10 FJARÐARPÓSTURINN - 35 ára
fjardarposturinn.is
Fimmtudagur 29. nóvember 2018
sjálfboðavinnu, ásamt fjórum öðrum frumkvöðlum, en verkefnið var að ljúka þátttöku í Snjallræði samfélagshraðal. „Við erum iðjuþjálfar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraþjálfari sem deilum mikilli reynslu og þekkingu á öldrunarmálum. Við viljum tryggja jafnt aðgengi að slíkri þekkingu á landsvísu, því öldrunarferlið er ekki eins hjá öllum; ekkert frekar en skóstærð eða annað í lífinu. Öldrun er persónuleg og heilsan allskonar. Það þarf að gefa sér tíma í að kynnast einstaklingunum og finna út þarfir þeirra og getu sambærilegt því sem við gerum í endurhæfingu í heimahúsi,“ segir Guðrún, sem hlakkar til að mæta til vinnu alla daga. „Ég er svo heppin að vinna með öflugu og skemmtilegu samstarfsfólki í öllu því sem ég tek mér fyrir hendur. Ég vil líka fá það besta úr hverjum degi þar sem ég hef það mottó að ég lifi bara einu sinni og lít á alla reynslu mér til gagns. Ég reyni alla daga að Mynd: Olga Björt næra mig með einhverjum hætti, félagslega, líkamlega og starfslega. Ég set mér alltaf ný markmið árlega í sjálfbætandi og ómetanlegt starf.“ nóvember í sérstaka bók sem hjálpar mér að stilla stefnuna í lífinu. Það er Öldrun ekki eins hjá öllum Síðustu ár hefur Guðrún einnig verið gaman að geta þess að ég hef náð í sjálfboðavinnu við uppbyggingu á þeim flest öllum síðustu ár,“ segir Farsæl öldrun - Þekkingarmiðstöð í Guðrún Jóhanna stolt og brosir.
SJÁLFBÆTANDI OG ÓMETANLEGT STARF Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir, iðjuþjálfi.
Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir iðjuþjálfi hefur staðið fyrir þjónustu HeimaStyrks síðustu 10 ár. Guðrún Jóhanna fékk fyrst iðjuþjálfa á Íslandi staðfestingu frá Landlækni til að starfa sjálfstætt sem iðjuþjálfi og er mikil áhugamanneskja um lífsgæði og heilsu fólks, auk þess að bæta samfélagið yfirleitt. Fólk sem verður fyrir áföllum eða erfiðleikum í lífinu leitar stundum í störf þar sem það getur nýtt reynslu sína til að hjálpa öðrum og veita stuðning. Það á við um hina afar kraftmiklu og metnaðarfullu Guðrúnu. „Hugur minn róast við að hafa mikið að gera. Ég hef líka alla tíð haft mikinn áhuga á fólki. Fjögurra ára var ég hlaupandi um hjúkrunarheimilið á Siglufirði að greiða og flétta hárið á langömmu eða færa einhverjum vatnsglas, sem lýsir mikið til mínum orkumikla karakter.“ Hún er einnig þakklát hugrökku foreldrum sínum fyrir að búa um tíma í Svíþjóð, Kanada og Mexíkó. Sjálf flutti hún til Danmerkur þar sem hún lærði iðjuþjálfun og segist hafa lært mikið á þessum ferðalögum, hvað það er sem skipti í raun máli í lífinu. Fyrst iðjuþjálfa að fá leyfi Landlæknis Okkar kona, „velvirki iðjuþjálfinn“, tók þátt í að byggja upp gott starf sem deildarstjóri á Hrafnistu í Hafnarfirði, í samvinnu við frábært samstarfsfólk. „Starfið okkar vakti athygli og á fyrsta starfsári mínu þar var ég beðin um að veita faglegt mat og ráðgjöf í einkareknu þjónustuúrræði. Það var upphafið að HeimaStyrk, sem hefur þróast síðustu ár í að þjónusta fyrirtæki, sveitarfélög og einstaklinga til að
veita fólki þann stuðning og bjargráð svo það geti verið sjálfbjarga heima og tekið þátt í athöfnum sem skipta þau máli,“ segir Guðrún og leggur áherslu á að HeimaStyrkur sé samfélagsverkefni. „Gæði í svona starfsemi skipta mig miklu máli og því sótti ég um sérstakt leyfi hjá Landlækni til að starfa sjálfstætt sem iðjuþjálfi og fékk það fyrst iðjuþjálfa á Íslandi. Í dag erum við fleiri með þau réttindi. Guðrún nefnir að hægt sé að finna sjálfstætt starfandi iðjuþjálfa víða um land á heimasíðu Iðjuþjálfafélagsins. Hjálpa fólki sem líður ekki vel Guðrúnu hefur alltaf fundist mikilvægt að setja sér markmið og láta drauma sína rætast. „Mér bauðst staða verkefnisstjóra hjá Reykjavíkurborg tengt endurhæfingu í heimahúsi á síðasta ári, sem er nýtt þjónustuúrræði á Íslandi. Þar með varð litli draumurinn minn að baki HeimaStyrk, sem ég hef sinnt samhliða dagvinnu síðustu ár, að veruleika. Nú vinn ég alla daga í samstarfi við öflugt og áhugasamt fagfólk að veita fólki stuðning í að taka þau skref sem þau upplifa mikilvæg fyrir sig og sín lífsgæði. Árangurinn sem endurhæfingarteymið hefur náð í að styðja fólk til sjálfshjálpar, sem er lélegt til heilsunnar eða félagslega einangrað og einmana, er ótrúlegur. Við mætum oft fólki á viðkvæmustu augnablikum í lífi þess; styðjum það í að finna aftur trú á eigin getu og getu til að taka aftur þátt í samfélaginu. Ég er svo þakklát fyrir alla þá lífsreynslu sem ég hef öðlast og gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Ég er líka afar þakklát dásamlega manninum mínum og fjölskyldu sem hafa stutt mig og gert mér kleift að vinna við það sem skiptir mig máli. Þetta er
Guðrún ásamt Guðmundi Hallvarðssyni þáverandi formann Sjómannadagsráðs þegar þau veittu Elínbjörgu Kristjánsdóttir verðlaun fyrir vinningsmynd í jólakortasamkeppni Hrafnistu árið 2014.
Hildigunnur og Guðrún fyrir utan Hrafnistu við Kvennahlaupið 1. júlí.
Egill og Guðrún eru góðir félagar.