Page 1

2 01 7

2017 Jólablaðið 29. nóvember 2017

45. tölublað

37. árgangur

1


2

2 01 7


2 01 7 Sr. Hjálmar Jónsson

Jólahátíðin er framundan, ár að verða liðið, enn eitt Gamlar minningar eru óvenju áleitnar fyrir þessi jól. Minningar mínar frá fyrstu árunum sem prestur hjá Húnvetningum og Skagfirðingum.

2017

Nýprent ehf. Sauðárkróki Sími 455 7176, feykir@feykir.is RITSTJÓRI & ÁBM.

Páll Friðrikssn palli@feykir.is BLAÐAMAÐUR

Fríða Eyjólfsdóttir frida@feykir.is LAUSAPENNAR

Óli Arnar Brynjarsson oli@feykir.is

Freyja Ólafsdóttir

bb b

Bólstaðarhlíð ... þegar klukkurnar hringja inn jólin kl. 18.00 á aðfangadag og fjölskyldan sest að skrýddu veisluborði hlöðnu kræsingum sem beðið hefur verið með mikilli eftirvæntingu.

Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir

Sauðárkróki ... þegar ég heyri jólakveðjurnar á Rás 1, hangikjötið og laufabrauðið á aðfangadag. Og messan á aðfangadagsnótt.

Fyrsta jólamessan mín á Sauðárkróki var 1980. Mér þótti að vonum mikið liggja við að messan yrði falleg og snerti þá strengi sem vera bæri við upphaf jólanna. Jólaboðskapurinn myndi ná sínum helga hljómi í hverri sál. Á Þorláksmessu fórum við Jón Björnsson organisti yfir messuna í kirkjunni. Kirkjukórinn var þá fullæfður og allt klárt og kvitt hjá honum og hinum dug- og hugmikla organista. Auðvitað kom ekki til mála að lækka hátíðatón séra Bjarna. „Við syngjum þetta allt og sláum ekki af neinu,“ sagði Jón. En það var einn tónn sem ég réð ekki við. Þegar prestur tónar „Önd mín lofar Drottin og minn andi gleður sig...“. Á sjálfum andanum er hæsti tónninn, E minnir mig. Jón sagði: „Þú getur þetta vel, bara dregur djúpt andann og sprengir þetta fram.“ Svo voru jólin hringd inn og messan byrjaði. Fram eftir messunni var ég öðrum þræði með hugann við þennan háa tón. Þegar svo að honum kom dugðu góð ráð organistans ekki. Ég sprengdi engan tón fram. Ég sprakk! Jólagleðin dvínaði svolítið, hátíðarljóminn fölnaði. Á sjálfu aðfangadagskvöldinu var ég jafnvel að hugsa um það að svona messuspjöll yrðu ekki liðin, allra síst í frægasta sönghéraði landsins sem fóstrað hafði tónskáld og stórsöngvara með öllum kynslóðum. Þar sem margradda söngurinn liggur í loftinu. Sjálfsagt brostu einhverjir að þessu atviki en vonandi spillti það ekki jólagleði nokkurs manns. En mér var þetta kennsla í auðmýkt. Við búum ekki til jólin. Við tökum á móti þeim, við erum þiggjendur guðlegrar náðar. Jólasálmarnir enduróma það, jólaguðspjallið þar sem engillinn segir: „Verið óhrædd, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð sem veitast mun öllum lýðnum. Yður er í dag frelsari fæddur...“ Þessi orð og erindi, fagnaðarerindi jólanna,

ÚTGEFANDI

Jólin koma...

3

Guðmundur Baldvinsson

Reykjavík ... þegar jólakveðjurnar byrja í útvarpinu, kökuilmur í loftinu og ég finn að jólafriðurinn nálgast. Ilmur af hangikjöti á aðfangadag, jólaljósin. Á aðfangadag fer svo að færast einstök ró yfir mig, það hægist á öllu. Jólin eru endanlega komin með sínum helga frið, þegar jólaklukkurnar hringja kl. 18.00.

eru alltaf jafn kærkomin. Tími óttans og áhyggjunnar á að vera liðinn. Fátt sagði Kristur oftar við fólk en það að óttast ekki, hræðast ekki, vera ekki áhyggjufull. Jólin eru gjöf, hin eiginlega jólagjöf. Gefnar gjafir eru bergmál þess kærleika sem fæðing Krists færði heiminum. Að eiga jólin með fjölskyldum okkar og samfélaginu er besta gjöfin. Til þess er líka hugsað að tíminn líður. Vinir kveðja og eru kvaddir af þessum heimi. Þótt oft sé haft á orði að jólin séu hátíð verslunar og fjárausturs þá vita nú flestir hver hin raunverulegu verðmæti eru, þau sem við best eignumst í þessu jarðlífi. Að þeim er ljúft að hlúa. Þar er það þakklæti fyrir samvistir og samfylgd í lífinu, fyrir félagsskap og vináttu, samkennd, samhjálp. Þetta eru vissulega tímabundin gæði og þess vegna verður það ekki nógsamlega undirstrikað, sem blessunarlega hefur heyrst oft á síðustu misserum, „Lífið er núna.“ Þannig er ljúft að ganga inn í jólin, þiggja þau og anda þeirra, andann sem gleður, andann sem styrkir og gerir gott samfélag betra. Ég sprakk þegar ég tónaði „andann“ forðum í Sauðárkrókskirkju. Það gerði jólunum ekkert til. Málið er að andi manns gleðjist í Guði, frelsara vorum. Gleðileg jól Sr. Hjálmar Jónsson

FORSÍÐUMYND

Róbert Daníel Jónsson AUGLÝSINGASÖFNUN

Sigríður Garðarsdóttir UMBROT & PRENTUN

Nýprent ehf.

Jólablaðið er prentað í 3600 eintökum og er dreift frítt í öll hús í Skagafirði og í Húnavatnssýslum.

Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir

Sauðárkróki ... þegar klukkurnar hringja inn jólin klukkan 18:00 á aðfangadag.

Magnús Bjarni Baldursson

Blönduósi ... með ljósamergð, angan hvaðanæva, tónlist, skilaboðum, vinum, mat og drykk í góðum félagsskap, og án nokkurs vafa með klukknahljómi klukkan átján á aðfangadegi.

Jólin mín

Agnes Hulda Agnarsdóttir Blönduósingur á Króknum

Góð bók er alltaf vel þegin

Jólin eru... samvera með fjölskyldunni inni og úti, spil, leikir, kósý stundir, góður matur og nammi. Hvað kemur þér í jólaskap? Jólaljós, sérstaklega í gluggum, fólkið mitt að koma heim í jólafrí og hangikjötsilmur. Hvert er besta jólalagið? O helga natt með Jussi Björling. Eiginmaðurinn hefur blastað því fyrir jólin síðan við kynntumst. Ef ég nenni með Helga Björns er líka ómissandi. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Fara í aftansöng í kirkjunni á aðfangadag. Hvað langar þig í jólagjöf? Góð bók er alltaf vel þegin t.d. bókin um Rúnu Einars eða nýja ljóðabókin hennar Eydísar Blöndal. Bakar þú fyrir jólin? Já, nokkrar smákökusortir, best að borða þær fyrir jól, nóg annað til að borða um jólin. Hver er uppáhaldskökusortin þín? Blúndur sem við Arna mín bökum alltaf saman fyrir jólin.


4

2 01 7

Leitað í smiðju hjá Dísukökum

Uppskriftir án sykurs og hveitis

Sá tími sem nú fer í hönd einkennist UMSJÓN hjá mörgum af neyslu, ekki hvað síst Fríða Eyjólfsdóttir í mat og drykk. Í fjölmiðlum birtast alls kyns uppskriftir og úr bakaraofnum margra heimila streyma smákökusortirnar á færibandi auk margvíslegra hnallþóra. En það mega alls ekki allir borða sykur eða hveiti, sem oftast nær er gnægð af í þessu fína bakkelsi, og þar að auki er til margt fólk sem bara alls ekki kærir sig um það. Hafdís Priscilla Magnúsdóttir er ein af þeim sem aldrei notar sykur né hveiti í bakstur og hefur ekki gert það í nokkur ár. Ástæðuna segir hún vera þá að í tengdafjölskyldu hennar er sykurýki 2 og fannst henni skemmtilegt að geta boðið upp á eftirrétti fyrir þá einstaklinga þegar þau komu í matarboð. Einnig segist hún hafa fundið það sjálf að það að taka út hveiti og sykur hafði góð áhrif á vefjagigtina sem hún sjálf er með. Hafdís notar Sukrin vörur í bakstur en þær hafa hvorki áhrif á tannheilsu né hækka blóðsykurinn. Sukrin inniheldur engin kolvetni sem líkaminn getur tekið í sig og hentar því fólki fullkomlega sem er með sykursýki eða vill fylgja lágkolvetna mataræði. Sukrin er 100% náttúruleg vara, án aukaefna, sem byggð er á sykuralkóhólanum erythritol. Erythritol kemur t.d. fyrir náttúrulega í perum, melónum og sveppum. „Það getur verið erfitt að breyta uppskriftum í hveiti og sykurlaust en þar sem ég hef gaman að prófa mig áfram í eldhúsinu finnst mér það skemmtileg áskorun. Sumar uppskriftir eru þannig að auðvelt er að skipta þessu út fyrir annað hráefni sem hentar betur en það á ekki alltaf við.” segir Hafdís en hún gaf út uppskriftabókina Dísukökur sem innihélt 100 uppskriftir árið 2014 auk þess að hafa gefið út rafrænar uppskriftabækur. Auk þess heldur hún úti vefsíðunni disukokur.is og samnefndri Facebook-síðu. Hér á eftir fylgja tvær smákökuuppskriftir frá Hafdísi.

Kókostoppar 60g mjúkt smjör 1 dl sukrin melis 1 egg 150g kókosmjöl AÐFERÐ: Egg, sukrin melis og steviu dropar þeytt vel saman í skál. Smjöri bætt við og þeytt vel saman við. Kókosmjöli bætt við og varlega blandað með sleif. Búið til litla toppa (gerði mína aðeins of stóra, fékk 15 stk) og gott að kreista vökvann aðeins úr. Setjið á bökunarpappír og í 175° heitan ofn í u.þ.b. 15 mínútur. Gott er að láta þær kólna á smá eldhúspappír.

Það er mjög gott að bræða súkkulaði og setja á botninn eða toppinn á kökunum en ég var orðin súkkulaðilaus, aldrei þessu vant.

Sönglögin kynna

Hátíð í bæ Aðventutónleikar

1 . desember Höfðaborg Hofsósi kl. 20:30 og 2. desember Miðgarði Varmahlíð kl. 20:30

Skagfirskt tónlistarfólk syngur og leikur jólalög SÉRSTAKUR GESTUR:

Pálmi Gunnarsson FRAM KOMA: Ragnhildur Sigurlaug Guttormsdóttir, Matthildur Ingimarsdóttir, Lydía Einarsdóttir, Rannveig Sigrún Stefánsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir

Sörur

AÐFERÐ: Eggjahvíta, sukrin og stevia þeytt saman þar til það er orðið stíft. Möndlumjöli er bætt varlega saman við og blandað með sleif. Sett á bökunarpappír með skeið eða í sprautupoka og sprautað. Það verða u.þ.b. 20 kökur úr þessari uppskrift og þær stækka ekki í ofninum. Sett í ofn sem er 130° heitur (ekki með blæstri) og bakað í 40 mínútur.

Krem: 1 dl sukrin melis 3 eggjarauður 100 g mjúkt smjör 2 tsk kakó 2 tsk instant kaffi AÐFERÐ: Öllu blandað vel saman.

Kremið er sett á kökurnar þegar þær eru orðnar kaldar. Gott er að nota skeið og gera "fjall" úr kreminu. Kökurnar settar í frysti og svo þegar kremið er orðið vel kalt er þeim bara dýft ofan í bráðið súkkulaði.

HLJÓMSVEIT KVÖLDSINS SKIPA: Stéfán R. Gíslason, Einar Þorvaldsson, Margeir Friðriksson, Jóhann Friðriksson og Vilhjálmur Ingi Sigurðarson NÝPRENT ehf / 112017

Botn: 3 eggjahvítur (við stofuhita) 1 dl sukrin melis 70 g möndlumjöl

Ólafur Atli Sindrason les jólasögu

HLJÓÐ: Fúsi Ben. KYNNIR: Ólafur Atli Sindrason Miðapantanir í síma 899 9480 Miðaverð kr: 3.500 SÓKNARÁÆTLUN NORÐURLANDS VESTRA


2 01 7

Bestu jóla- og nýársóskir

til viðskiptavina nær og fjær með þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári. Hátíðarkveðjur frá Léttitækni

Sérsmíði innréttinga og faglegur metnaður hefur verið aðalsmerki okkar um árabil. Vandaðar skúffubrautir, lamir og þykkar kantlímingar eru aðeins nokkur af einkennum okkar.

NÝPRENT ehf.

NÝPRENT ehf.

sígilt útlit Við framleiðum gæðainnréttingar þar sem sígilt útlit og vönduð vinnubrögð fagmanna eru höfð í fyrirrúmi.

Leitin að réttu lausninni hefst hjá okkur... Trésmiðjan Borg ehf

Borgarmýri 1 550 Sauðárkrókur Sími 453 5170 tborg@tborg.is

Jóladagskrá í KS Hofsósi

Afgreiðslutími á aðventu og um jól & áramót: Mánudaga til föstudaga kl. 09:30 – 18:00

Laugard. 2. des. og 9. des. kl. 11:00 – 16:00 Laugardagur 16. des. kl. 11:00 – 18:00 Þorláksmessa 23. des. kl. 10:00 – 21:00 Aðfangadagur 24. des. kl. 10:00 – 12:00 Jóladagur og annar í jólum – Lokað Miðvikudagur 27. des. kl. 10:00 – 18:00 Laugardagur 30. des. kl. 11:00 - 16:00 Gamlásdagur 31. des. kl. 10:00 – 12:00 Nýársdagur – Lokað Þriðjudagur 2. jan. kl. 10:00 – 18:00

di ár, farsælt koman Gleðileg jól og viðskiptin takk fyrir að líða. á árinu sem er ári. og kát á nýju Sjáumst hress

Föstudaginn 1. des. kl. 18-20

Pizzukvöld – hvað er betra í amstri jólanna en góð pizza? SJÁUMST!

Laugardaginn 2. des. frá kl. 14

Lionsmenn selja sína alrómuðu síld sem er ómissandi um hátíðirnar. Jólalög og heitt á könnunni.

Þökkum fyrir frábæran stuðning og hlýju

í okkar garð á árinu sem er að líða. Óskum Skagfirðingum og viðskiptavinum okkar nærLÉTTITÆKNI og fjær gleðilegra jólaEHF og gæfuríks komandi árs

Félagar í Alþýðulist

Gleðileg jól 2017

og farsælt komandi ár

HOFSÓSI

Skagfirðingabraut 45

550 Sauðárkrókur & 510 7716

5


6

2 01 7

( DAGUR Í LÍFI BROTTFLUTTRA ) oli@feykir.is Ólína Sif Einarsdóttir / Króksari sem spilar knattspyrnu í Missouri USA

Upplifunin af amerísku háskólalífi ótrúlega skemmtileg Að þessu sinni er það Ólína Sif Einarsdóttir sem segir okkur frá degi í lífi brottfluttra. Ólína Sif er Króksari, dóttir Einars Gíslasonar og Helgu Dóru Lúðvíksdóttur, en hún er nú á öðru ári í grafískri hönnun við Missouri State University og býr í borginni Springfield. Lesendur ættu að kannast við Ólínu því hún var fyrir stuttu í viðtali í Feyki vegna afreka sinna með knattspyrnuliði Missouri State sem náði glæstum árangri í vetur.

„Missouri-ríki er rétt austan við miðjupunkt meginlands Bandaríkjanna og telst vera 18. fjölmennasta fylkið. Springfield er þriðja stærsta borg ríkisins með um 170 þúsund íbúa og telst því vera 150. fjölmennasta borg Bandaríkjanna. Hitastigið er að meðaltali um 20°C í Springfield og ríkisskordýrið telst vera hunangsflugan. Nafn Missouri kemur frá ættflokki svokallaðra Missouri-indíána en Missouri þýðir í raun bær hinna stóru

5 á 15

sekúndum Hversu lengi ertu í kjörbúðina frá heimili þínu? Er svona 5 mínútur að hjóla Hvað færðu þér í staðinn fyrir eina með öllu? Chick-fil-a er hættulega gott! Hvað kostar mjólkurlítrinn? $0.90 (ca 95kr) Hver er skrítnasti maturinn? Biscuits and gravy er skrítnasti (og versti) morgunmatur sem ég hef smakkað! Hvert ferðu til að gera vel við þig? Chick-fil-a, Buffalo Wild Wings eða í mall-ið.

kanóa. Meðal þekktustu orginala Missouri má nefna Harry Truman fyrrum forseta, Mark Twain, Walt Disney og tónlistarmennina Chuck Berry og Nelly.

Ólína Sif (fyrir miðju) ásamt vinkonum sínum, Bryndísi Rut og Helgu Þórs, en þær flugu út og hittu Ólínu í San Fransisco. MYNDIR ÚR EINKASAFNI

Hvenær og hvernig kom það til að þú fórst til viðkomandi lands? Ég fór út í

ágúst 2016. Ég hafði áður verið í sambandi við Soccer and Education USA sem hjálpuðu mér að komast í samband við Rob Brewer þjálfara sem bauð mér skólastyrk fyrir að koma og spila fótbolta fyrir kvennalið Missouri State Bears.

Hvernig myndir þú lýsa venjulegum degi hjá þér? Ég vakna klukkan sjö flesta

morgna og fer í morgunmat. Konan í ommelettu-stöðinni í mötuneytinu

þekkir pöntunina mína sem eru tvö “over medium” egg. Síðan hjóla ég oftast í tíma, flestir áfangarnir í grafískri hönnun eru kenndir downtown svo það tekur mig u.þ.b. tíu mínútur að hjóla þangað. Ég er oftast í tímum frá átta til hádegis. Eftir hádegismat fer ég á lyftingaæfingu og síðan á fótboltaæfingu. Ég er oftast búin á æfingu um fjögur eða fimm leytið og restin af deginum fer í heimanám eða að hanga með liðsfélögum / herbergisfélögum. Hver er hápunktur dagsins? Ætli það sé


2 01 7 ekki bara að hanga með liðsfélögunum og að fara að borða eftir æfingu. Hvað er best við að búa í þínu nýja landi?

Góða veðrið er klárlega eitt af því besta! Svo næs að geta æft í stuttbuxum og sól nánast allt árið um kring. Síðan er bara upplifunin af amerísku háskólalífi svo ótrúlega skemmtileg. Hvað gerir þú helst í frístundum? Það er

oftast frekar stíf dagskrá svo við höfum ekki mikinn frítíma, en við hötum ekkert að fara að versla þegar við höfum tíma. Annars förum við mikið að horfa á hin íþróttaliðin, amerískan fótbolta, hafnabolta, íshokkí, blak, körfubolta og fleiri. Hvers saknar þú mest að heiman? Ég

sakna fjölskyldunnar og vinanna mest. Sakna þess líka að borða mömmu- og pabbamat og að æfa hjá Crossfit 550! Gætir þú deilt einhverri sniðugri eða eftirminnilegri sögu frá dvöl þinni erlendis? Eftirminnilegast er klárlega

þegar liðið mitt vann Missouri Valley Conference úrslitakeppnina núna í ár, það var ótrúleg tilfinning! Fyrsti leikurinn sem ég spilaði er líka mjög eftirminnilegur þar sem það var rúmlega 40 stiga hiti og ég hélt ég myndi bókstaflega bráðna! Annars eru það líka allar keppnisferðirnar með liðinu, og það er alltaf jafn fyndið að heyra lýsendurna reyna að bera fram eftirnafnið mitt, það er oftast ný útfærsla í hvert skipti.

Lið Missouri State sem Ólina Sif spilar með en hún er lengst til vinstri í miðröð.

Bókaútgáfur tengdar Norðurlandi vetra

Fjölbreyttar bækur sem vert er að skoða

Hin sígrænu jólatré skátahreyfingarinnar verða til sölu fyrir jólin eins og undanfarin ár. Nánari upplýsingar og pantanir í síma 867-5584.

Jólatrén fást í mörgum stærðum og gerðum. Skátafélagið eilífsbúar óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Þökkum viðskiptin.

Nú fyrir jólin eru nokkrar bækur gefnar út sem tengjast Norðurlandi vestra á einhvern hátt. Feykir hefur haft spurnir af fáeinum sem lesa má um hér fyrir neðan og víðar í Jólablaðinu.

ÁR OG KÝR eftir Jón Eiríksson á Búrfelli

Borgarmýri 1, Sauðárkróki . Oddagötu 22, Skagaströnd

Bókaútgáfan túrí á Laugarbakka gefur út bókina Ár og kýr sem Jón Eiríksson á Búrfelli lét gera upp úr sínum frægu 365 kúamyndum sem hann málaði árið 2003. Einnig er túrí að selja Leitin að Engli Dauðans eftir Jóhann Fönix, spennusaga sem gerist í framtíðinni. Sú bók kom út í fyrra. Gudrun Kloes, eigandi túrí, segir að heimasíða útgáfunnar liggi niðri vegna bilunar í 1984 netþjóni, sem er miður, þar sem hún ætlaði að nota hana í kynningarstarfi.

VÉLMENNADANS eftir Gísla Þór Ólafsson Gísli Þór Ólafsson á Sauðárkróki gefur út ljóðabók sína Vélmennadans. Bókin fjallar um vélmenni sem reynir að fóta sig í heimi manneskjunnar. Spurt er um gildi og hefðir í hinu hefðbundna og vana-lega og hvort það gangi eins upp fyrir alla. „Erum við kannski öll mótuð og forrituð? Eru vélin og tæknin að taka yfir líf manneskjunnar?“ spyr sá sem ekki veit. Fylgt er eftir þessum vandræðagangi vél-mennis á spaugilegan hátt, sigrum og ósigrum. Undirliggjandi er alvarlegur og ádeilukenndur tónn.

Fallegar vörur, fyrir alla. Kíktu á næsta sölustað eða www.skrautmen.com

7


8

2 01 7

Jóla Tón-lystin : Margrét Eir / söngdíva

„Það voru ekki jól nema Mahalia Jackson væri á spilaranum“ Að þessu sinni er það Margrét Eir Hönnudóttir sem situr fyrir svörum í Jóla-Tón-lystinni en hún hefur Óli Arnar Brynjarsson sungið inn jólin fyrir margan Íslendinginn síðustu árin, enda var hún í áraraðir ein aðal söngdívan í Frostrósum. Margrét Eir býr á Bergþórugötunni í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði hjá mömmu sinni, Sigurveigu Hönnu, og afa sínum og ömmu. Afi hennar, Eiríkur Pálsson, var ættaður úr Svarfaðardal og segist hún alltaf hafa sterka tengingu norður. „Mágkona mín, Helga Rósa, býr svo á Sauðárkróki og við förum nokkuð oft í heimsókn,“ segir Margrét Eir sem verður einmitt með jólatónleika í Sauðárkrókskirkju 9. desember. Eins og flestir vita þá syngur Margrét Eir flestum öðrum betur en hún er núna að læra á gítar og kann aðeins á píanó. Spurð út í helstu tónlistarafrek sín segir hún: „ Þau eru kannski nokkur sem ég mundi flokka undir afrek. Til dæmis lít ég á allar plöturnar mínar sem afrek. Þegar ég vann Söngkeppni framhaldsskóla 1991 og Hárið 1995 er kannski nokkuð ofarlega líka. Ég fór til Boston í leiklistarnám og útskrifaðist þar 1998 og ég er mjög stolt af því. Ég er líka rosalega ánægð með Frostrósir - alltaf rosalega metnaðarfullt verkefni.“ Feykir fékk Margréti Eir til að svara nokkrum spurningum um tónlistina með nokkra áherslu á jólin. UMSJÓN

Hvaða lag varstu að hlusta á? Ég var að hlusta á Lindu Ronstadt vinkonu mína syngja When You Wish Upon A Star. Ég er að máta við það nýjan íslenskan texta sem ég ætla að flytja um jólin. Uppáhalds tónlistartímabil? Ég er voðalega mikið 80´s kona og ætla bara ekkert að skammast mín fyrir það. Ég hef verið að færa mig aðeins aftar svona í seinni tíð – 1960-70 er soldið mikið í spilun síðustu árin. Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Ef vandað er til verks í flutningi þá hlusta ég. Ef ég heyri að viðkomandi leggur sál og hjartað fram þá er ég alveg að hlusta. Ég nota Spotify og þar kemur alltaf eitthvað upp, annað hvort nýttnýtt eða gamalt nýtt. Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Það var mikil klassík á mínu heimili og Bítlarnir. Það voru ekki jól nema að Mahalia Jackson væri á spilaranum. Mamma keypti handa mér Disney plötur þegar ég var mjög lítil og ég spilaði þær mikið og svo hlustaði ég endalaust á Dýrin í Hálsaskógi og Kardemommubæinn. Hver var fyrsta platan/diskurinn/ kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Sem ég keypti mér sjálf var örugglega Duran Duran. Hlustaði mikið á þá hljómsveit. Svo komu út allskonar safnplötur sem ég var mjög dugleg að kaupa.

jólaundirbúningnum? Tja, ég þarf náttúrelga að undirbúa mig fyrir mína tónleika þannig að ég hlusta mikið á það efni sem ég er að fara flytja. Þetta verður soldið blanda af gömlu íslensku lögunum og svo þau erlendu, Nat King Cole er ómissandi í desember. Hvaða músík var helst blastað í bílnum þegar þú varst nýkomin með bílpróf? Allt sem krafðist mikillar raddbeytingar; Bonnie Tyler, Heart, Duran og öll drama lögin. Hvert var uppáhalds jólalag unglingsáranna? Alveg örugglega lögin hennar Helgu Möller og Björgvins Halldórssonar. Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn? Hmhm... allt sótthreinsað og sálarlaust popp þar sem er greinilega ekkert á bak við – ekki einu sinni alvöru söngur. Hvenær má byrja að spila jólalögin? Ég byrja ekki að spila jólatónlist fyrr en í desember. Það má vera 1. des en ekki fyrr. Uppáhalds jólalagið? The Christmas Song

toppurinn Tja, samkvæmt recently played, þá eru það: I wanna be a producer ÚR SÖNGLEIKNUM THE PRODUCERS Faithless Love LINDA RONSTADT The Sweetest Gift TRIO

Hvaða græjur varstu þá með? Ég fékk Pioneer græjur í fermingargjöf - þær voru svo sannarlega vel nýttar. Geggjaðar græjur.

The Snow That Melts The Soonest STING

Hvaða tónlist hlustar þú helst á í

Fly LUDOVICO EINAUDI

Kathy´s Song SIMON AND GARFUNKEL

Margrét Eir í jólastuði. MYND: ÚR EINKASAFNI

(Chestnuts roasting) og Heims um ból. Hvert er fyrsta jólalagið sem þú manst eftir að hafa heyrt? Ég hlustaði stanslaust á jólaplötuna með Ómari Ragnarssyni, Gáttaþefur á jólskemmtun. Hún var bara alltaf til staðar. Hvernig eru jólalögin best? Best með malt og appelsíni. Þú vaknar í rólegheitum á jóladagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Ég vil heyra Nat King Cole og Mahilia Jackson, smá Sissel, smá Frank Sinatra og dash af Sting – þá er ég orðin nokkuð góð. Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Ég hef reyndar séð alveg ótrúlega margt. U2, Robert Plant og Allison Kraus, Prince og fleiri góða. Ég væri alveg til í að sjá Annie Lennox og Tom Jones, missti af honum hérna heima. Hvaða tónlistarmaður hefur þig dreymt um að vera? Ég lít mikið upp til Annie Lennox, veit ekki hvort ég væri til í að vera hún EN kannski kæmist næst því. Joni Mitchel er mín kona en ég held að ég mundi heldur ekki vilja vera hún, stórkostlegur listamaður en hún reykir aðeins of mikið.

Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? Ég get ekki svarað þessari spurningu. Það er engin plata sem er BEST. En hérna eru nokkrar sem ég held upp á: Joni Mitchell - Clouds og Blue, Robert Plant og Allison Kraus Raising Sand, The Beatles - nánast allar plöturnar, Trio I með Linda Ronstadt, Dolly Parton og Emmylou Harris, Bob Dylan - Oh Mercy og fleiri plötur, Neil Young - Harvest Moon, Linda Ronstadt - Simple Dreams og Heart Like a Wheel, U2 - Unforgettable Fire ... og svo margar margar aðrar. Vantar örugglega fullt í þennan lista. Ef þú gætir valið þér að syngja jóladúett með hvaða söngvara sem er, lífs eða liðnum, hver væri það og hvaða lag yrði tekið? Ég hefði verið til í að syngja með George Michael, svo silkimjúkur og flottur. Ég væri líka til í að syngja geggjaðan dúett með Tom Jones. Hann er í miklu uppáhaldi, sérstaklega á seinni árunum. Konurnar væru Linda Ronstadt, Annie Lennox, og Areatha Franklin ... ég meina hver mundi ekki vilja syngja jólin inn með þessu fólki? Hvenær eru jólin komin? 24. desember þegar ég vakna. Allt tilbúið og ég byrja að undirbúa matinn, koma út síðustu pökkunum og nokkrar heimsóknir.


2 01 7 Bókaútgáfur tengdar Norðurlandi vetra

Stefán Sturla og Sölvi Sveins eru með í bókaflóðinu FUGLASKOÐARINN eftir Stefán Sturlu Sigurjónsson Brottflutti Skagfirðingurinn, Stefán Sturla Sigurjónsson, sendi frá sér spennubókina Fuglaskoðarinn. Bókin fjallar um dularfullan dauða ungs manns sem er hugfanginn af fuglum. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að ekki er allt með felldu í fortíð piltsins. Rannsóknarlögreglukonunnar Lísu og hjálparmanna hennar bíður flókið púsluspil og þau fletta ofan af vafasömum flötum samfélagsins suður með sjó.

GLEYMDUR OG GEYMDUR ORÐAFORÐI eftir Sölva Sveinsson Sölvi Sveinsson frá Sauðárkróki hefur í gegnum tíðina sent frá sér geysivinsælar bækur um íslenskt mál og málsögu, kennslubækur og fleiri rit. Nú koma tvær frá Sölva, önnur þeirra heitir Geymdur og gleymdur orðaforði sem er viðamikið uppsláttarrit um íslensk orð og merkingu þeirra að fornu og nýju. Orðin sem fjallað er um eiga það sameiginlegt að koma fyrir í íslenskum fornritum, en afdrif þeirra í aldanna rás eru misjöfn.

Gleðileg jól Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki óskar íbúum Norðurlands vestra, nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á ári komandi Innritun í dagskóla fyrir vorönn 2018 stendur yfir og lýkur 15. desember. Innritun í fjarnám lýkur 6. janúar. Sótt er um á heimasíðu skólans www.fnv.is. Hagstæð heimavist í boði Nánari upplýsingar á heimasíðu skólans: www.fnv.is og á skrifstofu í síma 455 8000.

FJÖLBRAUTASKÓLI NORÐURLANDS VESTRA Á SAUÐÁRKRÓKI Nánari upplýsingar á www.fnv.is eða í síma 455 8000

Opnunartími íþróttamannvirkja yfir jólin 2017

Sauðárkrókur Hofsós Varmahlíð Íþróttahús SKR 23. des. Kl.10:00-16:00 Kl. 11:00-15:00 Kl. 12:00-15:00 Lokað 24. des. Kl. 09:00-12:00 Kl. 09:00-12:00 Lokað Lokað 25. des. Lokað Lokað Lokað Lokað 26. des. Lokað Lokað Lokað Kl. 10:00-18:00 27. des. Kl. 6:50-20:30 Kl. 07:00-13:00 Kl. 16:00-21:00 Kl. 08:00-24:00 Kl. 17:00-20:00 28. des. Kl. 6:50-20:30 Kl. 07:00-13:00 Kl. 16:00-21:00 Kl. 08:00-24:00 Kl. 17:00-20:00 29. des. Kl. 6:50-20:30 Kl. 11:00-15:00 Kl. 10:00-15:00 Kl. 08:00-24:00 Kl. 17:00-20:00 30. des. Kl. 10:00-16:00 Kl. 11:00-15:00 Kl. 10:00-15:00 Kl. 08:00-24:00 31. des. Kl. 09:00-12:00 Kl. 09:00-12:00 Lokað Lokað 1. jan. Lokað Lokað Lokað Lokað

Lokað alla þessa daga í sundlauginni á Sólgörðum Starfsfólk íþróttamannvirkja sveitarfélagsins óskar öllum gestum sínum nær og fjær, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Hlökkum til að taka á móti sem flestum gestum á nýju ári.

9


10

2 01 7

Gleðileg jól & farsælt komandi ár

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

Kaupfélag Vestur Húnvetninga

- Strandgata 1

Sími 455-2300

TÓNLISTARSKÓLI SKAGAFJARÐAR

Jólatónleikar ÞRIÐJUDAGINN 12. DESEMBER GRUNNSKÓLINN AUSTAN-VATNA Á HÓLUM KL. 15:30 FÉLAGSHEIMILIÐ HÖFÐABORG Á HOFSÓSI KL. 17:00

MIÐVIKUDAGINN 13. DESEMBER GRUNNSKÓLINN AUSTAN-VATNA Á SÓLGÖRÐUM KL.10:30

Hörðu

pakkarnir

fást á Eyrinni ! Opið: mánudaga- föstudaga kl. 8-18 Laugardaga kl. 10-13 / S: 455 4610

FIMMTUDAGINN 14. DESEMBER MATSALUR ÁRSKÓLA KL.16:30 OG KL.18:00 FÖSTUDAGINN 15. DESEMBER MIÐGARÐUR KL.16:00 OG KL.18:00

Allir velkomnir


1111

2 017 7 2 01 Jólauppskriftir Nönnu Rögnvaldar

Litið í pottana hjá meistara matreiðslubókanna Nýlega kom út bókin Pottur, panna og Nanna en hún er eftir Skagfirðinginn Nönnu Rögnvaldardóttur, ritstjóra hjá Forlaginu, sem ólst upp í Djúpadal í Blönduhlíð til tíu ára aldurs er fjölskyldan flutti út á Sauðárkrók. Í bókinni er fjallað um steypujárnspotta, meðferð og umhirðu þeirra ásamt fjölda uppskrifta sem elda má í steypujárnspottum.

UMSJÓN

Fríða Eyjólfsdóttir

Nönnu kannast örugglega allir við sem einhvern tímann hafa heyrt talað um matreiðslubók enda hefur hún gefið út tuttugu slíkar síðustu nítján árin auk þess að hafa skrifað ótal þætti um mat í hin og þessi blöð og tímarit. Fyrsta bók Nönnu, Matarást, var endurútgefin í haust en hún er sannkallað afræðirit um mat og matargerð og er hún til á fjölmörgum heimilum. Feykir falaðist eftir nokkrum uppskriftum hjá Nönnu og lagði fyrir hana nokkrar spurningar í leiðinni. Nanna segir matreiðsluáhugann ætíð hafa verið til staðar og þegar hún var átta ára hafi hún óskað sér

matreiðslubókar í jólagjöf. Ýmsar bernskuminningar á hún um matreiðslutilraunir, flestar misheppnaðar. Við spurðum Nönnu um steypujárnspottana, hvort þeir væru dýrir og vandmeðfarnir? „Steypujárnspottar skiptast í emileraða potta og óhúðaða járnpotta og þeir þurfa misjafna meðferð. Með þá emileruðu skiptir mestu að hita þá ekki of hratt eða mikið og kæla þá ekki snöggt. Og skrúbba þá ekki með stálull. Þeir óhúðuðu þola háan hita mjög vel en geta ryðgað ef maður sápuþvær þá eða lætur standa vatn í þeim lengi. Og það þarf að olíubera þá af og til. Svona pottar geta verið

Nanna Rögnvaldardóttir.

mjög dýrir en eru það alls ekki alltaf og það er lítill sem enginn munur á notkun dýrra og ódýrra potta, þeir skila jafngóðum mat. Þeir dýru endast stundum betur. En gamlir, slitnir og jafnvel svolítið ryðgaðir pottar eru vel nothæfir, til dæmis til að baka brauð og elda grænmeti, þótt maður beri þá kannski ekki á borð í matarboði. Besta steypujárnspannan mín er 50-60 ára gömul Husqvarna-panna.“ Er hægt að elda hvað sem er í pottunum? „Já, eiginlega, en það er svo sem engin ástæða til að sjóða grænmeti eða grjón í þeim. Hins vegar henta þeir mjög vel Þórólfur á Hjaltastöðum við Fossána. til að ofnsteikja kartöflur og annað

grænmeti eða ofnbaka grjónagraut eða rísottó. Svo geta ólíkir pottar hentað misvel – emaleraðir pottar eru til dæmis betri til að sjóða tómatsósur og rauðvínspottrétti vegna sýrunnar í hráefninu, óhúðaðir pottar henta aftur á móti betur til djúpsteikingar en emileraðir. Hvað hafa pottarnir fram yfir venjulega potta? Þeir halda mjög vel í sér hita og eru með þéttu og þungu loki svo að þeir eru mjög hentugir t.d. til ofnsteikingar og hægt að setja þá beint af hellu í ofn og öfugt. Þeir endast yfirleitt ótrúlega vel. Steypujárnspönnur eru sérlega góðar þegar steikja á við háan hita eða stinga pönnunni í ofninn – nema þær séu með tréskafti.“ En hvað skyldi Nönnu þykja skemmtilegast að elda og hvernig ætli uppskriftirnar verði til? „Mér finnst skemmtilegast að elda algjörlega af fingrum fram. Koma að eldavélinni með hugann tóman, opna skápana, athuga hvað er til og setja svo eitthvað saman. Ég er alltaf að lesa um mat og læra eitthvað nýtt og þá kvikna hugmyndir sem ég prófa mig svo áfram með. Stundum er ég með ákveðið aðalhráefni eða eitthvert þema, skoða tíu eða tuttugu uppskriftir og blanda svo ýmsu úr þeim saman og prjóna við. Mér finnst líka gaman að skoða myndir af mat án þess að lesa uppskriftina og elda það sem ég held að sé á myndinni. Svo les ég kannski uppskriftina og kemst að því að þarna er eitthvað allt annað á Steiktar andabringur. Myndirnar eru úr safni Nönnu.


12 12

2 201017 7

ferðinni. Þannig hafa ýmsir góðir réttir orðið til.“ En víkjum að jólamatseldinni, er eitthvað sérstakt sem fólk ætti að hafa í huga varðandi hana? Ég ráðlegg fólki alltaf að skipuleggja tímann fyrirfram, setjast niður og

skrifa hjá sér hvað þarf að gera og í hvaða röð, svo að maður standi ekki til dæmis á síðustu stundu með eitthvað þrennt sem þarf að fara í ofninn, allt á mismunandi hita. Hver er hinn hefðbundni jólamatur Nönnu?

Ég er lítið fyrir hefðir í jólamat og nú er ég hætt að elda hann því ég fer alltaf til útlanda um jólin. Í fyrra fékk ég þrennu af villisvíni, kengúru og zebrahesti í Trieste á Ítalíu, árið áður kanínupottrétt á Möltu og þar áður reyktan saltfisk og rauðvínssoðnar

Jólauppskriftir Nönnu Þríréttuð jólamáltíð sem ekki krefst þess að maður eyði öllum aðfangadegi í eldhúsinu. Uppskriftirnar eru ætlaðar fyrir fjóra, þótt ísinn myndi nú sennilega endast handa fleirum.

Hörpuskel með kryddjurtasmjöri.

hörpuskelfiskunum á fat eða diska og austu kryddjurtasmjörinu yfir. Berðu fram gott brauð með.

FORRÉTTUR

Hörpuskel með kryddjurtasmjöri Galdurinn er að hörpuskelin sé sem þurrust þegar hún fer á pönnuna, sem þarf að vera rjúkandi heit. Uppskriftin er úr bókinni Pottur, panna og Nanna. 400 g risahörpuskel pipar og salt lófafylli af söxuðum, ferskum kryddjurtum eftir smekk, t.d. steinselja og óreganó 3 msk olía 50 g smjör Taktu þiðnaða hörpuskelfiskana úr umbúðunum og raðaðu þeim á eldhúspappír. Láttu þá standa nokkra stund og þerraðu þá vel. Kryddaðu þá svo með pipar og salti. Saxaðu kryddjurtirnar smátt. Hitaðu pönnu þar til rýkur af henni. Helltu olíunni á hana. Raðaðu hörpuskelfiskunum á hana og steiktu þá við háan hita í 2 mínútur. Snúðu þeim þá við og steiktu í um 1 mínútu á hinni hliðinni. Taktu skelfiskana af pönnunni og settu þá á disk. Slökktu undir pönnunni, settu smjörið á hana og svo kryddjurtirnar og hrærðu þar til smjörið er bráðið og aðeins farið að brúnast. Raðaðu

AÐALRÉTTUR

Steiktar andabringur Andabringur eru fljótlegur, einfaldur og þægilegur jólamatur og barnabörnin taka ekki í mál að fá annað á aðfangadagskvöld. 3-4 andabringur pipar og salt 4 perur safi úr ½ sítrónu 80 g apríkósur eða gráfíkjur 60 g pekanhnetur klettasalat eða önnur salatblöð bláber, rifsber eða önnur ber

Sósa: 400 ml gott andasoð (eða vatn og andakraftur) 3 msk dökkt portvín (má sleppa) sósujafnari 100 ml rjómi pipar og salt ef þarf Þerraðu bringurnar með eldhúspappír og skerðu tígulmynstur í fitulagið án þess að skera í kjötið. Kryddaðu bringurnar með pipar og salti og láttu þær standa í nokkrar mínútur. Flysjaðu á meðan perurnar, settu þær í pott með sítrónusafa og svo miklu vatni að fljóti yfir og sjóddu þær í 8-10 mínútur. Taktu þær þá upp úr. Hitaðu ofninn í 200°C og hitaðu eldfast mót í honum. Hitaðu pönnu nokkuð vel, settu bringurnar á hana

grísakinnar á Madeira. Hef ekki hugmynd um hvað ég fæ í ár. En síðustu árin sem ég eldaði sjálf um jólin voru reyndar oftast andabringur, barnabörnin tóku ekki annað í mál.

með fituhliðina niður og steiktu þær við góðan hita í 6-8 mínútur, eða þar til þær eru fallega brúnar og meirihlutinn af fitunni hefur bráðnað af þeim. Snúðu þeim þá við og steiktu þær í 1-2 mínútur en færðu þær þá í eldfasta mótið og settu þær í ofninn í um 12 mínútur, eða eftir þykkt. Helltu mestallri fitunni af pönnunni (geymdu hana, hún er mjög góð til steikingar). Skerðu perurnar í tvennt og steiktu þær við meðalhita, ásamt apríkósum eða gráfíkjum og hnetum, þar til perurnar hafa tekið lit. Settu andasoð og portvín í pott og láttu sjóða smástund. Þykktu með sósujafnara, hrærðu rjóma saman við og kryddaðu eftir þörfum. Taktu bringurnar út, settu þær á bretti og láttu standa í nokkrar mínútur. Hrærðu soðinu úr mótinu saman við sósuna. Skerðu svo bringurnar í sneiðar á ská og raðaðu þeim á fat, ásamt perum, apríkósum og hnetum. Dreifðu e.t.v. berjum yfir og berðu fram með sósunni, steiktum eða brúnuðum kartöflum og rauðkáli.

EFTIRRÉTTUR

Jarðarberjaís með sósu 300 g jarðarber, fersk eða frosin (og meira til að bera fram með ísnum) 1-2 msk sítrónusafi 6 eggjarauður 100 ml þunnt hunang 250 ml rjómi Maukaðu berin með sítrónusafanum. Þeyttu eggjarauður og hunang mjög vel saman og blandaðu svo jarðarberjamaukinu saman við með sleikju. Stífþeyttu rjómann og blandaðu honum gætilega saman við. Settu í form og frystu í nokkrar klukkustundir. Láttu ísinn mýkjast smástund áður en hann er borinn fram með meiri jarðarberjum og e.t.v. með jarðarberjasósu: Jarðarberjasósa: 250 g jarðarber, fersk eða frosin 2 tsk sítrónusafi 1-2 msk hunang eða sykur

Jarðaberjaís með sósu.

Skerðu berin e.t.v. í grófa bita. Settu þau í pott ásamt sítrónusafanum og hunanginu eða sykrinum og láttu malla rólega í nokkrar mínútur, þar til berin eru mjúk eða komin í mauk. Taktu þau af hitanum og láttu kólna.


2 01 7

Jólin mín

Jólin mín

Margrét Sigurðardóttir brottfluttur Króksari

Hreiðar Örn Steinþórsson Sauðárkróki

Langar í eitthvað gott úr kaupfélaginu

„Það eru engin jól nema baka nokkrar smákökur“ Jólin eru... skemmtileg. Hvað kemur þér í jólaskap? Að skreyta og hlusta á jólalög í útvarpinu. Hvert er besta jólalagið? Jólin koma. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Borða góðan mat og vera með fjölskyldunni. Hvað langar þig í jólagjöf? Ekkert sérstakt. Synir mínir sega að það sé erfitt að vita hvað eigi að gefa mér. Ég segi alltaf; ég veit það ekki, ég á allt sem mig langar í. Bakar þú fyrir jólin? Já, það geri ég. Það eru engin jól nema baka nokkrar smákökur eða þannig. Hver er uppáhaldsköku-

sortin þín? Piparkökurnar hennar Báru frænku. Þær

eru ómissandi um jólin.

Jólin eru... góður tími með fjölskyldunni. Hvað kemur þér í jólaskap? Jólaskapið kemur þegar rjúpurnar eru steiktar og ilmurinn berst um húsið. Hvert er besta jólalagið? Gott jólarokk með Baggalút. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Kíló af Nóakonfekti og ískaldur jólabjór með og góð jólamynd í sjónvarpinu. Hvað langar þig í jólagjöf? Vonandi eitthvað gott úr kaupfélaginu okkar. Bakar þú fyrir jólin? Að sjálfsögðu verða nokkrar

sortir teknar fyrir jólin Hver er uppáhaldsköku-

sortin þín? Sörurnar eru alltaf bestar

www.hsn.is

Ljós verða tendruð

Það verður jólastemning á Sauðárkróki laugardaginn 2. deseember Ljós verða tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi kl. 15:30. Jólatréð er að þessu sinni ræktað í heimabyggð. Mætum hress og kát í aðventustemninguna á Króknum! Áramótabrennur í Skagafirði á gamlárskvöld

HOFSÓS Kveikt verður í brennu á Móhól kl. 20:30. Flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Grettis kl. 21:00. HÓLAR Kveikt verður í brennu sunnan við Víðines kl. 20:30. Flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Grettis kl. 21:00. SAUÐÁRKRÓKUR Kveikt verður í brennu kl. 20:30. Flugeldasýning Skagfirðingasveitar kl. 21:00. VARMAHLÍÐ Kveikt verður í brennu við afleggjarann upp í Efri-Byggð kl. 20:30. Flugeldasýning Flugbjörgunarsveitarinnar kl. 21:00.

Sveitarfélagið Skagafjörður óskar íbúum Skagafjarðar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Jóladagatal Skagafjarðar er á www.skagafjordur.is

13


14

2 01 7 Skrifborðið hjá Bjarna Har

Strandgóss sem varð innlyksa á Sauðárkróki Á kontórnum hjá kaupmanninum síunga á Sauðárkróki, Bjarna Haraldssyni, er forláta Páll Friðriksson skrifborð sem vekur athygli þeirra er þangað koma. Ekki bara að það sé gamalt og sérlega traust heldur fanga skjólborð á hliðum, sem alla jafna sjást ekki á skrifborðum, augu gesta. Tilgangurinn er augljós þegar saga borðsins er skoðuð. VIÐTAL

„Ég heyrði föður minn segja, oftar en einu sinni, frá uppruna þess. Það var staðsett í skipi sem sökk við Skagaströnd. Einhver maður, sem ég kann ekki deili á, kemur með það hingað og leitar að fari fyrir það til Siglufjarðar. Það fór ekkert lengra því það voru engar ferðir sem hentuðu,“ segir Bjarni þegar hann rifjar upp sögu borðsins. Haraldur Júlíusson, faðir Bjarna og stofnandi verslunarinnar, kaupir skrifborðið til eigin nota. Fyrstu árin segir Bjarni það líklega hafa verið húsmubla því verslunin var ekki sett á fót fyrr en árið 1919. „Ég veit ekki hvar hann hafði skrifborðið fyrst, þar sem það var aldrei rætt. En það varð hér innlyksa og ég man ekki eftir öðru borði á skrifstofunni, segir Bjarni. Bjarni segir skrifborðið sterkbyggt og frábrugðið öðrum skrifborðum að nokkru leyti. „Þar sem það var haft um borð í skipi eru nokkuð háir listar á

hliðum og baki, sem áttu að koma í veg fyrir að pappír og aðrir hlutir dyttu fram af í veltingi út á sjó. Þetta er ágæt mubla með margar hirslur.“ Bjarni hlær er hann er spurður að því hvort það hafi geymt mörg leyndarmál og margar milljónir. „Segjum það!“ svarar hann kankvís.

Strand Láru Á heimasíðu Skagastrandar er hægt að nálgast frásögn Guðrúnar Teitsdóttur (d. 17.6.1978) ljósmóður í Árnesi af strandinu en hún var farþegi með skipinu í þessari síðustu ferð Lauru. Fleiri frásagnir Guðrúnar eru aðgengilegar á ljosmodir. wordpress.com/amma-hefur-ordid. „Haustið 1909 fór ég til Akureyrar til að læra að sauma. Ég hélt til hjá Valgerði Ólafsdóttur frænku minni. Hún bjó hjá syni sínum Halldóri. Hún kom mér fyrir hjá konu sem kenndi saumaskap. Og

Bjarni á kunnuglegum stað, sitjandi við skrifborðið á kontórnum. MYND: PF

Millilanda- og strandferðaskipið Laura á strandstað á Bótinni í mars 1910. Allir björguðust en skipið brotnaði á strandstað því ekki tókst að draga það á flot aftur. Í baksýn sér í norðanverðan Höfðann. MYND: LJÓSMYNDASAFN SKAGASTRANDAR/ EVALD HEMMERT.

var ég þar í 6 mánuði. Mig langar mjög mikið til að læra dönsku því frænka mín var alltaf að lesa dönsku. Kom hún mér þá fyrir hjá Jórunni Sigurðardóttur sem hafði kvennaskóla og tók hún mig í dönskutíma og hafði ég gott af því. Svo fór ég heim í mars með gömlu Láru. Gekk það allt vel þar til við komum inn í Húnaflóa. Þar var hríðarveður. Stýrimaður kom inn til okkar stúlknanna um morguninn og sagði okkur að við skyldum liggja í rúminu þar til við kæmum til Skagastrandar um hádegisbil. Kojurnar okkar voru inn af matsalnum en í honum sátu 13 Fransmenn sem höfðu brotið skip sitt fyrir austan land og voru nú á leið suður. Svo þegar skipið fór að taka niður þá fór að heyrast í körlunum og bar mest á orðinu „malestia“ sem mér var sagt að væri svart blótsyrði og er það eina orðið sem ég kann í frönsku. Við þurftum

að drífa okkur í fötin því skipið hallaði gífurlega. Og fórum upp á þiljur þá var skipið strandað og hvítfrissandi bárur allt í kring. Við sáum til lands framundan og okkur var sagt að við hefðum strandað fyrir utan höfðann á Skagaströnd. Svo voru settir út tveir bátar og vorum við stúlkurnar settar ofan í annan bátinn ásamt öðrum. Og kom fyrsti stýrimaður og settist undir stýrið svo var lagt af heimleiðis. Ferðin tók klukkutíma og var það köld ferð. Við komumst upp í víkina fyrir sunnan Hólanes og brutumst þar upp í gegnum mikla skafla. Svo var mér fylgt út á bæ til móðursystur minnar, Maríu að nafni, og bjó hún í Viðvík. Hún var móðir Gísla sem var faðir Snorra og Snorri er faðir Gísla sem þú þekkir. Fékk ég þar ágætis viðtökur og var þar um nóttina.“


2 01 7

Gleðileg jól og farsælt nýtt ár Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða!

SÖLUTURN

in!

Verið velkom

Þökkum frábærar viðtökur á kjúklingunum og minnum á samlokurnar okkar og tilboðin góðu SKAGFIRÐINGABRAUT 29 - S: 453 6666

Upp á toppinn með

NÝPRENT ehf.

ostinn

MOZZARELLA

GOTTI

RIFOSTUR

Íslenski Mozzarella osturinn er framleiddur úr kúamjólk og hefur verið leitast við að ná hinum sönnu Ítölsku bragðgæðum. Mozzarella er ferskur ostur geymdur í saltlegi og er ýmist notaður eins og hann kemur fyrir eða í matargerð, t.d. á pizzur.

Gotti er mjög bragðmildur og mjúkur ostur en auðskeranlegur. Osturinn er góður fyrir börn og þykir þeim hann mesta lostæti. Þessi ostur hentar afar vel á grill og í heita rétti því hann bráðnar vel og fallega.

Ostablanda, sérstaklega ætluð fyrir pizzur. Milt bragð, góðir bræðslueiginleikar og teygjanleiki eins og fagmenn kjósa helst. Pizzaostur er blanda af Mozzarella og Maribó osti.

SVEITABITI Skagfirskur Sveitabiti er einstaklega mjúkur ostur og mun mýkri en sambærilegir fastir brauðostar sem eru á markaðnum í dag.

Mjólkursamlag KS

Skagfirðingabraut 51

550 Sauðárkróki

& 455 4600

Fax 455 4601

www.ks.is

15


16

22010177

Handverkskonan Dóra

Málar bæði á kerti og kort

bb b

Í hugum margra eru kertaljós ómissandi hluti af jólastemningunni og ekki skemmir nú fyrir að kertin séu fagurlega skreytt og augnayndi. Falleg kerti eru líka tilvalin til gjafa og hvað er þá skemmtilegra en íslensk kerti með íslensku handverki. VIÐTAL

Fríða Eyjólfsdóttir

Listakot Dóru er rekið á bænum Vatnsdalshólum í mynni Vatnsdals. Þar býr listakonan Hólmfríður Dóra Sigurðardóttir ásamt eiginmanni sínum og í stofunni á bænum hefur hún vinnustofu sína þar sem hún málar á kerti og kort og ýmislegt fleira ef tími gefst til. Blaðamaður leit við hjá Dóru í þvi skyni að kynna sér örlítið framleiðsluna hjá henni. Kertin hennar Dóru eru öll handmáluð fríhendis og hún fæst að mestu við að mála jólamunstur. Hún hefur í mörg ár selt kerti til Jólagarðsins í Eyjafjarðarsveit en nú orðið fást kertin hennar líka í Sjafnarblóminu á Selfossi, Hitt og þetta handverk á Blönduósi og í Litlu jólabúðinni í Reykjavík. Fyrir jólin fer Dóra líka á markaði í nágrenninu og selur vöru sína. Upphafið að kertamáluninni var að fyrir 25 árum bað kertaverksmiðja, sem starfaði á Borðeyri, hana um að prófa að mála á kerti sem þar voru framleidd. Sú verksmiðja starfar ekki lengur en Dóra segist eingöngu mála á íslensk kerti frá verksmiðjunni

Heimaey í Vestmannaeyjum sem séu langbestu kertin þar sem þau brenni jafnt og vel, auk þess sem hún vilji styrkja íslenska framleiðslu. Hún segist setja þau skilyrði ef komið sé með kerti til hennar að þau séu íslensk, nema um sé að ræða fermingarkerti eða eitthvað slíkt sem fólk óskar eftir að fá málað á en þá taki hún enga ábyrgð á því hvernig kertin brenna. Dóra notar sérstaka liti sem ekki kviknar í til að mála á kertin og það tók hana langan tíma og mikla rannsóknarvinnu að finna út hvaða málning væri best. Úrvalið af kertunum er mikið og mikill fjöldi mynstra. Dóra segist vera með yfir 40 munstur og mörg þeirra séu útfærð í ýmsum litum, allt eftir því hvernig grunnurinn sé. Hún málar m.a. á aðventukerti, myndir sem tákna hvern sunnudag aðventunnar og lætur fylgja með leiðbeiningar um heiti kertanna og í hvaða röð þau komi. Svo útbýr

b bb

b b b eiginmaðurnn umbúðirnar um kertin. En það eru ekki bara kertin sem Dóra framleiðir. Einnig málar hún kort fyrir ýmis tækifæri og er nýbyrjuð að mála jólakort eftir að verslun á Blönduósi óskaði eftir því. Hún er líka lærður skrautskrifari og tekur að sér að skrifa á kort fyrir fólk og svo útbýr hún líka kort

sem pakkaskraut fylgir. Þá hefur Dóra afskaplega gaman af að að mála málverk og hefur m.a. haldið samsýningu með dóttur sinni á Hvolsvelli og er með verk til sýnis á Hótel Selfossi. Hægt er að skoða verkin hennar Dóru á Facebook-síðunni Listakot Dóru.

Jólamarkaður í Árgarði 9. desember.

Alls konar dýrindis varningur og handverk til sölu, kaffi og vöfflur með rjóma á 1000 kr. Frítt fyrir 12 ára og yngri.

Opið frá kl. 14 - 18. Höfum gaman saman.

Kvenfélag Lýtingsstaðahrepps Guðbjörg Elsa tekur við pöntunum á söluborðum í síma 867 7280 eftir kl.16 alla daga, verð fyrir borð, 1500 kr.

Sendum starfsfólki og viðskiptavinum nær og fjær okkar bestu

jóla- og nýárskveðjur


2 01 7

17

Heimilispakkinn Sjónvarp Símans Premium

Sjónvarpsþjónusta Símans

11 erlendar sjónvarpsstöðvar

13.500

TVIST 10838

Gerðu jólin enn betri með heimilispakkanum

kr./mán.

Sjónvarp Símans Appið

Endalaus heimasími

Netið 250 GB

Pantaðu Heimilispakkann í síma 800 7000 eða opnaðu Netspjall á siminn.is

TVIST 10074

Línugjald ekki innifalið. Verð frá 3.200 kr./mán.


18

2 01 7

Þorvaldur og Kristín á Reykjaskóla

Það er allt í lagi að skipta um skoðun Kristín og Þorvaldur. MYNDIR ÚR EINKASAFNI

Nýlega settust ung hjón að á Reykjaskóla í Hrútafirði ásamt fjórum börnum sínum, þau Kristín Guðmundsdóttir, vefhönnuður Fríða Eyjólfsdóttir hjá Dóttir vefhönnun, og Þorvaldur Björnsson sem er kokkur í Skólabúðunum á Reykjaskóla. Í þætti Feykis, Áskorendapennanum, í haust lýsir Kristín því hvernig lífið tók skyndilega U-beygju og eftir að hafa búið í Kaupmannahöfn um árabil fann hún að hún yrði að komast aftur heim í Húnaþing. Blaðamaður Feykis lagði leið sína í Hrútafjörðinn og heimsótti fjölskylduna. VIÐTAL

Kristín er Reykvíkingur en flutti á Hvammstanga með móður sinni árið 1991 þegar hún var í 9. bekk. Þorvaldur er ættaður úr Víðidalnum en uppalinn á Hvammstanga þar sem hann bjó þar til þau Kristín fluttu suður, árið 1997. Kristín fór í skóla en segir að þar sem hún var alltaf að skipta um skoðun og námsbraut hafi henni aldrei tekist að klára stúdentspróf. „Mér tókst aldrei að útskrifast sem neitt ákveðið þó ég sé með nógu margar einingar. Það verður sjálfsagt ekkert úr því úr þessu, ég er búin að taka diplómanám úti, svo ég held það hafi ekkert upp á sig að fara að ljúka stúdentsprófi. En ég var alltaf að reyna að klára eitthvað og prófa eitthvað á þessum tíma.“ Þegar Þorvaldur og Kristín áttu von á öðru barni sínu árið 2002 fluttu þau aftur á Hvammstanga þar sem þau bjuggu til ársins 2007 þegar ákveðið var að taka stefnuna út

fyrir landsteinana og flytja til Kaupmannahafnar. Og hvað dró ykkur þangað? „Forvitni að einhverju leyti,“ segir Kristín. „Og kannski meiri möguleiki á námi fyrir þig,“ bætir Þorvaldur við. „Ég sótti um skóla þarna en komst ekki inn í hann svo ég fór bara að vinna,“ segir Kristín. „Svo lætur þetta mann aldrei í friði einhvern veginn. Ég ætlaði í hönnun og endaði með að fara í margmiðlunarhönnun í

Tækniskólanum í Kaupmannahöfn.“ „Ég fór í ótrúlega merkilegt starf,“ segir Þorvaldur glottandi þegar blaðamaður spyr út í hvað hann hafi tekið sér fyrir hendur. „Það er svona þegar maður er í útlöndum og ekki með vinnu. Ég ætla ekki að segja að ég hafi logið til um kunnáttu mína, en allt að því. Ég fór í vinnu hjá íslenskri konu sem rekur gistiheimili þar og réð mig þar sem smið. Hún vissi samt að

Sunneva Eldey, Guðmundur Steinar og Sindri bregða á leik.

ég var ekkert menntaður en ég vissi ekkert hvað ég var að gera þannig að það var bara hoppað út í algjöra vitleysu. Ég man að fyrsta daginn þá var ég að brjóta upp gólf og flota það og ég hafði ekki nokkra hugmynd um hvað ég var að gera, en það gekk allt upp. Ég var þar í ár og við gerðum upp gistiheimili og það var bara ótrúlega magnað og merkilegt. Svo fór ég í Hótel og restaurantskólann þar á eftir að læra kokkinn. Ég kláraði hann ekki alveg því þegar á reyndi þurfti maður náttúrulega að fara að vinna.“ „Við erum einhvern veginn alltaf svona fólk með fullt af börnum svo það getur enginn ætlað að fara bara að læra og ekki vinna neitt, það verða annað hvort að vera námslán

Húnvetnskur himinn.

eða aukavinna,“ segir Kristín en börn þeirra eru fædd 2001, 2002, 2006 og 2013 þannig að þegar þau fluttu út voru börnin orðin þrjú. „Nemalaunin voru svo léleg og langar vinnuvikur, 50-60 tímar fyrir hálf laun, og ég var ekki alveg til í það,“ segir Þorvaldur. „Þá fór ég að vinna á veitingastaðnum Laundromat og var þar í 6 eða 7 ár, bæði þar og líka hér heima í Austurstræti og svo aftur úti þegar við fluttum aftur þangað.“

Varð „óvart“ yfirkokkur

Þorvaldur og Kristín komu svo heim og bjuggu í Keflavík í eitt ár en fluttu þá aftur til Danmerkur. Eftir að hafa byrjað aftur að vinna á


2 01 7 Laundromat fann Þorvaldur að hann var orðinn verulega þreyttur á því og leitaði fyrir sér með aðra atvinnu. „Maður fer að hugsa; hvað getur maður gert, og þá kemur aftur að því: „Ég ætla ekki að segja að ég hafi logið...“ aftur það sama. Þá fór ég á allt öðruvísi veitingastað, Wulff og Konstali, mun meira krefjandi og fínni og allt önnur matargerð. Ég hélt að ég væri að ráða mig sem venjulegan kokk en svo kom í ljós að þeir voru ráða mig sem yfirkokk. Eftir einn og hálfan mánuð var mér sagt að ég yrði næsti yfirkokkur. Það var rosalegur rússibani, stress og kvíði og allur pakkinn. En gaman og lærdómsríkt, og gekk ótrúlega vel, alveg eins og að flota gólfið.“ Í þeirri vinnu var Þorvaldur næstu tvö árin og byrjaði á að ráða fullt af Íslendingum. „Þeir eru duglegir, allt öðru vísi starfskraftur og samviskusamari en Danirnir,“ segja þau, „maður fær svolítið á tilfinninguna að þeim sé alveg sama um hlutina af því að þeir eiga ekki fyrirtækið. Þeir hugsa um sjálfa sig fyrst og það er spurning hvort það sé kostur eða galli. Ef þeir eiga að hætta klukkan 3 þá hætta þeir klukkan 3, sama hvað er. Íslendingurinn mundi frekar vera áfram ef með þarf og setja allt sitt líf á bið. Svo það er spurning hvað sé betra, það þarf auðvitað alltaf einhver að gera það sem þarf að gera og þá er verið að kasta vinnu yfir á einhvern annan. En þetta er topp fólk auðvitað en allt öðruvísi hugsunargangur. En atvinnurekendum líkar vel við Íslendinga, hann vildi bara fá Íslendinga þegar ég var að hætta,“ segir Þorvaldur. Kristín kláraði skólann og útskrifaðist 2010 og var að vinna freelance smá tíma eftir það en hjá Vodafone meðan þau bjuggu hér heima og svo hjá Kosmos og Kaos. En eftir að fjórða barnið fæddist fóru að hrúgast inn verkefni. Kristín segist nú ekki hafa verið á leiðinni að fara út í sjálfstæðan atvinnurekstur. „Svo ákváðum við allt í einu að fara út aftur, ég upplifi þetta bara þannig að það hellist yfir okkur að fara að gera einhverja hluti, en allt frá 2012 hef ég verið sjálfstætt starfandi vefhönnuður og það hefur verið brjálað að gera. Og þó ég hafi verið úti í Kaupmannahöfn eru 95% af mínum viðskiptavinum Íslendingar sem segir dálítið mikið um það hvernig hlutirnir hafa breyst á stuttum tíma upp á samskipti að gera, það stendur ekkert í fólki að geta ekki hitt mig

Gæðastundir fjölskyldunnar.

augliti til auglitis. Það skiptir engu máli í flestum tilfellum,“ segir Kristín sem fæst helst við vefhönnun fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem eru með einhverja starfsemi. Kristín er með skrifstofu á Hvammstanga og slóðin á vefinn hjá henni er http://dottirwebdesign.is/.

Ferðalagið búið En hvað kom til að þið komuð svo aftur heim?

Kristín svarar að bragði: „Bara löngun til að vera nálægt fólki, okkar fólki, fjölskyldunni.“ „Það byrjar þannig og svo þegar maður fer að hugsa um það að flytja aftur heim verður það að svona óstöðvandi þrá einhvern veginn,“ bætir Þorvaldur við. „Þetta er líka svo skrítið,“ segir Kristín, „svona hálfu ári áður þá hefði það ekki hvarflað að okkur að við værum að fara að flytja heim. Við héldum að úr því að við fórum aftur út þá

myndum við vera þar áfram. En svo gerist þetta einhvern veginn.“ „Það var eins og þessi tími væri bara búinn, maður væri búinn að vera í ferðalaginu og þyrfti að koma heim aftur og það hvarflaði aldrei að okkur annað en að koma hingað norður,“ segir Þorvaldur og Kristín tekur undir. „Foreldrar mínir búa í Reykjavík en ég bara þrái ekki ys og þys og læti núna,“ segir hún. Það hlýtur óneitanlega að vera dálítill munur á að búa í stórborginni Kaupmannahöfn og að vera nánast eina fólkið sem hefur búsetu alla vikuna á Reykjaskóla, ekki satt? „Það stóð auðvitað alltaf til að flytja á Hvammstanga og það var fyrsta sjokkið að við gætum kannski ekki flutt heim þar sem það lá ekkert húsnæði á lausu og biðlistar eftir því,“ segir Þorvaldur. „Svo fór maður í atvinnuleit og ég hringdi í Kalla [skólastjóra í Skólabúðunum á Reykjaskóla] og athugaði hvort það væri hægt að fá leigt og þá spurði hann mig hvort ég kæmi ekki bara að elda.“ „Þetta er einhvern veginn þannig með svo margt sem við höfum tekið okkur fyrir hendur,“ bætir Kristín við, „þetta púslast allt svona saman, við þurftum ekki að hafa fyrir neinu, eitt símtal og það var bara komið bæði húsnæði og vinna.“ Þorvaldur vill þó meina að í fyrstu hafi þetta ekki virst neitt sérlega góð hugmynd því stefnan hafi alltaf verið að búa á Hvammstanga. „Við vissum ekki að okkur gæti þótt gott að vera svona fyrir utan bæinn en svo þegar við vorum komin þá var þetta bara alveg geggjað,“ segja þau. „En svo á nú eftir að reyna á það hvernig mér finnst að keyra í vetur,

það er ég sem þarf að keyra á Hvammstanga, með elsta strákinn í dreifnámið og yngsta í leikskólann,“ segir Kristín. Var fólk ekkert hissa á að þið skylduð bara kúvenda og koma heim? „Fólk er náttúrulega vant því að við tökum upp á alls konar hlutum. Mamma varð náttúrulega alveg himinlifandi,“ segir Þorvaldur. „Fólk er svolítið að spyrja hvort þetta séu ekki stórkostleg viðbrigði en við erum auðvitað ekki fædd og uppalin úti, við erum fædd og uppalin hér þannig að það eru engin rosaleg viðbrigði fyrir okkur að koma hingað,“ segir Kristín, „en það er það fyrir eldri krakkana okkar, aðeins stirt og maður skilur það vel, þau eru ekki komin með neina fasta vini þannig. En þau eiga náttúrulega ekki eftir að vera svo mikið hér því þau eru í 1. bekk framhaldsskóla og í 10. bekk.“ En saknið þið ekki Kaupmannahafnar? „Jú, líka, á einhvern máta,“ svarar Kristín. „Okkur líkaði ekkert illa þar þó við vildum koma heim, maður saknar þess ekki beint en manni þykir vænt um Kaupmannahöfn og það væri gaman að fara þangað aftur,“ segir Þorvaldur og Kristín samsinnir og bætir við: „Mér finnst dálítið erfitt hvað það verður rosalega dimmt hérna og svakalega lengi og mjög kalt, en það er líka oft alveg skítaveður þarna úti eins og tvö, þrjú síðustu sumur. En mér finnst bara það að á morgnana birti til og svo komi myrkur á kvöldin frábært, það er voðalega fínn rhytmi finnst mér. Það er það sem ég mun sakna mest, og að í mars þá er veturinn bara búinn og maður finnur það en ekki að það séu þrír mánuðir eftir.“ „Ef það kemur sumar,“ bætir Þorvaldur stríðnislega við.

Fjölskyldan, sitjandi í sófa talið frá vinstri Guðmundur Steinar, Sunneva Eldey, Þorvaldur með hvolpinn Flóka. Að framan eru Sindri, Kristín og Arna Sóley. MYND: FE

19

Söknuðu jólaboðanna

Þar sem jólin eru á næsta leiti liggur beint við að spyrja hver sé helsti munurinn á jólunum hér og úti? „Við upplifðum auðvitað bara okkar íslensku jól, en samt svona hægt og rólega var ýmislegt að breytast hjá okkur, eins og skógjafirnar. Danir gefa aðventugjafir, einungis fjórar gjafir,“ segja þau og eru sammála um að það sé mun skemmtilegri siður þar sem þá sé hægt að hafa gjafirnar aðeins veglegri. „Eins og hjá okkur,


20

2 01 7

meðan þau voru öll lítil, voru þetta 4x13 gjafir, okkur finnst það alveg yfirdrifið til viðbótar við jóladagatal og jólagjafirnar.“ Þorvaldur og Kristín segja að undirbúningur jólanna sé svipaður hjá Dönum og okkur. Þeir byrji mjög snemma að skreyta, reyndar sé minna um aðventuljós, en þeir skreyti líka mjög mikið eins og við. Það sem helst sé frábrugðið er að Daninn hefur gjarnan jólatréð uppi frá byrjun desember en hendir því svo út á annan í jólum og danskar fjölskyldur syngi og dansi kringum jólatréð sem flestir hér heima eiga að venjast að sé aðeins gert á jólaböllum. En tókuð þið upp einhverja svona danska siði hjá ykkur? „Nei, ekki nema þetta með aðventugjafirnar. Annars finnst mér, og það er ekkert endilega eitthvað danskt, bara það sem hefur breyst hjá manni sjálfum í gegnum tíðina er að ég vil alls ekki hafa einhverja ringulreið,“ segir Kristín. „Ég panta jólagjafirnar á netinu eins mikið og ég get, ég vil helst ekki vera að fara mikið í verslanir af því þar er bara svo margt fólk. Og okkar jólahefð er líklega helst að hafa ekki það sama í matinn og var í fyrra, kannski prufa eitthvað nýtt. Við erum ekki svona háð því að það komi ekki jól nema hafa malt og appelsín.“ Þorvaldur heldur að ástæðan geti verið sú að fjölskyldan var oft bara ein á jólum úti. „Við vorum líklega alveg að koma að því að fara að taka upp nýja siði, opnari fyrir því með aldrinum.“ „Stærsti gallinn var að það voru engin jólaboð,“ segir Kristín, „það erfiða við að

Framtíðin er björt.

Kristín með börnin fjögur.

búa ekki nálægt fjölskyldunni er að hátíðisdagar og afmæli eru einmanalegri. Krakkarnir þekkja ekkert að það sé eitthvert fjölskylduafmæli, það erum bara við, bara morgunkaffi með einhverju góðu meðlæti og pökkum. En erfiðast er þó ef eitthvað kemur upp á að hafa ekkert bakland til að leita til.“

Allt hefur sinn tíma Það er óvíst hvað framtíðin ber í skauti sér og fjölskyldan veit ekki hvort þau eru komin heim til að vera. Þau segjast hafa lært það af öllum þessum flutningum að maður tekur bara ákvarðanir fyrir líðandi stund og svo hefur allt sinn

tíma og það er engin leið að spá fyrir um hvað verður. Þorvaldur segir þó að planið sé að vera áfram í Hrútafirðinum næsta vetur enda líkar honum vinnan við skólabúðirnar vel og þykir gaman að elda ofan í krakkana sem séu mjög þakklátur hópur, „en svo má maður skipta um skoðun ef maður vill.“ „Það er frelsandi að finnast maður vera frjáls að því að skipta um skoðun án þess að vera hræddur við hvað fólk segir,“ bætir Kristín við. „Mér hefur alltaf fundist það vera vaxandi kostur að geta ákveðið eitthvað bara fyrir mig í mínu lífi án þess að hafa áhyggjur af að fólk tali, það hefur líka kannski borið okkur hingað og þangað sem ég hefði ekki viljað missa af. Hvorki hvað varðar búsetu eða atvinnu eða tækifæri fyrir krakkana eða neitt.“ Og Þorvaldur bætir við: „Svona hefur þetta alltaf verið, kannski stundum farið aðeins of hratt.“ „Já, kannski,“ segir Kristín, „sumir vilja kalla þetta rótleysi, að geta ekki verið kyrr einhvers staðar, en það fer eftir því hvað maður gerir við það, hvort það sé kostur eða galli.“ Kristín hefur fleiri járn í eldinum en vefsíðuhönnunina en hún heldur úti vefverslun með garn (https://vatnsnesyarn. is/) sem hún flytur inn og litar sjálf. „Ég hef alltaf verið svolítið flækt í garn en ég byrjaði síðasta vetur að lita og það er bara það skemmtilegasta sem ég geri í dag,“ segir hún. Kristín vill ekki gera mikið úr vandanum við litunina en Þorvaldur segir að þetta líkist nú einhverri tilraunastofu hjá henni, grímur

og sprautur og margir pottar og allt á fleygiferð. Meira að segja þurfi hún að vita hvað hver dropi af lit sé þungur en Kristín segir að það sé nauðsynlegt til að hún geti náð að blanda sama litinn aftur. Þegar innt er eftir frístundastarfi hjá þeim hjónum kemur greinilega í ljós að þar er af ýmsu að taka. Þau voru í hópi þess unga fólks sem á sínum tíma áttu upphafið að unglistahátíðinni sem nú ber nafnið Eldur í Húnaþingi og segja það hafa verið alveg frábæra reynslu. Nú er Kristín komin í kirkjukórinn og í tónlistaskólann í áframhaldandi þverflautunám og einnig í leikfélagið sem um miðjan desember ætlar að frumsýna á Íslandi verk sem hefur fengið íslenska nafnið Hérumbil, Húnaþingi. Þorvaldur segist hins vegar lítinn tíma hafa utan vinnunnar þar sem vinnudagurinn sé fram á kvöld. „Það frábærasta við svæðið hér í Húnaþingi er hvað það er alltaf mikið um að vera, virkilega virkt félagslíf,“ segja þau. „Okkur fannst mikið erfiðara að taka þátt í félagslífi á stærri stöðum eins og í Reykjavík eða Kaupmannahöfn.“ Nú er liðið langt á daginn og framundan hjá fjölskyldunni er árshátíð hjá Grunnskólanum á Hvammstanga. Blaðamaður þakkar fyrir sig og heldur á braut, fullviss um það að það hafi verið góður fengur fyrir Húnaþing að fá þetta kraftmikla fólk aftur á heimaslóðir.


2 01 7 Bókaútgáfur tengdar Norðurlandi vetra

Lafleur-útgáfan

Íslenskar ævisögur eru sígildar í jólapakkann

Sögur Soffíu í sama klassa og hjá eiginmanninum

RÚNA – ÖRLAGASAGA eftir Sigmund Erni Rúnarsson

SVAR SOFFÍU eftir Soffíu Tolstaju og Leó Tolstoj

Bók Sigmundar Ernis Rúnarssonar, Rúna örlagasaga, segir frá sigrum Rúnu Einarsdóttur sem ólst upp í fásinni og náttúrufegurð í Svínadal í Húnavatnssýslu, eins og segir í kynningu. Rúna náði hæstu hæðum glæsilífs en líka dýpstu dölum tilverunnar. Hér segir ekki einungis frá sigrum Rúnu heldur líka konunni á bak við glansmyndina, einsemd hennar og sorgum, konunni sem á tímabili fannst eins og öll sund væru lokuð.

Lafleur útgáfan á Sauðárkróki stendur fyrir útgáfa tveggja bóka fyrir þessi jól. Annars vegar er um smásögur að ræða og hins vegar þýðingar. Smásögurnar fjalla að nokkrum hluta um eða gerast í handanheimum, sem fólk hefur mikinn áhuga á. Benedikt Lafleur segir að sú sem skrifi smásögurnar, Ingibjörg Elsa Elsa Björnsdóttir, eigi einnig stóran hluta í bókinni Svar Soffíu. Benedikt segir að þar sé um bókmenntaviðburð að ræða þar sem bókin innihaldi þrjár nóvellur; tvær eftir Soffíu Tolstaju, eiginkonu Leó Tolstoj, sem lágu í þagnargildi í 100 ár, og síðan Kreutzer sónötu Leós. „Ekki var ætlast til þess að konur skrifuðu mikið á þessum tíma og ekki mátti skyggja á Leó Tolstoj, sem er einn mesti skáldajöfur allra tíma,“ segir Benedikt. „Mér finnst þessar sögur Soffíu alveg vera í sama klassa og hjá eiginmanninum, og jafnvel betri. Það eru þvílík gæði á þessum sögum. Tildrög þessara sagna er Kreutzer sónata Leos Tolstoj. Hún var mjög umdeild og bönnuð í Rússlandi í upphafi en konan hans, Soffía, fór á fund ráðamanna til að freista þess að fá banninu aflétt,“ segir Benedikt. Það tókst og banninu var svo aflétt með þeim skilmálum að hún yrði gefin út í stórri heildarútgáfu sem enginn hefði efni á að kaupa. „Þeim skjátlaðist hrapalega því bókin seldist vel og varð vinsæl en um leið umdeild,“ segir Benedikt. „Ég vil endilega reyna að vekja athygli á þessu með tilliti til allra þeirra mála sem eru að koma upp núna, kynferðislega áreitni. Þetta er akkúrat það sem Leó tekur á í bók sinni og svo Soffía sem skrifar sögur sem svar við Kreutzer sónötu eiginmannsins. Þess vegna heitir bókin Svar Soffíu.“

LEIÐIN FRÁ LANGANESI SUÐUR Í HÖF OG HEIM AFTUR eftir Sölva Sveinsson Eins og sagt er frá annars staðar í Jólablaðinu þá gefur Króksarinn, Sölvi Sveinsson, út tvær bækur fyrir þessi jól og er sagt frá bókinni Gleymdur og geymdur orðaforði á bls. 9. Síðari bókina, Leiðin frá Langanesi suður í höf og heim aftur, skráði Sölvi. Hún fjallar um viðburðaríka ævi Jóns Eggertssonar sem fæddist og ólst upp á Þórshöfn en starfaði víða, m.a. á norsku tankskipi. Heim kominn settist Jón að í Borgarnesi og rak þar efnalaug og verslun um árabil.

Karlakórinn Heimir

Karlakórinn Heimir óskar Skagfirðingum og öðrum velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökkum fyrir stuðning liðinna ára

Hátíð um áramót

Valmar

Miðaverð kr.4.000

Stebbi

Tom

Biggi

Forsala aðgöngumiða í Blóma- og gjafabúðinni á Sauðárkróki og í KS Varmahlíð

NÝPRENT ehf.

Óskar

Tónleikar okkar verða í Menningarhúsinu Miðgarði föstudaginn 29. desember næstkomandi kl. 20:30

tt Fjölbrey mtileg og skem nda! rá að va efnissk SÓKNARÁÆTLUN NORÐURLANDS VESTRA

www.heimir.is

21


22

2 01 7

Kökur að hætti Kiwaniskvenna Bakað, blandað og grafið Það eru stelpurnar í Kiwanisklúbbnum Freyju MYNDIR í Skagafirði sem sjá um Óli Arnar Brynjarsson uppskriftir Jólafeykis að þessu sinni. Klassískar kökur í bland við grafna rjúpu og framandi jólaglögg er á boðstólum og að sjálfsögðu ís í eftirrétt. UMSJÓN

Páll Friðriksson

Kiwanisklúbburinn Freyja samanstendur af konum í Skagafirði sem vilja vinna saman að góðum málefnum sem snúa að börnum í nærsamfélaginu og öllum heiminum

Möndlugrautur

Ísatvenna Ragnheiðar

6 msk. flórsykur 2 tsk. vanillusykur

Þeytt vel saman.

Þeytt vel saman.

6 dl rjómi, þeyta 4 dl Bismark brjóstsykur, mulinn í matvinnsluvél

1 tsk. vanilludropar 5 dl rjómi, þeyta 100 gr. Toblerone

Blandað vel saman með sleif. Aðferð: Ísinn settur í form eða box og frystur. Uppáhaldsíssósan mín er Mars súkkulaði, brætt með smá rjóma. Hún er best volg.

Blandað vel saman með sleif. Bismark ís 6 eggjarauður

Anna Karítas Ingvarsdóttir Sighvatz Rommkúluterta Marengs: 3 eggjahvítur (ca 120 gr) 100 gr sykur 100 gr púðursykur 1 tsk lyftiduft 50 gr Rice Krispies Aðferð: Þessi uppskrift er fyrir

1 botn sem er ca 24x35 sm. Stífþeytið eggjahvíturnar við sykurinn. Myljið Rice Krispies og blandið því og lyftiduftinu varlega saman við. Þessu er síðan dreift í form (á álpappír) sem er u.þ.b. 24x35 sm eða á plötu (á smjörpappír). Bakist við 140° í 60 mín á blæstri eða við 150° með engum blæstri. Rjómafylling: 750 ml rjómi 2 msk flórsykur 1 msk vanilludropar 1 msk Stroh (valkvætt)

Margrét Viðarsdóttir Mömmukossar 125 gr sykur 250 gr sýróp 125 gr smjör 1 egg 500 gr hveiti 2 tsk. matarsódi ½ tsk. engifer 1 tsk. negull 1 tsk. kanill Aðferð: Hitið sykur, sýróp og

smjör í potti. Kælið vel og hrærið egginu saman við. Blandið þurrefnum út í. Hnoðið og setjið í kæli yfir nótt. Fletjið deigið frekar þunnt út og stingið út. Bakið

við 190°C þar til kökurnar verða millibrúnar eða í um 5-7 mínútur.

Rommkúlukrem: 75 ml rjómi 17 rommkúlur 75 gr rjómasúkkulaði 2 eggjarauður Aðferð: Hitið rjómann, bræðið

súkkulaðið og rommkúlurnar út í. Þegar súkkulaðið er alveg bráðnað, takið þá pottinn af og leyfið aðeins að kólna. Bætið síðan eggjarauðunum út í og hrærið vel. Samsetningin: Skerið u.þ.b. sjö rommkúlur og látið vökvann leka á annan marengsbotninn, saxið þær síðan og dreifið yfir. Raðið síðan bananasneiðum (ca 3-4 bananar) á botninn. Dreifið hluta af rommkúlukreminu yfir og smyrjið síðan rjómanum á. Setjið hinn botninn ofan á og dreifið kreminu yfir. Best er að borða þessa tertu mjög kalda.

Krem: 2 bollar flórsykur 1 eggjarauða 3 msk. smjör (mjúkt) 2 msk. rjómi ½ tsk. vanillusykur. Aðferð: Þeytið flórsykri og

eggjarauðu saman. Blandið smjöri, rjóma og vanillusykri saman við. Þeytið vel og smyrjið svo á kökurnar og búið til samloku.

Freyjur standandi frá vinstri: Oddný Ragna Pálmadóttir, Ólöf Sólveig Júlíusdóttir, Steinunn Gunnsteinsdóttir, Margrét Viðarsdóttir, Sigríður Regína Valdimarsdóttir, Anna Karítas Ingvarsdóttir Sighvatz, Birgitte Bærendtsen, Ragnheiður Ósk Jónsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Aldís Hilmarsdóttir, Herdís Káradóttir. Sitjandi frá vinstri: Sigríður Káradóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir.

Sigríður Káradóttir

Ragnheiður Ósk Jónsdóttir Toblerone ís 6 eggjarauður 1 bolli púðursykur 2 msk. flórsykur

– í góðum félagsskap með jákvæðni að leiðarljósi. Kjörorð Kiwanis er – Hjálpum börnum heims.

Birgitte Bærendtsen

Lúxus makrontoppar 4 eggjahvítur 3 dl (250 gr) sykur 7 dl (250 gr) kókosmjöl Rúsínur Auk þess hjúpsúkkulaði. Aðferð: Pískið eggjahvíturnar

í potti með gaffli. Blandið sykri, kókosmjöli og rúsínum saman við. Hrærið í

pottinum með trésleif við vægan hita þar til deigið er mjúkt og hangir vel saman. Mótið litla, eða stóra, toppa, og setjið á smurða plötu. Bakið við 175°C í 1520 mínútur. Látið kólna vel áður en súkkulaðinu er smurt á.

¾ l mjólk 1 dl hrísgrjón salt vanillusykur 4 dl þeyttur rjómi ½ dl möndluspænir 1 stór mandla Aðferð: Sjóðið saman mjólk og

grjón þar til grjónin eru mjúk, hræra mikið í, bæta við salti og vanillusykri í lok suðu og kæla svo grautinn vel. Hræra rjóma og möndluspæni saman við grautinn þegar hann er orðin kaldur, setja möndluna ofan í og setja grautinn í fallega skál. Gaman að skreyta grautinn með litríkum ávöxtum. Karamellusósa: 125 gr sykur 2 1/2 dl sjóðandi vatn 1 ltr rjómi

Aðferð: Bræða sykur á pönnu

við vægan hita og hella svo sjóðandi vatninu rólega samanvið, þegar lögurinn er alveg komin saman og orðin fallega brúnn þarf að kæla hann vel. Hræra svo þeyttum rjómanum saman við sykurlögin og bera fram með möndlugrautnum.

Njótið vel! „Þessi grautur er alltaf á borðum hjá mér á aðfangadag og er uppskriftin frá henni Fjólu föðurömmu minni komin. Ég beið allt árið eftir þessum dásemdar graut þegar við stórfjölskyldan komum saman á aðfangadag hjá ömmu og afa (Fjólu og Steindóri) og borðuðum rjúpur og möndlugraut.“


2 201017 7

Ólöf S. Júlíusdóttir Döðlugott

500 g döðlur, saxaðar smátt 250 g smjör 120 g púðursykur 150 g Kellogg‘s Rice Krispies 400 g Síríus rjómasúkkulaði 2 pokar Nóa lakkrískurl Aðferð: Döðlur og smjör brætt saman í potti. Púðursykurinn er bræddur með

þangað til döðlurnar eru orðnar mjúkar. Blandið Rice Krispies og lakkrískurli saman við og setjið í form í frysti í 10 mínútur. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Hellið yfir Rice Krispiesblönduna og frystið í um það bil 30 mínútur. Skerið í bita, berið fram og njótið.

Oddný Ragna Pálmadóttir Snjókarlinn Rjómatertubotnar, tveir litlir eða einn stór: 6 egg 200 gr sykur 200 gr hveiti 3 tsk lyftiduft Aðferð: Egg og sykur þeytt vel saman, hveiti og lyftiduft sigtað í hræruna. Bakist á 200°C í 10 mín. Þeyta ½ l rjóma og blanda t.d. 1 dós blönduðum ávöxtum saman við og setja á milli. Ég ákvað að ögra sjálfri mér aðeins og nota sykurmassa til að skreyta kökuna. Ég þurfti að nota þrjá rjómatertubotna til að ná að gera snjókallaandlit. Afar skemmtilegt hráefni og hægt að nota á kökur við öll tilefni. Sykurmassi - mömmur.is:: 1 poki Haribo sykurpúðar

1 kassi Dan Sukker flórsykur (aðeins meira ef þið litið massann) 2-2,5 msk. vatn palmínfeiti eða kókósolía til að smyrja áhöld og skálar gel-matarlitir Aðferð: Smyrjið áhöld, borð og

skálar vel með palmínfeiti. Setjið vatn og sykurpúða í djúpa glerskál bræðið í örbylgjuofni í u.þ.b. 2½ mín. Ef ætlunin er að lita massann er best að setja matarlitinn með vatninu annars hægt eftir á. Hrærið í blöndunni á 30 sekúndna fresti. Þegar sykurpúðarnir hafa bráðnað er flórsykri bætt út í blönduna og þessu hnoðað saman í höndum eða í hrærivél. Nota skal duftið TYLOSE til að herða sykurmassann í laufblöð, hatt og nef eða kaupa GUM-PASTE.

Eplasalat

3 græn epli 1 og ½ bolli græn vínber 2 og ½ dl rjómi 1 msk. sykur 150 gr sýrður rjómi 1 tsk. sítrónusafi Aðferð: Epli flysjuð og skorin

Grafin rjúpa m/ piparrótarsósu 4 rjúpnabringur, úrbeinaðar 1 dl gróft sjávarsalt ½ dl sykur 2 msk. dill 1 msk. ferskt rósmarin 4-5 lauf fersk salvía, söxuð smátt 1 msk. sinnepsfræ svartur pipar úr kvörn Aðferð: Skolið

bringurnar og þerrið. Leggið á gott fat. Blandið saman sykri og salti. Þekið vel yfir bringurnar báðum megin. Blandið saman öllum kryddunum og þekið jafnt yfir bringurnar. Þekið með plasti og látið standa í kæli, helst yfir nótt.

Skerið í þunnar sneiðar og berið fram með grilluðu snittubrauði eða kexi. Piparrótarsósa: 1 dós sýrður rjómi 3 msk. majónes 1 pakki piparrótarmauk 1 msk. sítrónusafi 1 msk. hunang 1 tsk. salt

„Á mínu heimili er lítið af sætabrauði um jólin en þeim mun meira af villibráð, ostum og skinkum. Rjúpan slær alltaf í gegn.“

Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir Spesíurnar hennar Sillu

Aldís Hilmarsdóttir Passar einstaklega vel með hamborgarhrygg. Tekur hámark 30 mínútur að útbúa.

Steinunn Gunnsteinsdóttir

í litla bita, vínber skorin í helminga. Rjómi þeyttur með sykrinum. Sítrónusafi hrærður út í sýrða rjómann og því svo blandað varlega við þeytta rjómann. Eplum og vínberjum blandað út í og fært í fallega skál. Ef vill má setja valhnetukjarna yfir til skrauts.

250 gr íslenskt smjör, lint en ekki brætt. 250 gr flórsykur 250 gr hakkaðar möndlur 250 gr hveiti 1 egg Aðferð: Allt hnoðað vel saman eða sett í hrærivél. Sívala lengjur búnar til úr deiginu

og kældar í ísskáp. Eftir kælingu, skorið í þunnar kökur og bakað á blæstri við 150–180°C, fer eftir bökunarofni, í 8–10 mín. Súkkulaðidropar settir til skrauts í hverja köku um leið og þær koma úr ofni. Kælt og skolað niður með ískaldri

Herdís Káradóttir

Fjóshurð (brúnterta) 1 kg hveiti 500 gr smjörlíki 500 gr sykur 1 bolli sýróp 4 egg 2 tsk. negull 2 tsk. kanill 2 tsk. allrahanda 2 tsk. lyftiduft 2 tsk. natron Aðferð: Hnoðað og skipt í 4 hluta, flatt út á plötu og bakað við 250 gráður. Krem: 1 stk. smjör 1 egg 1/2 glas vanilludropar U.þ.b. 3 pk. flórsykur

Örlítið vatn eftir þörfum Aðferð: Þessu er öllu hrært saman og smurt á kökurnar sem lagðar eru loks saman. Njótið vel! Móðuramma Herdísar í Brekkukoti í Blönduhlíð (Ingunn Björnsdóttir frá StóruÖkrum) bakaði þessa uppskrift mikið og kallaði brúntertuna alltaf fjóshurð og randalínuna hesthúshurð. „Þannig að við tölum alltaf um fjóshurð og hesthúshurð þegar þessar tertur eru á borðum,“ segir Herdís.

23 23


24

2 01 7

Regína Valdimarsdóttir Þrista-toppar 4 stk. eggjahvítur 210 gr púðursykur 1 poki Þristar, saxaðir örsmátt Aðferð: Þeytið eggjahvítur

og púðursykur vel og lengi eða þar til marengs hefur

myndast eða í u.þ.b. 5-10 mínútur. Þristurinn er settur varlega út í með sleif og látið á plötu með teskeið. Bakist við 125°C í 30-40 mínútur.

Bygg›asaga Skagafjar›ar er gefin út af Sögufélagi Skagfir›inga Þú getur pantað Byggðasögu Skagafjarðar með því að hringja í síma 453 6261. Einnig má senda tölvupóst á netfangið saga@skagafjordur.is

TILBOÐ

0 78.00 Á

Allar bækurnar ÁTTA FYRIR ALLAR átta fást í BÆKURNAR tilbo›spakka á kr. 78.000.

kr.

Ofangreint ver› er félagsmannaver› Sögufélags Skagfir›inga og b‡›st einnig þeim sem panta beint frá útgáfunni. Þeir sem grei›a fyrirfram fá bækurnar sendar bur›argjaldsfrítt. Annars leggst vi› bur›argjald. Þeir sem kaupa nýju bókina geta fengið 3. til 7. bindi með 20% afslætti

Sigríður Magnúsdóttir

Glühwein (jólaglögg) og ostastangir Glühwein: ½ bolli sykur ½ bolli vatn 20 negulnaglar 1 kanilstöng 1 appelsína 1 sítróna 1 lime 1 flaska rauðvín (ekki sú dýrasta) 2 sjússar hvítt romm Aðferð: Bræðið

sykur í vatninu. Bætið við berki af appelsínu, sítrónu og lime (passið að ekkert af því „hvíta“ komi með – bara efsta lag af berkinum), safanum af appelsínunni, negul og kanil. Látið krauma í 30 mínútur. Bætið síðan einu glasi af rauðvíni við og látið krauma áfram þar til þú ert komin með sýróp. Svo kemur rauðvínið og romm. Hægt er að breyta þessu eftir smekk, bæta stjörnuanís við, meira eða

minna vín – meira eða minna af vatni og sykri. Síðan er best að sigta börkinn og kryddið úr og hita smá eða setja í flösku ef ekki á að drekka þetta strax – geymist í smá tíma.

Tilboðsverð á Byggðasögu Skagafjarðar

Kennitala Sögufélagsins er: 640269-4649 Bankareikningur: 0310 - 26 - 11011

• Fyrsta bindið um Skefilsstaðahrepp og Skarðshrepp kostar kr. 9.000 • Annað bindið um Staðarhrepp og Seyluhrepp kostar kr. 11.000 • Þriðja bindið um Lýtingsstaðahrepp kostar kr. 12.000 • Fjórða bindið um Akrahrepp kostar kr. 13.000

Ostastangir: 1 pakki smjördeig rifinn Parmesan ostur (eða annar harður bragðmikill ostur) Pasta Rosso krydd – eða bara hvaða krydd sem er

Hitið ofn í 200°C. Þýða þarf smjördeigið, dreifið ostinum yfir hvert lag og kryddið með Pasta rosso kryddi. Setjið smjördeigslögin saman og flejtið út. Ágætt að falda og fletja – hafa deigið kalt (setja í kæli það sem er ekki verið að baka). Skerið í ræmur og snúið í „twist“. Sett á bökunarpappír í ofninn í u.þ.b. 20 mín.

• Fimmta bindið um Rípurhrepp og Viðvíkurhrepp kostar kr. 14.000 • Sjötta bindið um Hólahrepp kostar kr. 14.000 • Sjöunda bindið um Hofshrepp kr. 15.000 • Áttunda bindið um Fellshrepp og Haganeshrepp kr. 16.000 Útgáfa bókarinnar var styrkt af Uppbyggingarsjóði SSNV.

Safnahúsinu 550 Sau›árkróki Sími 453 6261 Netfang: saga@skagafjordur.is http://sogufelag.skagafjordur.is


2 01 7

25

Bændurnir Magnús og Rannveig á Stóru-Ásgeirsá teknir tali

Finnst notalegast að vera heima á aðfangadag

Brátt gengur í hönd einn mikilvægasti tími sauðfjárbænda þar sem hrútum Páll Friðriksson er hleypt í ærnar og mikilvægt er, upp á afkomu búsins að gera, að vel takist til. Feykir hafði samband við unga bændur, þau Rannveigu Aðalbjörgu Hjartardóttur og Magnús Ásgeir Magnússon á StóruÁsgeirsá í Húnaþingi og ræddi um lífið og tilveruna í aðdraganda jóla. VIÐTAL

Rannveig Aðalbjörg Hjartardóttir er fædd og uppalin á Sauðárkróki, dóttir Helgu Hauksdóttur og Hjartar Sævars Hjartarsonar. Hvað skólagöngu varðar þá lauk Rannveig grunnskólanum á Sauðárkróki og útskrifaðist sem stúdent frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. „Ég byrjaði svo kennaranám við Kennaraháskóla Íslands en lauk því ekki á sínum tíma en það er eitt af verkefnunum á framtíðarlistanum,“ segir Rannveig og brosir. „En annars er ég hvað stoltust af að vera elst í stórum systkinahópi og að eiga sjálf fjögur frábær börn, þau Arnar Finnboga 12 ára, Erlu Rán 9 ára, Sigríði Emmu 4 og hálfs og Helgu Mist tæplega 8 mánaða.“

Magnús er sonur Sigríðar Magnúsdóttur og Elíasar Guðmundssonar, fæddur og uppalinn á Stóru-Ásgeirsá, þar sem þau Rannveig búa ásamt börnum og búpeningi. „Ég fæddist að vísu á Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga en annars hef ég að mestu verið hér á Stóru-Ásgeirsá. Bjó reyndar í tvö ár í Hafnafirði og lauk þar samningi í húsasmíði en var fljótur að pakka niður og selja íbúðina sem ég hafði keypt og bruna aftur í sveitina, sama dag og samningnum lauk,“ segir Magnús.

Eftirminnilegur Magnús Rannveig rifjar það upp þegar hún sá Magnús fyrst

í sumarbúðum á Hólum í Hjaltadal. „Við vorum örugglega 10 eða 11 ára og hann var þar mættur með gítarinn sinn og söng einsöng af mikilli innlifun fyrir okkur á hverri kvöldvöku,“ segir Rannveig og glottir. „Svo æfði ég og spilaði körfubolta með strákunum einn vetur, í kringum 12-13 ára. Þá kepptum við iðulega við Kormák, sem er liðið sem Magnús æfði og spilaði með á sama tíma. Við vorum jafnvel samferða þeim í sömu rútu á törneringar. Í fámenni sem fjölmenni er erfitt að verða ekki var við Magnús svo ég man einnig vel eftir honum úr þessum ferðum.“ Eitthvað hefur minna farið fyrir Rannveigu þar sem Magnús man bara alls ekki eftir henni frá þessum tíma. „Við stunduðum bæði nám við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og þar man ég fyrst eftir að hafa séð hana,“ rifjar Magnús upp. „En það var ekki fyrr en á Fákaflugi á Vindheimamelum árið 2010 sem við hittumst fyrir alvöru og fórum að tala saman.“

Það var svo ári síðar að Rannveig flytur frá Sauðárkróki að Stóru-Ásgeirsá með Arnar Finnboga og Erlu Rán eða í júlí 2011 en Magnús hafði frá árinu 2008 verið bóndi er hann tók við búinu af foreldrum sínum eftir að hafa lokið búfræðinámi á Hvanneyri. Þau Magnús og Rannveig eru að mestu með sauðfé og hross en mjólkurkýr voru á bænum áður en Magnús tók við. Höfðu foreldrar hans breytt fjósinu í glæsilegt hesthús. „Árið 2006 keypti ég mínar fyrstu kindur, tvo hrúta og þrjátíu gimbrar. Og þegar ég tók við árið 2008 keypti ég fjóra hrúta og 80 gimbrar til viðbótar. En þegar ég tók þau inn kom í ljós að gimbrarnar voru einungis 79 þar sem ein þeirra var tvítóla og gat því hvorki kallast gimbur né hrútur,“ segir Magnús og bætir við brosandi að hún, eða það, hefði örugglega kosið að kalla sig „gimtur“ eða eitthvað álíka. „Sauðfénu fór svo fjölgandi en nú höfum við fækkað

því aðeins, eins og staðan er í sauðfjárræktinni í dag þá er eina vitið, í okkar stöðu allavega, að hafa bara gaman af þessu. Við erum til dæmis að fjölga litadýrðinni í húsunum og höfum gaman af,“ segir Magnús sem vinnur núna að mestu heima við enda nóg að gera. Annars vinnur hann öðru hvoru utan búsins við smíðastörf og rúning. Rannveig er sem stendur í fæðingarorlofi frá Grunnskóla Húnaþings vestra en áður vann hún hjá Farskólanum þar til hún fór í fæðingarorlof í byrjun árs 2013. Þá um sumarið opnuðu þau Magnús hestaleigu. „Um haustið kaupum við nokkrar geitur og sumarið 2014 opnum við „petting farm“, þ.e. opnuðum bæinn okkar fyrir þeim sem vilja heimsækja húsdýrin í sveitinni sinni og komast í snertingu við þau. Á íslensku höfum við kallað það húsdýragarð,“ útskýrir Rannveig. „Á bænum erum við með sauðfé, hesta, geitur, hænur, endur, kanínu, hunda og


26

2 01 7

ketti og síðustu sumur höfum við einnig verið með kálfa og grísi. Við bæinn höfum við fossa og yndislegt útsýni yfir dalinn. Það gefur mikið af sér að gleðja aðra og höfum við gaman af að taka á móti fólki sem nýtur þess sem við höfum upp á að bjóða,“ segir Rannveig.

The Coolest Farmer in Iceland Fyrir sumarið 2016 var hluta af íbúðarhúsinu lokað af og útbúin þar gistiaðstaða sem opnaði fyrir gesti þá um sumarið. Í boði eru fjögur herbergi til útleigu og helst það, að mati þeirra hjúa, vel í hendur við það sem þau buðu upp á áður. „Gistingin gengur vel og fáum við mörg skemmtileg ummæli um hana, hestaleiguna og dýrin. Magnús vekur lukku og var t.d. í einni umsögninni nefndur The Coolest Farmer in Iceland,“ segir Rannveig en líkt og á Hólum forðum daga veigrar hann sér ekki við að grípa í gítarinn og syngja fyrir fólk. Hún segir að honum takist iðulega að fá ótrúlegasta fólk til að dilla sér og hafa gaman. Með heita vatninu sem leitt var að bænum sl. vor bættu bændurnir við heitum potti við gistiaðstöðuna. Potturinn er staðsettur á bak við garðinn, við bæjarfossinn, með glæsilegu útsýni yfir hann og dalinn. Magnús segir að að potturinn sé steyptur og klæddur með grjóthellum úr náttúrunni og hlær að tilhugsuninni þegar hann einn sunnudaginn bauð Ísólfi, nágranna sínum, í rómaðan sunnudagsbíltúr upp á hálendi að tína níðþungt grjót. Að sögn Magnúsar var dýragarðurinn ekki nógu vel sóttur í sumar og duttum þau svolítið úr gírnum hvað hann varðar. „Svo við ætlum að leggja meiri áherslu á gistinguna, hestaleiguna og styttri hestaferðir. Dýrin eiga heima hér og verða að sjálfsögðu áfram og mun þeim sem gista og fara á hestbak bjóðast að kíkja á þau. Í maí er hægt að gista og upplifa sauðburðinn og með hækkandi sól bætast spennandi hlutir við það sem við erum að gera og bjóða upp á nú þegar.

Fallegt bæjarstæði í fallegri sveit. MYNDIR ÚR EINKASAFNI

jólastemningin hjá honum sé svolítið í því að rýja og dunda sér við að vinna í hrossunum á meðan þykkar snjóflygsur falla mjúkt til jarðar. Svo kemst hann í sitt mesta jólaskap þegar hrútunum er hleypt í ærnar um eða upp úr miðjum desember. Ég og börnin finnum meira fyrir jólunum þegar við bökum smákökur, föndrum, spilum og skreytum. Að borða mandarínur finnst okkur rosalega jólalegt svo það þarf ekki að vera mikið eða flókið. Arnar Finnbogi, 12 ára, setti til dæmis appelsínur á jólagjafalistann sinn og sagði það vera, því þær væru jólalegar og hefðu glatt um jólin í gamla daga. Síðustu ár hefur ekki fest mikinn snjó hér svo það hefur lítið, í raun ekkert, verið hægt að renna sér á sleðum eða gera snjókarla en það er á óskalistanum okkar fyrir þessi

jól að fá nægan snjó sem helst það lengi á jörðinni að við fáum tíma til að leika í honum.“ Rannveig segir að í rauninni sé engin sérstök jólahefð hjá fjölskyldunni á aðventunni heldur reyna þau að nýta og njóta þess sem hver dagur hefur að bjóða. „Við tökum daginn frá þegar kveikt er á jólatrénu á Hvammstanga og kíkjum á jólamarkaðinn svo höfum við mætt í jólaföndur hjá Foreldrafélagi grunnskólans. Annað er ekki planað með löngum fyrirvara og aðventan því aldrei eins hjá okkur. Stundum náum við að gera helling af jólalegum hlutum en önnur ár minna.

Hefðbundin jól „Við reynum að byrja ekki að skreyta fyrr en aðventan er

Aðventan og jólin „Það verður seint hægt að kalla Magnús jólabarn svo hann kemur lítið við sögu hvað jólaundirbúning innanhúss varðar,“ segir Rannveig glottandi aðspurð um aðventu og jólaundirbúning. „Ég held að

hafin eða 1. des. Í sveitinni er ansi dimmt í svartasta skammdeginu svo það læðast stundum ljós í gluggana eitthvað fyrr og yfirleitt fá þau að lýsa langt fram á nýja árið. Hingað til höfum við reynt að skreyta ekki jólatréð fyrr en 23. des. þar sem það var hefðin þegar við ólumst upp. En krökkunum hefur tekist að sannfæra mig um að setja það upp fyrr og skreyta svo það fái að njóta sín lengur,“ segir Rannveig sem efast um að Magnús hafi alveg látið sannfærast, enn að minnsta kosti, þar sem hann sé ekki á því að breyta út af vananum. „Að skreyta jólatréð kemur mér í jólaskap og ef við förum að gera það í byrjun desember þá bara er ég ekki viss um að jólaskapið hjá mér nái að haldast fram á aðfangadag, hvað þá lengur,“ segir Magnús glottandi en er samt alvarlegur í bragði. „Fyrir jól rúntum við á Sauðárkrók með pakka og jólakort. Það fer eftir veðri hvenær það er en við reynum að hafa það sem næst aðfangadegi. Við keyrum líka með jólakortin um sveitina og á Hvammstanga og mér finnst viss jólastemning í því að rúnta um saman fjölskyldan, sjá öll jólaljósin og hlusta á jólalög.“ Magnús kinkar kolli og bætir við: „Á Þorláksmessu förum við stundum í skötu. það fyndist mér gaman að gera að hefð.“ Aðfangadag reyna þau Rannveig og Magnús að hafa sem rólegastan. Allir fara í jólabað og jólasveinarnir koma með pakka. „Við eldum góðan mat sem er ekki fastur í skorðum en reyktur svínahryggur verður oftast fyrir valinu því allir borða vel af honum. Heimalagaði ísinn minn er þó alltaf á sínum stað. Í ár ætluðum við að vísu að hafa annað á borðum og fór Magnús upp í fjall hjá okkur og freistaði þess að koma heim með nokkrar rjúpur í jólamatinn. Það fór þó ekki öðruvísi en svo að Magnús kom heim með fjórar rollur og tvö lömb úr fjallinu en enga rjúpu,“ segir Rannveig en tekur fram að kindurnar voru allar á fæti. Á meðan maturinn mallar á aðfangadag hjá Rannveigu fer Magnús út að sinna gegningum.

Rannveig segir að þegar jólin eru hringd inn í útvarpinu, finnst henni það vera eina hefðin sem skiptir hana máli. Þá einhvern veginn koma jólin. „Svo er ósköp einfalt snið á kvöldinu. Við borðum, opnum pakka og eigum notalega og gleðilega stund saman hér heima í sveitinni,“ segir Rannveig sem finnst notalegast að vera heima á aðfangadag. „Ég vil því frekar bjóða fólki hingað en að fara annað, annars erum við yfirleitt bara hér fjölskyldan. En eftir aðfangadag taka við heimsóknir og jólaboð til vina og kunningja. Svo er stór partur af jólunum að óska þess að veðurguðirnir hleypi okkur á Jólamót Molduxa á Sauðárkróki en þar erum við Svæks-börnin með lið ásamt mökum og vinum. Það er gaman að hittast og gera eitthvað öðruvísi og skemmtilegt saman. Svo á Erla systir mín afmæli annan í jólum sem gerir þann dag að miklum merkisdegi.“

Nytsamar jólagjafir Rannveig segir að gjafirnar til hvers annars þurfi ekki að vera stórar eða miklar. „Ég hef til dæmis ýjað að því við Magnús, síðan ég flutti í sveitina, að mig vanti góða ullarsokka. Þá hef ég ekki eignast ennþá en ég fyllist nýrri von í hvert sinn sem líða fer að jólum,“ segir Rannveig og blikkar glettnislega til Magnúsar. „En fyrstu jólin okkar gaf hann mér skrautmun. Þetta er loðinn sauður sem stendur tignarlega á stofuhillu hjá okkur og mér þykir rosalega vænt um hann. Annars gefum við hvort öðru og börnunum aðallega eitthvað sem okkur vantar, oft reiðtygi og fatnað. Síðustu jól höfum við verið dugleg að gefa okkur fjölskyldunni upplifanir eins og leikhúsferð eða miða á tónleika.“ Svo er tilvalið að fá eina uppáhalds jólasmákökuuppskrift í lokin. „Lakkrístoppar og Sörur eru fljótar að hverfa á þessu heimili en smákökurnar sem er í mestu uppáhaldi að baka með börnunum og borðast jafn hratt og þær fyrrnefndu eru súkkulaðibitakökur sem krakkarnir elska,“ segir Rannveig.

Uppskrift frá Stóru-Ásgeirsá Súkkulaðibitakökur

Einfaldar og fljótlegar súkkulaðibitakökur

Það er alltaf gaman þegar synir Grýlu mæta á svæðið.

125 g sykur 2 bananar 250 g smjör

150 g malaðar möndlur 375 g hveiti (má vera heilhveiti) 1 egg 20 vanilludropar 1 tsk kanill

Öllu hrært saman og sett á plötu með skeið. Bakað við 180°C í u.þ.b. 10 mínútur.


2 01 7

HESTEYRI 2, SAUÐÁRKRÓKI

SÍMANÚMER FYRIRTÆKJA Í KJARNANUM FJÖLNET

S: 455 7900

J.EY hönnun

BIFREIÐAVERKSTÆÐI

S: 455 4570 I Fax 455 4571 Hálsbindi og ermahnappar úr fiskiroði Íslenskt hráefni, hönnun og framleiðsla Einstök vara jey.is facebook: J.EY jeyhonnun@gmail.com Eftirlæti Aðalgötu 4 Skr.

Gleðileg jól

Gleðileg jól

VÉLAVERKSTÆÐI

S: 455 4560 I Fax 455 4561 Jón Geimundsson pípulagningameistari

S: 825 4565

TENGILL ehf.

S: 455 9200 I Fax 455 9299

Óskum Skagstrendingum og nærsveitarfólki gleðilegra jóla, árs og friðar. Með þakklæti fyrir samskiptin á árinu.

Sveitarfélagið Skagaströnd Túnbraut 1-3 • 545 Skagaströnd Sími: 455 2700 • www.skagastrond.is

Sveitarfélagið Skagaströnd

27


28

2 01 7

Aldan stéttarfélag færir félagsmönnum sínum, sem og landsmönnum öllum, bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári

Borgarmýri 1

550 Sauðárkrókur

Sími 453 5433

www.stettarfelag.is

Gl

Gleðileg jól Kaupfélag Skagfirðinga sendir bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár – þökkum árið sem er að líða.

Kaupfélag Skagfirðinga Ártorgi 1 550 Sauðárkrókur & +354 455 4500 www.ks.is


2 01 7 Aðventutónleikar í Höfðaborg og Miðgarði

Landsþekktur listamaður og skagfirskt tónlistarfólk Um helgina verður Skagfirðingum boðið upp á sannkallaða tónlistarveislu þegar Sönglögin standa fyrir aðventutónleikunum Hátíð í bæ, annars vegar á Hofsósi á föstudagskvöld og hins vegar í Miðgarði á laugardagskvöld. Sérstakur gestur á tónleikunum verður stórsöngvarinn geðþekki, Pálmi Gunnarsson, sem á stóran sess í hugum landsmanna þegar hugurinn leitar til ástsælustu jólalaganna. Þeir Einar Þorvaldsson og Stefán Gíslason, kennarar við tónlistarskóla Skagafjarðar, sem standa á bak við Sönglögin segja að þeir hafi lengi haft hug á að fá Pálma til að koma fram á tónleikum með þeim en hann hafi alltaf verið uppbókaður á þessum tíma svo nú sé loksins langþráðu marki náð. Sönglögin hafa í gegnum tíðina staðið fyrir mörgum skemmtilegum tónlistarviðburðum, allt síðan Miðgarður var opnaður eftir endurbætur í maí árið 2009. Má þar nefna tónleika á Sæluviku, jólatónleika, leiksýningar og innansveitarkrónikur með samblandi af tónlist og gamanmáli. Það er nokkuð ljóst að án þessara tveggja drifkrafta í tónlistarlífi fjarðarins værum við talsvert fátækari á menningarsviðinu þó þeir séu ósköp lítillátir og segist nú ósköp lítið geta gert einir og sér. Sönglögin hafa alltaf notið mikilla vinsælda og segir Einar að Skagfirðingar hljóti að eiga

Jólin koma...

Kristin Lundberg

jólaskinkunni.

Laugarbakka ... 1. des. Ég á afmæli þann dag og þegar ég var lítil var alltaf haldið upp á afmælið mitt með því að „byrja“ jólin, skreyta og hlusta á jólatónlist. Ég fékk alltaf jóladagatal í afmælisgjöf. Jólin sjálf byrja hjá mér þegar fjölskyldan skreytir saman jólatréð þann 23. Við vökum fram eftir og kl 12 má fá sér smakk af sænsku

Júlíus Jóhannsson

brottfluttur Króksari ... þegar ég fer að gera rjúpusósuna á Þorláksmessu, þá fer allt að gerast. Hlusta á Komdu um jólin, sem Gunnar Ólason syngur enda er ég annar textahöfundur að því lagi ásamt Gunnari. Matthildur Ingimarsdóttir á tónleikum í Miðgarði í sumar. MYND: ÓAB

met bæði í þátttöku og aðsókn á menningarviðburði, sé miðað við höfðatöluna góðu. Hljómsveitina skipa að þessu sinni þeir Stefán R. Gíslason, Einar Þorvaldsson, Margeir Friðriksson, Jóhann Friðriksson og Vilhjálmur Ingi Sigurðarson. Með hljómsveitinni koma fram þær Ragnhildur Sigurlaug Guttormsdóttir, Matthildur Ingimarsdóttir, Lydía Einarsdóttir, Rannveig Sigrún Stefánsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir. Ólafur Atli Sindrason sér um að kynna atriðin og les auk þess jólasögu. Athygli vekur hve unga kynslóðin skipar stóran sess meðal flytjenda að þessu sinni en fjórar fyrsttöldu söngkonurnar eru á aldrinum 9-15 ára. „Við höfum alltaf lagt mikla áherslu á að hafa unga fólkið með í þessu tónleikahaldi, því þar er framtíðin. Að fá landsfræga söngvara með okkar unga fólki er mjög þroskandi og hvetjandi og framkallar almenna ánægju

hjá flytjendum og áheyrendum. Að þessu sinni koma fram ungir einsöngvarar sem hafa lagt sig fram í tónlistarnámi og félagsstarfi í skólunum. Þetta kemur okkur öllum til góða, styrkir menningarstarfið inn í framtíðina,“ segir Stefán. „Tónlistarskóli Skagafjarðar er grunnurinn í uppbyggingarstarfi með unga fólkinu í öllum firðinum. Þar eru þau að spila og syngja með kennurum sínum og öðrum nemendum,“ bætir Einar við. En er ekki óhagræði í því að vera með tónleikana á tveimur stöðum? „Þetta eru einfaldlega þau hús í Skagafirði sem eru með fyrsta flokks hljóðkerfi og góðum ljósabúnaði og gaman að setja upp viðburði í,“ segir Einar. En borgar þetta sig? „Ha ha, nei nei en með stuðningi frá uppbyggingarsjóðnum er þetta gerlegt en það er alveg ljóst að án styrkja væri þetta ekki hægt,“ segir Einar glaðbeittur. /FE

Verslunarmannafélag Skagafjarðar sendir félagsmönnum sínum, fjölskyldum þeirra og öðrum landsmönnum bestu jólakveðjur

Jólin mín

Gunnar Rögnvaldsson á Löngumýri

„Útvarp Reykjavík...“ Jólin eru... Helgin, vinátta, tillitssemi, lykt, minningar, birta, fegurð, fjölskyldulíf. Hvað kemur þér í jólaskap? „...Útvarp Reykjavík, útvarp Reykjavík....Gleðileg jól“. Hvert er besta jólalagið? Hin fyrstu jól og svo er erfitt að gera upp á milli jólasálmanna. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Fara í kirkju og hitta fólkið mitt á Hrauni. Hvað langar þig í jólagjöf? Á allt, en ferðajárningatöng kæmi sér vel. Bakar þú fyrir jólin? Það hefur komið fyrir að ég hafi aðstoðað Dagnýju mína. Betri í ísnum. Hver er uppáhaldskökusortin þín? Loftkökur móður minnar.

Við hjálpum þér að finna réttu gjöfina í jólapakkann. Sjáumst! Ólína og Þorgerður snyrtifræðimeistarar.

29


30

2 01 7

Verið velkomin í notalega jólastemmingu í Blóma og gjafabúðinni.

STÓRAR OG SMÁAR

Gleðileg jól 2017 Aðalgötu 21 • 550 Sauðárkróki Sími 453 5050 • Fax 453 6021 www.stodehf.is • stod@stodehf.is

Íslensku jólasveinarnir frá Jólagarðinum eru komnir til byggða. Heimagerða konfektið frá okkur Skaptadætrum er LOKSINS komið í sölu, tilvalið í jólapakkann eða til að njóta á aðventunni. Þú færð margt fallegt í jólapakkann hjá okkur, sjón er sögu ríkari.

Verið velkomin

Opnunartíminn á aðventunni er með sama hætti og venjulega, nema 2. des. er opið til 17:00.

Aðalgötu 14, Skr. S: 455 5544

Öku- og bifhjólakennsla - Aukin ökuréttindi -

Vörubifreið - Hópbifreið Leigubifreið - Eftirvagn Akstursmat til endurnýjunar ökuskírteinis Öll vinnuvélaréttindi & 892 1790 Birgir og 892 1390 Svavar

Norðurlandsvegur 4 540 Blönduósi Sími 551 0588 / 847 8221 hunabudin@gmail.com


31 31

2 017 7 2 01 Kíkt í bókina Sagnaþætti Guðfinnu

Húnvetningar í leit að betra lífi við Breiðafjörð Sagnaþættir Guðfinnu heitir ný bók sem kemur út hjá Bókaútgáfunni Páll Friðriksson Sæmundi. Höfundurinn, Guðfinna Ragnarsdóttir, er ritstjóri Fréttabréfs Ættfræðifélagsins og fyrrverandi kennari. Í Sagnaþáttum Guðfinnu kynnumst við lífi alþýðufólks víðsvegar um landið. Hér er frásögn af góðmenninu Skapta lækni í Reykjavík og sagt frá harmþrungnum örlögum Guðnýjar skáldkonu á Klömbrum í Aðaldal. Skeiðamenn af Bernhöftsætt birtast okkur ljóslifandi og Óli Skans er dreginn fram í dagsljósið. En blaðið grípur hér ofan í þar sem segir frá Húnvetningum sem tóku sig upp í leit að betra lífi. Þeir fóru ekki vestur um haf eins og seinna varð vinsælt heldur fluttu þeir sig úr Húnaþingi yfir heiðarnar að Breiðafirði ... SAMANTEKT

Á brattann

Lítill fjögurra ára snáði situr á hnakknefinu framan við föður sinn. Það eru fardagar og árið er 1874. Þau stefna á heiðina. Að baki liggur ísinn enn sem mara á firðinum. Vorið kemur sjaldnast samkvæmt almanakinu við Hrútafjörðinn. Það andar köldu. Þau stefna á brattann - lífið er alltaf á brattann á þessum árum. Litli snáðinn á hnakknefinu heitir Guðfinnur Jón og verður í fyllingu tímans afi minn. Hann er elsta lifandi barn foreldra sinna, þeirra Björns Ólafssonar og Agnesar Guðfinnsdóttur. Leiðin liggur yfir að Breiðafirði. Með sér hafa þau, auk Guðfinns, Ólaf þriggja ára og Guðmund eins árs sem er reyrður niður hjá móður sinni. Ólafur afi á Hlaðhamri aðstoðar þau við flutninginn og lætur sér annt um nafna sinn. Hann á eftir að sakna litlu anganna sinna, en veit að það er frá litlu að hverfa. Handan heiðarinnar er von. Tvö börn verða eftir í kirkjugarðinum á Prestbakka við litlu kirkjuna þar sem þau hjónin giftu sig á fögrum júnídegi árið 1868. Fjölskyldufaðirinn Björn lítur um öxl. Hrútafjörðurinn geymir svo margt sem honum er kært. Þar hvílir bróðir hans Jón og systirin Hólmfríður sem í blóma lífsins hlutu saman hina votu gröf. Þá orti harmi sleginn faðir þeirra, Ólafur, 63 erinda erfiljóð þar sem hann segir m.a.: Nokkur strá mig stinga finn, stríði háu svarinn. Sveif það á, nær systkinin sukku í bláan marinn.

Satt skal greina, blikna brár bana kvein í spjóti. Tvö í einu svöðusár sjást á fleinanjóti. Mig til dreymir meina stór margra beima staður. Lík mín geymir svalur sjór sorta keim litaður. Einnig Hannes, elsti bróðirinn, varð Hrútafirðinum að bráð. En Björn tekur systkini sín með sér á sinn hátt og skírir börnin sín eftir þeim. Já, sjórinn bæði gefur og tekur, það á Björn oft eftir að reyna á lífsins leið. Að lokum mun líka Breiðafjörðurinn, sem nú opnar faðm sinn fyrir þessari litlu fjölskyldu, umvefja hann í orðsins fyllstu merkingu. Einnig þá, þegar Ólafur faðir hans, á gamals aldri, horfir á eftir fjórða barninu sínu í vota gröf, yrkir hann æðrulaus við líkbörur sonar síns: Um of ei trega tjáir hér, tímanleg sú reynsla finnst. Þetta vegur okkar er allra, þegar varir minnst. Eins dauði er annars brauð, það hefur Björn svo sannarlega reynt. Unga, fallega og glaðlynda konan hans, Agnes, sem hafði verið heitbundin Hannesi bróður hans, er nú hans og móðir blessaðra barnanna hans, lifandi og látinna. Segir sagan að eftir dauða Hannesar hafi þeir báðir borið víurnar í hana, bræðurnir Björn og Matthías, og Björn hafði betur. Það tók á tengslin milli þeirra bræðra og varð að sumra sögn örlagavaldur í lífi

margra nafna og afkomenda Björns. En þeir bræðurnir áttu engu að síður eftir að búa hlið við hlið, að segja má, í tæpa tvo áratugi, eða allt þar til Björn drukknaði 1890, því leiðir Matthíasar áttu einnig eftir að liggja yfir heiðina löngu.

Forboðið hrossakjöt

Ungu hjónin stefna í vestur. Handan við heiðina liggur Breiðafjörðurinn. Þar úar æðarfuglinn í hverjum hólma, þar er sjófang og selur, egg og eyjabeit, og það sem skiptir sköpum; þar er enginn hafís. Þau eru ung og djörf og hafa frá engu að hverfa. Þau horfa fram á veginn yfir fjörðinn sem teygir sig óendanlega út í himinblámann. Lengst í vestri gnæfir hvítur skjöldur Snæfellsjökuls. Hér eins og heima hverfur sólin í hafið. Leiðin liggur að Orrahóli á Fellsströnd og þaðan að StóruTungu í sömu sveit. Árið 1888 flytja þau að Ytrafelli þaðan sem sér yfir alla fegurð fjarðarins. Börnin fæðast eitt af öðru, sum lifa, önnur deyja. Og baráttan er hörð, einnig hér. Munnarnir verða margir sem þarf að metta. Oft læðast börnin í hrossakjötstunnuna sem ekki geymir mannamat, en forboðna kjötið er svo skelfing gott og allir eru alltaf svangir. Og Fellsstrendingar taka þessum aðfluttu Norðlendingum vel. Agnes kemur með líknandi ljósmóðurhendur og bjargar margri konunni í barnsnauð. Fáir leggja meira inn. En það gengur á ýmsu þá sem nú. Björn bóndi hrasar á velsæmisstígnum og barnar vinnukonuna. Slíkt skilur eftir sig sár. „Því gastu ekki hundskast til að láta það þar sem þú ert vanur?“ segir Agnes við bónda sinn sem hún á eftir að ala alls fimmtán börn og finnst hann því ekki þurfa að róa á önnur mið. Og hún dembir á hann vísunni sem á eftir að lifa meðal niðja hans um ókomna tíð og halda framhjáhaldi hans á lofti:

EFRI MYND: Hans Matthíasson (1901-1987) bóndi á Orrahóli á Fellsströnd ásamt konu sinni Sigríði Halldórsdóttur og börnum þeirra Láru, Matthíasi og Ingu. NEÐRI MYND: Guðfinnur og Sigurbjörg ásamt börnum sínum, talið frá vinstri: Matthías Hildigeir, Gestur, Ólafur, Ósk og Björg. Pálína stendur fyrir framan systur sínar.

Hnúta bastu meinin mest mjög til lasta hraður. Þetta gastu gert mér verst, guðlausasti maður. Áttræð að aldri lýsir Agnes Birni manni sínum þannig: „Björn Ólafsson var meðalmaður á hæð, með þykkt hrokkið hár, stórt enni og kollvik mikil og lítið nef. Hann var fríður maður, fjörmikill og gríðar duglegur.”

Blekfullur

En böndin við Norðurlandið eru sterk, þar hríslast ræturnar um heiðar og dali öld fram af öld. Ljóðabréfin berast milli landshlutanna. Vestrið lokkar. Ólafur, faðir Björns, er þreyttur á baslinu og þráir betra líf í ellinni. Ingibjörg kona hans er oft veik á sálinni og heilsulítil. Víst er erfitt að segja skilið við Bæjarhreppinn þar sem hann hefur svo oft riðið blekfullur á sprettinum kveðandi vísur og kyrjandi ljóð. En nú er svo komið að hann efast um að hann hafi hey fyrir folann hans sonar síns og reiðhestinn sinn, hana Gránu, og þá er fátt til bjargar. Í ljóðabréfi til Björns sonar síns yrkir Ólafur: Af því heyjaaflinn minn ekki er til dugandi, fjarri er að folinn þinn fullvel sé í standi.

Þótt magur sé og meir en það, mergur er í kalli. Hann mun standa hin þó að hrossin niður falli. Tel ég standi trippið sig ef tíðin færi að skána. Heldur kæmi hart við mig úr hor ef dræpist Grána. Grána hún er svifasein Satans til að fara. Holdalaus þó hennar bein heita megi bara. Það eina sem gleður er sopinn og Ólafur yrkir: Hér þó gerist hart um smekk handa gömlu trýni, þriggja pela flösku fékk fulla af brennivíni. Með hana sest hann og yrkir ljóðabréf þar sem segir: Fyrir skímu flöskunnar fékk ég rímið mettað. Þriggja tíma verk mitt var við að glíma þettað. Árið er 1876 og þau Ólafur og Ingibjörg taka líka stefnuna vestur. Lífið er betra þar. Og Ólafur yrkir: Stingur korði muna minn, mitt er borð á sandi. Mér svo forði forlögin að fúna á Norðurlandi.


32

2 01 7

Jólasaga eftir Johan Falkberget í þýðingu Hjalta Pálssonar

Feigð

Johan Falkberget (1879-1967) var einn af merkustu rithöfundum Noregs á fyrri hluta 20. aldar. Frá hans hendi komu út milli 50 og 60 ritverk, mest skáldsögur en einnig frásagnir og ævintýri og jafnvel barnabækur. Fáeinar smásögur samdi hann einnig. Hann byrjaði starfsferil sinn sem námuverkamaður og mörg verka hans fjalla um líf og störf námuverkamanna. Þekktustu verk hans á því sviði eru Den fjerde nattevakt og Christianus sextus. Fátt eitt hefur verið þýtt á íslensku eftir hann. Þeirra langþekktast er Bör Börsson júníor frá Öldurdal sem Helgi Hjörvar þýddi og las upp í útvarp í fádæma athygli. Höfundurinn taldi þá sögu ekki merkilega en hún náði samt miklum vinsældum í heimlandinu og gaf höfundi sínum líklega meiri tekjur en nokkurt annað skáldverk hans. Sagan Feigð er ein af smásögum Johans, stutt og einföld að gerð, eins konar þjóðvísa í óbundnu máli. (H.P.) Það var liðið að miðnætti. Fjallafinninn Bör Enason stóð inni í skrifstofu gamla læknisins og hysjaði upp skinnbrækur sínar. Vetrarnóttin var köld og stjörnubjört. Frostið lagði örlétt frostblóm á glerrúðurnar og úti fyrir ýldi kuldagolan milli húsveggjanna. Inni hjá gamla lækninum var molla. Grenið gnast í eldinum og trompetengillinn á þunga kakalofninum stóð rauðglóandi. Annars var nú þessi engill einn með þeim svartari. Bjarminn frá heimasteyptum tólgarkertunum yfir á skrifborðinu féll flöktandi út í myrkrið. Það blikaði á mynd af sáluðum ofursta sem hékk í sverðakrossi á veggnum. Á sínum tíma höfðu þessir korðar tilheyrt hinni sælu hetju með heiðri og sóma. Nú var sem sagt hin gamla stríðskempa farin til himnaríkis og þar eru ekki notuð sverð svo að þau gátu sem best orðið eftir hér á jörðinni. Já, þetta spaugaði gamli læknirinn með þegar ekki var uppi á honum verri gállinn. Bör Enason þorði ekki að setjast. Ó, nei, það virtist ekki ráðlegt það. Þessir fínu stólar með rósaverk og allt. Það gæti bara orðið eftir hreindýrshár og móða á setunum af úlpunni hans. Gamli læknirinn var ekki lamb að leika sér við þegar hann æstist upp og það mátti ekki verða í kvöld. Þar að auki var Bör Enason á hraðferð. Inni við Sótahauginn lá Kletta, stúlkan hans fyrir dauðanum. Hann

hosaði aftur í skinnbrækurnar. Það var óvíst hvort hann sæi Klettu aftur lifandi. Það lét að líkum að hún yfirbugaðist senn. – Hann barðist við grátinn. – Þá mundi hún ekki verða brúður um sólstöðurnar eins og til stóð. Það mundi ábyggilega einhver leggjast á nástrá uppi í fjöllunum í vetur. Það brást aldrei þegar heyrðist í kirkjuklukkunum norður í fjöllin, þá var einhver feigur. Og í þetta skiptið var það sjálfsagt Kletta sem var feig. Nú var gamli læknirinn að blanda meðulin handa henni. Hann var skratti glúrinn læknir. Mörg kraftaverkin hafði sá maður gert. Hann hafði svo að segja vakið menn upp frá dauðum. Það hafði hann gert. Gamli læknirinn var lítið gefinn fyrir að vera ónáðaður svona seint nema ef um líf var að tefla – og það var það vissulega núna. Hann hafði jú sína miklu ábyrgð sem embættismaður ríkisins. Og hann skaut augunum yfir að sverðakrossinum til myndarinnar af hinum sæla móðurföður sínum meðan hann af kostgæfni blandaði dropana. Krassandi varð það að vera handa þessum fjallalöppum, ef það átti að gera gagn. „Er þetta kærastan þín Bör Enason?“ spurði hann. Leiðinlegt hvað lappastrákurinn var niðurdreginn. Og læknirinn leitaði að einhverju í skúffu. „Þarekki lánt fráðí“, svarað hann. Gamli læknirinn taldi

eitthvað sterklyktandi niður í „Jé þarvða vísdekki.“ Hann glasið. Droparnir féllu hægt. stóð og starði niður á tær sér. Tuggði síðan bréfvindil saman Það var svo undarlega kyrrt og sló hann í. Hann útskýrði á inni hjá gamla lækninum. Tu n g l s k i n s uppörvandi hátt fölvinn féll á um innihaldið. hélaðar rúðurnar Það mátti fjandaog frostbrestir kornið ekki taka kváðu við í of mikið í einu. Lappinn ók veggjunum. „Svo vonum hreinsleðanum Gamli læknirvið að þetta í tunglsljósi og inn varð hugsi. bjargi stúlkunni Hann hafði þinni,“ bætti froststirndu svo margs að hann við – „Og veðri, leiðina inn minnast. Eina farðu svo.“ til dalbotnsins vetrarnótt hafði Bör Enason riddarinn á föltróð glasinu og fjallanna.... hestinum snarlega í úlpuVíðmörkin breiddi bleika einnig riðið brott vasann, dró fram skinnpung sem sig bitur og köld og með konu hans fyrir framan sig í bundinn var ísmjöllin nísti. hnakknum. Ójá, við vestið með nóttin sú. „Jæja, festi úr svörtu nú verður þú að konuhári, og flýta þér af stað, kastaði hnefa af drengur minn.“ klingjandi silfri á Gamli læknirinn blíndi borðið. „Þetta er nú heldur góðlátlega yfir gleraugun. mikið,“ sagði læknirinn og Bör Enason slagsaði út úr fékk honum aftur slurk af dyrunum. silfurdölum. „Þú átta skilið,“ svaraði Lappinn ók hreinsleðanum Bör Enason. Hann var þegar í tunglsljósi og froststirndu leiðina inn til með höndina á hrímaðri veðri, dyralokunni. „Taktu nú þessa dalbotnsins og fjallanna. aftur,“ sagði gamli læknirinn. Víðmörkin breiddi sig bitur „Þú getur þurft að nota þá og köld og ísmjöllin nísti. fyrir brúðkaupið,“ sagði hann Áður næsta sól gengi bak við og reyndi að vera uppörvandi. Sótahauginn yrði hann að Röddin var mild. Bör Enason vera kominn með meðulin. Það var lungnabólga sem lét fallast að dyrakamrinum.

Kletta var með. Og nú var liðið á sjöunda dægur – dauðadægrið. Það gekk greitt inn til fjallanna. Hreinninn var röskur og sleðinn dansaði yfir fjalldrapaþúfurnar svo urgaði í járninu undir meiðunum. Bör Enason reiknaði út eftir sjöstjörnunni að hann mundi verða við Sótahauginn fyrir hádegisbil næsta dag. Hann smellti aktaumunum og hóaði. Það bergmálaði hvellt í fjallakyrrðinni. Við morgunskímuna var hann þegar inni á Vargfjallshálsinum. Innan lítillar stundar lýsti rauðleit sólin uppi í hæðunum. Dagurinn kom. Máninn hékk lágt yfir fjöllunum í norðrinu. Náttstjarnan slokknaði og dagskíman breiddist yfir mörkina. Frá Vargfjallshálsinum og heim var hálfs dags leið með hreindýri samkvæmt gömlum útreikningi. Þá var það að dráttarhreinn Börs Enasonar tók að þreytast. Og Bör Enason sá sér til skelfingar að dýrið varð reikult í spori. Þreytan virtist gagntaka það undrafljótt. Hann reis upp í sleðanum og hóaði á hreininn. Og hann lamdi æðislega með aktaumunum. Dýrið tók viðbragð við hvert högg sem það fékk á hrygginn, en síðan dró jafnan af því á ný. Bör Enason


2 01 7 Birkiskógurinn barðist við grátinn. Hann æpti fjallanna. og lamdi sem óður maður. stóð með döggsvölu laufi og Og óp hans urðu að kveini niðurinn frá ánni barst sem í dagskímunni. En enginn lágur kliður um dalinn hina svaraði. Aðeins gneipir fögru sumarnótt. „Svei mér að klettaveggirnir umhverfis þú getir gleymt henni Klettu.“ bergmáluðu orð hans, -- kalt – Hann þrýsti sér að dýrinu. Og sólin skein milli tindanna. og tómt. Nú lá Kletta og þreytti við Þá spratt Bör Enason upp. Á ný sjöunda dægrið. – Dauða- setti hann hnéð að skepnunni dægrið. Áður daginn þryti og hnífsblaðið glampaði í bak við Sótahauginn væri sólinni. Dauðþreytt dýrið gaf hún eflaust liðin í kofanum. frá sér langt baul og reyndi Og eldurinn á arninum væri að rísa upp. En blóðið vall úr slokknaður og sólin gengin sárinu út með hnífsskaftinu – og það átti ekkert þrek eftir. undir. „Ó, góði hlauptu,“ hrópaði Orkaði ekkert nema að deyja. hann til hreindýrsins. – „Þú Bör Enason rykkti hnífnum veist það er um lífið hennar út. Hann lagði munninn Klettu að tefla. – Í guðs að sárinu og drakk volgt nafni. Hún má ekki deyja frá hreindýrsblóðið. Allur veikokkur núna. Má það ekki. – leiki hafði yfirgefið hann. Hann rétti úr sér og starði Heyrirðu!“ Þannig hélt hann áfram inneftir til fjallanna. Hann að tala til örmagna hreinsins varð ólmur af þessum rauða þar sem hann lá og skalf með drykk hér á mörkinni. Áður gljáandi augun í sólskininu. sólin gengi til viðar bak við Bör Enason brölti niður af Sótahauginn skyldi hann samt sleðanum. Hann kastaði sér verða kominn. Blóðþyrstur á hnén hjá dýrinu og byrjaði lagði hann aftur munninn að klappa því blíðlega um að sárinu og saug. Og hann hálsinn. „Ó, manstu nú ekki merkti síðustu dauðateygjur eftir öllu góða saltinu sem þú hreindýrsins. fékkst hjá henni Klettu þegar Nú var hann tilbúinn. Hann spratt upp fölur yfirlitum, reif þú varst lítill kálfabjálfi.“ Dýrið lyfti hausnum. skíðin út úr sleðanum og steig á þau. Og hann Gljáandi augun tók sprettinn blikuðu heit mót yfir lyngþúfur og gulli morgungeystist inn yfir sólarinnar. Það reyndi að standa Þannig hélt hann Vargfjallshálsinn. upp en seig bara áfram að tala til Mílu eftir mílu, hjálparlaust og stynjandi til örmagna hreinsi upp fjöll með erfiði, jarðar. ns þar sem hann ógnar niður fjöll með „Í guðs nafni lá og skalf með þyrlandi mjöllina þá.“ Bör Enason reif og togaði gljáandi augun í um skíðastafinn. Það var langt að í hornin. Það sólskininu. ... Sótahaugsdröggagnaði ekki unum í dag. minnstu vitund. Fjöllin virtust Smástund stóð sporadrýgri nú hann og starði en nokkru sinni fram fyrir sig með tár örvæntingar-innar í fyrr. Svitinn rann úr klístruðu brúnum augunum. Það komu hári hans. Áfram þindarlaust. herkjur um munninn. Í einni Hann eins og grunaði að nú svipan reif hann dálkinn væri annar sem skundaði líka úr slíðrum og þrýsti öðru inn á fjöllin og það reið á að hnénu að hnakka dýrsins. verða á undan. Dagurinn leið Hann ætlaði að lóga vesalings og sólin var orðin lágt á lofti. skepnunni. En er hann kraup Bör Enason kastaði sér á hné þarna fann hann hvernig í flýti og drakk úr fjallalæk. þessi örmagna líkami herptist Gulbleikur geisli glampaði saman í angist. Og nú varð gegnum birkikjarrið upp hann svo undarlega klökkur. yfir læknum. Hann þaut af Hágrátandi beygði hann sig stað á ný meðan stjörnurnar yfir dýrið. Þennan ökuhrein kviknuðu yfir höfði hans á hafði stúlkan hans sýslað svo vetrarkvöldinu. mikið við. Hún hafði verið En allt í einu stansaði svo undurgóð við hann. Hann hann og lagði við eyru og þóttist sjá hana í fjarska standa hann kipptist til eins og við í laufguðum kjarrskóginum hnífsstungu. og gefa honum salt úr lófa eina Feigð! sólskin sumarnótt inn á milli Hann heyrði kirkjuklukkur

hringja norður í fjöllunum. Hljómurinn kvað við þungt í kvöldkyrrðinni inni á

mörkinni. Það var feigðin sem kallaði hina dauðu. Bör Enason stóð í kvöldrökkrinu

33

og studdist fram á skíðastafinn í hljóðri sorg.


34

2 01 7 Aðalsteinn múrari steinlistamaður

Þar sem fjörugrjótið verður að listmunum í Skagafirði. Hann telur að færri fari að leita að grjóti í Skagafirði en fyrir austan. Segir hann mikið um fallegt grjót í Tindastólnum. Margt skemmtilegt er að skoða hjá Aðalsteini og forláta hnífur vekur áhuga blaðamanns. „Þetta er búrhnífurinn hans Fredda Flintstone. Ég hef verið að búa til, að gamni mínu, bréfahnífa steinaldarmannanna. Fólk hefur gaman af að eiga þetta. Þessi er hins vegar hnífurinn hans Barneys,“ segir Aðalsteinn og sýnir annan listagrip gerðan úr steini.

VIÐTAL

Páll Friðriksson

Í bílskúrnum að Víðihlíð 35 á Sauðárkróki hefur Aðalsteinn J. Maríusson, múrari, komið sér upp góðri aðstöðu til að sinna áhugamáli sínu, steiniðju. Í hillum er mikið úrval smíðagripa, slípaðra steina og tilsniðinna glerflaskna. „Ég þorði ekki að kalla mig steinsmið þó ég sé múrari, ég kalla þetta steiniðju,“ sagði Aðalsteinn þegar Feykir leit við hjá honum einn góðviðrisdag og forvitnaðist um hvað hann bardúsar í bílskúrnum. Þegar í skúrinn er komið blasir við manni fjölbreytileg steinaflóra, ýmist slípaðir steinar sem standa sér eða hafa verið sniðnir með ákveðið hlutverk í huga. Aðalsteinn sýnir blaðamanni hvern gripinn af öðrum, úr íslensku grjóti, undirstöður fyrir borðfána, platta og hnífa svo eitthvað sé nefnt. Einnig hefur hann smíðað undirstöður fyrir smíðagripi bróður síns sem er gullsmiður í Reykjavík. Hann segist lítið tína af steinum núorðið nema í fjörunni við Krókinn og við Höfða á Höfðaströnd en þangað fer hann mikið. Þar, segir hann, er mikið blágrýti og skemmtilegt grjót. Úr Gönguskarðsánni hafa komið fínir steinar m.a. jaspisar, og segir Aðalsteinn þá vera

Aðalsteinn er listasteinsmiður. Hér heldur hann á hnífum steinaldarmannanna. MYNDIR: PF

nokkuð frábrugðna jaspisum að austan, annar litur í þeim og áferð. Þá fær Aðalsteinn mikið af grjóti sem fólk lætur hann hafa. Og það eru ekki einungis íslenskir steinar sem Aðalsteinn fær því vinur hans einn kom færandi hendi með kassa af norskum steinum. „Ég á mikið af grjóti að

austan. Það var einn gamall vinur minn, Geir Hólm, safnavörður, sem hætti með sína steinavinnslu og gaf mér restina af safninu sínu, jaspisa, ópala o.fl.,“ segir Aðalsteinn sem fékk fleira en grjótið frá vini sínum. „Það eru tíu ár síðan ég byrjaði á þessu. Geir hafði engan tíma til að sinna steinunum

Nettir leg- og minningarsteinar.

svo ég keypti af honum verkfærin og hann lét mig hafa steinalagerinn smátt og smátt.“

Hnífar steinaldarmannanna Mikið er um skrautsteina fyrir austan en Aðalsteinn segir að það sé gríðarlegt úrval af fallegum steinum

Ýmislegt útbýr Aðalsteinn úr gömlum vínflöskum.

Vínflöskur breytast í nytjahluti Fleiri gripi tekur hann fram úr hillunum m.a. franska skútu, þó ekki í fullri stærð. Og á henni stendur áhafnarmeðlimur sem kannar dýpið. „Hér er gestaþraut,“ segir Aðalsteinn og réttir fram slípaðan stein rétt eins og um demant væri að ræða, „og spurningin er hvað eru margir fletir á honum. Ég var í viku að slípa þennan stein og ætlaði nánast aldrei að verða ánægður. Þessi er frá Skagaströnd og lítur út eins og Spákonufellið sjálft. Ætli ég verði ekki að gefa hann aftur þangað. Kannski set ég á hann fánastöng, hann er tilvalinn í það.“ Það er fleira en grjótið sem Aðalsteinn vinnur með. Fallegir glermunir bera

Þvottahúsið Perlan Hvammstanga

Óskum öllum landsmönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Þvotta- og ræstingarþjónusta. Tökum að okkur heildarlausnir með þrif, þvott og línleigu fyrir gistingu.

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Þökkum viðskiptin á árinu og gleðileg jól.

Selma & Tómas HÓTEL TINDASTÓLL - MIKLIGARÐUR

info@arctichotels.is / www.arctichotels.is Sími 453 5002 / 453 6880

vott um það. Hann hlær og segir að ef hann eignist góðar flöskur þá taki hann þær í sundur og búi til ýmislegt skemmtilegt eins og blómavasa, skálar og staup. Hann segir gæðin felast í þykkt glersins. „Þetta er nú ekki söluvara, ég gef þetta frekar. Mér finnst gaman að eiga við gler, það er gott að vinna það og er ágætt með öðru,“ segir hann. Stærstu steinarnir sem eru í smiðju Aðalsteins eru ekki ætlaðir sem hilluskraut. Þeir eru ætlaðir sem legsteinar en nokkra svoleiðis gripi hefur Aðalstein unnið. „Ég hef gert fyrir fjölskylduna, eiginlega bara fyrir mitt fólk. Í gamla daga voru settir krossar úr tré á leiðin sem endast mátulega mikið en steinarnir með koparplötu endast endalaust. Þeir hafa þó grafið letur fyrir mig í legsteinagerðinni á Ólafsfirði en koparinn fæ ég í málmsteypunni Hellu. Þeir sem eru áhugasamir um verk Aðalsteins geta heimsótt hann í bílskúrinn hvenær sem er því Aðalsteinn segir að allir séu velkomnir alltaf. Þar er hægt að kaupa af honum listaverkin hans en einnig er mögulegt að fá hann til að vinna grjót fyrir sig eftir pöntun. „Já, fólk getur komið með stein og ég get athugað hvað hægt er að gera,“ segir Aðalsteinn í lokin.


( GUÐMUNDUR VALTÝSSON )

palli@feykir.is

-

Vísnaþáttur 701 Heilir og sælir lesendur góðir. Þar sem þessi þáttur kemur til með að birtast í jólablaði Feykis hefur mér dottið í hug að tína nú til ýmsan kveðskap sem tilheyrir þeirri hátíð. Gott að byrja með þessum fallegu erindum eftir Kristján Hjartarson frá Skagaströnd, sem hann kallar Aðfangadagskvöld: Kom Jesú, kom til mín í kvöld ég vænti þín. Minn hugur opinn er minn andi fagnar þér. Vek hátíð helga og sanna í hjörtum allra manna. Kom vinur, vak hjá mér og veit mér hvíld í þér. Þann frið sem fögnuð á og fleyga himinþrá. Ó, láttu ljós þitt skína og lýsa götu mína. Kom vinur nú í nótt með náð og kærleiksgnótt. Kom lífsins sigursól með söng og heilög jól. Kom himnabarnið bjarta og bú í mínu hjarta. Gaman að heyra aðeins meira frá þessu magnaða skáldi frá Skagaströnd. Þessa ágætu vísu kallar hann Aðventubæn. Til vor ennþá greiðir göngu glaður mælir „Sjá ég kem“, hann sem fæddist fyrir löngu í fjárhúsinu í Betlehem.

3ár0a

Fleiri ágætar vísur fylgja reyndar þessari syrpu Kristjáns. Gaman að fá eina fallega vísu í viðbót frá Skagaströnd. Höfundur er Angantýr Jónsson. Veit því miður ekki hvern hann hefur í huga við gerð vísunnar. Nú er jóla komið kvöld kyrrð í sálum inni. Skáldið lifir enn, þó öld, að hans gerðum finni. Einn af afkastamiklum hagyrðingum á Akureyri er Magnús Geir Guðmundsson. Eitt sinn á jóladagsmorgni yrkir hann svo: Er til jarðar drifhvít mjakast mugga og morgun jóla birtu óðar klæðist. Í huga mínum hjartnæm óskin fæðist, að herir ljóssins ógni veldi skugga, virkilega megi við því stugga, svo von í brjósti hryggu aftur glæðist. Næstu vísu mun Magnús Geir hafa sent góðum vini sínum, Ríkarði B. Jónassyni á Akureyri, á jólakorti. Hlýja fylli huga þinn á hátíðinnar dögum. Ró og friður Rikki minn ráði þínum högum. Önnur vísa, einnig ort á jólum, kemur hér. Í brjóstum hjörtu hraðar slá hátíðleikans búning fá, yls og friðar innan frá í augum flestra nú má sjá.

2 01 7

Um áramótin 2000-2001 yrkir Magnús Geir svo: Áramóta engin heit yfir höfuð strengi, en ýmis ljóðin, áfram veit, ég yrki vel og lengi. Burtu hverfur ennþá eitt ár í tímans hafið. Eftir skilur ekki neitt ömurleika vafið. Það er Þóra Jónsdóttir frá Kirkjubæ sem yrkir svo fallega vísur á jólanótt. Önn var á alla vegu umferðargnýr og þröng. En hljómur frá Drottins húsi helgi yfir bæinn söng. Nú þaggar alkyrr ótta ysinn fjær og nær. Fellur að moldar feldi flosmjúkur jóla – snær. Stillt blikar jólastjarna. Stafar helgi og frið. Vekur mildi í manna hjörtum og minning um horfin svið. Það er hinn góði hagyrðingur, Ingimar Bogason á Sauðárkróki, sem gefur svo falleg heilræði 1. janúar 1966. Alltaf stöðugt vandinn vex með vísindum og grufli. Nítján hundruð sextíu og sex situr á sprengidufli. Fegrum lífsins sjónarsvið og saman bökum snúum,

svo árið gefi alheimsfrið öllum jarðarbúum. Að lokum þessi vel gerða hringhenda frá Inga Boga. Við öllum vanda eru ráð af allra handa tagi. Í kærleiksanda eflum dáð með alheimsbandalagi. Ekki er að neita að fallega er oft ort til jólanna, svo vel tekst Ingólfi Ómari upp í næstu vísu. Fönn þó hylji foldar svið finn ég gleði í hjarta. Blessuð jólin boða frið björtum ljóma skarta. Víst væri gaman að halda áfram að rifja upp það sem tengist þessari miklu hátíð en nú er ekki pláss fyrir nema lokavísu. Höfundur hennar Bjarni Böðvarsson. Ástin fegri, ykkar jól andinn vermdur ljósi og hlýju. Og hin glaða gæfu sól greiði för á ári nýju. Veriði þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154

35


36 36

2 201017 7

Laufey Leifs er ritstjóri hjá Forlaginu

Flutti starfið með sér norður Laufey Leifsdóttir starfar Páll Friðriksson sem ritstjóri hjá Forlaginu einu stærsta útgáfufyrirtæki landsins. Það gefur út bækur undir merkjum JPV, Máls og menningar, Vöku-Helgafells, Ókeibóka og Iðunnar og rekur einnig metnaðarfulla kortaútgáfu, eins og segir á heimasíðu fyrirtækisins. Hjá Forlaginu koma út um 150 nýir titlar ár hvert; bækur af öllu tagi og gerðum og á ýmsum tungumálum. Það sem vekur athygli er að starfsstöð Laufeyjar er á Sauðárkróki, nánar tiltekið í Safnahúsinu við Faxatorg. Feykir tók hús á Laufeyju fyrir skömmu og fræddist um ritstjórann og starfið sem hún sinnir. VIÐTAL

Laufey býr í Stóru-Gröf syðri, á Langholti í Staðarhreppi hinum forna ásamt eiginmanni sínum, Sigfúsi Inga Sigfússyni, og þremur börnum þeirra; Leifi 17 ára, Steinari Óla 13 ára og Sigurbjörgu Ingu 7 ára. Hún er fædd og uppalin í Eyjafirðinum, á bænum Klauf í Eyjafjarðarsveit og er elst þriggja systkina. Systir hennar og mágur búa nú í Klauf en foreldrar hennar byggðu sér hús að Syðri-Klauf þar rétt hjá. Laufey gekk í Laugalandsskóla og Hrafnagilsskóla og síðar í Menntaskólann á Akureyri. Eftir það var hún einn vetur í Noregi sem au pair en þaðan lá leiðin í Háskóla Íslands þar sem hún nam íslensku. „Þegar ég útskrifast þaðan fékk ég sumarvinnu, sumarið ´99, hjá Máli og menningu. Þá var hafin endurskoðun á Íslenskri orðabók undir stjórn Marðar Árnasonar. Ég hafði verið í áfanga hjá Kristínu Bjarnadóttur, sem starfaði þarna líka, og hún kom mér þarna inn fyrir þröskuldinn. Þarna var ég fyrst lausráðin en síðan þegar ég kom úr fæðingarorlofi 2001 fékk ég fastráðningu. Síðan hef ég unnið við bókaútgáfu undir nokkrum fyrirtækjaheitum,“ segir Laufey og telur upp nokkur nöfn sem hafa verið notuð á útgáfuna. „Fyrst undir merkjum Máls og menningar, svo Eddu útgáfu, þegar bókaforlögin Mál og menning og Vaka-Helgafell voru sameinuð og þá fylgdu með útgáfumerki eins og Iðunn, Heimskringla og fleiri. Árið 2007 var útgáfuhluti Eddu

færður yfir til JPV útgáfu og þá varð fyrirtækið Forlagið til,“ útskýrir Laufey. Eftir varð Disney-útgáfa og eitthvað fleira sem heyrir ennþá undir Eddu útgáfu í dag en hún er nú hluti af Árvakri. Starfsemin fluttist vestur á Bræðraborgarstíg þar sem JPV útgáfa var til húsa og hefur verið þar nánast í óbreyttri mynd frá haustinu 2007.

Flutningur norður Árið 2010 flytja þau Laufey og Sigfús norður í land þar sem hann fékk vinnu hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Laufey segir að yfirmenn hennar hafi metið það svo að þeir gætu unað því að hún ynni annar staðar og segir hún það í sjálfu sér hafa gengið ágætlega. „Grundvöllurinn fyrir því er sá að ég fékk aðstöðu hér í Safnahúsinu og þetta samfélag að sitja í. Ég hef oft unnið heima við líka en það er mjög mikilvægt að hafa kaffistofuna og geta hitt fólk. Hér er líka ekki ósvipuð starfsemi og fyrir sunnan að því leytinu til að hér er ég innan um bækur alla daga og hér er líka stunduð bókaútgáfa eins og hjá Sögufélaginu,“ segir Laufey en hennar vinna felst í ritstjórn á bókum. Mest sinnir hún kennslubókum, orðabókum og handavinnubókum. „Vinnan gengur út á það að taka á móti handritum þegar þau koma í hús, sjá um handritslestur og halda utan um útgáfuferil bókarinnar eftir það. Það

Laufey við vinnuborð sitt í Safnahúsinu á Sauðárkróki. MYND: PF

getur þurft að senda verkið í myndritsstjórn eftir atvikum, jafnvel láta teikna kort eða skýringarmyndir og síðan þarf að láta alla verkþætti hanga saman þar til bókin fer í umbrot. Svo fylgi ég bókinni eftir gegnum umbrotsferlið, þangað til hún kemur út og er allan tímann í samstarfi við höfunda og þá lesara sem lesa á ýmsum stigum.“ Laufey segir meðaltímalengd verkferla bóka ákaflega misjafnan og oft séu bækur nokkur ár í vinnslu. Þá segir hún venjulegan feril kennslubóka vera tvískiptan. „Fyrst fær ritstjórinn handritið og les það og gengur svo frá því þannig að það geti farið í prufukennslu í eina önn. Síðan tekur útgáfuferlið við. Þetta eru alltaf nokkrir mánuðir. Það er ekki óalgengt að það líði hálft ár og jafnvel lengra frá því að handritið kemur í hús og þangað til bókin fer í prentun. Það er algengur tími,“ segir hún. „Ég er þá ekkert ofan í bókinni alla daga. Í nokkrar vikur er hún í yfirlestri og svo fer hún í umbrot og þá kem ég ekkert nálægt henni á meðan. Þannig að þetta er þó nokkuð langur vinnslutími í heild sinni.“

Jólabækurnar snemma á ferðinni Laufey segir að Forlagið vilji helst fá jólabækurnar

snemma frá höfundum, helst á fyrstu mánuðum árs. Allar jólabækur þessa árs voru farnar í prentun snemma í október og allar komnar út í nóvemberbyrjun. Það er til þess að jólabækurnar fái sinn tíma, svo fólk hafi tíma til að kynna sér þær og jafnvel lesa, áður en jólin koma. Stærsta verkefni Laufeyjar þessa stundina er kennslubók, Listin að vefa, eftir Ragnheiði Þórsdóttur, listvefara og vefnaðarkennara í Verkmenntaskólanum á Akureyri sem áður bjó á Sauðárkróki. Um er að ræða kennslubók í vefnaði þar sem ýmsum fróðleik er bætt við og vefnaður er settur í sögulegt samhengi. Sem dæmi er fjallað um kljásteinavefstað sem Íslendingar ófu allt sitt vaðmál í, hvernig vefstóllinn tók við og hvernig vefnaður hefur þróast í tímans rás ásamt fleiru. „Þetta er tiltölulega flókin bók því í henni eru bæði um hundrað teiknaðar skýringamyndir, á annað hundrað ljósmyndir og fjöldi bindimynstra. Þannig að það er ekki einföld vinnsla að láta þetta allt passa saman. Svo eru einhverjar fleiri kennslubækur í bígerð,“ segir Laufey sem hefur að ýmsu að hyggja þessa dagana.

Bestu jólin Nú nálgast jólin á ljóshraða

og Laufey er spurð hvort hún hlakki til jólanna. „Mér finnst þetta alltaf mjög hátíðlegur tími og gott að hafa svona tilefni til að gleðjast og vera með fjölskyldunni. Og hvíla sig! Það er ekkert betra heldur en að sitja uppi í sófa með svolítið af laufabrauði, konfekti og góða bók. Þannig eru jólin best.“ En hver skyldi uppáhalds jólauppskrift Laufeyjar vera? „Ég baka engin ósköp fyrir jólin, en okkur krökkunum finnst alveg nauðsynlegt að baka nokkrum sinnum hálfmána á aðventunni. Við notum ævinlega hefðbundna uppskrift úr bók Helgu Sig.

Hálfmánar með sveskjumauki 250 g hveiti 1 tsk lyftiduft ¼ tsk hjartarsalt ½ tsk kanill 100 g smjörlíki 125 g sykur 1 egg (1−2 msk konjak)

bb b

Hveitið er sáldrað með lyftidufti, hjartarsalti og kanil. Smjörlíkið mulið í, sykrinum bætt saman við. Vætt í með eggi og konjaki, ef vill. Hnoðað fljótt saman og kælt. Flatt út og tekið undan glasi, aldinmauk sett á hverja köku, hún klemmd tvöföld saman með fingrunum eða gaffli. Smurð með eggi eða mjólk. Bakað gulbrúnt við mikinn hita.


2 01 7

Allt fyrir hestamanninn í jólapakkann ! Opið: mánudaga- föstudaga kl. 8-18 Laugardaga kl. 10-13 / S: 455 4610

37


38

2 01 7

Hreyfing er lífsgæði Frelsið til að hreyfa sig er uppspretta orku og lífsgleði. Njóttu þess alla ævi. Verndar liði, bein og brjósk Inniheldur aðeins náttúruleg efni Kollagenrík blanda úr sæbjúgnaskráp Bætt með D3- og C-vítamíni Túrmerik og mangan fyrir aukna virkni

LIÐIR - liðkandi fiskprótínblanda frá PROTIS

Gleðileg jól og farsælt komandi ár Skagfirðingar, Húnvetningar og aðrir nærsveitamenn

Þökkum viðskiptin á árinu VINNUSTAÐASKÍRTEINI

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu.

Grétar Þór Þorsteinsson

Jólakveðja

Skoðunarstöðvar okkar eru á Blönduósi, Hvammstanga, Sauðárkróki og Siglufirði. Minnum á tímapantanir.

Starfsmaður kt. 300583 4749

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Frumherja www.frumherji.is s: 570-9090 eða 570-9000

Gilstúni 30,Sauðárkrókur 550 Sauðárkrókur Borgarteigur 10, 550 Kt. 600106 - 2280

Sjóvá

440 2000

Gleðilega hátíð Við óskum landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. sjova.is


2 01 7

39

Tónlistarútgáfur tengdar Norðurlandi vetra

Íslensk gæðatónlist

Kveikt á jólatrénu

Logo / merki

Ásgeir Trausti sendi frá sér sína aðra plötu snemma í vor Afrerglow, en rúm fjögur ár eru síðan hann gaf út frumraun sína Dýrð í dauðaþögn. Ásgeir hefur notið fádæma vinsælda hér á landi sem erlendis. Ellefu lög er að finna á Afterglow sem öll eru á ensku, að einu undanskyldu. Frábær skífa.

Sunnudaginn 10. desember að lokinni aðventumessu í Blönduóskirkju, um kl. 17:00, verða ljósin á jólatrénu tendruð. Tréð verður reist við Blönduóskirkju. Sungin verða jólalög og fregnir herma að jólasveinar verði komnir á stjá.

HEFNIÐ OKKAR Úlfur Úlfur Skagfirska tvíeykið, Helgi Sæmundur og Arnar Freyr, Úlfur Úlfur, gáfu fyrr á þessu ári út plötuna Hefnið okkar. Á plötunni er að finna 12 prýðisgóð lög enda á ferðinni ein vinsælasta hip-hop hljómsveit landsins. Úlfarnir héldu út fyrir landsteinana í sumar og túruðu um Evrópu þar sem þeir komu meðal annars fram í Finnlandi, Rússlandi, Litháen, Eistlandi, Póllandi og enduðu svo heima á Íslandi með tónleikum sem enginn varð svikinn af sem sáu.

NÝPRENT EHF / MYND: RÓBERT DANÍEL

AFTERGLOW Ásgeir Trausti

SÖNGUR VONAR Sólmundur Friðriksson Austfirðingurinn og fyrrverandi bassaleikari í Hljómsveit Geirmundar, Sólmundur Friðriksson, stundaði nám við FNV og er mörgum Norðlendingum kunnur. Fyrir skömmu gaf hann út sinn fyrsta hljómdisk, Söngur vonar, sem inniheldur 11 lög sem eru flest samin á þessari öld, að undanskildu einu lagi sem varð til þegar hann var um 12 ára. „Textarnir eru persónulegir, fjalla um lífið og tilveruna á eins heiðarlegan og opinskáan hátt og mér hefur verið unnt. Á plötunni fæ ég til liðs við mig góða og vel valda tónlistarmenn sem flestir tengjast mér á einn eða annan hátt böndum fjölskyldu, vina eða samstarfs,“ segir Sólmundur.

Cyan = 100 / Magenta = 75 / Y

Cyan = 45 / Magenta = 14 /

Jólin mín

Guðrún Jóna Valgeirsdóttir Króksari í Reykjavík

Jólaljós, jólalög og jólafrí

Verum snjöll

verZlum heima NÝPRENT EHF

Jólin eru... yndisleg. Hvað kemur þér í jólaskap? Jólaljós, jólalög og jólafrí. Hvert er besta jólalagið? Amma gull með Borgardætrum. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Slaka á í faðmi fjölskyldunnar og borða góðan mat. Hvað langar þig í jólagjöf? Kærleik og góða heilsu….æ þetta er svo klisjukennt eitthvað. Ok, ísskáp! Bakar þú fyrir jólin? Það er eitthvað lítið um það. Hver er uppáhaldskökusortin þín? Vanilluhringirnir Gunnu ömmu heitinnar og sultukökurnar hennar mömmu.

„ertu að leita að sveini?“ Hér á norðurlandi vestra er allt fullt af alls kyns sveinum – hvort heldur sem er iðnsveinum eða jólasveinum.


40

2 01 7

Óskum Skagfirðingum

gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

BORGARTEIGUR 12 550 SAUÐÁRKRÓKUR

SIMI 453 5000

flokka@flokka.is

flokka.is

Ágætu Skagfirðingar, Við erum í broddi fylkingar í sorphirðumálum - og þannig viljum við hafa það áfram

Vöndum flokkun og setjum réttan úrgang í réttar tunnur þannig verður Skagafjörður áfram fremstur í flokki í sorphirðumálum Höldum áfram að ryðja brautina! Minnum á heimasíðuna okkar flokka.is og þið finnið okkur einnig á facebook.

Flokka er móttökuaðili fyrir allan úrgang sem fellur til við rekstur heimila og fyrirtækja.

Flokkun og endurvinnsla er nútíminn! Sjá opnunartíma á www.flokka.is

Komum reglu á ruslið!

ÓSKUM ÖLLUM GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR Á NÝJU ÁRI ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN Á LIÐNU ÁRI


2 01 7 Ómissandi afþreyting

Jólamyndagátan 2017

Höfundur: Páll Friðriksson

VERÐLAUNAMYNDAGÁTA

Þrenn verðlaun verða veitt fyrir rétta lausn gátunnar sem felst í setningu sem lesa má út úr myndunum. Athugið að ekki er gerður greinarmunur á breiðum og grönnum sérhljóða.

Lausnina skal senda á netfangið palli@feykir.is eða í pósti á: Feykir fréttablað, Borgarflöt 1, 550 Sauðarkróki, eigi síðar en föstudaginn 15. desember næstkomandi.

Fínir vinningar eru í boði fyrir fjórar réttar lausnir: 1. Fuglaskoðarinn eftir Stefán Sturlu. 2. Vélmennadans Gísla Þórs. 3. Sagnaþættir Guðfinnu (sjá sögu í Feyki). 4. Konan í dalnum og dæturnar sjö eftir Guðmund Hagalín.

41


42

2 01 7

Hjalti Pálsson frá Hofi

Gleymdur landnámsmaður í Fljótum? Fyrirliggjandi heimildir um landnám í Fljótum vekja Hjalti Pálsson óneitanlega spurningar varðandi landnám Nafar-Helga. Hvers vegna bjó hann á Grindli en ekki á Barði, langsamlega bestu jörð í hans landnámi? Hvers vegna verður Barð jafn ótrúlega landmikil og kostamörg jörð, án þess að vera landnámsjörð, liggjandi að landnámsbýli Nafar-Helga? Af hverju sitja afkomendur Nafar-Helga ekki Barð, svo séð verði? Hvernig má vera að landnám Nafar-Helga er mikið stærra og hefur margvísleg gæði umfram landnám Þórðar knapps, sem þó er sagður koma honum samskipa í Fljót. Til að fá skýrari mynd af þessu er rétt að meta þær takmörkuðu vísbendingar sem ritaðar heimildir gefa. TEXTI

Þegar athugaðar eru frásagnir Landnámabókar um landnám og landnámsmenn í Skagafirði verður dagljóst að höfundur hefur verið ókunnugur í Skagafirði og ekki haft þar greinargóða heimildamenn. Þetta sýnir sig berlega í tilvikum þar sem tveir landnámsmenn eru sagðir nema sama landsvæðið, til að mynda Fremribyggðina í Lýtingsstaðahreppi. Í annan stað eru svæði þar sem enginn landnámsmaður er talinn og má þar nefna Hegranesið og landið milli Unadalsár og Deildarár í Hofshreppi. Það er rökstudd tilgáta Byggðasöguhöfunda að gleymst hafi að nefna einn landnámsmann í Fljótum og landnámi hans hafi verið slegið saman við landnám Nafar-Helga.

Heimildir Landnámu Í Landnámabók segir: Flóki Vilgerðarson (Hrafna-Flóki) er sagður hafa numið ,,Flókadal milli Flókadalsár og Reykjarhóls; hann bjó á Mói.“ Nafar-Helgi nam land ,,fyrir austan upp frá Haganesi til Flókadalsár, fyrir neðan Barð og upp til Tunguár og bjó á Grindli.“ Landnám Nafar-Helga hefur vanalega verið talið liggja að landnámi Flóka við Flókadalsá, eða Flókadalur austan ár, Barðstorfan, Haganes og Grindilsströnd meðfram Miklavatni suður að Fljótaá og upp til Tunguár í Stíflu. Grindill, landnámsbær Helga, er upp frá Miklavatni innarlega að vestan en jörðin skiptist síðar í tvær jarðir, Stóra-Grindil og MinnaGrindil. Samskipa Nafar-Helga var annar landnámsmaður í Fljótum, Þórður knappur. Landnám hans var ,,upp frá Stíflu til Tunguár og

bjó á Knappstöðum.“ Landnám Þórðar var samkvæmt því einungis Stífludalurinn austan Stífluár og Gautastaðavatns og vestur fyrir niður að Tunguá. Þegar borin eru saman landnám þessara tveggja, sem komu samskipa í Fljót, vakna ýmsar spurningar. Stærðarmunur landnámanna er mikill og landgæði þeirra ólík. Hvers vegna nam Þórður ekki alla Stífluna báðum megin Stífluár? Merkin við Tunguá eru torskilin, mun eðlilega hefði verið að Þórður hefði numið land þvert yfir Stífluhóla og Skeiðsá ráðið merkjum landnámanna en ekki Tunguá. Kona Helga var Gró hin snarskyggna, og áttu þau fjögur börn, sem getið er í Landnámu. Landnám Helga nær „upp frá Haganesi“, með Fljótaá alla leið inn til Tunguár í Stíflu. Er þetta til muna víðfeðmasta landnám í Fljótum. Við fyrstu sýn virðist sem það nái yfir allt land milli Flókadalsár og Fljótaár, þó ekki sé það sagt berum orðum. Má eiginlega telja með ólíkindum að Helgi gæti numið svo mikið land, með hliðsjón af því að hann og Þórður knappur komu saman til Haganess. Hvernig má skýra stærðarmun og landgæðamun á þessum tveimur landnámum? Eða er hér eitthvað málum blandið? Ef orðalag Landnámu er nánar skoðað gæti verið að ekki sé allt sem sýnist. Tekið er fram að land Helga nái að Flókadalsá, „fyrir neðan Barð“. Barðsland nær til Miklavatns á merkjum Barðs (Karlsstaða, hjáleigu Barðs) og Grindils, landnámsbæjar Helga. Því er Barðsland á milli Grindils og Flókadalsár. Með öðrum orðum, Barðsland lokar leið að Flókadalsá.

Loftmynd frá 20. júlí 2017 af umhverfi fornbýlis á strönd Flókadalsvatns vestan undir Akraásnum. Nánar um þetta í 8. bindi Byggðasögunnar. MYND: BYGGÐASAGA SKAGAFJARÐAR

Nánar um Barð Fremst í Flókadal heitir Barðsreitur og þar átti Barð selstöðu. Svo mikið var þar umleikis á sumrum, að þangað skyldi aðstoðarpresturinn á Barði fara og embætta. Um þetta segir í fornbréfi árið 1483: ,,Þar er djákns skyld og skal fara í millum sels og húsa.“ Því má gera ráð fyrir að djákni frá Barði hafi haft embættisskyldu að húsvitja á selinu. Barð hefur því sannarlega átt land bæði innst og yst í Flókadal austanverðum, auk þess jörðin á ennþá land í Brunnárdal sem er samhliða hálfum Flókadal. Getur þetta bent til að Barð hafi í upphafi átt allan dalinn austan árinnar? Barð er án nokkurs vafa annað dýrasta, landmesta og veglegasta býli í öllum Fljótum. Einungis Hraun komast þar í samjöfnuð. Með hjáleigum þeim sem vitað er að byggðust út úr Barði er hún margfalt stærri jörð en Grindill, þar sem Nafar-Helgi er sagður hafa kosið að búa. Það vekur óneitanlega spurningar af hverju hann setur ekki bú sitt á Barði, hafi það verið í landnámi hans? Á Barði eru heitar laugar, æðarvarp, mikil veiðihlunnindi í Flókadalsvatni, Hópsvatni, Flókadalsá og gott skipalægi í Haganesvík og Hópsvatni. Ýmislegt bendir til að Barð og Flókadalur austan ár hafi verið sérstakt og þá væntanlega eldra landnám sem hreinlega hafi gleymst að nefna í Landnámu. Það er ekki fráleitt í ljósi þess að Landnámuhöfundur hefur ekki haft góðar heimildir úr Skagafirði. Þar eru margar misfellur í afmörkun landnáma. Þegar dregin er lína á merkjum Grindils og Barðs (Karlsstaða) til fjallsbrúna, inn með núverandi merkjum Barðs á vatnaskilum, áfram inn fjallgarðinn til botns Flókadals, verður til áhugaverð mynd. Landnám HrafnaFlóka vestan árinnar og hið ,,gleymda landnám“ í Flókadal austanverðum eru mjög álíka að stærð. Landnám Nafar-Helga verður í eðlilegra hlutfalli við

landnám félaga hans, Þórðar knapps. Í Árbók hins íslenska Fornleifafélags 1927 ritaði Margeir Jónsson grein um landnám í Skagafirði og bendi þar á að mörk landnáma Nafar-Helga og Þórðar knapps séu trúlega ekki rétt tilgreind. Líklegra sé að þau mörk hafi verið við Skeiðsá fremur en Tunguá. Þá hefðu mörk landnáms Þórðar legið yfir dalinn neðan Stífluhólanna, sem virðist liggja beinna við.

Þáttur Þorvaldar Refssonar Í Víga-Glúms sögu segir frá Þorvaldi Refssyni sem bjó á Barði. Þuríður kona hans var stórættuð, dóttir Höfða-Þórðar landnámsmanns. Börn þeirra voru Klaufi og Þorgerður er átti Þórarin á Espihóli. Í annarri kynslóð landnema Íslands er dóttir landnámsmanns á Höfðaströnd, orðin húsfreyja á Barði, (ekki gift sonum NafarHelga, heldur bóndasyni á Barði). Freistandi er að draga þá ályktun að eðlilegt hefði talist að hún giftist í sömu stétt, sem sagt syni landnámsmanns. Til dæmis giftist Úlfhildur, dóttir Nafar-Helga, Arnóri Skefilssyni í Gönguskarði, væntanlega syni Skefils landnámsmanns. Þorgerður systir hennar giftist Geirmundi syni Sæmundar suðureyska landnámsmanns. Um ættir Þorvaldar Refssonar er einungis vitað að hann var sonur Refs á Barði. Systir Þorvaldar var Þuríður (samnefnd konu hans) sem giftist Birni syni Höfða-Þórðar landnámsmanns. Því má við bæta að Gró föðursystir Þuríðar bjó gengt Barði, handan Flókadalsár, á Mói og var kona Flóka landnámsmanns. Annað er ekki kunnugt um Ref á Barði en hann mægðist við ættgöfugustu og virtustu landnámshjón í sínu nábýli. Gæti Refur hafa verið hinn gleymdi landnámsmaður á Barði?

Fornbýli í landi Barðs Samkvæmt ábendingu bóndans á Minni-Reykjum uppgötvaðist sumarið 2017 forn skálatóft

(66°02‘565/19°08‘200), ásamt nokkrum nærliggjandi smátóftum á strönd Flókadalsvatns vestan undir Akraásnum, um það bil sem strönd vatnsins byrjar stefnuna beint til norðurs. Þann 17. júlí 2017 var gerð athugun á þessum stað. Staðfesting fékkst þá á skála, um 21x7-8 m að utanmáli, rétt við gamlar og skýrar götur sem vitna um fyrrum alfaraleið meðfram vatninu til Reykjabæjanna og áfram inn í Flókadalinn. Greinileg merki voru um mannvist í tóftinni, gólflag og viðarkolaleifar víða. Hvergi fundust öskulög í eða við skálatóftina, nema í aðfluttu torfi í veggjum einhverrar byggingar sem virtist áföst norðan við sjálfan skálann. Þar fannst öskulagið frá 1104 í veggjatorfi sem sýnir að hún hafði verið hlaðin eftir 1104. Að öðru leyti tókst ekki að aldursgreina tóftina en ljóst að hún er mjög gömul. Útgangsdyr eru til vesturs og þar framan við brött brekka niður að vatninu. Djúpar tóftir smáhýsa voru á a.m.k. þremur stöðum skammt frá, samanber meðfylgjandi ljósmynd. Þær hafa mikil líkindi til jarðhýsa sem tíðkuðust í upphafi landnámsins. Auk þess minjar um túngarð. Lækjarsytra finnst enn í gildragi um 40 m norðan við tóftina. Auk þess er smátóft austan og ofan við lyngbrekku í 80 metra fjarlægð (66°02‘565/19°08‘085). Engar heimildir eru um bæ á þessum stað og þar af leiðandi ekkert nafn við að styðjast. En ljóst er að þarna hefur verið mannabústaður um eitthvert skeið, trúlega þó ekki mjög lengi. Þótt ýmsar vísbendingar séu um að aðaltóftin og smátóftirnar séu frá landnámsöld verður það ekki fullyrt án frekari fornleifarannsókna og algjört blindskot að ætla þetta bústað meints landnámsmanns á Barði. Heimildir: Landnámabók: Íslensk fornrit I, bls. 242-244. Víga-Glúms saga: Íslensk fornrit IX, bls. 35-36. Fornbréfasafn VI bindi bls. 489. Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1927, bls. 26.


2 01 7

43


44

2 01 7

Við lendum í Skagafirði Það er okkur sönn ánægja að hefja flug á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur frá 1. desember. Við munum fljúga fjórar ferðir í viku og er nú þegar opið fyrir bókanir á ernir.is

Gjögur Bíldudalur

Kíktu á áætlunina og bókaðu flugið á ernir.is

Húsavík Sauðárkrókur

Höfn

Reykjavík Vestmannaeyjar

ernir.is | 562 4200 | ernir@ernir.is

Jólablaðið 2017 Feykir  

Hið árlega Jólablað Feykis er komið út enn eitt árið og nú sem fyrr flennifullt af ferskum viðtölum, frásögnum, vísum, uppskriftum, auglýsin...

Advertisement