Page 1

1 tölublað.

10. januar 2013

Flensborgarfréttir

Miðvikudaginn 9.Janúar kepptu Flensborgarar í gettu betur að Engihjalla 1 ( Útvarpshúsið ). Keppnin var á milli Flensborgar og Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra. Fyrir flensborg kepptu Kristján Theodór / Kristján Flóki og Kristján Pétur. Þeir, auk hjálparliðs þeirra eiga mikinn heiður skilinn fyrir að færa okkur sigur með stöðunni 9-7. Þeir munu síðar halda áfram að keppa fyrir hönd flensborgarskóla og vonandi tryggja okkur fleiri sigra.


Miðvikudaginn þann 9 apríl tók flensborgarskóli þátt í gettu betur og vann fyrir Fjölbrautaskóla Norðurlands ,vestra með stöðunni Fyrir hönd Flensborgar kepptu Kristjón Theodór, Kristján Flóki og Kristján Pétur

9 gegn 7

1000 Vinir Fimmtudaginn 10. Janúar 2012 náði vinafjöldi Nemendafélags Flensborgarskóla því marki að eiga eitt þúsund vini. Við óskum þeim til hamingju með þetta og viljum einnig benda á að það var Eyþór Agnarsson sem að tryggði Nemendafélaginu þennan árangur á Facebook.

Árshátíðarnefndin Byrjuð Miðvikudaginn 9. janúar var haldinn kynningarfundur fyrir árshátíðina þetta árið. Á kynningarfundinn mættu u.þ.b. 50 manns. Margar uppástungur komu fram á fundinum en vegna ýmissa ástæðna munum við ekki birta þær. Þó er hægt að segja að þær hafi allar verið mjög góðar.

Léleg nettenging !!! Okkur hérna í Flensborgarfréttum hefur borist sú ábending að nettengingin í Flensborg sé ekki að standa undir væntingum og eigi það til að detta út í snjallsímum. Einnig að hún sé orðin hægari heldur en áður fyrr. Hvað finnst þér ? Svaraðu okkur á facebook síðu Flensborgarfrétta.


S taðreyndaboxið 1) Köttur sefur 70% af lífi sínu. 2) Skógareldar ferðast hraðar upp brekkur heldur en niður. 3) Það eru engar klukkur í spilavítum í Bandaríkjunum. 4) Venjuleg persóna borðar u.þ.b. 35.000 kex yfir líftíma sinn 5) Epli eru öflugri heldur en kaffi til að halda manni vakandi á morgnanna

° Topp

5. lögin þessa vikuna.

1) My life - eminem. ft 50 cent. 2) Locket out of heaven - Bruno Mars 3) Beauty & A Beat - Justin Bieber Featuring Nicki Minaj 4) Scream & Shout - will.i.am Featuring Britney Spears 5) Thrift Shop - Macklemore & Ryan Lewis Featuring Wanz

Brandarinn Afhverju vill ljóskan BMW frekar en Chevrolet? Hún getur stafað BMW!


Flensborgarar Nýtt uppáhaldslag Kristján Theodór, einn keppendanna í Gettu Betur tilkynnti það núna á miðvikudaginn þann 9 janúar á facebook síðu nff að hann væri formlega kominn með nýtt uppáhaldslag. Lagið umrædda er eftir meistarann Michael jackson en það mun heita “we are the world”. Eins og glöggt má sjá þá vantar hann ekki tónlistarsmekkinn.

Gamla bókasafnið flutt Núna nýlega kynnti félagsmiðstöðin “Gamla bókasafnið” það á facebook, síðu sinni að það hafi flutt úr Gamla bókasafninu. Núna er það staðsett að Staðarbergi 6. Mælum með að allir kíki við og kíki kannski í billiard þegar opið hús er. Meiri upplýsingar má sjá á facebook síðu Gamla bókasafnsins.

Flensborgarfréttir á leið á skjáinn. Stefnt er að því að koma Flensborgarfréttum á netið og mun það gerast á næstu tveim vikum. Okkur hefur lengi langað til þess að koma af stað vefsvæði þar sem að nemar í flensborg geti séð allt sem er á döfinni. Einnig til að allir geti miðlað fréttum sínum ef einhverjar eru og lesið slúðrið og fréttir sem koma beint frá nemendum Flensborgar. Pistillinn mun verða gefinn út á vikufresti. Þar mun ekki aðeins verið farið ofaní allar fréttir úr Flensborg heldur mun verða fjallað um tónlist hvernig gengur með vissa atburði og viðtöl. Ef þér langar að taka þátt í þessu með okkur geturðu sent okkur línu á flensborgarfrettir@gmail.com


Facebook saga vikunnar “Í nóvember var ég bara saklaus litil stelpa í skolanum sem var gg skotin í X (you no who). Birjuðum ehv ad tala saman inná fb og hittmst sídan í kringlunni og ehv meira. Sidan fórum vid saman í keilu og eftir thad heim til hans. Vid kisstumst og ehv fleira. Næsta dag var þetta orðið frekar fb offisial og allt fór rosa vel. 13 des fer ég til dk med mömmu og pabba og syssu og við töluðum saman fyrstu 4 dagana sona 2 tíma á dag í skype. Síðan allt í einu bara sleit hann á allt saman. Reyndi ad hringja fucking trilljón sinnum en hann svaraði aldrei og sídan sagði ég hææ á fb en hann svaraði samt ekki. ÞAÐ STÓÐ SEEN!!!! Langaði dáldið að gráta á þessum tímapúnkti og langaði helst bara að kasta mér í rúmid og ÖSKRA! Eftir fyrstu vikuna í dk keyrdum við til germany og ehv og ég var ekki med síma né net í svona 5 daga. Þegar ég kem aftur til dk sé ég að við erum bara í relationship en ekki þannig að það sést nöfnin (skiluru). Ég ándjóks bara fylli inboxid á fb en hann svarar aldrei (reindar ekki seen í þetta skifti). Ég grátbað mömmu um að fara fyr heim frá dk en fékk bara ad fara heim viku á undan þeim (2 jan).


Þegar ég kom heim kl 4 um nótt fór ég ekki beint heim ad sofa heldur heim til hans. Ég vakti hann og hljóp inn í herbegið hans og nú birjar ad hitna í kolunum!! Vid rifumst og rifumst og rifumst og ég hélt ándjóks ad ég myndi drepa hann!!!! S'iðan sagdi ég (í djóki) ad við myndum hætta saman. Ég hljóp grátandi út og fór heim og grét mig í svefn. Næsta dag sé ég ad vid erum ekki lengur vinir á facebook (og ekki heldur í relationship !! ) ég hringi í hann BÁLREIÐ og hann er bara med einhvern fucking kjaft. Ég fer heim til hans en enginn er heima.. Þannig ég hringi í nokkrar vinkonur og við ætlum bara ad hafa þad kósý stelpu kvöld. Nema ein "vinkona" mín mætir ekki. Ég hugsa bara what the hell hvar er tussan? Hinar girlfriends segja ad hún sé í bíó. Hvaða bíó? Smára. Ég tek strætó niður í smáralindbíó og fer á myndina sem hún er ad horfa á. Kem inní salinn og sé.... X OG "vinkonu" MÍNA SITJA SAMAN Í EHV ALGJÖRU DÚLLI Ég öskra yfir bíóið hleyp grátandi út,kasta símanum mínum í gólfið, missi meira ad segja veskid mitt og langadi bara ad drepa sjálfa mig úr reiði!!! ------------------------------------------------------------------------------------------Sídan þá er mér búið að líða betur og med hjálp stuðning vina og fjölsk er ég byrjuð að brosa á ný”.


Flensborgarfréttir Ert þú með áhugaverða frétt handa okkur? Sendu þá email á: flensborgarfrettir@gmail.com

Flensborgarfréttir Ert þú með áhugaverða frétt handa okkur? Sendu þá email á: flensborgarfrettir@gmail.com

flensborgarfréttir  
flensborgarfréttir  

flensborgarfréttir fréttablað flensborgar

Advertisement