Page 1

Almennar upplýsingar um nám að loknum grunnskóla Náms- og starfsráðgjafar Árbæjar, Breiðholts, Grafarholts og Norðlingaholts


Framhaldsnám…af hverju? • Mikilvægt að bæði unglingar og foreldrar velti þessari spurningu fyrir sér • Mikilvægt að velja framhaldsnám út frá eigin forsendum…ekki vinanna eða foreldranna! • Skoða bæði kosti og galla mismunandi námsleiða og mismunandi skóla • Allir sem lokið hafa grunnskóla eiga rétt á námi í framhaldsskóla • Margt í boði…Hvað hentar þér?


Námsbrautir framhaldsskóla • • • • •

Bóknámsbrautir Starfsnámsbrautir Listnámsbrautir Starfsbrautir Almenn námsbraut


Bóknám • Bóknám er nám á bóknámsbrautum; félagsfræðibraut, málabraut og náttúrufræðibraut • Námi á bóknámsbraut lýkur með stúdentsprófi • Stúdentspróf veitir aðgang að háskólanámi


Stúdentspróf • Stúdentspróf skiptast á eftirfarandi hátt: – Kjarni. Námsgreinar sem öllum nemendum er skylt að taka. Námsgreinarnar eru mismunandi eftir brautum – Kjörsvið. Nemandi velur sér tilteknar greinar sem mynda kjörsvið hans. Þetta eru greinar á sviði félagsvísinda, náttúrufræða og tungumála – Frjálst val.Valgreinar í skólanum eða metið frá öðrum skólum


Bóknámsbrautir

Nám sem lýkur með stúdentsprófi – Félagsfræðibraut • Aðaláhersla er á félagsfræði, sálfræði, sögu, fjölmiðlafræði, uppeldisfræði, þjóðhagfræði eða tölfræði – Málabraut • Aðaláhersla er á tungumálanám, velja 3. og 4. mál, t.d. þýsku, frönsku eða spænsku – Náttúrufræðibraut • Aðaláhersla á náttúrufræðigreinar s.s. stærðfræði, líffræði, eðlisfræði, efnafræði og jarðfræði – Viðskipta og hagfræðibraut • Aðaláhersla á viðskipta og hagfræðigreinar


Starfsnám • Starfsnám er nám í ýmiss konar iðngreinum og styttri námsleiðir sem veita réttindi til starfa á ákveðnu sviði • Starfsnám er bæði bóklegt og verklegt nám sem fer fram í skóla og stundum á vinnustað • Námið getur tekið frá einni önn upp í 5 ár


Starfsnám • Námi á iðnbrautum lýkur með sveinsprófi • Námi á styttri námsleiðum lýkur með ýmiss konar réttindaprófi • Sveinspróf veitir rétt til náms í Meistaraskóla • Nemendur geta tekið viðbótarnám til stúdentsprófs ef þess er óskað


Listnám • Listnámsbraut. Markmið með brautinni er að leggja grunn að frekara námi í listgreinum, sérskólum eða í skólum á háskólastigi • Námið tekur þrjú ár og hægt er að velja um fjórar listgreinar: dans, hönnun, myndlist og tónlist Hægt er að bæta við einingum upp í stúdentspróf


Almenn námsbraut • Almenn námsbraut er opin öllum þeim sem hafa lokið grunnskóla. Nám á brautinni er breytilegt eftir skólum og tekur 1-2 ár. Brautin hentar nemendum sem: – eru óákveðnir og hafa ekki gert upp huga sinn – uppfylla ekki skilyrði á námsbrautir


Áfanga- og bekkjarkerfi • Nám í framhaldsskólum er skipulagt ýmist eftir áfanga- eða bekkjarkerfi • Mikilvægt að nemendur meti hvort kerfið henti þeim betur


Áfangakerfi • Skólaárið er skipulagt eina önn í senn og námsefni skipt niður í sérstaka áfanga • Skólaárið skiptist í tvær annir, haustönn og vorönn og lýkur hvorri önn með lokaprófum í viðkomandi áfanga • Áfangar eru merktir þremur tölustöfum sem gefa m.a. til kynna röð áfanga innan námsgreinar og einingafjölda


Bekkjarkerfi • Nemendum skipt í bekki sem fylgjast að allan veturinn (- valgreinar) • Námið er skipulagt sem heils vetrar nám • Fyrsta árið er yfirleitt eins hjá öllum • Nemandi þarf að fá ákveðna lokaeinkunn að vori til að halda áfram á næsta ár


Bundið áfangakerfi • Námsefni er skipt niður í áfanga en kennt í bekkjakerfi, þannig að nemendur fylgja sama hópi í námi sínu


Heimavistir úti á landi • Nemendum er bent á að víða úti á landi má finna heimavistarskóla


Inntökuskilyrði • Inntökuskilyrði eru mismunandi milli skóla

• Nemendum og foreldrum þeirra er bent á að leita sér upplýsinga hjá viðkomandi framhaldsskóla


Kynning á framhaldsskólum • Kynningardagur - samstarf allra grunnskóla í Árbæ, Breiðholti, Grafarholti, Norðlingaholti. HVAR? Í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti • HVENÆR? 20. janúar 2011 frá kl. 17:00-19:00


Gagnlegar vefslóðir • Menntagátt er upplýsingavefur um framhaldsskólana og innritun www.menntagatt.is • Nám að loknum grunnskóla – bæklingur frá Menntamálaráðuneytinu • http://framhaldsskolar.menntagatt.is/forsida/ • Iðan fræðslusetur – upplýsingar um nám og störf • www.idan.is

Almennar upplýsingar um nám að loknum grunnskóla  
Almennar upplýsingar um nám að loknum grunnskóla  

Upplýsingabæklingur fyrir unglinga og forráðamenn þeirra um framhaldsskóla.