Fréttabréf stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum

Page 1

Fréttabréf stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum

3. tbl. 25. árgangur • júní 2014


FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

Forsíðumynd

Forsíðumyndin er tekin á hátíðarhöldunum 1. maí af Kristbjörgu Sigurðardóttur varaformanni sem var heiðruð fyrir vel unnin störf í þágu Framsýnar í gegnum tíðina með gullmerki félagsins.

Fjölmenni í kaffiboði Framsýnar Stéttarfélagið Framsýn stóð fyrir „útifundi“ á Raufarhöfn föstudaginn 30. maí í frábæru veðri. Um 130 manns nýttu sér tækifærið og komu við á Kaffi Ljósfangi til að fá sér kaffi og tertu auk þess að spjalla við forystumenn Framsýnar sem þjónuðu gestunum til borðs með aðstoð heimamanna.

Orlofshús á Gunnarsstöðum í boði Félagsmönnum stéttarfélaganna býðst að fara í lítið sumarhús í Þistilfirði, staðsett í landi Gunnarsstaða. Húsið er 28 m² bjálkahús með dagstofu þar sem er eldhúsborð, stólar og lítið eldhús. Auk þess er baðherbergi og hjónaherbergi með efri koju fyrir einn og svefnloft fyrir þrjá til fjóra. Húsið er leigt frá föstudegi til föstudags. Hægt verður að fá aðgengi að húsinu frá 1. júní til 30. september 2014. Leiguverð fyrir vikuna er aðeins kr. 15.000 fyrir félagsmenn. Ýmislegt er í boði á svæðinu s.s. gæsaveiði, aðgengi að hestum, veiði í Hafralónsá, aðgengi að bát og fylgdarmanni á dorgveiðar í Þistilfirði. Þá er mikið og gott berjaland í landi Gunnarsstaða og áhugaverðar gönguleiðir. Sumt af þessu er frítt meðan greiða þarf smá gjald t.d. fyrir silungaveiði í Hafralónsá. Umsóknarfrestur er til 27. júní 2014. Frekari upplýsingar er hægt að fá á Skrifstofu stéttarfélaganna.

Bæklingur um kjör starfsmanna Framsýn hefur útbúið upp­l ýsinga­b ækling á íslensku og ensku varðandi kjör starfs­ manna við hvala­ skoðun. Starfs­m enn geta nálgast bækling­ i n n á S k r i f ­s t o f u stéttar­­félaganna.

Starfsmannafundur Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, var gestur á starfsmannafundi hjá Húsavík Cape Hótel um síðustu helgi. Farið var yfir réttindi og skyldur starfsmanna í ferðaþjónustu auk þess sem formaður svaraði spurningum um starfsemi félagsins. Hjá Húsavík Cape Hótel starfa yfir tuttugu starfsmenn en auk þess að vera með hótel í rekstri eru eigendur hótelsins með nokkrar íbúðir til leigu fyrir ferðamenn. Mikil uppgangur er í ferðaþjónustu á svæðinu.

Það er til mikillar fyrirmyndar þegar fyrirtæki óska eftir að fá kynningu á kjarasamningum, lögum og reglum fyrir sína starfsmenn. Stjórnendur Húsavík Cape Hótel óskuðu eftir slíkri kynningu um síðustu helgi.

Má ég halda á lambinu? Starfsfólk á leikskólum gegnir mikilvægu uppeldishlutverki og störf þeirra eru mjög fjölbreytileg. Vorinu fylgir sveitaferð með börnin til að skoða lömb og annan búfénað. Þessi mynd er tekin þegar starfsmenn Leikskólans Grænuvalla á Húsavík fóru í stutta sveitaferð í góðu vorveðri. Ekki þarf að taka fram að börnin ljómuðu af gleði enda fátt betra en að vera frjáls í náttúrunni innan um lömb og fuglasöng.

Aðalfundir deilda hjá VÞ búnir Fyrirmyndardagur

Skrifstofa stéttarfélaganna á Húsavík tók að sjálfsögðu þátt í Fyrirmyndardeginum hjá Vinnumálastofnun. Góður gestur, Dagur Már Jóhannsson, var starfsmönnum til stuðnings þann dag en hann er mikill áhugamaður um starfsemi stéttarfélaga. Hér er hann að afgreiða Svein Aðalsteinsson Bárðdæling. Sjá frekar á www.framsyn.is

Aðalfundir deilda innan Verka­l ýðs­f élags Þórs­ hafnar hafa verið haldnir. Fundirnir voru haldnir á veitingastaðnum Bár­unni í góðu yfirlæti. Sjó­manna­ deild félagsins fundaði 24. janúar 2014. Stjórn deildarinnar skipa Sigfús Kristjánsson formaður, Birgir Indriðason vara­ Eyþór og Hulda Kristín eru félagsmenn í Verkalýðsfélagi formaður og Jóhann Þórshafnar og eru jafnframt starfsmenn sundlaugarinnar Ægir Halldórsson ritari. á Þórshöfn. Verslunar- og skrif­stofu­ deild félagsins fundaði 12. mars. Stjórn skipa Kristín Kristjánsdóttir formaður, Unnur Lilja Elíasdóttir varaformaður og Guðrún Þorleifsdóttir ritari. Iðnaðarmannadeild fundaði svo 18. mars. Stjórn skipa Vikar Vífilsson formaður, Guðmundur Hólm varaformaður og Axel Jóhannesson ritari. Þrátt fyrir að Verkalýðsfélag Þórshafnar sé eitt fámennasta stéttarfélag landsins er starfsemi félagsins mjög öflug.

ÚTGEFENDUR: Þingiðn, félag iðnaðarmanna, Starfsmannafélag Húsavíkur, Framsýn- stéttarfélag, Verkalýðsfélag Þórshafnar. Garðarsbraut 26 • 640 Húsavík • Sími 464 6600 • Fax 464 6601 • e-mail: kuti@framsyn.is • Heimasíða: www.framsyn.is • ÁBYRGÐARMAÐUR: Aðalsteinn Á Baldursson Fréttabréfið er skrifað 22. júní 2014 og gefð út í 2000 eintökum. HÖNNUN: Skarpur, Húsavík. PRENTUN: Ásprent, Akureyri.


FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

Sjómenn heiðraðir á Sjómannadaginn Sjómannadagurinn fór vel fram á Húsavík í frábæru veðri og tóku fjölmargir þátt í hátíðarhöldunum. Meðal dagskrárliða var heiðrun sjómanna. Að þessu sinni voru Óskar Gunnar Axelsson og Ómar Sigurvin Vagnsson heiðraðir fyrir vel unnin störf. Að því tilefni flutti formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson, ávarp þar sem hann fór yfir sjómannsferil þeirra félaga. Ágæta samkoma! Ég vil byrja á því að óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn. Hefð er fyrir því hér á Húsavík að halda Sjómannadaginn hátíðlegan og heiðra húsvíska sjómenn fyrir vel unnin störf. Sjómannadeild Framsýnar hefur séð um heiðrunina undanfarin ár. Höfðingjarnir tveir sem við ætlum að heiðra hér í dag eiga margt sameiginlegt. Þeir hafa alla tíð verið öflugir sjómenn, þeir voru lengi saman til sjós á togaranum Kolbeinsey ÞH og dekkbátum eins og Nirði ÞH, Kristbjörgu ÞH, Glað ÞH og Andvara ÞH. Þá búa þeir báðir í raðhúsum á Baughólnum á Húsavík, nú þegar þeir hafa báðir að mestu hætt sjósókn og þá hafa þeir verið giftir sömu konunum í um 50 ár. Til viðbótar má geta þess að þeir eiga sama afmælisdag. Það gerist ekki betra þegar félagar eiga í hlut. Þetta eru félagarnir Óskar Gunnar Axelsson og Ómar Sigurvin Vagnsson sem eru vel að því komnir að vera heiðraðir hér í dag.

Óskar Axelsson

Óskar Axelsson sem er fæddur 23. desember 1941 ólst upp á Hjalteyri við Eyjafjörð. Foreldrar hans eru Axel Sigurbjörnsson og Karen Guðjónsdóttir. Óskar er komin af mikilli sjómannsfjölskyldu. Það kom því ekki á óvart að Óskar byrjaði mjög ungur að árum að sækja sjóinn með föður sínum sem gerði út á línu og handfæri frá Hjalteyri. Það kom fyrir að móðir hans kom með í róðrana enda urðu allir að leggja sitt að mörkum, bæði ungir og gamlir. Það hjálpuðust allir við að draga björg í bú. Um 1960 réð Óskar sig á Vilborgu KE á síld og síðar á togarann Víking AK. Árið 1961 kemur Óskar til Húsavíkur og fer þar til sjós með landvinnu eins og tíðkaðist á þeim tíma. Haustið 1961 byrjar hann með þeim mikla aflaskipstjóra, Sigga Valla, á Nirði ÞH. Þrír voru í áhöfn, Óskar þá elstur 19 ára og bræðurnir Sigurður Valdimar og Hreiðar Olgeirssynir. Óskar festi kaup á trillu árið 1962 sem hann gaf nafnið Axel ÞH í höfðuð á föður sínum. Hann gerði trilluna út yfir sumarmánuðina. Á haustin réð hann sig á vertíðarbáta sem gerðir voru út frá Húsavík yfir vetrarmánuðina eins og Kristbjörgu Óskar var heiðraður á Sjómannadaginn, hér er hann ásamt ÞH og Sæborgu ÞH með Kalla í Höfða í brúnni. Á þessum árum kom Óskar víða við og var meðal eiginkonu Ásdísi Jóhannesdóttir. annars á bátum eins og Andvara ÞH og Glað ÞH. Þá gerði Óskar út með öðrum um tíma. Í því sambandi má nefna að hann gerði út Árnýju ÞH með Gesti Halldórssyni. Lengst af stunduðu þeir rækjuveiðar í Öxarfirði. Óskar sölsaði um árið 1982 og réð sig á togara, það er Kolbeinsey ÞH. Þar var hann til ársins 1986 við góðan orðstír. Eftir það gerði hann út trillu í nokkur ár ásamt því að róa með Óðni Sigurðssyni. Það fór vel á því að Óskar endaði sinn formlega sjómannsferil með þeim fengsæla skipstjóra Sigurði Sigurðssyni sem gerði út frá Húsavík. Óskar hætti til sjós árið 2011. Í gegnum tíðina hefur Óskar verið annað hvort háseti eða vélstjóri á þeim bátum sem hann hefur verið á fyrir utan að vera eigin herra á þeim trillum sem hann hefur gert út um tíðina. Nú er hann kominn á upphafsstað og dundar við sína trillu á Hjalteyri sem ber nafnið Silungur en Óskar hefur alltaf haldið mikla tryggð við Hjalteyri við Eyjafjörð þaðan sem hann er ættaður. Óskar hefur verið giftur Ásdísi Jóhannesdóttir í 53 ár og á með henni fjögur börn og 26 afkomendur. Óskar hafðu bestu þakkir fyrir framlag þitt til samfélagsins í gegnum tíðina. Óskar og Ásdís við athöfnina í dag.

Ómar Vagnsson

Ómar Vagnsson er ættaður frá Ósi í Arnarfirði en hann fæddist 23. desember 1940. Foreldrar hans eru Vagn Þorleifsson og Sólveig Guðbjartsdóttir. Líkt og Óskar fór Ómar að sækja sjóinn mjög ungur eða 8 ára gamall með föður sínum og bróðir sem réru á trillu með handfæri og línu frá Álftamýri í Arnarfirði. Ómar þótti liðtækur og sjórinn heillaði hann enda átti hann eftir að eiða mörgum áratugum til sjós. Ungur að árum flutti Ómar ásamt fjölskyldu að Bakka í Dýrafirði. Þar var hann á sjó á tveimur bátum sem gerðir voru út frá Þingeyri, það er Þorgrími ÍS og Þorbirni ÍS. Ómar var á þessum bátum í þrjú ár á sínum unglingsárum. Þaðan fór hann á vertíð til Ólafsvíkur í fiskvinnslu. Síðar fer hann til Húsavíkur með viðkomu á Þingeyri en á þessum árum var hann í almennri verkamannavinnu og kom m.a. að því að leggja símalínu frá Húsavík til Grímsstaða á Fjöllum. Um áramótin 1961 ræður hann sig á Hagbarð ÞH frá Húsavík. Skipstjóri á þeim bát var Þórarinn Vigfússon. Ómar var með Tóta í tvö ár. Nokkru síðar fór hann á Njörð ÞH með þeim bræðrum Hreiðari og Sigga Valla skipstjóra. Ómar leigði sér trillu og gerði hana út þrjú sumur frá Húsavík. Meðan hann réri beitti Hulda eiginkona hans í landi og sá til þess að vel fiskaðist á línuna hjá Ómari. Ómar hélt aftur til Ólafsvíkur þar sem Ómar og Hulda voru að sjálfsögðu brosandi á hann réð sig á Sveinbjörn Jakobsson SH sem nú ber nafnið Garðar og gerður er út frá Húsavík sem Sjómannadaginn enda full ástæða til þess. hvalaskoðunarbátur. Í gegnum tíðina hefur Ómar átt í útgerðum með Óskari Axelssyni og fleirum s.s. í Andvara ÞH og Glað ÞH. Þá gerði hann út Þorkell Björn ÞH í nokkur ár með Halldóri Þorvaldssyni. Þeir seldu bátinn árið 1981. Upp úr því réð Ómar sig á togarana Júlíus Havsteen ÞH og síðar Kolbeinsey ÞH. Sjómannsferli Ómars lauk árið 1987 þegar hann stofnaði fyrirtæki á Húsavík um sorphirðu, Gámaþjónustuna, sem hann seldi fyrir nokkrum árum þegar hann settist í helgan stein eftir farsælt ævistarf. Þau fjölmörgu ár sem Ómar tengdist sjómennsku gegndi hann störfum sem háseti, kokkur eða beitningamaður. Ómar hefur verið giftur Huldu Skarphéðinsdóttir í 50 ár og á með henni fimm börn og 15 afkomendur. Ómar hafðu líkt og Óskar bestu þakkir fyrir framlag þitt til samfélagsins í gegnum tíðina. Ykkar framlag er ómetanlegt. Heiðursmenn, viljið þið koma hér upp og taka við orðum fyrir ykkar frábæra starf. Ég vil biðja eiginkonurnar, Huldu og Ásdísi, um að koma með þeim upp og taka við smá þakklætisvotti frá okkur í Sjómannadeild Framsýnar.

Sumarvinnufólk getur flogið ódýrt Rétt er að geta þess að starfsmenn sem ráða sig í sumar­störf á félagssvæði stéttarfélganna og greiða félags­gjald til félaganna, Framsýnar, Þing­iðnar, STH og Verkalýðsfélags Þórshafnar eiga rétt á ódýrum flugfargjöldum milli Húsa­víkur og Reykjavíkur. Það borgar sig fyrir laun­þega að greiða í þessi stéttarfélög. Skrif­stofa stéttar­ félaganna á Húsavík veitir frekari upplýsingar.

STARFSMANNAFÉLAG HÚSAVÍKUR

Aðalfundur STH Aðalfundur Starfsmannafélags Húsavíkur verður haldinn í haust. Fundurinn verður auglýstur nánar síðar.

Júní 2014 3


FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

Mikið starf hjá Þingiðn

Aðalfundur Þingiðnar fór fram 27. maí. Fundurinn gekk vel og voru fundarmenn ánægðir með starfsemi félagsins. Jónas Kristjánsson var endurkjörinn formaður. Aðrir í stjórn eru, Kristinn Gunnlaugsson, Þórður Aðalsteinsson, Vigfús Leifsson og Hólmgeir Rúnar Hreinsson.

Huld nýr stjórnarmaður í Lsj. Stapa

• • • • •

Fullgildir félagsmenn í Þingiðn 31. desember 2013 voru 93 talsins. Greiðandi einstaklingar voru 84 á árinu samkvæmt árs­ reikning­um félagsins. Karlar voru 82 og konur 2. Félagsgjöld og iðgjöld ársins námu kr. 5.720.271 sem er 7,6% lækkun frá fyrra ári. Bætur og styrkir úr sjúkrasjóði árið 2013 námu kr. 3.000.502, þar af úr sjúkrasjóði kr. 2.364.154. Um er að ræða verulega hækkun milli ára. Á árinu 2013 fengu samtals 44 félagsmenn greidda sjúkradagpeninga eða aðra styrki úr sjúkrasjóði. Samkvæmt sameinuðum rekstrar- og efnahagsreikningi Huld Aðalbjarnardóttir er nýr stjórnarmaður í Lsj. Stapa. Hún er einn af fulltrúum nam hreinn tekjuafgangur félagsins kr. 6.019.270 og eigið stéttarfélaganna í stjórn sjóðsins. fé í árslok 2013 nam kr. 208.766.450 og hefur það aukist Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs var haldinn í Menningarhúsinu Hofi, um 2,97% frá fyrra ári. Akureyri, miðvikudaginn 21. maí sl. Mæting á fundinn var góð og fór hann Þingiðn hefur komið að mörgum málum frá síðasta aðalfundi: vel fram. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin ársfundarstörf. Björn • Félagið tók þátt í verkefni með Samtökum atvinnulífsins, Snæbjörnsson, formaður stjórnar, fór yfir skýrslu stjórnar um starfsemi Alþýðusambandi Íslands og Ríkisskattstjóra í skattaeftirliti sjóðsins á árinu 2013. Þá fór Kári Arnór Kárason framkvæmdastjóri á svæðinu sumarið 2013 sem sérstaklega miðaði að byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Vonir eru bundnar við yfir ársreikning sjóðsins og áritanir og tryggingastærðfræðingurinn Bjarni Guðmundsson gerði grein fyrir tryggingafræðilegri stöðu. Var að verkefnið haldi áfram í sumar. ársreikningur sjóðsins samþykktur samhljóða að yfirferð lokinni. Einnig • Félagið stóð fyrir jólaboði í desember með öðrum stéttarfélögum sem aðild eiga að kynntu fjárfestingastjóri Arne Vagn Olsen og áhættustjóri Jóna Finndís Skrifstofu stéttarfélaganna. Um 300 manns komu í Jónsdóttir fjárfestingar- og áhættustefnu sjóðsins. Stjórn Stapa heimsókn. lífeyrissjóðs skipa í dag: Frá launamönnum: Björn Snæbjörnsson, • Félagið stóð fyrir kvöldverði á Gamla-bauk og leikhúsferð Huld Aðalbjarnardóttir, Pálína Margeirsdóttir og Þórarinn Sverrisson. í Breiðumýri í byrjun apríl. Ferðin heppnaðist mjög vel en Frá launagreiðendum: Ágúst Torfi Hauksson, Gunnþór Ingvarsson, í hana fóru félagsmenn og makar. Kristín Halldórsdóttir og Unnur Haraldsdóttir. Framsýn mun standa • Félagið verslaði húfur handa félagsmönnum sem hafa fyrir opnum félagsfundi 15. september um starfsemi Lsj. Stapa og runnið út til félagsmanna. • Félagið lét gera úttekt á sjúkrasjóði félagsins sem unnin nýtt réttindakerfi sjóðsins. Fundurinn verður nánar auglýstur síðar. var af pwc. Niðurstaðan er að lausafjárstaða svo og eiginfjárstaða í árslok 2012 auk viðmiða sem fram koma í bréfi ASÍ bendi ekki til annars en að sjóðurinn geti staðið við skuldbindingar sínar á næstu árum. • Félagið tók þátt í söfnun vegna kaupa á orgeli fyrir Húsavíkurkirkju. Samþykkt var að gefa kr. 100.000 í söfnunina. Það er löngu ljóst að kjara­samningarnir sem • Félagið niðurgreiddi leikhúsmiða fyrir félagsmenn sem aðildarfélög Alþýðu­sambands Íslands gengu frá fóru á leiksýningar á vegum Leikfélags Húsavíkur í vetur. í lok desember við Samtök atvinnulífsins upp á 2,8% eru löngu brostnir. Ríkis­stjórnin kom að samningunum með yfirlýsingu um ákveðnar breytingar er varðar verðlags- og skattalækkanir í takt við umsamdar launahækkanir til að halda niðri verðbólgu. Ríkisstjórnin stóð ekki betur en svo við yfirlýsinguna að hún var ekki afgreidd frá Alþingi Vín og bjór lækkar í verði fyrr en á lokadögum þingsins í vor. Þá hafa þeir um allt að 0,8%. Á sama hópar sem samið hafa um kaup og kjör síðustu tíma hækka komugjöld á vikurnar fengið verulega meiri launahækkanir en heilbrigðisstofnanir. Spurt ábyrga verkafólkið sem samdi aðeins um 2,8% er; hvað gengur mönnum til launahækkun til að halda niðri verðbólgu eins og með slíkri forgangsröðun? Félagsmenn Þingiðnar eru ánægðir með starfsemi félagsins sem er afar blómlegt um þessar forystufólk verkafólks trúði því fyrir. Þá er jafnframt full ástæða til að gagnrýna ýmislegt í yfirlýsingu mundir. Frekari upplýsingar um aðalfundinn eru á heimasíðu stéttarfélaganna. ríkistjórnarinnar. Þar eru skattar í áfengi og tóbak lækkaðir á sama tíma og komugjöld á heilbrigðisstofnanir eru hækkuð um 5%. Þetta er undarleg forgangsröðun svo ekki sé meira sagt. Um þessar mundir hafa félagskonur í Framsýn, sem taka þátt í reglulegri krabbameinsleit, Fulltrúar Framsýnar komu nýlega við hjá fyrirtæki sem hóf störf á verið að koma með kvittanir fyrir greiðslu fyrir skoðunina á Skrifstofu Kópaskeri á síðasta ári. Um er að ræða fyrirtækið JS-Seafood ehf. stéttarfélaganna þar sem Framsýn niðurgreiðir kostnaðinn við sem sérhæfir sig í niðurlagningu á lifur. Hráefnið kemur víða að. Að krabbameinsleitina fyrir þær. Þar kemur fram að skoðunin hefur hækkað sögn starfsmanna gengur vel að framleiða og um átta starfsmenn um 5%. Sami aðili getur svo komið við í verslun ÁTVR á heimleiðinni og störfuðu hjá fyrirtækinu í vetur. Mest af framleiðslunni er flutt erlendis verslað sér vín á lækkuðu verði. Lækkunin nemur um 0,5 prósentum á heildsöluverði á bjór og léttvíni, en um 0,8 prósentum á sterku áfengi. til Úkraínu. Er þetta ekki svolítið undarleg forgangsröðun?

Undarleg gildi

Heimsóttu JS-Seafood ehf.

Sala á miðum í Hvalfjarðargöngin

Miðar í hvalfjarðargöngin eru seldir á Skrifstofu stéttarfélaganna og hjá eftirtöldum aðilum á félagssvæði stéttarfélaganna. Í Mývatnssveit er Agnes Einarsdóttir með miðana til sölu, á Raufarhöfn Svava Árnadóttir og í Þingeyjarsveit Ósk Helgadóttir. Þá er Verkalýðsfélag Þórshafnar einnig með miðana til sölu á Þórshöfn. Miðarnir eru einungis til sölu fyrir félagsmenn. 4 Júní 2014

Ósamið fyrir starfsmenn sveitarfélaga En hefur ekki verið gengið frá nýjum kjarasamningi við sveitarfélögin vegna félagsmanna Framsýnar, Verkalýðsfélags Þórshafnar og Starfsmannafélags Húsavíkur. Vonir eru bundar við að kjarasamningagerðin klárist á næstu vikum.


FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

Reykjahlíðarskóli heimsóttur

Framsýn beygði Vísi hf.

Stéttarfélögunum er bæði ljúft og skylt að taka þátt í fræðslu ungmenna um réttindi og skyldur þeirra á vinnumarkaði. Þá er mikilvægt að allir launþegar séu meðvitaðir um hlutverk stéttarfélaga og áhrif félagsmanna á starfsemi þeirra. Í lok apríl heimsótti Huld starfsmaður stéttarfélaganna unglingadeild Reykjahlíðarskóla, þar hitti hún fyrir hugsandi ungmenni sem voru vel með á nótunum og spurðu góðra spurninga enda höfðu mörg hver stigið sín fyrstu spor á vinnumarkaðnum.

Fiskvinnslufyrirtækið Vísir hf. hefur ákveðið að virða ákvæði kjarasamninga og greiða þeim starfsmönnum fyrirtækisins sem starfað hafa á Húsavík laun á uppsagnarfresti. Áður höfðu þeir hafnað kröfu Framsýnar um að athæfi þeirra væri ólöglegt, það er að greiða starfsmönnum ekki kjarasamningsbundinn uppsagnarfrest. Eins og fram hefur komið boðaði fyrirtækið lokun með mánaðar fyrirvara með þeim skilaboðum að starfsmenn ættu að skrá sig atvinnulausa frá 1. maí sl. Þessu mótmælti Framsýn og taldi að þar með væri fyrirtækið að brjóta ákvæði kjarasamninga, starfsmenn ættu rétt á að Vísir greiddi þeim uppsagnarfrestinn á þeim forsendum að fyrirtækið væri að hætta rekstri á Húsavík. Framsýn kom niðurstöðu sinni á framfæri við forsvarsmenn fyrirtækisins og fundaði einnig með Vinnumálastofnun þar sem því var mótmælt að fyrirtækið kæmist upp með þessi vinnubrögð. Ljóst er að starfsmenn eru mjög ánægðir með niðurstöðuna í ljósi aðstæðna og Framsýn hafa borist þakkarbréf og hringingar frá starfsmönnum og öðrum þeim sem fylgst hafa með málinu með þakklæti fyrir baráttuna fyrir réttlætinu. Framsýn er með til skoðunar að láta reyna á réttmæti þess að þeir starfsmenn sem fylgja fyrirtækinu til Grindavíkur fái einnig laun frá fyrirtækinu þangað til vinnslan verði klár í Grindavík í haust í stað þess að þiggja atvinnuleysisbætur. Framsýn telur annað ekki standast og hefur falið lögfræðingum félagsins að skoða málið með hagsmuni starfsmanna að leiðarljósi.

Myndin er tekin af heimasíðu Reykjahlíðarskóla og er af nemendum skólans.

Stefán hnýtir landfestar Það er ekki á hverjum degi sem hafnarvörðurinn Stefán Stefánsson sem jafnframt er formaður STH þarf að ganga frá flugvélum í Húsavíkurhöfn en það gerði hann með stæl ásamt aðstoðarhafnarverðinum Hjálmari Hjálmarssyni þegar Arngrímur Jóhannsson flugstjóri kom við á Húsavík fyrir nokkrum dögum með málverkið af Náttfara. Með í för var forseti Íslands Hr. Ólafur Ragnar Grímsson.

Nýjar fréttir

Framsýn ályktaði nýlega um staðsetningu embættis sýslumanns á Norðurlandi eystra, kjaramál og Húsavíkurflugvöll. Sjá frekar inn á heimasíðu stéttarfélaganna www.framsyn.is

Heimsmálin til umræðu

Daglega koma góðir gestir í heim­sókn á Skrifstofu stéttar­ félaganna til að ræða málin. Hér eru þeir Aðalsteinn Júlíus­son lög­ reglu­þjónn og Örn Arn­grímsson sjó­maður að fá sér kaffi í góðu yfir­læti á Skrifstofunni.

Starfsmenn Vísis hf. sem fara ekki með fyrirtækinu suður til Grindavíkur í haust hafa verið teknir aftur inn á launaskrá hjá fyrirtækinu. Sigur fyrir starfsmenn segir formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson.

Um vímuefnapróf og vernd starfsmanna Friðhelgi einkalífs er varið í 71. gr. stjórnarskrár Íslands og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Í þeirri réttarvernd felst m.a. vernd gegn ástæðulausum líkamsrannsóknum þ.m.t. vímuefnaprófunum. Nánari útfærslu er svo að finna í lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Réttarverndin tryggir að úrvinnsla á upplýsingum úr vímuefnaprófunum skuli vera málefnaleg og fagleg. Ljóst er að hér er fjallað um mikilvæg grunnréttindi og þess vegna skal í öllum tilvikum láta persónufrelsi einstaklings njóta vafans ef svo ber undir. Engar sérreglur gilda um vímuefnaprófanir atvinnurekenda á starfsfólki hér á landi og er því stuðst við meginreglur framangreindra réttarheimilda um friðhelgi einkalífs og meðferð og vinnslu persónuupplýsinga. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast inn á heimasíðu stéttarfélaganna. www.framsyn.is.

Afsláttur af tryggingum

Félagsmenn stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum eiga rétt á afslætti hjá VÍS á tryggingum. Hefur þú skoðað það? Stéttarfélögin

Dæmi eru um að atvinnurekendur á félagssvæði stéttarfélaganna hafa orðið að taka á vímuefnavanda starfsmanna. Mikilvægt er að forsvarsmenn fyrirtækja kynni sér vel þær reglur sem gilda um vímuefnapróf á vinnustöðum.

Júní 2014 5


FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

Framsýn, stéttarfélag leiðandi félag á landsvísu. Hyllt við starfslok 10 milljónir í námsstyrki

Framsýn er mjög umhugað um starfsmenntun félagsmanna. Á árinu 2013 fengu 277 félagsmenn greiddar kr. 10.036.496,- í einstaklingsstyrki frá fræðslusjóðum í endurgreiðslur vegna náms eða námskeiða. Þar af fengu: 120 félagsmenn greidda styrki úr Landsmennt kr. 4.852.649,-. 8 félagsmenn fengu greidda styrki úr Sjómennt kr. 416.486,-. 17 félagsmenn fengu greidda styrki úr Ríkismennt kr. 584.394,-. 24 félagsmenn fengu greidda styrki úr Fræðslusjóði verslunar og skrifstofufólks kr. 781.213,-. 53 félagsmenn fengu greidda styrki úr Sveitamennt kr. 1.624.628,-. Að auki fengu 55 félagsmenn sérstaka styrki úr Fræðslusjóði Framsýnar kr. 1.777.126,-. Fræðslusjóðirnir eru fjármagnaðir með framlögum frá stéttarfélögum, fyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum sbr. ákvæði kjarasamninga. Það á þó ekki við um Fræðslusjóð Framsýnar sem hefur ekki fastan tekjustofn.

GPG á toppnum GPG-Fiskverkun á Húsavík greiddi mest allra launagreiðenda í iðgjöld til Framsýnar eða samtals kr. 9,3 milljónir árið 2013. Sveitarfélagið Norðurþing greiddi mest árið áður eða samtals 8,1 milljón í iðgjöld til félagsins. Innifalið í upphæðinni eru félagsgjöld starfsmanna og kjarasamningsbundin iðgjöld launagreiðenda til Framsýnar. Hér má sjá listann með nöfnum þeirra launa­ greiðenda sem eru á toppnum varðandi greiðslu iðgjalda til Framsýnar: G.P.G. Seafood ehf. Sveitarfélagið Norðurþing Brim hf. Norðlenska matarborðið ehf. Vísir hf. Fyrir liggur að Vísir hf. hefur ákveðið að hætta rekstri á Húsavík. Á árinu 2013 greiddi fyrirtækið 4,8 milljónir í iðgjöld til Framsýnar sem tapast nú þegar fyrirtækið hefur ákveðið að hætta starfsemi.

Félagsmönnum fjölgar Á aðalfundi Framsýnar kom fram að félagsmönnum heldur áfram að fjölga. Á síðasta ári greiddu 2.265 félagsmenn til Framsýnar. Samkvæmt samþykkt stofnfundar félagsins frá 1. maí 2008 er ekki lengur miðað við sérstakt lágmarksgjald svo menn teljist fullgildir félagsmenn heldur teljast þeir félagsmenn sem greiða til félagsins á hverjum tíma og ganga formlega í félagið. Um síðustu áramót voru 237 gjaldfrjálsir félagsmenn, það eru aldraðir og öryrkjar sem ekki eru á vinnumarkaði. Fullgildir félagsmenn eru alls 2.502. Þá má geta þess að 346 launagreiðendur greiddu til Framsýnar á síðasta ári og fjölgaði þeim um 20 á milli ára.

Jákvæðar fréttir, félagsmönnum Framsýnar fjölgar milli ára. Það á einnig við atvinnurekendur en sífellt fleiri launagreiðendur skila gjöldum af starfsmönnum til félagsins.

6 Júní 2014

Kristbjörg Sigurðardóttir lét af störfum sem vara­ formaður Framsýnar á aðal­fundinum í maí. Við það tækifæri flutti hún þessa ræðu þar sem hún kom inn á afskipti sín að verkalýðsmálum. Í lok ræðunnar var hún hyllt enda skilað frábæru Fundarmenn hylltu Kristbjörgu á aðalfundinum með táknrænum hætti. Það er með því að standa upp og klappa starfi fyrir Framsýn. fyrir henni. Kæru félagar Mig langar í nokkrum orðum að þakka ykkur fyrir samfylgdina með mér í gegnum tíðina við störf að verkalýðsmálum. Tíminn er orðin langur sem ég hef dvalið við þessi störf eða frá árinu 1984 þá sem trúnaðarmaður síðan 1989 fer ég í stjórn og frá 1998 sem varaformaður síðastliðin 16 ár. Um 10 ára skeið var ég formaður Deildar í heilbrigðisþjónustu innan Verkalýðsfélags Húsavíkur sem náði yfir starfsmenn við Sjúkrahúsið og Hvamm einstaklega samheldin og góður hópur sem var með mér þar, það var að vísu alltaf nóg að gera, því eins og í dag voru endalausar hagræðingar og niðurskurður. Það hefur verið einstaklega ánægjulegt að starfa innan félagsins þetta langa tímabil með öllu þessu góða fólki sem hefur staldrað við með mér mis lengi þó en aldrei hefur komið upp sú staða að margir hafi horfið frá störfum í einu. Það segir manni að það er mikil samheldni í hópnum sem orsakast segi ég af stefnu Framsýnar og sú stefna viðhelst vegna þess að við höfum öflugan formann, talsmann litla mannsins. Þrátt fyrir þetta hefur ekki alltaf verið auðveldur róðurinn í baráttunni, það hefur slegið í brýnur og fólki og félögum úthýst frá borðum sambanda. En að mínu viti hefur félagið Framsýn komið standandi fá þeim væringum og staðið sína plikt ekki breytt stefnu sinni til að falla inn í vinsældar Klíku hópinn. Það er mikilvægast að mínu áliti, að maður hafi ekki misst sjónar á því hlutverki sem verkalýðsbarátta er og fyrir hvern maður er að vinna vera sjálfum sér samkvæmur, þá standi maður af sér áhlaupin með góðri samvisku. Ég átti mér þann draum að ég myndi geta hætt störfum þegar ég væri sátt við stöðuna í hreyfingunni, að allir væru sáttir við laun sín og kjör. Að jöfnuður ríkti meðal fólksins í landinu. Þessi sýn er ekki í kortunum í náinni framtíð og verkalýðsbaráttan heldur áfram, hún er og virðist eilífðarverkefni. Þannig á henni líka alltaf að finnast að hún geti gert betur, í dag en í gær. Samstarf okkar Kúta hefur verið með afbrigðum gott öll þessi ár. Á einhverjum tímapunkti bauðst mér að koma til starfa inn á skrifstofunni sem ég þáði ekki og tel að hafi verið rétt ákvörðun. Ég er og hef alltaf verið bara ein af ykkur, verkakonan á gólfinu það hefur líka hjálpað mér að hugsa sem slík í minni aðkomu að verkalýðsmálum. Vaktavinnan mín hefur líka gert það að verkum að ég hef getað sinnt ýmsum störfum í frítíma mínum að degi til. Það er bara einn formaður en auðvitað hefur hann allt of oft stolið góðum punktum frá mér. Ég þakka brautryðjendum og forverum okkar þá baráttu sem þeir háðu við ekki betri kjör og aðstæður en þau sem við búum við í dag. Börðust fyrir svo mörgum af okkar helstu kjararéttindum sem við eigum enn þann dag í dag. Þakka þá sterku stöðu sem félagið Framsýn tók í arf og hefur borið þá gæfu til að viðhalda og efla félagið á alla vegu síðan þá. Þið þekkið þá von mína og ósk um langt skeið að Framsýn beri þá gæfu til að reisa forverum okkar sanngjarnan minnisvarða sem prýða megi bæinn okkar. Góðir félagar án þess að halla á neinn tek ég heilshugar undir orð Kúta í ræðu sinni 1. maí um vináttu okkar, þessi langa samvera okkar hefur mótað okkur og slípað saman þannig að útkoman er eins og hann sagði miklir og persónulegir vinir. Það verður ekki af okkur tekið í lengd né bráð, ótal margar samverustundir höfum við háð í væringum verkalýðsmála sem og gaman saman á víðum grundvelli. Kúti minn hafðu mínar bestu þakkir fyrir allar okkar samverustundir við störf okkar hvort sem er í leik eða starfi, það verður vissulega erfitt að slíta sig frá þessu nána samstarfi okkar og ykkar kæru félagar en hugga mig við það að nú var mál að linni og tími til að hleypa nýjum að. Ég óska Ósk til hamingju og óska henni velfarnaðar í þessu nýja hlutverki sínu. Ég þakka þá höfðinglegu gjöf sem mér var færð 1. maí og segi að það er alltaf spurning hvað maður á skilið en vissulega er notalegt til þess að vita að einhver hafi haft not að störfum manns. Ég nýti mér gjöfina og ber Gullmerkið með stolti. Það er ósk mín og von að Framsýn haldi stefnu sinni sýn og aðkomu að verkalýðsmálum af sömu festu og einurð og verði ávalt talsmaður litla mannsins áfram sem hingað til. Ég kveð með þakklæti og gleði yfir því að hafa átt þess kost að starfa innan félagsins öll þessi 30 ár. Sameinuð stöndum vér sundruð föllum vér sagði Kristbjörg að lokum.


FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

Hér má sjá upplýsingar frá aðalfundi félagsins Formaður á tímamótum106 milljónir greiddar þökkuð vel unnin störf í atvinnuleysisbætur Atvinnuástandið hefur allt frá hruni heldur verið að lagast á félagssvæði Framsýnar. Tölur Vinnumálastofnunar sýna að 209 félagsmenn komu inn á atvinnuleysisskrá árið 2013. Félagsmenn Framsýnar fengu greiddar kr. 105.778.040,- í atvinnuleysisbætur á árinu 2013 frá Vinnumálastofnun. Mótframlög frá stofnuninni námu 8.462.243,-. Samtals gera þessar greiðslur kr. 114.240.283,-. Sambærileg tala fyrir árið 2012 er kr. 150.336.961,-.

Félagsmenn fengu tæpar 30 milljónir úr sjúkrasjóði Á aðalfundi Framsýnar kom fram að félagið greiddi félagsmönnum tæpar 30 milljónir í styrki úr sjúkrasjóði félagsins. Á árinu 2013 nutu 519 félagsmenn bóta úr sjúkrasjóði félagsins en voru 478 árið 2012. Samtals námu greiðslur vegna sjúkradagpeninga, annarra bóta og styrkja kr. 29.478.415,-. Sambærileg tala fyrir árið 2012 er kr. 24.544.265,-. Eins og sjá má varð veruleg hækkun á greiðslum til félagsmanna milli ára. Í því sambandi er rétt að geta þess að styrkupphæðir úr sjúkrasjóði voru hækkaðar umtalsvert á síðasta aðalfundi sem skýrir að mestu þessar miklu hækkanir milli ára.

Kristbjörg Sigurðardóttir kvatti sér hljóðs á aðalfundi Framsýnar og þakkaði formanni Framsýnar fyrir gott starf í þágu félagsins, sem fagnaði um þessar mundir 20 ára starfsafmæli sem formaður félagsins. Hér má sjá bút úr ræðu Kristbjargar þegar hún kallaði Aðalstein upp til að taka við smá gjöf frá félaginu. „Góðir félagar hér er líka maður sem stendur á tímamótum í störfum sínum við verkalýðsmál, maður sem þekktur er fyrir fórnfýsi, dugnað og lipurð í starfi. Vakinn og sofinn yfir velferð félagsmanna sinna hvort sem er að nóttu eða degi hefur hann staðið vaktina allt frá 1981 þá sem trúnaðarmaður, stjórnarmaður frá 1986 og síðastliðin 20 ár sem formaður félagsins Framsýnar, já ég er að tala um Aðalstein Árna Baldursson. Hann fór skemmtilega yfir sögu sína í ræðu sinni 1. maí. Hann er ekki að hætta enda kornungur og hraustur strákur og félagsmenn Framsýnar fá að njóta krafta hans um ófyrirsjáanlega framtíð. Baklandið biður hann samt að setja bókina um vinnulöggjöfina á náttborðið hjá sér. Það er því vel við hæfi að færa þér smá þakklætisvott fyrir þitt ómetanlega starf og ég bið þig að koma og taka við gjöfinni. Framsýn þakkar þér samveruna og þitt óeigingjarna starf í gegnum árin þín 33“ sagði Kristbjörg um leið og hún færði Aðalsteini gjöf frá félaginu.

Framsýn skorar á sveitarstjórnarmenn Á aðalfundi Framsýnar var sam­ þykkt að skora á sveitar­stjórnar­ menn í héraðinu að mótmæla fyrir­huguðum sameiningum heil­ brigðis­stofnana a á Norðurlandi. Sjá áskorunina: „Aðalfundur Framsýnar stéttar­ félags Þingeyinga mótmælir harð­lega fyrirhuguðum sam­ einingum heilbrigðisstofnana á Félagsmenn Framsýnar vilja standa vörð um Norður­landi. Aðalfundurinn telur opinbera þjónustu í Þingeyjarsýslum. að ekki hafi komið fram rök fyrir hagkvæmni fyrirhugaðra sameininga eða að þær muni á nokkurn hátt bæta þá þjónustu sem nú þegar er á svæðinu. Með sameiningunni eru jafnframt allar líkur á að opinberum störfum í Þingeyjarsýslum fækki enn frekar. Það er siðferðileg skylda sveitarstjórnarmanna að standa vörð um störf og þjónustu í sínu byggðarlagi. Í ljósi þess beinir Framsýn því til frambjóðenda, að þeir nýti þau áhrif sem þeir hafa til að koma í veg fyrir fyrirhugaðar sameiningar, með hag samfélagsins að leiðarljósi. Framsýn skorast ekki undan ábyrgð og er reiðubúið að koma að því að verja þessa mikilvægu stofnun í héraðinu.“

Iðandi líf við höfnina á Kópaskeri Það var fallegt vorveður á Kópaskeri á dögunum þegar bátarnir voru að koma að landi með góðan afla. Það var létt yfir sjómönnum enda veiðin góð.

Athafnakonan Margrét Hólm Valsdóttir var á Kópaskeri og gerði sér ferð niður á bryggju þar Geir og Haukur voru í góðu skapi sem og sem hún hitti óvænt frænda sinn frá Dalvík sem gerði út frá Kópaskeri í vor á grásleppuveiðar. aðrir við höfnina.

Kristbjörg færði Aðalsteini smá glaðning frá félaginu fyrir vel unnin störf í þágu félagsmanna. Við það tækifæri færði hún einnig nýjum varaformanni Ósk Helgadóttur gjöf um leið og hún var boðin velkomin til starfa fyrir félagið sem varaformaður.

Rekstur Framsýnar til fyrirmyndar Samkvæmt ársreikningum Framsýnar var fjárhagsleg afkoma félagsins mjög góð á árinu 2013. Rekstrarafgangur varð á öllum sjóðum félagsins. Félagsgjöld og iðgjöld hækkuðu frá síðasta ári. Rekstrarútgjöld félagsins hækkuðu einnig milli ára. Rekstrartekjur félagsins námu kr. 144.177.030,- sem er aukning um 5,7% milli ára. Rekstrargjöld námu 116.226.997,- sem er aukning um 14,4% milli ára. Þessi hækkun er ekki síst tilkomin vegna hækkana á styrkjum til félagsmanna. Fjármagnstekjur Félagsmenn Framsýnar til sjávar og sveita námu kr. 59.357.840,-. Félagsgjöld gleðjast yfir góðum rekstri Framsýnar sem og iðgjöld námu kr. 115.193.347,- á skilar sér beint til félagsmanna í góðri móti kr. 108.421.029,- á árinu 2012. þjónustu og aðgengi þeirra að öflugum Á síðasta ári varð tekjuafgangur styrkjum í gegnum sjóði félagsins. félagsins í árslok kr. 82.138.782,- en var kr. 127.402.818,- árið 2012. Heildareignir félagsins námu kr. 1.482.592.787,- í árslok 2013 samanborið við kr. 1.392.692.578,- í árslok 2012. Rekstur Skrifstofu stéttarfélaganna gekk vel á síðasta ári. Þátttaka Framsýnar í rekstrarkostnaði nam kr. 35.600.860. Önnur aðildarfélög greiddu kr. 6.330.525 kr. til rekstrarins. Innheimta félagsgjalda var með svipuðu sniði og árið á undan. Almennt eru launagreiðendur samviskusamir að skila félagsgjöldum og mótframlögum á réttum tíma.

Júní 2014 7


FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

Nýr varaformaður í Framsýn

Kristbjörg heiðruð

Ósk Helgadóttir hefur tekið við varaformennsku í Framsýn, stéttarfélagi. Kjörnefnd Fram­s ýnar var sammála um að gera tillögu um Ósk sem vara­ formann. Áður hafði farið fram skoðana­ könnun meðal þeirra félagsmanna sem gegna trúnaðar­störfum fyrir félagið. Ósk kom sterk út úr þeirri könnun og greinilegt er að margir bera mikið traust til hennar. Ósk flutti ávarp á fundinum þar sem hún þakkaði traustið, ávarpið er svohljóðandi:

Kristbjörg Sigurðardóttir varaformaður Framsýnar var heiðruð fyrir vel unnin störf í þágu félagsins á hátíðarhöldunum 1. maí. Henni var afhent gullmerki félagsins og gerð að heiðursfélaga. Kristbjörg lét af störfum sem varaformaður á aðalfundi félagsins í maí. Þessi baráttukona er vel að þessum heiðri komin. Formaður Framsýnar flutti ávarp á hátíðarhöldunum, Kristbjörgu til heiðurs:

Góðir félagar. Þegar Ágúst Óskarsson formaður Ósk Helgadóttir er nýr varaformaður Kjörnefndar Framsýnar hringdi í mig í Framsýnar og tók hún við embættinu vetur og spurði mig hvort ég vildi taka á aðalfundi félagsins í maí. að mér varaformennsku í Framsýn datt mér fyrst í hug að hann Gústi hefði verið að róta eitthvað í lyfjaboxinu sínu og útkoman af því væri alls ekki góð fyrir hann. Ég spurði auðvitað á móti hvort væri ekki allt í lagi með hann. Þetta tilboð kom mér algjörlega í opna skjöldu enda fann ég þessu flest til foráttu og fannst flestir mér hæfari til þessa starfa. Ég er yfirleitt fljót að afgreiða málin en þetta kom svo flatt upp á mig að ég þurfti aðeins að fá að hugsa mig um. Hann gaf mér góðfúslega leyfi til að sofa aðeins á þessu, ég melti þetta í nokkra daga og auðvitað sagði kerlingin …. já… þar kemur til fjandans keppnisskapið sem mér var ríkulega gefið, Gústi gaf upp boltann og ég stóðst ekki áskorunina. Fyrir ykkur sem ekki þekkja til mín þá er ég fædd á Borgarfirði (eystri ) árið 1963, rek reyndar ættir mín hér norður, föðurættin af Reykjalínum komin úr Þorgeirsfirði og móðurættin úr Reykjahlíð. Ég settist að í Fnjóskadalnum fyrir réttum 30 árum, fylgdi manninum heim á æskustöðvarnar og saman eigum við þrjú uppkomin börn. Ég er búin að vera viðloðandi stéttarfélagið Framsýn í nokkur ár, fyrst sem trúnaðarmaður og hef setið í trúnaðarmannaráði frá 2010. Verkalýðsumræða var svo sem ekki ný fyrir mér því þau mál voru oft krufin við eldhúsborðið á mínu æskuheimili. Ég er alin upp á íslensku alþýðuheimili og foreldrar mínir sátu bæði um tíma í stjórn verkalýðsfélagsins á staðnum. Í samfélagi þar sem menn trúðu á Kaupfélagið næst Guði var kjarabarátta litin hornauga og jafnvel flokkuð undir skæruhernað enda þau fáu fyrirtæki sem á staðnum voru í eigu Kaupfélagsins. Ég viðurkenni að mér þótti það ekki skemmtilegt á unglingsárunum þegar ég sá föður minn storma inn á kontór í frystihúsinu vitandi það að hann væri þar að gera athugasemdir sem öfluðu honum ekki vinsælda. En uppeldið mótar mann víst að einhverju leyti og þó mér hafi aldrei lærst þetta með Guð og Kaupfélagið þá lærðist mér gagnrýnin hugsun og það að standa með þeim sem minna mega sín. Ég fór ung að vinna fyrir mér, í þá daga var maður fermdur og fullorðinn. Frystihúsið var gjarnan fyrsti viðkomustaður okkar stelpnanna en strákarnir fóru flestir á sjóinn. Í litla þorpinu mínu sem líklega hefur verið eins og í mörgum sjávarþorpum á þeim tíma voru bátar settir á flot þegar voraði og settir ( eins og það var kallað ) að hausti. Leið flestra ungmenna að heiman lá í Eiðaskóla þar sem við gátum lokið okkar grunnskólanámi og þangað fór ég 15 ára gömul. Mátti þá segja að unginn væri floginn úr hreiðrinu, kom þó tíma og tíma heim til vinnu. Leið mín lá svo eins og margra á þeim tíma á vertíð og ég upplifði það að vera farandverkamaður í nokkur ár. Það var áður en það þótti ófínt af Íslendingum að vinna í fiski. Þetta líf þekkir okkar unga kynslóð ekki í dag, kannski sem betur fer, það var óvægið á köflum og oft mikil og erfið vinna, en einhver sjarmi er yfir því að hafa upplifað þessa tíma. Síðasti viðkomustaður með farandverkalestinni var Grímsey, en þar kynntumst við hjónin og bjuggum þar síðan með hléum fyrstu búskaparárin. Í um 20 ár hef ég unnið við Stórutjarnaskóla, hef gengið þar í flest störf eftir þörfum hvers tíma, en hef starfað síðustu tvö árin sem skólaliði. Ég hef einnig unnið töluvert við heimaþjónustu í Þingeyjarsveit í gegnum árin og á þar orðið á bæjum marga góða vini. Eins og ég sagði í upphafi fannst mér ekki sjálfgefið að ég yrði sú sem tæki við kefli varaformanns í einu öflugasta stéttarfélagi landsins. Hópurinn sem mótar stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar er afar virkur, traust og gott bakland og ég er stolt af því að tilheyra þeim. Ég tek líka við góðu búi af konu sem ég ber mikla virðingu fyrir og hefur sinnt þessu embætti árum saman af miklum dugnaði. Hvort ég get fetað í sporin hennar veit ég ekki, en mun þá gera mitt besta til að móta mín eigin. Hvernig tekst til verður tíminn að leiða í ljós, traust ykkar félagar góðir er mér mikill styrkur og ég mun reyna að vinna þau störf sem mér verða falin af alúð og trúmennsku. Takk fyrir.

Ágætu félagar! Kristbjörg Sigurðardóttir varaformaður Framsýnar- stéttarfélags, hinn þögli þjarkur, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem varaformaður félagsins á næsta aðalfundi þess, sem haldinn verður 15. maí n.k. Kristbjörg, eða Bogga eins og hún er oftast nefnd, er fædd á Arnstapa við Ljósavatn árið 1950. Síðar bjó hún á Lækjarmóti í Kinn, sem Bogga nefnir ávalt Fögrusveit til að árétta fegurð sveitarinnar sem að hennar mati er einstök, svo ekki sé talað um Ljósavatnið. Síðustu áratugi hefur Bogga búið í Auðbrekku 5 á Húsavík. Kristbjörg á að baki mjög farsælt og glæsilegt starf fyrir félagið, sem trúnaðarmaður, fulltrúi í trúnaðarmannaráði félagsins, stjórnarmaður og varaformaður. Bogga var um tíma í stjórn Alþýðusambands Norðurlands, þar af formaður í tvö ár. Þá var Bogga fyrst kvenna til að gegna varaformennsku í sameinuðu félagi verkamanna og verkakvenna, Verkalýðsfélagi Húsavíkur, nú Framsýn. Þá hefur hún komið að gerð margra kjarasamninga fyrir félagið svo ekki sé talað um innra starf félagsins þar sem hún hefur stjórnað því af mikilli festu í góðu samráði við samferðamenn á hverjum tíma. Eða eins og samstarfskona hennar komst að orði, Bogga í Hvoli er alltaf boðin og búin til að sinna öllum mögulegum störfum í þágu félagsins hvar og hvenær sem er, það væri aldrei neitt vesen þegar til hennar væri leitað. Ég tek heilshugar undir þessi orð. Hér er henni vel lýst. Við Bogga höfum átt mjög náið samstarf og náð að beisla okkar skoðanir og áherslur saman til góðra verka í þágu verkafólks í Þingeyjarsýslum. Að sjálfsögðu höfum við nöldrað í hvort öðru eins og gömul hjón en við skiljum sem miklir og persónulegir vinir. Það er alveg ljóst að við komum til með að sakna hennar úr okkar starfi, konu sem er metnaðarfull og með sterka réttlætiskennd sem er góð blanda fyrir sanna jafnréttis- og baráttukonu eins og Boggu. Ástæða er til að þakka Hjálmari Jóni Hjálmarssyni eiginmanni Boggu fyrir skilning og þolinmæði vegna vinnu hennar í þágu félagsmanna Framsýnar og samfélagsins í Þingeyjarsýslum. Það vita þeir sem eru virkir í félagsmálum að án skilnings frá maka/sambýlismanni er þátttaka í félagsmálum ómöguleg. Hjálmar, hafðu bestu þakkir fyrir. Á þessum tímamótum hefur Framsýn ákveðið að heiðra Kristbjörgu Sigurðardóttir fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og félagsmanna í 30 ár og færa henni gullmerki félagsins. Um er að ræða æðstu viðurkenningu félagsins, það er heiðursfélagi í Framsýn- stéttarfélagi Þingeyinga. Kristbjörg hefur sjálf sagt að afskipti hennar af verkalýðsmálum hafi byrjað 1984 þegar Erna Þorvaldar, þá trúnaðarmaður starfsmanna á Sjúkrahúsinu á Húsavík og stjórnarmaður í Verkalýðsfélagi Húsavíkur, hafi fengið hana í samninganefnd fyrir hönd starfsmanna í þvottahúsinu vegna samningagerðar fyrir sjúkrahúsin á Norðurlandi. Síðan þá, hefur hún sem betur fer fyrir okkur sem höfum starfað með henni ekki getað slitið sig frá starfinu. Það er alltaf gaman saman með Boggu. Þess má geta að gullmerkið er smíðað af Þorbergi Halldórssyni gullsmið. Kristbjörg Sigurðardóttir, Bogga, viltu gjöra svo vel og koma hér upp og veita þessari viðurkenningu móttöku.

8 Júní 2014

Atvinnurekendur athugið!

Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að skv. nýgerðum kjarasamningi SGS og Samtaka atvinnulífsins sem Framsýn og Verkalýðsfélag Þórshafnar eiga aðild að hækkaði iðgjald í fræðslusjóðinn Landsmennt um 0,10 prósentustig frá og með síðustu kjarasamningum. Vegna þessa verður iðgjaldið til Landsmenntar 0,30% frá þeim tíma sem skila ber til viðkomandi stéttarfélags. Atvinnurekendur eru beðnir um að hafa þetta í huga við útreikning launa.


FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

Hátíðarhöldin 1. maí fóru vel fram

Fjölmenni var á hátíðarhöldum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum eða um 600 gestir. Meðal þeirra sem komu fram voru Karlakórinn Hreimur, Steingrímur Hallgrímsson, Hjalti Jónsson, Lára Sóley Jóhannsdóttir, Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir og Ragnar Bjarnason. Ræðumenn voru Aðalsteinn Á. Baldursson og Ágúst Óskarsson. Sjá myndir frá hátíðarhöldunum:

Ánægjuleg stund í Reykjadalnum Vinnuvernd - störf unglinga

Þingiðn stóð fyrir skemmtilegu félagskvöldi í byrjun apríl en þá var félagsmönnum og mökum þeirra boðið í kvöldverð á Gamla-bauk og í leikhúsferð í Breiðumýri á leikritið „Í beinni“ í uppsetningu Leikdeildar Eflingar. Um 60 manns þáðu boðið sem fór afar vel fram. Meðfylgjandi eru myndir úr ferðinni:

Að gefnu tilefni er rétt að benda atvinnu­rek­ endum og foreldrum barna og ung­linga á að ákveðnar reglur gilda um vinnu­vernd barna og ung­linga. Hægt er að nálgast reglu­gerð um vinnu barna og ung­linga inn á heima­­síðu stéttar­­­félag­a nna: www.framsyn.is eða á heima­síðu Vinnu­ eftir­­litsins, www. vinnu­­eftir­lit.is.

Júní 2014 9


FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

Gengið frá kjarasamningi við Landsvirkjun

Starfsgreinasamband Íslands sem Framsýn á aðild að skrifaði nýlega undir kjarasamning við Landsvirkjun. Samningurinn gildir til 28. febrúar 2015 líkt og aðrir samningar á hinum almenna vinnumarkaði. Helstu breytingar samningsins eru þær að laun taka almennum hækkunum í samræmi við aðra samninga á vinnumarkaði en auk þess er samið um eingreiðslu, kr. 90.000 krónur miðað við fullt starf frá 1. janúar til 31. maí 2014. Orlofsuppbót verður 105.933 krónur á þessu ári og desemberuppbót verður einnig 105.933 krónur. Störf fólks við ræstingar eru hækkuð sérstaklega undir starfsheitinu „starfsmenn við stöðvarþrif“. Launaflokkur fyrir þessi störf verður 144 sem er sami launaflokkur og matráðskonur raðast í. Þetta þýðir fimm launaflokka hækkun til þeirra starfsmanna sem annast þrif.

Gengið hefur verið frá samningi við Landsvirkjun. Samningurinn gildir m.a. fyrir félagsmenn Framsýnar sem starfa í Kröflu og við Laxárvirkjun.

Nýtt

Veiðikort í boði fyrir félagsmenn

Stéttarfélögin hafa ákveðið að bjóða félagsmönnum að kaupa Veiðikort sem gildir í 36 veiðivötn víða um land, þar af gefur veiðikortið aðgang að sex veiðivötnum á félagssvæði stéttarfélaganna, það er í þrjú vötn á Melrakkasléttu, Kringluvatn, Ljósavatn og Vestmannsvatn. Fullt verð á Veiðikortinu er kr. 6.900. Verð til félagsmanna er kr. 3.500. Með kortinu fylgir vegleg handbók þar sem vötnin eru ítarlega kynnt í máli og myndum. Á vefnum www.veidikortid.is, má finna fréttir og fróðleik sem og allar nánari upplýsingar um vatnasvæðin. Þar má líka finna öflugt myndaalbúm. Veiðikortið er til sölu á Skrifstofu stéttarfélaganna.

Búið að framlengja samning við Erni – frábær kjarabót Framsýn og Flugfélagið Ernir gengu frá fram­lengingu á samningi aðila um sérstök flugfargjöld fyrir félagsmenn Fram­sýnar. Í samkomulaginu er ákvæði um að félags­ Komið hefur fram í fjölmiðlum að menn Starfsmannafélags Húsavíkur, farþegum sem fara um Húsa­víkur­ Verkalýðsfélags Þórshafnar og Þingiðnar flugvöll hefur fjölgað jafnt og þétt geti einnig flogið á þessu frábæra frá því að flugið hófst á ný, það ber fargjaldi. Samkvæmt samkomulaginu ekki síst að þakka samkomulaginu verður verðið óbreytt fram á haust eða sem Framsýn gerði við Flugfélagið kr. 7.500. Með haustinu hækkar síðan Erni um sérstök kjör fyrir félagsmenn. flugfargjaldið upp í kr. 9.200. Samningur Önnur aðildarfélög Skrifstofu stéttar­ aðila um afsláttarkjörin gildir til 1. maí félaganna eiga jafnframt aðild að 2015 og verður þá vonandi endurnýjaður. sam­komulaginu í gegnum Framsýn Samkomulag Framsýnar við Flug­félagið Erni tryggir félagsmönnum stéttar­ fyrir sína félagsmenn. félaganna í Þingeyjarsýslum áfram ódýr flugfargjöld á flugleiðinni Húsavík-Reykjavík. Flugfélagið hefur ákveðið að fjölga ferðum milli Húsavíkur og Reykjavíkur í sumar sem eru ánægjulegar fréttir. Hugsanlega er þetta besta kjarabótin sem stéttarfélögin hafa samið um fyrir félagsmenn þegar horft er til þess að stéttarfélögin hafa verslað 2.340 flugmiða fyrir kr. 17.550.000. Varlega áætlað hafa félagsmenn sparað sér um 20 milljónir við kaup á flugmiðum í gegnum félögin.

10 Júní 2014

Ert þú að vinna á veitingastað, hóteli, gistiheimili eða í annarri ferðaþjónustu? Nokkur áhersluatriði úr kjarasamningi:

• Laun 16 og 17 ára miðast við það ár sem hlutað-­ eigandi aldri er náð. • 22 ára lífaldur jafngildir starfsaldri eftir eitt ár. • Hámarks vinnutími á mánuði er 172 klst., eftir það greiðist yfirvinna sem er 80% hærri en dagvinna. • Hámarkslengd vaktar er 12 klst. • Hvenær lýkur þinni vakt? Vakt skal skrá með upphaf og endi í vaktaplani. Vaktir skulu skipulagðar fyrir 4 vikur í senn og vaktaskrá kynnt a.m.k. viku áður en hún tekur gildi. • Neysluhlé skulu vera sem svarar 5 mín. fyrir hvern unninn klukkutíma og skiptast eftir samkomulagi starfsmanna og stjórnanda. • Óheimilt er að hafa orlof innifalið í launataxta. • Jafnaðarkaup er ekki til í kjarasamningum. • Að lágmarki skal borga 4 klst. í útkalli. • Í vaktavinnu greiðist álag á þann hluta 40 stunda vinnu sem fellur utan dagvinnutímabils. 33% álag á tímabilinu kl. 17:00 -00:00 mánudaga til föstudaga. 45% álag á tímabilinu kl. 00:00 – 08:00 allar nætur og laugardaga og sunnudaga. 90% álag á sérstökum stórhátíðardögum. Þú skalt skoða vel og geyma alla þín launaseðla! Framsýn, stéttarfélag stendur vörð um réttindi þín!

Láttu e plata kki þig!

www.framsyn.is

Gengið frá samningum Aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands hafa endurnýjað stofnanasamninga við Skógrækt ríkisins og Vegagerðina. Gerðar voru nokkrar breytingar á samningunum. Hægt er að nálgast þá á Skrifstofu stéttarfélaganna.

Framsýn og önnur aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands hafa endurnýjað stofnanasamninga við Vegagerðina og Skógrækt ríkisins. Á meðfylgjandi myndum má sjá starfsmenn Skógræktarinnar á Vöglum og Vegagerðarinnar á Húsavík virða fyrir sér samningana.

Lausar vikur í orlofshúsum Á heimasíðu stéttarfélaganna eru upplýsingar um lausar vikur í orlofshúsum stéttarfélaganna í sumar. Sjá www.framsyn.is.


ENNEMM / SÍA / NM56591

Frábærar netlausnir fyrir sumarbústaðinn

Sumaráskrift, 3G/4G beinir og loftnet auðvelda lífið í bústaðnum og gera þér kleift að vera á þráðlausu neti og streyma tónlist. Nú, eða kíkja örstutt á tölvupóstinn til að tékka hvort allt sé ekki örugglega í góðum farvegi í vinnunni og þú getir haldið áfram að slaka á. Kynntu þér málið á siminn.is

3G/4G loftnet

3G/4G beinir

3G/4G netlykill

Enn betra samband og WiFi fyrir alla

Fyrir þráðlaust net

Netsamband á stærsta dreifikerfinu


ENNEMM / SÍA / NM62968

Húsnæðislán

Fastir vextir til 5 ára á óverðtryggðum húsnæðislánum Nýtt óverðtryggt húsnæðislán er álitlegur valkostur á lánamarkaði Íslandsbanki býður nú hagstæð óverðtryggð lán fyrir húsnæðiskaupendur með föstum vöxtum til 5 ára. Engar verðbætur leggjast við höfuðstól lánsins og fyrir vikið hefst eignamyndun þín strax. Kynntu þér húsnæðislán á islandsbanki.is eða hjá húsnæðislánaráðgjafa í næsta útibúi Íslandsbanka. Fastir vextir gilda fyrstu 60 mánuðina frá útborgunardegi lánsins. Að þeim tíma liðnum ber að greiða breytilega vexti óverðtryggðra húsnæðislána (húsnæðislánavexti) eins og þeir eru ákveðnir á hverjum tíma og birtir í vaxtatöflu Íslandsbanka hf. Breytilegir vextir taka á hverjum tíma m.a. mið af stýrivöxtum Seðlabanka Íslands og fjármögnunar- og rekstrarkostnaði bankans, þ.m.t. skattaálögum. Lántakandi þarf að greiða kostnað við greiðslumat, lántökugjald, skjalagerðargjald, þinglýsingargjald og, ef við á, kostnað við veðbanda- og lánayfirlit. Á www.islandsbanki.is getur þú reiknað árlega hlutfallstölu og heildarkostnað.

islandsbanki.is

Netspjall

Sími 440 4000

Facebook


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.