Vatnaveiðiráð 2012

Page 1

Fluguveiðar fyrir alla

VATNAVEIÐIRÁÐ

Í samvinnu við flugur.is

1


Ódýr paradísarveiði

É

g hef veitt silung og lax í mörgum af helstu ám landsins, og stundum veitt vel og stundum ekki neitt eins og gengur. En mér finnst engin veiðivertíð í lagi nema ég hafi spreytt mig á vatnaveiði. Kostirnir eru fjölmargir. Í fyrsta lagi er getur vatnaveiði oft verið mjög ódýr og aðgengileg án fyrirvara. Það er stór plús. Í öðru lagi er vatnaveiði krefjandi, ekki síður en aðrar veiðar. Í þriðja lagi fylgir oft búbót, sem er óborganlegt umhverfi og landslag sem fátt jafnast á við. Í fjórða lagi eru vötnin oft gjöful, mun gjöfulli en árnar okkar þegar vel gengur. Í fimmta lagi geta vötnin, sum, gefið ákaflega góða fiska, mun stærri en vænta má í sumum laxveiðiám. Í sjötta lagi býður vatnaveiðin upp á mikið frelsi, víða er klukkan ekki sá harðstjóri sem hún annars er, og maður getur komið, veitt og farið að vild. Og svo er bara svo gaman! Einhvern veginn hefur maður samt á tilfinningunni að vatnaveiðin sé talin eins konar þriðja flokks veiði fyrir aldraða og blanka veiðimenn. Fyrst í flokki sé auðvitað laxveiðin, og þá straumvatnsveiði í ,,uppfærðum” bleikju- og urriðaám sem búið er að hefja upp í lúxusflokk. Á eftir komi svo aumingjarnir sem hafa hvorki efni né rænu á að veiða á bestu stöðum. Ég segi bara: Til hamingju vatnaveiðimenn. Ég þekki reyndar fleiri en einn veiðimann sem hafa sagt skillið við lúxusflokkana tvo. Ekki bara af fjárhagsástæðum, heldur vegna þess að þeir hafa uppgötvað sælu sem þeir tíma ekki að fórna fyrir aðra veiði. Einn þekki ég sem var alltaf í ,,opnun” einnar af vinsælustu silungsám landsins og var svo mættur í eina af stærstu laxveiðiánum skömmu síðar. Hann er steinhættur. Hann vill helst ekki tala mikið um það. Ég lofaði að segja engum frá því hvar hann veiddi á Þingvöllum. Bara að hann væri algjörlega kominn þangað og veiddi hvergi annars staðar. Hann er ekki einn. Oftast heyri ég rökin gegn vatnaveiði þá lund að hún sé ekki jafn skemmtileg og í straumvatni. Að sumu leyti skil ég það. Straumvatn er er skemmtilegt viðureignar. En þeir sem ekki hafa spreytt sig á því að lesa stöðuvatn fara á mis við góðar gátur. Og oft, mikla veiði, og ósjaldan stóra fiska. Stefán Jón Hafstein

2


,,STÓRU FJÓRU”? Ísland ætti að heita þúsund vatna landið, ekki síður en Finnland. Svo auðug erum við af fjölbreyttum kostum til veiða. En ætli sé á nokkurn stað hallað þótt ,,stóru fjóru” í vatnaveiðinni séu nefnd í sömu andrá: Þingvallavatn, Veiðivötn, Arnarvatnsheiði, Skagaheiði?

Þingvallavatn er einfaldlega veiðivatn á heimsmælikvarða. Ísaldarurriðinn er þarna á sveimi, en bleikjan er mjög góður sportfiskur. Landslagið er óborganlegt og auðvelt að finna sér góðan veiðistað þar sem maður er einn í heiminum. Að koma austur um bjarta sumarnótt og vaka og veiða um dögun í sól og logni er fullkomin stund með stöng. Vatnið kann að virðast vandveitt en auðvelt að lesa sér til um staði og aðferðir.

Norðurá er 2 kg. Það þykir ekki fréttnæmt að setja í tvöfalt stærri urriða í Veiðivötnum og á hverju ári veiðast 12-14 punda tröll sem er meira en hægt er að segja um Grímsá, Hítará eða Kjósina. Þeir sem ekki komast í Veiðivötn geta átt góða daga í nærliggjandi vötnum sem einu nafni kallast ,,vötnin sunnan Tungnaár” eða vötnin að Fjallabaki. Ljótipollur, Frostastaðavatn og fleiri eru þar á lista í nágrenni Landmannalauga og ekki langt undan er Þórisvatn.

Veiðivötn eru í æðra veldi. Þar er reyndar svo stöðug ásókn að erfitt er að fá leyfi sé maður ekki kominn í hóp innvígðra. Skipta þó seldir stangardagar þúsundum á sumri! Vötnin eru hrein paradís og veiðiskapurinn allt frá því að vera niðurbrjótandi auðmýking í stórbrotna veislu. Fjöldi vatna og náttúrufegurð leggjast á eitt að gera þessa veiði eftirsóknarverða. Og hugleiðið þetta: Meðalþyngd laxa í

Arnarvatnsheiði

er svo allt annar kapítuli, en dásemdir heiðarinnar laða að veiðimenn bæði úr norðurátt og suðurátt til að njóta frumbyggjastemmingar fjarri mannabyggð. Veiðikofum fjölgar á heiðinni en þarna er einfaldast að tjalda, elda, sofa og veiða að eigin lyst í takti við náttúruna.

3


Skagaheiðin

Fjórða ,,stóra” vatnasvæðið er svo Skagaheiðin fyrir norðan sem kemst nálægt því að fara á trúarlegan stall hjá þeim sem sækja stíft hvert sumar. En þessi listi er ekki birtur til að allir reyni að komast þarna að. Heldur til að minna á fjölbreytni vatnaveiðinnar og þá staðreynd að um allt land, alls staðar, eru vannýtt veiðivötn sem kostar lítið að una sér við, fjarri heimsins vályndu veðrum með sér og sínum. Stóra leyndarmálið eru Vestfirðir, en aðrir benda á Melrakkasléttu!

Vötnin við borgina Þingvallavatn er auðvitað í skotfæri við Reykjavíkursvæðið og nærliggjandi byggðir, líklega hafa 90% þjóðarinnar greiðan daglegan aðgang að þessu mikla vatni! En nær höfðuborginni kúra nokkrar perlur. Elliðavatn gefur veiði allt sumarið, ekki bara 1. maí! Og Hlíðarvatn í Selvogi er í hina áttina

frá borginni séð, suður með sjó. Ekki má gleyma Úlfljótsvatni sem mörgum sést yfir. Meðalfellsvatn er norður í Kjós en Vífilsstaðavatn og Kleifarvatn eru í skotfæri við Garðabæ, Hafnarfjörð, Kópavog og Reykjavík!

Meðalfellsvatn

Þingvallavatn

Elliðavatn Vífilstaðavatn

Kleifarvatn Hlíðarvatn

4

Úlfljótsvatn


HVERNIG VEIÐIR MAÐUR?

V

eiðiaðferðirnar eru ólíkar eftir eðli og náttúru vatnanna. Flestir vita að Þingvallavatn er yfirleytt djúpt og að bleikjan étur mest bobba við botn. Flugan þarf því að fara niður, og hana dregur maður löturhægt með botni. En ekki gleyma að á hlýviðrisdögum leita skordýrin upp á grunninu og þá vakir hún um allt í yfirborðinu. Þurrflugnamenn þurfa að hafa boxin með sér þarna líka. Andstæða Þingvallavatns er Elliðavatn, sem er grunnt og hlýtt vatn. Mjög oft er fiskurinn nálægt yfirborði eða alveg í því. Smápúpur á flotlínu er því málið. Sé hann við botn er auðvelt að ná niður með því að nota kúluhausa á löngum taumi við flotlínu. Þessi dæmi sýna að veiðimaður þarf að vera þokkalega að sér um aðstæður og veiða samkvæmt eðli og náttúru vatnsins. Ekkert leysir hann undan þeirri skyldu að fylgjast vel með fiskiför og lesa vel hvað gerist í vatninu. Eru tóm skordýrahylki í vatnsborðinu? Þá er klak í gangi, litlar lirfur gætu verið málið.

Er fiskurinn í yfirborðinu? Maður þarf að opna augun og sperra eyrun í vatnaveiði.

Inndráttur á flugu getur skipt öllu og þarf stundum að vera hraður, öðrum stundum hægur, á yfirborði, rétt undir yfirborði, eða við botn. Það er því að mörgu að hyggja. 5


6

Algengustu mistök við vatnaveiðina eru þessi: Byrja á því að vaða út og kasta svo enn lengra og standa í sömu sporum og kasta í sömu átt á hverju sem dynur. Fiskar í stöðuvötnum eru oft mjög nærri landi. Byrjum á að kanna þar áður en vaðið er út, sérstaklega ef maður kemur að hvíldum stað. Veiðið líka í allar áttir, beint út og til hliðar. Og breytið til ef ekki gefur: Stækka eða minnka flugur, hægja á eða hraða inndrætti, fara á aðra staði ef ekkert gerist. Vatnaveiðin getur verið krefjandi og skilningarvitin þurfa að vera í notkun. Og svo skulum við muna að finni maður góðan veiðistað í vatni eru allar líkur á að hann gefi síðar, og aftur. Í bithaganum eru kjörlendur sem fiskarnir þekkja. Breytist vatnsborð breytast þessar aðstæður líka. Stöðuvötn hafa breytilega vatnsstöðu víða. Skoðið og takið eftir. Spyrjið og leitið, og þér munuð finna.

Smátt og smátt myndar maður gagnabanka í huganum og verður það sem sem oft er kallað ,,sérfræðingur”.Þess vegna er gott að rækta sömu staðina og koma sér upp góðri þekkingu við breytilegar aðstæður.

Hvaða græjur?

Helstu mistökin sem menn gera sem koma úr annarri veiði yfir í vatnaveiðina er að hafa of svera tauma og of stutta. Vötnin okkar eru glær. Fiskarnir eru mis taumstyggir en gefum þessu gaum. Yfirleytt er nóg að vera með stöng fyrir línu 4-6 í vötnunum okkar og flotlínu. En sums staðar er gott að vera með sökkvandi línu og setja svo þar framaná þyngdar flugur til að tryggja nú að allt saman komist til botns. Þetta á við á Þingvöllum, Veiðivötnum, víða í gígvötnum og sumir segja í vötnum eins og Hlíðarvatni. Fjölbreytni, fjölbreytni, fjölbreytni. Þetta eru boðorð vatnaveiðimanna. En sumir veiða bara með einni aðferð, alltaf það sama, og veiða vel! Engin regla er svo góð að ekki megi brjóta hana af þekkingu.


Hvaða flugur? Spænir og maðkar geta veitt vel í vötnum, en um þær veiðar gildir nánast það sama og áður er sagt. Ef veitt er af þekkingu á flugu er hún lang skæðasta agnið í stöðuvötnum. Í Veiðivötnum sögðu menn eitt sinn að flugan væri ,,ágæt í smáfisk” en annars tæki fiskur ekki flugu. Í dag er hún lang mest notaða agnið. Bæði urriði og bleikja í stöðuvötnum taka straumflugur. Jafnvel þótt ekki séu hornsíli í vatninu, þá eru væntanlega í því smáseiði af eigin kyni. Nobbler er freistandi bráð fyrir væna bleikju eða urriða. Stundum er gott að leita að fiski með straumflugu Ef veitt er af þekkingu á og veiða á mismunandi dýpi flugu er hún lang skæðasta með mismunandi agnið í stöðuvötnum. hraða. Fái maður fisk ber undantekningarlaust að skoða í vélinda eða maga og athuga hvað var á matseðlinum. Oftast sér maður þá flugur, lirfur eða púpur. Oftar en ekki er þá fengsælla að skipta yfir í þær flugnategundir. og reyna að líkja eftir matseðlinum. Finni maður trausta ætiseftirlíkingu fyrir matseðil dagsins má segja að það eina sem spilli fyrir góðum veiðidegi sé aðgerðarkvíðinn. Veiðimaður þarf því að hafa í pússi sínu straumflugur og smáflugur, einkum púpur og lirfur, með og án kúluhauss. En víst er það satt, að kunni maður á vatn þarf maður lítið að hafa fyrir hlutunum, og setur bara á þessa einu

Hvað er í bithaganum þennan daginn? Skoðaðu í fyrsta fiskinn og þar má sjá hvað fiskurinn vill.

Tailor Killer

sönnu. Tailor eða Burton í Elliðavatni, Killer í Þingvallavatni, og frekari spurninga er ekki spurt. Samt myndi ég nú ekki einfalda boxið svo mikið. Þurrflugur verður maður alltaf að eiga. Black Gnat er góð til að byrja með. En svo tekur við heill frumskógur og um þetta allt má lesa á flugur.is.

7


SPYRJA, LEITA, LESA Langi mann að hefja veiðar á ókunnum slóðum er best að spyrja staðkunnuga eða reynda veiðimenn. Hægt er að stytta sér leið mjög mikið með því að reyna ekki að læra allt sjálfur en spyrja bara og spyrja. Á flugur.is er búið að safna mörgum greinum um helstu veiðivötn. Leiðbeiningar má þar finna um Skagaheiði (með korti), um Vífilsstaðavatn og Elliðavatn (með kortum), sem og um Þingvallavatn (margar greinar um staði, aðferðir og flugur), auk annarra vatna, svo sem Hlíðarvatn og Arnarvatnsheiði. Allt greinar skrifaðar af þaulreyndum veiðimönnum á hverjum stað. Þá má finna sögur, leiðbeiningar og myndir. Einnig má benda á bækur sem Eiríkur St. Eiríksson gaf út um veiðvötn í landsfjórðungum, mjög ítarlegt yfirlit er þar um veiðivötn og ýmislegt gagnlegt annað. Margar leyndar perlur eru í þeim bókum.

Góður veiðitúr byrjar með tilhlökkun, og hluti af henni er að undirbúa sig vel, lesa og spyrja!

8


Sumargjöf veiðimannsins FLUGUVEIÐIRÁÐ Hagnýt heilræðabók með fjölda skýringamynda fyrir fluguveiðimenn eftir Stefán Jón Hafstein.

Í bókinni er farið yfir mörg grundvallaratriði í fluguveiði til að hjálpa þeim sem vilja bæta sig og auka ánægjuna af veiðinni. Sjá sýnishorn

Ef bókin verður til þess að einn fiskur næst sem ella hefði ekki fengist, eða til að gera góðan veiðitúr enn betri, hefur hún borgað sig. Góða skemmtun! Stefán Jón.


MEÐVITUÐ VEIÐI

Grunnatriðin í vatnaveiði eru þessi: Veiða á réttu dýpi. Þekkja mismun á línum og sökkendum og vita

hvernig maður nær að veiða á réttu dýpi.

Að skilja hvers vegna er mikilvægt að veiða á mismunandi dýpi hverju sinni. Nota mismunandi inndrátt, draga línuna inn svo flugan öðlist sannfærandi líf í vatninu. Líta á vatnið sem ,,beitarland” fyrir fiska og skilja hvar helst sé ætis að leita fyrir þá. Vita muninn á eftirlíkingum og skrautflugum og hvers vegna maður velur þær hverju sinni. Vð notum flugur sem hafa almennt aðdráttarafl fyrir fiskana, en herma svo sem ekki eftir neinu sérstöku. Svo notum við aðrar sem líkja beinlínis eftir lífverum sem eru á matseðli fiska. Gott er að byrja á einni sem ,,almennt reynist vel” til að leita fyrir sér, skoða svo inn í fyrsta fisk og skipta yfir í eftirlíkingar ef það sýnist vænlegt.

Og, líta á dynti náttúrunnar sem tækifæri, ekki vandamál. 10


ALLT ÞETTA VATN! Flesta óar við því að koma í fyrsta sinni að veiðivatni og horfa yfir allt þetta flæmi! Skynsamlegast er að líta á vatnið sem ,,beitarhaga” fiska. Hvar er ætið í haganum? Niður við botn er mikið líf, bobbar skríða á steinum og lirfur eru þar á fyrsta þroskaskeiði sínu, smáseiði leita skjóls millli steina. Þetta er bithagi silunga. En ekki bara þar. Þar sem ljóss nýtur, við yfirborðið, er annað kræsingaborð. Lirfur sem láta sig fljóta upp til að klekjast hanga í vatnsfilmunni, og þar ofaná flugur sem setjast á vatnið. Þarna er oft veisla í gangi, en það fer eftir tíma dags, hita og ljósi hversu stórt þetta matarboð er. Segja má að best sé að prófa við yfirborð, og svo niður við botn. Allt vatnið þar á milli er sísti bithaginn fyrir fiskana. Og þá er það staðsetningin við vatnið. Hvar sem er? Nei. Vænlegast er að leita uppi grunn og kanta í vatninu. Við sjáum oft veiðimenn standa á töngum eða inni í víkum. Í víkum er oft afhallandi grunn með góðu framboði af æti.

Meðfram töngum eru kantar í hrauni eða grjóti. Brattur kantur meðfram landi er alveg kjörinn bithagi fyrir fiska.

Segja má að best sé að prófa við yfirborð, og svo niður við botn. Allt vatnið þar á milli er sísti bithaginn fyrir fiskana.

11


Gott er að færa sig hratt stað úr stað ef ekki gefur, eða færa sig úr einni aðferð í aðra, svo sem að breyta dýpi sem veitt er á, eða breyta inndrætti á flugunni. Í lang flestum tilvikum má segja: Sé maður á þekktri silungaslóð og engin taka, þá gerir maður eitthvað rangt. Færðu þig og komdu aftur síðar, eða láttu sökkva betur, eða dragðu öðruvísi. Breyttu til ef veiðin virkar ekki.

Yfirferð Það plagar marga byrjendur að hafa ekki næga yfirferð með fluguna. Þetta þýðir að þeir eru lengi að veiða staði eða tiltekið dýpi. Halda of lengi áfram með vonlausa taktík. (Sérstaklega hafi hún gefið vel áður).

Hreyfingin á flugunni Langur hægur inndráttur getur virkað vel eina kvöldstund, en brugðist aðra. Stutt rykkjótt innhal gefur stundum vel. Flestum hættir til að draga of hratt. Prófaðu fyrst að hægja á. Það er erfitt, stundum þarf að draga svo fáránlega hægt. Vitað er um dæmi í Elliðavatni og Hlíðarvatni þegar flugan má eiginlega alls ekki hreyfast. Þá er gott að hafa tökuvara og fylgjast grannt með hverri smáhreyfingu, sem oft er svo lítil að hún skilar sér ekki upp línuna til veiðimanns. Þá er silungurinn að narta svo veikt að ekkert nema sjötta skilningarvitið dugar eða hik sem kemur á tökuvara. Straumflugur eiga oft að berast með hægum jöfnum togum um vatnið þar sem hraðinn smá eykst undir lok inndráttar. En, samt reynir maður líka alltaf að draga hratt inn og rykkja sérstaklega ef urriði er á slóð.

12

Á þekktum veiðistöðum eins og á Þingvöllum, Elliðavatni og víðar ER fiskurinn alltaf til staðar. En stundum þarf meira en minna til að koma honum til. Og, stundum virkar ekkert. En ekki kenna fiskinum um ef hann tekur ekki. Það er ekki til neitt sem heitir ,,óstuð” hjá fiskum, bara hjá veiðimönnum.

Athugið að margar lirfur sem fiskar lifa á hreyfast með snöggum stuttum rykkjum á leið til yfirborðsins. Prófaðu mismunandi inndrátt, sigurinn gæti verið fólginn í því. Frægir veiðimenn hafa komið sér upp sérstökum aðferðum sem komist hafa í annála til að líkja eftir hreyfingu lirfunnar á leið upp.


Á HVAÐA DÝPI ER VEITT? Margir telja að 90% af fæðu silungs sé við botninn. Það á tvímælalaust við Þingvallableikjuna (bobbableikjuna), jafnvel hlutfallið sé nær 100%. Þá verður flugan að skríða með botni. Það er hins vegar í yfirborðinu sem fiskarnir finna oft auðvelda bráð. Þar halda þeir sig þegar klak flugna er í gangi. Ekki bara í logni þó við sjáum þá best við þau skilyrði. Elliðavatn er grynnra en Þingvallavatn og miklu styttra milli fæðuheima við botn og uppi við vatnsborð. Fiskurinn á því til að færa sig úr botnlægri fæðu í yfirborðsfæðu á einni sekúndu. Og detta svo niður aftur á jafn skjótum tíma.

Sé fiskurinn við botn eigum við að sökkva flugunni þangað, annað hvort með sökklínu eða þyngdum flugum á löngum taumi. Gott ráð er að byrja að veiða með botni verði maður ekki var við fisk í yfirborði þegar að veiðistað er komið. Ef þú veiðir stöðugt á dýpinu milli botns og yfirborðs, óháð stærð eða dýpt vatns, ertu væntanlega að veiða þar sem ólíklegast er að fiskur sé í fæðuleit. Stundum er þetta yfir 90% af vatnsmassanum. Það segir sig sjálft að hægt er að eyða miklum tíma í að kanna svo stóran vatnsmassa án þess að fá högg. Þá veiðir maður of langt fyrir ofan botn, og of neðarlega fyrir yfirborðs ætið.

Einfölduð mynd. Fiskarnir eru við botn. Þeir eru við kanta í botninum (á minna dýpi miðað við veiðimann, en eigi að síður við botn, frá fiskunum séð. Annað gjöfult vatnssvæði er við yfirborð. Margir telja að helst sé fiska von frá yfirborði og ca. 1 metra niður. Byrjið á að kanna þessi svæði, reynið ekki að veiða allt vatnið. Byrjið við botn ef ekki verður var t við fisk uppi.

13


VILTU VITA MEIRA? Á flugur.is færðu aðgang að stærsta gagnabanka á íslensku um flugur og fluguveiðar.

ÙHeilræðagreinar um veiðar á Þingvöllum ÙAllt um Elliðavatn ásamt korti og flugnavali ÙKort og leiðbeiningar um Vífilsstaðavatn um Arnarvatnsheiði ÙLeiðbeiningar um vötnin á Skagaheiði ÙLeiðsögn ÙÍtarefni um fluguveiðar í Veiðivötnum um Hlíðarvatn ÙLeiðsögn ÙLeiðbeiningar um flugnaval í 200 ár og vötn á Íslandi ÙTugir myndaþátta um hnýtingar á vinsælum veiðiflugum ÙMörg hundruð uppskriftir að flugum með myndum ..og er þá upptalningin rétt að hefjast.


l l a a f r ö i s tt tudaga! é r f u g u l F

Áskrift á

flugu

Með áskrift að Flugufréttum alla föstudaga færðu ekki bara vandað veftímarit í tölvupósthólfið þitt heldur ókeypis aðgang að öllu ítarefni á flugur.is, ásamt aðgang að leitarvél á vefnum.

r.is

Hið árlega áskrifendahappdrætti veitir tugum áskrifenda vinninga: veiðileyfi, flugur, stangir og græjur.

Skráðu þig í áskrift núna á flugur.is og næsti föstudagur verður skemmtilegur! er stærsti fluguveiðivefur á Íslandi og er öllum opinn.