Page 1

Bæjarblað Hafnfirðinga síðan 1983

RESTAURANT

Stofnuð 1982

AUGLÝSINGASÍMI 6950207

Ferskur fiskur Sími: 555 7030 www.burgerinn.is Þriðjudagur 16. apríl 2019

Borðapantanir í síma:

565 5250

Sími 555 4855

fjardarposturinn.is - fullt af fréttum úr Firðinum

15. tbl.37. árg

Við óskum viðskiptavinum okkar og Hafnfirðingum gleðilegra páska

Stofnuð 1983

GLEÐILEGA PÁSKA

Forsíðu páskablaðs Fjarðarpóstsin prýðir Ingunn Lind Pétursdóttir, sem á dögunum sigraði í Stóru upplestrarkepninni.

Mynd: Olga Björt

KEYRÐU Á ÖRYGGI! KAUPTU NOKIAN GÆÐADEKK Á FRÁBÆRU VERÐI

FINNDU DEKKIN ÞÍN Á MAX1.IS

MAX1.IS

auglysingar@fjardarposturinn.is


2

FJARÐARPÓSTURINN

fjardarposturinn.is

Þriðjudagur 16. apríl 2019

Fríkirkjan í Hafnarfirði

Skírdagur 18. apríl

Skírdagur 18. apríl

Fermingarmessa kl 11

Kl. 11. Fermingarmessa

Föstudagurinn langi 19. apríl Kl. 21. Kvöldstund við krossinn. Athugið breyttan tíma.

Páskadagur 21. apríl

Kl. 17 – 19. Sönghópurinn Lux aeterna syngur passíusálmana með gömlu lögunum, bæði einradda og í fjórum röddum. Fólk getur komið og farið að vild. Heilög kvöldmáltíð kl. 18. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson.

Föstudagurinn langi 19. apríl Kyrrðarstund kl. 11.

Kl. 8. Páskadagsmessa og kaffihlaðborð á eftir í Safnaðarheimilinu

Sumardagurinn fyrsti 25. apríl Kl. 10. Fermingarmessa Kl. 12. Fermingarmessa Kl. 14. Fermingarmessa facebook.com/frikhafn og www.frikirkja.is

ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahraun 5a

ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA

Magnea Tómasdóttir syngur úr passíusálmunum. Lesið úr píslarsögunni. Prestur sr. Þorvaldur Karl Helgason. Organisti Þorvaldur Örn Davíðsson. Kl. 17 – 19. Sönghópurinn Lux aeterna syngur passíusálmana með gömlu lögunum, bæði einradda og í fjórum röddum. Fólk getur komið og farið að vild.

Páskadagur 21. apríl Hátíðarmessa kl. 8 árdegis. Sr. Þorvaldur Karl Helgason predikar og þjónar ásamt sr. Jóni Helga Þórarinssyni. Organisti Hilmar Örn Agnarsson. Barbörukórinn syngur. Morgunverður í Hásölum eftir messuna. Hátíðarmessa Sólvangi kl. 15. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Hilmar Örn Agnarsson. Félagar í Barbörukórnum syngja.

Sjá nánari upplýsingar á hafnarfjardarkirkja.is og facebook.com/Hafnarfjarðarkirkja Sverrir Einarsson

Margrét Á. Guðjónsd. Kristín Ingólfsdóttir

Hannes Ó. Sampsted

Símar allan sólarhringinn: 565 5892 & 896 8242 Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er www.utfararstofa.is

Frímann & hálfdán Útfararþjónusta hafnarfjarðar

NÆSTA TÖLUBLAÐ 3. MAÍ Vakin er athygli á því að næsta tölublað Fjarðarpóstsins kemur út fimmtudaginn 3. maí. Fjarðarpósturinn óskar lesendum sínum gleðilegra páska og gleðilegs sumars.

Útgefandi: Björt útgáfa ehf. kt. 480119-0960 VSK.nr. 133481 Ritstjóri: Olga Björt Þórðardóttir Áb. maður: Olga Björt Þórðardóttir Ritstjórn og auglýsingar: 695 0207 ritstjorn@fjardarposturinn.is, auglysingar@fjardarposturinn.is

Frímann 897 2468

Hálfdán 898 5765

Ólöf 898 3075

Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa ISSN 1670-4193

Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is

Cadillac 2017


4

FJARÐARPÓSTURINN

fjardarposturinn.is

Þriðjudagur 16. apríl 2019

HVATNINGA- OG FORELDRAVERÐLAUN TIL VÍÐISTAÐASKÓLA

Verðlaunahafar foreldraverðlauna foreldraráðs 2019.

Verðlaunahafar Hvatningarverðlauna foreldraráðs 2019.

Hvatningarverðlaun foreldraráðs 2019 féllu í skaut Víðistaðaskóla og Félagsmiðstöðvarinnar Hraunsins, en verðlaunin voru afhent í vikunni. Að baki Jafnréttisdögunum stóðu þau Salka Sigurðardóttir, Þórunn Þórarinsdóttir, Agnes Lára Þorleifsdóttir, Ylfa Þórhildur Guðmundsdóttir, Tinna Sól Þórsdóttir, Sigrún Ásta Gunnarsdóttir og Gunnar Smári Unnarsson.

stadda og síðan tóku við verðlaunaafhendingarnar. Í lok dagskrár stigu á stokk með fræðsluerindi, þær Linda Hrönn Helgadóttir, með „Foreldrasamstarf - áreiti eða ávinningur“ og Anna Steinsen, með „Sjálfstraust og vellíðan barna og unglinga“.

Jafnréttisdagarnir fengu í verðlaun fyrirlestur að eigin vali um jafnréttismál. Foreldraverðlaun foreldraráðs 2019 hlutu foreldrar 10. bekkjar Víðistaðaskóla. Foreldrarverðlaunin var pítsaveisla í boði Dominos fyrir nemendahóp foreldranna. Stefán Már Gunnlaugsson, formaður foreldraráðs Hafnarfjarðarbæjar, setti hátíðina, sem hófst á undurfallegum söng Barna- og unglingakórs Hafnarfjarðarkirkju. Rósa Guðbjartsdóttir ávarpaði síðan við-

Þeir foreldrar sem stóðu fremstir í flokki voru: Kristjana Ósk Jónsdóttir, Oddný Ármannsdóttir og Brynhildur Hauksdóttir, Bergþóra Sigurðardótt-

Myndir: Olga Björt

ir, Ragnheiður Anna Georgsdóttir og Lovísa Agnes Jónsdóttir. Ég vil taka það fram að flestir foreldrar komu mikið að söngleiknum Fútlúz og sérstaklega á söngleikjahelginni sjálfri en þessir foreldrar áttu sérstakan þátt í því að stuðla að aukna foreldrasamstarfi bæði við skóla og félagsmiðstöð en ekki síður milli foreldra í árgangnum í kringum söngleikinn. Sjá nánar á fjardarposturinn.is

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri ávarpaði viðstadda.

Anna Steinsen var annar fyrirlesara og sló í gegn með húmor sínum í fræðsluerindinu.

Stefán Már Gunnlaugsson formaður foreldraráðs Hafnarfjarðar setti hátíðina.

Barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju, undir stjórn Helgu Loftsdóttur, söng fyrir gesti.


Betri framtíð fyrir fermingarpeninginn

Það sem hljómar eins og ótrúlega góð hugmynd í dag getur orðið vandræðaleg saga í framtíðinni. Þess vegna borgar sig að hugsa sig vel um og láta fermingarpeningana vaxa á Framtíðarreikningi eða í sjóði á meðan. Ef þú leggur inn 30.000 kr. eða meira á Framtíðarreikning bætum við 6.000 kr. við, enda eiga öll fermingarbörn að fá gjöf. Það sama gerum við ef þú fjárfestir fyrir 30.000 kr. eða meira í sjóðum Stefnis. Þannig getur okkar framlag orðið allt að 12.000 kr. Kynntu þér framtíðarheimili fermingarpeninganna.

arionbanki.is/ferming

Framtíðarreikningur Arion banka


6

FJARÐARPÓSTURINN

fjardarposturinn.is

Þriðjudagur 16. apríl 2019

SPORTIÐ

Texti: Benedikt Grétarsson bgretarsson@gmail.com

ÓLYMPÍULEIKAR ERU DRAUMURINN Fimleikafélagið Björk hefur haldið úti öflugri starfsemi í Hafnarfirði í tæplega 70 ár og í gegnum tíðina hefur fjöldi afreksfólks æft hjá félaginu og skilað mörgum glæsilegum sigrum í hús. Ragnheiður Jenný Jóhannsdóttir er 12 ára upprennandi fimleikastjarna sem hefur staðið sig frábærlega í áhaldafimleikum undanfarin ár. „Ég byrjaði átta ára í fimleikum. Það telst nú frekar seint í þessari íþrótt en margar stelpur byrja að mæta á æfingar þriggja til fjögurra ára gamlar. Ég hef alltaf æft hjá Björkunum í Hafnarfirði, enda Hafnfirðingur í húð og hár. Ég fæddist reyndar í Vestmannaeyjum en mamma og pabbi fluttu hingað í Hafnarfjörðinn þegar ég var tveggja vikna. Við búum á Völlunum og þar sem pabbi er mikill handboltaáhugamaður lá kannski beinast við að ég færi beint í handbolta en mig langaði alltaf í fimleika og ég sé alls ekki eftir þeirri ákvörðun,“ sagði Ragnheiður þegar við hittum hana í íþróttahúsi Bjarkanna við Haukahraun. Ragnheiður var að keppa nýverið á sterku móti í Noregi og náði eftirtektarverðum árangri. „Við vorum nokkrar að keppa á einstaklingsmóti sem haldið var í Osló og það gekk mjög vel. Ég lenti í öðru sæti og það kom mér mikið á óvart. Ég var eini Íslendingurinn sem komst á verðlaunapall og var í raun sorglega nálægt því að vinna gullið. Svo varð ég Íslandsmeistari í öðru þrepi á síðasta Íslandsmóti og átti þar á undan Íslandsmeistaratitil í fjórða þrepi.“

BH-ingar unnu samtals átta Íslandsmeistaratitla um liðna helgi.

á öllum aldri. Það er samt þannig að yfirleitt hætta komur fyrr í fimleikum heldur en t.d. í boltagreinum. Það þarf að æfa ansi mikið í fimleikum og ég fer sex sinnum í viku á æfingu og er yfirleitt 2-3 klukkutíma í senn. Það kemur alveg fyrir að fimleikarnir skarast á við eitthvað skemmtilegt í einkalífinu og það getur verið smá fúlt en mér finnst Frábært starf unnið í Björk Allt íþróttafólk á sterkar og veikar hlið- bara svo gaman í fimleikum að ég hristi ar í sinni íþrótt. Hvernig skyldu þessir það bara af mér og mæti á æfingu.“ „Við erum mjög heppnar með þjálfara. þættir vera hjá Ragnheiði? „Mér hefur alltaf gengið mjög vel í Jóhannes Níels Sigurðsson og landsgólfæfingum og svo er ég alveg ágæt liðsþjálfarin Hildur Ketilsdóttir þjálfa á slá. Minn styrkur er kannski að vera okkur og eru bæði mjög fær. Við höfum nokkuð jafngóð á öllum áhöldum. Það náð að halda hópinn ágætlega í gegngetur verið mjög gott að vera alhliða um tíðina en það voru samt nokkrar góð í áhaldafimleikum því að þú safn- stelpur að hætta fyrir ekki svo löngu. ar stigum í heildarkeppninni og það er Hópurinn okkar er nokkuð stór og við hægt að vinna mót, þó að maður vinni erum kannski 14-15 að mæta á æfingu ekki eina einustu grein á mótinu. Tvíslá- í mínum flokki. Við erum ofsalega góðin hefur kannski helst verið að stríða ar vinkonur allar og það gerir auðvitað mér og ég er ekki oft að ná að fara hr- æfingarnar skemmtilegri,“ segir Ragninginn og beint upp í handstöðu. Það heiður brosandi. þarf bara æfa meira og bæta sig,“ segir Ætla mér að ná langt Ragnheiður ákveðin. Fimleikafólk er yfirleitt ekki að stunda Það er ekki mikið pláss fyrir mistök í þessa gríðarlega krefjandi íþrótt langt fimleikum og eitt lítið óhapp getur kostað keppanda möguleika á verðlaunum. frameftir aldri. „Þær bestu á Íslandi eru flestar komn- Andlegur styrkur á slíkum stundum er ar yfir tvítugt en hjá Björkunum er mjög mikilvægur að mati Ragnheiðar margar mjög góðar sem eru 17-18 ára. sem stefnir hátt í framtíðinni. „Það er alls ekki gott að hengja haus Það má kannski segja að 16-23 ára sé þegar illa gengur. Maður sér stundum góður aldur en það er auðvitað ekkert algilt. Það eru til flottar fimleikakonur keppendur gefast upp við eitt fall af slá

og þá fylgja fleiri áföll í kjölfarið. Það er mikilvægt að halda haus og ég tel mig nokkuð sterka í þessum þáttum. Mig langar að byrja á því að komast í unglingalandsliðið og fara á Evrópu- og heimsmeistaramót erlendis. Það voru tvær stelpur úr Björk að keppa á EM í Póllandi nýlega og mig langar líka að upplifa svoleiðis hluti. Þegar kemur að mótum þá reynir maður yfirleitt ekki við einhverjar æfingar sem hafa kannski náðst einu sinni á æfingum. Maður fer í hluti sem eru nokkuð öruggir, því að þú vilt ekki eyðileggja allt mótið með því að klúðra einni æfingu og missa af dýrmætum stigum. Ég var t.d. með eitt stökk, svokallað „yfirslag-framheljar“ sem mér leið voða vel með og ætlaði að nota í keppni. Svo þegar á reyndi var ég ekki alveg örugg og notaði því önnur auðveldari stökk.“ Átökin eru gríðarleg í þessari íþrótt og brothættur blaðamaðurinn þorir ekki annað en að spyrja hvort að það sé algengt að meiða sig í fimleikum. „Það er auðvitað hægt að meiða sig í fimleikum en það er bara eins og í öðrum íþróttum. Ég hef sjálf aldrei lent í alvarlegum meiðslum en samt orðið fyrir einhverjum minniháttar meiðslum. Það er t.d. ekkert rosalega þægilegt að vera í heljarstökki af tvíslá og fara með sköflunginn beint í ránna. Svo fékk ég svokallað „jumpers-knee“ í fyrra en það er farið núna,“ segir Ragnheiður létt.

Myndir: Olga Björt

Ísland hefur aðeins átt einn kvenkyns keppanda í fimleikum á Ólympíuleikum en það var hin rússnesk-ættaða Irina Sazonova sem keppti fyrir Íslands hönd í Ríó 2016. Er Ólympíudraumurinn fjarlægur eða gætum við séð Ragnheiði Jenný á Ólympíuleikum einn góðan veðurdag? „Ég get ekki alveg lofað því en ég ætla auðvitað að reyna mitt besta,“ sagði Ragnheiður brosandi að lokum


Grafika/ Guðrún Anna


8

FJARÐARPÓSTURINN

fjardarposturinn.is

Þriðjudagur 16. apríl 2019

SPORTMOLAR Vorið er tíminn þegar íþróttafólk skrifar undir nýja samninga og kvennalið FH í knatspyrnu fékk vænan liðsstyrk í vikunni þegar Nótt Jónsdóttir skrifaði undir tveggja ára samning við FH. Undanfarin tvö ár hefur hún spilað með Stjörnunni en Nótt er uppalin í FH. Nótt hefur leikið 36 leiki í meistaraflokki hefur skorað í þeim fjögur mörk. FH-ingar eru stórhuga í kvennaboltanum og ætla sér beint upp í efstu deild að loknu þessu tímabili. Mynd: FH

Lovísa Björt Henningsdóttir.

Kristján Ómar og Fareed Sadad til hægri.

HAUKAR SAFNA LIÐI

með yngri landsliðum Finnlands og BJÖRK MEÐ TVO FULLTRÚA Á EM

Það bárust í vikunni mikil gleðitíðindi fyrir körfuknattleiksdeild Hauka en þá var það staðfest að Lovísa Björt Henningsdóttir snýr aftur í liðið eftir farsælan feril í bandaríska háskólaboltanum. Lovísa lék stórt hlutverk með Marist-háskólanum og stefnir á að leika eitt tímabil með Haukum en fara svo í atvinnumennsku. Lovísa er 24 ára gömul og hefur leikið landsleiki fyrir ísland. Mynd: Marist

Vigdís Pálmadóttir og Emilía Björt Sigurjónsd.

Afganistans. Fareed byrjaði með lát- Vigdís Pálmadóttir og Emilía Björt Sigum og skoraði þrennu í 5-2 bikarsigri urjónsdóttir úr Björk, kepptu í vikunni á sínu fyrsta Evrópumóti í áhaldafimleikHauka gegn KFS. Mynd:Haukar um í flokki fullorðinna sem haldið var í Póllandi. Hafnfirsku stelpurnar stóðu EINNIG GÓÐAR FRÉTTIR HJÁ FH sig með miklum sóma og öðluðust dýrmæta reynslu sem nýtist í framtíðinni. Mynd. fimleikasambandið

BH ÍSLANDSMEISTARI

Þá hefur Fareed Sadat gengið til liðs við karlalið Hauka í knattspyrnu og mun spila með liðinu í Inkasso deildinni í sumar. Fareed er tvítugur sóknarmaður sem fæddist í Afganistan en fluttist ungur til Finnlands. Hann hefur leikið Nótt Jónsdóttir

FJÖRÐUR Á ÍSLANDSMÓTI Í BOCCIA

Borðtennisdeild BH vann mikið afrek um helgina, þegar karlalið félagsins varð íslandsmeistari í liðakeppni í fyrsta sinn. Víkingur og KR höfðu einokað liðakeppnina í 40 ár en okkar menn sögðu hingað og ekki lengra! Sigurliðið skipa: Birgir Ívarsson, Magnús Gauti Úlfarsson, Pétur Marteinn Urbanic Tómasson og Jóhannes Bjarki

Lið BH í borðtennis.

Urbanic Tómasson. Þjálfari liðsins er Tómas Shelton. Fjarðarpósturinn mun kíkja í heimsókn til Íslandsmeistaranna innan skamms og fara betur yfir afrekið. Til hamingju BH! Mynd: Aðsend

LOKAVERKEFNIÐ VAR STYRKTARBINGÓ Lokaverkefni hafnfirskra nemenda í viðburða-og verkefnastjórnun í HÍ var að halda viðburð. Þau ákváðum að nýta tækifærið til að finna gott málefni til að styrkja og fannst Hringurinn vera eitthvað sem stóð hjarta þeirra næst. Þau hugsuðu með sér að bingó væri skemmtileg leið til að draga að fjölskyldufólk og gera sér glaðan dag. Hópurinn vildi hafa einhverja skemmtikrafta á svæðinu og þau heyrðu í Skoppu og Skrítlu, sem voru til í að taka þátt í þessu með þeim. Rúmlega 200 manns mættu og alls söfnuðust 385.000 kr sem

afhentar voru Hringnum, strax eftir viðburðinn. Nemendurnir í viðburða- og verkefnastjórnuninni eru Adisa Mesetovic, Elín Lára Baldursdóttir, Haukur Örn Halldórsson og Júlía Scheving Steindórsdóttir.

Á myndinni sjáum við liðið ásamt þjálfara og dómurum frá Lions. Frá vinstri Friðgeir, Guðjón, Valgerður, Ingvar, Kristín Ágústa, Unnur Marta, Ragnar, Kristinn og Jón Rúnar. Mynd: Aðsend

Fyrir skömmu síðan fór fram Íslandsmót fatlaðra í Boccia. Mótið var haldið í Laugardalshöll og voru fjölmörg keppnislið alls staðar af landinu. Keppt var í þremur deildum og víða hörkubarátta. Eitt af liðum Íþróttafélagsins Fjarðar lék til úrslita í 2. deild og var úrslitaleikurinn mjög spennandi og lauk ekki fyrr en eftir framlengingu, sem tapaðist naumlega.

Liðið vann sér rétt til þáttöku í fyrstu deild á næsta ári. Leikmenn Fjarðar voru þau Kristín Ágústa Jónsdóttir, Ragnar Björnsson og Unnur Marta Svansdóttir, en þjálfari þeirra er Valgerður Hróðmarsdóttir, sem unnið hefur gríðalega gott starf í þágu Fjarðarins í gegnum árin. Félagar úr Lionsklúbbi Hafnarfjarðar mættu eins og undanfarin ár til að annast dómgæslu fyrir hönd Fjarðar. Það verður spennandi að fylgjast með liðinu í efstu deild á næsta ári.

Adisa Mesetovic, Elín Lára Baldursdóttir, Haukur Örn Halldórsson og Júlía Scheving Steindórsdóttir afhenda fulltrúum Hringsins styrkinn. Mynd: Aðsend


FH – HK KAPLAKRIKAVÖLLUR 27. APRÍL — 16:00 KAPLAKRIKI OPNAR 14:30 #VIÐERUMFH

ÁRSKORT

BAKHJARLAKORT

PLATINUMKORT

ÁRSKORT

MEISTARAFLOKKS KARLA

MEISTARAFLOKKS KARLA

MEISTARAFLOKKS KARLA

MEISTARAFLOKKS KVENNA

Gildir sem aðgöngumiði fyrir einn á alla heimaleiki FH í Pepsi Max deild karla 2019.

14 aðgöngumiðar á heimaleiki FH í Pepsi Max deild karla 2019.

22 aðgöngumiðar á heimaleiki FH í Pepsi Max deild karla 2019.

Aðgangur að Bakhjarlarými. Þar er boðið uppá veitingar fyrir leiki og kaffi í hálfleik.

Aðgangur að Bakhjarlarými. Þar er boðið uppá veitingar fyrir leik og kaffi í hálfleik.

Árskort á alla heimaleiki meistaraflokks kvenna í Inkasso deildinni sumarið 2019. Frítt kaffi fylgir á öllum leikjum gegn framvísun árskortsins.

Gjöf frá FH.

Tilboðsverð til 6. maí:

Verð á mánuði:

Verð á mánuði:

Verð:

16.000 kr.

2.500 kr.

10.000 kr.

10.000 kr.

Almennt verð 20.000 kr.

30.000 kr staðgreitt

100.000 kr staðgreitt. Nánari upplýsingar um öll kort má finna á FH.is

ER AÐALSTYRKTARAÐILI FH


10 FJARÐARPÓSTURINN

fjardarposturinn.is

Þriðjudagur 16. apríl 2019

MAMMA STÆRSTA FYRIRMYNDIN Ingunn Lind Pétursdóttir sigurvegari Stóru upplestrarkeppninnar í Hafnarfirði ásamt litlu systur sinni, Stellu og móður Guðrúnu Björgu Gunnarsdóttur.

Ingunn Lind Pétursdóttir, nemandi í 7. bekk í Hvaleyrarskóla, sigraði í hinni árlegu Stóru upplestrarkeppni sem fram fór í Hafnarborg fyrir skömmu. Ingunn Lind er ekki óvön framkomu og tjáningu því hún er í kór og hefur mikinn áhuga á leiklist. Við hittum hana og móður hennar, Guðrúnu Björgu Gunnarsdóttir á heimili þeirra á holtinu. Við byrjum á að spyrja Ingunni Lind hvers vegna hún er svona góð í upplestri. Hún flissar vinalega og segir: „Ég les fimm sinnum viku fyrir skólann en ég æfi mig mikið í að lesa upphátt þegar ég les. Við lærum líka ljóð einu sinni í viku og lesum það upp í púlti.“ Hún segist ekki lesa mjög mikið umfram það en þó séu íslenskar spennubækur og sorglegar bækur í mestu uppáhaldi. Guðrún Björg stingur þarna inn í: „Við skoðum alltaf vel jólabókaflóðið. Kertasníkir kemur alltaf með bækur á þetta heimili.“ En var ekkert stressandi að keppa í upplestri? „Jú reyndar aðeins því það voru svo margir rosalega góðir upplesarar. Ég þekkti líka marga þarna sem ég hafði kynnst í leikskóla, kórnum og víðar. Ég er líka með mikið keppnisskap,“ segir Ingunn Lind og brosir.

Myndir: Olga Björt

Hvaleyrarskóli stendur sig vel Spurð um stærstu fyrirmyndir hugsar Ingunn Lind aðeins um, horfir svo á mömmu sína og segir stolt: „Mamma er stór fyrirmynd mín. Hún tekur af skarið og lætur ekkert stoppa sig. Hún gerir mér líka grein fyrir að það þarf að hafa fyrir hlutunum til að ná árangri.“ Móðir hennar, Guðrún Björg, brosir og fer aðeins hjá sér en bætir við: „Það er bara mikilvægt að allir finni sína leið á sínum hraða. Það er ekkert ómögulegt. Ingunn Lind á auðvelt með að koma fram og hefur tekið þátt í vorsýningum hjá Listdansskóla Hafnarfjarðar og er í Barnakór Hafnarfjarðarkirkju. Þá er tjáning án tals í takti við söguna sem er í gangi. Við ræðum mikið saman fjölskyldan og við erum mjög hreinskilin og opinská. Hvaleyrarskóli stendur sig mjög vel í því að efla tjáningu hjá nemendum. Markviss málörvun frá 1. bekk. Við vissum líka mjög snemma að það væri hennar svið að koma fram. Okkur finnst hún oft vera eldri en hún er, hún er svo skilningsrík.“ Að lokum er Ingunn Lind spurð um ráð handa þeim sem vilja verða góðir í upplestri: „Æfa sig, ekki hika og hafa trú á ykkur.“ Ingunn Lind les fimm sinnum í viku fyrir skólann og æfir sig mikið í því að lesa upphátt. Íslenskar spennubækur og sorglegar eru í mestu uppáhaldi.


FJARÐARPÓSTURINN

fjardarposturinn.is - ritstjorn@fjardarposturinn.is

11

ÁRLEGIR VORTÓNLEIKAR ÞRASTANNA

Karlakórinn Þrestir í fullum skrúða. Þeir halda sína árlegu vortónleika 27. apríl.

Mynd: Aðsend

Nú fer að líða að árlegum vortónleikum Þrastanna en þeir verða haldnir í Víðistaðakirkju þann 27.04. kl. 14. Tónleikarnir verða glæsilegir að vanda og dagskráin skemmtileg í anda Þrastanna. Nokkrir strákar frá Tónlistaskóla Hafnarfjarðar verða með Þröstunum í nokkrum lögum og undirleikur verður í höndum Kjartans Valdemarssonar.

lenskar dæguperlur eins og Tondeleyo, Jóns Múla og Jónasar Árnasona-lög. Ennfremur mun einn kórfélaganna, Stefán Íslandi, syngja einsöng. Undirleik annast strákar úr Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og á píanóið leikur Kjartan Valdemarsson. Vortónleikar marka yfirleitt endalok á starfi vetrarins þó kórinn muni fara í Skálholt þann 1. maí og syngja í hljómfagri kirkjunni þar. Að venju er svo sungið fyrir Hafnfirðinga á 17. Kórinn telur í dag tæplega 40 meðlimi á júni. Þrestirnir voru stofnaðir 1912 og er því öllum aldri þó skráðir félagar séu rúmlega elsti starfandi kór landsins. Kórstjóri er Árni 50. Æft er í eigin húsnæði að Flatarhrauni Heiðar Karlsson. Við kíktum á æfingu fyrir og eru æfingar 1-2 svar í viku. Fluttar verða skömmu, þar sem greinilegt var að á meðal kóraperlur, s.s. Fjallið Skjaldbreiður, Þú álfu kórfélaga ríkir sönn vinátta, gleði, húmor og vorrar og Ísland farsældar frón, en einnig ís- góður félagsskapur. Kapparnir kátir á æfingu.

Mynd: Olga Björt

KOMDU Í SUND UM PÁSKANA Ásvallalaug Suðurbæjarlaug Sundhöll

Skírdagur 18. apríl Kl. 8-17 Kl. 8-17 Lokað

Föstud. langi 19. apríl Lokað Kl. 8-17 Lokað

Laugardagur 20. apríl Kl. 8-18 Kl. 8-18 Lokað

Páskadagur 21. apríl Kl. 8-17 Lokað Lokað

Annar í páskum 22. apríl Kl. 8-17 Kl. 8-17 Lokað

Höfum það gaman saman í sundi um páskana! 585 5500 hafnarfjordur.is


12 FJARÐARPÓSTURINN

fjardarposturinn.is

Þriðjudagur 16. apríl 2019

KYNNING:

NÝR REKSTRARAÐILI SÓLNINGAR „Við munum halda áfram að þjónusta Hafnfirðinga eins og við höfum gert í mörg ár,“ segir Vormur Þórðarson, nýr rekstraraðili hjólbarðaverkstæðisins Sólningar við Hjallahraun 4. Rekstur Sólningar ehf. hætti nýlega en Vormur, sem starfað hefur rekstarstjóri þar undanfarin ár keypti reksturinn eftir áramótin. „Við munum halda áfram að starfa undir merkjum Sólningar og bjóða áfram frábær merki á góðum verðum.Við erum með stóran hóp góðra viðskiptavina sem hafa haldið tryggð við fyrirtækið í mörg ár og munum halda áfram að þjónusta þá, sem og alla Hafnfirðinga með breiðu úrvali af dekkjum á góðu verði.“

efnum bætt í hana svo hún hreinsi vélina og skilji út öll úrgangsefni. Röng olía getur kostað mikinn viðgerðarkostnað síðar,“ segir Vormur.

Hjólastillingar og smáviðgerðir Til viðbótar við það sem Vormur nefnir býður Sólning að auki upp á hjólastillingar og smáviðgerðir. „Gatnakerfið okkar hefur ekki farið vel með fjöðrun og hjólabúnað svo mikil þörf er á þjónustu af þessu tagi. Bíll sem t.d. lendir í holu getur valdið því að hjólabúnaður skekkist svo að bíllinn verður hættulegri í akstri, auk þess að slíta dekkjum mun fljótar sem þ.a.l. hefur meiri kostnað í för með sér.Einnig viljum við benda fólki á að athuga reglulega ástand hjólbarðSérpanta dekk anna, slit og loftþrýsting og getur fólk Sólning býður upp á gæðamerki, s.s. komið til okkar sér að kostnaðarlausu Hankook, Continental, Mastercraft og og við mælum loftið og könnum ástand Nexen og fleiri merki sem Vormur segir dekkjanna. „Rangur loftþrýstingur veldað skipa megi í fremstu röð í prófunum. ur meiri eyðslu og styttir líftíma dekkj„Auk þess getum við sérpantað dekk ef anna verulega. Einnig skiptum við um við eigum þau ekki á lager.“ Einnig bjóð- perur, rafgeyma og rúðuþurrkur og eigum við upp á smurþjónustu þar sem við um flesta hluti á lager. leggjum áherslu á viðurkenndar gæðaolíur og síur. Með nútímavélum er alls Allir fastráðnir starfsmenn eru Hafnekki sama hvaða olía er notuð á bíla firðingar sem hafa unnið lengi hjá Sólnog nauðsynlegt að fylgja þeim stöðlum ingu og með mikla reynslu. „Við leggjsem framleiðandi krefst. Með aukn- um áherslu á að veita góðu þjónustu um mengunarreglugerðum er olía ekki og vonum að sjá sem flesta. Gleðilegt Vormur Þórðarson nýr rekstraraðili Sólningar. lengur bara smurefni heldur er ýmsum sumar Hafnfirðingar!“ segir Vormur.

Mynd: Olga Björt


Beltone Legend

Enn snjallara heyrnartæki Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu.

HEYRNARSTÖ‹IN Beltone Legend gengur með iPhone 6s og eldri gerðum, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum.

Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is

Opið alla páskana í Flatahrauni

PIPAR\TBWA • SÍA • 190942

Komdu í kaffi og tertusneið


14 FJARÐARPÓSTURINN

MENNING VÍSNAGÁTAN

Í fæti mínum ónýt er, efsta frosið lag í snjó. Lítið svona bátur ber, barnagull hún var úr sjó.

Geir Bjarnason og Kristín Thoroddsen:

AÐSENT

RAFÍÞRÓTTIR Í ÍÞRÓTTABÆNUM HAFNARFIRÐI

Fögnum tölvuleikjum og drögum þá upp á yfirborðið Fræðsluráð Hafnarfjarðar samþykkti á síðasta fundi sínum að taka rafíþróttum fagnandi og skoða með hvaða hætti hægt sé að styðja Úr bókinni Vísnagátur eftir Pál við uppbyggilega þróun greinarJónasson. Birt með góðfúslegu innar. Rafíþróttir má skilgreina sem samheiti yfir skipulagða keppni í leyfi hans. Lausnarorð vísu síðasta blaðs: Koppur tölvuleikjum. Börnin okkar sem eru að leika sér með öðrum í gegnum netið að spila tölvuleiki eru því uppSMÁAUGLÝSINGAR rennandi rafíþróttamenn. Á heimsvísu er þetta afar vinsælt og í raun eru engin landamæri til þegar spilaðir eru tölvuleikir á netinu.

Bílaþrif

Þvottur og bón verndar bílinn þinn. Ég tek að mér bílaþrif og kem og sæki ef óskað er. Úrvalsefni og hagstætt verð. Uppl. í síma 845-2100.

fjardarposturinn.is

Þriðjudagur 16. apríl 2019

Erlendis er keppt í rafíþróttum og atvinnumenn æfa undir leiðsögn þjálfara þar sem einnig er hugað að hreyfingu og réttu mataræði. Hér á landi hafa verið haldin mót, bæði meðal íþróttafélaga sem og félagsmiðstöðva og er þá hefðbundnum æfingum blandað við

rafrænar æfingar. Framtíðartækifæri fyrir börnin okkar Við viljum snúa við neikvæðri umræðu um tölvunotkun og nýta tæknina í jákvæða veru. Út í samfélaginu eru snillingar á þessu sviði, við viljum styðja hafnfirsk ungmenni í að skara fram úr í þessu sem og hefðbundnum íþróttum og viðurkenna tilvist þeirra og þannig sporna við einangrun og skapa félagslegan vettvang fyrir þennan hóp. Hafnfirsk íþróttafélög hafa haft væntingar til að setja á stofn rafíþróttadeildir innan síns félags og mun Hafnarfjarðarbær vinna með áhugasömum íþróttafélögum um að formgera þetta verkefni og skapa vettvang fyrir rafíþróttamenn framtíðarinnar.

Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi og Kristín Thoroddsen formaður fræðsluráðs


FJARÐARPÓSTURINN 15

fjardarposturinn.is - ritstjorn@fjardarposturinn.is

FF

FYNDNAR

FERMINGA

RMYNDIR

FIMLEIKAÆFING, PENINGAKASSI OG 200 HEILLASKEITI

Í MYNDATÖKU BEINT Á EFTIR FIMLEIKAÆFINGU

Dýri Kristjánsson, Íþróttaálfur með meiru, fermdist árið 1994. „Sjáið þennan töffara? Mættur í fermingarmyndatökuna, beint af fimleikaæfingu. Tíminn er knappur því hann á eftir að borða, læra fyrir morgundaginn og æfa sig á trompetið því stigapróf og vortónleikar eru handan við hornið. En það má ekki missa af fimleikaæfingu því það eru keppnir nánast hverja helgi. Þarna er ég nýbúinn að losna við spangir og er himinlifandi með að vera laus við að þurfa að passa að vera ekki eins og Jaws úr James Bond myndunum þegar ég brosti. Ég taldi

mig vera mjög hugrakkan að vera í köflóttum jakka og vesti. En það sem mér finnst toppa myndina liggur í smáatriðunum: sjáið glæsilega gullarmbandið? Toppar það fátt. Fermingarveislan var virkilega skemmtileg, glæsileg og glæsikökur í hverju horni. Ég þakklátur mömmu því nú í dag sé ég enn frekar hversu mikill dugnaðarforkur hún er að halda 5 barna heimili gangandi með pabba. Við systkynin og pabbi erum sko heppin, ótrúlegt hvernig henni tókst þetta og gerir enn.“

VASADISKÓ OG PENINGAKASSI Í GJÖF

Geirþrúður Guttormsdóttir, eigandi KRYDD, var fermd 1. apríl árið 1991. „Þar sem ekki var komin kirkja í Grafarvoginn á þessum tíma, þá fermdust öll börn þaðan í Árbæjarkirkju. Það var alveg hellingur af börnum að fermast þennan dag og tók sjálf athöfnin í kirkjunni svo langan tíma að þegar ég loks mætti í mina eigin veislu þá voru allir gestirnir mættir. Veislan mín var haldin í Dillonshúsi á Árbæjarsafni en móðir mín var að vinna þar á þessum tíma og við bjuggum meira að segja á safninu í tæp tvö ár áður en við fluttum í Grafarvoginn svo þá

lá beinast við að hafa veisluna þar. Salurinn var fallega skreyttur með gulu og grænu lita þema og boðið var uppá heitan mat og kransaköku með kaffinu. Fermingarstúlkan var klædd í forláta stuttbuxnadragt úr Evu og var alsæl í lok dags með vasadiskóið sitt, peningakassann og græjurnar sínar sem var aðalgjöfin þetta árið frá foreldrum mínum. Í minningunni var þetta skemmtilegur og notalegur dagur með góðum mat og frábæru fólki sem gerði daginn eftirminnanlegan.“

FÉKK 200 HEILLASKEYTI Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður og Hafnfirðingur ársins 2018, fermdist 29. apríl 1979. „Ég fermdist frá Ísafjarðarkirkju, þeirri sem síðar brann. Sr. Jakob Hjálmarsson var presturinn. Við vorum líklega um 20 sem fermdumst saman þennan dag. Veislan var haldin heima í Hafnarstræti 8 og var kalt borð, matur, og að sjálfsögðu kransakaka sem stjúpmóðir mín bakaði líklega. Fermingarfötin voru keypt í Reykjavík og var farin sér ferð þangað til innkaupa. Mig minnir að skipt hafi verið um eldhús og baðinnréttingar heima fyrir ferminguna. Á Ísafirði, eins og víða annars staðar, voru skátarnir með umsjón með fermingarskeytunum og minnir mig að skeytin sem ég fékk hafi verið um 200 talsins. Þetta var fyrir þann tíma að tvö núll voru tekin af krónunni og minnir mig að ég hafi fengið um 200.000 kr. í peningum sem þótti bara talsvert á þeim tíma. Ég fékk einnig útilegubúnað, penna, skartgripi, bækur, hnött og farareyri vegna enskunámskeiðs í Bretlandi sem ég fór á síðar um sumarið.“


16

FJARÐARPÓSTURINN

fjardarposturinn.is - fullt af fréttum úr Firðinum

facebook.com/fjardarpostur

Sumarið er komið hjá okkur Opið á sumardaginn fyrsta frá 11-17

Verslunarmiðstöðinni Firði, fyrstu hæð Fjarðargötu 13-15, Hafnarfirði Sími: 6949551

Profile for Fjarðarpósturinn

Fjarðarpósturinn 16. apríl 2019 - Páskablað  

Fjarðarpósturinn 16. apríl 2019 - Páskablað  

Advertisement