann af svo miklum móð og innlifun að ískurlið þyrlast yfir Johnny Depp leikur Edward Scissormannheima og fellur til jarðar. Og í þeirri snjókomu dansar hún, stúlkan sem hann elskar. hands en Winona Ryder er stúlkan Gæsahúð, tár og gleðileg jól! sem hann elskar en fær ekki að njóta.

Áklæði, margir litir, verð 5.990

Gremlins – 1984

Form fix slökunarpúðinn fyrir mömmur, pabba, börn og alla þá sem vilja láta sér líða vel. Fæst aðeins í Tvö Líf- fullkomin jólagjöf. Frí heimsending

Holtasmára 1 - Sími 517 8500 www.tvolif.is

OPIÐ VIRKA DAGA 11-18 OG LAUGARD. 12-17

Leikstjóri: John McTiernan Lesendur breska kvikmyndatímaritsins Empire völdu Die Hard bestu jólamynd allra tíma fyrir nokkrum misserum. Við þann dómstól þýðir ekkert að deila og Die Hard er óumdeilanlega jólamynd þótt hún keyri á ofbeldi og hasar frekar en dæmigerðri jólastemningu. Die Hard er líka einhver allra besta spennumynd sem gerð hefur verið og hún stendur enn fyllilega fyrir sínu sem slík. Allan ársins hring en skemmtilegust er hún þó alltaf á aðventunni. Þetta er myndin sem gerði Bruce Willis að stórstjörnu en þarna er hann boðflenna, með hár á hausnum, berfættur í hlýrabol, í jólasamkvæmi stórfyrirtækisins Nakatomi. Gleðin er haldin á skrifstofu fyrirtækisins í skýjakljúfi í Los Angeles en fær snöggan endi þegar Hans Gruber og hryðjuverkahyski hans ræðst, grátt fyrir járnum, í boðið og tekur alla boðsgesti í gíslingu. Bruce Willis gengur þó laus og gengur í skrokk á skúrkunum einum af öðrum og setur þeirra fúlu plön í uppnám. Og okkar maður er í sannkölluðu jólaskapi og eftir að hann sálgar fyrsta terroristanum skellir hann á jólasveinahúfu á líkið og skrifar á það: „Nú er ég með vélbyssu HÓ-HÓ-HÓ!“ Eftir það sjá illmennin aldrei til sólar, fá ekki milljónatuga ránsfeng í skóinn og eiga barasta ekkert von á gleðilegum jólum.

„Heims um ból, helg eru jól,“ gremlingarnir taka þátt í jólastemningunni á milli illvirkja.

Leikstjóri: Joe Dante Mogwaíinn Gizmo er eitt krúttlegasta gæludýr sem sögur fara af og því kjörin jólagjöf. En þá má ekki gleyma ströngum umgengnisreglunum. Ekki fóðra dýrið eftir miðnætti, ekki láta ljós skína á það og alls, alls ekki láta það komast í snertingu við vatn. Þá er voðinn vís. Blotni Gizmo getur hann af sér ótal tannhvassa og ógeðslega púka sem eira engu. Hrella og kvelja eldri borgara og skyggja bara almennt á alla jólagleði. Þegar gremlingarnir sleppa lausir í litlum smábæ um jólin fer allt á annan endann enda jafnast árásin á að fá yfir sig þúsund Trölla í vondu jólaskapi. En það er eitthvað ómótstæðilega krúttlegt við að sjá kvikindin sveifla sér í jólaseríum, kyrja sálma í kór og gera árásir í gegnum reykháfa. Gremlins er notalegur jólahrollur í léttum dúr og að sjálfsögðu endar allt vel.

Fleiri góðar White Christmas – 1954 It's A Wonderful Life – 1946 Miracle On 34th Street – 1947 Mickey's Christmas Carol – 1983 Scrooged – 1988 National Lampoon's Christmas Vacation – 1989 Home Alone – 1990 The Nightmare Before Christmas – 1993 Jingle All The Way – 1996 How The Grinch Stole Christmas – 2000 Love Actually – 2003 Elf – 2003


64

bækur

Helgin 13.-15. desember 2013

Sigurlaug Halldórsdóttir missti móður sína þegar Hrímfaxi fórst árið 1963. Sigurlaug, eða Dillý eins og hún er alltaf kölluð, fetaði síðar í fótspor móður sinnar og varð flugfreyja. Dillý er eiginkona leikarans Pálma Gestssonar og móðir hinnar ungu og upprennandi Maríu Birtu Bjarnadóttur, leikkonu og verslunareigenda. Ljósmynd/Hari

„Ég átti einu sinni dóttur sem var flugfreyja“ Á páskadag 14. apríl 1963 fórst Hrímfaxi, farþegaflugvél Flugfélags Íslands, í aðflugi að Fornebu-flugvelli í Osló. Tólf voru um borð og létust allir. Þetta er eitt mannskæðasta slys í flugsögu Íslands. Hrímfaxi var ásamt systurvél sinni, Gullfaxa, flaggskip Flugfélags Íslands og hafði fram að þessu verið annálaður fyrir öryggi. Í bókinni Hrímfaxi – örlagadagur í Íslenskri flugsögu eftir Bergstein Sigurðsson er saga Vickers Viscount flugvélanna á Íslandi rakin; koma þeirra til landsins 1957, slysið og eftirmál þess. Rætt er við ýmsa sem tengdust slysinu, svo sem aðstandendur, sjónarvotta, flugmenn og flugvallarstarfsmenn. Hér birtist kafli úr bókinni.

M

aría Jónsdóttir flugfreyja var á bakvakt þegar hún var kölluð óvænt út í síðustu ferð Hrímfaxa. Hún skyldi eftir sig þriggja ára dóttur, Sigurlaugu Halldórsdóttur - Dillý, sem átti síðar eftir að feta í fótspor móður sinnar. Hér birtist kafli úr bókinni þar sem Dillý rekur sögu móður sinnar. María Jónsdóttir flugfreyja var á 31. aldursári þegar hún lést í slysinu við Fornebu. Hún átti eina dóttur, Sigurlaugu Halldórsdóttur, sem ávallt er kölluð Dillý. Hún var aðeins þriggja ára þegar móðir hennar lést. Þótt hún hafi verið of ung til að

HÓTEL STJÓRNUN HOTEL MANAGEMENT

for further information visit www.cesarritz.is or phone the office at 594 4000

muna eftir því telur Dillý engan vafa leika á að móðurmissirinn hafi verið sá atburður sem haft hefur einna mest áhrif á hana í lífinu. Sjálf átti Dillý síðar eftir að verða flugfreyja og telur að líklega hafi hún verið að leita að móður sinni í sjálfri sér með því að feta í fótspor hennar. María Jónsdóttir var fædd 1932, sú eldri tveggja systra og ólst upp í Vesturbæ þar sem hún æfði handbolta og frjálsar íþróttir. Hún setti meðal annars Íslandsmet í kúluvarpi sem stóð óhaggað í um tvo áratugi. „Mamma var víst mikill for-

www.MK.IS

Börn aðlagast öllu

Flugfreyjustarfið var krefjandi, ekki síst fyrir einstæða móður sem var jafnframt í forystu í hagsmunabaráttu stéttarinnar. Dillý hefur viðað að sér ýmsum gögnum um störf móður sinnar fyrir Flugfreyjufélagið og kynnt sér þau mál sem hún var að berjast fyrir. Á vormánuðum 1963 var hins vegar komið nóg. „Ég á skjöl frá því í Dymbilvikunni 1963, áður en hún fór í sína hinstu ferð. Þá var haldinn aðalfundur hjá Flugfreyjufélaginu,

NÁM Á HÁSKÓLASTIGI • UNIVERSITY LEVEL

Viltu starfa á alþjóðavettvangi? Do you want to work abroad? Spennandi námsmöguleiki fyrir nemendur sem lokið hafa stúdentsprófi og/eða iðnnámi í matvælagreinum. Nemendur útskrifast með alþjóðlegt skírteini í hótelstjórnun og geta í framhaldi lokið BA námi í Sviss.

Nánari upplýsingar á www.cesarritz.is og á skrifstofu skólans í síma 594 4000

ingi í sér, litla systir hennar fylgdi henni og vinir hennar líka. Eftir að hafa lokið prófi í Kvennaskólanum í Reykjavík fór hún að vinna í snyrtivöruverslunninni Oculus. Hún var víst mikið glæsikvendi, kölluð Maja í Oculus og var orðlögð fyrir að vera ávallt vel til höfð og flott í tauinu.“ Árið 1955 hóf María störf sem flugfreyja hjá Flugfélagi Íslands. Henni farnaðist vel í starfi og lét líka til sín taka í hagsmunabaráttu flugfreyja og var kjörin formaður Flugfreyjufélags Íslands árið 1958. Stuttu síðar, árið 1959, eignaðist

hún dóttur sína Sigurlaugu – Dillý. María og barnsfaðir hennar voru ekki í sambúð, heldur bjuggu þær mæðgur hjá foreldrum Maríu í blokkaríbúð við Hringbraut. „Þar bjuggu þau gömlu hjónin á fjórðu hæð en við fengum að hafa herbergi á loftinu út af fyrir okkur. Þegar mamma var í flugi passaði amma mig.“

Námið fer fram á ensku.

An exciting new option for those who hold a university entrance certificate or a vocational certificate in the hospitality industry. Students graduate with a certificate in Hotel and Restaurant Operations and may continue their studies towards a BA degree at César Ritz Colleges in Switzerland.

INNRITUN STENDUR YFIR! ENROL NOW!

þar sem mamma biðst undan formennsku og önnur var kjörin. Ég veit það auðvitað ekki fyrir víst en ég hef á tilfinningunni að hún hafi þá ætlað sér að verja meiri tíma með mér.“ En þá kom skellurinn. Dillý var of ung til að skilja eða muna eftir því þegar slysið varð en ræddi síðar um það við ömmu sína og afa. „Mamma átti ekki að fara í flug um páskana. Hún var á bakvakt og var kölluð út vegna þess að önnur flugfreyja veiktist. Þau flugu út til Kaupmannahafnar, gistu þar yfir nóttina og flugu svo áleiðis heim daginn eftir með viðkomu í Osló. En þau komust aldrei á leiðarenda. Vélin fórst um morguninn og ég held að ömmu og afa hafi borist fréttirnar upp úr hádegi. Þetta var þeim mikið áfall. Ég veit ekki til þess að þau hafi verið sérstaklega flughrædd eða hafi óttast að eittFramhald á næstu opnu


Mjúka jólagjöfin fyrir alla fjölskylduna NÝ

Hljóðbókin um Stjörnubörn

SAGA

Jólatilboð

Hlustaðu með börnunum á ævintýrin um Stjörnubörnin. Í nýjasta kaflanum hitta börnin jólasveininn og karlinn í tuglinu. Ævintýrin byrja á www.lindesign.is

jólaafsláttur af völdum vörum Rúmföt, dúkar,

baðsloppar og fleira

Jólin koma hjá Stjörnubörnunum

Sendum frítt úr vefverslun

Ofnhanski

Verð 12.980 kr Svunta

Verð 1.990 kr

Verð 2.690 kr

Ofnhanski

Verð 1.990 kr

Gjöfin sem gleður kokkinn Hreindýr

Stærð 140x200 Verð 13.490 kr

Svunta

Verð 2.690 kr

Rúmfötin sem mýkjast ár eftir ár

Örn Stærð 140x200 Verð 13.490 kr

Krummi Stærð 140x200 Verð 12.690 kr

Stjörnubörn Engin plastprentun Allar myndir eru ofnar í efnið svo þær breytast ekki. Lestu um plastprentun á heimasíðu okkar á www.lindesign.is

Buxur

1.990 kr

Peysa

0-10 ára 2.490 kr

Náttföt & kjólar Allar gerðir 0-10 ára 3.990 kr

Bómullarlitun Litun bómullar er unnin Samkvæmt Oeko-Tex Standard, sem er leiðbeinandi framleiðsluferli þar sem litunin er unnin án mengandi efna.

Barnið vex en brókin ekki! Í samstarfi við Rauða krossinn tökum við á móti notuðum fötum. Við bjóðum þér 15% afslátt af nýrri vöru. Rauði krossinn kemur notaðri vöru áfram til þeirra sem þarfnast hennar.

Gæðabómull Stjörnubörn eru ofin úr bómull sem er bæði þétt og mjúk. Bómullarþéttleikinn í fötunum er 170gr/m2.

Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi Akureyri Sími 533 2220 www.lindesign.is


66

bækur

Helgin 13.-15. desember 2013

hvað myndi koma fyrir mömmu. Þetta kom eins og þruma út heiðskíru lofti.“ Dilly segist ekki hafa gert sér grein fyrir áhrifum móðurmissisins fyrr en hún var sjálf orðin fullorðin og hafði eignast börn. „Börn aðlagast öllu. Það lá beinast við að ég byggi áfram hjá ömmu og afa. Feðrum var ekki jafn umhugað um umgengnisrétt þá og nú. Ég var bara áfram þar sem ég hafði alltaf verið. Amma og afi sögðu að ég hafi grátið mikið fyrst, vaknað á nóttunni og kallað á mömmu. En

svo áttar maður sig á því að hún kemur ekki aftur. Það var ekki fyrr en seinna, þegar ég var byrjuð í skóla, sem ég fór að gera mér grein fyrir því að ég ætti ekki mömmu eins og hinir krakkarnir. En þriggja ára börn muna ekki eftir foreldrum sínum ef þeir falla frá. Ég hugsaði oft um það í sambandi við börnin mín þrjú. Ég vissi þegar þau voru jafngömul mér þegar mamma dó og þótt mér fyndist ég svo tengd þeim vissi ég að ef ég félli frá myndu þau ekki muna eftir mér.“

Fyrir þá sem þú elskar!

Leitaði að mömmu í sjálfri mér Afsláttur

20%

Temprakon dúnsængin sem breytir öllu! Fylling: 90% hvítur siberíu gæsadúnn. 10% smáfiður.

Dúnsæng með byltingakenndu efni sem heitir Outlast®. Efnið veitir einstaka hitajöfnun yfir nóttina. TempraKon og venjulegur svefnbúnaður Of heitt

Jólatilboð kr. 46.900 140x200 Fullt verð kr. 58.625

Hérna líður þér best Of kalt

Nocturne Comfort dúnsæng Góð dúnsæng. Stærð: 140x200 cm. Fylling: Moskusdúnn. Áklæði: 100% bómull. Þyngd: 450 gr. Jólatilboð kr. 19.990 Fullt verð kr. 24.990

Venjuleg sæng

Afsláttur

20%

Afsláttur

20%

Pure & Care dúnsæng Létt en sérlega hlý dúnsæng. Vottuð af asma- og ofnæmissamtökum Danmerkur. Stærð: 140x200 cm. Fylling: Hvítur moskusdúnn. Áklæði: Lífræn bómull. Þyngd: 660 gr. Fullt verð kr. 45.990 Jólatilboð kr. 36.790

Fluffy dúnsæng Þykk og hlý dúnsæng. Stærð: 140x200 cm. Fylling: 90% hvítur siberíu gæsadúnn. 10% smáfiður. Áklæði: 100% bómull. Þyngd: 700 gr.

Afsláttur

20%

Jólatilboð kr. 41.900 Fullt verð kr. 52.375

Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 Dalsbraut 1, Akureyri • Sími: 558 1100 Opi› virka daga frá kl. 10-18 Laugardag frá kl. 11-16 og Sunnudag frá kl. 13-17

Dillý var ekki há í loftinu þegar hún var orðin staðráðinn í að feta í fótspor móður sinnar og verða flugfreyja. „Mamma átti margar góðar vinkonur úr fluginu og ég varð nafli alheimsins í hópnum. Allar vildu hygla litlu móðurlausu stúlkunni; þær gáfu mér alls kyns dót, flugfreyjuhatt, bakka og bolla. Ein af mínum fyrstu minningum er frá því ég var á fimmta ári að raða upp borðstofustólum sem ég raðaði dúkkum og böngsum í, svo setti ég á mig hatt og veski, flaug eitthvað út í heim og bar fram veitingar á bökkum.“ Dillý kveðst hafa reynt að líkjast móður sinni í fleiru en starfinu. Hugsanlega hafi hún reynt að lifa lífi móður sinnar upp að ákveðnu marki. „Ég held að maður geri það, bæði meðvitað og ómeðvitað, þegar maður missir foreldri ungur; reyni að leita að þeim í sjálfum sér með því að feta í fótspor þeirra. Ég fór til dæmis í Kvennaskólann eins og mamma, sem var ekki svo algengt á þeim tíma þegar Kvennaskólinn var ennþá bara fyrir stúlkur. Ég fór líka að læra tungumál því mamma var mikil málamanneskja. Ég held ég hafi verið að reyna að finna hana í sjálfri mér.“ Amma hennar og afi héldu til haga persónulegum munum Maríu, sem Dillý þekkti og handlék frá því að hún var barn. „Það var allt geymt þegar hún dó – fötin hennar, nærfötin, skargripirnir og síðasti miðinn sem hún skrifaði á og bað pabba sinn um að vekja sig morguninn eftir. Ég held upp á þetta allt, meira að segja síðasta sígarettupakkann sem hún reykti úr, hann er orðinn fimmtíu ára gamall.“ Allt varðandi slysið og örlög Maríu var aftur á móti tabú og aldrei rætt. Blaðaúrklippur og gögn varðandi jarðarförina voru geymd í stórum kassa sem Dillý vissi af en sá ekki fyrr en hún var komin á uppreisnarskeið unglingsáranna og skoðaði kassann í óleyfi. „Ég hugsa að amma hafi eflaust haldið að hún væri að vernda mig, en trúlega var skýringin á því að ég mátti aldrei skoða þetta sú að amma vildi síður rifja upp þennan atburð sjálf.“ Þegar hún var rúmlega tvítug ákvað Dillý að láta slag standa og sækja um starf hjá Flugleiðum, sem hún fékk. Hún man vel eftir fyrstu flugferðunum og hugsaði mikið til móður sinnar. „Mesta spennan var aftur á móti gagnvart ömmu, sem ég bjó ennþá hjá, en afi var þá dáinn. Það var

María Jónsdóttir var rétt þrítug þegar hún lést í slysinu við Fornebu. Hún skildi eftir sig þriggja ára dóttur, Dillý.

auðvitað mikil eftirvænting meðan maður beið eftir svari um hvort maður fengi starfið. Ég man vel eftir því þegar ég fékk símtalið þar sem mér var sagt að ég hefði verið ráðin. Ég lagði á, öskraði og hoppaði hæð mína af kæti áður en ég fór inn í eldhús til að segja ömmu fréttirnar. Þar sat gamla konan grátandi og sagði: „Ég átti einu sinni dóttur sem var flugfreyja.“ Hún átti mjög bágt þá.“ Dillý segir ömmu sína þó hafi komist yfir ugginn og áður en langt um leið var hún farin að upplifa gamla tíma í gegnum dótturdóttur sína. Ég heyrði hana stundum segja í símann: „Já, þetta er orðið alveg eins og þegar María var að fljúga, ferðataskan er alltaf á gólfinu.“ En ég þurfti ávallt að hringa í hana um leið og ég var lent til að láta vita af mér og það gerði ég undantekningarlaust.“

Flugfreyjan sem veiktist

Dillý segir að framan af hafi það aldrei sótt sérstaklega á hana að hefði móðir hennar ekki verið kölluð á vakt með litlum fyrirvara væri hún líklega enn á lífi. „Ég komst í rauninni ekki að því fyrr en ég var fullorðin og lagði svo sem ekki mikla merkingu í það fyrr en mörgum árum síðar. Fyrir um 20 árum síðan var orðin tveggja barna móðir og fór með krakkana, sem voru þriggja og fimm ára, í tíu daga frí á Spáni. Á fyrsta deginum gefur íslenskur maður sig á tal við okkur, það fór ekki á milli mála að við vorum nýkomin, við vorum svo föl. Við förum að ræða saman og ég sagðist hafa smá áhyggjur af krökkunum fyrsta daginn í sólinni. Þá segist hann vera með bíl sem hann eigi að skila síðar um daginn en hafi verið búinn að lofa að aka gamalli konu fyrst upp í fjöllin.

Hann bauð okkur að koma með og ég þáði það. Við börnin settumst í aftursætið en maðurinn og konan fram í. Á leiðinni barst það í tal að ég væri flugfreyja hjá Flugleiðum. Þá nefnir hann að móðir hans hafi einmitt verið flugfreyja. Ég spurði hvað hún héti, kannski kannaðist ég við hana. Hann nefndi nafnið, sem ég þekkti ekki, en bætti svo við: „Hún átti að vera um borð um Hrímfaxa, vélinni sem fórst í Osló um árið, en veiktist og komst ekki með.“ Þetta var ótrúlega skrítið augnablik. Augu okkar mættust í speglinum og ég sagði: „Mamma mín var kölluð út í þá ferð og dó í slysinu.“ Hann keyrði því næstum því útaf, honum brá svo. Hugsa sér tilviljunina að við skyldum hittast þarna. Móðir hans lifði en mín fór í staðinn. Ég held að hann hafi ekki alveg vitað hvernig hann ætti að bregðast við þessu. Það sem eftir lifði ferðar var alltaf eins og hann væri að reyna að bæta mér þetta upp; hann bauð okkur út að borða og var mjög góður við okkur og natinn. Þetta kom greinilega við hann, skiljanlega svo sem, þótt hann bæri auðvitað ekki ábyrgð á því hvernig fór. Þetta var slys.“

Flugið er mín ástríða

Dillý segir engan vafa í sínum huga að móðurmissirinn hafi verið sá atburður sem hefur einna mest markað hana. „Móðurmissir hlýtur að gera það en ekki síður að alast upp hjá gömlu fólki. Það hafði sína kosti og galla. Gallarnir voru þeir að kynslóðabilið var gífurlegt, afi var fæddur fyrir aldamótin 1900. Þegar ég varð unglingur fannst mér lífið ansi erfitt og fannst við amma og afi ná illa saman. Kostirnir voru þeir að þetta þroskaði mig og gaf mér víðari sýn á lífið. En það fer ekki á milli mála að svona atburður mótar mann og meira en maður gerir sér grein fyrir. Ég var einbirni og fyrir vikið var stórfjölskylda mín fyrst og fremst eldra fólk, systkini ömmu og afa og vinir, sem hvarf hvert á fætur öðru á um tíu ára tímabili. Ég man þegar ég var fertug og eignaðist yngsta barnið mitt fannst mér erfitt að hafa engan til að hringja í. Á móti kemur að ég á góða vini og þá getur maður valið sér.“ Dillý hefur nú verið flugfreyja í 31 ár, lengur en móðir hennar lifði. Hún segist aldrei á ævinni hafa fundið fyrir votti af flughræðslu. „Ég elska að fljúga. Mér líður best þegar flugvélin sleppir jörðu, þar á ég heima og vil vera þar sem mest. Flugið er mín ástríða.“


Traustir félagar!

Skilja hvor annan – og þig! Galaxy Gear úr fylgir með Galaxy Note 3 í desember. Með Galaxy Note 3 og Galaxy Gear má segja að framtíðin sé kominn. Note 3 er ekki einungis einn öflugasti síminn á markaðnum í dag. Með Note 3 er hægt er að vera skapandi og skipulagður með penna sem fylgir með. Svo skilur Note 3 líka íslensku líkt og önnur Galaxy tæki. Snjallúrið Galaxy Gear sýnir þér meira en bara tímann, þú getur hringt og svarað símtölum, skoðað tölvupósta, og skilaboð, tekið myndir og stjórnað tónlistinni sem þú ert að spila í símanum þínum!

Flottir félagar á frábæru tilboði í desember, kynntu þér málið hjá næsta söluaðila!

Söluaðilar um land allt


áltíð fyrir

68

viðtal

Helgin 13.-15. desember 2013

Flúðu frá Afganistan Systurnar Zahra og Fereshteh komu til Íslands sem flóttamenn ásamt móður sinni í október á síðasta ári. Fjölskyldufaðirinn hafði verið myrtur í Afganistan og mæðgurnar höfðust við í flóttamannabúðum í Íran þegar hjálpin barst. Systurnar stunda báðar nám í Fjölbrautaskólanum við Ármúla og eru mjög metnaðarfullar. Frá því þær komu til landsins hafa sjálfboðaliðar Rauða krossins aðstoðað þær við að kynnast samfélaginu.

V

4

ið vorum svolítið smeykar áður en við komum hingað því við vissum ekkert um Ísland og vorum hræddar við að fólk væri með kynþáttafordóma en allir hafa verið mjög indælir og hjálplegir,“ segir Zahra Mesbah. Hún kom til Íslands sem flóttamaður þann 25. október 2012 ásamt móður sinni og systur, Hava og Fereshteh Mesbah. Þá komu hingað þrjár einstæðar mæður frá Afganistan sem voru búsettar í Íran ásamt börnum sínum. Fjölskyldurnar voru skilgreindar sem kvótaflóttafólk af Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sem þýðir að þær höfðu fengið viðurkenningu sem flóttamenn utan heimalands síns af ástæðuríkum ótta við ofsóknir. Mæðgurnar hafa komið sér fyrir í lítilli íbúð í Vesturbænum þar sem þær taka á móti mér og bjóða upp á kex, fíkjur og te. „Við erum þakklátar fyrir þessa fallegu íbúð,“ segir Zahra. Þær höfðust við í flóttamannabúðum áður en þær komu til Íslands – fjölskyldufaðirinn var myrtur í Afganistan, tveir bræðra þeirra voru einnig myrtir og sá þriðji lést úr hjartasjúkdómi. Allar byrjuðu þær strax að læra íslensku og skilja hana mjög vel

+

en systurnar treysta sér ekki til að tala bara íslensku í viðtalinu þannig að viðtalið fer að mestu fram á ensku. Þær eru múslimar og þurfa því að hylja hár sitt í návist karlmanna en þar sem aðeins konur eru þarna saman komnar í stofunni fær svart sítt hár þeirra að njóta sín.

Misstu þrjá bræður

„Staða flóttafólks í Íran er hræðileg – sérstaklega kvenna. Í Íran og Afganistan hafa konur engin réttindi, fá ekki að mennta sig og mega ekki keyra,“ segir Zahra sem er tvítug en Fereshteh er 18 ára. Þær hófust við í flóttamannabúðum þar sem aðeins voru konur áður en þær fengu aðstoð og voru fluttar til Íslands. Faðir þeirra var stjórnmálamaður í Afganistan og eftir að hann var myrtur fóru kona hans og börn að óttast um öryggi sitt því faðirinn hafði eignast marga óvini. „Einn bróðir minn var drepinn í skólanum. Hann fékk sér sopa af gosdrykk og féll niður. Farið var með hann beint á spítalann og þar var hann úrskurðaður látinn. Það var eitrað fyrir honum. Annar bróðir minn var kæfður. Elsti bróðir minn dó úr hjartasjúkdómi fyrri mörgum árum. Við vorum mikið hjá honum

Systurnar Fereshteh og Zahra Mesbah segja það hafa verið dásamlegt tækifæri að fá að koma til Íslands. Ljósmynd/Hari

1 flaska af 2L

Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar* *Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

Verð aðeins

1990,-

Við urðum hálf skelkaðar og héldum jafnvel að við þyrftum að búa í snjóhúsi.

á spítalanum vikum saman og það var þá sem ég ákvað að verða læknir. Mig langar að geta hjálpað fólki í neyð,“ segir Zahra. Fereshteh segir á ensku að hana langi til að verða hjúkrunarkona en hún heldur sig annars til hlés. Báðar eru þær í námi við Fjölbrautaskólann við Ármúla þar sem þær læra ekki bara íslensku heldur einnig stærðfræði, málfræði, spænsku og ensku, svo eitthvað sé nefnt. Zahra segist vera örlítið stressuð því næsta dag sé hún að fara í próf og segir á íslensku: „Íslenskupróf á morgun í málfræði.“ Ég hrósa framburðinum sem mér finnst til fyrirmyndar. Þetta er fyrsta önnin þeirra í fjölbrautaskólanum en áður voru þær í námi hjá tungumála- og menningarskólanum The Tin Can Factory í Borgartúni þar sem nemendur læra með því að gera. „Þar fórum við til dæmis saman út að versla og elduðum saman. Kennararnir töluðu bara íslensku og þetta var mjög gaman. Við elduðum hefðbundinn íslenskan mat og lærðum nöfnin á honum.“ Þær hafa smakkað kæstan hákarl og bera honum ekki góða söguna. „Við fórum einu sinni með stuðningsfjölskyldu í Kolaportið þar sem við smökkuðum harðfisk en okkur fannst hann ekki heldur góður,“ segir hún og systurnar hlæja en Zahra bætir við: „Af íslenskum mat þá er ég hrifnust af fiskisúpu.“

Töldu allt vera þakið ís

Mæðgurnar hafa notið aðstoðar og vináttu stuðningsfjölskyldna á vegum Rauða krossins sem hefur hjálpað þeim mjög að bæði kynnast og aðlagast íslensku samfélagi. Þær vissu svo lítið um Ísland áður en þær komu að þegar hjálp-

samur ferðalangur fræddi þær um Ísland þegar þær millilentu á leiðinni hingað frá Íran höfðu þær enga ástæðu til að efast þegar hann sagði þeim að á Íslandi væri alltaf allt ísi lagt og fólk klætt eins og eskimóar. „Við urðum hálf skelkaðar og héldum jafnvel að við þyrftum að búa í snjóhúsi,“ segir Zahra og þeim var því mjög létt þegar þær sáu með eigin augum að veruleikinn var annar. „Við hittum stuðningsfjölskyldur hverja helgi. Við höfum gert margt skemmtilegt saman eins og að fara á skauta og í fjallgöngu,“ segir hún. Þetta var í fyrsta skipti sem systurnar fóru á skauta og síðan hefur Fereshteh oft farið á skauta og er orðin mjög fær. Þær eru aðeins búnar að búa á Íslandi í rúmt ár og eru því enn að venjast ólíkri menningu. Þær ræða aðeins saman á persnesku áður en þær svara spurningu minni um hvað sé ólíkast menningunni í Afganistan og Íran. „Hér geta konur og karlar verið félagar og vinir. Í Íran og Afganistan má kona ekki tala beint við karlmann og vera vinaleg. Hér gera hjón allt saman en í Íran þarf konan að gera allt og sér um alla vinnu á heimilinu. Konur fá ekki að njóta sín sem persónur,“ segir Zahra. „Það er dásamlegt tækifæri fyrir okkur að hafa fengið að koma til Íslands, við erum mjög þakklátar Íslendingum fyrir að hafa tekið vel á móti okkur og við ætlum að mennta okkur vel og gefa til baka til samfélagsins.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

Framhald á næstu opnu


R U V L Ö T D SPJAL

! A F A J G A TIL JÓL

NEX-NEXT800T

VINSÆLASTA 8” MEÐ DUAL CORE !

10” NEXTBOOK Á 29.990 !

Þessi rennur út hjá okkur. Hentug barnastærð og það sem skiptir mestu máli er að hún er með Dual Core örgjörva og góðu 1GB vinnsluminni. Myndavél að framan, heyrnartólstengi, Micro USB, mini HDMI og Bluetooth.

10“ með Dual Core örgjörva og 1GB vinnsluminni. Myndavél að framan og aftan. MicroUSB, miniHDMI og Bluetooth.

29.990

19.990

COOLTAB MEÐ HÖGGVÖRN

7“ ASUS MEÐ HD

Bláar og bleikar Lenco spjaldtölvur með bleikri og blárri sílikonhulsu til að hún þoli meira hnjask. Allwinner A13 örgjörvi.

19.990

LEN-COOLTAB80PI

FONEPAD2 MEÐ 3G OG SÍMA !

Hágæða IPS háskerpuskjár sem skilar ótrúlegum myndgæðum. Fjögurra kjarna örgjörvi og allt að 10 klukkutíma rafhlöðuending. ASU-ME173X1B014A

10“ ASUS MEÐ INTEL ATOM

7” spjaldtölva með 3G þannig að líka er hægt að nota hana sem síma. Öflugur Intel Atom örgjörvi og Full HD skjár. Allt að 10 tíma rafhlöðuending eða 28 tímar í tali.

Sú besta frá Asus. NVIDIA Tegra 4 örgjörvi og GeForce Tegra 4 skjákort. Kristaltær skjár með 2560x1600 punkta upplausn. Allt að 13 tíma rafhlöðuending.

Fimm stjörnu spjaldtölva frá Asus og Google með Snapdragon S4 Pro örgjörva og kristaltærum Full HD skjá. Android 4.3 Jelly Bean.

57.990

ASU-NEXUS71A002A

iPAD AIR OG iPAD MINI

Mikið úrval af nýjum, léttari og hraðvirkari iPad spjaldtölvum frá Apple á lægra verði

VERÐ FRÁ

49.990

119.990

79.990

NÝTT KORTATÍMABIL !

NÝ NEXUS 7 MEÐ FHD

ASU-TF701T1B025A

ASU-ME302C1B015A

Glæsilega hönnuð og örþunn 10” spjaldtölva frá Asus. Intel Atom örgjörvi og öflugt skjákort. 32GB Flash minni og 2GB vinnsluminni.

39.990

TEGRA 4 QUAD CORE

ASU-ME372CG1B049A

64.990

NEX-NX010HI8G

MUNDU EFTIR MIÐANUM. KOMDU OG SJÁÐU HVORT ÞÚ ÁTT MILLJÓN KRÓNA JÓLAPAKKA HJÁ OKKUR ! REYKJAVÍK

SUÐURLANDSBRAUT 26 Sími 414 1700

AKUREYRI GLERÁRGÖTU 30 Sími 414 1730

HÚSAVÍK EGILSSTAÐIR KEFLAVÍK SELFOSS HAFNARFJÖRÐUR

GARÐARSBRAUT 18A Sími 464 1600

KAUPVANGI 6 Sími 414 1735

HAFNARGÖTU 90 Sími 414 1740

AUSTURVEGI 34 Sími 414 1745

REYKJAVÍKURVEGI 66 Sími 414 1750


70

viðtal

Helgin 13.-15. desember 2013

Zahra, Fereshteh ásamt Hrefnu Hrund Pétursdóttur sem er sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og hefur verið fjölskyldunni til halds og trausts. Ljósmynd/Hari

Klassískir gítarar Verð frá 18.990

Tónlistarjól! VIÐ HÖFUM RÉTTU GRÆJURNAR Fender CD60 þjóðlagagítar með stillitlæki DVD ofl. Verð frá 26.990

Rafmagnspíanó Verð frá 109.990

Prensonus heimastúdíó Verð frá 39.990

Yamaha hljómborð Verð frá 39.990

Hef lært mikið af þeim Hrefna Hrund Pétursdóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, tók á móti mæðgunum þegar þær komu til landsins og í dag lítur hún á þær sem vini sína.

É

g var hér í íbúðinni og tók á móti þeim þegar þær komu. Þær voru mjög þreyttar eftir langt ferðalag,“ segir Hrefna Hrund Pétursdóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, sem hefur verið Zahra, Fereshteh og móður þeirra, Hava Mesbah, til halds og trausts eftir að þær komu til Íslands fyrir rúmu ári. „Ég bauð þær velkomnar, sýndi þeim herbergin þeirra og sagði þeim frá því að þær mættu drekka vatnið úr krananum.“ Hrefna segist hafa ákveðið að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum því hún hafi mikinn áhuga á fólki og samskiptum. „Síðan er maðurinn minn frá Tyrklandi og ég hef mikinn áhuga á menningu annarra þjóða og finnst ég græða á að kynnast henni. Mér fannst hjálparstarf Rauða krossins áhugavert og spennandi og langaði að taka þátt. Ég fór því á vefsíðuna þeirra, skráði mig sem sjálfboðaliða og í framhaldinu var haft samband við mig. Ég valdi síðan að taka þátt í þessu flóttamannaverkefni því mér fannst það mest spennandi,“ segir Hrefna. Nokkrir sjálfboðaliðar vinna með hverri flóttamannafjölskyldu og misjafnt er hversu mikill tími fer í starfið. „Við hittumst um einu sinni í viku en aðrir hittast kannski bara einu sinni í mánuði. Í svona verkefnum fer kannski meiri tími í þau til að byrja með þegar fólk þarf á mestum stuðningi að halda. Svo verður fólk meira sjálfbjarga og þá er þetta kannski orðin meiri vinátta. Ég hef farið með þeim að versla, kennt þeim á strætó og skutlað þeim. Mér

fannst líka virkilega gaman að fara með þeim á skauta. Þær höfðu aldrei farið áður á skauta. Ég hafði þá sjálf ekki farið á skauta í mörg ár þannig að þetta var líka áskorun fyrir mig. Ég fór líka með þær í fyrstu fjallgönguna á Íslandi þegar við gengum á Úlfarsfell. Það var líka mikið ævintýri.“ Ein af ástæðunum fyrir því að Hrefna valdi að starfa hjá Rauða krossinum er að vinkona hennar var sjálfboðaliði í skaðaminnkunarverkefninu Frú Ragnheiður sem ætlað er að ná til jaðarhópa samfélagsins, svo sem útigangsfólks og fíkla. Vinkonan lét svo vel af sjálfboðastarfinu að áhugi Hrefnu á því að leggja sitt af mörkum jókst. Meðal annarra verkefna sem sjálfboðaliðar sinna er að starfa í athvörfum, flokka föt sem gefin eru og svara í hjálparsímann. Öllum býðst að fara á námskeið til að undirbúa sig. „Ég er búin að læra mjög mikið af þeim og mér finnst alveg ótrúlegt hvað Zahra og Fereshteh eru alltaf jákvæðar og bjartsýnar, sérstaklega í ljósi allra þeirra hremminga sem þær hafa lent í. Ég hef líka fengið tækifæri til að kynnast matarhefðum þeirra og þær elda svakalega góðan mat. Þær mæðgur hafa boðið mér og öðrum sjálfboðaliða í mat þar sem þær lögðu dúk á gólfið, röðuðu síðan réttunum á dúkinn og við settumst á gólfið og borðuðum saman. Þetta voru alls konar krydduð hrísgrjón, kjúklingur, brauð og bara virkilega góður matur. Ég hef líka tekið eftir hvað þær eru rosalega metnaðarfullar. Þær leggja sig mjög fram í skólanum og eru staðráðnar í að standa sig vel. Ég hef grætt mikið á því að kynnast þeim og í dag er ég bara að heimsækja vini mína þegar ég fer til þeirra.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


ÞETTA ER NÁTTÚRAN Ó Ð U R

T I L

M A R G B R E Y T N I

JA R ÐA R I N N A R

Stórglæsileg bók í einni vinsælustu ritröð síðari ára - Leiðsögn í máli og myndum

Unnin af færustu náttúrufræðingum í samstarfi við Smithsonian-stofnunina

• • • •

DÝR PLÖNTUR FRUMVERUR STEINDIR

0 0 0 5 r Yfir di n y litm

BÆTTU ÞESSARI Í SAFNIÐ!

w w w.forlagid.i s – alvör u bókabúð á net inu

www.forlagid.is


72

viðhorf

Helgin 13.-15. desember 2013

Málið dekkað

Þ

HELGARPISTILL

Jónas Haraldsson

Teikning/Hari

jonas@ frettatiminn.is

Það stendur bíll í hlaðinu hjá flestum og víða tveir. Einkabíllinn er þarfaþing, raunar svo að erfitt er fyrir flesta að ímynda sér daglegt stúss án hans. Við förum á bílnum í vinnuna og hann auðveldar okkur öll helstu erindi, hvort heldur þarf að sækja börn eða senda, ná í afa eða ömmu eða skjótast út í búð. Ógleymd eru þá ferðalög, lengri eða skemmri. Auðvitað má segja að við notum bílinn of mikið, skynsamlegra væri að fara styttri leiðir gangandi eða hjólandi og aðrar í strætó. Það gera vitaskuld margir – en því er ekki að leyna að bílinn sparar okkur sporin. Yngri dóttir okkar hjóna leit raunar á bílinn sem einn af fjölskyldunni þegar hún var að vaxa úr grasi. Hún endasentist með móður sinni út og suður í bílnum sem við áttum þá, var með sitt dót í honum og skildi því ekki þegar við seldum hann og fengum okkur nýjan. Það dugði lítt að halda því fram að hann hefði verið orðinn lúinn og tími kominn á endurnýjun. Þannig fer maður ekki með þá fjölskyldumeðlimi sem þreytast. Hvað á þá að gera við ömmu og afa – svo ekki sé talað um langömmu og langafa? Á að selja þau? Við þessu voru fá svör en við sefuðum stúlkuna með því að kíkja annað slagið á þann gamla á stæði nýju eigendanna. Hún tók nýja bílinn aldrei almennilega í sátt og harmaði það ekkert sérstaklega þegar við seldum hann. Þá var hún enda orðin táningur og skildi málið betur. Það mátti selja bílinn en ekki ömmu. Sumir fullorðnir tengjast bílum sínum raunar all sterkum böndum, að því er manni virðist. Þannig sá ég viðtal nýverið í sjónvarpi við mann sem á þrjá Mustangbíla, tvö nýleg tryllitæki og eitt gamalt sem jafnframt er fyrsti bíllinn sem hann eignaðist. Bíladella þessa manns er því ansi sérhæfð. Ég hef aldrei eignast tryllitæki. Sem ungur maður hefði ég getað hugsað mér það en það kom aldrei til, af ýmsum ástæðum. Í fyrsta lagi átti ég ekki fyrir slíku apparati og þegar við hjónakornin létum loks eftir okkur að kaupa bíl réðu fjölskylduþarfir valinu. Svo hefur verið alla okkar tíð. Konan hefur af skynsemi séð til þess að við höfum ekki anað út í neina vitleysu. Aðeins einu sinni, í stuttan tíma, áttum við amerískan bíl af hóflegri stærð, ekki tryllitæki. Konunni fannst húddið hins vegar of langt og hringdi því í mig einn góðan veðurdag og bað mig vinsamlegast að losa mig við doll-

aragrínið, hún hefði pantað japanska pútu sem hentaði okkur betur. Ég gerði eins og fyrir var lagt. Í seinni tíð höfum við leyft okkur þann munað að reka tvo bíla. Með einföldum heimilisútreikningum má eflaust sýna fram á að það sé óskynsamlegt – en það verður að hafa það. Við vorum orðin ansi leið á eilífu skutli og höfum rekið einn aðalbíl sem konan ekur hvunndags og við saman þegar þannig stendur á og síðan annan og ódýrari sem ég nota í vinnuna. Þetta er ágætt fyrirkomulag. Konunni finnst stundum að bíllinn „minn“ sé orðinn heldur lúinn og því þurfi stundum að kaupa í hann dempara eða gorm. Ég bendi hins vegar á að afskriftir séu meiri af fína bílnum „hennar“ og því jafnist þetta út þótt ekki þurfi að sinna honum að öðru leyti en að fara með hann í reglubundna skoðun í umboðinu – og að henni lokinni bíði konfektmolar á stokknum milli sætanna frá hanskaklæddum verkstæðismönnum. Bílum þarf að sinna með ýmsu móti, auk fyrrgreindra skoðana. Það þarf að setja á þá eldsneyti. Sá gjörningur er á minni könnu. Ég held raunar að mín ágæta kona líti aldrei á eldsneytismælinn þegar hún ekur, hún treystir því að ég athugi stöðu hans og fylli tankinn eftir þörfum. Bílana þarf líka að hreinsa. Á mínum yngri árum nennti ég því en viðurkenni að nú er ég orðinn latur við þá iðju. Við rennum bílunum því gegnum þvottastöð þegar þurfa þykir, að minnsta kosti þeim nýrri. Hinn er frekar sjálfhreinsandi og nokkuð má treysta á að rigning og rok hjálpi til. Síðan þarf að skipta um dekk að vori og hausti. Ég hef yfirleitt farið með vagnana á hjólbarðaverkstæði og beðið meðan ágætir starfsmenn þar hafa sett undir sumar- eða vetrardekk, eftir árstíðum. Í haust kom ég því hins vegar ekki í verk með bíl konunnar – eða sameiginlega bílinn okkar – eftir því hvernig á það er litið, en kaupa þurfti vetrardekk undir hann. Ég hafði ekki stórar áhyggjur þar sem bíllinn er fjórhjóladrifinn og því ólíklegt að hún yrði strandaglópur. Mín ágæta kona nennti hins vegar ekki að bíða, eftir að desember gekk í garð með frosti og snjó, og tók málið í eigin hendur. Hún hringdi í hjólbarðaverkstæði og sagðist þurfa dekk undir bíl sinn hið bráðasta. Hjólbarðamaðurinn sá engin tormerki á því, hann ætti dekk af öllum stærðum og gerðum svo hún væri velkomin með bílinn. „Hvaða dekkjastærð þarftu?,“ spurði hann stimamjúkur við frúna á hinum enda línunnar. „Það veit ég ekki,“ sagði konan, sannleikanum samkvæmt. „Það er ekkert vandamál, við finnum út úr því, hvaða tegund er bíllinn?,“ sagði maðurinn, mjúkmáll sem fyrr. „Landkrúser,“ svaraði konan umsvifalaust og taldi málið leyst. „Landkrúser,“ sagði dekkjamaðurinn, „hvaða gerð, 90, 120 eða 150?“ „Hef ekki hugmynd,“ sagði minn betri helmingur og dekkjakaupandi, „ en hann er hvítur!“


FÁÐU ÞÉR

2 BITAR 2 LUNDIR 6 HOT WINGS miðstærð af frönskum, stór heit sósa, hotwingssósa og BBQ-sósa

Frábær mált góða viníð fyrir i á aðein s

2.390 kr. VILTU TU? Ö F A N VIN

PIPAR \ TBWA

SÍA

133338

að safna ð ju r y b . Erum nýja fötu á m u d myn tt á Taktu þá m / k.co faceboo kfc.is

svooogott

FAXAFENI • GRAFARHOLTI • SUNDAGÖRÐUM HAFNARFIRÐI • KÓPAVOGI • MOSFELLSBÆ REYKJANESBÆ • SELFOSSI

WWW.KFC.IS


74

bílar

Helgin 13.-15. desember 2013

 GeNer al Motors saMeiNar chevrolet oG opel í evrópu uNdir Merki opel

Chevrolet af Evrópumarkaði í ársbyrjun 2016 Bílaframleiðandinn General Motors hefur tilkynnt að hætt verði að bjóða bíla undir vörumerki Chevrolet í Evrópu frá og með ársbyrjun 2016. GM hyggst sameina Chevrolet og Opel undir Opel vörumerkinu í Evrópu og einfalda þar með markaðssókn sína í Evrópu, að því er fram kemur á síðu Bílabúðar Benna, umboðsaðila Chevrolet hér á landi. Bílabúð Benna hefur umboð fyrir Chevrolet hér á landi. Nýir Chevrolet bílar verða áfram til sölu hjá fyrirtækinu næstu tvö ár, að

því er fram kemur á síðunni. „Þrátt fyrir að sölu þeirra verði hætt 2016 helst fullur stuðningur í varahlutum, þjónustu og ábyrgðum hjá Bílabúð Benna næstu 20 ár. Markmið GM og Bílabúðar Benna verður ekki síst að tryggja hámarks endursöluverð Chevrolet bíla og snurðulaust viðhald þeirra. Chevrolet hefur notið mikilla vinsælda hér á landi undanfarin ár og er með um 9% markaðshlutdeild. Þrátt fyrir að sala á Chevrolet hætti í Evrópu eftir tvö ár verður tegundin í boði á öllum

öðrum mörkuðum. Chevrolet er stærsta vörumerki GM á heimsvísu og mest selda vörumerki þess í Bandaríkjunum,“ segir enn fremur. „Bílabúð Benna hefur undanfarna mánuði átt í viðræðum við bílaframleiðendur um að stækka vörulínu sína og er spennandi frétta að vænta af þeim viðræðum fyrir jól. Þessi óvænta ákvörðun General Motors mun því ekki hafa teljandi áhrif á rekstur fyrirtækisins,“ segir Benedikt Eyjólfsson, forstjóri fyrirtækisins.

Chevrolet Spark smábíllinn hefur notið vinsælda á íslenskum markaði.

 Škoda Nýr valkostur – r apid spaceback

 bílar toyota JeppiNN viNsæli

Sportlegur bíll í millistærðarflokki

Breytingarnar eru mestar á grilli og framljósum, auk afturhlerans.

Land Cruiser 150 kynntur með andlitslyftingu

Toyota í Garðabæ kynnir nú Land Cruiser 150 jeppann með andlitslyftingu 2014 árgerðarinnar. Breytingin er mest á grilli og framljósum og einnig á afturhlera. Þá eru nokkrar breytingar á innréttingu. Vélin er sú sama, 3.0 D-4D og fæst jeppinn beinskiptur 6 gíra eða með 5 þrepa sjálfskiptingu. Land Cruiser er boðinn í þremur útgáfum, LX, GX og VX. Verðið er frá tæpum 10 milljónum króna til um 14,7 milljóna króna. Þá fæst VX gerðin einnig með bensínvél. Toyota Land Cruiser hefur lengi verið vinsælasti jeppinn hér á landi og þykir henta íslenskum aðstæðum afar vel.

Hleður og vaktar rafgeyminn þinn í vetur.

Tilvalin jólagjöf

15%

Jólaafsláttur af þessum frábæru hleðslutækjum

Bíldshöfða 12 - 110 Rvík - 5771515 - www.skorri.is

Stærð Škoda Rapid Spaceback er mitt á milli Fabia og Octavia.

M

eð Škoda Rapid Spaceback, sem Hekla kynnti á dögunum, kemur nýr valkostur fram á sjónarsviðið, mitt á milli Škoda Fabia og Octavia. „Í fyrsta sinn býður Škoda upp á minni bíl sem sameinar góða, hagnýta eiginleika Škoda og hönnun hlaðbaks,“ segir á síðu umboðsins. Líkt og aðrir bílar frá Škoda býður Spaceback upp á mikið pláss, fjölmargar snjallar hugmyndir, hámarksöryggi, litla eldsneytiseyðslu og hagstætt verð. „Það fyrsta sem vekur athygli,“ segir enn fremur, „eru hreinar útlitslínur Škoda Rapid Spaceback. Útlitið er sportlegt og þessi bíll virkar bæði sportlegri og lengri en hefðbundnar útgáfur hlaðbaks... Frá hlið eru það hreinar línur, langt hjólhaf (2602 mm) og stórar hliðarrúður sem vekja athygli. Gluggapóstar eru grannir og þriðji glugginn aftast undirstrikar hönnunina enn betur. Stórar hliðarrúðurnar undirstrika léttleika og gott útsýni úr innanrými bílsins. Rapid Spaceback er einnig hægt að fá með glerþaki sem nær frá framrúðu aftur að afturglugganum.“ Rapid Spaceback er fáanlegur á Íslandi í tveimur útgáfum: Ambition og Elegance. Til viðbótar eru þrjá litasamsetningar í boði fyrir mælaborð og hurðaspjöld: Svart/svart, svart/grátt og svart/drapplitað. Líkt og í öðrum bílum frá Škoda er mikið lagt upp úr öryggi í Rapid Spaceback. Umfangsmikill öryggispakki verndar farþegana komi til óhapps. Hinn nýi Škoda Rapid Spaceback er fáanlegur með fjórum bensínvélum og tveimur dísilvélum. Afl vélanna er frá 75 hestöflum (55kW) til 122 hestafla (90 kW). „Grunngerðin er þriggja strokka, 1,2 lítra og 75 hö, með eyðslu sem nemur 5,8 l/100 km með handskiptum fimm gíra kassa. 1,2 lítra TSI vélin er 86 hö og er einnig með fimm gíra handskiptum

Sportlegt þriggja arma stýrishjól, sportlegar klæðningar og ný sætaáklæði einkenna innanrýmið.

gírkassa. Eyðslan í blönduðum akstri er 5,1 l/100 km. Endurbætt útgáfa af þessari 1,2 lítra TSI vél er 105 hestöfl og þessi vél er fáanleg með handskiptum sex gíra kassa. Aflmesta vélin í þessum nýja Spaceback er 122 hestafla, 1,4 lítra TSI. Þessi vél er eingöngu í boði með sjö gíra sjálfskiptum gírkassa með tveimur kúplingum. Kaupendur Rapid Spaceback geta valið á milli tveggja 1,6 lítra dísilvéla með samrásarinnsprautun eldsneytis. Ný 1,6 lítra, 90 hestafla TDI. Þessa vél er hægt að fá annað hvort með handskiptum fimm gíra gírkassa eða sjö gíra sjálfskiptum gírkassa með tveimur kúplingum. Eyðslan á þessari vél er aðeins 4,4 l/100 km. Aflmesta dísilvélin er síðan 1,6 TDI, 105 hestöfl.“


markhönnun ehf

Gildir 13. - 15. des. 2013

rangStæður í reykJavík

ólæSinginn …

2.789 kr

2.960kr

gunnar helgason

Jonas Jonasson

Þú færð jólabókina í nettó

Stóra handavinnubókin

Múrinn

sif sigmarsdóttir

tíMakiStan

naglaSkraut

5.593 kr

2.960kr

andri snær magnason

Sigrún og Friðgeir

við Jóhanna

griMMd

glæpurinn

3.894 kr

3.343 kr

sigrún Pálsdóttir

3.788 kr

Jónína leósdóttir

4.133 kr

bækur

2.985 kr

stefán máni

2.793 kr

árni Þórarinsson

www.netto.is Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi Höfn · Grindavík · Reykjanesbær Borgarnes · Egilsstaðir Selfoss · Akureyri


76

ferðalög

Helgin 13.-15. desember 2013

 Gistináttask attur Víða í náGr annalöndum okk ar

Auknar álögur á ferðamenn Á þeim slóðum sem íslenskir túristar venja komur sínar er algengt að innheimtur sé sérstakur skattur af hótelgestum.

Jólagjöf veiðimannsins

Veiðikortið 2014

Í New York er til að mynda fastri upphæð og tæplega sex prósenta álagi bætt ofan á skattinn sem er eyrnamerktur borgaryfirvöldum.

Þ

að borgar sig að vera með reiðufé í vasanum þegar dvölin á ítölsku hóteli er gerð upp. Því gistináttaskatturinn sem standa þarf skil á við brottför er ekki innifalinn í hótelverðinu. Hann þarf að staðgreiða. Skatturinn er lagður á hvern gest og nemur á bilinu einni til þremur evrum (160 til 480 krónur) á hverja nótt. Fjögurra manna fjölskylda sem gistir í viku í Róm getur því þurft að borga nærri fjórtán þúsund krónur í lok dvalar. Í Austurríki, Frakklandi, Grikklandi, Hollandi og Sviss eru þess háttar skattar líka útbreiddir og oftast er þeim bætt við hótelreikninginn. Sumstaðar þarf þó að borga gjaldið sérstaklega líkt og á Ítalíu. Til dæmis í Barcelona þar sem gestirnir greiða skattinn við innritun.

Óvinsæl aðgerð

2 0 1 4

00000 Nánari upplýsingar á:

www.veidikortid.is

Í París hefur þessi gjaldheimta tíðkast í nærri 20 ár og samkvæmt upplýsingum á heimasíðu ferðamálaráðs borgarinnar er hótelstjórum það í sjálfsvald sett að bæta gjaldinu við reikninginn eða rukka það eitt og sér. Fyrr á þessu ári hófst innheimta á nýjum hótelskatti í Berlín og var sú leið valin að bæta fimm prósentum ofan á reikninginn í stað þess að rukka fasta upphæð. Vonast borgaryfirvöld til að tekjurnar af gjaldheimtunni muni skila um fjórum milljörðum króna í kassann og lofa að helmingur upphæðarinnar verði settur í uppbyggingu ferðaþjónustu Berlínar. Þessari breytingu var þó mótmælt harðlega af hótelstjórum höfuðborgarinnar og kollegar þeirra í Hamborg létu líka í sér heyra þegar tillögur að þessari nýju skattheimtu voru kynntar þar. Samkomulag náðist

hins vegar eftir að borgaryfirvöld í Hamborg lofuðu að láta allt skattféð renna til ferðamála. Samkvæmt frétt Reuters reyndist það þýsku ferðaþjónustunni erfitt að sýna fram á ókosti gjaldsins eftir að í ljós kom að gistinóttum í Köln fjölgaði um 17 prósent árið eftir að gistináttagjald var sett á í borginni. Hugmyndir um ferðamannaskatt hafa verið viðraðar í Bretlandi, þar á meðal í Edinborg. Átti meðal annars að nýta fjármagnið til að standa undir kostnaði fyrir festivöl borgarinnar en eftir kröftug mótmæli frá ferðaþjónustunni var tillagan sett á ís.

Ferðamenn greiða fyrir markaðssetningu

Það tíðkast einnig í nokkrum borgum vestanhafs að bæta meiru en söluskatti við hótelverðið. Í New York er til að mynda fastri upphæð og tæplega sex prósenta álagi bætt ofan á skattinn sem er eyrnamerktur borgaryfirvöldum. Í kanadísku borginni Vancouver er einnig bætt við sérstöku markaðsgjaldi upp á 1,3 prósent við alla hótelreikninga. Það finnast því margskonar útfærslur á gistináttaskattinum og hann virðist vera að ná töluverðri útbreiðslu í löndunum í kringum okkur. Hótelgestir sjá því fram á hærri reikninga í framtíðinni.

Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is

Kristján Sigurjónsson heldur úti ferðavefnum Túristi.is en þar er hægt að gera verðsamanburð á hótelum út um allan heim.

Fáðu meira út úr Fríinu Viltu afslátt af hótelgistingu, ókeypis morgunmat eða Frítt Freyðivín upp á herbergi? bókaðu sértilboð á gistingu, ódýr hótel og bílaleigubíla út um allan heim á túristi.is

TÚRISTI


Björgvin Halldórsson · Arnór Dan Arnarson · Eivør · Eyþór Ingi Gunnlaugsson · Gissur Páll Gissurarson · Helgi Björnsson Hulda Björk Garðarsdóttir · Ragnhildur Gísladóttir · Unnsteinn Manuel Stefánsson · Sigríður Thorlacius · Svala Björgvins Jólastjarnan Eik Haraldsdóttir · Sérstakur gestur John Grant

GÓA OG FJARÐARKAUP KYNNA MEÐ STOLTI

14. DESEMBER Í HÖLLINNI

GÓÐA SKEMMTUN Á MORGUN Í HÖLLINNI! Stórsveit Jólagesta undir stjórn Þóris Baldurssonar Reykjavik Sessions Orchestra undir stjórn Roland Hartwell · Karlakórinn Þrestir undir stjórn Jóns Kristins Cortez Gospelkór Óskars Einarssonar · Barnakór Kársnesskóla undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur

Ósóttar pantanir og stakir miðar til sölu á tónleikana kl. 21. Örfáir miðar lausir í A og B svæði kl. 16.


78

fjölskyldan

Helgin 13.-15. desember 2013

Grýla mætir í Þjóðminjasafnið á laugardag Jólasveinarnir koma nú við í Þjóðminjasafninu og heilsa upp á gesti safnsins en fyrsti jólasveinninn kom þangað í gær, fimmtudag. Þeir munu mæta daglega, klukkan 11, fram til jóla, syngja og skemmta sér með yngstu gestunum. Á laugardag mun Grýla slást í för með minnsta syni sínum og að heilsa upp á öll þægu börnin. Á heimasíðu safnsins má finna sérstaka jólasíðu þar sem margskonar fróðleik um íslenskt jólahald er að finna. Auk þess hefur safnið sett þar upp

jóladagatal sem býður upp á skemmtilegar sögur tengdar jólahaldi sem gætu heillað yngri kynslóðina. Hver vill til dæmis ekki vita hvernig aðventukransarnir, jólatrén og laufabrauðið komu til Íslands? Þar getum við fræðst um Grýlu og komist að því að hún er af tröllakyni og getur verið stórhættuleg börnum. Samkvæmt heimildum safnsins er Grýla þrígift kona. Fyrsti eiginmaður hennar hét Gustur en hún át hann. Annar maður Grýlu var Boli og áttu þau fjölda barna saman sem eru þó minna þekkt

en þeir 13 synir sem hún á með núverandi manni sínum honum Leppalúða. Fæstir myndu vilja mæta Grýlu á förnum vegi en hún hefur lofað að vera góð við börnin á laugardag. Dagskráin er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Halla Harðardóttir ritstjorn@frettatiminn.is

Grýla að skammast í Leppalúða. Hún verður í Þjóðminjasafninu um helgina með minnsta syni sínum, honum Stúf.

Jól Skipulagning hátíðarinnar

Pottþétt jólaplan E

natale jólaljósatré verð nú 9.730 kr.

30

áður 13.900 kr.

%

afsl.

natale

ru ekki allir búnir að ákveða jólamatinn fyrir fjölskylduna? Skipuleggja fjölskylduboð og hver borðar hvar, hvenær? Kaupa talsvert af jólagjöfum, jafnvel pakka þeim inn og senda af stað ef þörf krefur? Að ógleymdum jólakortunum innanlands og utan? Þeim má reyndar bjarga á netinu þannig að – engar áhyggjur. Jólaföt eru keypt þótt svo að íslensk þjóð sé svosem ekki á flæðiskeri stödd fatalega. Kreditkortið svignar, pokunum fjölgar, fjölskyldan grefur upp jólaskrautið og jólatrésfótinn og svo þarf að þrífa dálítið. Elsku vinkonur og vinir; þetta má allt skera niður og forðast ofneyslu og efnishyggju því jólin koma umbúðalaus eins og Trölli uppgötvaði forðum þegar hann reyndi að stela jólunum. Það sem fjölskyldur þurfa fremur að huga að og skipuleggja vel, er hvernig þessi hátíð allra barna – og barnanna í okkur sjálfum – verður best framkvæmd til hEimur barna að forðast streitu og spennu á heimilinu, til að forðast vonbrigði eftir alla eftirvæntinguna og taka fullorðinsábyrgð á pottþéttu jólaplani. Víðtækt samráð milli allra uppeldisafla er mikilvægt á þessum ögurstundum jólahaldsins. Foreldrar geta t.d. veitt honum Kertasníki upplýsingar um þá barnamynd á dvd formi sem helst gæti haldið athygli barns fanginni meðan eldri fjölskyldumeðlimir stússast á aðfangadag. Afar og ömmur eru líka afar góð til að bjóða ungmenni til sín í rólegheit ef foreldrar þurfa að streitast ögn í undirbúningi eða þá að börn fá að fara með fullorðnum í skemmtibílferð til ættingja og vina með pakka og kort. Slíkt getur aldeilis stytt aðfangadaginn enda bjóða móttakendur upp á litla hressingu eða spjall. Nú, ef umferðin er þung, er bara að syngja jólalögin Margrét við raust og þannig eykst framleiðsla allra vellíðunarhormóna heilans all gríðarlega og fjölskyldan kætist. Pála Svo er lykilatriði að hreyfa mannskapinn á aðfangadag. Göngutúr og ferð á leikÓlafsdóttir völlinn tekur hrollinn úr yngsta fólkinu og gerir hinum eldri líka gott. Langt jólaritstjórn@ bað róar líka taugarnar og gerir börnum betur kleift að njóta kvöldsins en ella. Það getur verið mjög klókt að elda matinn að stofni til á Þorláksmessu til að geta frettatiminn.is sinnt börnum af kostgæfni á aðfangadag. Það er skynsamlegt að allir séu klæddir og tilbúnir um eða upp úr fimm ef setjast skal að borði samkvæmt íslenskri hefð, þegar útvarpið flytur landsmönnum jólaklukkurnar. Þá er gott að barn fái að opna einn pakka eða svo, einhvern sem vitað er að getur haft ofan af fyrir viðkomandi á meðan eldra fólkið gengur frá eftir matinn og auðvitað er búið að úthugsa hvaða pakki það er. Ef pakkarnir er margir, þurfa uppalendur að vera búnir að plana hvort eigi að geyma hluta af herlegheitunum þar til á jóladag – og gildir það bæði um pakka barna og fullorðinna. Það má þess vegna dreifa þeim á nokkra daga og þar með fá allar gjafirnar aukið vægi og athygli. Jóladagsmorgunn er líka ógn mikilvægur í skipulaginu. Hver vaknar með yngsta fólkinu, hvaða leikföng geta best hjálpað því að njóta morgunsins, þarf fullorðinn að leika með og væri gott að eiga gott föndurefni til að rísla með að gamni sínu? Svo þarf að hreyfa sig að nýju, syngja jólalögin og hitta fólkið sitt. Og munum í öllum bænum, hátíðir, börn og áfengi, átök eða leiðindi eiga aldrei samleið og þar með óska ég íslenskum barnafjölskyldum gleðilegra og vel skipulagðra jóla.

tekk company og habitat kauptún 3 sími 564 4400 vefverslun á www.tekk.is

Sýndu kærleik í verki

– allir eiga skilið gleðileg jól

Til fyrirtækja Gefið starfsfólki ykkar Kærleiksljós fyrir jólin. Kærleikskerti Fjölskylduhjálpar íslands. Verð 650 kr. Pöntunarsími er 892 9603.

Kertin eru handgerð tólgarkerti framleidd af sjálfboðaliðum til aðstoðar við heimili í neyð.

„Það sem fjölskyldur þurfa fremur að huga að og skipuleggja vel, er hvernig þessi hátíð allra barna – og barnanna í okkur sjálfum – verður best framkvæmd til að forðast streitu og spennu á heimilinu...“


Jólatilboð - Jólatilboð - Jólatilboð - Jólatilboð

Jólatilboð

Olga rúm 160x200 með náttborðum og Starlux springdýnu

199.000.-

RÚMTEPPI OG SKRAUTPÚÐAR

SÆNGURVERASETT

3 stærðir. Einnig hægt að fá í stærðinni 180x200

Glæsilegt úrval af rúmteppum og Jólatilboð skrautpúðum. 20% afsláttur 3 stærðir. Verð frá: 19.920.-

Birt með fyrirvara um prentvillur og verðbreytingar. *Þar af lántökugjald 3.25% og þóknun sem nemur 340 kr. á hverja greiðslu.

STARLUX HEILSURÚM

Allar stærðir

af frábærum Starlux heilsurúmum.

80x200 cm

Jólatilboð 20% afsláttur Verð frá: 70.480.-

Mikið úrval af vönduðum

Mako Satin sængurvera settum frá Fussenegger.

20% afsláttur

Starlux heilsurúm eru til í80x200 öllum stærðum cm

Mediline heilsurúm

Allar stærðir.

Verð frá: 15.120.-

Sófar, tungusófar og stólar. Mikið úrval.

Mörkinni 4 > 105 Reykjavík > Sími: 533 3500 Hofsbót 4 > 600 Akureyri > Sími: 462 3504 Opnunartímar: Opið alla daga til jóla www.lystadun.is

Carlstown stóll

Jólatilboð 139.900.-

Jólatilboð 20% afsláttur Verð frá: 97.600.-

HRÚGÖLD

LEÐURHÚSGÖGN

VAXTALAUSAR GREIÐSLUR Í 12 MÁNUÐI*

> > > >

Jólatilboð

MEDILINE HEILSURÚM

Hrúgöld

Flott gjöf í unglinga herbergið. 3 litir, 3 stærðir.

Jólatilboð 20% afsláttur Verð frá: 12.900.-


80

heilsa

Helgin 13.-15. desember 2013

 Jól Góð r áð um Jólin

Fimm ráð til að lifa jólin af

Fjölskyldudeilur

#$%= &%$

Þegar ósætti er á meðal vina eða fjölskyldumeðlima getur það dregið úr ánægju jólanna. Ef dæmi er um slíkt hjá þér skaltu ekki gera ráð fyrir kraftaverkum því að líkurnar eru á því að þið munið ekki sættast bara vegna þess að jólin eru komin. Sumir leita til aukinnar áfengisdrykkju til þess að takast á við erfið samskipti en það mun bara auka vandann enn frekar. Reyndu að þekkja þær aðstæður hjá sjálfum þér sem koma neikvæðum tilfinningum og reiði af stað og hugsaðu um það jákvæða í þínu lífi í staðinn.

$&% %=#$

Jólin geta verið mjög erfitt tímabil fyrir marga því fólk væntir þess að allt verði fullkomið. Ekkert er til sem er fullkomið en það er hægt að nota skynsemina fyrir jólin og koma í veg fyrir algeng vandamál eins og streitu, áhyggjur, óhóflega drykkju, þyngdaraukningu og erfið samskipti.

Þyngdaraukning

Algengt er að fólk þyngist um 0,8 til 1,5 kíló yfir hátíðirnar og það er í raun ekki skrítið miðað við þær kræsingar og þá óhollustu sem eru á boðstólum í desember. Til þess að reyna að koma í veg fyrir þyngdaraukningu skaltu borða aðeins hollan mat þegar þú ert heima hjá þér og ef þú kemst ekki í ræktina skaltu gera það að venju að fara í göngutúra með fjölskyldunni eftir mat.

Heilsan á nýju ári

Fréttatíminn gefur út sérblað um HEILSU föstudaginn 3.janúar 2014. Ef þú hefur áhuga á að kynna starfsemi þína eða kaupa auglýsingu í þessu spennandi blaði hafðu þá samband við auglýsingadeild Fréttatímans auglysingar@frettatiminn.is eða í síma 531-3310.

Áfengisneysla

Það eru samkomur, jólahlaðborð eða partí annað hvert kvöld í desember. Og mjög oft er boðið upp á girnilega drykki og þá er ekki gaman að segja nei við slíkum boðum (nema auðvitað þú drekkir ekki). Ef þú ætlar að passa þína drykkju getur þú einfaldlega hellt sódavatni í fallegt vínglas. Nú ef þú kýst að drekka áfengi þá skaltu drekka vatnsglas inn á milli til þess að koma í veg fyrir of mikla drykkju og óþarfa höfuðverk daginn eftir.

Of mikil eyðsla yfir hátíðirnar er því miður mjög algengt vandamál og getur haft mjög leiðinlegar afleiðingar á nýju ári. Til þess að koma í veg fyrir peningaáhyggjur er auðvitað best að plana fjármálin fyrir allt árið. Ef þú átt stóra fjölskyldu og stóran vinahóp þarftu að takmarka þig við ákveðna upphæð fyrir hverja gjöf eða jafnvel fækka þeim fjölda gjafa sem þú gefur venjulega.

HELGARBLAÐ

ÓKEYPIS

HELGARBLAÐ

Hollari jólabakstur um jólin með

ÓKEY

PIS

HELGARBLAÐ

Gleðilega hátíð ÓKEYPIS

HELGARBLAÐ

ÓKEY

PIS

Ó KE YP I

S

EYPIS

YPIS

ÓK

YPIS

ÓKEY

PIS

YPIS

ÓKEY

PIS

YPIS

ÓKEY

PIS

Peningar

HELGARBLAÐ

ÓK EY PIS

Þú finnur girnilegar jólauppskriftir á

.is

Streita

Jólin eiga að vera ánægjuleg og þess vegna er mjög mikilvægt að hver og einn geri ráðstafanir til að koma í veg fyrir möguleg vandamál sem tengjast streitu, peningum, óhóflegri áfengisneyslu, óþarfa þyngdaraukningu og samskiptavandamálum við fjölskyldu og vini. Hér eru nokkur ráð sem mætti hafa til umhugsunar til þess að tryggja að allir njóti jólanna eins mikið og þeir vilja.

Hvers vegna eru jólin svona mikill streituvaldur? Það eru margar ástæður sem koma saman eins og áhyggjur af fjármálum, of mikið að gera í félagslífinu og uppsafnaður kvíði vegna óuppgerðra einkamála. Það er hægt að komast hjá óþarfa stressi á þessum tíma ef menn skipuleggja sig tímanlega. Gerðu lista yfir það sem er nauðsynlegt að kaupa og slepptu því sem er það ekki. Vertu líka dugleg/ur að leyfa öðrum sem hafa tíma að hjálpa þér.


L I T B T A Ý M N TATÍ R O K

U S S E Þ AF

A G A D A L L A Ð I 0 P 0 : O 0-18

A S S I M I K K E – I G N A G M U L L U F Í ER un ra rh ðu Su

0 : 13

Garðahraun

FH völlur

un ra h ð Mi

ut a r sb e aun r h n r u Aust kja y e R

Hyundai

IKEA

Habitat

FLOTTAR MERKJAVÖRUR Í JÓLAPAKKANN

GERÐU ÓTRÚLEGA GÓÐ KAUP Á ALVÖRU ÍÞRÓTTAFATNAÐI

ÚTSÖLUMARKAÐUR INTERSPORT / MIÐHRAUNI 2, 210 GARÐABÆ / OPIÐ ALLA DAGA 13:00-18:00.


82

heimili

Helgin 13.-15. desember 2013

Fjölnota húsgagn eftir gömlum hefðum Askur er fjölnota húsgagn sem var útskriftarverkefni Ingu Sólar Ingibjargardóttur, húsgagna- og vöruhönnuðar. Hann er bæði hægt að nota sem stól og borð og í honum er rúmgóð skúffa sem gengur til beggja hliða eins og eldspýtustokkur. Hugmyndina fékk Inga Sól þegar hún bjó í 30 fermetra íbúð undir súð og vantaði húsgagn sem hún gæti tekið fram og notað sem stól þegar gesti bar að garði en annars haft sem borð. „Innblásturinn kom frá gömlu bændahúsgögnunum í þá daga þegar hlutirnir gegndu mörgum hlutverkum. Askur er

smíðaður á gamla mátann og er „dýlaður“ þannig að í honum eru varla skrúfur nema til að festa sökkulinn á,“ segir hún. Framleiðsla á Aski er hafin og er hægt að nálgast gripinn hjá hönnuðinum. „Ég komst í samband við yndislegan smið, hann Svan Sigurjónsson, sem var tilbúinn að taka að sér framleiðslu í litlu upplagi.“ Hægt er að velja tegund áklæðis og hvort gripurinn sé bæsaður í öðrum viðarlit. Nánari upplýsingar um Ask má nálgast á síðunni ingasoldesign. com og á Facebook-síðunni IngaSol Design.

Í Aski er rúmgóð skúffa með skilrúmi. Hún gengur í báðar áttir eins og eldspýtustokkur. Hægt er að velja um mismunandi áklæði og viðarlit.

Askur getur bæði verið borð og stóll.

 Heimili Íslensk Hönnun

1000 gr. sængur

Hlýleg ullarteppi í skammdeginu Yfir dimmustu og köldustu vetrarmánuðina er fátt notalegra en að kúra heima undir hlýju teppi og gleyma sér við lestur, spjall eða sjónvarpsgláp. Íslenskt ullarteppi er falleg jóla- eða tækifærisgjöf sem hefur mikið notagildi og sómir sér vel á hvaða sófa eða rúmi sem er.

2

Laugavegi 86 101 Reykjavík S. 511 2004 www.dunogfidur.is

J Ó L AT I L B O Ð

1 3 5

4

JÓLAGJAFIRNAR vilborga@centrum.is

fást í Eirvík

Magimix matvinnsluvélar, blandarar og safapressur. Kaffivélar fyrir Nespresso og kaffi frá Caffé Vergnano fyrir Nespressovélar.

Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur

Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is

1 4

Geysir – Köflótt og töff teppi úr nýrri línu frá Geysi. Teppin eru úr íslenskri ull og fáanleg í nokkrum litum.

2

Barðastaðir er einstaklega notalegt prjónað teppi úr burstaðri íslenskri ull frá Farmers Market.

Rammagerðin – Teppin hlýlegu frá Rammagerðinni eru úr íslenskri ull og framleidd hjá Ístex. Þau byggja á gamalli hönnun Álafoss en Rammagerðin hefur valið nýja liti í framleiðsluna nú.

3 5

Hrafn – Hrafnar er teppi úr mjúkri ull frá Sveinbjörgu. Ullin er mjög fíngerð svo teppið stingur ekki. Teppin eru fáanleg víða um land, til dæmis hjá Kraumi, Epal, Hrím og Dúku. Páfagaukur – Litríkt og fallegt teppi frá Vík Prjónsdóttur sem kallast Papageno. Teppið er framleitt hjá Glófa úr íslenskri ull. Ljósmynd/Ari Magg


! n i m o k u r e n i l ó J

Marimekko kjóll

18.500,-

til í mörgum litum

Nýtt! Múmínkrúsir

3.200,-

Iittala kertastjakar

Nýtt!

frá 2.600,-

Marimekko kjóll Múmín jólakúlur

950,- / stk

22.800,-

líka til í gráum (XS-XXL)

Ullarteppi

14.900,-

Til í mörgum litum

Majamoo pottamottur

frá 3.900,Kapu kaffiskeið

3.900,-

Marimekko kerti

1.250,- / 4 s tk Marimekko pottaleppar og hanskar

frá 1.700,-

Johtoi Stílhreint fjöltengi

Mum’s fatasnagar

frá 3.500,-

3.400,Marimekko snyrtitöskur

Nýtt!

9.300,-

Marimekko taska

14.900,Marimekko veski

frá 2.800,-

Majamoo elduhúsrúllustandur

3.900,-

Til í mörgum litum

Suomi PRKL! Design, Laugavegi 27 (bakhús), www.suomi.is, 519 6688


84

heklað

Helgin 13.-15. desember 2013

 Hekl Í bókinni eru einfaldar og skemmtilegar Hekluppskriftir

Heklaðar fígúrur Marín Þórsdóttir hefur heklað frá því hún var unglingur en er einnig liðtæk með prjónana. Hún var að gefa út sína fyrstu heklbók sem er tileinkuð smáfólkinu. Þar eru 32 uppskriftir að hekluðum dýrum og öðru nýtilegu fyrir börn og foreldra.

É

Ljósmynd/Móa Hjartardóttir

g lærði að hekla í grunnskólanum í Mosfellsbæ, Gaggó Mos. Það fyrsta sem ég heklaði mér var vesti sem mér fannst mjög töff en ég veit ekki hvort það myndi ganga í dag,“ segir Marín Þórsdóttir. sem var að senda frá sér bókina „Heklað fyrir smáfólkið.“ Hún hefur alltaf lagt stund á handavinnu og í raun prjónað meira en heklað í gegn um tíðina. „En eftir að ég eignaðist strákinn minn, sem er núna fjögurra ára, þá fórum við vinkonurnar að hekla lítil dýr eftir amerískum uppskriftum. Þetta þróaðist síðan út í að ég fór að hekla eftir mínum eigin uppskriftum. Ég hef oft verið spurð hvort ég vilji selja hlutina sem ég hef heklað en þar sem handavinna er svo lágt verðlögð langaði mig aldrei að hekla til að selja. Frekar vil ég gefa handavinnuna mína eða hjálpa öðrum að hekla sjálfir. Þá spratt upp sú hugmynd að gefa út heklbók,“ segir hún. Þetta er fyrsta bókin sem Marín gefur út ein en hún átti uppskriftir í bæði Prjónaperlum og Fleiri prjónaperlum, en þeim bókum var ritstýrt af Halldóru Skarphéðinsdóttur og Erlu S. Sigurðardóttur. Í bókinni „Heklað fyrir smáfólkið“ er að finna ýmiss konar fígúrur en líka barnasmekki, húfur og teppi. „Allar fígúrurnar hafa sín persónueinkenni. Innblástur að uglunni sótti ég til lítils vinar míns sem segir ekki mikið en þegar hann talar segir hann eitthvað mjög gáfulegt. Þessi litli vinur minn sem uglan er tileinkuð heitir Bjartur og hugmyndin að henni fæddist einn góðan sumardag í bílnum á leiðinni frá Akureyri. Uppskriftin að uglunni er einföld og ef fólk getur heklað hana þá ætti það að geta heklað allar hinar uppskriftirnar í bókinni,“ segir Marín en meðal annarra fígúra í bókinni eru fíllinn Oddvar, Hanna kolkrabbi og nærsýn kisa með gleraugu. Marín deilir uppskriftinni að uglunni með lesendum Fréttatímans.

Uglan segir fátt en þegar hún segir eitthvað er það afskaplega gáfulegt. Ljósmynd/ Móa Hjartardóttir

Ugla sat á kvisti Það sem þarf er: Garn: Afgangar af Mandarin Classic og Mandarin Petit Heklunál: 3 mm Tróð Uglan er um 15 cm á lengd

Búkur

Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

Marín Þórsdóttir hefur heklað frá því hún var unglingur og byrjaði að hekla fígúrur eftir að sonur hennar fæddist.

HIN FULLKOMNA JÓLAGJÖF Óskaskrín henta fullkomlega í harða pakka fyrir þá sem vilja upplifa og njóta, þá sem velja sjálfir, þá sem eiga allt. Það er einfalt að velja

PIPAR\TBWA

SÍA

rétta gjöf – gefðu upplifun í öskju, gefðu Óskaskrín.

sími 577 5600 info@oskaskrin.is www.oskaskrin.is

Opna – Velja – Njóta

Heklið fram og til baka. Heklið 21 LL. 1. umf.: Heklið 1 FL í aðra L frá nál. Heklið 1 FL í hverja L út umf. Endið þessa umf. og allar umf. hér eftir á 1 LL og snúið við. 2.-64. umf.: Heklið 1 FL í hverja L út umf. Endið hverja umf. á 1 LL og snúið við. Slítið frá og gangið frá lausum endum.

Auga Heklið í hring. Heklið 2 LL. 1. umf.: Heklið 6 FL í aðra L frá nál. Tengið saman hringinn með KL og heklið 1 LL. 2. umf.: Heklið 2 FL í hverja L út umf., alls 12 FL. Tengið saman í fyrstu L með KL og heklið 1 LL. 3. umf.: *Heklið 2 FL í fyrstu L og 1 FL í

næstu L. * Endurtakið frá * til * út umf., alls 18 FL. Slítið frá og gangið frá lausum endum. Heklið hitt augað eins. Saumið augasteina í augun.

Vængir Heklið í hring, skiptið um lit í þriðju hverri umf. Heklið 2 LL. 1. umf.: Heklið 6 FL í aðra L frá nál. Ljúkið þessari umf. og öllum umf. hér eftir með því að tengja saman hringinn með KL í fyrstu L og hekla 1 LL. 2. umf.: Heklið 2 FL í hverja L, alls 12 FL. Munið að tengja saman í fyrstu L með KL og heklið 1 LL. 3. umf.: *Heklið 2 FL í fyrstu L og 1 FL í næstu L.* Endurtakið frá * til * út umf., alls 18 FL. 4. umf.: *Heklið 2 FL í fyrstu L og 1 FL í næstu 2 L.* Endurtakið frá * til * út umf., alls 24 FL. 5. umf.: *Heklið 2 FL í fyrstu L og 1 FL í næstu 3 L.* Endurtakið frá * til * út umf., alls 30 FL. 6. umf.: *Heklið 2 FL í fyrstu L og 1 FL í

næstu 4 L.* Endurtakið frá * til * út umf., alls 36 FL.

Uglurass Heklið í hring. Heklið 2 LL. 1. umf.: Heklið 6 FL í aðra L frá nál. Ljúkið þessari umf. og öllum umf. hér eftir með því að tengja saman hringinn með KL í fyrstu L og hekla 1 LL. 2. umf.: Heklið 2 FL í hverja L, alls 12 FL. Munið að tengja saman í fyrstu L með KL og heklið 1 LL. 3. umf.: *Heklið 2 FL í fyrstu L og 1 FL í næstu L.* Endurtakið frá * til * út umf., alls 18 FL. 4. umf.: *Heklið 2 FL í fyrstu L og 1 FL í næstu 2 L.* Endurtakið frá * til * út umf., alls 24 FL. 5.-8. umf.: Haldið áfram að auka út í um 6 FL í hverri umf. með þessum hætti þar til FL telja 48. Slítið frá og gangið frá lausum endum. Saumið alla hlutana saman og saumið gogginn í. Fyllið með tróði áður en saumað er fyrir búkinn að fullu.


Glæsilegu sængurfötin, púðarnir og rúmteppin

KOMIN AFTUR frá NORdIc FORM. ORM.

Jólaafsláttur

20%

OPIÐ alla helgIna

Dúnfylltir púðar á jólatIlbOÐI frá kr. 5.520

Vönduð rúmteppi í mögum litum á jólatIlbOÐI frá kr. 19.920

Holtagörðum, Reykjavík ✆ 512 6800 • OPIÐ: Virka daga kl. 10.00–18.00, laugardaga kl. 11.00–17.00, sunnud. 13.00-17.00 Dalsbraut 1, Akureyri ✆ 558 1100 • Húsgagnahöllinni, Reykjavík ✆ 558 1100


Hugsaðu vel um fæturna Hágæða skófatnaður í hálfa öld

86

tíska

 Hönnun Svart-Hvít tíSkulína

Eins og lítil stelpa í nammibúð É

Verslunin verður opin í desember sem hér segir: Mán. - föst. 10 - 18 Lau. 14. des. 10 - 16 Lau 21. des 10 -  18 Þorláksmessu: 10 - 20 Aðfangadag: 10 - 12 Sími 551-2070 Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. Lokað á sunnudögum. www.gabor.is - facebook.com/gaborserverslun

g er ennþá eins og lítil stelpa í nammibúð þegar ég geng inn í fatabúð, segir Heba Hallgrímsdóttir en hún hefur hannað fatalínu sem ber heitið „absence of colour“ en hún er nýkomin frá Indlandi þar sem hún hefur dvalið um ár. Heba hefur menntað sig í skóla lífsins en hefur unnið í tískubransanum frá því að hún var aðeins 17 ára gömul. Þá ætlaði hún að vinna í stuttan tíma en henni líkaði svo vel að það var ekki aftur snúið. Hún var meðal annars meðeigandi í fatamerkinu e-label, hefur unnið í tískubransanum í London og starfrækt sína eigin netverslun. Línan sem Heba hannaði er eins og nafn línunnar gefur til kynna ekki í litum heldur en hún svart-hvít. Hún samanstendur af sparilegum stuttum kjólum sem og göllum og efnin eru að mestu „viscose“, bómull og mikið af gagnsæu. Segir hún að fötin henti sérstaklega konum á aldrinum 20 til 40 ára en þó geti hönnunin hentað konum á öllum aldri. Til að byrja með verður línan til sölu í versluninni Morrow í Kringlunni. Heba hefur verið búsett í London um árabil og síðasta árið var hún á Indlandi og vann í því að finna heppilega framleiðendur fyrir íslenska hönnuði. Heba segir dvölina á Indlandi hafa verið mjög þroskandi enda um allt annan veruleika að ræða en við þekkjum þar sem mikil fátækt blasir við á degi hverjum. „Það er líka ákveðin frelsissvipting að vera kona. Ég þurfti alltaf að vera með bílstjóra þegar ég var að fara eitthvað og ég fór til dæmis aldrei í leigubíl ein. Ég hef líka upplifað margt,“ segir Heba. Heba segir að gott sé fyrir íslenska hönnuði að finna framleiðendur á Indlandi sem tilbúnir eru að framleiða minna magn af vörum heldur en gengur og gerist og að þeir séu traustsins verðir. Á næsta ári stefnir Heba að því að flytja aftur til London þar sem hún mun selja sínar vörur.

Gæði &Glæsileiki

Gabor sérverslun Fákafeni 9 S: 553-7060

Opið mán-fös 11-18, Opið mán-fös 11-18 , laulau 11-18 & sun 13-17 11-17 & sun 13-17

www.gabor.is - facebook.com/gaborserverslun

Úrval af fallegum yfirhöfnum á stelpur og stráka. Opið alla daga til jóla.

11,190.-

Opið mán-fös 11-18 , Nýtt kortatímabil Gabor sérverslun lau 11-17 & sun 13-17 Fákafeni 9 S: 553-7060Opið mán.-lau. frá 10-22 og sun. 13-18

Iana Reykjavík

JÓLAFÖTIN KOMIN Í HÚS Flottur Teg Vivienne nærfatnaður Fæst í stærðum fyrir flottar konur

32-40 D,DD,E,F,FF,G Teg. Roksana push skálum up á kr. 6.850,buxur á kr. 2.680,á kr.við10.990,OPIÐ: Mán.- -fös. fös.10 10-18 Mán. - 18, Laugardaga Laugardaga 10-16 10 - 14

Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is

Helgin 13.-15. desember 2013

Heba Hallgrímsdóttir hefur unnið í tískuheiminum frá því að hún var unglingur og fær aldrei nóg af honum. Hún hefur búið í London og Indlandi og stefnir á að flytja aftur til London og markaðssetja sína hönnun.

María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is

Flottir “Konfektmoli” kjólar Jakki á 12.900 kr. Stærð 36 - 46.

Momentum

Nýtt kortatímabil kjóll á 16.900 kr. Stærð 36 - 46 Athugið breyttan opnunartíma í desember.

Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á

síðuna okkar

Opnunartími: daga kl. 11-18 11-17, Laugard. kl. 11-1612-16. Opið virka daga kl.Virka 11-18, laugard. sunnud.


Helgin 13.-15. desember 2013

tíska 87

Vinsælu Oprah Winfrey

Vinsælu satin slopparnir brjóstahaldararnir komnir aftur Verð 9.990 kr. komnir aftur einnig til í hvítu og ljósu Verð: 11.990 kr.

Einnig fást buxur í stíl

Opið laugardag 12kr. - 18 Verð 2.990

Ynja undirfataverslun

Hamraborg 20 S. 544 4088

SPARIKJÓLAR

Opið g da sunnu

Opið g sunnuda Skoðið laxdal.is /kjólar

Laugavegi 63 • S: 551 4422


88

tíska

Helgin 13.-15. desember 2013

KYNNING

ILMUR fyrir karla

Eros frá Versace

Aquafitness

Ferskur, austurlenskur með cedrus viðartóna sem gera hann mjúkan með lokkandi slóða. Ímynd fyrir fullkomna tælingu ástríðufullrar hetju.

Invictus

frá Biotherm

– nýr ilmur frá Paco Rabanne

Þessi einstaki ilmur inniheldur sjávarvatn og nær að fanga kraft hafsins. Hann skilur eftir sig tilfinningu slökunar sem innblásin er af broti öldunnar.

Hver ilmur frá Paco Rabanne segir sína sögu og skapar sinn eigin heim og túlkar verðleika hans. Invictus fæddist af þránni að tala um íþróttir á nýjan hátt. Hetjulegur, ferskleiki og nautn sigurs. Hann er sá sem allir karlmenn vilja vera og allar konur þrá.

Police To Be Flottur ítalskur herrailmur, glasið eins og hauskúpa og í flottum járnkassa. Fæst í apótekum Lyfju, Debenhams og völdum Hagkaupsbúðum.

Ferrari Red Power Magnaður ítalskur herrailmur af bestu gerð. Fullur af hraða og ástríðu sem fær blóðið til að renna hraðar.

Fuel for life SPIRIT frá Diesel

L‘HOMME parfum INTENSE frá YSL

Kryddaður ávaxtailmur. Einstaklega ákafur, karlmannlegur, dularfullur, kynþokkafullur og munúðarfullur ilmur. Tælandi og ófyrirsjáanlegur fyrir þann sem þorir.

Nýr ilmur í L‘HOMME línunni frá YSL. Ákafur ilmur á jaðri kynþokkans, munúðarfullur og ómótstæðilegur. Kynnir sig með björtum toppnótum sem svo bráðna með lostafullu og töfrandi hjarta. Viður og < umvefja svo þessa tóna með fáguðum hætti. Fágaður, lostafullur og töfrandi.

Spicebomb

POLO RED

frá Viktor&Rolf

frá Ralph Lauren

Ilmurinn er karlmannlegur, ávanabindandi og kynþokkafullur, algjör ilmsprengja. Innihaldsefni ilmsins eru bergamot, kanill, elemi og bleikur, sterkur pipar sem gefa honum skerpu ásamt pimento pipar, vetiver og tóbakslaufum sem kalla fram kynþokkann í ilminum.

Ilmurinn er fyrir mann sem er óhræddur við að taka áhættu. Hönnun ilmsins er fullkomin, kraftmikil og stílhrein. POLO RED fær innblástur sinn af bifreiðasafni Ralph Lauren, allt frá hönnun glassins til djarfa rauða litarins. Hver einasti bíll í safni hans var hannaður af ástríðu fyrir stíl, hraða og krafti, og það sama gildir auðvitað um nýjasta Ralph Lauren ilminn, POLO RED. Ilmurinn er samsettur af rauðu greipaldini, rauðu saffron og rauðum sedrusvið og er hann fullur hraða, adrenalíns og tælingar.

Ilmaðu guðdómlega! Allir vilja vera í sínu fínasta um hátíðarnar og jólafötin eru einfaldlega nauðsynlegur hluti af því. Til þess að fullkomna hátíðleikann er ofsalega gaman að ilma guðdómlega. Það er líka ótrúlega skemmtilegt að byrja nýtt ár með ilmum sem henta því skapi sem maður er í hverju sinni.

ILMUR fyrir konur

Naomi Campbell Queen of Gold – nýr ilmur frá Naomi Nýi ilmurinn frá Naomi er hvatning til kvenna sem vilja vera eftirsóttar, glæsilegar og voldugar, eins og nútíma gyðjur. Queen of Gold tilheyrir flokki austrænna, viðar- og ávaxtakenndra ilmvatna og er einfaldlega heillandi, alveg frá sindrandi topptóninum niður í yfirfljótandi grunninn.

Desire frá Dolce & Gabbana Austrænn blómailmur sem fullkomnar The One safnið með innilegum og áfengum tónum sem skapa nautnalegan og afar kvenlegan ilm. Kallar fram dularfulla veröld ljóss og skugga þar sem freistingin og seiðmagnið hefur völdin.

Nude

Unforgettable

Intense

J´adore

– nýr ilmur frá Rihanna

frá Christina Aguilera

frá Dolce&Gabbana

frá Dior

Ávaxta og blómailmur með mjúkum tónum af musk og vanillu. Kynþokkafullur, ögrandi en mjúkur og kvenlegur.

Sígildir tónar koma strax upp í hugann, fara með hann á flug og varðveita minninguna um eilífð. Sætur ilmur sem einkennist af dýrmætum og endingargóðum innihaldsefnum.

Magnaður kraftur austrænna blóma sem örva skilningarvitin. Intense er kraftmikil blanda fágaðra og heillandi andstæðna og máttur ilmsins fær þig til að vakna, ögra og ná valdi.

Glæsilegur ilmur, kvenlegur og klassískur í anda Dior. Mjúkur blómailmur með Ylang Ylang í topptónum og Damaskus rose og Jasmin í undirtónum. Fágað útlit flöskunnar endurspeglar kvenlegar línur og mýkt ilmsins.

Fantasy anniversary edition frá Britney Spears 10 ára afmælisútgáfa sem tileinkuð er aðdáendum Britney Spears með 10 faðmlögum og 10 kossum með þakklæti fyrir stuðninginn. Umbúðir eru í afmælisbúningi.

Manifesto L‘Élixir – nýr ilmur frá Yves Saint Laurent Ímynd dirfskunnar, umvafinn leyndardómum. Bergamot og mandarína mynda frískandi tóna, fullkomin samsetning jasmínu og páskalilju gefa honum kvenlegan blómailm. Grunnurinn er með viðartónum, ambroxan og vanillustangir. Klassískur og nútímalegur í senn.

Loverdose Tattoo - ungur framúrstefnulegur og djarfur ilmur Margbreytilegur ilmur með ferskleika frá sólberjum, losta frá jasmín og appelsínu blómi. Hlýleiki og dýpt frá tonka baunum. Ilmurinn undirstrikar persónuleika sjálfstæðrar og sterkar konu, sem er fáguð en vill á sama tíma hafa fjör.

La vie est belle, Eau de parfum légere frá Lancôme Nýr ilmur úr herbúðum Lancome sem ber sömu yfirskriftina og hinn fyrri.... Ilmurinn hefur mjúka áferð musks sem ýtir undir hið viðkvæma yfirbragð Eau de Parfum, án þess þó að týna einstökum einkennum upprunalega ilmsins.

Boss Jour pour femme frá Boss Kveikjan að ilminum er fyrsta birta dagsins sem hvetur konur til að grípa öll tækifæri og skapa sér sín eigin örlög, alla daga. Ilmurinn endurspeglar birtu, kraft og þokkafulla yfirvegun sem sameinar dásamlega blöndu hvítra blóma og líflegra sítrusávaxta.

Sí – nýr ilmur frá Armani Heillandi innblástur sjálfstæðra kvenna og þeirra sem þora að taka ákvarðanir. Grunnnótur eru patchuli, orcanow, vanilla og jasmín. Toppnótur eru bergamot, mandarína, sólber og fresía. Hjartað er úr rósablöðum, neroil, osmanthus og jasmíni.

Pink Friday – nýr ilmur frá Nicki Minaj Fyrsti ilmurinn frá Nicki Minaj. Hún hannaði ilminn sérstaklega fyrir aðdáendur sína. Léttur og átakalaus sem framkallar réttu stemninguna og er fullur af hamingju. Nicki Minaj lýsir ilminum „eins og englar að leika sér“.

Flowerbomb frá Viktor&Rolf Ummyndar hinu neikvæða í jákvætt, raunveruleika í draum, konum í blóm. Ljúffeng, lostafull blómasprengja.


Velkomin í nýja verzlun

SUIT - REYKJAVÍK -Sendum frítt út á land til jóla-

Bolur- 6.900kr.

Skyrta - 10.900kr.

Peysa- 16.900kr.

Dúnvesti - 29.900kr.

Skyrta- 14.900kr.

Peysa - 10.900kr.

Jakki - 34.900kr.

Peysa- 14.900kr.

Skyrta - 12.900kr.

suit@suit.is

www.suit.is

SUIT-REYKJAVÍK

Skólavörðustíg 6

s. 527-2820


90

tíska

Helgin 13.-15. desember 2013 KYNNING

Pallíettukjóll 12.900 kr. Hálsmen 3.900 kr. Veski 4.900 kr.

Möst C Bláu húsin Faxafeni S. 588 4499

Svartur kjóll 29.900 kr.

Grár pallíettukjóll 42.900 kr.

Momo Garðatorgi við hliðina á *Viðkomandi S. 552 1818 Fb momo konur

Momo Garðatorgi við hliðina á Viðkomandi S. 552 1818 Fb momo konur

One two Luxzuz Pils 8.990 kr. Stærð 36-46

Black pepper Laugavegi 178 S. 555 1516

Pils 23.990 kr. Peysa 19.990 kr.

Kjóll 29.990 kr.

Stíll Laugavegi 58 S. 551 4884

Stíll Laugavegi 58 S. 551 4884

SPARINAANWICH

Herraskór í st. 42-50

SKÓ

METAL DESIGN STEFÁN BOGI

markaðurinn

GULL OG SILFURSMIÐUR SKÓLAVÖRÐUSTÍG 2

Ármúla 44, Reykjavík Sími: 517 2040

www.metaldesignreykjavik.is METALDESIGNREYKJAVIK

Glæsibæ • Dalvegi • N1 Ártúnsbrekku • Bæjarhrauni • Skoðaðu matseðilinn á saffran.is

Opið mán-fös 11-18, lau 11-18 & sun 13-17


EGF GJAFATASKA EINSTÖK JÓLAGJÖF EGF húðvörurnar eru afrakstur íslenskrar nýsköpunar og vísindarannsókna. Þær innihalda EGF frumuvaka sem stuðlar að endurnýjun húðarinnar og gefur henni frísklegt yfirbragð.

Dekraðu við húðina EGF EGF EGF EGF

Vellíðan og betra útlit EGF Húðdropar™ 5 ml EGF Kornahreinsir 60 ml EGF Dagkrem 7 ml

Íslensk nýsköpun, hugvit og framleiðsla Fylgstu með á Facebook.com/EGFhudvorur www.egf.is

Húðdropar™ 15 ml Kornahreinsir 60 ml Dagkrem 30 ml Hárband


92

matur & vín

Helgin 13.-15. desember 2013

 vín vikunnar

Pepe frændi kemur sterkur inn Þegar við hugsum um sérrí og jólin sjáum við gjarnan ömmu fyrir okkur með lítið glas af sætu víni. Sérrí þarf aftur á móti ekki að vera sætt. Tio Pepe, eða Pepe frændi, er ólíkt því sérríi sem Íslendingar eiga að venjast því það er alls ekki sætt og í raun eitt þurrasta vín sem þú getur fengið. Það hefur mildan, ferskan hnetukeim sem er afar frískandi. Tio Pepe er drukkið eins og hvítvín, eigi það að drekkast eitt og sér. Framreitt helst í litlu hvítvínsglasi, beint úr ísskápnum. Það er mjög gott að blanda því saman við límonaði eða jafnvel tónik til að fá afar frískan og bragðgóðan drykk. Furðulegt nokk hentar Tio Pepe líka vel í kokteila, til að mynda Blóðugu Maríu. Þessi ágæti sérrídrykkur hentar líka vel með mat. Til dæmis þurrkaðri skinku, hörðum ostum, skelfiski en Tio Pepe kemur þó sérstaklega á óvart með sushi.

Gonzalez Byass Tio Pepe Fino Gerð: Sérrí. Þrúga: Palomino.

Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson

Uppruni: Spánn. Styrkleiki: 15% Verð í Vínbúðunum: 3.599 kr. (750 ml)

ritstjorn@frettatiminn.is

Fréttatíminn mælir með Undir 2.000 kr.

2.000-4.000 kr.

Yfir 4.000 kr.

 Banfi Brunello di Montalcino

Gerð: Rauðvín.

Mure Gewurztraminer Signature

Þrúgur: Carme-

Gerð: Hvítvín.

Þrúga: Sangiovese.

nere.

Þrúga: Gewurzt-

Uppruni: Ítalía,

Uppruni: Chile,

raminer.

2007.

2012.

Uppruni: Frakkland, 2011.

Styrkleiki: 14,5%

Styrkleiki: 13,5% Verð í Vínbúð-

Styrkleiki: 13,5%

unum: 5.898 kr.

unum: 1.699 kr.

Verð í Vínbúð-

(750 ml)

(750 ml)

unum: 2.399 kr.

Umsögn: Mon-

Umsögn: Carme-

(750 ml)

nere-þrúgan telst til Bordeaux-þrúga. Þetta vín kemur frá Chile þar sem þessi þrúga þrífst vel og er mikið notuð. Prýðisgott hversdagsvín. Hentar vel með flestum mat.

Umsögn: Þetta

talcino er smábær í Toscana-héraði. Brunello er sérstök víntegund frá því frábæra vínsvæði. Þetta vín frá Banfi er frábær fulltrúi þessarar víntegundar. Vínið er mikið en um leið ferskt með smá berjakeimi. Hentar vel með villibráð og öðrum bragðmiklum mat.

Xplorador Carmenere

Jólahlaðborð Fjörukráarinnar Stendur fram að jólum

Minnum á skötuveisluna á Þorláksmessu frá kl. 11:30 og frameftir kvöldi. Sem endranær verðum við með það sem við erum þekktust fyrir, að hafa þetta þjóðlegt með stórkostlegum söngvurum sem eru eitt af því sem hafa gert okkur svo sérstök. Öll hafa þau skemmt hér í áraraðir og því heimavön og nú labba þau á milli borða og syngja lög sem tengjast jólunum.

Verð á jólahlaðborði er 7.900 krónur á mann

Alvöru jólaglögg

Bjóðum einnig uppá Jólapakka fyrir einstaklinga sem og hópa, Sælkerapakka, Þorrapakka og Árshátíðarpakka. farðu inn á www.fjorukrain.is og og skoðaðu hvað við getum gert fyrir þig.

Söngsveitina okkar skipa þau Kjartan Ólafsson, Elín Ósk, Svava Kristín Ingólfsdóttir, Ólafur Árni Bjarnason. Þau munu ásamt öðrum sem skipa Víkingasveitina okkar sjá um að halda uppi jólaskapinu meðan á borðhaldi stendur.

Hlið á Álftanesi

Verð í Vínbúð-

Réttur vikunnar

Gerum einnig tilboð fyrir hópa í gistingu og mat.

Við kynnum nýjan möguleika í mat og gistingu. Verið velkomin

hálfþurra vín úr Gewurztraminerþrúgunni er mjúkt og ferskt og skilar sér jafn vel sem lystauki og með smáréttum. Passar vel með sterkum mat og, ótrúlegt en satt, steinliggur með hamborgarhryggnum.

Gerð: Rauðvín.

Nú er runninn upp sá tími að huggulegt er að dreypa á jólaglöggi heima við og í veislum. Gunnar Páll Rúnarsson, veitingamaður á Vínbarinn bistró, færir okkur hér uppskrift af alvöru glöggi og huggulegum eftirrétti í kaupbæti.

H LIÐ

I Á LF TA NE S Veitingar og gisting

www.fjorukrain.is - Pöntunarsími 565 1213

Vistamar Brisa Cabernet Sauvignon Gerð: Rauðvín. Þrúga: Cabernet

Sauvignon. Uppruni: Chile. Styrkleiki: 12,5% Verð í Vínbúðunum: 1.599 kr.

(750 ml)

Jólaglögg fyrir 4 1 fl rauðvín, ekki of sætt 1/2 appelsína og börkur af henni 1 kanilstöng 2 stk. af negul 50 g rúsínur Hitið rauðvínið í potti, má ekki sjóða. Bætið kanilstöng, negul, berki af appelsínu og skerið restina af appelsínum í fallega bita. Hitið í þrjár til fjórar mínútur. Setjið rúsínur í glös og hellið jólaglögginu yfir.

Sherrífrauð með spönskum áhrifum. fyrir 4 2 dl Osborne medium 2 msk púðursykur 200 g rjómaostur 100 g saxaðar döðlur 100 g saxaðar gráfíkjur 150 ml hálfþeyttur rjómi

þeytta rjómanum út í. Berið fram í fallegum skálum eða glösum. Og drekkið sherrí með.

Osborne Medium Gerð: Sherrí. Þrúga:

Setjið allt nema hálfþeytta rjómann í matvinnsluvél og maukið í fjórar mínútur. Setjið í skál og blandið hálf-

Palomino Fino. Uppruni: Spánn. Styrkleiki: 15% Verð í Vínbúðunum:

2.898 kr. (750 ml)


Nテコ loksins テ。 テ行landi!


94

matur & vín

Helgin 13.-15. desember 2013

Megi sósan vera með þér J ólin væru bara eins og hver annar þriðjudagur ef ekki væri fyrir eina staðreynd. Á jólunum þarf að setja sósu á allt. En marga hryllir tilhugsunin að baka upp sósur frá grunni. Kekkjaóttinn svokallaði byrjar að gera vart við sig um desember miðjan og magnast svo fram að jólum. En það þarf ekki að óttast. Því að uppstúfnum undanskildum er hægt að einfalda sér sósustressið um jólin. Með því að gera einn góðan sósugrunn, ríkisgrunn. Hann má svo tvista og snúa svo úr verði sósa sem passar með því sem næst öllu. Orðatiltækið bragðast eins og kjúklingur varð ekki til úr engu. Kjúklingur er enda bragðlítill einn sér og sjálfur. Það gerir það hins vegar að verkum að kjúklingur hentar einkar vel sem grunnur. Það vill líka svo til að vængirnir af kjúklingnum henta sérlega vel til sósugerðar og kosta svipaðan pening og strætómiði.

Grunnurinn

Saxa grænmetið og setja í eldfast mót ásamt kryddjurtunum. Passa að mótið sé frekar stærra en minna. Þó þannig að grænmetið þekji botninn. Skera í holdið á kjúklingnum og skera vængina jafnvel í tvo þrjá bita. Dreifa þeim svo um fatið og velta öllu saman upp úr hlutlausri matarolíu. Salta og pipra hóflega. Skella herlegheitunum inn í 200 gráðu heitan ofn og elda í klukkutíma eða þar til að kjötið er byrjað að brúnast og fellur auðveldlega af beinunum. Færa allt gumsið yfir í stóran pott og steikja við lágan hita. Passa að skafa allt sem hefur fest við botninn á eldfasta mótinu og setja út í pottinn. Hægt að nota nokkra dropa af vatni eða rauðvíni til að ná því erfiðasta. Hræra vel í og þrýsta kraftinum úr kjúklingnum og grænfóðrinu. Skafa botninn reglulega svo ekkert brenni við. Því lengur

sem steikt er, því bragðmeiri og dekkri verður sósan. Þá er að dreifa hveitinu yfir og hræra því saman við. Þegar mesta hveitibragðið hefur verið steikt úr eftir mínútu eða tvær er sjóðandi heitu vatni helt yfir og öllu hrært saman. Hækkað undir og ná upp suðu. Halda svo við suðumark í um 10 mínútur. Þá ætti sósan að hafa þykknað vel. Ef bragðbæta á með rauðvíni eða slettu af öðru bragðgóðu víni eins og sérrí, púrtvíni eða koníaki er tíminn núna. Líka hægt að nota smá malt ef ekki á að nota bús. Láta malla við vægan hita í um hálftíma. Sigta svo og kreista vel allan vökva úr grænmetinu og kjúklingnum. Þetta geymist í tvo þrjá daga inni í kæliskáp en svo mánuðum skiptir í frystinum. Einfalt að frysta hæfilega skammta í pokum með zip lás. Ef þeir eru frystir flatt eru þeir enga stund að þiðna.

Sósan kláruð

Þegar tími er svo kominn til að drekkja góðum kjötbita í sósu er poki tekinn úr frystinum. Hann látinn þiðna meðan maturinn er eldaður. Safna saman öllum kjötsafa og skófum af kjötbitanum. Ef feitmeti var á hlóðunum er best að fleyta burt mestri fitunni. Hræra svo saman við ríkissósugrunninn. Hita upp að suðu og láta malla um stund til að þykkja. Því næst er það heimagerða rifsberjagelið. Matskeið eða tvær af því setja punktinn yfir i-ið. Gott að sigta sósuna og halda henni heitri þangað til einhver segir gjörið svo vel. Rétt áður en sósan er borin fram er líka gott að skutla nokkrum grömmum af köldu smjöri út í til að fá gljáa og gott bragð. Sletta af rjóma drepur svo engan svona rétt yfir hátíðirnar. Nema kannski einhvern sem er með ofnæmi fyrir mjólkurvörum. Kannski.

Rétt áður en sósan er borin fram er líka gott að skutla nokkrum grömmum af köldu smjöri út í til að fá gljáa og gott bragð. Sletta af rjóma drepur svo engan svona rétt yfir hátíðirnar.

Sósan

Sósan hentar með flestum mat en eins og gefur að skilja er ekki hægt að nota vökvann af söltu kjöti. En þá er um að gera að nota eitthvað annað gott. Smá malt, eða kjötkraft. Sveppi, sultu eða tómatkraft. Svo er hægt að kaupa lítinn bita af ósöltu kjöti af sömu tegund. Steikja einhverja góða blöndu af þessu á pönnu með og skutla ríkisgrunninum svo út í pönnuna. Salta og pipra smá og sjóða svolitla stund þangað til að sósan þykknar. Sigta svo bitana frá og klára með rifsberjagelinu góða og drekkja svo hvurju því sem að kjafti vill koma í heitri sósunni.

1 pakki kjúklingavængir, u.þ.b. 600 gr. 2 laukar gróft saxaðir 2 stórar gulrætur saxaðar 2 sellerístilkar saxaðir 3 lárviðarlauf 3 salvíulauf 2 rósmaríngreinar 2 lítrar sjóðandi heitt vatn 1 dl rauðvínsglas rifsberjagel olía pipar salt

Haraldur Jónasson hari@ frettatiminn.is


Íslenskur kalkúnn Hollur hátíðarmatur!

Mangó- og aprikósufylling ATA R N A

• 4 dl soðið kúskús • 1 mangó skrælt og skorið í teninga • 15 þurrkaðar aprikósur, skornar í bita • 5 cm engiferrót, smátt söxuð • 3 msk pistasíuhnetur • 5 brauðsneiðar, skorpulausar og skornar í bita • 50 g bráðið smjör • 2 egg • 2 msk Mangó chutney • Salt og pipar

Blandið öllu hráefni vel saman og fyllið kalkúninn. Kryddið og setjið smjörklípur á fuglinn. Setjið kalkúninn inn í 190°C heitan ofn í 15 mín eða þangað til fuglinn verður fallega brúnn. Breiðið álpappír vel yfir fuglinn. Lækkið hitann í 150°C og steikið fuglinn áfram í 45 mín/kg eða þangað til kjarnhiti nær 71°C.

Verði ykkur að góðu Reykjabúinu, Mosfellsbæ.

Holda kalkúnn frá Reykjabúinu er hollur • Hreint kjöt án allra aukaefna, fitusnautt og létt í maga • Fæst í flestum matvöruverslunum •

Fleiri uppskriftir og eldunarleiðbeiningar á

kalkunn.is ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA


96

matur & vín Magnús Ingi Magnússon stendur vaktina á Sjávarbarnum þar sem hafin er þrettán daga skötuveisla. Ilminn leggur yfir Grandagarð og víðar. Ljósmynd/Hari

Helgin 13.-15. desember 2013  jól Þrettán daga skötuveisla á sjávarBarnum

Meistara-Maggi kominn í jólaskap Sjónvarpskokkurinn Maggi í Eldhúsi meistaranna er ekki maður einhamur. Auk þess að uppfræða landann í þætti sínum og steikja hamborgara á Texasborgurum rekur hann Sjávarbarinn úti á Granda. Og þar er hafin þrettán daga skötuveisla. Hundrað manna hópur hefur boðað komu sína um helgina.

m

enn eru vitlausir í þetta. Sumir eru svo sólgnir í skötuna að þeir koma oft til mín,“ segir Magnús Ingi Magnússon veitingamaður. Magnús er kominn í jólaskap og á veitingastað hans, Sjávarbarnum úti á Granda, er nú hægt að komast í skötuveislu þó enn séu tíu dagar fram að Þorlák. „Ég er búinn að gera þetta undanfarin sjö ár hérna og það komast allir í jólaskap þegar ég kveiki undir skötupottunum,“ segir Maggi, léttur í bragði. Vinsældir skötuveislunnar hafa verið slíkar að hún nær yfir lengra tímabil með hverju árinu. Fyrst um sinn byrjaði Maggi fjórum dögum fyrir Þorlák, veislan var svo lengd í viku en í ár stendur hún í heila þrettán daga. En meistarinn er ekki að okra á gestunum þó hann færi eflaust létt með það, verðið er litlar 2.800 krónur. Maggi segir að viðskiptavinir hans taki því fagnandi að geta komið í skötu fyrir Þorláksmessu. „Já, sumir hafa það mikið að gera á Þorláksmessu og komast ekki yfir þetta þá. Svo

eru aðrir sem vilja ekki standa í biðröð eins og gerist á Þorláksmessu.“ Algengt er að fólk hópi sig saman og heimsæki Magga og hans fólk. „Vinnuhópar og allskonar klúbbar koma aftur og aftur. Ég á von á hundrað manns úr Oddfellow nú á laugardaginn.“ Hvað með þig sjálfan, ertu skötu-maður? „Jaaaa. Ég borða hana...,“ segir Maggi og lætur ekki meira uppi. „Maður er orðinn samdauna þessu, alveg ónæmur í nasaholunum. Þetta er bara ákveðin vertíð og svo setjum við allt í þvottavélina og hreinsum með sterkum efnum á eftir,“ segir hann og hlær dátt. Maggi er umsjónarmaður sjónvarpsþáttarins Eldhús meistaranna sem sýndur er á ÍNN. Hann á tryggan aðdáendahóp sem fylgist með þáttunum og snæðir reglulega hjá honum á Sjávarbarnum og systurstaðnum við hliðina, Texasborgurum. Eins og Meistara-Magga sæmir er fólki ekki í kot vísað þegar það kemur í skötuveislu til hans. „Við búum til alla skötuna sjálfir, lærðum af alvöru skötuköllum. Ég hef fengið svaka góð viðbrögð frá vönum mönnum að vestan. Sumir hafa grátið, það þykir toppurinn þegar hún er það sterk. Við erum líka með mildari útgáfu og nýmóðins skötu og sitthvað fleira.“ Maggi er kominn í jólaskap enda ekki annað hægt þegar skötuilminn leggur yfir allt. Og okkar maður sér fram á annasama daga. „Það er extra stór skötuhelgi núna. Þorlákur er á mánudegi þannig að fólk verður að koma alla helgina. Þetta er rosalegur bissness fyrir mig.“

Ég hef fengið svaka góð viðbrögð frá vönum mönnum að vestan. Sumir hafa grátið, það þykir toppurinn þegar hún er það sterk.

Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is

 Bjór Bríó gengur vel vestanhafs

Perusætur og Gráðagóður

Jólaostar Girnilegt úrval af ostagóðgæti og gúmmulaði.

Veitingamennirnir Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson standa hér á milli bruggmeistaranna Valgeirs Valgeirssonar og Sturlaugs Jóns Björnssonar í Borg Brugghúsi. Þeir eru ánægðir með útrás Bríó í Kanada. Ljósmynd/Hari

Seldur á yfir hundrað stöðum í Kanada

Íslenski bjórinn Bríó er nú fáanlegur á yfir hundrað sölustöðum í Kanada. Í sumar gekk Ölgerðin, sem framleiðir Bríó, frá samningum við Christopher Steward Wine & Spirits um að flytja Bríó inn og dreifa í Kanada. Síðan hafa hlutirnir gengið hratt fyrir sig. „Það gengur ótrúlega vel með frændur okkar í Kanada, Bríó er nú fáanlegur í verslunum í Kanada. enda um vel ættaða smekkmenn að ræða, allavega að hluta.“ segir Kormákur Geirharðsson, vert á Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Bríó er kominn í dreifingu hjá kanadísku ríkissölunni í héruðunum Bresku Kolumbíu og Albertu auk þess sem hann er fáanlegur á ýmsum börum og veitingahúsum. Þá hefur ríkissalan í Saskatchewan staðfest að í byrjun næsta árs verði Bríó fáanlegur þar um slóðir. „Bríó hefur verið tekið frábærlega. Við erum þegar komnir á yfir 100 sölustaði þarna og þessi viðbótar listun í Saskatchewan bætir einhverjum slatta við þá tölu,“ segir Kormákur ennfremur. Bríó er ekki eini bjór Ölgerðarinnar sem fáanlegur er í Kanada. Ölgerðin hefur einnig flutt söluumboð á Egils Gulli í landinu yfir til Christopher Stewart og er Gull nú fáanlegur í verslunum í Manitoba. Bríó var sem kunnugt er þróaður af Borg Brugghúsi í samstarfi við Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Fyrst um sinn var hann eingöngu fáanlegur úr krana á Ölstofunni. Bríó hefur hlotið ýmis verðlaun á bjórkeppnum erlendis, til að mynda hlaut hann gullverðlaun á World Beer Cup.


Beint af akri í bolla Veitingastaðurinn K-bar við Laugaveg 74 í Reykjavík hóf göngu sína nýlega en er þegar farinn að geta sér gott orð fyrir kóreska matargerð. Færri vita þó að K-bar er líka kaffihús sem opnar dyr sínar kaffiþyrstum gestum og gangandi klukkan 7.30 alla daga vikunnar. Ólaf Örn Ólafsson, annan tveggja eiganda staðarins, langaði til að geta boðið upp á eitthvað alveg sérstakt sem væri spennandi viðbót við kaffiflóru Reykjavíkur. Hann ákvað því að hefja samstarf við kólumbískan kunningja sinn, Luis Velez, sem leggur metnað sinn í að framleiða „besta kaffi í heimi“. Ólafur, sjálfur alræmdur kaffiáhugamaður, vill meina að sér hafi tekist það. Luis hafði stundað kaffigerð í Kólumbíu í mörg ár en alltaf brennt það og pakkað því fyrir utan landsteinana þangað til hann ákvað að taka allt framleiðsluferlið í sínar eigin hendur. Nú malar hann og brennir baunirnar og pakkar kaffinu á landareign sinni í Kólumbíu. Þaðan fer varan beint til neytandans milliliðalaust. En það er ekki bara rjúkandi kaffibolli beint frá kólumbískum akri sem gestir geta notið á K-bar því með bollanum býður Ólafur upp á hina feiknavinsælu Cronuts. „Cronuts er að gera allt vitlaust í Bandaríkjunum. Fólk stendur í röðum í þrjá klukkutíma í New York til að kaupa sér cronut á morgnana. Þetta er sætabrauð sem samanstendur af frönsku croissant og ameríska kleinuhringnum, fundið upp af bandarískum kökumeistara í New York, stælt út um allan heim en í fyrsta sinn á Íslandi hjá okkur.“ Ólafur segir blönduna af besta kaffi í heimi og svo cronuts með því ekki vera bara „sjúklega gott“ heldur einfaldlega hollt fyrir sálina. -HH

Falleg gjafavara

frá BoConcept!

XEINN IX 13 11 002

Kíktu við að Fosshálsi 1 í Reykjavík og skoðaðu fallega og skemmtilega öðruvísi gjafavöru frá BoConcept.

Púði „turn me around“

Púði „Sari“

Bollar „Collectors“

Vasi „Owl purple“

verð kr. 10.790,- stk.

verð kr. 8.990,- stk.

verð kr. 9.690,- 6 í pakka

verð kr. 10.190,- stk.

Púði „Six assortments“

Teppi „Sari vintage“

Kertastjakar „Japanese Dolls“

Veggklukka „Mega numbers“

verð kr. 9.190,- stk.

verð kr. 18.390,- stk.

verð kr. 2.995,- stk.

verð kr. 9.490,- stk.


98

skák og bridge

Helgin 13.-15. desember 2013

 Sk ák OfurStórmeiStar ar tak aSt á í LOndOn

Anand snýr aftur að taflborðinu

S

terkasta atskákmót ársins stendur nú sem hæst í London, þar sem margir af stigahæstu meisturum heims keppa, ásamt bestu skákmönnum Breta. Fyrst var keppendum skipt í fjóra riðla, þar sem tefld er tvöföld umferð. Tveir efstu úr hverjum riðli komast í 8-manna úrslit og þá tekur útsláttarkeppni við. Í A-riðli teflir Vishy Anand, og á miðvikudag settist hann í fyrsta skipti að tafli, síðan hann tapaði heimsmeistaratitlinum til Magnusar Carlsen. Mótherji Anands var hinn geðþekki Luke McShane, sem sjálfur er fyrrverandi heimsmeistari barna. McShane, sem tefldi með Hróknum á árum áður varð stórmeistari 16 ára, og eitt mesta efni sem fram hefur komið í Evrópu. Hann er nú 29 ára og starfar hjá bankarisanum Goldman Sachs, þannig að þessi snillingur sést alltof sjaldan við taflborðið. McShane náði yfirburðastöðu gegn Anand, en glutraði henni niður og tapaði eftir æsispennandi skák. Í 2. umferð lagði McShane hinsvegar rúmenska stórmeistarann Istratescu, meðan Anand og Michael Adams gerðu jafntefli. Í B-riðli eru rússnesku ofurmeistararnir Kramnik og Svidler, ásamt Englendingnum Sadler og Skotanum Rowson, og voru veðbankar vitanlega á einu máli um að bresku stórmeistararnir ættu litla möguleika á að komast áfram. Kramnik sigraði Svidler í fyrstu umferð og Rowson var næstur á matseðlinum.

C-riðill vekur sérstakan áhuga Íslendinga, því þar teflir Gawain Jones, sem er liðsmaður GM Hellis á Íslandsmóti skákfélaga. Mótið verður Jones (sem varð 26 ára á miðvikudaginn) væntanlega mikil reynsla, því þarna eru líka Boris Gelfand, sem hefur teflt um heimsmeistaratitilinn; Judit Polgar, besta skákkona sögunnar og síðast en ekki síst Hikaru Nakamura, besti skákmaður Bandaríkjanna. Jones gerði jafntefli við Nakamura í 1. umferð, en tapaði svo fyrir Gelfand. Í D-riðli fór snillingurinn Fabiano Caruana af stað með látum, og sigraði Emil Sutovsky og Nigel Short (en allir hafa þeir teflt á Íslandi) og er langsigurstranglegastur. Fjórði keppandinn er Englendingurinn David Howell, 23 ára. Hann varð stórmeistari 16 ára, yngstur allra Englendinga – sló met McShanes um hálft ár. Beinar útsendingar og skákskýringar eru á heimasíðu mótsins, londonchessclassic. com, og er verulega gaman að fylgjast með, enda margar æsispennandi skákir og ógnvænlegt tímahrak. Samhliða atskákmótinu fer fram 9 umferða kappskákarmót þar sem tveir Íslendingar eru meðal 180 keppenda, Oliver Aron Jóhannesson og Guðmundur Gíslason. Nánar verður sagt frá frammistöðu þeirra – og úrslitum á ofurmótinu – í næstu viku.

Anand tapaði heimsmeistaratitlinum í síðasta mánuði en hefur nú snúið aftur að taflborðinu.

Hverfisgötu 47, hélt sitt árlega jólaskákmót í vikunni, tíunda árið í röð. Vin er griðastaður Rauða krossins, og þar er teflt alla daga nema fimmtudaga klukkan 13 og haldin stórmót í hverjum mánuði. Það fór vel á því að „skákljónið“ Róbert Lagerman sigraði á mótinu, enda er hann forseti Vinaskákfélagsins og driffjöður í starfinu. Verðlaunin voru ekki af

Róbert er jólasveinninn í ár

Vinaskákfélagið, sem hefur aðsetur í Vin við

lakari sortinni, því skákljónið fékk að launum veislumáltíð fyrir tvo á Argentínu. Í öðru sæti varð hinn eitilharði Ingi Tandri Traustason, og er fyrir vikið á leiðinni í sælkæramáltíð á Lækjarbrekku. Bronsið hreppti Stefán Bergsson, sem fór heim klyfjaður jólakonfekti frá Nóa Síríus. Án nokkurs vafa gómsætustu verðlaun ársins!

 Bridge Hjónin LjóSBr á BaLdurSdóttir Og mattHíaS ÞOrvaLdSSOn

Annar sigur á Íslandsmóti á stuttum tíma

L

jósbrá Baldursdóttir og Matthías Þorvaldsson unnu Íslandsmótið í Butler tvímenningi sem var spilað á laugardaginn 7. desember. Þau skoruðu 68 impa og voru með nokkuð örugga forystu síðasta þriðjung mótsins. Þetta er annar sigur þeirra hjóna á stuttum tíma í Íslandsmóti. Stutt er síðan þau unnu sigur á Íslandsmóti í parasveitakeppni. Í 2. sæti á Íslandsmótinu í bötler voru Sigurður Vilhjálmsson og Júlíus Sigurjónsson með 46 impa og í 3ja sæti voru Gunnar Björn Helgason og Magnús Eiður Magnússon með 44 impa. Þátttakan í þessu móti var með ágætum. Alls tóku 22 pör þátt, sem er þremur pörum meira en í fyrra. Þess má geta að Ljósbrá var eina konan sem tók þátt í þessu móti en hún hélt uppi merki kvenna og lét það ekki hindra sig í að ná efsta sæti. Matthías og Ljósbrá skráðu sig til leiks á síðustu stundu. Matthías sá á keppendalistanum, sem birtist á vefsíðu, að mótið var vel mannað flestum sterkustu spilurum landsins. Matthías og Ljósbrá ætluðu ekki að taka þátt í þessu móti, en gátu ekki látið það vera þegar þau sáu keppendalistann. Matthías Þorvaldsson og Ljósbrá Baldursdóttir græddu vel á þessu spili í Íslandsmótinu í bötler. Spilið er nr 13, allir á hættu og norður gjafari.

♠ ♥ ♦ ♣

♠ ♥ ♦ ♣ 102 K108 ÁKG10864 9

Jón og Sigurbjörn unnu Íslandsmót í sagnkeppni

D85 DG963 3 D654

♠ ♥ ♦ ♣

N V

A S

♠ ♥ ♦ ♣

Jón Baldursson og Sigurbjörn Haraldsson unnu Íslandsmótið í sagnkeppni 2013. Þeir fengu 2440 stig af 3000 mögulegum sem jafngilti 81,5%. Í 2. sæti, aðeins 10 stigum á eftir, voru Helgi Sigurðsson og Haukur Ingason. Jafnir í 3ja sæti með 2170 stig voru Stefán Jónsson – Hermann Friðriksson og Ragnar Magnússon – Ómar Olgeirsson. Alls tóku 14 pör þátt og er Antoni Haraldssyni þakkað fyrir umsjón og skipulagningu keppninnar. Þátttakan er umtalsvert betri en á síðasta ári og vonandi er aukin aðsókn í bridgemót það sem koma skal í briddsheiminum á Íslandi.

KG7 742 D95 Á1032

Á9643 Á5 72 KG87

Norður byrjaði á passi og Matthías í austursætinu passaði sömuleiðis. Suður vakti á einum spaða, Ljósbrá sagði tvo tígla, norður sagði þrjá tígla (góð hækkun í spaða) og Matthías lauk sögnum með 3 gröndum. Útspil suðurs var laufsjöa. Matthías drap drottningu norðurs á ás og raðaði niður tígulslögunum sjö og henti aldrei laufi. Suður hélt öllum laufum sínum og henti smáspilunum í hálitum, utan ásanna. Matthías setti þá rólega spaða og fékk níunda slaginn á laufatíuna. Það gaf 7 impa í plús.

TRÚARLEIÐTOGA Í MÚSLIMSKU SAMFÉLAGI Í BRETLANDI. Í MÖRG ÁR MISNOTAÐI FAÐIR

HENNAR HANA Í KJALLARA Á HEIMILI ÞEIRRA.

Bók sem þú leggur ekki frá þér fyrr en að lestri loknum. ISBN 978-9935-9115-2-0

9 789935 911520

SALT

Draumaeyjan er sagan af Golla litla sem lifir fyrir það að leita að myndum sem stjórna draumum hans og leik. Dag nokkurn verður hann fyrir hverri trufluninni á fætur annarri sem breytir bæði lífi hans og draumum. Skemmtileg bók sem vekur börn til umhugsunar um mikilvægi þess að elska náungann.

Dóttirin Hannah Shah Dóttirin

Hannah Shah

Snorrason og Ragnar Hermannsson eru langefstir í bötlerútreikningi spilara, með 3,75 impa í plús að meðaltali í spili, meir en 2 impum meira en parið í öðru sæti. Staða fimm efstu sveita er þannig: 1. Grant Thornton

54,27

2. Lögfræðistofa Íslands

42,38

3. Hvar er Valli

35,68

4. VÍS

35,07

5. Málning

34,91

SALT

DRAUMAEYJAN

ISBN 978-9935-9115-1-3

Sönn saga

9 789935 911513

Hermann Ingi Ragnarsson

Salt

SALT Æsispennandi bók sem þú leggur ekki frá þér

Mynd/ Aðalsteinn Jörgensen

Falleg og skemmtileg bók fyrir börn á öllum aldri

SÖNN SAGA AF FLÓTTA UNGRAR KONU ÚR KLÓM OFBELDIS OG MISNOTKUNAR

Draumaeyjan

Dóttirin er sönn saga, grípandi og tilfinningarík. Hönnuh tókst með hugrekki og ákveðni að flýja frá fjölskyldu sinni og samfélagi og finna nýtt líf utan þess – líf frelsis og ástar.

Sveit Grant Thornton er í forystu í monrad sveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur að loknu fyrra kvöldinu af tveimur. Spilaðir eru þrír 10 spila leikir á kvöldi. Skorið er samkvæmt nýju stigareglunni og er samtalan í uppgjöri sveita alltaf 20. Hver impi telur við uppgjörið. Í sveit Grant Thornton hafa spilað bræðurnir Hrólfur og Oddur Hjaltasynir, Guðmundur Snorrason og Ragnar Hermannsson. Guðmundur

Hermann Ingi Ragnarsson

16 ára að aldri komst hún að því að senda ætti hana til Pakistans í nauðungarhjónaband en henni tókst að flýja að heiman. Faðir hennar varð ofsareiður og var ákveðinn í að finna hana og taka hana af lífi – heiðursmorð. Hún leyndist með því að flytja hús úr húsi. Það versta var, að áliti fjölskyldu hennar, að hún yfirgaf íslam og tók kristna trú. Margir múslimar halda því fram að það sé dauðasök. Dag nokkurn kom flokkur manna að húsinu sem hún bjó í og var faðir hennar þar fremstur. Þeir voru vopnaðir hömrum, prikum og hnífum og ætlun þeirra var að drepa hana....

Dóttirin

ÁHRIFARÍKAR BÆKUR SEM VEKJA LESENDUR TIL UMHUGSUNAR

Hannah Shah

HANNAH SHAH ER DÓTTIR ÍMAMS –

Grant Thornton í forystu í sveitakeppni BR

Þessi mynd er af pörunum sem höfnuðu í þremur efstu sætunum á Íslandsmótinu í bötler. Frá vinstri eru Sigurður Vilhjálmsson – Júlíus Sigurjónsson sem höfnuðu í öðru sæti, Ljósbrá Baldursdóttir – Matthías Þorvaldsson Íslandsmeistarar og Gunnar Björn Helgason – Magnús Magnússon sem höfnuðu í þriðja sæti.

Draumaeyjan

Hermann Ingi Ragnarsson


MIÐBORGIN OKK AR BÝÐUR ÞÉR HEIM

OPIÐ TIL KL. 22 TIL JÓLA — Á SUNNUDAG TIL KL. 18 Fjölmargir viðburðir — Jólabærinn á Ingólfstorgi — Leitin að jólavættunum

• Þjóðkórinn syngur Á völdum stöðum í miðborginni. • Jólalest Coca–Cola Laugavegur milli kl. 16 og 17 á lau.

101

• Leitin að jólavættunum Taktu þátt í leitinni að Leiðindaskjóðu og öllum hinum. Fáðu bæklinginn í næstu verslun. Verum þar sem jólahjartað slær.

W W W.MIDBORGIN.IS GJAFAKORT MIÐBORGARINNAR Fáanleg í öllum bókaverslunum miðborgarinnar

M U N I Ð B Í L A S TÆ ÐA H ÚS I N

Brandenburg/Teikning: Sól Hrafnsdóttir

• Hurðaskellir kemur í heimsókn Jólabærinn kl. 16 og 17:45 lau. og sun.


heilabrot

100

Helgin 13.-15. desember 2013

?

Spurningakeppni fólksins 1. Hvað heitir nýútkomið lag með Rebeccu Black sem gerði garðinn frægan með laginu Friday hér um árið? 2. Met í sögu Lottósins var slegið í vikunni. Hversu margfaldur verður potturinn næsta laugardag? 3. Hvað hét kvikmyndin sem var gerð eftir sögu Aron Ralston sem sargaði af sér eigin framhandlegg með vasahníf? 4. Hver er vinsælasti jólasveinninn samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Capacent Gallup? 5. Hver er höfundur bókarinnar Mánasteinn – Drengurinn sem aldrei var til? 6. Hver leikur hina eitursnjöllu Olivia Pope í sjónvarpsþáttunum Scandal? 7. Hvert er íslenskt heiti ameríska spörfuglsins Lincoln sparrow sem sást á Íslandi í fyrsta skipt nýverið? 8. Knattspyrnumaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson yfirgaf ÍA í vikunni og samdi við nýtt lið. Hvaða lið? 9. Hvað var Nelson Mandela gamall þegar hann lést? 10. Hvaða sjónvarpsþætti stýrir Árni Ólafur Jónsson? 11. Hvaða tónlistarmaður sendi fyrir skemmstu frá sér plötuna Falleg hugsun? 12. Hvað hét fyrsta skip Eimskipafélags Íslands? 13. Hver er þekktasti skipstjóri geimfarsins Enterprise? 14. Hver leikur Rambó? 15. Hvað heitir gula furðudýrið sem fylgir þeim Sval og Val hvert sem þeir fara?

Kári Úlfsson mannvinur

 Áttfaldur.  127 Hours. 

1. Saturday. 2. 3.

4. Stúfur. 5. Sjón.

6. Pass. 7. Brjósttittlingur. 8. Fram.

 

9. 95 ára.

10. Ekki hugmynd. 11. Raggi Bjarna.

 13. Kirk. 

12. Gullfoss.

14. Sylvester Stallone. 15. Gormur.

12 rétt.

... kvenna 35 til 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

9 1 5

1. Pass.

5.

6. Kerry Washington.

1 7

10. Eitthvert bú. 11. Raggi Bjarna.

 

1

12. Gullfoss.

14. Sylvester Stallone.

11 rétt.

 kroSSgátan

Eiríkur skorar á Sigríði Eir Zophoníasdóttur.

3

6

9

3

8

2

4

15. Gormur.

4 1

7

8. Burnley.

13. Kirk.

9

 Sudoku fyrir lengr a komna

7. Pass. 9. 95 ára.

5

6 3 4

2

2. Áttfaldur. 4.

9

3

framkvæmdastjóri Leikfélags Akureyrar

3.

1 6

7

Eiríkur H. Hauksson

 127 Hours.  Kertasníkir.  Sjón. 

3 8 7 6 7

2 8

Svör: 1. Saturday. 2. Áttfaldur. 3. 127 Hours. 4. Kertasníkir. 5. Sjón. 6. Kerry Washington. 7. Brjósttittlingur. 8. Fram. 9. 95 ára. 10. Hinu blómlega búi á Stöð 2. 11. Raggi Bjarna. 12. Gullfoss. 13. James Tiberius Kirk. 14. Sylvester Stallone. 15. Gormur.

Kári sigrar með 12 stigum gegn 11 stigum Eiríks.

74,6%

 Sudoku

8

6 8 9 5 9 8 7 7 2 6 5 3 1

ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni. 167

YFIRLIÐ

FARÐI

KVÍSL

RIS

BÓKSTAFUR

HLIÐ

HANDFESTAN ALDRAÐUR

GÍFURLEGA

 lauSn

TALA

GREINARMERKI

JARÐEFNI

STILLA

Lausn á krossgátunni í síðustu viku. 166

M V Æ S K I L E G S T T Ó N I K A S T S L U R A E L D Á F L O G R R U R G A Y R K J A I N A U Ð U L D A N A P D I L L P I L I S T I B A T N A D Í N Ú L F J Ó N A N Ó A S Í A R S Y K U R N S S A Ó P A T R A N A L A T I T R

UNGDÆMI TILVALINN HYLLI

Á HVIÐA BARRTRÉ

F Á S E T T U V I T U R H A T A T R R V A T A L A O F E N D U G G U R Ó G N R A L Í F S P A L L B A T I U T R A S K A F L Ý L U A L TALA

Í RÖÐ

SPILLA

SLAGSMÁL

SKERGÁLA

SKIPAÐUR VÍS

ÓBEIT

MÁLMUR TAMUR

ORSAKA

TVEIR EINS

MÓÐURLÍF

HNAPPUR

KRYDD

ÓGRYNNI

SKRAN

LYKTIR

FJALLSTINDUR

ÓTTI

HÆTTA

MÁLMTEGUND SKILJA

TILVIST

SKORDÝR

ÞREPA

SKVAMP

SÆTUEFNI

BETRUN

EINKAR

VANRÆKJA MUN

SNJÓHRÚGA GÓL

ÓSKERTA

VINNA

Í MIÐJU

SKYLDLEIKI

BÆTA VIÐ

KUSK

DÝRABOGI

DRYKKUR

HERBERGI

HJARTAÁFALL

HVATNING

LOGA

KRAFTUR

Í RÖÐ

SARG

KEYRA

UNAÐUR

SKEL

SKÁLDA

ÚR HÓFI

SÚREFNI

FRAMAGOSI

FÉMUNIR HEILAN

HNUPLA FARFA

VELTA

SAMSTÆÐA HNAPPA

UPPTALNING KVIKMYNDAHÚS

SKÁNA

OFRA

TÓNLIST

DÝR

SPIL

MÆLIEINING

HRUMUR

ÆTÍÐ

ILLGRESI

HLEYPA

FYLLIBYTTA

BJARGBRÚN FÁLM

SKRAUTSTEINN STRIT

OTA

ÁTT

SKJÁLFA

A U R K I A G S S K A O F R T P A A R I U U R E F I Ö S L L N A A

UMGERÐ

GÖNGULAG

DYGGUR MERGÐ

GAGN

RÍKI

SKURN

HINN SEINNI

KLÓ

DRYKKJARÍLÁT

MJÖG

TILTEKNI

Í RÖÐ

HEITI

EGGJUN

SKRAUT

TIL SÍTT FUGL

FRÁFALL SAMTÖK

TVEIR EINS

VOG

SÖLNA

EIGNIR

HORFINN

GÁSKI

BÚSTAÐUR

KROPP

LENGDAREINING

H E LG A R BLA Ð

TEYGJAST HÖFUÐ

AUGNARÁÐ FYRIRTÆKI

BANNHELGI

MÆTA

RÍKI

STERTUR

KEFLI

HÁLFGRAS

FJÖLBREYTNI

*konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan-mars. 2013

IM

MERGÐ INNILEIKUR

HELGAR BLAÐ

HAMINGJA

TVÍHLJÓÐI

FÍNT

EKKI

VINNUVÉL

Í RÖÐ FÁMÁLL

FYRSTUR FÆDDUR

GAUR

SUSS

BÖLVANLEGA HYGGINDI

KJÁNI

STELA

Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt

ÞJÁLFAÐUR

RIFA HARMUR

STAGL

ÓSKERT

FRÁSÖGN

STÚLKA

FUGL

ÁTT

KÆRLEIKUR

SYFJA

MERKI

UNGUR FUGL

VARNINGUR

INNAFBROT

AÐSTOÐ

TRÉ HRÓS

EIGN

TVEIR EINS

FORFAÐIR

SKST.

TVEIR EINS

NÓTT

SPIK

REGLA LENSKUR

HALD GERA GARÐ


Diskamottur 50 mottur saman í blokk. Kr. 2.790,- 4 gerðir

Kennslukortið góða

Með texta úr bókinni “Matur og drykkur” Helgu Sigurðardóttur

iPhone vi›arhulstur

Skjaldarmerki Íslendinga

Vönduð og falleg viðarhulstur sem verja símann fyrir hnjaski. 4 viðartegundir, 6 mismunandi myndir, Fyrir iPhone 4 og 5. kr. 5.400

Sundhettu-snyrtitaska

Snyrtitöskur með “gæsahúðar” áferð gömlu góðu sundhettunnar. Margir litir. kr. 3.900

Fornkort

Frístandandi Hnattlíkan

Rjómaferna

Þú stillir því upp og það snýst og snýst... Kr. 3.390

„Half pint“ glerkanna fyrir mjólkina í kaffið Kr. 3.390 (MoMA)

Distortion

Hefðbundið form kertastjaka bjagað og útkoman er óvenjuleg. Margir litir. Kr. 4.400

Hreind‡rshaus

Veggskreyting úr krossvið hæð 31 cm. Einnig til stærri. Líka til fleiri dýrategundir Kr. 3.500

Eilíf›ardagatal MoMA Einstök hönnun frá nútímalistasafni New York borgar. Aðeins kr. 8.900

Kraftaverk

Mezzo útvörp

Heico Kanína Kr. 7.400 (Margir litir)

Frá LEXON. Kr. 8.900

Lid Sid

Gufuventill. 2 í pakka, hvítur og rauður Kr. 1.790

Linsukrús

Kaffikrús í dulargervi. Aðeins kr. 2.290

High Heel kökuspa›i Kr. 3.390

Cubebot róbót úr vi› Vélarlaust vélmenni, hannað undir áhrifum japanskra ShintoKumi-ki þrauta. Ferningsmennið fjölbreytilega er jafnt leikfang, skraut og þraut. Margir litir, nokkrar stærðir. Verð frá 1.930

Flöskustandur (Vín)andi flöskunnar svífur í reipinu. Kr. 3.900

Around Clock

Hönnun frá Anthony Dickens Kr. 3.900,-

Skafkort

Þú skefur gylltu himnuna af þeim löndum sem þú hefur heimsótt og útbýrð persónulegt heimskort. (Stærð: 82 X 58 cm) Kr. 2.990 skólavör›ustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja

Kjarnapú›ar Fylltir kirsuberjakjörnum. Lina bólgna og stífa vöðva.

Kr. 3.900


102

sjónvarp

Helgin 13.-15. desember 2013

Föstudagur 13. desember

Föstudagur RÚV

20.45 Jólaklikkun Einmana auðkýfingur sem er andstyggðin uppmáluð borgar fjölskyldu fyrir að fá að vera með henni um jólin.

19:50 Logi í beinni Þáttur í umsjá Loga Bergmann þar sem viðmælendur mæta í bland við tónlistaratriði.

Laugardagur allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

19:35 Big Gamanmynd fyrir alla fjölskylduna um 12 ára strák sem dreymir um að verða „stærri og eldri“ Aðalhlutverk Tom Hanks.

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

02:15 The Client List (7:10) Spennandi þættir með 4 Jennifer Love Hewitt í aðalhlutverki.

Sunnudagur

22.45 Sólmyrkvi (L'eclisse) Leikstjóri er Michelangelo Antonioni og í aðalhlutverkum eru Monica Vitti, Alain Delon, Francisco Rabal. Ítölsk bíómynd frá 1962.

22:00 The Guilty - NÝTT (1:3) Bresk þriggja þátta sería um ungan dreng sem hverfur árið 2008.

15.30 Ástareldur 17.10 Litli prinsinn (7:25) 17.33 Verðlaunafé (4:21) 17.35 Jóladagatalið - Jólakóngurinn 17.59 Spurt og sprellað (4:26) 18.05 Táknmálsfréttir 18.15 Villt og grænt (6:8) e. 18.45 Geðveik jól - lögin (2013) (1:6) 19.00 Fréttir og Veðurfréttir 19.30 Íþróttir 19.40 Kastljós 20.05 Útsvar 21.15 Ljóska í laganámi Bandarísk gamanmynd frá 2001. Eftir að kærasti ljóskunnar Elle segir henni upp eltir hún hann í laganám í Harvard til að næla í hann aftur. Leikstjóri er Robert Luketic og meðal leikenda eru Reese Witherspoon, Luke Wilson og Selma Blair. 22.50 Á tæpasta vaði (Die Hard) Ekki við hæfi barna. 01.05 Kona, byssa og núðluhús Endurgerð hinnar sígildu myndar Coen-bræðra, Blood Simple, og segir frá misheppnuðum áformum 5 6 kínversks núðluhússeiganda um að myrða ótrúa konu sína og elskhuga hennar. Leikstjóri er Yimou Zhang og meðal leikenda eru Honlei Sun og Xiao Shen-Yang. Kínversk bíómynd frá 2009. Ekki við hæfi ungra barna. e. 02.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

STÖÐ 2

Laugardagur 14. desember RÚV

07.00 Morgunstundin okkar/Smælki/ 07:00 Barnatími Stöðvar 2 Háværa ljónið Urri /Teitur/Múmínálf07:01 Sveppi og Villi bjarga jólasv. arnir/Hopp og hí Sessamí /Tillý og 07:06 Barnatími Stöðvar 2 vinir/Sebbi/Friðþjófur forvitni / 08:15 Malcolm In The Middle (3/22) Úmísúmí /Paddi og Steinn og fl. 08:40 Ellen (64/170) 10.45 Orðbragð (3:6) e. 09:20 Bold and the Beautiful 11.15 Útsvar e. 09:40 Doctors (93/175) 12.15 Kastljós e. 10:25 Harry's Law (3/22) 11:05 Drop Dead Diva (9/13)allt fyrir áskrifendur12.40 360 gráður e. 13.10 Landinn e. 11:50 Dallas 13.40 Kiljan e. 12:35 Nágrannar fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14.25 Djöflaeyjan e. 13:00 Mistresses (5/13) 15.00 Á götunni (5:8) 13:50 Home Alone 15.30 Skaftfellingur e. 15:30 Waybuloo 16.30 Basl er búskapur (3:10) e. 15:50 Skógardýrið Húgó 17.00 Sveitasæla (3:20) 16:15 Ellen (65/170) 4 5 17.10 Vasaljós (4:10) 16:58 Bold and the Beautiful 17.35 Jóladagatalið - Jólakóngurinn 17:20 Nágrannar 18.00 Táknmálsfréttir 17:45 Sveppi og Villi bjarga jólasv. 18.10 Hið ljúfa líf - jól 17:50 Simpson-fjölskyldan (13/22) 18.40 Geðveik jól - lögin (2013) (2:6) 18:23 Veður 18.54 Lottó 18:30 Fréttir Stöðvar 2 og Íþróttir 19.00 Fréttir og Veðurfréttir 18:54 Ísland í dag 19.25 Íþróttir 19:11 Veður 19.40 Vertu viss (6:8) 19:20 Popp og kók 20.35 Hraðfréttir e. 19:50 Logi í beinni 20.45 Jólaklikkun 20:50 On Strike For Christmas 22.15 Kaldastríðsklækir 22:15 Special Forces 00.25 Rómartöfrar 00:05 Wrecked 01.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 01:35 The Runaways 03:20 Fright Night 05:05 Rush Hour 2

SkjárEinn

STÖÐ 2

Sunnudagur RÚV

07.00 Morgunstundin okkar 07:00 Barnaefni Stöðvar 2/Sveppi og 10.15 Sumarævintýri Húna (3:4) e. Villi bjarga jólasv./Strumparnir/Vill10.40 Mótorsystur (8:10) e. ingarnir/Hello Kitty/Algjör Sveppi/ Scooby-Doo! Mystery Inc./Kalli kanína 11.00 Sunnudagsmorgunn 12.10 Vertu viss (6:8) e. og félagar/Young Justice 13.00 Stúdíó A (6:7) e. 11:20 Big Time Rush 13.40 Vert að vita – ...um veðrið (3:3) 11:45 Popp og kók 14.25 Saga kvikmyndanna – Nýir leik12:10 Bold and the Beautiful 13:55 Óupplýst lögreglumál allt fyrir áskrifendurstjórar, nýtt form - 1960-1970 (8) e. 15.25 Jólatónleikar í Vínarborg 2010 14:25 Hið blómlega bú - hátíð í bæ 16.50 Jólatónar í Efstaleiti (1:3) e. 14:55 Heimsókn fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17.00 Táknmálsfréttir 15:20 Kolla 17.10 Poppý kisuló (41:52) 15:55 Sjálfstætt fólk (14/30) 17.21 Teitur (49:52) 16:40 Íslenski listinn 17.31 Skrípin (19:52) 17:10 Sjáðu 17.35 Jóladagatalið - Jólakóngurinn 17:386 Leyndarmál vísindanna 4 5 18.00 Stundin okkar 17:45 Sveppi og Villi bjarga jólasv.. 18.25 Hraðfréttir e. 17:52 Simpson-fjölskyldan (1/22) 18.45 Geðveik jól - lögin (2013) (3) 18:23 Veður 19.00 Fréttir og Veðurfréttir 18:30 Fréttir Stöðvar 2 & Íþróttir 19.25 Íþróttir 18:55 Fangavaktin 19.45 Landinn 19:30 Lottó 20.10 Orðbragð (4:6) 19:35 Big 20.40 Downton Abbey (8:9) 21:20 Magic MIke 21.45 Kynlífsfræðingarnir (5:12) 23:10 Centurion Ekki við hæfi barna. 00:50 Seven 22.45 Sólmyrkvi 02:55 Brüno 00.45 Sunnudagsmorgunn e. 04:15 Unstoppable 01.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 05:50 Fréttir

6

SkjárEinn

06:00 Pepsi MAX tónlist 07:40 Bayern Munchen - Man. City 09:05 Dr.Phil 06:50 Pepsi MAX tónlist 09:20 Man. Utd. - Shakh'r Donetsk 10:35 Secret Street Crew (9:9) 09:40 Dr.Phil 11:00 Meistaradeildin - meistaramörk 11:25 SC Cambuur og AFC Ajax Beint 11:55 Penguins - Spy in the Huddle 12:50 Z.-Waregem - FK Rubin Kazan 12:00 Sportspjallið 13:25 Feyenoord og FC Groningen Beint 12:45 Save Me (11:13) 14:30 Angóla - Noregur 13:00 Hamburg - R.N. Löwen 15:40 Family Guy (6:21) 13:10 30 Rock (11:13) 15:50 Ungverjal. - Þýskaland Beint 14:20 La Liga Report 16:05 Parks & Recreation (16:22) 13:40 Happy Endings (16:22) SkjárEinn 17:20 Tottenham - Anzhi Makh'kala 14:50 Osasuna - Real MadridalltBeint fyrir áskrifendur 16:30 The Bachelor (7:13) 14:05 Gordon Ramsay 06:00 Pepsi MAX tónlist 19:00 Sportspjallið 16:55 NB90's: Vol. 3 18:00 Hawaii Five-0 (5:22) 14:35 My Big Fat Gypsy Wedding 08:25 Dr.Phil 20:00 Meistaradeild Evrópu 17:25 Ungverjaland - Þýskaland fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:50 In Plain Sight (6:8) 15:35 Gordon´s Ultimate Christmas 09:10 Pepsi MAX tónlist 20:30 La Liga Report 18:50 Barcelona - Villarreal Beint allt fyrir áskrifendur 19:40 Judging Amy (18:24) 16:25 Judging Amy (17:24) 5 16:10 Once Upon6 A Time (20:22) 21:00 Evrópudeildarmörkin 20:55 Osasuna - Real Madrid 20:25 Top Gear´s Top 41 (4:8) 17:10 The Voice (12:13) 17:00 Secret Street Crew (8:9) 21:55 Ungverjaland - Þýskaland 22:35 AC Milan - Ajax fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:15 L&O: Special Victims Unit (16) 19:40 Secret Street Crew (9:9) 17:50 Dr.Phil 23:15 Paok Salonika - AZ Alkmaar 00:15 Barcelona - Villarreal 22:00 The Guilty - NÝTT (1:3) 20:30 The Bachelor (7:13) 18:30 Happy Endings (16:22) 00:55 AC Milan - Ajax 01:55 Box - A. Stevenson vs. Tony B 4 Sönn íslensk sakamál 5 (8:8) 6 22:50 22:00 The Client List (7:10) 18:55 Minute To Win It 23:20 Under the Dome (12:13) 22:45 Flawless 19:40 America's Funniest Home Vid. 00:10 Hannibal (13:13) 00:35 Hawaii Five-0 (5:22) 20:05 Family Guy (6:21) 4 Scandal (4:7) 5 6 00:55 The Guilty (1:3) 01:25 20:30 The Voice (12:13) 13:05 Arsenal - Everton 09:30 Swansea - Hull 01:45 Necessary Roughness (4:10) 02:15 The Client List (7:10) 22:00 Home for the Holidays 14:45 Stoke - Chelsea 11:35 Match Pack 02:35 Beauty and the Beast (3:22) 03:00 The Mob Doctor (2:13) 23:45 Excused 16:25 Messan 12:05 Enska úrvalsdeildin - upphitun 03:25 Excused 03:50 Excused 00:10 The Bachelor (6:13) 17:40 Crystal Palace - Cardiff 12:35 Man. City - Arsenal Beint allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur 03:50 Pepsi MAX tónlist 04:15 Pepsi MAX tónlist 01:40 Ringer (9:22) 19:20 Liverpool - West Ham 14:50 Chelsea - Crystal Palace Beint 02:30 Pepsi MAX tónlist 21:00 Enska úrvalsdeildin - upphitun 17:20 Hull - Stoke Beit fréttir, fræðsla, sport og skemmtun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:30 Football League Show 2013/14 19:30 Cardiff - WBA 22:00 Match Pack 21:10 Everton - Fulham 08:15 Broadcast News 08:35 Diary of A Wimpy Kid 22:30 Premier League World 22:50 Newcastle - Southampton 10:25 I Don't Know How She Does It 10:05 Blackbeard allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur 11:15 Chronicles of Narnia 23:00 Southampton - Man. City 00:30 Man. City - Arsenal 11:55 Blackbeard Seinni hluti 11:30 Last Night 13:05 Airheads 00:40 Enska úrvalsdeildin - upphitun 02:10 West Ham Sunderland 4 513:05 Moneyball 6 allt fyrir áskrifendur 4 513:20 The Young Victoria 6 14:40 The Descendants 01:10 Messan 15:05 Broadcast News fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15:15 Diary of A Wimpy Kidfréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:35 Chronicles of Narnia 02:25 Man. Utd. - Newcastle SkjárGolf 17:15 I Don't Know How She Does It 16:45 Blackbeard fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:25 Airheads 06:00 Eurosport 18:45 Blackbeard Seinni hluti 18:10 Last Night 20:05 The Descendants SkjárGolf 09:00 Franklin Templeton 2013 (1:3) 20:10 The Young Victoria 19:45 Moneyball 22:00 Contraband 06:00 Eurosport 18:00 Franklin Templeton 2013 (2:3) 22:00 The Resident 22:00 Dark Knight Rises 4 4 5 23:50 The Dept 09:00 World Challenge 2013 (3:4) 03:00 Eurosport 23:356Hanna 00:45 Abduction 01:40 Arn - The Kingdom at the End 12:00 World Challenge 2013 (4:4) 01:25 Harry Brown 02:306 The Lincoln Lawyer 4 5 03:45 Contraband 18:00 Franklin Templeton 2013 (1:3) 03:05 The Resident 04:30 Dark Knight Rises


sjónvarp 103

Helgin 13.-15. desember 2013

15. desember

 Í sjónvarpinu Orðbr agð

STÖÐ 2 07:00 Barnaefni Stöðvar 2/Sveppi og Villi bjarga jólasveinunum/Strumparnir/Villingarnir/Doddi litli og Eyrnastór/UKI/Algjör Sveppi/Grallararnir/ Ben 10/Tasmanía o.fl. 12:00 Nágrannar 13:25 Logi í beinni 14:15 Hátíðarstund með Rikku (2/4) 14:45 Jamie's Family Christmas allt fyrir áskrifendur 15:15 ET Weekend 16:00 Á fullu gazi fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:30 Eitthvað annað (1/8) 17:00 60 mínútur (10/52) 17:45 Sveppi og Villi bjarga jólasv. 17:52 Simpson-fjölskyldan (2/22) 18:23 Veður 4 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (16/30) 19:15 Sjálfstætt fólk (15/30) 19:50 Hið blómlega bú - hátíð í bæ 20:30 Óupplýst lögreglumál 21:00 The Tunnel (3/10) 21:50 Homeland (11/12) 22:45 60 mínútur (11/52) 23:30 The Daily Show: Global Editon 00:00 Hostages (11/15) 00:50 The Americans (12/13) 01:40 World Without End (6/8) 02:30 Saw V 04:00 Somers Town 05:10 Fréttir 05:50 Óupplýst lögreglumál



Orð skulu standa Jahá! Þau ætla að gera skemmtiþátt um orð og tungumálið, hugsaði ég þegar mér barst til eyrna að Bragi Baggalútur og Brynja Þorgeirs væru að byrja með nýjan sjónvarpsþátt í Ríkissjónvarpinu. Þetta verður þáttur fyrir þessa týpísku Rúvnörda. Svipað og Maður er nefndur eða Fugl dagsins. Alla vega eitthvað absúrd. En ég er forvitinn á sjónvarpsefni og ákvað að kíkja á fyrsta þáttinn – og viti menn! Vissulega er þetta nördalegur þáttur fyrir nörda. En það fyndna er að hann virkar líka fyrir hina. Þá sem eru ekki með tungumálið og notkun þess á heilanum. Þátturinn heldur jafnvel börnum við skjáinn. Bragi Valdimar er náttúrlega heilmikill tungumálapælari. Það sést best á lagatextunum sem virðast renna út úr honum eins og af færibandi. En 5

6

hann er líka snjall markaðsmaður og virðist skynja hvað landinn vill og hann nær að halda góðu jafnvægi milli hins sjónræna og vitsmunalega. Brynja Þorgeirsdóttir er heldur ekkert að byrja í sjónvarpi og hefur þægilega nærveru. Með Konráð Pálmason leikstjóra með sér hefur þeim tekist að gera þátt sem ég held barasta að kristalli hlutverk Ríkisútvarpsins Sjónvarps. Þarna er kominn skemmtilegur og fræðandi þáttur um eitthvað sem tekur á málefnum og menningu líðandi stundar. Það eina sem ég hef yfir að kvarta, nú þegar ég hef séð þrjá þætti, er að þegar Matti úr Reggae on Ice söng og talaði aftur á bak hefði ég viljað sjá meira spólað aftur á bak til að sannreyna að þessi ósköp væru sönn. Það var allt og sumt. Haraldur Jónasson

FRÁ LEIKSTJÓRA „LORD OF THE RINGS” ÞRÍLEIKSINS

08:30 Z.-Waregem - FK Rubin Kazan 10:10 Tottenham - Anzhi Makh'kala 11:50 Paok Salonika - AZ Alkmaar 13:30 Osasuna - Real Madrid 15:10 Barcelona - Villarreal 16:50 HM - 16 liða úrslit Beint 18:25 NB90's: Vol. 3 allt fyrir áskrifendur 18:55 Evrópudeildarmörkin 19:50 Atletico - Valencia fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:55 Meistaradeildin - meistaramörk 22:55 HM - 16 liða úrslit Beint. 00:15 HM - 16 liða úrslit Beint 01:35 Atletico - Valencia 03:15 HM - 16 liða úrslit 4

5

6

10:00 Hull - Stoke 11:40 Cardiff - WBA 13:20 Aston Villa - Man. Utd. Beint 15:45 Tottenham - Liverpool Beint allt fyrir áskrifendur 18:00 Chelsea - Crystal Palace 19:40 Norwich - Swansea fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:20 Man. City - Arsenal 23:00 Aston Villa - Man. Utd. 00:40 Everton - Fulham 02:20 Tottenham - Liverpool 4

SkjárGolf

5

6

06:00 Eurosport 09:00 Franklin Templeton 2013 (2:3) 18:00 Franklin Templeton 2013 (3:3) 03:00 Eurosport

FORSALA HAFIN Á

,

FRUMSÝND 26. DESEMBER

OG


104

bíó

Helgin 13.-15. desember 2013

 Frumsýnd HomeFront

 Gr ænA ljósið Pioneer

Hvað ungur nemur... Breski jaxlinn Jason Statham er öflugasti og afkastamesti hasarmyndaleikari vorra tíma og hefur tekið við keflinu af gömlu kempunum Sylvester Stallone og Arnold Schwarzenegger. Stallone virðist í meira lagi sáttur við arftakann en þeir félagar hafa gert það gott saman í tveimur Expendablesmyndum. Og nú mætir Statham til leiks í Homefront sem gerð er eftir handriti Stallones sem sjálfur ætlaði sér einhvern tíma að leika aðalhlutverkið.

Statham leikur fyrrverandi fíkniefnalögguna Phil Broker sem er nýflutt til lítils bæjar ásamt dóttur sinni og vonast til að finna þar frið eftir að hafa um árabil staðið í eldlínu baráttu lögreglunnar við eiturlyfjasala og annað hyski. Feðginin fá þó ekki að njóta kyrrðarinnar lengi og eftir að dóttirin lendir upp á kant við hrotta í skólanum verður allt vitlaust. Fíkniefnaframleiðandinn Gator blandar sér nefnilega í málið og er fenginn til að flæma Phil úr

Olíusamsæri í Norðursjó

Jason Statham gefur ekkert eftir frekar en fyrri daginn.

bænum. Þegar hann kemst svo að fortíð Phils finnst honum upplagt að kála honum bara. Og þá grípur okkar maður, seinþreyttur til vandræða, til vopna og fjandinn verður laus. Aðrir miðlar: Imdb: 6,7, Rotten Tomatoes: 38%, Metacritic 39%.

Frændur vorir, Norðmenn, eru að verða ansi frekir til fjörsins í gerð spennumynda og í Pioneer sameina þeir krafta sína Erik Skoldbærg, leikstjóri Insomnia, og framleiðendur þeirrar frábæru spennumyndar Hausaveiðararnir sem gerð var eftir samnefndri sögu Jo Nesbø. Kafarinn Petter kemst að því að norska Pioneer gerist í upphafi olíuævinolíuævintýrið er ekkert grín. týrisins í Norðursjó snemma á 9. áratugnum þar sem samsæri og ofsóknarkennd krauma undir niðri. Petter sem er hugrakkur atvinnukafari tekur að sér hættulegasta verkefni í heimi þegar hann ákveður að kafa niður á botn Noregshafs, en skyndilegur harmleikur breytir öllu, og Petter áttar sig á því að hann er kominn í bráða lífshættu.

 Frumsýnd Frozen

MANDELA: LONG WALK TO FREEDOM

ONIBABA (12)

(16)

SUN: 20.00

SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711

Anna og félagar lenda í ævintýrum með snjókarlinum hressa, Ólafi í Frozen.

Disney í vetrarríki Andersens Teiknimyndaliðið hjá Disney hefur í gegnum áratugina víða leitað fanga og gert myndir eftir fjölda sígildra ævintýra. Danski rithöfundurinn H.C. Andersen hefur reynst teiknimyndarisanum haukur í horni og afbökun Disney á ævintýrinu um litlu hafmeyjuna gerði stormandi lukku á sínum tíma. Nú er leitað í smiðju Danans á ný en Frozen sækir innblástur í sögu hans um Snædrottninguna.

A

Hér kveður við hið gamalkunna stef um baráttu góðs og ills.

llt frá því Walt Disney framleiddi teiknimyndina um Mjallhvíti árið 1937 hefur teiknimyndarisinn, sem ber nafn hans, gert sér mat úr sígildum ævintýrum. Þyrnirós, Gosi, Hrói höttur, Litla hafmeyjan og Pétur Pan eru nærtæk dæmi. Disney tók sögu H.C. Andersens, Litlu hafmeyjuna, sínum tökum 1989 og sló í gegn með krúttlegri útfærslu á harmrænni sögu danska höfundarins. Í Frozen sækir Disney aftur í smiðju Andersens en myndin er lausbyggð á ævintýrinu um Snædrottninguna. Frozen gerist í konungsríki þar sem eilífur vetur ríkir vegna þess að Snædrottningin Elsa hefur hneppt landið í álög. Anna er bjartsýn og vösk stúlka sem leggur upp í ferðalag til þess að ná fundum Snædrottningarinnar, en það vill svo til að þær eru systur, og reyna að fá álögunum aflétt. Elsa sjálf á heldur ekkert sjö dagana sæla vegna þess að á henni hvílir sú bölvun að allt sem hún snertir verður að snjó og ís. Hér kveður við hið gamalkunna stef um baráttu góðs og ills og eins og í öllum almennilegum ævintýrum nýtur aðalpersónan aðstoðar tryggra hjálparhellna. Fjallamaðurinn ungi, Kristján, slæst í för með Önnu og

það gera líka ofurgáfað hreindýr og orðheppni snjókarlinn Ólafur. Óskarsverðlaunahafinn John Lassetter stýrði framleiðslu myndarinnar en hann þykir býsna lunkinn í þessum efnum og á til að mynda mikið til heiðurinn af mörgum vinsælustu teiknimyndum sem sögur fara af, eins og til dæmis Toy Story-myndunum. Engu var til sparað við gerð Frozen enda ætlar Disneysamsteypan sér að græða vel á tiltækinu. Umhverfi sögunnar er unnið upp úr norsku landslagi en teiknararnir voru sendir til Noregs um hávetur til þess að fá góða tilfinningu fyrir því hvernig alvöru vetrarríki lítur út. Frozen verður sýnd bæði með ensku tali og íslensku en á frummálinu ljá leikararnir Edie McClurg, Jonathan Groff, Chris Williams, Josh Gad, Stephen J. Anderson og Kristen Bell helstu persónum raddir sínar. Aðrir miðlar: Imdb: 8,1, Rotten Tomatoes: 88%, Metacritic: 74%

Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


James Bond-veisla Sinfóníuhljómsveitar Íslands 30. desember The Roast með Charlie Sheen 26. desember The Incredible Mr. Goodwin á jóladag

Lokaþáttur The Voice 20. desember

The Sound of Music með Carrie Underwood 26. desember

The Bridge er komið í heilu lagi í Skjáfrelsi

Jólaþáttur Gordon Ramsay 11. og 18. desember

Kvikmyndin um Prúðuleikarana 26. desember

Naughty or Nice 27. desember

Breska framhaldsmyndin The Guilty 15. desember

TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT! SKJARINN.IS | 595 6000

Óskarsverðlaunamyndin The Brave á jóladag

uki! kaupa r r u g e l Glæsi ar jólamyndi r. rí r Tvæ f ndar stöðva le og 3 er


106

bækur

Helgin 13.-15. desember 2013

Ung stúlka stígur fram á ritvöllinn

Hemmi á toppnum

Steinunn Jenný Karlsdóttir hefur sent frá sér barnabók þrátt fyrir ungan aldur, en hún er aðeins átta ára. Þetta er frumraun hennar á ritvellinum en bókina skrifaði hún með aðstoð föður síns, Karls Th. Birgissonar, ritstjóra Herðubreiðar. Sigrún Erla Karlsdóttir myndskreytti ævintýrið. Feðginin fögnuðu útgáfunni í bókabúð Máls og menningar síðastliðinn miðvikudag. „Kátur – Ævintýri ofurhvolps“ lýsir ævintýrum hvolpsins Káts sem berast frá miðbæ Reykjavíkur í sveitina og jafnvel um furðuheima sem enginn þekkir nema Kátur sjálfur. Aðspurður segir Karl frá því að þau hafi fengið hvolp fyrir um ári síðan og þá hafi hugmyndin byrjað að fæðast. Hundalífið var þeim framandi og sagan er tilraun Steinunn Jenný og Karl þeirra til að sjá heiminn með augum hvolpsins. fögnuðu útgáfu bókar- „Við fengum okkur hvolp fyrir ári síðan og vildum skilja hann“ segir innar ásamt vinum og Karl, faðir Steinunnar. „Við vildum vita hvernig hann hugsaði og sá vandamönnum í Máli heiminn.“ Bókin er því skáldskapur en byggir á skemmtilegum og og menningu. Mynd/Hari óvæntum uppákomum tengdum nýju lífi með Kát.

Skemmtileg saga Bókin er um strák sem fer út að leika sér með ref og lendir óvænt í heimsókn hjá tveimur dvergum. Mér fannst bókin mjög skemmtileg. Fyndnast fannst mér á blaðsíðu 25 þegar dvergarnir gáfu Gumma grænan, súrsætan drykk og brauð með arfa sem honum leist fyrst mjög illa á en fannst svo bara mjög gott á bragðið. Ægir Thorarensen Skúlason, 6 ára.

Ævisaga Hermanns Gunnarssonar, Hemmi Gunn: sonur þjóðar, sem Orri Páll Ormarsson skráði, trónir á toppi Bóksölulistans yfir ævisögur.

Arnaldur á árslista í Bretlandi Íslenski glæpakóngurinn Arnaldur Indriðason hefur fyrir löngu lagt undir sig íslenskan bókamarkað og ekkert lát er á sókn hans í nágrannalöndunum. Skuggasund var verðlaunuð á Spáni áður en hún kom út og nú berast þær fregnir frá Bretlandi að þýðing Victoriu Cribb á Furðuströndum, Strange Shores, hafi verið valin ein af bestu glæpasögum ársins í Bretlandi af þremur virtum dagblöðum: The Times, Financial Times og The Evening Standard. Arnaldur er ausinn lofi og gagnrýnandi The Times segir Erlend eina áhugaverðustu persónu glæpasagna um þessar mundir. Paul Binding, gagnrýnandi Times Literary Supplement, fór einnig fögrum orðum um bókina í langri grein þar sem hann sagði höfundinn teygja sig út fyrir hefðbundinn ramma glæpasagnanna inn í heim fagurbókmenntanna.

 Bók adómur Háski í Hafi Illugi Jökulsson er alltaf í boltanum og hefur undanfarið dælt út knattspyrnubókum en hér horfir hann til hafs og segir átakanlegar sögur af sjóslysum við Íslands strendur í byrjun 20. aldar.

Książki dla dzieci i młodzieży po polsku Barnabækur á pólsku. Gummi og dvergurinn úrilli B E RG S TA Ð A R S T R ÆT I 7

Sjómennskan er ekkert grín

Dagbjört Ásgeirsdóttir Óðinsauga, 34 síður, 2013.

Tvær eftirminnilegar Von - Saga Amal Tamimi. Þetta er sagan af stúlkunni sem var fangelsuð af Ísraelsmönnum og flýði síðar á lífsleiðinni á ævintýralegan hátt til Íslands. Hún hefur margsinnis óttast um líf sitt og á þá einu von að komið sé fram við hana og alla aðra af virðingu. Undir hraun er einstök frásögn Sigga á Háeyri af eldgosinu í Heimaey, flóttanum upp á fastalandið og öllu því sem á eftir fylgdi.

Bókaútgáfan Hólar holabok.is / holar@holabok.is

Harmurinn og gleðin sem fylgja sigrum og ósigrum andspænis ægivaldi hafsins snerta einhverja rammíslenska taug.

 Háski í hafi Illugi Jökulsson Sögur 273 s, 2013

Í bókinni Háski í hafi – Sjóslys við Ísland í byrjun 20. aldar segir Illugi Jökulsson átakanlegar og á köflum hádramatískar sögur af sjóslysum við strendur Íslands á fyrstu árum síðustu aldar. Stílgáfa Illuga nýtur sín vel í þessum áhrifaríka annál um eina allra hörðustu stétt íslenskrar atvinnusögu sem býður öllum hættum byrginn þegar lagt er upp með að sækja gull í greipar Ægis.

s

jómennskan er Íslendingum í blóð borin enda hafa fiskveiðar verið hryggjarstykkið í efnahag þjóðarinnar alla síðustu öld og sjávarfang hefur haldið lífinu í mannskapnum í gegnum aldirnar. Það hefur aldrei verið heiglum hent að sækja björg í bú í greipar Ægis. Okkur er því tamt að tala um sjómennina okkar sem hetjur hafsins og ekki verður tölu komið á alla úr þeirra röðum sem hvíla í votri gröf. Þótt margt hafi breyst á síðustu áratugum og mikilvægi sjávarútvegsins fyrir þjóðarbúið sé að einhverju leyti víkjandi er enn um grundvallar atvinnnugrein að ræða og flestir láta sig atvinnuveginn varða og svo lengi sem land byggist munum við geta rifist um hverjir séu réttir eigendur auðlindanna í hafinu, heildin eða fáir útvaldir. Bók Illuga Jökulssonar, Háski í hafi – Sjóslys við Ísland í byrjun 20. aldar, hefur því eðlilega breiða skírskotun enda fyrirfinnst varla sú fjölskylda á Íslandi sem á ekki í það minnsta einn sjómann í ættartré sínu. Lesandinn á því sérstaklega auðvelt með að tengja sig við sögurnar sem Illugi rekur hér af sinni alkunnu stílfimi. Harmurinn og gleðin sem fylgja sigrum og ósigrum andspænis ægivaldi hafsins snerta einhverja rammíslenska taug sem bærist meira að segja í brjósti borgarbarns sem ólst upp á síðustu

áratugum 20. aldarinnar og hefur aldrei migið í saltan sjó. Sögur sjómannanna sem gerðu út við allt aðrar aðstæður en þekkjast í dag eru sannkallaðar Íslendingasögur. Bókin í annálsformi og sjóslys á fyrstu árum 20. aldar eru í forgrunni þótt höfundur standist einstaka sinnum ekki mátið og bregði sér aftar í tímann, jafnvel aftur til Kára Sölmundarsonar í Njálssögu. Illugi telur upp slys þar sem menn fórust, segir frá björgunarafrekum og eins og við má búast frá hendi höfundar er samfélagslýsing í bakgrunninum. Illugi leggur mest í allnokkrar lengri frásagnir þar sem dramatísk gáfa hans fær að njóta sín. Dæmi um slíka sögu er skaði sem varð þegar 27 manns, þar af margar táningsstúlkur, fórust með smábáti við Vestmannaeyjar eftir að skipstjóri og áhöfn höfðu sýnt glæpsamlegt gáleysi við að ofhlaða bátinn. Einnig eru eftirminnilegar frásagnir af hrakningum þýskra skipbrotsmanna á Skeiðarársandi og Ingvarsslysinu við Viðey þegar Reykvíkingar fylgdust heilan dag með tuttugu mönnum týnast í sjóinn einn og einn úr strönduðu skipi. Slysavarnamál voru í algjörum ólestri og Illugi dregur sannarlega ekki dul á hve illa Íslendingar stóðu sig í þeim efnum, bæði stjórnvöld og flestir sjómenn. Þó eru á því undantekningar, eins og Jón Sturlaugsson frá Stokkseyri, sem einnig er sagt frá. Margar styttri frásagnanna eru þó ekki síður áhrifamiklar en þær lengri, og má þar nefna frásögn af því þegar nokkrir þrautþjálfaðir sjómenn drukkna í blíðskaparveðri rétt frá landi í Ísafjarðardjúpi, eða þegar kona á Snæfellsnesi leggur út í sannkallaðan háska í hafi til að komast aftur til nýfædds barns síns. Það vantar því ekkert upp á dramatíkina í þessari kröftugu bók Illuga sem er ágæt áminning fyrir landkrabbana um að sjómennskan er ekkert grín. Þórarinn Þórarinsson


Úrvalsbækur handa börnum „Fyrsta flokks barnabók“ Tónlistin úr leiksýningunni „Skrímslið litla systir mín“ fylgir með á geisladiski. „Bókin er fallega myndskreytt af Björku Bjarkadóttur og tónlist Eivarar Pálsdóttur er skemmtileg viðbót við vandaða bók. Eins og aðrar fyrsta flokks barnabækur höfðar bókin bæði til barna og fullorðinna.“ Ólöf Skaftadóttir, Frbl. 18. okt.

HHHH Lísa í Undralandi í nýjum ævintýrum Í gegnum spegilinn er sjálfstætt framhald Lísu í Undralandi og hefur löngum verið talið eitt af meistaraverkum barnabókmenntanna. Kemur nú út í fyrsta sinn á íslensku í vandaðri þýðingu Valdimars Briem og með upprunalegum myndskreytingum.

Bækur fyrir börn og foreldra Handa öllum þeim sem eiga erfitt með að stilla skap sitt og bregðast við stríðni og öðrum streituvöldum. Hvernig er hægt að fá börnin til að koma sér upp góðum venjum við heimanámið? Þessi bók veitir ótal góð ráð í því efni!

Frábærar smábarnabækur

Ævintýraheimur barnanna Glæsilegar útgáfur með ævintýrum Grimmsbræðra og sögum úr sagnabálki Esóps. Frábærar myndskreytingar Vals Biros leiða okkur inn í töfrandi sagnaheim liðinna alda. Sögur sem öll börn þurfa að kynnast.

SKRUDDA www.skrudda.is


108

menning

Helgin 13.-15. desember 2013

 LeikféLag akureyr ar Hátíðarsýning á 40 ár a atvinnuafmæLi

Æfingar hafnar á Gullna hliðinu Æfingar eru hafnar hjá Leikfélagi Akureyrar á Gullna hliðinu eftir Davíð Stefánsson en verkið verður frumsýnt 17. janúar næstkomandi. Egill Heiðar Anton Pálsson leikstýrir verkinu en það er nú sett upp í fjórða sinn hjá LA. Sýningin er hátíðarsýning félagsins á 40 ára atvinnuafmæli þess, að því er fram kemur í tilkynningu leikfélagsins. Verkið fjallar um uppgjör kerlingar við líf sitt og Jón mann sinn. Ferðalag hennar til hins gullna hliðs með sálartetur bónda síns í skjóðu er löngu orðið þekkt í íslenskum leikbókmenntum og leitast uppfærslan við að vera trú þessari reisu og varpa ljósi á hvaðan við komum. Hljómsveitin

Eva, með þær Sigríði Eir Zophoníasardóttur og Jóhönnu Völu Höskuldsdóttur innanborðs, semur nýja tónlist við verkið og tekur þátt í uppfærslunni með lifandi tónlistarflutningi. Með hlutverk kerlingarinnar fer María Pálsdóttir sem eftir nokkuð hlé stígur aftur á fjalirnar hjá LA. Auk hennar leika Aðalbjörg Árnadóttir, Hannes Óli Ágústsson, Hilmir Jensson og fjórtán nemendur úr Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar í sýningunni. Egill Ingibergsson hannar leikmynd og lýsingu, Helga Oddsdóttir hannar búninga, Ingibjörg Huld Haraldsdóttir er aðstoðarleikstjóri og Gígja Hólmgeirsdóttir aðstoðarkona er í starfsnámi hjá LA.

Leikhópurinn fór í Laufás í fyrstu viku æfinga til að anda að sér torfbænum. Mynd Bjarni Eiríksson

 svaLur og vaLur Húbba! Húbba! Jean Antoine Posocco hefur glatt hjörtu margra myndasögu unnenda á Íslandi með því að hefja útgáfu á ævintýrum Svals og Vals, eftir tuttugu ára hlé.

Mary Poppins „Stórfengleg upplifun“ – EB, Fbl Mary Poppins (Stóra sviðið)

Fös 13/12 kl. 19:00 Fös 27/12 kl. 19:00 Lau 4/1 kl. 13:00 Lau 14/12 kl. 19:00 Lau 28/12 kl. 13:00 Sun 5/1 kl. 13:00 Sun 22/12 kl. 13:00 Sun 29/12 kl. 13:00 Sun 12/1 kl. 13:00 Fim 26/12 kl. 13:00 Fös 3/1 kl. 19:00 Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala.

Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið)

Fös 13/12 kl. 20:00 38.k Fös 20/12 kl. 20:00 Lau 14/12 kl. 20:00 39.k Lau 28/12 kl. 20:00 Sun 15/12 kl. 20:00 40.k Sun 29/12 kl. 20:00 Þri 17/12 kl. 20:00 Fös 10/1 kl. 20:00 Gamla bíói Mið 18/12 kl. 20:00 Lau 11/1 kl. 20:00 Gamla bíó Fim 19/12 kl. 20:00 Sun 12/1 kl. 20:00 Gamla bíó Flytur í Gamla bíó í janúar v. mikilla vinsælda

Hamlet (Stóra sviðið) Lau 11/1 kl. 20:00 Frums. Sun 12/1 kl. 20:00 2.k Fim 16/1 kl. 20:00 3.k. Þekktasta leikrit heims

Lau 18/1 kl. 20:00 4.k. Sun 19/1 kl. 20:00 5.k. Fim 23/1 kl. 20:00 6.k.

Mið 15/1 kl. 20:00 Gamla bíó Fim 16/1 kl. 20:00 Gamla bíó Fös 17/1 kl. 20:00 Gamla bíó Lau 18/1 kl. 20:00 Gamla bíó Sun 19/1 kl. 20:00 Gamla bíó

Sun 26/1 kl. 20:00 7.k. Fös 31/1 kl. 20:00 8.k.

Refurinn (Litla sviðið)

Lau 21/12 kl. 20:00 12.k Lau 4/1 kl. 20:00 Fim 9/1 kl. 20:00 Sun 22/12 kl. 20:00 Sun 5/1 kl. 20:00 Fim 9/1 kl. 20:00 Glænýtt verðlaunaverk. Spennuþrungið, reifarakennt og margrætt

Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið)

Lau 14/12 kl. 11:00 aukas Lau 21/12 kl. 13:00 Lau 21/12 kl. 14:30 Lau 14/12 kl. 13:00 Lau 14/12 kl. 14:30 Lau 21/12 kl. 16:00 aukas Sun 15/12 kl. 11:00 Sun 22/12 kl. 13:00 Sun 22/12 kl. 14:30 Sun 15/12 kl. 13:00 Sun 15/12 kl. 14:30 Sun 22/12 kl. 16:00 aukas Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap

Fös 27/12 kl. 13:00 Fös 27/12 kl. 14:30 Lau 28/12 kl. 13:00 Lau 28/12 kl. 14:30 Sun 29/12 kl. 13:00 Sun 29/12 kl. 14:30 aukas

Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is

AðVENTA TVEIR HRAFNAR LISTHÚS

Davíð Örn Halldórsson Hallgrímur Helgason Hulda Hákon Húbert Nói Jóhannesson Jón Óskar Ragnar Þórisson Steinunn Þórarinsdóttir Óli G. Jóhannsson og Kristján Davíðsson

Opnunartímar: 12:00-17:00 miðvikudaga til föstudaga 13:00-16:00 laugardaga og eftir samkomulagi

TVEIR HRAFNAR listhús, Art Gallery

Baldursgata 12 101 Reykjavík +354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885 art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is

74,6% *konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan - mars 2013 850 svör

... kvenna 35 - 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

Snúa aftur úr tuttugu ára útlegð Myndasöguhetjurnar Svalur og Valur nutu mikilla vinsælda á Íslandi á seinni hluta síðustu aldar þegar myndasögu útgáfa stóð hér í blóma. Félagarnir tveir, Gormur, íkorninn Pési, Sveppagreifinn og þrjóturinn Zorglúbb áttu trausta og dygga aðdáendur hér en engu að síður hurfu þeir af sjónarsviðinu. Tuttugu ár eru liðin frá því Svalur og Valur komu síðast út á íslensku en teiknarinn Jean Antoine Posocco hefur nú bætt úr þessu með útgáfu bókar með þremur sögum um vinina tvo.

m

yndasöguhetjurnar Svalur og Valur nutu mikilla vinsælda á Íslandi fyrir þremur áratugum eða svo þegar útgáfa evrópskra myndasagna stóð í blóma á Íslandi. Lukku-Láki reið um héruð, Ástríkur lumbraði á klikkuðum Rómverjum, Tinni leysti hverja ráðgátuna á fætur annarri og Zorglúbb málaði merki CocaCola á tunglið. Myndasöguútgáfan fjaraði út og Svalur og Valur hafa ekki komið út á íslensku í tuttugu ár. Teiknaranum Jean Antoine Posocco, sem búið hefur á Íslandi um langt árabil, fannst þetta með öllu óhæft og hefur nú sleppt þeim Sval og Val lausum á íslenskum bókamarkaði eftir allt of langt hlé. Og þetta er bara byrjunin: „Útgáfan mun halda áfram á næsta ári. Það er á hreinu,“ segir Jean. „Við munum koma með bók og sögur sem hafa ekki birst áður á íslensku.“ Þegar fram líða stundir munu svo kunnuglegir titlar bætast við. „Markmiðið er að endurútgefa allar bækurnar sem komu út hérna.“ Áform Jeans velta þó fyrst og fremst á viðtökunum. „Auðvitað veltur þetta allt á lesendunum og því fleiri sem

kaupa því meiri ástæða er til að gefa út. Markhópurinn er til og við erum með nokkrar hugmyndir um hvernig er hægt að virkja hann betur.“ Svalur og Valur eru 75 ára á þessu ári og fjöldi teiknara hefur sinnt þeim á tímabilinu. Jean segir íslenska lesendur þekkja sögur Franquin, Fournier og Tome og Janry. Í bókinni sem Jean gefur út núna eru fyrstu sögur Franquins um Sval og Val. Stefán Pálsson sagnfræðingur er manna fróðastur um Sval og Val á Íslandi. Hann ritar formála að bókinni og lýsir þar mikilli ánægju með framtaks Jeans og segir meðal annars: „Vonandi verður útgáfa þessarar stórskemmtilegu og merku bókar upphafið að nýrri endurkomu Svals og Vals inn á íslensk heimili.“ Jean segist finna mikinn meðbyr. „Við höfum fengið mikið lof fyrir að ráðast í gefa Sval og Val út aftur þannig að það ætti að vera markaður fyrir myndasögubækur hérna. Málið er að þetta listform hefur verið í lægð í tuttugu ár og það tekur örugglega tíma að venja fólk aftur á að kaupa myndasögur í bókum. Ég hef trú á því að það sé hægt að reka slíka útgáfu hérna þótt hún verði ekki stór í sniðum. Það má líka segja að það sé afrek út af fyrir sig að hafa náð eyrum stóru útgefendanna sem treysta okkur til að vera fánaberi fransk-belgísku myndasöguhefðarinnar á Íslandi.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is

Svalur og félagar nutu mikilla vinsælda á Íslandi áttunda og níunda áratugnum.

Í fyrstu Svals og Vals bókinni sem kemur út á íslensku í tuttugu ár birtast fyrstu sögur Franquins um kappana.

Vonandi verður útgáfa þessarar stórskemmtilegu og merku bókar upphafið að nýrri endurkomu Svals og Vals inn á íslensk heimili.


PIPAR\TBWA • SÍA • 132454

„Þéttur hljómur“ Daníel Ágúst

MOMENTUM On-Ear Glæsilegt útlit. Einstök hljómgæði.

Sölustaðir: Pfaff, Grensásvegi – ELKO – Macland – Tölvutek

HLJÓMGÆÐI ERU LÍFSGÆÐI


Helgin 13.-15. desember 2013

Hátíðarkrafturinn kemur úr Knorr

 Aðventutónleik Ar k ArlAkór reykjAvíkur

Settu hátíðarkraft í sósuna með Knorr – kraftinum sem þú þekkir og treystir!

Aðventutónleikar Karlakórs Reykjavíkur verða haldnir í tuttugasta sinn í Hallgrímskirkju um helgina, bæði á laugardag og sunnudag.

Kolbeinn Jón Ketilsson sérstakur gestur

ÍSLENSKA/SIA.IS/NAT 61885 11/12

k

...kemur með góða bragðið!

arlakór Reykjavíkur verður með tuttugustu aðventutónleika sína í Hallgrímskirkju á morgun, laugardaginn 14. desember klukkan 17, og á sunnudaginn, 15. desember klukkan 17 og 20. Aðventutónleikar Karlakórs Reykjavíkur í Hallgrímskirkju eru árlegur viðburður í starfi kórsins og fastur liður á aðventu hjá fjölda manns. „Að þessu sinni,“ segir á síðu kórsins, „fögnum þeim merka áfanga að liðin eru 20 ár frá því að Karlakór Reykjavíkur hóf að syngja aðventu- og jólalög í helgidómnum á holtinu. Og ekki er brugðið út af vananum þetta árið; undirbúningur fyrir aðventutónleika ársins 2013 hefur staðið yfir frá því í september. Að þessu sinni verður sérstakur gestur okkar tenórinn Kolbeinn Jón Ketilsson.“ Kolbeinn Jón söng

eitt aðalhlutverkanna í uppfærslu Íslensku óperunnar á Carmen í haust. „Eins og undanfarin ár,“ segir enn fremur, „njótum við fulltingis frábærra hljóðfæraleikara; þar fer fremst í flokki Lenka Mátéová organisti en hún hefur fylgt okkur á aðventu mörg undanfarin ár. Sömu sögu má segja af trompetleikurunum Ásgeiri H. Steingrímssyni og Eiríki Erni Pálssyni en þeirra framlag er orðið ómissandi á aðventutónleikum okkar. Síðastur en ekki sístur er pákuleikarinn Eggert Pálsson sem nú leikur með okkur fjórða árið í röð. Auk framangreindra listamanna syngur Benedikt Gylfason, ungur drengjasópran, með okkur í einu lagi. Það er svo Friðrik S. Kristinsson, stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur, sem heldur traustum höndum um stjórntaumana.“ -jh

GÆÐI OG GÓÐ ÞJÓNUSTA Í MEIRA EN 70 ÁR!

Nilfisk er hrein snilld fyrir jólin!

Um áratugaskeið hafa Nilfisk ryksugurnar sannað yfirburði sína sem gæðamerki sem uppfyllir ströngustu kröfur

Handy 2 in 1 - 14 v Almennt verð verð: 24.800 Verð nú: 19.8 19.800 Handy 2 in 1 - 18 v Almennt verð ð: 29.800 verð: V Ver ð nú: 23.4 400 Verð 23.400 Coupe Neo Almennt verð: 26.800 Verð nú: 19.800 Elite Comfort Almennt verð: 74.200 Verð nú: 58.800

FÖNIX Raftækjaverslun • Hátúni 6a • 105 Reykjavík • Sími 552 4420 • fonix@fonix.is • www.fonix.is

Power Eco Almennt verð: 56.800 Verð nú: 39.800


menning 111

Helgin 13.-15. desember 2013  safn nÁttúrufr æðistofa Kópavogs 30 Ár a

Munir úr fyrstu söfnum stofunnar til sýnis Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

Náttúrufræðistofa Kópavogs varð 30 ára um liðna helgi en af því tilefni eru nú til sýnis munir úr fyrstu söfnum stofunnar, það er að segja skeljasafni, steinasafni og fuglasafni. Ókeypis er inn á safnið. Bæjarráð Kópavogs gaf safninu í afmælisgjöf fjarsjá með þrífæti og augnlinsu. Verður hún meðal annars notuð við fuglaskoðun og á sumarnámskeiðum fyrir börn og unglinga. Hlutverk Náttúrufræðistofunnar er að safna, varðveita og sýna náttúrugripi, standa að fræðslu og rannsóknum í náttúrufræðum og stuðla að náttúru- og umhverfisvernd. Frá upphafi hefur Kópa-

vogsbær staðið að rekstri stofunnar en hún hefur einnig aflað verulegra sértekna með útseldum verkefnum. Elsta skjal í vörslu Náttúrufræðistofunnar er dagsett 27. september 1970 og er hvatning Árna Waag, kennara í Kópavogi, til bæjaryfirvalda um að setja á stofn náttúrugripasafn og kaupa skeljasafn Kópavogsbúans Jóns Bogasonar en hann hafði verið um skeið starfsmaður Hafrannsóknastofnunar. Í upphafi samanstóð safngripakosturinn af þessu skeljasafni Jóns Bogasonar og fuglasafni Hans Jörgensens sem var fyrsti skólastjóri Vesturbæjarskóla í

Reykjavík, en Kópavogsbær keypti þessi söfn. Auk þess keypti bærinn hluta af steinasafni Halldórs Péturssonar og Svövu Jónsdóttur. Skeljasafnið var stærst þessara safna en auk söfnunargleðinnar var Jón Bogason afbragðs teiknari og gaf hann seinna Náttúrufræðistofunni eftirprent af mörgum teikninga sinna. Þær teikningar er nú einnig til sýnis í anddyrinu. Fyrsti forstöðumaður safnsins var Árni Waag en seinna tók við Hilmar J. Malmquist. Hilmar varð forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands nú í haust og tók þá við af honum Finnur Ingimarsson.

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri ásamt forstöðumanni Náttúrufræðistofu Kópavogs, Finni Ingimarssyni.

 Ásmundarsafn

Sýning sænsk-íslensku myndlistarkonunnar Önnu Hallin „Samleikur“ í Ásmundarsafni. Efnt verður til Lúsíuhátíðar í tengslum við sýninguna í safninu í dag, föstudag.

Listasafn Reykjavíkur blæs til Lúsíuhátíðar í dag, föstudaginn 13. desember klukkan 16-18, í tengslum við sýningu Önnu Hallin í Ásmundarsafni þar sem boðið verður upp á leiðsögn um sýninguna. Anna Hallin er fædd í Svíþjóð og á sýningunni skoðar hún meðal annars tengsl Ásmundar Sveinssonar við landið og verk Carls Milles, en Ásmundur var nemandi Milles í Stokkhólmi um árabil. Í Svíþjóð er siður að halda Lúsíuhátíð 13. desember og í tilefni dagsins verður boðið upp á Bellmannsglögg, sænskt hvítvínsglögg og Lúsíuketti, ilmandi smábrauð krydduð með saffrani. Þá mun Ragna Sigurðardóttir, rithöfundur, leiða gesti um sýninguna en hún skrifaði texta í sýningarskrá hennar, að því er fram kemur í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Viðburðurinn hefst klukkan 16 og leiðsögn Rögnu klukkan 17. Frítt er fyrir handhafa menningarkortsins. Desember er vinamánuður í Ásmundarsafni. Þá geta menningarkorthafar boðið vini með sér í safnið.

Książki dla dzieci i młodzieży po polsku

F í t o n / S Í A

Lúsíuhátíð í tengslum við sýninguna Samleik

Hvíldartíminn Færð þú umsaminn hvíldartíma í desember?

Barnabækur á pólsku.

BERGSTAÐARSTRÆTI 7

VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS

Virðing Réttlæti


112

samtíminn

Helgin 13.-15. desember 2013

TILBOÐ Allt

30%

 Ris og fall millistéttaRinnaR

AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM TIL JÓLA

Roma

Río Trú okkar á hæfni og getu hinna ríku og voldugu og þær gjafir sem þeir færa samfélaginu er ósköp lík þjóðtrú Norður-Kóreu um að allt gott eigi uppruna sinn hjá valdamönnum.

Landsins nd ndsi ds mesta úrval af sófasettum

Þekkingarblekkingin Til skilja betur hvernig það gat gerst að framkvæmdastjóri hlutafélags svo gott sem lagði niður eina elstu, virtustu og vinsælustu menningarstofnun landsins; Rás eitt Ríkisútvarpsins; til að átta okkur á þessum ósköpum þurfum við að rifja upp þróun samfélagshugmynda á síðustu áratugum. Ekki síst óskhyggjuna um að leysa mætti öll stéttaátök með því að færa allt fólk í millistétt, niðurbrot hugsjóna um almannaþjónustu og skuldsettan lífsstíl fólks sem vildi byggja sér upp sjálfstæði á skuldum sínum.

E

Valencia

Rín

Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is

17.600 kr. 16.500 kr. stgr.

ins og kunnugt er dóu goðsagnir og trúarbrögð ekki þegar Friedrich Nietzsche lýsti yfir andláti Guðs. Þvert á móti. Dauði Guðs er ekki fullnaðarsigur skynsemi og vísinda yfir hindurvitnum og óskhyggju; heldur fremur einskonar valdarán. Guð þessi hafði einokað andlega sviðið að miklu leyti um nokkrar aldir; formgert trúarþörf mannskepnunnar og stjórnað vöru- og þjónustuframboðinu. Þegar veldi hans brast og laskaðist á þar síðustu öld; svo mikið að Nietzsche gaf út dánarvottorð; sköpuðust ómæld tækifæri til að beisla trúarþörf mannskepnunnar til þjónustu við önnur fyrirbrigði en Guð. Eða aðra guði; ef fólk vil orða það þannig. Þjóðríkið og þjóðernishyggjan náði mestu af þessu undir sig og endurbyggði í raun kirkju Guðs í eigin nafni með sínum þjóðernissálmum, sköpunarsögu þjóða og eigin lögmálum, fagnaðarerindum og goðsögnum. Hér er ekki tilefni til að rifja upp goðsöguna um okkur Íslendinga; hvernig við spruttum fram alskapaðir kyndilberar frelsisins úr norskum fjörðum (eins og viskan úr höfði Seifs); hvernig við misstum sjálfstæði okkar vegna sundrungar en endurheimtum það aftur þegar við lærðum á ný að elska landið, tunguna og söguna (einkum Sögurnar); og hvernig við nýttum nýfengið sjálfstæði til að brjótast út úr moldarkofunum og urðum þjóð meðal þjóða; úr örbirgð til allsnægta á áður ókunnum hraða; nýju heimsmeti. Og bárum af öðrum á flestum sviðum. Sérstaklega þegar tekið er tillit til höfðatölu; einkum í handbolta, fiskveiðum og á öðrum sviðum þar sem gott er hrópa: Kommaso. Íslenska goðsögnin er eiginlega þessi: Safnaðu hópi Íslendinga saman og láttu þá hrópa „kommaso“; og þá eru þeim allir vegir færir. Þetta var gert í vestfjörðum Noregs 874 og gekk vel; var endurtekið í Breiðafirði 985 og við námum Grænland; árið 1000 sagði einhver „kommaso“ á Grænlandi og við fundum Ameríku. Og svo koll af kolli. Við borguðum síðast fyrir Icesave með kommaso. Og erum að endurreisa heimilin og millistéttina með kommaso. En ég ætla ekki að fjalla um goðsögnina um Ísland heldur goðsögnina um þetta síðast nefnda fyrirbrigði; millistéttina.

Tilbiðjum snjóbolta

En fyrst þurfum við að rifja upp goðsagnirnar um stéttirnar sem mótuðu samfélagið áður en millistéttin gerðist þungamiðja alls; verkalýðinn og kapítalistana. Sagan kennir okkur að menn á borð við Thor Jensen og Pétur J. Thorsteinsson hafi komið með iðnbyltinguna til Íslands; þeir vélvæddu útgerðina, fundu markaði fyrir íslenskar sjávarafurðir og sköpuðu þannig gjaldeyristekjur sem færðu samfélagið að nútímanum, sem það hafði algjörlega farið á mis við. Þessum frumkvöðlum var launuð hugkvæmni sín og kjarkur með ómældum auði; sem aftur gaf þeim þrótt

til að standa fyrir alskyns atvinnuuppbyggingu víða um land og færði þeim margháttuð ítök í samfélaginu. Auðvitað leið sagan ekki eftir þessum þræði. Þeir Thor, Pétur og önnur Þríhross gripu vissulega tækifærin sem aðrir létu fram hjá sér fara eða gátu ekki hreppt og þeir auðguðust mjög. En auður þeirra byggði fyrst og fremst á fáránlega lágum launum verkafólks (ástand sem vanalega varir fyrstu hálfa öldina frá því að stórkostlegir fólksflutningar úr sveit í borg hefjast) og hindrunarlausum og ókeypis aðgangi að auðlindum (sem er líka oftast tímabundið ástand; þótt það vari yfirleitt lengur en smánarlaunin). Þríhrossin okkar eru týpískir kapítalistar á mörkum nýlendutíma; innlendir menn sem auðgast hratt og mikið af misnotkun á vinnuafli meðbræðra sinna og -systra og með því að hrifsa til sín auðlindir lands og sjávar. Auður hefur síðan sömu náttúru og snjóbolti á leið niður brekku. Auður safnar utan á sig enn meiri auði án erfiðis. Þetta á sérstaklega við um smá samfélag. Þar getur verið nóg fyrir mann að koma vel undir sig fótunum í einni atvinnugrein og smátt og smátt munu bankar og lánastofnanir færa þér önnur fyrirtæki í öðrum greinum. Þeir hafa lánstraust sem eiga eitthvað fyrir og tilheyra hópi hinna velsettu og viðurkenndu. Þannig getur útgerðarmaður fljótlega náð undirtökum í tryggingarfélagi, banka, flutningafyrirtæki, fjölmiðli, stjórnmálaflokki og svo framvegis. Að endimörkum samfélagsins. Við getum hlegið af goðsögnum Norður-Kóreu um hvernig þeir feðgar Kim Il-sung, Kim Jong-il og Kim Jong-un hafa fært landsmönnum veröldina og allt sem í henni er. En þessi goðsögn er ósköp lík goðsögnum kapítalismans um framlag hinna ríku og voldugu til samfélagsins; hvernig við værum enn týnd í forneskju ef ekki hefði verið fyrir dugnað, framsýni og elju þessara manna. Eins og með goðsögn Norður Kóreu er þetta bölvað kjaftæði. Ísland færðist frá oki innilokaðs og staðnaðs bændasamfélags (það er; samfélag þar sem vinnufólk bar bændurna) í átt að nútíma iðnaðarog þjónustusamfélagi á herðum verkafólks sem þrælaði á síldarplönum og um borð í fiskiskipum fyrir skammarlega lág laun. Ísland dagsins í dag var byggt upp með svita þessa fólks; þreytu og erfiði; en ekki hugkvæmni þeirra sem auðguðust á að misnota þetta fólk. Þótt goðsaga kapítalismans sé hlægilega heimskuleg þá lifir hún enn. Núverandi stjórnarflokkar halda því til dæmis fram að það sé ekki fiskurinn í sjónum, sjómennirnir sem veiða hann eða verkafólkið sem vinnur fiskinn sem séu undirstöður sjávarútvegs á Íslandi heldur útgerðarfyrirtæki. Til að efla sjávarútveg þurfi fyrst að efla útgerðarmennina! Þetta er álíka speki og bæta megi lífsgæði þræla með því að gefa þrælahaldaranum vindil. Framhald á næstu opnu


114

samtíminn

Verkalýðurinn skapar samfélag

www.sonycenter.is

ar kar k k a pak p ðir óðir r ha u g er

hátíðartilboð

179.990.-

framúrSkaranDi mynDGæði 42” Led sjónvarp KDL42W653 • Full HD 1920 x1080 punktar • 200 Hz X-Reality myndvinnslukerfi • Nettengjanlegt og innbyggt WiFi

Tilboð 179.990.-

Verð áður 199.990.-

5 ára ábyrGð fylGir öllum Sjónvörpum

heimabíó m. þráðlauSum baSSaháTalara HTCT260H

• 300W 32 bita magnari • 1 hátalari og þráðlaust bassabox • Bluetooth tengimöguleiki

Verð 79.990.-

Smíðuð fyrir ævinTýrin

Sony ActionCam WIFI HDRAS30 • Full HD vatnsheld upptökuvél • 1/2.3 baklýst Exmor myndflaga • Carl Zeiss Tessar linsa f 2.8

Verð 59.990.-

Góð kaup á anDrOiD SnjallSíma Sony Xperia E

• 3,5” TFT snertiskjár með HD upplausn • 3.2 pixla myndavél • Videoupptaka

Verð 25.990.-

fullkOmnar mynDir beinT í Símann þinn DSCQX10

• Myndavél sem smellur á snjallsíma • 18,2 pixla 1/2.3 Exmor myndflaga • Full HD Video

frábært verð!

Verð 39.990.-

Sony Center Verslun Nýherja Borgartúni / 569 7700 Verslun Nýherja Kaupangi Akureyri / 569 7645

Helgin 13.-15. desember 2013

margfalt stoltari en í dag. Ég man hins vegar varla eftir stoltum verkamönnum. Í barnsminni mínu eru aðeins Það var verkalýðurinn sem skapaði Þríhrossin; nokkrar myndir af ungkörlum með vinnuvettlinga upp vinnufólk sem flúði í sjávarþorpin undan ánauðarkerfi úr rassvasanum gasprandi hátt út í sjoppu yfir dagbændanna, kerfi sem var aðeins skör yfir þrælahaldi blöðunum; lemjandi í borðið eins og valdið væri þeirra. (þrælahald lagðist af á Íslandi án átaka vegna þess Þegar ég fór að fylgjast með pólitík var Gvendur Jaki að ánauðarkerfið var hagkvæmara fyrir bændurna). hins vegar sestur að tafli með Albert Guðmundssyni. Í fyrstu var vinnufólkið frelsinu fegið; fegið að geta Síðustu stóru átökin á almennum vinnumarkaði voru stofnað fjölskyldu og reynt að skrimta í verstöðvum af 1978. Hjá opinberum starfsmönnum 1984. Stéttaátök daglaunum eða aflahlut. En fljótlega myndaði verkavoru að mestu aflögð á Íslandi fyrir 35 árum. lýðurinn samtök og gerði kröfur um að samfélagið Hugsið um verkalýðsfélagið ykkar í dag ef þið efist yrði aðlagað að þeirra þörfum; að laun yrðu hækkuð, um að svo sé. Lokið augunum og sjái formanninn fyrir hvíldartími tryggður og vinnutími styttur en líka að ykkur á mynd. Hver er við hliðina á formanninum? Jú, heilsugæsla og skólaganga yrði almenn og að fjölskyldeinmitt; formaður samtaka þeirra sem kaupa vinnuna um yrði tryggt öruggt húsnæði; sem sagt hefðbundnar ykkar (sem vildu fyrst heita vinnuveitendur en síðan kröfur lágstéttar um samhjálparkerfi sem byggt er upp atvinnulífið sjálft). af skattlagningu tekna; en ekki síður eigna. Yfirstéttin þurfti ekki slíkt kerfi. Hún gat tryggt Milli: sér öruggt húsnæði, veitt börnum sínum menntun og byggt upp afkomu á efri árum með sparnaði af tekjum Löngu áður en stéttarátök voru svæfð hafði verkalýðssínum. Lágstéttin gat ekki staðið undir slíku af lágum hreyfingin tekið upp kröfur um að lágstéttirnar gætu launum sínum. En hún var fjölmenn og með samtakalíka fetað leið millistéttarinnar að farsæld. Um miðja mætti gat hún þrýst á um að samfélagið síðustu öld gat millistéttarfólk keypt þjónaði ekki aðeins hinum ríku og voldeigið húsnæði og byggt upp ævisparnað ugu (lögga og dómstólar til að verja eignaf launum sínum. Láglaunafólk gat það arrétt) heldur líka að þörfum alþýðufólks hins vegar ekki. Þrek þess fólst í sam(almenn velferð). Hver láglaunamaður takamættinum. Á sjöunda og áttunda var fátækur og valdalaus en saman gat áratugnum tók verkalýðshreyfingin hins alþýðan sótt sér næstum takmarkalaus vegar upp leið millistéttarinnar; séreignavöld til að breyta samfélaginu. Hún varð stefnu í húsnæðismálum og uppbyggingu ekki rík af slíkri baráttu en samfélagið lífeyrissjóðs fyrir hvern launamann. varð mannúðlegra og sanngjarnara; á Þetta tvennt; lífeyrissjóður og sérNúverandi endanum svo að það var hægt að lifa með eignarhúsnæði sem aðalbaráttuamál reisn þótt maður væri blankur. launþega; átti ekki aðeins eftir að brjóta stjórnarflokkar Verkalýðsstéttin flutti með sér hugniður og gelda verkalýðsbaráttuna og halda því til myndir úr sveitunum um hvernig gott stöðva þannig þróun almennrar velferðar samfélag ætti að vera; hugmyndir sem í þágu fjöldans; heldur varð þetta síðar dæmis fram höfðu kviknað í sveitunum urðu stórar í meir ásamt menntunarblekkingunni; að að það sé ekki bænum: Lestrarfélög urðu að bókasöfnrótarmeini hinnar útblásnu millistéttar. fiskurinn í um, farandkennarar að skólum, yfirsetuEftir að hafa með allskyns brellum reynt konur að heilsugæslu. Og svo framvegis. að halda lífi í væntingum meginþorra sjónum, sjóVerkalýðurinn stofnaði með sér samtök, fólks byggðum á þessum stoðum; féllu mennirnir sem byggði upp sparisjóð og kaupfélag, gaf þær saman í Hruninu. Þá afhjúpaðist að út blað og bækur, hvatti fólk til mennta, væntingar útblásinnar millistéttar um veiða hann eða heilsueflingar, listiðkunar og útiveru; til góða afkomu og öryggi voru reistar á verkafólkið sem sjálfsköpunar. Á breyttum tímum var það sandi; þær höfðu verið innistæðulausar nauðsyn hvers manns og konu að breytáratugum saman. Trú meginþorrans á vinnur fiskinn ast sjálf og styrkjast. þessa blekkingu hafði hins vegar opnað sem séu undirÞetta er goðsögnin um lágstéttirnar. tækifæri fyrir þá ríku og valdsmiklu til að Hún var í fyrstu misnotuð en náði með sópa til sín meiri auði en sést hafði síðan stöður sjávarsamtakamætti að þröngva yfirstéttunum á frumbýlisárum kapítalismans. útvegs á Íslandi til að draga úr stéttamun með sannÞað kom í ljós í Hruninu að millistéttin gjarnari launagreiðslum og samrekstri á getur ekki verið mótvægi við yfirstéttheldur útgerðarþeirri grundvallar velferðarþjónustu sem ina eða haldið aftur að henni. Hún er í fyrirtæki. Til að allir þurfa á að halda; heilbrigði, menntun vitlausri stöðu á vellinum. Henni er eiginog framfærslu til handa þeim sem geta legt að vera samverkamaður og þjónn efla sjávarútveg ekki vegna fötlunar, lasleika eða elli yfirstéttarinnar. Millistéttin hefur engin þurfi fyrst að brauðfætt sig og sína. Með þessu batnaði tæki til baráttunnar. Þegar verkalýðslíf alþýðunnar, stéttamunur minnkaði og stéttin beitir sínum eigin samtökum fyrir efla útgerðarbörn verkafólks gátu sótt sér menntun og vagninn leitar millistéttin til ríkisvaldsmennina! Þetta unnið sig þannig upp úr lágstéttinni. ins. Ríkisvaldið er hins vegar ekki vald Í þessu lá hins vegar fræ fyrirsjáanfólksins og hefur aldrei verið. Ríkisvaldið er álíka speki legra vonbrigða. Þótt verkalýðurinn er alltaf í höndum þeirra ríku og voldugu. og bæta megi byggi við betri kjör og meiri reisn en Aðhaldið með því valdi getur aldrei verið lífsgæði þræla vinnufólkið á tímum ánauðar þá bjó í innan þess. hverri fjölskyldu draumurinn um að Millistéttin trúði sögusögnum um að með því að gefa næsta kynslóð yfirgæfi verkalýðsstétthún væri hjarta og nýru lýðræðiskerfisins þrælahaldarina; stigi upp um eitt þrep hið minnsta. og þar með meginstoð ríkisvaldsins. Hún Og síðan myndi næsta kynslóð taka enn lagði traust sitt á stofnanir þess; að þær anum vindil. annað skref upp á við. tryggðu öryggi, yki jöfnuð og sköpuðu Það getur náttúrlega hver séð að þetta velferð og velsæld. Hrunið afhjúpaði þá er ekki sjálfbært væntingakerfi. Það er innbyggt inn blekkingu. Þá kom ekki aðeins í ljós að þessar stofní það einskonar verðbólga væntinganna. Ef allir ná að anir voru ófærar um að veita aðhald heldur kom í ljós klifra upp hlýtur fjöldinn að sunka niður. Það geta ekki að þær höfðu einmitt alla tíð þjónað sérstaklega hinum bara verið liðþjálfar í hernum. ríki og voldugu. Það er í eðli þeirra. Ríkið þjónar hinum voldugu. Ef ríkið á að þjóna lágstéttunum (og þar með Hrunin sjálfsmynd talinn meginþorri þess fólks sem heldur að það tilheyri millistétt) þurfa lágstéttirnar að sækja sér aukið vald – Ef það tekur hálfa öld fyrir lágstéttirnar að komast utan ríkisvaldsins. undan taumlausri misnotkun fyrstu kynslóða kapÞetta er súpan sem við sitjum í. Samtök lágstéttítalista; þá tekur það líklega álíka langan tíma fyrir anna eru ófær um að gæta hagsmuna launamanna eða samtök verkalýðsins að flytja áherslurnar frá uppbyggmóta samfélagið að þörfum hinna valda- og eignalausu. ingu sanngjarns samfélags sem hentar eignalausri Draumur stærsta hluta millistéttarinnar um velsæld og lágstétt yfir í kröfur um samfélag sem þjónar þörfum velferð byggðri á eigin getu til að byggja upp eignir og og væntingum millistéttarinnar. Fyrir það fyrsta sparnað er fallinn. Þessi draumur reyndist blekking; tekur það skemmri tíma fyrir forystusveit verkalýðsenn nýtt tæki hinna ríku og valdamiklu til að mjólka ins að aðlagast millistéttarlífi og taka upp lífsviðhorf almúgann. Á leiðinni í súpuna höfum við týnt hæfninni millistéttarinnar. Forystan verður á skömmum tíma að til að tala um samfélagið eins og það er. Það er víðtækt stjórnsýslustétt verkalýðsins. En megindriftin að baki almennt í samfélaginu um þá sýn að við séum á samfærslu samtaka verkalýðsins frá kröfum um almenna eiginlegu ferðalag í sama bátnum og þurfum öll að þola velsæld og yfir í kröfur um að hver eigi rétt á tækifærsömu ágjafirnar. Reyndin er að við höfum siglt á þessum til að byggja upp sína eigin einkavelsæld liggur í um báti inn í meiri misskiptingu auðs, valda og öryggis væntingaskekkjunni sem ég nefndi áðan. að við þurfum að rifja upp bernskuár kapítalismans til Kúgaður hópur þarf að byggja upp og viðhalda að finna samjöfnuð. sterkri sjálfsmynd til að halda sig við þær kröfur sem Þetta gerðist á vakt millistéttarinnar, sem allir vildu sannanlega þjóna best hagsmunum hans. Ef sjálfstilheyra og allir telja sig tilheyra; vöggu lýðræðis og myndin er veik upplifir hópurinn sig alltaf sem gallaða góðra siða. Ég ætla loks að koma mér að efninu í næstu útgáfu af kúgara sínum; konur sem veika karla, svartir viku og fjalla þá um þetta fyrirbrigði; millistéttarblekksem lélega hvíta, fatlaðir sem gallaða heilbrigða. Og inguna; og hvernig hún hefur brotið niður samfélagið. svo framvegis. Ef hópurinn sækir ekki stolt sitt í stöðu sína, eiginleika og uppruna; veikjast og útvatnast kröfur hans. Á endanum verða þær aðeins umsókn um að fá Gunnar Smári að vera sem líkastur andstæðingnum; kúgaranum. Egilsson Kannski var íslenskur verkalýður aldrei ýkja stoltur. Mér sýnist þó af þeim heimildum um baráttuna á fyrri gunnarsmari@frettatiminn.is helmingi síðustu aldar sem ég hef séð að hann var þá


MARKAÐUR Á KORPUTORGI

ENN MEIRI AFSLÁTTUR

70% - 80%

AFSLÁTTUR NÝJAR VÖRUR

KALI JAKKI ÁÐUR 9900 NÚ 2990

BRIGHTON KÁPA ÁÐUR 18900 NÚ 5590 BOLA TUBE KJÓLL ÁÐUR 6990 NÚ 1990

AYOE LONG KJÓLL ÁÐUR 12900 NÚ 3990

RAUFFI KÁPA ÁÐUR 14900 NÚ 4590 KALINA TUBE KJÓLL ÁÐUR 6990 NÚ 1990


116

dægurmál

Helgin 13.-15. desember 2013

 Í takt við tÍmann DavÍð antonsson

Svitna þegar ég kem inn í verslunarmiðstöðvar Davíð Antonsson er 23 ára trommari og bakraddasöngvari í hljómsveitinni Kaleo sem vakið hefur mikla athygli fyrir fyrstu plötu sína. Kaleo treður upp á Gauknum 20. desember en útgáfutónleikar sveitarinnar verða eftir áramót. Davíð horfir á Boston Legal og er hörku kokkur. Staðalbúnaður

Fatastíllinn minn einkennist voða mikið af gallabuxum og stuttermabolum. Ég pæli ekki neitt í merkjum, ég fer bara í það sem mér finnst flott. Fötin kaupi ég nær eingöngu erlendis. Mér finnst svo rosalega leiðinlegt að fara inn í fatabúðir og verslunarmiðstöðvar að einu skiptin sem ég hef mig út í það er í útlöndum þar sem allt er ekki eins dýrt og hér. Það síðasta sem ég keypti mér hér á landi voru íþróttaskór. Ég hringdi þá í vin minn sem vann í Útilíf og bað hann að hafa þá tilbúna, hljóp inn með bílinn í gangi og borgaði. Ég byrja bara að svitna og verð ómögulegur í verslunarmiðstöðvum og fatabúðum.

Hugbúnaður

Það er allur gangur á því hvert ég fer á djamminu, það fer eftir því með hverjum ég er. Undanfarið hef ég endað mikið á Dollý eða Harlem og svo er gaman að rokka svolítið á Ellefunni þegar hinir staðirnir loka. Ég panta mér annað hvort bjór eða gin eða vodka í tónik á barnum. Þegar ég er ekki að stússast í tónlist hef ég gaman af bíómyndum. Ég var eiginlega bíósjúkur um tíma en nú fer ég ekki eins oft og áður í bíó. Ég horfi mikið á þætti, eiginlega eitthvað á hverju kvöldi áður en ég fer að sofa, til dæmis Breaking Bad og It’s Always Sunny in Philadelphia. Og svo Big Bang Theory, Suits og Boston Legal. Upp á síðkastið hef ég horft svolítið á raunveruleikaþætti eins og Masterchef Junior. Það er eitthvað fyndið að horfa á litla krakka sem eru góðir að elda, það er í raun stórfurðulegt hvað þau eru góð. Ég hef mjög gaman af að vera á snjóbretti og hef tvisvar tekið þátt í Íslandsmóti á því. Nú er komin einhver smá hræðsla í mig því ég má ekki meiða mig á höndunum.

Vélbúnaður

Ég er Apple-maður og á bæði Macbook Pro og iPad 4. Ég hef samt aldrei tímt að kaupa mér iPhone því ég er svo duglegur að eyðileggja síma. Ég er því með einhvern Galaxy Mini-síma. Ætli ég noti ekki Facebook mest, þegar síminn virkar. Ég er með meira blæti fyrir tónlistargræjum þessa dagana. Við í Kaleo höfum verið að sanka að okkur allskonar spennandi græjum upp á síðkastið.

Davíð var í þrjá og hálfan mánuð í sjálfboðastarfi í Egyptalandi þegar hann var sextán ára. Ljósmynd/Hari

Aukabúnaður

Ég er mjög duglegur að elda og góður í því líka. Ég vann sem kokkur í túrista hópferð kringum landið og svo lærir maður margt af þessum Masterchef-krökkum. Þegar ég elda ekki sjálfur borða ég alls kyns skyndibita en mér finnst líka gott að fá mér sushi. Sushisamba hefur verið í uppáhaldi upp á síðkastið og ég fer líka á Train. Ef ég fæ mér steik fer ég annað hvort á Hereford eða Argentínu og ég fíla líka indverskan og asískan mat. Já, mér finnst gott að borða. Ég hef alltaf ferðast rosalega mikið, bæði með foreldrum mínum þegar ég var krakki og síðar sjálfur. Í fyrra fór ég einn á flakk um Evrópu. Það var ekkert planað, ég byrjaði á leiklistarnámskeiði í Þýskalandi og lagði svo bara af stað með bakpoka og hjólabretti. Eftirminnilegasta ferðalagið var þegar ég var sextán ára. Þá fór ég til Sviss í þrjá mánuði og var svo í sjálfboðastarfi í Egyptalandi í þrjá og hálfan mánuð. Ég ferðaðist með bedúínum um eyðimörkina í þrjár vikur og var einn um nótt í Kaíró. Það magnaðasta var þegar við gistum uppi á Sinai-fjalli og vöknuðum til að sjá sólarupprásina. Það var alveg geggjað.

Nýir og glæsilegir staðir

 appafengur

Bubble level

PLANET PIZZA PIZZA GRILL 5 444444 PIZZA.IS Seljabraut 54 og Langarima 21 Take-away - Heimsending

JÓLATILBOÐ!

Þú sækir stóra pizzu, 2 lítra gos og stóran skammt af frönskum og færð aðra stóra pizzu frítt með. Greitt er fyrir dýrari pizzuna!

eða 20% afsláttur af pizzum þegar þú sækir (gildir ekki með öðrum tilboðum)

Pizzur - Hamborgarar - Pítur - Franskar - Salöt

Sími 5 444444

Það er einfalt mál að breyta snjallsímanum sínum í hallamæli. Þú þarft bara að sækja eitt app; Bubble level. Nú þarf því enginn lengur að leita að hallamælinum í verkfærakassanum þegar hengdar eru upp myndir í stofunni heldur nægir að kveikja á símanum. Þrenns konar hallamælar eru í þessu appi, þessi hefðbundni, yfirborðsmælir og mælir sem hentar í jeppaferðir upp á hálendið, það er ef bíllinn er ekki sjálfur

búinn slíkri græju. Bubble level fyrir iPhone er ókeypis og því fylgja honum auglýsingar. App með sama nafni en þó ekki alveg eins er fáanlegt fyrir Android og fyrir Windows síma er hægt að fá app sem heitir Bubble Level, Calculator, Ruler. Það er því hægt að breyta öllum snjallsímum í hallamál. Svona er tæknin nú dásamleg. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


Fáðu þér jólaís frá Emmessís

PIPAR\TBWA - SÍA - 133705

Girnilegt úrval af ósviknum rjómaís í hátíðarbúningi


118

dægurmál

Helgin 13.-15. desember 2013

 Eirný Jólamatarmark aður Búrsins vErður í Hörpu í ár

Eirný hlakkar mikið til að halda götumarkaði við höfnina næsta sumar.

Búrið flytur út á Granda Ljúfmetisverslunin Búrið Nóatúni 17 hefur undanfarin ár slegið upp tjaldi á bílaplaninu framan við verslunina og haldið þar jólamatarmarkað sem farinn er að skapa sér fastan sess í jólaundirbúningi matgæðinga landsins. Markaðurinn hefur vaxið með hverju árinu og nú er komið að því að færa hann í stærra húsnæði, Hörpu. „Þetta verður stærsti markaðurinn hingað til. Það er sífelld aukning milli ára og áhugi bæði framleiðenda og neytenda virðist bara aukast. Þetta ber vott um áhuga allra á Beint frá býli hugmyndafræðinni. Fólk verður sífellt meira meðvitað um framleiðsluaðferðir og uppruna varanna sem það neytir,“ segir Eirný, eigandi Búrsins og einn skipuleggjenda markaðarins. Í fyrra tóku 43 framleiðendur þátt og 4000 gestir mættu í tjaldið. Nú um helgina taka yfir 50 framleiðendur þátt og Eirný býst við fleiri gestum en í fyrra. Það er þó ekki aðeins vegna fólksfjölgunar sem markaðurinn færir sig niður að höfninni heldur er það eitt skref á leið Búrsins í ný

heimkynni, en verslunin mun flytja á hafnarsvæðið í janúar. Eirný segist sjá fjöldann allan af tækifærum í hafnarsvæðinu og ekki bara vegna nálægðar þess við miðbæinn. Hún sér fyrir sér að halda þar götumarkaði í sumar og er bjartsýnin uppmáluð þegar hún segist búast við stórgóðu sumri. „Þrátt fyrir að hafa ekkert á móti bílaplaninu hérna í Nóatúni þá hlakka ég mikið til að fylgjast með árstíðunum við höfnina.“ Ekki finnst henni heldur skemma fyrir að vera með nágranna á Grandagarði eins og ísbúðina Valdísi og veitingastaðinn Coocoo's Nest sem deila með henni matarástríðunni. Þessi stærsti matarmarkaður Íslands verður haldinn í Hörpu núna um helgina 14. til 15. desember og opið verður frá 11 til 17 báða dagana. Halla Harðardóttir ritstjorn@frettatiminn.is

 sElJa uppskriftaBók til að styðJa

 inga BJörg stökk sEint í JólaBók aflóðið

við HJálparstarf á filippsEyJum

Hafa safnað hálfri milljón fyrir UNICEF „Eftir að hafa séð fréttir af hamförunum sem áttu sér stað þann 8. nóvember á Fillippseyjum ákváðum við að sameina krafta okkar og leggja neyðarstarfi UNICEF lið. Úr því varð þessi uppskriftabæklingur. Uppskriftirnar eru allar án sykurs og hveitis og henta þeim sem eru sykursjúkir, eru á lágkolvegna mataræði og öðrum sem vilja hollari útgáfu af bakstri,“ segir Hafdís Priscilla Magnúsdóttir sem heldur úti matarblogginu Dísukökur. Hún fékk félaga sinn, Ágúst Ævar Guðbjörnsson hjá 23 Auglýs-

ingastofa, til að hanna bókina en í henni eru 14 uppskriftir sem henta vel fyrir jólin. Þar er meðal annars að finna uppskriftir af kókostoppum, kryddköku, marengskökum og jarðarberjaís, en yfirskrift söfnunarinnar er: „Látum gott af okkur leiða í jólabakstrinum.“ Samkvæmt sölutölum síðdegis á fimmtudag höfðu safnast 520 þúsund krónur til hjálparstarfsins. Fellibylurinn sem skall á Filippseyjum í nóvember olli gríðarlegri eyðileggingu. Börnin eru meðal látinna og særðra. Þau hafa orðið viðskila við fjölskyldur sínar og jafnvel misst foreldra sína. Fyrir andvirði eins bæklings er hægt að bólusetja 40 börn gegn mænusótt, kaupa 4 kíló af orkuríkum kexkökum sem hjálpa börnum í neyð eða hreinsa 6 þúsund lítra af óhreinu vatni og breyta í heilnæmt drykkjarvatn. Bæklinginn er hægt að kaupa í gegnum vefsíðuna bokin.disukokur.is á 990 krónur. Við það bætist sendingarkostnaður upp á 135 krónur en allar 990 krónurnar renna óskiptar til neyðarsöfnunarinnar.

Inga Björg Stefánsdóttir segist hafa orðið mjög feimin þegar fyrsta bókin hennar kom út en hún sé að læra að vera stolt af verkum sínum og heldur því ótrauð áfram. Mynd/Hari

Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

Hafdís Priscilla Magnúsdóttir. Hún og Ágúst Ævar Guðbjörnsson buðu starfsfólki UNICEF á Íslandi upp á kökur bakaðar eftir uppskriftum úr bæklingnum.

Bullaði ævintýri sem endaði í bók Inga Björg Stefánsdóttir er lærð óperusöngkona. Hún kennir tónmennt í Mýrarhúsaskóla og stýrir kórum á Seltjarnarnesi. Hún á það til að flýja amstrið inn í ævintýraheim sem hún bullaði upp fyrir börnin sín en hann er grunnur ævintýrabókarinnar Undraborgir sem hún fékk með síðasta skipi og kastaði í bókaflóðið á elleftu stundu.

i

Demantar HANDSMÍÐAÐ Á STAÐNUM Laugavegi 52, sími 552-0620, Rvík.

Ég er alltaf á síðustu stundu og ákvað að láta vaða.

nga Björg Stefánsdóttir, söngkona með meiru, sendi frá sér ævintýrabókina Dimmuborgir 2010 og hefur síðustu daga verið á fleygiferð að dreifa framhaldinu, Undraborgir, í verslanir. Í bókinni segir af frekari ævintýrum Flóka og sérkennilegra vina hans sem hófust í Dimmuborgum. Flóki lét að vísu bíða lengi eftir sér núna og á tímabili leit út fyrir að hann yrði að sitja hjá þessi jól. „Ohh. Guð minn almáttugur. Halelúja! Stynur Inga þegar talið berst af siglingu bókarinnar yfir hafið. „Átti að koma um miðjan nóvember og í síðasta lagi 1. desember en skipinu seinkaði svo mikið. Ég stóð því frammi fyrir spurningunni um hvort ég ætti að geyma bókina en hugsaði að þetta væri bara týpísk ég. Ég er alltaf á síðustu stundu og ákvað að láta vaða og það var bara hlaupið af stað að dreifa henni í búðir.“ Síðustu vikur hafa verið annasamar enda mikið að gera í tónlistarlífinu og kórastarfinu á aðventunni. „Ég er bara búin að vera á fullu. Svo á ég líka fimm

börn í prófum og ég er búin að vera að gleyma þeim út um allt. Hef farið með þau í boð og keyrt heim án þess að fatta að þau voru ekki með. Þetta er bara búið að vera fyndið.“ Inga segir nemendur sína og jafnvel tengdamóður vera fyrirmyndir sumra persóna í bókinni en ævintýrið byrjaði hjá börnunum hennar. „Ég var að bulla sögur fyrir börnin mín og þar var sama persónan farin að koma ítrekað við sögu og ákvað bara að prófa að skrifa þetta niður.“ Inga segir ævintýrið síðan hafa undið upp á sig smám saman og vinnan við það varð í raun kærkomin hvíld. „Þetta er orðin afslöppun. Það eru svo mikil læti í vinnunni minni þar sem ég er endalaust að kenna tónmennt eða söng og vinna með kórum. Þannig að það er dásamlegt að geta kúplað sig inn í annan heim.“ Þegar Inga var að taka kennsluréttindi við Listaháskólann kynntist hún myndskreytinum Karli Jóhanni Jónssyni og hún fékk hann til liðs við sig. Og þá fór boltinn að rúlla. „Þegar persónurnar fóru að taka á sig mynd hjá honum þá varð þetta svo spennandi að það var ekki annað hægt en halda áfram á fullri ferð.“ Inga segir ævintýrið vera þríleik og að lokahnykkurinn, Veggjaborgir, sé næstur á dagskrá. Hún kýs að gefa sér góðan tíma og taka tvö ár í hverja bók þannig að framhaldið ætti að vera tilbúið 2015. „Ef ég ætlaði að gera bók á ári þyrfti ég að hætta í einhverju öðru og þetta verður ekki gaman lengur ef ég fer að setja á mig tímapressu.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


Upplifðu 4G með iPhone 5s Verð frá 6.790 kr. á mánuði* Vodafone

Góð samskipti bæta lífið

* Samkvæmt 18 mánaða raðgreiðslusamningi. Staðgreiðsluverð 109.990 kr.


HE LG A RB L A Ð

Hrósið ... fær Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, sem enn og aftur lífgar upp á Alþingi okkar Íslendinga. Í gær lýsti hann því yfir að stofnaður hefði verið hópur jákvæðra á þingi, hópur sem væri öllum opinn, en þar verði rifjaðar upp kurteisisvenjur og rætt um leiðir til að fólk glati ekki gleðinni í amstri dagsins.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is  Bakhliðin BiRna HaFstein

R I F A J G A L Ó J 2

GILDIR 13.12 - 18.1

NÝTT

50%

KORTATÍMABIL

SPARIÐ

Traustur vinur

5000

Aldur: 41 árs. Maki: Rúnar Guðbrandsson leikstjóri. Börn: Samtals eigum við 7 börn: Mist Rúnarsdóttir stjúpdóttir, Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir stjúpdóttir, Guðbrandur Loki Rúnarsson stjúpsonur, Birna Hafstein Rúnarsdóttir, fædd/dáin 31.12.2007, Rökkvi Rúnar Rúnarsson Hafstein, Úlfhildur Erna Rúnarsdóttir Hafstein, Hallgerður Júlía Rúnarsdóttir Hafstein. Foreldrar: Jóhannes Júlíus Hafstein sendiherra og Erna Hauksdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

Starf: Leikkona, framleiðandi, formaður SL, Bandalags sjálfstæðra atvinnuleikhúsa og formaður Félags íslenskra leikara. Stjörnumerki: Vatnsberi. Stjörnuspá: Ekki er ósennilegt að þú lendir í útistöðum við einhvern í dag. Bíttu í tunguna á meðan þú aflar þér upplýsinga.

Birna Hafstein var kjörin nýr formaður Félags íslenskra leikara á aðalfundi félagsins í vikunni. Hún tekur við af Randver Þorlákssyni sem hefur verið formaður í ellefu ár.

CAMILLE SATIN NÁTTFÖT Stærðir: S-L. Vnr. 3977400

Þæ Gi nD i & Gæ ði

LÚXUS GÆSADÚNSÆNG

KRONBORG DREAMER GæSADÚNSæNG Lúxus gæsadúnsæng fyllt með 900 gr. af gæsadúni. Sængin er saumuð í 5 x 7 sm. ferninga með 2,5 sm. háum veggjum á milli hólfa og því helst dúnninn jafn yfir alla sængina. Má þvo við 60°C. Koddi stærð: 50 x 70 sm. 7.995 Stærðir: 135 x 200 sm. 29.950 nú 24.950 135 x 220 sm. 34.950 nú 29.950 200 x 220 sm. 49.950 nú 44.950 Vnr. 4112550, 4312604

H

ún er æskuvinkona mín frá því vorum ellefu eða tólf ára gamlar. Hún er sannur vinur og ofboðslega traust vinkona,“ segir Sveinbjörg Þórhallsdóttir, fagstjóri dansbrautar LHÍ, um Birnu. „Hún er mikill sálufélagi minn og ég get treyst henni alveg 100%. Hún er klár og náttúrlega guðdómlega falleg og í seinni tíð mikil móðir. Hún eignaðist börnin sín seint og er svakalega bissí í því núna og tekst ansi vel upp í móðurhlutverkinu.“

AFSLÁTTUR

Koddi 50 x 70 sm. 7.995

PLUs

Áhugamál: Menning og listir, félagsmál, ferðalög góður matur, og almenn skemmtilegheit. Menntun: 8. stig í klassískum söng frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, leiklistarnám við Arts Educational London og er að útskrifast í vor með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

12.12.13

FULLT VERÐ: 3.995

SÆNG FULLT VERÐ: 29.950

1.995

24.950 135 X 200 SM.

25%

30% AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR AF ÖLLUM TUNGUSÓFUM OG SÓFASETTUM

FULLT VERÐ: 995

LAMPI

2.995

HAMPUS BORÐLAMPI Fæst í svörtu eða ljósu. Hæð: 46 sm. Vnr. 3974200

MIKIÐ ÚRVAL AF FALLEGUM KRÖGUM

MIKIÐ ÚRVAL AF SPEGLUM Á FRÁBÆRU VERÐI!

HÁLSKLÚTUR Fæst sem hringklútur og venjulegur. Margir litir og munstur. Vnr. 70539

695

SPARIÐ

1000

JÓLAVÖRUÚTSALAN ER BYRJUÐ! LEITIZIA ÁBREIÐA Mjúkar, einlitar ábreiður á frábæru verði! Stærð: 140 x 200 sm. Efni: 100% polyestermíkrófíber. Nokkrir litir. Vnr. 4508207

GOLD ei ns tö k Gæ ði

25% AFSLÁTTUR

FULLT VERÐ: 1.995

1.495

VERÐ FRÁ:

Silfurrefur Verð 14.900,-

Verslun innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg Sími: 519 66 99 Vefverslun: www.myconceptstore.is

FULLT VERÐ: 3.995

2.995 ERNA SæNGURvERASETT Vandað og gott KRONBORG sængurverasett úr 100% bómullarsatíni. Stærð: 140 x 200 sm. og koddaver 50 x 70 sm. Vnr. 1272380

4.995 www.rumfatalagerinn.is

13 12 2013  

news, newspaper, iceland

13 12 2013  

news, newspaper, iceland

Advertisement