Fréttarbréf stéttarfélaganna mars 2019

Page 1

Fréttabréf stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum

Tímamót hjá formanni

Fjölbreyttir orlofskostir

Hamingja í Mývatnssveit


2. tbl. 30. árgangur • Mars 2019

Gríðarleg fjölgun í komum skipa til Húsavíkur

Forsíða Forsíða. Þetta glæsilega fólk starfar hjá Jarðböðunum í Mývatnssveit. Þetta eru eðal Mývetningarnir, Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir og ­Kristinn Björn Haraldsson.

ÚTGEFENDUR Þingiðn, félag iðnaðarmanna Starfsmannafélag Húsavíkur Framsýn- stéttarfélag Verkalýðsfélag Þórshafnar. HEIMILISFANG Garðarsbraut 26 • 640 Húsavík SÍMI 464 6600 NETFANG kuti@framsyn.is HEIMASÍÐA www.framsyn.is ÁBYRGÐARMAÐUR Aðalsteinn Á Baldursson

Ljóst er að verksmiðja PCC á Bakka hefur haft mjög jákvæð áhrif á atvinnulífið á svæðinu ekki síst þar sem ferðaþjónustan hefur verið að gefa aðeins eftir en vonandi nær hún sér sem fyrst aftur á strik. Það er ekki bara að um 140 manns starfi á Bakka heldur hafa skapast fjölmörg afleidd störf á ýmsum sviðum atvinnulífsins. Þá má geta þess að sprenging hefur orðið í komum flutningaskipa til Húsavíkur. Árið 2013 komu 3 flutningaskip til Húsavíkur en árið 2018 komu 64 flutningaskip til hafnar á Húsavík. Samkvæmt upplýsingum frá Húsavíkurhöfn er reiknað með frekari aukningu á þessu ári eða um 80 flutningaskipum. Flestar komur flutningaskipa tengjast starfsemi PCC á Bakka. Yfir sama tímabil hefur komum skemmtiferðaskipa einnig fjölgað. Árið 2013 komu 6 skemmtiferðaskip til Húsavíkur en árið 2018 komu 41 skemmtiferðaskip til Húsavíkur. Á árinu 2019 er reiknað með heldur færri skemmtiferðaskipum eða um 30 skipum. Á árinu 2020 er síðan spáð að skemmtiferðaskipum fari aftur fjölgandi en þegar hafa 33 skemmtiferðaskip boðað komu sína og það mun stærri skip en komið hafa til Húsavíkur áður. Í því sambandi má geta þess að von er á skipi sem er 231 m ­ etrar að lengd og um 45.000 brúttó tonn auk skipa sem eru heldur minni en samt stór. Ekki er ólíklegt að opnun Dettifossvegar með bundnu slitlagi eigi eftir að fjölga skipa­ komum til Húsavíkur enn frekar enda opnast þá einn fallegasti hringur landsins hvað ­náttúrufegurð varðar og þá skemmir ekki fyrir að fallegasta fólkið á Íslandi býr íÞ ­ ingeyjarsýslum. Það verður því mikið að sjá fyrir erlenda ferðamenn sem h ­ ingað koma með skemmtiferðaskipum eða eftir öðrum leiðum þegar nýr og glæsilegur ­vegur opnast yfir öræfin milli Mývatnssveitar og Kelduhverfis.

Fréttabréfið er skrifað 12. mars 2019

UPPLAG 1800 HÖNNUN/UMBROT OG PRENTUN Ásprent, Akureyri

STARFSMANNAFÉLAG HÚSAVÍKUR

2

Cargo Cruise Samtals

2013 3 6 9 2014 4 7 11 2015 27 14 41 2016 37 20 57 2017 72 33 105 2018 64 41 105 2019 80 30 110 Áætlun

Áhugaverðar upplýsingar. Alls komu 9 skip til Húsavíkur árið 2013. Á árinu 2019 eru áætlaðar 110 skipakomur til Húsavíkur. Finna má ítarlegri frétt um málið inn á heimasíðu stéttarfélaganna, Framsyn.is

Fré t t a bré f stét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýslu m


Hamingjan á heima í Mývatnssveit Fulltrúi Framsýnar var á ferðinni um Mývatnssveit á ­dögunum og heimsótti vinnustaði í sveitinni. Hér má sjá a­ fraksturinn í myndum.

Hádegisverður eldaður í Jarðböðunum.

Starfsmannafundur í Vogafjósi.

Eva Humlová, nýr trúnaðarmaður Framsýnar í Vogafjósi ásamt Aðalsteini J. Halldórssyni starfsmanni stéttarfélaganna.

Farið yfir stöðuna.

Starfsfólk Íslandspósts óskar eftir inngöngu Starfsfólk Íslandspósts á Húsavík hefur komið undirskriftarlista á framfæri við fyrirtækið þar sem gerð er krafa um Íslandspóstur hefji samningaviðræður við ­ Framsýn ­stéttarfélag um gerð kjarasamnings fyrir starfsmenn Íslandspósts í Þingeyjarsýslum. Bent er á að kjara­ samningar séu lausir. Jafnframt er komið inn á að Framsýn ­stéttarfélag sé stéttarfélag í Þingeyjarsýslum sem þjóni sínum félagsmönnum vel. Bæði núverandi og fyrrverandi starfsmenn Íslandspósts á Húsavík sakni þess að vera ekki félagsmenn Framsýnar. Þegar síðast fréttist hafði Íslands­ póstur ekki tekið afstöðu til vilja starfsmanna sem eru í dag í Póstmannafélagi Íslands en það félag er með kjara­ samning við Íslandspóst.

Áhugi er fyrir því meðal starfsmanna Íslandspósts að ganga í Framsýn. Fré tta bré f s té tta r fé l a g a n n a í Þ i n g e yj a rsýslum

3


Guðmundur í Nesi seldur Aflaskipið Guðmundur í Nesi RE 13 var nýlega seldur til Grænlands. Við það missa flestir vinnuna um borð en um þriðjungur áhafnarinnar hefur valið að greiða félagsgjald til Framsýnar. Eðlilega er þetta mikið áfall fyrir áhafnar­ meðlimi og fjölskyldur þeirra. Vitað er að einhverjum hefur verið boðið að vera áfram í áhöfn skipsins sem gert verður út frá Grænlandi á grænlenskum kjörum. ­Guðmundur í Nesi hefur fiskað vel í gegnum tíðina og skilað þ ­ jóðinni miklu í formi gjaldeyristekna. Hér má sjá myndir sem ­Gunnþór Sigurgeirsson lánaði okkur og teknar eru um borð í Guðmundi í Nesi.

Vorverkin

Allt gert klárt, Karl Óskar Geirsson sá ágæti starfsmaður hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants á Húsavík er hér að þrífa hvalaskoðunarbáta fyrirtækisins. Senn líður að því að hvalaskoðunarferðir hefjist af fullum krafti frá Húsavík eftir vetrardvala. Um er að ræða mikilvæga atvinnugrein á Húsavík en hvalaskoðunarferðir á Skjálfanda njóta mikilla vinsælda ferðamanna sem koma úr öllum heimsálfum til að upplifa náttúrulífið á Skjálfanda.

Komu færandi hendi

Það gerist margt skemmtilegt í hinu daglega lífi. Hér má sjá mynd af því þegar Kristinn Lárusson og Sólveig Sveinbjörnsdóttir frá Brúarási komu færandi hendi með síld sem verkuð var hjá Ísfélagi Vestmannaeyja á Þórshöfn í ­desember síðastliðnum til starfsmanna stéttarfélaganna á Húsavík. Þetta framtak þeirra féll í góðan jarðveg og síldin kláraðist á mettíma enda virkilega vel verkuð. Við þökkum fyrir ­okkur! 4

Fré t t a bré f stét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýslu m


Er ekki örugglega trúnaðar­maður á þínum vinnustað?

Heimilt er að kjósa trúnaðarmenn á vinnustöðum sem hafa 5 eða fleiri starfsmenn til allt að tveggja ára í senn. Að ­ kosningu lokinni tilnefnir viðkomandi stéttarfélag trúnaðar­mennina. Verði kosningu eigi við komið ­skulu trúnaðarmenn tilnefndir af viðkomandi stéttarfélagi. Framsýn skorar á vinnustaði að ganga frá kjöri á trúnaðar­ mönnum. Næsta trúnaðarmannanámskeið verður 1. – 2. apríl á Húsavík. Frekari upplýsingar er hægt að fá á Skrif­ stofu stéttarfélaganna.

Atvinnurekendur – félagsmenn

Námsstyrkir í boði

Fyrirtækjum, sveitarfélögum og ríkisstofnunum sem vilja standa fyrir námskeiðahaldi stendur til boða að fá góða styrki til að standa undir námskeiðahaldi. Það sama á við ef fyrrgreindir aðilar þurfa að senda starfsmenn á sérhæfð námskeið eða í frekara nám. Sömuleiðis geta félagsmenn stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum fengið einstaklings­ styrki sæki þeir námskeið á eigin vegum eða stundi nám við viðurkenndar stofnanir. Námsstyrkirnir koma frá þeim fræðslusjóðum sem stéttarfélögin og atvinnurekendur eiga aðild að í gegnum kjarasamninga. Nánari upplýsingar eru í boði á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík.

Tímamót hjá formanni Afleysingar við ræstingar Við leitum að góðum liðsmanni sem getur tekið að Framsýnar sér tímabundnar ræstingar vegna forfalla á Skrif­ Mið­stjórn Alþýðu­ sam­bands Íslands kom saman til ­reglu­­legs fundar 6. mars í höfuð­ stöðvum sam­ bandsins í Reykja­ vík. Þau tíma­mót urðu að for­ maður Fram­­sýnar, Aðals­teinn Árni Baldurs­­son, tók þátt í sínum ­fyrsta mið­stjórnar­fundi. Það hefur ekki gerst áður að hann tæki þátt í störfum miðstjórnar og er sögulegt framhald af þ ­ eirri hallar­byltingu sem varð á þingi Alþýðusambandsins í haust þegar „órólega deildin“ náði fulltrúum inn í mið­stjórn og verulegar breytingar urðu á fulltrúum í miðstjórn auk þess sem þrír nýir forsetar voru kjörnir. Aðalsteinn sem kjörin var í varamiðstjórn sambandsins í fyrsta skiptið í haust sat fundinn í forföllum ­Vilhjálms Birgissonar fyrsta varaforseta ASÍ sem óskaði sérstaklega eftir því að hann yrði kallaður inn sem varamaður fyrir hann.

stofu stéttarfélaganna. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Aðalstein Árna á Skrifstofu ­stéttarfélaganna.

Aðalfundir félaganna Þessar vikurnar er verið að ganga frá ársreikningum og skýrslum fyrir aðalfundi Framsýnar, Þingiðnar og Stafsmannafélags Húsavíkur. Félagsmenn eru beðnir um að fylgjast vel með heimasíðu stéttarfélaganna framsyn.is þar sem fundirnir verða auglýstir auk þess verða þeir auglýstir í Skránni.

STARFSMANNAFÉLAG HÚSAVÍKUR

Fré tta bré f s té tta r fé l a g a n n a í Þ i n g e yj a rsýslum

5


Sumarhús, íbúðir, hótel og fleira -fjölbreyttir orlofskostir fyrir félagsmenn-

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum, Framsýn, Þingiðn, Starfsmannafélag Húsavíkur og Verkalýðsfélag Þórshafnar bjóða félagsmönnum upp á sameiginlega orlofskosti sumar og vetur. Flest orlofshúsin eru þó aðeins í útleigu yfir sumarið. Félagsmönnum stendur auk þess til boða orlofsíbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru í boði tjaldstæðastyrkir og gistiávísanir á hótel og gistiheimili víða um land. Ekkert punktakerfi er við lýði hjá stéttarfélögunum, þess í stað er leitast við að útvega félagsmönnum orlofshús á hverju ári sem tekur mið af framboðinu sem er á hverjum tíma hjá félögunum.

Orlofsíbúð Asparfelli Reykjavík Í Breiðholtinu er boðið upp á íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi. Í íbúðinni er 1 svefnherbergi með hjónarúmi, tvíbreiður svefnsófi er í stofu og tvær aukadýnur. Í Asparfellinu eru stutt í þjónustu, t.d. er fjöldi verslana rétt við íbúðina.

Orlofshús Kjarnaskógi - Hús nr. 3 Í Kjarnaskógi við Akureyri er boðið upp á vel búið 53 m2 orlofshús. Í húsinu er þrjú svefnherbergi, eitt með hjónarúmi og tveim aukadýnum og hin tvö með koju. Þvottavél er í orlofshúsinu. Við húsið er góð verönd og heitur pottur.

Orlofshús á Einarsstöðum Sumarhúsin að E­ inarsstöðum eru í um 11 kílómetra fjar­ lægð frá Egilsstöðum en þar er hægt að sækja alla almenna þjónustu, sund­ laug, heita potta, matvöruverslanir, flugsamgöngur, lyfjaverslun o.fl. Heitur pottur er við bústaðinn. Stærð bústaðarins er 45 fm sem skiptast í þrjú svefnherbergi, stofu, eldhús og baðherbergi með sturtu. Svefnaðstaða er fyrir 8 manns. Í tveimur herbergjum eru tvíbreið rúm og koja yfir en í þriðja herberginu eru kojur. Búnaður: Borðbúnaður, pottar, pönnur, sængur og koddar fyrir átta manns fylgja. Lín fylgir ekki en hægt er að fá það leigt fyrir 1200 kr. á rúmið og 400 fyrir baðhandklæði, (sækja og greiða þarf línið hjá umsjónarmanni). 6

Fré t t a bré f stét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýslu m

Umsóknarfrestur er til 15. apríl

Leiguverð sumarið 2019 Líkt og undanfarin ár bjóða félögin upp orlofshús og íbúðir. Ákveðið hefur verið að leigugjald fyrir orlofshús og íbúðir verði kr. 28.000 á viku sumarið 2019. Almennir skiptidagar eru föstudagar. Á umsóknareyðublaði sem fylgir fréttabréfinu kemur fram hvaða vikur orlofshúsin eru í boði. Í sumar standa félagsmönnum til boða eftirtalin ­orlofshús og íbúðir:

Flókalundur - Barðaströnd Húsið sem er 42 fm. ­stendur í Orlofsbyggðinni í F­ lókalundi sem er rómað svæði fyrir ­fegurð og stórbrotið ­lands­lag enda á Vestfjörðum. Húsið er með 2 svefn­herbergjum, stofu og borðstofu með eldhúskrók. Svefnpláss og ­ sængur eru fyrir 6 manns og hægt er að fá lánaða dýnu hjá umsjónarmanni.

Bjarkarsel - Flúðum Orlofshúsið er staðsett í Ásabyggð á Flúðum, ca 100 km frá Reykjavík. Húsið sem er 52 fm skiptist í f­orstofu, 2 svefnherbergi með sængum og koddum og baðherbergi með sturtu. ­Svefnpláss fyrir fjóra í tveimur tvíbreiðum ­rúmum. Stofan er með sjónvarpi, dvd og útvarpi og fullbúið eldhús. Stór ­sólpallur er við húsið og þar er ­heitur pottur í góðu skjóli með gas­grilli. Mikill trjágróður er umhverfis með ú ­ tiverusvæði fyrir börnin. Mikið er af ­merktum gönguleiðum í ­nágrenningu. Stutt er í hraðbanka, verslun, golfvelli, s­ undlaug, veitingastaði og ­fleira. Skammt frá Flúðum er Gullfoss, Geysir, Háifoss, Gjáin og Þjórsárdalur svo ­eitthvað sé nefnt. Nánari ­upplýsingar bustadur.is

Umsóknarfrestur og úthlutun Með þessu fréttabréfi fylgir umsóknareyðublað um orlofs­húsin og íbúðir­nar, sem einnig er hægt að nálgast á heimsíðu félaganna www.framsyn.is. Umsóknum skal ­skila til Skrifstofu stéttarfélaganna í síðasta lagi 15. apríl nk. Úthlutun fer svo fram næstu daga þar á eftir.


Illugastaðir Hús nr. 6

Orlofshús Eiðum

Í boði er nýlegt 48 m2 orlofs­ hús í orlofsbyggðinni Illugastöðum í Fnjóskadal. ­ Byggðin er staðsett á ­ milli Húsavíkur og Akureyrar. Í húsinu er tvö svefn­ her­ bergi, annað með hjónarúmi og hitt með tveim kojum. Í ­stofu er svefnsófi. Við húsið er góð verönd með nýjum ­heitum potti. Á Illugastöðum er gott leiksvæði fyrir alla ­fjöl­skylduna og sundlaug með heitum pottum.

Í orlofsbyggðinni Eiðum, sem er 14 km norðan við Egilsstaði, er boðið upp á 54 m2 orlofshús. Miklar ­endurbætur hafa verið ­unnar á húsinu og í nágrenni þess. Aðgengi að húsinu hefur verið bætt verulega. Húsið stendur við Eiðavatn og fylgir því aðgangur að árabát.

Orlofshúsið Mörk Grímsnesi Orlofshúsið er um 52 m2 að stærð með þremur svefn­ herberjum. Í einu þeirra er hjónarúm og efri koja en í ­hinum eru kojur. Við húsið er góð verönd og heitur ­pottur. Húsið er vel staðsett um 15 km frá Selfossi, vestar­ lega í Grímsnesinu við Sogið. Orlofshúsið Mörk stendur í ­hverfinu Skjólborgum við götuna Fljótsbakka 20.

Orlofshús Öxarfirði Í Dranghólaskógi við Lund bjóða félögin upp á orlofs­ hús allan ársins hring sem stendur á einstaklega ­fallegum stað. Húsið er vel búið með þrem svefnherberjum, einu með hjónarúmi og hinum með kojum. Í húsinu eru tvær aukadýnur. Í ár verður húsið í leiguskiptum frá 1. júní til 1. ágúst en hægt er að fá húsið leigt utan þess tíma.

Sólheimar 23 Reykjavík Íbúðin í Sólheimum er í eigu Starfsmannafélags Húsa­­ víkur. Íbúðin er þ ­ riggja herbergja. Tvö svefn­herbergi eru í íbúðinni, a­nnað er hjónaherbergi með hjóna­ rúmi og hitt herbergið er með tveimur kojum með fjórum svefnstæðum. Auk þess er barnarúm til staðar. Þá er tvíbreiður sófi í ­stofunni.

Veiðikort í boði

Eins og verið hefur mun félags­ mönnum verða boðið Veiði­kortið nú í ár á sérstöku vildarverði. Frekari upp­ lýsingar á Skrifstofu Stéttarfélaganna.

Þorrasalir 1-3 í Kópavogi Í boði eru fimm glæsilegar þriggja herbergja íbúðir í Þorrasölum 1 – 3 í Kópa­vogi. Íbúðirnar eru 80 til 100 fm. Í íbúðunum eru tvo herbergi með svefn­stæðum fyrir fjóra. Auka dýnur fylgja einnig íbúðunum. Nokkrar góðar gönguleiðir eru í næsta nágrenni við Þorrasali en fjölbýlishúsið er rétt við útivistarsvæði höfuðborgarbúa.

Orlofshúsið í Svignaskarði - Hús no. 5 Húsið er með þremur svefn­ her­bergjum, stofu, ­eldhúsi, bað­ herbergi og geymslu. Svefnpláss er fyrir 6 - 8 manns í rúmum, leirtau og búnaður fyrir a.m.k. 10 manns. Heitur pottur er við húsið og gasgrill fylgir. Gestum er heimilt að koma í húsið frá kl. 16:00 á komudegi og skila þeim hreingerðum fyrir kl. 12:00 á brottfarardegi. Föstudagar eru skiptidagar.

Gistiheimili Keflavíkur Stéttarfélögin hafa samið við Gisti­ heimili Keflavíkur um ódýra ­ gistingu fyrir félagsmenn sem ferðast milli landa. Gistiheimilið er í eigu sömu aðila og reka ­Hótel Keflavík. Gestir þurfa að deila snyrtingu með öðrum gestum en tvö baðherbergi fylgja sex herbergjum. Innifalið í verðinu er einnig geymsla á bíl. Gistiheimilið er við Vatnsnesveg 9 í Keflavík, það er á móti Hótel Keflavík. Innritun gesta á G ­ istiheimili Keflavíkur fer fram á H ­ ótel Keflavík. Þar geta gestir einnig gengið að góðum ­ morgunverði og annarri þjónustu á vegum hótelsins. Fré tta bré f s té tta r fé l a g a n n a í Þ i n g e yj a rsýslum

7


Alba gistiheimili – góður kostur Við viljum benda á athyglis­ verðan kost fyrir félagsmenn sem eiga leið í styttri ferðir til Reykjavíkur sem er Alba gistiheimili. Það er vel staðsett að Eskihlíð 3 sem er á milli Miklubrautar og Bústaðavegar og því stutt frá flugvellinum. Hægt er að bóka einstaklingsherbergi og upp í fjögurra manna herbergi á mjög hóflegu verði. Þannig kostar eins manns herbergi félagsmanninn núna með morgunverði 5.300 krónur og tveggja manna herbergi 6.900 krónur. Þessi valkostur stendur félagsmönnum til boða frá 15. september til 30. apríl ár hvert. Rétt er að taka fram að þetta verð gildir ekki yfir sumarið.

Orlofskostir á netinu Félagsmenn sem vilja fræðast betur um þá orlofskosti sem eru í boði á vegum stéttarfélaganna geta farið inn á heima­síðu stéttarfélaganna www.framsyn.is.

Gisting á Hótel Keflavík Félagsmönnum býðst gisting á Hótel Keflavík, sem er góður kostur fyrir þá sem eru að ferðast um Keflavíkur­ flugvöll. Morgunverður er veittur árla morguns fyrir gesti hótelsins sem þurfa að fara snemma í flug og er þeim síðan boðinn akstur á flugstöðina og geymsla á bílnum meðan dvalið er erlendis endurgjaldslaust. Nánari upplýsingar á www.hotelkeflavik.is

Reykingar og húsdýr Reykingar eru bannaðar í sumarhúsum og íbúðum á ­vegum félaganna. Félagsmenn eru hvattir til að virða ­þetta bann. Húsdýr eru ekki leyfð í orlofshúsum og íbúðum. Brot á þessum reglum varða tafarlausi brottvikningu úr húsnæðinu og sektum.

Sumarúthlutun orlofshúsa og íbúða Lokað verður fyrir sumarúthlutun 15. apríl 2019. Bæði er hægt að sækja um í gegnum orlofsvefinn eða á útfylltu meðfylgjandi eyðublaði sem skila þarf á skrifstofuna.

Bed - Breakfast Keflavík

Stéttarfélögin eru með samning við Gistihús Keflavík/ Bed-­Brekfast um afslátt af gistingu fyrir félagsmenn. Auk þess niðurgreiða félögin hverja gistinótt um kr. 2.500,fyrir hvern fullgildan félagsmann. Gistihús Keflavíkur er góður valkostur fyrir þá sem eru að ferðast til og frá ­Íslandi en aðeins 6 mínútna akstur er að Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Boðið er upp á morgunverð frá klukkan 04:30 alla daga. Akstur til og frá Keflavíkurflugvelli innifalin í verði. Nánari upplýsingar á www.bbkeflavik.com 8

Fré t t a bré f stét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýslu m

Gisting í farfuglaheimilum Félagsmönnum og fjöl­ skyldum þeirra býðst gistingu ­ á farfugla­ heimilum en þau eru 36 og stað­sett um allt land. Þeir sem kjósa að g ­ ista á farfugla­ heimilum fá aðgang að rúmi, sæng ­kodda, ­snyrtingu, baðaðstöðu og gesta­eldhúsi. Algengast er að ferðamenn hafi með sér ­sængurföt eða svefnpoka. Víða er hægt að leigja sængur­ föt og kaupa morgunverð. Yfirleitt er auka­gjald fyrir þá sem vilja sér ­herbergi. Allar nánari upp­lýsingar eru veittar þar eða á heimasíðu farfugla www.hostel.is eða á skrif­ stofu þeirra í síma 553-8110. Gisti félags­menn á farfuglaheimilum geta þeir framvísað reikningum fyrir gisting­unni á Skrifstofu stéttarfélaganna. Gegn því færst endur­greiðsla að upp­hæð kr. 2.000 per nótt fyrir gistinguna.

Lausar vikur í orlofshúsum Þegar búið verður að úthluta orlofshúsum til félags­manna í apríl verður hægt að sjá hvaða vikur eru lausar ­vakni áhugi hjá þeim félagsmönnum sem sóttu ekki um fyrir ­til­settan tíma að bregða sér í orlofshús í sumar.


Veruleg niðurgreiðsla

Sumarferð stéttarfélaganna

Þess má geta að félögin taka á leigu orlofshús víða um land til að koma til móts við þarfir félagsmanna. Ekki er óalgengt að félögin þurfi að greiða um 60.000 til 80.000 í leigu fyrir vikuna. Leiguverðið í sumar til félagsmanna verður kr. 28.000,-. Félagsmenn greiða því aðeins hluta að því sem það kostar að hafa húsin á leigu. Þannig niðurgreiða stéttar­félögin hverja viku niður fyrir félagsmenn um allt að 50.000 kr. per. viku.

Tjaldstæðastyrkur- Útilegukort Félagsmenn geta sótt um styrk vegna gistingar á tjaldstæðum og við kaup á útilegukortinu. Það gerist ­þannig að félagsmenn og fjölskyldur þeirra fara með sitt tjald, tjaldvagn, fellihýsi, hjólhýsi eða annan búnað á tjaldsvæði innanlands, fá löglegan reikning (númeraður reikningur með kennitölu söluaðila og ­kaupanda þjónustu), framvísa síðan reikningnum á Skrif­ stofu stéttarfélaganna og fá endurgreiðslu fyrir hluta ­upphæðarinnar eða allt að kr. 20.000,-. Skilyrði fyrir þessari greiðslu er að félagsmaður hafi ­greitt félagsgjöld í a.m.k. 6 mánuði.

Afsláttarkjör á bílaleigubílum Stéttarfélögin hafa samið við Bílaleigu Húsavíkur um Símar 464 2500 & 892 3436 afsláttarkjör fyrir félagsmenn á bílaleigubílum fyrirtækisins í Reykjavík. Um er að ræða 15% afslátt frá listaverði. Stéttarfélögin og Bílaleiga Húsavíkur gerðu þennan samning til að auðvelda fólki sem nýtir sér flug frá Húsavík eða Akureyri að ferðast um höfuðborgarsvæðið í þægilegum bílum frá bílaleigunni. Þegar menn panta bíla hjá Bílaleigu Húsavíkur er nóg að þeir gefi upp að þeir séu félagsmenn í Framsýn, Þingiðn, Starfsmannafélagi Húsavíkur eða Verkalýðsfélagi Þórs­ hafnar. Þá er þessi góði afsláttur í boði fyrir félagsmenn.

Orlofshús fyrir félagsmenn

Stéttarfélögin hafa staðið fyrir skemmtiferðum fyrir félagsmenn sína undanfarin ár og hafa þær verið vinsælar og vel sóttar. Ferðin í sumar verður farin laugardaginn 17. ágúst og er dagsferð í Flateyjardal. Skaginn milli Eyjafjarðar og Skjálfanda hefur að geyma einstaka náttúruparadís. Til svæðisins teljast eyðibyggðirnar á Látraströnd, í Fjörðum, á Flateyjardal, Flateyjar­dalsheiði, nyrst í Fnjóskadal og í Náttfaravíkum að ó ­ gleymdri Flatey sem lúrir makindalega úti á Skjálfandanum. Eftir þúsund ára erfiðan búskap lagðist byggð af á þessum útkjálka, en eftir stendur mikilfengleg náttúra sem er í senn angurblíð og fögur, en jafnframt ógnvekjandi og hrikaleg. Skaginn geymir sögu genginna kynslóða og þar á hvert tóftarbrot sína sögu, þar bjó kraftmikið fólk sem háði harða og ­óvægna baráttu við náttúruöflin. Fyrir nokkrum árum gerðu stéttarfélögin góða ferð í Fjörður, en að þessu sinni verður Flateyjardalurinn heimsóttur. Ferðin verður farin laugardaginn 17. ágúst og við ætlum okkur góðan tíma, því það er margt sem vert er að skoða á þessu fallega svæði. Lagt verður af lagt frá Skrifstofu stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 klukkan 08:30 og heimkoma er áætluð um kvöldmatarleitið. Nánari tilhögun ferðarinnar verður auglýst er nær dregur sem og skráning í ferðina. Fararstjórn verður í höndum Óskar Helga­dóttur sem er vel kunnug staðháttum.

Rétt er að vekja athygli á því að orlofshús stéttar­félaganna eru aðeins fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra. Það þýðir að félagsmönnum er óheimilt með öllu að taka á leigu hús fyrir aðra en þá sjálfa.

15% afsláttur í Jarðböðin Samkvæmt samkomulagi eiga félagsmenn stéttar­ félaganna í Þingeyjarsýslum rétt á 15% afslætti fari þeir í Jarðböðin í Mývatnssveit. Áður en farið er, þurfa félags­ menn að koma við á Skrifstofu stéttarfélaganna og fá sérstök afsláttarkort. Fré tta bré f s té tta r fé l a g a n n a í Þ i n g e yj a rsýslum

9


Þrír stórmeistarar í heimsókn Það er aldrei lognmolla á skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Til fróðleiks má geta þess að yfir þúsund ­erindi berast til skrifstofunnar í hverjum mánuði sem kalla á frekari úrvinnslu. Þessir höfðingjar voru meðal þeirra sem áttu erindi á skrifstofuna. Við það tækifæri komu þeir við hjá formanni Framsýnar til að leggja honum lífsreglurnar, það er Jónas Kristjánsson, Þorgrímur Sigurjónsson og Þórarinn Illugason. Að sjálfsögðu fengu menn sér í nefið.

Málefni AÞ til umræðu Stjórnir Framsýnar, Þingiðnar og Starfsmannafélags Húsavíkur komu saman til fundar í síðustu viku með forsvars­mönnum Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga þeim ­Reinhard Reynissyni framkvæmdastjóra félagsins og ­Elíasi Péturssyni stjórnarformanni AÞ. Hugmyndir hafa v­erið uppi um að sameina félagið við Atvinnuþróunarfélag ­Eyjafjarðar og Eyþing samtök sveitarfélaga á Norðurlandi. Ósk um sameiningu þessara stofnana kemur frá Akureyri. Reinhard og Elías fóru yfir málið, sögðu frá umræðunni í stjórn Atvinnuþróunarfélagsins, hugmyndum Eyþings og umræðunni meðal sveitarstjórnarmanna í héraðinu en A ­ tvinnuþróunarfélagið er að mestu í eigu sveitar­ félaganna í Þingeyjarsýslum. Stjórnendur AÞ hafa átt ­fundi með ­öllum þeim aðilum sem eiga aðild að Atvinnu­ þróunarfélaginu til að heyra þeirra skoðanir á málinu. Í máli fulltrúa s­ téttarfélaganna kom fram að þeim hugnast ekki þessi

Stjórnir stéttarfélaga komu saman til fundar með forsvars­ mönnum Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga til að ræða ­hugmyndir sem uppi eru um sameiningu atvinnuþróunarfélaga á Norðurlandi. Almennt leist mönnum illa á þá hugmynd. 10

Fré t t a bré f stét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýslu m

Framsýn mótmælir auknum innflutningi Miklar og heitar um­ ræður urðu á síðasta stjórnar­ fundi Fram­sýnar vegna frum­varps sjávar­­útvegs- og land­­b únaðar­r áð­ herra þess efnis að heimilaður verði inn­­flutningur á hráu ófrosnu kjöti, ferskum eggjum og ógeril­sneiddum mjólkurvörum. Framsýn telur augljóst að ráðherra sé að þóknast vilja stórkaupmanna með ­þessu dæmalausa frumvarpi. Eftir umræður var samþykkt að félagið sendi frá sér svohljóðandi ályktun um framkomið frumvarp sjávar- og landbúnaðarráðherra um að h ­ eimila innflutning á hráu ófrosnu kjöti og ferskum eggjum. Þess ber að geta að fjöldi fólks starfar beint eða óbeint við ­íslenskan landbúnað á Íslandi, ekki síst á landsbyggðinni. „Framsýn stéttarfélag lýsir yfir vonbrigðum með framkomið frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þess ­efnis að heimilaður verði innflutningur á hráu ófrosnu kjöti, ­ferskum eggjum og ógerilsneiddum mjólkurvörum. Sú hætta sem stafar af slíkum gjörningi ætti að vera öllum ljós, enda hafa okkar helstu sérfræðingar í smitsjúkdómum og sýklafræðum ítrekað varað við aukinni hættu á sýklalyfjaónæmi og bent á að það væri mesta ógn við lýðheilsu í heiminum í dag. Þá vita allir sem vita vilja að íslenskur landbúnaður er mikilvægur til að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar og við­ halda byggð í landinu. Gæði íslensks landbúnaðar eru ­óumdeild, þau hafa sérstöðu, jafnvel í alþjóðlegu samhengi þar sem tekist hefur að verja búfjárstofna landsins fyrir utan­ að­komandi sjúkdómum. Verði frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að veruleika þýðir það fullkomna uppgjöf í baráttu okkar Íslendinga fyrir því að verja lýðheilsu þjóðarinnar og ­íslenskra búfjárstofna. Framsýn stéttarfélag mótmælir því harðlega að stjórnvöld gangi jafn augljóslega erinda fjársterkra stórkaupmanna gegn hagsmunum íslensku þjóðarinnar og taki viðskiptahagsmuni fram yfir matvælaöryggi og lýðheilsu. Félagið ­skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir því að samið verði um breytingar á EES s­ amningnum sem heimila íslensku þjóðinni að viðhalda sérkennum ­íslensks landbúnaðar og árétta þar með skyldur stjórn­valda að við­ halda matvælaöryggi þjóðarinnar. Hreinleikinn er aðals­merki íslensks landbúnaðar og þannig viljum við hafa það um ókomna tíð.“


Sungið og hlegið

Dögg Stefánsdóttir var nýlega ráðin til PCC á Bakka. Hún kemur til með að starfa að mannauðsmálum hjá fyrirtækinu. Í stuttu spjalli við forsvarsmenn Framsýnar sagðist hún ánægð með nýja starfið og væri bjartsýn á framhaldið.

Það var óvenju mikið stuð á Skrifstofu ­stéttarfélaganna á Öskudaginn. Það er sameiginlegt skoðun starfsfólks að ár og dagar séu síðan jafn margir hafi komið við og sungið á Öskudaginn eins og í ár. Töluvert var um að börn sameinuðust í kórsöng og þá voru óvanalega margir ­ ­foreldrar með í för þetta árið sem er ánægjuleg breyting.

Hátíðarhöld 1. maí Að venju standa stéttarfélögin fyrir hátíðarhöldum í Íþróttahöllinni á Húsavík 1. maí. Samkoman hefst kl. 14:00 og eru allir velkomnir. Dagskráin verður auglýst síðar. STARFSMANNAFÉLAG HÚSAVÍKUR

Afsláttarkjör í boði fyrir félagsmenn Dettifoss dregur að

BARPAR

SÝNIR

Höfundur

Leikstjóri

Vala Fannell

Jim Cartwright

Ýmsar vísbendingar eru um að komum skemmtiferða­ skipa til Húsavíkur komi til með að fjölga enn frekar á ­næstu árum, ekki síst með tilkomu nýja Dettifossvegarins sem verður með bundnu slitlagi í stað gamla vegarins sem oft á tíðum hefur ekki verið ökufær venjulegum bílum.

Um þessarinmundir er Leikfélag Húsavíkur að sýna leikritið sýn gar: Föstud. 15. mars kl.20:00 Næstu Um Barpar. er að ræða áhugavert leikrit semMiðapantanir: e­ nginn ætti Laugard. 16. mars kl.16:00 www.leikfelagid.is að missa af. Miðaverð er kr. 3000 en Framsýn/Þingiðn/ midi@leikfelagid.is Föstud. 22. mars kl.20:00 Fullthafa verð 3.000 eða í síma­Þ 464 1129 STH ákveðið að niðurgreiða leikhúsmiðana. annig Laugard. 23. mars kl.16:00 (2 tíma fyrir sýningar) börn/afsl. 2.000 fá félagsmenn þessara félaga miðann á kr. 2.000. ­Skilyrði Félagsmenn Framsýnar, Þingiðnar og Starfsmannafélags Húsavíkur þurfa að fyrir þvíframvísa er að félagsmenn komi við á Skrifstofu afslááarmiðum frá sínum félögum fyrir leiksýningu til að njóta afslááar.stéttar­ félaganna og fái afsláttarmiða áður en þeir fara á leiksýninguna, að öðrum kosti gilda ekki afsláttarkjörin. Miðarnir gilda einungis fyrir félagsmenn.

Fré tta bré f s té tta r fé l a g a n n a í Þ i n g e yj a rsýslum

11


Velkomin í hópinn Við bjóðum alla velkomna í hóp ánægðra viðskiptavina Íslandsbanka. Skráðu þig í viðskipti á netinu, það tekur aðeins örfáar mínútur! Kynntu þér málið á islandsbanki.is/velkomin og smelltu þér í viðskipti.

@islandsbanki

440 4000

Íslandsbanki


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.