Page 1

Berist til:

FRÉTTABRÉF 26. árg. 2. tbl.

MARS 2011

Efni fréttabréfsins: Fundargerð aðalfundar FÍN Atvinnulausir félagsmenn Kjarakönnun FÍN Umsóknareyðublað um orlofshús Orlofsuppbót 2011

Á næstunni: 28. mars: Skiladagur umsókna um dvöl í orlofshúsum félagins yfir páskana

11. apríl: Skiladagur umsókna um dvöl í orlofshúsum vegna sumarúthlutunar

18. apríl: Skiladagur á svörum úr kjarakönnun FÍN


Fréttabréf FÍN Skrifstofa FÍN er í Borgartúni 6, 3. hæð 105 Reykjavík Opið alla virka daga frá kl. 09:00-12:00 og 13:00-16:00 Sími: 568-9616 Fax: 568-9619 Farsími: 864-9616 Netfang: fin@bhm.is Veffang: www.fin.is

Starfsmenn á skrifstofu: Páll Halldórsson, formaður

Atvinnulausir félagsmenn Félagið reynir að bæta réttarstöðu atvinnulausra félagsmanna. Félagið nýtir félagsgjald þeirra félagsmanna sem eru atvinnulausir, og kjósa að greiða félagsgjald til okkar af atvinnuleysisbótum, í að greiða iðgjald í Sjúkrasjóð BHM eða Styrktarsjóð BHM og Orlofssjóði BHM. Þannig er hægt að viðhalda réttindum í þeim sjóðum á meðan félagsmaðurinn þiggur atvinnuleysisbætur. Félagsmenn FÍN geta einnig fengið styrk frá félaginu á meðan á atvinnuleysi stendur, félagið ver allt að 70 þúsund krónum á hvern félagsmann á hverjum 6 mánuðum (1. janúar - 30. júní/1. júlí—31. desember) vegna námskeiða eða annarra úrræða sem félagsmaður kýs að nýta sér til að halda sér virkum. Til að fá slíka styrki þarf að senda félaginu kvittanir fyrir námskeiði eða afriti af greinum sem birtar hafa verið í blöðum. Allir styrkir fara fyrir framkvæmdastjórnarfund félagsins sem tekur ákvörðun um styrkveitingu. Félagsmenn sem verða atvinnulausir eru hvattir til að koma í viðtal á skrifstofu FÍN við fyrsta tækifæri, sérstaklega varðandi það hvernig við getum helst stutt við bakið á þeim.

Maríanna H. Helgadóttir, framkvæmdastjóri Margrét Rafnsdóttir skjala– og upplýsingafulltrúi

Útgefandi: FÍN Ábyrgðamaður: Maríanna H. Helgadóttir Upplag: 1370 eintök Prentun: Umslag

Hraun í Öxnadal Íbúð fyrir rithöfunda, listamenn og fræðimenn Samstarf er milli Menningarfélagsins Hrauns í Öxnadal annars vegar og FÍN og Rithöfundasambands Íslands hins vegar um að félagar í þessum samtökum eigi forgang að því að leigja fræðimannsíbúð að Hrauni í Öxnadal viku í senn gegn vægu gjaldi. Húsið er kjallari, hæð og ris, alls um 130 m2. Á hæðinni er eldhús og snyrting með baði. Í eldhúsi og geymslu inn af eru áhöld til matseldar og þrifa. Á hæðinni eru auk þess tvær stofur sem eru ekki til afnota fyrir gesti en þar er yfirlitssýning, svipmyndir úr ævi fyrsta nútímaskálds Íslendinga, Jónasar Hallgrímssonar. Í risi eru tvö svefnherbergi og vinnuherbergi með svefnbekk. Umsóknir um dvöl að Hrauni skal senda á netfangið tryggvi.gislason@simnet.is. Vikuleiga í sumar er 18.500 krónur.


Orlofshús sumarið 2011 Skógarkot í Borgarfirði Skógarkot er mjög rúmgott timburhús í Norðtunguskógi u.þ.b. 2 km ofan við bæinn Norðtungu í Þverárhlíð í Borgarfirði. Skógarkot stendur eitt og sér í þéttvöxnum skógi. Húsið er það stórt að það rúmar vel 2 - 3 fjölskyldur. Í húsinu er 2 svefnherbergi á jarðhæð með tvíbreiðu rúmi annarsvegar og venjulegu rúmi (ein og hálf breidd) hinsvegar. Á efri hæð eru tvö svefnloft auk herbergis með samtal 8 rúmum (4+3+1). Auk þess eru í húsinu eitthvað af aukadýnum, samanbrotið barnarúm og barnastóll. Á neðri hæð er rúmgóð stofa, borðstofa, eldhús, baðherbergi og sturta, geymsla og bakinngangur. Í eldhúsinu er eldavél, ísskápur, örbylgjuofn og borðbúnaður fyrir a.m.k. 12 manns. Sængur og koddar eru fyrir 12 en gestir þurfa að taka með sér allt lín. Í bústaðnum er nýlegt sjónvarp ásamt DVD spilara og útvarp með geislaspilara. Gasgrill er á staðnum, góð verönd ásamt heitum potti. Vikuleiga í sumar er kr. 24.000,-

Fullsæll í Biskupstungum Fullsæll er lítið sumarhús landi Syðri-Reykja í Biskupstungum og er ca 45 fermetrar án svefnlofts. Í húsinu eru tvö svefnherbergi annað með tvíbreiðu rúmi en hitt með koju (þ.e. rúm og hákoja), baðherbergi með sturtu, stofa með sófa sem hægt er að draga út í tvíbreitt rúm og eldhúskrókur með eldavél og ísskáp. Í húsinu er samanbrotið barnarúm og barnastóll. Sængur og koddar eru fyrir sex en gestir þurfa að hafa með sér allt lín. Borðbúnaður er fyrir a.m.k. 10 manns. Útvarp og sjóvarp er á staðnum og einnig gasgrill. Heimilt er að veiða í ánni Fullsæl sem rennur fyrir neðan húsið án sérstaks leyfis í hvert sinn og er veiðigjaldið innifalið í húsaleigu. Stór verönd er við húsið ásamt heitum potti og þá eru góðar rólur og sandkassi til staðar fyrir börn. Vikuleiga í sumar er kr. 18.000,-


Flókalundur á Barðaströnd Orlofsbyggðin í Flókalundi í Vatnsfirði á Barðaströnd er friðlýst svæði og rómað fyrir náttúrufegurð. Í orlofsbyggðinni Flókalundi er sundlaug ásamt heitum potti og krakkapotti. Húsið skiptist í forstofu, stofu, baðherbergi með sturtu, eldhúskrók með eldavél og ísskáp, hjónaherbergi og barnaherbergi með svefnstæðum fyrir þrjá. Barnarúm er hægt að fá hjá umsónarmanni sem staðsettur er í húsi hjá sundlauginni, en þangað er 15 mín. akstur frá húsinu. Almennur búnaður er fyrir 6-8 manns og sængur fyrir sex. Eldavél er með 2 hellum og bakaraofni. Þarna er einnig örbylgjuofn, sjónvarp og útvarp. Dvalargestir þurfa að koma með lín, handklæði og viskustykki með sér. Kolagrill er á staðnum.

Vikuleiga er kr. 18.000,-

Blöndalsbúð á Héraði Blöndalsbúð er rúmgott hús í Eyjólfsstaðaskógi á Héraði. Húsið er ekki langt frá Einarsstöðum um 11 km innan við Egilsstaði í átt að Hallormsstað. Húsið rúmar tvær samrýmdar fjölskyldur en hjónaherbergi er þó aðeins eitt öðrumegin á svefnlofti. Þar er hjónarúm og auk þess má bæta við dýnu á gólfi. Önnur gistiaðstaða eru 5-8 dýnur á hinum hluta svefnloftsins. Sængur og koddar fylgja með en gestir verða að hafa með sér allt lín. Borðbúnaður er fyrir a.m.k. 8 manns. Húsið er kynnt með rafmagni en einnig má nota viðarofn sem fóðraður er með birkibútum sem er að finna í viðarskýli við húsið. Rúmgóður útipallur og grasflöt er við húsið og skógur með göngustígum innan um birki og greni. Í húsinu er ekki sjónvarp en þar er útvarp með geislaspilara. Kolagrill er á staðnum. Vikuleiga er kr . 30.000,-

Siðareglur náttúrufræðinga Félagið hvetur félagsmenn til að kynna sér Siðareglur náttúrufræðinga sem samþykktar voru á síðasta aðalfundi félagsins. Siðareglurnar eru aðgengilegar á heimasíðu félagsins.


Aðalfundur FÍN Páll Halldórsson formaður FÍN setti fundinn og stakk upp á Þórólfi Antonssyni sem fundarstjóra og Völu Friðriksdóttur sem fundarritara. Uppástungur samþykktar. Þórólfur Antonsson tók við fundarstjórn og gengið var til dagskrár. 1)

Skýrsla stjórnar – Páll Halldórsson, formaður. Páll kom víða við í skýrslu stjórnar og ræddi m.a.: Aldurssamsetningu FÍN-ara Kjarakannanir FÍN sem gera á reglulega Skiptingu félagsmanna eftir vinnumörkuðum Kjararáðstefnu FÍN Kjararáðstefnu BHM Kjarasamninga og stofnanasamninga Kjaraviðræður Stöðu á vinnumarkaði Trúnaðarmannafundi og starfsdaga Vinnustaðafundi Kynningarstarf og hvernig hægt sé að fjölga félagsmönnum Kynningamál FÍN og BHM Málarekstur og lögfræðiaðstoð á vegum félagsins Málefni atvinnulausra Fundi með ráðherrum Stjórn og nefndir félagsins Skrifstofu FÍN

2)

Skýrslur nefnda; Orlofshúsanefnd. Skýrsla orlofshúsanefndar – Finnur Ingimarsson.

3)

Reikningar FÍN og kjaradeilusjóðs – Ólafur Eggertsson, gjaldkeri. Ársreikningar lagðir fram. Umræður um reikninga og þeir samþykktir með öllum greiddum atkvæðum.

4)

Tillögur um lagabreytingar – Barði Þorkelsson, laganefnd. Lagabreytingatillögur kynntar. Umræður um tillögurnar. Breytingatillögur samþykktar með öllum greiddum atkvæðum.

5)

Ákvörðun félagsgjalda – Páll Halldórsson, formaður. Tillaga stjórnar að félagsgjöld FÍN verði óbreytt. Félagsgjöldum var breytt á síðasta ári og stjórnin vill fylgjast með áhrifum þeirra breytinga í heilt ár áður en kemur til endurskoðunar.Tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

6)

Kosning í stjórn og nefndir – Páll Halldórsson, formaður. STJÓRN Tilnefning til 2 ára: Varaformaður FÍN – Ína Björg Hjálmarsdóttir Fulltrúi trúnaðarmanna* – Björg Helgadóttir Meðstjórn Guðmundur Jóhannesson Þóroddur Fr. Þóroddsson Heiðrún Guðmundsdóttir Vala Friðriksdóttir Þorsteinn Narfason


Ólafur Eggertsson Stefanía Bjarnarson Erla Hrönn Geirsdóttir Sitja frá fyrra ári: Formaður – Páll Halldórsson Formaður ráðgjafarnefndar – Trausti Baldursson Meðstjórn Svava S. Steinarsdóttir Sigurður Garðar Kristinsson Lilja Grétarsdóttir Guðmundur Víðir Helgason Rannveig Guicharnaud Agnes Eydal Kristín Hermannsdóttir Haraldur Rafn Ingvason STJÓRN KJARADEILUSJÓÐS Tilnefningar til 2 ára: Kristjana Bjarnadóttir – aðalmaður Þuríður Pétursdóttir - aðalmaður Sitja frá fyrra ári: Guðmundur Guðjónsson, formaður – aðalmaður Í stjórn kjaradeilusjóðs sitja líka: Formaður FÍN - aðalmaður Gjaldkeri FÍN – aðalmaður Varaformaður FÍN - varamaður Ritari FÍN – varamaður SKOÐUNARMENN REIKNINGA Tilnefningar til 2 ára: Friðþjófur Árnason - aðalmaður Járngerður Grétarsdóttir – varamaður Sitja frá fyrra ári: Einar Torfason - aðalmaður Björn Harðarson – varamaður SIÐANEFND Tilnefningar til 2 ára: Marta Guðjónsdóttir - aðalmaður Jóna Freysdóttir – aðalmaður Ægir Þór Þórsson - varamaður Sitja frá fyrra ári: Ágústa Sveinbjörnsdóttir – aðalmaður Ólafur R. Dýrmundsson, formaður– aðalmaður Steinunn Jakobsdóttir – aðalmaður ORLOFSHÚSANEFND Tilnefningar: Einar Jónsson Finnur Ingimarsson


Sitja frá fyrra ári: Sigurbjörg Gísladóttir Dagmar Vala Hjörleifsdóttir Vantar – fulltrúi stjórnar; verður tekið fyrir á fyrsta stjórnarfundir Allir tilnefndir fulltrúar í stjórnir og nefndir samþykktir í kosningu með öllum greiddum atkvæðum. Engin mótframboð komu fram. *Vegna breytinga á lögum féll kosning fulltrúa trúnaðarmanna niður á aðalfundi. Trúnaðarmenn munu kjósa sinn fulltrúa í stjórn á trúnaðarmannafundi.

7)

Inntaka nýrra félaga – Páll Halldórsson, formaður Árið 2010 hafa 68 nýir félagar sótt um aðild að FÍN og enginn hefur sagt sig úr félaginu. Listi yfir nýja félagsmenn samþykktur með öllum greiddum atkvæðum og þeir boðnir velkomnir með lófataki.

8)

Önnur mál A) Tillaga að siðareglum náttúrufræðinga, Ólafur R. Dýrmundsson Starf siðanefndar og tillögur að siðareglum kynntar. Umræða um siðareglur. Tillögur samþykktar einróma. B)

Tillaga að starfsreglum Siðanefndar FÍN, Ólafur R. Dýrmundsson Starfsreglur kynntar, tillaga samþykkt einróma.

C)

Tillaga Páls Halldórssonar um orlofshús: „Aðalfundur FÍN 2011 ályktar að félagið haldi áfram rekstri orlofshúsa. Komi fram tillögur um annað fái þær vandaða umræðu þannig að vilji félagsmanna ráði.“ Umræður um tillögur í lið C, D og E. Tillaga Páls Halldórssonar samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Tillaga Páls náði lengra en tillaga orlofshúsanefndar, sjá lið D.

D)

Tillaga að ályktun, Orlofshúsanefnd, Finnur Ingimarsson „Aðalfundur FÍN ályktar að halda skuli áfram rekstri orlofshúsa til ársins 2020.“

Tillaga ekki borin upp þar sem búið var að samþykkja tillögu Páls Halldórssonar. E)

Tillaga um orlofshús, Starri Heiðmarsson Breytingatillaga við ályktunartillögu Orlofshúsanefndar í lið D. „Breytingatillagan er svohljóðandi og kemur sem viðbót við ályktun orlofshúsanefndar: ...enda verði rekstur þeirra aðskilinn öðrum rekstri félagsins. Stofnað skal sérstakt félag um rekstur orlofshúsanna sem félögum FÍN er valfrjálst að vera í.“ Tillagan var ekki borin upp þar sem búið var að samþykkja tillögu Páls Halldórssonar og því ekki lengur raunhæft að bera upp breytingatillögu við tillögu orlofshúsanefndar.

F)

Kristbjörn Egilsson vakti athygli á stöðu fólks á öldrunarheimilum. Lífeyrissjóðsgreiðslur hverfa í hít þegar fólk fer inn á öldrunarheimili. Kristbjörn beinir því til FÍN og BHM að félögin fylgi sínum félagsmönnum berjist fyrir rétti þeirra út ævina.

Að lokum hafði Páll Halldórsson, formaður FÍN, nokkur lokaorð og sleit fundi.

Stjórnskipaðar nefndir Stjórn félagsins hefur skipað í stjórnir og nefndir sem starfa á starfsárinu 2011. Hægt er að sjá lista yfir þær á heimasíðu félagsins á : www.fin.is —Um FÍN - Stjórn og nefndir.


Kjarakönnun FÍN Félagið stendur fyrir kjarakönnun meðal félagsmanna sinna. Svarhlutfall í fyrra var um 33% sem er nokkuð lágt svo marktækt sé og því leggjum við að félagsmönnum að svara könnuninni sem send verður félagsmönnum í tölvupósti. Hafir þú ekki fengið könnunina senda þegar þér berst þetta fréttabréf vinsamlegast hafðu samband við skrifstofuna í síma 568-9616 eða um netfangið fin@bhm.is og við sendum þér hana í tölvupósti. Vinsamlegast svarið könnuninni á heimasíðu félagsins eigi síðar en 18. apríl 2011.

Orlofshús FÍN Eins og kemur fram í fréttabréfinu eru nokkrir orlofskostir hjá félaginu í sumar, á Suðurlandi (Fullsæll), á Austurlandi (Blöndalsbúð), á Vesturlandi (Skógarkot) og á Vestfjörðum (Flókalundur). Mikilvægt er að merkja í númeraröð við alla þá valkosti sem koma til greina þar sem það eykur líkur á úthlutun. Félagsmenn þurfa að senda útfyllta umsókn á skrifstofu FÍN, Borgartúni 6, 105 Reykjavík eða að senda hana í faxi á símanúmerið 568-9619, jafnvel skanna hana inn og senda í tölvupósti á netfangið fin@bhm.is. Vinsamlegast sendið umsóknir um sumardvöl í orlofshúsum eigi síðar en 11. apríl 2011.

Orlofsuppbót Orlofsuppbót skal greiða út 1. júní ár hvert. Samkvæmt kjarasamningi aðila verður orlofsuppbótin að lágmarki eftirfarandi: Ríkið: kr. 23.600,-* en samkvæmt tölvupósti frá Fjármálaráðuneytinu til félagsins þann 4. maí 2009 var ákveðið að orlofsuppbótin árið 2009 yrði kr. 25.200,-. Reykjavíkurborg: kr. 25.200,-* Launanefnd sveitarfélaga: kr. 25.200,-* Almenni vinnumarkaður: Vísað er til ákvæða í ráðningasamningi. * Samningaviðræður um orlofsuppbót standa yfir, verði ekki samið um orlofsuppbót fyrir 1. júní nk. Munu þær fjárhæðir halda sér sem greiddar voru 1. júní sl.

Fylgist með á heimasíðu félagsins, en þar verða frekari upplýsingar um orlofsuppbótina þegar nær dregur útborgunartíma.

Fréttabréfið mar 2011  
Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you