Page 21

11

ÁRSSKÝRSLA

8.3. Spegillinn Í mars kynntu Íslandsstofa og Ferðamálastofa markaðsþróunar­ verkefnið Spegilinn, sem er sérstaklega ætlað fyrirtækjum í ferða­þjónustu. Samsvarandi verkefni hefur verið rekið í Finnlandi undan­farin ár með frábærum árangri. Um 10 fyrirtæki tóku þátt í verkefninu sem þótti takast mjög vel. Því lauk í ársbyrjun 2012 og var ákveðið að hafa framhald á. Spegillinn gengur út á vinnufundi þar sem eitt af þátttökufyrirtækjum er í brennidepli á hverjum fundi. Fram fer opið og gagnrýnið mat á stöðu, stefnu, styrkleikum og veikleikum, framtíðarsýn, markmiðum og leiðum hjá viðkomandi fyrirtæki. Í framhaldinu eru unnar ábendingar og tillögur um úrbætur, tækifæri og leiðir til að bæta og auka arðsemi. Vinnan miðar að því að þessar tillögur og ábendingar geti orðið leiðarljós fyrir stjórnendur við­ komandi fyrirtækis við markaðsþróun þess til framtíðar.

19

Profile for Ferðamálastofa Icelandic Tourist Board

Ársskýrsla Ferðamálastofu 2011  

Ársskýrsla Ferðamálastofu 2011

Ársskýrsla Ferðamálastofu 2011  

Ársskýrsla Ferðamálastofu 2011