{' '} {' '}
Limited time offer
SAVE % on your upgrade.

Page 1

Bikar

stóllinn GEYSIS-BIKARINN Í LAUGARDALSHÖLLINNI TINDASTÓLL | FEBRÚAR 2020


Bikar

stóllinn

INGÓLFUR JÓN GEIRSSON

3

formaður körfuknattleiksdeildar TINDASTÓLS

Við erum Tindastóll Sælir kæru stuðningsmenn. Þá erum við að fara aftur í bikarleik í höllinni! Ég persónulega fæ enn gæsahúð þegar verið er að rifja upp þá vegferð sem við fórum í fyrir tveimur árum. Að ganga út á gólfið og horfa upp í stúkuna og sjá að Tindastóll átti alla stemninguna og meiripart áhorfenda er upplifun sem ég mun aldrei gleyma. Tindastóll er nefnilega svo „heppinn" klúbbur, að eiga besta stuðningsfólkið á landinu, sem mætir á flesta leiki. Það er engin spurning að ykkar stuðningur átti verulegan þátt í velgengni síðustu heimsóknar í höllina og vonast ég til að við getum öll átt svipaða upplifun aftur :)

leggja óheyrilega á sig til að eiga aftur svona upplifun með ykkur... En þú? Mætirðu og tekur þátt? Við erum Tindastóll! Öll sem að þessu komum, stuðningsfólk, sjálfboðaliðar, áhorfendur, stjórn, leikmenn og fjölskyldur þeirra. Við eigum öll hluta af velgengninni, við tökum öll inn á okkur ef illa gengur.

Meirihluti íslenska kjarnans okkar eru bikarmeistarar og tilbúnir að

Ingólfur Jón Geirsson formaður Kkd. Tindastóls

Tindastóll - mætum og sýnum öllum sem vilja sjá og heyra að VIÐ ERUM TINDASTÓLL og okkur eru allir vegir færir ef við stöndum saman! Áfram Tindastóll! Með bikarkveðju,

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindstóls 2019-2020 Ingólfur Jón Geirsson,

Magnús Magnússon,

Björn Hansen,

Ari Freyr Ólafsson,

Rakel Rós Ágústsdóttir,

Einar I. Ólafsson,

Guðlaugur Skúlason,

Vignir Kjartansson,

formaður | nikkarinn@gmail.com gjaldkeri | bborg@simnet.is ritari | rakelros2208@gmail.com meðstj. | gudlaugurskulason@gmail.com

meðstj. | thaklagnir@gmail.com meðstj. |

meðstj. | einar@frj.is varamaður. | vignirk76@gmail.com

Sædís Bylgja Jónsdóttir,

meðstj. | saedisbylgja@gmail.com

Yfirþjálfari: Baldur Þór Ragnarsson baldur90@gmail.com

Forsvarsmaður yngri flokka: Dagur Þór Baldvinsson karfa-unglingarad@tindastoll.is

Heimasíða:

http://www.tindastoll.is/korfubolti

BIKARBÆKLINGUR KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR TINDASTÓLS febrúar 2020 ÚTGEFANDI: Körfuknattleiksdeild Tindastóls og Nýprent ehf. ÁBYRGÐARMAÐUR: Ingólfur Jón Geirsson. UMSJÓN: Hugi Halldórsson. TEXTAR: Hugi Halldórsson og Óli Arnar. AUGLÝSINGAR: Björn Hansen. MYNDIR: Hjalti Árna, Gunnhildur Gísladóttir o.fl. UMBROT OG PRENTUN: Nýprent ehf. *02/2020

stóllinn 3


Finndu bíl sem hentar þér

Atvinnubílar Úrval atvinnubíla í öllum stærðum fyrir fyrirtæki

Vistvænir bílar Mesta úrval landsins af raf- og tengitvinnbílum

Kjarabílar Nýir og nýlegir bílar á sérkjörum til afhendingar strax

Sævarhöfði 2 | 110 Reykjavík |

Sími 525 8000 |

www.bl.is


Bikar

stóllinn

5

GEYSIS-BIKARINN

LIÐ TINDASTÓLS KOMIÐ Í UNDANÚRSlIT

Bikardraumurinn Lið Tindastóls er komið í undanúrslit í Geysis-bikarnum og mætir þar liði Stjörnunnar miðvikudagskvöldið 12. febrúar kl. 20:15. Sigurvegarinn í viðureign liðanna mætir annað hvort liði Fjölnis eða Grindavíkur í úrslitaleiknum sjálfum sem fer fram laugardaginn 15. febrúar.

TÍMABILIÐ 2019-2020

LEIKIR mfl. karla

68 -______ 83 4. nóv. kl. 19:15 SELFOSS – TINDASTÓLL ______ 91 -______ 55 5. des. kl. 20:15 TINDASTÓLL – ÁLFTANES ______

21. jan. kl. 19:15 TINDASTÓLL – ÞÓR AK.

99 -______ 69 ______

Lið Tindastóls hefur fetað nokkuð 12. feb. kl. 20:15 TINDASTÓLL – STJARNAN ______ ______ þægilega slóð í undanúrslitin. Reyndar stóð 1. deildar lið Sel 15. feb. kl. 13:30 ________________________ ______ ______ fyssinga í vegi okkar í 32 liða voru þá á fínum spretti í Dominos-deildinni en það gekk úrslitum í byrjun nóvember en við hristum þá af okkur hvorki né rak hjá þeim í leiknum gegn Tindastóli. undir lokin. Í 16 liða úrslitum kom 1. deildar lið Álftaness í heimsókn í Síkið en sá leikur varð aldrei spennandi. Reiknað var með spennandi leik í 8 liða úrslitum en þá Nú þyngist róðurinn því andstæðingurinn í undanúrslitkomu grannar okkar í Þór Akureyri í heimsókn. Þórsarar unum er topplið Dominos-deildar, Stjarnan úr Garðabæ.

FRAMLEIÐSLA

VIÐ STYÐJUM

TINDASTÓL


6

bikARBÆKLINGUR KKD. TINDASTÓLS febrúar 2020

JAKA BRODNIK

leikmaður tindastóls

„Ég bara brosi og hlakka til að vera áfram“ Slóveninn Jaka Brodnik gekk til liðs við Tindastóls síðasta sumar eftir eitt tímabil á Íslandi með liði Þórs í Þorlákshöfn þar sem hann spilaði einmitt undir stjórn Baldurs Þórs Ragnarssonar sem tók við liði Stólanna síðastliðið vor. Jaka gerði á dögunum tveggja ára samning við Kkd. Tindastóls og eru það sannarlega góðar fréttir enda frábær leikmaður og félagi. Stóllinn lagði nokkrar spurningar fyrir kappann um líf körfuboltamannsins á Króknum.

af vindi, lítið rafmagn og lokaða vegi. Fólk segir mér að þetta sé einn versti vetur í 20 ár. Það kemur mér líka á óvart allur fjöldinn af fólki sem mætir á heimaleiki og sérstaklega útileiki.

Hver er munurinn á Sauðárkróki og Þorlákshöfn fyrir atvinnumann í körfubolta? Ég myndi segja að þetta séu mjög svipuð bæjarfélög, stútfull af körfuboltaáhugafólki. Fólki sem tengist vel og er mjög inni í starfi klúbbsins síns. Sem erlendur leikmaður þá er ég mjög hrifinn af þessu því aðdáendur og fólkið í félaginu láta mér líða vel og tekur mér eins og einum af þeim. Helsti munurinn á Tindastól og Þór Þorlákshöfn er að væntingar og pressan á að ná árangri er meiri hjá Tindastól, sem mér líkar virkilega vel.

Hversu langt telur þú að liðið geti náð næstu 2-3 árin? Væntingarnar eru alltaf hátt stilltar. Félagið hefur góða framtíðarsýn og vinnur vel í að búa til og viðhalda hefð sem mun duga lengur en í eitt ár. Andinn í liðinu er algjörlega frábær og okkur langar til að bæta okkur og afreka eitthvað stærra.

Hvað hefur komið þér mest á óvart við flutninginn norður í land? Veðrið [segir Jaka með bros á vör]. Mér var sagt að í fyrra hefði veðrið fyrir norðan verið miklu betra og nánast enginn vindur miðað við fyrir sunnan. Í ár höfum við fengið allan pakkann, mikið af snjó, helling

Hvernig getur þú bætt þig sem leikmaður? Á Sauðárkróki er allt til alls, þjálfarinn setur mikinn metnað og tíma í liðið. Baldur er ekki bara að bæta okkur sem leikmenn heldur líka sem persónur.

Hvernig er venjulegur dagur í lífi Jaka Brodnik? Lífið mitt er körfubolti. Allir dagar eru nánast eins, nema leikdagar eru öðruvísi. Ég æfi tvisvar sinnum á dag, skoða video af mótherjum, hugleiði og næ að leggja mig inn á milli til að safna orku. Svo fær kærastan restina af tímanum. Ertu ánægður með þá ákvörðun að gera nýjan samning við Tindastól? Ég gæti ekki verið glaðari með nýjan


Bikar

stóllinn

Jaka Brodnik treður með tilþrifum í leik í Síkinu gegn liði KR.

7

MYND: HJALTI ÁRNA

tveggja ára samning. Þetta veitir mér festu og öryggi í frábæru liði og samfélagi. Það er ekki sjálfgefið og raunar ekki algengt að fá tveggja ára samning í minni atvinnugrein. Ég bara brosi og hlakka til að vera áfram og gefa af mér eftir bestu getu.

Hvaða þýðingu hefði bikarmeistaratitill fyrir þig sem leikmann? Ég spila alltaf til sigurs. Fyrir mig að landa bikarmeistaratitli með liðsfélögum mínum og stuðningsmönnum er það sem skiptir mestu máli. Svona stundir lifa með þér að eilífu. Áfram Tindastóll !!


8

bikARBÆKLINGUR KKD. TINDASTÓLS febrúar 2020

VIÐ STYÐJUM TINDASTÓL

KOMA SVO!

HÖNNUN Borgarflöt 1

PRENTUN

550 Sauðárkrókur

SKILTAGERÐ

Sími 455 7171

nyprent@nyprent.is


Bikar

stóllinn

dominos-deildin

að loknum 18 umferðum

Stólarnir í 3. sætinu Dominos-deildin hefur verið hin besta skemmtun í vetur og hefur lið Tindastóls verið að berjast um toppsætin í deildinni. Nú þegar 18 umferðir eru að baki er Stjarnan á toppi deildarinnar en lið Keflavíkur í öðru sæti. Tindastóll er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar og hefur komið sér þar ágætlega fyrir, hefur tveggja stiga forskot á næstu lið og stendur betur varðandi innbyrðisviðureignir sömuleiðis. Það eru helst lið Hauka, KR og Njarðvíkur en þó gæti lið ÍR blandað sér í baráttuna. Liðin stefna að því að tryggja sér heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni og því ljóst að hart verður barist fram í síðustu umferð. Lið Tindastóls á eftir að mæta liðum Fjölnis og ÍR á heimavelli en sækir heim lið Þórs í Þorlákshöfn og lið Grindavíkur í lokaumverðinni. Sýnd veiði en sannarlega ekki gefin. Tindastóll bætti við sig leikmanni um áramótin en þá gekk Deremy Geiger til liðs við Stólana. Hann er 29 ára gamall og reynslumikill en hann hefur leikið í Slóvakíu, Tékklandi, Finnlandi og Frakklandi en áður hafði hann leikið með Idaho í bandaríska háskólaboltanum. Geiger hefur smollið ágætlega inn í leik Tindastóls en fyrir er annar Kani, Gerel Simmons.

TÍMABILIÐ 2019-2020

LEIKIR mfl. karla

3. okt. kl. 19:15 TINDASTÓLL – KEFLAVÍK

77 -______ 86 ______

75 -______ 83 10. okt. kl. 20:15 NJARÐVÍK – TINDASTÓLL ______ 93 -______ 81 17. okt. kl. 19:15 TINDASTÓLL – STJARNAN ______

24. okt. kl. 19:15 VALUR – TINDASTÓLL 31. okt. kl. 19:15 TINDASTÓLL – ÞÓR AK. 8. nóv. kl. 20:30 KR – TINDASTÓLL 13. nóv. kl. 19:15 TINDASTÓLL – HAUKAR 21. nóv. kl. 19:15 FJÖLNIR – TINDASTÓLL 28. nóv. kl. 19:15 TINDASTÓLL – ÞÓR Þ 12. des. kl. 19:15 ÍR – TINDASTÓLL

95 -______ 92 ______ 89 -______ 77 ______

85 -______ 92 ______

89 -______ 77 ______

88 - ______ 100 ______

72 -______ 67 ______

92 -______ 84 ______

106 ______ - 88 19. des. kl. 19:15 TINDASTÓLL – GRINDAVÍK ______ 5. jan. kl. 19:15 KEFLAVÍK – TINDASTÓLL

95 -______ 84 ______

91 -______ 80 9. jan. kl. 19:15 TINDASTÓLL – NJARÐVÍK ______ 73 -______ 66 16. jan. kl. 19:15 STJARNAN – TINDASTÓLL ______

23. jan. kl. 19:15 TINDASTÓLL – VALUR 31. jan. kl. 18:30 ÞÓR AK. – TINDASTÓLL 2. feb. kl. 19:15 TINDASTÓLL – KR

89 -______ 91 ______

86 -______ 96 ______

80 -______ 76 ______

6. feb. kl. 19:15 HAUKAR – TINDASTÓLL

76 -______ 79 ______

1. mars kl. 19:15 TINDASTÓLL – FJÖLNIR

______-______

5. mars kl. 19:15 ÞÓR Þ – TINDASTÓLL

______-______

12. mars kl. 19:15 TINDASTÓLL – ÍR

______-______

19. mars kl. 19:15 GRINDAVÍK – TINDASTÓLL ______-______

9


10

bikARBÆKLINGUR KKD. TINDASTÓLS febrúar 2020

BALDUR ÞÓR RAGNARSSON

þjálfari KARLALIÐS TINDASTÓLS

Meistarasamfélag Tíðindamaður Stólsins lagði nokkrar spurningar fyrir þjálfara Tindastóls, Baldur Þór Ragnarsson. Hvenrig finnst þér deildin hafa spilast hingað til? Mér finnst deildin vera skemmtileg, hver leikur er mjög krefjandi. Deildin er mjög sterk. Meira af gæða atvinnumönnum í deildinni núna samanber í fyrra. Ef þú mætir ekki tilbúinn til leiks þá tapar þú leiknum. Mestu vonbrigðin hingað til? Öll töp eru leiðinlegi parturinn af þessu, maður þarf að læra af þeim, bæta og halda áfram. Sætasti sigurinn frá því að Baldur koma á Krókinn? Sigrar á móti liðum í toppbaráttunni eru mjög

sætir, annars ber ég virðingu fyrir öllum sigrum. Mesta áskorunin á tímabilinu? Mæta með orku til leiks hvern einasta dag og láta hvert einasta augnablik vera mikilvægt til þess að bæta okkur. Að halda mönnum alltaf á tánum er mikil áskorun. Mun Baldur nálgast úrslitakeppnina öðruvísi en t.d. deildarleik? Mikilvægast í úrslitakeppninni er að aðlagast aðstæðum, átta sig á breytingum sem andstæðingurinn er að gera og vera með svör við þeirra leik. Sama skapi að finna leiðir til þess að halda áfram að búa til auðveldar körfur úr hlutum sem að við höfum gert vel. Hvað þarf liðið að gera betur en

vanalega til að taka dolluna norður? Varnarleikurinn þarf að vera sá besti í deildinni, þurfum að frákasta á báðum endum vallarins, vinna 50/50 aðstæður, hafa trú á sjálfum okkur, vinna orkuna á vellinum+bekkur+áhorfendur – ef þetta smellur þá vinnum við þetta. Hvaða þýðingu hefði bikarmeistaratitill fyrir liðið og samfélagið á Króknum? Það er risastórt að ná í titil fyrir þetta samfélag. Fólk hérna er all in í körfuboltanum og væri mjög skemmtilegt að landa honum. Mikil gleði og hamingja myndi fylgja í kjölfarið. En það sem skiptir mestu máli í þessu er vinnan sem fólk leggur í þetta á hverjum degi. Vinasamböndin sem myndast og traust milli einstaklinga. Það býr til meistarasamfélag.


Bikar

stóllinn

VIÐ STYÐJUM TINDASTÓL

KOMA SVO!

11


12

bikARBÆKLINGUR KKD. TINDASTÓLS febrúar 2020

LEIKMENN TINDASTÓLS

KYNNING

4

Axel KÁRASON

36 ára framherji 193 sm

5

JAKA BRODNIK

27 ára FRAMHERJI 203 sm

9

DEREMY T. GEIGER

29 ára BAKVÖRÐUR 182 sm

33

JASMIN PERKOVIC

39 ÁRA miðHERJI 203 sm

8

EYÞÓR LÁR BÁRÐARSON 16 ára FRAMHERJI 190 sm

7

PÉTUR RÚNAR BIRGISSON 23 ára BAKVÖRÐUR 185 sm

6

FRIÐRIK STEFÁNSSON 24 ára bakvörður 185 sm

11

SINISA BILIC

30 ára BAKVÖRÐUR 201 sm


Bikar

stóllinn

21

GEREL SIMMONS

25 ára FRAMHERJI 190 sm

12

VIÐAR ÁGÚSTSSON

23 ára skotbakvörður 193 sm

35

HANNES INGI MÁSSON

23 ára skotBAKVÖRÐUR 193 sm

10

ÖRVAR FREYR HARÐARSON

16 ára bakvörður 186 sm

14

HELGI RAFN VIGGÓSSON

36 ára framherji 195 sm

Þ

BALDUR ÞÓR RAGNARSSON

31 árs ÞJÁLFARI

13

13

HLYNUR FREYR EINARSSON 22 ára framherji 194 sm

JAN BEZIcA

31 árs AÐSTOÐARÞJÁLFARI

ÁFRAM TINDASTÓLL


14 14

bikARBÆKLINGUR bikARBÆKLINGUR KKD. KKD.TINDASTÓLS TINDASTÓLS febrúar febrúar2020 2020

MALTBIKARMEISTARAR 2018

TINDASTÓLL


Bikar

stóllinn

VIÐ STYÐJUM TINDASTÓL

KOMA SVO!

15


16

bikARBÆKLINGUR KKD. TINDASTÓLS febrúar 2020

! l l ó t s a d n i T m a r f Á

Hvetjum Tindastól til sigurs í vetur

Grettistak v e i t i n g a r

Sæmundarhlíð 550 Sauðárkróki & 455 8060 / 864 2995 / 860 9800 eldhus@fnv.s Kt. 451001 2210 Bankareikn. 1125 - 26 - 2210


Bikar

stóllinn

17

LÁRUS DAGUR PÁLSSON

minningarorð

Frábær félagi Lárus Dagur Pálsson fæddist 6. september 1973 og ólst upp í Varmahlíð þar sem hann hóf að iðka körfuknattleik í Miðgarði eins og margir ungir menn í Varmahlíð á þeim tíma. Lárus, eða Lalli eins og hann var alltaf kallaður, æfði einnig aðrar íþróttir eins og frjálsar og þótti efnilegur frjálsíþróttamaður en áhuginn á körfuboltanum var sterkari og upp úr fermingu fór Lalli að æfa með Tindastól. Þar lék hann með yngri flokkum þar til hann fór í Framhaldsskólann á Laugum haustið 1989 og æfði þar og lék í tvö ár, mætti m.a. oft Tindastól í drengjaflokki. Eftir tvö ár á Laugum fór Lalli til Reykjavíkur þar sem hann hélt áfram námi og skipti yfir í Val. Þar lék hann með meistaraflokki félagsins og á fyrsta ári komst félagið í úrslitaeinvígi úrvalsdeildarinnar á móti Keflavík. Hann lék svo eitt ár í viðbót með Val og lék tvo Evrópuleiki með þeim áður en hann flutti aftur norður og hóf að leika með Tindastól. Fyrsti leikur Lalla með Tindastól var gegn Haukum á Sauðárkróki 12. október 1993 og skoraði Lalli 19 stig í leik sem Haukar unnu 95-73. Á lokahófi KKÍ eftir tímabilið fékk Lalli viðurkenningu fyrir bestu þriggja stiga nýtinguna í deildinni, 45,7% nýting. Haustið eftir hélt Lalli aftur suður í nám og lék með Val fram að áramótum þegar hann skipti aftur í Tindastól þar sem hann lék þar til hann lagði skóna á hilluna vorið 2002, alltof snemma eins og hann sagði seinna sjálfur. Eitt árið var hann ásamt fleirum búsettur í

Lalli tekur við Eggjabikarnum 1999.

Reykjavík vegna náms og æfði því hluti af liðinu í Reykjavík en spilaði með Tindastól. Körfuknattleiksmannsins Lalla verður helst minnst sem gríðarlega öflugs varnarmanns og frábærrar þriggja stiga skyttu. Má kannski segja að hittni hans sé dæmi um hvað aukaæfingar gera mikið. Á Laugaárunum hafði Lalli góðan aðgang að íþróttahúsinu á staðnum og eyddi löngum stundum þar, m.a. með svokallaðan „BigBall“ sem hann notaði við að æfa skotið sitt. Lalli sýndi líka fljótt leiðtogahæfileika sína og varð fljótlega fyrirliði Tindastóls og sem slíkur lyfti hann m.a. fyrsta „stóra“ bikarnum sem Tindastóll vann þegar félagið vann Eggjabikarinn 1999. Hann var einnig fyrirliði þegar liðið varð Reykjavíkurmeistari eitt árið. Vorið 2001 komst Tindastóll svo í úrslit Íslandsmótsins í fyrsta skipti og mætti þar Njarðvík en tapaði. Lalli var valinn íþróttamaður Tindastóls það ár. Lalli lék 210 leiki í

úrvalsdeild og úrslitakeppni hennar, auk bikarleikja og annarra leikja með Tindastól. Í þessum 210 leikjum skoraði hann 1566 stig. Á árum sínum sem leikmaður Tindastóls þjálfaði Lalli yngri flokka, lengst af 1982 árganginn sem ávallt var í A riðli. Eftir að ferlinum lauk studdi Lalli félagið með ráðum og dáð á þann hátt sem hann gat, hvort sem það var með hvatningu úr stúkunni, veita faglega ráðgjöf eða styrkja félagið með því að kaupa auglýsingar, og sýndi með því hve Tindastólshjartað var stórt. Eiginkona Lalla var Anna Sif Ingimarsdóttir og áttu þau þrjú börn, Pál Ísak, Ingimar Albert og Kolfinnu Kötlu. Lárus Dagur lést 19. október 2019 og eftir stendur minning um einstaklega góðan dreng sem Tindastóll minnist sem frábærs félaga og leikmanns. Rúnar Birgir Gíslason


18

bikARBÆKLINGUR KKD. TINDASTÓLS febrúar 2020

VIÐ STYÐJUM TINDASTÓL

KOMA SVO!

Fótaaðgerða- og snyrtistofan

TÁIN

NUDD og


Bikar

stóllinn

19

KRISTINN FRIÐRIKSSON

SÉRFRÆÐINGUR OG FYRRUM LEIKMAÐUR OG ÞJÁLFARI TINDASTÓLS

Skoraði alltaf 45 stig

Kristinn Friðriksson stjórnar liði Tindastóls veturinn 2008-2009. Hermann Hauks ekki búinn að taka til í fataskápnum hjá kappanum. Þarna má frá vinstri þekkja Helga Rafn, Svabba Birgis, Kidda, Rikka Hreinsa og Halldór Halldórs þar fyrir aftan, þá Óla Barðdal, Helga Margeirs og Ísak Einars. MYND: ÓLI ARNAR

Það kannast allir við Kidda Friðriks enda einn af sérfræðingum Dominos-kvölds á Stöð2Sport. Kiddi var að sjálfsögðu nokkur tímabil leikmaður og þjálfari Tindastóls og var í liði Stólanna sem vann Eggjabikarinn árið 1999 en það var fyrsti bikarinn sem lið Tindastóls vann. Stóllinn hafði samband við kappann. Hvernig var tilfinningin að verða Eggjabikarmeistari með Tindastól? Það var verulega skemmtilegt að taka þátt í þeim titli, þó hann hafi verið sá litli. Liðið var ungt og ferskt, frábær hópur, hugur í mönnum og

við fórum í gegnum stórveldi þess tíma til að vinna, bæði Keflavík og Njarðvík minnir mig. Frábærir leikir með myndarlegan hóp Skagfirðinga á bak við okkur og danska eðalsveina í liðinu – det var dejligt for fanden! Hefur íslenskur körfubolti breyst mikið síðan þá? Boltinn hefur vissulega tekið töluverðum breytingum á 20 árum, rétt eins og annars staðar í heiminum. Við erum alltaf að þokast að meiri atvinnumennsku í nálgun okkar á leiknum. Leikmenn orðnir meiri íþróttamenn, varnarleikur betri og heildarleikskipulag alltaf að verða vandaðra.

Veistu hvað þú skoraðir mörg stig í úrslitaleiknum? Jájá, í minningunni skoraði ég 45 í öllum leikjum sem ég spilaði og bið þá sem búa yfir öðrum upplýsingum að geyma þær með sjálfum sér. Ég og mínir aðstandendur þurfum ekki að vita hvað aðrir halda að þeir viti. Þetta eru smáatriði í stóra samhenginu. Eftirminnilegasti samherjinn frá Tindastóls árunum? Þeir voru of margir til að nefna hér en þeir sem standa upp úr eru Lalli (Lárus Dagur Pálsson) og Shawn Myers. Lalli aðallega vegna þess að hann var mikill meistari og frábær


20

bikARBÆKLINGUR KKD. TINDASTÓLS febrúar 2020

einstaklingur í alla staði og við tengdum vel saman. Myers auðvitað vegna einkennilegs persónuleika, áhugaverðs ensks framburðar og því hvernig hann hafnaði díalektískri efnishyggju í öllu nema körfubolta. Eeen... þegar þessir tveir yndislegu menn komu saman gerðist eitthvað dásamlegt og voru þeir án nokkurs vafa ein allra fyndnasta gríntvenna sem ég hef kynnst á ævinni. Samspil þeirra utan vallar var í raun eitt ofsafengið, áreynslulaust og óstöðvandi skemmtiatriði. Á meðan hvorugur náði að skilja hinn gátu þeir haldið uppi furðulega löngum samræðum um að því er virðist tvö algerlega óskyld málefni. Á meðan við hinir bókstaflega kviðslitnuðum úr hlátri – dásamlegt tímabil! Hvaða þýðingu hafði þessi titill fyrir Tindastól á þessum árum? Það var risastórt fyrir klúbbinn að vinna þennan titil og kannski auðvelt fyrir einhvern að gera lítið úr áfanganum. En hafa ber í huga að þetta var keppni og titill sem lið lögðu metnað í að vinna og fyrirkomulagið var líka skemmtilegt, þ.e. svona „Final Four-pakki“. Núna er það sama gert í Bikarnum, og eðlilega, þar sem það er frábært að taka þátt í svona keppnishelgum, hvort sem maður er leikmaður eða áhorfandi. Tindastóll hefði mögulega átt að vera búið að vinna einn bikar þegar þarna var komið sögu og maður fann vel hversu mikill léttir og gleði það var að vinna þennan. Hvernig myndir þú lýsa tíma þínum á Króknum? Skemmtilegum, áhugaverðum, lærdómsríkum og stundum erfiðum. Skagfirðingar eru á margan hátt afar sérstakur stofn af homo sapiens. Þessu fékk ég að kynnast í gegnum störfin sem ég var heppinn að fá og sú reynsla

Kiddi og Svabbi Birgis fagna sigri. MYND: VÍSIR.IS

er mér afar dýrmæt. Tímabilin í körfunni voru misjöfn en næstum öll þeirra voru virkilega skemmtileg og árangurinn oftar en ekki framar björtustu vonum. Eins ánægður og ég er með liðin sem ég spilaði með undir stjórn Valla Ingimundar er ég einnig nokkuð stoltur af liðunum sem ég tók við sem spilandi þjálfari og fannst við oft á tíðum koma flestum á óvart með elju og dugnaði og náðum næstum því að komast í úrslitarimmuna sjálfa. Hvað þarf Tindastóll að gera til þess að rúlla með dolluna aftur norður? Mér finnst eins og liðið hafi ekki enn sótt um rafrænu skilríkin sín, þ.e. ekki náð að finna sinn takt til að tjútta eftir, eins og t.d. Keflavík og Stjarnan. Þetta þarf að gerast um bikarhelgina, rétt eins og síðast þegar Stólarnir unnu Bikarinn. Þá helgi hefði ekkert lið getað stoppað Stólana því andrúmsloftið innan liðsins var slíkt. Leikmenn voru ofsalega einbeittir og skipulag þjálfarans 100%. Af þessum sökum

má raunveruleiki deildarkeppninnar núna ekki trufla einbeitingu leikmanna. Þeir verða að kafa djúpt og finna flöt til þess að vinna þessa leiki saman því þetta snýst bara um dagsform liðsheildarinnar. Öll liðin þarna geta unnið þetta, bara spurning hvaða lið nær þessum andlega þætti réttum. Og ef mótherjanum tekst einnig vel upp þar þá verða Stólarnir einfaldlega að kafa dýpra á meðan á leik stendur og þá skiptir miklu máli að þjálfarinn hafi sitt skipulag upp á tíu og leikmenn það andlega jafnvægi til að fylgja því eftir. Barátta og hugrekki fleytir þér sjaldan alla leið ef mótherjinn er jafn vel innblásinn af þeim dyggðum, það þarf líka andlega yfirvegun og gott skipulag. Núna þarf Baldur bara að lesa þetta yfir leikmönnum og þá er Bikarinn Stólanna – simpelt, ikke?


Bikar

stóllinn

VIÐ STYÐJUM

TINDASTÓL

140 ára

Est. 1880

21


22

bikARBÆKLINGUR KKD. TINDASTÓLS febrúar 2020

MYNDASYRPa

hjalti árna myndar á króksmóti 2020

Nokkur góð skot Króksamótið í körfubolta fór fram á Króknum 25. janúar sl. en það voru Kkd. Tindastóls og Fisk Seafood sem stóðu að mótinu. Mótið var ágætlega sótt þrátt fyrir strembið tíðarfar og var stemningin fín eins og vænta mátti. Hér eru nokkrar myndir sem Hjalti Árna tók á mótinu.


Tunguhálsi 10 Sími 415 4000

Tunguhálsi 10 Sími 415 4000

www.kemi.is kemi@kemi.is

www.kemi.is kemi@kemi.is

Tunguháls Sími 415 4


Fyrir góðan dag Kaupfélag Skagfirðinga óskar liði Tindastóls góðs gengis í Geysis-bikarnum.

Ártorgi 1

NÝPRENT ehf.

550 Sauðárkrókur & +354 455 4500 www.ks.is

Profile for Feykir

Bikar-Stóllinn 2020  

Tindastóll spilar í undanúrslitum Geysis-bikarsins 2020. Af því tilefni er komið út blað með viðtölum og ýmsu öðru efni fyrir körfuboltafjöl...

Bikar-Stóllinn 2020  

Tindastóll spilar í undanúrslitum Geysis-bikarsins 2020. Af því tilefni er komið út blað með viðtölum og ýmsu öðru efni fyrir körfuboltafjöl...

Profile for feykir
Advertisement