Page 1

2 01 8

2018 Jólablaðið 28. nóvember 2018

45. tölublað

38. árgangur

1


2

2 01 8


2 01 8

Jólin koma... Guðni Þór Einarsson

b b Kristín Árnadóttir djákni b Hugleiðing um það sem framundan er

Sauðárkróki ... þegar ég er búinn að horfa á Christmas Vacation á Þorláksmessukvöldi með fjölskyldunni.

Rósa María Vésteinsdóttir

Narfastöðum í Skagafirði ... þegar kirkjuklukkurnar óma í útvarpinu klukkan sex á aðfangadagskvöld og jólasteikin er tilbúin á uppdekkuðu borðinu.

Rúnar Birgir Gíslason

Mosfellsbæ ... þegar kirkjuklukkurnar hringja á Rás 1 og prúðbúin fjölskyldan fellur í faðm hvers annars og óskar gleðilegra jóla. Einhver hátíðleiki yfir því að heyra í klukkunum og allir sitja saman og borða jólamatinn og hlusta á gömlu jólasálmana í jólamessunni í útvarpinu. En kannski er þetta nostalgía og kirkjuklukkurnar minna mann á að sem krakki var þetta merki um að það styttist hratt í pakkana.

Álfhildur Leifsdóttir

Sauðárkróki ... þegar við börnin og mamma mín njótum samverunnar á aðfangadagskvöld, helst í náttfötum með heimagerða jólaísinn hennar mömmu í vömbinni.

Jólin mín

Bryndís Rut Haraldsdóttir Varmhlíðingur

Lakkrístoppar eru alveg æði

2018

Jólin eru... tími til þess að vera með vinum og fjölskyldu. Hvað kemur þér í jólaskap? Jólalög, jólaskreytingar, snjórinn, smákökur og jólaöl. Hvert er besta jólalagið? All I Want For Christmas með Mariah Carey. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Öll fjölskylduboðin eru ómissandi. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Ekkert sérstakt. Bakar þú fyrir jólin? Já, er nýlega byrjuð á því. Hver er uppáhaldskökusortin þín? Lakkrístoppar eru alveg æði. ÚTGEFANDI

Nýprent ehf. Sauðárkróki Sími 455 7176, feykir@feykir.is RITSTJÓRI & ÁBM.

Páll Friðrikssn palli@feykir.is BLAÐAMAÐUR

Fríða Eyjólfsdóttir frida@feykir.is LAUSAPENNAR

Óli Arnar Brynjarsson oli@feykir.is

FORSÍÐUMYND

Róbert Daníel Jónsson AUGLÝSINGASÖFNUN

Sigríður Garðarsdóttir UMBROT & PRENTUN

Nýprent ehf.

Jólablaðið er prentað í 3600 eintökum og er dreift frítt í öll hús í Skagafirði og í Húnavatnssýslum.

„Á aðfangadagskvöld set ég upp eina jólabjöllu, kveiki á kerti og stilli jólakortunum, sem ég fæ, upp í kringum bjölluna. Svo fer ég í góð föt, sest niður og hlýði á messuna og hugsa hlýtt til þeirra sem eru mér kærastir og hafa sent mér kort. Að öðru leyti eyði ég jólahátíðinni í fjárhúsinu hjá kindunum mínum. Þar fæ ég þá jólastemningu sem nægir mér. Finnst þér það ekki viðeigandi staður?“

Hér lýsir aldraður einbúi, Sigríður Sigurðardóttir á Hrafnabjörgum í Lokinhamradal, jólahátíð sinni í bók Ómars Ragnarssonar, Fólki og firnindum (1994). Þessi lýsing hrífur og ætti að vekja til umhugsunar. Á hvaða leið erum við í dag, á tímum samskiptamiðla, auglýsinga um það sem er alveg ómissandi fyrir jólin, jólahlaðborða, jólatónleika, jólagjafaflóðsins og alls þess sem krefst mikilla fjárútláta? Ég tel að við ættum að stansa örlítið við og hugleiða, hvort við gætum notið væntanlegrar aðventu og jóla á hófsaman hátt, er við, kristið fólk, fögnum komu frelsarans, sem fæddist í fjárhúsi og varð mannsbarn, okkur til bjargar. Aðventan eða koma, sem orðið merkir, á sér samhljóm með hugtakinu að vænta, vona, að vænta komu Jesúbarnsins og gefa okkur von um fögnuð og frið. Tilhlökkun að taka á móti honum, sem kemur til okkar í liðinni minningu og höfðar ætíð svo sterkt til þess tíma sem framundan er. Hann sem kemur okkur í þetta uppnám sem höfðar til tilhlökkunar og vonar. Vonin að geta ráðið fram úr viðfangsefnum líðandi stundar, vonin að geta verið með ástvinum okkar um jól og alla tíma, vonin um að halda góðri heilsu og vonin að endurheimta hana, ef við höfum misst hana. Ef vonin bregst okkur, þá getur hún kallað á andhverfu sína og kallað á kvíða, óttann við að missa, óttann við að geta ekki höndlað hamingjuna og heilsuna, sem vonin gaf fyrirheit um. Það er ætíð ljómi yfir aðventunni, þegar við bíðum komu lausnarans, er skuggar skammdegisins þéttast og við tendrum lifandi ljós, björt og fögur Drottins ljós sem lýsa okkur inn í hátíð hugans og hjartans. „Það er eins og allir verði svo orðvarir, þegar jólin eru að nálgast. Gamla fólkið er mildara í máli, þegar það er að siða börnin. Unglingarnir sem farnir voru að blóta og spýta um tönn til að sýnast fullorðinslegir, verða nú lúpulegir, ef þeim hrýtur stóryrði af munni og kyngja munnvatninu heldur en að sýna á sér yfirlætisbrag. Eða krakkarnir sem oft hafa strítt yngri systkinum sínum, þau verða nú svo góð við þau, að engu tali tekur. Allir vilja mæta konungi konunganna með hreinum og auðmjúkum huga. Á aðfangadaginn eru ljós kveikt fyrir dögun.“

Þannig lýsir Kristín Sigfúsdóttir, skáldkona (1876-1953), síðustu dögum fyrir jól og þeim áhrifum sem koma jólanna hefur á heimilisfólkið á bernskuheimili hennar á Helgastöðum í Eyjafirði (Rit Kristínar Sigfúsdóttur 1. bindi 1948).

En hvernig getum við búið okkur undir þann dásamlega tíma sem framundan er? Jú, til dæmis með því njóta aðventuljósa og hljóma. Í flestum söfnuðum landsins er boðið upp á aðventuhátíðir með þátttöku kirkjukóra og safnaðarbarna, bæði fullorðinna og ungra. Við hlýðum á fagra tónlist, sungna og leikna, sem helguð er aðventu og jólum, helgileiki, jólasögur og fleira. Við njótum gjarnan aðventuljósanna strax á fyrsta degi í aðventu og þegar við hugsum um merkingu kransins og hinna fjögurra kerta sem á honum eru, þá einbeitum við huganum að fæðingu frelsarans, því ljósið boðar komu hans. Hringurinn er tákn hinnar eilífu hringrásar sem rofin er af fjórum kertum, en aðventan upphaf nýs kirkjuárs og árvissir atburðir minna ósjálfrátt á uppruna sinn. Fyrsta aðventan var sú sem fór á undan fæðingu Jesú Krists hér í okkar heim. Lúkas einn lýsir aðventunni, fæðingu og bernsku Jesú ýtarlega. Svo ýtarlega að hann hefur verið kallaður: „maðurinn sem gaf okkur jólin”. Lúkas var ekki einn af lærisveinum og sjónarvottum Jesú. Hann var vel menntaður Grikki og læknir að ævistarfi. Á þeim dögum var það starf nær eingöngu í höndum Grikkja. Þar eð hann var ekki einn af sjónarvottum Jesú Krists, gerði hann sér mikið far um að afla sér sem bestra upplýsinga hjá þeim sem höfðu séð hann, þar á meðal er talið að hann hafi fengið hjá Maríu Guðsmóður sjálfri þær upplýsingar sem eru í jólaguðspjallinu í öðrum kapitula. Gleymum ekki þeim sem eiga um sárt að binda, réttum þeim hjálparhönd sem hennar þarfnast og hafa ýmsar hjálparstofnanir sannarlega sinnt því kalli. Við finnum hjá okkur þörf að láta gott af okkur leiða, t.d. með því að styrkja Hjálparstarf kirkjunnar sem hefur forgöngu um og samhæfir mannúðar- og hjálparstarf íslensku þjóðkirkjunnar innanlands sem utan. Munum að ekkert er sjálfgefið, þökkum fyrir heilsu okkar og líf, ræktum fjölskyldutengsl og njótum hvers dags með ástvinum okkar. Megi Guðs blessun fylgja ykkur á aðventu og jólum. Kristín Árnadóttir djákni, Borðeyri

3


4

2 01 8

Veganjól valkostur grænkera

Mæðgurnar með gómsætar veganuppskriftir Grænkerar er flokkur grænmetisæta sem neyta engra dýraafurða og leitast við að sækja alla næringu í plönturíkið. Þeir borða því ekki kjöt, fisk, mjólkurvörur, egg eða aðrar dýraafurðir og er grundvöllur veganisma sú siðferðislega afstaða að rangt sé að líta á dýr sem hráefni eða vörur. Vinsældir vegan heilfæðis hefur farið vaxandi undanfarin ár og lék Feyki forvitni á að vita hvernig jólauppskriftir í þessum anda líta út og fengust Mæðgurnar Solla og og Hildur til að gefa lesendum hugmyndir að gómsætum uppskriftum. UMSJÓN

Páll Friðriksson

Solla og Hildur halda úti matarbloggi á www. himneskt.is og þar deila þær uppskriftum og leggja áherslu á lífrænt ræktað hráefni og vegan matargerð en þær eru einnig á Facebook undir nafninu Mæðgurnar. Solla er einn af eigendum veitingastaðarins Gló og hefur hún um árabil haldið námskeið í matreiðslu á grænmetisfæði og skrifað matreiðslubækur. Solla og Hildur eru höfundar bókarinnar Himneskt að njóta sem var mest selda matreiðslubók landsins árið 2015.

Heimalagað rauðkál 500 g rauðkál 4 lífræn epli 2 mandarínur (afhýddar) 1-2 msk kókospálmasykur eða 4-5 döðlur 1 msk sítrónusafi 2 msk engiferskot (frá Himneskt) eða 2 cm biti fersk engiferrót smá sjávarsalt 1 – 2 tsk sambal olek (má sleppa - inniheldur chili og gefur sterkt og gott bragð)

AÐFERÐ: Skerið rauðkálið í frekar þunna strimla og setjið í pott. Afhýðið eplin og skerið í bita og bætið út í. Afhýðið mandarínurnar, og setjið rifin út í ásamt kókospálmasykri/döðlum, sítrónusafa, engifer, sambal olek og sjávarsalti. Hrærið í og merjið mandarínurifin til að fá vökva. Látið suðuna koma upp, hrærið reglulega í og látið sjóða við vægan hita í 30 mín.

Súkkulaði smákökur ⅔ b kókosolía (eða vegan smjör) 1 b kókospálmasykur ½ b möndlumjólk eða önnur jurtamjólk 2 tsk vanilla 1 b spelt, fínt malað 1 b spelt, gróft malað ½ b kókosflögur ½ b kakó 1 tsk vínsteinslyftiduft 1 tsk matarsódi ¼-½ tsk sjávarsalt 200g dökkt súkkulaði (71% frá Himneskt), saxað

AÐFERÐ: Setjið kókosolíu/vegan smjör og kókospálmasykur í matvinnsluvél eða hrærivél og hrærið saman. Bætið möndlumjólk og vanillu út í og blandið. Blandið restinni af hráefnunum saman og hrærið rólega út í. Gott er að kæla deigið í ísskáp áður en kökurnar eru mótaðar, en það er ekki nauðsynlegt. Mótið smákökur og setjið á bökunarpappír á bökunarplötu, hafið smá bil á milli því kökurnar breiða úr sér í ofninum. Þrýstið ofan á hverja köku með teskeið eða fingri. Bakið við 190°C í 6-9 mín (aðeins misjafnt eftir ofnum og stærðinni á kökunum – fylgist bara með fyrstu umferð til að sjá hvað er passleg lengd). Leyfið kökunum að kólna svolítið og stífna áður en þið smakkið. Kökurnar eru dásamlegar nýbakaðar.

Lakkrís kókoskökur með súkkulaði 1 b vegan smjörlíki, t.d. earth balance 1 b lífrænn hrásykur 1 msk vegan mayones 1 msk útbleytt chiafræ* 1 tsk vanilla - hræra þetta saman í hrærivél þar til létt og loftkennt (t.d. 10-15 mín) 2¼ b kókosmjöl 2¼ b spelt, fínt malað 1 tsk vínsteinslyftiduft 1 b smátt skornir lakkrísbitar ½ b vegan súkkulaði, lífrænt AÐFERÐ: Þurrefnunum bætt út í og hrært stutt saman, bara um 15 sekúndur eða þar til allt hefur blandast saman

* Útbleytt chiafræ eru: 1 hluti chiafræ og 4 hlutar vatn. Gott að eiga þessa blöndu í ísskápnum í krukku því hún geymist vel. Best er að baka úr deiginu þegar það er við stofuhita, ekki þarf að kæla deigið fyrst. Gott er að nota teskeið til að búa til kökur til að raða á ofnplötuna. Fletjið kökurnar smávegis út með fingrunum ef þið viljið flatar kökur, en svo er líka hægt að móta kúlur og þá verða kökurnar hærri. Bakið í forhituðum ofni við 185°C í 5-10 mínútur, eða þar til kökurnar byrja að taka lit. Gott að fylgjast með, fer eftir ofninum hvort þær þurfa bara 5 mínútur eða meira. Færið kökurnar yfir á kökugrind til að kólna í smástund áður en þið njótið!


2 01 8

Bestu jóla- og nýársóskir

til viðskiptavina nær og fjær með þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári. Hátíðarkveðjur frá Léttitækni

Sérsmíði innréttinga og faglegur metnaður hefur verið aðalsmerki okkar um árabil. Vandaðar skúffubrautir, lamir og þykkar kantlímingar eru aðeins nokkur af einkennum okkar.

NÝPRENT ehf.

NÝPRENT ehf.

sígilt útlit Við framleiðum gæðainnréttingar þar sem sígilt útlit og vönduð vinnubrögð fagmanna eru höfð í fyrirrúmi.

Leitin að réttu lausninni hefst hjá okkur... Trésmiðjan Borg ehf

Borgarmýri 1 550 Sauðárkrókur Sími 453 5170 tborg@tborg.is

Þökkum fyrir frábæran stuðning og hlýju

í okkar garð á árinu sem er að líða. Óskum Skagfirðingum og viðskiptavinum okkar nærLÉTTITÆKNI og fjær gleðilegra jólaEHF og gæfuríks komandi árs

Félagar í Alþýðulist

Opnunartími íþróttamannvirkja yfir jólin 2018

Jóladagskrá í KS Hofsósi

Opnunartímar í kringum jól og áramót:

Mánudaga til föstudaga 9:30 til 18:00 Laugardag 15. des. 11:00 til 18:00 Laugardag 22. des. 11:00 til 18:00 Þorláksmessu 12:00 til 20:00 Aðfangadag 9:30 til 12:00 Fimmtudag 27. des. 10:00 til 18:00 Laugardag 29. des. 11:00 til 18:00 Gamlársdag 9:30 til 12:00 Miðvikudag 2. jan. 10:00 til 18:00

Föstudaginn 14. des. kl. 18-20

Pizzukvöld – hvað er betra í amstri jólaundirbúningsins en góð pizza? SJÁUMST!

Laugardaginn 1. des. frá kl. 14

Lionsmenn selja sína alrómuðu síld sem er ómissandi um hátíðirnar. Jólalög og heitt á könnunni.

KS Hofsósi óskar viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og þakkar viðskiptin á árinu sem er að líða. HOFSÓSI

Íþróttahús SKR Hofsós Varmahlíð Sólgarðar 23. des. Lokað Kl. 11:00-15:00 Kl. 10:00-15:00 Lokað 24. des. Lokað Kl. 09:00-12:00 Kl. 09:00-12:00 Lokað 25. des. Lokað Lokað Lokað Lokað 26. des. Kl. 10:00-18:00 Lokað Lokað Lokað 27. des. Kl. 08:00-24:00 Kl. 07:00-13:00 Kl. 08:00-21:00 Lokað Kl. 17:00-20:00 28. des. Kl. 08:00-24:00 Kl. 07:00-13:00 Kl. 08:00-21:00 Kl. 19:30-22:00 Kl. 17:00-20:00 29. des. Kl. 10:00-18:00 Kl. 11:00-15:00 Kl. 10:00-15:00 Kl. 13:00-16:00 30. des. Kl. 11:30-15:30 Kl. 11:00-15:00 Kl. 10:00-15:00 Lokað 31. des. Lokað Kl. 09:00-12:00 Kl. 09:00-12:00 Lokað 1. jan. Lokað Lokað Lokað Lokað Lokað alla þessa daga í sundlauginni á Sauðárkróki vegna framkvæmda

Starfsfólk íþróttamannvirkja sveitarfélagsins óskar öllum gestum sínum nær og fjær, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Hlökkum til að taka á móti sem flestum gestum á nýju ári.

5


6

2 01 8

Heimakonfekt Skaptadætur production

Vinsæl gjöf sem hentar öllum

Í hugum margra Íslendinga er fátt jólalegra en að kúra sig undir teppi Fríða Eyjólfsdóttir með bók í hönd og gott konfekt innan seilingar. Ekki spillir fyrir að vita að konfektið sé heimagert og ást og alúð lögð í hvern mola. UMFJÖLLUN

Á Sauðárkróki er starfrækt lítið sprotafyrirtæki sem margir þekkja kannski undir nafninu Konfektsystur en heitir réttilega Heimakonfekt – Skaptadætur production. Eins og nafnið gefur vísbendingu um er það rekið af þremur systrum, þeim Ragnheiði, Hrafnhildi og Berglindi Skaptadætrum og móður þeirra, Sigurlaugu Viðarsdóttur. Feykir tók hús á þeim mæðgum einn laugardag í lok nóvember og fékk að fylgjast með hvernig eðal konfekt verður til. Framleiðsla þeirra mæðgna hófst með lítilsháttar konfektgerð til eigin nota fyrir jólin 2013 en næsta vor, þegar yngsta systirin, Berglind, var fermd, fjárfestu þær í mótum og gerðu talsvert magn af konfekti fyrir veisluna og vakti það mikla lukku. Upp úr því fóru þær að prófa sig áfram og margar góðar hugmyndir að fyllingum og samsetningum kviknuðu en segja má að eftir að þær lentu í öðru sæti í

konfektsamkeppni Gestgjafans fyrir jólin 2016 hafi boltinn farið að rúlla. Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Norðurlands vestra styrkti svo fyrirtækið árið 2017 sem gaf þeim tækifæri á að fara út í frekari tilraunastarfsemi, afla sér leyfis fyrir framleiðsluna og hefja markaðssetningu. Einnig hafa þær farið, tvö síðastliðin sumur, á námskeið í konfektgerð í Skotlandi í skóla er nefnist Cocoa Black og er staðsettur í Peebles í nágrenni Edinborgar. Segja þær að námið þar hafi hjálpað þeim mikið, ekki síst við að koma auga á þau mistök sem þær hafi áður verið að gera en einnig hafa þær lært mikið um meðferð hráefnisins, temprun, fyllingar, litablöndun og ótal margt fleira.

Þau eru bæði alúð og ófá handtök sem liggja á bak við hvern konfektmola hjá þeim mæðgum og segja þær ávinninginn fyrst og fremst felast í ánægjunni af að vera saman enda samrýmdar og vinna vel saman. Nú hafa þær aðstöðu fyrir framleiðsluna í eldhúsi heimavistar FNV en draumurinn er að eignast eigið þak yfir höfuðið og segja þær að eitt þokkalegt herbergi gæti dugað. Orðspor afurðanna hefur spurst vel út enda er konfektið bæði fallegt og bragðgott og eru þær á kafi í verkefnum, til að mynda er mikið um að fyrirtæki panti hjá þeim konfekt til gjafa. Verið er að þreifa sig áfram í markaðssetningu á höfuð-

borgarsvæðinu með hjálp góðra aðila en nú er konfektið selt í Blóma- og gjafabúðinni á Sauðárkróki og í Svörtum svönum á Akureyri. Einnig verður það til sölu á jólamarkaði hjá Lagði á Hólabaki í Húnavatnshreppi um næstu helgi.


2 01 8

Gleðileg jól & farsælt komandi ár

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

Kaupfélag Vestur Húnvetninga

- Strandgata 1

Sími 455-2300

TÓNLISTARSKÓLI SKAGAFJARÐAR

Jólatónleikar MIÐVIKUDAGINN 12. DESEMBER HÖFÐABORG HOFSÓSI KL. 17:00 FIMMTUDAGINN 13. DESEMBER MATSALUR ÁRSKÓLA KL.16:30 OG KL.18:00

Hörðu

pakkarnir

fást á Eyrinni ! Opið: mánudaga- föstudaga kl. 8-18 Laugardaga kl. 10-13 / S: 455 4610

FÖSTUDAGINN 14. DESEMBER MIÐGARÐUR VARMAHLÍÐ KL.16:00 OG KL.18:00

Allir velkomnir

7


8

2 01 87

JÓLA TÓN-LYSTIN : Geirmundur Valtýsson / sveiflukóngur

„Ég vil bara heyra eitthvað brjálað stuð“ Það þarf ekki að kynna Geirmund Valtýsson fyrir neinum. Það kannast allir við sveiflukónginn skagfirska og sennilega langflestir lesendur Feykis sem hafa verið á balli með Hljómsveit Geirmundar, tjúttað, trallað og jafnvel tekið fyrsta vangadansinn undir tónum Geira og félaga. Það er að sjálfsögðu löngu kominn tími til að Geiri svari Tón-lystinni í Feyki og ekki þótti síðra að fá hann til að svara Jóla-Tón-lystinni. Geirmundur er fæddur á lýðveldisárinu 1944 og ólst upp á Geirmundarstöðum hjá foreldrum sínum, Valtý Sigurðssyni og Önnu Hjartardóttur. Hann segir fyrsta hljóðfæri sitt hafa verið harmonikku sem hann og Gunnlaugur bróðir hans fengu lánaða hjá nágranna þeirra, Steinbirni heitnum á Hafsteinsstöðum, þegar Geiri var ellefu ára gamall. „Þar byrjuðum við Gulli að æfa og spila,“ segir Geirmundur. Geirmundur hefur verið í ballbransanum í 60 ár en hann byrjaði að skemmta 14 ára gamall og margir halda því fram að hann hafi vart misst úr ballhelgi sl. 50 ár. Hann hefur gefið út fjölda hljómplatna, á ótal lög sem hafa komið sér snoturlega fyrir í hugum Íslendinga og það er fjallgrimm vissa fyrir því að það er stuð á balli með Geirmundi. Hann segir það sem upp úr standi eftir langan feril vera fjölmarga tónleika sem hann hefur haldið í Miðgarði, Hótel Íslandi, Austurbæ, Sjallanum og víðar, 60 ára afmælið í íþróttahúsinu og þegar hann tók við fálkaorðunni á Bessastöðum. Og það er augljóst hverjir voru helstu áhrifavaldar Geira í tónlistinni. „Bítlarnir náttúrulega átu mann upp, Paul McCartney, eins og hann gerir ennþá reyndar,“ segir hann léttur.

Geirmundur. MYND: PÉTUR INGI

Uppáhalds tónlistartímabil? Ætli það sé ekki bara frá ´60 og upp í ´70. Gæti trúað því enda voru Bítlarnir, Presley og fleiri góðir upp á sitt besta. Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Maður er bara ánægður að heyra eitthvert lag í útvarpinu sem manni líkar. Það eru mörg lög sem maður hefur ekki áhuga á að hlusta á og færir sig yfir á aðra stöð til að finna eitthvað skárra. Ég er nú aðallega að tala um rappið. Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili ? Á þessum tíma er ég var að alast upp þá voru náttúrulega bara kórar og pabbi söng líka mikið bara einn. Maður hafði gaman af því að hlusta á það. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir þér? Ég man nú bara eftir því þegar ég keypti fyrstu Hljóma-plötuna. Það var æðislega gaman. Ég keypti hana hér út á Krók og ætli ég hafi ekki keypt hana hjá Itta. Ég hlustaði á hana alveg fram á miðja nótt því mér fannst hún alveg æðisleg. Hvaða græjur varstu þá með? Það voru Pioneer græjur. Þegar ég var búinn að gefa út mína fyrstu plötu 1972, Bíddu við og Nú er ég léttur, fékk ég frá útgefandanum flottustu Pioneer græjur vegna þess hve platan seldist vel. Þær eru til ennþá niðri í kjallara hjá mér. Hvert var fyrsta lagið sem þú manst eftir að hafa fílað í botn? Þau voru mörg hjá Hljómum en svo voru það Bítlalögin, I Saw Her Standing There og ef við förum í rólegu deildina, Yesterday. Hvaða tónlist hlustar þú helst á í jólaundirbúningnum? Jólatónlistin í útvarpinu mallar bara undir.

ekki í útvarpinu, bara þau gömlu. Maður var að reyna að koma einhverju nýju inn en það bara tókst ekki. Þú vaknar í rólegheitum á jóladagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Ég vil bara heyra eitthvað brjálað stuð. Það er búið að vera nóg af rólegheitunum fram að því. Hvaða músík var helst blastað í bílnum þegar þú varst nýkominn með bílpróf? Ég held að ég verði að segja pass við þessu. Ég er ekki viss um að það hafi verið komnar neinar græjur í bíla þegar ég tók bílpróf. Ef þú þyrftir að skjóta á á hversu mörgum böllum þú hefur spilað í gegnum tíðina hver heldurðu að niðurstöðutalan yrði? Ja, það er bara eitt ball að jafnaði á helgi frá 1958. Fólk verður bara að reikna það út. [Það gera 3120 böll en Feykir er fullviss um að talan sé nær 5000.] Hefurðu misst úr helgi í spilamennsku frá því Hljómsveit Geirmundar var stofnuð? Það hefur þá bara verið vegna veikinda eða einhverra óviðráðanlegra ástæðna. Er eitthvert eitt ball sem þú gleymir aldrei? Já, það eru mörg böll sem sitja í manni. Við vorum að spila austur á Egilsstöðum, keyrðum norður á Akureyri og tókum flugvél þaðan en þegar við vorum komnir miðja leið í fluginu var okkur sagt að það væri svo mikil þoka, dimmt og leiðindaveður að það væri búið að loka vellinum á Egilsstöðum. Þá sagði flugmaðurinn við þann sem var í flugturninum: „Ég er hérna með hljómsveit sem á að spila á balli þarna hjá ykkur í kvöld,“ segir flugmaðurinn. „Heyrðu, er það Geirmundur? Við opnum völlinn,“ segir hinn. Ég man að við vorum mjög kvíðnir fyrir þessu balli því að Pálmi Gunnarsson, sem var

UMSJÓN

Óli Arnar & Páll Friðriksson

Hvert var uppáhalds jólalag unglingsáranna? Það var t.d. Gefðu mér gott í skóinn, útsett af Þóri Baldurs fyrir Rúnna Júl, María Baldurs söng það. Mér þótti útsetningin flott. Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn? Það er ekkert lag sem hefur eyðilagt daginn fyrir mér. Það er svo mikil tónlist í hausnum á mér að ég þoli ýmislegt. Það væri þá eitthvert rapplag sem engin melódía er í. Þú heldur dúndurball í kvöld, hvaða lög tekurðu til að koma öllum í stuð? Ég er búinn að spila Nú er ég léttur og Bíddu við á hverju einasta balli síðan þau komu út ´72. Fólk biður um þetta ennþá og syngur með. Undir bláhimni hefur verið vinsælt og nú Ég er kominn heim. Það er frábært lag sem Óðinn Valdimarsson söng inn á plötu með KK sextettinum ´58. Heyrðist ekki mikið fyrr en fótboltastrákarnir okkar fóru að gera það gott. Það er með ólíkindum hvað fólk syngur með í þessu lagi en það kunna þetta allir. Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Ég myndi fara á tónleika með Paul McCartney og það er ekki útilokað að ég fari einhvern tímann. Mig langar rosalega til að fara á tónleika með honum og láta taka mynd af okkur saman. Hann er að vísu þremur árum eldri en ég en hann klikkar ekki. Við erum kannski ekki ósvipaðir því hann tekur ekki pásu á tónleikum. Hann sendir strákana í pásu og sest við píanóið eða spilar á gítarinn. Þetta er snillingur. Hvernig eru jólalögin best? Ég gaf út jólaplötu 2013, sem ég ætlaði aldrei að gera. En hún heppnaðist vel að mínu mati og seldist ágætlega. En þau heyrast bara

óhemju vinsæll þá, var búinn að setja upp ball á móti okkur á Reyðarfirði sem er örstutt frá. En vegna þess að flugvöllurinn lokaðist þá komst hann ekki með áætlunarvélinni og við fengum ballið og allt fólkið, 7-800 manns. Það var æðislegt. Ef þú gætir valið þér að syngja jóladúett með hvaða söngvara sem er, lífs eða liðnum, hver væri það og hvaða lag yrði tekið? Ég er nú búinn að syngja jólalög með Helgu Möller og fleirum, til dæmis Ég sá mömmu kyssa jólasvein. Við erum búin að syngja það oft í kringum jólin. Hvaða tónlistarmaður hefur þig dreymt um að vera? Ja, ég er búinn að vera innan um mikla tónlistarmenn hér á Íslandi og vinna með mörgum. Það eru náttúrulega Maggi Kjartans og Gunni Þórðar. Maggi Eiríks er mikið stórskáld og það sem hann hefur fram yfir hina er að hann gerir ljóðin sín sjálfur. Og það er alveg ofboðslega mikill munur. Ég finn hvað það er pirrandi þegar ég er tilbúinn með lag að geta ekki búið til textann sjálfur. Ég get það reyndar en ég er bara svo lengi að því. Ég hef enga þolinmæði til þess. Hvaða plata skiptir þig mestu máli? Ég fer inn á sjálfan mig ´89 þegar ég gaf út plötuna Í syngjandi sveiflu. Hún skipti mig öllu máli og kom mér inn á kortið. Þetta er safnplata með Júróvísionlögunum sem ég hafði sent í keppnina ásamt fáeinum rólegum lögum, Ort í sandinn og Ég syng þennan söng. Þessi tvö síðasttöldu seldu plötuna, að ég held. Þessi plata skipti mig mestu máli. Hvenær eru jólin komin? Ætli það sé ekki bara þegar maður fer í messu á aðfangadag. Svo náttúrulega þegar krakkarnir fara að taka upp jólabögglana. Þá eru þau komin!


2 01 8

Allt fyrir hestamanninn í jólapakkann ! Opið: mánudaga- föstudaga kl. 8-18 Laugardaga kl. 10-13 / S: 455 4610

Karlakórinn Heimir

óskar Skagfirðingum og öðrum velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum fyrir stuðninginn á liðnum árum.

Hátíð um áramót

Ingi Sigþór Gunnarsson

Róbert Smári Gunnarsson

Valdís Valbjörnsdóttir

Í Miðgarði laugard. 29. des. kl. 20:30 Ræðumaður kvöldsins verður Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Miðaverð kr.4.000

Forsala aðgöngumiða er í Blóma og gjafabúðinni á Sauðárkróki og í nýrri verslun Olís í Varmahlíð

tt Fjölbrey mtileg og skem nda! rá að va efnissk SÓKNARÁÆTLUN NORÐURLANDS VESTRA

Fjöldi ungra kórfélaga stígur fram á sviðið

NÝPRENT ehf.

Valin atriði úr Grease

www.heimir.is

9


10

2 01 8 Ferðasögubrot Hjalta Pálssonar

Perú – Inkalandið í Andesfjöllum Dagana 15.–30. september síðastliðinn tók ég þátt í 25 manna hópferð til Perú á vegum Bændaferða. Er skemmst frá því að segja að ferðin varð hið mesta ævintýri, enda skipulagning og fararstjórn Guðrúnar Bergmann til fyrirmyndar svo að á betra varð ekki kosið.

Byggingarlist í Macchu Piccu. MYNDIR. HJALTI PÁLSSON

FRÁSÖGN

Hjalti Pálsson frá Hofi

Fyrir meira en hálfri öld las ég bók um Perú, heillaðist þá af Inkamenningunni þar og hef æ síðan haft löngun til að ferðast þangað. Þegar mér á vordögum barst auglýsing um þessa ferð vaknaði þessi gamla löngun og ég hugsaði að annað hvort yrði ég að fara núna eða aldrei. Teningunum var kastað og ég ákvað að fara. Segja má að hver dagur í Perú hafi verið ævintýri og engin leið að gera því öllu skil í stuttri frásögn, þess í stað staldrað við á nokkrum stöðum og birtist hér fyrri hluti frásagnar. Inkaveldið var keisaraveldi indíána í Andesfjöllum, þar sem nú er Perú, stofnað um 1200 af Manco Capac. Veldi Inka stóð þannig síðasta hluta tólftu aldar fram á þá sextándu. Íbúarnir kölluðu land sitt Tawantinsuyu (sem þýðir „land fjórðunganna“). Um 1438 hófst mikil útþensla ríkisins undir stjórn Inkans Sapa Pachacuti og Inkarnir brutu undir sig hverja þjóðina á fætur annarri. Á hátindi sínum, 1520, náði veldi Inkanna yfir næstum öll Andesfjöll eða rúmlega milljón

ferkílómetra lands og þá bjuggu þar meira en 10 milljónir íbúa. Veldinu var skipt í fernt en í miðjunni var höfuðborgin Cusco, þaðan sem ríkinu var stjórnað. Til að tengja saman landið byggðu þeir vegi og brýr af mikilli verkfræðiþekkingu. Um vegina fóru hraðboðar í boðhlaupi milli stöðva við veginn og náðu þannig að flytja skilaboð allt að 250 km á sólarhring. Þannig gat Inkinn, sem var æðsti leiðtoginn og jafnframt dýrkaður sem guð, komið mikilvægum boðum til fjarlægra landshluta eða fengið til sín skilaboð. Árið 1522 komu Spánverjar til Perú en þar sem þá ríkti í raun

borgarastyrjöld í landinu milli bræðra varð Spánverjum landið ótrúlega auðunnið og 1536 féll höfuðborgin Cusco í hendur þeim. Þeir handtóku Inkann og drápu síðar. Dapurlegt er til þess að vita að eftir að hafa yfirunnið landið og þjóðina hófu Spánverjar, knúðir áfram af græðgi og trúarofstæki, kerfisbundið að eyðileggja siðmenningu Inkanna og byggingar, sérstaklega allt það sem á einhvern hátt tengdist trú þeirra og menningu. Inkarnir þekktu ekki járn en notuðu gull og silfur til skreytinga og í búshluti. Sagt var að úr sólarhofinu í Cusco hefðu verið send heim til Spánar 800 tonn

Höfundur í Inkaborginni Machu Piccu. Hér má sjá hluta húsa sem enn hafa ekki verið endurreist. Þótt ekki sjáist á myndinni eru stakkar og húsbyggingar framan í efsta hluta fjallstindsins. Þar var stjörnuathugunarstöð. LJÓSMYND: HALLFRÍÐUR INGIMUNDARDÓTTIR.

af gulli og er þá áreiðanlega vantalið það sem þeir létu Spánarkonung ekki vita um. Enn í dag er Perú með stærstu framleiðslulöndum heims í gulli og silfri.

Ferðin hafin Laugardaginn 15. september var lagt frá Keflavíkurflugvelli síðdegis og lent á Kennedyflugvelli í New York á staðar-

Gullskreyting úr höfðingjagröf frá því um 1300, tilheyrandi Chimú-menningunni við strönd Kyrrahafsins. Þetta er dýrmætasta gersemi Herreirasafnsins.


2 01 8 tíma kl. 7 eftir 5,5 stunda flug. Mikið skrifræði og rannsak er að koma til Bandaríkjanna en allir sluppu í gegn og eftir 4-5 tíma bið tók vélin frá LATAM til Perú á loft um miðnætti, breiðþota með 3-3-3 sætum í hverri röð. Guðrún mín treysti sér ekki í þessa langferð en fékk mér fáeinar svefntöflur í nesti og tók ég eina. Það gerði gæfumuninn svo maður var bara hress við komuna til Perú eftir 7 stunda flug kl. 6 að staðartíma. Þar sem ég stóð með handfarangur minn og beið eftir aðaltöskunni kom til mín vinalegur hundur og þefaði ákaflega af skjóðunni minni. Síðan birtist embættismaður sem vildi fá að sjá hvað leyndist í handtösku minni. Það var tregðulaust af minni hálfu því ég vissi mér einskis ills von. En þegar að var gáð kom von bráðar í ljós háskalegur hlutur, lítið epli sem ég hafði keypt á flugvellinum í New York til að borða á leiðinni en hafði gleymt því. Varð ég að afhenda eplið til yfirvaldanna og þar með var málið leyst. Upplýstist þá að bannað væri að koma með matvæli inn í landið. Nú var kominn sunnudagur og eftir 45 mínútna akstur af flugvellinum komum við að hótelinu okkar Casa Andina í Miraflores hverfinu í Lima. Þar fengum við morgunverð og síðan inn á herbergi fyrir kl. 9 til að hvílast fram yfir hádegi.

Dagar í Lima

Um kl. 2 kom rúta og fór með okkur kynnisferð í miðbæinn og niður að strönd. Eitt sinn er við gengum mannmarga götu þar sem leiðsögukona okkar fór í fararbroddi með íslenska fánann mætti okkur hópur stráka sem byrjaði að slá saman höndum yfir höfði sér og hrópa Húh okkur til heiðurs, hróp íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu 2016. Skemmtilegt á þessum stað, enda vakti árangur landsliðsins þá heimsathygli. Um kvöldið var sameiginlegur málsverður á einum af tíu bestu veitingastöðum borgarinnar. Hann er að hluta opinn en þó undir þaki. Sátum við á útiverönd þar sem sér til gríðarmikillar rústahæðar sem er talin frá því um 200-400 eftir Kristburð, því löngu fyrir tíma Inkanna. Hæðin er gríðarlega umfangsmikil, byggð upp úr milljónum lítilla leirsteina sem steyptir hafa verið í mótum og er uppgröftur þarna einungis

Tvær indíánakonur í þjóðbúningum með spariklædd smálömb og vilja láta taka af sér myndir fyrir gjald.

Húsakynni almúgans. Víða voru þau lakari en þetta.

kominn nokkuð á veg. Er hæðin lýst upp í kvöldmyrkrinu sem gerir hana athyglisverðari. Maturinn var góður og kvöldið vel heppnað. Nú er vor í Perú og þurrkatími búinn að standa yfir en eftir tvær vikur eða svo byrjar regntíminn í Andesfjöllunum. Á Kyrrahafsströndinni er höfuðborgin Lima en þar er eyðimörk því þarna rignir nánast ekkert, 1,9 cm á ári að

meðaltali var mér sagt. Allur gróður og ræktun er þarna knúinn fram með jarðvatni. Hér er umferðin óreiðukennd, borgarstarfsfólk, konur flestar, stýrir umferð á gatnamótum. Raflínur allar hanga í loftinu milli staura og virðast hreinar flækjur víða svo að ótrúlegt er að sjá. Hús eru upp til hópa ókláruð vegna þess að hér gilda þær reglur að ekki er farið að greiða fasteignagjöld af húsum

Inkarnir höfðu ekki ritmál en með sérstöku hnútakerfi gátu þeir sent skilaboð. Nú kann enginn að lesa úr því lengur.

Helgistundin í Urubamba. Í baksýn hótelið þar sem við gistum. LJÓSMYND: HALLFRÍÐUR INGIMUNDARDÓTTIR.

fyrr en byggingu þeirra er lokið. Þess vegna eru þau gjarnan marga áratugi í byggingu, víða sést á steyputeina standa upp í loftið upp af efstu hæð eða hliðarbyggingu sem gefur til kynna að húsið sé enn í byggingu. Þótt spænska sé hið opinbera mál í Perú eru margir lítt mælandi á þá tungu. Quechua er hið forna tungumál Inkanna og er enn talað af 7-8 milljónum manna í Perú, Bolivíu, Equador Columbíu og Argentínu. Quechua [borið fram ketsua]eða Runa (fólk) simi (tal) er fjölskylda af 54 náskyldum málýskum sem eru enn talaðar af indíánum í Andesfjallendi SuðurAmeríku. Aymara er annað tungumál eldra en Quechua mál Inkanna. Í Perú eru annars talaðar 86 mállýskur og 60% landsins eru á frumskógasvæði því að nokkur hluti landsins er á Amazon-svæðinu. Annan daginn í Lima var farið eftir morgunverð að skoða einkasafnið Larco Herreira sem stofnað var 1926 af búgarðseiganda og þykir mjög merkilegt. Safnið er nú rekið af fjölskyldu Herreira sem stofnaði það. Margt fann hann á sinni landareign en keypti síðan af öðrum smærri söfn og hluti og sameinaði sínu safni. Þar eru nú, að mig minnir, um 46.000 hlutir. Mest er þar af keramikgripum en einnig vefnaður, silfur og gull. Safnið er ekki stærra en svo að á klukkutíma er hægt að ganga gegnum sýningarsalina og meðtaka flest. Þarna var brot úr allt að 3000 ára gömlum vefnaði því að hlutir hafa varðveist með endemum vel í þurrum sandi eyðimerkurinnar. Þarna fengum við einnig góða kynningu á vefnaði heimamanna og sýnikennslu í að þekkja Vicuna-ull, sem er dýrust og fínust, frá Alpaca-ull sem er algengari. Þriðjudagsmorguninn 18. september var farið með flugi frá Lima til Cusco sem er hin forna höfuðborg Inkaríkisins í um 3.400 m hæð. Enga viðstöðu höfðum við þar heldur farið með okkur rakleiðis í gegn yfir fjallgarð í meira en 3.800 m hæð en síðan niður í heilaga dalinn Sacred Walley þar sem Urubambaáin rennur um. Ferðin niður í dalinn var mikilfengleg og dalurinn tilkomumikill með fjöllum sínum, mjór og djúpur og ræktarlönd í botninum. Komum á markað í dalnum

11

í smábæ sem heitir Pisac í Urubambadalnun. Þar keypti ég einn koparsleginn Inka til minja.

Viðburðaríkur dagur Miðvikudagurinn 19. október var einkar viðburðaríkur. Um morguninn fóru flestir í ferðahópnum upp á brekkustall ofan við hótelið að hlýða á athöfn manns frá Cusco sem hélt fyrir okkur klukkutíma tilbeiðslustund sem hann, að hætti indíána, framdi að fornum sið eins og amma hans hafði kennt honum og hann kvaðst fara með fyrir fjölskyldu sína af og til. Hann ákallaði anda lofts og láðs og lagar, sérstaklega móður jörð eða Pacha mama eins og hún heitir á máli Quechua. Síðan tók hann fram ýmsa smáhluti, efni og matvæli, raðaði upp á sérstakan dúk með fyrirbænum og að lokum fékk hann hverjum og einum þrjú kókalauf, meðtók þau út hendi hvers og eins, blés í og lagði á fórnina og bað blessunar andanna hverjum og einum og fjölskyldum hans. Þetta var áhugaverð og falleg stund. Hann tók sérstaklega fram að þetta væri ekki sýning heldur athöfn sem hann fremdi af og til fyrir fjölskyldu sína og vini. Eftir þetta var ekið upp úr dalnum sem er í um 2700 m hæð um snarbrattar hlíðar þar sem fátækt fólk hefur komið sér fyrir í hraklegum hreysum án nokkurrar þjónustu eða leyfa frá bænum, víðast án rafmagns og vatns og hreinlætisaðstöðu. Vatn verður fólkið að kaupa af vatnsbílum sem koma á svæðin. Rútubílstjórum hér er ekki fisjað saman hvernig þeir þræða og aka um níðþröngar götur og stíga. Í 3400-3500 m hæð er háslétta með ræktunarlandi víðlendu og tiltölulega flötu. Nú er vor í Perú, þurrkatími búinn að standa lengi og gróður allur skrælnaður orðinn. Hjarðir og skepnur verða að notast við sinusnapir og sérstaklega þótti mér nautpeningur hafa ærið rýra haga. En regntíminn kemur bráðlega í Andesfjöllum og þá þýtur gróður af stað. Þarna má víða sjá kofa og byggingar á ýmsum stigum, þar sem fólk ætlar að taka sér land með óskiplegum hætti og eiga heima og væntir svo þess að innan tíðar komi þangað rafmagn og vatn. Ekið var fyrst að fyrirbærinu Moray sem er djúp


12

2 01 8

kvos með stöllum eins og hringleikahús, mannvirki eru frá Inkatímanum, 12 og 13. öld. Fornleifafræðingar hafa fundið út með frjógreiningum að þetta hafi verið tilraunareitur þar sem fram fór ræktun ýmissa nytjajurta til að reyna hvort þær gætu dafnað í þessari hæð. Í nágrenninu var stjörnuathugunarstöð vegna þess að Inkarnir stjórnuðu eftir gangi himintungla hvenær hæfilegt væri að sá í akrana. Þar mátti ekki mikið út af bera til að uppskera misheppnaðist. Ofan af hásléttunni blasa við snævi þaktir tindar Andesfjalla allt upp í rúmlega 6000 metra hæð. Eftir þennan sérstæða stað var næsti viðkomustaður saltnámurnar í Maras, sannkallað furðuverk. Saltur smálækur kemur þar út úr fjallshlíð og er veitt í óteljandi misstór ker sem sólin sér um að þurrka upp en eftir verður saltið á botninum. Akstursleiðin að þessum stað er ærið þröng og háskaleg um hyldjúpt gil. Síðasti viðkomustaður var smábærinn Ollyantaytambu þar sem við skoðuðum stórbrotnar steinahleðslur af fornu Inkavirki í mögnðu umhverfi. Tambu mun þýða birgðastöð en þarna var einmitt ein slík á Inkaveginum forna. Gistum aftur á hóteli okkar í Urubamba. Fyrir utan dyr herbergis míns er eldri indíánakona

með dyngju af prjónlesi og önnur yngri litlu fjær. Ég fór og skoðaði hjá henni eftir að ég kom í ákvörðunarstað og keypti svolítið en hún vildi helst að ég keypti miklu meira. En þetta var allt ódýrt og kerling heilsaði mér síðan með virktum meðan ég var við hennar dyr. Þarna sitja þessar sölukonur frá 7 á morgnana fram til 7 á kvöldin.

Machu Picchu Fimmtudagurinn 20. september var kannski hátindur ferðarinnar. Vaknað snemma um morgun og kl. 7:30 mætt í rútuna sem ók okkur síðan frá Urubamba til Ollyantaytambu þar sem við vorum daginn áður. Þar var stigið í lest sem flutti okkur til bæjarins Aquas Caliente (sem þýðir heitt vatn), en hann stendur neðan við töfraborgina Machu Picchu. Lestin er hæggeng og ferðin sérstaklega þægileg meðfram Urubamba ánni sem fellur til Amazon fljótsins og þaðan í Atlantshafið. Okkur var sagt að enginn bílvegur væri til Aquas Caliente. Fjöllin og umhverfið var stórkostlegt. Við komum á leiðarenda um ellefu leytið og strax var farið í langa biðröð til að komast í bílana sem aka upp til Machu Picchu. Það var heitt og biðstaðan meira en klukkutími. Þar veiktust tveir af háfjallaveiki og sá þriðji varð lasinn er uppeftir kom

Steinahleðslur í virkinu Ollyantaytambu.

og sneri til baka með rútunni. Þúsundir fara daglega upp til borgarinnar og rútur ganga stöðugt fram og til baka. Ég er gamall vegagerðarmaður en vegalagningin þarna upp hefði sannarlega ekki verið við mitt hæfi, s-beygjur upp snarbratta hlíð, víða sprengt inn í klappir. Það hjálpaði nokkuð tilfinningalífinu að víðast huldi trjágróður vegkantinn svo að sjaldnast sá niður í hyldýpið fyrir neðan en sannarlega var ógnvænlegt að horfa niður. Fjallshlíðin er þarna hátt í 700 metrar. Er upp var komið fengum við hádegisverð á veitingahúsi. Síðan um hálftvö var gengið á vit hinnar týndu borgar. Borgin Machu Picchu (framburður: ['mɑ.tʃu 'pik.tʃu]) var aldrei eyðilögð vegna þess að Spánverjar vissu ekki um

hana og komu þangað aldrei. Þess vegna var hún stundum nefnd „Týnda borgin.“ Talið er að hún hafi verið byggð á Inkatímanum á seinni hluta 15. aldar, bygging hennar tekið um 30 ár og borgin þjónað sem menningarmiðstöð til uppeldis og kennslu framtíðarstjórnenda þjóðarinnar. Hún var síðan yfirgefin kerfisbundið að skipun Manko Inka (15331545) sem stjórnaði vopnaðri baráttu gegn Spánverjum, leiðum að henni lokað og borgin gleymdist í margar aldir. Borgin er 2.430 metra yfir sjávarmáli á fjallsbrún yfir Urubambadalnum í Perú, um 70 km norðvestur af Cusco. Hún er á heimsminjaskrá UNESCO. Seint á 19. öld fréttist að nokkrir útlendingar hefðu farið á staðinn og jafnvel

Saltnámurnar í Maras.

Sólarklukkan í Machu Picchu. Skuggi steinsins markaði tímann.

Borgarhverfi í Machu Picchu. Á stöllunum voru ræktaðar matjurtir. Húsið efst á hæðinni til vinstri var varðstöð.

Guðrún Bergmann ásamt perúanska fararstjóranum David. Hún stóð sig með prýði, enda var þetta sjötta ferðin hennar sem fararstjóri til Perú.

rænt forngripum. Það var þó ekki fyrr en í júlí 1911 að bandaríski sagnfræðingurinn Hiram Bingham tilkynnti að hann hefði „fundið“ borgina. Þá bjuggu reyndar tvær fjölskyldur í borginni sem var að mestu komin á kaf í frumskógargróður. Hann var við rannsóknir í Machu Picchu næstu árin og greindi frá niðurstöðunum í fjölmörgum greinum og bókum. Í kjölfar þess var farið að ryðja skóginn og annan villigróður og lagfæra hleðslur. Því er reyndar enn ekki að fullu lokið.

Nánar um borgina Í borginni eru ríflega 140 byggingar, hof og aðrar opinberar byggingar, auk íbúðarhúsa og talið að þar hafi búið nokkur þúsund manns. Um tvö hundruð tröppugangar tengja byggðina saman enda er hún í miklum halla. Húsin eru öll byggð úr graníti, flest án múrlíms, en grjót víða í undirveggjum svo nákvæmlega fellt saman að eigi má hnífsblaði á milli koma. Þökin voru brött, fléttuð úr stráum og allt bundið með reipum. Í hlíðunum eru stallar með akurreinum þar sem rækta mátti matvæli fyrir íbúa borgarinnar. Borginni var skipt í hverfi. Sum voru fyrir hof og opinberar byggingar, önnur fyrir aðalsmenn og presta og enn önnur fyrir þjónustufólk og almenning. Í borginni eru einnig torg og opin svæði, brunnar og áveiturennur, er náðu til flestra bygginga. Vegna þess að Spánverjar komu aldrei á staðinn var borgin óskemmd af manna völdum og einstaklega vel varðveitt þótt hún væri yfirgefin og týnd umheiminum í meira en fjórar aldir. Ég treysti mér vart til að lýsa áhrifum þessa staðar, það yrði langt mál, læt fremur nokkrar myndir tala sínu máli. Ég vil bara segja að enginn staður í heiminum, sem ég hef séð, hefur orkað eins sterkt á mig, mannvirkin í sínu stórkostlega umhverfi eru kynngimögnuð. Pýramýðarnir í Egyptalandi voru auðvitað yfirþyrmandi sem mannvirki en hin sjónrænu áhrif voru ekkert svipuð. Þeir voru raunar bara eins og fjöll. Machu Picchu tekur öllu fram sem ég hef séð og mun væntanlega nokkurn tímann sjá.


2 01 8

Sólgarðar í Fljótum

Miðsvæðis milli Hofsóss og Siglufjarðar

Gisting - kaffihús - ferðir með leiðsögn - handverk - Kaffi húsið verður opið öðru hvoru í vetur (sjá Facebook) Einnig opið í gistingu fyrir hópa í vetur Hagstæður möguleiki fyrir hvers konar hópa. Starfsmannahópar - veisluhöld - fjölskylduog ættarmót - hestaferðir - gönguhópar skíðafólk - kórar - klúbbar Frábær aðstaða fyrir allt að 50 manna hópa. Gisting í 20 uppbúnum rúmum eða svefnpoka-plássum og góð eldunaraðstaða. Hvetjum hópa sem vilja bóka allt húsið í sumar til að hafa samband fyrir 1. febrúar.

Gleðileg jól Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki óskar íbúum Norðurlands vestra, nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á ári komandi Innritun í dagskóla fyrir vorönn 2019 stendur yfir og lýkur 30. nóvember. Innritun í fjarnám lýkur 7. janúar. Sótt er um á heimasíðu skólans www.fnv.is. Hagstæð heimavist í boði Nánari upplýsingar á heimasíðu skólans: www.fnv.is og á skrifstofu í síma 455 8000.

Facebook: Sólgarðar í Fljótum s. 867-3164 gagnvegur@gmail.com

FJÖLBRAUTASKÓLI NORÐURLANDS VESTRA Á SAUÐÁRKRÓKI Nánari upplýsingar á www.fnv.is eða í síma 455 8000

HELGIHALD UM JÓL OG ÁRAMÓT 2018 Í MIKLABÆJAROG MÆLIFELLSPRESTAKALLI. 2. desember:

- Aðventuhátíð prestakallsins í Miklabæjarkirkju kl. 15. Jón Sigurðsson á Stóru – Ökrum segir frá myndum Huldu Ásgrímsdóttur á altaristöflu kirkjunnar. Kirkjukórinn syngur jólalög. Börnin syngja. Aðventukaffi í Héðinsminni er í boði Hofsstaðasóknar og Flugumýrarsóknar.

16. desember:

- Sunnudagaskóli á Löngumýri kl. 11.30.

24. desember, aðfangadagur jóla: - Messa í Miklabæjarkirkju kl. 23.

25. desember, jóladagur:

- Messa í Goðdalakirkju kl. 13.

25. desember, jóladagur:

- Messa í Silfrastaðakirkju kl. 16.

26. desember, annar dagur jóla: - Messa í Hofsstaðakirkju kl. 14.

26. desember, annar dagur jóla:

MUNUM HÁTTATÍMA KERTA UM HÁTÍÐARNAR

- Messa í Flugumýrarkirkju kl. 16.

31. desember, gamlársdagur: - Messa í Mælifellskirkju kl. 14.

VÍS óskar landsmönnum öllum slysalausrar hátíðar ljóss og friðar.

13


14

2 01 8 Gunnar Rögnvaldsson á Löngumýri rifjar upp

Bernskujól á Hrauni Sparifötin liggja á gömlu kistunni í herberginu á efra loftinu. Ný skyrta til varnar jólakettinum. Heyri að bræður mínir kankast á hinu megin við ganginn í sömu erindagjörðum og ég. Líklega er orðræðan þó um rakspíra, þeir orðnir unglingar, ekki ég! Nonni er í eldhúsinu að líta til með matnum á meðan mamma er í fjósinu. Tvær kýr, önnur snemmbær. Pabbi fór með mömmu í fjósið, mokaði og gaf. Var fljótur enda búinn að taka til í gjöfina um morguninn, besta heyið. Tók veðrið á leiðinni inn og var að senda það í gegnum símann nokkru fyrr en venja var. Á leiðinni niður stigann heyri ég hann kveðja Loftskeytastöðina á Siglufirði: „Já takk sömuleiðis verið þið blessaðir og gleðilega hátíð.“ Matarilmurinn í eldhúsinu í kjallaranum er dásamlegur. Nonni er að leggja á borðið. Ég fer að hjálpa til og sæki í efstu skáphilluna þjóðhátíðarkönnurnar með víkingamyndunum sem okkur áskotnuðust um sumarið frá frændfólki. Í kvöld, og aðeins í kvöld, verður drukkið gos með matnum og könnurnar taka jú meira en hefðbundin glös..... Köld stroka smýgur um eldhúsið um leið og mamma snarast inn, stappar af sér snjóinn og réttir föturnar inn á gólfið. Gufa stígur upp af spenvolgri nytinni sem verður síuð í búrinu en ekki skilin að sinni, til þess vinnst ekki tími. „Mikið ertu fínn í nýju skyrtunni.“ Mamma skoðar mig hátt og lágt á meðan hún fer úr utanyfirfötunum og leggur blessun sína yfir útganginn. Ég sé og veit að hún er að hraða sér, klukkan er jú rétt að verða. Mamma, þessi ótrúlega kona sem alltaf hefur tíma til allra hluta og hefur lagt nótt við dag í tiltekt, þrifum og bakstri. Kýrnar eru líka hennar og svo er það matseldin. Hún þvær sér vandlega, gengur frá mjólkinni og áhöldunum og hleypur svo léttilega upp bratta stigana,

upp í hjónaherbergið til að búa sig. Pabbi situr prúðbúinn hjá útvarpinu þegar ég kem upp í stofuna, blaðar í sálmabókinni, tilbúinn með blað og penna. Við tínumst inn í stofuna, allir komnir í sparifötin. Það er samkeppni um bestu stólana, en Jói hefur nú þegar náð sófanum. Eldhræðsla hefur alltaf angrað mig, en þar sem margir eru viðstaddir treysti ég mér til að kveikja á kertunum sem eru aðal ljósgjafinn, maður er nú orðinn sjö ára. Mamma kemur hljóðlega inn í stofuna, ó hvað það er góð lykt sem fylgir henni. Sest á stól við hurðina niður í kjallara og setur upp hátíðarsvipinn. Dálitla stund hlustum við á þögnina... „Útvarp Reykjavík, útvarp Reykjavík gleðileg jól, nú hefst aftansöngur frá Dómkirkjunni í Reykjavík.“ Jón Múli er boðberi jólanna og nú má fara að telja niður. Fáein skylduverk fyrst svo sem jólamessan, kvöldmaturinn og uppvaskið. Pabbi skrifar niður sálmana sem hátíðleg rödd þularins segir að verði sungnir. Hann umlar eitthvað og flettir sálmabókinni af miklum móð þar sem númerin stemma ekki við heitin á sálmunum, sem á sér þá skýringu að

Jólin mín

Ragna Rós brottfluttur Skagfirðingur

Kveikir á útiljósaseríunni á afmælisdaginn Jólin eru... hátíð sem sameinar fjölskylduna, við erum dugleg að halda í venjur, alltaf er sest niður og borðað kl 18 á aðfangadagskvöld og hlustað á útvarpið þegar kirkjuklukkurnar hringja inn jólin. Það er svo hátíðlegt. Hvað kemur þér í jólaskap? Jólarásin, svo kemur jólaskapið sterkt inn þegar ég kveiki á útiljólaseríunni en á henni kveiki ég alltaf á afmælisdaginn minn 17. nóvember. Hvert er besta jólalagið? Þau eru svo mörg að ég get ekki talið upp eitt sérstakt en Björgvin og Sigga eru mjög ofarlega. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Fara í hesthúsið og dunda þar með manninum. Gobbarnir þurfa líka að halda jól. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Ró og frið, heilsu ef hægt er. Bakar þú fyrir jólin? Ekki lengur, en við vinkonurnar erum að hugsa um að endurvekja sörukvöldið, þá hittumst við og bökum sörur og karlarnir fá sér jólabjór og setja súkkulaðið á kökurnar. Þetta var alltaf mjög góð hefð og gott fyrir karlana að taka þátt í þessu með okkur. Hver er uppáhaldskökusortin þín? Smjörkökurnar sem amma Ragna gerði alltaf.

Feðgarnir á Hrauni Gunnar og Rögnvaldur. Myndin tekin í kringum 1974. Í baksýn eru löngu aflögð fjárhús þar sem gróðurhús móður minnar stendur núna. Fólksvagninn fagurrauði mun hafa verið í eigu Auðar Óskarsdóttur frænku okkar sem bjó í Reykjavík en hún og pabbi voru systkinabörn og ég hygg að þarna hafi hún jafnvel verið að koma með vestur-íslenskt frændfólk okkar í heimsókn. Á þessum árum var nefnilega enginn bíll til á Hrauni sem breyttist þó einmitt síðsumars 1975. MYND ÚR EINKASAFNI

bókin hans er frá aldarbyrjun en Jón Múli hefur í höndum nýju prentunina! Ég skríð upp í fangið á Steina bróður í sömu svipan og Dómkórinn og pabbi byrja að syngja „Sjá himins opnast hlið“ eða Eymdardalinn eins og Brói á Sleytustöðum, kórfélagi minn á fullorðinsárum, kallaði ætíð þennan fallega sálm. Í öll þau ár sem við pabbi fylgdumst að á jólum er sviðsmyndin sú sama. Hann situr við borðið sem jólatréð og útvarpið standa á, ber sálmabókina upp að ljósinu frá trénu og syngur með í öllum sálmunum. Ekki hátt en sefandi og þýðri röddu. Við hin sitjum þögul og hlýðum á. Í endurminningunni stendur útvarpsmessan í stofunni á Hrauni

alltaf upp úr sem tákn hátíðleikans og hinnar einlægu alþýðutrúar. Stundin þegar maður fann helgina flæða inn og umlykja gömlu stofuna heima. Samt verð ég að viðurkenna að raulið í pabba, rökkrið í stofunni og niðurinn frá Lister ljósavélinni í húsinu á hlaðinu var afskaplega svæfandi sem, ásamt örygginu í fanginu á Steina, gerði það að verkum að stundum reyndist „Heims um ból“ nánast það eina sem ég man úr messunni. Á meðan orgelið var þanið í útspilinu var þögninni létt er pabbi lagði frá sér sálmabókina, leit yfir hópinn og sagði stundarhátt: „Gleðileg jól.“ Jólin á Hrauni voru komin.

Okkar sívinsælu gjafabréf í bíó er snilldargjöf fyrir jólasveina í skóinn og í pakkann. Útbúum gjafabréf að þinni ósk. Minnum á Facebook síðu Króksbíós þar sem allar væntanlegar myndir eru auglýstar. Stórglæsileg jóladagskrá í Króksbíó milli jóla og nýárs.

Miðapantanir í síma 855 5216 Opin frá 17°°-21°° virka daga og frá 12°°-21°° um helgar. Góða skemmtun!

Fylgist með okkur á Facebook

Ósóttar miðapantanir eru seldar 10 mín. fyrir auglýstan sýningartíma (nema um annað sé samið)


2 01 8

Jólamarkaður í Árgarði 2. desember.

Alls konar dýrindis varningur og handverk til sölu, kaffi og vöfflur með rjóma á 1000 kr. Frítt fyrir 12 ára og yngri.

Opið frá kl. 14 - 17. Höfum gaman saman.

Kvenfélag Lýtingsstaðahrepps Guðbjörg tekur við pöntunum á borðum eftir kl. 16:00 á daginn í síma 8677280

Gleðileg jól og farsælt komandi ár Skagfirðingar, Húnvetningar og aðrir nærsveitamenn

Þökkum viðskiptin á árinu VINNUSTAÐASKÍRTEINI

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu.

Grétar Þór Þorsteinsson

Jólakveðja

Skoðunarstöðvar okkar eru á Blönduósi, Hvammstanga, Sauðárkróki og Siglufirði. Minnum á tímapantanir.

Starfsmaður kt. 300583 4749

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Frumherja www.frumherji.is s: 570-9090 eða 570-9000

Gilstúni 30,Sauðárkrókur 550 Sauðárkrókur Borgarteigur 10, 550 Kt. 600106 - 2280

Sjóvá

440 2000

Gleðilega hátíð Við óskum landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. sjova.is

15


16

2 01 8 Klara og dætur föndra fyrir jólin

b b Jólakönglaföndur b

Dagrún og Glódís með þessa fínu jólaköngla en hér eru þær búnar að búa til könglakalla. MYNDIR: KLARA BJÖRK STEFÁNSDÓTTIR

Eitt af því sem mörgum finnst ómissandi Óli Arnar Brynjarsson í undirbúningnum fyrir jólin er að setjast niður með börnunum sínum og föndra. Feykir fékk Klöru Björk Stefánsdóttur, uppsetjara á Nýprenti, til að segja frá jólaföndri á hennar heimili. VIÐTAL

„Okkur mæðgum finnst gaman að föndra saman og í tilefni af því að ég var

beðin um að sjá um efni varðandi jólaföndur í JólaFeyki þá ákváðum við að

Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Þökkum viðskiptin.

Borgarmýri 1, Sauðárkróki

það gæti verið gaman að sýna afraksturinn af því að föndra þar sem könglar væru í aðalhlutverki,“ segir Klara. Þannig að Klara fór með dætur sínar, Glódísi, 8 ára, og Dagrúnu, 7 ára, í Litlaskóg í Sauðárgili. Þar tíndu þær til nokkra efnilega köngla. „Þaðan lá leiðin í Skaffó þar sem við keyptum græna og

hvíta þekjuliti. Svo keyptum við litla mjúka föndurbolta og silkiborða og að sjálfsögðu lím. En svo keyptum við líka ullargarn til að festa í könglana svo við gætum hengt þá upp.“ „Mér finnst alltaf gaman að skreyta fyrir jólin og gaman að geta notað efnivið úr nátturunni.“ Klara segir að

Sendum starfsfólki og viðskiptavinum nær og fjær okkar bestu

jóla- og nýárskveðjur


2 01 8

b bb

Dagrún málar köngulinn grænan og Glódís límir á hann jólakúlurnar. Klara batt síðan silkiborðann í köngulinn og þá var komið þetta fína jólaskraut. Á myndinni efst eru þær systur að tína köngla í Litlaskógi.

tískan í jólaföndrinu sé skandinavísk í ár og þar eru einmitt náttúrleg efni í aðal hlutverki eins og greinar, greni og könglar. Til að mála könglana notuðu þær mæðgur eyrnapinna en að sjálfsögðu er líka hægt að nota litla pensla. Fyrir þá sem hafa gaman af einhverju glitrandi þá er tilvalið að strá glimmeri yfir málninguna á meðan hún er blaut og þá þornar glimmerið í málningunni og festist. Klara ætlar að hengja könglana

sem þær föndruðu í trjágrein sem hún ætlar að fá lánaða úr garðinum hjá mömmu sinni. Hún festir hana upp með þrýstistöng, setur á hana seríu og annað fallegt jólaskraut sem hægt er að setja með. Klara byrjaði að kaupa jólagjafirnar í janúar í ár og hefur þá reglu að kaupa tvær til fjórar gjafir á mánuði og getur því notað desember í föndur og annað skemmtilegt með fjölskyldunni.

með Meguiar’s bílahreinsivörum Eigum mikið úrval af hágæða bílahreinsivörum frá Meguiar’s

Hin sígrænu jólatré skátahreyfingarinnar verða til sölu fyrir jólin eins og undanfarin ár. Muna að panta tímanlega. Nánari upplýsingar og pantanir í síma 867-5584.

Jólatrén fást í mörgum stærðum og gerðum.

Verið velkomin í Kjarnann!

Skátafélagið Eilífsbúar óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Bílaverkstæði KJARNANUM

HESTEYRI 2

550 SAUÐÁRKRÓKUR

SÍMI 455 4570

17


18

2 01 8 Aldís og Arnar smellpössuðu á Krókinn

Líkt og forlögin hefðu gripið fram fyrir hendurnar á þeim Það vekur ætíð athygli þegar ný fjölskylda flytur í lítil bæjarfélög á landsbyggðinni og ekki Páll Friðriksson hvað síst ef viðkomandi kemur af höfuðborgarsvæðinu. Kannski ræður hrepparígurinn einhverju um þennan áhuga heimamanna og samanburðurinn á landsbyggðar- og borgarlífinu litast oft af einhvers konar heimabyggðarrembingi. Kannski telst það ekki lengur til tíðinda þegar einhver flytur á Sauðárkrók en það vakti athygli undirritaðs hve jákvæða umsögn nýi staðurinn fékk hjá þeim Aldísi Hilmarsdóttur og Arnari Má Elíassyni sem fluttu á Krókinn fyrir tveimur árum. Feykir fékk þau hjón til að segja frá flutningnum og því hvernig það gekk að aðlagast nýjum aðstæðum. VIÐTAL

Þau Aldís, Arnar og drengirnir þeirra tveir, Axel og Kjartan sem eru 11 og 9 ára, hafa komið sér vel fyrir á Grundarstígnum en þar keyptu þau einbýlishús á síðasta ári eftir að hafa leigt í eitt ár. Arnar er fæddur og uppalinn í Keflavík, hagfræðimenntaður í Bandaríkjunum. Hann vann í sumarafleysingum í Lögreglunni í Keflavík á námsárunum og árið 2003 kynntist Þeir hafa margir verið fallegir morgnarnir undanfarið og vel hægt að nýta þá til útiveru. Hér eru þau Arnar og Aldís með sonum sínum tveimur, Axel og Kjartani, við folfvöllinn við Litlaskóg. MYND: PF

hann Aldísi sem nýbyrjuð var að vinna þar sem lögregluþjónn. Hann starfar nú sem forstöðumaður fyrirtækjasviðs hjá Byggðastofnun. Aldís, sem starfar sem verkefnastjóri hjá Íbúðalánasjóði, er fædd og uppalin í Reykjavík, ólst upp í Árbænum en á ættir að rekja annars vegar í Flóann og svo í Siglufjörð. Hún er með viðskiptafræðimenntun og útskrifuð frá

Lögregluskóla ríkisins en lærði líka til einkaþjálfara. Nú eru þau bæði í diplómanámi í opinberri stjórnsýslu á meistarastigi í HÍ í fjarnámi. Búskapur þeirra Aldísar og Arnars hófst í Kópavogi en síðar í Garðabæ þar sem þau bjuggu í tíu ár áður en þau fluttu á Krókinn. Það er í margt að líta og viðurkennir Arnar að það sé strembið að koma öllu saman og þá aðallega fyrir Aldísi sem auk þess að vera í fullu starfi og vakna suma morgna til að kenna í Þreksport þá eru þau bæði að læra á kvöldin. „Þetta er allt hægt og sérstaklega eftir að við fluttum hingað. Ég held að ég hefði ekki treyst mér í þetta í bænum. Við erum búin að græða tvo til þrjá klukkutíma á sólarhring eftir að við fluttum hingað,“ segir Aldís og Arnar tekur undir: „Það virkaði alltaf á mig sem einhver klisja að það væri meiri tími úti á landi, en í ljós kemur svo að það er bara satt. Fyrir sunnan vorum við að vinna til fimm eða sex á kvöldin

og þá átti eftir að fara í einhverja líkamsrækt eða búð og búðarferð fyrir sunnan tekur fjórum sinnum lengri tíma en hér,“ segir Arnar en þau búa svo vel að hafa Skagfirðingabúð í sama húsi og vinnustaðurinn er í. „Svo átti eftir að keyra heim í Garðabæinn úr Reykjavík og þá var eftir skutl á æfingar eða sækja og dagurinn horfinn. En hérna erum við bæði komin heim yfirleitt fyrir klukkan fimm. Svo löbbum við allt, erum þrjár mínútur í vinnuna og strákarnir eru tvær mínútur að labba í skólann og íþróttirnar,“ segir Arnar. Aldís bætir við að ef þau þurfa að skjótast í skólann, í foreldraviðtal eða eins og hún fór í daginn sem viðtalið var tekið, fjölíðarlok, tekur það enga stund. „Í Garðabæ var þetta mjög mikil aðgerð og gat tekið hálfan daginn. Þetta eru engar ýkjur, maður græðir tíma. Það er allt í seilingarfjarlægð og einstaklega góð staðsetning þar sem við búum núna.“


2 01 8

Axel Orkumótsmeistari í Eyjum með gömlu félögunum sínum.

Þessir jólasveinar eru ekki alltaf skemmtilegir.

Aldís segir að fólk hafi samt verið mjög hissa þegar þau sögðust ætla að flytja á Sauðárkrók en sama fólkið segist svo núna alveg vera til í að prófa þetta líka. „En það vantar kannski bara tækifærin til að gera þetta, geta fengið vinnu við hæfi því það langar marga að gera þetta,“ segir hún. Aðspurð um af hverju þau ákváðu að flytja út á land segir Aldís það hafi verið Arnar sem sótti um starf í Byggðastofnun. „Okkur hafði lengi langað að prufa að flytja, annað hvort til útlanda eða út á land, sérstaklega Arnar. Eina manneskjan sem ég þekkti hér var Stefán Vagn og ég hringdi í hann og spurði hvort það væri í lagi með þennan bæ. Hann var ekki lengi að sannfæra mig um það að þetta væri besti staður í heimi,“ segir Aldís og hlær. Hún var ekki komin með vinnu þegar þau komu á Krókinn en hugsaði með sér að eitthvað hlyti að finnast. Ef ekki þá ætlaði hún að fara í framhaldsnám. En svo vel vildi til að mánuði eftir að þau fluttu opnaði Vinnumálastofnun starfstöð með húsnæðisbætur og fékk hún vinnu þar. Nú hefur Íbúðalánasjóður tekið yfir þau verkefni. Þau segja að allt hafi smollið saman og í raun ótrúleg tilviljun að verið var að opna stóran vinnustað á Króknum á þessum tíma, þar sem m.a. var óskað eftir fólki með viðskiptafræðimenntun. Það hefur ósjaldan verið rætt hversu erfitt reynist að fá húsnæði og segir Arnar þau hafa til að byrja með leitað að leiguhúsnæði en ekkert verið í boði nema eitt hús sem þau tóku. „Það hentaði okkur mjög vel og vorum við þar í eitt ár. Eftir það ár sáum við að það væri mjög gott að búa hérna og okkur leið vel í vinnunni og drengjunum farið að líða vel í skólanum og komnir í íþróttirnar þannig að við vildum bara fara að festa okkur. Þá fórum við að leita að húsnæði en það var ekki um auðugan garð að gresja. Líklega þrjú til fjögur hús til sölu þegar við fórum af stað. Við vorum mjög heppin að hitta á þetta hús,“ segir Arnar en á Grundarstígnum hafa þau búið í eitt ár og þá tvö ár samtals á Sauðárkróki en þau fluttu í október 2016.

Kjartan í Stólastemningu í körfunni. MYND: HJALTI ÁRNA

MYNDIR ÚR EINKASAFNI

Við fórum upp á skíðasvæði og fengum okkur einkatíma hjá kennurum og Allir komnir þá var ekki aftur snúið. Við keyptum í sínar tómstundir okkur skíði og höfum átt árskort síðan. Okkur finnst það æðislegt að fá svona En það er ekki eins og þau séu bara fjölskyldusport og stutt að fara í það. Svo tvö að flytja því tveir drengir þurftu höfum við verið í golfinu og gengum að segja skilið við sína vini og skólaí klúbbinn hér.“ Arnar segist ekki hafa félaga í Garðabænum. Aldís segir að verið duglegur í golfinu eftir að hann auðveldara hafi verið að sannfæra þann flutti norður þar sem hann fann sig yngri en við þann eldri þurfti örlítið að betur í öðru. „Ég umturnaðist eftir að taka samræðuna. En að lokum varð það ég flutti hingað. Ég fór í stangveiðina, körfuboltinn sem réði úrslitum. „Hann var aðeins byrjaður að fikta við hana var mikið í körfunni hjá Stjörnunni fyrir sunnan, ekki mikið samt, en er en þar er mikil körfuboltamenning. alveg óður hérna núna. Og svo byrjaði En svo að koma hingað er bara körfuég í skotveiðinni líka. Ég hef ekki farið í boltamekka. Það snýst allt um körfugolf í rúmt ár. Ég hef verið í golfi síðan boltann einhvern veginn og heppilegt ég var barn en hérna fann ég nýtt sport að detta inn í það,“ segir Arnar en og mér fannst það bara svo Stjörnu-þjálfarinn, Árni frábært að ég vildi frekar Ragnarsson, er vinur Chris eyða frítímanum í það,“ Caird sem var þá með segir Arnar en hann hefur barnastarfið hjá Tindastól. margoft farið einn upp „Þannig að hann náði að á Skagaheiði að veiða á heyra í Chris á undan og „Ég hef heyrt stöng og finnst honum það hjálpaði Axel að taka þessa ákvörðun. Hann datt alveg þetta að erfitt sé alveg geggjað, eins og hann segir sjálfur. Svo segjast strax inn í körfuna,“ segir að komast inn í þau vera ánægð með hvað Aldís. samfélög út á landi. stutt sé í allt. „Það eru „Svo er nándin hérna forréttindin við að búa hér. svo miklu meiri,“ bendir En það var alls Það er hægt að skjótast Arnar á. „Það sem er svo ekki hér. Það var í allt. Klukkutími á skíði frábært fyrir börnin og mjög vel tekið á eða veiða. Þetta tæki þig unglingana er meistaraflokkurinn, hetjurnar, móti okkur og ekki allan daginn í Reykjavík,“ segir Aldís og Arnar tekur þeir eru svo alþýðlegir og síður drengjunum undir það. „Einmitt núna flottir. Þeir eru ekkert of í skólanum. Við á sunnudaginn fór ég stórir eða góðir með sig til upp á heiði ásamt félaga þess að sinna börnunum höfum komist mínum og skutum okkur og það er alveg geggjað. inn í allt sem við jólaskammtinn af rjúpum. Drengjunum finnst það viljum og kynnst Þetta væri tveggja vikna ótrúlega magnað. Ég plan fyrir sunnan en við fór upp í íþróttahús og mörgum...“ fórum bara í hádeginu Axel sonur okkar var að og komnir heim klukkan spila einn á einn á Pétur fimm, og komnir með Rúnar,“ segir Arnar og jólamatinn. Þau segjast líka vera mikið aðdáunin gagnvart einum besta leikútivistafólk og ganga mikið um eða manni Íslands og félögum hans í hlaupa í nágrenninu og er Litliskógur, Tindastólsliðinu leynir sér ekki. Skógarhlíðin og sundlaugin mikið Auðvelt var fyrir drengina að detta í brúkuð. körfuboltann en einhverjar tómstundir þurftu hjónin að finna sér einnig. Aldís Langt til Sauðárkróks segir að það hafi ekki verið erfitt. „Við byrjuðum á skíðum eftir að við fluttum Það hefur stundum verið sagt að hingað. Höfðum aldrei verið á skíðum Skagfirðingar eða Króksarar væru áður en ákváðum þetta þar sem við lokaðir og jafnvel erfitt að kynnast erum með fjallið í 15 mínútna fjarlægð.

þeim. En þau Arnar og Aldís segjast ekki hafa fundið fyrir því. Þvert á móti! „Ég hef heyrt þetta að erfitt sé að komast inn í samfélög út á landi. En það var alls ekki hér. Það var mjög vel tekið á móti okkur og ekki síður drengjunum í skólanum. Við höfum komist inn í allt sem við viljum og kynnst mörgum,“ segir Aldís sem fljótlega var boðið í Kiwanisklúbbinn Freyju. „Þessi skóli er líka alveg frábær,“ segir Arnar ánægður með Árskóla. „Frábærir kennarar og mjög flott utanumhald. Ég held að þessi skóli sé með þeim betri á landinu. Og svo er verið að reyna að fá mann í alls konar stjórnir hjá deildunum í Tindastóli “ segir Arnar. Maður verður því miður að velja og hafna í þeim efnum því allt eru þetta þörf og spennandi verkefni. Það geta allir ímyndað sér að breytingarnar sem fjölskyldan upplifði við flutningana hafi verið miklar og ýmislegt sem komið hafi aðkomufólkinu spánskt fyrir sjónir. En hvað ætli hafi komið mest á óvart? „Það kom mér mest á óvart, og endurspeglaði mína fordóma, hvað þetta er miklu stærra bæjarfélag en ég hélt og meira í boði en ég bjóst við. Ég hélt að þetta væri allt minna einhvern veginn. Þegar maður heyrir íbúatöluna heldur maður að það sé ekki neitt á svæðinu en við höfum allt sem við þurfum og annað er stutt frá. Það kom mér líka á óvart hvað er stutt til Reykjavíkur því mér fannst rosalega langt til Sauðárkróks þegar ég kom hingað fyrst. Rosalega langt! Það sem kom mér kannski mest á óvart var veðursældin. Rignir lítið og milt og gott veður. Það var búið að segja mér að það væri vindur hér á sumrin en ég er ekki sammála því. Reyndar er betra að vera hér niður í bæ en uppfrá,“ segir Aldís og ekki laust við að blaðamaður hvái að heyra svo vel talað um veðrið á Króknum. Arnar segir hins vegar að það sem hafi komið honum á óvart sé hvað hann saknar þess ekki að vera fyrir sunnan. „Það er gaman að fara suður sem túristi, fara helgarferð suður, fara niður á Laugaveg og stoppa á kaffihúsi og það er næstum eins og að fara til

19


20

2 01 8

Köben bara. Það er gaman en það er líka gott að keyra aftur norður og heim.“

Fyrstu jólin Nú styttist í þriðju jólin hjá þeim Aldísi og Arnari á Norðurlandinu, eða næstum því. Þrátt fyrir að þau séu að mynda sér nýjar jólahefðir á nýjum stað munu þau ekki verða heima þessi jól. En Aldís segir jólin hafi verið yndisleg á nýju heimili og ekki síst fyrstu jólin þar sem mamma hennar, tvö systkini, makar þeirra og börn komu í heimsókn. „Við vorum þrettán saman yfir jólin. En það var líka erfitt fyrir tengdafjölskylduna að fá ekki strákana í heimsókn þar sem við höfum alltaf hist eitthvað um jól. Síðustu jól vorum við hér á Grundarstígnum, og mamma kom. Þannig að við höfum haft það gott,“ segir Aldís. Arnar kinkar kolli til samlætis og segir að hefðbundin jól hjá þeim séu nokkuð óhefðbundin. „Þetta hefur verið þannig að við höfum skipst á að vera með foreldrum mínum og bræðrum eða mömmu hennar og systkinum. Annað hvert ár í Keflavík og svo í Reykjavík. Það er gömul hefð í minni fjölskyldu

Stangveiðin hefur heillað Arnar svo um munar.

Aldís er mikið fyrir útivist og líður vel í náttúrunni.

að vera með rjúpur og þá eru þær eldaðar á gamla mátann, soðnar í potti í ég veit ekki hvað marga klukkutíma en eftir að ég fór að skjóta sjálfur fór ég að fikta við að elda á annan hátt, m.a. að léttsteikja bringurnar og hafa þær rauðar í miðjunni. Þá uppgötvar maður allt annað hráefni, einhvern veginn, en maður var vanur. Nú er ég búinn að skjóta töluvert af rjúpu,“ segir Arnar og eftirvæntingin leynir sér ekki að fá villibráðina á jóladiskinn. Aldís er hins vegar alin upp við hamborgarhrygg á jólaborðum eins og víðast tíðkast á Íslandi. „Aldrei verið

rjúpa á mínu heimili. Mér finnst þær samt mjög góðar. Þannig að annað hvert ár vorum við með rjúpu og svo hamborgarhrygg. Það er fyrst núna sem við erum að reyna að búa til okkar eigin hefðir þar sem við erum bæði villibráðarfólk. Við erum ekki að ríghalda í hefðir sem við ólumst upp við. Við gerum þetta eins og okkur langar til,“ segir Aldís. Í huga þeirra Aldísar og Arnars eru jólin fjölskyldusamverustund meira en trúarlegs eðlis. Fjölskyldan kemur saman og borðar góðan mat en kirkjan eða trúin sem slík hefur ekki spilað þar

sterkt inn í. „Ég held að við séum með dæmigerð jól, góður matur á aðfangadag og svo náttföt, bók og konfekt á jóladag. Nema kannski þessi jól af því að við ætlum að vera úti,“ segir hún og kippist snarlega við og hvíslar lágum rómi: „Við erum ekki búin að segja strákunum það.“ En þarna var ákveðið að þeir fengju að vita það áður en blaðið kemur út. „Við ákváðum að breyta til, fyrst að nú verður svo langt jólafrí, og fara með vinafólki í siglingu við Bahamaeyjar. Verðum á skipinu um jólin en komum til landsins fyrir áramót. Þannig að það verða öðruvísi jól í ár. Þetta er ódýrara en að fara til Tene,“ segir Aldís og það má með sanni segja að þau eigi eftir að upplifa jólin á annan hátt en flestir þetta árið. Bróðir Aldísar hefur, líkt og margir vinir og ættingjar fjölskyldunnar, notið þess að heimsækja Krókinn og ætlar hann að vera yfir jólahátíðina með sinni fjölskyldu á Grundarstígnum. Ekki er annað hægt en að ljúka skemmtilegu samtali á þeim nótum að óska þeim öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi árum.

BÓKAÚTGÁFA :: Eyþór Árnason

Skepnur eru vitlausar í þetta

protis.is

@protisofficial

KOLLAGEN — Náttúrulega ljómandi —

Eyþór Árnason með bókina Skepnur eru vitlausar í þetta.

MYND: JÓHANNA FJÓLA

Skagfirðingurinn, leikarinn, sviðsstjórinn og ljóðskáldið frá Uppsölum, Eyþór Árnason, sendi seint í sumar, á 64 ára afmælisdegi sínum, frá sér ljóðabókina Skepnur eru vitlausar í þetta. Eyþór segir bókina hafa orðið til að mestu leyti á síðustu tveimur árum en nokkur ljóð séu að vísu eldri og ekki tilbúin í slaginn fyrr en núna. „Ég skipti henni í fjóra kafla og leik mér með hugmyndina um tvöfalt plötualbúm, fjórar hliðar. Eins og venjulega í mínum bókum þvælist ég úr sveit í borg og aftur til baka, út í heim og geim og læt mig dreyma. Á fjórðu hliðinni tek ég nokkur plötuumslög sem mér eru kær og spinn í kringum þau.“ Hann segir ljóðin flest verða til á þann hátt að það leiti eitthvað á hann; minning, setning, mynd, atburður, ferðalag. „Nú, eða ég upplifi eitthvað sem snertir mig. Og það þarf ekki að vera merkilegt. Ég reyni að punkta hjá mér tilfinninguna og set hana í salt, en stundum kemur ljóðið til mín í heilu lagi, ef svo má segja, og það þarf litlu að breyta og þá er gaman. En sem sagt, ég reyni að koma þessum tilfinningum eða myndum í orð, reyni að búa til orðamúsík sem ég er sáttur við. Og ég finn fljótt hvort þarna er einhver fiskur sem vert er að berjast við og reyna að draga á land. En stundum koma tittir á land og þá kastar maður bara aftur. Og það er kannski partur af því að gagnrýna sjálfan sig að reyna að sjá fallegu fiskana í aflanum og auðvitað hættir manni til að finnast allur aflinn fagur. En ég er með gott fólk við hliðina á mér sem lætur í sér heyra ef ég fer út af sporinu. Svo kemur bara í ljós hvað lesendum finnst. Maður stjórnar því ekki sem betur fer.“ /PF

Kollagen er eitt helsta byggingarefni líkamans. Með reglulegri inntöku þess getur þú með lítilli fyrirhöfn fyrirbyggt ýmis einkenni streitu og jafnvel öldrunar. Kollagen frá Protis er unnið á náttúrulegan hátt úr íslensku þorskroði og inniheldur sérvalin vítamín og steinefni. Með því að bæta Kollageni frá Protis við daglega næringarinntöku byggir þú húð, hár og neglur upp á góðum grunni. Og heldur ljómandi út í lífið.

VELJUM ÍSLENSKT


2 01 8

Jólin mín

Þórarinn Br. Ingvarsson Skagaströnd

Jólaskapið kemur með skötulyktinni

Jólin eru... annasamur tími. Hvað kemur þér í jólaskap? Jólasnjór og skötulykt. Hvert er besta jólalagið? Allt með Villa Vill. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Borða konfekt og lesa bók. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Gott veður og konfektkassa. Bakar þú fyrir jólin? Sjaldan. Hver er uppáhaldskökusortin þín? Kornflexkökurnar hennar mömmu.

Dagný Rósa Úlfarsdóttir Ytra-Hóli í Austur-Húnavatnssýslu

Bakar yfirleitt súkkulaðibitakökur Jólin eru... hátíðleg og hugljúf. Hvað kemur þér í jólaskap? Að hlusta á jólalög með systkinunum Ellý og Vilhjálmi. Hvert er besta jólalagið? Jólin alls staðar. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Að spila og lesa. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Það er ekki eins og mann vanti eitthvað, þannig að ekkert er efst óskalistanum. Bakar þú fyrir jólin? Já, yfirleitt einhverjar súkkulaðibitakökur, brúna lagtertu, mömmukökur, stundum lakkrístoppa og sörur og svo prófa ég oft einhverjar nýjar uppskriftir. Hver er uppáhaldskökusortin þín? Mömmukökur og brún lagterta.

21

Þorgeir Jónsson Hvammstanga

Góður matur og nærvera fjölskyldu ómissandi

Jólin eru... Hátíð ljóss og friðar - … og verslana. Hvað kemur þér í jólaskap? Að vera með fjölskyldu og vinum. Hvert er besta jólalagið? Ó, helga nótt. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Góður matur og nærvera fjölskyldu og vina. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Frið á jörðu. Bakar þú fyrir jólin? Baka yfirleitt ekki. Hver er uppáhaldskökusortin þín? Ekkert í uppáhaldi.

www.hsn.is

Gleðilega hátíð


22

2 01 8

Kökuþáttur JólaFeykis

Bakkelsi úr Bólstaðarhlíðarhreppi Feykir heimsælir Kvenfélag Bólstaðarhlíðarhrepps

Það eru konur í Kvenfélagi Bólstaðarhlíðarhrepps sem gefa lesendum uppskriftir í JólaFeyki þetta árið og töfruðu þær fram margvíslegar kræsingar á fundi sem haldinn var í Hólabæ í Langadal í síðustu viku. Starfssvæði félagsins, sem var stofnað árið 1927, nær yfir Bólstaðarhlíðarhrepp hinn UMSJÓN & MYNDIR

Fríða Eyjólfsdóttir

forna í Austur-Húnavatnssýslu og í því eru um 15 konur. Starfsemi félagsins er vel virk yfir veturinn og eru þær duglegar að gera eitthvað skemmtilegt saman auk þess að standa fyrir ýmiss konar fjáröflun. Fastur liður í starfi félagsins er jólamarkaður í Húnaveri sem að þessu sinni verður haldinn þann 1. desember.

Sesselja Sturludóttir

Þorbjörg Bjarnadóttir

Daim kaka

Bounty terta 4 egg 140 g kókosmjöl 140 g flórsykur

Aðferð: Aðskiljið eggjarauður og hvítur og þeytið eggjahvíturnar vandlega með flórsykrinum. Blandið kókosmjölinu varlega saman við með sleikju og setjið deigið í smurt, lausbotna tertuform. Bakið botninn við 130-150°C í 20-30 mínútur eða þar til hann er ljósbrúnn að lit. Útbúið kremið á meðan kókosbotninn kólnar. Krem: 100 g smöjör

eftirréttur (frosin)

100 g súkkulaði 60 g flórsykur 4 eggjarauður Aðferð: Bræðið smjörið og súkkulaðið yfir volgu vatnsbaði og setjið í skál. Blandið flórsykrinum saman við og kælið blönduna vel. Bætið eggjarauðunum í og þeytið á fullum krafti þar til kremið verður ljóst og þykkt. Smyrjið kreminu á botninn og látið kökuna standa í kæli fram að framreiðslu. Frystið einn pela af rjóma í sama formi og kakan var bökuð og leggið ofan á kremið rétt áður en kakan er borin fram.

Botn: 4 stk. eggjahvítur 160 g sykur 150 g heslihnetukurl

Guðmunda Guðmundsdóttir Brún lagterta 250 g sykur 250 g smjörlíki 3 egg 500 g síróp 2 dl súrmjólk (Ab mjólk er betri) 750 g hveiti 3 tsk natron 2 tsk negull 2 tsk kanill 2 tsk kakó

Aðferð: Smjörlíki og sykur

þeytt vel saman. Eggin þeytt saman við, eitt í einu. Sýróp og súrmjólk (Ab mjólk) hrærð út í. Hveiti og öðrum þurrefnum blandað saman við og hrært. Jafnað út á þrjár plötur og bakað við 200°C (eða 180° í góðum blástursofni). Smjörkrem sett á milli.

Ostasalat

Hrærið saman majónesi og sýrðum rjóma í skál. Skerið Mexíkóostinn

Aðferð:

niður með ostaskera frekar smátt (gott að smyrja ostaskerann með pínu ólífuolíu) og bætið í skálina. Skerið papriku og vínber smátt og bætið í skálina. Borið fram t.d. með Tuc eða Ritz kexi.

Þeytið eggjahvítur og sykur vel saman þar til hræran er orðin mjög stíf og þétt. Hrærið heslihnetunum varlega saman við með sleif. Bakið botninn í 45 mín. við 175 gráðu hita.

Aðferð:

Auður Ingimundardóttir 2½ dl majónes 1 dl sýrður rjómi 1 Mexíkóostur 1 rauð paprika rauð vínber

Á myndinni hér til hliðar eru frá vinstri: Auður Ingimundardóttir, Linda Carlsson, Þorbjörg Bjarnadóttir, Sigríður Þorleifsdóttir, Guðrún Erla Hrafnsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Guðmunda Guðmundsdóttir og Fanney Magnúsdóttir.

Krem: 4 eggjarauður 80 g sykur 3 – 6 stk. Daim súkkulaði. ¼ eða ½ l rjómi (fer eftir smekk hvers og eins. Mér finnst betra að hafa meira, sérstaklega ef ég nota kökuna sem desert).

Aðferð: Þeytið rjómann þar

til hann er orðinn vel stífur og geymið á meðan eggin og sykurinn eru stífþeytt. Blandið rjómanum og eggjahrærunni varlega saman með sleif. Saxið eða myljið Daim súkkulaðið og blandið því varlega saman við. (Gott ráð er að setja súkkulaðið í poka, vera með bretti og buffhamar og berja súkkulaðið þar til það er orðið að kurli). Sett yfir kökuna sem er sett í frysti og geymd þar til hún er tekin út 10-15 mín. áður en hún er borin fram.

Linda Carlsson

Rockey Road

Fanney Magnúsdóttir Döðlukaka 210 g döðlur ½ bolli vatn 1 tsk natron 120 g smjör 90 g sykur 2 egg 100 g hveiti ½ tsk kanill ½ tsk vanilla 1½ tsk lyftiduft Aðferð: Byrjið á að setja döðlur

og vatn í pott, hitið að suðu. Takið af hellunni og bætið natroni saman við. Kælið maukið og hrærið í af og til. Þeytið saman smjör og

sykur, bætið eggjum í, einu í einu. Blandið þurrefnum saman og setjið út í. Síðast er döðlumaukinu bætt við í nokkrum skömmtum. Bakað við 180°C í 35-40 mín. Karamellukrem: 120 g smjör 1½ dl rjómi 120 g púðursykur Aðferð: Sjóðið saman við

vægan hita í u.þ.b. 10 mín. og hrærið í á meðan. Sett ofan á kökuna eða borið fram með henni ásamt rjóma eða ís.

3 pokar Dumle karamellur 150 g salthnetur 150 g pistasíuhnetur 3 dl litlir sykurpúðar 600 g suðusúkkulaði Aðferð: Skerið Dumle karamell-

urnar í þrennt. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Bætið svo öllu saman við súkkulaðið og blandið vel. Setjið smjörpappír í ofnskúffu og hellið blöndunni yfir. Kælið og skerið í bita.


2 01 8

Ingibjörg Sigurðardóttir Blúndukökur 100 g smjörlíki 1 tsk lyftiduft 1 msk hveiti 1 egg 1½ dl sykur 3 dl haframjöl 1 tsk vanilla Aðferð: Bræðið smjör og hellið yfir hafragrjón og hrærið. Þeytið saman eggi

og sykri, bætið hveitinu saman við það og að lokum smjörinu. Settar með teskeið á plötu með góðu millibili. Bakið í 8-10 mín. við 200°C. Bakaðar fyrir jól og geymdar í dunk, þá er ekkert eftir nema skella rjóma á milli þegar von er á gestum.

Sigþrúður Friðriksdóttir Franskar vöfflur 250 g smjörlíki 250 g hveiti 1-2 dl vatn Aðferð: Hnoðað saman og

geymt í kæli yfir nótt. Deigið flatt út með dass af hveiti. Gott er að nota staup til

að búa til kökurnar, síðan eru þær flattar út á sykri á aðra hliðina og aðeins munstrað í kökurnar, t.d. með kjöthamri. Bakað við 180200°C, ljósbrúnar eða eftir smekk. Settar saman með smjörkremi.

Guðmunda Guðmundsdóttir Hálfmánar 500 g hveiti 250 g sykur 200 g smjörlíki ½ tsk hjartarsalt 1 tsk lyftiduft 1 egg 1 dl mjólk kardimommudropar sulta

Aðferð: Hnoðað, flatt út og

mótað með hringmóti. Sulta sett í miðjuna á kökunni og síðan brotið til helminga og brúnunum þrýst saman með gafli. Bakað við 180-200°C.

Auður Ingimundardóttir Litlar jólapavlovur 6 eggjahvítur 300 g sykur 1½ tsk mataredik 1 tsk vanilludropar salt á hnífsoddi Aðferð: Þeytið eggjahvítur

með salti, bætið sykri saman við í þremur skömmtum og þeytið vel á milli. Bætið ediki og vanilludropum saman við þegar marengsinn er orðinn stífur. Skiptið deiginu niður í litlar kökur á pappírsklædda ofnplötu. Bakið marengsinn við 100°C í 90 mín. Slökkvið á ofninum, opnið hann og látið marengsinn kólna. Best að gera kökurnar

Þorbjörg Bjarnadóttir Beikonrúlla

kvöldinu áður og leyfa þeim að kólna í ofninum yfir nóttina. Rjómakrem með Daim: 200 ml rjómi 2-3 msk flórsykur eitt stórt Daim-súkkulaðistykki eða Daimkurl Aðferð: Léttþeytið rjóma og

bætið flórsykri út í á meðan þeytt er. Saxið Daimið ansi smátt og blandið því varlega saman við rjómann með sleif. Setjið væna skeið af rjómakreminu á marengskökurnar. Skreytið kökurnar með alls konar berjum og hægt er að sigta smávegis af flórsykri yfir.

Guðrún Erla Hrafnsdóttir Sörur

260 g möndlur 230 g flórsykur 4 eggjahvítur Aðferð: Hakkið möndlur eða

notið möndlumjöl, þeytið eggjahvítur mjög vel. Blandið möndlumjölinu og flórsykri vel saman og loks stífþeyttu eggjahvítunum. Sett með teskeið á plötu með bökunarpappír. Bakið við 180°C í u.þ.b. 11-13 mínútur. Krem: 120 g sykur 1 dl vatn 4 eggjarauður 1½ msk kakó 260 g mjúkt smjör

Aðferð: Vatn og sykur sett í pott

og soðið þar til fer að þykkna. Kælið sykurlöginn aðeins. Stífþeytið eggjarauður. Hellið sykurleginum varlega út í eggjarauðurnar og þeytið vel. Blandið smjöri og kakói saman við og hrærið vel þar til kremið hættir að vera aðskilið. Kreminu er smurt á kalda botnana. Hjúpað með suðusúkkulaði. Gott er að frysta kökurnar aðeins með kreminu áður en þær eru hjúpaðar með suðusúkkulaði.

1 stk. rúllutertubrauð 1 stk. beikon smurostur 2 msk rjómi 4 msk majónes 250 g skinka 12-14 beikonsneiðar ½ dós gular baunir 2 eggjahvítur 1 msk majónes Aðferð: Steikið beikonið og þerrið. Setjið pott á eldavélarhellu sem er stillt á lágan hita. Setjið smurostinn með smá safa af baununum í pottinn og hrærið í þar til

osturinn er orðinn mjúkur. Bætið rjómanum og majónesi út í og blandið vel saman. Skerið beikonið og skinkuna í bita og blandið saman við. Hellið blöndunni yfir rúllutertubrauðið og rúllið upp. Stífþeytið eggjahvíturnar, blandið 1 msk af majónesi mjög varlega saman við og smyrjið utan á brauðtertuna. Bakið við 200°C í um 20 mín. eða þar til eggjahvítuhjúpurinn hefur fengið góðan lit.

Þorbjörg Bjarnadóttir Ribena chilisósa 2 msk Ribenaþykkni 2 msk sæt chilisósa 1 msk olía 1 tsk ferskt engifer, rifið safi og börkur af einni límónu

Aðferð: Setjið allt í skál og þeytið saman. Berið fram t.d. sem ídýfu með rækjum.

23


24

2 01 8 Bændur selja afurðir sínar á jólamarkaði á Hofsósi

Ingibjörg Sigurðardóttir

Markaðurinn á Hofsósi kominn til að vera

Engiferkökur ömmu 500 g hveiti 500 g púðursykur 250 g smjör 2 egg 1 tsk lyftiduft 1 tsk natron 2 tsk engifer

1 tsk negull 1 tsk kanill Aðferð: Öllu hnoðað saman. Gerðar litlar kúlur og flatt út með glasi. Bakað í 8-10 mín. við 200°C.

Hveiti, sykur, hjartarsalt, lyftiduft og salt sett í hrærivélarskál. Mjólkin og smjörlíkið hitað að suðu og því blandað saman við hveitið smám saman og hrært á meðan (notið hnoðarann). Hnoðið

MYND: FE

geymsla fyrir matvæli meðal annars. Það að fá að gæða þetta tæplega 250 ára gamla hús lífi á ný er bara dásamlegt og sérstaklega viðeigandi. Matís, sem fór af stað með verkefnið, er einnig mjög ánægt með árangurinn, Þjóðminjasafnið fyrir lífið í húsinu og framleiðendurnir fyrir tækifærið. Bændamarkaðurinn á Hofsósi er klárlega kominn til að vera og mun bara dafna, verða stærri og flottari,“ segir Sigrún. /PF

er gefin út af Sögufélagi Skagfir›inga

Laufabrauð

Aðferð:

Sigrún Indriðadóttir stendur vaktina á bændamarkaði í sumar.

Bygg›asaga Skagafjar›ar

Sigríður Þorleifsdóttir 7 dl heit mjólk 50 g smjörlíki 2-3 msk sykur 1 kg hveiti ½ tsk hjartarsalt 1 tsk lyftiduft ½ tsk salt

Í sumar var haldinn svokallaður bændamarkaður á Hofsósi þar sem bændum var gefinn kostur á að kynna og selja sínar framleiðsluvörur. Tókst það vel til að leikurinn var endurtekinn þrisvar. Nú er ætlunin að opna enn á ný þann 8. desember milli kl. 13 og 16 í Pakkhúsinu á Hofsósi. Feykir hafði samband við Sigrúnu Indriðadóttur sem heldur úti Rúnalist á Stórhóli í Lýtingsstaðahreppi hinum forna og forvitnaðist aðeins um markaðinn. „Í rauninni stöndum við framleiðendur fyrir JólaBændamarkaðnum, sem vorum í honum í sumar, en við Hildur Magnúsdóttir, framleiðandi Pura Natura, tókum að okkur að halda utan um þetta núna.“ Sigrún segir að fyrsti markaðurinn, sem haldinn var 30. júní á bæjarhátíðinni á Hofsósi, hafi tekist mjög vel, margir gestir, sem allir voru mjög áhugasamir, og salan góð. Síðan voru haldnir tveir markaðir til viðbótar á Hofsósi, vel sóttir og góð verslun. En svo var markaðurinn fluttur til og settur upp á Sveitasælu sem haldin var í Reiðhöllinni Svaðastöðum við Sauðárkrók. „Við framleiðendur viljum endilega halda Bændamarkaðinum áfram. Þjóðminjasafnið hefur gefið vilyrði fyrir húsinu áfram, við erum í rauninni að halda menningarverðmætum á lofti en upprunalega var pakkhúsið

eins og vélin ræður við og restin er hnoðuð á borði þar til deigið er sprungulaust. Breiðið kökurnar út eins þunnt og hægt er eða eftir smekk og notið disk til að móta þær (u.þ.b. 22 cm eða eftir því hvaða stærð hentar), u.þ.b. 40 kökur. Þá er bara eftir að skera eitthvað fallegt í kökurnar, muna svo eftir að pikka þær og þá er að steikja upp úr þeirri feiti sem hver vill. Gerið bara eina uppskrift í einu, það margborgar sig.

Þú getur pantað Byggðasögu Skagafjarðar með því að hringja í síma 453 6261. Einnig má senda tölvupóst á netfangið saga@skagafjordur.is

TILBOÐ

0 78.00 Á

Allar bækurnar ÁTTA FYRIR ALLAR átta fást í BÆKURNAR tilbo›spakka á kr. 78.000.

kr.

Ofangreint ver› er félagsmannaver› Sögufélags Skagfir›inga og b‡›st einnig þeim sem panta beint frá útgáfunni. Þeir sem grei›a fyrirfram fá bækurnar sendar bur›argjaldsfrítt. Annars leggst vi› bur›argjald. Þeir sem kaupa nýju bókina geta fengið 3. til 7. bindi með 20% afslætti

Sérfræðikomur í desember 2018 5. DES.

Valur Þór Marteinsson þvagfæraskurðlæknir 13. OG 14. DES.

Orri Ingþórsson kvensjúkdómalæknir

Tilboðsverð á Byggðasögu Skagafjarðar

Kennitala Sögufélagsins er: 640269-4649 Bankareikningur: 0310 - 26 - 11011

• Fyrsta bindið um Skefilsstaðahrepp og Skarðshrepp kostar kr. 9.000 • Annað bindið um Staðarhrepp og Seyluhrepp kostar kr. 11.000 • Þriðja bindið um Lýtingsstaðahrepp kostar kr. 12.000 • Fjórða bindið um Akrahrepp kostar kr. 13.000

17. OG 18. DES.

Haraldur Hauksson alm./æðaskurðlæknir

• Fimmta bindið um Rípurhrepp og Viðvíkurhrepp kostar kr. 14.000

20. OG 21. DES.

• Sjötta bindið um Hólahrepp kostar kr. 14.000

Bjarki Karlsson bæklunarlæknir

• Sjöunda bindið um Hofshrepp kr. 15.000 • Áttunda bindið um Fellshrepp og Haganeshrepp kr. 16.000

Tímapantanir í síma 455 4022.

Útgáfa bókarinnar var styrkt af Uppbyggingarsjóði SSNV.

www.hsn.is

Safnahúsinu 550 Sau›árkróki Sími 453 6261 Netfang: saga@skagafjordur.is http://sogufelag.skagafjordur.is


2 01 8 Sniðugar jólagjafahugmyndir fyrir unglinginn

Allt undir 6.000 krónum Í gegnum árin hefur mér fundist erfiðast að finna góðar hugmyndir að sniðugum jólagjöfum fyrir Sigríður Garðarsdóttir unglinga á viðráðanlegu verði. Þá hef ég oftar en ekki endað á því að kaupa gjafabréf í fataverslunum, sem er ekki skemmtilegasta gjöfin að gefa, en krakkarnir yfirleitt sáttir því þeir geta þá valið sér eitthvað sjálfir. UMFJÖLLUN

Ég hef því tekið á það ráð að koma með nokkrar góðar jólagjafahugmyndir fyrir ykkur, kæru lesendur, sem vonandi nýtast ykkur vel þegar kemur

að því að velja fyrir unglinginn í fjölskyldunni og kosta ekki annan handlegginn eins og flest allt sem endar á jólagjafalistanum frá þeim.

Adidas inniskór Þeir sem eiga ekki eitt svona par ættu hiklaust að fá svona í gjöf. Mjög nytsamlegir og endingargóðir inniskór sem henta fyrir bæði stráka og stelpur. Kosta bara 4.990 kr. í Skagfirðingabúð og helstu íþróttaverslunum.

Glacial flöskurnar Glacial – vinsælu sænsku flöskurnar sem halda köldu í allt að 24 klst. og heitu í 12 klst. eru fullkomnar í ræktina, skólann, vinnuna og alla útivist. Til í 260 og 400 ml. stærðum. Flöskurnar kosta 3.990 til 5.490 kr. og fást í Blómaog gjafabúðinni.

Stafahálsmen/armbönd – henta fyrir stelpur HilInn á netversluninni www. myletra.is er verið að selja ótrúlega skemmtilegar og persónulegar gjafir. Þar getur maður valið um hálsmen eða armband með staf þess sem á að fá gjöfina. Hægt er að fá bæði hálsmenið og armbandið í gylltu og silfri. Hálsmenið kostar 5.990 kr. og armbandið kostar 4.990 kr.

mar Örn

Lukkutröll Ég held að þetta sé eitt af því sem allir vilja eiga í dag þegar kuldinn sækir að okkur - góð og flott húfa fyrir bæði stráka og stelpur, nokkrir litir í boði. Kostar 6.000 á www.66north.is

Þessi tíska virðist vera að kollvarpa öllu enda er þetta mjög skemmtileg gjöf fyrir bæði stráka og stelpur því nú er hægt að fá þau í alls konar útfærslum eins og t.d. fótboltatröllið, tölvuleikjatröllið og hjúkrunartröllið. Nýjasta gerðin er í einni stærð og kostar 5.990 kr. Hægt að versla tröllin í Blóma- og gjafabúðinni þar sem hægt er að fá fleiri tegundir.

Stafabollar

Íþróttatöskur

66°North húfa

Skemmtileg gjöf sem er hægt að nýta á marga vegu, t.d undir blóm, penna og svo auðvitað sem drykkjarmál. Henta fyrir bæði stráka og stelpur. Kosta frá 1.990 og upp í 2.490. Fást í Blóma- og gjafabúðinni og Casa.

Stjörnumerkjaplattar Hér er komin önnur skemmtileg og persónuleg gjöf sem er flott inn í unglingaherbergið og hentar fyrir bæði stelpur og stráka. Hægt er að fá nokkra liti í hverju og einu stjörnumerki. Kosta 5.990 kr. í bleiku og bláu litunum. Fást í Blóma- og gjafabúðinni.

Held að þetta sé eitt af því sem myndi hitta í mark hjá öllum unglingum sem stunda íþróttir af einhverju tagi – henta fyrir bæði stráka og stelpur og kosta undir 6.000 kr. Hjá www.jakosport.is er hægt að fá bæði fleiri gerðir og fleiri liti. Skagfirðingabúð selur þær í Tindastólslitunum.

Gjafaöskjur fyrir strákana Hvaða strákur vill ekki lykta eins og Ronaldo! Hægt að fá nokkrar gerðir af skemmtilegum gjafaöskjum fyrir unga stráka hjá Wanitu. Þær kosta allar undir 6.000 kr.

25


26

2 01 8

Pétur Jóhann Sigfússon í léttu spjalli

Sturlaðist af hræðslu þegar móðir hans skellti sér í grænan jólasveinabúning Suður-ameríski draumurinn hefur slegið í gegn hjá áhorfendum Stöðvar 2 en þar þeysast tvö lið, skipuð þeim Audda og Steinda Jr. annars vegar og Sveppa og Pétri Jóhanni hins vegar, um Suður-Ameríku í kapphlaupi við tímann og leysa ævintýralegar þrautir. Auk þess koma strákarnir sér í vægast sagt afkáralegar og sprenghlægilegar aðstæður sem eru að sjálfsögðu ætlaðar til að kæta áhorfendur. VIÐTAL

Páll Friðriksson

Allir vita að Auddi er Króksari fram í fingurgóma og hefur lagt sig í líma við að kynna bæinn fyrir landanum í gegnum tíðina en færri vita að Pétur Jóhann tengist Sauðárkrók sterkum böndum. Á eftirminnilegan hátt veifaði hann fæðingarvottorði sínu af sviðinu í íþróttahúsinu á Sauðárkróki á Króksblóti fyrir fáum árum. Á því stendur að hann sé fæddur á Sauðárkróki 21. apríl 1972. Þannig var að Pétur Jóhann bjó með foreldrum sínum á Miklabæ í Akrahreppi þar sem faðir hans var prestur. Hann var þó ekki lengi búsettur í Skagafirði þar sem foreldrar hans, Sigfús Jón Árnason og Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir, ákváðu að slíta samvistum og hann flutti suður með móður sinni ungur að árum. En Feyki langaði til að vita hvort hann myndi eitthvað frá Skagafjarðarárunum. „Við vorum sem sagt fjórir bræður á þessum árum.

Sigurður Kári, (1962); Árni Jón, (1969) ég, (1972) og Sigfús (1974). Ég var nú svo ungur þegar ég flutti í borgina, ég held að ég hafi verið fimm ára, þannig að það er ekki mikið sem ég man frá þessum árum. Þær fáu minningar sem ég hef um Skagafjörðinn eru virkilega góðar. Pabbi var prestur á Miklabæ í Blönduhlíðinni í Skagafirðinum og það var alltaf mikið um að vera. Bæði sem tengdist búskap og kirkjunni. Mamma spilaði á orgelið í kirkjunni og fólk kom alltaf eftir guðsþjónustu og fékk sér kaffi og með því. Það var alltaf mikið fjör man ég.“ Hafa jólin einhverja sérstaka merkingu fyrir þig? „Ég upplifi jólin voða mikið í gegnum börnin nú orðið. Það er svo gaman að upplifa jól í gegnum börnin. Það er svo mikil spenna í kringum það. Og svo náttúrlega samvera með fjölskyldunni.

Pétur Jóhann stoltur við Læðuna. AÐSEND MYND

Hver er fyrsta minning þín tengd jólum?„Það er þegar móðir mín skellti sér í grænan jólasveinabúning á Miklabænum. Það var svakalegt! Ég gjörsamlega sturlaðist af hræðslu. Enda ekki við öðru að búast. Grænn jólasveinabúningur!“ Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin? „Það er gul snjóþota með bremsum.“ Hvernig eru dæmigerð jól hjá þér í dag? „Það er bara verið að hafa það eins rólegt og

afslappað og hægt er. Allur asi fer illa í mig.“ Hver er uppáhalds jólakökusortin? „Brún randalína.“ Nú er verið að sýna Suðurameríska drauminn á Stöð 2, hvað var skemmtilegast við tökur á honum? „Við vorum þarna í fjórar vikur. Það er frekar erfitt að setja fingur á eitthvað eitt. Þetta er allt gríðarlega skemmtilegt og algjör forréttindavinna.“ Hvor er meiri Skagfirðingur

þú eða Auddi? „Tja…….nú veit ég ekki. Ég fæ alltaf mikla vellíðunartilfinningu þegar ég kem í Skagafjörðinn. Ég var náttúrulega líka í sveit þar, á Uppsölum í Blönduhlíðinni. En ég veit svo sem ekki með það hvor okkar er meiri Skagfirðingur. Enda kannski erfitt að skera úr um það.“ Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri? „Nei, ég er rosa góður bara . Takk takk.“

Ljós verða tendruð á jólatrénu

Það verður jólastemning á Sauðárkróki laugardaginn 1. desember á Kirkjutorgi kl. 15:30. Boðið upp á akstur í hestvagni á meðan unga kynslóðin bíður eftir jólasveinunum í námunda við Kirkjutorg frá kl. 14:00. Mætum hress og kát í aðventustemninguna á Króknum!

Áramótabrennur í Skagafirði á gamlárskvöld HOFSÓS Kveikt verður í brennu á Móhól kl. 20:30. Flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Grettis kl. 21:00. HÓLAR Kveikt verður í brennu sunnan við Víðines kl. 20:30. Flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Grettis kl. 21:00. SAUÐÁRKRÓKUR Kveikt verður í brennu kl. 20:30. Flugeldasýning Skagfirðingasveitar kl. 21:00. VARMAHLÍÐ Kveikt verður í brennu við afleggjarann upp í Efri-Byggð kl. 20:30. Flugeldasýning Flugbjörgunarsveitarinnar kl. 21:00.

Sveitarfélagið Skagafjörður óskar íbúum Skagafjarðar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Jóladagatal Skagafjarðar er á www.skagafjordur.is


2 01 8

27

Verið velkomin í

Blóma- og gjafabúðina fyrir jólin!!

HESTEYRI 2,SAUÐÁRKRÓKI SAUÐÁRKRÓKI H HESTEYRI 2, SAUÐÁRKRÓKI HESTEYRI 2, HESTEYRI 2, SAUÐÁRKRÓKI

SÍMANÚMER SÍMA SÍMANÚMER SÍMANÚMER

STÓRAR OG SMÁAR

FYRIRTÆKJA FYR FYRIRTÆKJA FYRIRTÆKJA FYRIRTÆKJA KJARNANUM KJARNANUM Í KJA ÍÍÍKJARNANUM Í KJARNANUM

H

Mikið af fallegri gjafavöru, nýtt frá Heklu, Sveinbjörgu ásamt fleiru. Konfektið frá Skaptadætrum verður á sínum stað.

ur l að sjá ykk Hlökkum ti í jólaskapi.

Aðalgötu 14, Skr. S: 455 5544

Jólafjör í KIDKA 1. Desember 2018, kl. 10.00-18.00 Allir hjartanlega velkomnir í hið árlega jólafjör í KIDKA! Eins og í fyrra verdur þetta frábær tilboðsdagur með flottri jólastemningu! 20 % afsláttur af öllum vörum sem gildir bara þennan dag Hestafimleikakrakkarnir ætla að gleðja okkur með fimleikasýningu kl. 13.30 Opið er í prjónastofu, frábært tækifæri til að kynna sér starfsemi okkar Heitt verður á könnunni Spennandi vinningar! Hlökkum til að sjá ykkur sem flest! KIDKA ehf, Höfðabraut 34, 530 Hvammstangi, www.kidka.com

Gleðileg jól

Gleðileg jól

FJÖLNET FJÖLNET FJÖLNET FJÖLNET

SÍMA

FYR S Í KJA

S:455 4557900 7900 S: 455 7900 S: S: 455 7900

H

BIFREIÐAVERKSTÆÐI BIFREIÐAVERKSTÆÐI BIFREI BIFREIÐAVERKSTÆÐI BIFREIÐAVERKSTÆÐI

S:455 455 4570 Fax 455 4571 S: 455 4570 Fax 455 S:4571 4571 455 45 S: III Fax 455 S: 455 4570 I 4570 Fax 455 4571 S

SÍMA

FYR VÉLAVERKSTÆÐI VÉLAVERKSTÆÐI VÉL VÉLAVERKSTÆÐI VÉLAVERKSTÆÐI BIFREI

S:455 455I 4560 4560 Fax 455 4561 S: 455 4560 Fax 455 S: 4561 45 S: III Fax 455 S: 455 4560 Fax 455 4561 S:455 455 45 Í4561 KJA JónGeimundsson Geimundsson Jón Geimundsson Jón Jón Geimundsson pípulagningameistari pípulagningameistari pípulagningameistari pípulagningameistari

J píp

VÉL

S:825 8254565 4565 S: 455 45 S: 825 4565 S: S: 825 4565 SS

J píp TENGILL ehf. BIFREI TENGILL ehf. TE TENGILL TENGILL ehf. ehf.

S: 455 45 S:455 455 9200 Fax 455 9299 S: 455 9200 Fax 455 S:9299 9299 455 9S S: III Fax 455 S: 455 9200 I 9200 Fax 455 9299

Óskum Skagstrendingum og nærsveitarfólki gleðilegra jóla, árs og friðar. Með þakklæti fyrir samskiptin á árinu.

VÉLA TE

S:S:455 45545 9

Sveitarfélagið Skagaströnd

Jó pípu

S

Túnbraut 1-3 • 545 Skagaströnd Sími: 455 2700 • www.skagastrond.is

Sveitarfélagið Skagaströnd

TE

S: 455 92


28

2 01 8 Félags- og tómstundastarf aldraðra á Blönduósi

Reynt að bjóða upp á það sem óskað er eftir Í kjallara Hnitbjarga á Blönduósi er rekið blómlegt Fríða Eyjólfsdóttir félags- og tómstundastarf fyrir öryrkja og aldraða á Blönduósi og í Húnavatnshreppi. Þar kemur fólk saman tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum, og á góða samverustund yfir spilamennsku og margs kyns handavinnu. Feykir leit þar við á dögunum og forvitnaðist um hvað þar er verið að fást við. UMFJÖLLUN

MYNDIR: FE

Það er Sigríður Hrönn Bjarkadóttir sem stýrir félagsstarfinu en þær eru þrjár sem koma að því. Hún segir starfið hafa verið lengi með svipuðu sniði og reynt sé að bjóða upp á það sem óskað er eftir, t.d. bútasaum, postulínsmálun, keramik og fleira. Konurnar séu duglegastar við prjónaskap og hekl en karlarnir hafi meira gaman af að spila lomber, bridge og vist. Einnig hafi margir gaman af að grípa í púsl ef það er í boði. Sigríður segir að 35-45 manns sæki félagsstarfið að jafnaði. Á Blönduósi starfar líka félag eldri borgara og er framundan að halda litlu jólin í samvinnu við það. Eftir áramótin er svo á döfinni að halda námskeið í tálgun en Sigríður segir að það sem helst skorti á í starfinu hjá þeim sé aðstaða til að bjóða upp á einhvers konar smíðavinnu. Starfsemin er með Facebooksíðuna Félags og tómstundarstarf aldraðra Blönduósi.

Gleðileg jól 2018 Aðalgötu 21 • 550 Sauðárkróki Sími 453 5050 • Fax 453 6021 www.stodehf.is • stod@stodehf.is

Jólaball Sameiginlegt jólaball Seyluog Lýtingsstaðahrepps verður haldið föstudaginn 28. des. kl. 14 í Miðgarði. Hvetjum alla til að mæta, stóra sem smáa, og eiga notalega stund saman. Veglegar veitingar

Kvenfélög Seyluhrepps og Lýtingsstaðahrepps


2 01 8 BÓKAÚTGÁFA :: Sigurður H. Pétursson sendir frá sér Út í nóttina

Það að vera að skrifa opnar hugmyndagáttina Hjá bókaútgáfunni Merkjalæk hafa komið út þrjár bækur þetta árið; Isländische Volkssagen aus Húnavatnssýsla, sem hefur að geyma húnvetnskar þjóðsögur á þýsku, Vatnsdæla saga á nútímamáli með nýjum kaflaheitum og með myndum eftir Guðráð B. Jóhannsson og nú fyrir jólin er svo spennusagan Út í nóttina nýjasta afurðin á jólabókamarkaðnum. Höfundur bókarinnar er Sigurður H. Pétursson, sem hefur búið og starfað sem héraðsdýralæknir í Austur Húnavatnssýslu síðan 1973 en hann stendur einnig að baki Bókaútgáfunni Merkjalæk sem staðsett er í Svínadal í Austur-Húnavatnssýslu. Sagan gerist í afskekktu héraði á Norðurlandi þar sem Helga, 15 ára, fer af stað úr skólanum í myrkri og ætlar að ganga heim. Þegar hún skilar sér ekki heim upphefst mikil en árangurslaus leit. Hvað varð um Helgu er spurning sem allir vilja vita svarið við. Feykir fékk Sigurð til að segja frá sögunni. Hvernig varð hugmyndin að sögunni Út í nóttina til? -Hugmyndin kviknaði í kollinum á mér og þróaðist svo stig af stigi í nokkra mánuði áður en ég fór að skrifa. Eftir að ég fór að skrifa breyttist margt í meðförunum frá því sem það var hugsað upphaflega. Er hægt að þekkja einhverjar persónur sögunnar úr raunveruleikanum? -Ef ein-hver telur sig þekkja ákveðið fólk sem fyrirmynd að einhverjum persónum í sögunni er það tilviljun. Ég hef ekki neina fyrirmynd af persónunum, þær urðu bara til í kollinum á mér. Hvað hefur þú unnið lengi við bókina? Sagan þróaðist hjá mér í nokkra mánuði áður en ég fór að skrifa. Ég settist við skriftir í ársbyrjun og lauk við söguna í byrjun september. Var eitthvað sem kom þér á óvart við gerð bókarinnar? -Það sem kom mér helst á óvart var hvernig hugmyndir komu óbeðnar

Þvotta- og ræstingarþjónusta. Tökum að okkur heildarlausnir með þrif, þvott og línleigu fyrir gistingu.

Þökkum viðskiptin á árinu og gleðileg jól.

Sigurður með Paradísarstræti sem kom út árið 2013. MYND AF FACEBOOK

og hugurinn varð frjórri við það að setjast fyrir framan tölvuna og skrifa. Þá breyttist oft sagan og tók nýja stefnu frá því sem ég hafði upphugsað áður en ég settist við tölvuna. Það að vera að skrifa opnar hugmyndagáttina. Hefur þú gefið eitthvað út áður? -Ég hef ekki samið skáldsögu áður en skrifað dálítið af greinum í Húnvetning sem ég ritstýrði í fimm ár. En eftirfarandi bækur hafa komið út hjá okkur, Bókaútgáfunni Merkjalæk: Bræðravíg á Balkanskaga, 2009, Paradísarstræti, 2013, Smalinn, 2014, Húnvetnskar þjóðsögur, 2016, Isländische Volkssagen aus Húnavatnssýsla, 2018, Vatnsdæla saga, 2018, og Út í nóttina, 2018. /PF

Öku- og bifhjólakennsla - Aukin ökuréttindi -

Vörubifreið - Hópbifreið Leigubifreið - Eftirvagn Akstursmat til endurnýjunar ökuskírteinis Öll vinnuvélaréttindi & 892 1790 Birgir og 892 1390 Svavar

Þvottahúsið Perlan Hvammstanga

Óskum öllum landsmönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Selma & Tómas HÓTEL TINDASTÓLL - MIKLIGARÐUR

info@arctichotels.is / www.arctichotels.is Sími 453 5002 / 453 6880

29


30

2 01 8

Aldan stéttarfélag færir félagsmönnum sínum, sem og landsmönnum öllum, bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári

Borgarmýri 1

550 Sauðárkrókur

Sími 453 5433

www.stettarfelag.is

Gl

Gleðileg jól Kaupfélag Skagfirðinga sendir bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár – þökkum árið sem er að líða.

Kaupfélag Skagfirðinga Ártorgi 1 550 Sauðárkrókur & +354 455 4500 www.ks.is


2 01 8 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON )

palli@feykir.is

-

Vísnaþáttur 724 Heilir og sælir lesendur góðir. Löng dagskrá hefur á síðustu vikum dunið í eyrum okkar landsins barna hjá fjölmiðlum vegna máls sem kallað er Braggamálið í Nauthólsvík. Að spurðum þeim ósköpum öllum orti Ingólfur Ómar: Látið hefur frjáls og fús fé úr okkar sjóði. Glaður syngur braggablús borgarstjórinn góði. Lágkúrulegur var talið að bragginn yrði ef ekki kæmu til gróðursetningar danskra stráa í hlaðvarpanum. Ingólfur yrkir: Sannan blús ég söngla vil sem að tengist pólitík. Nú er kominn tími til að tína strá í Nauthólsvík. Í leiðinda veðrakafla í októbermánuði verða þessar hringhendur til hjá Ingólfi: Stikar létt um strönd og lá stormur glettu meður. Upp við klettinn aldan grá yggld og grettin kveður. Norðan rosinn nístir brá næðir um kvos og vengi. Hrími flosuð hélustrá hníga á frosið engi.

Eins og lesendur vita gleðst undirritaður við að finna í dótinu vísur eftir Vilhjálm, bónda á Brandaskarði. Næsta vísa mun vera eftir hann og minnist ég þess ekki að hafa heyrt fyrr svo tekið til orða eins og gert er í síðustu hendingunni. Lífs í erjum afvega eldur hverfur hugsjóna. Myrkrið herjar harðlega hróðrar ferju veikbyggða. Eitt sumar varð sá atburður á Brandaskarði að ein kýrin á bænum kom sér til beitar upp á þaki bæjarins. Tókst ekki betur til en svo að hún steig niður úr þekjunni og varð þá bóndi snarlega að framkvæma björgunaraðgerðir. Að þeim loknum varð þessi til: Beljan upp á búrið gekk brast í gömlum fúa röftum. Villi skell og skaða fékk en skrattinn hló af öllum kröftum. Þar sem nú er fjallað um íslenska kúastofninn, rifjast upp vísa sem ort var í Blöndudalnum fyrir talsvert mörgum árum síðan. Svo bar til að Sölvi Sölvason, sem þá var bóndi á Syðri-Löngumýri, þurfti að leiða kú á milli bæja. Hafði hann með sér vinnumann til að styðja við kúna yfir mestu svellin. Í för með þeim slóst stúlka að nafni Elínborg og þegar leið á ferðina sagði hún

í glettni við þá félaga að þeim væri nær að styðja við sig á svellunum heldur en beljuna. Orti þá Sölvi: Fyrðar gleiðir fara um torg framhjá sneiða af vana. Ennþá beiðir Elínborg enginn leiðir hana. Ennþá tekst mér að tína upp úr dótinu úrvals vel gerðar vísur sem urðu til þegar snillingarnir svokölluðu ortu í útvarpið veturinn 1955. Veit því miður ekki hverjir hafa botnað svo vel fyrri parta stjórnandans en bið lesendur endilega að hafa samband hafi þeir upplýsingar þar um. Vel er þessi fyrri partur botnaður og lipur hringhenda verður til: Vopnum sóttur feigðar fljótt flýg ég ótta hraður. Brott frá drótt um dimma nótt dæmdur flóttamaður. Flott er skotið hjá hagyrðingum í næsta botni. Eiga trú sem flytja fjöllin flestir okkar bestu manna. En eigi að moka mykju á völlinn minnkar rosti höfðingjanna.

Rakst á í dóti mínu að ég tel óskaplega vel gerða hringhendu. Höfundur hennar er Ragnar Ágústsson, frá Svalbarði, og er þar hausthljómurinn skýr. Fjörðinn lykja freðin naust fjöllin slikja vefur, sundin blika bárulaust bundin kvika sefur. Fyrir skömmu birti ég nokkrar vel gerðar vísur eftir hina dugmiklu konu og snjalla hagyrðing, Rakel Bessadóttur frá Þverá. Hef nú fengið fleiri vísur til birtingar eftir þessa ágætu konu, sem ég þakka fyrir. Munu þessar ortar á efri árum hennar: Lífs á söndum leiðin dvín, liggur önduð staka. Óma löndin eru mín undir böndum klaka. Áður þrátt ég yndis naut - við illt ég mátti glíma. Lifi ég sátt við liðna þraut líður að háttatíma. Fallegar hringhendur þar á ferð og bið lesendur þar með að vera sæla að sinni.

Hálf fúl er byrjun á næstu hringhendu en einn snillingurinn finnur botn við hæfi. Leiðir allar einn ég geng undan hallar fæti. Oft ég lalla í einum keng eftir Vallarstræti.

/ Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154

31


32

2 01 8

Ævintýraleg skólaganga Malenar Rúnar

Ákvað að synda sig inn í bandarískan háskóla Ýmsar leiðir eru færar fyrir ungt fólk sem langar að mennta sig í útlöndum og nú síðustu ár hafa margir komist á íþróttastyrk til Bandaríkjanna. Malen Rún Eiríksdóttir er ein þeirra en saga hennar er nokkuð frábrugðin öðrum þar sem hún hafði ekki stundað neinar íþróttir. Ákvað hún að láta það ekki stoppa sig og munstraði sig á sundæfingar sem svo skiluðu þeim árangri að hún komst á námsstyrk í Catawba College í Norður-Karólínu. VIÐTAL

Páll Friðriksson

Malen Rún fæddist á Sauðárkróki 11. desember 1995 dóttir Eiríks Hilmissonar, gítarleikara, hljóð- og sjómanns og Bergrúnar Ingimarsdóttur, húsmóður og Herbalife dreifingaraðila, næst yngst fimm systkina. Fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur í ágúst árið 2001 og því fór Malen ekki í skóla á Sauðárkróki heldur byrjaði í Hlíðaskóla í Reykjavík. Hún er nýútskrifuð með BA gráðu í almannatengslum (e. communication), býr í Reykjavík og vinnur í ferðamannabransanum. Í byrjun árs 2012 kynntist Malen Degi Ebenezerssyni, sem vann í búðinni á „horninu“. Sá átti þann draum að fara til Bandaríkjanna á golfstyrk og talaði um íslenska íþróttamenn sem höfðu fengið styrk til að læra í Bandaríkjunum. Það var fjarstætt því sem Malen hafði hugsað sér að gera í lífinu enda aldrei þótt sérstaklega góð í íþróttum að eigin sögn. Hún var alltaf langyngst og minnst alls staðar og átti því erfitt með að láta ekki vaða yfir sig. Hún var þó lengi í dansi, byrjaði á Sauðárkróki, og æfði sund í tvo vetur þegar hún var yngri. Í ágúst 2014 fór Dagur í nám til Norður Karólínu í lítinn einkarekinn skóla sem heitir Catawba College og fékk námsog íþróttastyrk. Þá átti Malen eitt ár eftir í Menntaskólanum við Hamrahlíð, og var sjálf ekki viss um hvort hún ætlaði í háskóla eftir stúdentinn. „Það var mjög erfitt að kveðja hann, og sá ég fram á fjögur erfið ár í fjarsambandi. Planið var upphaflega að hann myndi fara út og klára sitt nám og lifa sinn

draum og ég myndi vera hér heima og kannski fara í háskóla eða kannski vinna. Eftir tæplega mánuð í fjarsambandi hugsaði ég með mér að ég gæti ekki gert þetta í fjögur ár í viðbót, og fór að skoða hvort ég gæti ekki bara komið þarna út líka. Dagur athugaði hvort það væru alþjóðanemendur við skólann sem væru ekki í íþróttum en það virtist ekki vera, enda um 40% nemenda í einhverri íþrótt,“ segir Malen. Á þeim tíma var vinkona hennar úr MH að fara í gegnum það ferli að koma sér á íþróttastyrk til Bandaríkjanna og hvatti Malen til að byrja að æfa einhverja íþrótt og freista þess að komast á íþróttastyrk. „Mér fannst hún alveg klikkuð, enda langflestir sem fá styrki íþróttafólk sem hefur æft allt sitt líf. Ég ákvað samt að skoða þennan kost og fór á vefsíðuna hjá skólanum og athugaði hvaða íþróttir væru í boði og þar var m.a. sund. Ég fór því að skoða hvaða sundfélög væru hér í nágrenninu og komst að því að KR væri með hóp tvisvar til þrisvar í viku fyrir krakka á menntaskólaaldri sem vildu synda en væru ekki og stefndu ekki á að verða afreksmenn. Ég ákvað því að fara á æfingu með KR sund, afsakið Tindastóll, og athuga hvort ég gæti komist á íþrótta- og námsstyrk til að upplifa bandaríska drauminn með Degi mínum.“

Synti með 7-9 ára krökkum Malen segir fyrstu æfinguna hafa verið mjög erfiða og oft reynst erfitt að koma sér á æfingar. „Allir krakkarnir sem voru með mér í hóp höfðu æft sund í mörg ár og voru með mjög góðan grunn og góða tækni. Sem betur fer voru þjálfarar hópsins og krakkarnir

„ „Sem betur fer er ég lágvaxin, svo ef þú varst á áhorfendapöllunum þá kannski sástu ekki hvað ég var miklu eldri en hinir krakkarnir. Þar sem ég var ekki með neinn skráðan tíma, og ekki hægt að setja mig í riðil með sundfólki sem gætu verið á svipuðum hraða og ég, synti ég bara með 7-9 ára krökkunum...“

til í þetta ævintýri með mér og studdu við bakið á mér. Ég var einnig hjá einkaþjálfara í ræktinni, einkaþjálfara í sundi og svo fékk ég að mæta á æfingar hjá afreksunglingum KR nokkrum sinnum. Þau voru ekkert smá góð, en það var oft vandræðalegt og erfitt að vera 6-8 árum eldri en allir á sundbrautinni, en ég lét mig hafa það,“ segir Malen sem keppti svo á sínu fyrsta sundmóti degi fyrir 18 ára afmælisdaginn. „Sem betur fer er ég lágvaxin, svo ef þú varst á áhorfendapöllunum þá kannski sástu ekki hvað ég var miklu eldri en hinir krakkarnir. Þar sem ég var ekki með neinn skráðan tíma, og ekki hægt að setja mig í riðill með sundfólki sem gætu verið

á svipuðum hraða og ég synti ég bara með 7-9 ára krökkunum, sem voru líka að keppa í fyrsta sinn.“ Malen segir að ágætlega hafi gengið á fyrsta mótinu og næsta mót var tveimur mánuðum seinna. „Ég fór á fullar æfingar og ákvað að taka þátt í 50 metra skriðsundi og bringusundi. Það voru einu tímarnir sem ég

Fyrsta stóra sundmótið í febrúar 2015.

gat sent út til að athuga hvort ég gæti fengið styrk og verið með Degi,“ segir Malen en eftir mótið, sem fram fór í febrúar, gat hún loks sent tíma út og myndbönd af henni synda. „Ótrúlegt en satt, þá sagði þjálfarinn já við mér! Það eina var, að hún hafði ekki pening til að veita mér íþróttastyrk en hún lagði inn umsókn um námsstyrk


2 01 8 seinna, ákváðum við að gifta okkur til að spara okkur enn meiri pening. Ég var þá 19 ára og hálfs og hann tæplega 21 árs. Það var mjög fyndið að sjá svipinn á vinum okkar þegar við sögðum þeim frá því að við ætluðum að gifta okkur. Athöfnin fór fram 16. júní 2015, á þriðjudags eftirmiðdegi og buðum við svo í bjór, sem ég mátti löglega ekki drekka, og pylsur.“

Frú Ebenezersson Malen lagði hart að sér á sundæfingum um sumarið enda orðin stressuð fyrir þeim stífu æfingum sem háskólinn færi fram á þegar skólinn hæfist. Svo kom að því, í ágúst 2015, að nýstúdentinn nýgifti flaug ásamt Degi, eiginmanni sínum, til Norður Karólínu, hann að fara á sitt annað ár og hún sitt fyrsta. Malen fór í busaferð og kynntist vinum Dags sem

Malen tekur stolt við útskriftarskírteininu frá Catawba College.

fyrir mig sem gæti þá verið aðeins hærri en vanalega var veittur. Næstu mánuði einbeitti Malen sér að því að útskrifast úr MH og heyrði lítið frá skólanum vestra. Dagur kom heim í maí en viku fyrir útskrift úr MH fær Malen tölvupóst frá skólanum þar sem kom fram að hún ætti rétt á námstyrk sem hljóðaði upp á hærri upphæð en næmi helmingi af skólagjöldunum. Hún segist hafa hoppað af gleði, þó hún vissi að styrkurinn og lán frá LÍN dygði ekki fyrir öllum fjórum námsárunum. „Við Dagur leituðum leiða til að spara þarna úti, og hvort þetta væri hægt. Eftir smá athugun komust við að því að við gætum borgað miklu lægri leigu og búið saman, og það ekki á skólavistinni, ef við værum gift. Þess vegna, rúmum mánuði

Malen segir að þá hafi hún staðið frammi fyrir því að eyða tíma í að synda og einbeita sér að því, til að eiga möguleika á íþróttastyrknum eða halda í þann námsstyrk sem hún hafði fengið, jafnframt því að einbeita sér að því að halda þeim einkunnum sem ætlast var af henni. „Ég ákvað því fyrstu önnina að einbeita mér að náminu en það var oft mjög erfitt að vera eini alþjóðanemandinn sem var ekki í íþróttum. Ég var alltaf spurð hvaðan ég væri, og þá kom alltaf beint á eftir: ,,Já og í hvaða íþróttaliði ertu?“ Ég þurfti því að finna aðra leið til að fá pening og barðist fyrir því að fá ,,Work-Study”. Þá vinnur maður fyrir kennara eða þjálfara í skólanum og fær greitt með niðurgreiddum skólagjöldum. Ég fékk síðar vinnu hjá ameríska fótboltaliðinu við að aðstoða með uppsetningu á tölfræði. Einnig

Sigurlið samfélagsmiðlaherferðarinnar. Myndin tekin sl. sumar í Baltimore.

okkar, í alls konar verkefnum og keppni í viðskiptatengdum viðburðum. Ég, ásamt öðrum nemendum, hannaði meðal annars samfélagsmiðlaherferð og við kepptum fyrir hönd

Malen á útskriftardaginn 12. maí 2018, ásamt foreldrum sínum og eiginmanninum Degi.

skildu ekki alveg í því af hverju þeir mættu ekki kalla Malen frú Ebenezersson. Hún segir að sér hafi fundist skemmtilegt í skólanum, og vissi að námið ætti vel við hana en öðruvísi fór með sundið en til stóð. „Sundþjálfarinn sem bauð mér að vera með í liðinu hafði hætt og nýr þjálfari kominn. Eftir rúmar tvær vikur af stífum og mjög erfiðum æfingum með sundliðinu kallaði þjálfarinn mig inn á skrifstofu og rekur mig úr liðinu. Það var mjög erfitt. Margir búnir að fylgjast með mínum ferli og margir stoltir af þessu afreki og mér fannst ég vera að bregðast fólki. Krakkarnir í sundliðinu stóðu öll upp fyrir mér og báðu þjálfarann að endurskoða ákvörðun sína. Hann vildi ekki gera það og sagði að ég væri ekki tilbúin en mætti reyna aftur á næsta ári.“

33

einnig einu viðurkenninguna sem gefin var í minni deild fyrir framúrskarandi árangur í námi. Dagur útskrifaðist líka með B.Sc í tölvunar- og fjármálastærðfræði, líka ,,cum

Sjálfa tekin við skiltið á skólanum í ágúst 2015.

fékk ég vinnu sem aðstoðar stærðfræðikennari. Það hjálpaði mikið, og var í sjálfu sér hugsanlega meiri peningur en ég hefði getað fengið fyrir sundið. Ég komst líka að því að ég gæti skráð mig í fjarnám í Háskólanum á Akureyri og fengið þar tíma metna. Ég ákvað því að gera það, svo ég gæti útskrifast á þremur árum, með Degi, og þá þyrfti ég ekki að hafa áhyggjur af LÍN og hvort ég fengi lán fyrir fjórða árinu mínu.“

skólans við aðra viðskiptaskóla í Norður Karólínu. Við lentum í öðru sæti þar, en efstu tvö sætin fá að keppa á landsvísu. Eftir útskriftina mína núna í maí bauð skólinn mér því aftur til Bandaríkjanna til Baltimore, Maryland, að keppa með samfélagsmiðlaherferðina og vann liðið mitt, af 22 liðum víðsvegar að í Bandaríkjunum. Þetta var í fyrsta sinn sem skólinn minn vinnur einhvern viðburð í þessari keppni svo það urðu mikil fagnaðarlæti.“

Flestir vinirnir sem Malen eignaðist úti voru í einhverju íþróttaliði og var hún því oftast ein á daginn eftir skóla til kvöldmats. Hún ákvað því að finna sér eitthvað að gera og tók virkan þátt í nemendafélagi viðskiptaskólans þar sem hún endaði sem forseti nemendafélagsins. „Við tókum þátt, fyrir hönd skólans

Það má með sanni segja að margt hafi á daga Malenar drifið í skólagöngunni í Bandaríkjunum en í maí síðastliðnum, í 38 stiga hita og með fjölskylduna frá Íslandi viðstadda, útskrifaðist hún með BA í almannatengslum ,,cum laude” og á forsetalista ofan á kaupið. „Ég útskrifaðist með 3,7 af 4 í einkunn og fékk

laude”. Hann vinnur nú í Golfklúbbi Mosfellsbæjar og er í PGA golfþjálfaranámi.“ Malen segir tímann í Bandaríkjunum hafa verið skemmtilegan og ekki sjá eftir neinu. Bestu minningarnar utan skóla hafi verið þakkargjörðirnar sem hún fékk að upplifa með Degi og fjölskyldu vinkonu þeirra. „Þau tóku okkur opnum örmum og gáfu okkur alltaf fullt af mat. Það er þess vegna sem ég er að fara út í lok nóvember að hitta Casey, vinkonu mína, og fjölskyldu hennar til að vera með þeim á þakkargjörðinni. Einnig öll ferðalögin sem við fórum í, siglingu um sólarlönd, til Kanada og annarra fylkja Bandaríkjanna,“ segir Malen að lokum. Hún vill koma þökkum til fjölskyldu sinnar og vina fyrir óendanlegan stuðning því án þeirra hefði þessi draumur hennar ekki orðið að veruleika.


34

2 01 8


2 01 8 Evelyn Ýr Kuhne ferðaþjónustubóndi á Lýtingsstöðum

Ákvað að skoða heiminn eftir að múrinn féll og endaði á Íslandi Evelyn Ýr Kuhne býr á Páll Friðriksson Lýtingsstöðum í Skagafirði ásamt eiginmanni sínum, Sveini Guðmundssyni, og syni þeirra Júlíusi Guðna, 15 ára. Þau eru með nokkurn búskap, um 100 kindur og um 100 hross ásamt því að reka ferðaþjónustu frá árinu 2000 og standa því frammi fyrir 20. starfsári þeirra. Fyrir utan það að vera húsmóðir og ferðaþjónustubóndi með breitt starfssvið vinnur Evelyn sem leiðsögumaður, er stundakennari í Háskólanum á Hólum og sinnir ýmsum sjálfboðastörfum í samfélaginu. Feykir hafði samband við Evelyn og bað hana að segja frá sjálfri sér, upprunanum, ástæðu þess að hún endaði sem bóndi á Íslandi og að sjálfsögðu frá jólunum. VIÐTAL

„Ég er fædd og uppalin í Þýskalandi, nánar tiltekið í Austur-Þýskalandi. Heimabærinn minn, Rheinsberg, er um 90 km norður af Berlín, lítill huggulegur bær með stórbrotna sögu og ríkt menningarlíf,“ segir Evelyn

sem ólst upp með tveimur bræðrum. Hún segir tónlist hafa skipað stóran sess á heimilinu og spilaði hún m.a. á blokkflautu og hóf að syngja í blönduðum kór tólf ára gömul með foreldrum sínum. „Þar fékk ég alltaf það

Snemma beygist krókurinn. Hestaáhuginn hefur lengi fylgt Evelyn.

Fjölskyldan á Lýtingsstöðum, Sveinn kunningin, Júlíus Guðni og Evelyn Ýr, með tvo gæðinga. MYNDIR ÚR EINKASAFNI

hlutverk að kynna kórinn og lögin á tónleikunum, enda ófeimin að tala fyrir framan fólk. Yngri bróðir minn lærði á fiðlu og píanó þannig að við sungum og spiluðum oft saman, ekki síst á jólunum. Þegar ég var sextán ára fór ég í heimavistarskóla sem var eins konar menntaskóli. Múrinn féll sama haust en það er önnur saga. Eftir að ég tók stúdentspróf, átján ára gömul, tók ég mér smá pásu til að skoða heiminn enda varð hann allt í einu opinn fyrir okkur. Ég dvaldi sem Au-Pair í Dublin og þetta var magnaður tími sem ég held ennþá mikið upp á.“ Eftir að Evelyn kom heim frá Írlandi fór hún í háskóla sem hún útskrifaðist úr fimm árum seinna með mastersgráðu í menningarfræði. „En á meðan ég var í háskólanámi kom ég til Íslands. Planið var að stunda tveggja mánaða verknám á þýskri menningarstofnun í Reykjavík. En ég átti draum síðan ég var barn og byrjaði í hestamennsku tíu ára gömul – að ríða íslenskum hestum á tölti. Draumurinn stækkaði með árunum og var ekki eins fjarstæður eftir að múrinn fell. Á hestbaki yfir hálendi Íslands hét stóri draumurinn minn og lét ég hann verða að veruleika áður en verknámið hófst. Sveinn, gjarnan kallaður Kunningi, leiddi hópinn yfir Kjöl og bauð mér heim í

lok ferðarinnar. Þá var ekki aftur snúið og hér hef ég verið síðan 1995.“ Evelyn segir að ýmislegt hafi komið henni á óvart á Íslandi, margt sem hún hefði hvorki séð né kynnst áður. „Ýmislegt matartengt til dæmis. Ég mun aldrei gleyma því að hafa smakkað sæta kartöflustöppu í fyrsta skiptið. Ég átti ekki von á því að hún væri sæt og hef ekki vanist því ennþá. Annars var ég með opinn huga fyrir öllu sem tilheyrir Íslandi, tungumálið, menningin, sagan, fólkið ….og ég held að ég hafi aðlagast samfélaginu nokkuð vel. Vinir mínir segja stundum að ég sé meiri Íslendingur en þeir.“ Fyrir fáeinum árum fékk Evelyn íslenskan ríkisborgararétt og er nú bæði, fæddur Þjóðverji og Íslendingur, að eigin vali, eins og hún segir og þykir henni það flott blanda.

Torfhesthúsið vinsælt Ferðaþjónusta hefur verið rekin á Lýtingsstöðum frá árinu 2000 og hefur þróast mikið á þeim tveimur áratugum sem senn fara að fyllast. Að sögn Evelyn var boðið upp á örfáar lengri hestaferðir í upphafi en svo var styttri ferðum bætt við og gestum fjölgaði í kjölfarið með fjölbreyttari ferðamöguleikum. Seinna jukust gistimöguleikarnir

þegar keypt voru tvö lítil gestahús og fljótlega bættist þriðja húsið við. Í kjölfarið opnaðist grundvöllur til að hafa opið á veturna einnig. „Eftir að ég fór í leiðsögunám sá ég fleiri tækifæri í móttöku gesta og kynningu íslenska hestsins. Við þróuðum dagsferð frá Akureyri í kjölfar fræðsluprógramms sem heitir Horses & Heritage. Það varð til þess að ég lét mig aftur dreyma haustið 2014. Þessi draumur hét Hesthús úr torfi og varð að veruleika sumarið 2015. Torfhesthúsið okkar er nú orðið vinsælt og við tökum á móti erlendum sem innlendum hópum og einstaklingum allan ársins hring. Í torfhúsinu eru margir gamlir munir tengdir íslenska hestinum og sögu hans og mér finnst æðislegt að leiðsegja fólki um húsin. Það blómstrar sem maður brennur fyrir, las ég einhvers staðar og þessi draumur sem ég átti og fékk að framkvæma er mitt hjartans mál. Hér get ég nýtt mér mína menntun, áhugann og ekki síst ástríðu mína fyrir Íslandi til að tengja saman og byggja upp bæinn okkar og viðhalda sögu hans á vissan hátt.“

Nonni og Manni skópu draum Á Íslandi hafa fastir jólasiðir haldist lengi. Þannig hefjast jólin kl. 18.00 á aðfangadag,

35


36 36

22010187

þann 24. desember og stendur hátíðin fram að þrettánda, þann 6. janúar. Evelyn segir ekki mikinn mun á jólahaldi á Íslandi og Þýskalandi þar sem báðar þjóðir eru kristnar og því haldið upp á fæðingu Krists. „Ég verð að viðurkenna að síðustu jólin sem ég hélt í Þýskalandi voru árið 1999, þannig að ég er kannski ekki alveg með nýjustu tísku á hreinu hvað varðar jólin. Aðfangadagskvöld er haldið með svipuðum hætti. Jólin í Þýskalandi byrja hins vegar ekki á slaginu sex um kvöldið heldur hefur hver fjölskylda sínar venjur. Í sumum fjölskyldum er farið að skiptast á gjöfum um kaffileytið og er það upphaf jólanna hjá mörgum. Í minni fjölskyldu borðuðum við saman kvöldmat og svo var farið til kirkju seint að kvöldi. Þegar kirkjuklukkurnar hringdu byrjuðu jólin. Pakkana fengum við eftir jólamessu. Jóladagur og annar í jólum eru hátíðardagar eins og hér á landi. Fjölskyldan eyðir miklum tíma saman, fer í heimsóknir til ættingja og í gönguferðir. Þegar ég hugsa um jólagönguferðirnar úr minni æsku, man ég stundum eftir snjó og oftast sól. Hins vegar tengi ég sól ekki við jól á Íslandi. Einfaldlega vegna þess að sólin sést ekki hér í sveitinni á þessum árstíma og dagarnir eru sem stystir. Ég man eftir einum jólum sem höfðu gríðarleg áhrif á mína framtíð og það voru jólin 1988. Gönguferðin á jóladag ætlaði aldrei að taka enda, enda beið ég ofurspennt eftir því að komast heim og kveikja á sjónvarpinu. Á dagskrá var fyrsti þátturinn um Nonna og Manna en þá bók las ég sem barn og var orðin ástfangin af sögunni og Íslandi og auðvitað íslenska hestinum. Ég man að ég skaust inn í stofu, hafði fengið leyfi til að kveikja á sjónvarpinu, myndin var þegar byrjuð og ég sá hóp manna ríðandi á fullri ferð um grænan dal. Vá! Draumurinn var farinn að taka á sig mynd.“ Evelyn segir að jólalyktin sé ekki eins í löndunum tveimur. Lykt sem hún tengir við jól í Þýskalandi, og er ekki mjög algeng hér, er reykelsislykt, Bratapfelduft (lykt af bökuðum eplum), ristuðum möndlum og Glühwein-jólaglöggs lykt sem

margir kannast kannski við frá þýskum jólamörkuðum. „Jólalyktin mín á Íslandi er auðvitað hangikjötslykt. Lykt af lifandi jólatré í stofunni er eitthvað sem ég er ekki tilbúin að missa og frekar hef ég ekkert jólatré en tré úr plasti,“ segir Evelyn og heldur áfram með sitthvað um jólaskreytingar. Hún telur að Íslendingar eigi örugglega heimsmet hvað jólaljós varðar, með seríur út um allar koppagrundir. „En það verður auðvitað að lýsa upp skammdegið. Það var óneitanlega sterk upplifun við fyrsta jólahald á Íslandi hvað mikið er skreytt hér, bæði inni og úti. Þjóðverjar hins vegar skreyta sín hús meira með handverki og fleiri kertum. Útiseríur eru settar á tré úti í garði en ekki endilega utan á húsin. Aðventukransinn, fléttaðan úr greni, má ekki vanta á þýskt heimili en ég er pínu löt við það en vil allavega hafa kerti.“

Léttur jólamatur Evelyn segist alltaf hafa þótt mjög vænt um jólasöngva og klassíska jólatónlist. Mikið var sungið og spilað á blokkflautu á hennar æskuheimili en aðventu- og jólalögum voru gerð góð skil. „Það mátti ekki spila eða syngja jólalög eins og Heims um ból á aðventu. Lagið var aldrei sungið fyrr en á aðfangadagskvöld. Það var síðasta lagið í messunni og var þá gjarnan slökkt á ljósunum og bara kertum leyft að loga. Ég reyni að halda þessum sið hér á Íslandi og mér er alltaf ofboðið að heyra jólalög í útvarpinu frá miðjum nóvember,“ segir Evelyn og vel er hægt að taka undir það. Eitt er það sem við Íslendingar eigum umfram aðra í veröldinni, hina þrettán jólasveina. Í Þýskalandi, líkt og víðar, er bara einn jólasveinn, þessi rauði. „Oft er sagt að hann sé fæddur hjá Coca Cola í Ameríku en það er ekki rétt. Þann 6. desember er dagur heilags Nikulásar en hann var biskup í Tyrklandi á 10. öld og deildi út gjöfum til fátækra barna og þýski jólasveinninn á rætur sínar að rekja til hans. Í tilefni Nikulásardagsins fá börnin smá gjafir í skóinn, sem er settur fyrir utan dyrnar kvöldið áður. Nikulás breyttist svo í þennan rauð-

Hestaleigan á Lýtingsstöðum er vinsæl hjá ferðamönnum.

Gestahúsin séð frá þjóðveginum, fjær eru gömlu hesthúsin.

klædda jólasvein sem er orðinn tákn jólahátíðanna í mörgum löndum og uppruni hans er víða gleymdur. Í minni fjölskyldu var það ekki jólasveininn sem kom með gjafirnar heldur Jesúbarnið sem við biðum eftir á aðfangadag. En Nikulásardagurinn var haldinn og við vorum auðvitað spennt fyrir honum og glöddumst yfir súkkulaði og piparkökum sem við fengum í skóinn.“ Hver er til í léttan kvöldverð á aðfangadag? Líklega ekki

Sannkölluð jólastemning í torfhesthúsunum.

Hesthúsin sóma sér vel í skammdegisskímunni.

margir Íslendingar þar sem aðalmáltíð jólanna er borin fram þá. Evelyn rifjar upp að í hennar æsku var maturinn á aðfangadagskvöldum frekar léttur og einfaldur. „Enda jólin ekki byrjuð og foreldrar mínir oft að vinna fram að hádegi. Á jóladag vorum við með önd frá ömmu og afa sem voru bændur. Með því voru knödel, eftir bæheimskri hefð, blandað úr stöppuðum kartöflum, hveiti og eggjum. Svo voru afgangar eða svínasteik næsta dag.

Nú til dags er matseðillinn fjölbreyttari og kannski alþjóðlegri. Kalkúnn er orðinn frekar algengur skilst mér.“ Smákökur voru og eru bakaðar í Þýskalandi eins og hér á landi og segir Evelyn að mjúkar piparkökur séu afar vinsælar í Þýskalandi enda gömul hefð fyrir þeim í flestum landshlutum. „Svo er þýska jólakakan Stollen. Kakan er gerð úr gerdeigi með fullt af rúsínum, möndlum, sykruðum og þurrkuðum appelsínu- og sítrónuberki. Sem barn fannst mér Stollen aldrei góð en ég verð að viðurkenna að nú til dags labba ég sjaldan fram hjá Stollen þegar ég sé hana í Bónus eða Nettó.“ Samkvæmt venju er Evelyn beðin um jólauppskrift til að deila með lesendum Feykis. „Já, er ekki best að koma með eina létta og vinsæla smákökuuppskrift?“

Kanilstjörnur

uppskrift fyrir u.þ.b. 40 stk 2 eggjahvítur 300 g flórsykur 1 tsk sítrónusafi 400 g fínmalaðar möndlur Raspaður börkur af einni sítrónu (skola sítrónuna vel áður en börkurinn er raspaður af) 1 msk kanill Örlítill negull (hnífsoddur)

bb b

Hrærið eggjahvítuna vel þangað til hún er orðin stíf. Bætið flórsykri við og hrærið vandlega saman. Bætið svo sítrónusafanum við og takið fjórar matskeiðar af blöndunni frá til að eiga seinna sem glassúr. Bætið við möndlum, sítrónuberki, kanil og negul og hrærið vel en vandlega saman. Fletjið deigið út, 4-5 mm þykkt, (gott að bleyta kökukeflið með köldu vatni). Skerið deigið út með stjörnuformi, dreifið glassúr yfir og bakið í 12 mínútur á 180°C. Glassúrinn á að vera hvítur.

Evelyn segir að fjölskyldan á Lýtingsstöðum ætli að bjóða upp á jólastemningu í torfhesthúsinu og mun það vera í þriðja sinnið. „Þetta er einstök upplifun sem finnst ekki lengur á Íslandi og tilvalið að kíkja til okkar, ekki síður með börn. Við verðum einnig með jólate og piparkökur fyrir gesti og gangandi. Þetta verður sunnudaginn 2. desember frá klukkan 1518, sama dag og Kvenfélag Lýtingsstaðarhrepps er með jólamarkað í Árgarði.“


2 01 8 BÓKAÚTGÁFA :: Stefán Sturla Sigurjónsson skrifar Fléttubönd

Fléttubönd Fléttubönd er önnur bók Stefáns Sturlu Sigurjónssonar í þríleiknum um Lísu lögreglukonu og aðstoðarfólk hennar. Bókin er framhald af Fuglaskoðaranum sem kom út í fyrra en annars sjálfstæð frásögn.Feykir setti sig í samband við Stefán og forvitnaðist um bókina og rithöfundinn sem kom sterkur inn á glæpasögumarkaðinn í fyrra með rannsóknarlögregluteymið Lísu, Tomma og Sigrúnu. Á síðasta ári kom út fyrsta bókin í þríleiknum um rannsóknarlögregluteymið Lísu, Tomma og Sigrúnu, Fuglaskoðarinn og segist Stefán hafa gengið lengi með hugmynd um að skrifa glæpasögu. Takast á við það vinsæla bókmenntaform. „Ég hef skrifað barnbækur, leikrit og jafnvel kvikmynda- og sjónvarpshandrit, sem hafa ekki alltaf farið í framleiðslu, eins og gengur. En þar þróast oft persónur sem maður vill vinna meira með. Í kvikmyndahandriti sem ekki hefur farið í framleiðslu, var ég búinn að skrifa sögusvið sem ég nota fyrir Kára, lögreglumannsins sem lendir í mjög alvarlegu bílslysi með Lísu. Bílslysið og afleiðingar þess er einskonar hliðarsaga, þótt það sé að hluta til gangverkið í þríleiknum. Persónurnar hafa því verið að þróast í hinum ýmsu verkum hjá mér í gegnum árin. Þannig get ég sagt að aðdragandinn, þróunin að þessum þríleik fer að nálgast tíu ár.“ Stefán segir að þegar hann loks settist niður og byrjaði að skrifa fyrstu glæpasöguna þekkti hann persónurnar, bakgrunn þeirra og sögu. „Þrátt fyrir það má finna í öllum persónum sem maður skapar einhverja eiginleika höfundar, eitthvað sem maður þekkir sjálfur, eitthvað sem fólk telur sig þekkja í höfundi eða kannast við í fari einhvers en þannig erum við öll. Þó við séum ólík þá eigum við alltaf einhvern samnefnara með öðrum, sama hvar á heimskringlunni við búum.“ Hvernig færðu hugmyndir að sögusviði bókarinnar? „Með því að skoða gömul glæpamál, upplýst og óupplýst, innlend og erlend hafa kviknað hugmyndir. Síðan hlustar maður á samræður fólks, leitar í eigin ranni og hnoðar deigið fram og til baka. Skemmtilegar frásagnir, samræður í heitapottinum eða atburðarrás sem maður lendir í kveikir hugmynd eða hugmyndir sem síðan lenda í deiginu í nýrri útfærslu á blaðsíðum bókanna. Svo að sjálfsögðu tekur maður eitthvað frá sjálfum sér, úr sínum eigin reynslubanka. Það er jú grunnurinn sem maður á alltaf aðgang að.“

Verslunarmannafélag Skagafjarðar sendir félagsmönnum sínum, fjölskyldum þeirra og öðrum landsmönnum bestu jólakveðjur

Sigurður með Paradísarstræti sem kom út árið 2013. MYND AF FACEBOOK

Hann segist stundum hafa haldið að einhver annar en hann sjálfur sitji og stjórni hvernig sögurnar eða samtölin þróist… „En ég nota mjög meðvitað það stílbragð að leyfa sögunni sjálfri og persónum að segja mér hvað sé að gerast eða hvaða orðaforða þær nota. Þannig að ég hlusta mjög mikið, stundum kemur mér reyndar á óvart hvað hafi verið skrifað. Til dæmis kemur fram ákveðið bílnúmer í Fléttuböndum það var fullkomlega óundirbúið hvert það varð endanlega, meðan ég skrifaði bókina, enda átti númerið sjálft ekki að skipta máli, heldur eigandi þess. Svo þegar kom að kaflanum þar sem númerið kom endanlega fram og höfundurinn búinn að stimpla það inn í skjalið langaði mig að vita hvort það væri skráð hjá Umferðarstofu. Svo var ekki en þegar ég googlaði númerið kom niðurstaðan verulega á óvart.“ Var vinnan við þessa bók eitthvað frábrugðið þeirri fyrstu? „Já, mjög mikið. Ég var búinn að skrifa og þróa samskipti og samskiptamáta persónanna í fyrstu bókinni Fuglaskoðaranum. Þess vegna þurfti ég ekki að velta mér svo mikið upp úr þeim hluta skrifanna. Hins vegar er fléttan sjálf flóknari … eða öllu heldur hugmyndin, hvernig sögurnar tvinnast saman. Það var gaman að takast á við það. En einstaka kaflar, samtöl og þess háttar þróuðust meðan ég sat við tölvuna. Ég held líka að ákveðnar samfélagslegar skoðanir þess sem skrifaði komi ögn meira fram í Fléttuböndum. Höfundur hafi kannski verið persónulegri. Svo var ég náttúrulega búinn að fá ákveðna þjálfun við að eiga við formið, það er glæpasöguna.“ /PF

Jólin koma...

Helga Sigurjónsdóttir

Laugarbakka ... ...þegar amma sendir mér smákökur.

Árni Jónsson

Sauðárkróki ... þegar fjölskyldan er saman og ilmurinn af jólasteikinni umlykur húsið.

Nýjar vörur, úrvalið hefu r aldrei verið meira. Þú finnur jólagjöfina hj á okkur. Sjáumst! Ólína og Þórey Elsa Aðalgata 4 - 550 Sauðárkrókur Sími: 571-4070 - www.eftirlaeti.com

37


38 38

22010188

Úr ofninum hjá Nönnu Rögnvaldar

margar atrennur áður en ég er ánægð – og svo er ýmislegt sem ég átta mig á að bara gengur ekki. En ég hendi aldrei neinu, það fer bara á kvöldverðarborðið hjá mér þótt ég sé ekki 100% ánægð.“

Ljúffengir réttir með lítilli fyrirhöfn Eins og svo oft áður á matreiðslubókahöfundur Íslands, Nanna Rögnvaldardóttir, Fríða Eyjólfsdóttir forvitnilega matreiðslubók í jólabókaflóðinu. Nanna hefur sent frá sér meira en tuttugu vandaðar matreiðslubækur síðustu tvo áratugi og eru viðfangsefnin afar fjölbreytileg. Feykir hafði samband við Nönnu í þeim tilgangi að forvitnast aðeins um nýju bókina. UMSJÓN

„Beint í ofninn er hugsuð fyrir alla sem vilja elda góðan mat frá grunni með sem minnstri fyrirhöfn án þess að eyða löngum tíma í eldhúsinu,“ segir Nanna. „Ég miðaði við að maður ætti að geta lokið öllum undirbúningi á meðan ofninn er að hitna og svo er fatinu eða

bakkanum bara stungið í ofninn og hægt að fara að gera eitthvað annað, þótt stundum sé svo einhverju hráefni sem þarf styttri tíma bætt við á miðjum bökunartímanum. Og svo er hún líka fyrir alla sem vilja ekki endilega rígbinda sig við uppskriftir því að hún er uppfull

af hugmyndum og tillögum um breytingar og tilbrigði.“ Nú hafa sjálfsagt flestir upplifað það oftar en einu sinni að skorta hugmyndaflug þegar kemur að því að elda næstu máltíð og vera alveg tómur í höfðinu hvað það varðar, hvað þá ef um heila bók

Uppskriftir Nönnu FYRIR 2

Bakaðar eggaldinsneiðar Þetta er afskaplega einföld eggaldin-uppskrift og það eina sem þarf að hafa í huga er að það þarf að skera kartöflurnar í fremur smáa bita svo að þær nái að steikjast í gegn á sama tíma og það tekur eggaldinsneiðarnar að verða tilbúnar. Það vildi svo til að ég átti vel þroskaða kirsiberjatómata á grein þegar ég var að taka myndina og notaði þá í réttinn og það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég skoðaði útkomuna og sá hvernig tómatarnir komu út með fagurgrænu mintulaufinu var „þetta er nú bara svolítið jólalegt“ – þótt það sé annars ekki margt jólalegt við réttinn eða hráefnið. En auðvitað má alveg eins nota kirsiberjatómata í lausu eða bara tómatbáta. 1 eggaldin, um 300 g 3 msk olía 1½ tsk kóríanderduft 1 tsk kummin klípa af chiliflögum pipar og salt 350 g kartöflur, skornar í litla teninga 250 g kirsiberjatómatar nokkrar mintugreinar (má sleppa) Hitaðu ofninn í 210°C. Skerðu eggaldinið í fjórar sneiðar eftir endilöngu og skerðu „kinnarnar“ af ytri sneiðunum svo að báðar hliðar séu sléttar. Blandaðu saman 2 msk af olíu, kummini, chiliflögum, pipar og salti og penslaðu eggaldinsneiðar á báðum hliðum. Leggðu þær á ofnbakka eða í stórt, eldfast mót og dreifðu kartöflum og tómötum í kring. Dreyptu afganginum af olíunni yfir grænmeti og bakaðu í um 25 mínútur. Dreifðu e.t.v. mintu yfir.

væri að ræða. Hvernig fæðast hugmyndir að heilli matreiðslubók? „Hugmyndina fékk ég, eins og flestar hugmyndir mínar, af því að hlusta á fólkið í kringum mig, hvað því þætti helst vanta. Ég ákvað að gera þessa bók í fyrravetur en átti þá raunar mikið efni og hugmyndir sem

passaði inn í hana. Ég les mjög mikið um mat og matargerð, á ansi gott bókasafn og reyni að fylgjast með í matarheiminum og maður er alltaf að tína upp hugmyndir. Svo geri ég tilraunir, stundum heppnast þær svo vel að uppskriftin fer nánast óbreytt á bók, stundum þarf ég að gera

Hvernig viðtökur hefur bókin fengið? „Bókinni hefur verið tekið afskaplega vel, satt að segja. Salan hefur verið góð og ég hef heyrt í mörgum sem hafa eignast hana og eru mjög ánægðir. Og það er ekki oft sem eru skrifaðir alvöru ritdómar um matreiðslubækur en ég hef fengið allavega tvo dóma um þessa og þeir voru báðir mjög jákvæðir.“


2 01 8 FYRIR 2

Buff með parmesankartöflum Það er einstaklega einfalt að baka buff og bollur í ofni, auk þess sem það er óneitanlega hollara en að steikja þetta úr feiti á pönnu. Ég geri oft bollur á þennan hátt og baka þær við 200°C í 18-20 mínútur og þær brúnast yfirleitt ágætlega á þeim tíma. Buffin þurfa heldur styttri tíma og brúnast kannski ekki að ráði en til að fá aðeins meiri lit á þau hækkaði ég hitann þegar ég setti þau í ofninn. Það kom sér líka vel fyrir kartöflubátana, þeir brúnuðust meira og urðu stökkari og betri en ella. 400 g lambahakk (eða annað hakk) 1 lítill laukur, grófrifinn 3 hvítlauksgeirar, pressaðir 1½ tsk óreganó, þurrkað 1½ tsk timjan, þurrkað pipar og salt 40 g parmesanostur, nýrifinn 2½ msk olía 2 bökunarkartöflur, skornar í 12–16 báta

hvor 150 g sveppir nokkrar timjangreinar (má sleppa) Hitaðu ofninn í 200°C. Settu hakk og lauk í skál. Blandaðu hvítlauk, óreganói, timjani, pipar og salti saman, hrærðu 2/3 af kryddinu saman við og mótaðu 4 buff. Blandaðu afganginum af kryddinu saman við parmesanost og 2 msk af olíu, veltu kartöflunum upp úr blöndunni, settu þær í stórt eldfast mót og bakaðu í 20 mínútur. Hækkaðu hitann í 225°C, settu buffin í miðjuna, dreifðu sveppum yfir, penslaðu með olíu og bakaðu í um 12 mínútur. Skreyttu e.t.v. með timjani.

FYRIR 2

Shakshuka með baunum Shakshuka eða shakshouka er arabískur réttur, vinsæll við allt sunnan- og austanvert Miðjarðarhaf og hefur á seinni árum hlotið útbreiðslu víða um heim. Nafnið þýðir í rauninni bara „blanda“ og þetta er kássa úr tómötum, chili og oft papriku, lauk, hvítlauk, paprikudufti kummini og stundum ýmsu öðru – og svo eru egg brotin yfir og látin malla með þar til hvítan hefur hlaupið og er hvít og ógegnsæ. Ýmislegt fleira má setja út í shakshuka, til dæmis kartöflur, ætiþistla og baunir, og hér nota ég einmitt baunir út í réttinn til að gera hann matarmeiri. Reyndar er þetta einn þeirra rétta sem hentar vel til að nýta afganga af ýmsu tagi. ½ rauð paprika, skorin í bita ½ gul eða appelsínugul paprika, skorin í bita ½ rauðlaukur (eða venjulegur), saxaður 3–4 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt 1 tsk paprikuduft ½ tsk kummin cayennepipar á hnífsoddi pipar og salt 2 msk ólífuolía 1 dós smjörbaunir (eða aðrar baunir) 1 dós saxaðir tómatar 4 egg steinselja, kóríander eða aðrar kryddjurtir

RÓTARÝKLÚBBS SAUÐÁRKRÓKS 2018

Laugardaginn 1. desember býður Rótarýklúbbur Sauðárkróks til ókeypis fjölskyldu jólahlaðborðs á milli kl. 12:00 og 14:00 í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Við vonum að allir þeir sem voru með okkur á síðasta ári mæti og nýjar fjölskyldur láti sjá sig. nýprent ehf. / 112018

Hitaðu ofninn í 180°C. Blandaðu grænmetinu, kryddinu og ólífuolíunni saman í eldföstu móti, helltu baunum og tómötum yfir og blandaðu vel. Settu í ofninn í 20 mínútur. Taktu mótið þá út, gerðu fjórar lautir í yfirborðið, brjóttu eitt egg í hverja laut og settu aftur í ofninn í 10 mínútur, eða þar til eggin hafa hlaupið. Stráðu kryddjurtum yfir.

JÓLAHLAÐBORÐ

Allt er þetta ókeypis. Hins vegar er söfnunarkassi við innganginn þar sem gestum gefst tækifæri til að láta eitthvað af hendi rakna til góðs málefnis. HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR RÓTARÝKLÚBBUR SAUÐÁRKRÓKS

7

ára

39


40

2 01 8

ÓSKUM ÖLLUM GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR Á NÝJU ÁRI ÓSKUM ÖL ÓSKUM ÖLLUM GLEÐILEGRA ÓSKUM ÖLLUM JÓL ÓSKUM ÖLLUM GLEÐILEGRA JÓLA OG FAR FARSÆLDAR Á NÝJU FARSÆLD ÁRI OGOG FARSÆLDAR Á NÝJU ÁRIOG ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN Á LIÐNU ÁRI

ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN Á LIÐNU ÁRIÁ ÞÖKKUM V ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN ÞÖKKUM LIÐNU VIÐSKI ÁR

2 01 7

Gleðileg jól og farsælt nýtt ár Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða! Þökkum frábærar viðtökur á kjúklingunum og minnum á samlokurnar okkar og tilboðin góðu SKAGFIRÐINGABRAUT 29 - S: 453 6666

SÖLUTURN

in!

Verið velkom

15


2 01 8

41

Ekki misskilja mig vitlaust

Mismæli og ambögur

Kveikt á jólatrénu

Nýlega kom út bókin „Ekki misskilja mig vitlaust!“ – Mismæli og ambögur – í samantekt Guðjóns Inga Eiríkssonar. Þar er að finna ýmislegt skemmtilegt sem ratað hefur úr munni fólks og hægt er að hlæja að. Hér má skemmta sér yfir nokkrum sögum úr bókinni sem Bókaútgáfan Hólar gefur út.

Logo / merki

Fimmtudaginn 29. nóvember Tréð verður reist við Blönduóskirkju. Sungin verða jólalög og fregnir herma að jólasveinar verði komnir á stjá.

EYÞÓR Í LINDU

Athafnamaðurinn Eyþór Tómasson, kenndur við sælgætisgerðina Lindu á Akureyri, var Skagfirðingur að uppruna, fæddur á Bústöðum í Austurdal, þar sem foreldrar hans bjuggu.

NÝPRENT EHF / MYND: RÓBERT DANÍEL

kl. 17:00 verða ljósin á jólatrénu tendruð.

Eitt sinn var Eyþór á ferðalagi um Skagafjörð með hópi fólks frá Akureyri. Hann var ákafur í að uppfræða samferðarfólk sitt um bæi, menn og málefni í þessum sögufræga firði og fór svo að einn úr hópnum sagði við hann: „Þú ert greinilega vel kunnugur hérna í Skagafirðinum.“ „Já, elskan mín, góðasta, biddu fyrir þér,“ svaraði Eyþór. „Ég er hér undan öðrum hverjum manni.“ Eyþór kom inn í Akureyrarapótek til að endurnýja birgðir af hjartatöflunum sínum sem hann var búinn með. Ekki mundi hann hvað þær hétu og þegar afgreiðslustúlkan brá sér á bak við til að ráðfæra sig við lyfjafræðing kallaði hann á eftir henni svo allir í búðinni heyrðu: „Æ, þú veist, þessar bleiku tussur sem stoppa hjartað þegar það byrjar að slá!“

ÁRNI Á BRÚNASTÖÐUM

Árni Sæmundsson á Brúnastöðum í Fljótum átti ekki í erfiðleikum með að orða hugsanir sínar, þótt inn á milli leyndist þar ýmislegt torskilið.

Cyan = 100 / Magenta = 75 / Y

Cyan = 45 / Magenta = 14 /

Árni fékk sér um árið nýjan frambyggðan Bedford-vörubíl með krana, sem þótti í þá daga framandi fyrirbæri, meðal annars vegna þess að ekkert var húddið. Þegar hann var spurður af félaga sínum hvernig vörubíllinn væri í laginu stóð ekki á svarinu: „Hann er svona beint niður að framan, með medalíu aftan á.“ Þegar Árni, sem var vörubílstjóri, lagði inn pöntun fyrir krana á vörubíl sinn, var hann spurður hvernig hann vildi hafa kranann. Hann svaraði: „Hafið hann bara sjávarmegin.“

LÁSI KOKKUR

Verum snjöll

Lási kokkur var, og verður alltaf, þjóðsaga út af fyrir sig og varð aldrei kjaftstopp.

VIGDÍS HAUKSDÓTTIR – drottning mismælanna

Stjórnmálakonan Vigdís Hauksdóttir er tvímælalaust drottning mismælanna og hafa mörg af hennar „snjallyrðum“ flogið hátt og víða. Hún slær nú botninn í þessa syrpu: „Við skulum bara sjá til en ég er á engan hátt að stinga höfðinu í steininn.“ Vigdís í viðtali við Stöð 2, 12. september 2011. „Komið þið sæl – ég verð því miður að afboða forföll á sambandsþingið – óska ykkur góðs gengis. Kv. Vigdís.“ Tilkynning á Facebooksíðu Vigdísar þess efnis að hún komist ekki á sambandsþing ungra framsóknarmanna – eða hvað?

verZlum heima NÝPRENT EHF

Eitt sinn, þegar Lási vann í eldhúsinu á Hótel Heklu, var hann sendur með stóra og fagurlega skreytta rjómatertu til Zimsen. Hann hélt á tertunni með báðum höndum og gekk frá hótelinu, sem var við Lækjartorg, áleiðis að Zimsen-húsinu við Hafnarstræti. Þegar hann átti stuttan spöl ófarinn rak hann tærnar í og datt kylliflatur fram fyrir sig – með andlitið ofan í tertuna. Þessu óhappi lýsti Lási svo: „Ég rak gangstéttina í tærnar og missti andlitið í tertuna.“

Vissir þú...? Að kaupa jólagjafir og annað til jólanna hér heima er stuðningur við samfélagið okkar. Njótum þess besta og jólahátíðarinnar saman. Þannig njótum við öll gleðilegra jóla.


42

2 01 8 Ómissandi afþreyting

Jólamyndagátan 2018

Höfundur: Páll Friðriksson

VERÐLAUNAMYNDAGÁTA

Þrenn verðlaun verða veitt fyrir rétta lausn gátunnar sem felst í setningu sem lesa má út úr myndunum. Athugið að ekki er gerður greinarmunur á breiðum né grönnum sérhljóða.

Lausnina skal senda á netfangið palli@feykir.is eða í pósti á: Feykir fréttablað, Borgarflöt 1, 550 Sauðarkróki, eigi síðar en föstudaginn 14. desember nk.

VINNINGAR FYRIR RÉTTAR LAUSNIR: Hvítabirnir á Íslandi eftir Rósu Rut Þórisdóttur. Ekki misskilja mig vitlaust – Mismæli og ambögur Fléttubönd eftir Stefán Sturlu Sigurjónsson


2 01 8

Óskum Skagfirðingum

gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

BORGARTEIGUR 12 550 SAUÐÁRKRÓKUR

SIMI 453 5000

flokka@flokka.is

flokka.is

Ágætu Skagfirðingar, Við erum í broddi fylkingar í sorphirðumálum - og þannig viljum við hafa það áfram

Vöndum flokkun og setjum réttan úrgang í réttar tunnur þannig verður Skagafjörður áfram fremstur í flokki í sorphirðumálum Höldum áfram að ryðja brautina! Minnum á heimasíðuna okkar flokka.is og þið finnið okkur einnig á facebook.

Flokka er móttökuaðili fyrir allan úrgang sem fellur til við rekstur heimila og fyrirtækja.

Flokkun og endurvinnsla er nútíminn! Sjá opnunartíma á www.flokka.is

Komum reglu á ruslið!

43


44

2 01 8

Profile for Feykir

JólaFeykir 2018  

Jólablað Feykis er að venju stútfullt af hressandi viðtölum, gómsætum uppskriftum og öðru fjörefni sem ætti að koma lesendum í jólagírinn.

JólaFeykir 2018  

Jólablað Feykis er að venju stútfullt af hressandi viðtölum, gómsætum uppskriftum og öðru fjörefni sem ætti að koma lesendum í jólagírinn.

Profile for feykir
Advertisement