Page 1

Fundur Umhverfisráðs Foldaskóla 16. okt.2007 kl. 14:30 Mættir: Matthías 10.KK, Edward 5. HR, Guðjón 5.HR., Þór 5. JA. ,Sóley Rún, 5. JA..Elín María 6.EB., Signý 6. EB., Ásta Jónína 6. EB., Ragnar 6. KG., Bára 6. KG., Kolbrún 7. SF., og Kleópatra 7. SF. Brynja skólaliði, Bára deildarstjóri, Árný bókasafnskennari, Karen kennari og Hafdís verkefnastjóri. Dagskrá fundarins:

Dagskrá 1. 2. 3. 4.

Hverjir sitja í ráðinu, kynning Hlutverk Umhverfisráðs Foldaskóla Hvers vegna fengum við Grænfánann Ný markmið og verkefni Verðlaunaverkefni Umhverfisráðuneytis-2007 Varliðar umhverfisins - Hólabrekkuskóli www.umhverfisraduneyti.is Varðliðar umhverfisins Foldaskóla Umræður: Hvað getum við gert ?

5. Fundatímar 6. Vinnuhópar Fundi slitið kl. 15:20. Eftir kynningu og fræðslu um umhverfismerkið Grænfánann og hlutverk umhverfisráðsins var sýnt verðlaunaverkefni Hólabrekkuskóla og Foldaskóla í umhverfisverkefninu Varðliðar umhverfissins, þar sem nemendur Foldaskóla fengu m.a. viðurkenningu. Umræður voru um hvað við gætum gert betur í Foldaskóla, eða hvaða ný markmið getum við sett okkur. Þessar hugmyndir komu: • •

Draga úr ljósritunarbruðli til dæmis hvað varðar að ljósrita námsefni og ef einhver gleymdi bókunum. Skoða notkun á einnota glösum hjá unglingum í matsal og bruðli á servéttum.

Fara betur með skólabækur svo þær nýtist lengur.

Umræður um tyggjó og hvernig við gætum tekið á því. Nemendur sögðu tyggjóið vera undir borðum, Brynja sagði það jafnvel vera á gólfunum og út um allt. Ákveðið var að Matthías gerði stuttmynd um þann umhverfisvanda sem tyggjóið er.


Þá var rætt um að þeir sem eiga mörg systkin í skólanum fá jafnmörg eintök af bæklingum. Nóg að sá yngsti flytji fréttirnar.

Kynna nemendum skólans umhverfismerkin.

Nota þemaviku fyrir umhverfisverkefni. Talað var um að unglingarnir væru ekki hrifnir af slíkum þemadögum en það mætti vissulega vera eitt stutt verkefni með.

Rætt var um að halda samvinnuverkefninu, Söfnun á ónýtum rafhlöðum, áfram með Olís. Söfnunarbaukarnir fyrir ónýtar rafhlöður eru á leiðinni ásamt spilum sem dreift verður í bekkina. Tilvalið verkefni fyrir nýja fulltrúa í ráðinu. Búið er að senda frásögn af vekefninu í Grafarvogsblaðið og fleiri blöð. Ákveðið var að hafa stóru fundina á þriðjudögum í vetur kl. 14:30. Vinnufundir verða á þriðjudögum og fimmtudögum. Stelpurnar hitta verkefnastjórann á næsta þriðjudag (23. okt) . Verkefnið að skipuleggja heimsóknir í hvern bekk. Strákar hitta verkefnastjórann á sama tíma á fimmtudag ( 25. okt) Boðið var upp á veitingar á þessum fyrsta fundi ( grænmeti ávexti og sódavatn) og tekin mynd af ráðinu. Ekki var fest niður dagsetning á fundinum í nóvember en líklega verður hann 20. nóv. Hafdís Ragnarsdóttir

/16okt2007  

http://foldaskoli.is/umhverfi/umhverfisrad/fundargerdir/16okt2007.pdf