Page 1

10. bekkingar hvattir til að taka þátt í PISA keik 2012 PISA-könnunin verður lögð fyrir 10. bekkinga miðvikudaginn 21. mars. Til að kynna rannsóknina sem best fyrir nemendum eru þau hvött til að taka þátt í verkefninu PISA keik 2012 sem unnið er í samstarfi skóla og félagsmiðstöðva og á að stuðal að vitundarvakningu og vera hvetjandi fyrir unglingana til að gera sitt best í prófinu. Jafnframt verður blásið til samkeppni þar sem öllum 10. bekkingum býðst að virkja sköpunargáfuna og senda inn verk sem skilar góðu svari við spurningunni; Hvers vegna finnst þér mikilvægt að gera þitt besta? Þeir geta sent inn stuttmynd, lag, ljósmynd, ljóð, smásögu of. fl. Skilafrestur er til 30. mars. Sjá feisbókarsíðu um PÍSA keik 2012 verkefnið Ísland er meðal 66 landa sem taka þátt í PISA – könnunarprófunum en þau eru búin til og skipulögð af OECD. Prófið er lagt fyrir 10. bekkinga þriðja hvert ár. Prófið metur hversu vel skólinn hefur undirbúið nemendur undir lífið með hæfni sem talin er mikilvæg samkvæmt námskrám allra eða flestra landanna sem taka þátt í könnuninni. Þrennt er prófað í PISA; lesskilningur, stærðfræði og náttúrufræði. Lesskilningur – Texti lesinn og svarað spurningum um innihald hans. – Færni í að nota ritmál, skilja texta og að draga réttar ályktanir í ljósi upplýsinga sem koma fram. Stærðfræði – Reynir á skilning á tölum og stærðum. – Að þekkja, setja fram og leysa stærðfræðileg vandamál sem eru algeng í nútíma samfélagi. Náttúrufræði – Metinn skilningur á umhverfinu og vísindum. – Að nota vísindalega þekkingu, þekkja vísindalegar spurningar, draga ályktanir byggðar á vísindalegum vísbendingum, til þess að skilja og hafa áhrif á náttúruna og umhverfið. Meira um PISA-prófin

pisakeik  

http://foldaskoli.is/namsradgjafi/pisakeik.pdf

pisakeik  

http://foldaskoli.is/namsradgjafi/pisakeik.pdf

Advertisement