Page 1

Foldaskóli Grafarvogi

Innra mat 2007-2008 Skólasafn Foldaskóla Búnaður og þjónusta

Mars 2008 Árný J. Jóhannesdóttir kennari


Þjónusta skólasafns. Innra mat í Foldaskóla á þjónustu skólasafnsins við kennara fór fram á starfsdegi 22. nóvember 2007. Unnið var samkvæmt vinnuaðferðum sem lýst er í ritinu “Gæðagreinar” eða “How good is our school?” (ísl. útg. 1999, Skólaskrifstofa Skagfirðinga) útgefið af Scottish Office Education Department, HMI Audit Unit september 1996. Vinnufyrirkomulag var þannig að kennarar skiptu sér í hópa eftir stigum auk þriggja hópa sem vinna þvert á skólastig þ.e. sérkennsla, íþróttir og verkgreinar. Alls voru þetta 8 hópar. Rætt var um hverjir væru sterkir þættir og veikir annars vegar í þeim búnaði sem safnið hefur uppá að bjóða og hins vegar í þjónustunni sem safnið veitir. Niðurstöður umræðna í hverjum hópi voru skráðar á tiltekin eyðublöð. ( Fylgiskjal 1) Boðið var upp á að gefa einkunn á bilinu 1-4 og nýttu 7 hópar sér það. Þegar reiknað hefur verið meðaltal frá hverjum þeirra 6 hópa sem gáfu einkunn er niðurstaðan þessi: Búnaður: 3 - 2,8 - 3 - 3,4 - 3,3 - 3 - 3,5 = 3,14 að meðaltali Þjónusta: 3,75 - 3,75 - 4 - 3,5 - 3,75 - 4 - 4 = 3,82 að meðaltali Samantekt á niðurstöðum umræðna leiddu í ljós að helstu styrkleikar skólasafnsins eru (sbr. fylgiskjal 2): Búnaður: Góður bókakostur og skýrar merkingar Safnið vel staðsett í skólanum -miðsvæðis Gott aðgengi að safni og tölvuveri Þjónusta: Aðstoð við kennara og nemendur mjög góð Áhugi og metnaður til að gera vel. Nemendur sækja þangað og þeim líður vel þar Fleiri styrkleikar voru nefndir með mismunandi orðalagi og mismunandi eftir stigum: 1.-7. bekkur Bókakostur fjölbreyttur Aðlaðandi umhverfi og notalegt að koma á safnið Merkingar góðar í hillum Gott starfsfólk og liðlegt Hlýlegt viðmót. Gott að koma á safnið. Réttur maður á réttum stað. Góð þjónusta og samvinna Áhugi og metnaður starfsmanns í að gera vel og aðstoða. Alltaf leitað leiða til lausnar á vandamálum Sveigjanleiki 8.-10. bekkur Sérstaklega þægilegt viðmót og góð þjónusta starfsmanna. Alltaf tilbúnar að aðstoða. Þægilegt og notalegt andrúmsloft. Heimilislegt. Nemendur sækja þangað vegna þess. Gaman að sjá nemendur nýta sér hléin til að tefla, lesa og spjalla. Vel staðsett í húsinu, hjarta skólans.


Sérkennsla Safnakostur almennt góður Aðgengi að safnakosti og tölvuveri gott Staðsetning er í lagi, er miðsvæðis fyrir alla. Mjög gott er að sækja hvers konar aðstoð á safnið.

Sérgreinar og blanda. Góður bókakostur og aðgengi gott. Mjög góð staðsetning ¨hjarta skólans”. Opnunartími fínn, nemendur hafa greiðan aðgang að safni. Aðstoð við kennara og nemendur mjög góð. Samvinna, kennsla, ráðgjöf og vinnuaðstaða mjög góð. Góður agi á safni. Safnið er til fyrirmyndar.

Þeir þættir sem hægt væri að bæta samkv. fylgiskjali 2 og hugmyndir um breytingar eða aðrar áherslur: Búnaður: Stólar í tölvuveri mjög lélegir. Drungaleg stofa Má athuga með skipulag stofunnar. Kominn tími á endurnýjun húsgagna Bæta við myndefni. Færa myndefni á DVD Færa hljóðbækur á CD Vantar skóhillu.

Þjónusta: Kynna betur starfsemi safnsins fyrir nýjum kennurum og nemendum Starfsfólk hafi aðgengi að safninu þó kennsla sé í gangi Fleiri atriði til úrbóta voru nefnd með mismunandi orðalagi og mismunandi eftir stigum:

1.-7. bekkur Tölvuver, aðbúnað má bæta s.s. stólar og heyrnartól –veggir drungalegir. Skipuleggja stofuna betur Vantar skóhillu fyrir gesti safnsins Lesrými of lítið Hafa tvo fasta starfsmenn allan tímann til að sinna þessu fjölþætta starfi Hafa útlán á fleiru en bókum s.s. stærðfræði “hjálpartæki” Hafa tölvu á safninu sem hægt er að leita eftir titlum og höfundum Bæta við kennsludiskum Orðabækur fyrir þau tungumál sem kennd eru Léttlestrarbækur á erlendum tungumálum Hafa aðgengi fyrir starfsfólk að bókum þó kennsla sé í gangi. Kynna starfsemi safnsins fyrir starfsfólki og nemendum að hausti


8.-10. bekkur Fjölbreytt úrval skáldverka, fræðibóka. Flytja efni á myndbandi yfir á DVD. Meira úrval af myndefni. Vantar heyrnatól með fartölvum. Endurnýja og auka úrval af spilum. Fjölga tölvum í tölvuveri og stólar lélegir. Sérkennsla Endurnýja hljóðsnældur þ.e. kaupa efnið á hljómdiskum. Hugmynd hvort tímabært væri að endurnýja húsgögn sérstaklega stóla, fá einhverja léttari. Bæta við starfsmanni svo að safnið geti verið opið þó bókasafnsfræðingur sé að kenna og einnig í frímínútum. Hugmynd að nýta ganginn frammi fyrir framan hjá hjúkrunarfræðingi sem einhvers konar vinnuaðstöðu fyrir safnið. Vantar aðstöðu fyrir starfsfólk til að setjast niður til að afla sér upplýsinga úr gögnum safnsins. Sérgreinar og blanda. Stólar í tölvuveri farnir að gefa sig. Mætti bæta við góðum sígildum kvikmyndum, bæði íslensku og erlendum.

Heildarniðurstöður mats: • Mjög góð þjónusta, má fara að endurbæta tölvuver. Vantar meira kennsluefni á DVD. • Mannlegir þættir, þjónusta, til fyrirmyndar en bæta mætti umhverfi og aðbúnað safnsins. • Almenn ánægja með safnið og allan búnað. • Þjónusta góð, safnið þarf að bæta bókakost, húsgögn í tölvustofu mætti laga.

Að síðustu voru hóparnir beðnir um að svara þessum spurningum:

Annað sem þú vilt koma á framfæri varðandi safnið? Hvernig viltu sjá safnið starfa í framtíðinni? Svör hópanna voru: 1.-7. bekkur: Að það þróist í takt við tímann. Gott væri ef það væru skráð samvinnuverkefni hvers árgangs og bókasafns sem hægt væri að ganga að. Svona verkefni hafa verið gerð í mörg ár en hvergi er til heildaryfirlit. Slíkt myndi spara bæði tíma og vinnu. Að kennarar komi unnum þemaverkefnum til varðveislu á bókasafninu. Norrænar bækur vantar t.d sænskar , danskar ekki bara enskar. Kaupa mætti meira af afþreyingarefni t.d. tvær myndir á haust og vorönn. Einnig hafa lista um hvaða kennsluleiðbeiningar og myndir eru til á safni.


8.-10: Opnunartími mætti koma skýrar fram. Kennarar á unglingastigi hafa lítið nýtt sér kennslu á skólasafni, en gætu hugsanlega gert meira og þáð ráðgjöf/ hugmyndir um hvaða möguleikar eru í boði. Hópurinn er í heildina ánægður með starfsemi safnsins í núverandi mynd og vill bara sjá áfram sömu stefnu, að teknu tilliti til ábendinga um úrbætur. Sérkennsla: Safnið er að veita góða þjónustu en alltaf má vinna að því að bæta starfið þannig að safnið verði ávallt lifandi upplýsingastöð fyrir alla í skólasamfélaginu.

Helstu athugasemdir

Svör og úrbætur

Tölvuver, aðbúnað má bæta s.s. stólar og heyrnartól –veggir drungalegir. Skipuleggja stofuna betur Hugmynd hvort tímabært væri að endurnýja húsgögn sérstaklega stóla, fá einhverja léttari. Hugmynd að nýta ganginn frammi fyrir framan hjá hjúkrunarfræðingi sem einhvers konar vinnuaðstöðu fyrir safnið. Fjölga tölvum í tölvuveri og stólar lélegir. Vantar skóhillu fyrir gesti safnsins

Búið að skipta út stólum.

Lesrými of lítið Vantar aðstöðu fyrir starfsfólk til að setjast niður til að afla sér upplýsinga úr gögnum safnsins.

Á dagskrá að endurskipuleggja hæðina, þó ekki verði það í nálægri framtíð. Halda ber til haga öllum athugasemdum og geyma til þeirrar vinnu.

Hafa tvo fasta starfsmenn allan tímann til að sinna þessu fjölþætta starfi Bæta við starfsmanni svo að safnið geti verið opið þó bókasafnskennari sé að kenna og einnig í frímínútum.

Ekki hægt. Nemendum er að fækka og þar með fjármagni til skólans.

Hafa útlán á fleiru en bókum s.s. stærðfræði “hjálpartæki”

Safnið lánar út vasareikna til nemenda og kennara. Vel athugandi að bæta við fleiru. (Vantar geymslupláss)

Hafa tölvu á safninu sem hægt er að leita eftir titlum og höfundum Hafa lista um hvaða kennsluleiðbeiningar og myndir eru til á safni. Bæta við kennsludiskum Endurnýja hljóðsnældur þ.e. kaupa efnið á hljómdiskum.

Hægt er að skoða gegn um gegnir.is í öllum tölvum. Þarf e.t.v. að kynna það betur og kenna fólki að nota Gegni.

Orðabækur fyrir þau tungumál sem kennd eru

Til eru orðabækur í ensku, dönsku, þýsku og frönsku. Þarf að bæta við eftir efnum og ástæðum.

Á dagskrá að endurskipuleggja hæðina, þó ekki verði það í nálægri framtíð. Halda ber til haga öllum athugasemdum og geyma til þeirrar vinnu. Mögulegt er við núverandi aðstæður að útbúa séraðstöðu fyrir kennsluleiðbeiningar og fagbækur. Tekið til greina

Safnið kaupir efni á cd/dvd ef það er í boði, en Námsgagnastofnun er mjög treg að koma með eldra efni á cd/dvd.


Léttlestrarbækur á erlendum tungumálum Norrænar bækur vantar t.d sænskar , danskar ekki bara enskar.

Mikið hefur verið keypt af léttlestrarbókum í ensku til að koma til móts við nemendur sem læra nú ensku allt frá 2. bekk. Ekki mikið úrval á dönsku og ekkert í öðrum tungumálum. Þarf að athuga þörfina fyrir bækur á öðrum tungumálum. Hafa aðgengi fyrir starfsfólk að bókum þó Í athugun er að setja upp sjálfsafgreiðslu kennsla sé í gangi. fyrir kennara og etv. nemendur. Kynna starfsemi safnsins fyrir starfsfólki og nemendum að hausti Fjölbreytt úrval skáldverka, fræðibóka.

Þarf að gera betur í kynningum. (Útbúnir hafa verið bæklingar til kennara og einnig til nemenda og foreldra.) Reynt er að kaupa inn það sem talið er að komi notendum til góða. Minni á að gott aðgengi er fyrir okkur að Borgarbókasafni og hægt að fá lánað efni þaðan með stuttum fyrirvara ef fyrirhuguð er vinna sem krefst bóka sem við eigum ekki nóg af.

Flytja efni á myndbandi yfir á DVD. Mætti bæta við góðum sígildum kvikmyndum, bæði íslensku og erlendum. Meira úrval af myndefni.

Flest þetta efni er höfundarréttarvarið og skólar þurfa að greiða sérstaklega fyrir það. Efni keypt á DVD sé þess nokkur kostur.

Vantar heyrnatól með fartölvum.

Það eru til heyrnartól sem hægt er að nota með fartölvunum. Geymd í tölvuveri. (Töluverð afföll eru á heyrnartólum.) Umgengni mjög ábótavant! Verða þó að vera til spil á safninu, en spurning er hvaða spil og hve mikið. Þarf að endurnýja reglulega. Gott mál. Þarf að gera sem fyrst.

Endurnýja og auka úrval af spilum.

Gott væri ef það væru skráð samvinnuverkefni hvers árgangs og bókasafns sem hægt væri að ganga að. Svona verkefni hafa verið gerð í mörg ár en hvergi er til heildaryfirlit. Slíkt myndi spara bæði tíma og vinnu. Að kennarar komi unnum þemaverkefnum til varðveislu á bókasafninu. Opnunartími mætti koma skýrar fram.

Verkefni hafa verið í árgöngum en gott væri að hafa það í fastari skorðum og setja inn í námsvísa að hausti.

Reynt er að hafa opið sem mest frá 8:1015:00. Nauðsynlegt er oft að loka vegna kennslu. Ef auglýstur er fastur opnunartími verður ekki hægt að hafa kennslu í þá tíma á safni. Þetta veltur hvað á öðru þegar einungis er einn starfsmaður á safninu.


Kennarar á unglingastigi hafa lítið nýtt sér kennslu á skólasafni, en gætu hugsanlega gert meira og þáð ráðgjöf/ hugmyndir um hvaða möguleikar eru í boði.

Misjafnt eftir kennurum og námsgreinum hvað mikil samvinna er við safnið. Gera þarf betur að upplýsa nýja kennara um möguleika sem í boði eru.

Árný J. Jóhannesdóttir Safnakennari Foldaskóla


Fylgiskjal 1 Nr

Einkunn

Gæðagreinir og þemu

4.5

1-2-3-4

Skólasafnið – búnaður og þjónusta •

safnakostur: skáldrit, fræðibækur, kennsluleiðb., myndefni o.h.þ. • aðgengi að safnakosti, tölvuveri og fartölvum • húsgögn og búnaður á safni og í tölvuveri • staðsetning safnsins í skólanum • opnunartími safnsins • aðstoð við kennara og nemendur (safn og tölvuver) • samvinna við safn • kennsla á safni • ráðgjöf, aðgengi og vinnuaðstaða Heildarniðurstöður mats:

Sterkir þættir:

Það sem þarf að bæta:

Annað sem þú vilt koma á framfæri varðandi safnið? Hvernig viltu sjá safnið starfa í framtíðinni?

Á hvaða stigi vinnið þið?


Fylgiskjal 2 Nr

Einkunn

Gæðagreinir og þemu

4.5

1-2-3-4

Skólasafnið – búnaður og þjónusta •

safnakostur: skáldrit, fræðibækur, kennsluleiðb., myndefni o.h.þ. • aðgengi að safnakosti, tölvuveri og fartölvum • húsgögn og búnaður á safni og í tölvuveri • staðsetning safnsins í skólanum • opnunartími safnsins • aðstoð við kennara og nemendur (safn og tölvuver) • samvinna við safn • kennsla á safni • ráðgjöf, aðgengi og vinnuaðstaða Heildarniðurstöður mats: • Mjög góð þjónusta, má fara að endurbæta tölvuver. Vantar meira kennsluefni á DVD. • Mannlegir þættir, þjónusta, til fyrirmyndar en bæta mætti umhverfi og aðbúnað safnsins. • Almenn ánægja með safnið og allan búnað. • Þjónusta góð, safnið þarf að bæta bókakost, húsgögn í tölvustofu mætti laga.


Sterkir þættir: 1.-7. bekkur Bókakostur fjölbreyttur Aðlaðandi umhverfi og notalegt að koma á safnið Merkingar góðar í hillum Gott starfsfólk og liðlegt Hlýlegt viðmót. Gott að koma á safnið. Réttur maður á réttum stað. Góð þjónusta og samvinna Áhugi og metnaður starfsmanns í að gera vel og aðstoða. Alltaf leitað leiða til lausnar á vandamálum Sveigjanleiki 8.-10. bekkur Sérstaklega þægilegt viðmót og góð þjónusta starfsmanna. Alltaf tilbúnar að aðstoða. Þægilegt og notalegt andrúmsloft. Heimilislegt. Nemendur sækja þangað vegna þess. Gaman að sjá nemendur nýta sér hléin til að tefla, lesa og spjalla. Vel staðsett í húsinu, hjarta skólans. Sérkennsla Safnakostur almennt góður Aðgengi að safnakosti og tölvuveri gott Staðsetning er í lagi, er miðsvæðis fyrir alla. Mjög gott er að sækja hvers konar aðstoð á safnið. Sérgreinar og blanda. Góður bókakostur og aðgengi gott. Mjögóð staðsetning ¨hjarta skólans”. Opnunartími fínn, nemendur hafa greiðan aðgang að safni. Aðstoð við kennara og nemendur mjög góð. Samvinna, kennsla, ráðgjöf og vinnuaðstaða mjög góð. Góður agi á safni. Safnið er til fyrirmyndar.

Það sem þarf að bæta: 1.-7. bekkur Tölvuver, aðbúnað má bæta s.s. stólar og heyrnartól –veggir drungalegir. Skipuleggja stofuna betur Vantar skóhillu fyrir gesti safnsins Lesrými of lítið Hafa tvo fasta starfsmenn allan tímann til að sinna þessu fjölþætta starfi Hafa útlán á fleiru en bókum s.s. stærðfræði “hjálpartæki” Hafa tölvu á safninu sem hægt er að leita eftir titlum og höfundum Bæta við kennsludiskum Orðabækur fyrir þau tungumál sem kennd eru Léttlestrarbækur á erlendum tungumálum Hafa aðgengi fyrir starfsfólk að bókum þó kennsla sé í gangi. Kynna starfsemi safnsins fyrir starfsfólki og nemendum að hausti 8.-10. bekkur Fjölbreytt úrval skáldverka, fræðibóka. Flytja efni á myndbandi yfir á DVD. Meira úrval af myndefni. Vantar heyrnatól með fartölvum. Endurnýja og auka úrval af spilum. Fjölga tölvum í tölvuveri og stólar lélegir. Sérkennsla Endurnýja hljóðsnældur þ.e. kaupa efnið á hljómdiskum. Hugmynd hvort tímabært væri að endurnýja húsgögn sérstaklega stóla, fá einhverja léttari. Bæta við starfsmanni svo að safnið geti verið opið þó bókasafnsfræðingur sé að kenna og einnig í frímínútum. Hugmynd að nýta ganginn frammi fyrir framan hjá hjúkrunarfræðingi sem einhvers konar vinnuaðstöðu fyrir safnið. Vantar aðstöðu fyrir starfsfólk til að setjast niður til að afla sér upplýsinga úr gögnum safnsins. Sérgreinar og blanda. Stólar í tölvuveri farnir að gefa sig. Mætti bæta við góðum sígildum kvikmyndum, bæði íslensku og erlendum.


Annað sem þú vilt koma á framfæri varðandi safnið? Hvernig viltu sjá safnið starfa í framtíðinni? 1.-7. bekkur: Að það þróist í takt við tímann. Gott væri ef það væru skráð samvinnuverkefni hvers árgangs og bókasafns sem hægt væri að ganga að. Svona verkefni hafa verið gerð í mörg ár en hvergi er til heildaryfirlit. Slíkt myndi spara bæði tíma og vinnu. Að kennarar komi unnum þemaverkefnum til varðveislu á bókasafninu. Norrænar bækur vantar t.d sænskar , danskar ekki bara enskar. Kaupa mætti meira af afþreyingarefni t.d. tvær myndir á haust og vorönn. Einnig hafa lista um hvaða kennsluleiðbeiningar og myndir eru til á safni. 8.-10: Opnunartími mætti koma skýrar fram. Kennarar á unglingastigi hafa lítið nýtt sér kennslu á skólasafni, en gætu hugsanlega gert meira og þáð ráðgjöf/ hugmyndir um hvaða möguleikar eru í boði. Hópurinn er í heildina ánægður með starfsemi safnsins í núverandi mynd og vill bara sjá áfram sömu stefnu, að teknu tilliti til ábendinga um úrbætur. Sérkennsla: Safnið er að veita góða þjónustu en alltaf má vinna að því að bæta starfið þannig að safnið verði ávallt lifandi upplýsingastöð fyrir alla í skólasamfélaginu.

/skolasafn  

http://dev2.foldaskoli.is/images/PDF/mat/skolasafn.pdf