Page 1

stóllinn KYNNINGARBÆKLINGUR KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR TINDASTÓLS 2019-2020


stóllinn INGÓLFUR JÓN GEIRSSON

3

formaður körfuknattleiksdeildar TINDASTÓLS

Hugsum stórt! Sælir kæru stuðningsmenn. Nýtt tímabil, nýjar áherslur og töluvert breytt lið en sömu grunnstoðir, kjarni af heimamönnum, sjálfboðaliðum og almennum stuðningi frá körfuboltasamfélaginu í Skagafirði. Þetta eru lykilatriði körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Með þessi vopn leggjum við af stað inn í spennandi körfuboltavetur. Kvennamegin héldum við öllum kjarnanum og fengum liðsstyrk bæði í þjálfara og leikmönnum og verður virkilega gaman og spennandi að fylgjast með þeim í vetur. Karlamegin kvarnaðist því miður úr hópnum en við höldum samt sterkum kjarna heimamanna, fengum nýja þjálfara og nýjar viðbætur í erlendum leikmönnum. Við höfum aldrei verið feimin að viðurkenna að við stefnum hátt!

á toppnum, gott unglingastarf, góða aðstöðu, góðan kjarna heimamanna og bestu stuðningsmenn landsins. Með áframhaldandi samstilltu átaki og þeirri ótrúlegu vinnu og þeim fórnum sem leikmenn, fjölskyldur þeirra og sjálfboðaliðar leggja á sig þá eru okkur allir vegir færir. Hugsum stórt og framkvæmum eins vel og við getum, þá mun árangurinn skila sér. Langar mig að nota tækifærið og þakka leikmönnum, fjölskyldum þeirra og sjálfboðaliðum af öllu hjarta fyrir þeirra framlag til að gera Tindastól að þeim klúbbi sem hann er í dag. Við getum sannarlega verið stolt af okkar klúbbi og okkar fólki! Mér finnst Tindastóll eiga heima í toppbaráttu bæði karla- og kvennamegin. Við erum i körfuboltasamfélagi með allt sem þarf til að vera

Með bestu kveðju Ingólfur Jón Geirsson formaður Kkd. Tindastóls

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindstóls 2019-2020 Ingólfur Jón Geirsson,

Magnús Magnússon,

Björn Hansen,

Ari Freyr Ólafsson,

Rakel Rós Ágústsdóttir,

Einar I. Ólafsson,

Guðlaugur Skúlason,

Vignir Kjartansson,

formaður | nikkarinn@gmail.com gjaldkeri | bborg@simnet.is ritari | rakelros2208@gmail.com meðstj. | gudlaugurskulason@gmail.com

meðstj. | thaklagnir@gmail.com meðstj. |

meðstj. | einar@frj.is varamaður. | vignirk76@gmail.com

Sædís Bylgja Jónsdóttir,

meðstj. | saedisbylgja@gmail.com

Yfirþjálfari: Baldur Þór Ragnarsson baldur90@gmail.com

Forsvarsmaður yngri flokka: Dagur Þór Baldvinsson karfa-unglingarad@tindastoll.is

Heimasíða:

http://www.tindastoll.is/korfubolti

KYNNINGARBÆKLINGUR KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR TINDASTÓLS 2019-2020 ÚTGEFANDI: Körfuknattleiksdeild Tindastóls og Nýprent ehf. ÁBYRGÐARMAÐUR: Ingólfur Jón Geirsson. UMSJÓN: Óli Arnar Brynjarsson og Sigríður Garðarsdóttir. AUGLÝSINGAR: Nýprent ehf. MYNDIR: Gunnhildur Gísladóttir o.fl. FORSÍÐUMYND OG MYNDIR ÚR LEIKJUM: Hjalti Árna. UMBROT OG PRENTUN: Nýprent ehf. *11/2019

stóllinn 3


stóllinn

5

ÆFINGATAFLA YNGRI FLOKKA

körfuknattleiksdeildar TINDASTÓLS

Allir í körfu! 1.-2. BEKKUR STRÁKAR

Þriðjudaga frá kl. 14:00 - 14:45 Miðvikudaga frá kl. 15:25 – 16:05 Laugardaga frá kl. 13:30 – 14:30 ÞJÁLFARAR Telma og Snædís

1.-2. BEKKUR STELPUR Mánudaga frá kl. 15:25 – 16:05 Miðvikudaga frá kl. 14:45 – 15:25 Laugardaga frá kl. 13:30 – 14:30 ÞJÁLFARAR Telma og Snædís

5. BEKKUR STRÁKAR

Mánudaga frá kl. 20:20 – 21:10 Miðvikudaga frá kl. 16:10 – 17:50 Fimmtudaga frá kl. 20:20 – 22:00 Laugardaga frá kl. 8:00 – 10:00

ÞJÁLFARAR Snædís og Gaui

ÞJÁLFARAR Jan Bazica og Hannes Ingi

5.-6. BEKKUR STELPUR

STÚLKNA- OG MFL. KVENNA

Mánudaga frá kl. 16:10 – 17:00 Miðvikudaga frá kl. 14:45 – 15:25 Fimmtudaga frá kl. 15:25 – 16:05 Laugardaga frá kl. 13:30 – 14:30

Mánudaga frá kl. 17:50 – 19:30 Þriðjudaga frá kl. 19:30 – 20:20 Miðvikudaga frá kl. 20:20 – 22:00 Fimmtudaga frá kl. 17:50 – 18:40 Föstudaga frá kl. 18:40 – 20:20 Laugardaga frá kl. 15:30 – 18:00 Sunnudaga frá kl. 13:30 – 14:30

ÞJÁLFARAR Tess Williams og Sigríður Inga

3.-4. BEKKUR STRÁKAR

6.-7. BEKKUR STRÁKAR

Mánudaga frá kl. 14:00 – 14:45 Þriðjudaga frá kl. 13:15 - 14:00 Föstudaga frá kl. 14:00 – 14:45 Laugardaga frá kl. 13:30 – 14:30

Þriðjudaga frá kl. 14:45 – 16:05 Fimmtudaga frá kl. 16:10 – 17:50 Laugardaga frá kl. 14:30 – 15:30

ÞJÁLFARAR Valdís og Telma

8.-10. BEKKUR STRÁKAR

Mánudaga frá kl. 17:00 – 17:50 Miðvikudaga frá kl. 15:25 – 16:05 Fimmtudaga frá kl. 14:00 – 14:45 Laugardaga frá kl. 13:30 – 14:30

ÞJÁLFARAR Árni Eggert og Gaui

ÞJÁLFARI Árni Eggert

DRENGJA- OG UNGLINGAFLOKKUR Mánudaga frá kl. 20:20 – 21:10 Þriðjudaga frá kl. 20:20 – 21:10 Fimmtudaga frá kl. 20:20 – 22:00 Föstudaga frá kl. 20:20 – 22:00 Sunnudaga frá kl. 10:30 – 11:30

3.-4. BEKKUR STELPUR

7.-10. BEKKUR STELPUR

Mánudaga frá kl. 15:25 – 16:05 Þriðjudaga frá kl. 14:00 - 14:45 Föstudaga frá kl. 14:45 – 15:25 Laugardaga frá kl. 13:30 – 14:30

Þriðjudaga frá kl. 16:10 – 17.50 Fimmtudaga frá kl. 16:10 – 17:00 Föstudaga frá kl. 16:10 – 17:00 Laugardaga frá kl. 14:30 – 15:30

ÞJÁLFARAR Jan Bezica og Árni Eggert

ÞJÁLFARI Valdís

ÞJÁLFARAR Tess Williams og Sigríður Inga

Mánudaga frá kl. 14:50 – 17:00

STYRKTARÞJÁLFUN

Mánudagar 16:00 Drengja- og unglingaflokkur 17:00 Mfl. kvk+stúlkna

16:00 Mfl. kvk+stúlkna

ÞJÁLFARI: Baldur Þór Sunnudagar 14:00 Hópur 1 - 8.,9. og 10. bekkur 15:00 Hópur 2 - 8.,9. og 10. bekkur

Þriðjudagar 15:00 Hópur 2 - 8.,9. og 10. bekkur

VARMAHLÍÐ ÞJÁLFARI Tess Williams

Miðvikudagar 16:30 Mfl. kvk+stúlknaflokkur 17:30 Mfl. kvk+stúlknaflokkur

Iðkendur í 1.–10. bekk í Varmahlíð, Hofsósi og öðrum stöðum á Norðurlandi vestra eru velkomnir á æfingar Tindastóls í sínum aldurshópi sem fram fara í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Yfirþjálfari unglingaráðs Kkd. Tindastóls er Baldur Þór Ragnarsson > baldur90@gmail.com


6

KYNNINGARBÆKLINGUR KKD. TINDASTÓLS 2019–2020

Við tökum það alltaf með trukki... ...og skorum á Tindastól að gera það sama!

vorumidlun.is


stóllinn

7

MARÍN LIND ÁGÚSTSDÓTTIR

leikmaður kvennaliðs tindastóls OG U16 LANDSLIÐS ÍSLANDS

Góð stemning í liðinu Einn albesti leikmaður kvennaliðs Tindastóls er Marín Lind Ágústsdóttir, 16 ára gamall Króksari. Hún er yngst fjögurra systkina sem öll eru á kafi í körfubolta en hin eru Rakel Rós og Viðar sem spila með Tindastóli og svo Ragnar sem í vetur spilar með liði Þórs á Akureyri. Stóllinn setti sig í samband við Marín og lagði nokkrar spurningar fyrir hana. Hvernig líst þér á keppnistímabilið hjá liði Tindastóls? Mér líst mjög vel á þetta tímabil, það er góð stemning í liðinu og er ég virkilega spennt fyrir komandi tímabili. Hvað hefur helst breyst með tilkomu nýs þjálfara? Svooo margt, erum orðnar allt annað lið en við vorum í fyrra, við erum mjög vel undirbúnar fyrir hvern og einn leik, við vinnum betur saman og miklu meiri leikgleði sem fylgir liðinu. Hvaða lið heldurðu að berjist um sæti í efstu deild? Við ætlum okkur í toppbáráttuna og hef ég fulla trú á því að við komumst þangað, einnig eru Njarðvíkingar með efnilegt lið þetta árið. Hver finnst þér erfiðasti andstæðingurinn (og af hverju)? Deildin er nokkuð jöfn þetta árið og mikið af erfiðum liðum, ég er ekki með eitthvert eitt lið í huga þar sem við reynum alltaf að mæta til leiks með það hugarfar að þetta verður aldrei gefins og sýnum okkar baráttu sama hver andstæðingurinn er. Þú varst að spila með U16 landsliðinu í sumar. Hvað var í gangi og hvernig gekk? Það að fá að spila fyrir Íslands hönd er mikill heiður og var þetta mjög reynsluríkt sumar, við fórum til Finnlands á Norðurlandamótið í júní og svo til Búlgaríu í ágúst að keppa á Evrópumeistaramótinu, þar gekk okkur

ágætlega þrátt fyrir að hafa lent í erfiðum riðli. Erfitt en á sama tíma svoo skemmtilegt verkefni. Ertu búinn að fá eitthvert frí frá körfunni í ár? Dagskráin er búin að vera mjög strembin en þegar ég kom heim frá Búlgaríu og lauk þar með tímabilinu mínu hjá U16 tók ég mér tvær vikur í pásu til þess að koma fersk inn í nýtt tímabil hjá Tindastóli. Á hvað er stefnan sett? Vinna deildina og koma okkur upp í Dominos-deildina, deild þeirra bestu.


stóllinn LEIKMANNAKYNNING

MEISTARAFLOKKUR KARLA TINDASTÓLS

Mikið breytt lið Körfuboltavertíðin er löngu hafin þegar Stóllinn er loks kominn á götuna og því talsvert liðið á nýtt ár hjá þeim fjölmörgu þar sem karfan er upphaf og endir alls. Miklar breytingar hafa orðið á liðsskipan Stólanna en fyrst ber að nefna að skipt var um karlinn í brúnni; Baldur Þór Ragnarsson tók við af Israel Martin sem nú þjálfar lið Hauka í Hafnarfirði. Farnir eru þeir PJ Alawoya, Dino Butorac sem nú er í Þorlákshofn, Danero Thomas í Hamar og svo ÍR, Brynjar Þór Björnsson í KR og þá hefur Helgi Freyr Margeirsson lagt þríhleypuna á hilluna. Til liðsins eru komnir þeir Gerel Simmons frá Bandaríkjunum, Slóvenarnir Sinisa Bilic og Jaka Brodnik sem lék með Þór Þorlákshöfn á síðasta tímabili. Þá er Króatinn Jasmin Perkovic kominn á Krókinn auk þess sem Slóveninn Jan Bezica er kominn til Stólanna en hann er aðstoðarþjálfari Baldurs Þórs og þjálfar yngri flokka félagsins. Þá má geta þess að Hlynur Freyr Einarsson er kominn heim frá FSU og Axel Kárason, sem tók sér frí frá körfunni síðasta haust, dró sokka upp að hnjám um síðustu áramót og spilar með Stólunum í vetur. Tindastólsliðið, sem af formönnum, þjálfurum og fyrirliðum var spáð þriðja sætinu í deildinni í vetur, er að slípast saman og er í 2.. sæti þegar sjö umferðum er lokið, hafði þá unnið fimm leiki og tapað tveimur.

TÍMABILIÐ 2019-2020

LEIKIR mfl. karla

3. okt. kl. 19:15 TINDASTÓLL – KEFLAVÍK

77 -______ 86 ______

75 -______ 83 10. okt. kl. 20:15 NJARÐVÍK – TINDASTÓLL ______ 93 -______ 81 17. okt. kl. 19:15 TINDASTÓLL – STJARNAN ______

24. okt. kl. 19:15 VALUR – TINDASTÓLL 31. okt. kl. 19:15 TINDASTÓLL – ÞÓR AK. 8. nóv. kl. 20:30 KR – TINDASTÓLL 13. nóv. kl. 19:15 TINDASTÓLL – HAUKAR

95 -______ 92 ______ 89 -______ 77 ______

85 -______ 92 ______

89 -______ 77 ______

21. nóv. kl. 19:15 FJÖLNIR – TINDASTÓLL

88 - 100 ______-______

28. nóv. kl. 19:15 TINDASTÓLL – ÞÓR Þ

______-______

12. des. kl. 19:15 ÍR – TINDASTÓLL

______-______

19. des. kl. 19:15 TINDASTÓLL – GRINDAVÍK ______-______ 5. jan. kl. 19:15 KEFLAVÍK – TINDASTÓLL

______-______

9. jan. kl. 19:15 TINDASTÓLL – NJARÐVÍK ______-______ 16. jan. kl. 19:15 STJARNAN – TINDASTÓLL ______-______ 23. jan. kl. 19:15 TINDASTÓLL – VALUR

______-______

31. jan. kl. 18:30 ÞÓR AK. – TINDASTÓLL

______-______

2. feb. kl. 19:15 TINDASTÓLL – KR

______-______

6. feb. kl. 19:15 HAUKAR – TINDASTÓLL

______-______

1. mars kl. 19:15 TINDASTÓLL – FJÖLNIR

______-______

5. mars kl. 19:15 ÞÓR Þ – TINDASTÓLL

______-______

12. mars kl. 19:15 TINDASTÓLL – ÍR

______-______

19. mars kl. 19:15 GRINDAVÍK – TINDASTÓLL ______-______

9


10

KYNNINGARBÆKLINGUR KKD. TINDASTÓLS 2019–2020

BALDUR ÞÓR RAGNARSSON

þjálfari KARLALIÐS TINDASTÓLS

Nýr þjálfari – nýjar á Fljótlega eftir að keppni í Dominos-deildinni lauk í vor náði Kkd. Tindastóls samningi við Baldur Þór Ragnarsson um að þjálfa lið Tindastóls næstu þrjú árin. Baldur hafði þá farið með lið Þórs frá Þorlákshöfn í fjögurra liða úrslit Dominos, en Þór sló út lið Tindastóls í átta liða úrslitum á svo dramatískan hátt að það sló út flest ef ekki allt annað sem stuðningsmenn Tindastóls hafa fengið í andlitið í Síkinu. Þór féll svo fyrir höndum KR-inga. Baldur er einn efnilegasti þjálfari landsins og mikill fengur fyrir Tindastól. Auk þess að þjálfa meistaraflokk mun hann hafa yfirumsjón með styrktarþjálfun meistaraflokks kvenna og karla og sinna starfi yfirþjálfara yngri flokka félagsins. Þá stýrir hann körfuboltaakademíu Tindastóls og FNV. Baldur er 29 ára og frá Þorlákshöfn. Stóllinn lagði nokkrar spurningar fyrir hann... Hvernig leggst körfuboltavetur á Króknum í þig? Mjög vel, hér er tekið vel á móti manni. Liðið er vel mannað og fólkið í kringum körfuna skemmtilegt. Nú er talað um að lið Tindastóls sé nýtt, breytingarnar séu miklar á milli ára og liðið muni spila talsvert öðruvísi körfubolta. Hvað segir þú um það? Með nýjum þjálfara koma nýjar áherslur þannig að auðvitað

eru breytingar. Hér hefur verið unnið mjög gott starf í mörg ár og byggjum við ofan á það. Þannig að við ætlum að halda áfram að vinna vel og bæta umhverfið. Nú hélt Tindastóll þeim kjarna heimamanna sem hefur verið hryggjarstykkið í liðinu síðustu árin. Var það mikilvægt og hverjir eru kostirnir? Það er mjög mikilvægt að strákarnir vita hvað þarf að leggja mikið á sig til að ná árangri. Hvaða þjálfari sem er myndi vilja hafa þá í sínu liði. Þeir eru góðir liðsmenn og persónur. Nú þegar nokkrar umferðir eru að baki í Dominos-deildinni, er eitthvað sem hefur komið þér á óvart? Nei í sjálfu sér ekki. Liðin eru að finna sinn stíl og það fer að koma mynd á þetta fljótlega. Hver var hugm y n d a f ræ ð i n á bak við þessa fjóra nýju leikmenn sem eru með okkur í vetur? Að hverju varstu að leita hjá þeim? Ég leitaði að leikmönnum sem kunna að vinna og eru tilbúnir að leggja á sig mikla

vinnu, geta spilað liðskörfubolta á sóknar- og varnarvelli og síðast en ekki síst góðum persónum.


stóllinn

11

leikmenn

KYNNING

áherslur Hvaða áherslur verður þú með í leik meistaraflokks í vetur og hvert er markmið liðsins fyrir tímabilið? Varnarlega viljum við stoppa boltann, spila góða liðsvörn og að leikmennirnir nái að halda manni fyrir framan sig í 1 á 1. Sóknarlega viljum við vera hraðir upp völlinn, vera með góðar staðsetningar og frákasta vel á báðum endum vallarins. Við viljum trúa á hvorn annan, leggja okkur fram, vera einbeittir, óeigingjarnir og harðir af okkur. Markmiðið er að vinna titilinn en til þess þurfum við að mæta til leiks hvern einasta dag og vera besta útgáfan af sjálfum okkur. Þú er yfirþjálfari unglingaráðs Kkd. Tindastóls. Hvernig líst þér á skagfirskt ungviði? Mjög vel, hérna er fullt af efnilegum strákum og stelpum. Ungir krakkar þurfa að vera tilbúnir til að leggja mikið á sig til þess að ná langt í íþróttum og kem ég til með að leggja áherslu á hugarfarið. Áherslu á að efla sjálfstraust, jákvæðni og einbeitingu, þannig að þetta spilar allt saman með æfingunum.

Talsvert hefur verið talað um að þú látir leikmenn Tindastóls stunda hugleiðslu. Hvernig hafa leikmenn tekið þessu og hver er tilgangurinn? Tilgangur hugleiðslu er að bæta einbeitingu leikmanna. Hugleiðsla er einfaldlega æfing í einbeitingu. Þegar kemur að því að vera með gott sjálfstraust eru þrír hlutir sem þarf að tileinka sér; sterk líkamstjáning, hvetjandi sjálfstal og einbeiting. Með því að stunda reglulega hugleiðslu nærðu betri árangri í þessum atriðum. Einnig hjálpar það þér að sofna fyrr eftir að þú leggst á koddann. Eftir að ég kenndi leikmönnum mikilvægi hugleiðslu og hvað það gerir fyrir þá finna þeir vonandi fljótlega hvað það er mikilvægt. Það er talað um að þú lifir fyrir og andir að þér körfubolta. Er eitthvað annað en karfan sem þú eyðir tíma í? Mest af mínum tíma fer í að bæta þekkingu mína á hreyfingu, svefni, matarræði og hugarfari. Það er ekki nóg að hafa eingöngu þekkingu á þessu sviði heldur mæti ég til leiks hvern einasta dag til þess að bæta mig i þessum hlutum. Auðvitað fer svo restin af tímanum í að vinna í kringum körfuboltann. Ég gef mér líka tíma í að tala við fjölskylduna mína og vini. Einnig er ég að eignast fullt af nýjum vinum hérna á Króknum.

4

Axel KÁRASON

36 ára framherji > 193 sm UPPÁHALDS LEIKMAÐUR

Kári Mar. HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

Hraustir menn með Karlakórnum Heimi.

8

EYÞÓR LÁR BÁRÐARSON

16 ára FRAMHERJI > 190 sm UPPÁHALDS LEIKMAÐUR

D´Angelo Russell / Golden State Warriors. HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

Eitthvað lag með Lil Tecca.


12

KYNNINGARBÆKLINGUR KKD. TINDASTÓLS 2019–2020

6

FRIÐRIK STEFÁNSSON

21

GEREL SIMMONS

35

HANNES INGI MÁSSON

24 ára bakvörður > 185 sm

25 ára FRAMHERJI > 190 sm

23 ára skotBAKVÖRÐUR > 193 sm

UPPÁHALDS LEIKMAÐUR

UPPÁHALDS LEIKMAÐUR

UPPÁHALDS LEIKMAÐUR

Binni Panther, besti jólamótsleikmaður EVER!

Kyle Lowry / Toronto Raptors.

Kevin Durant / Brooklyn Nets.

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

Allt með Sveini Brynjari en Jón Gestur kemur sterkur inn.

Hey Mama með Kanye West .

God Save the Rave með Scooter.

14

HELGI RAFN VIGGÓSSON

13

HLYNUR FREYR EINARSSON

5

JAKA BRODNIK

36 ára framherji > 195 sm

22 ára framherji > 194 sm

27 ára FRAMHERJI > 203 sm

UPPÁHALDS LEIKMAÐUR

UPPÁHALDS LEIKMAÐUR

UPPÁHALDS LEIKMAÐUR

Shaquille O´Neal.

Steven Adams / Oklahoma City Thunder.

Scottie Pippen.

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

Sama og í fyrra...

Snus og Nocco með Frasse King.

Don´t Worry Be Happy með Bobby McFerrin.


stóllinn

33

JASMIN PERKOVIC

7

PÉTUR RÚNAR BIRGISSON

11

SINISA BILIC

39 miðHERJI > 203 sm

23 ára BAKVÖRÐUR > 185 sm

30 ára BAKVÖRÐUR > 201 sm

UPPÁHALDS LEIKMAÐUR

UPPÁHALDS LEIKMAÐUR

UPPÁHALDS LEIKMAÐUR

Michael Jordan.

Stephen Curry / Golden State Warriors.

Drazen Petrovic.

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

Draumurinn með Sálinni.

Malbik með Emmsjé Gauta.

Eye of the Tiger með Survivor.

12

VIÐAR ÁGÚSTSSON

10

ÖRVAR FREYR HARÐARSON

/

JAN BEZIcA

23 ára skotbakvörður > 193 sm

16 ára bakvörður > 186 sm

31 árs AÐSTOÐARÞJÁLFARI

UPPÁHALDS LEIKMAÐUR

UPPÁHALDS LEIKMAÐUR

UPPÁHALDS LEIKMAÐUR

Kristaps Porzingis / Dallas Mavericks.

Russel Westbrook / Houston Rockets.

Drazen Petrovic.

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

100.000 með Úlfur Úlfur.

Rocket Man.

Can´t Be Touched með Roy Jones Jr.

13


14

KYNNINGARBÆKLINGUR KKD. TINDASTÓLS 2019–2020

! l l ó t s a d n i T m a r Áf

Hvetjum Tindastól til sigurs í vetur

Verið velkomin í bakaríið!


stóllinn

15

TINDASTÓLL TV

SPJALLAÐ VIÐ GUNNAR TRAUSTASON

Áfram TindastóllTV Það eru ansi margir stuðningsmenn Tindastóls og annarra liða sem hafa fylgst með leikjum Stólanna á Tindastóll TV síðustu tímabilin. Útsendingarnar hafa með tímanum aukist að gæðum og er óhætt að fullyrða að það er atvinnumannabragur á Tindastóll TV – útsendingarnar og lýsingar til mikillar fyrirmyndar. Nú í haust var byrjað að selja áskrift á leikina. Stóllinn lagði nokkrar spurningar fyrir útsendingarstjórann, Gunnar Traustason, sem er líkt og félagar hans búinn að leggja ómælda vinnu í verkefnið.

að koma mjög vel út og núna í vetur tókum við í gagnið stjórnborð fyrir vídeómixerinn okkar sem var áður keyrt á fartölvu en þetta nýja borð gefur mun fleiri möguleika á að keyra útsendinguna betur heldur en fartölvan gerði. Var ekki löngu kominn tími til að selja áskrift að útsendingum TTV og hvernig hefur það gengið? Jú,

Hvernig gengur og hvað má áætla að margir hafi verið að fylgjast að jafnaði með útsendingum TTV síðustu tímabil? Þetta er búið að ganga alveg ótrúlega vel hjá okkur undanfarin ár. Það mesta sem við höfum séð í stökum leik er um 2000 tengingar, að meðaltali hefur þetta verið um 500 +/- tengingar. Svo hafa þessar tölur eðlilega dalað eftir að við fórum að selja inn á leikina, en það mesta sem Hluti starfsliðs Tindastóls TV haustið 2018. Kári Árna, Viggó Jóns, Eyþór Trausta, Gunni við höfum séð á núverandi tímabili eru Trausta og fyrir framan eru Eyþór Jónasson og Helga Sigurbjörns. MYND: HJALTI ÁRNA 200 tengingar, en það er mjög misjafnt að okkar mati þá fannst okkur það en það má svo sem eftir leikjum. alltaf deila um hvort það hafi verið rétt ákvörðun. Það eru Hversu margir koma að útsendingunum? Hér á Króknum um 150 sem eru búnir að kaupa áskrift allt tímabilið en í dag eru 7-8 sem koma að hverri útsendingu í hvert skipti svo fer það eftir því hvaða mótherja verið er að spila við í Domino‘s deild karla, en í 1. deild kvenna eru 2-3 sem hversu margir versla sérstakan leik. Við giskum á að það koma að útsendingunum. Þar má nefna Viggó Jóns- geti verið frá 50-150 sem gera það – en vonandi fleiri. son, Gunnar Traustason, Eyþór Jónasson, Eyþór Andra Traustason, Helgu Sigurbjörnsdóttur, Guðlaug Skúlason Lækkar ársáskriftin eftir því sem líður á tímabilið? Við (lýsara), Kára Heiðar Árnason, Þröst Magnússon, höfum ekki gert ráð fyrir því nei. Þeir sem kaupa áskrift Stefaníu Sif Traustadóttur, Eystein Ívar Guðbrandsson fá aðgang að öllum leikjum sem við sýnum, bæði í karla(lýsara) og aðra í einn og einn leik. Fyrir sunnan eru það og kvennaflokki og einnig líka að upptökum af leikjunum Elfar Már Viggósson, Adam Smári Hermannsson, Sigþór eftir á. Svipað á við um þá sem kaupa stakan leik, en þeir geta horft á upptökuna af þeim leik aftur eins og þeim Gunnarsson og Þorbergur Ólafsson (lýsari). hentar. Er eitthvað nýtt í vetur? Við erum alltaf eitthvað að bæta Hugmyndin er sú að í lok tímabils verði hluta af ágóða við græjum til að gera útsendinguna betri. Við bættum af sölu á leikina hjá okkur látinn renna til reksturs við Instant replay [endursýninga] græju í fyrra sem er körfuknattleiksdeildarinnar.


stóllinn

17

sigríður garðarsdóttir

er fjölmiðlafulltrúi b-liðs kvenna hjá tindastóli

B lið kvenna í 2. deild Tindastóll teflir nú í fyrsta sinn fram B-liði kvenna og taka þær þátt í 2. deildinni. Liðið hefur nú þegar tekið þátt í einu örmóti sem fram fór á Hvammstanga, þeir töpuðust báðir og leiðin liggur því bara upp á við. Stóllinn lagði nokkrar spurningar fyrir Sigríði Garðars, fjölmiðlafulltrúa B-liðsins. Hvenær kviknaði sú hugmynd að tefla fram b-liði Tindastóls kvenna? Þessi hugmynd kviknaði á körfuboltanámskeiðinu hjá Brynjari Þór í vor en þar vorum við þrjár gamlar kempur mættar til að fríska upp á körfuboltataktana, sem voru búnir að vera of lengi í hvíld. Orðrómurinn fór af stað og það virtist vera mikill áhugi hjá fleiri konum á þessu svæði að koma sama og spila einu sinni í viku. Selma Barðdal átti svo gott spjall við eina á Hvammstanga sem spilar fyrir hönd Kormák í 2. deildinni og þetta hljómaði svo vel að við slógum til og skráðum okkur til leiks í þá deild undir merkjum Tindastóls. Eru margar stelpur að æfa? Við erum eitthvað um 25-30 í grúbbunni en erum að mæta frá 10 og upp í 20 á æfingar einu sinni í viku. Það er allur gangur á forminu, sumar eru í góðu formi og aðrar ekki, en ég get alveg fullyrt það að engin af okkur er í svokölluðu körfuboltaformi þó svo að margar séu að æfa einhverja aðra iþrótt samhliða þessu. Eins og er er enginn að þjálfa okkur nema við sjálfar, við fórum svolítið út í þetta fyrst svona til að prufa og sjá, þá þurfum við kannski að fá að finna

B-lið Tindastóls en á myndina vantar nokkrar stúlkur sem ekki komust á æfingu þegar myndað var. Efri röð frá vinstri: Tinna Kristín, Jakobína, Halldóra, Gunnhildur, Sædís Bylgja, Dagbjört Rós og Rakel Ýr. Neðri röð frá vinstri: Sylvía Dögg, Andrea, Selma, Ásta Margrét, Sara Eik og Sigríður.

okkur fyrst sem liðsheild áður en alvaran verður þannig að við þurfum þjálfara en það er aldrei að vita hvað gerist á næsta ári þegar það er komin reynsla á hópinn. Hvernig fer keppni fram í 2. deild kvenna? Í ár voru 13 lið skráð til leiks sem er meira en helmings fjölgun frá því í fyrra því þá voru bara fimm lið í 2. deildinni. Þessum 13 liðum var skipt í tvo riðla og það er keppt þrisvar sinnum yfir veturinn. Spilaðir eru tveir leikir og leiktíminn er 4x8 min. Gangandi klukka og einfaldar reglur, það er ekkert verið að flækja þetta neitt sem er mjög gott svona á meðan maður er að rifja þetta allt saman upp. Hvernig er stemningin í hópnum? Stemningin í hópnum er frábær, mikil leikgleði og jú jú, smá

keppnisskap sem er alltaf gott. Þó ég segi sjálf frá þá er kominn saman mjög flottur hópur af konum á öllum aldri sem voru, og að mínu mati eru, mjög efnilegar í körfubolta. Með tímanum ættum við alveg að geta gert flotta hluti í þessari deild í framtíðinni. En þetta season erum við svolítið að finna okkur saman, það tekur sinn tíma þegar við æfum bara einu sinni í viku. Hvert er markmiðið fyrir veturinn? Markmiðið er einfaldlega AÐ HAFA GAMAN sem mætti segja að sé heróp liðsins eftir fyrsta mótið sem var laugardaginn 2. nóvember. En þar mættum við með miklar væntingar en fórum heim með skottið á milli lappanna en að sjálfsögðu með bros á vör því þetta var alveg æðislegt. ÁFRAM TINDASTÓLL!


18

KYNNINGARBÆKLINGUR KKD. TINDASTÓLS 2019–2020

pétur rúnar birgisson

leikmaður karlaliðs tindastóls

Vill toppa á réttum tíma Pétur Rúnar Birgisson hefur stýrt liði Tindastóls með glæsibrag síðan hann var 16 ára. Pétur er uppalinn Króksari, sonur Bigga Rafns og Hrafnhildar Péturs, sprungulauss Tindastólsfólks. Stóllinn heyrði í Pétri. Hvernig líst þér keppnistímabilið hjá liði Tindastóls? Mér líst bara mjög vel á þetta, erum með fjóra nýja útlendinga sem eru allir mjög flottir. Sinisha, Jaka og Yasmin allir yfir eða í kringum 2 metrana og eru við svolítið að reyna að spila í gegnum þessa stærð. Svo er Gerel frábær skorari með alveg svakalegt fyrsta skref. Allir eru þeir svo frábærar manneskjur utan vallar sem skiptir miklu máli í svona liði. Hvað hefur helst breyst með tilkomu nýs þjálfara? Hann er svona meira að fara ofan í hlutina utan körfuboltans kannski, talar mikið um að sofa og borða vel og svo er hann að vinna mikið með að láta okkur hugleiða til að vera í betra jafnvægi andlega. Þú lentir í leiðinda meiðslum í haust. Hvað var að plaga þig og hvernig ertu? Ég sem sagt lenti í því í fyrsta æfingaleik haustsins að fá rifu á hásin en það er allt á leiðinni í rétta átt og finn ég minna og minna fyrir því með hverri vikunni. Hvaða leiki er skemmtilegast að spila? Ætli það séu ekki bara leikirnir þegar mikið er undir, leikir í úrslitakeppni og bikar. Þá er mætingin yfirleitt framúrskarandi (ekki að hún sé léleg yfir tímabilið) og maður nær einhvern vegin að njóta mest. Hver finnst þér erfiðasti andstæðingurinn? Þeir hafa verið þó nokkuð margir í gegnum tíðina en ég ætla að gefa Nikolas Tomsick þetta vegna hæfileika hans að setja fáránleg skot niður og það er svona ferskast í minninu hversu grátt hann lék okkur í vor. Fær Brynjar Þór jólakort frá þér í ár? Jújú, ætli ég finni mér ekki tíma til að setjast niður og skrifa eitthvað fallegt til hans. Á hvað er stefnan sett? Okkar markmið er að verða meistarar og tel ég okkur vera með lið í það. Það er samt lítið búið og eigum við eftir að spila og slípa okkur betur saman. Við munum taka stöðuna á okkur viku eftir viku og reyna að bæta litlu hlutina og vera með stíganda yfir allt tímabilið. Vonandi náum við svo að toppa á réttum tíma og lyfta bikarnum í vor.


stóllinn

VIÐ STYÐJUM

TINDASTÓL DEPLAR farm

HÖNNUN Borgarflöt 1

PRENTUN

550 Sauðárkrókur

SKILTAGERÐ

Sími 455 7171

nyprent@nyprent.is

19


20

KYNNINGARBÆKLINGUR KKD. TINDASTÓLS 2019–2020

Hrauni á Skaga. Náttúruleg gjöf úr héraði!

www.hraunaskaga.is

Steinn og Merete s: 847 0575


stóllinn

21

LEIKMANNAKYNNING

MEISTARAFLOKKUR KVENNA TINDASTÓLS

Stefna hátt Árni Eggert Harðarson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Tindastóls og að auki hefur hópurinn styrkst talsvert frá í fyrra og ljóst að stelpurnar stefna hátt í vetur. Við fengum Árna til að segja okkur frá nýjum leikmönnum Stóla. „Það eru nokkrar að koma til baka úr meiðslum og að koma nýjar inn úr yngri flokka starfinu en þær sem voru ekki í félaginu í fyrra eru: Hrefna Ottósdóttir frá Þór Akureyri, hún var einn besti leikmaður 1. deildarinnar síðasta vetur. Frábær alhliða leikmaður en einstaklega góður varnarmaður og skotmaður. Karen Lind Helgadóttir frá Þór Akureyri, hún spilaði með U16 landsliðinu í sumar og kemur með mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur, frábær liðsmaður sem gerir allt sem liðið þarf. Ingibjörg Fjóla Falck er að koma eftir smá pásu en spilaði síðast með KR. Hún er góður og fjölhæfur skorari sem er óhrædd á vellinum. Snædís Birna Árnadóttir er að koma frá ÍR en hún hefur gríðarlega mikinn leikskilning og er dugleg að finna samherja sína á vellinum auk þess að hafa mikið keppnisskap. Telma Ösp Einarsdóttir er að koma aftur heim eftir ár í skóla í BNA. Hún er dugleg, duglegri og duglegust. Kraftur, orka og gefst aldrei upp. Skilar sínu alltaf varnar- og sóknarlega. Gerir mikið af litlum hlutum á vellinum sem fólk tekur ekki alltaf eftir en gera góð lið að frábærum liðum.“ Allir í Síkið og áfram Tindastóll!

TÍMABILIÐ 2019–2020

LEIKIR TINDASTÓLS mfl. kvenna 5. okt. kl. 18:00 TINDASTÓLL – FJÖLNIR 12. okt. kl. 16:00 KEFLAVÍK B – TINDASTÓLL 19. okt. kl. 16:00 TINDASTÓLL – NJARÐVÍK 26. okt. kl. 16:00 TINDASTÓLL – HAMAR 27. okt. kl. 13:00 TINDASTÓLL – HAMAR 2. nóv. kl. 16:00 ÍR – TINDASTÓLL 9. nóv. kl. 16:00 FJÖLNIR – TINDASTÓLL 19. nóv. kl. 19:15 TINDASTÓLL – KEFLAVÍK B

68 -______ 63 ______

82 -______ 72 ______

60 -______ 52 ______

78 -______ 72 ______ 78 -______ 58 ______ 63 -______ 64 ______ 77 -______ 67 ______ 73 -______ 70 ______

24. nóv. kl. 16:00 NJARÐVÍK – TINDASTÓLL

66 -______ 56 ______

30. nóv. kl. 18:00 TINDASTÓLL – GRINDAVÍK B

______-______

1. des. kl. 13:00 TINDASTÓLL – GRINDAVÍK B

______-______

14. des. kl. 16:00 TINDASTÓLL – ÍR

______-______

4. jan. kl. 16:00 TINDASTÓLL – FJÖLNIR

______-______

11. jan. kl. 16:00 KEFLAVÍK B – TINDASTÓLL

______-______

18. jan. kl. 16:00 TINDASTÓLL – NJARÐVÍK

______-______

25. jan. kl. 16:00 GRINDAVÍK B – TINDASTÓLL

______-______

26. jan. kl. 16:00 GRINDAVÍK B – TINDASTÓLL

______-______

8. feb. kl. 16:00 ÍR – TINDASTÓLL

______-______

22. feb. kl. 16:00 FJÖLNIR – TINDASTÓLL

______-______

29. feb. kl. 16:00 TINDASTÓLL – KEFLAVÍK B

______-______

3. mars kl. 19:15 NJARÐVÍK – TINDASTÓLL

______-______

14. mars kl. 16:00 HAMAR – TINDASTÓLL

______-______

15. mars kl. 12:00 HAMAR – TINDASTÓLL

______-______

21. mars kl. 16:00 TINDASTÓLL – ÍR

______-______


22

KYNNINGARBÆKLINGUR KKD. TINDASTÓLS 2019–2020

ÁRNI EGGERT HARÐARSON

þjálfari KVENNALIÐS TINDASTÓLS

Deildin er mjög jöfn í ár Í sumarbyrjun gekk Körfuknattleiksdeild Tindastóls frá samningi við Árna Eggert Harðarson um þjálfun kvennaliðs Tindastóls og var samið við hann til tveggja ára. Árni hefur áður þjálfað kvennalið Breiðabliks, karlalið Vængja Júpíters ásamt því að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks ÍR í Dominos-deild karla síðustu ár. Einnig hefur Árni Eggert unnið mikið og gott starf fyrir Körfuknattleikssambandið. Auk þess að þjálfa körfubolta er Árni faðir tveggja stúlkna, Elísabetar Þórhöllu sem býr í Svíþjóð og Snædísar Birnu sem flutti með

honum á Krókinn. Árni er Reykvíkingur og ólst upp þar og í Vestur-Skaftafellssýslu. Stóllinn lagði nokkrar spurningar fyrir kappann. Hvernig leggst körfuboltavetur á Króknum í þig? Rosalega vel, það er mikil orka í fólkinu og náttúrunni hérna sem skilar sér beint í íþróttahúsið. Metnaðurinn í félaginu er mikill og það er gaman að geta tekið þátt í að koma öllu upp á enn hærra plan. Hvernig kom það til að þú ákvaðst að skella þér út á land og taka við liði Tindastóls? Undanfarin ár hef ég reglulega átt spjall um að koma hingað. Svo áttum við gott spjall aftur í sumar og eftir að hafa talað við þau félög sem höfðu haft samband og sýnt áhuga þá ræddi ég þetta við dætur mínar, bróður minn og minn innsta hring. Það var strax ljóst hvert ætti að snúa skútunni. Hvernig hefur þinn ferill í körfuboltanum verið?

Ég spilaði alltof lengi að mati þeirra sem spiluðu með mér en aðallega í 1. deild og 2. deild. Hef þjálfað síðan 1998 í öllum mögulegum deildum og alla aldursflokka. Þjálfað hjá nokkrum félögum en mestmegnis hjá ÍR. Bikarmeistari karla 2001 með ÍR. Aðstoðarþjálfari hjá nokkrum yngri landsliðum. Síðastliðin fimm ár vann ég fyrir KKÍ en svo kallaði Krókurinn. Hvernig líst þér á lið Tindastóls og hvert er markmiðið í vetur? Mér líst vel á liðið, góð blanda af reynslumeiri leikmönnum og ungum metnaðarfullum leikmönnum. Markmiðið er að leggja grunninn að verðandi Íslandsmeistaraliði. Hvað finnst þér um 1. deild kvenna, hvaða lið gera tilkall til sætis í efstu deild? Deildin er mjög jöfn í ár. Hún var firnasterk 2015-16 en svo fór að halla undan fæti en 1. deildin er búin að styrkjast jafnt og þétt síðan þá. Liðum búið að fjölga og góðum leikmönnum fjölgað með hverju árinu. Það geta allir unnið alla í deildinni í vetur og ekkert er unnið fyrirfram. Liðin sem voru neðarlega í fyrra eru búin að styrkjast og ný lið eru að koma inn með skemmtilega vídd í þetta. Hvað finnst þér um erlendan leikmann liðsins, Tess Williams? Tess er bara ótrúlegt eintak af manneskju. Svo skemmir ekki fyrir að hún er góð í körfubolta. Hún er búin að vera


stóllinn frábær á æfingum og leikjum í að gefa af sér og leiðbeina öðrum þegar það á við, bæði með orðum og gjörðum. Frábær fyrirmynd. Hún er búin að taka áskoruninni um nýtt hlutverk í vetur vel og það eru forréttindi að vinna með einstaklingum sem hafa svona mikinn metnað fyrir því sem þeir eru að gera. Hver var lykilinn að frábæru gengi ÍR í úrslitakeppninni í vor? Dugnaður, útsjónarsemi, samheldni, jafnaðargeð og vel tímasett bros. Úrslitakeppnin í fyrra var uppskera af mikilli vinnu árin á undan, þetta gerðist ekki allt í einu, bara óvart. Leikmenn komu og fóru á þessum þremur árum en kjarninn hélt sér og var fljótur að koma nýjum mönnum á réttan stað og inn í hlutina. Það vissu allir til hvers var ætlast af þeim, allir tóku sínu hlutverki til að liðið gæti náð árangri. Það voru allir að eltast við það sama, hugir og hjörtu voru samstillt. Til þess þurftu sumir að spila minna í dag en í gær. Sumir þurftu að skjóta minna í dag en meira á morgun. Það var trú og traust á að ef það væri spilað eftir formúlunni sem við lögðum upp þá myndum við vinna. Það var alltaf markmiðið og enginn var ósáttur við það. Þegar hópur einstaklinga kemur saman og nær þessum samhug þá gerast góðir hlutir. Þarfir heildarinnar urðu stærri en þarfir einstaklingsins. Hvað gerir Árni Eggert þegar hann vill svissa af og hugsa um eitthvað annað en körfubolta? Ég svissa aldrei af, svona er ég 365,25 daga ársins. Þess vegna þyki ég leiðinlegur til lengdar. Ég fer samt stundum óþarflega langa leið heim í bílnum mínum og hef átt til að gleyma mér þegar ég geri eitthvað með stelpunum mínum eða er úti að vinna í náttúrunni.

23

leikmenn

KYNNING

22

BERGLIND ÓSK SKAPTADÓTTIR

11

EVA RÚN DAGSDÓTTIR

19 ára bakvörður > 168 sm

16 ára bakvörður > 160 sm

UPPÁHALDS LEIKMAÐUR

UPPÁHALDS LEIKMAÐUR

Jayson Tatum / Boston Celtics.

Hildur Heba Einarsdóttir

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

Black Skinhead með Kanye West.

My House.

5

Hafdís Lind SIGURJÓNSDÓTTIR

19 ára skotbakvörður > 172 sm

13

HERA SIGRÚN ÁSBJARNARDÓTTIR

19 ára SKOTBAKVÖRÐUR > 163 sm

UPPÁHALDS LEIKMAÐUR

UPPÁHALDS LEIKMAÐUR

Birna Valgarðsdóttir.

Kawhi Leonard / Los Angeles Clippers.

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

Eitthvað með Drake.

No Role Modelz með J. Cole.


24

KYNNINGARBÆKLINGUR KKD. TINDASTÓLS 2019–2020

10

hildur heba EINARSDÓTTIR

7

HREFNA OTTÓSdóttir

15

INGA SÓLVEIG SIGURÐARDÓTTIR

17 ára FRAMHERJI > 178 sm

18 ára BAKVÖRÐUR > 176 sm

UPPÁHALDS LEIKMAÐUR

UPPÁHALDS LEIKMAÐUR

UPPÁHALDS LEIKMAÐUR

Eva Rún Dagsdóttir.

Sigrún Björg Ólafsdóttir í Haukum.

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

Lebron James / Los Angeles Lakers. HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

Truth Hurts með Lizzo.

Hot Shower.

Caroline.

21

INGIBJÖRG FJÓLA FALCK

4

KAREN LIND HELGADÓTTIR

16 ára miðherji > 179 sm

9

KATRÍN EVA ÓLADÓTTIR

21 árs BAKV./FRAMHERJI > 179 sm

15 ára bakvörður > 173 sm

UPPÁHALDS LEIKMAÐUR

UPPÁHALDS LEIKMAÐUR

UPPÁHALDS LEIKMAÐUR

Jón Arnór Stefánsson / KR.

Jón Axel Guðmundsson og Kawhi Leonard.

Lebron James / Los Angeles Lakers.

16 ára framherji > 175 sm

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

Hot Shower.

Jackie Chan / Tiësto & Dzeko ft. Preme & Post Malone.

Malbik með Emmsjé Gauta.


stóllinn

14

KRISTÍN HALLA EIRÍKSDÓTTIR

6

KRISTÍN MARÍA SNORRADÓTTIR

17

MARÍN LIND ÁGÚSTSDÓTTIR

26 ára FRAMHERJI > 176 sm

16 ára framherji > 173 sm

16 ára bakvörður > 170 sm

UPPÁHALDS LEIKMAÐUR

UPPÁHALDS LEIKMAÐUR

UPPÁHALDS LEIKMAÐUR

Enginn sérstakur.

Kyrie Irving / Brooklyn Nets.

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

Simply the Best / Tina Turner.

Hot Shower með Chance the Rapper.

Stupid og Hot Shower.

12

RAKEL RÓS ÁGÚSTSDÓTTIR

21

SNÆDÍS BIRNA ÁRNADÓTTIR

25

Viðar Ágústsson.

13 STEFANÍA HERMANNSDÓTTIR 16 ára BAKVÖRÐUR > 167 sm

25 ára SkotBAKV./FRAMH. > 173 sm

19 ára bakvörður > 169 sm

UPPÁHALDS LEIKMAÐUR

UPPÁHALDS LEIKMAÐUR

UPPÁHALDS LEIKMAÐUR

Ragnar bróðir.

John Stockton / Utah Jazz.

Stephen Curry / Golden State Warriors.

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

Keyra með Herra Hnetusmjör.

Rockin’ Robin með Jackson 5.

Truth Hurts með Lizzo.


26

KYNNINGARBÆKLINGUR KKD. TINDASTÓLS 2019–2020

8

TElma Ösp einarsdóttir

2

TESSONDRA WILLIAMS

3

valdís ósk ólaDÓTTIR

19 ára framherji > 173 sm

29 ára bakvörður > 165 sm

21 árS bakvörður > 163 sm UPPÁHALDS LEIKMAÐUR

UPPÁHALDS LEIKMAÐUR:

UPPÁHALDS LEIKMAÐUR

Tillie Dirr (sem Telma spilaði með í USA).

Kyrie Irving / Brooklyn Nets.

Viðar Ágústsson.

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

HVAÐA MÚSÍK KEMUR ÞÉR Í STUÐ?

My House.

Hot Shower með Chance the Rapper.

Besti minn.


stรณllinn

27


28

KYNNINGARBÆKLINGUR KKD. TINDASTÓLS 2019–2020

Sérmeðhöndlað lambakjöt -Hefur meyrnað við kjöraðstæður í 10 daga

Íþróttaakademía FNV - Fyrir þá sem vilja ná lengra Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra býður upp á fjölbreytt bók- og iðnnám við bestu aðstæður. Íþróttaakademían er fyrir þá sem vilja stunda nám og ná lengra í íþróttagrein sinni. Nemendur vinna sér inn námseiningar og fá markvissa þjálfun. Í FNV starfa úrvals kennarar og þjálfarar.

FJÖLBRAUTASKÓLI NORÐURLANDS VESTRA Á SAUÐÁRKRÓKI


stóllinn

29

HELGI MARGEIRS

HEFUR LAGT báða SKÓNA Á HILLUNA OG RIFJAR UPP FERILINN MEÐ STÓLUNUM

Bara einn skór í töskunni Helgi Freyr Margeirsson ákvað í sumar að leggja skóna á hilluna eftir 22 ár í fullorðinsboltanum og rétt rúmlega nokkur 3ja stiga skot. Stóllinn fékk Helga til að rifja upp ferilinn. Fyrsti leikurinn: 
 Fyrsti leikurinn var gegn Keflavík á útivelli tímabilið 1996/97. Þá var ég 14 ára og minn flokkur 8. flokkur en ég var búinn að mæta á nokkrar æfingar með meistaraflokki á tímabilinu. Fyrir þennan leik vantaði mann og ég var sóttur í matreiðslutíma hjá henni Önnu Rósu sem hefði viljað sjá mig klára gerdeigsbollurnar en hún sá bara undir iljarnar á mér þegar ég rauk út úr kennslustofunni. Þarna var algjör draumur að rætast, ég hafði verið vatnsberi liðsins síðustu 2-3 árin og fylgst vel með liðinu, setið æfingar en var núna að fara að klæðast búningi Tindastóls, míns liðs, og við hlið fyrirmynda minna í körfunni. 
Þegar við komum suður í íþróttahúsið í Keflavík og menn klárir í búninga og allir roknir í upphitun nema ég, sem sat inní klefa rótandi í töskunni, leitandi undir bekkina og að upplifa þann ömurlega veruleika að hafa gleymt öðrum körfuboltaskónum heima. Ég rölti inní sal,

niðurlútur og reiður út í sjálfan mig hvernig ég hafði náð að klúðra þessu stærsta tækifæri mínu, klæddur búningnum og öðrum skónum og horfi vonlítill til strákanna sem voru komnir á fullt í upphitun. Þá stoppa þeir, horfa til mín og springa svo úr hlátri. Ég skil fyrst ekkert en svo koma þeir til mín og segja mér að brosa, það þýði ekkert að vera fýldur í fyrsta leik. Þeir höfðu sem sagt tekið annan skóinn minn og falið hann. Mér var svo létt að ég náði ekki að verða reiður en þarna var ég tekinn inn í liðið, busaður ef svo má segja, en mikið var ég glaður. 
Ég fékk þarna mína eldskírn á móti einu sterkasta liði Keflavíkur fyrr og síðar, löngum nefnt Keflavíkurhraðlestin, en þetta ár varð það bæði bikarog Íslandsmeistari. Leikurinn tapaðist með met mun.

 Bestu leikmenn sem þú hefur spilað með:
 Upp í hugann koma ótrúlega margir góðir og skemmtilegir leikmenn, flestir eiga það sameiginlegt að hafa fengið að mæta á æfingu eða tvær með Molduxunum, hvort sem það er tilviljun eða ekki. En ef ég tala um tímann hjá Tindastól þá er ég svo heppinn að hafa spilað með mörgum góðum leikmönnum. Til að draga saman og dreifa yfir tímann sem maður hefur


30

KYNNINGARBÆKLINGUR KKD. TINDASTÓLS 2019–2020

verið í þessu að þá nefni ég Val Ingimundarson, Svavar Atla, og Pétur Rúnar.

Fyrir utan Tindastól að þá spilað ég með mörgum góðum leikmönnum bæði þau þrjú ár sem ég spilaði í Danmörku og þau fjögur ár sem ég spilaði í Bandaríkjunum. Einnig hef ég í yngri landsliðum Íslands spilað með þeim mönnum sem hafa haldið uppi íslenska landsliðinu síðastliðin ár og eiga stóran þátt í árangri þess, en sérstaklega langar mig að nefna vin minn og skólafélaga úr háskólaboltanum hann Jakob Örn Sigurðarson núverandi leikmann KR en hann er stöðugasti góði leikmaður sem ég hef spilað með. Erfiðasti mótherjinn:
 KR liðið hefur mér í gegnum tíðina verið erfiðast. Voru í m í n u m aldursflokki mjög erfiðir viðureignar, eru ríkjandi meistarar í úrvalsdeildinni og eiginlegir erkifjendur Tindastóls síðustu ára. 

 Eftirminnilegasta karfan:
 Það eru nokkrar skemmtilegar sem koma upp í hugann, annars er maður fljótur að gleyma þessu því miður. Það er alltaf gaman að loka leikjum með síðustu körfunni og hvað þá þegar hún ræður úrslitum. Einu sinni tókst mér að hitta 3ja stiga skoti frá miðjum okkar vallarhelmingi á móti Grindavík, einmitt í andlitið á vini mínum Darrel Flake sem síðar varð liðsfélagi minn og rifjuðum við þetta skot stundum upp.
 En ætli það sé samt ekki fyrsta karfan á heimavelli fyrir framan Tindastólsáhorfendurna á móti þáverandi erkifjendunum, Þór á Akureyri, sem kemur upp í hugann þar sem tilfinningin að skora í fyrsta skipti á heimavelli var svo sterk. 

 Bílhræddasti samherjinn:
 Valur S. Ingimundarson og Lárus Dagur Pálsson heitinn koma fyrstir upp í hugann. Á þeim tíma sem ég spilaði með þeim félögum var farið

á fólksbílum í útileiki og okkur yngri leikmönnunum var jafnan fengið það hlutverk að keyra, oft við krefjandi aðstæður og í alls konar veðrum sem jók lítið á ánægju félaganna við ferðalögin.

 Besti Íslendingurinn sem þú hefur spilað á móti: 
Jón Arnór Stefánsson er sá besti. 

 Eftirminnileg saga úr boltanum:
 Þegar ég spilaði fyrir Birmingham-Southern College í Bandaríkjunum þá upplifði ég erfiðustu æfingu ævi minnar. Þessi saga er eitt lýsandi dæmi fyrir öfgarnar sem eru stundum viðhafðar við æfingar þarna úti og mögulega hluti ástæðunnar fyrir því að ekki þoli allir við og klári skólann sem komast út á skólastyrk.
 Samkvæmt reglum NCAA (KKÍ þarna úti) mega þjálfarar aðeins stýra/þjálfa leikmenn í fjóra tíma á sólarhring. Þessi regla er bæði til að vernda leikmenn fyrir ofþjálfun en einnig til að mismuna ekki milli stóru skólanna og þeirra minni vegna fjárráða. 
Allavega, við spilum leik, á heimavelli sem endar um klukkan 22 um kvöld og við töpum leiknum, leik sem við áttum að vinna. Þjálfarinn var í einu orði sagt brjálaður, við fengum svokallaðan hárblástur í klefanum eftir leikinn ásamt því að við horfðum á allan leikinn aftur þarna um kvöldið og leikmenn hýddir reglulega fyrir það sem sást á skjánum. Þegar klukkan sló miðnætti sagði þjálfarinn okkur að klæða okkur í æfingafötin við værum að fara á æfingu. Þarna var s.s. kominn nýr dagur og því hafði þjálfarinn endurnýjað fjögurra klukkutíma rammann sem hann hafði á hverjum sólarhring. Þetta þýddi líka að aðstoðarþjálfararnir (3), sjúkraþjálfararnir (3) og boltastrákarnir/vatnsberarnir (2) voru á vakt alla nóttina.
 Við tók einhver mesta hlaupa- og varnaræfing sem ég hef nokkurn tíma tekið þátt í. Þegar ég kom upp á herbergi klukkan hálf fimm um morguninn að þá leið mér þannig að ég varð að hringja heim bara til að láta vita af mér áður en ég lognaðist útaf.
 Þetta gerðist nú sem betur fer bara einu sinni, en þegar maður hefur gengið í gegnum svona æfingu þá gleymir maður því seint. Eftirminnilegasti leikurinn með Tindastól:
 Bikarúrslitin 2018 þegar við unnum KR með allt okkar fólk í Höllinni með okkur. Ég var svo stoltur og ánægður með það hvernig liðið mætti til leiks og að fá að upplifa stemminguna í Höllinni með alla áhorfendurnar sem fylgdu liðinu og áttu stúkuna alla bikarhelgina. Þarna náðum við að klára eitt af stóru markmiðunum saman sem ein heild. Það má aldrei vanmeta þátt stuðningsmannanna í gengi félagsins, því að Tindastólsliðið er aldrei sterkara en þegar fólkið okkar sameinast á bak við liðið.


Profile for Feykir

Stóllinn 2019-2020  

Út er kominn splunkunýr kynningarbæklingur Körfuknattleiksdeildar Tindastóls, Stóllinn, og var ritinu dreift í öll hús í Skagafirði í síðust...

Stóllinn 2019-2020  

Út er kominn splunkunýr kynningarbæklingur Körfuknattleiksdeildar Tindastóls, Stóllinn, og var ritinu dreift í öll hús í Skagafirði í síðust...

Profile for feykir
Advertisement