Page 1

FI030035


Útgefandi: Fíton

Tegund: Auglýsingastofa

Aðsetur: Garðastræti 37

Dagsetning: 02.10.2009

1. upplag: 200 eintök

2. upplag 1.600 eintök

Ábyrgðarmaður: Ragnar Gunnarsson Letur a: Leitura Headline h.: Dino dos Santos 2007

Letur b: Chronicle Deck h.: Hoefler & Frere-Jones 2002

Prentun: Litróf Pappír a: G-Print

Pappír b: Kvist

Póstnúmer: IS-101 Reykjavík

Rauð lína: +354 595 3600

Rafskeyti: fiton@fiton.is

Vefsetur: http://www.fiton.is


3a

3

03b MYND AF STARFSFÓLKI

MYND AF HÚSI

Nafn verkefnis Fítonblaðið

Verknúmer FI030035


4a

BOÐORÐIN

nýju boðorðin níu Ragnar Gunnarsson fjallar um nokkrar leiðir til að ná betri árangri á erfiðum tímum

Ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar hefur í för með sér gríðarlega ögrun fyrir íslenskt markaðsfólk. Ég neita því ekki að auðvitað hefur sú hugsun skotið upp kollinum að best sé að slökkva ljósin og fara bara. En auðvitað kemur það ekki til greina. Það er fullt af tækifærum í stöðunni en nýjar aðstæður kalla á ný vinnubrögð. Við þurfum að bretta upp ermar því í raun hefur þörfin fyrir árangursríka samvinnu auglýsingastofa og viðskiptavina þeirra aldrei verið meiri. Fyrirtæki þurfa að auka tekjur sínar og auglýsingar eru einfaldasta og hagkvæmasta leiðin til að koma skilaboðum á framfæri.

I

Hafðu markaðsstefnuna skýrari Því miður misstu mörg fyrirtæki fókusinn í góðærinu og einblíndu á vöxt eða breyttu áherslum, t.d. með stóraukinni fjárfestingarstarfsemi með misjöfnum árangri. Þau fyrir­ tæki sem hafa skýra stefnu í mark­ aðsmálum eiga bestu möguleikana á að komast gegnum erfiða tíma. Þau sem ekki hafa skýra stefnu þurfa að skilgreina styrkleika og veikleika, stefnu, markmið og leiðir og hvernig þau ætla að aðgreina sig á markaðnum. Stjórnendur þurfa að einbeita sér að því sem fyrirtæk­ ið er best í.

En hvernig er best að haga markaðssetningu og kynningarmálum í kreppu? II Þekktu viðskiptavininn betur Nú þýðir ekki að velja bara mark­ Hvaða lausnir skila mestum árangri með sem minnstum tilkostnaði? Mér hópinn allir og skjóta með hagla­ finnst ástæða til að benda á níu mikilvæga punkta sem geta haft jákvæð byssunni. Flest fyrirtæki verða að skera niður og verja minna fé áhrif í markaðsstarfi næstu mánuða og missera. Boðorðin níu eru: til markaðsmála. Rannsóknir og

mark­­­hópa­g reiningar eiga því eftir að borga sig margfalt tilbaka. Með því að greina kjarnaviðskipta­ vinina getur markaðsstarfið beinst að þeim 20% sem skila 80% af tekj­ unum. Fyrirtæki búa mörg hver yfir gríðarlegum gögnum sem hægt er að breyta í hagnýtar upplýsing­ ar. Það eru engin ný tíðindi að það er dýrt að ná í nýja viðskiptavini og að verðmætustu viðskiptavinirnir eru þegar í viðskiptum. Það þarf að halda þeim og byggja upp langtíma­ samband.

Þekkt vörumerki og uppfinningar sem komið hafa fram á krepputímum:

Recession Can Be a Marketer’s Friend af vefsetrinu AdAge.com 24. mars 2008

Vísitölur dagblaðaog sjónvarpsauglýsinga frá janúar 2007 til september 2009

160 140 120 100

Sjónvarp Dagblöð

80 60 40 20

Upplýsingarit unnið af:

jan Feb Mar Apr Maí jún júl Ág Sep Okt Nóv Des jan Feb Mar Apr Maí jún júl Ág Sep Okt Nóv Des jan Feb Mar Apr Maí jún júl Ág

0

4

Nafn verkefnis Fítonblaðið

Verknúmer FI030035


5a

III

Vertu merkilegri Nú leitast neytendur við að einfalda hlutina og lágmarka áhættu. Þeir velja því vörumerki og fyrirtæki sem þeir treysta. Þekkt vörumerki (e. brands) njóta forskots því neyt­ endur vita hvað þau standa fyrir. Fólk veltir fyrir sér hverri krónu og hættir síður á að kaupa lélega vöru eða versla við fyrirtæki sem stend­ ur ekki traustum fótum. Hjá banda­ rísku verslunarkeðjunni Wal Mart hafa menn greint miklar breyting­ ar í sölu sjónvarpstækja. Fólk kaup­ ir þekktari merki frekar en ódýr sem það treystir ekki. Hér heima hafa dýrari matvöru­verslanir með hátt þjónustustig átt undir högg að sækja meðan þær sem leggja áherslu á lágt verð blómstra. En þar er samkeppnin líka hörð og því mikilvægt fyrir þessar verslanir að hugsa um vörumerkið sitt og ímynd. Þekkt vörumerki þurfa síður að berjast við lækkandi verð því fólk treystir þeim og velur þau frekar þess vegna.

IV

Hafðu skýrara vöruframboð Það þarf að taka til í vöruflórunni. Halda þeim vörum sem skila hagn­ aði en hætta með þær sem gera það ekki. Hjá sumum fyrirtækjum eru þessi mál í góðu lagi en í góðærinu minnkaði yfirsýn margra. Því gera sum fyrirtæki sér ekki grein fyr­ ir því hvaða vörur skila hagnaði. Það skiptir öllu máli að það fé sem varið er til markaðsmála fari í að markaðs­setja vörur/þjónustu sem skila hagnaði (20/80). Sumstaðar þarf líka að einfalda vörur, taka burt aukadót eða breyta þeim í takt við nýjar áherslur.

BOÐORÐIN

V Byggðu upp betri þjónustu

Góð þjónusta er lykilatriði í núver­ andi ástandi. Mörg fyrirtæki hafa komist upp með að veita lélega þjónustu þar sem eftirspurnin hef­ ur verið langt umfram framboð. Þetta þekkja allir sem hafa reynt að versla við fyrirtæki t.d. í bygging­ arvörubransanum. Viðskipta­v inir sættu sig við þetta því þeir höfðu ekkert val. Nú er annað uppi á teningnum og viðskiptavinurinn fær forgang. Fyrirtækin geta teflt fram hæfara starfsfólki og þar af leiðandi boðið betri þjónustu. Þau munu leggja sig fram um að greina þarfir fólks og kappkosta nú að fara fram úr væntingum viðskiptavina. Fyrirtæki þurfa að gera sig ómiss­ andi fyrir fólk með því að einblína á það sem þau eru best í.

VI

Bjóddu skýrari ávinning Það er vont að rugla viðskiptavinina með flóknum tilboðum eða óskýrum skilmálum. Neytendur spá miklu meira í hvernig þeir eyða pening­ unum sínum núna og þess vegna gefa þeir sér meiri tíma; bera sam­ an og velja vel áður en kaup eru gerð. Frestunaráráttan eykst og það þarf lítið til þess að fólk hætti við. Fyrir­ tæki þurfa að einbeita sér að því að sannfæra viðskipta­v inina um að þeir fái mestan ávinning með því að vera áfram í viðskiptum. Hann er líklega að velta fyrir sér hvort hann fái ekki meiri ávinning með því að leita annað.

VII Finndu ný tækifæri í nýju

markaðsumhverfi Nú þarf að bretta upp ermar, við­ skiptavinirnir koma ekki sjálfkrafa inn um dyrnar. Rannsóknir sýna að það þýðir ekki að hætta öllum markaðsaðgerðum og pakka í vörn. Þeir sem draga verulega úr sínum markaðs- og auglýsinga­aðgerðum eiga á hættu að tapa verulegri markaðshlutdeild. ‘Spara núna – borga seinna’ er skammtímalausn sem getur haft varanleg neikvæð áhrif á reksturinn og vörumerkja­ vitundina. Þau fyrirtæki sem halda áfram og finna nýjar leiðir til að halda vörumerkinu á lofti eru allt að þrisvar sinnum fljótari að ná markaðshlutdeild til baka og þar með hagnaði. Það er líka fullt af tækifærum í núverandi ástandi. Birtingakostnaður fer lækkandi, Íslendingar versla meira heima, leita eftir ódýrari afþreyingu eins og leikhúsi og bíói, gera hlutina sjálfir og bjóða fólki heim í stað þess að fara út að borða. Nú þurfum við öll að endurskoða ýmsa hluti sem við höfum ekki nennt að hugsa um. Þó ber að muna að lúxus fyrir suma er lífsnauðsyn fyrir aðra þannig að þekking á neysluvenjum skiptir öllu máli.

VIII Gerðu betri og hagkvæmari

auglýsingar Ástandið kallar á nýja hugsun hjá auglýsingastofunum. Góður undir­ búningur og greining er lykillinn að árangursríkri herferð. Það þarf að finna leiðir til að ná hámarks árangri fyrir það markaðsfé sem er til umráða. Sennilega hefur hugmyndavinnan aldrei verið jafn mikilvæg enda sterkar hugmyndir gulls ígildi og skila sér í meiri eft­ irtekt og lægri birtingakostnaði.

Ódýrar auglýsingar þurfa ekki að vera leiðinlegar. Lítill grænn krúttlegur froskur getur skilað jafn mikilli athygli eins og Jesús þótt hann kosti töluvert minna silfur. Áherslur eru að breytast og netið kemur sterkt inn. Á næstunni munum við sjá fleiri „ókvikmynd­ aðar sjónvarpsauglýsingar“ sem gefur færi á skemmtilegum út­ færslum og fjölbreytileika fyrir brot af framleiðslu­kostnaði leik­ inna auglýsinga.

IX

Gerðu birtingarnar markvissari Nú breytast áherslur í takt við lækk­ andi verð á mismunandi miðlum. Dregið hefur töluvert úr birtingum í dagblöðum meðan birtingar í sjón­ varpi og útvarpi hafa aukist. Eins hefur áhersla á markaðssetningu á netinu aukist verulega. Leggja ætti áherslu á styttri auglýsingar og meiri tíðni og nána samvinnu við birt­ ingastofur þannig að hægt sé að nýta sér tækifærin sem gefast. Það getur verið skynsamlegt að þrengja val á miðlum sem verið er að nota. Það er oft betra að vera áberandi í einum miðli heldur en að smyrja þunnt á mörgum stöðum sem skilar minni eftirtekt. Eins þarf að hugsa nýjar óhefðbundnar leiðir í birtingum eins og umhverfisgrafík og ýmiss konar uppákomur sem geta vakið mikla athygli með litlum tilkostnaði. Síðasta punktinn ætla ég ekki að setja sem boðorð, mælingar á ár­ angri, enda ætti ekki að þurfa að minnast á það. Það er heldur ekki hægt að keppa við vörumerkið Boð­ orðin tíu.

5d

5

Nafn verkefnis Fítonblaðið

#1

Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Fítons

5e

mynd

Verknúmer FI030035


6a

BORGARLEIKHÚSIÐ

Uppselt annað árið í röð Borgarleikhúsið stóð frammi fyrir erfiðu verkefni – að toppa frábær­ an árangur í kortasölu frá árinu áður. Með Fíton og frábært leikár að vopni var ráðist í að hanna nýtt Borgarleikhúsblað ásamt vegg­ spjöldum fyrir fjölbreyttar og krassandi sýningar vetrarins.

Árangurinn lét ekki á sér standa. Áskriftarkortin ruku út með áður óþekktum hraða og sölumetið frá fyrra ári var slegið áður en hægt var að syngja Do-Re-Mi!

velur fjórar af þeim sem verða á fjölunér bara annað kort

w.borgarleikhus.is ssins við Listabraut.

Leikárið 2009–2010

6

Nafn verkefnis Fítonblaðið

Verknúmer FI030035


7a

BORGARLEIKHÚSIÐ

GU SIGGI SI RJÓNS

HALLDÓR GYLFA HALLDÓRA GEIRHARÐS NÍNA DÖGG JÖRUNDUR R

7

Nafn verkefnis Fítonblaðið

Verknúmer FI030035

HILMIR SNÆR

UNNUR ÖSP KRISTÍN ÞÓRA


Stöðugt í umferð

afa.is


9a

VÍS

Tímamóta Auglýsingar

Sjómenn, til hamingju með daginn!

VÍS samgladdist með hinum ýmsu þjóðfélagshópum og óskaði þeim til hamingju með daginn. Þannig fengu sjómenn, samkynhneigðir, menningar­v itar á öllum aldri og landsmenn allir bestu kveðjur frá VÍS með glaðværum og hlýlegum heilsíðuauglýsingum. Einnig var ólíkum fjölskyldum stillt upp í auglýsingu fyrir F plús, vinsælustu fjölskyldu­ trygginguna á Íslandi. Við erum víst jafn mismunandi og við erum mörg – og þá kemur F plús tryggingin sterk inn. Fíton vann auglýsingarnar í sam­ starfi við Signýju Kolbeinsdóttur.

VÍS styður íslenskt menningarlíf

Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3

Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3

| 108 Reykjavík | Sími 560 5000

| 108 Reykjavík | Sími 560 5000

Gleðilega þjóðhátíð!

Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3

| vis.is

| vis.is

F plús fjölskyldutryggingar í öllum regnbogans litum

Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3

9

Nafn verkefnis Fítonblaðið

| 108 Reykjavík | Sími 560 5000

| vis.is

Verknúmer FI030035

| 108 Reykjavík | Sími 560 5000

| vis.is


10a

MORGUNBLAÐIÐ – BLAÐ ALLRA LANDSMANNA

ÞETTA HELZT AF MOGGANUM

Morgunblaðið, blað allra landsmanna, var stofnað 1913 og átti því 95 ára afmæli á síðasta ári. Í tilefni af því voru rifjaðar upp fyrirsagnir úr Morgunblöðum frá upphafi og mótaðar í rammíslenska umgjörð. Upp úr þessari hugmynd var einnig skreyttur veggur í húsakynnum blaðsins. Morgunblaðið er lesið um allan heim og af fólki hvaðanæva að. Þess vegna sendi Morgunblaðið heiminum jólakveðju á öllum mögulegum tungumálum sem mynduðu heimskort. Áfram voru síðan spiluð tilbrigði við Íslandsstefið um áramót og páska.

Morgunblaðið þakkar landsmönnum öllum samfylgdina á árinu og óskar þeim farsældar á nýju ári ...í hátíðarskapi

10

Nafn verkefnis Fítonblaðið

Verknúmer FI030035


11a

SPENNANDI SAMBAND

FÍTON / SÍA

ORKUSALAN

Orkusalan selur raforku til heimila, fyrirtækja og stofnana á öllu landinu. Það er auðvelt að skipta yfir til okkar með einu símtali í 422 1000 eða með því að skrá sig á orkusalan.is Settu þig í samband við Orkusöluna og skiptu yfir í nýtt og ferskt rafmagn.

Orkusalan

|

422 1000

|

Bíldshöfða 9

|

110 Reykjavík

FÍTON / SÍA

Orkusalan minnti rækilega á sig með nýrri herferð. Þar var sýnt fram á hve auðvelt er að skipta um rafmagnsveitu, bæði fyrir heimili og fyrirtæki. Skilaboðin voru skýr: Þú hefur frelsi til að gera það sem þú vilt við rafmagnið frá Orkusölunni. Skiptu yfir í nýtt og ferskt rafmagn. Herferðin var keyrð í sjónvarpi, prentmiðlum, útvarpi og á neti. Reynir Lyng­ dal leikstýrði. Pegasus framleiddi. Sveinn Speight tók ljósmyndirnar. Súkkat lagði til smellinn spennuþrungna Draumur um straum.

FÍTON / SÍA

SPENNANDI SAMBAND

Settu þig í samband við Orkusöluna og skiptu yfir í nýtt og ferskt rafmagn.

Settu þig í samband við Orkusöluna og skiptu yfir í nýtt og ferskt rafmagn.

Orkusalan

11

Nafn verkefnis Fítonblaðið

Orkusalan selur raforku til heimila, fyrirtækja og stofnana á öllu landinu. Það er auðvelt að skipta yfir til okkar með einu símtali í 422 1000 eða með því að skrá sig á orkusalan.is

|

422 1000

|

Bíldshöfða 9

|

110 Reykjavík

Orkusalan

Verknúmer FI030035

|

422 1000

|

Bíldshöfða 9

|

110 Reykjavík


SPURT ER! 12a

Inga Huld Sigurðardóttir, markaðsstjóri Getspár/Getrauna

María Hrund Marinósdóttir, markaðs­stjóri VÍS

Besta og versta herferðin á síðasta ári? Bollywood-auglýsingarnar frá JÁ, símaskránni og 118 höfðuðu ekki til mín. Það eru almennaheilla­ auglýsingar sem mér finnst hafa verið bestar á árinu og þá bæði aug­lýsingar frá Vínbúðinni og Umferðar­stofu sem mér finnst allar hafa tekist mjög vel.

BESTA OG VERSTA HERFERÐIN Á SÍÐASTA ÁRI? Vodafone Gull auglýsingarnar voru hver annarri betri. Herferð sem var erfitt að fá leið á. Umferðar-Einar frá Skeljungi með essin sín þrjú gerði ekki mjög mikið fyrir mig.

Hafa áherslur í markaðsmálum breyst hjá þínu fyrirtæki undanfarið? Við höfum lagt áherslu á styttri auglýsingar bæði í útvarpi og sjón­ varpi og reynt að hafa þær ódýrar í framleiðslu. Hverju myndi ESB-aðild breyta fyrir þitt fyrirtæki? Við höfum ekki skoðað nægilega vel þau áhrif, sem ESB aðild hefði í för með sér fyrir fyrirtækin, til að geta gefið út formlega afstöðu.

Besta og versta herferðin á síðasta ári? Það er áberandi hvað árið fór var­ lega af stað í auglýsingum. En það sem stendur upp úr er slagur síma­ fyrirtækjanna. Netvarinn hjá Sím­ anum og Vodafone með Risafrelsi – tvær mjög góðar herferðir. Síðan fór SI af stað með sína herferð –Gegn svartri vinnu – og hún situr aðeins Hafa áherslur í markaðsmálum breyst í manni. Ætli umræðan í þjóð­ hjá þínu fyrirtæki undanfarið? Nú skiptir enn meira máli en áður félaginu hafi ekki sín áhrif þar. En að nýta vel það fjármagn sem merkt verstu? Það er alltaf erfitt að segja er markaðsmálum hjá fyrirtæk­ eitthvað verst, þetta er bara spurn­ inu. VÍS leggur ríka áherslu á að ing um smekk því vinnan sem lögð koma skilaboðum á framfæri með er í herferðir hérna er yfirleitt mjög kynningarefni sínu á jákvæðan og góð og fagleg, en sumarherferð Olís skemmtilegan hátt, ekki veitir af á er kannski sú herferð sem kveikti minnst í mér þrátt fyrir að vera erfiðum tímum í þjóðfélaginu. hugsa um ferðalög. Hverju myndi ESB-aðild breyta fyrir Hafa áherslur í markaðsmálum breyst þitt fyrirtæki? ESB aðild myndi breyta mjög litlu hjá þínu fyrirtæki undanfarið? um starfsemi VÍS hér á landi en Áherslurnar hafa ekki breyst þeg­ gæti aftur á móti haft áhrif á starf­ ar horft er á stóru myndina. Við höfum ekki skorið niður í mark­ semi fyrirtækisins erlendis. aðsmálum eins og oft er gert á sam­ dráttartímum. Við viljum viðhalda því sem byggt hefur verið upp. Það gerum við ekki með því að draga saman. Heldur vinna áfram vel með það sem við höfum.

Hugur markaðsstjóra er okkur ávallt hugleikinn. Þess vegna spurðum við nokkra valinkunna markaðs­stjóra beint út. Hvað finnst þér? Hvað stóð upp úr? Og hvað niður úr? Hvað ætli gerist með ESB? Og markaðsstjórarnir leystu fúslega frá skjóðunni. Kíktu á svörin þeirra.

12

Nafn verkefnis Fítonblaðið

Lára Aðalsteinsdóttir, markaðsstjóri Borgarleikhússins

Hverju myndi ESB-aðild breyta fyrir þitt fyrirtæki? ESB-aðild getur mögulega opnað einhverjar dyr fyrir okkur. Leik­ listin hefur í sjálfu sér engin land­ fræðileg mörk, listræn sjónarmið stjórna samvinnu milli landa.

Verknúmer FI030035


13a

MARKAÐSSTJÓRASPJALL

Jón Trausti Ólafsson, markaðsstjóri Heklu

Gunnlaugur Þráinsson, markaðsstjóri N1

Besta og versta herferðin á síðasta ári? Mér fannst árið 2009 ekki ein­ kennast af urmul góðra markaðs­ herferða, ástandið hefur eflaust hægt meira en góðu hófi gegnir á mörgum fyrirtækjum. Ég ætla þó að nefna Ölgerðina. Þeir eru með mörg vörumerki og hafa verið að byggja þau skemmtilega upp. Fyr­ ir það fá þeir mitt hrós og vona ég að sem flest fyrir­tæki í innlendri framleiðslu nýti tækifærið og sæki á markaðinn. Versta auglýsingin á síðasta ári var frá Samtökum iðnaðarins, Velur þú fagmann eða fúskara? Í auglýs­ ingunni stendur sveittur karl með sprautu yfir nöktum og glenntum fótleggjum. Klárlega fram­­­setning sem aldrei yrði sátt um, enda var hún dregin strax til baka.

Besta og versta herferðin á síðasta ári? Besta og versta herferðin á síðasta ári? Vodafone hefur að mínu mati verið Mér finnst allar herferðir frá Voda­ með mjög skemmtilegar og áhuga­ fone síðastliðið ár hafa verið ein­ verðar herferðir í ár. Mér finnst staklega vel heppnaðar og mikill athyglisvert hvernig þeir hafa not­ hressleiki í gangi við útfærsluna. að tónlist og húmor í gegnum allt og Risafrelsisherferðin var mjög töff þannig náð góðum heildarsvip og og síðan eru essassú auglýsingarnar aðgreiningu frá samkeppnisaðilum. algjörlega að gera sig. Verstu herferðirnar dæma sig sjálf­ Það kemur engin herferð upp í ar. Dæmi um slíkt metnaðarleysi er hugann núna sem að mínu mati er þegar fyrirtæki og auglýsinga­stofur eitthvað afgerandi slök. Það gefur treysta á að einhver sprellikarl kannski til kynna að fagmennskan bjargi málinu með léttum brandara í auglýsingagerð er heilt yfir mjög án þess að vörur eða stefna fyrir­ góð hér á landi. tækisins komi nokkuð nálægt. Svo er jafnvel sami grínarinn í næstu Hafa áherslur í markaðsmálum breyst auglýsingu á eftir í öðrum karakter hjá þínu fyrirtæki undanfarið? fyrir annað fyrirtæki. Það finnst Á tímum sem þessum þá er lögð mér frekar dapurt. mikil áhersla á kröftugt markaðs­ starf sem aldrei fyrr ásamt því að Hafa áherslur í markaðsmálum breyst efla og styrkja viðskiptatengslin. hjá þínu fyrirtæki undanfarið? Fyrirtækið leggur upp úr því að Nei, áherslur hafa ekki mikið breyst, leita nýrra leiða í vöruframboði og við höldum svipuðum dampi á öllu. þjónustu til þess að koma til móts Að vísu vorum við ekki með sjón­ við breyttar þarfir viðskiptavina. varpsauglýsingar í sumarherferð­ Við nýtum okkur ódýrari dreifileið­ inni í ár en það hafði ekki áhrif á ir í ríkari mæli og ódýrari miðla til þátttökuna eða athyglina sem her­ þess að auglýsa okkar vöru og þjón­ ferðin vakti. Síður en svo. Íslend­ ustu. Það má segja að það sé ákveðin ingar ferðuðust innanlands sem áskorun í því að finna nýjar leiðir til aldrei fyrr og nutu sumarsins úti þess að ná fram sem bestri nýtingu í náttúrunni. Við munum keyra á á því fjármagni sem við höfum úr að svipuðum nótum áfram þótt eflaust spila í markaðssetningu. verði einhverjar áherslubreytingar. Hverju myndi ESB-aðild breyta fyrir Hverju myndi ESB-aðild breyta fyrir þitt fyrirtæki? þitt fyrirtæki? Það myndi sennilega ekki hafa bein ESB aðild mundi í sjálfu sér ekki áhrif á fyrirtækið nema að því leyt­ breyta miklu. Það væri hins vegar inu til að innkaupsverð á vöru er­ gott ef við tækjum upp evruna því lendis frá myndi að líkindum lækka það mundi minnka kostnað við vegna minni gengismismunar. milliríkjaviðskipti sem er veiga­ mikill þáttur í okkar rekstri.

Hafa áherslur í markaðsmálum breyst hjá þínu fyrirtæki undanfarið? Sala á nýjum bílum hefur dreg­ ist mikið saman á þessu ári. Við vinnum því í allt öðru umhverfi en áður og hafa öll bílaumboð dregið mikið úr auglýsingum sínum. Við í Heklu erum þar engin undantekn­ ing. Það sem við höfum einbeitt okkur að í staðinn er þjónusta, tengsl við viðskiptavini og innri upp­­bygging. Við höfum unnið ötul­ lega að því að styrkja allar þjónustu­ deildir, fjölgað starfsmönnum á því sviði og breytt aðkomu við­ skiptavina í tengslum við þjónustu. Markaðsmálin hafa fylgt með og nú einbeitum við okkur enn frekar að viðskiptavinum sem hafa verslað við okkur síðustu árin. Við ætlum að tryggja að þeir muni eftir okkur þegar hlutirnir fara af stað aftur, sem verður vonandi fyrr en seinna.

Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Pennans

Bjarney Harðardóttir, markaðsstjóri Íslandsbanka Besta og versta herferðin á síðasta ári? Bestu herferðir í ár eru að mínu mati auglýsingar 365 fyrir Stöð 2. Þær eru mjög góðar og koma skilaboðunum það er ódýrara að skemmta sér heima mjög vel til skila. Mér finnst Vodafone með skemmtilega og jákvæða herferð núna, eftirminnileg. TM finnst mér sömuleiðis vera að gera góða hluti í markaðsstarfinu með sterka stað­ færslu, bæði í slagorði um að ef þú ert tryggður þá færðu það bætt og betri kjör eftir því sem þú ert lengur í viðskiptum. Man ekki eftir neinni herferð sem ég myndi segja að væri versta. Hafa áherslur í markaðsmálum breyst hjá þínu fyrirtæki undanfarið? Áherslur hafa breyst mikið í mark­ aðsmálum, megináherslan hjá okk­ ur er á núverandi viðskiptavini. Það er mikilvægt fyrir markaðsfólk að vera í takti við veruleikann. Hverju myndi ESB-aðild breyta fyrir þitt fyrirtæki? ESB aðild myndi breyta miklu fyrir íslenskt efnahagslíf og þ.a.l. mitt fyrirtæki. Upptaka evru, vextir, svo fátt eitt sé nefnt, hefði áhrif.

Hverju myndi ESB-aðild breyta fyrir þitt fyrirtæki? ESB aðild hefði klárlega einhver áhrif. Fyrst ber að nefna að bílar framleiddir utan Evrópu bera hærri skatta, og þar af leiðandi styrkist samkeppnisstaða bíla sem framleiddir eru í Evrópu. Verð­ lagning í evrum hefði einnig mikil áhrif (ef við tækjum upp evruna) og verðlistar giltu þá væntan­lega mun lengur. Síðustu 18 mánuði höfum við ekki getað gefið út verðlista þar sem krónan hefur verið í frjálsu falli. Þetta myndi því líklega auð­ velda öll viðskipti við Evrópu­ríkin.

13

Nafn verkefnis Fítonblaðið

Verknúmer FI030035


14a

SPURT ER

Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS

Björn Sigurðsson, markaðsstjóri Morgunblaðsins

Kristján Geir Gunnarsson, markaðsstjóri Nóa Síríusar

Jón Árni Ólafsson, markaðsstjóri Ekorts ehf.

Hver var besta og hver var versta auglýsingaherferðin á síðasta ári? Mér fannst margar herferðir vel heppnaðar á síðasta ári. Til dæmis voru auglýsingar Vínbúðanna um lág­­marksaldur til áfengis­kaupa vel heppnaðar og Risafrelsi hjá Voda­ fone var gott og grípandi. Svo erum við hjá MS mjög stolt af Gott í mat­ inn herferðinni okkar sem fengið hefur góðar viðtökur meðal neyt­ enda.

Besta og versta herferðin á síðasta ári? Það er svo sem ekkert sem var svo vont að ég muni eftir því. Essasú er snilld og eins er herferð Stöðvar 2 fyrir haustið gríðarlega vel unnin og gott „concept“. Báðar eru þessar herferðir frekar nýjar og sýna kannski óhugnanlega hvers konar gullfiskaminni ég er með. En ég hefði a.m.k. verið stoltur af þessum herferðum fyrir mitt fyrirtæki.

Besta og versta herferðin á síðasta ári? Besta herferðin: Risafrelsi Vodafone.

Besta og versta herferðin á síðasta ári? Risafrelsi hjá Vodafone slær í gegn bæði með mjög flottri auglýsingu og lagi. Herferð sem vakti mikla athygli! Einnig er ég mjög hrifinn af Cheerios herferðinni sem er gul í gegn og tengist ýmsum við­burðum. Get ekki valið á milli hvor er betri. Sú versta er væntanlega skilríkja­ herferð Vínbúðarinnar en hún finnst mér frekar leiðin­­leg og máttlaus.


Hafa áherslur í markaðsmálum breyst hjá þínu fyrirtæki undanfarið? Ég tel að flest fyrirtæki hafi breytt áherslum sínum í markaðsstarfi og erum við þar ekki undanskil­ in. Við höfum dregið nokkuð úr kostnaði og fækkað nýjungum sem við markaðssetjum. Við höfum þó lagt áherslu á að vinna áfram eftir vöruþróunarstefnu okkar og halda þannig áfram að þróa og markaðs­ setja sykurminni og ávaxtaríkari mjólkurvörur sem jafnframt eru án sætuefna.

Hafa áherslur í markaðsmálum breyst hjá þínu fyrirtæki undanfarið? Þær hafa breyst mikið. Við höfum þurft að hugsa hlutina alveg upp á nýtt og nota aðra nálgun. En í svona ástandi koma oft upp bestu hugmyndirnar. Hverju myndi ESB-aðild breyta fyrir þitt fyrirtæki? Ekki neinu svo ég viti.


Hverju myndi ESB-aðild breyta fyrir þitt fyrirtæki? Við teljum að ESB-aðild myndi breyta miklu fyrir öll fyrirtæki sem tengjast landbúnaði. Innflutn­ ingur myndi aukast mikið sem hefði neikvæð áhrif á sölu íslenskra landbúnaðar­a furða, þar með talið vara frá MS.

14

Hafa áherslur í markaðsmálum breyst hjá þínu fyrirtæki undanfarið? Áherslurnar hafa breyst meira í þá átt að samræma markaðs- og sölu­ aðgerðir, hámarka nýtingu fjár­ muna sem lagðir eru í aðgerðir og að fara yfir hverja herferð fyrir sig til að safna lærdómi fyrir næstu herferð. Hverju myndi ESB-aðild breyta fyrir þitt fyrirtæki? ESB aðild myndi aðallega hafa þau áhrif að gjaldeyrissveiflur heyrðu sögunni til og hægt væri að gera markvissari áætlanir.

Hafa áherslur í markaðsmálum breyst hjá þínu fyrirtæki undanfarið? Já, áherslur hafa aðeins breyst hjá okkur í Ekortinu. Við höfum þurft að draga saman markaðs­ kostnað og þurftum að hætta við ákveðnar að­gerðir sem hafa hvatt e-korthafa til að nota e-kortin í stað annarra korta. Við reynum að halda áfram sýni­leika vörumerk­ isins en höfum dregið nokkuð úr auglýsingum. Í staðinn höfum við nýtt okkur í meira mæli bein skila­ boð til korthafa með tölvupóstum, sms skilaboðum og öðrum neðan­ jarðarleiðum þar sem ýmis tilboð frá samstarfsfyrirtækjum okkar eru kynnt korthöfum. Hverju myndi ESB-aðild breyta fyrir þitt fyrirtæki? ESB aðild myndi breyta ýmsum þáttum í rekstri Ekortsins og þá aðallega væri það með upptöku evrunnar í kjölfar ESB aðildar sem hlutirnir færu að breytast. Vaxta­ stig mun þá breytast þannig að fjár­ mögnun okkar væri ódýrari eins og margir bíða eftir. Gengisáhætta mundi minnka stórlega en hún er farin að vigta ansi þungt í kortaum­ hverfinu eins og það er upp byggt í dag. Þar að auki gæti verið að þau ýmsu hlunnindi sem bankar bjóða korthöfum í dag kynnu að rýrast eða breytast, þ.m.t. þær endurgreiðslur sem e-korthafar safna í dag.

Nafn verkefnis Fítonblaðið

Verknúmer FI030035


SVÖR

15a

Gunnar B. Sigurgeirsson, markaðs­­stjóri Ölgerðarinnar Besta og versta herferðin á síðasta ári? Þetta er búið að vera skrýtið ár á auglýsingamarkaðnum en auðvitað hefur margt verið vel gert og erfitt að velja eitthvað sérstakt. Ég get þó nefnt að ég er hrifinn af því hvernig Stöð 2 hefur markaðssett sig undanfarið. Nýjasta herferðin þeirra er skemmtileg. Essasú frá Vodafone er líka flott herferð og hittir örugglega vel í mark. Hvað varðar hinn endann, þ.e. það sem mér finnst verst, þá er það erfið­a ra fyrir mig. Ég verð samt að nefna að mér fannst Patak’s her­ferðin eftirminnilega öðruvísi. Það getur vel verið að sú herferð hafi skilað árangri í sölu á Patak’s vörum en hún heillaði mig ekkert sérstaklega. Hafa áherslur í markaðsmálum breyst hjá þínu fyrirtæki undanfarið? Áherslur hafa vissulega breyst í þessu erfiða efnahagsástandi. Við leitumst við að gera hlutina á hag­ kvæmari hátt en áður en við trúum því samt að sókn sé besta vörnin. Við höfum þannig varið talsverð­ um fjármunum til framleiðslu á nýju auglýsingaefni sem skilað hefur ágætum árangri. Þó að ein­ hverjir markaðir séu að lokast í ástandinu þá eru aðrir að opnast og við reynum að fylgjast grannt með þeim miklu breytingum sem eiga sér stað á markaðnum. Hverju myndi ESB-aðild breyta fyrir þitt fyrirtæki? ESB aðild Íslands myndi vissu­ lega hafa áhrif á starfsemi fyrir­ tækisins. Fyrst ber að telja að upptaka evru hefði mikil áhrif. Fjármagnskostnaður myndi lækka og óvissa í gengis­málum minnka sem gerði inn- og útflutning auð­ veldari. Þá myndu tollar lækka og jafnvel falla niður að einhverju leyti og það myndi að sjálfsögðu opna nýja markaði, bæði fyrir innog útflutning.

15

Hrannar Pétursson, forstöðu­ maður almannatengsla Vodafone

Sigurður Valur Sigurðsson, markaðsstjóri Iceland Express

Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Símans

Besta og versta herferðin á síðasta ári? Haustherferð Stöðvar 2 var mjög skemmtileg, þar sem búið var að setja starfsmenn stöðvarinnar inn í þætti sem sýndir eru á stöðinni. Appelsín-herferðin í sumar gerði mann bjartsýnan og glaðan, flott leikstjórn og grafíkin var sérstak­ lega eftirminnileg. Sterkustu aug­ lýsingar ársins voru að mínu mati forvarnarauglýsingar sem Styrktar­ sjóður Susie Rutar gerði í sumar. Ég hefði viljað sjá þær miklu, miklu oftar en væntanlega hefur sjóður­ inn úr litlu birtingafé að spila. Frá­ bært framtak og málefnið gott. Ég held að það halli ekki á neinn, þó ég útnefni sumarherferð Olís með Ragga Bjarna í aðalhlutverki þá verstu þetta árið. Sú útnefning krefst engra sérstakra skýringa, en þó verð ég að nefna að viðhalds­ herferð Byko kom einnig upp í hug­ ann í þessum flokki!

Besta og versta herferðin á síðasta ári? Bestu herferðina á líklega Vodafone, en flest allt sem þeir hafa gert á árinu hefur verið alveg brilljant. Jóla­ herferðin stendur upp úr í minn­ ingunni og svo núna essasú en ég held að síðarnefnda herferðin sé þó hugsanlega fórnarlamb eigin vel­ gengni því það muna allir frasann en ég efast um að allir muni hvað það var sem upphaflega var verið að auglýsa. Versta herferðin hlýtur að vera her­ ferð Icelandair, það var svona sem við hugsuðum það. Tímasetningin var afleit á þeirri herferð.

Besta og versta herferðin á síðasta ári? Netvara-auglýsingin okkar fannst mér áhrifarík og vel heppnuð. Hún hlaut verðskuldaða athygli og könnun Capacent ásamt viðbrögð­ um viðskiptavina sýndi frábærar niður­stöður. Í kjölfar herferðar­ innar fór Síminn með SAFT, sem stendur fyrir örugga netnotkun barna og unglinga, í fræðslu­her­ferð í grunnskóla víða um land. Síminn styrkti herferðina sem var skól­ unum að kostnaðarlausu. Önnur herferð sem mér fannst vel heppnuð var auglýsingaherferð Vínbúðanna – Láttu ekki vín breyta þér í svín.

Hafa áherslur í markaðsmálum breyst hjá þínu fyrirtæki undanfarið? Við höfum undanfarið ár gert ein­ faldari auglýsingar en oft áður og náð þannig heilmikilli hagræðingu, án þess að minnka sýnileikann okkar úti á markaðnum. Við höfum frekar birt stuttar auglýsingar oft­ ar, í stað þess að birta langar auglýs­ ingar sjaldnar. Þetta hefur skilað okkur góðum árangri og mælingar sýna að þessi aðferðafræði virkar. Hverju myndi ESB-aðild breyta fyrir þitt fyrirtæki? Kaffi- og matartímarnir yrðu lík­ lega enn skemmtilegri til að byrja með, þegar fólk færi að mynda sér skoðanir á apparatinu og rífast um kosti og galla aðildar. Að öðru leyti hefði aðild lítil áhrif á okkar dag­ legu starfsemi. Í stærra samhengi hefði aðild hins vegar mikil áhrif á rekstrarumhverfi okkar, eins og allra annarra á Íslandi, a.m.k. ef vonir um lægra vaxtastig og stöð­ ugri gjaldmiðil gengju eftir.

Nafn verkefnis Fítonblaðið

Hafa áherslur í markaðsmálum breyst hjá þínu fyrirtæki undanfarið? Hjá okkur gerðist það að áhersl­ urnar færðust að einhverju leyti á erlenda markaði, þó án þess að við höfum vanrækt heimamarkaðinn. Undanfarið höfum við reynt að leggja áherslu á auglýsingar sem hvetja fólk til aðgerða strax frekar en ímyndaruppbyggingu. Þá höfum við lagt áherslu á það að okkar kynn­ ingarefni endurspegli tíðar­andann og stemninguna í samfélaginu hverju sinni. Hverju myndi ESB-aðild breyta fyrir þitt fyrirtæki? Evrópusambandsaðild myndi í sjálfu sér ekki breyta miklu fyrir okkur þar sem við erum nú þeg­ ar að stærstum hluta innan þess regluverks, sbr. aðild okkar að EES. Þó mætti leiða að því líkum að við öðluðumst greiðari aðgang að styrkjakerfi ESB, spurning hvort hægt væri að nýta sér það með ein­ hverju móti. Aðild að myntbanda­ lagi Evrópu eða upptaka stöðugri gjaldmiðils en við búum við í dag mundi þó hjálpa okkur umtalsvert, enda gengisáhættan töluverð fyr­ ir fyrirtæki eins og okkar þar sem stærstu föstu kostnaðarliðirnir eru í erlendum gjaldeyri en stór hluti okkar tekna í íslenskum krónum.

Hafa áherslur í markaðsmálum breyst hjá þínu fyrirtæki undanfarið? Aðstæður í þjóðfélaginu hafa auð­ vitað áhrif á vinnuumhverfi okkar. Í dag er enn ríkari krafa að verja peningunum í rétt verkefni og nýta fjármunina vel. Við finnum að viðskiptavinurinn er orðinn verðnæmari enda hefur kaupmátt­ ur rýrnað. Við leggjum því áherslu á að markaðssetja lausnir sem skila sér í hagræðingu fyrir neytendur og skipta þá máli. Hverju myndi ESB-aðild breyta fyrir þitt fyrirtæki? Aðildin hefði eflaust einhverjar breytingar í för með sér en mér finnst erfitt á þessu stigi málsins að spá fyrir um þær nákvæmlega. Við erum að vinna bæði skv. íslenskri og evrópskri löggjöf í starfsum­ hverfi fjarskiptafyrirtækja og erum því nú þegar vön þeim ramma. Til að mynda lækkaði Síminn verð á útlandasímtölum 1. júlí í samræmi við reglur ESB um þak á verðlagn­ ingu. Hvað markaðsstarfið varðar veit ég ekki hvort aðildin, ef af verð­ ur, muni hafa veruleg áhrif.

Verknúmer FI030035


16a

IEX

Rödd skynseminnar y

Notaðu netið! Þú kannt á internetið, er það ekki? Gúglaðu borgina sem þú vilt heimsækja, það er fullt af góðum dílum á netinu. Svo skaltu nota Facebook í annað en að tala um hvað þú er að

Rödd skynseminnar

Verða ekki allir í stuði? u Finndsta ódýraið á s ug fllan ress.i xp de

gera góða hluti í ræktinni. Þú átt örugglega vini á fésinu sem þekkja borgina þína í Evrópu inn og út. Þannig gætirðu jafnvel reddað ódýrri gistingu.

ice

Byrjaðu samt á því að fara inn á www.icelandexpress.is, þar finnurðu ódýr fargjöld til Evrópu.

Langar þig að skreppa út, helst á morgun, en kemst ekki frá? OK, hér eru hugmynd: Farðu núna inn á icelandexpress.is, bókaðu flug og farðu út seinna. Er ekki nokkuð ljóst að þú verður líka í stuði til að fara út seinna í haust? Pottþétt. Svona spararðu líka, færð flugið á betra verði.

Hlustaðu á rödd skynseminnar, bókaðu flug á betra verði til Evrópu á www.icelandexpress.is

Verð frá:

14.900 kr.

Reykjavík

Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum.

London

2. nóv. Frá og með bæði um fljúgum við og Gatwick Stansted í London!

með ánægju

Berlín

London

Kaupmannahöfn Varsjá

Friedrichshafen

u Finndsta ódýraið á flug ress.is dexp

Alicante

Verð frá:

icelan

14.900 kr. Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum.

með ánægju

Himnesk skynsemi

Iceland Express lagaði sig að breyttum aðstæð­ um í þjóðfélaginu með nýjum áherslum í auglýs­ ingum. Dr. Gunni, neytandi númer eitt á Íslandi, gefur góð sparnaðarráð fyrir ferðaglaða Íslend­ inga sem Rödd skynseminnar. Þó að hart sé í ári verður maður að skreppa aðeins út, er það ekki? Fíton naut aðstoðar Miðstrætis við framleiðslu herferðarinnar og Hörður Sveinsson ljósmyndaði.

Skagen

Álaborg Listamenn sækja sér innblástur í fegurð Skagen á Jótlandi. Láttu hana ekki fram hjá þér fara. Silkeborg Árósar

Það er skylda að heimsækja Tate Modern nýlistasafnið. Þar eru alltaf framsæknar og umtalaðar sýningar í boði.

Helsingør

Horsens

Kaupmannahöfn

Billund Óðinsvé

Hróarskelda

Heimsborg

London kallar!

Knuthenborg

F í t o n / S Í A

Þýskaland

Í Lególandi í Billund er gaman að vera. Rússíbanar, bátar, sjóræningjar og eintóm ævintýri. Ekki klikka á frægustu kubbum í heimi.

GATWICK EXPRESS

25 mín. Það tekur aðeins 25 mín. að skutlast niður í bæ

Bókaðu tengiflug! www.gatwickairport.com

Silkeborg Nú höfum við flutt okkur yfir á Gatwick flugvöll (South Terminal). Gatwick er þægilega staðsettur suður af London og þaðan fljúga

Ísland

flugfélög á borð við easyJet, British Airways og US Airways til allra átta.

Skelltu þér í skemmtisiglingu með elsta sjófæra gufubáti í heimi frá Silkeborg til Himmelbjerget.

Einnig er stutt til Brighton sem er huggulegur og vinsæll strandbær. Bandaríkin

á söfn eða bara sitja á kaffihúsi og virða fyrir þér fjölskrúðugt mannlíf! Asía

Mið-Ameríka Karíbahafið Frá 1.. maí

aðgengileg. Svo tekur enga stund að skjótast þangað. Bókaðu huggulega fjölskylduferð til Danmerkur á www.icelandexpress.is

bílaleigubíl frá Budget, ferðast um landið og fljúga jafnvel heim

Skelltu þér til London, hvort sem þú vilt versla, borða góðan mat, kíkja

Gatwick

Danmörk er svo passleg. Þægilega stór, milt veðurfar, vinaleg og

Það er tilvalið að fljúga á einn áfangastað í Danmörku, fá sér

Evrópa

London

Fjör fyrir alla fjölskylduna

Bókaðu núna á www.icelandexpress.is!

Ring, ring! Það er flott að hjóla þar sem flatt er. Og flöt er Danmörk. Leigðu hjól á góðu verði og upplifðu landið öðruvísi.

frá öðrum áfangastað. Við bjóðum einnig mikið úrval af gistimöguleikum; sjá nánar á www.icelandexpress.is.

Afríka

með ánægju

www.icelandexpress.is

2009

16

Nafn verkefnis Fítonblaðið

Verknúmer FI030035


17a

ESB – JÁ EÐA NEI

HUGSJÓN, HUGMYND, HUGVIT, HÖNNUN

17b

Hvaða áhrif hefði ESB-aðild á auglýsingafagið?

NEI EÐA JÁ? 17c

17d

Ísland hefur sótt um aðild að ESB. Senn munu samningaviðræður hefjast og að því loknu verður samningur um inngöngu Íslands lagður í dóm þjóðarinnar. Ljóst er að þjóðin skiptist í þrjár fylk­ ingar. Ein er hörð á móti, önnur full­ viss um að aðild að ESB sé það eina rétta. Krónan er ýmist ónýt eða eina lausnin. Sjálft ríkis­stjórnarborðið er klofið í málinu! Þriðji hópurinn er sá sem að lokum ræður úrslitum í málinu: Þeir sem eru óákveðnir, vilja hugsa málið, vega og meta kosti og galla og skoða sjálfan samninginn og afleiðingar hans fyrir þjóðarhag (og eigin hag).

17

Í umræðu um afleiðingar hugsan­ legrar ESB-aðildar hefur tvennt borið hæst, landbúnað og sjávar­ útveg. Færri hafa leitt hugann að þeim áhrifum sem aðild hefði á auglýsingagerð og birtingar í land­ inu. Staðreyndin er sú að Íslending­ ar hafa þegar tekið upp þær reglur sem gilda um auglýsingagerð og birtingar í Evrópu, gegnum EES samninginn. Þannig er nú einung­ is heimilt að birta 12 mínútur af auglýsingum á hverri klukkustund í sjónvarpi.

Nafn verkefnis Fítonblaðið

Það er hins vegar ljóst að auglýs­ ingamanna bíða spennandi verk­ efni í aðdraganda kosninga um aðild. Það er ljóst að hvorki Já- né Neimenn munu draga af sér í bar­ áttunni um atkvæði óákveðinna. Öllum verkfærunum í kistu aug­ lýsingaiðnaðarins verður beitt af fullum krafti og málefnaleg vinnu­ brögð jafnvel látin lönd og leið. Við á Fíton ákváðum að freista þess að skyggnast inn í framtíðina og sjá hvernig þessi barátta gæti litið út. Nú er það þitt að dæma. Nei eða Já?

Verknúmer FI030035


18

Afstaða verkefnis:

NEI

Verktaki: HRAFN GUNNARSSON OG ÖRN ÚLFAR SÆVARSSON


19

Afstaða verkefnis:

NEI

Verktaki: NÖKKVI ÞORSTEINSSON


20

Afstaða verkefnis:

NEI

Verktaki: HELGA VALDÍS ÁRNADÓTTIR


21

Afstaða verkefnis:

NEI

Verktaki: GUNNHILDUR KARLSDÓTTIR


22

Afstaða verkefnis:

NEI

Verktaki: ANNA KAREN JÖRGENSDÓTTIR


23

Afstaða verkefnis:

Home

Good News

NEI

Verktaki: FINNUR JÓHANNSSON MALMQUIST

Profile

Friends

Inbox

What do you want?

Reykjavík, Iceland Attach

Share

Pages Status Updates Photos

The Icelander Wants a better way of life. 2 seconds ago · Comment · Like

Links More

The Icelander Likes to have equal possibilities as his neighbor citizens in education abroad. 4 minutes ago · Comment · Like

495.266.281 people in Europe like this.

The Icelander Is dreaming of a stable currency and more reliable financial system equivalent to his neighbor countries. 8 minutes ago · Comment · Like

The Icelander Is concerned about the environmental issues. 10 minutes ago · Comment · Like

The Icelander Wonders about the opportunities his descendants will have. 16 minutes ago · Comment · Like

495.266.281 people in Europe like this.

The Icelander Thinks open markets are the driving force of modern and free commerce. 18 minutes ago · Comment · Like

The Icelander Likes to have better prices on consumer products in a competitive environment. 20 minutes ago · Comment · Like

The Icelander Wants to hold on to his nationality. 24 minutes ago · Comment · Like

495.266.281 people in Europe like this.

The Icelander Likes to have equal possibilities in education abroad. 25 minutes ago · Comment · Like

The Icelander Wants to be a part of a responsible body, whose opinion matters and whose voice will be heard. 30 minutes ago · Comment · Like

495.266.281 people in Europe like this.


24

Afstaða verkefnis:

NEI

Verktaki: BJÖRN JÓNSSON


25

Afstaða verkefnis:

NEI

Verktaki: BOBBY BREIÐHOLT


26

Afstaรฐa verkefnis:

NEI

Jร

Verktaki: OSCAR BJARNASON


27

Afstaða verkefnis:

NEI

Verktaki: DAGNÝ SKARPHÉÐINSDÓTTIR

STJÖRNUBJÖRT FRAMTÍÐ Á ÍSLANDI Segjum JÁ við aðild að Evrópusambandinu!


28

Afstaða verkefnis:

NEI

Verktaki: ÁSGERÐUR KARLSDÓTTIR OG ANNA SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR


29

Afstaða verkefnis:

NEI

Verktaki: JÓN ARI HELGASON OG ÖRN ÚLFAR SÆVARSSON


30

Afstaða verkefnis:

NEI

Verktaki: ÞÓRHILDUR ÖGN JÓNSDÓTTIR OG ÖRN ÚLFAR SÆVARSSON


31

Afstaða verkefnis:

NEI

Verktaki: ARNAR GEIR ÓMARSSON OG BRAGI VALDIMAR SKÚLASON


ÁRÍÐANDI TILKYNNING FRÁ FYRRVERANDI NEYTENDAFRÖMUÐI

Ljósmynd: Hörður Sveinsson

34a

34

Nafn verkefnis Fítonblaðið

Verknúmer FI030035


35a

Þið eruð auglýsingamafían. Þegar góðærum lýkur eruð þið síðasta fólkið til að missa vinnuna (djók). Þið eruð fita samfélagsins. Þið sjá­ ið til þess að ég eyði kortéri af ævi minni út í bláinn þegar ég fer í bíó og svo leyfiði mér að komast til að poppa og pissa þegar ég er að horfa á sjónvarpið. Þið látið mig líka skipta um stöð þegar ég er að hlusta á útvarpið. Ókei, nú skal ég hætta að vera svona ógeðslega leiðinlegur. Auglýsinga­ bransinn er djöfulli flottur. Eins og sést í sjónvarpsþáttunum Mad Men á Stöð 2. Í auglýsingabransann velst oftast sniðugasta fólk hverrar kynslóðar. Lið sem gæti verið fúll­ tæm grínistar og snillingar í stærri og æðislegri samfélögum fer í auglýsinga­bransann á Íslandi. Ef ég væri aðeins minna glataður væri ég sjálfur að vinna á auglýsingastofu. Stundum hef ég ímyndað mér að fólk gangi í björg þegar það er kom­ ið í bransann. Þeir sem vinna við þetta verða að setja sig í stellingar og lúffa fyrir fólkinu með pening­ inn enda gengur þessi bransi, eins og allir vita, út á að selja. Það er alltaf bottomlænið. Það þýðir varla mikið að koma inn í bransann með ægilegt siðferðisþrek og setja var­ nagla við allt. „Nú, á Satan Satans­ son þetta flugfélag? Nei, þá neita ég alfarið að taka þetta verkefni að mér. Verið þér sælir, herra…“ Varla. Miðpunktur alheimsins Ég geri ráð fyrir því að auglýsinga­ bransinn sé í bullandi endurskoðun á Nýja Íslandi. Nú skiptir enginn lengur um bíla eins og nærbuxur. Næst ætla ég bara að athuga hvaða bíll eyðir minnst. Eini bíllinn sem mig langar virkilega í er Ford Must­ ang, en samt hef ég aldrei séð Ford Mustang auglýsingu í sjónvarpinu.

35

Læknir

GUNNAR LÁRUS HJÁLMARSSON

Ford Mustang bílar eru ógeðslega töff. Mér hefur fundist þetta síðan ég var smástrákur. Ég ætla að fá mér Ford Mustang fyrir fimmtugt. Ég fór á heimasíðu Brimborgar til að skoða Ford Mustang. Þar er auglýsingatexti sem lætur mig sko ekki langa minna til að fá mér Ford Mustang:

Matarauglýsingar geta virkað vel en sumar eru leiðinlegar og frá­ hrindandi. Mér leiðist þjóðrembu­ fílingurinn sem er viðloðandi SSpulsur. Kannski er það bara nafnið, SS? Íslendingar borða SS. Hverjir borða þá Goða-pulsur? Skítugir útlendingar og viðbjóðslegt pakk? Ég þarf að leggja mikið á mig til að borða eitthvað frá Kjarnafæði. Það var sjónvarpsauglýsing frá þeim með illa tenntum Íslendingi að kaupa sér smörrebröd í Kaup­ mannahöfn sem hann át og majo­ nesið klístraðist út um allt andlit. Og hvað er nú þetta eiginlega?

Ford Mustang er sannkölluð goð­ sögn og er ekki ofsögum sagt að þeir sem sjá bílinn kikna í hnjáliðum. Mustang er fáanlegur með V6 vél, 210 hestöfl og V8 vél með 300 hest­ öflum. Beinskipting eða sjálfskipting að vali. Komdu í Brimborg – skoðaðu Must­ ang, finndu Mustang, kauptu Must­ ang og þú ert miðpunktur alheims­ ins, öll kvöld, alla daga í mörg, mörg, Atriði úr myndinni Cannibal Blondes mörg ár. meet the Zombie Freaks? Finnurðu hvernig pungurinn á þér bólgnar út? Þetta kalla ég sko Dala Feta herferðin var ekki heldur alvöru auglýsingu. Meira að segja að virka. Þar liggur gervi-Grikki á Súzúkí-Sveppi yrði karlmannlegur gæruskinni og otar klofinu framan í á Ford Mustang. Hann yrði mið­ mann. Ég held ég hafi aldrei smakk­ að Dala Feta því ég sé alltaf klofið á punktur alheimsins. gervi-Grikkjanum fyrir mér þegar ég sé krukkuna í búð. Note to self: Klof selur ekki ost Stór hluti auglýsinga er fyrir mat af Ekki auglýsa ost með klofi. því við erum með mat á heilanum, síétandi velmegunarsvínin sem við Sell-át erum. Ég hef mikinn metnað við að Allir sell-áta fyrir rétta tækifærið kynna mér nýja matvöru á mark­ (les: peninginn) nema Siggi Pönk aðnum og því höfða auglýsingar þar og Helgi Hós. Það er allt í lagi. sem verið er að kynna eitthvað nýtt Ástæðan fyrir því að minna var um sell-át til forna var að auglýsinga­ mjög vel til mín. stofum datt ekki í hug að fá „ön­ dergránd“- lið í auglýsingar, annars hefðu allir sell-átað líka í gamla daga. Það hefði verið fyndið. Einar

Nafn verkefnis Fítonblaðið

í Purrkinum að veifa göndlinum fyrir Alþýðubankann. Steinþór í Fræbbblunum að slumma framan í okkur í boði Spur. Bjarni móhík­ ani að sparka Ellý í Q4U út í tjörn til að kynna nýjan matseðil á Kokk­ húsinu. Þetta fólk var aðal löngu fyrir sigur kapítalismans á kommúnismanum. Eftir sigurinn féllu múrarnir: Johnny National sá um skemmti­ atriðin hjá DeCode, Quarashi röppuðu í kokteilpartíum Wathnesystra, Hallgrímur Helgason sá um sprellið í Versló. Síðasta vígið féll þegar Megas söng fyrir Toyota. Það var rétt fyrir allsherjarhrun. Véspá? Nú er kapítalisminn líka búinn að tapa og enginn stendur uppi sem sigurvegari. Nema kapítalisminn og kommúnisminn búi til barn saman og það verði ríkjandi um hríð. Hvort þá þyki sjálfssagt eða ekki að fá lið til að sell-áta á alveg eftir að koma í ljós. Ég er allavega alveg rólegur yfir því.

Dr. Gunni er fallinn neytendafrömuður, eða svokallað sellát

Verknúmer FI030035


37a

NÓI SÍRÍUS

ALDREI NÓG AF NÓA

Það er eftirsóknarvert verkefni að hanna umbúðir fyrir Nóa Síríus, enda talið nauðsynlegt að fá sýnishorn af vörunni til að ná góðu sambandi við verkið! Skemmtilegar og sætar nýjungar litu dagsins ljós á liðnu ári og neytendur tóku þeim fagnandi. Langþráð páskaegg úr dökku Konsúm suðusúkkulaði var þar á meðal. Er eitthvað skemmtilegra en eiga nóg af nammi? var litrík sjónvarps­ auglýsing sem gerð var fyrir alla nammi­molana sem hægt er að fá í poka. Opalpakkinn var auglýstur í sjónvarpi með hristihljóðinu sem er auðvitað tungumál Opalpakkans. Nizzabitanna í nettum bitum er hægt að njóta hvar sem er. Allar þessar sjónvarpsauglýsingar voru gerðar með fulltingi Miðstrætis.

37

Nafn verkefnis Fítonblaðið

Verknúmer FI030035


38a

BEZTU VÖRU- OG FIRMAMERKI ÍSLANDSSÖGUNNAR

UMMERKI 38b

Tákn, myndir, merki eru yfir og allt um kring og hafa alltaf verið. Skjár á GSM síma er til dæmis hlaðinn táknum sem hjálpa okkur að nota símann. Úti í umferðinni ökum við eftir táknum og merkjum og umhverfi okkar er raunar allt svo hlaðið myndmáli að við tökum varla eftir því hvað það er mikilvægt. Fyrirtæki aðgreina sig sömuleiðis hvert frá öðru með táknum, firmamerkjum.

Á þeim tímum þegar ólæsi var almennt var nauðsynlegt fyrir skó­smið að hengja skilti utan á vinnu­stofuna sem sýndi stígvél svo allir vissu hvernig starfsemi þar færi fram. Að sama skapi var það gagnlegt fyrir vertinn að hengja upp mynd af ölkrús eða matardiski og hnífapörum svo ekki færi milli mála að þar væri krá. Nú eru flestir læsir sem betur fer en samt er gott myndmál alltaf jafn ómetanlegt. Hönnuðir rökræða þó stundum um það hvort eigi betur við nú á dögum, myndmerki eða leturmerki.

Hönnuður á Fíton heldur því blá­ kalt fram að firmamerki sem mynd­ tákn séu tímaskekkja, nú séu allir læsir og geti bara lesið hvað fyrir­ tækin heiti. Fæstir eru nú sammála þessari skoðun. Flest firmamerki nútímans lúta enda sömu gömlu lögmálunum um myndmál á þann hátt að í þeim má alla jafna greina einhvers konar myndræna skír­ skotun í starfsemi fyrirtækisins.

Síðan er það orðsporið sem gerir merkið mikils eða lítils virði en allir geta líklega verið sammála um að það er miklu skemmtilegra að merkið sé fallegt og vandað að allri gerð. Það sést líka á mati sér­ fræðinganna sem við fengum til að kveða upp dóm hér að þeir eru nokkuð sammála um hvað er gott og hvað ekki, þó smekkur komi auðvitað líka við sögu.

Góð merki eru og verða dýrmæt eign fyrirtækja enda er öllum stjórnendum umhugað um orð­ spor merkjanna sinna. Firmamerki segir okkur á svipstundu um hvaða fyrirtæki er að ræða, hvort sem það er myndtákn eða leturtákn og hvort sem við erum læs eða ekki.

MERKILEGAR NIÐURSTÖÐUR 38c

Við fengum nokkra þaulreynda hönnuði til að nefna okkur fimm bestu íslensku merkin og raða þeim í ágætisröð, besta númer eitt, annað númer tvö o.s.frv. Fyrsta val hvers hönnuðar fékk 12 stig, annað sætið fékk 10 og þannig koll af kolli, rétt eins og þegar keppt er í Júróvisjón. Það varð fljótt ljóst að besta merki á Íslandi að dómi sérfræðinganna er... 38d

SÉRFRÆÐINGAR FÍTONS Í MERKJAMÁLUM (í stafrófsröð)

#1 #2 #3 #4 #5 #6 #7 #8 #9 #10

Aðalbjörg Þórðardóttir, grafískur hönnuður á TBWA Atli Hilmarsson, hönnunarstjóri, Atelier Atli Hilmarsson Ámundi Sigurðsson, snillingur Björn Jónsson, grafískur hönnuður á Fíton Einar Gylfason, hönnunarstjóri á Ó-inu Finnur J. Malmquist, teiknistofustjóri á Fíton Garðar Pétursson, grafískur hönnuður FÍT Gísli B. Björnsson, Gísli B. Gréta V. Guðmundsdóttir, grafískur hönnuður á Plánetunni Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands

#11 #12 #13 #14 #15 #16 #17 #18 #19

Haukur Már Hauksson, teiknistofustjóri hjá Pipar Hjörvar Harðarson, hönnunarstjóri á Ennemm Hörður Lárusson, grafískur hönnuður á Vinnustofu Atla Hilmarssonar Jón Ari Helgason, grafískur hönnuður á Fíton Kristín Þorkelsdóttir, grafískur hönnuður og myndlistarmaður Oscar Bjarnason, hönnuður á Fíton Ragnar Freyr Pálsson, grafískur hönnuður Tryggvi T. Tryggvason, hönnunarstjóri á TBWA Örn Smári Gíslason, grafískur hönnuður FÍT

38e #1

38

#2

#3

#4

#5

#6

#7

#8

#9

Nafn verkefnis Fítonblaðið

#10

#11

#12

#13

#14

#15

Verknúmer FI030035

#16

#17

#18

#19


39a 15. sæti > 16,3 stig Merki Mosfellshrepps Hönnuður: Kristín Þorkelsdóttir, 1968

„Það má sjá víkinga og skildi og eilífðarform. Þríhyrnt form sem hreyfist að innanverðu.“ 11. sæti > 18,6 stig Merki Norræna félagsins Hönnuður: Gísli B. Björnsson, um 1965

„Auðþekkjanlegt, stendur vel eitt og sér og táknar margt af því sem Norræna félagið stendur fyrir.“ 7. sæti > 25,5 stig Merki Sambands íslenskra samvinnufélaga Hönnuður: Helga B. Sveinbjörnsdóttir

„Mjög sterkt merki athafnamanna sem maður hélt að yrði eilíft...“ 3. sæti > 36,6 stig Merki Rafmagnsveitu Reykjavíkur

12.–14. sæti > 17 stig Merki Sinfóníuhljómsveitar Íslands Hönnuður: Aðalbjörg Þórðardóttir, 1988

„Listrænt, mikil músík í þessu. Jafnvægi, jing og jang.“ 10. sæti > 20,1 stig Merki Landsbanka Íslands Hönnuður: Tryggvi Tryggvason, 1985

„...afskaplega einfalt en kemur til skila bæði L-inu og sparibauknum. Eldist vel.“ 6. sæti > 29 stig Merki Borgarleikhússins Hönnuður: Hrafn Gunnarsson, 2008

„Snilldarlega fín grafísk útfærsla á þekktu formi hússins og ferlinu sem snýst áfram í hið óendanlega.“ Hönnuður: Halldór Pétursson, um 1950

12.–14. sæti > 17 stig Merki Mjólku Hönnuður: Örn Smári Gíslason, 2005

12.–14. sæti > 17 stig Merki Hönnunarmiðstöðvar Íslands Hönnuður: Oscar Bjarnason, 2008

„Fallegt og nútímalegt merki.“

„Snjallt og skemmtilegt merki.“ 9. sæti > 23 stig Merki Seðlabanka Íslands Hönnuður: Þröstur Magnússon, 1987

„Virðulegt með fínni teikningu og vel frágengnu letri. Besta lausnin á skjaldarmerki Íslands.“ 5. sæti > 30,3 stig Merki 1100 ára afmælis Íslandsbyggðar 1974 Hönnuður: Kristín Þorkelsdóttir, 1972

8. sæti > 24 stig Merki Húsasmiðjunnar Hönnuður: Friðrika Geirsdóttir

„Einfalt og auðskilið.“ 4. sæti > 31 stig Merki Þjóðminjasafns Íslands Hönnuður: Jóna Sigríður Þorleifsdóttir, 1992

„Viðeigandi merki sem eldist vel en tíminn er ein­mitt besti dómarinn þegar kemur að merkjum.“

„...langflottasta merkið.“ 1. sæti > 129,1 stig Merki Sjónvarpsins

Hönnuður: Gísli B. Björnsson, 1965–1966

„Klassískt merki sem er fyrir framan nefið á okkur á hverjum degi.“ „Stendur vel eitt og sér og þolir alls konar meðferð.“

Um tíma þótti það eflaust vera orðið eitthvað púkalegt en er í dag bara mjög flott og retrólegt.“

„Ótrúlega skemmtileg hugmynd með einföldu og frábæru myndmáli. Þetta er svona merki sem ekki allir fatta strax, og sumir aldrei ...“ 2. sæti > 56,6 stig Merki Mjólkursamsölunnar

Hönnuður: Vala Þóra Sigurðardóttir, 2005

„Einfalt og nútímalegt þar sem nafn og tákn renna í eitt.“ „Einfalt og dropinn er á leiðinni í glasið.“

„Það er ástæða fyrir því að það er ekki búið að breyta um merki í bráðum 45 ár.“ 39

Nafn verkefnis Fítonblaðið

Verknúmer FI030035

„Algjör klassík og eldist massa vel.“


I LIKE IT BIG 40a

F í t o n / S Í A

Þegar Vodafone kynnti nýja þjónustu fyrir Frelsisnotendur – Risafrelsi – dugði að sjálfsögðu ekkert minna en risaherferð þar sem áhyggjulausir og töff krakkar dönsuðu um og yfir borgina undir dúndrandi tónlist. Risarnir létu finna fyrir sér og bílum sem þeir höfðu stigið á í hita leiksins var komið fyrir út um allan bæ – og sannkallað risaæði greip um sig.

F I 0 2 9 6 3 0

VODAFONE

Þú hefur aldrei upplifað annað eins 0 kr. innan kerfis, 5 vinir óháð kerfi og inneign fylgir

Viðbrögðin létu ekki á sér standa – risaaukning á Frelsisnotendum – og lagið Big, sem var sérsamið fyrir herferðina, rauk upp vinsældarlistana. Reynir Lyngdal leikstýrði. Pegasus framleiddi. Sveinn Speight myndaði.

Kynntu þér málið á vodafone.is eða hringdu í 1414 Ekki sætta þig við neitt minna

Lifðu núna

F í t o n / S Í A

F í t o n / S Í A

F í t o n / S Í A

Helgina áður en Risafrelsi fór í loftið vöktu kramdir bílar óskipta athygli vegfarenda. Á bílunum var skilin eftir afsökunarbeiðni í stærri kantinum. Yfir fimm þúsund forvitnir borgarbúar hringdu í númerið sem var gefið upp og fengu forsmekk af Risafrelsi.

Komdu með allt í Gull Vodafone Gull – það besta sem við bjóðum Þú færð Ofurheimasímann. Allt innifalið, símtöl í alla aðra síma, óháð kerfi – líka í GSM og til útlanda fyrir 3.490 kr. * Þú færð lægsta mínútuverð í GSM, óháð kerfi Þú færð mesta hraðann á Netinu Þú færð okkar bestu kjör og sparnað sem er gulls ígildi Vertu með allt á einum stað og skráðu þig strax í nýja vildarþjónustu í 1414 eða á vodafone.is.

Lifðu núna

Komdu með allt í Gull Vodafone Gull – það besta sem við bjóðum Þú færð Ofurheimasímann. Allt innifalið, símtöl í alla aðra síma, óháð kerfi – líka í GSM og til útlanda fyrir 3.490 kr. * Þú færð lægsta mínútuverð í GSM, óháð kerfi

Komdu með allt í Gull

Þú færð mesta hraðann á Netinu Þú færð okkar bestu kjör og sparnað sem er gulls ígildi

Vodafone Gull – það besta sem við bjóðum

Vertu með allt á einum stað og skráðu þig strax í nýja vildarþjónustu í 1414 eða á vodafone.is.

Þú færð Ofurheimasímann. Allt innifalið, símtöl í alla aðra síma, óháð kerfi – líka í GSM og til útlanda fyrir 3.490 kr. * Þú færð lægsta mínútuverð í GSM, óháð kerfi

Lifðu núna

Þú færð mesta hraðann á Netinu Þú færð okkar bestu kjör og sparnað sem er gulls ígildi Vertu með allt á einum stað og skráðu þig strax í nýja vildarþjónustu í 1414 eða á vodafone.is.

Lifðu núna

*Innifalið er allt að 6.000 kr í GSM og 6.000 kr til 30 helstu viðskiptalanda Íslands. Símtöl í 118 og 900 númer eru gjaldfærð.

40

* U.þ.b. 30 helstu viðskiptalönd Íslands. Símtöl í 118 og 900 númer eru gjaldfærð.

*Innifalið er allt að 6.000 kr í GSM og 6.000 kr til 30 helstu viðskiptalanda Íslands. Símtöl í 118 og 900 númer eru gjaldfærð.

Nafn verkefnis Fítonblaðið

Verknúmer FI030035


41a

F í t o n / S Í A

F I 0 2 9 6 3 0

VODAFONE

Þú hefur aldrei upplifað annað eins 0 kr. innan kerfis, 5 vinir óháð kerfi og inneign fylgir Kynntu þér málið á vodafone.is eða hringdu í 1414 Ekki sætta þig við neitt minna

Lifðu núna

Í KOLLI MÍNUM GEYMI ÉG GULLIÐ Litli kallinn með stóru símana fór á kostum í auglýsingum fyrir Voda­ fone Gull sem slógu rækilega í gegn og urðu til þess að fólk stóð í bið­ röðum til að komast í Gull! Auglýsingarnar voru margar og stuttar og fóru sem eldur í sinu um netið. Fólk greip frasana á lofti og sönglaði „Jóla ... jólajóla“ yfir jólasteikinni. Mönnum ber ekki

saman um hvort það var fjólubláa rúllukragapeysan eða jólavestið sem réði úrslitum um vinsældirnar. Auglýsingarnar voru gerðar í tveim­ ur atrennum. Sammi og Gunni leik­stýrðu fyrri skammtinum og Saga film framleiddi. Reynir Lyng­ dal leikstýrði seinni hlutanum og Pegasus framleiddi. Sveinn Speight tók ljósmyndir.

HVER SLÓ Í GEGN – VASSAÉG? Enginn veit fyllilega hvaðan frosk­ urinn kom eða hvað nákvæmlega hann var að gera í auglýsingum Vodafone. En allir þekkja afleiðing­ arnar ... essasú!?!

16,027 views

41

Nafn verkefnis Fítonblaðið

Verknúmer FI030035


42


43a

VIRÐING RÉTTLÆTI

VR á vaktinni

43

Nafn verkefnis Fítonblaðið

VR kemur víða við í auglýsingum sínum. Þegar ósköpin dundu yfir síðla árs í fyrra var brugðist skjótt við með sjónvarps- og dagblaðaauglýsingu þar sem hvatt var til samstöðu landsmanna á erfiðum tímum. Við höfum jú alltaf hvert annað þegar á reynir. Sigur Rós svaraði kalli VR og Fítons og lánaði hið frábæra lag, Hoppípolla. Fíton vann auglýsinguna í samstarfi við Republik og Árni Þór Jónsson leikstýrði. Vigfús Birgisson ljósmyndaði. Þörfin fyrir félag eins og VR hefur aldrei verið meiri en nú og mikilvægt að standa vaktina á öllum vígstöðvum eins og auglýsingar VR bera vott um.

Verknúmer FI030035


44a

AUGLÝSINGAMIÐLUN

ERTU MEÐ NETIÐ ÚTI? a

Þótt netið geti virst flókið, þá býður það upp á gríðarlega möguleika með réttum vinnubrögðum. Bryndís Björnsdóttir, sérfræðingur hjá Auglýsingamiðlun-Mindshare, segir lesendum Fíton blaðsins til vegar á nýjum slóðum á netinu.

„The magic of social media is not what happens in social media, but what happens outside of it, because of it.” Paul Isakson, gúrú í fræðum um samfélagsmiðla.

Samfélög (Social MEDIA)

Í samfélögum á netinu stofna menn sína eigin not­ endasíðu, tengjast fólki með vinabeiðnum, skipta og deila upplýsingum, myndum, skoðunum, myndbönd­ um og öllu sem því dettur í hug. Sum samfélög eru opin og persónuleg, önnur nær eingöngu fagleg. Á Íslandi hefur Facebook stolið senunni hingað til og eru tæp­ lega 140 þúsund íslenskir notendur skráðir þar inn nú (þar með talin fyrirtæki). Fyrirtæki, stofnanir og samtök geta stofnað síðu á Facebook og safnað vinum og þannig komið skila­ boðum áfram til „aðdáenda“ fyrirtækisins. Mark­ miðið er að eiga samskipti við viðskiptavini og vel­ unnara á persónulegum nótum. Hefja samtöl, fá fólk til að segja fyrirtækinu sínar reynslusögur og halda þannig uppi samskiptum. Aðalatriðið er að gera vöru og þjónustu það spennandi að fólk telji tíma sínum vel varið í umræður, pæling­ ar, leiki og fleira sem tengist þínu fyrirtæki eða vöru­ merki. Endalaus tilboð og þreytandi upplýsingar um hvað fyrirtækið sé að gera góða hluti dugar skammt. Hægt að setja auglýsingar inn á Facebook sem birt­ ast á tilgreindum auglýsingasvæðum. Auglýsingin má

44

Netið hefur aldrei verið sterkara. Það er ein mikilvægasta breytingin sem orðið hefur í markaðsmálum að undanförnu og gefur kost á áður óþekkt­ um möguleikum við að ná til neytenda. Netið auðveldar fólki að leita bæði almennra og ítarlegra upplýsinga, uppgötva vörunýjungar og mynda sér skoðun á fyrirtækjum. Gagnvirk samskipti á netinu eru orðin ómissandi hluti af markaðsstarfinu – að hlusta og vera til staðar og stuðla að aukinni umfjöllun og áhuga. Þessu breytta samskiptamynstri fylgir hins vegar sú ögrun að máttur viðskiptavina hefur margfaldast. Það er mikilvægt að markaðsfólk fylgist vel með og taki þátt í samfélögum á netinu til að þekkja viðskiptavini sína betur, halda úti réttum upplýsingum og hafa þannig áhrif á orðspor fyrirtækisins. Að nýta alla möguleika netsins til að afla nýrra viðskiptatengsla kallar á góða stjórnun í markaðsmálum á netinu.

Nafn verkefnis Fítonblaðið

einungis innihalda stuttan texta og mynd á jpeg formi. Margir íslenskir aðilar hafa nú þegar nýtt sér þennan möguleika og alltaf bætist við þennan hóp. Twitter er samfélag sem gengur út á sms-blogg því einungis er hægt að koma 140 stafa texta á framfæri. Notendur velja aðra notendur sem þeir fylgjast með, oftast fólk eða fyrirtæki sem deila sömu áhugamálum, gildum og skoðunum. Twitter virkar þannig svipað og Facebook og auðveldar samskipti við viðskiptavini. Virk samskipti eru aðalatriði; skoðanaskipti, nýjungar, kvartanir, ánægjusögur og annað slíkt. Vönduð vinnubrögð skipta öllu máli. Það verður til dæmis að vera skýrt frá upphafi hvernig skal nota aðgang fyrirtækisins, hverjir sitji fyrir svörum o.s.frv. Erlendis hefur það mikið tíðkast að æðstu stjórnendur fyrirtækja sjái um að twitta, sem þýðir meira aðdráttar­ afl fyrir viðskiptavini til að „fylgja þeim“. Sumir vilja meina að inn á Facebook sé að finna fjöldann meðan á Twitter sé að finna gæðin, sitt sýnist hverjum. Önnur samfélög af svipuðu tagi eru LinkedIn og slideshare.net (B2B), Bebo, Myspace, Friendster. com og hi5.com.

Verknúmer FI030035


45a

AUGLÝSINGAMIÐLUN

Myndbönd (VIDEO SHARING)

b

YouTube er án efa langvinsælasta myndbandasíða í heiminum en talsverð aukning hefur orðið á dreifingu myndbanda á netinu að undanförnu. Fyrirtæki geta að sjálfsögðu tekið þátt í þeim leik; búið til kynningarefni í þeim eina tilgangi að dreifa á netinu. Nýjum sjónvarpsauglýsingum skal einnig koma í umferð á netinu. Lögmálið er einfalt: Bestu myndböndin fá mestu dreifinguna. Fjölmargar síður innihalda tengla með myndböndum. Þær eru til dæmis blip.tv, break.com, video.google.com, kvikmynd.is, b2.is, 69.is, vimeo.com og hugi.is.

c

LJÓSMYNDIR (PHOTO SHARING)

Til eru sérstakar myndasíður þar sem notendur opna aðgang og birta myndir sínar. Notendur tengjast hver öðrum og sjá þannig þegar vinir þeirra uppfæra myndir á síðuna. Ekki hafa mörg íslensk fyrirtæki notað slíka vefi í markaðs­ starfi. Best þekkti vefurinn er flickr.com en aðar síður eru picasa.google.com, fotki.com, og photobucket.com.

e

FrÉTTAVEITUR (NEWS FEED)

d

Fréttavefir tróna oftast á toppnum yfir mest lesnu síður á Íslandi. Ef þú leitast við að að ná til stórs hóps og hefur góða heimasíðu sem tekur á móti þeim sem smella, þá getur netborði á þessum síðum verið góð fjárfesting. Gott samræmi við aðrar tegundir miðla er mikilvægt. Helstu fréttavefirnir á Íslandi eru mbl.is, visir.is, pressan.is, eyjan. is og dv.is

f

BLOGG

Bloggsíða fyrirtækis getur komið boðum til fólks sem er að skoða eða jafnvel versla á heimasíðu fyrir­ tækisins. Þarna er hægt að koma ýmsum skilaboðum áleiðis, t.d. samstarfs- og stuðnings­aðilum, nýjungum og tilboðum. Mörg fyrir­ tæki hafa blogg sem hluta af heima­ síðu fyrirtækis en helstu bloggveit­ ur eru mbl.is, blog.is, bloggar.is, blogspot.com og wordpress.com.

LEITARVÉLAR (SEARCH ENGINES)

Kemur heimasíða fyrirtækisins fram þegar vörum ykkar eða vöruflokkum er flett upp á leitarvélum á netinu? Með ýmsum aðferðum er hægt að hafa áhrif á leitarniðurstöður og hvaða upplýsingar birtast um fyrirtæki ykkar. Annar möguleiki á leitarvélunum er að kaupa auglýsingu út frá ákveðnum leitarorðum. Þannig er tryggt að fyrirtæki þitt birtist a.m.k. einu sinni þegar viðkomandi leit­ arorðum er flett upp. Helstu leitarvélarnar sem Íslendingar nota eru ja.is, google.com, leit.is, finna.is og yahoo.com.

g

BÓKAMERKI (SOCIAL BOOKMARKING)

Þegar hugsanlegur viðskiptavinur kemur inn á heimasíðuna er einnig mikil­vægt að fá hann aftur síðar til að fylgjast með starf­ semi og tilboðum ykkar. Margir netnotendur merkja áhugaverðar síður hjá sér, geyma og dreifa áhugaverðum linkum í gegnum sér­ stakar bókamerkjasíður. Þær helstu eru Yahoo bookmarks, digg. com og google bookmarks.

45

Nafn verkefnis Fítonblaðið

Fg-3 #1

Bryndís Björnsdóttir, Auglýsingamiðlun

Fg-3

mynd

Verknúmer FI030035


46a

DREKKUTÍMINN

Áður en Mix herferðin fór í loftið af fullum krafti mátti sjá glaðbeitta gula hausa víðs vegar um bæinn.

MIX! MIX! LALLA! LALA!

Ölgerðin skellti gamla góða Mixinu aftur á markað og allir trylltust að sjálfsögðu úr fögnuði. Gulu andlit­ in voru hengd upp út um hvippinn og hvappinn og allir sungu Mixmix­ mixmix – lallalalla lallala!

Sjónvarpsauglýsingin var innblásin af gömlu skólaverkefni Sigga Orra sem vann auglýsinguna með okkur. Guðjón Jónsson leikstýrði. Filmus framleiddi. 46

Nafn verkefnis Fítonblaðið

Verknúmer FI030035


47a

SVONA ORKUM VIÐ MEIRA

Með Egils Orku er allt mögulegt. Herferðinni var ætlað að kynna Við brillerum á munnlega prófinu, nýja og betri Egils Orku og var verðum fræg fyrir ekki neitt, lær­ keyrð í blöðum, útvarpi og sjón­ um að búa til gervihnött, verðum varpi með einföldu en sterku heimsmeistarar í reiptogi og ferð­ myndmáli. Miðstræti hreyfði sjónvarpsgrafík. umst til Belgíu.

Sól, sól, appelsínusól

Á þeim tíma árs sem íslenska þjóð­ in þráir fátt meira en sumar og sól birtust auglýsingar þar sem stút­ fullt glas af ferskum Sólarsafa varpaði geislum sínum yfir hvern miðilinn á fætur öðrum. Gömul barnagæla frá Bandaríkjunum fékk texta við hæfi:

Ungfrú sól, sól, appelsínusól hátt á himni skín. Ungfrú sól, sól, appelsínusól brosir breitt til mín. Ungfrú sól, sól, appelsínusól ég syng minn söng til þín.

Allan

skín á mig

fleiri

47

Nafn verkefnis Fítonblaðið

ardaga

Verknúmer FI030035

arhringinn


48a

SUMARIÐ KEMUR MEÐ EGILS APPELSÍNi

Sól og sumar, sæt stelpa, litadýrð – og auðvitað Egils Appelsín. Getur ekki klikkað. Sólskin í hverjum sopa og lag af smellalager Stuðmanna. Reynir Lyngdal leikstýrði. Pegasus framleiddi. Miðstrætis­menn hreyfðu grafík.

NÚ SÉST MARGFALT BETUR HVERJIR DREKKA KRISTAL

Heilsusamlegt og hreint fólk í hreinni og heilsusamlegri auglýs­ ingu fyrir heilsu­samlegan og ákaflega hreinan drykk. Líklega er hér um að ræða met í fjölda leik­

ara í einni og sömu auglýsingunni. Guðjón Jónsson leikstýrði. Filmus framleiddi. Miðstræti sá um þrí­ víddarvinnslu og endagrafík. Lagið samdi Eberg.

ÞAÐ SÉST HVERJIR DREKKA KRISTAL

48

Nafn verkefnis Fítonblaðið

Verknúmer FI030035


49a

MIÐSTRÆTI – NÁGRANNAR Í GARÐASTRÆTI

49b

49e

FROSKAR, ÍSBIRNIR OG ÚTRÁS TIL FÆREYJA 49c

Margmiðlunarsmiðja? Þrívíddarstofa? Hreyfimyndastúdíó? Kannski hafa strákarnir í Miðstræti verið of önnum kafnir til að skilgreina fyrirtækið nákvæmlega? Undanfarið ár hefur verið annasamt hjá þessu unga og spræka fyrirtæki. „Já, það er sívaxandi eftirspurn Hann nefnir einnig að æ fleiri Öflugir í útrásinni eftir okkar þjónustu, einkum eftir markaðs­menn geri sér grein fyrir Að lokum má minnast á að fyrir­ hagstæðum aðferðum til að koma möguleikunum sem felast í netaug­ tækið stóð í farsælli útrás í sumar. skilaboðum í framfæri í sjónvarpi, lýsingum. „Það má bera nýjustu „Já, það var gaman að vera svolítið auglýsingum sem eru ódýrar án netborðana saman við sjónvarps­ 2007“, segir Stefán og kímir. „Við þess að vera ‘cheap’“, segir Stefán auglýsingar, því tæknin býður upp lönduðum stóru verkefni fyrir U. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri á bæði hljóð og góða hreyfimynd. trygginga­félagið Føroyar í Fær­ Mið­strætis. „Þótt við séum allir Þegar vel tekst til þá nærðu jafnvel eyjum og höfum unnið dálítinn duglegir og klárir strákar þá eru að klára sölu á staðnum gegnum pakka af sjónvarpsauglýsingum verkefnin jafnvel aðeins of mörg góðan netborða – sem er einmitt ein fyrir þá. Og höldum því áfram, sem er gott fyrir gjaldeyris­forða fyrir­ núna og við erum stöðugt að leita af okkar sérgreinum,“ segir Stefán. tækisins! “ eftir nýjum hæfileikaríkum marg­ „En við gerum fleira, það fór mikill miðlurum.“ tími í vinnu fyrir hvíta tjaldið, en við unnum grafík og ýmsar flóknar Froskar og ísbirnir sem slá í gegn Ýmis afkvæmi Miðstrætis hafa vak­ grafískar brellur fyrir jafn ólíkar ið mikla athygli, til dæmis Vodafone kvikmyndir og Draumalandið og froskurinn og ísbjörninn í Polar Beer Algjör Sveppi á árinu. Það var sér­ auglýsingunum sem voru unnar fyr­ staklega gaman að koma Sveppa og ir Fíton. „Með vandaðri vinnu og út­ Villa út í geiminn! Svo höfum við sjónarsemi er nefnilega oft hægt að líka tekið að okkur jarðbundnari gæða slíkar persónur einhverjum verkefni, til dæmis það að gera þrí­ töfrum sem erfitt er að ná með leik­ víddarmódel af vörum sem fyrir­ urum, eins og í dæmi BT músar­ tæki geta notað á mun sveigjanlegri hátt en ljósmyndir í alls konar innar.“ segir Stefán. kynningar­efni; t.d. prent-, net- og sjónvarpsauglýsingar.“

49d

49

Nafn verkefnis Fítonblaðið

Verknúmer FI030035


50a

BLANDAÐ EFNI

hitt og þetta aðallega þetta

JÓLAGJÖF SEM HLJÓMAR VEL Gjafakort Sinfóníuhljómsveitarinnar er tilvalin jólagjöf fyrir tónlistar­ unnendur á öllum aldri. Tónleikaárið einkennist af mikilli fjölbreytni og því ættu allir að finna tónleika við sitt hæfi. Komdu við hjá okkur í Háskólabíói eða hafðu samband í síma 545 2500 og við aðstoðum þig með jólagleði.

Nánari upplýsingar um tónleika og nýjustu fréttir er ávallt að finna á www.sinfonia.is

ur Tv1.övifannldingur

220.000.000 +130.000.000

350.000.000 ÞÚ TALDIR RÉTT: 350 MILLJÓNIR

Fyrsti vinningur stefnir í 220

Ekki gleyma að vera með,

milljónir og Ofurpotturinn stefnir

fáðu þér miða fyrir klukkan

í 130 milljónir.

fjögur í dag á næsta sölustað eða á lotto.is

F í t o n / S Í A

F I 0 2 9 5 3 2

LENDA MILLJÓNIRNAR HJÁ ÞÉR?

ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM! MIÐINN GILDIR 3. JÚNÍ 2009

A. B. C. D. E. F. G. H.

12 05 07 03 11 01 18 22

14 16 09 06 19 25 19 27

17 23 13 19 21 35 20 29

21 36 22 24 25 36 23 39

41 37 34 25 38 39 28 40

48 38 38 31 42 46 46 42

F í t o n / S Í A

F I 0 3 0 5 6 6

Nú stefnir fimmfaldur Lottópottur á hraða ljóssins í 35 milljónir. Leyfðu þér smá Lottó!

Erfiðisvinna hefur aldrei verið auðveldari. Fristadts vinnufatnaðurinn fæst í N1.

N1 STÓRVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9

WWW.N1.IS

N1 verslanir: Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri, Akranesi, Ólafsvík, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum, Keflavík, Selfossi, Reyðarfirði og Höfn.

Sími 440 1000

Meira í leiðinni

HVERNIG ERTÍ’ONUM?

Þreifaðu fyrir þér og gakktu úr skugga um að allt sé í lagi nánari upplýsingar á www.karlmennogkrabbamein.is

SALÍBUNA! AUG Í LAUGARDALSL

Við erum með Kaffitár á okkar könnu

Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær.

Eitt af fjölmörgum fyrirtækjum sem treysta Skyggni fyrir rekstri tölvukerfa sinna

Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri hversdagsins.

kaffibændum í Afríku og Suður Ameríku, framleiðsluna í Reykjanesbæ og rekstur átta kaffihúsa. Þess vegna á Kaffitár mikið undir því að tölvu- og upplýsingakerfi fyrirtækisins sé öruggt, hagkvæmt og þægilegt í notkun. Skyggnir sérhæfir sig í hönnun og rekstri tölvu- og samskiptalausna sem

· Kerfisrekstur

· Notendaaðstoð

· Rekstur miðlægs búnaðar

· Afritun

· Ruslpóstvarnir

· Gagnageymsla

· Vírusvarnir

· Vefhýsing

Skelltu þér í sund í Laugardalslauginni og prófaðu nýju rennibrautina sem er ein sú glæsilegasta á landinu. Við lofum fjöri og fiðringi! Gott bragð fyrir heilbrigðar tennur...

· Öryggismál

lækka kostnað og bæta eiginleika upplýsingakerfa. Við höfum á annað hundrað sérfræðinga á okkar snærum og þjónustumiðstöð sem opin er

FÍTON / SÍA

Kaffitár er ört vaxandi fyrirtæki sem þarf að samþætta innkaup sín hjá

allan sólarhringinn. Skyggnir sérhæfir sig í hönnun, uppsetningu og rekstri tölvu- og samskiptalausna. Fyrirtækið er hluti af Nýherjasamstæðunni. Urðarhvarf 6

50

203 Kópavogur

Sími 516 1000

skyggnir.is

Nafn verkefnis Fítonblaðið

Verknúmer FI030035

Sumarafgreiðslutími: Virka daga kl. 6:30–22:30 Helgar kl. 8:00–22:00


51a

GRILL EÐA ÖRBYLGJA?

Grill, gleði og samvera Njóttu góðrar máltíðar með vinum og vandamönnum með SS grillkjöti. Ljúffengur kryddlögurinn dregur fram það besta í kjötinu og vel grillað kjöt laðar fram brosið á fólkinu þínu. Grillkjötið frá SS – fyrir sérstakar stundir.

Rómantíska grill-fólkið

Nýjar umbúðir voru gerðar fyrir 1944 síðastliðið vor. Eitt af megin­ markmiðunum með nýjum umbúðum var að gera neytendaupplýsingar skýrar og aðgengilegar. Þrjár sjónvarpsauglýsingar fyrir grillkjöt SS voru unnar fyrir sumarið, í anda rómantískra og rauðra skáldsagna þar sem andi sjötta eða sjöunda áratugarins sveif yfir. Myndskreyting var uppi­ staða auglýsinganna ásamt mynd af vörunni. Dagblaðaauglýsingar voru gerðar í stíl við sjónvarpsauglýsingarnar. Myndirnar teiknaði Gunnar Karlsson, en hreyfingin var gerð í Miðstræti.

www.ss.is

51

Nafn verkefnis Fítonblaðið

Verknúmer FI030035


52a

52b Halldór Baldursson með augum Ara Magg. Halldór er fæddur árið 1965. Hann er kvæntur Sigríði Melrós Ólafs­ dóttur, myndlistarmanni, á þrjá stráka og býr við Skipasund í Reykjavík.

MYNDIR MÁNAÐARINS

MYNDAMENN Halldór Baldursson og Ari Magg um ástandið, útrásina og ESB.

Halldór Baldursson teiknari og Ari Magg ljósmyndari, eru önnum kafnir myndasmiðir. Báðir hafa þeir unnið til fjölda verðlauna fyrir verk sín, þar á meðal Lúðurinn. Örn Úlfar Sævarsson hitti þessa listamenn yfir ölkrús, en báðir hafa þeir fleiri járn í eldinum en auglýsingar: Auk skopmyndateikninganna í Morgunblaðinu kennir Halldór myndlist og myndskreytir barnabækur af miklum móð og Ari er nýkominn heim frá Rússlandi. „Mér fannst mjög skrýtið að hitta Elton John í litlum sumarbústað með IKEA innréttingum.“

52

Ari: Já, mér var boðið að sýna í Halldór: Já, ég er nú reyndar líka bara myndirnar hans Halldórs í Ros­photo ljósmyndasafninu í St. með sýningu núna en ekki eins staðinn. Hann setur alveg nýjan Pétursborg og maður lætur slíkt langt í burtu, í Gerðubergi, með standard í þessum efnum. Ég er tækifæri ekki framhjá sér fara. Ég skopmyndum um kreppuna og að­ sérstaklega hrifinn af því þegar var líka með 10 nemendur á nám­ draganda hennar. Þar er hægt að hann vísar í myndlistar­söguna, til skeiði og vinnustofu í vikunni á rekja sig frá aðdraganda hrunsins dæmis áramótamyndinni þegar eftir sem var alveg ný reynsla fyrir til dagsins í dag og rifja upp helstu ráðamenn þjóðarinnar rak um á fleka en myndin byggði á Medúsamig. En það var sérstakt að sýna persónur og leikendur. flekanum eftir Géricault. þarna í Rússlandi. Það var mjög gaman að koma þangað, opnunin Ari: Skopmyndin er einmitt svo gekk mjög vel og viðtökurnar alveg magnaður miðill því hún safnar En það eru ekki allir alveg sammála ótrúlega góðar. Það er gaman að sjá tíðarandanum í einfaldan brenni­ Ara. Sumir sakna Sigmunds! myndirnar komnar á þennan stall punkt og rifjar upp fyrir manni úti enda hef ég alltaf bak við eyrað horfin umræðuefni. Maður gæti Halldór: Gamla fólkið sérstaklega. að gera myndirnar mínar þannig að í raun alveg hætt að lesa blogg og Ég var með leiðsögn um daginn og fylgjast með fréttum og skoðað þá sat sú elsta í hópnum með fýlu­ þær geti lifað auglýsinguna af. Nafn verkefnis Fítonblaðið

Verknúmer FI030035


53a

53b Ari Magg með augum Halldórs. Ari er fæddur árið 1977. Hann er kvæntur Auði Karítas Ásgeirsdóttur, á 2 börn og býr við Ásvallagötu í Reykjavík.

svip og sagði: „Ég ætla nú ekkert að hlusta á þetta, þessi gamli var miklu betri… þessi frá Vestmanna­ eyjum.“ En snertifletir teiknarans og ljós­ myndarans liggja víða því báðir unnu þeir metnaðarfullar myndaseríur fyrir tyllidagaauglýsingar ákveðins banka og hlutu verðlaun fyrir. Ari: Já, það var nú merkilegt verk­ efni sem fékk því miður nöturleg endalok. Herferðin síðasta árið var líklega ein metnaðarfyllsta prent­ herferð Íslandssögunnar og svo 53

þurfti að hætta í miðju kafi þegar hrunið varð. Síðasta myndin sem ég gerði það árið var aldrei birt en hún átti að birtast 1. des. Á henni endursköpuðum við atvikið þegar danskir hermenn gerðu bláhvíta fánann upptækan af kappróðrarbát í Reykjavíkurhöfn árið 1913 og var Ingvar Sigurðsson í hlutverki ræð­ arans. Þetta fannst mér leiðinlegt því þetta var alveg frábær mynd þótt ég segi sjálfur frá. Myndin birtist því miður ekki í blöðunum. Halldór: Já, auðvitað gat Lands­ bankinn ekki óskað Íslendingum Nafn verkefnis Fítonblaðið

til hamingju með fullveldið á sama tíma og Icesave ógnaði fullveldi þjóðarinnar! Talandi um hrunið. Árin þar á undan hafa væntanlega verið ykkur minnis­ stæð. Hver voru eftirminnilegustu augnablikin sem þið upplifðuð í góð­ ærisbólunni? Ari: Það eru nú nokkur augnablik mjög eftirminnileg. Mér fannst mjög skrýtið að hitta Elton John í litlum sumarbústað við hliðina á frystigeymslu Samskipa. Svo var ég líka fluga á vegg og tók myndir

í hinum sögufrægu partíum með Duran Duran og Tom Jones. Verð­ mætasta góðæris-slúður-mynda­ safn landsins er tryggilega geymt á servernum mínum! Svo var mér einu sinni boðið á fótboltaleik í London en mér ekki hleypt inn í stúkuna á Stamford Bridge því ég var í gallabuxum! Þá var rokið af stað í næstu fataverslun og keyptar buxur. Það reyndist vera kvenfata­ verslun. Ég horfði því á ChelseaBarcelona með bros á vör klæddur í buxnadragt með blóm á rassinum og hlustaði á Eggert Magnússon kaupa West Ham í farsímanum.

Verknúmer FI030035


54a

Halldór: Maður gerði sér auðvitað ekkert grein fyrir því að væri sér­ stakt góðæri í gangi. Þá hefði mað­ ur auðvitað hegðað sér meira eins og fífl og eytt eins og vitleysingur. Ég gleymi því samt ekki þegar Sig­ urjón Árnason bankastjóri Lands­ bankans hringdi í mig rétt fyrir lokun búða á Þorláksmessukvöld og vildi að ég teiknaði mynd af Björgólfi Guðmunds þá um kvöldið, til að gefa honum í jólagjöf. Ég sagði reyndar nei takk! Ari: Annað sem ég man sérstaklega eftir var skrifstofuhúsnæði sem að ég tók að mér að mynda fyrir Rut Kára­dóttur, innanhússarkitekt, og Lumex. Þetta var rosalegt hús­ næði þar sem ekkert var til spar­ að með flottustu fáanlegu ‘design’ húsgögnum og stærsta eld­húsi sem ég hef komið í. Allt í dökkum pan­ el og flottur blár tónn á veggjum. Húsnæðið hefði getað rúmað 100 manna fyrirtæki en mig minnir að 54

starfsmenn fyrir­tækisins á þessum tíma hafi verið 7. En það magnaða var að fyrirtækið fór á hausinn rétt áður en þeir ætluðu að flytja inn í þetta húsnæði. Mér finnst eigin­lega að það ætti að friða þetta. Halldór: Dýrasti brandari sem ég hef teiknað tengist líka fjármála­ fyrirtæki. Það var skopmynd af mönnum við þyrluna sína sem birtist í Viðskiptablaðinu. Myndin hafði þau áhrif að annar eigandinn stoppaði allar auglýsingabirting­ ar fyrir hin fyrirtækin sín í blaðið. Svo var maður að hitta blaðamenn á Viðskiptablaðinu lengi á eftir sem grétu á öxlinni á mér og sögðu að þessi brandari hefði kostað blaðið 20 milljónir. En nú er góðærið að baki og dimmt yfir öllum efnahagsmálum þjóðar­ innar. Hvað finnst ykkur um ástand­ ið í markaðs- og auglýsingamálum þjóðarinnar? Nafn verkefnis Fítonblaðið

Ari: Ertu þá að tala um Betra bak aug­lýsinguna á blaðsíðu 3 í Frétta­ blaðinu og skjáauglýsingarnar á RÚV? Dagblöðin eru orðin eins og Sjónvarpsvísirinn! Reyndar held ég að kreppur hafi yfirleitt góð áhrif á sköpunarkraft fólks, en ástandið í dag er hins vegar svo alvarlegt og allt svo letjandi að ég held að ekkert almennilegt muni gerast í þessum bransa á næstunni. Menn eru í skot­ gröfunum og vona bara það besta. Halldór: Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem það kemur svona niður­ sveifla. Það var allt í steik í byrj­ un 10. áratugarins og þá urðu til margar nýjar auglýsingastofur sem eru grunnurinn að þeim stofum sem eru stærstar og bestar í dag. Kannski gerist eitthvað slíkt. Fólk hættir ekkert að vinna við þetta þótt stofur og fyrirtæki fari á haus­ inn. Vörur þurfa að seljast og aug­ lýsingar virka. Þessi vetur verður samt erfiður.

Ari: Ég tek eftir því að nú eru fleiri á fundunum á auglýsingastofunum! Myndmálið sjálft er að breytast, nú sinnir fólk viðhaldi á heimilinu og konurnar eiga að vera að prjóna í stað þess að vera í BlackBerry símanum að sækja börnin og elda mat í stílhreinu eldhúsi í leiðinni. Dýrir hönnunarhlutir mega ekki sjást á myndum lengur. Svo er allt orðið svolítið hægara sem er alveg ágætt. Þegar allt var á fullu í góð­ ærisbólunni þá var tíminn alltaf svo knappur og framleiðsluferlið svo stutt. Maður var uppbókaður margar vikur og mánuði fram í tím­ ann, kláraði kannski eitt djobb og þurfti svo að mæta á fund klukku­ stund seinna fyrir það næsta. Auð­ vitað voru þetta skemmtileg verk­ efni, ferðalög og meiri peningar en nú er tíminn til að gera betri og út­ hugsaðri hluti og meira fyrir sjálfan sig. Mig hefur til dæmis lengi lang­ að að gera ljósmyndabók um Ísland og Íslendinga.

Verknúmer FI030035


55a

Halldór: Það er samt fullt að gera. Ari: Já reyndar. Við getum ekki kvartað! Umræðan um ESB aðild hefur verið áberandi í eftirmála hrunsins. Hvað finnst okkar mönnum um hana? Ari: Ég er nú ekki almennilega sannfærður í málinu. Ég hallast nú frekar að því að við eigum að fara inn í Evrópusambandið, en mér finnst dálítið dularfullt hvað umsóknarferlið gengur hratt og vel fyrir sig. Halldór: Ég er algjörlega sann­ færður um að við eigum heima í Evrópu­sambandinu. Held að það muni minna breytast með aðild en við höldum. Íslendingar hefðu hins vegar gott af því að hætta að taka þessa umræðu alltaf á hagsmuna­ nótunum. Við erum alveg nógu ein­ angruð landfræðilega og því hefð­ 55

um við bara gott af meiri samgangi við þessar frændþjóðir okkar allar. Ekki bara af því við græðum eitt­ hvað sérstaklega á því heldur vegna þess að við höfum eitthvað fram að færa. Samt væri auðvitað gott til lengdar að fá evruna! Ari: Einmitt, mér sýnist að við séum heldur ekki alveg fullfær um að stjórna eigin landi. Þróun undanfarinna ára sýnir það. Klíku­ skapurinn og frændhyglin lifir enn góðu lífi þannig að ég treysti okkur eiginlega ekki alveg til þess að leysa okkar mál. Halldór: Við erum númer 96 á heims­­­listanum í fótbolta karla, og svona heldur á niðurleið. Ætli við séum ekki álíka gáfuð efnahagslega?

„Svo var maður að hitta blaðamenn á Viðskiptablaðinu lengi á eftir sem grétu á öxlinni á mér og sögðu að þessi brandari hefði kostað blaðið 20 milljónir.“ Nafn verkefnis Fítonblaðið

Verknúmer FI030035


56a

N1

Stöndum saman vörð um Ísland N1 stendur vaktina hringinn kringum landið í stórum sem smáum bæjarfélögum, allt frá höfuðborginni til Grímseyjar. Þessi góðu tengsl við fólkið og fyrirtækin í landinu minna okkur nú, sem endranær, á nauðsyn þess að styðja við og standa vörð um innlenda framleiðslu og þjónustu; í raun allt sem íslenskt er.

Meira íslenskt í leiðinni

F í t o n / S Í A

F í t o n / S Í A

*

Stöndum saman vörð um Ísland N1 stendur vaktina hringinn kringum landið í stórum sem smáum bæjarfélögum, allt frá höfuðborginni til Grímseyjar. Þessi góðu tengsl við fólkið og fyrirtækin í landinu minna okkur nú, sem endranær, á nauðsyn þess að styðja við og standa vörð um innlenda framleiðslu og þjónustu; í raun allt sem íslenskt er.

Meira íslenskt í leiðinni

F í t o n / S Í A

F í t o n / S Í A

*

LANDVÆTTIR OG MEIRA Í LEIÐINNI Hugmyndafundur í Borgarleikhúsinu föstudaginn 5. júní

Síðastliðið haust voru íslensku landvættirn­ ar kallaðar til aðstoðar í markaðsstarfi N1, enda ríma þær vel við hið þétta þjónustunet N1 – 120 útsölustaði af ýmsu tagi hringinn kringum landið. Drekinn, örninn, griðung­ urinn og risinn birtust í ýmsum myndum, með aðstoð ljósmyndarans Ara Magg, og voru sérstaklega áberandi í Vegabréfa­ leiknum sem sló öll þátttökumet í sumar. Með vetrinum 2009 færist áherslan hins vegar yfir á léttleikann og þann fjárhagslega ávinning sem viðskiptavinir fá með því að beina sem mestum viðskiptum til N1.

Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis!

F í t o n / S Í A

FRAMLEIÐUM HUGMYNDIR!

Allir hafa eitthvað fram að færa. Hvert verður þitt hlutverk í framtíðinni?

N1 kynnir Start 09 - skemmtilegan hugmyndafund um nýjar leiðir og lausnir fyrir Ísland. Á Start 09 hittist hugmyndaríkt fólk, hlustar á áhugaverð erindi og myndar ný tengsl. Markmiðið er að hvetja frumkvöðla til dáða og auka sköpunargleði þjóðarinnar. Af litlum neista verður oft mikið bál!

JEFF TAYLOR stofnandi vinnumiðlunarinnar monster.com: My 12 Secrets of Running a Life and Living a Business

SALEM SAMHOUD stofnandi ráðgjafafyrirtækisins &Samhoud í Hollandi: How to Build a Vision for a Nation – and a Great Place to Work

Fundarstjóri

GUÐJÓN MÁR GUÐJÓNSSON Hugmyndaráðuneytismaður og frumkvöðull Húsið opnar kl. 8:45. Dagskrá hefst kl. 9:15 og stendur til hádegis. Kaffi og léttar veitingar í hléi. Aðgangur er ókeypis en til að tryggja sér sæti þarf að skrá sig á www. n1.is/start.

HERMANN GUÐMUNDSSON forstjóri N1: Hvað getum við lært af framtíðinni?

56

Nafn verkefnis Fítonblaðið

Verknúmer FI030035


57a

N1

ÞAÐ ER SMART AÐ SPARA 30.975 kr.* Sparitilboð N1 hjálpar þér að spara tugi þúsunda á ári. Reiknaðu dæmið fyrir þig og þinn bíl á n1.is. Þeir sem skrá sig geta búist við skemmtilegum glaðningi, ókeypis miðum á uppákomur og fleiru skemmtilegu.

F í t o n / S Í A

F í t o n / S Í A

Skráðu þig núna á n1.is eða í síma 440 1100.

ÞAÐ ER SMART AÐ SPARA 49.275 kr.* Sparitilboð N1 hjálpar þér að spara tugi þúsunda á ári. Reiknaðu dæmið fyrir þig og þinn bíl á n1.is. Þeir sem skrá sig geta búist við skemmtilegum glaðningi, ókeypis miðum á uppákomur og fleiru skemmtilegu. Skráðu þig núna á n1.is eða í síma 440 1100.

*Miðað við árlega eldsneytisnotkun fyrir nýlegan bíl í millistærð og annan algengan rekstrarkostnað.

57

*Miðað við árlega eldsneytisnotkun fyrir nýlegan stóran fjölskyldubíl eða jeppling og annan algengan rekstrarkostnað.

Nafn verkefnis Fítonblaðið

Verknúmer FI030035


58a

ÁR Í LÍFI AUGLÝSINGASTOFU

2008

FI030035

58

Nafn verkefnis Fítonblaðið

Verknúmer FI030035

2009


59a

Nafn verkefnis FÍTON DINGBATS

Leyfi HÁÐ SAMÞYKKI HÖFUNDAR

59

Nafn verkefnis Fítonblaðið

Verknúmer FI030035


57,9% traust landsmanna

38,1% traust landsmanna

26,9% traust landsmanna 59,6% traust landsmanna

Morgunblaðið og mbl.is njóta mest trausts frjálsra fjölmiðla* Þegar landsmenn eru spurðir um hversu mikið traust þeir beri til fjölmiðla tala tölurnar skýru máli, Morgunblaðinu og mbl.is í vil. Morgunblaðið ið nýturr trausts ttra raus usts ts 57,9% landsmanna og mbl.is nýtur trausts 59,6%. Traust til Morgunblaðsins eykst til muna frá síðustu könnun MMR MR eða a um 6,2% 6,2 6 ,2% % og traust til mbl.is eykst um 5,3%. Auglýsendur eru því öruggir um m athygli í Morgunblaðinu og á mbl.is. Það er gott að vera í miðli sem þjóðin óðin les og treystir. *Skv. könnun MMR um traust fólks á aldrinum 18–67 ára til fjölmiðla, dagana 9.–14. september. septemberr.

Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift eða í síma 569 1122

– meira fyrir áskrifendur

Fítonblad 2009  

Fitonbladid 2009 er komid!

Fítonblad 2009  

Fitonbladid 2009 er komid!