Page 1

3 tölublað Skólaárið 2012/13

MARS 2013

Gefið út af sambandi íslenskra framhaldsskólanema n Dreift frítt í alla framhaldsskóla landsins

Ræðumenn á rauðum sokkum Bls.26-29

Myndaþáttur

Marina Adjammobitz

Hugleikur Dagsson

Kjurr


2 Í upphafi

Framhaldsskólablaðið

mars 2013  blað 03

Leiðari

Nýtt Framhaldsskólablað Hjalti Vigfússon

Sigurlaug G. Jóhannsdóttir

Þórarinn Gunnarsson

Ritstjórn

Ritstjórn

Heimir Bjarnason

Lóa Björk Björnsdóttir

Salka Valsdóttir

Ritstjórn

Ritstjórn

Hrefna Björg Gylfadóttir

Viktor Ingi Lorange

Margrét Unnur Guðmundsdóttir

FÓLKIÐ Á BAK VIÐ BLAÐIÐ

Ritstjórn

Ritstjórn

Ljósmyndir

Ritstjórn

Ljósmyndari

Þ

egar að við tókum að okkur það verkefni að vera í ritstjórn Framhal� dsskólablaðsins settum við okkur þá stefnu að gera blaðið að málgagni framhal� dsskólanema. Í þeirri stefnu fólust nokkrir hlutir.������������������������ Ritstjórnin átti einun� gis að vera skipuð framhaldsskól� anemum. Í blaðinu áttu að birtast greinar og umfjallanir eftir framhal� dsskólanema um hluti sem koma okkur við. Í bland við þetta átti að vera almennara efni sem væri þó skrifað af framhaldssskólanemum. Blaðið átti að verða vettvangur fyrir framhaldsskólanema til að koma sér eða skoðunum sínum á fram� færi. Í blaðinu muntu því geta lesið um menntakerfið sem við lifum og hrærumst í og er sjaldan fjallað um. Þú munt lesa hugleiðingar og greinar eftir framhaldsskólanema. Þú munt lesa viðtöl og umfjallanir um framhaldsskólanema og fullt af öðrum hlutum gerða af framhal� dsskólanemum. Með þessu viljum við gera Framhal� dsskólablaðið að miðli sem opnar fyrir umræður og býr yfir einhverjum verðleikum. Geti gagnast okkur sem og skemmt okkur. Þar sem að flestir fjölmiðlar fjalla sjaldan um framhaldsskólanema nema til þess að gagnrýna einstaka slæm frávik viljum við fjalla um alla hina. Í framhaldsskólunum eiga sér nefninlega stað oft á tíðum frábærir hlutir.������������������������������� Þar lifir og hrærist aðdáunar� vert fólk. Við ætlum að einblína á þetta fólk og þessa hluti. Kominn tími til að einhver geri það.

Framhaldsskólablaðið 3. tölublað - 2. árgangur Útgefandi: Samband íslenskra framhaldsskólanema (neminn@neminn.is) Útgáfustjóri: Guðmundur Rúnar Svansson (ábm.) (grs@neminn.is) Hönnun á blaði: Jón Ingi Stefánsson Umbrot: Stefán Rafn Sigurbrjörnsson Ritstjóri: Hjalti Vigfússon Prentun: Landsprent.

Með þessu viljum við gera Framhal� dsskólablaðið að miðli sem opnar fyrir umræður og býr yfir einhverjum verðleikum.

Hjalti Vigfússon ritstjóri

Í þessu blaði...

10

Kjurr

16 24 Myndaþáttur

Ræðumenn á rauðum sokkum

14

Hugleikur Dagsson Söngkeppnin 2013

18

Paraguay

SÍF eru hagsmunasamtök íslenskra framhaldsskólanema og heildarsamtök nemendafélaga í 29 framhaldsskólum af landinu öllu. Skrifstofa SÍF er í Hinu Húsinu í Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík. Heimasíða SÍF er www.neminn.is. Framhaldsskólablaðinu er dreift í alla framhaldsskóla landsins. Því er einnig dreift í alla háskóla landsins og í frídreifingu á almenningsstaði á höfuðborgarsvæðinu og í stærri byggðalögum með framhalds- og háskóla. Inni í framhaldsskólunum fer dreifing fram í samstarfi við nemendafélag hvers skóla. Á skólaárinu 2011-2012 verða gefin út fjögur tölublöð, tvo á hvorri önn. Næsta tölublað kemur út í byrjun október. Þeim sem vilja birta efni eða taka að sér verkefni fyrir ritstjórn blaðsins geta sent tölvupóst á ritstjori@neminn.is. Þeir sem vilja auglýsa í blaðinu geta sent tölvupóst á grs@neminn.is

22


4 Ungleikur

Framhaldsskólablaðið

mars 2013  blað 03

Ungleikur á nýju ári S

Hjalti Vigfússon Tók viðtalið

tefán Ingvar Vigfússon og Guðbrandur Loki Rúnarsson eru tveir af þremur stofnendum Ungleiks. Ungleikur er sjálfstætt starfandi leikhópur og framleiðsluhópur sem miðar að því að leiða saman ung leikskáld og leikara. Ungleikur er samt ekki eins og hver annar leikhópur þar sem að leikhópurinn er endurnýjaður árlega og verk frumflutt í hvert skipti. Fyrsta sýning Ungleiks fór fram í Borgarleikhúsinu 6. nóvember síðastliðinn og alls voru sýnd 11 verk. Sýningin hlaut verðskuldaða athygli. Það seldist upp á sýninguna í Borgarleikhúsinu á þrem dögum og var í framhaldinu haldin aukasýning á Norðurpólnum. Áhugi fólks á Ungleik leynir sér ekki og Stefán og Loki hafa stórar hugmyndir fyrir Ungleik í framtíðinni.

Hugmyndin kviknaði í Austurríki

Eins og svo margar aðrar góðar hugmyndir kviknaði hugmyndin að Ungleik á fylleríi í evrópskri stórborg. „Við vorum að bitrast yfir því hvað aðstæður fyrir unga rithöfunda sem vilja koma sér á framfæri séu lélegar á Íslandi. Síðan fékk ég einhvernvegin þessa hugmynd. Hugmyndin var í upphafi sú að búa til eitthvað í kringum verk sem ég hafði skrifað og langaði til að setja upp í Borgarleikhúsinu, það var bara alltof stutt þannig að ég neyddist til að finna eitthvað í kringum það.” segir Stefán og hlær. „Síðan komu Loki og Hávarr, sem var með okkur í þessu, inn í þetta og hugmyndin þróaðist út frá því. Hugmyndin var sú að rithöfundar á aldrinum 16 - 25 ára gætu í rauninni sent hvað sem er inn, síðan þróaðist þetta, þetta varð í rauninni miklu betra. Þetta gekk allt saman vonum framar. Við sýndum fyrir nokkur hundruð manns á einni viku og fengum mjög góða dóma frá fagfólki, leikurum og leikstjórum.“

Þrjú leikrit í fullri lengd í kortunum

„Þetta var líka bara snilldar hópur sem við vorum með. Og þar er gallinn. Við erum með svo hæfileikaríkt fólk að það getur gert svo margt annað líka. Við erum í rauninni bara í lamasessi vegna menntaskólaleikritanna. Við erum samt langt frá því að vera hættir. Ungleikur er bara að starfa miklu meira sem framleiðslufyrirtæki þessa stundina. Við erum núna að framleiða stuttmynd sem kemur út í sumar.” Segir Stefán. „Stefnan var að halda stöðugri dagskrá og vera með sýningu aftur í vetur. Það er ekki að fara að gerast útaf menntaskólaleikritum og öðru en við stefnum hins vegar á mjög metnaðarfulla sýningu nú í sumar. Í kortunum núna eru þrjú leikrit í fullri lengd.” Loki bætir við: “Það er líka virkilega gaman að sjá að margir þeirra sem voru í Ungleik eru að vinna saman að fleiri hlutum. Sjálfur er ég að vinna mikið með fólki sem var í Ungleik og síðan var leikritið sem fékk hvað mesta athygli, Skál fyrir kurteisi, sett upp aftur í LHÍ,” segir Stefán. „Það var líka annað markmið sýningarinnar. Að leiða saman fólk með svipaðar hugmyndir og opna fyrir nýja möguleika. Það er t.d. hellingur af skáldum sem þekkja kannski enga góða leikara sem gátu þarna komið sér upp tengslaneti,” bætir Loki við. „Núna þurfa þau ekkert á okkur að halda lengur.”

Mikilvægt að ungt fólk komi sér á framfæri

„Þetta er líka mikilvægt upp á það að vekja áhuga ungs fólks á leikhúsi. Fólk er að koma og sjá sýningu eftir vini sína eða sjá vini sína leika og út frá því sprettur vonandi áhugi. Okkar kynslóð fer miklu meira í bíó og á tónleika heldur en í leikhús og vonandi kemur þetta til með að hvetja fólk til að fara í leikhús. Það er líka bara mjög mikilvægt að rödd ungs fólks heyrist í leikhúsunum. Nútíma tónlistarmenning á Íslandi spratt mjög mikið upp úr því þegar að fólk fór

að taka sjálft upp efni og koma sér sjálft á framfæri með því að halda tónleika. Það er ekkert sem segir að rithöfundar og leikarar geti ekki gert það sama. Þetta er bara spurning um að vekja áhugann á því og passa að gera gott efni. Við viljum að leiklistin springi út og vekji athygli á sama hátt og tónlistin hefur verið að gera út fyrir landssteinana. Ungt fólk þarf ekki að vera svona háð kerfinu, fara úr menntaskólaleikritunum í lítil hlutverk í stóru leikhúsunum. Þetta er strax farið að fá athygli og allir geta gert þetta ef metnaðurinn og hæfileikarnir eru til staðar. Fólk má líka senda á okkur efni ef það er með eitthvað í höndunum á ungleikur@gmail.com. Ef fólk sendir okkur gott efni þá erum við alltaf til í að taka þátt í því og koma því í farveg. Ef að við fáum 10 góð verk, þá setjum við upp sýningu,” segir Stefán að lokum.


6 15 ára frumkvöðull

Stýrir fyrirtæki af vistinni í MA S

Starri Steindórsson er 15 ára gamall MA-ingur sem á framtíðina fyrir sér í fyrirtækjareksri. Þrátt fyrir ungan aldur starfar hann sem forstjóri hjá Wild C Limited, fyrirtæki sem hann einnig stofnaði. Ég tók hann á tal þar sem hann satt rólegur í herbergi sínu á heimavistinni og beið eftir spurningum.

Hver er Starri Steindórsson? Þórarinn Gunnarsson Tók viðtalið

Ég fæddist á Akureyri en fluttist þaðan þegar ég var fjögurra ára gamall til Hong Kong með fjöskyldunni. Þegar ég var 7 ára spurði ég pabba hvað vextir séu og átta ára vorum við pabbi búnir að setja á laggirnar banka þar sem hann geymdi peninginn fyrir mig og borgaði mér vexti eins og í alvöru banka. Það mætti því segja að viðskiptahlið lífs míns hafi byrjað snemma. Svo var það þegar ég var að vinna fyrir heildsölufyrirtæki í Hong Kong að ég tók eftir því að þeir voru ekki að selja vörur til einstaklinga. Ég pældi mikið í ferlinu og stofnaði í framhaldinu mitt eigið fyrirtæki þann 24. júlí síðastliðinn sem ég stýri í dag og heitir Wild C Limited. Fyrir síðustu haustönn fluttist ég svo aftur til Akureyrar til þess að stunda nám.

Hvernig virkar Wild C Limited? Fyrirtækið virkar þannig að einstaklingar í Hong Kong og nágrenni panta sér íslenskan fisk í gegnum netið. Ég kaupi fiskinn hér og sendi hann út til Hong Kong þar sem maður að nafni Elvar Alfreðsson tekur við fisknum, pakkar honum saman og kemur honum til viðskiptavinarins. Þetta ferli tekur um 2 daga og fá viðskiptavinirnir því ferskan íslenskan fisk upp að dyrum. Viðskiptavinirnir eru aðallega sólgnir í þorskinn en við erum líka að senda út fullt af bleikju og humri. Við erum svo þrjú sem koma að þessu; ég starfa sem forstjóri, systir mín sem markaðstjórin og Elvar sér mikið um mál sem koma upp úti.

Er þetta að borga sig? Þetta tekur ekki svo mikinn tíma, kannski 1-2 tíma á dag en þetta gæti alveg farið upp í 5-7 tíma ef ég vildi, þetta er algerlega þess virði ef maður hefur áhuga og finnst gaman að. Eins og þetta er að gera sig fyrir mig þá er engin þörf á því að vinna með skóla, tekjurnar eru alveg góðar. Þær eru það góðar að ég gæti ef ég vildi hætt í skólanum og gert eitthvað annað, en auðvitað vil ég það ekki. Maður er þó ekkert að lifa neinu forstjóralífi, ég hef það bara notalegt eins og venjulegur námsmaður á vistinni, það eru engar penthouse íbúðir og eðalbílar fyrir mig ennþá.

Framhaldsskólablaðið

mars 2013  blað 03


Framhaldsskólablaðið mars 2013  blað 03

Er ekki erfitt að stofna fyrirtæki Hong kong? Nei þetta er mjög auðvelt, Hong Kong er einn opnasti markaður í heiminum og það tekur ekki nema kannski viku og fjármagn uppá 150.000 kr til að koma þessu öllu af stað. Þú þarft bara að lesa þér vel til um reglurnar þarna úti og fjármagnið og ef þú hefur það er lítið mál að koma fyritæki af stað. Kínverska er ekki nauðsynlegur eiginleiki til að hafa og ég tala mestmegnis ensku. Hong Kong hefur að geyma bresk áhrif og má sjá sterk merki breskrar menningar þar og voru þeir með nýlenduverslun þarna í u.m.b 100 ár. Ég tala ekki mikla kínversku, rétt nóg til þess að redda mér en ekki meira en það.

Hver er svo framtíðarstefnan? Núna um páskana fer ég út að skoða reksturinn. Helsta markmiðið er að stækka fyrirtækið. Wild C Limited er auðvitað bara fyrsta fyrirtækið og ég ætla ekki að fara að binda mig strax við neitt. Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér, mig langar að stofna fyrirtæki hér á Íslandi áður en að ég klára framhaldskóla og þá lítur höfuðborgin sérstaklega vel út. Hver veit nema að ég setji eitt fyrirtæki á laggirnar áður en að ég útskrifast, spurninginn er bara hvað er í boði næst.

4 stuttar. Ferðu betur með starfsfólkið þitt en Nike? Já, ég passa allavega að borga starfsfólkinu þokkaleg laun. HK eða AK? AK sérstaklega á frammhaldskóla árunum það er alltaf eitthvað að gerast hér á vistinni og svo er þetta bara frábær staður. Hversu mörg jakkaföt áttu? það er kannski skammarlegt að segja það en ég á aðeins 1 jakkaföt en þau verða líklegast fleiri eftir ferðina mína um páskana. Er Wall Street: Money Never Sleeps uppáhalds myndin þín? Ég hef bara ekki séð hana en Wall street heillar mig ekki.

15 ára frumkvöðull

7


8 Allir eru að hlusta

Framhaldsskólablaðið

Allir eru að hlusta

mars 2013  blað 03

Undanfarið hefur umræða um hlut kvenna og karla í fjölmiðlum farið mikinn. Þetta er að mínu viti mjög góð og þörf umræða. Umræða um hlutfall kvenna í Gettu betur og hlut kvenna í kvikmyndagerð hefur vakið fólk til umhugsunar þó svo að hart hafi verið tekist á um ástæður, orsakir og lausnir.

Hjalti Vigfússon Skrifar

Í umræðunni hefur mér þó fundist vanta umfjöllun um einn miðil: Útvarpið. Ég tók því saman tölur um hlut kvenna og karla sem vinna á útvarpsstöðvum stærsta fjölmiðlafyrirtæki landsins, 365. Dæmi nú hver fyrir sig um ástæður og orsakir. Ekki náðist í Ívar Guðmundsson, dagskrárstjóra Bylgjunar við vinnslu greinarinnar. Kannski kann hann einhverjar skýringar.

Létt Gull Bylgjan FM957 X-ið977 Bylgjan Bylgjan

17 2 17 3 12 1

3

1

2

0

upplýsingar fegnar af visir.is


10 Hugleikur

Framhaldsskólablaðið

mars 2013  blað 03

Hugleikur Aðalstræti er stelpugata. Það er að segja í skilningi flestra barna sem fæddust á svipuðu leyti og ég. Á stelpugötum eru ljósin gulleit og hugguleg, minna á birtu frá sólsetri eða sígarettu glóðar. Þar stóð á fimmtudags eftirmiðdegi við gult hús í stíl við birtuna. Stofan: Uppfull af ýmsum menningakimum og krókum. Þar stendur einmitt einn slíkur, Hugleikur Dagsson með sólsetursgulan bjór í annarlegum samræðum við eldri mann. Samræðurnar þeirra á milli entust stutt þar sem ég snaraði manninum frá afgreiðsluborðinu og beint í sæti rétt við gluggan. Lítilvæg birta frá stelpugötunni í stíl við bjórinn og eldri mannin, sem nú skartaði pípu í munnvikinu. Við þessa stemningu hófust þær miklu samræður sem urðu uppspretta þessarar greinar sem þú ert núna um það bil að klára inngangin að. Lóa: Þú ert frekar farsæll listamaður og efnið þitt vinsælt meðal stór hóps, finnur þú fyrir því að peningarnir skili sér til þín?

Lóa Björk Björnsdóttir Tók viðtalið

Hugleikur: Þetta eru óreglulegar tekjur, ég er reyndar núna byrjaður að láta aðra sjá um fjármálin fyrir mig. Upp á skattin er frekar hræðilegt að vera starfandi listamaður, nema maður geri einhverja áætlun fyrirfram. Ég fæ eiginlega bara heilablóðfall á því að hugsa um þetta. Ég fékk eina vinkonu mína til að sjá um þessi mál, hún talar við endurskoðandann fyrir mig, því ég skil hann ekki einu sinni. Tekjurnar eru mjög mismunandi, ég er allavega ekki neitt rosalega ríkur, ég næ rétt að borga leiguna. Síðasta ár var ekki neitt sérstaklega tekjuhátt ár hjá mér, jafnvel með tekjulægri árum hjá mér síðan þetta byrjaði allt saman að ganga upp. Núna í ár er ég að fá fleiri verkefni og þá koma hærri tekjur inn. Ég sótti ekki um listamannalaun síðasta ár því þá bjóst ég við því að ég myndi græða meira á bókunum mínum. Ég sótti um

þau í ár og fékk þau, en ég veit það ekki alveg, það er eiginlega rosalega mismunandi hvernig þetta gengur hjá mér. Tekjurnar af bókunum koma einu sinni á ári, þannig það er rauninni mjög hentugt að fá listamannalaun, svo að maður geti nú borðað meðan maður er að skrifa bækurnar sem maður fær seinna borgað fyrir. Lóa:Hvernig finnst þér að vera listamaður á íslandi? Hugleikur: Ógeðslega fínt. Hjá mér að minnsta kosti, vegna þess að ég lifi á þessu. Ég hef samt ekki neitt rosalega mikið viðmið við aðra listamenn vegna þess að ég að ég er eiginlega sá eini sem er að gera það sem ég er að gera. Tekjur hjá tónlistarmönnum og hefðbundari rithöfundum eru allt öðruvísi en mínar. Ég veit í rauninni ekkert hvernig mér gengur miðað við aðra listamenn. Lóa: Myndiru hvetja krakka til að feta sömu braut?

Hugleikur: Já ef það er það sem þau vilja gera. Ég mæli eindregið með því að fara í skóla og mennta sig í listum. Þegar ég útskrifaðist úr menntaskóla þá var planið mitt alltaf að gera eitthvað tengt listum. Ég ætlaði að gera hefðbundnari myndasögur, ofurhetjumyndasögur, en það er ekki markaður fyrir því hér. Ég þurfti að læra að tjá mig listrænni hátt og eini kosturinn hér á landi var að fara í LHÍ. Ég komst þangað inn eftir að hafa sótt um tvisvar, það var ekki fyrr en í þriðju atrennu sem ég komst inn. Ég mæli með því að fara í skóla því það er svo mikilvægt að hafa einhvern vettfang til þess að gera mistök. Þessi þrjú ár í listaháskóla eru til þess að æfa sig, til þess að læra að fá á sig gagnrýni; til þess að fatta hvað það sem þú ert að hugsa eru villigötur og hvað af því er sniðugt. Það er mjög mikilvægt að fá þessar athugasemdir frá kennurunum um það sem mætti fara betur. Ef ég hefði ekki farið í Listaháskólann, þá hefði ég örugglega gert þessi mistök á opinberum vettfangi, sem er verra, en að gera þau í skóla er allt í lagi. Þar á maður að gera þessi mistök.


Hugleikur 11

Framhaldsskólablaðið mars 2013  blað 03

Lóa: Hvernig er verkefnið þitt sem þú ert að vinna að núna?

Lóa: minnir mig svolítið á Curb your enthusiasm

Hugleikur: Við Sigurjón Kjartansson höfðum nokkru sinnum fundað um að gera teiknimynd. Við gerðum meira að segja einhvern pilot fyrir mjög löngu síðan að einni teiknimynd. Hann vildi gera íslenska teiknimynd eftir að ég hafði einu sinni unnið með þeim í Tvíhöfða en ég myndskreytti útvarpssketsana þeirra fyrir tíu árum síðan. Það eru tvö ár síðan að Sigurjón kallaði mig á fund og bað mig að pitch-a hugmynd að teiknimynd. Ég var með skrýtna hugmynd um tölustafakalla, þar sem karakterarnir voru 1 og 0, og ég hugsaði með mér að þetta væri ótrúlega einfalt animation og hægt væri að gera mjög mikið með þetta. Ég sá fyrir mér teiknimynd svipaða South-Park nema að allt myndi gerast í einhverskonar tölustafaheimi. Á leið minni á fundinni átta ég mig á því að það er miklu sniðugra að hafa fleiri en eina hugmynd. Ég fékk þá flugu í hausinn að stinga líka upp á teiknimynd sem væri um mig. Þá var ég nýbúinn að sjá þætti sem heita Life and Times of Tim sem að því er ég best veit entist í þrjár þáttaraðir á HBO. Í þeim þáttum er rosalega einföld grafík og áherslan er lögð á talmálið og það heppnast mjög vel í þessari lágstemmdu teiknimynd. Þá áttaði ég mig á því hversu auðvelt er að gera svona að South-Park er ekki eina leiðin við að gera einfalda teiknimynd. Mér datt í hug að stela þá soldið animation ferlinu þeirra og sá fyrir mér teiknimynd sem gerist í miðbænum og fjallar um mig. Þetta datt mér í hug á leiðinni á þennan fund með Sigurjóni sem einskonar ,,back-up plan” . Svo endaði á því að Sigurjón samþykkti þá hugmynd frekar en þá um tölustafina, þessa glænýju hugmynd sem ég var ekkert búinn að spá mikið í. Þá hefst ég handa við að skrifa einhverskonar synopsis á því og svo fer það í gegnum framleiðsluferli sem tók tvö ár. Fá allskonar samþykktir og sækja um allskonar styrki og þvíumlíkt, svo loks kemst það í gegn í lok síðasta árs. Þá vorum við búin að skrifa nokkur gróf handrit. Ég flýtti mér hreinskrifa handritin og fá tíma í hljóðveri. Ég skrifaði söguna meira og minna með Þorra bróður mínum, Árna Vilhjálmssyni og Lóu Hjálmtýsdóttur sem eru í FM Belfast. Ég, Þorri og Anna Svava Knútsdóttir skrifuðum handritið að þáttunum. Þegar það var komið að hljóðstúdíóinu í ferlinu þá eyddi ég nóttinni fyrir hverja einustu upptöku að hreinskrifa hvern einasta þátt upp á nýtt og bæta inn í. Daginn eftir lásum við nýprentuð handrit í hljóðstúdíóinu. Við gerðum einn þátt á dag og þegar við höfðum klárað að taka upp þættina þá fer ég beint í að teikna hverja einustu fígúru og hvern einasta ,,location” í þáttunum. Ég sendi svo teikningarnar mínar á animator sem heitir Kristján Freyr sem situr í þessum töluðu orðum sveittur við að animate-a þriðja þátt. Við erum á fullu að þessu akkurat núna. Ferlið er þannig að ég teikna, skanna það inn í tölvuna, set það upp í photoshop og atriðin sömuleiðis, sendi það á Kristján Frey sem klárar þetta í forriti sem heitir After Effects.

Hugleikur: Já, þetta er náttúrulega bara eins og Curb your enthusiasm, Seinfeld, Klovn, Louis CK. Þetta er svolítið búið að vera ný bylgja, að grínistar eru að leika sjálfan sig. Ég tek svolítið þessa pælingu og innleiði hana í teiknimynd.

Þættirnir eru ólíkir því sem ég er hvað þekktastur fyrir, þessum ,,punch-line” dónabrön-

Lóa: Myndiru fara aftur í Kvennó ef þú værir að velja núna?

Mér finnst raunar ótrúlega skrýtið að vera ekki femínisti. Minn skilningur á feminisma er í grundvallaratriðum jafnréttisstefna.

Hugleikur: Já, ég held það, það var fínt þar. Ég man þegar ég var að velja menntaskóla, þá var ég alveg að klára Hagaskóla og Hjörtur frændi minn sem er árinu eldri en ég var í Kvennó og var alltaf miklu meira kúl en ég, og ég spurði hann hvort að Kvennó væri skólinn fyrir mig. Hann sagði mér að félagslífið væri ágætt en ég vildi bara vita hvert lúðarnir færu. Hann sagði mér að þeir færu í Kvennó og þá sannfærðist ég um að ég ætti að fara þangað. Ég held að það hafi verið í fyrsta skiptið sem ég viðurkenndi upphátt að ég væri lúði.

durum. Í þáttunum reynum við að hafa karakterþróun og erum jafnvel ekki alltaf að reyna að vera fyndin. Við erum að gera grín að manngerðum og ég geri aðallega mikið grín að sjálfum mér. Eitt af mínum helstu áhyggjuefnum er að ég komi út sem afar ósympatískur karakter, ég var ekki beint að gera mig neitt sérstaklega frábæran. Það gengur heldur ekkert, ef þú ert að búa til grín um sjálfan þig, þá geturu ekki verið að tala um að þú sért frábær. Það er nákvæmlega ekkert fyndið við það að vera æðislegur.

Lóa: Hvar verður hægt að sjá þættina? Hugleikur: Þættirnir verða sýndir í haust á RÚV. Seinast þegar ég vissi þá stóð til að sýna þetta klukkan hálf tíu á fimmtudögum. Lóa: Hvaða skóla varstu í? Hugleikur: Kvennó.

nisti. Það er svo eðlilegt að vera femínisti. Ég er að bíða eftir deginum þar sem að spurningin ,, Ertu femínisti?” verður ótrúlega skrýtin spurning. Mér finnst það vera sjálfsagðasti hlutur í heimi. Ef einhver segist ekki vera femínisti þá er ég eiginlega alveg viss um að það sé annaðhvort einhver glataður gaur, eða skilji einfaldlega ekki orðið. Það er augljósasti hlutur í heimi að konur verða fyrir meira óréttlæti en karlar, það er öskrandi staðreynd. Lóa: Fannst þér Seth MacFarlane samt skemmtilegur kynnir á óskarnum? Hugleikur: Já, ég tók ekki einu sinni eftir því að hann færi eitthvað yfir strikið. Um leið og Boobs-lagið kom þa hló ég. Ég skynjaði bara allt annað í þessu heldur en einhverskonar hatur. Kannski er það vegna þess að ég er

afsökunar á og sagt að sé brandari. Það er einmitt það sem þetta snýst um, það er ekki hægt að segja ,,Hey, það ætti að nauðga þessari þingkonu! Fattaru ekki? Þetta er brandari!”. Það vantar brandarann í þetta. Það sem Seth MacFarlane gerði með Boobs-laginu sínu var að deila á Hollywood samfélagið. Alltaf þegar að brjóst leikkonu sjást í bíómynd þá verður það að forsíðugrein. Hann tekur þá staðreynd að það þyki fréttnæmt að kona sýni brjóstin sín í kvikmynd og gerir það að söngleikjalagi, gera það að ýktari og asnalegri hlut en það þegar er. Hann er að segja: svona ert þú Hollywood, þú ert korteri frá því að syngja lag um það að það séu brjóst í bíómynd. Lóa: Áttu þér einhverjar fyrimyndir í gríni? Hugleikur: Margar. Leikstjórinn John Waters. Þegar ég hef skrifað leikrit þá hef ég tekið eftir því að ég skrifa mjög svipað og hann. Allavega í fyrstu leikritunum sem ég skrifaði. Núna er ég farinn að pæla aðeins meira í því sem ég skrifa. Lóa: Ertu þá að tala um Leg? Hugleikur: Já, Leg og Forðist okkur. Þá tók ég eftir því eftirá að ég var ómeðvitað undir miklum áhrifum frá honum. Louis CK er bestur og Sarah Silverman. Núna er ég mikið að spá í grínistum sem heita T.J Miller og Maria Bamford, þau eru bæði með mjög óhefðbundið, persónulegt grín. Anthony Jeselnik er ég hrifinn af og Amy Schumer. Ef þau tvö sæju um Óskarinn þá yrði sennilega hætt við útsendingu, vegna þess að ef að það er eitthvað til sem heitir ,,rangur” húmor, þá eru þau með hann. Persónan Amy Schumer leikur er þessi skemmda Prom Queen. Brandararnir hennar snúast margir um deit, búlímíu og jafnvel date-rape og fleira í þeim dúr á rosalega óviðeigandi hátt. Stand-up Önnu Svövu er einmitt ekkert ósvipað hennar. Lóa: Anna Svava er snillingur Hugleikur: Já, hún er snillingur. Grínið að leika sig sem svolítið clueless prinsessu með ranghugmyndir en nota dúllulega viðhorfið til að komast upp með það. Sem er það sama og Sarah Silverman gerir í rauninni líka. Hún kemst upp með hvað sem er, talar um Helförina og 9/11 og gleymir því aldrei vegna þess að það var dagurinn sem latté-bollinn sem hún pantaði alltaf hækkaði í verði. Ég er mjög hrifinn af gríni sem gengur of langt, heimskulegum húmor og súrrealískum húmor. Ég virðist sjálfur eiga auðveldast með svona húmor sem ,,fer yfir strikið”. Mér finnst það

Lóa: Ertu femínisti? Hugleikur: Já. Lóa: Afhverju er mikilvægt að vera femínisti? Hugleikur: Mér finnst raunar ótrúlega skrýtið að vera ekki femínisti. Minn skilningur á feminisma er í grundvallaratriðum jafnréttisstefna. Það fer alltaf í taugarnar á mér þegar fólk segist ekki vera femínistar heldur jafnréttissinnar. Það er eins og að segja ég er ekki femínisti ég er femínisti, því það er það sama. Ég held að það sé kannski orðið ,,femínisti” sem fer í taugarnar á fólki. Ætli þeim finnist orðið femínisti einfaldlega svona kellingalegt orð? Mér finnst eiginlega að það ætti frekar að vera orð yfir það að vera ekki femínisti heldur en orð yfir það að vera femí-

búinn að horfa mikið á Family Guy. Um leið og ég sé þennan náunga þá sé ég bara hans ,,persona” sem er í grundvallaratriðum douchebag frá Mad Men tímabilinu. Lóa: Hvað með anórexíubrandarann? Hugleikur: Já, æ mér fannst það bara eins og þetta brjóstalag hans. Ef það var eitthvað sem fór í mig þá var það þegar hann var að gera grín að litlu stelpuni. Það var glatað. Hún var þarna og maður ætti bara aldrei að tala svona við litla stelpu. Lóa: En er hans karakter þá eins og þessi Gillz-pæling? Hugleikur: Munurinn á Seth Macfarlane og Gillz er sá að Seth Macfarlane er grínisti. Gillz er bara einhver sem sagðist vera grínisti til að afsaka það að hann væri douchebag. Það sem MacFarlane segir, það byrjar og endar eins og brandari. Það hefur einhverskonar uppbyggingu og svo kemur punchline-ið sem er í grundvallaratriðum að segja eitthvað rangt. Gillzenegger segir aldrei neina brandara, hann er ekkert fyndinn. Lóa: Jú, hann kallar fólk rasshausa Hugleikur: Það væri eins og ef ég myndi labba að einhverjum úti á götu og kalla hann fávita og segja síðan ,,Fattaru ekki? Þetta var brandari”. Það sem er kannski best hægt að nota gegn Gillz er þessi blessaða bloggfærsla hans, sem hann hefur bæði margoft beðið

Munurinn á Seth Macfarlane og Gillz er sá að Seth Macfarlane er grínisti. Gillz er bara einhver sem sagðist vera grínisti til að afsaka það að hann væri douchebag. svolítið spennandi sport. Lóa: Sjokkera smáborgarana svolítið? Hugleikur: Ég ætla allavega ekki að fara að kalla neinn smáborgara. Einhverntímann var ég með uppistand og ég ákveð að segja smá brandara um Landakotsskóla. Þá sló þögn yfir salinn sem var nýbúinn að hlæja mjög mikið að fyrri brandaranum mínum. Svo smátt og smátt eftir þögnina og nokkur andköf fór salurinn að hlæja. Og það er eiginlega uppáhalds tegundin mín af hlátri. Ég trúi ekki á að það sé eitthvað viðfangsefni sem má ekki grínast með. Tungumálið og ímyndunaraflið er of takmarkalaust til þess að það sé eitthvað til sem ekki má gera grín að. Fyrir mér er það ekki hvað þú segir heldur hvernig þú segir það. Sumir pirra sig á því að einhver komist upp með að segja eitthvað sem aðrir komast ekki upp með, spyrja hvort það skipti máli hver segi brandarann. Svar mitt við því er já, það skiptir máli hver segir brandarann.


12

Framhaldsskólablaðið

mars 2013  blað 03

Hver ákvað að ég væri vitlaus? Viktor Ingi Lorange skrifar

Þ

að vilja margir meina að ungt fólk á Íslandi í dag séu einstaklega áhuga- og skoðanalaust á þjóðfélagsmálum. Sumt fólk gengur svo langt að segja að ungt fólk hafi bara ekki neinar skoðanir á neinu nema sinni eigin sjálfhverfu. Þetta heyrir maður frá fullorðnu fólki sem telur sig og sínar kynslóðir vera alvitrar mannvitsbrekkur bara vegna þess hve oft það hefur upplifað það að jörðin hefur farið heilan hring í kringum sólina. Reyndar er það ekki bara fullorðið fólk sem talar svona um æsku landsins. Því oftar en ekki talar hún svona um sjálfa sig. Réttara sagt um alla aðra nema sjálfa sig. Því þegar ungt fólk sem er komið á kosningaaldur er spurt hvort það eigi að lækka kosningaaldurinn þá svarar það yfirleitt spurningunni neitandi og segir líkt og fullorðna fólkið að ungmenni séu einfaldlega bara of vitlaus til að taka þátt í lýðræðislegu þjóðfélagi og hafa skoðanir á því sem er að gerast. En þegar sama fólkið er spurt hvort það sjálft hefði kosið 16 ára þá breytist raddblærinn og svarið verður ef til vill ögn hrokafullt. Því að þeirra mati höfðu þau alveg getað tekið upplýsta ákvörðun í kosningum þegar þau voru sextán ára, en samt á sama tíma eru allir aðrir of vitlausir til þess. Ókei. Ungt fólk er bara vitlaust og þess vegna ættum við ekkert að vera að lækka aldurinn. Ef aðeins það væri einhver staður þar sem maður gæti nú þá bara aðeins fræðst um hlutina til að vera ekki svona arga vitlaus alltaf. Staður þar sem maður þyrfti að mæta á morgana kl 08:10, læra, taka próf o.s.frv. En nei, ókei. Það er greinilega ekki nóg að vera búinn að vera í grunnskóla, sjálfri uppeldisstöð samfélagsins, í heilan áratug til þess að fá að vera með gildar skoðanir á hlutunum. Raunveruleikinni á Íslandi í dag er sá að ungt fólk er skattlagt frá 16 ára aldri. Á sama tíma er sá hópur ungs fólks sem er frá 16-18 ára líka eini þjóðfélagshópurinn sem hlotnast sá heiður að fá að borga skatta án þess þó að hafa eitthvað um það að segja hvernig þeim peningum sé úthlutað. Meira lýðræðið það. Annar veruleiki er sá að meðal ævialdur fer sí hækkandi. Getur það leitt til þess að rödd ungs fólks muni hljóta enn minni hljómgrunn innan samfélagsins. Það vill oft gerast þegar enginn vill hlusta, að maður hætti að tala. Sama hversu klisjukennd og gömul tugga það er, þá er ungt fólk framtíðin. Við

erum þau sem komum með ný viðhorf og nýjar hugsjónir inn í samfélagið. Því verðum við einnig að passa upp á það að allir sitji við sama borð, svo ein kynslóð geti ekki kúgað aðra. Staðreyndirnar eru þær að í þeim löndum þar sem kosningaaldurinn hefur verið lækkaður, eða gerðar tilraunir með það, þá hefur það ekki haft nein mælanleg áhrif á úrslit kosninga. Í staðin hefur það sýnt sig að lækkunin hefur aukið þátttöku ungs fólks í bæði kosningum sem og samfélagsþátttöku. Því til stuðnings má geta að sumstaðar

í Þýskalandi og Austurríki er kosningaþátttaka 16 og 17 ára hærri en hjá fólki yfir fimmtugu. Sýnir það að ungt fólk er vel til þess fallið að vaxa í þá ábyrgð sem lögð er á það. Gefum fleirum tækifæri á því að mynda sér skoðanir og hafa áhrif. Okkar hagsmunir eru alveg jafn mikilvægir og annarra hópa, því ætti engum að vera gert að sitja eftir heima gefin þau skilaboð að þeirra skoðanir séu ekki jafn mikils virði og annarra. Áttum okkur á að leggja þarf rækt við ungt fólk ef á að virkja það til áhrifa. Veitum öllum meira lýðræði. Lækkum kosningaaldurinn.


Framhaldsskólablaðið

14 Marina Adjammobitz

mars 2013  blað 03

Marina Adjammobitz - Uppeldisgrein Þ egar ég speglaði mig í klósettvatninu í morgun, úr mér gengin af svefnleysi, og skugginn af titrandi augnhárunum féll á hvítt glansandi postulínið, ég var nýbúin að sturta ælunni niður, þegar svoleiðis hrundu yfir mig glæsilegir atburðir gærkvöldsins. Ég bað almættið að lofa mér að halda gleyminu en ég þurfti víst að muna... þannig varð ég, Marina Adjammobitz, til.”

Salka Valsdóttir

Kæri lesandi ég vil byrja á því að vara þig við. Þessi grein er dauð. Hún dó þegar Marina gekk út af Tíu Dropum með sígarettu í annarri og uppáhellingu í hinni. Þannig virkar nefnilega persónuleikinn, þú veist aldrei hvort að orð hans eru bundin við skammtíma brjálæði eða einfaldlega copy-uð af Wikipediu. Sjálfið er of margslungið til að binda það við orð sem sögð eru á tiltekinni stundu. Rétt eins og fólkið í gamladaga trúði því að ljósmyndir sygu úr þeim sálina, þá sýgur þessi grein sál fórnarlambs hennar, Marinu, úr henni vegna þess að viðtalið alhæfir og einfaldar það sem er annars óendanlegt og flóknara en allt í heiminum. Og þess vegna er þessi grein dauð, ekki taka mark á neinu sem þú lest hér á eftir, ekki muna neitt, bara helst ekki lesa þessa grein. Hún stendur upp og pantar sér kamillute á meðan ég kem mér fyrir með allt mitt hafurtask: upptökutækið, uppáhellingin og Chocolat. Þá sest hún niður með teið og setur sig í stellingar, gerir sig tilbúna að koma mér og öllum lesendum í algjört uppnám vegna eigin fávisku. “2012 er liðin tíð, árið sem ég eyddi mestmegnis í fjórðu víddinni. Það var nefnilega ekki fyrr en núna síðast liðinn nóvember sem ég og Satan náðum að tengjast almennilega. Við eyddum saman öllum stundum og grínuðum mikið. Satan kom meira að segja með mér í flugvél, allur farinn á ið af spenningi, klæddur í búrkuna sína, sat í flugstjóraklefanum alla leiðina og bauð áhöfninni, sem þorði ekki að neita, uppá brennivín. Þó Satan sé ógeðslega fyndinn þá getur hann stundum gengið of langt. Hann gerir sér held ég ekki grein fyrir því hvað athafnir hans hafa svört áhrif á heiminn. Hann gerir til dæmis mikið í því að viðhalda kynjamisrétti hjá okkur mönnunum og þegar ég spurði “Satan, veistu hversu hræðilegar afleiðingar þetta kynjamisréttisgrín hefur?” þá sagði hann einfaldlega “Þetta er besta grín sem ég hef gert”. Það vita mjög fáir að Satan á systur sem heitir Guð. Þau vinna mjög náið saman en eiga því miður erfitt með skap hvors annars. Í raun eru þau bara búin að meðtaka sömu slæmu lífsreynsluna, barnæskuna, og vinna úr henni á gjörólíkan máta. Þannig varð Satan svartasta svart en hún Guð

ekki taka mark á neinu sem þú lest hér á eftir, ekki muna neitt, bara helst ekki lesa þessa grein. hvítasta hvítt. Á sama tíma og ég læri ósegjanlega mikið af Guði þarf ég ítrekað að vera að ala Satan upp. Þannig eignaðist ég barn þarna í fjórðu víddinni. Barn sem er samt foreldri mitt, því ég er handviss um að ég sé einskonar afsprengi þeirra systkyna.” Nú er hausinn á mér kominn í nokkra hringi. Ég bið Marinu að koma með mér út að reykja. Skilningsvitin ná aftur áttum þegar við snúum aftur inn frá “fríska loftinu”. Marina horfir ofan í kamilluteið, orðin nokkuð óþreyjufull. Ég dreg djúpt andan og kveiki aftur á upptökutækinu, tilbúin fyrir komandi hausverki. “Þegar þetta ár var komið á endastöð kom ég til sjálfrar mín. Þá trylltist ég auðvitað og tók upp gamla vin minn: rommpelann. Ég var aðframkomin af kvíðaröskun, tók hátíðinni fagnandi og fór í partí, staðráðin í því að muna allt. Ég átti líka annan vin þetta kvöld: froskapakkann. Brengluð siðferðiskennd mín fékk frábæra hugmynd þegar ég sá tvo túrista á laugarveginum. Ég kveikti í einum froski og kastaði í áttina að þeim, baðst afsökunnar og sneri mér aftur að pelanum. Sprengiefnin og ég höfum aldrei náð neitt sérstaklega vel saman, eða ég og túristarnir þannig að þetta var dauðadæmt frá upphafi.

Þarna sem ég stóð á laugarveginum, útskömmuð eftir túristana og útrommuð eftir skammirnar, fór siðferðiskenndin í trans. Hún sagði mér hvaða vídd árið 2013 myndi taka mig í. 2013 er líkaminn. Nú á ég að snúa mínum vanaföstu hefðum við, sem byggjast helst á sukki og fylleríi. Nei, ekkert svoleiðis lengur heldur verður líkaminn í aðalhlutverki. Ég ætla að fara í fitness, spray tan, fitusog og andlits skurð. Svo má ekki gleyma umboðsmanninum. Hann verður með yfirumsjá á siðferðiskenndinni. Þegar ég er síðan orðin alveg mátulega afmynduð og fólk loksins farið að hlusta á mig ætla ég að sviðsetja dauða minn á stóra sviði Þjóðleikhússsins. “Marina Adjammobitz og Satan í verkinu Fjáröflun Fyrir Útför og Erfidrykkju, miðaverð 9.990 kr”. Skyndilega ranka ég við mér heima í rúmi. Ég man ekkert hvað gerðist í gær. Siðferðiskenndin og pelinn höfðu verið með eitthvað samsæri. Ég sem hafði ákveðið að muna.“ “Nú vænti ég þess að þið séuð orðin þunn við lestur þessarar greinar. Þess vegna eru þynnkuráð vel við hæfi. Nú hef ég að drukkið síðan ég var þrettán ára en hef samt enn ekki fundið nein almennileg ráð við óvininum sem mætir manni daginn eftir stuðið. Það er þá aðallega að vakna hliðina á einhverjum fyndnum, eða rosalega mörgum fyndnum. Þannig að þynnkuráð= fara heim af djamminu með fyndnu fólki. Síðan getur maður líka forðast að tala við fólk og lagst í einhverskonar hugleiðslu, ef fólk er fyrir svoleiðis, sem gerir þér kleift að gleyma gærkvöldinu. Það ráð sem er þó áhrifaríkast er hreinlega að hætta að drekka, drattast niður í gulahús og takast á við þynnkuna á dáldið róttækan máta. En svoleiðis er náttúrulega ekki neinn valmöguleiki fyrir mig. Nú hef ég ekki bragðað á áfengi í sólarhring. Kvíðaröskunin og fráhvarfseinkennin eru orðin svo gríðarleg að mér blöskrar við þessu blásaklausa kamillutei sem ég er að sötra á. Svoleiðis kveð ég ykkur kæru lesendur, með kveðju frá Satani. Hún Guð skilar líka kveðju ef hún má vera að. Við sjáumst í uppeldinu.” http://www.facebook.com/marina.adjammobitz


ÍSLENSKA SIA.IS MSA 62676 01.2013

HLEðSLA MEð SÚKKULAðIBRAGðI NÚ FÆST HLEðSLA Í FERNU MEð SÚKKULAðIBRAGðI, KJÖRIN EFTIR GÓðA ÆFINGU EðA BARA Í DAGSINS ÖNN. HÚN ER GÓðUR KOSTUR MILLI MÁLA OG ER RÍK AF PRÓTEINUM. HENTAR FLESTUM ÞEIM SEM HAFA MJÓLKURSYKURSÓÞOL.

KATRÍN TANJA DAVÍÐSDÓTTIR CROSSFIT-KONA

100%

HÁGÆÐA PRÓTEIN


Kjurr

16 Kjurr

Salka Valsdóttir skrifar

Þ

að hefur lengi verið hefð innan veggja Menntaskólans við Hamrahlíð að leyfa gömlum sem nýjum hljómsveitum að spreyta sig inn í matsalnum í hádegishléum, oft nemendum til mikillar mæðu. Það er ekki ófáum sinnum að þreyttir námsmenn í sálarstríði við komandi líffræðipróf þurfi að fela sig í bakaríum, bílum eða á stjörnutorgi frá friðarspillum hins heilaga hádegishlés.

Þannig var það að Klemens var hjá tannlækni sem hafði það að sérgrein að muna sérlega vel eftir hverjum og einum sjúklingi. Tannlæknirinn benti á Sólrúnu: Stelpa sem hafði unnið titilinn hæfileikarikasti slagverksleikari Músíktilrauna. Þar með var ekki aftur snúið og hljómsveitin fullskipuð. Það var einn áhugaverðan föstudag að ég var á leið minni í pítsuröðina. Stríð námsmannsins við síþreytu og stríð grænmetisætunnar í pítsuröðinni er ekki ósvipað. Það er því afar sjaldgæft að eitthvað geti komið í veg fyrir einbeitingu mína þegar að viðburðinum kemur. En í þetta skipti komst ég ekki lengra en að miðjum matsalnum þar sem friðarspillar dagsins höfðu komið sér fyrir. Námsmenn skriðu úr felum og leyfðu áhugaverðum tónum hljómsveitarinnar gæla við sig. Þetta var hljómsveitin Kjurr. Hljómsveit sem tókst að láta mig gleyma öllum þeim stríðum sem voru í vændum: Stríðinu gegn pítsuröðinni, líffræðiprófinu, síþreytunni og friðarspillum.

Það kom mér (eðlilega) mjög á óvart þegar ég fékk hljómsveitina í heimsókn. “Þetta var okkar fyrsta gigg” var það fyrsta sem kom í ljós eftir að ljósin voru slökkt og hugguleg kertaljós tóku við starfinu. Upplýsingarnar héldu áfram að streyma að upptökutækinu: Hljómsveitarmeðlimir eru þrír: Þau Klemens Nikulásson Hannigan (Gítar), Einar Hrafn Stefánsson (Bassi) og Sólrún Mjöll Kjartansdóttir (Slagverk). Klemens og Einar höfðu þekkt hvorn annan í lengri tíma en Sólrún hafði komið inn í hljómsveitina á nokkuð áhugaverðan máta. Þannig var það að Klemens var hjá tannlækni sem hafði það að sérgrein að muna sérlega vel eftir hverjum og einum sjúklingi. Tannlæknirinn benti á Sólrúnu: Stelpa sem hafði unnið titilinn hæfileikarikasti slagverksleikari Músíktilrauna. Þar með var ekki aftur snúið og hljómsveitin fullskipuð.

Örvæntið ekki kæru lesendur. Kjurr sitja ekki kyrr á sér. Tónlist þeirra einkennist af áhugaverðum frávikum þegar að gítariffum, slagverksleik, söng, þögnum og ónýtum bössum kemur á annað borð. Fyrsta giggið þeirra markaði ákveðin tímamót hjá hljómsveitnni og vonandi líka þér kæri lesandi. Nú getur þú gripið tækifærið til þess að sjá unga tónlistarmenn í uppsiglingu. Ég var hæst ánægð með að fá að ná tali af þessum ungu listamönnum og óska þeim alls hins besta með komandi stríð og sigra, enda ýmislegt í vændum á borð við þátttöku í Músík Tilraunum. Til að fá frekari upplýsingar um hljómsveitina heimsækið eftirfarandi slóð: http://www.facebook.com/Kjurr

Framhaldsskólablaðið

mars 2013  blað 03


Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær. Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri hversdagsins.


18 Söngkeppni framhaldsskólanna

Framhaldsskólablaðið

mars 2013  blað 03

SÍF er maðurinn og Akureyri er staðurinn Allt um Söngkeppni Framhaldsskólanna Viktor Ingi Lorange skrifar

S

íðastliðin 22 ár hefur Söng­­­­­keppni framhalds­skólanna verið hápunkturinn í félagslífi íslenskra fram­halds­­­skólanema. Hefur keppnin verið stökkpallur fyrir fjöldan allan af vel þekktu íslensku listaflokki og hafa margir af vinsælustu tónlistarmönnum landsins hafið ferðlag sitt í keppninni. Keppnin hefur þó ekki gengið snurðulaust fyrir sig þessi 22 ár og hefur gengið á ýmsu í gegnum tíðina. Aldrei hefur þó reynst erfiðara að halda keppnina og í fyrra. Eigandi keppninnar og jafnframt ábyrgðaraðili hennar er Samband íslenskra framhaldsskólanema. Fyrir keppnina í fyrra stóðu þau frammi fyrir því að þurfa að segja upp fyrirtækinu sem hefur haldið keppnina síðustu ár vegna samningsbrota af hálfu fyrirtækisins aðeins nokkrum vikum áður en keppnin átti að vera haldin. Þurfti því að bregðast skjótt við ef af keppninni átti að verða. Haft var samband við fjölda aðila í von um samstarf en áhuginn var lítill og útlitið svart. Loks var þó eitt fyrirtæki tilbúið að taka verkefnið að sér. Eitt stærsta fram­­­­­­­leiðslufyrirtæki landsins, SagaFilm. Samningar voru undirritaðir og strax hafist handa við undirbúning, því tíminn til stefnu var lítill og mikið ógert. Mikil óvissa ríkti um framgang keppninnar og á miklu þurfti að taka til að gera keppnina að veruleika. Var ákvörðun tekin um að aðeins 12 skólar tækju þátt í úrslitakeppninni því 32 skóla úrslitakeppni þótti einfaldlega vera of löng og ópraktísk fyrir sjónvarp, sem er aðaltekjulind keppninnar.  Hægt er að deila um sanngirni þeirrar leiðar sem notuð var við að ákveða hvaða skólar færu í úrslitakeppnina, en vegna tímaskorts þá reyndist sú leið að birta upptöku af atriðum allra skóla inn á mbl. is og láta svo fjölda „like“ og val dómara ráða för, best í ljósi aðstæðna. Annað vafamál var það hvort keppnin ætti að vera haldin á Akureyri eða í Reykjavík. Möguleikinn á að halda keppnina í fyrra á Akureyri var þó í rauninni aldrei raunsær vegna gífurlegs aukakostnaðar við það að flytja tækjabúnað  og mannskap

norður sem og tímaskorts. Vegna ofantaldra atriða og einnig vegna dvínandi aðsóknar á keppnina á Akureyri síðustu ár var orðið ljóst að keppnin yrði að vera haldin í Reykjavík, ef hún skyldi þá vera haldin yfir höfuð. Eins og gefur að skilja vakti þessi ákvörðun gífarlegar óvinsældir meðal fram­haldsskólanema enda fáir sem gerðu sér grein fyrir áðurupptöldum ástæðum. Létu því margir óánægju sína í ljós. Þar á meðal var Fjölbrautaskóli Norðurlands Vestra sem gekk svo langt að segja sig úr Sambandi íslenskra framhaldsskóla­nema fyrir vikið. Ein algeng mýta sem margir af þeim sem voru óánægðir báru fyrir sig er sú að hefðin sé að keppnin sé alltaf haldin á Akureyri. Það rétta er að hefðin var alltaf sú að keppnin væri haldin til skiptis á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Það hefur aðeins verið nú á allra síðustu árum sem keppnin hefur verið haldin á Akureyri. Samband íslenskra fram­ haldsskólanema gerði sitt til að halda nemendafélögum upplýstum um stöðuna. Einnig gerði það allt sem í þeirra valdi stóð til að sníða keppnina sem mest að eftirspurn framhaldsskóla­nema. Ákveðið var að keppnin skildi vera haldin í Vodafone höllinni og eins og vanalega skildi vera ball eftir keppnina. Verður að segjast að aðstandendur keppninnar hafi unnið mikið þrekvirki með því að skila keppninni jafn vel af sér og raun bar vitni á svo skemum tíma. Þó að framgangur keppninnar hafi gengið vel og Söngkeppnin með þeim glæsilegri þá trekkti keppnin því miður fáa að og hefur miðasala á keppnina aldrei verið jafn slæm og í fyrra. Það sama átti við um ballið sem haldið var eftir keppnina. Þar komu vinsælasta tónlistarfólk landsins að troða upp fyrir nær tómu gólfi. Hægt er að fullyrða að þetta reyndust vera mikil vonbrigði fyrir Samband íslenskra framhaldsskóla­nema og SagaFilm sem höfðu unnið baki brotnu við að láta verða af keppninni. Fyrir utan það að þurfa taka á sig gífurlega og oft mjög ósanngjarna gagnrýni eftir keppnina, þurfti SagaFilm einnig að taka á sig um 8 milljóna króna tap. Núna í ár virðist aftur ekkert lát ætla að vera á fjölda allra þeirra vafamála sem fylgja keppninni. Þrátt fyrir 8 milljóna króna tap í fyrra þá hefur SagaFilm ákveðið

að halda keppnina áfram. Hinsvegar gerir lélegur rekstrargrund­ völlur keppninar síðustu ára skipuleggjendum erfitt fyrir að geta haldið keppnina með sama hætti og hún hefur verið. Formaður Sambands íslenskra framhaldsskóla­nema, Eva Brá Önnudóttir hefur sagt það að ef nemendafélögin skili ekki sínu og ná ekki að selja nógu marga miða á keppnina, þá sé framtíð keppninnar í upplausn. „ Það gengur ekki að vera með sömu kröfur til keppninnar ár eftir ár, þegar það mætir svo enginn. Nemendur og nemendafélög verða að gera sér grein fyrir því að ef þau vilja sjá sín framlög keppa til höfuðs við alla aðra skóla landsins ár hvert, þá verða þau að sína stuðning og mæta á keppnina. Ellegar mun keppnin deyja út. Við í SÍF [Sambandi íslenskra fram­halds­­ skóla­­nema] höfum gert allt sem við getum til að hafa keppnina sem mest aðlaðandi fyrir nemendur og höfum hlustað á raddir og skoðanir þeirra. Núna verða þau að standa við bak orða sinna og skila sínu.“ Spurð út í það hvort keppnin verði haldin í Reykjavík eða Akureyri í ár svarar hún: „Við höfum alltaf byrjað með það að leiðarljósi að halda keppnina á Akureyri, enda flestir sem vilja það. Hinsvegar er það gífurlega kostnaðarsamt að flytja allan þann tækjabúnað og mannskap sem þarf til, til Akureyrar. Hleypur sá kostnaður einn á milljónum. Einnig þarf Akureyrarbær að vera velvlijaður fyrir því að keppnin verði haldin í bænum. Við erum núna að vinna að því að útvega styrkjum svo við getum haldið keppnina á Akureyri og erum í viðræðum við Akureyrarbæ. Við vonum að við getum gefið út það hvar keppnin verður haldin von bráðar.“ Að sögn Evu hefur form keppninnar ekki verið ákveðið enn, en ýmsar góðar hugmyndir liggji á borðinu. Hafst verður eftir því að hafa keppnina sem sanngjarnasta og að allir fái tækifæri á því að stíga upp á svið. Ljóst er að söngkeppninar í ár verði beðið með mikilli eftirvæntingu, enda mikið í húfi. Ekki bara fyrir keppendur heldur framtíð keppninnar í heild sinni.


facebook.com/noisirius


20 Íslenska framhaldsskólakerfið

Framhaldsskólablaðið

janúar 2013  blað 02

Afhverju eru ekki allir að tala um þetta? Á öllum viðburðum sem við í SÍF stöndum fyrir, þar sem við sem gegnum trúnaðarstörfum innan sambandsins upplýsum alla sem vilja heyra um nákvæma stöðu menntakerfisins, einstakra þátta og samanburð okkar við önnur lönd fáum við alltaf sömu viðbrögðin. “Afhverju eru ekki allir að tala um þetta?”. Hjalti Vigfússon Varaformaður SÍF

Það er mjög góð spurning. Ég velti þessu oft fyrir mér í geðshræringu eftir að hafa legið yfir samanburðarskýrslum OECD landana. Þar sem Ísland tilheyrir hópi sem sker sig úr vegna lágs hlutfalls fólks sem lokið hafa framhaldsskólaprófi. Þar sem kemur fram að menntunarstaða þjóðarinnar hefur ekki batnað í samanburði við önnur OECD lönd í meira en áratug. Að námsgengishlutfall (sem segir til um hversu margir hafa klárað nám sitt á þeim tíma sem áætlað er) á íslandi er 44% á meðan meðaltal OECD landana er 70%. Í þessum tölum kristallast alvarleg staða brottfalls í íslenskum framhaldsskólum. Brottfall sem er miklu hærra en hjá löndum sem við viljum bera okkur saman við. Brottfall sem kostar samfélagið bæði þekkingu, mannauð og fjármuni.

Að þessu leiti er Ísland ekki á sama stað og önnur ríki í okkar heimshluta. Við þurfum að líta til Mexíkó og Tyrklands. Ofan á þetta hafa framhaldsskólar landsins sætt niðurskurði síðan fyrir hrun. Núna hefur niðurskurðurinn gengið það langt að skólar þurfa að fara að vísa frá nemendum og reiða sig á fjáraukalög í rekstraráætlunum. Árlegur heildarkostnaður á hvern framhaldsskólanema á Íslandi er langt undir OECD meðaltalinu og nánast helmingi lægra en í Noregi og langlægst af öllum norðurlöndunum. Sem eru lönd sem við viljum bera okkur saman við. Við getum ekki sætt okkur við að menntakerfið okkar sé rekið með þessum hætti. Með þeim hætti að það varla kemst af. Auknir fjármunir í menntakerfinu er öllu samfélagin til hagsbóta. Ég efast ekki um að megnið af ykkur sem les þetta séu að heyra af þessu flest öllu í fyrsta sinn. Það er ekkert skrítið. Fréttaflutningur, umræða, áherslur stjórnvalda og þekking á menntamálum í þjóðfélaginu er enganvegin í takt við stærð og mikilvægi málaflokksins.

Það virðist gleymast að í skólum landsins leynist stærsta auðlind þjóðarinnar. Við þurfum að hætta að tala um útgjöld til menntamála og byrja að tala um fjárfestingar. Hvernig væri t.d. að breyta þeirri staðreynd að Menntamálanefnd Alþingis er ekki ein og sér heldur er henni slegið saman við Alsherjararnefnd. Allsherjarnefnd er nefndin sem tekur við málum sem mæta afgangi annara nefnda. Það er skammarleg framkoma við menntakerfið. Þeir sem völdin hafa verða að setja menntamál á oddinn. Nú þegar nær dregur kosningum og stjórnmálaflokkarnir fara að kynna stefnumál sín þurfum við að gera þá kröfu að menntamál séu ofarlega á baugi. Við verðum að fá heildrænar og raunhæfar lausnir á fjölmörgum vanköntum menntakerfisins. Við þurfum að krefjast þess að talað sé um menntamál og krefjast úrbóta. Og síðast en ekki síst þurfum við sjálf að tala um menntamál og gera kröfu að á okkur sé hlustað. Enda ærin ástæða til.


Myndir Eftir Hrefnu

Myndir: Hrefna Bj枚rk Gylfad贸ttir


24

Lífið í Paraguay

Framhaldsskólablaðið

mars 2013  blað 03

Lífið í Paraguay N

ú hef ég verið í Paraguay í tæpa 6 mánuði. Ég ætla ekki að ljúga að ykkur og segja ykkur að þetta hafi verið “skemmtilegustu 6 mánuðir æfi minnar<3” en ég get hins vegar sagt ykkur að þetta hafa örugglega verið undarlegustu mánuðir lífs míns. Ég kom hingað á vegum AFS og mun vera hér fram í júní. Ég veit eki alveg hvað ég var að hugsa þegar ég valdi Paraguay. Ég man að mig langaði að fara til S-Ameríku og mig langaði að læra spænsku. Það voru í raun einu skilyrðin. Ég held að ég hafi líka valið þetta land vegna þess að ég vissi svo lítið um það. Stundum verð ég fúl út í mitt fortíðarsjálf fyrir að velja land sem ég vissi lítið sem ekkert um bara af því ég vildi ögra sjálfri mér. Þegar upp er staðið held ég að ég hafi tekið réttu ákvörðunina.

Bærinn Bærinn minn heitir Ypané. Hann er staðsettur rétt fyrir utan höfuðborgina, Asunción. Ypanésvæðið er stórt en “borgin” er virkilega lítil og hér búa bara 10.000 manns. Fyrstu vikurnar fékk ég ótrúlega mikla athygli frá heimamönnum fyrir það eitt að vera hvít. AFS hafði varað okkur við þessu en mér hefði ekki dottið í hug að hver einasti karlmaður blístraði eða segði eitthvað eins og “RUBIA!” þegar ég gengi fram hjá. Það versta var samt hljóðið sem allir gera hérna sem er svona: “tsstsstss”. Fólk notar þetta hljóð til að ná athygli einhvers, sama hvort það er vinur eða bara einhver lítil hvít stelpa á götunni. Þannig ef vinir mínir sjá mig og gera þetta hlóð á ég það til að ganga

fram hjá þeim án þess að líta á þau af því ég held að þau séu einhverjir ógeðslegir karlar. Sem betur fer eru næstum allir 5000 mennirnir í Ypané búnir að venjast mér svo áreitið er ekki jafnmikið og í byrjun. Sumar götur í Ypané eru malbikaðar en langflestar eru grófir steinar með sand á milli. Stundum bara sandur. Það er sandur alls staðar. Hvaðan kemur allur þessi sandur? Það er alltaf mikið líf á götunum. Það kemur hávær tónlist úr hverju húsi og svo eru hænur, hanar, hundar, beljur og hestar alls staðar. Allir þekkja alla

og það er mikill smábæjarfílingur. Hvert einasta hús virðist líka vera einhvers konar búð eða fyrirtæki í þokkabót. Maður er í rauninni alltaf inni í húsi hjá einhverjum ókunnugum hvort sem það er til að kaupa kók eða láta gera fléttu í hárið á sér. Paraguaymenn virðast vera snillingar í að finna sér vinnu. T.d. er einn ungur maður sem tók sig til og keypti fjórar Playstation 3 tölvur og flatskjái og rukkar svo krakkana fyrir að koma og spila. Til að byrja með þoldi ég ekki bæinn minn af því það er eiginlega ekkert hérna. Sem betur fer búa 3 aðrir skiptinemar hérna sem mér líkar mjög vel við. Ein stelpa frá Bandaríkjunum og svo stelpa og strákur frá Belgíu. Það hefur verið

mjög þægilegt að geta talað á ensku við fólk sem er að ganga í gegn um það sama og ég. Við erum líka nálægt höfuðborginni og fullt af öðrum bæjum svo ef okkur vantar eitthvað getum við alltaf stokkið up í næsta strætisvagn.

Fjölskyldan

Ég myndi ekki segja að ég finni neina svakalega tengingu við þessa fjölskyldu sem heild þó að mér líki ágætlega við flesta meðlimi hennar. Ég sé ekki fram á að heimsækja þau nokkurn tímann aftur og ef einhver segði mér að ég þyrfti að skipta um fjölskyldu í kvöld þá yrði ég ekkert leið. Það er nú bara þannig.

Ég bý með mjög stórri fjölskyldu hérna í Ypané: Mamma, pabbi, eins árs strákur, þriggja ára strákur, 10 ára stelpa, 12 ára stelpa, 15 ára stelpa og 22 ára frændi. Mér líkar vel við þau öll nema mömmuna, pabbann og þriggja ára strákinn. Reyndar líkar mér oftast ágætlega við mömmuna en ég held að það séu menningarlegir árekstrar mínir við hana sem hafa valdið vandamálum. Ef henni líkar ekki við eitthvað sem ég geri þá hringir hún strax í AFS og lætur AFS hringja í mig til að segja mér það. Við erum að tala um hluti eins og að ég búi ekki um rúmið mitt. Paraguaymenn eiga erfitt með að segja hlutina beint við þann sem málið varðar og fá þá vanalega þriðja aðila inn í málið. Þó að AFS hafi sagt mér frá þessu áður þá fannst mér þetta mjög erfitt að skilja þegar þetta kom fyrir mig.

Fjölskyldumenning og veislur

Pabbinn er mjög stór náungi með illt andlit. Hann er holdgervingur feðraveldisins í mínum huga. Hann á byssu og risastóran trukk og skipar öllum á heimilinu fyrir. Stundum vekur hann alla klukkan hálf 6 um morgun til að fara að þrífa og svo þegar þrifin eru komin í gang hverfur hann. Einu sinni var hann fullur og fór að segja að allir væru hommar nema hann af því hann er “masculino”. Það eina góða við hann er að hann er ekki oft heima.

Það er ein hátíð sem ég hélt að væri meira mál hérna og það eru jólin. Allan desember beið ég eftir einhverju jólalegu en það eina sem ég fann voru frekar niðurdrepandi skreytingar í vetrarþema. Mér finnst það bara ekki rétt svona í 40° hita. Systir mín hérna átti 15 ára afmæli þann 22. desember svo seinustu mánuðir höfðu farið í að skipuleggja veisluna hennar. Svo var allt í einu Þorláksmessa og ég var farin að verða frekar leið. Á aðfangadag gerðist svo bara alls ekki neitt allan daginn. Ég beið og beið eftir því að

Það er svo mikil fjölskyldumenning í Paraguay sem ég er ekki vön. Það eru örugglega svona 50 manns sem þurfa ekki að banka á dyrnar í húsinu mínu en valsa bara inn. Það eru alltaf a.m.k 3 aukamanneskjur inni í húsinu mínu. Það er að meðaltali eitt fjölskylduboð í viku. Ástæðurnar eru þær að sama hvað maður er gamall þá heldur maður alltaf upp á afmælið sitt og að það er líka mjög oft einhvers konar trúarlegur dagur. Bestu veislurnar eru samt 1 árs afmælin og 15 ára afmælin. Þá er Disco Club de Ypané leigður út og 400 manns boðið. Paraguaymenn eru alveg ótrúlegir í veisluhöldum. Það er aldrei hægt að fara yfir um í skreytingum, förðun, hárgreiðslum eða satínkjólum. Ég veit allavega að ég mun aldrei vera of mikið klædd upp.

Jólin

einhver færi að elda eða bara gera eitthvað sem gæfi til kynna að það væri um fæðingu Krists að ræða. Klukkan sló 6 og ég sat í herberginu mínu að horfa á anime. Ein minnst hátíðlegasta stund lífs míns. Ég ætla að viðurkenna að bæði Þorláksmessa og aðfangadagur voru ótrúlega erfiðir dagar og ég hef aldrei á æfinni verið haldin jafnmikilli heimþrá. Loksins klukkan 9 á aðfangadag fórum við í matarboð og þá leið mér strax miklu betur. Bara það að sjá að þetta var ekki venjulegur dagur lét mér líða mun betur. Þetta jólaboð var samt alveg eins og áramótaboð. Við borðuðum seint, sprengdum svo flugelda og svo þegar klukkan sló 12 knúsuðust allir og sögðu “Feliz Navidad!”. Sem sagt alveg eins og áramótaboð. Ég skrifa þetta á milli jóla og nýárs svo ég get ekki sagt ykkur hvernig áramótin voru en ég býst við nákvæmlega eins kvöldi og aðfangadagskvöldi.


Lífið í Paraguay 25

Framhaldsskólablaðið mars 2013  blað 03

Matur og heilsa Matur í Paraguay er oftast steiktur. Það er líka enginn munur á því að steikja og djúpsteikja. Allt er djúpsteikt. Auðvitað bragðast þetta allt ótrúlega vel en ég veit ekki hversu gott þetta er fyrir mig. Hér er líka borðað mjög mikið af nautakjöti, hrísgrjónum og mjög góðum réttir sem gerðir eru úr maís. Eftir mat er oftast heimagerður safi sem gæti verið mjög góður ef þau settu ekki allan þennan sykur í hann. Stundum er kók og þá fá bæði eins árs og þriggja ára bræður mínir kók í pelann sinn. Það er mjög erfitt að hreyfa sig bæði vegna þess að það er ekki hægt að hlaupa á götunum og vegna þess að það er einfaldlega of heitt. Það er meira að segja bannað með lögum að stunda íþróttir utan dyra á milli 12 og 16 yfir sumartí-

mann. Það er líka engin heilsumenning hérna. Ef ég vildi allt í einu fara í megrun og borða bara hollan mat þá væru ávextir í raun það eina sem ég gæti borðað. Fjölkorna brauð og salöt eru ekki auðveldlega fáanleg. Holdarfar Paraguaymanna endurspeglast algjörlega í matarræðinu. Börnin eru flest mjó en Paraguaymaður yfir þrítugu er í 80% tilfella í yfirþyngd (ég hef enga heimild fyrir þessum upplýsingum). Treystið mér bara. Ég hef komið til Orlando og fólkið þar er í helmingi betra ásigkomulagi en hinn venjulegi Paraguaymaður. Og svo kalla Íslendingar sig stóru þjóðina?

ekki með borðbæn fyrir mat og þau fara ekki einu sinni í kirkju á hverjum sunnudegi! Þeim er líka alveg sama um tattoo, göt og skrítna hárliti. Ég þekki nokkra skiptinema sem hafa lent í vandræðum fyrir það að vera trúleysingjar. Ein var valin af fjölskyldunni sinni einfaldlega af því hún leit svo venjulega út. Þau voru himinlifandi þegar þau sáu hana af því hún stóðst allar útlitslegar væntingar en þegar hún neitaði að fara með borðbæn vandaðist málið. Önnur vinkona mín hefur verið kölluð “Antichristo” af fósturmömmu sinni fyrir að styðja hjónaband samkynhneigðra.

Trú

Talandi um samkynhneigð þá held ég að ég hafi aldrei á æfinni þekkt jafnmargar samkynhneigðar manneskjur. Svo virðist sem annar hver strákur í Ypané hafi komið út úr skápnum á einhverjum tímapunkti. Skiptinemum úr öðrum bæjum

Auðvitað eru allir rammkaþólskir hérna en sem betur fer er mín fjölskylda nokkuð róleg og þeim gæti ekki verið meira sama um trúleysi mitt. Fjölskyldan mín fer

finnst þetta stórskrítið og segja að það sem mjög litið niður á samkynhneið í þeirra bæjum. Einhverjir hafa líka haft orð á því hvað það sé undarlegt að sjá smokka á sýnilegum stöðum í búðunum. Mér finnst svo skrítið að pínulitli smábærinn minn virðist vera sá frjálslyndasti. Ég fór líka á Lady Gaga tónleika um daginn og hitti fyrir hvern einasta homma, klæðskipting og transkonu Paraguay. Og það er enginn smáfjöldi.

Menning og hefðir Maður þarf ekki að ganga lengi um Paraguay til að sjá fólk haldandi á stórum vatnsílátum með stút. Þau eru oftast skreytt og með nafni eigandans og fylgir lítið glas og stálrör með. Ílátið tekur 1.5-2 lítra af vatni og kallast termo. Glasið kallast guampa og rörið, sem er með síu á endanum, kallast bombilla. Vatn

Opið fyrir umsóknir í bakkalárnám til 15. mars

MYNDLIST TÓNLIST HÖNNUN & ARKITEKTÚR LEIKLIST & DANS RafRænaR umsókniR og nánaRi upplýsingaR um inntökufeRli fyRiR hveRja deild eRu á www.lhi.is

Hönnunar- og arkitektúrdeild Arkitektúr Fatahönnun Grafísk hönnun Vöruhönnun Leiklistar- og dansdeild Fræði og framkvæmd Samtímadans Leikarabraut (umsóknarfrestur

og klaki eru sett í termoið, jurtate sem kallast Yerba Maté er sett í guampað og svo er hellt vatni í það úr termoinu og svo drukkið með bombillunni. Að útskýra þetta fyrir Íslendingum hefur stundum látið mér líða eins og spliff-, donk- og gengjusölumanni. Þetta kallast tereré og allir Paraguaymenn drekka þetta stanslaust. Heima, í skólanum, í vinnunni, meðan þau keyra (líka strætóbílstjórar) og í rauninni hvar sem er er einhver með termo og er að bjóða vinum sínum. Þá drekka allir úr sama guampa og hún gengur hringinn. Mér líkar mjög vel við tereré og keypti mér allar græjur. Svo verð ég bara að byrgja mig upp af Yerba Maté og þá verð ég góð fyrir íslenska sumarið. Paraguayska tískan er ógeðsleg. Það eru tvær reglur sem allar konur virðast fara eftir: 1. Föt skulu vera í eins skærum litum og mögulegt er. 2. Öll föt skulu keypt við 12 ára aldur og gengið í þeim það sem eftir er. Þá verða þau orðin vel þröng þegar á þrítugsaldurinn er komið. Vel gerðar fléttur eru líka þarfar í hvers kyns veislur eða formlegar athafnir. Ég veit ekki hversu oft ég hef verið neydd til þess að láta setja í mig fléttu. Paraguaymenn eru oft mjög handlagnir og auðvitað eru flétturnar stórvel gerðar þó að þær séu ekki beint minn tebolli. Bærinn minn virðist hafa valið sér sinn tebolla í sameiningu. Það er enginn öðruvísi klæddur hérna. Á Disco Club de Ypané má sjá skjannahvítar, upprenndar Adidas-peysur á strákunum og pinnahæla og stutta, þrönga kjóla hjá stelpunum. Enginn tekur áhættu. Enginn reynir að vera öðruvísi. Sömu sögu má segja um tónlistarsmekk því allir hlusta á það sama. Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég er orðin þreytt á reggeaton og cumbia. Paraguaymenn eru líka mikið fyrir litla hátalara í lægstu gæðunum. Það þýðir að í strætó og á fleiri stöðum heyrir maður oft vinsælustu lögin hvort sem manni líkar það betur eða verr. Það eina sem mér finnst frekar sætt við þessa tilhneigingu Ypanébúa til þess að vera eins er að allir geta skemmt sér og dansað saman sama hversu gömul þau eru. Ömmur dansa með barnabörnum sínum sem eru unglingar, börnin dansa með foreldrum sínum o.s.frv. Mér finnst Paraguay svo sannarlega vera undarlegur staður. Svo undarlegur að ég verð oft rugluð og leið og veit ekkert hvað ég á að gera. Svo undarlegur að stundum get ég ekki annað gert en hlegið (t.d. þegar einhver segir mér að ég geti ekki farið í sturtu af því ég er nýbúin að borða vatnsmelónu).

Myndlistardeild Tónlistardeild Hljóðfæraleikur/söngur Kirkjutónlist Skapandi tónlistarmiðlun Tónsmíðar Diplómanám í hljóðfæraleik

Það er svo ótrúlega margt sem ég gæti sagt ykkur um þetta land. Ég gæti örugglega skrifað heila bók. En sama hvað ég skrifa mikið og hversu ítarlega ég reyni að lýsa því sem er að gerast í lífinu mínu þá næ ég aldrei að gera því nógu góð skil. Þetta verður að duga í bili.

fyrir leikarabraut er til 25. janúar)

OpINN KYNNINgARDAgUR 8. fEbRÚAR. Nánari upplýsingar um dagskrá deilda á lhi.is


Ræðumenn á rauðum sokkum Viðtalið tóku Hjalti Vigfússon og Lóa Björk Björnsdóttir

Vinalegt andrúmsloft og þægilegt viðmót fyllti loftið þegar að Morfísstelpurnar, stelpurnar sem komnar eru í undanúrslit og MORFÍs lið Borgó, komu inn á skrifstofu einn sunnudags eftirmiðdag í mars. Það var líkara því að gamlir kunningjar væru að hittast aftur eftir áralangan aðskilnað heldur en að þarna sætu fornir fjendur og komandi keppinautar. Herbergið fylltist af sögum, kinkandi kollum og hlátrasköllum og það var eftir rúman klukkutíma sem við héldum út á Austurvöll að taka myndir. Það var óvenjulega hughreistandi að fylgjast með andstæðingum í MORFís hjálpast að við að klifra upp á styttuna af Jóni Sigurðssyni, gefandi hvor annari fótstig með misgóðum árangri. Morfís gerir ekki alla að leiðinlegum hrokagikkum eftir allt saman. Við héldum inn með kalda putta og vasaJúlíana: fulla Við affengum spurningum. Lóa: Afhverju er það orðið tíðara ning fyrir þessu í Flensborg, rétt að heyra að stelpur taki þátt í MORFís þegar hið sama hefur til að mynda ekki gerst í Gettu Betur? Salka: Um leið og ein byrjar þá finnst manni maður eiga erindi í þetta líka. Þetta er keðjuverkun. Eygló: Maður getur ekki orðið það sem maður ekki sér. Þetta snýst aðallega um fyrirmyndir. Það voru einhverjir skörungar sem voru í MORFís liðinu sem mér fannst ótrúlega töff og þær höfðu þau áhrif á mig að mér leið eins og ég ætti ekkert minna erindi í þetta heldur en þær. Í mínu tilfelli voru það Guðrún Sóley Gestsdóttir og Saga Garðarsdóttir. Stelpurnar taka í sama streng og Sigríður María nefnir Evu Fanneyju fyrrverandi liðsmann morfísliðs versló. Sigríður: Þetta er mjög mikið spurning um fyrirmyndir. Þegar ég var busi þá tók ég eftir Evu Fanneyju og leit mjög mikið upp til hennar. Ég held að ég hefði jafnvel aldrei farið í MORFís ef það væri ekki fyrir hana. Mér fannst hún algjör snillingur. Nú eru fleiri stelpur sem taka þátt í MORFís og það eru jafnvel að skapast einhverskonar fyrirmyndir fyrir stelpur núna. Ég held að þetta sé allt á réttri leið í MORFís. Hjalti: Hefur einhver af ykkur reynt að komast í Gettur Betur liðið? Þær neita allar, þó einhverjar þeirra hafi tekið þátt í svipaðri keppni í grunnskóla. Eygló: Mér hefur bara aldrei fundist það neitt aðlaðandi stöff. Manni líður líka eins og maður sé bara ekki nógu klár fyrir þetta. Salka: Maður gerir sér kannski ekki grein fyrir því hvernig fólk fer að þessu. Rétt eins og áður en maður byrjar í MORFís, allavega í mínu tilviki, skildi ég ekki hvernig þetta fór allt fram, hvort þau væru jafnvel að skrifa ræðurnar í hléinu. Svo áttar maður sig á því að þetta er bara ákveðið prósess þar sem allir eru að vinna saman. Allir hjálpast að og þjálfari stendur yfir þér og gagnrýnir allt sem þú gerir. Þetta er alveg eins í Gettu Betur. Þú ert bara alltaf að æfa þig fyrir keppnina, manni er ekki hent beint ofan í djúpu laugina. Þetta er ekki jafn ómögulegt og maður heldur ef til vill í fyrstu. Katrín: Ég hef einhvernveginn allt annað sjónarhorn á þetta því að ég er búin að vera í MORFís frá því að ég byrjaði í framhaldsskóla og ég verð í því þangað til ég útskrifast. Lóa: Hvernig stendur á því? Katrín: Það hefur ekki verið men-

eins og þið allar vitið, og ég fékk aðeins að heyra á MR keppninni, að Flensborg tíðkast ekki í MORFís. Það er einfaldlega þannig og við erum að reyna að breyta því og það er vel hægt. Ég hef aldrei séð einhverjar karlímyndir í MORFís og ekki þorað að standa undir þeim ímyndum að því að ég er kvenmaður. Ég var bara að taka af skarið. Auðvitað tekur maður eftir þessu í stærstu skólunum, MR og Versló, að þetta eru flest strákar, það var þannig allavega. Eygló: Þegar ég fór á fyrsta ræðunámskeiðið mitt í MR, þegar ég var á fyrsta ári, þá fékk ég þær upplýsingar frá þjálfurunum, að stelpur væru bara með of háa rödd til þess að það væri tekið mark á þeim. Það braut mig niður og þá varð ég afhuga MORFís um stund. Stelpurnar hafa allar heyrt hið sama og taka undir með Eygló. Salka: Ég hef heyrt það sama og líka heyrt að stelpur eigi að tala á ákveðinn hátt, þær eigi að vera skýrmæltar og sætar.

það þegar við byrjuðum að stelpur gætu ekki verið fyndnar og að við værum tíkur og við ættum að nýta það og vera tíkur í flutningi á ræðunum. Eygló: Ég fékk einmitt einnig þær upplýsingar á fyrsta ræðunámskeiðinu mínu að stelpur sem væru reiðar væru sjúklega mikið turn-off; ef að stelpur eru reiðar þá tekur maður ekki mark á þeim. Sem er gjörsamlega fáranlegt. Þá hefjast samræður um hinn alræmda ,,fyndna Meðmælanda” en þær kannast flestar við að hafa heyrt að stelpur eigi ekki erindi í þá stöðu. Meðmælandi er annar ræðumaðurinn í MORFís og hefur oftar en ekki það hlutverk að vera einhverskonar ,,comic relief” í keppninni. ógeðslegt er umræðan um MORFís-dómara sem þola ekki kvenkyns ræðumenn og að stinga upp á slíkum dómurum þegar það á að keppa á móti liðum sem innihalda stelpur. Það eru fundnir strákar sem dæma gagngert stelpur lágt í ræðukeppnum.

Stelpurnar kannast flestar við að vera beiðnar um að dýpka róminn. Sigríður hefur ekki sömu sögu að segja frá sínum þjálfurum en hún telur það vera vegna ræðustíls síns sem er afar einkennandi fyrir hana.

Stelpurnar taka allar undir með henni og hafa heyrt svipaðar umræður. Þær þekkja alla slíka dómara og eru meðvitaðar um þá í ferlinu þegar semja á um dómara í MORFís-keppni.

Við fengum að heyra það þegar við byrjuðum að stelpur gætu ekki verið fyndnar og að við værum tíkur og við ættum að nýta það og vera tíkur í flutningi á ræðunum. Sigríður: Ég hef reyndar einu sinni fengið að heyra að ég hafi verið tussuleg, en ég var einstaklega ánægð með það, ég tók því eiginlega sem hrósi, en ég heyrði það frá aðila sem ég ber ekki mikla virðingu fyrir. Júlíana kemur inn á annars konar viðhorf til stelpna í MORFís og stelpurnar taka undir með henni.

Mynd: Hrefna Björk Gylfadóttir

Mynd: Hrefna Björk Gylfadóttir


Mynd: Hrefna Bj枚rk Gylfad贸ttir


Lóa: Þetta er jafnvel dæmi um að í MORFís kristallist að einhverju leiti viðhorf til kynjanna sem viðhafast enn í samfélaginu? Salka: Þetta er fáránlegt, hver getur sagt að það sé ekki hægt að taka mark á einhverjum bara vegna þess að hann er með hærri röddu. Hver ákvað það? Vegna þess að það tíðkast að ræðumenn hafi verið djúpraddaðir þá sé þar af leiðandi ekki hægt að taka mark á þér ef þú ert ekki djúprödduð. Það er stórskrýtið. Hjalti: Hvernig finnst ykkur viðhorf samnemenda vera til ykkar sem morfísstelpna? Hópurinn virðist allur hafa svipaða sögu að segja, að viðhorfið sé frekar jákvætt. Fólk virðist vera til í þessa breytingu og finnst þetta jákvæð þróun, það er að segja að fleiri stelpur séu að taka þátt í MORFís. Eygló: Mér finnst mikilvægt að það komi fram að kynjahlutföllin eru að jafnast út, við erum þannig séð engir frumkvöðlar. Síðustu ár hefur þriðjungur keppenda í úrslitum MORFís verið stelpur. Salka: Það er líka merkilegt að velta fyrir sér hvað þetta tók mikið stökk við hlið Gettu Betur sem hefur lítið breyst. Stelpurnar eru sammála því að ástandið í Gettu Betur sé skammarlegt og eru ýmist hlynntar kynjakvóta eða hafa ekki gert upp hug sinn. Sigríður: Ég var á móti þessum kynjakvótum á tímabili en eftir að hafa kynnt mér málið frekar þá skipti ég um skoðun. Ég sá t.d rannsókn sem var framkvæmd í Noregi, en þar voru kynjakvótar teknir upp í fyrirtækjum, ég hugsa að það séu fimmtán eða tíu ár síðan. Niðurstöðurnar voru þær að fyrirtækin skiluðu 30% meiri hagnaði. Maður skilur alveg sjónarmiðið að kannski séu einhverjir klárari eða hæfari strákar sem kæmust ekki að vegna kynjakvótanna en kannski þurfum við smá spark í rassinn í nokkur ár og þá mun þetta lagast. Hjalti: Við kynjagreindum forprófin okkar í MH og það var enginn munur á framistöðu kynjanna eða aðsókn í forprófin eftir að við tókum út strákana í liðinu út úr jöfnuni. Þeir voru í liðinu í fyrra og voru enn í æfingu, búnir að vera að æfa í sumar osfrv. Það var stelpa efst á eftir þeim og það mættu 46 stelpur en 44 strákar, síðan voru 6 strákar og 4 stelpur í 10 efstu sætunum á eftir strákunum í liðinu. Í næstu 10 sætum eftir það voru 5 strákar og 5 stelpur. Meðalstigin voru síðan jöfn þegar við reiknuðum út meðalstig strákana og stelpnana. Þannig að það er enginn munur, hvorki á áhuga eða árangri og það ætti að blasa við að það er þá ekki eðlilegt að það sé 1 stelpa á móti 23 strákum í 8 liða úrslitum. Júlíana: Heldur fólk að stelpur vinni ekki jafn vel undir álagi, eða hvað snýst málið um? Lóa: Ég heyrði þau rök frá mínum kennara, sem margir samnemendur mínir líta upp til, að stelpur væru of samviskusamar til að hafa áhuga á jafn miklum tímaþjóf og Gettu Betur er, þær vildu frekar læra heima. Fólk sem hefur kannski meiri forsendur til að skilja þetta eins og til dæmis Gettu Betur kempurnar Ármann Jakobsson og Stefán Pálsson eru hinsvegar hlynntir kynjakvótanum. Hjalti: Þetta er líka undarlegur hlutur að segja þar sem að stelpur er 80% stjórnarinnar í Skólafélagi MR. Stelpurnar minnast í kjölfarið á þjálfara í skólanum sínum sem vill ekki fá stelpur í Gettu Betur liðið, hann heldur því fram að stelpur geti ekki tekið þátt. Þjálfarinn er líka kennari í skólanum og er mikið hrifinn af karlrembubröndurum. Þegar að hinar stelpurnar heyra af þessu rjúka margar upp og hafa margar sögur að segja af svipuðum kennurum. Við vorum öll sammála um að slíkur húmor ætti ekkert erindi í kennslustofu, þegar það væri gert lítið úr stelpum og skýlt sig á bakvið einhverskonar húmor, það væri alltaf einhver undirliggjandi meining á bakvið það. Salka: Mér finnst vandamálið vera að fólki finnist þetta yfirhöfuð vera fyndið, að fólki finnist vera í lagi að flokka þetta undir grín. Silja: Mér finnst mikilvægt að kennarar fái líka kynjafræðslu. Lóa: Já, þið fáið svoleiðis í Borgó er það ekki? Ég hef heyrt magnaðar sögur af því. Ég heyrði frá kunningja mínum sem sótti slíka tíma að í upphafi áfangans höfðu einn eða tveir nemendur sagst vera feministar en í lok hans sagðist allur hópurinn vera það. Silja: Já það er algjör hugarfarsbreyting að eiga sér stað í Borgarholtsskóla útaf þessum áfanga. Það eru líka einhverjir sem fara í áfangann til þess að klára kjörsviðssáfanga en gjörbreytast eftir hann. Í kjölfarið skapast miklar umræður um mikilvægi kynjafræðslu og hugarfarsbreytingar sem þurfa að eiga sér stað innan samfélagsins. Salka bryddar í kjölfarið upp á nýju umræðuefni sem tengist MORFís beint. Salka: Það sem mér finnst ógeðslegt er umræðan um MORFísdómara sem þola ekki kvenkyns ræðumenn og að stinga upp á slíkum dómurum þegar það á að keppa á móti liðum sem innihalda stelpur. Það eru fundnir strákar sem dæma gagngert stelpur lágt í ræðukeppnum. Stelpurnar taka allar undir með henni og hafa heyrt svipaðar umræður. Þær þekkja alla slíka dómara og eru meðvitaðar um þá í ferlinu þegar semja á um dómara í MORFís-keppni. Mynd: Hrefna Björk Gylfadóttir


Salka Valsdóttir

Eygló Hilmarsdóttir

Silja Ástudóttir Borgó

Júlíana Kristín Jónsdóttir MR

Sigríður María Egilsdóttir Versló

Agnes Lára Árnadóttir Borgó

Katrín Ósk Ásgeirsdóttir

Bergþóra Kristbergsdóttir

MH

Stelpurnar traðka á þjóðartyppinu

Flensborg

MR

Borgó


30 Hitt og þetta

Framhaldsskólablaðið

mars 2013  blað 03

Að láta lemja sig V

Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir

ökul barnseyru nema ótal orð án þess að hinir fullorðnu geri sér grein fyrir. Ég minnist margra stunda í barnæsku þar sem ég lagði eyrun þétt við dyrakarminn í eldhúsinu hennar ömmu og hlustaði á það sem þar fór fram. Svo leystist stundin yfirleitt upp þegar mamma kom og hnippti í mig. „Þú átt ekki að vera að hlusta á það sem konurnar eru að tala um“, hvíslaði hún hvöss. Hún hafði eflaust rétt fyrir sér en hvað sem því leið náði barnsleg forvitni mín náði alltaf yfirhöndinni og ég sótti sífellt í eldhúsgættina þar sem mér bárust krassandi sögur af hjónaskilnuðum, drykkjuskap og öðrum hneykslum

í bland við forboðinn sígarettureyk og ilman af nýlöguðu kaffi. Óteljandi sögur voru sagðar en yfirleitt var skilningur minn á þeim takmarkaður. Eitt átti ég alltaf sérstaklega erfitt með að skilja og það voru þessar konur sem voru alltaf að „láta manninn sinn lemja sig“ heima hjá sér. Af hverju voru þær að láta lemja sig? Af hverju slepptu mennirnir því ekki frekar að lemja þær, fyrst allir voru svona hneykslaðir á þessu? Var þetta kannski konunum að kenna? Ég fékk engan botn í þetta. Eins var með þessi voðalegu sköss, sem voru svo hræðilegar að þær gátu ómögulega „látið“ nokkurn

mann tolla við sig, eins og það var stundum orðað. Voru þær svona erfiðar viðureignar að þær hröktu frá sér hvern manninn á fætur öðrum? Voru þær kannski ekki nógu undirgefnar? Of kröfuharðar? Auðvitað var þetta allt þeim sjálfum að kenna og engum öðrum. Hver átti svo sem að geta tollað við svona konur? Þessi rótgróna málvenja- að láta einhvern fara illa með sig, er óhugnalega mikið skyld þeim hugsunarhætti að ábyrgðin sé þolandans en ekki gerandans. Við vitum öll að svo er ekki. Að sjálfsögðu eigum við að krefjast þess að komið sé fram við okkur af virðingu. En fórnarlömb ofbeldis „láta“ hvorki einn né neinn

lemja sig. Það lætur enginn lemja sig, nauðga sér eða vaða yfir sig. Það er hins vegar, því miður, til fólk sem veður yfir aðrar manneskjur, lemur og nauðgar. Og ábyrgðin er þess. Ég er þess fullviss að hugsunarháttur okkar sé sífellt að þróast í átt til meðvitundar um það. Vonandi endurspeglast sú þróun í bættari málvenjum og virðingu í garð þeirra sem eru svo óheppnir að verða einhvern tímann fyrir ofbeldi, hvort sem það er af andlegum eða líkamlegum toga. Það ætti að vera fyrsta krafan að ekki nokkur maður beiti annan ofbeldi.

Þetta snýst allt um strákana Á

rið 2006 höfðu einungis 45% þeirra framhaldsskólanemenda sem hófu nám 4 árum áður útskrifast. Meira en helmingur nemenda hafði ekki lokið námi á tilsettum tíma. Því miður er tölfræði þessa árgangs ekkert einsdæmi. Brottfall úr íslenskum framhaldsskólum er það langhæsta sem þekkist á norðurlöndunum, við þurfum að líta til landa á borð við Tyrkland og Mexíkó til að finna verri stöðu. Yfirvöld, stjórnmálamenn og ráðuneytið hafa alltof lengi vitað hversu slæm staðan er en þrátt fyrir það höfum við ekki séð markvissar aðgerðir, með öruggan framtíðarárangur þar sem ráðist er að rót vandans. Og nú vil ég tala um stráka. Á sjöunda áratugnum voru 4 menntaskólar á landinu, núna eru þeir 32. Samt er nánast enginn munur á fjölda þeirra stráka sem hafa útskrifast með stúdentspróf, nákvæmlega 5%. Þrátt fyrir að í dag hefji 90% stráka framhaldsnám við 16 ára aldur. Aðra sögu er að segja af stelpum, og mun skemmtilegri. Munurinn á menntunarstöðu milli sama aldursflokka hjá stelpum er 30%. Það sem ég er að benda á hérna er að þær framfarir sem hafa átt sér stað í menntunarstöðu þjóðarinnar eru mestmegnis komnar frá konum, nánast einungis. Að það hallar alvarlega mikið á stráka í menntakerfinu, að það sé vandamál sem að velferðarkerfið okkar stendur frammi fyrir. Við viljum ekki vera Mexíkó, nú er tími kominn fyrir stór framfaraskref í íslensku menntakerfi, skrefum í átt að tölfræði sem kveikir í okkur öllum, sem við getum verið

stolt af. Að ekki færri en 80% á aldrinum 25-64 ára hafi lokið framhaldsskólamenntun á Íslandi, það er viðmiðið sem lönd innan OECD geta sætt sig við. Við eigum mörg stór skref eftir til að ná þessu markmiði, og við getum ekki sætt okkur við menntakerfi sem að hentar ekki helming námsmanna. Menntakerfi sem þjónar ekki strákum, þjónar ekki samfélaginu og því verðum við að breyta. Hér með kalla ég á Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra og krefst þess að hún fari að tala í lausnum. Það er óviðunnandi að menntamálaráðherra þjóðarinnar setji þetta ekki í forgang. Átaksverkefni með engum öruggum framtíðarárangri eru í besta falli tilraun til þess að standa undir kosningapressu, og í versta falli óábyrg eyðsla á almanna fé. Ég kalla eftir yfirvegaðri umræðu um grunnstoðirnar, hvað má betur fara, hvernig við sköpum menntakerfi sem virkar fyrir alla. Umræða um menntamál má ekki einkennast af kosningakapphlaupi, innihaldslausum loforðum og engum alvöru aðgerðaráætlunum. Umbætur á menntakerfinu verða að fara fram í samráði við okkur sem lifum og hrærumst í því. Nemendur eiga að hafa alvöru áhrif á sitt menntakerfi. Þegar kallið kemur frá nemendum um ákveðnar umbætur eða breytingar verða þeir sem hafa völdin til, að svara því. Við eigum ekki þurfa að koma öllum okkar hugmyndum á framfæri með kærum eins og var raunin með hverfaskiptingu framhaldsskólana. Eva Brá Önnudóttir Formaður SÍF


15% námsmannaafsláttur* *gildir ekki með öðrum tilboðum

Sneið og 33cl gos - 550 kr. 2 sneiðar og 0,5l gos - 1050 kr. Vetraropnun: mán-fim 11-22, fös 11-06, lau 11:30-06 og sun 12-22 Sumaropnun: mán-fim 11:30-23, fös-lau 11:30-06 og sun 11:30-22

Sjáðu matseðilinn á www.gamlasmidjan.is

www.gamlasmidjan.is

s. 578 8555

Lækjargata 8


Framhaldsskólablaðið

mars 2013

3. tbl. skólaársins 2012-13

DREIFT FRÍT T Í ALLA FRAMHALDSSKÓLA LANDSINS

Í þessu blaði...

Söngkeppnin 2013

18 10

Hugleikur Dagsson Myndaþáttur

22 26

Ræðumenn á rauðum sokkum

Framhaldsskólablaðið - Mars 2013  

Framhaldsskólablaðið - Mars 2013

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you