Page 1

2013

FERÐAÁÆTLUN


Ferðafélag Akureyrar var stofnað 1936. Félagið er sjálfstæð deild innan Ferðafélags Íslands, sem þýðir að félagsmenn njóta allra sömu réttinda og félagar í F.Í. Ferðafélag Akureyrar býður upp á góða landkynningu og skemmtilegan félagsskap. Ferðir félagsins eru fjölbreyttar, lengri og styttri gönguferðir, jeppaferðir, sjóferðir, fjölskyldu- og skemmtiferðir, náttúruskoðunarferðir og fleira. Allir geta fundið ferðir við sitt hæfi. Félagið á og rekur sjö skála í óbyggðum á Norðulandi. Gæsla er í stærstu skálunum yfir sumarmánuðina. Nauðsynlegt er að panta gistingu með góðum fyrirvara. Skrifstofa félagsins er opin í júní, júlí og ágúst milli kl.15 og 18 virka daga. Á öðrum árstímum er opið milli kl.18 og 19 á föstudögum þegar ferðir eru á dagskrá um komandi helgi. Tölvupósti er svarað tvísvar í viku á veturna. Á heimasíðu félagsins er að finna upplýsingar um félagið, skála þess, ferðaáætlun og göngukort þau sem félagið hefur gefið út. Allir eru velkomnir í ferðir félagsins. Félagsmenn fá afslátt af fargjöldum og af gistigjöldum í skálum allra félagsdeilda F.Í. Þessara réttinda nýtur fjölskyldan öll þótt aðeins einn sé skráður félagi. Nauðsynlegt er að panta tímanlega í lengri ferðir. Í sumarleyfisferðir þarf að greiða staðfestingagjald kr. 8.000 við bókun. Fargjald skal greitt að fullu a.m.k. 3 vikum fyrir brottför. Ef ferð er afpöntuð innan viku frá bókun og meira en 2 vikum fyrir brottför, er hún endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu. Ef 7-14 dagar eru til brottfarar fæst helmingur fargjalds endurgreitt, en eftir það er ekki um endurgreiðslu að ræða. Ferðafélagið áskilur sér rétt til að fella niður eða breyta ferðum ef nauðsyn krefur. Félagið tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra og hvetur því fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingu fyrir ferðir.

Léttar og stuttar ferðir: Ætlað öllum. Miðlungs erfiðar ferðir: Flestir geta tekið þatt hafi þeir réttan útbúnað og líkamlega getu til þess. Erfiðar ferðir: Einungis fyrir vana ferðamenn sem geta borið með sér allan útbúnað og eru færir um að takast á við ófyrirséðan vanda. Mjög erfiðar ferðir: Ferðir þar sem fólk ber með sér allan búnað og þarf að takast á við mikin hæðarmun. Aðeins fyrir fólk í mjög góðri þjálfun.

Ferðafélag Akureyrar Strandgötu 23 600 Akureyri Sími: 462 2720 Netfang: ffa@ffa.is Veffang: www.ffa.is


SKÁLAR FERÐAFÉLAGS AKUREYRAR ÞJÓNUSTUMERKI Skálaverðir á sumrin

Vatnssalerni

Tjaldsvæði

Kamar

Gönguleiðir

Rennandi vatn

Eldunaraðstaða

Sturta

Neyðarsími

Sorpílát

Áætlunarbílar

Heit laug

DREKI Í DYNGJUFJÖLLUM

Fjöldi: 60 manna Þjónusta: Verð: 3.500 / 5.500 Gamli: 2.800 / 4.500 GPS: staðsetning 65°02.520 16°35.720

ÞORSTEINSSKÁLI HERÐUBREIÐARLINDIR

Fjöldi: 30 manna Þjónusta: Verð: 3.400 / 5.000 GPS: staðsetning 65°11.560 16°13.390

LAUGAFELL

Fjöldi: 35 manna Þjónusta: Verð: 3.300 / 5.000 GPS: staðsetning 65°01.630 18°19.950

DYNGJUFELL Í DYNGJUFJÖLLUM Fjöldi: 16 manna Þjónusta: Verð: 3.000 / 4.300 GPS: staðsetning 65°07.480 16°55.280

BOTNI Í SUÐURÁRBOTNUM

Fjöldi: 16 manna Þjónusta: Verð: 3.000 / 4.000 GPS: staðsetning 65°16.180 17°04.100

BRÆÐRAFELL Í ÓDÁÐAHRAUNI

Fjöldi: 12 manna Þjónusta: Verð: 2.500 / 3.500 GPS: staðsetning 65°11.310 16°32.290

LAMBI Á GLERÁRDAL

Fjöldi: 6 manna Þjónusta: Verð: 2.500 / 3.500 GPS: staðsetning 65°34.880 18°17.770


JANÚAR - FEBRÚAR

1. janúar Nýársganga Brottför kl. 11 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Grétar Grímsson Verð: Frítt. Farið út í óvissuna til að fagna nýju ári. Nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins www.ffa.is 2. febrúar Súlumýrar. Skíðaferð Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Anke Maria Steinke Verð: Kr. 500 / kr. 500. Innifalið: Fararstjórn. Gangan hefst við afleggjarann að Fálkafelli og haldið þaðan upp Sigurðargil og á Súlumýrar. Þar er frábært skíðagöngusvæði og finna má leiðir við allra hæfi.

Við Suðurárbotna

7. febrúar Ferðakynning 2013 Ferðir ársins kynntar í máli og myndum í Hömrum, litla salnum í Hofi, kl. 20 Frímann Guðmundsson, formaður ferðanefndar kynnir. Fyrirlesari: Andri Snær Magnason. Kynning á útivistarvörum frá Horninu, Sportveri og Skíðaþjónustunni. Aðgangseyrir kr. 1.000. Hægt verður að kaupa kaffi og meðlæti á veitingastaðnum í Hofi. 16.-17. febrúar Þorraferð í Botna. Skíðaferð Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Ingvar Teitsson Verð: Kr. 6.900 / kr. 4.900. Innifalið: Gisting og fararstjórn. Ekið að Svartárkoti, gengið þaðan á skíðum í Botna, skála FFA í Suðurárbotnum þar sem snæddur verður þjóðlegur þorramatur um kvöldið í friðsæld öræfanna. Haldið heimleiðis næsta dag. Vegalengd um 15 km hvora leið.


FEBRÚAR - MARS

23. febrúar Skólavarða. Gönguferð Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Einar Brynjólfsson Verð: Kr. 2.000 / kr. 1.500. Innifalið: Fararstjórn. Ekið að afleggjara upp með trjálundi í Veigastaðalandi og gengið eftir merktri leið upp heiðina að vörðunni þaðan sem víðsýnt er um Eyjafjörðinn. Vegalengd samtals 6 km. Gönguhækkun 530 m. 2. mars Lambi. Skíðaferð Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Ferðanefnd Verð: Kr. 2.000 / kr. 1.500. Innifalið: Fararstjórn. Njótið útiveru og dásemda fjallahringsins á útivistarsvæði Akureyringa. Í góðu færi er þetta frekar létt ferð. Gangan hefst við bílastæðið v. Súluveg. Vegalengd samtals 22 km. Gönguhækkun 440 m. 9. mars Ólafsfjörður. Skíðaferð Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Helga Guðnadóttir Verð: Kr. 2.000 / kr. 1.500. Innifalið: Fararstjórn. Nánari lýsing: Sjá ferðaáætlun www.ffa.is

Á Fljótsheiði

16. mars Héðinsfjörður. Skíðaferð Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Una Sigurðardóttir Verð: Kr. 2.000 / kr. 1.500. Innifalið: Fararstjórn. Ekið á einkabílum í Héðinsfjörð og gengið um fjörðinn eftir því sem aðstæður og vilji leyfa. Saga byggðar og búsetu í þessari fyrrum einangruðu byggð rakin.


MARS - APRÍL

23. mars Engidalur - Einbúi. Skíðaferð Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Ingvar Teitsson Verð: Kr. 2.000 / kr. 1.500. Innifalið: Fararstjórn. Ekið inn Bárðardal og að Engidal eða eftir því sem færð leyfir. Þaðan gengið meðfram Kálfborgarárvatni og út heiðar og ása þar til haldið er niður að býlinu Einbúa þar sem farið er í bílana. (Bíll ferjaður að Einbúa). Vegalengd 21 km. Göngulækkun 200 m. 30. mars Hlíðarfjall - Þelamörk. Skíðaferð Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Frímann Guðmundsson Verð: Kr. 2.000 / kr. 1.500. Innifalið: Fararstjórn. Gengið frá Skíðastöðum út hlíðina á Sjónarhól. Síðan er þægilegt rennsli niður að Þelamerkurskóla. Farið þar í heita pottinn (ekki innifalið í verði). Þetta er létt ferð við flestra hæfi.

Laugarlandsheiði

6. apríl Hestur (Hvassafellsfjall). Gönguferð Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Viðar Örn Sigmarsson Verð: Kr. 2.000 / kr. 1.500. Innifalið: Fararstjórn. Þátttakendur þurfa að vera vel búnir til vetraferðar með brodda og ísöxi. Gengið er upp norðurhrygg fjallsins frá bænum Miklagarði. Af Hesti er mikið útsýni út Eyjafjörð, um sveitina og til nærliggjandi fjalla. Vegalengd 8 km. Gönguhækkun 1050 m.


APRÍL

13. - 14. apríl Klaustur – Þeistareykir – Mývatn. Skíðaferð Brottför kl. 9 á einkabílum, frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Frímann Guðmundsson Verð: Kr. 7.400 / kr. 5.900 Innifalið: Fararstjórn og gisting. Ekið að Klaustri á Mývatnsöræfum austan Námaskarðs og gengið norður að Þeistareykjum og gist þar. Næsta dag er haldið til baka að Mývatni. Þetta er stórkostleg gönguleið og frábært útivistarsvæði sem svíkur engan. Vegalengd um 50 km.

Þengilshöfði

20. apríl Þengilshöfði við Grenivík. Gönguferð Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Stefán Sigurðsson Verð: Kr. 2.000 / kr. 1.500. Innifalið: Fararstjórn. Ekið er á einkabílum til Grenivíkur þar sem gangan hefst, og er gengið eftir götuslóðum kring um höfðann. Að lokum er gengin merkt gönguleið frá Skælu upp á höfðann. Vegalengd 10 km. Hækkun 260 m. 27. – 28. apríl Stóratunga – Réttartorfa. Skíðaferð / Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Sjá ferðaáætlun www.ffa.is Verð: Kr. 7.900 / kr. 6.900 Innifalið: Fararstjórn og gisting. Ekið er á einkabílum að Stórutungu og gengið þaðan inn á Réttartorfu þar sem gist verður um nóttina. Daginn eftir verður gengið til baka í Stórutungu. Vegalengd 16 km hvora leið.


MAÍ

1. maí Súlur, 1143 m. / Mæting kl. 9 við bílastæðið á Glerárdal. Fararstjóri: Konráð Gunnarsson Verð: Frítt. Árleg ferð FFA á bæjarfjall Akureyrar. Gengið er eftir merktri og nokkuð auðveldri gönguleið á fjallið. Af Súlum er afar fallegt útsýni. Ferð við flestra hæfi. 2. maí. Opið hús á vegum ferðanefndar. Ferðakynning í húsnæði FFA, Strandgötu 23 kl. 20. Ferðir sumarsins verða kynntar í máli og myndum. Kynnir: Örn Þór Emilsson Frítt inn meðan húsrúm leyfir. Kaffi og meðlæti í boði félagsins.

Ganga á Súlur

4. maí Hrossadalur – Miðvíkurfjall. Gönguferð Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Einar Brynjólfsson Verð: Kr. 2.000 / kr. 1.500. Innifalið: Fararstjórn. Gengið verður fram Hrossadal suður af Víkurskarði og leifar af gamalli rétt skoðaðar. Svo er haldið áfram för að Þórisstaðaskarði og sveigt til norðurs og gengið á Miðvíkurfjall 561 m þaðan sem víðsýnt er um Eyjafjörð. 10. maí Kaldbakur, 1173 m. Skíða- eða gönguferð / Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjórn: Félagar frá 24x24. Verð: Kr. 2.000 / kr. 1.500. Innifalið: Fararstjórn. Kaldbakur er ein af perlum Eyjafjarðar með útsýni allt austur á Langanes og inn á hálendi Íslands. Er talinn vera ein af orkustöðvum Íslands og ferð upp á hann er ógleymanleg lífsreynsla. Þar er stór landmælingavarða hlaðin af dönsku landmælingamönnunum árið 1914. Vegalengd 13 km. Gönguhækkun 1100 m.


MAÍ

18. maí Fuglaskoðunarferð Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjórar: Jón Magnússon og Sverrir Thorstensen. Verð: Kr. 2.000 / kr. 1.500. Innifalið: Fararstjórn. Árleg fuglaskoðunarferð FFA. Sjá nánar www.ffa.is

Möðruvallarfjall

25. maí Reistarárskarð – Flár, 1000 m, skíðaferð Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Grétar Grímsson Verð: Kr. 2.000 / kr. 1.500. Innifalið: Fararstjórn. Ferðin hefst við Freyjulund við Reistará. Þegar komið er upp í skarðið er stigið á skíðin og sveigt til suðurs og upp á Flár, hábungu fjallsins, þar sem gott útsýni er yfir Þorvaldsdalinn og fjöllin vestan við. Gengið suður eftir fjallinu eins og aðstæður leyfa, síðan haldið til baka norður í skarðið. Vegalengd 18 km, gönguhækkun 950 m.


JÚNÍ

Á toppnum með Ferðafélagi Akureyrar.

Á toppnum með FFA

Sumarleikurinn frá í fyrra verður endurtekinn í ár og hefst í byrjun júní. Gerist þaular Eyjafjarðar. Sjá nánar á heimasíðunni www.ffa.is þegar nær dregur.


JÚNÍ

1. júní Drangey. Sigling/gönguferð. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjórar: Sverrir Thorstensen og Jón Magnússon, ásamt staðkunnugum leiðsögumanni. Verð: Kr. 10.900 / kr. 10.400 Innifalið: Sigling, akstur og fararstjórn. Ekið í Skagafjörð og að Reykjum á Reykjaströnd þaðan sem siglt verður (20 mín.) út í Drangey og gengið upp í eyjuna og hún skoðuð (ekki fyrir lofthrædda). Auk þess verður siglt umhverfis eyjuna sem er ævintýri líkust. Ekki gleyma sundfötum ef áhugi er fyrir laugarferð. 8. júní Kotagil – Bólugil. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Örn Þór Emilsson Verð: Kr. 2.000 / kr. 1.500. Innifalið: Fararstjórn. Kotagil er mikið árgljúfur í Norðurárdal í Skagafirði þar sem lesa má í elsta skeið jarðsögu Skagafjarðar (Tertíer tímabilið) og uppbyggingu fjallanna á Tröllaskaga. Í Bólugili er sagt að skessan Bóla hafi haldið sig í tilkomumiklu gljúfrinu þar er sérkennileg og falleg friðlýst fossaröð.

Kotagil

10. – 14. júní. Gönguvika. 10. júní Gásir. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Örn Þór Emilsson Verð: Kr. 500. Innifalið: Fararstjórn. Gásir við Eyjafjörð var verslunarstaður á miðöldum um aldir og má sjá þar friðlýstar fornleifar. Gengið um svæðið, rýnt í söguna og ummerki fornrar byggðar skoðuð.


JÚNÍ

11. júní Bryðjuskál í Staðarbyggðarfjalli. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Konráð Gunnarsson Verð: Kr. 500. Innifalið: Fararstjórn. 12. júní Harðarvarða á Hlíðarfjalli. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjórn: Félagar frá 24x24 Verð: Kr. 500. Innifalið: Fararstjórn. Ekið að Skíðastöðum og gengið þaðan á fjallið og að vörðunni. Reikna má með að ferðin taki a.m.k. 4 tíma. 13. júní Haus í Staðarbyggðarfjalli. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Roar Kvam Verð: Kr. 500. Innifalið: Fararstjórn. Gengið frá sumarhúsinu Seli.

Göngugarpur

14. júní Stórihnjúkur á Hlíðarfjalli. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Einar Brynjólfsson Verð: Kr. 500. Innifalið: Fararstjórn. Ekið að Skíðastöðum og gengið þaðan á fjallið. 15. júní Klængshóll - Skriða. Brottför kl. 8 í rútu frá FFA Strandgötu 23 . Fararstjóri: Grétar Grímsson Verð: Kr. 7.000 / kr. 6.500. Innifalið: Akstur og fararstjórn. Ekið að Klængshóli í Skíðadal þar sem gangan hefst. Gengið inn Heiðinnamannadal og er hann sveigir til suðurs er farið til vinstri upp í Skriðudalsskarð yfir í Skriðudal. Í lokin er gengið niður með fallegu gljúfri Syðri - Tunguár. Vegalengd 19 km, gönguhækkun 1010 m.


JÚNÍ

16. júní Fífilbrekkuhátíð að Hrauni. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Bjarni E. Guðleifsson Verð: Frítt. Í samstarfi við Ferðafélagið Hörg verður boðið upp á göngu á Halllok 998 m undir leiðsögn eins okkar fróðustu manna um þetta svæði. Vegalengd 9 km, gönguhækkun 780 m. Auk þess verða aðrir menningarviðburðir í tilefni dagsins.

Sumarsólstöður á Múlakollu

21. júní Sumarsólstöður á Múlakollu. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Gunnar Halldórsson Verð: Kr. 2.000 / kr. 1.500. Innifalið: Fararstjórn. Gangan hefst á gamla Múlaveginum ofan við Brimnes. Gengið upp dalinn norðan við Brimnesána upp á Múlakollu. 23. júní Laufáshnjúkur, Jónsmessunæturganga Brottför kl. 21 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Roar Kvam Verð: Kr. 2.000 / kr. 1.500. Innifalið: Fararstjórn. Ekið að prestssetrinu í Laufási og gengið þaðan á hnjúkinn. Auðvelt er að komast upp, en síðasti hlutinn er nokkuð brattur. Þegar upp er komið blasir við stórkostlegt útsýni yfir Eyjafjörðinn og Höfðahverfið. Vegalengd 6 km. Gönguhækkun 680 m. 29. júní Meðfram Glerá. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Ingimar Eydal Verð: Kr. 2.000 / kr. 1.500. Innifalið: Fararstjórn. Gengið meðfram Glerá frá Heimari - Hlífá til ósa. Þetta er frábær og áhugaverð gönguferð í okkar nánasta umhverfi þar sem m.a. má skoða sjaldséðar jurtir.


JÚLÍ

1. – 4. júlí. Gönguvika Akureyrarstofu. 1. júlí Reykárgil í Eyjafirði. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Anke Maria Steinke Verð: Kr. 500. Innifalið: Fararstjórn. Gengið meðfram gili Reykár. 2. júlí Fossárgil á Þelamörk. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjórn: Félagar frá 24x24 Verð: Kr. 500. Innifalið: Fararstjórn. Gengið meðfram gili Fossár.

Hraundrangar séð frá Stóralækjagili

3. júlí Þverárgil í Eyjafirði. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Roar Kvam Verð: Kr. 500. Innifalið: Fararstjórn. Gengið meðfram gili Þverár. 4. júlí Stóralækjagil í Öxnadal. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Konráð Gunnarsson Verð: Kr. 500. Innifalið: Fararstjórn. Gengið upp með gilinu sem er nokkuð bratt.


JÚLÍ

6. júlí Heljardalsheiði. Brottför kl. 8 í rútu frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Helga Guðnadóttir Verð: Kr. 10.900 / kr.10.400 Innifalið: Akstur og fararstjórn. Gengin er forn þjóðleið frá Atlastöðum í Svarfaðardal að Hólum í Hjaltadal. Vaða þarf Heljará og Kolbeinsdalsá sem getur verið vatnsmikil og nokkuð straumhörð. Þá er gengin vegslóð að eyðibýlinu Fjalli þangað sem bílinn sækir okkur. Ef aðstæður leyfa verður staldrað við á Hólum. Vegalengd að Fjalli 19 km, gönguhækkun 670 m.

Kerling

7. júlí Þeistareykir – Þeistareykjabunga. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Sigurgeir Sigurðsson Verð: Kr. 2.000 / kr. 1.500. Innifalið: Fararstjórn. Þeistareykjabunga er ein stærsta dyngja landsins og eru upptök hennar í Stóravíti. Gangan hefst á Þeistareykjum og gengið að Litlavíti sem er mjög sérstakt og áfram að Stóravíti. Síðan gengið á hæsta punkt Þeistareykjabungu, þaðan sem víðáttumikil hraun hafa runnið og er þar víðsýnt um svæðið. 13. júlí Kerling. Sjö tinda ferð. 1538 m. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjórar: Sigurlína Jónsdóttir og Frímann Guðmundsson Verð: Kr. 3.500 / kr. 3.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið á hæsta fjall í byggð á Íslandi, Kerlingu í Eyjafirði (1538 m). Ekið að Finnastöðum og farið þaðan á fjallið, gengið norður eftir tindunum Hverfanda, Þríklökkum, Bónda, Litla Krumma, Stóra Krumma, Syðrisúlu og Ytrisúlu. Gengið niður í Glerárdalinn þar sem ferðin endar. Vegalengd um 20 km. Topp ferð.


JÚLÍ Öskjuvatn

19. - 23. júlí Öskjuvegur 1. Sumarleyfisferð. Trússferð Brottför kl. 17 í rútu frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Ingvar Teitsson Verð: Kr. 81.500 / kr. 74.100. Innifalið: Akstur, trúss, fullt fæði, gisting og fararstjórn. Skráningargjald kr. 8.000 greiðist við bókun. Gist í skálum og gengið með lágmarksbúnað, ekið með farangur á milli skála. Nánari lýsing: 1. d. Ekið í Dreka, skála FFA austan Dyngjufjalla. 2. d. Gengið eftir stikaðri leið frá Drekagili, yfir Dyngjufjöll að Öskju, e.t.v. farið í sund í Víti. Hópurinn verður sóttur á bílastæðið við Öskjuop og keyrður til baka að Dreka. 3. d. Ekið upp í Öskjuop. Gengið eftir stikaðri leið þaðan, yfir Dyngjufjöll um Jónsskarð og niður í Dyngjufjalladal. Gist í Dyngjufelli, skála FFA. Vegalengd 20 km. 4. d. Frá Dyngjufelli er gengið norður Dyngjufjalladal í Suðurárbotna. Gist í Botna, skála FFA. Vegalengd 22 km. 5. d. Lokadag göngunnar er fylgt gömlum jeppaslóða frá Botna niður um Suðurárbotna og meðfram Suðurá að Svartárkoti. Vegalengd 15 – 16 km. Ekið í Mývatnssveit um Engidal og Stöng, farið í Jarðböðin í Mývatnssveit. Ekið til Akureyrar.


JÚLÍ

19. – 21. júlí Bræðrafell. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Frímann Guðmundsson Verð: Kr. 10.100 / kr. 7.600. Innifalið: Gisting og fararstjórn. 1. d. Ekið frá Akureyri í Herðubreiðarlindir og umhverfið skoðað áður en gengið er í Bræðrafell,17 km ganga um hraun fremur gott yfirferðar. Gist í Bræðrafelli, skála FFA. 2. d. Gengið á Kollóttudyngju og gígurinn litinn augum. Síðan er gengið um Bræðrafellið og hinar ýmsu jarðmyndanir skoðaðar. Gist í Bræðrafelli. 3. d. Gengið meðfram Herðubreið og á leiðinni eru skoðaðir margir gígar, drýli og hellar. Seinnipartinn er ekið heim.

Bræðrafell

29. júlí. – 3 ágúst Öskjuvegur 2. Sumarleyfisferð. Trússferð Brottför kl. 16 í rútu frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Frímann Guðmundsson Verð: Kr. 81.500 / kr. 74.100. Innifalið: Akstur, trúss, fullt fæði, gisting og fararstjórn. Skráningargjald kr. 8.000 greiðist við bókun. Sjá lýsingu hér framar. 27. júlí Hraunþúfuklaustur - Vesturdalur. Söguferð Brottför kl. 8 í rútu frá FFA Strandgötu 23. Fararstjórar: Hjalti Pálsson og Grétar Grímsson Verð: Kr. 8.600 / kr. 7.700. Innifalið: Akstur og fararstjórn. Farið er með fjallarútu að Þorljótsstöðum og farinn fjallvegur F752 inn fyrir Stafnsvötn. Þaðan er svo gengið um sléttlendi að brún Vesturdals og þar niður hlíðina sem er all brött. Þegar niður kemur þarf að vaða Runukvísl og Hraunþúfuá til að komast að rústasvæðinu. Eftir að hafa skoðað svæðið er haldið til baka niður með Runukvísl og hún vaðin ofan Lambár. Þá verður fornbyggðin í Vesturdal skoðuð á leiðinni að Þorljótsstöðum þar sem bíllinn bíður.


ÁGÚST

3. ágúst Kerling í Skíðadal. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjórn: Félagar frá 24x24 Verð: Kr. 2.000 / kr. 1.500. Innifalið: Fararstjórn. Ekið er að Melum í Skíðadal og er gengið þaðan upp bratta en gróna hlíðina upp brún Melafjalls vestan Kerlingardals og svo sem leið liggur á Kerlingu þaðan sem mjög fallegt útsýni er yfir dali og fjöll. Vegalengd 7 km, gönguhækkun 1100 m.

Herðurbreið

9. - 11. ágúst Herðubreið, 1682 m. Brottför kl. 17 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Ingvar Teitsson Verð: Gisting í húsi: Kr. 12.400 / kr. 9.500. Gisting í tjaldi: Kr. 9.200 / kr. 8.700. Innifalið: Gisting og fararstjórn. Árleg ferð FFA á þjóðarfjallið. Á föstudegi er ekið á einkabílum í Herðubreiðarlindir og gist þar í tjöldum eða skála. Gengið á þjóðarfjallið á laugardegi og haldið heim á sunnudegi. Nauðsynlegur aukabúnaður er hjálmur. 10. ágúst Hestfjall og Siglunesmúli. Brottför kl. 7 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Una Sigurðardóttir Verð: Kr. 2.000 / kr. 1.500. Innifalið: Fararstjórn. Genginn hringur umhverfis Nesdalinn. Gangan hefst á Siglufirði. Gengið upp í Hestskarð og upp á Hestskarðshnjúk. Af Hestskarðshnjúknum gengið austur á Hestfjall og allveg norður á enda fjallsins. Af Hestfjalli er svo gengið niður í Nesdal, þvert yfir hann og upp á Nesnúp, ysta hluta Siglunesmúla. Þaðan gengið inn fjallið og niður í Kálfsskarð, Kálfsdal og Staðarhólsströnd aftur að bílum. Vegalengd: 25 - 30 km, göngutími ca. 10-12 klst., Mjög krefjandi ferð ekki fyrir lofthrædda, gönguhækkun 680 m.


ÁGÚST

9. - 11. ágúst Stórurð – Víkur. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Grétar Grímsson Verð: Kr.13.900 / kr.11.600 Innifalið: Gisting og fararstjórn. Skráningargjald kr. 8.000. Ekið austur á Úthérað og á bílastæði við Vatnsskarðsveg. Nánari lýsing: 1. d. Gengið frá bílastæðinu í Stórurð og svæðið skoðað. Farin sama leið til baka að bílunum, vegalengd 14,5 km, síðan ekið til Borgarfjarðar þar sem gist verður. 2. d. Gengið frá Borgarf. um Brúnavíkurskarð í Brúnavík, 4,5 km og síðan er haldið áfram og gengið um Súluskarð og Syðravarp í Breiðuvík, 8 km, þar sem gist verður. (Bíll ferjaður áleiðis í Breiðuvík.) 3. d. Eftir að hafa skoðað umhverfi Breiðuvíkur er haldið heimleiðis.

Stórurð og Dyrfjöll

17. ágúst Seljahjallagil. Brottför kl. 8 á einkabílum (jeppum!) frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Ingvar Teitsson Verð: Kr. 2.000 / kr. 1.500. Innifalið: Fararstjórn. Ekin jeppaslóð að Hverfjalli og suður undir Bláfjallsfjallgarð. Þaðan gengið í Seljahjallagil og fram úr gilinu í Arahvamm og upp að bílnum. 24. ágúst Glóðafeykir. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Konráð Gunnarsson Verð: Kr. 2.000 / kr. 1.500. Innifalið: Fararstjórn. Glóðafeykir er eitt nafnfegursta fjall í Skagafirði og gaman að skoða betur. Ekið er að bænum Flugumýri. Þaðan er gengið upp norðurhrygg fjallsins og á toppinn. Gott útsýni er yfir Skagafjörðinn. Vegalengd 7 km, gönguhækkun 760 m.


ÁGÚST - SEPTEMBER Jökulsárgljúfur

31. ágúst Gullvegur. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Ingvar Teitsson Verð: Kr. 2.000 / kr. 1.500. Innifalið: Fararstjórn. Gullvegurinn er gömul reiðleið frá Helluvaði í Mývatnssveit vestur að Arndísarstöðum í Bárðardal. Vegurinn var gerður með handverkfærum á árunum 1879 - 1897, sett ræsi á læki, steinum rutt úr vegi og grafnir vegarskurðir. Staldrað er við hjá eyðibýlunum og saga þessara heiðarbýla rifjuð upp. Vegalengd um 20 km. 7. september Hreppsendasúlur. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Gunnar Halldórsson Verð: Kr. 2.000 / kr. 1.500. Innifalið: Fararstjórn. Haldið er á fjallið skammt vestan við neyðarskýlið á Lágheiði, upp á súlurnar og til baka sömu leið. Þegar á toppinn er komið blasir stórkostlegt útsýni við til allra átta. Þetta er frekar létt ganga við flestra hæfi. 14. september Haustlitaferð í Jökulsárgljúfur, Hólmatungur - Ásbyrgi. Brottför kl. 8 í rútu frá FFA Strandgötu 23. Fararstjóri: Örn Þór Emilsson Verð: Kr. 9.200 / kr. 8.700. Innifalið: Akstur og fararstjórn. Farið er með rútu í Hólmatungur í Jökulsárgljúfrum. Siðan er gengið niður með gljúfrum Jökulsár á Fjöllum um Hólmatungur, Vesturdal, Hljóðakletta, farið um Kvíar og komið að Klöppunum þar sem sést yfir furðusmíðina Ásbyrgi. Falleg haustlitaferð í stórbrotnu landslagi sem varla á sínn líka hér á landi. Vegalengd um 19 km.


Ferdaaetlun 2013  

Ferðaáætlun 2013

Advertisement