Page 4

4

FJARÐARPÓSTURINN

fjardarposturinn.is

Fimmtudagur 21. mars 2019

SPORTIÐ

Texti: Benedikt Grétarsson bgretarsson@gmail.com

FIMLEIKAFÓLK FÓR Á KOSTUM Íslandsmótið í áhaldafimleikum fór fram um helgina og fimleikafélagið Björk átti að sjálfsögðu glæsilega fulltrúa á mótinu. Emilía Björt Sigurjónsdóttir fékk bronsverðlaun í heildarkeppni í kvennaflokki og Vigdís Pálmadóttir varð í fjórða sæti . Vigdís fékk bronsverðlaun í gólfæfingum. Frammistaða keppenda í yngri flokkum vakti mikla athygli en þar unnust glæstir sigrar. Í unglingaflokki fór Guðrún Edda Min Harðardóttir á kostum og vann tvenn gullverðlaun en Guðrún

fór alls fjórum sinnum á verðlaunapall á mótinu. Breki Snorrason fékk silfur á tvíslá en Breki varð einnig fyrsti Íslendingurinn til að lenda þreföldu heljarstökki af svifrá í keppni á Íslandi. Björk vann þrefaldan sigur í 2. þrepi karla og þar var það Ari Freyr Kristinsson sem varð Íslandsmeistari. Stelpurnar í þessum flokki létu svo sannarlega ekki sitt eftir liggja og röðuðu sér fimm efstu sætin. Glæsileg frammistaða! Þar varð Ragnheiður Jenný Jóhannsdóttir Íslandsmeistari.

Emilía Björt Sigurjónsdóttir(t.v.) fékk brons í kvennaflokki og Guðrún Edda Myndir: Kristinn Arason Harðardóttir fór fjórum sinnum á pall í unglingaflokki.

Glæsilegur hópur Bjarkar-stúlkna og drengja í 2.þrepi. Verðlaunahafarnir eru fyrir miðri mynd, f.v.Natalía Dóra, Ragnheiður Jenný og Ísabella. Og í drengjaflokki. F.v. Lúkas Ari, Ari Freyr og Björn Ingi.

BIKARMOLAR ÍVAR HÆTTUR MEÐ HAUKA

Ívar Ásgrímsson er hættur sem þjálfari Hauka í úrvalsdeild karla í körfubolta. Ívar hefur verið með liðið frá 2011 en hann þjálfaði Hauka einnig á árunum 1991-2001. Ívar Ásgrímsson er einn besti leikmaður sem leikið hefur með Haukum og var hluti af Íslandsmeistaraliðinu 1988. Haukar töpuðu síðasta leik sínum undir stjórn Ívars og komast ekki í úrslitakeppnina þetta árið.

FH-INGAR Í LANDSLIÐSVERKEFNUM

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið Jónatan Inga Jónsson, leikmann FH í hópinn sem mætir Tékklandi og Katar. Um er að ræða fyrstu leiki liðsins undir stjórn hans og Eiðs Smára Guðjohnsen. Þá hefur Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari U16 karla, valið Arnór Gauta Úlfarsson og

Dag Þór Hafþórsson í hópinn sem tekur þátt í UEFA Development Tournament sem haldið verður í Króatíu 2.-7. apríl. Ísland mætir þar Króatíu, Austurríki og Bólivíu, en um er að ræða æfingamót á vegum UEFA

VIGNIR KEMUR HEIM

Línumaðurinn og varnarsérfræðingurinn Vignir Svavarsson mun leika með Haukum á næsta tímabili. Vignir lék síðast í Haukatreyju veturinn 20042005 og kvaddi Ásvelli með Íslandsmeistarartitli vorið 2005 áður en hann hélt út í atvinnumennskuna. Hann hefur leikið með fjölmörgum sterkum liðum í Þýskalandi og Danmerku og mun styrkja lið Hauka mikið Vignir spilaði 234 landsleiki fyrir Íslands hönd og var m.a hluti af bronsverðlaunaliði Íslands á EM í Austuríki árið 2010.

ANÍTA OG HELENA Í LANDSLIÐSHÓP U19

mun aðstoða við þjálfun yngri flokka Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari hjá Haukum. U19 kvenna, hefur valið Anítu Dögg Guðmundsdóttur og Helenu Ósk Hálfdánardóttur í hópinn fyrir þátttöku í milliriðli Evrópumótsins 2018/19 sem verður leikinn í Hollandi 1.-10. apríl 2019.

SILVA MÆTTUR Á ÁSVELLI

Knattspyrnudeild Hauka hefur samið við Sean De Silva sem er 29 ára gamall landsliðsmaður frá Trínidad og Tóbagó. Um er að ræða samning til eins árs. Þá samdi félagið einnig við Frans Sigurðsson sem kemur að láni frá ÍBV en hann er tvítugur Eyjamaður og lék með Haukum á síðasta tímabili. Sean er sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur meðal annars spilað með Minnesota United FC í Bandaríkjunum. F.v. Frans Sigurðsson Þá er Sean vel menntaður þjálfari sem og Sean De Silva.

Mynd: Hulda Margrét/ Haukar

Profile for Fjarðarpósturinn

Fjarðarpósturinn 21. mars 2019  

Fjarðarpósturinn 21. mars 2019  

Advertisement