Fréttabréf stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum
Formaður á ferðinni
Góðu ári að ljúka
Velheppnuð sumarferð
5. tbl. 30. árgangur • Des. 2019
Formaður á ferðinni um héraðið Það hefur því miður ekki gefist mikill tími hjá formanni Framsýnar að fara í vinnu staðaheimsóknir á árinu enda ár kjara samningsgerðar. Á dögunum gaf hann sér þó tíma og heimsótti vinnustaði í Mývatnssveit, Reykjahverfi, Aðaldal og Reykjadal. Að þessu sinni var tilgangur inn ekki síst að hitta stjórnendur og taka stöðuna á atvinnulífinu og heyra væntingar þeirra varðandi komandi ár auk þess að færa starfs mönnum konfekt frá stéttar félögunum. Stéttar félögin hafa í gegnum tíðina lagt mikið upp úr góðu samstarfi við atvinnulífið á félagssvæðinu. Formanni og eftirlits fulltrúa stéttarfélaganna Aðalsteini J. Halldórssyni, sem var með í för, var alls staðar vel tekið. Almennt báru stjórn Forsíða endur sig vel varðandi stöðuna en vissu Guðmunda Steina Jósefsdóttir hyggjur af jólasveinn ársins er á forsíðu lega höfðu þeir ákveðnar á ferða þ jónustunni. Það er hvernig hún Fréttabréfsins. muni koma til með að þróast á k omandi Sjá nánar frétt um málið í árum en fyrir liggur að mikið hefur verið blaðinu. fjárfest í atvinnugreininni á undan förnum árum. Hér koma nokkrar myndir frá heimsókn formanns til fyrirtækja utan ÚTGEFENDUR Húsavíkur. Þingiðn, félag iðnaðarmanna Starfsmannafélag Húsavíkur Framsýn- stéttarfélag Verkalýðsfélag Þórshafnar.
HEIMILISFANG Garðarsbraut 26 • 640 Húsavík SÍMI 464 6600 NETFANG kuti@framsyn.is HEIMASÍÐA www.framsyn.is ÁBYRGÐARMAÐUR Aðalsteinn Á Baldursson Fréttabréfið er skrifað 7. des. 2019 UPPLAG 1800 HÖNNUN/UMBROT OG PRENTUN Ásprent, Akureyri
STARFSMANNAFÉLAG HÚSAVÍKUR
2
Fré t t a bré f stét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýslu m
Allir í stuði á jólafundi Framsýnar Lokafundur stjórnar og trúnaðarráðs Framsýnar á árinu fór fram í lok nóvember. Trúnaðarmönnum á vinnustöðum, starfsmönnum stéttarfélaganna og stjórn Framsýnar-ung var einnig boðið að sitja fundinn. Fundurinn hófst með venjubundnum hætti með dagskrá. Þegar hún var tæmd tók skemmtinefnd kvöldsins „Gimbrarnar sjö“ við stjórnun fundarins með skemmtidagskrá og stóð hún fram e ftir kvöldi. Boðið var upp á heimatilbúin skemmtiatriði og að lokum spilaði Hrútabandið fyrir dansi. Hrútabandið er skipað félagsmönnum úr Framsýn og Þingiðn. Veitinga staðurinn Salka sá um veitingar kvöldsins sem voru í alla staði til mikillar fyrirmyndar. Fundurinn fór vel fram en hefð er fyrir því innan Framsýnar að ljúka starfsárinu með góðum jólafundi þar sem blandað er saman gamni og alvöru. Hér koma nokkrar myndir frá jólafundinum.
Jólagleði í boði stéttarfélaganna
Stéttarfélögin verða með opið hús í fundarsal stéttarfélaganna laugar daginn 14. desember frá kl. 14:00 til 17:00. Boðið verður upp á kaffiveitingar, tertur, tónlist og þá fá börnin smá glaðning frá félögunum. Að venju eru allir velkomnir. Sjáumst hress og í jólaskapi. Stéttarfélögin
Góðir skóla- og námskeiðsstyrkir Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum styrkja fullgilda félags menn sem sækja námskeið eða stunda nám með vinnu. Styrkirnir koma frá fræðslusjóðum sem félögin eiga aðild að. Einnig er hægt að sækja til viðbótar um sér staka námsstyrki frá félögunum sjálfum. Vinsamlegast leitið upplýsinga á skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Fyrirtæki og stofnanir á félagssvæðinu eiga einnig rétt á styrkjum til námskeiðahalds fyrir starfsmenn sé vilji til þess meðal þeirra að standa fyrir eigin fræðslu innan fyrirtækja og stofnanna.
Opnað fyrir útleigu á orlofsíbúð Framsýn stéttarfélag hefur tekið í notkun nýja orlofsíbúð á Akureyri. Um er að ræða raðhúsaíbúð í Furulundi 11E. Fyrstu gestirnir fóru í íbúðina þann 15. nóvember. Það fór vel á því að það væri Svava Árnadóttir og fjölskylda frá Raufarhöfn enda Svava verið mikil baráttukona fyrir því að Framsýn eignaðist íbúð á Akureyri fyrir félagsmenn. Varaformaður Framsýnar, Ósk Helgadóttir, afhendi Svövu og fjölskyldu blómvönd við það tækifæri.
Endurkjörinn í stjórn SGS Þing Starfsgreinasambands Íslands fór fram í október. Þingið fór vel fram og voru fjölmörg mál á dagskrá þingsins sem stóð yfir í tvo daga. Aðalsteinn Árni formaður Fram sýnar var endurkjörinn í framkvæmdastjórn sambandsins. Fré tta bré f s té tta r fé l a g a n n a í Þ i n g e yj a rsýslum
3
Viltu starfa fyrir Framsýn Um þessar mundir er Kjörnefnd Framsýnar að störfum. Tilgangur Kjörnefndar er að stilla upp í trúnaðarstöður á vegum félagsins til næstu tveggja ára, frá og með næsta aðalfundi félagsins sem haldinn verður í síðasta lagi fyrir lok maímánaðar 2020. Hafir þú áhuga á því að gefa kost á þér í trúnaðarstörf fyrir félagið ert þú vinsamlegast beðin(n) um að samband sem fyrst við formann Kjör nefndar, Ósk Helgadóttir. Netfang hennar er okkah@hotmail.com, en hún veitir jafnframt frekari upplýsingar.
Dagbækur/dagatöl í boði Félagsmenn stéttarfélaganna geta nálgast dagbækur og dagatöl fyrir árið 2020 á skrifstofu stéttarfélaganna. Þeir sem búa utan Húsavíkur geta hringt á skrifstofuna og fengið dagbækurnar og dagatölin send til sín í pósti. Dagbókunum og dagatölunum er að venju dreift ókeypis til félagsmanna. Dagatölin eru klár en dagbækurnar eru í prentun. Að þessu sinni eru myndirnar á dagatölunum teknar af Gauki Hjartarsyni áhugaljósmyndara á Húsavík. Stéttarfélögin vilja nota tækifærið og þakka honum kær lega fyrir lánið á myndunum.
Guðný í stjórn AN 36. þing Alþýðusambands Norðurlands var haldið á Illuga stöðum í Fnjóskadal í lok september. Alls tóku 74 fulltrúar af sambandssvæðinu, sem nær frá Þórshöfn í austri til Hrútafjarðar í vestri þátt í þinginu sem tókst í alla staði mjög vel. Stéttarfélögin í Þ ingeyjarsýslum áttu 13 fulltrúa á þinginu, það er Framsýn, Þingiðn og Verkalýðsfélag Þórs hafnar. Nýja s tjórn AN skipa: Vigdís Edda Guðbrandsdóttir frá Samstöðu, Guðný Ingibjörg Grímsdóttir frá Framsýn – stéttarfélagi og Anna Júlíusdóttir frá Einingu – Iðju. Varamenn í stjórn AN eru: Bjarki Tryggvason frá Öldunni, Svala Sævardóttir frá Verkalýðsfélagi Þórs hafnar, og Trausti Jörundarson frá Sjómannafélagi Eyjafjarðar.
Lágmarkstekjur fyrir fullt starf Lágmarkstekjur fyrir fullt starf, fullar 173,33 unnar stundir á mánuði (40 stundir á viku), skulu vera sem hér segir fyrir þá starfsmenn sem eftir að 18 ára aldri er náð hafa starfað a.m.k sex mánuði hjá sama fyrirtæki (þó að lágmarki 900 stundir): 1. apríl 2019 kr. 317.000 á mánuði. 1. apríl 2020 kr. 335.000 á mánuði. 1. janúar 2021 kr. 351.000 á mánuði. 1. janúar 2022 kr. 368.000 á mánuði. Mánaðarlega skal greiða uppbót á laun viðkomandi starfsmanna sem ekki ná framangreindum tekjum, en til tekna í þessu sambandi teljast allar greiðslur, þ.m.t. hverskonar bónus-, álags- og aukagreiðslur, sem falla til innan ofangreinds vinnutíma.
Vá, þvílíkt verð! Guðný I. Grímsdóttir og nýkjörin stjórn AN.
Húfur í boði
Hinar geysivinsælu Framsýnar húfur eru komnar í hús sem kemur sér vel enda veturinn yfirstandandi. Félagsmenn eru velkomnir í heimsókn á skrifstofuna og þiggja húfur fyrir komandi vetur. 4
Fré t t a bré f stét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýslu m
Saga Verkalýðsfélags Húsavíkur „Fyrir neðan bakka og ofan“ er á sérstöku tilboði um jólin. Um er að ræða þrjár bækur sem fjalla um sögu verkalýðshreyfingar innar, atvinnu lífs og stjórnmála á Húsavík í 100 ár. Sögusviðið er frá 1885 til 1985. Ritverkið hefur fengið einstaklega góða dóma. Við erum ekki að grínast, tilboðsverðið er kr. 3.000,-. Bókin er til sölu á Skrifstofu stéttarfélaganna.
Minning – Jóna Ingvars Jónsdóttir frá Daðastöðum Jóna Ingvars Jónsdóttir húsfreyja á Daðastöðum í Reykjadal lést þann 7. sept ember síðastliðinn. Útför Jónu fór fram frá Einars staðakirkju í Reykjadal laugardaginn 14. sept ember. Hjá Framsýn stéttar félagi minnumst við látinnar vinkonu úr verkalýðs starfinu með virðingu og þakklæti, en Jóna s tarfaði lengi sem trúnaðarmaður starfs manna í Framhaldsskólanum á Laugum. Við sem v innum að félagsstörfum hjá stéttarfélögum vitum að góðir trúnaðarmenn eru gulls ígildi og ákaflega mikilvægir hlekkir í starfi stéttarfélaga, en Jóna sinnti starfi trúnaðarmanns að heilindum og fann sig vel í því hlutverki. Hún var ein af þessum þöglu hetjum hversdagslífsins, var ekki þeirrar gerðar að trana sér fram eða láta á sér bera, en hafði sannarlega skoðanir og var ófeimin að láta þær í ljósi, ef svo bar undir. Að leiðarlokum þakka félagar í Framsýn stéttarfélagi fyrir samfylgd góðs félaga og votta fjölskyldu Jónu dýpstu samúð.
Kjaraviðræður í gangi
Ríki-sveitarfélög-Landsvirkjun Þegar þetta er skrifað hefur ekki tekist að ganga frá nýjum kjarasamningum við ríkið, sveitarfélögin og Landsvirkjun. Starfsgreinasamband Íslands fer með samnings umboð Framsýnar í þessum viðræðum. Ekki liggur fyrir hvenær búast má við því að viðræðum ljúki, en þó er vitað að viðræður við Landsvirkjun eru komnar nokkuð langt á veg. Ekki er ólíklegt að kjarasamningar takist um áramótin hvað Landsvirkjun varðar. Það á þó eftir að koma í ljós.
Sjómenn!
Vinnutími styttist um áramótin Gildir fyrir verslunar- og skrifstofufólk innan Framsýnar
Samkvæmt ákvæðum kjarasamnings Samtaka atvinnulífsins og LÍV tekur vinnutímastytting gildi 1. janúar 2020. Framsýn á aðild að samningnum. Atvinnurekendur skulu hafa samráð við launamenn um tillögu að útfærslu vinnutímastyttingar á grundvelli eftirfarandi valkosta: a) Hver dagur styttist um 9 mínútur, starfsmaður styttir vinnu daginn um 9 mínútur á hverjum degi og fer fyrr heim sem því nemur, á óbreyttum kjörum. b) Hver vika styttist um 45 mínútur eða styttingunni safnað upp með öðrum hætti, til dæmis á 2ja vikna fresti eða mánaðarlega. c) Safnað upp innan ársins, um það bil fjórir og hálfur dagur. d) Vinnutímastyttingu með öðrum hætti, á óbreyttum kjörum/ launum. Samkomulag skal hafa náðst um framkvæmd vinnu tímastyttingar fyrir 1. desember 2019. Ef samkomulag næst ekki styttist vinnutími um 9 mínútur á dag miðað við fullt starf. Frekari upplýsingar um vinnutímabreytingarnar er hægt að nálgast á skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Vinnutímastyttingin nær til félagsmanna Framsýnar sem starfa eftir kjarasamningi Landssambands ísl, verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins. Það er við verslun,- þjónustu- og skrifstofustörf.
Framsýn stéttarfélag
Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar stéttarfélags verður haldinn föstudaginn 27. desember 2019 í fundarsal félagsins. Fundurinn hefst kl. 17:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Boðið verður upp á hefðbundnar veitingar og óvæntan glaðning. Mikilvægt er að sjómenn láti sjá sig á fundinum. Stjórn Sjómannadeildar
Verslunar- og skrifstofufólk Stytting á vinnutíma frá 1. janúar 2020: 9 mín á dag 45 mín á viku 3,15 tímar á mánuði Útreikningur miðast við fullt starf. Fré tta bré f s té tta r fé l a g a n n a í Þ i n g e yj a rsýslum
5
Velheppnuð sumarferð Sunnudaginn 15. september stóðu Framsýn, Þingiðn og STH fyrir skemmtiferð á Flateyjardal. Ferðin var í upphafi skipulögð sem sumarferð um miðjan ágúst, en vegna óhagsstæðra veðurskilyrða og vatnavaxta á Flateyjardalnum var ákveðið að bíða til haustsins. Félagsmenn stéttarfélaganna voru strax áhugasamir um að komast í ferðina, en í bæði skiptin sem hún var auglýst var hún fullbókuð. Haldið var af stað frá Húsavík snemma um morguninn, með rútu frá Fjallasýn, þar sem sjálfur kapteinninn, Rúnar Óskarsson sat við stýrið. Dagurinn, sem heilsaði bjartur og fagur skyldi nýttur vel, haldið var að stað frá Húsavík klukkan 9. að morgni og farþegar tíndir upp í rútuna jafnt og þétt á leiðinni í Fnjóskadalinn, þar sem farar stjórinn, Ósk Helgadóttir í Merki slóst í hópinn. Það hitti vel á þegar komið var niður í Dalsmynni, en Fnjóskdælir á norðurafrétt réttuðu þá um morguninn í Lokastaðarétt, eftir þriggja daga göngur á Flateyjardal. Var vel við hæfi að staldra þar aðeins við, virða fyrir sér fólk og fénað og anda að sér haustilminum af sauðfénu áður en haldið var út “Heiðina”. Stansað var á Réttarhólnum utan við Þverá, sagði Ósk frá virkjunarframkvæmdum á Hólsdal,en vinna við 5.5 MW virkjun hefur staðið þar yfir síðan í maí. Það er hreinn unaður að aka út Heiðina á haustin og fá að njóta allrar litadýrðarinnar sem náttúran býr yfir, sannkallað ævintýraland. Það er margt að sjá og skoða á þessu fallega landsvæði og Ósk sagði frá lífinu á Heiðinni og Dalnum og lífsbaráttu fólksins sem þar bjó. Söguslóðir Finnboga ramma voru skoðaðar, sagan hans sögð í örstuttri útgáfu og því næst litið inn í Véskvíar, þar sem menn töldu forðum að væri helgur staður. Leiðin út að sjó er hálfnuð við Heiðarhús, þar sem var stansað var um stund, tekin nestispása og teygt aðeins úr útlimunum, því næst haldið sem leið lá út á „Dalinn“að sjó, framhjá fjárhúsum Brettingsstaðamanna á Nausteyri og áfram upp á Víkurhöfðann. Ekki leist nú öllum á blikuna þegar Rúnar bílstjóri hóf að k lifra á fjalla rútunni áleiðis upp Höfðann, en fljótlega varð þeim efa hyggjumönnum ljóst að Rúnar hefði ekki fengið ökuleyfið deginum áður, enda leysti hann verkefnið vel af hendi og hikaði ekki andartak við að bakka niður Höfðann aftur. Næst lá leiðin að Brettingsstöðum. Kirkjugarðinum er vel við haldið af “Brettingum” og Jökulsárfólki, afkomendum fólksins sem síðast byggði Dalinn. Það var stoppað um stund í g arðinum, hann skoðaður og tekin örstutt sögu stund, farið yfir sögu kirkjunnar , en hún var flutt upp á land úr Flatey, en síðan aftur til baka út í eyju nokkrum áratugum síðar. Að endingu var slegið upp grillveislu í boði stéttarfélaganna, í skála Ferðafélags Húsavíkur að Hofi, þar sem öll aðstaða er hreint til fyrirmyndar. Eftir að hafa gert vel við sig í mat og drykk hélt hópurinn síðan 6
Fré t t a bré f stét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýslu m
heimleiðis. Komið var vel fram á kvöldið þegar síðustu ferðalangarnir skiluðu sér heim, vonandi allir þokkalega sáttir við daginn. Umsjónarmenn ferðarinnar, þau Ósk Helgdóttir varaformaður Framsýnar og Jónas Kristjánsson formaður Þingiðnar og yfirgrillmeistari kunna Rúnari Óskarssyni og einstaklega skemmtilegum þátttakendum í “sumarferðinni sem varð að haustlitaferð” bestu þakkir fyrir ánægjulega samfylgd.
Kröfugerð sjómanna mótuð Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar hefur samþykkt að veita Sjómannasambandi Íslands fullt umboð til kjarasamningsgerðar fh. sjómanna sem eru innan Sjómannadeildar Framsýnar. Umboð þetta nær til gerðar kjarasamnings og viðræðu áætlunar fh. Framsýnar stéttarfélags vegna kjarasamnings Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem rennur út 1. desember 2019. Sjómanna deild Framsýnar hefur þegar komið kröfum sjómanna innan félagsins á framfæri við Samninganefnd Sjómannasambands Íslands. Framsýn hafði áður auglýst eftir kröfum sjómanna. Jakob Gunnar Hjaltalín verður fulltrúi Fram sýnar í samninganefnd SSÍ.
Kynningar í skóla Stéttarfélögin vilja minna stjórnendur grunn- og framhaldsskóla í þingeyjarsýslum á að félögin eru tilbúin að koma í heimsókn í skólanna með kynningu á starfsemi stéttarfélaga og atvinnulífs á svæðinu. Áhugasömum er bent á að hafa samband við skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík.
Fundað um þjónustu VMST
Mikki og Toggi komu í kaffi Það er alltaf líf og fjör á skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Daglega koma margir við á skrifstofunni til að leita sér upplýsinga eða til að skila inn gögnum vegna u msókna úr sjóðum félaganna. Tveir góðir litu við á d ögunum, þeir Michael Þórðarson og Þorgrímur Sigurjónsson. Þeir eiga það sameiginlegt að vera hættir á vinnumarkaði eftir langa starfsæfi. Þeir eru félagsmenn í Framsýn og eru heppnir að vera í stéttarfélagi þar sem menn viðhalda áunnum réttindum þrátt fyrir að vera hættir á vinnumarkaði og greiði því ekki lengur félagsgjald til Framsýnar. Þeir félagar tóku spjall við starfsmenn stéttarfélaganna og lögðu þeim lífsreglurnar.
Í lok ágúst funduðu fulltrúar Norðurþings og Framsýnar með forsvarsmönnum Vinnumálastofnunnar. Fundurinn fór fram á Húsavík. Tilgangur fundarins var að fara yfir sameiginleg mál er varða þjónustu Vinnumálastofnunar við skjólstæðinga sína á svæðinu og samskipti stofnunarinnar við hagsmunaaðila, það er Norðurþing og Framsýn. Fulltrúar Framsýnar komu ýmsu á framfæri enda telur félagið þjónustu við atvinnuleitendur ekki vera ásættan lega á félagssvæðinu og kallar því eftir aukinni þjónustu við atvinnuleitendur. Fulltrúar Vinnumálastofnunar svöruðu fyrir sig og lögðu fram sínar skýringar. Vilji er til þess að taka upp aukið samstarf er varðar málefni þess hóps sem um ræðir. Krafa Framsýnar stendur, þjónusta við atvinnuleitendur í Þingeyjarsýslum er ekki ásættanleg.
Tjörneshreppur óskar eftir viðræðum Tjörneshreppur hefur óskað eftir viðræðum við Framsýn stéttarfélag um gerð kjarasamnings fyrir hönd starfs manna hreppsins. Áður hafði Tjörneshreppur afturkallað samningsumboðið frá samninganefnd Sambands íslenskra s veitarfélaga. Fullur vilji er til þess innan hreppsnefndar Tjörneshrepps og stjórnar Framsýnar að hefja þegar í stað viðræður um gerð kjarasamnings fyrir starfs menn hreppsins með það að markmiði að klára gerð kjarasamnings á næstu vikum. Þess má geta til viðbótar að ákvörðun Tjörneshrepps þarf ekki að koma á óvart þar sem framkoma Launanefndar sveitarfélaga í garð sveitarfélagsins og reyndar í garð samninganefndar Starfsgreinasambands Íslands hefur verið með miklum ólíkindum. Fré tta bré f s té tta r fé l a g a n n a í Þ i n g e yj a rsýslum
7
Góðu ári að ljúka í starfsemi Framsýnar Hefð er fyrir því að formaður eða varaformaður Framsýnar fari yfir starfsemi félagsins á jólafundi þess á hverju ári. Til fundarins er boðuð; stjórn félagsins, varastjórn, trúnaðarmenn á vinnustöðum, stjórn Framsýnar-ung og starfsmenn félagsins. Hér má lesa ávarp formanns: Ágætu félagar Árið 2019 hefur verið annasamt í okkar starfi, ekki síst þar sem það hefur einkennst af kjaraviðræðum og kjara samningsgerð sem ekki er séð fyrir endann á enda enn nokkrir kjarasamningar lausir. Undirbúningur félagsins við kjarasamningsgerð hófst í október 2018 og þeirri vinnu er ekki enn lokið, þar sem ósamið er við ríki, sveitarfélög og Landsvirkjun. Árið hófst með því að skipuleggja orlofs kosti fyrir félagsmenn sumarið 2019. Ákveðið var að bjóða félagsmönnum upp á sambærilega kosti og verið hafa undanfarin ár á góðum kjörum. Ekki er annað að heyra en að félagsmenn séu ánægðir með það framboð sem aðildarfélög skrifstofu stéttarfélaganna hafa boðið upp á í gegnum tíðina. Samkvæmt 3.mgr. 49. gr. laga ASÍ skulu stjórnir sjúkra sjóða aðildarfélaga ASÍ fá tryggingafræðing eða löggiltan endurskoðanda til þess að meta framtíðarstöðu sjóðsins og semja skýrslu til stjórnar um athugun sína. Á umliðnu starfsári lét Framsýn framkvæma þessa athugun og sá PWC um skoðunina. Niðurstaðan er skýr: „ekkert bendi til annars en að sjóðurinn geti staðið við skuldbindingar sínar á allra næstu árum sé litið til eiginfjárstöðu í árslok 2017, afkomu sjóðsins á undanförnum árum og þess að bótagreiðslur úr sjóðnum og iðgjöld til sjóðsins verði áfram með líkum hætti og verið hefur.“ Þá kemur fram í fylgiskjali að staðan sé í raun öfundsverð. Þessi niðurstaða sýnir og sannar að við erum á réttri leið í rekstri félagsins, félagsmönnum til hagsbóta. Deild verslunar- og skrifstofufólks boðaði til aðalfundar 11. febrúar. Jóna Matthíasdóttir gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Jónína Hermannsdóttir tók við stöðu formanns og gegnir því hlutverki í dag. Full ástæða er til að þakka Jónu fyrir vel unninn störf í þágu félagsins. Framsýn stóð fyrir félagsfundi um kjaramál í fundarsal stéttarfélaganna í lok febrúar. Fundurinn var sérstaklega boðaður til kjörinna fulltrúa stjórnar og trúnaðarráðs, til trúnaðarmanna á vinnustöðum og Framsýnar – ung. Tæplega 30 manns tóku þátt í fundinum. Í mars stóðu stéttarfélögin sem aðild eiga að skrifstofu stéttarfélaganna fyrir sameiginlegum fundi með stjórnendum Atvinnu þróunarfélags Þingeyinga um hugmyndir sem verið hafa til skoðunar um sameiningu Atvinnuþróunarfélagsins við Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Eyþing. Framsýn hefur átt aðild að Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga og átt mann í stjórn félagsins. Ljóst er að Framsýn hugnast ekki þessi sameining og telur hana koma til með að veikja samstöðu sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum varðandi frekari atvinnuþróun í héraðinu. Skoðunum félagsins hefur verið 8
Fré t t a bré f stét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýslu m
komið vel á framfæri. Framsýn tók þátt í spurningavagni Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Lagðar voru fyrir nokkrar spurningar um félagið í formi net könnunar og fór könnunin fram d agana 7. – 25 mars 2019 í Eyjafirði og í Þingeyjarsýslum. Alls svöruðu 1552 manns könnuninni, þar af 451 þátttakendur í Þingeyjarsýslum og var svarhlutfall 69.5%. Könnunin kom afar vel út fyrir félagið. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar er mikil ánægja meðal félagsmanna með starfsemi Framsýnar og staðfestir fyrri kannanir sem sýna sömu niðurstöðu. Stjórnendur Framsýnar eru greinilega á réttri leið með starfsemi félagsins. Kjarasamningar SGS/LÍV og SA voru undirritaðir 3. apríl. Langur aðdragandi var að þessum kjarasamningum og ýmislegt gekk á meðan á viðræðum stóð milli aðila. Bandalag Eflingar, VR, LÍV, VLFA, VG og Framsýnar afstýrði stórslysi sem hefði orðið hefðu hugmyndir SA varðandi vinnutímabreytingarnar náð fram að ganga. Á lokasprettinum komu önnur félög innan SGS að borðinu og lauk þeirri vinnu með undirritun kjara samnings. Um er að ræða ágæta samninga sem byggja á þríhliða samkomulagi verkalýðshreyfingarinnar, Samtaka atvinnulífsins og ríkis stjórnarinnar. Samningurinn byggir á krónutöluhækkunum sem Framsýn hefur lengi talað fyrir. Útspil ríkisstjórnarinnar spilaði stóra rullu á lokasprettinum þar sem inn komu skattalækkanir og fleiri
atriði. Gildistími samningsins sem kallaður er Lífskjara samningurinn er til þriggja ára og átta mánaða, það er til 1. nóvember 2022. Í atkvæðagreiðslu um s amninginn/ samninganna voru þeir samþykktir meðal félagsmanna Framsýnar og annarra stéttarfélaga innan LÍV og SGS. Þess ber að geta að félagið stóð fyrir nokkrum kynningar fundum um kjarasamningana, það er á íslensku og ensku. Fundirnir hefðu mátt vera betur sóttir af félagsmönnum. Félagið stóð fyrir t veggja daga trúnaðarmannanámskeiði í apríl í samstarfi við fræðsludeild ASÍ. Trúnaðarmannakerfið hefur aldrei verið eins öflugt og er um þessar mundir, um 30 trúnaðarmenn eru starfandi á félagssvæðinu. Að þessu sinni tóku 17 trúnaðarmenn þátt í námskeiðinu í vor. Markmið Fram sýnar er að trúnaðarmenn séu á öllum vinnustöðum. Félagið kom að því að niðurgreiða leikhúsmiða fyrir félagsmenn sem fóru á sýningar hjá Leikfélagi Húsavíkur og Eflingar í Reykjadal. Töluverður hópur félagsmanna nýtti sér þessi sérkjör félagsmanna og skelltu sér í leikhús. F élagi, Aðalbjörn Jóhannsson, gegndi um tíma formennsku í ASÍ – UNG. Hann lét af þeim störfum á árinu. Hátíðarhöld stéttarfélaganna í Íþróttahöllinni á Húsavík 1. maí gengu vel fyrir sig og mikið fjölmenni tók þátt í hátíðarhöldunum. Hátíðarhöldin í ár voru tileinkuð baráttu eldri borgara og var Ásdís Skúladóttir frá Gráa hernum aðalræðumaður dagsins. Ungliðafundur SGS var haldinn á Hallormsstað 22 – 23 maí. Fulltrúar Fram sýnar á fundinum voru Sunna Torfadóttir og Guðmunda Jósefsdóttir. Kristján Ásgeirsson sem lengi var formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur andaðist í vor. Kristján sem var mikill verkalýðssinni setti sterkan svip á uppbyggingu félagsins og lagði grunn að því góða starfi sem síðar var viðhaldið. Hans var minnst sérstaklega með gjöf til HSN. Um var að ræða 2 milljónir upp í kaup á fullkomnum hjartaeftirlitstækjum á sjúkradeild Heilbrigðis stofnunar Norðurlands á Húsavík, tækin kosta um 8 milljónir króna. Þann 5. júní var undirritaður nýr sérkjarasamningur við PCC BakkiSilicon hf. Samningurinn er með sama gildistíma og Lífskjarasamningurinn. Samningurinn var samþykktur, nánast samhljóða, í atkvæðagreiðslu meðal starfsmanna. Um 94% starfs manna samþykkti samninginn. Með samningnum tókst að tryggja starfsmönnum v iðunandi kjör. Markmiðið er að laun starfsmanna PCC verði sambærileg við laun annarra starfs manna í sambærilegum verksmiðjum á Íslandi. Sjómannadeild Framsýnar sá um heiðrun s jómanna á Sjómannadaginn á Húsavík. Í ár voru Hermann Ragnarsson og Jakob G. Hjaltalín heiðraðir. Þá stóð Framsýn að venju fyrir „útifundi“ á Raufarhöfn föstudaginn 31. maí, það er fyrir sjómannadagshelgina líkt og síðustu ár. Kvenfélagskonur á Raufarhöfn lögðu til hnallþórur líkt og undanfarin ár, sem Framsýn kostaði. Góð mæting var í kaffið. Aðalfundur félagsins var haldinn í byrjun júlí og var mæting á fundinn góð en um 40 manns tóku þátt í fund inum. Á aðalfundinum kom fram að fjárhagsleg afkoma félagsins var mjög góð á árinu 2018. Félagsgjöld og iðgjöld hækkuðu um 3,8% milli rekstrarára. Rekstrartekjur félagsins námu kr. 273.526.627,- sem er aukning um 3%
milli ára. Heildareignir félagsins námu kr. 2.017.426.041,- í árslok 2018 samanborið við kr. 1.895.352.623,- í árslok 2017. Þá fengu félagsmenn tugi milljóna í styrki í g egnum sjóði félagsins á árinu 2018. Í því sambandi er rétt að m inna á að félagsmenn Framsýnar halda fullum rétti í félaginu þrátt fyrir að þeir hætti á vinnumarkaði vegna aldurs eða örorku. Þing Alþýðusambands Norðurlands var haldið að Illuga stöðum dagana 27 – 28 september. Framsýn átti góða s veit fulltrúa á þinginu. Guðný I. Grímsdóttir var kjörin í stjórn sambandsins. Ósk Helgadóttir var áður í s tjórn sem fulltrúi félagsins og eru henni þökkuð góð störf á vetfangi AN. Að venju stóðu stéttarfélögin fyrir sumarferð. Farið var í dagsferð á Flateyjardal um miðjan september og var þátttaka í ferðinni mjög góð. Ósk Helgadóttir varaformaður skipu lagði ferðina sem tókst í alla staði mjög vel enda ekki við öðru að búast þegar hún á í hlut. Þing SGS var haldið í Reykjavík 24 og 25 október. Framsýn átti rétt á 5 fulltrúum. Aðalsteinn Árni hlut áframhaldandi kjör í framkvæmda stjórn sambandsins. Að öðru leiti fór þingið vel fram en skjálfti var í kringum kosningar á þinginu, en þau mál leystust farsællega. Þá má geta þess að Jónína Hermannsdóttir skutlaðist inn á Akureyri á 31. þing LIV sem haldið var dagana 18 – 19 október. Nína fór ekki tómhent heim þar sem hún var kjörin í varastjórn LÍV. Í lok síðasta árs var gengið frá samningum við Flugfélagið Erni um kaup á 4.800 flugmiðum fyrir félagsmenn. Heildargreiðsla fyrir þá var um 50. 000.000 sem var greidd í tvennu lagi. Þannig tryggðum við félagsmönnum flugmiðann á kr. 10.300. Um þessar mundir erum við að g anga frá samningi við Erni um áframhaldandi samning. Gríðarleg ánægja er meðal félagsmanna með þessi afsláttarkjör. Á árinu kom félagið að því með Norðurþingi að hvetja Vinnumálastofnun til að efla þjónustu við atvinnuleitendur á svæðinu. Fundað var með stjórnendum VMST. Því miður hefur lítið breyst hvað þjónustuna varðar. Framsýn mun standa vaktina áfram enda núverandi fyrirkomulag ekki boðlegt. Starfsfólk Íslandspósts á Húsavík hefur viljað ganga í Framsýn. Eigi það að ganga upp þarf samþykki stjórnenda Íslands pósts. Það samþykki liggur ekki fyrir, það er að Íslands póstur geri kjarasamning við Framsýn. Málið er í höndum SA. Formanni félagsins bauðst að fara til Palestínu í lok október. Ferðin var áhugaverð í alla staði. Fundað var með stjórnvöldum, verkalýðssamtökum og góðgerðarfélögum í Palestínu. Mikilvægur þáttur í starfsemi Framsýnar er að Fré tta bré f s té tta r fé l a g a n n a í Þ i n g e yj a rsýslum
9
halda úti öflugri heima síðu og Fréttabréfi til að miðla upplýsingum til félagsmanna. Þá voru starfsmenn félagsins nokkuð duglegir að heim sækja vinnustaði á svæðinu á árinu. Vonandi tekst okkur að efla það starf frekar á næsta ári. Félagið kom að því að styrkja nokkur mikilvæg verkefni á félagssvæðinu á árinu með fjárframlögum. Félagið stóð fyrir ljósmyndasýningu á Mærudögum sem tókst afar vel og fjöldi fólks leit við og skoðaði myndirnar sem teknar voru saman í tilefni af 100 afmæli Verkakvennafélagsins Vonar 2018 af félags konum við störf. Myndirnar voru til sýnis í Hrunabúð. Félagið keypti íbúð á Akureyri fyrir félagsmenn á árinu sem tekin var formlega í notkun um miðjan nóvember sl. Íbúðin er ætluð félagsmönnum sem þurfa að dvelja á Akureyri vegna veikinda, orlofs eða vegna einkaerinda. Íbúðin er í Furulundi 11 E og er kaupverðið kr. 40.500.000. Íbúðin sem er 106m2 er í 5 íbúða raðhúsi, sem byggt er árið 1973. Aðrar íbúðir í raðhúsinu eru í eigu annarra stéttar félaga á höfuðborgarsvæðinu. Þó n okkur hópur félags manna tók þátt í fundum eða þingum sem verkalýðs hreyfingin stóð fyrir á árinu sem fulltrúar félagsins. Þá eru fulltrúar Framsýnar reglulega beðnir um að flytja erindi eða annan fróðleik á fundum og/eða ráðstefnum. Jafnframt hafa fulltrúar stéttarfélaganna farið með fróðleik um starfsemi stéttarfélaga inn í grunn- og framhalds skóla á félagssvæðinu. Það áreyndar líka við um Vinnu skóla á svæðinu. Að venju vorum við dugleg að álykta á árinu um kjara- atvinnu og önnur mál sem varða velferð okkar félagsmanna. Hugsanlega eigum við Íslandsmet í ályktunum. Starfsárinu er samt sem áður ekki lokið, framundan er aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar í lok desember og jólaboð stéttarfélaganna laugardaginn 14. desember. Þá vorum við að klára viðbótarsamning við PCC varðandi hæfnismat sem tryggir starfsmönnum viðbótarlaunahækkun upp á 2,5%. Þá m unum við áfram taka þátt í viðræðum við ríkið, sveitarfélög og Lands virkjun um nýja kjarasamninga fyrir okkar félagsmenn sem starfa hjá þessum aðilum. Eins og skynja má, þá s töndum við vaktina 24-7 hjá Framsýn. Að l okum vil ég þakka öllum þeim sem komið hafa að störfum fyrir félagið fyrir þeirra ómetanlegu og óeigingjörnu störf í þágu félagsmanna sem og þeim sem skipa landslið starfsmanna á skrifstofu stéttarfélaganna. Þau hafa staðið vaktina og gert sitt besta til að halda skútunni á floti með góðu viðhaldi. Fyrir það ber að þakka. Ég tel við hæfi að við rísum úr sætum og heiðrum minningu félaga okkar sem látist hafa á árinu og þeirra sem starfað hafa fyrir félagið eins og Kristjáns 10
Fré t t a bré f stét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýslu m
Ásgeirssonar og Jónu Jónsdóttur sem létust fyrr á árinu. Megi guð gefa okkur og fjölskyldum sem og öðrum gleðileg jól og farsælt komandi ár. Takk fyrir frábært samstarf á árinu sem er að líða.
Góður fundur um leikskólamál Framsýn stóð fyrir fundi með foreldrum ungbarna á Húsavík í síðustu viku ásamt stjórnendum Norðurþings. Umræðuefnið var aðgengi ungbarna að Leikskólanum Grænuvöllum og hækkanir leikskólagjalda. Einnig urðu umræður um álögur vegna fasteignagjalda á Húsavík. Fundurinn var fjölsóttur og voru fundarmenn sammála um að hann hefði verið upplýsandi og góður. Foreldrar höfðu ákveðið frumkvæði að fundinum en þau leituðu til Fram sýnar með ósk um aðkomu félagsins að málinu sem að sjálfsögðu var orðið við.
Framsýn styður baráttu gegn fátækt eldra fólks og öryrkja Framsýn samþykkti nýlega að senda frá sér ályktun um stöðu eldra fólks og öryrkja sem að mati félagsins er ekki boðleg: “Framsýn stéttarfélag styður heilshugar undirskriftarsöfnun þess efnis að enginn eigi að þurfa að lifa af lægri innkomu en kjarasamningsbundnum lág markslaunum og krefst breytinga þegar í stað. Framsýn segir NEI við því að stjórnvöld ætli að hlunnfara öryrkja og eldra fólk. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar hækka lægstu eftirlaun um 3,5% um áramótin og verða eftir hækkun tæplega 80.000 krónum lægri en núgildandi lágmarkslaun í landinu sem tóku gildi 1. apríl 2019. Örorkulífeyrir verður sömuleiðis töluvert lægri en lágmarkslaun eftir hækkun. Framsýn mótmælir þeim ráðagerðum ríkisstjórnarinnar að eftir laun dragist enn frekar aftur úr lægstu launum og krefst þess að lægstu eftirlaun og örorkulífeyrir hækki afturvirkt frá 1. apríl 2019 upp í kr. 317.000 á mánuði. Framsýn fordæmir skilningsleysi stjórnvalda og kallar eftir þjóðarsátt um mannsæmandi kjör og framfærslu fyrir aldraðra og öryrkja. Tryggjum öllum áhyggjulaust ævikvöld, ekki bara sumum!”
Upplýsandi fundur um lífeyrismál Framsýn stéttarfélag stóð fyrir upplýsingafundi um málefni sjóðfélaga innan Lsj. Stapa í byrjun desember. Fundurinn var mjög góður en vissulega má gagnrýna að fólk fylgist ekki almennt betur með sínum málum og mæti á fund sem þennan sem ætlað er að miðla upplýsingum til sjóðfélaga og svara fyrirspurnum um málefni sjóðsins. Á fundinum fóru forsvarsmenn Lsj. Stapa yfir réttindakerfi Stapa, lykiltölur úr rekstri og framvindu fjárfestingarstefnu auk þess sem komið var inn á aukið hlutverk fulltrúaráðs sjóðsins. Eins og segir í upphafi var fundurinn góður og lögðu fundarmenn fjölmargar spurningar fyrir frum mælendur fundarins.
Forstöðumaður og starfsmenn Lsj. Stapa gerðu sér ferð til Húsavíkur til að kynna starfsemi sjóðsins fyrir sjóðfélögum.
Jólasveinn ársins 2019 Guðmunda Steina Jósefs dóttir var valin „Jólasveinn ársins 2019“ á loka fundi stjórnar og trúnaðarráðs Framsýnar á árinu. Trúnaðarmönnum á vinnustöðum, starfsmönnum stéttarfélaganna og stjórn Framsýnar-ung var einnig boðið að sitja fundinn sem fram fór í lok nóvember. Fundarmönnum bauðst að kjósa þann félagsmann sem þykir hafa skarað fram úr í starfi Framsýnar á árinu. Formaður og vara formaður voru ekki í kjöri. Titilinn „Jólasveinn ársins 2019“ hlaut Guðmunda Steina fyrir hennar mikla og óeigingjarna starf í þágu félagsins. Guðmunda er þriggja barna móðir og býr í Laxárdal. Hún hefur verið liðtæk í starfi Framsýnar og gegnir um þessar mundir formennsku í Framsýn-ung. Með þessu öllu saman er hún í námi og vinnur einnig utan heimilis. Sem sagt hörkukona og góður félagsmaður. Þegar valið fór fram gafst mönnum kostur á að gera grein fyrir atkvæði sínu. Hér koma tvö dæmi: „Hún stendur sig vel, mætir vel, fersk og flott baráttukona!“ „Dugleg, mætir á nánast alla fundi, er í fullum skóla, vinnu og með þrjú ung börn. Bíður sig fram á öll þing.“ Guðmunda fékk ekki Óskarinn að gjöf fyrir að vera virkasti félagsmaðurinn 2019 heldur fallegan jólasvein í verðlaun. Framsýn óskar Guðmundu Steinu til hamingju með titilinn.
Kallað eftir auknu umferðaröryggi Á stjórnar- og trúnaðarráðsfundi Framsýnar stéttarfélags mánudaginn 18. nóvember 2019 var samþykkt að skrifa Norðurþingi bréf og koma eftirfarandi ábendingum á framfæri við sveitarfélagið: Í aðalskipulagi Norðurþings er gert ráð fyrir skipulögðu svæði undir iðnað og aðra atvinnustarfsemi á Bakka við Húsavík. Fyrirtækið PCC BakkiSilicon hf. rekur þar í dag öfluga starfsemi með um 150 starfsmönnum. Það er von Framsýnar að heimamönnum takist að laða að frekari atvinnustarfsemi inn á svæðið í sátt og samlyndi við sveitarfélagið og íbúa í Norðurþingi. Það sem veldur félaginu hins vegar verulegum áhyggjum er að vegna húsnæðiseklu á Húsavík býr þó nokkur hluti starfsmanna í verbúðum/starfsmannabústöðum á Bakka. Oft er um að ræða fólk sem hefur ekki aðgang að bifreiðum. Starfsmenn PCC sem búa við þessar aðstæður þurfa því oft að fara fótgangandi til og frá Bakka, eftir illa upplýstum vegi, til að sækja verslun og þjónustu til Húsavíkur sem skapar töluverða slysahættu. Framsýn hefur talað fyrir því að PCC komi sér upp ferðum/strætó milli Húsavíkur og Bakka til að tryggja öryggi starfsmanna sem búa í húsnæði á þeirra vegum á Bakka. Því miður hefur fyrirtækið ekki talið sig geta komið til móts við þær kröfur. Framsýn vill með bréfi þessu vekja athygli Norðurþings á málinu og fara þess á leit við sveitarfélagið að það taki málið upp til umræðu með hagsmunaaðilum, það er að skoðað verði að byggja upp lýsta göngubraut frá Húsavík að Bakka eða komið verði á skipulögðum ferðum milli Húsavíkur við iðnaðarsvæðið á Bakka. Fleiri kostir eru einnig í boði sem rétt er að skoða til að tryggja öryggi vegfarenda. Norðurþing hefur þegar svarað erindi Framsýnar þar sem fram kemur að unnið sé að málinu með hlutað eigandi a ðilum s.s. Vegagerðinni. Menn geri sér grein fyrir aðstæðum og brýnt sé að bregðast við til að auka öryggi vegfarenda.
Fré tta bré f s té tta r fé l a g a n n a í Þ i n g e yj a rsýslum
11
Round Table í heimsókn hjá Framsýn Round Table er alþjóðlegur félags skapur ungra manna á aldrinum 20 – 45 ára. Félagar eru úr hinum ýmsu starfsstéttum þjóðfélagsins. Tilgangur Round Table er að sameina unga menn úr mismunandi starfs greinum til að öðlast betri skilning á þjóðfélaginu og stöðu einstaklingsins innan þess. Að lifa eftir einkunnar orðunum “Í vináttu og samvinnu”. Að auka alþjóðaskilning og vináttu með aðild að Round Table International. Einkunnarorð Round Table eru: Tileinka – Aðlaga – Bæta. Fundir á vegum RT eru mismunandi en þeim er ýmist blandað saman við skemmtun, heimsóknir, kynningar og í raun allt það sem félögum dettur í hug á hverjum tíma. Á dögunum óskuðu félagar í RT-4 á Húsavík eftir kynningu á starfsemi Framsýnar. Að sjálfsögðu var orðið við þeirri ósk og tók formaður Framsýnar á móti hópnum og gerði líflegum gestum grein fyrir starfsemi stéttar félaga og svaraði fjölmörgum spurningum. Eftir kynninguna fékk Aðalsteinn Árni fána RT-4 að gjöf. Það var formaður RT-4 á Húsavík, Sveinn Veigar Hreinsson sem afhendi Aðalsteini fánann frá félaginu um leið og hann þakkaði fyrir kynninguna og móttökurnar. Tæplega 30 manns tóku þátt í fundinum.
LögEign
Löggiltur fasteignasali Garðarsbraut 26 865 7430 hermann@logeign.is
Hermann Aðalgeirsson, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali. Óska eftir eignum á söluskrá og hvet alla þá sem eru í fasteignahugleiðingum að kíkja við á skrifstofu minni að Garðarsbraut 26, efri hæð. Auk þess veiti ég lögfræðilega ráðgjöf, svo sem aðstoð við uppgjör á dánarbúum, gerð erfðaskráa og fjárskiptasamninga svo eitthvað sé nefnt. Hægt er að hafa samband í síma 865-7430 eða á netfanginu hermann@logeign.is
Setið fyrir svörum Formanni Framsýnar var nýlega boðið á starfsmannafund í Borgarhólsskóla. Þar gafst yfirmönnum og starfsmönnum skólans, sem starfa eftir kjarasamningum Framsýnar og Starfsmannafélags Húsavíkur, tækifæri á að spyrja Aðalstein Árna út í ýmislegt varðandi kjara- og réttindamál. Hópur starfsmanna vinnur eftir kjarasamningum þessara tveggja félaga í skólanum. Starfsmenn lögðu fjölmargar spurningar fyrir formanninn. Fundurinn var mjög góður og málefnalegur enda frábært starfsfólk í Borgarhólsskóla á Húsavík.
(Meðfylgjandi mynd er úr myndsafni stéttarfélaganna, tekin í Borgarhólsskóla)
Næsta trúnaðarmannanámskeið Stéttafélögin standa fyrir tveggja daga trúnaðar mannanámskeiði á Húsavík 16. og 17. apríl 2020. Samkvæmt ákvæðum kjarasamninga eiga trúnaðarmenn rétt á því að sækja trúnaðarmannanámskeið og halda launum meðan þau standa yfir. Námskeiðin eru trúnaðarmönnum að kostnaðarlausu. Á námskeiðinu í apríl verður farið yfir lestur launaseðla, launaútreikninga, almannatryggingar og verkefni lífeyrissjóða. Námskeiðið verður auglýst nánar síðar.
Megn andstaða með sameiningu atvinnuþróunarfélaga Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum hafa lengi komið að starf semi Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ásamt sveitar félögum og atvinnurekendum í héraðinu. Fyrrgreindir aðilar voru hluthafar í Atvinnuþróunarfélaginu áður en því var breytt í sjálfseignarstofnun ses. Á hverjum tíma hefur stjórnin verið skipuð fulltrúum frá sveitarfélögum og atvinnulífinu, það er stéttarfélögum og atvinnurekendum. Frá fyrstu tíð hefur samstarf þessara aðila verið til mikillar fyrirmyndar og starfsemi Atvinnuþróunarfélagsins verið öflug, svo eftir hefur verið tekið. Markmið félagsins hefur verið að efla byggð og atvinnu í Þingeyjarsýslum í samstarfi við heimamenn. Nú ber svo við að ákveðið hefur verið að sameina Eyþing, Atvinnuþróunarfélag Eyjarfjarðar og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga í ný landshlutasamtök sem ganga undir vinnu heitinu Norðurbrú. Um þetta urðu sveitarstjórnarmenn á félagssvæði Eyþings sammála, fyrir utan Tjörneshrepp sem stóð í lappirnar og lagðist gegn þessari sameiningu. Sama á við um Framsýn stéttarfélag sem lagðist eindregið gegn sameiningunni. Að mati Framsýnar er það ekki heillaspor fyrir Þingeyinga að færa atvinnuþróun og uppbyggingarstarf atvinnumála í nýtt félag á svæðinu til Akureyrar miðað við samsetningu stjórnar. Samkvæmt nýja skipulaginu verða 7 fulltrúar kjörnir í stjórn fyrir nýtt sameinað félag. Fjórir stjórnarmenn koma frá Akureyri/ Eyjafirði og þrír úr Þingeyjarsýslum. Þingeyingar verða því í minnihluta auk þess sem Akureyringar kröfðust þess að fá stjórnarformanninn vegna stærðar sveitarfélagsins. Eðlilegast hefði verið að stjórnin skipti sjálf með sér verkum enda um samstarfsvetfang að ræða sem á ekki að byggjast á því hver sé stærstur og mestur. Til samanburðar má geta þess að Norðurþing beitti aldrei þessu valdi í stjórn Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga þrátt fyrir að greiða mest til félagsins, heldur var horft til þeirra sem völdust í stjórn á hverjum tíma og stöðu a tvinnu- og byggðamála í héraðinu. Í ljósi þess þarf engum að koma á óvart að í flestum tilvikum féll stjórnarformennskan í hlut sveitarstjórnarmanna austan Húsavíkur enda hefur það svæði til fjölda ára fallið undir brothættar byggðir í skilningi Byggðastofnunnar. Að þeim sökum hefur töluverður tími farið í það á vegum Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga að sinna austursvæðinu umfram önnur svæði í Þingeyjarsýslum, ekki síst í samstarfi með Byggðastofnun. Til málamynda er talað um að lögheimili nýrrar stofnunar verði á Húsavík. Athyglisvert er að ekki er talað um að höfuðstöðvarnar verði á Húsavík í samþykktunum heldur lögheimilið eða bréfalúgan eins og einn ágætur maður orðaði það. Nú mun reyna á að sveitarstjórnarmenn í Þingeyjarsýslum fylgi því eftir að höfuðstöðvarnar verði á Húsavík og þar verði utanumhald um reksturinn, starfs mannahald og framkvæmdastjórinn staðsettur. Það er, meini menn eitthvað með því að svokallað lögheimili verði á Húsavík sem er miðsvæðis á starfssvæði Norður-
brúar. Til viðbótar þarf að tryggja starfseminni rekstrargrundvöll þar sem talað er um að efla starfsemina frekar með sameinuðu félagi með fjórum starfsstöðvum á starfs svæði Eyþings/Norðurbrúar. Eins og fram kemur í þessari samantekt lagðist Framsýn alfarið gegn sameininguni enda hugmyndin ekki á vetur setjandi að mati félagsins. Framsýn stóð fyrir fundi í stjórn og trúnaðarráði félagsins sem skipað er félagsmönnum úr flestum sveitarfélögum í Þingeyjarsýslum. Þar kom fram mjög hörð gagnrýni á sameininguna og samþykkti fundurinn að senda frá sér meðfylgjandi yfirlýsingu sem skýrir afstöðu félagsins til þessarar sameiningar. Formaður fylgdi henni eftir á fulltrúaráðsfundi Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga sem haldinn var í Skúlagarði 19. nóvember þar sem sameining þessara þriggja stofnanna var tekin fyrir og samþykkt formlega með meirihluta greiddra atkvæða. Yfirlýsing -Vegna fyrirhugaðra breytinga á starfsemi Atvinnu þróunarfélags Þingeyinga„Framsýn stéttarfélag leggst alfarið gegn sameiningu Atvinnu þróunarfélags Þingeyinga, Atvinnuþróunarfélags Eyfirðinga og Eyþings. Fram að þessu hefur verið breið samstaða meðal sveitar félaga, samtaka atvinnurekanda og stéttarfélaga í Þing eyjarsýslum um að veita samræmda og þverfaglega ráðgjafaþjónustu tengda atvinnulífi, samfélags- og byggða þróun í gegnum Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga. Atvinnuþróunarfélagið hefur þurft að takast á við mörg krefjandi verkefni ekki síst vegna þess að hluti af starfs svæðinu er skilgreint sem brothættar byggðir. Að mati Framsýnar hefur Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga skilað góðu starfi í þágu samfélagsins. Stjórn félagsins hefur verið skipuð fulltrúum frá sveitarfélögum af öllu svæðinu auk fulltrúum frá atvinnulífinu í Þingeyjarsýslum. Miðað við fyrirliggjandi tillögur verða verulegar breytingar á starfsemi atvinnuþróunar á starfssvæði Eyþings og aðgengi sveitarfélaga og atvinnulífsins í Þingeyjarsýslum að stjórnun félagsins verður ekki með sama hætti og verið hefur. Framsýn stéttarfélag getur því ekki sætt sig við boðaðar breytingar og leggst því alfarið gegn þeim.“ Fré tta bré f s té tta r fé l a g a n n a í Þ i n g e yj a rsýslum
13
Við sjáum ljósið við endann á göngunum Í nóvember fór 20 manna hópur frá Alþýðusambandi Íslands í stutta ferð til Palestínu til að kynnast af eigin raun aðstæðum vinnandi fólks á svæðinu, meðal þeirra sem boðinn var þátttaka í ferðinni var formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson. Í ferðinni voru haldnir fjölmargir fundir m.a. með palestínskum systursamtökum, friðarsamtökum, kvennasamtökum, palestínskum stjórnvöldum og fjölda annarra sem vinna að því að ljúka upp augum heimsins fyrir ástandinu og vinna að bættum hag íbúa í Palestínu sem mátt hafa þola gengdarlausan yfirgang Ísraelsmanna. Þá var sláandi að heimsækja B alata flóttamannabúðirnar sem reknar eru af Sameinuðu þjóðunum. Flestir sem talað var við lögðu áherslu á friðsama bar áttu, mannréttindi og frið. „Við sjáum ljósið við endann á göngunum, við vitum bara ekki hvað göngin eru löng.“ Íbúafjöldi Palestínu er í dag áætlaður tæpar 5 milljónir. Alls hafa 137 ríki Sameinuðu þjóðanna (SÞ) viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki og var Ísland fyrst Norður landanna til þess árið 2011, eins og það var fyrir hernám Ísraels 1967. Þá hefur Palestína áheyrnaraðild að SÞ og einnig A lþjóða vinnumálastofnuninni (ILO). Allt efnahagsog atvinnulíf í Palestínu er gegnsýrt af þeirri staðreynd að landið er í herkví Ísraelsstjórnar og þeirri kúgun sem þjóðin býr við. Besta ræktarlandinu hefur verið rænt, Palestínumenn hafa takmarkaðan aðgang að vatni og rafmagni og allir innviðir samfélagsins eru mjög veikir og ferðafrelsi þeirra mjög takmarkað. Þá eru vandamál bæði varðandi aðdrætti vegna efnahagslegrar starfsemi og að koma afurðum á markað. Atvinnuleysi er mikið, einkum meðal ungs fólks og atvinnuþátttaka kvenna lítil. Þá er þekkt að bændum er gert ómögulegt að rækta og upp skera á landi sínu. Knöpp kjör og allar aðstæður verka fólks og alþýðunnar í Palestínu litast af þessari stöðu. Þá er þjóðin mjög háð efnahagslegri aðstoð og stuðningi erlendis frá sem hefur farið minnkandi undanfarin ár í framhaldi af efnahagskreppunni og pólitískum ákvörðunum stjórnvalda víða um heim. Þannig hefur Bandaríkjastjórn nú skrúfað fyrir nánast allan fjárhagslegan stuðning við Palestínumenn. Í stuttu máli má líkja stöðu Palestínumanna við stöðu
Það var sláandi að hlusta á talsmenn friðarsamtaka í Palestínu fara yfir stöðuna í landinu með fulltrúum ASÍ sem er mjög alvarleg. 14
Fré t t a bré f stét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýslu m
blökkumanna í Suður Afríku þegar aðskilnaðar stefnan var þar við lýði. Þeir eru hraktir til að búa á harðbýlustu svæðunum, verða fyrir endalausri hversdagslegri kúgun og litið er á þá sem ódýrt vinnuafl. Stöðugt er þrengt að landi þeirra með svokölluðum landnámsbyggðum Ísraela sem væri réttara að kalla landránsbyggðir.
Formaður Framsýnar átti góð samskipti við talsmenn P alestínsku verkalýðshreyfingarinnar sem færðu honum trefil að gjöf frá samtökunum.
Samið um hæfnisálag Framsýn og Þingiðn hafa gengið frá samkomulagi við PCC BakkiSilicon hf. sem byggir á ákvæði í sérkjarasamningi aðila um hæfniálag. Aðalsteinn Árni Baldursson og Rúnar Sigurpálsson undirrituðu samkomulagið fyrir hönd PCC og stéttarfélaganna. Samkvæmt samkomulaginu koma laun starfsmanna til með að taka mið af tveimur þáttum, það er starfsaldri og hæfni. Það er, nú geta starfsmenn sótt sér frekari launahækkanir með því að standast gefnar hæfnikröfur. Hæfnisþrepin verða tvö sem starfsmönnum stendur til boða standist þeir þær kröfur sem gerðar eru til hæfniþrepanna. Hæfnisþrep I gefur 2,5% launahækkun og hæfniþrep II gefur 5% launahækkun á grunnflokk við komandi starfsmanns. Við það er miðað að starfsmenn geti náð hæfniþrepunum innan 5 ára frá því að þeir hófu störf hjá fyrirtækinu. Samkomulagið nær til starfsmanna við framleiðslu og viðhald í verksmiðju PCC á Bakka. Mikil vilji er meðal stéttarfélaganna og forsvarsmanna PCC að gera verksmiðjuna á Bakka að góðum vinnustað, liður í því er að huga vel að öryggi, velferð og kjörum starfsmanna.
Er trúnaðarmaður á þínum vinnustað? Starfsmönnum er heimilt að kjósa einn trúnaðarmann á hverjum vinnustað þar sem starfa 5 til 50 starfsmenn og tvo trúnaðarmenn séu starfsmenn fleiri en 50. Að kosn ingu lokinni tilnefnir viðkomandi stéttarfélag trúnaðar mennina. Verði kosningu eigi við komið skulu trúnaðarmenn tilnefndir af viðkomandi stéttarfélagi. Trúnaðarmenn verði eigi kosnir eða tilnefndir til lengri tíma en tveggja ára í senn. Hér með er skorað á þá vinnustaði þar sem ekki er starfandi trúnaðarmaður að gengið verði frá kjöri á trúnaðarmanni sem fyrst. Í dag eru yfir 30 trúnaðarmenn starfandi á félagssvæði stéttarfélaganna. Frekari upp lýsingar eru í boði á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík.
Afsláttarkjör áfram í boði Framsýn og Flugfélagið Ernir hafa gengið frá áfram haldandi samningi um sérkjör fyrir félagsmenn stéttar félaganna sem fljúga með flugfélaginu milli Húsavíkur og Reykjavíkur og gilda á árinu 2020. Samkvæmt samkomulaginu kaupir Framsýn 4800 flugmiða af Erni og endurselur til félagsmanna stéttarfélaganna. Þess má geta að Framsýn er stærsti viðskiptavinur flugfélagsins á Íslandi er viðkemur samningum stéttarfélaga við flugfélagið en stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum hafa verið að selja um 5000 flugmiða á ári til félagsmanna. Áætlað er að félagsmenn hafi sparað sér um 66 milljónir á síðasta ári með því að kaupa miðana í gegnum stéttarfélögin. Samkvæmt nýja samkomulaginu mun miðaverðið haldast óbreytt fram eftir næsta ári en þá kemur til hækkun sem kynnt verður síðar.
Garðar Finnsson er einn af þeim öflugu trúnaðarmönnum innan Framsýnar sem starfar á vinnustöðum á félagssvæðinu.
Stjórnir og starfsmenn stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum óska félagsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra, öðrum Þingeyingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Framsýn-stéttarfélag Starfsmannafélag Húsavíkur Verkalýðsfélag Þórshafnar Þingiðn, félag iðnaðarmanna Fré tta bré f s té tta r fé l a g a n n a í Þ i n g e yj a rsýslum
15
440 4000
Séreignarsparnaður Íslandsbanka
Séreignarsparnaður er ein hagkvæmasta sparnaðarleiðin sem er í boði í dag. Þú getur skráð þig í séreignarsparnað á vefnum á aðeins örfáum mínútum.
islandsbanki.is
islandsbanki.is/sereignarsparnadur
@islandsbanki
Viltu safna fyrir íbúð?
16
Fré t t a bré f stét t a r féla ga n n a í Þ in gey j a rsýslu m