Page 15

11

ÁRSSKÝRSLA

4. Gæða- og umhverfiskerfið VAKINN Á árinu var fram haldið vinnu við uppbyggingu heilstæðra gæðaog umhverfisviðmiða fyrir íslenska ferðaþjónustu. Verkefnið er afsprengi eins þriggja þróunarverkefna sem iðnaðarráðuneytið fól Ferðamálastofu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands að vinna að. Gæða- og umhverfiskerfið er þróað í náinni samvinnu við Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálasamtök Íslands, enda mikilvægt að breið samstaða skapist um þennan málaflokk. Ákveðið var að byggja á kerfi því sem unnið er eftir á Nýja Sjálandi en það kallast Qualmark. Markmið VAKANS er að efla gæði og öryggi í ferðaþjón­ustu með handleiðslu og stuðningi, ásamt því að byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja. Gæðakerfið skiptist í tvo flokka;

·· Ferðaþjónusta, önnur en gisting. ·· Stjörnuflokkun fyrir gististaði (frá einni og upp í fimm stjörn­ ur) innan 4-6 undirflokka. Þessi hluti kerfisins mun verða virkur á árinu 2013. Þessi úttekt byggist á tvenns konar viðmiðum, annars vegar almennum viðmiðum og hins vegar sértækum viðmiðum fyrir hvern og einn undirflokk sem verða vel á þriðja tuginn. Hér er ekki um stjörnuflokkun að ræða; annað hvort uppfylla fyrirtæki skilyrði um flokkun eða ekki. Umhverfiskerfið byggir á átta höfuðflokkum: Stefnumótun og starfshættir, innkaup og auðlindir, orka, úrgangur, náttúruvernd, samfélag, birgjar og markaður og að síðustu upplýsingar til viðskiptavina. Í framhaldi af úttektinni er þjónustuaðilunum raðað í 3 flokka: gull, silfur og brons. Vinnan á árinu fólst m.a. í að þýða, staðfæra og prófa viðmið, semja hjálpargögn, vinna að gerð gangagrunns og heimasíðu og fleira. Í desember var fyrsta hluta kerfisins formlega hleypt af stokk­unum en þar var um að ræða umhverfisviðmiðin. Ástæða þess að umhverfisviðmiðin voru kynnt á undan öðrum hlutum kerfisins var sú að þættir í umhverfishluta þess gera ráð fyrir að fyrirtæki hafi stundað reglubundnar mælingar á tilteknum þáttum í 6-12 mánuði áður en úttekt á sér stað. Í lok febrúar 2012 var kerfinu síðan formlega ýtt úr vör.

Vefur VAKANS er vakinn.is og þar má fá allar upplýsingar um kerfið.

13

Profile for Ferðamálastofa Icelandic Tourist Board

Ársskýrsla Ferðamálastofu 2011  

Ársskýrsla Ferðamálastofu 2011

Ársskýrsla Ferðamálastofu 2011  

Ársskýrsla Ferðamálastofu 2011

Advertisement