Page 1

Bæjarblað Hafnfirðinga síðan 1983

Öll almenn lögfræðiþjónusta

UN

RESTAURANT

bókhald ehf

Ferskur fiskur Sími: 555 7030 www.burgerinn.is

HLÍÐARBRAUT 9 - EINBÝLI

64,9 m.

Borðapantanir í síma:

Fjarðargötu 11, Hafnarfirði. 555 3033 lth.is

Fimmtudagur 15. mars 2018

Almenn bókhaldsþjónusta Reykjavíkurvegi 64 unbokhald.is s: 568 5730

565 5250

fjardarposturinn.is - fullt af fréttum úr Firðinum

11. tbl.36. árg

DAGGARVELLIR 4B – FALLEG EIGN ENGJAVELLIR 5A – FJÖLBÝLI

183 fm

46,7 m.

41 m.

111 fm

94 fm

35 ára Laus strax

Tvílyft einbýli á þessum eftirsótta stað í Mjög falleg 3-4 herb. íbúð. Nýleg eldhúsSuðurbæ Hfj. Innbyggður bílskúr. Góð eign. innrétting. Stæði í bílastæðahúsi fylgir. Gott aðgengi, lyfta.

Björt 4ra herb. íbúð á 3ju hæð (efstu) í vel staðsettu fjölbýli með sér inngangi af svölum.

Stofnuð 1983

Tölt með tilgang

Víða á hverfissíðum bæjarhluta á Facebook hefur átt sér stað umræða um rusl á víð og dreif. Hópur vinkvenna í fæðingarorlofi eru meðal bæjarbúa sem tóku sig til einn gluggaveðursdaginn og tíndu rusl á göngu með barnavagnana. Þær hvetja aðra sem leið eiga um bæinn að gera slíkt hið sama, því margt smátt geri eitt stórt. Nánar á bls. 6.

Mynd: Olga Björt

Auglýsingasími: 892 2783 auglysingar@fjardarposturinn.is

Leitin að ódýrari dekkjum er á enda. Þau eru í Sólningu. Meira til skiptanna


2

FJARÐARPÓSTURINN - 35 ára

fjardarposturinn.is

Fimmtudagur 15. mars 2018

Fríkirkjan

SPURNING VIKUNNAR

Hvað finnst þér um samræmd próf?

í Hafnarfirði

Sunnudagur 18. mars Helga Huld Sigtryggsdóttir: Ég er mjög ósátt við þróunina á prófunum eftir að þau fóru á rafrænt form. Þau mæla mjög takmarkað. Eins eru vinnubrögð Menntamálastofnunnar óásættanleg.

Magnús Gunnarsson: Samræmd próf geta þjónað tilgangi sínum ef þau eru rétt útfærð.

Sunnudagaskóli kl. 11 Logi Geirsson: Markmið samræmdu prófanna er margþætt, sýna hæfni og krakkar læra að fara undir mikla pressu. Einnig leiðbeinandi um áherslur í námi. Þetta er í mínum huga fyrst og fremst könnunarpróf og afla upplýsinga um námsstöðu sem nýtast þá menntamálastofnun að vinna úr niðurstöðunum hvað má bæta og líka fyrir nemandann á frekari námsstigum. Sýnið mér betri útfærslu, maður heyrir sömu umræðu núna og 1996 þegar ég tók þau.

Kvöldvaka kl. 20 Lokasamvera fermingarbarna og foreldra. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn. Fyrrverandi fermingardrengur, Jón Jónsson tónlistarmaður er gestur kvöldvökunnar.

Guðlaug í veikindaleyfi Forseti bæjarstjórnar Hafnafjarðar, Guðlaug Kristjánsdóttir, tilkynnti á Facebook síðu sinni fyrr í vikunni að hún sé komin í veikindaleyfi. Fyrsti varaforseti bæjarstjórnar er Margrét Gauja Magnúsdóttir (S) og annar er Kristinn Andersen (D). Varabæjarfulltrúar Bjartrar framtíðar eru Borghildur Sturludóttir (Æ) og Pétur Óskarsson (Æ), en þau taka ekki hlutverk forseta. Karólína Helga Símonardóttir (Æ) er varamaður Guðlaugar í fjölskylduráði. Fjarðar­ pósturinn óskar Guðlaugu góðs bata.

facebook.com/frikhafn og www.frikirkja.is

ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahraun 5a

ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA

Kristín Ingólfsdóttir

Guðlaug Kristjánsdóttir.

Sverrir Einarsson

Margrét Ásta Guðjónsdóttir

Símar allan sólarhringinn: 565 5892 & 896 8242 Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er www.utfararstofa.is

Frímann & hálfdán Útfararþjónusta hafnarfjarðar

Sunnudagurinn 18. mars Messa og sunnudagaskóli kl 11. Kór ungs fólks syngur Hressing eftir stundina

Frímann 897 2468

Hálfdán 898 5765

Ólöf 898 3075

Morgunmessa, TTT ,barna-og unglingakórar. Nánari upplýsingar á hafnarfjardarkirkja.is og facebook.com/Hafnarfjarðarkirkja

Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is

Cadillac 2017


© Inter IKEA Systems B.V. 2018


4

FJARÐARPÓSTURINN - 35 ára

fjardarposturinn.is

Fimmtudagur 15. mars 2018

Adda María nýr oddviti

Skemmtilegt af Facebook: www.facebook.com/johanneshaukur

Jóhannes Haukur Jóhannesson 8. mars kl. 20:39 · Cape Town, South Africa ·

Fyrir 20 árum síðan var ég í Flensborgarkórnum og lærði Suður Afrískt lag, Nkosi Sikelel’ iAfrika. Við í kórnum sungum þetta ekki aðeins á tónleikum og æfingum heldur óspart á fylleríum líka. Nú er ég loks staddur í Suður Afríku og það hefur reynst mér gríðarvel að kunna þennan söng utanað í samskiptum við lókalinn, sem furðar sig á hversu vel ég þekki lag og texta. Mikill stemningsauki, sem er ávallt gott. Líkar þetta

Skrifa ummæli

Deila

Stofnuð 1982 Dalshrauni 24 - Sími 555 4855 - steinmark@steinmark.is Adda María Jóhannsdóttir, nýr oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði var samþykktur einróma á fjölmennum félagsfundi Samfylkingarinnar í liðinni viku. Mikil endurnýjun er á listanum og margt nýtt fólk gengið til liðs við flokkinn á síðustu mánuðum. Tveir af þremur núverandi bæjarfulltrúum flokksins gefa ekki kost á sér til forystu á næsta kjörtímabili. Nýr oddviti flokksins er Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi.

Framboðslistinn er þannig skipaður: 1. Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi 2. Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri og varabæjarfulltrúi 3. Sigrún Sverrisdóttir, leiðbeinandi í fyrstu hjálp 4. Stefán Már Gunnlaugsson, prestur 5. Árni Rúnar Þorvaldsson, grunnskólakennari 6. Sigríður Ólafsdóttir, leikskólastjóri 7. Steinn Jóhannsson, konrektor 8. Sigurbjörg Anna Guðnadóttir, stærðfræðingur 9. Einar Pétur Heiðarsson, verkefnastjóri 10. Vilborg Harðardóttir, háskólanemi 11. Sverrir Jörstad Sverrisson, aðstoðarleikskólastjóri 12. Dagbjört Rún Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi 13. Matthías Freyr Matthíasson, laganemi 14. Svava Björg Mörk, doktorsnemi 15. Guðjón Karl Arnarson, forstöðumaður 16. Þórunn Blöndal, málfræðingur 17. Colin Arnold Dalrymple, stjórnmálafræðingur 18. Elín Lára Baldursdóttir, þjónn 19. Gylfi Ingvarsson, vélvirki og formaður 60+ 20. Dóra Hansen, innanhússarkitekt 21. Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi 22. Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi


Verið velkomin í heimsókn

@islandsbanki

440 4000

Íslandsbanki Strandgötu

Við bjóðum Hafnfirðinga innilega velkomna í heimsókn í útibúið okkar í Strandgötu 8–10. Þar getum við farið yfir málin í rólegheitum og fundið þjónustuleið sem hentar þér og þínum. Hlökkum til að taka á móti þér.

islandsbanki.is

islandsbanki.is


6

FJARÐARPÓSTURINN - 35 ára

fjardarposturinn.is

Fimmtudagur 15. mars 2018

„Það töff að týna rusl“

Hópurinn á göngu við Norðurbakkann.

„Þessi hugmynd vaknaði fyrsta dag sólar í þarsíðustu viku og fannst okkur tilvalið að blása til göngu sem hefði það m.a. að markmiði að týna rusl í nærumhverfi okkar; tölta um fallega Fjörðinn okkar með tilgangi,“ segir Árdís Ármannsdóttir, sem ásamt hópi vinkvenna sem eru í barnsburðarleyfi tóku sig til og tíndu rusl á leið sinni um bæinn. Þær hittast einu sinni í viku. Árdís segir að hópurinn stefni að því að vera á fleygiferð með vagninn um Fjörðinn þegar sólin fer að sýna sig oftar og lengur. „Hér eftir verður ekki farið út að ganga nema með ruslapoka meðferðis, tækifærið nýtt og rusl týnt. Í fyrstu ruslagöngunni okkar var Norðurbakkinn þræddur og svo tókum við Víðistaðatúnið. Við viljum leggja okkar að mörkum og vera góðar fyrirmyndir fyrir börnin okkar og vonandi hvatning fyrir aðra íbúa að taka sér líka poka í hönd og arka af stað. Það er á ábyrgð okkar allra að hafa fínt í kringum okkur og ef allir íbúar tækju sig til þá yrði Hafnarfjörður ansi fínn á stuttum tíma. Magnið af rusli

Ruslið leynist víða.

Myndir: Árdís

sem safnast hefur saman undir snjó er hreint ótrúlegt og sorglegt að sjá hversu mikið af ruslinu tengist áramótunum. Það eru flugeldaafgangar út um allt!“ Hafa heimsótt allfesta kaffistaði Eftir göngu arkar hópurinn gjarnan í IKEA og fær sér hádegisverð og týnir að sjálfsögðu rusl á leiðinni. „Höfum þegar heimsótt allflesta veitingastaði og kaffihús í Hafnarfirði og munum halda því áfram. Það er að mótast ansi góður vinkonuhópur sem kemur örugglega til með að hittast þegar haldið verður aftur til vinnu eftir fæðingarorlof,“ segir Árdís, en hópurinn hittist oft í heimahúsi eða á skipulögðum hittingum á Bókasafni Hafnarfjarðar þar sem fjölbreytt fræðsla er í boði fyrir foreldra. „Við deilum hugmyndum og ráðum okkar í milli, erum með sameiginlegt snapchat og reynum eftir megni að sjá spaugilegu hliðarnar á svefnleysi, bleyjuskiptum, samþættingu fjöl­ skyldu­­­ lífsins og brjóstagjöf. Það er öllum mömmum hollt að eiga aðra mömmu á hliðarlínunni. Nú eru þessar mömmur bara farnar að týna rusl saman og hafa mjög gaman af.“

Aðstoðarmennirnir.


Félag eldri borgara í Hafnarfirði - 50 ára afmælishátíð


Valgerður Sigurðardóttir, formaður FEBH

Gott að eldast í Hafnafirði

Valgerður Sigurðardóttir, formaður FEBH.

Það var 26. mars 1968 sem 20 framsýnir borgarar komu saman í Góðtemplarahúsinu við Suðurgötu til að stofna Styrktarfélag aldraðra. Tilgangur félagsins var að vinna að velferðarmálum eldri borgara í bænum. Í dag heitir það Félag eldri borgara í Hafnafirði, fjöldi félaga er kominn yfir 1500 og starfsemin er á þremur stöðum í bænum. Við ræddum við Valgerði Sigurðardóttur, 9. formann félagsins, en hún hefur sinnt því hlutverki undanfarin tvö ár. Styrktarfélag aldraðra var fyrsta félagið á landsvísu með velferð eldri borgara að leiðarljósi. Uppleggið hjá félögum þess var að byggja upp íbúðir fyrir aldraða, setja á stofn dvalarheimili og setja á laggirnar heimaþjónusta á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Þegar Hrafnista var opnuð 1977 var það meðal annars vegna áhrifa frá stjórn félagsins á þeim tíma að staðsetningin Skjólvangur í Hafnarfirði varð fyrir valinu. Svo komu Álfaskeiðshúsin sem byggð voru við Sólvang, seinna Sólvangsvegur 1-3. „Fyrsta stjórn félagsins lagði mikla áherslu á að fá Hafnarfjarðarbæ til samstarfs til að efla vegferð eldri borgara í bænum og gekk það eftir. Hugsið ykkur, fólk var farið að huga að þessum málaflokki fyrir 50 árum sem gerði það að verkum að róðurinn varð léttari fyrir þau sem tóku síðar við,“ segir Valgerður. En svo komu upp aðrar kröfur sem fylgja breyttu samfélagi. Lögð er áhersla á fjölbreytt félags-

Mynd: Olga Björt

starf þar sem allir geta fundið sér eitthvað við hæfi. Stjórn og varamenn á öllum fundum Orðalagsbreytingar hafa orðið hjá Félagi eldri borgara í Hafnarfirði í tímans rás og t.d. er ekki lengur notað orðið aldraðir, heldur eldri borgarar. Félagarnir eru á aldrinum 60 ára og eldri en fólk sem er á sjötugasta aldursári gefst kostur á kynningu á starfi félagsins samhliða réttindum sínum og möguleikum á vegum Hafnarfjarðarðbæjar. „Ég þekkti til þessa starfs frá því ég var bæjarfulltrúi hjá Hafnarfjarðarðbæ. Þá tengdist þessu málaflokkur mér mikið og ég hafði afskipti af honum þótt ég sæti ekki í ráðum sem höfðu beint með hann að gera. Ég kastaði mér þó út í djúpu laugina þegar leitað var til mín meðað taka að mér formannsembætti félagsins, því það var mjög fjarri huga mínum á þeim tímapunkti,“ segir Valgerður, en alls níu eru í stjórn, með varamönnum, og lagt er kapp á að þeir séu allir séu vel upplýstir um starfsemi félagins. Félagsandinn heilsubætandi Valgerður segist hafa komist að því hversu öflugt fólk er í félaginu sem tilbúið sé að taka að sér nefndarstörf og þátt í starfsemi félagsins. „Það er mikill kraftur hérna og áhugi. Flestir eru mjög iðnir við að viðhalda heilsu sinni með öllu því sem boðið er upp á hér. Aðalstarfið fer fram í húsnæði félagsins við Flatahraun sem er þétt

Félag eldri borgara í Hafnarfirði - 50 ára afmælishátíð

setið alla daga.“ Þá sé það ómetanlegt sem fólk í sjálfboðavinnu sé til í að efla starfið og standa að viðburðum. „Félagsandinn er svo heilsubætandi, hann dreifir huganum, eflir heilavirknina og ég hef þá trú að hann hafi bætandi áhrif á ónæmiskerfið. Við reynum af fremsta megni að fá fólk til að koma því það er ekki gott að vera mikið einn heima. Það er svo nauðsynlegt okkur öllum að hafa verkefni þó svo að hin daglega vinna sé að baki. Það gerir okkur öllum gott að hafa okkur aðeins til, fara út fyrir rammann.“ Kosið er í tólf nefndir á aðalfundi og þær eru kjarni allrar starfseminnar. Valgerður segist aldrei heyra orð eins og „ég má ekki vera að því“ þegar einhver verkefni bíða félagsstarfsins. Starfsstúlkurnar sem vinna fyrir FEBH eiga mikið hrós skilið, þær halda vel utan um félagstarfið og móttöku félagsmanna og annarra gesta en sá þáttur er gríðarlega mikilvægur. Húsnæði við Flatahraun breytti öllu Af 1500 félögum segir Valgerður að séu margir virkir. „Það fara hundruð manns hér að meðaltali í gegn í hverri viku. Hreyfing er áherslan og erum við nú að vinna með Janusi Guðlaugssyni að bættri heilsu aldurshópsins. Aðrar áherslur en áður. Þá var farið í orlof á vegum bæjarins til að gefa sem flestum tækifæri til að ferðast. Það var mikil þörf fyrir því á sínum tíma og vel sótt. Fyrstu árin hittist fólk í Gúttó til að spila. Síðan tóku ýmis félagasamtök í bænum upp á því að skipta á milli sín fimmtudögum með því að halda úti opnu húsi fyrir félagið. Þau sáu um kaffi og með því og skemmtiatriði. Það varð mjög vinsælt.“ Nú sér félagið um opið hús en Lionsklúbbur Hafnarfjarðar sér um eitt kvöld á vetri. Félagið var leitandi að húsnæði um tíma, var með aðstöðu víða í bænum en starfsemin flutti svo að Flatahrauni um aldamótin síðustu sem breytti miklu hvað varðar framboð tómstunda hjá félaginu. Starfsemin er líka á Hjallabraut 33 og Sólvangsvegi 1. Gott samstarf við bæinn Valgerður segir að FEBH hafi átt

mjög gott samstarf við formenn annarra félaga eldri borgara í Kraganum. „Við höfum hist og rætt okkar sameiginlega hagsmuni. Samstarf við Hafnarfjarðarbæ er líka mjög gott og bærinn hefur verið sterkur bakhjarl alla tíð. Sér t.d. um að borga leigu fyrir húsnæðið og greiðir laun starfsfólks. Við höldum svo úti félagsstarfinu. Hafnarfjarðarbær er svo meðvitaður um tilvist sinna eldri borgara og á þessum 50 árum hefur þjónustan verið aukin til muna. Það er frítt á bókasafnið og frítt í sund. Bæjarfélagið hefur sett fram raunhæf tekjuviðmið vegna lækkunar fasteignagjalda til aldurshópsins og bæjarstjórinn hefur farið vel ofan í saumana á Framkvæmdasjóð aldraða og gert athugasemdir við hvernig honum hefur verið ráðstafað.“ Fólki á að líða sem best á efri árum Eins vel og haldið er utan um eldri borgara í Hafnarfirði er Valgerður verulega ósátt við aðkomu ríksins. „Við erum með tillögur að ályktunum á aðalfundi eldri borgara meðal annars um að fella niður virðisaukaskatt af lyfjum og við viljum sjá fleiri hjúkrunarrými í Hafnarfirði. Eldra fólk notar meira af dýrum lyfjum en þegar það var yngra. Þá er lífeyrissjóðurinn ekki ennþá sá lífssparnaður sem talað var um í upphafi. Það er því brot á öllu velsæmi að rýra lífsviðurværi fólks með því að lækka greiðslur til þeirra frá Almannatryggingum vegna sparnaðar sem einstaklingar voru skyldaðir til að leggja fyrir. Lífeyrissparnaðurinn á að vera trygging fyrir fjárhagslegu öryggi og bættum lífskjörum alveg sama hversu mikill eða lítill hann er. Viðmið velferðarráðuneytisins á að vera í takti við raunhæfa framfærslu allra þjóðfélagsþegna og eru þeir sem eldri eru ekki undanskildir. Það á að vera stolt hverrar þjóðar og metnaður að láta fólki líða sem best á efri árum. Á meðan Kjararáð getur samþykkt launahækkanir fyrir þá er hæstu launin hafa, þá er þetta hægt,“ segir Valgerður að lokum og hvetur alla 60 ára og eldri til að gerast félagar. Hún og hennar fólk muni leggja sig fram við að taka vel á móti þeim sem koma. Þar er alltaf heitt á könnunni.


Myndir úr starfi FEBH

Opið hús. Línudans.

Gaflarakórinn á æfi ngu.

Náttúrunnar notið.

Málað. fur gull í mund!

Morgunstund ge

Sprett úr spori.

Pílukast.

Gengið sér til hressingar.

Handavinnuhópur.

FEBH Félag eldri borgara í Hafnarfirði

ffi.

Staldrað við í ka

Félag eldri borgara í Hafnarfirði - 50 ára afmælishátíð

Nefndarfundur.

www.febh.is


Félag eldri borgara í Hafnarfirði - 50 ára afmælishátíð


Framtíðarreikningur – í fullu gildi í framtíðinni Með því að leggja fermingarpeningana inn á Framtíðarreikning auðveldar þú þér að láta framtíðardraumana rætast. Fermingargjafir eldast misvel og með því að spara tryggir þú að gjöfin þín nýtist í framtíðinni. Framtíðarreikningur Arion banka ber alltaf hæstu vexti verðtryggðra sparnaðarreikninga okkar og er bundinn til 18 ára aldurs. Ef 30.000 kr. eru lagðar inn á Framtíðarreikning leggjum við 6.000 kr. á móti.


12 FJARÐARPÓSTURINN - 35 ára

fjardarposturinn.is

Fimmtudagur 15. mars 2018

Sambo er ný íþróttagrein á Íslandi

Drengir fást við Sambo.

Myndir: Aðsendar

Barnagleraugu frá 7.000 kr.

Kynningarfundur á nýrri íþróttagrein, Sambo, verður haldinn í íþróttahúsi Setbergsskóla laugardaginn 17. mars kl. 13.00 – 14.30. Í boði verða 3 flokkar fyrir bæði stráka og stelpur: Sport Sambo, Combat Sambo frá 10 ára aldri og sjálfsvarnarnámskeið frá 16 ára aldri. Sambo er sjálfsvarnar- og bardagaíþrótt sem á uppruna sinn í Sovétríkjunum árið 1920. Greinin er í dag alþjóðleg og stunduð í öllum heimsálfum og stefnt er því að því að hún verði ólympísk keppnisgrein. Sport sambo er töluvert líkt ‘catch wrestling’ og Judo en með öðrum reglum og siðum og eigin búningum. Bardaga sambo var þróað til nota í þjálfun hermanna og samsvarar nútíma mixed martial arts, og innifelur

MJÓDDIN S:587 2123

FJÖRÐUR S: 555 4789

Gleraugnaverslunin þín

Combat Sambo.

fjölbreyttar aðferðir við striking og grappling. Sjálfsvarnarnámskeið er hluti af Sambo, blanda af ‘mixed martial arts’ og aðferðum sem eru kenndar í sjálfsvarnartækni og gera iðkendum kleift að verja sig gegn flestum tegundum líkamsárása. Fyrir bæði kyn, frá 10 ára og upp úr Þjálfari og stofnandi félagsins Sambo Ísland er Aleksandr Stoljarov en hann hefur stundað þessa íþrótt frá barnsaldri. Reiknað er með að æfingar hefjist á seinni hluta mars og boðið er upp á námskeið fyrir stráka og stelpur frá 10 ára aldri og fyrir alla aldurshópa fullorðinna. basuto.vixsite.com/ samboisland.is og á Facebook síðu Sambo Ísland þar sem finna má allar upplýsingar og skrá sig á námskeið.


FJARÐARPÓSTURINN - 35 ára 13

fjardarposturinn.is - ritstjorn@fjardarposturinn.is

Rósa, Kristinn og Ingi í efstu sætum

Aðalfundir

Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar og Krabbameinsfélags Reykjavíkur Aðalfundur Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar verður haldinn í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, 4. hæð, mánudaginn 19. mars 2018 og hefst kl. 19:00.

Dagskrá: •

Venjuleg aðalfundarstörf. Tillaga um sameiningu við Krabbameinsfélag Reykjavíkur. Önnur mál.

• •

Stjórnin Rósa Guðbjartsdóttir, Kristinn Andersen og Ingi Tómasson.

Rósa Guðbjartsdóttir, sitjandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, hlaut örugga kosningu í efsta sæti lista fyrir næstkomandi sveitastjórnarkosningar, með 539 atkvæði. Talin voru 876 atkvæði, auðir seðlar og 1. Rósa Guðbjartsdóttir,  539 atkvæði í fyrsta sæti 2. Kristinn Andersen,  315 atkvæði í fyrsta til annað sæti 3. Ingi Tómasson  317, atkvæði í fyrsta til þriðja sæti 4. Helga Ingólfsdóttir,  354 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti 5. Kristín Thoroddsen,  344 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti 6. Guðbjörg Oddný Jónasdóttir,  383 atkvæði í fyrsta til sjötta sæti 7. Unnur Lára Bryde,  362 atkvæði í fyrsta til sjöunda sæti 8. Skarphéðinn Orri  Björnsson,  349 atkvæði í fyrsta til áttunda sæti

Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur verður haldinn í húsi Krabbameins-félagsins að Skógarhlíð 8, 4. hæð, mánudaginn 19. mars 2018 og hefst kl. 19:30.

Dagskrá:

• • •

Venjuleg aðalfundarstörf. Tillaga um sameiningu við Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og tillaga að breyttum félagslögum. Önnur mál.

Að loknum aðalfundarstörfum mun Sólmundur Hólm fjölmiðlamaður og uppistandari segja frá reynslu sinni af því að greinast með krabbamein. Kaffiveitingar.

Stjórnin

ÉG VIL VINNA MEÐ ÞÉR Vilt þú verða hluti af faglegum, duglegum og skemmtilegum hópi starfsfólks á KFC? Hefurðu áhuga á að vinna fyrir eina stærstu skyndibitakeðju heims og eiga möguleika á að vinna þig upp og þróast í starfi? Við bjóðum upp á sveigjanlegan vinnutíma og frábæra stemningu á vinnustað.

VAKTSTJÓRI Í HAFNARFIRÐI Við leitum að skipulögðum og framtakssömum einstaklingi til að stýra vöktum á veitingastöðum KFC. Leiðtogafærni og starfsreynsla úr sambærilegu starfsumhverfi eru æskilegir kostir.

Starfssvið: Ábyrgð á starfsfólki, þjálfun þess og vellíðan á vinnustað, þjónusta við viðskiptavini og birgja ásamt umsjón með daglegum rekstri (vörumóttöku, talningu, uppgjöri og vaktaplani).

Hæfniskröfur: • Íslensku- og enskukunnátta • Metnaður í starfi • Góð almenn tölvukunnátta • Geta til að vinna hratt og örugglega undir álagi • Reynsla af veitingaþjónustu

Hefur þú áhuga á að slást í hópinn? Fylltu út umsóknarformið á www.kfc.is/atvinna Fyrirspurnir um störfin sendist á barbara@kfc.is


14 FJARÐARPÓSTURINN - 35 ára

fjardarposturinn.is

Fimmtudagur 15. mars 2018

Týri og Bimbó á Karolina fund

Ástríður Grímsdóttir

Ástríður Grímsdóttir, höfundur barnabókarinnar um Týra og Bimbó, hefur hrundið af stað verkefni á Karolina Fund til að safna áheitum til stuðnings verkefni sem einnig nefnist Týri og Bimbó. Karolina fund verkefnið er í sama tilgangi og útgáfa bókarinnar; að safna fé svo styrkja megi þau samtök sem styðja unga fíkla við að komast aftur á beinu brautina. Ástríður segir að vekja þurfi ráðamenn af dvala og

benda á að það séu engin raunveruleg úrræði fyrir unga fíkniefnaneytendur 18 til 23 ára. „Og enginn raunverulegur stuðningur er til fyrir þetta fólk, vilji það snúa lífi sínu við aftur. Afeitrun á Vogi og fjórar vikur á Vík eða Staðafelli er ekki langtímameðferð og er rétt til að hvíla fíkla um stundarsakir. Ég setti markið hátt á Karolina Fund, 10.000 evrur, og vonandi næst það lágmark. Nú þegar hafa safnast rúmlega 2.300 evrur,“ segir Ástríður.

Mynd: Olga Björt

Lýkur eftir mánuð Verkefninu lýkur eftir mánuð og hafi lágmarkinu ekki verið náð þá, fæst ekkert af áheitunum greitt. Týri og Bimbó eru nú skráð sem félagasamtök og komnir með sína eigin kennitölu. Slóðin á Karolinafund.com er hér: www.karolinafund.com/project/view/1996 Sjá einnig á vefsíðu Fjarðarpóstins.

45 lóðir auglýstar til úthlutunar Hafnarfjarðarbær hefur auglýst 45 lóðir fyrir um 90 íbúðir til úthlutunar í nýju og vistvænu íbúðahverfi í Skarðshlíð. Svæðið liggur sunnan og vestan Ásfjalls og er skjólsælt svæði umvafið mikilli náttúrufegurð. Í skipulagi og hönnun er rík áhersla lögð á heildræna sýn, vistvænt skipulag, grænt yfirbragð og fjölbreytt útisvæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.

samtals um 8.910 m2. Byggingarnar verða hannaðar samkvæmt hugmyndafræði algildrar hönnunar. Í því felst að hanna góðar lausnir með jafnrétti og vellíðan alls fólks í fyrir rúmi. Um er að ræða fjórar einbýlishúslóðir og ellefu parhúsalóðir sem eru lausar til úthlutunar. Einstaklingar ganga fyrir við úthlutun á lóðunum og hægt er að skoða og sækja um rafrænt á „Mínar síður“ á vef Hafnarfjarðarbæjar. Umsókn um lóð verður tekin fyrir á Öll aðstaða verður til fyrirmyndar í bæjarráðsfundi þegar öll fylgigögn eru hverfinu og til marks um það var fyrsta komin. Séu tvær eða fleiri umsóknir um skóflustunga að Skarðshlíðarskóla sömu lóð á bæjarráðsfundi er dregið á tekin í haust sem leið og standa fram- milli umsækjanda. kvæmdir yfir við hann núna. Skólinn Skarðshlíð. mun samanstanda af húsnæði fyrir 2ja Þá er óskað eftir tilboðum lögaðila í 25 hliðstæðu grunnskóla um 6.800 m2, tvíbýlishúsalóðir, 4 raðhúsalóðir og 3 undir lágmarksverði ógild. Hægt er að í lóð verður tekið fyrir á bæjarráðsfundi tónlistarskóla um 480 m2, leikskóla fjölskylduhúsalóðir. Búið er að marka skoða og sækja um rafrænt á „Mínar þegar öll fylgigögn eru komin. um 760 m2 og íþróttahús um 870 m2, lágmarksverð í lóðirnar og teljast tilboð síður“ á vef Hafnarfjarðarbæjar. Tilboð Mynd:Hafnarfjarðarbær


FJARÐARPÓSTURINN - 35 ára 15

fjardarposturinn.is - ritstjorn@fjardarposturinn.is

Kór unga fólksins í Hafnarfjarðarkirkju

Olga Björt Þórðardóttir

Í guðsþjónustu n.k. sunnudag kl. 11.00 í Hafnarfjarðarkirkju mun kór unga fólksins syngja sálma og ýmis lög á léttum nótum undir stjórn Helgu Loftsdóttur, barnakórstjóra kirkjunnar. Hún hefur um árabil staðið fyrir gróskumiklu söngstarfi í Hafnarfjarðarkirkju, þar sem fjöldi barna-og unglinga hefur tekið virkan þátt og mörg í nýja kórnum tóku virkan þátt í því starfi.

Andlitsliturinn

Þetta er í fyrsta skipti sem kór unga fólksins syngur við guðsþjónustu og er til vitnis um fjölbreytni í starfi kirkjunnar. Kirkjan er opið samfélag og býður ungu Stefán Már Gunnlaugsson, hérfólki til þátttöku í gefandi sönglífi og eru aðsprestur, prédikar og þjónar fyrir nýir alltaf hjartanlega velkomnir. altari og organisti er Guðmundur SigKristinn Andersen:

Fyrir mörgum árum sótti ég myndlistarnámskeið. Meðal nemenda var hávaxin, tignarleg ung kona með sítt svart hár. Það geislaði af henni á svo einstakan hátt. Ég gaf mig á tal við hana og komst að því að hún hafði verið ættleitt frá urðsson. Verum öll velkomin til guðsSri Lanka. Það var svo skemmtilegt þjónustunnar í Hafnarfjarðarkirkju n.k. að hlusta á hana segja frá sjálfri sér sunnudag. og hún var stolt af uppruna sínum samhliða því að vera hamingjusöm AÐSENT á Íslandi.

Þakkir að loknu prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði Lokið er prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði þar sem hátt í níu hundruð Hafnfirðinga tók þátt í að velja fólk á framboðslista okkar fyrir bæjarstjórnarkosningar nk. vor. Það er mikilvægt að fá staðfestingu bæjarbúa á að við séum á réttri leið og að endurnýja umboð okkar til áframhaldandi starfa. Í prófkjöri þurfa frambjóðendur að standa fyrir verkum sínum, eiga ótalmörg samtöl, hlusta á viðhorf annarra og taka umræðuna um bæjarmálin – allt þetta er dýrmætt veganesti fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Ég óskaði eftir stuðningi í 2. sæti fram-

HALLÓ HAFNARFJÖRÐUR!

boðslistans, sem ég skipaði við síðustu bæjarstjórnarkosningar, og það gekk eftir. Ég vil ég nota þetta tækifæri til að þakka þeim fjölmörgu sem settu traust sitt á mig með atkvæði sínu. Sá fjöldi prófkjörsframbjóðenda sem gaf kost á sér að þessu sinni, á öllum aldri, konur sem karlar, er til marks um að fólk vill leggja okkur lið og taka þátt í starfi okkar, sem er mikils virði. Prófkjörsbaráttan fór drengilega fram, hún var ánægjuleg og þakka ég öllum sem þar tóku þátt. Það verður ánægjulegt að starfa með öllu því fólki sem lagði okkur lið þegar kemur að starfinu fyrir sjálfar bæjarstjórnarkosningarnar.

Sjálf fylltist ég stolti þegar ég hugsaði til þess hversu mörg íslensk pör hafa í tímans rás tekið börnum af erlendum uppruna opnum örmum og þau orðið ein af okkur. Nóg er plássið. Mér hefur líka alltaf fundist Íslendingar geta lært heilmikið af öðrum þjóðum, meðal annars til að styrkja betur sjálfsmynd sína í alþjóðasamfélaginu og stuðla að umburðarlyndari heimsmynd. Þjóðarrembingur gerir engum gagn.

Höfundur er verkfræðingur og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði

RIP

Andlát Torfhildur Steingrímsdóttir listakona, saumakona og leiðbeinandi, lést á Landsspítalanum aðfaranótt miðvikudagsins 7. mars, 89 ára að aldri. Torfhildur var fædd í Hafnarfirði, 30. desember 1928. Eiginmaður Torfhildar var Sigurður H. Þorsteinsson, skólastjóri og frímerkjasérfræðingur, f. 6. júní 1930, d. 27. oktober 2013. Torfhildur og Sigurður eignuðust 4 börn, Guðrúnu Unni, Davíð Vilhjálm, Ólaf og Pétur Má. Torfhildur var skáti og meðlimur i Skátafélaginu Hraunbúum í Hafnarfirði alla sína ævi. Hún var virkur meðlimur Gildisreglunnar fram á síðasta dag. Hún var ljósálfaforingi og vann við þjálfun ljósálfa foringja frá öðrum skátafélögum til eflingar ljósálfastarfs. Torfhildur hélt nokkrar málverkasýningar og það er heiður að eiga málverk eftir Torfhildi. Torfhildur var einnig virk í safnaðarstarfi Kaþólsku Kirkjunnar á Íslandi og eftir hana hanga mörg dýrðlingamálverk í kaþólskum kirkjum hér á landi og erlendis. Sálumessa verður sungin í St. Jósefskirkju í Hafnarfirði þriðjudaginn 13. mars klukkan 15:00.

Í einum tíma myndlistarnámskeiðisins áttum við að vinna verk með litakrítum; teikna stóra mynd af konu í kjól með hatt. Ég stóð ásamt ungu konunni við litakassann og við vorum að velja okkur liti til að nota. Þá sagði ég algjörlega ómeðvitað: „Ertu til í að rétta mér andlitslitinn?” Hún rétti mér brúnan - og brosti.

Útgefandi: Keilir útgáfufélag ehf. kt. 480307-0380 VSK.nr. 93707 Ritstjóri: Olga Björt Þórðardóttir Áb. maður: Steingrímur Guðjónsson Ritstjórn: 695 0207 ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 555 4855 / 892 2783 Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa ISSN 1670-4193


16

FJARÐARPÓSTURINN

fjardarposturinn.is - fullt af fréttum úr Firðinum

facebook.com/fjardarpostur

Fjölmiðlafólk framtíðarinnar?

Mynd: OBÞ

Fjölmiðlahópurinn í Flensborgarskóla.

Ritstjóri Fjarðarpóstsins fékk skemmtilegt tækifæri til að spjalla sem gestur við nemendur í fjölmiðlafræðiáfanga hjá Örlygi Axelssyni í Flensborgarskóla í liðinni viku.

Ýmsar spurningar komu sem bæði tengdust alls kyns fjölmiðlun, samkeppni, stjórnmálum, samfélagsmiðlum, fyrirmyndum og bæjarblaðamennsku. Var ákveðið eftir tímann að samstarf verði á milli

Fjarðarpóstins og nemenda í þessum áfanga næsta vetur um að flytja fréttir úr skólanum og það komi inn í námsmat. Við hlökkum mikið til og efumst ekki um að í slíkum áfanga leynist fjölmiðlafólk framtíðarinnar.

Tilkynning:

Til höfunda aðsendra greina Framundan eru sveitarstjórnarkosningar og í aðdraganda þeirra má eðlilega búast við meira flæði aðsendra greina en venjulega. Fjarðarpósturinn er frjáls og óháður miðill og við viljum kappkosta að bjóða lesendum okkar upp á fjölbreytt efni.

um, innan um greinar annars eðlis. Við minnum á að skilafrestur fyrir aðsendar greinar er í síðasta lagi á hádegi á þriðjudegi, en við verðum þó að vita af þeim fyrr, eða í síðasta lagi á hádegi á mánudegi. Greinarnar mega ekki vera lengri en 250 orð og mjög gott er að fá mynd með sem tekin er þversum (landscape), það auðveldar okkur Það sem fjölbreytnin felur í sér er líka vinnuna við að segja hana á vefinn. að lesendur hafi möguleika á sjá grein- Með óskum um góða samvinnu, ar frá flestum eða öllum framboðsöfl- Starfsfólk Fjarðarpóstsins. FÖS

16 LAU

17 SUN

18

Kl. 9:30 og 10:30 Opnunarhátíð í Bæjarbíó Kl. 13 Víti í Vestmannaeyjum við bókasafnið Kl. 14 Jón Oddur og Jón Bjarni í Bæjarbíó Kl. 11 Söguganga frá Gúttó um sögusvið bóka Guðrúnar Helgadóttur Kl. 14 Teikni-og textasmiðja í Hafnarborg Sýningar

16.-23. mars 2018

Útlánaleikur Ljóð

Söguganga Bingó Leiðsögn Bækur

Guðrún Helgadóttir

Textasmiðja Upplestur Kvikmyndir

MÁN

Fagleg og traust lögfræðiþjónusta

Reykjavíkurvegur 62, 220 Hafnarfjörður. Sími 554 2808/820 2808 www.logvik.is

19

Kl. 17 Bókabingó á bókasafninu

ÞRI

Kl. 10:30 Bókabingó á foreldramorgni á bókasafninu

FIM

Kl. 17 Spunasögustund á bókasafninu

20 22

Ókeypis aðgangur Nánar á hafnarfjordur.is

Fjarðarpósturinn 15. mars 2018  
Fjarðarpósturinn 15. mars 2018  
Advertisement