Page 1

Fréttabréf stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum

3. tbl. 27. árgangur • Júlí 2016


FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

Forsíðumynd

Þessi ungi myndarlegi drengur, Magnús Hlíðar Kristjánsson, tók þátt í hátíðarhöldum stéttarfélaganna á Húsavík 1. maí. Hann var með baráttumálin á hreinu, JÖFNUM BYRÐARNAR.

Vinnustaðaeftirlit í fullum gangi

Stéttarfélögun í Þingeyjarsýslum, ásamt stéttarfélögunum á landsvísu, stunda vinnustaðaeftirlit á ársvísu. Markmið þess er að ganga úr skugga um að starfsmenn og atvinnurekendur fari að þeim lögum, kjarasamningum og reglugerðum sem í gildi eru hverju sinni. ASÍ ásamt Samtökum atvinnulífsins hefur gefið eftirlitsfulltrúum á þeirra vegum heimild til að framkvæma eftirlitið. Eftirlitsfulltrúarnir hafa rétt á aðgangi að vinnustöðum samkvæmt lögum og til þess að óska eftir að fá að sjá vinnustaðaskírteini hjá starfsfólki og yfirmönnum. Upplýsingar sem koma fram á vinnustaðaskírteinum skrá eftirlitsmenn niður og senda til opinberra aðila. Lagastoð fyrir vinnustaðaskírteinum og vinnustaðaeftirliti má finna í lögum númer 42/2010.

Aðalsteinn J. Halldórsson er skipaður eftirlitsfulltrúi stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Hann verður á ferðinni í sumar ásamt öðrum eftirlitsmönnum frá opinberrum eftirlitsaðilum. Almennt hafa forsvarsmenn fyrirtækja tekið eftirlitinu vel með einni undantekningu enda á það að vera sameiginlegt markmið allra aðila að hafa hlutina í lagi.

Færðu verkamönnum tertur

Fulltrúar stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum heimsóttu vinnubúðir starfsmanna á Þeistareykjum, Bakka og Höfða á Húsavík auk Vaðla­ heiðargangna í tilefni af hátíðarhöldunum 1. maí. Alls voru um 300 starfsmenn heimsóttir og boðið upp á tertu frá Heimabakaríi. Þrátt fyrir leiðindaveður og ófærð á Reykjaheiði komust allar terturnar til skila. Starfsmennirnir sem voru á vakt 1. maí voru ánægðir með framtak stéttarfélaganna. Sjá myndir:

Bæklingar á ensku og pólsku

Búið er að prenta bæklinga með gagnlegum upplýsingum fyrir félagsmenn Framsýnar og Þingiðnar á ensku, pólsku og íslensku. Hægt er að nálgast bæklingana á Skrifstofu stéttarfélaganna og á heimasíðu stéttarfélaganna www.framsyn.is.

Booklets in English and Polish Booklets with useful information for Framsýn and Þingiðn members have been made. They are available in English, Polish and Icelandic. The booklets are available in Framsýn office in Húsavík and online on www. framsyn.is.

Lausar vikur í orlofshúsum Þegar þetta er skrifað eru nokkrar vikur lausar í orlofshúsum í sumar. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna.

Hefur þú gengið frá inngöngubeiðni í Framsýn?

Á árinu 2015 greiddu til Framsýnar- stéttarfélags 2455 launamenn iðgjöld skv. ákvæðum kjarasamninga. Félagið gætir hagsmuna þeirra allra gagnvart atvinnurekendum í héraði og fer með umboð þeirra í samstarfi verkalýðshreyfingarinnar á landsvísu. Allir sem greitt er af til félagsins afla sér réttinda í sjóðum þess og njóta verndar þeirra kjarasamninga sem félagið gerir og allir sem greitt er af eru færðir á félagaskrá sem fullgildir félagsmenn nema þeir óski eftir því að vera ekki á henni. Athugið að einungis fullgildir félagsmenn njóta kosningaréttar og kjörgengis í félaginu. Hér með er þeim tilmælum beint til þeirra launþega sem greiddu iðgjöld til félagsins á árinu 2016 en vilja ekki vera á félagsskrá sem fullgildir félagsmenn að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík sem allra fyrst. Stjórn Framsýnar- stéttarfélags

Vinna barna, unglinga og ungmenna

Á Skrifstofu stéttarfélaganna hefur borist talsverður fjöldi fyrirspurna að undanförnu um hvaða reglur gilda um vinnu ungs fólks undir 18 ára aldri. Í stuttu máli eru takmarkanir á vinnu ungs fólks þessar: Börn 12 ára og yngri er bannað að vinna. Undanþágur eru menningar-, lista-, íþrótta- eða auglýsingastarfsemi en þá einungis að gefnu leyfi frá Vinnueftirlitinu. 13-14 ára börn mega vinna störf af léttara tagi. Dæmi um slík störf eru létt fóðrun og hirðing dýra, hreinsun illgresis, gróðursetning, sópa og tína rusl og létt fiskvinnslustörf. Þetta er ekki tæmandi listi. Vinnutími þessara barna má vera tveir klukkustundir á skóladegi og 12 klukkustundir á viku þegar um er að ræða vinnu sem fram á starfstíma skóla en utan skipulegs skólatíma. Þegar skólinn starfar ekki mega þessi börn vinna 7 klukkustundir á dag og 35 klukkustundir á viku. Unglingar, á aldrinum 15-17 ára og er ekki lengur í skyldunámi, mega vinna 8 tíma á dag og 40 tíma í viku. Unglingar mega aðeins vinna lengur gegn undanþágum ef brýn nauðsyn er fyrir hendi, til dæmis ef bjarga þarf verðmætum í landbúnaði eða fiskvinnslu. Engu að síður er nauðsynlegt að ákvæði um hvíldartíma séu uppfyllt. Nánar má fræðast um reglur um vinnu barna, unglinga og ungmenna inn á vef Alþings undir lögum nr. 426/1999 um vinnu barna og unglinga. Þar má til dæmis lesa um hvaða reglur gilda um yfirvinnu þessa aldurshóps, hvíldartíma og skyldur atvinnurekanda gagnvart þeim. ÚTGEFENDUR: Þingiðn, félag iðnaðarmanna, Starfsmannafélag Húsavíkur, Framsýn- stéttarfélag, Verkalýðsfélag Þórshafnar. Garðarsbraut 26 • 640 Húsavík • Sími 464 6600 • Fax 464 6601 • e-mail: kuti@framsyn.is • Heimasíða: www.framsyn.is • ÁBYRGÐARMAÐUR: Aðalsteinn Á Baldursson Fréttabréfið er skrifað 10. júlí 2016 og gefð út í 2000 eintökum. HÖNNUN/UMBROT og PRENTUN: Ásprent, Akureyri.


FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

Framlög hækka í lífeyrissjóði

Aðalfundur STH

Aðalfundur Starfsmannafélags Húsavíkur var haldinn 1. júní s.l. í fundarsal félagsins að Garðarsbraut 26 á Húsavík. Helstu verkefni fundarins voru að Mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði starfsmanna hækkar um gera grein fyrir starfi félagsins s.l. ár, kynna og afgreiða ársreikning 2015, 3,5% í þremur áföngum til 2018, það er þeirra starfsmanna sem starfa eftir málefni orlofsíbúðar í Reykjavík og önnur hefðbundin aðalfundarstörf. Nýja stjórn skipa Helga Þ. Árnadóttir formaður, Jóhanna Björnsdóttir kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og aðildarfélaga Alþýðusambands ritari og Helga Eyrún Sveinsdóttir gjaldkeri. Varastjórn skipa Guðrún Íslands: Brynjarsdóttir og Berglind Erlingsdóttir. • 1. júlí 2016 hækkar mótframlag atvinnurekenda um 0,5% stig Skoðunarmenn reikninga eru Tryggvi Jóhannsson, Guðmundur • 1. júlí 2017 hækkar mótframlag atvinnurekenda um 1,5% stig Guðjónsson og Anna Ragnars til vara. • 1. júlí 2018 hækkar mótframlag atvinnurekenda um 1,5% stig Orlofsnefnd félagsins skipa Karl Halldórsson, Sveinn Hreinsson og Anna • Hækkun um 0,5% þann 1. júlí nk. mun renna í samtryggingu sjóðsfélaga María Þórðardóttir. Ferðanefnd skipa Guðrún Kr. Jóhannsdóttir, Fanney • Frá 1. júlí 2017 getur fólk ráðstafað allt að 2% stigum Hreinsdóttir og Díana Jónsdóttir. í bundinn séreignarsparnað Fulltrúar félagsins í Stafsmenntunarsjóði eru Helga Þuríður Árnadóttir og • Frá 1. júlí 2018 getur fólk ráðstafað allt að 3,5% stigum Guðrún Guðbjartsdóttir. í bundinn séreignarsparnað Á fundinum var ákveðið að hafa þjónustustig í orlofsíbúð félagsins í Sólheimum í Reykjavík óbreytt. Ákveðið var að breyta framkvæmd útleigu á íbúðinni þannig að Skrifstofa stéttarfélaganna taki við henni. Ásu Gísladóttur, Guðfinnu Baldvinsdóttur og samstarfsfólki á skrifstofu Norðurþings voru þökkuð góð störf við útleigu og umsjón íbúðarinnar í gegnum tíðina.

-1. júlí 2016 -

Starfsmenn fengu fræðslu

Starfsmenn Framsýnar áttu ánægjulegan vinnustaðafund með starfsfólki Garðvíkur á dögunum. Eigandi Garðvíkur, Guðmundur Vilhjálmsson, óskaði eftir fundi með fulltrúum Framsýnar til þess að kynna starfsmönnum fyrirtækisins þau réttindi og skyldur sem þau hafa. Þetta er gott framtak og Samkvæmt kjarasamningi aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands þökkum við fyrir okkur. Við bendum eigendum fyrirtækja á starfssvæði og Samtaka atvinnulífsins sem undirritaður var 21. janúar 2016 Framsýnar að hægt er að bóka fundi sem þennan með því að hafa samband hækkar mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð um samtals 3,5% á Skrifstofu stéttarfélaganna. stig á samningstímanum. Hækkunin kemur til framkvæmda í þremur áföngum, 0,5% stig þann 1. júlí 2016, 1,5% stig þann 1. júlí 2017 og um 1,5% stig þann 1. júlí 2018 og nær til þeirra lífeyrissjóða sem starfa á grundvelli kjarasamnings þessara aðila um lífeyrismál frá árinu 1969 og 1995. Skylduiðgjald til lífeyrissjóðs samkvæmt samningi þessum verður þá samtals 15,5% frá 1. júlí 2018, sem skiptist í 4% iðgjald launamanns og 11,5% mótframlag atvinnurekanda. Samkvæmt samningi aðila frá 21. janúar 2016 verður einstaklingum heimilt að ráðstafa, að hluta eða fullu, auknu framlagi launagreiðanda í bundinn séreignasparnað í stað samtryggingar til að auðvelda launafólki starfslok og auka sveigjanleika. Atvinnurekendum verður áfram skylt að skila öllu skyldutryggingariðgjaldinu til lífeyrissjóðs viðkomandi launamanns. Sjóðfélagar munu því snúa sér beint til viðkomandi lífeyrissjóðs ef þeir óska eftir því að nýta sér þennan rétt, en lífeyrissjóðir Það er til mikillar fyrirmyndar þegar forsvarsmenn fyrirtækja standa fyrir sem starfa á grundvelli kjarasamninga ASÍ og SA munu setja upp sérstakar fræðslu meðal starfsmanna um réttindi þeirra á vinnumarkaði. deildir um þessa bundnu séreign. Ljóst er að núverandi löggjöf um starfsemi lífeyrissjóða hefur ekki að geyma ákvæði sem heimilar sjóðsfélögum eða lífeyrissjóðum að ráðstafa hluta af skylduiðgjaldi í bundna séreign. Einnig er ljóst að tíminn fram til 1. júlí 2016 er ekki nægur til að lífeyrissjóðirnir geti sett upp gagnsætt og skilvirkt kerfi svo sjóðsfélagar geti tekið upplýsta ákvörðun um að ráðstafa hluta skyldutryggingariðgjalds í bundna séreign og Ákveðið hefur verið að hækka endurgreiðslur til félagsmanna Framsýnar áhrif þeirrar ákvörðunar á samsetningu réttinda sinna. Því er óhjákvæmilegt og Verkalýðsfélags Þórshafnar úr Fræðslusjóðnum Landsmennt frá 1. júlí annað en að fresta gildistöku heimildar til ráðstöfunar í bundna séreign til 2016. Hámark endurgreiðslna til félagsmanna á ári hækkar úr kr. 70.000,- í 1. júlí 2017 en þá verði launamanni heimilt að ráðstafa allt að 2% stigum í kr. 75.000.-. Þeir félagsmenn sem nýtta sér ekki réttinn í þrjú ár eiga rétt á bundna séreign. Frá og með 1. júlí 2018 verði launamanni heimilt að ráðstafa þreföldum styrk sem nemur allt að kr. 225.000.-. Breytingin gildir gagnvart til viðbótar allt að 1,5% stigum til bundinnar séreignar eða samtals allt að 3,5% námi/námskeiði sem hefst eftir 1.júlí 2016. Með þessari breytingu verður stigum. Hækkun framlags atvinnurekenda til lífeyrissjóðs um 0,5% frá og hámark einstaklingsstyrkja Landsmenntar eins og hjá Sveitamennt, með 1. júlí 2016 verður fyrst um sinn ráðstafað í samtryggingu viðkomandi Ríkismennt og Sjómennt sem Framsýn og Verkalýðsfélag Þórshafnar eiga lífeyrissjóðs þar til valrétturinn tekur gildi frá og með 1. júlí 2017. aðild að fyrir sína félagsmenn í gegnum kjarasamninga SA og SGS.

Starfsmenntastyrkir hækka til félagsmanna

Afmæli fagnað

Verkalýðsfélag Þórshafnar hélt upp á 90 ára afmæli sitt þann 1. maí síðastliðinn. Karlakór Akureyrar kom fram við þetta tækifæri og var vel tekið. Eftir þeirra innlegg var boðið upp á kaffiveitingar í Þórsveri í boði Kvenfélagsins Hvatar. Hundur í óskilum sló loks botninn í dagskrána með uppistandi. Nánar má lesa um hátíðarhöldin á heimasíðu Langanesbyggðar, langanesbyggd.is. Júlí 2016 3


FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

Jónas og Hermann heiðraðir á Sjómannadaginn

Sjómannadeild Framsýnar heiðraði tvo heiðursmenn á Sjómannadaginn. Heiðrunin fór fram í Húsavíkurkirkju. Við það tækifæri flutti formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson ávarp, þar sem hann rakti feril þeirra félaga til sjós. Ágætu tilheyrendur! Ég vil í upphafi óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra um land allt til hamingju með daginn. Reyndar okkur öllum enda hefur sjávarútvegur í gegnum tíðina verið einn okkar mikilvægasti atvinnuvegur og fært okkur gjaldeyri og tekjur til að byggja upp grunnstoðir þjóðfélagsins eins og mennta- og heilbrigðiskerfið. Þrátt fyrir að útgerð á svæðinu hafi dregist töluvert saman á undanförum áratugum skipar dagurinn sem áður ákveðinn sess í lífi okkar Þingeyinga enda tengjumst við sjómennskunni á einn eða annan hátt. Sjórinn gefur en hann hefur líka tekið sinn toll, því miður. Þeirri merkilegu hefð er viðhaldið víða um land að heiðra sjómenn á Sjómannadaginn, sjómenn sem þótt hafa skarað fram úr og skilað góðu og fengsælu starfi, fjölskyldum þeirra og þjóðinni allri til heilla. Fyrir nokkrum árum var leitað til Sjómannadeildar Framsýnar um að taka að Hermann Ragnarsson og Jónas Jónsson voru heiðraðir á Sjómannadaginn á sér heiðrunina á Sjómannadaginn og þótti sjálfsagt að verða við því. Í dag ætlum við að heiðra tvo sjómenn sem báðir eru miklir heiðursmenn Húsavík. og þóttu góðir samherjar til sjós svo vitnað sé í ummæli sjómanna sem voru með þeim um borð í fiskiskipum á sínum tíma. Þetta eru þeir Hermann Ragnarsson frá Húsavík og Jónas Jónsson úr Aðaldal.

Jónas Jónsson Jónas Jónsson er fæddur á Knútsstöðum 29. desember 1944. Hann er sonur Jóns Einarssonar og Guðfinnu Karlsdóttur. Jónas ólst upp á Knútsstöðum með móðir sinni, afa og ömmu þar sem stundaður var hefðbundinn búskapur. Jónas er því ekki kominn úr hefðbundinni sjómannafjölskyldu við Skjálfanda heldur er hann komin af bændum úr Aðaldal. Jónas var giftur Guðnýju Káradóttur og eignuðust þau þrjú börn, fyrir átti Guðný tvö börn en hún lést árið 2014, blessuð sé minning hennar. Þrátt fyrir að alast upp á bökkum einnar fegurstu laxveiðiár landsins, Laxár í Aðaldal, leitaði hugur Jónasar frekar út á sjó með troll en að bökkum Laxár með veiðistöng. Enda fór það svo að hann réð sig sem háseta á bát frá Grindavík árið 1963, þá 19 ára gamall. Báturinn bar nafnið Gullfari GK sem var um 30 tonna eikarbátur. Jónas fylgdi straumnum, ungir menn úr Þingeyjarsýslum leituðu suður á vertíð á þessum tíma. Jónas stóð ekki hjá, heldur reimaði á sig skóna, pakkaði niður og hélt suður með sjó á vit nýrra ævintýra. Eftir vertíðina skilaði Jónas sér aftur heim í Knútsstaði, enda stóð hann fyrir búskap á bænum með sínu fólki. Nokkrum árum síðar, það er árið 1974, ákveða Jónas og Guðný að bregða búi. Í kjölfarið ræður hann sig á Hörpu GK sem gerð var út á net og loðnutroll auk þess að starfa við það sem féll til í landi hér norðan heiða. Á þessum árum kynntist hann einnig handfæra- og grásleppuveiðum á smábátum frá Húsavík. Árið 1978 ákvæður Jónas að gera sjómennskuna að aðalstarfi og ræður sig á togarann Júlíus Havsteen ÞH frá Húsavík. Eftir góð ár á Júlíusi fór Jónas yfir á togarann Kolbeinsey ÞH þar sem hann var í nokkur ár til viðbótar hjá útgerðinni Höfða hf. Frá þeim tíma hefur Jónas komið víða við sem háseti, kokkur, vélavörður, netamaður og bátsmaður. Hann var á bátum og togurum sem gerðir voru út frá Húsavík eins og Aroni ÞH, Geira Péturs ÞH og Þórunni Havsteen ÞH. Líkt og er með góða og eftirsótta sjómenn eins og Jónas átti hann auðvelt með að fá góð pláss á bátum og togurum frá helstu verstöðum landsins. Hann var á Helgu RE, Hafnarröstinni ÁR, Gnúp GK, Heiðrúnu GK, Eyborginni EA og Mánatind GK. Á þessum skipum kynntist Jónas flestum veiðum og veiðafærum. Jónas var með góðum skipstjórum í gegnum sinn farsæla sjómannsferil eins og hann segir sjálfur. Hann nefnir sérstaklega Benóný Antonsson, Jóhann Gunnarsson, Hermann Ragnarsson, Bjarni Eyjólfsson, Hinrik Þórarinsson, Jónas Sigmarsson og Eirík Sigurðsson. Jónas hætti til sjós árið 2004 og hefur síðan starfað í landi við ýmislegt s.s. vélavinnu, vörubíla- og rútubílaakstur. Þegar stjórn Sjómannadeildar Framsýnar fundaði á dögunum til að velja tvo sjómenn sem skyldu heiðraðir á sjómannadaginn, kom nafn Jónasar strax upp. Þá varð einum stjórnarmanni að orði sem starfaði lengi með Jónasi til sjós; „Hann hefur alltaf verið mikill snillingur Knútsstaðabóndinn, hann er vel að því kominn að vera heiðraður fyrir sín störf“. Já svona lýsa samherjar Jónasi fyrir hans störf og samveru um borð í fiskiskipum þar sem miklu máli skiptir að góður andi ríki enda starfa menn oft við krefjandi og erfiðar aðstæður sem kallar á samheldni áhafnarinnar. Jónas Jónsson hafðu kærar þakkir fyrir framlag þitt til samfélagsins í gegnum tíðina.

Hermann Ragnarsson Hermann Ragnarsson er fæddur á Húsavík 6. september 1940. Hann er sonur Ragnars Jakobssonar og Jónínu Hermannsdóttur. Hermann var giftur Svanlaugu Björnsdóttur. Þau eignuðust þrjú börn. Svanlaug lést árið 1996, blessuð sé minning hennar. Þegar saga sjómennsku á Húsavík er skoðuð er aðdragandinn oftast sá sami. Fjaran togar unga drengi niður að sjávarsíðunni, þar var allt að gerast, þar var lífæð þorpsins. Samfélagið við Skjálfanda stóð og féll með því sem sjórinn gaf. Hermann var ekki gamall eða hár í loftinu þegar hann fór að þvælast með félögum sínum niður í fjöru, það er niður fyrir bakkann á Húsavík. Þar fylgdust þeir með sér eldri mönnum að störfum, við beitningu og uppstokkun á línu og fylgdust með bátunum koma fulllestaða að landi eftir fengsælar veiðiferðir. Þetta heillaði unga drengi sem þá gerðu sér ekki grein fyrir því að sjómennskan ætti eftir að verða þeirra ævistarf. Einn af þeim sem stóð í sjósókn á þessum tíma var Ásgeir Kristjánsson, eða Blöndi, eins og hann var kallaður. Hann tók að kenna Hermanni að beita þegar hann var innan við fermingaraldur. Það hjálpaði honum síðar til að fá vinnu við beitningu hjá Jóhanni frænda sínum Hermannssyni sem gerði út trilluna Brand ÞH. Hermann beitti hjá frænda sínum í tvö sumur með skóla, þá 13 til 14 ára gamall. Við 18 ára aldur útvegaði Kristján Ásgeirsson á Húsavík Hermanni plássi á Stefáni Árnasyni SU sem var 60 tonna eikarbátur frá Fáskrúðsfirði. Báturinn var gerður út frá Keflavík, þar var Hermann um veturinn og beitti í landi. Hugurinn leitaði heim og réð Hermann sig á Smára ÞH á síldarnót sumarið 1958 en Smári var 65 tonna eikarbátur. Þegar síldarvertíðinni lauk um haustið beitti Hermann fyrir útgerð Smárans um veturinn, bæði á Húsavík og í Sandgerði, en algengt var á þessum tíma að bátar frá Húsavík færu suður og gerðu út frá Suðurnesjunum yfir vetrarvertíðina enda mikil fiskigengd á miðum við Suðurlandið og því von um góða afkomu. Eftir veruna á Smára ÞH réð Hermann sig á Helgu ÞH sem var um 50 tonna eikarbátur. Líkt og var með Smára ÞH var Helga ÞH gerð út frá Húsavík hluta úr ári og svo hluta úr ári frá Sandgerði á vetrarvertíð. Árið 1961 ræður Hermann sig á Héðinn ÞH sem var 150 tonna stálbátur og gerður var út á neta og línuveiðar. Héðinn ÞH þótti mikið aflaskip enda fór það svo að skipið var aflahæst það árið yfir landið á vetrarvertíðinni. 4 Júlí 2016


FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA Hermann átti eftir að vera á fleiri bátum eins og Dagfara ÞH og Andvara ÞH áður en hann kaupir hlut í útgerð á Húsavík. Hermann réði sig á Glað ÞH um áramótin 1969 sem var 36 tonna eikarbátur, ári síðar kaupir hann sig inn í útgerðina ásamt Jóhanni Kr. Jónssyni og verður skipstjóri um tíma. Á þessum tíma hafði Hermann orðið sér út um svokallað „pungapróf“ sem veitti honum leyfi til að stjórna bátum upp að ákveðinni stærð. Ákvörðun var tekin um að selja Glað ÞH til Þórshafnar 1973 og kaupa þess í stað öflugri bát sem fékk nafnið Jón Sör ÞH en það var um 60 tonna eikarbátur. Báturinn kom til heimahafnar um áramótin 1973-74. Að útgerðinni stóðu auk Hermanns, Pétur Olgeirsson og Jóhann Kr. Jónsson. Nokkrum árum síðar, það er árið 1977, skiptir útgerðin Jóni Sör ÞH út og kaupir þess í stað Arneyju KE öflugan trébát af Óskari Karlssyni útgerðamanni ættuðum frá Húsavík. Um ári síðar var ákveðið að hætta útgerðinni og var Arney KE seld árið 1978. Við söluna á skipinu urðu tímamót í lífi Hermanns sem þá var fertugur að aldri en þá settist hann á skólabekk. Það er í Iðnskólann á Húsavík. Þaðan útskrifaðist hann sem vélvirki. Í kjölfarið hóf hann störf á Vélaverkstæðinu Foss síðar Vélaverkstæðinu Grím áður en hann settist í svokallaðan helgan stein árið 2008. Þær eru ófáar ferðirnar sem Hermann hefur farið niður í vélarúm báta og skipa þau ár sem hann starfaði sem vélvirki á vélaverkstæðum á Húsavík, enda var Hermann á heimavelli þegar kom að því að gera við vélbúnað um borð og þótti auk þess afar vandvirkur. Ég leyfi mér hér að vitna í Pétur Olgeirsson skipstjóra en hann sagði um Hermann að hann hafi ætið haldið vélarrúminu gangandi af mikilli fagmennsku. Þegar saga Hermanns er skoðuð kemur í ljós að hann var mjög fjölhæfur, hann var háseti, kokkur, vélavörður, stýrimaður og skipstjóri á sínum gæfusama sjómannsferli. Hermann tók þátt í miklu björgunarafreki við Flatey á Skjálfanda þegar flutningaskipið Hvassafellið strandaði við eyjuna þann 7. mars árið 1975 í brjáluðu veðri. Hermann var í áhöfn Jóns Sör ÞH sem lagði sig í töluverða lífshættu við björgunina. Fyrir það verður seint þakkað. Sjómannsferill Hermanns hefur alla tíð verið farsæll og honum hefur auðnast að vera með góðum skipstjórnum til sjós; Ég nefni Þórhall Karlsson, Sigurð Sigurðsson, Maríus Héðinsson, Björn Sörensson, Aðalstein Árna Baldursson, Birgi Erlendsson og Pétur Olgeirsson. Hermann Ragnarsson hafðu líkt og Jónas kærar þakkir fyrir framlag þitt til samfélagsins í gegnum tíðina.

Tekið til í Dranghólaskógi Stuð og gleði á Raufarhöfn

Stjórnarmennirnir, Jóna Mattíasdóttir og Ósk Helgadóttir gerðu sér ferð austur í Öxarfjörð og löguðu til í garðinum við orlofshús Framsýnar í Dranghólaskógi sem verður í útleigu á vegum stéttarfélagsins Eflingar í sumar. Á móti fá félagsmenn Framsýnar aðgengi að orlofshúsi Eflingar í Ölfusborgum.

Framsýn stóð fyrir árlegu kaffiboði á Raufarhöfn föstudaginn fyrir Sjómannadag. Um 130 manns komu og þáðu veitingar í frábæru veðri. Reyndar eru heimamenn farnir að tala um að Framsýn stjórni veðrinu enda alltaf gott veður þegar félagið heldur sitt árlega kaffiboð. Formaður og varaformaður Framsýnar voru á staðnum auk Svövu Árna og Jónu Matt sem báðar eru í stjórn félagsins. Þau ásamt góðu aðstoðarfólki á Raufarhöfn sáu til þess að allt færi vel fram. Sjá myndir sem teknar voru úr boðinu:

Atkvæðagreiðsla um kjara­ samning sjómanna hafin

Sjómannasamtökin hafa gengið frá nýjum kjarasamningi við Samstök fyrirtækja í sjávarútvegi með gildistíma til 31. desember 2018. Verði samningurinn samþykktur gildir hann frá 1. júní 2016. Sjómannadeild Framsýnar á aðild að samningnum. Sjómenn innan deildarinnar eiga að hafa fengið kjörgögn í hendur enda séu þeir á bátum sem samningurinn nær yfir. Samningurinn nær ekki til sjómanna á smábátum undir 15 brúttó tonnum. Félagsmenn Sjómannadeildar Framsýnar geta kosið á Skrifstofu stéttarfélaganna til kl. 16:00, mánudaginn 8. ágúst. Opið verður alla virka daga frá kl. 08:00 til 16:00. Rétt er að taka fram að atkvæði verða talin sameiginlega hjá öllum aðildarfélögum Sjómannasambands Íslands sem að samningnum standa. Félagsmenn Sjómannadeildar Framsýnar sem búa utan Húsavíkur geta fengið kjörgögn í pósti komist þeir ekki til Húsavíkur að kjósa. Í þeim tilfellum eru félagsmenn beðnir um að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna einnig ef spurningar vakna upp varðandi samninginn. Að lokum er skorað á félagsmenn að greiða atkvæði um kjarasamninginn. Júlí 2016 5


FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

Fréttir af aðalfundi Framsýnar, stéttarfélags

Starf Framsýnar til fyrirmyndar

Aðalfundur Framsýnar fór fram 8. júní. Fundurinn var fjölmennur og fór vel fram. Almenn ánægja var með starfsemi og afkomu félagsins. Hér má lesa um helstu málefni fundarins.

Þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins

Á aðalfundinum gengu fjórir félagar úr stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins. Það voru þau Olga Gísladóttir, Páll Helgason, Kristrún Sigtryggsdóttir og Einar Magnús Einarsson. Við það tækifæri var þeim færð blóm og kærar þakkir fyrir þeirra framlag til félagsins. Olga, Páll og Kristrún hafa um áratugaskeið starfað í þágu stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Olga og Páll tóku við blómunum en Kristrún og Einar Magnús vor forfölluð þar sem þau komust ekki á fundinn.

Góð rekstrarafkoma

Rekstrarafgangur var á öllum sjóðum félagsins. Félagsgjöld og iðgjöld hækkuðu um 8% milli rekstrarára. Rekstrarútgjöld félagsins hækkuðu einnig milli ára. Rekstrartekjur félagsins námu kr. 174.674.441,- sem er aukning um 11,5% milli ára. Rekstrargjöld námu 132.890.938,- sem er aukning um 7,1% milli ára. Þessi hækkun er ekki síst tilkomin vegna hækkunar bóta og styrkja svo og kostnaðar vegna samninga. Fjármagnstekjur námu kr. 49.202.806,. Félagsgjöld og iðgjöld námu kr. 144.730.043,- á móti kr. 124.077.077,- á árinu 2014. Í árslok 2015 var tekjuafgangur félagsins kr. 84.993.286,- en var kr. 65.635.375,- árið 2014. Heildareignir félagsins námu kr. 1.639.705.386,í árslok 2015 samanborið við kr. 1.545.510.950,- í árslok 2014. Rekstur Skrifstofu stéttarfélaganna gekk vel á síðasta ári. Þátttaka Framsýnar í rekstrarkostnaði nam kr. 41.996.843,-. Önnur aðildarfélög greiddu kr. 6.101.145,- til rekstrarins. Innheimta félagsgjalda var með svipuðu sniði og árið á undan. Almennt eru launagreiðendur samviskusamir að skila félagsgjöldum og mótframlögum á réttum tíma.

Ungliðar áberandi á aðalfundinum

Fulltrúar ungliða innan Framsýnar kynntu fund ungs fólks sem haldinn var á vegum Starfsgreinasambandsins í tengslum við útvíkkaðan formannafund SGS í Grindavík 1.-2. júní 2016. Aðildarfélög SGS voru hvött til þess að senda tvo ungliða af sitt hvoru kyni til setu á fundinum en fulltrúar Framsýnar voru Aðalbjörn Jóhannsson og Sigurbjörg Arna Stefánsdóttir. Tilgangur fundarins var annarsvegar að uppfræða og þjálfa ungliða en hinsvegar að útbúa vettvang ungs fólks innan SGS til þess að ræða hlutverk og stöðu sína innan verkalýðshreyfingarinnar. Á fundinum fengu ungliðar þjálfun í samningatækni og menningarvitund, fjölmiðlafærni og almannatengslum, fundarsköpum og fundasiðferði. Á fundinum var slæm staða ungs fólks innan verkalýðshreyfingarinnar rædd og hvernig mætti bæta þar úr. Mikilvægi var lagt á nýjar leiðir til þess að ná til ungs fólks og þá sérstaklega í ljósi þess að aldursbundinn launamismunur er að aukast. Formenn aðildarfélaga voru minntir á að ungt fólk hefði ekki gleymt því hvernig gengið var á þeirra rétt og virðingu við gerð síðustu kjarasamninga og bentu á að ekkert samráð hefði verið haft við ungliða í þeirri vinnu. Úr því þyrfti að bæta og forystu verkalýðshreyfingarinnar treyst til þess að setja málefni ungs fólks í forgang við gerð næstu samninga. Fulltrúar Framsýnar bentu á að Framsýn stæði framarlega meðal stéttarfélaga þegar aðgengi og félagsstolt ungs fólks væri rætt. Það væri þó alvarlegt misvægi á milli fjölda félagsmanna á aldrinum 16-30 ára annarsvegar og virkrar þátttöku þessa sama hóps í starfi félagsins hinsvegar. Það er mjög slæmt fyrir félagið enda má gera ráð fyrir að þessi aldur telji að minnsta kosti fjórðung félagsmanna. Það mátti ekki sjá á aðalfundi þar sem hlutfall ungs fólks var innan við 5%. Þessu vill félagið breyta og ræddu fulltrúar um nýja nálgun í tengslum við ungt fólk þar sem áhersla yrði lögð á jafningjavirkni í fræðslu og starfi, nútíma margmiðlun yrði beitt af auknum mæli, félagsstarf yrði aukið og ungliðastarf eflt. Ekki væri hægt að draga úr mikilvægi þess að ungt fólk upplifi kjarabaráttu sem persónulega enda yrði hún þá fyrst almenn meðal ungs fólk. Þá skipti einmitt máli að virkja ungt fólk á meðan það væri hluti af félaginu því þrátt fyrir að margt þeirra hverfi síðar meir í önnur félög þá væri ómetanlegur sá skilningur á kjarabaráttu launþega sem sæti eftir. Framsýn var einnig hvatt til þess að efla þátttöku sinna félagsmanna innan ASÍung. Að lokum hvöttu fulltrúar ungliða innan Framsýnar félagið áfram í sínu hlutverki sem stoltur málsvari ungs fólks á vinnumarkaði. Framsýn ætti að vera í fararbroddi þegar kemur að réttindum og þátttöku ungs fólks, frumkvöðull og leiðandi og tryggja þannig stöðu félagsins sem ein sterkasta hreyfing launþega á landinu næstu ár og áratugi.

Huld Aðalbjarnardóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri stéttarfélaganna gerði grein fyrir ársreikningum félagsins. Starfsemi félagsins var með miklum Aðalbjörn og Sigurbjörg fóru yfir sýn ungs fólks á verkalýðsbaráttu. ágætum á síðasta starfsári. 6 Júlí 2016


FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

Framsýn félagslega sterkt

Í skýrslu stjórnar kom fram að stéttarfélagið Framsýn stæði mjög sterkt um þessar mundir. Styrkur félagsins kæmi ekki síst fram í góðri þjónustu við félagsmenn, góðu aðgengi að sjóðum félagsins, öflugum starfsmenntastyrkjum, gangnamiðum og öðru því sem er í boði á vegum félagsins eins og orlofshúsum, orlofsíbúðum, hótelum og mjög ódýru flugi um Húsavíkurflugvöll. Aðkoma félagsmanna að þessari þjónustu og styrkjum færði félagsmönnum á hverju ári milljóna tugi. Það væri góð kjarabót að vera félagsmaður í stéttarfélagi eins og Framsýn. Í starfi stéttarfélaga væri mikilvægt að sinna góðu upplýsingastreymi til félagsmanna. Ekki væri hægt að saka Framsýn um að gera það ekki. Félagið héldi úti heimasíðu auk þess að gefa reglulega út Fréttabréf stéttarfélaganna sem ætlað væri að miðla upplýsingum til félagsmanna um réttindi þeirra og fréttir af starfseminni sem sjaldan eða aldrei hefði verið eins öflug og um þessar mundir. Hvernig byggja menn upp öflugt stéttarfélag til að ná fram þessum markmiðum spurði formaður félagsins? Það gera menn best með virkum félagsmönnum, hæfu starfsfólki og öflugri stjórn og trúnaðarmannaráði. Fólki sem væri tilbúið að takast á við krefjandi störf félagsins á hverjum tíma og gefa allt í starfið. Það er ekki dagvinna að reka stéttarfélag svo vel fari. Þess í stað verða menn að standa vaktina í 24 tíma á sólarhring. Þegar þessir þættir spila saman eins og góð hljómsveit verður til öflugt stéttarfélag félagsmönnum og samfélaginu til hagsbóta. Höfum í huga að það er ekki sjálfgefið að eiga aðild að öflugu stéttarfélagi, einu öflugasta stéttarfélagi innan Starfsgreinasambands Íslands svo vitnað sé í kannanir sem gerðar hafa verið um viðhorf fólks til stéttarfélaga. Til hamingju félagar, sagði formaður félagsins eftir að hafa fylgt skýrslu stjórnar úr hlaði.

GPG greiðir mest allra fyrirtækja

GPG-Seafood greiddi mest allra atvinnurekenda í iðgjöld til Framsýnar árið 2015 eða samtals kr. 11 milljónir. Innifalið í upphæðinni eru félagsgjöld starfsmanna og lögbundin iðgjöld atvinnurekenda í sjóði Framsýnar. Þessi fyrirtæki og stofnanir í röð greiddu mest til félagsins á árinu 2015. GPG. Seafood ehf. Sveitarfélagið Norðurþing Brim hf. Norðlenska matarborðið ehf. Ríkisjóður Íslands Þingeyjarsveit Hvammur, heimil aldraðra Norðursigling ehf. HB Grandi hf. Eimskip Íslands ehf.

Félagsmönnum fjölgar og fjölgar

Alls greiddu 2.455 félagsmenn til Framsýnar- stéttarfélags á árinu 2015 en greiðandi félagar voru 2.378 árið 2014. Greiðandi félagsmönnum fjölgaði milli ára. Af þeim sem greiddu til félagsins voru 1.237 karlar og 1.218 konur sem skiptast þannig, konur eru 49,6% og karlar 50,4%. Samkvæmt samþykkt stofnfundar félagsins frá 1. maí 2008 er ekki lengur miðað við sérstakt lágmarksgjald svo menn teljist fullgildir félagsmenn heldur teljast þeir félagsmenn sem greiða til félagsins á hverjum tíma og ganga formlega í félagið. Um síðustu áramót voru gjaldfrjálsir félagsmenn samtals 250, það eru aldraðir og öryrkjar sem ekki eru á vinnumarkaði. Þá má geta þess að 431 launagreiðendur greiddu til Framsýnar á síðasta ári og fjölgaði þeim um 30 á milli ára. Árið 2014 greiddu 401 launagreiðendur til félagsins. Félagsmenn þann 31. desember 2015 voru samtals 2.705.

Almenn ánægja er með starfsemi Framsýnar sem eflist og eflist milli ára.

Vegleg gjöf til Félags eldri borgara

Á aðalfundinum afhendi formaður félagsins Félagi eldri borgara á Húsavík og nágrenni kr. 1.000.000 að gjöf vegna kaupa félagsins á félagsaðstöðu að Garðarsbraut 44 á Húsavík, neðri hæð. Um leið og hann sagði Framsýn óska Félagi eldri borgara til hamingju með húsnæðið og frumkvæði félagsins að skapa eldri borgurum félagsaðstöðu í skapandi starfi til framtíðar sem margir hverjir væru félagsmenn í Framsýn. Hafliði Jósteinsson fulltrúi Félags eldri Samkvæmt gögnum sem borgara tók við gjöfinni og þakkaði vel fyrir sig og félagið. Hann sagði gjöfina koma að mjög góðum notum en unnið væri að því að skapa eldri borgurum voru lögð fram á aðalfundinum spöruðu félagsmenn sér um 36 á svæðinu viðunandi félagsaðstöðu á Húsavík. milljónir vegna aðgengi þeirra að sérkjörum sem gilda fyrir félagsmenn Framsýnar varðandi miða í Hvalfjarðargöngin, flugmiða hjá Flugfélaginu Erni og gistimiða á hótelum víða um land. Seldir flugmiðar 3.420, sparnaður fyrir félagsmenn kr. 33.858.000,Seldir miðar í göng 2.582, sparnaður fyrir félagsmenn kr. 903.700,Seldir gistimiðar 701, sparnaður fyrir félagsmenn kr. 1.542.200,Samtals sparnaður fyrir félagsmenn kr. 36.303.900,-

Félagsmenn spöruðu sér 36 milljónir

Júlí 2016 7


FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

Fengu greiddar 102 milljónir í atvinnuleysisbætur

Atvinnuástandið á félagssvæðinu hefur verið með miklum ágætum og því hefur lítið verið um atvinnuleysi. Við gerð þessar skýrslu var óskað eftir upplýsingum frá Vinnumálastofnun um fjölda þeirra félagsmanna sem fengu atvinnuleysisbætur á síðasta ári og upphæð atvinnuleysisbóta. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni fengu 157 félagsmenn Framsýnar greiddar atvinnuleysisbætur á árinu 2015 samtals kr. 102.582.480,-. Með mótframlagi kr. 8.206.598,- námu heildargreiðslur alls kr. 110.789.078,-. Það fer ekki framhjá neinum að miklar framkvæmdir eiga sér nú stað á „Stór Húsavíkursvæðinu“. Fjöldi innlendra og erlendra verktaka er á svæðinu auk fjölda verkamanna, iðnaðarmanna og sérfræðinga. Það er því óhætt að segja að það sé mikið líf og fjör á svæðinu og lítið sem ekkert atvinnuleysi.

Fengu greiddar 37 milljónir úr sjúkrasjóði

Styrkir til félagsmanna hækkaðir

Í ljósi góðrar stöðu Framsýnar samþykkti aðalfundurinn að hækka verulega bætur og styrki til félagsmanna úr sjúkrasjóði er tengist heilsurækt og veikindum starfsmanna. Þegar er búið að prenta bæklinga með breytingunum sem félagsmenn geta nálgast á Skrifstofu stéttarfélaganna og fljótlega á heimasíðu stéttarfélaganna framsyn.is.

12,8 milljónir í starfsmenntastyrki

Framsýn er mjög umhugað um starfsmenntun félagsmanna. Á árinu 2015 fengu 311 félagsmenn greiddar kr. 12.807.117,- í einstaklingsstyrki frá fræðslusjóðum í endurgreiðslur vegna náms eða námskeiða. Sambærileg tala Á árinu 2015 voru 1000 styrkir greiddir úr sjúkrasjóði félagsins. Samtals fyrir árið 2014 var kr. 12.439.189,-. námu greiðslur vegna sjúkradagpeninga, annarra bóta og styrkja kr. Námsstyrkir árið 2014 skiptast þannig milli sjóða: 37.246.877. Sama upphæð fyrir árið á undan var kr. 30.197.469,-. Samkvæmt 142 félagsmenn fengu greidda styrki úr Landsmennt kr. 5.951.280,-. þessari niðurstöðu er veruleg aukning milli ára á styrkjum úr sjúkrasjóði. 5 félagsmenn fengu greidda styrki úr Sjómennt kr. 277.737,-. 20 félagsmenn fengu greidda styrki úr Ríkismennt kr. 813.383,-. VÞ tekur völdin 54 félagsmenn fengu greidda styrki úr Fræðslusjóði verslunar og skrifstofufólks kr. 2.314.455,-. Félagsmenn VÞ leita á skrifstofu félagsins 51 félagsmenn fengu greidda styrki úr Sveitamennt kr. 2.208.594,-. Undanfarin ár hefur verið í gildi samstarfssamningur milli Að auki fengu 40 félagsmenn sérstaka styrki úr Fræðslusjóði Framsýnar Framsýnar og Verkalýðsfélags Þórshafnar um þjónustu við kr. 1.241.668,-. Getið er um þá í ársreikningum félagsins. Fræðslusjóðirnir félagsmenn verkalýðsfélagsins. Samningurinn rennur út um eru fjármagnaðir með framlögum frá fyrirtækjum, sveitarfélögum og næstu mánaðarmót, það er 31. júlí. Ákveðið hefur verið að ríkisstofnunum sbr. ákvæði kjarasamninga. Það á þó ekki við um Fræðslusjóð Framsýnar sem hefur ekki fastan tekjustofn. endurnýja ekki samninginn. Þess í stað þurfa

félagsmenn Verkalýðsfélags Þórshafnar að leita til skrifstofu félagsins á Þórshöfn sem aðstoðar félagsmenn og fyrirtæki eftir þörfum í málum sem heyra undir starfsemi verkalýðsfélaga. Verkalýðsfélag Þórshafnar

RSK á svæðinu – virkt eftirlit í gangi

Fyrir skemmstu fóru fulltrúar frá Ríkisskattstjóra, stéttarfélögunum í Þingeyjarsýslum, Alþýðusambandi Íslands, Vinnueftirlitinu og Vinnumálastofnun í eftirlitsferðir á vinnustaði í byggingariðnaði á félagssvæði Framsýnar og Þingiðnar. Tilgangur heimsóknanna var að kanna hvort fyrirtækin væru með sín mál í lagi gagnvart skattinum og réttindum starfsmanna. Aðilar munu halda þessum ferðum áfram og fara í reglulegar heimsóknir í fyrirtæki á svæðinu í allt sumar.

Sjómenn á Þórshöfn

Atkvæðagreiðsla er hafin um kjarasamning Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Kosning stendur yfir til 31. júlí 2016. Hægt er að kjósa á opnunartíma skrifstofunnar í Íþróttahúsinu, þriðjudaga til fimmtudaga á tímabilinu 09:00 til 12:00. Skorað er á sjómenn að kjósa sem fyrst. Utan opnunartíma er hægt að hafa samband í síma 894-7360. Verkalýðsfélag Þórshafnar

Óánægja með frestun Dettifossvegar

Myndin var tekin við það tækifæri. 8 Júlí 2016

Á nýlegum fundi stjórnar- og trúnaðarmannaráð Framsýnar var rædd óánægja með frestun Dettifossvegar. Eins og vitað er þá er vinna við veginn komin vel á veg og til stóð að klára veginn á allra næstu misserum. Nú hafa stjórnvöld hinsvegar ákveðið að fresta frekari framkvæmdum við Dettifossveg og ekkert er vitað hvenær til stendur að klára framkvæmdina en þó er ljóst að þessi frestun þýðir einhverra ára bið í viðbót. Þetta er áfall fyrir íbúa og atvinnulífið á svæðinu og stendur jafnframt í vegi fyrir frekari þróun hennar. Framsýn skorar á stjórnvöld að endurskoða þessa ákvörðun sína enda um mikið atvinnu- og byggðamál að ræða.


FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

Sumarferð stéttarfélaganna

Gönguferð um Laxárdal

Að þessu sinni verður sumarferð stéttarfélaganna farin laugardaginn 20. ágúst. Í ár bjóðum við upp á gönguferð um Laxárdal, sem er rómaður fyrir friðsæld og náttúrufegurð, auk þess sem dalurinn geymir mikla og merkilega sögu. Laxárdalur liggur austan Reykjadals og nær frá Brúum að Helluvaði, en við munum aðeins ganga hluta þeirra leiðar, eða um 12 km. Rútuferð verður frá Húsavík upp á Mývatnsheiði. Á Nónskarðsási við gatnamótin upp í Stöng reimum við á okkur gönguskóna, höldum sem leið liggur niður dalinn og fylgjum vegarslóða að Brettingsstöðum. Við tökum okkur góðan tíma í gönguna, njótum leiðsagnar staðkunnugra og fáum söguna beint í æð. Frá Brettingsstöðum liggur leiðin gegnum fallegan birkiskóg, Varastaðaskóg, að Ljótsstöðum sem er næsta jörð fyrir neðan. Við Ljótsstaði bíður rútan og fer með okkur að Þverá, þar skoðum við gamla bæinn og kirkjuna, sem er nýlega uppgerð. Áður en við kveðjum dalinn lítum við á Halldórsstöðum. Þar verður kveikt upp í grillinu, við snæðum saman og eigum þar góða stund áður en við höldum heimleiðis. Ferðatilhögun: Rútan leggur af stað frá Húsavík kl. 09.00. og áætlað er að við skilum okkur aftur heim um kl. 18.00. Þátttökugjald er 3.000,-. Félagsmenn mega taka með sér gesti og greiða þeir sama verð fyrir ferðina. Reiknað er með að menn nesti sig til dagsins, en grillið er í boði Stéttarfélaganna. Skráning í ferðina er á Skrifstofu stéttarfélaganna í síma 4646600 eða kuti@ framsyn.is til 30. júlí n.k. og þar er einnig hægt að fá nánari upplýsingar um ferðina. A.T.H. Góðir skór, flugnanet, fatnaður við hæfi, nesti og góða skapið er nauðsynlegur búnaður í þessa ferð.

Stéttarfélög hafa farið í margar sumarferðir. Nú verður haldið í Laxárdalinn.

VÞ með námskeið fyrir félagsmenn

Verkalýðsfélag Þórshafnar heldur uppi öflugu starfi. Í byrjun júní það er 1-2.júní sl. stóð félagið fyrir trúnaðarmannanámskeiði og starfslokanámskeiði sem tókust í alla staði mjög vel. Leiðbeinandi var Guðmundur Hilmarsson.

Gauti matreiðslumaður og hans frábæra starfsfólk í mötuneyti LNS Saga á Þeistareykjum eru þekkt fyrir að gera vel við fjölmennan hóp starfsmanna sem starfar á svæðinu á vegum LNS og undirverktaka. Hér má sjá Gauta þar sem hann er að undirbúa grillveislu fyrir starfsmenn enda veðrið með besta móti þegar myndin var tekin og því full ástæða til að bjóða upp á grillað kjöt á fjöllum.

Jónas áfram formaður Þingiðnar

Aðalfundur Þingiðnar var að venju líflegur. Aðalfundur Þingiðnar var haldinn í fundarsal stéttarfélaganna í lok maí. Formaður félagsins, Jónas Kristjánsson gerði fundarmönnum grein fyrir starfsemi félagsins milli aðalfunda sem er uppistaðan í þessari frétt. Eftirtaldir voru með honum í stjórn: Vigfús Þór Leifsson, Hólmgeir Rúnar Hreinsson, Þórður Aðalsteinsson og Kristinn Gunnlaugsson. Stjórnin var endurkjörin á fundinum enda staðið sig afar vel í málefnum félagsins. Fullgildir félagsmenn í Þingiðn um síðustu áramót voru 88 talsins. Greiðandi félagsmönnum hefur fjölgað verulega undanfarna mánuði þrátt fyrir að þeir hafi ekki skráð sig í félagið. Um er að ræða erlenda starfsmenn sem illa gengur að fá sín iðnréttindi metin á Íslandi. Félagsgjöld og iðgjöld ársins námu kr. 7.536.463 sem er 17,4% lækkun frá fyrra ári. Bætur og styrkir úr sjúkrasjóði árið 2015 námu kr. 2.645.412, þar af úr sjúkrasjóði kr. 1.892.101. Um er að ræða hækkun milli ára. Á árinu 2015 fengu samtals 48 félagsmenn greidda sjúkradagpeninga eða aðra styrki úr sjúkrasjóði. Samkvæmt sameinuðum rekstrar- og efnahagsreikningi nam hreinn tekjuafgangur félagsins kr. 5.664.683 og eigið fé í árslok 2015 nam kr. 217.049.515 og hefur það aukist um 2,68% frá fyrra ári. Rekstur skrifstofu stéttarfélaganna gekk vel á síðasta ári. Þátttaka Þingiðnar í rekstrarkostnaði nam kr. 2.331.535. Innheimta félagsgjalda var með svipuðu sniði og árið á undan. Almennt eru launagreiðendur samviskusamir að skila félagsgjöldum og mótframlögum á réttum tíma. Þó ber að geta þess að ekkert náðist úr þrottabúi Norðurvíkur ehf. upp í skuld fyrirtækisins við félagið og skoðast krafan því töpuð. Atvinnuástand hjá iðnaðarmönnum er almennt mjög gott um þessar mundir og mikið að gera hjá flestum iðnaðarmönnum enda miklar framkvæmdir í gangi á svæðinu. Vissulega fylgja ógnanir slíkum framkvæmdum varðandi undirboð sérstaklega er varðar laun og starfsréttindi. Vegna þessa samþykktu stéttarfélögin sem aðild eiga að Skrifstofu stéttarfélaganna að ráða sérstakan starfsmann í verkefnið, það er í vinnustaðaeftirlit. Ráðin var Aðalsteinn J. Halldórsson og hefur hann þegar hafið störf. Samiðn, Rafiðnarsambandið og VM hafa samþykkt að koma að ráðningunni í 18 mánuði. Þá hafa Landsvirkjun og Landsnet samþykkt að vera einnig með í ráðningunni með framlagi, sömuleiðis í 18 mánuði. Þingiðn hefur komið að mörgum málum frá síðasta aðalfundi sem formaður gerði grein fyrir. Félagið kom að því ásamt öðrum aðildarfélögum Skrifstofu stéttarfélaganna og útibúi Íslandsbanka á Húsavík að færa Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík hátíðar matarstell að gjöf fyrir jólahátíðina 2015. Félagið kom að því að styrkja kaup Félags eldri borgara á félagsaðstöðu á Húsavík. Hlutur félagsins var kr. 200.000,-. Félagið niðurgreiddi í vetur leikhúsmiða fyrir félagsmenn á leikritið Dýrin í Hálsaskógi í leikgerð Leikfélags Húsavíkur. Eftir yfirferð formanns og umræður um skýrslu stjórnar töldu fundarmenn mikilvægt að álykta um stöðu Verkmenntaskólans sem menn töldu ekki viðunandi. Ályktunin er inn á heimasíðu stéttarfélaganna framsyn.is. Jafnframt var samþykkt að hækka greiðslur úr sjúkrasjóði til félagsmanna til samræmis við þann rétt sem félagsmenn Framsýnar eiga hjá sínu félagi. Sama regla eigi einnig við sæki félagsmenn eftir starfsmenntastyrkjum hjá félaginu. Eftir hefðbundin aðalfundarstörf fór forstöðumaður stéttarfélaganna, Aðalsteinn Á. Baldursson yfir stöðu atvinnumála í sveitarfélaginu og þróun hennar og íbúafjölda svæðisins síðastliðinn tíu ár. Frásögnin byrjaði á tölulegum upplýsingum um íbúafækkun svæðisins sem sýnd var með myndrænum hætti. Þar mátti sjá að íbúum hefur enn verið að fækka síðustu misserin. Sömuleiðis sýndi Aðalsteinn fram á breytingu á starfasamsetningu atvinnulífsins en mikil breyting hefur orðið á henni. Aðalsteinn fór ennfremur yfir stóriðjusögu svæðisins sem byrjaði með staðarvali Alcoa og vali á Bakkalóðinni sem svo breyttist í verksmiðju PCC á Bakka sem nú er í smíðum. Miklar áskoranir biðu stéttarfélaganna með þessum framkvæmdum og fór Aðalsteinn yfir eftirlitsstarfið síðan framkvæmdir hófust. Einnig var farið yfir stöðu ferðaþjónustunnar á svæðinu og þær áskoranir sem aukin vöxtur hennar hefur ollið. Umræður urðu meðal fundargesta í kjölfarið á erindi Aðalsteins. Fundarmenn fögnuðu almennt þeim uppgangi sem er á svæðinu. Júlí 2016 9


FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

Orlofshús á Spáni Til leigu fyrir félagsmenn

Framsýn, stéttarfélag hefur fengið aðgengi fyrir félagsmenn að tveggja herbergja íbúð í Alicante á Spáni. Um er að ræða íbúð á neðri hæð í litlu fjölbýli með nokkuð stóru útisvæði sem tilheyrir þessari íbúð eingöngu. Auk svefnherbergis er baðherbergi, rúmgóð stofa, eldhús og þvottahús með þvottavél. Í heildina eru svefnstæði fyrir fjóra í tvíbreiðu rúmi í herbergi og svefnsófa í stofunni. Í húsinu eru rúmföt og tuskur. Íbúðin er í lokuðum íbúðarkjarna með sér sundlaug og útisvæði. Frá flugvellinum í Alicante er um 40 km að íbúðinni. Auðvelt er að komast að henni frá flugvellinum með rútu, leigubíl eða bílaleigubíl. Margvísleg afþreying er á svæðinu, svo sem bátsferðir, skemmtisiglingar og fleira. Þá er í göngufæri verslunarkjarni þar sem finna má úrval verslana s.s. Primark og H&M. Einnig er stutt í matvöruverslanir s.s. Carrefour. Nokkur flugfélög fljúga til Alicante s.s. er WOW air, Icelandair og Dreamjet. Verð á íbúð: Sumartími frá 1. apríl - 30. september, vikuleiga kr. 56.000,- og hver dagur eftir það á kr. 7.000,-. Vetrartími frá 1. október - 31. mars, vikuleiga kr. 42.000,- og hver dagur eftir það á kr. 5.000,-. Frá þessu verði dragast til viðbótar sérkjör félagsmanna Framsýnar kr. 1.500 per. dag sem gist er í íbúðinni. Félagsmenn geta fengið íbúðina leigða í allt að 14 daga enda sé hún laus. Ekki er vitlaust að miða tímabil dvalar við hvenær ódýrast er að fljúga til Alicante. Tilboðið gildir einnig fyrir félagsmenn Þingiðnar, Starfsmannafélags Húsavíkur og Verkalýðsfélags Þórshafnar. Frekari upplýsingar eru í boði á Skrifstofu stéttarfélaganna og á skrifstofu Verkalýðsfélags Þórshafnar.

Ósk um úrbætur á matvöru­ verslun í Mývatnssveit

Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum á svæðinu að mikil breyting hefur orðið á matvöruverslununum á Húsavík á undanförnum vikum. Óhætt er að segja að verslunarstig bæjarins hafi hækkað við þessa breytingu, það er að fá Nettó verslun í bæinn með auknu vöruúrvali og lækkuðu vöruverði í samanurði við Úrval sem áður var í því húsnæði Nettó. Hins vegar hefur komið fram gagnrýni heimamanna á Krambúðina sem keyrir á hærra vöruverði sé miðað við aðrar einingar sem verslunarkeðjan Samkaup rekur víða um land. Fulltrúar Framsýnar funduðu nýlega með forsvarsmönnum Samkaupa um þessi mál og komu ýmsum skilaboðum á framfæri sem betur mætu fara í verslunarrekstrinum sem kæmu heimamönnum til góða. Í því sambandi var komið inn á mikilvægi þess að aðgengi Mývetninga og gesta að verslun keðjunnar í Mývatnssveit yrði bætt verulega. Mikil þreyta er í íbúum Mývatnssveitar með Samkaup Strax verslunina í Reykjahlíð. Búðin var opnuð sumarið 2002 sem var töluverð breyting til batnaðar á þeim tíma. Í dag er verslunin orðin allt of lítil, ekki síst vegna fjölgunar ferðamanna. Þá er í umræðunni að verðið í versluninni sé allt of hátt og í engum takti við það sem þekkist í Nettó verslun Samkaupa á Húsavík. Framsýn kom þeim skýru skilaboðum á framfæri við stjórnendur keðjunnar að úrbóta væri þörf í Mývatnssveit eigi síðar en strax. Tilmælum félagsins var vel tekið og unnið er að úrbótum að sögn forsvarsmanna Samkaupa. Engin tímafrestur var gefinn.

FRAMSÝN-UNG með stjórnarfund

Innan Framsýnar er starfandi Ungliðaráð Framsýnar sem skipað er til eins árs í senn af stjórn- og trúnaðarmannaráði félagsins. Ungliðaráðið skal skipað fjórum félagsmönnum á aldrinum 16-35 ára. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum formanns, ritara og tveggja meðstjórnenda. Leitast skal við að kynjaskiptingin sé jöfn í ráðinu. Ungliðaráðið skal starfa á vettvangi Framsýnar undir heitinu FRAMSÝN-UNG. Hlutverk ungliðaráðsins er að starfa náið með stjórn og trúnaðarráði Framsýnar að þeim málefnum sem aðilar ákveða að vinna að hverju sinni með sérstaka áherslu á málefni ungs fólks. Það er að tryggja að hugað sé að stöðu og hagsmunum ungs launafólks í stefnu verkalýðshreyfingarinnar og að rödd unga fólksins heyrist í starfi og stefnumótun Framsýnar- stéttarfélags.Þá skal ungliðaráðið vera tengiliður Framsýnar við starf ungliða á vettvangi ASÍ á hverjum tíma. Kristín Eva Benediktsdóttir, Sigurbjörg Stefánsdóttir, Aðalbjörn Jóhannsson og Eva Sól Pétursdóttir sitja í stjórn FRMASÝN-UNG. Þau komu saman til stjórnarfundar fyrir helgina þar sem þau fóru yfir verkefnin sem eru framundan á vegum ráðsins. Aðalbjörn er formaður og Eva Sól ritari.

Sólheimar í Reykjavík

orlofsíbúð Starfsmannafélags Húsavíkur Skrifstofa stéttarfélaganna hefur nú tekið við útleigu á Sólheimum, orlofsíbúð STH í Reykjavík og er væntum leigutökum bent á að hafa samband við starfsfólk skrifstofunnar sem gefur fúslega frekari upplýsingar. Upplýsingar um íbúðina má finna inn á heimasíðu skrifstofunnar www.framsyn.is.

10 Júlí 2015

Stjórn FRAMSÝN-UNG kom saman til fundar á dögunum. Hér eru þau Aðalbjörn, Sigurbjörg og Eva Sól. Á myndina vantar Kristínu Evu sem komst ekki á fundinn.


FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

Oddný G. í heimsókn

Glæsileg hátíðarhöld

Reglulega koma góðir gestir í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna. Fjölmenni var á 1. maí hátíðarhöldunum á Húsavík en tæplega 700 manns Í því sambandi má geta þess að Oddný G. Harðardóttir formaður tóku þátt í hátíðinni sem fór fram í Íþróttahöllinni á Húsavík. Takk fyrir Samfylkingarinnar og Logi Már Einarsson, bæjarfulltrúi á Akureyri og okkur. Hér má sjá myndir frá deginum góða. varaformaður Samfylkingarinnar gerðu sér ferð til Húsavíkur á dögunum til að fræðast um uppbygginguna. Þau fengu formann Framsýnar til að lóðsa sig um svæðið auk þess sem hann fór yfir þýðingu uppbyggingarinnar fyrir Þingeyinga og reyndar samfélagið allt.

Þessir heiðursmenn frá SMS sem stjórna framkvæmdunum á Bakka heilsuðu upp á gestina, þetta eru þeir Ruud M. Smit og Frank Schneider.

N1 og Olís kort í boði

Félagsmönnum stéttarfélaganna bjóðast afsláttarkort á Skrifstofu stéttarfélaganna. Það er bæði hjá N1 og Olís. Félagsmenn geta nálgast kortin á skrifstofunni. Þar er einnig hægt að fá nánari upplýsingar.

Takk fyrir tertuna

Það eru bara hörkutól sem starfa við Vaðlaheiðargöng enda reynir á starfsmenn þegar verkið gengur ekki nógu vel vegna aðstæðna. Fulltrúar Framsýnar komu við hjá starfsmönnum í lok apríl og færðu þeim tertu í eftirrétt tilefni af hátíðarhöldunum 1. maí. Júlí 2015 11


SUMAR ÁKVARÐANIR MARKA NÝTT UPPHAF Viðbótarlán, ekkert lántöku­ gjald og frítt greiðslumat við kaup á fyrstu fasteign

Ertu að hugsa um að kaupa þína fyrstu fasteign? Hjá flestum eru fyrstu fasteignakaupin stærsta fjárhagslega ákvörðun lífsins. Hjá Íslandsbanka færðu frítt greiðslumat, 100% afslátt af lántökugjaldi og allt að 2.000.000 kr. aukalán til kaupa á þínu fyrsta húsnæði.* Kynntu þér möguleikana á islandsbanki.is og pantaðu tíma hjá húsnæðislánaráðgjafa í næsta útibúi. *Heildarlánveiting bankans að meðtöldu viðbótarláni er þó að hámarki 90% af kaupverði. Lántakandi þarf að standast greiðslumat og uppfylla aðrar útlánareglur bankans. Á www.islandsbanki.is getur þú reiknað mánaðarlegar afborganir, árlega hlutfallstölu kostnaðar og heildarkostnað.

2013

2014

2015

HÚSNÆÐISÞJÓNUSTA ÍSLANDSBANKA » 2.000.000 kr. viðbótarlán » Ekkert lántökugjald » Frítt greiðslumat

Framsyn frettabref juli 2016 profork2  
Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you