Page 1

Sigurður Þór tekur fyrstu sporin eftir blóðtappa

70 Dægurmál

Þórður Óskarsson læknir segir að ef það ætti að skima eftir öllum sjúkdómum myndi ­skammturinn kosta 500 þúsund – danski sæðisgjafinn blóðfaðir íslensks barns

6 Fréttir

Helgarblað

5.-7. október 2012 40. tölublað 3. árgangur

 viðtal R agna Lóa Stefánsdóttir og Hermann Hreiðarsson eru flutt heim

Ætlar sér bara sigur Ragna Lóa Stefánsdóttir knattspyrnuþjálfari er flutt heim ásamt Hermanni Hreiðarssyni og börnunum þeirra. Þau ákváðu með skömmum fyrirvara að skella sér á Þjóðhátíð og fóru ekkert aftur út til Englands. Hún er farin að þjálfa Fylki og hann ÍBV. Ragna Lóa er ánægð með að vera komin heim eftir að hafa verið svokölluð „footballers wife“ í Englandi síðustu fjórtán ár.

Binni blómasali Enginn trúði á þessa róna SÁÁ blaðið 8

Safnað fyrir útför

Tuttugu og fimm ára móðir lætur eftir sig þriggja ára dóttur 2 Fréttir

SÍA

122781

síða 32

PIPAR \ TBWA

Sjúklingar á götunni - Eldri borgarar á Vog - Ríkið græðir á sjúklegri áfengisneyslu

EDRÚ SÁÁ blaðið fylgir Fréttatímanum í dag

Parið í Dans, Danskur sæðisgjafi dans, dans með genasjúkdóm

Ljósmynd/Hari

Í dag fylgir Fréttatímanum blað Bleiku slaufunnar

Gjöf til vara Varasmyrslið frá Gamla apótekinu verndar varir og hindrar að þær springi ásamt því að veita góðri vörn gegn kulda.

Fæst í öllum helstu apótekum um land allt

Veljum íslenskt


fréttir

2

Helgin 5.-7. október 2012

 Afmæli Í dag kemur 106. tölublað Fréttatímans út

Tveggja ára afmæli Fréttatímans 5 dress – 5 dagar Fegrunarráð og fatatíska götunnar

Lokaði sig inn á klósetti Jón Gnarr borgarstjóri hugsaði oft um að hætta fyrstu dagana sem borgarstjóri

22

64

ir jónína Leósdótt

3. október 2010 HELGARBLAÐ 1.-

ÐÐ HEELLGGAARRBBLLAA H

1. tölublað 1. árgangur

forsætis r áðherr nýtt líf sem

afrú

Þjóð í nammiskál

A

hver ð meðaltali borðar Íslendingur 671 gramm í viku af fersku grænmeti borðar meðalhverri. Á sama tíma af sælgæti. maðurinn 364 grömm manns er Vikuskammtur sama gosi. Það þarf tæpir þrír lítrar af að Íslendingar því engan að undra Þeir hafa skipað eru orðnir akfeitir. sér í flokk með enskumælandi að offitu. þjóðum þegar kemur neyslubrag Góð leið til að meta hillumetra Íslendinga er að stika Smári í stórmörkuðum. Gunnar stikuðu Egilsson og Þór Bergsson Eiðistorgi á hillurnar í Hagkaupum

ílinn Leggur töffarast til hliðar

fegurðarFanney Ingvarsdóttir til Kína til að drottning heldur Ungfrú taka þátt í keppninni taka við af Heimur. Síðkjólar gallabuxum í mánuð.

68

Eltur af níu aðilum

Jón Ásgeir Athafnamaðurinn að verjast Jóhannesson þarf ýmist níu aðilum sem vilja eða rukka hann, rannsaka

ðá Akfeit sælgætisþjó meira eftir að fitna enn að því að sú í vikunni. Þeir komust öðrum verslun er ekki frábrugðin tæplandsins, matvöruverslunum eru lögð lega 40% hillumetranna . Sætindi, undir sætindaflokkinn með öðrum fita, kaffi og te eru í mataræði viðorðum grunnurinn þar sætindin skiptavina – og vega þennan grunn langþyngst. Ofan á sem sykrað kemur kornið þar eru veigamest. morkunkorn og kex Matur 60

sækja til saka.

18

Horfst í augu við dauðann síða 32

Ljósmynd/hari

út frá því að vera maki

né áður einhvers hvorki nú

.

rkað út Dómsmál gæti þur innar ðar Icesave-skuld þjó D

ómsmál sem slitastjórnir Glitnis og Landsbankans standa í þessa dagana fyrir gætu haft mikla þýðingu að ræða Um er íslensku þjóðina. svokölluð túlkun á því hvort sheildsölulán og peningamarkað í þrotabú lán séu forgangskröfur lán bankanna. Verði áðurnefnd kröfur dæmd sem almennar í bú minnka forgangskröfur til að það bankanna, sem gerir að Landsmynda að verkum

mig Ég hef aldrei skilgreint

Landsbankinn forgangskröfur en . að geta bankinn ætti auðveldlega túlkar þau sem forgangskröfur hefur vísað staðið undir skuldbindingumvið Slitastjórn Glitnis miðað kröfuhafa sínum vegna Icesave endurágreiningi við nokkra því skorið um fá úr núverandi áætlanir til dómstóla til að ar sé Það myndi heimt eigna bankans. Sigfússon hvort túlkun slitastjórnarinn J. Landsbankans þýða að Steingrímur rétt, en í tilfelli bús krafna gæti hætt að fjármálaráðherra hafa eigendur almennravið slitaIcesave og reyna að semja um vísað ágreiningi sínum við hundraða íslenska ríkið slyppi stjórnina til dómstóla. hjá slitvaxtagreiðslur. Bjarnason Kristinn milljarða telur lánin Íslands Slitastjórn Glitnis astjórn Landsbanka Fréttatímann ekki falla undir skilgreiningu segir í samtali við séu því ekki um innistæður og

að þessar að afleiðingin af því almennar kröfur yrðu metnar lækkuðu væri að forgangskröfur 200 u.þ.b. sem því næmi, um meira til milljarða. „Þá verður , sem flestir upp í forgangskröfur líkur aukast vita hverjar eru, og komi fyrir á því að til greiðslu almennar kröfur.“ J. Ekki náðist í Steingrím a. Sigfússon fjármálaráðherr

Þórunn Helga Kristjánsdóttir spurði lækninn hvort hún væri að deyja þegar henni var tilkynnt að hún væri með illkynja æxli.

25

hallgrímur helgason rithöfundur

Allt eru þetta stór og mikilvæg skref þó víða sé pottur enn brotinn. 44

oskar@frettatiminn.is

1. október 2010 kom fyrsta tölublað Fréttatímans út og forsíðuna prýddi Jónína Leósdóttir, rithöfundur og eiginkona forsætisráðherra, auk þess sem Icesave var enn mikið í deiglunni, eins og sést á myndinni til hliðar. Síðan hafa komið út 106 tölublöð af Fréttatímanum en lesendur og auglýsendur hafa svo sannarlega tekið blaðinu fagnandi. Fréttatíminn er á góðri siglingu og starfsfólk blaðsins og ritstjórn halda áfram að færa lesendum gott blað. „Nú lesa 107 þúsund manns blaðið vikulega, 55% höfuðborgarbúa lesa blaðFyrsta forsíða Fréttatímans, 1. október 2010.

ið og 67% kvenna á aldrinum 25 til 80 ára á því svæði lesa Fréttatímann,“ segir Valdimar Birgisson, framkvæmdarstjóri Fréttatímans, og bætir við að í tilefni af afmælinu fái lesendur glaðning á næstu vikum. Á Facebook-síðu Fréttatímans hefur blaðið verið að gefa vinum sínum miða minningartónleika Ellýjar Vilhjálms í Laugardalshöll 13. október. Á síðu 60 í blaðinu í dag er svo lauflétt og skemmtileg getraun sem allir geta tekið þátt og átt möguleika á að vinna gjafabréf frá flugfélaginu WOW. Við munum halda áfram að gauka að lesendum gjöfum út október. Við munum tilkynna hverjir það eru sem detta í lukkupottinn á Facebook-síðunni okkar.

Valdimar Birgisson framkvæmdarstjóri Fréttatímans.

 Harmleikur Tónlistarfólk aðstoðar syrgjandi eiginmann

Fjórir af hundraði fá aðstoð Tveir af hverjum þremur sem þáðu fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi í fyrra áttu ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Helmingur þeirra sem þáðu aðstoðina var atvinnulaus. Einstæðir, barnlausir karlar og konur með börn eru stærsti hluti þeirra sem þiggja aðstoð, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Tæplega þriðjungi fleiri heimili fengu fjárhagsaðstoð sveitarfélaga á síðasta ári en tveimur árum áður, alls rúmlega 7.700 heimili þar sem bjuggu um 12.500 einstaklingar, fjögur prósent þjóðarinnar. Þar af voru rúmlega fjögur þúsund börn. -sda

4% ÞIggendur Aðstoðar 2011 Hagstofa Íslandslands

tímabil en það var lengt um viku að óskum rekstraraðila í götunni. Samkvæmt könnun Borghildar fann meirihluti rekstraraðila einnig fyrir jákvæðri breytingu á viðskiptum.

Þau voru svo ástfangin og mig tekur sárt að horfa upp á vin minn þjást.

Iceland aftur með lægsta verðið Í nýrri verðkönnun frá ASÍ er verslunin Iceland í Engihjalla aftur með lægsta verðið. Það er Jóhannes Jónsson, áður kenndur við Bónus, sem rekur verslunina en könnunin var gerð 1. október síðastliðinn. Hæsta verðið var í 10/11 en munur á hæsta og lægsta verði var frá 25% upp í 75%. Verslanirnar Kostur og Víðir neituðu verðlagseftirliti ASÍ að mæla verð en verklagsreglur ASÍ eru þannig að um hilluverð er að ræða.

Almenn ánægja með göngugötur Mikill meirihluti þeirra sem tók afstöðu til könnunar á vegum Borghildar, segist ánægður með lokun Laugavegar og Skólavörðustígs í sumar. Þetta var annað árið í röð sem götunum er lokað og breytt í göngugötur. Laugavegur á milli Vatnsstígs og Skólavörðustígs var göngugata frá 17. júní til 20. ágúst. Skólavörðustígur átti upphaflega að vera göngugata sama

Ný bragðtegund með

pizzakryddi

Þrefalt meira til velferðarmála Reykjavíkurborg ver um 18 prósentum af útsvarstekjum sínum til velferðarmála á meðan önnur sveitarfélög veita um 6-9 prósentum. Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna velferðarmála er því þrefalt til fjórfalt meiri en annarra sveitarfélaga. Ástæðan er sú að í Reykjavík búa hlutfallslega fleiri sem þurfa mikla aðstoð frá samfélaginu svo sem vegna langvarandi félagslegra erfiðleika, alvarlegra veikinda, fötlunar og fleira, að því er fram kemur í bókun Besta flokksins og Samfylkingar á fundi velferðarráðs Reykjavíkurborgar. -sda

Smurostar við öll tækifæri

Ný viðbót í ... ... baksturinn ... ofnréttinn ... brauðréttinn ... súpuna

HVÍTA HÚSIÐ / SÍA - 11-0509

eða á hrökkbrauðið

... ný bragðtegund

ms.is

Anna Chmielewska með litlu dóttur sinni sem var ein heima með móður sinni þegar hún lést fyrir viku síðan. Vinir fjölskyldunnar ætla að safna fé til þess að eiginmaður Önnu geti jarðað hana heima í Póllandi.

25 ára gömul móðir drukknaði í baði Pólsku hjónin Andrzej Chmielewski og Anna Chmielewska fluttu til Íslands í febrúar í leit að betra lífi ásamt þriggja ára dóttur þeirra. Anna var flogaveik og á föstudagskvöld í síðustu viku fékk hún flogakast í baði og drukknaði. Andrzej stendur nú einn eftir með barnið. Ofan á sorgina bætist að hann sér ekki fram á að hafa efni á að flytja jarðneskar leifar eiginkonu sinnar heim til Póllands. Vinnufélagi hans hefur skipulagt styrktartónleika fyrir fjölskylduna í næstu viku.

S

viplegt fráfall Önnu Chmielewska skilur Andrzej, eiginmann hennar og litu dóttur þeirra, eftir í sárum og hann horfir fram á útgjöld sem eru honum ofviða. „Þau fluttu hingað í febrúar ásamt bróður Önnu,“ segir tónlistarmaðurinn Alan Jones sem er vinur og vinnufélagi Andrzej á veitingastaðnum Nítjándu í Kópavogi. Anna byrjaði einnig að vinna á veitingastaðnum aðeins viku áður en hún lést. „Hún fór heim eftir vinnu á föstudaginn og borðaði kvöldmat með dóttur sinni. Síðan fór hún í bað og þá fékk hún kast sem varð til þess að hún drukknaði. Litla stúlkan var ein heima með móður sinni og hringdi í pabba sinn. Hann rauk heim og kom að eiginkonu sinni látinni,“ segir Alan. Anna fæddist þann 22. janúar 1987 og var því aðeins 25 ára þegar hún lést. Alan segir Andrzej stefna að því að búa á fram á Íslandi. Hann vill þó jarða konu sína í Póllandi en það mun ekki kosta hann undir 800 þúsund krónum að flytja hana þangað.

Styrktar­ tónleikar á Spot Tónleikarnir hefjast klukkan 20, miðvikudagskvöldið 10 október, á Spot í Kópavogi og standa til 23. Alan hefur beðið Margréti Eir, Bjartmar, Haffa Haff, Guðbjörgu Hafsteins, Mirru Rós og fleiri um að troða upp. Aðgangseyrir er 1000 krónur en Alan segir að fólki sé vitaskuld frjálst að láta meira af hendi rakna. Þá bendir hann á söfnunarreikning fyrir Andrzej: 0111-26-100713 á kennitölunni 040285-5399.

„Þau eru ekki með neinar tryggingar og ekkert flugfélaganna hérna hefur sýnt áhuga á því að hlaupa undir bagga með Andrzej,“ segir Alan sem ákvað að grípa til eigin ráða. „Ég og nokkrir vinir mínir ákváðum að hjálpa honum með því að halda styrktartónleika. „Andrzej og Anna hafa bæði aðstoðað mig í tónlistinni og við gerð tónlistarmyndbanda. Ég fékk áfall þegar ég frétti af andláti hennar. Ég hitti hana daginn áður en hún lést. Það sker í hjartað þegar ég hugsa til þess hversu náin þau tvö voru. Þau voru svo ástfangin og mig tekur sárt að horfa upp á vin minn þjást eins og hann gerir nú en hann þarf að vera sterkur fyrir dóttur sína. Þegar hann sagði mér frá fjárhagsvandanum og að enginn vildi hjálpa honum datt mér í hug að halda tónleika,“ segir Alan sem nýtur velvilja eigenda Spot í Kópavogi sem leggja honum til húsnæðið án endurgjalds. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

12-1988

R

EIN MÍNÚTA

í lausagangi kostar meira eldsneyti og útblástur en að ræsa bílinn aftur.

HAGKVÆM HAGKVÆM BÍLAFJÁRMÖGNUN BÍLAFJÁRMÖGNUN Arion banki býður nú kaupleigu og bílalán til að fjármagna bílakaup. Arion banki býður nú kaupleigu og bílalán til að fjármagna bílakaup. Viðskiptavinir í Vildarþjónustu njóta hagstæðra kjara og geta sparað sér Viðskiptavinir í Vildarþjónustu njóta hagstæðra kjara og geta sparað sér töluverða fjármuni. töluverða fjármuni.

AÐILD AÐILD AÐ AÐ FÍB FÍB

Viðskiptavinir sem fjármagna bílakaup sín hjá Arion banka fá ársaðild að Viðskiptavinir sem fjármagna bílakaup sín hjá Arion banka fá ársaðild að Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. Aðildin felur m.a. í sér neyðarþjónustu Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. Aðildin felur m.a. í sér neyðarþjónustu allan sólarhringinn, öflugt afsláttarkerfi og lögfræði- og tækniráðgjöf allan sólarhringinn, öflugt afsláttarkerfi og lögfræði- og tækniráðgjöf um um allt sem lýtur að bílnum. allt sem lítur að bílnum. Á arionbanki.is finnur þú reiknivél sem sýnir með einföldum hætti Á arionbanki.is finnur þú reiknivél sem sýnir með einföldum hætti muninn muninn á þeim valkostum sem í boði eru. á þeim valkostum sem í boði eru.

Arion bílafjármögnunauðveldar auðveldarþér þéraðað eignast reka bílinn Arion bílafjármögnun eignast ogog reka bílinn þinn þinn á hagkvæman hátt. á hagkvæman hátt.


4

fréttir

Helgin 5.-7. október 2012

veður

Föstudagur

laugardagur

sunnudagur

Blautt suðvestanlands Stund milli stríða í dag með hæðarhrygg á leið yfir landið, en í kvöld þykknar upp frá nýrri lægð vestanlands. Úrkoma með henni verður á ferðinni vestanlands meira og minna allan laugardaginn. Frekar svalt og slydda eða snjókoma á hærri fjöllum. Á sunnudag snýst til SV-áttar með skúrum og áfram frekar svalt. Á meðan á þessu stendur verður veður betra austan- og norðaustantil, þurrt og nokkuð bjart með næturfrosti.

5

6

7

6 8

Einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is

3

5

5

5

4

5

5

6 7

7

Bjartviðri og lægir á landinu. Heldur hlýnandi.

Rigning og strekkingsvindur vestanog suðvestantil, en bjart austantil.

Áfram strekkingur með skúrum S-lands og vestan, en nokkuð bjart NA- og austantil

Höfuðborgarsvæðið: Sólríkt og frekar hægur vindur.

Höfuðborgarsvæðið: Rigning með köflum og allhvass vindur.

Höfuðborgarsvæðið: SV-átt og skúraleiðingar.

OYSTER PERPETUAL DATEJUST

 Engar reglugerðir til um hávaðamengun í vinnurými barna

Hlutafé Iceland Express aukið um milljarð Michelsen_255x50_C_0612.indd 1

Hlutafé Ísland Express, rekstrarfélags Iceland Express, var aukið um rúman milljarð á dögunum. Hlutafjáraukningin fór fram með skuldajöfnun. Í henni fólst að kröfum félaganna Fengs og Sólvalla var breytt í hlutafé. Þetta er annað skiptið á árinu sem hlutafé Ísland Express er aukið með skuldajöfnun við tengd félög, að því er fram kom í Viðskiptablaðinu í gær. „Það liggur í því að tap var alveg gengdarlaust á síðasta ári eins og við höfum kynnt áður. Til að byrja með var það fjármagnað með lánalínu frá eiganda sem er svo breytt í hlutafé og það fært niður,“ sagði Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri Iceland Express, í samtali við Viðskiptablaðið. Þar kemur einnig fram að eignahaldsfélagið Fengur átti áður 100% hlut í Ísland Express og er einnig eigandi Sólvalla ehf. Pálmi Haraldsson er, að því er fram kemur í blaðinu, eigandi Fengs í gegnum félagið Academy S.a.r.l., sem skráð er í Lúxemborg. - jh

Gistinóttum fjölgaði um Aflífa hund sem beit 10 prósent í ágúst lögregluþjón Gistinætur á hótelum í ágúst voru 239.500 samanborið við 218.500 í ágúst 2011. Gistinætur erlendra gesta voru um 89% af heildarfjölda gistinátta í ágúst en gistinóttum þeirra fjölgaði um 11% samanborið við ágúst 2011. Á sama tíma voru gistinætur Íslendinga 3% færri en árið áður, að því er fram kemur í tölum Hagstofu Íslands. Gistinóttum á hótelum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Suðurnesjum, þar sem þeim fækkaði um 7%. Á höfuðborgarsvæðinu voru gistinætur 149.000 eða um 12% fleiri en í ágúst 2011. Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 17% fyrstu átta mánuði ársins, voru 1.265.800 miðað við 1.085.500 á sama tímabili árið 2011. - jh

Framkvæmdaráð Akraneskaupstaðar, yfirvald dýrahalds í bæjarfélaginu, hefur ákveðið að aflífa skuli hund eftir ítrekuð brot eigandans og eftir að hundurinn beit lögregluþjón. Hundurinn hefur verið tekinn úr vörslu eiganda síns, að því er Skessuhorn greinir frá: „Fjöldi kvartana hafði borist vegna lausagöngu hundsins, ónæðis og ógnandi háttsemi og einnig hefur undirskriftalisti verið afhentur þar sem íbúar í hverfinu óskuðu eftir því að hundurinn yrði fjarlægður. Í lögregluskýrslu kemur fram að hundurinn sé hættulegur og hafi nýverið ráðist á og bitið lögregluþjón. Á myndbandsupptöku sést þegar hundurinn ógnar íbúa með því að hlaupa að honum og gera tilraun til að stökkva á hann.“ - jh

Skýr tengsl á milli hávaða og málraskana

01.06.12 07:21

Doktor í raddheilsu segir að hávaði inni á leikskólum sé langt umfram leyfileg mörk og að slíkt væri aldrei látið viðgangast í vinnuumhverfi fullorðinna. Hún bendir á að fullorðnir njóti lagalegrar verndar fyrir hávaða á vinnustað en ekkert slíkt sé til fyrir börn. Valgerður Jónsdóttir kallar eftir aðgerðum en hún stendur fyrir ráðstefnu á Landspítalanum 10.-13. október um vandann sem hún segir djúpstæðan.

„Börnin varnarlaus“

E

ngar reglugerðir eru til um vinnuumhverfi barna á Íslandi en hávaði á leikskólum er farinn að hafa teljandi áhrif á málþroska barna. Þetta staðfestir dr. Valgerður Jónsdóttir en hún hefur um árabil stundað rannsóknir á áhrifum hávaða og hljóðmengunar á börn. Hún segir það ótækt að ekki skuli vera til vinnuverndarlöggjöf sem verndi börn á leikskólum. Vinnuverndarlögin ná aðeins yfir fullorðna. Valgerður segist greina mikla aukingu á meðal vel greindra barna sem leiti aðstoðar vegna málraskana. Þetta megi rekja beint til aukins hávaða í umhverfi þeirra. „Sendu fullorðinn einstakling til einbeitingarvinnu inni á flugvelli,“ segir hún og bætir við, „það finndist viðkomandi ekki hægt. Hvað þá með börnin okkar sem að eyða heilu dögunum í kringum stóran og ólíkan hóp með mismunandi þarfir

Ráðstefnan „Skaðleg áhrif hávaða á rödd, heyrn og líðan í námsumhverfi barna“ verður haldin í hringsal Landspítalans.

inni í litlu rými og eru skikkuð til þess að einbeita sér.“ Valgerður segir hávaðann inni á leikskólunum vera kominn svo langt yfir leyfileg mörk að slíkt væri ekki látið viðgangast á vinnustöðum fullorðinna. „Samkvæmt

Minni hávaði hjá Hjallastefnu Árin 2010-2011 stóð Valgerður Jónsdóttir fyrir könnun á sjálfsmetinni raddheilsu og áliti leikskólakennara á hávaða í leikskólaumhverfi. Markmiðið var að vita hvort munur væri á líðan kennara hjá Hjallastefnunni, sem fylgir sérstefnu, og kennurum frá almennum leikskólum. Samanburður á svörum kennara hjá Hjallastefnunni og kennara almennra skóla sýnir að kennarar Hjallastefnunnar kvarta síður undan einkennum sem geta myndast út frá álagi á rödd. Álag á rödd kennara er rakin til hávaða í vinnurými. Niðurstöður könnunarinnar benda eindregið til að hópastærð, agastjórnun og val á leikföngum hafi áhrif á hávaða.

upplýsingum frá Vinnueftirlitinu teljast 55 desíbil til ólöglegrar hávaðamengunar. Inni á leikskólunum mælist hávaðinn oft upp í 80 desíbil, inni í litlu rými. Það er gjörsamlega ótækt. Ég spyr af hverju enginn verndar börnin okkar fyrir slíku álagi. Það vantar skýran lagaramma.“ Valgerður segir vandann orðinn svo djúpstæðan að boðið sé upp á heyrnarskjól á mörgum leikskólum. „Er það ekki bara eins og að plástra skítugt sár? Það verður að ráðast beint á vandann og hreinsa sárið, ekki bara plástra það.“ María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is


„Allt gott samstarf byggir á trausti“ Eignastýring Landsbankans starfar með viðskiptavinum sínum að traustri uppbyggingu eignasafna. Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu, ábyrga ráðgjöf og upplýstar ákvarðanir. Verið velkomin í Eignastýringu.

JÓNSSON & LE’MACKS

jl.is

SÍA

Velkomin í Eignastýringu Landsbankans

Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir Ráðgjafi í Einkabankaþjónustu

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


6

fréttir

Helgin 5.-7. október 2012  Fjársýsla Aðeins eitt tilvik um tvígreiðslu

Tvígreiðslan mannleg mistök Lee Bucheit, fyrrverandi formaður íslensku samninganefndarinnar um Icesave, fékk ekki tvígreidda reikninga vegna starfa sinna fyrir Ísland, að því er fram kemur í svari frá fjármálaráðuneytinu. Fréttatíminn sendi ráðuneytinu fyrirspurn í framhaldi af fréttum af tvígreiðslum og skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis um úttekt og innleiðingu fjárhags- og mannauðskerfis ríkisins sem það keypti af Skýrr, nú Advania. „Aðeins er vitað um eitt tilvik

Dublin

Verðdæmi á

mann:

87.900 kr.* 1. nóv 4 nætur

Danski sæðisgjafinn blóðfaðir íslensks barns

AÐVENTA 3

Hálft fæði og skoðunarf allar erðir innifaldar

Aðventudýrð í Dresden 30. nóvember - 7. desember

Aðventan er heillandi tími til að sækja Þýskaland heim. Ljósadýrðin gefur þessum árstíma birtu og ilmur frá jólaglöggi og hunangskökur koma öllum í jólastemningu. Ferðin hefst með flugi til Frankfurt, ekið til Eisenach, fæðingarborgar bæði Martins Luthers og Johanns Sebastians Bachs, og gistum þar í 2 nætur. Þessi heillandi borg með Wartburg-virkinu, sem telst til merkustu miðaldavirkja landsins, býður upp á líflegan jólamarkað. Þaðan ekið til Dresden, sem er höfuðborg Saxlands. Borgin varð á 15. öld aðsetur Wettiner-furstanna og afkomandi þeirra var Ágúst sterki, sem sem átti stóran þátt í að gera Dresden að hinni undurfögru svokallaðri „Flórens við Saxelfi“. Gistum þar í 4 nætur. Á leiðinni þangað verður komið til Weimar en borgin skipar stóran sess í þýskri sögu en þar var stjórnarskrá Weimarlýðveldisins samþykkt. Einnig verður komið til Meissen sem er sérstaklega þekkt fyrir Meissen-postulínið, eitt elsta og verðmætasta postulín í Evrópu, en þar er líka einn af fegurstu jólamörkuðum Þýskaland. Endar ferðin á að ekið verður til barokkborgarinnar Fulda þar sem gist verður síðustu nóttina.

Verð: 174.640 kr. á mann í tvíbýli

Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, hálft fæði, allar skoðunarferðir með rútu og íslensk fararstjórn. A L L I R G E TA B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Travel Agency

s: 570 2790

Fékkstu ekki Fréttatímann heim?

Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is

„Hægt er að sækjast eftir upplýsingum um tengsl barna eftir að þau ná átján ára aldri.“ Á Íslandi eru getin á bilinu 20-30 börn með gjafasæði ár hvert.

Spör ehf.

Fararstjóri: Kristín Jóhannsdóttir

www.baendaferdir.is

Lee Bucheit.

 Sæðisgjöf Engar opinber ar reglur um sæðisgjafir á íslandi

*m.v. 2 fullorðna í tvíbýli á Hotel Camden Court með morgunmat.

Authorised by Icelandic Tourist Board

sem komið hefur upp á vegum fjármálaráðuneytisins þar sem tvígreiðsla reiknings átti sér stað,“ segir Gunnar Tryggvason, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Um var að ræða viðskipti við erlendan ráðgjafa þar sem frumrit reikninga bárust tvisvar sinnum með sömu fylgiskjölum. Tvígreiðslan var rakin til mannlegra mistaka. „Mistökin komu í ljós strax, bæði af innra eftirliti ráðuneytisins og erlenda aðilanum. Endurgreiðsla fór strax fram,“ segir Gunnar. -sda

Nýverið kom upp mál þar 43 börn voru getin með sæði sama, danska sæðisgjafans. Hann var með stökk­ breytt gen sem veldur tauga­sjúk­ dómi. Íslenska fyrirtækið Art Medica er eini starfandi sæðisbankinn hér á landi. Sérfræð­ingur þar segir umrætt mál mjög erfitt, en fyrir­ tækið reyni eftir fremsta megni að fylgjast með börnunum sem getin eru með sæðis­ gjöf. Það er hinsvegar aðeins hægt ef sæðis­ gjafinn er þekktur.

D

anskur maður sem hafði feðrað 43 börn og smitað níu þeirra af erfðasjúkdómi með stökkbreyttu geni er talinn líffræðilegur faðir eins barns á Íslandi. Sjúkdómurinn sem um ræðir kallast Recklinghausen-heilkennið og er taugasjúkdómur. Danski sæðisbankinn Nordisk Cyrobank situr undir ámæli fyrir vikið. Íslenska fyrirtækið Art Medica skiptir við tvo erlenda sæðisbanka, annar þeirra er danski bankinn. Engar opinberar reglur eru um sæðisgjafir á Íslandi og engar lagalegar takmarkanir fyrir því hversu oft einn maður getur gefið sæði hér á landi. Þórður Óskarsson, sérfræðingur hjá Art Medica, segir að fyrirtækið reyni eftir fremsta megni að fylgjast með sæðisgjöfum og fjölda þeirra. Hann staðfestir í viðtali við Fréttatímann að skipta við Nordisk Cyrobank, sem hann segir einn af stærstu bönkunum. Þórður segir jafnframt að sér þyki umrætt mál mjög leiðinlegt og fjöldi barnanna frá þessum tiltekna gjafa heldur hár. Hann segir að slíkt sé ekki algengt og að vinnubrögð Nordisk Cyrobank séu með þeim bestu í heiminum. „Ef það ætti að skima fyrir öllum mögulegum sjúkdómum myndi sæðiskammturinn kosta hátt í fimm hundruð þúsund í stað fimmtíu og það er ekki hægt að bjóða upp á það,“ segir Þórður en bendir á að hjá Nordisk Cyro-

5

Einn sæðisgjafi gæti feðrað fimm börn á Íslandi en aldrei í fleiri en þrem fjölskyldum. Sem merkir að sum börn gætu átt allt að tvö systkini sem þau vita ekki um.

bank séu gerð mjög ítarleg erfðafræðipróf, þó ekki sé skimað fyrir þessum tiltekna sjúkdómi. Á Íslandi eru getin á bilinu 20-30 börn með gjafasæði ár hvert. Þórður segir að vegna þess hve fá þau eru sé tiltölulega auðvelt að fylgjast með þeim. Hann segir að viðmiðið sé að hver gjafi feðri ekki fleiri en fimm börn á Íslandi en að þau börn séu ekki í fleiri en þrem fjölskyldum. Sem merkir að barn getur átt allt að tveimur systkinum sem það veit ekki um hér á landi. „Hægt er að sækjast eftir upplýsingum um tengsl barna eftir að þau ná átján ára aldri, sé sæðisgjafinn þekktur. Það eru ekki allir gjafar þekktir en það hefur þó breyst mikið í seinni tíð. Nú eru allt að níutíu prósent þeirra sem að gefa sæði þekktir gjafar,“ segir Þórður.

20-30 43 börn getin með gjafasæði á Ís­ landi ár hvert.

Börn getin frá þeim sama manni.

Danski sæðisgjafinn með stökkkbreytt gen.

María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is

Eitt barn var getið hér á landi með sæði frá danska sæðis­ gjafanum en með sæði hans voru 43 börn í Danmörku getin. Þórður Óskarsson, sérfræðingur hjá Art Medica, segir vinnubrögð sæðisbankans til fyrirmyndar. Ljósmynd/Hari

9

Með sjúkdóminn NF-1 eða Recklinhausen-heil­ kennið sem er arfgengur taugasjúkdómur. Orsök sjúkdómsins er stökkbreytt gen. Sjúkdómurinn getur haft áhrif á útlit þess sem hann hefur, ljósbrúnir blettir á húð og góðkynja æxli geta myndast víða, ýmist í klösum eða út frá taugaendum. Sjúkdómurinn getur valdið hryggskekkju, skertri stjórnun á útlimum eða lömun. Einnig getur komið fram bólga á sjóntaug sem veldur sjóntruflunum.


GÆÐI

ÞJÓNUSTA

GJAFVERÐ

VÖRUÚRVAL

Ð A K R A TA K M G N MA FUGLAHÚS „AARHUS“

Kringlótt fuglahús í eik, með þaki úr ryðfríu stáli. Þv. 40 cm. Standur fylgir ekki

12.995.-

FUGLAHÚS „ODENSE“

Kringlótt fuglahús í eik með koparþaki. Þv. 40 cm. Standur fylgir ekki

14.995.CALLUNA HAUSTLYNG

Calluna vulgaris. Ferskt, harðgert og fjölært haustlyng sem þolir vel kulda. Kemur í 9 cm potti. Verð pr. stk 295.-

40 L WEIBULL GRÓÐURMOLD

Til notkunar í garðinn, blómapotta og útiker. Inniheldur næringu og heldur raka vel.

495.-

HAUSTLAUKAR 99 STK

99 stk í poka, Krókus og páskaliljur Hæð ca 40-50 cm.

1.889.-

K T S 5

995.-

HAUSTLAUKAR 20 STK

Fallegir haustlaukar margar tegundir og gerðir. T.d. Krókusar,vetrargosar, stjörnuliljur, snæliljur, túlípana, páskaliljur, hýasintur. Hæð ca 10-12 cm.

629.-

HAUSTLAUKAR 40 STK

40 stk í poka, með krókus, páskaliljum, hýasintum eða blönduðum tegundum. Hæð ca 10-12 cm.

1.259.-

Auglýst verð gildir frá fimmtudeginum 4 október til og með sunnudagsins 7. október 2012. Gildir á meðan birgðir endast.

BAUHAUS REYKJAVIK - Lambhagavegur 2-4 - 113 Reykjavik - www.bauhaus.is


8

fréttir

Helgin 5.-7. október 2012

 Umhverfismál Hávaðamengun fr á starfsemi á hafnarsvæði

Hafnfirðingar kvarta undan hávaða Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is

Íbúar við höfnina í Hafnarfirði hafa sent inn kvörtun til sveitarfélagsins vegna óviðunandi hávaða frá starfsemi á hafnarsvæði sem orsakast af niðurrifi skipa. Hafnarstjórn telur ekki ástæðu til að aðhafast og bendir á skýrslu heilbrigðiseftirlitsins um málið þar sem ekki var unnt að staðfesta að hávaðinn við niðurrifið væri yfir mörkum. Hrannar Hallgrímsson flugumferðarstjóri er einn þeirra sem hefur kvartað en hann býr í fjölbýlishúsi við höfnina. „Ég hef alveg skilning á að starfsemi fari fram við höfnina. Nýlega er hins vegar farið að rífa niður skip og af því hlýst gífurlegur hávaði sem veldur verulegum truflunum. Verið er að vinna á öllum tímum dagsins

jafnt á virkum dögum sem og um helgar,“ segir Hrannar. Í samantekt heilbrigðiseftirlitsins segir að of mikil nálægð milli íbúðabyggðar og atvinnustarfsemi geti kallað á árekstra. Ekki hafi verið unnt að staðfesta að hávaði hafi verið yfir mörkum reglugerðar þótt ekki sé hægt að útiloka það.

Huga þarf að hávaðavörnum

„Höfnin verður að taka mið af þeirri staðreynd við ákvörðun á notkun lands, hvaða starfsemi hún heimilar og þá ekki síður hvernig hávaðavörnum verði fyrirkomið við áformaða starfsemi,“ segir í skýrslu heilbrigðiseftirlitsins.

Hafnafjarðarhöfn. Of mikil nálægð milli íbúðabyggðar og atvinnustarfsemi getur kallað á árekstra.

 Eineltismál Þjálfa þarf börn í að leita sér hjálpar

Goðsögnin Friðrik á fjölmennasta skákmóti ársins Skákveisla verður í Rimaskóla um helgina þegar fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga fer fram. Þetta er fjölmennasta skákmót ársins. Keppt er í fjórum deildum. Skákfélag Bolungavíkur hefur sigrað á Íslandsmótinu síðustu árin. Ung og metnaðarfull félög hafa hinsvegar augastað á Íslandsbikarnum, m.a. Víkingaklúbburinn og Goðinn. Búast má við því að gömlu stórveldin, Taflfélag Reykjavíkur og Hellir, eigi undir högg að sækja. Goðsögnin Friðrik Ólafsson mun tefla með liði TR. Friðrik varð stórmeistari árið 1958 og var um árabil meðal sterkustu skákmanna heims. Hann er nú 77 ára en lætur engan bilbug á sér finna. Fleiri íslenskir stórmeistarar verða í eldlínunni, m.a. hin svonefnda fjórmenningaklíka sem skipaði sterkasta landslið sem Ísland hefur átt: Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson, Jón L. Árnason og Margeir Pétursson. Áhorfendur eru velkomnir í Rimaskóla. Skákveislan byrjar klukkan 20 á föstudag og síðan er teflt nánast linnulaust fram á sunnudag. - jh

Samræðuvefur um stjórnarskrána Samtök um nýja stjórnarskrá, SANS, hafa opnað samræðuvef fyrir almenning um stjórnarskrármál fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október á slóðinni stjornarskra.yrpri.org. Vefurinn er unninn í samstarfi við sjálfseignarstofnunina Íbúa. Um er að ræða svipað viðmót og á vefnum Betri Reykjavík, en eingöngu er lögð áhersla á stjórnarskrármál, sérstaklega þau er varða kosningarnar 20. október og muninn á frumvarpi stjórnlagaráðs og núgildandi stjórnarskrá. Tilgangur vefsins er að auka umræðu um málefni sem tengjast kosningunum 20. október. Þar gefst almenningi tækifæri til að tjá sig um rök með og á móti hinum ýmsu málefnum tengdum stjórnarskránni. - jh

Tveir íslenskir bjórar unnu til verðlauna Tveir íslenskir bjórar unnu til verðlauna í alþjóðlegu bjórkeppninni World Beer Awards 2012 sem kláraðist síðastliðinn föstudag. Úlfur var valinn besti evrópski bjórinn af tegundinni IPA eða India Pale

Ale og Bríó hlaut verðlaun sem besti pilsnerbjór í Evrópu, bætti svo um betur og hlaut heimsmeistaratitil í sama flokki. Báðir bjórarnir voru þróaðir í Borg Brugghúsi, handverksbrugghúsi Ölgerðarinnar, að því er fram kemur í tilkynningu. Bríó er fyrsti bjórinn sem Borg Brugghús sendi frá sér en hann kom á markað 2010. Bjórinn var þróaður í samstarfi við Ölstofu Kormáks og Skjaldar og er nefndur eftir fjöllistamanninum Steingrími Eyfjörð. Úlfur kom fyrst á markað snemma árs 2011 og er fyrsti bjórinn af gerðinni Indian Pale Ale sem framleiddur er á Íslandi. - jh

Strákar bíta á jaxlinn Vanda Sigurgeirsdóttir, sérfræðingur í eineltismálum, segir að stúlkur leiti sér frekar hjálpar en drengir. Þjálfa þurfi börn í því frá unga aldri að leita sér hjálpar og svara neikvæðum athugasemdum.

S

telpur tala frekar við aðra um vandamál sín en strákar og leita sér frekar hjálpar. Strákar bíta á jaxlinn og þjást eða kveljast í hljóði,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor á menntavísindasviði og sérfræðingur í eineltismálum. Fjöldi stúlkna hefur stigið fram að undanförnu og sagt frá einelti sem þær hafa orðið fyrir. Enginn drengur hefur gert slíkt hið sama. „Það er mjög mikilvægt að vekja athygli á þessu,“ segir Vanda þegar hún er innt um skýringar á því hvers vegna strákarnir eru ekki að stíga fram á sama hátt og stúlkurnar. „Við þurfum að vinna gegn þeim samfélagslegu skilaboðum sem strákar fá, að þeir eiga að vera stórir og sterkir og gráta ekki. Karlmennskuímyndin er sú að þeir mega ekki sýna veikleika,“ segir hún. „Það er einfaldlega stórhættulegt fyrir fórnarlömb eineltis að byrgja tilfinningar sínar inni. Það er alvarlegt að lenda í einelti og getur haft alvarlegar afleiðingar og getur í raun verið hættulegt að leita sér ekki aðstoðar,“ segir Vanda. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvernig þolendur eineltis bregðast við einelti eftir kynjum, að sögn Vöndu. Hins vegar sýni nýjar rannsóknir fram á að það sé afar mikilvægt að þjálfa börn í því að leita sér aðstoðar. „Það þarf að gera þetta að vana, að einhverju sem

Nauðsynlegt er að þjálfa börn í því að svara fyrir sig fái þau neikvæðar athugasemdir. Einnig þarf að þjálfa þau í því að leita sér aðstoðar svo það verði eðlilegur og sjálfsagður hlutur lendi þau í aðstæðum síðar á ævinni þar sem þess er þörf.

börn eru góð í. Það þarf að kenna börnum að það sé rétt að leita sér hjálpar og oft nauðsynlegt. Við lendum öll í einhverju mótlæti í lífinu og þurfum flest að leita okkur hjálpar á einhverju sviði á ævinni,“ segir Vanda. „Niðurstöður þessara rannsókna segja jafnframt að það þurfi sérstaklega að passa upp á strákana og að við þurfum að byrja að þjálfa börn strax á unga aldri,“ segir hún. Vanda hefur lagt áherslu á þjálfun barna á að takast á við einelti. „Kannski er það bara fótboltaþjálfarinn í mér, ég myndi aldrei láta neinn lesa það í bók hvernig á að gera hjólhestaspyrnu, heldur láta hann gera það. Það þarf að þjálfa börn í því að bregðast við neikvæðum athugasemdum. Þau þurfa að æfa sig í því að svara, til dæmis með því að segja: „Mér er alveg sama“,“ segir Vanda. Hún segir að hægt sé að notast við hlutverkaleiki og að búa til sögur, til að mynda með tveimur endum, til að þjálfa börnin í að leita sér hjálpar. „Annars vegar láta söguna enda þar sem ekki er leitað hjálpar og hins vegar þegar leitað er hjálpar og ræða svo hina mismunandi endi,“ segir hún. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is


Þín eigin tónleikaröð með Regnbogakorti Regnbogakort er hagkvæmasta leiðin til að setja saman eigin tónleikaröð fyrir veturinn og tryggja sér gott sæti. Áskriftin veitir 20% afslátt af almennu miðaverði og 50% afslátt fyrir 25 ára og yngri á verðsvæði 2 og 3. Raða má saman fjórum eða fleiri tónleikum að eigin vali, líkt og hér að neðan. Kynntu þér fjölbreytta efnisskrá á www.sinfonia.is. Sala áskrifta er í miðasölu Hörpu.

Bakhjarlar:

víkingur Spil ar keiSar akonSertinn

Star warS tónleik ar

aðventutónleik ar – meSSíaS

Carmina bur ana

Fim. 08. nóv. ‘12 » 19:30 Fös. 09. nóv. ‘12 » 19:30

Mið. 28. nóv. ‘12 » 19:30 Fim. 29. nóv. ‘12 » 19:30

Mið. 05. des. ‘12 » 19:30 Fim. 06. des. ‘12 » 19:30

Fim. 07. feb. ‘13 » 19:30

Ludwig van Beethoven Píanókonsert nr. 5, Keisarakonsertinn Ludwig van Beethoven Kristur á Olíufjallinu

John Williams Tónlist úr Stjörnustríðsmyndunum

Georg Friedrich Händel Messías

W.A. Mozart Sinfónía nr. 35, Haffner Carl Orff Carmina Burana

Ilan Volkov hljómsveitarstjóri Víkingur Heiðar Ólafsson einleikari Herdís Anna Jónasdóttir, Sveinn Dúa Hjörleifsson og Jóhann Smári Sævarsson einsöngvarar Mótettukór Hallgrímskirkju Hörður Áskelsson kórstjóri

Glæsilegur tónheimur Johns Williams í Stjörnustríðsmyndunum nýtur mikilla vinsælda um allan heim og töfrar sífellt fleiri tónlistarunnendur upp úr skónum.

Lucas Richman hljómsveitarstjóri

Nicholas Kraemer hljómsveitarstjóri Helen-Jane Howells, Marianne Beate Kielland, James Gilchrist og Roderick Williams einsöngvarar

Hermann Bäumer hljómsveitarstjóri Sigrún Hjálmtýsdóttir, Einar Clausen og Hrólfur Sæmundsson einsöngvarar

Kór Áskirkju Magnús Ragnarsson kórstjóri

Kór Áskirkju Magnús Ragnarsson kórstjóri

Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Miðasala í anddyri Hörpu » Sími: 528 5050 » Opið 10-18 virka daga og 12-18 um helgar


úttekt

Helgin 5.-7. október 2012

áb

yr gð

10

Ha

pa

rk

et

m

al lt a

ð

50

ár a

Hér varð náttúr­lega hrun

Þjóðin hefur gengið í gegnum dæmigerðan áfallaferil á þeim fjórum árum sem liðin eru frá því Geir H. Haarde forsætisráðherra bað Guð að blessa Ísland. Við fengum áfall, urðum reið og skilningsvana og byrjuðum loks á að vinna okkur út úr vandanum. Fréttatíminn fékk heimspeking og sagnfræðing til að leggja mat á það sem átt hefur sér stað í samfélaginu frá hruni.

Þ

Geir H. Haarde forsætisráðherra í sjónvarpssal þann 6. október 2008 þegar hann flutti sögufrægt ávarp til þjóðarinnar sem endaði með orðunum: „Guð blessi Ísland.“

mikið tabú og var orðið að ræða um siðferði eða hve við séum stórkostleg í því að vinna okkur út úr að er orðinn þreyttur frasi að segja: tala um að eitthvað væri siðlaust. Allt snerist um vandanum ólíkt öðrum þjóðum,“ segir Guðni. „Það má ekki gleyma því að hér varð viðskiptahags„En svo er ánægjan eitthvað hrun“, en hér varð muni og að aðeins minni hérna heima. Þetta náttúrlega hrun,“ Um nýja stjórnarskrá Um Jóhönnu Sigurðardóttur græða penminnir mig dálítið á hvernig segir Guðni Th. inga,“ segir ástandið var síðustu árin fyrir hrun Jóhannesson sagnfræðingur Eyja. Sovétríkjanna. Þá var Gorbatsjov þegar hann er beðinn um að með sína umbótastefnu sem allir horfa til baka yfir þau fjögur ár Hvers vegna er ekki meiri umræða um nýja Íslenska efnalofuðu og prísuðu hér á Vestursem eru liðin frá því að Geir H. stjórnarskrá en raun ber vitni þrátt fyrir háværa Hvernig mun sagan dæma fjögurra ára hagshrunið löndum en heima lét almenningur Haarde forsætisráðherra bað kröfu þess efnis í kjölfar hrunsins? forsætisráðherratíð Jóhönnu Sigurðarsér fátt um finnast og kvartaði og Guð að blessa Ísland. „Hér varð endurfætt „Ráðgjafi Bill Clinton sagði þegar Clinton var dóttur? kveinaði. Svipað er uppi á teningnbankahrun, gjaldeyrishrun, að keppa við George Bush eldri: „The economy, „Líkt og með Gorbatsjov og umbótaum á Íslandi núna, allt lofið um íshlutabréfahrun, eignahrun og Guðni segir það stupid!“ segir Guðni. „Það eru efnahagsmálin sem stefnu hans í Sovétríkjunum munu verða lenska efnahagsundrið virðist koma dálítið kómískt jafnvel einhvers konar siðferðalmenningur hefur mestan áhuga, raunhæfar aðdeildar meiningar um Jóhönnu Sigurðarað utan,“ segir Guðni. að nú sé aftur ishrun og sjálfsmyndarhrun,“ gerðir í efnahagsmálum. Mörgum finnst umræðan Spurður hvort sé innistæða fyrir farið að tala segir Guðni. dóttur,“ segir Guðni. „Eitt af afrekum um stjórnarskrá eitthvað sem skipti ekki sköpum þessu lofi svarar hann: „Ef menn um íslenska Hann segir að þjóðin hafi Jóhönnu mun teljast það, að hafa tekist í þeim efnum og þykir mikilvægara að fólk beini leggja ískalt mat á hlutina er ekkert efnahagsfengið áfall sem hafi þróast að stilla til friðar eftir öll mótmælin sjónum að atvinnumálum og vanda heimilanna, stórkostlegt að lifa í skjóli gjaldundrið. „Fyrir nánast eins og áfallahjálparog hasarinn í janúar 2009. Það þurfti skuldastöðu, en þykir stjórnarskráin sjálf ekki hluti eyrishafta og með jafnvel viðvarárið 2008 voru fræðin segja til um: „Fyrst einhvern sem naut sæmilegs trausts út af þeim vanda,“ segir Guðni. andi atvinnuleysi á ýmsum stöðum það bankarnir var fólk í einhvers konar losti, fyrir raðir eigin stjórnmálaflokks. AuðHann segir að upphaflega krafan hafi verið landsins og ýmsum geirum, þetta og útrásin og svo fylltist það reiði og skilnvitað munu sjálfstæðismenn hafa horn afleiðing áfallsins sem þjóðin varð fyrir. „Í lostinu er ekkert til að hrópa húrra fyrir. meðfædd ingsleysi og að síðustu fórum í síðu hennar áfram og þykja til dæmis og reiðinni og leit að svörum er mjög skiljanlegt að Ég er bara sagnfræðingur, þekki snilld íslenskra fólk að reyna að vinna sig út sú ákvörðun að láta bankastjóra Seðlafólk horfi til grundvallarskipulagsins og hugsi sem ekki hagfræðina, en hagfræðingathafnamanna. úr vandanum. Ætli við séum bankans fara vera forkastanleg. Framsvo að nú þurfi að stokka upp spilin, þurfi að byrja unum sjálfum hefur ekki gengið Svo hrundi ekki vonandi komin á það stig ganga hennar á alþjóðavettvangi er svo upp á nýtt, að við þyrftum nýtt lýðveldi. Og svo betur að vera sammála um orsakir það allt saman núna,“ segir Guðni. sem ekkert til þess að hrópa húrra fyrir þegar fram líða stundir virðist vera svo að almenneða stöðu mála,“ segir Guðni. með braki og Eyja Margrét Brynjars– hún hefur haldið sig fullmikið til hlés ingur horfi frekar til þess að stjórnarskráin sé ekki brestum – en dóttir heimspekingur tekur þegar rödd Íslands þurfti að heyrast,“ Sjálfsmynd þjóðar breyst lítið svo á okkur að undir þetta: „Það var áfall að endilega það sem þurfi að einblína á. bendir hann á. hafa tekist svo horfa á Geir í sjónvarpinu. Eyja segir að sjálfsmynd þjóðarEyja segir að hin upprunalega krafa um nýja „Ég held að menn megi hins vegar vel að vinna Margir áttu fyrst í stað von á innar hafi ekki breyst nógu mikið stjórnarskrá hafi ekki endilega verið eitthvað ekki vanmeta Jóhönnu. Enginn forsetisokkur út úr mjög mikilli breytingu á samað hennar mati. „Hún breyttist sérstaklega upplýst eða ígrunduð. „En ég held ráðherra hefur tekið við eins erfiðu vandanum að félaginu, bjuggust við að lífið kannski fyrst, rostinn í okkur lækksamt að við höfum gott af því að fara í gegnum það búi og hún gerði í janúar 2009. Hér var við erum aftur yrði allt öðruvísi en áður – að aði svolítið en svo stefnir allt í sama ferli að hugleiða hvernig við viljum hafa stjórnarallt í rúst og ótrúlega erfitt verkefni orðin einhvers við myndum þurfa að lifa eins farið aftur. Við erum ennþá allt of skrána og taka afstöðu til hennar. Það er full þörf framundan, þó að ekki allt hafi tekist og einhver þriðja heims þjóð, góð með okkur,“ segir hún. „Það er konar efnahagsá breyttu gildismati og breyttu verklagi við rekstur vel hjá henni verður að hafa það í huga sem náttúrlega gerðist ekki,“ alltaf einhver rembingur í okkur. undur,“ bendir þessa samfélags okkar og ný stjórnarskrá getur hve kringumstæðurnar voru geysilega segir Eyja. Við erum alltaf að reyna að vera hann á. „Virtverið góð leið til að leggja línurnar fyrir slíkar slæmar þegar hún tók við,“ segir Guðni. Hún segir að heilmikil best í öllu. Það er ekki nóg að gera ustu hagfræðbreytingar,“ segir hún. umræða hafi komið upp um eitthvað vel, við þurfum helst að fá ingar heims eru að það þyrfti að efla siðferði viðurkenningu fyrir að vera best. farnir að tala og draga úr spillingu. „Ég held að sú umræða sé Kannski er það vegna þess hve seint við komum um íslenska efnahagsundrið, þú opnar vart erlenda að einhverju leyti í gangi ennþá, það er ekki eins vefsíðu eða fjölmiðil án þess að sjá grein um það Framhald á næstu opnu

„The Economy, Stupid!“

TINDUR

Umdeild eins og Gorbatsjov

NýJUNg

NýR osTUR úR skagafIRDINUm Nýjasti meðlimur Óðals fjölskyldunnar er framleiddur í Skagafirði enda nefndur eftir fjallinu Tindastól. Tindur er einstakur ostur sem fengið hefur drjúgan þroskunartíma til að ná hinu einkennandi þétta bragð. Óðals Tindur er sérstaklega bragðmikill, hæfir við ýmis tækifæri en er einnig dásamlegur einn og sér. Hann parast vel með sterku bragði þar sem hann lætur fátt yfirgnæfa sig.

www.odalsostar.is


ferðaskrifstofa á netinu

Flugsæti

69.900kr.

Kanarí fram og til baka! og Tenerife frá

ÍSLENSKA SIA.IS FER 61316 10/12

Tjúllað tilboð! Kanarí Flugsæti

30. okt. – 22. nóv. og 22. nóv. - 19. des.

Verð frá

69.900kr.

Innifalið: Flug fram og til baka og flugvallarskattar.

Tenerife Flugsæti 18. - 28. október Verð frá

75.500kr.

Innifalið: Flug fram og til baka og flugvallarskattar. Millilent og skipt um vél í Osló á heimleið.

Takmarkað sætaframboð!

Nánar á Ferð.is ferð.is er íslensk ferðaskrifstofa sem einungis er starfrækt í gegnum netið. Íslendingum gefst með ferð.is kostur á að kaupa ódýrar ferðir á netinu án þess að slaka á kröfum um öryggi, þjónustu og góðan aðbúnað.

fljúgðu fyrir minna

ferð.is sími 570 4455


12

Fy rir

óv

æ

nt

u

au

gn ab

lik in

út úr moldarkofunum á 20. öld. Umbreyting samfélagsins var svo ör. Þetta hefur líka hugsanlega eitthvað með það að gera hve við erum fámenn, við erum svolítið eins og litli krakkinn sem er að reyna að fá að vera með stóru krökkunum og er alltaf að reyna að sanna sig. Úr verður einhvers konar sýndarmennska. Við erum of upptekin af ímynd okkar frekar en að vinna meira í grunninum að henni,“ segir Eyja. Guðni segir erfitt að alhæfa um heila þjóð hvernig hún líti á sig. „En eigi maður að draga einhverjar grófar línur þá hefur sú hugmynd verið í gangi að hrunið hafi opnað augu einhverra fyrir því hvað sé mikilvægt í lífinu og best sé að sýna ráðdeild frekar en að eyða um efni fram. Ég er hins vegar ekki viss um hversu djúpt þetta ristir,“ segir hann. „Auðvitað koma einhverjar tískubylgjur að prjóna

Eyja Margrét Brynjarsdóttir heimspekingur: „Margir áttu fyrst í stað von á mjög mikilli breytingu á samfélaginu, bjuggust við að lífið yrði allt öðruvísi en áður.“

úttekt

Helgin 5.-7. október 2012

Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur: „Hér varð bankahrun, gjaldeyrishrun, hlutabréfahrun, eignahrun og jafnvel einhvers konar siðferðishrun og sjálfsmyndarhrun.“ Ljósmyndir/Hari

Atvinnuleysi

2008 3% 2009 7,2% 2010 7,6% 2011 7,1%

Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is

að leysa úr málum ennþá. Mjög fáir vettlinga frekar en að kaupa þá hafa verið dregnir til ábyrgðar. Ég dýrum dómum eða hafa plokkfisk í held að það sé ýmislegt samþykkt matinn frekar en sushi en ég held að ennþá sem er í raun kannski bara þetta sé einfaldlega tískubylgja og siðlaust,“ segir hjarðeðli frekar hún. „Og það að en eitthvað sem Íslendingar sem fluttu af landi brott* leysa úr málum ristir mjög djúpt snýst heldur í þjóðarsálina,“ 2008 477 ekkert bara segir Guðni. 2009 2.466 um að draga Eyja tekur einstaklinga undir þetta. „Það 2010 1.703 til ábyrgðar. voru allir að 2011 1.311 Vissulega þarf prjóna og taka Samtals 2008-2011 5.957 að gera það en slátur fyrst eftir það má ekki líta hrun en það er á *Brottfluttir umfram aðflutta sbr. Hagstofa Íslands svo á að lausnin undanhaldi. Ég sé þar með komin. Það þarf líka að er ekki viss um að við séum að hafa finna leiðir til að endurskoða verðí heiðri þjóðlegu gildin sem maður mætamatið svo að við hlúum að því tengir við ömmu sína og afa eins og sem í raun skiptir máli og hættum sumir halda fram, heiðarleika og að vera svona upptekin af ímyndinni. hógværð. Það hefur til dæmis gerst Kannski er bara allt í lagi að horfast ítrekað að stjórnmálamenn hafa orðí augu við að við séum smáþjóð og að ið uppvísir að því að segja ósatt og við séum ekkert flottari eða frábærþað er bara samþykkt,“ segir hún. ari en hver önnur slík,“ segir Eyja. „Vandamálið er að ekki er búið

Matarkarfan ekkert hækkað Verð á nokkrum algengum vörutegundum í maí árið 2008 og í maí á þessu ári er nokkurn veginn það sama, miðað við verðlag ársins 2012. Fleiri vörutegundir í töflunni hér að neðan hafa lækkað en hækkað en þær sem hafa hækkað. Samanlagður kostnaður allra vörutegundanna stendur hins vegar í stað og hefur því matarkarfan ekki hækkað frá því fyrir hrun.

Verð á nokkrum vörutegundum og þjónustu 2008 og 2012

2008 2012 Hveiti, kg 145 137 Haframjöl, kg 535 468 Hrísgrjón, kg 341 419 Rúgbrauð, seytt, kg 902 712 Heilhveitibrauð, kg 442 411 Cheerios hringir, kg 915 1.206 Dilkakjöt, læri, kg 1.577 1.337 Heill frosinn kjúklingur, kg 711 735 Nautakjöt, hakkað, kg 1.521 1.399 Lifrarkæfa, kg 1.613 1.531 Skinka, kg 2.977 2.914 Ýsuflök fersk, kg 1.431 1.464 Nýmjólk, l 118 116 Jógúrt, með ávöxtum, kg 497 483 Rjómi, l 987 869 Mjólkurostur, brauðostur 26%, kg 1.431 1.334 Egg, kg 621 603 Smjör, kg 590 630 Kartöflur, kg 133 195 Gulrætur, kg 246 312 Tómatar, kg 390 395 Epli, kg 242 241 Strásykur, kg 184 238 Kaffi, innlent, kg 1.322 1.847 Rjómasúkkulaði, 100 g 271 169 Samtals 20.143 20.165

Hækkun/lækkun í prósentum frá 2008 -6 -13 23 -21 -7 32 -15 3 -8 -5 -2 2 -1 -3 -12 -7 -3 7 46 27 1 -0 29 40 -38


STÓRLÆKKAÐ VERÐ Á ÖLLUM FERÐAVÖGNUM

PALOMINO PONY

ÆGIR ESTEREL

Verð kr. 2.390.000.

Verð kr. 3.489.000.

Tilboð kr. 1.890.000.

Tilboð kr. 2.750.000.

Ferðaklósett

Sóltjald VAGN* ÆGIR TJALD ðsla

Fortjald

Stólar og borð

20-60%

irbrei + fortjald og yf

g. 2012 (4 stk. til) *Leiguvagn ár

0.

r. 850.00 Útsöluverð k 2.500 Útborgun kr. 21 . 10.739 * kr a sl Mán.greið

AFSLÁTTUR AF ÖLLUM AUKAHLUTUM

ÖRFÁ NÝ HJÓLHÝSI Á STÓRLÆKKUÐU VERÐI

T@B L400 TD

ÚTSALA

WILK

ÚTSALA Opið

Virkir dagar Laugardagur

Þar sem ferðalagið byrjar

TIL ÞJÓNUSTU Í 10:00-18:00 11:00-16:00

* Forsendur Ergo: Mánaðarleg greiðslubyrði miðast við bílasamning Ergo, 75% fjármögnun til 84 mánaða m.v. gullvildarkjör og 9,55% óverðtryggða vexti

99

ÁR

Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is


14

viðhorf

Helgin 5.-7. október 2012

Tveggja ára afmæli Fréttatímans

Helgarblaðið sem sló í gegn

F

Fréttatíminn fagnar með þessu tölublaði tveggja ára afmæli. Óhætt er að segja að lesendur og auglýsendur hafi frá fyrsta degi tekið blaðinu fagnandi. Upplagið er stórt og blaðið er mikið lesið – og það sem skiptir ekki síður máli – vel lesið og vandlega. Fréttatíminn er helgarblað í orðsins fyllstu merkingu með fjölbreyttu efni, viðamiklum viðtölum, úttektum, fréttum, fréttaskýringum, menningarumfjöllun, meðal annars umfjöllun um bækur, leikhús, kvikmyndir og sjónvarp – og síðast en ekki síst margháttuðu afþreyingarefni. Vel er séð fyrir umfjöllun um helstu þætti í heimJónas Haraldsson ilisrekstri, matargerð og jonas@frettatiminn.is heilsu. Önnur grundvallaratriði í heimilisrekstri, til dæmis bílar, eru á sínum stað í blaðinu. Fjölbreytt sérblöð fylgja Fréttatímanum, ýmist unnin á vegum blaðsins eða í umsjá samtaka af ýmsu tagi enda sjá þau sér hag í því að nýta sér öfluga og viðamikla dreifingu þess. Þrautreynd ritstjórn skilar af sér vönduðu en um leið aðgengilegu efni í máli og myndum sem lesendur kunna að meta og söludeild þjónustar auglýsendur vöru og þjónustu sem vita að hið auglýsta kemst til skila. Mælingar sýna mestan lestur á föstudegi, útkomudegi blaðsins, en einnig að lesendur taka blaðið aftur upp á laugardögum og sunnudögum þegar betra næði gefst frá amstri hvunndagsins. Fréttatíminn er því upplýsinga-, fræðslu- og afþreyingarmiðill en um leið frábær auglýsingamiðill og mikilvægur sem slíkur þegar ná þarf til sem flestra í einu. Þessi slagkraftur er auglýsendum ljós, stórum jafnt sem smáum. Blaðinu er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Því er líka dreift með

samstarfsaðilum um land allt. Um 107 þúsund manns lesa hvert tölublað Fréttatímans, 55 prósent höfuðborgarbúa lesa blaðið og 67 prósent kvenna á aldrinum 25 til 80 ára á því svæði lesa blaðið. Það eru fáir aðrir fjölmiðlar sem geta státað af slíku, að ná til nær sjö af hverum tíu konum á höfuðborgarsvæðinu, frá ungum aldri allt til elliára. Áhugi kvenna á Fréttatímanum er ekki síst fagnaðarefni. Það er ekki að ástæðulausu enda þarf ekki annað en skoða forsíður blaðsins frá upphafi. Þar hafa konur, á öllum sviðum þjóðlífsins, verið í miklum meirihluta. Það er ekki aðeins tilbreyting frá hefð frétta- og helgarblaða heldur nauðsyn í karllægu samfélagi. Eignarhald Fréttatímans er uppi á borðinu. Blaðið er í eigu nokkurra starfsmanna en tengist hvorki hagsmuna- né stjórnmálasamtökum og heldur ekki viðskiptasamsteypum. Þetta er mikilvægt að vita í samfélagi sem gengið hefur í gegnum hremmingar og traust hefur beðið hnekki, meðal annars á fjölmiðlum. Það samfélagstraust vinnst ekki á ný nema með vönduðum vinnubrögðum og heilindum á öllum sviðum. Markmið aðstandenda Fréttatímans er að gefa út vandað, skemmtilegt og áreiðanlegt blað sem nær til þorra landsmanna. Prentmiðillinn stendur því fyrir sínu, þrátt fyrir breytta tíma og tækni netvæðingar, vilji menn ná til sem flestra í senn. Efni Fréttatímans er enn fremur að finna á netinu, www. frettatiminn. is, fyrir þá sem vilja fylgjast með efni blaðsins, en eiga þess ekki kost að lesa pappírsútgáfuna, hvort heldur er í dreifbýli eða utan landsteina. Undanfarin tvö ár hafa verið ævintýri. Fréttatíminn hefur á þessum árum skotið styrkum rótum. Fyrir góðar móttökur lesenda og auglýsenda þessi fyrstu tvö ár í lífi Fréttatímans er þakkað.

 Vik an sem var ... og allir eins Hafnarfjörður er versti skólabær á Íslandi. Ragnar Þór Pétursson kennari tók skólayfirvöld í Hafnarfirði á beinið í hvössu bloggi þar sem hann útlistaði hvernig yfirborðskenndar og „gerræðislegar miðstýringarákvarðanir“ ógna skólalífi í Firðinum. Bófahasar Fyrst ætla ég nú að taka fram að þegar Jónas Kristjánsson kallar þingflokk Sjálfstæðisflokksins bófaflokk, þá gef ég lítið fyrir það. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var frekar ósátt við bloggskrif hins flugbeitta Jónasar Kristjánssonar þegar hún mætti í viðtal í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu. Fjölskylduhjálp neytenda Þessi hallarbylting mistókst. Jóhannes Gunnarsson, formaður

Neytendasamtakanna, hélt virkinu á ársþingi samtakanna þegar Ásgerður Jóna Flosadóttir, kennd við Fjölskylduhjálp Íslands, og fleiri í föruneyti hennar sóttust eftir setu í stjórn samtakanna. Össur og Golíat Rífðu þennan múr niður, herra Netanyahu. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði Ísraelsmönnum til syndanna í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og krafðist þess að mannréttindi Palestínufólks yrðu virt. Hahahaha. Híhíhíhí! Þótt meiningin kunni að vera góð er dómgreindarleysið við framsetningu á henni á þann veg að hlýtur að vekja undrun ef ekki aðhlátur forystumanna annarra ríkja. Björn Bjarnason var ekki par hrifinn af ræðu Össurar Skarphéðins-

sonar hjá Sameinuðu þjóðunum og virðist helst óttast að utanríkisráðherra hafi gert sig að fífli frammi fyrir heimsbyggðinni. Sá flottasti Wow!!! Gunnar Nelson stórkostlegur. Dana White, forseti UFC, fylgdist með Gunnari Nelson pakka andstæðingi sínum saman á þremur mínútum og þrjátíu og fjórum sekúndum og reyndi ekki að leyna hrifningu sinni á Facebook. MYND:8633 Nelson Fari þeir sem fara vilja... Ég er þeirrar skoðunar að andrúmsloftið í íslenskum stjórnmálum muni breytast til batnaðar við að Jóhanna Sigurðardóttir snýr sér að öðru en pólitíkinni. Megi henni vegna sem best! Björn Bjarnason stóð vaktina eins og herforingi í liðinni viku og kvaddi Jóhönnu Sigurðardóttur með virktum eftir að hún tilkynnti að þetta kjörtímabil yrði hennar síðasta.

Maður vikunnar

Hlakka til að taka þátt í mótun samfélagsins „Ég vil þakka kærlega fyrir heiðurinn, ég stækkaði allavega um fimm sentímetra við þetta,“ segir Katrín Júlíusdóttir fjármála- og efnahagsráðherra og hlær. Katrín snéri í vikunni aftur til starfa eftir fæðingarorlof. Katrín segir það góða tilfinningu að vera komin til starfa. „Ég er að koma úr yndislegu orlofi og hlakka mikið til að taka þátt við mótun samfélagins á ný, fram undan eru spennandi tímar.

Mér þykir einnig ómetanlegt að vita til þess að fólk geti stigið til hliðar úr ábyrgðarstöðum, farið í orlof og notið samverustunda við börnin sín, sem er nauðsynlegt. Ég er mjög stolt af Íslandi fyrir að vera komið svona langt, þetta er ekki sjálfgefið annarsstaðar. Svona er Ísland í dag nú dásamlegt,“ segir Kartín.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.


www.kia.is

7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum.

Frumsýnum á laugardaginn nýjan og glæsilegan

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 2 - 2 0 3 0

Kia cee’d Sportswagon

Við kynnum nýjan Kia cee’d Sportswagon – stærri og rúmbetri útgáfu af hinum vinsæla Kia cee'd. Hann er vel búinn og kraftmikill en samt sparneytinn, eyðir frá aðeins 4,4 l/100 km í blönduðum akstri. Kíktu við á laugardaginn og láttu fara vel um þig í nýjum Kia cee'd Sportswagon. Við bjóðum upp á kaffi og með því.

Komdu og reynsluaktu og þú gætir unnið miða á landsleik Íslands og Sviss í fótbolta.

Verð frá

3.655.777 kr. Kia cee’d Sportswagon LX 1,4 dísil

Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.


16

fréttir vikunnar

Helgin 5.-7. október 2012

Góð vika Áunninn heilaskaði

fyrir Jóhannes Jónsson, kaupmann í Iceland

Ein af þessum heppnu

Eins dauði er annars brauð Eins dauði er annars brauð. Það sannaðist enn og aftur þegar verslunarkeðjan Europris ákvað að hætta rekstri. Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Iceland, – áður kenndur við Bónus – tilkynnti í kjölfarið að hann hefði tekið á leigu húsnæði við Fiskislóð sem áður hýsti Europris. Þar hyggst hann opna Iceland-verslun 1. desember. Fyrir rekur hann Iceland-verslun við Engihjalla.

slæm vika fyrir Þór Saari alþingismanni

Dæmdur fyrir meiðyrði Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt ummæli sem höfð voru eftir Þór Saari alþingismanni dauð og ómerk. Þór var ekki gerð refsing en hann þarf að greiða Ragnari Árnasyni 300 þúsund krónur í miskabætur, 800 þúsund í málskostnað og 76.898 krónur til að kosta birtingu dómsins í DV og Morgunblaðinu. Ummælin: „Ragnar Árnason hefur verið á launum hjá LÍU í áratugi“, birtust í DV fyrir rúmu ári.

É

g er ein af þessum heppnu. Ég á son sem lenti í lífshættulegu slysi þegar hann var 5 mánaða. Hann fékk alvarlega höfuðáverka og það blæddi inn á heila hans. Hann var á gjörgæslu í á þriðja sólarhring þangað til læknar sögðu hann hólpinn. Hægri hlið líkama hans lamaðist og hann fékk flogaköst vegna áverkanna. Hann var tvær vikur á barnaspítalsjónarhóll anum áður en okkur var leyft að fara með hann heim en við tók sjúkraþjálfun og reglulegt eftirlit hjá heila- og taugalækni barna. Á ri eftir slysið fór hann í mikla rannsókn sem leiddi það í ljós að hann er með áunninn heilaskaða. Blæðingin hafði Sigríður skemmt örlítinn hluta af heila Dögg hans og um það bil eins rúmsentimetra svæði á yfirborði Auðunsdóttir heilans hafði eyðst. Ónýt svæði sigridur@ í heilanum eyðast. frettatiminn.is Þetta voru neikvæðu fréttirnar. Jákvæðu fréttirnar voru hins vegar þær að þetta var ekki eitt af „dýru svæðum heilans“, eins og læknirinn orðaði það. Þetta var svæði sem sá um úrvinnslu skynjunar frá húðinni (ég er orðin sérfræðingur í hinum ýmsu svæðum heilans síðan þá). Og vegna þess hve hann væri ungur væru yfirgnæfandi líkur á því að heilinn myndi mynda nýjar tengingar og brautir til að vinna það

Ég á son sem lenti í lífshættulegu slysi þegar hann var 5 mánaða. verk sem þetta ónýta svæði sér venjulega um. Hann er fjögurra og hálfs árs í dag og hefur náð sér að fullu. Ég er ein af þeim heppnu. Hann er einn af þeim heppnu. Árlega verða um 500 manns fyrir áunnum heilaskaða á Íslandi. Áunninn heilaskaði verður af völdum ytri áverka, svo sem slysa, falla og ofbeldis. Um 50 manns þurfa að fara í endurhæfingu á Grensás og er stór hluti þeirra ungt fólk.

Samtökin Hugarfar er félag fólks með áunninn heilaskaða, aðstandenda og áhugafólks um málefnið. Eitt af því sem samtökin vilja áorka er að auka vitund um þá hættu sem höfuðáverkar geta haft í för með sér. Frá því slysið varð hef ég verið mjög meðvituð um þá hættu sem duldir áverkar á höfði geta haft í för með sér. Fall þarf ekki að vera mjög hátt til þess að það geti haft varanlegar afleiðingar. Eitt þekktasta dæmi þess er leikkonan Natasha Richardson, eiginkona Liam Neeson, sem lést eftir minniháttar fall í byrjendabrekku á skíðum. Fyrst eftir slysið gantaðist hún um klaufaskapinn í sér og engan grunaði að fallið hefði orsakað bólgur á heila. Nokkrum klukkustundum síðar var hún flutt í skyndingu á spítala þar sem hún lést. Þetta er sem betur fer ekki algengt. Ég lenti sjálf í slysi þegar ég var unglingur sem orsakaði bólgur á heila. Ég stakk mér í sundlaug sem ég gerði mér ekki grein fyrir hve væri grunn, lenti á höfðinu og vankaðist. Rannsóknir sýndu bólgur á heila og þjáðist ég af miklum höfuðverkjum í nokkurn tíma á eftir. Svo leið það hjá. Ég er ein af þeim heppnu. Það er aldrei of varlega farið þegar um áverka á höfði er að ræða. Farið alltaf til læknis. Mín regla er sú að það er betra að fara einu sinni of oft en einu sinni of sjaldan.

Heitustu kolin á

Skuggar af 100 gráum skóm

Dýrt kveðið

Sölvi Tryggvason upplýsti í vikunni að hann ætti 50 skópör og tengdi í framhaldinu vandaðan skó- og fatasmekk sinn við samkynheigð við lítinn fögnuð.

Þór Saari var dæmdur fyrir meiðyrði sem hann lét falla um Ragnar Árnason prófessor. Ærumeiðingin fólst í því að segja prófessorinn hafa verið á launum hjá LÍÚ.

Ef einhver misskilningur er í gangi þarna úti í þjóðfélaginu, þá vilja Samtökin ´78 koma eftirfarandi á framfæri: A) Ef þú ert karlmaður sem elskar karlmenn = Þú ert tví eða samkynhneigður karlmaður B) Ef þú hefur unun af fallegum skóm = Þú ert skóaðdáandi C) Ef þú heldur á lofti úreldum staðalímyndum = Þú kemst í blöðin A og B eru óhrekjanlegar staðreyndir, en hjálpumst nú öll að kæru vinir við að eyða lið C ;) Samtökin 78

Það teljast semsagt ekki rangar upplýsingar heldur MEIÐYRÐI að segja einhvern vera á launum hjá LÍÚ. Það segir allt sem segja þarf um álit dómsins á LÍÚ: Eva Hauksdottir

Ragnar fær 300.000 kr. í miskabætur. Um daginn voru konu dæmdar 350.000 kr. í

CHRONOGRAPH 3700-31

miskabætur frá sambýlismanni sem gekk illa í skrokk á henni og braut m.a. bein í andliti. Margir sambærilegir dómar. Hvernig Hver ætli séu áhugamál samkynhneigðustu gagnkynhneigðu konu á Íslandi? er ekki hægt að skella því líka í blöðin!!!! Sigríður Droplaug Jónsdóttir

dómarar meta miska manna er algjörlega óskiljanlegt... Grímur Atlason

Þá er ljóst að það eru meiðyrði að segja að Ertu í alvöru, Sölvi? Hvernig gera skórnir þínir þig samkynhneigðan? Hildur Lilliendahl

Michelsen_3700-31_H200XB151.indd 1

6/5/12 9:32 AM

einhver hafi verið á launum hjá LÍÚ í áratugi. Skiljanlega. Illugi Jökulsson


Beint frá

Bónda

KJúKlinGaMáltíð fyRiR

íslensKaR KaRtöfluR í lausu

4

169

Við gerum meira fyrir þig

KR./KG

Beint frá

Bónda

flJÓtsHÓla GulRÆtuR

249

KR./pK.

Bakað á num! Stað

30%

Heill KJúKlinGuR, 500 G fRansKaR, 150 G Heit KJúKlinGasÓsa oG coKe, coKe liGHt eða coKe zeRo, 2 l

afsláttur

veisluBRauð

299 429

KR./stK.

20%

KR./pK.

R

Ú

BestiR í KJöti

I

Ú

KJÖTBORÐ

ÍSLENSKT KJÖT

B

KJÖTBORÐ

998

TB KJÖ ORÐ

KR./KG

R

798

R

Ú

I

GRísasíðuR, pöRusteiK

I

BestiR í KJöti Ú

KR./KG

1998

B

Ð

I

1598

R

TB KJÖ OR

Z eða Cok e

398

afsláttur

laMBalÆRissneiðaR af nýslátRuðu

KR.

! ÞúCovkee,lCuokre lightero lavazza espResso KaffipúðaR, 16 stK.

20%

afsláttur

a. MaBel´s Muffins, 3 teGundiR

199 KR./stK.

ÍSLENSKT KJÖT Mentos, 3 stK. í pK., 3 teGundiR

249

15%

25%

afsláttur

4729

KR./KG

Ú

BestiR í KJöti

I

Ú

I

B

KJÖTBORÐ

3998

R

TB KJÖ ORÐ

Ú

R

KJÖTBORÐ

KR./KG

KR./pK.

unGnauta RiB eye

I

B

BestiR í KJöti Ú

1198

R

TB KJÖ ORÐ

I

laMBa siRloin sneiðaR

R

afsláttur

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

1990

ÍSLENSKT KJÖT

ÍSLENSKT KJÖT

1598

aðeins

Ferskt sushi

í fiskborði Nóatúns t nýt túni! Í nóa

HÄlsans KöK soJapylsuR, 300 G

799 KR./pK.

20% afsláttur

ss GRand oRanGe laMBafille

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt


18

fréttir vikunnar

Helgin 5.-7. október 2012

4

Seðlabankinn sýknaður Héraðsdómur hefur sýknað Seðlabankann af kröfum Más Guðmundssonar seðlabankastjóra um að ákvörðun um launalækkun Más verði ógilt.

Rekstur skólans á Tálknafirði ólöglegur Hjallastefnan má ekki, samkvæmt lögum, reka eina grunnskóla Tálknafjarðarhrepps. Þetta kemur fram í bréfi sem menntamálaráðuneytið sendi hreppnum í september.

Skora á ráðamenn að leysa makríldeiluna Nokkur umhverfisverndarsamtök í Evrópu skora á ráðamenn í ESB, á Íslandi, í Noregi og Færeyjum að leysa makríldeiluna sem fyrst. Núverandi ástand og veiðar stefni makrílstofninum í hættu.

Vikan í tölum stig hefur Cercle Brugge, nýtt lið Eiðs Smára Guðjohnsen, náð sér í í fyrstu níu leikjum tímabilsins. Liðið er í neðsta sæti belgísku deildarinnar.

Viðhorf Hildar Lilliendahl

Glæpurinn er ekki framinn þegar hann er sannaður

H

ún hefur farið ansi hátt undanfarin misseri, hugmyndin um að femínistar vilji snúa við sönnunarbyrðinni í nauðgunarmálum; þannig að það sé sakleysi en ekki sekt sem þurfi að sanna. Hugmyndin er fáránleg og ég hef ekki hitt þann femínista sem þykir hún sniðug. Jafnvel ekki þótt þeir segi að núverandi kerfi sé gallað. En önnur

Jarðskjálfti í Kötlu – 3,2 að styrkleika Jarðskjálfti, 3,2 að styrkleika, varð í Kötlu á miðvikudagsmorgun. Upptök hans voru á 100 metra dýpi norðarlega í Kötluöskjunni. Skjálti um 1 að stærð var á sama stað litlu fyrr. Enginn frekari órói hefur mælst.

brotafólki, sé manneskjulegra, fallegra og líklegra til árangurs en kerfi sem vill refsa og hefna. Þess vegna langar mig ekki að tala um réttarkerfið, ég hef einfaldlega ekki sérstaklega mikinn áhuga á því. Mig langar hinsvegar að tala um nauðgunarmenningu; samfélag sem samþykkir kynferðisofbeldi. Þann 26. september sl. hlóð stúlka inn myndbandi á Youtube. Í því talar hún illa um fótboltastráka í eina og hálfa mínútu. Hún segist hafa heyrt að fótboltastrákar kvarti undan því að finna sér ekki kærustur. Hún segir svo að ástæðan fyrir því að stelpur vilji ekki vera með fótboltastrákum sé að þeir séu persónuleikalausir, vanþroska og hrokafullir, kalli stelpur ílát og komi illa fram við þær. Athugasemdirnar við myndbandið eru til dæmis svona:

Vöruskiptin hagstæð um 5,5 milljarða Vöruskiptin í september voru hagstæð um 5,5 milljarða samkvæmt tölum Hagstofunnar. Útflutningur var 48,5 milljarðar króna og innflutningur tæpir 43 milljarðar króna.

Förgun á kindahræjum til skoðunar Verið er að skoða hvort grípa þurfi til sérstakra aðgerða vegna hreinsunar og förgunar á kindahræjum í Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi. Að sögn sveitarstjóra beggja sveitarfélaganna kemur til greina að setja upp sérstaka gáma þar sem tekið verður á móti hræjum.

Óbreyttir stýrivextir Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað á miðvikudaginn að halda vöxtum óbreyttum. Stýrivextir, veð til 7 daga, verða því áfram 5,75%, daglánavextir verða 6,75%, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum verða 5,5% og innlánsvextir 4,75%.

og vinsælasta athugasemdin þegar þetta er skrifað er svohljóðandi:

fáránleg hugmynd er að réttarreglan „saklaus uns sekt er sönnuð“ sé eða skuli vera einhverskonar algild heimspeki fyrir samfélag manna. Réttarreglan er góð sem slík en hún er ekki nokkurskonar sannleikur. Brjóti menn lög eru þeir lögbrjótar. Glæpurinn er ekki framinn þegar hann er sannaður, hann er framinn löngu áður og stundum tekst að sanna hann og stundum ekki. Stundum kemst hann ekki upp en það þýðir ekki að sá sem hann framdi sé saklaus af honum. Hitt er annað mál að meðal femínista og margra annarra er krafan um þyngri refsingar í kynferðisbrotamálum býsna hávær. Ég er ekki lögfræðingur og ekki sérstakur talsmaður refsinga. Ég held að kerfi sem býður upp á betrun, meðferðir, menntun og uppbyggilegt starf með af-

Og fólk heldur að Egill Einarsson hafi ekki haft nein áhrif með öllu hressa nauðgunargríninu sínu. Samfélag sem umber þetta, lækar þessar athugasemdir og elur upp drengi sem tala svona við konur, er samfélag sem samþykkir kynferðisofbeldi. Hugmyndin um að femínistar vilji berjast fyrir öfugri sönnunarbyrði kviknar út frá ákveðinni endurskilgreiningu á nauðgunum sem hefur verið að eiga sér stað, kannski sérstaklega meðal femínista en er vonandi hægt og bítandi að skila sér út í almenna umræðu. Þessari endurskilgreiningu má sjá stað í málflutningi Nei-hópsins, í druslugöngunni og hjá Samþykkishópnum og gengur út á þá einföldu hugmynd að sá sem fær ekki samþykki en ríður samt telst hafa nauðgað. Sá sem nýtir sér valdamisræmi eða aflsmun til að koma fram kynferðisleg-

um vilja sínum telst vera ofbeldismaður og skilgreiningin veltur á gjörðum hans eins og þolandi upplifir þær en ekki á viðbrögðum þolandans. Krafan um að manneskja afþakki kynferðismök skýrt og greinilega samræmist ekki öðrum hugmyndum okkar um samskipti fólks. Ef ég stel einhverju, þá hreinlega hef ég stolið því. Alveg sama hvernig sá eða sú sem ég stel frá bregst við. Ef leiðinlegur strákur býður mér í bíó gerir samfélagið ekki þá kröfu til mín að ég segi honum að mér finnist hann leiðinlegur og ég vilji ekki fara með honum í bíó. Það þykir alveg ásættanleg hegðun að ljúga því að maður sé upptekinn. Vinur minn minntist á þessa endurskilgreiningu við mig á dögunum og var helvíti reiður yfir henni. Hann sagði að miðað við það sem hann hefði heyrt fólk segja um þessi mál, væru skilgreiningar á kynferðisofbeldi orðnar þannig að ætlaði hann sér að kvitta undir þær þyrfti HANN raunverulega að skoða sína sögu, fara yfir mörg ár af samblöndu af lauslæti og drykkjuskap með tilliti til þess hvort eitthvað í þeirri sögu mætti túlka sem kynferðisofbeldi. Ég reyndi að segja honum að slík endurskoðun væri fullkomlega eðlileg en ég talaði fyrir daufum eyrum. En þetta er það sem ég vil að við gerum. Ég vil að við áttum okkur á því að það er ekki eðlilegt að vera ekki viss um að upplýst og fúst samþykki liggi fyrir þegar við ákveðum að gera það með einhverjum. Ég vil að við hugsum um það hvort við höfum beitt fólk þrýstingi, hvort við höfum alltaf og allsstaðar getað verið viss um að fólkið sem við höfum sofið hjá hafi langað til þess. Ég vil að samfélagið mitt hætti að tala um hvernig stelpa hagaði sér áður en henni var nauðgað eða á meðan eða eftir á. Ég vil að fólkið í samfélaginu mínu sammælist um að það sé eðlileg krafa til fólks að hafa ekki samfarir við manneskju án þess að vera þess fullviss að hana langi til þess. Að berjast fyrir því að mega ríða öðrum án þess að hafa leyfi til þess er ógeðslegt.

41

prósent ungra íslenskra karla borðar fisk einu sinni í viku, sjaldnar eða aldrei.

40

ár eru síðan Fellaskóli var vígður. Afmælinu er fagnað í dag, föstudag.

125

milljarða króna á kínverski fjárfestirinn Huang Nubo í hreinni eign. Hann er í 129. sæti á lista Forbes yfir 400 ríkustu Kínverjana.

600

þúsund krónur fær hinn 26 ára gamli Dagur Hjartarson í vasann eftir að honum voru veitt Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðahandritið Þar sem vindarnir hvílast og fleiri einlæg ljóð. Bók með verðlaunaljóðunum er komin út hjá Bjarti.

821

eintak seldist af plötu Ásgeirs Trausta Einarssonar, Dýrð í dauðaþögn, í síðustu viku samkvæmt Tónlistanum.


hinn eini sanni Ódýrt og gott! Keppurinn á ca. 96 kr.

! r u ð a k r a m slátur

slátur markaður ferskt daglega! í Hagkaup Smáralind Afgreitt frá kl. 14 - 18* * alla daga nema mánudaga og sunnudaga meðan birgðir endast

valið lambakjöt af nýslátruðu læri, kótilettur og úrvals súpukjöt • Heilt lambalæri • 1/2 hryggur, sagaður í kótilettur • Frampartur sagaður í súpukjöt

1198kr/kg


20

viðhorf

Helgin 5.-7. október 2012

Hagfræði heimila og þjóðar

Í hvað vill þjóðin eyða skattfé sínu?

M

MINNI - LÉTTARI - FERSKARI

VILTU VINNA NÝJU PS3 TÖLVUNA?

SENDU SMS EST PS3 Á NÚMERIÐ 1900 ÞÚ FÆRÐ SPURNINGU OG SVARAR MEÐ ÞVÍ AÐ SENDA SMS SKEYTIÐ EST A, B EÐA C Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! FULLT AF AUKAVINNINGUM: DVD - TÖLVULEIKIR FIFA 13 - GOS O.FL. *Aðalvinningar dregnir úr öllum innsendum skeytum 30.október 2012. Vinningar verða afhentir í ELKO Lindum, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr./SMS-ið. Þú færð 5 mínútur til að svara spurningu. Leik lýkur 29.október 2012

ig rámar í skoðanakönnun sem mál skortsins knýr okkur til að forgangsgerð var fyrir margt löngu þar raða og við reynum að láta mikilvægustu sem meðal annars var spurt um hlutina í lífinu hafa forgang. En þetta virðhvaða starfsgreinar mönnum líkaði verst ist reynast okkur stjórnmálamönnunum við. Það vakti athygli mína þá að hagflóknara. Lögmál skortsins á heldur betur fræðingar voru verst þokkaðir af öllum við um fjármál ríkisins, við þurfum að velja stéttum, sjónarmun reyndar á undan lögum í hvað við ráðstöfum takmörkuðum fræðingum. Ég var að læra hagfræði í Háfjármunum okkar. Það val endurspeglar skólanum þegar þetta var, hafði valið þá pólitískar áherslur okkar og hugsjónir. Ég grein frekar en lögfræði. Ástæður þess að hlustaði í vikunni á viðtal við Kára Stefánshagfræðingar njóta lítilla vinsælda kunna son þar sem hann talaði um hvernig allað vera margar en ein er sú að fræðigreinur tækjakostur Landspítalans væri úr sér in byggir á því lögmáli að það er ekki til genginn og hversu mjög heilbrigðiskerfið endalaust af gæðum sem við mennirnir okkar væri að dragast aftur úr öðrum þjóðIllugi Gunnarsson sækjumst eftir. Því verðum við að haga um vegna þess að við eigum ekki nýjustu þingmaður Sjálfstæðisokkur í samræmi við þá staðreynd og tæki og tól. Þetta var dökk mynd sem Kári flokksins sætta okkur við alls konar leiðindi eins dró upp. og að við getum ekki bæði átt kökuna og Ekki kaupa fleiri jeppa borðað hana. Ekki furða kannski þó að hagfræðingar séu ekki manna vinsælastir, Hollywood Höfum við ekki efni á betra heilbrigðiskerfi? Svarið er gerir aldrei bíómyndir um þá og sjaldnast er sagt við einfalt, jú við höfum það. En við verðum að forgangslítil börn að ef þau verða dugleg að borða matinn sinn raða í rekstri ríkisins og okkur liggur á að breyta þá geti þau orðið hagfræðingar þegar þau eru orðin áherslunum. Hvaða vit var í því að ríkið lagði hátt í 10 stór. milljarða í göng undir Vaðlaheiði við þessar aðstæður? Mér er sama þótt þeir peningar eigi að skila sér að Hagfræðingur í hverju húsi til baka að hluta á einhverjum áratugum, þjóðhagsleg En þó fæstir leggi stund á hagfræði í háskóla þá er það hagkvæmni og mikilvægi þess að endurnýja og bæta svo að hvert og eitt okkar fæst við hagfræðileg vanda- tækjakost Landspítalans er án vafa meiri þegar upp mál á hverjum degi. Heimilishald er öðrum þræði hag- er staðið. Og hvað vit var í því að eyða milljörðum í fræðilegt vandamál, matur og föt, lán sem þarf að borga málaferli gegn Geir Haarde, í vanhugsaðar breytingar af, húsaleiga, ferðalög og allt hvað eina sem fylgir því að á stjórnarskránni, eða illa ígrundaða umsókn að ESB, reka eitt heimili. Verkefni hverrar fjölskyldu er að nýta svo dæmi séu nefnd? Ríkisstjórnin er í þessum málum heimilistekjurnar sem best þannig að sem flestum þörf- því miður ekki ólík heimilsföður sem kemur heim á um verði fullnægt. Þetta þýðir að við þurfum að velja nýja jeppanum og byrjar að útskýra fyrir fjölskyldunni og hafna, forgangsraða. Það væri til dæmis skrýtið val að ekki séu til peningar fyrir tannlæknaferðum og öðru að kaupa nýjan og dýran jeppa og geta síðan ekki sent slíku, það lá svo á að kaupa jeppann. Þessu þurfum barnið til tannlæknis vegna blankheita. Þetta þekkjum við að breyta. Við þurfum að endurskoða allan rekstur við og flestum gengur bærilega að greiða úr þessum ríkisins og gera okkur betur grein fyrir því hvernig endalausu verkefnum. við forgangsröðum. Sumt þarf að skera niður og spara enn frekar og í annað þurfum við að auka við. Verkefni Stjórnmálamenn þurfa líka að velja okkar er að ákveða í hvað við verjum sameiginlegum Svona gengur þetta fyrir sig á heimilum landsins. Lög- sjóðum þessarar stóru fjölskyldu sem byggir Ísland.

Höfum við ekki efni á betra heilbrigðiskerfi? Svarið er einfalt, jú við höfum það. En við verðum að forgangsraða í rekstri ríkisins og okkur liggur á að breyta áherslunum. Gjaldmiðilsmál: Tveir valkostir

Krónan úthýsir okkur úr EES

Í

þarsíðustu viku kom út rit Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldmiðilsmálum. Þar er í raun komist að þeirri niðurstöðu að aðeins tveir valkostir séu til staðar fyrir Íslendinga. Annað hvort áframhaldandi króna eða evra með inngöngu í Evrópusambandið. Einhliða upptaka er talin óraunhæf. Enn fremur flækja gjaldeyrishöftin málið. Þau gera það að verkum að sú spurning hvort við getum haldið áfram í EES blandast í málið. Skoðum þessa tvo valkosti og útvíkkum hvað þeir þýða í raun og veru.

ið er ein mikilvægasta stoð Evrópusambandins. Sú regla sér til þess að innan ESB er frjálst flæði fjármagns, fólks, vöru og þjónustu. Gjaldeyrishöft koma í veg fyrir frjálst flæði fjármagns en þrengja einnig frjálst flæði vöru, þjónustu og fólks. Ef við ætlum að halda áfram í EES og með krónu þá þyrftum við að semja við Evrópusambandið um varanlega undanþágu frá grunnstoð Evrópusambandsins og EES samningsins (fjórfrelsinu). Það hlýtur að teljast augljóst að Evrópusambandið mun aldrei samþykkja Egill Almar Ágústsson að land í EES uppfylli ekki grunnMeistaranemi í hagstoð samningsins. Þar af leiðandi fræði og fjármálum getur Ísland varla haldið áfram í EES við Brandeis háskóla í Evra með inngöngu í Evrópumeð krónu. Hvort sem við viljum Bandaríkjunum sambandið halda áfram eða ekki mun koma sá Í samningaviðræðum við Evróputímapunktur að við getum ekki versambandið verður samið um það hvernig ferlið ið áfram í EES. Við einfaldlega uppfyllum ekki í kringum upptöku evru á Íslandi mun verða. Af- grunnskilyrðin. nám gjaldeyrishafta verður mikilvægur þáttur í þeim samningaviðræðum og það kann að vera að Spurning um framtíðina samningarnir snúist um hvort EvrópusambandVið Íslendingar höfum því tvo raunverulega ið geti hjálpað Íslandi að leysa gjaldeyrishöftin. valkosti. Að ganga í Evrópusambandið og taka Endapunkturinn verður að Ísland verði með evru upp evru án gjaldeyrishafta og njóta áfram þeirra og algerlega án gjaldeyrishafta. kosta sem við höfum notið innan EES samningsins. ESB sjálft hefur líka góða kosti. EES samnKróna utan EES ingurinn hefur gjörbreytt Íslandi, á jákvæðan Fyrir nokkrum vikum gaf Seðlabankinn út rit um hátt. Flestir eru sammála um ágæti EES samnmögulegar varúðarreglur eftir fjármagnshöft. Í ingsins og vilja ekki segja honum upp. Hinn valraun og veru var Seðlabankinn að segja að hann kosturinn er að ganga ekki í Evrópusambandið, teldi ekki raunhæft að hafa algerlega frjálsa fjár- halda áfram að nota krónu, vera áfram með gjaldmagnsflutninga með íslenskri krónu. Í öðrum eyrishöft og ganga úr EES. orðum að gjaldeyrishöft yrðu áfram. Jafnframt Þeir sem vilja ekki í Evrópusambandið verða hefur skapast ákveðin samstaða í umræðunni um að gera það upp við sig hvort þeir séu tilbúnir til að krónu muni alltaf fylgja einhver höft. Gjald- að missa EES samninginn og lifa í haftahagkerfi eyrishöft eru brot á EES samningnum. Þau fara til frambúðar. Eru það í alvörunni hagsmunir eingegn grunnforsendum Evrópusambandsins (fjór- staklinga og fyrirtækja í landinu að Íslandi verði frelsið) og þar með EES samningsins. Fjórfrels- áfram með gjaldeyrishöft, krónu og ekki í EES?


 Vik an sem var Yfirvaldið í Hádegismóum Ég hef hins vegar ekki enn fengið þessa kæru og mér þykir einkennilegt að kæra gegn DV berist Morgunblaðinu á undan DV. Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri DV, furðar sig á krókaleiðum í kæruferli Skafta Harðarsonar, sem titlaður er formaður Félags skattgreiðanda, og kærði DV til sérstaks saksóknara fyrir að standa ekki skil á opinberum gjöldum.

Breyttu línunum og tónaðu líkamann í sitt fegursta form. Við höfum sett saman nýtt æfingakerfi byggt á kerfi sem hefur slegið rækilega í gegn í New York. Það sameinar margar ólíkar styrktaræfingar sem móta og tóna vöðva líkamans á áhrifaríkan hátt. Æfingarnar eru rólegar, krefjandi og gerðar til að breyta línum líkamans á kerfisbundinn hátt. Áhersla er lögð á þægileg tónlist.

Deilt við dómarann Undirritaður telur að stefna Ragnars hafi verið með öllu tilhæfulaus og sé tilraun til þöggunar á umræðu um málefni sem hvað heitast hefur brunnið á þjóðinni í áratugi sem eru breytingar á kvótakerfinu og úthlutun aflaheimilda. Þór Saari alþingismaður ætlar að áfrýja meiðyrðadómi sem féll yfir honum í vikunni vegna orða sem hann lét falla um Ragnar Árnason, prófessor.

5 stjörnu FIT

Innifalið: • Lokaðir tímar 3x í viku • Leiðbeiningar um mataræði sem er sérstaklega samsett til að tryggja þátttakendum 5 stjörnu árangur • Hvatning, fróðleikur og hollar og góðar uppskriftir frá Ágústu Johnson og Guðbjörgu Finns • Mælingar og vigtun fyrir og eftir fyrir þær sem vilja • Dekurkvöld í Blue Lagoon spa • Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum • Aðgangur að glæsilegri útiaðstöðu - jarðsjávarpotti og gufuböðum • 10% afsláttur af öllum meðferðum í Blue Lagoon spa

Sölvi Marcos Ég var reyndar í bænum um helgina og þá var ég þrisvar sinnum spurður hvort ég væri hommi en ég tek því sem miklu hrósi fyrir minn fatastíl. Sölvi Tryggvason vakti mikla athygli þegar hann kom út úr skóskápnum í Fréttablaðinu og upplýsti að hann ætti 50 skópör. Hann kemst þó ekki með tærnar þar sem Imelda Marcos var með alla sína þúsund hæla. Sérálit „Allan tímann sem ég starfaði þarna hafði ég þá tilfinningu að samstarfsmenn mínir vildu lítt á mig hlusta.“ Jón Steinar Gunnlaugsson hefur verið iðinn við að skila sérálitum sem hæstaréttardómari. Ef til vill vegna þess að meðdómarar hans vildu ekkert vera memm. Há dú jú læk Æsland? Fortíð mín hjá flokknum tengist á engan hátt áhuga mínum á Íslandi, sá áhugi er eingöngu persónulegur. Kínverski fjárfestinn Huang Nubo er í viðtali í nýjasta tölublaði Mannlífs þar sem hann stígur fram og játar fölskvalausa ást sína á Íslandi.

Nýttu þér reynslu okkar og þekkingu til að ná 5 stjörnu formi. Hentar jafnt byrjendum sem vönum. Verð 25.900 kr. Meðlimir Hreyfingar 16.900 kr. Allar nánari upplýsingar um námskeiðin, tímasetningu og skráningu finnur þú á www.hreyfing.is

5 stjörnu viðbótardekurpakki 40% afsláttur fyrir þátttakendur í 5 stjörnu FIT

• Handklæði við hverja komu • Aðgangur að heitum potti, hvíldaraðstöðu og afnot af slopp í Blue Lagoon spa • Kísilleirmeðferð í Blue Lagoon spa Tilboðsverð 12.590 kr. (fullt verð 20.900 kr.)

Náðu 5 stjörnu formi

Lagerhreinsun Klipptu út auglýsinguna og komdu með hana með þér og fáðu 10% aukaafslátt af útsöluvöru

Adidas Goletto aðeins s barnastærðir Við erum á facebook Aðeins kr. 3.500.Takmarkað magn

facebook.com/joiutherji

Fótboltatreyjur frá síðasta tímabili

4.990.- kr treyjan

Takkaskór - Gervigrasskór Frá kr. 5.000.- parið

Ármúla 36 - 108 Reykjavík s. 588 -1560


viðtal

Helgin 5.-7. október 2012

Ha

pa

rk

et

22

Sjón­ varps­ þættir­nir Ferðalok fara yfir valda atburði úr Íslend­ inga­sögunum og tengja þá við fornminjar og gripi sem enn eru til. Hugmyndin að þáttunum er komin frá Völu Garðars­ dóttur fornleifafræðingi sem skrifar handrit þeirra. Hún segir vík vera á milli Íslend­­inga­sagnanna og fornleifafræðinnar en gaman sé að leika sér að tengingum þar á milli og gæða þannig sögur­nar sem lifað hafa með þjóðinni í gegnum árhundruðin lífi. Til stendur að sýna í Ríkissjón­ varpinu undir lok ársins.

Heimur Íslendingasagnanna opnast með tengingu við fornminjar

V

ala Garðarsdóttir er fornleifafræð­ ingur og hefur haft brennandi áhuga á Íslendingasögunum síðan í æsku. Í þáttunum Ferðarlok tengir hún þessi tvö hugðarefni sín saman og sér nú loks fram á að hugmynd hennar um aðgengilegan fróð­ leik um Íslendingasögurnar og fornleifar verði að veruleika. „Ég fékk hugmyndina að þessu og fannst þurfa að gera þetta efni svolítið aðgengilegra sjónrænt,“ segir Vala sem velti þessu lengi fyrir sér. „Ég byrjaði á þessu um svipað leyti og ég byrjaði í fornleifafræðinni. Ég var alltaf að hugsa um þetta. Ég hef lesið sögurnar oft og farið um söguslóðirnar og þar fer maður að rýna í tóftirnar og hugsa þetta lengra.“

Kristján Eldjárn fyrirmynd

Vala segist horfa mikið til Kristjáns Eldjárns, sem var þjóðminjavörður áður en hann varð forseti Íslands. „Ég fæ mikið af hugmyndum frá Kristjáni Eldjárn og ég myndi segja að hann væri mér mjög sterk fyrirmynd. Ég er mjög hrifin af hugmyndafræði hans að reyna ekki endilega að sanna sögurnar heldur að blása aðeins meira lífi í þær. Ég er búin að skoða þetta í svolítið langan tíma. Bæði fornleifarnar og Íslendingasögur­ nar. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á Íslend­ ingasögunum yfir höfuð. Alveg frá því að ég var krakki. Þær eru samt meira tómstunda­ gaman hjá mér,“ segir Vala sem er fyrst og fremst fornleifafræðingur sem stendur við þá vík sem hún segir að sé á milli fræðanna og sagnanna. „Vissulega er vík á milli fornleifafræðinn­ ar og sagnanna sjálfra en það er gaman að velta þessari tengingu fyrir sér og reyna að festa á þessu hendur.“

Sannleikskornin í sögunum

„Maður er kannski á gráu svæði sem fræðimaður ef maður er eitthvað að reyna að sanna að einhverjir ákveðnir atburðir í Íslendingasögunum hafi átt sér stað í

raunveruleikanum. Þetta er meira gert til að vekja meiri áhuga á sögunum en auð­ vitað er mögulegt að ákveðnir atburðir hafi átt sér stað og einhver sannleikskorn geta leynst á bak við textann. Eða að einhverjir atburðir hafi kveikt ákveðna sögu. Það er dálítið gaman að rekja þetta líka út frá forn­ leifunum, út frá aldursgreiningum og land­ námi og landnámsstöðum sem rætt er um í Landnámu sjálfri. Ég held að það sé ekkert fjarri lagi og ég held það sé enginn að rengja Landnámu sem slíka.“ Vala bendir á að þegar sögur eru annars vegar sé viðbúið að þær séu kryddaðar. „Auðvitað bætir fólk í og einhvern veginn formast, þróast og breytast sögurnar í gegnum þessi hundrað eða tvö hundruð ár sem kannski líða á milli atburða þangað til þeir eru settir niður á skinn. Sannleikskornið er örugglega til staðar þótt ýkjurnar verði einhverjar eins og alltaf gerist með sögur.“

Silfur Egils og fall Gísla

Í Ferðalokum er farið yfir valda atburði úr Íslendingasögunum og tengsl þeirra við fornminjar sem enn fyrirfinnast ann­ að hvort úti í náttúrunni eða á söfnum. Lagt er upp með að sögumaður gangi á söguslóðir, segi frá viðfangsefni hvers þáttar, stikli á sögunni, ræði við fræði­ menn, sagnamenn, heimamenn og fleiri. Í þáttunum er því rýnt í sögu forfeðranna frá ýmsum sjónarhornum og stuðst við fornminjar, náttúruna og munnmælasögur sem gefa innsýn í fortíðina. „Við förum í gegnum ákveðna atburði en tökum ekki fyrir heilu sögurnar. Við skoðum ekki alla Njálu, Laxdælu eða Gísla sögu. Við tökum ákveðna atburði úr sögunum sem hægt er að tengja við forn­ gripi. Við tökum til dæmis silfur Egils úr Egils sögu, bardagann við Knafahóla úr Njálu, landnám Auðar djúpúðgu úr

Landnámu og forsögu Laxdælu og fall Gísla Súrssonar í Gísla sögu.“ Vala segir valið mikið til ráðast af því sem er til áþreifanlegt úr fortíðinni. „Silfur Egils varð fyrir valinu vegna þess að það fund­ ust silfurpeningar í Kýrgili í Mosfellsdal og silfur­peningar slegnir í Skotlandi. Það er al­ veg hægt að leika sér með þetta. Sama er að segja um bardagann úr Njálu en dys og fleira hefur fundist á sama stað og sagan á að hafa gerst. Maður er svolítið að leika sér að því að tengja saman fornleifar og sögu og þess vegna valdi ég þessa atburði til þess að leika mér með.“

Alltaf að grafa

Leikin atriði úr Íslendingasögunum setja mikinn svip á þættina og Vala segist hafa fylgst náið með upptökum á þeim atriðum. „Já, já. Ég er alltaf með frá a til ö. Þótt þetta sé samstarfsverkefni þá vill maður náttúr­ lega vera til staðar þó ekki væri nema bara upp á faglega þáttinn og að fylgja þessu úr vör. Það er líka svo gaman að sjá þetta verða að veruleika og þessa frábæru leikara sem við eigum á Íslandi sýna hvað í þeim býr. Allt fólkið sem kom að framleiðslunni var frábært og ég held að það hafi nú komið mér mest á óvart hvað fólk getur aðlagast ýmsu.“ Enskur titill þáttanna er Journey´s End en hugmyndin er að reyna að selja þá til sýninga í nágrannalöndum Íslands. „Fram­ leiðendurnir eru að reyna að selja þetta til hinna Norðurlandanna, Frakklands og Þýskalands og Bretlands jafnvel. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga þannig að það virðist vera mikill áhugi á Íslendingasögunum í þessum löndum.“ Rakel Garðarsdóttir og Ágústa M. Ólafsdóttir framleiða þættina undir merkjum Vesturports. Björn Hlynur Haraldsson sá um leikstjórn í upphafi en Ragnar Hansson tók við keflinu þegar Björn fékk hlut­ verk í þáttunum The Borgias.Ríkis­ sjónvarpið sýnir þættina í lok ársins og Vala segist vera orðin mjög spennt og tilhlökkunin sé mikil enda langt um liðið síðan hún lagði upp í þennan leiðangur um fortíðina. Hún heldur samt að sjálfsögðu fullri einbeitingu í forn­leifagrúskinu þar sem nóg er að gera. „Ég er búin að vera að grafa síðan í maí og verð að út október. Það er nú svona það sem ég geri venjulega, hitt er meira í hjáverkum.“


Vissulega er vík á milli fornleifafræðinnar og sagnanna sjálfra en það er gaman að velta þessari tengingu fyrir sér.

ISIO 4 með D-vítamíni góð fyrir æðakerfið Vala Garðarsdóttir eyðir dögunum í að grafa eftir fornleifum en Íslendingasögurnar eru henni þó jafnan ofarlega í huga.

ISIO4 er heilsusamleg blanda af olíum — auðug af náttúrulegu E-vítamíni og viðbættu D-vítamíni. Olíurnar fjórar sem sameinast í ISIO4, repju-, oléisol-, sólblóma- og vínberjaolía, eru ríkar af E-vítamíni, andoxunarefni sem verndar frumur líkamans. Auk þess inniheldur ISIO4 núna meira af D-vítamíni sem hjálpar þér að styrkja ónæmiskerfið.

Skarphéðinn í uppáhaldi

Hugsaðu um heilsuna og veldu ISIO4 með lífsnauðsynlegum Omega-3 fyrir hjarta og æðakerfi og Omega-6 til að halda kólesteróli í skefjum. Olían er bragðgóð og hentar vel í alla matargerð, heita rétti sem kalda.

ÍSLENSKA SIA.IS NAT 58050 03/12

Vala heillaðist ung af Íslendingasögunum og hefur marg lesið þær og á auðvitað, eins og allir, sína eftirlætis persónu. Og sá er enginn aukvisi. „Það er kannski klisja en ég er mjög hrifin af Skarphéðni Njálssyni. Hann er svo margbrotinn og flókinn. Hann svo góður en að sama skapi er hann grimmur. Hann rúmar allar andstæðurnar í einum manni. Gunnar á Hlíðarenda er líka alltaf í miklum hávegum hjá mér. Þeir eru andstæður en ég veit ekki hvort þetta segi meira um mig en eitthvað annað. Síðan eru náttúrlega konur eins og Hildigunnur Starkaðardóttir sem er einstaklega flott persóna.“ En Bergþóra og Hallgerður? „Hallgerð­ur er svo flókin og það er margt sem fer mikið í taugarnar á mér í fari hennar. En það er ekki hægt að neita því að hún sé margbrotin. Kvennaráðin eru köld hjá henni.“

HAUST OSLO BORGIR

frá

9.900 kr.

KÖBEN 9.900 frá

ENNEMM / SIA • NM54570

Frá kr.

9.900 Aðra leið, til eða frá áfangastað, með sköttum.

30. október og síðan í allan vetur

Í október

Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri • Sími 461 1099 • www.heimsferdir.is

kr.


30%

af borðstofuborði og 6 stólum

twIster og 6 cAscIA stóLAr TwISTer borðstofuborð, háglans hvítt. 100x200 cm. 6 CaSCIa stólar, hvítir eða svartir úr endurunnu leðri. Verð áður 145.300,- NÚ 99.000,-

s i l æ m af 25% af öllum kertum

25%

af öllum glösum

Við erum 4 ára Dagana 5. - 7. okt.

komdu og vertu með okkur á afmælinu. Hér verður eitthvað fyrir alla. ratleikur fyrir börnin - leikur fyrir fullorðna - þar sem dregið verður úr réttum lausnum þann 8. okt. einnig verður frí kaka dagana 6. og 7. október. Vinningar: 5 x 10.000 kr. gjafabréf - 1 x 50.000 kr. gjafabréf og 10 frítt að borða á Kaffi ILVA

ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is - laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30


einfaldlega betri kostur

35% af 24SeVen

24 seVeN Grjónapúði 135x160 cm. Verð áður 19.900,- NÚ 12.900,-

a l s i e s5. v r e b ó t k - 7. o 30%

af HoBBY DeLuXe lömpum

40% af mati stólum

hoBBy deLuxe Nýtt Svartur, hvítur eða króm. Gólflampi. H 180 cm Verð áður 16.995,- NÚ 11.895,Borðlampi. H 70 cm Verð áður 6.995,- NÚ 4.895,-

Frí kaka

Súkkulaðikaka og kaffi/ djús í boði ILVa laugardag og sunnudag

MAtI Stóll endurunnið leður, rauður, hvítur eða svartur. Verð áður 16.900,- NÚ 9.900,-

Bjóðum uppá vaxtalaust lán til 6 mánaða

einfaldlega betri kostur

sendum um allt land

frí súkkulaðikaka


26

viðtal

Helgin 5.-7. október 2012

Það er aldrei dauð stund í kringum Elínu Ebbu Ásmundsdóttur sem ákvað að stökkva upp á borð og halda þrumuræðu yfir mannskapnum eftir að ljósmyndari Fréttatímans hafði verið að vandræðast með hvernig mynd gæti best lýst allri ástríðunni sem býr innra með Elínu Ebbu. Ljósmynd/Hari

Að missa vitið og finna það aftur

Hlúum að lífinu

Í um þrátíu ár hefur Elín Ebba Ásmundsdóttir starfað innan geðbatterísins. Fyrir nokkrum árum, eftir hartnær þrjá áratugi, sagði hún upp á geðdeild Landspítalans, gekk út og stofnaði Hlutverkasetur. Hún komst nefnilega að því að bati frá geðveiki hafði svo miklu meira að gera með allt annað en geðlyf og geðlækna, eins yndislegir og þeir geta samt verið. Mikael Torfason kíkti í heimsókn til Elínar Ebbu og ræddi við hana um lífið og geðveiki og margt annað.

Örráðstefna 11. október kl. 16:30-18:00 í tilefni af alþjóðlegum degi líknar í samstarfi Krabbameinsfélags Íslands, Lífsins og Landspítala. 16:30-16:35

Ráðstefnan sett. Sigrún Lillie Magnúsdóttir forstöðumaður Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins.

16:35-16:45

Ráðgjafarþjónustan. Ásdís Káradóttir hjúkrunarfræðingur segir frá þjónustunni.

16:45-17:00

Getur lækning og líkn farið saman? Valgerður Sigurðardóttir yfirlæknir líknardeildar Landspítala.

17:00-17:15

Líknarmeðferð í lok langrar ævi. Jón Eyjólfur Jónsson yfirlæknir bráðaöldrunarlækningadeildar Landspítala.

Þ

17:15–17:30 Af eigin reynslu. Ágústa Erna Hilmarsdóttir segir frá reynslu sinni. 17:30-17:45

Fyrir hverja er líknarmeðferð? Kristín Lára Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur í líknarteymi Landspítala.

17:45-18:00

Kaffi og spjall.

Allir velkomnir - ókeypis aðgangur Fundarstjóri: Margrét Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari hjá Virk starfsendurhæfingarsjóði Krabbameinsfélagið

Krabbameinsfélagið, Skógarhlíð 8, Reykjavík, sími 540 1900, www.krabb.

likn theim er lifa.indd 1

10/4/2012 12:09:37 PM

að er mikið gildi í því að missa vitið og finna það aftur,“ segir Elín Ebba Ásmundsdóttir sem rekur Hlutverkasetrið í Borgartúni 1 og hefur gert frá því „einhvern tíma í hruninu,“ en áratugina þar á undan starfaði hún innan geðbatterísins og í hartnær þrjátíu ár var hún yfirmaður iðjuþjálfunarinnar á geðdeild Landspítalans („á endanum var ég sjálf orðin fársjúk“). „Æi, þetta er orðin svo löng saga,“ byrjar Elín, eða Ebba eins og hún er oft kölluð, aðspurð um hvernig það hafi komið til að hún hafi orðið iðjuþjálfari á geðdeild. „Ég fór út til Noregs að læra þetta eftir að ég sat kynningarfund í Menntaskólanum við Hamrahlíð um iðjuþjálfun. Ég hafði fengið styrk eða einhverskonar lán til námsins frá Borgarspítalanum og þurfti að koma heim og vinna á geðdeild spítalans til að þurfa ekki að borga lánið til baka.“ Ebba hlær við tilhugsunina en hún flutti mann með sér heim frá Noregi og í dag eiga þau þrjá syni („við eignuðumst strákana seint, eftir þrítugt, og fólk hélt að við gætum ekki átt börn en við höfðum bara aldrei reynt,“ segir hún stríðin). Maðurinn hennar heitir Jón Kjell Seljeseth og Ebba spyr mig hvort ég muni ekki eftir honum. „Þú ert svo ungur. Nei, þú manst ekkert eftir Jón Kjell? Já, hann var alltaf með klútinn. Manstu eftir því? Ég hélt þú værir of ungur til að muna það.“

Öryrkjum fjölgar

Í Hlutverkasetrið hennar Elínar kemur fólk

Þau sem ná árangri eru ekkert að ná árangrinum inni á þessum deildum

sem hefur misst vinnuna eða önnur mikilvæg hlutverk í lífinu. Þegar ég kom þarna fyrst í síðustu viku eftir að hafa hitt Elínu Ebbu einu sinni áður til að spyrja út í starfsemina þá var í gangi starfsdagur. En á hverjum föstudegi klukkan eitt er opið hús og starfsemin kynnt. Á starfsdegi fá gestir og gangandi líka að kynna sig og hvaðan þau koma. Á einum slíkum fundi sem ég sat kynntist ég fólki sem hafði einangrast heima hjá sér vegna atvinnuleysis eða þunglyndis. Sumir voru þarna frá útlöndum og Hlutverkasetur eina leið þeirra inn í íslenskt samfélag. „Ég var alin upp við það að það væri allt í lagi að vera öðruvísi en sem samfélag þá ýtum við alltof oft fólki sem sker sig úr til hliðar,“ útskýrir Elín Ebba sem brennur af ástríðu þegar hún talar um fólkið sem kemur til hennar á hverjum degi. Þetta eru um 50 manns á dag að meðaltali og engin er neyddur í neitt. Fólk fær að taka þátt í öllu sem boðið er upp á en það eru allskonar námskeið en Elín og hennar starfsfólk hjálpar fólki líka að finna sína hillu. En er fólki sem ekki passar inn að fjölga? „Jú, því er alltaf að fjölga. Við sjáum það bara á fjölgun öryrkja á Íslandi og ég kann engar einfaldar skýringar. Ég veit hinsvegar að það er erfiðara og erfiðara að vera ekki þessi meðalmanneskja sem við miðum allt við,“ segir Elín og bendir á að hér haldist markaðsöflin í hendur við fjölFramhald á næstu opnu


Borðar barnið þitt líka sælgæti í morgunmat?

Mini Fras er holli valkosturinn Mini Fras er ein af fáum morgunkornstegundum fyrir börn sem uppfylla kröfur Skráargatsins. Margar gerðir af morgunkorni sem ætlaðar eru börnum innihalda allt að 35 g af sykri í hverjum 100 g, sem er svipað magn og í 100 g af hlaupi eða lakkrís.

Hollara en maður heldur


28

Helgin 5.-7. október 2012

G

er

ðu

kr

öf

u

um

sli tþ o

lo

g

en di ng u

miðla. „Við sem manneskjur erum svo miklu meira en við höldum og ég held að allir þessir stimplar sem við hömpum, eins og til dæmis í skólakerfinu, bæti ekki úr skák. Ég er ekki á móti menntun og er sjálf dósent við Háskólann á Akureyri en við erum að móta gildismat fólks. Hvernig á maður til dæmis að stimpla að gefa einkunn einhverjum sem er góður við náungann? Hvaða einkunn færðu fyrir að sýna náunganum kærleika, hjálpa útlendingi að skilja eða láta gott af þér leiða? Við erum ekki með menntakerfi sem gefur þér einkunnir fyrir slíkt.“ Elín Ebba tekur það fram að hún sé stundum þreytt á að vera gagnrýnandi kerfisins. Fólk taki því alltof oft of persónulega. Þegar hún hefur gagnrýnt geðlyfjanotkun þá verða geðlæknar móðgaðir og ef hún gagnrýnir spítalana særir hún hjúkrunarfræðingana. En hún veit alveg að þetta er allt besta fólk sem er að gera sitt besta. Hennar fólk brennur bara mest á henni. Einstaklingar sem hafa lent í gíslingu úti á jaðrinum, fast á einhverjum bótum og ef það reynir að brjótast út er dregið af því og frumkvæðið barið niður. „Þetta fólk lendir oft í fátækragildrum og situr þar fast,“ segir hún.

viðtal

Um 6.000 öryrkjar vegna geðraskana Á Íslandi eru um 15.000 öryrkjar samkvæmt tölum frá Tryggingastofnun ríkisins. Fyrir tuttugu árum voru öryrkjar færri en 6.000 og af þeim voru um 20% öryrkjar vegna geðraskana. Þessi hópur er nú 40% af öryrkjum en þegar við tölum öryrkja í þessu samhengi er átt við örorkulífeyrisþega en það eru einstaklingar með yfir 75% örorku. Öryrkjum með geðraskanir hefur því fjölgað úr tæpum 1.200 í 6.000 á tuttugu árum.

Fjölgun öryrkja Enga einfalda skýringu er að finna fjölgun öryrkja á Íslandi. Í rannsókn Rannveigar Traustadóttur frá því í fyrra kemur fram að fjölgun öryrkja á Íslandi er sambærileg við það sem gerist í nágrannalöndunum. Öryrkjum með geðraskanir fjölgar örast og í svipaðri skýrslu frá Stefáni Ólafssyni frá því árið 2005 eru helstu skýringarnar á fjölguninni taldar vera vakning vegna geðrænna sjúkdóma, aukið álag á vinnumarkaði og breytt örorkumat.

Mátti ekki sýna tilfinningar

Elín fæddist á Akranesi og flutti þaðan ellefu ára í Kópavog. Hún fór í Kvennó og svo í MH. Í Noregi kynntist hún, eins og fyrr segir, manninum sínum, og þau eiga saman þrjá syni. Kjell Þórir er elstur, eða 24 ára, og hann vinnur hjá Reykjavíkurborg en svo kemur Jón Ingvi, 22 ára, en hann er hljómborðsleikari Retro Stefson. Helge Snorri er yngstur, 16 ára, og er í MH. Strákarnir spila allir á hljóðfæri eins og pabbinn en Elín Ebba hefur aldrei verið neitt í tónlist sjálf („pabbi spilaði á saxófón svo það var alltaf mikil tónlist og leiklist í kringum mig,“ segir Elín en mamma hennar var ein aðalsprautan í leikfélaginu á Akranesi og þekktust fyrir að leika Soffíu frænku, „sem missti búðinginn,“ í Jóni Oddi og Jóni Bjarna). Elín Ebba var aðeins tuttugu og fimm ára þegar hún var ráðin yfirmaður iðjuþjálfunardeildar á geðsviði Landspítalans. Allt í einu voru henni afhentir heill hellingur af fermetrum og meira en handfylli af sjúklingum. Hún var þá ein örfárra iðjuþjálfa á Íslandi og þetta var allt mjög nýtt. „Ég hafði áður unnið á Borgarspítalanum og þar lenti ég strax upp á kant við yfirmenn mína,“ segir Elín og skellihlær. „Já, já, ég er með slóð á eftir mér. Seinna kom reyndar í ljós að ég hafði rétt fyrir mér en á Borgarspítalanum var ég ung og reynslulaus kona og hver tekur mark á einhverri konu sem er að væla og kvarta?“ Á Borgarspítalanum hafði Elín sannfærst um að geðbatteríið væri ekki fyrir sig. Henni fannst flest fólk sem þar vann klikkað. „Ef ég grenjaði, eins og sjúklingarnir, þá var sagt við mig: Farðu niður og grenjaðu með þeim. Þú máttir ekki sýna tilfinningar. Þarna var verið að sjúkdómsvæða eðlilegar tilfinningar,“ útskýrir Elín og bætir því við að hún sé reyndar mjög tilfinningarík kona.

Listasmiðjan er vinsæl í Hlutvarkasetri en á www.hlutverkasetur.is er hægt að finna dagskrá.

Missir trúna á geðbatterínu Fyrstu árin á geðsviði Landspítalans fór Elín Ebba hefðbundnar leiðir og var vinsæl meðal sjúklinga. Það fannst öllum voða gaman hjá Ebbu í leiklist og myndlist því hún þótti svo skemmtileg. Hún skipulagði ferðir með sjúklingana í Þórsmörk á sumrin. Þau sögðu upp rútunni sem þau notuðu vanalega og fóru á BSÍ og tóku rútu með hinum. Það var stór sigur og gaman fyrir sjúklingana að skoppa um í Þórsmörk ásamt erlendum ferðamönnum sem vissu ekkert að

þarna voru geðsjúklingar á ferð. Þær voru tvær, iðjuþjálfarnir, með 15 og 17 manns því það virtist regla að því fleira sem starfsfólkið var því meira vesen. Það var betra að treysta bara á fólkið og þá stóðu allir við sitt. „Nú eru komnir nýir yfirmenn og öryggisreglur og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Elín Ebba og því fer enginn í svona ferðir lengur. Sjálf missti Elín trúna hægt og hægt á geðbatterínu. Framhald á næstu opnu

 Viðtal Edda Jóhannsdóttir blaðamaður fór í Hlutverk asetur

Engir lúserar, bara sigurvegarar Edda Jóhannsdóttir blaðamaður var kvíðin og þunglynd. Hún rauf einangrun með því að nýta sér Hlutverkasetur. Síðan þá hefur hún sjálf haldið námskeið í setrinu og þakkar innilega fyrir allt sem hún hefur fengið.

Ég var þá ekki lengur ein heima að rolast, blandaði geði við fólk og fann hvað það gerði mér gott.

Edda Jóhannsdóttir hefur haldið námskeið í Hlutverkasetri eftir að hafa sjálf komið þangað til að rjúfa einangrun af völdum þunglyndis og kvíða.

Edda Jóhannsdóttir er ein af þeim sem nýtt hafa sér Hlutverkasetur og fengið þar þann kraft sem upp á vantaði. Hún er nýkomin að utan ásamt vinkonu sinni, Ölmu Jennýju Guðmundsdóttur, sem rekur Nóaferðir, ferðaþjónustu fyrir fatlaða og þroskahamlaða. Edda starfar fyrir hana, „freelance“ eins og sagt er, en hún er að auki með mörg önnur járn í eldinum eins og að undirbúa gerð heimildarmyndar og skrifa tvær bækur. Fyrir nokkrum misserum var Edda ekki jafn brött. Frá því árið 2005 hefur hún þjáðst af kvíða en áður hafði hún kynnst þunglyndi. „Kvíðinn getur lýst sér þannig að ég verð óstarfhæf, nánast lömuð, og þegar kvíðinn nær algjörlega yfirhöndinni fer ég helst ekki út úr húsi. Þar sem ég vinn vinnu sem hægt er að vinna heima, er afleiðingin einangrun. Þegar verst lætur vinn ég ekkert, svara ekki í síma, sný við í dyrunum á leið á mannamót og verð sífellt krumpaðri í sálinni. Þetta er vítahringur,“ útskýrir Edda sem heyrði svo frá Hlutverkasetri hjá vini. Í fyrstu hélt Edda að svona staður hentaði henni ekki. Hún hafði starfað svo árum

skipti sem blaðamaður og prófarkalesari og hafði fyrirfram ákveðna fordóma. „Ég vildi ekki fara að stunda stað sem væri einhverskonar griðastaður fyrir lúsera. Þegar ég kom mér svo í Hlutverkasetur var tekið á móti mér af hlýju og ég sá strax á fyrsta degi að þarna voru engir lúserar, bara sigurvegarar.“ Það breytti miklu fyrir Eddu að koma í Hlutverkasetur. Þannig rauf hún einangrunina og hún hefur jafnvel notað aðstöðuna til að sinna sinni frílans vinnu. „Ég var þá ekki lengur ein heima að rolast, blandaði geði við fólk og fann hvað það gerði mér gott.“ Það sem Eddu þótti skemmtilegast við Hlutverkasetrið var að þangað kemur öll mannlífsflóran. „Fólk sem er að ná sér eftir andleg eða líkamleg veikindi. Fólk sem hefur misst vinnuna og brotnað niður. Þarna er fólk á öllum aldri, úr öllum stéttum þjóðfélagsins.“ Sjálf hefur Edda gefið til baka það sem hún hefur fengið og hélt námskeið í skapandi skrifum í Hlutverkasetri síðasta vetur og ætlar að halda áfram að gefa til baka, þakklát fyrir það sem hún hefur fengið.


ENNEMM / SÍA / NM54331

Það er eins og karlinn sagði, þunnar traktéríngar að láta menn þræla nótt og dag alla sína ævi, hafa hvorki í sig né á og fara svo til helvítis á eftir. Loksins á Íslandi eBækur er ný bókabúð á netinu sem býður eitt mesta úrval hljóð- og rafbóka á landinu. Fyrsta íslenska rafbóka-appið fullkomnar svo þægindin og séríslenska lestrarupplifun. Smelltu þér á eBækur.is og byrjaðu að njóta. Við skráningu færðu fimm bækur að gjöf og 30% afslátt af fyrstu kaupum. Auk þess fylgir Vögguvísa eftir Elías Mar í tilefni af yfirstandandi lestrarhátíð.

Njóttu þess að lesa ...

www.ebækur.is


30

viðtal

Helgin 5.-7. október 2012

Hafði lokað sig af í þunglyndi Magnús Ragnar Magnússon kom fyrst í Hlutverkasetur fyrir þremur mánuðum. Honum líkar starfsemin mjög vel en bróðir hans dró hann á staðinn því Magnús hafði lokað sig af í þunglyndi. Draumur Magnúsar er að ná bata frá þunglyndinu og að ná að pluma sig aftur í þjóðfélaginu. Hann hefur verið þunglyndur frá því árið 2001 og í Hlutverkasetri leitar hann að nýju hlutverki í samfélaginu.

hjá Geðrækt en markmiðið með því átaki öllu saman var að minnka fordómana og auka geðheilbrigði þjóðarinnar. Um svipað leyti kynntist Elín manni í Noregi sem hafði einnig háleitar hugmyndir sem gengu út á að notendur þjónustu geðbatterísins gerðu úttekt á sjálfri þjónustunni. „Þegar geðsjúkir ná bata upplifa þeir oft að þeim séu allar dyr lokaðar vegna fordóma. Héðinn kom fordómalaus að þessu öllu saman og í stað þess að reyna bara að gleyma þessum hluta af lífi sínu þá ákvað hann að gera eitthvað í málinu. Við þurftum að svipta hulunni af geðsjúkdómum á Íslandi. Það er geðveiki í hverri einustu fjölskyldu. Við skýrum það kannski öðrum nöfnum þegar við sópum sögunum undir teppi og segjum að þessi eða hinn hafi lesið yfir sig eða hvað við köllum það.“

Þórunn Ágústsdóttir.

um. Auðvitað hjálpa lyf stundum en ekki nærri eins mikið og við höldum,“ heldur Elín áfram og finnst kannski hvað mest erfitt að segja frá því að þegar hún fór að reyna að koma þessum upplýsingum á framfæri rakst hún allstaðar á veggi. Elín viðurkennir samt að margt hafi breyst til batnaðar. Hún er þakklát fyrir það traust sem stjórnmálamenn sýna henni með því að styrkja Hlutverkasetur. Hún saknar ekki Landspítalans og þó, þar ólst hún upp („þarna eru mínir bestu vinir og samstarfsfólk“). Þessi stofnun og fólkið sem þar vinnur var henni sem önnur fjölskylda. „Kannski varð ég bara fullorðin og fór að heiman. Ég er mjög ánægð með það. Hér í Hlutverkasetri fæ ég að gera það sem ég hefði aldrei fangið að gera á Landspítalanum,“ segir Elín Ebba.

Hverjir ná bata

Magnús Ragnar Magnússon.

Einangraðist heima hjá sér Þórunn Ágústsdóttir mætir á hverjum degi klukkan 9 í Hlutverkasetur og hefur gert í rúmt ár. Hún býr í Kópavogi og er fegin að vera loksins innan um fólk. Hún hefur átt við andleg veikindi að stríða en fyrir tveimur árum hætti hún að drekka og síðan hefur gengið betur. Heima bíða fjögur börn, sextán, þrettán, ellefu og tveggja. Þórunn er í sambúð og á sér þann draum að eiga afturkvæmt á vinnumarkaðinn.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A - 1 2 - 1 8 6 7

Svona þannig séð. Hún menntaði sig enn frekar og tók meistaragráðu í fræðunum í Bandaríkjunum. Innan háskólasamfélagsins hefur hún alltaf náð að halda andliti en fundist flokkunarkerfið undarlegt. Þar gengur mest allt út á að skrifa greinar fyrir fámennan hóp („greinar sem almenningur les ekki“) og láta klappa fyrir sér á ráðstefnum sem aðeins sérfræðingar sækja. „Þetta er mjög karllægt allt saman og sérfræðingarnir vilja halda í dulúð og leyndarmál svo þekkingin sé þeirra,“ segir Ebba og segir þetta sérstaklega slæmt innan geðbatterísins þar sem alltof mikið er látið með vísindin á bak við geðsjúkdóma en það eru ekki til neinar alvöru vísindalegar sannanir í tengslum við orsök geðsjúkdóma. Þegar Elín Ebba útskýrir hvernig hún missti trúna kemur nafn Héðins Unnsteinssonar, sérfræðings í stefnumótun í forsætisráðuneytinu, aftur og aftur upp. Héðinn réð Elínu til starfa

Ofan í þetta allt þá æxlast það þannig að Elín ákveður að læra eigindlega aðferðarfræði hjá Rannveigu Traustadóttur til að geta betur komið í framkvæmd hugmyndinni um að notendur geti tekið út þjónustu geðheilbrigðisstofnana. Þar fær hún það verkefni að rannsaka hverjir það eru sem náð hafa bata frá geðveiki. Venjulega eru slíkar rannsóknir tengdar samanburði á lyfjum eða læknisaðferðum. Svo einhver stétt eða eitthvert lyf geti eignað sér heiðurinn af batanum. Elín komst hinsvegar að því að oft hafa geðlyf eða geðlækningar lítið sem ekkert að gera í þessu kerfi? Litla sæta Ebba, Pollýannan sem dansaði í kjallaranum á Landspítalanum, hafði látið blekkjast. Kerfið okkar var ekki að virka. Margt sem ég trúði á hafði lítil áhrif. Batinn gekk oft út á það hvernig samfélag viðkomandi býr við. Hvort honum eða henni séu gefin tækifæri, hvort við höfum trú á viðkomandi og jafnvel bara hvernig nágranna þú átt. Allt þetta skipti máli og oft meira máli en geðlyf og geðlækningar,“ segir Elín Ebba og það er ekki laust við að maður komist við þegar hún segir frá því hvernig hún hafði sett allt geðheilbrigðisbatteríið upp á stall. „Þau sem ná árangri eru ekkert að ná árangrinum inni á þessum deildum. Þau ná honum á vinnustöðum, með fjölskyldu og vin-

HAFÐU PÓSTINN Í HENDI ÞÉR! Póstappið er stysta leiðin að margvíslegri þjónustu Póstsins. Þú getur fundið pósthús og póstkassa, keypt SMS frímerki og fylgst með sendingum. Ef þú þarft frekari þjónustu gefur Póstappið þér beint samband við þjónustuver.

VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA

Fyrir Android og iPhone

www.postur.is


úr kjötborði

úr kjötborði

Svínalundir

Svínahnakki úrb.

1.598,kr./kg

1.198,kr./kg

verð áður 2.198,-/kg

verð áður 1.498,-/kg

Fjarðarkaup

Fjallalamb kryddað

1.498,kr./kg

5. - 6. október

FK ferskur kjúklingur

FK kjúklingabringur

769,kr./kg

2.098,kr./kg

Ísfugl frosinn kjúklingur

694,kr./kg

Cherrios 518g

Nestlé Fitness flögur

498,kr.

598,kr.

verð áður 2.359,-/kg

Knorr mexican Knorr lasagnette lasagne Knorr spaghetteria Knorr fuldkorn 498,kr. bolognese 566,kr. lasagne

566,kr.

Andrex wc pappír 9+3

998,kr.

Knorr spaghetteria carbonara

297,kr.

Huggies wipes 64 stk.

198,kr. verð áður 280,-

- Tilvalið gjafakort

297,kr.

Neutral þvottaefni 1,876kg

698,kr. verð áður 759,-

Neutral fljótandi fyrir svartan þvott

741,kr.

Neutral taumýkir

428,kr.

Frönsk súkkulaðiterta Gott Granóla 1kg Huggies allar stærðir Sólskins múslí 998,kr.

1.798,kr./pk.

898,kr.

Tilboð gilda til laugardagsins 6. október

Opið mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00, fimmtudaga 09:00 - 18:30, föstudaga 09:00 - 19:00 og laugardaga 10:00 - 16:00, lokað sunnudag - www.fjardarkaup.is

628,kr.


32

viðtal

Helgin 5.-7. október 2012

Ragna Lóa Stefánsdóttir er flutt í Árbæinn með sínum manni, Hermanni Hreiðarssyni. Hún þjálfar kvennalið Fylkis og ætlar sér sigur og bara sigur. Ljósmyndir/Hari

Fóru á Þjóðhátíð og snéru ekki aftur Ragna Lóa Stefánsdóttir knattspyrnuþjálfari er flutt heim til Íslands eftir að hafa verið svokölluð „footballers wife“ í Englandi í fjórtán ár. Hún er kona Hermanns Hreiðarssonar og gæti alveg séð þau hjónin fyrir sér sem landsliðsþjálfara. Þessi strákastelpa er ánægð með að vera komin aftur í þjálfarastól en rétt rúmlega tvítug var hún farin að þjálfa meistaraflokk uppi á Skaga.

Þ

að var í raun tilviljun sem réði því að við skyldum flytja heim,“ útskýrir Ragna Lóa Stefánsdóttir en þau Hermann Hreiðarsson fluttu heim frá Englandi nú seint í sumar. „Við ákváðum í skyndi að skreppa heim á Þjóðhátíð og pökkuðum regngöllum og slíku og höfum ekki farið út aftur,“ heldur Ragna Lóa áfram en þau hjónin hafa ekki einu sinni haft tíma til að sækja restina af fötum og dóti í húsinu þeirra á Englandi því bæði hafa þau ráðið sig sem knattspyrnuþjálfarar á Íslandi. Hann hjá ÍBV en hún hjá kvennadeild Fylkis í Árbæ, hverfinu sem þau búa í á Íslandi. Ragna Lóa á fjögur börn, þau Stefán Kára (26 ára meistaranemi í Bandaríkjunum), Elsu Hrund (19 ára nemi í MS) og svo Thelmu Lóu og Ídu Marín sem eru 13 og 11 ára. Það voru einmitt yngri stelpurnar tvær sem ollu því að Ragna Lóa og Hemmi snéru ekki aftur út til Englands. „Stelpurnar fóru að æfa með Fylki

eftir Þjóðhátíð og upplifðu svo sterkt þetta frjálsræði sem fylgir því að búa á Íslandi. Fyrir þær að geta labbað sjálfar á æfingu er alveg stórkostlegt. Á fundum fjölskyldunnar fórum við þá að ræða hvort við ættum að snúa aftur eða ekki. Þær tóku það ekki í mál og sögðust eiga þann draum heitastan að vera frjálsar fótboltastelpur á Íslandi,“ útskýrir Ragna Lóa og segir að þau hjónin hafi tekið vel í það. Hermann var engu að síður með allavega tvö þjálfaratilboð ytra en sagðist vera búinn að upplifa sinn draum og nú væri komið að því að hann hliðraði til fyrir stelpurnar. Auðvitað spilaði það líka inn í ákvörðunartökuna um að flytja heim að eldri börnin hafa búið hér síðustu ár og þau söknuðu þeirra.

Strákastelpa og þjálfari

Ragna Lóa var sjálf þessi frjálsa fótboltastúlka. Hún ólst upp á Akranesi og var úti frá morgni til kvölds að spila fótbolta. Mest við stráka („ég var algjör

Ég var að fara að slá metið í fjölda landsleikja þegar ég er tækluð þannig að sköflungurinn fer í tvennt.

strákastelpa og átti ekki einn kjól þar til ég var sextán eða sautján ára“) því þá voru miklu færri stelpur í fótbolta. Hana rekur ekki einu sinni minni til að hafa æft knattspyrnu fyrr en hún fór að spila með meistaraflokki kvenna. Þetta voru aðrir tímar og þótt æfingar hafi ekki verið jafn markvissar og nú var gaman að vera ofvirk íþróttastelpa á Akranesi. Þannig var Ragna í frjálsum íþróttum, sundi, handbolta og bara öllu sem tengdist hreyfingu. Rúmlega tvítug var Ragna orðin þjálfari meistaraflokks kvenna á Akranesi. Hún hefur ekki hugmynd um hvort hún hafi verið fyrst kvenna til þess og er alveg sama, þannig séð. Fyrir henni var þetta bara verkefni sem henni var boðið og hún efaðist aldrei. „Mín megin atvinna hefur alla tíð verið þjálfun og þetta er það sem ég elska að gera,“ segir Ragna Lóa og bendir á að þótt stjórnir ÍA hafi verið karlavígi á þessum árum mætti hún aldrei neinum veggjum. Og þegar hún flutti til Reykjavíkur Framhald á næatu síðu


HVAÐ ER ATHUGAVERT VIÐ ÞESSA MYND?

Rauði krossinn hjálpar árlega 150 börnum í Síerra Leone að læra iðn og koma undir sig fótunum eftir borgarastyrjöld. Vertu með, gakktu til góðs á laugardaginn eða taktu vel á móti göngufólki. Stuðningur þinn getur skipt sköpum í lífi barns í neyð. Hringdu í söfnunarsíma Rauða krossins:

904 1500 904 3000 904 5000

FÍTON / SÍA

FI042451

(1.500 kr. framlag)

Skráning: www.raudikrossinn.is kostar birtingu þessarar auglýsingar.

(3.000 kr. framlag)

(5.000 kr. framlag)


34

viðtal

Helgin 5.-7. október 2012

KlassíK sem á heima á hverju heimili

ns i s k o L eg a r fá anL ý! án

Ragna Lóa fótbrotnaði í landsleik á móti Úkraínu og það gerði út af við knattspyrnuferilinn, enda var henni vart hugað líf.

upp úr tvítugu fór hún að þjálfa stráka hjá Stjörnunni og það var líka mjög gaman. „Það er ekkert erfiðara að þjálfa stráka,“ útskýrir Ragna en bendir á að mikill munur sé engu að síður á kynjunum þegar það kemur að þjálfun. „Þú ert grimmari við strákana en spilar meira með sálfræðiþáttinn hjá stelpunum. Þá nærðu mestum árangri. Ef þú kemst inn í hausinn á þeim.“ Hún er því komin heim, þjálfarinn, og ætlar sér stóra hluti hjá Fylki: „Ég hef alltaf verið svoldið óforskammaður þjálfari. Ég ætla mér bara að vinna. Ég er ekki í þessu til að vera í öðru eða þriðja sæti. Auðvitað getur allt gerst í boltanum en ef ég trúi því ekki að við getum farið alla leið þá gerir það enginn,“ segir Ragna Lóa sem fundaði með stelpunum sínum í Fylki í síðustu viku. Þar lagði hún línurnar varðandi sigur en þær féllu nú í sumar og fyrsta verkefnið er að koma þeim aftur upp í efstu deild og byggja upp lið sem festir sig þar í sessi.

Ég var algjör strákastelpa og átti ekki einn kjól þar til ég var sextán eða sautján ára.

Var ekki hugað líf

www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu

Ein af fyrirmyndum Rögnu Lóu er Hope Powell, landsliðsþjálfari kvenna á Englandi. Powell hefur lengi verið orðuð við hin ýmsu lið í ensku deildinni og hún nýtur mikillar virðingar í knattspyrnuheiminum. Ragna Lóa á líka fjöldann allan af öðrum þjálfara fyrirmyndum eins og Harry Redknapp sem var lengi þjálfari Hemma Hreiðars. Þannig hefur það verið ótrúlegur lærdómur fyrir knattspyrnukonuna Rögnu Lóu að hafa verið í 14 ár svokölluð „footballers wife“. Hún hefur staðið á hliðarlínunni en sogið í sig þekkingu og reynslu sem hún vonar að nýtist henni nú þegar hún er aftur farin að þjálfa á Íslandi. „Maður verður samt að hafa á bak við eyrað hvað sveiflurnar í boltanum eru ótrúlegar. Þú getur byrjað vikuna algerlega á toppinum en endað hana á botninum. Það er nú líka það sem gerir þetta svona skemmtilegt.“ Ragna Lóa upplifði sinn botn ekki vegna lélegrar frammistöðu heldur meiddist hún alvarlega í landsleik á móti Úkraínu fyrir fimmtán árum. Meiðslin voru svo alvarleg að henni var vart hugað líf: „Þetta var minn síðasti landsleikur. Ég var að fara að slá metið í fjölda landsleikja þegar ég er tækluð þannig að

Hvenær mun það gerast að kona eins og þú munir þjálfa A-landslið karla? „Ég veit það ekki,“ svara Ragna Lóa sposk. „Þú meinar: Að ég muni þjálfa karlana á undan Hemma? Kannski sækjum við bæði um, hjónin, þegar staðan losnar,“ bætir hún við og hlær.

sköflungurinn fer í tvennt,“ útskýrir Ragna Lóa en öll þjóðin stóð á öndinni þegar leikurinn var stöðvaður í lengri tíma og Ragna Lóa flutt með sjúkrabíl á Landspítalann. Það þurfti að kalla út fleiri sérfræðinga svo ekki var hægt að gera að fætinum fyrr en daginn eftir. Þá fékk hún sýkingu í lungun og var tvísýnt um hvort hún myndi lifa af eða ekki. „Séra Pálmi Matthíasson kom á spítalann og Hermann og fjölskyldan búin undir það versta. En ég var rétt rúmlega þrítug og í mínu besta formi þannig að lungun mín náðu að losa sig við sýkinguna,“ segir Ragna Lóa sem var talsverðan tíma að koma sér í form aftur en það var aldrei eins. „Í raun kláraði ég ferilinn í þessum landsleik þótt ég hefði spilað nokkra leiki með KR um sumarið eftir,“ heldur hún áfram en þegar þarna var komið við sögu hafði Hermann Hreiðarsson verið keyptur frá ÍBV til Crystal Palace og Ragna Lóa ákvað að flytja til hans út.

Við Hemmi landsliðsþjálfarar

Samkvæmt Rögnu Lóu voru þessi 14 ár í Englandi sannkallað ævintýr („ekkert annað en æðisleg“). Þau áttu stórkostlegan tíma ytra, fjölskyldan, og tvær yngstu dæturnar fæddust í Englandi. Þær þurfa því að taka á honum stóra sínum að aðlagast hér heima og eiga stundum í pínu erfiðleikum með tungumálið en eru þeim mun ánægðari með fótboltann. „Auðvitað er gaman að koma heim eftir svona langan og farsælan tíma í Englandi. Við áttum gott líf þarna úti og Hemmi kláraði frábæran feril. Ég er ótrúlega stolt af honum. Hann


viðtal 35

Helgin 5.-7. október 2012

Ragna Lóa elti mann sinn, Hermann Hreiðarson, út til Englands og var svokölluð „footballers wife“ í fjórtán ár. Nú eru þau bæði komin heim og hún þjálfar Fylki og hann ÍBV.

Hann fékk auðvit­ að sitt pasta fyrir leiki og allt það en hann getur alveg soðið það sjálfur.

Tökum bleikan bíl!

komst áfram af dugnaði og eljusemi. Hausinn er náttúrlega í toppstandi á þessum manni og það hefur alltaf vantað alla stæla í hann. Svo hefur hann æft meira en allir aðrir og slíkt skilar sér alltaf,“ segir Ragna Lóa og aðspurð um hvort heimilið hafi ekki snúist í kringum hann á leikdögum þá segir hún að Hemmi sé ekki þannig týpa. „Hann fékk auðvitað sitt pasta fyrir leiki og allt það en hann getur alveg soðið það sjálfur.“ Þau hjónin eru alþekktir stuðpinnar og bæði orkumiklir töffarar. Þannig kann Ragna Lóa margar sögur af þeim og eina af því þegar hún var að þjálfa stelpurnar í KR og Hemmi að spila með Crystal Palace. Þetta var skömmu áður en Ragna Lóa flutti út á eftir honum og það æxlaðist þannig eina helgina að allt liðið hennar ákvað að fara í ferð til að kíkja á Hermann Hreiðarsson og nýja liðið hans. Hemmi gerði sér lítið fyrir og „spurði ekki, heldur skipaði hann eiganda Crystal Palace að bjóða konunni sinni út að borða því hann þyrfti að nota húsið til að halda partí fyrir íslenskar fótboltastelpur. Eigandanum þótti þetta svo óforskammað og fyndið að hann gat ekki annað en látið þetta eftir nýja leikmanninum sínum, unga ofurhuganum frá Íslandi.“ En hvar sérðu þig eftir tíu ár? „Ég ætla rétt að vona að ég verði enn að þjálfa og kannski verða stelpurnar mínar að spila með Fylki og orðnar íslenskar fótboltastelpur. En auðvitað væri algjör draumur að við Hemmi værum bæði landsliðsjálfarar eftir tíu ár,“ segir Ragna Lóa. Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is

Taktu bleikan bíl næst flegar flú pantar leigubíl!

Hreyfill / Bæjarleiðir er styrktaraðili árveknisverkefnis Krabbameinsfélagsins í október og nóvember Með hverri pantaðri ferð styrkir þú verkefni Krabbameinsfélagsins til að berjast gegn krabbameini hjá konum. Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar enn á ný með bleikum taxaljósum og munu bílstjórarnir taka fagnandi á móti þér.

Taktu bleikan bíl næst flegar flú pantar leigubíl! „Bleika slaufan” er til sölu í bílunum okkar frá 1. – 15. október.


viðhorf

Helgin 5.-7. október 2012

Magnað lið

V

HELGARPISTILL

Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

Vinnustaður er heimur út af fyrir sig. Ekki aðeins staður sem fólk kemur til að afla sér lífsviðurværis, þótt mikilvægt sé, held­ ur samfélag manna sem vinnur að sama marki, að búa til vöru eða veita þjónustu – eða hvað annað. Tengsl myndast vinni fólk hlið við hlið árum eða jafnvel áratugum saman. Hreyfing er hins vegar á fólki, eins og eðlilegt er. Það skiptir um vinnu, leitar á önnur mið eða fyrirtæki leggja upp laupana svo vinnufélagar dreifast víða. Þá rofna þau tengsl sem myndast hafa, nema í undantekningartilfellum þegar svo traust vináttusamband hefur myndast að það heldur þrátt fyrir að hin daglega rútína breytist. Þetta er svipað og gerist meðal skóla­ félaga. Tengsl myndast óhjákvæmilega milli þeirra sem árum saman sitja saman í bekk, til dæmis á umbrotaaldri fram­ haldsskólaáranna. Þau rofna mörg eftir lokaprófið, þegar markmiðinu er náð, en sum halda, jafnvel ævilangt. Þá verður til vinátta sem ræktuð er alla tíð. Ógleymd eru þau sambönd sem verða til á þessum mótunarárum skólans þegar fólk finnur sér lífsförunaut. Hið sama getur auð­ vitað gerst á vinnustöðum, eins og dæmin sanna. Hver einstaklingur kynnist því fjölda fólks á lífsleiðinni, hvort heldur er í skóla eða á vinnustað. Að lokinni langri sam­ vist fylgist maður með því úr fjarlægð og kastar á kveðju ef leiðir liggja saman fyrir tilviljun. Um gamla félaga má einnig lesa á stórafmælum en þar heldur Morgun­ blaðið uppi góðri þjónustu með viðtölum við afmælisbörn og ættrakningu. Mogg­ inn fylgir þar í kjölfar DV sem hóf þessa þjónustu á níunda tug liðinnar aldar í því skyni að keppa við þau persónufræði sem óneitanlega eru fólgin í minningar­ greinum Morgunblaðsins, sem hafa verið eins konar einkennismerki blaðsins svo lengi sem elstu menn muna. Mogginn steig meira að segja það gæfuspor fyrir nokkrum misserum að fá Kjartan Gunnar Kjartansson sem umsjónarmann afmæl­ is- og ættfræðiþáttar blaðsins. Kjartan Gunnar er, að öðrum mönnum ólöstuðum, fróðastur um ættartengsl samtíðarmanna og lagði grunn að ættfræðisíðu DV á sínum tíma með Sigurgeir heitnum Þor­ grímssyni ættfræðingi. Það þarf raunar ekki stórafmæli til svo manni verði hugsað til góðra vinnufélaga. Kjartan Gunnar var með viðtal við Silju Aðalsteinsdóttur, bókmenntafræðing og ritstjóra hjá Forlaginu, á miðvikudaginn en þá fagnaði hún 69 ára afmæli sínu. Silja er gamall samstarfsmaður okkar Kjartans Gunnars frá þeim dögum er DV var upp á sitt besta, víðlesið blað sem veitti Morgunblaðinu verðuga samkeppni. Kjartan Gunnar og Sigurgeir víkkuðu svið DV með menningarfræðum sínum. Ætt­ fræðisíðan varð skjótt eitt vinsælasta efni

blaðsins. Ekki var nóg með að ættir fólks væru raktar á stórafmælum heldur voru birtir listar yfir alla þá sem stórafmæli áttu dag hvern, allt frá þrítugsafmælum og upp úr. Silja veitti blaðinu síðan þann menningarlega þunga og styrk sem þurfti með daglegum skrifum sínum og umsjón með allri menningarumfjöllun. Menning­ arritstjóri DV var frábær liðsmaður, ekki aðeins sem sérfræðingur og afkastamikill rýnir heldur sem félagi. Létt lund Silju og glaðlegt viðmót þýddi að hún var elskuð og dáð af öllum starfsmönnum blaðsins. Tíminn er fljótur að líða. Það sá ég best þegar Kjartan Gunnar birti viðtalið við Silju í Mogganum í tilefni dagsins. Níu ár eru liðin frá því að við, fjölskylda, vinir og starfsfélagar Silju, fögnuðum sextugsaf­ mæli hennar í Iðnó. Silja var þar góður gestgjafi og glaður – og valdi fyrirfram ræðumenn til þess að koma í veg fyrir stjórnlaust málæði. Það var gáfulegt, eins og annað Silja gerir. Hún bannaði einnig gjafir en þeir sem vildu gátu látið aura renna til góðs málefnis. Það kom þó ekki í veg fyrir það að við, vinnufélagar Silju á DV á þeim tíma, laumuðum að henni stækkaðri síðu úr Þjóðviljanum frá fæðingardegi hennar, árið 1943. Síðan var óbreytt nema hvað skotið var inn lítilli frétt af fæðingu meybarns norður í landi – sem fæddist altalandi! Þjóðviljinn naut áður krafta Silju og hún var á sínum tíma fyrsta konan á ritstjóra­ stóli dagblaðs þegar hún ritstýrði Þjóð­ viljanum, með Merði Árnasyni, núverandi alþingismanni, árin 1988 og 1989. Óttar Sveinsson rithöfundur var blaða­ maður DV á þessum sömu árum, maður með gott fréttanef og vel tengdur í heimi dóms- og lögreglumála. Hann „skúbbaði“ oft, það er að segja átti uppsláttarfréttir sem er vænn kostur blaðamanns, að mati þess sem stýrir fréttadeild, sem var hlut­ verk pistilskrifarans á þessum árum. Þótt starfsleiðir okkar hafi skilið fyrir mörgum árum höfum við haldið sambandi, hist stöku sinnum eða talað saman í síma. Gamla starfsbræður og -systur ber stund­ um á góma í þeim samtölum. Óttar lét fyrr í vikunni hendur standa fram úr ermum, eins og stundum áður, boðaði undirrit­ aðan á veitingastað og jafnframt tvo gamla vinnufélaga, Eirík Jónsson sem stýrði mynda- og greinasafni DV á sínum tíma en er nú stuðlastjóri Íslenskra getrauna og Gunnar V. Andrésson, sem á sér langan og merkan feril í blaðaljósmyndun og er nú ljósmyndari Fréttablaðsins. Yfir rauðsprettu og léttöli þetta mánu­ dagskvöld færðumst við aftur í tímann og yfirgáfum ekki veitingastaðinn fyrr en starfsfólkið var byrjað að þvo upp og skúra. Engu skipti þótt sumir okkar hefðu ekki sést árum saman. „Skúbbin“ rifjuðust upp, eldgosin, ströndin og stressið á „dead-line“ en einkum voru það starfs­ félagarnir gömlu og góðu sem áttu hug okkar, stórbrotnir kar­ akterar margir hverjir. Mannskapurinn á DV, á gullaldarárum þess, var einfaldlega magnaður.

Teikning/Hari

36


2

OKTÓBER 2012

Betra líf,

réttlæti og mannúð Frá stofnun SÁÁ hefur náðst frábær árangur í meðhöndlun

áfengis- og vímuefnasýki á Íslandi. Í dag eru í samfélaginu um 10 til 12 þúsund alkóhólistar í bata. Það er einstakur árangur. Það er líka einstakt að af um 30 þúsund alkóhólistum á Íslandi hafi um 22 þúsund leitað aðstoðar á Vogi. Það sýnir að samfélagið í heild þekkir þennan árangur; fólk í sama vanda leitar sömu lausnar.

Með því að byggja á þeim árangri sem hefur náðst má auka

möguleika þeirra sem ekki hafa fundið bata til að öðlast betra líf. Stærsti vandi þeirra er ekki meðferðin sjálf heldur eftirfylgnin að meðferð lokinni. Þau sem nú glíma við áfengis- og vímuefnasýki eru verr sett félagslega en áður. Nú þarf fólk í þessari stöðu að feta lengri leið en fyrr til virkni í samfélaginu; öðlast menntun, fá vinnu og styrkja stöðu sína, svo að batinn verði varanlegur.

Innan þessa hóps er veikasta fólkið; langt leiddir áfengissjúkling-

ar, útigangsfólk, fólk með alvarlegar geðraskanir auk áfengis- og vímuefnasýki, illa farnir sprautufíklar, einangraðir nýbúar sem ná illa að tengjast inn í samfélagið og fangar og fyrrum fangar sem eru mjög félagslega skaðaðir. Reynslan hefur sýnt að með því að sérsníða úrræði að þörfum þessara ólíku hópa má í sumum tilfellum ná engu lakari árangri en með aðra alkóhólista. Þetta fólk er ekki veikasta fólkið af því það sé lakast; það er veikast af því að við bjóðum því ekki upp á úrræði sem henta stöðu þess.

Með réttum úrræðum og mannúðlegri meðferð má líka stór-

bæta líf þeirra sem ekki ná varanlegum bata frá sjúkdómnum. Það má hjálpa sárveiku fólki til að komast út úr sjúkdómsástandinu í 200, 250 – jafnvel 300 daga á ári. Ef okkur stæði það til boða með aðra alvarlega sjúkdóma sem skerða jafn mikið lífsgæði fólks, myndum við án efa byggja upp slík úrræði. Það sama verður að gilda um fólk sem þjáist af áfengis- og vímuefnasýki.

Veikustu áfengis- og vímuefnasjúklingarnir eru síðasti sjúk-

lingahópurinn sem er enn á götunni. Fyrr á öldum var flestum sjúklingum haldið utan hins almenna samfélags vegna þess að engin úrræði voru til. Þegar spítalar, heilbrigðisstofnanir, búsetuúrræði og endurhæfing byggðust upp á síðustu öld voru sjúklingahóparnir teknir í hús hver af öðrum; síðastir komu flogaveikir, geðveikir, þroskaheftir og loks alkóhólistar – en því miður aðeins þeir sem náðu bata með einföldustu úrræðunum. Það fólk sem er af einhverjum ástæðum svo veikt fyrir að venjuleg úrræði duga ekki eða það getur ekki fótað sig í samfélaginu eftir venjubundna meðferð vegna þess hversu mikið sjúkdómurinn hefur skaðað það – þetta fólk hefur ekki enn verið að fullu tekið inn í samfélag okkar; úrræði eru ekki mótuð að þörfum þess – það hefur ekki sömu möguleika og aðrir að öðlast betra líf.

Annar hópur þolenda áfengis- og vímuefnasýki sem samfélagið hefur

ekki viðurkennt eru börn sem alast upp við áfengis- og vímuefnasýki foreldra. Áætla má að um 5000 til 7000 börn búi á heimilum þar sem vandinn er slíkur að hann skaðar börnin. Þessi börn búa við þungt álag sem hefur mikil áhrif á heilsu þeirra og líf. Þau eru ekki aðeins útsettari fyrir að þróa með sér áfengis- og vímuefnasýki síðar á æfinni heldur líka aðra geðsjúkdóma; líkamlega sjúkdóma og félagslegan vanda. Það er skylda samfélagsins að viðurkenna tilvist þessara barna og vanda þeirra, viðurkenna að það er hægt að þróa úrræði til að bæta líf þeirra – það er skylda samfélagsins að veita þessum börnum okkar bestu mögulegu hjálp.

Áfengis- og vímuefnavandinn er líklega kostnaðarsamasta heilbrigðisvandamál okkar í dag og það sem er mest aðkallandi að takast á við. Þessi kostnaður kemur víða fram: Í heilbrigðiskerfinu, í atvinnuleysisbótum og framfærslu sveitarfélaganna, í slysum, glæpum og eignaspjöllum, í minni afköstum, minna framlagi til sameiginlegra sjóða og meiri fjarvistum á vinnumarkaði, í brottfalli úr skólum, í upplausn fjölskyldna og samfélags. Fyrir utan þann ávinning sem sérhver einstaklingur fær við bata er brýnt er að nýta betur þá fjármuni sem við höfum úr að spila til að byggja sameiginlega upp gott og traust samfélag.

Bandarískar rannsóknir hafa leitt í ljós að 20 prósent af fólkinu

drekka 88 prósent af áfenginu. Áfengismarkaðurinn er því fyrst og fremst knúinn áfram af sjúklegri ofneyslu fólks sem skaðar heilsu sína, félagslega stöðu og lífsgæði sinna nánustu með drykkju. Sömu rannsóknir sýna að 2,5 prósent fólksins, okkar allra veikasta fólk, drekka 26 prósent af heildarmagninu.

Ríkissjóður leggur áfengisgjald á áfengi – 11.200 milljónir á

þessu ári. Þetta þýðir að allra veikasta fólkið á Íslandi, um 6250 manns, borgar í ár 2.900 milljónir í áfengisgjald. Þetta er skattur á sjúklega neyslu; fé sem tekið er af veikasta fólkinu og frá fátækustu fjölskyldunum. Þegar þessir sjúklingar og fjölskyldur þeirra þurfa síðan sárlega á sérstökum úrræðum að halda til að öðlast betra líf segjast stjórnvöld hins vegar enga fjármuni hafa til ráðstöfunar.

Þessi staða – að stjórnvöld líti á áfengis- og vímuefnasjúklinga sem

auðlind en víki sér undan ábyrgð á að veita þeim viðunandi úrræði – er arfur frá fortíð og byggir á fordómum sem hæfa ekki í nútíma samfélagi og samræmast ekki þekkingu okkar á þessum sjúkdómi. Við eigum að láta af þeim ósið að líta á alkóhólisma sem aumingjaskap og sjálfskaparvíti sem samfélaginu komi ekki við. Það svíður undan þessu óréttlæti og mest meðal okkar veikasta fólks, okkar fátækustu fjölskyldna og í hópi þeirra barna sem mest þurfa á stuðningi samfélagsins að halda.

Þess vegna vill SÁÁ, samtök áfengis- og vímuefnasjúklinga og aðstandenda þeirra, hvetja fólk til að leggja fram frumvarp um sérstakt 10 prósent áfengisgjald sem renni til þolenda áfengis- og vímuefnavandans. Fjámununum yrði varið til að byggja upp félagslega þjónustu sem er á forræði sveitarfélaganna, en þau hafa ekki haft bolmagn til að sinna sem skyldi. Sveitarfélögin eru of mörg, ólík, fámenn og févana til að byggja upp slíka þjónustu; meta þörf einstakra sjúklingahópa og sníða meðferðina að sérstökum þörfum ólíkra hópa. Markmið frumvarpsins er að gjörbylta lífsgæðum þeirra sem þjást

vegna áfengis- og vímuefnavandans og bæta með því samfélagið allt. Áfengis- og vímuefnasýki er sá sjúkdómur sem hefur mest áhrif á flestar fjölskyldur á Íslandi. Sá góði árangur sem síðustu 35 ár hafa fært okkur hefur snert nánast hverja fjölskyldu í landinu. Og ef okkur tekst að endurheimta ómæld verðmæti sem í þeim einstaklingum búa sem enn þjást vegna áfengis- og vímuefnavandans mun það hafa margföld jákvæð áhrif á líf alls almennings.

Vilt þú breyta Íslandi? Vilt þú betra líf? Þá hvetjum við þig til að gerast flutningsmaður að frumvarpi til varnar þolendum áfengis- og vímuefnavandans.

Betra líf

ÚTGEFANDI: SÁÁ – Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann Efstaleiti 7, 103 Reykjavík Sími: 530 7600 ÁBYRGÐARMAÐUR: Gunnar Smári Egilsson RITSTJÓRI: Mikael Torfason BLAÐAMENN: Jakob Bjarnar Grétarsson Pétur Gunnarsson LJÓSMYNDIR: Haraldur Jónasson UMBROT: Helgi Hilmarsson

Betra líf hvern einasta dag í 35 ár 22.000 hafa lagst inn á Vog 12-12.000 eru í langtímabata Hver króna til meðferðar skilar sjö krónum til baka

Á

fengis- og vímuefnasýki veldur fleiri dauðsföllum í hópi fólks undir 55 ára aldri en nokkur annar sjúkdómur. Sjúkdómurinn gerir þúsundir manna ófæra um að taka virkan þátt í samfélaginu, stuðlar að fátækt og félagslegri einangrun og veldur ómældum harmi í lífi einstaklinga og fjölskyldna.

Þ

egar SÁÁ var stofnað fyrir 35 árum hófst þjóðarátak í meðferð áfengissjúklinga á Íslandi. Þetta þjóðarátak hefur skilað kraftaverki í baráttu sem menn stóðu áður ráðþrota gagnvart.

T

alið er að um 30.000 alkóhólistar og vímuefnasjúklingar séu á Íslandi. Af þeim hafa rúm 22.000 leitað meðferðar á Vogi. Það eru tæp 75 prósent sjúklingahópsins sem er einsdæmi á alþjóðlegan mælikvarða. Áfengis- og vímuefnasjúkir eiga hvergi jafn auðveldan aðgang að fyrsta flokks meðferð og á Íslandi.

S

ÁÁ áætlar að helmingurinn af þessum 22.000 manns, eða allt að 12.000 einstaklingar, hafi náð langtímabata frá áfengis- og vímuefnasýki.


3

2012 OKTÓBER

Á fimmta hundrAð eldri borgara þurfa á Vog eftir tíu ár. Aldraðir eiga í verulegum vanda vegna áfengisfíknar eða vegna rangrar notkunar lyfja. Sá vandi stigmagnast. Álit samstarfshóps sérfræðinga er samdóma: Brýn þörf er á sérstöku meðferðarúrræði fyrir aldraða. Raunhæf áætlun liggur fyrir og beðið er viðbragða Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra.

Vaxandi vímuefnavandi heldri borgara

E

f gengið er út frá því að 10 prósent þeirra sem hafa fengið greiningu sem vímuefnasjúkir þurfi árlega að leggjast inn á Vog til viðbótar við þá sem koma í fyrsta skipti má reikna með að um 269 manns á aldrinum 67-80 ára þurfi á þjónustu Vogs að halda árlega. Ef miðað er við núverandi aðgengi að þjónustu og fjölgun einstaklinga í þessum aldursflokki þurfa 417 á þessari þjónustu að halda eftir tíu ár. Þetta er meðal þess sem fram kemur í minnisblaði sem Lára Björnsdóttir sendi Guðbjarti Hannessyni, ráðherra í velferðarráðuneytinu, fyrir hönd samráðshóps sérfræðinga Á samráðsfundi SÁÁ með ráðherra 25. ágúst. Enn er beðið viðbragða og starfsfólki velferðarráðuneytisins ráðherra við áætlun sem samstarfs12. apríl þessa árs var rædd tillaga hópurinn hefur sett fram en samSÁÁ um sérstakan samning ráðudóma álit þeirra sem hann skipa er að neytisins við SÁÁ um áfengismeðbrýn þörf sé á sérstöku meðferðarúrferð fyrir aldraða og/eða vegna ræði fyrir aldraða í áfengisvanda og/ rangrar notkunar lyfja. SÁÁ hefur eða vanda vegna rangrar notkunar lyfja. Hópnum var falið að skoða tilyfir að ráða fjármagni sem samtökin lögu SÁ Á, en samtökin eru reiðubúin eru reiðubúin til að nýta til byggað leggja fram fé til byggingar nýrrar ingar nýrrar deildar við Vog fyrir deildar við Vog, sérstaklega fyrir aldraða áfengissjúka ef hægt verður aldraða, ef tryggja má reksturinn. að tryggja reksturinn. Ráðherra

Hópurinn

óskaði eftir því að málið yrði skoðað nánar með SÁÁ og ýmsum sérfræðingum innan og utan ráðuneytis, skilgreina þurfi markhópinn og meta þörf fyrir meðferð og kostnað vegna hennar. Lára Björnsdóttur leiddi þá vinnu fyrir hönd ráðuneytisins en aðrir í hópnum voru: Gunnar Smári Egilsson frá SÁÁ, Ragnheiður Halldórsdóttir frá öldrunarlækningadeild LSH, Berglind Magnúsdóttir frá Heimaþjónustu Reykjavíkurborgar, Bryndís Þorvaldsdóttir og Margrét Björk Svavarsdóttir.

Á þriðja þúsund greindir aldraðir alkóhólistar

Vandinn er erfiður viðureignar; að hluta til vegna fordóma og þekkingarleysis. Lítill hvati er meðal fagstétta að greina vandann og skrá ef slíkt leiðir ekki til viðeigandi úrlausna við vanda sem er alvarlegur og fer vaxandi. Þetta er mat hópsins. Oft er horft framhjá áfengissýki hjá öldruðum og afleiðingum hennar – þær skrifaðar á almenna hrörnun eða elli­ glöp. Ástæður þess að vandinn mun aukast er aukið langlífi, þær kynslóðir sem nú eru að eldast hafa neytt áfengis og vímuefna í mun meira mæli en fyrri kynslóðir auk þess að lyfjanotkun hefur aukist hröðum skrefum á undanförnum árum og áratugum. Hópurinn aflaði sér margvíslegra athyglisverðra upplýsinga. Til dæmis:

 Um 14 prósent karla og 6 prósent kvenna hafa lagst inn á Vog einu sinni eða oftar fyrir eftirlaunaaldur

 Um 1 prósent karla og 0,8 prósent kvenna leggjast inn á Vog í fyrsta sinn á aldrinum 67-69 ára

 Um 0,5 prósent karla og 0,4 prósent kvenna leggjast inn á Vog í fyrsta sinn á aldrinum 70-79 ára

Gera má ráð fyrir því að 2.420 manns á aldrinum 67-80 ára hafi fengið greiningu sem áfengis- og vímuefnasjúklingar. Þar af eru um 25 nýliðar, það eru þeir sem ekki höfðu fengið slíka greiningu fyrir 67 ára aldur.

S

tarfsemi SÁÁ í 35 ár, sem eru um 12.000 dagar, hefur þannig skilað einum heilbrigðum og virkum einstaklingi út í þjóðfélagið á hverjum einasta degi.

Í

slenskt samfélag hefur ekki ráðist í margar betri fjárfestingar en starfsemi SÁÁ undanfarin 35 ár.

12.000

heilbrigðir einstaklingar út í samfélagið er ekki eini mælikvarðinn.

Fyrirsjáanlegur er vaxandi og víðtækur vandi alkóhólista í hópi eldri borgara. Sá vandi verður illviðráðanlegur nema brugðist verði við. Þetta er samkvæmt minnisblaði sem sent hefur verið ráðherra – reikna má með að vel á 3. hundrað þurfi á þjónustu Vogs að halda árlega.

Vimulaust ævikvöld Samkvæmt minnisblaðinu er Sjúkrahúsið Vogur heppilegur staður fyrir úrræði sem henta öldruðum. Meðferð á Vogi tekur 10 daga en reynsla undanfarinna ára hefur verið sú að aldraðir dvelja lengur á Vogi en þeir sem yngri eru, annars vegar vegna þess að þeir eru lengur að ná sér líkamlega og hins vegar vegna þess að þeir þurfa lengri tíma til að meðtaka prógrammið. Því má gera ráð fyrir 7-11 plássum á Vogi fyrir þennan aldurshóp. Vegna sérstöðu hópsins þarf að þróa sérstaka stuðningsþjónustu til að byggja undir bata sjúklinganna og forða þeim frá einangrun og falli. Samráðshópurinn telur réttast að SÁ Á verði leiðandi í vitundarvakningu um „vímulaust ævikvöld“ en í nánu samstarfi við stjórnvöld. Samtökin eru reiðubúin til að byggja upp stuðningsþjónustu við aldraða áfengissjúka að meðferð lokinni í samvinnu við sveitarfélögin.

Ónefndur velunnari

Eins og áður sagði er SÁ Á reiðubúið að leggja til fjármagn takist að tryggja reksturinn. Áætlaður byggingarkostnaður sex herbergja álmu við Vog fyrir 9-12 sjúklinga, sameiginlegt rými til meðferðar, funda og

M

eðferð þeirra sem ekki hafa enn náð langtímabata með núverandi úrræðum skilar líka miklum árangri. Hver einasta meðferð bætir hag sjúklingsins og fjölskyldu hans, eykur lífslíkur og lífsgæði. Brýnasta verkefnið nú er að bæta eftirfylgni við þennan hóp og þá 900 einstaklinga sem ekki fá viðunandi heilbrigðisþjónustu og félagslegan stuðning við núverandi aðstæður.

Þ

að eru til fjölmargar erlendar rannsóknir á arðsemi fjárfestinga í baráttu við áfengis- og vímuefni. Allar sýna þær fram á að meðferð er arðbærasta fjárfestingin, mun arðbærari en allar lögregluaðgerðir og forvarnarherferðir.

viðtala er um 105 milljónir króna. Auk þess er gert ráð fyrir stækkun og endurbótum á Vogi samkvæmt byggingaráætlun fyrir um 25 milljónir króna. Alls mun SÁ Á því leggja 130 milljónir króna til verksins sem að hluta til verður fjármagnað með sérstöku gjafafé frá ónefndum velunnara samtakanna, sé vísað til minnisblaðsins. Á síðasta ári kostaði hver legudagur á Vogi 22.565 krónur. Umönnunarkostnaður á hvern aldraðan sjúkling er hærri en almennra sjúklinga á Vogi en gera má ráð fyrir að á móti vegi hagræðing af því að öldrunardeildin verði viðbót við aðra starfsemi Vogs. Ef miðað er við að sama kostnað á legudag og 83,3 prósenta nýtingu (að meðaltali 10 inniliggjandi sjúklingar) er árlegur rekstrarkostnaður deildarinnar um 82.360.000 milljónir króna. Þetta hlýtur að teljast raunhæfur kostur fyrir ríkissjóð en gera má ráð fyrir miklum afleiddum sparnaði í velferðarútgjöldum fyrir hvern aldraðan einstakling sem nær tökum á áfengissýki sinni. Áætla má að kostnaður við almenna vitundarvakningu, uppbyggingu samstarfs við aðrar stofnanir, fræðslu og námskeið fyrir fagstéttir svo og uppbyggingu stuðningsúrræða og eftirfylgni meðferðar sé um 6-8 milljónir króna árlega. - jbg

F

yrir hverja krónu sem sett er í meðferð við þessum sjúkdómi koma rúmlega sjö krónur til baka til samfélagsins, samkvæmt þessum rannsóknum. Þar af skila rúmlega tvær krónur sér til baka á fyrsta árinu.

M

eðferð áfengis- og vímuefnasjúklinga skilar alveg ótrúlegum arði, hvort sem það er mælt í peningum eða í betra lífi.

-pg


4

OKTÓBER 2012

Sá hópur sem er veikastur af alkóhólisma og verst settur eru útigangsmennirnir, dagdrykkjufólk sem er orðið gamalt um aldur fram, að niðurlotum komið. Valgerður Rúnarsdóttir, læknir hjá SÁÁ, segir að það sé í sjálfu sér enginn vandi að afeitra menn en það getur reynst skammgóður vermir þegar allt sækir í sama farið aftur. Sárlega skortir úrræði sem duga. Borgaryfirvöld gera hvað þau geta til að bæta úr brýnustu neyðinni. Alþjóðleg ráðstefna ungra í AA Fólk úr öllum heimsins hornum væntanlegt

Sjötugur getur talist ungur í AA Fyrstu helgina í janúar, eða strax á næsta ári, stendur mikið til í Vonarhúsinu; alþjóðleg ráðstefna – Young People in AA – búist er við fjölda manns víða að. „Það er misskilningur að „Young People in AA“ sé einungis ungt fólk. Skilgreiningin er sú að þú hafir orðið edrú undir 30 ára aldri, þú getur þess vegna verið sjötugur og talist til þessa hóps,“ segir Arna Bech. Hún, ásamt með öðrum stendur fyrir ákaflega spennandi ráðstefnu í Vonarhúsinu fyrstu helgina í janúar á næsta ári; norræn ráðstefna sem þó telst alþjóðleg því væntanlegir eru þátttakendur víða að, meðal annars frá Bandaríkjunum og Bretlandi. En frá Norðurlöndum eru væntanlegir um 150 þátttakendur – en ráðstefnan er öllum opin. Þeim mun lengur sem tekst að fresta því að unglingar hefji áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að fólk þrói með sér alkóhólisma. Og þeim mun fyrr sem fólk ákveður að takast á við þennan sjúkdóm, þeim mun meiri árangurs er að vænta. Þetta er því sérlega glæsilegur hópur sem von er á til landsins. Að sögn Örnu var stofnað til þessa fyrirhugaða ráðstefnuhalds af ungu fólki í AA fyrir ári og er Ísland fyrsta landið sem stendur fyrir ráðstefnu af þessu tagi. Undirbúningurinn er mikill enda í mörg horn að líta, svo sem að fá afslátt á hótelum þar sem hópurinn dvelur dagana sem ráðstefnan stendur yfir. „Þetta er mjög spennandi. Fyrsta ráðstefnan sem byggir á þessu kerfi. Young People in AA er alþjóðlegt fyrirbæri. Við erum framarlega á þessu sviði. Hér er mikið AA-starf í gangi miðað við hversu lítil þjóð við erum. Við hlökkum til að sýna hversu víðtækt 12 spora kerfið á Íslandi er,“ segir Arna.  - jbg

J

Harður heimur vímusjúkra á götunni

akob Bjarnar Grétarsson blaðamaður og Haraldur Jónasson ljósmyndari fóru á kreik einn hrollkaldan haustmorgun nú í byrjun októbermánaðar. Í leit að útigangsmönnum. Á vegum SÁ Á-blaðsins. Nú vetrar hröðum skrefum og alveg einstaklega nöturlegt að vera heimilislaus. Leitin tók ekki langan tíma. Nánast má ganga að sjúklingunum sem halda til á götunni vísum. Leið lá niður á Austurvöll og fyrir framan Nasa stóð Van-bifreið.

Gamalmenni fyrir aldur fram

„Mikill meirihluti þeirra sem við sinnum eru alkóhólistar af gamla skólanum,“ segir Hugrún Guðmundsdóttir borgarvörður. Hún tilheyrir fjögurra manna teymi Reykjavíkurborgar, í samstarfi við lögreglu, sem fer um borgina og hugar að útigangsmönnum; keyrir þá milli staða, kemur þeim í Dagsetur úti á Granda, sem borgin rekur í samstarfi við Rauða krossinn, á slysavarðsstofu eða til lögreglu ef svo ber undir, já, eða þá í hendurnar á SÁ Á mönnum og þá á Vog. Valgerður Rúnarsdóttir, læknir SÁ Á á Vogi, þekkir þennan hóp vel. „Jújú, þeir koma hér oft og endurtekið.“ Þetta er hópur dagdrykkjumanna, margir hverjir hafa drukkið og dópað frá sér heilsuna og eru í raun, margir hverjir, orðnir gamalmenni fyrir aldur fram. „Þegar þú er orðinn eins og gamall maður en samt ekki 67 ára gamall er aðgengi að hjúkrunarheimili ekki gott þó þú þurfir helst á því að halda.“ Hugrún var á ferð ásamt félaga sínum, Arnaldi Mána Finnssyni, og tíðindamenn Edrú fengu að hoppa upp í bílinn sem þau hafa undir starfsemi þá sem borgarverðir sinna. Hugrún og Arnaldur höfðu fengið boð um það frá lögreglu að illa drukkin kona væri í reiðileysi á Tryggvagötunni, hjá Nausti, en þegar til kom fannst hún ekki.

Allir út yfir daginn

Þrátt fyrir norðangarra voru heimilislausir alkóhólistar engu að síður að koma sér fyrir á bekkjum við Austurvöll. Dúðaðir; í úlpum, með húfu, trefil og

Þegar haustar reynist erfiðara en áður að draga fram lífið á götunni, eins og gefur að skilja. Ljósmynd/Hari.

pyttlu við höndina. Að sögn voru þeir að koma úr gistiskýlinu í Þingholtsstræti. Þar er rekin neyðargisting fyrir fólk sem ekki getur gengið að öðrum úrræðum, svo sem gistingu í smáhýsum úti á Granda sem komið hefur verið upp fyrir þennan hóp; fjórum stykkjum og rúma, ef tveir gista saman, átta manns alls. Um þau þarf að sækja sérstaklega með fulltingi félagsráðgjafa og/eða þjónustumiðstöðva – menn ganga þar ekki inn beint af götunni. Starfsmaður skýlisins í Þingholtsstræti, þar sem er rými fyrir 20 karlmenn, sagðist ekki mega tjá sig um starfsemina en sagði þó það að þeir sem þangað leita séu mjög illa á sig komnir margir hverjir. Og ekki alveg allir í neyslu, því það standi misjafnlega á hjá fólki: Fólk sem kannski er að skilja, skítblankt, sumir eigi við geðrænan vanda að stríða en að stofni til eru þetta alkóhólistar og/eða vímuefnasjúklingar. Í neyðarskýlinu fá menn næringu en yfir daginn, milli tíu og fimm, er lokað og næturgestum gert að yfirgefa skýlið. Þá eru Hugrún

Þetta er þakklátt og gott fólk. Fínar og góðar manneskjur þegar sá gállinn er á þeim. Frábært að fá að eiga í samskiptum við þetta fólk.

Réttlæti

Sjúkleg áfengisneysla skilar ríkissjóði miklum Nýlegar bandarískar rannsóknir

20% fólks drekkur 88% af áfengismagninu 80% fólks drekkur 12% af áfengismagninu

hafa í fyrsta sinn kortlagt áfengismarkaðinn og brugðið upp mynd af því hvernig áfengisneysla dreifist á ólíka þjóðfélagshópa. Niðurstöðurnar sýna að áfengismarkaðurinn byggist á sjúklegri neyslu tiltölulega fámenns hóps áfengis- og vímuefna-

2,5% Fólks drekka 26% af áfengismagninu

sjúklinga sem skaða heilsu sína og lífsgæði sjálfra sín og fjölskyldna sinna með drykkjunni.

Niðurstöðurnar eru þessar:  20% fólks drekkur 88 prósent alls áfengismagnsins. Þetta eru áfengis- og vímuefnasjúklingar og annað ofdrykkjufólk.  80% fólks drekkur 12 prósent af áfengismagninu. Neysla hófdrykkjufólksins er hverfandi hluti af heildarmyndinni. Áfengi skaðar ekki hófdrykkjufólkið, sem drekkur rauðvín með steikinni. En það leggur í rúst heilsu og líf þeirra 20 prósenta sem standa undir öllum þorranum af áfengisviðskiptum.

Þegar nánar er rýnt í þessar rannsóknir kemur svo í ljós að það 2,5 prósent þeirra sem kaupa áfengi drekka 26 prósent af öllu áfengismagni í landinu. Þetta er veikustu alkóhólistarnir, þeir sem eru í sjúkustu neyslunni.


5

2012 OKTÓBER

og félagar komin á stjá. Hún segir að þeir sem gista við Þingholtsstræti fari oft í morgunkaffi til systranna, en nunnur reka kaffistofu fyrir þá sem eru illa settir, einmitt í Þingholtsstræti.

Milli 40 og 50 á götunni

Neyðargistiskýlið við Þing­ holtsstræti lokar klukkan tíu, þá tekur við nunnukaffi og svo er það gatan.

„Hvar eru þeir? Jahh, þeir eru bara að gera það sem fólk gerir. Sinna sínu,“ segir Hugrún borgarvörður sem skutlast oft með fólk sem tilheyrir þessum hópi á heilsugæsluna eða til að sinna öðrum erindum. Það á rétt á þjónustu rétt eins og hver annar borgari svo sem heilsugæslu. Hugrún segir að meira reyni á þetta þegar líður á mánuðinn og hópurinn orðinn algerlega aðþrengdur fjárhagslega. Þeir eru oft hræddir, til dæmis um það litla sem þeir eiga í fórum sínum. „Þú mátt gjarnan skrifa að margir tala um að það vanti gamla góða Gunnarsholt, þar sem fólk gat dregið sig í hlé og hvílst.“ Hugrún segir að samhliða þeirri þjónustu sem borgarverðirnir veita þessum hópi sé verið að kortleggja stöðu mála – en áætlað er að þeir sem eru heimlislausir eru séu á bilinu 150 til 200. Hún og Arnaldur ætla að þau hafi afskipti af um 20 yfir daginn, en þetta sé um 40 til 50 manna hópur sem er á götunni. Svo eru margir sem ekki nýta sér þjónustu borgarvarðanna.

Vel á annað hundrað heimilislausir

Hugrún og Arnaldur í bíln­ um góða, sem borgarverðir fara um á til aðstoðar þeim sem eru á götunni.

Þau sem hafa einkum með þennan málaflokk að gera hjá borginni, hjá velferðarsviði nánar tiltekið, eru Magdalena Kjartansdóttir og Sigtryggur Jónsson sem segir að kerfið sem slíkt geri ekki kröfur um edrúmennsku, borgin reyni að veita þeim einstaklingum húsaskjól og neyðarskýli á þeim forsendum. Verkaskipting milli ríkis og sveitar er sú að ríkið sjái um meðferðarúrræði en borgin félagsþjónustu. Enn er leitað eftir tölum um heimilislausa og Sigtryggur segir það háð mismunandi skilgreiningum, eitt sé að vera heimilislaus og annað að vera húsnæðislaus. Samkvæmt skilgreiningu ráðuneytisins, sem er býsna stíf, eru það ekki margir. En með því að víkka skilgreininguna séu menn komnir í tölu sem er vel á annað hundrað Íslendinga. Þetta eru konur og karlar á öllum aldri.

Ljósmynd/Hari.

Staðir þar sem heimilislausir fá höfði hallað Þeir eru ýmsir staðirnir þar sem heimilislausir og þeir á götunni geta fengið höfði sínu hallað, oft reknir af öðrum aðilum en á grundvelli samnings við velferðarsvið Reykjavíkur. Smáhýsin og neyðarskýlið við Þingholtsstræti hafa þegar verið nefnd. Við Miklubraut og á Njálsgötu eru reknir staðir sem eru sérmerktir tvígreindum einstaklingum, sem rúma 16. Mýrin er annað skjól sem getur tekið á móti 5 konum og í Konukoti er pláss fyrir 8 konur. „Við veitum meðal annars þá þjónustu að þangað fara félagsráðgjafar á okkar vegum og eru til ráðgjafar. Þessi heimili eru fullýtt og að meðaltali eru í gistiskýlinu 17 á nóttu. Í Konukoti er það nær 100 prósent nýting,“ segir Sigtryggur sem er sálfræðimenntaður og hefur starfað við þennan málaflokk nánast allan sinn feril. Hann telur, án ábyrgðar, að borgin veiti þessum hópi, miðað við fólksfjölda, bestu þjónustu sem gerist á Norðurlöndum. Sigtryggur segir jafnframt að ekki megi gleyma því að margir sem teljast heimlislausir notfæri sér ekki þessa þjónustu. Hugrún og það teymi sem hún tilheyrir, borgarverðirnir, hafa nú verið starfandi í fjóra mánuði við þetta tilraunaverkefni borgarinnar sem ætlað var til eins árs en til þess var veitt 40 milljónum. Hugrún telur þetta bráðnauðsynlegt. „Þetta fjallar um betri lífsgæði. Við veitum þjónustu og erum í skaðaminnkandi aðgerðum. Þetta er þakklátt og gott fólk. Fínar og góðar manneskjur þegar sá gállinn er á þeim. Frábært að fá að eiga í samskiptum við þetta fólk.“

Sár skortur á úrræðum

Valgerður, læknir hjá SÁ Á, segir að þessi hópur, sem er veikastur og verst settur, sé kannski um 2 prósent þeirra sem SÁ Á sinnir. Ekki stór hluti hóps alkóhólista en þetta er fólk sem er skaðað af langvarandi neyslu og endurteknum veikindum. Og sumir eiga við geðsjúkdóma að stríða samhliða vímuefnfíkn. Þau eiga minni tækifæri og minni von um bata en aðrir. „Þetta er hópur sjúklinga sem þarf miklu meiri þjónustu. Þeir þurfa ekki á því að halda að vera settir til hliðar þar sem þeir veslast upp og deyja. Það er ekki góð meðferð. Það þarf að gera svo miklu meira.“ Að sögn Valgerðar rekur SÁ Á Vin, hjúkrunarheimili sem sinnir ungum sprautufíklum sem þegar eru komir á götuna. Það þarf miklu fleiri slík úrræði. Þessi hópur á auðvitað að hafa aðgengi að þjónustu eins og hver annar, heilsugæslu og sjúkrahúsum.. En hann þarf svo miklu meira. „Það er ekkert vandamál að afeitra. Og það er jafnvel ekkert vandamál að senda fólk í síendurteknar eftirmeðferðir. Spurningin er: Hvað tekur við?“ Því það er svo að þeir einstaklingar sem tilheyra þessum verst setta sjúklingahópi verða ekki svo hæglega endurhæfðir á vinnumarkað en til eru önnur gildi en þau sem snúa beint að hinu praktíska, til ýmislegs annars og meira að vinna, til dæmis endurhæfingu sem snýst um að það geti sinnt fjölskyldu sinni. Mannúð. Þó ekki sé mikil von um langtímabata meðal einstaklinga sem tilheyra þessum hópi má bæta líf þeirra verulega og hjálpa til að losna úr sjúkdómaástandi um lengri eða skemmri tíma. Enginn sem á við viðlíka alvarlegan sjúkdóm að stríða og alkóhólismi er býr við að það sé nokkur spurning um hvort koma eigi þeim honum til aðstoðar eða ekki. Spurningin myndi í því samhengi teljast fullkomlega fáránleg.

Natalie G. Gunnars­ dóttir. Þeir sem drekkja í sig kjarkinn dansa ekki, þeir ráfa.

Danz Eliganz í Vonarhúsinu á vegum Ungs fólks í SÁÁ

Danstónlistareinvígi á vinalegum nótum „Við erum að halda þetta nú í annað skipti; dansiball þar sem spiluð er danstónlist eða sú sem verið er að spila í borginni í dag á stöðunum. Erum með það ferskasta sem er í gangi, íslenska danstónlist og íslenska plötusnúða og færum partíið uppí Von,“ segir Natalie G. Gunnarsdóttir. Í kvöld (föstudag 5. október) verður Danz Eliganz í Vonarhúsinu á vegum Ungs fólks í SÁÁ og mikill eftirvænting ríkjandi. Danstónlistin rúmar margar stefnur og í kvöld koma saman í fyrsta skipti tveir hópar sem hafa verið að gera íslenska danstónlist: Reykveek og Kviksyndi – ólíkir hópar. Natalie segir þetta verða einvígi á vinalegum nótum. „Þetta eru ólíkir strákar sem aldrei hafa spilað saman áður þannig að það er mikill spenningur fyrir þessu kvöldi í danstónlistarheiminum.“ Og við erum að tala um Karíus, Juan solo og Orang Volante úr Reykvvek og Bypass og Árna Skeng úr Kviksyndi. Danz Eleganz eru mánaðarlegar uppákomur og sú fyrsta tókst vonum framar. „Ótrúlega vel mætt, fólk var að fatta konseptið sem snýst um að koma saman, dansa og hlusta á góða tónlist. Fókusinn á dansinn – en við sleppum áfenginu. Fólk treystir sér alveg á gólfið án áfengis.

Líka strákarnir?

„Heyrðu. Það er árið 2012 og við erum að taka þátt í árinu. Strákarnir voru alveg svellkaldir úti á gólfi.“ En, einhvern tíma var sagt að Töff gæs dónt dans? „Sko, margir helstu dansarar sögunnar eru karlmenn. Standa þar konum alveg jafnfætis. Fred Astaire. Menn dansa ekkert blindfullir. Þeir bara ráfa um. Þetta vill gleymast þegar menn tala um að drekka í sig kjarkinn. Þá verður dansinn útundan og fókusinn á glasalyftingar. Þegar fókusinn er á dansinn og skemmtunina þá ferðu bara að dansa líka. Spurningin um að sleppa fram af sér beislinu og hafa gaman.“ Natalie segir að vissulega hafi það verið svo, einkum á Íslandi, að þessi kúltúr hafi verið neysludrifinn; að fólk sem fari til að hlusta á danstónlist á klúbbunum hafi haft áfengi um hönd. En það sé að breytast hröðum skrefum. „Og það er gaman að taka þátt í þeirri þróun.“ - jbg

hagnaði Ríkið noti gróðann í meðferðarstarf

Yfirfærum þessar rannsóknir á íslenskan veruleika. Það er fátt sem bendir til þess að myndin sé frábrugðin hérlendis. Jafnvel þótt frávikin væru talsverð stendur það eftir að áfengisverslunin byggist á sjúklegri neyslu áfengis- og vímuefnasjúklinga. Þaðan kemur mestöll eftirspurnin.

Ríkissjóður hefur gríðarlega miklar tekjur af áfengissölu. Það er lagt á áfengisgjald sem skilar ríkissjóði á þessu ári 11,2 milljörðum króna í

til að deyja fyrir 55 ára aldur af áfengis- og vímuefnafíkn; fólks sem er líklegra en aðrir til að vera fátækt og atvinnulaust. Þetta eru peningar

Ef ríkissjóður mundi verja 1.100 milljónum króna af áfengisgjaldinu til að bæta þá meðferð sem áfengis- og vímuefnasjúklingum stendur nú til

tekjur. Sjúkleg áfengisneysla skilar ríkissjóði gríðarlegum hagnaði. 2,9 milljarðar af þessu gjaldi eru greiddir af 2,5 prósenta hópnum hér að ofan.

sjúklinga sem fá ekki viðunandi meðferð við sjúkdómi sínum með þeim úrræðum sem nú standa til boða.

boða væri hægt að gjörbreyta aðstæðum og batahorfum veikustu áfengissjúklinganna.

Þetta eru líklega dýrustu peningar sem koma í ríkissjóð. Þetta eru peningar veikasta fólksins og fjölskyldna þeirra; fólksins sem er líklegast

Síðustu fjögur ár hefur ríkið aukið innheimtu áfengisgjalds um 40 prósent en á sama tíma hafa framlög til að greiða fyrir meðferð og úrræði fyrir þennan hóp verið skorin heiftarlega niður.

1.100 milljónir eru brot af þeirri fjárhæð sem áfengisgjald hefur hækkað um síðustu fjögur ár. Það er líka svipuð upphæð og gera má ráð fyrir að áfengisgjaldið hækki um næstu þrjú ár vegna vísitölubreytinga.  - pg


6

OKTÓBER 2012

Þráinn Bj. Farestveit, framkvæmdarstjóri fangahjálparinnar Verndar, hefur starfað lengi með föngum og að málefnum þeirra. Þráinn lauk prófi í afbrotafræði frá Stokkhólmsháskóla 1994 og veit um hvað hann talar, eins og Jakob Bjarnar komst að, en Þráinn telur meðal annars einsýnt að heildarstefnu og heildarsýn skorti í málefnum fanga og þar með sjúkra fíkla.

Allt að níutíu prósent fanga eru fíklar komutíðnin lækkar sé þessu úrræði beitt og það hlýtur að vera markmiðið. Þeir sem ljúka afplánun í Vernd eru í raun sviptir frelsi sínu. Þeir þurfa að vera yfir nóttu í húsakynnum Verndar og þeir þurfa að koma „heim“ milli sex og sjö. Yfir daginn, hvort heldur að menn eru í vinnu, skóla eða eru í meðferð, eru þeir undir stanslausu eftirliti. Þetta hefur gefist vel. Kannski eina rósin í hnappagatið sem menn geta stært sig af í þessu kerfi.“ Þráinn nefnir einnig þann möguleika sem lengi hefur verið til staðar sem er sá að menn fari, í lok afplánunar, í meðferð á Vog og jafnvel í framhalds­ meðferð á Staðarfell. „Það þarf að stoppa þennan fíkniferil ef á að vera möguleiki á að hafa áhrif á brotaferil stórs hluta þessa fólks. Ef það er ekki gert eru líkurnar á áframhaldandi brotastarfsemi þess miklu meiri.“

Hátt hlutfall ótímabærs dauða

Þráinn Bj. Farestveit er framkvæmdastjóri Verndar og hann segir algera nauðsyn, ef menn vilji sjá einhvern árangur í endurhæfingu fanga, að brjóta upp vítahring alkóhólismans, sem allt að 90 prósent fanga séu sjúkir af. Ljósmynd/ Hari.

O

pinberar tölur um hlutfall þeirra fanga sem haldnir er vímuefnafíkn eru í rauninni miklu lægri. En ég myndi telja að 80 til 90 prósent fanga séu haldnir vímuefnafíkn,“ segir Þráinn Bj. Farestveit. Hann hefur verið við­ loðandi starfsemi Verndar allt frá árinu 1987, setið í stjórn og nefndum fangahjálparinnar frá 1994 og þá verið formaður og framkvæmdastjóri frá 2000. Hann hefur fylgst með þessum málaflokki í áratugi og þekkir því vel til. Þráinn segir að samhliða því sem fangar eigi við alkóhólisma (vímuefnafíkn) að stríða þá séu önnur vandamál sem þjaka skjól­ stæðinga þeirra hjá Vernd og þá býsna fjölbreytt. Má þar helst nefna geðræn vandamál af ýmsum toga; hegðunarvanda, ADHD, athyglisbrest, lesblindu og/ eða ofvirkni. Hópur fanga á við eitthvað af ofangreindu að stríða, er greindur sem slíkur en stór hluti þeirra hefur aldrei fengið greiningu á þessum vanda. Félagasamtökin Vernd, fangahjálp voru stofnuð 1. febrúar 1960. Markmið samtakanna eru, og hafa verið frá upphafi, að leitast við í samvinnu við stjórn­ völd, stofnanir og einstaklinga við að aðstoða fanga og fjölskyldur þeirra – efla skilning almennings á aðstæðum þeirra sem gerst hafa brotleg við lög og benda á mikilvægi þess að tíminn í afplánun sé not­ aður til undirbúnings fyrir þátttöku í samfélaginu hvort heldur nám eða störf.

Allt frá stofnun hafa þau rekið áfangaheimili í Reykjavík. „Dvöl á áfangaheimilinu getur verið lykill að farsælu lífi að lokinni afplánun og meðan á henni stendur. Afplánunarvist er fyrir þau sem vilja ljúka síðustu mánuðum fangelsisvistar á áfangaheimilinu,“ segir Þráinn. Dvalartími fer eftir lengd dóma og er lengstur 12 mánuðir. Skilyrði vistarinnar eru ströng, að sögn Þráins, og þarf viðkomandi að hafa atvinnu, sé við nám eða í meðferð. Brottfall úr úrræðum Verndar er lágt eða um 10 prósent en helsta ástæða þess að menn lenda í klandri er einmitt vímuefna­ notkun sem er brot á reglum Verndar. „Það ber að nefna að stærsti hluti þeirra brota sem einstaklingar eru dæmdir fyrir til óskilorðsbundinna dóma tengj­ ast með einum eða öðrum hætti notkun vímugjafa,“ segir Þráinn.

Nauðsyn að brjóta upp vítahring fíknarinnar

Um starfsemi Verndar fara um 50 til 60 einstaklingar árlega. Frá árinu 1994 hafa farið rétt tæplega þúsund manns fengið þann möguleika að ljúka afplánun hjá Vernd: „Miklu minni líkur eru á því að þeir sem fara hér um hjá okkur komi til baka í fangelsin, endur­

Að sögn Þráins hefur það ávallt verið svo að 12 spora andi hafi verið ríkjandi innan veggja Verndar. Fólk sem þar starfar hefur góða tengingu við SÁ Á og A A samtökin og aðrar meðferðarstofnanir, þar er alltaf til staðar menntaður áfengisráðgjafi frá SÁ Á, sem starfar þar við viðtöl og greiningu. Þráinn segir úrræði fyrir fanga í raun af skornum skammti, þeir njóta ekki sömu almennu þjónustu og aðrir borgarar, þeir hafa ekki eins greiðan aðgang að félagsþjónustu og geðheilbrigðsþjónustu, svo dæmi séu nefnd á meðan á afplánun stendur. Framkvæmdarstjóri Verndar treystir sér ekki til að ganga svo langt að slá því föstu að rót vanda fanga sé vímuefnafíkn, en segir þó fyrirliggjandi að áfram­ haldandi vímuefnanotkun standi í vegi fyrir bata og breytingu á lífi þessara einstaklinga. En þar geti ýmislegt annað spilað inn í svo sem aðrir sjúkdómar. „Erfitt sé að meta þetta. En það er vitað mál að vímu­ efnanotkun er mjög víðtæk meðal fanga. Stór hluti fanga hefur verið í farvegi neyslu um áratuga langt skeið og margir fanganna enda neyslumynstur sitt í geðsjúkdómum og ótímabærum dauðsföllum – sem er mjög hátt á meðal þeirra sem hlotið hafa óskilorð­ sbundna dóma.“

Skortir heildstæða stefnu

Þráinn segir að hlutfall þeirra sem afplána utan fang­ elsa sé að aukast, sem sé mjög jákvætt. Þá er rafrænt eftirlit einnig að ryðja sér til rúms eftir að afplánun á Vernd lýkur. Þráinn er þeirrar skoðunar að nýjar leiðir við afplánun eigi fullan rétt á sér og beri að skoðast með opnum huga. „Fangar eiga sér fáa mál­ svara og þegar fordómar í garð minnihlutahópa eru ræddir standa fáir upp föngum til varnar – fordómar eru ríkir í þeirra garð. Þessu verður að breyta og samfélagið verður að sjá hag í lægri endurkomutíðni og að þyngri krafa eigi að vera á gæði afplánunar. Ég kalla eftir heildstæðri stefnu í þessum málaflokki, bæði aðgerðum er snúa að föngunum sjálfum sem og fjölskyldum þeirra.“

Það þarf að stoppa þennan fíkniferil ef á að vera möguleiki á að hafa áhrif á brotaferil stórs hluta þessa fólks.

Mannúð

Börn alkóhólista og veikustu sjúklingarnir Íslendingar hafa í gegnum

litlu framlagi, 1.100 millj-

Börnin eru í mestri hættu

SÁÁ byggt upp meðferð við

ónum króna á ári, er hægt

áfengis- og vímuefnafíkn

að vinna nýtt kraftaverk í

sem talin er í fremstu röð

baráttunni við áfengis- og

meðal þjóða heims. Þó

vímuefnasýki og bjóða upp

Annars vegar að um það bil 900 sjúklingum sem ekki er hægt að veita meðferð við hæfi í dag.

vantar herslumuninn á að

á lausn fyrir hópa sem fá

hægt sé að sinna þörfum

ekki viðunandi meðferð.

allra áfengis- og vímuefnasjúklinga eins vel og skyldi. Þetta er spurning um peninga. Með tiltölulega

Nýtt þjóðarátak mundi fyrst og fremst beinast að tveimur hópum.

Hins vegar eru allt að 7000 börn alkóhólista sem þjást vegna áfengis- og vímuefnasýki foreldra sinna.

Þessi börn eru sá hópur sem er í mestri hættu á að veikjast af áfengis- og vímuefnasýki síðar á ævinni. Að auki alast þau upp við gríðarlegt álag sem hefur skaðleg áhrif á þroska þeirra og félagslega stöðu nú og í framtíðinni og eykur hættu á að þau þrói með sér ýmsa líkamlega og andlega sjúkdóma og raskanir.

Íslenskt samfélag hefur ekki gefið þessum börnum og þeirri áhættu sem þau eru í nægan gaum. Það er kominn tími til að viðurkenna tilvist þeirra og veita þeim hjálp. Þau eiga ekki að þjást vegna veikinda foreldra sinna.

SÁÁ hefur undanfarin misseri unnið með börnum alkóhólista. Eftirspurn hefur verið miklu meiri en hægt hefur verið að sinna. Um 400 börn hafa fengið sálfræðiviðtöl og ráðgjöf en um 600 til viðbótar eru á biðlista.


7

2012 OKTÓBER

Vikulega hýsir SÁÁ pólskan AA-fund í von. Þar er hópur sem á við djúpstæðan og margslunginn vanda að etja. Tungumálaörðugleikar geta reynst erfið hindrun í að eiga við sjúkdóminn en er fráleitt hið eina: nýverið dó einn mikið veikur heimilislaus alkóhólisti úr þessum hópi, aðeins 36 ára gamall, í gistiskýli. Þetta er meðal þess sem Jakob Bjarnar komst að þegar hann tók púlsinn á þessum hópi.

Pólskur alki eins og maður frá tunglinu É

g á nokkra vini sem eru langt leiddir alkóhólistar. Nokkrir þeirra, svona þrír eða fjórir sem ég veit um, eru heimilislausir og einn þeirra dó um daginn. Hann var 36 ára gamall og mikið veikur. Hann dó á gistiskýlinu,“ segir viðmælandi Edrú. Hann er frá Varsjá, talar góða íslensku en hann hefur dvalið á Íslandi í ellefu ár. Hann er lærður prentari en nú atvinnulaus. Fráskilinn en hefur fyrir löngu skotið hér rótum, á dóttur sem er í menntaskóla. Þekkt er að atvinnuleysi eykur stórlega líkur á að menn þrói með sér alkóhólisma. Þetta er gömul saga og ný. Á Íslandi er stór hópur sem telst samkvæmt öllum skilgreiningum áhættuhópur. Þetta eru atvinnulausir Pólverjar, sem og reyndar menn frá öðrum löndum, sem komu hingað þegar uppgangurinn var. Þá kom hrunið.

Að stela vinnu frá heimamönnum

Fyrir hrun voru búsettir á Íslandi um 18 þúsund Pólverjar sé miðað við upplýsingar frá Hagstofu Íslands. Rétt ríflega helmingur þeirra fór aftur til Póllands fljótlega eftir hrunið. Um átta til níu þúsund einstaklinga af pólskum uppruna hafa hins haldið áfram að búa hér á landi – eiga hér heima og teljast til hins svokallaða pólska samfélags. Margir þeirra komu til Íslands vegna þess að á uppgangstímum var sár skortur á iðnaðarmönnum. Byggingabransinn hrundi eins og þekkt er og í kjölfarið blasti atvinnuleysið við. Edrú heyrði ofan í nokkra þeirra sem eru alkóhólistar en eiga jafnframt við óvinveitt ytri skilyrði að stríða, sum lúmsk – önnur blasa við. Þeir eru nafnlausir, bæði af virðingu við erfðavenju A A-samtakanna sem og að sumir þeirra óttast einfaldlega margslungna og víðtæka fordóma sem þeir upplifa, verandi í þeim sporum að eiga uppruna annars staðar sem og að vera alkóhólistar. Einn þeirra fullyrðir að eftir hrun verði hann var við mikla fordóma, fordóma sem hann kannast ekki við að hafi verið uppi fyrir hrunið. Þetta er eitt af því sem Íslendingar vilja helst ekki ræða, þetta atriði sem erlendar þjóðernishreyfingar og nýnasistar ytra byggja á; útlendingar að stela vinnu frá heimamönum. „Jájá, það var gerð einhver rannsókn í Háskólanum, sendur var út tölvupóstur og við látin svara spurningum. Þar kemur þetta fram. Þetta er engin paranoja í mér. Mér finnst fordómar hafa aukist eftir hrunið; þetta var í góðu lagi áður. En, eftir hrunið er eins og menn vilji finna blóraböggul og þá erum við ákjósanleg fórnarlömb. Útlendingar að taka vinnu frá Íslendingum. Þetta var í góðu lagi fyrir hrun. Það er ekki gaman að segja þetta en svona sé ég Ísland í dag. Þetta er mín skoðun.“

Tungumálið reynist erfiður hjalli

Annar alkóhólisti, sem reyndar er frá Litháen, deilir ekki þessari sýn félaga síns. Hann upplifir enga fordóma vegna þessa beinlínis – að útlendingar séu að stela vinnunni. Hann talar reyndar enga íslensku en hefur verið búsettur hér í sex ár. En, hann hefur vinnu; hann ber út blöð. Hann telur aðalvandamálið tengjast tungumálaörðugleikum. „Aðalvandamálið er íslenskukunnáttan, eða öllu heldur skortur á henni. Vegna þessa eiga

Margir Pólverjar, sem áður höfðu nóg að gera eru, í kjölfar hruns, farnir að drekka illa. Þeir óttast að leiti þeir sér hjálpar, viðurkenni að þeir séu alkóhólistar, þá skaði það möguleika þeirra á að finna vinnu. Þetta er vítahringur.

Þetta er engin paranoja í mér. Mér finnst fordómar hafa aukist eftir hrunið; þetta var í góðu lagi áður. En, eftir hrunið er eins og menn vilji finna blóraböggul og þá erum við ákjósanleg fórnarlömb. Útlendingar að taka vinnu frá Íslendingum. útlendingar oft miklu erfiðara með að öðlast skilning á þessum sjúkdómi og eiga erfiðara með að sækja sér hjálp; eins og til dæmis það að fara í meðferð. Einfaldlega.“ Þannig getur tungumálið, eðli málsins samkvæmt, reynst brött brekka fyrir alkóhólista sem vill takast á við sjúkdóm sinn. A A-fundir fyrir þennan hóp eru haldnir á Ingólfsstræti 12 á fimmtudögum og þar kemur saman blandaður hópur útlendinga. Og mætingin getur verið upp og ofan. Ein kona sem starfar sem fulltrúi, segir að mjög algengt sé að haft sé samband við sig, einstaklingar sem tilheyra þessum hópi, og spyrja hvernig þeir eigi að bera sig að vilji þeir leita sér hjálpar vegna sjúkdómsins. Vandinn er augljóslega til staðar þó erfitt sé að slá því fram hvort alkóhólismi sé meira vandamál meðal þessa hóps en meðaltal segir til um. En víst er að um áhættuhóp er að ræða.

Atvinnuleysi ýtir undir drykkju

Einn úr þessum hópi segir Edrú frá því að hann þekki marga sem hafa misst vinnu eftir hrun og byrjuðu þá að drekka. Áður einbeittu þeir sér að vinnu sinni, unnu mikið og sendu fjölskyldum sínum og ættingjum peninga heim. Sumir lentu svo í því að fyrirtækið sem þeir störfuðu hjá varð gjaldþrota þannig að laun þeirra brunnu inni. Þetta varð til þess að þeir urðu reiðir. Viðbrögðin við því voru að halla sér að flöskunni. „Ég held að áfengisneysla hafi aukist verulega eftir hrunið því þessir menn beindu áður orku sinni í vinnuna.“ Þessi viðmælandi segir svo frá að hann hafi verið á Vogi um mánaðamótin mars/apríl árið 2011 og hann hefur eftir Guðbirni Björnssyni lækni að frá áramótum þá hafi 40 Pólverjar komið í meðferð. Viðmæland-

Síðustu sjúklingarnir á götunni

Í grófum dráttum er skiptingin þessi:

Lítum nánar á þá um það bil 900 áfengisog vímuefnasjúklinga sem eru utanveltu. Þessir einstaklingar hafa hver um sig lagst níu sinnum eða oftar inn á Vog en hefur reynst erfitt að öðlast langtímabata með þeirri meðferð sem nú er í boði.

Liðlega 300 manns sem eru í það miklu ójafnvægi að þeir geta ekki nýtt sér meðferð SÁÁ að Vogsdvöl lokinni. Annar tæplega 300 manna hópur getur notað sér meðferð SÁÁ en þarf á auknum félagslegum stuðning að halda. Um 250 sjúklingar hafa orðið fyrir skaða vegna slysa, vímuefnaneyslu eða

Þetta eru nokkrir hópar en í sumum tilfellum er skörun milli; einstaklingur getur tilheyrt tveimur þessara hópa. Segja má að í um 70 prósenta tilvika sé um læknisfræðilegan vanda við meðferð á heilasjúkdómi að ræða en í um 30 prósenta tilvikum er hægt að rekja vandann til félagslegar stöðu.

við fæðingu og þurfa meiri stuðning eftir dvöl á Vogi en hægt er að veita. Um 90 fyrrverandi fangar ná ekki að fóta sig eftir meðferð. Lítum nánar á aðstæður þessara einstaklinga sem ekki er hægt að veita þá meðferð eða þann félagslega stuðning sem þeir þurfa á að halda:

Fyrst er að telja allt að 200 langt gengnir sjúklinga sem að miklu leyti eru á götunni en eru þess á milli inni á sjúkrastofnunum. Margir eru varanlega skaðaðir á heila af völdum sjúkdómsins og eiga ekki mikla von um langtímabata. Það er hins vegar hægt að bæta líf þeirra verulega og hjálpa þeim til að losna úr

inn segir að auðvitað vilji allir vera hamingjusamir, edrú og brosandi. En þessi hópur vilji fyrst og fremst einbeita sér að því að finna vinnu. Vilji kannski sækja A A-fundi – þetta er að einhverju leyti vítahringur eins og menn upplifa stöðuna.

Margþættir fordómar

Atvinnuleysið er þannig augljóslega áhættuþáttur, staða sem ýtir undir drykkju, ekki síst í þessum hópi. Erfiðari vandi, eða ekki eins augljós, er svo sá hvernig fólk upplifir fordóma. „Ég var á Vogi. Er alltaf að reyna að hætta að drekka. Þar hitti ég marga Pólverja. En þeir vilja ekki stunda A A. Ég held að það sé vegna þess að þeir telja að einhverjir gætu hugsað neikvætt um þá. Fordómar gagnvart þeim sem eru með þennan sjúkdóm. Menn óttast fordómana. Menn eru hérna vegna vinnu. Og telja að þetta staðið í vegi fyrir möguleikum sínum á vinnumarkaði. Telja að atvinnurekendur gangi út frá því að liggi það fyrir sé hætt við að þeir detti bara í það aftur. Fari aftur á fyllirí. Svo er bara erfitt að segja: Ég er alkóhólisti. Ég er óvirkur alkóhólisti en margir eru í afneitun. Drekka og drekka. Ég þekki marga sem eru að deyja úr alkóhólisma.“ Þetta segir maður sem hefur nú verið edrú í tvo mánuði. Hann náði góðum tíma, fór í meðferð árið 2009 og svo aftur 2011, og fór þá í Víkingameðferð. Hann féll en hefur nú náð sér aftur á strik. Hann gerir ekki lítið úr því að atvinnuástandið er erfitt. Hann hefur tekið fjölda námskeiða á vegum Vinnumálastofnunar, sent út ótal starfsumsóknir en alltaf er svarið nei. „Ég hef verið á allskonar A A-fundum og þegar ég segist vera pólskur er horft á mig eins og ég sé frá tunglinu. Ég finn skrítna strauma en, það er allt í lagi.“

sjúkdómsástandi um lengri eða skemmri tíma, jafnvel í 250-300 daga á ári. Fyrir ekki ýkja mörgum árum sinntu stofnanir eins og Gunnarsholt og Víðines þessu fólki. Þær stofnanir hafa verið lagðar niður í sparnaðarskyni. Þetta fólk er eini

sjúklingahópurinn í þjóðfélaginu sem nú á hvergi höfði að halla innan heilbrigðiskerfisins. Það er mannúðar- og réttlætismál að hjálpa þeim til betra lífs. SÁÁ vill byggja upp sérstakt úrræði fyrir fyrir þá sem nú eru á götunni og bjarga þeim inn í aðstæður þar sem í boði er

aðhlynning og sú meðferð sem þeir geta þegið. Áformin eru að byggja 32 stúdíóíbúðir á svæðinu við meðferðarstöðina Vík fyrir þennan hóp. Kostnaðurinn við hvert pláss í þessu búsetu- og meðferðarúrræði er lítill hluti af því sem það kostar að reka dvalarrými á öldrunarstofnun. Meira á síðu 10


8

OKTÓBER 2012

Hendrik Berndsen, sem enginn þekkir undir öðru nafni en Binni (í blómabúðinni), er goðsögn í lifanda lífi innan SÁÁ. Hann er einn af frumherjunum; fyrsti varaformaður samtakanna og starfaði við hlið Hilmars Helgasonar, sem kústur að eigin sögn; við að sópa upp og framkvæma hugmyndirnar sem eldhuginn Hilmar fékk. Þetta er dauðans alvara. Fyrsti formaður SÁÁ, Hilmar, féll. Drakk og drukknaði langt fyrir aldur fram, skömmu áður en draumurinn um Vog varð að veruleika, en Binni lítur um öxl; aftur um 40 ár. Saga SÁÁ er merkileg – sigurganga en það gekk sannarlega á ýmsu á upphafsárunum, eins og Jakob Bjarnar fékk að heyra þegar hann hitti Binna.

Enginn trúði á þessa róna

Þ

etta er eins og með svo margt í lífinu; tilviljun í raun. Anna Guðmundsdóttir, sem bjó í Ameríku, hún var vinkona Hilmars Helgasonar. Hún hafði komið pabba sínum á Freeport. Hilmar Helgason var mikill drykkjumaður og mikill vinur minn; við drukkum mikið saman. Allt í einu hverfur hann af sviðinu og sést ekki í einn og hálfan mánuð. Í það minnsta vissi ég ekkert hvað varð af honum. Svo kemur hann heim og þá er ég fullur einhvers staðar úti í bæ á bar, já, uppá Esju, og þar segir Stefán barþjónn mér það að Hilmar Helgason sé kominn frá Ameríku. Edrú! Ég náttúrlega trúði því ekki, hringdi í hann og þá segir hann mér þessa sögu; hann hafi farið á Freeport þar sem hann hafi kynnst þessari meðferð og sé edrú í dag. Hann segist vilja hitta mig,“ segir Binni Berndsen – sem margir þekkja sem Binna á Blómaverkstæði Binna á horni Bergstaðastrætis og Skólavörðustígs; þar sem hann hefur nú rekið blómabúð í tuttugu ár.

Binni lítur um öxl. Það sem rís upp úr að hans mati er þegar litið er yfir 35 ára sögu SÁÁ, fyrir utan að rúm 20 þúsund einstaklinga hafa nýtt sér þjónustu SÁÁ, er bygging Vogs. Ljósmynd/Hari


9

2012 OKTÓBER

Það stendur mikið til; 35 ára afmælisfundur SÁ Á er fram undan (eins og sjá má á öðrum stað hér í blaðinu) og erindreki Edrú fór til að hitta Binna í blómabúðina og fékk hann til að rifja upp árin; aðdraganda þess að Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann voru stofnuð.

Með fleiri flugtíma en flugfreyja

Á þeim tíma kostaði það mikla peninga að fara í meðferð vestur yfir Atlantsála á Freeport. Hilmar Helgason gekk í það að tala við fjölskyldu Binna. Binni átti inni einhvern arf og fjölskyldan samþykkti, fyrir fortölur Hilmars, að setja þessa peninga sem Binni ekki hafði komist í til að eyða í svallið og koma honum þannig út í meðferð. Nokkrum dögum seinna, og þá hafði Binni náttúrlega steingleymt þessu samtali við Hilmar, var hann sóttur af vini sínum. Og ég fór út á Freeport. Var þar í þennan tíma sem var um hálfur mánuður. Meðan ég er í meðferðinni kom Hilmar með Lilla frænda (Ewald Berndsen), sem þá var konungur rónana í Reykjavík, út líka. Við erum þarna tveir frændurnir úti í Freeport saman. Þegar ég kom heim aftur er Hilmar enn edrú. Ég bjóst ekki við því. Alls ekki. Lilli kom heim skömmu síðar og við allir edrú. Þar byrjar þetta eiginlega. Og nú bregður svo við að það stoppar ekki síminn, því við vorum þekktir drykkjumenn, fjölskyldur hringja og spyrja; hvað getum við gert fyrir þennan og hinn? Strax á næsta ári fórum við að flytja menn út.“ Eitt af mörgu sem gerði þessa vakningu magnaða, þarna fyrir um fjörutíu árum, er að fyrstu Freeport-ararnir voru mest megnis hvítflibbarónar. Blandaður hópur manna úr efri stéttum: Forstjórar, framkvæmdastjórar, alþingismenn, ráðuneytisstjórar... enda meðferðin dýr. Hilmar og Binni stóðu í ströngu við að fylgja mönnum út til New York þar sem Freeport-sjúkrahúsið og meðferðarstofnunin var staðsett. „Ég var á þessu eina og hálfa ári, eða þar um bil, með fleiri flugtíma en flugfreyja. Fór út, held ég, 60 sinnum. Við fylgdum mönnum út í stórum stíl, tveimur, þremur eða fjórum í senn.“

Borga meðan Lilli Berndsen er edrú

Innblásnir settu félagarnir sig í samband við Sjúkrasamlagið og Tryggingastofnun. Þeir áttu þar hauka í horni og Ísland var þá þannig að ýmislegt, ákvarðanir sem gátu verið til að ýta málum fram, voru háðar geðþótta. Binna eru minnisstæð ummæli þáverandi sjúkrasamlagsstjóra: Meðan Lilli Berndsen er edrú, þá borga ég! Þetta er í kringum 1975. Um þrjú hundruð fóru í þessa meðferð á Freeport. Þeir félagarnir gerðu einnig samning við Flugleiðir; höfðu það í gegn að Sjúkrasamlagið og Tryggingastofnun greiddu meðferðina en sjúklingurinn kostnaðinn við fargjaldið – sem eftir samninginn við flugfélagið var viðráðanlegur. Þetta breikkaði vitaskuld hópinn. Fljótlega upp úr þessu er svo Freeport-klúbburinn stofnaður en eitt hlutverka hans var að halda utan um þessa nýju edrúmenn sem mættu til baka, og koma þeim inn í A A-samtökin. „Við stofnuðum áfangaheimili sem hét Skjöldur. Lilli rak það. Skjöldur kom á undan SÁ Á. Lilli átti sér þann draum að allir þessir útigangsmenn, vinir hans, ættu athvarf. Á þessum tíma héldu þeir til í Hafnarstræti sem jafnan var kallað Rónastræti. Og stóð undir nafni sem slíkt.“ Fljótlega fara menn að velta fyrir sér þeim möguleika að f ly tja meðferðina sem þeir höfðu kynnst á Freeport til landsins svo fleiri hefðu greiðan aðgang að henni. Það var stemning í hópnum: „Við vildum hafa þetta áhugamannafélag, ekki bindindisfélag, félag þar sem bæði væru fyllibyttur og venjulegt fólk. Samanber fyrsti hópur sem kom að stjórn SÁ Á, 35 manns að mig minnir; þar inn í völdum við fólk úr öllu litrófinu, sem gæti nýst starfinu.“ En, það var jafnframt stór hópur fólks sem beið eftir því að þessi bóla myndi springa. Því á þessum tíma var svo komið, sá var mórallinn, að til að vera eðlilegur gegn og flottur þurftu menn helst að búa í Laugarásnum og

hafa farið á Freeport. Þótti flott. Fólk sem var að gera eitthvað í sínum málum. Aðstandendurnir voru þakklátir en þetta gat farið í taugarnar á fyllibyttunum sem komu kannski heim til konunnar sinnar sem sagði: Af hverju getur þú ekki verið eins og þessi, ha? Binni eða Hilmar eða einhver? „Nema, við sjáum að við þurfum að gera eitthvað til að flytja þetta heim. Það var stofnfundur á Hótel Sögu, sá fyrsti, og svo í Háskólabíói; sem við fylltum.“

Allir á sloppana

Ört vaxandi hópur Freeportara var vel tengdur. Mjög vel tengdur. Þeir höfðu meðal annars farið með þáverandi forstjóra Tryggingastofnunar, alþingismann og ráðherra, í meðferð – hann var jafnframt formaður sumarstarfsemi sem var í Reykjadal í Mosfellssveit. „Þetta var eiginlega fyrsta verkefni fyrstu stjórnar SÁÁ, en þar var Hilmar formaður og ég varaformaður; að finna húsnæði til að geta opnað afvötnunarstöð. Við fengum Reykjadal að láni og breyttum húsnæðinu þar, þessu barnaheimili, í afvötnunarstöð. Við fengum til liðs við okkur lækni sem hafði farið í meðferð á Freeport og þekkti því til, Val Júlíusson, sem er þar með fyrsti læknir SÁ Á, við réðum ráðgjafa, kokk og annað. Allt fyllibyttur sem nýlega voru orðnar edrú.“ Að sögn Binna var það eina sem fyrir lá er varðaði daglega dagskrá þetta, að það væri morgunverður, hádegisverður, eftirmiðdagskaffi og kvöldmatur. Þetta var það eina sem var á hreinu. Svo var ráðgjöfunum látið það eftir að spinna inní þá „dagskrá“. Að ógleymdu atriði sem var mikilvægt: „Á Freeport voru allir á sloppum. Við vorum að reyna að koma því inn að þetta væri sjúkdómur. Og þegar maður var strákur, lítill og lasinn þá var maður alltaf settur í náttföt og á slopp. Og núna, 35 árum seinna, er fólkið á Vogi enn í náttfötum og á slopp. En menn fóru sem sagt þangað fyrst í afvötnun og svo var flogið með þá út í eftirmeðferð.“ Þegar voraði missa þeir Reykjadal, enda sumarbúðir þar að sumri og voru í vandræðum: „Við vorum með 20 til 30 manns inni. Við Hilmar föttuðum þá að skólarnir eru náttúrlega lokaðir á sumrin. Þannig að við fengum menntamálaráðherra til að lána okkur Langholtsskóla. Við höfðum sjúklingana sem voru í meðferð í Reykjadal, á fyrirlestrum en fengum sendibíla til að flytja öll húsgögnin sem við höfðum stolið eða fengið lánuð einhvers staðar, mikið til hjá Varnarliðinu, í skólann og fluttum svo alla sjúklingana, á sloppum, þangað. Datt ekkert úr prógramminu.“

Kleppsspítali hélt lífinu í Binna

Veturinn eftir fluttu þeir félagar svo starfsemina aftur í Reykjadal en sáu að þetta gekk ekki; fóru á stúfana og fundu hús í mikilli niðurníðslu sem til stóð að rífa. Það var Silungapollur, sá fornfrægi staður þar sem margur áfengissjúklingurinn dvaldi á árum áður í afvötnun og meðferð. Reykjavíkurborg lánað húsið undir starfsemina. „Við réðum þennan fína framkvæmdastjóra, Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, svakalega öflugur maður og mikill drifkraftur. Hann fékk svo þessa fyrstu lóð sem úthlutað var í Grafarvoginum, á besta stað og þar byggjum við Vog. Þetta er sem sagt allt tilviljunum háð. Og góðum vilja. Við keyrðum austur í sveit og finnum tómt hús sem seinna varð Sogn. Eða þennan skóla fyrir vestan sem varð Staðarfell... allt tilviljanir.“ Nú ber til þess að líta að áður og meðan Freeportferðirnar voru sáu menn aðeins eina leið til að eiga við verulega veika alkóhólista. K leppsspítali. A nnað var ekki í boði. Samfélagið leit niður á alkóhólista, enda taldist drykkjusýki þá aumingjaskapur en ekki sjúkdómur; það var litið niður á alkóhólista í geðheilbrigðiskerfinu, litið niður á þá af öðrum sjúklingum og ekki síst litu þeir niður á sig sjálfa; höfðu á sér skömm – fyrirlitningu. Enda erfitt við að eiga þegar hið viðtekna viðhorf er að áfengissýki sé fyrst og fremst karakterbrestur; menn kannski útskrifaðir eftir afvötnun og vinka bless en eru svo komnir að viku liðinni ein rjúkandi rúst, bæði andlega og líkamlega. „Já. Deild 10 á Kleppi. Sem var fyrir erfið-

Á þeim tíma voru það bara hvítflibbarónar og útigangsmenn sem drukku í hádeginu. Nú í dag labbar þú niður í bæ og þar annar hvor maður með bjór eða hvítvín. Þetta þykir eðlilegt.

ustu geðsjúklingana og fyllibyttur eins og mig og fleiri. Ég fór þangað 20 sinnum frá því ég var tvítugur. Kleppsspítalinn hélt í mér lífinu. Já, ég var svona djöfulli góður! Alvöru drykkjumaður.“ Gróflega má meta það sem svo að einn þriðji sjúklinga geðheilbrigðiskerfisins hafi verið áfengissjúklingar. Þessum hópi kom SÁ Á út úr kerfinu, rændi í raun sjúklingunum, sem þá er í miklum mun betri stöðu til að sinna þeim sem eftir eru því ekki tóku drykkjusjúklingarnir með sér það fé sem hið opinbera ætlaði til starfseminnar. Kannski má þess vegna grei na langvarandi tregðu í kerfinu og samfélaginu við að skilgreina alkóhólisma sem alvarlegan sjúkdóm? Því, nú kemur á daginn, flestum til furðu mikillar furðu að menn, konur og karlar, alræmdar fyllibyttur á borð við Binna, Lilla og Hilmar, fólk sem þjóðfélagið var í raun búið að afskrifa, hanga edrú og reynast hinir mætustu menn. „Jájá, þetta er merkileg saga. Við flytjum með okkur frá Ameríku þetta 12 spora kerfi.“

okkur og ekki síður ... þetta var svo viðkvæmt. Við vorum ekki búnir að byggja Vog þegar hann var dáinn, fjórum fimm árum seinna.“ Ennþá, eftir allan tíma, reynist það Binna erfitt að rifja þetta upp. Hilmar fellur frá fyrir aldur fram og Binni er ekki í nokkrum vafa um að það hafi verið alkóhólismi sem leiddi hann til dauða. „Sko, ef við tökum þessa fyrstu sem fóru á Freeport þá eru það um 60-70 prósent þeirra sem héldu sér edrú. Hinir dóu fljótlega eftir að þeir byrja að drekka aftur. Fyrir aldur fram. Þeirra á meðal vinur minn Jökull Jakobsson. Við ætluðum að gefa út blað saman, Ókindina og Sigmund teiknaði. Jökull átti svartan Citroen á þessum tíma og eitt sinn var ég með Jökli á ferð um Hringbrautina. Hann fór yfir á rauðu ljósi og ég hugsaði með mér að þetta hafi verið eitthvert athugunarleysi. En svo fór hann yfir á öllum rauðum ljósum á leiðinni. Þá var hann kominn í pillur og fljótlega eftir þetta dó hann. En, þetta var magnað tímabil, að vera með honum þegar hann var edrú.“

Þá var þetta það eina: Deild 10 á Kleppi. Sem var fyrir erfiðustu geðsjúklingana og fyllibyttur eins og mig og fleiri. Ég fór þangað 20 sinnum frá því ég var tvítugur. Kleppsspítalinn hélt í mér lífinu. Já, ég var svona djöfulli góður. Alvöru drykkjumaður.

Dallasstjörnur til bjargar

Þetta voru ævintýralegir tímar og menn settu bókstaflega ekkert fyrir sig. „Þegar við vorum að byggja Vog fórum við út í það, fyrstir manna á Íslandi, að fá fyrirtæki til að safna peningum fyrir okkur. Fengum Frjálst framtak, Magnús Hreggviðsson, til að hringja út. Útbjuggum skuldabréf sem við sendum inn á hvert einasta heimili. Búnaðarbankinn notaði þetta svo sem ábyrgðir fyrir lánveitingum. Til að fjármagna verkefnið. En það sem skeður er í raun þetta að við fengum pressuna upp á móti okkur. Blaðamenn voru margir fyllibyttur, eins og þú getur rétt ímyndað þér, á þeim tíma, og þeim tókst að gera þetta tortryggilegt. Í kjölfarið hrynur söfnunarkerfið í raun. Þá voru góð ráð dýr. Það varð að finna einhverja lausn á þessu, annars myndi allt sigla í strand. Á þeim tíma var mjög vinsæll sjónvarpsþáttur í sjónvarpinu hér sem heitir Dallas. Við vorum þá á einhverjum „brainstorming-fundi“ að nóttu til, við þessir aðilar: Hvað getum við gert til að koma okkur aftur inn með þessi bréf okkar? Þá var það ákveðið að senda mig og Magnús til Los Angeles til að fá stjörnur Dallas til að koma, því framkvæmdastjóri Sjónvarpsins á þeim tíma, einn af okkur, var búinn að úthluta SÁ Á „præmtæm“ sjónvarpstíma undir söfnunar-skemmtiþátt. Við vorum algerlega fyrstir með það líka. Nú, við fórum þarna út og ætluðum að vera yfir helgi og fá stjörnur Dallas til að fallast á að koma í þennan þátt. Við vorum reyndar í heilan mánuð og enduðum með því að fá Ken Kersival, þann sem lék Cliff Barnes, til að koma til Íslands – sem og varð. Sigurjón Sighvatsson var þarna þá á þessum tíma, að læra kvikmyndagerð, hann var með okkur og við tókum viðtal við leikkonu, en annar þáttur var þá vinsæll hér, Húsið á sléttunni, en hún var fyllibytta – sú sem lék Lauru Ingalls, ein stelpan þarna... við tókum viðtöl við fleiri leikara og vorum komnir með svo mikið efni að við urðum að skera það niður. Svo fengum við Kristínu leikstjóra Jóhannsdóttur, til að leikstýra þessum þætti. Þetta breytti svo því að veður skipast í lofti og söfnunin gekk svona þokkalega. Þetta var drulludans að koma Vogi á koppinn.“

Hilmar fellur, drekkur og drukknar

Þó þeir félagar hafi frá upphafi notið velvildar á ýmsum stöðum breytti það ekki því að almennt höfðu menn enga trú á þessu fyrirtæki. „Neinei, menn biðu hreinlega eftir því að þetta myndi springa, allt kerfið. Við nutum engrar tiltrúar. Þessar fyllibyttur. Svo gerist nú það sem sýnir hversu mikil dauðans alvara þetta er, að Hilmar, sem var minn besti vinur og bjargaði mínu lífi, prímusmótor og frumherji; ég var eins og kústurinn á eftir, hann var með hugmyndirnar og ég framkvæmdi, fellur. Hilmar byrjar að drekka og hann deyr. Drekkur og drukknar. Það var svakalegt áfall fyrir

Aðeins hvítflibbarónar og útigangsmenn drukku um hádegi

Eins og áður hefur verið komið inn á voru alkóhólistar ekki hátt skrifaðir. Að auki var þetta tabú við að eiga. Að sögn Binna var þetta allt öðru vísi í þá daga, öldin önnur: „Á þeim tíma voru það bara hvítflibbarónar og útigangsmenn sem drukku í hádeginu. Nú í dag labbar þú niður í bæ og þar annar hver maður með bjór eða hvítvín. Þetta þykir eðlilegt. En það var ekki eðlilegt þá. Fólk stóð oft fyrir utan Hótel Borg til að sjá hvaða fyllibyttur kæmu þar út. Af hádegisbarnum. Drykkjan var allt öðru vísi. Menn drukku í vinnunni. Blaðamenn drukku á blaðamannafundum. Þannig var tíðarandinn. En, þessi ár sem ég var á Kleppi, þá gerði maður hvað sem var; ég ætlaði að breyta ásýnd Klepps út á við. Af því að þetta hélt í mér lífinu. En þetta var það eina sem var.“ A A-samtökin voru mjög veik á Íslandi, en þau voru til staðar þegar Freeport-klúbburinn og seinna SÁ Á samtökin verða til. „Þetta voru einhverjir þrír til fjórir fundir á viku og handfylli af mönnum. En eftir að við byrjum að dæla mannskap inn í samtökin, þeim sem höfðu farið á Freeport og seinna Vog, þá óx A A fiskur um hrygg. Í dag held ég að séu reglulega 3 til 400 fundir á Íslandi. Í raun, ef þetta hefði ekki komið til, hefðu AA-samtökin hugsanlega dáið á Íslandi. En A A-samtökin, eins og SÁ Á, eru með virtustu meðferðarstofnunum í heimi. Og með ábyggilega einn besta árangurinn.“

Sigurganga SÁÁ

Þó frumherjarnir hafi átt við margvíslega fordóma að stríða er saga SÁÁ umfram allt sigurganga. „En þetta var oft tæpt,“ segir Binni. „Það trúði enginn á þessa róna. En, í dag... SÁÁ hefur snert flest heimili landsins; enginn sem ekki á ættingja eða vini sem ekki hefur farið í meðferð hjá SÁ Á á þessum 35 árum. Sem er náttúrlega stórkostlegt.“ Aðspurður hvað rísi upp úr þegar litið er til þessarar 35 ára sögu þá segir Binni það vera byggingu Vogs. „Okkur tókst að byggja Vog og hann stendur enn fyrir sínu. Já, fyrir utan náttúrlega það að rúmlega 20 þúsund einstaklingar hafa nýtt sér þessa þjónustu. Ég er ekki viss um að menn átti sig á hversu þjóðhagslega hagkvæmt þetta er, sé nú bara litið til þess. Fólk, sem ugglaust væri annars dautt ef ekki væri fyrir þennan möguleika að komast á Vog, er að borga skatt í ríkiskassann. Einn drykkjumaður eða vímuefnaneytandi virkur kostar samfélagið ekkert lítið. Það var það sem Lilli sagði alltaf og þess vegna fengum við borgina til að gefa okkur hús við Ránargötuna. Áfangaheimili sem Lilli rak, þar voru 30 manns í lokin. Birgir Ísleifur Gunnarsson, við fórum til hans með þessa hugmynd, að finna skjól fyrir þessa vini Lilla. En það er önnur saga.“


10

OKTÓBER 2012

Sprautufíklar, eldri alkóhólistar, ungir kannabisneytendur og geðsjúkir... Mikilvæg ráðstefna þeirra sem koma að meðferðarstarfi, umönnun og hjúkrun þeirra sem eiga við vímuefnafíkn og aðra sjúkdóma að stríða stendur nú yfir. Jakob Bjarnar ræddi við Þórarin Tyrfingsson, yfirlækni á Vogi, sem telur aðkallandi að stilla saman strengi.

Að tala af viti um vandann Ég veit ekkert um það núna hversu margir koma en ráðstefnuhaldið er öllum opið og allir velkomnir. Menn vilja ekkert endilega tala af viti um þetta en þarna verður það reynt. Við í grasrótinni,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi. Mikil starfsemi, líf og fjör, er í Vonarhúsinu alla jafna en óvenju mikið er um að vera þar þessa dagana, eða 4., 5. og 6. þessa mánaðar, því þá stendur þar yfir viðamikil og merkileg ráðstefna; fjallað er um og ræddur margvíslegur vandi sem steðjar að fíklum og þeim sem eiga við aðra geðsjúkdóma að ræða. Geðsjúkdómar meðal fíkla er ein málstofan, áfengisfíkn meðal þeirra sem eldri eru verður rædd á annarri; spautufíkn og meðferð við henni og kannabisneysla unglinga verður til umfjöllunar. Þórarinn hljóp yfir drög að dagskrá með tíðindamanni Edrú, áður en ráðstefnan hófst. Meðal þess sem eftirtektarvert hlýtur að teljast er að kynntar verða bráðabirgðaniðurstöður einstakrar rannsóknar sem SÁÁ vinnur í samstarfi við NIDA.

yfirlæknir á Kleppsspítalanum. Þeir þar hafa rekið deild fyrir alvarlega geðsjúka en flestir þeirra eigi við fíknivanda að stríða. Reynt hefur verið að byggja upp meðferð sem hentar þeim. Sigurður fjallar um þetta. Kjartan Kjartansson, yfirmaður fíknigeðdeildar Landspítalans, talar um hvernig þeir takast á við þennan vanda. Ég byrja og verð með pólitískar vangaveltur um sögulegan bakgrunn og hvernig tekist hefur að samtvinna þetta.“ Að auki mun svo ráðgjafi hjá SÁÁ, Sigurjón Helgason, fjalla um það hvernig reynir á geðsjúklinginn og ráðgjafann í fíknimeðferðinni, þegar þessir tveir sjúkdómar fara saman.“

Eldri áfengis- og vímuefnasjúklingar

Eftir hádegi á fimmtudegi verður sjónum svo beint að eldri áfengis- og vímuefnasjúklingum. Fullorðnu dagdrykkjufólki. „Efnasjúklingum. Þegar menn eru komnir á efri ár færa menn sig gjarnan yfir í áfengi og lyfin,“ segir Þórarinn og vísar til þess að öldungarnir séu ekki mikið að eltast við ólögleg efni – þá er læknadópið komið inn í dæmið af fullum þunga. „Þó menn hafi gert svo ungir er það fátíðara meðal þeirra sem eldri eru. Þarna eru svo oft komin inn önnur vandamál; sjúkdómar og áhættuþættir sem þarf að meðhöndla svo sem blóðfita, hjartasjúkdómar, blóðþrýstingur... ýmis vandamál sem þarf að eiga við. Valgerður Rúnarsdóttir verður með inngangserindi um þetta.“ Þá verður og fjallað um taugaskaða sem drykkjusjúkir eiga við að stríða; dagdrykkjufólk sem komið er yfir miðjan aldur. Um þetta efni fjallar Björn Logi Þórarinsson læknir. „Síðan er það meðferð fyrir eldri karlana, meðferð og eftirfylgni. Sigurður Gunnsteinsson ætlar að tala um það. Þá verður og fjallað

um meðferð fyrir eldri konurnar, erindi um það líka, en þar koma öldrunarlæknar og öldrunarþjónusta mikið inn í; innlegg frá hjúkrunarfræðingunum okkar á Vogi og sjúkraliðunum þar verður um þetta efni,“ segir Þórarinn og lítur svo á að strax þarna sé um verulega pakkaða og bitastæða dagskrá að ræða.

Framhaldsmeðferðin á Staðarfelli fyrir sprautufíkla verður einnig á dagskrá sem og hugræn atferlismeðferð við sprautufíkn, búsetuúrræði fyrir sprautfíkla sem SÁÁ rekur í samstarfi við Reykjavíkurborg og velferðarráðneytið. Það sem þar fer fram er hugræn atferlismeðferð til stoppa af fíkn.“

Sprautufíklar og faraldsfræði

Svo er laugardagurinn og þá er ekki síður merkilegt mál á dagskrá en þau sem áður hafa verið nefnd: „Þá ætlum við að fjalla um kannabisfíkn og unglinga. Ég verð með inngangserindi um kannabisfíkn,“ segir Þórarinn. Síðan mun Hörður J. Oddfríðarson fjalla um íhlutun fyrir unglinga á framhaldsskólaaldri, síðan fjölskylduíhlutun og foreldraþjónusta. Að sögn Þórarins er ekki um að ræða inngrip eins og það sem margir þekkja úr kvikmyndum, sem er þegar fíklinum er stillt upp við vegg af fjölskyldu og aðstandendum. „Nei, gamla módelið hentar nú ekki öllum vel þó það geti hentað ákveðnum hópi alkóhólista. Þetta er öðru vísi gert, „net therapy“, sem gengur út á að ná til mikilvægra persóna í lífi fíkilsins og fræða þær, fá þær til að breyta hegðun sinni. Tíminn og rannsóknir hafa leitt ýmislegt í ljós sem við fagfólkið eigum að vita. Hjalti Björnsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi, mun segja okkur ýmislegt um þetta.“ Þá verður og fjallað um hvernig tryggja má samvinnu við unglingana og meðferðina á Vogi. „Já, við munum fjalla um þær geðraskanir sem unglingarnir hafa greinst með á Vogi. Fjallað verður um meðferð og eftirfylgni. Svo er meiningin að við verum einnig með þjónusta fyrir börn áfengis- og vímuefnasjúklinga sem eru í hættu; ekki byrjuð í vímuefnaneyslu en eru líkleg að enda þar. Við tölum um sálfræðiþjónustu og rannsóknir á fjölskyldulægni alkóhólisma, börn þeirra sem eru í meðferð okkar eru í mikilli hættu að koma einnig.“ Að sögn Þórarins má auka batalíkur og jafnvel koma í veg fyrir að einstaklingar sem tilheyra þessum hópi þrói með sér sjúkdóminn.

Föstudagurinn 5. október verður allur stílaður á sprautufíkn og örvandi vímuefnafíkn. „Þá tölum við um sprautufíkla, faraldsfræði og ástandið hvernig það er. Ég mun fjalla um það. Erindi verður um rítalín sem enn er mest notað í æð og hvert stefnum við? Valgerður Rúnarsdóttir talar um það og þá verður einnig fjallað um áhættuhegðun sprautufíklanna sem koma á sjúkrahúsið Vog. Kynntar verða bráðbirgðaniðurstöður úr viðamikilli rannsókn sem við erum að gera á Vogi en mikill spurningalisti hefur verið lagður fyrir sprautfíkla og mun Þóra Björnsdóttir vera með erindi um það. Síðan fjöllum við um sýkingar og fylgikvilla meðal sprautfíkla.“ Einnig verður fjallað um skaðaminnkun, hagnýtar aðgerðir og verður fjallað um það í samstarfi við fíknigeðdeild Landspítalans. „Svo mun ráðgjafi á okkar vegum fjalla um hvernig gengur að tryggja samvinnu við sprautufíklana; varðandi endurinnlagnir, mótiveringar og allt það.“ Þórarinn nefnir einnig til sögunnar stórmerkilega lyfjarannsókn sem SÁÁ og NIDA (National Institude of Drug Abuse) eru að vinna saman að. „Ingunn Hansdóttir hefur yfirumsjá með þessu en um er að ræða rannsókn sem við erum að vinna á Vogi. Við eigum engin lyf til að meðhöndla þetta sem við köllum viðhaldsmeðferð fyrir ópíumfíkla. Áttatíu sjúklingar eru í slíkri meðferð sem við munum fjalla sérstaklega um.“

Flestir geðsjúkir eiga við fíknivanda að stríða

Á fimmtudeginum 4. október (í gær) verður rætt hvernig gengur að með höndla einstaklinga sem eru bæði greindir með geðsjúkdóm og fíknisjúkdóm. „Þá ræðum við það hvort slíkir sjúklingar fá góða meðferð, hvort sem þeir koma inn í fíknideild eða geðdeild og hvernig tekst að samræma starfsemi þessara deilda. Hér er um tvenns konar nálgun að ræða og skiptir miklu máli fyrir sjúklinginn að fá meðferð við sitt hæfi; stundum hjá okkur hjá SÁÁ og stundum á geðheilbrigðsstofnunum. Hvernig tekst að samtvinna þessa starfsemi svo sjúklingurinn fái góða meðferð?“ Sú er spurningin, að sögn Þórarins, og: Hvað kemur á undan og hvað kemur á eftir; geðsjúkdómur eða fíknisjúkdómur og öfugt? „Þeir sem koma til liðs við okkur þarna er dr. Sigurður Páll Pálsson,

Kannabisfíkn ungs fólks

Að sleppa boðhættinum

Ingunn Hansdóttir mun kynna bráðabirgðaniðurstöðu merkrar rannsóknar sem SÁÁ vinnur nú í samstarfi við NIDA.

Þórarinn Tyrfingsson blæs til mikillar ráðstefnu þar sem meðal annars eru rædd meðferðarúrræði og vandi sprautfíkla, ungra kannabisneytenda og eldri dagdrykkjumanna. Þá verða kynntar bráðabirgðaniðurstöður merkra rannsókna.

Valgerður Bjarnadóttir læknir, og einn helsti sérfræðingur okkar í fíknisjúkdómum, fjallar um vanda eldri alkóhólista.

Eins og áður sagði eru allir velkomnir og ráðstefnan er öllum opin. Fyrir liggur að dagskráin er þess eðlis að ekki nokkur maður sem lætur sig þessi mál varða ætti að láta hana fram hjá sér fara. „Þetta er ráðstefna sem talar inn í þetta samfélag áfengis- og vímuefnafíkla. Þetta er samfélag sjúklinga og fagmanna sem vinnur saman. Þann hátt höfum við á.“ Þórarinn segir það sjónarhorn, það viðhorf, vænlegast til árangurs; að líta á þetta sem eitt samfélag, alkasamfélag, fremur en að þeir sem teljast til fagmanna séu í turni og tali til sjúklinga, hvað þeir eigi að gera, eins og jafnan er talað til sjúklinga – í boðhætti.

Mannúð Amfetamín og ópíumfíklar Stærstum hluta þeirra 300 manna sem geta nýtt sér meðferð SÁÁ en þurfa aukinn stuðning má skipta í tvennt: Allt að 150 illa farnir amfetamínnotendur þurfa sérstakt langtíma úrræði með meðferð, búsetu og endurhæfingu. Þessir sjúklingar hafa sprautað sig með amfetamíni og eru illa farnir eftir langvarandi harða neyslu. Varnir þeirra gegn fíknivökum eru veikar að lokinni hefðbundinni meðferð.

Þau þurfa að eiga kost á 7-9 mánaða búsetuúrræði, samhliða meðferð, áður en þau jafna sig nægilega til þess að endurhæfing beri árangur. SÁÁ veitir um 90 ópíumfíklum viðhaldsmeðferð með lyfjum á borð við meþadón. Nauðsynlegt er að tengja sérstaka endurhæfingu þessari meðferð. Einnig þurfa sjúklingarnir sérstaka lokameðferð til að venja sig af viðhaldslyfjunum.

Fangar þurfa meðferð og endurhæfingu Tvígreindir þurfa sérstaka meðferð Um það bil 90 áfengisog vímuefnasjúklingar sem svo eru illa haldnir líkamlega, andlega og félagslega eftir langdvöl í fangelsum að þeir fóta sig ekki eftir meðferð hjá SÁÁ. Þá vantar langtíma endurhæfingu sem sniðin er að sérstöðu þeirra. Áfengis- og vímuefnameðferð þarf að vera í boði sem valkostur við fangelsisrefsingu. Endurhæfa þarf fjölskyldur þeirra til að undirbúa aðlögun að samfélaginu.

250 einstaklingar sem eru tvígreindir, eins og það er kallað, það er að segja með áfengisog vímuefnasýki en einnig með alvarlegar geðraskanir. Þau eiga erfitt með að ná bata með þeim úrræðum sem nú eru í boði. Nauðsynlegt er að þróa ný meðferðar-, búsetuog endurhæfingarkerfi fyrir þennan hóp.

Meðferð tvígreindra er sinnt innan Landspítalans þar sem sérþekking er til staðar. En sjúkrahúsið hefur ekki aðstöðu til að byggja upp og reka ný endurhæfingar- og búsetuúrræði. Sjúklingar eru útskrifaðir til endurhæfingar á Hlaðgerðarkoti. Þar eru möguleikar til að veita faglega þjónustu ófullnægjandi. Viðunandi úrbætur gætu kostað liðlega 100 milljónir króna.

Nýbúar án batasamfélags Nýr hópur áfengis- og vímuefnasjúklinga hefur orðið til á síðustu árum; hópur sem hefur sérstakar þarfir sem ekki hefur verið hægt að koma til móts við. Í honum eru 50-100 nýbýar, mest ungir eða miðaldra, einhleypir, pólskir karlmenn. Bjóða þarf búsetu og endurhæfingu þar sem meðferð og eftirfylgni er á pólsku og stuðla að vexti batasamfélags nýbúa hér á landi.

Þetta eru þau fórnarlömb áfengis- og vímuefnavandans sem eru utangarðs í kerfinu í dag. Það þarf nýtt þjóðarátak til að veita þeim nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og félagslegan stuðning. - pg


11

2012 OKTÓBER

Kjartan J. Kjartansson, yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans glímir við erfið úrlausnarefni og flóknar greiningar. Jakob Bjarnar er sérstakur áhugamaður um ráðgátuna: Hvort kom á undan, hænan eða eggið? Kjartan reynir að útskýra fyrir honum að ekki sé svo gott um að segja hvort kom á undan, geðsjúkdómur og/eða fíknisjúkdómur; svo samofin eru þessi fyrirbæri.

Áfengisgjald til að kosta úrræði við sárri neyð er frábær hugmynd K

jartan Jónas Kjartansson, yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans, segir það rétt að sterk fylgni sé milli geðrænna vandamála og fíknisjúkdóms. Þetta er við spurningunni hvort geðrænu vandamálin verði til þess að menn þrói með sér alkóhólisma eða öfugt? Sem dæmi er helmingur þeirra sem eru með geðhvörf eða geðklofa einnig með fíknisjúkdóm. Kjartan segir það með þrennum hætti hvernig geðsjúkdómur og fíknisjúkdómur þróast hjá fólki:

Neysla yfirskyggir sjúkdómseinkenni

Daglega koma einstaklingar á bráðavaktina þar sem einn aðalvandinn er húsnæðisleysið. Það er erfitt að standa frammi fyrir þeim vanda þar sem innlögn á geðdeild á ekki að vera leið til að leysa húsnæðisvanda.

Þannig liggur í hlutarins eðli að skilgreiningar á þessari tegund sjúkdóma geti reynst flóknar. Og vitaskuld getur sett strik í reikninginn og þá meðhöndlun þessara sjúkdóma. Kjartan segir að með tvígreiningu sé átt við að einstaklingur eigi samtímis að stríða við bæði alvarlegan geðsjúkdóm og alvarlegan fíknisjúkdóm. „Þá er stóra spurningin hvenær er sjúkdómurinn orðinn alvarlegur? Einfalt væri að taka stóru geðrofssjúkdómana, geðhvörf og geðklofa, sem dæmi um alvarlegan geðsjúkdóm. Aðrir geðsjúkdómar geta hins vegar verið á alvarlegu stigi og þarfnast tafarlausrar sértækrar meðferðar Einnig er hægt að miða við áhrif sjúkdómsins á færni einstaklingsins til náms, vinnu og að lifa sjálfstæðu lífi. Einstaklingur með geðrofssjúkdóm getur verið í góðum bata og ekki þurft á sérhæfðri þjónustu að halda og á því ekki heima undir hópnum tvígreindir.

Meðferðarúrræði ófullnægjandi

Kjartan fer ekki í grafgötur með að mikið skorti á að meðferðarúrræði og þjónusta við tvígreinda sjúklinga sé fullnægjandi. Hann segir að sín deild hafi til fyrirmyndar meðferðarlíkan Dartmouth, New Hampshire, Bandaríkjunum en það byggist á samþættri meðferð (IDDT, Intergrated Dual Diagnosis Therapy). „Þar er lögð áhersla á málastjórnun, vettvangsvinnu, langtímameðferð, þrepaskipta meðferð/þjónustu í takt við hvar einstaklingurinn er staddur í neyslu sinni eða í batanum, fjölskylduvinnu og tengsl við sjálfshjálparhópa. Þetta líkan hefur verið tekið víða upp í Bandaríkjunum svo og í Hollandi. Vitaskuld þarf að aðlaga slík líkön aðstæðum á hverjum stað. Hér þyrfti einkum meiri áherslu á málastjórnun, vettvangsvinnu og fjölskylduvinnu. Möguleikar til starfsendurhæfingar eru fáir og oft löng bið eftir slíkum úrræðum sem einnig þyrftu að vera markviss og í samræmi við getu einstaklingsins. Í drögum til umsagnar að heilbrigðisáætlun til ársins 2020 1*) kemur fram þetta markmið um samþætta og samfellda þjónustu í samvinnu við notendur og í 2. aðgerð til að ná þessu markmiði stendur: „að áætla þjónustuþörf fyrir börn og fullorðna sem glíma við geðvanda og/eða vímuefnavanda“. Þessu skal lokið fyrir fyrir árslok 2013. Vonandi að þessi vinna skili árangri og auðveldi þá vinnu við skipulag þjónustunnar. Fíknigeðdeild Landspítalans skilgreinir tvígreinda sem aðalmarkhóp sinn varðandi þjónustu, en einnig fær þessi hópur þjónustu á öðrum deildum geðsviðs svo sem á almennri göngudeild og endurhæfingardeildum. Þjónustan er í stöðugri endurskoðun með það að leiðarljósi að hafa hana sem besta og árangursríkasta,“ segir Kjartan.

Vantar meiri samvinnu

„Það þarf klárlega meiri samvinnu,“ segir

Tvígreindir

Fíkni vandi

Kjartan Jónas Kjartansson kallar eftir aukinni samvinnu og að menn stilli betur saman strengi sína. Viðeigandi búsetuúrræði, hvort sem er í neyslu eða bata, eru grundvöllur fyrir velferð viðkomandi og auka líkurnar á að meðferð beri árangur.

„Í fyrsta lagi að einstaklingur eigi við geðsjúkdóm og þrói síðan með sér sjúkdóm. Nefna má sjúkdóma eins og kvíðaraskanir, einkum félagsfælni, sem byrjar gjarnan á æskuárum og ADHD. Í öðru lagi getur þróun geðsjúkdóms og fíknisjúkdóms verið samhliða. Einstaklingar veikjast af geðrofssjúkdómum eins og geðklofa og geðhvörfum á aldrinum 18-32 ára. Þarna getur verið erfitt að skilja að hvort byrji á undan og fíknisjúkdómurinn getur þróast á sama tíma. Í þriðja lagi er einstaklingurinn greinilega búinn að þróa með sér fíknisjúkdóm og síðan koma einkenni annarra geðsjúkdóma fram, einkum þunglyndiseinkenni, en einnig einkenni kvíðaraskana“ Kjartan segir það erfitt og oft ómögulegt að greina með vissu hvort um eiginlegan geðsjúkdóm sé að ræða eða afleiðingar neyslunnar. Fylgjast þarf með bata viðkomandi eftir neysluna, greina og meðhöndla geðsjúkdóm ef þörf krefur: „Dæmi eru einnig um að einkenni geðsjúkdóms séu falin á meðan einstaklingurinn er í mikilli neyslu. Við edrúmennskuna koma síðan aftur í ljós sjúkdómseinkennin, til dæmis ef viðkomandi hefur verið með átröskun, ADHD eða áfallastreituröskun – einkenni sem neyslan yfirskyggði kannske gjörsamlega.“

Alvarlegir geðrofssjúkdómar

Geðrænn vandi

Kjartan spurður hvort ekki skorti á að menn stilli saman strengi sína, þá ríki, sveit og fagaðilar; að þeir vinni samstiga að úrræðum sem snúa til að mynda að hinu félagslega, endurhæfingu og búsetuúrræðum? „Einstaklingur sem er að koma úr meðferð og að fikra sig áfram i batanum lendir á mörgum þröskuldinum á leið sinni. Flókið bótakerfi og erfiðleikar að fá endurhæfingu við hæfi. Lögheimili skiptir máli í mörgum tilvikum enda sveitarfélög að reka endurhæfingu fyrir íbúa sína. Íbúar smærri sveitarfélaga standa stundum frammi fyrir þeirri ákvörðun að þurfa flytja lögheimili til Reykjavíkur til þess að eiga möguleika á viðeigandi búsetuúrræði. Þá er dæmi um að einstaklingur sem flutti milli sveitarfélaga og þar með milli endurhæfingarúrræða missti bótarétt þar sem bið var eftir endurhæfingunni í nýja sveitarfélaginu.“ Kjartan segir að víða sé verið að vinna gott starf í endurhæfingu, sem oftast er námstengd enda algengt að viðkomandi hafi flosnað snemma úr skóla og hafi jafnframt litla starfsreynslu – eðli málsins samkvæmt. „Janus endurhæfing ehf, Fjölsmiðjan, Grettistak og Hringsjá eru staðir sem við helst bendum fólki á. Hins vegar eru tengsl við atvinnulífið of lítil. Fyrirtækin þurfa að fá hvatningu frá hinu opinbera að ráða einstaklinga í vinnu eftir eða samhliða slíkri endurhæfingu. Efla þarf úrræði eins og ráðningu til reynslu. Einstaklingur sem lokið hefur meðferð og er tilbúinn að taka næstu skref í starfsendurhæfingu þarf oft að bíða í langan tíma eftir endurhæfingu. Slík bið getur skaðað bataferilinn og aukið hættu á bakslagi.“

Tuttugu manns á götunni

Geðsvið Landspítalans gerði síðastliðið vor samantekt á fjölda þeirra sem eru með tvígreiningu og vantaði húsnæði. Um var að ræða 20 manns. Athugist að þetta var eingöngu fólk með tvígreiningar og í meðferð þá stundina á geðsviði Landspítalans. „Daglega koma einstaklingar á bráðavaktina þar sem einn aðalvandinn er húsnæðisleysið. Það er erfitt að standa frammi fyrir þeim vanda þar sem innlögn á geðdeild á ekki að vera leið til að leysa húsnæðisvanda. Viðeigandi búsetuúrræði þar sem einstaklingnum er mætt þar sem hann er staddur hvort sem er í neyslu eða bata er grundvöllur fyrir velferð viðkomandi og eykur líkurnar á að meðferð beri árangur.“ Kjartan segir margt gott gert í málefnum fólks með tvígreiningar eins og annarra með fíknisjúkdóm. En: „Stór hópur er hins vegar ekki að ná viðunandi árangri. Um 20 prósent sjúklinga 33A eru í 50 prósentum af leguplássunum. Það þarf að bæta þjónustuna fyrir þennan hóp með markvissri eftirfylgd, málastjórnun, vettvangsvinnu í nærumhverfi skjólstæðingsins, fjölskylduvinnu, starfsendurhæfingu og viðeigandi búsetu. Betri samvinnu þarf milli aðila sem koma að þessum málum svo þjónustan verði markvissari.“ Kjartan segir að krafa um aukið fjármagn til þessa málaflokks sé sjálfsögð. Markmiðið eigi að sjálfsögðu að vera að enginn þurfi að vera á götunni eða búa til lengdar í óviðunandi húsnæði. „Hækkun áfengisgjalds um 10 prósent, þar sem peningarnir verða nýttir til að leysa úr þessarri neyð og jafnframt til að byggja upp áframhaldandi endurhæfingarúrræði, er frábær lausn þar sem í raun allir græða. Hækkun áfengis er skilvirkasta leið til að draga úr áfengisneyslu og minni ég þá jafnframt á að í fyrrgreindum drögum að heilbrigðisáætlun er eitt markmiðið að draga úr áfengisneyslu. Áfengissala skilar sér síðan beint fjármunum í þetta þjóðþrifamál.“


12

OKTÓBER 2012

Jakob Bjarnar Grétarsson tók viðtal við sinn gamla ritstjóra, Gunnar Smára Egilsson, og átti fullt í fangi með að skrá niður eldmessu formanns SÁÁ sem fer yfir stöðu mála í sögulegu ljósi; bendir á blindu hófdykkjumannsins, segir ríkið gera út á sjúklinga sem eru utangarðs í heilbrigðiskerfinu og setur fram hugmyndir til úrbóta. Í nafni sjúklingahópsins, í nafni mannúðar og réttlætis – betra lífs.

Sjúklingahópur á götunni G

unnar Smári vísaði mér til sætis þegar ég hitti hann í höfuðstöðvum SÁ Á við Efstaleiti. Það var eins og hann væri að taka mig á teppið. Hann bauð mér ekki kaffi. Þetta byrjaði eins og sú martröð sem þetta hlaut að verða. Gunnar Smári var ritstjóri minn í gamla daga og stóð augljóslega í þeirri trú að það væri hans að stjórna þessu viðtali. Hann byrjaði að tala án þess að ég hefði sagt nokkuð. „Þar sem baráttumál áfengis- og vímuefnasjúklinga tengjast lífinu sjálfu, hamingju fólks og lífsþreki, sjálfsmynd og hugmyndum um möguleika mannsins, réttlæti og samkennd; þá eru þetta ólgandi mál; full af krafti, sköpun og gleði. Og þess vegna er hægt að tala um þessi mál út frá allskyns sjónarhornum. Og því spyr ég: Viltu að ég stilli þessu upp eins og háskólafyrirlestri, viltu að ég haldi yfir þér ræðu eins og stjórnmálamaður, viltu að ég segi þér fréttir um nýjustu tækni og vísindi þessa sjúkdóms eða viltu að ég segi þér sögu?“ Ehhh; segðu mér sögu, – náði ég að skjóta inn. „Ókei. Freeport-ferðirnar byrjuðu 1975, SÁ Á var stofnað 1977 og fljótlega eftir það var áfengismeðferð að amerískri fyrirmynd byggð upp hérlendis. Síðan þá hefur meðferðin hjá SÁÁ verið meginúrræði þessa sjúklingahóps; áfengis- og vímuefnasjúklinga. Það hafa verið aðrir kostir í boði en meginstraumurinn hefur legið í gegnum þessa lausn sem fyrstu Freeport-fararnir fluttu til landsins.“

Að elta batann

Gunnar Smári hallar sér aftur í sæti sínu og ég nota tækifærið og kveiki á segulbandstækinu. Sem fær nú heldur betur að vinna fyrir kaupinu: „Fyrir þennan tíma voru áfengis- og vímuefnasjúklingar annars vegar viðfang lögreglunnar; ofdrykkjumönnum var stungið í steininn og langt leiddir sjúklingar dæmdir til gæsluvistar á Gunnarsholti, Arnarholti eða Víðinesi. Þessi sjúkdómur átti semsagt sínar greinar í hegningarlögum, lögreglan handtók sjúklingana, dómarar dæmdu þá og fangaverðir héldu þeim föngum í sérstökum fangelsum. Hins vegar voru áfengis- og vímuefnasjúklingar viðfang Kleppspítala. Þar réðu geðlæknar ríkjum og þeir litu á áfengis- og vímuefnasýki sem afleiðingu af öðrum geðsjúkdómum eða persónuleikaröskun. Til hliðar við þetta voru á mismunandi tímum önnur úrræði en þetta voru meginlínurnar. Ef þú varst alki lentir þú annað hvort á Kleppi eða á drykkjumannahæli. Gallinn við báða þessa staði var sá að þar var enginn bati. Auðvitað tókst einum og einum drykkjumanni að hætta drykkju; það gerðist í einstaka tilfellum áður en alvöru meðferð var þróuð og líka áður en tólf spora samtök urðu til, en það var svo fátítt að það tekur því varla að nefna það. Og enn síður að byggja á þeim tilfellum meðferð, kenningar eða opinbera heilbrigðisstefnu. Þú getur því rétt ímyndað þér áhrifin sem það hafði á samfélag alkóhólista þegar fyrsta fólkið snéri heim frá Freeport; að því er virtist búið að ná heilsu og bata frá þessum lífshættulega króníska sjúkdómi. Auðvitað náði ekki allt þetta fólk að halda í batann; sumt féll aftur í drykkju; og sumt dó úr sjúkdómnum. En fyrir þá sem fylgdust með innan úr sjúkdómnum skipti það litlu; aðalatriðið var að það kviknaði skyndilega von. Og þetta fólk vildi elta batann. Og það gerði það; það flykktist til Freeport, stofnaði SÁ Á og barðist fyrir því að þessi leið, bataleiðin frá alkóhólisma, yrði flutt til Íslands.

Efstir í tossabekknum

Árangurinn er sá að 35 árum eftir að SÁ Á var stofnað má gera ráð fyrir að um 30 þúsund Íslendinga séu haldnir áfengis- og vímu-

efnafíkn. Um 22 þúsund þeirra hafa komið á Vog. Það eitt er einstakt í heiminum; að áætlað meðferðargap; það er hlutfall fólks með þennan sjúkdóm sem ekki hefur leitað meðferðar; sé rétt rúmlega fjórðungur. Af þessum 22 þúsund sem hafa komið á Vog má ætla að um 10 til 12 þúsund manns séu edrú; séu í dag í bata frá þessum lífshættulega sjúkdómi eða um helmingur af þeim sem hafa komið á Vog. Auðvitað eru til einstaklingar sem hafa náð bata frá áfengis- og vímuefnasýki án þess að koma á Vog, en þeir eru fáir og raska ekki heildarmyndinni. Sem er sú; að Íslendingum hefur tekist að byggja upp kerfi sem hefur fært helming þeirra áfengis- og vímuefnasjúklinga bata sem hafa leitað sér hjálpar. Það er líka einstakur árangur. Ef við segjum við Bandaríkjamenn að stærð samfélags áfengis- og vímuefnasjúklinga í bata á Íslandi jafngildi því að í Bandaríkjunum teldi slíkt samfélag 10 til 12 milljónir manna; þá gapa þeir af undrun. Sama gerist ef við segjum Bretum að þeir gætu átt 2 til 2,4 milljónir áfengis- og vímuefnasjúklinga í bata eða Danir gætu átt 175 til 210 þúsund alkóhólista í bata. Þessar þjóðir væru tilbúnar að gefa mikið fyrir að eiga slíka auðlegð. Ég veit að það er komið úr tísku að tala um íslensku leiðina; en þarna er sannarlega leið sem við höfum farið með meiri árangri en nokkur önnur þjóð.” Er þá ekki allt í allra besta lagi? Lifum við ekki í allra besta heimi allra heima? – spyr ég eins Birtíngur, gáttaður á lýsingum Altúngu, lærimeistara míns. „Ég myndi ekki orða það svo. Ég myndi frekar segja að við værum efstir í tossabekk. Þótt við eigum að gleðjast yfir þeim sem ná bata þá eigum við ekki að láta þar við sitja heldur elta árangurinn og reyna að koma fleiri til heilsu.“

Fegnir að losna við alkana

En, má þá ekki segja að ... „Fyrirgefðu, ef ég má halda áfram með söguna?“ Nú, þetta ætlar að verða eitt af þessum viðtölum, hugsa ég. „Þakka þér fyrir. Þá gerðist það, eftir Freeport-ferðirnar og stofnun SÁ Á, að alkóhólistarnir flykktust út úr geðheilbrigðisbatteríinu. Fyrir 1975 var um helmingur allra innritana á Klepp alkóhólistar. Þeir stöldruðu styttra við en aðrir geðsjúklingar, svo það er ekki hægt að fullyrða um hversu stór hluti þeir voru af starfseminni. Víðast erlendis er gengið út frá því að áður en alkóhólistar fundu bataleiðina hafi um 1/3 hluti starfseminnar farið í að sinna þeim. Þegar alkarnir hlupu undan hefðbundnum geðlæknum og til SÁ Á eða þar sem bataleiðin var í boði; þá minnkaði álagið á geðheilbrigðisbatteríið. Það segir mér fólk sem var á Kleppi um 1970 og síðan um og eftir 1980 að ekki sé hægt að bera aðbúnaðinum saman; þar sem áður voru sex til átta í herbergi voru aðeins tveir eða þrír eftir 1980. Ástæðan var sú að alkóhólistarnir voru svo fegnir að losna undan geðlæknunum að þeir skyldu fjárveitingarnar eftir; brotthlaup þeirra fækkaði sjúklingunum en dró ekki úr fjáveitingunum; þeir sjúklingar sem eftir voru uppskáru betri aðstæður og aðbúnað. Það er því að mörgu leyti skiljanlegt að geðheilbrigðisbatteríið hafi gert lítið úr bataleið alkanna. Yfirmenn geðdeildanna gerðu ekkert til að halda í alkana. Þvert á móti voru þeir fegnir að vera lausir við þá; enda höfðu þeir fá úrræði til að fást við alkóhólisma; aðallega raflost, heit og köld böð og einhverjar

fornaldaraðferðir. En þeir gættu þess að tala bataleiðina niður; sögðu hana ekki byggða á nógu góðum vísindum, að starfsemin væri ekki fagleg, að starfsfólkið væri ekki nógu hæft og þar fram eftir götunum. En þetta hafa þeir án efa gert fyrst og fremst til að tryggja að fjárveitingarnar eltu ekki áfengis- og vímuefnasjúklingana. Og þeim tókst þetta. SÁÁ og bataleiðin var ekki byggð upp með fjármunum sem áður höfðu farið í að sinna alkóhólistum innan geðheilbrigðisbatterísins; þeir fjármunir sátu eftir og færðu öðrum geðsjúklingum betri aðbúnað.

Verður að höggva á hagsmunahnútinn

Bataleið Freeport og SÁÁ var byggð upp með fjármunum sem fengust með söfnunum og sérstökum fjárveitingum sem stjórnmálamenn tóku ákvarðanir um án meðmæla eða velvilja landlæknis, geðheilbrigðisbatterísins eða annarra stofnana sem kalla mætti heilbrigisyfirvöld. Veigamesti framlagið byggði á ákvörðun Tryggingastofnunar; ákveðið var að greiða fyrir Freeport-ferðirnar eins og aðra endurhæfingu. Þar með var viðurkennd skylda ríksins til að greiða fyrir þessa tegund læknismeðferðar. Þegar SÁ Á var stofnað og meðferðin flutt inn til landsins dró því í raun úr þessum kosnaði; í það minnsta ef miðað er við kostnað á hvern sjúkling. En þessi atburðarrás; flótti alkanna úr geðheilbrigðisbatteríinu og viðbrögð þess til að halda fjárveitingunum eftir; hefur haft vond áhrif allar götur síðan. Það eru til dæmis geðlæknar sem kenna læknanemum og öðrum heilbrigðisstéttum um fíknisjúkdóma í Háskóla Íslands þótt meginþungi meðferðar við þessum sjúkdómum sé upp á Vogi. Heilbrigðisyfirvöld, landlæknir og ráðuneytin hafa aldrei litið á SÁ Á og bataleiðina sem veigamikinn þátt af íslensku heilbrigðiskerfi. Það hefur skaðað sjúklingahópinn og það er sorglegt til þess að hugsa að ástæður þess eru fyrst og fremst peningar og hagsmunir. Ég held að það fyrirfinnist ekki nokkur lengur sem efast um að bataleið SÁ Á sé meginúrræðið fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga. Ég efast um að nokkur læknir eða embættismaður í heilbrigðiskerfinu myndi ekki senda börnin sín til SÁ Á eða fara þangað sjálfur ef hann væri haldinn áfengis- og vímuefnasýki. Þessi hnútur í kerfinu er eldgömul hagsmunagæsla um löngu horfna peninga. Ég sé ekki tilganginn með því að halda í þennan hnút; það verður að leysa hann.” En miðað við það sem þú hefur sagt um árangurinn; þá hefur þetta heldur ekki valdið miklum skaða eða dregið úr árangrinum. Eða hvað? „ Þ að munum v ið aldrei vita. Það kom nefnilega í ljós að þessi bataleið var svo mögnuð að þrátt fyrir að alkarnir hafi lagt af stað með hálfgerða ölmusupeninga; söfnunarfé, fjárveitingar sem stjórn­ málamenn hentu í SÁ Á; einskonar jaðarframlög utan við meginstoðir heilbrigðis- eða velferðarkerfisins; þá dugði það til að gríðarlegur hópur fólks fékk bata frá þessum lífshættulega sjúkdómi. Kraftaverkið lá í aðferðinni sjálfri. Með bataleiðinni var hægt að færa þúsundum áfengis- og vímuefnasjúklinga bætta heilsu og stórauka lífsgæði fjölskyldna þeirra fyrir brot af þeim fjármunum sem áður var varið til að sinna þessu fólki en með takmörkuðum árangri.” Það vantar þá ekki pening? – spyr ég. „Bíddu við; ég er ekki búinn með söguna. Fljótlega eftir að SÁ Á var stofnað var tekið til við að afleggja þá aðhaldssömu áfengisstefnu sem hafði tekið ríkt í rúm 40 ár; allt frá

Áfengismarkaðurinn á útsöluverði ÁTVR er því orðinn um 15 milljarðar; eða um 150 prósent stærri en þegar SÁÁ var stofnað. Hér er miðað við veltu ekki magn; magnið hefur meira en þrefaldast.

afnámi bannsins 1935. Að sumu leyti má rekja mikinn stuðning þjóðarinnar við stofnun SÁ Á til óvinsælda þessarar stefnu. Þetta var stefna byggð á hugmyndum bindindishreyfingarinnar, sem leit svo á að áfengi spillti samfélagi, fjölskyldum og fólki og því bæri að takmarka aðgengi almennings að áfengi. Boðskapur SÁ Á var hins vegar að áfengisvandinn væri ekki almennur heldur fyrst og fremst vandi alkóhólista. Forsvarsmenn SÁ Á sögðust vera á móti boði og bönnum og höfðu á orði að hvað þú drykkir væri þitt mál en ef þú vildir hætta að drekka þá væri það þeirra mál. Stofnun SÁ Á var því að mörgu leyti leið stjórnvalda frá óvinsælli áfengisstefnu og það hefur örugglega ráðið nokkru um að samtökin fengu stuðning í upphafi; ef hægt var að lækna alkóhólistann þá væri óþarfi að hefta aðgengi annara að áfengi.“

Áfengismarkaðurinn margfaldast

Og áfengisstefnan breyttist hratt. Um 1980 var ÁTVR með 7 útsölustaði á landinu; þeir eru yfir 50 í dag. Um 1980 voru 35 veitingahús með vínveitingaleyfi; þau eru yfir 700 í dag. „Áfengisverð lækkaði hægt og bítandi, opnunartímar verslana og veitingastaða lengdust, bjórinn var leyfður og svo framvegis. Þetta er í raun hin eiginlega áfengisstefna undanfarinna ára; stefnan hefur ekki svo mikið snúist um að auka aðgengi áfengis- og vímuefnasjúklinga að meðferð eða aðstoð – eiginlega má frekar segja að stefnan hafi verið að auka aðgengi áfengis- og vímuefnasjúklinga að áfengi. Þegar SÁ Á var stofnað 1977 hefur áfengismarkaðurinn líklega verið um 6 milljarðar króna á núvirði. Síðan þá hefur áfengisverð lækkað um fjórðung, áfengisneysla á mann hefur meira en tvöfaldast og Íslendingum hefur fjölgað um 45 prósent. Áfengismarkaðurinn á útsöluverði ÁTVR er því orðinn um 15 milljarðar; eða um 150 prósent stærri en þegar SÁÁ var stofnað. Hér er miðað við veltu ekki magn; magnið hefur meira en þrefaldast. 1977 var markaður ólöglegra vímuefna lítill á Íslandi; skiptingin milli áfengis og ólöglegu efnanna hefur kannski verið 95 prósent áfengi á móti 5 prósent af fíkniefnum. Í dag er raunveruleikinn allt annar. Miðað við samsetningu neyslunnar hjá sjúklingum á Vogi er skiptingin nú nálægt því að vera 60 prósent áfengi og 40 prósent fíkniefni. Ef við gerum ráð fyrir að hófneysla á fíkniefnum sé fátíðari en á áfengi getum við gert ráð fyrir að skiptingin á markaðnum sé nærri því að vera 65 prósent áfengi og 35 prósent ólögleg fíkniefni. Og ef við gerum ráð fyrir að víman í ólöglegu efnunum sé almennt um 35 prósent dýrari vegna fyrirkomulags sölunnar þá má ætla að ólöglegi markaðurinn sé um 11 milljarðar króna. Og þar sem stór hluti neyslunnar á ólöglegu efnunum er tengdur áfengisneyslunni; tengist helgarfylliríum og blandaðri neyslu; þá er vert að hafa í huga að uppbygging þessara tveggja markaða er nátengd; aukin áfengisneysla eykur neyslu ólöglegra efna. Ofan á þetta bættist síðan mest hraðvaxandi vímuefnavandi undanfarinna ára; misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum. Þetta er orðið gríðarlegur vandi víða um heim; ekki síst í Bandaríkjunum þar sem læknar ávísa miklu meira af þessum lyfjum á sjúklinga en í Evrópu. Íslenskir læknar ganga hins vegar enn lengra fram en kollegar þeirra í Bandaríkjunum í ávísun á flest þessara lyfja og við getum því búist við ómældum kostnaði og miklum heilsuskaða vegna þessa á næstu árum.“

Drykkja orðin viðtekin

„Samandregið má því segja að frá stofnun SÁÁ hafi vímumarkaðir á Íslandi vaxið úr rétt rúmum 6 milljörðum króna á núvirði í um 28 milljarða króna eða næstum fjórfaldast,“ staðhæfir Gunnar Smári: „Á sama tíma hafa framlög til SÁ Á og annara sem sinna áfengis- og vímuefnasjúkling-


13

2012 OKTÓBER

um aðeins hækkað lítillega. Gömul úrræði byggð á gæsluvistarheimilunum voru aflögð svo bein aukin framlög til þessa sjúklingahóps eru vart meiri en kannski 500 til 700 milljónir króna frá því 1977. Á sama tíma hefur vímumarkaðurinn vaxið um 22 milljarða.“ Ef þetta væri keppni; hvorum myndirðu spá sigri eftir 35 ár undir þessari stefnu?“ Tja, ég veit ekki? Það er kannski ekki rétt að stilla þessu svona upp. Flestir geta drukkið án vandræða. Það er ekki eins og áfengismarkaðurinn sé fyrst og fremst fyrir alkóhólista – malda ég í móinn. „Nei, þetta er svoldið snúinn markaður; svo við skulum reyna að skilja hann. Fólk skiptist í fjóra hópa gagnvart áfengi. Fyrst skal nefna bindindisfólk sem ekki notar áfengi. Í dag er fólk sem hefur hætt neyslu, alkóhólistar í bata, líklega fjölmennastir innan þessa hóps. Næst kemur hófdrykkjufólk, fólk sem drekkur svo lítið að það skaðast á engan hátt af neyslunni. Heilbrigðisyfirvöld nær allra landa gefa út viðmiðanir fyrir almenning til að glöggva sig á hvar þessi mörk hófdrykkju liggja en íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa ekki sýnt því áhuga. Víðast eru þessi mörk sett við tæpan hálfan lítra af bjór á dag fyrir karlmann og eitt léttvínsglas fyrir konur eða sambærilegt magn af öðrum tegundum. Þetta er semsagt neysla sem veldur ekki vímu. Næsti flokkur er ofneyslufólk. Það er fólk sem drekkur yfir hófsemdarmörkum en hefur ekki þróað með sér alkóhólisma. Ofneyslufólk skaðar heilsu sína með neyslunni og skerðir lífsgæði, eykur líkur á að fá allskyns sjúkdóma og lenda í slysum, skerðir geðheilsu sína og félagsstöðu. Ofneyslufólkið getur bætt heilsu sína og stöðu með því að draga úr neyslunni. Það geta alkóhólistarnir hins vegar ekki. Þeir eru komnir svo langt í neyslunni að bindindi er forsenda þess að þeir geti lifað heilbrigðu og hamingjusömu lífi.“

fólk í hættulegri neyslu; sumt af því mun þróa með sér alkóhólisma en öðru mun auðnast að draga úr drykkjunni og taka upp hóflegri notkun.“

Blinda hófdrykkjumannsins

Þegar markaðurinn er skoðaður frá þessu sjónarhorni ættu menn að átta sig á því, að sögn Gunnars Smára, að það er jafn vitlaust að ætla að yfirfæra reynslu meirihlutans sem ekki skaðast af neyslunni yfir á veruleika hinna sem neyslan stórskaðar: „Eins og ef við, sem höfum skaðast af drykkjunni, ætluðum að yfirfæra okkar reynslu á hina. Það vita allir hvað alkóhólistinn sem er nýhættur að drekka og vill að allir hætti að drekka getur verið þreytandi. En hófdrykkjumaðurinn sem krefst þess að allir geti drukkið eins og hann er í raun jafn þreytandi; afstaða hans er byggð á samskonar blindu. En með því að horfa svona á markaðinn þá rakna upp ýmis mál sem áður virtust ill skiljanleg.” Eins og hver? – spyr ég, eðlilega. „Til dæmis þetta með aðgengið og verðið. Þegar SÁÁ var stofnað trúði fólk því í einlægni að ef við byðum upp á gott aðgengi að meðferð þá skipti ekki máli þótt aðgengi að áfengi yrði aukið. Aukið aðgengi myndi ekki skaða meginþorra fólks og við ættum að fást við

hálfur karl fyrir hverja konu. Rannsóknir sýna líka að þessir ungkarlar eru ábyrgir fyrir óvenju stórum hluta af óhófsneyslu áfengis. Spurningin er því: Hvað heldur þú að gerist ef þú þrefaldar vímuskammtana sem svona samfélag notar?” Ég veit það ekki, svara ég, vitandi að Gunnar Smári ætlar sér að svara þessu sjálfur. „Við fáum ekki bara almennan vanda vegna aukinnar neyslu alkóhólista og ofneyslufólks á öllum aldri heldur líka sértækan vanda vegna ungra karla. Við munum sjá aukna félagslega óvirkni þessa hóps; sjá hann hverfa frá námi, ekki ná að halda vinnu, sjá hann einangrast og koðna niður. Og auðvitað er þetta akkúrat það sem gerðist. Minni félagsleg virkni er því ekki almennt menningarlegt fyrirbrigði, skortur á fyrirmyndum eða annað slíkt heldur líklega að stærstu leyti afleiðing af aukinni áfengisog vímuefnaneyslu. Þetta er hópur sem er sérstaklega veikur fyrir að þessu leyti. Og niðurstaðan verður sú að það eru ekki einstæðar foreldrar sem eru fjölmennasti hópurinn sem þarf félagslega aðstoð heldur ungir karlmenn; karlmenn á besta aldri eins og það hét í gamla daga.“

Alkar fóru verst út úr hruninu

Þannig að öll mál eru í grunninn áfengismál? – segi ég í fremur veikburða tilraun til

Tvískiptur heimur neyslunnar

Gunnar Smári er býsna góður í stærðfræði og þegar hann er kominn í prósentureikninginn er best að leggja niður öll vopn: „Ef við gerum ráð fyrir að 12 prósent landsmanna séu búin að þróa með sér alkóhólisma þá gerir það um 30 þúsund manns. Við gerum ráð fyrir að af þessum hópi séu um 10 til 12 þúsund í bata og lifi bindindislífi. Eftir standa þá 19 þúsund virkir alkóhólistar í virkri neyslu; eða 7,5 prósent fullorðinna. Erlendis er yfirleitt gengið út frá því að ofneyslufólk sé jafn stór hópur og alkóhólistar; sem væri þá 30 þúsund manns á Íslandi eða 12 prósent fullorðinna landsmanna. Kannanir hafa bent til að bindindisfólk sé varla stærra hlutfall fullorðinna Íslendinga en 5-7 prósent. Afgangurinn er þá hófdrykkjufólk. Skiptingin væri þá þessi: Bindindisfólk er 15 þúsund manns eða 6 prósent; þar af eru alkóhólistar í bata 11 þúsund. Virkir alkóhólistar eru 19 þúsund eða 7,5 prósent. Þá koma 30 þúsund manns sem eru í heilsuskaðlegri ofneyslu; eða 12 prósent. Og loks hófdrykkjufólk, sem er þá 174 þúsund manns eða rétt tæp 70 prósent fólksins. Þetta er ekki nákvæm tala heldur nógu góð nálgun til að glöggva sig á neyslunni og markaðnum. Við höfum sem sagt 250 þúsund fullorðna Íslendinga og þar af rétt tæplega fimmtung, eða 49 þúsund manns, sem annað hvort þyrftu að minnka neyslu sína eða hætta henni alveg. Rúm 200 þúsund manns eru í góðum málum. Það hafa ekki verið gerðar kannanir á Íslandi á því hvernig neyslan skiptist milli þessara hópa. En Bandaríkjamenn hafa gert ágætar kannanir á þessu og samkvæmt þeim drekkur 20 prósent af fólkinu 88 prósent af magninu. 80 prósent af fólkinu; það er hóf­ drykkjufólkið og hluti af ofdrykkjufólkinu, drekkur samkvæmt þessu aðeins 12 prósent af magninu. Líklega stendur hófdrykkjan undir minna en 10 prósent af magninu. Þessar kannanir sýna að 5 prósent þeirra sem drekka mest drekka 40 prósent af magninu. Ég sagði áðan að ætla mætti að virkir alkóhólistar væru um 19 þúsund manns eða um 7,5 prósent fullorðinna. Miðað við þessar bandarísku rannsóknir stendur sá hópur undir meira en helmingi neyslunnar. Og ef við skoðum allra verst settu alkóhólistana; þau 2,5 prósent sem drekka mest, eða um 6.250 af veikasta fólkinu okkur, þá drekkur það 26 prósent af magninu. Það verður því að líta á þennan markað sem tvískiptan heim. Annars vegar hefurðu minnihluta sem stórskaðar sig á neyslunni en stendur undir stærstum hluta neyslunnar – hins vegar er mikill meirihluti sem er eins og aukaatriði á markaðnum. Á milli er síðan

Þau 2,5 prósent sem drekka mest, eða um 6.250 af veikasta fólkinu okkar, drekkur 26 prósent af magninu. vanda alkóhólistanna sem sjúkdóm en ekki sem félagslegan vanda. Gallinn er hins vegar sá að þegar þú eykur vímuneysluna þrefalt eða fjórfalt á fáeinum áratugum þá eru áhrifin gerólík milli þessara hópa. Aukin neysla hefur ekki svo skaðleg áhrif meðal meirihlutans. Hugsanlega fer stærri hluti hans út í neyslu sem raskar lífi hans og heilsu lítillega; en aukningin setur líf þessa fólks ekki á hvolf. Þetta horfir hins vegar allt öðruvísi við gagnvart því fólki sem er útsett fyrir áfengis- og vímuefnasýki. Það ræður ekki við þennan veikleika. Það hefur hann í genunum, kemur með hann úr uppeldinu eða er veikt fyrir af öðrum ástæðum sem við hvorki þekkjum né ráðum við. Aukið aðgengi og lækkað verð hefur miklu meiri áhrif á þennan hóp, enda sér hann um að neyta lang stærsta hlutans af aukningunni. Það er nefnilega ekki þannig þegar þjóð þrefaldar neysluna, að aukningin fari fyrst og fremst í að auka hófneyslu. Aukningin leggst yfir alla neyslu og þar sem sjúkleg neysla og óhófsneysla er lang stærsti hluti neyslunnar þá kemur mest af aukningunni fram þar.“

Ungkarlar veikir fyrir

Gunnar Smári segir að hæglega megi sjá þessa stað í samfélaginu. Alkóhólismi leggst ólíkt á kynin: „Konur þróa með sér sjúkdóminn nokkuð jafnt yfir ævina; þær koma í meðferð nokkuð jafnt á öllum aldri. Hjá körlunum er hins vegar stór kúfur á ungkarlaárunum; milli tvítugs og þrítugs. Á þessu tímabili koma kannski þrír og hálfur karl á Vog fyrir hverja konu. Á fimmtugsaldrinum kemur einn og

að stríða manninum, sem lætur ekkert slá sig út af laginu. „Nei, ég er ekki að segja það. Ég er að segja að með því að hafna því að taka á áfengis- og vímuefnavandanum sem einum af meginviðfangsefnum okkar þá mögnum við upp þennan vanda. Að mörgu leyti bregst samfélagið við þessum vanda eins og sjúklingur í afneitun. Það vill reyna allt áður en það tekur á þessum vanda sem sértækum. Alveg á sama hátt og alkinn sem reynir að flytja út á land, skilja, skipta um vinnu, nota geðlyf, skipta um tegundir, vini og hárgreiðslu; allt áður en hann tekur á sjúkdómnum sínum. Á sama hátt virðist samfélagið ekki getað tekið á áfengis- og vímuefnavandanum sem meginmáli; þessum vanda er alltaf vísað aftast í röðina. Það kemur að honum þegar allt annað hefur verið reynt. Og þetta hefur valdið ömurlegum skaða í samfélaginu. Tökum til dæmis dómskerfið. Talið er að 75 til 80 prósent fanga séu haldnir áfengis- og vímuefnasýki. Höfum við aðlagað dómskerfið að þessari staðreynd. Nei, alls ekki. Dómskerfið leggur metnað sinn í að horfa fram hjá þessari staðreynd. Niðurstaðan er sú að fjöldi fólks sem mætti hjálpa til betri heilsu og meiri lífsgæða er í raun ýtt dýpra ofan í afleiðingar af sjúkdómi sínum. Sama má segja um kreppuna og hrunið. Við erum að sjá núna þegar verið er að moka fólki af atvinnuleysisskrá og yfir á framfærslu sveitarfélaganna hvaða hópar hafa komið verst út úr kreppunni. Og hverjir heldurðu að það séu?” Uuuh; alkarnir? – sting ég upp á. „Já, auðvitað. Nýleg könnun hjá velferðar-

sviði Reykjavíkurborgar sýnir að um 60 prósent þeirra sem eru á framfærslu Reykjavíkurborgar eigi við áfengis- og vímuefnavanda að stríða. Eins og ég hef sagt má áætla að alkóhólistarnir séu um 12 til 15 prósent af fjöldanum. Hvað segir það okkur ef þeir eru síðan 80 prósent af þeim sem sitja í fangelsi, 60 prósent af þeim sem eru framfærslu sveitarfélaga, 50 prósent af langtíma atvinnulausum, 40 prósent af þeim sem falla frá námi og svo áfram endalaust?“ Ég sleppi því að svara. Það er ekki eins og Gunnar Smári bíði svars.

Stríðið við fordómana

„Þetta sýnir að meginkerfi samfélagsins; skólakerfið, félagslega kerfið, heilbrigðiskerfið, dómskerfið; þessar meginstoðir samfélagsins gera ekki ráð fyrir að þessi hópur sé til eða að hann þurfi sérstök úrræði. Ef annar minnihlutahópur væri í þessari stöðu; ef þetta væru konur, innflytjendur, samkynhneigðir, fatlaðir eða Vestfirðingar; þá myndu allar neyðar­ flautur pípa; allt samfélagið myndi einbeita sér að því að finna lausn á vanda kvenna, samkynhneigðra eða Vestfirðinga. Gallinn með okkur áfengis- og vímuefnasjúklingana er sá að samfélagið er ekki vant að líta á þennan hóp sem venjulegan minnihlutahóp. Minnihlutahópur er hópur sem býr við mismunun vegna aðstæðna eða eiginleika sem hann ræður ekki við. Hugmyndin um að áfengis- og vímuefnasjúklingar séu ekki slíkur hópur er því miður enn of viðtekin í okkar samfélagi; að þetta sé ekki vandi sem við berum með okkur heldur vandi sem köllum yfir okkur. Sjálfskaparvíti. Þessi hugmynd er vissulega á undanhaldi. Hún er viðteknari meðal eldri kynslóðanna en þeirra yngri. Það er ekki hægt að bera það saman hvernig er að ræða áfengis- og vímuefnavandann við fólk undir fertugu og fólk yfir sextugu, til dæmis, þótt vissulega megi finna undantekningar í báðar áttir. Ástæðan er annars vegar sú að yngra fólk var alið upp í samfélagi sem er samansett úr fjölbreytilegra fólki en þeir sem eldri eru; það er vanara að hugsa um fólk sem allskonar; ekki bara sem venjulegt fólk og svo fólk sem er frávik eða gallað. Hins vegar hefur yngra fólks alist upp við að sjá árangurinn af starfi SÁ Á, 12 spora samtakanna og annarra sem vinna að bataleiðinni. Það þekkir of mörg dæmi þess að fólk sem var ómögulegt hafi náð heilsu og fundið hamingju með því að taka á vanda sínum sem sjúkdómi. Það er því í raun óhjákvæmilegt að bataleiðin verði ofan á; að við munum draga okkur áfram á góðum árangri og koma fleira fólki til bata.“ Hver er þá vandinn? „Hann er sá að þótt við getum séð að sigurinn sé óhjákvæmilegur þá eru enn of margir að falla í tilgangslausu stríði. Fordómar gagnvart þessum sjúkdómi eru nefnilega svo lævísir og hættulegir.“

Sjúklingahópur á götunni

Gunnar Smári nefnir dæmi máli sínu til stuðnings: „Ég hugsa að meginþorri fólks sé tilbúinn að samþykkja að ég sé alkóhólisti. Ég fór í meðferð og náði mér, féll aftur og náði mér á ný og hef lifað sem bindindismaður í bráðum 17 ár. Svona sögur þekkja nánast allir úr sínu umhverfi; af vinum eða vandamönnum. Þetta eru sögur af fólki sem veiktist, fékk meðferð við sjúkdómi sínum og náði sér. Meðferðin sannar í raun sjúkdómsgreininguna. Ef við ímyndum okkur hins vegar að ég hafi ekki náð bata einhverja hluta vegna; að ég hafi leitað aðstoðar þegar sjúkdómurinn var orðinn verri og hafði skaðað mig meira; svo mikið að það hafi aftrað batagöngunni. Segjum að ég hafi lent í miklum persónulegum áföllum; misst ástvin, tapað vinnu eða lent í öðrum alvarlegum áföllum sem hefðu tafið og aftrað batanum. Segjum að ég hafi ekki náð bata þrátt fyrir að hafa reynt aftur og aftur. Því miður er það of algengt að fólk vilji ekki leyfa slíku fólki að vera sjúklingar; því miður er það of almennt viðhorf að úr því það náði ekki bata með þeim aðferðum sem við ráðum yfir í dag; að þá hljóti eitthvað annað að vera að þessu fólki; slappur karakter, óheiðarleiki, aumingjaskapur. Við bregðumst ekki svona við neinum öðrum sjúkdómi. Við segjum ekki við krabbameinsjúklinga, sykursjúka eða þunglynda að aðeins þeir sem ná bata með þeim aðferðum sem við ráðum við séu sjúklingar. Að vandi þeirra sem ekki ná bata sé fyrst og fremst Framhald á næstu opnu


14 einhver annar vandi en sjúkdómurinn. Þetta er í raun stjörnugalið viðhorf; að þeir sem deyja úr sjúkdómum séu í raun síst haldnir þeim. En við skulum ekki vera hissa yfir því að þessi viðhorf séu útbreidd í samfélaginu. Það er ekki svo langt síðan að geðveikir, þroskaheftir, flogaveikir og aðrir sjúklingahópar voru ekki hluti af hinu almenna heilbrigðis- eða velferðarkerfi. Við alkóhólistarnir vorum í þessum hópi. Það var litið á þetta fólk sem sjúkdómseinkenni á samfélaginu; ekki að sjúkdómar héldu því niðri og öftruðu því að njóta hamingju og heilsu. Þess vegna var þetta fólk einangrað, fordæmt og útskúfað. Og það er ekkert svo langt síðan að við fórum að bjarga þessum sjúklingahópum í hús; aðeins fáeinir áratugir. Nú er aðeins einn hópur enn á götunum; langt leiddir alkóhólistar. Það er kominn tími til að bjarga þessum síðasta sjúklingahópi í hús.”

Okkur ber að auka batalíkur

Þá er það stóra spurningin: Og hvernig björgum við þessum hópi? „Með því að þróa úrræði sem henta hverjum hópi. Tökum dæmi. Fyrir nokkrum árum höfðu sprautufíklar sem notuðu amfetamín eða rítalín minni batalíkur en aðrir. Þessir sjúklingar gátu staðið sig vel í meðferð en síðan féllu þeir aftur í neyslu stuttu eftir að þeir útskrifuðust. Ástæðan kom í ljós þegar niðurstöður rannsókna birtust sem sýndu að heilinn í þessum sjúklingum var lengur að jafna sig eftir neysluna en heili þeirra sem voru í annarri neyslu. Þegar SÁÁ þróaði sambland af búsetuúrræði og langtíma endurhæfingu fyrir þessa sjúklinga kom í ljós að þeir sem luku meðferðinni náðu engu síður bata en áfengis- og vímuefnasjúklingar almennt. Ef meðferðin var byggð á nýjustu þekkingu á sérstöðu þessara hópa þá margfaldast batalíkurnar. Sjúklingarnir eru í lagi en það er meðferðin sem er gölluð. Með því að sérsníða úrræði að nýbúum með veika tengingu inn í samfélagið, föngum sem eru mjög félagslega skaðaðir eða fólki sem er með geðraskanir auk áfengis- og vímuefnasýki; má stórbæta batalíkur þessa fólks. Og auðvitað ber okkur að gera það. Það getur líka verið rangt að beita á sjúklinga viðmiðunum sem henta þeim ekki. Tökum dæmi af langt leiddum áfengissjúklingum sem hafa skaðast mjög á neyslunni; svo mjög að varanlegur bati er ef til vill ólíklegur. Sumt af því fólki sem er svona langt leitt getur náð varanlegum bata, en alls ekki allir. En það er ekki þar með sagt að við eigum að hætta að sinna þessum sjúklingum. Það má stórauka lífsgæði þessa fólks með því að ná því út úr sjúkdómsástandinu í nokkrar vikur eða mánuði. Það má vel vera, og er ef til vill líklegra en ekki, að það fari aftur út í neyslu; en í raun skiptir það ekki meginmáli. Ef fólkinu tekst að halda sér í góðu ástandi 200, 250 eða 300 daga á ári eykur það lífsgæði þess stórkostlega; hugsanlega hlutfallslega meira en gerist þegar minna veikt fólk hættir alveg neyslu. Við verðum að átta okkur á að þetta fólk er alvarlega veikt. Það þjáist af lífshættulegum sjúkdómi sem gengur mjög nærri því og skerðir lífsgæði þess mikið. Ef okkur tækist að ná alzheimer-sjúklingum út úr sjúkdómsástandi sínu góðan hluta ársins myndum við örugglega gera það. Það bendir því til alvarlegra fordóma að ekki skuli litið með sama hætti á möguleika langt leiddra áfengissjúklinga til að bæta lífsgæði sín. Það er kominn tími til að við látum af þessum fordómum. Þeir skaða mikið þá sem verða fyrir þeim; en skaða líka þá sem bera þá. Það er aumt líf að ganga um fullur fordóma; það er lítil reisn yfir því.“

Sjúklingar verið auðlind fyrir ríkissjóð

SÁ Á vill þá bæta þjónustu við verst settu alkóhólistana, spyr ég frekar en að segja ekki neitt? „Já. SÁ Á eru samtök áfengis- og

OKTÓBER 2012

vímuefnasjúklinga og aðstandenda þeirra. Það er hlutverk samtakanna að berjast fyrir réttindum og hagsmunum þessa sjúklingahóps og þessa minnihlutahóps. Við viljum leggja fram raunhæfa lausn um hvernig bæta megi stöðu þessa hóps. Þegar áfengisbannið var aflétt í kreppunni miklu, hér heima og víðar á Vesturlöndum, var ein röksemdin sú að ríkisvaldið þyrfti á skatttekjunum að halda. Þess vegna var settur á áfengisskattur. Síðan eru liðin meira en 75 ár. Í millitíðinni höfum við lært margt um alkóhólisma og það er einfaldlega ekki réttlætanlegt lengur að skattleggja neyslu fárveiks fólks en neita því síðan um eðlilega meðferð og umönnun þegar neyslan hefur dregið úr því allan þrótt. Við verðum að leggja af þetta ömurlega fyrirkomulag þar sem litið er á sjúklingana sem auðlind fyrir ríkissjóð. Okkur ber að veita áfengis- og vímuefnasjúklingum þá bestu aðstoð sem við ráðum við. Og í tilfelli þessa sjúklingahóps getum við ekki sagt að fjármunina skorti; því þessi hópur leggur þá sjálfur til. Og ekki bara sjúklingarnir sjálfir. Því áfengisgjaldið er ekki aðeins tekið af veikasta fólkinu heldur líka fátækustu fjölskyldunum; fjölskyldum sem hafa verið veiktar af óhófsneyslu; stundum kynslóð fram af kynslóð. Og í þessum fjölskyldum eru börn sem þjást vegna ofneyslu og veikinda foreldra sinna. Þessi börn búa við þungt álag sem skerðir lífsgæði þeirra; gerir þau útsettari fyrir að þróa með sér áfengis- og vímuefnasýki en líka aðra geðsjúkdóma, líkamlega sjúkdóma og félagslega erfiðleika. Okkur ber ekki síður að nota áfengisgjaldið til að bæta stöðu þessara barna. Þau eiga rétt á viðurkenningu á þeim vanda sem þau eru í, þau eiga rétt á að úrræði séu þróuð til að verja heilsu þeirra og bæta lífsgæði og þau eiga rétt á að samfélagið gangist við ábyrgð sinni gagnvart þessum börnum. Engin börn eiga að þola mismunun vegna veikinda foreldra sinna. Það þarf því ekki aðeins að bæta við búsetuúrræðum og endurhæfingu fyrir veikasta fólkið, auka eftirfylgni við meginþorra þeirra alkóhólista sem koma úr meðferð heldur líka að byggja upp stuðningskerfi fyrir fjölskyldur áfengis- og vímuefnasjúklinga og ekki síst börnin í þessum fjölskyldum.“

Eftirtaldir aðilar styðja SÁÁ Aðalfagmenn ehf

Garðabær

Sjómannafélag Ólafsfjarðar

ASK Arkitektar ehf

Grís og flex ehf

Skógrækt ríkisins

Á Guðmundsson ehf

Guðjón Gíslason ehf

Sólskógar ehf

Árbæjarapótek ehf

Gufuhlíð ehf

Sportbarinn

Bifreiðaverkstæðið Stimpill ehf

Heilbrigðisstofnunin Patreksfirði

Söðulsholt ehf

Bílklæðningar hf

Héðinn Schindler lyftur hf

Söluturninn Smári

Bliki bílamálun / réttingar ehf

Héraðsbókasafn Rangæinga

TBLSHOP Ísland ehf

Bókhaldsstofan ehf

Hjálpræðisherinn

Umbúðamiðlun ehf

Danica sjávarafurðir ehf

Kamski - Hótel Framnes

Vaki fiskeldiskerfi hf

DGJ Málningarþjónusta ehf

Kompan ehf

VÁ VEST, félag um vímuefnaforvarnir

DMM Lausnir ehf

Miðlarinn ehf

Veitingastaðurinn Fljótið ehf

Efling stéttarfélag

Múr og menn ehf

Verksýn ehf

Eldstó ehf

Nýi ökuskólinn ehf

Vernd - fangahjálp

Eyrir fjárfestingafélag ehf

Purity Herbs snyrtivörur ehf

Verslunarmannafélag Suðurnesja

Faxaflóahafnir sf

Rafsvið sf

Vinnslustöðin hf

Fiskmark ehf

Samhentir - umbúðalausnir ehf

Víkurbraut 62

Fiskmarkaður Bolungarv. og Suðureyrar ehf

Samherji hf

Vísir hf

Raunhæf lausn í nafni mannúðar

Gallinn er að þessi úrræði heyra flest undir skyldur sveitarfélagana og þau eru of mörg og smá til að geta risið undir þeim. „Svo eru þau því miður mörg hver á hausnum. Það er því engin leið til að þessir hópar; um 900 af veikustu sjúklingunum, um 10 þúsund áfengis- og vímuefnasjúklingar sem ekki hafa enn náð bata og um 5000 til 7000 börn sem búa við mikið álag á heimilum sínum vegna óhófsneylsu; það er engin leið að sveitarfélögin geti byggt upp þjónustu fyrir þessa hópa á næstu árum eða áratugum. Þess vegna leggjum við til þessa lausn. Hún kann að virðast róttæk eða frumleg; en hún er þó fyrst og fremst einföld og skynsöm; byggð á raunsönnu mati á ástandinu og raunhæfum lausnum sem geta fært þúsundum af fólki stórbætt lífsgæði, heilsu og betra líf. Og SÁ Á leggur ekki fram þessa tillögu svo að SÁ Á fái aukna fjármuni. Krafan er lögð fram í nafni sjúklingahópsins. Við gerum ráð fyrir að þessi úrræði verði boðin út og að hver sem er geti tekið þau að sér, svo framarlega sem sá aðili uppfylli kröfur útboðsins um faglega getu. Mér þætti vænt um að það kæmi skýrt fram; þetta er ekki fjáröflun fyrir SÁ Á. Þetta snýst um samfélagslegt réttlæti og mannúð.” Gunnar Smári stendur upp og horfir á mig. „Er þetta þá komið?” spyr hann til málamynda. Já, það held ég. Og svo er hann rokinn. Ég geng frá blokkinni minni og reyni að rifja upp í hvaða átt útidyrnar eru.

Batablómin hennar Maríu Málverkasýning Maríu Loftsdóttur; Batablómin ykkar, sem sagt var af í síðasta tölublaði Edrú, verður haldin um þessa helgi. Þegar María sýndi verk sín til styrktar SÁ Á fyrir tveimur árum, alls 400 myndir, seldust þær upp yfir helgi – milljón krónur söfnuðust sem runnu allar í styrktarsjóð SÁ Á. María, sem hefur starfað sem sjúkraliði á Vogi í tuttugu ár en stundað list sína í þrjátíu ár, segir að verkin séu máluð af tilfinningu og þeim sé ætlað að gefa fólki eitthvað. „Ég er að gefa svo mikið í þessar myndir. Stundum hefur fólk gefið okkur á Vogi blóm og þetta eru myndir af þeim.“ Einungis er um 35 vatnslitamyndir að ræða og sýningin verður aðeins uppi í einn dag. Því vert fyrir áhugasama að vera á tánum.

María Loftsdóttir málar vatnslitamyndir sem byggja á blómum sem borist hafa á Vog. Mynd: Hari.


15

2012 OKTÓBER

SÁÁ hefur sett sér nýja jafnréttisáætlun. Er það í ágætu samræmi við enn aukna áherslu samtakanna á vanda kvenna sem eiga við fíknisjúkdóma að stríða og til dæmis nýstofnað kvenfélag innan SÁÁ er til marks um; sem hefur að markmiði að stuðla að jafnrétti og auknum meðferðarúrræðum fyrir konur. Til þess ber þó að líta að jafnrétti hefur verið í ágætu lagi innan samtakanna.

Ofboðslegir jafnræðis- og jafnréttismenn

Jafnréttisáætlun Markmið áætlunarinnar er að stuðla að jafnri stöðu kvenna og karla hjá SÁÁ og jöfnum möguleikum kynjanna til að nýta sér allan rétt sem kveðið er á um í lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Lögð er áhersla á að yfirmenn hafi frum­ kvæði til aðgerða sem hafa ofangreind markmið að leiðarljósi, gæti kynja­ samþættingar við alla stefnumótun og áætlanagerð og leiti eftir samvinnu og samábyrgð allra starfsmanna. Hverjum starfsmanni ber að stuðla að því að jafn­ réttisáætlunin sé haldin, m.a. með því að koma fram við samstarfsmenn, starfsum­ sækjendur og viðskiptavini af réttsýni og óhlutdrægni.

1. Framkvæmd og umfang 1.1 Um áætlunina Áætlun þessi tekur annars vegar til stjórn­ unar stofnunarinnar og starfsmanna og hins vegar til þjónustu sem stofnunin veitir viðskiptavinum sínum.

Á

ætlunin er svipuð og hjá öðrum stofnunum þar sem lögin kveða á um innihaldið að stórum hluta. Hjá SÁ Á hefur alltaf verið launajafnrétti milli kynja, þá meina ég sömu laun fyrir sömu vinnu. Sem dæmi að í ráðgjafahópnum, sem er fjölmennasta starfsstéttin okkar, er hlutfall kvenna um 40 prósent sem endurspeglast líka í dagskrárstjórahópnum – 3/7 eru konur,“ segir Ásgerður Th. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs SÁ Á, um nýja jafnréttisáætlun. „Þá er gaman að segja frá því að í stéttum sem hafa kerfislægt kynjahlutfall, eins og hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar, að 13 prósent af starfshópnum eru karlar. Þá hefur í langan tíma verið leitað eftir því að konur tækju sæti í stjórn SÁ Á og á síðasta aðalfundi tókst sérstaklega vel til og margar ungar konur gáfu kost á sér. Í dag er tæplega helmingur af stjórnarmönnum SÁ Á konur,“ segir Ásgerður. Um leið og Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi, fagnar nýrri jafnréttisáætlun telur hann ekki að hún sem slík þurfi að taka tillit til sérþættari atriða en gengur og gerist. „Við stöndum betur að vígi en margar aðrar stofnanir. Í umönnunarstörfum á borð við þau sem við erum að vinna, hafa konur verið í meirihluta. Að því leyti til stöndum við vel að vígi.“ Þórarinn segir að hafa verði í huga að það var karlahópur sem fór fremst í stofnun samtakanna. „Þau eru ekki mörg dæmi um að kallar hafi tekið sig saman og orðið baráttuhreyfing

1.2 Jafnréttisnefnd. Skipa skal jafnréttisnefnd til tveggja ára í senn. Hlutverk hennar er að fylgjast með lögum og reglum stjórnvalda varðandi jafna stöðu kynjanna, fylgja eftir jafnrétt­ isáætlun stofnunarinnar, kynna hana og endurskoða eftir þörfum.

Með nýrri jafnréttisáætlun vill SÁÁ leggja áherslu á að jafnræði ríki milli kynja en þar segir meðal annars: „Það kynið sem er í minnihluta í viðkomandi starfsgrein skal að öðru jöfnu ganga fyrir við ráðningar þegar umsækjendur eru jafnhæfir.“

1.3 Nefndir og ráð. Við skipan í nefndir og ráð á vegum stofnunarinnar skal leitast við að hafa hlut­ fall kynja sem jafnast.

2. Starfsmannastefna, starfsaðstæður og kjör

2.1 Auglýsingar og ráðningar Í auglýsingum um starf skal koma fram hvatning til þess kyns sem er þá í minni­ hluta í starfsgreininni eða hvatning um að konur jafnt sem karlar sæki um starfið. Þegar ráðið er í stjórnunarstöðu skal þess gætt að hafa bæði kynin í huga við gerð auglýsingar. Við tilfærslur í störfum eða tímabundnar afleysingar skal einnig gætt sérstaklega að jöfnum rétti kynjanna. Jafnréttissjónarmið skulu metin til jafns við önnur sjónarmið þegar ráðið er í stöður. Það kynið sem er í minnihluta í viðkomandi starfsgrein skal að öðru jöfnu ganga fyrir við ráðningar þegar umsækjendur eru jafnhæfir. 2.2 Starfsaðstæður og kjör Við úthlutun verkefna, tilfærslur í störfum og uppsagnir skal þess gætt að kynjum sé ekki mismunað. Gæta skal þess að konur og karlar njóti að öllu leyti sambærilegra kjara og starfsaðstæðna og er í því sam­ bandi vísað til laga nr. 10/2008. Það telst þó ekki mismunun að taka sérstakt tillit til kvenna vegna þungunar, barnsburðar og umönnunar ungbarna. 2.3 Launamál Við ákvörðun og launa og fríðinda skal þess gætt að kynjum sé ekki mismunað, sbr. 25. grein laga nr. 10/2008. Í því sam­ bandi skal leitast sérstaklega við að meta jafnt starfssvið, reynslu og menntun karla og kvenna. 2.4 Vinnutími Starfsfólk SÁÁ skal eiga kost á sveigjan­ legum vinnutíma, hlutastörfum eða annarri hagræðingu vinnutíma, þar sem því verður við komið Þannig skal starfsfólki auðveldað að samræma fjölskylduábyrgð

starfi. Konum og körlum skal einnig gert kleift að minnka við sig vinnu tímabundið til að sinna fjölskylduábyrgð, eins og umönnun barna og sjúkra fjölskyldumeð­ lima. 2.5 Endurmenntun Tryggt verði að bæði kynin eigi sama rétt til endurmenntunar og starfsþjálfunar svo og til að sækja námskeið til að auka hæfni í starfi. 2.6 Vinnuaðstæður Tryggt verði að vinnuaðstæður henti báðum kynjum. 2.7 Misbeiting Telji starfsmaður sé misboðið eða á sér brotið á grundvelli kynferðis skal honum tryggður vettvangur til að koma kvörtun sinni á framfæri.

3. Fræðsla og ráðgjöf 3.1 Fræðsla Fræðsla um jafnréttismál og leiðir til að vinna að jafnri stöðu kynjanna skal vera virkur þáttur í öllu starfi innan SÁÁ. 3.2 Hvatning, jákvæðni, samkennd SÁÁ skal vinna að því að jafna stöðu kynjanna og veita starfsmönnum af báðum kynjum hvatningu til að rækta sín séreinkenni, jákvæð samskipti kynjanna og samkennd. 3.3 Ráðgjöf Einstaklingum, starfsmönnum og stjórn­ endum, skal standa til boða ráðgjöf í jafnréttismálum. Þetta á bæði við um störf þeirra og starfsaðstæður, s.s. kjör og samskipti á vinnustað, kynferðislega áreitni, valdbeitingu og önnur þau mál sem snúa að jafnrétti og samskiptum kynjanna á vinnustað.

Kvenfélagið fagnar nýrri jafnréttisáætlun

F

élagar hins nýstofnaða kvenfélags SÁ Á fagna nýrri jafnréttisáætlun innilega og telja hana mikilvægan lið í að skjóta stoðum undir sitt félag en markmið félagsins eru að vera velunnari SÁ Á; stuðla að og styðja við starf að jafnréttismálum innan SÁ Á, stofna til umræðu um konur, fíkn og ofbeldi og huga að sérstökum meðferðarúrræðum fyrir konur. Félagið vill að komið sé á samstarfi við stofnanir, samtök og aðra fagaðila sem fást við ofbeldi og úrvinnslu áfalla. Þó margir vilji meina að jafnréttismál hafi verið í ágætu horfi innan samtakanna er að mörgu að hyggja í þessum efnum, atriðum sem ekki liggja í augum uppi.

Konur dæma sig harðar en karlar

Guðrún Kristjánsdóttir var fundarstjóri á stofnfundinum og hún segist til dæmis hugsi yfir því að konur séu einungis einn þriðji þeirra sem skila sér í meðferð á Vog: „Því ég er þess fullviss að þær eru helmingur þeirra sem eiga við vímuefnavanda að stríða,“ segir Guðrún. Hún segir að jafnvel þó konur hafi farið í auknum mæli að drekka fyrir framan gluggatjöldin í seinni tíð, virðist vímuefnaneysla kvenna meira falin ennþá og

Með alvarlega áfallastreituröskun

Guðrún Kristjánsdóttir segir nauð­ synlegt að beina sjónum að vanda kvenna innan alkasamfélagsins; þær eiga við margslungnari vanda að stríða en karlar.

þær hafa meiri tilhneigingu til að fara út í lyfjaneyslu en karlar. Og þá er oft erfiðara að ná þeim til baka. „Þótt SÁ Á hafi sannarlega meðölin til að vinna á lyfjaneyslu kvenna og bjóði upp á góða kvennameðferð, er alls ekki víst að þær nái að skila sér í meðferð. Allt liggur þetta ofan á mikilli skömm og sektarkennd sem konur burðast mun meira með en karlar.“ Guðrún segir konur sem eiga við sjúkdóminn að stríða dæma sig miklum mun harðar en karlarnir. „Það er stundum sagt að þeir sem hafi orðið fyrir ofbeldi, annað hvort beiti aðra því eða sig sjálfa. Konur eru frekar í þeim hópi að beita sjálfa sig ofbeldi, eða koma illa fram við sjálfar sig, ofan á allt annað, sem meðal annars stafar af ofbeldi samfélagsins í þeirra garð, eða ójafnrétti. Það hefur ekki verið mikið í umræðunni.“

Hér er ein dæmisaga úr stutt dæmisaga sem snýr að þessu: „Nýlega talaði við mig kona sem hefur farið í margar meðferðir, og bæði verið edrú í stuttan tíma og yfir lengri tímabil, en drukkið mikið þess á milli. Með árunum hefur líf hennar orðið dapurlegra og erfiðara og hún veikari, þannig að hún endaði í Kvennaathvarfinu, í þetta sinn eftir hræðilegt ofbeldissamband. Sjálfsvirðing hennar var 0. Hún er að koma eins og undan stríði. Núna hefur hún verið greind með alvarlega áfallastreituröskun. Í Kvennaathvarfinu var hún í fyrsta sinn spurð af fagfólki út í æsku sína en hún upplifði mikla vanrækslu og ofbeldi sem mótaði hana mjög. Auðvitað veit ég ekki hvort hún nær að vera edrú um aldur og ævi en núna er hún í fyrsta sinn að fara líka í massíva meðferð við áfallastreituröskuninni, sem gæti hugsanlega hjálpað henni að yfirstíga það að þurfa að fara ekki að drekka aftur. Það er allavega afburða góður árangur af slíkri meðferð víða meðfram því að vinna á fíkn sinni. Okkur ber skylda til að hugsa líka um okkar veikasta fólk með öllum ráðum,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir. - jbg

fyrir sjúklingahóp, velferðarþjónustu almennt, fremur að það hafi verið konurnar. En, SÁ Á gerði þetta; karlar voru fyrirferðarmiklir í upphafi og sjúklingar voru að meirihluta karlar. Kvensjúklingar áttu á brattann að sækja í upphafi en þó má ekki gleyma því að það voru mjög kraftmiklar konur sem voru með frá upphafi.“ Sérstök kvennameðferð var byggð upp strax upp úr 1980 og Þórarinn segir að SÁ Á hafi tileinkað sér ýmislegt sem þá var í femínisma, hann hafi komið snemma inn í meðferðarsamfélagið. „Við erum ofboðslegir jafnræðisog jafnréttismenn,“ segir yfirlæknirinn sposkur: „Þó karlar hafi verið fyrirferðarmiklir í stofnuninni þá hefur þetta vegið upp á móti. Önnur atriði er varðar fyrirtækið, svo sem jafnréttislaunastefna... við höfum ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af því. Höfum farið nálægt því sem kveður á um í kjarasamingum; hér er ekki greitt fyrir óunna yfirtíð eða önnur hlunnindi og þetta hefur leitt til jafnræðis í launum. En menn verða að vera á varðbergi í þessu sem öðru.“


;) © 2001-2012 Tölvuvirkni ehf. Holtasmára 1, 201 Kópavogi. S: 555-6250, Verkstæði: 555-6253, Fax: 555-6251


Langur laugardagur

6. október

LAUGAVEGI 46, 101 REYKJAVIK

Tel: 571 8383

Laugavegi 66 S-5652820

Canon EOS frá 87.900

Kven- og herrafataverslun Laugavegi 86-94 - Sími 511 1060


Ný haustsending frá MAYORAL

Laugavegi 27 – suomi.is Lau 6.10: Múmínbollar 3.800 (4.900)

ER HAFINN H ö n n u n a r h ú s Skoðið vöruúrvalið www.hrim.is Laugavegi 25 - S: á553-3003

sti kjósum að kalla hann, er þétta við og s ein r be któ rok a eð er, Októb tíðin. , þar sem hæst rís Airwaves há ins árs r ðu nu má rða bu við og tónleika Á föstudag og laugardag mun . na lgi he um a un æl ks rok á Við tökum forskot listarorgarinnar með skrautlegum tón ðb mi sti ge ðja gle n sti ule lgj Nýby allra. lgjunnar úr miðborginni okkar By gu din en úts i inn be og m uppákomu

Matvöruverslun og veitingastaður fyrir þá sem vilja lifa vel.

Borgartúni 24 105 Reykjavík Sími: 585 8700

Hæðasmára 6 201 Kópavogur Sími: 585 8710

www.lifandimarkadur.is

Hljómsveitirnar White Sign al og Paramount láta hljó ð sitt hvína um Laugaveg, Skólavörðu stíg og Kvos.

Litla Jólabúðin Laugavegi 8 101 Reykjavík

að slær

hjart Vertu með – þar sem rokk

Sími: 5522412 lindsay@simnet.is

MOMO

Laugavegi 42


40

villibráð

Helgin 5.-7. október 2012

 Villibr áð Jón Þór Finnbogason eldar gæs

Gæsun

Jón Þór Finnbogason, verkfræðingur og matreiðslumaður, er einn þeirra sem nýtir vel það sem landið okkar hefur upp á að bjóða. Hann sýnir okkur hér hvernig hann matreiðir íslenska gæs sem hann veiðir sjálfur.

et rk pa rð Ha

A

ð heilsteikja gæs getur verið heilög athöfn. Þessi eldunaraðferð dansar ekki einungis við öll skilningarvitin heldur vekur hún oft upp sterkar tilfinningar sem gerir athöfnina enn hátíðlegri. Þessi eldunaraðferð gengur oft út á að finna jafnvægi milli stökkrar húðar, meyrrar bringu og seigra læra. Fyrir þá sem einstaka sinnum eru tilbúnir að fórna þessum rómantísku gildum eru möguleikarnir margir. Bringurnar standa mjög vel einar og sér hvort sem er léttsteiktar, hægeldaðar eða grafnar, confit læri eru sígild, úr búknum er hægt að búta til soð og nýta svo kjötið til kæfugerðar. Eftirfarandi er dæmi um bringur sem standa vel einar og sér sem forréttur.

Grafnar, hægeldaðar villigæsabringur m/bláberja vinegrette 2 villigæsabringur lögur 1 msk fennelfræ Lítið búnt salvía 10 piparkorn 2 tsk salt Ólívuolía

Bláberjavinegrette 2msk edik 6msk bragðlítil olía 3 msk ísl bláberjasulta Marinering: Setjið öll hráefni í leginum saman í mortel og merjið. Hafið nægilega olíu þannig að blandan verði að mauki. Snyrtið bringurnar og fjarlægið skinnið. Makið leginum á bringurnar, setjið í ílát og geymið í ísskáp yfir nótt. Vinegrette: Setjið allt í blandara og maukið þar til þetta er orðið að þykkri sósu. Eldun: Vefjið bringurnar í álpappír og eldið við 70°C í c.a. 1-1 1/2 tíma eða þar til hitinn í bringunum hefur ná

um 60°C. Sneiðið þunnt og berið fram með bláberjavinegrette. Bringurnar virka vel sem forréttur hvort sem er heitar eða kaldar.

Gæsalifrarmús m/ bláberja vinegrette 250g gæsalifur 250g kjúklingalifur 1,5 dl portvín 300g smjör Calvados Hálfur laukur, sneiddur 1 msk blóðberg 5 einiber Salt og pipar Kryddið lifrina og brúnið á pönnu með smjörklípu ásamt lauknum. Hellið calvados yfir og kveikið í. Hellið portvíni yfir, bætið kryddi og látið malla í nokkrar mínútur. Takið af pönnunni og maukið í matvinnsluvél ásamt afgangnum af hráefnunum. Smakkið til með salt og pipar. Hellið á krukkur. Geymist í ísskáp í ca. 2 vikur. Gott borið fram á smjörsteiktu snittubrauði með íslenskri villiberjasultu.

Jón Þór Finnbogason nýtur þess að elda gæs sem hann veiðir sjálfur. Ljósmynd/Hari

Villibráðarhlaðborð

Veisluturninn býður uppá villibráðarhlaðborð dagana 11. - 14. & 18. - 21. október.

Leyfið okkur að dekra við bragðlauka ykkar með dýrðlegu villibráðarhlaðborðinu. Vínkynning á eðalvínum verður í boði hússins.

Sími 575-7500 - pantanir@veisluturninn.is Smáratorgi 3, Kópavogi - www.veisluturninn.is


Tapas barinn er 12 ára

og þér er boðið í veisluna 8. og 9. október

Suðræn og hressandi afmælisveisla í haustkuldanum. Komdu og njóttu með okkur - frábær afmælistilboð. 12 vinsælustu réttir Tapas barsins 330 ml Peroni cerveza Léttvínsglas, Campo Viejo

590 kr./stk. 590 kr./stk. 690 kr./stk.

og allir fá ljúffenga og margrómaða súkkulaðiköku Tapas barsins í eftirrétt.

Komdu á Tapas barinn og taktu þátt í skemmtilegum afmælisleik. Þú gætir unnið ferð til Tenerife eða einhvern fjölmargra aukavinninga.

Hlökkum til að sjá þig!

RESTAURANT- BAR

Vesturgötu 3B | 101 Reykjavík | Sími 551 2344 | www.tapas.is


42

heilsa

Helgin 5.-7. október 2012

kk

la rlj ós i

 Kólesteról í blóði íslendinga fer minnk andi

Hjarta og æðasjúkdómar algengasta dánarorsökin

Up

pl

ita

st e

Anna Ragna Magnúsardóttir, doktor í heilbrigðisvísindum.

Dregið hefur töluvert úr hættunni síðustu ár, ástæðan ekki endilega betri lyf.

Hollar hafrakökur 150 gr haframjöl 2 msk kókosflögur 1 msk sólblómafræ 1 msk graskersfræ aðeins hökkuð 1 msk möluð hörfræ 25 gr saxaðar döðlur (má sleppa) 3 msk hrísgrjónasíróp 5 msk kaldpressuð valhnetuolía (eða önnur góð olía) Stillið ofninn á 180°.

Blandið þurrefnunum saman. Bætið sírópinu og olíunni saman við. Setjið í smurt mót sem er ca. 14 x 14 cm og bakið í 25-30 mínútur. Skerið í bita og látið kólna í mótinu.

H

jarta- og æðasjúkdómar eru ein algengasta dánarorsök á Íslandi og um gjörvalla Evrópu. Dauðsföllunum fer þó fækkandi hér á landi og spilar þar margt saman. Dregið hefur verulega úr reykingum, en reykingar eru einn stærsti áhættuþáttur kransæðasjúkdóma. Jákvæðar breytingar hafa einnig orðið á öðrum þekktum áhættuþáttum þessara sjúkdóma, t.d. blóðþrýstingi og kólesteróli í blóði. Efri mörk blóðþrýstings hafa farið lækkandi undanfarna áratugi meðal Íslendinga, og einnig hefur kólesteról í blóði landsmanna lækkað. Rannsóknir Hjartaverndar sýna þó aðeins lækkun heildarkólesteróls, en gefa ekki upp hlutfallið milli „vonda“ og „góða“ kólesterólsins sem er það sem mestu máli skiptir fyrir þróun kransæðasjúkdóms. Anna Ragna Magnúsardóttir, doktor í heilbrigðisvísindum, segir ástæðuna ekki bara vera betri lyf og læknismeðferð, því lækkunin í þessum tveimur áhættuþáttum og fækkun sjúkdómstilfella hófst áður en ný og betri blóðþrýstingslækkandi og blóðfitulækkandi lyf komu á markaðinn. Ástæðan er líklega breytingar á mataræði sem urðu á sama tíma, en hún segir viðfangsefnið erfitt til rannsóknar þar sem fylgni geti aldrei sannað að um orsakasamhengi sé að ræða. Þó séu mjög sterkar vísbendingar um skaðsemi transfitu, og mettuð fita hækki vissulega „vonda“ kólesterólið í blóðinu, en þó ekki eins mikið og transfitan. ,,Uppúr 1980 komu til sögunnar ný lyf og í fyrstu var lækkuð tíðni hjarta- og æðasjúkdóma og færri dauðsföll rakin beint til þeirra. Það er þó ekki allskostar rétt þar sem breytingin hófst fyrr. Strax á sjötta áratugnum voru rannsóknir farnar að gefa til kynna að mettuð fita væri slæm fyrir hjartað en ómettuð fita ekki. Lýðheilsuskilaboðin voru framan af einfölduð, og mælt með minni neyslu á fitu af öllum gerðum. Það skilaði sér meðal annars í minni neyslu mettaðrar fitu hér á landi. Því miður jókst neysla transfitu til að byrja með, því farið var að steikja upp

Af heilsubankinn.is

úr smjörlíki fremur en smjöri. Fólk hélt einfaldlega að það væri hollara, en á þessu tímabili jókst tíðni kransæðasjúkdóma mikið. Seinna skiptu flestir yfir í jurtaolíur, sem eru ómettaðar og mun hollari. Matvælaiðnaðurinn fór líka að bjóða upp á fituskertan og fitusnauðan mat en áunnin sykursýki og offita jókst í kjölfarið, þó tíðni hjarta- og æðasjúkdóma hafi lækkað eins og áður segir. Ástæðan er sú að ef fólki er sagt að hætta að borða einhverja fæðutegund, þá verður það að borða eitthvað annað í staðinn. Í stað mettuðu fitunnar var til dæmis sykur og hveiti notað í ríkara mæli, sem stuðlaði að offitu og sykursýki. Hreyfimynstur fólks fór líka að breytast, því það varð minni þörf fyrir hreyfingu í vinnunni og daglega lífinu, eftir því sem bílaeign, fjarstýringar og lyftur urðu algengari, og fólk á öllum aldri fór að sitja við tölvu- eða sjónvarpsskjá tímunum saman.“ Anna Ragna segir að með heilsuvakningu síðustu ára sé fólk orðið mun meðvitaðara um hvað það lætur ofan í sig. Einnig hefur skipulögð hreyfing í frítíma aukist, sem betur fer. Stjórnvöld hafa líka brugðist við með því að innleiða reglugerð um hámark transfitu í matvælum. „Aukin meðvitund fólks um skaðsemi transfitu og fínunninna kolvetna, og mikilvægi þess að hreyfa sig er mjög jákvæð þróun og einnig inngrip yfirvalda með reglugerðum. Stuðla verður áfram að jafnvægi neysluvenja, en þó reglugerðin um transfitu sé til staðar eru sumir skyndibitastaðir ennþá að bjóða upp á mjög transfituríkan mat. Ástæðan er sú að transfita á það til að myndast í jurtaolíu sé hún hituð mikið og lengi. Svo vil ég bara í lokin mæla eindregið með lýsi eða annarri uppsprettu ómega-3, það er gott mótvægi við ómega-6 úr jurtaolíum og mettuðu fituna sem við fáum úr mjólkurvörum og kjöti. Lýsi er það besta fyrir hjarta- og æðakerfið.“ María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is

– Lifið heil

Matur fyrir

afsláttur

Strepsils jarðarberja

Þú getur valið um:

Sub-Samlokur Salöt m/kjöti Pizzur +2 l gos

Lægra verð í Lyfju

15%

Nýbýlavegi 32

Áður: 1.299 kr. Nú: 1.099 kr. Í dag fylgir Fréttatímanum blað Bleiku slaufunnar

Gildir í október 2012.

ÍSLENSKA / SIA.IS / LYF 61246 09/12

www.lyfja.is


heilsa 43

Helgin 5.-7. október 2012  Innk aup Heilsusamleg innk aupaferð

Heilsurækt í matvörubúðinni

HotYoga

HOT YOGA

Ný námskeið að hefjast

Matvöruverslanir reynast mörgum þungur ljár í þúfu sem eru að passa upp á heilsuna. Óhollustan blasir við hvert sem litið er. Þeir, sem lenda í því að tína ósjálfrátt heilu kexhillurnar ofan í innkaupakörfuna, ættu að staldra aðeins við og endurhugsa innkaupaferðirnar upp á nýtt. Besta leiðin til að forðast kexfreistingarnar er að fara ekki svangur að versla. Ef ekki er hægt að koma í veg fyrir það er gott að fara beinustu leið að ávaxtaog grænmetisborðinu, velja sér uppáhalds grænmetið sitt, borga það og gæða sér á því meðan á verslunarleiðangrinum stendur. Einnig er gott að ná sér í vatnsflösku og þamba dálítið af vatni því hungur er oft dulbúinn þorsti. Óhollu matvörunum er oft raðað upp í miðju búðarinnar. Gættu þess því vel að halda þig sem næst jöðrunum og heimsækja einungis heilsuvöruhillurnar

sem eru oft í miðjunni. Ekki falla í freistni á leiðinni að heilsuhillunni! Vel er hægt að nýta innkaupaferðina sem heilsuræktartíma. Hægt er að taka körfu á handlegginn í stað þess að ýta á undan sér og lyfta henni reglulega á meðan verslað er. Skiptist á að nota hægri og vinstri. Æfa má fótvöðvana og rassvöðva með því að sækja vörur í neðstu hillunum án þess að beygja sig í bakinu, heldur aðeins í hnjánum. Að síðustu skal nýta tímann á meðan staðið er í röðinni við kassann til þess að fara yfir allt það sem er í körfunni. Er eitthvað óhollt þar sem má missa sín? Ef svo er, taktu það upp úr. Þetta kemur einnig í veg fyrir að sælgætið sem stillt er upp við kassana, freisti um of.

EFLIR a l m a n n ate n g s l / H N OTS KÓ GUR g r afís k h ö n nu n

Innritun í síma 581 3730 Farið í gegnum röð af yogastöðum í heitum sal. Teygjanleiki vöðvanna aukinn, mikill sviti og vellíðan.

Frjáls aðgangur að opna kerfinu og tækjasal

8 og 16 vikna námskeið - Þriðju- og fimmtudaga kl 18:30. Kennari: Steinunn Kristjánsdóttir. Verð: 8 vikur kr. 19.900 og 16 vikur kr. 29.900.

Velkomin í okkar hóp! Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is

Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is

RopeYoga

Ný námskeið að hefjast EFLIR a l m a n n ate n g s l / H N OTS KÓ GUR g r afís k h ö n nu n

Innritun í síma 581 3730 Heildrænt hug- og heilsuræktarkerfi. Sérstök áhersla lögð á miðjuna – kvið og bak. Hentar öllum aldurshópum og líkamsgerðum. Þú finnur strax árangur eftir fyrstu æfinguna án þess að reyna of mikið á þig.

Frjáls aðgangur að opna kerfinu og tækjasal

Lokuð 8 vikna og 16 vikna námskeið 2x í viku í 60 mínútur: Þriðjudaga og fimmtudaga kl 10:30 og 12:00 / Mánudaga og miðvikudaga kl 16:30 Verð: 8 vikur kr. 19.900 og 16 vikur kr. 29.900. Barnagæsla - Leikland JSB

Velkomin í okkar hóp! Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is

Viltu léttast og styrkjast og losna úr vítahringnum?

TT námskeiðin hefjast 21. október Innritun í síma 581 3730

N

E F L I R a l m a n n a t e n g s l / H N OT S KÓ G U R g r a f í s k h ö n n u n

TT tímar í boði: 6:15

A

mánu-, miðviku- og föstud

7:20

C

mánu-, miðviku- og föstud

10:15

D

mánu-, miðviku- og föstud

14:20

G

mánu-, miðviku- og fimmtud

16:40

H

17:40 18:40 18:25

TT3

mánudagar, fyrir 16-25 ára. 70 mínútur

19:40

TT3

miðvikudagar, fyrir 16-25 ára. 70 mínútur

Barnapössun

TT tímar í boði á Akranesi: 6:15

S1

mánu-, miðviku- og föstud

mánu-, miðviku- og fimmtud

Barnapössun

16:30

S2

mánu-, miðviku- og fimmtud

I

mánu-, miðviku- og fimmtud

Barnapössun

17:30

S3

mánu-, miðviku- og fimmtud

J

mánu-, miðviku- og fimmtud

Velkomin í okkar hóp!

Fundur fyrir alla TT flokka sunnudaginn 21. október kl. 16:30 Námskeiðum fylgir frjáls mæting í tækjasal

Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is

BM Mótun - Æfingakerfi Báru Magnúsdóttur

Ný námskeið að hefjast

Innritun í síma 581 3730 EFLIR a l m a n n ate n g s l / H N OTS KÓ GUR g r afís k h ö n nu n

Lengri námskeið - betra verð. 16 vikur 3x í viku 49.900. 8 vikur 3x í viku 29.900

ýtt! T T tím A kr a n a r á esi!

Í BM Mótun er aðaláherslan lögð á styrk, liðleika og góðan líkamsburð. Upphitun í tækjasal 20 mín., mótun 40 mín. Aðeins 15 í hóp. Hentar öllum aldursflokkum.

Frjáls aðgangur að opna kerfinu og tækjasal

8 og 16 vikna námskeið - mánudaga og miðvikudaga kl 16:05 og16:50 þriðjudaga og fimmtudaga kl 8:45 og 9:45. Kennarar: Bára Magnúsdóttir og Þórdís Schram. Verð: 8 vikur kr. 19.900 og 16 vikur kr. 29.900. Barnagæsla - Leikland JSB

Velkomin í okkar hóp! Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is


44

bílar

Helgin 5.-7. október 2012

 Reynsluakstur Hyundai ix35

Volvo V40 frumsýndur hérlendis

Ha

pa

rk

et

Volvo V40 var frumsýndur hjá Brimborg síðastliðinn laugardag. Bíllinn hefur fengið lof og var meðal annars kosinn fyrirtækjabíll ársins í Danmörku 2012. Hann fékk fullt hús stiga í öryggis- og árekstraprófunum EuroNCAP, að því er fram kemur á síðu Brimborgar. „Volvo V40 sameinar bestu eiginleika skandinavískrar hönnunar, sambland vitsmuna og fegurðar sem sameinast í hagnýtum lúxus. Sportleg einkenni, tilkomumikil hönnun og viðamikill öryggisbúnaður eru eiginleikar sem eru klæðskerasniðnir að skandinavískum áherslum,“ segir þar. „Með loftpúða fyrir gangandi vegfarendur,“ segir enn fremur, „verður Volvo fyrsti bílaframleiðandi heims með slíkan öryggisbúnað sem ætlað er að draga úr alvarleika áreksturs með tækni sem lyftir upp vélarhlíf og loftpúða sem samstundis skýst út við samstuð við vegfaranda. Þessi afar nýstárlegi öryggisbúnaður er að auki staðalbúnaður í Volvo V40.“ Bíllinn býðst með 1.6 lítra bensínvélum, 150 og 180 hestafla og 2,5 lítra, 254 hestafla, bensínvél. Þá fæst hann með 1.6 lítra, 115 hestafla dísilvél og 2.0 lítra dísilvélum, 150 og 177 hestafla.

Nettur og þægilegur jepplingur „Skottið er snilld. Stórt, rúmgott og aðgengilegt.“

Í hinum nýja Volvo V40 er meðal annars loftpúði fyrir gangandi vegfarendur.

Passaðu vel vel uppá uppá rafgeyminn rafgeyminn íí vetur. vetur. Passaðu

Hyunday ix35 er nettur og þægilegur fjórhjóladrifinn jepplingur með rúmgott skott. Hann er þægilegur í akstri, rennilegur og hljóðlátur.

É

drasli sem fylgir barnmargri g er ekkert sérstakfjölskyldu. Tveir barnabíllega hávaxin á íslensk- Sigríður Dögg stólar og unglingur rúmast an mælikvarða, 163 Auðunsdóttir reyndar ekkert sérstaklega og ½ sentimetri, og því finnst sigridur@ frettatiminn.is vel í aftursætinu og kom það mér það ansi góður eiginleiki mér eilítið á óvart hvað bíllá bíl þegar ég sé vel út um inn er lítill að innan af jepplingi að vera. Það framrúðuna á bílnum sem ég er að keyra. Það fór reyndar ágætlega um börnin þrjú og ég var einmitt það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég settist undir stýri á nýja, fína Hyundai ix35 hefði ekkert vorkennt unglingnum mikið að þurfa að sitja á milli barnastólanna alla leið til sem ég reynsluók í vikunni. Í honum situr Ísafjarðar. Gluggarnir í afturmaður hátt og sér vel til allra sætinu hefðu reyndar mátt vera átta. Plúsar hærri svo börnin sæju betur út Bíllinn er nettur jepplingur en þau þurftu að teygja álkuna – fjórhjóladrifinn, sem hefði + Þægilegur í akstri til að sjá ekki bara trjákrónur og hjálpað mér mikið við að komast + Lítill beygjuradíus umferðarskilti. upp innkeyrsluna heim til mín í + Léttur í stýri Bíllinn er afar þægilegur í vetrarfærðinni sem var í fyrra. + Stórt og gott skott akstri, rennilegur og hljóðlátur Hann er ekki fyrirferðarmikill + Fjarlægðarskynjari og hefur í raun öll þau þægindi og því ekkert mál að bakka sem þarf, takka í stýri, fjarhonum inn í stæði (reyndar er Mínusar lægðarskynjara sem pípir þegar ég snillingur í því eftir að hafa ÷ Mætti vera meira maður bakkar of nálægt einkeyrt og búið í London í 4 ár). pláss í aftursæti hverju (bíl eða vegg til dæmis), Hann er sérstaklega léttur og USB-tengi sem er snilld og þráðþægilegur í stýri og ég tók eftir ÷ Afturgluggar of lágir lausan símabúnað. Fínasti bíll því hvað var auðvelt að snúa í alla staði. Hann er sæmilega honum nánast á punktinum á eyðslugrannur miðað við stærð, dísilútgáfan bílastæðinu í leikskólanum. Þetta heitir víst eyðir um 6,7 lítrum á hverjum hundrað kílóbeygjuradíus, svo mikið veit ég, og hann er metrum í innanbæjarakstri. Ódýrasta útgáfan sem sagt lítill á þessum bíl – sem þykir gott. Skottið er snilld. Stórt, rúmgott og aðgengi- er á tæpar 5,6 milljónir, sjálfskiptur bíll með legt. Vel er hægt að koma fyrir öllu því dóti og bensínvél.

Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 18 ár

HJÁ AÐALSKOÐUN ERT ÞÚ

Í GÓÐUM HÖNDUM HVAR HENTAR ÞÉR AÐ LÁTA SKOÐA?

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 2 - 1 1 6 3

Við erum með fjórar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og eina í Reykjanesbæ. Þaulreyndir og þjónustuliprir fagmenn taka á móti þér á þeim öllum. HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ ÞIG!

www.adalskodun.is Reykjavík

Grjóthálsi 10 Sími 590 6940

Reykjavík

Skeifunni 5 Sími 590 6930

Hafnarfjörður Hjallahrauni 4 (við Helluhraun) Sími 590 6900

Kópavogur

Skemmuvegi 6 (bleik gata) Sími 590 6935

Reykjanesbær

Holtsgötu 52 (við Njarðarbraut) Sími 590 6970


1.000+ hestafla twin Turbo Corvette C6

g n i n ý s Bíla

700+ hestafla Saleen (25 ára afmælisútgáfa) 1 af 25 framleiddum

s n i s b b ú l k u l í Kvartm

e h i g r o t u p r o K p u a k a l í íB

2 1 0 2 r e b ó t k o . 7 . 6 a n lgi

. 1 8 :0 0 l k l i t 0 :0 1 1 . l k ag frá d u n n u S l orðnum l l 0 u :0 f 2 ð 2 e . l m k l d i g t l y 0 f yngri í á k l . 1 0 :0 g r f o g a r a á d r 2 a 1 g n u r a ö L f yrir b t t í r f – 0 Opnunar tími: 0 .5 1 . r Aðgangseyrir k

Komið og sjáið glæsilega bíla og mótorhjól


46

ferðir

Helgin 5.-7. október 2012

Diljá eða nei? Leitar að sjálfri sér um heiminn

u

in

n

á

bl

au tu m

sk ón um

Ferðalög Diljá ámundadóttir

Fa

Diljá Ámundadóttir tók að margra mati mjög djarfa ákvörðun þegar hún seldi allar eigur sínar og sagði upp vinnunni sinni. Hún sagði þar með skilið við þægindalífið í 101 Reykjavík og hélt af landi brott í óvissuferð um heiminn. Tilefnið var ærið, að finna sjálfa sig, prófa eitthvað nýtt og sjá og finna á eigin skinni hvað lífið gæti boðið upp á, utan við þægindarammann. Hún hefur komið víða við síðan ferðin hófst í byrjun ágúst en Diljá byrjaði förina rólega á austurströnd Bandaríkjanna, nánar tiltekið í New Canaan Connecticut hjá fjölskyldumeðlimum sem þar búa. Hún segist hafa safnað orku fyrir framhaldið sem var 7000 kílómetra akstur um 13 ríki á aðeins 11 dögum ásamt vini sínum, Steinþóri Helga. Hún segir þó að ferðin hafi ekki byrjað að taka á fyrr en hún sagði skilið við Bandaríkin og vinina og hélt eins síns liðs til Mið-Ameríku.

Diljá vann sem sjálfboðaliði hjá fyrirtækinu Trama Textiles.

Hægt er að fylgjast með ferðalagi Diljár á vefsíðunni diljaedanei.tumblr.com/

Trama Textiles í Guatemala Fyrirtækið Trama Textiles var stofnað eftir síðustu borgarastyrjöld í Guatemala 1988. Margar konur komu illa út úr stríðinu og lifa við erfiðar aðstæður, ýmist sem ekkjur eða af brotnum heimilum vegna áfengisvanda. Konurnar fá örugga vinnu við vefnað, en það er aldagömul hefð fyrir slíku Mið-Ameríku. Útibúin eru víða svo að konurnar geta unnið nálægt heimilum sínum. Þar fá þær fasta tekjur og stuðning. Trama Textiles er sjálfboðafyrirtæki og þiggur því alla aðstoð, til lengri eða skemmri tíma. Hægt er að nálgast upplýsingar eða hafa samband við fyrirtækið á vefsíðunni tramatextiles.org.

É

g byrjaði á því að fara á litla eyju við Hondúras. Þar þurfti ég strax að takast á við sjálfa mig þar sem ég er ekki ópjöttuð og þægindin ekki lík því sem að ég hef vanist. Í Mið-Ameríku er rigningartími núna og bara það að fara á klósettið er prófraun út af fyrir sig. Þar sem ég gisti fyrst þurfti ég að ganga töluvert frá vistarverum mínum og klöngrast á kamar sem var skammt frá. Vegna rigninganna var allt á floti svo ég þurfti að vaða inn á klósettið sem var niðurgrafið. Þessi iðja tók á pjattið, en var algjörlega þess virði, svona eftir á.“ Diljá byrjaði fljótlega á köfunarnámskeiði, „ég lærði að kafa í paradís á jörð, lítilli eyju sem að heitir Utilla. Hún tilheyrir klasa sem kallast Bay Islands og ég mæli eindregið með. Ég var á bikiníi í kringum vöðvastælta köfunarkennara allan daginn, og byrjaði á blæðingum á bát lengst út á sjó. Það var fáránleg reynsla, en allt liður í að stíga út úr þægindarammanum,“ segir hún og hlær, en bendir á að um leið og hún gaf allt pjatt upp á bátinn hafi það verið mjög frelsandi. Hún segir að næsta stopp hafi verið engu líkt. „Þegar ég kom til Antiqua, hugsaði ég,

mig langar aldrei heim aftur. Þar er allt í þessu „latínó-tempói“ sem er mjög hollt fyrir óþolinmóðan Íslending. Þar eru virk eldfjöll allt um kring og húsin lágreist í öllum regnbogans litum. Þar er tiltölulega ódýrt að vera þó að það þyki dýrt á Mið-Ameríku skala. Ég dvaldist þar í hálfgerðu „honeymoon“ með sjálfri mér, ég kynntist svo merkilegu fólki, innfæddu sem og ferðalöngum sem margir hverjir voru búnir að vera að ferðast í mörg ár. Þá áttaði ég mig á að ég væri í maraþonhlaupi yfir heiminn,“ en áætluð heimkoma Diljár er um jólin. „Næsta stopp voru fjöllin þar sem ég dvaldist í lítilli borg sem heitir Xela. Þar er andrúmsloftið mun svalara en ég hafði vanist áður, svona eins og vorkvöld í Reykjavík.“ Diljá sótti um sjálfboðastarf hjá litlu textílfyrirtæki, sem að tekur að sér ekkjur og konur drykkjusjúklinga. „Konur í Guatemala hafa margar hverjar farið illa út úr stríði, en síðustu borgarastyrjöld lauk árið 1988. Það er einnig mikill áfengisvandi í Guatemala og konur þurfa oft að sjá einar fyrir heimilunum vegna alkóhólisma karlanna. Á þessu textílverkstæði

fá þær vinnu og stuðning. Þetta var ótrúlega gefandi. Þær eru svo harðar af sér og gáfu mér mun meira en ég nokkurn tímann þeim. Ég áttaði mig líka á því hversu auðvelt það er að fara af stað og vinna sjálfboðavinnu, það þarf ekki endilega þessa milliliði og öll vinnan er svo vel þegin.“ Diljá tók að sér að laga til í markaðsmálum á netinu og samfélagsmiðlum fyrirtækisins, „ég bauð bara fram aðstoð við eitthvað sem ég kunni og er góð í.“ För Diljár er hvergi nærri lokið og stefnir hún næst til Japan. „Ég hlakka mikið til, það verður eitthvað allt annað, eitthvað glænýtt. Ég ætla til Tókýó og fara síðan til Osaka og Kyoto, frá Japan fer ég síðan til paradísina í Suður-Asíu, því næst til Indlands en restin hefur ekki enn komið í ljós.“ Aðspurð um hvort að hún hafi einhvern lærdóm dregið af ferðalaginu enn sem komið er, svarar hún um hæl, „að lifa í núinu. Það er mikilvægast. Svo er ég orðin mjög góð í því að treysta því að allt fari eins og það á að fara.“ María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is


ÍSLENSKA SIA.IS ICE 61380 10/12

Áfangastaðir fyrir hipsteranna Hipsterar eru stór hópur fólks sem að lætur ekkert listrænt fram hjá sér fara. Hipsterar kjósa að lifa á jaðrinum og leita sér að áfangastöðum þar sem svokölluð hipstermenning blómstar. Iðandi listalíf, „second hand“ verslanir og jaðarbarir í bland við örlitla náttúru er allt sem hipsterarnir óska sér. Þessir þrír staðir komu oftast upp á meðal landsþekktra hipstera, við könnun blaðakonu.

HÓPFERÐIR

HEILL HEIMUR FYRIR ÞÁ SEM LANGAR TIL AÐ SKEMMTA SÉR SAMAN

Flatey í Breiðafirði: Allir hipsterar á Íslandi dveljast þar langdvölum á sumrin. Norðurljósin seinnipart sumars eru næg uppspretta fyrir instagrammið út mánuðinn. Bláskelin á hótelinu þykir guðafæða og hundasúru-mojitoið á barnum er svo framandi að hörðustu hipsterar í heimi kikna í hnjánum við inntöku. Það þykir líka algjört möst að fara um borð í bátsflakið niður við ströndina og taka hallandi mynd, með filter.

Neuköln og Fredrickshain í Berlín eru hverfin þar sem hipsterarnir eru allir með annan fótinn. Hverfin iða af listamenningu, „second hand“ fata og vínylbúðum og litlum jaðarklúbbum. Það er algjört möst að sitja í einum af almenningsgörðunum með Club-Mate í hönd og velta fyrir sér sögunni og falli Berlínarmúrsins.

Williamsburg, Brooklyn í New York: Þar má finna skemmtilega samsuðu ólíkra innflytjenda og menningarheima. Hverfið er einnig að mati hipsteranna miðpunktur listalífs og indírokk senunnar. Morgunverður á Old Chickahomny gefur þér orku til að takast á við dag af vínylplötugramsi.

Árshátíð, haustferð, stórafmæli? Njótið þess að ferðast saman og vera til. Icelandair býður hópferðir til fjölmargra áfangastaða austan hafs og vestan, ferðir sniðnar að þörfum fólks í góðra vina hópi sem eiga örugglega eftir að hressa upp á tilveruna.

Hafið samband við hópadeild Icelandair Skipuleggið ferðina tímanlega. Við getum séð um að bóka flug, hótel, rútur, skoðunarferðir og kvöldverði. Leitið tilboða með því að fylla út fyrirspurnarformið á icelandair.is/hopar.*

+ Nánari upplýsingar hjá hópadeild Icelandair í síma 50 50 406 eða á hopar@icelandair.is

* Hópur miðaðst við að 10 eða fleiri ferðist saman.

Gallerí Fold 1992–2012

mánudaginn 8. október, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd í dag föstudag 10–18, laugardag 11–17, sunnudag 12–17, mánudag 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is

Kristján Davíðsson

Listmunauppboð í Gallerí Fold


48

tíska

Helgin 5.-7. október 2012

et

Marilyn Monroe förðunarlína frá MAC Í ár voru fimmtíu ár frá dauða goðsagnarinnar Marilyn Monroe og ákvað snyrtivörufyrirtækið MAC því að heiðra minningu hennar og framleiða splunkunýja förðunarlínu undir hennar nafni. Línan er mjög sérstök að sögn Maríu Guðvarðardóttur, vörumerkjastjóra snyrtivörfyrirtækisins á Íslandi, og mun hún samanstanda af þrjátíu ólíkum snyrtivörum, eins og varalitum, augnskuggum, kolablýöntum og naglalökkum í anda gamla Hollywood glamúrsins. Línan er komin á markað í Bandaríkjunum og mun seinna í mánuðinum koma í verslanir MAC í Kringlunni og Smáralind.

Þurrkar naglalakkið á undraskömmum tíma

Ha

pa

rk

Drip Dry varan frá naglalakksframleiðandum OPI er að gera allt vitlaust hér á landi. Hún gerir það að verkum að naglalakkið þornar á mjög skömmum tíma. Varan fæst bæði sem sprey og í vökvaformi og er þetta notað á lakkið um 40 sekúndum eftir að það hefur verið sett á. Lakkið þornar á undraverðum tíma, sem er vel hentugt fyrir okkur sem alltaf erum að flýta okkur. Drip Dry varan fæst í öllum verslunum Hagkaups og apótekum víðs vegar um landið og kostar um 2.990 krónur.

 Stígur upp úr hversdagsleikanum í sparidressið með sömu flíkinni

Rándýr leðurjakkinn heillaði Hversdagsdressið Gestapistlahöfundur vikunnar er

Stefán Pálsson

Innblástur nútíma hártísku er oft sóttur til James Dean.

Sparidressið

Úfnar rokkaðar greiðslur

Þrátt fyrir ofvirkni mína og ærslagang gef ég mér tíma til að líta í kring um mig og forvitnast um tísku. Karlmannatíska er í skugga kventískunnar og því er enn mikilvægara fyrir mig og mína líka, gagnkynheigðu meðal(l)jónin, að fylgjast vandlega með spjörum kynbræðranna. En það eru ekki aðeins spjarirnar sem skipta máli! Hárgreiðslan hefur einnig mikið að segja. Hvað vitum við týndu gagnkynhneigðu ljónin um hártísku karlmanna? Spjarir okkar fá almennt minna vægi en kvenna, hvað þá hárið! Eitt sinn sá ég afar vel klæddan en viðurstyggilega luralegan bróður, lykillinn að ósmekklegu útliti hans var akkúrat hárið. Þá fór ég að fylgjast með. Eftir óvísindalegar rannsóknir hef ég komist að niðurstöðu, sem að ég vil nú ólmur deila með kynbræðrum mínum til að sporna við smart klæddum illa klipptum leppalúðum. Það sem er ríkjandi í hártískunni eru rokkaðar greiðslur sem draga innblástur frá „dúi“ James Dean og Elvis Presley frá árunum 19501960, stutt og aftursleikt eða rakaðar hliðar með lubba á toppnum. Það besta við þessa tísku er að úfið, nývaknað hár rokkar líka! Konur tala um að skórnir séu það sem þær sjái fyrst á karlmönnum. Við vitum að þetta er kjaftæði. Vel skóaður karlmaður með tuttugu ára klippingu gengur ekki. Það er andlitið sem skvísurnar horfa á og flott hár er ramminn í kringum fésið. Þú verður að vera með töff ramma á þinni mynd.

J. Linderberg

J. Linderberg Kormákur og Skjöldur

Hugo Boss, gamalt frá afa

River Island

Tiger of Sweden Matenik

Kúltúr Topshop

Sautján

Riberland

Halldór Óskarsson, 31 árs tæknimaður hjá Securitas, hefur einstakt dálæti á svarta leðurjakkanum sínum sem hann keypti í Kúltur menn fyrir um fjórum árum. Jakkann keypti hann á 120 þúsund og hefur hann notað hann vel, í samræmi við það. „Þetta var eini jakkinn sem kom í verslunina og ég vissi að ég þurfti að eignast hann, þrátt fyrir hátt verð. Ég veit hvað ég vil þegar ég sé það og þetta var bara eitt af því. Þetta er flottur jakki, sem ég get notað við hvað sem er, nema kannski ekki í brúðkaup eða jarðarfarir, en allt þar á milli.“ Stíll Halldórs er gríðarlega fjölbreyttur og segist hann sækja tískuinnblástur allstaðar frá. „Það má segja að tískublogg á tumblr og götutíska hafi mest áhrif á fatastílinn minn. Það er lang skemmtilegast að fylgjast með götutísku vegna þess hversu hratt hún breytist og maður er fljótur að spotta hvað er inni. Fótboltakappinn David Beckham hefur einnig verið í miklu uppáhaldi hjá mér, alveg síðan að ég man eftir mér.“


tĂ­ska 49

Helgin 5.-7. oktĂłber 2012

Ă

Sport-tĂ­skan allsrĂĄĂ°andi Ă­ haust

haustin eru ĂžaĂ° yfirleitt jarĂ°litirnir sem taka viĂ° af ĂŚpandi litum sumarsins og Ă­ ĂĄr er engin undantekning,“ segir Bjartur Snorrason, aĂ°stoĂ°arverslunarstjĂłri GallerĂ­ SautjĂĄn Ă­ Kringlunni. „En ĂžaĂ° sem er Þó ĂłlĂ­kt meĂ° tĂ­skunni Ă­ ĂĄr er hvaĂ° hĂşn einkennist af Ăžessari „sporty“ tĂ­sku sem er um Ăžessar mundir allsrĂĄĂ°andi ĂĄ NorĂ°urlĂśndunum. New Balance hlaupaskĂłrnir hafa veriĂ° aĂ° seljast vel, sem og derhĂşfur sem viĂ° hĂśfum ekki veriĂ° meĂ° ĂĄĂ°ur. PrentaĂ°ar flĂ­kur hafa einnig veriĂ° mjĂśg ĂĄberandi, meĂ° allskonar mynstrum, og svo er Ăžessi svokallaĂ°a skĂłlapeysa aĂ° fara mikiĂ°, Ăžessi mjĂşka og ÞÌgilega, meĂ° venjulegu hĂĄlsmĂĄli. ViĂ° hĂśfum veriĂ° aĂ° taka upp yfirhafnir nĂşna meĂ° haustinu og Þå helst flĂ­kur Ă­ jarĂ°litunum. Jakkar meĂ° hettum, sem oft eru sĂ­Ă°ari aĂ° aftan, virĂ°ast vera ĂžaĂ° heitasta Ă­ dag en Ăşlpur og dĂşnvesti Ă­ anda sport-tĂ­skunnar eru einnig vinsĂŚl.“

Dior kynning dagana 5. og 6. október í Sigurboganum. SÊrfrÌðingur frå Dior kynnir nýjan farða Diorskin Nude, åsamt nýrri varalitalínu Dior Rouge Nude. Komdu og kynntu ÞÊr Það nýjasta frå Dior í haust. GlÌsilegar gjafir, vertu velkomin.

10.995 kr.

Bjartur Snorrason

16.665 kr.

20.995 kr.

20.995 kr.

3H\NH]LN\Y‹Z!‹Z[PSS'Z[PSSMHZOPVUPZ‹Z[PSSMHZOPVUPZ


prjónað

50

Helgin 5.-7. október 2012

 Nauðsynlegt skjól fyrir veturinn

Kragar og strokkar Það er komið langt fram á haust og við erum farin tína úr skápum og skúffum vetrarfatnaðinn, húfurnar, vettlingana, treflana eða kragana sem hafa orðið æ vinsælli undanfarin misseri. Eða hvað eigum við annars að kalla þennan fylgihlut sem enskumælandi kalla snood austanhafs en cowl vestanhafs. Þetta getur verið eins og trefill sem er prjónaður á lengdina og síðan saumaður eða lykkjaður saman og myndar þannig hringtrefil ef hann er mjór og langur og vafinn tvisvar um hálsinn. Ef hann er styttri og breiðari og hafður einfaldur um hálsinn er hann oftast kallaður kragi. Svo er hægt að fitja upp alla breidd kragans og prjóna í hring og þá erum við með strokk, breiðan og stuttan eða mjóan og langan.

E

nn ein útgáfa eru möbíusarkragarnir eða snúningskragarnir. Þeir eru með hálfum snúningi þannig að það er nauðsynlegt að þeir séu með prjóni sem er eins á réttunni og röngunni. Einfaldasta leiðin til að gera þá er að prjóna trefil fram og til baka og lykkja svo saman endana með réttuna fram á öðrum endanum og rönguna fram á hinum. Svo er einnig hægt að fitja upp með sérstakri möbíusaraðferð sem hægt er að kynna sér í bókum og á netinu. En þá er kraginn prjónaður í hring. Margir hafa lent í því að fitja upp á hringprjón, tengja í hring og prjóna og uppgötva svo að snúist hefur upp á fitina. Þá verður ekki til möbíusarsnúningur heldur snýst fitin um heilhring. Þannig að það er því miður ekki hægt að nota þá leið til að prjóna hefðbundinn snúningstrefil.

Betri en treflar?

Kostirnir við kraga umfram trefla

Guðrún Hannele Henttinen hannele@ storkurinn.is

eru ótvíræðir. Þeir tolla betur á manni og ekki þarf að hnýta. Á þessu eru erlendir karlmenn búnir að átta sig, alla vega þeir sem fylgjast með tískunni svo fylgja hinir væntanlega á eftir. Við konurnar eru opnari fyrir nýjungum enda er önnur hver kona með kraga, strokk eða hringtrefil í dag. En það er enginn sem segir að þetta sé ekki líka fyrir herrana. Það skemmtilega við alla þessa kraga og hringtrefla er að þetta eru einföld verkefni og fljótleg og henta því þeim sem eru að byrja í prjóni og svo öllum hinum sem vilja hafa þægilegt verkefni á prjónunum, t.d. fyrir framan sjónvarpið. Svo er þetta vinsæl tækifærisgjöf. Þeir prjónarar sem vilja hafa prjónaskapinn aðeins

Kostirnir við kraga umfram trefla eru ótvíræðir. Þeir tolla betur á manni og ekki þarf að hnýta. Mynd Hari

meira krefjandi geta sett kaðla- eða gatamunstur í kragana. Nóg er til af munsturbiblíum fyrir prjón sem auðvelt er að nýta sér því kragarnir eru yfirleitt svo einfaldir í sniðinu.

5 ára Spilavinir eru

5 ára

15% afsláttur

af öllum spilum & púsluspilum 4. - 6. október Langholtsvegur 126 · 104 Reykjavík · Sími 553 3450 · www.spilavinir.is Verslunin er opin virka daga 11-18 og laugardaga 11-15

67%

... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

Notið garn við hæfi

Garnvalið skiptir heilmiklu máli. Hafið í huga þann sem á að nota kragann. Yfirleitt er verið að nota kraga til að halda á sér hita og því er ull eða ullarblöndur besti kosturinn. En hvernig ull? Margir eru viðkvæmastir í hálsakotinu og því verður að velja mjúka ull fyrir þá. Aðrir geta notað hvaða ull sem er. Grófleikinn skiptir máli. Því fínna sem garnið er, því þynnri verður kraginn og því stærri þarf hann að vera ef hann á að halda hita. Þá er hægt að vefja hann saman svo hann verði þykkari. Ef þið eigið fíngert ullargarn sem ekki hefur komið að notum getið þið notað það tvö- eða þrefalt eða jafnvel splæst í kidsilk þráð og haft með til að fá mjúka og fallega áferð og gera bandið grófara. Um að gera að prjóna prufur og sjá hvernig mismunandi samsetningar koma út. Þá getið þið í leiðinni kannað hvaða prjónastærð hentar og mælt prjónfestuna. Grófara garn er svo auðvitað þykkara og oft, en ekki alltaf þyngra. Eðlisþyngd getur verið mismunandi á milli ullartegunda og það hefur áhrif á hversu þungur kraginn verður og hve drjúgt garnið er í prjóni. Allt þetta þarf að spá í og langflestar sérverslanir með garn hafa starfsfólk sem er reiðubúið að aðstoða ykkur við valið ef á þarf að halda.

Gróft skal það vera *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011

Í meðfylgjandi uppskrift varð gróft og gljúpt garn fyrir valinu. Gljúpt garn er loftmikið og fyllir vel upp í lykkjuna og er þá hægt að prjóna á grófari prjóna en ella. Þessi kragi

KRAGINN

Hönnun: Guðrún Hannele Stærð (athugið að kraginn gefur vel eftir í báðar áttir) Stuttur og breiður (hafður einfaldur um hálsinn) breidd um 30 cm lengd um 80 cm Langur og mjór (hafður tvöfaldur um hálsinn) breidd um 20 cm lengd um 120 cm

1ó+1S+Y+1S+sty = 1 lykkja óprjónuð fram frá, 1 lykkja slétt, uppsláttur, 1 lykkja slétt, steypa óprjónuðu lykkjunni yfir 3 lykkjur (1S+Y+1S).

KRAGINN

Paloma frá Debbie Bliss (60% baby alpca, 40% merínó ull) Báðar stærðir 3 x 50g

Athugið að fyrri talan á við um stutta, breiða kragann, en seinni talan um lengri, mjórri kragann. Fitjið upp 41-33L með prjónum nr. 10. Prjónið fram og til baka. Kantlykkjurnar, fyrsta og síðasta lykkja í umferð eru prjónaðar sléttar á réttunni og á röngunni. Þær eru taldar með í munstrinu hér fyrir neðan.

Prjónar

Munstur:

60-80 cm hringprjónn nr 10 Prjónfesta 12 lykkjur og 18 umferðir = 10 cm í sléttprjóni á prjóna nr. 10. 14 lykkjur og 16 umferðir = 10 cm í munsturprjóni á prjóna nr 10. Breytið um prjónastærð ef prjónfestan passar ekki svo kraginn verði ekki of laust eða fast prjónaður.

1. umferð (réttan): 1S, *3S, 1B. Endurtakið frá * þar til 4L eru eftir, 4S. 2. umferð (rangan): 1S, *3B, 1S. Endurtakið út umferðina. 3. umferð: 1S, *1ó+1S+Y+1S+sty, 1B. Endurtakið frá * þar til 4L eru eftir, 1ó+1S+Y+1S+sty, 1S. 4. umferð: Eins og 2. umferð. Þessar 4 umferðir eru endurteknar þar til stykkið mælist 80-120 cm eða garnið klárast. Reiknið með að eiga nóg til garn til að lykkja eða sauma saman endana. Það kemur ágætlega út að lykkja saman svona gljúpt garn þó að annar endinn sé með uppfit. Gangi ykkur vel!

Efni

Orðalykill L = lykkja, lykkjur S = slétt, sléttar B = brugðin, brugðnar ó = óprjónuð Y = uppsláttur sty = steypa óprjónuðu lykkjunni yfir

er svona hámark tveggja kvölda verkefni fyrir vana prjónara, enda notaðir prjónar númer 10. Kannski þrjú kvöld ef þið gerið hann lengri. Myndin sýnir stuttu/breiðu útgáfuna og þá er hægt að setja hann upp á höfuðið ef vill. En svo er líka hægt að gera hann lengri og mjórri og vefja oftar um hálsinn.

Munstrið

Hér er notað munstur sem lítur út eins og kaðall en er það ekki. Þetta er kallað faux cable á ensku eða falskur kaðall og gefur skemmtilega áferð. Í stað þess að víxla lykkjum eins og í köðlum er steypt yfir þrjár lykkjur og aukin út lykkja í miðjunni með uppslætti. Einfalt og fljótlært.


afmælisboð Verið Velkomin á 4 ára afmælishátíð

PiPar\TBWa • Sía • 122632

afmælishelgi 5.–7. okt.


52

heilabrot

Helgin 5.-7. október 2012

 Afmælisgetr aun Fréttatímans Stuðningsklúbbur að vinnur skítverkin, sögn yfirlögregluþjóns

I GS 2 & 14 ÓKEYP FRÉTTASKÝRIN ÓKEYPIS

1. tölublað 1. árgangur

Berst fyrir brott-

IS Ó K E Y Pnumdum ÓKEYPIS

Skrifar bók um uppvakninga

10.-­12. júní 2011 2. árgangur

23. tölublað 2. tölublað 1. árgangur

IS ÓKEYP ÓKEYPIS

ana lily

Nanna Árna

FAST VERÐ

syni

IS ÓKEYP ÓKEYPIS

54

forsætisr áðherr nýtt líf sem

afrú

A

hver ð meðaltali borðar Íslendingur 671 gramm í viku af fersku grænmeti borðar meðalhverri. Á sama tíma af sælgæti. maðurinn 364 grömm manns er Vikuskammtur sama gosi. Það þarf tæpir þrír lítrar af að Íslendingar því engan að undra Þeir hafa skipað eru orðnir akfeitir. sér í flokk með enskumælandi að offitu. þjóðum þegar kemur neyslubrag Góð leið til að meta hillumetra Íslendinga er að stika Smári í stórmörkuðum. Gunnar stikuðu Bergsson Þór Egilsson og á Eiðistorgi hillurnar í Hagkaupum

Ó K E Y P II S P YSP I S YE EK Ó KÓ ÓKEYPIS

afn Reykjavíkur

VIÐHORF

Ljósmynd/Ljósmyndas

25

hallgrímur helgason rithöfundur

Ljósmynd/Hari

44

inn.is

oskar@frettatim

SÍÐUR 8, 10

SÍA •

PIPAR \ TBWA



var Séra George, sem skólastjóri landakotsskóla og staðgengill kaþólska biskupsins, er sakaður um grófa kynferðislega misdreng. notkun á ungum við Þýsk kennslukona sökuð skólann er einnig um að hafa misnotað sem drenginn. Börnin út úr hafa verið klippt ekki tengjast myndinni efni fréttarinnar.

Bækur

MIÐJU & AUKABLAÐ Í

styrkleika SÓLGLER með gleraugum í júní fylgja kaupum á

FIRÐI Fjarðargötu 13–15 Opið: virka daga 10–18 og laugardaga 11–15

54

kirkjunnar í Reykjavík. viðgangast innan kaþólskuþrátt fyrir vitneskju um ofbeldi sem var látið hljóði og lýsa kynferðislegu sem hefur þagað þunnu meðferðar. Tveir menn stíga fram til biskupnum á Íslandi og svör frá kaþólska neytisins er með málin Þeir vilja rannsókn vegum innanríkisráðu um kynferðisbrot á málið. Nýtt fagráð

styrkleika SÓLGLER með gleraugum í júní

AKUREYRI Hafnarstræti 95 Opið: virka daga 9–17.30

Segist

SELFOSS Austurvegi 4 Opið: virka daga 10–18

fylgja kaupum á

ilismatur verið baneitraður hundum og köttum

PIS ÓKEY ÓKEYPIS

tÍska

14

8

Siggi Þór

Ungstirnið í Borgarleikhúsinu: Kærastan er minn stílisti Dægurmál

24.-26. ágúst 2012 34. tölublað 3. árgangur

TÍMA PANTAÐU 0

Ingibjörg Torfa

Gísli Þráinsson

Hjúkrunarfræðingur­ og inn sem fann Guð blómstraði sem kynvera Dægurmál

PIS ÓKEY ÓKEYPIS

Birna Ásbjörnsdóttir ráðleggur fólki að hætta að borða sykur, ger og hvítt hveiti



20

bækur

40

sbraut 68 Austurveri - Háaleiti Og lokum kl: Við opnum kl:

ÚTTekT 10

Sigríður Halldórsúr

Fær innblástur frá Skandinavíu

Hanna Rún

tíska

Dans er besta líkamsræktin

58

Sveppasýking svelt burt

Hjarta mannsins fær

stíllinn hennar Jónu

Akraness, formaður Verkalýðsfélags að fresta Vilhjálmur Birgisson, á árinu 2009 hafi launafólk þurft að „Það getur fær nú 235 þúsund vegna hrunsins. segir það liggja fyrir forsætisráðherra en á launahækkunum óhanna Sigurðardóttir fyrir störf sín á Alþingi þá laun alþingismanna og afsala sér sínum í því að leiðrétta krónum meira í heildargreiðslur Launin sjálf hafa síðan dunið á öðrum starfs- ísvarla falist neitt réttlæti kjörtímabilsins. greiðslur launalækkanir hafa hún fékk í upphafi eru á launaskrá hjá en starfstengdar meðan skefjalausar 217 þúsund krónur opinbera. Alþingismennstarfsmenn og þeir eiga verið hækkuð um mönnum hjá hinu ber. og allir aðrir opinberir 2009 tímabundið um það sem á milli lenska ríkinu eins voru lækkuð í ársbyrjun til baka. Laun yfir aðra.“ Laun alþingismanna Samtaka atvinnunú öll gengið ekki að vera hafnir framkvæmdastjóri Sú lækkun hefur hærri en þau tímabundnar. vegna hrunsins. Vilhjálmur Egilsson, þúsund krónum á þingi hafi verið segir eru nú tæpum 54 á að launalækkanir 49 þúsundum hærri bendir vinnuframlag,“ tæpum forsætisráðherra við lífisins, miðað ráðherra og laun hátt launaðir launavoru um áramót voru fyrir bankahrun „Þingmenn eru ekki mæli hafa fyrirtæki verið að taka greiðslur til þingmanna í stað í fjögur ár. Því en þá. Starfstengdar hafa staðið hann. „Í umtalsverðum finnst því ekki óeðlilegt að launalækkanir hann Það prósenta eftir að Mér meira allt í allt en hækkuð um tugi á einhverjum tíma. lækkanir til baka. baka til gmaður 97 þúsundum ganga að 52 séu fær landsbyggðarþin hjá hinu opinbera Viðtal því.“ rra og Ástu fékk fyrir hrun. mátti reikna með Jónassonar innanríkisráðhehafa verið hækkuð Sjá nánar síðu 10 Laun Ögmundar forseta Alþingis, jafn Það er hlutfallslega Ragnheiðar Jóhannesdóttur, Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir frá síðasta sumri. 2008. um 144 þúsund krónur hafa hækkað frá hruni haustið mikið og laun í landinu

46

SELFOSS Austurvegi 4 Opið: virka daga 10–18

517 390

dofinn Árni Sigurðarson vaknaði fyrir öðrum megin í líkamanum greindist tveimur árum. Hann hefur með krabbamein. Síðan í starfi sínu hann þurft að hætta og Icelandair síþreytu flugmaður hjálphjávið semFann fimm heilaskurðbaráttu undir gangast áralanga eftir nýlega aðgerðir. Árni greindist 28fjórða Viðtal æxlið við heila og er með heldur í geislameðferð. Baráttan ómetanlegs nýtur hann og áfram í kringum sig; stuðnings fólksins heldur hluteiginkonunnar, sem pabba síns unum gangandi, og knir. sem er krabbameinslæ

úttekt

J

FLEXOR GÖNGUGREINING ýmis stoðkerfisvandamál

AKUREYRI Hafnarstræti 95 Opið: virka daga 9–17.30

tík og sálfræði.

Fjögur heilaæxli á tveimur árum

Fer Landanum til Barcelona

54

58

Dægurmál

Fjármál heimilanna Helgin 28.-30. október 2011

 óVerðtryggð íbúðalán arion bank a

HeimilisbókHald

Kynning

Námskeið

Óverðtryggð íbúðalán Landsbankans

Viðskiptavinir eiga að hafa val og kostirnir þurfa að vera góðir.

Arion banki býður hagstæð óverðtryggð íbúðalán

a

rion banki býður viðskiptavinum sínum nú þá nýjung að taka óverðtryggð íbúðalán til 25 eða 40 ára þar sem vextirnir eru fastir í fimm ár. Að þeim tíma liðnum eru vextirnir endurskoðaðir og ef lántaka líst ekki á þá vexti sem honum standa þá til boða, getur hann valið á milli annarra kosta ef honum sýnist svo. Hann getur þá breytt láninu í verðtryggt lán, annað óverðtryggt lánsform ef það er hagstæðara eða greitt lánið upp án sérstaks uppgreiðslugjalds. Áður en lán er tekið er ýmislegt sem þarf að huga að, s.s. hver er greiðslugetan og hvaða áhrif hefur lántakan á fjárhag heimilisins. Gott er að verða sér úti um allar upplýsingar um lánið, vexti, greiðslubyrði, uppgreiðslugjald, lántökukostnað og svo framvegis. Eins þarf lántaki að skilja hver áhættan og ávinningurinn er við lánið. Vert að hafa í huga hvernig talið er að

Landsbankinn hefur nú kynnt ný óverðtryggð íbúðalán og bætt kjör á verðtryggðum íbúðalánum sem eru þau hagstæðustu sem bjóðast í dag. Það er markmið bankans að viðskiptavinir hafi raunhæft val í mikilvægum ákvörðunum sem snúa að fjármálum heimilanna og að bjóða upp á lausnir sem taka mið af aðstæðum þeirra. Eftirspurn eftir óverðtryggðum

verðbólga muni þróast yfir lánstímann. Afar erfitt er að spá fyrir um verðbólgu en best er að leggja saman áætlaða verðbólgu og vexti verðtryggðs láns. Sé útkoman lægri en vextir óverðtryggðs láns er að öðru óbreyttu skynsamlegt að velja verðtryggt lán. Sé útkoman hærri gæti verið skynsamlegt að velja óverðtryggt lán. Eins er möguleiki á að blanda saman óverðtryggðu og verðtryggðu láni og dreifa þannig áhættunni. Það getur skipt sköpum að taka upplýsta ákvörðun þegar kemur að því að taka íbúðalán enda er oft um að ræða stærstu fjárfestingu einstaklinga. Mikilvægt er að ákvörðunin sé byggð á réttum forsendum og taki mið af persónulegum þörfum hvers og eins. Greiðslubyrði óverðtryggðra lána er að öðru jöfnu þyngri en verðtryggðra lána en á móti kemur að höfuðstóll óverðtryggðu lánanna lækkar hraðar en verðtryggðu lánanna og eignamyndunin er því örari.

lánum hefur aukist en greiðslubyrði þeirra er hærri á sama tíma og eignamyndun er hraðari. Landsbankinn býður nú óverðtryggð íbúðalán með föstum vöxtum til 3 eða 5 ára og að bindingu lokinni geta viðskiptavinir fest vexti aftur, greitt upp lánið án uppgreiðslugjalds eða endurmetið stöðuna án mikillar fyrirhafnar. Ekkert lántökugjald er tekið við endurfjármögnun hjá Landsbankanum og er þá hægt að velja aðrar fjármögnunarleiðir sem í boði verða. Gott er fyrir viðskiptavini að hafa í huga að ríkissjóður innheimtir ekki stimpilgjöld við kaup á fyrstu fasteign né af þeim hluta nýja lánsins sem samsvarar uppreiknuðu virði eldra lánsins en það síðarnefnda gildir fram til áramóta. Íbúðalán Landsbankans eru til allt að 40 ára og með því hafa viðskiptavinir mikinn sveigjanleika

Kynningarblað

KraftmiKil eftir gott sumar Íslendingar snemma á ferðinni með heilsuátökin, segir Ágústa Johnson í Hreyfingu.

 bls. 6

Helgin 24.-26. ágúst 2012

í vali á lengd lánstíma. Hámarkslánshlutfall er 70% af markaðsvirði eða verðmati eignar en ekki fasteignamati líkt og tíðkast hefur. Viðbótarlán er í boði fyrir allt að 85% þar sem lánað er til allt að 15 ára með jöfnum afborgunum, sem hraðar eignamyndun. Þessi íbúðarlán og viðbótarlán eru í boði óverðtryggð með föstum eða breytilegum vöxtum og verðtryggð með breytilegum vöxtum. Landsbankinn býður ný óverðtryggð íbúðalán með föstum vöxtum: Lánshlutfall Binding vaxta 36 mánuðir 60 mánuðir Allt að 70% 6,40% 6,60% Frá 70 til 85% 7,40% 7,60%

Láttu drauminn rætast

Þeir viðskiptavinir Landsbankans sem kaupa sína fyrstu fasteign og standa í skilum með lánið sitt fá árlega endurgreiðslu frá bankanum sem nemur 0,25 prósentustigum af greiddum vöxtum. Til að koma til móts við núverandi viðskiptavini býður Landsbankinn helmingsafslátt af lántökugjöldum til þeirra fjölmörgu viðskiptavina sem eru í vildarkerfum Landsbankans.

Dale Carnegie virkjar fólk til að láta drauma sína rætast.

síða 14 fogheilsa.is www.ly

Opnunartímar

gönguskóm

Rocker Stærðir 37–45 kr. 9.990

Premium Ventra Vibram-sóli Stærðir 37–47

Mulaz Vibram-sóli Stærðir 41–46

Ronny Lady Stærðir 36–42 kr. 13.990

kr. 19.990

kr. 19.990 Austurveri

Nú er spurt um Fréttatímann og þeir sem svara öllum tólf spurningunum rétt eiga möguleika á því að vinna flugfar með flugfélaginu WOW til

Nú í haust hefur Arion banki boðið viðskiptavinum sínum á námskeið í Meniga

og eru þau ætluð þeim sem vilja fá aðstoð við fyrstu skrefin. Námskeiðin hafa verið haldin í Háskólanum í Reykjavík sem og á landsbyggðinni til að mæta eftirspurn þar, en heildarfjöldi námskeiða er í kringum 20 talsins sem er virkilega ánægjulegt. Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, hefur umsjón með námskeiðunum en Arion banki hefur

1

 bls. 8

á frest?

Góð ráð gegn frestunar­ áráttu.

 bls. 4

 bls. 10

í miðju FrÉttatímaNs 10 mánuðir. Kennt í bekkjarkerfi. Hefst 3.september. UPPSELT

undanfarin ár verið aðal bakhjarl stofnunarinnar. Það er mikið ánægjuefni hversu góðar viðtökur Meniga-heimilisbókhald hefur fengið og Arion banki hefur brugðist við mikilli aðsókn á námskeiðin með því að bæta við fleiri námskeiðum. Skráning og nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu bankans arionbanki.is eða í síma 4447000.

Flugumferðastjórn

Áhafnasamstarf (MCC)

Einkaflugmannsnám

Viku kvöldnámskeið. Að auki 20 klst í Haustnám 18:00 -22:00. þotuflughermi (Nýtt). Hefst 3.september. Nokkur pláss laus. Hefst 24. september.

Flugvirkjun

Kennt í dagskóla. Lánshæft hjá LÍN. 18 mánuðir. Kennt á ensku. Hefst 12.september. Umsóknarferli lokið. Hefst 3.september. UPPSELT

Flugfreyju/flugþjónanámskeið

10 vikna kvöldnámskeið. Hefst 8.október.

Opið virka daga

LjósMynd/Hari

kl. 9.00–17.30

24 síðaOrkuhúsinu

Suðurlandsbrau S. 517 3900 w w w.flexor.is

t 34

sbraut 68 Austurveri - Háaleiti Og lokum kl: Við opnum kl:

www.flugskoli.is

www.lyfogheilsa.is

Opnunartímar daga 08:00-24:00 virka 10:00-24:00 helgar

Austurveri

einhvers áfangastaða þess í Evrópu. Svör sendist til Fréttatímans á netfangið ritstjorn@ frettatiminn.is fyrir klukkan

átta að morgni mánudagsins 8. október. Rétt svör ásamt nafni vinningshafa verða birt í næsta blaði sem kemur út föstudaginn 12. október.

Fréttatímans?

2. Hvenær kom fyrsta tölublað Fréttatímans út? 3. Hver prýddi forsíðu fyrsta Fréttatímans? 4. Hver skrifar pistilinn

Sjónarhóll í Fréttatímanum? 5. Á hvaða dögum kemur Fréttatíminn út? 6. Hvar í Reykjavík er Fréttatíminn til húsa? 7. Á hvaða vefslóð er hægt að lesa Fréttatímann á

10. Ritdómur um

netinu? 8. Hvaða kauptún hefur lengst af verið áberandi í Spurningakeppni Fréttatímans? 9. Hver skrifaði bókmenntarýni í Fréttatímann fyrstu tvö árin?

hann var stofnaður fyrir tveimur árum? 12. Hversu stór hluti kvenna á aldrinum 25 til 80 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann?

hvaða bók í Fréttatímanum varð að heilmiklu fjölmiðlamáli og nánast dómsmáli? 11. Hver var fréttastjóri Fréttatímans þegar

krossgátan

2

3 8 9 

7 5 3

7

Sudoku fyrir lengr a komna

9 6

6 7 1 3

1 5

Spurningar 1. Hvað heita ritstjórar

8

Fjölbreytt námskeið hjá Dansstúdíói World Class í vetur.

Foreldrar dansa Öllu skotið með börnunum Dansskóli Reykjavíkur býður foreldrum upp í dans með börnunum sínum í vetur.

Frelsið er í fluginu

Skráning fer fram á heimasíðu skólans. www.flugskoli.is/skraning

Atvinnuflugmannsnám

Breki Karlsson

saman við útgjöld annarra, t.d. fjölskyldu af sömu stærð, en það er eiginleiki sem kerfið býður upp á. Fyrir aðra skiptir svo mestu máli að geta gert góða áætlun fram í tímann.

Mikil aðsókn á Meniga-námskeið

www.facebook.com/flugskoli

um daga 08:00-24:00 virka á vönduðum ítölsk helgar verð 10:00-24:00 rt Frábæ

veg fyrir getur komið í www.flexor.is líkamans. / S. 517 3900 / 34 / 108 Reykjavík álagspunktum Orkuhúsinu / Suðurlandsbraut og kvilla í helstu

4

Námskeið

Óþarfa útgjaldaliðir upp á yfirborðið

Með Meniga-heimilisbókhaldinu er hægt að fylgjast vel með því í hvað peningarnir eru að fara þar sem kerfið sækir sjálfvirkt færslur af reikningum og greiðslukortum og flokkar þær saman. Þannig er auðveldlega hægt að sjá hversu mikið fjölskyldan er að eyða í bensín, mat, læknisþjónustu og fatainnkaup svo fátt eitt sé nefnt. Meniga er mjög þægilegt og einfalt í notkun þar sem búið er að útbúa flesta flokkana sem færslurnar tilheyra auk þess sem hægt er að tengja maka við heimilisbókhaldið svo heildaryfirsýn náist. Kostir Meniga eru margir en það sem kemur mörgum notendum á óvart er að neyslumynstur þeirra er annað en þeir hafa talið það vera og oftar en ekki rekur fólk augun í útgjaldaliði sem auðvelt er að lækka til muna. Það er svo auðvitað misjafnt hvað fólk hefur mestan áhuga á varðandi heimilisbókhaldið; sumir vilja fá góða yfirsýn yfir sín eigin fjármál og hvernig þau eru að þróast, aðrir hafa áhuga á að bera útgjöldin

9

5

 bls. 2

HeimilisbókHald

Hátt í átta þúsund skráðir notendur í Meniga-heimilisbókhaldi Arion banka

iðtökur við Meniga hafa farið fram úr björtustu vonum, segir Helgi Bjarnason, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka, en Meniga-heimilisbókhaldið er einn af fjölmörgum liðum í fræðsluátaki Arion banka. Markmið fræðsluátaksins er að stuðla að auknu fjármálalæsi, en með auknu fjármálalæsi nær fólk betri tökum á eigin fjármálum og tekur betri fjárhagslegar ákvarðanir fyrir sig og fjölskyldu sína. Meniga-heimilisbókhaldið hefur nú staðið viðskiptavinum Arion banka til boða síðan í byrjun hausts og hafa viðtökurnar verið hreint út sagt frábærar. Hátt í átta þúsund viðskiptavinir Arion banka eru farnir að nýta sér Meniga til að fá betri yfirsýn yfir útgjöld heimilisins.

62 DægURmál

5 6

2 6

Ástríða í dansi

Kynning

Meniga-heimilisbókhald slær í gegn

V HEimilaukablað um FJármál m anna FylGir Fréttatímanu

Vinningshafinn flýgur með WOW til Evrópu Frét t at íminn fagna r um þessar mundir tveggja ára afmæli sínu. Af því tilefni er spurningakeppnin með sérstöku sniði þessa vikuna.

4 5 1 3

56

SigurðarS on  viðtal Árni

Sellóleikari stjarnanna

SíðA 10

FIRÐI Fjarðargötu 13–15 Opið: virka daga 10–18 og laugardaga 11–15

Karlmenn mega blása hárið vanda Fjórðungur þess eiga sem Íslendingar við að etja er í raun Þrír efnahagslegur. pólifjórðu snúast um

dÝR 38

þín Gleraugnaverslunin MJÓDDINNI Álfabakka 14 Opið: virka daga 9–18

Hárblásarinn

Unnur flakkar um heiminn

34

Þegar Samtök atvinnulífsins segja raunverulega hættu á því að kreppan vari út áratuginn er ástæða fyrir alla til að staldra við.

Móðurhlutverkið er yndislegt Viðtal 28

Varasamt fyrir fjórfætlinga

Rómantísk hippatíska

þín Gleraugnaverslunin MJÓDDINNI Álfabakka 14 Opið: virka daga 9–18

vIðTal

sins Máttur hugarfar

Ó K E Y P II S ÓKEYP S

r Þór Ólafu vera hálfnaður

í verki sínu rra, ráðherra og Laun forsætisráðhe 24 Viðtal eru orðin hærri í krónum þingmanna bankahrun. talið en þau voru fyrir fær 97 þúsLandsbyggðarþingmaður ur en þá. Á undum meira í heildargreiðsl laun forseta þingsátta mánuðum hafa hækkað og sögð leiðrétt ins og ráðherra Venjulegur heimum 144 þúsund krónur. getur

rós kristjáns

notkun innan Kynferðisleg mis ar á Íslandi kaþólsku kirkjunn Síður 16-20

Allt eru þetta stór og mikilvæg skref þó víða sé pottur enn brotinn.

111589

að þessar að afleiðingin af því almennar kröfur yrðu metnar lækkuðu væri að forgangskröfur 200 u.þ.b. sem því næmi, um meira til milljarða. „Þá verður sem flestir upp í forgangskröfur, líkur aukast vita hverjar eru, og komi fyrir á því að til greiðslu almennar kröfur.“ J. Ekki náðist í Steingrím . Sigfússon fjármálaráðherra

29

Mótmælir fordómum með druslu-­ göngu

250 kíló­ metra hlaup á einni viku

Halla, Emma og Tinna fengu 81 árs konu til að stíga dans í Hörpu

2011 28.-30. október 2. árgangur

43. tölublað 2. tölublað 1. árgangur

Er þjóðin hlekkjuð í ímyndaðri Unnur Birna kreppu?

Ó K E Y P II S ÓKEYP S

Ó K E Y P II S ÓKEYP S

PIS ÓKEY ÓKEYPIS

 Fréttask ýring

IS ÓKEYP ÓKEYPIS

IS ÓKEYP ÓKEYPIS

kajsa fær

María Þrastar

Landsbankinn forgangskröfur en að geta bankinn ætti auðveldlega túlkar þau sem forgangskröfur. hefur vísað staðið undir skuldbindingumvið Slitastjórn Glitnis miðað kröfuhafa sínum vegna Icesave endurágreiningi við nokkra því skorið um fá úr núverandi áætlanir til dómstóla til að r sé Það myndi heimt eigna bankans. Sigfússon hvort túlkun slitastjórnarinna J. Landsbankans þýða að Steingrímur rétt, en í tilfelli bús krafna gæti hætt að fjármálaráðherra hafa eigendur almennravið slitaIcesave og reyna að semja um vísað ágreiningi sínum við hundraða íslenska ríkið slyppi stjórnina til dómstóla. hjá slitKristinn Bjarnason milljarða vaxtagreiðslur. lánin telur Íslands Slitastjórn Glitnis astjórn Landsbanka Fréttatímann skilgreiningu við undir falla samtali í ekki segir séu því ekki um innistæður og

Þórunn Helga Kristjánsdóttir spurði lækninn hvort hún væri að deyja þegar henni var tilkynnt að hún væri með illkynja æxli.

Jórunn Jónsdóttir

Dansað í hádeginu

2

Ó K E Y P II S ÓKEYP S

IS ÓKEYP ÓKEYPIS

hækk a

IS ÓKEYP ÓKEYPIS

óttir

á bæn og Trúirgreiddar miskabætur sem una byrlaði fyrirgefning voru dæmdar. Maður svefn24 Viðtal henni og annarri konu Að lyf og nauðgaði þeim. stakk lokinni fangelsisvist óupphann af úr landi frá Sunna „Íslenski gerðum bótum. greiða útgefandinn þarf sjálf að heitir því m lögfræðingu kápu að á fyrir að innheimta sagan sé ar. miskabæturn meinfyndin. Ljósmynd/Hari Það er hún ekki.“

Tara Margrét

SÍA

.

Fréttir

22 ÚTTekT

þúsund krónum Laun Jóhönnu 217 kjörtímabils af hærri en við upph

sunna kristrún gunnlaugsd Íris kynferðiser ein fjölmargra þolenda jörð fengið Norðf afbrota sem ekki hafa þeim

22 VIÐTAL

Ljósmynd/hari

né áður einhvers hvorki nú

TAL TROMP FRíTT í háLFT áR

PIS

E Y borgarÓ Khjá Mistök starfsmönnum

Viðtal 24

IS ÓKEYP ÓKEYPIS

aLþingism anna  Kjar amál Laun

Kerfið er hluti af ofbeldinu

á Af tékkneskum fjölum bak við íslenskt barborð

Hreyfing og hollt mataræði hefur mun sterkari teng-­ ingu við heilsu en nokkurn tímann þyngd

Arnbjörg Hlíf leikur í Hreinsun

10.-12. febrúar 2012 6. tölublað 3. árgangur

Sudoku

IS ÓKEYP ÓKEYPIS

Tereza Hofová

Horfst í augu við dauðann

111589

ómsmál sem slitastjórnir Glitnis og Landsbankans standa í þessa dagana fyrir gætu haft mikla þýðingu að ræða Um er íslensku þjóðina. svokölluð túlkun á því hvort heildsölulán og peningamarkaðs í þrotabú lán séu forgangskröfur lán bankanna. Verði áðurnefnd kröfur dæmd sem almennar í bú minnka forgangskröfur til að það bankanna, sem gerir að Landsmynda að verkum

ÓKE ÓKEYPIS

rottueitur flæðir um dal Fossvogs ÓKEYPIS

Ekki fyrir viðkvæma www.visitakureyri.is

IS ÓKEYP ÓKEYPIS

Ó K E Y P II S ÓKEYP S

IS ÓKEYP ÓKEYPIS

18

út frá því að vera maki

Viðtal

Sdóttir KriStrún GunnlauG  Viðtal Sunna

IS ÓKEYP ÓKEYPIS

Jón Ásgeir Athafnamaður inn að verjast Jóhannesson þarf ýmist níu aðilum sem vilja eða rukka hann, rannsaka sækja til saka.

síða 32

22.-24. júlí 2011 22 2. árgangur

Smelltu þér á

IS ÓKEYP ÓKEYPIS

kirkjunna ÓKEYPIS r innan k aþólsku Ó K E Y P I S legt ofbeldi IS ÓKEYP ÓKEYPIS

IS ÓKEYP ÓKEYPIS

Eltur af níu aðilum

rkað út Dómsmál gæti þur innar ðar Icesave-skuld þjó D

MILL JARÐAR

68

mig Ég hef aldrei skilgreint

Y P I S 16 Ó K E úttekt ÓKEYPIS

29. tölublað 2. tölublað 1. árgangur

ÓKE

 úttekt kynferðis

PIPAR \ TBWA

að því að sú í vikunni. Þeir komust öðrum verslun er ekki frábrugðin tæplandsins, matvöruverslunum eru lögð lega 40% hillumetranna Sætindi, undir sætindaflokkinn. með öðrum fita, kaffi og te eru í mataræði viðorðum grunnurinn þar sætindin skiptavina – og vega þennan grunn langþyngst. Ofan á sem sykrað kemur kornið þar eru veigamest. morkunkorn og kex Matur 60

Spekingar spá baráttu milli Magna og Gretu og Jónsa

þúsund á dag

16

Viltu vinna draumaferð til Akureyrar?

Söngvakeppni RúV

Ragnheiður

kolsöe TAL TROMP Býr í gámi í RA og Súdan ALLT AÐ 27% ÓDÝRAborgar 15

FRéttaskÝRing

IS ÓKEYP P IPSI S EY KY ÓE ÓK YPIS

IS ÓKEYP ÓKEYPIS

á milljörðum, landsliðsins hleypur íslenska U-­21 árs IS ÓKEYP linnVerðmæti leikmanna Fréttatímans. Liðið Ó K E Y P I Súttekt Leggur töffarastí milljörðum samkvæmt nánar tiltekið fjórum til hliðar EM á morgun, laugardag. fyrsta leik í lokakeppni Ingvarsdóttir fegurðar-spilar sinn YPIS

ðá Akfeit sælgætisþjó meira eftir að fitna enn

2

IS ÓKEYP ÓKEYPIS

IS ÓKEYP P PI SI S EY KY ÓK ÓE

IS Í DANMÖRKU ÓKEYP ÓKEYPIS T U-21 ÁRS LANDSLIÐA

Fanney til Kína til að drottning heldur Ungfrú taka þátt í keppninni taka við af Heimur. Síðkjólar gallabuxum í mánuð.

17.-19. júní 2011 2. árgangur

24. tölublað 2. tölublað 1. árgangur

sonar á Ítalíu

Ljósmynd/Hari

4

EVRÓPUMÓ  FÓTBOLTI

Dvelur í húsi

IS Ó K E Y PWernersKEYPIS ÓKarls

Neyðarástand í Austur-Afríku

IS ÓKEYP ÓKEYPIS

IS ÓKEYP ÓKEYPIS

ir jónína Leósdótt

Birna Einarsdóttir

Milljónir í hættu

FAST Verð

IS ÓKEYP ÓKEYPIS

IS ÓKEYP ÓKEYPIS

Þjóð í nammiskál

2

110613

3. október 2010 HELGARBLAÐ 1.-

Ð HEELLGGAARRBBLLAAÐ H

22

Ljósmynd/Hari

Hells Angels-­ fjölskyldan stækkar

Jón Gnarr borgarstjóri hugsaði oft um að hætta fyrstu dagana sem borgarstjóri

SÍA

Lokaði sig inn á klósetti

64

Fegrunarráð og fatatíska götunnar

PIPAR \ TBWA

5 dress – 5 dagar

2

6 3 9 5 8

4 6 2

3 9 7 8 7 4 6

1

ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni. 106

FISKUR

ANNRÍKI

VÆTLAR

HÆTTA VIÐ

TRJÁTEGUND

VÖKVI

HAMINGJA

TRJÁTEGUND

ELFUR mynd: Horia Varlan (CC By 2.0)

GOGG KALDUR SÍKKA PABBI

ANDI

FÁST VIÐ

VONSVIKINN

LITLAUS

MÁNI HERKVÍ

SKRIFA

ÁRKVÍSLIR

NÚMERA

TEGUND

Í RÖÐ

VILJA LÆKNAST

POKI

GETRAUN ÁFORM ELDSNEYTI

www.noatun.is Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

STEINTEGUND

ÁVERKI

SLÉTTUR

SMYRSL

KLETTASPRUNGA

BOTNKRAKI

VÆLA

AUMA

ÞÓFI

TÝNA

STRUNS

HLJÓÐFÆRI

TÓNN

PÁFAGAUK

FRUMEFNI

LUFSA

SIGTA

BERJAST

STINGA

KER

ÓLUKKA

NAFNORÐ

DÁ ÓSVIKINN

ÞUNGI

TALA

FUGL

SKJÓTUR

ÓVÆTTUR

FLAN

FUGL

VALTUR

ANDMÆLI

EYRIR

HLJÓÐFÆRI

STEFNA

ÓNEFNDUR SVELG ÆÐA

ÍVERA

TIPL

SOG BAKTAL

HREYFING

RÍKI

PEDALI

RUSL

ILMEFNI

GEYMSLA

NUGGA

ÞESSI KÆLA

MÆTTU

ÖFUG RÖÐ

TVEIR EINS

FEN

Á FÆTI

SÆLGÆTI

TRAUST

TÍSKU UNDIRLAG Í RÚMI

GÓNA


54

skák

Helgin 5.-7. október 2012

 Sk ák ak ademían

Nancy stal senunni í Svíþjóð

S

kák er skemmtileg – annars hefði hún ekki lifað og dafnað í 1500 ár. Samkvæmt nýrri rannsókn iðka meira en 600 milljónir jarðarbúa skák, sem er sambærilegt við þann fjölda sem notar Facebook að staðaldri. Og skákíþróttin er í stórsókn í öllum heimsálfum, ekki síst Asíu, og í Bandaríkjunum er hún vinsælli en tennis og golf samanlagt. Þetta þarf auðvitað ekki að koma Íslendingum á óvart, því skákin nam land á Íslandi fyrir árið 1200. Snorri Sturluson var að öllum líkindum slyngur skákmaður; í Heimskringlu og víða í Íslendingasögum er að finna skemmtilegar skáksögur. Vagga skákarinnar er á Indlandi. Arabar komu með taflsett í farteskinu til Suður-Evrópu á 10. öld, og þaðan barst hún norður til okkar. Á miðöldum var skák ómissandi hluti

af uppeldi aðalsmanna og hefðarkvenna, rétt eins og bogfimi, dans, skylmingar, kurteisi og fleiri undirstöðugreinar.

Davíðsdóttir er gríðarlega efnileg. Leggið nafnið á minnið!

Hver er bestur?

Nansý fékk 5 verðlaun á einu móti!

Nansý Davíðsdóttir, 10 ára, kom, sá og sigraði á alþjóðlegu móti í Svíþjóð sem lauk um helgina. Mótið var fyrir skákmenn með 1600 skákstig eða minna og Nansý hreinlega sópaði til sín verðlaunum. Hún varð efst í heildarkeppninni með 7,5 vinninga af 8 mögulegum, og hlaut auk þess kvennaverðlaun, varð efst undir 16 ára, efst undir 13 ára og fékk flokkaverðlaun. Allt voru þetta peningaverðlaun upp á 90.000 íslenskar krónur. Nansý varð líka á dögunum Norðurlandameistari grunnskóla með skáksveit Rimaskóla. Nansý

Nansý Davíðsdóttir, 10 ára, kom, sá og sigraði á alþjóðlegu móti í Svíþjóð sem lauk um síðustu helgi. Hún er gríðarlega efnileg.

Einu sinni bar Bobby Fischer höfuð og herðar yfir aðra skákmeistara í heiminum, svo kom Anatoly Karpov og ríkti í 10 ár, áður en Gary Kasparov kom sér fyrir í hásætinu. Núna er keppnin á toppnum miklu harðari. Heimsmeistarinn Vishy Anand frá Indlandi er aðeins í 6. sæti skákstigalistans, en hinn ungi frændi okkar frá Noregi, Magnus Carlsen, er efstur, en Armeninn Lev Aronian nartar í hæla hans. Síðan koma Rússinn Kramnik, fyrrverandi heimsmeistari og Azerinn Radjabov, en í 5. sæti og á hraðri uppleið er Ítalinn Fabiano Caruana, sem sigraði á N1 Reykjavíkurskákmótinu í vor. Margir fleiri ofurmeistarar eru líklegir til að blanda sér í baráttuna um heimsmeistaratitilinn á næstu árum.

STÖÐUMYND

Hið stórhættulega heimaskítsmát

Ítalinn Fabiano Caruana er á hraðri uppleið. Hann sigraði á N1 Reykjavíkurskákmótinu í vor.

Hvítur mátar í 1 leik.

Hið svokallaða heimaskítsmát er hættulegt vopn, sem allir þurfa að kunna að beita – og verjast. Þá vinna drottningin og biskupinn saman og ef svartur passar sig ekki getur hann orðið mát í aðeins 4 leikjum. Skoðið stöðuna og finnið reitinn sem hvítu mennirnir beina spjótum sínum að:

1. Dxf7 Skák & mát!

Skoðið skákfréttir og upplýsingar um æfingar fyrir börn og fullorðna á skak.is.

Gagnrýni Fréttatímans Bækur

-betra bíó

Frumsýnd 12. október í Háskólabíói og Smárabíói

„Ljúfsár og bráðskemmtileg …Susanne Bier tekst vel upp í þessu létta hliðarspori.“ - Þ.J., Fréttablaðið

 Jesúsa, óskammfeilin, þverúðug og skuldlaus Elena Poniatowska -pbb

 Örlagaborgin – Brotabrot úr afrekasögu frjálshyggjunnar. Fyrri hluti. Einar Már Jónsson -pbb

 Sagan af klaustrinu á Skriðu Steinunn Kristjánsdóttir -pbb

 Þokan Þorsteinn Mar -pbb

 Með fulla vasa af grjóti Höfundur: Marie Jones. Leikstjórn: Ian McElhinney. Leikarar: Hilmir Snær Guðnason, Stefán Karl Stefánsson. -mt

Tónlist

Bíó

 Room Eivör Pálsdóttir -drg

 Djúpið Leikstjórn: Baltasar Kormákur. Aðalhlutverk: Ólafur Darri Ólafsson. -ÞÞ

Leikhús

 Rautt Höfundur: John Logan. Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir. Leikarar: Jóhann Sigurðarson og Hilmar Guðjónsson. -mt

 Frost Leikstjórn: Reynir Lyngdal. Aðalhlutverk: Björn Thors og Anna Gunndís Guðmundsdóttir. -ÞÞ


E N N E M M / S Í A / N M 5 4 37 1

Fjórði hver Íslendingur velur Senseo kaffi. Kannski er það mjúka froðulagið. Kannski er það lauflétti framreiðslumátinn. Kannski er það úrval ómótstæðilegra bragðtegunda. Sjötíu þúsund seldar Senseo vélar tala sínu máli. Íslendingar vilja Senseo kaffi.


56

sjónvarp

Helgin 5.-7. október 2012

Föstudagur 5. október

Föstudagur RÚV

16.05 Kata og Villi - Konungleg ástarsaga e. 16.50 Ísþjóðin með Ragnhildi Steinunni e. 17.18 Snillingarnir (62:67) 17.41 Bombubyrgið (8:26) 18.10 Táknmálsfréttir 18.20 Andri á flandri - Í Vesturheimi (1:6) (USA) e. 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.40 Á tali við Hemma Gunn 20.30 Útsvar (Grindavíkurbær Hafnarfjörður) 21.40 Sæt í bleiku (Pretty in Pink) Bandarísk bíómynd frá 1986. Fátæk stúlka þarf að velja á milli æskuástarinnar sinnar og ríks glaumgosa. Leikstjóri er Howard Deutch, með aðalhlutverk fara Molly Ringwald, Jon Cryer, Harry Dean Stanton, James Spader og Andrew McCarthy. 23.20 Brennist að lestri loknum (Burn After Reading) Disklingur með minningum leyniþjónustumanns lendir í höndum tveggja starfsmanna á líkamsræktarstöð sem reyna að koma honum í verð. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. e. 00.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

19.40 Á tali við Hemma Gunn Hemmi Gunn og Þórhallur Gunnarsson rifja upp gamla tíma og kynna á ný gesti sem slógu í gegn í þáttum Hemma á sínum tíma.

21:30 The Voice (4:15) Bandarískur raunveruleikaþáttur þar sem leitað er hæfileikaríku tónlistarfólki.

Laugardagur

22:10 The Road Viggo Mortensen og Charlize Theron fara með aðalhlutverkin í þessarri mögnuðu mynd.

SkjárEinn allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

19:45 The Bachelorette (7:12) Nú eru sex herramenn 4 eftir sem fara nú með Ashley til Taiwan, þar sem farið er á þrjú stefnumót og eitt hópstefnumót.

Sunnudagur

21.20 Ljósmóðirin (1:6) (Call the Midwife) Breskur myndaflokkur um unga konu sem gerist ljósmóðir í fátækrahverfi í austurborg London árið 1957.

06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Rachael Ray (e) 08:45 Pepsi MAX tónlist 15:55 90210 (11:22) (e) 516:40 One Tree6 Hill (12:13) (e) 17:30 Rachael Ray 18:15 GCB (5:10) (e) 19:05 An Idiot Abroad (3:9) (e) 19:55 America's Funniest Home Videos 20:20 America's Funniest Home Videos 20:45 Minute To Win It 21:30 The Voice (4:15) 23:45 Jimmy Kimmel 00:30 Johnny Naz (2:6) (e) 01:00 CSI: New York (7:18) (e) 01:50 House (3:23) (e) 02:40 A Gifted Man (5:16) (e) 03:30 Jimmy Kimmel (e) 04:15 Jimmy Kimmel (e)

STÖÐ 2

Laugardagur 6. október RÚV

08.00 Morgunstundin okkar / Lítil 07:00 Barnatími Stöðvar 2 prinsessa / Háværa ljónið Urri /Kioka 08:05 Malcolm In The Middle / Snillingarnir / Spurt og sprellað 08:30 Ellen / Babar / Grettir / Nína Pataló / 09:15 Bold and the Beautiful Hið mikla Bé / Unnar og vinur / 09:35 Doctors (3/175) Geimverurnar 10:15 Sjálfstætt fólk (21/30) J 10.30 Hanna Montana 10:55 Hank (1/10) 11.00 Á tali við Hemma Gunn 11:20 Cougar Town (16/22) 11.45 Útsvar (Grindavíkurbær 11:45 Jamie Oliver’s Food Revolution allt fyrir áskrifendur Hafnarfjörður) 12:35 Nágrannar 12.45 Ísþjóðin með Ragnhildi Stein13:00 Austin Powers in Goldmember fréttir, fræðsla, sport og skemmtun unni (3:8) (Halldór Helgason) 14:45 Game Tíví 13.15 Kiljan 15:10 Barnatími Stöðvar 2 14.05 Haustfagnaður Hljómskálans e. 16:50 Bold and the Beautiful 15.00 Líf og sjóðir (1:2) e. 17:10 Nágrannar 15.30 Íslandsmótið í handbolta 17:35 Ellen (15/170) 4 5 17.30 Ástin grípur unglinginn (52:61) 18:23 Veður 18.15 Táknmálsfréttir 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18.25 Úrval úr Kastljósi 18:47 Íþróttir 18.54 Lottó 18:54 Ísland í dag 19.00 Fréttir 19:11 Veður 19.30 Veðurfréttir 19:20 Simpson-fjölskyldan (7/22 19.40 Ævintýri Merlíns (9:13) 19:45 Týnda kynslóðin (5/24) 20.25 Hraðfréttir Endursýndar Hrað20:10 Spurningabomban (4/21) fréttir úr Kastljósi fimmtudagsins. 21:00 The X-Factor 20.35 Svanasöngurinn Uppreisnar22:30 Flirting With Forty Rómangjörn stúlka er send til sumartísk mynd um Jackie Laurens dvalar hjá pabba sínum sem hún sem er fráskilin, fertug tveggja hefur haft lítil samskipti við. barna móðir sem ákveður að 22.25 Hamskiptingar: Hefnd hinna fara einsömul í frí til Hawaii. föllnu Sam Witwicky reynir að 23:55 Talk to Me lifa eðlilegu lífi en sogast aftur 01:50 Sex and the City inn í stríð hamskiptinganna. 04:10 Austin Powers in Goldmember 00.55 Visnuð blóm (Broken Flowers) 05:45 Fréttir og Ísland í dag. 02.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

Lagerhreinsun allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

5

6

Klipptu út auglýsinguna og komdu með hana með þér og fáðu 10% aukaafslátt af útsöluvöru

Adidas Goletto aðeins s barnastærðir Við erum á facebook Aðeins kr. 3.500.Takmarkað magn

facebook.com/joiutherji

RÚV

08.00 Morgunstundin okkar / Froskur 07:00 Strumparnir / Brunabílarnir og vinir han / Herramenn / Franklín og / Elías / Algjör Sveppi / Skoppa og vinir hans / Stella og Steinn / Smælki Skrítla enn út um hvippinn og hvapp/ Kúlugúbbar / Kung fu panda / Litli inn / Fjörugi teiknimyndatíminn / prinsinn / Latibær Lukku láki 10.35 Með okkar augum (1:6) 11:25 Big Time Rush 11.05 Ævintýri Merlíns 11:50 Bold and the Beautiful 11.50 Melissa og Joey (19:30) 13:30 The X-Factor (7/26) 12.15 Sætt og gott. 14:15 Sjálfstætt fólk allt fyrir áskrifendur 12.30 Silfur Egils 14:50 ET Weekend 13.50 Undur alheimsins – Sendiboðar 15:35 Íslenski listinn fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14.50 Djöflaeyjan (2:30) 16:00 Sjáðu 15.30 Vonarhöfn 16:30 Pepsi mörkin 16.30 Líf og sjóðir (2:2) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 17.00 Dýraspítalinn (4:10) 18:47 Íþróttir 17.30 Skellibær (47:52) 18:566 Heimsókn 4 Teitur (50:52) 5 17.40 19:13 Lottó 17.50 Táknmálsfréttir 19:20 Veður 18.00 Stundin okkar 19:30 Beint frá býli (5/7) 18.25 Basl er búskapur (4:10) 20:10 Spaugstofan (3/22) 19.00 Fréttir 20:35 Nanny McPhee Bráðskemmti19.30 Veðurfréttir leg og ævintýraleg mynd fyrir 19.40 Landinn alla fjölskylduna. 20.10 Harpa - Úr draumi í veruleika 22:10 The Road 21.20 Ljósmóðirin (1:6) 00:00 Schindler’s List 22.15 Sunnudagsbíó - Brostin faðmlög 03:05 Angels & Demons (Los abrazos rotos) 05:20 Mike & Molly (8/23) 00.20 Silfur Egils 05:40 Fréttir 01.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlokk

6

SkjárEinn

08:45 Meistaradeild Evrópu 06:00 Pepsi MAX tónlist 10:30 Þorsteinn J. og gestir 10:50 Rachael Ray (e) meistaramörkin 13:05 One Tree Hill (12:13) (e) 11:15 Japan - Tímataka 13:55 America's Next Top Model 12:55 Þýski handboltinn: 14:45 The Bachelorette (7:12) (e) 14:35 Meistaradeild Evrópu 16:15 James Bond: Live and Let Die (e) 15:05 Rey Cupmótið allt fyrir áskrifendur 18:20 House (3:23) (e) 15:50 La Liga Report 19:10 A Gifted Man (6:16) (e) 16:20 Panathinaikos - Tottenham fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:00 30 Rock (7:22) (e) 18:05 Breiðablik - Stjarnan 20:25 Top Gear (1:7) 19:55 Pepsi mörkin 21:15 Law & Order: Special Victims Unit 22:00 Þýski handboltinn 22:00 The Borgias (8:10) 23:25 Lokahóf KSÍ 22:50 Crash & Burn (11:13) 05:40 Formúla 1 2012 4 Óupplýst (5:7) (e) 5 23:35 00:55 In Plain Sight (2:13) (e) 01:45 Leverage (16:16) (e) 02:30 CSI (16:22) (e) 08:15 Premier League Review Show 03:15 The Borgias (8:10) (e) 09:10 QPR - West Ham 04:05 Crash & Burn (11:13) (e) 11:00 Premier League Preview Show 6 04:50 Pepsi MAX tónlist 11:30 Man. City - Sunderland

SkjárEinn 07:00 Liverpool - Udinese 06:00 Pepsi MAX tónlist 16:30 Panathinaikos - Tottenham 11:30 Rachael Ray (e) 18:15 Liverpool - Udinese 20:00 Meistarad. Evrópu - fréttaþáttur 13:00 GCB (5:10) (e) 13:50 Rookie Blue (12:13) (e) 20:30 La Liga Report 14:40 Rules of Engagement (12:15) (e) 21:00 Evrópudeildarmörkin 15:55 Big Fat Gypsy Wedding (4:5) (e) 22:00 Gunnarshólmi allt fyrir áskrifendur 16:45 The Voice (4:15) (e) 22:50 UFC in Nottingham 19:00 Minute To Win It (e) 01:55 Formúla 1 - Æfingar fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:45 The Bachelorette (7:12) 04:50 Japan - Tímataka 21:15 A Gifted Man (6:16) 22:00 Ringer (6:22) 22:45 A Guy Thing 15:35 Sunnudagsmessan G 00:30 Summer in Genova (e) 4 5 16:50 Norwich - Liverpool 02:05 Ringer (6:22) (e) allt fyrir áskrifendur 18:40 Fulham - Man. City 13:45 Chelsea - Norwich 02:55 Jimmy Kimmel (e) 20:30 Premier League Preview Show 16:15 West Ham - Arsenal 04:25 Pepsi MAX tónlist allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:00 Premier League World 2012/13 18:30 Swansea - Reading 21:30 Being Liverpool 20:20 WBA - QPR fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:30 Premier League Preview Show 22:10 Wigan - Everton Ú 11:00 King of California 23:00 Reading - Newcastle 11:00 Delgo 12:35 Astro boy 00:50 Arsenal - Chelsea 12:30 10 Items of Less SkjárGolf allt fyrir áskrifendur 4 allt fyrir áskrifendur 14:10 Noise 13:50 Her Best Move 06:00 ESPN America 15:40 King of California SkjárGolf 07:00 Justin Timberlake Open 2012 4 515:30 Delgo 6 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:15 Astro boy 17:00 10 Items of Less fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 06:00 ESPN America 10:00 Inside the PGA Tour (39:45) 18:50 Noise 18:25 Her Best Move 08:10 Justin Timberlake Open 2012 10:25 Justin Timberlake Open 2012 20:25 Wall Street: Money Never Sleep 20:05 Pretty Persuasion 11:10 Inside the PGA Tour (39:45) 13:25 Ryder Cup 2012 (3:3) 22:35 Dark Matter 21:55 The Full Monty 11:35 Ryder Cup 2012 (2:3) 20:00 Justin Timberlake Open 2012 00:05 You Kill Me 23:30 Kick Ass 20:00 Justin Timberlake Open 2012 (2 23:00 US Open 2006 - Official Film 4 5 6 4 5 01:40 Wall Street: Money Never Sleep 23:00 01:30 Pretty Persuasion US Open 2002 - Official Film 00:00 ESPN America 03:50 Dark Matter 03:20 The Full Monty 00:00 ESPN America

21:00 Homeland (1/12) Önnur þáttaröð þessarra mögnuðu spennuþátta þar sem við fylgdumst við með Carrie Mathieson.

4

STÖÐ 2

Sunnudagur

6

11:00 Austin Powers. The Spy Who Shagged Me allt fyrir áskrifendur 12:40 Marmaduke 14:10 Einstein & Eddington 515:45 Austin Powers. The 6 Spy fréttir, fræðsla, sport og skemmtun Who Shagged Me 17:20 Marmaduke 18:50 Einstein & Eddington 20:25 Black Swan 4 22:15 The Mist 00:20 Strangers With Candy 01:506 Black Swan 03:40 The Mist

Fótboltatreyjur frá síðasta tímabili

4.990.- kr treyjan

Takkaskór - Gervigrasskór Frá kr. 5.000.- parið

Ármúla 36 - 108 Reykjavík s. 588 -1560


sjónvarp 57

Helgin 5.-7. október 2012 

7. október STÖÐ 2 07:00 Strumparnir / Villingarnir / Svampur Sveins / Algjör Sveppi / Algjör Sveppi / Tasmanía / Tommi og Jenni / Scooby-Doo! Leynifélagið / iCarly / Lína Langsokkur 12:00 Spaugstofan (3/22) 12:25 Nágrannar 14:10 The X-Factor 14:55 Masterchef USA (20/20) allt fyrir áskrifendur 15:40 Týnda kynslóðin (5/24) T 16:05 Spurningabomban (4/21) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:55 Beint frá býli (5/7) 17:40 60 mínútur 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:15 Frasier (3/24) 19:40 Sjálfstætt fólk 4 20:15 Harry’s Law (11/12) 21:00 Homeland (1/12) 21:45 Mad Men (9/13) Fimmta þáttaröðin þar sem fylgst er með daglegum störfum og einkalífi auglýsingapésans Dons Drapers. 22:35 60 mínútur 23:20 The Daily Show: Global Edition 23:45 Fairly Legal (5/13) 00:30 The Pillars of the Earth (8/8) 01:25 Boardwalk Empire (1/12) 02:20 Boardwalk Empire (2/12) 03:20 Nikita (14/22) 04:05 Harry’s Law (11/12) 04:50 Mad Men (9/13) 05:35 Fréttir

Sjónvarp Á tali við spjallþáttakónginn

Heeemmmmmi Gunn! Margur gullmolinn leynist í safni Ríkisútvarpsins og ekki þarf að deila um gildi þeirra menningarverðmæta. Þórhallur Gunnarsson er búinn að rótast í gegnum safnið og finna til eftirminnileg augnablik og uppákomur úr hinum feikivinsælu spjallþáttum Á tali hjá Hemma Gunn sem héldu drjúgum hluta landsmanna límdum fyrir framan skjáinn á miðvikudagskvöldum í átta ár, frá 1987. Þórhallur stýrir þáttunum sem heita Á tali við Hemma Gunn. Þórhallur fær Hemma til sín í sjónvarpssal og þeir fara yfir Á tali-þættina og 5

aðra spjallþætti Hermanns sem voru sýndir í Sjónvarpinu á árabilinu 1987 til 1997 við miklar vinsældir. Sama fólkið stóð að þáttunum öll þessi ár og Hemmi hafði sér til fulltingis dagskrárgerðarmeistarann Egil Eðvarðsson og hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar. Hemmi fékk til sín fjölmarga gesti á þessum tíma og Laddi setti sterkan svip á þættina með persónum eins og Elsu Lund og Dengsa. Laddi kemur því eðlilega við sögu hjá Þórhalli og Hemma auk Loga Bergmanns, Völu Matt, Eddu Björgvins, Ragga Bjarna og fleiri.

6

NUTRILENK

NÁTTÚRLEGT BYGGINGAREFNI FYRIR BRJÓSKVEFINN

10:35 Þýski handboltinn 12:00 Formúla 1 2012 14:30 Liverpool - Udinese 16:15 Evrópudeildarmörkin 17:05 La Liga Report 17:35 Spænski boltinn 19:45 Meistaradeild Evrópu (E) allt fyrir áskrifendur 21:30 Þorsteinn J. og gestir 22:15 Spænski boltinn fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:40 West Ham - Arsenal 10:25 Swansea - Reading 12:15 Southampton - Fulham 14:45 Newcastle - Man. Utd. allt fyrir áskrifendur 17:00 Sunnudagsmessan 18:15 Liverpool - Stoke fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:05 Sunnudagsmessan 21:20 Tottenham - Aston Villa 23:10 Sunnudagsmessan 00:25 Newcastle - Man. Utd. 02:15 Sunnudagsmessan 4

Hemmi Gunn og hans fólk verður hresst og ekki með neitt stress næstu laugardagskvöld.

Skráðu þig á facebook síðuna

Nutrilenk fyrir liðina - því getur fylgt heppni!

Brjóskskemmdir í hné hömluðu hreyfingu

4

5

6

Fyrir átta árum var ég í veiði - datt og laskaðist á hné. Brjóskskemmdir urðu til þess að ég 6 hætti að geta gert ýmsa hluti sem ég gat áður eins og að hlaupa og öll almenn leikfimi varð ofraun fyrir hnéð.

5

SkjárGolf 06:00 ESPN America 07:30 Justin Timberlake Open 2012 10:30 US Open 2008 - Official Film 16:35 Inside the PGA Tour (39:45) 17:00 Justin Timberlake Open 2012 23:00 Alfred Dunhill Links Championship 01:00 ESPN America

Ég starfa mikið við kennslu/þjálfun sem kostar miklar stöður, átti hnéð til að bólgna mikið upp. Góður vinur benti mér svo á NutriLenk Gold.

Ég mæli eindregið með því að fólk prófi NutriLenk sem er að kljást við liðverki og brjóskskemmdir og finni hvort að það virki. Þetta er toppefni og náttúrulegt í þokkabót.

Hvað getur NutriLenk gert fyrir þig? Við mikið álag og með árunum getur brjóskvefurinn rýrnað sem veldur því að liðirnir slitna. Þetta er náttúrulegt ferli. Mjög margir finna fyrir miklum óþægindum þegar beinin byrja að núast saman, sérstaklega í liðamótum eins og í mjöðmum, hryggjar og hnjáliðum. Þess vegna er allt til vinnandi að styrkja liðbrjóskið á náttúrulegan hátt.

Jón Halldórsson - Dale Carnegie þjálfari / ráðgjafi. 42 ára

Fór strax að geta reynt á hnéð eftir að ég byrjaði á NutriLenk

PRENTUN.IS

Nánast strax eftir að ég fór að nota NutriLenk fann ég mikinn mun, fór strax að geta reynt meira á hnéð. Nú get ég æft af fullri ákefð eins og mér einum er lagið og er ekkert mál að þola langar stöður þegar ég er að kenna og þjálfa. Það er klárt mál að þetta efni er að virka, því ef ég sleppi að taka það inn þá finn ég aftur fyrir óþægindum í hnénu. NutriLenk er fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum, Fræinu Fjarðarkaupum, Hagkaup, Krónunni, Þín verslun Seljabraut og Vöruvali Vestmanneyjum

Heilbrigður liður

Liður með slitnum brjóskvef

Náttúrulegt byggingarefni fyrir liðbrjóskið og beinin NutriLenk inniheldur náttúrulegt byggingarefni fyrir brjóskvefinn og er mjög góður valkostur fyrir þá sem þjást af minnkuðu liðbrjóski. Unnið úr sérvöldum fiskibeinum úr hafinu sem hefur sýnt fram á að vera fyrsta flokks byggingarefni til að styðja við brjóskvefinn og viðhalda honum. NutriLenk hefur hjálpað fjölmörgu fólki. NutriLenk er 100% náttúruleg vara sem er mjög gagnleg þeim sem þjást af brjóskvefsrýrnun. Prófið sjálf-upplifið breytinguna! Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is

NÁTTÚRULEGT FYRIR LIÐINA


58

bíó

Helgin 5.-7. október 2012

 RIFF Snarpur endasprettur

Dekurdögum að ljúka Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík lýkur á sunnudag. Hátíðin er orðin ómissandi og fastur liður í menningar- og bíólífinu á haustin og heppnaðist sérlega vel í ár. Úrval mynda á RIFF hefur alltaf verið fjölbreytt, áhugavert og gott en ég minnist þess þó ekki að hafa áður haft úr slíkri gnótt áhugaverðra mynda að velja að á tímabili var valkvíðinn að buga mig. Í raun ætti kvikmyndaáhugafólk að fá launað frí frá vinnu dagana sem RIFF stendur yfir til þess að eiga raunhæfan möguleika á því að komast yfir allt það sem heillar. En maður hefur látið sig hafa það að þeytast, fúlskeggjaður, sveittur og óbaðaður í rúma viku á milli kvikmyndahúsa. Myndirnar hafa að vonum verið misgóðar, stundum örlar á vonbrigðum, en samt er aldrei hægt að tala um að maður hafi farið fýluferð á RIFF.

Þessir bíódekurdagar eru að renna út þannig að nú er að duga eða drepast gott fólk og ekkert annað í boði en að taka endasprettinn með trompi. Enn er til dæmis tækifæri til þess að sjá hina vægast sagt athyglisverðu heimildarmynd Meet the Fokkens, frábæra heimildarmynd um meistara Woody Allen, heimildarmyndina We Are Legion um aktívistahakkarana í Anonymous, Persepolis og þrívíða Dracula-mynd ítalska hryllingsgúrúsins Dario Argento. Freddie Mercury hefur heldur ekki sungið sitt síðasta á RIFF og enn er hægt að slást í hópinn með nördunum á Comic-Con. Þeir sem hafa sterk bein ættu síðan að hætta sér inn í ömurlegan hugarheim barnaníðinga í heimildarmyndinni Outing og hinni leiknu Still Life eftir sama leikstjóra. -ÞÞ Lifum til að horfa og horfum til að lifa! 

 Frumsýndar

Taken 2 Liam Neeson brettir upp ermarnar

Einn Einn er fyrsta kvikmynd Elvars Gunnarssonar í fullri lengd. Myndin fjallar um kvikmyndagerðarmanninn Helga sem svo skemmtilega vill til að er að gera sína fyrstu mynd í fullri lengd. Helgi byggir handrit myndarinnar á sínu eigin lífi og nákomnum persónum. Þegar framleiðendur koma við sögu vilja þeir sjá breytingar á handritinu. Hægt og rólega fara breytingarnar að hafa bein áhrif á líf Helga. Hann missir þá tök á veruleikanum og kemur sér og sínum í óborganlegar aðstæður. María Ellingsen, Þorsteinn Gunnar Bjarnason, Guðfinnur Ýmir, Arnþór Þórsteinsson, Vivian D. Ólafsdóttir og Darren Foreman eru í helstu hlutverkum en flestir sem koma að gerð myndarinnar stunda nám við Kvikmyndaskóla Íslands, eru útskrifaðir þaðan eða kenna þar.

Zambezia Teiknimynd sem gerist við Viktoríufossa í Afríku þar sem fuglar hafa stofnað sína eigin borg, Zambezíu. Kai er ungur og óreyndur fálki sem leitar að Zambezíu sem fyrirheitna landinu sínu. Hann fellur vel inn í hópinn þegar á staðinn er komið og lærir ýmislegt um lífið og tilveruna af hinum nýju vinum sínum í borginni. Eins og sönnum fálkum sæmir er Kai að sjálfsögðu hugrakkur og áræðinn. Þeir eiginleikar hans koma sér ákaflega vel þegar öflugir óvinir herja á borgina og ásælast egg

Liam Neeson rústaði glæpagengi í París í Taken fyrir örfáum árum og mætir nú hefndaróðum félögum þeirra sem hann drap síðast í Istanbúl í Taken 2.

Helför albanskra mansalstudda Hinn mjög svo fjölhæfi, írski leikari Liam Neeson festi sig rækilega í sessi sem harðjaxl í kvikmyndum í Taken fyrir fjórum árum. Luc Besson skrifaði handrit þessarar ofbeldisveislu þar sem Neeson gekk milli bols og höfuðs á glæpahyski sem rændi dóttur hans til þess að selja hana í kynlífsþrælkun. Óhjákvæmilegt framhald er nú komið í bíó og þar þarf Neeson og takast á við afleiðingar drápsæðisins sem rann á hann árið 2008.

íbúanna. Höfðingjarnir Jeff Goldblum, Richard E. Grant og Samuel L. Jackson

É

eru á meðal þeirra leikara sem ljá persónum myndarinnar raddir sínar.

MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS  MIÐASALA: 412 7711

RIFF Í BÍÓ PARADÍS TIL OG MEÐ 7. OKT.!

KOMDU Í KLÚBBINN!

Farðu núna á www.bioparadis.is/klubburinn! SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis!

KOMDU Í KLÚBBINN! bioparadis.is/klubburinn

En ef þú sleppir henni ekki þá mun ég leita að þér, ég mun finna þig og ég mun drepa þig.

g veit ekki hver þú ert. Ég veit ekki hvað þú vilt. Ef þú ert á eftir lausnargjaldi get ég sagt þér að ég á engan pening. Ég bý hins vegar yfir mjög sérstökum hæfileikum. Hæfileikum sem ég hef tileinkað mér á mjög löngum ferli. Hæfileikum sem gera mig að martröð fólks eins og þú ert. Ef þú sleppir dóttur minni núna þá er þessu lokið. Ég mun ekki leita að þér. Ég mun ekki elta þig. En ef þú sleppir henni ekki þá mun ég leita að þér, ég mun finna þig og ég mun drepa þig.“ Þessa mögnuðu einræðu hélt Liam Neeson í hlutverki fyrrverandi CIA-mannsins Bryan Mills þegar hann náði símsambandi við einn þeirra albönsku glæpamanna sem rændi Kim, dóttur hans og vinkonu hennar, þegar þær voru á ferðalagi í París. Skúrkurinn gerði þau regin mistök að taka orð hins óttaslegna föður ekki alvarlega og hvarf á braut með stúlkurnar tvær með það fyrir augum að selja þær í vændi. Mills var hins vegar maður til þess að standa við stóru orðin. Rauk beint til Parísar og var fljótur að komast á spor mannsalsdurganna. Illmennin týndu síðan tölunni jafnt og þétt á mis hrottalegan hátt á meðan Mills þræddi sig upp fæðukeðjuna í átt að höfuðpaurunum og týndri dóttur sinni. Sú stórfína leikkona Famke Janssen lék fyrrverandi eiginkonu Neesons og móður Kim sem Maggie Grace lék. Neeson hefur greint frá því að hann hafi í fyrstu ekki verið neitt sérstaklega spenntur fyrir því að gera framhaldsmynd og vildi alls ekki taka annan snúning án þess að Janssen og Grace yrðu líka með. Þau snúa nú öll aftur í Taken 2 og endurtaka rullur

sínar og fara í gegnum kunnuglegar aðstæður þótt aðkoma dótturinnar sé töluvert öðruvísi að þessu sinni. Þríeykið skellir sér nú í frí til Istanbúl og þar sæta ættingjar þeirra albönsku óþverra sem Mills sálgaði í fyrri myndinni færis og leita hefnda. Þeir ræna Mills og konu hans en Mills er ekki auðveld bráð frekar en fyrri daginn og tekst að virkja dótturina í harkalegum björgunaraðgerðum. Stúlkan er auðvitað orðin ýmsu vön eftir að hún var hert í eldi fyrri myndarinnar og fjölskyldan er því sýnd veiði en ekki gefin. Taken sló óvænt í gegn á sínum tíma og komu vinsældir myndarinnar Luc Besson og Neeson nokkuð á óvart. Taken 2 hefur ekki fengið jafn góða dóma ytra og fyrri myndin og Neeson telur víst að með henni sé ævintýrum Bryan Mills og fjölskyldu lokið. Neeson ræddi möguleikana á frekara framhaldi Taken í nýlegu viðtali við kvikmyndatímaritið Empire og sló slíkt nánast alfarið út af borðinu. „Ég sé það ekki fyrir mér og held að það verði ekkert af því. Í alvöru talað. Ég sé ekki fyrir mér sannfærandi aðstæður þar sem áhorfendur gætu mögulega gert annað en segja: „Nei hættu nú alveg...! Er búið að taka hana aftur?“ “ Aðrir miðlar: Imdb: 8.4, Rotten Tomatoes: 7%, Metacritic: -

Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


8 heppnir þátttakendur verða valdir til þess að keppa í glænýjum sjónvarpsþætti sem mun heita Ert þú Ljósmyndarinn? á SkjáEinum í vetur.

TAKTU ÞÁTT Í STÆRSTU LJÓSMYNDASAMKEPPNI SEM HALDIN HEFUR VERIÐ Á ÍSLANDI. SKILAFRESTUR ER TIL MIÐNÆTTIS 23. OKTÓBER. ALLIR GETA TEKIÐ ÞÁTT. Dómarar eru þau Hallgerður Hallgrímsdóttir, listakona og ljósmyndari og Páll Stefánsson sem er einn fremsti ljósmyndari landsins. Nokkrir af bestu ljósmyndurum Íslands munu svo aðstoða þau Hallgerði og Pál, RAX, Ari Magg, Spessi, Sissa, Egill Eðvarðsson og Katrín Elvarsdóttir.

1.

VERTU MEÐ FYRIR 23.

VERÐLAUN AÐ VERÐMÆTI 2.000.000

OKTÓBER

Rautt

PiPar\TBWa • SÍa • 122746

Portrett mynd sem lýsir gleði

Fjall

ÞRJÚ VERKEFNI SKJÁREINN Nánari upplýsingar á www.mbl.is


60

bækur

Helgin 5.-7. október 2012

Umturnað líf með Hemingway

Vinsælt mömmuklám

Metsölubókin Parísarkonan (The Paris Wife) eftir Paulu McLain er komin út hjá bókaútgáfunni Sölku í þýðingu Herdísar Magneu Hübner. Hér er um sögulega skáldsögu að ræða um fyrsta hjónaband Ernests Hemingway þar sem sögusviðið er París á þriðja áratug tuttugustu aldarinnar. Hadley Richardson var hæglát tuttugu og átta ára gömul kona sem hafði nánast gefið upp alla von um ást og hamingju þar til hún kynntist Ernest Hemingway og líf hennar umturnaðist. Eftir eldheitt en stormasamt tilhugalíf og brúðkaup, halda ungu hjónin til Parísar þar sem þau verða miðdepillinn í fjörugum en hviklyndum vinahópi – hinni sögufrægu „týndu kynslóð“, Gertrude Stein, Ezra Pound, F. Scott Fitzgerald, Zeldu Fitzgerald og margra annarra. Í París vinnur Hemingway meðal annars að skáldsögunni Og sólin rennur upp, en þar eru fyrirmyndirnar oftar en ekki hið litríka fólk sem þau hjónin umgangast. Á sama tíma berst Hadley við að halda í sjálfsmynd sína þegar hlutverk hennar sem eiginkona, skáldgyðja og vinur verður sífellt meira krefjandi.

Ritdómur Herbergi

Fimmtíu gráir skuggar var mest selda bókin í Eymundsson í síðustu viku. Mömmuklámið hennar E L James nýtur því enn vinsælda meðal íslenskra bókaunnenda en Létta leiðin eftir Ásgeir Ólafsson situr í öðru sæti sölulista verslunarinnar.

Sígildar barnabækur aftur fáanlegar Þrátt fyrir nokkuð blómlega útgáfu á barnabókum síðustu árin er gott til þess að vita að bókaforlög hafa ekki gleymt gömlu, góðu barnabókunum. Í fyrra endurprentaði Forlagið Jón Odd og Jón Bjarna eftir Guðrúnu Helgadóttur og nú eru framhaldsbækurnar, Meira af Jóni Oddi og Jóni Bjarna og Enn af Jóni Oddi og Jóni Bjarna, á leið í verslanir. Bækurnar komu fyrst út 1975 og 1980 og hafa margsinnis verið endurprentaðar, síðast 2002 og 2000. Meira af Jóni Oddi og Jóni Bjarna er að koma út í sjöunda sinn og Enn af Jóni Oddi og Jóni Bjarna í það fimmta. Þar með er ekki allt talið því ungir bókaormar geta sökkt sér í bækur Astridar Lindgren, Ronju ræningjadóttur og Bróður minn Ljónshjarta í þýðingu Þorleifs Haukssonar. Bróðir minn Ljónshjarta kom fyrst út 1976 og Ronja kom fyrst út 1981, sama ár og sænska frumútgáfan. Auk þessa er von á endurútgáfu á Albert eftir Ole Lund Kirkegaard í þýðingu Þorvaldar Kristinssonar. Bókin hefur aðeins komið út einu sinni áður, hjá Iðunni 1979, og hefur því verið ófáanleg í hátt í þrjátíu ár.

Stjúpfjölskyldur Ör fjölgun á Íslandi

Emma Donoghue.

Hryllingssaga um móðurástina

 Herbergi Emma Donoghue Ólöf Eldjárn þýddi Mál og menning, 399 síður, 2012

Það er fágætt að finna skáldsögu sem hreyfir svo við manni við lesturinn að maður getur ekki hætt að hugsa um hana löngu eftir að henni er lokið. Herbergi eftir Emma Donoghue er ein þeirra. Hún segir frá hinum fimm ára Jack og móður hans sem eru lokuð inni í tíu fermetra herbergi án alls sambands við umheiminn, utan sjónvarps, þakgluggans og heimsókna frá „Nick gamla“ sem kemur í skjóli nætur. Sagan er sögð frá sjónarhóli Jack sem veit ekki að það er heimur utan herbergisins en er að komast á þann aldur að svör móður hans við ótalmörgum spurningum hans um lífið og tilveruna eru hætt að nægja honum. Donoghue hefur sagt frá því að hugmyndin að bókinni hafi kviknað út frá máli Joseph Fritzl, sem hélt dóttur sinni fanginni í kjallara í 24 ár, nauðgaði ítrekað og eignaðist með henni sjö börn en læsti þrjú þeirra inni með henni. Fréttir af því þegar Felix Fritzl, fimm ára sonur Elisabeth, kom upp úr kjallaranum og leit umheiminn augum í fyrsta sinn voru innblástur að Herbergi. Þrátt fyrir hryllinginn sem sagan er sprottin af fjallar hún fyrst og fremst um ástina milli móður og barns og hæfileikann til að lifa af. -sda

Valgerður Halldórsdóttir félagsfræðingur hefur skrifað bók um stjúptengsl sem kemur út um miðjan mánuðinn.

Kortleggur líf stjúpfjölskyldna á Íslandi í nýrri bók „Stjúpfjölskylda er fjölskylda þar sem annar eða báðir aðilar sem til hennar stofna, eiga barn eða börn með öðrum aðila/um.“ Þetta segir Valgerður Halldórsdóttir, félagsfræðingur en hún gefur út bók um stjúptengsl um miðjan mánuðinn. Þetta er í fyrsta sinn sem bók af þessu tagi er gefin út á Íslandi. Valgerður segir að orðið „stjúp“ hafi neikvæða merkingu í hugum margra. Því vill hún breyta þar sem stjúptengsl verða sífellt algengari hér á landi.

F Valgerður segir ákveðna stjúpblindu einkenna umræðuna um stjúptengsl

jölskyldur eru margbreytilegar og ímyndin um „hefðbundna“ kjarnafjölskyldu á sannarlega ekki alltaf við. Stjúpfjölskyldur, þar sem annar eða báðir aðilar sem til þeirra stofna eiga barn úr fyrra sambandi, verða stöðugt algengari og um leið fjölgar þáttum sem geta valdið óvissu og togstreitu. Aðlögun að lífi einhleyps foreldris, samskipti við fyrrverandi maka og óraunhæfar væntingar geta haft áhrif á hvernig til tekst. Bæði fullorðnum og börnum líður stundum eins og þau séu á jaðri fjölskyldunnar, þau efast um hlutverk sitt í henni og hvort þau tilheyri henni í raun. Þetta kemur fram í væntanlegri bók um stjúptengsl, skilnað og foreldrasamvinnu. Bókin er skrifuð af Valgerði Halldórsdóttur félagsráðgjafa en formálinn af dr. Sigrúnu Júlíusdóttir. Bókin er byggð á eigin reynslu höfunda, tiltækum rannsóknum og klínískri vinnu með stjúpfjölskyldum. Þetta er jafnframt fyrsta heildstæða verkið um stjúptengsl á íslensku. Valgerður hefur um árabil sérhæft sig í vinnu með stjúptengsl. „Umræðan hefur að mestu leyti einskorðast við skilnað og einstæða foreldra. En það er einungis tímabundin staða fyrir marga þar sem flestir eru komnir með nýjan maka innan fjögurra ára. Stjúptengsl eru nokkuð stór partur af tilveru íslenskra barna. Skilnaðurinn er eitt, en svo er það nýja staðan, makinn og jafnvel önnur börn. Með út-

gáfu bókarinnar langar mig að koma til móts við þessar fjölskyldur en ég mun einnig koma til með að halda námskeið samhliða útgáfunni,“ segir Valgerður og bendir áhugasömum á vefsíðuna stjuptengsl.is. Í bókinni segist Valgerður reyna að bregða upp ólíkri sýn fjölskyldumeðlima á algengar uppákomur og aðstæður í stjúpfjölskyldum. Fjölda dæma er að finna í hverjum kafla fyrir sig, til skýringar sem jafnframt má nota til umræðna. Í lok hvers kafla eru síðan punktar sem geta hjálpað fólki að finna nýjar leiðir til að takast á við fjölskyldulífið á uppbyggilegan máta. Valgerður segir ákveðna stjúpblindu einkenna umræðuna um stjúptengsl og í hugum fólks sé orðið „stjúp“ oftar en ekki neikvætt, það megi jafnvel sjá í barnaævintýrum. Bókin er í níu köflum og í hverjum þeirra er ákveðið málefni eða staða tekin fyrir. Valgerður segir að bókinni sé ekki ætlað að svara öllum þeim spurningum sem upp koma í stjúpfjölskyldum en gæti aukið skilnings fólks á aðstæðum sínum og sýnt fram á hvernig styrkja má stjúpfjölskylduna. Finna má kafla í bókinni allt frá fjármálum og almennum hlutverkum innan heimilisins til samskipta stjúpsystkina og kynferðislegrar spennu sem upp kann að koma þeirra á milli. María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is


HÉR k Fis ð isló

k Fis ð isló k Fis

óð

isl

an Gr

Næg bílastæði og kaffi á könnunni

t

aus

an Án

RISAlagersala á Fiskislóð 39

2500

Verð: 690 kr.

Verð: 690 kr.

BARA GAMAN

SVONA VARÐ ÉG TIL

Verð: 1.490 kr.

Verð: 990 kr.

pa fyrir u a k m e s Allir meira a ð e . r k 6.000 Þeir sem . f ö j g a k ó fá b kr. 0 0 0 . 2 1 r i kaupa fyr tvær á f a r i e m eða gjöf. bækur að

ýr ar ga ta

9 0 % afslá ttur

FJÖLDI ANNARRA TILBOÐA

FARÞEGINN – INNBUNDIN

Verð: 690 kr.

ÚKK OG GLÚKK

ÆVINTÝRI KÚNG-FÚ-HELLISBÚA ÚR FRAMTÍÐINNI

Verð: 1.990 kr.

HARÐSKAFI – INNBUNDIN

Verð: 990 kr.

LOFORÐIÐ – KILJA

Verð: 790 kr.

FÁRÁNLEG T VERÐ

FÍASÓL OG LITLA LJÓNARÁNIÐ

MEÐ KÖLDU BLÓÐI

Verð: 1.490 kr.

Verð: 990 kr.

ÞEGAR ÖLLU ER Á BOTNINN HVOLFT – INNBUNDIN

Verð: 290 kr.

Risalagersala Forlagsins · Fiskislóð 39 · 101 Reyk javík · forlagid@forlagid.is · Opið alla daga kl. 10–19

Birt með fyrirvara um prentvillur. Tilboðin gilda á meðan birgðir endast.

MORÐIÐ Í HÆSTARÉTTI – INNBUNDIN

Allt að M

Yfir titlar frá öllum helstu útgefendum landsins!

Opið alla helgina kl. 10–19

LEYNDA KVÖLDMÁLTÍÐIN – KILJA

ur

arð

g da


62

menning

Helgin 5.-7. október 2012

 Ljósvíkingur – ársæll Níelsson leikur einleik um sk áldið á þröm

Ársæll Níelsson er annar höfunda verksins og eini leikari þess. Ljós-

Saga Magnúsar sorglega lítið þekkt Kómedíuleikhúsið á Ísafirði, í samvinnu við Norðurpólinn frumsýnir einleik um skáldið Magnús Hj. Magnússon á sunnudag. Höfundar verksins eru þeir Ársæll Níelsson og Elfar Logi Hannesson. Í verkinu hittum við fyrir skáldið sjálft þar sem hann afplánar dóm. Hann leiðir áhorfendur í sannleikann um líf sitt og þrautagöngu en alþýðuskáldið Magnús Hj. Magnússon lifði átakanlegu lífi. Magnús ritaði dagbækur frá unga aldri þar sem hann greinir nákvæmlega frá sorg og gleði í sínu lífi og viðburðum úr daglega lífinu. Strax í æsku urðu foreldrar hans að láta hann

María Lilja Þrastardóttir marialilja@ frettatiminn.is

frá sér og þar með hófst þrautaganga ljósvíkingsins sem tók aldrei enda. Ársæll Níelsson, annar höfunda verksins og jafnframt eini leikari þess, segir að saga Magnúsar eigi brýnt erindi við Íslendinga. „Mér fannst svo merkilega fáir vita af því að á bak við skáldsagnarpersónuna Ólaf Kárason var raunverulegur maður, Magnús Hj. Hann lifði ótrúlega ævi, veiktist alvarlega sem barn og var í sveitarskuld allt sitt líf. Hann var einskis metinn af samtímafólki sínu, en samt mikill dugnaðarforkur. Hann skrifaði dagbækur frá sautján ára aldri allt til dauðadags og

bækurnar eru mögnuð sagnaheimild, ekki aðeins um skáldið sjálft heldur einnig um þjóð sem að er að brjóta sér leið inn í nútímann.“ Ársæll er sjálfur búsettur á Suðureyri en þar eyddi skáldið Magnús síðustu árum sínum og átti þar í fyrsta sinn heimili. „Héðan kom nafnið, skáldið á Þröm, og fólkið á Suðureyri var nær eina fólkið sem að tók Magnúsi eins og hann var. Hér eignaðist hann vini og heimili og hér voru dagbækur hans varðveittar lengi vel. Mér finnst mikilvægt að hann fái þá umfjöllun sem hann á skilið.“

mynd/Hari

 Kristof Magnusson Gefinn út á íslensku

Einar Már Jónsson ÖRLAGABORGIN

„Ein mikilvægasta bók undanfarandi ára!“ Gauti Kristmannsson, RÚV

„Bókin er fádæma frumleg og skrifuð af mikilli íþrótt.“ Stefán Snævarr, pressan.is

„Þessi bók er algjört bíó.“ Guðmundur Andri Thorsson, Fréttablaðið

„… aðdáanleg framsetning á mjög mikilsverðu efni …“ Örn Ólafsson, smugan.is

„Hugmyndaauðgin í framsetningunni er mikil og þekkingin víðfeðm og djúp. Frábær bók.“ Brotabrot úr afrekasögu frjálshyggjunnar

Þorgeir Tryggvason, facebook.com

 „… mikið verk, stútfullt af leiftrandi ritsnilld …“ Páll Baldvin Baldvinsson, Fréttatíminn

OREO SÚKKULAÐIKAKA

ku

O

d

re

al

ok

ih

e x.

Inn

PRENTUN.IS

úk

lað na ibo tna ana b r, sú , a kkulað ult imousse, bláberjas

Þýsk-íslenski rithöfundurinn Kristof Magnusson fagnar því að skáldsaga hans Das war ich nicht er komin út á íslensku. Kristof talar góða íslensku og er tíður gestur á landinu. Í Það var ekki ég sýnir Kristof hversu fljótlegt er að rústa bæði banka og vel skipulögðu lífi. Hrunið er því undirliggjandi en höfundurinn fylgdist steini lostinn með Búsáhaldabyltingunni árið 2008.

Þ

BANANA

:S

Bókin er sönnunargagn fyrir ættingja

g ro

Opnunartími: mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugar- og sunnudaga 8.00 -16.00

Sími: 561 1433

Kristof segir hrunið hafa haft lítil áhrif á sig persónulega. „Vegna þess að í bókmenntunum er aldrei uppsveifla og þar af leiðandi aldrei kreppa heldur. Enginn í bransanum gerir ráð fyrir að græða ofboðslega mikinn pening.“ Ljósmynd/Hari

að var ekki ég sló í gegn í Þýskalandi 2010 en áður hafði Kristof sent frá sér skáldsöguna Zuhause sem gerðist á Íslandi og í Þýskalandi. Það var ekki ég er fyrsta bók Kristofs sem kemur út á íslensku og höfundinum þykir að vonum vænt um það. „Þetta er ansi flott og mér finnst mjög skemmtilegt að nú geti ættingjar mínir og vinir á Íslandi loksins lesið eitthvað eftir mig,“ segir Kristof sem er á Íslandi í tilefni útgáfunnar. „Ég hef í mörg ár einhvern veginn bara sagt fólki hérna frá því sem ég er að gera en hef aldrei beinlínis getað sannað fyrir þeim að ég sé rithöfundur,“ segir Kristof og hlær. „Ég gæti alveg hafa verið að ljúga þessu árum saman en nú get ég loksins sannað að ég sé í alvörunni rithöfundur.“ Kristof hefur lengst búið á Íslandi í eitt ár þegar hann var skiptinemi hérna frá háskólanum í Leipzig. „Ég bjó aldrei hérna á meðan ég var krakki en kom hingað oft. Ég talaði við pabba minn sem býr í Hamborg og svo fór ég í málfræði við háskólann í Berlín þar sem ég lærði viðtengingarháttinn og allt þetta,“ segir Kristof á sinni fínu íslensku en hann hefur meðal annars fengist við þýðingar á verkum íslenskra rithöfunda á þýsku. Kristof fylgdist vel með ástandinu á Íslandi í kjölfar efnahagshrunsins og skrifaði meðal annars um hrunið hérna fyrir þýsku útgáfuna af The Financial Times og Die Welt. „Ég reyndi að greina það sem hafði gerst og einnig að spá eitthvað um framtíðina. Ég leyfði mér nú smá bjartsýni þá og er svolítið stoltur af því að eitthvað af því hefur ræst.“ Kristof segir hrunið ekki hafa valdið nándar nærri eins miklum skaða í Þýskalandi og hér en engu að síður gæti áhrifa þess og þá ekki síst í þjóðarsálinni. „Það má segja að það séu alltaf læti í Þýskalandi vegna þess að þar er fólk mjög upptekið af því að hafa áhyggjur af öllu. Ég man samt ekki til þess að efnahagurinn hafi nokkru sinni verið betri í Þýskalandi en núna en Þjóðverjar eru bara svo mikið fyrir að sækja sér orku í svartsýni frekar en bjartsýni. Það hefur kannski ekkert gerst en samt eru allir hræddir um að heimurinn muni bara enda á morgun.“

Kristof segist alla tíð hafa séð Íslendinga sem jákvætt og bjartsýnt fólk og sér hafi því óneitanlega verið nokkuð brugðið þegar hann kom hingað í nóvember 2008. „Ýmislegt hefur breyst hérna og nú er þessi hræðsla komin hingað líka. Eitthvað sem ég hef aldrei skynjað hér áður. Ég vissi ekkert hverju ég mætti búast við þegar ég kom hingað. Ég vissi ekki einu sinni hvort manni væri óhætt að ganga hér um að næturlagi. Þetta var aðallega skrýtin tilfinning.“ Ísland kom við sögu í fyrstu skáldsögu Kristofs sem hann skrifaði að mestu á meðan hann dvaldi á landinu. „Kannski var ég að leita að rótum mínum eða eitthvað í þá áttina.“ Það var ekki ég gerist hins vegar í Þýskalandi og í Chicago og Ísland kemur ekki fyrir í bókinni sem hann er að skrifa þessa dagana enda segist Kristof ekki vilja vera eins og einhver „Íslands frændi“ sem sé stöðugt að tala um landið. Hann útilokar þó alls ekki að Ísland muni verða sögusvið hjá honum síðar. „Ég gæti alveg ímyndað mér það enda er Ísland mér alltaf mjög mikilvægt.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is

Það var ekki ég

Skáldsagan Það var ekki ég fékk fína dóma í Þýskalandi þegar hún kom út þar árið 2010. Irene Balzinger, gagnrýndandi Frankfurter Allgemeine, sagði bókina meðal annars hrífa lesandann með „einstaklega fyndnum og snjöllum söguþræði og fáguðum og trúverðugum persónum.“ Sögur og örlög þriggja manneskja fléttast saman í bókinni. Þau lenda í ótrúlegum og óvæntun ævintýrum og ástin setur strik í reikninginn. Jasper er ungur bankamaður í Chigaco sem virðist eiga sér glæsilega framtíð í vændum. Meike er bókmenntaþýðandi á hröðum flótta frá hönnuðu lífi efnaðs menntafólks í Hamborg og Henry er heimsfrægur verðlaunahöfundur sem er þjakaður af ritstíflu og ótta við ellina.


menning 63

Helgin 5.-7. október 2012

 Viðtal R annveig Guðmundsdóttir, fyrrver andi alþingiskona, byrjaði að forrita fyrir 35 árum

Fyrsta íslenska konan til að vinna við forritun

Rannveigu þykja nýjustu tölvurnar ekki jafn skemmtilegar og þær sem hún kynntist á áttunda áratugnum.

Rannveig Guðmundsdóttir vann við forritun á áttunda áratugnum en svo gleypti pólitíkin hana og hún fór á þing. Ljósmynd/

Rannveig Guðmundsdóttir var dagmamma þegar hún skráði sig á forritunarnámskeið í Noregi á áttunda áratugnum. Hún fékk svo vinnu hjá Loftleiðum þar sem hún starfaði við forritun í fjögur ár.

Hari

J

ú, ég hugsa að ég hafi verið fyrsta konan á Íslandi til að starfa sem forritari,“ segir Rannveig Guðmundsdóttir, fyrrverandi alþingiskona, en löngu áður en tölvur ruddust inn á öll heimili lærði hún forritun í Noregi en þar bjó hún snemma á áttunda áratugnum. „Maðurinn minn var í námi á þessum árum og síðar fluttum við aftur út vegna vinnu hans. Mér fór þá að þykja leiðinlegt að hafa ekki menntað mig en ég var með tvö ung börn á þessum árum,“ útskýrir Rannveig og í samræðum milli þeirra hjóna kom upp þetta nýja fyrirbæri sem kallað var tölvur. „Honum þótti það gráupplagt fyrir mig af því að ég var svo góð í stærðfræði.“ Svo fór að Rannveig fann námskeið sem hún skráði sig á í Noregi. Þar var verið að kenna mjög sérhæft forritunarmál og þegar hún mætti á námskeiðið var hún spurð hvar hún ynni: „Dagmamma,“ svaraði hún og samnemendur hennar á námskeiðinu ráku öll upp stór augu og þögn sló á mannskapinn. Þarna var eingöngu fólk á námskeiði sem var sent á það af stórfyrirtækjum, allt fyrirtæki sem hún þekkti úr fjölmiðlum. „Þetta fór meira að segja þannig að ég fékk aldrei rukkun fyrir námskeiðið,“ segir Rannveig sem hefur alla tíð fundist líklegasta skýringin að aðstandendum námskeiðsins hafi fundist svo flott að hún, ung móðirin og dagmamman, hefði slegið til og farið á námskeið í forritum og því hafi þau gefið henni það. „Svo kom ég heim og réði mig í vinnu hjá Loftleiðum,“ heldur Rannveig áfram en meðfram vinnu sótti hún fleiri námskeið hjá IBM og starfaði hjá forritunardeild fyrirtækisins þar til pólitíkin gleypti hana seint á áttunda áratugnum og hún fór á þing. Og ertu þá svona tölvunörd fjölskyldunnar? Er alltaf kallað á þig þegar eitthvað klikkar? „Nei, alls ekki. Þegar ég var að vinna við þetta þá fylltu tölvurnar heilan sal. Diskarnir voru á stærð við tertudiska og hvert tæki minnti á fataskáp. Einn prentari var á við meðal flygil. Þetta var ótrúlega skemmtileg vinna og allt annað en þegar maður fékk PC-tölvu í hendurnar. Mér þótti þær strax frekar leiðinlegar. Það er ekki sama tilfinning sem fylgir þeim,“ segir Rannveig.

Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is

micHeL Hou eL L ebe c q

bókin sameinar á snilldarlegan hátt glæpasögu, örlagasögu einstaklings, lýsingu á sambandi föður og sonar og hárbeitta greiningu á þróun listheims og samfélags á 21. öld. Hlaut

Goncourtverðlaunin árið 2010, helstu bókmenntaverðlaun Frakklands

Heillandi

verðlaunabók „Frábær skáldsaga. Það er auðvelt að falla kylliflatur fyrir henni og engin ástæða til að neita sér um það.“ L i bé r at ion

„Flugeldasýning sem samanstendur af húmor, kaldhæðni og depurð.“ L e nou v e L ob s e rvat e u r

„Söguþráðurinn er fáránlegur, stríðnislegur og skemmtilegur í nokkurn veginn jöfnum hlutföllum.“ a n dr e w H us s e y / L i t e r a ry r e v i e w

www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu


64

Rautt – HHHHH – MT, Ftíminn Gulleyjan (Stóra sviðið)

Lau 6/10 kl. 14:00 9.k Lau 13/10 kl. 14:00 11.k Sun 7/10 kl. 14:00 10.k Sun 14/10 kl. 14:00 12.k Ævintýralegasta fjársjóðsleit allra tíma

Lau 20/10 kl. 14:00 13.k Sun 21/10 kl. 14:00 14.k

Á sama tíma að ári (Stóra sviðið og Hof)

Lau 6/10 kl. 19:00 3.k Lau 13/10 kl. 19:00 7.k Fös 2/11 kl. 20:00 í Hofi Lau 6/10 kl. 22:00 4.k Lau 20/10 kl. 19:00 8.k Lau 10/11 kl. 19:00 í Hofi Sun 7/10 kl. 20:00 5.k Lau 20/10 kl. 22:00 aukas Lau 17/11 kl. 20:00 9.k Fös 12/10 kl. 19:00 6.k Fim 1/11 kl. 20:00 í Hofi Hjartnæmur og bráðfyndinn gamanleikur. Sýnt í Hofi 1, 2 og 10 nóvember

Rautt (Litla sviðið)

Fös 5/10 kl. 20:00 11.k Fim 11/10 kl. 20:00 14.k Sun 14/10 kl. 20:00 17.k Lau 6/10 kl. 20:00 12.k Fös 12/10 kl. 20:00 15.k Fim 18/10 kl. 20:00 18.k Sun 7/10 kl. 20:00 13.k Lau 13/10 kl. 20:00 16.k Fös 19/10 kl. 20:00 19.k Margverðlaunað meistaraverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar

Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið)

Fös 5/10 kl. 20:00 13.k Sun 7/10 kl. 20:00 15.k Mið 10/10 kl. 20:00 17.k Lau 6/10 kl. 20:00 14.k Þri 9/10 kl. 20:00 16.k Fim 11/10 kl. 20:00 18.k Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Sýningum lýkur 11/10

Saga Þjóðar (Litla sviðið)

Fös 26/10 kl. 20:00 1.k Lau 10/11 kl. 20:00 6.k Lau 24/11 kl. 20:00 11.k Lau 27/10 kl. 20:00 2.k Sun 11/11 kl. 20:00 7.k Fim 29/11 kl. 20:00 12.k Fös 2/11 kl. 20:00 3.k Fös 16/11 kl. 20:00 8.k Fös 30/11 kl. 20:00 13.k Lau 3/11 kl. 20:00 4.k Lau 17/11 kl. 20:00 9.k Fim 6/12 kl. 20:00 14.k Fös 9/11 kl. 20:00 5.k Fös 23/11 kl. 20:00 10.k Fös 7/12 kl. 20:00 15.k Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum.

Gói og baunagrasið (Litla sviðið)

Sun 7/10 kl. 13:00 1.k Sun 14/10 kl. 13:00 2.k Leikhústöfrar með Góa og Þresti fyrir börn á öllum aldri

leikhús

Helgin 5.-7. október 2012

 Íslenski dansflokkurinn Frumsýnir ólík verk

Dansað um Hel og 20. öldina Vetrarstarf Íslenska dansflokksins hefst á föstudagskvöld þegar flokkurinn frumsýnir tvö ólík verk á Stóra sviði Borgarleikhússins. Áhorfendur mega því eiga von á að upplifa miklar andstæður þar sem dans, tónlist, myndlist og fleiri listgreinar renna saman og ögra skilningarvitunum. Hel haldi sínu er eftir franska danshöfundinn Jérôme Delbey. Í verkinu sækir hann innblástur í norræna goðafræði og fjallar um sköpun og endalok heimsins eins og þau birtast í hinum fornu norrænu trúarbrögðum. Delbey hannar einnig leikmynd og búninga en tónlist verksins er Vier letzte Lieder eða Fjögur síðustu ljóð eftir Richard Strauss sem fjalla um árstíðirnar og hina eilífu hringrás lífs og dauða.

Þá hljómar tónlist Önnu Þorvaldsdóttur einnig í verkinu. Cameron Corbett er einn reyndasti dansari Íslenska dansflokksins og hefur starfað hjá flokknum síðan 1997. Dansflokkurinn bað hann um að semja verk við John Cage til þess að heiðra hann á aldarafmæli hans. Cage er talinn eitt áhrifamesta tónskáld Bandaríkjamanna á tuttugustu öldinni og átti stóran þátt í þróun nútímadansins. Niðurstaðan varð verkið It is not a metaphor sem færir áhorfandann aftur til fortíðar þar sem Corbett sækir í ólík þemu og listbylgjur sem komu fram á 20. öldinni. Cameron hefur áður samið verk sem hafa verið sett upp af Íslenska dansflokknum og hann er einn af stofnendum Reykjavík Dance Festival.

 Leikdómur Á sama tíma að ári

Sun 21/10 kl. 13:00 3.k

Íslenski Dansflokkurinn: Októberuppfærsla (Stóra sviðinu) Fös 5/10 kl. 20:00 frums Sun 14/10 kl. 20:00 Sun 18/11 kl. 20:00 Fim 11/10 kl. 20:00 Sun 21/10 kl. 20:00 Sun 25/11 kl. 20:00 It is not a metaphor, Cameron Colbert og Hel haldi sínu, Jérôme Delbey

Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is

Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið)

Sun 7/10 kl. 14:00 9.sýn Sun 28/10 kl. 14:00 15.sýn Sun 2/12 kl. 14:00 Sun 7/10 kl. 17:00 10.sýn Sun 28/10 kl. 17:00 16.sýn Sun 2/12 kl. 17:00 Lau 13/10 kl. 14:00 aukas Sun 4/11 kl. 14:00 17.sýn Sun 9/12 kl. 14:00 Lau 13/10 kl. 17:00 aukas Sun 4/11 kl. 17:00 18.sýn Sun 9/12 kl. 17:00 Sun 14/10 kl. 14:00 11. sýn Sun 11/11 kl. 14:00 19.sýn Lau 29/12 kl. 14:00 Sun 11/11 kl. 17:00 20.sýn Lau 29/12 kl. 17:00 Sun 14/10 kl. 17:00 12.sýn Sun 18/11 kl. 14:00 21.sýn Sun 30/12 kl. 14:00 Lau 20/10 kl. 14:00 aukas Sun 18/11 kl. 17:00 22.sýn Sun 30/12 kl. 17:00 Lau 20/10 kl. 17:00 aukas Sun 25/11 kl. 14:00 Sun 21/10 kl. 14:00 13.sýn Sun 21/10 kl. 17:00 14.sýn Sun 25/11 kl. 17:00 Sýningar í desember komnar í sölu. Tryggið ykkur sæti því miðarnir fljúga út!

Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið)

Fös 5/10 kl. 20:30 10.sýn Lau 13/10 kl. 20:30 14.sýn Lau 6/10 kl. 20:30 12.sýn Sun 14/10 kl. 20:30 15.sýn Sun 7/10 kl. 20:30 13. sýn. Lau 20/10 kl. 20:30 16.sýn Frábær skemmtun! Takmarkaður sýningafjöldi!

Tveggja þjónn (Stóra sviðið)

Fös 12/10 kl. 19:30 frums Fim 1/11 kl. 19:30 6.sýn Fim 18/10 kl. 19:30 2.sýn Fös 2/11 kl. 19:30 7.sýn Fös 19/10 kl. 19:30 3.sýn Lau 3/11 kl. 19:30 8.sýn Fös 26/10 kl. 19:30 4.sýn Fim 8/11 kl. 19:30 9.sýn Lau 27/10 kl. 19:30 5.sýn Fös 9/11 kl. 19:30 10.sýn Óborganlega skemmtilegur nýr gamanleikur!

Sun 21/10 kl. 20:30 17.sýn Fim 25/10 kl. 20:30 18.sýn

Lau 10/11 kl. 19:30 11.sýn Fim 15/11 kl. 19:30 12.sýn Fös 16/11 kl. 19:30 13.sýn Lau 17/11 kl. 19:30 14.sýn

Guðjón Davíð Karlsson og Nína Dögg Filippusdóttir í Á sama að ári.

Ljóska með feit læri og kynóður karl Borgarleikhúsið frumsýndi um síðustu helgi Á sama tíma að ári. Þetta er í þriðja sinn sem sýningin er sett upp á Íslandi af miklu hæfileikafólki. Því miður eldist sagan illa og á ekki lengur erindi.

Á

Jónsmessunótt (Kassinn)

Fim 11/10 kl. 19:30 Frums. Fös 19/10 kl. 19:30 5.sýn Sun 28/10 kl. 19:30 9.sýn Fös 12/10 kl. 19:30 2.syn Lau 20/10 kl. 19:30 6.sýn Fös 2/11 kl. 19:30 10.sýn Lau 13/10 kl. 19:30 3.sýn Sun 21/10 kl. 19:30 7.sýn Lau 3/11 kl. 19:30 11.sýn Sun 14/10 kl. 19:30 4.sýn Lau 27/10 kl. 19:30 8.sýn Sun 4/11 kl. 19:30 12.sýn Meinfyndið nýtt íslenskt verk, svört kómedía beint úr íslenskum samtíma.

VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR Hverfisgötu 19

551 1200

leikhusid.is

midasala@leikhusid.is

Niðurstaða: Það vantar ekki hæfileikana á svið Borgarleikhússins en sagan er afleit og eldist illa.

 Á sama tíma að ári Leikstjórn: Sigurður Sigurjónsson og Bjarni Haukur Þórsson. Þýðing: Karl Ágúst Úlfsson. Leikmynd: Ásta Ríkharðsdóttir. Búningar: Stefanía Adolfsdóttir. Lýsing: Þórður Orri Pétursson og Garðar Borgþórsson. Leikarar: Guðjón Davíð Karlsson og Nína Dögg Filippusdóttir.

sama tíma að ári eftir Bernard Slade var frumsýnt í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi. Allt er þá þrennt er og nú við þriðju uppfærslu er verkið orðið að klassík í íslenskri leikhúsmenningu. Þá sérstaklega þar sem Bessi Bjarnason, Margrét Guðmundsdóttir, Tinna Gunnlaugsdóttir og Sigurður Sigurjónsson eru fulltrúar fyrri sýninga. Nú er því svo komið að samtími 21. aldarinnar fái að upplifa þetta verk sem sló svo rækilega í gegn þegar það var fyrst frumsýnt árið 1975. Í þetta skiptið er það fyrrnefndur Sigurður Sigurjónsson sem fer með leikstjórn ásamt Bjarna Hauki Þórssyni. Á sama tíma að ári fjallar um George (Guðjón Davíð Karlsson) og Doris (Nína Dögg Filippusdóttir) sem hittast á hótelherbergi árið 1951 og verða ástfangin. Þau taka ákvörðun um að halda sambandi sínu áfram þrátt fyrir að bæði séu gift fjölskyldufólk. Samskipti þeirra muni hins vegar aðeins fara fram einu sinni á ári í þessu sama hótelherbergi og spannar sagan 24 ár.

Staðalmyndir kynjanna

Inni í farsavæna hótelherberginu fór hins vegar fram einhver söguþráður sem mér fannst lítið til koma. Þar birtist fyrst treggáfuð Doris á miðþrítugsaldri sem hefur nær enga menntun og síðan George sem með dramatískri sjálfhverfni er svo einstaklega heillandi að Doris, ljóska með feit læri að eigin sögn, getur ekki annað en elskað hann. Honum þykir ekki mikið til skoðana

hennar koma en umkomuleysi hennar, lykkjufall og vandræðaleiki, gerir hana eftirsóknarverða í hans augum. Verkið er síðan þroskasaga þeirra beggja í takt við tímann en kjarninn týnist einhvers staðar á milli grunnhygginna hugmynda og einkennilegra samræðna. Í verkinu birtast þannig staðalmyndir kynjanna sem íslenskt samfélag hefur reynt að berjast gegn: karlmenn eru vitlausir og kynóðir og konur hugsa ekki um neitt annað en útlit og að vera samþykktar af karlmönnum. Því er spurningin að sýningu lokinni einfaldlega, af hverju Á sama tíma að ári?

Notalegt andrúmsloft

Hæfileikana vantaði hins vegar ekki á svið Borgarleikhússins. Þau Nína Dögg Filippusdóttir og Guðjón Davíð Karlsson stóðu sig einkar vel í hlutverkum sínum og uppskáru hlátrasköll nær alla sýninguna. Tónlist, dansatriði, sviðsmynd og búningar tónuðu vel saman í því að skapa notalegt andrúmsloft. Þegar umgjörð sýningarinnar er eins miklum hæfileikum gædd og raun bar vitni er það truflandi að fara ekki ánægð út úr leikhúsinu. Kennum Ameríkananum Bernard Slade bara um þetta.

Sólveig Sigurðardóttir ritstjorn@frettatiminn.is


u Síðunsgt ar! sýni

Hrífandi saga um þrá og eftirsjá

Margverðlaunað meistaraverk

„Leikræn og lipur fengitíð“

SGV, Mbl

EB, Fbl

„..leiksýning sem óhætt er að mæla með“

„Stundum gengur allt upp í leikhúsinu“

SGV, Mbl

MT, Fréttatíminn

„leikhús eins og best verður á kosið“

„ ... mæli með því að allir fari að sjá“

„Mjög merkilegt ferðalag. Brjálæðislega flott“

JBG, Fréttatíminn

LL, RÚV

Goddur, Djöflaeyjan

lau. sun. fim. fös.

29/9 kl. 20 30/9 kl. 20 4/10 kl. 20 5/10 kl. 20

UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT

lau. 6/10 kl. 20 sun. 7/10 kl. 20 þri. 9/10 kl. 20 mið. 10/10 kl. 20 fim. 11/10 kl. 20

UPPSELT UPPSELT örfá sæti UPPSELT UPPSELT

FÍTON / SÍA

Kveður 11/10 eftir yfir 50 uppseldar sýningar Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is

Skelltu þ ér í áskrift!

fös. 5/10 kl. 20 lau. 6/10 kl. 20 sun. 7/10 kl. 20 fim. 11/10 kl. 20 fös. 12/10 kl. 20

„Fagurlega unnið listaverk“

örfá sæti örfá sæti örfá sæti örfá sæti örfá sæti

ÁRJ, Víðsjá

lau. 13/10 kl. 20 sun. 14/10 kl. 20 fim. 18/10 kl. 20 fös. 19/10 kl. 20

örfá sæti UPPSELT örfá sæti UPPSELT


66

tónlist

Helgin 5.-7. október 2012

 Frumr aun Biggi Hilmars gefur út sólóplötuna All We Can Be

Einlægt uppgjör Bigga Þ

Biggi Hilmars gerði það gott með hljómsveitinni Ampop fyrir nokkrum árum. Eftir áralanga búsetu erlendis, þar sem hann var meðal annars á samningi hjá Universal, er hann kominn heim aftur og með fyrstu sólóplötu sína í farteskinu.

etta er mjög persónuleg plata. Ég syng um lífið, um vini mína, um fólk og staði sem hefur veitt mér innblástur,“ segir Biggi Hilmars tónlistarmaður sem í vikunni sendi frá sér fyrstu sólóplötu sína. Platan kallast All We Can Be og hefur Biggi unnið að henni síðustu þrjú ár. Biggi hefur verið búsettur erlendis síðustu átta árin með fjölskyldu sinni, konunni Maríu Kjartans og ellefu ára dóttur þeirra. Fyrst bjuggu þau í Glasgow en fluttu sig síðan yfir til London. Þar tók ferill Bigga sem tónlistarmanns stökk, hann var varla lentur í London þegar honum fóru að bjóðast verkefni. Hann samdi tónlist við kvikmyndir, auglýsingar og fyrir leikhús og komst á samning við Universal. „Það skiptir greinilega máli hvar maður leggur niður áruna sína,“ segir Biggi brosandi og sér ekki eftir að hafa flutt til London. Nú er Biggi og hans fólk hins vegar komið aftur heim og hann ætlar að fylgja plötunni eftir þó hann sinni enn verkefnum erlendis. „Ég tek forskot á sæluna á Íslandi og svo kemur í ljós hvenær platan kemur út erlendis. Ég er með umboðsskrifstofu

úti sem er að skoða útgáfumál fyrir mig. Nú er ég bara spenntur að fá að reyna mig hér heima með þessa plötu, að sinna þessu barni.“ Augljóst er að árin úti og vinnan þar hafa gert Bigga gott því platan er afar vel heppnuð. Hann hefur svosem alltaf kunnað að semja flottar melódíur og röddin var ekki slæm á Ampop-árunum. Nú er hins vegar eins og hann hafi stígið skrefi lengra en áður og greinilegt er að hann hefur legið lengi yfir útsetningunum. Til að mynda má greina áhrif frá Jeff Lynne og félögum ELO í minnst einu lagi og er þar ekki leiðum að líkjast. Eins og áður segir eru yrkisefni Bigga persónuleg á plötunni. Hann segist til að mynda fjalla um það hvernig er að búa erlendis í laginu Home. „Það lag var samið þegar við vorum nýflutt frá London til Parísar og vissum ekkert hvort það væri rétt skref. Það er nefnilega alltaf ákveðin togstreita að búa í útlöndum. Það er einhver spenna í manni en um leið gefur það manni orku,“ segir Biggi sem gerir upp við baráttu systur sinnar við krabbamein í laginu War Hero. „Hún er sannkölluð stríðshetja. Hún náði að jafna sig. Hún var með þriðja stigs krabbamein og það var eiginlega búið að afskrifa hana en hún náði að komast í gegn.“

Biggi Hilmars er fluttur heim eftir átta ára búsetu erlendis. Hann kom með sína fyrstu sólóplötu í farteskinu. Ljósmynd/María Kjartans

Útgáfutónleikar Bigga voru haldnir í gær, fimmtudagskvöld, í Fríkirkjunni. Biggi setti saman hljómsveit fyrir þá og væntanlega tónleika á Iceland Airwaveshátíðinni í næsta mánuði. Í hljómsveitinni eru trommarinn Hallgrímur Jón Hall-

grímsson, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari og Sigtryggur Ari Jóhannsson hljómborðsleikari auk strengjasveitar. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is

 Jakob Frímann Annasöm helgi www.sena.is/elly

HEIÐURSGESTIR

Raggi Bjarna, ason Jón Páll Bujanrndur ðm og Gu sson Steingrím

Píanóleikarinn getur gert ótal hluti í einu

ber

. okto’ 3 1 r a k i e l n ’ o ingart

Minn

T NIÐURH FRÍT SÆKTU AL

NÝJU ÚTGÁFUNA AF VEGIR LIGGJA

TIL ALLRA ÁTTA AL

ÓKEYPIS Á TÓNLIST.IS

FORSALA TÓNLEIKAGESTIR GETA TRYGGT SÉR

ÆVISÖGU ELLYJAR Í FORSÖLU Á TÓNLEIKUNUM

AÐEINS 8 DAGAR Í TÓNLEIKA KOMDU MEÐ Í ÓGLEYMANLEGT FERÐALAG TIL GULLALDARÁRANNA OG UPPLIFÐU ELLY Í MÁLI OG MYNDUM, LJÓSLIFANDI MINNINGUM SAMFERÐARFÓLKSINS OG AUÐVITAÐ TÓNLISTINNI SEM HÚN GAF OKKUR ÖLLUM.

ANDREA GYLFADÓTTIR · DIDDÚ · EIVÖR · ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR · GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR KRISTJANA STEFÁNSDÓTTIR · LAY LOW · RAGGA GÍSLA · SIGGA BEINTEINS BJÖRGVIN HALLDÓRSSON · EGILL ÓLAFSSON · GISSUR PÁLL GISSURARSON · STEFÁN HILMARSSON

UPPSELT Í A+ OG C SVÆÐI. ÖRFÁIR LAUSIR MIÐAR Í A OG B SVÆÐI. MIÐASALA Á MIÐI.IS Í SÍMA 540-9800

Svaraðu í símann, Frímann. Jakob fyrir 30 árum í Með allt á hreinu. Tónlistin úr myndinni kom nýlega út í viðhafnarútgáfu í tilefni afmælisins. Fyrsta upplag útgáfunnar inniheldur myndina á DVD.

Jakob Frímann Magnússon er hamhleypa til verka. Atvikin hafa hagað því þannig að umfangsmikil verkefni hrúgast yfir hann um helgina en hann fer léttleikandi í gegnum hasarinn. Á laugardaginn þyrfti hann helst að geta verið í tveimur sölum Hörpu í einu. Á meðan hann treður upp ásamt félögum sínum í Stuðmönnum í Eldborg verða Norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunin afhent í næsta sal. „Ég mun ná að ávarpa hópinn í hléi hjá okkur Stuðmönnum,“ segir Jakob. „Sigtryggur Baldursson sér um að stjórna veislunni og Björk mun annast afhendingu verðlaunanna sjálfra.“ Stuðmenn fagna því um þessar mundir að þrjátíu ár eru liðin frá frumsýningu kvikmyndarinnar Með allt á hreinu og því þótti ekki annað við hæfi en að

slá upp tónleikum. Eftirspurnin varð slík að hljómsveitin treður upp tvisvar á föstudag og síðan í tvígang á laugardaginn. „Þetta er kannski meira og þéttara en góðu hófi gegnir en er ekkert mál. Þetta er eins og að spila á píanó. Ef píanóið er partur af grunninum sem maður hefur í lífinu þá getur maður „múltítaskað“ út í eitt. Þá getur þú verið með tíu fingur og tíu tær í aðskildum verkefnum og allt lýtur stjórn þeirrar stjórnstöðvar sem Guð plantaði á milli eyrnanna á okkur, segir Jakob sem vill að píanóleikur verði skyldunám til þess að búa börn undir lífið og þjálfa þau í að gera margt í einu. „Ég er bara vanur þessu og þetta er minnsta mál, þökk sé þessum grunni. Ergo: Píanónám verði að lögboðinni grunnmenntun allra Íslendinga.“ -þþ


cw120327_brimborg_ma3_SKYNSAMLEGKAUP_auglblada_5x38_14092012_END2.indd 1

20.9.2012 17:59:17

Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050


68

dægurmál

Ásgeir Orri er tónlistarmaður og upptökustjóri í StopWaitGo. Hann og félagar hans flytja til Los Angeles á næstunni þar sem þeir ætla að reyna að koma sér á framfæri. Ljósmynd/Hari

Helgin 5.-7. október 2012

 Í takt við tímann Ásgeir Orri Ásgeirsson

Kærastan vill að ég hætti að klæða mig eins og unglingur Ásgeir Orri Ásgeirsson er 22 ára Valsari sem fluttist ungur í Fossvoginn. Hann er hluti af upptökuteyminu StopWaitGo sem hefur vakið mikla athygli í poppheiminum síðustu ár. Ásgeir og félagar flytjast á næstu vikum til Los Angeles þar sem þeir eru komnir með atvinnuleyfi og ætla að reyna fyrir sér í deild hinna stóru. Staðalbúnaður

Ég kaupi mikið af fötum í Topman, River Island, Zöru og Levi’s. Ég geng í Converse-skóm, með G-Shock-úr og nota oft húfur. Kærastan mín vill samt að ég hætti að klæða mig eins og unglingur. Hún fór eitthvað að tala um það eftir að byrjuðum að horfa á Suits. Kannski maður fari að skipta yfir í Boss eða Armani.

nýjum þáttum núna. Ég fer ekki mikið niður í bæ að djamma en þegar ég fer á barinn panta ég mér undantekningalaust bjór. Ég er voða illa að mér þegar kemur að börum, ég elti bara félagana á b5, English Pub eða Laundromat. Ég fylgist mikið með enska boltanum en fer aldrei á kaffihús. Mér bara dettur ekki í hug að fara á kaffihús og hanga, það er ekki til í minni orðabók.

í sumar notaði ég hjólaforritið Strava sem var gott til að fylgjast með árangrinum. Ég er á Twitter og nota það til að tékka á áhugaverðu fólki. Svo er ég auðvitað á Facebook, á 1.444 vini sem er auðvitað allt of mikið. Ég keypti mér Playstation-tölvu í fyrravetur og hef ekki farið úr henni síðan. Ég spila eiginlega bara FIFA.

Hugbúnaður

Vélbúnaður

Mér finnst mjög gaman að setjast niður og borða á Vegamótum. Ég er reyndar svo vanafastur að mér finnst ég hafa farið þangað síðustu fimmtíu skiptin sem ég hef borðað úti. Maður finnur sér bara góðan rétt og heldur sig við hann. Mér finnst líka fínt að borða á Eldsmiðjunni niður í bæ. Í sumar fór ég á Þjóðhátíð og í nokkrar útilegur. Eftirminnilegast var þegar ég tjaldaði uppi á einhverju fjalli með kærustunni, það var mikið ævintýri.

Ég fer oft í bíó og ég er alger þáttasjúklingur. Ég get valið nýja uppáhaldsþætti í hverri viku. Ef ég á hins vegar að velja svona almennt verð ég að nefna Parks and Recreation fyrir grínið og Breaking Bad fyrir dramað. Og svo kannski Dexter og Suits. Annars er ég einmitt að leita mér að

Ég er með fimmtán tommu Macbook Pro en er að fara að uppfæra í Retina Display. Ég verð líka að uppfæra úr iPhone 4 í iPhone 5. Ég ólst upp við PCtölvur en hef verið Mac-maður síðustu fjögur eða fimm árin. Ég er ekki mikið í tölvuleikjum í símanum, aðeins í Temple Run, en nota Instagram, skoða tölvupóstinn, fylgist með Billboard og

Aukabúnaður

 Bíó Comic-Con Episode IV: A Fan’s Hope



Nördar allra heima...

Félagsþroski stórs hluta mannkyns hefur tekið slíkum stökkbreytingum á liðnum árum að nú þykir ekki lengur hallærislegt að vera nörd. Eiginlega þykir það bara vera svolítið smart enda nördar upp til hópa ljúft og gott fólk, gáfað og mjög einbeitt og trúfast öllum krúttlegu dellunum sínum. Myndasöguráðstefnan ComicCon, sem haldin er árlega í San Diego í Bandaríkjunum, er fyrirheitna landið í hugum flestra nörda. Þar koma saman þekktir leikarar, myndasöguhöfundar, leikstjórar og aðdáendur þeirra tugþúsundum saman og njóta þess að nördast í öruggu umhverfi. Comic-Con er eins og risastór AA-fundur þar sem allt þetta fólk mætist á jafningjagrundvelli og samhæfir reynslu sína, styrk og vonir fordómalaust. Þarna eru allir vinir og meira að segja Trekkarar og Star Wars-lúðar geta gengið um draumaveröldina hönd í hönd. Nördar eru friðsamlegt fólk sem ætti auðvitað að stjórna heiminum. Á Comic-Con er höndlað með myndasögur, kvikmyndafyrirtæki kynna væntanlegar nörda-myndir, kaupir og selur leikföng sem það mun aldrei taka úr umbúðunum. Fólk mætir í grímubúningum og reynir að koma sér á framfæri og fá tækifæri til þess að fá störf hjá af-

þreyingarrisum sem í raun stjórna lífi þess. Morgan Spurlock gefur okkur bráðskemmtilega innsýn inn í nördaheimana og þessa mögnuðu samkomu í heimildarmyndinni ComicCon Episode IV: A Fan's Hope. Þarna tjá nördarnir sig auk allra helstu kempnanna í myndasögu- og kvikmyndabransanum og einhvern veginn er það fullorðnum manni eins og mér huggun og réttlæting að menn á borð við Eli Roth og Guillermo del Toro eigi enn nördaleikföng æsku sinnar, skammist sín ekkert fyrir það og séu enn að safna. Þegar maður horfir á þessa mynd finnur maður áþreifanlega fyrir því að maður er ekki einn í heiminum Spurlock vakti fyrst verulega athygli með myndinni Supersize Me þar sem hann nánast át sig í hel með stórum Mc Donalds-máltíðum. Hann á það til að vera of áberandi og þreytandi í myndum sínum en hér stígur hann blessunarlega til hliðar og leyfir nördunum að eiga sviðið. Styrkur myndarinnar liggur síðan fyrst og fremst í því að hann einblínir ekki aðeins á Comic-Con heldur fylgir nokkrum lúðum eftir og segir sögur þeirra sem eru fyndnar, fallegar, dálítið átakanlegar en fyrst og fremst sannar. Eins og nördar eru almennt.  Þórarinn Þórarinsson


ENNEMM / SÍA / NM51624

Ljósnetið er kraftmeiri tenging fyrir íslensk heimili

Vinsælasta leiðin

40GB

80GB

140GB

Mánaðarverð

4.690 kr.

Mánaðarverð

Mánaðarverð

Mánaðarverð

Kynntu þér áskriftarleiðirnar á siminn.is eða í 800 7000.

G

5.690 kr.

Mb

• 80

Mb

G

6.790 kr.

• 140

G

• 40

51 02

Mb

B

10GB

G

B

Ljósnet 4

• 10

B

Ljósnet 3

B

Ljósnet 2

Mb

51 02

Ljósnet 1

51 02

Með Ljósnetstengingu opnast margvíslegir möguleikar. Meiri hraði, meiri flutningsgeta, allt að fimm háskerpumyndlyklar og öll nettengd tæki fjölskyldunnar í öruggu sambandi. Notaðu kraftinn í Ljósnetinu eins og þér finnst skemmtilegast!

50

Þú finnur kraftinn þegar Ljósnetið er komið

8.090 kr.

Ljósnetið er allt að 50 Mb/s


70

dægurmál

Helgin 5.-7. október 2012

 K affi ást Högni og Elena létu dr auminn r ætast

Ástfangin á Kaffi Ást Kolbrún Pálsdóttir kolbrun@ frettatiminn.is

„Ástin er sérstakt fyrirbæri og það er gott að elska,“ segir Högni Gunnarsson, eigandi kaffihússins Kaffi Ást sem opnaði á Akranesi í byrjun júní á þessu ári. Staðurinn stendur undir nafni og er þetta hlýlegur staður þar sem ástin ríkir innandyra. Heimabakaðar kökur, sem oft eru hjartalaga og fullar af ást, eru á boðstólum, ásamt hefðbundnum mat á borð við hamborgara, samlokur og sushi. „Andrúmsloftið hérna er heimilislegt og við leggjum okkur fram með að koma veitingunum frá okkur af mikilli ást. Óhefðbundnar innréttingar eiga einnig stóran hlut í einstakri upplifun viðskiptavinarins, en innréttingarnar eru sérsmíðaðar af okkur hjónum.“ Síðastliðin 25 ár hefur Högni unnið hjá Loftorku á Akranesi og fannst honum orðið tímabært að sinna

draumum eiginkonunnar. „Í fyrstu ætluðum við að opna gallerí með verkum konu minnar, Elenu Kozlova, en sáum svo fram á að við myndum ekki lifa á því einu og sér. Þannig kviknaði hugmyndin að kaffihúsinu sem við opnuðum ásamt galleríinu. Hugmyndin að nafninu kom svo síðar meir og þar sem ég elska kaffi og elska að elska, þá var þetta tilvalið nafn.“ Galleríið á Kaffi Ást samanstendur af fjölbreyttum verkum Elenu, bæði málverkum sem hanga á veggjunum og skartgripum sem unnir eru úr steinum. „Við erum dugleg að fara upp á fjöll og tína steina þegar við eigum frí og hjálpumst svo að við að slípa þá og saga. Úr þeim vinnur Elena svo skartgripina.“

Létt leið úr skugga holdsins Vinsældir „mömmuklámbókarinnar“ 50 gráir skuggar hafa vart farið fram hjá mörgum. Bókin trónir á metsölulistum víða um heim og selst eins og heitar lummur á Íslandi. Þeir sem sjá í þessu merki um hnignandi siðgæði geta huggað sig við að bókin Létta leiðin, eftir Ásgeir Ólafsson, hélt skuggunum í öðru sæti á sölulista Eymundsson í síðustu viku. Í bókinni kynnir Ásgeir hugmyndir sínar um hvernig má ná af sér óþarfa kílóum á þægilegan hátt. Bókin hefur selst vel og þriðja prentun er væntanleg þannig að hér er ef til vill vísbending um að Íslendingar hafi ekki síður áhuga á því að losna við holdið frekar en einungis að velta sér upp úr því.

Catalinu líst illa á Sérstök sakamál

Hvað er málið? Í kvöld fer í loftið á Rás 1 nýr unglingaþáttur þar sem fjallað verður um kvikmyndir, bækur, tónlist, tækni, menningu og allt það sem unglingar hafa áhuga á. Þátturinn heitir Hvað er málið? og dagskrárgerðin er í höndum unglinga á aldrinum fjórtán til fimmtán ára en kynnar og umsjónarmenn þáttarins eru Valtýr Örn Kjartansson og Ugla Collins. Þá verða Ágúst Elí Ágústsson og Ari Páll Karlsson með regluleg innslög um kvikmyndir og fleira, en þeir eru jafnframt hluti af JÁ Myndum sem hafa gert mörg vinsæl myndbönd á YouTube, þar á meðal Jokevision og USB vandræði.

Skjár einn ætlar síðar í þessum mánuði að endurvekja hina vinsælu sjónvarpsþætti Sönn íslensk sakamál. Fyrsti þátturinn fjallar um morðið og leitina að Sri Rahamawati en flest málin eru nýleg. Einn þátturinn fer yfir mál Catalinu Mikue Ncogo sem vakti mikla athygli þegar upp komst um umfangsmikla vændisstarfsemi hennar. Máli hennar lauk þegar hún fékk fangelsisdóm fyrir hórmang og fleiri brot. Hún hefur setið af sér dóminn og kærir sig lítið um að mál hennar verði rifjað upp enda hafi hún fengið nóg af því að vera í kastljósi fjölmiðla og milli tannanna á fólki.

Högni og Elena reka Kaffi Ást á Akranesi. Þau sérsmíðuðu og hönnuðu innréttingarnar á kaffihúsinu.

 Dans, dans, dans Hanna Rún og Siggi snúa aftur

Stíga fyrstu sporin eftir blóðtappa Sigga Dansparið öfluga Hanna Rún Óladóttir og Sigurður Þór Sigurðsson vakti mikla athygli þegar það steig funheita sömbu í sjónvarpsþættinum Dans, dans, dans í fyrra. Samban skilaði þeim öðru sætinu í þættinum. Sigurður fékk blóðtappa í apríl og þau hafa því ekkert getað dansað í hálft ár en ætla engu síður að taka aftur þátt í Dans, dans, dans. Og nú á að dansa til sigurs.

Hann er búinn að vera ofboðslega duglegur. Hann er líka ofvirkari en allt og á erfitt með að vera kyrr.

V

ið ætlum að taka þátt aftur. Við enduðum í öðru sæti í fyrra og ætlum að vinna núna,“ segir Hanna Rún sem er svo margfaldur Íslandsmeistari í samkvæmisdönsum að vart verður komið tölu á alla þá titla sem hún hefur hlotið. „Við dönsuðum sömbu í fyrra þannig að núna ætlum við að sýna eitthvað allt annað svo fólk sjái nú að samban er ekki það eina sem við kunnum.“ Hanna Rún og Sigurður hafa dansað saman lengi og keppt á fjölda stórmóta í útlöndum og Hanna segir að með réttu ættu þau að vera á lista yfir 50 bestu samkvæmisdanspörin i heiminum en kostnaðurinn við ferðalög á stór stigamót hafi haldið þeim niðri. Sigurður fékk síðan blóðtappa í vor og þau óvæntu veikindi settu keppnisáætlun parsins fyrir árið algerlega úr skorðum. „Siggi fékk blóðtappa í apríl og mátti ekkert gera. Hann var á gjörgæslu heillengi og ég gisti hjá honum á meðan hann lá þar og við höfum ekkert getað dansað fyrr en núna. Við misstum af öllum mótum. Heimsmeistaramótinu, heimsbikarmótinu, Evrópumeistaramótinu, Evrópubikarmótinu og öllum þessum stærstu mótum sem við áttum að fara á,“ segir Hanna Rún og bætir við að Dans, dans, dans gefi þeim því kærkomið tækifæri til þess að byrja aftur. „Þegar við fréttum að Dans, dans, dans yrði aftur á dagskrá fannst okkur tilvalið að skrá okkur aftur til leiks. Læknarnir vildu ekki leyfa Sigga að fara á mót en gáfu grænt ljós á Dans, dans, dans vegna þess að það er allt öðruvísi. Á mótum dönsum við kannski fimmtíu dansa á einum degi en það er allt annað að dansa atriði sem er ein og hálf til tvær mínútur.“ Hanna Rún segir þau ekki hafa

Hanna Rún mætir örugg til leiks í Dans, dans, dans þótt hún og Sigurður hafi ekki getað dansað saman í hálft ár. „Þetta var líka svo skemmtilegt í fyrra og fólkið sem vinnur við þáttinn alveg frábært. Ég var farin að sakna þeirra og það er ótrúlega gaman að sjá þau öll aftur.“ Ljósmynd/Hari

viljað gera mikið með blóðtappa Sigurðar vegna þess að „við viljum enga vorkunn og samúðarstig. Við viljum fá atkvæði fyrir að vera bestu dansararnir.“ Þegar Hanna Rún og Sigurður stigu á svið í prufunum fyrir Dans, dans, dans á dögunum var liðið hálft ár upp á dag frá því þau dönsuðu síðast saman. „Við þóttum bara ferskari og kraftmeiri en síðast ef eitthvað er. Kannski vegna þess að við erum orðin svo ótrúlega hungruð núna. Við vorum náttúrlega búin að vera að æfa og keppa í svaka törn þegar við tókum þátt í fyrra þannig að það var komin pínu þreyta í okkur. Við erum kannski ferskari núna og gleðin skín meira í gegn.“ Hanna Rún segir dansfélagann vera í merkilega góðu formi

miðað við það sem á undan er gengið. „Hann er búinn að vera ofboðslega duglegur. Hann er líka ofvirkari en allt og á erfitt með að vera kyrr þannig að hann er búinn að vera að stelast í ræktina og til þess að hlaupa þótt hann hafi ekki mátt það vegna þess að hann er á blóðþynnandi lyfjum. Við erum í góðu formi og vorum alveg til í þetta og getum ekki beðið eftir að þetta fari almennilega í gang.“ Fyrsti þáttur Dans, dans, dans verður sýndur í Ríkissjónvarpinu þann 20. október. Þá verður sýnt frá áheyrnarprufunum en ballið byrjar síðan fyrir alvöru í beinni útsendingu viku síðar. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


Stórhljómsveit Frostrósa • Söngsveitin Fílharmonía • Stúlknakór Reykjavíkur • Íslenski gospelkórinn • Gospelraddir Domus Vox Stjórnandi: Árni Harðarson • Tónlistarstjóri: Karl Olgeirsson • Þór Breiðfjörð • Gréta Salóme • Eyþór Ingi • Jóhann Friðgeir Vala Guðna • Hera Björk • Ragga Gröndal • Erna Hrönn • Stefán Hilmarsson • ásamt Heiðu Ólafs og fleiri gestum

Eldborg í Hörpu

Hofi Akureyri

15. des. kl. 15:00, 19:00 & 22:30

Ljósmyndir: Gassi.is

Myndvinnsla: Oloferla.is

Grafísk hönnun: Bjarni - nothing.is

8. des. kl. 19:00 & 22:30 9. des. kl. 16:00 & 20:00

Midi.is, Harpa.is og í s. 528 5050

Menningarhus.is og í s. 450 1000

Fylgstu með og upplifðu frostrosir.is /frostrosir


Hrósið...

HE LG A RB L A Ð

... fær Sigurður G. Valgeirsson, almannatengill og fyrrverandi ritstjóri Dagsljóssins, sem átti léttleikandi og skemmtilega innkomu í Kiljuna í vikunni. Hann er einn þeirra fimm sem fengin hafa verið til þess að fylla skarð Páls Baldvins Baldvinssonar og skilaði sínu með slíkum sóma að það er eins og hann hafi aldrei horfið af skjánum.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is  Bakhliðin Berghildur Erla Bernharðsdóttir

RÚMFATALAGERINN BÝÐUR UPP Á MIKIÐ ÚRVAL AF SÆNGURVERASETTUM! JERSEY tEYgJulök Mjög góð teygjulök. Efni: 100% bómull. Nokkrir litir. Ath. sumir litir eru ekki fáanlegir í öllum stærðum. Dýpt í öllum stærðum: 45 sm. Stærðir: 90 x 200 sm. 1.995 120 x 200 sm. 2.295 140 x 200 sm. 2.495 180 x 200 sm. 2.995

1643300

Eldklár og hjartahlý

SPARIÐ

500

Aldur: 44 ára. Starf: Verkefnastýra á Höfuðborgarstofu og kynningarstýra hjá SANS Búseta: Ólafsgeisli í Grafarholti Maki: Edvard Börkur Edvardsson, framkvæmdastjóri hjá Ölgerðinni Foreldrar: Sigurbjörg Steinþórsdóttir og Bernharð Steingrímsson Menntun: BA í félags- og viðskiptafræði, MA í blaða- og fréttamennsku og burtfararpróf í söng. Fyrri störf: Frétta- og dagskrárgerðarkona á RÚV, ritstýra, kynningarfulltrúi stjórnlagaráðs og verkefnastýra. Áhugamál: Tónlist, hreyfing, útivist og lýðræðisumbætur. Stjörnumerki: Vatnsberi Stjörnuspá: „Það er auðvelt að nálgast þig. En það er óþarfi að vorkenna sér, þótt ekki sé unnt að kaupa alla hluti,“ segir í stjörnuspá Morgunblaðsins.

H

ún er bara alveg yndisleg manneskja í alla staði, hún Bebbí. Alveg eldklár og skemmtileg,“ segir Sigurjóna Frímann, æskuvinkona Berghildar. En þær tvær hafa verið vinkonur frá sex ára aldri. „Sko, hún hefur magnaða kímnigáfu, er mikill vinur vina sinna, ofurmóðir og dýravinur og það skiptir engu máli hvað hún tekur sér fyrir hendur, konan getur bara allt.“ Undir þetta tekur eiginmaður Berghildar, Edvard Börkur Edvardsson, og bætir við að hún sé einnig ótrúleg keppnismanneskja. „Hún er algjörlega óhrædd við að takast á við nýja hluti og er fylgin sér. Hún er ótrúlega hjartahlý og skemmtileg. Þetta er stóra ástin í lífi mínu.“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir er kynningarmálastýra fyrir samtök um nýja stjórnarskrá. Samtökin sjá um að kynna fyrir almenningi frumvarp til nýrrar stjórnarskrár og hvetja til kosningaþátttöku 20. október. Vefsíða samtakanna er sans.is en þar má nálgast allar upplýsingar um kosningarnar.

ULLARKÁPUR OG JAKKAR

STÆRÐ: 90 X 200 SM.

1.995

25% AFSLÁTTUR

MOLLIE FULLT VERÐ: 1.995

1.495

1107280 1250280

1242080

1224380

KREP

MOllIE SænguRvERaSEtt Efni: 100% polyestermíkrófíber. Stærð: 140 x 200 sm. og koddaver 50 x 70 sm. Fæst í 2 fallegum litum.

SPARIÐ

1000

1237880

SANJA

1200580

FULLT VERÐ: 3.995

2.995 2.995 2.995

SanJa SISSY SænguRvERaSEtt SænguRvERaSEtt Efni: 100% gæðabómull. Efni: 100% bómullarsatín. Lokað að neðan með smellum. Lokað að neðan með tölum. 140 x 200 sm. og 50 x 70 sm. 140 x 200 sm. og 50 x 70 sm.

3.495

2.995

cathRInE SænguRvERaSEtt Efni: 100% egypsk bómull. Lokað að neðan með tölum.

hulDa SænguRvERaSEtt Flott sængurverasett með blómamunstri. Stærð: 140 x 200 sm. og koddaver 50 x 70 sm. Efni: 100% bómull, lokast að neðan með tölum.

SIRID 3.495 2.495

aIlI SænguRvERaSEtt Efni: 100% bómullarkrep. Lokað að neðan með tölum. 140 x 200 sm. og 50 x 70 sm.

FULLT VERÐ: 4.495

HULDA

IDun 3.995 2.995

AILI

SPARIÐ ALLT AÐ

2000 JOnka 3.495 2.495

bEnJa 3.995 2.995

pERla 3.995 2.995

alEtta 3.995 2.995

lEnDa 6.995 4.995

cathY 3.995 2.995

SænguRvERaSEtt Efni: 100% bómull. Stærð: 140 x 200 sm. og 50 x 70 sm.

VERÐ NÚ FRÁ:

EYTT FJÖLBR AL ÚRV 1123080

1235780

1210680

1128780

1218480

1250280 1128180

1221780

1133480

2.495

5 okt 2012  

Frettatiminn, news, newspaper, media, iceland

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you