Fréttabréf stéttarfélaganna júlí 2019

Page 1

Fréttabréf stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum

Mikil ánægja með Framsýn

Gagnrýna SNS fyrir hugleysi

Framsýn festir kaup á íbúð


4. tbl. 30. árgangur • Júlí 2019

Gagnrýna SNS fyrir hugleysi og mismunun Þegar þetta er skrifað hefur samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga ekki fallist á að greiða starfs­mönnum sveitarfélaga sem eru innan Starfsgreina­sambands Íslands, sem Framsýn á aðild að, eingreiðslu í sumar til samræmis við félagsmenn ­annarra stéttar­félaga sem eru í öðrum samböndum en Starfsgreina­sambandi Íslands. Um er að ræða glórulausa afstöðu SNS sem Framsýn hefur mótmælt harðlega. Í því sambandi hefur ­öllum sveitarfélögum í Þingeyjarýslum og stjórn Hvamms, heimili aldraðra verið skrifað bréf þar sem skorað er á þau að mismuna ekki starfsmönnum með því að greiða sumum eingreiðslu upp á kr. 105.000 en ekki þeim sem eiga aðild að Framsýn. Því miður hafa ekki borist viðbrögð frá sveitarfélögunum. Berist þau verða þau birt á heimasíðu Forsíða Fosshótel Húsavík var ­ nýlega ­félagsins. Hér má sjá ályktun sem stjórn Framsýnar samþykkti að senda frá sér í síðustu útnefndur besti veitinga­ viku: staðurinn 2018 hjá Íslands­ hótelum. ­Innan keðjunnar eru 17 hótel víða um land. Um er að ræða mikla ­viðurkenningu fyrir hótelið og starfsmenn sem leggja mikinn metnað í að þjónusta þá gesti sem s­ækja hótelið heim. Í sumar starfa um 50 starfsmenn hjá Fosshótel Húsavík sem flestir eru í Framsýn. Hótelstjóri er Erla Torfadóttir. Á myndinni má sjá Guðrúnu Þórhalls­ dóttur veitinga­ stjóra og Hrólf Jón Flosason yfirkokk með bikarinn góða sem á stendur „Besti veitinga­staðurinn 2018.“ Eðlilega eru starfsmenn að rifna úr stolti og til hamingju með það. ÚTGEFENDUR Þingiðn, félag iðnaðarmanna Starfsmannafélag Húsavíkur Framsýn- stéttarfélag Verkalýðsfélag Þórshafnar. HEIMILISFANG Garðarsbraut 26 • 640 Húsavík SÍMI 464 6600 NETFANG kuti@framsyn.is HEIMASÍÐA www.framsyn.is ÁBYRGÐARMAÐUR Aðalsteinn Á Baldursson Fréttabréfið er skrifað 14. júlí 2019 UPPLAG 1800 HÖNNUN/UMBROT OG PRENTUN Ásprent, Akureyri

STARFSMANNAFÉLAG HÚSAVÍKUR

2

Ályktun um kjaraviðræður SNS og SGS

„Undanfarna mánuði hefur Starfs­greinasamband Íslands (SGS) sem Framsýn á aðild að, átt í kjara­samnings­viðræðum við samninga­ nefnd Sambands ­íslenskra sveitar­félaga (SNS) ­vegna félagsmanna sem starfa hjá sveitarfélögum. Því miður hafa viðræðurnar ekki skilað tilætluðum árangri. Í ­ljósi stöðunnar var ekkert ­ annað í boði fyrir aðildar­ félög SGS en að vísa kjaradeilunni til ríkis­ sáttasemjara, enda gert ráð fyrir því í lögum takist viðsemjendum ekki að ná fram kjarasamningi, að deilunni sé vísað til ríkis­ sáttasemjara til úrlausnar. Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur nú þegar samið við einstök sambönd og stéttarfélög um að þeirra félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögunum fái greiddar kr. 105.000 eingreiðslu miðað við fullt starf þann 1. ágúst 2019 sem greiðslu inn á væntanlegan kjarasamning. Það er til þeirra félaga og sambanda sem beðið hafa á ­kantinum meðan aðildarfélög SGS hafa barist um á hæl og hnakka við að reyna að landa nýjum kjarasamningi en án árangurs. Þegar aðildarfélög SGS kröfðust þess að félagsmenn þeirra sem starfa hjá sveitar­félögunum fengju sömuleiðis umrædda eingreiðslu var því alfarið hafnað af hálfu s­ amninganefndar sveitarfélaga með þeim rökum að Starfsgreinasambandið hefði vísað kjaradeilunni til ríkissáttasemjara. Það er með öllu ólíðandi og samninganefnd SNS til vansa að skilja sína lægst launuðu starfs­ menn eina eftir úti í kuldanum, það er þá sem starfa eftir kjarasamningi sveitar­félaga og Starfsgreinasambands Íslands. Framsýn trúir því ekki fyrr en á reynir, að sveitar­stjórnarmenn í Þingeyjarsýslum hyggist koma fram við sitt frábæra starfsfólk með þessum hætti. Framsýn stéttarfélag skorar á samninganefnd SNS að endurskoða sína afstöðu. Það verður einfaldlega ekki liðið að sveitarfélögin í landinu sýni starfsmönnum sem búa við það ­ömurlega hlutskipti að vera á lægstu kauptöxtunum slíka lítilsvirðingu. Framsýn stéttarfélag skorar á aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands að slíta viðræðum við SNS og hefja undirbúning að sameiginlegum verkfallsaðgerðum í haust með það að markmiði að lama meðal annars allt skólastarf í leik- og grunnskólum landsins. Það er einfaldlega ekki hægt að aðildarfélög SGS standi aðgerðarlaus á kantinum á sama tíma og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga ætlar kinnroðalaust að ­mismuna starfsmönnum sveitarfélaga. Skammist ykkar!“

Fré t t a bré f stét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýslu m


Ljósmyndasýning á Mærudögum

Framsýn stendur fyrir ljósmyndasýningu á Mærudögum að Garðarsbraut 26, efri hæð. Það er fyrir ofan Skrifstofu stéttarfélaganna. Til sýnis verða g ­ amlar ljósmyndir af verkakonum við störf, það er frá tíma Verkakvennafélagsins Vonar á fyrri hluta síðustu aldar. Um er að ræða virkilega áhugaverðar myndir sem lýsa atvinnuháttum vel frá þessum tíma. Ljósmyndasýningin verður opin frá kl. 13:00 til 18:00 laugardaginn 27. júlí. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir og boðið verður upp á kaffi, aðra drykki og veitingar. Framsýn stéttarfélag

Ungmenni í heimsókn Í sumar er starfandi Vinnuskóli Norðurþings fyrir u ­ ngmenni fædd árin 2004, 2005 og 2006 þ.e. þeir sem í vor luku 7., 8. og 9. bekk. Vinnuskólinn er opin ungmennum sem eru með skráð lögheimili í sveitarfélaginu eða eiga f­oreldra/ foreldri sem er með lögheimili í sveitarfélaginu. Helstu verkefni Vinnuskólans varða snyrtingu og fegrun sveitar­ félagsins, í þéttbýli og í dreifbýli. Unglingarnir ­vinna að skemmtilegum og uppbyggilegum hliðar­ verkefnum. Nýlega var komið að því að heimsækja stéttarfélögin og fræðast um starfsemi þeirra. Um 30 ungmenni með flokkstjórum komu við hjá félögunum og fengu fræðslu um starfsemina. Ungmennin voru hress og spurðu út í ýmislegt sem þau vildu fræðast um. Stéttarfélögin þakka þeim fyrir komuna, sem var ánægjuleg.

Víða öflugir trúnaðarmenn Framsýn leggur mikið upp úr því að hafa ö ­ fluga trúnaðarmenn á vinnu­ stöðum. Einn af þeim er Jóhanna Björg Jóhannsdóttir sem ­ nýlega var kjörin trúnaðarmaður í Jarðböðunum í Mývatnssveit. Fulltrúar F­ ramsýnar heilsuðu upp á hana þegar þeir áttu leið um svæðið. Að sjálfsögðu var Jóhanna Björg hress enda komin af hressu fólki úr Mývatnssveitinni fögru. Rétt er að hvetja starfsmenn og fyrirtæki að huga að því að velja sér trúnaðarmenn sem er bæði gefandi og skemmtilegt starf fyrir áhugasama einstak­linga.

Þingiðn gefur Pönnuvöll Í síðustu viku afhendi formaður Þingiðnar, Jónas Kristjánsson, Barna og unglingaráði Völsungs nýjan Pönnuvöll sem verður staðsettur á keppnis- og æfingasvæði Völsungs. Jónas Halldór Friðriksson framkvæmdastjóri Völsungs tók við gjöfinni fh. félagsins og þakkaði Þingiðn kærlega fyrir gjöfina sem kæmi að góðum notum í öflugu starfi ­félagsins, ekki síst fyrir unga iðkendur.

Þeir gerast ekki betri Þessi þrír ­höfðingjar, Jón ­ Borgar, Árni Kjartans og Snorri ­ komu við á Skrif­stofu stéttar­félaganna á ­dögunum til að l­eita ­upp­lýsinga líkt og fjöl­ margir aðrir sem eiga ­erindi við starfs­ menn stéttar­félag­ anna á h ­ verjum tíma. Að sjálf­sögðu voru þeir hressir að vanda enda ekki þekktir fyrir a­ nnað og gott veður í kort­ unum. Við skálum fyrir því. Fré tta bré f s té tta r fé l a g a n n a í Þ i n g e yj a rsýslum

3


Gríðarleg ánægja með starfsemi Framsýnar - Könnun RHA staðfestir það -

Könnun RHA staðfestir gríðarlega mikla ánægju með starfsemi Framsýnar Framsýn tók þátt í spurningavagni Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri þar sem lagðar voru Framsýn tók þátt spurningavagni Rannsóknarmiðstöðvar Akureyri fyrir nokkrar spurningar um ífélagið í formi netkönnunar og fór könnunin framHáskólans dagana 7. –á25. mars þar sem lagðar voru fyrir nokkrar ­spurningar um félagið í formi netkönnunar og fór könnunin dagana 7. –í 25. mars 2019 í Eyjafirði og í Þing­ 2019 í Eyjafirði og í Þingeyjarsýslum. Alls svöruðu 1552 manns könnuninni, þar fram af 451 þátttakendur Þingeyjarsýslum og var svarhlutfall af þeim voru 216 í Framsýn. er glæsileg fyrir eyjarsýslum. Alls svöruðu69.5%, 1552 manns k­ önnuninni, þar afNiðurstaðan 451 þátttakendur í Þingeyjarsýslum og var svarhlutfall 69.5%, starfsemi Framsýnar eins og meðfylgjandi samantekt, súlurit og kökurit bera með sér. Félagsmenn af þeim voru 216 í Framsýn. Niðurstaðan er glæsileg fyrir starfsemi Framsýnar eins og meðfylgjandi kökurit ber með sér. eru mjög ánægðir með allamjög þá þætti sem spurt út þá í sem eru helstu viðfangsefni er viðfangsefni félagsins. Það er stefnu Félagsmenn eru ánægðir meðvar alla þætti sem spurt var út ífélagsins. sem eruÞað helstu stefnu Framsýnar Framsýnar í kjaramálum, sýnileika félagsins, viðmót starfsmanna, niðurgreiðslu flugs, í kjaramálum, sýnileika félagsins, viðmót starfs­manna, niðurgreiðslu flugs, orlofskosti og heimasíðu félagsins. orlofskosti og heimasíðu félagsins. Ánægjan er á bilinu frá 96,5% upp í 100% þegar horft er til þeirra Ánægjan er á bilinu frá 96,5% upp í 100% þegar horft er til þeirra sem sögðust ánægðir eða óánægðir með starfsemi sem sögðust ánægðir eða óánægðir með starfsemi félagsins. Til hamingju með niðurstöðuna kæru félagsins. Til hamingju með niðurstöðuna kæru félagsmenn. félagsmenn.

Heimild: Rannsóknarmiðstöð Heimild: Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri

Háskólans á Akureyri

Viðmót starfsfólks 1.0%

27

99.0%

Ánægðir

4

Óánægðir

Fré t t a bré f stét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýslu m


Sumarferð stéttarfélaganna Framsýn gefur 2 milljónir -skráning í ferðina að ljúka-

til tækjakaupa

Framsýn stéttarfélag hefur ákveðið að færa Styrktar­ félagi Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga tvær ­milljónir til tækjakaupa til minningar um Kristján Ásgeirsson fyrr­ verandi formann Verkalýðsfélags Húsavíkur, nú Framsýnar stéttar­félags. Undanfarna mánuði hefur staðið yfir söfnun fyrir nýjum hjartaeftirlitstækjum á sjúkradeild stofnunar­ innar á Húsavík. Ætlunin er að kaupa eftirlitstæki sem samanstendur af nettengdum tækjum; vöktunartæki á ­vaktherbergi, tveimur veggföstum skjám til að hafa eftir­ lit með ­rúmliggjandi sjúklingum og tæki til að fylgjast með sjúklingi sem ekki er rúmliggjandi. Með tækjunum er hægt að mæla blóðþrýsting, öndun, súrefnismettun, púls og sjá hjartsláttarrit. Gömlu tækin eru löngu komin á tíma og ekki lengur hægt að fá varahluti í þau ef þau bila. Nýju tækin kosta um 8 milljónir. Framsýn vill nota tækifærið og skora á velunnara stofnunarinnar að leggja til fjármagn til kaupa á þessu mikilvæga tæki fyrir HSN á Húsavík.

! l l a k t Lokaú Stéttarfélögin hafa staðið fyrir skemmtiferðum fyrir félags­ menn sína undanfarin ár og hafa þær verið vinsælar og vel sóttar. Ferðin í sumar verður farin laugardaginn 17. ágúst og er dagsferð í Flateyjardal. Skráning er hafin í ferðina sem er við allra hæfi. Hægt er að skrá sig á Skrif­stofu stéttar­ félaganna eða á netfangið kuti@framsyn.is. Skráning ­stendur yfir til 1. ágúst. Verð aðeins kr. 5000,-. ­Innifalið rútuferð, grillmatur, meðlæti og drykkir. Menn þurfa hins vegar að nesta sig fyrir daginn. Nánari u ­ pplýsingar er að finna á heimasíðu stéttarfélaganna.

Framsýn kom færandi hendi Auður Gunnarsdóttir formaður Styrktar­félags Heilbrigðis­stofnunar Þingeyinga tók við gjöfinni til minningar um Kristján Ásgeirs­son fyrrverandi formanns Verkalýðsfélags Húsavíkur.

Nýr trúnaðarmaður í Dalakofanum Elín Hólmfríður Gunn­ laugsdóttir hefur verið tilnefnd sem trúnaðarmaður starfsmanna í Dalakofanum í Reykja­dal og bætist hún í hóp yfir 30 trúnaðarmanna á félagssvæði Framsýnar. Formaður Framsýnar heilsaði upp á hana á dögunum ásamt því að eiga samtal við rekstrar­aðila Dalakofans. Það var að sjálfsögðu létt yfir öllum enda veðrið búið að vera ágætt síðustu daga og töluverð umferð ferðamanna um svæðið. Eins og oft áður ítrekar Framsýn mikilvægi þess að á öllum vinnustöðum sem hafa fleiri en 5 starfsmenn séu starfandi trúnaðarmenn samanber ákvæði kjarasamninga.

Fyrir helgina afhendi Framsýn unglingum í 3 flokki Völsungs treyjur að gjöf frá félaginu. Unglingarnir sem eru á aldrinum 14 til 17 ára voru að leggja í spennandi keppnisferð til Svíþjóðar, nánar tiltekið til Gautaborgar á Gothia Cup. Fótboltamótið er með stærri alþjóðlegum mótum sem haldin eru fyrir þennan aldurshóp og fara um þrjátíu unglingar og fararstjórar frá Völsungi í ferðina. Síðustu tvö ár hafa unglingarnir með góðri aðstoð foreldra safnað fyrir ferðinni sem auk þess komu að því að skipuleggja ferðina. Ferðin til Gautaborgar tekur um viku tíma.

Fré tta bré f s té tta r fé l a g a n n a í Þ i n g e yj a rsýslum

5


Örfréttir frá aðalfundi Framsýnar Ungt fólk áberandi á fjölmennum aðalfundi

Aðalfundur Framsýnar fór fram fimmtudaginn 4. júlí og var vel mætt á fundinn, reyndar húsfyllir. Að venju fór hann vel fram og fundarmenn voru upplýstir um starfsemi félagsins milli aðalfunda. Ánægjulegt var að sjá hvað ungt fólk var áberandi á fundinum og voru þau virk í umræðum um einstaka liði. Með þessu Fréttabréfi er hugmyndin að fræða félagsmenn um það helsta sem fram kom á f­ undinum sem staðfestir um leið mikilvægi þess fyrir Þingeyinga að hafa aðgengi að einu öflugasta stéttarfélagi landsins.

Vilji til að efla Vinnudeilusjóð

Aðalfundurinn samþykkti tillögu um að heimila stjórn og trúnaðarráði að efla vinnudeilusjóð félagsins með tilfærslu á fjármagni milli Félagssjóðs og Vinnudeilusjóðs. Eins og staðan er í dag er búist við átökum í haust þar sem kjara­ samningar hafa ekki náðst fyrir félagsmenn Framsýnar sem starfa hjá ríkinu og sveitarfélögum. Hugsanlega eru því átök framundan.

Félagsmenn tæplega fjögur þúsund

Alls greiddu 3.446 félagsmenn til Framsýnar- stéttarfélags á árinu 2018. Af þeim sem greiddu til Framsýnar á s­ íðasta ári voru 2.234 karlar og 1.212 konur sem skiptast þannig: konur eru 35% og karlar 65%. Skýringin á kynja­hlutfallinu liggur fyrir, breytingarnar eru tilkomnar vegna verklegra

6

Fré t t a bré f stét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýslu m

framkvæmda á svæðinu á síðustu árum og því hefur karla­ störfum fjölgað umtalsvert umfram hefðbundin kvenna­ störf. Lengi vel var kynjahlutfallið nánast jafnt. Flest bendir til þess að kynjahlutfallið muni jafnast frekar á næstu árum. Um síðustu áramót voru gjaldfrjálsir félagsmenn samtals 344, það eru aldraðir og öryrkjar sem ekki eru á vinnumarkaði. Á hverjum tíma falla um 8 til 10% félagsmanna undir þessa skilgreiningu. Félagsmenn þann 31. desember 2018 voru samtals 3.790. Stærstu hóparnir ­innan félagsins starfa við ferðaþjónustu, matvælaiðnað, mannvirkja- og byggingagerð.

Norðurþing á toppinn

Sveitarfélagið Norðurþing greiddi mest allra atvinnu­ rekenda í iðgjöld til Framsýnar eða samtals um kr. 13,9 ­milljónir árið 2018. Rétt á eftir kemur PCC BakkiSilicon hf. Árið áður greiddi Beck&Pollitzer Polska mest eða um 20 milljónir. Innifalið í upphæðinni eru félagsgjöld starfs­ manna og lögbundin iðgjöld atvinnurekenda í sjóði Framsýnar. Eins og sjá má er PCC BakkiSilicon hf. strax orðinn gríðarlega mikilvægur vinnustaður á svæðinu og greiðir háa skatta til samfélagsins og gjöld til þeirra stéttar­ félaga sem starfsmenn fyrirtækisins tilheyra.

Stærstu greiðendur iðgjalda til Framsýnar 2018 eftir röð: Sveitarfélagið Norðurþing PCC BakkiSilicon hf. Beck&Pollitzer Polska GPG. Seafood ehf. Norðlenska matarborðið ehf. Íslandshótel hf. Brim hf. Ríkisjóður Íslands Hvammur Þingeyjarsveit Jarðboranir hf.


Fjárhagsleg afkoma góð á árinu 2018 Í útilegu með Framsýn

Alls fengu 78 félagsmenn tjaldstæðisstyrki árið 2018 eða samtals kr. 1.317.365,-.

Sparað með Framsýn

Félagsmönnum stéttarfélaganna stendur til boða að ­kaupa gistimiða og ódýr flugfargjöld sem skiptast þannig fyrir árið 2018: Seldir flugmiðar 5.545 Sparnaður fyrir félagsmenn kr. 66.540.000,Seldir gistimiðar 854 Sparnaður fyrir félagsmenn kr. 1.964.200,Samtals sparnaður fyrir félagsmenn kr. 68.504.200,Rekstrarafgangur var á öllum sjóðum félagsins. Félags­gjöld og iðgjöld hækkuðu um 3,8% milli rekstrarára. Rekstrar­ útgjöld lækkuðu á milli ára. Rekstrartekjur ­félagsins námu kr. 273.526.627,- sem er aukning um 3% milli ára. Rekstrar­ gjöld námu 182.211.808,- sem er lækkun um 1,8% milli ára. Þessi lækkun er ekki síst tilkomin vegna lækkunar bóta og styrkja úr sjúkrasjóði og vinnudeilusjóði. Fjármagns­ tekjur námu kr. 57.627.264,-. Félagsgjöld og iðgjöld námu kr. 233.346.473,- á móti kr. 224.809.587,- á árinu 2017. Í árslok 2018 var tekjuafgangur félagsins kr. 141.714.849,en var kr. 128.532.122,- árið 2017. Heildareignir félagsins námu kr. 2.017.426.041,- í árslok 2018 samanborið við kr. 1.895.352.623,- í árslok 2017. Innheimta félagsgjalda var með svipuðu sniði og árið á undan. Almennt eru launagreiðendur samviskusamir að skila félagsgjöldum og mótframlögum á réttum tíma.

51 milljón í greiðslur úr sjúkrasjóði

Á árinu 2018 voru 1.246 styrkir greiddir úr sjúkrasjóði félagsins til félagsmanna. Samtals námu greiðslur vegna sjúkradagpeninga, annarra bóta og styrkja kr. 50.973.935,-

Atvinnuástandið í jafnvægi

Atvinnuástandið í Þingeyjarsýslum hefur almennt verið með miklum ágætum og því hefur lítið verið um atvinnu­ leysi. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni fengu 143 félagsmenn Framsýnar greiddar atvinnuleysisbætur á árinu 2018 samtals kr. 134.144.517,-. Með mótframlagi kr. 10.731.561,- námu heildargreiðslur alls kr. 144.876.078,-. Til samanburðar má geta þess að alls ­fengu 137 félagsmenn Framsýnar greiddar atvinnu­leysisbætur á árinu 2017 samtals kr. 82.952.573,-. Með mótframlagi kr. 6.636.206,námu heildargreiðslur alls kr. 89.588.779,-.

Sambærilegar tölur fyrir 2017 eru eftirfarandi: Seldir flugmiðar 4.470 Sparnaður fyrir félagsmenn kr. 49.617.000,Seldir gistimiðar 739 Sparnaður fyrir félagsmenn kr. 1.625.800,Samtals sparnaður fyrir félagsmenn kr. 52.302.250,Þess má geta að árið 2018 flugu 14.332 farþegar um Húsavíkurflugvöll. Eins og sjá má var hlutfall félags­manna Framsýnar sem notfærðu sér flugið því verulega hátt eða 39% af heildar farþegafjöldanum. Flug um Húsavíkurflugvöll fór mest í 20.199 farþega árið 2016 þegar fram­ kvæmdirnar á svæðinu vegna Bakka og Þeistareykja stóðu hvað hæst.

21 milljón í námsstyrki

Félagsmenn fengu samtals greiddar kr. 20.702.621,- í námsstyrki úr kjarasamningsbundnum fræðslusjóðum á árinu 2018, það er með styrkjum úr Fræðslusjóði ­Framsýnar. Styrkirnir skiptast þannig milli sjóða: • 279 félagsmenn fengu greidda styrki úr Landsmennt kr. 12.868.294,-. • 6 félagsmenn fengu greidda styrki úr Sjómennt kr. 407.625,-. • 13 félagsmenn fengu greidda styrki úr Ríkismennt kr. 602.759,-. • 38 félagsmenn fengu greidda styrki úr Fræðslusjóði ­verslunar og skrifstofufólks kr. 2.680.362,-. • 78 félagsmenn fengu greidda styrki úr Sveitamennt kr. 3.843.581,-. Að auki fengu 5 félagsmenn styrki úr Fræðslusjóði ­Framsýnar kr. 300.000,-.

Kallað eftir fræðslu

Félagið hefur lagt mikið upp úr heimsóknum í skóla með fræðslu um starfsemi stéttarfélaga og vinnumarkaðinn, það er í vinnuskóla, grunnskóla og framhaldskóla á félagssvæðinu. Þá hafa mörg fyrirtæki og stofnanir kallað eftir fræðslu fyrir starfsmenn, sem Framsýn hefur orðið við.

Fré tta bré f s té tta r fé l a g a n n a í Þ i n g e yj a rsýslum

7


Tímamót 1. maí 2019

Stéttarfélögin stóðu fyrir hátíðarhöldum í Íþróttahöllinni á Húsavík 1. maí 2019. Að þessu sinni voru hátíðarhöldin tileinkuð baráttu eftirlaunafólks fyrir mannsæmandi ­lífeyri. Aðalræðumaður dagsins var Ásdís Skúladóttir frá Gráa hernum og mun þetta vera í fyrsta skiptið á Íslandi sem aðalræðumaður dagsins kemur úr röðum eftir­launafólks. Ásdís mælti í ræðu sinni: “Stéttarfélögin í Þingeyjar­sýslum: Framsýn, stéttarfélag – Starfsmannafélag Húsavíkur og Þingiðn, félag iðnaðarmanna, hafa boðið eftirlaunafólki að láta rödd sína hljóma hér í dag. Þetta eru tímamót í sögu 1. maí hér á landi. Heill því fólki sem tók þessa ákvörðun.” Hátíðarhöldin tókust að venju frábærlega en um 600 ­gestir lögðu leið sína í höllina. Um er að ræða ­fjölmennustu samkomu sem haldin er í Þingeyjarsýslum á hverju ári, sem er áhugavert og mikil viðurkenning á s­tarfsemi stéttar­félaganna í Þingeyjarsýslum sem leggja mikið upp úr þessum degi. Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar sá um skipulagninguna og vinnuna við hátíðarhöldin ásamt formönnum Þingiðnar og Starfsmannafélags Húsavíkur. Þess ber þó að geta að sérstök nefnd stéttarfélaganna sér um að ganga frá dagskrá hátíðarinnar.

Líf í deildum félagsins

Innan Framsýnar eru tvær deildir, Deild verslunar- og skrifstofufólks og Sjómannadeild. Jakob Gunnar Hjaltalín er formaður Sjómannadeildarinnar og Jónína Hermannsdóttir formaður Deildar verslunar- og skrifstofufólks ­innan Framsýnar. Á síðasta ári voru 95 sjómenn skráðir í sjómanna­ deildina og 378 einstaklingar í verslunar­ mannadeildina. Deildirnar héldu uppi starfi og boðuðu til aðalfunda þar sem farið var yfir starfsemi deildanna á umliðnu starfsári.

Unga fólkinu ætlað að taka við

Framsýn leggur mikið upp úr því að halda úti öflugu ­starfi innan félagsins er viðkemur ungum félagsmönnum. ­Innan félagsins er starfandi ungliðaráð. Ráðið skipa: ­Ásrún Einars­ dóttir, Guðmunda Steina Jósefsdóttir, Heiða Elín Aðalsteinsdóttir og Sunna Torfadóttir. Guðmunda Steina er formaður Framsýnar-ung. Ungliðaráðið hefur verið virkt og tekið þátt í fundum stjórnar og trúnaðarráðs ­félagsins auk þess að sitja ungliðafund á vegum Starfsgreina­ sambands Íslands sem haldinn var á Hótel Hallormsstað 22. – 23. maí 2019.

8

Fré t t a bré f stét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýslu m

Framsýn air

Í nóvember 2013 gerði Framsýn samkomulag við Flugfélagið Erni um sérstök kjör á flugfargjöldum milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Síðan þá hefur samkomulagið verið endurnýjað með reglubundnum hætti. Samkomulagið byggir m.a. á því að Framsýn gerir magnkaup á flugmiðum og endurselur til félagsmanna. Flugmiðarnir hafa verið seldir á kostnaðarverði og eru aðeins ætlaðir félagsmönnum. Þeir einir geta ferðast á þessum kjörum. Án efa er þetta ein besta kjarabót sem Framsýn hefur samið um fyrir félagsmenn þegar við horfum til þess að félagið hefur sparað félagsmönnum umtalsverðar upphæðir síðan félagið hóf að selja félags­ mönnum flugmiða á þessum hagstæðu kjörum. Verð til félagsmanna er kr. 10.300 per flugmiða. Í haust kemur síðan í ljós hvort samningar takast milli samningsaðila um áframhaldandi sérkjör fyrir félagsmenn. Til gamans má geta þess að gárungarnir eru farnir að tala um Flugfélagið Erni sem Framsýn air vegna þess fjölda félagsmanna sem flýgur með flugfélaginu á afsláttarkjörum félagsins, en um 5500 flugmiðar voru seldir á því verði á árinu 2018 á flugleiðinni milli Húsavíkur og Reykjavíkur.

Frábærar móttökur hjá Solidarnosc

Félagar úr stjórn og trúnaðarráði Framsýnar auk starfsmanna félagsins fóru í náms- og kynnisferð til Póllands í lok september 2018. Tilgangurinn var að ­heimsækja Solidarnosc í Gedansk og fræðast um uppbyggingu ­ verka­ lýðshreyfingarinnar og atvinnulífs í Póllandi. Til að gera langa sögu stutta voru móttökurnar frábærar. Solidarnosc skipulagði tveggja daga stranga dag­ skrá þar sem g ­ estunum frá Íslandi var gerð grein fyrir kjara­ samningagerð, starfsmenntamálum og s­amstarfi verkalýðs­hreyfingarinnar, ­atvinnurekenda og stjórn­valda að mál­efnum er ­snerta vinnumarkaðinn í ­Póllandi. Auk þess var farið með ­gestina í heimsóknir í tvær ­skipasmíðastöðvar í Gdansk og á söfn tengd sögu S­ olidarnosc og stríðinu, en ­seinni h ­ eimstyrjöldin byrjaði í Gdansk með áras Þjóðverja áb ­ orgina. Alls fóru 16 einstaklingar frá Framsýn í ferðina á eigin vegum með stuðningi frá fræðslusjóðum sem þeir eiga aðild að í gegnum kjarasamninga. Á undanförnum árum hefur verið unnið að því að gefa þeim sem starfa fyrir Framsýn tækifæri á að kynna sér starfsemi stéttarfélaga í öðrum löndum. Áhugi er fyrir því að halda þessari vegferð áfram á komandi árum.


Hól fyrir rekstur sjúkrasjóðs

Samkvæmt 3.mgr. 49. gr. laga ASÍ skulu stjórnir sjúkra­ sjóða aðildarfélaga ASÍ fá tryggingafræðing eða löggiltan endurskoðanda til þess að meta framtíðarstöðu sjóðsins og semja skýrslu til stjórnar um athugun sína. Framsýn lét framkvæma þessa athugun og sá PWC um ­skoðunina. Niðurstaðan er skýr: „ekkert bendi til annars en að sjóðurinn geti staðið við skuldbindingar sínar á allra næstu árum sé litið til eiginfjárstöðu í árslok 2017, afkomu sjóðsins á undanförnum árum og þess að bótagreiðslur úr sjóðnum og iðgjöld til sjóðsins verði áfram með líkum hætti og verið hefur.“ Þá kemur fram í fylgiskjali að staðan sé í raun öfundsverð.

Gleði og hamingja með könnun RHA

Framsýn tók þátt í spurningavagni Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Niðurstaðan er glæsileg fyrir ­starfsemi Framsýnar, reyndar með ólíkindum. Félagsmenn eru verulega ánægðir með alla þá þætti sem spurt var út í. Það er stefnu félagsins í kjaramálum, sýnileika f­ élagsins, viðmót starfsmanna, niðurgreiðslu flugs, orlofs­ kosti og heimasíðu félagsins. Nánar er hægt að fræðast um niðurstöðurnar á öðrum stað í blaðinu.

Mikil vinna við kjarasamningagerð

Töluvert álag hefur verið á starfsmönnum stéttar­ félaganna undanfarna mánuði vegna kjarasamningsgerðar. H ­ elstu kjarasamningar Framsýnar og Þingiðnar voru lausir um síðustu áramót eða í byrjun árs 2019. Ekki er séð fyrir e ­ ndann á þessari vinnu þar sem kjara­samningar stéttarfélaganna við ríkið og sveitarfélögin eru lausir og því miður hefur ekki tekist að klára viðræðurnar þar sem samningsaðilar hafa ekki náð saman.

Starfsmenn heiðraðir

Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar afhendi starfs­ mönnum félagsins blómvönd með þakklæti fyrir störf þeirra í þágu félagsmanna um leið og hún lýsti yfir mikilli ánægju með könnun Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri þar sem fram kæmi að viðhorf félags­manna til Framsýnar væri með miklum ágætum ekki síst til starfs­ manna sem þyrftu daglega að sinna krefjandi störfum. Í könnuninni kæmi fram að 99% félagsmanna væru ánægðir með viðhorf starfsmanna sem væri afar ­ánægjuleg niðurstaða. Á myndina vantar Lindu Baldurs og Ásrúnu Ásgeirs.

Félagið kom að ýmsum málum milli aðalfunda: • Félagið sendi frá sér 13 ályktanir og yfirlýsingar milli aðal-

funda sem eru meðfylgjandi skýrslunni. • Félagið stóð fyrir sumarkaffi á Raufarhöfn 31. maí 2019 á veitingastaðnum Kaupfélaginu. Boðið tókst að venju mjög vel en um 100 gestir þáðu boð félagsins og fengu sér kaffi og tertu. • Félagið kom að því að styrkja Mærudaga á Húsavík sumarið 2018 sem og nokkrar aðrar samkomur sem ­ ­haldnar hafa verið á starfsárinu auk þess að styðja við bakið á íþróttafélögum á félagssvæðinu. • Aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna stóðu fyrir opnu húsi á aðventunni í desember líkt og undanfarin ár. Boðið var upp á kaffi, tertur og tónlistaratriði. Fjölmargir lögðu leið sína til stéttarfélaganna og þáðu veitingar. • Félagið niðurgreiddi leikhúsmiða til félagsmanna á ­sýningar á vegum Leikfélags Húsavíkur og Leikdeildar Eflingar. Leikritin voru til sýningar eftir áramótin 2019. • Framsýn stóð fyrir trúnaðarmannanámskeiði í apríl 2019. Félagsmálaskóli alþýðu sá um skipulagningu ­námskeiðsins sem stóð yfir í tvo daga. Undanfarin ár hefur félagið staðið fyrir trúnaðarmannanámskeiði á hverju ári enda mikilvægt að efla trúnaðarmenn í störfum sínum á vinnustöðum.

• Félagið minnist Hafliða Jósteinssonar sem lést 2. ágúst 2018 með því að færa Hvammi, heimili aldraðra Soundbar/hljóðstöng og DVD spilara að gjöf. Hafliði var alla tíð mjög virkur í starfi Framsýnar, áður Verslunarmannafélags Húsavíkur. Hafliði var sannur og góður félagi. • Ráðist var í þakviðgerðir á húsnæði stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 í lok sumars 2018. Norðurvík tók að sér verkið. Kostnaðaráætlun hljóðaði uppá krónur 5.819.300fyrir heildarvinnu. Um var að ræða löngu tímabæra aðgerð. • Félags- og jafnréttismálaráðherra, Ásmundur Daði Einars­son ásamt aðstoðarmanni óskaði eftir fundi með for­manni Framsýnar í júní 2018. Ráðherra óskaði eftir góðu sam­starfi við Framsýn um velferðarmál. • Hin árlega Sólstöðuhátíð var haldin á Kópaskeri í júní 2018. Framsýn var beðið um að kynna félagið á ­hátíðinni. Formaður og varaformaður Framsýnar höfðu umsjón með kynningarbás Framsýnar og kynntu verkefni og starf­semi félagsins. • Á hátíðarhöldunum 1. maí var Kristjáns Ásgeirssonar minnst en hann gegndi stjórnunarstörfum fyrir Verkalýðsfélag Húsavíkur í 27 ár eða til ársins 1992, þar af um tíma sem formaður. Hann andaðist 12. apríl 2019 en hann ­fæddist 26. júlí 1932. Kristján sem var mikill verkalýðssinni setti sterkan svip á uppbyggingu félagsins og lagði grunn að því góða starfi sem síðar varð viðhaldið. Hann var gerður að heiðursfélaga í Verkalýðsfélagi Húsavíkur á 95 ára afmæli félagsins. Athöfnin fór fram þann 1. maí 2006 á hátíðarhöldum dagsins. Fré tta bré f s té tta r fé l a g a n n a í Þ i n g e yj a rsýslum

9


Fréttir af aðalfundi Þingiðnar Aðalfundur Þingiðnar fór fram 1. júlí í fundarsal stéttar­ félaganna. Á fundinum kom fram almenn ánægja með starfsemi og rekstur félagsins. Hér koma nokkrir fréttamolar sem tengjast starfsemi félagsins á síðasta starfsári. Frekari fréttir af fundinum má nálgast inn á heimasíðu stéttarfélaganna framsyn.is.

Sveiflur í félagafjölda

Fullgildir félagsmenn í Þingiðn 31. desember 2018 voru 121 og fækkaði um 6 milli ára, það er greiðandi félagar, öryrkjar og aldraðir sem áður greiddu til félagsins. ­ ­Greiðandi einstaklingar voru 110 á árinu samkvæmt ársreikningum félagsins. Karlar voru 108 og konur 2. Þess ber að geta að nú er aftur komið jafnvægi á fjölda félags­manna eftir stórframkvæmdirnar á Bakka og á Þeista­reykjum sem nú er lokið. Félagsmönnum fjölgaði verulega meðan á framkvæmdunum stóð en hefur heldur fækkað eftir lok framkvæmdanna.

Rekstur í góðu jafnvægi

Styrkir úr nýja fræðslusjóðnum

Á síðasta aðalfundi Þingiðnar var samþykkt að stofna starfsmenntasjóð fyrir félagsmenn með framlagi frá 0,3% framlagi frá félagsmönnum. Félagsmenn eru strax byrjaðir að sækja í sjóðinn því hann greiddi út til 8 félagsmanna styrki til náms/námskeiða samtals kr. 371.214.

Félagsgjöld og iðgjöld ársins námu kr. 12.352.510 sem er 21,6% hækkun frá fyrra ári. Bætur og styrkir á árinu 2018 námu kr. 4.986.577, þar af úr sjúkrasjóði kr. 3.922.164 sem er umtalsverð hækkun frá fyrra ári sem skýrist að mestu af greiðslu sjúkradagpeninga. Samkvæmt sameinuðum rekstrar- og efnahagsreikningi nam hreinn tekju­afgangur félagsins kr. 4.686.899 og eigið fé í árslok 2018 nam kr. 233.390.406 og hefur það aukist um 2,0% frá fyrra ári. Innheimta félagsgjalda var með svipuðu sniði og árið á undan. Almennt eru launagreiðendur samviskusamir að skila félagsgjöldum og mótframlögum á réttum tíma að undanskildum örfáum tilvikum þar sem ítreka þarf skil á iðgjöldum til félagsins.

Milljónir í sjúkrastyrki

Tjaldað í boði Þingiðnar

• Félagið niðurgreiddi leikhúsmiða til félagsmanna á leiksýningar á vegum Leikfélags Húsavíkur og Leikdeildar Eflingar. Leikritin voru til sýningar eftir áramótin 2019.

Alls fengu 16 félagsmenn endurgreiðslur vegna dvalar á tjaldsvæðum eða alls kr. 329.199,-.

10

Fré t t a bré f stét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýslu m

Félagsmenn Þingiðnar fengu tæpar 4 milljónir í styrki úr sjúkrasjóði félagsins á árinu 2018 eða samtals kr. 3.922.164. Á bak við þessa styrki eru 54 félagsmenn. Árið 2017 voru greiddar kr. 1.538.644 í styrki til félagsmanna. Um er að ræða verulega hækkun milli ára. Þingiðn hefur komið að mörgum málum frá ­síðasta aðalfundi. Ástæða er til að gera aðeins grein fyrir ­nokkrum þeirra: • Félagið kom að því að styðja aðeins við bakið á íþrótta­ starfi Völsungs með ýmsum hætti í gegnum styrki.

• Félagið hefur komið að kynningum á starfsemi stéttar­ félaga í grunnskólum á félagssvæðinu með Framsýn stéttar­félagi.


Framtíð STH til umræðu

Aðalfundur Starfsmannafélags Húsavíkur var haldinn í fundar­sal stéttarfélaganna mánudaginn 8. júlí 2019 ­kl: 20.00. Átta félagsmenn mættu á fundinn auk fundar­stjóra. Rekstur félagsins var í föstum skorðum á árinu 2018 og var aðhalds gætt í rekstri félagsins. Alls greiddu 128 félagsmenn til félagsins á árinu 2018. Rekstrar­afgangur varð samtals 4.403.561,- og fé félagsins nam í árslok 58.653.329,-. Greiddir voru styrkir úr sjóðum félagsins upp á kr. 2.174.643,- og þar af styrkir til samfélagsverkefna kr. 232.600,-. Framkvæmdir við orlofsíbúðina að Sólheimum í Reykjavík voru kláraðar á árinu og útleiga á íbúðinni gekk mjög vel. Jóhanna Björnsdóttir gaf ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn en Berglind Erlingsdóttir gaf kost á sér áfram sem og Helga Þuríður Árnadóttir formaður til eins árs. Bergljót Friðbjarnardóttir var auk þeirra kjörin í stjórn. Auk þess sitja Helga Eyrún Sveinsdóttir og Guðrún Brynjarsdóttir í stjórninni. Orlofsnefnd var kjörin á fundinum til eins árs, Karl Halldórs­ son, Sveinn Hreinsson og Arna Þórarinsdóttir. Ferðanefnd var kjörin til eins árs, Fanney Hreinsdóttir, Arna Þórarinsdóttir og Hilda Rós Pálsdóttir. Í stjórn starfsmenntunarsjóðs er Helga Árnadóttir formaður, Guðrún Brynjarsdóttir meðstjórnandi ásamt fulltrúa frá Norðurþingi. Nokkur umræða var um framtíð STH og hvort eigi að sameinast öðrum félögum innan BSRB og hvert þá helst. Einhverjar sameiningar hafa orðið á síðustu árum og ­misserum innan félaga BSRB og er spurning hvort STH eigi að fara þá leið þar sem sífellt erfiðara er að fá félagsmann til að leiða félagið. Formaður bað fundarmenn um að velta fyrir sér mögulegri sameiningu, framtíð STH og ræða við aðra félagsmenn. Í lok fundar söng Stúlknakór Húsavíkur fyrir fundarmenn og í ár veitti Starfsmannafélag Húsavíkur kórnum 100 þúsund króna styrk til starfseminnar, sem hefur komið að góðum notum fyrir kórinn.

Framsýn festir kaup á íbúð á Akureyri Samkvæmt ákvörðun síðasta aðalfundar Framsýnar h ­ efur félagið fest kaup á íbúð á Akureyri fyrir félagsmenn sem þurfa á henni að halda vegna læknisferða, einka­erinda eða orlofs. Raðhúsið er byggt árið 1973 og verður afhent Framsýn 15. september n.k. Um er að ræða 106m2 fjögra herbergja íbúð í raðhúsi að Furulundi 11E. Íbúðin er ­glæsileg í alla staði og hefur verið vel við haldið í gegnum ­tíðina. Íbúðinni fylgir garðhús. Reiknað er með að útleiga til félagsmanna hefjist 1. nóvember en það verður auglýst síðar.

Félagsmenn Framsýnar fá aðgengi að íbúð á Akureyri í haust þurfi þeir að skreppa til Akureyrar vegna einkaerinda, orlofs eða læknis­ ferða.

Samkomulag vegna hvalaskoðunar Fulltrúar Framsýnar og Samtaka atvinnulífsins hafa orðið sammála um að taka samkomulag aðila vegna hvala­ skoðunar fyrirtækja á Húsavík upp til umræðu í haust en samkomulagið var laust um síðustu áramót. Þar sem ekki náðist að klára endurskoðunina fyrir sumarfrí var ákveðið að fresta frekari viðræðum fram á haustið. Þrátt fyrir það, eiga allir starfsmenn sem falla undir samkomulagið, að hafa fengið kjarasamningsbundnar hækkanir sem samið var um milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreina­ sambands Íslands með gildistíma frá 1. apríl 2019.

Til stendur að endurskoða samkomulag Framsýnar við Samtök atvinnulífsins í haust vegna kjara starfsfólks við hvalaskoðun á Húsavík. Fré tta bré f s té tta r fé l a g a n n a í Þ i n g e yj a rsýslum

11


440 4000

Séreignarsparnaður Íslandsbanka

islandsbanki.is/sereignarsparnadur

islandsbanki.is

Séreignarsparnaður er ein hagkvæmasta sparnaðarleiðin sem er í boði í dag. Þú getur skráð þig í séreignarsparnað á vefnum á aðeins örfáum mínútum.

@islandsbanki

Viltu safna fyrir íbúð?


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.