Læknaneminn 2017 (almenningur)

Page 46

44

Hjartastopp og skyndilegur hjarta­ dauði hjá ungum einstaklingum Tilfelli af hjartadeild Haukur Einarsson, fimmta árs læknanemi 2016-2017

Ritrýnt efni

Hjörtur Oddsson, sérfræðingur í lyflækningum og hjartalækningum

Saga og skoðun 36 ára gamall karlmaður með sögu um sára­ ristilbólgu (e. ulcerative colitis) en að öðru leyti heilsuhraustur var fluttur á Hjartagátt vegna hjartastopps. Maðurinn hafði verið að þreyta próf þegar hann fann fyrir skyndilegum svima og hneig niður meðvitundarlaus. Vitni að atburðinum þreifuðu ekki púls hjá honum og var umsvifalaust hringt á sjúkrabíl og hafin endurlífgun með hjartahnoði. Þegar sjúkraflutningamenn komu á staðinn reyndist maðurinn vera með sleglatif (e. ventricular fibrillation) og var hann stuðaður í tvígang og fór þá í sínustakt. Við komu á Hjartagátt var maðurinn vel vakandi og skýr, púls var reglulegur og mældist 92 slög/mín, blóðþrýstingur var 111/75 mmHg. Hjartalínurit sýndi sínustakt án breytinga á ST-bili og T bylgju, leiðrétt QT bil mældist 476 msek. Hann kvartaði um brjóstverk sem þó var ekki dæmigerður fyrir kransæðasjúkdóm og var talið að um hnoðverk væri að ræða. Við hjartahlustun heyrðust báðir hjartatónar og hvorki auka- né óhljóð. Enginn bjúgur var á fótum og ekki aukinn bláæðaþrýstingur á hálsi. Lungnahlustun og kviðskoðun voru án athugasemda og taugaskoðun var eðlileg. Þau lyf sem maðurinn tók að staðaldri voru mesalazín (Asacol®) og azatíóprín (Imurel®) vegna sáraristilbólgu. Hann reykti ekki en notaði munntóbak, ekki var saga um sykursýki, blóðfituröskun eða háþrýsting og hann var ekki í ofþyngd. Við sögutöku kom í ljós að afi hans hafði látist skyndilega, 62 ára að aldri, eftir að hafa verið með brjóstverk í nokkra daga.

Tafla I. Niðurstöður úr blóðrannsóknum sjúklings við komu.

Rannsókn

Eining

Mælt gildi

Viðm. gildi

Hvít blóðkorn

x109/L

9,0

4,0-10,5

Blóðflögur

x109/L

282

150-400

Hemóglóbín Natríum

Kalíum

Kreatínín

ALP

Gamma GT

ASAT

ALAT

LD

Trópónín T

Bilírúbín

g/L

144

mmól/L

144

137-145

µmól/L

75

60-100

mmól/L U/L

U/L

U/L

U/L

U/L

ng/L

µmól/L

3,6

134-171

3,5-4,8

41

35-105

275

<45

35

256

<80

<70

373

105-205

14

5-25

103

<15

Rannsóknir og frekari uppvinnsla við komu Hjartaómskoðun við rúmstokk sýndi mjög óverulega samdráttar­skerðingu á framvegg vinstri slegils, veggþykkt slegla var eðli­leg, ósæðar­loka og míturloka virtust eðlilegar og útstreymisbrot reiknaðist 50-60%. Maðurinn fékk hleðslu­ skammt af magnýli og fór í kjöl­ farið í hjarta­ þræðingu sem sýndi eðli­ legar krans­ æðar án þreng­ inga. Niður­stöður úr blóð­rannsóknum sem teknar voru við komu má sjá í töflu I.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.