Page 1

Sjálfsmatsskýrsla Innra mat skóla

2007

Foldaskóli

Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson skólastjóri siðprýði – menntun – sálarheill


Efnisyfirlit INNGANGUR ....................................................................................................................................................... 4 RÖKSTUÐNINGUR OG TILGANGUR ...................................................................................................................... 4 INNRA MAT FOLDASKÓLA .................................................................................................................................. 4 LÝSING Á SKÓLANUM ......................................................................................................................................... 5 VIÐMIÐ OG MATSSPURNINGAR................................................................................................................... 7 YTRI VIÐMIÐ ...................................................................................................................................................... 7 INNRI VIÐMIÐ ..................................................................................................................................................... 7 MATSSPURNINGAR ............................................................................................................................................. 8 INNRA MAT – GÖGN OG AÐFERÐIR............................................................................................................ 9 A) STYRK- OG VEIKLEIKAGREINING ................................................................................................................... 9 B) KANNANIR OG SPURNINGALISTAR .................................................................................................................. 9

Helstu kannanir á vegum Foldaskóla eru þessar: ..................................................................................... 10 Helstu kannanir á vegum Fræðslumiðstöðvar/Menntasviðs Reykjavíkurborgar ....................................... 10 Úttekt menntamálaráðuneytis á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla .............................................................. 10 Kannanir ýmissa annarra aðila ................................................................................................................. 11 C) PRÓF OG MAT Á ÁRANGRI NEMENDA ............................................................................................................ 11 D) VETTVANGSATHUGANIR .............................................................................................................................. 11 E) STÖÐUGREINING .......................................................................................................................................... 11 NIÐURSTÖÐUR................................................................................................................................................. 13 STEFNUMÖRKUN OG STJÓRNUN ........................................................................................................................ 13 Stefnumörkun ............................................................................................................................................. 13 Stjórnun...................................................................................................................................................... 14 Upplýsingastreymi ..................................................................................................................................... 15 Samantekt................................................................................................................................................... 15 KENNSLA, STOÐKERFI, NÁMSMAT OG NÁMSÁRANGUR ..................................................................................... 15 Kennsluaðferðir - einstaklingsmiðað nám ................................................................................................ 16 Stoðkerfi skólans ........................................................................................................................................ 16 Sérhæfð far-sérdeild................................................................................................................................... 17 Námsmat .................................................................................................................................................... 17 Mat á námsárangir nemenda ..................................................................................................................... 17 4. bekkur stærðfræði: ................................................................................................................................. 17 4. bekkur íslenska: ..................................................................................................................................... 17 7. bekkur stærðfræði .................................................................................................................................. 17 7. bekkur íslenska....................................................................................................................................... 18 Samræmd próf í 10. bekk ........................................................................................................................... 18 Samantekt................................................................................................................................................... 19 SAMSKIPTI OG LÍÐAN – VIÐHORF NEMENDA ..................................................................................................... 19 Einelti meðal nemenda............................................................................................................................... 19 Líðan nemenda í skóla ............................................................................................................................... 20 Agi í skólanum ........................................................................................................................................... 20 Vímuefnaneysla.......................................................................................................................................... 21 Samantekt................................................................................................................................................... 21 LÍÐAN, VIÐHORF OG STARFSÁNÆGJA STARFSFÓLKS. ........................................................................................ 21 Líðan í starfi............................................................................................................................................... 21 Viðhorf til starfsins og vinnustaðarins....................................................................................................... 22 Starfsaðstaða og jafnrétti........................................................................................................................... 22 Handleiðsla og starfsþróun........................................................................................................................ 23 Samantekt................................................................................................................................................... 23 SAMSKIPTI OG SAMSTARF HEIMILA OG SKÓLA .................................................................................................. 23 Viðhorf foreldra til Foldaskóla .................................................................................................................. 24 Boðskipti milli heimila og skóla................................................................................................................. 24


Heimavinna og þátttaka foreldra í heimanámi .......................................................................................... 26 Þátttaka foreldra í skólastarfinu ................................................................................................................ 26 Samantekt................................................................................................................................................... 26 UMRÆÐA ........................................................................................................................................................... 28 STEFNUMÖRKUN OG STJÓRNUN ........................................................................................................................ 28 KENNSLA, NÁMSMAT OG NÁMSÁRANGUR ........................................................................................................ 28 NEMENDUR – SAMSKIPTI, LÍÐAN OG VIÐHORF.................................................................................................. 29 STARFSFÓLK – LÍÐAN, VIÐHORF OG STARFSÁNÆGJA ........................................................................................ 29 FORELDRAR – SAMSKIPTI OG SAMSTARF HEIMILA OG SKÓLA ........................................................................... 30 ÁHERSLU- OG UMBÓTAÁÆTLANIR.......................................................................................................... 31 HEIMILDASKRÁ .............................................................................................................................................. 32 FYLGISKJÖL..................................................................................................................................................... 34 Fylgiskjal I: Matsáætlun – innra mat ........................................................................................................ 34 Fylgiskjal II: Áherslu og umbótaáætlun .................................................................................................... 35

Innra mat: Matsskýrsla

3

Foldaskóli 2007


Inngangur Hér á eftir er gerð stutt grein fyrir skólastarfi í Foldaskóla og með hvaða hætti skólastarf er metið, áætlanir gerðar um styrkingu og viðhald sterkra þátta og leiðum til úrbóta þar sem þeirra er þörf. Fyrst er fjallað um þau viðmið sem skólanum eru sett og skólinn setur sér. Þá er fyrirkomulagi innra mats (einnig nefnt sjálfsmat) lýst og dregnar saman niðurstöður með nokkurri umræðu. Að lokum er gerð grein fyrir með hvaða hætti staðið er að gerð áherslu- og úrbótaáætlunar skólans. Í fylgiskjölum þessarar skýrslu er bæði matsáætlun til næstu fjögurra ára og áherslu- og úrbótaáætlun fyrir yfirstandandi ár Rökstuðningur og tilgangur Byggt er á lögum um grunnskóla nr. 66/1995, Aðalnámskrá grunnskóla almennum hluta (Menntamálaráðuneyti 2006), Stefnu og starfsáætlun Leikskóla og Menntasviðs Reykjavíkurborgar (Leikskólasvið og Menntasvið Reykjavíkurborgar) og markmiðum skólastarfs í Foldaskóla sem birt eru í Handbók fyrir nemendur og foreldra 2006-2007 (Foldaskóli 2006). Einnig er byggt á Matstæki um einstaklingsmiðað nám (Menntasvið Reykjavíkurborgar 2005) og veggspjaldinu Góður skóli – viðmið, sem Fræðslumiðstöð Reykjavíkur gaf út 1999. Í gildandi lögum um grunnskóla nr. 66/1995, 49. grein er kveðið á um innra mat grunnskóla: Sérhver grunnskóli innleiðir aðferðir til að meta skólastarfið, þar á meðal kennslu- og stjórnunarhætti, samskipti innan skólans og tengsl við aðila utan skólans. Á fimm ára fresti skal að frumkvæði menntamálaráðuneytisins gerð úttekt á sjálfsmatsaðferðum skóla.

Í Aðalnámskrá grunnskóla, almennum hluta, (Menntamálaráðuneyti 2006, bls. 18-20) er kveðið nánar á um fyrirkomulag og viðmið innra mats (sjálfsmat) grunnskóla. Þar segir m.a.: Sjálfsmat er leið til þess að vinna kerfisbundið að gæðum og umbótum í skólastarfi. Sjálfsmat er einnig leið til þess að miðla þekkingu og upplýsingum um skólastarf. Í sjálfsmati skal koma fram stefna og markmið skóla, skilgreining á leiðum til þess að ná þeim, greining á sterkum og veikum hliðum skólastarfs og áætlun um úrbætur. Megintilgangur þess er að gera starfsfólki skóla auðveldara að vinna að framgangi markmiða skólans, meta hvort þeim hafi verið náð, endurskoða þau og stuðla að umbótum.

Innra mat Foldaskóla Í innra mati Foldaskóla er einnig stuðst við ritin Mat á skólastarfi – Hvað og hvernig (Gerður G. Óskarsdóttir, 1999) og Sjálfsmat skóla (Menntamálaráðuneyti, 1997).

Innra mat: Matsskýrsla

4

Foldaskóli 2007


Matið er altækt þar sem öll helstu svið skólastarfsins eru metin og samstarfsmiðað þar sem það er unnið af starfsmönnun skólans á grunni margvíslegra upplýsinga sem fyrir liggja eða áætlað að vinna (sbr. matsáætlun skólans: Fylgiskjal 1). Gögnum er safnað og unnið úr þeim á fjölbreyttan hátt, þar á meðal með könnunum á vegum skólans, Menntasviðs (Fræðslumiðstöðvar) og annarra aðila (sjá nánar kaflann Innra mat – gögn og aðferðir og heimildaskrá). Á grunni þessara upplýsinga er tekin saman áherslu- og úrbótaáætlun fyrir hvert almanaksár. Áætlunin er rýnd í lok árs og metið að hvað miklu leyti tekist hafi að ná þeim viðmiðum sem sett voru. Áætlunin er tekin fyrir á fundum starfsmanna/kennara og fundum foreldraráðs. Lýsing á skólanum Foldaskóli er heildstæður grunnskóli í Foldahverfi í Grafarvogi en það er elsti og grónasti hluti borgarhverfisins. Skólinn stendur skammt ofan við voginn sem er mikil náttúruperla. Hann var stofnaður haustið 1985 í húsnæði sem þá var í byggingu og var ekki lokið við fyrr en 1991. Viðbygging með sérgreinastofum og íþróttahúsi var síðan tekin í notkun 2002. Kjörorð skólans eru: siðprýði – menntun – sálarheill og vísa m.a. til þess að einn hornsteinn menntunar er sjálfsagi og virðing fyrir sjálfum sér og öðrum. Unnið er m.a. með uppbyggingarstefnuna (restitution) þar sem áhersla er lögð á að nemendur tileinki sér jákvæð lífsgildi. Olweusarverkefnið gegn einelti og andfélagslegri hegðun er einnig hluti af skólastarfinu. Árið 2006 hlaut skólinn Grænfánann fyrir umhverfisstarf og virka umhverfisstefnu. Þá var skólinn móðurskóli í nýsköpun frá 1998 til 2005, en það er hámarkstími slíkra verkefna. Kennsla í nýsköpun er fastur liður á stundaskrá nemenda í 4.- 6. bekk. Húsnæði skólans er vel búið kennslutækjum og tölvum og rúmt er um nemendur og starfsfólk. Nemendum fjölgaði hratt fyrstu árin og urðu þeir flestir árið 1990 þegar fjöldinn fór rétt yfir 1.200 og þá að meðtöldu útibúi í Hamrahverfi. Skólaárið 2006-2007 eru nemendur um 470 talsins og gert er ráð fyrir að þeir verði um 380 árið 2010. Úr því er áætlað að þeim fjölgi nokkuð. Húsnæði skólans er að stofni til þrjár einingar eða sérstæð hús með tengibyggingu á milli. Vorið 2001 var tekin fyrsta skóflustunga að viðbyggingu þar sem komið var fyrir sérgreinastofum auk íþróttahúss. Kennslustofurnar (690 m2) voru teknar í notkun haustið 2002, um leið og skólinn var einsettur, ásamt íþróttahúsi, sem er 12 x 24 m og 620 m2 með búningsklefum. Þá var nýtt mötuneytiseldhús tekið í notkun haustið 2003. Við skólann er starfrækt sérhæfð sérdeild (stofnuð haustið 2004) sem þjónustar nemendur í þeirra heimaskóla vegna atferlistruflana og geðraskana.

Innra mat: Matsskýrsla

5

Foldaskóli 2007


Í húsnæði skólans rekur Gufunesbær (ÍTR) frístundaheimilið Regnbogaland, fyrir nemendur 1. - 4. bekkjar og félagsmiðstöðina Fjörgyn. Einnig er rekið tómstundastarf fyrir nemendur í 5. - 7. bekk eftir skóla ákveðna daga vikunnar. Um nánari lýsingu á skólastarfi Foldaskóla er vísað í Handbók foreldra og nemenda sem gefin er út árlega.

Innra mat: Matsskýrsla

6

Foldaskóli 2007


Viðmið og matsspurningar Tvenns konar gögn eru lögð til grundvallar innra mati skólans auk laga og reglugerða sem grunnskólum er ætlað að starfa eftir. Annars vegar starfsáætlun og stefnumörkun Reykjavíkurborgar og hins vegar markmiðssetning skólastarf í Foldaskóla, sem nefna má innri viðmið. Ytri viðmið Aðalnámskrá grunnskóla, almennur hluti (Menntamálaráðuneytið 2006: bls. 1920) kveður á um tíu viðmið, sem menntamálaráðuneytið telur mikilvæg fyrir vinnu við innra mat skóla. Er hér með vísað til þeirrar umfjöllunar. Stefna og starfsáætlun Leikskólasviðs og Menntasviðs Reykjavíkurborgar (Leikskóla og Menntasvið Reykjavíkurborgar 2007: bls. 8-9) er árlega gefin út. Þar er birt 10 ára framtíðarsýn borgarinnar í menntamálum og skref á yfirstandandi ári m.a. á formi skorkorts. Helstu þættir í framtíðarsýn borgarinnar eru e.k. leiðarljós: • Einstaklingsmiðað nám og markviss samvinna • Skóli án aðgreiningar • Góð andleg, líkamleg og félagsleg líðan • Tengsl skóla, foreldra og grenndarsamfélags • Sjálfstæði skóla – jafnræði í umgjörð Góður skóli – viðmið (Fræðslumiðstöð Reykjavíkur 1999) er samantekt á helstu þáttum sem einkenna góðan skóla. Valdir eru þættir úr þeim lista til að styðjast við þegar matsverkefni eru undirbúin. Þar má nefna: • Stefnumörkun og forysta • Lærdómsumhverfi • Nemendur • Mat á árangri • Símenntun Innri viðmið Í Handbók fyrir nemendur og foreldra (Foldaskóli 2006: 5) er gerð grein fyrir markmiðum skólastarfs í Foldaskóla. Þau eru: • Að veita nemendum góða alhliða menntun og búa þá undir fullorðinsárin. • Að efla með nemendum sjálfstæða, agaða, gagnrýna og skapandi hugsun og vinnubrögð. • Að efla sjálfsmynd nemenda

Innra mat: Matsskýrsla

7

Foldaskóli 2007


• Að efla siðgæðisþroska nemenda, umburðarlyndi og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. • Að nemendur öðlist þjálfun í að takast á við mismunandi aðstæður í samskiptum við ólíka einstaklinga. • Að nemendur læri að hlusta á, virða og taka tillit til skoðana annarra. • Að efla virðingu og jákvæð viðhorf nemenda til náttúru, umhverfis og alls lífs. • Að efla samhug og samstarf heimila og skóla til að ná sameiginlegum markmiðum í þágu nemenda. Nánar er gerð grein fyrir rökum, mati og leiðum til að ná þessum markmiðum í Handbók starfsmanna Foldaskóla í Grafarvogi (Foldaskóli án ártals). Matsspurningar Á grunni ofangreindra gagna eru eftirfarandi fimm matsspurningar notaðar sem leiðarsteinn við mat á þeim gögnum sem fyrir liggja og nánar verður getið um í næstu köflum. Spurningarnar eru þessar: • Hefur skólinn skýra sýn og styrka stjórn? • Eru kennsluaðferðir og mat líkleg til að mæta ólíkum einstaklingum og bæta stöðugt árangur? • Líður nemendum vel, líkamlega, andlega og félagslega? • Ríkir góður starfsandi innan skólans að mati starfsmanna? • Fá foreldrar stöðugar upplýsingar um stöðu nemenda og skólastarfið almennt og finna þeir sig velkomna í skólann?

Innra mat: Matsskýrsla

8

Foldaskóli 2007


Innra mat – gögn og aðferðir Hér á eftir er lýst helstu aðferðum við innra mat skólans og gerð nokkur grein fyrir þeim gögnum sem liggja fyrir eða skólinn hefur aflað á eigin vegum. Áhersla er lögð á að aðferðirnar séu fjölbreyttar og greinandi og falli vel að þeim markmiðum sem unnið er með hverju sinni. Meðal þeirra gagna sem byggt er á má nefna styrk- og veikleikagreiningu, kannanir og spurningalista, próf og greiningar, gátlista, vettvangsathuganir, stöðugreiningu o. fl. Í stuttu máli byggist innra mat Foldaskóla á þeim viðmiðum og matsspuringum sem gerð hefur verið grein fyrir hér að framan. Lögð er upp matsáætlun til fjögurra ára þar sem fram koma þeir þættir skólastarfsins sem meta á á hverri önn. Ýmist er um innra eða ytra mat að ræða, þ.e. gögn sem skólinn notar við sitt innra mat. Í framhaldi af því er sett fram áherslu- og úrbótaáætlun fyrir næsta almanaksár. Sú áætlun er síðan yfirfarin í lok árs og gerð grein fyrir hvernig til hafi tekist á starfsmanna- og foreldraráðsfundum. a) Styrk- og veikleikagreining Innra mat í Foldaskóla á þeim þáttum sem kalla má stoðkerfi skólans, þ.e. sérkennsla og stuðningur við nemendur, fór fram á starfsdegi 8. júní 2006. Unnið var samkvæmt vinnuaðferðum sem lýst er í ritinu “Gæðagreinir“ eða “How good is our School?“ (ísl. útg. 1999, Skólaskrifstofa Skagfirðinga) útgefið af Scottish Office Education Department, HMI Audit Unit september 1996. Vinnufyrirkomulag var þannig að kennurum var skipt í hópa eftir stigum og auk þess voru sérkennarar saman í hópi. Alls voru þetta 7 hópar. Rætt var um hverjir væru sterkir þættir í sérkennslunni og hvað þyrfti að bæta. Niðurstöður umræðna í hverjum hópi voru skráðar á tiltekin eyðublöð. Fram kom að áherslur voru svolítið mismunandi eftir stigum enda er þjónustan að einhverju leyti ólík. Kennarar gáfu þjónustunni einkunn á bilinu 1 – 4. Síðan var unnin úrbótaáætlun og skrifuð skýrsla um verkefnið (Hafdís Sigurgeirsdóttir, 2006). Einnig hefur farið fram greining á styrkleika- og áskorunum á deildafundum og starfsdögum þar sem einstakir þættir, samkomur, þemadagar eða verkferlar eru ræddir og greindir. Gjarnan er þá samantekt á stjórnenda- eða úrvinnslufundi og niðurstöður síðan kynntar fyrir þeim sem málið varðar. Í Olweusarhópum hafa einnig farið fram greiningar á einstökum þáttum í daglegu starfi skólans og bent á leiðir til úrbóta. b) Kannanir og spurningalistar Samkvæmt matsáætlun Foldaskóla hefur upplýsinga verið aflað um ýmsa þætti skólastarfsins, Skipulega hefur verið unnið að þessum þætti allt frá árinu 2003.

Innra mat: Matsskýrsla

9

Foldaskóli 2007


Árið 2004 var farið nákvæmlega í gegnum markmiðasetningu skólans og því ekki unnið hefðbundið matsstarf það árið. Helstu kannanir á vegum Foldaskóla eru þessar: 2003 Viðhorf skólasamfélagsins til vetrarfrís – skýrsla. 2003 Aðbúnaður í kennslustofum – úrvinnslugögn. 2005 Eineltiskönnun skólans – úrvinnslugögn. 2005 Aðbúnaður í kennslustofum – úrvinnslugögn. 2005 Einstaklingsmiðað nám I - matstæki 2006 Viðhorf skólasamfélagsins til vetrarfrís – skýrsla. 2006 Námsmat – viðhorfskönnun – skýrsla. 2006 Sérkennsla – námsver 2 – úrvinnsla og skýrsla. 2006 Einstaklingsmiðað nám II - matstæki 2007 Viðhorf foreldra til foreldraviðtala - skýrsla. Vísað er til nánari greinargerðar í ofanrituðum gögnum varðandi fyrirkomulag, niðurstöður og úrbótaáætlanir. Helstu kannanir á vegum Fræðslumiðstöðvar/Menntasviðs Reykjavíkurborgar 2000 Könnun á viðhorfi foreldra til starfs grunnsk. Reykjavíkur 2001 Börnin í borginni: 8.-10. bekkur og 5.-7. bekkur 2002 Könnun á viðhorfi foreldra til starfs grunnsk. Reykjavíkur 2003 Líðan nemenda: 5.-7. bekkur 2003 Könnun á samstarfi heimila og skóla. Foldaskóli 2004 Viðhorf foreldra til grunnskóla Reykjavíkur 2005 Mat á skólanámskrá Foldaskóla 2006 Mat á skólanámskrá Foldaskóla 2006 Líðan nemenda: 5. - 7. bekkur 2006 Vinnustaðagreining 2006 Viðhorf forráðamanna nemenda í grunnsk. Reykjavíkur Vísað er til nánari greinargerðar í ofanrituðum gögnum varðandi fyrirkomulag, niðurstöður. Úttekt menntamálaráðuneytis á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla Úttekt á sjálfsmatsaðferðum í Foldskóla vorið 2002

Innra mat: Matsskýrsla

10

Foldaskóli 2007


Kannanir ýmissa annarra aðila 2002 Vímuefnaneysla ungs fólks í Reykjavík: Rannsóknir & gr. 2003 Vímuefnaneysla ungs fólks í Reykjavík: Rannsóknir & gr. 2004 Vímuefnaneysla ungs fólks í Reykjavík: Rannsóknir & gr. 2005 Olweusarkönnun á einelti – úrvinnslugögn 2006 Vímuefnaneysla ungs fólks í Reykjavík: Rannsóknir & gr. 2006 Olweusarkönnun (nóv.) á einelti - úrvinnslugögn 2006 Olweusarkönnun (feb) á einelti - úrvinnslugögn 2006 Heilsa og lífskjör skólanema. Skýrsla: Háskólinn á Akureyri c) Próf og mat á árangri nemenda Þar er um að ræða gögn sem til verða í hefðbundnu námsmati í lok hverrar annar, greiningargögn (Aston Index, Tove Krog, GRP 14, talnalykill, lesskimun o. fl.), og niðurstöður samræmdra prófa í 4., 7. og 10. bekk. Einnig liggja fyrir gögn um vinnusemi, heimanám o. fl. á Mentor.is. d) Vettvangsathuganir Leitað er til fagaðila innan og utan skóla þegar upp koma vandamál í bekk eða hjá kennara. Í stöku tilfellum koma slíkir aðilar inn í bekk til að fylgjast með og meta stöðuna. Um er að ræða fagaðila eða stjórnanda skólans, fulltrúa frá Fardeild eða Miðgarði. Þau gögn sem verða til við slíka athugun eru yfirleitt trúnaðarmál. e) Stöðugreining Í kjölfar kjarasamninganna 2001 hafa starfað teymishópar með það hlutverk að vinna að úrbótastarfi innan skólans. Afurðir þessara teymishópa hafa yfirleitt komið fram sem stefnumörkun og verið birtar í Handbók starfsmanna og í nokkrum tilvikum í Handbók foreldra og nemenda. Í hverjum þessara hópa hafa starfað 2- 6 kennarar. Dæmi um slíka vinnu eru: Handbók fyrir foreldra og nemendur er endurskoðuð árlega

2002-2007

Rýmingaráætlun skólans er æfð og endurskoðuð árlega

2003-2007

Fagnámskrár eru endurskoðaðar árlega

2003-2007

Endurskoðun á fagnámskrám og kennsluáætlunum

2003-2004

Lausnateymi – greining á vanda einstakra kennara í kennslu

2003-2007

Einelti – könnun og viðbrögð

2003-2005

Umhverfismál – unnið að umhverfisstefnu

2003-2007

Áföll, sorg og sorgarviðbrögð – undirbúningur fyrir áfallaráð

2003-2006

Innra mat: Matsskýrsla

Foldaskóli 2007

11


Námsmat – greining og úrbótatillögur – endurskoðun

2003-2006

Einelti Olweus

2004-2007

Kennsluhættir

2005-2007

Samskipti heimilis og skóla – stefnumörkun

2005-2006

Innra mat

2002-2004

Vinnuumhverfi – mat og úrbætur

2005-2007

Jafnréttis- og mannréttindamál -

2006-2007

Innra mat: Matsskýrsla

12

Foldaskóli 2007


Niðurstöður Í þessum kafla verður fjallað um niðurstöður innra mats Foldaskóla. Þær eru m.a. byggðar á þeim gögnum og umræðum sem gerð hefur verið grein fyrir hér að framan. Umfjölluninni verður skipt upp í undirkafla í samræmi við þær matsspurningar sem kynntar eru í kaflanum Matsspurningar hér að framan. Niðurstöður eru síðan dregnar saman í lok hvers undirkafla. Ef notaðar eru megindlegar aðferðir við gagnaöflun og túlkun er gjarnan greint frá niðurstöðum í prósentutölum en einnig á skalanum 1-5 en þá aðferð notar Capacent Gallup við túlkun sinna niðurstaðna. Þar er um að ræða framsetningu meðaltals sem skipt er upp í þrjú bil: Styrkleikabil: Fullyrðing fær meðaleinkunnina 4.2 eða hærri á kvarðanum 1- 5 Starfhæft bil: Fullyrðing fær meðaleinkunnina 3.7- 4,19 á kvarðanum 1- 5 Aðgerðabil: Fullyrðing fær meðaleinkunnina 3.69 eða lægra á kvarðanum 1-5 Þegar um eigindlegar aðferðir er að ræða eru niðurstöðum frekar lýst í almennum orðum. Stefnumörkun og stjórnun Í þessum kafla verður fjallað um stefnumörkun og stjórnun Foldaskóla. Einnig verður gerð grein fyrir upplýsingagjöf til starfsmanna og foreldra, en það er mikilvægur þáttur sem tengist stjórnun, skipulagi og skilvirkni hverrar stofnunar. Stefnumörkun Farið var í umfangsmikla stefnumótunarvinnu árið 2004 þegar markmið skólastarfs Foldaskóla voru endurmetin og kjörorð skólans sett fram, en þau eru siðprýði – menntun - sálarheill. Að því verki kom allt starfsfólk og fulltrúar foreldra í foreldraráði. Þessi markmið koma fram í skólanámskrá skólans sem metin hefur verið af Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Þar fær skólanámskráin 4,5 í einkunn af 5.0 mögulegum sem þýðir að ekki er ástæða til að meta námskrána aftur um nokkurt skeið þar sem hún uppfyllir viðmiðunarkröfur. Í umsögn um skólanámskrána kom fram sú ábending að tengsl milli áhersluþátta og markmiða þyrftu að koma skýrar fram. Í Handbók fyrir nemendur og foreldra 2006-2007 er gerð gein fyrir stefnu skólans á mörgum sviðum. Þar má nefna almenna skólastefnu, agamál, umgengni og öryggi, ástundun, umhverfismál, einelti, sérkennslu o. fl. Samsvarandi upplýsingar eru á heimasíðu skólans

Innra mat: Matsskýrsla

13

Foldaskóli 2007


Í Handbók starfsmanna, 2. kafla, er gerð nánari grein fyrir stefnu skólans í ýmsum þáttum skólastarfsins. Þar má nefna upplýsingastefnu, forvarnastefnu, uppbyggingarstefnu o. fl. Í kafla 6 í sömu handbók er gerð grein fyrir stefnu skólans í samskiptum heimila og skóla Ef viðhorfskannanir Gallups fyrir Fræðslumiðstöð/Menntasvið 2004 og 2006 meðal foreldra eru skoðaðar er nánast ekkert spurt um stefnumörkun skólans en því meira um stefnumörkun og starfsáætlun Reykjavíkurborgar. Engar athugasemdir hafa borist frá foreldraráði um skólanámskrá skólans þar sem grein er gerð markmiðum skólastarfsins og stefnu skólans í ýmsum þáttum sem snerta starfið. Ljóst er að innan skamms þarf að endurskoða markmiðasetningu skólans og taka þá fulltrúa foreldra og nemendur inn í þá vinnu á kerfisbundinn hátt. Þegar viðhorf starfsmanna er skoðað í Vinnustaðagreiningum Gallups og Fræðslumiðstöðvar/Menntasviðs Reykjavíkurborgar frá 2002 og 2005 kemur almennt í ljós mikil framför enda markvisst unnið að úrbótum vegna slakrar útkomu 2002. Þegar spurt er um markmiðasetningu skólans 2002 kemur í ljós að meðaltal svara starfsfólks er 3,3 (er á aðgerðabili) meðan grunnskólarnir almennt eru með 3,75 (á starfhæfu bili). Árið 2005 er meðaltal Foldaskóla komið í 4,02 og grunnskólanna almennt í 3,78. Stjórnun Dagleg stjórnun í Foldaskóla er í höndum skólastjóra, aðstoðarskólastjóra, tveggja stigstjóra og deildarstjóra sérkennslu. Stjórnendateymið heldur vikulega fundi þar sem málum er ráðið. Kennararáð er skólastjóra til ráðuneytis og fundar það einu sinni í mánuði auk þess sem skólastjóri og aðstoðarskólastjóri funda mánaðarlega með fulltrúum foreldra í foreldraráði. Í gildi er skipurit fyrir skólann og skilgreind verkefni hvers stjórnanda auk starfslýsinga deildastjóra. Þegar viðhorfskannanir Gallups meðal foreldra fyrir Fræðslumiðstöð/ Menntasvið 2004 og 2006 eru skoðaðar kemur í ljós að árið 2004 telja 58% foreldra skólanum vel stjórnað og 9,9% að honum sé illa stjórnað. Meðaltal skólans á kvarðanum 1-5 er 3,6 meðan almennir skólar í Reykjavík fá meðaltalið 4.0 og borgarhverfi 4 meðaltalið 3,9. Munur er ekki talinn tölfræðilega martækur. Þegar niðurstöður frá 2006 eru skoðaðar kemur í ljóst að 66,7% foreldra telja skólanum vel stjórnað, hefur aukist um 8,7% stig, og 10,1% að honum sé illa stjórnað. Meðaltal skólans á kvarðanum 1-5 er áfram 3,6 meðan almennir skólar í Reykjavík fá meðaltalið 4.0. Ekki er getið um meðaltal borgarhlutans. Munur er ekki talinn tölfræðilega marktækur.

Innra mat: Matsskýrsla

14

Foldaskóli 2007


Þegar þessar tölur eru bornar saman má segja að miðað hafi í rétta átt en enginn ástæða er til að sætta sig við lakari niðurstöðu en að ná meðaltali almennra skóla í borginni. Þegar viðhorf starfsmanna er skoðað í Vinnustaðagreiningum Gallups og Fræðslumiðstöð/Menntasviðs Reykjavíkurborgar frá 2002 og 2004 kemur í ljós veruleg framför á milli mælinga þegar starfsfólk er spurt um hversu vel skólanum er stjórnað. Árið 2002 var meðaltalið 3,25 (á aðgerðabili) er 2004 er meðaltalið 3,89 (á starfhæfu bili) þegar meðaltal almennra grunnskóla í borginni var 3,94. Um aðra þætti sem tengjast stjórnun og starfsmannahaldi er svipaða sögu að segja. Starfsmenn treysta næsta yfirmanni vel; fer úr 3,97 í 4,25 milli mælinga og næsti yfirmaður hrósar starfsmanni, fer úr 3.26 í 4,02 þegar meðaltal alm. grunnskóla er 3,82 Upplýsingastreymi Þegar viðhorfskannanir Gallups meðal foreldra fyrir Fræðslumiðstöð/ Menntasvið 2004 og 2006 eru skoðaðar kemur í ljós að árið 2004 var meðaltalið 3,6 þegar foreldrar voru spurðir um ánægju þeirra með upplýsingagjöf skólans þegar aðrir skólar eru með 3,9. Þegar sömu spurningar var spurt árið 2006 var meðaltalið 3,9 eins og hjá öðrum skólum borgarinnar. Þegar viðhorf starfsmanna er skoðað í Vinnustaðagreiningum Gallups og Fræðslumiðstöðvar/Menntasviðs Reykjavíkurborgar frá 2002 og 2005 kemur í ljós, þegar spurt er um hvort starfsmenn fái fullnægjandi upplýsingar um mikilvæga atburði og breytingar innan skólans, að meðaltalið er 3,18 árið 2002 og 3,32 þremur árum síðar þegar alm. grunnskólar eru með 3,53. Samantekt Lítið er vitað um afstöðu foreldra til stefnumörkunar Foldaskóla. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um skólanámskrá og starfsáætlun, en þar hafa ekki komið fram ábendingar. Starfsfólk er vel upplýst um markmið skólastarfsins að eigin mati árið 2005. Von er á nýrri greiningu árið 2007. Ánægja foreldra með stjórnun skólans er heldur slakari en almennt gerist í borginni. Nokkur bati hefur þó orðið milli mælinga. Þá eru foreldrar ágætlega sáttir við upplýsingagjöf skólans en starfsmenn síður. Kennsla, stoðkerfi, námsmat og námsárangur Í lögum um grunnskóla, aðalnámskrá og stefnu Reykjavíkurborgar er lögð áhersla á að komið sé til móts við þarfir og getu nemanda miðað við þroska og getu hvers og eins. Í markmiðum skólans segir að hlutverk skólans sé að efla með nemendum sjálfstæða, agaða, gagnrýna og skapandi hugsun og vinnubrögð.

Innra mat: Matsskýrsla

15

Foldaskóli 2007


Til að koma til móts við breiðan hóp nemenda þarf fjölbreyttar kennsluaðferðir, skipulag og aðstöðu. Leið til að nálgast slík markmið er einstaklingsmiðað nám en skilgreining þess er viðtæk og margbrotin. Ágæt leið til að nálgast þetta hugtak er sett fram í Matstæki um einstaklingsmiðað nám sem gefið var út af Menntasviði Reykjavíkurborgar árið 2005. Hér á eftir verður fjallað um mat á stöðu skólans varðandi einstaklingsmiðað nám, stoðkerfi (sérkennslu o. fl.) og námsmat innan skólans. Síðan verður gerð nokkur grein fyrir námsárangri nemenda með tilliti til samræmdra prófa og greininga. Kennsluaðferðir - einstaklingsmiðað nám Til að meta stöðu skólans í einstaklingsmiðun náms var farin sú leið árið 2005 að greina stöðuna með aðstoð matstækis Menntasviðs. Um var að ræða stöðumat innan árganga í 1.-7. bekk og fór eftir námsgreinum á unglingastigi. Íþróttir og list- og verkgreinar voru einnig metnar sérstaklega. Í framhaldi af því settu kennarar fram þróunaráætlun á sínu sviði. Að ári liðnu var aftur gert stöðumat og lagðar upp þróunaráætlanir. Þegar niðurstöður þessarar matsvinnu eru skoðaðar kemur m.a. í ljós að viðhorf kennara eru jákvæð varðandi einstaklingsmiðað nám og þeir vilja gjarnan vera lengra komnir en niðurstöður matsins benda til. Þetta viðhorf kemur líka glöggt fram í Vinnustaðagreiningu 2005 þar sem starfsmenn vilja að skólinn taki í mun meira mæli mið af einstaklingsbundnum þörfum nemenda en gert er. Þar er meðaltalið 4,02 meðan alm. grunnsk. eru með 3,89. Þegar spurt er um hversu vel skólanum tekst að veita nemendum kennslu við hæfi er meðaltalið í Vinnustaðagreiningunni 2002 er 2,95 en árið 2005 er það 3,47 þegar alm grunnskólar eru með 3,74. Þessar niðurstöður benda eindregið til þess að starfsfólkið vilji gera mun betur á þessu sviði. Stoðkerfi skólans Undir það hugtak fellur öll sérkennsla og faglegur stuðningur við nemendur og kennara. Mat á umfangi sérkennslu og gæðum kemur fram í viðhorfskönnun meðal foreldra 2006 og er niðurstaðan byggð á svörum 13 aðila. Þar kemur fram að umfang og ánægja með þjónustuna er ámóta eða ívið lakari en í öðrum skólum. Rétt er að hafa í huga að svör mjög fárra foreldra standa á bak við þessa mælingu. Innan skólans var stoðkerfið skoðað með styrk- og veikleikagreiningu að skoskri fyrirmynd (Hafdís Sigurgeirsdóttir, 2006). Verið er að vinna samkvæmt þeim úrbótatilögum sem þar komu fram.

Innra mat: Matsskýrsla

16

Foldaskóli 2007


Sérhæfð far-sérdeild Sérstök fardeild sem ætlað er að veita skólunum í Grafarvogi og á Kjalarnesi sérhæfða aðstoð og ráðgjöf vegna nemenda með atferlis- og geðraskanir er rekin innan skólans. Deildin var stofnuð haustið 2004 og er einn starfsmaður í fullu starfi. Í úttekt á starfi deildarinnar, sem fram kemur í skýrslu Ingvars Sigurgeirssonar og Ingibjargar Kaldalóns (Gunnkista við enda regnbogans, 2006), kemur fram að árangur af starfi deildarinnar sé góður og ástæða til að skoða þetta form frekar. Engar úrbótatillögur eru lagðar fram. Námsmat Farið var í endurmat á fyrirkomulagi námsmats árið 2006 en þá var búið að vinna eftir breyttu fyrirkomulagi í á annað ár. Um var að ræða viðhorfskönnun sem lögð var fyrir nemendur, foreldra og kennara (Inga Rósa Þórðardóttir, 2006). Í kjölfarið voru nokkra minniháttar lagfæringar gerðar á skipulaginu og er það síðan endurskoðar á hverju vori. Mat á námsárangir nemenda Nemendur í 4., 7. og 10. bekk taka samræmd próf árlega á vegum Námsmatsstofnunar. Þar er unnið úr gögnum og gefin út yfirlit árlega, þriggja ára meðaltal og svokallaður framfarastuðull. Niðurstöður Foldaskóla eru eftirfarandi frá árinu 2000. Um er að ræða normaldreifðar einkunnir. Námsmatstofnun breytti meðaltali landsins alls úr 5,0 í 30.0 árið 2004: 4. bekkur stærðfræði: 4. bekkur/Foldask. 4. b. Reykjavík 4. b. Meðalt./land

2000 5,4 5,0 5,0

2001 4,9 5,0 5,0

2002 4,9 5,0 5,0

2003 4,9 4,9 5,0

2004 27,6 29,8 30,0

2005 32,9 30,2 30,0

2006 32,7 30,2 30,0

2000 5,6 5,0 5,0

2001 4,9 5,2 5,0

2002 5,5 5,2 5,0

2003 5,2 5,0 5,0

2004 28,2 30,8 30,0

2005 29,4 30,8 30,0

2006 31,4 30,6 30,0

2001 5,2 5,1 5,0

2002 5,5 5,0 5,0

2003 5,6 5,1 5,0

2004 32,6 30,9 30,0

2005 32,7 31,1 30,0

2006 35,2 30,5 30,0

4. bekkur íslenska: 4. bekkur/Foldask. 4. b. Reykjavík 4. b. Meðalt./land

7. bekkur stærðfræði 7. bekkur/Foldask. 7. b. Reykjavík 7. b. Meðalt./land

2000 5,0 5,2 5,0

Innra mat: Matsskýrsla

17

Foldaskóli 2007


7. bekkur íslenska 7. bekkur/Foldask. 7. b. Reykjavík 7. b. Meðalt./land

2000 5,3 5,2 5,0

2001 5,0 5,2 5,0

2002 5,2 5,1 5,0

2003 5,3 5,1 5,0

2004 32,4 31,1 30,0

2005 32,2 30,2 30,0

2006 32,3 30,6 30,0

Þegar þessar tölur eru skoðaðar kemur m.a. í ljós að skólinn kemur yfirleitt sterkar út í stærðfræði en íslensku. Það tímabil sem skoðað er sýnir að yfirleitt er árangur nemenda yfir landsmeðaltali og meðaltali Reykjavíkur í stærðfræði en liggur aðeins neðar í íslensku. Niðurstöður hafa verið greindar nánar, einkum í íslensku og kemur þá í ljós að ritunarþátturinn er oftast slakastur í íslensku. Við þessu hefur verið brugðist innan skólans. Ef meðaltal er tekið fyrir hvert ár af einkunnum skólans í samræmdum greinum í 10. bekk og niðurstöður túlkaðar í grafi kemur fram ferill sem lýsir breytingum frá ári til árs. Þessi framsetning er fyrst og fremst hugsuð til að átta sig á meginbreytingum milli ára. Um er að ræða meðaltöl á 10 kvarðanum, þ.e. normaldreifaðar einkunnir. Rétt er að taka fram að árið 2002 var samræmdum greinum fjölgað úr fjórum í sex. Þá fengu nemendur einnig val um hvaða greinum þeir tækju próf í. Samræmd próf í 10. bekk

0,60 0,40 0,20 0,00 -0,20 -0,40 -0,60 -0,80

Foldaskóli Samræmd próf í 10. bekk

19 1 98 99 20 20 2 9 00 0 0 20 2 1 02 0 0 2 3 04 00 20 5 06 Foldaskóli - Landið á kvarðanum 1-10

Foldaskóli - Reykjavík N. 1-10

Að þessu sögðu má segja að nokkuð stöðugar framfarir hafi orðið frá árinu 2002 og að árangur skólans í dag sé sambærilegur því sem var 1998. Rétt er að taka

Innra mat: Matsskýrsla

18

Foldaskóli 2007


fram að sveiflur milli ára/árganga í einstökum skólum eru vel þekktar og eru yfirleitt því meiri sem færri nemendur eru í árgangi. Nokkur undanfarin ár hefur Námsmatsstofnun reiknað út svokallaðan framfarastuðul. Fyrir 10. bekk var þessi stuðull 1.01 í íslensku og 1,00 í stærðfræði árið 2006. Eðlilegar framfarir fyrir árgang eru taldar vera 1,00 ±0,02 (Sigurgrímur Skúlason, 2004). Auk samræmdra prófa eru reglubundnar greiningar á námsstöðu með sérhæfðum greiningarprófum þar má nefna Aston Index, Tove Krog, GRP 14, talnalykill, lesskimun o. fl. Ekki verður farið út í niðurstöður einstakra greininga hér. Samantekt Í Foldaskóla er almennur vilji og viðleitni til að koma sem mest og best til móts við þarfir allra nemenda. Viðhorf kennara er gagnrýnið á eigin verk einkum á þann veg að vilja koma mun betur til móts við þarfir einstakra nemenda og unnið er markvisst að því að koma á einstaklingsmiðuðu námi m.a. með fjölbreyttum kennsluaðferðum. Námsárangur nemenda og framfarir eru í góðu meðallagi samkvæmt gögnum frá Námsmatsstofnun. Samskipti og líðan – viðhorf nemenda Hér á eftir er fjallað um einelti, líðan, aga og vímuefnaneyslu nemenda. Byggt er á reglubundnum könnunum sem nánar er gerð grein fyrir. Einelti meðal nemenda Frá skólaárinu 2004-2005 hefur Foldaskóli verið þáttakandi í Olweusaráætluninni gegn einelti og andfélagslegri hegðun. Gögn hafa verið unnin fyrir skólann til kynningar og frekari vinnslu innan skólans. Einnig má finna niðurstöður síðustu könnunar á heimasíðu skólans undir flipanum Mat á skólastarfi. Árlega eru lagðar fyrir kannanir meðal nemenda sem hluti af Olweusarverkefninu. Einnig er spurt um einelti í viðhorfskönnun meðal foreldra (Fræðslumiðstöð Reykjavíkur 2004 og Menntasvið Reykjavíkurborgar 2006) Í foreldrakönnuninni 2004 töldu 26,2% foreldra að barnið þeirra hafi orðið fyrir einelti í Foldaskóla meðan 21.6% foreldra í öðrum skólum töldu svo vera. Þegar spurt er hvort viðkomandi sé sátt(ur) við hvernig tekið var á málinu í skólanum er meðaltalið 2,9 (á skalanum 1- 5) fyrir Foldaskóla en 3.2 fyrir alm. grunnskóla í borginni. Munur er í hvorugu tilfelli marktækur milli skóla. Árið 2006 er gerð sambærileg könnun á vegum Menntasviðs. Þá telja 30,3% foreldra að barnið þeirra hafi orðið fyrir einelti í skólanum meðan 21.5% foreldra í öðrum skólum telja svo vera. Þegar spurt er um hvort foreldrar séu

Innra mat: Matsskýrsla

19

Foldaskóli 2007


sáttir við hvernig skólinn tók á málinu er meðaltalið 3,3 í Foldaskóla en 3.1 í öðrum skólum borgarinnar. Munur er í hvorugu tilfelli marktækur milli skóla. Samkvæmt þessu telja foreldrar einelti heldur vera að aukast en betur sé tekið á því en áður. Á þessum tíma var mikil umræða um einelti í skólasamfélaginu m.a vegna þátttöku kynningar Foldaskóla á Olweusarverkefninu og má vera að það hafi einhver áhrif til aukningar meintra tilvika. Ef Olweusarkannanirnar frá 2005 og 2006 eru skoðaðar kemur í ljós að nemendum sem telja sig ekki hafa orðið fyrir einelti í skólanum hefur fjölgað úr 76,0% í 81,3%. Jafnframt hefur þeim aðeins fækkað sem orðið hafa oft fyrir einelti í hverri viku úr 2,9% í 2,2% sem vart er marktæk breyting. Svipuð niðurstaða kemur fram í könnun Háskólans á Akureyri og Lýðheilsustöðvar (2006) í 6., 8. og 10. bekk. Þar kemur fram að 83,5% nem. hafa ekki orðið fyrir einelti. Líðan nemenda í skóla Þegar líðan nemenda er skoðun í könnunum Olweusar frá 2005 og 2006 kemur í ljós að nemendum sem líður vel eða mjög vel hefur fjölgað úr 67,9% í 73,9% milli ára. Í foreldrakönnuninni 2006 telja 80,0% foreldra að börnum þeirra líði alltaf eða oftast vel í skólanum. Sú niðurstaða er hinsvegar marktækt lakari en í alm. grunnskólum borgarinnar. Tölfræðilega marktækur munur tengist einnig menntun foreldra. Í könnun sama ár á líðan nemenda á miðstigi (5., 6. og 7. bekk) kemur í ljós að líðan nemenda Foldaskóla er áþekk líðan nemenda almennt í borginni (Menntasvið 2006). Þar segjast um 72,2% nemenda aldrei eða næstum aldrei líða illa í kennslustundum eða frímínútum. Samsvarandi tala er 74% fyrir borgina. Þeim sem líður illa samkvæmt áður nefndum könnunum Olweusar hefur á sama tíma fjölgað úr 4,7% í 7,0 %. Í foreldrakönnuninni 2006 telja 5,7% foreldra að barni þeirra líði sjaldan eða aldrei vel í skólanum. Þegar nemendur eru spurðir um fjölda vina í könnun Olweusar kemur í ljós að þeim sem eiga engan eða einn vin fækkar á milli mælinga úr 10.5% í 7,5% og þeim sem eiga 6 vini eða fleiri fjölgar úr 42,6% í 52,8%. Agi í skólanum Í foreldrakönnunum frá 2004 og 2006 er spurt um mat foreldra á aga í skólanum. Árið 2004 telja 60,2% agann hæfilegan og 1.1% of mikinn. Tveimur árum síðar telja 64,3% foreldra agann hæfilegan í Foldaskóa. Jafnframt fjölgar þeim sem telja agann of mikinn úr 1,1% í 4,3%. Þá fækkaði þeim sem telja agann og lítinn úr 38,6% í 31,4%. Bæði árin er meðaltal þeirra foreldra sem telja agann hæfilegan í alm. grunnskólum rétt rúm 69% . Engar kannanir liggja fyrir um viðhorf nemenda og starfsfólks til aga í skólanum.

Innra mat: Matsskýrsla

20

Foldaskóli 2007


Vímuefnaneysla Árlega er lögð fyrir nemendur í 9. og 10. bekk vímuefnakönnun á vegum Rannsóknar og greiningar. Niðurstöður sem birtar voru árið 2006 gera grein fyrir stöðunni um vorið og eins þróun mála allt frá árinu 1997. Þar kemur fram að dregið hefur úr daglegum reykingum nemenda í 10. bekk frá árinu 2002 og 2003 en þá voru reykingar algengari í Foldaskóla en alm. á landinu og í Reykjavík. Árið 2004 reykja 9% nemenda 10. bekkjar í Foldaskóla daglega en talan er komin í 17% árið 2006 þegar meðaltal Reykjavíkur er 15%. Töluverðar sveiflur eru almennt á milli árganga. Hlutfall nemenda í 10. bekk sem hafa orðið ölvaðir einu sinni eða oftar sl. 30 daga er það sama og í Reykjavík eða 28%. Í 9. bekk er hlutfallið 11% og Reykjavík 12%. Hassneysla er nokkur minni í Foldaskóla eða 3% bæði í 9. og 10. bekk meðan hlutfallið í Reykjavík er 5% fyrir 9. bekk og 10% fyrir 10. bekk. Samantekt Þegar niðurstöður kannana á einelti og líðan nemenda eru skoðaðar kemur í ljós að nokkur árangur hefur náðs. Nemendum sem telja sig verða fyrir einelti hefur fækkað og þeir eiga jafnframt fleiri vini. Eflaust má tengja það að einhverju leyti Olweusarverkefninu. Reyndar telja foreldrar einelti vera heldur meira í skólanum en almennt gerist en að betur sé tekið á því en í öðrum skólum. Foreldrum sem telja agann í skólanum hæfilegan hefur fjölgað þótt hlutfall þeirra sé lægra en almennt gerist í grunnskólum borgarinnar. Reyndar hefur þeim aðeins fjölgað sem telja agann of mikinn. Meðalhófið er því vandratað. Neysla vímuefna (áfengi , tóbak og fíkniefni) meðal nemenda Foldaskóla er svipuð og í öðrum skólum. Ef eitthvað er þá er ástandið skárra, einkum hvað varðar hassneyslu, en almennt gerist. Nokkrar sveiflur eru á milli ára. Líðan, viðhorf og starfsánægja starfsfólks. Umfjöllun í þessum undirkafla byggir á niðurstöðum viðhorfskönnunar sem fram fór í apríl – maí 2005 (Fræðslumiðstöð Reykjavíkur). Sambærileg könnun fór fram árið 2002. Umræddar kannanir, sem gjarnan er vitnað til sem vinnustaðagreiningar, voru gerðar að tilhlutan Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur og unnar af Gallup á Íslandi. Eins og fram kemur í inngangi þessa rits eru niðurstöður gjarnan birtar sem meðaltal á bilinu 1 til 5. Líðan í starfi Þegar mat starfsfólks er skoðað á vinnuálagi og streitu kemur greinilega í ljós að álag er mikið og ekkert hefur miðað síðan 2002. Þetta ástand á við um mælingar

Innra mat: Matsskýrsla

21

Foldaskóli 2007


í öllum skólum borgarinnar og er ástandið þar síst betra en í Foldaskóla. Þegar jafnvægi á milli vinnu og einkalífs er skoðað hefur þar orðið nokkur bót á þótt betur megi gera. Þar kemur í ljós að starfsfólk hefur mun sjaldnar formleg samskipti við foreldra vegna nemenda á kvöldin eða um helgar. Þar var Foldaskóli með meðaltalið 3,56 árið 2002 en fer upp í 4,34 (þ.e. mjög sjaldan). Þessi þáttur fer af aðgerðabili yfir á styrkleikabil sem er mikil framför og dregur væntanlega úr álagi starfsfólks. Engu að síður er ljóst að vinnuálag, óánægja með starfskjör og streita er mikil og fer frekar vaxandi. Þá mældist einelti á vinnustað 3% í Foldaskóla og 6% í alm. grunnskólum árið 2005. Hótanir um ofbeldi mælist nokkuð hátt hjá okkur (20% starfsmanna hafa orðið fyrir slíku) og af þeim hafa 80% orðið fyrir líkamlegu ofbeldi (Ath. frá höfundum vinnustaðargreiningarinnar: Einungis starfsmenns skóla voru spurðir). Viðhorf til starfsins og vinnustaðarins Starfsmenn eru stoltari af að vinna í Foldaskóla en áður var, fer úr 3,78 í 4,22 sem er á styrkleikabili eins og í öðrum skólum borgarinnar. Þeir eru einnig í heildina ánægðari að vinna á sínum vinnustað en áður, fer úr 3,53 (á aðgerða bili) í 4,00 á starfhæfu bili en er þó ívið lakara en í skólum borgarinnar þar sem meðaltalið er 4,17. Mat starfsmanna á starfsanda innan skólans hækkar af aðgerðabili yfir á starfhæft bil á milli mælinga og sömu sögur er að segja umhyggju yfirmanns og vinnufélaga. Hins vegar er almenn afstaða til Reykjavíkurborgar sem vinnuveitanda og Fræðslumiðstöðvar fremur neikvæð en það verður ekki rakið hér. Þegar vikið er að viðhorfi starfsfólks til gæða þeirrar þjónustu sem skólinn veitir nemendum sínum kemur ljós ákveðin sjálfsgagnrýni og vilji til framfara. Árið 2002 var meðalmat á því hve vel skólanum tekst að veita kennslu við hæfi 2,96 en árið 2005 er matið 3,47, sem er á aðgerðabili, meðan starfsfólk alm. grunnskóla mat stöðu síns skóla 3,74. Jafnframt vilja starfsmenn að skólinn taki í meira mæli mið af einstaklingsbundnum þörfum nemenda. Þar er mat starfsmanna 4,02 meðan aðrir alm. grunnskólar meta þennan vilja 3,89 hjá sér. Starfsaðstaða og jafnrétti Þegar spurt er um aðgengi að tækjum og gögnum kemur í ljós að mikið hefur áunnist; fer úr 2,76 í 3,51, en betur má ef duga skal. Sama er að segja um upplýsingastreymi, þar má gera heldur betur. Hins vegar er aðgangur að tölvum mun betri en áður var og sambærilegur við aðra skóla. Þegar starfsfólk er beðið um að meta vinnuaðstöðu sína þá hefur veruleg breyting orðið á frá mælingunni 2002; fer úr 2,93 upp í 3,77, og er sambærilegt niðurstöðum í öðrum skólum borgarinnar.

Innra mat: Matsskýrsla

22

Foldaskóli 2007


Þá er spurt um hvort kynin eigi jafnan möguleika til starfsframa og hvort faglega sé staðið að vali í stöður í skólanum. Þar hefur orðið veruleg breyting á þar sem mat starfsmanna var 3,58 árið 2002 (á aðgerðabili) en 4,24 árið 2005 (á styrkleikabili) og ívið hærra en í alm. grunnskólum borgarinnar þar sem meðaltalið var 4,11. Handleiðsla og starfsþróun Þegar könnunin er gerð 2005 hafa nær allir starfsmenn farið í starfsmannaviðtal (98%), sem er umtalsvert hærra hlutfall en í öðrum skólum og ánægja með viðtölin hefur aukist úr 3,50 í 4,03 sem er á pari við aðra skóla. Stuðningur vegna starfstengdra mála er einnig heldur meiri að mati starfsmanna skólans (70% segja já) en í alm. skólum borgarinnar (67%). Þegar kemur að starfsþróun og hvatningu yfirmanna og vinnufélaga hefur orðið töluverður bati, meðaltal var 2,9 árið 2002 og fer í 3,63 árið 2005, sem er þó enn á aðgerðabili og ívið lakara en í alm. grunnskólum þar sem meðaltalið er 3,82. Þá hefur mat á þjálfun og fræðslu sem nauðsynleg er til að standa sig vel í starfi hækkað úr 3,00 í 3,63 á milli mælinga en er þó enn á aðgerðabili líkt og hjá öðrum skólum. Sama er að segja um tækifæri starfsmanna til að læra og þróast aukist á tímabilinu á sama tíma og frumkvæði þeirra við að afla sér símenntunar hefur fremur lítið breyst, fer úr 3,67 í 3,83. Samantekt Starfsfólk Foldaskóla er almennt stolt af vinnustað sínum og starfi. Það er metnaðarfult þegar kemur að gæðum þjónustu við nemendur og gerir kröfur til sín og skólans í heild um aukna einstaklingsmiðun kennslu og þjónustu. Starfsaðstaða, jafnrétti og stuðningur í starfi hefur aukist en betur má gera í sambandi við símenntun, þjálfun og fræðslu einkum hvað varðar hvatningu yfirmanna og starfsfélaga og frumkvæði starfsmanna sjálfra. Álag, óánægja með starfskjör og streita tengd starfinu virðist heldur fara vaxandi og virðist fátt benda til að það sé í valdi skólans sjálfs að breyta því. Full ástæða er til að hafa þungar áhyggjur af þeirri þróun. Samskipti og samstarf heimila og skóla Eins og fram kemur í kaflanum um viðmið og matsspurningar í þessari skýrslu er eitt af markmiðum skólans „að efla samhug og samstarf heimila og skóla til að ná sameiginlegum markmiðum í þágu nemenda.“ Þá er verið að vísa til þeirra sameiginlegu markmiða sem skólastarfið byggir á. Þetta er mjög víð nálgun og því nauðsynlegt að þrengja nokkuð umfjöllunina um samskipti heimila og skóla með því að skoða ákveðna þætti sem gjarnan má mæla í viðhorfskönnunum. Um bein og mælanleg áhrif foreldrastarfs á námsárangur og líðan nemenda verður að vísa til almennra fræðirannsókna frekar en mats á innra starfi skóla.

Innra mat: Matsskýrsla

23

Foldaskóli 2007


Hér á eftir verða nokkur svið samskipta foreldra og skóla skoðuð með tilliti til tveggja foreldrakannana; annars vegar frá 2004 (Fræðslumiðstöð Reykjavíkur) og hins vegar frá 2006 (Menntasvið Reykjavíkurborgar). Einnig er vísað til viðhorfskönnunar meðal forelda nemenda í Foldaskóla frá 2007 (Kristinn Breiðfjörð). Viðhorf foreldra til Foldaskóla Þegar foreldrar eru spurðir um ánægju þeirra með skólann sem barn þeirra gengur í segjast 71,6% foreldra í Foldaskóla vera mjög eða frekar ánægð með skólann árið 2004. Þegar ánægjan er mæld á kvarðanum 1- 5 er gildi Foldaskóla 3.8 og alm. grunnskóla í borginni 4,1. Þessi munur er þó ekki tölfræðilega marktækur. Þegar gögnin eru skoðuð nánar kemur í ljós að marktækur munur er á afstöðu foreldra eftir kyni; mæður eru ánægðari en feður. Í foreldrakönnuninni 2006 hefur munur á Foldaskóla og alm. skólum minnkað; 75% foreldra eru ánægðir með skólann. Meðaltalið er áfram 3,8 fyrir Foldaskóla en alm. skólar hafa lækkað í 4,0. Enn eru feður lítt hrifnir, meðaltal þeirra er 3,3 meðan mæður meta skólann 3,9. Umsjónarkennarar gegna mikilvægu hlutverki í samskiptum heimila og skóla. Ætla má að mat á þeirra viðmóti og starfi almennt segi nokkuð til um gæði þjónustunnar. Þegar svör foreldra við spurningum um viðmót umsjónarkennara eru skoðuð kemur í ljós að mat foreldra er mjög áþekkt í Foldaskóla og í öðrum skólum borgarinnar. Meðaltalið á kvarðanum 1- 5 er 4,4 meðan alm. skólar eru með 4,5 árið 2004. Þess ber að geta að marktækur munur var á svörum eftir aldri nemenda; var hæstur á yngsta stig (4,7) en lægstur á unglingastigi (4,0). Í könnuninni 2006 var mat foreldra á viðmóti umsjónarkennara það sama og í öðrum skólum borgarinnar. Meðaltalið er 4,4 og 87,3% foreldra eru ánægðir á móti 84,9% árið 2004. Óánægðir eru 4,2% miðað við 2,3% árið 2004. Mat foreldra á viðmóti umsjónarkennara í samskiptum við barnið breytist verulega frá mælingunni 2004 til 2006. Í fyrra skiptið er meðaltal matsins 3,6 en tveimur árum síðar er það 4,3 eins og í öðrum skólum borgarinnar. Aukning ánægjunnar er því meiri sem nemendur eru yngri. Boðskipti milli heimila og skóla Undir þann þátt í samstarfi heimila og skóla má fella upplýsingar á heimasíðu, tölvupóst, fréttabréf, foreldraviðtöl o. fl. Heimasíða Í áður nefndum könnunum meðal foreldra fjölgar þeim foreldrum sem hafa farið inn á heimasíðu Foldaskóla um 17%, eru orðnir 97,1% árið 2006 sem er nánast sama hlutfall og í öðrum skólum. Þá eykst ánægja með þær upplýsingar sem eru

Innra mat: Matsskýrsla

24

Foldaskóli 2007


á heimasíðunni milli mælinga. Mjög ánægðum foreldrum fjölgar úr 26,6% í 38,8% og óánægðum fækkar úr 7,8% í 3,0%. Tölvupóstur Í könnuninni árið 2004 sögðust 97,7% foreldra hafa aðgang að Internetinu. Flestir höfðu aðgang bæði heima og á vinnustað (63,5%). Foldaskóli hefur tekið virkan þátt í þróun upplýsingakerfis sem hlotið hefur heitið Mentor.is. Það byggir á aðgengi foreldra að upplýsingum um börn þeirra, námsstöðu, ástundun og fl. Gert er ráð fyrir að kennarar noti kerfið m.a. í tölvusamskiptum, t.d. með því að senda upplýsingar um ástundun í tölvupósti til foreldra. Árangur þessa starfs kemur í ljós í könnuninni 2006 þar sem 92,8% foreldra segjast hafa fengið upplýsingar frá skólanum í tölvupósti meðan 84,2% svara þeirri spurningu játandi í öðrum grunnskólum. Foreldraviðtöl Þegar foreldrar eru inntir eftir viðhorfi þeirra til síðasta foreldraviðtals kemur í ljóst að árið 2004 voru 80,0% þeirra ánægðir, meðaltalið á kvarðanum 1- 5 er 4,2 fyrir Foldaskóla og 4,3 í skólum almennt. Árið 2006 er hlutfallið komið niður í 77,3% og meðaltalið 4,0 þegar alm. skólar eru með 4,2. Þegar þessi breyting er skoðuð nánar kemur í ljós að hún er tengd aldri barns og er munurinn tölfræðilega marktækur árið 2006. Meðaltal fyrir unglingastig er 3,4, fyrir miðstig 4,2 og fyrir yngsta stig (1.- 4. bekk) 4,5 stig. Þegar þessi niðurstaða var ljós var ákveðið að kanna málið nánar með sérstakri viðhorfskönnun á vegum skólans (Kristinn Breiðfjörð, 2007). Um var að ræða netkönnun þar sem skoðanir foreldra voru kannaðar til ýmissa þátta í viðtalinu og niðurstöður síðan greindar eftir bekkjum. Heildarniðurstöður eru birtar á heimasíðu skólans en umsjónarkennurum var afhent samantekt fyrir þeirra bekk í starfsmannaviðtölum. Ef niðurstöðurnar eru greindar eftir deildum og skoðaðir þeir þættir sem snúa að viðmóti kennarans, undirbúningi, umræðuefni og hvort kennarinn tók tillit til skoðana foreldra, kemur í ljós svipað munstur og í foreldrakönnuninni frá 2006, þ.e. ánægjan dvínar með aldri nemenda. Það sem er hins vegar ólíkt er að foreldrar eru mun ánægðari í könnun skólans. Hlutfall þeirra sem eru mjög eða frekar ánægðir með viðtalið fer yfir 80% á unglingastigi og er um og yfir 90% á mið- og yngsta stigi. Það sem kom á óvart í könnun skólans var mat foreldra á eigin hlut í viðtalinu og þá helst að undirbúningur þeirra fyrir viðtalið gæru verið betri. Fréttabréf Í könnuninni frá 2004 kemur í ljós að 61,3% foreldra eru ánægð með fréttabréf skólans og meðaltal á kvarðanum 1- 5 er 3,7 þegar aðrir skólar eru með 4,0. Í könnuninni 2006 eru hlutfall ánægðra foreldra komið í 78,5% og meðaltalið í

Innra mat: Matsskýrsla

25

Foldaskóli 2007


4,0 meðan aðrir skólar eru með 3,9. Þessi niðurstaða sýnir greinilega að tekist hefur að lagfæra þennan þátt upplýsingagjafar til foreldra og gott betur. Heimavinna og þátttaka foreldra í heimanámi Þegar spurt er um hvort foreldrar í Foldaskóla telji heimavinnu barna sinna hæfilegt í foreldrakönnuninni 2004 telja 61,6% þeirra svo vera. Það er aðeins lægra en í skólunum almennt. Tveimur árum síðar telja 68,1% foreldra skólans heimavinnu hæfilega en þá er hlutfallið 65,1% í öðrum skólum. Ásama sama tíma lækkar hlutfall þeirra sem telja að heimavinnu sé of lítil úr 31,4% í 24,6%. Ekki er heldur spurt um eðli eða innihald heimavinnu. Þegar spurt er um þann tíma sem foreldrar telja að börn þeirra verji til heimanáms virðist hann hafa minnkað á milli þessara tveggja kannana. Árið 2004 vörðu 18,4% nemenda 2 klst. eða minna á viku til heimanáms að mati foreldra en árið 2006 eru það 27.1%. Nemendum sem nota 2- 5 klst. á viku til heimanáms fækkar líka aðeins og sömu sögu er að segja um þá sem nota 6.- 8 klst. eða meira. Þá er það þáttur foreldra í heimanámi barna sinna. Þar kemur í ljós að foreldrum sem aðstoða barn sitt fjölgar á þessu tímabili úr 85,9% í 92,8%. Sá tími sem foreldrar verja til aðstoðarinnar er mjög svipaður í báðum könnunum. Flestir (um 63%) verja 2 klst. eða minna á viku í aðstoð og um þriðjungur foreldra ver 2 - 5 klst. til aðstoðar. Þátttaka foreldra í skólastarfinu Undir þennan þátt falla heimsóknir foreldra í skólann, mætingar á fundi, uppákomur og kynningar svo dæmi séu tekin. Einnig má þar nefna þátttöku í ferðum á vegum skólans og aðstoð eða þátttöku í kennslu eða öðru fræðslustarfi. Engar formlegar kannanir liggja fyrir á þessum þætti skólastarfsins en ástæða er til að bæta þar úr. Samantekt Ánægja foreldra með Foldaskóla hefur nokkuð aukist ef miðað er við þær kannanir sem liggja fyrir og er ámóta og almennt gerist í skólum borgarinnar. Sömu sögu er að segja um hlut umsjónarkennara en á þeim hvílir stór þáttur samskipta heimila og skóla. Boðskipti eða upplýsingastreymi ganga vel og hafa batnað. Það á við um heimasíður, tölvupóst og fréttabréf skólans. Í ljós kom að ánægja foreldra með foreldraviðtöl hafði minnkað á milli kannana og hefur skólinn gert nánari úttekt á þeim þætti til að greina vandann betur. Heimanám og þátttaka foreldra í því er síungt viðfangsefni í samstarfi heimila og skóla. Á þeim mælikvarða sem Gallup hefur notað í vinnu sinni fyrir Fræðslumiðstöð/Menntasvið Reykjavíkurborgar telja fleiri foreldrar en áður var

Innra mat: Matsskýrsla

26

Foldaskóli 2007


heimanám hæfilegt þó svo að þeim foreldrum, sem telja heimanám of lítið, hafi fjölgað nokkuð. Gögn um þátttöku foreldra í skólastarfi skortir og er ástæða til að bæta þar úr.

Innra mat: Matsskýrsla

27

Foldaskóli 2007


Umræða Í þessum kafla verður sjónum beint að þeim atriðum sem fjallað var um í niðurstöðunum hér að framan með tilliti til matsspurninga og annarra gagna sem getið er um í kaflanum Viðmið og matsspurningar hér að framan. Rétt er að taka fram að þessi þáttur innra mats kallar á aðkomu fleiri aðila úr skólasamfélaginu. Því ber að líta á umræðuna hér á eftir sem grunn til frekari umræðu og úrvinnslu. Stefnumörkun og stjórnun Árið 2004 voru markmið skólastarfsins endurskoðuð. Það var mikið verk og tímabært. Innan tíðar er rétt að huga að endurskoðun þessara markmiða þar sem von er á nýjum grunnskólalögum og aðalnámskrá er í endurvinnslu. Einnig er mikilvægt að markmiðum sé haldið á lofti af stjórnendum og fagfólki, þau rædd og tengd námi og kennslu. Ánægja foreldra með stjórnun skólans hefur verið á uppleið í síðustu viðhorfskönnunum en er engu að síður undir ásættanlegum mörkum. Stjórnendur skólans, undir forystu skólastjóra, þurfa að leita leiða til að bæta viðhorf foreldra enn frekar og sækja til þess ráðgjöf t.d. til Menntasvið eða annarra fagaðila. Kennsla, námsmat og námsárangur Rétt er að halda áfram á þeirri leið sem mörkuð hefur verið varðandi fjölbreytta kennsluhætti og einstaklingsmiðað nám. Það er verkefni sem gefa verður tíma og svigrúm í umræðu fagfólks innan skólans. Í takt við þær breytingar þarf að aðlaga námsmat þannig að það styðji þróun kennsluhátta og skipulags en ekki öfugt. Stoðkerfi skólans og sú þjónusta sem fardeildin veitir skólum hverfisins er í stöðugri þróun. Mikilvægt er að svo verði áfram og niðurstöður matsskýrslu um stoðkerfi skólans (Hafdís Sigurgeirsdóttir, 2006) notaðar til að tryggja skilvirkni og gæði. Almennt er námsárangur í Foldaskóla góður ef miðað er við gögn frá Námsmatsstofnun. Þessi gögn, sem finna má á heimsíðu stofnunarinnar, eru birt í árlegum skýrslum bæði sem normaldreifð einkunn skólans í samræmdum greinum og sem framfarastuðull. Mikilvægt er að nýta þessar upplýsingar til að fylgjast með einstökum námsþáttum innan greina, árangri bekkja og árganga. Sömu sögu er að segja af þeim greiningartækjum, t.d. í lestri og stærðfræði, sem notuð eru af fagfólki skólans.

Innra mat: Matsskýrsla

28

Foldaskóli 2007


Nemendur – Samskipti, líðan og viðhorf Forsenda þess að barn geti einbeitt sér að námi, náð góðum árangri og þroskast eðlilega er að því líði almennt vel. Jákvæður agi og mótun lífsgilda er hluti af þróun sterkrar sjálfsmyndar og siðvitundar. Slíka þætti er erfitt að meta og mæla en gjarnan er þá litið til mælinga á viðhorfi til að fá einhver gögn til að vinna út frá. Slíkar mælingar eru háðar mörgum breytum sem erfitt er að henda reiður á og geta sveiflast til án mikils fyrirvara. Niðurstöður viðhorfskannana meðal foreldra bendir til að nokkuð vanti á að nemendum líði jafn vel og nemendum annarra skóla í borginni. Þó bendir könnun á líðan nemenda, sem lögð var fyrir nemendur á miðstigi sama ár (Menntasvið, 2006), ekki til að nemendum líði marktækt verr í Foldaskóla en öðrum skólum borgarinnar. Mælingar á aga endurspegla e.t.v. viðhorf foreldrahópsins til hugtaksins frekar en að vera mælikvarði á stöðuna í skólanum. Viðmiðið er þá að skólinn haldi uppi svipuðum aga og foreldrahópurinn telur æskilegt. Í því tilviki er gert ráð fyrir að innan hópsins séu ekki mjög deildar meiningar um hvað sé hæfilegur agi. Þetta kemur e.t.v. fram í mælingum í viðhorfskönnun meðal foreldra árin 2004 og 2006. Þeim foreldrum sem telja hæfilegan aga í skólanum fjölgar um 3,8% milli mælinga en jafnframt fjölgar þeim sem telja agann of lítinn um 22,9%. Skilaboðin er því ekki glögg en farsælast mun vera að vinna áfram með uppbyggingarstefnuna þar sem lögð er áhersla á mótun lífsgilda og ábyrgð á eigin hegðun jafnframt því að styðja við þá einstaklinga með atferlismótun sem ekki hafa þroska til að stjórna gerðum sínum. Á grunni vímuefna og lífsstílskannana má áætla að nemendur Foldaskóla standi svipað eða ívið betur að vígi en almennt gerist. Mælingar sýna reyndar töluverðar sveiflur á milli árganga. Ástæða er til að fara yfir vímuvarnaráætlun skólans í náinni framtíð m.a. með það að markmiði að skerpa á hlutverki þeirra aðila sem koma að vímuvarnafræðslunni. Starfsfólk – líðan, viðhorf og starfsánægja Almennt séð var töluverð framför í nánast öllum þáttum sem að skólanum snéri í vinnustaðagreiningunni árið 2005 miðað við niðurstöður frá 2002. Þó er ljóst að vinnuálag og streita hefur ekki minnkað frekar en í skólum borgarinnar. Starfsaðstaða hefur batnað og jafnrétti aukist á milli mælinga og sama er að segja um stuðning vegna starfstengdra mála. Hins vegar þarf að auka hvatningu og möguleika starfsfólks á starfsþróun, þjálfun og fræðslu til að geta staðið sig betur í starfi. Huga þarf að símenntunaráætlun skólans og auka framboð á fræðslu og námskeiðum sem miða að því að efla hæfni starfsfólks.

Innra mat: Matsskýrsla

29

Foldaskóli 2007


Foreldrar – samskipti og samstarf heimila og skóla Ánægja foreldra með Foldaskóla hefur nokkuð aukist ef miðað er við þær kannanir sem liggja fyrir en er ívið lakari en almennt gerist í skólum borgarinnar þó er sá munur ekki tölfræðilega marktækur. Ein leið til að auka ánægju foreldra gæti verið að kynna skólastarfið meira og betur en nú er. Það má t.d. gera með meiri sýnileika í fjölmiðlum og fræðslu- og upplýsingafundum fyrir foreldra. Þar má t.d. nefna stutta morgunfundi þar sem skólastarfið er kynn og skólinn og skólastarfið skoðað. Ágæt sátt er um störf umsjónarkennara en á þeim hvílir stór þáttur samskipta heimila og skóla. Boðskipti ganga vel og hafa batnað. Það á við um heimasíður, tölvupóst og fréttabréf skólans. Í ljós kom að ánægja foreldra með foreldraviðtöl hafði minnkað á milli kannana og hefur skólinn gert nánari úttekt á þeim þætti til að greina vandann betur og bregðast við. Lagt er til að minnislisti og góð ráð um undirbúning verði send heim til foreldra fyrir viðtölin. Heimanám og þátttaka foreldra í því er síungt viðfangsefni í samskiptum heimila og skóla. Á þeim mælikvarða, sem Gallup notar í vinnu sinni fyrir Fræðslumiðstöð/Menntasvið Reykjavíkurborgar, telja fleiri foreldrar heimanám hæfilegt en áður var. Jafnframt fækkar foreldrum, sem telja heimanám of lítið. Gögn um þátttöku foreldra í skólastarfi skortir og er ástæða til að bæta þar úr.

Innra mat: Matsskýrsla

30

Foldaskóli 2007


Áherslu- og umbótaáætlanir Frá árinu 2003 hefur árlega verið sett fram áætlun um áhersluþætti í skólastarfinu og rekstri skólans til eins árs í senn. Viðmiðið er almanaksárið sem helgast af þeirri staðreynd að í upphafi og lok skólaárs er mikið vinnuálag hjá stjórnendum og starfsfólki skólans en um áramót gefst almennt betra næði til að horfa til baka og leggja á ráðin um næstu skref. Þessi áætlun hefur nokkuð breyst með árunum og m.a. tekið tillit til óska Menntasviðs um framsetningu slíkra áætlana. Jafnframt hefur nafni áætlunarinnar verið breytt í Áherslu- og umbótaáætlun (Fylgiskjal II) þar sem niðurstöðum innra mats skólans hafa að undanförnu fylgt formlegar tillögur til úrbóta. Rétt er að taka fram að þær aðgerðir/viðbrögð sem fram koma í Áherslu- og umbótaáætlun skólans eiga þrennskonar meginuppruna. Fyrir það fyrsta byggja þær á lögum um grunnskóla og aðalnámskrá grunnskóla, þá koma þar fram atriði sem rekja má til starfsáætlunar og stefnumörkunar Menntasviðs. Síðan eru atriði, sem rekja má til innra mats skólans og áherslna, sem byggja á markmiðum skólastarfsins og útfærslum þeirra.

Innra mat: Matsskýrsla

31

Foldaskóli 2007


Heimildaskrá Foldaskóli (2006) Handbók fyrir nemendur og foreldra 2006-2007. Reykjavík: Foldaskóli Foldaskóli (ár ártals). Handbók starfsmanna Foldaskóla í Grafarvogi. Reykjavík: Foldaskóli. Fræðslumiðstöð Reykjavíkur (1999). Góður skóli – viðmið. Reykjavík: Fræðslumiðstöð Reykjavíkur Fræðslumiðstöð Reykjavíkur (2002). Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Foldaskóli, Vinnustaðagreining. Reykjavík; Fræðslumiðstöð Reykjavíkur Fræðslumiðstöð Reykjavíkur (2004). Viðhorf foreldra til Foldaskóla. Reykjavík: Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Fræðslumiðstöð Reykjavíkur (2005). Fræðslumiðstöð og grunnskólar Reykjavíkur, Foldaskóli, Vinnustaðagreining. Reykjavík: Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Gerður G. Óskarsdóttir (1999). Mat á skólastarfi – Hvað og hvernig. Reykjavík: Fræðslumiðstöð Reykjavíkur Hafdís Sigurgeirsdóttir (2006) Innra mat 2006 – Stoðkerfi skóla, Sérkennsla og stuðningur við nemendur. Reykjavík: Foldaskóli (birt á heima síðu skólans www.foldaskoli.is) Hildur Hafstað, Guðrún Erla Björgvinsdóttir (2002). Sjálfsmat Engjaskóla, skýrsla unnin 2002. [Reykjavík: Engjaskóli. ] Inga Rósa Þórðardóttir (2006). ). Innra mat 2007 – Námsmat í Foldaskóla. Reykjavík: Foldaskóli (birt á heima síðu skólans www.foldaskoli.is Ingvar Sigurgeirsson og Ingibjörg Kaldalóns (2006). Gullkistan við enda regnbogans, Rannsókn á hegðunarvanda í grunnskólum Reykjavíkur skólaárið 2005–2006. Reykjavík; Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands. Kristinn Breiðfjörð (2007). Innra mat 2007 – Viðhorf foreldra til foreldraviðtala. Reykjavík: Foldaskóli (birt á heima síðu skólans www.foldaskoli.is) Leikskólasvið og Menntasvið Reykjavíkurborgar (2007). Stefna og starfsáætlun leikskólasviðs og Menntasviðs Reykjavíkurborgar. Reykjavík: Leikskólasvið og Menntasvið Reykjavíkurborgar. Menntasvið Reykjavíkurborgar (2005). Matstæki um einstaklingsmiðað nám. Reykjavík: Menntasvið Reykjavíkurborgar

Innra mat: Matsskýrsla

32

Foldaskóli 2007


Menntasvið Reykjavíkurborgar (2006). Grunnskólar í Reykjavík, Viðhorf forráðamanna nemenda, Foldaskóli. Reykjavík: Menntasvið Reykjavíkurborgar. Menntasvið Reykjavíkurborgar (2006). Líðan nemenda í grunnskólum Reykjavíkur - Miðstig. Reykjavík: Menntasvið Reykjavíkurborar. Menntamálaráðuneyti (1997). Sjálfsmat skóla. Reykjavík: Menntamálaráðuneytið Menntamálaráðuneyti (2006). Aðalnámskrá grunnskóla, almennur hluti. Reykjavík: Menntamálaráðuneytið Rannsóknir & greining (2006). Vímuefnaneysla ungs fólks í Reykjavík 2006 – Foldaskóli. Reykjavík: Rannsóknir og greining, Háskólinn í Reykjavík. Sigurgrímur Skúlason (2004). Framsetning á niðurstöðum samræmdra prófa. Grunnskólaeinkunn og framfarstuðull. [Reykjavík:] Námsmatsstofnun. Skólaskrifstofa Skagfirðinga (1999). Gæðagreinir eða How good is our School? Skagafjörður: Skólaskrifstofa Skagfirðinga. (Frumútgefið af Scottish Office Education Department, HMI Audit Unit september 1996.) Þóroddur Bjarnason o. fl. /2006). Heilsa og lífskjör skólanemenda 2006. Skýrsla: Foldaskóli. Akureyri: Háskólinn á Akureyri og Lýðheilsustöð

Innra mat: Matsskýrsla

33

Foldaskóli 2007


Fylgiskjöl Fylgiskjal I: Matsáætlun – innra mat

Innra mat: Matsskýrsla

34

Foldaskóli 2007


Fylgiskjal II: Áherslu og umbótaáætlun

Innra mat: Matsskýrsla

35

Foldaskóli 2007

/sjalfsmatsskyrsla2007  

http://dev2.foldaskoli.is/images/PDF/mat/sjalfsmatsskyrsla2007.pdf

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you