Page 1

Bæjarblað Hafnfirðinga

Aðventublað Fimmtudagur 1. desember 2016 43. tbl.34. árg

síðan 1983

RAFGEYMASALAN

Fjör í Jólaþorpinu

Dalshrauni 17 Hafnarfirði Sími: 565 4060 sala@rafgeymar.is www.rafgeymar.is

Stofnuð 1988

RESTAURANT

Fjarðargötu 17 Sími: 520 2600

Ferskur fiskur Borðapantanir í síma:

565 5250

Opið virka daga kl. 9-17 Mynd: ÓMS

Það var mikið fjör og margmenni á Thorsplani á s.l. föstudag þegar Jólaþorpið opnaði. Dúna í Burkna heillaði viðstadda þegar hún tendraði ljósin og veðrið lék við bæjarbúa. Fleiri myndir má sjá á facebook síðu Fjarðarpóstsins: facebook.com/fjardarpostur

as@as.is

www.as.is


2

FJARÐARPÓSTURINN

Fimmtudagur 1. desember 2016

SPURNING VIKUNNAR Spurt á facebook.

Sendir þú jólakort?

Hildur Guðný Þórhallsdóttir „Nei, ég hætti því fyrir nokkuð mörgum árum. En finnst þó alltaf jafn huggulegt að fá þau inn um lúguna frá þeim allra hörðustu.“

Ágúst Fannar Ásgeirsson „Nei, ég læt páskakortin duga.“

Axel Einar Guðnason „Já en mismikið milli ára, mér finnst jólakort mun skemmtilegri en þessar jólakveðjur á Facebook.“

Systurnar í Dalakofanum sælar í miðbænum Systurnar Sjöfn og Guðrúnu Sæmundsdætur þekkja flestir Hafnfirðingar en þær hafa rekið verslunina Dalakofann frá árinu 1992. Þá tóku þær við versluninni af föður sínum. Verslunin var fyrst um sinn á Linnetstígnum í húsnæðinu þar sem Tilveran er í dag og fluttu sig svo yfir í Fjörð þegar verslunarmiðstöðin opnaði. Í mars síðastliðnum færðu þær sig úr Firði eftir rúm tuttugu ár þar og á Strandgötuna. Þær segjast hæstánægðar að vera komnar aftur á gamlar slóðir. „Það var búið að sega okkur að Strandgatan væri alveg steindauð en við erum aldeilis búnar að upplifa það öfugt.“ Dalakofinn er aðallega með vörur fyrir eldri aldurshópinn og er að sögn þeirra systra ein af fáum verslunum á landinu sem einbeitir sér að þeim hópi, þó svo að konur á öllum aldri versli hjá þeim. Jól á nýjum stað Jólaþorpið er nánast inni á gafli hjá Dalakofanum enda snýr annar inngangur verslunarinnar að Thorsplani. „Þetta eru fyrstu jólin okkar með jóla-

Guðrún og Sjöfn eru miklar jólakonur og þær brugðu sér í jólapeysurnar þegar Fjarðarpóstinn bar að garði. Þær standa við hinn fræga blá sófa. Fólk keppist við að fá mynd af sér í honum.

þorpinu og við erum mjög spenntar að sjá hvernig það mun ganga. Það er mikið líf hérna í bænum og gaman að vera hér.“ Segja þær systur að lokum og blaðamaður fer út með ljúfa

jólatóna í eyrum. Opnunartími Dalakofans er breyttur fram að jólum og nú er opið bæði á laugardögum og sunnudögum.

Sunnudagur 4. desember Sunnudagur 4. desember

· Sunnudagaskólinn kl. 11 · Aðventukvöldvaka kl. 20

Messa og sunnudagaskóli kl.11 Kveikt á aðventukertunum Friðarljósið borið í kirkju

Kór og hljómsveit kirkjunnar syngur. Einsöngvarar: Ólafur Már Svavarsson og Erna Blöndal. Elísa Kristinsdóttir „Sendi stundum jólakort, ekki nein regla hjá mér.“

Mynd: ÓMS

Mánudagur 5. desember

Jólatónleikar barna- og unglingakórs Hafnarfjarðarkirkju kl. 18.

Nánar á: facebook.com/frikhafn og www.frikirkja.is

Allir velkomnir Aðgangur ókeypis. Frjáls framlög í kórastarfið.

Foreldramorgunar fimmtudaga kl. 10-12. Kertaskreytingagerð 1. desember

Stofnuð 1982

Íris Jónsdóttir „Ég sendi ekki jólakort! Og finnst það svo leiðinlegt því svo margir senda mér. En ég hef þó sent rafræna jólakveðju á Facebook.“

TTT - Tíu til tólf ára starf fimmtudaga kl. 16:30 - 18 Nánari upplýsingar á hafnarfjardarkirkja.is Sími 555 4855

ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5a, Hafnarfirði

Vaktsímar: 565 5892 & 896 8242 • www.utfararstofa.is • Allan sólarhringinn

Lúðvík Geirsson „Já við höldum enn í gamlar hefðir og sendum vinum og vandamönnum jólakveðju á fallegu jólakorti.“

Sverrir Einarsson

Kristín Ingólfsdóttir

Hilmar Erlendsson

ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA


Nýtt VINTER 2016 borðar L20m 495,-/2 í setti

395,-/stk. Nýtt VINTER 2016 gjafapappírsrúllur B0,7×L5m

VINTER 2015 gjafaöskjur 495,-/3 í setti

Settu jólin í fallegar umbúðir

Nýtt VINTER 2016 gjafapokar B42×L33cm 595,-/2 í setti

Jólin eru tími hefða og gjafirnar eru ómissandi hluti af jólunum sjálfum. Það er spennandi að pakka inn gjöfum handa sínum nánustu og með því að nostra við innpökkunina lýsir gefandinn hug sínum til þiggjandans. Í IKEA fæst mikið úrval af gjafapappír, -pokum, -böndum og pakkaskrauti fyrir allar tegundir af pökkum. Það er sælla að gefa en þiggja. Nýtt VINTER 2016 gjafapokar B11×L32cm 295,-/stk.

495,-/2 í setti Nýtt VINTER 2016 borðar L20m

695,-

Nýtt VINTER 2016 borði L40m

Nýtt VINTER 2016 skraut 695,-/3 í setti

© Inter IKEA Systems B.V. 2016

FULLFÖLJA skæri 675,-

Nýtt VINTER 2016 gjafapappírsrúllur B0,7×L5m 295,-/stk.

895,-/ 3 í setti Nýtt VINTER 2016 gjafapappírsrúllur B0,7×L3m

Nýtt VINTER 2016 gjafapappírsrúllur L3×B0,7m 150,-/stk. Nýtt VINTER 2016 gjafapokar B12,5×H31, L26cm 495,-/2 í setti

Verslun opin

Nýtt VINTER 2016 merkimiðar 195,-/10 í setti

Nýtt VINTER 2016 borði 585,-

11-21 alla daga - Veitingastaður opinn 9:30-20:30 - www.IKEA.is


4

FJARÐARPÓSTURINN

Fimmtudagur 1. desember 2016

Tónlist og dagmömmujóga í Áslandi Jónína Bjarnadóttir er á sínum fimmta starfsvetri sem dagmamma og býr í Áslandinu. Hún hefur getið sér gott orð fyrir einstakt og skapandi skipulag. Jónína er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í neytendahegðun. Áður starfaði hún sem sérfræðingur hjá fjármálaráðuneytinu ásamt því að stofna og reka með manninum sínum fyrstu CrossFit-stöðina á Íslandi, CrossFit Sporthúsinu. Þau hjónin eiga fjögur börn og varð fæðing yngsta sonar þeirra til þess að Jónína ákvað að gerast dagmamma. Jónína með dagmömmubörn. Pakkaskraut handa foreldrum. Börnin föndruðu.

Myndir og texti: Olga Björt

„Það sem ég elska auðvitað allra mest við starfið er að sinna þessum fallegu, tæru sálum sem foreldrarnir treysta mér fyrir, stuðla að þroska þeirra og heilbrigði eins vel og ég get og kann,“ segir Jónína og henni finnst að mikilvægt sé að þróa dagmömmustarfið meira í átt að skipulögðu skólastarfi en áður hefur tíðkast, vinna markvisst að því að undirbúa börnin sem best fyrir stóra stökkið upp í leikskólann. Hún leggur

AÐVENTAN

mikla áherslu á gefandi samband við foreldrana. „Þeir eiga að geta sinnt sínum skyldum án þess að þurfa að hafa áhyggjur af litlu ungunum sínum. Allt hefur þetta gengið vonum framar og gert það að verkum að ég er eins hamingjusöm í þessu starfi og frekast má vera.“ Hreyfing, söngur og taktur Í starfi sínu beitir Jónína aðferðum til að örva þroska barnanna á sem flestum sviðum. „Málþroska eflum við með því að vinna kerfisbundið með hljóð, myndir og orð. Við eflum hreyfiþroska með hreyfileikjum, íþróttaæfingum og dagmömmujóga sem þau hafa mjög gaman af.“ Tónlistarstarf, söngur og taktur skipa daglegan sess og leitar Jónína mikið í smiðju Tónagulls, tónlistarskóla fyrir ung- og smábörn þar sem hún hefur sótt mörg námskeið. „Nú fyrir jólin erum við á kafi í jólatónlistinni. Svo æfa krílin sig í að lita og teikna eins og litlu puttarnir leyfa og svo mótum við barnvænan leir. Fyrir helstu hátíðir og tyllidaga föndra börnin listaverk handa mömmu og pabba.“


KJÖTBORÐ

HELGARTILBOÐ SVÍNALUNDIR

1.498 kr./kg

verð áður 2.198 kr./kg

Ferskt kjöt • Þú ræður magni og skurði • Sérútbúnir réttir

SVÍNASÍÐA

verð áður 1.198 kr./kg

898 kr./kg

Í Fjarðarkaupum færðu allt á einum stað. Kjötborð okkar er rómað fyrir góða vöru og framúrskarandi þjónustu. Við bjóðum upp á fyrsta flokks ferskt kjöt, sérvalið af fagmönnum. Hjá okkur starfar lærður kjötiðnaðarmaður sem leiðbeinir þér við val á kjöti og sker eftir þínum óskum. Einnig bjóðum við alltaf upp á sérútbúna rétti sem þú getur eldað heima. Við tryggjum þér ferskleika, gæði og úrval.

LAMBAINNRALÆRI

2.698 kr./kg

verð áður 3.598 kr./kg

Verið velkomin í Fjarðarkaup Tilboð gilda til 3. desember OPIÐ mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00 / fimmtudaga 09:00 - 18:30 föstudaga 09:00 - 19:00 / laugardaga 10:00 - 16:00 / lokað sunnudaga. www.fjardarkaup.is


6

FJARÐARPÓSTURINN

Fimmtudagur 1. desember 2016

„Minn tími er kominn“

AÐVENTAN

Íris Guðmundsdóttir matgæðingur

Íris Guðmundsdóttir

Íris Guðmundsdóttir er lærður heimilsfræðikennari þó hún starfi sem flugfreyja í dag. Hún er mikil áhugamanneskja um matargerð og er einnig annáluð smekkmanneskja sem finnst gaman að fallegt í kring um sig. Hún hefur safnað fallegum jólamunum frá Danmörku og Bandaríkjunum og bætir einum skrautmuni í safnið á ári. „Ég er alin upp af miklu matarfólki og okkur þykir rosalega gaman að elda og grúska í mat og halda matarboð.

Þegar fólk er að horfa á sjónvarp sit ég og skoða uppskriftir og elda mat. Ég fer aldrei ódýru leiðina hvað varðar matargerð, t.d. sleppi frekar smákökunum en að kaupa þær ef ég hef ekki tíma til þess að baka.“ Íris býr ásamt manni sínum Hauki Erni Haukssyni og börnum á Kjóahrauninu og halda jólin þar. „Þegar við fluttum hingað, þá ákváðum við að skapa okkar eigin jólahefð. Við förum í Fríkirkjuna á aðfangadag kl. 18 og komum svo heim í matinn. Áður fyrr vorum við alltaf með hamborgarhrygg en nú er það rjúpa. Það var margréttað oft á tíðum en núna borða allir rjúpuna,“ segir Íris og bætir við að hennar tími sé sannarlega kominn og á þá við matarhátíðina jólin. Þau hafa sett upp fallega jólaseríu utan á húsið sitt, sem væri ekki í frásögur færandi, nema vegna þess að hún er handgerð af þeim hjónum. „Við fundum ekki seríu sem hentaði okkur. Það passaði engin sería almennilega á húsið þannig að við klipptum bara niður rafmagnssnúru og gerðum bilið á milli perustæða eins og við vildum hafa það. Það hefur ekki tekið okkur nema fjögur ár að klára allan hringinn“, segir Íris en seríuna má sjá á meðfylgjandi mynd.

Íris er annáluð smekkmanneskja og hún bætir við einu jólaskrauti á ári.

Húsið á Kjóahrauninu, seríurnar á húsinu eru handgerðar af Írisi og Hauki manni hennar.

Myndir: ÓMS

Hagstætt verð í heimabyggð Sími 555 6650 Tjarnarvöllum 11

220 Hafnarfjörður

apotekhfn.is


fjardarposturinn.is - ritstjorn@fjardarposturinn.is

Fimmtudagur 1. desember 2016

FJARÐARPÓSTURINN

7

Jólasíld ásamt kryddbrauði Íris Guðmundsdóttir deilir með lesendum Fjarðarpóstsins uppskrift að síld og kryddbrauði í tilefni aðventunnar. „Okkur þykir síld ofsalega góð. Það er auðveldara að búa til síld en margir halda. Það tekur akkúrat enga stund. Af því að þetta er ótrúlega einfalt.“

Jólasíld

400 g síld (notaði Kúttersíld) 7 kokteiltómatar 2 mandarínur Ferskt basil 1/2 rauðlaukur Pipar Salt Lögur 1/4 dl olía (ég notaði fetaostolíu) 1/2 dl edik 1/2 dl sykur 1 mandarína

- Síldin skorin í hæfilega bita (hellið öllum vökva sem var í dollunni ásamt lauk ). - Lögurinn blandaður saman, mandarínan kreist út í. - Kokteiltómatar skornir í 4 báta. - Rauðlaukur skorinn í þunnar sneiðar. - 2 mandarínur með berki skornar í þunnar sneiðar og sneiðarnar sneiddar í 6 bita. - Basil eftir smekk. - Saltað og piprað eftir smekk. Setja í fallega krukku, geyma í kæli og síldin bragðast best i góðum félagsskap.

Myndir: ÓMS

Kryddbrauð

Þessi uppskrift er ansi gömul en alltaf þykir mér hún best af þeim uppskriftum sem ég hef prófað. 400 g púðursykur 400 g hveiti 1 tsk. lyftiduft 2 tsk. engifer 2 tsk. negull 1/2 tsk. múskat 1 msk. kanill 1 flaska maltöl

- Öllum þurrefnum blandað saman. - Maltinu bætt út í og hrært saman en alls ekki of lengi. - Uppskriftin er stór og því passar hún í tvö lítil form eða eitt stórt. - 180° blástur í 45–55 mín. Best er kryddbrauðið með miklu íslensku smjöri og þá meina ég miklu og ekki skemmir ísköld mjólk með.


8

FJARÐARPÓSTURINN

Fimmtudagur 1. desember 2016

Skemmtilegast að gleðja fólkið mitt

Hrærðu vöfflur með borvél

AÐVENTAN

Imba Þórðardóttir með pakkana sem hún skreytir sjálf.

Imba Þórðardóttir, flugmaður og förðunarfræðingur, býr í Áslandinu og byrjaði að hugsa um jólagjafakaup í byrjun október. Hún var svo lánsöm að geta skroppið til Bandaríkjanna um miðjan október, notaði tækifærið og keypti langflestar gjafirnar þar. Imba hefur ætíð lagt mikla natni í innpökkun jólagjafa og gerir skrautleg og persónuleg jóla- og tækifæriskort. „Ég er mikill föndrari og dútlari og mér finnst bara svo gaman að dunda mér við að pakka skemmtilega inn. Ef það fær fólk til að brosa þá er það extra plús. Það skemmtilegasta við að kaupa jólagjafir er að gleðja fólkið sitt og vonandi kaupa það sem viðkomandi vantaði eða langaði í. Það er einfaldlega alltaf skemmtilegra að gefa en þiggja.“

Mynd og texti: Olga Björt

Föndurkvöld og útileikir í snjónum Aðalástæða þess að Imba hugar snemma að jólagjafakaupum er til þess að eiga skemmtilegan og afslappaðan desembermánuð. Hún vill heldur hafa hann fullan af samverustundum með fjölskyldu og vinum, föndurkvöldum, útileik í snjónum, fara á jólatónleika, horfa á klassísku jólamyndirnar, skreyta piparkökur og bara njóta hátíðarinnar og ljósanna, finna barnið innra með sér og láta jólaandann hellast yfir sig í allri sinni dýrð. „Mér finnst svo leiðinlegt að fara í búðir og ekki er það neitt skárra þegar þær eru troðnar af fólki eins og á aðventunni eða þegar nær dregur jólum. Við fjölskyldan gefum svo margar gjafir að fyrir okkur er það einnig mikill sparnaður að vera búin að skipuleggja fyrirfram og einnig dreifa gjafakostnaðinum þannig að það sé ekki allt keypt í desember.“

Myndir: ÓMS

Þeir félagar hjá Verkfærasölunni á Dalshrauninnu gerðu tilraun til þess að hræra vöffludeig með RYOBI borvél nú á dögunum. Þetta á þó að virka með hvaða borvél sem er segja þeir. Þeir byrjuðu á því að setja spaðabor framan á vélina en þegar sett var á fullt, sullaðst heldur mikið. En það gekk þó. Blaðamaður Fjarðarpóstsins þóttist sjá til þegar þeir laumuðust til þess að smella þeytara framan á vélina til þess að flýta fyrir sér.

Viðskiptavinum sem áttu leið hjá bar saman um að vöfflurnar hafi bragðast með ágætum.

Félagarnir ætla að bjóða gestum og gangandi upp á vöfflur þeyttar með borvél nú á föstudaginn 2. des á milli kl. 14 og 17 í versluninni á Dalshrauninu. Þeir bæta við að mögulega verði reynt við að þeyta rjóma líka. Í öllu falli eru allir velkomnir.

PIPAR \ TBWA •

SÍA •

154932

ALGJÖR KLASSÍK!

KJÚKLINGABITAR Kjúklingabitarnir sem Sanders ofursti fullkomnaði árið 1940 og komu KFC á kortið. Klassískir og standa alltaf fyrir sínu.

Kryddaðir með 11 mismunandi kryddum og jurtum og steiktir til gullinnar fullkomnunar. Óviðjafnanleg blanda!


kylfingsins fæst í Hraunkoti Tilvalið í jólapakka kylfingsins

Gjafabréf í golfherma Hraunkots

hraunkot.is

hraunkot.is

Silfurgjafabréf, kennsla og boltar í Hraunkoti. Tilvalið fyrir þá sem eru að læra golftíma í 50 mín. hjá golfkennara Hraunkots og boltamagn gullkorts. Silfurgjafabréf kostar 26.000 kr.

hraunkot.is

hraunkot.is

Gullgjafabréf, kennsla og boltar Demantsgjafabréf, kennsla og í Hraunkoti. boltar í Hraunkoti. Tilvalið fyrir þá sem komnir eru af Tilvalið fyrir golfara sem vilja æfa sig og fá smá kennslu hjá golfkennara. réttri braut. ín. golftíma hjá golfkennara mín. golftíma hjá golfkennara Hraunkots og boltamagn Hraunkots og boltamagn demantskorts. gullkorts. Gullgjafabréf kostar 21.000 kr. Demantsgjafabréf kostar 24.000 kr.

Platínugjafabréf, kennsla og boltar í Hraunkoti. Tilvalið fyrir þá sem vilja láta spilið.

ín. golftíma hjá golfkennara Hraunkots og boltamagn platínukorts. Platínugjafabréf kostar 18.000 kr.

Golfkennarar Hraunkots

Björn Kristinn Björnsson

Nánari upplýsingar í Hraunkoti í síma 565-3361

Karl Ómar Karlsson

Ólafur Björgvin Jóhannesson Sigurbergsson

Hraunkoti


10

FJARÐARPÓSTURINN

Fimmtudagur 1. desember 2016

VIÐTALIÐ

Ólst upp á þriðja bekk í Bæjarbíói nærri níu hundruð lög. Ég stefni á þúsund. Ég er rétt að byrja. Síðast þegar við töldum allar plöturnar, — og ég á eintök af þeim öllum, endurútgáfum og safnplötum o. fl., — þá voru þær um 350 talsins.“ Jólalög Það má vart kveikja á útvarpinu í desember án þess að heyra í Björgvini og hann segist hafa hljóðritað gífurlegan fjölda jólalaga. „Ég veit eiginlega ekki af hverju það er nákvæmlega. Kannski af því að ég er svona mikill jólasveinn. Tónleikarnir Jólagestir byggjast á þessum plötum sem ég gaf út og heita Jólagestir en þær urðu fjórar talsins. Síðan hef ég sungið jólalög á öðrum plötum, t. d. mikið með Hljómum hér áður fyrr, Gleðileg jól og þessar plötur sem margir muna eftir.“

Björgvin fyrir framan Bæjarbíó þar sem hann segist alinn upp.

Einn af eftirlætissonum Hafnarfjarðar er án efa stórsöngvarinn og tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson. Desember er einn annasamasti mánuður ársins hjá honum og stór hluti ársins fer í það að undirbúa jólin. Hann er einn af þeim sem hafa alltaf mörg járn í eldinum en þann 12. nóvember sl. var opnuð sýning í Rokksafni Íslands um Björgvin og feril hans. Fjarðarpósturinn settist niður með Björgvini yfir kaffibolla og fékk m. a. að heyra um söfnunaráráttu sem hann segist hafa í blóðinu. „Ég er haldinn þessu söfnunargeni. Elsti bróðir minn, Baldvin Halldórsson, er einn af þessum aðalsöfnurum landsins. Serious safnari. Þetta er eitthvað í blóðinu. Móðir mín var að klippa út úr blöðum þegar ég var að byrja í kringum 1968–69. Svo hélt ég þessu áfram, ekki bara fréttir af mér heldur líka af samstarfsmönnum mínum. Það sem ég var að gera með öðrum. Ég klippti ekki út bara greinarnar um sjálfan mig heldur tók ég alla síðuna. Þorskastríðið hinum megin. Það er gaman að setja hlutina í samhengi við söguna, hvað var að gerast í heiminum á þessum árum.“ Björgvin segist hafa byrjað mjög snemma á að safna gítörum, fatnaði, skyrtum og höttum. „Þetta er náttúrlega bara bilun. Ég er með bílskúr heima

Mynd: ÓMS

og enginn bíll hefur farið þar inn. Svo er ég með skrifstofuna mína og stúdíóið mitt og geymslur.com fullar af dóti. Svo var það þannig að Thomas Young, sem rekur Rokksafn Íslands og Hljómahöllina, hefur samband við mig og biður mig um að taka við af sýningunni hans Páls Óskars. Ég tók mér smávegis umhugsunarfrest og svo rann það upp fyrir mér. Jahá. Þess vegna var ég að safna öllu þessu dóti,“ segir Björgvin en þann 12. nóvember sl. var sýning um hann og feril hans opnuð í safninu. „Þarna er karaoke-klefi þar sem þú getur sungið með mér, mixer þar sem hægt er að mixa lögin aftur, 40 iPad-ar með myndefni og myndböndum, fatnaður, heljarinnar gítarsafn frá mér og you name it. Þetta er einnig fræðsluog menningarsetur. Sögu íslenskar dægurtónlistar frá 1930 til dagsins í dag er þarna að sjá. Alveg hrikalega flott og virðingarvert af Reykjanesbæ þegar verið að loka söfnum úti um allt.“ Afkastamikill Björgvin er með afkastamestu listamönnum landsins og þó víðar væri leitað. Sem þessi safnari sem hann er lék okkur forvitni á að vita hvort hægt væri að telja þau lög sem hann hefur hljóðritað. „Við tókum það saman um daginn og fundum út að líklega er ég búinn að hljóðrita einn míns liðs og með öðrum

Jólagestir Þann 10. desember nk. verða hinir árlegu stórtónleikar Jólagestir Björgvins haldnir í Laugardalshöll í tíunda sinn. Undirbúningur fyrir slíka veislu stendur yfir nánast allt árið og er í mörg horn að líta. Þetta er fullt starf nokkra mánuði ársins. Björgvin hefur fengið til liðs við sig hina ýmsu tónlistarmenn og söngvara í gegnum tíðina og undanfarin ár hafa erlendar stjörnur einnig léð honum krafta sína. Þar má nefna Alexander Ryback, Paul Potts og hana Amiru litlu, 11 ára stúlku frá Hollandi sem vann Holland´s got talent. „Í ár verður með okkur Thorstein Einarsson, ungur strákur, sonur Einars Thorsteinssonar söngvara í Austurríki. Hann er búinn að slá í gegn í Þýskalandi og Austurríki. Hann vann talent-keppnir þar og er á samningi hjá Sony. Við ákváðum að þessu sinni að ná í Íslending að utan. Svo verður náttúrlega karlakór frá Hafnarfirði, Þrestirnir, elsti karlakór á Íslandi. Svo verða náttúrlega Hafnfirðingarnir Friðrik Dór og Jóhanna Guðrún, Svala dóttir mín og Ragga Gísla, Eyþór Ingi og Gissur tenór. Algjörar fallbyssur. Ég hef stundum sagt að ég sé á kústinum. Ég helli upp á kaffi og svona enda eru þetta jólagestir, ég er gestgjafinn þó svo að ég fái nú að syngja nokkur lög. Svo er það náttúrlega jólastjarnan, sigurvegarinn úr sjónvarpsþættinum sem var að ljúka syngur með okkur. Í ár vann Guðrún Lilja Dagbjartsdóttir, frábær níu ára stúlka frá Grindavík.“

Hvernig kviknaði hugmyndin að Jólagestum? „Eftir að ég hélt tónleikana með Sinfóníuhljómsveit Íslands hér um árið og við fylltum fjórar Laugardalshallir þá vildum við endilega gera eitthvað svona stórt aftur. Þá komu jólagestirnir til sögunnar. Þetta er búið að vera æðislega gaman. Þetta er tíunda árið núna í Laugardalshöllinni. Svo núna strax eftir áramótin setjumst við niður og förum yfir hvað megi betur fara og slíkt. Þetta er orðið svo gífurlega stórt að við erum í raun allt árið að vinna í þessu. Við erum með strengjasveit, karlakór, gospelkór, barnakór, tíu söngvara, stóra hljómsveit þannig að það er í mörg horn að líta. Þetta er því fullt starf nokkra mánuði ársins.“ Í bíó fyrir sex krónur Björgvin ólst upp í Bæjarbíói á þriðja bekk fjögur eins og hann orðar það. „Fyrst var farið í KFUM klukkan þrjú og við fengum Jesúmyndir. Svo var skipt á einum Júdasi fyrir þrjá Jesúa. Svo beint í bíó fyrir sex krónur og svo seldi maður hasarblöð í hléinu til þess að eiga tvær krónur fyrir nammi. Við vorum náttúrlega með tvö bíó hér, Hafnarfjarðarbíó sem var æðislega flott, svona lítið Gamla bíó, með svölum og stúku og svona. Við svindluðum okkur alltaf þar inn í gamla daga. Svo fórum við inn um klósettgluggann á bak við á fjöru. Níels, sem átti bíóið, vissi nú alveg af þessu. Þegar allir voru sestir og myndin byrjuð laumuðum við okkur inn,“ rifjar Björgvin upp dreyminn á svip. Litlu jólin Fyrir þremur árum byrjaði Björgvin á því að halda litlu jólin á Þorláksmessu í Bæjarbíói, litla og notalega tónleika á persónulegu nótunum. „Það rann upp fyrir mér að ég hafði aldrei haldið tónleika í mínum heimabæ og er ég þó líklega alræmdasti Hafnfirðingurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Ég tala mikið um Hafnarfjörð og er mjög stoltur af því að vera Hafnfirðingur. Ég fæddist heima hjá mér og allt þannig að ég hugsaði með mér: Hvernig væri að hafa tónleika á Þorláksmessu, daginn fyrir Jesú? Og bara klukkan tíu þegar flestir eru búnir að öllu, hangikjötið komið yfir og allt klárt? Nú er þetta í þriðja skiptið sem við höldum þessa tónleika og þetta hefur verið æðislegt.“ Einir tónleikar eru haldnir og engir


fjardarposturinn.is - ritstjorn@fjardarposturinn.is aukatónleikar og þess vegna hvetur Björgvin fólk til þess að hafa hraðar hendur. „Það er sjarminn við þetta. Einir tónleikar á Þorláksmessu í Bæjarbíói.“ Í fyrra var bryddað upp á nýjung og verður aftur í ár. „Hann Jón Örn og fyrirtæki hans, Kjötkompaní, sem er ein vinsælasta sælkeraverslunin á höfuðborgarsvæðinu, býður gestum að kostnaðarlausu upp á dýrindisjólahlaðborð. Þá er ég ekki að tala um Ritz-kex með osti. Ég er að tala um gæs, naut, svín og allan pakkann. Við opnum húsið klukkan níu. Kokkar taka á móti fólkinu og gefa svo aftur að borða í hléinu. Svo endum við þetta á Heims um ból eða einhverju slíku og kveðjum fólkið. Og allir heim í jólagír.“ Björgvin segir Bæjarbíó vera alveg sérstakt og það verði að varðveita það. „Nú eru að koma nýir aðilar til að taka við og þeir eru mjög metnaðarfullir og ætla að taka þetta aðeins í gegn. Ég bind miklar vonir við að það heppnist vel og það verði meira að gerast í bíóinu. Það er svo gott að vera hérna í bænum. Það er allt hérna.“ Jólin hans Björgvins „Ég er algjör jólasveinn, sko. Ég er í þannig vinnu að ég er alltaf að yfir hátíðirnar. Þorláksmessan er í raun bara farin frá mér. Undanfarin fjögur ár hef ég haldið litla tónleika í Hamborgarafabrikkunni í hádeginu. Simmi og Jói hafa haldið litla tónleikaröð í desember. Svo fer ég í Bæjarbíó og stilli upp og slíkt. Hér áður fyrr fórum við alltaf niður í bæ og fórum á Jómfrúna á Þorláksmessu með fjölskyldu og vinum. En nú er það

bara ekki hægt lengur. Jólin fyrir mér eru þó frekar afslöppuð. Ég horfi mikið á bíómyndir og les.“ Björgvin heldur jólin heima hjá sér og fær fjölskylduna til sín. Hann segist vera mikill matmaður en hefur breytt matarvenjum sínum um jólin. „Ég veit reyndar ekki hvort Svala dóttir mín verður hér núna en hún býr í Los Angeles og hefur gert í sjö ár. Hún er reyndar eitthvað heima í desember að dæma í The Voice og að syngja á tónleikunum mínum. En Krummi, sem er nýkominn heim frá því að spila um alla Evrópu ásamt hljómsveitinni sinni, og kærastan hans, Linnea Hellström, verða hjá okkur og þau eru bæði vegan. Síðustu jól okkar voru vegan-jól. Ég er svo mikill matarkall og ég man eftir því að grænmetisfæðið í gamla daga var bara tómatsneið, agúrka og salatblað. Það var ekkert varið í þetta. Þessir réttir voru bara vondir. En í dag er þetta alveg æðislega gott.“ Linnea, kærasta Krumma, er meistarakokkur í vegan og vinnur sem slíkur og fyrir fyrirtæki í þeim bransa í Svíþjóð. „Linnea býr til æðislegan mat sem er gerður úr hráefni sem kemur á engan hátt frá dýraríkinu. Ég gæti alveg verið með nautalundina á kantinum í bílskúrnum en maður kann nú ekki við það. Þetta skiptir mig bara engu máli. Þetta eru jólin og fjölskyldan er saman. Ég get bara fengið mér eitthvað heavy duty daginn eftir ef því er að skipta,“ segir Björgvin að lokum og fer að undirbúa sig fyrir annasaman mánuð fram undan.

Fimmtudagur 1. desember 2016

FJARÐARPÓSTURINN

Jólatrjáa- og skreytingasala Opið allar helgar í desember til jóla frá kl. 10.00 - 18.00 Allir viðskiptavinir fá heitt súkkulaði í kaupbæti.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar Selinu við Kaldárselsveg

S : 555 6455 skoghf.is

Laugardagurinn 3. desember • Jólabjöllurnar • Latibær • Kvennakórinn • Hestvagn keyrir um Strandgötuna • Jólasveinar á vappi • Kynnir er Felix Bergsson Syngjandi jól í Hafnarborg kl. 9:30 - 16:00

Sunnudagurinn 4. desember • Sveinn Sigurjónsson leikur á harmonikku • Söngskóli Margrétar Eir • Jólasöngur Tríólurnar • Hestvagn keyrir um Strandgötuna • Kynnir er Grýla Jólaball frá kl. 15:00 - 16:00 Fagurlega skreytt jólahús, syngjandi glaðir sölumenn, fjölbreytt skemmtun, verslun og veitingar. Sjáumst í Jólaþorpinu!

Nánar á hafnarfjordur.is og Facebook síðu Jólaþorpsins Opið alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni frá kl. 12:00 - 17:00

11


12

FJARÐARPÓSTURINN

Fimmtudagur 1. desember 2016

Aðfangadagur á náttfötunum

Kristján og Elísa í Mikka og Mínu náttfötunum sínum á aðfangadag.

Hjónin Elísa Ingólfsdóttir og Kristján Viðar Hilmarsson hafa í mörg ár eytt aðfangadagskvöldi með systur Elísu Eygló og hennar fjölskyldu. Þau hafa búið sér til skemmtilega jólahefð á aðfangadag sem varð til þess að allir nutu sín betur og allt varð afslappaðra. „Á heimili okkar systra var aðfangadagskvöld alltaf mikið tilhlökkunarefni og róleg stemmning þar sem við virkilega nutum samverunar og sem börn fengum við að njóta okkar minningar því mjög skemmtilegar. Mamma og pabbi voru alls ekki of stíf á hefðunum og til dæmis var aldrei vaskað upp áður en að pakkarnir voru opnaðir.“ Elísa segir að þegar þau hafi eignast börn hafi þau haldið frekar hefðbundin jól þó þau hafi ekki stressað sig á uppvaski fyrr en seint um kvöldið. Þau byrjuðu á möndlugraut, svo hamborgarahrygg með öllu tilheyrandi og loks tóku pakkarnir við. „Þegar börnin voru orðin alls 5 var mikil spenna í loftinu og oft töluverður æsingur við matborðið og við fullorðna fólkið borðuðum því hratt og gátum lítið notið okkar. Svo tók við að setja saman leikföng og fylgjast með því hver var að gefa hverjum hvað og þar fram eftir götunum. Ein jólin þar sem ég lá á gólfinu, södd og sveitt á efri vörinni í trylltum æsingi að setja saman leikfangalest hugsaði

JÓLAHEFÐIR

ég með mér hvort þetta væri virkilega besta leiðin.“ Þegar leið að næstu jólum ákvað Elísa að boða til fjölskyldufundar með fjölskyldu sinni og fjölskyldu systur sinnar til þess að ræða það hvernig allir gætu notið sín á aðfangadagskvöld. „Ég hafið eiginlega mestar áhyggjur af því að maðurinn minn og maður systur minnar vildu halda í fastar hefðir og engu breyta en niðurstaðan varð sem sagt sú að við ákváðum að fara alla leið og allir voru spenntir fyrir að því að breyta aðeins til. Við ákváðum að byrja á hefðubundnum möndulgraut, opna svo alla pakkana og borða aðalréttinn að því loknu. Þegar að þetta lá fyrir stakk systursonur minn upp á því að við myndum líka vera á náttfötunum. Þannig skapaðist þessi hefð sem er að verða 8 ára og allir eru mjög sáttir. Það skemmtilega við þetta er að börnin okkar voru til dæmis alveg hissa fyrsta árið hvað jólamaturinn er góður, þau héldu að þetta væri einhver glænýr réttur, höfðu sem sagt í fyrsta sinn matarlyst og gátu notið þess með okkur. Svo er einhver veginn bara allt miklu rólegra og afslappaðra við þessa breytingu, kannski af þvi að við ræddum saman og allir áttu þátt í því skapa sitt aðfangadagskvöld.“

Börn Elísu og systur hennar Eyglóar: f.v. Hreimur, Dagur, Nökkvi, Sæunn og Birta.

Jólagjöf sem allir geta notað Gjafakort Arion banka er hægt að nota hvar sem er. Þú velur fjárhæðina, þiggjandinn velur gjöfina.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 6 - 3 0 5 2

Gjafakortið fæst í öllum útibúum og á arionbanki.is/gjafakort


Svíf þú inn í svefninn ...í rúmi frá okkur!

RÚM

Jólagjafir í miklu úrvali Opnunartími fram að jólum: Virka daga 9-18 Laugardaga 10-16 Sunnudaga 13-16

ÍSLENSK HÖNNUN – ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA

Jólailmurinn í ár kemur frá MySenso

Mikið úrval af nýjum handklæðum frá Esprit RB rúm | Dalshrauni 8 | Hafnarfirði | Sími: 555 0397 | www.rbrum.is | rum@rbrum.is | erum á facebook


14

FJARÐARPÓSTURINN

Fimmtudagur 1. desember 2016

Lýsa upp klettaveginn kl. 18 á aðfangadag

Valdimar við klettavegginn ásamt sonum sínum f.v. Höskuldi og Kormáki.

Valdimar Þór Valdimarsson og Herdís Biering búa í gamla pretsbústað Hafnarfjarðarkirkju ásamt sonum sínum að Brekkugötu 18. Það fylgir ákveðin hefð húsinu og hver ábúandi fær góðar leiðbeiningar um hvernig henni skuli viðhaldið þegar flutt er í húsið. „Á aðfangadegi kl. 18 förum við út, oftast bara með eitt kerti og það er sett í einhverja rifuna á klettaveggnum á móti. Það kerti á svo að lifa eins lengi og það getur. Svo á gamlárskvöld lýsum við upp vegginn enn betur og fyllum í allar glufur með kertum og reynum að lýsa vel upp vegginn fyrir álfana. Sr. Garðar Þorsteinsson var sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju í 45

JÓLAHEFÐIR

Mynd: ÓMS

ár eða frá 1932-1977. Hefðin hófst þannig að hann safnaði saman öllum brunnu kertastubbunum úr kirkjunni á gamlárskvöld og setti í allar glufur í veggnum sem hann fann. „Við finnum fyrir miklum straumi fólks hér á gamlárskvöld sem kemur og labbar hérna framhjá og skoðar vegginn. Eldra fólk bendir börnum sínum á vegginn og margir þekkja söguna.“ „Þessu má ekki klikka á. Svo er líka fylgst með manni af nágrönnunum að maður fari út á réttum tíma. Ég man að ein jólin gleymdum við okkur aðeins. Þegar bjöllurnar fóru að hljóma kl. 18 kviknaði loks á perunni og við þutum út með kerti og eldspítur. Rétt slapp fyrir horn“, segir Valdimar að lokum.

Nú er tími fyrir pottinn Við óskum Hafnfirðingum gleðilegrar aðventu og góðra stunda í heita pottinum

Mánaskel

www.trefjar.is Trefjar ehf. - Óseyrarbraut 29, 220 Hafnarfirði

Sími: 5 500 100


Fimmtudagur 1. desember 2016

fjardarposturinn.is - ritstjorn@fjardarposturinn.is

FJARÐARPÓSTURINN

AÐVENTAN

Syngjandi jólabörn á stóru heimili

Laugardagskaffi Næsta laugardagskaffi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði verður 3. desember kl. 10 - 12. Nefndarkonur úr Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar munu kynna störf nefndarinnar. Kaffi á könnunni. Allir velkomnir.

Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði Dagný og dætur hennar, tvíburarnir Anna og Brynja.

Það er líf og fjör á heimili Dagnýjar Karlsdóttur við Berjavelli. Hún og eiginmaður hennar, Arnar Oddgeir Sveinsson, eiga fimm börn á aldrinum 8 til 19 ára. Dagný og dætur hennar, tvíburarnir Anna og Brynja, taka mikinn þátt í starfi Ástjarnarkirkju og er Dagný í gospelkórnum og dæturnar í barnakórnum. „Við byrjuðum að æfa jólalögin snemma í nóvember, báðir kórarnir, en að staðaldri æfi ég á þriðjudögum og þær á fimmtudögum. Það er alveg svakalega skemmtilegt. Kórarnir syngja saman í Jólaþorpinu núna á aðventunni.“

Myndir og texti: Olga Björt

Ekki stressa sig að óþörfu Dagný er mikið jólabarn og skreytir snemma í ár. „Maðurinn minn er ekki mikið jólabarn en ég er alltaf af smita hann meira og meira. Ég skreyti piparkökur með þeim yngstu undir jólatónlist og bjóðum oft vinum að slást í hópinn.“ Henni finnst skipta mestu máli að slaka á saman og njóta aðventunnar. „Ekki stressa sig að óþörfu. Börnin finna það strax.“ Þegar Dagný eignaðist syni sína Stefán Karl og Elmar Elí, sem báðir eru með einhverfu, tileinkaði hún sér að njóta þessa tíma og hafa það notalegt. Elsti sonurinn heitir svo Stefán Karl. „Á svona stóru heimili byrja ég snemma á að kaupa jólagjafir og legg áherslu á samverustundir með fjölskyldunni og að hitta jafnvel vinkonur á kaffihúsum.“

Mmm. Nýskreyttar og ilmandi piparkökur.

Beltone First

Snjallara heyrnartæki

Nýja Beltone First™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu og prófaðu, það er engu líkt!

Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is

HEYRNARSTÖ‹IN

Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum.

15


16

FJARÐARPÓSTURINN

Fimmtudagur 1. desember 2016

Jólagjafir fyrir föndrarann og listamanninn

Fjölbre

ytt

úrval

Með jólaþorp í gluggakistunni JÓLAHEFÐIR

Föndurlist - Strandgata 75 Hafnarfirði s. 553-1800 facebook.com/fondurlist

Margrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúi og móðir hennar Sigríður Kolbrún Oddsdóttir hafa safnað jólahúsum um árabil og hafa bætt við húsi á hverju ári síðan 1998 með nokkrum undantekningum þó. Margrét á 13 hús og Sigríður 20 hús. Það örlar á samkeppni á milli þeirra þó að þær viðurkenni það nú ekki mæðgurnar. „Mamma er flugfreyja þannig að hún átti alltaf auðveldara með að ná sér í hús. Svo er hún búin að svindla tvisvar þess vegna á hún tuttugu hús á þessum átján árum“, segir Margrét greinilega full öfundar. Þær hafa keypt húsin frá Department 56 en þar hægt að velja um alls konar þorp og fígúrur. „Ég elska jólasöguna Christmas Carol um Ebenezer Scrooge, horfi alltaf á hana um jólin en þorpið mitt er í þeim anda. Mig vantar reyndar meira fólk og aukahluti, það kannski eitthvað sem

ég þarf að fara að safna. Mamma er með jólasveinalandið „North Pole“ hans sveinka.“ Hún er svolítið „crazy“ í þessu.“ Aðspurð segir hún þetta verða hálfgerða söfnunaráráttu að maður vilji alltaf meira og meira í safnið. „Þegar mamma og pabbi urðu sextug vorum við fjölskyldan öll saman á Kúbu yfir jólin og þá gerðum t.d. við samning um að við keyptum ekki hús það árið, þar sem þau yrðu hvort eð er ekki sett upp.“ Margrét hefur búið s.l. tvö ár austur á Höfn í Hornafirði og er nýflutt aftur í Hafnarfjörð. „Ég setti húsin mín ekki upp á meðan ég var fyrir austan. Fannst þau ekki passa þar. Nú er ég svo ánægð að vera komin aftur heim í Bjarnabæ, þar sem húsin mín eiga heima. Þau eru eina jólaskrautið sem ég set upp. Þegar við mamma erum búnar að koma húsunum okkar fyrir þá mega jólin koma.“


Fimmtudagur 1. desember 2016

fjardarposturinn.is - ritstjorn@fjardarposturinn.is

FJARÐARPÓSTURINN

ÓSKUM HAFNFIRÐINGUM GLEÐILEGRAR AÐVENTU VERSLUM Í HEIMABYGGÐ

Margrét ásamt syni sínum Breka og Ylfu hundinum sínum. Í baksýn er önnur gluggakistan af tveimur sem lagðar hafa verið undir jólaþorpið.

Myndir: ÓMS

ÁSAFL ER SÖLU- OG ÞJÓNUSTUFYRIRTÆKI Á TÆKJUM OG BÚNAÐI FYRIR SJÁVARÚTVEG, VERKTAKA OG ALMENNING.

Úr safni Sigríðar Kolbrúnar. Jólasveinalandinu.

Karaoke klúbburinn hans sveinka.

Breki skoðar þorpið, enda mikið fyrir augað

Þjónusta í kring um landið

ÁSAFL

Hjallahrauni 2 - 220 Hafnarfjörður

Sími 562 3833

asafl@asafl.is - www.asafl.is

JÓLABINGÓ

HAUKA Á

ÁSVÖLLUM Sunnudaginn 4 des. kl.16.30

HEITT SÚKKULAÐI M/RJÓMA OG PIPARKÖKUR TIL SÖLU

| HÚSIÐ OPNAR KL. 16.00 | SPJALDIÐ KOSTAR 500 KR. | STYRKJUM ÖFLUGT ÍÞRÓTTASTARF HAUKA

17


18

FJARÐARPÓSTURINN

Fimmtudagur 1. desember 2016

VÍSNAGÁTAN Með því loka leiðum má. Löngum þannig hollur varð. Margar oft má á því sjá. Einnig nefnist fjallaskarð.

EKKI MISSA AF ÞESSU 46

47

Upp á hana ýmsir fara í Eyjafirði. Körlum oft er bannsett byrði. Barnagaman – mikils virði. 48

Notað er um saltan sjó. Svo menn nefna líka jó. Lék um vor í Vaglaskóg. Veitti sá er annan sló.

Bókasafn Hafnarfjarðar

Listir og menning

Fim. 1. des. kl. 20 Seinna upplestrarkvöldið Davíð Logi Sigurðsson - Ljósin á Dettifossi Lilja Sigurðardóttir - Netið hlé Þórarinn Eldjárn - Þættir af séra Þórarinum Auður Ava Ólafsdóttir - Ör Þrið. 6. des. kl. 17 Jólaföndur Allir velkomnir í jólakósý á Bókasafni Hafnarfjarðar. Jólatónlist, piparkökur og jólaföndur.

Helgin GÁRA HANDVERK- Fornubúðum 8 Vinnustofan verður opin laugardaginn 3.des og sunnudaginn 4.des n.k. frá kl.12 til kl.17 báða dagana. Heitt á könnunni. Verið hjartanlega velkomin.

Heldri borgarar - Hraunsel Fim. 1. des. kl. 13:30 Jólafundur í Hraunseli fjölbreytt hátíðardagskrá.

Úr bókinni Gettu gátu mína eftir Símon Jón Jóhannson. Birt með leyfi höfundar.

Vísnagáta lausnir úr síðasta

Fös. 9. des. kl. 20:00 Dansleikur Sveinn Sigurjónsson og félagar leika fyrir dansi.

blaði, 24. nóvember

Þri. 6. des kl. 12 Hádegistónleikar - Hafnarborg Síðustu hádegistónleikar Hafnarborgar á þessu ári fara fram þriðjudaginn 6. desember kl. 12 og að þessu sinni er það sópransöngkonan Alda Ingibergsdóttir sem kemur fram ásamt Antoníu Hevesi píanóleikara. Aðventan er nú gengin í garð og því verður dagskrá tónleikanna sveipuð hátíðarljóma. Á meðal verka á efnisskránni eru: Ave Maríur Jenkins og Lorenc, Panis Angelicus sem og aríur úr óperunni La Bohème sem eins og óperuunnendur vita gerist um jól. Hádegistónleikar Hafnarborgar eru haldnir mánaðarlega. Þeir eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir og enginn aðgangseyrir. Húsið er opnað kl. 11.30.

43.Stokkur (barnið stígur við rúmstokk-

Bæjarblað Hafnfirðinga

inn, eldspýtustokkur, sbr. hleypa skipi af

síðan 1983

stokkunum, í stokkabelti við þjóðbúning). 44.Skjálfti

(bjórtegund,

jarðskjálfti,

Ragnar skjálfti (gælunafn á Ragnari Stefánssyni jarðskjálfta-fræðingi), drykkjuskjálfti (brennivínsskjálfti). 45.Kló (aflakló, rafmagnskló, kló (klósett), kattarkló).

Útgefandi: Keilir útgáfufélag ehf. kt. 480307-0380 VSK.nr. 93707 Ritstjóri: Ólafur Már Svavarsson Áb. maður: Steingrímur Guðjónsson Ritstjórn: 5652520 / 8998505 - ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 555 4855 / 892 2783 Prentun: Steinmark efh. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa ISSN 1670-4193

Krakkar krakkar@fjardarposturinn.is

Getur þú hjálpað andarunganum að komast að stjörnunni á jólatrénu? Hann langar svo að komast upp af því að stóra systir gat það um daginn!

Aðventutónleikar Lúðrasveitar Hafnarjarðar

Aðventutónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verða haldnir í Víðistaðakirkju laugardaginn 3. desember kl. 14:00. Kvikmyndatónlist verður fyrirferðarmikil á efnisskránni, meðal annars tónlist eftir John Williams úr myndunum um Indiana Jones og Stjörnustríð, og einnig tónlist Jóhanns Jóhannssonar úr kvikmyndinni The theory of everything. Að auki verða flutt verk eftir James Curnow, Robert Buckley, John Philip Sousa og fleiri. Þá munu einhver jólalög slæðast með. Á tónleikunum mun Stefán Ólafur Ólafsson klarinettuleikari stíga fram og blása stefið úr Lista Schindlers. Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson. Miðaverð er 1500 krónur, en aðgangur er ókeypis fyrir 16 ára og yngri. Miða má nálgast í forsölu hjá lúðrasveitarfélögum fram að tónleikadegi og við innganginn þegar þar að kemur. Athugið að ekki verður posi á staðnum. facebook.com/ludrasveit.is

HRÓSIÐ Hrós til bæjarins Íbúi á Holtinu hafði samband við Fjarðarpóstinn og vildi hrósa bænum vegna þess hversu vel borið hefur verið á gangstéttir á Holtinu. Hrós til eigenda atvinnuhúsnæðis á Lónsbraut Íbúi við Skipalón hafði sambandi við Fjarðarpóstinn og vildi hrósa eigendum atvinnuhúsnæðis við Lónsbraut fyrir sérstaklega vel heppnaða endurnýjun á húsnæðinu. Húsnæðið hafði staðið í nokkur ár án þaks og er nú tilbúið. Hér fyrir neðan eru myndir fyrir og eftir.

Svona stóð húsið lengi vel.

Sendu okkur endilega eitthvað skemmtilegt efni myndir, brandara eða jafnvel viðtal á: krakkar@fjardarposturinn.is

Sérlega vel heppnuð endurbygging.


Fimmtudagur 1. desember 2016

fjardarposturinn.is - ritstjorn@fjardarposturinn.is

FJARÐARPÓSTURINN

19

HALLÓ HAFNARFJÖRÐUR!

Ása María Valdimarsdóttir

Ljósin

„Gylfi Freyr“ og „Jóna“ bregða á leik.

Mynd: ÓMS

Hnallþórujól Björgvins og Estherar Björgvin Franz og Eshter Jökuls eru nú í óðaönn að undirbúa jólasöngskemmtun sína Hnallþórujól sem fram fara í Gaflaraleikhúsinu 11. og 16.desember næstkomandi. „Þetta er svona söngskemmtun í anda sjötta og sjöunda áratugarins þar sem við syngjum jólalög með Ellu Fitzgerald, Dean Martin, Elvis Presley og fleirum“, segir Björgvin Franz. „Við höfðum haft átt draum lengi að skapa anda fortíðarjóla þar sem allt virtist afslappaðra, allir sitjandi við arinn með viskí“ bætir Esther við og hlær. Björgvin og Esther eru bæði Hafnfirðingar, þótt hvorugt hafi fæðst þar. Þau kynntust í gegnum sameiginlega Hafnarfjarðargrúppu fyrir mörgum árum og hafa haldið sambandi síðan. „Okkur langaði oft að vinna saman en það varð ekki úr því fyrr en nú“, segir Esther. Þau hafa bæði skapað sér gott orð fyrir söng

sinn í gegnum tíðina og keppast við að ná hinum þýða raddblæ sem þekktist svo vel á meðal þessara gömlu góðu söngvara. En af hverju varð Gaflaraleikhúsið fyrir valinu? „Okkur langaði að gera eitthvað í okkar heimabæ og hvetja Hafnfirðinga sem og aðra til að líta við í þetta stórskemmtilega leikhús um jólin“, segir Esther. „Og fyrst við vorum komin í leikhús, þótti okkur tilvalið að gera tónleikana svolítið leikræna“, bætir Björgvin við en þau eru komin með leikmynd sem minnir helst á gamla Bandaríska stofu frá 1950 til þess að skapa hinn sanna jólaanda eins og sungið er um í lögunum. Einnig bregða þau sér í hlutverk skemmtikrafta (Jónu og Gylfa Freys) sem eru nýkomin frá Bandaríkjunum eftir farsælan söngferil með öllum helstu stjörnum þess tíma.

Kári og lagkakan

Útsetningarnar eru létt jazzaðar en með þeim úrvalslið tónlistarmanna. Á píanó er Aðalheiður Þorsteinsdóttir en hún sér jafnframt um útsetningar og hljómsveitarstjórn. Gunnar Hrafnsson er á kontrabassa, Andrés Þór á Gítar og Erik Qvik a trommur. Raddkarlatríóið er skipað þeim Gísla Magna, Hafsteini Þórólfssyni og Hlöðveri Sigurðssyni. Leikstjóri er Björk Jakopsdóttir, lýsing er í hönum Sindra Þórs Hannessonar en Kristinn Sturluson er með hljóðhönnun. „Við lofum frábærri söngskemmtun í anda fortíðar jóla og hvetjum alla til að tryggja sér miða sem fyrst“. Hægt er að nálgast miða á miði.is eða hjá Gaflaraleikhúsinu í síma:565 5900 eða midasala@gaflaraleikhusid.is.

- uppskrift en engin aðferð

Í nokkra ættliði hafa formæður jólabarnsins Kára Ibsen Árnasonar bakað brúna lagköku og ætíð eftir sömu uppskrift. Kökurnar smökkuðust þó aldrei eins hjá þeim og litu heldur ekki eins út. En þær áttu það sameiginlegt að innihalda vænt magn af rommdropum.

Kári ásamt syni sínum Jóni Árna.

Brún lagterta 500 gr hveiti 250 gr smjörlíki (Kári hefur skipt smjörlíki út fyrir smjör.) 250 gr sykur 2–3 egg 2 tsk. matarsódi – soðinn upp í mjólk 1 tsk. kanill 1 tsk. allrahanda 1 tsk. negull 2 tsk. kakó Krem Smjör 1 egg Flórsykur Rommdropar – eftir smekk

„Þetta byrjaði hjá langömmu minni og síðan tóku amma við og ömmusystir mín og loks mamma. Þar sem mamma eignaðist bara drengi þá fannst mér fyrir um fimm árum að það væri komið að mér að viðhalda hefðinni,“ segir Kári kíminn. Hann fór til ömmu sinnar, sem þá var orðin frekar þróttlaus, og hún leiðbeindi honum með réttu tökin því hann vildi gera kökuna eins og hún. „Amma fylltist einhverjum krafti rétt á meðan hún stóð þarna yfir mér. Kakan hennar var alltaf pen, mjó og þunn en þykk með miklu kremi hjá mömmu.“ Kári deilir hér með ættaruppskriftinni sem inniheldur þó enga aðferð. Allt krydd er bara viðmið og mismunandi hversu mikið er notað af því. Bara svona eftir hendinni.

Svona lítur hún út lagkakan hjá Kára. Frekar girnileg verður að segjast.

Desember er fallegur tími. Þrátt fyrir myrkrið er hann á vissan hátt bjartasti mánuðurinn. Fólk keppist við að skreyta með ljósum. Kertaljós, ljósaseríur, hvít og litrík ljós, ljós í gluggum, á svölum og í garðinum. Hugmyndafluginu eru engin takmörk sett. Litríkar ljósaskreytingar í bænum og þegar veðurguðirnir eru okkur hliðhollir toppa svo ljósin á himinhvelfingunni allt. Hvað er yndislegra en stjörnubjartur himinn, tunglskin eða dansandi norðurljós? Svo koma flugeldarnir á gamlárskvöld. Dásamlegt að horfa á öll þessi ljós. Gott að sjá ljósið í víðustu merkingu. „Gott að sjá þig,“ segjum við gjarnan þegar við hittum vini og kunningja. En í bókstaflegri merkingu er gott að sjá þig — í myrkri? Íslendingar klæðast gjarnan dökkum fötum á veturna. Ég var engin undantekning. Eitt sinn gekk ég um í fallegu svörtu kápunni minni og var bara ánægð með það þangað til bíll snarhemlaði við hliðina á mér. Það var sem sagt ekki gott að sjá mig. Ég slapp með skrekkinn og fór beinustu leið í endurskinsmerkjaleit. En viti menn. Það var flóknara en ég hélt þar til einhver benti mér á banka sem væri líklega með endurskinsmerki. Ég þangað og bar upp erindið. „Já, er það fyrir stelpu eða strák?“ „Ja, eiginlega fyrir ömmur,“ svarði ég hálfhvumsa og vingjarnlegu konunni var greinilega brugðið og afsakaði sig. Það gleymist stundum að fleiri en börnin þurfa endurskinsmerki. En ég fór út með fallegt bleikt merki en sá fljótlega að ég þyrfti fleiri til að sjást almennilega. Síðan þetta var hefur þeim fjölgað sem láta ljós sín skína í umferðinni. En betur má ef duga skal. Því miður eru enn þá alltof margir í dökkum yfirhöfnum sem ekki er gott að sjá. Ég þurfti sjálf að snarhemla um daginn fyrir einum slíkum. Ef ég hefði skaðað einhvern myndi ég trúlega aldrei sjá ljós framar. Hugsum og sjáumst í umferðinni. Og á meðan ég man. Mig langar í flott endurskinsmerki í jólagjöf.

Auglýsingasími 555 4855


20

FJARÐARPÓSTURINN

Fimmtudagur 1. desember 2016

OKKUR VANTAR ALLAR GERÐIR EIGNA Á SKRÁ

GÓÐUR SÖLUTÍMI FRAMUNDAN Sími: 555 7030 www.burgerinn.is

Stofnuð 1983

Cuxhaventréð Vinalegt jólatré

Á laugardaginn sl. voru tendruð ljós á Cuxhaventrénu við smábátahöfnina í Hafnarfirði. Á hverju ári koma fulltrúar frá Cuxhaven til að afhenda tré. Að þessu sinni komu 16 manns undir forystu formannsins til margra ára, Jürgen Donners, sem tendraði ljósin á fallegu sérvöldu tré sem er tákn um einlæga vináttu Hafnarfjarðar og Cuxhaven. Cuxhaven er hafnarbær í Norður-Þýskalandi við Norðursjóinn þar sem áin Elbe (Saxelfur) rennur til sjávar. Algengt var á árum áður að íslenskir togarar sigldu með afla sinn til útlanda, m. a. til Cuxhaven. Hafnfirsk skip voru ekki undanskilin. Mikil og góð samskipti aðila í alls kyns sjávartengdum greinum á þessum tíma þróuðust upp í að undirritaður var samningur um vinabæjasamband milli Hafnarfjarðar og Cuxhaven haustið 1988. Hugmyndin um vinabæina fæddist reyndar í tengslum við sjávarútvegssýningu sem var haldin í Reykjavík árið 1987 og upphaflega hugsunin var samstarf á sviði hafnar- og sjávarútvegsmála. Varla var blekið þornað á samningnum þegar fólk fór að varpa fram fleiri hugmyndum um samskipti og starfsemin jókst til muna. Þegar ljóst var hve áhugi almennings var mikill voru stofnuð áhugamannafélög, vinabæjafélög, í báðum bæjunum, 1989 ytra og 1993 hér í bæ. Markmið félaganna er að efla enn frekar tengslin á milli bæjanna og vera tengiliður bæjaryfirvalda og hinna ýmsu hópa og einstaklinga sem hafa hug á samskiptum. Fljótlega urðu vinabæjasamskiptin á milli Cuxhaven og Hafnarfjarðar það góð að sumir orða það svo að úr vináttusambandi hafi þróast ást-

arsamband milli bæjanna! Stjórnmálamenn, bæjarstarfsmenn, höfnin og atvinnulífið hafa nýtt sér góð tengsl á milli Cuxhaven og Hafnarfjarðar en það sem hefur gert vinabæjasamskiptin einstök að margra mati er hversu þátttaka ungs fólks og hins almenna borgara er snar þáttur í samstarfinu. Á hverju ári fara nokkrir hópar á milli; íþrótta- og æskulýðshópar, nemendaog kennarahópar, kórar og ferðahópar en líka listamenn, ungmenni í vinnuskipti og margt fleira. Á árinu 2016 fór til dæmis hópur handboltastráka úr FH í viku til Cuxhaven og 25 ungir tónlistarnemar voru í viku hjá Tónlistarskólanum okkar á meðan almennur ferðamannahópur skoðaði landið. Núna er verið að skipuleggja heimsóknir fyrir næsta ár, en jafnframt er byrjað að varpa fram hugmyndum fyrir veglega 30 ára afmælishátíð vinabæjasamstarfsins í Cuxhaven árið 2018. Undantekningalaust hafa Þjóðverjarnir tekið mjög vel á móti hópum og einstaklingum á okkar vegum og þeir eru ófáir sem eiga góðar minningar af heimsókn sinni til Cuxhaven. Því er ekki að leyna að vinir okkar frá Cuxhaven hafa sömu sögu að segja frá Hafnarfjarðarheimsóknum sínum og „kolfalla fyrir landi og þjóð“ eins og sumir hafa orðað það. Í miðri Cuxhaven er torg sem ber nafnið Hafnarfjörður Platz og við höfnina í Hafnarfirði er Cuxhavengata. Við enda strandstígsins á Strandgötu er eftirlíking af einkennistákni Cuxhaven, Kugelbake, og við Hvaleyrarvatn er Vinalundur, trjálundur sem vinabæjafélagið í Cuxhaven styrkir reglulega. Síðast en ekki síst skal nefna Cuxhaventréð sem Cuxhavenbúar hafa gefið okkur í tæp 30 ár.

Jürgen Donner formaður vinabæjarfélagsins í Cuxhaven tendrar tréð.

Formennirnir: Jürgen Donner og Gísli Ó. Valdimarsson, formaður vinabæjarfélagsins í Hafnarfirði.

Myndir: Birkir Ó.

Sungið af list fyrir viðstadda á tendrun jólatrésins. Þessir krakkar voru með þetta allt á hreinu.

Stemning á opnun jólaþorpsins á thorsplani

L Æ K J A R G ATA 3 4 C HAFNARFIRÐI 565 4453

Fjarðarpósturinn 1.desember 2016