__MAIN_TEXT__

Page 1

www.felagsvisindastofnun.is


Hvað gerum við? Þjóðfélagsrannsóknir, viðhorfskannanir, launakannanir, fylgiskannanir, námskeið, ráðgjöf, ráðstefnur, útgáfur, úttektir, matsverkefni o.fl.

Starfsfólk Félagsvísindastofnunar tekur að sér þjónustuverkefni, rannsóknir og ráðgjöf við fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Verkefnisstjórar okkar eru með fjölbreytta menntun og sérhæfingu í aðferðafræði félagsvísinda. Við vinnum hvert verkefni að því marki sem hentar hverjum viðskiptavini. Vel hannaðar rannsóknir og markvissar rannsóknarspurningar geta skipt sköpum í starfi fyrirtækja og stofnana. Svör við stórum spurningum og smáum geta til að mynda haft áhrif á stefnumótun, launamyndun, gæði þjónustu, ímynd fyrirtækja og líðan starfsfólks á vinnustöðum.

Viltu vita meira? Hafðu samband: www.felagsvisindastofnun.is felagsvisindastofnun@hi.is sími: 525-4545


Hvers þarfnast þú? Félagsvísindastofnun getur sérsniðið lausnir sem henta þínu viðfangsefni:  Hvert er viðhorf fólks til fjölskyldu, vinnu, trúmála eða annarra lífsgilda?  Hvernig líður fólki?  Hver er launaþróun innan stéttarfélags?  Er munur á launum karla og kvenna?  Hvað ætlar fólk að kjósa?  Árangursmæling?

• Hvernig á að mæla ánægju?  Bera Íslendingar traust til fyrirtækja og stofnana?  Hver er staða þekkingar á málaflokknum?  Er munur á viðhorfum Íslendinga eftir stjórnmálaskoðunum?

Til að leita svara við þeim spurningum sem þú kannt að hafa er þeirri rannsóknaraðferð beitt sem best hentar markmiði rannsóknarinnar. Þar má nefna:  Þátttökuathuganir  Netkannanir  Símakannanir  Póstkannanir  Heimsóknarkannanir  Vettvangskannanir  Greiningu fyrirliggjandi gagna  Rýnihópa www.felagsvisindastofnun.is

 Einstaklingsviðtöl


Þjóðmálakönnun Spurningavagn Félagsvísindastofnunar Mánaðarlega stendur Félagsvísindastofnun fyrir þjóðmálakönnun, þar sem Íslendingar eru spurðir um ýmis samfélagsleg málefni og það sem er efst á baugi hverju sinni. Nú gefst fyrirtækjum og öðrum áhugasömum kostur á að kaupa eina eða fleiri spurningar sem netpanell okkar svarar á skömmum tíma. Þjóðmálakönnun er send á úrtak úr netpanel Félagsvísindastofnunar. Niðurstöður eru greindar eftir kyni, aldri, búsetu, menntun, starfi, tekjum, hjúskaparstöðu og stjórnmálaskoðun svarenda. Spurningavagninn er einföld og hagkvæm leið til að fá skjót og áreiðanleg svör við spurningum.

Hvað er netpanell Félagsvísindastofnunar? Starfsfólk Félagsvísindastofnunar hefur unnið að því að byggja upp netpanel undanfarin ár og bætast nýir þátttakendur reglulega í hópinn. Netpanellinn samanstendur af fólki 18 ára og eldra á landinu öllu sem hringt var í eftir úrtaki úr þjóðskrá og samþykkti að taka þátt í netkönnunum á vegum stofnunarinnar.

Gæði netpanels skipta höfuðmáli Það skiptir miklu máli að framkvæmd netkannana uppfylli strangar aðferðafræðilegar kröfur um val á þátttakendum þannig að ekki sé um sjálfvalið úrtak að ræða. Lögð er rík áhersla á að tryggja gæði netpanelsins, t.d. með því að uppfæra hann reglulega svo hann endurspegli samsetningu þjóðarinnar með tilliti til kyns, aldurs, búsetu, menntunar og tekna. Með því að tryggja gæði netpanelsins, er möguleiki á að alhæfa niðurstöður rannsókna sem byggja á svörum úr honum yfir á íslensku þjóðina.

www.felagsvisindastofnun.is


Hefur spurningum þínum þegar verið svarað? Félagsvísindastofnun hefur síðustu áratugi verið aðili að stórum alþjóðlegum könnunum þar sem meðal annars er verið að skoða þróun lífsgilda, eins og trúmála eða viðhorfa til fjölskyldu og vinnu. Þessi gögn geyma dýrmætar upplýsingar um þróun grundvallarhugmynda fólks um hvað skiptir mestu máli í lífi þess. Helstu gagnabankar sem eru í opnum aðgangi á heimasíðu okkar eru:

 European Social Survey  European Values Study  Global Leadership Project  World Value Survey  Íslenska kosningarannsóknin  ISSP  ANED

Þar er til dæmis hægt að fá svör við eftirfarandi spurningum:  Hefur viðhorf fólks til umhverfismála breyst undanfarin ár?  Er munur á viðhorfum Íslendinga til umhverfismála eftir stjórnmálaskoðunum?  Hver er staða Íslendinga á atvinnumarkaði, samanborið við önnur Evrópulönd?  Hvert er viðhorf fólks til jafnréttismála?  Hvernig hefur viðhorf fólks til fjölskyldu, vinnu og trúmála breyst á síðustu árum eða áratugum?

www.felagsvisindastofnun.is


Fyrir hverja? Á meðal viðskiptavina okkar eru:

Hvernig?

 Smærri og stærri fyrirtæki  Sveitarfélög, stofnanir og ráðuneyti

 Stéttarfélög og frjáls félagasamtök

Netkannanir

 Fræðimenn og rannsóknarhópar

Símakannanir

Viðtalsrannsóknir

Rýnihópar Skýrslur, sem geta falið í sér - fræðilega umfjöllun - myndræna framsetningu - efnislega túlkun niðurstaðna - tillögur að úrbótum

Vantar þig frekari upplýsingar? Hafðu samband: www.felagsvisindastofnun.is felagsvisindastofnun@hi.is sími: 525-4545

Profile for Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands

Bæklingur Félagsvísindastofnunar  

Þetta er bæklingur um Félagsvísindastofnun

Bæklingur Félagsvísindastofnunar  

Þetta er bæklingur um Félagsvísindastofnun

Advertisement