Fréttabréf stéttarfélaganna júní 2019

Page 1

Fréttabréf stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum

Sjómenn heiðraðir

Sumarferð í Flateyjardal

Minningargrein um Kidda Ásgeirs


3. tbl. 30. árgangur • Júní 2019

Góð ferð í Reykjahlíðarskóla Fulltrúar Framsýnar gerðu góða ferð í Mývatnssveit þar sem nokkrir vinnustaðir ­ voru heimsóttir auk þess sem komið var við í þeim ágætta skóla Reykjahlíðar­ skóla. ­Tilgangurinn var að fræða unglinga í 8 og 9 bekk um ­ starfsemi stéttarfélaga og vinnumarkaðinn. Nemendurnir tóku boðskapnum vel og spurðu töluvert út í vinnumarkaðinn, réttindi verkafólks og starfsemi stéttarfélaga. Heimsóknin var afar ánægjuleg eins og alltaf þegar farið er í skólann. Sjá myndir af hressum nemendum.

Forsíða

Tjörnesingurinn Jóhann Emil lagði leið sína á hátíðar­höldin 1. maí sem ­ haldinn voru í Íþrótta­höllinni á Húsavík. ­Þessi ungi og glæsi­ legi ­ drengur veifaði fána BSRB og var án efa best klæddi g ­esturinn á samkomunni. Hver veit nema hann verði verkalýðsleiðtogi í framtíðinni. ÚTGEFENDUR Þingiðn, félag iðnaðarmanna Starfsmannafélag Húsavíkur Framsýn- stéttarfélag Verkalýðsfélag Þórshafnar. HEIMILISFANG Garðarsbraut 26 • 640 Húsavík SÍMI 464 6600 NETFANG kuti@framsyn.is HEIMASÍÐA www.framsyn.is ÁBYRGÐARMAÐUR Aðalsteinn Á Baldursson Fréttabréfið er skrifað 12. mars 2019 UPPLAG 1800 HÖNNUN/UMBROT OG PRENTUN Ásprent, Akureyri

STARFSMANNAFÉLAG HÚSAVÍKUR

2

Grautur og terta í boði Það var vel tekið á móti formanni Framsýnar þegar hann kom við í fiskverkun ÚA á ­Laugum. Tilefni heimsóknar­innar var að fara yfir kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og ­Framsýnar sem undirritaður var í byrjun apríl og svara spurningum starfsmanna. Boðið var upp hafragraut og meðlæti auk tertu af heimsins bestu gerð. Guðný I. Grímsdóttir trúnaðarmaður og trúnaðarráðsmaður í Framsýn ræður ríkjum í eldhúsinu og því var ekki við öðru að búast en veglegum veitingum. Móttökurnar voru til m ­ ikillar fyrirmyndar og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri . Þess má geta að Framsýn lagði mikið upp úr því að kynna kjara­ samninginn fyrir félags­ mönnum og stóð fyrir vinnu­s taða­h eimsók num og þremur félags­fundum á félags­svæðinu. Svo fór að kjara­samningurinn var samþykktur meðal félags­ manna Framsýnar. Á kjörskrá vegna kjarasamnings SA og Framsýnar á almenna vinnumarkaðinum voru 839 félagsmenn, já sögðu 102 eða 76,12. Nei sögðu 29 eða 21,64%. Þrír tóku ekki a­ fstöðu eða 2,24%. Samningurinn var því samþykktur meðal félagsmanna. Það sama á við um k­ jarasamning Landssambands ísl, verslunarmanna og Samtaka atvinnu­lífsins sem Framsýn átti aðild að. Félags­menn Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan félagsins samþykktu samninginn en kjörsóknin var mjög léleg. Á kjörskrá voru 189, 20 g ­ reiddu ­atkvæði, þar af sögðu 19 já eða 95% og 1 sagði nei við samningnum eða 5%. Auð ­atkvæði 0. Kjörsóknin var 10,58%.

Fré t t a bré f stét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýslu m


Heimsókn í Stórutjarnaskóla Það er ákaflega mikilvægt fyrir ungt fólk sem er að hefja þátttöku í atvinnu­ lífinu að fá fræðslu um um réttindi og ekki síður ­skyldur ­sínar á vinnumarkaði. Eitt af hlut­verkum stéttar­félaga er að heimsækja grunn- og framhalds­skóla landsins og fræða þennan hóp þar um. Aðalsteinn J. Halldórsson starfsmaður skrifstofu s­ téttarfélaganna fór nýverið í skólaheimsókn í ­ Stórutjarnaskóla, þar sem hann hitti ungmenni í 9 og 10 bekk og ­útskýrði m.a. fyrir þeim hlutverk stéttarfélaga, hvernig lesa ætti úr launaseðlum og ­ýmislegt gagnlegt sem öllum launþegum er þarft að tileinka sér. Aðalsteini var vel tekið, enda þessi góði hópur einstaklega fróðleiksfús. Þegar þetta unga fólk ­hefur síðan störf í sumarbyrjun víðsvegar um félagssvæði ­Framsýnar ættu þeim öllum að vera í fersku minni fyrir­lestur ­Aðalsteins.

Trúnaðarmenn á skólabekk Stéttarfélögin stóðu fyrir tveggja daga trúnaðar­ mannanámskeiði í byrjun apríl en árlega standa félögin fyrir fræðslu fyrir trúnaðarmenn. Alls tóku 17 trúnaðarmenn þátt í námskeiðinu að þessu sinni en innan félagsins eru yfir þrjátíu trúnaðarmenn. Stéttarfélögin leggja mikið upp úr því að hafa öfluga trúnaðarmenn á vinnustöðum. Eftir skemmtilegt námskeið var farið í Sjóböðin á Húsavík og slappað af. Hér má sjá myndir frá námskeiðinu.

Sumarferð stéttarfélaganna -skráning í ferðina hafin-

Stéttarfélögin hafa staðið fyrir skemmtiferðum fyrir félags­ menn sína undanfarin ár og hafa þær verið vinsælar og vel sóttar. Ferðin í sumar verður farin laugardaginn 17. ágúst og er dagsferð í Flateyjardal. Skráning er hafin í ferðina sem er við allra hæfi. Hægt er að skrá sig á skrif­ stofu stéttar­félaganna eða á netfangið kuti@framsyn.is. Skráning s­ tendur yfir til 1. ágúst. Verð aðeins kr. 5000,-. ­Innifalið rútuferð, grillmatur, meðlæti og drykkir. Menn þurfa hins vegar að nesta sig fyrir daginn. Skaginn milli Eyjafjarðar og Skjálfanda hefur að g ­ eyma einstaka náttúruparadís. Til svæðisins teljast eyði­ ­ byggðirnar á Látraströnd, í Fjörðum, á Flateyjardal, Flateyjar­ dalsheiði, nyrst í Fnjóskadal og í Náttfara­ víkum að ­ógleymdri Flatey sem lúrir makindalega úti á ­Skjálfandanum. Eftir þúsund ára erfiðan búskap lagðist byggð af á þessum útkjálka, en eftir stendur mikil­fengleg náttúra sem er í senn angurblíð og fögur, en jafnframt ógnvekjandi og hrikaleg. Skaginn geymir sögu g ­ enginna kynslóða og þar á hvert tóftarbrot sína sögu, þar bjó kraftmikið fólk sem háði harða og ó ­ vægna baráttu við ­náttúruöflin. Fyrir nokkrum árum gerðu stéttarfélögin góða ferð í Fjörður, en að þessu sinni verður Flateyjardalurinn heimsóttur. Ferðin verður farin laugardaginn 17. ágúst og við ætlum okkur góðan tíma, því það er margt sem vert er að skoða á þessu fallega svæði. Lagt verður af lagt frá Skrifstofu stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 klukkan 08:30 og heimkoma er áætluð um kvöldmatarleitið. Fararstjórn verður í höndum Óskar Helga­dóttur sem er vel kunnug staðháttum.

Aðalfundur STH

STARFSM HÚSAVÍK

Aðalfundur Starfsmannafélags Húsavíkur verður haldinn mánudaginn 8. júlí kl. 20:00 í fundarsal stéttarfélaganna. Fundurinn er nánar auglýstur inn á heimasíðu stéttarfélaganna, framsyn.is Stjórn Starfsmannafélags Húsavíkur Fré tta bré f s té tta r fé l a g a n n a í Þ i n g e yj a rsýslum

3


Áhugi fyrir fræðslu um verkalýðsmál

Töluvert hefur verið um beiðnir til Framsýnar frá stofnunum, fyrirtækjum og skólum varðandi fræðslu ­ fyrir starfsmenn um kjarasamninga, lífeyrissjóði og starf­ semi stéttarfélaga. Að sjálfsögðu hafa stéttarfélögin orðið við þessum ­beiðnum enda alltaf ánægjulegt þegar atvinnu­rekendur leggja áherslu á að starfsmenn séu vel inn í ­sínum málum er varðar störf þeirra á vinnumarkaði. ­Nýlega var t.d. kynning fyrir starfsmenn sem voru að hefja störf á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga og á Hvammi, ­heimili aldraðra og er þessi mynd tekin við það tækifæri.

Nýr starfsmaður til starfa hjá VÞ Verkalýðsfélag Þórs­ hafnar hefur ráðið nýjan starfsmann á ­ skrif­­stofu félagsins, Anetu P ­otrykus. Hún mun hefja störf þann 25. júní n.k. og taka að fullu við rekstri skrif­stof­ unnar þann 25. júlí n.k. en þá mun núverandi starfsmaður ­Sigríður Jóhannes­ dóttir láta af störfum. Svala Sævarsdóttir mun sitja áfram sem formaður félagsins en hún tók aftur við for­mennsku félagsins á síðasta aðalfundi þess. Aneta er búsett á Þórshöfn ásamt manni sínum Dawid Potrykus og eiga þau saman 6 börn. Hún hefur BS próf í stjórnmálafræði og opinberri stjórnsýslu frá Lodz. A ­ neta starfaði áður í Landsbankanum á Þórshöfn og hefur ­einnig unnið við ýmis afgreiðslustörf. Aneta er pólsk að upp­ runa en hefur búið ásamt fjölskyldu sinni á Íslandi í 12 ár. Sigríður Jóhannesdóttir sem lætur nú af stöfum hefur ­starfað á skrifstofu félagsins síðan 1. september 2016. Eru henni hér með færðar þakkir fyrir vel unnin störf í þágu félagsins um leið og Aneta er boðin velkomin til starfa. 4

Fré t t a bré f stét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýslu m

Sérkjarasamningur PCC samþykktur

Sérkjarasamningur milli Framsýnar og Þingiðnar annar­ svegar og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd PCC Bakki­ Silicon hinsvegar sem undirritaður var 5. júní var sam­ þykktur í atkvæðagreiðslu meðal starfsmanna sem fram fór eftir kynningarfundi sem haldnir voru með starfs­ mönnum um samninginn. Atkvæðagreiðslu lauk kl. 16.00, þriðju­daginn 18. júní. Samningurinn byggir á Lífskjarasamningnum sem undirritaður var 3. apríl 2019, m.a. hvað varðar launabreytingar, forsendur og styttingu vinnutíma. Tekið er upp nýtt launa­ kerfi sem byggir á starfsaldri, hæfni í starfi og skiptingu ávinnings vegna bættrar framleiðslu, aukinna gæða og annarra þátta sem áhrif geta haft á rekstur fyrirtækisins og vinnuumhverfi starfsmanna. Þá verður einnig lögð áhersla á frekari starfsþjálfun á vinnustað og að starfsmenn geti stöðugt aukið við færni sína og þekkingu. Samningurinn tryggir starfsmönnum mjög góð kjör í samanburði við kjör starfsmanna á almenna vinnumarkaðinum sem starfa við ferðaþjónustu eða önnur hefðbundin verkamanna­ störf samkvæmt kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Gildistími kjara­ samning­anna er frá 1. apríl 2019 til 1. nóvember 2022. Aðalsteinn Á. Baldursson frá stéttarfélögunum og Steinþór Þórðarson frá PCC BakkiSilicon undirrituðu samninginn fyrir hönd ­samningsaðila í höfuðstöðvum Samtaka atvinnu­lífsins í Reykjavík.

Heimsókn í Þingeyjarskóla Meðfylgjandi mynd er tekin úr heimsókn Framsýnar í Þingeyjar­skóla þar sem nemendur í eldri bekkjum skólans fengu fræðslu um verkalýðsmál og tilgang stéttarfélaga. Nemendur tóku fræðslunni vel og spurðu út í námsefnið.


Sunna og Guðmunda á ungliðafundi Í lok maí stóð Starfsgreinasamband Íslands fyrir t­veggja daga fundi á Hótel Hallormsstað. Um var að ræða ungliða­ fund aðildarfélaga sambandsins. Fulltrúar Framsýnar á fundinum eru Sunna Torfadóttir og Guðmunda Steina Jósefsdóttir. Það helsta sem var til umræðu á fundinum voru kjaramál, áskoranir ungs fólks á vinnumarkaði, ­alþjóðlegur vinnumarkaður og notkun samfélagsmiðla. Innan Framsýnar er rekið öflugt ungliðastarf og eru þær Sunna og Guðmunda í stjórn Framsýnar-ung. Þær komu við á skrifstofu Framsýnar áður en þær lögðu í ferðalagið austur á Hallormsstað þar sem fundurinn fór fram og er meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.

Nýtt í kjarasamningum SGS og SA! Veikindi unglinga: Samkvæmt ákvæðum kjarasamninga er foreldrum heimilt að vera heima hjá veikum börnum innan 13 ára aldurs í allt að 12 daga á ári enda verði annarri umönnun ekki við komið. Við þessa grein í samningnum bætist við svohljóðandi setning; Sama á við um börn undir 16 ára aldri þegar veikindi eru það alvarleg að þau leiði til sjúkrahúsvistar í a.m.k. einn dag. Uppsagnarfrestur: Inn kemur nýtt ákvæði varðandi uppsagnarfrest. ­Eftir tveggja ára samfellt starf hjá sama atvinnu­ rekanda verður uppsagnarfresturinn tveir mánuðir m.v. mánaðamót. Ferðaþjónusta: Skýrara ákvæði kemur inn í kjarasamninginn þar sem kveðið er á um að gera skuli ráðningarsamning við starfs­mann strax við ráðningu.

Sumarkaffi á Raufarhöfn

Iðnaðarmenn samþykktu samninginn Í byrjun maí var undirritaður nýr kjarasamningur milli Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins sem Þingiðn á aðild að. Í kjölfarið stóð Þingiðn fyrir kynningarfundi auk atkvæða­ greiðslu um samninginn. Félagar í Þingiðn samþykktu samninginn sem og önnur aðildarfélög Samiðnar fyrir utan Félag járniðnarmanna á Ísafirði. Á kjörskrá voru 76, atkvæði greiddu 31 eða 40,79% Já sögðu 20 eða 64,5% Nei sögðu 10 eða 32,3% Tek ekki afstöðu 1 eða 3,2%

Framsýn stóð fyrir kaffiboði á Raufarhöfn föstudaginn fyrir sjómannadag. Um er að ræða árvissan viðburð sem notið hefur töluveðra vinsælda meðal bæjarbúa. Um 100 manns komu og þáðu kaffi, konfekt og tertu sem Kvenfélagið á Raufarhöfn lagði til. Að þessu sinni var kaffiboðið haldið í Kaupfélaginu sem kom mjög vel út enda notalegur staður. Auk þess að snæða góða tertu gafst heima­ mönnum tækifæri á að ræða við formann, varaformann og eftirlitsmann stéttarfélaganna um allt milli himins og jarðar en þeir voru á staðnum. Ástæða er til að þakka eigendum Kaupfélagsins fyrir aðstoðina og afnotin af staðnum.

Fré tta bré f s té tta r fé l a g a n n a í Þ i n g e yj a rsýslum

5


Sjómenn heiðraðir Framsýn stéttarfélag kom að því að heiðra tvo sjómenn á Húsavík á Sjómannadaginn. Að þessu sinni fór heiðrunin fram í Sjóminjasafninu á Húsavík. Heiðraðir voru, ­Hermann Ragnarsson og Jakob Gunnar Hjaltalín fyrir störf sín til sjós en þeir voru til fjölda ára á bátum frá Húsavík og nokkrum öðrum höfnum á Íslandi. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson, flutti ávarp og fór yfir þeirra starfsæfi til sjós. Ágætu tilheyrendur! Ég vil í upphafi óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra um land allt til hamingju með daginn. Reyndar okkur ­öllum enda hefur sjávarútvegur í gegnum tíðina verið einn okkar mikilvægasti atvinnuvegur og fært okkur gjald­eyri og ­tekjur til að byggja upp grunnstoðir þjóðfélagsins. Þrátt fyrir að útgerð á Húsavík hafi dregist töluvert s­ aman á ­ undanförnum áratugum skipar dagurinn sem áður ákveðinn sess í lífi okkar Þingeyinga, enda tengjumst við sjómennskunni á einn eða annan hátt. Sjórinn gefur en hann tekur líka stundum sinn toll, því miður. Þeirri merkilegu hefð er viðhaldið víða um land að heiðra sjómenn á Sjómannadaginn, sjómenn sem þótt hafa skarað fram úr og skilað góðu og fengsælu starfi, fjölskyldum þ ­ eirra og þjóðinni allri til heilla. Í dag ætlum við að heiðra tvo fengsæla sjómenn sem lengi stigu ölduna saman á ­togurum frá Húsavík. Þeir voru í áhöfn Júlíusar Havsteen sem sigldi fánum bryddur til heimahafnar á Húsavík frá Akranesi árið 1976, þar sem hann var smíðaður fyrir Höfða hf. Þessir ágætu menn hafa upplifað byltingartíma á starfsháttum og aðbúnaði sjómanna um borð í íslenska fiskiskipaflotanum og eiga báðir langan og glæstan feril til sjós. Þetta eru heiðursmennirnir Hermann Ragnarsson og Jakob Gunnar Hjaltalín.

Hermann Ragnarsson Hermann Ragnarsson er fæddur 3. júní 1951 í Sæbergi í Flatey á Skjálfanda. Sonur hjónanna, Ragnars Hermanns­ sonar og Jóhönnu Sesselju Kristjánsdóttur. ­Flateyingar lifðu í harðsóttu sambýli við náttúruna, stunduðu 6

Fré t t a bré f stét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýslu m

sjálfsþurftarbúskap og lifðu á því sem landið og sjórinn gáfu á hverjum tíma. Eiginkona Hermanns er Irmý Dómhildur Antonsdóttir og eiga þau saman tvö uppkomin börn. Fyrir átti Dómhildur eitt barn. Hermann er kominn af mikilli sjómannsfjölskyldu. Faðir hans Ragnar stundaði sjóinn. Móðir Hermanns var húsmóðirin á heimilinu auk þess sem hún kom að því að verka fiskinn sem barst að landi í Flatey. Þekkti hún vel til þeirra verka enda alin upp í Hrísey á Eyjafirði. Allt frá barnæsku hefur Hermann helgað sig sjó­mennsku, en aðeins níu ára gamall fór hann á sjóinn með föðurbróður sínum Jóni Hermannssyni. Bræðurnir Jón og R ­ agnar ásamt föður þeirra áttu tveggja tonna trillu, H ­ ermann ÞH 47 sem gerð var út á handfæri frá Flatey. Í dag þekkja sjómenn vel til hlutaskiptakerfisins sem ­unnið er eftir um borð í flestum fiskiskipum. Það ákveður skiptingu á aflahlut milli áhafnar og útgerðar viðkomandi fiskiskips. Hver veit nema hlutaskiptakerfið hafi verið fundið upp í Flatey við Skjálfanda, en Hermann minnist þess að afla­ hlutur hans í þessu fyrsta skiprúmi sem hann réð sig í, hafi verið tvær krónur fyrir hvern fisk sem hann veiddi. En við skulum láta sagnfræðingum það eftir að finna út úr því en vissulega er þetta merkileg saga. Það mun hafa þekkst hjá afa Hermanns og nafna að greiða öllum þeim sem komu að sjómennsku eða fiskverkun í landi laun, þrátt fyrir að vera mjög ung að árum. Hermann byrjaði ellefu ára gamall að róa með föður sínum á Bjarma ÞH 277, en það var 6 tonna bátur í eigu Jóns og Ragnars og föður þeirra Hermanns. Bjarmi var gerður út frá Flatey á færi og grásleppu. Eins og þekktist í Flatey á þessum tíma fóru unglingar úr eyjunni til náms í Héraðsskólann á Laugum í Reykjadal. Þangað fór Hermann 14 ára gamall og nam þar einn vetur. Árið 1967 lagðist byggð af í Flatey og fluttist þá fjölskylda Hermanns til Húsavíkur. Hann var fljótur að ráða sig á bát og Fanney ÞH varð fyrir valinu. Í brúnni stóð Sigurbjörn Kristjánsson skipstjóri og útgerðarmaður og var báturinn gerður út á línu og net. Þrátt fyrir að fjölskyldan væri sest að á Húsavík hélt Hermann áfram að stunda sjóinn með föður sínum frá eyjunni grænu í nokkur sumur milli þess sem hann var á Fanney. Um haustið 1969 ræð Hermann sig á Náttfara ÞH sem þótti öflugt skip á þeim tíma og var gert út frá Húsavík, auk þess að stunda síldveiðar í Norðursjó þegar síldin gaf sig þar. Nú var ekki aftur snúið, Hermann yfirgaf Norðurlandið tímabundið og hóf nám í Stýrimannaskólanum í Vestmanna­eyjum haustið 1970. Námið tók tvö ár, en á ­milli anna munstaði hann sig á trollbáta sem gerðir voru út frá Vestmannaeyjum. Eftir veruna í Vestmannaeyjum réði Hermann sig sem


stýrimann á 300 tonna bát, Pétur Jónsson KÓ. Báturinn var í eigu bræðrana Péturs og Júlíusar Stefánssona sem ­ættaður eru frá Húsavík. Hann var einnig um tíma stýrimaður á Vestmannaey VE áður en hann skilaði sér endanlega aftur heim til Húsavíkur árið 1976. Við heimkomuna réði hann sig á Júlíus Havsteen ÞH 1 sem yfirstýrimaður og skipstjóri á móti Benóný A ­ ntonssyni skipstjóra. Þegar Kolbeinsey ÞH 10 kom til heimahafnar árið 1981 færðist Hermann yfir á Kolbeinsey og tók við sömu stöðu með Benóný og hann gegndi um borð í Júlíusi Havsteen. Hermann var um borð í Kolbeinsey til ársins 1985. Þaðan fór hann á Helgu II RE sem var öflugt uppsjávarskip smíðað í Noregi. Hermann var stýrimaður og leysti af sem skip­ stjóri. Síðar fór hann á togara í eigu sömu útgerðar sem fékk nafnið Helga RE. Þar var hann stýrimaður um borð. Bæði skipin voru gerð út frá Reykjavík. Þaðan lá leiðin austur á firði, nánar tiltekið til Fáskrúðsfjarðar á uppsjávarskipið Hoffell SU. Þar var Hermann stýrimaður þar til fyrir um fjórum árum að hann hætti endanlega til sjós. Hermann hefur á sínum langa sjómannsferli gengt ­flestum störfum um borð í fiskiskipum, þó lengst af sem stýrimaður eða skipstjóri. Hann hefur alla tíð verið farsæll skipstjórnandi og siglt í gegnum marga brimskaflana óskaddaður sem og þær áhafnir sem hann hefur borið ábyrgð á til sjós í gegnum áratugina. Þá ber að geta þess að Hermann fékk sérstaka viður­ kenningu fyrir björgunarafrek frá stjórn Loðnuvinnslunnar hf. en hann tók þátt í björgunarafreki vegna slyss sem varð um borð í Hoffelli SU 80 sunnudaginn 14. febrúar 2010. Þá var tveimur mönnum giftusamlega bjargað úr lest skipsins eftir að hafa misst meðvitund vegna súrefnis­skorts við löndun úr skipinu. Hermann, hafðu kærar þakkir fyrir björgunarafrekið og framlag þitt til samfélagsins í gegnum tíðina. Það verður seint fullþakkað.

Jakob Gunnar Hjaltalín Jakob Gunnar Hjaltalín er fæddur á Akureyri 22. maí 1953. Sonur hjónanna, Bjarna Hjaltalíns og Ólafar ­ Ingunnar ­Ingólfsdóttur. Móðir hans sem býr á Akureyri og orðin er 95

ára gömul starfaði lengi hjá ÚA við almenn fiskvinnslustörf og faðir hans starfaði lengst af sem línumaður hjá ­Rafmagnsveitum ríkisins. Með því starfi tók hann þegar tækifæri gafst nokkra túra á togurum sem gerðir voru út frá Akureyri. Sér til skemmtunar átti faðir Jakobs trilluhorn sem hann notaði til veiða á Eyjafirðinum þegar veður og tími gafst til. Jakob var ekki hár í loftinu þegar hann fór að fara með föður sínum á sjó til að veiða í soðið eða um 10 ára gamall. Ungur að árum eða um 15 ára aldur réði hann sig á sjó hjá Kristjáni Jónssyni sem þá rak niðursuðuverksmiðju á Akureyri. Verksmiðjan átti þrjá smábáta sem voru um og yfir 10 tonn. Bátarnir voru notaðir til að veiða smásíld til niðursuðu. Veiðiskapurinn kallaðist nótabrúk. Á Akureyri störfuðu svokölluð nótabrúk hér á árum áður og voru þá aðallega notaðar landnætur. Síldin var veidd á grunnsævi. Síðan var hún geymd í svonefndum lásum á Pollinum. Úr lásunum voru síðan tekin úrköst, lítilli nót var kastað inn í lásinn og sá skammtur tekinn, sem hentaði hverju sinni. Afgangurinn var svo geymdur áfram í lásnum. Þetta voru fyrstu kynni Jakobs af veiðiskap sem þótti ­nokkuð sérstakur og er löngu aflagður í dag. Eftir tveggja ára veru hjá Kristjáni eða árið 1971 lá leið Jakobs á síðutogara frá Akureyri, Sléttbak EA. Eftir það var hann í nokkur ár á togurum í eigu ÚA, Harðbak EA og ­Sólbak EA, það er bæði á síðutogurum og eins ­skuttogurum. Rétt er að geta þess að Jakob kom að því árið 1975 að ­sækja nýjan glæsilegan skuttogara ÚA, Harðbak EA til Þýska­lands sem þótti með glæsilegustu togurum þess tíma. Harðbakur EA var smíðaður á Spáni. Milli þess að vera á togurum sem gerðir voru út frá Akur­ eyri á þessum tíma réði Jakob sig tímabundið á Krist­björgu VE árið 1972, en báturinn var gerður út á netaveiðar frá Vestmannaeyjum. Nú var komið að ákveðnum tímamótum í lífi Jakobs G. Hjaltalíns. Hann hafði kynnst konu sem síðar varð eigin­ kona hans og bjó hún austan Vaðlaheiðar, það er í Aðaldal. Jakob tók því ekki lengur útstímið út Eyjafjörðinn á ­togurum í eigu ÚA, þess í stað hélt hann akandi yfir Vaðlaheiðina síðla sumars 1975, sem endaði með því að Jakob og tilvonandi eiginkona settust að á Húsavík. Það er Hólmfríður Arnbjörnsdóttir og eiga þau saman einn uppkominn son. Hugur Jakobs leitaði aftur til sjós og var hann fljótur að ráða sig til Sigga Valla á Kristbjörgu ÞH. Síðar réði hann sig til Hinriks Þórarinssonar á Jörva ÞH. Bátarnir voru gerðir út á línu og net frá Húsavík. Haustið 1976 ræður Jakob sig til Höfða hf. sem þá hafði fjárfest í nýjum togara, Júlíusi Havsteen ÞH. Á þeim tíma var mikið atvinnuleysi á Húsavík og kallaði samfélagið ­eftir byltingu í atvinnumálum svo ekki ætti illa að fara fyrir ­samfélaginu við Skjálfanda. Það var mikill fengur fyrir Höfða útgerðina að fá mann eins og Jakob til starfa, enda þaulvanur og duglegur sjómaður. Jakob var ráðinn sem bátsmaður. Nokkru síðar fjárfesti Höfði hf. í stærri togara, Kolbeinsey ÞH 10 sem smíðaður var á Akureyri. Við það fluttist Jakob yfir á Kolbeinsey og Fré tta bré f s té tta r fé l a g a n n a í Þ i n g e yj a rsýslum

7


þar átti hann mörg góð ár, en árið 1996 ákvað hann að segja skilið við sjóinn í bili og réði sig í netagerð Höfða hf. Þrátt fyrir það var sjómennsku Jakobs ekki alveg lokið, en hann réði sig tímabundið eftir veruna í netagerðinni á nokkra togara og vertíðarbáta, það er á Brim ÞH og Sigurð Jakobsson ÞH sem gerðir voru út frá Húsavík. Rauðanúp ÞH sem gerður var út frá Raufarhöfn og Hjalteyrina EA sem gerð var út frá Akureyri. Á sínum langa og farsæla sjómannsferli gegndi Jakob flestum störfum um borð, hann var; háseti, netamaður, bátsmaður og matráður ef svo bar undir. Árið 2004 hætti Jakob endanlega til sjós. Þrátt fyrir það hefur hann ekki sagt skilið við sjávarlyktina þar sem hann starfar í dag við fiskþurrkun á Laugum í Reykjadal. Flesta virka daga má sjá Jakob stíma úr bænum í Laugar til að takast á við verkefni dagsins. Það er ekki hægt að skilja við Jakob G. Hjaltalín án þess að geta þess að hann hefur alla tíð látið sig málefni sjómanna varða. Það er sem trúnaðarmaður um boð í togurum, þá hefur hann gengt stjórnunarstörfum í Framsýn til fjölda ára, trúnaðarstörfum fyrir Sjómannasamband Íslands og setið í stjórn Sjómannadeildar Framsýnar, áður Verkalýðsfélags Húsavíkur í rúmlega þrjá áratugi. Jakob hefur v­ erið formaður deildarinnar í þrjátíu ár, en hann tók við formennsku af Aðalsteini Ólafssyni á aðalfundi deildarinnar

í desember 1989. Jakob G. Hjaltalín hafðu líkt og Hermann kærar ­þakkir fyrir framlag þitt til samfélagsins í gegnum tíðina og ómetanlegt starf í þágu sjómanna á Húsavík, með því að ­gegna formennsku í Sjómannadeild Framsýnar í heila þrjá ­áratugi. Fyrir það ber að þakka sérstaklega. Ég vil biðja Hermann og Jakob ásamt eiginkonum, þeim Dómhildi og Hólmfríði að koma hér upp og veita viðtöku sérstakri orðu og blómum ykkur til heiðurs. Gjörið svo vel kæru hjón.

Hópur fólks lagði leið sína í Sjóminjasafnið til að gleðjast með þeim sem heiðraðir voru fyrir sín störf til sjós. Hér eru tveir miklir ­öðlingar, Þorgrímur Aðalgeirsson og Þráinn Gunnarsson sem voru að sjálfsögðu á svæðinu.

Byrjar byltingin á Húsavík? „Dagurinn í dag er söguleg stund því þetta er í fyrsta sinn sem eftirlaunafólki er boðið að halda sjálfa hátíðarræðuna á degi verkalýðsins 1. maí. Það sem meira er dagurinn hér á Húsavík er helgaður baráttu eldri borgara fyrir bættum kjörum.“ ­Þetta sagði aðal ræðumaður hátíðarhaldanna á Húsavík, Ásdís Skúladóttir í ­magnaðri ræðu. Ásdís hélt áfram og sagði meðal ­annars: „Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum: Framsýn, stéttarfélag – Starfsmannafélag Húsavíkur og Þingiðn, félag iðnaðarmanna, hafa boðið eftirlaunafólki að láta rödd sína hljóma hér í dag. Þetta eru tímamót í sögu 1. maí hér á landi. Heill því fólki sem tók þessa ákvörðun. Við erum stolt og glöð ég, Erna Indriðadóttir og Viðar Eggertsson að fá að vera hér í dag á Húsavík og fagna með ykkur 1. maí sem fulltrúar Gráa hersins. Krafa okkar á þessum degi er algjörlega skýr: Við krefjumst þess að fá sömu l­aunahækkanir fyrir eldri borgara og lægst launaða fólkið á íslenskum vinnumarkaði samdi um í nýgerðum k­ jarasamningum. Við viljum sömu hækkanir frá og með 1. apríl eins og aðrir hafa samið um.“ Hægt er að lesa ræðu Ásdísar í heild sinni inn á heimasíðu stéttarfélaganna, framsyn.is

Baráttuhugur í fólki

Hátíðarhöld stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum fóru fram í Íþróttahöllinni á Húsavík á baráttudegi verkafólks, 1. maí. Að venju tókust þau afar vel en um 600 manns lögðu leið sína í höllina. Áberandi var hvað mikið var af fólki sem kom langt að, Grenivík, Akureyri, Ólafsfirði, Siglufirði svo eitthvað sé nefnd. Ræðumenn dagsins, Aðalsteinn Árni og Ásdís Skúla­ dóttir fengu mikið lof fyrir sínar ræður sem og þeir skemmtikraftar sem komu fram. Guðni Ágústsson klikkaði ekki hvað þá Söngfélagið Sálubót sem sjaldan eða aldrei hefur verið í betra formi. Eyþór Ingi, Sigga Beinteins og Grétar Örvarsson kunna sitt fag og skiluðu því vel til ánægðra gesta. Barnabörn Kristjáns Ásgeirssonar fyrrverandi formanns Verkalýðsfélags Húsavíkur sem minnst var á hátíðinni, þau Elísabet Anna og Kristján Elinór tóku Maístjörnuna með viðeigandi hætti og voru glæsileg á sviði. Stéttarfélögin vilja nota tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu gestum sem lögðu leið sína í höllina fyrir komuna, skemmtikröftum og þeim félagsmönnum sem komu að því að gera umgjörð hátíðarinnar sem glæsilegasta fyrir þeirra framlag. 8

Fré t t a bré f stét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýslu m


Fré tta bré f s té tta r fé l a g a n n a í Þ i n g e yj a rsýslum

9


Minningargrein:

Kristján Ásgeirsson, F. 26. júlí 1932 – D. 12. apríl 2019

Góður félagi og vinur er fallinn frá. Verkalýðsforingi, félags­málamaður, bæjarfulltrúi, útgerðarmaður, en fyrst og fremst góður og gegnheill maður sem vildi öllum vel. Kristján Ásgeirsson, eða Kiddi Ásgeirs eins og hann var ávallt kallaður kom lengi að störfum fyrir Verkalýðsfélag Húsavíkur, sem stjórnarmaður, formaður og vara­formaður. Reyndar má segja að Kiddi hafi drukkið í sig áhugann fyrir verkalýðsbaráttu með móðurmjólkinni. Þegar saga verka­ lýðsbaráttu á Húsavík er sögð koma ættir Kidda fyrir, allt frá stofnun fyrstu verkalýðsfélaga á Húsavík þar til hann ákvað að stíga til hliðar árið 1992, eftir 27 ára farsælt starf í þágu Verkalýðsfélags Húsavíkur. Föðuramma K ­idda, Þuríður Björnsdóttir, var fyrsti formaður Verkakvenna­ félagsins Vonar og Ásgeir Kristjánsson faðir hans var lengi formaður Verkamannafélags Húsavíkur. Kiddi kynntist ungur atvinnuleysi og þeirri staðreynd að þorpið við Skjálfanda tæmdist reglulega á haustin þegar ungir menn leituðu suður á vertíðir, þar sem almennt var ekki gert út frá Húsavík yfir vetrarmánuðina. Honum var því mjög umhugað um að efla atvinnulífið á Húsavík, vissi að örugg atvinna væri forsenda alls. Hann beitti sér fyrir því innan bæjarstjórnarinnar og Verkalýðsfélags Húsavíkur að ráðist yrði í kaup á togara til að draga úr atvinnuleysinu í bænum og efla þar með Húsavík sem útgerðarbæ. Það var ekki síst vegna þrautseigju Kidda og annarra sem lögðust á árarnar með honum innan bæjarstjórnar og öflugustu fyrirtækjanna á svæðinu, að grunnur var lagður að togara­ útgerð frá Húsavík með kaupum á Júlíusi Havsteen ÞH 1 sem kom til heimahafnar haustið 1976. Kiddi mótaði einnig starf Verkalýðsfélags Húsavíkur, enda kom hann lengi að stjórn félagsins með góðu og sam­hentu fólki. Hann kom að því að opna fyrstu skrifstofuna fyrir verkalýðsfélagið í Félagsheimili Húsavíkur árið 1971. Áður hafði fólk lagt leið sína heim til hans til að leita aðstoðar er viðkom verkalýðs- og velferðarmálum, en Kiddi tók öllum vel og opnaði heimili sitt fyrir þeim sem á þurftu að halda. Á þessum tíma var Kiddi kominn í mjög sérstaka stöðu, þar sem hann var formaður í verkalýðsfélagi, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri Höfða hf. sem stofnað var um rekstur Júlíusar Havsteen. Þessi tengsl vöktu eðlilega upp m ­ argar spurningar á þeim tíma og voru ekki óumdeilanlegar. Hann var sagður sitja hringinn í kringum borðið. Ekki var vilji meðal félagsmanna til þess að Kiddi hætti afskiptum af Verkalýðsfélagi Húsavíkur, enda alltaf verið góður og gegn málsvari þeirra sem minna máttu sín og skilað góðu starfi fyrir félagið. Þess í stað ákvað hann að stíga til hliðar sem formaður, en taka að sér varaformennsku í félaginu. Kiddi sagði þetta ekkert mál, menn mættu bara aldrei gleyma 10

Fré t t a bré f stét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýslu m

uppruna sínum og fyrir hvað þeir stæðu. Orðin sem hann mælti eitt sinn í útvarpsviðtali lýsa ­manngerð Kristjáns Ásgeirs­sonar kannski best: „ Ég hef sem betur fer alltaf ­verið í þeirri stöðu að geta talað frá hjartanu og hef aldrei haft verulegar áhyggjur af eigin heilsu. En ­aftur á móti hef ég verið voðalega viðkvæmur andspænis v­ eikindum ­annarra“. Því hefur verið haldið fram að kjör félagsmanna Verkalýðsfélags Húsavíkur hafi almennt verið betri en hjá sam­ bærilegum stéttarfélögum á þessum tíma. Það hafi ekki síst verið Kristjáni Ásgeirssyni að þakka, enda hafði hann góða yfirsýn yfir málin og lagði ríka áherslu á atvinnu­ öryggi, góð laun og félagslega hugsun í rekstri fyrirtækja. Kiddi var virtur fyrir störf sín að verkalýðsmálum. Hann þótti mikill málafylgjumaður og var einlægur baráttumaður fyrir ýmsum mikilvægum réttindamálum sem ­þykja sjálfsögð í dag, s.s. atvinnuleysistryggingum, stofnun lífeyris­sjóða og að félagsmenn stéttarfélaga hefðu ­aðgengi að öflugum sjúkrasjóðum í alvarlegum veikindum. Fyrir þessu barðist Kiddi ekki eingöngu innan Verkalýðsfélags


Bjarnason formaður verkalýðsfélagsins færi með Kidda en hann forfallaðist á síðustu stundu og var ég kallaður inn sem varamaður. Það var mikil lífsreynsla fyrir ungan fiskvinnslumann frá Húsavík að fara á þingið með Kidda og upplifa hvernig þing sem þessi færu fram. Það var einnig mikill heiður þegar Kiddi og Helgi Bjarnason komu að máli við okkur Kára Arnór Kárason árið 1992 og lögðu að okkur að taka við Verkalýðsfélagi Húsavíkur, enda væri stuðningur við það innan félagsins. Það væri kominn tími á breytingar. Við tókum slaginn, Kári tók við af Helga sem formaður og ég tók við keflinu frá Kidda sem varaformaður. Vissulega stór stund sem gefið hefur mér mikið frá upphafi til dagsins í dag. Hafðu kærar þakkir fyrir það Kristján Ásgeirsson, það er ekki sjálfgefið að fá tækifæri til að sameina áhugamál og vinnu. Fyrir mína hönd og Framsýnar stéttarfélags votta ég fjölskyldu Kristjáns Ásgeirssonar dýpstu samúð. Við ­minnumst látins félaga með miklu þakklæti fyrir hans óeigingjörnu störf í þágu verkafólks í Þingeyjarsýslum. Megi minning um góðan mann lifa um ókomna tíð. Aðalsteinn Árni Baldursson

Fundarboð

Fundarboð

Dagskrá:

Dagskrá:

NAÐAR

M

NN

A

M

A

A

G 1. Venjuleg aðalfundarstörf Félagaskrá Skýrsla stjórnar ÞINGIÐN N G S EY Ársreikningar JARSÝ Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikninga Kjör í stjórnir, nefndir og ráð Kosning löggilts endurskoðana/endurskoðunarskrifstofu Lagabreytingar Ákvörðun árgjalda Laun aðalstjórnar, trúnaðarmannaráðs, nefnda og stjórna ­innan félagsins 2. Önnur mál L

I Í Þ

1. Venjuleg aðalfundarstörf a. Félagaskrá b. Skýrsla stjórnar c. Ársreikningar d. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikninga e. Kjör í stjórnir, nefndir og ráð f. Kosning löggilts endurskoðana/endurskoðunarskrifstofu g. Lagabreytingar h. Ákvörðun árgjalda i. Laun aðalstjórnar, trúnaðarmannaráðs, nefnda og stjórna innan félagsins 2. Önnur mál

Aðalfundur Þingiðnar, félags iðnaðarmanna í Þing­ eyjarsýslum verður haldinn mánudaginn 1. júlí kl. 20:00 í fundarsal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 á Húsavík. Til fundarins er boðað samkvæmt lögum félagsins. FÉL

Aðalfundur Framsýnar stéttarfélags verður haldinn fimmtu­daginn 4. júlí kl. 20:00 í fundarsal stéttar­félaganna að Garðarsbraut 26 á Húsavík. Til fundarins er boðað ­samkvæmt lögum félagsins.

U

Húsavíkur, heldur gegndi hann lengi trúnaðarstörfum fyrir verkalýðshreyfinguna á landsvísu, sem áhrifamaður innan Verkamannasambandsins og Alþýðusambands Íslands. Auk þess sat hann í stjórn Lífeyrissjóðsins Bjargar um árabil. Það fór því vel á því að baráttumaðurinn Kristján Ásgeirsson væri hylltur fyrir vel unnin störf í þágu verkafólks og samfélagsins alls, en á 95 ára afmæli Verkalýðsfélags Húsavíkur var hann gerður að heiðursfélaga þess. A ­ thöfnin fór fram þann 1. maí 2006 á baráttudegi verkafólks, en stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum stóðu fyrir hátíðardagskrá í Félagsheimili Húsavíkur. Fyrir mig sem ungan og róttækan mann voru mikil ­forréttindi að fá að kynnast Kidda og hans lífs­skoðunum. Enda fór það svo að ég fylgdi honum í gegnum þau ár sem hann gaf kost á sér til áhrifa í bæjarstjórn Húsavíkur, sat með honum í stjórn verkalýðsfélagsins um tíma auk þess að fara með honum á fyrsta þingið sem ég tók þátt í á v­ egum Verkamannasambands Íslands, sem haldið var í Vestmanna­eyjum árið 1988. Verkalýðsfélag Húsavíkur átti rétt á tveimur fulltrúum. Til stóð að Helgi

Athygli er vakin á 32. grein laga félagsins – Ráðstöfun úr sjóðum félagsins: „Tillögur stjórnar, trúnaðarmannaráðs og félagsmanna um meiriháttar ráðstöfun úr sjóðum félagsins sem bornar eru upp á aðal- eða félagsfundi til samþykktar, skal lýst í fundarboði. Berist slík tillaga eftir fundarboð, er hún tæk fyrir fundinn hafi hún ­borist stjórn félagsins með skriflegum hætti eigi síðar en 10 dögum fyrir boðaðan fund. Skal þá stjórn félagsins fjalla um tillöguna og láta hana liggja frammi á skrifstofu félagsins til kynningar fyrir félagsmenn í a.m.k. 5 virka daga.“ Tillögur sem liggja fyrir aðalfundinum frá stjórn og trúnaðarráði félagsins eru aðgengilegar inn á heimasíðu félagsins, framsyn.is

Athygli er vakin á 24. grein laga félagsins – Ráðstöfun úr sjóðum félagsins: „Tillögur stjórnar, trúnaðarmannaráðs og félagsmanna um meiriháttar ráðstöfun úr sjóðum félagsins sem bornar eru upp á aðal- eða félagsfundi til samþykktar, skal lýst í fundarboði. Berist slík tillaga eftir fundarboð, er hún tæk fyrir fundinn hafi hún ­borist stjórn félagsins með skriflegum hætti eigi síðar en 10 dögum fyrir boðaðan fund. Skal þá stjórn félagsins fjalla um tillöguna og láta hana liggja frammi á skrifstofu félagsins til kynningar fyrir félagsmenn í a.m.k. 5 virka daga.“ Tillögur sem liggja fyrir aðalfundinum frá stjórn og trúnaðarráði félagsins eru aðgengilegar inn á heimasíðu félagsins, framsyn.is

Í lok fundar verður boðið upp á kaffiveitingar og smá glaðning. Skorað er á félagsmenn að fjölmenna á fundinn og taka þátt í umræðu um starfsemi félagsins og komandi verkefni á næstu árum. Framsýn, stéttarfélag

Í lok fundar verður boðið upp á kaffiveitingar. Skorað er á félagsmenn að fjölmenna á fundinn og taka þátt í umræðu um starfsemi félagsins og komandi verkefni á næstu árum. Þingiðn, félag iðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum Fré tta bré f s té tta r fé l a g a n n a í Þ i n g e yj a rsýslum

11


440 4000

Séreignarsparnaður Íslandsbanka

islandsbanki.is/sereignarsparnadur

islandsbanki.is

Séreignarsparnaður er ein hagkvæmasta sparnaðarleiðin sem er í boði í dag. Þú getur skráð þig í séreignarsparnað á vefnum á aðeins örfáum mínútum.

@islandsbanki

Viltu safna fyrir íbúð?