Fréttabréf Framsýnar desember 2018

Page 1

Fréttabréf stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum

4. tbl. 29. árgangur • Desember 2018


FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

Forsíðumynd Fulltrúar Framsýnar heilsuðu upp á pólska starfsmenn þegar þeir voru á ferðinni í Gedansk.

Skipting eftirlaunaréttinda milli hjóna

Vá, þvílíkt verð!

Saga Verkalýðsfélags Húsavíkur „Fyrir neðan bakka og ofan“ er á sérstöku tilboði um jólin. Um er að ræða þrjár bækur sem fjalla um sögu verkalýðshreyfingarinnar, atvinnulífs og stjórnmála á Húsavík í 100 ár. Sögusviðið er frá 1885 til 1985. Ritverkið hefur fengið einstaklega góða dóma. Við erum ekki að grínast, tilboðsverðið er kr. 3.000,-. Bókin er til sölu á Skrifstofu stéttarfélaganna.

Dagbækur/dagatöl í boði

Félagsmenn stéttarfélaganna geta nálgast dagbækur og dagatöl fyrir árið 2019 á Skrifstofu stéttarfélaganna. Þeir sem búa utan Húsavíkur geta hringt á skrifstofuna og fengið dagbækurnar og dagatölin send til sín í pósti. Dagbókunum og dagatölunum er að venju dreift ókeypis til félagsmanna. Reiknað er með að dagatölin og dagbækurnar verði til afgreiðslu til félagsmanna rétt fyrir jólin. Sá góði drengur og Framsýnarfélagi, Hafþór Hreiðarsson, lagði til myndirnar sem prýða dagatölin. Stéttarfélögin færa honum kærar þakkir fyrir það.

Starfsmenn stéttarfélaganna fá reglulega fyrirspurnir frá félagsmönnum varðandi það hvort hjón geti gert samkomulag um skiptingu á eftirlaunagreiðslum eða eftirlaunaréttindum. Í lögum um lífeyrissjóði er ákvæði sem heimilar hjónum og sambúðarfólki að gera samkomulag um skiptingu á eftirlaunagreiðslum eða eftirlaunaréttindum. Ákvæðið er hugsað sem jafnréttis- eða sanngirnismál, til að jafna réttindi þeirra sem verið hafa í á vinnumarkaði og þeirra sem hafa verið heimavinnandi. Skiptingin getur numið allt að 50% af eftirlaunaréttindum og hún skal vera gagnkvæm sem þýðir að ekki er hægt að skipta aðeins réttindum annars aðilans. Heimilt er að skipta réttindum til eftirlauna með þrennum hætti: Lífeyrisgreiðslum skipt Greiðslur sjóðfélaga renna þá allt að hálfu til maka eða fyrrverandi maka. Þetta er tímabundin ráðstöfun á meðan báðir aðilar eru á lífi. Áunnum lífeyrisréttindum er skipt Gera þarf samninginn fyrir 65 ára aldur og áður en lífeyristaka hefst. Ef sjúkdómar eða heilsufar draga úr lífslíkum er hægt að gera slíkan samning. Framtíðarréttindum er skipt Sjálfstæð réttindi myndast fyrir maka til að jafna lífeyrisréttindi til framtíðar. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir í hverju skiptingin er fólgin áður en hún er ákveðin. Eingöngu er verið að skipta rétti til eftirlauna. Réttur til örorku og makalífeyris helst óbreyttur. Í þeim tilfellum þar sem um er að ræða ævilangan makalífeyri má segja að búið sé að jafna réttindi að nokkru leyti. Tekjutenging Tryggingastofnunar gagnvart greiðslum frá lífeyrissjóðum getur einnig flækt málið. Skiptingin getur valdið því að heildargreiðslur til sjóðfélaga og maka frá Tryggingastofnun lækka en óljóst er hvernig Tryggingastofnunar kunna að breytast í framtíðinni. Frekari upplýsingar má finna á vefnum lifeyrismal.is og samantekt Stapa um makasamninga sem birt var í frétt hjá sjóðnum.

Jólakveðja

Stjórnir og starfsmenn stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum óska félagsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra, öðrum Þingeyingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Framsýn-stéttarfélag Starfsmannafélag Húsavíkur Verkalýðsfélag Þórshafnar Þingiðn, félag iðnaðarmanna ÚTGEFENDUR: Þingiðn, félag iðnaðarmanna, Starfsmannafélag Húsavíkur, Framsýn- stéttarfélag, Verkalýðsfélag Þórshafnar. Garðarsbraut 26 • 640 Húsavík • Sími 464 6600 • Fax 464 6601 • e-mail: kuti@framsyn.is • Heimasíða: www.framsyn.is • ÁBYRGÐARMAÐUR: Aðalsteinn Á Baldursson Fréttabréfið er skrifað 5. desember 2018 og gefð út í 2000 eintökum. HÖNNUN/UMBROT og PRENTUN: Ásprent, Akureyri.


FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

Góður gangur hjá Norðlenska

Sigurður Ágúst Þórarinsson bóndi í Skarðaborg sést hér flokka gripi sína í Norðlenska en búið er með þekktari sauðfjárbúum á Íslandi enda mikið lagt upp úr fjárrækt á bænum. Sláturtíð Norðlenska á Húsavík kláraðist í lok október. Um er að ræða lengstu sláturtíð síðustu ára en slátrun hófst 30. ágúst. Alls komu 120 starfsmenn til starfa við sláturtíðina þetta haustið og af 14 þjóðernum. Alls störfuðu 175 manns í sláturtíðinni í haust með þeim sem fyrir voru. Aðeins einu sinni áður hefur fleiri gripum verið slátrað á Húsavík en 95.436 gripum var slátrað í haust sem er 78 gripum færri en í fyrra sem var metár í slátrun á Húsavík. Meðalvigt dilka var með hærra móti þetta haustið en hún var 16,69 kíló. Miðað við fjölda af slátruðu fullorðnu fé má reikna með því að sauðfé hafi heldur fækkað á upptökusvæði Norðlenska á Húsavík. Ekki er þó um verulega fækkun að ræða.

Átt þú rétt á desemberuppbót?

Almenni vinnumarkaðurinn – Iðnaðarmenn: Rétt er að minna á að desemberuppbót fyrir þá sem vinna fullt starf eftir kjarasamningum SGS, Samiðnar og LÍV er 89.000 krónur. Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof. Uppbótina á að greiða ekki seinna en 15. desember og greiðist miðað við starfshlutfall og starfstíma. Allir starfsmenn sem hafa verið við störf hjá atvinnurekenda í samfellt 12 vikur eða meira á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu viku desember. Starfsmenn ríkisins: Starfsmenn ríkisins eiga rétt á 89.000 desemberuppbót m.v. fullt starf og hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall. Allir starfsmenn sem voru við störf hjá ríkinu samfellt í 13 vikur eða meira á síðustu 12 mánuðum og eru hættir störfum eiga sömuleiðis rétt á hlutfallslegri desemberuppbót. Starfsmenn sveitarfélaga: Þá er rétt að geta þess að starfsmenn sveitarfélaga eiga rétt á kr. 113.000 deemberuppbót m.v. við fullt starf og hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall. Þó þannig að starfsmaður hafi hafið störf hjá viðkomandi sveitarfélagi fyrir 1. september. Starfsmaður sem lét af störfum á árinu en hafði starfað í a.m.k. 6 mánuði skal einnig fá greidda hlutfallslega desemberuppbót. Þess ber að geta til viðbótar að starfsfólk sveitarfélaga fær sérstaka eingreiðslu kr. 42.500 sem greiðist 1. febrúar 2019 hverjum starfsmanni miðað við fullt starf í desember 2018 og er enn í starfi í janúar 2019. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall í desember.

Fjarvistaruppbót Landvarða

Hjörleifur sigraði á Framsýnarmótinu

Hjörleifur Halldórsson sigraði Framsýnarmótið í skák sem fór fram í húsnæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum, helgina 27.-28. október. Hjörleifur fékk 5,5 vinninga af 7 mögulegum. Af heimamönnum var Sigurður Daníelsson hlutskarpastur með 4,5 vinninga. Nánar má lesa um mótið á heimasíðunni, skakhuginn.is

Samningur endurnýjaður

Framsýn hefur gengið frá nýjum samningi við Flugfélagið Erni um afsláttarkjör fyrir félagsmenn sem fljúga milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Samningurinn felur í sér að Framsýn í umboði aðildarfélaga Skrifstofu stéttarfélaganna kaupir 4800 flugmiða sem jafngildir um árs notkun félagsmanna á flugmiðum þar sem um 400 félagsmenn fljúga í hverjum mánuði á stéttarfélagsfargjaldinu að meðaltali. Vegna verðlagsbreytinga og aukins kostnaðar í rekstri flugfélagsins náðist ekki að viðhalda óbreyttu verði sem verið hefur frá árinu 2015. Þess í stað hækka miðarnir til félagsmanna í kr. 10.300 per ferð. Þrátt fyrir það er um að ræða mjög gott verð. Nýju miðarnir koma í sölu 1. janúar 2019.

Þeir landverðir sem starfað hafa hjá Vatnajökulsþjóðgarði – á vinnustöðum í óbyggðum- frá árinu 2011 og ekki verið í samband við sitt stéttarfélag s.s. Framsýn, landvarðafélagið eða Starfsgreinasambandið vegna greiðslu fjarvistaruppbótar eru beðnir um að gera það sem fyrst. Eftir að greiðsla fjarvistaruppbótar var viðurkennd með dómi héraðsdóms Austurlands og staðfest hæstarétti https://www.asa.is/images/stories/ DomarPDF/Fjarvistaruppbot2017.pdf gerðu stéttarfélögin sem eiga í hlut kröfu um greiðslu uppbótarinnar til allra sinna félagsmanna sem undir dóminn féllu. Þrátt fyrir dóminn ætlar Vatnajökulsþjóðgarður ekki að greiða uppbótina nema til þeirra landvarða sem hjá þeim hafa starfað nema þeir kalli eftir því sjálfir. Nokkrir landverðir hafa verið í sambandi og er unnið að því með lögmanni að leysa úr þeirra málum og nú sendum við út þetta ákall í þeirri von að ná til þeirra sem ekki hafa þegar haft samband. Desember 2018 3


FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

Öskubuskuævintýri á þingi ASÍ

Starfsmenntasjóður Þingiðnar

Þau Sólveig Anna formaður Eflingar og Ragnar Þór formaður VR náðu kjöri í miðstjórn ASÍ en þau hafa auk formanna Framsýnar og Verkalýðsfélags Akraness barist fyrir breytingum innan verkalýðshreyfingarinnar sem náðu fram að ganga á þingi Alþýðusambandsins.

Á síðasta aðalfundi Þingiðnar var ákveðið að stiga það skref að stofna starfsmenntasjóð sem ætlað er að auðvelda félagsmönnum að sækja sér menntun við hæfi. Um er að ræða mikið framfaraskref fyrir félagsmenn. Á síðasta aðalfundi Þingiðnar var samþykkt að stofna starfsmenntasjóð innan félagsins. Ákveðið var að setja ákveðið stofnframlag í sjóðinn og fjármagna hann síðan með 0,3% framlagi frá félagsmönnum frá og með 1. janúar 2019. Byrjað verður að innheimta gjaldið um áramótin með félagsgjaldinu sem verður áfram 0,7%. Samtals verður því innheimt 1% gjald af félagsmönnum. Á móti eiga greiðandi félagsmenn rétt á allt að 100.000 króna greiðslu á ári fari þeir á námskeið eða sæki sér aðra menntun. Um er að ræða mikinn ávinning fyrir almenna félagsmenn sem vilja viðhalda sinni menntun eða gera sig hæfari til að sinna daglegum störfum.

Óhætt er að segja að þing Alþýðusambands Íslands sem fram fór í lok október hafi verið tímamótaþing. Þingið sjálft fór vel fram en mikil spenna var í loftinu varðandi kjör í flest embætti innan ASÍ. Tæplega 300 fulltrúar tóku þátt í þinginu frá aðildarfélögum sambandsins. Að lokum fór svo að verulegar breytingar urðu á kjöri fólks í trúnaðarstöður fyrir ASÍ. Miðað við niðurstöðurnar var ákall um verulegar breytingar, fólk sem starfað hefur lengi innan ASÍ í stjórnum og ráðum náði ekki kjöri þrátt fyrir að sækjast hart eftir því. Segja má að róttæku öflin innan Alþýðusambandsins hafi unnið fullnaðar sigur svo vitnað sé í fréttaskýringu Ríkisútvarpsins frá niðurstöðum þingsins. Ánægjulegt er að sjá að þrír öflugir formenn innan aðildarfélaga sambandsins, sem hafa verið mjög áberandi í umræðunni um verkalýðsmál, náðu kjöri í þau embætti sem þau sóttust eftir. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness var kjörinn fyrsti varaforseti ASÍ en Guðbrandur Einarsson formaður Landssambands ísl. verslunarmanna fór fram gegn Vilhjálmi en varð að játa sig sigraðan. Guðbrandur hefur lengi starfað við hlið Gylfa Arnabjörnssonar forseta ASÍ sem gaf ekki kost á sér. Þess í stað var Drífa Snædal kjörin forseti. Ljóst er að Drífu bíður mikið starf að sameina ólík sjónarmið innan hreyfingarinnar. Líkt og Vilhjálmur þurfti Drífa að keppa við Sverri Mar Albertsson um embættið. Sverrir og Guðbrandur duttu báðir út úr trúnaðarstörfum fyrir sambandið en þeir voru áður í miðstjórn. Ánægjulegt var að sjá að Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar fengu bæði góða kosningu í miðstjórn. Athygli vakti að tvær reyndar konur sem setið hafa í miðstjórn náðu ekki kjöri, þær Signý Jóhannesdóttir og Ingibjörg Ósk Birgisdóttir sem verið hefur annar varaforseti ASÍ. Að lokum má geta þess að formaður Framsýnar gaf kost á sér í varamiðstjórn og hlaut hann góða kosningu. Fram að þessu hafa félagarnir Aðalsteinn Árni og Vilhjálmur Birgisson verið útilokaðir frá trúnaðarstörfum fyrir ASÍ. Nú eru aðrir tímar og tími umbreytinga hafin. Þessar niðurstöður sanna að menn vilja sjá breytingar í anda skoðana alþýðunnar í landinu. Ekki er ólíklegt að menn eigi eftir að sjá frekari breytingar á forystusveit stéttarfélaga og sambanda á komandi árum. Það er vor í lofti. Reyndar hafa ekki allir gengið sáttir frá borði. Sem dæmi má nefna Guðmund Ragnarsson sem sat um tíma í miðstjórn ASÍ auk þess að vera formaður VM. Hann féll í kosningu til formanns á síðasta aðalfundi félagsins. Fjölmiðlar sáu ástæðu til að draga hann fram í kastljósið á dögunum til að tjá sig um kröfur Starfsgreinasambandsins og VR. Hann taldi þær viðáttu vitlausar, alltof háar. Það er á sama tíma og verkafólk með um 300.000 krónur á mánuði spyr forystumenn stéttarfélaganna að því, hverjum detti eiginlega í hug að semja um svona léleg laun? Sem betur fer, er ekki eftirspurn eftir formönnum í verkalýðshreyfingunni sem hafa ekki skilning á kröfum þeirra sem skrapa botninn er viðkemur kjörum og velferð í þessu landi. Framsýn óskar nýju og fersku fólki velfarnaðar í störfum Alþýðusambands Íslands á komandi árum. Félagsmenn Alþýðusambands Íslands treysta ykkur til góðra verka í þeirra þágu. 4 Desember 2018

Kjaraviðræður í gangi við PCC

Kjaraviðræður stéttarfélaganna Framsýnar og Þingiðnar við PCC BakkiSilicon hf. eru í fullum gangi um þessar mundir. Stéttarfélögin leggja mikið upp úr því að viðræðurnar klárist fyrir næstu áramót þegar núverandi sérkjarasamningur rennur út. Miklar væntingar eru til þess að viðunandi samningar náist sem taki mið af launakjörum í öðrum verksmiðjum á Íslandi sem eru í dag töluvert hærri en hjá PCC á Bakka.

Góðir skólaog námskeiðsstyrkir

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum styrkja fullgilda félagsmenn sem sækja námskeið eða stunda nám með vinnu. Styrkirnir koma frá fræðslusjóðum sem félögin eiga aðild að. Einnig er hægt að sækja til viðbótar um sérstaka námsstyrki frá félögunum sjálfum. Vinsamlegast leitið upplýsinga á skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík.


FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

Skoðuðu verksmiðju PCC

Fyrir nokkru fóru starfsmenn stéttarfélaganna á Húsavík í heimsókn til PCC BakkiSilicon enda mikilvægt að starfsmenn félagana geri sér grein fyrir aðbúnaði starfsmanna verksmiðjunnar. Vel var tekið á móti gestunum sem fengu kynningu á starfsemi verksmiðjunnar og starfsumhverfinu undir góðri leiðsögn Jóakims Júlíussonar sem kemur að öryggismálum hjá PCC. Sjá meðfylgjandi myndir.

Verð á flugmiðum hækkar

Frá og með áramótum verður hækkun á verði flugmiða með Flugfélaginu Erni á flugleiðinni Húsavík-Reykjavík til félagsmanna stéttarfélaganna. Félögin hafa undirritað samkomulag við Erni sem hljóðar upp á kr. 10.300,- per flugmiða enda noti félagsmenn flugmiðana til einkanota. Stéttarfélögin

The price for flight fares increases.

From 1st of January 2019 the price for flight fares with Eagle air from Húsavík to Reykjavík and back increases for union members. The unions and Eagle air have made an agreement for the price to be 10.300,- each fare for personal use of union members.

Vel mætt á samverustund á kvennafrídaginn

Boðað var til samverustundar í fundarsal stéttarfélaganna þann 24. október í tilefni af kvennafrídeginum. Afar vel var mætt og var húsfyllir. Meðfylgjandi mynd var tekin meðan á samverustundinni stóð. Það voru ekki eingöngu konur sem stóðu vaktina á kvennafrídaginn víða um land. Í það minnsta á Arnarhóli í Reykjavík blönduðu karlmenn sér í hópinn og sýndu konum samstöðu og er það vel. Þeirra á meðal var Torfi nokkur Aðalsteinsson, baráttuglaður bárðdælingur sem þekktur er fyrir að hafa sterkar skoðanir á þjóðfélagsmálum og vera ófeiminn við að láta þær í ljósi. Torfi var staddur í Reykjavík á kvennafrídaginn, en hann sat sem fulltrúi Framsýnar á 43. þingi ASÍ sem haldið var dagana 24.-26. október. Hlé var gert á þingstörfum kl.14.55 í tilefni dagsins og konur streymdu á Arnarhól, þar á meðal fulltrúar Framsýnar og Verkalýðsfélags Þórshafnar. Torfi stóð að sjálfsögðu með sínum konum og þrátt fyrir kuldaþræsing í höfuðborginni stóð karlinn keikur á Arnarhóli og mótmælti launamun kynjanna eins og sést á meðfylgjandi mynd. Torfi á ekki langt að sækja baráttugleðina, en til gamans má geta þess að móðuramma Torfa var Halldóra Ólöf Guðmundsdóttir, herská baráttukona sem barðist fyrir bættum hag íslenskrar alþýðu á fyrrihluta síðustu aldar. Halldóra lærði netagerð og var formaður Nótar félags netagerðarmanna um tíma, fyrsta og sennilega eina konan sem gengt hefur því embætti hér á landi. Halldóra barðist ötullega fyrir því að konur sem störfuðu við netagerð nytu sömu launa og karlar. Þá baráttu leiddi hún til sigurs árið 1946 og voru konurnar í Nót þær fyrstu á landinu sem ári náðu launajafnrétti á við karla. Síðan eru liðin 72 ár, sem er kannski ekki langur tími í sögu þjóðar, en enn vantar talsvert uppá kynjajafnrétti okkar Íslendinga. Baráttukonur eins og Halldóra sem risu upp gegn misskiptingu og óréttlæti í árdaga verkalýðshreyfingarinnar voru að mörgum taldar frekar og yfirgangssamar, bæði af körlum og ekki síður eigin kynsystrum. Sú hugsun er sem betur fer á undanhaldi og í dag eru konur frekar metnar af verðleikum, rétt eins og aðrir menn. Konur munu enda halda baráttunni áfram ótrauðar og það fer einkar vel á því að hugsandi menn eins og Torfi haldi uppi merki þeirra sem lönduðu fyrstu sigrunum í jafnréttisbaráttu íslenskra kvenna. Með því einmitt að styðja konur í orði og í verki í baráttu þeirra til jafnréttis – til betra samfélags.

Desember 2018 5


FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

Annáll ársins 2018

-Stiklað á stóru úr starfi FramsýnarNú fer enn eitt árið að renna sitt skeið á enda. Þá er rétt að taka aðeins stöðuna, hvarfla augunum yfir það sem liðið er, en leiða jafnframt hugann að áframhaldandi verkum. Árið 2018 markar tímamót i sögu Framsýnar stéttarfélags, en 10 ár eru liðin síðan það var stofnað upp úr nokkrum félögum í Þingeyjarsýslum. Það væri synd að segja að lognmolla hafi einkennt starf Framsýnar það sem af er ári. Strax í upphafi árs var það umræðan um kjarasamninga á almennum vinnumarkaði sem átti sviðið. Fyrsta ályktun félagsins á árinu var hvatning til aðildarfélaga ASÍ að nýta sér ákvæði í kjarasamningum og segja þeim upp þegar samningar komu til endurskoðunar í febrúar. Þá var enda ljóst að forsendur samninga voru brostnar. Framsýn talaði afar skýrt fyrir uppsögn kjarasamninga og það voru því mikil vonbrigði að aflokinni atkvæðagreiðslu, sem fram fór á formannafundi ASÍ í febrúar að svo varð ekki. Naumur meirihluti formannanna kaus að bíða vetrarins með að sækja kjarabætur fyrir sitt fólk og fara þá fram með festu. Nú er sá tími runninn upp og ætti ekki að vera nokkuð til fyrirstöðu að herða nú sóknina og sækja fast fram. Almennt verða kjarasamningar sem Framsýn á aðild að í gegnum landssamböndin lausir nú um áramótin. Undirbúningsvinna við mótun kröfugerðar vegna væntanlegra kjaraviðræðna við okkar viðsemjendur hófst strax í byrjun árs. Sú vinna er langt komin, enda markmiðið að ganga frá nýjum kjarasamningi fyrir áramót. Mikil gróska hefur einkennt atvinnulífið á Mið-Norðurlandi undanfarin ár í mestu iðnaðaruppbyggingu sem um getur í sögu Norðurlands. Stór uppbyggingarverkefni hafa staðið yfir og í tengslum við þær framkvæmdir hafa um 2000 manns komið tímabundið inn á atvinnusvæði Framsýnar, það er til viðbótar við það vinnuafl sem fyrir var. Það er við byggingu kísilmálmverksmiðjunnar á Bakka, við jarðvarmavirkjunina á Þeistarreykjum, við gerð Vaðlaheiðargangna og við þá miklu uppbyggingu sem verið hefur í ferðaþjónustunni hér á svæðinu. Auknum framkvæmdum hefur fylgt fjölþjóðlegt starfslið og félagsmenn Framsýnar á þessum tíma komið víða að úr heiminum. Það er gaman að geta þess að fólk frá 38 þjóðlöndum greiddi til félagsins á síðasta ári. Við búum mjög vel að hafa frábært starfslið á skrifstofu stéttarfélaganna. Álag á þau hefur verið mikið á þessum umbrotatímum atvinnulífsins, en okkar fólk hefur leyst úr öllum þeim málum sem upp hafa komið, með miklum sóma. Uppbyggingu áðurtalinna verkefna er nú að mestu lokið. Á Þeistareykjum malar nú 90 MW gufuaflsvirkjun, sem komin er í fullan rekstur og framleiðir að megninu til orku fyrir Kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka, en verksmiðjan hóf starfsemi um miðbik ársins. Við teljum niður dagana þar til Vaðlaheiðargöng verða opnuð og líklega verða þau jólagjöfin í ár. Göngin munu koma til með að styrkja samfélögin, bæði austan og vestan Vaðlaheiðar t.d. með greiðari aðgangi að fjölbreyttari vinnumarkaði. Það væri synd að segja að hjól atvinnulífsins hafi ekki snúist liðlega á árinu og fjölbreytileiki þess verið með allra mesta móti. Atvinnuleysi hefur ekki verið teljandi á þeim svæðum sem mesti uppgangurinn hefur náð til, en hætt er við að þær tölur geti hækkað eitthvað þegar líður á veturinn. Við skulum heldur ekki alveg gleyma okkur í hamingju yfir auknum

6 Desember 2018

atvinnutækifærum, staðan í þeim málum er hreint ekki góð í öllum byggðalögum Þingeyjarsýslna. Þar nefni ég þær byggðir sem nær eingöngu hafa haft afkomu sína að sjávarútvegi og landbúnaði. Atvinnugreinum sem hafa til lengri tíma haldið í okkur lífinu, en eiga nú í vök að verjast. Það er meðal annars hlutverk stéttarfélags að verja þau samfélög, að hafa skoðun á hverning við byggjum landið og hvernig við skiptum gæðunum. Á árinu minntumst við stofnunar Verkakvennafélagsins Vonar með veglegum hætti, en 28. apríl voru liðin 100 ár frá stofnun félagsins. Þann dag blésum við til fagnaðar í Menningarmiðstöð Þingeyinga og buðum til okkar góðum gestum. Þar fór fram vönduð dagskrá í tali og tónum og borið var fram bakkelsi að hætti formæðranna. Þá var opnuð sýning á ljósmyndum af verkakonum við störf á starfstíma Vonar. Sérstakt afmælisblað Framsýnar var gefið út í tilefni tímamótanna og út kom ljóðabók með völdum ljóðum eftir Björgu Pétursdóttur, konuna sem fyrst kom fram með hugmyndir af stofnun baráttusamtaka fyrir alþýðukonur. Bókin ber nafnið Tvennir tímar. Í Árbók Þingeyinga 2018 mun starfsemi Verkakvennafélagsins verða gerð ítarleg skil, en bókin kemur út í lok næsta árs. Framsýn stóð fyrir fjölmennri samkomu í „Höllinni“ á baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí . Um 600 manns sóttu hátíðina, sem að þessu sinni var tileinkuð aldarminningu Verkakvennafélagsins Vonar. Framsýn tók að venju þátt í heiðrun sjómanna á Húsavík á sjómannadaginn og eins og undanfarin ár heimsóttu fulltrúar félagsins Raufarhafnarbúa í tilefni sjómannadagsins og buðu bæjarbúum upp á kaffi og tertur. Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum slóu saman í trúnaðarmannanámskeið í upphafi árs. Tókst námskeiðið afar vel og er það fjölmennasta trúnaðarmannanámskeið sem félögin hafa haldið. Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar, ásamt formönnum Þingiðnar og Starfsmannafélags Húsavíkur brugðu sér til Gdansk í Póllandi nú í haust. Tilgangur ferðarinnar var að heimsækja pólsku verkalýðshreyfinguna Solidarnosc og efla með því tengslin á milli félaganna. Tekið var á móti hópnum með kostum og kynjum og heppnaðist ferðin afar vel. Forvígismenn Solidarnosc töldu að nauðsynlegt væri að efla tengsl milli verkalýðshreyfinga landanna tveggja, enda um 18.000 Pólverjar búsettir á Íslandi um þessar mundir, eða um 5 % þjóðarinnar. Ferðir sem þessar fara fulltrúar Framsýnar á eigin vegum, en áður hefur hópurinn heimsótt verkalýðsfélög í Færeyjum, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Vegna mikillar eftirspurnar fjárfesti Framsýn í fjórðu íbúðinni í Þorrasölum í Kópavogi á árinu, en íbúðirnar þar hafa verið afar vel nýttar. Fjárhagstaða félagsins er góð um þessar mundir og á aðalfundi Framsýnar sem haldinn var í júní síðastliðnum var samþykkt að hækka styrki til félagsmanna, suma þeirra verulega. Félagsmenn Framsýnar hafa góðan aðgang að starfsmenntastyrkjum og orlofskostir félagsins voru vel nýttir af félagsmönnum Framsýnar og fjölskyldum þeirra í sumar sem leið. Framsýn leggur mikið upp úr því að félagsmenn sem láta af störfum á vinnumarkaði vegna aldurs eða örorku haldi áfram réttindum í félaginu og segja má að Framsýn hafi farið fyrir þeim félögum sem leggja mikið upp úr þessum þætti, enda haft fjárhagslega burði til þess. Því miður er það svo að í allt of mörgum tilfellum tapa félagsmenn viðkomandi stéttarfélaga réttindum við starfslok. Það er margt sem stendur til boða fyrir okkar fólk , en að öllu því ólöstuðu bera ódýru flugfargjöldin með flugfélaginu Erni þar líklega hæst. Margir


FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA fullyrða að þar sé um að ræða eina allra mestu kjarabót sem Framsýn hefur samið um fyrir félagsmenn sína. Félagið okkar er öflugt og ég held að það sé ekkert mont þó ég segi að Framsýn sé einn af máttarstólpum Þingeysks samfélags og styðji það dyggilega. Það gerir félagið með beinum hætti í formi ýmis konar styrkja, með öflugum stuðningi við æskulýðs- og íþróttastarfsemi í héraðinu, með styrkjum til menningarmála, auk þess að standa fyrir fundum og viðburðum af ýmsu tagi. Framsýn hefur ályktað um ýmis málefni það sem af er ári. Það er líf í félaginu okkar og við látum rödd okkar heyrast. Ég nefndi hér í upphafi að vinna væri hafin við gerð kjarasamninga. Það er gaman að geta þess að fyrsta sinn í sögu Starfsgreinasambands Íslands ganga öll aðildarfélög þess saman að samningaborðinu. Á 43. þingi Alþýðusambands Íslands sem haldið var í lok október blésu hressandi vindar og þar gerðust einnig sögulegir atburðir. Kona var kjörin forseti sambandsins í fyrsta sinn í 102 ára sögu þess, fulltrúar róttækari afla í hreyfingunni voru kjörnir í margar helstu trúnaðarstöður innan sambandsins og fólk af erlendum uppruna, starfandi á Íslandi átti rödd á þinginu. En það sem vakti sérstaka athygli og var ákaflega ánægjulegt var hlutur unga fólksins, sem mætti sterkt til leiks á þetta þing. Þar er án efa að skila sér kröftugt ungliðastarf SGS – félaganna. Framsýn á í því starfi öfluga fulltrúa sem láta sig málin varða og vekja sannarlega vonir um kröftuga verkalýðsbaráttu framtíðar. Mikil endurnýjun varð á stjórn og trúnaðarráði Framsýnar á árinu og bjóðum við nýja félaga, ásamt nýjum trúnaðarmönnum sérstaklega

velkomna til starfa. Þið verðið ugglaust góð viðbót við alla þá frábæru einstaklinga sem sinna trúnaðarstörfum fyrir félagið okkar. Að vera virkur í starfi stéttarfélags krefst áhuga og fórnfýsi og það eru ekki allir fúsir til þeirra starfa. Styrkur Framsýnar liggur í mannauði ykkar kæru félagar, sem fórnið tíma ykkar og orku í að sinna því sem þið eruð kosin til eða ráðin til að gera. Og mig langar til að nota hér tækifærið og þakka ykkur fyrir allt ykkar óeigingjarna starf í þágu félagsins. Hér að framan hef ég tæpt á nokkrum atriðum úr starfi Framsýnar það sem af er ári og drepið á því allra helsta. En við skulum ekki dvelja of lengi í fortíðinni, nú er vert við líta fram á veginn. Við skulum halda áfram ótrauð, okkar góða starfi, með hækkandi sól á nýju ári, en eins og segir í kvæðinu:„Hvað þá verður veit nú enginn og vandi er um slíkt að spá“. Kæru vinir. Framundan gætu verið erfiðir kjaraviðræður og þá mun reyna á styrk okkar. Við, fólkið í félögunum þurfum að láta okkur málin varða til að forystufólk okkar fái þann stuðning sem skyldi. Það þurfa að nást mikilvægar kjarabætur og þá er það samstaðan sem er lykilatriði. Það mun reyna á samstöðu SGS - félaganna í viðræðum við atvinnurekendur. Það mun reyna á fögur fyrirheit enn einnar nýrrar ríkisstjórnar Íslands, sem setti sér þá stefnu í húsnæðismálum að tryggja húsnæðisöryggi allra landsmanna. Það mun einnig reyna á fyrirheit hennar um uppbyggingu heilbrigðiskerfis, um samgöngumál, um atvinnu og byggðamál. Loforð um að styðja við þá sem standa hvað höllustum fæti í okkar annars ágæta þjóðfélagi. Við tölum þar um verkafólk, láglaunafólk, um aldraða og öryrkja. Nú þurfum við sjálf að brýna vopnin og bíta í skjaldarrendur. Við skulum koma blóðinu á hreyfingu með því að minnast loka útspils Kjararáðs til hollvina sinna. Krefjast bættra kjara. Það er ekki í boði að að þiggja einu sinni enn ölmusu úr auðvaldslúkum, brauðmolarnir eru búnir! Við krefjumst réttlætis! Verum Framsýn í orðsins fyllstu merkingu, stöndum sem einn maður við bakið á nýkjörinni, baráttuglaðri verkalýðsforystu og veitum þeim allan þann styrk sem okkur er unnt. Gleðileg jól Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar stéttarfélags

Allt á fullu í samningagerð

Frábærar móttökur hjá Solidarność

Um þessar mundir standa yfir kjaraviðræður milli Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins en kjarasamningar aðila eru lausir um næstu áramót. Verkalýðshreyfingin leggur mikið upp úr því að klára viðræðurnar fyrir áramót með nýjum kjarasamningi. Á þessari stundu er erfitt að segja til um hvort það gengur eftir. Þess má geta að Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar fer fyrir þeim hópi samninganefndar SGS er viðkemur kjarasamningi Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins vegna starfsfólks í ferðaþjónustu. Mikill hugur er innan aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins, sem núna fara í fyrsta skiptið sameinuð í viðræðurnar við SA, að knýja fram ásættanlega niðurstöðu enda telja þau að félagsmenn þessara félaga eigi inni umtalsverðar hækkanir á launum, félagsmenn sem flestir eru á kauptöxtum sem eru innan við kr. 300.000,mánaðarlaun. Á næstu vikum hefjast svo viðræður við samninganefnd ríkisins og sveitarfélaga vegna kjarasamninga Starfsgreinasambands Íslands við þessa aðila en þeir eru lausir 31. mars 2019. Það er því óhætt að segja að það sé brjálað að gera hjá starfsmönnum þeirra stéttarfélaga sem eiga í hlut s.s. Framsýnar stéttarfélags.

Sjómenn!

Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar stéttarfélags verður haldinn fimmtudaginn 27. desember 2018 í fundarsal félagsins. Fundurinn hefst kl. 17:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Boðið verður upp á hefðbundnar veitingar og óvæntan glaðning. Mikilvægt er að sjómenn láti sjá sig á fundinum. Stjórn Sjómannadeildar

Mirosslaw Piórek sem er einn af æðstu mönnum Solidarność flutti fróðlegt erindi um stöðuna á pólskum vinnumarkaði. Til hliðar má sjá Agnieszku Szczodrowska sem túlkaði fyrir hópinn. Félagar úr stjórn og trúnaðarráði Framsýnar auk starfsmanna félagsins fóru í náms- og kynnisferð til Póllands í lok september. Tilgangurinn var að heimsækja Solidarność í Gedansk og fræðast um uppbyggingu verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífs í Póllandi. Til að gera langa sögu stutta voru móttökurnar frábærar. Solidarność skipulagði tveggja daga stranga dagskrá þar sem gestunum frá Íslandi var gert grein fyrir kjarasamningagerð, starfsmenntamálum og samstarfi verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda og stjórnvalda að málefnum er snerta vinnumarkaðinn í Póllandi. Auk þess var farið með gestina í heimsóknir í tvær skipasmíðastöðvar í Gdansk og á söfn tengd sögu Solidarność og stríðinu en seinni heimstyrjöldin byrjaði í Gdansk með áras Þjóðverja á borgina. Alls fóru 16 fulltrúar frá Framsýn í ferðina á eigin vegum. Desember 2018 7


FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

Tímamótasamkomulag Framsýnar og Solidarność

Eins og fram hefur komið gerðu fulltrúar frá Framsýn sér ferð til Póllands í haust til að kynna sér málefni verkalýðshreyfingarinnar í Póllandi auk þess að nota ferðina til að funda með forsvarsmönnum Solidarność um samstarf félaganna. Móttökur Solidarność voru hreint út sagt frábærar og eftir vinsamlegar samræður handsöluðu formenn Framsýnar og Solidarność samkomulag þess efnis að félögin skiptist á upplýsingum sín á milli er tengist verkalýðsmálum og réttindum verkafólks í löndunum tveimur. Forsvarsmenn Solidarność telja sig geta lært töluvert á uppbyggingu verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi auk þess að kynna sér hvernig Íslendingar hafa tekist á við þann mikla fjölda erlendra starfsmanna sem komið hafa til starfa á Íslandi. Pólverjar eru að glíma við svipaðan vanda og við Íslendingar. Meðan Pólverjar yfirgefa landið í leit að betra lífi og atvinnu sem gefur þeim mun hærri laun en í Póllandi leita Úkraínumenn og önnur þjóðarbrot sem búa við léleg kjör til Póllands í atvinnuleit. Vandi Íslendinga og Pólverja er því svipaður er varðar að gæta hagsmuna þessa hóps. Framsýn lagði sérstaka áherslu á að fá aðstoð Solidarność við að afla upplýsinga um verktaka sem hafa verið að koma til Íslands með starfsmenn. Því miður er oft um að ræða fyrirtæki sem gera í því að snuða starfsfólk. Þá leikur grunur á um að erlendir starfsmenn hafi verið að framvísa fölsuðum vottorðum til Framsýnar sem félagið er með til skoðunar, það er til þess að fá styrki úr sjúkrasjóði félagsins. Framsýn tók málið upp við Solidarność sem gáfu fulltrúum Framsýnar góðar upplýsingar og ráð hvað það varðar.

Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson og Krzysztof Dosla forseti Solidarność í Gdansk handsöluðu samkomulag um samstarf verkalýðsfélaganna. Við það tækifæri tók Krzysztof Dosla fram að hann væri mjög áhugasamur um samstarfið. Formaður Framsýnar svaraði því til að fulltrúar Solidarność væru alltaf velkomnir í heimsókn til Framsýnar. 8 Desember 2018

Gjöf til minningar um Hafliða Jósteinsson

Nýlega færði Framsýn stéttarfélag Hvammi heimili aldraðra á Húsavík gjöf til minningar um Hafliða Jósteinsson sem lengi kom að störfum fyrir stéttarfélögin á Húsavík. Hafliði var mjög virkur í starfi stéttarfélaganna á Húsavík og tók sæti í varastjórn Verslunarmannafélags Húsavíkur 28. febrúar 1966 en til stofnfundar félagsins var boðað 6. september 1965. Hann sat lengi í stjórn og trúnaðarmannaráði Verslunarmannafélags Húsavíkur, þar af sem formaður um tíma. Auk þessa var hann í trúnaðarstörfum fyrir Landssamband íslenskra verslunarmanna. Við sameiningu stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum árið 2008 tók Hafliði sæti í stjórn deildar- verslunar og skrifstofufólks innan Framsýnar. Hann sat í stjórn deildarinnar til ársins 2011. Við það tækifæri var Hafliða þakkað áratuga starf hans að málefnum verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar og Verslunarmannafélags Húsavíkur með viðurkenningarskjali sem bar yfirheitið „Framúrskarandi félagsmaður í Framsýn.“

Það voru þau Hildur Sveinbjörnsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur, Pétur Helgi Pétursson forstöðumaður fasteigna og Sigurveig Arnardóttir trúnaðarmaður starfsmanna og stjórnarmaður í Framsýn sem veittu gjöfinni viðtöku fyrir hönd Hvamms. Með þeim á myndinni er formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson. Um er að ræða Soundbar/hljóðstöng og DVD spilara til að spila tónlist. Eins og kunnugt er var Hafliði mikill tónlistarmaður og því er gjöfin vel við hæfi en Hafliði starfaði síðustu æfiárin á Hvammi og spilaði og söng reglulega fyrir heimilisfólkið á Hvammi. Hljóðstöngin nýtist einnig vel við að magna upp hljóð úr sjónvarpinu fyrir heimilisfólkið sem sumir hverjir hafa tapað heyrn.

Hljóðstöngin er þegar komin upp og samkvæmt heimildum Framsýnar er mikil ánægja með gjöfina meðal heimilisfólks á Hvammi heimili aldraðra.


FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

Jóna lætur af störfum sem formaður

Eftirlit á fjöllum

Starfsmenn stéttar­ félag­ anna fara reglulega staðaeftirlit. Hér Jóna Matthíasdóttir formaður deildar verslunar- og skrifstofufólks innan í vinnu­ Framsýnar hefur skipt um starfsvettvang og er því ekki lengur félagsmaður má sjá eftirlitsfulltrúa í Framsýn. Hún hefur hafið störf á sýsluskrifstofunni á Húsavík. Því hefur stéttar­félaganna, Aðalstein hún látið af störfum sem formaður deildarinnar og jafnframt sagt sig frá J. Halldórsson ræða við öðrum trúnaðarstörfum fyrir Framsýn og LÍV. Jónína Hermannsdóttir tvo erlenda starfsmenn varaformaður deildarinnar tekur við sem formaður fram að næsta aðalfundi ferðaþjónustunnar á Gríms­ í janúar nk. Á kveðjufundi var Jónu þökkuð vel unnin störf í þágu Framsýnar stöðum sem voru við störf í um leið og henni var óskað velfarnaðar í nýju og krefjandi starfi. Hennar Hólseli. Þær voru ánægðar verður sárt saknað enda unnið mjög vel að málefnum félagsins og þar með með lífið og tilveruna á fjöllunum þrátt fyrir töluverða einangrun. Þess má geta að á Grímsstöðum félagsmanna deildarinnar. eru tveir aðilar sem reka ferðaþjónustu, annar þeirra er einnig með ferðaþjónustu í Hólseli.

Stjórn Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar er skipuð hörku fólki. Fyrir liggur að finna þarf nýjan formann á næsta aðalfundi deildarinnar í janúar þar sem Jóna er ekki lengur gjaldgeng sem formaður.

Áhugi fyrir trúnaðarmannsstöðu hjá GPG

Að sjálfsögðu var einnig heilsað upp á heiðurshjónin á Grímsstöðum, þau Sigríði Hallgrímsdóttir og Braga Benediktsson. Þau sýsla við ýmislegt s.s. veðurathuganir, eftirlit með vegum og þá eru þau með ferðaþjónustu.

Gengið frá persónuverndarstefnu

Ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga voru samþykkt frá Alþingi í vor. Lögin innleiða reglugerð ESB um persónuvernd sem sett var vorið 2016 og samanstendur m.a. af nýrri reglugerð um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga. Lögin staðfesta að sá grundvallarréttur sem felst í vernd persónuupplýsinga einstaklinga verði tryggður fyrir alla. Með hinum nýju lögum verða gerðar töluverðar breytingar á þeim réttarreglum sem gilda um meðferð persónuupplýsinga. Lögin munu taka til allra stofnana og flestra fyrirtækja hér á landi. Innan Framsýnar og Þingiðnar sem aðild eiga að Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík hefur verið unnið að því að innleiða nýju persónuverndarstefnuna og er hún nú aðgengileg á heimasíðu stéttarfélaganna. Samkvæmt persónuverndarstefnu stéttarfélaganna skulu þau ávallt sjá til þess að vinnsla persónuupplýsinga hjá þeim séu í samræmi við persónuverndarlöggjöf hverju sinni. Til viðbótar má geta þess að stéttarfélögin hafa tilnefnd/skipað Halldór Oddsson lögmann ASÍ (halldoro@asi.is) sem persónuverndarfulltrúa Framsýn fór á dögunum í vinnustaðaheimsókn til starfsmanna GPG félaganna, Framsýnar og Þingiðnar. Hlutverk persónuverndarfulltrúa er: á Raufarhöfn. Að venju var vel tekið á móti gestunum frá Húsavík en um – Að sinna eftirliti með reglufylgni og aðstoða stéttarfélögin við að uppfylla 30 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu og tóku flestir þeirra þátt í fundinum. Formaður Framsýnar svaraði fyrirspurnum starfsmanna auk þess að fara skyldur sínar skv. Persónuverndarlögum. – Vera tengiliður við eftirlitsvaldið sem í þessu tilviki er fyrst og fremst yfir stöðuna í kjaraviðræðum aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Þá var gengið frá kjöri á trúnaðarmanni fyrir Persónuvernd. starfsmenn. Svo fór að slegist var um stöðuna þar sem þrír starfsmenn gáfu – Taka við ábendingum og kvörtunum frá félagsmönnum frá hinum kost á sér í embættið. Talningu er nú lokið og verður nýr trúnaðarmaður skráðu (félagsmönnum) ef þeir telja að stéttarfélög sem ábyrgðar- og skipaður formlega á næsta stjórnarfundi Framsýnar í desember. Á vinnsluaðili með persónuupplýsingar séu ekki að uppfylla sínar skyldur. – Vera félagsmönnum stéttarfélaganna innan handar við ráðgjöf og aðstoð meðfylgjandi mynd má sjá hluta af þeim starfsmönnum sem tóku þátt í fundinum. í málum er varða persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga á vinnustað. Desember 2018 9


FRÉTTABRÉF STÉTTARFÉLAGANNA

Tilkynning

- Viltu vera félagi -

Á árinu 2018 greiddu fjölmargir launamenn til Framsýnar- stéttarfélags iðgjöld skv. ákvæðum kjarasamninga. Félagið gætir hagsmuna þeirra allra gagnvart atvinnurekendum í héraði og fer með umboð þeirra í samstarfi við verkalýðshreyfinguna á landsvísu. Allir sem greitt er af til félagsins afla sér réttinda í sjóðum þess og njóta verndar þeirra kjarasamninga sem félagið gerir og allir sem greitt er af eru færðir á félagaskrá sem fullgildir félagsmenn nema þeir óski eftir því að vera ekki á henni. Það athugist að einungis fullgildir félagsmenn njóta kosningaréttar og kjörgengis í félaginu. Hér með er þeim tilmælum beint til þeirra launamanna sem greiddu iðgjöld til félagsins á árinu 2018 en vilja ekki vera á félagsskrá sem fullgildir félagsmenn að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík sem allra fyrst.

Iðnaðarmenn ganga frá kröfugerð

Þingiðn er aðili að Samiðn, sambandi iðn­ félaga. Sambandið hefur nú gengið frá kröfugerð sem þegar hefur verið lögð fyrir Sam­tök atvinnu­ lífsins en kjara­samningar iðnaðar­­manna eru lausir um næstu áramót. Ljóst er að iðnaðarmenn telja löngu tímabært að nám þeirra verði metið til hærri launa, ekki síst þar sem ákveðinn flótti hefur verið úr atvinnugreininni í betur launuð störf. Ef marka má þessa mynd er öðlingurinn Þorvaldur Yngvason, sem er félagsmaður í Þingiðn, klár í slaginn fyrir bættum kjörum.

Skipt um þak

Stjórn Framsýnar- stéttarfélags

Í sumar var gert við þakið á skrifstofuhúsnæði stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26. Skipt var um járn, pappa og timburklæðningu að hluta. Á síðustu árum hefur húsið verið tekið í gegn enda komið á töluvert viðhald. Það var Norðurvík sem sá um framkvæmdina.

Víða miklar framkvæmdir

Orlofsíbúðir málaðar

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því að mála íbúðir Framsýnar og Þingiðnar í Þorrasölum í Kópavogi og er verkinu nú lokið. Um er að ræða 5 íbúðir. Mjög góð nýting er á íbúðunum og eru þær í stöðugri útleigu til félagsmanna. Auk þessara íbúða á Framsýn eina íbúð í Reykjavík sem og Starfsmannafélag Húsavíkur. 10 Desember 2018

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að miklar framkvæmdir hafa verið í gangi í Þingeyjarsýslum á undanförnum árum og hefur fjöldi starfsmanna komið að framkvæmdunum. Hér má sjá mikla heiðursmenn sem voru við vegagerð í sumar á Hólasandi þegar fulltrúar Framsýnar áttu leið hjá í eftirlitsferð um héraðið. Þetta eru þeir Baldur Baldvinsson og Bjarni Hilmar Ólafsson.


Þú ert alltaf nr.

#1 í röðinni hjá okkur Við látum þig ekki bíða því þín viðskipti skipta okkur máli. Hringdu beint í þjónustufulltrúann þinn.

Sparisjóður Suður-Þingeyinga Mývatnssveit 464 6220

Laugum 464 6200

Húsavík 464 6210


islandsbanki.is islandsbanki.is

Snertilausar Snertilausar greiðslur Íslandsbanka

Borgaðu með símanum í næsta posa Ánægðustu Ánægðustu viðskiptavinir í bankaþjónustu 5 ár í röð.

440 4000 4000 440

Sæktu Sæktu kortaappið kortaappið og tengdu kreditkortið þitt. Þú Þú borgar borgar snertilaust í posum um allan heim með með Android. Android.