Page 1

Bæjarblað Hafnfirðinga

síðan 1983

Fimmtudagur 16. febrúar 2017 6. tbl.35. árg

HRAUNHAMAR KYNNIR:

Kríuás 17

Berjavellir 6

Kríuás 47

Verð: 35,9 m.

Verð: 44,9 m. 129,8 fm

Fimm herbergja endaíbúð á þriðju hæð með sér inngangi í snyrtilegu fjölbýli í Áslandinu. Glæsilegt útsýni og lyfta er í húsinu.

Verð: 42,9 millj.

85,7 fm

Björt og falleg 85,7 fm þriggja herbergja íbúð á 2. hæð í vel staðsettu fjölbýli með lyftu á Völlunum.

122,4 fm

Sérlega björt og falleg, vel skipulögð, fjögurra herbergja endaíbúð á þriðju hæð (efstu) í litlu nýlegu fjölbýli í Áslandi.

Stofnuð 1983

RAFGEYMASALAN Dalshrauni 17 Hafnarfirði Sími: 565 4060 sala@rafgeymar.is www.rafgeymar.is

RESTAURANT

Ferskur fiskur

Jákvæðar forvarnir Myndir: Áslaug Friðjónsdóttir

Borðapantanir í síma:

565 5250

Mynd: Hafnarfjarðarbær

Í sex ár hefur Jón Ragnar Jónsson söngvari, skemmtikraftur, hagfræðingur, fótboltamaður og jákvæð fyrirmynd heimsótt alla nemendur í 8. bekkjum Hafnarfjarðar með fræðslu um heilbrigðan lífstíl og tóbaksvarnir. Jón nær vel til krakkanna og hefur árangurinn ekki látið á sér standa. Hér er hann ásamt 8. SR í Víðistaðaskóla.

TILBOÐ!

Verð frá

Verð frá

6.792 kr.

10.192 kr.

7.642 kr.

10.192 kr.

10.192 kr.

14.442 kr.

11.042 kr.

22.092 kr.


2

FJARÐARPÓSTURINN

Fimmtudagur 16. febrúar 2017

SPURNING VIKUNNAR

Direction Seljalandsfoss

Bókin á náttborðinu?

Þessa skemmtilegu mynd fengum við senda frá vegfaranda á dögunum. Hún var tekin við umferðareyju við Reykjanesbrautina hér í bæ. Hún hikaði ekki við það þessi ferðalangur að reyna húkka sér far frá umferðareyju í Hafnarfirði á háannatíma að Seljalandsfossi. Enda náttúrulega stödd á hálfgerðum sveitavegi. Ekki fylgdi sögunni hvort hún hafði erindi sem erfiði, en myndin er góð.

Helgi Bragason „Góði dátinn Sveik er alltaf á náttborðinu.“

Ert þú gjaldkeri í húsfélagi? Erla Ragnarsdóttir „Á náttborðinu eru þrjár bækur; Svartalogn eftir Kristínu Marju. Ég er að lesa hana aftur, ég fann að ég bara varð að lesa meira, vita meira. Og þá er að lesa aftur. Ljóð muna rödd eftir Sigurð Pálsson, verst að ég fer að gráta bara við að horfa á bókina. Að lokum er það sjálfsævisaga Hillary Clintons, ég tek hana inn í skömmtum og nú er ég á síðustu metrunum.“

Aðsend mynd: Jóhann Ingi Sigrtryggsson. Eru húsfélagsgjöld í vanskilum sem þarf að innheimta? Við hjá Lögmönnum Thorsplani höfum sérhæft okkur í að þjóna húsfélögum bæði með ráðgjöf og innheimtu og erum fús að aðstoða þig. Leyfðu okkur að létta álagið og hjálpa þér að koma hlutunum í lag. Pantaðu ókeypis ráðgjöf í síma 555 3033 eða á lth@lth.is.

Sunnudagur 19.febrúar

Kristján Rafn Oddsson „Pabbi prófessor.“

Konudagur og Biblíudagur Messa kl. 11.

Lögmenn Thorsplani

Kvennakór Háskóla Íslands syngur undir stjórn Margrétar Bóasdóttur. Sunnudagaskóli á sama tíma. Aðalsafnaðarfundur Hafnarfjarðarsóknar kl.12.30.

Fjarðargötu 11 · 220 Hafnarfirði · Sími 555 3033 · www.lth.is

Miðvikudagur 22.febrúar Morgunmessa með morgunverði kl. 8:15 Guðbjörg Norðfjörð „Bókaorminum mínum 9 ára fannst móðir sín eitthvað léleg að lesa svo hún náði í ástarsögu fyrir mig á bókasafninu sem heitir „Brúðkaup barnsins vegna“. Þetta eru skýr skilaboð hehehe.“

Fimmtudagur 23.febrúar

Foreldramorgun kl. 10 - 12 Kristín Hákonardóttir markþjálfi kemur í heimsókn.

TTT - Tíu til tólf ára starf fimmtudaga kl. 16:30 - 18:00

Sunnudagur 19. febrúar

Aðalfundur Kvenfélags Hafnarfjarðarkirkju verður fimmtudaginn 23.febrúar kl. 20 í Vonarhöfn. Venjuleg aðalfundarstörf.

· Sunnudagaskóli kl. 11 · Kvöldmessa kl. 20

Barna- og unglingakórar mánudaga og fimmtudaga Nánar á: facebook.com/frikhafn og www.frikirkja.is

Hallgrímur Indriðason „Það eru helst námsbækur sem eru á náttborðinu núna, en ég er í námi með vinnu í fjölmiðla- og boðskiptafræði. En það síðasta sem ég las mér til skemmtunar var Petsamo eftir Arnald Indriðason. Finnst það besta bókin sem hann hefur sent frá sér í langan tíma, en mér finnst hann hafa dalað síðustu ár. Nú nær hann sér vel á strik og nýtir sögusviðið vel. Get hiklaust mælt með henni.“

Nánari upplýsingar á hafnarfjardarkirkja.is

ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5a, Hafnarfirði

Vaktsímar: 565 5892 & 896 8242 • www.utfararstofa.is • Allan sólarhringinn

Auglýsingasími 555 4855 Sverrir Einarsson

Kristín Ingólfsdóttir

Hilmar Erlendsson

ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA

auglysingar@fjardarposturinn.is


Meira fullorðins PJÄTTERYD mynd 3.290,-

© Inter IKEA Systems B.V. 2017

EKBY JÄRPEN hillur 1.790,-/stk. B19×L79cm Hilluberar seldir sér

Fermin garleik ur IKEA

2.290,-

Þ ú ge t u r unnið vörur f yrir all t að

KUBBIS snagar

100.000 ,Sjá nán ar á www.I KEA .is

2.490,-/stk. ÄNGSLILJA sængurverasett B150×L200/B60×L50cm

39.500,BRIMNES rúm/sófi B80×L200cm Dýna seld sér.


4

FJARÐARPÓSTURINN

Fimmtudagur 16. febrúar 2017

„Íslendingar kunna að meta pólskar vörur“ Piotr Jakubiak hefur rekið Mini Market búðirnar allt í allt í fjórtán ár. Fyrir um ári síðan opnaði hann eina slíka á Reykjavíkurveginum þar sem hann varð var við mikla eftirspurn eftir verslun með pólskar vörur í Hafnarfirði. Hann kom til landsins til þess að vinna sem iðnaðarmaður en tilviljun réð því að hann hóf verslunarrekstur. Piotr er lærður múrari og var með menn í byggingavinnu hér áður fyrr. Upphaf verslunarreksturs hans má rekja til þess þegar hann vann við Kárahnjúkavirkjun og hóf að aðstoða vin sinn, kokkinn á staðnum, að flytja inn matvörur frá Póllandi. Það vatt upp á sig og hann ákvað einfaldlega að stofna verslun sem sérhæfði sig í pólskum vörum. Í dag rekur hann þrjár Mini Market verslanir, í Breiðholti, Keflavík og Hafnarfirði, og hann líkir þeim við gömlu hverfisbúðirnar. „Markmiðið var alltaf að kynna fólki pólskar vörur og viðtökurnar hafa verið mjög góðar bæði hjá Pólverjum og Íslendingum.“ Hann gerði sér strax grein fyrir mikilli samkeppni frá stóru verslununum í bænum en reksturinn hefur gengið vel. „Það kom mér mikið að óvart hversu frábærar móttökur við höfum fengið hjá Íslendingum, þeir geta alltaf fundið sér eitthvað gott. Íslendingar kaupa helst nammi, kjötvörur, sósur og slíkt og prófa sig áfram og kynnast aðeins pólskri menningu,“ segir Piotr. Starfsfólkið helmingurinn af búðinni „Starfsmennirnir mínir eru 50 % af búðinni, án þeirra gengi þetta ekki eins vel eins og það gengur núna. Ég er svo heppinn að hafa góða starfsmenn eins og Hönnu sem vinnur ekki bara til að fá launin heldur vinnur fyrir fyrirtækið og

Hanna Czupryniak og Piotr Jakubiak í Mini Market á Reykjavíkurveginum.

stefnir að sömu markmiðum og ég,“ segir Piotr þakklátur að lokum. Hanna Czupryniak hefur búið á Íslandi í tíu ár og býr ásamt eiginmanni sínum í Kópavoginum en sonur hennar og barnabörn búa í Póllandi. Hún fer yfirleitt einu sinni til tvisvar á ári út til að hitta þau. Hún hefur starfað í rúmlega fjögur ár hjá Piotr í Mini Market. Hún segir starfsfólkið vinna vel saman og að mórallinn sé frábær. Þarna hlaupi allir í öll verk og starfið sé fjölbreytt. Í verslunina komi Pólverjar að mestum

meirihluta vegna þess að þeim finnist pólskur matur og matvörur mjög góðar. En síðan komi margir Rússar og Úkraínumenn og fjöldi Íslendinga, sem komi, vaxi með hverjum degi, þeir séu farnir að þekkja og kunna að meta pólskar vörur. Hanna hefur unnið sem sölumaður frá 1990 og segist elska að vinna í kringum fólk. „Á hverjum degi kemur hún Patrycja, fjögurra ára pólsk stelpa, til okkar ásamt pabba sínum og verslar. Henni finnst svo gaman að spjalla og vera hér hjá okkur að hún sagði við pabba sinn að hún ætlaði að vinna hér

Jafnréttisúttekt ÍTH Á dögunum fór Íþrótta og tómstundanefnd Hafnarfjaðar af stað með jafnréttisúttekt hjá fimm stærstu íþrótta- og tómstundafélögum bæjarins. Hugmyndin af þessari jafnréttisúttekt kemur frá Mannréttindarskrifstofu Reykjavíkur og er mikilvægur liður í að vera meðvituð um hvernig málin standa. Framkvæmdinni er þannig háttað að sendir voru spurningarlistar til formenn deildanna hjá þessum fimm félögum, FH, Haukum, Björkum, SH og BH ásamt því að heimasíður þeirra verða greindar, skoðuð kyngreinanleg gögn varðandi þáttöku, æfingartöflur, birtinga á samfélagsmiðlum og leitað til notenda þjónustunnar. Ekki er ætlunin að hanka einn eða neinn aðeins að sjá

hvar við stöndum á þessu sviði líkt og Reykjavíkurborg gerði og fleiri sveitafélög. Hér í íþróttabænum Hafnarfirði hefur verið lögð áherslu á jafnrétti á öllum stöðum samfélagins, líka í íþrótta- og tómstundum. Meðal annars var Hafnarfjaðarbær með þeim fyrstu sem fóru að veita viðurkenningu fyrir íþróttakonu og karl á hverju ári. Einnig hefur verið lögð mikil áhersla á landsvísu um jafnrétti kvenna og karla í íþróttum, jafna birtingu í fréttum og sjónvarpi, jöfn tækifæri og annað slíkt sem hefur sannarlega þurft að endurskoða. Við megum ekki vera feimin við það að vilja gera vel fyrir alla, eigum að hafa metnað fyrir því að skara fram úr á öllum sviðum, líka gangvart iðkendKarólína Helga Símonardóttir

Viðtal: Aleksander Mojsa Mynd: ÓMS

með mér þegar hún yrði stór. Hún er uppáhaldið okkar, henni þykir vænt um okkur og okkur þykir sömuleiðis vænt um hana,“ segir Hanna broshýr að lokum. Það er því greinilegt að framtíðin er björt hjá Mini Market því ekki verður verslunin uppiskroppa með starfsfólk í framtíðinni.

Mini market er opin mánudaga til föstudaga frá 10 til 21 og 11 til 19 um helgar.

AÐSEND GREIN

um okkar í íþrótta- og tómstundum. Ég sem formaður Íþrótta- og tómstundanefndar Hafnarfjarðar tel þetta mikilvægt skref í rétta átt að því að bæta aðstöðu iðkenda okkar, hugmyndir okkur um stelpur og stráka í íþróttum og sjá hve vel við stöndum okkur gagnvart báðum kynjum. Ég vona að íþróttafélögin taki jákvætt í þessa vinnu og hjálpi okkur við þetta mikilvæga verkefni. Vonir eru bundar við að fyrstu niðurstöður þessa verkefnis birtist fyrir sumarið. Karólína Helga Símonardóttir Formaður Íþrótta- og tómstundanefndar Hafnarfjaðar.


Fimmtudagur 16. febrúar 2017

fjardarposturinn.is - ritstjorn@fjardarposturinn.is

FJARÐARPÓSTURINN

Hjörtur Már í Haukahúsið

VIÐBURÐA- OG

VERKEFNASTYRKIR 2017 Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna og viðburða á sviði menningar og lista sem efla og styrkja hafnfirskt menningarlíf. Umsóknarform á MÍNAR SÍÐUR á hafnarfjordur.is

Mynd og texti: Olga Björt

Hjörtur Már í Haukahúsinu.

Hjörtur Már Ingvarsson, ungi spastíski maðurinn sem við fjölluðum um í byrjun árs, er kominn með vinnu í Haukahúsinu. Um er ræða samvinnuverkefni Hafnarfjarðarbæjar og Vinnumálastofnunar, en Hjörtur Már vinnur frá kl. 9 – 12 alla virka daga. Það var mjög létt yfir honum þegar við hittum hann í nýju vinnunni, á þriðja starfsdeginum. „Mér líður mjög vel. Það er þægilegt að vera hérna og auðvelt að komast um, “ segir Hjörtur Már og var hissa en ánægður með hversu vel og vinalega

var tekið á móti honum. Starf Hjartar Más felst m.a. í því, til að byrja með, að sjá um þvottinn fyrir félagið. Hann segir að honum líki það vel og sé þegar búinn að læra vel á þvottavélar og þurrkara og sjái svo um að brjóta saman og ganga frá þvottinum ofan í töskur eða inn í skáp. „Þetta er mjög skemmtileg vinna og fólkið hérna er mjög skemmtilegt. Það er líka svo gott að hafa eitthvað annað að gera en að hanga heima,“ segir Hjörtur Már, sem er líka alsæll með hversu stutt er í Ásvallalaug þar sem hann æfir sund eftir hádegi.

Umsóknir eru metnar eftir markmiðum verkefna og hvernig þau nýtast til að efla fjölbreytt menningarlíf, bæjarbúum og hafnfirskum lista- mönnum til góðs. Tekið er mið af raunhæfni verkefna og kostnaðar- áætlun auk tíma- og verkáætlunar. Auk áætlana þurfa að koma fram upplýsingar um markmið umsóknar, styrkupphæð og aðra fjármögnun.

Skilafrestur umsókna er fyrir 15. mars 2017 HAFNARFJARÐARBÆR

585 5500 hafnarfjordur.is

Hagstætt verð í heimabyggð Sími 555 6650 Tjarnarvöllum 11

220 Hafnarfjörður

apotekhfn.is

5


6

FJARÐARPÓSTURINN

Fimmtudagur 16. febrúar 2017

VIÐTALIÐ

„Draumurinn að semja fyrir kvikmyndir“

Mynd: ÓMS

Stefán Örn í hljóðverinu.

Stefán Örn Gunnlaugsson er tónlistarmaður sem fer mikinn án þess þó að láta fara mikið fyrir sér. Hann spilar á píanó og hljómborð með helsta tónlistarfólki landsins, semur og tekur upp tónlist fyrir sig, leikhús, tölvuleiki og myndir og lýsir sér sem rólegri, einrænni félagselskandi tilfinningaveru. Stefán er sonur þeirra hjóna Gunnlaugs Stefán Gíslasonar listmálara og Áslaugar Ásmundsdóttur. Hann er uppalinn í Hafnarfirði og gekk fyrstu skólaárin í Engidalsskóla þar sem hann bjó á Breiðvanginum í Gull-blokkinni svokölluðu vegna þess að hún var gul en fór svo og upplifði frábær unglingsár í Víðistaðaskóla eins og hann segir sjálfur. Hann hefur alla tíð unnið við tónlist, lærði á píanó í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og hljóðupptökur í Manchester á Englandi árin 2001–2003. Hann hefur spilað með ótal hljómsveitum í gegnum tíðina, Jónasi Sig og Ritvélum framtíðarinnar, Buff, Lights on the Highway svo að eitthvað sé nefnt auk þess sem hann hefur spilað undir sem píanó- og hljómborðsleikari á ótal plötum og tónleikum. „Eftir mörg ár, sem einkenndust mest af hljóðfæraleik, hef ég síðustu árin verið mestmegnis að stýra upptökum, semja og taka upp tónlist. Meginhlutinn hafa verið svokallaðir „indie-singer-songwriters“ eða sjálfstæð söngvaskáld. En þó er rófið ansi vítt,“ segir Stefán.

ÍKORNI Stefán gaf út fyrstu sólóplötu sína árið 2013 og svo aðra árið 2016 undir listamannsnafninu Íkorni. Hann hefur hlotið mikið lof fyrir báðar plötur sínar og var platan hans Íkorni tilnefnd sem plata ársins á íslensku tónlistarverðlaununum árið 2014. „Nei, ég hef ekki verið að fylgja plötunni eftir. Ha-ha! Ég virðist vera mjög mikið svona „gefa-út-tónlist-og-láta-það-nægja“-týpa. Að hluta til er það vegna sviðsskrekks og einnig eru oft svo miklar útsetningar í tónlistinni fyrir mikið af hljóðfærum að það hefur reynst þungt í vöfum. Ég hef þó eitthvað verið að koma fram bara einn við píanóið og hefur það komið mjög vel út.“ Stefán hefur sett stefnuna á það að fullvinna tvær nýjar Íkornaplötur á þessu ári. „Það er smá „crazy“ en gerlegt. Önnur verður sjö laga plata sem mun bera keim af Tangóstemmningu og sú síðari popp-plata þar sem ég ætla að leika mér meira með elektróník og kraftmeiri músík,“ segir Stefán.

Semur tónlist fyrir leikhús Stefán er þessa dagana staddur á Akureyri þar sem hann vinnur að verkefni fyrir Menningarfélag Akureyrar og semur tónlist fyrir leikritið Núnó og Júnía sem frumsýnt verður nú á laugardaginn þann 18. febrúar. „Það kom til þannig að Sara Marti, leikstjóri og vinkona mín, sagði: „Nú er nóg komið, nú kemur þú til Akureyrar og gerir tónlist og hljóðmynd í leikrit sem ég er að skrifa.” Þetta er ofboðslega skemmtilegt, spennandi og hjartnæmt leikrit fyrir alla fjölskylduna. Það fjallar um allar útgáfurnar af okkur öllum. Þetta er geysimikið verk, mikil en skemmtileg vinna. Troðfullt af tónlist, hughrifshljóðum sem vinna saman með miklu af skemmtilegum sjónrænum töfrum. Tónlistin er þarna til að hjálpa til við að segja söguna og oft kafar hún jafnvel nokkuð djúpt og hefur sína eigin undirliggjandi frásögn. Ég sæki mjög mikið í kvikmyndatónlist af ýmsu tagi, svona í bland við minn eigin stíl,“ segir Stefán.

Sækir innblástur í atburði lífsins Aðalinnblásturinn í tónlistarsköpun segir hann vera atburði í lífinu og tilfinningar tengdar þeim. „Svo auðvitað bara hitt og þetta sem hrífur mig í tónlist annarra. Ef það ætti að vera listi þá væri það Ennio Morricone, Sufjan Stevens, Yann Tiersen, Mahler, gamall jazz og hvaðeina.“

Broadway Stefán Örn hefur áður unnið í leikhúsi en fyrir nokkrum árum dvaldi hann í New York í tvo mánuði og tók þátt í verkefni sem vakti mikla athygli. „Já, ég útsetti og stýrði tónlist og hljóðmynd í söngleik sem settur var upp á OFF-BROADWAY í New York og hét því langa skrítna nafni Revolution

in the Elbow of Ragnar Agnarsson Furniture Painter. Mikið ævintýri,“ segir Stefán og bætir við að umfjöllun um þá reynslu myndi fylla nokkur tölublöð af Fjarðarpóstinum. Söngleikurinn skartaði Tony-vinningshafanum Cady Huffman í aðalhlutverki en hún er mikil Broadway-stjarna. Söngleikurinn fékk sérstaklega góða dóma fyrir tónlistina og hljóðheiminn sem Stefán skapaði. Kvikmyndatónlistin heillar „Það hefur jú lengi verið draumurinn að vinna við það að semja músík fyrir leikhús, þætti, kvikmyndir, tölvuleiki og þess háttar. Og það er í sjálfu sér margt á döfinni í þá áttina. Tónlist fyrir annað leikhúsverk, Fyrirlesturinn, sem verður frumsýnt í apríl í Tjarnarbíói, músík í stuttmyndina Munda í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur sem ég mun vinna með Védísi Hervöru og fleira hressandi,“ segir Sefán sem sér fram á næg verkefni í tónlistinni á næstunni. „Þetta verður mjög annasamt ár. Tvö leikrit, stuttmynd, gera plötur með listamönnum á borð við Védísi Hervöru, Jönu Maríu, Sísí Ey og Elín Ey, systurnar sem eru með nýtt band, Grúska Babúska, Hinemoa, Sunnyside Road og margt fleira. Svo þarf ég nú að smokra inn einhverjum tíma fyrir Íkorna, það ætti að reddast,“ segir Stefán að lokum, kíminn eins og hann á kyn til. Hægt er að kynna sér tónlist Stefáns (Íkorna) á ikornimusic.com og einnig á Spotify.


Fimmtudagur 16. febrúar 2017

fjardarposturinn.is - ritstjorn@fjardarposturinn.is

Stofnaði eineltisnefnd í Flensborg Aðstoða þolendur eineltis að taka fyrsta skrefið

FJARÐARPÓSTURINN

ATVINNA Við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eru lausar til umsóknar stöður lögreglumanna við sumarafleysingar með starfsstöð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ráðið verður í stöðurnar frá 1. júní 2017. Helstu verkefni og ábyrgð Hlutverk lögreglu er að gæta almannaöryggis og tryggja réttaröryggi, stemma stigu við afbrotum og vinna að uppljóstran brota, greiða götu borgaranna og veita yfirvöldum aðstoð við framkvæmd starfa sinna og að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu. Hæfniskröfur • Vera íslenskur ríkisborgari og hafa náð 20 ára aldri; • Hafa ekki gerst brotlegur við refsilög. Ef brot á refsilögum er smávægilegt eða langt um liðið frá því að það var framið er það háð mati lögreglustjóra hvort undanþága verði veitt; • Standast bakgrunnskoðun flugverndar með jákvæðri umsögn. • Vera andlega og líkamlega heilbrigður og standast læknisskoðun. • Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins. • Góð þekking á lögreglukerfinu (LÖKE) er æskileg og góð íslenskuog enskukunnátta skilyrði. Önnur tungumálakunnátta er kostur. • Góðir hæfileikar til mannlegra samskipta, skipulagshæfileikar, frumkvæði og nákvæmni í vinnubrögðum eru mikilvægir eiginleikar. • Lögreglustjóri mun nýta sér heimild lögreglulaga um að ráða starfsmenn sem hafa ekki lokið prófi frá lögregluskóla ríkisins að því gefnu að ekki fáist tiltækur fjöldi lögreglumanna í laus störf. Frekari upplýsingar um starfið • Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Landssamband lögreglumanna hafa gert. • Um er að ræða vaktavinnu í 100% start. Ráðið verður frá 1. júní 2017. • Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Aleksander Mojsa

Aleksander Mojsa er 21 árs nemi í Flensborgarskólanum. Hann stofnaði á dögunum eineltisnefnd, Ljósanefnd, innan skólans sem er ætlað að hjálpa þolendum eineltis að taka fyrsta skrefið í átt að aðstoð. Þetta er nefnd sem er til aðstoðar þeim sem lenda í einelti innan skólans. Hugmyndin að nefndinni er til komin vegna eigin reynslu Aleksanders en hann varð fyrir einelti í grunnskóla. Honum fannst erfitt að taka þetta fyrsta skref í þá átt að leysa vandamálið og viðurkenna það. Nefndin er því stofnuð með það fyrir augum að auðvelda þolendum að taka fyrsta skrefið til að fá hjálp og vinna í málinu. Auk Aleksanders, sem er formaður nefndarinnar, eru þau Einar Baldvin og María Sif í Ljósanefnd. „Ferlið er mjög einfalt í sjálfu sér. Við erum bundin þagnarskyldu, við skrifum undir samning við viðmælanda okkar og hann ræður hvort hann er nafngreindur eða ekki. Nemandinn velur hvort hann vill einungis segja sögu sína og við séum til staðar fyrir hann eða hvort farið verður með

Mynd: ÓMS

málið lengra og það sett í ferli. Ef svo er leitum við til námsráðgjafa fyrir hann og viðbragðsáætlun skólans tekur við. Við hvetjum einstaklinginn venjulega til þess en aðallega erum við til staðar og tilbúin að hlusta og aðstoða. Við erum þarna með þolandanum í liði, erum rödd hans og tilbúin til þess að vinna vel úr málunum sem fyrst,“ segir Aleksander.

Umsóknarfrestur er til og með 28.02.2017 Sækja þarf um rafrænt á www.starfatorg.is Nánari upplýsingar veitir Sigurgeir Ómar Sigmundsson sos@logreglan.is - 4442200 Jón Pétur Jónsson jon@logreglan.is - 4442200

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum

Við prentum Fjarðarpóstinn!

Hann segir einnig að nefnd virki líka sem góð pressa og aðhald innan skólans til þess vinna vel í málum sem upp koma. „Nemendur geta komið til okkar beint, hringt í okkur eða sent okkur skilaboð á facebook eða jafnvel komið á skrifstofuna og beðið um að fá viðtal við Ljósanefnd. Þá er eitthvert okkar úr nefndinni kallað úr tíma, við fáum viðtalsherbergi og ræðum við viðkomandi. Við erum í mjög góðu sambandi við námsráðgjafana og stjórnendur skólans. Við höfum sótt námskeið á vegum skólans til þess að vera betur í stakk búin til þess að taka á erfiðum málum,“ segir Aleksander Mojsa að lokum.

Stofnað 1982

Dalshrauni 24 - Sími 555 4855 - steinmark@steinmark.is

Bæjarblað Hafnfirðinga

síðan 1983

Útgefandi: Keilir útgáfufélag ehf. kt. 480307-0380 VSK.nr. 93707 Ritstjóri: Ólafur Már Svavarsson Áb. maður: Steingrímur Guðjónsson Ritstjórn: 5652520 / 8998505 ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 555 4855 / 892 2783 Prentun: Steinmark efh. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa ISSN 1670-4193

7


8

FJARÐARPÓSTURINN

Fimmtudagur 16. febrúar 2017

ATVINNA

Hinir árlegu

KONUDAGSTÓNLEIKAR

KARLAKÓRSINS ÞRASTA Sunnudaginn 19. febrúar kl. 14 – 16 í Hásölum við Hafnarfjarðakirkju

Kaffi – með læti – söngur

FRÍTT INN FYRIR KONUR 1500 kr. fyrir karla

Stjórnandi:

Börn að sjálfsögðu velkomin og fá frítt inn.

Jón Karl Einarsson Undirleikur:

Jónas Þórir

KARLAKÓRINN ÞRESTIR KUM KONUR VIÐ ELS

Góður árangur Borðtennsdeildar BH á Íslandsmóti í flokkakeppni unglinga Borðtennisdeild BH átti góða helgi á Íslandsmótinu í flokkakeppni unglinga sem haldið var í KR helgina 11.-12. febrúar. Þær Alexía Kristínardóttir Mixa og Sól Kristínardóttir Mixa gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í flokki stúlkna 13 ára og yngri. Var það eftirtektarverður sigur en þær unnu í úrslitum lið KR-A 3-2 sem þær höfðu áður tapað fyrir í undanriðlum 3-0. Þær Sól og Alexía eru á ellefta aldursári og eiga því tvö ár

Magnús Gauti Úlfarsson og Birgir Ívarsson

eftir í þessum aldursflokki. Þeir Birgir Ívarsson og Magnús Gauti Úlfarsson sigruðu örugglega í flokki 16-18 ára annað árið í röð. Aðrir BH ingar unnu til ýmissa annarra verðlauna á mótinu en alls voru 23 BH ingar skráðir á mótið í tíu liðum. Á Íslandsmótinu í flokkakeppni unglinga eru lið skipuð 2-3 leikmönnum og þarf þrjá sigra til að vinna viðureign. Fyrst er leikið í tveimur einliðaleikjum, síðan tvíliðaleik og að lokum tveir einliðaleikir til viðbótar ef það þarf að knýja fram úrslit.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum óskar eftir starfsfólki í störf landamæravarða til sumarafleysinga í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Helstu verkefni og ábyrgð Starfsskyldur landamæravarða er að sinna fyrsta stigs landamæraeftirliti í vegabréfahliðum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli þar sem þeir starfa við hlið lögreglumanna og undir þeirra stjórn í samræmi við reglugerð um för yfir landamæri, nr. 1212/2007. Hæfniskröfur • Vera íslenskur ríkisborgari og hafa náð 20 ára aldri; • Hafa ekki gerst brotlegur við refsilög. Ef brot á refsilögum er smávægilegt eða langt um liðið frá því að það var framið er það háð mati lögreglustjóra hvort undanþága verði veitt; • Standast bakgrunnskoðun flugverndar með jákvæðri umsögn. • Vera andlega og líkamlega heilbrigður og standast læknisskoðun. • Hafa lokið a.m.k. tveggja ára framhaldsmenntun eða annarri menntun sem nýtist í starfi. • Hafa gott vald á íslensku og ensku. Önnur tungumálakunnátta er kostur. • Lögð er áhersla á skipuleg og vönduð vinnubrögð, þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum. Frekari upplýsingar um starfið • Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. • Um er að ræða vaktavinnu og er starfshlutfall breytilegt, frá 50% upp í 100%. Ráðið verður frá 1. júní 2017. • Nánar er kveðið á um hlutverk landamæravarða í reglugerð um för yfir landamæri og í starfslýsingu sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum gerir fyrir hvern landamæravörð. • Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. • Starfshlutfall er 50 - 100%

Umsóknarfrestur er til og með 28.02.2017 Sækja þarf um rafrænt á www.starfatorg.is Nánari upplýsingar veitir Sigurgeir Ómar Sigmundsson sos@logreglan.is - 4442200 Jón Pétur Jónsson jon@logreglan.is - 4442200

Alexía Kristínardóttir Mixa ogSól Kristínardóttir Mixa

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum

Myndir: BH


Fimmtudagur 16. febrúar 2017

fjardarposturinn.is - ritstjorn@fjardarposturinn.is

Hrákúlur og Græni læknirinn

FJARÐARPÓSTURINN

Uppskriftin

Elín Sigurðardóttir hjá hug- og heilsuræktinni elin.is deilir er endalaus uppspretta hollra og góðra rétta. Hún deilir hér með okkur tveimur hollum og góðum uppskriftum sem einfalt er að gera. Á fjardarposturinn.is má sjá myndbönd af gerð uppskriftanna þar sem réttu handtökin eru sýnd.

Hrákúlur: (ca. 25-30 kúlur) • 5 stk. döðlur (mjúkar en fjarlægi steina) • 4 stk. gráfíkjur • 3 msk. sesamfræ • 3 msk. hörfræ • 3 msk. kakóduft • 1 msk. kókosolía • 3 msk. kókosmjöl • Handfylli af möndlum • Handfylli af kasjúhnetum

Nauðsynlegt að vera með góðan blandara með hnoðara eða góða matvinnsluvél. Öllu blandað saman í blandara þar til deigið verður silkimjúkt og heitt. Hnoða kúlur og velta upp úr kókosmjöli. Geymast vel í kæli í nokkra daga eða í frystinum. Þessar kúlur eru gott millimál, nesti, í hóla- eða hlaupatúrinn, eða við sykurlöngun. Mjög næringarríkar. Innihalda góða fitu og prótein. Gott fyrir liði, vöðva, húð og meltingu.

Græni læknirinn: (fyrir tvo til þrjá) • 2 lúkur spínat • 5 dl. frosið mangó • 1,5 dl. döðlur • 1 epli • ½ sítróna • 2x2 cm. engifer • 0,5 lítri vatn • Klaki

Beltone First

Öllu blandað saman í blandara og hellt í glös. Svalandi grænn drykkur eftir æfingu, sem morgunmatur, við þorsta eða sem máltíð (mjög seðjandi) Prótein, vítamín- og steinefnaríkur. Gefur orku og kraft. Spínat inniheldur hátt hlutfall af vítamínum, fólínsýru, steinefnum og járni. Þessi efni eru mikilvæg fyrir sjónina, húðina, hárið, beinin, æðarnar, frumuskipti líkamans, ónæmiskerfið og þroska heilans, svo eitthvað sé nefnt.

Snjallara heyrnartæki

Nýja Beltone First™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu og prófaðu, það er engu líkt!

Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is

HEYRNARSTÖ‹IN

Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum.

9


10

FJARÐARPÓSTURINN

Fimmtudagur 16. febrúar 2017

Heldri borgarar - Hraunsel

VÍSNAGÁTAN 73

Karlar vilja að vændiskonur fari. Veit ég þetta gamla rún. Tímann sýnir vopnað vísapari. Vísast gömul borg er hún.

74

Fyrir svefn á kvöldin gerir gagn. Gisti í honum skrýtin vera. Í gömlum tækjum talsvert magn. Tildurrófu lýsir bera. 75

Fór hún ein á úlfaslóð. Inni í henni kertin geymi. Í bleytu er hún börnum góð. Barneignum með henni gleymi. Úr bókinni Gettu gátu mína eftir Símon Jón Jóhannson. Birt með leyfi höfundar.

Vísnagáta lausnir úr síðasta blaði, 9. febrúar 70. Dráttur (happadráttur, samfarir, fiskidráttur, töf / seinagangur). 71. Slóði (duglítill maður, herfi, sá hluti brúðarkjóls sem dregst við jörðu, vegarslóði). 72. Kyssta/kista (séð hef ég karlmenn kyssta af konum, glatkista, líkkista, t.d. Kistufell).

Fim. 16. febrúar. kl. 13:30 Hittumst í Hraunseli - Opið hús Gestur : Dagur Hilmarsson:Þá var tíðin önnur,minningar úr Hafnarfirði. Spjall,kaffi og kökur að hætti hússins. Mið. 22.febrúar kl. 10:00 Bókmenntaklúbburinn Umsjón: Véný Lúðvíksdóttir kennari. Fim. 23.febrúar kl. 19:00 Hin árlega kvöldskemmtun með Lions Mið. 1. mars kl. 20:00 Kvöldtónar Stórhljómsveit Ásamt Hjördísi Geirs söngkonu. Gullkorn Hér eru nokkur alvöru gullkorn úr Hafnarfirði sem tengjast Faðirvorinu: 5 ára drengur Eigi set þú ost í frysti..... 6 ára stúlka Já mamma, ég var komin þarna að nautinu... (vorum skuldunautum) 5 ára stúlka Það er vor....

Það helsta frá Hafnarfjarðarbæ • Mislæg gatnamót Reykjanesbrautar við Krýsuvík eru í útboði. Áætluð verklok í nóvember 2017 • Hægt er að sækja um viðburða- og verkefnastyrki til eflingar á hafnfirsku menningarlífi til 15. mars. Rafrænar umsóknir á MÍNAR SÍÐUR • Bókhald Hafnarfjarðarbæjar verður opnað og gert aðgengilegt með myndrænum og einföldum hætti á heimasíðu. Opnun mun eiga sér stað á vormánuðum • Ánægja íbúa í Hafnarfirði fer vaxandi samkvæmt árlegri þjónustukönnun Gallup. Marktækur jákvæður munur er á þáttum sem snúa að þjónustu við fatlað fólk og barnafjölskyldur • Á sex árum hefur notkun munntóbaks nemenda í 10. bekk í Hafnarfirði farið úr 10% árið 2010 í 1% árið 2016. Jákvæðar forvarnir með Jón Ragnar Jónsson í fararbroddi hafa haft mikil áhrif • Fróðleiksmolar Byggðasafns Hafnarfjarðar verða í Pakkhúsinu í kvöld kl. 20. Allir velkomnir! • Hafnarfjarðarbær tekur þátt í starfs- og menntahlaðborði Flensborgarskóla 21. febrúar og mun þar kynna brot af þeim fjölbreyttu störfum sem í boði eru innan sveitarfélagsins Nánar á hafnarfjordur.is

EKKI MISSA AF ÞESSU Fim. 16. febrúar. kl. 20:00 Opið hús hjá Stangaveiðifélagi Hafnarfjarðar kynning á veiðivörum frá ÁRVÍK. Kynningin fer fram í húsnæði Stangveiðifélagsins að Flatahrauni 29.

Krakkar

krakkar@fjardarposturinn.is

Einfalt? Eða hvað? Búðu til lítinn þríhyrning úr þremur eldspýtum eins og hér fyrir neðan. Náðu svo í þrjár eldspýtur til viðbótar og reyndu að búa til fjóra þríhyrninga með því einu að bæta þeim við þær sem fyrir eru.

Lausn á fjardarposturinn.is/lausnir

Að byggja hús úr glösum! Nú á að flytja sex eldspýtur úr þessum glösum þannig að útkoman verði eitt hús. Ja svona með frekar einfaldri og ódýrri byggingaraðferð!


Fimmtudagur 16. febrúar 2017

fjardarposturinn.is - ritstjorn@fjardarposturinn.is

Haukar bikarmeistarar í unglingaflokki kvenna í körfuknattleik

FJARÐARPÓSTURINN

11

HALLÓ HAFNARFJÖRÐUR!

Tómas Axel Ragnarsson

Mávagrátur

Myndir: Haukar

Bikarmeistarar Hauka í körfuknattleik.

Haukar urðu um helgina bikarmeistarar í unglingaflokki kvenna í körfuknattleik þegar þær lögðu Keflavík í framlengdum úrslitaleik 59-67. Þóra Kristin Jónsdóttir var að leik lokn-

um valin maður leiksins en hún var með glæsilega þrennu, 17 stig, 11 fráköst og 10 stolna bolta, og var í raun hársbreidd að ná fernu en hún var einnig með 8 stoðsendingar. Frábær árangur hjá stúlkunum.

Þóra Kristín Jónsdóttir, maður leiksins, ásamt Guðbjörgu Norðfjörð varaformanni KKÍ

HRÓSIÐ - Skemmtilegt af facebook

SJÓNARSPIL

VEFSÍÐUGERÐ

WORDPRESS AUGLÝSINGAR LÓGÓ

sjonarspil.is Stofnuð 1982 Dalshrauni 24 - Sími 555 4855 - steinmark@steinmark.is

Næstkomandi vor, rétt eins og önnur vor, fara endur lækjarins að huga að varpi. Mér rétt eins og öðrum finnst ægilega gaman að fylgjast með andamömmunum teyma ungastóðið eins og leikskólabörn lækinn þveran og endilangan og kenna þeim að afla sér matar og aðra góða andasiði. Gallinn er sá að um svipað leyti eru mávar bæjarins að hnýta á sig smekkinn og hlakka ægilega til að éta Ripp, Rapp og Rupp. Það er eiginlega leitun að önd sem kemur unga á legg á læknum, það er einna helst að maður finni líf ofan við Setbergsskóla. Ég þykist nokkuð viss um að erfiðlega gangi að fá það samþykkt í bæjarráði að ráða einhverja Rambó-týpu sem lægi í leynum við lækinn með klút um ennið, eins og Eyjólfur Kristjáns, og fretaði úr múskedonnernum á hvert það illfygli sem vogaði sér austur fyrir Einarsbúð. Hvað er þá til ráða, er eitthvað hægt að gera í þessu eða eigum við bara að halda áfram að fylgjast með tortímingu Andabæjar án þess að fá rönd við reist. Nei, við þurfum ekki að sitja aðgerðalaus og bora í nefið. Við höfum allt sem þarf til að ganga milli bols og höfuðs á kvikindunum. Hver einasti grunnskóli er með smíðastofur og smíðakennara. Í stað þess að láta ormana smíða enn eitt brauðbrettið er hægt að láta þá búa sér til teygjubyssur, svo gætu foreldrarnir fjárfest í pakka af girðingarlykkjum fyrir ungu meindýraeyðana, hengt framan á nefið á þeim hlífðargleraugun sem þau fengu með rakettupakkanum og sigað hernum svo niður að læk þar sem fram færi einhver svakalegasta mávaslátrun sem um gæti í gervallri Íslandssögunni. Bæjaryfirvöld myndu svo bara þurfa að veiða hræin upp við Austurgötubrúna. Easy peasy og málið leyst.

Auglýsingasími 555 4855 auglysingar@fjardarposturinn.is


12

FJARÐARPÓSTURINN

Fimmtudagur 16. febrúar 2017

Álfholt 2B - Hfj.

Norðurbakki 5A - Hfj.

Hörgsholt 37 - Hfj. 77,9 millj. 309,3 fm

45,9 millj. 113,4 fm

35,3 millj. 98 fm

Fjarðargötu 17 Glæsilegt 7 herbergja einbýli á þremur pöllum á frábærum útsýnisstað með tvöföldum bílskúr

3ja herbergja íbúð á 1. hæð ásamt sér stæði í bílageymslu í glæsilegu lyftuhúsi. Sameiginlegar þaksvalir.

Falleg 4ra herbergja íbúð á 3. hæð í fjölbýli á góðum útsýnisstað við Álfholt.

Sími: 520 2600

Opið virka daga kl. 9-17

www.as.is

Ánægja bæjarbúa Bærinn opnar fer vaxandi bókhaldið

Brosmildir bæjarbúar

Í Hafnarfirði eru 88% íbúa ánægð með sveitarfélagið sem stað til að búa á, samkvæmt niðurstöðum árlegrar þjónustukönnunar Gallup sem nýlega voru gerðar opinberar. Hafnarfjarðarbær hefur tekið þátt í þessari könnun til fjölda ára og markvisst tekið niðurstöður hvers málaflokks með í sín verkefni og vinnu. Í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ segir að niðurstöður þjónustukönnunar gefi hugmynd um ánægju íbúa og/ eða upplifun út frá umræðu með ákveðna þjónustuþætti sveitarfélagsins. Markmið könnunarinnar sé að kanna ánægju með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins ásamt því að skoða breytingar frá fyrri mælingum.

Sími: 555 7030 www.burgerinn.is

Mynd: ÓMS

Niðurstöður sýna einnig að fleiri eru ánægðir með sveitarfélagið sitt nú í ár en í fyrra og er skor Hafnarfjarðarbæjar 4,3 af 5 mögulegum á kvarðanum 1-5. Sveitarfélagið hækkar í 10 þáttum af 13 og er marktækur munur þar af á fjórum þáttum milli ára. Þáttum sem snúa að þjónustu sveitarfélagins, ánægju með sveitarfélagið sem stað til að búa á, þjónustu við barnafjölskyldur og þjónustu við fatlað fólk í sveitarfélaginu. „Áhersla hefur verið lögð á markvissar aðgerðir í þessum málaflokkum síðustu mánuði að og ár og því ánægjulegt að aðgerðir og framkvæmdir virðist vera að skila sér í upplifun og ánægju bæði notenda þjónustunnar og þeirra sem meta ánægju út frá umræðu og samtali við aðra,“ segir í tilkynningunni. Enn á Hafnarfjarðarbær nokkuð í land með að ná þeim sveitarfélögum sem skora hvað hæst í hverjum þætti en heldur sér í kringum meðaltal allra sveitarfélaganna. Þessi jákvæða niðurstaða undirstrikar jákvæðara viðhorf bæjarbúa til þjónustu sveitarfélagsins og er öllum hlutaðeigandi hvatning til að halda áfram á sömu braut. Bæjarráð Hafnarfjarðar fékk kynningu á niðurstöðum þjónustukönnunar á fundi ráðsins í vikunni. Niðurstöður Gallup er að finna í fundargerð bæjarráðs lið 1 – á vefsíðu Hafnarfjarðarbæjar.

Hafnarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um að opna bókhald bæjarins og gera aðgengilegt á heimasíðu sinni. Markmiðið er að auka aðgengi fyrir notendur að fjárhagsupplýsingum og skýra á sem einfaldastan máta og með myndrænum hætti ráðstöfun fjármuna sveitarfélagsins. Nýr raunveruleiki kallar á nýjar lausnir og vill Hafnarfjarðarbær með þessu framtaki svara ákalli um aukinn sýnileika og gegnsæi og jafnframt aukinn áhuga og samfélagsvitund um reksturinn. Bæjarráð Hafnarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í vikunni að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Capacent um lausn til þess að innleiða opið bókhald hjá sveitarfélaginu. Bæjarstjóri, Haraldur L. Haraldsson, undirritaði í dag samning við Capacent sem þróað hefur aðferðafræði sem

mætir nýjum þörfum markaðarins. Í verkefninu er notast við Power BI lausn frá Microsoft og mun Capacent sjá um uppsetningu og rekstur á þeirri lausn fyrir Hafnarfjarðarbæ. Þessi veflausn býður upp á öflugar myndrænar greiningar í sjálfsafgreiðslu, aðgang að gagnvirkum skýrslum og sýn á gögn frá ýmsum sjónarhornum. Þær fjárhagsupplýsingar sem fara á vefinn innihalda meðal annars tekjur og gjöld sveitarfélagsins, þróun rekstrarliða, þróun helstu hlutfalla í rekstri sveitarfélagsins í samanburði við viðmið um fjármál sveitarfélaga og skiptingu kostnaðar á kostnaðarlykla, skipulagseiningar og birgja. Vinna við opið bókhald Hafnarfjarðarbæjar mun hefjast á næstu dögum og er gert ráð fyrir að bókhaldið verði aðgengilegt á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar á vormánuðum.

Myndir: Hafnarfjarðarbær Hér má sjá fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar og Capacent við undirritun samnings í morgun. F.v. Guðmundur Sverrisson, Sigurður Barði Jóhannsson, Símon Þorleifsson, Haraldur L. Haraldsson, Bjarki Elías Kristjánsson, Rósa Steingrímsdóttir og Andri Berg Haraldsson.

Símon Þorleifsson hjá Capacent og Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar undirrita samstarfssamning um opnun á bókhaldi sveitarfélagsins. Capacent sér um uppsetningu og rekstur á veflausninni.

Fjarðarpósturinn 16. febrúar 2017  
Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you