Page 1

frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 3. tölublað 8. árgangur

Föstudagur 13.01.2017

Stelpunar í Hjartasteini Urðu bestu vinkonur í alvöru

Sláandi hversdagsleiki Til sýnis í Gerðarsafni 38

Hugsaðu út fyrir

nestisboxið

42

24

Játningar gistihúsaeiganda

Allir vilja gera betur við heyrnarskerta En enginn vill borga fyrir það

26

„Ég fæ enn gæsahúð þegar ég heyri hljóðið í ferðatöskuhjólum á gangstétt.“ Berglind Björk Halldórsdóttir þjáist af ferðamannaóþoli 14

Lególand í Hafnarfirði

Kubbuðu í heilan mánuð

44

Engar dýraafurðir Margir taka þátt í veganúar í byrjun ársins.

Mynd | Hari

Skattkerfi nýfrjálshyggjunnar kostaði 750 milljarða króna Sé miðað við skattkerfi nágrannalanda okkar hefur ríkissjóður tapað um 750 milljörðum króna tekjum á núvirði vegna lækkunar skatta á fyrirtæki og fjármagn. Íslensk stjórnvöld lækkuðu þessa skatta langt umfram það sem gert var í okkar heimshluta og voru á góðri leið með að breyta Íslandi í aflandseyju. Tekjutapið gróf undan velferðarkerfinu. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatíminn.is

Fyrir síðustu aldamót lækkaði ríkisstjórn Davíðs Oddssonar fjármagnstekjuskatt langt niður fyrir það sem tíðkaðist í okkar heimshluta. Tekjuskattur fyrirtækja var einnig lækkaður en ekki eins mikið. Ekki fyrr en stuttu eftir aldamót þegar hann var lækkaður, fyrst niður í 18 prósent og síðan í 15 prósent. Þetta voru veigamiklar umbreytingar skattkerfisins. Íslenska kerfið var orðið allt annars konar en skattkerfi landanna í kringum okkur. Skattar á launafólk héldust álíka háir og í nágrannalöndunum en skattar á fyrirtæki og fjármagn voru miklum mun lægri.

Betri þjónusta

Mismunurinn er gríðarlegur. Sé miðað við meðaltal Norðurlandanna innheimtu Íslendingar frá árinu 2000 til 2015 um 260 milljörðum króna minna á núvirði í tekjuskatt fyrirtækjanna en frændur vorir á hinum Norðurlöndunum hefðu gert og yfir 500 milljörðum krónum minna í fjármagnstekjuskatt. Þetta eru þær upphæðir sem íslensk stjórnvöld innheimtu ekki af fyrirtækjum og fjármagnseigendum en sem sjálfsagt þykir að skattleggja á Norðurlöndunum. Og ástæðan er ekki sú að Norðurlöndin skeri sig frá öðrum ríkjum vegna skatthörku. Ástæðan er

sú að skattkerfið íslenska er mótað að hagsmunum fyrirtækja- og fjármagnseigenda. Þessi veikleiki skattkerfisins og væntingar almennings um velferðarkerfi að norrænni fyrirmynd er óleyst skekkja í íslensku samfélagi. Annað fæst ekki án hins; öflugt velferðarkerfi og skattkerfi í líkingu við það sem velferðarríkin halda úti.

Nýfrjálshyggjan í skattkerfinu Fréttaskýring

Veganúar fylgir Fréttatímanum

Heilsublað Fjarðarkaups fylgir Fréttatímanum

8

Við kappkostum að veita viðskiptavinum okkar skjóta og góða þjónustu. Ef tæki keypt hjá okkur bilar lánum við samskonar tæki á meðan viðgerð stendur. Við gerum betur í þjónustu

Sérverslun með Apple vörur

KRINGLUNNI ISTORE.IS


2|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 13. janúar 2017

Læknir í barnahristingsmáli má ekki bera vitni í Bretlandi Málið var endurupptekið hér á landi árið 2013 eftir að þekktur barnataugalæknir í Bretlandi, Waney Squier, lagði fram sérfræðimat þar sem einkenni svokallaðs „shaken baby

Dómsmál Sveinn Andri Sveins-

son fær ekki að taka skýrslur af tveimur matsmönnum, taugalæknum, sem leggja fram faglegt mat tengt andláti níu mánaða gamals ungbarns sem Sig­urður Guðmunds­son­ var dæmd­ur fyr­ir að hafa valdið dauða í dag­gæslu í Kópa­vogi árið 2001. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is

Waney Squier er þekktur breskur barnataugalæknir.

Kirkjan fékk hundruð milljóna á röngum forsendum Trúmál Sóknargjöld þjóðkirkjunnar eru ekki félagsgjöld ólíkt því sem hefur verið haldið fram af ráðherra sem rökum fyrir mörg hundruð milljóna króna aukaframlagi til kirkjunnar.

Sindri Guðjónsson, fyrrverandi formaður Vantrúar, stefndi ríkinu til að fá úr því skorið hvort það fyrirkomulag að ríkið noti tekjuskatt til að greiða sóknargjöld brjóti í bága við ákvæði stjórnarskrár um trúfrelsi. Honum barst nýverið vörn ríkisins í málinu þar sem því er alfarið mótmælt að sóknargjöld séu félagsgjöld heldur framlög frá ríkinu. Það þýðir að rök meðal annars Ólafar Nordal, fyrrverandi innanríkisráðherra, fyrir leiðréttingu á skerðingu fjárframlaga til kirkjunnar, falla um sjálf sig. Ólöf sagði við RÚV árið 2015 að ríkið væri að

Sindri Guðjónsson stefndi ríkinu vegna sóknargjalda.

innheimta sóknargjöldin fyrir hönd kirkjunnar. Framlög til Þjóðkirkjunnar hafa hækkað um mörg hundruð milljónir króna á síðustu árum á grundvelli þess að sóknargjöld væru félagsgjöld. Í fjárlögum ársins 2016 hækkuðu framlög til kirkjunnar um 400 milljónir króna til að „vega á móti hluta aðhaldskrafna á tímabilinu 2009–2012“, líkt og það er orðað í frumvarpi. | hjf

Ríkið má kaupa jörð við Jökulsárlón Stjórnmál Eitt af síðustu verkum

fyrri ríkisstjórnar var að nýta forkaupsrétt að jörðinni Felli við Jökulsárlón. Deilur hafa staðið um viðskiptin.

Íslenska ríkið getur nýtt forkaupsrétt sinn að jörðinni Felli við Jökulsárlón og þar með eignast jörðina. Þetta er mat sýslumannsins á Suðurlandi en Fréttablaðið sagði frá því í gær, fimmtudag, að kaup ríkisins á jörðinni gætu verið í uppnámi þar sem fráfarandi ríkisstjórn hafi tilkynnt það of seint að hún ætlaði að nýta rétt sinn. Fell verður því ríkisjörð þrátt fyrir allt, miðað við þetta mat sýslumannsins.

syndrome“ voru dregin í efa. Eins og fyrr segir var Sigurður Guðmundsson dæmdur fyrir að hafa orðið barninu að bana og var talið að hann hefði hrist barnið harkalega með þeim afleiðingum að það lést í hans umsjá. Sigurður hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og varð mál hans það fyrsta sem var endurupptekið af Hæstarétti Íslands árið 2013. Þar vó mat Waney Squier þungt. Í vikunni fór Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sigurðar, fram á að fá að taka skýrslur af matsmönnunum tveimur í sitt hvoru lagi, en hann telur að þeir

Sveinn Andri segir mat breska taugalæknisins enn liggja fyrir sem eitt helsta gagnið í endurupptökumálinu, þrátt fyrir að henni hafi verið meinað að bera sérfræðivitni fyrir breskum dómstólum af breska læknaráðinu. Úrskurður um málið féll í nóvember síðastliðnum og þar kom fram að Squier hefði farið út fyrir þekkingarsvið sitt í dómsmálum sem varða barnahristing. Eins hafi hún sérvalið rannsóknir til þess að rökstyðja eigin skoðanir. Búist er við að mál Sigurðar verði tekið fyrir í Hæstarétti næsta haust.

Bjarni er eini stjórn­mála­­ maðurinn í Panama­ skjölunum sem hefur orðið forsætisráðherra Stjórnmál Bjarni Benediktsson

er eini stjórnmálamaðurinn í Panamaskjölunum sem er í valdameira embætti nú en þegar Panamaskjölin voru opinberuð. Tveir af þremur erlendum ráðherrum misstu ráðuneyti sín út af Panamaskjölunum. Á Íslandi sagði einn af þremur Panamaráðherrum af sér. Vegtylla Bjarna Benediktssonar vekur heimsathygli út af veru hans í Panamaskjölunum. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is

Ákvörðunin um að ganga inn í kaupin á jörðinni var eitt af síðustu verkum fráfarandi ríkisstjórnar sem veitti 1.5 milljarða króna til kaupanna á fjáraukalögum fyrir árið 2017. Þannig gekk ríkið inn í tilboð eignarhaldsfélagsins Fögrusala ehf. en á bak við það félag voru óþekktir aðilar. Fjárfestingarfélagið Thule Investments fór hins vegar fyrir kaupunum en ekki fékkst uppgefið hverjir hefðu fjármagnað félagið. Til stóð að byggja hótel á jörðinni og vera með aðstöðu þar fyrir ferðamenn. Ekki liggur fyrir hvað ríkið ætlar að gera við jörðina. | ifv

hafi ekki fylgt lögum þar sem þeir áttu að komast að sameiginlegri niðurstöðu sem matsmenn. Niðurstaðan er sú sama hjá þeim báðum í flestum efnisatriðum, en þeir virðast ekki hafa fundað líkt og reglur kveða á um. Hæstiréttur hafnaði því að Sveinn Andri fengi að taka skýrslur af mönnunum. Sveinn segir niðurstöður þeirra mikilvægar fyrir málflutning ríkissaksóknara. „Það er kveðið á um það í lögum að yfirmatsmenn eiga að funda um niðurstöðuna, og til að halda öllu til haga vildi ég láta á þetta reyna,“ segir Sveinn Andri.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er eini starfandi stjórnmálamaðurinn í heiminum úr Panamaskjölunum sem orðið hefur forsætisráðherra eftir lýðræðislegar kosningar í kjölfarið á birtingu skjalanna. Samkvæmt athugun Fréttatímans á afdrifum þeirra stjórnmálamanna í vestrænum lýðræðisríkjum sem koma fyrir í skýrslunni er Bjarni sá eini sem nú er í valdameira embætti en hann var í þegar Panamaskjölin voru birt. Þessi bætta pólitíska staða Bjarna er afleiðing lýðræðislegra kosninga. Bjarni átti hlut í félaginu Falson og co. á Seychelles-eyjum en félagið var notað í fasteignaviðskiptum í Dubaí, líkt og komið hefur fram. Eftir atburði vikunnar er Bjarni

orðinn forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn Íslands og bentu erlendir fjölmiðlar á það, meðal annars Washington Post, Süddeutsche Zeitung, Le Monde og fleiri á að Ísland hefði ýtt einum forsætisráðherra sem kemur fyrir í Panamaskjölunum úr embætti en að svo væri annar stjórnmálamaður í Panamaskjölunum tekinn við sama embætti. Þessi staðreynd um nýjan forsætisráðherra Íslands vekur því athygli víða um lönd, rétt eins og aðkoma Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að félaginu Wintris á Tortólu vakti athygli erlendra fjölmiðla í fyrra. Boðað var til nýrra kosninga í haust út af skattaskjólstengslum Sigmundar Davíðs og er ein af niðurstöðum kosninganna að annar stjórnmálamaður sem stundaði viðskipti í skattaskjóli tekur við. Tveir forsetar lýðræðisríkja eru í Panamaskjölunum, Mauricio Macri í Argentínu og Petro Poroschenko í Úkraínu, og eru þeir báðir ennþá forsetar viðkomandi landa þrátt fyrir að hafa verið í skjölunum. Þá er Malcolm Turnbull ennþá forsætisráðherra Ástralíu þrátt fyrir að vera í skjölunum en hann var stjórnandi félags á Bresku Jómfrúareyjum fyrir rúmum tuttugu árum. Þessir þrír menn voru hins vegar kosnir til embætta áður en Panamaskjölin voru opinberuð, öfugt við Bjarna.

David Cameron hætti sem forsætisráðherra eftir Brexit.

Jose Manuel Soria er hættur í stjórnmálum.

Konrad Mizzi missti ráðherraembætti.

Malcom Turnbull er forsætisráðherra í Ástralíu.

Mauricio Macri er forseti Argentínu.

Starfandi stjórnmálamenn í vestrænum lýðræðisríkjum í Panamaskjölunum og afdrif þeirra

Lægra verð í Lyfju lyfja.is

20% tur afslát

Nafn

Staða eftir Panamaskjölin

Staða í dag

Bjarni Benediktsson

Óbreytt

Þingmaður og forsætisráðherra

David Cameron (Bretland)

Óbreytt

Hætti sem forsætisráðherra eftir Brexit

Jose Manuel Soria (Spánn)

Sagði af sér ráðherraembætti

Hættur í stjórnmálum

Júlíus Vífill Ingvarsson

Sagði af sér sem borgarfulltrúi Hættur í stjórnmálum

Konrad Mizzi (Malta)

Missti ráðherraembætti

Ráðherra án málaflokks

Malcom Turnbull (Ástralía)

Óbreytt

Forsætisráðherra

Mauricio Macri (Argentína)

Óbreytt

Forseti

Ólöf Nordal

Óbreytt

Þingkona

Petro Poroschenko (Úkraína)

Óbreytt

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Sagði af sér ráðherraembætti

Petro Poroschenko.

Forseti Þingmaður

Fyrrverandi stjórnmálamenn í Panamaskjölunum eru ekki á listanum, einungis stjórnmálamenn sem voru starfandi þegar skjölin voru opinberuð í vor.

Hjarta-Aspirín á 20% afslætti út janúar.

Verð: 720 kr Verð áður: 899 kr Íslensku stjórnmálamennirnir í Panamaskjölunum.


Mitsubishi ASX

Audi SQ7

Volkswagen up!

Audi Q2

Sannkölluð frumsýningarveisla! Verið velkomin á stórsýningu HEKLU á morgun milli kl. 12 og 16. Við frumsýnum borgarbílinn Volkswagen up!, ofurjeppann Audi SQ7, snilldarbílinn Audi Q2 og snaggaralega sportjeppann Mitsubishi ASX. Einnig forsýnum við lúxuspallbílinn Volkswagen Amarok og viðhafnarútgáfu af Skoda Superb. Forsala á Skoda Kodiaq, VW GTE og e-Golf. Kleinuhringir frá Krispy Kreme, veltibíllinn, kaffi frá Kaffitári og tattúbar fyrir börn á öllum aldri. Allir sem reynsluaka bíl eiga möguleika á glæsilegum vinningum. Komdu og fagnaðu nýju ári með okkur og 2017 línunni úr bílaflota HEKLU. Hlökkum til að sjá þig!

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is


4|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 13. janúar 2017

Útgerðarfyrirtækin hætti að nota mengandi svartolíu Þrjú af stærstu útgerðarfélögum Íslands nota enn svartolíu að hluta til að knýja fiskimjölsverk-

Umhverfismál Þrjú stór sjávarútvegsfyrirtæki þurfa að rafvæða fiskimjölsverksmiðjur sínar, segir í skýrslu. Fiskimjölsverksmiðjur eru með 0,3 prósent af heildarlosun Íslands af gróðurhúsalofttegundum. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is

VSÓ ráðgjöf bendir á að ljúka þurfi rafvæðingu fiskimjölsverksmiðja á Íslandi en Síldarvinnslan í Neskaupstað, Ísfélag Vestmannaeyja og HB Grandi, sem Kristján Loftsson stýrir meðal annarra, eru þrjár af útgerðunum sem reka slíkar verksmiðjur.

Fréttatíminn braut ekki siðareglur Blaðamennska Friðjón Guðjohn-

sen kærði Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, fréttastjóra Fréttatímans, til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands fyrir frétt sem birtist í blaðinu í ágúst. Fréttin fjallaði um að tveir húseigendur, sem ekki máttu rífa gamalt friðað hús í miðbænum, kröfðust hundraða milljóna í skaðabætur frá Minjastofnun. Guðjón er annar húseigandinn og taldi fréttina óvandaða, ónákvæma og villandi. Auk

Friðjón Guðjohnsen kærði fréttastjóra Fréttatímans til siðanefndar BÍ fyrir umfjöllun um að hann og systir hans hafi viljað 180 milljónir í bætur fyrir að fá ekki að rífa þetta hús við Holtsgötu.

þess hafi fyrirsögn á forsíðu blaðsins verið röng. Siðanefnd Blaðamannafélagsins tók málið fyrir og komst að þeirri niðurstöðu að Þóra Kristín og Fréttatíminn hefðu ekki gerst brotleg við siðareglur félagsins. | þt

Lögreglan leitar að biblíumanni Lögregla Eldri manns er leitað

vegna „óhefðbundinnar hegðunar“ á skólalóð á Akranesi. Lögreglan á Vesturlandi leitar að eldri manni sem mun hafa boðið börnum við Grundaskóla á Akranesi Nýja testamentið. Skessuhorn sem vakti athygli á málinu en þar var haft eftir aðstoðarskólastjóra, Flosa Einarssyni, að foreldrar hefðu verið látnir vita af ferðum mannsins. Honum er lýst með hvítt hár og sítt skegg, í grænni úlpu og á ljósleitri bifreið.

Í fyrstu virðist ekkert benda til þess að maðurinn hafi verið að reyna að tæla börnin. Lögreglan á Vesturlandi kom á vettvang í gær og leitaði mannsins en fann hann ekki. Lögreglan segist ekki vita til þess að maðurinn hafi sýnt af sér ógnandi hegðun en Flosi segir þó í samtali við Skessuhorn að öryggisgæsla hafi verið hert vegna mannsins. Lögreglan leitar mannsins áfram, þó hann sé ekki grunaður um afbrot, „kannski hann sé helst sekur um óhefðbundna hegðun,“ segir varðstjórinn á Vesturlandi. | vg

Vorgleði í Portoroz 27. apríl - 7. maí Fararstjóri: Íris Sveinsdóttir

Vor 6

Náttúran í kringum Bled vatn er hrífandi fögur og lætur engan ósnortinn. Í ferðinni siglum við út í eyjuna Blejski otok, höldum til Izola og Piran, heimsækjum hafnarborgina Koper í Slóveníu, dropasteinshellana í Postojna og bæinn Porec í Króatíu. Að endingu skoðum við okkur um í München, einni aðal menningar- og listaborg Þýskalands.

Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK

spör ehf.

Verð: 209.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið!

smiðjur sínar en sú gerð af olíu er mjög mengandi. Um þetta er fjallað í skýrslu sem ráðgjafafyrirtækið VSÓ hefur unnið fyrir rafmagnsfyrirtækið Landsnet. Fyrirtækin sem um ræðir eru Síldarvinnslan í Neskaupstað, HB Grandi og Ísfélag Vestmannaeyja. Ein af niðurstöðum skýrslunnar er að ljúka þurfi rafvæðingu fiskimjölsverksmiðja og láta af svartolíunotkun. Í skýrslu VSÓ er rætt um hversu mikil raforkuþörf fiskimjölsverksmiðja útgerðarfyrirtækjanna væri ef þær myndu hætta að nota svartolíuna og nota rafmagn í staðinn. Með því að hætta notkun á

svartolíu myndi losun koltvísýrings í starfsemi fiskimjölsverksmiðjanna minnka en í dag er losun þessara verksmiðja 0,3 prósent af heildarlosun Íslands á koltvísýringi út í andrúmsloftið. Jón Már Jónsson, yfirmaður landvinnslu Síldarvinnslunnar á Neskaupstað, segir að af þremur fiskimjölsverksmiðjum fyrirtækisins sé ein rafvædd að fullu en að tvær séu rafvæddar að 60 til 70 prósent leyti. Hann segir hins vegar að Síldarvinnslunni gangi erfiðlega að fá rafmagn til að knýja verksmiðjurnar og því sé notast við svartolíu þegar það er ekki hægt.

Aðspurður um hvort fyrirtækið geti ekki notað annars konar olíu sem er minna mengandi segir Jón Már að fyrirtækið eigi í alþjóðlegri samkeppni því þurfi að reka fiskimjölsverksmiðjurnar með hagkvæmum hætti og að svartolía sé ódýrari aflgjafi en til dæmis dísilolía sem mengar ekki eins mikið. „Við keyrum á rafmagni ef við getum og ef við fáum þó við þurfum alltaf að vera með olíu til vara. Við erum náttúrulega í samkeppni við aðrar verksmiðjur úti í heimi en við þurfum að huga að kostnaði og að reka þetta sem hagkvæmast. Svartolían er ódýrari en dísilolían.“

Íslenska ríkið fær höfundarréttargreiðslur ellefu tónlistarmanna Viðskipti/Menning Félag í eigu Baugs keypti réttinn að verkum sjö tónlistarmanna fyrir 150 milljónir króna og eru eignirnar nú komnar í fang Seðlabanka Íslands. Bubbi Morthens er sá eini af tónlistarmönnunum sem hefur keypt réttinn að verkunum aftur. Valgeir Guðjónsson og Gunnar Þórðarson vilja gjarnan fá réttinn að verkum sínum aftur. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is

Íslenska ríkið á nú réttindin að lögum ellefu landsþekktra tónlistarmanna eftir að Seðlabanki Íslands tók yfir fyrirtækið Hugverkasjóð Íslands ehf. á síðasta ári. Sjóðurinn var áður í eigu Baugsfélagsins Stoða Invest ehf. en fjárfestingarbankinn Straumur-Burðarás tók fyrirtækið yfir eftir hrunið 2008. Í fyrra gerðist það svo Seðlabanki Íslands tók félagið yfir þegar Straumur greiddi stöðugleikaframlag sitt í ríkissjóð að hluta til með þessu félagi. Lögmaðurinn Steinar Guðgeirsson situr í stjórn Hugverkasjóðsins. Hugverkasjóður Íslands var stofnaður árið 2006 og virkaði þannig að Baugur leigði tímabundið réttinn að höfundarréttargreiðslum tólf tónlistarmanna. Hæstu greiðsluna fékk Bubbi Morthens, 36 milljónir, og Gunnar Þórðarson þá næsthæstu, 26 milljónir. Höfundarréttargreiðslurnar af verkum listamannanna áttu svo að renna til Baugsfélagsins þar til búið væri að niðurgreiða lánin sem tónlistarmennirnir fengu út á höfundarverk sín. Þá áttu tónlistarmennirnir að fá höfundarréttinn að verkunum til baka og þær greiðslur sem honum fylgja. Eini tónlistarmaðurinn af þessum níu sem upphaflega veðsettu verk sín hjá sjóðnum með þessum hætti sem eignast hefur réttinn að höfundarverki sínu aftur er Bubbi Morthens en hann keypti þau aftur fyrir 12 milljónir króna árið 2012. ­Gunnar Þórðarson segir í samtali við Fréttatímann að hann sé ekki búinn að greiða niður lánið sem hann fékk frá sjóðnum á sínum tíma. „Ég hef lítið pælt í þessu en auðvitað finnst mér þetta afskaplega leiðinlegt. En ég veit að það er ekki búið að borga þetta niður. Vonandi fæ ég lögin mín aftur bráðum.“ Tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson segir að hann hafi fengið fimmtán milljón króna lán á sínum tíma og að bráðum verði búið að greiða það lán niður með höfundaréttargreiðslunum. „Ég vona að ég fái lögin aftur til mín á þessu ári. Þetta var á mjög lágum vöxt-

Bubbi Morthens var sá tónlistarmaður sem fékk hæstu greiðsluna frá Hugverkasjóði Íslands árið 2006 en keypti höfundarréttinn til baka árið 2012. Sjóðurinn er nú kominn í eigu ríkisins.

um og var að ég held nokkuð sanng jarnt allt saman. Hugverkasjóðurinn ætlaði hins vegar að vinna verkunum brautargengi með því að koma tónlistinni í umferð með ýmsum hætti. En af því varð nú ekki. Mér þætti nú fallega gert hjá ríkinu að afhenda mér þetta bara,“ segir Valgeir. Guðmundur Jónsson, gítarleikari Sálarinnar hans Jóns míns, segir að hann sé ennþá inni í Gunnar Þórðarson vonast til að fá lögin sín aftur bráðum.

Hugverkasjóðurinn keypti réttindin að verkum: Bubba Morthens Gunnars Þórðarsonar Valgeirs Guðjónssonar Jakobs Frímanns Magnússonar Björns Jörundar Friðbjörnssonar Helga Björnssonar Guðmundar Jónssonar Stefáns Hilmarssonar Egils Ólafssonar Ragnhildar Gísladóttur Eyþórs Gunnarssonar Jóns Ólafssonar

sjóðnum. „Ég er ennþá þarna inni og veit ekki hvað það er langt í mig, ég hef ekki tékkað á því.“ Hug verkasjóður Íslands stendur illa og var eiginfjárstaða félagsins neikvæð um nærri 87 milljónir króna árið 2015. Félagið skilaði hins vegar hagnaði upp á tæplega 146 milljónir króna þar sem skuld félagsins við Baugsfélagið Stoðir Invest var afskrifuð. Hugverkaréttindin eru nú bókfærð á ríflega 50 milljónir króna en það er væntanlega sú upphæð sem enn er útistandandi sem skuld af þeim 150 milljónum sem settar voru í Hugverkasjóðinn. Steinar Guðgeirsson segist ekki getað rætt málefni Hugverkasjóðsins þar sem hann sé bundinn trúnaði gagnvart umbjóðanda sínum.


ÚTSALAN ER HAFIN!

20 TIL

ROYAL CORINNA 90udýna

Hágæða millistíf fimm-svæða skipt heils með poka-gorma kerfi ásamt botni og fótum. (Stærð 90x200 cm)

5.459FULLTkVERr.Ð*83.Á709Mkr.ÁNUÐI ÚTSÖLUVERÐ 58.596 kr.

3AFS0LÁT%TUR!

Hágæða millistíf fimm-svæða skipt heilsudýna með poka-gorma kerfi ásamt botni og fótum. (Stærð 120x200 cm)

FULLT VERÐ 98.036 kr.

ÚTSÖLUVERÐ 68.625 kr. 153 ROYAL CORINNA heils udýna

Hágæða millistíf fimm-svæða skipt með poka-gorma kerfi ásamt botni og fótum. (Stærð 153x200 cm)

7.929FULLTkVERr.Ð*124Á.62M0 kr.ÁNUÐI ÚTSÖLUVERÐ 87.234 kr.

3AFS0LÁTT%UR!

ARGH!!! 020117#4

AFSLÁTTUR!

ROYAL CORINNA 120

6.324 kr.* Á MÁNUÐI (*Miðað við 12 mánaða vaxtalausan raðgreiðslusamning með 3,5% lántökugjaldi og 405 kr. greiðslugjaldi)

70%

3AFSL0ÁT% TUR!

ÓTRÚLEG VERÐ!

Rekkjan ehf ≤≥ Ármúla 44 ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16

Útlitsgallaðar, skilaog skiptidýnur á

50 til 70% afslætti!

H E I L S U R Ú M


6|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 13. janúar 2017

Útilokar ekki að hefnd hafi ráðið för Heilbrigðismál Forstjóri

Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Svanhvít Jakobsdóttir, mátti ekki veita Gunnari Inga Gunnarssyni, fyrrverandi yfirlækni Heilsugæslunnar í Árbæ, áminningu vegna tölvupósts sem hann sendi á samstarfsfólk sitt. Gunnar Ingi hvatti í tölvupóstinum samstarfsfólk til að virða verkfallsrétt ritara árið 2015. Umboðsmaður Alþingis telur Svanhvíti hafa brotið lög. Hjálmar Friðriksson hjalmar@frettatiminn.is

Gunnar Ingi segir í samtali við Fréttatímann að Svanhvít hafi farið yfir strikið með framferði sínu og að honum hafi verið hótað uppsögn án uppsagnarfrests fyrir að styðja verkfall ritara. „Þetta er kannski ekki óvænt. Mér þótti þessi gjörningur forstjórans eiginlega með ólíkindum, að hún skyldi fara offari með þessum hætti,“ segir Gunnari Ingi. Hann segir að málið snúist raunar um tjáningarfrelsi starfsmanna ríkisins. Í tölvupóstinum benti hann á að framkvæmd verkfallsaðgerða ritara hafi raunar verið sýndarveruleiki þar sem starfsemi

heilsugæslu var nánast óbreytt. Því hvatti hann aðra starfsmenn til að sýna riturum samstöðu með nokkurs konar samúðarverkfalli. „Ég hef alltaf lagt mikið upp úr því að virða mína samstarfsmenn og í þessu tilviki þá fannst mér mjög eðlilegt að þeirra verkfall fengi samskonar form og var á verkfalli lækna,“ segir Gunnar. Gunnar Ingi segist hafa verið mjög gagnrýninn á störf Svanhvítar í gegnum tíðina og útilokar ekki að málið snúist um hefnd af hennar hálfu. Hann segist hafa hvatt hana til að segja af sér á fundum. „Að vissu leyti ber ég engan sérstakan

Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, mátti ekki veita Gunnari Inga Gunnarssyni áminningu vegna tölvupósts

kala til hennar því hún er einfaldlega ófær stjórnandi og hún getur ekkert að því gert. En hitt finnst mér sínu alvarlegra, að ráðuneyti heilbrigðismála skuli hafa sett hana í þetta starf á sínum tíma, án auglýsingar,“ segir Gunnar. Hann segist ætla að fara að fyrirmælum umboðsmanns og krefj-

Gunnar Ingi Gunnarsson, fyrrverandi yfirlæknir, segir forstjóra hafa farið offari.

ast þess að mál hans verði tekið upp aftur. Hann útilokar ekki dómsmál. Gunnar hætti störfum hjá heilsugæslunni í fyrra en segir málið snúast um prinsipp. „Ég er búinn að vera heimilislæknir í 40 ár og það hefur verið virkilega farsæll tími. Og fá svo svona sendingu í lokin,“ segir Gunnar Ingi.

ÚTSALA DORMA NÚ Á FJÓRUM STÖÐUM

Nýttu tækifærið

ÚTSALAN í fullu fjöri ALLT AÐ

60% AFSLÁTTUR

Í Fréttatímanum síðastliðinn laugardag sagði Rohalla Rezaei frá ferðum sínum um heiminn í leit að samastað. Hann var handtekinn á sunnudagskvöldið og vísað úr landi á mánudagsmorgun.

OPIÐ Á SUNNUDÖGUM Í DORMA SMÁRATORGI

NATURE’S REST heilsurúm m/classic botni

25% AFSLÁTTUR af 120x 200 cm á meðan birgðir endast.

Handtekinn yfir kvöldmatnum Flóttamenn Í Fréttatímanum

Verðdæmi 120 x 200 cm Svart PU leður á botni.

Fullt verð: 79.900 kr.

Aðeins 59.920 kr.

40%

WESTFIELD hægindastóll með skemli

AFSLÁTTUR

Stillanlegur hægindastóll. með skemli. Ljósgrátt slitsterkt áklæði. Fullt verð: 69.900 kr.

Aðeins 41.940 kr. DORMA HOME sængurföt Mjúk og falleg „satin striped“ Policotton sængurföt. Sængurver 140x200 cm Koddaver 50x70 cm

25% AFSLÁTTUR

Fullt verð: 6.490 kr.

Aðeins 4.868 kr. Afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–17 Sunnudaga kl. 12–16 (Smáratorgi) www.dorma.is

Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði

síðastliðinn laugardag sagði Rohalla Rezaei frá ferðum sínum um heiminn í leit að samastað. Hann var handtekinn á sunnudagskvöldið og vísað úr landi á mánudagsmorgun. Ali Reza Matin, sambýlingur hans og besti vinur, segir aðfarir lögreglunnar hafa minnt á Hollywood-mynd. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

„Við reyndum að fá að vita hvaða dag hann yrði sóttur en lögreglan vildi ekki gefa það upp,“ segir Ali Reza Matin, sambýlingur og besti vinur Rohalla Rezaei. Eins og fram kom í síðasta Fréttatíma þá flúði Rohalla Afganistan fyrir fjórtán árum og hefur líf hans síðan þá snúist um að finna sér samastað. Eftir að hafa komið til landsins fyrir tæpu ári og sótt hér þrisvar um hæli var honum vísað úr landi síðastliðinn mánudagsmorgun, aftur til Grikklands þar sem hann er með tímabundið hæli. Eins og Hollywood-mynd „Þeir komu alveg óvænt heim til okkar um níu leytið á sunnudagskvöldið og tóku hann með sér á lögreglustöðina. Við vorum að borða kvöldmat en hann fékk ekki að klára matinn né pakka niður fötunum sem voru í þvottahúsinu. Hann fékk engan tíma til að kveðja okkur almennilega, hann var farinn hálftíma eftir að lögreglan kom og ég hef ekki séð hann síðan. Mér fannst þetta allt skrítið, dálítið eins og í Hollywood-mynd því lögreglumennirnir voru svo margir og komu inn í íbúðina á tveimur stöðum, eins og Rohalla væri glæpamaður sem hefði í hyggju að flýja. Þessi harka var algjör óþarfi því Rohalla hefur aldrei sýnt nein merki um

Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hælisleitenda hjá Rauða krossinum, undrar sig á því að við skulum enn senda fólk til Grikklands.

mótspyrnu.“ Rohalla eyddi nóttinni í haldi og gat ekki hringt í neinn þar sem síminn var tekinn af honum. Vinirnir gátu því ekki talað saman fyrr en Rohalla fékk símann aftur, í lögreglubílnum á leiðinni út á flugvöll. „Hann hefur búið í Grikklandi áður en þekkir engan í Aþenu svo ég vildi tala við hann og segja honum hvert hann gæti farið. Það er aldrei hægt að vita hvað gríska lögreglan gerir við flóttamenn en planið hans var að finna sér hostel ef honum yrði ekki stungið í fangelsi,“ segir Ali. Flóttamenn á götunni í Grikklandi „Þeir sem vita eitthvað um flóttamannamál vita að staðan í Grikklandi er mjög slæm,“ segir Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hælisleitenda hjá Rauða krossinum. „Íslensk stjórnvöld hafa ekki sent fólk sem fellur undir í Dyflinnar-reglugerðina til Grikklands í nokkur ár vegna þeirra aðstæðna sem bíða hælisleitenda þar, þeir sem eru komnir með einhvers konar vernd í Grikklandi eru hins vegar sendir þangað jafnvel þó að aðstæður þeirra séu oft verri en þeirra sem enn bíða svara. Það fólk hefur ekki rétt á því að stjórnvöld útvegi þeim húsnæði og þurfa að treysta á opinbera kerfið í Grikklandi en það er ekki í stakk búið til að sinna öllu því fólki sem er í neyð í landinu. Flestir sem eru með vernd í Grikklandi eru illa staddir, fá enga vinnu og mjög margir búa á götunni.“

Ali Reza Matin var hissa á aðförum lögreglunnar við handtöku Rohalla.

Flóttamenn í Grikklandi Dyflinnar-reglugerðin heimilar öllum þeim löndum sem fá til sín hælisleitendur að senda þá aftur til þess lands innan Evrópska efnahagssvæðisins sem upprunalega tók við þeim. Staðsetning Grikklands veldur því að landið er áfangastaður fjölda flóttamanna, að miklu leyti frá Sýrlandi, Afganistan, Íran, Írak og Vestur-Afríku. Staða hælisleitenda í Grikklandi er mjög slæm og ekki síður þeirra sem fengið hafa hæli því staða þeirra er enn veikari innan kerfisins, þar að auki sýna rannsóknir að andúð í garð flóttamanna jókst þar verulega í kjölfar hrunsins 2008. Endursendingum hælisleitenda til Grikklands frá Íslandi var hætt árið 2010 vegna þess að aðstæður í gríska hæliskerfinu voru taldar ófullnægjandi.


ÚTSALA

SENDUM FRÍTT ÚR VEFVERSLUN

ALLT AÐ

60%

AFSLÁTTUR

25-50% AF RÚMFÖTUM 40% AF SVUNTUM 40% AF DÚNSÆNGUM 25% AF KÓSÍFÖTUM 60% AF JÓLAVÖRUM 20% AF ILMVÖRUM 30% AF LÖKUM 30% AF BARNAVÖRUM

LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS


8|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 13. janúar 2017

94,2

750 milljarða króna skattafsláttur

Eftir að stjórnvöld keyrðu niður skatta á fyrirtæki og fjármagn um og eftir síðustu aldamót varð ríkissjóður Íslands af um 750 milljarða króna skatttekjum, að meðaltali 68 milljörðum króna árlega á fyrstu fimmtán árum aldarinnar. Mest var tapið á árunum eftir Hrun þegar hagnaður fyrirtækja var hár á sama tíma og tekjuskattsprósentan var lægst og enn frekar þegar fjármagnstekjur voru gríðarlega háar en skattprósentan í fjármagnstekjuskatti lægri en nokkur staðar á byggðu bóli. En þótt skattar á fyrirtæki og fjármagn hafi verið hækkaðir 2010 þá munar enn umtalsverðum fjárhæðum hvað ríkissjóður innheimtir af sköttum af hagnaði fyrirtækja og fjármagnstekjum en hvað hann myndi innheimta ef hér væri skattkerfi líkt og í nágrannalöndunum. Frá Hruni vantar um 220 milljarða króna á núvirði í ríkissjóð ef miðað er við meðaltals skattheimtu Norðurlanda af fyrirtækjum og fjárfestingum. Það eru rúmir tveir nýir Landspítalar, nokkur Icesave og næstum þrjár skuldaniðurfellingar húsnæðislána. Fyrirtæki og fjármagnseigendur eru þau fyrirbrigði á Íslandi sem njóta hæstra styrkja, sé miðað við þá skattheimtu sem lögð er á sömu fyrirbrigði í okkar nágrannalöndum.

67,9 64,9

Vanálagður tekjuskattur 53,9

Fyrirtæki

Fjármagn 42,5

34,9 31,5 28,7

25,0

22,9

21,7

20,9

27,8

27,7

Vanálagður tekjuskattur fyrirtækja og fjármagnstekjuskattur á Íslandi miðað við meðalálagningu Norðurlandanna, samkvæmt upplýsingum OECD um skattprósentur og upplýsingum ríkisskattstjóra um skattstofn. Milljarðar króna á verðlagi dagsins í dag.

26,2

19,2

16,9 13,0

12,6

12,0

14,0

14,0 9,0

0

13,6 10,3

13,8

13,5

12,1 10,0

10,3

0

2000

2001

2002

2003

2004

2005

2006

2007

2008

750 milljarðar

færðir til fyrirtækja og fjármagnseigenda

2009

2010

2011

2012

2013

2014

2015

Íslensk stjórnvöld gengu lengst allra stjórnvalda í okkar heimshluta í að fella niður skatta á fyrirtæki og fjármagn. Nýfrjálshyggjan risti hér dýpst og hafði mest áhrif. Ef hér hefði verið rekið sambærilegt skattkerfi og í okkar næstu nágrannalöndum hefði ríkið innheimt 750 milljörðum króna meira í tekjuskatt fyrirtækja og skatt af fjármagnstekjum frá aldamótum og fram til 2015, upphæð sem er á við byggingarkostnað átta nýja Landspítala.

Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is

L

www.fi.is

Borgarganga við upphaf afmælisárs FÍ

Ferðafélag Íslands á 90 ára afmæli 2017 og við hefjum afmælisárið sunnudaginn 15. janúar með göngu um Öskjuhlíðina og Nauthólsvík undir styrkri forystu Péturs H. Ármannssonar, arkitekts og landsins helsta sérfræðings um byggingasögu höfuðborgarsvæðisins. Pétur hefur um margra ára skeið leitt sérstakar borgargöngur á vegum Ferðafélags Íslands. Í þessari göngu verður hugað að uppbyggingu og skipulagi Öskjuhlíðarinnar og merkileg saga svæðisins rifjuð upp. Gangan hefst kl. 10.30 frá Perlunni í Öskjuhlíð. Gengin er 4-5 km hringur. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

FERÐAFÉLAG ÍSLANDS

Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is

angveigamesta pólitíska breyting á Íslandi undanfarin ár var breyting skattkerfisins um og eftir síðustu aldamót. Þá var á skömmum tíma skattur á fyrirtæki lækkaður úr um og yfir 40 prósent niður í 18 prósent og síðan niður í 15 prósent og skattar á fjármagnstekjur færðir niður í 10 prósent. Þetta er miklum mun meiri lækkun skatta á fyrirtæki og fjármagn en þekktust í okkar heimshluta. Íslendingar lækkuðu skatta á fyrirtæki og fjármagn fyrr og meira en aðrar þjóðir. Þessi skattalækkun hafði umtalsverð áhrif á tekjuöflun ríkissjóðs. Frá aldamótum og til 2015 voru innheimtir skattar af fyrirtækjum og fjármagni nærri 750 milljörðum króna lægri á núvirði en verið hefði ef skatthlutföll hér hefðu verið sambærileg og á hinum Norðurlöndunum. Aldamótaárið var mismunurinn tæplega 17 milljarðar króna á núvirði en hann fór hæst í rúmlega 119 milljarða króna á núvirði skömmu áður en spilaborgin hrundi. Skattar hækkuðu, lítið Eftir Hrun hækkaði vinstri stjórnin bæði tekjuskatt fyrirtækja og fjármagnstekjuskatt, með blessun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem hafði þó lagt hart að ríkisstjórnum að lækka skatta fremur en hækka. Ástæða þess að skattahækkunin rann í gegn hjá gjaldeyrissjóðnum var sú hversu óeðlilega lágir þessir skattar voru á Íslandi.

Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðismanna, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar er ekkert minnst á breytingar á skattkerfinu umfram lækkun tryggingagjalds. Ríkisstjórnin stefnir því að því að viðhalda sérkennum íslenska skattkerfisins sem einkennist af lágum sköttum á fjármagn og fyrirtæki. Mynd | Hari

Hækkun skattprósentunnar samhliða minni hagnaði og mun minni fjármagnstekjum dró úr þessum mismun íslenskrar skattheimtu og því sem almennt þekktist í okkar heimshluta. Eftir sem áður innheimti ríkissjóður um það bil 25 milljörðum króna minna að núvirði af fyrirtækjum og fjármagni árlega. Frá Hruni og fram til 2015 innheimti ríkissjóður um 220 milljörðum króna minna af fyrirtækjum og fjármagni en gert hefði verið ef skattastefnan væri hér svipuð og á hinum Norðurlöndunum. Það er meira en tveir nýir Landspítalar og myndi ná að fjármagna flest það sem flokkarnir lofuðu fyrir kosningar en sem ólíklegt er að verði efnt þar sem engin sátt er um það á Alþingi að breyta þessari skattastefnu.

Nýfrjálshyggjan sigrar Breytingar á íslenska skattkerfinu eru eitt skýrasta dæmið um áhrif nýfrjálshyggjunnar á Vesturlöndum. Þessi hugmyndastefna hafði vissulega áhrif víða til lækkunar skatta á fjármagnseigendur og fyrirtæki en óvíða meiri en hér. Um aldamótin var fjármagnstekjuskattur hér orðinn lægri en nokkurs staðar í nágrannalöndum okkar og frá og með 2002 var tekjuskattur á fyrirtæki lægri á Íslandi en annars staðar í okkar heimshluta ef Írland er undanskilið, en írsk stjórnvöld undirbuðu skatta til að laða til sín stórfyrirtæki. Þótt nýfrjálshyggjan hafi verið ríkjandi hugmyndastefna á Vesturlöndum frá því á níunda áratugnum var það ekki fyrr en undir lok aldarinnar síðustu og einkum eft-


Inniplöntudagar Fersk sending af stofublómum

tIlBoð

IndjÁNafjÖÐur 1.770kR

tIlBoð

tIlBoð

ÞyKkbLöðuNgaR 440kR

oRkIdeA

af öllum blómapottum

20%

1 StönGulL

1.990kR

útsala

30-50% afsláttur af:

fRæiN eRu koMIn!

valinni gjafavöru, ljósaseríum, kertum, Púðum og lömpum

oPið Til kL 21 ölL kVölD Garðheimar • Stekkjarbakka 6 • 540 3300 • gardheimar.is


10 |

Gönguferð

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 13. janúar 2017

Mest lækkun fyrirtækjaskatta

28. maí í 7 nætur

Ekkert land lækkaði skattprósentu tekjuskatts fyrirtækja meira en Ísland frá aldamótum og fram að Hruni 2008. Íslensk stjórnvöld, undir forystu Sjálfstæðisflokksins, helminguðu fyrirtækjaskattinn, lækkuðu hann úr 30 prósentum í 15 prósent. Það ár var þessi skattur aðeins lægri í einu landi, Írlandi, sem nú glímir við þvingunaraðgerðir Evrópusambandsins og Efnahags og framfarastofnunar Evrópu vegna skattastefnu sinnar, berst gegn því að verða skilgreint

50%

sem aflandssvæði. Lettland hafði sömu skattprósentu og Ísland 2008 en öll önnur aðildarríki OECD innheimtu hærri fyrirtækjaskatt. Þótt lesa megi út úr þróun skattastefnu nágrannaríkja okkar að tekjuskattur fyrirtækja hafi farið lækkandi á fyrstu árum þessarar aldar þá lækkaði ekkert ríki skattinn eins snemma og ört og Ísland, ef Írland er undanskilið. Þegar verst var innheimtu Íslendingar innan við helming þess sem nágrannaríki okkar lögðu á fyrirtæki.

40%

30%

20%

HVÍTU ÞORPIN á Spáni

RONDA – GRAZALEMA – ZAHARA DE LA SIERRA EL BOSQUE – TORREMOLINOS

G

önguferðir um fjallendi Malaga og Cádiz á Spáni. Við kynnumst hinum „hvítu þorpum“ Andalúsíu og einnig skemmtilega strandbænum Torremolinos í Malagahéraði. Gist er á fallegu 4* hóteli í bænum Ronda fyrstu 4 næturnar og þaðan förum við í dagsferðir og heimsækjum 3 af þekktustu hvítu þorpum Andalúsíu: Grazalema, Zahara de la Sierra og El Bosque – öll staðsett í þjóðgarði Grazalemafjallanna.

ENNEMM / SIA • NM79549

Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

Gengið er í grennd við þorpin sem heimsótt eru hverju sinni um 4-6 klst. á dag. Göngurnar flokkast undir léttar til miðlungserfiðar og henta því flestum sem eru í nokkuð góðu formi. Á fimmta degi keyrum við niður að strandbænum Torremolinos í Malaga og njótum þess að liggja í sólinni og kíkja á mannlífið, en Torremolinos er einstaklega skemmtilegur bær með mikið úrval af búðum, veitingastöðum og börum. Hægt er að fara í stuttar ferðir á marga skemmtilega staði frá Torremolinos, t.d. fjallaþorpsins Mijas, Malagaborgar eða til breska landráðssvæðisins Gíbraltar svo eitthvað sé nefnt.

Frá kr. 213.995 m/morgunmat o.fl.

Netverð á mann frá kr. 213.395 m.v. 2 í herbergi. Innifalið: Flug, skattar. Gisting á 4* hóteli m/morgunverði í 4 nætur og gisting á 4* hóteli með morgun- og kvöldverði inniföldum í 3 nætur. Þá er 1 hádegisverður einnig innifalinn. Rúta og íslensk og ensk fararstjórn í göngum. Akstur til og frá flugvelli.

10%

2000

2016 Skattprósenta tekjuskatts fyrirtækja í aðildarlöndum Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, OECD, samkvæmt upplýsingum stofnunarinnar.

Skattaparadís varð gryfja skattaundanskota Ísland gekk einna lengst allra landa í okkar heimshluta í að innleiða skattastefnu í anda nýfrjálshyggjunnar, lækka skatta á fyrirtæki og fjármagn. Rökin fyrir stefnunni voru að þetta myndi örva efnahagslífið, auka tekjur ríkissjóðs til lengri tíma, draga úr skattaundanskotum og halda fyrirtækjum og fjármagni innan íslenska efnahagskerfisins. Ekkert af þessu gekk eftir. Í skýrslu fjármálaráðuneytisins um tjón þjóðarbúsins vegna aflandsreikninga kemur fram að skatthlutfall tekjuskatts fyrirtækja var lækkað hér fyrr, hraðar og meira en annars staðar á Vesturlöndum. Eina undantekningin er Írland, sem nú þarf að verjast því að verða skilgreint sem aflandseyja. Sú stefna nýfrjálshyggjunnar að draga úr skattheimtu af fyrirtækjum og fjármagni hafði áhrif víða á Vesturlöndum en hvergi jafn mikil og hérlendis. Fyrirtækjaskattar sem voru um og yfir 50 prósent á níunda áratugnum, voru lækkaðir í um 40 prósent og þeim tíunda og síðan niður í 30 prósent. Stuttu eftir aldamótin voru þeir síðan lækkaðir niður í 18 prósent og loks allt niður í 15 prósent stuttu fyrir Hrun. Þá var hvergi lægri skattur á fyrirtæki en á Íslandi, að Írlandi slepptu. Lettland innheimti einnig 15 prósent en annars var alls staðar innheimtur hærri tekjuskattur fyrirtækja. Meðaltal OECD var þá 25,7 prósent og meðaltal Norðurlanda 26,8 prósent. Íslensk fyrirtæki fengu á þessu tímabili um 25 milljörðum minna í skatta árlega en þau hefðu gert ef skattheimtan hefði verið með sambærilegum hætti á Íslandi og almennt var í okkar heimshluta. Samfylkingin lækkaði skatta Þegar skatthlutfallið á Íslandi var fallið niður í 15 prósent innheimtu Frakkar og Belgar um 34 prósent skatt af fyrirtækjum. Hlutfallið var um 30 prósent í Þýskalandi, um 28 prósent á Bretlandi, í Noregi og Svíþjóð, 26 prósent í Finnlandi og 25 prósent í Danmörku og Hollandi. Þetta eru þau lönd sem Íslendingar vilja helst bera sig saman við, velferðarríkin í norðvestanverðri Evrópu. Með því að skera sig frá þessum löndum í skattheimtu voru Íslendingar einnig að skera sig frá velferðarstefnu þeirra því ljóst var að til lengdar gæti það ekki gengið að skerða tekjuöflun ríkisins en ætla eftir sem áður að halda uppi sama velferðarstiginu. Það sýnir ágætlega hversu almenn áhrif nýfrjálshyggjan hafði og hversu drottnandi þessi hugmyndastefna var, að skattprósentan fór lægst var það í stjórnartíð Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Það var því ir aldamót sem skattkerfin á Vesturlöndum voru sveigð að hagsmunum fyrirtækja og fjármagnseigenda. Framan af var tekist á hugmyndir nýfrjálshyggjunnar um að ríkinu bæri að styðja þá sterku en ekki þá veiku. Þessi átök héldu aftur af áhrifum nýfrjálshyggjunnar. En eftir hrun Sovétríkjanna og einkum eftir að hinn svokallaði Blairismi lagði undir sig sósíalísku flokkana urðu áhrif nýfrjálshyggjunnar algjör. Upp úr aldamótum voru skattar á fyrirtæki og fjármagn lækkaðir víða. En hvergi eins heiftarlega og hér. Segja má að íslenska skattkerfinu hafi verið umturnað. Skattar á launatekjur voru áfram háir, eins og verið hafði frá eftirstríðsárunum, en skattar á fyrirtæki og fjármagn voru skornir niður. Velferðarkerfið hrörnar Bóluhagkerfið faldi áhrifin af þessari breytingu til að byrja með. Aukinn hagnaður fyrirtækja og einkum

Geir H. Haarde var fjármálaráðherra þegar tekjuskattur fyrirtækja var færður úr 30 prósent í 18 prósent og efnahags- og forsætisráðherra þegar skatturinn var lækkaður niður í 15 prósent. Þessi stefna var rekin á þeirri kenningu að lægri skattur ætti að auka tekjur ríkissjóðs og draga auk þess úr fjárflótta og skattaundanskotum. Reyndin varð önnur. Eftir því sem skattar lækkuðu því meiri urðu undanskotin og því meira fé var flutt út úr íslenska efnahagskerfinu.

Samfylkingin varð ekkert mótvægi við nýfrjálshyggjuhugmyndir Sjálfstæðismanna í skattamálum. Undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur tók Samfylkingin þátt í að lækka fyrirtækjaskatta enn frekar og voru þeir þá þegar orðnir með því allra lægsta sem þekktist meðal aðildarríkja OECD.

arftaki gamla Alþýðuflokksins sem tók þátt í að höggva tekjuöflunina undan velferðarkerfinu. Enn lágur skattur Eftir Hrun var skattprósenta tekjuskatts fyrirtækja hækkuð, fyrst upp í 18 prósent og síðan upp í 20 prósent. Þar er hún enn. Þrátt fyrir þessa hækkun er skatthlutfallið á Íslandi enn mun lægra en meðaltal Norðurlanda eða OECD. Meðaltal OECD er um 24,5 prósent. Auk Írlands er það aðeins lægra í nokkrum ríkjum Austur-Evrópu: Tékklandi, Ungverjalandi, Lettlandi, Slóveníu og Póllandi. Skattprósentan er meira að segja hærri í Chile, gósenlandi nýfrjálshyggjunnar. Þar er innheimtur 24 prósent tekjuskattur af fyrirtækjum. Hlutfallið í okkar heimshluta er í dag er allt upp í 36 prósent í Frakklandi en er um 25 prósent í norðvestur Evrópu. | gse

banka virtist sanna kenningu nýfrjálshyggjunnar um að hægt væri að auka tekjur ríkissjóðs með því að lækka skattprósentuna. Gríðarleg hækkun arðgreiðslna hækkaði síðan fjármagnstekjuskattinn þótt skattprósentan væri óvenju lág. Aftur virtist það sönnun þess að nýfrjálshyggjan gengi upp. Svo var þó ekki. Aukinn hagnaður og auknar arðgreiðslur voru froða og bólan sprakk. Við það féllu tekjur ríkissjóðs langt niður fyrir það sem verið hafði fyrir þessar skattabreytingar, jafnvel þótt vinstri stjórnin 2009-2013 hafi hækkað bæði skatta á fyrirtæki og fjármagn. Við Hrunið kom í ljós að velferðarkerfin, heilbrigðis-, mennta- og félagskerfi; höfðu hrörnað í góðærinu. Þrátt fyrir gríðarlega þenslu í samfélaginu höfðu þessi grunnkerfi hrörnað. Þegar þenslan hvarf kom í ljós hvað tekjustofnarnir voru veikir. Síðan þá hafa ýmsar einskiptistekjur, stöðugleikaframlög þrota-

búa bankanna og háar arðgreiðslur banka í ríkiseigu, vegið upp tekjutap vegna óvenjulágra skatta á fyrirtæki og fjármagn, en ekki nóg til að halda í horfinu. Bóluhagnaður Þegar bornar eru saman þær tekjur sem ríkissjóður myndi innheimta ef hér væri skattkerfi líkt og á Norðurlöndunum og það sem gert er á Íslandi kemur í ljós sá skaði sem nýfrjálshyggjan hefur valdið. Fyrstu ár aldarinnar, meðan tekjuskattur fyrirtækja var enn svipaður og í nágrannalöndunum en fjármagnstekjuskatturinn hafði verið lækkaður mikið, innheimti ríkissjóður um 17 til 21 milljarðs króna minna á núvirði en verið hefði ef skattkerfið íslenska hefði verið líkt og á Norðurlöndunum. Þegar fyrirtækjaskatturinn var lækkaður 2002 hækkaði þessi eftirgjöf í skattheimtu af fyrirtækjum og fjármagni upp í 35 til 60 milljarða króna á núvirði.


Hvort sem þú vilt öryggi, sparneytni og lipurð í borgarsnúningana eða þægindi, rými og útsýni í skoðunarferðina þá er Honda CR-V fyrir þig. Bættu við hagstæðu verði og 5-stjörnu öryggi og þú sérð heildarmynd hagkvæma borgarjeppans sem hefur rakað að sér verðlaunum í öllum heimsálfum. Heildarmyndin endurspeglast í háu endursöluverði og verðlaunum sem áreiðanlegasti bílaframleiðandi heims í tæp 10 ár í röð.

www.honda.is

Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.is

Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 • Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535


12 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 13. janúar 2017

Sól og sumar hjá Gaman Ferðum

Lægsti fjármagnstekjuskattur í heimi

GAMAN

Í SÓLINNI!

Eftir að íslensk stjórnvöld lækkuðu fjármagnstekjuskatt undir lok síðustu aldar var þessi skattur lægri á Íslandi en á nokkru byggðu bóli, þar sem skatturinn var á annað borð innheimtur. Um aldamótin var fjármagnstekjuskattur á Íslandi 10 prósent á sama tíma og hann var 36 prósent að meðaltali í aðildarríkjum OECD og 32 prósent að meðaltali á Norðurlöndum. Og þótt áhrif nýfrjálshyggjunnar hafi dregið skattprósentu fjármagnstekjuskatts niður í öðrum löndum þegar leið að Hruni þá

70% 60%

var það enn svo 2008 að ekkert land innheimti lægri skatt af fjármagnstekjum en Ísland. Þá var meðaltal Norðurlanda enn vel yfir 30 prósentum, 32,8 prósent, en meðaltal OECD-ríkjanna hafði lækkað niður í 28 prósent. Þá var fjármagnstekjuskattur á Íslandi 10 prósent. Í dag er fjármagnsskattur aðeins lægri í Grikklandi og Lettlandi, sem ekki innheimtu sérstakan fjármagnstekjuskatt áður, og Tékklandi, Ungverjalandi og Póllandi. Þessi skattur hvergi lægri en á Íslandi í okkar næsta nágrenni.

50% 40% 30% 20% 10% 0%

2000

2016 Skattprósenta fjármagnstekjuskatts í löndum norðvestur Evrópu frá 2000 til 2016 samkvæmt upplýsingum OECD.

Gríðarlegur skattaafsláttur til fjármagnseigenda

Salou Dorada Palace **** Frá:

115.500 kr.

Miðað við 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára) Ferðatímbil: 10.-18. júlí 2017 Hálft fæði innifalið

Salou Palas Pineda **** Frá:

114.500 kr.

Miðað við 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára) Ferðatímabil: 21.- 29.júní 2017 Hálft fæði innifalið

Tenerife Gran Oasis **** Frá:

77.500 kr.

Miðað við 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára) Ferðatímabil: 6.-13. maí 2017

Tenerife Fanabe **** Frá:

93.900 kr.

Miðað við 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára) Ferðatímabil: 20.-27. maí 2017 Hálft fæði innifalið

Innifalið í verði er flug, skattar, gisting í 7 nætur, 20 kg taska og 10 kg handfarangur - sjá nánar á gaman.is

Ísland gekk lengst allra landa í okkar heimshluta í að lækka skatta á fjármagnstekjur. Skatturinn var lækkaður fyrr og meira en í öðrum löndum. Áhrif nýfrjálshyggjunnar urðu hér því meiri. En öfugt við kenningu þessarar hugmyndastefnu dró ekki úr skattaundanskotum eða fjárflótta út úr kerfinu. Þvert á móti fluttu íslenskir fjármagnseigendur fé sitt í meira mæli til aflandssvæða en auðfólk annarra landa. Saga Íslands á árunum fyrir Hrun er í raun afsönnun á helstu kenningum nýfrjálshyggjunnar. Kenningin var sú að lægri skattar myndu auka skattheimtu, efla efnahagslífið, draga úr skattaundanskotum og girða fyrir fjárflótta. Þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld hafi gengið lengra í að lækka skatta á fjármagn varð fjárflótti íslensks auðfólks slíkur á árunum fyrir Hrun að þegar það reið yfir helmingaðist verðgildi íslensku krónunnar með þeim afleiðingum að kaupmáttur almennings stórskaðaðist. Þegar upplýsingar úr Panamaskjölunum lágu fyrir kom í ljós að íslenskir auðmenn voru miklum mun líklegri en auðfólk annarra landa til að fela fé sitt í skattaskjólum og að skattaundanskot var víðtækara vandamál á Íslandi en annars staðar í okkar heimshluta. Fyrirmynd nýfrjálshyggjunnar Þróun skatta á fjármagnstekjur dregur vel fram hversu mikil áhrif hugmyndir nýfrjálshyggjunnar höfðu á Íslandi. Þótt þessi stefna hafi dregið úr skattheimtu á fyrirtæki og fjármagn víða um var hvergi jafn hart gengið fram og á Íslandi. Fjármagnstekjuskatturinn var höggvinn niður í 10 prósent seint á síðustu öld og var haldið þar fram yfir Hrun. Þetta var miklum mun lægri skattprósenta en innheimt var annars staðar. Íslensk stjórnvöld fóru því óhikað eftir kennisetningum nýfrjálshyggjunnar, lækkuðu skattinn fyrr og meira en nokkur önnur stjórnvöld. Í upphafi aldarinnar var meðalskattprósenta aðildarríkja OECD tæp 36 prósent. Þegar Hrunið reið yfir 2008 hafði þetta meðaltal lækkað niður í 28 prósent. Í upphafi aldarinnar var skattprósentan í OECD ríkjunum því vel rúmlega þrisvar sinnum hærri en á Íslandi og við Hrunið tæplega þrisvar sinnum hærri. Ísland skar sig því algjörlega frá öðrum löndum OECD. Íslensk stjórnvöld vildu gera landið að fyrirmyndarríki nýfrjálshyggjunnar. Heill spítali á einu ári Fjármagnstekjur voru gríðarháar hér á árunum fyrir Hrun, mikið til út af uppblásnum og tilhæfulausum hagnaði bólufyrirtækja. Skattstofn fjármagnstekjuÞegar bólan blés út fóru þessar fjárhæðir allt upp í 119 milljarða króna á núvirði. Að sjálfsögðu var engin innistæða fyrir hagnaði banka og annarra fyrirtækja né arðgreiðslum til eigenda. Eftir sem áður drógu eigendurnir þessa fjármuni til sín. Og góður hluti þeirra var fluttur í skattaskjól. Afsönnun kenninganna Öfugt við það sem haldið hafði verið fram héldust í hendur miklar skattalækkanir og vaxandi skattaundanskot. Á Íslandi gerðist það að því lægri sem skatturinn var því taumlausari varð fjármagnsflutningurinn til aflandseyja. Og þar með skattaundanskotin. Kenningin um að lægri skattar myndu draga úr skattsvikum féll á Íslandi. Vegna smæðar hagkerfisins magnaðist skaðinn af þessari skattastefnu við fjármagnsflutninginn út úr kerfinu. Þegar bólan sprakk hafði íslenskt auðfólk flutt gríðarlegar fjár-

Í tíð Halldórs Ásgrímssonar virkaði Framsóknarflokkurinn ekki sem mótvægi við nýfrjálshyggjuhugmyndir Sjálfstæðismanna. Þvert á móti. Í stuttri forsætisráðherratíð Halldórs skipaði hann nefnd undir forystu Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns Kaupþings, sem leggja átti fram tillögur um hvernig mætti ganga enn lengra í að létta álögum af fyrirtækjum og fjármagni. Markmiðið var að breyta Íslandi í skattaparadís fyrr hina auðugu og ríku.

Það var í valdatíð Davíðs Oddssonar sem mestar umbyltingar urðu á skattkerfinu í átt að hugmyndum nýfrjálshyggjunnar. Fyrirtækjaskattur var færður niður í það allra lægsta í okkar heimshluta og fjármagnstekjuskattur var lækkaður niður fyrir það sem þekktist í heiminum. Engin þjóð innheimti jafn lítinn skatt af fjármagni og Íslendingar.

skatts einstaklinga fór hæst í 423 milljarða króna á núvirði árið 2007. Mismunurinn á fjármagnstekjuskatti á Íslandi og meðaltals Norðurlandanna það árið hefði fært um 94 milljörðum meira í ríkissjóð. Skattaafsláttur íslenskra stjórnvalda, ef svo mætti kalla mismuninn skattheimtu hér og í helstu nágrannalöndum, nam samkvæmt því á einu ári eins og einum nýjum Landspítala. Það má því fullyrða að engin frávik frá stefnu ríkisvaldsins í okkar heimshluta hafi haft jafn afdrifaríkar afleiðingar og lækkun skatta á fjármagn og fyrirtæki. Eitt er hversu mikið af bóluhagkerfinu sneiddi fram hjá skattheimtu. Hitt er að minnkandi skattheimta af fyrirtækjum og fjármagni jók bæði ójafnvægi í samfélaginu, gróf undan tekjuöflun ríkisins og skaðaði þar með velferðarkerfið. Það er ómögulegt til lengdar fyrir Íslendinga að halda hér uppi velferðarkerfi, líku því sem tíðkast í okkar heimshluta, en ætla eftir sem áður að innheimta til þess mun lægri tekjur af fyrirtækjum og fjármagni. Ef skattheimta af fyrirtækjum og fjármagni er lægra en annars staðar verður annað hvort að innheimta hærri skatt af einstaklingum eða draga úr þjónustu velferðarkerfisins. | gse

hæðir út úr krónuhagkerfinu. Það jók mjög á vandann og ýtti enn frekar undir fall krónunnar. Gengisfallið leiddi til kjaraskerðingar almennings, skaða sem meta má á mörg hundruð milljarða króna. Saga Íslands á þessari öld er því klár afsönnun þeirra kenninga nýfrjálshyggjunnar sem lágu til grundvallar lækkun á sköttum á fyrirtæki og fjármagn. Þær leiddu ekki til minni skattaundanskota, þær leiddu ekki til aukinni tekna og þær leiddu ekki til þess að fjármunir héldust frekar innan kerfisins. Bleiki fílinn Þrátt fyrir hvaða áhrif breytingarnar á skattkerfinu höfðu á rekstur ríkissjóðs á Íslandi og samfélagið allt, hefur stjórnmálaumræðan frá Hruni að litlu leyti snúist um að færa kerfið til fyrra horfs og nær því sem tíðkast í nágrannalöndunum. Jafnvel þótt kosningabaráttan hafi að miklu leyti snúist um eflingu heil-

brigðiskerfisins og uppbyggingu innviða veigruðu flokkarnir sér við að ræða tekjuöflunarkerfið. Þeir flokkar sem vildu hækka veiðileyfagjöld létu sem það, og aðrar kerfisbreytingar, kynnu að skila inn nægum tekjum til að standa undir væntingum landsmanna um uppbyggingu velferðarkerfisins. Ekki var rætt um þann viðvarandi skattaafslátt sem íslensk fyrirtæki og fjármagnseigendur njóta í samanburði við önnur lönd. Helst mátt skilja á stjórnmálafólkinu að Íslendingum myndi takast að halda uppi norrænu velferðarkerfi fyrir almenning en nýfrjálshyggju skattkerfi fyrir fyrirtæki og efnafólk. Í stjórnarmyndunarviðræðunum virtist enginn flokkur, nema Vinstri græn, vera undirbúin undir viðræður um tekjur. Niðurstaðan varð stjórn um óbreytt skattkerfi. Þegar á reyndi völdu stjórnmálaflokkarnir frekar að standa vörð um hagsmuni fyrirtækja- og fjármagnseigenda en almennings.


janúardagar 20-50% afsláttur af gæðavörum ORMSSON

þvottavélar

20-50%

NÝ MÓDEL

uppþvottavélar

Airforce eyjuháfar · veggháfar afsláttur

20%

20%

afsláttur

Gott úrval af Airforce veggháfum og eyjuháfum, sem eru annálaðir fyrir glæsilega hönnun og mikil gæði.

afsláttur

ofnar

Hljómtækjastæða X-HM21BT-K/S Bluetooth stæða Til í svörtu og silfur. Áður kr. 45.900,-

20%

afsláttur

25%

Öll Pioneer heyrnartól afsláttur

Verð nú: 35.900,KU6175

49”

40”

kR. 89.900,-

kR. 99.900,-

kR. 139.900,-

kR. 219.900,-

65”

55”

25%

Pottar og pönnur

THIS IS TV

afsláttur

Hágæða sjónaukar með lífstíðarábyrgð. Vatnsheldir og niturfylltir frá 14.900,- kr.

Sería: 6100 • Tegund: UHD - 4K • Stærð: 49” eða 123cm • Bogið • Upplausn skjás: 3840x2160 (4K) - 8M pixlar • Tegund skjás: LED • PQI: 1400 PQI (Picture Quality Index)

heimilislausnir

Alsjálfvirk, afkastamikil og endingagóð kaffivél til heimilisnota. 5 ára reynsla á Íslandi

20%

afsláttur

ryksugur

20%

afsláttur

20%

20%

afsláttur

afsláttur FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

Opnunartímar: Virka daga kl. 10-18 Laugardaga kl. 11-15. ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500

SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

Greiðslukjör

LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800 PENNINN HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

ORMSSON TÆKNIBORG ORMSSON ORMSSON GEISLI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 4712038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333

Vaxtalaust í allt að 12 mánuði

OMNIS BLóMSTuRvELLIR AKRANESI HELLISSANDI SÍMI 433 0300 SÍMI 436 6655


14 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 13. janúar 2017

Gestrisni í skugga gjaldþrots –Játningar gistihúseiganda Það er gaman að fá gesti en þegar þeir eru þaulsætnir getur reynt á þolrif gestgjafans. Berglind Björk Halldórsdóttir bauð erlendum gestum linnulaust inn á heimili sitt um fimm ára skeið og þjáist nú af algjöru ferðamannaóþoli.

T

æpu ári eftir hrun þegar húsnæðislánið hafði þrefaldast samhliða því að von var á þriðja barninu, var ljóst að við hjónin þyrftum að leita frumlegra leiða til þess að fá inn auknar tekjur og varna því að við misstum húsið okkar. Ég stefndi hraðbyri í fæðingarorlof á leikskólakennaralaunum og maðurinn minn vann myrkranna á milli í sínu eigin smíðafyrirtæki. Ég veit ekki hvernig hugmyndinni um að breyta gamla einbýlishúsinu okkar í miðbænum í gistiheimili laust niður. Gistivefurinn Airbnb var þá nýr og óþekktur hér á landi og gistiheimili og hótel ekki nærri því eins áberandi og raunin er nú. Við vissum ekkert um þennan bransa en kýldum á það, gerðum nauðsynlegar breytingar á húsnæðinu til þess að allt færi löglega fram, bjuggum til vefsíðu og fórum að taka við bókunum. Yngsta dóttir okkar fæddist í baðkarinu í janúarlok 2010 og í apríl voru ferðamenn farnir að baða sig þar. Við leigðum litla íbúð nálægt til þess að eiga griðastað en skildum allar myndir, húsgögn, raftæki, borðbúnað og skrautmuni eftir til þess húsnæðið væri sem heimilislegast fyrir gestina og við þyrftum ekki að kaupa nýtt innbú. Maðurinn minn hélt áfram í sinni smíðavinnu og sá um eldri börnin á meðan ég rak staðinn af ást og alúð með yngsta barnið á handleggnum. Gestirnir streymdu að og einhvers konar kommúnustemning myndaðist þegar ég viðurkenndi fyrir þeim að ég vissi ekkert hvað ég væri að gera. Allir hjálpuðust að við að halda þetta skringilega heimili, sögðu sögur af heimaslóðum og deildu upplifunum af landi og þjóð við morgunverðarborðið. Mikið var hlegið enda allir í góðu skapi þegar þeir eru í fríi og staðurinn rauk upp vinsældarskalann á ferðavefnum Tripadvisor vegna frábærra umsagna. Ég átti erfitt með að neita fólki um að framlengja dvölina þegar allt var fullbókað og það kom fyrir að menn sváfu á dýnu í kjall-

aranum. Einn vildi endilega hírast inni í skáp undir súð hjá mér frekar en að ferðast á puttanum um hringveginn eins og stóð til. Gestirnir voru upp til hópa yndislegir og gengu vel um en óneitanlega var skrýtið að horfa upp á ókunnuga vaða um húsið sem við héldum að yrði framtíðarheimili fjölskyldunnar og handleika hluti sem okkur voru kærir. Það tók á að vera í sífelldu þjónustustarfi við að hámarka þægindi annarra á meðan við vorum í óvissuástandi, hröktumst á milli leiguíbúða og vorum aldrei í fríi sjálf. Ég keyrði þetta áfram af adrenalínknúinni sjálfsbjargarviðleitni fyrstu árin en síðan fór þreytan að segja til sín. Brosið fraus og ég fann fyrir vaxandi andúð á þessu óþolandi káta fólki sem virtist ekki hafa annað að gera en að hanga heima hjá mér og spyrja heimskulegra spurninga. Misjafn sauður í mörgu fé Það var góður landkönnunarandi í ferðafólkinu framan af. Þeir sem komu höfðu kynnt sér landið ágætlega vel, létu fátt á sig fá og voru um flest sjálfbjarga. Eftir því sem ódýrum flugferðum til landsins fjölgaði og orðspor landsins sem heitasti áfangastaðurinn breiddist út fór þó í auknum mæli að bera á svörtum sauðum í hópnum. Það kom Bandaríkjamanni einum til dæmis mjög á óvart að heyra að hann væri staddur í Evrópu og tvær ungar konur réttu mér kort af Reykjavík og spurðu hvar fossinn væri. Ég gat mér þess til að þær ættu annað hvort við Gullfoss eða Seljalandsfoss og gaf þeim upplýsingar um ferðir en þá misstu þær áhugann því þær vildu ekki skemma skóna sína. Ég reyndi að hjálpa eins mikið og ég gat með alls kyns vandamál. Ég kom fólki undir læknishendur þegar það hrundi upp og niður stigana í húsinu og stakk upp á að það fengi vottorð upp á mígreni þegar það missti af f lugi vegna svæsinna timburmanna. Breska konan sem drakk heila vodkaflösku fyrir kvöldmat, datt úr sófanum beint

Mynd | Hari

„Ég fæ enn gæsahúð þegar ég heyri hljóðið í ferðatöskuhjólum á gangstétt.“

á andlitið, braut tönn og pissaði á sig en vildi samt ekki alls ekki fara til læknis. Hún neitaði að fara með sjúkraliðunum og eyddi fyrstu nóttinni sinni á Íslandi í fangaklefa. Ég veitti henni sáluhjálp daginn eftir og hjálpaði henni að leita að veskinu sínu sem fannst í Hallgrímskirkju. Flestir gestir drukku þó áfengi í hófi og hlýddu ágætlega reglunni um að hafa þögn í húsinu eftir miðnætti en fólk þurfti ekki að vera ölvað til þess að vera til vandræða. Það leið varla sá dagur að eitthvað færi ekki úrskeiðis. Indversk kona á áttræðisaldri læstist úti eftir að hafa farið í morgungöngu, klifraði upp á þak og sat þar föst þar til eiginmaður hennar vaknaði og fór að svipast um eftir henni. Sá maður hrasaði síðar um gangstéttarhellu á leiðinni í matvörubúðina, braut gleraugun sín og marðist allur. Ég var stöðugt á nálum ef ég þurfti að bregða mér frá og leið eins og ég væri að skilja ósjálfbjarga börn eftir ein heima. Reyk-

skynjarar fóru á fullt þegar franskt par reyndi að grilla ostasamloku í brauðristinni, kínversk kona kunni ekki að skrúfa fyrir baðið og olli heljarinnar vatnstjóni og sturtuhurð úr hertu gleri splundraðist í þúsund mola þegar Þjóðverji skellti henni of fast. Hlutirnir voru að fara úr böndunum og andlegt ástand mitt var orðið slíkt að þegar ég keyrði til vinnu á morgnana var mig farið að langa að gefa rækilega í á leið niður Skólavörðustíginn. Hætta ber leik þá hæst hann stendur Gistiheimilið hét áfram að fá viðurkenningar fyrir framúrskarandi umsagnir þrátt fyrir að ég sinnti því aðeins með hálfum hug. Þótt ég tæki stundum vínflöskur og prjónavörur upp í greiðslu þá skotgekk að greiða afborganirnar af láninu og á þessum fimm árum hafði húsnæðisverðið hækkað nóg til þess að við gátum að lokum selt húsið og flutt fjölskylduna í varanlegt heimasmíðað húsnæði á borgarmörkunum. Ég veit ekki hvort ég á að skammast mín fyrir að hafa tekið þátt í að eyðileggja miðbæinn eins og hann var eða vera stolt yfir því að hafa tekið þátt í uppbyggingu hans eins og hann er nú. Eigi ég erindi í bæinn reyni ég að horfa niður og ganga hratt því annars er ég spurð til vegar eða beðin um að kenna fólki á stöðumælana. Ég fæ enn gæsahúð

þegar ég heyri hljóðið í ferðatöskuhjólum á gangstétt og er eflaust með minni háttar áfallastreituröskun eftir allt saman. Ég er engu að síður þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast fólki frá öllum heimshornum og hjálpað því að eiga ógleymanlegar stundir. Samkennd mín hefur aukist enda morgunljóst að við erum öll eins inn við beinið. Við erum kannski mis-veraldarvön og mismiklir hrakfallabálkar en við erum hér til þess að reyna að læra á lífið og hafa gaman af því og hvort öðru. Ég er í sambandi við eitthvað af gömlu gestunum mínum í gegnum samfélagsmiðla og það er brjálað að gera hjá mér við að hitta þá á kaffihúsum enda koma þeir margir hingað árlega. Ég reyni að njóta félagsskapar þeirra án þess að peningar séu í spilinu og er fegin að þeir gista annars staðar. Ég óska Airbnb vertum góðrar skemmtunar og gengis en vona að þeir láti starfið ekki ganga of nærri sér. Stundum er ástæða til þess að láta fagmenn um verkið og senda liðið á hótel. 35. erindi úr gestaþætti Hávamála: Ganga skal, skal-a gestur vera ey í einum stað. Ljúfur verður leiður, ef lengi situr annars fletjum á.


Burkni

Monstera

950kr

2.190kr

11 cm pottur

1.290kr

Orkidea

1.990kr 2.690 kr

-26%

-26%

2.990kr

Aloe Vera

Skýjadís

999kr

1.099kr

1.490kr

-33%

1.490kr

Sólhlífartré

Drekakústur

Sómakólfur

1.349kr

519kr

2.199kr

1.799kr

6 cm pottur

-25%

699kr

Ástareldur

Stofupálmi

739kr

519kr

1.490kr

-26%

2.990kr

-27%

-26%

-26%

6 cm pottur

-50%

699kr

-26%

Kaktusar og þykkblöðungar

Stór Yucca Pálmalilja

margar gerðir

24 cm pottur

verð frá

374kr 749kr

Athugið pottahlífar/blómapottar á myndum fylgja ekki með. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Úrval getur verið misjafnt milli verslana.

-50%

6.990kr 9.790kr

-28%


ÚTSALA

Á POTTAPLÖNTUM í Blómavali

25-50% afsláttur Mikið úrval - allar pottaplöntur á útsölu meðan birgðir endast -50%

Friðarlilja

990 kr 1.990 kr

10 túlípanar

1.490kr 1.990kr

-25%

Indíánahöfðingi 9 cm pottur

1.490kr 1.990kr

-25%


X

X

18 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 13. janúar 2017

lóaboratoríum

lóa hjálmtýsdóttir

Við fljúgum! M IA M I

frá

16.999 kr. Tímabil: apríl - maí 2017

SA N F RA NCI S C O

frá

16.999 kr. Tímabil: febrúar - mars 2017

L O S A N GE L E S

frá

16.999 kr. Tímabil: febrúar - mars 2017

F R A N K F U RT

frá

8.499 kr. Tímabil: janúar - mars 2017

ED I N B O RG

frá

5.999 kr. Tímabil: janúar - mars 2017

BRI S TO L

frá

5.999 kr. Tímabil: janúar - mars 2017

*Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.

Þ

VEIK STJÓRN MEÐ LÍTINN BYR LEGGUR Í ÓLGUSJÓ

ótt engin ástæða sé til að efast fyrirfram um getu nýrrar ríkisstjórnar verður að segjast að hún leggur ekki af stað með mikinn byr í seglum. Engin ríkisstjórn í lýðveldissögunni hefur verið mynduð með jafn lítið kjörfylgi að baki sér. Samanlagt fylgi flokkanna þriggja var aðeins 47 prósent. Meirihluti kjósenda kaus aðra flokka. Stuðningur við ríkisstjórnina er auk þess veikur meðal fylgismanna flokkanna. Það á við um Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð, kannski síður Viðreisn. Það er því ekki hægt að ætla að þessi 47 prósent kjósenda standi heils hugar að baki stjórninni. Og ólíklega vegur stuðningur kjósenda annarra flokka þetta upp. Skoðanakönnunarfyrirtækin hafa enn ekki mælt stuðning almennings við þessa ríkisstjórn. Á árum áður byrjuðu ríkisstjórnir yfirleitt með meiri stuðning en sem nam atkvæðamagni flokkanna sem að þeim stóðu. Fólk var tilbúið að styðja ríkisstjórnir í trausti þess að þeim myndi farnast vel, vaxa með verkum sínum. Þessi hefur ekki verið raunin hin síðari ár. Síðustu ríkisstjórnir hafa byrjað með stuðning um helmings þjóðarinnar og sá stuðningur hefur fljótlega lekið niður í um þriðjungs fylgi. Þegar þangað er komið hefur ráðherrunum reynst erfitt að koma málum sínum í gegnum þingið. Þótt ríkisstjórnir hafi haft þingmeirihluta dugir það illa til þegar enginn byr er í seglum þeirra. Góð mál auka ekki fylgi þeirra og erfið mál verða óleysanleg.

Aðeins um 14 prósent landsmanna segjast treysta Alþingi. Það er afleit staða og nánast ómögulegt fyrir þá sem þar starfa að vinna mál sín í sátt við þjóðina. Það er erfitt að vinna upp traust þegar það hefur tapast. Til að setja þessa stöðu í samhengi má minna á að Richard Nixon naut enn yfir 20 prósenta trausts bandarískra kjósenda þegar hann sagði af sér. Hann mat það svo að hann væri svo rúinn trausti að hann kæmi engu í verk. Það er því ekki að furða þótt alþingismönnum gangi illa að finna samhljóm með þjóðinni og skapa hér samstöðu. Þar dugir ekki að bæta anda innanhúss. Það liggur á alþingismönnum að byggja upp á ný samtal við þjóðina. Veik ríkisstjórn með lítið fylgi sem leggur af stað í slíku andrúmi þarf ekki bara að vanda sig fyrstu mánuðina heldur þarf hún að hafa lukkuna með sér. Næstu misseri munu einkennast af kjaradeilum á Íslandi. Þær stéttir sem fengu skýrastan samanburð við lífskjör á hinum Norðurlöndunum eftir Hrun hafa þegar háð harðar kjaradeilur. Undir þeim kraumar krafan um að launakjör og önnur lífskjör hér verði sambærileg við það sem launafólk á Norðurlöndunum býr. Til þess að svo megi verða þarf að hækka hér laun, bæta skattkerfið, efla heilbrigðiskerfið, lækka vexti, styrka húsnæðiskerfið og margt fleira. Þessar kröfur munu breiðast út til allra stétta. Það er óumflýjan-

legt. Það hefði því verið eðlilegt ef ný ríkisstjórn hefði verið mynduð um þessi verkefni; hvernig bæta má hér lífskjör almenns launafólks og móta samfélagið að hagsmunum þess og þörfum. Þetta er ekki að sjá af stjórnarsáttmálanum nýja. Þar eru ekki lagðar til lagfæringar á skattkerfinu aðrar en þær að lækka tryggingagjald. Auknar tekjur ríkissjóðs vegna arðgreiðslna úr bönkunum og annarra einskiptistekna munu því að stærstu leyti fara til þess að forða helstu kerfunum frá Hruni. Slíkar tekjur ættu að renna til sérstakra verkefna. En á meðan tekjuhlið ríkissjóðs er ekki lagfærð fara þær til þess að fresta þeim lagfæringum, sem á endanum munu snúast að því að hækka skatta á fyrirtæki og fjármagn. Það er oft sagt að Íslendingar séu merkilega sammála um hvers konar samfélag þeir vilja byggja upp. Það er samfélag þar sem fólk býr við frelsi og öryggi; samfélag sem er líkt því sem aðrar þjóðir í nágrenni okkar búa við. Vandi Íslendinga er að þeir koma sér ekki saman um hvaða leið ber að fara til að komast að þessu marki. Það er þjóðarsátt um uppbyggingu velferðarkerfisins en alls engin sátt um hvernig ber að fjármagna þá uppbyggingu. Það má vera að endalaust verði deilt um fjármögnun ríkisins. En á það reynir ekki fyrr en fólk ræðir þau mál. Bleiki fílinn í síðustu kosningabaráttu voru skattar. Allir flokkar ræddu fjálglega aukin útgjöld en enginn flokkur lagði fram heilsteypta áætlun um lagfæringar á skattkerfinu eftir þau skemmdarverk sem unnin voru á því á tímabili nýfrjálshyggjunnar. Og því miður er fátt sem bendir til að núverandi ríkisstjórn muni taka það verkefni að sér. Til þess er hún of tengd þessu fallandi hugmyndakerfi, of veik í andanum og með of lítinn byr í seglin til að ráða við erfið mál.

Gunnar Smári


20 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 13. janúar 2017

Munu Bandaríkin skipta sér af kosningum í Þýskalandi? Nýverið flutti bandaríski vefurinn Breitbart News frétt frá Þýskalandi; að múgur þúsund karlmanna hefði komið saman á torgi í þýsku borginni Dortmund á nýársnótt, ráðist á lögreglu og kyrjað Allahu Akhbar á meðan þeir lögðu eld að elstu kirkju Þýskalands. Austurríski fréttavefurinn Wochenblick hafði fréttina eftir Breitbart og fyrr en varði furðuðu nokkrir íbúar Dortmund sig á því, á samfélagsmiðlum, að þurfa að lesa austurrískan fjölmiðil til að heyra sannleikann um borgina sína. Haukur Már Helgason ritstjorn@frettatiminn.is

F

rétt Breitbart er deilt 15.000 sinnum á Facebook, Wochenblick útgáfunni 800 sinnum, þar til Thorsten nokkrum Hoffmann, kjörnum fulltrúa frá Dortmund á sambandsþinginu í Berlín, rennur blóðið til skyldunnar og sendir frá sér fréttatilkynningu um „loftárásina“ á kirkjuna. Leiðréttingin 5. janúar sá loks lögreglan í Dortmund sig tilneydda að birta leiðréttingu, ásamt Ruhr Nachrichten,

þjófnaðir, skemmdarverk og líkamsárásir voru færri en árið áður. Leiðréttingin hefur auðvitað ekki fengið viðlíka útbreiðslu og frásögn Breitbart, enda ekki viðlíka spennandi. Ef frá er talinn aldur kirkjunnar sem um ræðir má jafnvel halda því fram að munurinn á frásögnunum tveimur felist í stílbrögðum frekar en innihaldi.

þýskum fréttamiðli sem Breitbart vísaði til sem heimildar: Á torginu komu vissulega saman um þúsund manns, og fögnuðu áramótum. Lögregla bað fólk að skjóta ekki flugeldum innan úr þvögunni og fjarlægði þá sem ekki hlýddu. Flugeldur lenti þó í neti sem var strengt um stillansa við kirkjuna, sem er ekki sú elsta í Þýskalandi. Úr varð, að sögn lögreglu, lítill og viðráðanlegur eldur – ekki í kirkjunni heldur netinu – sem lauk eftir nokkurra mínútna viðureign slökkviliðs. Ekkert gefur til kynna að flugeldinum hafi verið beint að kirkjunni að yfirlögðu ráði. Erill þessa nótt var að sögn lögreglu á bilinu hefðbundinn til rólegur:

Skömmu eftir forsetakosningar birtust myndir í bandarískum fjölmiðlum þar sem kosningu Donalds Trumps var fagnað að nasistasið: „Hail Trump!“

Hitt hægrið Breitbart var jaðarmiðilll í bandarískri fréttamiðlun þar til á síðasta ári, þegar náin tengsl miðilsins og lesenda hans við hreyfinguna að baki Donald Trump urðu lýðum ljós: Steve Bannon hét ritstjóri Breitbart, þar til Trump réði hann til að taka við starfi kosningastjóra síns í ágúst síðastliðnum. Eftir að úrslit kosninganna urðu ljós tilkynnti Trump að Bannon yrði hægri hönd sín í Hvíta húsinu og aðalráðgjafi við stefnumótun. Bannon hefur lýst Breitbart News sem „vettvangi alt-right hreyfingarinnar“. Hugtakið alt-right, stytting á alternative right eða hitt hægrið, er komið frá Richard Spencer, manni sem skömmu eftir kosningar birtist upptaka af þar sem hann, á samkomu þessa hluta bandaríska hægrisins, hyllti Donald Trump úr pontu, með orðunum „Hail Trump“ og handauppréttingu að nasistasið. Hreyfingin grundvallast á opin-

®

FILA Cleaner

FILA Active1

Rétta hreinsiefnið í regluleg þrif fyrir flísar, náttúrustein, dúka og parket.

FILA Active1 mygluhreinsir. Hreinsar svartmyglu skjótt og örugglega.

FILA ViaBagno

FILA Fuganet

Hreinsar kísil af flísum og blöndunartækjum. Þau verða eins og ný!

Einn virkasti fúguhreinsirinn. Tekur fitu og önnur erfið óhreinindi af fúgum og flísum.

Nánari upplýsingar hjá starfsmönnum Víddar Njarðarnes 9 Akureyri

Bæjarlind 4 Kópavogi

Sími 554 6800 www.vidd.is

Ýktur fréttaflutningur af æstum múgi í Dortmund á nýársnótt vakti nokkra athygli á bandaríska áróðursmiðlinum Breitbart News.

Austurrískur vefmiðill, Wochenblick, tók upp fréttina sem var ansi fjarri raunverulegum atburðum í Dortmund. Leiðréttingar hafa vakið mun minni athygli. Í bakgrunni eru árs gamlir atburðir í Köln og fréttaflutningur um þá.

skárri kynþáttahyggju, þjóðernishyggju, kvenfyrirlitningu og aðgreiningu karlmanna eftir skipulagi apahópa; frá alfaköllum niður í þá sem þeir kalla kokkála, alla þá sem veita baráttumálum vinstrisins stuðning sinn, jöfnuði, umhverfisvernd, móttöku flóttafólks og kvenréttinda. Fólksf lutninga til Vesturlanda tala þeir um sem „þjóðarmorð hvítra“.

Afskipti af kosningum Vefmiðillinn var stofnaður árið 2007. Hann er í dag í 34. sæti af mest lesnu vefum Bandaríkjanna en, samkvæmt einni mælingu að minnsta kosti, útbreiddasti pólitíski vefurinn á samfélagsmiðlum. Árið 2013 opnaði miðillinn sérútgáfu í London, 2015 í Jerúsalem. Breski miðillinn óx, eins og Bannon hafði gert ráð fyrir, í hlutfalli við vaxandi fylgi Brexit-hreyfingarinnar, sem hann studdi. Þegar nýr ritstjóri bandarísku útgáfunnar, Alexander Marlow, tók við störfum síðasta sumar tilkynnti hann um frekari fyrirhugaða útgáfu í Evrópu. Strax eftir kosningarnar útfærði hann þau plön nánar og sagðist vilja opna skrifstofur í París og Berlín. Tilgangur hinna væntanlegu útibúa er, samkvæmt honum, að styðja ystu hægriöflin í komandi kosningum: Front National í Frakklandi, Af D í Þýskalandi. „Breitbart kemur til Þýskalands,“ tísti flokksskrifstofa AfD í Heidelberg: „Frábært! Það verður jarðskjálfti í storknuðu fjölmiðlalandslagi okkar“ – svo fylgdu broskallar og hjörtu.

Kalla sínum réttu nöfnum Hvort kalla beri hreyfinguna því nafni sem hún kýs sér sjálf, a ­ lt-right, eða hvort raunsannara og meira lýsandi væri að kalla þá til dæmis fasista, er nógu umdeilt til að ritstjórn fréttamiðilsins The Guardian tilkynnti í lok nóvember að hún myndi ekki banna notkun orðsins alt-right í miðlinum að sinni, enda telji fólk sig til hreyfingarinnar á ólíkum forsendum: Sumir séu aðallega hvítir yfirburðasinnar, ­aðrir fyrst og fremst gyðingahatarar, eða jafnvel andstæðingar ­hnattvæðingar. En þetta er fasísk hreyfing – það er svona sem bandarískur fasismi lítur út. Eins og fasískar hreyfingar 20. aldar sprettur þessi fram í lýðræðisríki, sækir byr í ósætti almennings við stöðu efnahagsmála, pólitískt valdleysi og særða sjálfsmynd, en beinir ósættinu í farveg andúðar gegn minnihlutahópum, yfirlýstrar andstöðu við jöfnuð, mannréttindi, fjölmenningu og femínisma og haturs á vinstrinu. Vettvangur hreyfingarinnar í fjölmiðlum, Breitbart News , byggir fréttamat sitt og framsetningu á sömu grunngildum.

Nýársnótt í Köln Eftir að staðarfjölmiðillinn Ruhr Nachrichten birti leiðréttingu sína um nýársnóttina í Dortmund, að þar hefði ekkert átt sér stað í líkingu við það sem Breitbart hélt fram og aðrir miðlar bergmáluðu, var blaðamaðurinn að baki leiðréttingunni sakaður um að milda atburðarás kvöldsins, og honum fyrir vikið ógnað með myndsendingum á Twitter, af gálgum og afhöggnum hausum.


BMW i

FJÓRHJÓLADRIF. KNÚIÐ AF RAFMAGNI. BMW 225xe xDrive EXCLUSIVE, sjálfskiptur, plug-in hybrid. Verð: 5.350.000 kr. Aukabúnaður í EXCLUSIVE útgáfu: Sensatec leðuráklæði, LED aðalljós, rafdrifin framsæti, sjálfvirkur „Leggja í stæði“ búnaður, skyggðar rúður, HIFI 9 hátalara 205W hljómkerfi, lykillaust aðgengi, rafdrifinn afturhleri, snertilaus opnun/lokun á afturhlera, 17" álfelgur, állistar í kringum rúður og þakbogar.

VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR

BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is

ENNEMM / SÍA / NM79528 BMW 2 Plug in Hybrid 5x38 jan

Sheer Driving Pleasure


22 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 13. janúar 2017

Að baki lá meðal annars gremja í garð lögreglu og helstu fréttamiðla í Þýskalandi fyrir varkárni við fréttaflutning af atburðum í Köln á nýársnótt fyrir ári síðan. Orðrómur um kynferðisbrot fjölda innflytjenda gegn konum við aðallestarstöðina í Köln barst um samfélagsmiðla strax á nýársdag. Í fyrstu fréttatilkynningu lögreglunnar sagði hún aftur á móti nýársnótt hafa verið að mestu friðsamlega. Þann 2. janúar gaf hún út aðra fréttatilkynningu um kynferðisbrot gegn konum í borginni um nóttina. Þá höfðu verið tilkynnt 90 brot. Margir fréttamiðlar greindu frá því sem þá var vitað um atburðina, en aðrir ekki. Þannig nefndi ZDF, önnur stærsta sjónvarpsstöð landsins, atburðina ekki fyrr en 5. janúar. Þann sama dag sagði lögreglan í fréttatilkynningu að ekkert benti til að gerendur hefðu verið flóttamenn eða haft stöðu hælisleitenda, eins og orðrómur kvað. Köln Áður en yfir lauk bárust lögreglu tæpar 500 tilkynningar um kynferðisbrot í borginni

þessa nótt, frá yfir 600 þolendum. Rúmur helmingur hafði orðið fyrir þjófnaði í sömu mund. Í fimm tilfellum var um nauðgunarkæru að ræða. Meirihluti þeirra yfir 180 manns sem voru að lokum ákærðir voru innflytjendur frá Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum, þar af flestir frá Marokkó og Alsír. Tæpur helmingur þeirra hafði á þeim tíma stöðu hælisleitenda. Lögregla sætti ámæli fyrir að hafa ekki gripið inn í atburðarásina um nóttina og fyrir tregðu við að greina almenningi frá því sem vitað var. Yfir­manni lögreglunnar í Norðurrín-­Vestfalíu, sambandslandinu sem Köln tilheyrir, var vikið frá störfum. Fjölmiðlar voru gagnrýndir harkalega fyrir að halda upplýsingum leyndum – ekki aðeins af almenningi, hvað þá bara öfga-­ hægriöflum, heldur einnig af þingi Evrópuráðsins sem ályktaði af tilefninu að fjölmiðlar ættu ekki „að halda sannleika mála frá almenningi til að tryggja pólitískan rétttrúnað“, enda kyndi slíkt undir „samsæriskenningum, hatri í garð tiltekinna samfélagshópa og vantrausti á fjölmiðlum.“

„Racial profiling“ Það lítur sannarlega út fyrir að tregða yfirvalda og fjölmiðla við að greina frá því sem vitað var um nýársnóttina í Neukölln hafi gefið ysta hægrinu nokkurn byr. Og kynt undir ótta meðal almennings: Der Spiegel greindi frá því um mitt árið 2016 að útgefnum skammbyssuleyfum í Þýskalandi hefði fjölgað úr 300 þúsund í 400 þúsund frá áramótunum. Sala byssueftirlíkinga og piparúða jókst líka stórlega. Nú, ári síðar, endurtóku sig ekki atburðirnir á nýársnótt í Köln. Víða í þýskum borgum var lögregla með mikinn viðbúnað. Í Köln var lögreglumönnum á vakt fjölgað á bilinu fimm- til tífalt eftir deildum. Sveitirnar leystu upp hópa ung ra manna a f norður-afrískum uppruna og hleyptu þeim aðeins á há-

Miðborg Kölnar var vettvangur árása um þarsíðustu áramót.

tíðarsvæðið einum og einum, eftir athugun skilríkja, til að koma í veg fyrir hóp-dýnamíkina sem talin er hafa ráðið nokkru um hvernig fór árið áður. Um nóttina birti lögreglan í Köln mynd af slíkri aðgerð á twitter, með skilaboðunum: „Erum að tékka hundruð Nafra við aðallestarstöðina. Meira síðar.“ Nafri reyndist vera slangur innan lögreglunnar yfir menn af norður-afrískum u ­ ppruna. Á meðan margir fjölmiðlar fagna árangri lögreglunnar benda aðrir á að aðferðin sem hún beitti feli í sér bæði brot á réttindum þeirra sem fyrir urðu og stjórnarskrárbrot: Aðgerðir á nýársnótt hafi ekki grundvallast á sekt og sakleysi einstaklinga heldur „racial profiling“, eins og þýskir miðlar sletta úr ensku: Að skilgreina grunaða í hópum, eftir útliti. Afleiðingar Atburðir síðasta árs endurtóku sig ekki en þegar flugeldur lenti, eins og að framan greinir, í stillönsum við kirkju í Dortmund sáu sumir Þjóðverjar ástæðu til að trúa frekar frásögn bandaríska áróðursmiðilsins Breitbart News af atvikinu en hefð-

bundnum staðarmiðlum, og líta á það sem þúsund manna árás frekar en óhapp eins. Í nóvember varaði Angela Merkel við útbreiðslu falskra frétta á samfélagsmiðlum og hugsanlegum áhrifum þeirra á komandi kosningar. Hugmyndir hafa komið fram um að bregðast við slíkum miðlum með löggjöf. Það er þó erfitt að sjá hvaða áhrif það hefði á miðil eins og Breitbart. Falskar fréttir koma þar fyrir, en aðferð miðilsins til að hafa áhrif á skoðanamyndun og kosninga­ú rslit felst þó heldur í efnis­tökum og framsetningu. Hvort Breitbart getur haslað sér völl sem þýskur fjölmiðill, hvort þýska öfga-hægrið hefur þörf fyrir innfluttan fasisma frá Bandaríkjunum eða getur svalað eigin eftirspurn sjálft, er enn óvitað.

Eins og fleiri þjóðarleiðtogar hefur Angela Merkel áhyggjur af fölskum fréttum sem birtar eru í áróðursskyni.

SJÓNMÆLINGAR ERU OKKAR FAG

Tímapantanir: Optical Studio í Leifsstöð, 4250500 Optical Studio í Smáralind, 5288500 Optical Studio í Keflavík, 4213811


ÍSLENSKA /SÍA DAL 82804 12/2016

VILTU MEIRA SJÁLFSTRAUST

LÍÐA BETUR

EIGA AUÐVELDARA MEÐ AÐ KYNNAST FÓLKI

VERA ÞÚ?

Námskeið fyrir ungt fólk Á námskeiðinu er lagður grunnur að umbreytingu sem felur í sér nýtt sjónarhorn, meira hugrekki og aukið sjálfstraust. Við hjálpum þátttakendum að setja sér skýr markmið, rækta styrkleika og skapandi hugsun, standa með sjálfum sér og ávinna sér þannig traust og virðingu. Aldur 10–12 ára (5.–7. bekkur) 10–12 ára (5.–7. bekkur) 13–15 ára (8.–10. bekkur) 13–15 ára (8.–10. bekkur) 16–19 ára (Menntaskóli) 16–19 ára (Menntaskóli) 16–19 ára (Menntaskóli) 20–25 ára (Háskóli/vinnumarkaður) 20–25 ára (Háskóli/vinnumarkaður)

Hefst 26. janúar 15. mars 18. janúar 13. febrúar 17. janúar 8. febrúar 31. mars 19. janúar 6. febrúar

Ókeypis kynningartímar í Ármúla 11 10 til 15 ára 16 til 25 ára

24. janúar 24. janúar

Skráning á: www.dale.is/ungtfolk Sími 555 7080

kl. 19.00 til 20.00 kl. 20.00 til 21.00

Fyrirkomulag Einu sinni í viku í 9 skipti Einu sinni í viku í 9 skipti Einu sinni í viku í 9 skipti Einu sinni í viku í 9 skipti Einu sinni í viku í 9 skipti Einu sinni í viku í 9 skipti Þrír heilir dagar Einu sinni í viku í 9 skipti Einu sinni í viku í 9 skipti

Tími 17–20 17–20 17–20:30 17–20:30 18–22 18–22 8:30–16:30 18–22 18–22


24 |

Dráttarbeisli

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 13. janúar 2017

undir flestar tegundir bíla

Setjum undir á staðnum VÍKURVAGNAR EHF.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

Hugmyndir í nestisboxið Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

Úrval af lokuðum farangurskerrum frá Ifor Williams Sýningareintak á staðnum. VÍKURVAGNAR

EHF.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

Hér á landi hefur aldrei myndast sérstök menning þegar kemur að því að pakka inn nesti, líkt og til dæmis á Spáni þar sem gjörsamlega allir pakka nesti í álpappír eða í Noregi þar sem hvert mannsbarn pakkar inn í smjörpappír. Hér kjósa margir litlu plast-nestispokana og sumir margnota box en það hefur heldur aldrei myndast nein

sérstök nestisboxamenning, eins og í Bandaríkjunum þar sem nýtt nestibox er hluti af innkaupunum í upphafi hvers skólaárs. Flestir foreldrar þekkja þann höfuðverk sem því fylgir að finna rétta nestið í skólann fyrir börnin eða með sér í vinnuna, þó flestir stærri vinnustaðir bjóða nú upp á hádegismat og sífellt fleiri borði úti í hádeginu. En hér eru nokkrar hugmyndir í boxið fyrir ráðþrota foreldra og þá sem vilja spara.

Kerrur

frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum

Nestisboxamenning í Bandaríkjunum

Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. VÍKURVAGNAR EHF.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

Árið 1935 hlaut Mikki Mús þann heiður að vera fyrsta teiknimyndapersónan til að prýða nestisbox. Skreytingar boxanna þróuðust með tíð og tíma og á sjöunda áratugnum voru geimboxin gríðarlega vinsæl.

Kerrur

Samloka í nestispoka Hér á landi kjósa flestir litlu plastnestispokana, þó það sé auðvitað miklu umhverfisvænna að nota margnota box. Í dag eru flest nestisbox úr plasti og margir nota líka matarílát á borð við tupperware.

Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. VÍKURVAGNAR EHF.

Aldrei meira en eitt álegg Skólabörn á Spáni þekkja lítið annað en hvítt langlokubrauð, baquette, með áleggi í nesti. Það sem aðskilur spænsku samlokuna frá öðrum

Á fáum stöðum í heiminum eru nestisboxin jafn metnaðarfull og í Japan. Boxin, sem kallast Bento, koma í allskyns útgáfum en eru alltaf með mörgum hólfum. Í Japan er algengast að sjá sushi, tofu, hrísgrjón og grænmeti í boxunum en auðvitað er hægt að setja hvað sem hugurinn girnist í litlu hólfin.

Nesti fyrir matvanda Nestismáltíðir eru oft skreyttar sem vinsæl dýr eða teiknimyndapersónur í Japan og kallast Kayraben. Það sem upphaflega byrjaði sem leið til að fá börn til að borða hollan mat er nú orðið að vinsælli keppnisíþrótt þar í landi.

Orka í smjörpappír Í Noregi pakka allir nestinu sínu í smjörpappír og þar þekkjast hreinlega ekki nestisbox. Á samlokuna fer oftar en ekki dökkur mysuostur eða kavíar og skola skólabörnin þessu svo niður með mjólk úr lítilli fernu.

Epli úr plasti

frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

samlokum er að á henni er aldrei meira en ein áleggstegund og er þar reykt skinka og spænsk eggjakaka, tortilla, ofarlega á lista þó börnin fái stundum súkkulaðismjör til hátíðabrigða.

Bentobox

Sum börn fá heitan mat í hádeginu og þurfa ekki mikið meira en einn ávöxt í nestistímanum. Þá er sniðugt er að eiga margnota box sem er sérstaklega hugsað fyrir ávexti.

Tiffin box Indversku nestisboxin, sem kallast tiffin, eru á mörgum hæðum og henta því sérstaklega vel fyrir allskyns afganga. Hrísgrjón eða kartöflur á einni hæð, hverskyns afgangar á annarri og salat eða eftirréttur á þeirri þriðju.

Amerískt nesti Samloka, ávextir, kex og djús er sú næring sem helst ratar í amerísku nestisboxin.

Hugmyndir í boxið: Samloka getur verið með svo miklu fleira áleggi en osti, kæfu eða skinku. Prófið til dæmis epli og hnetusmjör. Í stað þess að nota samlokubruð er hægt að nota vefjur eða pítubrauð og þeir metnaðarfullu geta gert einfalda sushirúllu. Hnetur, þurrkaðir ávextir, harðfiskur og smjör, ávextir, niðursneitt grænmeti með ídýfu, og harðsoðin egg eru fínasta meðlæti.


SILFURBERG HÖRPU LAUGARDAGINN 13. MAÍ

CAPTURING PABLO KVÖLDSTUND MEÐ

JAVIER PENA & STEVE MURPHY RAUNVERULEGU SÖGUHETJUNUM ÚR ÞÁTTUNUM NARCOS FRÁ NETFLIX, MÖNNUNUM SEM FELLDU EITURLYFJABARÓNINN PABLO ESCOBAR LEIKARINN JÓHANNES HAUKUR STJÓRNAR UMRÆÐUNUM

MIÐASALA HEFST Á FIMMTUDAGINN Á HARPA.IS MIÐASALA FER FRAM Á HARPA.IS OG Í SÍMA 528-5050 PÓSTLISTAFORSALA SENU LIVE FER FRAM 18. JANÚAR NÁNAR HÉR: WWW.SENA.IS/PABLO


26 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 13. janúar 2017

Falleg orð en fátt um efndir Tugþúsundir Íslendinga glíma við heyrnarskerðingu í einhverjum mæli. Þrátt fyrir að vera grundvallar hagsmunamál fyrir um einn af hverjum sex Íslendingum gengur seint að koma frumvarpi um textun sjónvarpsefnis í gegnum Alþingi. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum segjast hlynntir því að þjónusta sé aukin og ýmsir tala um grundvallarmál. Samt hefur frumvarp um textun verið lagt fram þrisvar án þess að vera svo mikið sem rætt. Einkafyrirtæki virðast áhugalaus um að bæta þjónustu við áhorfendur nema skattgreiðendur borgi þeim sérstaklega. Ingimar Karl Helgason ritstjorn@frettatiminn.is

Eitt umfram allt annað vakti athygli mína í aðdraganda tvennra kosninga nú í haust: Myndskeið sem runnu inn í fréttastrauminn hjá mér á Facebook fyrir alþingiskosningarnar og forsetakosningar í Bandaríkjunum. Er eitthvað merkilegt við það? Jú, myndskeiðin voru yfirleitt textuð. Það skipti ekki máli hvort boðskapurinn var frá Bernie Sanders eða Bjarna Ben. Hann komst betur til skila. Texti fyrir alla Enginn vafi er á því að textun er til mikilla bóta. Við getum haft í huga að heyrnarskertir hér á landi skipta ekki aðeins þúsundum, heldur tugum þúsunda. Gróflega má ætla að upp undir 60 þúsund Íslendingar séu með heyrnarskerðingu á ein-

Flott ný sportlína frá ZHENZI verð frá kr. 3.990

Netverslun á tiskuhus.is Stærðir 38-52

my style Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464

Útsala -30-50% afsláttur

hverju stigi. Þetta fer vaxandi með aldrinum en er alls ekki bundið við gamalmenni. Það er líka svo að textun er líka gagnleg fyrir þau okkar sem eru með fulla heyrn, jafnt sem þau sem ekki eiga íslensku að móðurmáli. Stórar efnisveitur, eins og Netflix, hafa líka gert gangskör að því að láta texta efni á því tungumáli sem það er flutt. Við höfum líka dæmi um textun, líkt og 888 í Textavarpinu. En betur má ef duga skal. Þrisvar hefur sama frumvarpið um textun sjónvarpsefnis verið flutt á Alþingi. Lagt er til að þessi málsgrein verði sett inn í lög um fjölmiðla: „Myndefni sem fjölmiðlaveitur miðla skal ávallt fylgja texti á íslensku sem endurspeglar texta hljóðrásar myndefnisins eins nákvæmlega og kostur er.“ Frumvarpið hefur aldrei verið rætt á Alþingi, þótt flutningsmenn séu úr mörgum f lokkum, bæði stjórn og stjórnarandstöðu. Það er neikvætt. En á móti kemur hið jákvæða að það hefur samt náð að skríða inn í nefnd og ýmsir aðilar utan úr samfélaginu hafa sent um það umsagnir. Hverjir eru með? Fljótt á litið gæti maður haldið að svona mál yrði talið sjálfsagt framfara- og réttindamál og yrði fljótafgreitt í samræmi við það. Það er því miður ekki svo einfalt. Enda þótt Heyrnarhjálp, Öryrkjabandalagið, Félag heyrnarlausra, Íslensk málnefnd og Mannréttindaskrifstofa Íslands séu á einu máli um að frumvarpið eigi að samþykkja, þá er ljóst að eitthvað stendur í veginum. En hvað? Stutta svarið er kostnaður. Póst- og fjarskiptastofnun vill að frumvarpið verði endurskoðað. Rekstrarforsendur minni fjölmiðla – Hringbraut, ÍNN, N4 og Omega koma upp í hugann – geti brostið og líklega muni draga mjög úr framboði á afþreyingar- og fræðsluefni: „[F]yrirhuguð breyting, án frekari afmörkunar, muni fela í sér talsvert íþyngjandi skyldur á fjölmiðlaveitur og jafnvel útiloka aðgang almennings að víðtæku framboði af sjónvarpsefni.“ Þá vaknar spurning: Er stór hluti almennings ekki einmitt útilokaður frá hinu víðtæka framboði af ótextuðu innlendu sjónvarpsefni? Tugir þúsunda landsmanna búa við skerta heyrn að einhverju marki, ef til vill einn sjötti hluti íbúa. Og þar sem heyrnin á það til að dofna með aldrinum og þjóðin er almennt að eldast, má reikna með því að heldur fari fjölgandi í hópnum. Beinharðar tölur En höldum áfram. Fjölmiðlanefnd nefnir umfang og kostnað fjölmiðla við textunina í sinni umsögn, tæki og mannskap. 365 miðlar eru eini fjölmiðillinn sem hefur veitt umsögn um málið

Ragnhildur Helgadóttir, prófessor í lögum við HR, ræðir um fjárhagsvanda háskólanna.

Háskólinn: Meiri athygli með texta „Við ákváðum að texta myndböndin til að þau næðu til sem flestra í samfélaginu. Jafnrétti er ein af grunnstoðum nýrrar stefnu Háskólans og við leitumst við að vinna samkvæmt henni í sem víðustum skilningi, einnig í vinnslu á kynningarefni Háskóla Íslands,“ segir Jón Örn Guðbjartsson, markaðs- og samskiptastjóri Háskóla Íslands. Háskólarnir stóðu fyrir herferð til að vekja athygli á bágri fjárhagsstöðu háskólastigsins nú í haust með því að senda út stutt myndskeið á netinu. Athygli vakti að þau voru textuð. Jón Örn bendir á að margir sjái myndböndin í snjalltækjum og þá fylgi hljóðið ógjarnan með. „Þannig nýtist efnið öllum betur þar sem hægt er að fá innihaldið án þess að hlusta eða keyra upp hljóðið í samfélagsmiðlum, til dæmis.“ Hann segir að áhorf á myndskeiðin hafi farið fram úr björtustu vonum, en ekki sé til samanburður við sambærilegt ótextað efni. „Okkar tilfinning er hins vegar sú að lengur sé horft og með meiri athygli ef efnið er textað. Við munum framvegis texta okkar myndbönd.“ Jón Örn bætir því við að það hafi verið tiltölulega lítil fyrirhöfn að bæta textanum við myndskeiðin og því hafi ekki fylgt viðbótarkostnaður í framleiðslunni.

Stórar efnisveitur, eins og Netflix, hafa líka gert gangskör að því að láta texta efni á því tungumáli sem það er flutt. Við höfum líka dæmi um textun, líkt og 888 í Textavarpinu. En betur má ef duga skal. og þar koma fyrir beinharðar tölur. 150 milljónir króna kostar að texta erlent sjónvarpsefni. 20-25 milljónir til viðbótar myndi kosta að texta íslenskt efni að auki. Þetta eru peningar, því er ekki að neita, en það má líta í aðra átt. Tekjur fyrirtækisins í fyrra voru yfir 11 milljarðar króna. Útgjöldin næstum á pari. Viðbótarkostnaður við að texta íslenskt efni nemur þá um 0,2 prósentum af útgjöldum fyrirtækisins. En félagið ver nokkru af umsögn sinni í að ræða um útgjöld. Til dæmis er talað um kostnað við sýna beint frá knattspyrnu og ofan á þann kostnað bætist við kostnaður við íslenska þuli. Sá kostnaður sé umtalsverður. Maður fær á tilfinninguna að fyrirtækinu þyki sá kostnaður íþyngjandi. En hvernig er hægt að líta á einmitt þann kostnað sem eitthvað annað en söluvöru eða fjárfestingu? Hvað hafa 365 miðlar að selja ef ekki ís-

lenska þuli? Það getur hver sem er keypt sér útsendingu af leikjunum í gegnum Sky eða aðrar þjónustur. Það sem 365 miðlar hafa að bjóða umfram það eru einmitt íslensku þulirnir. Hvað væri enski boltinn á Íslandi án Gumma Ben? Hann væri ekki neitt. Án þulanna hefði 365 ekkert að selja. Förum nánar í þessa hugsun. Fé eða frumkvæði En því ekki að líta í aðra átt. Það blasir við að ekki er saman að jafna fjárráðum risastofnana eins og Netflix og stærstu stjórnmálaflokka vestanhafs og heldur smærri aðilum hérlendis. Eins er munur á stórum íslenskum fjölmiðlafyrirtækjum með millljarða veltu og hundruð starfsmanna og litlum sjónvarpsstöðvum með 1020 starfsmenn. Samt sem áður virðist málið stundum snúast um vilja fremur en kostnað. Íslenskir stjórnmálaflokkar gátu vandræðalítið textað myndskeið sín í kosningabaráttunni. Hvers vegna gerðu þeir það? Til þess að ná betur til fólks. Fjölga atkvæðum. Gætu íslensk fjölmiðlafyrirtæki gert hið sama til að fjölga áhorfendum? Yrði það ekki einmitt fyrirtækjum sem rekin eru á markaðslegum forsendum til framdráttar að taka frumkvæði í þessum efnum? Er það ekki beinlínis skylda þeirra? Hvers vegna skyldi einkarekið fyrir-


GLEÐILEGT :) GRÆJUÁR BYRJUM ÁRIÐ MEÐ LÁTUM • ALLAR HEITUSTU GRÆJURNAR T536

E5-553

m og 9.35m0gr 25

6

ÓTRÚL

TILBOEGÐT

Lúxus útgáfa! Silkiskorið álbak, sjöunda kynslóð 4ra kjarna örgjörva, öflugra þráðlaust net, öflugri kynslóð SSD diska og nýjasta Type-C USB 3.1

ÚSUND

AFSLÁT

T

VERÐ ÁÐ UR U 119.990 R

7

13. Janúar 2017 • Birt með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabreng

2 5% A FSLÁTTU

• • • • • • • • •

AMD A10-9600P Quad Core 3.3GHz Turbo 8GB DDR4 DUAL 1866MHz vinnsluminni 256GB SSD M.2 - Pláss fyrir auka disk 15.6’’ FHD LED Anti-Glare 1920x1080 8GB AMD R5 Bristol Ridge Gen7 skjákjarni 2.0 TrueHarmony 4W RMS hljóðkerfi 1300Mbps WiFi MU-MIMO, BT4, USB-C 3.1 720p HDR Crystal Eye Skype vefmyndavél Windows 10 64-bit, hlaðið nýjungum

GC2870H

AFSLÁ VERÐ ÁÐ

TTUR

UR 39.990

B1-780

• • • • • • • • •

28”VALED FULL HD VA-LED

7’’ HD IPS fjölsnertiskjár 1280x720 Quad Core 1.3GHz A53 64-bit örgjörvi Hexa Core Mali T720 DX11 3D skjákjarni 16GB flash og allt að 128GB microSD 300Mbps WiFi net, Bluetooth 4.0, GPS Li-Polymer rafhlaða allt að 6 tímar Örþunn aðeins 9.35mm og 250gr. Tvær vefmyndavélar 2MP & 0.3MP Android 6.0 Marshmallow og fjöldi forrita

• • • • • • •

99.990

16.990

34.990

ÓTRÚLEGT TILBOÐ!

22” 19.990 | 24” 24.990

ENG

TOLLAIR R VERÐ ÁÐU 4.990 R

HEILSUÚR FRÁBÆRT HEILSUÚR FRÁ WONLEX Frábært heilsuúr frá Wonlex Vandaður innbyggður púlsmælir Fylgstu með hvenær/hversu vel þú sefur Klukka, dagsetning caller ID, hitamælir ofl. Allt að 7 daga rafhlöðuending Þolir raka, rigningu og vökvaslettur Sérstaklega mjúk og þægileg silicon ól App í boði fyrir iOS og Android

9.740

FULLKOMINN FÉLAGI Í RÆKTINA! P40 4400mAh

TOLLAR R VERÐ ÁÐU 2.990 R

ENGI

TOLLAR R

KUGELBT

HÁGÆÐA 2.0 HLJÓÐKERFI

SENFUS

Mögnuð hljómgæði í þessu ótrulega 2.0 Bluetooth hljóðkerfi frá Thonet & Vander með ofur öflugum 6.5’’ Rage Bass bassakeilum og hárnákvæmum silki tweeter.

• • • • • • •

• • • • • • • •

ÞRÁÐLAUSIR TAPPAR! Hágæða Bluetooth 4.1 heyrnartól Kristaltær hljómur og djúpur bassi Hnappar til þess að stjórna tónlist Hönnuð til að aðlagast að eyranu þínu Hleðslurafhlaða spilar 4 klst. af tónlist Innbyggður hljóðnemi og svarhnappur Koma með 3 stærðum af töppum

ÞRÁÐLAUS FJARSTÝRING FYLGIR MEÐ!

Hágæða Thonet & Vander hljóðkerfi 140W RMS og 40Hz - 20kHz tíðnissvið Rage Bass 6.5’’ bassakeilur í viðarboxi Hárnákvæmur 1’’ tweeter úr 100% silki Óaðfinnanlegur hljómur yfir allt tíðnissviðið BT 4.0, RCA og ljósleiðara inngangar Þráðlaus fjarstýring með Equalizers Kristaltær tónlist, kvikmyndir og leikir

3.990

39.990

ÓTRÚLEGT VERÐ!

BLUETOOTH ÞRÁÐLAUST

ENGI

CRUZ 16”

R

2.490 TOLL AR VERÐ ÁÐU 7.990 R

FERÐARAFHLAÐA

28’’ VA-LED FHD 1920x1080 skjár 3000:1 native skerpa og True 8-bit litir 5ms GTG viðbragðstími fyrir leikina Flicker-free og Low Blue Light tækni 178° True to Life Ultra Wide sjónarhorn Einstök myndgæði með Wide Color Gamut 2x HDMI 1.4, VGA, HDMI kapall fylgi

VINSÆLASTA FÆST Í FARTÖLVAN 2 LITUM OKKAR:)

ID107

R

ENGI

ÞÚSUND

VERÐ ÁÐ 19.99 UR 0

VERÐ ÁÐ 49.99 UR 0

• • • • • • • •

5

ICONIA

NÝJASTA 2017 KYNSLÓÐ FARTÖLVA

2 0 Þ

VERÐ ÁÐ UR 12.990

Ý N LÓÐ KYNS

6.990

3 LITIR

FARTÖLVUBAKPOKI

2TB0

12.99

PLAYSTATION 4

1TB EXPANSION

7.990

ENGI

TOLLARR

4TB0

39.990 4 PS NI

STÝRIPIN FYLGIR

VERÐ ÁÐ 46.99 UR 0

21.99

1TB FERÐAFLAKKARI

500GB PS4 SLIM

* GILDIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU • ALLT AÐ 10KG • EF PANTAÐ ER FYRIR KL. 15:00;)

OPNUNARTÍMAR

Virka daga 10:00 - 18:00 Laugardaga 11:00 - 16:00

NDUM

HRAÐSE

500KR Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900

EIM ÖRUR H ALLAR V GURS* SAMDÆ


28 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 13. janúar 2017

tæki sem rekið er á markaðslegum forsendum, greiðir stjórnendum sínum laun á þeim grunni og eigendum arð, taka við skattfé til þess að veita viðskiptavinum sjálfsagða þjónustu. Það eru tugir þúsunda manna sem glíma við skerta heyrn í landinu. Hví skyldu menn gefast upp fyrir tiltölulega ódýru verkefni sem margfaldar gæði og gildi þeirrar þjónustu sem boðið er upp á. Þúsundir ef ekki tugir þúsunda Íslendinga glíma við skerta heyrn. Getur textun laðað að fleiri áhorfendur og þar með aukið auglýsingatekjur eða fjölgað áskriftum? Það má hugsa um þetta. Og það má líka framkvæma. Spurning um réttindi Í umsögnum um frumvarpið koma

fram tillögur um að ríkið leggi til fé til að létta undir með fjölmiðlum í þessum efnum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingkona Viðreisnar, viðrar þetta einnig hér í tengslum við þessa umfjöllun. Sú lausn er svosem ekki út í bláinn og hugsunin að baki er ekki ný af nálinni. Markmiðið er raunar eitt og hið sama. Að tryggja aðgengi fólks að upplýsingum og afþreyingu. Hvort sem það gerist með skattfé eða snjöllum viðskiptahugmyndum, er ekki eftir neinu að bíða. En hitt finnst mér forvitnilegt að frumkvæði íslenska hægrisins, hvaða nafni sem það nefnist í stjórnmálum eða atvinnulífinu, skuli felast í því að hlaupa undir pilsfaldinn hjá almennum skattgreiðendum.

Hvað vilja stjórnmálin?

Plokkfiskur hollur kostur á 5 mín.

Enginn vafi er á því að stjórnmálaflokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi styðja í grundvallaratriðum réttindi heyrnarskertra til rittúlkunar og textunar á sjónvarpsefni. Þetta kemur skýrt fram í ummælum þingmanna og annarra fulltrúa flokka sem samtökin Heyrnarhjálp leituðu til um viðhorf í þessum efnum og greint er frá í fréttabréfi samtakanna sem kom út í haust. Svo mun það koma á daginn hvort hugur fylgir máli og réttur til rittúlkunar verði tryggður á komandi misserum. Í fréttabréfinu eru birt svör frá fulltrúum allra flokka nema Sjálfstæðisflokknum, „þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir“ eins

og þar segir. Hins vegar er bent á að Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrrverandi þingmaður og þingflokksformaður, hafi verið meðal flutningsmanna frumvarps um textun sjónvarpsefnis sem ekki hefur náð í gegnum Alþingi þrátt fyrir að hafa verið lagt fram í þrígang. Ný ríkisstjórn hefur nú tekið við völdum. Í sem stystu máli er ekki minnst á þessi mál þar. Raunar segir í stjórnarsáttmála: „Íslenska málsvæðið er lítið og stuðningur því nauðsynlegur.“ Á eftir þessari málsgrein er fjallað um máltækniverkefni, en þau eru annars eðlis en hefðbundin textun sjónvarpsefnis.

Svandís Svavarsdóttir, þingkona Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs:

Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar:

Réttinn til rittúlkunar er sjálfsagt að skilgreina í lögum til að tryggja aðgengi heyrnarskertra að upplýsingum í samfélaginu, auka möguleika þeirra á fullri þátttöku sem er annars fyrir borð borin. Rétturinn til táknmálstúlkunar er ekki nægilega skýr í lögum og skortir þar sértaklega á réttinn til túlkunar í daglegu lífi, þ.e. fyrir utan menntakerfi og heilbrigðiskerfi og aðra opinbera þjónustu. full þörf er á því að styrkja þennan rétt á grundvelli laga um stöðu íslenska táknmálsins. Samhliða þarf að skilgreina réttinn til rittúlkunar enda brýn réttarbót þar á ferð fyrir stóran hóp fólks.“

„Samfylkingin lítur á þjónustu við allt fatlað fólk sem mannréttindi en ekki félagsleg úrræði. Hið sama gildir um heyrnarskerta og rittúlkun á þar við. Ég bendi á að ég og Katrín Júlíusdóttir höfum verið meðflutningsmenn að frumvarpi um að íslenskt sjónvarpsefni verði textað. Það er liður í þessu starfi en betur má ef duga skal.“

ÚTSALA!

(*Miðað við 12 mánaða vaxtalausan raðgreiðslusamning með 3,5% lántökugjaldi og 405 kr. greiðslugjaldi)

ARGH!!! 110117 #7

„Brýn réttarbót fyrir stóran hóp“

O Ha neÆttuGrINog þæDAgiSlegTurÓ. LL COM Æðisleg . ur

ár og ljós-kremað

Þrír litir: brúnn, gr

S

Á MÁNUÐI AÐEIN

2.9T VE5RÐ643k.500r.kr*.

32%

FULL

.580 kr. ÚTSÖLUVERÐ 29

AFSLÁTTUR!

Eygló Harðardóttir, þingkona Framsóknarflokksins:

Tæknin skiptir máli

„Við teljum mikilvægt að tryggja virka þátttöku allra í samfélaginu. Í minni tíð sem ráðherra hef ég lagt áherslu á aukna notkun tækni til þessa aðstoða fólk til þátttöku. Þannig verði unnið að því að auka aðgengi og virkni blindra, sjónskertra, aldraðra og annarra að samfélaginu með aðstoð tæknilausna (talgreinar og talgervlar). Hef ég jafnframt lagt áherslu við mennta- og menningarmálaráðherra að öll vinna sem fari fram á hans vegum um þróun máltækni og lagaumhverfi fjölmiðla hugi sérstaklega að fólki sem búi við skerðingar.“

Loksins Loksins komnar aftur komnar aftur *leggings háar í H E I L S U R Ú M

20% Loksins Loksins *leggings háar í afsláttur 20% afsláttur mittinu Loksins Loksins af öllum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingkona vörum mittinu Viðreisnar: komnar aftur komnar aftur af öllum vörum til 17. júní komnar komnar aftur *leggings aftur háar í *leggings háar í Þarf að hnykkja á réttindum til 17. júní *leggings háar í *leggings háar í „Stefna Viðreisnar er að við mittinu mittinu

kr. 5500. kr. 5500 . Túnika mittinu mittinu

kr. 5500 kr. 5500

búum til þannig umhverfi að all-

Túnika ir fái notið sín í íslensku samfélagi. Fólk á að hafa sem mest val kr. 3000 Frábær verð, smart vörur,

kr. 5500

kr. 3000 . . vörur, góð þjónusta Frábær verð, smart . góð smart þjónusta Frábær verð, vörur, Frábær verð, smart vörur,

í lífinu og til þess að geta bjargað sér. Til þess þarf stundum stuðningstæki, hvort sem það er hljólastóll, táknmálstúlkun góð þjónusta verð,þjónusta smart vörur, Frábær verð, smart vörur, Frábærgóð eða rittúlkun. Hvað varðar fjölmiðla og rittúlkun, til dæmis í góð þjónusta góð þjónusta PONSJÓ Tökum upp nýjar vörur daglega sjónvarpi þá get ég vel séð fyrir ÁÐUR KR. 8900 Tökum upp nýjar· S. vörur daglega NÚNA KR. 1990 mér sem fjölmiðlafyrirtæki, Bláu húsin 4499 ∙ sjóð Opið mán.fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Tökum upp nýjar vörur daglega Tökum upp nýjarFaxafeni vörur daglega 588 einkarekin, geti sótt í til að halda uppi textun á sjónBláu húsin Faxafeni · S.4499 588 4499 ∙ Faxafeni Opið mán.fös. 12-18 laug.fös. 11-16 Tökum uppmán.nýjar vörur daglega Tökum upp nýjar vörur daglega Bláu húsin · S. 588 4499 ∙ Opið∙mán.12-18 ∙ laug. 11-16 Bláu húsin Faxafeni · S. 588 ∙ Opið fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 most.tiskufataverslun varpsefni. En það þarf að hnykkja á þessum réttindum most.c_tiska húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 og undirstrika að fólk með heyrnarskerðingu geti notið Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499Bláu ∙ Opið mán.fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 rittúlkunar í sínu daglega lífi.“

kr. 5500.

280cm

98cm

Réttindi ekki úrræði

Elín Ýr Hafdísardóttir, formaður framkvæmdaráðs Pírata:

Réttur til upplýsinga

„Píratar leggja áherslu á að allir njóti sömu borgararéttinda. Einn mikilvægur liður í því að svo verði er stuðningur okkar við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og við stjórnarskrá Stjórnlagaráðs en hvort tveggja myndi stuðla að réttindum fatlaðs fólks og aðgengi þeirra að samfélaginu.“ Elín Ýr bendir auk þess á tilraunir til að fá fjölmiðla til að texta sjónvarpsefni og nefnir í því sambandi rétt til aðgangs að upplýsingum sem rækilega er fjallað um í fyrrnefndum samningi SÞ. „Í grunnstefnu Pírata er tekið fram í gr.1.4. að réttur einstaklinga til að leita upplýsinga skal aldrei vera skertur. Skortur á textun og rittúlkun er m.a. andstætt þeim lið grunnstefnunnar. Það má því segja í stuttu máli að ef aðgengi einstaklings til upplýsinga er skertur, þá styðji Píratar það ekki og vilja efla það aðgengi.“

Eva Einarsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar:

Feta í fótspor Norðurlanda

„Björt framtíð er mannréttindaflokkur. Í ályktun stjórnar segir m.a.: Íslendingar verði málsvarar mannréttinda, jafnréttis og friðar á alþjóðavísu og verði öðrum til eftirbreytni með róttækni sinni í þessum málum. Á Íslandi ríki ævarandi og staðföst virðing fyrir fjölbreytileika mannlífsins, þar sem sumir eru svona og aðrir hinsegin. Í anda ályktunarinnar er aðgengi heyrnarskertra að samfélaginu eðlilegt áherslumál. Við myndum því vera jákvæð fyrir því að skoða þær leiðir sem Norðurlöndin hafa farið í rittúlkun.“


AUKATÓNLEIKAR 11. FEBRÚAR KOMIR Í SÖLU

Miðasala í Hörpu sinfonia.is harpa.is 528 50 50


30 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 13. janúar 2017

Innflytjandinn

Nelly Patricia Roa-Arcierie: Vildi komast í burtu

Nelly saknar fjölskyldunnar í Kólumbíu mikið þó hana hafi unga dreymt um að komast í burtu. Nokkrar kólumbískar frænkur í miðbæ Reykjavíkur gera lífið þó léttara. Mynd | Hari

Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

„Ég kom átján ára til Íslands frá Kólumbíu,“ segir Nelly Patricia RoaArcierie sem kom hingað til lands árið 2006 til að vinna sem au-pair fyrir íslenska fjölskyldu. „Frænka mín sem hefur búið hér í nokkur ár fann vinnuna fyrir mig því mig hafði lengi langað að komast eitthvert í burtu. Mig langaði til að prófa að fara til útlanda, bæði til að sjá eitthvað nýtt en líka til að komast í skóla. Ég er ekki úr fátækri fjölskyldu en mamma hafði samt ekki efni á því að borga fyrir mig

háskólanám og í Kólumbíu er mjög erfitt að fá skólastyrki.“ „Ég var búin að vera hér í sex mánuði þegar ég kynntist manninum mínum. Vinkona mín var boðin í matarboð til hans og bauð mér með sér því einhver sem átti að koma í boðið hætti við á síðustu stundu. Við féllum strax fyrir hvort öðru og ári síðar fórum við að búa saman. Tveimur árum síðar giftum við okkur og svo stuttu síðar áttum við fyrsta barnið okkar,“ segir Nelly sem á tvö börn í dag, Freyju Sól og Jósef Mána. „Ég hef alltaf elskað börn og byrjaði ung að passa. Þegar ég

var í gagnfræðaskóla vann ég við að sækja börn í skólann, fara með þau heim og gera með þeim heimavinnuna. Eftir að hafa unnið hér sem au-pair fékk ég vinnu sem dagmamma og vann við það í fimm ár en í dag vinn ég á leikskóla og finnst það frábær vinna. Mig dreymir samt enn um að fara í háskóla og læra því mig langar til að verða kennari. Ég get það samt ekki núna, það er of mikið að vera í námi og vinnu með börnin, en ég geri það kannski þegar börnin eru orðin aðeins eldri.“ „Ég sakna fjölskyldunnar rosalega mikið, sérstaklega mömmu minnar.

„Við erum svo heppin að afi okkar er frá Ítalíu svo það er ekkert mál fyrir okkur að ferðast um Evrópu eða flytja til Íslands.“

Mamma á níu systkini og allir búa í sama hverfinu svo ég er vön því að vera alltaf með mikið af fólki í kringum mig. En sem betur fer er hluti fjölskyldunnar hér. Við erum svo heppin að afi okkar er frá Ítalíu

svo það er ekkert mál fyrir okkur að ferðast um Evrópu eða flytja til Íslands. María Helena frænka flutti hingað fyrst, fyrir 26 árum, og svo kom systir hennar og svo vinkona hennar, og svo mamma hennar og pabbi, svo kom frú Sofie og eftir að ég flutti hingað hafa svo komið tvær frænkur til viðbótar. Það bætist hægt og rólega í hópinn. Þegar við Stefán byrjuðum að búa bjuggum við í Árbænum en mér fannst ég svo einangruð þar því frænkur mínar búa allar niður í bæ. Svo núna erum við flutt í bæinn og það er miklu betra. Það er rosalega gaman þegar við hittumst, og mikil læti.“

RÝMINGARSALA 20% aukaafsláttur af öllum

GARÐHÚSUM

GARÐHÚS 4,4m²

á meðan byrgðir endast

VH/16- 05

50% afsláttur af flutningi á GARÐHÚSUM og GESTAHÚSUM á allar þjónustustöðvar Flytjanda.

GESTAHÚS og GARÐHÚS sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður 44 mm bjálki / Tvöföld nótun

volundarhus.is · Sími 864-2400

GARÐHÚS 9,9 m² án gólfs

GARÐHÚS 14,5 m²

· Allt á að seljast · Fyrstur kemur fyrstur fær · Ekki missa af þessu Vel valið fyrir húsið þitt

GARÐHÚS 4,7m²

Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu okkar volundarhus.is og í síma 864-2400.

Sjá fleiri GESTAHÚS og GARÐHÚS á tilboði

á heimasíðunni volundarhus.is GARÐHÚS 9,7m²

www.volundarhus.is


KJÚKLINGAVEISLA KJÚKLINGUR HEILL FERSKUR

695kr/kg

verð áður 1.069

KJÚKLINGABRINGUR kr/kg 1.819599 verð áður 2.

KJÚKLINGALUNDIR kr/kg 1.95999 verð áður 2.7

ÚRBEINUÐ KJÚKLINGALÆRI

1.749kr/kg 99 verð áður 2.4

Gildir til 22. janúar á meðan birgðir endast.

ALLT FYRIR HEILSUNA

Veldu þínar 2 tegundir

AMINO ENERGY VELDU 2 STK. OG VERÐIÐ ER

TILBOÐ

20%

4.998kr/2 stk verð áður 5.978

afsláttur á kassa

AMINO ENERGY

FÆÐUBÓTARSTANGIR

Gríðarlegt úrval af bragðtegundum.

Próteinstangir og hrábarir. Gott millimál.

TILBOÐ

TILBOÐ

20%

TILBOÐ

20%

afsláttur á kassa

20%

afsláttur á kassa

afsláttur á kassa

YOGI TEA

WHOLE EARTH HNETUSMJÖR

BIONA

Lífræn te fyrir líkama og sál.

Lífrænt, enginn viðbætur sykur.

Lífrænar gæða vörur, tilbúnar í réttinn þinn

Nýtt í Hagkaup

TILBOÐ

TILBOÐ

25%

25%

afsláttur á kassa

afsláttur á kassa

BEARS

WILD NUTRITION

BSN

Morgunkorn og ávaxtapakkar.

„Food grown“ bætiefni. Án auk- og fylliefna.

Gæða fæðubótarefni í úrvali.


32 |

Æskulýðssjóður

Nýr menningar­viti við höfnina

Samkvæmt breytingum á reglum um Æskulýðssjóð, nr. 60/2008, auglýsir sjóðurinn eftir umsóknum um styrki tvisvar sinnum á ári, 15. febrúar og 15. október.

Nýtt tónlistarhús, Fílharmónían við ána Elbu, var opnað í þýsku hafnarborginni Hamborg á miðvikudag. Þetta magnaða stórhýsi er eitt glæstasta menningarhús Evrópu og þó víðar væri leitað.

H N OTSKÓ GUR grafís k h önnun

Umsóknarfrestur 15. febrúar 2017 Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Æskulýðssjóði. Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 13. janúar 2017

Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar er að finna á rannis.is. Umsóknum skal skilað inn á rafrænu formi fyrir kl. 17:00 miðvikudaginn 15. febrúar 2017. Nánari upplýsingar veitir Andrés Pétursson, andres.petursson@rannis.is, sími 515 5833.

„Ég vild’ ég væri ennþá út í Hamborg ég ennþá er með hugann út í Hamborg.“

Elbphilharmonie er nýjasta tónlistarhús Evrópu. Það verður heimili samnefndrar fílharmóníusveitar í Hamborg. Upphaflega var gert ráð fyrir að húsið yrði opnað árið 2010 og það var því stór dagur í sögu Hamborgar þegar húsið var loksins vígt í vikunni. Boðsgestir mættu í sínu fínasta pússi á tónleikana en þúsund miðum úthlutað með útdrætti. Efnisskrá tónleikanna var frá ýmsum tímum en lauk á lokakafla níundu sinfóníu Beethovens. Myndir

| Elbphilharmonie.de og Getty.

Svona söng Raggi Bjarna á 45 snúninga plötu árið 1967. Þessi slagari, um kvennafar í hafnarborginni þýsku, verður varla á efnisskrám í nýju tónlistarhúsi borgarinnar, Elbphilharmonie, sem heimamenn kalla Elphi sín á milli. Stórhýsið var tekið formlega í notkun á miðvikudag með hátíðartónleikum.

dansiball föstud. og laugard. 13. og 14. jan. Kringlukráin Kringlunni 4-12

Sími 568 0878 www.kringlukrain.is

www. kringlukrain.is

Það eru stjörnuarkitektarnir Jacques Herzog og Pierre de Meuron sem eiga heiðurinn að hönnun tónlistarhússins, ásamt auðvitað fjölmörgum öðrum. Líklega eru þeir þekktastir fyrir umbreytingu sína á Bankside orkuverinu í London sem hefur hýst Tate Modern safnið frá árinu 2000. Þeir hafa sagt innblásturinn að baki byggingunni koma úr þremur áttum: Frá fornu leikhúsi í Delphi í Grikklandi, íþróttaleikvöngum og tjöldum.

Húsið stendur í HafenCity hverfinu í Hamborg. Það stendur á mörkum Elbu, sem rennur frá fjalllendi Tékklands og að Norðursjó, og einum af hinum fjölmörgu hafnarbökkum borgarinnar. Húsið er 110 metra hátt, en til samanburðar má nefna að Harpa er 43 metrar. Eins og oft er með tónlistarhús af þessari stærðargráðu fór byggingarkostnaður töluvert fram úr áætlun. Hornsteinn var lagður árið 2007 og ráðgert var að taka bygginguna í notkun árið 2010. Kostnaðaráætlun þá hljóðaði upp á 241 milljón evra (29. 4 milljarðar króna á núvirði) en endaði hins vegar í 789 milljónum evra (96, milljarðar króna).

GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki.

VERÐ FRÁ 87.900.BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið.

Í húsinu eru tveir tónleikasalir. Stóri salurinn tekur 2100 gesti í sæti og er í svokölluðum „vínekrustíl“ með hallandi sætaskipan í allar áttir, en sviðið er í miðju rýmisins. Minni salurinn er hannaður fyrir margskonar viðburði og minni tónleika. Hann tekur 550 gesti í sæti.

Elbphilharmonie er í raun nýbygging ofan á annarri eldri. Glerbyggingin stendur á gömlu vöruhúsi sem heitir Kaispeicher A og var byggt eftir síðari heimsstyrjöld eftir að eldri bygging frá 1875 hafði eyðilagst í loftárásum bandamanna. Þar var höndlað með kakóbaunir, tóbak og te allt fram á tíunda áratuginn.

GDANSK Í PÓLLANDI Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið. VILNÍUS Í LITHÁEN Vilníus er eins og margar aðrar borgir í Eystrasaltinu frá miðöldum og glæsileg eftir því. Upphaf borgarinnar má rekja til ársins 1330 og er gamli bærinn á minjaskrá Unesco. Þröngar steinilagðar götur er viða að finna í gamla bænum og gamli byggingastíllinn blasir hvarvetna við. Flogið er tvisvar í viku allt árið.

WWW.TRANSATLANTIC.IS

SÍMI: 588 8900

Nýja tónlistarhúsið breytir ásýnd Hamborgar heilmikið. Ásamt sjónvarpsturni borgarinnar og nokkrum kirkjuturnum er tónlistarhúsið meðal hæstu bygginga á svæðinu, þar sem það gnæfir yfir borginni.


Ljós

20-50% afsláttur

ÚTSALAN ER HAFIN

ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR

Jólavara

50%

afsláttur

Húsgögn

Sófi N101

40% afsláttur 3ja 220.000.- nú 132.000.2ja 166.000.- nú 99.600.-

20-60%

Stóll 115.000.- nú 69.000.-

afsláttur

3litir – Grár, olivu grænn og ljós

Stell og glös

20-40% afsláttur

Mottur

20%

afsláttur

TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN - LAU KL. 10-18 OG SUN KL. 13-17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS 1964


Útsala Útsala YFIR 2500 VÖRULIÐIR Á LÆKKUÐU VERÐI 25-

Kingston-sófi Nú

179.900 kr.

50%

SPARAÐU

40%

SPARAÐU

120.000

AF ÖLLUM LJÓSUM

Straight-gólflampi. 164 cm. 49.995 kr. Nú 24.995 kr. VITA Silvia-loftljós. Hvítt, lítið. 9.995 kr. Nú 7.496 kr. VITA Carmina-loftljós. Ýmsir litir. Lítið. 9.995 kr. Nú 7.496 kr. VITA Eos-loftljós. Hvítt eða ljósgrátt. 45 cm. 18.995 kr. Nú 14.246 kr. Ath. perustæði seld sér.

Kingston-sófi. Grátt áklæði. 2 ½ sæta + legubekkur. 271 x 161 cm. 299.900 kr. Nú 179.900 kr.

SPARAÐU

40%

Stavanger-sófi

SPARAÐU

30%

SPARAÐU

Block-sófi Nú

79.900 kr.

139.900 kr.

60.000 Carmel-einingasófi. Grátt áklæði. 2 ½ sæta + legubekkur. L309 x D163 cm. 312.700 kr. Nú 187.100 kr.

SPARAÐU

40.000

SPARAÐU

30%

Stavanger-sófi. Þriggja sæta sófi. Grátt áklæði. L204 cm. 199.900 kr. Nú 139.900 kr.

Block-sófi. 3ja sæta sófi. L195 cm. 119.900 kr. Nú 79.900 kr.

SPARAÐU

40%

30-

50%

SPARAÐU

25%

RÐ R AFMAGNSBO

AF ÖLLUM MOTTUM

Prima-skrifborð með stillanlegar fætur. Svarbrúnt. 80 x 180 cm. 94.900 kr. Nú 69.900 kr.

Flow-sófaborð. Eik, svartir fætur. Ø40 cm. 29.900 kr. Nú 19.900 kr. Ø50 cm. 32.900 kr. Nú 22.900 kr. Ø60 cm. 34.900 kr. Nú 23.900 kr. Nú

4.995 kr. Tipton-motta. 80 x 250 cm. Ýmsir litir. 19.900 kr. Nú 13.900 kr. Whitly-motta. 80 x 250 cm. Ýmsir litir. 29.900 kr. Nú 19.900 kr.

SPARAÐU

60%

25%

AF NIGHT&DAY RÚMFÖTUM & LÖKUM

Ruby-rúmföt. 140x200/60x63 cm. Sandlitað, grátt eða hvítt. 7.995 kr. Nú 5.995 kr. Raie-rúmföt. 140x200/60x63 cm. Svart, blátt eða hvítt. 8.995 kr. Nú 6.695 kr.

30%

Pouf-skemill. 3 mismunandi litir. 40x45 cm. 12.995 kr. Nú 4.995 kr. Nú

2.495 kr.

35%

4.995 kr.

AF ÖLLUM KLUKKUM

AF VÖLDUM SÆNGUM OG KODDUM

Dream-koddi. Koddi. 60x63 cm. 650g. Dream-sæng. 135x200 cm. 100% pólýester. 7.995 kr. Nú 4.995 kr. 3.995 kr. Nú 2.495 kr.

ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30

FACEBOOK.COM/ILVAISLAND INSTAGRAM .COM/ILVAISLAND

Variera-veggklukka. Svört, ál, kopar eða messing. 45 cm. 4.995 kr. Nú 3.495 kr.

SNAPCHAT ILVAISLAND


a Útsala Albi-hægindastóll Nú

SPARAÐU

35%

Amalfi-borð. Olíuborin eik. 160/210 x 90 cm. 149.900 kr. Nú 99.900 kr.

99.900 kr.

SPARAÐU

50.000

Link-stóll. Plastseta. Ýmsir litir. 12.900 kr. Nú 7.900 kr.

30%

AF ALBI HÆGINDASTÓL

Honest-borð. Gegnheil eikarplata. 95 x 200 cm. 149.900 kr. Nú 99.900 kr.

SPARAÐU

30% Neptun-stóll. Hvítur eða svartur m/krómfótum. 7.900kr. Nú 5.500 kr.

Lake-borð. Hvítt og eik. 90 x 150 cm. 129.900 kr. Nú 89.900 kr.

Candy-stóll. Svört seta úr leðurlíki. Krómfætur. 14.900 kr. Nú 9.900 kr.

Beatnik-borðstofuborð. Mattlakkaður eikarspónn, svartlakkaðir fætur. 119.900 kr. Nú 77.900 kr.

50% Prinze-stóll. Svart leður, krómfætur. 39.900 kr. Nú 24.900 kr.

25% AF ÖLLUM STRESSLESS STÓLUM

4

Ghost-hægindastóll. Svart eða brúnt leður. 139.900 kr. Nú 89.900 kr.

Bow-stóll. Svart áklæði. 19.900 kr. Nú 9.900 kr.

Mayfair-hægindastóll + skemill Nú

279.900 kr.

SPARAÐU

100.000

frí samsetning og heimsending á Stressless

Upplifðu leyndarmálið um persónuleg þægindi

5

Mayfair-hægindastóll og skemill. Medium. Svart paloma leður og fætur úr beyki. 379.900 kr. Nú 279.900 kr. Hægt að sérpanta í öðru áklæði.

Metro-hægindastóll + skemill

239.900 kr.

1. Mótaður svæðaskiptur Pólýuretan svampur sem tryggir hámarks þægindi. Nú Rifflurnar í svampinum móta sig fullkomlega að líkamanum og anda betur, á sama tíma lengir svampurinn líftíma stólsins. SPARAÐU 2. Sætið sjálft og lögun Pólýuretan svampsins stuðla að réttri mýkt. 3. Fyrsta flokks mjúkar Polýester trefjar veita aukin þægindi og gefa stólnum 90.000 nútímanlegt og fallegt útlit. 4. Sveigjanlegar fjaðrir á stálramma gefa einstaka fjöðrun. 5. Plus™-kerfið tryggir réttan stuðning við háls og mjóbak. Kerfið er innbyggt á báðum hliðum fyrir hámarks virkni og líftíma. 6. Ekta leður eða textíll. 7. Einstök hönnun, þú velur þann stól sem hentar þinni stærð og líkamsþyngd. 8. 2-punkta fótur veitir einstakan stöðugleika sem hægt er að snúa í 360°. 9. Fótur úr svartlökkuðum krossvið. Fætur er hægt að fá í nokkrum mismunandi litum.

3

1

89.900 kr.

SPARAÐU

35%

6

7

35%

AF ÖLLUM GHOST STÓLUM

SPARAÐU

2

Albi-hægindastóll. Dökkgrátt áklæði. 149.900 kr. Nú 99.900 kr. Skemill. 59.900 kr. Nú 39.900 kr.

8

9

ÁRA

ÁBYRGÐ

Made in Norway

Á INNRI VÉLRÆNUM HLUTUM

0% VEXTIR

12 MÁNAÐA VAXTALAUS GREIÐSLUDREIFING

Þegar verslað er með VISA eða MasterCard. Þegar verslað er fær kaupandi að sjá yfirlit yfir greiðsluáætlun sem sýnir áætlaðar mánaðarlegar greiðslur, ásamt lántökukostnaði og færslugjaldi.

Metro-hægindastóll og skemill. Hátt bak. Blátt áklæði. 329.900 kr. Nú 239.900 kr. Hægt að sérpanta í öðru áklæði.

3 MÁNAÐA VAXTALAUS GREIÐSLUDREIFING MEÐ


36 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 13. janúar 2017

Hversdagsleikinn tekur yfir Það er skammt stórra högga á milli í Gerðarsafni í Kópavogi. Ný ríkisstjórn var mynduð þar í vikunni og ný myndlistarsýning verður opnuð í dag. Sýningin heitir Normið er ný framúrstefna og sýningarstjórinn, Heiðar Kári Rannversson, hefur sett þar saman hugleiðingu um birtingarmyndir hversdagsleikans í íslenskri samtímalist. Starfandi listamenn af nokkrum kynslóðum eiga verk á sýningunni. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is

H

eiðar Kári, er framúr­ stefnan og tilrauna­ mennskan búin að ganga svo fram af fólki í myndlistinni að það eina sem heillar er hversdags­ leikinn? „Ja, kannski að einhverju leyti, en það að „fást við hversdagsleikann“ er auðvitað ekkert nýtt í myndlistinni, þó manni virðist þetta áberandi um þessar mundir. Þetta var til dæmis greinilegt í verkum íslenskra listamanna á tíunda áratugnum og nokkrum þeirra verka er ég að stilla fram með glænýrri myndlist. Mér finnst þarna vera samhljómur milli ólíkra tíma.“ Hvernig fæðist svona hugmynd? „Eiginlega bara af því að skoða myndlist. Myndlist kveikir alls konar hugmyndir. Maður skoðar listaverk og skynjar í því ákveðna afstöðu listamannsins og svo rekst maður á hana víðar. Mér fannst ég sjá þetta fyrirbæri, hversdaginn, skjóta upp kollinum hjá þessum ólíku listamönnum sem eiga verk á sýningunni. Sumum verkanna kynntist ég fyrir mörgum árum og þau hafa verið í huga mér. Svo punktar maður hjá sér lista með verkum sem lengist.“ En nú finnst mörgum hversdagsleik­ inn frekar tilbreytingasnauður og jafnvel grár. Eru myndlistarmenn næmari en fólk er flest og geta fund­ ið eitthvað meira í honum? „Maður verður oft var við að myndlistarmenn finni ljóðrænu eða fegurð í hversdeginum, sem breytir þá því venjulega í eitthvað einstakt og jafnvel fallegt. Svo er stundum óljóst hvort listin er að fjalla um hversdaginn í alvöru eða gamni, þannig að þá kemur fram

einhver meðvituð sviðsetning á hversdagslegu lífi, einhver tvöfeldni. Þannig er hversdagurinn stundum flókinn í myndlist.“ Má segja að hversdagurinn sé í tísku? „Já, mögulega. Stundum er talað um það sem ég reyni að þýða sem normlegt (e. normcore) sem lýsir einhvers konar afstöðu með hinu hversdagslega og því er hampað. Það að vera ekkert sérstakur, eða vera ekkert sérstakt, er þá eftirsóknarvert. En það er stundum dálítið erfitt að átta sig á því hvort þetta er hugsað í alvöru eða ­sviðsett.“ Geta góðir myndlistarmenn fundið sér yrkisefni í öllu úr hversdeginum? „Já, hiklaust. Það er styrkur myndlistarinnar að hún getur umbreytt hugmynd okkar um raunveruleikann og gefið okkur nýja sýn á það sem okkur þykir algjörlega venjulegt og það sem við tökum ekki eftir. Þetta er eitt af því sem gerir myndlistina svo áhugaverða og spennandi.“

Heiðar Kári Rannversson, sýningarstjóri Normið er ný framúrstefna, segist finna samhljóm í mörgum myndlistarverkum dagsins í dag og verkum sem urðu til í kringum 1990, þegar kemur að hversdagslegu viðmóti þeirra. Hér er Heiðar Kári fyrir framan útsaumsverk Loja Höskuldssonar á sýningunni.

ÞAÐ SAMA OG SÍÐAST OG ÞARÁÐUR, 2017. Arnfinnur Amazeen. „Textaverk Arnfinns er athugasemd við tilbreytingarleysi hversdagsins, sem varð til í feðraorlofi listamannsins. Verkið lýsir líka einstaklega vel endurtekningu íslenskrar pólitíkur, en ný ríkisstjórn var einmitt kynnt í Gerðarsafni fyrr í vikunni.“

Listamennirnir sem eiga verk á Normið er ný framúrstefna eru: Anna Hrund Másdóttir, Arna Óttarsdóttir, Arnfinnur Amazeen, Emma Heiðarsdóttir, Finnur Arnar Arnarson, G.Erla – Guðrún Erla Geirsdóttir, Guðrún Án titils/sex, 2008. Hrönn Ragnarsdótt- Sveinn Fannar Jóhannsson. „Ljósmyndaverk Sveins Fannars Jóhannsir, Loji Höskuldsson, Sólveig Aðalsteinssonar sýna ýmis húsgögn sem listamaðurdóttir, Sveinn Fannar inn hefur sagað í sundur og raðað saman Jóhannsson, Þorvald- upp á nýtt. Eiginleikum hlutanna er umur Þorsteinsson. breytt, form og notagildi eyðilagt með mjög nákvæmum fagurfræðilegum hætti.“

Límbandssúla, 2017. Anna Hrund Másdóttir,. „Anna notar hversdagslega hluti í skúlptúra sína. Hér staflar hún upp rúllum af mislitum límböndum en þá verða þessir fjöldaframleiddu hlutir ennþá gervilegri en ægifagrir.“

Anna Hrund Másdóttir á bæði verk á sýningunni Normið er framúrstefna í Gerðarsafni og á einkasýningu sinni, Fantagóðir minjagripir, í Hafnarhúsinu.

Mikið að pæla í svömpum Einn listamannanna sem á verk á Normið er ný framúrstefna er Anna Hrund Másdóttir sem stendur í stórræðum og opnaði í gær nýja einkasýningu í D-sal Hafnarhússins sem hún kallar Fantagóðir minjagripir. Anna Hrund, finnur þú þér efnivið og innblástur alls staðar í dag­ lega lífinu? „Já, eiginlega má segja það. Aðallega safna ég hlutum úr mínu nærumhverfi til að nýta í listsköpunina. Ég vel yfirleitt hlutina út frá lit, það eru semsagt litirnir sem draga mið að hlutunum. Ég get fundið þetta hvar sem, það getur verið í búðum, byggingarvöruverslunum eða út í náttúrunni. Litir vekja stundum viðbrögð hjá mér og þá verð ég að nota það sem ég finn.“ Getur þú nefnt dæmi? „Núna er ég voða mikið að pæla í svömpum og hvernig þeim er raðað saman eins og maður sér þá út í búð. Það er rosa fallegt hvernig litirnir eru. Eins er ég líka að safna límbandsteipum, sem auðvitað eru til í ýmsum litum og bý til súlur eða turna úr þeim og í mínum huga eru svona hlutir yfirleitt bara tilbúin verk.“ Heiti sýningarinnar þinnar í Hafnarhúsinu vekur athygli, Fantagóðir minjagripir? „Mér finnst rökrétt að kalla þessa hluti sem ég bý til minjagripi. Þeir ferðast með mér og þetta eru persónulegar tengingar við ferðalög, raunveruleg eða ímynduð. Þetta eru því minjagripir um mínar minningar.“ Þú ert semsagt á því að maður geti látið hversdagsleikann bara teyma sig þegar kemur að mynd­ listinni? „Já, það er svo dásamlegt þetta daglega líf.“


Sumarið

Sólarferðir frá kr.

2017 er komið

57.795

25 ÁRA

1992-2017

m/afslætti*

25 ára afmælisafsláttur í janúar Allt að

Allt að

25.000 kr. afsláttur á mann

100.000 kr. afsláttur fyrir fjögurra

í janúar

ALLUR PAKKINN

12

sólarferðir í boði

manna fjölskyldu

BÓKAÐU SÓL

Mesta úrvalið!

Taska, handfarangur og íslensk fararstjórn innifalið.

Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

ENNEMM / SIA • NM79541

*Öll verð eru með afslætti, allar sólarbrottfarir til 31/10 nema um páska.

COSTA DEL SOL – Benalmádena

COSTA DEL SOL – Torremolinos

COSTA DEL SOL – Benalmádena

ÆVINTÝRALEGUR VALKOSTUR

VINSÆLL VALKOSTUR

GÓÐUR SUNDLAUGARGARÐUR

Holiday World Polynesia

Aguamarina Apartments

Hotel Los Patos Park

Frá kr. 100.945 m/allt innifalið

Frá kr. 57.795 m/ekkert fæði innifalið

Frá kr. 97.045 m/hálft fæði innifalið

Netverð á mann frá kr. 100.945 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í svítu. Netverð á mann frá kr. 139.695 m.v. 2 fullorðna í svítu. 28. maí í 7 nætur.

Netverð á mann frá kr. 57.795 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í stúdíó. Netverð á mann frá kr. 70.895 m.v. 2 fullorðna í stúdíó. 4. júní í 7 nætur.

Netverð á mann frá kr. 97.045 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í fjórbýli. Netverð á mann frá kr. 117.895 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 25. júní í 7 nætur.

COSTA DEL SOL – Fuengirola

COSTA DEL SOL – Benalmádena

COSTA DEL SOL – Benalmádena

FJÖLSKYLDUVÆNT

NÝR GISTIVALKOSTUR

NÝR GISTIVALKOSTUR

Hotel & Apartments Myramar

Hotel Best Siroco

Hotel Best Benalmádena

Frá kr. 75.945 m/ekkert fæði innifalið

Frá kr. 95.845 m/hálft fæði innifalið

Frá kr. 91.245 m/hálft fæði innifalið

Netverð á mann frá kr. 75.945 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 107.095 m.v. 2 fullorðna í íbúð. 2. júlí í 7 nætur.

Netverð á mann frá kr. 95.845 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herb. Netverð á mann frá kr. 116.295 m.v. 2 fullorðna í herb. 9. júlí í 7 nætur.

Netverð á mann frá kr. 91.245 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herb. Netverð á mann frá kr. 111.795 m.v. 2 fullorðna í herb. 27. ágúst í 7 nætur.


38 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 13. janúar 2017

Sagan um þernuna snýr aftur Í apríl gefur streymisveitan Hulu út sjónvarpsþætti byggða á skáldsögunni The Handmaid’s Tale eða Sögu þernunnar, eftir kanadíska rithöfundinn Margaret Atwood. Bókin kom fyrst út árið 1985 og er dystópísk vísindaskáldsaga sem þar sem konur eru eign ríkisins. Sögusviðið er ekki svo fjarlæg framtíð í Bandaríkjunum þar sem kristnir bókstafstrúarmenn, sem kalla sig Syni Jakobs, hafa komist til valda og stofnað klerkaveldið Gilead í kjölfar umhverfisslysa og hryðjuverka sem þeir kenna íslömskum öfgahópum um en bera sjálfir ábyrgð á. Marta Sigríður Pétursdóttir ritstjorn@frettatiminn.is

M

argaret Atwood ætti að vera mörgum lesendum kunn enda er hún með þekktari samtímahöfundum og eru helstu einkenni höfundarverks hennar beinskeyttur femínismi og óhugnanleg hæfni til þess að lýsa heiminum sem gæti orðið, enda kýs hún sjálf að kalla þessa tegund bókmenntaverka nokkurs konar getgátu skáldskap (e. speculative fiction). The Handmaid’s Tale olli töluverðu fjaðrafoki þegar hún kom fyrst út en festist fljótlega í sessi sem sígilt femínískt bókmenntaverk og var innlegg í umræðu þess tíma, en kristilegir sjónvarpspredikarar drottnuðu yfir sjónvarpsskjánum og samfélagsumræðunni þá. í bókinni er að finna beinar vísanir í fræga sjónvarpspredikara þess tíma. Það var svo gerð kvikmyndaaðlögun eftir bókinni árið 1990 með Natöshu Richardsson í aðalhlutverki og kom Harold Pinter að handritsgerðinni sem þótti mjög flókið verkefni vegna þess að sagan er að mestu leyti sögð í fyrstu persónu. Umræða um Handmaid’s Tale hefur sprottið upp aftur núna bæði út af nýju sjónvarpsþáttunum og í kjölfar umdeilds framboðs

og svo sigurs Donalds Trump í kosningabaráttunni um forsetaembættið vestra. Það þarf vart að taka það fram að Donald Trump hefur með framgangi sínum tekist að normalísera hatursfulla orðræðu gagnvart konum og fólki af öðrum þjóðernum og kynþáttum en hvítum bandarískum auk þess sem hann afneitar hnattrænni hlýnun. Leikkonan Elizabeth Moss, þekkt fyrir hlutverk sitt sem Peggy í Mad Men, sem fer með aðalhlutverkið í nýju þáttunum segir í viðtali við Vulture á netinu að sig hafi ekki órað fyrir því þegar undirbúningur hófst fyrir þáttagerðina að þeir ættu eftir að eiga svona mikið erindi við ­samtímann. Frá Gilead til Afganistan Ástandið er eins í Gilead og víða annars staðar í dystópískum framtíðarsýnum að frjósemi er gríðarlega sjaldgæf (af völdum mengunar) þannig að þær konur sem enn eru frjóar verða að samfélagseign, líkamar þeirra að útungunarvélum og þeim sem ekki framleiða er hent á haugana – í vændi eða vinnuþrælkun. Orð og notkun tungumálsins er jafnframt forboðin í Gilead, enda er þöggun eitt mikilvægasta vopn þeirra sem vilja beygja aðra undir sig. Söguhetjan í Handmaid’s Tale heitir þannig Offred - Of Fred, hún tilheyrir Fred.

Djúsí Sushi HOT MAGURO RÚLLA Ljúffengar rækjur, gómsætur túnfiskur, mjúkt avókadó, spicy jalapeno mayo og kimchee ... fáránlega góð!

sushisocial.is

„Ekki leyfa óþokkunum að brjóta þig niður.“

múslimskar konur eigi eða eigi ekki að klæða sig. Eflaust, eins og margar konur sem ólust upp í Mið-Austurlöndum fyrir sirka 1980, man Offred lífið eins og það var áður en klerkarnir tóku völdin. Konur hafa ekki alltaf verið í búrkum og svarið við spurningunni um það hver hafi klætt konurnar í þær er alls ekki svo einfalt.

Umhverfisváin og þríleikurinn Konurnar í Gilead eru skyldaðar til þess að ganga í nokkurs konar einÞrátt fyrir að Handmaid’s Tale sé kennisbúningum sem að minna enn þekktasta verk Atwood hefeinna helst á nunnuklæði frá miður hún skrifað fjölmargar bæköldum, litamerktar eftir röðun ur og hefur hlotið mörg verðinnan stigveldisins. laun fyrir. Maddaddam þríleikur hennar, (Oryx and Crake (2003), Þrátt fyrir að þetta hljómi eins og mjög fjarstæðukenndur The Year of the Flood (2009) og veruleiki fyrir flestar konur á VestMaddaddam (2013), hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár urlöndum í dag þá er þetta samt og eru einnig sjónvarpsþættir sem áður óhugnanlega líkt því byggðir á þeim í leikstjórn Darsem gerst hefur til dæmis í Afganistan ren Aronofsky undir stjórn Talíí framleiðslu. Maddaddam þríbana. Langvarandi stríðsátök og leikurinn gerist, hernaðarlegrar líkt og Handmaid’s íhlutanir vestTale, í dystópískrænna heimsvelda um heimi þar allt frá nýlendusem hamslaus tímum 19. aldar neyslu- og gróðaallt fram til dagshyggja í skugga ins í dag undirloftslagsbreytinga bjuggu jarðvegog siðlausrar tilinn fyrir valdatíð raunastarfsemi Talíbana. Það með genamengi fyrsta sem flestmanna og dýra leiðir til nokkurs um kemur í hug í konar (manngerðs) dag þegar minnst heimsendis sem er á Afganistan fáir lifa af. Í heimi er kona í búrku. Setningin „Ekki leyfa óþokkun- Maddaddam, áður Innrás Bandaum að brjóta þig niður“ úr The en mannkynið nær ríkjanna í Handmaid’s Tale er slagorð sem útrýmir sjálfu sér, er Afganistan var enn nýtist femínistum sem og lífi þegnanna stjórnað mörgu leyti öllu umhverfis- og mannréttind aréttlætt á þeirri baráttufólki 21. aldarinnar sem að af CorpSeCorps, nú þarf að takast á við fjögur ár stórfyrirtæki sem forsendu að nú af Donald Trump á forsetastóli sér um allt eftirlit og þyrftu hin frjáls­Bandaríkjanna. öryggismál. Ríkislyndu Vesturlönd að frelsa valdið hefur flust alkonurnar úr búrkunum. Í sláandi farið yfir á risavaxnar fyrirtækjasamsteypur og öll spilin eru lögð lýsingu í bókinni upplifir Offred í hendur genatækninnar sem fer sig sem sýningargrip þegar hún verður á vegi hópi ferðamanna vitaskuld úr böndunum. Skyndisem ljósmynda hana í bak og fyrir, bitinn heitir „Secret Burger“ hún má vitaskuld ekki tala við þá vegna þess að enginn má eða vill og hún skynjar það hvernig hún er vita nákvæmlega hvers konar kjöt hlutgerð sem forvitnileg og exófer í hann, hugvísindi og listir eru einskis virði í samfélaginu þar sem tísk vera. Þetta kallast óneitanlega sjálfsmorð í beinni útsendingu á við blætið sem til hefur orðið í á netinu eru skemmtiefni og aðheiminum (sérstaklega á Vesturlöndum) gagnvart fatnaði og þá aðalpersónurnar spila EXTINCTAallega búrkunum og hijabinu – höfTHON, flókinn leik á netinu sem uðslæðunum – sem múslimskar gengur út á að geta nefnt allar konur ganga með, sumar tilneyddlifandi og útdauðar dýrategundar en aðrar að eigin vali – en allir ir. Efalaust hafa margir lesendur virðast hafa skoðun á því hvernig bóka hennar rekið sig á ýmislegt í

Margaret Atwood varpar því fram í bókum sínum ansi myrkri framtíðarsýn á heiminn sem gæti orðið ef við höldum áfram á sömu braut og við erum á í dag. Hvort sem það er hvert við stefnum í umhverfismálum eða hvað gerist þegar hættuleg öfl sem grassera undir yfirborðinu, eins og rasismi og kvennhatur, ná yfirhöndinni.

Mynd | Getty Images.

samtímanum sem virðist vera eins og beint upp úr ímyndunarafli Atwood. Heimurinn sem gæti orðið Margaret Atwood varpar því fram í bókum sínum ansi myrkri framtíðarsýn á heiminn sem gæti orðið ef við höldum áfram á sömu braut og við erum á í dag. Hvort sem það er hvert við stefnum í umhverfismálum eða hvað gerist þegar hættuleg öfl sem grassera undir yfirborðinu, eins og rasismi og kvennhatur, ná yfirhöndinni. Handmaid’s Tale lifir því enn góðu lífi árið 2017 og á mikið erindi við samtímann. Það er gleðiefni að sagnabrunnur Atwood nái enn meiri útbreiðslu með sjónvarpsþáttum byggðum á bæði Handmaid’s Tale og Maddaddam þríleiknum. Ein frægasta tilvitnunin úr Handmaid’s Tale er „Nolite te bastardes carborundorum“. Offred finnur þessa dularfullu setningu á latínu rista inni í skáp í herberginu þar sem hún sefur. Þrátt fyrir að hún skilji ekki setninguna fyrr en síðar veitir hún henni von í ánauðinni, fyrirheit um einhverskonar samstöðu á milli þjáningarsystra en líka andstöðu og baráttu við ríkjandi öfl. Setningin þýðir „Ekki leyfa óþokkunum að brjóta þig niður“ – slagorð sem enn nýtist femínistum sem og öllu umhverfis- og mannréttindabaráttufólki 21. aldarinnar sem nú þarf að takast á við fjögur ár af Donald Trump á forsetastóli Bandaríkjanna. Elisabeth Moss fer með aðalhlutverkið í þáttunum sem byggja á The Handmaid’s Tale. Moss er þekktust fyrir hlutverk sín í MadMen, Top of the Lake og Girl, Interrupted.


ÚTSALAN er í fullum gangi

20 - 50 %

afsláttur af völdum vörum

www.ullarkistan.is

Laugavegi 25, Reykjavík Glerártorgi, AKureyri


40 |

Djúsí Sushi

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 13. janúar 2017

GOTT UM HELGINA

SPIDER RÚLLA „Crunchy“ linskelskrabba tempura, fersk gúrka, mjúkt avókadó, masago og spicy mayo ... magnað!

Áhrifavaldar í ljósmyndum

sushisocial.is

Djöflaeyjan

Nú líður að sýningarlokum í Ljósmyndasafni Reykjavíkur en þar hefur sýningin „PORTRETT – handhafar Hasselblad verðlaunanna“ verið uppi síðustu vikurnar. Á morgun ætla ljósmyndararnir Sissa og Sunna Ben að ræða við gesti um valin verk á sýningunni. Spurt verður hvað búi að baki góðri ljósmynd og hvað geri listamann að áhrifavaldi. Hvar? Ljósmyndasafn Reykjavíkur í Grófarhúsi. Hvenær? Á morgun, laugardag, kl. 14. Hvað kostar? Allir velkomnir.

(Stóra sviðið)

Sun 15/1 kl. 19:30 34.sýn Fim 26/1 kl. 19:30 36.sýn Lau 11/2 kl. 19:30 Fös 20/1 kl. 19:30 35.sýn Lau 4/2 kl. 19:30 37.sýn Lau 18/2 kl. 19:30 Kraftmikill söngleikur um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur!

Maður sem heitir Ove

38.sýn 39.sýn

(Kassinn)

Fös 13/1 kl. 20:00 Akureyri Fim 26/1 kl. 19:30 34.sýn Fös 10/2 kl. 19:30 38.sýn Lau 14/1 kl. 20:00 Akureyri Fös 27/1 kl. 19:30 35.sýn Lau 11/2 kl. 19:30 39.sýn Sun 15/1 kl. 20:00 Akureyri Lau 4/2 kl. 19:30 36.sýn Fös 17/2 kl. 19:30 aukasýn Sun 22/1 kl. 19:30 aukasýn Sun 5/2 kl. 19:30 37.sýn Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik!

Óþelló

(Stóra sviðið)

Fös 13/1 kl. 19:30 4.sýn Lau 14/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 27/1 kl. 19:30 6.sýn Lau 28/1 kl. 19:30 7.sýn Vesturport tekst á nýjan leik

Gott fólk

Fim 2/2 kl. 19:30 8.sýn Fös 3/2 kl. 19:30 9.sýn Fim 9/2 kl. 19:30 10.sýn Fös 10/2 kl. 19:30 aukasýn á við Shakespeare!

Fim 16/2 kl. 19:30 aukasýn Fös 17/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 25/2 kl. 19:30 12.sýn

(Kassinn)

Lau 14/1 kl. 19:30

Lau 21/1 kl. 19:30

4.sýn

6.sýn

Sun 29/1 kl. 19:30

8.sýn

551 1200 | Hverfisgata | 7.sýn midasala@leikhusid.is Fim 19/1 kl. 19:30 19 5.sýn | leikhusid.is Lau 28/1 kl. 19:30 Nýtt og ágengt íslenskt verk um ungt fólk, ástarsambönd, ofbeldi og refsingu

Fjarskaland

(Stóra sviðið)

Sun 22/1 kl. 13:00 Frums Sun 5/2 kl. 13:00 3.sýn Sun 29/1 kl. 13:00 2.sýn Sun 12/2 kl. 13:00 4.sýn Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa!

Gísli á Uppsölum

(Kúlan)

Fös 13/1 kl. 19:30 Mið 18/1 kl. 19:30 Sun 22/1 kl. 14:00 Fim 19/1 kl. 19:30 Mið 25/1 kl. 19:30 Sun 15/1 kl. 14:00 Einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins.

Mið-Ísland að eilífu Fös 13/1 kl. 20:00 2.sýn Fös 13/1 kl. 22:30 3.sýn Lau 14/1 kl. 20:00 4.sýn Lau 14/1 kl. 22:30 5.sýn Fim 19/1 kl. 20:00 6.sýn Fös 20/1 kl. 20:00 7.sýn Fös 20/1 kl. 22:30 8.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir

Improv Ísland

(Þjóðleikhúskjallarinn)

Lau 21/1 kl. 20:00 9.sýn Lau 21/1 kl. 22:30 10.sýn Fim 26/1 kl. 20:00 11.sýn Fös 27/1 kl. 20:00 12.sýn Fös 27/1 kl. 22:30 13.sýn Lau 28/1 kl. 20:00 14.sýn Lau 28/1 kl. 22:30 15.sýn Mið-Ísland á ódauðleika!

Fim 2/2 kl. 20:00 16.sýn Fös 3/2 kl. 20:00 17.sýn Fös 3/2 kl. 22:30 18.sýn Lau 4/2 kl. 20:00 19.sýn Lau 4/2 kl. 22:30 20.sýn Fim 9/2 kl. 20:00 21.sýn

Föstudagurinn þrettándi í Mengi Tónlistarmennirnir Michalis Moschoutis og Ingi Garðar Erlendsson troða upp með tónlist sína. Ingi Garðar spilar til dæmis á það sérstæða hljóðfæri þránófón en hann er óumdeilanlega fremsti þránófónleikari í heimi, hvorki meira né minna. Michalis Moschoutis er grískur tónlistarmaður, tónskáld og gítarleikari, útgefandi og stjórnandi listahátíða. Hvar? Mengi, við Óðinsgötu. Hvenær? Í kvöld kl. 21. Hvað kostar? 2000 kr.

(Þjóðleikhúskjallari)

Mið 1/2 kl. 20:00 Mið 22/2 kl. 20:00 Mið 15/3 kl. 20:00 Mið 8/2 kl. 20:00 Mið 1/3 kl. 20:00 Mið 22/3 kl. 20:00 Mið 15/2 kl. 20:00 Mið 8/3 kl. 20:00 Mið 29/3 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!

Lofthræddi örninn Örvar

(Kúlan)

Lau 14/1 kl. 15:00 Hrífandi einleikur fyrir börn um hugrekki.

Íslenski fíllinn

Revolver í heild

(Brúðuloftið)

Lau 4/2 kl. 13:00 Lau 11/2 kl. 13:00 Lau 4/2 kl. 15:00 Lau 11/2 kl. 15:00 Hrífandi brúðusýning fyrir alla fjölskylduna!

Lau 18/2 kl. 13:00 Lau 18/2 kl. 15:00

leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is MAMMA MIA!

(Stóra sviðið)

Blái hnötturinn

(Stóra sviðið)

Lau 14/1 kl. 20:00 141. s Sun 29/1 kl. 20:00 147. s Sun 15/1 kl. 20:00 142. s Lau 4/2 kl. 20:00 148. s Lau 21/1 kl. 20:00 143. s Sun 5/2 kl. 20:00 149. s Sun 22/1 kl. 20:00 144. s Fös 10/2 kl. 20:00 150. s Fim 26/1 kl. 20:00 145. s Lau 11/2 kl. 20:00 151. s Lau 28/1 kl. 20:00 146. s Fös 17/2 kl. 20:00 152. s Glimmerbomban heldur áfram!

Hljómsveitin Helter Skelter ætlar að renna í gegnum eina bestu plötu allra tíma, Revolver, sem Bítlarnir sendu frá sér sumarið 1966. Til viðbótar verða fleiri góðir bitar úr mögnuðu lagasafni drengjanna eilífu frá Liverpool. Hvar? Hard Rock, Lækjargötu. Hvenær? Í kvöld kl. 22. Hvað kostar? 2.000 kr

Krossfest vol. 1

Svarti galdur

Fyrsta upphitun fyrir Norðanpaunk 2017 verður haldin í kvöld. Kvöldið hefst á ljóðalestri nokkurra skálda sem Norðanpaunkarar ættu flestir að kannast við. Að lestrinum loknum munu hljómsveitirnar Godchilla, Dauðyflin og breska bandið Meinhof leika fyrir dansi. Til sölu verða bolir til styrktar Norðanpaunki. Hvar? Á Gauknum. Hvenær? Í kvöld kl. 21. Hvað kostar? 1000 kr.

Nýr einleikur um eftir og í flutningi Geirs Konráðs Theodórssonar verður frumsýndur í kvöld. Þar vefur Geir saman þekktum þjóðsögum sem lifað hafa með þjóðinni í gegnum aldirnar og sem ömmur notuðu gjarnan til að hræða börn fyrir svefninn hér á árum áður. Á hryllingslegan en glettinn máta er sagan af svarta galdri sögð. Hvar? Landnámssetur, Borgarnesi. Hvenær? Frumsýnt í kvöld kl. 20. Hvað kostar? 3500 kr.

Lau 18/2 kl. 20:00 153. s Sun 19/2 kl. 20:00 154. s Fim 23/2 kl. 20:00 155. s Fös 24/2 kl. 20:00 156. s Lau 25/2 kl. 20:00 157. s

Lau 14/1 kl. 13:00 26.s Sun 22/1 kl. 13:00 29.s Lau 11/2 kl. 13:00 32. s Sun 15/1 kl. 13:00 27.s Sun 29/1 kl. 13:00 30. s Sun 19/2 kl. 13:00 33. s Lau 21/1 kl. 13:00 28.s Lau 4/2 kl. 13:00 31. s Lau 25/2 kl. 13:00 34. s Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar

Ræman

(Nýja sviðið)

Lau 14/1 kl. 20:00 2. sýn Mið 18/1 kl. 20:00 4. sýn Sun 15/1 kl. 20:00 3. sýn Fim 19/1 kl. 20:00 5. sýn Nýtt verk sem hlaut Pulitzer-verðlaunin 2014!

Hún Pabbi

(Litla svið )

Fös 13/1 kl. 20:00 3. sýn Fös 20/1 kl. 20:00 5 sýn Lau 14/1 kl. 20:00 4. sýn Lau 21/1 kl. 20:00 6. sýn Fim 19/1 kl. 20:00 aukas. Fös 27/1 kl. 20:00 7. sýn Í samstarfi við leikhópinn Trigger Warning

Illska

Fös 20/1 kl. 20:00 6. sýn Mið 1/2 kl. 20:00 aukas.

Lau 28/1 kl. 20:00 8. sýn Fim 2/2 kl. 20:00 9. sýn

(Litla sviðið)

Fim 2/3 kl. 20:00 Fös 10/3 kl. 20:00 Fös 3/3 kl. 20:00 Lau 11/3 kl. 20:00 Samstarfsverkefni við Óskabörn ógæfunnar

Vísindasýning Villa

(Litla svið )

Fim 2/2 kl. 14:00 Fors. Sun 5/2 kl. 13:00 2. sýn Fös 3/2 kl. 14:00 Fors. Lau 11/2 kl. 13:00 3. sýn Lau 4/2 kl. 13:00 Frums. Sun 12/2 kl. 13:00 4. sýn Ferðalag fyrir börn um töfraheim vísindanna.

Salka Valka

Lau 18/2 kl. 13:00 5. sýn Sun 19/2 kl. 13:00 6. sýn

(Stóra svið)

Fös 13/1 kl. 20:00 3. sýn Þri 24/1 kl. 20:00 8. sýn Fös 3/2 kl. 20:00 13. sýn Þri 17/1 kl. 20:00 4. sýn Mið 25/1 kl. 20:00 9. sýn Mið 8/2 kl. 20:00 14. sýn Mið 18/1 kl. 20:00 5. sýn Fös 27/1 kl. 20:00 10.sýn Fim 9/2 kl. 20:00 15 sýn Fim 19/1 kl. 20:00 6. sýn Mið 1/2 kl. 20:00 11. sýn Sun 12/2 kl. 20:00 16.sýn Fös 20/1 kl. 20:00 7. sýn Fim 2/2 kl. 20:00 12. sýn Ein ástsælasta saga þjóðarinnar í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Yönu Ross

Hvað gera þjóðfræðingar eiginlega? Þjóðfræðingar ætla að nýta þjóðtrúardaginn mikla, föstudaginn þrettánda, til að ræða saman um hagnýtingu og miðlun þjóðfræðiefnis. Nokkrir þjóðfræðingar segja frá verkefnum sínum, sem meðal annars eru upplifunarsýning, smáforrit og dagsferðir fyrir ferðamenn. Hvar? ReykjavíkurAkademíunni, Þórunnartúni 2 Hvenær? Í dag kl. 17. Hvað kostar? Allir hjartanlega velkomnir.


Tónlistarstjóri Jón Ólafsson

Leikstjórn Unnur Ösp Stefánsdóttir

Fimm stjörnu Gleðisprengja! Pantaðu þér MAMMA MIA máltíð til að njóta fyrir sýningu eða í hléi. Borgarleikhúsið opnar klukkan 18:30 fyrir allar sýningar

Uppselt á yfir 130 sýningar Ósóttar pantanir seldar daglega - Tryggðu þér miða!

Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is


Heimili & hönnun

42 |

ALLT UM SKIPULAG Þann 28. janúar

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 13. janúar 2017

Strákar hræddir við stelpur með skoðanir

gudrunhelga@frettatiminn.is

Gríms fiskibollur hollur kostur á 5 mín. Diljá Valsdóttir 16 ára, Jónína Þórdís Karlsdóttir 17 ára, Rán Ragnarsdóttir ný orðin 18 ára, Katla Njálsdóttir 14 ára. Mynd | Hari.

Ástin og vináttan eru aðalþemu kvikmyndarinnar Hjartasteins sem verður frumsýnd í kvöld um allt land. Stelpurnar í Hjartasteini ræða þessi mál sem fylgja unglingsárunum við blaðamann Fréttatímans

Djúsí Sushi SURF’N TURF RÚLLA Stökk humar tempura, gómsætt nauta-carpaccio, mjúkt avókadó, teriyaki, spricy mayo og brakandi chili crumble ... geggjað!

Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is

á 30 ára brúðkaupsafmæli, þetta er alveg hægt!“

ið hittumst fyrst fyrir tveimur og hálfu ári og höfum verið svo mikið saman og upplifað svo margt saman síðan. Þó ég sé ekki alltaf að hanga með þessum stelpum þá verða þær góðar vinkonur mínar að eilífu. Við erum þakklátar fyrir hvað við náðum vel saman,“ segir Jónína Þórdís Karlsdóttir. „Við áttum að vera bestu vinkonur í myndinni og við kynntumst svo vel að við urðum bara í alvöru bestu vinkonur,“ segir Katla með bros á vör.

Stelpurnar eru sammála um að ástin komi ekki af sjálfu sér. Það taki langan tíma og kosti traust að verða ástfanginn.

V Ástin

Hafið þið einhverntímann orðið ástfangnar? Allar fara að hlæja. Jónína: „Já, ég átti kærasta frá áttunda bekk þangað til í menntaskóla og við vorum saman í þrjú ár. Það hafa flestir orðið ástfangnir og þess vegna tengja flestir við það sem gerist í myndinni.“

sushisocial.is

P O RT R E T T

Handhafar Hasselblad-verðlaunanna

AÐGANGUR ÓKEYPIS

24. 9. 2016 – 15. 1. 2017

Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð, 101 Reykjavík · Opið 12–19 mán–fim, 12–18 fös, 13–17 um helgar · www.borgarsogusafn.is

Er erfitt að verða ástfanginn í fyrsta skiptið? Diljá: „Maður veit ekki alveg af hverju manni líður svona.“ Jónína: „Ég man að mér leist ekkert rosalega vel á þá hugmynd að verða ástfangin. Mig langar ekki að einhver strákur geti bara stjórnað mér og mínum tilfinningum.“ Katla: „Ég hef bara aldrei verið ástfangin þannig ég veit ekki alveg um hvað þetta snýst.“ Diljá: „Ég myndi nú ekki segja að ég hafi verið ástfangin, það er mjög þýðingarmikið og gerist ekki bara allt í einu.“ Jónína: „Enda tekur það alveg nokkur ár, ég meina allavega ár.“ Diljá: „Að vera ástfangin er að eldast saman og þá myndast einhver tengsl.“ Getur maður þá verið ástfanginn þegar maður er unglingur? Allar í kór: „Já.“ Rán: „Já, ég held að það sé alveg mögulegt.“ Katla: „Ég þekki fólk sem hefur verið saman síðan það var 14 ára og

Jónína: „Þetta þarf að vera manneskja sem þú eyðir miklum tíma með. Þú getur ekki verið ástfanginn af einhverri poppstjörnu.“ Rán: „Þú ert ástfanginn þegar þér finnst hin manneskja vera hluti af þér og þér finnst erfitt að vera án hennar.“ Jónína: „Og á kvöldin þarftu alltaf að senda „góða nótt“ og ef þú ert ekkert búin að heyra í manneskjunni í heilan dag, þá ertu bara „bíddu halló?!“, og þá finnst manni eitthvað vanta.“ Hefur þú líka verið ástfangin Diljá? Allar fara að hlægja. Diljá: „Ég er á fyrsta stiginu, ég er að „deita“ strák. Það voru komnir þrír mánuðir í gær.“ Allar stelpurnar skríkja og klappa fyrir nýja sambandinu hennar Diljár. Jónína: „En hann kom samt á forsýninguna.“ Rán: „Ég var einmitt að hugsa hvort þetta væri kærastinn hennar, ég skildi ekkert hvað var í gangi.“ Diljá: „Ég verð alveg smá hrædd við þessa tilfinningu, ég spyr mig oft af hverju ég er svona upptekin af einhverri annarri manneskju, ég bara skildi þetta ekki alveg. Svo róaðist ég og vandist aðeins aðstæðum. Þetta er allt mjög nýtt og spennandi.“ Jónína: „Það verður líka allt svo skemmtilegt þegar maður er ástfanginn.“ Katla: „Ég held að strákar séu svolítið hræddir við mig, ég er svo svakalega opin og ég held að þeir þori bara ekki í mig.“ Dilja: „Sko, strákar í áttunda og níunda bekk hafa bara ekki alltaf aldurinn í það að vera með stelpu með skoðanir. Það eru oftast puntudúkkurnar sem eignast kærasta fyrst því strákarnir eru svolítið hræddir við stelpur með skoðanir.“

Katla: „Krakkar á þessum aldri eru eiginlega bara að byrja saman til þess að setja daginn sem þau byrjuðu saman á Instragram-­vegginn sinn.“ Fara svona sambönd mikið fram á samfélagsmiðlum? Diljá: „Núna eru engir strákar sem koma upp að þér og tala við þig.“ Rán: „Þeir þurfa ekki að horfast í augu við viðbrögðin, þeir geta bara ákveðið að kíkja ekki á skilaboðin eða svara þeim ekki.“ Katla: „Þeir tala bara við mann á Snapchat eða Instagram og segja kannski hvað ég er í flottum fötum en þora svo ekkert að segja það þegar ég kem í skólann. Þeir hlaupa bara í burtu þegar þeir sjá mig.“ Jónína: „Já þeir hlaupa eins hratt og þeir geta.“ Katla: Ég fæ stundum vbm (viltu byrja með mér) á Snapchat frá strákum sem ég þekki ekki neitt.“

Vináttan Stelpurnar eyddu miklum tíma saman á meðan upptökum á Hjartasteini stóð á Borgarfirði eystri. Traust og vinátta voru mikilvægir þættir þegar vinnudagar drógust á langinn eða stelpurnar áttu slæman dag. Það var mikilvægt í æfingaferlinu að stelpurnar lærðu að treysta hvor annari til þess að getað leikið bestu vinkonur í myndinni. Þekktust þið áður en þið byrjuðuð á myndinni? Diljá: „Ég þekkti Jóní aðeins áður, en hún var náttúrlega einu ári eldri en ég.“ Jónína: „Við eldri stelpurnar könnuðumst allar hver við aðra áður en svo kom Katla sterk inn í hópinn.“ Katla: „Já, ég þekkti engann en við Diljá enduðum á að verða mjög góðar vinkonur.“ Diljá: „Það tók samt alveg sinn tíma!“ Katla: „Diljá er náttúrulega tveimur árum eldri.“ Diljá: „Ef ég á að segja eins og er, að þá er svolítið litið niður á þá sem hanga með þeim sem er tveimur árum yngri, í mínu hverfi. En við bjuggum saman í herbergi á meðan tökum stóð þannig við enduðum á því að opna okkur og tengjast mjög mikið.“ Rán: „Ég er svo þakklát að hafa unnið með ykkur stelpur því tökurnar voru ekki alltaf dans á rósum og það var svo gott að hafa ykkur og ég er svo ánægð með að þið voruð svona skemmtilegar.“


NÚ GETUR ÞÚ HLEGIÐ MEIRA OG FARIÐ SEINT AÐ SOFA

EINKALEYFI Á FORMÚLUNNI SEM SANNANLEGA MINNKAR HRUKKUR Á TVEIMUR VIKUM NIVEA Q10 PLUS MEST SELDA ANDLITSLÍNA NIVEA Á ÍSLANDI NIVEA.com


44 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 13. janúar 2017

Búnir að kubba stanslaust í um mánuð Guttormur Þorfinnsson og félagar hans opna Lególand í Hafnarfirði.

V

ið erum búnir að kubba stanslaust í um mánuð,“ segir Guttormur Þorfinnsson, smiður og Legó-áhugamaður, en hann opnaði ásamt félögum sínum lítið Lególand í Hafnarfirði um áramótin. Fréttatíminn greindi frá því fyrir áramót að til stæði að opna leikland fyrir börn í Hafnarfirði. Þá sagðist Guttormur hafa fengið áhugann á Legó fyrir um 24 árum, eða þegar hann eignaðist son sinn. Nú er hann komin yfir miðjan aldur, og áhuginn hefur ekkert dvínað. Hann hefur haldið nokkrar Legó-sýningar síðustu ár, með-

al annars í Ráðhúsi Reykjavíkur, en þetta er sú fyrsta í Hafnarfirði. „Hingað munu koma leikskólar og vonandi fleiri,“ segir Guttormur sem segir sýninguna nokkuð umfangsmikla. „Við eyddum meðal annars tveimur dögum í eitt módelið,“ segir hann. Meðal þess sem má finna verða Legó-lestir sem börnin mega leika sér að og sérstök leiksvæði. Þeir félagar rukka 500 krónur inn fyrir alla þá sem eru eldri en 3 ára til þess að standa straum af kostnaði. „Þetta er allavega eitthvað fyrir börnin að gera,“ segir Guttormur sem nýtur þess sjálfur að kubba.

Guttormur hefur kubbað af kappi síðan sonur hans fæddist fyrir um 24 árum. Myndir | Hari

Snorri Gunnar Sigurðsson náði næstum milljón stigum í Galaga.

Sló óvænt met í spilakassa Snorri Gunnar Sigurðarson, múrarameistari og tæknimaður, sett á laugardaginn met í Galaga-spilakassanum í Fredda. Snorri segist þakka góðum félagsskap og heppni fyrir gott gengi. Galaga er einn þekktasti spilakassinn frá níunda áratugnum ásamt Donkey Kong og Pac-Man en markmið leiksins er að skjóta niður geimverur sem færast niður skjáinn. Hjálmar Friðriksson hjalmar@frettatiminn.is

S

norri endaði með 990.540 stig í leiknum sem telst mjög gott á heimsvísu og er sennilega Íslandsmet. Heimsmetið, 16 milljónir stiga, hefur staðið frá árinu 1989. Snorri segist, ólíkt öðrum afreksmönnum í spilakössum, lítið hafa spilað leikinn frá því hann var krakki. Hann hafi síðast spil-

að Galaga fyrir nokkrum árum og í þetta skipti hafi dóttir hans dregið hann á Fredda. „Ég greip seinast í þetta fyrir um tveimur árum. Ég spilaði þetta helling þegar ég var pjakkur. Við getum sagt að allur blaðapeningurinn hafi farið í þetta. Þetta var uppáhaldsleikurinn í gamla daga. Það var spilasalur við Stórholt og Einholt, rétt hjá gamla DV, sem ég spilaði mikið í. Það fór ansi mikið í þessa spilakassa en þetta var skemmtunin í þá dagana,“ segir Snorri. Hann segir sér yfirleitt ganga mjög vel í Galaga. „Einhverra hluta vegna var mjög góð stemning og ég var mjög yfirvegaður í leiknum, þannig að mér fannst þetta ekkert mál. Það var nú dóttir mín sem stakk upp á því að við færum á Fredda. Ég var ekkert á leiðinni á Fredda en þetta var skemmtilegt kvöld.“


ÚTSALA

10 - 50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM

BÆJARLIND 16 | KÓPAVOGI | SÍMI 553 7100 | WWW.LINAN.IS OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 | LAUGARD. 11 - 16


46 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 13. janúar 2017

Opinn hljóðnemi og lifandi karókíband Djöflarnir starta nýjung í íslenskri karókímenningu. Það er alls ekki oft sem hægt er að syngja sín uppáhaldslög við lifandi tónlist en hljómsveitin Djöflarnir mun bæta úr því á Kexinu í kvöld. „Persónulega hlakka ég mest til að sjá einhvern taka Let it Go og I Will Survive, ef það tekur þau engin þá verð ég bara að gera það sjálf,“ segir Sandra Barelli, karókíkynnir með meiru sem lofar miklu stuði í kvöld. „Svo er fullt af góðum íslensku lögum á listanum og það er auðvitað nýjung í karókí hér á

landi. Það eru 120 lög á listanum og hann mun ganga um salinn og svo tek ég við pöntunum. Djöflana skipa listamennirnir sem sjá um tónlistina í Djöflaeyjunni í Þjóðleikhúsinu og verður þetta fyrsta tilraun þeirra á karókísviði en þeir stefna ótrauðir á frekari frama í þeim efnum með uppákomum í hverskyns partíum. Gamanið hefst klukkan 20 í kvöld. | hh

Í kvöld ætla nokkrir af okkar færustu tónlistarmönnum að þjónusta karókísöngvara landsins með lifandi undirspili á Kexinu. Djöflana skipa tónlistarmennirnir Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari, Örn Eldjárn gítarleikari, Hjörtur Ingvi Jóhannsson hljómborðsleikari, Aron Steinn Ásbjarnarson saxafónleikari og Þorvaldur Þór Þorvaldsson trommuleikari.

Föstudagurinn þrettándi rammkristinn og nýr af nálinni

Þó bæði talan þrettán og föstudagur hafi verið talin boða óheppni um nokkurn tíma er það ekki fyrr en síðla á nítjándu öld sem þessu tvennu er blandað saman.

Föstudagurinn þrettándi er í dag og munu hjátrúarfullir væntanlega hafa varann á. Fæstir gera sér þó grein fyrir því að trú á þennan meinta óhappadag er rammkristin og frekar nýleg. Almennt er talið að rekja megi uppruna hjátrúarinnar til síðustu kvöldmáltíðarinnar. Bæði föstudagur og talan þrettán hafa verið talin boða óheppni í kristni frá miðöldum. Líklegast er að föstudagur hafi verið talin boða óheppni vegna krossfestingar Jesú sem bar upp á þann dag. Í Kantaraborgarsögum Geoffrey Chaucer frá 14. öld er til að mynda varað við því að fólk ferðist á föstudegi. Talan þrettán boðar óheppni af svipuðum ástæðum og föstudagur innan kristni en hún er tengd við svikarann Júdas. Hann var þrettándi maðurinn sem sat við borðið þegar Jesús snæddi í síðasta skiptið.

♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

Ólíkt föstudegi eru ekki mörg dæmi í bókmenntum um að talan þrettán hafi boðað óheppni fyrir nítjándu öld. Eitt dæmi er þó frá 16. öld en talnaspekingurinn Petrus Bungus taldi töluna boða óheppni meðal annars vegna þess að kurr kom upp á meðal gyðinga þrettán sinnum í Mósebók. Því hefur jafnframt verið varpað fram að þrettán boði óheppni þar sem það sé kvenleg tala þar sem konur hafa yfirleitt þrettán tíðahringi á ári. Þó bæði talan og dagurinn hafi verið talin boða óheppni um nokkurn tíma er það ekki fyrr en síðla á nítjándu öld sem þessu tvennu er blandað saman. Raunar kemst hjátrúin ekki á flug fyrr en við upphaf tuttugustu aldar og er talið að metsölubókin Föstudagurinn þrettándi eftir Thomas W. Lawson, frá árinu 1907, hafi þar skipt sköpum. | hjf

BRIDS SKÓLINN

BYRJENDUR (stig 1) 23. janúar 8 mánudagar frá 20-23 ÚRSPILIÐ (stig 3) 25. janúar 8 miðvikudagar frá 20-23 • STIG 1 Á byrjendanámskeiði er farið vel yfir leikreglur

spilsins og undirstöður hins vinsæla Standard-sagnkerfis. Ekkert mál að mæta ein/einn.

• STIG 3 Spilamennskan er í forgrunni á þessu námskeiði,

áætlanagerð sagnhafa í trompi og grandi. Mikið spilað og ekki nauðsynlegt að koma með makker.

• Staður: Síðumúli 37 í Reykjavík • Sjá nánar á . . .

bridge.is

• Upplýsingar og innritun í síma . . .

898-5427

Benedikt Freyr Jónsson er jógakennari ig tónlistarmaðuar ásamt því að vera fjögurra barna faðir.

Vann bug á kvíða með jóga Tónlistarmaðurinn og jógakennarinn Benedikt Freyr kennir kvíðastjórnun með jóga Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is

Þ

ú ert ekki allt í einu orðinn heilagur þótt þú stundir jóga, þetta er meira að sumir fara í ræktina og aðrir fara í jóga, ég geri hvort tveggja,“ segir tónlistarmaðurinn og jógakennarinn Benedikt Freyr Jónsson sem tekst á við kvíða sinn með töfrum jógaæfinga. „Börn fæðast inn í heiminn með fullkomna öndun og eru áhyggjulaus. Í kring um sex ára aldurinn byrjum við að breyta önduninni því við erum að byrja að takast á við samfélagið. Við förum út af náttúrulegu önduninni okkar og byrjum að þróa með okkur vana sem við tökum upp á. Ég tek oft eftir því að til dæmis krakkar sem eiga erfitt uppdráttar í skóla eru oftast með aðeins grynnri öndun eða byrja ósjálfrátt að anda öfugt. Ég fattaði sjálfur þegar ég var 25 ára að ég andaði öfugt. Þessi öndun er rosalega stresstengd,“ segir Benedikt.

Að sögn Benedikts eru margir þættir tengdir jóga sem eru frábærir til að losa um stress og streitu. „Það eru rosalega margir þættir sem hjálpa þér að losna við kvíða í jóga. Jóga hjálpar þér að tengjast öllum orkustöðvunum þínum og um leið að komast nær sjálfum þér. Þetta er hreyfing fyrir þig og svo er verið að gera æfingar sem styrkja ákveðin svæði í líkamanum, ákveðnar orkustöðvar. Í þessi tilviki erum við að vinna mikið með miðjusvæðið sem er kölluð þriðja orkustöðin. Það getur vantað mikið upp á þriðju orkustöðina ef maður er að eiga við kvíða. Með jóga lærir maður að vera hlutlaus og tilgangurinn með því að verða hlutlaus er sá að vera alltaf í núinu því ef maður er í núinu þá nær maður að anda rétt og slaka á.“ „Ég hef sjálfur verið að stríða við kvíða og hann kemur og fer,“ segir Benedikt en hann er þekktur plötusnúður á skemmtistöðum bæjarins og getur því fylgt mikill frammistöðukvíði. „Ég hef sótt

Ég fattaði sjálfur þegar ég var 25 ára að ég andaði öfugt. mikið í það að vera í aðstæðum sem valda kvíða, ég spila mikið sem plötusnúður og kem fram sem tónlistarmaður fyrir framan fullt af fólki. Fyrst pössuðu þessi líf ekkert saman en ég drekk ekki og er þarafleiðandi ekki að vinna á næturnar í einhverju ástandi sem hentar ekki lífsstílnum.“ Benedikt byrjaði í jóga fyrir sex árum í Jógasetrinu og breytti sú ákvörðun lífi hans. „Ég var eini karlmaðurinn með 24 konum í tímanum og mér fannst skrítið fyrir mig að vera þarna þegar ég var að byrja. En eftir tímann helltist yfir mig vellíðunartilfinning og öndunin kom allt í einu rétt inn. Þetta var rosaleg losun. Mér datt aldrei í hug að ég vildi kenna en þegar ég var kominn lengra með vinnunni mína þá fannst mér eins og ég þyrfti að gefa áfram það sem ég hafði öðlast.“


Vetrarmarkaður ELLINGSEN

20-70% AFSLÁTTUR Sýnishornasala frá Columbia, Mountain Hardwear og MuckBoot mikið úrval - sýnishorn á frábæru verði

SCARPA

COLUMBIA

MOJITO

REDMOND WATERPROOF

PEAKFREAK CHUKKA

COLUMBIA

ZAMBERLAN

VERÐ ÁÐUR 22.990.KR

VERÐ ÁÐUR 24.990.KR

VERÐ ÁÐUR 24.990.KR

VERÐ ÁÐUR 49.390.KR

20% AFSLÁTTUR VERÐ NÚ 18.392.KR

SÉRVERÐ 11.990.KR

SÉRVERÐ 11.990.KR

30% AFSLÁTTUR VERÐ NÚ 34.573.KR

COLUMBIA

COLUMBIA

COLUMBIA

VIOZ PLUS

MOUNTAIN HARDWEAR

TRACK MOUNTAIN HERRA

POWDER LITE DÖMUJAKKI

WOMENS DÖMU LONG DOWN

GHOST WHISPERER HERRA OG DÖMU

VERÐ ÁÐUR 39.990.KR

VERÐ ÁÐUR 24.990.KR

VERÐ ÁÐUR 34.990.KR

VERÐ ÁÐUR 59.990.KR

30% AFSLÁTTUR VERÐ NÚ 27.993.KR

30% AFSLÁTTUR VERÐ NÚ 17.493.KR

30% AFSLÁTTUR VERÐ NÚ 24.493.KR

60% AFSLÁTTUR VERÐ NÚ 23.996.KR

DIDRIKSONS

DIDRIKSONS

NICK BARNA ÚLPA

NOKOSI PARKA BARNAÚLPA

MATT PARKA - STÆRÐIR 140-170

DIDRIKSONS

TATONKA

VERÐ ÁÐUR 14.990.KR

VERÐ ÁÐUR 13.990.KR

VERÐ ÁÐUR 18.990.KR

VERÐ ÁÐUR 24.990.KR

SÉRVERÐ 9.990.KR

30% AFSLÁTTUR VERÐ NÚ 9.793.KR

30% AFSLÁTTUR VERÐ NÚ 13.293.KR

SÉRVERÐ 16.990.KR

BARREL BAG


GOTT Í MATINN

Með eða á móti… ræktinni

Unnur Birna Backman Sjálfsmyndin og forsendur hreyfingarinnar eru lykilatriðin tvö í þessu máli. Fólki í okkar samfélagi virðist stafa einhver ógn af ræktinni. Okkar hugmyndir um líkamann eru líka eflaust brenglaðar upp að vissu marki. Við þurfum að muna að fylgja okkar eigin takti og bera okkur ekki saman við aðra og með því hugarfari fær ræktin grænt ljós frá mér.

Árni Kristjánsson Ræktin er frábær staður til að sleppa frá amstri dagsins og það er næs að sprikla um í litríku spandexi. En þetta er alls ekki töff… Meira eins og leikvöllur fyrir fullorðið fólk.

Agnes Björgvinsdóttir Hefðir þú spurt fyrir mánuði síðan hefði ég verið á móti ræktinni, hiklaust! Eftir að hafa hinsvegar étið fordóma mína ofan í mig og keypt mér kort í World Class er ég með líkamsrækt. Ég hef aldrei upplifað mig eins heilbrigða og síðastliðna viku!

PRENTVERK Vantar fyrirtækið þitt gæða prentefni? Við bjóðum fjölbreyttar lausnir hvort sem er í offset eða stafrænt. Komdu við í kaffisopa og við finnum leið sem hentar best hverju sinni.

Vegan Veldu þér uppáhalds pasta tegundina þína og skelltu í pott. Opnaðu krukku af sólþurrkuðum tómötum og hentu ofan í pottinn. Gott er að bæta við spínati og hvítlauk eftir lyst.

Ódýrt Grjónagrautur er steik fátæka mannsins. Skelltu hrísgrjónum, vatni, salt og mjólk í pott og hrærðu vel. Ilmurinn í eldhúsinu verður svo lokkandi, ódýr og lokkandi.

Árstíðarbundið Heilsa er mjög áberandi í janúar og því er best að fá sér eitthvað óhollt,­verum öðruvísi. Skelltu þér á Búlluna og fáðu þér einn borgara og bernes eða pantaðu pítsu með öllum kjötáleggjunum með auka osti.


123456789

HEILSUDAGAR 12.-26. janúar

40 afsláttur

1.584 kr.

kr.

1.424

359

25 afsláttur

2.249

kr.

kr.

884 kr.

377 kr.

rauðrófusafi

sítrónusafi

verð áður 598 kr.

verð áður 628 kr.

coq10 30 mg

30 afsláttur

619 kr.

kr.

324

verð áður 743 kr.

verð áður 952 kr.

kr.

kr.

Hörfræ 500g verð áður 475 kr.

verð áður 498 kr.

583

371

spírulínasafi 0,2l

825

1.429 419

v ö r u k

verð áður 1.178 kr.

alla daga

733

kr.

kr.

kr.

B-súper sterkar verð áður 648 kr.

B-12 1000 mcg

ynningar

kr.

421

kr.

gulrótasafi 0,75l sítrónusafi

verð áður 2.995 kr.

verð áður 2.112 kr.

verð áður 1.898 kr.

580

now adam

liq. cHloropHyll

multi Vit 180stk. verð áður 2.198 kr.

c-1000 60 stk.

ísl. þaratölfur

verð áður 1.128 kr.

verð áður 598 kr.

396

1.964

kr./stk.

kr.

kr.

sólBlómafræ 500g verð áður 748 kr.

fjöldi

annarra

tilboða

2.205 kr.

graskersfræ 200g verð áður 1.058 kr.

amino liðir verð áður 2.618 kr.

femarelle

verð áður 2.940 kr.

1.641 kr./stk.

Bio-kult candéa eða orginal verð áður 2.188 kr.

Hafraflögur fínar eða grófar verð áður 528 kr.


HEILSUDAGAR 345

20 afsláttur

kr.

398

kr./stk.

305 kr.

294 kr.

1.598 kr.

Biona eplasafi 1l

trönuBerjasafi 750ml

417 kr.

kotasæla 500g verð áður 463 kr.

142

Biotta gulrótasafi

Biotta Vita7

verð áður 420 kr.

verð áður 1.998 kr.

verð áður 468 kr./stk.

345

498

fjöldi

166

kr.

kr./pk.

innocen safi 900 ml

verð áður 436 kr.

verð áður 548 kr.

kr./stk.

Hámark 3 x 250ml. 4 gerðir verð áður 535 kr./pk.

kókosVatn verð áður 442 kr.

10 afsláttur

annarra

kea skyr ananas/mango eða kókos

a ð o b l i t

verð áður 184 kr./stk.

248 kr.

kr./stk.

79

391

kr. stk.

skyr.is 5 gerðir verð áður 158 kr.

144 kr.

grískt jógúrt

léttostur 3 gerðir

verð áður 275 kr.

verð áður 434 kr./stk.

188 kr.

Hleðsla

verð áður 209 kr.

glútenlausar vörur 461

584 kr.

265 kr.

240 kr.

kr.

trek prótein/Hnetur verð áður 192 kr.

132 kr.

nakd 4 gerðir verð áður 176 kr.

cHestnut HrökkBrauð verð áður 614 kr.

kryddjurtakex verð áður 778 kr.

scHar HrökkBrauð verð áður 378 kr.

254 lima þunnar quino verð áður 308 kr.

kr.

urte Hafraflögur verð áður 428 kr.

lima Haframjólk verð áður 318 kr.


12.-26. janúar 414 kr.

366

374

kr.

kr.

580

348

kr.

kr.

múslí epla-kanil Bran flakes

kornflex 500g

verð áður 517 kr.

20 afsláttur

verð áður 458 kr.

allBran 500g

floridana goji 1l

verð áður 829 kr.

verð áður 398 kr.

509

verð áður 467 kr.

kr.

aust l n e lút

228

g

kr.

335

154

taHin sesammauk

kr.

kr./stk.

209

verð áður 678 kr.

194

kr./stk.

kr.

trópí 1l m/aldinkjöti verð áður 258 kr.

Vit-Hit detox, immunitea eða lean &green

Vit-Hit dós

verð áður 198 kr./stk.

verð áður 268 kr./stk.

möndlumjólk 2 gerðir

kjúklingaBaunir

verð áður 478 kr./stk.

verð áður 258 kr.

223

822

kr.

musli áVaxta verð áður 1.010 kr.

403

musli original

kr./pk.

verð áður 1.018 kr.

yogi te 2 gerðir verð áður 575 kr./pk.

428

maískökur

389

kr.

kr.

verð áður 795 kr.

kr.

kr.

rískex m/súkkulaði verð áður 298 kr.

Vegan vörur

kr.

næringarger

1.576

172 verð áður 229 kr.

596

sæt cHili sósa verð áður 570 kr.

kr.

kr.

kr.

798

1.329

363

ólíVuolía

verð áður 2.021 kr.

ex.Virgin ólíVuolía verð áður 1.898 kr.

408 kr.

385

kr.

Basilikusósa verð áður 519 kr.

möndlumjólk verð áður 518 kr.

kr.

möndlumjólk Vanilla verð áður 583 kr.

quino

verð áður 550 kr.


HEILSUDAGAR 12.-26. janรบar 877

1.348

kr.

kr.

VilliBlรกBer 1kg verรฐ รกรฐur 1.498 kr.

jarรฐarBer 1kg verรฐ รกรฐur 948 kr.

498

HindBer 1kg

853

840

kr.

kr.

mango 1kg

398

kr./pk.

verรฐ รกรฐur 974 kr.

kr.

quakker HaVre fras eรฐa rug fras

ota sรณlgrjรณn 950 g

verรฐ รกรฐur 933 kr.

69

598

180

kr./stk.

kr.

kristall dรณs 330cl

toppur รกn Braรฐgefna eรฐa sรญtrรณnu. 4 x 2l

739

kr.

kr.

cHick peas 400g

verรฐ รกรฐur 79 kr./stk.

verรฐ รกรฐur 768 kr./pk.

459

kr.

20 afslรกttur

verรฐ รกรฐur 257 kr.

181

209

kr.

Black Beans verรฐ รกรฐur 258 kr.

498

kr.

cHili Beans 420g verรฐ รกรฐur 298 kr.

398

kr.

kr.

722 kr.

st

dรถรฐlur 250g verรฐ รกรฐur 589 kr.

aprikรณsur 250g verรฐ รกรฐur 948 kr.

694 kr.

fรญkjur 250g

u enla t รบ l g

HafraHrรถkkBrauรฐ

verรฐ รกรฐur 926 kr.

1.398 1.438 kr. kr.

20 afslรกttur

3.174 kr.

Hrรถkkrauรฐ 4 gerรฐir

1.344 kr.

2.158 kr.

2.478 kr.

958 kr.

krakka omega

Heilsu รพrenna

verรฐ รกรฐur 868 kr.

verรฐ รกรฐur 1.798 kr.

Heilsu tVenna verรฐ รกรฐur 958 kr.

รพorskalรฝsisp. 250stk. verรฐ รกรฐur 1.748 kr.

OPIร mรกnudaga - miรฐvikudaga frรก 09:00 - 18:00 / fimmtudaga 09:00 - 18:30 fรถstudaga 09:00 - 19:00 / laugardaga 10:00 - 16:00 / lokaรฐ sunnudaga. www.fjardarkaup.is

inulin ultimate ultimate verรฐ รกรฐur 1.680 kr. superfoods superfoods powder verรฐ รกรฐur 2.698 kr. verรฐ รกรฐur 3.968 kr.

clucoslim

verรฐ รกรฐur 3.098 kr.


VEGANÚAR Föstudagur 13. janúar 2017

Engar dýraafurðir í veganúar

E-EFNI SEM GRÆNKERAR ÆTTU AÐ FORÐAST

DÝRAAFURÐIR Í SNYRTIVÖRUM

Veganúar er nú í fullum gangi hér á landi annað árið í röð. Fjöldi fólks tekur þátt í þessu átaki með því að neyta ekki dýraafurða og fylgja jafnvel alveg vegan lífsstíl þennan fyrsta mánuð ársins. Sumir halda lífsstílnum áfram meðan aðrir hverfa aftur til fyrir neysluvenja í upphafi febrúar, meðvitaðri um uppruna fæðu sinnar. Markmið veganúar er að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti ­vegan fæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd.

Mynd | Getty

TÖFRANDI TABOULEH

AQUAFABA ER MÁLIÐ

Vegan marens og vegan mæjónes


2 VEGANÚAR

FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2017

Töfrandi tabbouleh

Í Bike Cave færðu úrval vegan-borgara og Bike Cave vegan-sósur af ýmsu tagi. Alltaf góður matur á frábæru verði.

Tabbouleh er klassískur réttur frá Mið-Austurlöndum. Svo skemmtilega vill til að hann er vegan og ákaflega gómsætur. Klassískt tabbouleh inniheldur tómata, steinselju, bulgur, myntu og lauk auk ólívuolíu og sítrónusafa. En það má leika sér með hráefnið eftir því hvað finnst í eldhúsinu hverju sinni en myntunni, tómötunum og sítrónusafanum verður eiginlega að halda inni til þess að rétturinn haldi einkennum sínum. Stundum er kús kús eða kínóa notað í stað bulgur og er það vel. Hér er uppskrift að ljómandi góðu og fljótlegu tabbouleh.

Tabbouleh fyrir 4 100 g bulgur 150 g þroskaðir tómatar, smátt saxaðir ½ paprika, skorin í litla bita 1 rauðlaukur, skorinn smátt 4 msk. sítrónusafi 2 msk. ólívuolía handfylli steinselja, helst flatlaufa, söxuð handfylli fersk mynta, söxuð salt og pipar eftir smekk

• Skolið bulgurið og sjóðið samkvæmt leiðbeiningum. • Kælið það lítið eitt áður en þið blandið því saman við restina af hráefninu. • Berið fram eitt og sér eða sem meðlæti.

Einarsnes 36, 101 Rvk. - Hafnarborg, Strandgötu 24 í Hafnarfirði, 220 Hfj.

Dýraafurðir í ­snyrtivörum Vegan snyrtivörur innihalda engin efni úr dýrum eða afurðum þeirra og langsamlega flestir telja einnig innan flokksins vörur sem ekki hafa verið prófaðar á dýrum. Þær þurfa þó vitaskuld að uppfylla fyrrnefndu skilyrðin líka. Efni sem gjarnan eru notuð í snyrtivörur og eru ekki vegan eru til dæmis:

Lanólín Ein algengasta dýraafurðin í snyrtivörum, kemur úr fitukirtlum kinda og unnið úr ­ullinni.

VEGAN-

PAKKINN ER MÆTTUR www.eldumrett.is

Kollagen Mjög algengt í hrukkukremum, vanalega unnið úr brjóski. Kólesteról Oft notað í augnkrem til dæmis, unnið úr fitu spendýra. Keratin Algengt efni í hárvörum, er unnið úr húð og hári spendýra,

til dæmis. Gelatín Notað í sólarvarnir, margar hárvörur og freyðiböð og baðsölt. Hunang Notað í fjölmargar húðog snyrtivörur. Býflugnavax Notað í marga varasalva og handáburði. Estrogen Unnið úr þvagi fylfullra mera og er notað í getnaðar­ varnarpillur og ýmis krem og ­ilmvötn. Guanine (CI 75170) Búið til úr hreistri af fiskum og er gjarnan notað í vörur sem glitra, t.d. augnskugga, kinnaliti og naglalökk. Listinn er ekki tæmandi. Lanólín er ein algengasta dýraafurðin í snyrtivörum.


VEGANÚAR VEGAN DAIYA PIZZUR

Stökkur glútenlaus botn, bragðgóð pizzasósa og álegg sem gerir þessar pizzur að veislu fyrir bragðlaukana.

VEGAN

Gildir til 22. janúar á meðan birgðir endast.

VEGAN

OUMPH!

ASTRID OCH APORNA

Spennandi áferð og ljúffengar kryddblöndur gera Oumph! að ljúffengri máltíð.

Álegg og ostar.

VEGAN

VEGAN

VEGAN

VEGAN

TOFUTTI

DAIYA „GRÍSK JÓGÚRT“

LÍFRÆNN KÓKOSÍS

BEN & JERRY´S

„Rjómaostur, sýrður rjómi og ricotta“.

Mjólkurlaus og án soya. Ferskju, jarðarberja og bláberja.

Mjólkurlaus, glúteinlaus og án soya. 12 bragðtegundir.

P.B & Cookies, . Coffee Caramel Fudge, Chocolate Fudge Brownie og Chunkey Monkey


6 VEGANÚAR

Grænkeragóðgæti frá Hälsans Kök Fljótlegir og bragðgóðir réttir fyrir alla.

MATARMIKIL SKÁL FYRIR GRÆNKERA

Hýðishrísgrjónasalat með Hälsans Kök grænmetisbollum, pistasíum, sveppum og sætum kartöflum

Fyrir tvo 1 Pakki Hälsans Kök grænmetisbollur 3 dl Hýðishrísgrjón 1 Sæt kartafla 10 Shiitake sveppir (eða Flúðasveppir ef hinir eru ekki til) 1-2 msk. Ólífuolía 1/2 dl Pistasíur Salt og pipar eftir smekk

Sósa 1/2 dl 1 msk 2 msk 1 msk

Ólífuolía Eplaedik Smátt skorin steinselja Sojasósa

Salt og pipar eftir smekk • Eldið hýðishrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakka. • Stillið bakaraofn á 200°C. • Skerið sætu kartöfluna í litla teninga og dreifið í ofnskúffu, sáldrið yfir ólífuolíu, salti og pipar. • Hitið í ofni í u.þ.b. 20 mínútur eða þar til kartöflurnar eru eldaðar. • Skolið og skerið sveppina, hitið olíu á steikarpönnu og steikið sveppina þar til þeir eru léttsteiktir. • Bætið þá við Hälsans Kök grænmetisbollunum og steikið þær jafnlengi og pakkinn segir til um. • Útbúið sósuna með því að blanda saman öllum innihaldsefnum og smakka til með salti og pipar eftir smekk. Blandið svo saman í skálar: hrísgrjónunum, kartöflunum, ­grænmetisbollunum og sveppunum og dreifið svo sósunni yfir allt. Verði ykkur að góðu!

Unnið í samstarfi við Ölgerðina

H

älsans Kök hefur verið til frá árinu 1986 og ávallt framleitt fjölbreytta og bragðgóða grænmetisrétti. Markmið Hälsans Kök hefur alltaf verið það sama, að búa til hollan og bragðgóðan mat fyrir neytendur sem hafa hollustu að leiðarljósi og vilja fljótlega rétti.

Vörur Hälsans Kök fást víðast í Evrópu og njóta stöðugra ­vinsælda.

Átta vörutegundir frá Hälsans Kök fást hér á landi. Öll v­ örulínan hentar grænkerum að tveimur vörum undanskildum. Hinar sex eru merktar Vegan efst í vinstra horninu á pakkningum en þær tvær sem henta ekki eru pylsurnar og papriku & ostabuffin.

Vörurnar sem Hälsans Kök býður upp á eru: Soja grillborgarar, sojasnitzel, sesam sojanaggar, ítalskar grænmetisbollur, falafel bollur, sojahakk, sojapylsur og osta & paprikubuff. Hälsans Kök hentar vel fyrir grænkera, grænmetisætur og alla þá sem vilja neyta hollrar og fljótlegrar fæðu. Réttirnir eru bragðgóðir, einfaldir í matreiðslu og

v­ insælir hjá börnum, þá sérstaklega sesam naggarnir.

Hvar fæst Hälsans Kök:

Hälsans Kök fæst í öllum helstu verslunum eins og Krónunni, ­Bónus, Hagkaup, Fjarðarkaup, ­ Víði, Nóatúni og Þinni verslun.

Nánari upplýsingar um Hälsans Kök réttina má finna á sænsku á heimasíðu þeirra:­ www.halsanskok.se


GRÆNT OG GOTT FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Grænmetisréttirnir frá Hälsans Kök eru ljúffengur og hollur valkostur sem innihalda ekki kjöt. Vörurnar hafa allar verið foreldaðar og því er bæði einfalt og fljótlegt að matreiða þær.

PIPAR\TBWA • SÍA

Taktu veganúar með trompi með Hälsans kök!

próteinríkt og Fitulítið Úrval ljúffengra rétta Hälsans Kök hefur framleitt bragðgóða og holla grænmetisrétti í yfir 46 ár. Þú færð vörurnar frá Hälsans Kök í öllum helstu verslunum.

Vörur sem innihalda egg og mjólkurvörur.


4 VEGANÚAR

FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2017

Vandaðir og gómsætir veganvalkostir Metnaðarfullir veganborgarar á Fabrikkunni. Unnið í samstarfi við­ Hamborgarafabrikkuna

V

ið höfum alltaf verið með fjölmarga kosti fyrir grænmetisætur sem hafa til að mynda getað skipt út kjötinu á öllum borgurunum fyrir heilan Portobellosvepp sem hefur verið mjög vinsælt,“ segir ­Jóhannes Ásbjörnsson, Jói, markaðsstjóri Hamborgarafabrikkunnar. Í haust kynnti hamborgarastaðurinn frómi síðan nýja veganvalkosti á ­matseðlinum sem hafa vakið mikla lukku enda höndum ekki kastað til við þróun þeirra. „Við tókum okkur góðan tíma í þetta, fengum til okkar flokk af fólki sem er vegan og hefur tekið mikinn þátt í þessari ­grasrótarstarfsemi sem veganisminn vissulega er. Þetta er ört stækkandi hópur sem er mjög samheldinn og vill koma því til leiðar að það séu fleiri v­ eganvalkostir á veitingastöðum. Við viljum vera hamborgarastaður allra landsmanna og viljum veita góða þjónustu. Við viljum hugsa fyrir fólk þannig að þegar fólk aðhyllist ákveðna stefnu í mat þá þarf ekki að vera viðskiptavinurinn sem er með vesenið, fólki finnst það flestu mjög leiðinlegt,“ segir Jói og leggur áherslu á að vandað hafi verið til verka þegar veganborgararnir voru hannaðir. „Við ákváðum að henda ekki bara einhverju út í skyndi eða útbúa eitthvað úr því hráefni sem við vorum með fyrir sem yrði ekkert spes, bara til að leysa málin.“

Fylgst með veganborgaranum í bígerð.

Jói segir veganborgarann ekki gefa ­upprunalega borgaranum neitt eftir. Myndir | Hari

Halda bragðpallettunni

Niðurstaðan varð sú að fjóra af vinsælustu borgurunum er hægt að panta í veganútgáfu. „Um er að ræða Ungfrú Reykjavík sem er kjúklingaborgarinn okkar, upprunalega útgáfan er með kjúklingabringu í Brioche brauði með reyktri chilisósu, sólþurrkuðu tómatmauki, osti og mangójógurtsósu. Þá tökum við út kjúklingabringuna, ostinn, mangójógúrtsósuna og brioche brauðið og setjum inn Oumph, veganost og veganmæjó og g ­ erum hann þannig vegan. Svo er það Barbíkjú þar sem við tökum út nautakjötið, ostinn og Brioche brauðið og setjum inn veganost, sesambrauð og Oumph, ­sveppirnir

og barbíkjúsósan á borgaranum eru vegan,“ segir Jói en hinir tveir borgararnir sem hafa fengið veganbúning eru Aríba Salsason og Neyðarlínan. Bæði er hægt að fá veganmæjó og ­veganchilimæjó á borgarana og auðvitað er hægt að raða saman borgara eftir smekk. „Við erum auðvitað að gera það á hverjum degi en ástæðan fyrir því að við völdum þessa h­ amborgara er að okkur fannst þeir halda ­sínum karaktereinkennum best þegar búið var að skipta út h­ ráefnunum fyrir veganhráefni. Þarna færðu borgara sem halda sinni ­upprunalegu bragðpallettu þrátt fyrir að vera orðnir vegan.“

Þau sem eru vegan fá sannarlega eitthvað fyrir sinn snúð á Fabrikkunni.

Gott úrval af vegan snyrtivörum í Alenu Mattir varalitir, hárlitir og andlitsmaskar. Unnið í samstarfi við Alenu

V

egansnyrtivöruúrvalið í Alenu við Dalbraut er með því mesta hér á landi. Merkin eru þrjú og úrvalið eykst stöðugt, að sögn Heru Rúnar Ragnarsdóttur, eiganda Alenu. „Við erum með merki sem heitir Velvet 59 sem eru varalitir, augnskuggapallettur, skyggingapalletta og mattir varalitir. Sú sem er með það merki er frekar ný í bransanum þannig að vöruúrvalið er ekki mikið en það bætist reglulega í,“ segir Hera en þess má geta að Paris Manning, stofnandi Velvet 59, er aðeins 23 ára gömul og hefur frá barnæsku haft ástríðu fyrir bæði dýravernd og snyrtivörum. Manning er einnig aðdáandi kvenna á borð við Marilyn Monroe og Audrey Hepburn þannig að hún hefur lagt áherslu á að þróa

­klassískar snyrtivörur sem töfra fram hughrif klassísku stjarnanna.

Fallegt og klassískt frá Velvet 59. Mynd | Hari

Vegan hárlitir

Annað merki sem er afar vinsælt er Brite Organix en í því merki eru mattir varalitir og hárvörur, ­meðal annars h­ árlitir en veganhárlitir eru ekki á hverju strái. „Þetta eru mjög góðar vörur líka og eru lausar við öll skaðleg aukaefni. Það er mjög mikil eftirspurn eftir þessum vörum enda fleiri og fleiri sem kjósa vegan lífsstíl,“ segir Hera. Brite Organix er mjög vinsælt í upprunalandinu Ástralíu þar sem það hefur mjög mikla dreifingu og fleiri og fleiri kjósa að nota vegan og „cruelty free“ hárliti. Auk tveggja fyrrnefndu ­merkjanna eru Facetox ­andlitsmaskarnir mjög vinsælir og að sögn þeirra sem

Hera Rún Ragnarsdóttir, eigandi Alenu. Mynd | Rut

Mattir varalitir eru til í ­mörgum litum frá Velvet 59. Mynd | Hari

hafa prófað a­ lger bomba ­fyrir ­húðina. „Maskinn er alveg ­lífrænn, ­cruelty-free, vegan og án parabena. Hann er fyrir allar húðtýpur og hreinsar bólur og fílapensla, jafnar út húðtóninn og minnkar svitaholur,“ segir Hera.

Facetox maskinn er cruelty-free. Mynd | Rut

Hárlitirnir frá Brite Organix eru í öllum litum. Mynd | Hari


VEGANÚAR 5

FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2017

Nánast allt sælgæti inniheldur einhverjar dýraafurðir.

E-efni sem henta ekki grænkerum Dýraafurðir leynast víða. E-efni geta verið litarefni, rotvarnarefni eða bragðefni eða hvers kyns aukaefni í matvöru og þau eru að finna afar víða. En margir vita eflaust ekki er að sum þeirra eru búin til úr dýraafurðum og henta því ekki þeim sem eru vegan eða grænmetisætum. Sum númer eru alltaf búin til úr dýraafurðum á meðan önnur eru það í sumum tilfellum. Best er að kynna sér málið og læra að lesa innihaldslýsingar. Þau E-efni sem hægt er að ganga út frá því sem vísu að búin séu til úr dýraafurðum eru: E-120 - Efni í rauðum matarlit. Finnst í sultum, sælgæti, drykkjum og jafnvel osti. Rauði liturinn kemur úr skel skordýrs.

E-441 - Gelatín. Unnið úr húð og hófum spendýra. Sjaldnast merkt með E- númerinu lengur heldur stendur vanalega gelatín í innihaldslýsingu. Finnst í flestu hlaupi, jógúrt, sýrðum rjóma (og hentar því ekki heldur grænmetisætum), sultum og ýmsu sælgæti. E-542 - Unnið úr beinum, notað í salt og fleira til þess að það hlaupi ekki í kekki. E-631 - Bragðaukandi efni sem er nánast alltaf búið til úr fiskafurðum. E-635 - Bragðaukandi efni sem er nánast alltaf búið til úr dýraafurðum. Auk þessara efna er fjöldi E-efna sem stundum eru búin til úr dýraafurðum. Og munum – google er besti vinur grænkerans.

nÝ Hárlína frá laVera sjampó fyrir allar hárgerðir og næringar. Vegan* og lífrænt vottað

betra VerÐ

Hugsum betur um Hendurnar

með nýju Lavera handáburðunum *Ekki Gloss & Bounce sjampó og næring.

nÝtt

SOS fyrir þurra húð

nÝtt

2-in-1 fyrir hendur og naglabönd

Sölustaðir: Hagkaup Skeifunni - Hagkaup Kringlunni 1. Hæð Heilsuhúsin - Heimkaup.is

nÝtt

Anti Ageing fyrir enn meiri næringu

Vegan og lífrænt vottaðir

Fylgdu okkur á Fésbókinni Lavera – hollt fyrir húðina


8 VEGANÚAR

FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2017

Markmið Krúsku er:

Guðrún Helga Magnúsdóttir eigandi Krúsku ásamt manni sínum, Steinari Þór Þorfinnssyni. Mynd | Hari

Heilnæmt, gott og vegan á Krúsku

Að bjóða upp á hollan og heilsusamlegan mat sem gerður er frá grunni, úr besta fáanlega hráefninu og er án allra aukaefna. Að bjóða upp á mat sem öllum líður vel af að borða og allir fá eitthvað við sitt hæfi – ekki síst grænmetisætur og þau sem eru vegan. Að minnka matarsóun. kruska.is

Veganskálin fyrir líkama og sál. Unnið í samstarfi við Krúsku

V

ið erum bara með hollan og hreinan mat og hér er allt gert frá grunni,“ segir Guðrún Helga Magnúsdóttir sem rekur veitingastaðinn Krúsku ásamt manni sínum, Steinari Þór Þorfinnssyni. Þau leggja áherslu á að bjóða upp á mat fyrir alla hópa – líka grænmetisætur og þau sem eru vegan. Starfsfólk Krúsku leggur sig fram við að koma til móts við þarfir fólks. „Á Krúsku starfar frábært starfsfólk sem auðvitað skiptir miklu máli fyrir rekstur fyrirtækisins, það er alltaf til í allt og heldur staðnum gangandi af miklum krafti.“

Gómsæt Veganúar skál

Á Krúsku er alltaf nóg í boði fyrir þau sem eru vegan og nú í janúar, eða Veganúar, hefur verið bætt í. Steinar hefur þróað veganskálar sem innihalda sterkju dagsins (kartöflur eða korn) og grænmetisrétt dagsins sem er alltaf vegan. Skammturinn er hæfilega stór og á góðu verði þannig að þau sem eru að prófa sig áfram í veganismanum geta gripið sér skál og smakkað. Steinar útbjó salat að þessu þar sem fennel er ríkjandi og sýnir okkur:

VEGAN VETRARSALAT með fennel og appelsínum Salat t.d. spínat og klettasalat ferskur fennel radísur appelsínulauf koríander grænertur ristuð brauðmylsna sítrónu- og appelsínu vinaigretta

Veganskál með fennel. Mynd | Hari

VEGANGOTT með súkkulaði

Vegan döðlugott. Mynd | Hari

Fallegur staður þar sem ríkir góður andi. Mynd | Hari

Á Krúsku er allt hráefnið eins ferskt og völ er á hverju sinni og allur maturinn laus við aukaefni. Mynd | Hari

Smjörlíki eða kókosolía hrásykur kornflex döðlur dökkt súkkulaði

Brauð og hummus, dásamlega gott. Mynd | Hari


FRÁBÆR MORGUNMATUR EÐA MILLIMÁL

. TILVALIÐ Í NESTIÐ . FYRIR OG EFTIR ÆFINGU . HENTAR ÖLLUM INNIHELDUR CHIA FRÆ, ÁVEXTI OG GRÆNMETI. 1200 MG AF OMEGA 3. TREFJAOG PRÓTEINRÍKT. GLÚTEINLAUST OG VEGAN. LÍFRÆNT VOTTAÐ OG ÓERFÐABREYTT.


10 VEGANÚAR

FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2017

ÍSLENSKA SIA.IS SFG 42040 04.2008

Vegan hárlitun á Grænu stofunni Grænkerar þurfa að hugsa út í afar margt þegar kemur að daglegu lífi. Hvort maturinn þeirra innihaldi dýraafurðir eða hvort einhver dýr hafi verið hagnýtt í fatnað eða aðra hluti sem þeir nota að staðaldri. Hárvörur er nokkuð sem flestir nota og fjölmargir lita á sér hárið en í þessar vörur eru gjarnan notuð efni sem unnin eru úr dýraafurðum. Græna stofan er hárgreiðslustofa við Óðinsgötu sem notar og selur einungis vegan hárvörur. Stofan, sem áður hét Feima, vinnur eftir græna kerfinu Grön salon sem miðar að því að vinna með efni

sem skaðlaus eru mönnum, dýrum og umhverfinu. Þess má geta að í opnunarteiti Grænu stofunnar fyrir jól var boðið upp á sódavatn sem blandað var með litum sem notaðir eru í hár – til þess að sýna fram á að það sem þú notar á líkama þinn ættirðu líka að geta innbyrt!

Eigendur Grænu ­stofunnar, Heiðrún Birna Rúnarsdóttir og Sigríður Kristjáns­dóttir.

Með aquafaba saknar enginn eggja Veganmæjó og marens.

Galdurinn við ferskt hráefni Vitamix Pro 750 á sér engann jafningja. Nýtt útlit og nýir valmöguleikar. 5 prógrömm og hraðastillir sjá til þess að blandan verður ávallt fullkomin og fersk!

Hverjum hefði dottið í hug að safinn af kjúklingabaunum væri dýrmætur sem gull fyrir grænkera og aðra sælkera? Hann er það nefnilega og vegan fólki hrýs hugur yfir öllum þeim lítrum af þessum stórkostlega safa sem

fer og hefur farið ofan í vaskinn gegnum tíðina. Aquafaba kallast þessi vökvi sem getur umbreyst í dásamlegt góðgæti með smávegis fyrirhöfn. Hægt er að gera ís, nota í staðinn fyrir egg í bakstur, gera majónes og marens, svo fátt

eitt sé nefnt. Tvennt síðarnefnda er líklega það sem oftast er gert úr aquafaba, hér eru ljómandi góðar uppskriftir að hvoru tveggja. Sannarlega þess virði að prófa.

Majónes úr aquafaba Uppskrift úr Eldhúsi ­grænkerans 3½ dl 3 msk. kjúklingabaunasafi 1 msk. sítrónusafi 1 tsk. eplaedik 1 tsk. dökkt síróp ½ tsk. salt ½ tsk. sinnepsduft 200 ml sólblómaolía • Setjið allt nema olíuna í þröngt ílát og blandið vel saman með töfrasprota, á hæsta hraða. Einnig má nota matvinnsluvél. • Hellið olíunni saman við í mjórri bunu, hægt og rólega þar til blandan er orðin að ljósri og þykkri sósu.

Tilboðsverð kr. 149.639,-

Með fylgir Vitamix sleif, drykkjarmál og svunta á meðan birgðir endast

Marens úr aquafaba Uppskrift úr Eldhúsi ­grænkerans 12—14 toppar 180 ml kjúklingabaunasafi, u.þ.b. vökvinn úr 1 dós af kjúklingabaunum 200 g flórsykur eða sykur 1 tsk. vanilludropar

Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is

• Hitið ofninn í 120°C. • Hellið kjúklingabaunasafanum í hrærivélarskál og hrærið á hæstu stillingu í 3-5 mín. eða þar til vökvinn fer að þykkna. • Þegar hann er orðinn nokkuð stífur, slökkvið og bætið sykri og vanillu við. • Hrærið áfram á miklum hraða þar til blandan er orðin þykk. • Færið deigið á bökunarpappír með matskeið og bakið í 1 klst.


Glóandi Veganúar Fjöldi veganvara á frábæru tilboði. Unnið í samstarfi við Gló

G

ló er einn af stoltum styrktaraðilum Veganúar annað árið í röð. Í tilefni mánaðarins er ómótstæðilegt tilboð á vegan mat á öllum Gló stöðunum. Á Laugavegi og í Kópavogi eru grænmetisréttir dagsins á aðeins 1.499 kr. út mánuðinn en í Fákafeni og á Engjateigi er hægt að fá sérsniðna vegan skál á sama tilboðsverðinu.

Veganskálarnar aldrei vinsælli Vegan skálarnar innihalda grænmeti, staðgóðan grunn á borð við kínóa eða léttar og frískandi chili kelpnúðlur, salöt að eigin vali og ýmist grænmetisbollur, sojakjöt eða hráfæðisbollur sem próteingjafa. Í lokin er punkturinn settur yfir i-ið með dásamlegri sósu og brakandi hnetum eða fræjum.

Allir réttirnir verið veganvæddir

Grænmetisréttir dagsins geta verið af ýmsum toga en sá allra vinsælasti er spínatlasagna með pestó

og margir fastagestir bíða venjulega óþreyjufullir eftir að röðin komi að þeirri dýrð á matseðlinum. Í Veganúar er spínatlasagna mun oftar á boðstólum en aðra mánuði og auðvelt er að komast að því á www.glo.is hvaða freistingar bíða á Laugavegi og í Kópavogi. Marga daga er val um tvo grænmetisrétti dagsins og Veganúar þátttakendur geta því upplifað gamla góða valkvíðann þrátt fyrir breyttan lífsstíl! Allir grænmetisréttir á Gló hafa verið veganvæddir og það sama á við um flestar kökur og eftirrétti.

Fjöldi vegantilboða kominn í gang

Verslun Gló í Fákafeni lætur sitt ekki eftir liggja og þar standa nú sem hæst Veganúar tilboðsdagar. Fjöldi vegan nauðsynja og freistinga er þar nú á 10-50% afslætti, allt frá bætiefnum til súkkulaðis auk mikils úrvals snyrtiog hreinlætisvara. Mikið úrval er af vegan vörum í versluninni og er

Eftirfarandi VEGAN vörur verða á afslætti í Gló í Fákafeni til 20. janúar: Allar vörur frá Kiki-health, 25% afsláttur Kiki-health eru fæðubótarefni sem eru öll vegan að undanskildu Krill oil. Lífræn fæðubótaefni sem eru stútfull af náttúrulegum vítamínum og steinefnum. Í boði frá frá Kiki-health er Superfood, Chlorella, Wheatgrass, Hemp protein, Camu camu, Spirulina og MSM. Frábært úrval nauðsynlegra vítamína á afslætti B-12 spray frá Dr. Mercola og B-12 töflur frá Terra Nova, D vítamín frá Terra Nova og omega 3 frá Nuique. Simple mills kex, 30% afsláttur Möndlukex í þremur bragðtegundum; Sólþurrkaðir tómatar og basil, sjávarsalt og rósmarín og sjávarsalt. Bauch Hof pizzadeig og mjölblanda á 50% afslætti Tilboð á pítsuþurrdeigi og Mehl mix frá Bauch hof á 50% afslætti. Mehl mix er glútenfrítt hveitilíki og hentar vel til baksturs hvort sem það er á brauði eða kökum. Dr. Mercola próteinduft, 40% afsláttur af stökum skömmtum Einn til tveir skammtur eru í hverjum poka. Vegan próteinið frá Dr. Mercola er ríkt af trefjum, omega 3 og hentar vel fyrir þá sem vilja ná árangri við æfingar eða bæta próteini í mataræðið sitt.

oftar en ekki hægt að leita ráða hjá vegan starfsfólki með frábæra reynslu og þekkingu á bæði lífsstílnum og vöruvalinu. Meðal vinsælustu vegan varanna eru Pacifica húð- og förðunarvörurnar sem bæði eru vottaðar vegan og „cruelty-free“. Þær eru einstaklega vel samsettar, án skaðlegra auka- og fylliefna en eru bæði áhrifaríkar og áferðarfallegar. Maskarinn þykir einstaklega vel heppnaður og keyra margir aðdáendur hans langar leiðir til að endurnýja með reglulegu millibili. Endilega fylgist með á snapchat, sett verða inn aukatilboð og fleira skemmtilegt Gloiceland allan janúar.

Veganskálarnar innihalda -kelpnúðlur, salöt að eigin vali og ýmist grænmetisbollur, sojakjöt eða hráfæðisbollur sem próteingjafa.

Aðrar vörur sem verða meðal annars á tilboði eru: • So Delicious kókosmjólk með súkkulaðibragði -20% • Califa kaffidrykkir -15% • Purely Elizabeth múslí og morgunkorn -20% • Kombucha, allar tegundir -15% • Beanitos tortillaflögur -25% • Endagered Species súkkulaði -30% • McDougalls tilbúnar súpur -20% • Fig Food Co tilbúnar súpur -25% • Vegan Worcestershire sósa -15% • Sky Valley sósur, allar tegundir -25% • Miyoko's Double Cream Cheese -20% • Justin's Peanutbutter Cups 2 stk í pakka -15% • Complete Cookie allar tegundir -20%

Í Veganúar er spínatlasagna mun oftar á boðstólum en aðra mánuði.

Úrval veganvara í Gló er með því mesta sem gerist.

13 01 2017  

News,

Advertisement