Fréttabréf stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum

Page 1

1. tbl. 27. árgangur • Febrúar 2016

Fréttabréf stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum


FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

Forsíðumynd Forsíða Sigurður Eyvald Reynisson sem ættaður er úr Brekku í Aðaldal starfar hjá verktakanum LNS Saga á Þeistareykjum.

Uppbygging hafin á Bakka

Víða framkvæmdir í bænum

Óhætt er að segja að víða séu miklar framkvæmdir í gangi á Húsavík. Í því sambandi má geta þess að Olís stendur fyrir miklum breytingum á húnsæði fyrirtækisins á Húsavík. Verið er að stækka verslunina um helming auk þess sem aðstaða fyrir gesti utanhús verður með miklum ágætum með útsýni yfir Skjálfanda og höfnina en verönd verður byggð við vesturhliðina. Reiknað er með að allt verði klárt með vorinu. Vigfús Leifsson og fleiri góðir menn hafa komið að verkinu.

Flokkur manna frá verktakafyrirtækinu LNS Saga eru byrjaðir að reisa verksmiðjuna á Bakka sem samanstendur af nokkrum byggingum. Eftirlitsfulltrúi stéttarfélaganna var á staðnum í síðustu viku og tók þessar myndir við það tækifæri:

Ráða starfsmann í eftirlit

Aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík hafa ákveðið að ráða starfsmann í eftirlitsstörf með framkvæmdunum er tengjast uppbyggingunni á Bakka við Húsavík. Til greina kemur að verkkaupar á svæðinu komi að ráðningunni. Starfsmanninum er jafnframt ætlað að sinna reglubundnu vinnustaðaeftirliti ekki síst í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Því miður hafa alltof mörg mál komið inn á borð stéttarfélaganna er tengjast brotum á launakjörum starfsmanna. Frá síðasta sumri hafa félögin orðið að skipta sér að málefnum 60 einstaklinga sem ekki fengu laun samkvæmt íslenskum lágmarkskjörum. Aðallega er um að ræða erlend fyrirtæki sem starfa í skjóli íslenska fyrirtækja í byggingar- og matvælaiðnaði sem virða ekki íslenska kjarasamninga. Þá eru einnig mál til skoðunar sem tengjast ferðaþjónustunni á svæðinu. Með ráðningunni er hugmyndin að stórbæta eftirlitið á félagssvæðinu, ekki síst með þeim fyrirtækjum sem virðist fyrirmunað að virða lög og reglur á íslenskum vinnumarkaði. Sjá má auglýsingu um starfið í Fréttabréfinu.

Stuð hjá eldri borgurum

Eldri borgarar á Húsavík hafa haft aðgengi að félags­ aðstöðu stéttar­ félaganna í vetur fyrir minigolf, það er að efri hæðinni að Garðarsbraut 26. Hér er verið að tala um hæðina fyrir ofan Skrifstofu stéttarfélaganna. Ljós­myndari heima­ síð­ unnar leit við hjá félögunum um daginn sem voru í miklu stuði enda keppnis­­skapið til staðar auk þess sem mini­golfið er skemmti­ leg af­ þreying.

Traust fyrirtæki kalla eftir auknu eftirliti stéttarfélaganna, ekki síst þar sem svört atvinnustarfsemi grefur undan heiðarlegri starfsemi fyrirtækja. Almennt séð standa fyrirtæki sig vel í Þingeyjarsýslum en því miður eru samt sem áður alltof mörg fyrirtæki sem reyna að fara í kringum lög og reglur með undanskotum. Þá má geta þess að ASÍ mun á næstu vikum hefja átak gegn svarti atvinnustarfsemi, mannsali og undirboðum í samstarfi við opinberrar stofnanir sem koma að þessum málum s.s. Ríkisskattstjóra. ÚTGEFENDUR: Þingiðn, félag iðnaðarmanna, Starfsmannafélag Húsavíkur, Framsýn- stéttarfélag, Verkalýðsfélag Þórshafnar. Garðarsbraut 26 • 640 Húsavík • Sími 464 6600 • Fax 464 6601 • e-mail: kuti@framsyn.is • Heimasíða: www.framsyn.is • ÁBYRGÐARMAÐUR: Aðalsteinn Á Baldursson Fréttabréfið er skrifað 10. febrúar 2016 og gefð út í 2000 eintökum. HÖNNUN/UMBROT: Skarpur, Húsavík. PRENTUN: Ásprent, Akureyri.


FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

Framsýn styrkir Umf. Eflingu

Framsýn hefur gengið frá samningi við Umf. Eflingu um stuðning við rekstur félagsins sem sambærilegum hætti og aðilar gerðu með sér á síðasta ári. Þá kom Framsýn að því að kaupa keppnisbúninga fyrir félagið. Jóna Matthíasdóttir formaður Deildar verslunarog skrifstofufólks innan Framsýnar og Andri Hnikarr Jónsson formaður Eflingar handsala hér samninginn milli félaganna.

Jóna kjörin formaður

Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar var haldinn fimmtudaginn 28. janúar. Þrátt fyrir frekar dræma mætingu voru góðar umræður um kjaramál, verslun og þjónustu á Húsavík sem var umræðuefni kvöldsins. Gestur fundarins var Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar sem fór yfir nýjan kjarasamning sem nýverið var undirritaður og er um þessar mundir í atkvæðagreiðslu. Hann kynnti einnig fyrirhugaðar breytingar Samkaupa á Húsavík en á vordögum munu þeir opna endurbættar verslanir undir merkjum Nettó (áður Úrval) og Kjörbúðar (áður Kaskó). Stjórnarkjör fór fram á fundinum og er stjórn deildarinnar þannig skipuð: Jóna Matthíasdóttir formaður, Jónína Hermannsdóttir og Birgitta Bjarney Svavarsdóttir og í varastjórn sitja Emilía Aðalsteinsdóttir og Þórunn Ágústa Kristjánsdóttir.

Samkaup svarar kalli heimamanna

Samkaup hefur ákveðið að ráðast í verulegar breytingar á verslunum keðjunnar á Húsavík, það er Úrval og Kasko. Verslunin Úrval verður að Nettó verslun sem mun leggja mikið upp úr góðri þjónustu og lágu vöruverði. Á næstu vikum verður ráðist í umfangsmiklar breytingar á versluninni og á þeim að vera lokið 18. mars. Þá mun opna ný og glæsileg verslun sem verður opin alla daga frá kl. 10:00 til kl. 19:00. Kaskó hefur ekki fengið nýtt nafn en versluninni verður breytt verulega og gerð aðgengilegri en hún er í dag, ekki síst með þarfir bæjarbúa í huga og annarra gesta sem leið eiga um Húsavík Flottar konur, formaður og varaformaður Deildar verslunar- og skrifstofufólks ekki síst ferðamanna. Þá verður hægt að fá sér kaffisopa og njóta veitinga innan Framsýnar, Jóna og Jónína. í versluninni með útsýni yfir höfnina. Opnunartími verslunarinnar verður langur eða frá 08:00 til 22:00 alla daga. Full ástæða er til að fagna þessum áformum Samkaupa sem funduðu með fulltrúum Framsýnar á dögunum um ákvörðun keðjunnar að ráðast í verulegar breytingar á Húsavík.

Menn voru nokkuð ánægðir með fundinn eins og þessi mynd ber með sér.

Falur J. Harðarson starfsmannastjóri og Gísli Gíslason rekstrarstjóri Samkaupa komu við á Skrifstofu stéttarfélaganna til að ræða hugmyndir fyrirtækisins að efla verslunarrekstur á Húsavík. Með þeim á myndinni eru Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar og Jónína Hermannsdóttir varaformaður Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar.

Samfélag rís á Bakka

Um þessar mundir er verið að reisa vinnubúðir fyrir um 400 manns í Bakka. Eftirlits­­full­trúi stéttar­félag­anna fór í heim­sókn til starfsmanna Bygginga­­fyrir­­tækisins Sand­fells ehf. sem sjá um að reisa vinnu­­búðirnar sem saman standa af svefn­skálum, mötu­neyti, tómstundarými og skrifstofuhúsnæði. Helgi Svein­ björns­son og Hjörleifur Steinsson eru hér á mynd en þeir sögðu verkið ganga vel en vöntun væri bæði á smiðum og eins byggingaverkamönnum.

Atkvæðagreiðsla í gangi

Félagsmenn Framsýnar og Verka­ lýðsfélags Þórshafnar eiga að hafa fengið kjörgögn í hendur til að greiða atkvæði um ný­gerðan kjarasamning Samtaka atvinnu­ lífsins og aðildarfélaga Alþýðu­ sam­ bands Íslands. Um er að ræða félagsmenn þessara félaga sem starfa eftir kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins annars vegar og Starfs­greina­sam­bands Íslands og Lands­ sambands ísl. verslunar­ manna hins vegar. Félags­menn sem fá ekki kjör­gögn í hendur, en telja sig hafa kjörgengi, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofur félaganna. Atkvæðagreiðsla hefst kl. 08:00 þann 16. febrúar og stendur til hádegis þann 24. febrúar. Framsýn, Verkalýðsfélag Þórshafnar. Febrúar 2016 3


FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

Auglýsing um kjör í stjórnir, ráð og nefndir á vegum Framsýnar árin 2016-2018

Aðalstjórn:

Formaður: Aðalsteinn Árni Baldursson Skrifstofa stéttarfélaganna Varaformaður: Ósk Helgadóttir Stórutjarnaskóli Ritari: Jóna Matthíasdóttir Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga Gjaldkeri: Jakob Hjaltalín Olís Meðstjórnendur: Svava Árnadóttir Norðurþing – Raufarhöfn Torfi Aðalsteinsson Jarðboranir Sigurveig Arnardóttir Dvalarheimilið Hvammur Varastjórn: Agnes Einarsdóttir Hótel Laxá Dómhildur Antonsdóttir Sjóvá Einar Friðbergsson Borgarhólsskóli Gunnþórunn Þorgrímsdóttir Grænuvellir María Jónsdóttir Reykfiskur Þórir Stefánsson Vegagerðin Trúnaðarmannaráð: Aðalsteinn Gíslason Reykfiskur Daria Machnikowska Viðbót Edílon Númi Sigurðarson GPG Fiskverkun– Raufarhöfn Eysteinn Heiðar Kristjánsson Heilbrigðisstofnun Norðurlands Guðmunda Steina Jósefsdóttir Heilbrigðisstofnun Norðurlands Guðný Grímsdóttir Útgerðarfélag Akureyringa Kristín Eva Benediktsdóttir Íslandsbleikja Kristján Þorvarðarson HB – Grandi Ragnhildur Jónsdóttir Norðurþing Sigrún Arngrímsdóttir Húsmóðir Sverrir Einarsson GPG – Húsavík Valgeir Páll Guðmundsson Sjóvá Þórdís Jónsdóttir Þingeyjarskóli Laganefnd: Þráinn Þráinsson Olís Ósk Helgadóttir Ölver Þráinsson Norðlenska Agnes Einarsdóttir

Kjörstjórn: Svala Björgvinsdóttir Þórður Adamsson Varamenn: Birgitta Bjarney Svavarsdóttir Garðar Jónasson Skoðunarmenn reikninga: Þorsteinn Ragnarsson Pétur Helgi Pétursson Varamaður: Rúnar Þórarinsson

4

Febrúar 2016

NAÐAR

M

ÞINGIÐN

G

U

N

M

A

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar

G

STARFSMANNAFÉLAG HÚSAVÍKUR NN

Heimilt er hverjum fullgildum félaga að koma með breytingartillögur um félaga í einstakar trúnaðarstöður eða koma fram með nýja heildartillögu um skipan félaga í trúnaðarstöður fyrir næstu starfsár. Breytingartillögu skal fylgja skriflega heimild frá þeim, sem stungið er upp á og meðmæli a.m.k. 40 fullgildra félagsmanna. Nýjum heildartillögum þurfa að fylgja skrifleg meðmæli a.m.k. 80 fullgildra félagsmanna. Skylt er að koma breytingartillögum til Skrifstofu stéttarfélaganna, Garðarsbraut 26, Húsavík fyrir 20. febrúar 2016. Kosningar fara fram í samræmi við reglugerð ASÍ um allsherjaratkvæðagreiðslur.

Afsláttarmiðar í leikhús A

Fulltrúar Framsýnar í 1. maí nefnd: Aðalsteinn Árni Baldursson Svava Árnadóttir Varamenn: Valgeir Páll Guðmundsson Jóna Matthíasdóttir

Börn og unglingar á Húsavík og nærsveitum komu við á Skrifstofu stéttarfélagana á öskudaginn og tóku lagið. Sjá má fleiri myndir á heimasíðu stéttarfélagsins á framsyn.is.

L

Siðanefnd: Ari Páll Pálsson, formaður Þóra Jónasdóttir Fanney Óskarsdóttir Varamenn: Friðrika Illugadóttir Friðrik Steingrímsson

I Í Þ

Stjórn orlofssjóðs: Kristbjörg Sigurðardóttir Örn Jensson Ásgerður Arnardóttir Varamenn: Þráinn Þráinsson Svava Árnadóttir Stjórn vinnudeilusjóðs: Ósk Helgadóttir Jakob Hjaltaín Kjartan Traustason Varamenn: Gunnar Sigurðsson Guðný Þorbergsdóttir

Torfi Aðalsteinsson Varamenn: María Jónsdóttir Sigrún Arngrímsdóttir

A

Stjórn fræðslusjóðs: Gunnþórunn Þorgrímsdóttir Jakob Hjaltalín María Jónsdóttir Varamenn: Aðalsteinn Gíslason Ragnhildur Jónsdóttir

Sungið og spilað á Öskudaginn

FÉL

Stjórn sjúkrasjóðs: Aðalsteinn Árni Baldursson (sjálfkj.) Einar Friðbergsson Dómhildur Antonsdóttir Varamenn: Ósk Helgadóttir (sjálfkj.) Jónína Hermannsdóttir Guðrún Steingrímsdóttir

N1 kortið í boði

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum hafa endursamið við N1 um afsláttarkjör fyrir félagsmenn. Í boði er afsláttur á bensíni, bílaþjónustu, bílatengdum rekstrarvörum og veitingum. Félagsmenn geta nálgast kortin á Skrifstofu stéttarfélaganna.

S EY JARSÝ

Afsláttarmiðar fyrir félagsmenn stéttarfélaganna í Þing­ eyjarsýslum eru í boði fyrir félagsmenn á leiksýningu Leikfélags Húsavíkur, Dýrin í Hálsaskógi. Fullt verð er kr. 3000. Verð til félagsmanna er kr. 2000. Til þess að virkja afsláttinn verða félagsmenn að koma við á Skrifstofu stéttarfélaganna áður en þeir fara á leik­ sýninguna, að öðrum kosti er afslátturinn ekki í boði. Stéttarfélögin


FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

Efnilegir nemendur í heimsókn

Skrifstofa stéttarfélaganna fékk í síðustu viku góða gesti í heimsókn frá Borgarhólsskóla. Um var að ræða nemendur í 10. bekk. Þessa dagana standa yfir þemadagar hjá þeim, þar sem „gömlu“ námsgreinarnar eru lagðar til hliðar, þess í stað takast þau á við praktísk viðfangsefni. Í heimsókn sinni á Skrifstofu stéttarfélaganna fengu þau upplýsingar um starfsemi Framsýnar – stéttarfélags, réttindi og skyldur á vinnumarkaði, ráð í starfsleit, upplýsingar um ráðningu og tímaskrift. Önnur viðfangsefni þeirra þennan dag voru m.a. fjármálafræðsla og baráttusaga verkalýðshreyfingarinnar. Almennt virtust unglingarnir bjartsýn á störf n.k. sumar, flest eru að huga að starfi í sumar og nokkur þeirra eru nú þegar að starfa með skólanum. Eitt það mikilvægasta sem ungir þátttakendur þurfa að huga að þegar þeir fara á vinnumarkað er að skrá niður vinnutímann, í því augnamiði að bera hann síðan samann við launaseðilinn. Gott verkfæri er nú til staðar til að nota við tímaskriftina, ASÍ hefur látið þróa App sem ætlað er til að halda utan um tímaskrift. Appið er aðgengilegt og auðvelt í notkun. Það hefur hlotið nafnið KLUKK og er aðgengilegt fyrir tölvur og allar tegundir síma í forritabönkunum App store og Play store.

Sjálfkjörið hjá VÞ

Stjórn og trúnaðarmannaráð Verkalýðsfélags Þórshafnar hefur auglýst tillögu um félagsmenn í trúnaðarstöður á vegum félagsins fyrir næsta kjörtímabil sem er frá aðalfundi 2016 til aðalfundar 2018. Félagsmönnum gafst kostur á að koma með aðrar tillögur fyrir 15. febrúar. Þegar þetta er skrifað hafa ekki komið fram aðrar tillögur, verði svo skoðast tillaga stjórnar og trúnaðarmannaráðs sjálfkjörin. Tillagan er inn á heimasíðu stéttarfélaganna, www.framsyn.is.

VÞ eflir blakíþróttina

Nýlega færði Verkalýðsfélag Þórshafnar Íþróttahúsinu á Þórshöfn kr. 100.000 til kaupa á búnaði fyrir blakíþróttina. Keypt voru tvö net og voru þau afhent í janúar. Mikill áhugi er fyrir blaki á Þórshöfn og á síðasta ári var kvennaliðið Álkurnar stofnað sem hefur verið að gera góða hluti. Nýju netin hafa þegar verið vígð á æfingu.

Fundað með yfirmönnum PCC BakkiSilicon hf.

Fulltrúar Framsýnar áttu fund með verðandi yfirmönnum PCC BakkiSilicon hf. á Húsavík þeim Hafsteini Viktorssyni og Jökli Gunnarssyni. Verkalýðsfélag Þórshafnar heldur áfram að gera góða hluti á félagssvæðinu. Hafsteinn hefur verið ráðinn sem forstjóri PCC BakkiSilicon frá og með (Mynd: langanesbyggd.is) mars 2017. Þá hefur Jökull Gunnarsson verið ráðinn framkvæmdastjóri framleiðslu hjá PCC BakkiSilicon og mun hefja störf í mars 2016. Á fundinum óskuðu fulltrúar Framsýnar eftir góðu samstarfi við forsvarsmenn Fyrir jólin færðu stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum, Framsýn, Þingiðn fyrirtækisins auk þess að gera þeim grein fyrir starfsemi félagsins sem sjaldan eða aldrei hefur verið eins öflug og um þessar mundir. Fram kom í máli og Starfsmannafélag Húsavíkur auk Íslandsbanka Heilbrigðisstofnun þeirra Hafsteins og Jökuls að þeir leggja sömuleiðis mikið upp úr góðu Norðurlands á Húsavík veglegt spari matar- og kaffistell fyrir starfsmenn, samstarfi við stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum. Áætlað er að viðræður hefjist heimilisfólk og sjúklinga sem dvelja á stofnuninni á hverjum tíma. Andvirði gjafarinnar er um kr. 270.000. Gjöfin var afhent á hjúkrunardeildinni, milli aðila síðar á þessu ári varðandi kjarasamning fyrir starfsmenn. Skógarbrekku við hátíðlega athöfn. Jóhanna Kristjánsdóttir verkefnastjóri tók við gjöfinni fyrir hönd HSN og þakkaði kærlega fyrir veglega gjöf. Spari matar- og kaffistell hefur ekki áður verið til á stofnunninni.

Komu færandi hendi

Hér má sjá Jónu og Huld frá Framsýn auk Hafsteins og Jökuls að loknum fundi. Formaður Framsýnar tók einnig þátt í fundinum.

Gjöf stéttarfélaganna kemur að góðum notum fyrir starfsmenn, sjúklinga og heimilisfólk á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík. Jóhanna og Áslaug tóku á móti gjöfinni fyrir hönd HSN. Febrúar 2016 5


FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

Glæsileg samkoma

Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna stóð Framsýn, stéttarfélag fyrir opnum fundi laugardaginn 21. nóvember. Fundurinn var haldinn í samstarfi við Jafnréttisstofu. Fundurinn heppnaðist afar vel en um 80 konur og karlar mættu til fundarins. Ræðumenn dagsins voru, Kristín Ástgeirsdóttir, Valgerður Sverrisdóttir, Dagbjört Jónsdóttir og Ósk Helgadóttir. Boðið var upp á mögnuð tónlistaratriði í bland við fróðlegar og skemmtilegar ræður. Formaður og varaformaður Framasýnar tendruðu fram og mettuðu fjölmarga gesti í hádeginu með bragðgóðri súpu. Meðfylgjandi þessari frétt er ræða varaformanns Framsýnar. Sjá einnig myndir frá samkomunni: Góðir gestir. Þegar ég minnist æskuáranna kemur oft upp í hugann minning um sérstakar gæðastundir. Þær stundir voru ekki á hverju kvöldi, en það kom fyrir þegar við krakkarnir vorum háttaðir að mamma skreið upp í til okkar og sagði sögur. Þetta var fyrir daga sjónvarps - og sjálfvirkra þvottavéla. Mamma þvoði stundum þvottana á kvöldin, ég skynjaði að hún var þreytt. Hún tók sér hlé frá verkum rétt til að láta líða úr sér og reyna að bæla okkur í svefn. Við lokuðum augunum og reyndum að fylgja henni eftir í huganum og ég man Ósk Helgadóttir. ennþá hvernig lyktin af þvottaduftinu kitlaði í nefið. Sögurnar hennar mömmu voru ekki af Kapteini Ofurbrók, Hölk eða öðrum ofurhetjum. Þær voru úr daglega lífinu, frá því hún var lítil, eða af öfum og ömmum og lífinu í gamla daga. Það má reyndar til sanns vegar færa að það voru sögur af hetjum - bara hetjum hversdagsins. Oftast endaði sögustundin með því að krakkagemlingarnir sofnuðu og hún líka. Þegar ég var lítil... byrjaði hún oft og ég man að ein sagan var af því þegar kýrin þeirra drapst. „Þá grét hún amma ykkar sagði mamma“... og ég grét líka því ég vorkenndi henni ömmu svo óskaplega að eiga ekki mjólk handa barnaskaranum sínum. Mér varð hugsað til hennar ömmu minnar þegar ég las um Kýrábyrgðarfélag Keldhverfinga, en það var félag sem nokkrar konur í Kelduhverfi stofnuðu með sér... og takið eftir, það var árið 1885. Þá hafa örugglega ekki verið starfandi mörg tryggingafélög á Íslandi. Í byrjun lagði hver kona fram tvö pund af smjöri fyrir hverja kú, smjörið var selt og peningarnir ávaxtaðir í sparisjóði á Akureyri. Lánað var úr sjóðnum til kýrkaupa og dræpist kýr var alltaf bættur hálfur skaðinn. Líklega er þetta eina tryggingafélagið á landinu sem stofnað hefur verið í þeim tilgangi að tryggja kýr gegn óhöppum. Kýrnar á bænum voru lífakkeri heimilisins, væri engin mjólk handa börnunum voru oft litlar bjargir. Það vissu konurnar og fundu sárast til þess ef kýrin drapst á miðjum vetri. Þessar þingeysku konur voru framsýnar og létu sig hlutina varða, þær áttuðu sig á að með samtakamætti væri hægt að sigrast á ýmsum erfiðleikum. Ágæta samkoma. Kvenréttindabarátta er jafnt og verkalýðsbarátta, barátta um mannréttindi og mannréttindabarátta varðar réttindi allra hvort sem það eru konur eða karlar. Það er því mjög við hæfi að rifja hér upp sögu alþýðufólks frá þeim tíma sem baráttan um brauðið var

6

Febrúar 2016

lífsbarátta, ég er að tala um lífs - baráttu i fyllstu merkingu þess orðs. Íslenskt samfélag var að taka hröðum breytingum um og upp úr aldamótunum 1900. Þróun í átt til borgaralegs samfélags var að hefjast af fullum krafti og sjálfstæðisbaráttan stóð sem hæst. Fólk streymdi úr sveitunum, þéttbýliskjarnar spruttu upp við sjávarsíðuna, en það var þó ekki endilega ávísun á betra líf að flytjast á mölina. Brauðstritið hélt áfram, vinna var stopul, launin áfram lág og húsakynni oft ekki upp á marga fiska. Verkalýðsbarátta, jafnaðarstefna, og kröfur um jafnan rétt allra þegna óháð stétt og stöðu grófu undan rótum gamla bændasamfélagsins. Öldur þessara hræringa báru að ströndu Húsavíkur en risu ekki hátt í það skiptið. Þær náðu þó aðeins að gára hafflötinn og hugmyndin um samtök alþýðunnar náði að skjóta fyrstu rótum sínum. Konum í alþýðustétt var ekki ætlað rúm í stéttarkenningum forystumanna alþýðusamtaka verkamanna. Þó átti boðskapur fyrstu kvenréttindakvenanna um borgaraleg réttindi þeim til handa ekki endilega upp á pallborðið hjá örsnauðum konum sem kepptust við að eiga í sig og á. Skilningur þeirra var enn bundinn hugmyndum bændasamfélagsins um hvernig best væri að haga hugsun sinni og gjörðum. Verkakonur höfðu heldur aldrei átt sér málsvara, það ríkti því í byrjun tregða og skilningsleysi meðal sumra þeirra, á nauðsyn samstöðu svo að baráttan bæri árangur. Þær voru hræddar um að missa mannorð sitt settu þær sig upp á móti atvinnurekandanum og efuðust þá jafnvel um örugga vist í himnaríki. Þó óttuðust þær fyrst og fremst atvinnuleysið, enda beið hungurvofan við dyr þeirra ef þær misstu vinnuna. Börn lærðu það snemma að matbjörgin væri hið mikilverðasta í lífinu og guð réði öllu, fátæktinni líka. Konurnar unnu oft við hlið karlanna, sömu störf. Og fyrir það fengu þær helmingi lægri laun. Vinna þeirra hafði alltaf þótt virðingarminni og fyrir því var ósköp einfaldlega mosagróin hefð. Algengt var að vinnudagurinn hæfist klukkan sex á morgnana og stæði til klukkan sjö á kvöldin og lagalega voru engin takmörk fyrir því hversu lengi var hægt að láta fólk vinna. Vökulögin voru sett á árið 1921, en þau kváðu á um 6 tíma lágmarkshvíld. Vinna verkakvenna í sjávarþorpum var nær eingöngu fiskvinna, vöskun fisks og breiðsla, vinna sem var bæði erfið og kalsöm. Vinnan var árstíðarbundin eins og önnur vinna tengd fiskveiðum og var því mikil eftirspurn eftir konum til þess háttar starfa þegar þess gerðist þörf. Verkamenn tóku sjaldan upp hanskann fyrir konur í kaupgjaldsmálum og voru þess dæmi að stæðu verkakonur í deilum við vinnuveitendur og höfðu lagt út í verkföll þá létu sumir verkamenn sér sæma að ganga í störf þeirra. Það virðist hafa verið álit þeirra sumra að hækkun á kaupi kvenna gæti orðið til að veikja samstöðu karla. Blöð verkalýðshreyfingarinnar frá þessum tíma tala enda um að:,,allt kapp sé lagt á kaupgjaldsbaráttu og hagsmuni verkamannahreyfingarinnar, konurnar eigi að styðja menn sína í þessari baráttu og „kjósa Alþýðuflokkinn.“ Verkakvennafélagið Von var stofnað á Húsavík árið 1918 og voru þá aðeins fjögur önnur verkakvennafélög starfandi á landinu. Fyrsti formaður félagsins var Þuríður Björnsdóttir. Fyrstu félögin voru mynduð um sameiginleg hagsmunamál verkakvenna og af því mótaðist starf þeirra og dró dám að aðstæðum í atvinnulífi og félagsmálum á þeim stöðum þar sem þau störfuðu. Von var vaxið upp af tveimur stofnum, verkalýðshreyfingunni og kvenfélagahreyfingunni, en margar félagskonur voru einnig í kvenfélaginu. Kannski hefur það verið vegna áhrifa frá


FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA kvenfélaginu að það sem sem einkenndi starf félagsins framan af voru mál sem kvenfélögin beittu sér öllu jöfnu fyrir s.s. líknarmál, húsmæðrafræðsla og uppeldismál auk hefðbundinna mála verkalýðsfélaga, einkum þó kaupgjaldsmála. Í Von runnu því saman hugmyndafræðilegir straumar kvenfélagshreyfingarinnar og baráttuhreyfingar verkamanna. Það þýddi þó alls ekki að verkakvennafélagið væri eitthvað „síðra“ en verkamannafélagið. Félagslegt stuðningsnet myndi það sennilega heita á nútímamáli, en félagskonur studdu við og hlúðu að þeim sem áttu við erfiðleika að stríða sökum veikinda eða fátæktar. Þær söfnuðu fé handa fólki sem leið skort og létu sig varða erfiðleika sérhvers sem átti á brattann að sækja og þótti þurfa aðstoðar við. Þær stofnuðu félagssjóð sem veitt var úr til fátækra félagskvenna. Og hugmyndin um sérstakt sjúkrasamlag í þorpinu var fyrst rædd á félagsfundi Vonarkvenna. Seinna stóðu verkalýðsfélögin sameinuð fyrir stofnun lífeyrissjóðsins Bjargar og var sjóðurinn nefndur eftir einni helstu hvatakonu að stofnun verkakvennafélagsins, Björgu Pétursdóttur. Sem dæmi um kvenfélagsmál sem verkakonur á hér í bæ sýndu mikinn áhuga var t.d. heimilisiðnaður ýmiskonar, húsmæðrafræðsla og uppeldismál. Barnafræðsla og barnabindindi voru líka mál sem félagið beitti sér fyrir en Vonarkonur unnu ötullega að æskulýðsmálum og studdu fast við stúkustarf barna. Þegar lengra leið og verkakvennafélögum fjölgaði viku „mjúku málin“, fastari skorður komust á starfshætti félagsins og það fann sinn stað í hugmyndafræði og starfi alþýðusamtakanna. Fagleg málefni eins og kaupgjaldsmálin voru reyndar tekin mun fastari tökum hjá verkakonunum í Von heldur en verkamannafélaginu og þær virðast einnig hafa verið mun áhugasamari um að beita félagi sínu í pólitískum tilgangi. Og það var fyrir þeirra tilstilli að það varð að föstum lið um tíma að verkalýðsfélögin stóðu að sameiginlegu framboði í hreppsnefndarkosningum. Það hefur þó ekki verið auðvelt fyrir fátæklinga að haga kosningu sinni eins og hjartað bauð því í þá daga fóru kosningar fram í heyranda hljóði. Verslunarfyrirtækin og kaupmenn höfðu hönd á fjárhag fólks og mörgum þótti hyggilegra að kjósa eins og ætla mætti að kaupmönnum líkaði þó eflaust hafi hjartað stundum valið annað. Fyrsta umræðan um myndun verkamannafélags hófst mörgum árum fyrr, en hana má rekja til Fundafélagsins á Húsavík laust fyrir aldamótin 1900. Þar ræddu heldri menn þorpsins hvort ástæða væri til að stofna sérstakt félag fyrir alþýðumenn. Hvaða andi það var sem blés forsvarsmönnum Fundafélagins í brjóst, kenndur við forræðishyggju eða eitthvað annað þá var fyrsta umræðan tekin þar. Kannski var það bara sú gamla hefð að hinir betur stæðu hefðu umsjón með forsjón alþýðunnar. Af einhverjum ástæðum lagðist Fundafélagið gegn stofnun Verkamannafélagsins nokkrum árum síðar þegar alþýðumenn stofnuðu sitt félag að eigin hvötum. Enda má segja að verkamenn hafi með stofnun eigin félags hafnað forræði Fundafélagsins og forystumanna þess úr hópi betri borgara í þorpinu og tekið atvinnumál sín í eigin hendur. Verkamannafélag Húsavíkur var stofnað árið 1911 og var fyrsti formaður þess Benidikt Björnsson. Hann var kennari, mikill sam­vinnu­ maður og formaður ungmennafélagsins Ófeigs frá Skörðum. Benidikt hafði ágætan skilning á sjónarmiðum verkalýðsstéttarinnar, en taldi ungmennafélagsandann vera mun öflugri leið í baráttu verkafólks fyrir bættum hag heldur en hugmyndafræði verkalýðshreyfingarinnar, því hér á landi væri ekki eins djúpstæð misskipting og óréttur og víða erlendis. Hann taldi að lægja mætti öldurnar meðal verkalýðsins í landinu með því að kynna honum hlutskipti stéttsystkynanna í öðrum löndum. Þá myndi fólk átta sig á ágæti íslensks þjóðfélags og una þaðan í frá glatt við sitt.

Ég vil taka það fram að ég er á engan hátt að gera lítið úr hugmyndafræði Benidikts, hann var trúr sinni sannfæringu. Benidikt var fyrst og fremst samvinnumaður og sjónarmið samvinnuhreyfingarinnar mótaðu viðhorf hans til annarra málefna. Það voru aðrir tímar. Líkt og hjá verkakvennafélaginu voru það ekki kaupgjaldsmálin né önnur kjaramál hefðbundinnar verkalýðsbaráttu sem voru efst á baugi fyrstu ár verkamannafélagsins, það virðist aldrei hafa komið til álita að félögin tækju saman höndum varðandi þau mál. Og það litla samstarf sem var á milli félaganna báru konurnar uppi. Stóru mál verkamannafélagsins voru samhjálp og samvinna ýmis konar sem og vörukaup til hagsbóta fyrir félagsmenn.Verkafólki var ljóst að upphæð vinnulaunanna var ekki endilega aðalatriðið, heldur skipti hitt miklu frekar máli rétt eins og hjá okkur í dag, hvernig úr því spilaðist sem kom í launaumslagið. Félagið keypti inn vörur í stórum slöttum og seldi félagsmönnum á hagstæðu verði.Voru vörurnar gjarnan geymdar í skúrum eða á heimilum forystumanna félagsins og kaupin fóru síðan fram þar eða á félagsfundum. Fundir verkamannafélagsins minntu því frekar á vörumarkað en stéttafélagsfundi. Einn af veigamestu þáttum í samhjálp félagsmanna sneri að öflun eldiviðar. Flest húsin í þorpinu voru gerð úr timbri og einangrun ófullkomin. Þetta voru voru kaldar og heilsuspillandi vistarverur og á þessum árum gátu menn gengið að vetrarhörkum sem vísum. Öflun eldiviðar eða kola á haustin var því hreint lífsspursmál. Félagið útvegaði kol, félagsmenn tóku svörð, öfluðu heyja og beittu sér fyrir margskonar starfssemi sem tryggt gat lífsafkomu fátækra fjölskyldna. Í fyrstu lögum félagsins er kveðið á um skyldur gagnvart félagsmönnum ef slys eða óhöpp bar að höndum. Það er athyglisvert að það er tekið fram í lögunum að tilgangurinn með veitingu fjárstyrkja úr félagssjóði skuli vera að forða mönnum frá því að þurfa að sækja til hreppsnefndar um sveitarstyrk. Átakasaga verkamannafélagsins er varðar kjaramál hefst ekki að ráði fyrr en það hefur bundist Alþýðusambandinu árið 1923. Hvorki Verkamannafélagið né Verkakvennafélagið Von virðast hafa verið skilgetin afkvæmi þeirra samfélagsbreytinga sem voru að ryðja sér til rúms á landinu, heldur virðist tilgangur félaganna miklu heldur hafa verið að bindast samtökum um samhjálp ýmis konar, þar sem áherslan var lögð á önnur mál en ekki síður mikilvæg. Það sem mér finnst ekki síst merkilegt við baráttusögu alþýðufólks á Íslandi frá þessum tíma er að baráttan snerist ekki eingöngu um hærri laun. Það var þessi mikla samhjálp og samvinna, hvernig blásnautt fólk sem sjálft barðist sjálft í bökkum gat endalaust lagt eitthvað að mörkum til þeirra sem höfðu það enn verra í veröld sem var á tíðum óvægin. Fólk myndaði sitt eigið samtryggingakerfi sem mildaði höggin ef veikindi, atvinnumissir eða aðrir erfiðleikar steðjuðu að. Það var greiði hér, mjólkursopi þar, líklega fyrsti vísir af einhverskonar ósýnilegu hagkerfi. Það er líka margt í sögunni sem mér finnst erfitt að skilja, til dæmis þetta með launamun kynjanna. Það eru ekki mörg ár síðan ég uppgötvaði að slagorð verkalýðshreyfingarinnar „ Frelsi, jafnrétti og bræðralag hafi ekki náð yfir mínar kynsystur í upphafi. Árið 1961 samþykkti Alþingi Íslendinga að launamun kynja skyldi útrýmt á 6 árum. Það var tveimur árum áður en ég fæddist. Á heimasíðu átaks um jafnrétti sem kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna stendur fyrir gefa nokkrir þjóðarleiðtogar upp markmið hvers lands í jafnréttismálum. Þeirra á meðal er forsætisráðherra Íslands, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Í máli hans kemur fram að á Íslandi sé þátttaka kvenna á vinnumarkaði sú mesta í heimi, eða um 80%. Þrátt fyrir þennan árangur viðgengst kynbundinn launamunur segir forsætisráðherra og

Febrúar 2016 7


FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

konur fái greitt 5,7-18,3% minna en karlar. Sigmundur upplýsir þar að fyrir árið 2022 verði kynbundnum launamun útrýmt á Íslandi og þar með tryggt að greidd verði sömu laun fyrir sambærileg störf. Í fyrsta sinn mun ríkisstjórn nokkurs lands hrinda af stað skoðun á kynbundnum launamun innan allra fyrirtækja á Íslandi – frá stærstu fyrirtækjum til minnstu fjölskyldufyrirtækja segir Sigmundur. Hrint verði af stað aðgerðaráætlun til að ná þátttöku, ríkisins, sveitarfélaga, aðila vinnumarkaðar og almennra fyrirtækja. Þetta eru falleg orð og sannarlega óskandi að við þau verði staðið. Kannski hafa gæðastundirnar úr bernsku minni gert það að verkum að ég hef alltaf haft áhuga á sögunni, og ég var líka einu sinni þreytta móðirin sem skreið upp í til barna minna á kvöldin og sagði þeim sögur forfeðranna. Ég vonast til að í framtíðinni beri dóttur minni gæfa til að verða móðir, og ég get séð hana fyrir mér þar sem hún skríður undir sængina til barnanna sinna á kvöldin og segir þeim sögur. Hún verður ekki örmagna eftir alltof langan vinnudag og mun geta leyft sér að eiga margar gæðastundir með fjölskyldunni. Hún mun segja börnum sínum að einu sinni hafi það verið

þannig á Íslandi að konur hafi ekki haft sama rétt og karlar, að konur hafi ekki haft sömu laun og karlar. Hún mun segja þeim að einu sinni hafi konur hafi ekki talist bændur heldur mennirnir þeirra. Að það hafi ekki tíðkast að konur ynnu á vinnuvélum, væru verkfræðingar eða flugmenn, hvað þá forsetar, biskupar eða ráðherrar. Hún segir þeim sögur af þríhöfða þursum sem stóðu í vegi fyrir bættum kjörum alþýðufólks, bæði kvenna og karla. Hún segir þeim söguna okkar og ég vona heitt og innilega að sagan hans Sigmundar Davíðs um útrýmingu launamuns kynjanna muni þá ekki koma til með að hljóma eins og sagan af spýtustráknum Gosa. Ég ætla að enda þessar hugleiðingar mínar með ljóði eftir Valborgu Bentsdóttir sem var í eina tíð formaður Kvenréttindafélags Íslands, Metinn skal maðurinn:

Fjölmargir litu við í kaffi

Fiskvinnslunámskeið á Raufarhöfn

Að venju voru stéttarfélögin með opið hús á aðventunni eins og undanfarin ár. Boðið var upp á kaffi, veitingar og tónlistaratriði. Á þriðja hundrað gestir komu við hjá stéttarfélögunum og nutu veitinga og tónlistar sem var í boði. Sjá myndir og takk fyrir okkur.

8

Febrúar 2016

„Manngildi er hugsjónin. Enginn um ölmusu biður. Hljómar um fjöll og fjörð: Frelsi skal ríkja á jörð Jafnrétti, framþróun, friður.“

Fiskvinnslufólki á Raufarhöfn var boðið upp á 48 klukkutíma fiskvinnslunámskeið í desember. Þátttakendur á námskeiðinu voru 16 frá tveimur fyrirtækjum á Raufarhöfn, GPG-Fiskverkun og HH. Eftir að hafa setið námskeiðið útskrifuðust nemendur sem Sérhæfðir fiskvinnslumenn auk þess að fá launahækkun. Meðfylgjandi eru myndir frá námskeiðinu.


FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

Kaffispjall með þingmönnum Þingmennirnir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon komu við á Skrifstofu stéttarfélaganna þegar þau voru á ferð um kjördæmið í janúar. Þjóðmálin og málefni Þingeyinga voru til umræðu, ekki síst atvinnuuppbyggingin sem framundan er á Húsavíkursvæðinu. Fundurinn var vinsamlegur og skiptust starfsmenn stéttarfélaganna og þingmennirnir á skoðunum.

SGS fundaði á Húsavík

Framkvæmastjórn Starfsgreinasambands Íslands hélt tveggja daga vinnufund á Norðurlandi, nánar tiltekið á Akureyri og Húsavík. Auk þess að funda um málefni sambandsins var farið í skoðunarferðir á vinnustaði, það er bæði á Akureyri og á Húsavíkursvæðinu. Þá var einnig boðið upp á kynningu á framkvæmdunum sem eru í gangi á svæðinu. Framkvæmdastjórnarmenn voru almennt ánægðir með dvölina á „stór Húsavíkursvæðinu“. Alls sitja sjö í framkvæmdastjórn SGS þar á meðal formaður Framsýnar. Auk stjórnarmanna tóku starfsmenn sambandsins þátt í fundinum en þeir eru tveir.

Formaður Framsýnar er hér með þingmönnunum Bjarkey Olsen og Steingrími Setið og hlustað á Snæbjörn Sigurðarson frá Norðurþingi fara yfir J. sem litu við á Skrifstofu stéttarfélaganna. Stéttarfélögin leggja mikið upp úr framkvæmdirnar á Bakka. góðu samstarfi við þingmenn kjördæmisins sem eru ávalt velkomnir í heimsókn í létt spjall.

Útboð G

NAÐAR

M

A

STARFSMANNAFÉLAG HÚSAVÍKUR NN

U

ÞINGIÐN

G

M

A

I Í Þ

N

L

Gaman saman

Hefð er fyrir því innan Framsýnar að halda lokafund stjórnar og trúnaðarmannaráðs í desember með starfsmönnum og trúnaðarmönnum félagsins á vinnustöðum enda mikið lagt upp úr öflugu og skemmtilegu starfi á vegum félagsins. Eftir hefðbundinn fundarstörf var boðið upp á skemmtiatriði, tónlist og frábæran kvöldverð frá Fosshótel Húsavík. Veislustjóri kvöldsins var Linda M. Baldursdóttir. Hér má þrjá söngfugla sem stjórnuðu fjöldasöng um kvöldið, þetta eru þau Valgeir, Jónas og Lísa.

Nú um áramótin tóku gildi ákvæði, sem samþykkt voru á síðasta ársfundi sjóðsins, um nýtt réttindakerfi. Megin tilgangur þessarar breytingar er að tryggja betra jafnvægi milli eigna sjóðsins á hverjum tíma og veðmætis þeirra lífeyrisréttinda sem sjóðurinn veitir. Gert er ráð fyrir að þessi kerfisbreyting hafi í för með sér óverulegar breytingar á áunnum réttindum sjóðfélaga, en nánar verður upplýst um þetta þegar uppgjör liggur fyrir og yfirfærslan hefur farið fram. Ekki verða breytingar á lífeyrisgreiðslum til lífeyrisþega vegna þessa. Búið er að bætta verulega við upplýsingum í “Spurt og svarað” á heimasíðu sjóðsins til að gera sjóðsfélögum betur grein fyrir því í hverju kerfisbreytingin er fólgin, um leið og reynt er að svara helstu spurningum, sem sjóðfélagar kunna að hafa vegna þessa. Við hvetjum sjóðfélaga einnig til að hafa samband við sjóðinn og leita frekari upplýsinga um þessa breytingu, bæði um það sem þeim finnst óljóst og það sem þeim finnst að frekari skýringar vanti. Allar umsóknir um lífeyri, sem mótteknar voru fyrir sl. áramót verða afgreiddar miðað við eldra kerfi, en allar umsóknir sem mótteknar eru eftir áramótin verða afgreiddar mv. nýtt kerfi.

A

Það myndaðist góð stemning á Skrifstofu stéttar­ félaganna fyrir jólin þegar gestum var boðið upp hangi­ kjöt og rjómatertu. Ungir sem aldnir litu við og nutu veitinga. Rjómatertan kom frá Heimabakaríi á Húsavík og geita hangikjötið frá Hvoli í Aðaldal frá Bjarna stórbónda Eyjólfssyni. Þessi ungir piltur sá fulla ástæðu til að lykta af kjötinu áður en hann fékk sér væna sneið af kjötinu með aðstoð móður sinnar. Drengurinn heitir Haukur Kári Röðulsson.

Nýtt réttindakerfi hjá Lsj Stapa

FÉL

Rosalega er lyktin góð

S EY JARSÝ

Aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna hafa ákveðið að bjóða út framkvæmdir við breytingar á húsnæði félaganna að Garðarsbraut 26. Um er að ræða breytingar á efri hæðinni í átta skrifstofur, kaffistofu og eldhús. Hægt verður að nálgast útboðsgögn á Skrifstofu stéttarfélaganna frá og með þriðjudeginum 9. febrúar 2016. Nánari upplýsingar gefur Aðalsteinn Árni Baldursson. Stéttarfélögin

Febrúar 2016 9


FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

Konur stjórna STH

Aðalfundur Starfsmannafélags Húsavíkur var haldinn um miðjan desember og mættu 35 manns á fundinn sem heppnaðist mjög vel. Fundurinn var haldinn á Sölku og voru veitingarnar frábærar hjá Sölkumönnum. Töluverðar breytingar urðu á stjórn félagsins á þann veg að Helga Þuríður Árnadóttir var kosinn formaður, Helga Eyrún Sveinsdóttir gjaldkeri, Jóhanna Björnsdóttir ritari og meðstjórnendur Guðrún Ósk Brynjarsdóttir og Berglind Erlingsdóttir. Jóhanna Björnsdóttir og Berglind Erlingsdóttir koma nýjar inn í stjórn í stað Ásu Gísladóttur og Stefáns Stefánssonar en þau gáfu ekki kost á sér áfram til stjórnunarstarfa fyrir félagið. Þau hafa lengi starfað fyrir Starfsmannafélagið og voru þeim þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins. Í því sambandi má geta þess að Stefán hefur verið formaður félagins í um 20 ár.

Sjómenn komu saman

Sjómannadeild Framsýnar stóð fyrir aðalfundi deildarinnar fyrir áramótin. Góð mæting var á fundinn. Fjölmörg mál voru á dagskrá fundarins. Jakob Gunnar Hjaltalín var endurkjörinn formaður. Auk venjulega aðalfundarstarfa voru kjaramál sjómanna mikið til umræðu enda hafa samningar sjómanna verið lausir frá ársbyrjun 2011. Eftir miklar og góðar umræður var eftirfarandi ályktun samþykkt:

Ályktun

Um kjaramál sjómanna „Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar skorar á SFS/LÍÚ að ganga nú þegar frá nýjum kjarasamningi við samtök sjómanna. Að mati fundarins er ólíðandi með öllu að útgerðarfyrirtækin í landinu skuli ekki sjá sóma sinn í því að undirrita kjarasamning sem byggi á kröfugerð sjómannasamtakana. Það að sjómenn séu búnir að vera samningslausir frá 1. janúar 2011 lýsir best framkomu útgerðarmanna í garð sjómanna, framkomu sem sjómenn geta ekki liðið mikið lengur.“

Formannaskipti, Helga Þuríður tók við sem formaður STH af Stefáni Stefánssyni sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku.

Góð mæting var á aðalfund Sjómannadeildar Framsýnar og líflegar umræður um málefni sjómanna.

Félagsmennirnir og öðlingarnir, Emil og Hreinn, voru heiðraðir fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins. Topp menn í alla staði.

Starfsmenn á skólabekk

Starfsmenn GPG-Fisk­ verk­ unar á Húsavík og ÚA á Laugum tóku þátt í fiskvinnslunámskeiði um Ingólfur Örn Helgason sem starfar hjá Vinnumálastofnun er hér ásamt Haraldi áramótin sem haldið var Ævarssyni starfsmanni LNS Saga á Þeistareykjum en Ingólfur var í eftirlitsferð á vegum Þekkingar­ nets á svæðinu með starfsmanni frá stéttarfélögunum fyrir helgina. Þingeyinga á Húsavík. Líkt og á Þórshöfn og Raufarhöfn var um 48 stunda námskeið að ræða sem veitir starfs­mönnum hærri laun og titil­inn, Sérhæfður fisk­vinnslu­maður. Fulltrúi frá stéttarfélögunum fór í vinnustaðaheimsókn í Heimabakarí á Húsavík þar sem rekið er öflugt bakarí. Allt var á fullu enda blómstra viðskiptin um þessar mundir þar sem mikið er umleikis á Húsavíkursvæðinu, það er uppbygging í kringum verksmiðjuna á Bakka og þá er Húsavík orðinn einn helsti ferðaþjónustubær landsins. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Framsýn var á ferð í bakaríinu á dögunum. Aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna hafa ákveðið að ráðast í breytingar á húsnæði stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26, efri hæð. Til stendur að gera átta nýjar skrifstofur, eldhús og kaffistofu. Framkvæmdum við breytingarnar á að vera lokið í sumarbyrjun.

Öflugt bakarí á Húsavík

Stéttarfélögin ráðast í breytingar

10

Febrúar 2016


FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

Nemendur FSH í heimsókn

Í gegnum tíðina hefur verið afar gott samstarf milli stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum og Framhaldsskólans á Húsavík um fræðslu til handa nemendum skólans um verkalýðs- og atvinnumál. Á myndinni má sjá nokkra eldhressa nemendur sem komu í heimsókn á dögunum ásamt öðrum nemendum skólans.

Fundað á Þeistareykjum

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum leggja mikið upp úr því að fræða, ekki síst erlenda starfsmenn, um þeirra réttindi og skyldur á vinnumarkaði þegar þeir koma til starfa á félagssvæðinu. Félögin stóðu nýlega fyrir fundi með starfsmönnum G&M á Þeistareykjum þar sem jafnframt var gengið frá kjöri á trúnaðarmanni. Ekki er ólíklegt að yfir 200 manns verði á Trúnaðarmaður starfsmanna Lukas Þeistareykjum í sumar enda miklar Lenarczyk rýnir hér í kjarasamning starfsmanna. framkvæmdir fyrirhugaðar þar.

Dyraverðir útskrifast

Framsýn í samstarfi við lögregluna á Húsavík og Þekkingarnet Þingeyinga stóð fyrir dyravarðanámskeiði. Níu þátttakendur tóku þátt í námskeiðinu og komu þeir víða að. Á námskeiðinu var farið kjarasamningsbundinn réttindi dyravaraða, skyndihjálp, Það voru víða haldinn fiskvinnslunámskeið í desember. Það er ekki bara eldvarnir á veitingastöðum, lög á Húsavík og Raufarhöfn heldur einnig á Þórshöfn þaðan sem þessi mynd og reglur á vínveitingastöðum, er tekin af starfsmönnum Ísfélags Þórshafnar en um 20 starfsmenn tóku þátt valdbeitingu og samskipti lögreglu í námskeiðinu. og dyravarða. Að loknu námskeiðinu öðluðust þátttakendur rétt til að taka að sér dyravörslu. Það var tekið vel á því á námskeiðinu eins og myndirnar bera með sér.

Fiskvinnslunámskeið á Þórshöfn

Starfsmaður óskast

STARFSM HÚSAVÍK

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum leita að öflugum liðsmanni til starfa hjá félögunum á Húsavík. Starfsmanninum er ætlað að gegna eftirlitsstarfi með kjörum og réttindum starfsmanna er tengjast atvinnuuppbyggingu á Bakka við Húsavík auk þess að sinna almennu vinnustaðaeftirliti. Þá er starfsmanninum ætlað að vinna almenn störf á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík s.s. túlkun kjarasamninga. Hæfniskröfur: • Góð mannleg samskipti • Góð enskukunnátta • Góð tölvukunnátta Skriflegum umsóknum skal skilað í lokuðu umslagi á Skrifstofu stéttarfélaganna Garðarsbraut 26, 640 Húsavík fyrir 25. febrúar 2016. Þá er einnig hægt að senda umsóknina á netfangið kuti@framsyn.is fyrir auglýstan frest. Forstöðumaður Skrifstofu stéttarfélaganna, Aðalsteinn Árni Baldursson, veitir frekari upplýsingar um starfið. Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum eru ein öflugustu stéttarfélög landsins en um 2.700 félagsmenn eru innan þessara félaga. Á skrifstofu félaganna á Húsavík starfa fimm starfsmenn. Hægt er fræðast frekar um starfsemi félaganna á heimasíðu félaganna www.framsyn.is Framsýn, stéttarfélag • Þingiðn, félag iðnaðarmanna • Starfsmannafélag Húsavíkur Febrúar 2016 11


Þegar vinirnir taka sig til og gera eitthvað saman þá nota þeir Kass Sæktu appið á kass.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.