__MAIN_TEXT__
feature-image

Page 1

Skemmtilegt og lifandi nám í fisktækni Vinsælt, stutt og hagnýtt bóklegt og verklegt tveggja ára nám.


Nemendur lýsa ánægju með námið í fisktækni Fisktækniskóli Ísland menntar fólk til starfa við fiskvinnslu, fiskveiðar og fiskeldi. Við bjóðum upp á

skemmtilegt nám sem byggir á miklum fjölbreytileika sjávarútvegsins. Námið

tekur mið af nýjum tíma og nýrri tækni. Skólinn vinnur í nánu samstarfi við sjávarútvegsfyrirtæki.

Námsferðir

Meðan á námstímanum stendur eru heimsóknir í stofnarnir og fyrirtæki

tengd sjávarútvegi mikilvægur þáttur. Farið er í tvær námsferðir erlendis í

samvinnu við samstarfsskóla okkar í Danmörku og Portúgal.


HVERS VEGNA FISKTÆKNISKÓLINN? Emilý Klemensdóttir Ég frétti að Fistækniskóli Íslands hefði fjölbreytt nám sem gæti nýst mér til stúdentsprófs í mínum skóla. Ég vissi lítið um skólann en ákvað að slá til og prufa eitthvað nýtt. Ég vissi að ég myndi ekki tapa á því að prufa. Það sem kom mér mest á óvart var hversu vel það var hugsað um okkur og aðstoðað í náminu. Alltaf þegar mig vantaði hjálp var ekkert mál að fá þá aðstoð sem mig vantaði. Einnig bjóst ég ekki við því að ég yrði svona mikill partur af heila skólastarfinu þrátt fyrir að ég væri aðeins skráð í einn áfanga. Það sem mér fannst standa uppúr á þeirri önn sem ég var í skólanum var Dan­ merkur­­ferðin. Það var ótrúlega gaman að fara út og læra eitthvað allt annað en ég er vön að gera dags daglega. Við ferðuðumst víðsvegar um landið á nokkrum dögum og var enginn dagur eins. Ferðin var algjört ævintýri og lærdómsrík og verður mér minnisstæð.

Kristófer Máni Sigursveinsson Nám í Fisktækniskólanum er í beinum tengslum við kröfur í sjávarútvegi. Það er gott fólk starfandi við skólann sem hjálpar á öllum stigum námsins. Grunnnámið veitir þér góða alhliða þekkingu á sjávarútvegi og er góð blanda bóklegs og verklegs náms. Í grunnnáminu færðu svo að velja ákveðna leið sem þér hentar þ.e sjómennsku, fiskvinnslu eða fiskeldi. Það sem kom mér mest á óvart er frelsið sem þú færð við að sníða námið eftir þínum þörfum og hvað skólinn hefur verið mér hjálplegur. Ég mæli hiklaust með námi við Fisktækniskólann. Skólinn býður uppá framhaldsnám sem er aðeins tvær annir og allar brautirnar kenndar í staðarlotum þannig að það hentar vel með vinnu. Ég var á gæða­ stjórnarbraut í fyrra og mæli að sjálfsögðu með framhaldsnámi við skólann eftir grunnámið, sem er opin leið til frekara náms. Stefnan er tekin á Sjávarútvegsfræði hjá Háskólanum á Akureyri .

Starfsmöguleikar og tækifæri Fisktæknar starfa við vinnslu sjávarafurða sem sérhæfðir starfsmenn eða flokkstjórar með ábyrgð á ákveðnum verkstöðvum hjá fiskvinnslufyrirtækjum, útgerðum eða fiskeldisstöðvum. Fisktæknir getur starfað sem sölumaður hjá fisksölufyrirtæki eða fyrirtæki sem selur tæki og búnað fyrir sjávarútveg. Fisktækniskólinn býður uppá framhaldsnám (fyrir fisktækna) í gæðastjórnun, Marel vinnslutækni og fiskeldi.

AÐGANGSKRÖFUR

LENGD NÁMS

AÐ LOKINNI ÚTSKRIFT

Þeir sem sækja um að hefja nám í Fisktækniskólanum þurfa að hafa lokið grunnskólanámi.

Fisktækni er tveggja ára bóklegt og verklegt nám. Framhaldsnámið er eitt ár.

Að lokinni útskrift og tilskyldum tíma í starfsþjálfun geta nemendur haldið út á vinnumarkaðinn eða tekið framhaldsnám.


Námsleiðir

Framhaldsnám í boði að loknu námi í fisktækni

Fisktækni

Gæðastjórnun

Fisktækni er vinsælt, stutt og hagnýtt bóklegt og verklegt tveggja ára nám. Það er góður undirbúningur fyrir þá sem stefna vilja beint inn á vinnumarkaðinn eða á frekara nám sem tengist fjölbreyttum sjávarútvegi. Markmiðið með fisktækninámi er að nemendur öðlist haldgóða þekkingu á sem flestum sviðum innan sjávarútvegsins og þeirri heildarmynd sem hann skapar. Með skipulagðri starfsþjálfun á ólíkum vinnustöðum kynnast nemendur af eigin raun þeim vinnubrögðum og tækni sem notuð er við hvers konar framleiðslustörf á sjávarafurðum. Með því að ljúka fisktækninámi skapast tækifæri á að starfa við hin ýmsu störf sem falla til við sjávarútveg eða til frekara framhaldsnáms.

Eins árs framhaldsnámi í gæðastjórnun sem býður upp á mikla starfsmöguleika við gæðamál í sjávarútvegi og almennri matvælaframleiðslu. Það getur líka hentað vel sem undirbúningur fyrir annað framhaldsnám t.d. sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri.

Fiskeldi

Eins árs framhaldsnámi í fiskeldi. Nám í fiskeldi skapar mikla starfsmöguleika við ört vaxandi starfsgrein á Íslandi. Námið hentar líka sem undirbúningur fyrir annað framhaldsnám t.d. fiskeldis- og fiskalíffræðideild við Háskólann að Hólum.

Marel vinnslutækni

Eins árs framhaldsnámi í Marel vinnslutækni í samvinnu við fyrirtækið Marel. Nám í Marel vinnslutækni skapar mikla starfsmöguleikar bæði heima og erlendis í sjávarútvegi og við almenna matvælaframleiðslu þar sem búnaður frá Marel er notaður. Námið hentar líka sem undirbúningur fyrir annað framhaldsnám t.d sjávarútvegstengt nýsköpunarnám við Háskóla íslands.

Vinnustaðanám FISKTÆKNISKÓLI ÍSLANDS Víkurbraut 56 - 240 Grindavík Sími: 412 5966 - www.fiskt.is Netfang: info@fiskt.is Finndu okkur á

Facebook

Með vinnustaðanámi á fyrsta ári er lögð áhersla að

nemendur kynnist sem flestum þáttum sjávarútvegs með heimsóknum í stofnanir og fyrirtæki og með skipulagðri þátttöku í störfum tengdum fjölbreyttum fiskiðnaði.

Vinnustaðanám á öðru ári er skipulagt með það í huga að nemendur hafi ákveðnari hugmyndir hvert þeir vilja stefna og hafi því val um viðfangsefni.


Þorbjörn í Grindavík rekur stóra flakavinnslu í landi sem vinnur aflann af eigin línuveiðiskipum. Útgerðin gerir einnig út tvo frystitogara og flytur talsvert út af ferskum fiski.

VEIÐARFÆRAÞJÓNUSTAN

VEIÐARFÆRAÞJÓNUSTAN EHF - ÆGISGATA 3 - 240 GRINDAVÍK - SÍMI: 426 7717 / 8941891 - WWW.VEIDARFAERI.IS

Vel menntað fólk í sjávarútvegi er gulls í gildi fyrir samfélagið okkar. Njótum menntunar og nýtum menntun

GUÐRÚNARTÚNI 1 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI: 562 6410 • WWW.SGS.IS

Stakkavík sérhæfir sig í veiðum og vinnslu á ferskum gæðafiski til útflutnings

Stakkavík ehf. - Bakkalág 15B - 240 Grindavík - www.stakkavik.is

Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur Hafnargötu 9 | 240 Grindavík | Sími 426 8400 | Veffang: svg.is


Fisktækniskólinn býður ykkur velkomin Að loknu gunnskóla bíður flestra sú ákvörðun að velja sér nám við hæfi á framhaldsskólastigi. Það er mikilvæg ákvörðun. Rétt val getur ráðið mjög miklu um framvindu náms, en ekki síður um hvað tækifæri okkur gefast og möguleikar á góðu starfi í framtíðinni. Með þessum bæklingi getur við hjálpað þér við að auðvelda þér valið. Meginmarkmið Fisktækniskóla Íslands er að búa nemendur undir öll hin fjölbreyttu störf sem finna má innan sjávarútvegsins, hvort heldur það er strax að lokinu tveggja ára grunnnámi, eða eftir eins árs sérhæfingu hjá okkur. Áhersla skólans er á sjálfstæð vinnubrögð nemendda og að hver og einn finni sér farveg til framtíðar miðað við áhuga. Hvort heldur sem það er markaðssetning, vöruþróun og sala, rannsóknir, tæknivinna, veiðar, vinnsla eða fiskeldi. Allt opnar þetta námsleiðir til framhaldsnáms við aðra skóla. - þá er Fisktækniskólinn vænleg leið árangurs. Verið velkomin í Fisktækniskóla Íslands.

Víkurbraut 56 - 240 Grindavík Sími: 412 5966 - www.fiskt.is Netfang: info@fiskt.is

HREINLEIKI LANDS OG SJÁVAR

HB GRANDI HF NORÐURGARÐUR 1 101 REYKJAVÍK SÍMI +354 550 1000 WWW.HBGRANDI.IS

Átt þú rétt á styrk ? Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga Sjómennt styrkir starfsmenntun sjómanna beint til fyrirtækja í útgerð. Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna. Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sjómenntar Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is

Sjómennt Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík Sími 599 1450 sjomennt@sjomennt.is

Profile for Fisktækniskóli Íslands

Fisktaekniskolinn bæklingur  

Skemmtilegt og lifandi nám í sjávarútvegi

Fisktaekniskolinn bæklingur  

Skemmtilegt og lifandi nám í sjávarútvegi

Advertisement

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded