Page 9

FJARÐARPÓSTURINN

fjardarposturinn.is - ritstjorn@fjardarposturinn.is

9

vel til hafður strákur. Það böggaði einhverja og ég féll ekki alveg í hópinn og fékk aðeins að finna fyrir því. Þurfti alveg að kýla nokkra til að standa með mér. Svo fór ég í Lækjarskóla og í fótboltann og það bjargaði mér félagslega og að eignast góða vini sem hjálpuðu mér. Eldri systkini mín þrjú festu ekki rætur hér.“ Einnig dvaldi Pétur um tíma í Boston, París og New York. „Pabbi er gamall flugmaður og við fórum víða. Ég fann um tvítugt að að ég þurfti að stækka sjóndeildarhringinn og flytja frá Hafnarfirði til að finna mig, þótt hann verði alltaf heimahöfnin mín.“ Aðspurður segist Pétur verið á mjög fínum stað í dag. „Það hefur alveg tekið tíma. Ég hef alveg líka alveg fengið skot um það hversu skrýtinn ég er orðinn á Instagram. Fólk vill kannski að ég sé á öðrum stað en ég er. Mér þykir alltaf vænt um gömlu vinina en hef svo einnig kynnst öðru fólki sem hefur, eins og ég, valið andlega leið, tónlist, mataræði og leiklist. Þetta er bara gangur lífsins. Maður getur eignast traustari vin eftir mánuð en þann sem maður er búinn að eiga að sem vin í 15 ár. Einhver sem fattar mann betur og það er hægt að vera berskjaldaður og einlægur og ekki dæmdur fyrir það. Þá er maður kominn með gullmola sem verðugt er að halda fast í.“ Pétur tekur sérstaklega fram að honum finnst svo gott að vera kominn á þann stað í dag að vera með minni fordóma og kynnast alls kyns fólki sem hann hefði áður ekki gert. „Það reynist oft fólkið sem kennir manni mest.“ Vill leika kvikmynd um nútíma-karlmennsku Enn í dag er hinn ævintýragjarni Pétur að ferðast um heiminn. „Ég fór til Los Angeles um daginn og var í seremóníu, fornri Indíánasamkomu, að spila tónlist og hugleiða. Það verður slík hér á landi í júní. Það er mjög flott fólk í þessu, alls kyns skapandi fólk, ekki bara hippar. Ég hitti svo margt gott fólk og stækkaði tengslanetið, t.d. er varðar umboðsmenn og gott að tengjast orkunni í LA og opna sem flestar dyr. Ég er líka á sketsanámskeiði núna til að læra að skrifa handrit. Ég tók þátt í gjörningnum Guð hvað mér líður illa hjá Ragga Kjartans, þar sem við spiluðum sama lagið í 7 tíma á dag í 2 vikur. Kjartan Sveins (í Sigurrós) sá um útsetningu. Í þessu verkefni lærði ég mjög mikið á tónlist, s.s. hlustun og annað.“ Annars segist Pétur veið tilbúinn í stærri hlutverk og trúi því að þá komi sé komið að því. „Ég lék nýverið í þáttaröð í Lúxemburg sem heitir Skógurinn, á móti Desirée Nosbusch sem er svakaleg leikkona. Hún vann þýska Óskarinn í fyrra fyrir leik í aukahlutverki. Ég er á leið til Brussel í eftirvinnslu á þeim þáttum.“ Spurður um óskahlutverk segir Pétur að það yrði geggjað að vera ofurhetja, svona bara til að prófa það. „Ég hef samt mikinn áhuga á að gera kvikmynd um það sem ég fæst við í dag. Um karlmenn á mínum aldri og hvað við erum að hugsa. Við erum að hlusta á umræðu t.d. í kjölfar #metoo og erum

Pétur sem lögreglumaðurinn Tryggvi ásamt Ólafi Darra og Ilmi Kristjánsdóttur í Ófærð 2.

Mynd: Lilja Jóns

mjúkir og smá týndir. Það er vakning í gangi. Hver er karlmennskan í dag? Það er hægt að vera fullur af karlmennsku með þann styrkleika að opna hjarta sitt og bæla ekki inni. Við þurfum að taka þennan bolta og endurskilgreina karlmennskuna. Við getum öll hjálpast að við það og eiga samtalið.“ Góðar fyrirmyndir í Ófærð En verður önnur þáttaröð af Ófærð? „Það eru miklar þreifingar í gangi með seríu þrjú og ég tel að það séu meiri líkur á því en minni. Ég elska að 60% landsmanna hafi horfa á þættina og mikið talað um þá. Fyrir utan dreifinguna um heiminn. Tökutíminn sem ég tók þátt í voru 30 dagar sem deildust á 6 mánuði, mest á Siglufirði en líka á bóndabæjum hér á SV-landi. Töluvert hér í Hafnarfirði líka. Hjá Ólafi Darra, Ilmi og Ingvari voru kannski langir tökudagar stöðugt í sex mánuði. Þau er ótrúlega gott fólk og góðar fyrirmyndir og forréttindi að fá tækifæri til að fylgjast með þeim í starfi. Það fór öll orka manns í svona tökudaga. Svo fór ég bara að horfa á Jersey Shore eða Hell’s Kitchen til að slökkva alveg á mér þegar heilinn var alveg á fullu. Það kallast endurheimt,“ segir Pétur og glottir. Draumarnir sem Pétur lætur rætast þessa dagana eru við upptökur á eigin tónlist í stúdíói. „Ég ætla að gefa út disk með lögunum mínum og það er heilmikil áskorun fyrir mig. Ég þurfti að finna rétta pródúsentinn sem skildi hvert ég var að fara. Það var Arnar Guðjónsson. Þetta er ótrúlega mikil vinna en þetta er eitt af þeim verkefnum sem mér finnst ég verða að gera. Ég ætla að kynna þetta almennilega, taka þetta alla leið og að sjálfsögðu leikstýra myndböndunum sjálfur.“

Pétur í „session“ með góðum félaga.

Pétur í hlutverki sínu í þáttunum Skógurinn, sem nú er á klippiborðinu.

Mynd:Aðsend

Profile for Fjarðarpósturinn

Fjarðarpósturinn 21. mars 2019  

Fjarðarpósturinn 21. mars 2019  

Advertisement