Page 1

2 01 9

2019 Jólablaðið 27. nóvember 2019

45. tölublað

39. árgangur

1


2019

2 01 9 ÚTGEFANDI

Nýprent ehf. Sauðárkróki Sími 455 7176, feykir@feykir.is RITSTJÓRI & ÁBM.

Páll Friðrikssn palli@feykir.is BLAÐAMAÐUR

Fríða Eyjólfsdóttir frida@feykir.is LAUSAPENNAR

Óli Arnar Brynjarsson Sigríður Garðarsdóttir

FORSÍÐUMYND

Helga Rósa Guðjónsdóttir.

Sr. Aldís Rut Gísladóttir prestur í Langholtskirkju

AUGLÝSINGASÖFNUN

Hefðir jólanna

Sigríður Garðarsdóttir UMBROT & PRENTUN

Nýprent ehf.

Jólablaðið er prentað í 3600 eintökum og er dreift frítt í öll hús í Skagafirði og í Húnavatnssýslum.

Jólin mín

Atli Fannar Bjarkason Reykjavík

Í sérstöku uppáhaldi eru fágætar smákökur sem heita Lappir Jólin eru... bara fín. Gott að fá frí og fyrir mann sem lifir samkvæmt hákolvetnalífsstílnum er þetta auðvitað algjör draumahátíð. Hvað kemur þér í jólaskap? Það er svolítið langt síðan ég náði að keyra upp almennilegt jólaskap en það stendur allt til bóta. Ég varð pabbi fyrir rúmlega tveimur árum og ég treysti því að sonur minn tendri þetta bál þegar hann fattar hvað jólin snúast um: Gjafir, nammi og teiknimyndir. Hvert er besta jólalagið? Æji, ég á bara einhver hrikalega týpísk svör við þessari spurningu. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Góður matur, frí, ást og kærleikur. Fyrir tveimur árum eyddi ég jólunum á skemmtiferðaskipi í sól og fann að það var eitthvað sem mig langar að gera aftur. Ég þarf reyndar ekki skipið en í ár ætla ég að elta sólina. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Ég er búinn að kaupa mér það sem ég hef þráð svo heitt síðustu ár: Ryksuguvélmenni. Þannig að ég þarf ekki mikið meira. Friður á jörðu væri reyndar kærkominn. Bakar þú fyrir jólin? Stundum. Minnir að ég hafi bakað Sörur í fyrra. Eða hitteðfyrra. Eða var það bara gert á heimilinu og er ég að upplifa falskar minningar um að ég hafi unnið verkið? Mögulega. Ég borðaði að minnsta kosti þessar smákökur Hver er uppáhaldskökusortin þín? Sörur eru algjörar yfirburðarkökur. Án þess að ég vilji gera upp á milli foreldra minna þá bakar hún mamma mín alveg frábærar kökur; Sörur, súkkulaðibitakökur, lakkrístoppar — allt á meðal minna uppáhaldskolvetna. Í sérstöku uppáhaldi eru svo afar fágætar smákökur sem heita Lappir og eru bakaðar eftir fornri fjölskylduuppskrift sem þér tekst ekki pína upp úr mér.

Jólin koma...

Charlotte Kvalvik

Miðhúsum Vatnsdal ... Fyrir mér koma jólin ekki alveg fyrr en allt er komið í ró seint á aðfangadagskvöld og ég get lagst upp í sófa með jólabókina, jólaöl og nammi. Þá fyrst koma jólin fyrir alvöru.

forfeður og mæður okkar, heyrum sama guðspjall á jólunum og þau heyrðu, og tími og rúm renna saman í eitt, á þessari stundu. En kirkjan hefur einnig gerst sek um það í ákveðnum málefnum að hafa misst sjónar á hlutverki sínu þegar hún reyndi að ríghalda í hefðir sem voru engum til gagns. Það er hlutverk kirkjunnar að vera sífellt í endurskoðun, mótun og í samtali við samtímann. Kirkjan er engum til gagns ef hún heldur einungis í hefðir hefðanna vegna og gleymir að ganga með fólkinu áfram veginn. Við öll erum kirkjan, kirkjan er fólkið sem situr saman á kirkjubekkjunum og við höfum rödd innan kirkjunnar. Það er pláss fyrir alla innan kirkjunnar, kirkjunnar sem hófst í fjárhúsi í fjarlægu landi. Við komum saman til að minnast þess sem gerðist í því fjárhúsi forðum daga á jólunum og það er hefð sem er sammannleg. Þvert á landamæri, kyn, hörundslit, kynhneigð og aldur þá mætumst við í Jesúbarninu. Megi aðventan og jólin vera ykkur hátíð hefðanna sem næra okkur og binda okkur við gengnar kynslóðir sem og komandi. Sr. Aldís Rut Gísladóttir prestur í Langholtskirkju

Jólagjafakassi Kiwanisklúbbsins Freyju

bb b Hver kassi skiptir máli

Bjarnastöðum Akrahreppi ... þegar jólaseríur er komnar upp í glugga, jólatréð komið inn í hús og ilmurinn af jólamat fyllir húsið, þá finn ég titring í hjartanu.

Berglind Hlín Baldursdóttir

Aðventan og jólin eru einn annasamasti tími í starfi prests og hefur það áhrif á alla fjölskylduna. Hver fjölskylda hefur sína siði og venjur og það sem öðrum þykir einkennilegt þykir manni svo sjálfsagt. Mér þótti það alltaf hinn eðlilegasti hlutur að eftir messu heima í Glaumbæ héldu mamma og pabbi í aðra messu. Á meðan vorum við börnin heima og þá tók við einhver eftirminnilegasta og dýrmætasta hefð sem einkenndi mín jól. Ég fékk alltaf bók í jólagjöf og eftir messu var bókin opnuð og lesturinn hófst, með smáköku, konfekt og í kyrrðinni. Ég gef alltaf börnunum mínum bækur í jólagjöf og hver veit, kannski fór ég í prestskap til að arfleiða börnin mín að þessari dýrmætu hefð minni. Maturinn tók mið af vinnunni og alltaf var hangikjöt í matinn. Nú er hangikjötið ómissandi á jólunum. Hlutverk hefða er að tengja okkur við gengnar kynslóðir, við leitumst við að gera hlutina eins og við ímyndum okkur að hlutirnir hafi alltaf verið gerðir til að tengjast fortíðinni á einhvern hátt. Finna að í gegnum kynslóðirnar eru órofa bönd í gegnum gjörðir sem verða hefðir. Hefðir sem við vonumst til að börnin okkar og afkomendur muni áfram halda í og minnast okkar um leið. Hefðir vísa aftur til einhvers en á sama tíma láta okkur horfa fram til einhvers, til að vita hvert við erum að stefna þurfum við að vita hvaðan við komum. Hefðir spretta oft upp af nauðsyn, en svo verða hefðirnar nauðsynlegar. Því er mikilvægt og staldra við og skoða hefðirnar sínar. Hvaða hefðir eru farnar að íþyngja okkur, þjóna engum tilgangi og við höldum í eingöngu hefðanna vegna. Stundum þarf þor og dug til að leggja af hefðir sem gagnast okkur ekki lengur. Fyrir mörgum er það hefð að fara í kirkju á jólunum, fyrir sumum koma jólin fyrst þegar sungið er Heims um ból í kirkjunni, ekki þegar jólaskrautið kemur í Ikea í október. Kirkjan hefur verið til staðar fyrir fólk í gegnum aldirnar, við sitjum á sömu kirkjubekkjum og

3

Nú munu Freyjur fara af stað með árlega jólagjafakassann og er innihald hans gómsætt Freyju sælgæti. Allur ágóði sölunnar rennur til góðgerðastarfsemi í heimahéraði, fyrir börnin. Þetta er í annað skiptið sem Freyjur útbúa og selja jólagjafakassann en í fyrra safnaðist rúm milljón sem fer beint í uppbyggingu á fjölskyldugarði sem staðsettur

verður á Sauðárkróki. Eru Freyjur búnar að fá úthlutað svæði sem verður afgirt og byggt upp með alls kyns leiktækjum, grillaðstöðu, bekkjum og alls til þess að auka samveru fjölskyldunnar. Að sögn Freyjanna mun því um hver jól safnast peningur fyrir nýju leiktæki sem mun prýða fjölskyldugarðinn svo hver kassi skiptir máli. /PF


4

2 01 9

Þórhildur María Jónsdóttir matreiðslumeistari

Gómsætt paté á smáréttaborðið Þórhildur María Jónsdóttir ólst upp í Skagafirði en flutti í borgina á Páll Friðriksson sínum unglingsárum, kom aftur til baka fyrir ellefu árum síðan, sem virðist vera mjög stutt, að hennar sögn þar sem mörg skemmtileg og krefjandi verkefni hafa ratað á hennar borð. Nú stjórnar hún Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd. Feykir bað Tótu um að deila einhverri gómsætri uppskrift með lesendum og forvitnaðist aðeins um hana í leiðinni. UMSJÓN

Þórhildur María, eða Tóta eins og hún er kölluð, brosmild í jólagallanum. AÐSEND MYND

„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á uppbyggingu og finnst gaman að leggja mitt af mörkum í þannig verkefnum. Hvort sem það er að byggja upp frá grunni eða vinna að skapandi verkefnum,“ segir Tóta en hún er menntaður matreiðslumeistari frá Menntaskólanum í Kópavogi og ferðamálafræðingur frá Háskólanum á Hólum. „Matur á hug minn allan og þykir mér mjög gaman að vinna með mat og matarupplifun. Matur tengist ferðaþjónustu og upplifun mikið og mörg tækifæri til að vinna með það.

Þessi ellefu ár sem ég hef búið í Skagafirði hefur mikið gerst í framleiðslu á matvælum og mun meira af staðbundnum vörum í boði. Eitt af þessum skemmtilegu verkefnum sem ég hef verið að takast á við er opnun á Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd. En það er vottað vinnslurými fyrir smáframleiðendur, þar sem þeir geta leigt dag og dag og framleitt sínar vörur. Þessi aðstaða var opnuð haustið 2017 og viðskiptavinum hefur fjölgað jafnt og þétt á þessum tæpu þremur árum. Vöruframboð

Óskum öllum landsmönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Selma & Tómas HÓTEL TINDASTÓLL - MIKLIGARÐUR

info@arctichotels.is / www.arctichotels.is Sími 453 5002 / 453 6880

frá viðskiptavinum okkar hefur stóraukist og þeir eru alltaf að þróa og prófa eitthvað nýtt sem gerir mitt starf hjá Vörusmiðjunni svo skemmtilegt og frábært að fá að vinna með svona flottum framleiðendum.“ Hún segir Vörusmiðju BioPol hafa breytt landslagi smáframleiðenda á Norðurlandi vestra en sjá má að fleiri vöruflokkar eru nú í boði frá smáframleiðendum á svæðinu

en áður. „Vörusmiðjan og Farskólinn hafa verið í miklu samstarfi með námskeiðahald og mörg áhugaverð námskeið voru núna í haust og eftir áramót verður haldið áfram að bjóða upp á skemmtileg og fræðandi náskeið.“ „Á aðventunni er gaman að bjóða upp á paté, það hentar vel á smáréttaborðið, sem forréttur eða bara til að njóta þegar þú vilt gera vel við þig. Paté er einnig flott gjöf til

þeirra sem elska mat,“ segir Tóta sem deilir hér gómsætri uppskrift með lesendum. „Það tekur smá tíma að gera paté og baka það en það er allt í lagi að laga nokkur í einu því það má alltaf frysta það og taka upp eftir hentugleika. Hér er uppskrif af gæsapaté en það má alveg skipta út gæsinni fyrir t.d. hreindýr eða jafnvel ærkjöt.“

Gæsapaté 650 g gæsalæri eða bringa (hökkuð) 100 g svínalifur (hökkuð) 150 g svínafita (hökkuð) ¼ dl rjómi ½ dl portvín 1 stk. egg 1msk. raspur (ljós) 2 tsk. blóðberg 2 tsk. villijurtablanda 1 tsk. salt ½ tsk. nitritsalt ½ tsk. laukduft ½ tsk. hvítlauksduft ¼ tsk. hvítur pipar 1-2 msk. af þurrkuðum furusveppum (má sleppa eða skipta út fyrir annað)

AÐFERÐ: Hafa allt hráefni vel kalt þegar byrjað er að vinna með það. Allt nema sveppirnir fara saman í skál og hrært saman með sleif. Þegar blandan er komin saman eru sveppirnir settir heilir út í. Kjötblandan er sett í form sem er búið að setja bökunarpappír í. Álpappír er settur yfir og formið sett í kæli í 1 klst. Formið er sett í ofnskúffu eða eldfast mót. Hellið volgu vatni í ofnskúffuna eða eldfasta mótið, þannig að það nái upp að forminu u.þ.b. 2 sm. Ofninn er stilltur á 110°C og bakað þar til kjarnhiti hefur náð 71°C. Með þessu er gott að bera fram sætar sultur eða mauk.


2 01 9

Bestu jóla- og nýársóskir

til viðskiptavina nær og fjær með þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári. Hátíðarkveðjur frá Léttitækni

Þökkum fyrir frábæran stuðning og hlýju

í okkar garð á árinu sem er að líða. Óskum Skagfirðingum og viðskiptavinum okkar nærLÉTTITÆKNI og fjær gleðilegra jólaEHF og gæfuríks komandi árs

Félagar í Alþýðulist

með Meguiar’s bílahreinsivörum Eigum mikið úrval af hágæða bílahreinsivörum frá Meguiar’s

NÝPRENT ehf.

sígilt útlit Verið velkomin í Kjarnann!

HESTEYRI 2

550 SAUÐÁRKRÓKUR

SÍMI 455 4570

NÝPRENT ehf.

Vandaðar skúffubrautir, lamir og þykkar kantlímingar eru aðeins nokkur af einkennum okkar.

Bílaverkstæði KJARNANUM

Sérsmíði innréttinga og faglegur metnaður hefur verið aðalsmerki okkar um árabil.

Við framleiðum gæðainnréttingar þar sem sígilt útlit og vönduð vinnubrögð fagmanna eru höfð í fyrirrúmi.

Leitin að réttu lausninni hefst hjá okkur... Trésmiðjan Borg ehf

Borgarmýri 1 550 Sauðárkrókur Sími 453 5170 tborg@tborg.is

5


6

2 01 9

Sesselja Barðdal rekur Kaffi Kú í Eyjafirði

Tóku á móti yfir 40.000 ferðamönnum

Ferðaþjónustuaðilar í Eyjafirði ætla að opna dyrnar upp á gátt sunnudaginn 7. desember og Páll Friðriksson verða með alls kyns tilboð og skemmtilegheit fyrir gesti og gangandi fyrir jólin. Króksarinn Sesselja Barðdal er framkvæmdastjóri og eigandi vöfflu- og afþreyingarkaffihússins Kaffi Kú og einn hvatarmaður verkefnisins. Feykir sendi Sesselju spurningar og forvitnaðist um kaffihúsareksturinn í sveitinni. UMSJÓN

„Kaffi kú er vöfflu- og afþreyingarkaffihús í 10 mínútna fjarlægð frá Akureyri. Kaffi kú opnaði fyrst árið 2011 og hefur stækkað á hverju ári síðan. Í fyrra tókum við á móti rúmlega 40.000 manns, bæði innlendum og erlendum ferðamönnum. Okkar sérhæfing er að bjóða upp á upplifun í margs konar myndum. Má þar nefna útsýnið yfir fjósið þar sem gestir geta fylgst með 300 hamingjusömum kúm og kálfum. Við leggjum okkur fram við að vera með fjölskylduvæna viðburði um helgar og við bjóðum upp á geggjaðar vöfflur, bæði matar- og sætar vöfflur. Síðast en ekki síst þá tökum við glöð á móti hundum og köttum á Kaffi kú. Ég sjálf er með sveinspróf í framreiðslu og finnst svakalega skemmtilegt að þjóna fólki og legg mig fram við að gera heimsóknir

fólks til okkar eftirminnilegar. Þann 1. nóvember frumsýndum við nýjan matseðil og höfum við fengið mjög jákvæð viðbrögð við honum. Ég er að sjálfsögðu ekki ein að vinna að þessu öllu. Maðurinn minn, Einar Örn Aðalsteinsson, sér um allan rekstur og stendur vaktina. Hann býr yfir allri þekkingunni á landbúnaði og svo er hann orðinn ansi flinkur í eldhúsinu. Einnig vorum við svo heppin að geta stækkað teymið okkar síðasta sumar og erum nú orðin fjögur sem vinnum saman, sem sagt við hjónin ásamt Baldvini Stefánssyni matreiðslumanni og Lydíu Rós Waage samfélgasmiðlara og hugmyndavél. Þessi tvö eru algjörlega frábær og við svo heppin að hafa þau með okkur í liði ásamt því að hafa duglegar skólastelpur sem vinna með okkur um helgar. Það er mikið á

Bændurnir í Garði í Eyjafjarðasveit, Einar Örn Aðalsteinsson og Sesselja Barðdal. AÐSEND MYND

döfinni hjá okkur næstu vikur og ég hvet fólk til þess að fylgjast með okkur á Facebook, Instagram og á heimasíðunni okkar á www.kaffiku.is. Á heimsíðunni eru allir okkar viðburðir, fjósið í beinni þar sem viðskiptavinurinn getur kíkt á kálfaleikskólann á Kaffi kú, hvort sem þeir búa í Kína eða á Króknum. Sælkeraverslunin er á sínum stað með nautakjötið o.fl., ásamt skemmtilegum fróðleik um íslenska nútíma mjólkurframleiðslu.“ Hvað er vinsælast hjá ferðamönnum eða gestum? „Vinsælast hjá erlenda

ferðamanninum er að koma í fjósaferð með leiðsögn. Ferðin heitir „Learn, feel and taste“ og er hægt að bóka á

Booking meðal annars. Í túrnum fær viðskiptavinurinn fræðslu um alla þá tækni sem fjósið býður upp á ásamt því að fræðast um íslensku kúna og íslensk matvæli. Einnig fá þeir að smakka mat beint frá býli og síðast en ekki síst knúsa kálfana. Heimamaðurinn er líka mjög duglegur að koma í heimsókn og er ég óendanlega þakklát fyrir það. Margir Króksarar hafa kíkt til okkar og síðasti hópur sem ég man eftir frá Króknum var full rúta af eldri borgunum, sem ég hélt að væri allt fólk á miðjum aldri. Akureyringurinn er líka duglegur að koma með börnin sín um helgar og fá sér góðan kaffisopa og kíkja í fjósið.“

1/4 KAFFI KÚ-HÚ!


2 01 9

Karlakórinn Heimir

óskar Skagfirðingum og velunnurum sínum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum stuðning liðinna ára.

Tónleikar um áramót

Í Menningarhúsinu Miðgarði laugardaginn 28. desember kl. 20:30. Miðaverð kr.4.000

NÝPRENT ehf.

Forsala aðgöngumiða verður í Blóma- og gjafabúðinni á Sauðárkróki og í verslun Olís í Varmahlíð.

SÓKNARÁÆTLUN NORÐURLANDS VESTRA

Jólagjöfin fyrir hestamanninn fæst á Eyrinni

www.heimir.is

Okkar sívinsælu gjafabréf í bíó er snilldargjöf fyrir jólasveina í skóinn og í pakkann. Útbúum gjafabréf að þinni ósk. Minnum á Facebook síðu Króksbíós þar sem allar væntanlegar myndir eru auglýstar. Stórglæsileg jóladagskrá í Króksbíó milli jóla og nýárs.

Miðapantanir í síma 855 5216 Opið: mán. – fös. 8 – 18 Lau. 10-13 / S: 455 4610

Opin frá 17°°-21°° virka daga og frá 12°°-21°° um helgar. Góða skemmtun!

Fylgist með okkur á Facebook

Ósóttar miðapantanir eru seldar 10 mín. fyrir auglýstan sýningartíma (nema um annað sé samið)

7


8

2 01 9

Frískaðu þig upp með Villunni og Feyki

Feykifín eftir dekur og dúllerí í Villunni Það var hún Sigga Kristín, starfsmaður hjá HSN á Sauðárkróki, sem var svo heppin að vera dregin út í leiknum Frískaðu þig upp með Sigríður Garðarsdóttir Villunni og Feyki. En í lok október auglýsti Feykir eftir kvenmanni sem væri til í smá „make over“ og yrði viðkomandi að vera tilbúinn í að vera myndaður meðan á meðferðunum stæði því afraksturinn yrði svo birtur í JólaFeyki. Margar sóttu um og fengu stelpurnar í Villunni það hlutverk að draga eitt nafn upp úr pottinum og var Sigga Kristín að sjálfsögðu tilbúin í þetta skemmtilega verkefni. Villan, er staðsett á Hólavegi 16 á Sauðárkróki, en þar eru starfrækt hárgreiðslustofan Klippiskúrinn, snyrtistofan Dekurlindin, Nuddstofan Friðmey og svo Fótaaðgerðastofa Stefaníu undir einu og sama þakinu. Þær tóku höndum saman og skipulögðu heilan dag í Villunni fyrir Siggu Kristínu í alls konar dekur. UMSJÓN

NUDDSTOFAN FRIÐMEY

KLIPPISKÚRINN

Klipping og litun Rjóð og sæl í kinnum eftir gott nudd, sem svo sannarlega skilaði sínu, tók Jónína í Klippiskúrnum við Siggu Kristínu þar sem hún fékk klippingu og litun. Sigga var með rakaða aðra hliðina sem Jónína þurfti að vinna aðeins með. Hún gerði undercut að aftan og stytti allt hárið vel, sérstaklega vinstri hliðina, en hélt síddinni að framan hægra megin, setti styttur og tjásaði hárið til að fá meira líf í það. Þá var komið að því að lita. Jónína ákvað að setja margar ljósar fíngerðar þéttar strípur í hárið ásamt því að setja dökkan kaldan tón bæði í rót og undir en í endana setti hún ljósan kaldan lit. Eftir litun fékk Sigga Kristín svo dýrindis nudd á bakið á meðan hárið var þvegið. Rosegold er mikið inn í dag en þann lit setti Jónína yfir strípurnar til að fá fallegan blæ yfir allt hárið. Jónína blés svo hárið og krullaði aðeins.

Djúpvefjanudd Sigga Kristín byrjaði á að fara í nudd hjá Nuddstofunni Friðmey þar sem Þorgerður tók vel á móti henni. Sigga Kristín kom með stirðar axlir og þreytt í mjóbaki og tók Þorgerður hana því í djúpvefjanudd sem er heildstæð meðferð sem samanstendur af djúpum strokum, liðlosun sem losar um spennu, langtíma verki og leiðréttir líkamsstöðu en þessi meðferð tekur yfirleitt 90 mínútur. Þorgerður nuddaði bakið á Siggu Kristínu með liðlosun og djúpum strokum, tók svo liðlosun á handleggi ásamt því að taka djúpar strokur á brjóstkassa. Sigga Kristín endaði svo á að fá bæði höfuð- og hálsnudd í slökuninni eftir djúpvefjanuddið.

Gleðileg jól 2019

Gefðu ævarandi hlýju um jólin, æðardúnsængur frá Hrauni á Skaga.Náttúruleg gjöf úr héraði!

Aðalgötu 21 • 550 Sauðárkróki Sími 453 5050 • Fax 453 6021 www.stodehf.is • stod@stodehf.is

www.hraunaskaga.is Steinn og Merete s: 847 0575


2 01 9 FÓTAAÐGERÐASTOFA STEFANÍU

DEKURLINDIN

Fótadekur

Litur og vax

Sátt og sæl með nýja lúkkið á hárinu settist hún í stólinn hjá Fótaaðgerðastofu Stefaníu því komið var að fótadekrinu sem var kærkomið þar sem Sigga Kristín stendur og gengur mikið í sinni vinnu. Almenn fótaaðgerð felst í því að byrja á fótabaði. Þá er allt sigg fjarlægt, neglur klipptar, hreinsaðar og slípaðar. Ef um aðra kvilla er að ræða eins og t.d. niðurgróna nögl, líkþorn, vörtur eða þykkar neglur eða neglur með svepp þá er það meðhöndlað í fótaaðgerðinni og gefnar eru ráðleggingar fyrir viðkomandi um næstu skref. Þá er endað á að raspa létt yfir húðina og síðast en ekki síst er endað á yndislegu fótanuddi. Sigga Kristín var sett í fótabað, sigg skorið, neglur klipptar, hreinsaðar og slípaðar. Í lokin var húðin pússuð og slípuð og endað á fótanuddi.

Sigga Kristín trítlaði svo yfir í Dekurlindina á silkimjúkum fótum þar sem Aníta bauð henni að leggjast á heitan bekkinn, breiddi yfir hana teppi og setti heita steina í lófana og undir herðarnar á henni áður en hún byrjaði að lita augnhárin og augabrúnirnar ásamt því að vaxa augabrúnirnar. Á meðan Sigga Kristín beið með litinn nuddaði Aníta bæði herðar, háls og andlit með heitum steinum.

Það var ekki annað að sjá en að Sigga Kristín væri ánægð með að hafa verið dregin út því sælusvipurinn á andlitinu á henni eftir þessar frábæru meðferðir fór ekki fram hjá neinum sem á vegi hennar varð næstu daga á eftir. Feykir vill enda á að þakka bæði Siggu Kristínu og stelpunum í Villunni fyrir frábæran dag. Kærar þakkir.

Öku- og bifhjólakennsla - Aukin ökuréttindi -

STANGVEIÐIVÖRUR, HAGLASKOT FRÁ HLAÐ & BRIT CARE HUNDAMATUR.

Vörubifreið - Hópbifreið Leigubifreið - Eftirvagn Akstursmat til endurnýjunar ökuskírteinis Öll vinnuvélaréttindi & 892 1790 Birgir og 892 1390 Svavar

Aðalgata 8 - 540 Blönduós - S: 862 0474

9


10

2 01 9

Sölvi Sveinsson skrifar

Varanasi – borg lífs og dauða Morgunsigling á Ganges. Baðgestir drífa sig í fljótið. MYNDIR. SÓLVI SVEINSSON FRÁSÖGN

Sölvi Sveinsson

Við Magnea Jóhannsdóttir, kona mín, og hjónin Guðjón Friðriksson sagnfræðingur og Hildur Kjartansdóttir skipulögðum mánaðarreisu til Indlands nú í haust, dvöldumst í landinu allan október. Það var ný reynsla á hverjum degi. Indland er eiginlega heimsálfa fremur en land. Þar á heima 1,3 milljarður manna sem tala 800 tungumál; hindí er algengast. Flestir eru hindúatrúar eða rúm 80%, um 15% eru múslimar, restin aðhyllist búddadóm, kristni (1%), jainisma o.fl. Rígskorðuð stéttaskipting er fylgifiskur hindú-ismans. Bramínar eru efstir í píramídanum, prestar o.fl. Næstir þeim standa Kshatriyas, stjórnendur, hermenn og regluverðir, því næst koma Vaishyas, en það eru kaupmenn, iðnaðarmenn og bændur. Neðsta stéttin er Shudras, þeir sem vinna og þjóna öðrum. Hver hópur skiptist síðan í ótal undirstéttir sem munu vera hartnær 3.000 og stétt gengur í arf; börn þvottakarla verða þvottakarlar o.s.frv. Utan þessa alls eru svo hinir ósnertanlegu og skipta þeir milljónum. Ef

skuggi af hinum ósnertanlegu fellur á heittrúaðan bramína þarf hinn síðarnefndi að fara í hof til að hreinsa sig. Þetta er böl sem illa gengur að uppræta; t.d. eru einungis 5% hjónabanda sem skarast milli stétta. Flest hjónabönd í Varanasi eru skipulögð af foreldrum sem semja sín í milli. Unga fólkið fær síðan u.þ.b. mánuð til segja af eða á. Núverandi forsætisráðherra Indverja, Modi, er heittrúaður hindúi og ýtir undir gamaldags rétttrúnað. Varanasi er kjördæmi hans og þegar hann settist á þing fjölgaði flugferðum til borgarinnar úr fjórum á dag í 32.

Ferðin hófst í Varanasi þar sem við vorum hálfan mánuð og bjuggum í setri fyrir listamenn; svili minn Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari, var þar á fleti fyrir og öllum hnútum kunnugur. Varanasi stendur við Ganges og er milli fljótanna Varana og Assi, þaðan kemur nafnið, hét áður Benares og enn fyrr Kashi, borg ljósanna. Í borginni búa 2,9 milljónir manna og allt er þar með sérstökum blæ því að borgin er ginnheilög í hugum hindúa, heilagasti staður heims að þeirra mati. Hindúasiður byggist á því að menn fæðast, deyja og

Ferðasöguhöfundur ásamt konu sinni, Magneu Jóhannsdóttur. LJÓSMYND: EINAR FALUR INGÓLFSSON

endurholdgast, ýmist upp á við ef svo má segja, eða niður og fer eftir breytni manna í lífinu. Þessi hringrás varir þangað til maður hefur lifað fullkomlega og sameinast þá alheimssálinni. Þeir sem deyja í Varanasi sleppa við þessa hringrás, þeir fara beint í himnasæluna. Guðir hindúa skipta líklega þúsundum og þjóna flestum sviðum mannlegs lífs. Visnú og Shiva eru öflugastir sem og konur þeirra, Laksmi og Parvati; gyðjan Durga og fílaguðinn Ganesa eru líka máttug; á mjög mörgum húsum er mynd af Ganesa yfir útidyrum til verndar. Apa-

guðinn Hanuman er einnig áberandi. Síðan eru minni háttar goðmögn, t.d. tannverksguð sem menn færa fórn þegar tannpína plagar þá, ellegar guð þvottakarlanna sem liðsinnir þeim í vosinu. Ótal styttur eru af þessum guðum á götuhornum og torgum og hof í Varanasi eru fleiri en eyjar á Breiðafirði; þar er Gyllta hofið, helgasta hof landsins og hermenn gæta þess; sitja vopnaðir í öllum götum sem þangað liggja. Varanasi er borg Shiva og ótal hof eru helguð honum. Í flestum hofum er ,lingam´, stílfærður getnaðarlimur tengdur Shiva sem er í senn tortímandi og lífsafl. Veitingastaðir við Ganges eða í grennd hofa mega ekki selja áfengi. Ganges er stórfljót sem á upptök í Himalæjafjöllum, nokkur hundruð metra breitt, heitir upp á hindí Ma Ganga, Móðir Ganga, og er persónugert í samnefndri gyðju. Monsúntímabilinu lauk óvenju seint í ár og þegar okkur bar að garði var ennþá mjög hátt í fljótinu; vatnsborð þess hækkaði um 20 m þegar mest varð. Það er straumþungt meðan regnið skilar sér til sjávar og ber með sér alls konar brak þannig að sigling var bönnuð; við komumst þó á flot síðasta daginn okkar. Áin skilur eftir þykkt setlag af leir á tröppunum. Nokkra morgna


2 01 9 vorum við mætt við fljótið fyrir birtingu til þess að fylgjast með baðgestum. Flestir hindúar reyna að fara til Varanasi a.m.k. einu sinni á ævinni til þess að baða sig, margir koma árlega. Heimamenn eru fastagestir. Fólkið veður út í fljótið, dýfir sér þrisvar á kaf og fer með bænir sínar þegar sólin kemur upp. Flestir taka með sér ílát til þess að hafa vatn með sér heim. Margir karlar kaupa rakstur á vatnsbakkanum og þiggja blessun heilagra manna sem merkja þá með rauðri sandalviðarkvoðu á enni. Betlarar sitja síðan í röðum þar sem menn ganga frá fljótinu og margir gefa þeim smápening ellegar þá hrísgrjón eða linsubaunir í poka. Nú er þess að gæta að Ganges er mengað fljót og allur fjandinn rennur í það með þverám og skolpi. En það truflar ekki einlæga trúmenn. Ekki heldur þvottakarlana sem þvo línið af hótelunum við vatnsbakkann. Síðasta morgun okkar leigðum við okkur bát og létum reka undan straumi þegar sólin kom upp og sáum fólkið þyrpast út í skolugt vatnið. Satt að segja var það einkar friðsæl og falleg sjón í fyrstu geislum sólar.

Tuktuk í Varanasi.

Magnea á tali við vel skóaðan heilagan mann. Ég borgaði honum 10 rúpíur (17 kr.) fyrir myndatökuna.

Kýr og hundur að hasla.

Bannað að gráta við bálför Hindúar brenna hina framliðnu til þess að jarðneskt hylki sálarinnar trufli ekki vegferð hennar til betra lífs. Líkin eru borin til brunastaðar á bambusbörum sem eru skreyttar gylltum pappír, líkið er hjúpað og oft eru börurnar blómum skreyttar. Í Varanasi er aðalbrunastaðurinn Manikarnika ghat. Þar loga líkbál allan sólarhringinn og hefur svo verið í meira en 6.000 ár; Varanasi er elsta borg veraldar þar sem verið hefur samfelld búseta allan þennan tíma og líklega lengur. Einungis karlar mega vera við bálförina. Þeir bera líkbörurnar, dýfa líkinu í Ganges, semja um kaup á eldivið sem er vandaverk; 250 kg þarf í líkbál og þar verður að vera að minnsta kosti smábútur af sandalviði. Auðmenn eru brenndir á einum saman sandalviði sem er heilagt tré, seinsprottið. Sérstök stétt karla sér um allt sem þessu viðvíkur, doms. Þeir eru úrhrök í hugum efri stétta en njóta þó virðingar vegna eðlis starfa sinna. Viðnum er staflað upp á brunastað, líkið lagt á stabbann og síðan hulið með sverum viðardrumbum.

Umferðin „blíða“.

Götufnykur. Guðjón, Hildur og Magnea verjast.

Sólarupprás við Ganges.

Þurr strá eru lögð með viðnum og síðan sækir einhver karlanna eld í visk af stráum og ber að kestinum; eldur hefur logað þarna í keri á öruggum stað í mörg þúsund ár. Líkbál brennur allt að þrjár klukkustundir og þegar eldurinn sjatnar tekur einhver karlanna hamar í hönd sér og brýtur höfuðskelina til þess að hleypa sálinni út; þetta er einnig praktískt til þess að allt brenni til ösku. Þegar eldurinn kulnar koma domarnir með vatn til þess að kæla glæðurnar, öskunni síðan mokað í bala og borin í Ganges. Í fjöruborðinu eru gjarnan karlar með gullgrafarapönnur ef ske kynni að í hvítri tönn leyndist gull og hver veit nema skart úr dýrum málmi hafi verið á hendi eða um háls konu sem brennd var í gær? Tvo morgna vorum við á Manikarnika ghat að fylgjast með. Fyrri morguninn brunnu sex eldar og verið var að hlaða bálköst undir gamlan mann sem lá þarna á líkbörum sínum; höfuðið eitt stóð út úr gráfölt. Fyrir neðan pallinn var annað blómum þakið lík. Sex karlar stóðu þarna hjá og gættu þess að horfa ekki hver á annan til þess að vikna ekki. Bannað er að gráta við bálför því að það er óvirðing við hinn látna. Konur fá ekki að koma á brunastað nema í hópi ferðamanna. Allur brunapallurinn var löðrandi í ösku og vatni og reykjarlyktin var nærgöngul við nasir. Domarnir á harðahlaupum með eldivið, vatn eða strá og ösku. Kýr lá hin rólegasta undir vegg og jórtraði. Hundar hnusuðu og leituðu ætis. Þessi mynd greyptist í hugann og víkur þaðan ekki. Engin bannhelgi hvílir hér á dauðanum, hann er sjálfsagður og eðlilegur, lausn frá barningi daganna. Þegar allt er komið í kring fara karlarnir ögn afsíðis til rakarans sem rakar hvert hár af höfði þeirra. Að svo búnu fer hver til síns heima í sorgarferli sem tekur 7-14 daga. Áður fyrri tíðkaðist víða að ekkjur væru lagðar lifandi á bál með körlum sínum. Fyrr á öldum voru 24 af konum eins mógúlsins lagðar á eld honum til fylgdar. Það hefur verið bannað með lögum í meira en öld. Ekkjur hafa það hins vegar skítt því þeim er nánast útskúfað. Þær urðu að skera hár sitt stutt og klæðast sérstaklega. Það hefur breyst. Í Varanasi eru þúsundir ekkna sem búa margar í sérstökum gistiheimilum og lifa á próventu, eignum sem þær lögðu með sér, hafa þar eina dýnu til að liggja á næturlangt, margar þeirra

11

fara síðan út á götur að morgni til að sníkja fyrir nauðþurftum sínum.

Þys og læti á götum borgarinnar Við vorum vel undirbúin fyrir komuna til Varanasi og satt best að segja er borgin í senn heillandi og fráhrindandi. Umferðin er ægileg á meira og minna ónýtum götum. Þar ægir öllu saman, gangandi mönnum, þvengmjóum körlum á rikksjó með allt upp í fjóra farþega, bensínspúandi tuktuk sem fólki er troðið í, vélhjólum, bílum að ekki sé nú gleymt hundum og kúm. Allir ryðjast, troða sér, smeygja sér, flauta og hrópa. Hávaðinn hrikalegur og stækar bensíngufur áleitnar. Ég hef hvergi séð jafntryllta umferð. Óþolið er í fimmta gír. Kýrin er heilagt dýr á Indlandi. Guðirnir sáu hvað hún var merkileg og því sameinuðust þeir um að eigna sér hver og einn ákveðinn part af skepnunni utan ein gyðja sem sagði nei. Hún iðraðist en það var of seint en henni var bjargað og mykjan var gefin henni. Þess vegna þurfa hindúar ekki að hreinsa sig í hofi ef þeir stíga í mykju sem er guðlegrar ættar en skilyrðislaust ef þeir reka fótinn í hundaskít. Kýrin er fegursta ljóðið um guð, sagði Gandhi. Kýr valsa um götur Varanasi, liggja og jórtra á miðri götu þar sem er skuggi og þær lifa ekki á grænfóðri. Kýr, svín, hundar og geitur éta úr rusli það sem fellur að smekk þeirra, róta þar í öllu. Og ekki vantar ruslið. Það liggur hvarvetna í hrúgum, sums staðar í skelfilega þefjandi haugum. Hindúum af hærri stéttum finnst að það sé annarra hlutverk að hirða upp ruslið. Malarhaugar eru víða á gangstéttum, sums staðar sést niður í brotin holræsi. Mjóar götur hlykkjast um gömlu borgina og þar eru hvarvetna eins manns vinnustaðir, smábúðir með sælgæti, klúta, grænmeti, skósmiður situr undir vegg, rakarinn í næstu götu. Á einum stað sáum við karl gera við sari, hefðbundinn klæðnað indverskra kvenna. Allir á sínum stað en veltan greinilega sáralítil. Rusl liggur í hrönnum í bland við mykju og hundaskít. Götumallarar hvarvetna að elda mat sinn sem okkur var ráðið frá að eta því að bakteríuflóran væri alls ekki í takt við okkar innyfli. Öll hús eru í niðurníðslu nema nýleg hótel. Hindúar hugsa meira um


12

2 01 9

framhaldslífið en fortíðina og hús eru þeim bara stundarskjól sem þeir vona að lafi meðan þeir lifi. Alls staðar blasir við skerandi fátækt. Talið er að meira en 300 milljónir Indverja falli undir alþjóðlega skilgreiningu á fátæktarmörkum sem í ár eru miðuð við að hafa 1,9 dollara eða minna til að þrauka daginn langan. Lýðheilsa hefur batnað í Indlandi þótt enn grasseri t.d. berklar og á götu mættum við holdsveikum manni sem var skelfileg sjón, alsettur rauðum kýlum og andlitið allt afmyndað. Ég varð að snúa mér undan. Barnadauði hefur minnkað og fólki fjölgar. Á hverjum sex dögum fjölgar Indverjum sem nemur höfðatölu Íslendinga. Kynjahalli er óvíða meiri, 1000 karlar á hverjar 800 konur þar sem verst lætur. Indverjar vilja eignast syni og tvær ástæður búa þar að baki. Foreldrar verða að leggja heimanmund með dóttur sinni, dowri heitir það á máli heimamanna og sú upphæð fer hækkandi. Annað kemur til sem er að dóttir tekur upp eftirnafn eiginmanns. Ættarnafn hennar deyr þá. En hvað er þá svona heillandi við Varanasi? Það er einlægnin í trúnni sem blasir við þegar maður stendur á bökkum Gangesar. Það er iðandi mannlífið, manngrúinn liggur mér við að segja. Frá því um 5 á morgnana til 2 að nóttu eru þys og læti á götum borgarinnar. Ajay Pandey fylgdi okkur oft í skoðunarferðum, háskólakennari o.fl. Hann fór einu sinni að haustlagi til Lundar í Svíþjóð. Þegar hann kom út á götu þar fyrsta morguninn setti að honum grát. Það var kalt og það sem verra var: hann sá ekki nokkurn mann á ferli. Allar konur eru klæddar í afar litríkan fatnað, rautt, gult, skærblátt, mosagrænt o.s.frv. Allar skreyttar með steini í nasavæng, eyrnalokkum, festi um ökkla, hringum á fingrum og tám. Hvarvetna eru grænmetis- og ávaxtasalar með vagna sína og litskrúðugan varning á boðstólum. Ganges rennur eilíflega framhjá borginni og er miðlæg í hugum allra íbúa, Ganga, móðir alls sem lifir – og tekur við öllu aftur í fyllingu tímans. Ég held það sé rétt sem ágætur höfundur skrifaði fyrir hálfri öld: Maður verður aldrei samur maður eftir dvöl í Varanasi þar sem lífið ólgar eins og suða í potti.

Jólahald Bang-fjölskyldunnar í Apótekinu á Króknum

Julefrokost på dansk mode Frá því á fjórða áratug síðustu aldar og fram á þessa öld var það Bangfjölskyldan sem bjó í húsinu Skjaldborg, Aðalgötu 19 á Sauðárkróki. Húsið þó í daglegu tali kallað Apótekið, enda apótek bæjarins. Þar bjó og starfaði apótekarinn Ole Bang ásamt Minnu konu sinni og fjórum dætrum; Birgit, Vibekku, Lísu og Eddu. Ole Bang varð bráðkvaddur í nóvember 1969, fyrir 50 árum, en Minna bjó áfram í Apótekinu þar til hún lést, í sumarbyrjun 2005. Ole og Minna voru fædd og uppalin í Árósum í Danmörku en urðu miklir Króksarar. Jólahald þeirra var í mörgu ólíkt því sem þekktist á Króknum í denn og fylgir hér lýsing á borðhaldinu. Á annan í jólum, var hefð fyrir því hjá Minnu Bang, að vera með kalt hlaðborð fyrir fjölskylduna á heimili hennar – Apótekinu. Þetta var mikil veisla að danskri fyrirmynd með smávegis íslensku ívafi. Tilhlökkunin var alltaf mikil og óhætt að segja að þessi máltíð og samvera fjölskyldunnar, átján hausar þegar best lét, hafi toppað allt jólahaldið. Sest var til borðs í bordstofunni inn af anddyri heimilisins um klukkan hálf eitt og setið að snæðingi og spjalli til klukkan fimm, jafnvel sex. Seinna meir, þegar voru komin barnabörn,

Jólaborðhald í Apótekinu í kringum árið 1975. MYNDIR ÚR EINKASAFNI

Minna Bang.

Kaffihlaðborð.

fóru þau gjarnan á barnaball kvenfélagsins um fjögurleytið. Á borðum voru alls konar kræsingar. Minna hafði gott vald á alls kyns matargerð, hvort heldur voru heitir eða kaldir réttir, salöt eða bakstur. Hún keypti t.d. síld í kvarttunnum, en síldina steikti hún og mareneraði. Kjúklinga fékk hún á fæti (reyndar dauða) og hanteraði. Rauðkál og rauðrófur sauð hún og setti á krukkur, leverpostej útbjó hún frá grunni og fleira eftir þessu.

Þannig að það voru nokkur handtökin og drjúgur tími sem fór í að útbúa svona veislu. Borðhaldið hófst með heitum tartalettum með hangikjöti, skornu í teninga, grænum baunum og gulrótum í jafningi. Roastbeef með sýrðum gúrkum, rauðrófum, remúlaði og steiktum lauk. Kaldur hamborgarhryggur með kartöflusalati. Kaldur kjúklingaréttur, sem í var, auk kjúklings, kartöflusalat, steikt beikon og annanas. Alls kyns salöt voru á borðum; síldarsalat í nokkrum útfærslum, karrý-

salat, kjúklingasalat, rækjusalat, rauðrófusalat o.fl. Heit leverpostej og rauðkál, reyktur lax og grafinn. Ris-á-l´amande með möndlugjöf. Einnig var í boði kalt hangikjöt og laufabrauð, til að hafa smá íslenskt í bland. Með þessu var svo borið fram rúgbrauð, kornbrauð og ristað franskbrauð. Einnig var boðið upp á ýmsa osta, brauðosta, hvít- og blámygluosta, sultur, vínber og alls kyns kex. Til þess að skola þessu niður var gjarnan jólablanda, malt og appelsín og pilsner. Ekki rekur fjölskylduna minni til þess að áfengir drykkir hafi tengst jólahaldinu – frekar að þeir hafi verið í boði á áramótum; rautt, hvítt eða öl og þá í miklu hófi. Þegar vel var liðið á daginn, svona sirka um kaffileytið, var farið yfir í kaffi og tertur og smákökur af ýmsum sortum. Heldur þótti ungviðinu oft bera helst til of mikið á fullorðinstertum en botnar þeirra höfðu oftar en ekki verið vættir örlítið með fínni drykkjum. Það klikkaði þó aldrei að Minna útbjó djöflatertu og dýrindis glassúrtertu fyrir yngstu fjölskyldumeðlimina. Meðan Ole Bang lifði var maturinn á aðfangadag gæs og á jóladag svínasteik. Til gamans má nefna að framan af var þetta eldað í ofninum í Bakaríinu hjá Guðjóni þar sem jólamaturinn komst ekki í ofninn á Aðalgötu 19. ----Það voru Lísa Bang, Binni Júlla, Óli Þór Ásmundsson og Óli Arnar sem rifjuðu upp jólin í Apótekinu fyrir dagskrána Krókurinn í den – Danirnir á Króknum, sem flutt var í tilefni fullveldisafmælisins í Bifröst í fyrra.


2 01 9

Gleðileg jól Jólavörurnar finnur þú hjá Skrautmen, þjóðlegar og fallegar. Kíktu til næsta söluaðila og finndu þinn jólasvein eða á www.skrautmen.com Eftirlæti, Skr.- Grána, Skr.- Litla hönnunarbúðin, Hafnarfirði

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki óskar íbúum Norðurlands vestra, nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á ári komandi Innritun í dagskóla fyrir vorönn 2020 stendur yfir og lýkur 30. nóvember. Innritun í fjarnám lýkur 6. janúar. Sótt er um á heimasíðu skólans www.fnv.is. Hagstæð heimavist í boði Nánari upplýsingar á heimasíðu skólans: www.fnv.is og á skrifstofu í síma 455 8000.

FJÖLBRAUTASKÓLI NORÐURLANDS VESTRA Á SAUÐÁRKRÓKI

Gleðileg jól & farsælt komandi ár

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

Kaupfélag Vestur Húnvetninga

- Strandgata 1

Sími 455-2300

13


14

2 01 9

Húnabúð

Jólatónleikar Jólahúna

Ásbyrgi Laugarbakka fös. 6. des. kl. 17 og kl. 20. Í félagsheimilinu Blönduósi laug. 7. des. á jólahlaðborði Í Fellsborg Skagaströnd sun. 8. des. kl.17.

Söngvarar og hljóðfæraleikarar úr heimabyggð. Ávarp leikmanns, að ógleymdu kakói, ilmandi smákökum og jólaglöggi (óáfengt) í hléinu. m ko

Gott úrval - Falleg jólavara Alltaf heitt á könnunni og eitthvað gott með

Munið konukvöldið

aman í aðdrag um s anda jóla og g u g h u l m e u g a g samv ei eru.

0-10 ára kr. 1000 og eldri kr. 3500. Enginn posi. Miðapantanir hjá Skúla í síma 898 0719.

1.des kl: 20-23

Leynigestur, tilboð og léttar veitingar Norðurlandvegur 4 540 Blönduós Sími: 551-0588/847-8221 - hunabudin@gmail.com

Skagfirðingar, Húnvetningar og aðrir nærsveitamenn Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu. Skoðunarstöðvar okkar eru á Blönduósi, Hvammstanga, Sauðárkróki og Siglufirði. Minnum á tímapantanir. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Frumherja www.frumherji.is s: 570-9090 eða 570-9000

Handverksgallerí, söluaðili fyrir Young Living ilmkjarnaolíur og margt fleira.

Sjón er sögu ríkari!

Aðalgata 8 - 540 Blönduós - S: 862 0474

Jólahúnarnir

Hin sígrænu jólatré skátahreyfingarinnar verða til sölu fyrir jólin eins og undanfarin ár. Muna að panta tímanlega. Nánari upplýsingar og pantanir í síma 867-5584. Jólatrén fást í mörgum stærðum og gerðum. www.sigraena.is

Skátafélagið Eilífsbúar óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Jólaball

Sameiginlegt jólaball kvenfélags Seyluhrepps og kvenfélags Lýtingsstaðahrepps verður haldið í Árgarði laugardaginn 28. desember kl. 14:00. Hvetjum alla til að mæta, stóra sem smáa, og eiga notalega stund saman.

Kvenfélög Seyluhrepps og Lýtingsstaðahrepps


2 01 9

15

FRÓÐLEIKUR FRÁ BYGGÐSAFNI SKAGFIRÐINGA Inga Katrín D. Magnúsdóttir skrifar

Um dans, skemmtanir og annan ólifnað á jólum Jólin eru í hugum margra tími gleði og samverustunda. Það er þó misjafnt hversu taumlaus gleðin hefur mátt vera í gegnum aldirnar. Margir af eldri kynslóðunum slá enn í dag varnagla við „óviðeigandi“ spilum og leikjum á aðfangadagskvöld og jóladag. Mun það vera arfur frá 17. og 18. öld, þegar kirkja og konungsvald leituðust við að koma böndum á skemmtanir sem ekki áttu tilvist sína í ritningunni, þá sérstaklega á hátíðisdögum.

Þegar litið er aftur í aldir, á skemmtanir tengdar jólum kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Samkomur í kringum jól þekkjast aftan úr heiðni sem miklar át og drykkjuveislur. Á norðurslóðum hafa frá alda öðli verið haldnar hátíðir í kringum vetrarsólhvörf og löngu fyrir kristnitöku var haldin hátíð sem nefndist jól.1 Stórveislur á jólum héldu áfram eftir kristnitöku, bæði meðal höfðingja og biskupa, en við vitum ekki í smáatriðum hvernig slíkar veislur fóru fram. Ólíklegt þykir að dans hafi verið stundaður í húsakynnum biskupa í jólaveislum. Fjölmargar heimildir þar sem óbeit biskupa á dansi kemur fram sýna þó að dans var almennt iðkaður a.m.k. frá 13. öld (að öllum líkindum lengur) og tíðkaðist fram á 18. öld, er farið var að taka á dansleikjum af meiri hörku, í kjölfar konunglegrar tilskipunar.2 Vitað er að fólk hélt alls kyns skemmtanir í heimahúsum á jólum, en hvað með kirkjustaði? Í pápískum sið (kaþólsku) voru vökur nóttina fyrir stórhátíðir, kallaðar vökunætur. Messað var á aðfangadagskvöld og aftur á jóladag. Þeir sem voru langt að komnir til kirkju fóru ekki til síns heima í millitíðinni og ekki áttu allir svefnstað á kirkjustöðum. Það kann því að vera að fólk hafi notað tímann og haldið á sér hita með dansi og skemmtun í eða við kirkjur eða á kirkjustöðum, sem voru oft rúmbestu húsin í þá daga. Til eru þjóðsögur um dans í kirkjum á jólanótt, s.s. sagan um Dansinn í Hruna3, en slíkar sögur enda ævinlega með ósköpum. Kirkjur sökkva í jörð með fólkinu í, sem segir sjálfsagt meira um það samfélagslega umhverfi sem þær spretta úr á 18. og 19. öld heldur en viðburðinn sem þær segja frá, sem gæti átt sér rætur aftar í tíma.4 Á 18. öld fór, eins og áður segir, kirkjunnar yfirvald og konungs að mæla harðar gegn alls kyns skemmtunum. Í barnalærdómskveri frá fyrri hluta 18. aldar segir m.a.: „Hvar með vanhelgar maður hvíldardaginn? Með líkamlegu nauðsynjalausu erfiði, sömuleiðis syndsamlegum skemmtunum, so með dansi, spilum og öðrum apaskap… so með dansi, spilum, gleðileikjum, að ganga í drykkjuhús og öðru soddan, sem altíð er synd í sjálfu sér en á helgidögum tvöföld synd.“5

gamni af karlmönnum og kvenfólki til samans, með mörgum snúningum allt um kring, með stappi aftur á bak og áfram, með hoppi upp og niður, með hlaupum til og frá; so herðir hvör sig að dansa eftir útblæstri eður andardrætti ludi magistri [leikstjórans] og þegar suma svimar so þeir tumba um koll þá verða ýmsir undir. Fara þá föt og forklæði sem verða vill. Þá er og földum kvenna flug og forræði búið. Þessu skal vera hrósað og hlegið að eftir vonum af potestate supereminente [hinu háa yfirvaldi]. Brennivín er þá við höndina að hressa hinn gamla Adam so hann þreytist hvörki né uppgefst fyrri en mælir syndanna er uppfylltur.“8

Starfsmaður BSk undirbýr rökkurgöngu.. MYND: BSK-183

Það kom í hlut klerka og sýslumanna að hafa hemil á skemmtunum sem „úr hófi keyrðu.“ Báðar starfsstéttir virðast hafa verið mis gagnrýnar á skemmtanir framan af, og fóru viðbrögðin að því er virðist meira eftir persónulegu viðhorfi en laganna bókstaf og kirkjulegri tilskipan. Jón biskup Vídalín (1666-1720) kvað hóflega skemmtun nauðsynlega fyrir sál og líkama, en Steinn Jónsson (1660-1739) Hólabiskup á 18. öld orti: Leikar, ofdrykkja, dans og spil Drottni gjörast þá síst í vil. Enga Guðs dýrkan eflir slíkt óskikkan sú þó gangi ríkt.6 Sýslumenn virðast einnig hafa verið misstrangir gagnvart gleðskap og dæmi eru um að þeir hafi jafnvel verið í broddi fylkingar í dansi. Jón Hjaltalín (16871755), sýslumaður í Reykjavík mun hafa verið með síðustu embættismönnum sem héldu jólagleði áður en slíkt var aftekið. Um gleðina er til vikivakakvæði eftir séra Gunnar Pálsson frá 1740: Nóttina fyrir nýársdaginn, nokkuð trúi eg haft sé við. Fellur mönnum flest í haginn

fullum upp með gamanið. Þá er á ferðum enginn aginn allir ráða gjörðum sín. Hjá honum Jóni HjaltalínFagur kyrtill, fullur maginn, fallega þeir sér ansa.Allan veturinn eru þeir að dansa Annars dags kvöld eins í jólum og aðfaranótt þrettándans leika menn sem hlaupi á hjólum hvergi verður gleðinnar stans. Hætt er við þeir hringi tólum hegðun sú má kallast fín. Hjá honum Jóni HjaltalínGaman er að soddan sjólum sér þótt stofni vansa.Allan veturinn eru þeir að dansa.7 Fleiri sýslumenn brutu hin konunglegu boð gegn veraldlegum gleðskap s.s. Bjarni Halldórsson (1703?-1773) á Þingeyrum, sem hélt jólagleði með dansi árin 1755-1757. Prófastinum á Staðarbakka í Miðfirði, síra Þorsteini Péturssyni, fannst ekki duga minna en að skrifa bók um hneykslið (Leikafælu) og lýsir leiknum svona: „Þessi leikur skal framinn með glensi og

Dæmi svo hver fyrir sig hvort hann vildi frekar taka þátt í teiti Bjarna eða síra Þorsteins. Fátt er um frásagnir um opinberar jólagleðir eftir þá á Þingeyrum. Hið forna dansleikjahald lagðist að mestu niður í kjölfarið og gleymdist, og með því gömul íslensk dansafbrigði. Í lok 19. aldar fór aftur að losna um þessar hömlur í skemmtunum og hófu þá erlendir samkvæmisdansar innreið sína.9 Í dag þekkjum við siðinn að dansa í kringum jólatré undir söng og víða eru haldin jólaböll í kringum hátíðina. Jólaskemmtun á sjálfan aðfangadag og jóladag, hvort sem það er spilamennska eða dans- og sönggleði er þó e.t.v. enn í dag í lágmarki, eða hvað segir fólk um það? Endilega deilið með okkur jólasiðum og frásögnum af skemmtunum á jólahátíðinni á fésbókarsíðu safnsins. Hin árlega Rökkurganga Byggðasafns Skagfirðinga verður haldin dagana 14.15. desember. Viðburðurinn verður auglýstur nánar síðar. Starfsfólk Byggðasafns óskar Skagfirðingum og nærsveitamönnum gleðilegra jóla og vonar að fólk skemmti sér fallega yfir jólahátíðina.

Heimildaskrá

1 Áhugasömum er bent á umfjöllun um jólin í Saga daganna eftir Árna Björnsson, bls. 314-386. 2 Árni Björnsson, Saga daganna. (1993). Mál og menning, Reykjavík. Bls. 376-382. 3 Jón Árnason. Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. II bindi. (Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfu). (1954). Bókaútgáfan Þjóðsaga. Bls. 7. (Rafræn útgáfa Landsbókasafns: https://baekur.is/bok/000197670/ 2/Islenzkar_thjodsogur_og_Bindi_2%2006.12.2018%20 14:27) 4 Sama heimild. Bls. 378-384./ Jón Árnason og Ólafur Davíðsson. Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur. III bindi. (1894). Hið íslenzka bókmenntafélag. Bls. 7. 5 Árni Björnsson, Saga daganna. (1993). Mál og menning, Reykjavík. Bls. 373-374. 6 Árni Björnsson, Saga daganna. (1993). Mál og menning, Reykjavík. Bls. 373. 7 Sama heimild. Bls. 378-382. 8 Sama heimild. Bls. 383. 9 Árni Björnsson, Saga daganna. (1993). Mál og menning, Reykjavík. Bls. 383-384.


16

2 01 9

Bækur sem Feykir mælir með

Engin jól án bóka

bb b

Fríða Eyjólfsdóttir og Páll Friðriksson

Uppskriftir stríðsáranna er forvitnileg uppskriftabók þar sem leitað er í handskrifaðar matreiðslubækur systranna Sigurlaugar, móður Önnu Dóru, (f. 1924) og Guðbjargar (f. 1919, d. 2013) Sveinsdætra frá Tjörn á Skaga en þær stunduðu báðar nám við Kvennaskólann á Blönduósi á stríðsárunum. Uppskriftunum frá Blönduósi er fylgt úr hlaði af höfundum með textum dagsins. Textar, m.a. um það sem efst er á baugi í samtímanum eða hjá höfundum, rifjaðir upp þættir úr sögu kvennafræðslu og saga réttanna. Á bókarkápu segir að vegurinn frá eldhúsi Kvennaskólans á Blönduósi á tímum síðara heimsstríðs til nútímaveitingahúss sé býsna langur en þó sé einhver samhljómur, einn og sami strengurinn, sem gangi gegnum allt ferlið. Bókaútgáfan Skriða á Hvammstanga gaf fyrr á árinu út ljóðabók Sigurbjargar Friðriksdóttur frá Hvammstanga, Vínbláar varir. Þetta er önnur ljóðabók Sigurbjargar og í henni er 21 ljóð sem eru einlæg en í senn kraftmikil og stundum drungaleg. Á skáldavefnum skáld.is segir Sigurbjörg að ljóðin séu ekki persónuleg og engu líkara en að ort sé í gegnum hana. Ljóðin hafi þó mörg hver yfirbragð persónulegrar reynslu og einlægni, óháð því hver ljóðmælandinn er. Bók Birtu Þórhallsdóttur á Hvammstanga, Einsamræður, kom út hjá Bókaútgáfunni Skriðu á Hvammstanga í mars. Einsamræður er örsagnasafn sem geymir 21 örsögu. Sögurnar eru ýmist sprottnar úr íslenskum veruleika eða af framandi slóðum og liggja sumar þeirra á mörkum myndlistar og ritlistar

en aðrar á mörkum þjóðsagna. Birta fékk á sínum tíma nýræktarstyrk Íslenskrar bókmenntamiðstöðvar fyrir handritið. Út er komin bókin Innbrotið eftir Sigurð H. Pétursson, fyrrverandi héraðsdýralækni í AusturHúnavatnssýslu. Það er Bókaútgáfan Merkjalækur í AusturHúnavatnssýslu sem gefur bókina út. Sögusvið Innbrotsins er hið sama og í bókinni Út í nóttina sem kom út hjá Merkjalæk á síðasta ári. Sögurnar gerast í afskekktu hérðaði á Norðurlandi, í sjávarþorpinu Sandvík og sveitunum í kring. Persónurnar eru sumar hverjar þær sömu en einnig koma nýjar persónur til sögunnar. Láki lögga fær það verkefni að komast að því hver eða hverjir brutust inn hjá mikils metnum hjónum í Sandvík. Málið virðist vera augljóst í fyrstu en margt er öðruvísi en ætlað er. Óvænt atvik koma upp og lausnin kemur á óvart í lok bókarinnar. Sagan er ætluð jafnt ungum sem eldra fólki. Ævisaga Sigurðar Ingjaldssonar á Balaskarði, rituð af honum sjálfum að Gimli í Nýja-Íslandi, er

EFNI ÞESSARAR BÓKAR er allt sótt í fundargerðabækur Kvenfélags Akrahrepps sem fagnar 100 ára afmæli sínu, m.a. með útgáfu þessarar bókar. Tekinn var úrdráttur úr hverri fundargerð og þannig er saga félagsins sögð. Eitt og annað var einnig skráð og fylgir það hér með. Félagið hefur alltaf notið velvildar í sínu samfélagi og látið gott af sér leiða. Eitt mesta lán þess var að eignast hlut í félagsheimilinu Héðinsminni og hafa þar sitt heimili.

KVENFÉLAG AKRAHREPPS 100 ÁRA

Þar sem skömmin skellur segir frá 160 ára gömlu sakamáli. Ungabarn deyr voveiflega og annað barn kemur ekki í ljós hvernig sem leitað er. Á Skárastöðum í Austurárdal hafa gerst válegir atburðir. Reglur samfélagsins eru brotnar og yfirvöld skerast í leikinn. Fleiri brot koma til kasta sýslumanns, málin gerast snúin og tímafrek í réttarkerfinu. Þungir dómar falla. Í bókinni er skyggnst í dómabækur og fleiri samtímaskjöl, framburði vitna gerð skil og lesið í eyður. Að lokum er fylgst með sakborningum eftir að dómar eru kveðnir upp. Skárastaðamálið hefur lengið legið í þagnargildi, nú er þögnin rofin.

Blómarósir í Blönduhlíð – Saga Saga kvenfélags Akrahrepps í máli og Kvenfélags Akrahrepps í máli og myndum myndum. Í lok ágúst kom út bókin Blómarósir í Blönduhlíð þar sem sögð er 100 ára saga Kvenfélags Akrahrepps í máli og myndum. Bókin er 262 blaðsíður og litprentuð og prýdd fjölda mynda úr söguv félagsins. Blómarósir í Blönduhlíð

Anna Dóra Antonsdóttir sem lengi bjó á Frostastöðum í Skagafirði, sendi frá sér tvær nýjar bækur á árinu. Sú fyrri, Þar sem skömmin skellur - Skárastaðamál í dómabókum gerist í Miðfirði upp úr miðri 19. öldinni og fjallar um sakamál sem kennt hefur verið við bæinn Skárastaði í Austurárdal. Bókin byggir á dómabókum og fleiri samtímaskjölum en þar sem gögnum sleppir tekur höfundurinn við og fyllir upp í eyðurnar, eins og segir á heimasíðu Bókaútgáfunnar Espólín en það eru Anna Dóra og sonur hennar, Teitur Már sem eiga hana. Síðari bókin sem kemur út nú fyrir jólin nefnist Uppskriftir stríðsáranna og meðhöfundur Önnu Dóru að henni er Kristrún Guðmundsdóttir. SAMANTEKT

nú endurútgefin af Bókaúgáfunni Sæmundi. Sigurður var fæddur á Ríp í Hegranesi árið 1845 en kenndi sig við bæinn Balaskarð í Laxárdal í Húnaþingi. Saga Sigurðar er hetjusaga alþýðumanns þar sem segir frá miklum mannraunum og erfiðleikum til sjós og lands. Þar njóta sín vel tilþrif og frásagnargleði höfundar sem kallaður hefur verið Münchhausen Íslands. Sigurður lýsir hversdagslegum atburðum sinnar tíðar af nákvæmni naívistans sem slær hér einstakan tón fegurðar og tærleika í skrifum sínum. Bókin kom áður úr árið 1957. v

KVENFÉLAG AKRAHREPPS 100 ÁRA

Blómarósir í Blönduhlíð

– Saga Kvenfélags Akrahrepps í máli og myndum

Vonandi verður þessi bók enn einn þátturinn í að skrá sögu Akrahrepps og í henni minnumst við frumherjanna sem fundu sér tíma í svartasta skammdeginu, þann 20. desember 1919, og stofnuðu kvenfélag.

Blómarósir í Blönduhlíð Útgefandi: Kvenfélag Akrahrepps © 2019

Skagfirðingabók kom út á árinu og er hún númer 39 í röðinni. Að vanda geymir bókin margvíslegt efni um skagfirska sögu. Aðalgrein bókarinnar er um Símon Dalaskáld og Margréti Sigurðardóttur, konu hans, eftir Sölva Sveinsson. Alls eru tólf greinar í bókinni að þessu sinni og má segja að efnið sé óvanalega fjölbreytt. Byggðasaga Skagafjarðar Í haust eru liðin 20 ár síðan fyrsta bindi Byggðasögu Skagafjarðar kom fyrir augu lesanda. Nýja bókin er um Holtshrepp í Fljótum og kemur í sölu í byrjun desember. Sjá nánar á bls. 27. Skuggaskip Gyrðir Elíasson bætir hér enn við sagnaheim sinn, nýjum og sumpart margslungnari þráðum en áður. Bernskuminningar, brothætt hjónalíf, innlit í fjarlæga framtíð, dularfullur skógur og handrit sem glatast, svo eitthvað sé nefnt – allt eru þetta viðfangsefni sem vert er að kynnast nánar í meðförum höfundarins. Skuggaskip er tíunda smásagnasafn Gyrðis, sem margir telja meistara íslenskra smásagna í seinni tíð.

Ljóðabækur...

Feykir mælir einnig með...

Svartuggar er 7. ljóðabók Gísla Þórs Ólafssonar. Við vinnslu bókarinnar var lagt upp með fiskaheiti og ýmsar upplýsingar um líferni fiska, útlit þeirra og atferli í sjónum. Í bland við alvarlegan undirtón er húmorinn aldrei langt undan, en það er eitt af aðalsmerkjum höfundar. Glóðir Sigurðar Hansen er komin út. „Þar er að finna sallafína lýrík,“ segir Einar Kárason, rithöfundur. Stefjagleði er eftir Skagfirðinginn Pétur Stefánsson og sú sjöunda í röðinni. „Stefjagleði er góð bók og skemmtileg. Í fyrri hluta bókarinnar er ferskeytlan í fyrirrúmi en í síðari hlutanum eru ljóð undir ýmsum háttum, sonnetta og fornyrðislag,“ segir Halldór Blöndal í vísnahorni sínu í Morgunblaðinu.

Hann hefur engu gleymt – nema textunum! Gamansögur úr íslenska tónlistarheiminum. Hér eru á ferðinni skemmtilegar sögur og sumar af Skagfirðingum og nærsveitamönnum. „Það eru ekki svellin“ – Sögur og sagnir af Borgfirðingum eystri. Aldeilis skemmtilegar sögur af fólki sem margir kannast við. 105 „sannar“ Þingeyskar lygasögur Þarf að segja eitthvað meira um þetta? Gústi – alþýðuhetjan, fiskimaðurinn og kristniboðinn Gústi guðsmaður er að líkindum þekktasti sjómaður 20. aldar, að öðrum ólöstuðum. Hann var orðinn hálfgerð þjóðsagnapersóna meðan hann lifði og ekki dró úr því eftir að hann lést. Þetta er saga hans, einstök á allan hátt.


2 01 97

Gleðileg jól og farsælt nýtt ár Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða!

SÖLUTURN

in!

Verið velkom

Þökkum frábærar viðtökur á kjúklingunum og minnum á samlokurnar okkar og tilboðin góðu SKAGFIRÐINGABRAUT 29 - S: 453 6666

Upp á toppinn með

NÝPRENTehf. ehf. NÝPRENT

ostinn

MOZZARELLA

GOTTI

RIFOSTUR

Íslenski Íslenski Mozzarella Mozzarella osturinn osturinn er er framleiddur framleiddur úr kúamjólk úr kúamjólk og og hefur hefur verið verið leitast leitast við við að að ná ná hinum hinum sönnu sönnu Ítölsku Ítölsku bragðgæðum. bragðgæðum. Mozzarella Mozzarella er er ferskur ferskur ostur ostur geymdur geymdur íí saltlegi saltlegi og og er er ýmist notaður eins og hann kemur ýmist notaður eins og hann kemur fyrir fyrir eða eða íí matargerð, matargerð, t.d. t.d. áá pizzur. pizzur.

Gotti Gotti er er mjög mjög bragðmildur bragðmildur og og mjúkur mjúkur ostur ostur en en auðskeranlegur. auðskeranlegur. Osturinn Osturinn er er góður góður fyrir fyrir börn börn og og þykir þykir þeim þeim hann hann mesta mesta lostæti. lostæti. Þessi Þessi ostur ostur hentar hentar afar afar vel vel áá grill grill og og íí heita heita rétti rétti því því hann hann bráðnar vel og fallega. bráðnar vel og fallega.

Ostablanda, Ostablanda, sérstaklega sérstaklega ætluð ætluð fyrir fyrir pizzur. pizzur. Milt Milt bragð, bragð, góðir góðir bræðslueiginbræðslueiginleikar leikar og og teygjanleiki teygjanleiki eins eins og og fagmenn fagmenn kjósa kjósa helst. helst. Pizzaostur Pizzaostur er er blanda blanda af af Mozzarella Mozzarella og og Maribó Maribó osti. osti.

SVEITABITI Skagfirskur Skagfirskur Sveitabiti Sveitabiti er er einstaklega einstaklega mjúkur mjúkur ostur ostur og og mun mun mýkri mýkri en en sambærilegir sambærilegir fastir fastir brauðostar brauðostar sem sem eru á markaðnum í dag. eru á markaðnum í dag.

Mjólkursamlag Mjólkursamlag KS KS Skagfirðingabraut Skagfirðingabraut 51 51 550 550 Sauðárkróki Sauðárkróki & & 455 455 4600 4600

Fax Fax 455 455 4601 4601 www.ks.is www.ks.is

17 15


18

2 01 9 Ævintýraferð Rúnars Þórs til Nýja-Sjálands

Á Hobbitaslóðum í hjólastól Öll eigum við okkur drauma. Sumir draumar eru svo óraunhæfir að við vitum að enginn Fríða Eyjólfsdóttir möguleiki er á að þeir rætist, uppfylling annarra gæti mögulega verið rétt handan hornsins og svo eru þeir sem eru afar fjarlægir en ef við stefnum ótrauð á markmiðið geta þeir ræst, jafnvel þó við þorum varla að trúa að þeir geti orðið að veruleika. VIÐTAL

Eflaust hafa margir lesendur heyrt af ungum manni á Blönduósi sem bundinn er við hjólastól en átti sér þann draum heitastan að komast í ævintýraferð til Nýja-Sjálands á slóðir Hringadróttinssögu. Til að svo mætti verða hóf hann söfnun til að fjármagna ferðina en til að mögulegt væri fyrir hann að vera með þurfti hann að taka með sér þrjá fylgdarmenn til aðstoðar. Hann hóf söfnun á netinu fyrir ferðinni árið 2016 og í apríl á þessu ári varð draumurinn að veruleika. Ungi maðurinn heitir Rúnar Þór Njálsson, fæddur árið 1991 og er rétt nýorðinn 28 ára gamall. Rúnar er elstur þriggja bræðra en áður en Rúnar fæddist höfðu foreldrar hans misst tvær dætur sem voru fyrirburar, rétt eins og Rúnar sjálfur sem fæddist þremur mánuðum fyrir tímann og var aðeins fjórar merkur að þyngd. Rúnar býr í sinni eigin íbúð á Blönduósi, þar sem hann er fæddur og uppalinn, og þangað heimsótti blaðamaður hann fyrir skömmu í því skyni að forvitnast

mikill aðdáandi. Hringadróttinssaga kom upphaflega út í þremur bindum á árunum 1954 og 1955 og eftir henni hafa verið gerðar bæði teiknimynd og sjónvarpsmynd og loks nýsjálenski kvikmyndaþríleikurinn sem kom út á árunum 2001-2003.

um ferðina og ekki síður aðdraganda og Myndirnar undirbúning hennar. kveiktu áhugann Rúnar er með CP fjórlömun sem leggst á alla fjóra útlimi líkamans. Hann Rúnar segist bara hafa verið lítll polli segir að það sé þó mjög misjafnt hvernig þegar fyrsta myndin kom út árið 2001. lömunin leggist á fólk, í „Ég er fæddur 1991 þannig hans tilfelli er um fæturna að ég er svona tíu ára þarna. að ræða sem þó eru ekki Ég sá þetta í sjónvarpinu alveg lamaðir þannig og við tókum þetta upp að hann getur gengið á VHS, fyrstu myndina, spottakorn með aðstoð og og svo kom hin myndin í segist hann hafa hlaupið „...á hverjum degi, desember ári seinna og sú um allt í göngugrind þótt maður horfi þriðja í desember 2003 en þegar hann var lítill. það var eina myndin sem ekki á myndirnar, ég sá í kvikmyndahúsi. Eftir slys í kringum fermingaraldurinn gat þá er enginn dagur Þegar ég sá þessar myndir Rúnar lítið beitt sér og eiginlega sem ég fer uppgötvaði ég þennan minnkaði þá hreyfigeta heim sem er auðvitað hans en segir það þó allt í gegnum án þess að búinn að vera til miklu það sé eitthvað vera að koma til baka. lengur en þessar myndir. Sem fyrr segir var það Bækurnar eru náttúrulega tengt þessu ...“ lengi draumur Rúnars skrifaðar eftir seinni að fá tækifæri til að heimsstyrjöldina og eru heimsækja tökustaði myndanna um orðnar nokkurra tuga ára gamlar Hringadróttinssögu sem teknar voru þannig að þessi heimur hefur verið til upp á Nýja Sjálandi enda maðurinn miklu lengur en ég er búin að vita af honum. Ég kynntist honum í gegnum myndirnar því ég er miklu meiri svona tækni- og myndamaður heldur en í

að lesa bækur.“ Rúnar segist þó eiga bók sem inniheldur öll þrjú bindin og stefnan sé að lesa þær einhvern tíma í framtíðinni. „En þetta kviknaði s.s. með þessum kvikmyndum sem eru náttúrulega heimsfrægar og síðan þá hefur maður alltaf verið að dunda sér eitthvað í þessu. Ég er búinn að horfa á allt aukaefnið og eftir að Facebook kom þá er maður orðinn partur af svona Hringadróttinssöguhópum í útlöndum sem eru með hundruðþúsund manna fylgi og maður er alltaf að skoða eitthvað, fólk er að safna einhverju og það eru sögur og alls konar. Þannig að á hverjum degi, þótt maður horfi ekki á myndirnar, þá er enginn dagur eiginlega sem ég fer í gegnum án þess að það sé eitthvað tengt þessu af því að ég get ekkert farið á netið eða Facebook án þess að það komi eitthvað upp. Þannig að maður er alltaf með hugann einhvern veginn í þesssum heimi. Eins og ég sagði einhvern tímann, það liggur við að maður þekki þennan heim betur en þann sem maður lifir í af því að ég hef ekkert mikinn áhuga á pólitík eða einhverju sem er að gerast í landinu,“ segir Rúnar og hlær við. „En eins og ég segi, ég byrjaði ungur í tövuleikjum af því að ég gat ekki verið úti í fótbolta með krökkunum, það er líka það að maður gat alltaf farið inn í þennan heim og og verið í þessum heimi og einhvern veginn gleymt að maður væri sjálfur í hjólastól, maður einhvern veginn týnir

Rúnar Þór á brú í Hobbiton. MYNDIR ÚR EINKASAFNI


2 01 9 sér í einhverju öðru og notar það sem útúrdúr frá dags daglega lífinu. Þetta er bara uppáhaldið mitt.“ Hvað er það við þessa sögu sem heillar svona mikið, frekar heldur en eitthvað annað? „Það er eiginlega ekkert eitt svar við þessari spurningu. Það sést líka hvað þessar myndir fengu mörg verðlaun á sínum tíma, þær fengu Óskarinn fyrir bestu mynd og bestu tónlist og búninga og margt fleira. Ég veit ekki hvort það er rétt að segja að það hafi verið horft niður á ævintýramyndir en þetta var fyrsti ævntýraheimurinn sem fékk Óskarsverðlaun. Það er bara allt eitthvað svo geggjað við þetta. Og ég veit að það eru mjög margir sammála mér í heiminum af því að þetta er alveg hrikalega vinsælt. Það er ekkert eitt, myndirnar voru stórkostlegar og eru enn í dag, þó þær hafi komið út 2001-3 þá horfir maður ennþá á þetta á hverju ári og þær eru ekkert að eldast. Og þegar maður er að skoða og lesa alls konar greinar í kringum þetta um fólkið sem var að leika og fólkið sem hefur búið þetta til og svona þá veit maður hvað þetta er mikið batterí. Og á þessum tíma var þetta mikið stærra heldur en að vera að gera bara einhverjar þrjár bíómyndir, þetta einhvern veginn breytti öllu á þeim tíma sem þeir njóta góðs af enn í dag. Þetta er bara svo stór partur af afþreyingargeiranum. Og hvað mér líkar best við af þessu, það er bara allt, það er ekkert af þessu sem mér þykir leiðinlegt eða lélegt.“

Hugmyndin kviknar Rúnar segir að draumurinn um að fara á þær slóðir sem myndirnar voru teknar hafi kviknaði fljótlega eftir að hann sá myndirnar og hugurinn hafi alltaf öðru hvoru hvarflað að því hve gaman væri að fara þangað, án þess þó að hann hafi séð fyrir sér að af því gæti orðið. „Maður hugsaði að þetta væri sniðugt en svo einhvern veginn pælir maður ekki í því meir. En svo einhvern tíma sá ég á netinu auglýsingu um fyrirtæki á Nýja Sjálandi sem býður m.a. upp á 14 daga Hringadróttinssögutúr um NýjaSjáland. Ég sá þetta og þá hugsaði ég bara, „vá hvað þetta er kúl“ og þá fóru hjólin að snúast. Þá sendi ég minn fyrsta tölvupóst sem var bara: „Hæ, ég er fatlaður strákur frá Íslandi, súperfan, hvernig virkar þetta, hafið þið verið með fatlaða áður?“ Svo fékk ég minn fyrsta tölvupóst til baka og þá byrjuðu tölvupóstasamskiptin.“ Það var árið 2015 sem Rúnar skrifaði fyrsta tölvupóstinn varðandi ferðina. Til að gera langa sögu stutta þá tók við langur ferill þar sem Rúnar þreifaði fyrir sér með möguleika sína á að taka þátt í svona ferð. Margt þurfti að fá á hreint og enginn hafði áður farið þessa ferð í hjólastól. Rúnar sendi fjölda fyrirspurna varðandi aðgengi að þeim stöðum sem heimsóttir eru í ferðinni, s.s. jarðveg, bratta á hólum og hæðum og margt fleira. Honum var strax gert

Við í Laketown úr the Hobbit. Tine, Sigmar, Rúnar og Njáll.

ljóst að ætlaði hann sér að fara þessa Rúnar þurfti að hafa allt á hreinu ferð yrði hann algjörlega að sjá sjálfur hvað varðaði alla þætti fararinnar, s.s. um alla aðstoð sem hann þyrfti á að gististaði, áfangastaði o.fl. Strax var halda en gæti hann komið ljóst að ef ferðin ætti að því í kring væri ekkert því verða að veruleika yrði til fyrirstöðu að hann tæki kostnaðurinn mikill enda þátt í túrnum. yrði Rúnar að hafa með Rúnar segist aðeins sér þrjá aðstoðarmenn og tvisvar áður hafa farið í yfir hálfan hnöttinn að utanlandsferð, í annað „Strax var ljóst að ef fara. Mikill tími fór í að skiptið til Florida með sinna fjármögnuninni og í vildarbörnum Icelandair ferðin ætti að verða því skyni var m.a. stofnuð að veruleika yrði fjármögnunarsíða og svo á fótboltaleik í og Manchester. „Og það var kostnaðurinn mikill einnig stofnaði Rúnar sína alveg nógu mikið púsl, bara eigin netverslun auk þess venjuleg utanlandsferð enda yrði Rúnar að að leita til fjölda fyrirtækja hafa með sér þrjá um aðstoð og skiptu þegar maður er fatlaður í hjólastól, heldur en tveggja aðstoðarmenn og tölvupóstarnir viðvíkjandi vikna prógramm og þetta ferðinni mörgum hundrer náttúrulega ekki allt yfir hálfan hnöttinn uðum. „Svo gerði maður að fara. ...“ innandyra eða í borgum bara allt sem manni datt svo ég spurði bara hreint út, í hug, ég tók m.a. þátt í „hvernig er jarðvegurinn, Reykjavíkurmaraþoninu, hvað er bratt og hvað á að gera?“ Og þau fór þrjá kílómetra á hjólastólnum reyndu eins og þau gátu að svara því.“ mínum með föruneytinu mínu,“ segir Rúnar. Þá var einnig nauðsynlegt fyrir Rúnar að koma sjálfum sér í þokkalegt Fjögurra ára form því eins og hann segir sjálfur skipulagning skipti það miklu fyrir aðstoðarfólk hans hvort hann væri 60 kíló eða 100. „Það Nú tók við mikil skipulagning og var eiginlega það eina sem ég gerði á fór fjöldi tölvupósta á milli þar sem

Rúnar með Jed Brophy, leikara úr bæði The Lord of the Rings og einnig The Hobbit.

Fyrir utan Weta Cave (verslun þeirra sem gerðu allt fyrir myndirnar, þar sem maður getur skoðað dót og keypt söfnunargripi o.s.frv.).

þessum tíma, að skipuleggja þessa ferð og hugsa um hana og koma mér sjálfum í eins gott form og ég mögulega gat,“ segir Rúnar um þessi fjögur ár. Loks kom að því að lagt var í hann. Með Rúnari í för voru Christine, kærasta hans, faðir hans Njáll og Sigmar bróðir hans. Flogið var frá Íslandi til Noregs, þaðan til Qatar og lokaáfangi ferðarinnar var frá Qatar til NýjaSjálands. Sú flugleið er lengsta flug í heimi, án stopps, heilir 18 klukkutímar. Margt fullfrískt fólk mundi vafalaust veigra sér við svo langri flugferð en Rúnar lét það ekki aftra sér. Hann viðurkennir þó fúslega að það hafi varla flokkast undir skemmtiferð og þægindin í vélinni verið mun minni en í hinum tveim sem hann flaug með styttri vegalengdirnar, sæti óþægileg og lítið hægt að breyta stillingum og hvorki Rúnar né Sigmar, bróðir hans, gátu sofið neitt á leiðinni. Það er því óhætt að segja að flugferðin hafi tekið talsvert á. Til allrar hamingju hafði þeim verið bent á að vera komin á staðinn degi áður en túrinn hófst og gátu því náð úr sér mestu ferðaþreytunni áður en túrinn hófst formlega þann 1. apríl.

Fjallaferð í roki og rigningu Margt skemmtilegt dreif á dagana í ferðinni og er of langt mál að rekja það allt hér. Með því eftirminnilegasta er vafalaust dagurinn sem Rúnar segir að þau hafi verið búin að kvíða mest fyrir. Þá var ferðinni heitið upp á hæð eða lágt fjall sem í myndinni kallast Edoras. Fyrsta hindrunin var tveggja til þriggja km langur malarstígur sem lá frá bílastæðinu að hæðinni og útheimti talsverða krafta að komast eftir honum. Ekki bætti úr skák að þennan dag var versta veður ferðarinnar, rok og rigning. Þegar samferðamennirnir fóru svo að fikra sig upp brattann sem greinilega var ekki sérlega greiðfær er óhætt að segja að tvær grímur hafi runnið á aðstoðarmenn Rúnars sem þó lögðust á árar og hófu að ýta stólnum upp slóðann sem lá upp á fellið. Birtust þá ekki þrír Grikkir sem voru samferðamenn þeirra og sáu vandræði hópsins. Ekki er að orðlengja það en Grikkirnir buðu fram krafta sína og með samstilltu átaki Grikkjanna þriggja og hinna þriggja samferðamanna Rúnars tókst hópnum að komast á leiðarenda eftir nánast ófærum troðningunum. Á leiðarenda var að sjálfsögðu mikil ánægja og fararstjóri hópsins myndaði Rúnar í bak og fyrir í hjólastólnum með sverð og fána, „mér leið alveg eins og ég væri bara fyrsti maðurinn á tunglinu sko,“ segir Rúnar og segist hafa hugsað sem svo: „Ég á ekkert að vera hérna í hjólastól.“ Fararstjórinn var ákafur í að setja myndir af Rúnari á heimasíðuna til að fólk fengi að sjá að þetta væri hægt en Rúnar segist hafa varað hana við að auglýsa þetta mikið, þó að hann hefði komist þetta með öllum sínum

19


20

2 01 9

aðstoðarmönnum og sínum styrkleika í efri búk þá bæri að varast að láta fólk halda að þetta væri auðveldara en það var. En hvernig gekk að komast niður? Rúnar hlær. „Ég veit ekki hvort það var óþægilegra að fara niður eða upp af því að á leiðinni upp var stólnum prjónað þannig að maður horfði aðallega upp í himininn en á bakaleiðinni þá horfði maður bara niður. Þá var þyngdaraflið líka að vinna á móti og svo var búið að rigna enn meir. Ég var farinn að halda í dekkin líka og bremsa og farinn að sjá fyrir mér pabba eða Grikkina renna á rassinn og sleppa og ég þá bara farinn niður. Ég viðurkenni það alveg sko, þau voru gegnsósa af rigningu og ég náttúrulega líka, en ég var líka alveg ágætlega sveittur af stressi því þetta var pínu „skerí“. En við komumst niður og þökkuðum Grikkjunum vel fyrir.“ Um kvöldið ætlaði Rúnar svo að bjóða Grikkjunum upp á drykk í þakklætisskyni en þeir sögðu bara: „Góði besti, þú ert búinn að gera ferðina miklu meira spennandi, það er miklu meira gaman að gera eitthvað sem á ekki að vera hægt, að drösla hjólastól upp á eitthvert fjall í roki og rigningu,“ þannig að Grikkirnir þökkuðu Rúnari bara fyrir að leyfa þeim að vera með. „En þetta var erfiðasti dagurinn og tók vel á, fólk fann vel fyrir þessu daginn eftir,“ segir Rúnar. Þrátt fyrir þennan eftirminnilega dag segir Rúnar að líklega sé fyrsti dagurinn hápunktur ferðarinnar þegar farið var að skoða Hobbiton, svæðið þar sem Hobbitaholurnar eru, það sé mjög fallegur staður og einn fjölsóttasti túristastaður í heimi núna. Annar hápunktur var þyrluferð upp á fjall en sú ferð var valkostur í frjálsum tíma í ferðinni. Þá þurfti Rúnar að skilja hjólastólinn eftir þar sem hann komst ekki með í þyrluna og var því ekki um annað að gera en að ganga á fjallinu með hjálp pabba síns og Christine þar til þyrluflugmaðurinn galdraði fram tjaldstól sem Rúnar gat tyllt sér í. „Svo ég get sagt núna, „ég hef farið í fjallgöngu, ég hef gengið á fjalli,“ maðurinn sem getur ekki gengið! Svo fékk maður að hitta fólkið á bak við tjöldin og einn

www.hsn.is

Rúnar ásamt föruneyti sínu á Mt. Victoria rétt fyrir ofan borgina Wellington, að kíkja á tökustaðinn þar sem Hobbitarnir földu sig undir tré í Fellowship of the Ring.

Rúnar og Tine upp á Mt Sunday (Edoras) þar sem Rohan ríkið var og höllin staðsett.

varla hvaðan á sig stóð veðrið og viðurkennir að hann hafi ekki verið alveg laus við stress á þeim tímapunkti. „Svo hélt hún áfram með smá fyrirlestur fyrir okkur og kom síðan og rétti mér mynd sem er teiknuð af öðrum af tveimur listamönnum Leystur út „Svo ég get sagt sem eru þekktir fyrir að með gjöfum núna, „ég hef farið teikna í kringum þetta, í fjallgöngu, ég hef bæði fyrir bækurnar og Greinilega hefur áræðni myndirnar, áritaða af Rúnars að fara þessa ferð, gengið á fjalli,“ honum í horninu. Þau gáfu bundinn við hjólastól, maðurinn sem getur mér líka bók um fyrirtækið vakið nokkra athygli. Einn ekki gengið!...“ sem gerir brynjurnar og daginn fékk hópurinn allt þetta, sem hún stofnaði að hitta fólk sem sá um og hún áritaði hana ásamt smíði leikmuna. Þá kom manninum sínum. Svo ég fékk þarna þar leynigestur, konan sem stofnaði tvær gjafir, eitt listaverk og eina bók, fyrirtækið ásamt manninum sínum. áritað af fólkinu sem gerði þetta, og fékk Konan spurði eftir Rúnari sem vissi daginn hittum við leikara líka og það var mjög kúl fyrir þann sem er „yfir sig“ í þessum myndum. En þetta var bara ævintýri á hverjum degi. Enda tók tíma að koma þessu í gang.“

Rúnar Þór með pabba sínum á seinna fjallinu sem farið var á, Mt. Olympus, en þarna er tökustaðurinn „South of Rivendell” þar sem föruneytið þarf að fela sig fyrir krákum Sarumans.

þetta afhent fyrir framan allan hópinn. Við vorum þarna meira en 20 í hópnum og það horfðu allir á mig svo þetta voru skrýtnar tilfinningar sem ég upplifði, ég var svakalega stressaður og liggur við sveittur í lófunum þegar hún kom og heilsaði mér, svo fékk ég gjafirnar og var mjög hissa og ánægður og á sama tíma leit ég í kringum mig og það horfðu allir á mig og hugsuðu, „mig langar líka í svona“. Þannig að þetta var bæði rosa skemmtilegt og pínu óþægilegt líka. En það varð enginn brjálaður neitt sem betur fer,“ segir Rúnar og kímir. Nýja-Sjáland samanstendur af mörgum eyjum. Eru tvær þeirra langstærstar og kallast Norðurey og Suðurey. Norðurey var skoðuð í fyrri vikunni en í þeirri síðari var farið yfir á Suðurey. Fleiri atriði myndarinnar voru tekin á Norðurey og því margt skemmtilegt að skoða en Suðurey er hins vegar fræg fyrir að vera mikil náttúruparadís og langar Rúnar mikið til að koma þangað aftur, sérstaklega til bæjarins Queenstown þar sem þau voru nokkra daga í lok ferðar og ferðalöngunum þótti frábær staður. Að vonum er Rúnar hæstánægður með ferðina. „Hún gekk eins vel og hægt var, ég gerði hluti sem ég hefði aldrei getað látið mér detta í hug og það slasaðist enginn. Þó ég næði ekki alveg takmarkinu varðandi söfnunina var ég mjög nálægt því og það var ekkert rosa mál að græja rest, en án þessarar söfnunar hefði þetta aldrei verið hægt. Ég segi alltaf að án þeirra þriggja sem komu með mér hefði ferðin aldrei verið farin, án Grikkjanna þriggja sem hjálpuðu okkur þennan dag hefði ég aldrei komist upp á hæðina, og án fólksins og fyrirtækjanna sem hjálpuðu til, hvort sem það voru ættingjar og vinir eða fólk sem maður þekkir ekki neitt, án þeirra hefði þetta aldrei verið hægt því ég þurfti náttúrulega að safna, ekki bara fyrir mig, heldur líka fyrir fylgdarmennina þrjá,“ segir Rúnar Þór þakklátur. Hægt er að lesa ferðasögu Rúnars og sjá fjölda mynda úr ferðinni með því að fara í myndamöppu á Facebooksíðunni Rúnar Þór Njálsson.


2 01 9

Aldan stéttarfélag færir félagsmönnum sínum, sem og landsmönnum öllum, bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári

Borgarmýri 1

550 Sauðárkrókur

Sími 453 5433

21

www.stettarfelag.is

Gle

Sjóvá

440 2000

Gleðilega hátíð Við óskum landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. sjova.is

Gleðileg jól Kaupfélag Skagfirðinga sendir bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár – þökkum árið sem er að líða.

Kaupfélag Skagfirðinga Ártorgi 1 550 Sauðárkrókur & +354 455 4500 www.ks.is


22

2 01 9

Kökuþáttur JólaFeykis

Krásir í boði Kvenfélags Akrahrepps Feykir heimsækir kvenfélagskonur í Héðinsminni

Kvenfélag Akrahrepps hefur staðið í stórræðum á MYNDIR árinu enda ekkert venjulegt ÓliArnar Brynjarsson ár í sögu þessa merka félags sem fagnar aldarafmæli þann 20. desember næstkomandi. Ýmislegt hefur verið gert til að minnast tímaUMSJÓN

Fríða Eyjólfsdóttir

mtótanna, mikil afmælisveisla var haldin í lok

ágúst, sýning á handverki félagskvenna í byrjun október og síðast en ekki síst má nefna útgáfu bókarinnar Blómarósir í Blönduhlíð – Saga Kvenfélags Akrahrepps í máli og nyndum. Bókin, sem er hið merkasta rit, er gefin út í tilefni aldarafmælisins og er hún til sölu í Skagfirðingabúð. Þrátt fyrir viðburðaríkt haust létu kven-

Sigurlaug Kristín Konráðsdóttir

Jólasæla

Aðferð: Bræðið smjörið og hellið mjólkinni saman við. Látið vökvann hitna smám saman og ná rúmlega 38-40°C. Setjið matskeið af sykri í mortel og bætið saffrankryddinu saman við. Myljið saman þar til saffranþræðirnir eru nokkurn veginn orðnir að dufti og setjið út í mjólkurblönduna. Ef notað er saffranduft er það sett beint út í vökvann. Setjið eggið saman við og þeytið. 10 dl af hveiti settir í skál og hinum þurrefnunum blandað saman við. Hrærið öllum vökvanum út í þurrefnin og hrærið vel. Það þarf að bæta meira hveiti við og er það gert þar til

1 bolli smátt skornar döðlur 1 bolli kókosmjöl 1 bolli suðusúkkulaði 3 msk. hveiti 1 bolli sykur 1 tsk. vanilludropar 1 tsk. lyftiduft 2 egg

deigið sleppur vel frá hliðum skálarinnar og er orðið þétt í sér og þægilegt viðkomu. Látið deigið hefast í skálinni á hlýjum stað þar til það hefur tvöfaldast að stærð. Búið til fyllinguna á meðan.

Helga Bjarnadóttir Kanilterta 175 g hveiti 175 g sykur 175 g smjörlíki 1 tsk. kanill 1 tsk. lyftiduft 1 stk. egg

3-5 dl rjómi sherry ferskir ávextir að vild, t.d. jarðarber, bláber, vínber, epli og perur

Bleytt í botninum með sherry (má nota ávaxtasafa). Rjóminn þeyttur og settur ofan á. Ávöxtunum er raðað ofan á kökuna. Gott sem eftirréttur eða kaka á kaffiborð.

Aðferð: Öllu blandað saman í skál og hrært vel. Sett í eldfast mót og bakað við 160°C í 40 mín.

Fylling: Mjúku smjöri og

marsípani er blandað saman við kardimommufræin (-duftið) í bragðgóða blöndu. Þegar deigið er búið að hefast er það hnoðað vel saman og síðan skorið í bita, u.þ.b. 20-25 stk. Hverjum bita er rúllað í bollu. Í miðju bollunnar er gerð lítil hola og í hana er sett u.þ.b. 1 tsk. af marsípanfyllingunni og bollunni er svo lokað með því að klípa hana saman. Setjið bollurnar í pappírsform og látið það sem klipið var saman snúa niður. Látið bollurnar hefast í rúmlega 30-40 mínútur. Að lokum eru bollurnar penslaðar með eggi og perlusykri og möndluflögum stráð yfir. Bakið bollurnar við 200 °C í miðju ofnsins í rúmlega 8-12 mínútur (fer eftir ofnum) eða þar til kominn er fallegur gylltur litur á þær. Það hentar vel að frysta bollurnar eftir að þær hafa kólnað og hita svo í ofni við lágan hita áður en þær eru bornar á borð.

Á myndinni til hægri eru standandi f.v.: Sólveig frá Stóru-Ökrum, Lára á Framnesi, Lauga frá Frostastöðum, Hrefna á Silfrastöðum, Sigga í Skriðu, Hulda á Stekkjarflötum, Drífa á Uppsölum, Ragnhildur á Stóru-Ökrum. Sitjandi f.v.: María á Stóru-Ökrum, Helga frá Frostastöðum, Stína á Tyrfingsstöðum og Sigga í Miðhúsum.

Lára Gunndís Magnúsdóttir

Saffranbollur með marsípanfyllingu 150 g smjör 5 dl mjólk 1½ dl sykur ½ tsk. salt 1 egg ½ g saffran 12 dl hveiti 3 tsk. þurrger Fylling: 150 g marsípan 75 g smjör 6-8 kardimommukjarnar (fræin) eða 1 tsk. kardimommuduft Skraut: 1 egg perlusykur möndluflögur

félagskonur sig þó ekki muna um að reiða fram heljarinnar veisluborð nú á dögunum í þeim tilgangi að deila uppskriftum sínum með lesendum Feykis.

Aðferð: Hnoðað deig. Skipt í fjóra botna. Bakað við 175180°C í um 8 mín. eða þangað botnarnir hafa tekið örlítinn lit. Sulta og rjómi á milli. Skreytt að vild.

Hulda Sigurðardóttir Rækjufrauð

Sigríður Garðarsdóttir

Munngát (ömmukökur) 4 dl hveiti 2 dl púðursykur, ljós+dökkur ¼ tsk. salt 175 g smjör 1 eggjarauða 1½ tsk. vanillusykur Utan á: 3-4 msk. sykur 1 tsk. kanill Ofan á: rifsberjahlaup Aðferð: Hitið ofninn í 200°C.

Blandið saman sykri og kanil og geymið á bökunarpappír þar til síðar. Blandið saman þurrefnum, bætið smjöri og eggjarauðu í og hnoðið varlega saman. Rúllið deiginu í frekar mjóar lengjur, u.þ.b. 3 cm í þvermál og veltið

þeim upp úr kanilsykrinum þannig að rúllan þekist allan hringinn, því meira því betra. Kælið stutta stund. Skerið lengjurnar niður í u.þ.b. sentimeters þykkar sneiðar og setjið á bökunarpappírsklædda plötu. Gerið nú frekar djúpa holu í hverja köku ( ég nota skaftið á kleinujárninu mínu) og setjið rifsberjahlaupið í, góðan hrauk má samt ekki flæða út um kökuna við baksturinn (ég set rifsberjahlaupið í lítinn plastpoka og klippi lítið gat á hornið, þá er gott að stjórna magninu). Bakað í 8-10 mín. Kældar vel áður en þær eru settar í baukinn. Neytið og njótið.

500 g rækjur 3 msk. steinselja 2 dl majónes 1 tsk. fiskikrydd frá PRIMA 8-10 blöð matarlím safi úr einni sítrónu 3 dl rjómi Aðferð: Rækjurnar saxaðar, majónesi og kryddi hrært saman við ásamt saxaðri steinselju. Matarlímið lagt í kalt vatn í 10 mín. og síðan

brætt varlega í örlitlu vatni og sítrónusafa, kælt örlítið áður en þessu er blandað í hræruna. Rjóminn er þeyttur og blandað varlega saman við. Sprautað í brauðbolla eða sett í mót og borið fram með ristuðu brauði. Það má frysta frauðið svo auðveldara sé að skera það hálffrosið niður í sneiðar.


2 01 9

Drífa Árnadóttir

Hnetukaka með ávöxtum og núggatkremi

Hrefna Jóhannesdóttir Kanilhnútar Deig: 2½ dl ylvolg mjólk 25 g ger 250 g hveiti

Blandið öllu saman. Látið gerjast í u.þ.b. klukkutíma.

Ragnhildur Jónsdóttir Laufabrauð 1 kg hveiti 1 dl sykur 1½ tsk. lyftiduft 1 tsk. salt 75 g smjörlíki 8 dl mjólk Aðferð: Mjólkin hituð að suðu og smjörlíkið brætt í, síðan

allt hnoðað saman og flattar út þunnar kökur sem ungir sem aldnir taka þátt í að skera fagurlega út, hvort sem er með hníf eða laufabrauðsjárni. Ekki má gleyma að pikka kökurnar með gaffli áður en þær eru svo steiktar í heitri feiti í potti.

Sigríður Skarphéðinsdóttir

Karamellusmákökur 300 g hveiti 1 tsk. matarsódi ½ tsk. salt 170 g smjör (mjúkt) 150 g púðursykur 100 g sykur 2 stk. egg 2 tsk. vanillusykur 150 g karamellukurl (Síríus, 1 pk.)

250 g hveiti 4 g salt 6 g heilar kardimommur (kjarninn) 100 g mjúkt smjör 100 g sykur Aðferð 1: Myljið kardimommukjarna í morteli. Blandið öllum hráefnum út í gerblönduna og hnoðið saman í hrærivél í 10 mínútur. Látið deigið hefast í 30-35 mínútur. Útbúið fyllinguna á meðan. Fylling: 200 g lint smjör 175 g sykur

10 g vanillusykur 20 g kanill 2 tsk. maisenamjöl (ekki sósujafnari) 50 g rifinn möndlumassi Aðferð 2: Blandið öllu efni í fyllinguna saman nema möndlumassa. Skiptið deiginu í tvennt. Fletjið hvorn hluta fyrir sig út og dreifið fyllingunni jafnt yfir. Stráið möndlumassa yfir. Formið að vild (hnútar, snúrur). Setjið á plötu og látið hefast í u.þ.b. 2 klst. Penslið með eggjum (gott er að blanda þau með örlitlu vatni og salti til að auðveldara sé að pensla). Stráið perlusykri eða hökkuðum möndlum yfir. Bakið kanilhnútana við 220°C í u.þ.b. 8 mínútur. Sjóðið saman ½ dl sykur og ½ dl vatn og penslið hnútana með því strax og þeir eru teknir úr ofninum.

Aðferð: Hrærið smjör, púðursykur og sykur vel saman, bætið eggjunum við og restinni af hráefnunum. Pakkið deiginu í plastfilmu eða plastpoka og geymið í ísskáp til næsta dags. Takið deigið út og mótið kúlur úr deiginu. Fletjið út með lófanum og bakið í 12 mín. við 180°C.

250 g smjör 200 g sykur 4 egg ½ tsk. kanill 1 tsk. vanillusykur 100 g muldar heslihnetur 1 tsk. lyftiduft 180 g hveiti Fylling: 2½ dl rjómi, þeyttur 2 bananar 1 epli 1 kíví 10 bláber Aðferð: Hrærið saman smjör

og sykur uns það er létt og ljóst. Bætið eggjunum út í, einu í einu, og hrærið deigið þar til það er orðið létt í sér. Bætið þá kanil, vanillusykri og hnetum saman við. Bætið svo lyftidufti og hveiti við og hrærið vel saman. Smyrjið tvö lausbotna tertumót eða

eitt með háum börmum. Bakið kökuna við 180°C í 30-35 mínútur. Látið kökuna kólna. Þeytið rjómann, afhýðið ávextina og skerið niður og blandið saman við rjómann. Skerið kökuna í tvennt ef hún hefur verið sett í eitt mót. Leggið botnana saman með ávaxtarjómanum. Smyrjið kökuna með núggatkreminu og skreytið með hnetum ef vill. Núggatkrem: 100 g smjör 100 g núggat 1 egg 100 g flórsykur 2 msk. rjómaostur

Hrærið smjör og núggat vel saman. Bætið eggi, flórsykri og rjómaosti saman við, hrærið þar til kremið er létt í sér.

Sólveig Sigurðardóttir Skyrterta

María Helgadóttir Hálfmánar 500 g hveiti 375 g smjörlíki 150 g sykur 2 egg 2 tsk. lyftiduft sveskjusulta

Aðferð: Hnoðað deig. Kælt og svo flatt út og mótað með hringmóti. Sulta sett í miðjuna og svo brotið til helminga og brúnunum þrýst saman með gafli. Bakað við 180-200°C. (Þess má geta að uppskriftin er frá konu fæddri árið 1894). 1 pk. Haustkex 150 g smjör Fylling: 500 g skyr, óhrært 140 g sykur 2 egg 1 tsk. vanillusykur (eða eftir smekk) ¼ l þeyttur rjómi

Aðferð: Smjörið brætt, kexið

mulið saman við, sett í mót eða skál. Hráefnum í fyllinguna hrært vel saman. Þeyttum rjóma bætt í ásamt bláberjum (eða öðrum berjum). Öllu hellt yfir kexbotninn og fryst. Bræddu súkkulaði hellt yfir.

23


24

2 01 9

Hulda Sigurðardóttir

Saltkaramellukonfekt 200 g Nóa Síríus saltkaramellusúkkulaði 150 g salthnetur 150 g karamellukurl frá Nóa Síríus

Aðferð: Súkkulaðið brætt

við lágan hita, hneturnar saxaðar vel og þeim bætt í ásamt karamellukurli. Sett með teskeið í konfektform og kælt. Njótið.

Kristín F. Jóhannsdóttir

Vínarterta með sveskjusultu 450 g sykur 450 g smjörlíki 8 stk. egg 550 g hveiti 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. vanilludropar Aðferð: Sykur og smjörlíki

unnið vel saman. Eggjum bætt í, einu í einu, og látið

Ljósmyndakeppnin Skagafjörður með þínum augum

Myndin Messa í Ábæjarkirkju þótti best Félag ferðaþjónustunnar stóð í ár fyrir ljósmyndasamkeppninni Skagafjörður með þínum augum. Hægt var að senda myndir í keppnina frá 15. júní til 30. september. Tilgangur keppninar var meðal annars að sjá hvaða sýn þátttakendurnir hefðu á Skagafjörð og að leita eftir skemmtilegu myndefni sem nýst gæti sem kynningarefni fyrir Skagafjörð. Í keppnina bárust 137 myndir, myndefnið var mjög fjölbreytt og verða myndirnar settar á heimasíðu sveitafélagsins www.skagafjordur.is til að almenningur geti skoðað þær. Dómarar voru Óli Arnar Brynjarsson, Hjalti Árnason og Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson og samkvæmt bestu upplýsingum voru þeir nokkuð samstíga í sínu vali. Dómararnir flokkuðu myndirnar í fimm flokka sem eru mannlíf, listrænt, ljós í myrkri, hestar og landslag. Í hverjum flokki var svo valin besta myndin og niðurstaðan varð eftirfarandi: 1. Mannlíf: Messa í Ábæjarkirkju höf. Katrín Magnús dóttir 2. Listrænt: Ernan úr lofti, höf. Norbert Ferencson 3. Ljós í myrkri: Grafarkirkja, höf. Norbert Ferencson 4. Hestar: Hestur að sprella, höf. Christoph Dorsch 5. Landslag: Sólsetur, höf. Einar Gíslason

Lilja Gunnlaugsdóttir afhendir Norbert Ferencson verðlaun en hann átti myndir í öðru og þriðja sæti keppninnar. AÐSEND MYND

Verðlaunin voru svo afhent á Grand-inn bar föstudaginn 7. nóvember. Leitað var til nokkurra fyrirtæki með verðlaun. Verðlaunin sem þau fimm hlutskörpustu fengu voru vegleg. Skrautmen gaf löber og taupoka. Hilma - Hönnun og handverk gaf hringtrefil. Lýtingsstaðir gaf 2 klst. hestaferð fyrir tvo. Viking Rafting gaf ferð fyrir tvo í rafting. Bakkaflöt gaf kajakferð fyrir tvo í Svartá. 1238 Battle of Iceland gaf þrjú gjafabréf fyrir tvo á sýndarveruleikasýningu. Sölvanes, Birkihlíð, Stórhóll og Laugamýri gáfu matarkörfur frá framleiðendum Beint frá býli/matur úr héraði. /Fréttatilkynning

Tuttugu ára útgáfuafmæli

Byggðasögu Skagafjarðar

vinnast vel saman. Setjið saman hveiti og lyftiduft og blandið saman við. Deiginu skipt í fjóra hluta, smurt á plötur og bakað við 220°C í 10-12 mín. Gott að setja u.þ.b. ⅓ hluta rabarbarasultu saman við sveskjusultuna.

AFMÆLIS TILBOÐ

kr. 60.0 0

0

FYRIR ALL AR N BÆKURNA ÍU R

Dalla Þórðardóttir

Ofangreint ver› er félagsmannaver› Sögufélags Skagfir›inga og b‡›st einnig þeim sem panta beint frá útgáfunni.

Piparhnetur 250 g smjör 250 g sykur 1 dl rjómi ½ tsk. engifer 1 tsk. hvítur pipar ½ tsk. kardimommur

2 tsk. lyftiduft 500 g hveiti

Þeir sem greiða fyrir jól 2019 fá bækurnar sendar burðargjaldsfrítt, eftir það leggst við burðargjald. Hægt er að semja um greiðsludreifingu.

Aðferð: Hnoðað deig. Kælt

og svo hnoðað í litlar kúlur. Bakaðar ljósbrúnar við 200°C.

Afmælistilboð á Byggðasögu Skagafjarðar

Kennitala Sögufélagsins er: 640269-4649 Bankareikningur: 0310 - 26 - 11011

• I. bindi um Skefilsstaðahrepp og Skarðshrepp kr. 7.500 • II. bindi um Staðarhrepp og Seyluhrepp kr. 7.500 • III. bindi um Lýtingsstaðahrepp kr. 7.500 • IV. bindi um Akrahrepp kr. 7.500 • V. bindi um Rípurhrepp og Viðvíkurhrepp kr. 7.500 • VI. bindi um Hólahrepp kr. 7.500 • VII. bindi um Hofshrepp kr. 7.500 • VIII. bindi um Fellshrepp og Haganeshrepp kr. 7.500 • IX. bindi um Holtshrepp kr. 16.000

Fleiri uppskriftir frá Kvenfélagi Akrahrepps verða birtar í Feyki fyrir jól. Verði ykkur að góðu!

Útgáfa bókarinnar var styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra, BYKO og Steinull.

Safnahúsinu 550 Sau›árkróki Sími 453 6261 Netfang: saga@skagafjordur.is http://sogufelag.skagafjordur.is


2 01 9

Jóladagskrá í KS Hofsósi Opnunartímar í kringum jól og áramót: Mánudaga - föstudaga kl. 9:30 til 18:00 Laugardagur 21. des. kl. 11:00-18:00 Þorláksmessa 23. des. kl. 09:30-20:00 Aðfangadagur 24. des. kl. 09:30-12:00 Föstudagur 27. des. kl. 10:00-18:00 Gamlársdagur 31. des. kl. 09:30-12:00 Fimmtudaginn 02. jan. kl. 10:00-18:00

Föstudaginn 13. des. kl. 18-20

Pizzukvöld – hvað er betra í amstri jólaundirbúningsins en góð pizza? SJÁUMST!

Nýjar umhverfisvænar húðvörur!

Laugardaginn 30. nóv. frá kl. 14

Lionsmenn selja sína alrómuðu síld sem er ómissandi um hátíðarnar. Jólalög og heitt á könnunni.

KS Hofsósi óskar viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og þakkar viðskiptin á árinu sem er að líða.

SNYRTING – GJAFABRÉF – GJAFAVÖRUR skoðaðu úrvalið á eftirlaeti.com

HOFSÓSI

Aðalgata 4 - 550 Sauðárkrókur - Sími: 571-4070 - www.eftirlaeti.com

Þreksport Áskorun 2020 Mánudaginn 6. janúar hefst lífstílsáskorun Þreksports.

Áskorunin verður í 12 vikur og verðlaunaafhending fer fram á árshátíð Þreksports þann 28. mars 2020. Þátttakendur fá handbók þar sem allar helstu upplýsingar um heilbrigðan lífstíl verða. Leiðbeiningar um markmiðasetningu og ýmislegt fleira sem kemur fólki að gagni á leið sinni að heilbrigðum lífstíl. Gestafyrirlesari kemur til okkar á tímabilinu með ýmsan fróðleik. - Tveir valmöguleikar eru í boði: Áskorun með tveimur lokuðum tímum kl. 18:30 mánudaga og miðvikudaga með þjálfara á meðan áskoruninni stendur og er ekki skilyrði að eiga kort í Þreksport. Verð 31.990.- Hins vegar fyrir þá sem eiga kort í Þreksport og eru að mæta í skipulagða hóptíma og/eða eru í tækjasal kostar áskorunin 13.500. Verðlaun verða vegleg. Árangur verður mældur út frá mætingu, ummáls-, þyngdar-, fitumælingar og svo myndatöku fyrir og í lok áskorunar. Allt um áskorunina á upplýsingafundi í Þreksport föstudaginn 3. janúar kl. 18.00. Skráning hefst svo strax að loknum fundi og verður opin til sunnudagsins 5. janúar til kl. 23.00. Jólin í Þreksport. VIÐ VERÐUM MEÐ JÓLAPASSANA OKKAR SEM GILDA FRÁ: 19. DES – 2. JAN. Verð: 9.990,- kr. OPNUNARTÍMAR yfir hátíðirnar: Eingöngu með aðgangslykli. Hægt er að kaupa staka tíma á N1.

24. des. Aðfangadagur kl. 06-17 25. des. Jóladagur kl. 06-22 26. des. Annar í jólum kl. 06-22 31. des. Gamlársdagur kl. 06-17 1. jan. Nýársdagur kl. 06-22

Minnum á gjafbréfin okkar – Líkamsræktarkort - Einkaþjálfun – Ljósakort eða jafnvel á námskeið sem hefjast í janúar.

Við óskum viðskiptavinum okkar Gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Takk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Jólakveðja -Starfsfólk Þreksports Borgarflöt 1 - Sími: 453 6363 - www.threksport.is

HELGIHALD Í DESEMBER Í MIKLABÆJAR- OG MÆLIFELLSPRESTAKALLI 1. desember kl. 15.

Aðventuhátíð prestakallsins í Miklabæjarkirkju. Að henni lokinni er kaffi í Héðinsminni í boði Silfrastaðasóknar og Miklabæjarsóknar. Sunnudagaskólinn er á Löngumýri kl. 11:30.

11. desember kl. 20.

,,Kyrrð og ró í jólasnjó” Dagskrá í tali og tónum í nánd jóla.

15. desember kl. 11:30.

Jólasunnudagskóli. Málað á piparkökur, pylsur.

24. desember, aðfangadagur kl. 23. Hátíðarguðsþjónusta í Miklabæjarkirkju.

25. desember , jóladagur kl. 13. Hátíðarguðsþjónusta í Goðdalakirkju.

25. desember, jóladagur kl. 16.

Hátíðarguðsþjónusta í Silfrastaðakirkju.

26. desember, annar dagur jóla kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta í Hofsstaðakirkju.

26. desember, annar dagur jóla, kl. 16. Hátíðarguðsþjónusta í Flugumýrarkirkju.

31. desember, gamlársdagur kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta i Mælifellskirkju. Dalla Þórðardóttir

25


26

2 01 9

Opnunartími íþróttamannvirkja yfir jólin 2019

TÓNLISTARSKÓLI SKAGAFJARÐAR

Jólatónleikar

Sauðárkrókur Hofsós Varmahlíð Íþróttahús SKR 23. des. Kl. 06:50-20:30 Kl. 07:00-13:00 Kl. 08:00-21:00 Kl. 10:00-18:00 / Kl. 17:00-20:00 24. des. Kl. 09:00-12:00 Kl. 09:00-12:00 Lokað Lokað 25. des. Lokað Lokað Lokað Lokað 26. des. Lokað Lokað Lokað Kl. 10:00-18:00 27. des. Kl. 06:50-20:30 Kl. 07:00-13:00 Kl. 16:00-21:00 Kl. 10:00-18:00 / Kl. 17:00-20:00 28. des. Kl. 10:00-16:00 Kl. 11:00-16:00 Kl. 10:00-16:00 Kl. 10:00-18:00 29. des. Kl. 10:00-16:00 Kl. 11:00-16:00 Kl. 10:00-16:00 Kl. 11:30-15:30 30. des. Kl. 06:50-20:30 Kl. 07:00-13:00 Kl. 16:00-21:00 Kl. 10:00-18:00 / Kl. 17:00-20:00 31. des. Kl. 09:00-12:00 Kl. 09:00-12:00 Lokað Lokað 1. jan. Lokað Lokað Lokað Lokað Lokað alla þessa daga í sundlauginni á Sólgörðum.

MÁNUDAGINN 9. DESEMBER Í ÁRSKÓLA KL. 16:30 OG 18:00

ÞRIÐJUDAGINN 10. DESEMBER Í MIÐGARÐI KL. 16:30 OG 18:00 MIÐVIKUDAGINN 11. DESEMBER GRUNNSKÓLANUM AUSTAN-VATNA HÓLUM KL. 15:30 OG HÖFÐABORG HOFSÓSI KL. 17:00

Allir velkomnir

Starfsfólk íþróttamannvirkja sveitarfélagsins óskar öllum gestum sínum nær og fjær, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Hlökkum til að taka á móti sem flestum gestum á nýju ári.

Óskum Skagfirðingum

gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

BORGARTEIGUR 12 550 SAUÐÁRKRÓKUR

SIMI 453 5000

flokka@flokka.is

flokka.is

Ágætu Skagfirðingar, Við erum í broddi fylkingar í sorphirðumálum - og þannig viljum við hafa það áfram

Vöndum flokkun og setjum réttan úrgang í réttar tunnur þannig verður Skagafjörður áfram fremstur í flokki í sorphirðumálum. Höldum áfram á okkar góðu vegferð og hugsum um umhverfið! Minnum á heimasíðuna okkar flokka.is og þið finnið okkur einnig á facebook.

Flokka er móttökuaðili fyrir allan úrgang, spilliefni og endurvinnanleg efni sem fellur til við rekstur heimili og fyrirtækja

Flokkum fyrir framtíðina! Sjá opnunartíma á www.flokka.is

Komum reglu á ruslið!


2 01 9

Verið velkomin í

27

Gleðileg jól

Gleðileg jól

Blóma- og gjafabúðina fyrir jólin!!

Óskum Skagstrendingum og nærsveitarfólki gleðilegra jóla, árs og friðar. Með þakklæti fyrir samskiptin á árinu. STÓRAR OG SMÁAR

Sveit

Mikið af fallegri gjafavöru, nýtt frá Heklu, Sveinbjörgu ásamt fleiru. Konfektið frá Skaptadætrum verður á sínum stað.

ur l að sjá ykk Hlökkum ti í jólaskapi.

Túnbrau Sími: 45

Sveitarfélagið Skagaströnd

Aðalgötu 14, Skr. S: 455 5544

Hjalti Pálsson ritstjóri Byggðasögu Skagafjarðar

20 ára afmælisútgáfan helguð Fljótum Byggðasaga Skagafjarðar hefur verið eitt viðamesta og metnaðarfyllsta verkefni í bókaútgáfu sem unnið er að á Íslandi á síðari tímum en í texta og myndmáli er fjallað um hverja einustu bújörð í Skagafirði sem í ábúð hefur verið einhvern tíma á bilinu frá 1780 til dagsins í dag en þær munu nálægt 660 talsins. Auk þess er veruleg umfjöllun um hvert sveitarfélag. VIÐTAL

Páll Friðriksson

Útgáfan hófst með fyrsta bindi árið 1999 og er því komið að 20 ára afmælisútgáfu þegar 9. bindi þessa ritverks lítur dagsins ljós í byrjun desember. Nýja bókin sem fjallar um Holtshrepp í Fljótum er næstsíðasta bókin en ritsafnið verður samtals 10 bindi og standa vonir til að því ljúki haustið 2021. Hjalti Pálsson hefur séð um ritstjórnina frá upphafi og fékk Feykir hann til að segja frá nýjustu afurðinni. „Þetta hefur nú allt gengið hægar en hugsað var í upphafi enda gerðu menn sér litla grein fyrir því hvað þeir væru að fara út í en það er farið að sjá fyrir endann á þessu þar sem þetta er næstsíðasta bindið. Þetta rit sem nú er að koma út fjallar um Austur-Fljótin, gamla Holtshrepp, um 50 jarðir og er tæpar 500 blaðsíður. Það er nú kannski sérkennilegt eins og Fljótin eru orðin mannfá og margar jarðir komnar í eyði þá eru fáar sveitir sem eru jafn vel birgar af rituðum heimildum og Fljótin,“ segir Hjalti og bendir á að þar hafi búið miklir

menningarmenn sem skrifuðu ýmislegt hjá sér. „Þarna voru menn sem skiptu sköpum um heimildir fyrir mig, Guðmundur Davíðsson, hreppsstjóri á Hraunum sem bjó þar 1896 til dauðadags 1942, en hann skrifaði m.a. dagbækur og gríðarlega mikið af þjóðsagnarefni og sagnaefni úr sveitinni. Ég lagði það á mig að lesa þetta allt saman og notaði mikið en dagbækur hans eru mörg þúsund blaðsíður. En það var ekki hægt að fjalla um Fljótin öðruvísi en fara yfir þetta efni. Svo var annar sem skrifaði mikið, Hannes Hannesson frá Melbreið. Á Héraðsskjalasafninu eru þó nokkuð margar og allþykkar bækur sem hann skrifaði um allskonar fróðleik. Pabbi minn, Páll Sigurðsson frá Lundi, á líka töluvert þarna en hann skráði heilmikið. Svo er það Sæmundur Dúason, sem gaf út ævisögu sína í þremur bindum, Einu sinni var. Það eru mjög merkar bækur og hef ég notað þær mikið í þessar Fljótabækur.“

Hjalti Pálsson og Óli Arnar Brynjarsson hafa löngum setið saman fyrir framan tölvuna í undirbúningi Byggðasögu en Óli hefur séð um umbrot frá og með 5. bindi. Hér fara þeir kappar yfir 8. bindið áður en það var sent í prent 2017. MYND: FEYKIR

Siglfirðingar flestir úr Fljótum Í Stíflu voru 14 bæir þegar faðir Hjalta var lítill drengur en nú einungis einn bær þar sem stundaður er landbúnaður ennþá, Þrasastaðir, fremsti bærinn í gamla Holtshreppi. „Þrasastaðir eru eitt stærsta fjárbú í Skagafirði og gæti verið með jafnvel meira fé en var í allri Stíflu á þessum tíma. Þetta er svona breytt en svo vitum við náttúrulega hvað er að gerst á Deplum en þar er búið með annars konar pening,“ segir Hjalti í léttum tón. Ysti bærinn eru Hraun, sem Hjalti telur hafa verið umfangsmestu jörðina í umfjöllun, fyrir utan Hóla í Hjaltadal.

„Hraun hefur svo gríðarlega mikla sögu. Þetta var einhver mesta hlunnindajörð á Íslandi. Þarna var aðalútróðrarstöðin í Fljótum og vel að merkja, eina jörðin í Holtshreppi sem á land að sjó, sérkennilegt sem það er. Kringum aldamótin 1900 voru nokkur smábýli í grennd við Hraun sem fólk bjó á og lifði á sjávarafla og mikilli silungs- og selveiði. En þarna var fjöldi af sjó-búðum og eitthvað á milli 10 og 20 bátar frá Hraunakróki. Hjalti segir Fljótin hafa verið mjög þéttbýl og kannski hvergi verið þéttbýlla í nokkrum hreppi í Skagafirði. Á seinni hluta 19. aldar búa hátt í 800 manns í öllum Fljótum en núna eru þeir innan við 80. Um aldamótin 1900 eru yfir 500

manns, fólk sem lifir fyrst og fremst á sjófangi. „Fólki fer að fækka mikið fyrir 1920. 1910 kemur afar hart ár og aftur 1918 og ´20. Á þessum árum fer fólk að flæða til Siglufjarðar en þá er uppgangur þar í síldinni og nóga atvinnu að fá. Það má segja að Fljótin séu uppeldisstöð fyrir Siglufjörð. Gríðarlegur fjöldi Siglfirðinga er kominn úr Fljótum eða rekur ættir sínar þangað,“ segir Hjalti og bendir á að eftir 1920 verður stöðug fækkun í Fljótum. Nýja bókin um Holtshrepp í Fljótum kemur í sölu í byrjun desember og verður til sölu hjá Sögufélagi Skagfirðinga og kostar 16.000 kr. Panta má bókina hjá útgáfunni á saga@ skagafjordur.is.


28

2 01 9 Jólakrimmi Feykis | eftir Óla Arnar

Jólapósturinn Eftirfarandi saga er endurgerð sögu sem birtist í skólablaðinu Molduxa fyrir um 30 árum

Jóladagur

25. desember 1990 kl. 21:53 Það hefði verið niðamyrkur í hverfinu ef ekki hefði verið fyrir öll jólaljósin. Risastór íbúðarhúsin sköguðu upp í svartan himininn, skreytt glæsilegustu jólaseríum sem völ var á og marglit ljósin spegluðust í nýbónuðum Land Krúserum sem stóðu ríkmannlegir fyrir utan tvílyft húsin. Loftið í skrifstofunni var þrungið spennu. Við höfðum rifist eins og hundur og köttur og hann var staðinn á fætur og benti mér á dyrnar. „Hypjaðu þig út vesalingurinn þinn!“ hrópaði Halldór og það var kornið sem fyllti mælinn. Ég missti stjórn á mér, spratt upp úr mjúkum leðurstólnum, þreif bréfahnífinn sem lá ofan á jólapóstinum af borðinu og stakk honum á kaf. Svipur hans lýsti undrun og skelfingu, hann greip um sárið. Blóðið seitlaði milli fingra hans, hann kiknaði í hnjánum. Augun stækkuðu og það var eins og þau ætluðu út úr höfðinu á honum, hann var fljótt orðinn náfölur. Ég stikaði nokkur skref aftur á bak og horfði ringlaður á hann reyna að standa í fæturna, reyna að ná andanum. „Hvað hef ég gert ... ó guð minn góður, hvað hef ég gert,“ hvíslaði ég út í tómið.

Sunnudagur

16. desember 1990 kl. 19:46 Það var í raun síðasti séns að taka nú til og skófla jólanissum, músastigum og óróum upp á vegg og í loft. Það yrði ekki tími til þess næstu helgi, þá yrðu jólin nánast komin. Þeir í útvarpinu reyndu að pína fólk í jólaskapið með léttu hjali og gömlum jólalummum. Ég lét það ekkert á mig fá og blés rykinu af jólaskrautinu og tékkaði á perunum í jólaseríunni. Þegar fréttirnar voru búnar í sjónvarpinu settumst við Sigga niður og enduryfirfórum jólagjafalistann og eftir það lásum við yfir jólakortin frá í fyrra, lásum þau í gegn og hlógum að orðagjálfrinu í Silla frænda. Fyrr um daginn hafði ég heyrt auglýsingu frá Happdrætti Háskólans en þar var sagt að skafmiðar væru óvæntur jólaglaðningur og því væri um að gera að setja eins og einn skafmiða með hverju jólakorti. „Þetta er bráðsnjallt,“ sagði ég.

„Hmm, hvað þá?“ sagði Sigga. „Nú, að setja skafmiða með jólakortunum,“ sagði ég brattur. „Hvað, til allra sem við sendum kort?“ spurði hún hissa og ég svaraði að það væri kannski nóg að lauma skafmiða í kortin til fjölskyldunnar. Hún samþykkti að þetta gæti verið gaman þannig að ég skaust út í sjoppu og keypti nokkra Milljóna-skafmiða. Það væri ekki ónýtt að fá milljón með jólakortinu, hugsaði ég með mér. Þegar heim var komið tókum við strax til óspilltra málanna, vopnuð tveimur svörtum Boxy-pennum og einum rauðum til skreytinga. Við hófum skrifin við kertaljós. Það þurfti að senda kort á ömmur og afa, pabba og mömmur, Halli kunningi úr rjúpnaskytteríinu fékk jólakort en ekki skafmiða frekar en þjáningarsystur Siggu í ræktinni, þær Gulla og Sibba. Silli frændi minn og hans fjölskylda fengu kort og miða, bossinn minn fékk kort sem og nokkrir vinnufélagar og helstu félagarnir úr karlaboltanum og Sigga sendi svo einhverjum vinkonum og bekkjarsystrum. Loks var kort á Halldór og fjölskyldu en hann var forríkur, giftur systur Siggu, og rak Heildverslun Halldórs Helgasonar og co, flutti aðallega inn kóreska Havanavindla og leikföng. Við hlustuðum á Bing Crosby syngja um hvít jól og leituðum í símaskránni að þeim heimilisföngum sem við mundum ekki. Ég færi svo með kortin í póst við fyrsta tækifæri.

Jóladagur

25. desember 1990 kl. 21:55 Jóladagur hafði runnið upp heiður og fagur. Jólin höfðu rétt náð að verða hvít því það hafði fyrst byrjað að snjóa á Þorláksmessu. Blokkirnar voru ljósum prýddar. Íbúarnir í okkar stigagangi höfðu tekið sig saman og ákveðið að skreyta eingöngu með gulum perum á svölunum. Allt kostaði þetta auðvitað peninga. Aðfangadagskvöld var yndislegt, allir í hátíðarskapi og andrúmsloftið fyllt eftirvæntingu og gleði. Eftir mesta hasarinn sat ég með Einar Kára í fanginu, orðinn lúinn og farinn að missa augun þegar síminn hringdi. Ég lagði Einar frá mér, þessi bók hans var ekki eins góð og hinar, ég var meira að segja búinn að gleyma hvað hún hét. Ég svaraði símanum og það var Halldór svili minn á hinum endanum. „Óskaplega hringir hann seint,“ hugsaði ég með mér en óskaði honum þreytulega gleðilegra jóla. Hann virkaði ofsakátur og fór að segja mér að hann hefði opnað jólapóstinn rétt í þessu og þar hefði nú aldeilis verið glaðningur. „Milljón á skafmiðanum skal ég segja þér,

milljón frá ykkur...“ hélt hann áfram en ég missti þráðinn fljótt. Ég var alveg gáttaður, í öðrum heimi. Hvar var nú allt réttlætið í heiminum? Hér er ég, fjögurra barna faðir og set mig í stórskuldir til að geta glatt englana mína svona rétt yfir jólin áður en peningaáhyggjurnar gera mig vitstola. Svo er það hann Halldór, þessi ömurlegi kapitalistahundur sem verður bara ríkari og ríkari ... og það á minn kostnað! Fari jólin fjandans til! „Hvað varstu að segja?“ heyrði ég Halldór segja. „Ekkert, ekki neitt Halldór minn. Til hamingju með þetta, ég hérna... þarf að skjótast. Gleðileg jól...“ sagði ég og lagði á. Ég gekk inn í skreytta stofuna. Bévítans jólaóróarnir þvældust í hárinu á mér og helvítis grenið hélt áfram að hrynja af Normannsþyninum sem átti ekki að fella barrið. „Það er allt á sömu bókina lagt í þessu lífi,“ stundi ég áður en ég fór eirðarlaus fram í eldhúsið þar sem ég fann flösku af jólaglöggi og konfektkassa til að drekkja sorgum mínum yfir. Mér fannst jóladagurinn vera í móðu. Bjartur dagur en samt svo svartur. Ég horfði annars hugar á sjónvarpið og lét flest fara í taugarnar á mér. Þarna birtist forsetinn og óskaði landsmönnum gleðilegra jóla og það mátti engu muna að ég


2 01 9 kastaði inniskónum í smettið á henni. Þvílík hræsni! „Hvað er að?“ spurði Sigga og ég svaraði henni að það væri andskotans ekkert að. Ég reyndi að róa mig niður og ákvað síðan að manna mig upp í að fara um kvöldið og hitta Dóra, vita hvort honum fyndist ekki réttlátt og eðlilegt að við skiptum milljóninni á milli okkar. Hann væri örugglega til í það. Ég klæddi mig í gallann og sagði Siggu að ég væri eitthvað slappur og ætlaði að athuga hvort góður göngutúr mundi ekki hressa mig við. Ég rölti upp í nýja hverfið, kom að húsinu hans Halldórs, sá hann var að vinna á skrifstofunni sinni á jarðhæðinni. „Það vantar ekki flottræfilsháttinn,“ sagði ég við sjálfan mig á meðan ég beið eftir að hann kæmi til dyra. Ég hugsaði með mér að það væri skrítið að hann væri að vinna á jóladegi – en sennilega var hann að telja peningana sína. Það þyngdist í mér. Hann var þreytulegur þegar hann kom til dyra, var þó ánægður að sjá mig, ekki síst eftir jú nó vott, eins og hann sagði. Hann hafði farið snemma úr jólaboðinu hjá foreldrum sínum og var að bíða eftir að restin af fjölskyldunni kæmi heim. Hann bauð mér inn á skrifstofuna. Þar hékk Kjarvalsmynd á vegg og svo myndir eftir minni spámenn eins og dóttur hans, fimm ára frekjurassgat sem hét Svanfríður. Við ræddum aðeins um daginn og veginn, jólagjafir og svo kom ég mér loks að efninu. Hann hlustaði á mig en brosti síðan góðlátlega til mín en sagðist því miður ekki geta orðið við ósk minni. „Hvað er þetta maður, kommon Dóri, þetta er bara sanngjarnt,“ sagði ég og varð strax reiður. Hann reyndi að útskýra fyrir mér lögmál markaðarins, þetta hefðu verið svört jól hjá sér og fór að tala um eitthvert fótboltaspil sem hefði verið milljónaflopp fyrir jólin og hann þyrfti á öllum sínum aurum að halda. Ég horfði í kringum mig á skrifstofunni. Styttur, málverk, bikarar og ég veit ekki hvað og hann er að tala um auraleysi. Hræsni! Ég missti mig gjörsamlega, kallaði hann öllum illum nöfnum, blandaði pólitík í málið og á endanum reiddist Dóri. Nú stóð ég yfir honum, nýbúinn að stinga hann. Hnífurinn rann úr höndunum á mér og skall á partketinu. Um leið misstu fætur hans allan mátt og hann reyndi í örvæntingu að grípa eftir einhverju sem hann gæti haldið í. Hann skóflaði niður hálffullri flösku af Absolut Vodka sem mölbrotnaði í gólfinu. Hann lá hálfur fram á borðið og leit upp á mig með þjáningarsvip. Tindrandi svitaperlur spruttu fram á enni hans sem borðlampinn lýsti upp.

Hann horfði á mig sljóum augum. „Aahhh, djöfus asn... asninn þinn ahh...“ Hann kyngdi blóði og grúfði andlitið ofan í skrifborðið. „Óóóhh, guð minn góð... góður...“ Hann missti rænu, líflaus líkaminn rann af borðinu og skall með holum hljómi ofan í vodkapollinn á teppalögðu gólfinu. Andlit hans skarst á glerbrotunum. Glær vökvinn varð rauður. Klukkan á skrifborðinu tifaði. Hún tifaði. Tikk ... Tikk ... Tikk ... Tikk. Ekkert gerðist, ekkert hljóð heyrðist nema í klukkunni. Ég stóð agndofa, lamaður á meðan líf svila míns fjaraði út. Ég var frosinn, ég var ekki þarna. Ég stóð og góndi á blóðlitaðan vökvann umkringja mig. Það var eins og ég væri fjötraður. Klukkan sló tíu. Ég hljóp út.

Annar í jólum

26. desember 1990 kl. 13:46 „Gummi minn, ætlarðu að sofa í allan dag?“ Ég rifaði augun og sá Siggu standa í herbergisdyrunum. „Ég held það bara... ahhh, ég held ég geti þetta ekki lengur Sigga mín,“ sagði ég rámur með kökkinn í hálsinum. Ég var aumur í öllum skrokknum og ég gat ekki horfst í augu við hana. „Æi, greyið mitt. Komdu fram. Varstu búinn að heyra af Dóra?“ spurði hún. „Já ... eða hérna ... nei, er ekki í lagi með hann Sigga mín?“ Það var þá búið að finna hann hugsaði ég með mér. „Æ, ég held ég hafi farið illa að ráði mínu í gærkvöldi Sigga,“ umlaði ég aumur. „Heldur betur, þú sleppur ekki við uppvaskið aftur í kvöld. Varstu búinn að heyra að Dóri og Magga fengu vinning á skafmiðann sem við sendum þeim?“ Ég vissi allt um það. „Jæja, en hann hringdi og sagðist ætla að koma og skipta með þér vinningnum.“ Hvað var að gerast? „Ha? Hringdi Dóri?! Hvenær ... hvernig ... var hann lifandi?“ Sigga horfði undrandi á mig. „Lifandi? Hvað er að þér Gummi? Hann var að minnsta kosti lifandi þegar hann hringdi áðan, sagðist ætla að taka þig með í sjoppuna og ná í vinninginn og skipta honum svo með þér.“ Ég settist upp í rúminu, hárið stóð svitastrokið út í loftið, það var eins og ég hefði hlaupið maraþon. „Skipta milljóninni? Ætlar hann að skipta milljóninni í sjoppunni?“ sagði ég gáttaður. „Hver var að tala um milljón? Þetta voru 250 krónur og hann hélt kannski að þið gætuð fengið ykkur sitt hvora kókina til að fagna jólunum. Æi, ósköp er að sjá þig Siggi minn, það mætti halda að þú hefðir átt erfiða nótt,“ sagði Sigga glottandi. Ég horfði á hana á meðan þetta síaðist inn. „Djísis Kræst, þetta er bara eins og í Dallas, bara draumur...“ stundi ég og brosti þakklátari en nokkru sinni upp í músastigana í herbergisloftinu.

HESTEYRI 2, SAUÐÁRKRÓKI

SÍMANÚMER SÍMANÚMER

FYRIRTÆKJA FYRIRTÆKJA Í KJARNANUM Í KJARNANUM FJÖLNET

& S: 455 7900

BIFREIÐAVERKSTÆÐI

S: 455 4570 I Fax 455 4571 & 455 9200

VÉLAVERKSTÆÐI

S: 455 4560 I Fax 455 4561 Jón Geimundsson & 455 4570 pípulagningameistari

S: 825 4565

TENGILL ehf. & 455 4560

S: 455 9200 I Fax 455 9299

Jón Geirmundsson pípulagningameistari & 825 4565

29


30

2 01 9


2 01 9 Þorgrímur Ómar Tavsen minnist sleðagerðar og -ferða

Abbi jólasveinn Pétur Andreas Tavsen, abbi minn (afi), fæddist á Eiði í Færeyjum þann 20. september 1919, d. 24. maí 1990 og hefði því orðið 100 ára á þessu ári. Eiginkonan hans og amma mín var Aðalheiður Bára Vilhjálmsdóttir, f. 31. október 1922, d. 3. október 1960. Börn þeirra eru Uni Þórir, Jaspur Hendrik, Hermína Sofía, Steinn, Sigurður Bjarnar, Rúnar og Salmína Sofie. Lífið lék ekki alltaf við abba en ömmu missti hann þegar hún var aðeins 37 ára frá sex börnum en þau höfðu misst hann Jaspur Hendrik aðeins tveggja ára gamlan. Abbi byggði fyrir sig og sína Túngötu 10 á Hofsósi, kallað Péturshús. Einnig byggði hann hesthús sem hann nefndi Heiðargarð í suðurjaðrinum á svokölluðum Móhól sem hann yrkti til sláttar.

Í dag kemur það fyrir í minni vinnu við leiðsögn að tala um jólasveinana okkar og hvað þeir eru gjafmildir í seinni tíð við þæg og góð börn. Það trúa ekki allir á jólasveininn sem kemur rauðklæddur og gefur börnum í skóinn en þeir jólasveinar eru til sem vilja láta gott af sér leiða án þess að ætlast til einhvers í staðinn, sérstaklega á þessum árstíma til þess að hífa upp andann og færa inn birtu, von og kærleik í skammdegið. Abbi var mikill Lions maður og var einn af stofnendum Lionsklúbbsins Höfða á Hofsósi. Þar naut hann sín vel í að gera eitthvað fyrir samborgarana og að geta farið

í búning jólasveinsins fyrir hver jól til að gleðja börnin og gamla fólkið. Abbi gerði það að sínu að smíða og gefa öllum börnum í Hofsósi og nágrenni sleða til að renna sér á. Á hverju aðfangadagskvöldi setti hann sleða, merktan því barni sem bæst hafði við, nærri útidyrahurðinni og stundum var skrifað: Frá jólasveininum. Aldrei þáði hann neitt fyrir, þó svo hann hefði ekki mikið á milli handanna. Mikla natni lagði hann í smíðina, fyrst við að beygja járnið og sjóða, svo var slípað og málað, mest í rauðum lit og endað með því að skrúfa timbrið á og setja spottann til að draga. Fyrstu

Pétur Andreas Tavsen, í miðið, ásamt börnum síum, f.v. Rúnari, Una, Hermínu, Salmínu, Sigurði og Steini. AÐSEND MYND

sleðana gerði hann í kringum 1960 og þann síðasta fyrir elstu dóttur mína, Sylvíu Unu fædda árið 1985. Sá sleði verður til sýnis á Samgönguminjasafninu í Stóragerði næsta sumar. Fyrstu sleðarnir voru aðeins öðruvísi að gerð heldur en þeir sem síðar urðu. Einn sleða átti móðir mín, Sylvía Sæunn Valgarðsdóttir, sem var með stýri og hægt að beygja á honum. Einnig smíðaði hann

sleða sem hentaði fyrir þá sem gátu ekki setið sjálfir. Yndislegri og ljúfari mann hef ég ekki fyrirhitt á lífsleiðinni. Þær voru margar ferðirnar sem farnar voru niður sneiðinginn á sleða frá abba, bæði þegar maður var einn á ferð og líka þegar búið var að hnýta sleðana saman í lest. Oft var nú hamagangur í öskjunni þegar 20-30 sleðar fóru saman í lest niður sneiðinginn. Það þótti

Síðasti sleðinn sem „abbi jólasveinn“ smíðaði. Mun hann verða til sýnis á Samgönguminjasafninu í Stóragerði næsta sumar. MYND PF

31

gott að ná fram hjá Kvosinni niður á plássið en best að ná inn á brúna í einni bunu. Einn af nauðsynlegum fylgihlutum var að hafa kertastubb í vasanum til að bera á meiðana á sleðanum svo hann brunaði betur. Ekki voru allir bílstjórar hrifnir af þessum leik þar sem sneiðingurinn var oft flugháll og erfitt að komast upp á sjálfrennireiðinni. Það kom fyrir að ekki var hægt að nota sneiðinginn vegna þess að mölin stóð upp úr, en þá var stundum notast við að renna sér frá Bakkanum niður á milli Bröttuhlíðar og Sólvangs. Ekki naut það heldur mikilla vinsælda allra og eitt skiptið var einn úr krakkahópnum handsamaður og læstur niðri í kjallara til refsingar. Var þá farið í mikinn björgunarleiðangur sem fólst í því að lokka eigandann frá kjallaranum með því að láta hann elta næsta sleðahóp og á meðan opna fyrir þeim sem lokaður var inni. Tókst það með miklum ágætum. Hægt er að fullyrða að sleðarnir frá abba auðguðu líf barnanna á þessum árum á Hofsósi. Hafnarfirði í nóvember 2019 Þorgrímur Ómar Tavsen


32

2 01 9

Jólin á Króknum – Tónleikar á aðventunni

Gömlu góðu jólalögin munu hljóma á Mælifelli Það er enginn bilbugur á viðburðastjóranum Huldu Jónasar að halda jólatónleika á Sauðárkróki þrátt fyrir að dagsetningin lendi á föstudeginum 13. desember. Á dagskránni verða gömlu og góðu jólalögin sem fólk man eftir, segir Hulda og nefnir lög eins og Hvít jól, Hin fyrstu jól, Jólasveininn minn, Jól á hafinu og Ég hlakka svo til í bland við nýrri lög. VIÐTAL

Páll Friðriksson

„Við ætlum að reyna að skapa notalega stemmingu á Mælifelli, dúkum borð með jóladúkum og skreytum staðinn. Ef einhver á gamla jóladúka sem hann þarf að losna við þá má hann endilega vera í sambandi við mig í síma 8660114,“ segir Hulda. Sex söngvarar munu stíga á stokk, þau Guðbrandur Ægir, Hreindís Ylva, Hugrún Sif, Róbert Smári, Sigurlaug Vordís og Valgerður Erlingsdóttir. Hljómsveitarstjóri er Rögnvaldur Valbergsson, sem einnig hefur útsett öll lögin og með honum í hljómsveitinni eru hjónin Jón Ólafur og Hugrún Sif frá Skagaströnd, Fúsi Ben og Siggi bassi, sem í þetta skiptið leikur á trommur. „Við erum einnig með yndislegan barnakór með okkur frá Tónadansi, sem er undir stjórn Kristínar Höllu, og syngur bæði einn og einnig með söngfuglunum okkar. Hann mun m.a. opna tónleikana með fallegum söng og er óhætt að segja að kórinn kryddi

upp gömlu góðu jólin í gamla bænum á Króknum þegar líf og fjör myndaðist í erlinum á búðaröltinu í Aðalgötunni og versla jólagjafir m.a. hjá Fríðu Ásgríms, Þóru Jóhanns og fleirum. „Okkur langaði einnig að láta gott af okkur leiða og styrkja góð málefni. Við Valgerður höfum því farið í allskyns nytjaverslanir sem eru að selja vörur til styrkar ýmsum góðum málefnum og keypt þar jólapakka handa öllum tónleikagestum okkar. Það verða kannski skrýtnir hlutir sem koma upp úr jólapökkunum en við erum ekki bara að endurnýta hluti heldur eru þeir keyptir í góðum tilgangi til styrktar m.a. Rauða krossinum, Samhjálp, Langveikum börnum og fleirum. Svo má ekki gleyma því að það verður leynigestur með okkur. Hver hann er er algjört leyndarmál,“ segir Hulda leyndadómsfull. Miðasala er í fullum gangi en hægt er að panta í síma 866 0114.

1

2 3

4

Hverjir prýða myndirnar?

svo sannarlega upp á tónleikana okkar.“ Kynnir og sögumaður kvöldsins verður Valgerður

Erlingsdóttir sem lumar á mörgum skemmtilegum sögum. Má búast við því að hún fari með gesti aftur í tímann og rifji

Getspakir lesendur Feykis eiga möguleika á að vinna sér inn miða með því að geta upp á hvaða flytjendur eru á meðfylgjandi myndum hér til hægri. Það eru þeir sömu og eru á auglýsingu hér til vinstri. Lausnir þurfa að berast á palli@ feykir.is eða á: Feykir, Borgarflöt 1 550 Sauðárkróki, fyrir hádegi fimmtudaginn 12. desember. Tveir heppnir fá tvo miða hvor á tónleikana.

5

6

Jólin mín

Árni Eggert Harðarson Sauðárkróki

Bakar í skjóli nætur Jólin eru... tími til að gleðja aðra. Hvað kemur þér í jólaskap? Keyra í snjókomu og hlusta á jólalög. Hvert er besta jólalagið? Mamma með Björgvin Halldórssyni og White Christmas með Bing Crosby. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Fara í bíltúr og heimsækja foreldrana. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Tíma með börnunum. Bakar þú fyrir jólin? Já, alltaf eitthvað. Hver er uppáhaldskökusortin þín? Marengstoppar. Það hefur alltaf þurft að baka þá í skjóli nætur ef þeir eiga að kólna.


2 01 9

33


34

2 01 9

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir formaður Trans Ísland

Berst fyrir réttindum transfólks víða um heim Ár hvert er Páll Friðriksson minningardagur trans fólks haldinn hátíðlegur til að minnast þeirra sem hafa verið myrtir vegna kynvitundar sinnar og var athöfn þann 20. nóvember sl. í Hörpu þar sem transfólk, aðstandendur og baráttufólk kom saman í von um bjartari framtíð. Trans Ísland eru stuðnings- og baráttusamtök fyrir transfólk á Íslandi og hafa í gegnum tíðina verið helsti málsvari þess á Íslandi frá stofnun árið 2007. Formaður samtakanna er baráttukonan Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir en hún var valin á lista breska ríkisútvarpsins BBC sem ein af hundrað áhrifamestu konum ársins. Ugla Stefanía er 28 ára Húnvetningur, fædd og uppalin á StóraBúrfelli í Húnavatnshreppi.

-

VIÐTAL

Feyki lék forvitni á að vita meira um þessa baráttukonu, sem berst fyrir réttindum transfólks jafnt hérlendis sem erlendis. Hún hefur komið fram í fjölmörgum fjölmiðlum og kemur þar boðskapnum á framfæri en sjálf starfar hún á einum slíkum í Bretlandi. Á dögunum var hún t.d. í viðtali á bandarísku sjónvarpsstöðinni Fox News. En hver er bakgrunnur Uglu Stefaníu? Eins og fram kemur í inngangi er hún Húnvetningur, fædd og uppalin á Stóra-Búrfelli í Húnavatnshreppi, dóttir Jóns Gíslasonar og Kristjönu Stefaníu Jóhannesdóttur. Tvo albræður á hún, Þröst og Örn, og einn fósturbróður, Ingólf. „Ég myndi segja að ég væri sveitamanneskja í húð og hár, þrátt fyrir að ég búi nú í Brighton í Bretlandi. Ætli ég myndi ekki lýsa sjálfri mér sem baráttumanneskju fyrir bættum hag ýmissa hópa hérlendis sem og erlendis, og hef tekið virkan þátt í réttindabaráttu transfólks í rúman áratug núna. Svona þess utan er ég frekar mikið nörd og spila mikið af tölvuleikjum með

vinum, spila D&D og horfi á raunveruleikasjónvarp.“ Auk vinnu sinnar fyrir Trans Ísland starfar Ugla í kvikmyndagerð og blaðamennsku í Bretlandi, en þar rekur hún kvikmyndaverkefnið My Genderation ásamt maka sínum Fox Fisher. „Ég starfa líka fyrir góðgerðarsamtökin All About Trans sem vinna að bættri fjölmiðlaumfjöllun um trans málefni í Bretlandi og svo er ég dálkahöfundur hjá einu stærsta dagblaði og fréttavef í Bretlandi, The Metro. Einnig skrifa ég greinar fyrir vefmiðla eins og The Independent og The Guardian.“ Aðspurð um þýðingu þess að hafa verið valin á lista 100 áhrifamestu kvenna ársins segir Ugla það vera í fyrsta lagi mikinn heiður og kom henni satt að segja á óvart. „Það eru frábærar konur á þessum lista sem eru að gera mjög mikilvæga og flotta hluti, og er það smá yfirþyrmandi að deila lista með öllum þessum kláru og framúrskarandi konum. Þessi viðurkenning hefur gefið mér meira sjálfstraust og er líka mjög þýðingarmikil fyrir það starf sem ég vinn hérna

í Bretlandi sérstaklega, þar sem fjölmiðlaumhverfi er mun fjandsamlegra gegn transfólki og upplifi ég mikla fordóma í Bretlandi fyrir að vera opinberlega að berjast fyrir réttindum transfólks,“ segir Ugla sem greinilega stendur í ströngu í baráttu sinni. Sem fyrr segir er Ugla formaður Trans Ísland, hagsmunafélags transfólks á Íslandi, en það var stofnað árið 2007 og hefur beitt sér fyrir bættum hag transfólks hérlendis, bæði í lagalegum og félagslegum skilningi. „Sem formaður þá felst mitt starf í því að koma fram opinberlega í nafni félagsins og vinna að því að bæta stöðu transfólks hérlendis. Nýlegt dæmi eru ný lög um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru í sumar, en ég sat í frumvarpshópnum fyrir hönd Trans Íslands. Við höldum einnig alls konar viðburði fyrir félagsfólk og málþing í samstarfi við önnur félög, en við vinnum líka náið með Samtökunum ‘78 við að veita transfólki og fjölskyldum þeirra ráðgjöf og þjónustu.“ Fordómar eru algengir meðal almennings sem oft eru sprottnir af fáfræði og liður

í að eyða þeim er breytt orðræða. Áður fyrr voru orðin „kynskipti“ og „kynskiptingur“ notuð yfir það sem nú heitir kynleiðrétting og transfólk eða transmanneskja. Ugla segir þetta mun heppilegri orð vegna þess að þau lýsi mun betur reynsluheimi transfólks. „Orðin „kynskipti“ og „kynskiptingur“ vísa til einhvers konar skipta, þ.e. að einstaklingur skipti frá einu yfir í annað. En í tilfelli transfólks þá er mun frekar um leiðréttingu eða staðfestingu að ræða, þar sem transfólk er að leiðrétta eða staðfesta kyn sitt í samræmi við sína kynvitund. Þess vegna gengur það í gegnum þetta erfiða og flókna ferli til að vera það sjálft. Að tala um það sem skipti gerir því að vissu leyti lítið úr kynvitund fólks og gefur sömuleiðis til kynna að það sé hægt að skipta oftar, til dæmis eins og að skipta um föt eða vinnu. Orðið er bara einfaldlega ekki nægilega lýsandi, enda er ferli fólks og kynvitund þeirra oft fjölbreytileg og einstaklingsbundin.“

Fordómar gagnvart transfólki „Já, fordómar sem ég verð vör við tengjast oft því að fólk trúi ekki transfólki eða geri lítið úr þeirra kynvitund – þá sérstaklega gagnvart transfólki sem fellur ekki að staðalímyndum fólks um útlit, þ.e. transfólk sem fellur ekki eins vel í fjöldann, eða transfólk sem skilgreinir sig sem kynsegin, eða hvorki sem karl né kona. Það er oft eins fólk eigi erfiðara með að virða kynvitund þeirra sem passa ekki eins vel inn í, en auðvitað á að virða kynvitund alls transfólks. Einnig verð ég vör við miklar ranghugmyndir um veruleika transungmenna, þar sem fólk telur jafnvel að foreldrar sendi börn sín mjög ung í hormónameðferðir og aðgerðir. Slíkt er auðvitað ekki tilfellið, en það ferli sem transungmenni undirgangast felur ekki í sér nein óafturkræf inngrip og er ekki að frumkvæði foreldra. Transungmenni fá stundum aðgengi að hormónablokkerum sem hægja á áhrifum


2 01 9 til dæmis sem athugasemdir um að ég sé í raun og veru karlmaður og talað um mig í karlkyni. Svo birtist það líka í óviðeigandi athugasemdum um útlit mitt og kynferðislegri áreitni, bæði í skilaboðum eða út á götu.“

Erfið skref að stíga

EFST: Á hestbaki, Ugla með bræðrum sínum, Þresti og Erni. AÐ OFAN: Ástin ræður ríkjum hjá Uglu og Fox, maka hennar. AÐSENDAR MYNDIR

kynþroska svo að börn þurfi ekki að upplifa kynþroska sem veldur þeim miklum ama og kvíða, heldur fá þau tækifæri til þess að setja allt á pásu á meðan þau ákveða hvort þau vilji svo byrja á hormónameðferð þegar þau fá aldur til. Allt er þetta margra ára ferli sem er gert í samráði við heilbrigðisstarfsfólk og sérfræðinga á þessu sviði.“ Ugla segir að fólk telji börn og unglinga ekki vera í stakk búin að vita hver þau eru, en

Á góðri stund að baka með mömmu.

gleymi því oft að allt transfólk var eitt sinn börn. „Hefði umræðan verið eins opin og hún er nú þegar ég var ung þá hefði ég komið mun fyrr út og hefði jafnvel sloppið við það að undirgangast kynþroska sem olli mér djúpstæðri vanlíðan. Það er þess vegna mikilvægt að styðja við bakið á transungmennum og treysta þeim til að vita hvað sé þeim sjálfum fyrir bestu. Þar sem ég er opinber persóna þá verð ég sjálf fyrir barðinu á alls kyns áreiti. Það birtast

Ugla Stefanía segir ekkert eitt ákveðið augnablik hafa orðið þar sem hún áttaði sig á því að hún væri trans, heldur gerðist það yfir tíma. Telur hún að vangaveltur um þau mál hafi fyrst byrjað þegar hún var mjög ung og þá sérstaklega við upphaf kynþroska. „Það var nánast aldrei talað um trans málefni þegar ég var yngri og var það því erfitt fyrir mig að útskýra eða gera mér grein fyrir því að ég væri trans. Það var ekki fyrr en ég fór að finna transfólk í gegnum netið og tala við transfólk að ég áttaði mig á því hver ég var.“ Ugla segir það hafa verið erfið skref að segja fjölskyldu og vinum frá þessu í upphafi og útskýra. Ákvað hún því að skrifa bréf þar sem hún útskýrði þetta allt saman eins og best hún gat. „Þar fór ég yfir allar helstu spurningar sem mér datt í hug að fólk myndi hafa. Ég prentaði þetta bréf svo út þegar ég kom heim í jólafrí eitt árið og bað mömmu og pabba að lesa það, fara út í fjós, mjólka beljurnar og hugsa aðeins um þetta og koma svo til mín þegar þau væru tilbúin. Þau tóku þessu rosalega vel og man ég sérstaklega eftir því að pabbi hafði nú ekki mikið að segja fyrir utan að spyrja í hvorn klefann ég myndi nú fara þegar ég ætlaði í sund. Ég útskýrði bara að ég myndi líklega ekki fara mikið í sund á næstunni og það væru nú aðrir hlutir sem ég þyrfti að einblína á fyrst. Ég sagði svo líka bræðrum mínum frá þessu, sem tóku þessu mjög vel. Litli bróðir minn var aðeins t´´íu ára þá og ákvað ég því að spjalla aðeins við hann um trans málefni þegar við vorum úti í fjósi eitt kvöldið, áður en ég sagði honum að ég væri trans. Nokkrum dögum síðar vorum við að spila tölvuleik saman og ég setti á pásu og sagði honum að ég þyrfti að segja honum svolítið. Hann var frekar pirraður að ég hefði sett á pásu og var frekar

Jólauppskrift Uglu

Pekan og sveppa Wellington hnetusteik 400 g sveppir (saxaðir) 1 vel saxaður laukur 2 hvítlauksgeirar 1 msk ferskt tímían 1 /2 bolli af pekanhnetum (hægt að velta þeim upp úr karamellu til að gera réttinn sætari) 1 bolli brauðmolar dass af chiliflögum 2 vegan sætabrauð deig/blokkir Aðferð:

1. Brúnaðu laukinn og hvítlaukinn á pönnu 2. Bættu við sveppum, timían og chiliflögum og eldaðu í nokkrar mínútur í viðbót. Leyfðu því svo að kólna og helltu í burtu aukavökva.

óþolinmóður. Ég útskýrði þá fyrir honum að ástæðan fyrir því að ég hefði sagt honum frá transfólki væri sú að ég væri trans og ég ætlaði að byrja að lifa sem ég sjálf, eða sem Ugla. Hann horfði á mig í nokkrar sekúndur og sagði svo: „Já okei, eigum við þá að halda áfram að spila núna eða?“ Þannig að fyrir honum var þetta afskaplega lítið mál og var hann sá fyrsti til að byrja að nota rétt nafn og fornöfn, en það tók restina af fjölskyldunni aðeins lengri tíma að venjast þessu öllu saman. Þau hafa samt alltaf stutt við bakið á mér og er ég mjög þakklát fyrir að eiga góða fjölskyldu sem er stuðningsrík og skilningsrík. Það hefur svo sannarlega hjálpað mér í mínu ferli,“ segir Ugla sem hefur það mjög gott í dag og sér framtíðina bjarta. „Ég sé fyrir mér að halda áfram í því sem ég er að gera núna, en það er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér.“

Fullkomin jól í faðmi fjölskyldunnar Þar sem nú líður að jólum er gaman að heyra hvernig Ugla heldur upp á jólin og hvernig hin fullkomnu jól líta út. „Ég hef alltaf haldið upp á jólin heima í sveit hjá foreldrum mínum, eða heima hjá ömmu minni heitinni sem bjó á Blönduósi. Við höfum það bara rosalega huggulegt yfir jólin, en mamma á afmæli 22. desember, þannig að þetta er mikill hátíðartími. Við skreytum gjarnan jólatréð á afmælisdaginn hennar og erum mjög dugleg við að baka alls kyns jólakökusortir. Á aðfangadag eldum

35

b bb

3. Settu pekanhneturnar í blandara (getur velt þeim upp úr karamellu fyrst líka). Bættu svo sveppablöndunni við og blandaðu saman, og bættu svo að lokum brauðmolunum saman við í blandarann. 4. Dreifðu svo sveppablöndunni á sætabrauðsdeigið og mótaðu hleif sem vefst utan um blönduna. 5. Bakaðu við 180°C í u.þ.b. 50 mínútur. Ef deigið byrjar að brúnast of mikið eða brenna þá er hægt að leggja álpappír yfir. 6. Berið fram með jólameðlæti.

við svo dýrindis kvöldmat, en sjálf er ég grænkæri og er því alls konar á boðstólum. Ég og mamma mín hjálpumst mikið að við að elda og er það svona okkar einkatími saman yfir jólin og hefur alltaf verið. Hin fullkomnu jól eru því nákvæmlega þannig – þegar allir bræður mínir koma og við höldum stór jól saman – og þegar við fáum svo frændfólk og ættingja í heimsókn yfir jólahátíðina.“ Fjölskylda Uglu hefur alltaf verið mjög gjafmild og sem krakki man hún sérstaklega eftir því að hafa fengið heilt sett af spólum með Tomma og Jenna, sem henni fannst alveg frábært. „Jólin eftir að ég byrjaði að vera ég sjálf voru mér líka mjög minnisstæð, en þá höfðu allir keypt gjafir sérstaklega til þess að fagna mér sem Uglu, meðal annars hálsmen með nafninu mínu og nýjan ramma utan um barnamynd af mér, en mamma hafði látið útbúa ramma fyrir okkur systkinin með nafni og upplýsingum um okkur þegar við fæddumst - en lét svo endurgera hann. Það þótti mér rosalega vænt um,“ segir Ugla sem vill óska fólki gleðilegrar hátíðar, hvernig svo sem fólk heldur upp á jólin og minna fólk á að vera opið og gott við hvort annað. „Það er aldrei að vita nema einhverjir fjölskyldumeðlimir sé að burðast með eitthvað eða vilji fá að tjá sig á einhvern öðruvísi hátt. Það er því mikilvægt að senda skýr skilaboð um að þið séuð opin og tilbúin til að taka fólki eins og það er, hvernig svo sem það birtist. Það er sérstaklega mikilvægt yfir hátíðirnar.“


36

2 01 9

Mætum í jólaskapi í aðventustemninguna á Króknum!

Ljós verða tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi laugardaginn 30. nóvember kl. 15:30 Áramótabrennur í Skagafirði á gamlárskvöld HOFSÓS – Kveikt verður í brennu á Móhól kl. 20:30. Flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Grettis kl. 21:00. HÓLAR – Kveikt verður í brennu sunnan við Víðines kl. 20:30. Flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Grettis kl. 21:00. SAUÐÁRKRÓKUR – Kveikt verður í brennu við Borgarflöt kl. 20:30. Flugeldasýning Skagafjarðarsveitar kl. 21:00. VARMAHLÍÐ – Kveikt verður í brennu við afleggjarann upp í Efri-Byggð kl. 20:30. Flugeldasýning Flugbjörgunarsveitarinnar kl. 21:00

Fylgstu með Jóladagatali Skagafjarðar á www.skagafjordur.is

Sveitarfélagið Skagafjörður óskar íbúum Skagafjarðar gleðilegra jóla og farsældar á árinu 2020.


2 01 9

Jólin mín

Anna Margrét Jónsdóttir Sölvabakka

Nýja bókin hans Arnaldar efst á óskalistanum Jólin eru... yndisleg. Hvað kemur þér í jólaskap? Smákökuilmur. Hvert er besta jólalagið? Ó helga nótt. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Njóta samveru með fjölskyldunni, lesa og slaka á. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Nýja bókin hans Arnaldar er nú trúlega efst á listanum…. Bakar þú fyrir jólin? Já, ég reyni nú að myndast eitthvað við það, misjafnt hversu mikið samt. Hver er uppáhaldskökusortin þín? Það er nú erfitt að velja eina, mömmukökur, rúsínukökur og Sörur deila efsta sætinu.

37

Opið alla daga frá 9-17 fram að jólum

Njótum aðventunnar Notaleg aðventustemming í Gránu Bístró, heitt súkkulaði, jólate, smákökur og gömul og ný jólablöð að kíkja í. Við leggjum áhersluá notalega upplifun í fallegu umhverfi. Gefðu þér góða stund í Gránu.

est. 2019

G R Á N U B Ú Ð Hand selected gift products

Í Gránubúð má finna fallegar, spennandi og öðruvísi jólagjafir.

Tilvalið í jólapakkann Árskort á sýninguna 1238 – Baráttan um Ísland eða gjafabréf í Gránu Bístró.

ÁSKORANDINN | Fríða Marý Halldórsdóttir Hvammstanga

Vörur frá: URÐ – Óvinafagnaður – Lauga&Lauga – Elsa Nielsen .fl.

Líður að jólum Nú er tími aðventu og jóla að hefjast. Það er svo sannarlega að mörgu að huga þegar kemur að þessum tíma árs. Það er jólabaksturinn, jólaþrifin, jólagjafainnkaupin, steikja laufabrauð, hvað skal hafa í matinn á aðfangadag og ýmislegt annað sem fólk fer að spá í. Í gegnum árin hef ég heyrt meir og meir af því að fólk verður stressað, stressað yfir að ná ekki að klára hina og þessa hluti sem „verða“ að vera klárir fyrir jól. En á þessum yndislega tíma megum við ekki gleyma að njóta líka. Jólin koma þrátt fyrir að allt hafi ekki verið orðið tandurhreint eða jólagardínurnar fóru ekki upp. Það er svo fallegt þegar húsin fara að ljóma af jólaljósum í myrkrinu, og birta upp heimilin og aðventuljósin prýða bestu glugga heimilisins. Aðventukertin byrja að loga frá fyrsta sunnudegi í aðventu. Sem hárgreiðslukona er desembermánuður ansi annasamur og dagarnir eru langir. En ég nýt þess. Yfir daginn fæ ég að heyra jólatengda hluti frá hinum og þessum

Aðalgata 21, 550Sauðárkróki, 588�1238, info@1238.is, www.1238.is #1238thebattleoficeland #granabistro

Jólin koma... Fjóla Sigríður Stefánsdóttir

Sauðárkróki ... þegar kirkjuklukkurnar hringja og öll fjölskyldan er sest saman við matarborðið.

Fríða Marý. AÐSEND MYND

og það er svo gaman að sjá hversu mismunandi jólaundirbúningurinn getur verið eins og við erum mörg. Gleðin og kærleikurinn er yfirráðandi á þessum dögum. Fyrir mér eru jólin fullkominn tími til að vera með fjölskyldunni. Aðventan er tilvalin til að setjast niður með sínum nánustu og eiga góðar stundir. Jólin koma fyrir mér þegar klukkan er orðin sex á

aðfangadagskvöld, allir óska hver öðrum gleðilegra jóla og svo er sest við borð og snæddur góður matur á meðan hlustað er á jólamessuna í útvarpinu. Njótum jólanna í faðmi fjölskyldu og vina, breiðum kærleikinn okkar út og brosum. ----Ég skora á vinkonu mína, hana Elísabetu Eir Steinbjörnsdóttur að skrifa næsta pistil.

Grána

Matur & upplifun

Sveinbjörg Pétursdóttir

Hvammstanga ... þegar jólasteikin er borin á borð á aðfangadagskvöld. Ég er alin upp við að útvarpið sé stillt á Rás 1 þegar kirkjuklukkurnar hringja jólin inn. Á sama tíma er jólamaturinn borinn á borð í sparistellinu. Það er eitthvað svo hátíðlegt við þessa stund, ilmurinn af léttreyktum lambahrygg, jólaöl og appelsín á kantinum og kirkjuklukkurnar.

Golfklúbbur Skagafjarðar óskar íbúum Skagafjarðar, félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Laumaðu hreyfingu með í pakkann: Gjafabréf á Hlíðarendavöll fást á tilboðsverði í desember, 30% afsláttur. Nánari upplýsingar hjá Kristjáni í síma 691-4999 / formadur@gss.is


38

2 01 9


2 01 89 ÚR FORTÍÐINNI | Húnbjartur skrifaði | frida@feykir.is

Þrettándadagskvöldið 1932 Frásögn þessi er tekin úr sveitablaðinu Ökuþór, áttunda árgangi 1932, sem var gefið út af Málfundafélagi Hvammstanga á fjórða áratug síðustu aldar. Bókin, sem er handskrifuð, gekk á milli félagsmanna og hafa því margir skrifað í hana. Bókina, ásamt fleiru áhugaverðu efni sem varðveitt eru á Héraðsskjalasafni Vestur-Húnavatnssýslu á Hvammstanga, má finna á vefnum atom.hunathing.is. Stafsetning og greinarmerkjasetning er óbreytt frá því sem er í frumritinu.

Eins og allir vita er það gamall og þekkja að hann er hrókur alls fagnaðar góður siður að halda brennu, sem svo hvar sem hann getur því við komið. Sá er kallað, um hver áramót. Á tímabili hinn þriðji var Guðmundur Gíslason, dofnaði þó mjög yfir þessu, að minnsta járnsmiður og logsuðumeistari. Ekki kosti hér á Hvammstanga. er hann síðast talinn af því að hann Margir munu minnast þeirra megi teljast lakastur þessara manna, ánægjustunda er þessi brennukvöld en einhvern varð síðastan að telja og létu af sér leiða hér fyr á tímum. þá kannski helst hann, af þeirri ástæðu Þarf raunar ekki að fara lengra aftur í að hann varð frá að hverfa í miðju tímann en að uppvaxtarárum Sigurðar kafi vegna eðlilegra orsaka, sem ekki Davíðssonar. Voru þá oft kynt hér verða hér greindar. Tóku þeir nú, mikil og svakaleg bál. Varð fólk er þremenningarnir til óspilltra málanna sótti brennur þessar að standa í það að svamla saman til brennunnar. minnsta í þrjúhundruð metra fjarlægð Meðal annars fengu þeir tunnubákn frá eldinum, ef það vildi vera óhult og eitt mikið sem í hafði verið tjara; ugglaust um að halda lífi og limum. þykir það gott til slíkra hluta. Keyptu Til þess að kveikja í kestinum voru þeir ferlíki þetta af Eiríki Hjartarsyni æfinlega valdir þeir fóthvötustu menn fyrir mjög litla peninga, því ekki hefir sem völ var á, einnig köstuðu þeir Eiríkur viljað láta það um sig spyrjast, hinir sömu ýmiskonar sprengjum eða að hann tæki of hátt kaup þann daginn. svoleiðis á bálið. Áttu menn þessir Var nú farið með allt þetta grams alla jafna fótum fjör að launa. á brennustaðinn, sem valinn var á Eins og áður er á minnst var deyfð mel ofanvert við Brautarholt, búgarð mikil yfir öllu slíku hér í mörg ár. Guðjóns Magnússonar. Var þá þegar En nú virðist aftur ætla að fara að kominn þar múgur og margmenni. glæðast áhugi manna í þá átt að halda Var nú tekið til óspilltra málanna, þessari gömlu venju við og er það tunnan hafin á loft af mörgum röskum vel farið. Í fyrra var hér brenna. Var mönnum og sat hún á þrem stöngum hún í alla staði mjög tignarleg enda er grafnar voru ofan í melinn. Því lítt til hennar sparað. Svo í ár núna næst var farið að skjóta logandi þann 6. Janúar, sem var eldibröndum upp í þrettándi dagur jóla, op tunnunnar, en eigi gerðust þeir atburðir, sem kom það að tilætluðum meðal annars urðu tilefni notum, engin leið var þess að línur þessar voru að tendra logann. Voru ritaðar. að þessu leiddar margar Klukkan um 6 síðdeg- „Kom nú Björn frá getsakir. Loks gall við is hinn áðurnefnda dag Ósi með sleggju eina úr mannþyrpingunni flaug það sem eldur í frá einhverjum, að sinu um allan staðinn, mikla og réðist á neðri það vantaði annað gat að þá um kvöldið yrði enda tunnunnar og á tunnuna. Þetta létu brenna. Mörgum kom laust hana mörgum brennuvargarnir sér að þetta á óvart, því ekki þungum höggum, kenningu verða. Náðu hafði neinn viðbúnaður þeir nú tunnunni ofan og verið hafður. Vakti fregn loks lét hún sig fyrir var það verk bæði erfitt og Birni og var nú þessi gleði mikla hjá hættulegt. Kom nú Björn þorpsbúum. En svo var tunnuskömmin opin frá Ósi með sleggju eina mál með vexti að nokkrir mikla og réðist á neðri í báða enda.“ framtaksamir gleðimenn enda tunnunnar og laust tóku sig saman og efndu hana mörgum þungum til þess arna. Eiga þeir þakkir og höggum, loks lét hún sig fyrir Birni heiður skilið fyrir. og var nú tunnuskömmin opin í báða Aðallega voru þeir þrír sem fyrir enda. þessu stóðu og skulu þeir hér nefndir: Þegar hér var komið voru margir Fyrstan skal telja Björn Friðriksson orðnir óþreyjufullir og óánægðir. frá Stóra-Ósi, fyrverandi meðeiganda Heyrist það glöggt á kliðnum frá í Bifreiðastöð Hvammstanga. Sýnir mannfjöldanum er heyra mátti sem það ljóslega hve hlýjan hug Björn ber, drynjandi árnið. En nú var tunnan hafin ekki einungis til einstakra manna hér upp í annað sinn og von bráðar var allt heldur og til allra staðarbúa yfirleitt. í björtu báli. Lét þá mannþyrpingin Næstan má telja Daníel Markússon í ljósi fögnuð sinn með ýmiskonar bifreiðarstjóra. Sýndi hann þarna sprelli. Allir gerðu eitthvað til þess að ötulleik mikinn eins og hans er vandi fylgjast með, meira að segja sextug við hvað sem er. Vita allir er Daníel gamalmenni snérust þarna um á hæl

39

og hnakka af eintómri kæti. Þarna var þar sem hópast höfðu saman hinar samankomið fólk af öllu tagi allir tóku fegurstu meyjar þorpsins. Mátti þaðan sameiginlegan þátt í því að gera stund heyra glaðværa hlátra og ýmislegt þessa sem unaðslegasta. pískur. Ekki er óviðeigandi að nefna nöfn Ekki má gleyma að minnast þeirra einstakra manna er þarna Egils Þorbjarnarbana og voru viðstaddir og þá helst Sigurðar glímukóngs, var þeirra er eitthvað létu til sem mörgum þætti þeir sín taka. Skal þá fyrstan fara nokkuð ógætilega nefna Halldór Sigurðsson sem var og ekki af skrifstofustjóra. Hélt ástæðulausu, þar sem hann sig allajafna mjög þeir óðu eldinn því nær í „Það var í þann nærri bálinu. Var hann mund er bálið fór beltisstað; eru þeir báðir með staf einn prýðilega fullhugar miklir. mjög að dofna að gerðan sem hann rak á Marga fleiri mætti enn allt í einu klofnaði þá telja en það færi í það kaf öðru hvoru í bálið. Virtist það þá magnast mannþyrpingin og óendanlega, þó má eins um helming. Ekki var fram ruddist maður minnast enn. að sjá sem stafur þessi Það var í þann mund er einn í svörtum sviðnaði eða skemmdist bálið fór mjög að dofna stuttfrakka mjög nokkra vitund við hitann. að allt í einu klofnaði Er því vafalaust eitthvert þreklega vaxinn...“ mannþyrpingin og fram mjög gott efni í honum. ruddist maður einn í Vandlega hirti Halldór svörtum stuttfrakka mjög stafinn, því að jafnótt sem á hann slettist þreklega vaxinn. Var þar kominn tjara eða eitthvað annað óþverralegt Guðmundur Hlíðdal bílstjóri frá þurrkaði hann honum vandlega við Múla. Hafði hann á milli handa sér buxnaskálm sína, þótti öllum er á pjátursskjólu eina með tveim pottum horfðu þetta athæfi mannsins harðla af bensíni sem hann hafði tappað einkennilegt, því Halldór er að allra af bílnum sínum, með þeim góða dómi sem til hans þekkja einstaklega ásetningi að gefa það til brennunnar. þrifinn maður. En ætla má að Halldór Dembdi hann nú bensíninu á eldinn, hafi ekki viljað liggja á liði sínu við að sem æstist þá svo mjög að albjart varð auka brennugleðina og því ekki sútað sem snöggvast milli fjalls og fjöru á það þó hann fórnaði einum buxum, en löngu svæði. Hörfuðu þá margir frá hugsað sem svo að hann ætti þá aðrar bálinu. En þá virtist fagnaðarlátum eins góðar heima. fólksins alldrei ætla að linna. Var engu Ennfremur var þarna Konráð líkara en að sumir ætluðu að tryllast af Díómedesson frímerkjakaupmaður. æsingi og spenningi. Bar hann einnig staf í hönd ekki Þar sem brennan var nú búin að óásjálegan, en hversu mikið sem standa yfir í alllangan tíma, sjálfsagt Konráð veifaði prikinu virtist það ekki einn stundarfjórðung og farinn mjög hafa nein sérstök áhrif á bálið. að dvína eldurinn, seig nú mann Enn má telja Jóhannes Davíðsson fjöldinn á stað áleiðis ofan í þorpið. bílstjóra, gerði hann sitt ýtrasta til Skein ánægja og hrifning út úr hvers þess að halda við bálinu. Var honum manns sjónum. Ótvírætt má ætla að þó tíðum reikað um svæðið og virtist seint muni fyrnast í hugum þessa fólks óþreyjufullur. Loks veittu menn því endurminning viðburðanna er skeðu á athygli að Jóhannes staðnæmdist þrettándadagskvöldið 1932.

Jólin mín

Anna Lilja Pétursdóttir Varmahlíð

Sörurnar eru bestar Jólin eru... samvera með fólkinu mínu, bókalestur og náttfatadagar. Hvað kemur þér í jólaskap? Ætli ég verði ekki að segja laufabrauðsgerð í dásamlegum félagsskap, það markar upphafið að aðventunni og jólaundirbúningnum. Hvert er besta jólalagið? Það koma ekki jól fyrr en búið er að hlusta á jólaplötuna hans Pálma Gunnars þó það séu skiptar skoðanir um ágæti þeirrar plötu á mínu heimili. Hátíðlegasta lagið er hinsvegar Heims um ból. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Fyrir jól er ómissandi að hjálpa ömmu að setja upp jólaskrautið hennar og yfir hátíðirnar skiptir samvera með fólkinu mínu mestu máli. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Þegar ég var lítil var hvolpur efst á lista um það bil 10 ár í röð en núna er ekki neinn sérstakur óskalisti. Er of stórt að segja gróðurhús? Bakar þú fyrir jólin? Baka alltaf Sörur og svo fá nokkrar aðrar sortir að fljóta með, misjafnt milli ára. Við mamma reynum svo alltaf að gera konfekt saman, sem er líka ómissandi. Hver er uppáhaldskökusortin þín? Sörurnar eru bestar.


40

2 01 9

Sendum starfsfólki og viðskiptavinum nær og fjær okkar bestu

jóla- og nýárskveðjur

Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Þökkum viðskiptin. Borgarmýri 1 á Sauðárkróki & Húnabraut 13 á Blönduósi

Verslunarmannafélag Skagafjarðar sendir félagsmönnum sínum, fjölskyldum þeirra og öðrum landsmönnum bestu jólakveðjur


2 01 9 Jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks

Kveikt á

Allur ágóði rennur til góðra verka í samfélaginu / merki

jólatrénu

Bæjarskri Hnjúkaby 540 Blönd Sími: 455

blonduos.

PANTO

Frá Jólahlaðborði Rótarýklúbbs Sauðárkróks 2015. MYND: ÓAB

Jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks verður haldið í íþróttahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 30. nóvember nk. Þetta er stærsta samfélagsverkefni klúbbsins og hefur verið haldið með svipuðum hætti undanfarin ár við frábærar viðtökur. Verkefnið hefur vakið athygli bæði innanlands og erlendis enda hugmyndin að gleðja og gefa öllum tækifæri til að njóta jólahlaðborðs í aðdraganda jólanna. Ómar Bragi Stefánsson, einn klúbbfélaga segir að eins og undanfarin ár verði þetta allt ókeypis og opið fyrir alla en boðið verður upp á hlaðborð með

41

Fimmtudaginn 28. nóvember kl. 17:00

forréttum, aðalréttum og drykkjum sem Rótarýfélagar framreiða sjálfir. Húsið opnar kl. 12:00 en hlaðborðinu lýkur kl. 14:00. Rótarýfélagar hvetja alla til að líta við og eiga notalega stund saman og njóta þess að borða góðan jólamat. „Það eru mörg góð fyrirtæki sem styrkja verkefnið og fyrir það færir Rótarýklúbburinn þeim bestu þakkir því margt smátt gerir eitt stórt. Eins og undanfarin ár verður söfnunarkassi í íþróttahúsinu þar sem þeir sem vilja geta látið eitthvað af hendi rakna,“ en allur ágóði rennur til góðra verka í samfélaginu,“ segir Ómar. /PF

verða ljósin á jólatrénu tendruð.

PANTO

Tréð er staðsett við Blönduóskirkju. Sungin verða jólalög og fregnir herma að jólasveinar verði komnir á stjá.

Gamansögur af tónlistarmönnum

Allt getur nú skeð Í bókinni „Hann hefur engu gleymt ... nema textunum“ er að finna bráðsnjallar gamansögur af íslenskum tónlistarmönnum. Höfundur bókarinnar er Guðjón Ingi Eiríksson og hefur hann kallað marga fram á sviðið, „lifandi og látna!“, svo sem Bjögga Halldórs, Ragga Bjarna, Magga Kjartans, Greifana, Skriðjöklana, Ingimar Eydal og hljómsveitarmeðlimi hans, Álftagerðisbræður og eru þá sárafáir nefndir. Í JólaFeyki getur að líta nokkrar sögur úr bókinni:

Cyan = 100 / Magenta = 75 / Yellow = 2 / B

JÓLAHLAÐBORÐ

Cyan = 45 / Magenta = 14 / Yellow = 0 /

RÓTARÝKLÚBBS SAUÐÁRKRÓKS 2019

Laugardaginn 30. nóvember nk. býður Rótarýklúbbur Sauðárkróks, eins og undanfarin ár, til ókeypis fjölskyldu jólahlaðborðs á milli kl. 12 og 14 í íþróttahúsinu á Sauðárkróki.

Þegar Álftagerðisbræður tróðu upp í troðfullu Ráðhúsi Reykjavíkur á Menningarnótt sagði Pétur: „Gaman að sjá hvað margir eru komnir, úr ekki stærra plássi!“

Pétur heitinn Sigurðsson á Hjaltastöðum í Akrahreppi var um árabil söngmaður í Karlakórnum Heimi í Skagafirði og ferðaðist með honum vítt og breitt, bæði innanlands og utan. Eitt sinn kom Pétur allur skrámaður í andliti á kóræfingu. Félagar hans tóku eftir þessu og spurði hvað hefði gerst. Hann svaraði um hæl: „Ég var að raka mig og trúlega hef ég staðið of nærri vélinni.“

nýprent ehf.

Óskar, sá yngsti hinna söngglöðu bræðra úr Álftagerði, syngur mikið við jarðarfarir enda kallaður „Hell singer“. Aðspurður hvort að mikið væri fram undan hjá honum í þeim efnum svaraði hann: „Já, það er reytingur. Ég var uppi á elliheimili um daginn að kanna lagerstöðuna og hún lofar góðu.“

Við vonum að allir þeir sem voru með okkur á síðasta ári mæti og nýjar fjölskyldur láti sjá sig. Boðið er m.a. uppá forrétti, laufabrauð, hangikjöt, bayonneskinku ásamt meðlæti og jóladrykk. Og allt er þetta ókeypis. Hinsvegar er söfnunarkassi við innganginn þar sem gestum gefst tækifæri til að láta eitthvað af hendi rakna til góðs málefnis. HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR RÓTARÝKLÚBBUR SAUÐÁRKRÓKS


42

2 01 9 Ómissandi afþreyting

Jólamyndagátan 2019

Höfundur: Páll Friðriksson

VERÐLAUNAMYNDAGÁTA

Þrenn verðlaun verða veitt fyrir rétta lausn gátunnar sem felst í setningu sem lesa má út úr myndunum 35. Athugið að ekki er gerður greinarmunur á breiðum né grönnum sérhljóða.

Lausnina skal senda á netfangið palli@feykir.is eða í pósti á: Feykir fréttablað, Borgarflöt 1, 550 Sauðarkróki, eigi síðar en föstudaginn 13. desember nk.

VINNINGAR FYRIR RÉTTAR LAUSNIR: • „Það eru ekki svellin“ – sögur og sagnir af Borgfirðingum eystri. • 105 „sannar“ þingeyskar lygasögur. • „Hann hefur engu gleymt … nema textunum!“ Gamansögur úr íslenska tónlistarheiminum.


2 01 9

43


Verum snjöll

NÝPRENT EHF

verZlum heima Vissir þú...? Að kaupa jólagjafir og annað til jólanna hér heima er stuðningur við samfélagið okkar. Njótum þess besta og jólahátíðarinnar saman. Þannig njótum við öll gleðilegra jóla.

Profile for Feykir

JólaFeykir 2019  

Jólablaðið er 44 síður líkt og verið hefur síðustu ár og stútfullt af alls konar. Má þar sem dæmi nefna hinn árlega kökuþátt en að þessu sin...

JólaFeykir 2019  

Jólablaðið er 44 síður líkt og verið hefur síðustu ár og stútfullt af alls konar. Má þar sem dæmi nefna hinn árlega kökuþátt en að þessu sin...

Profile for feykir
Advertisement