Page 1


þetta er farvel …

2

FERÐAFÉLAGIÐ FARVEL 2017


HINN MANNLEGI ÞÁTTUR Farvel er íslenskt ferðafélag sem byggir á grunni Asíuferða Óríental með áratuga reynslu og sérþekkingu í skipulagi og leiðsögn sérferða um fjarlæg lönd. Farvel leiðir ferðafólk sem vill upplifa hið óvenjulega og óhefðbundna og langar að rata í óvænt en örugg ævintýri, en ekki upplifa það sama og allir aðrir.

Við nefnum Farvel ferðafélag en ekki ferðaskrifstofu. Það er ákveðin sérviska en okkur finnst sem „skrif“ og „stofa“ eigi lítið skylt við okkar starf. Allt starfsfólk Farvel er ferðafólk sem hefur varið miklum tíma á fjarlægum áfangastöðum okkar. Fólk sem starfar af ástríðu og heilindum að því að skapa einstakar ferðir og láta þær ganga upp.

Okkar ferðalög snúast um náin kynni við menningu og náttúru, sögu og tíðarandann en Í Asíu er Farvel með eigin skrifstofu í Víetnam og trausta samstarfsaðila á þeim svæð- þó fyrst og fremst að komast í náin kynni við fólk, hvort sem það eru heimamenn eða um sem farið er um. Farvel hefur byggt upp persónuleg tengsl við valda samstarfsaðila samferðarfólk. Um það snúast ferðalög. Góða ferð. á öllum áfangastöðum og notar eingöngu faglærða og reynda leiðsögumenn.

Farvel áskilur sér rétt til að breyta flugleiðum, dagsetningum, fararstjórn og öðru því sem nauðsynlegt gæti verið til að bæta auglýstar ferðir eða láta þær ganga sem best eftir. Með fyrirvara um prentvillur. FARVEL ©2016

415 0770

farvel.is

farveltravel

farvel_travel

farvel@farvel.is FRAMANDI MENNINGARHEIMAR

3


„Að kippa krökkunum úr skóla í mánuð til að geta upplifað með þeim Angkor og Víetnam er ótrúleg upplifun sem við munum öll lifa á næstu árin. Þvílíkt ævintýri! Við viljum öll fara aftur.“ Kjartan, Júlía og börn

Í jólaferð okkar um Kambódíu og Víetnam með stórfjölskyldunni var ljúft og rómantískt að njóta sólseturs í sandöldunum við Mui Ne í Víetnam. Sigurjón og Gígja Írís

4

FERÐAFÉLAGIÐ FARVEL 2017

„Áttum gleðilegustu ferð í austrið, við hjóluðum, gengum, rerum og syntum um óviðjafnanlegt landslag í Kambódíu og Víetnam. Við brostum og hlógum því gleðin var hástemmd eins og öll skynfærin, spegluðum okkur í nýjum víddum, nýjum litum, nýrri angan, nýrri ásýnd. Ferðin var klæðskerasniðin að okkar áhuga og þörfum. Vorum hæstánægð og okkur langar bara að fara aftur sem fyrst.“ Guðrún Guðmundsdóttir og Rúnar Helgi Vignisson

„Ævintýraferðir um Indónesíu og Taíland hafa opnað okkur ótrúlega menningarheima, leitt okkur um stórkostlega staði og við höfum upplifað einstök ævintýri. Við höfum kafað með risaskjaldbökum við Gili-eyjar, gist á bambusflekum í frumskógum Taílands, skoðað aldagömul hof á Balí og kannað næturlífið í Singapúr. Við hlökkum svo sannarlega til næstu ferðar.“ Benedikt, Anna María og börn


„Við fjölskyldan áttum yndislegan tíma í Taílandi, sérstaklega var eftirminnilegt að gista í litlu vatnaþorpunum í frumskóginum í Khao Sok. Þetta var upplifun sem við munum aldrei gleyma.“ Friðrik Finnbogason, foreldrar og systur

„Við fórum í gönguferð um Norður-Taíland. Fórum á milli þorpa og bæja um afskekktar sveitir. Öll þjónusta stóðst eins og stafur á bók og við höfðum frábæra leiðsögumenn.“ Helga Gísladóttir

„Musterin í Kambódíu voru ótrúleg upplifun fyrir áhugamenn um ljósmyndun og sérstök jósmyndaferð um Balí í fylgd góðra félaga var engu lík!“ Gunnlaugur Júlíusson

FRAMANDI MENNINGARHEIMAR

5


BRIMBRETTAFERÐIR

MENNINGARFERÐIR

LJÓSMYNDAFERÐIR GÖNGUFERÐIR FORNLEIFAFERÐIR

NÁTTÚRULÍFSFERÐIR FLJÓTA- OG SJÓSIGLINGAR

HJÓLAFERÐIR

6

FERÐAFÉLAGIÐ FARVEL 2017

MÓTORHJÓLAFERÐIR


hópferðir

Ævintýri á framandi slóðum

10 ára reynsla

Árið 2017 býður Farvel óviðjafnanlegt úrval af opnum hópferðum í þremur heimsálfum; Asíu, Afríku og Ameríku. Sumar hópferðir okkar eru fremur einfaldar í sniðum með mátulegri blöndu af góðri kynningu á menningu, mannlífi og náttúru áfangastaðanna auk dekurs og sælu. Svo eru ferðir sem við nefnum stundum leiðangra, en það eru ævintýri þar sem kafað er dýpra í menningu, mannlíf og náttúru áfangastaðanna – þar sem meira reynir á leiðangursmenn. Má þar nefna

göngu- og hjólaferðir, köfunarferðir, fljótasiglingar, leiðangra ljósmyndara eða fuglaskoðara o.s.frv. Við gætum þess að fjöldi farþega í hverri ferð sé innan þeirra marka sem tryggja að allir fái notið sín og eigi tækifæri á persónulegri nálgun og kynningu á því mannlífi og náttúru sem áfangastaðirnir bjóða upp á, því það er markmið okkar að fólk nái að vera þátttakandi fremur en áhorfandi í okkar ævintýrum. Athugið að fleiri ferðir Farvel eru í boði en kynntar eru í þessum bæklingi, sjá nánar á farvel.is

Ávallt er leitast við að ferðalangur sé þátttakandi, ekki bara áhorfandi.

FRAMANDI MENNINGARHEIMAR

7


UNDRAHEIMUR MADAGASKAR Leiðangur um þjóðgarða og afskekkt þorp

BRIMBRETTI Í MEXÍKÓ með Heiðari Loga FARARSTJÓRN:

HEIÐAR LOGI

FARARSTJÓRN:

VIKTOR SVEINSSON

TILBOÐSVERÐ

488.700 KR.*

EF BÓKAÐ ER FYRIR 15. NÓVEMBER

MADAGASKAR

ANTANANRIVO ANTSIRABE RANOMAFANA AMBALAVAO IFATY

RANOHIRA

12 manns hámark

FARVEL KYNNIR STÓR ÆVINTÝRI OG UNDRAHEIMA MADAGASKAR

páska ferð

SÖRFAÐ Á EINHVERJUM BESTU ÖLDUM Í HEIMI MEÐ HEIÐARI LOGA

Madagaskar er fjórða stærsta eyja heims. Hún er auðug af náttúruundrum og fegurð og þar iðar mannlífið af frumstæðum töfrum í bland við franska 19. aldar menningu. Dýra- og fuglalíf þjóðgarða eyjunnar á sér enga hliðstæðu. Á fjörlega þorpsmarkaði koma bændur hvaðanæva að með varning sinn, á meðan túrkisblá aldan gjálfrar letilega við mjallhvítan sand við ströndina. Á miðhálendinu breiða hrísgrjónaakrarnir úr sér þar til regnskógurinn tekur við, eins og sinfónía af litum, fuglasöng og skordýrasuði. Óvíða er sjáv-

arlífið jafn fjölbreytt og fagurt og á kóralrifum Madagaskar; þar synda um skjaldbökur, humrar, hákarlar og skrautfiskar af öllum stærðum og gerðum. Ferðin hefst í höfuðborginni Antananrivo. Eftir eina nótt þar liggur leiðin suður til Ifaty. Slóðin er rakin í gegnum magnaða þjóðgarða og forna bæi á borð við Antsirabe, Ranomafana, Ambalavao, Ranohira. Leiðin til Ifaty felur í sér 10 daga, 9 nætur, 5 hótel og ótrúleg ævintýri. Að endingu er dvalið í tvær nætur á strönd Anakao.

Við bæinn Puerto Escondido í Mexíkó er þekkt brimbrettaströnd. Bærinn er frægur viðkomustaður unnenda brimbretta um allan heim og þar eru haldin mót á hverju ári. Þá er næturlífið afar fjörlegt og tilvalið að kíkja á næturklúbba eða dansa berfættur á ströndinni við seiðandi reggítóna eða salsatónlist. Fyrstu sjö dagana sækja gestir morgunnámskeið í brimbrettaskólanum Zicazteca Surf School með atvinnubrimbrettakappanum Heiðari Loga. Þá býður brimbrettaskólinn upp á fjölbreytta afþreyingu. Á meðan ferðinni

stendur verða nærliggjandi strendur heimsóttar, allt eftir því hvar best er að bruna á brimbretti hverju sinni. Þegar námskeiðinu lýkur taka við fjórir dagar þar sem gestir geta notið alls þess sem svæðið hefur upp á að bjóða. Vinsælt er að fara í dagsferðir á aðrar strendur í nágrenninu, synda með höfrungum, skella sér á hestbak, stunda jóga, fara í nudd eða næra sál og líkama í Maya-gufubaðinu Temazcal. Ferðinni lýkur með vel skipulögðum skoðunardegi í Mexíkóborg.

5.–17. APRÍL 2017 13 DAGAR

543.000 KR.*

5.–17. ÁGÚST 2017 13 DAGAR

371.000 KR.*

8

FERÐAFÉLAGIÐ FARVEL 2017


BALÍ OG BANGKOK bestá Þrískiptur ævintýraleiðangur

balí

ATLASFJÖLLIN Í MAROKKÓ Göngu- og menningarferð

FARARSTJÓRN:

FARARSTJÓRN:

ÞORLEIFUR FRIÐRIKSSON

PÉTUR HRAFN ÁRNASON

M AROKKÓ MARRAKECH IMI OUGHLAD TIZI OUSSEM TINZERT

sérfræðingar í Indónesíu

páska TILBOÐSVERÐ ferð 399.900 KR.*

EF BÓKAÐ ER FYRIR 1. NÓVEMBER

MANNLÍF, MENNING OG LJÚFIR DAGAR Á BALÍ

GÖNGUFERÐ UM ATLASFJÖLLIN AUK FERÐA UM MARRAKECHBORG

14 manns hámark

Á paradísareyjunni Balí skiptast á tignarleg fjöll og grösugir dalir, beljandi ár og sindrandi lækir, eldstöðvar og tær fjallavötn, hvítar strendur og háir sjávarhamrar. Á eyjunni má stunda margs konar æsandi útiveru, svo sem köfun, brimbrettabrun, fjallaklifur, fljótasiglingar, kajakadól, skútusiglingar, hjólreiðar og stórfiskaveiðar. Þar má kynnast dularfullri og seiðandi menningu eyjarskeggja, sjá dans barongskrímslanna, hlusta á bambus-sílófóna, láta dáleiðast af mögnuðum hreyfingum legong-dansaranna, falla í djúpan trans með kecak-danshópi

og jafnvel færa hindúaguðinum Visnú fórnir. Þessi ævintýraleiðangur er þrískiptur. Við komuna til Balí er haldið til fjalla þar sem dvalið er fimm daga í menningarbænum Úbúd. Sex dögum verður varið í vellystingum í Sanúr, einum frægasta strandbæ Balí. Að endingu verður dvalið í Bangkok, höfuðborg Taílands. Tveir heilir dagar og tvær nætur bíða ferðalanga í þessari skrautlegu og skemmtilegu borg þar sem veitingar, skemmtun og verslunarmöguleikar eru óþrjótandi.

Marokkó er ekki svo ýkja langt í burtu en er þó bæði fjarlægt og framandi í hugum flestra. Landið er ríkt í margvíslegum skilningi. Íbúarnir eru friðsælir og náttúran einkennist af fjölbreytni. Þar finnast óviðjafnanlegar skíðabrekkur, funheit eyðimörkin, baðstrendur á heimsmælikvarða og borgir þar sem sagan drýpur af hverju strái. Tíu daga ævintýraferð hefst með fimm daga göngu um Atlasfjallgarðinn. Gengið verður um akra og dali, gegnum afskekkt þorp og þjóðgarða. Í lok hvers dags verður

höfð næturdvöl í tjöldum eða notalegri heimagistingu. Borgin Ait Benhaddou, svokölluð Hollywood Marokkó, verður því næst heimsótt, áður en leiðin liggur inn í eyðimörkina. Óhætt er að fullyrða að úlfaldaferð um sandhóla og gisting í tjaldi eða undir berum næturhimninum sé ógleymanleg upplifun. Með í för verður kokkur sem galdrar fram gómsætar kræsingar á kvöldi hverju. Að endingu verður kafað ofan í menningu og matarhefðir hinnar iðandi Marrakech.

8.–23. APRÍL 16 DAGAR

439.000 KR.*

24. MARS–2. APRÍL 2017 10 DAGAR

249.000 KR.*

*Verð per mann í tvíbýli. Skoða má nánari upplýsingar á vefsíðu Farvel um hvað er innifalið, hverjar eru flugleiðir, hver er nánari dagskrá, gjald fyrir einbýli o.fl.

FRAMANDI MENNINGARHEIMAR

9


„ÞETTA ER BÚRMA“

MEXÍKÓ OG BELIZE

Ævintýri Búrma rannsökuð með Pétri Hrafni

Karabíska hafið FARARSTJÓRN:

FARARSTJÓRN:

ALEXANDRA SIGURÐARDÓTTIR

PÉTUR HRAFN ÁRNASON

EK’ BALAM CHICHÉN ITZÁ

VALLADOLID

PLAYA DEL CARMEN QUINTANA ROO

COZUMEL

MEXÍKÓ MANDALAY

BAGAN I N L E-VATN

BÚRMA

CHETUMAL, QUINTANA ROO

TAÍL AND

18 manns hámark

CAYE CAULKER

BELÍZE

BELIZE CITY

YANGOON

TILBOÐSVERÐ

499.500 KR.*

BANGKOK

EF BÓKAÐ ER FYRIR 15. NÓVEMBER

MUSTERISVELLIR BAGAN, MANDALAY, INLEVATN OG HÖFUÐSTAÐURINN YANGOON Búrma, eða Myanmar, er með eindæmum sérstakt og margbreytilegt land sem þar til fyrir rúmum áratug var að mestu hulið umheiminum. Þar finnast enn í dag sveitir og bæir sem bera nær engin merki 21. aldarinnar. Áberandi þykir hversu gestrisnir og einlægir íbúar Búrma eru. Í tungumáli þeirra fyrirfinnst ekki orðið ferðamaður, heldur aðeins orðið gestur, og taka þeir á móti öllum sem þangað koma sem slíkum. Könnuð verða mörg af áhugaverðustu svæðum Búrma. Gamla höfuðborgin, Yangon, verður heimsótt en hún er bæði ljúf og þægileg þrátt fyrir að vera stærsta 16.–29. JANÚAR 14 DAGAR 10

FERÐAFÉLAGIÐ FARVEL 2017

borg landsins með um 6 milljónir íbúa. Farið verður um Bagan og musterisvellina sem oft eru taldir á meðal undra veraldar, siglt um Inle-vatn með sínum fljótandi híasintugörðum og þorpum á stultum að því ógleymdu að hin fornfræga borg Mandalay verður rannsökuð en hún varðveitir sögu og arfleifð Búrma einna best. Forvitnum og fróðleiksfúsum ferðalöngum gefst hér einstakt tækifæri til að nálgast leyndardóma Búrma undir styrkri leiðsögn Péturs Hrafns Árnasonar sagnfræðings en hann gjörþekkir sögu og menningu svæðisins.

555.000 KR.*

PLAYA DEL CARMEN STRANDBÆRINN OG MAYA-PÝRAMÍDARNIR Í CHICHEN ITZA Hvernig væri að sleppa skammdeginu og njóta þess í stað framandi náttúrufegurðar í sól og blíðu, kynnast heillandi sögu og litskrúðugri menningu? Ferðin hefst í mexíkóska strandbænum Playa Del Carmen, þar sem dvalið verður á fallegu hóteli í hjarta miðbæjarins. Bærinn iðar af mannlífi og þar er tilvalið að gera góð kaup á mexíkóskum munum. Hafið lokkar á þessum stað, enda leynist eitt stærsta og mikilfenglegasta kóralrif heims undir yfirborði þess. Þarna er ógleymanlegt að snorkla eða kafa. Farið verður í tveggja nátta ferð til að skoða pýramída og rústir sem segja magnaða 17. JANÚAR – 1. FEBRÚAR 2017 16 DAGAR

sögu af menningu Mayanna. Hinar fornu borgir, Ek Balam og Chichen Itza, verða heimsóttar á milli þess að synt verður í kristaltærum sinkholum og bragðlaukarnir reglulega kitlaðir með mexíkóskri matarhefð. Eftir menningarlega daga við pýramídana verður haldið í fimm daga ferð til hinnar seiðandi eyju Caye Caulker við Belize. Þar verður farið í siglingu með heimamönnum og snorklað með hákörlum, skötum og fleiri sjávardýrum á einum frægasta köfunarstað heims, Bláu holunni.

465.000 KR.*


LOMBOK, GILI-EYJAR OG BALÍ

Göngu- og ævintýraferð um 3 eyjar Indónesíu

MÓTORHJÓLAÆVINTÝRI Í VÍETNAM FARARSTJÓRN:

EIRÍKUR VILJAR KÚLD

FARARSTJÓRN:

SKÚLI PÁLMASON

KÍNA DONG VAN BAO LAC HA GIANG

VÍETNAM

BALÍ

BA BE LAKE

GILI-E YJAR

UBUD

RINJANI

MATARM KUTA

LOMBOK

VÚ LINH

VÍET TRI

HANOÍ

GÖNGU- OG ÆVINTÝRAFERÐ UM 3 EYJAR INDÓNESÍU

páska ferð

HJÓLAÐ UM FJÖLL OG FIRNINDI NORÐUR-VÍETNAM

12 manns hámark

Ef þú ert að leita að rólegri og þægilegri ferð skaltu hætt að lesa núna. En ef þú ert að leita að líflegum ævintýrum, hressandi átökum, fjölbreytni og áskorunum í exótísku umhverfi undir miðbaugssól þá gæti þetta verið draumurinn. Lombok er nágrannaeyja Balí sem margir þekkja minna til en þar er svo sannarlega margt annað að finna; hvítar strendur, svimandi háar brimbrettaöldur, græna skóga og ógleymanlegar gönguleiðir um hrísgrjóna- og tóbaksakra. Á eyjunni er hið 3.700 m háa Rinjani sem er næsthæst eldfjalla Indónesíu. Gengið verður um

fagurt fjallalandslag Rinjani, í þriggja daga göngu þar sem þaulvanir heimamenn leiða hópinn. Ánægjuleg og passlega krefjandi ferð. Eftir fjallgönguna er tilvalið að hlaða batteríin og heimsækja Gili-eyjurnar sem eru skammt frá Lombok. Köfun um kóralrif, fjölbreytt sjávarlíf, pálmatré, ljúffengar veitingar og fjörugt næturlíf fyrir þá sem það vilja. Hluti af ævintýrum þessarar ferðar gerast á Balí. Dvalið verður í fjallabænum Úbúd þaðan sem farið er í fjallgöngur, flúðasiglingar og hjólaferðir. Ein af þessum ferðum sem þú gleymir aldrei.

Dustaðu rykið af leðurjakkanum og fylgdu okkur inn í ævintýri lífs þíns! Við hjólum í gegnum sveitaþorp, hrísgrjónaakra, fjöll og firnindi í þessari 10 daga ævintýraferð um norðurhluta Víetnam. Keyrslan verður þægileg en um leið krefjandi og spennandi. Nægur tími gefst fyrir myndatökur og til að kynnast mannlífinu í sveitum Víetnam. Ferðin hentar reynslumiklum mótorhjólaköppum sem og byrjendum. Fjalllendi Norður-Víetnam hefur allt það sem ævintýramenn þyrstir í; ægifagurt útsýni og framandi og fjölskrúðug menn-

ing. Frábær ferðamáti sem gerir ferðalöngum kleift að kynnast heimafólki á einstakan hátt. Gist verður í litlum afskekktum þorpum, þjóðvegir og fjallastígar eknir, víða staldrað við og einnig farið í skemmtilegar gönguferðir. Eiríkur Viljar tekur á móti ferðalöngum í Hanoí, hinni líflegu höfuðborg Víetnam, en þar endar ferðin einnig, 10 viðburðaríkum dögum síðar. Eiríkur hefur ferðast víða um Asíu á mótorhjólum og þekkir leiðirnar um Norður-Víetnam vel.

8.–23. APRÍL 16 DAGAR

469.000 KR.*

2.–11. MARS 2017 10 DAGAR

499.000 KR.*

*Verð per mann í tvíbýli. Skoða má nánari upplýsingar á vefsíðu Farvel um hvað er innifalið, hverjar eru flugleiðir, hver er nánari dagskrá, gjald fyrir einbýli o.fl.

FRAMANDI MENNINGARHEIMAR

11


strönd og mayamenning í mexíkó

brimbretti á balí FARARSTJÓRN:

HEIÐAR LOGI

FARARSTJÓRN:

ALEXANDRA SIGURÐARDÓTTIR

EK’ BALAM

CHICHÉN ITZÁ

MEXÍKÓ PLAYA DEL CARMEN QUINTANA ROO COZUMEL

best á balí

Heiðar Logi

sérfræðingar í Indónesíu

LJÚF STRANDVIST MEÐ FERÐUM UM SLÓÐIR MAYA OG AZTEKA

HEIÐAR LOGI LEIÐIR SÖRFARA UM ÆVINTÝRI BALÍ Á ÖLDUTOPPUM

Hvernig hljómar að lauma sér úr skammdeginu og heimsækja Karíbahafið? Í þessari ferð ætlum við að hafa það gott á ströndum Mexíkó, njóta náttúrunnar og kynnast heillandi sögu og menningu landsins. Mexíkó er nefnilega svo miklu meira en barðastórir hattar, maískökur og tekíla. Stórbrotin náttúrufegurð, fjölbreytt mannlíf og dramatísk saga landsins láta engan ósnortinn. Playa del Carmen er fallegur og notalegur staður og ólíkur því sem íslenskir sóldýrkendur eiga að venj-

ast. Hótelin eru lágreist, matargerðin dásamleg og götulífið öruggt enda er gestrisni heimamanna margrómuð. Við Playa del Carmen er sjórinn fagurtær og þægilega volgur. Þar er tilvalið að snorkla eða kafa og kanna eitt stærsta kóralrif í heimi undir öruggri leiðsögn heimamanna. Farið verður í tveggja daga ferð til hinna fornu Maya-borga Ek Balam og Chichen Itza sem hafa að geyma ótrúlega sögu. Þetta og margt fleira í magnaðri ferð til Mexíkó.

Ævintýraeyjan Balí laðar að sér sörfara allstaðar að. Margar af bestu ströndum Balí er að finna í Uluwatu, þar sem við ætlum að dvelja og læra listina að sörfa. Við hefjum eftirminnilega tólf daga ferð á því að hvílast eftir langt ferðalag og teygja úr okkur á hvítum sandi. Svo taka ævintýrin völdin með sjö dögum af krefjandi sörfi undir styrkri handleiðslu Heiðars Loga. Við tökum einn dag í að heimsækja hina ægifögru borg Ubud. Síðustu dagarnir verða frjálsir svo þú getir notið Balí í botn: Spilað pool, stundað jóga, leitað uppi

þín eigin ævintýri á vespu, spreytt þig í bardagalistum eða einfaldlega lesið bók við sundlaugarbakkann. Næturlífið á Balí svíkur engan. Hvort sem þú kýst næturklúbba eða partí undir berum himni þar sem þú munt dansa eins og enginn sé morgundagurinn eru kostirnir ótalmargir. Hinum, sem kjósa að taka það rólega, mun heldur ekki leiðast. Er nokkuð betra en að að skála við sólsetur og láta líða úr sér í hengirúmi undir stjörnubjörtum himni eftir viðburðaríkan dag?

17. JANÚAR – 1. FEBRÚAR 2017 16 DAGAR

385.000 KR.*

5.–16 MARS 2017 12 DAGAR

397.900 KR.*

12

FERÐAFÉLAGIÐ FARVEL 2017


eldar indlands

Taj Mahal, Agra, Jaipur og Ganges-fljót FARARSTJÓRN:

PÉTUR HRAFN ÁRNASON

GANGES -

T JÓ FL

DELÍ

JAIPUR

AGRA VARANASI

INDLAND

páska ferð

ÞÉTT OG HNITMIÐUÐ FERÐ UM GULLNA ÞRÍHYRNING INDLANDS Indland er land andstæðna. Ægifögur mannvirki, gestrisið fólk og frábær matargerð einkenna þetta víðfeðma land sem á sér einstaka sögu. Í þessari ferð okkar verður dvalið í höfuðborginni Delhi sem er sjóðheitur suðupottur menningaráhrifa frá tímum búddadóms, hindúa, múslima og Breta. Þaðan

liggur leiðin til Agra sem státar af þremur stöðum á heimsminjaskrá UNESCO og er Taj Mahal þeirra frægastur. Til að loka hinum Gullna þríhyrningi er næst haldið til Jaipur sem jafnan er kölluð „bleika borgin“ vegna fjölda bygginga í þeim lit sem borgina prýða. En þar látum við ekki staðar numið. Í borginni Varanasi fáum við að

kynnast hinu kaótíska og iðandi mannlífi 8.–19. APRÍL sem víða einkennir Indland. Við siglum 12 DAGAR niður hið helga fljót Ganges og fylgjumst með borginni vakna. Það er ógleymanleg lífsreynsla að sjá borgarbúa þvo sér í hinu helga vatni. Stórkostleg litadýrð, fjölbreytt mannlíf og fegurstu mannvirki jarðar. Indland bíður þín.

*Verð per mann í tvíbýli. Skoða má nánari upplýsingar á vefsíðu Farvel um hvað er innifalið, hverjar eru flugleiðir, hver er nánari dagskrá, gjald fyrir einbýli o.fl.

489.000 KR.*

FRAMANDI MENNINGARHEIMAR

13


tour d’angkor

Balí

Hjólaferð

Nyepi

FARARSTJÓRN:

EIRÍKUR VILJAR KÚLD

FARARSTJÓRN:

ÁSTA ÞÓRISDÓTTIR

BANGKOK

EINUNGIS

TAÍLAND

468.000 KR.*

EF BÓKAÐ ER FYRIR 15. NÓVEMBER

SÍEM REAP ( A N G K O R ) KAMBÓDÍA PHNOM PENH KAMBÓDÍA

SAÍGON

VÍETNAM

í samstarfi við IBN.is 3 VIKUR Á BALÍ ÞAR SEM KJARNI EYJUNNAR ER KYNNTUR Á MJÖG NÁINN HÁTT Farvel hefur í samstarfi við Ástu Þórisdóttur og tímaritið Í boði náttúrunnar hannað óvenjulega og krefjandi ferð fyrir fólk sem vill ná djúpum tengslum við náttúru og menningu Balí, fremur en að dvelja þar sem venjulegur ferðamaður. Þriggja vikna ferð þar sem lengst af er dvalið í fjallbænum Úbúd en einnig verður farið víða um Balí. Dagskráin stjórnast af afstöðu himintunglanna því líf Balíbúa er stýrt af náttúrunni og trúarathafnir og viðburðir stjórnast af af stöðu tungls og stjarna og því þarf dagskrá þessarar könnunar að lúta þeim lögmálum. Daglega verður boðið upp á ferðir og uppákomur sem hjálpa fólki að skilja hugsanagang og lífsklukku Balíbúa og um leið að tengjast betur eigin tilfinningalífi og draumum. Allt kapp verður lagt á að þátttakendur

öðlist góðan skilning á þeim ólíku siðum, viðhorfum og daglegum hefðum þjóðar sem lifir og býr svo langt frá okkur í margvíslegum skilningi. Tímasetning ferðarinnar er ákvörðuð með það í huga að ná hinum einstaka degi sem nefnist Nyepi og er dagur þagnar, föstu, og íhugunar. Þetta er dagur til að líta inn á við og því er allt gert til að að forðast það sem gæti truflað hugann. Vinnustaðir loka, skemmtanir eru bannaðar og ekki leyfilegt að ferðast. Svona er dagurinn þegar eyjan Balí þagnar.

12. MARS–1. APRÍL 21 DAGUR

495.000 KR.*

14

FERÐAFÉLAGIÐ FARVEL 2017

Áskrifendur Í boði náttúrunnar fá sérstök kjör á þessari ferð. Fullt verð er 495.000 kr, en áskrifendum býðst ferðin á 445.000 kr. www.ibn.is

HJÓLAFERÐ UM TAÍLAND, KAMBÓDÍU OG VÍETNAM

18 manns hámark

Þessi einstaka ferð er sannkölluð landkönnun þriggja ólíkra landa, með átökum og ævintýrum sem hæfa getu allra fullfrískra. Frá Bangkok í Taílandi verður ekið til Poipet, þaðan sem hjólað verður í gegnum afskekkt sveitaþorp og grösugar sveitir að bænum Siem Reap í Kambódíu. Þar er hinar mikilfenglegu rústir Angkor að finna. Bærinn sjálfur er sérstakur bræðingur af sveitalífi og túrisma. Þar bíða ævintýrin, með sínum framandi mörkuðum, notalegu börum og villtum diskótekum. Eftir þrjá daga við Angkor verður ekið til

höfuðborgarinnar, Phnom Phen, þar sem höll konungsfjölskyldunnar verður meðal annars skoðuð. Frá Phnom Penh verður ýmist ekið, hjólað eða siglt, yfir landamæri Víetnam að árósum Mekong. Farið verður um árósana, þar sem friðsælt sveitalíf í bland við mannmergð á fljótamörkuðum og sérstök menningarsamfélög verður könnuð. Að endingu verður tveimur dögum varið í Saígon. Borgin er bæði ævintýraleg og sérlega glæsileg með minjum um nýlendutíma Frakka og iðandi asísku götulífi, hressilegu næturlífi og stórkostlegum mat.

10.–25. FEBRÚAR 2017 16 DAGAR

488.000 KR.*

*Verð per mann í tvíbýli. Skoða má nánari upplýsingar á vefsíðu Farvel um hvað er innifalið, hverjar eru flugleiðir, hver er nánari dagskrá, gjald fyrir einbýli o.fl.


Sérsniðnar hópferðir

Ertu með hóp sem leitar að framandi ævintýrum? Sérferðir fyrir einstaklinga og hópa hafa ávallt skipað stóran sess hjá Farvel og við höfum áralanga reynslu af skipulagningu slíkra ferða. Hópur getur talið 5 manns eða 50 og allt þar á milli eða yfir. Saumaklúbbar, matarklúbbar, stórfjölskyldur, félög eldri borgara, starfsmannahópar, kórar og félagasamtök einsog

Lions, Rotary og fleiri hafa leitað til okkar í gegnum tíðina og við höfum sérsniðið þeirra ferðir um ævintýraslóðir framandi heima. Það kostar ekkert að fá tillögur og ráðgjöf. Hafðu samband í síma 415 0770 eða sendu skeyti á farvel@farvel.is

FRAMANDI MENNINGARHEIMAR

15


1000 villtir hestar mongólíu með Anítu Margréti

RÚSSL AND

MONGÓLÍA ELSEN TASARKHAI

ÖGII LAKE

ULAANBAATAR

KHARKHORIN

HESTA-, HJÓLA- OG GÖNGUFERÐ MEÐ ANÍTU MARGRÉTI SEM REIÐ 1000 KM Á VILLTUM HESTUM Í MONGOL DERBY ÁRIÐ 2014 Mongólía hefur lítið breyst frá því tímum Ghengis Khan fyrir 800 árum. Að ferðast þangað er því eins og að stíga aftur í tímann, langt frá amstri og áhyggjum hversdagsins. Endalausar gresjur, fjölbreytt dýralíf, vötn, himinhá fjöll, eyðimerkur og snjór einkenna landið. Frá Góbíeyðimörkinni, sem nær frá Suður- Mongólíu til Norður-Kína, má sjá háa snæviþakta tinda sem er ótrúlega mögnuð sjón og framandi upplifun.

16

FERÐAFÉLAGIÐ FARVEL 2017

Það er ekki aðeins stórbrotin náttúran og dýralífið sem heillar, heldur einnig sagan, hefðirnar, lifnaðarhættir hirðingjanna og vingjarnlegt fólkið sem er einstaklega gestrisið. Ferðin er af allt öðrum toga en íslenskum ferðalöngum hefur staðið til boða hingað til. Hirðingafjölskyldur verða heimsóttar og tekið þátt í hefðbundnum athöfnum heimamanna. Á hjólum og úlföldum verða Bayan Gobi-sandhólarnir skoðaðir. Farið verður í gönguferð um

14 manns hámark

fjallgarð að fornu höfuðborginni Khark- 14.–25. SEPTEMBER 2017 horin. Rúsínan í pylsuendanum verður 12 DAGAR svo ógleymanleg ferð á hinum þekktu mongólsku hestum en með þeirra aðstoð verða m.a. klaustur og nærliggjandi stöðuvötn skoðuð.

585.000 KR.*


ljósmyndaferð til indlands

angkor og víetnam FARARSTJÓRN:

PÉTUR HRAFN ÁRNASON

með Þorkeli Þorkelssyni

LEH

PAKISTAN GANGES -

T JÓ FL

NEPAL

DELÍ JAIPUR

AGRA

JODHPUR

VARANASI

INDLAND

8 manns hámark

SÉRHÆFÐ FERÐ LJÓSMYNDARA UM LITRÍKAN VETTVANG OG FRAMANDI MENNINGARHEIM INDLANDS

páska ferð

KJARNI GAMLA FRANSKA INDÓKÍNA OPINBERAÐUR Á EINSTAKAN OG HNITMIÐAÐAN HÁTT

18 manns hámark

Ljósmyndurum, hvort sem er fagfólki eða áhugaljósmyndurum, gefst nú tækifæri til að kynnast Indlandi í einstakri nálægð undir natinni leiðsögn. Á meðal viðkomustaða verða Kasmír, Rajastahn, Varanasi, Jaipur og Delí. Þorkell Þorkelsson hefur starfað á vegum Rauða krossins, Rauða hálfmánans og annarra við ljósmyndun, kvikmyndun og kennslu. Störf hans hafa leitt hann víða, meðal annars á vígvelli Persaflóastríðsins, í flóttamannabúðir í Rúanda og á flakk með hirðingjum Mongólíu. Hann hefur farið víða um Suðaustur-Asíu. Í Búrma rannsakaði hann líf almennings undir stálhnefa herforingjanna, í Víetnam

og Kambódíu skoðaði hann langtímaáhrif borgarastyrjalda og þá ferðaðist hann víða til að mynda eftirköst flóðbylgjunnar miklu árið 2004. Þorkell hefur skýr markmið: Að gefa leiðangursmönnum tækifæri til að fanga einstök augnablik og draga í linsu fágæta svipi og sjónir framandi staðar. Enginn sér vettvanginn sömu augum og því verður afrakstur leiðangursmanna svo ólíkur sem hugsast getur. Dagskrá Þorkels tekur breytingum eftir áhuga þátttakenda, veðri, ljósi og vindum. Suma daga er farið af stað löngu fyrir sólarupprás, aðra daga er hvílst fram yfir hásólu og beðið eftir ljúfu ljósi síðdegis.

Í valdatíð Khmeranna í Kambódíu voru hof og hallir reistar sem enn eiga sér enga hliðstæðu í víðri veröld. Eitt þessara mannvirkja er Angkor Wat, sem var byggt í upphafi 12. aldar. Þar hefst ferðin. Bækistöðvar verða í bænum Siem Reap, rétt við verndarsvæði rústa Angkor. Þar finnast skrautlegir næturmarkaðir, gamall miðbær í frönskum nýlendustíl og fjölbreytt flóra veitingastaða. Eftir fimm daga í Kambódíu verður flogið til Hanoí, höfuðborgar Víetnam, og stefnan svo sett á hinn ægifagra og merkilega Halong-flóa þar sem þriggja daga sigling tekur við. Að

henni lokinni er flogið til Mið-Víetnam að hinum draumkennda bæ Hoí An. Lokaáfangi ferðarinnar er Saígon sem státar af einstakri blöndu af hraðri uppbyggingu og rómantískum nýlendutíma. Sérstök áhersla er lögð á að öll umgjörð sé til fyrirmyndar. Hótelin eru valin af kostgæfni miðað við staðsetningu, sjarma og þjónustu. Keppst er við að finna veitingastaði sem fletta ekki aðeins hulunni af matargerð hvers staðar heldur einnig þeirri menningu sem tengist matargerðinni og mannlífinu sem hún er sprottin úr.

8.–21. APRÍL 14 DAGAR

549.000 KR.*

3.–17. FEBRÚAR 2017 15 DAGAR

585.000 KR.*

*Verð per mann í tvíbýli. Skoða má nánari upplýsingar á vefsíðu Farvel um hvað er innifalið, hverjar eru flugleiðir, hver er nánari dagskrá, gjald fyrir einbýli o.fl.

FRAMANDI MENNINGARHEIMAR

17


KÍNA BÚ TAN TALUNG YANGTHANG HA

PARO

THIMPHU

BONDEY

GÖNGU- OG ÆVINTÝRAFERÐ UM KONUNGSRÍKI ÞRUMUDREKANS Göngu- og ævintýraferð um Bútan með Helga Ben þar sem menning og hefðir hafa fengið að njóta sín nánast óbreyttar síðan á sjöundu öld, um18

FERÐAFÉLAGIÐ FARVEL 2017

vafnar ósnortinni náttúru og torfærum fjalllendum. Í sveitum Bútan finnast lítt þekktir minnihlutahópar og flökkuþjóðir sem haldið hafa ein-

kennum sínum fram á okkar daga, þökk sé illkleyfum fjöllum og torfærum dölum. Bútan hefur verið lýst sem lifandi safni, síðasta vígi hefð-

bundins búddisma Himalajafjalla, og er eitt afskekktasta land í heimi. Helgi Ben þekkir Himalajafjallgarðinn vel. Árið 1987 kleif hann


á drekaslóð í bútan Göngu- og ævintýraferð með Helga Ben

páska ferð fjallið Diran í Pakistan og hafði þá klifið hærra en nokkur Íslendingur. Síðan þá hefur Helgi leitt marga ferðahópa á fjöll um allan heim og er

í dag einn reyndasti fjallaleiðsögu- lægar byggðir. Einstök náttúra og 9.–19. APRÍL maður á Íslandi. heillandi menning í Bútan, konungs- 11 DAGAR Í þessari einstöku ferð leiðir Helgi ríki Þrumudrekans – allt í einni ferð. hópinn um afskekkta dali og fjar-

*Verð per mann í tvíbýli. Skoða má nánari upplýsingar á vefsíðu Farvel um hvað er innifalið, hverjar eru flugleiðir, hver er nánari dagskrá, gjald fyrir einbýli o.fl.

18 manns hámark

696.000 KR.* FRAMANDI MENNINGARHEIMAR

19


kosta ríka

PROVINCIA DE ALAJUELA, LA FORTUNA MONTE VERDE

FARARSTJÓRN:

ELVA BJÖRK BARKARDÓTTIR SAN JOSÉ PROVINCE

KOS TA RÍK A MANUEL ANTONIO

18 manns hámark

FÁGÆTT DÝRALÍF OG EINSTÖK VERNDARSVÆÐI RANNSÖKUÐ AUK LJÚFRA STRANDDAGA Í LOKIN Kosta Ríka er himnaríki fyrir áhugafólk um náttúrulíf. Þetta litla Mið-Ameríkuríki státar af u.þ.b. 500.000 dýra- og plöntutegundum og er landið eitt það fremsta á sviði vistvænnar ferðamennsku. Á Kosta Ríku komast gestir í kynni við ósnortna náttúru, dásamlegt viðmót heimamanna og þægilegt loftslag. Farið verður til höfuðborgarinnar San José, siglt um í Toruguero-þjóðgarðinum við Karíbahaf sem er afskekkt paradís og

20

FERÐAFÉLAGIÐ FARVEL 2017

heimkynni krókódíla, froska, apa, letidýra og sæskjaldbaka. Síðan er haldið inn í land, til bæjarins La Fortuna þar sem eldfjöll, tilkomumiklir fossar, náttúrulegar laugar og ótrúlegt fuglalíf fanga athygli gesta. Næst liggur leiðin m.a. til Monteverde Cloud Forest Biologicalverndarsvæðisins sem er einstakt á heimsvísu. Að því loknu er kominn tími á slökun í Manuel Antonio sem státar af einni fallegustu strönd í heimi. Þetta er

dásamleg ferð fyrir alla þá sem vilja njóta 22. APRÍL–7. MAÍ ótrúlegrar náttúrufegurðar, kynnast ein- 16 DAGAR stöku dýralífi í návígi, hafa það gott á ströndinni – og drekka besta kaffi í heimi!

657.000 KR.*


krassandi kúltúr kúbu FARARSTJÓRN:

PÉTUR HRAFN ÁRNASON

HAVANA

VINALES

KÚBA

CAYO SANTA MARIA SANTA CLARA TRINIDAD

MENNING, SAGA, SALSA OG LJÚFIR DAGAR Á STRÖND Á Kúbu hafa lengi þrifist sterkir straumar í menningu. Við þekkjum gömlu karlana á Buona Vista Social Club og höfum séð dillandi saladansara. Klisjan um Kúbu segir að við verðum að kynnast landinu áður en Castrobræður geispa golunni, að einu bílarnir á götunum séu amerískir fornbílar og fólk geri ekkert annað en að vefja sér vindla, dansa salsa og drekka Cuba Libre. En kúbverjar hafa verið að upplifa tíma breytinga og uppgangs. Framsækin myndlist og tónlist, töffaralegir veitingastaðir, kaffi-

hús og barir, seiðandi næturklúbbar og skemmtistaðir þar sem ungt og metnarðarfullt fólk – heimamenn – eru að upplifa og njóta aukins frelsins og sterkara samband við umheiminn. Pétri Hrafni kynnir Kúbu í þessari metnaðarfullu ferð sem liggur um merkustu bæi og fegurstu náttúru eyjunnar. Kalksteinsklettar Viñales rísa fallega yfir tóbaksekrum og grænmetisgörðum bændanna. Borgin Trinidad er ein best varðveitta nýlendubyggð Ameríku og nýtur verndar Heimsminjaskrár

UNESCO. Cayo Santa Maria er strand- 30. APRÍL–12. MAÍ bærinn sem veitir ferðalöngum 13 DAGAR afslöppun og sæld því hvernig er hægt að upplifa unað Karíbahafsins til fulls nema í láréttri stöðu með ljúfan salsatakt í eyrunum, Cuba Libre í glasi og sægrænt hafið fyrir augum. EINUNGIS Fyrsti og síðasti áfangastaðurinn er Havana. Hér náum við að upplifa hinn gamla seið um leið og við EF BÓKAÐ ER FYRIR uppgötvum Kúbu nýrra kynslóða 15. NÓVEMBER sem munu móta spennandi framtíð lands sem er á krossgötum.

*Verð per mann í tvíbýli. Skoða má nánari upplýsingar á vefsíðu Farvel um hvað er innifalið, hverjar eru flugleiðir, hver er nánari dagskrá, gjald fyrir einbýli o.fl.

528.000 KR.*

475.200 KR.*

FRAMANDI MENNINGARHEIMAR

21


MASAÍ MARA Í KENÝA

LUANG PRABANG Í LAOS

TAJ MAHAL Í INDLANDI HOI AN Í VÍETNAM FORNLEIFAFERÐIR MACHU PICCHU Í PERÚ

SANTIAGO DI CUBA DEKURFERÐIR HJÓLAFERÐIR

GÖNGUFERÐIR NÁTTÚRULÍFSFERÐIR

KÖFUNARFERÐIR

22

FERÐAFÉLAGIÐ FARVEL 2017


einkaferðir FERÐIN ÞÍN! Fylltu út sérstakt greiningarform á vef Farvel

Farvel sérsníðir einkaferðir eftir þörfum hvers og eins, hvort heldur er fyrir einstaklinga, pör, fjölskyldur eða stærri og smærri hópa. Við förum yfir hugmyndir þeirra sem til okkar koma og leitum allra leiða til að setja saman ferð sem fellur að óskum ferðalanga. Á meðan sumir vilja náttúru, hreyfingu, menningu eða sögu leggja aðrir meira upp úr því að geta verslað ódýrt, skemmt sér og slakað á með greiðan aðgang að mikilli afþreyingu. Svo eru það auðvitað þeir sem vilja hæfilega blöndu af öllu. Hverjar sem óskirnar eru, þá reynum við að mæta ólíkum þörfum og væntingum viðskiptavina okkar.

Sérþekking starfsfólks Farvel á ferðamennsku í löndum Suðaustur-Asíu er afar mikil enda höfum við áralanga reynslu af skipulagningu ferða um þann hluta heims. Þá er Mexíkó, Mið-Ameríka, Karíbahafið og valin lönd í Afríku komin á kortið okkar og höfum við greint mikinn og aukinn áhuga á ferðalögum um þessi spennandi og fjölbreyttu svæði. Ferðadagar, lengd, íburður og eðli hverrar ferðar er algjörlega undir farþegum komið. Hafðu samband, við hjálpum þér að láta drauma þína rætast.

FRAMANDI MENNINGARHEIMAR

23


hugmyndir að einkaferðum Hér gefur að líta brot af þeim hugmyndum sem við höfum á okkar sérseðli fyrir Einkaferðir um víða veröld. Þú getur valið um brottför 365 daga ársins. Hafðu samband í síma 415 0770, sendu okkur skeyti á farvel@farvel.is eða fylltu út sérstakt greiningarform á vef Farvel.

GÖNGUFERÐ UM NORÐURTAÍLAND OG LAOS

Eftir stutt stopp í Bangkok er flogið norður til Chiang Maí þar sem gönguferðin LÚXUS TAÍLANDS hefst sem liggur að lokum yfir til Laos og 3 dagar í Bangkok á gamla Oriental hótendar í Luang Prabang, hinni fornu höfTAÍLODÍA elinu, 3ja daga safaríferð um Khao Sok á uðborg Laos. 3 lönd, 3 borgir. Hnitmiðuð og kjarnmikil vegum Elephant Hills og að lokum vika á ferð. Bangkok og Amphawa, Luang 17 DAGAR Zazen-hótelinu á Samui. Dekur, upplifun Prabang í Taílandi og Mekong-fljótið og og ævintýri. 473.000 KR.* að lokum Siem Reap og 3 dagar við rúst13 DAGAR ir Angkor.

544.000 KR.*

476.000 KR.*

HJÓLAÐ UM TAÍLAND

BÚTAN OG BANGKOK

Eitt einangraðasta og afskekktasta land í heimi skoðað á einni viku þar sem farið verður um merkustu staði Konungsríkis Þrumudrekans. Farið um Bangkok á báðum leiðum og borgin skoðuð. 10 DAGAR

738.000 KR.*

24

FERÐAFÉLAGIÐ FARVEL 2017

10 DAGAR

Frá Bangkok til Chiang Maí í norður Taílandi er ferðast í lestum og á hjólum. Frábærir dagar í sveitasælu og náttúrusæld áður en flogið er suður í trópíska sæld á ströndum Samui-eyju. 16 DAGAR

475.000 KR.*

KÖFUNARLEIÐANGUR TIL BALÍ

Safírblár sjór, töfrandi strendur, pálmatré og glampandi sól. Synt með rifhákörlum, skrautlegum gaddskötum, múrenum og allskyns furðufiskum. Fjörugt næturlíf og ógleymanleg matarupplifun.

10 DAGAR

649.000 KR.*


MEXÍKÓ

Afslöppun í standbæjunum Playa Del Carmen eða Tulum, saga Mayanna könnuð í leiðangri um Chichen Itza. Kafað um kóralrif Karíbahafsins og synt í ANGKOR OG MEKONG Fornar rústir Angkor og fjörugt mannlíf kristaltærum sinkholum. Siem Reap. Áhrifarík kynning á sögu 16 DAGAR Rauðu khmeranna í Phnom Penh. Ævintýraleg sigling um Mekong- fljótið og að 377.000 KR.* lokum ljúfir dagar í Saígonborg. 15 DAGAR

679.000 KR.

MADAGASKAR

Viltu kynnast ótrúlegri náttúru og mögnuðu dýralífi sem hvorki líkist Afríku né Asíu? Farið frá Anantanarivo um þjóðgarða og afskekkt þorp þar til endað er á strönd Anakao. 14 DAGAR

568.000 KR.*

MEXÍKÓ OG BELIZE

Ljúfir stranddagar í hinum líflega bæ Playa del Carmen eða Tulum. Snorklað í kristaltærum sinkholum og forvitnast um sögu Mayanna. Rólegheit á karabísku eyjunni Caye Caulker þar sem ríkir sannkölluð Jamaíka-stemning. Snorklað með hákörlum og nærliggjandi eyjur kannaðar. 16 DAGAR

480.000 KR.*

GRAND INDÓNESÍA

Ferðin byrjar á tveimur dögum og góðum skoðunarferðum í Singapúr áður en haldið er til Jövu þar sem Borobodur-hofin og Bromo-eldjafjallið er meðal viðkomustaða. Á Balí er einstök menning könnuð og að lokum er eyjan Lombok kynnt áður en ferðalangar eiga náðuga stranddaga í Sanúr á Balí. 17 DAGAR

ELDAR INDLANDS

Indland í öllu sínu veldi. Mannmergð, litadýrð, krassandi matur, Taj Mahal og aðratr fornar hallir í Agra og Jaipur. Delhi, Ganges-fljótið og Varanasi. Mögnuð upplifun. 11 DAGAR

539.000 KR.*

775.000 KR.*

SÓL OG SAFARÍ TAÍLANDS

Ferðin hefst og endar í Bangkok en þess á milli er ótrúleg náttúra Khao Sok skoðuð af baki fíls. Á ströndinni Koh Phangan má bæði njóta taumlausrar gleði og algjörrar friðsældar.

14 DAGAR

MEXÍKÓ, GVATEMALA OG BELIZE Fornar borgir Mayanna og saga þeirra könnuð í Mexíkó og Gvatemala. Dagar við strendur Karíbahafsins í Mexíkó og á lítilli eyju í Belize. Hippastemningin við Atitlan-vatnið í Gvatemala er æðisleg. 20 DAGAR

590.000 KR*

489.000 KR.*

*Verð miðast við gengi gjaldmiðla 1. október 2016. Innifalið er flug frá Íslandi með sköttum og gjöldum, gisting með morgunverði, allur akstur á milli staða, leiðsögn og allar nefndar sérferðir og þjónusta. Með fyrirvara um að öll nauðsynleg þjónusta sé fáanleg og á þeim verðum sem miðað er við þegar kemur að bókun.

FRAMANDI MENNINGARHEIMAR

25


Við hjá Farvel vitum vel hvað virkar hjá óþreyjufullum útskriftarnemum og búum yfir áratugareynslu í skipulagningu á ferðum fyrir ungt fólk sem vill prófa eitthvað nýtt á skemmtilegum tímamótum. Taktu þér frí frá gamla góða Fróni og skelltu þér í útskriftarferð til Asíu, Arabíu, til Marokkó eða Kenýu í Afríku eða Kúbu í Karíbahafi. Ef þú vilt eitthvað hefðbundnara, þá skipuleggjum við líka ógleymanlegar útskriftarferðir til evrópskra borga á borð við Barcelona, eða til Los Angeles í Bandaríkjunum.

26

FERÐAFÉLAGIÐ FARVEL 2017

Hreinsaðu út prófþyngslin á hvítri strönd undir fagurgrænu pálmatré, klifraðu upp á fjall, skelltu þér á sjóskíði, skoppaðu á milli næturklúbba, hlustaðu á sjóðheitan djass í rökkvaðri búllu, drekktu í þig bænaóm munka í kyrrlátu musteri, kannaðu litríkt kóralrif innan um Nemó litla og félaga, dansaðu á tunglhátíð um miðja nótt á exótískri eyju eða finndu innri frið í hengirúmi á ströndinni með Bob Marley í bakgrunni. Einkunnir eru nefnilega ekki allt.


„What happens in Bling, stays in Bling“ FRAMANDI MENNINGARHEIMAR

27


Allar útskriftarferðir má einnig útfæra sem Einkaferðir eða Hópferðir fyrir almenna hópa eða einstaklinga KARABÍSKI DRAUMURINN

ÚTSKRIFTARFERÐIR 2017

Ljúfir stranddagar í hinum líflega bæ Playa del Carmen. Snorklað í kristaltærum sinkholum og forvitnast um sögu Mayanna. Rólegheit á karabísku eyjunni Caye Caulker þar sem ríkir sannkölluð Jamaíka-stemning. Snorklað með hákörlum og nærliggjandi eyjur kannaðar.

Hér gefur að líta hugmyndir að 15 DAGAR nokkrum útskriftarferðum. 338.000 KR.* Sumar þessara ferða höfum við hjá Farvel framkvæmt á síðustu árum, aðrar eru nýjar og óreyndar. Allar þessar ferðir gefa fyrirheit um ný og öðruvísi ævintýri í hárréttum hlutföllum við afslöppun, afþreyingu og mikið stuð.

STRÖND OG SAFARÍ Í TAÍLANDI

Ævintýralegir dagar í hinni sturluðu Bangkok. Safaríferð um þjóðgarðinn í Khao Sok. Regnskógur, fílar, apamusteri, siglingar og göngur. Partý, vatnasport og strandleti á Koh Phangan eða Koh Tao.

ANGKOR OG TAÍLAND

15 DAGAR

Fornar rústir og Indiana Jones-stemning í Angkor. Pub Street og klikkað næturlíf Siem Reap í Kambódíu. Bangkok með Hangover 2 ratleik, stórfrægu næturlífi og mögnuðum verslunartækifærum. Ljúfir stranddagar í Hua Hin.

322.000 KR.*

15 DAGAR

339.000 KR.*

Útskriftarhóparnir geta verið af öllum stærðum og ferðirnar má útfæra á ýmsan máta og BALÍ OG BANGKOK FULL MOON FERÐIN við lumum á mörgum fleiri HIPPAFERÐ TIL MEXÍKÓ Dvalið á partý-eyjunni Koh Phangan þar Brimbretti og djamm við strendur Kuta og hugmyndum. Brimbrettanámskeið við strendur Karíba- sem stærsta partý í heimi fer fram. Seminyak. Framandi umhverfi Úbúd og Hafðu samband í síma 415 0770 eða sendu skeyti á farvel@farvel.is

hafsins. Djammsigling á töfrandi eyju með plötusnúði og leikið á sjóbrettum. Afskekkt fjallaþorp og framandi náttúra í San Jose Pacifico. Hreinsandi athöfn í Temazcal Maya gufubaði

15 DAGAR

299.000 KR.*

28

FERÐAFÉLAGIÐ FARVEL 2017

Kokteilar og sólbað á fallegri hvítri strönd. nálægð við mannlíf og menningu. FjallÆvintýralegir dagar í hinni sturluðu Bang- göngur og flúðasiglingar í fjöllum Balí. Ævintýri í Bangkok, frábær matur, kok á heimleið. skemmtistaðir og verslunarmiðstöðvar 15 DAGAR 15 DAGAR

311.000 KR.*

370.000 KR.*


INDLAND

Indland í öllu sínu veldi. Mannmergð, litadýrð og krassandi matur. Taj Mahal og BARCELONA aðrar fornar hallir í Agra og Jaipur. Kjarnmiklar og bráðskemmtilegar sögu- Fílareiðtúr og stefnumót við heimamenn. BALÍ OG GILI-EYJAR og matargöngur um Barcelona. Got- Strandbærinn Goa með framandi stemnEyðieyjarstemning á gullfallegum eyjum neskahverfið, Ramblan, byggingar Gaudi, ingu og alvöru „backpacker“ stuði. MögnGili. Fjallgöngur og tjaldbúðir við KintaSjómannakirkjan, Gyðingahæðirnar og uð upplifun. mani-fjall á Balí. Fjallabærinn Úbúd er fleira. Frábært nætur- og götulíf, ljúffengt ólýsanlegur. Diskó, stuð og brimbretti á 15 DAGAR sjávarfang, cava og tapas í öll mál. Hugguströnd Kuta. 325.000 KR.* legir stranddagar í Sitges. 15 DAGAR 9 DAGAR

Luang Prabang ein ljúfasta og mest sjarmerandi borg í Asíu. Sigling á Mekongfljóti og ævintýralegar gönguleiðir um afskekktar sveitir Laos. Bangkok er æsandi og kemur á óvart. Við strandbæinn Hua Hin eru fagrar strendur og næturlífið ógleymanlegt. Stuð frá morgni til kvölds.

Stórborgin Saígon með fjöruga markaði og frábært næturlíf. Siglt um árósa Mekong í nálægð við menningu og mannlíf. Sjarmerandi strandlíf Mui Ne með 15 DAGAR kitesurf, köfun og ljúffengu sjávarfangi. 329.000 KR.* Viðkoma í Bangkok á heimleiðinni.

354.000 KR.*

385.000 KR.*

LOS ANGELES

TAÍLAND OG LAOS

15 DAGAR

14 DAGAR

393.000 KR.*

KR. 189.000 KR.*

VÍETNAM

KENÝA

Nairóbí – ein flottasta stórborg Afríku. Rík af menningu og magnað næturlíf. Ótrúlegt dýralíf á sléttum Masaí Mara-þjóðgarðsins. Púðursandur, grænblár sjór og skemmtileg afþreying í Mombasa. Þægilegt flug með British Airways um London til Nairóbí.

KÚBA

Hollywood og allt það helsta sem L.A. hefur upp á að bjóða skoðað hátt og lágt. Dvalið í bjálkakofum og útilega við Big Bear. Ljúfir stranddagar á Santa Monica.

Fornbílar, einstakar byggingar og fjörugt 7 DAGAR næturlíf í Havana. Viñales og Pinar del Rio, 229.000 KR.* náttúruævintýri og útivist. Strandstuð og leti á Cayo Santa Maria í viku. Menning, Athugið að fjölmargar aðrar útgáfur af útskriftaferðum eru í boði! náttúra og iðandi salsa í Karíbahafinu. 14 DAGAR

370.000 KR.*

*Verð per mann í tvíbýli. Innifalið: Flug frá Keflavík til nefnds áfangastaðar og til baka með öllum sköttum og gjöldum, gisting með morgunmat, allur akstur á milli staða, nefndar sérferðir, allt flug innanlands og íslensk leiðsögn. Gildistími: 2017 Fyrirvari: Að farþegafjöldi sé að lágmarki 30 manns og að flug, fargjöld, hótel og önnur þjónusta sé fáanleg þegar að bókun kemur. Verð miðast við gengi gjaldmiðla 1. ágúst 2016.

FRAMANDI MENNINGARHEIMAR

29


FARARSTJÓRAR OG STARFSFÓLK FARVEL HEFUR MIKLA REYNSLU OG BÝR AÐ VÍÐTÆKRI ÞEKKINGU Á HINUM ÓLÍKU LANDSVÆÐUM ASÍU OG ÖÐRUM ÁFANGASTÖÐUM, SVO SEM MIÐ-AMERÍKU OG AFRÍKU. VIÐ VILJUM AÐ OKKAR FÓLK UPPLIFI PERSÓNULEGT FERÐAÆVINTÝRI, KYNNIST FJÖLBREYTTRI MENNINGU OG MANNLÍFI FRAMANDI LANDA OG EIGNIST ÓGLEYMANLEGAR FERÐAMINNINGAR.

HELGI BENEDIKTSSON

HEIÐAR LOGI

VIKTOR SVEINSSON

EIRÍKUR VILJAR

Helgi byrjaði ungur að stunda fjallgöngur og skíðamennsku, bæði innanlands sem utan. Hann hefur klifið marga af hæstu og frægustu tindum út um allan heim. Þess má geta að Helgi kleif Diran (7273 m) í Pakistan sem var hæsta fjall sem Íslendingur hafði klifið á þeim tíma (árið 1985) og stóð það met í 10 ár. Sérsvið: Gönguferðir, Nepal, Perú, Bútan, Kenýa, Víetnam.

Heiðar Logi er fyrsti íslenski atvinnusörfarinn og síðan hann byrjaði brimbrettasiglingar árið 2008 hefur hrifning hans og áhugi fyrir náttúru og ævintýrum aukist og vaxið. Löngunin til að ferðast og sörfa heimsins höf hefur dregið hann víða. Heiðar lætur hjartað ráða og fæst eingöngu við það sem vekur áhuga hans og með það að leiðarljósi hefur honum tekist að skapa sér atvinnu í kringum ævintýramennskuna. Sérsvið: Balí og Mexíkó.

Viktor fór í sína fyrstu heimsreisu árið 1987 og núna, tæpum 30 árum síðar, er hann enn á ferðinni um heim allan. Árið 2006 stofnaði hann ferðaskrifstofuna Óríental sem var fyrsta íslenska ferðaskrifstofan sem bauð sérhæfða ferðaþjónustu í Asíu. Enn er leitun að nokkrum Íslendingi sem hefur meiri þekkingu og reynslu af ferðum um Asíu en hann. Sérsvið: Taíland, Laos, Kambódía, Víetnam, Singapúr, Balí, Java, Mikrónesía, Kúba og Madagaskar.

Forfallinn mótorhjólaunnandi og ævintýramaður. Hann á mörg ferðalög á mótorhjóli að baki og stendur efst upp úr annars vegar ferðalag niður Víetnam endilangt og hins vegar Suður-Kína og Búrma. Drifkraftur, útsjónarsemi og jákvæðni eru lýsingarorð sem eiga vel við Eirík og því er hann tilvalinn fararstjóri. Sérsvið: Víetnam, Búrma, Kambódía, Kína.

30

FERÐAFÉLAGIÐ FARVEL 2017


GUNNAR TORFI

ELVA BJÖRK

UYEN LE

Gunnar Torfi hefur verið á stöðugu flakki síðustu átta árin og hefur ævintýraþráin dregið hann víða. Gunnar lifði sem búddískur munkur á Norður-Taílandi, dvaldi í kommúnu á Indlandi og braust inn í bólivískt fangelsi, sem var orðið að sjálfstæðu samfélagi útlaga. Gunnar hefur verið búsettur í Tókýó síðan 2014, þar sem hann starfar meðal annars sem stefnumótaþjálfari fyrir japanska karlmenn. Sérsvið: Japan, Taíland, Indland og Kambódía.

Elva er lögfræðingur og starfaði lengi sem slíkur áður en hún gerðist kjúklingabóndi árið 2013 en hún er einn af stofnendum Litlu gulu hænunnar sem framleiðir og selur velferðarkjúkling. Elva bjó í Kosta Ríka í rúmlega ár þar sem að hún bætti við sig háskólagráðu í mannréttindum og þjóðarrétti. Hún varð strax ástfangin af Kosta Ríka. Dýralífið og náttúran heillaði hana hvað mest. Letidýr er uppáhaldsdýrið hennar. Sérsvið: Kosta Ríka.

Uyen hefur mikinn áhuga á ferðalögum og Landbúnaðarverkfræðingur sem hefur hefur ferðast víða í Suðaustur Asíu en starfað við að kenna sjálfbæra þróun við draumurinn er að heimsækja fleiri lönd. Hún háskóla í Mexíkó. Þar hefur hann m.a. hóf störf hjá Óríental árið 2011 – tók við framkennt um lækningarmátt plantna, sérkvæmdastjórn Farvel 2016 í Asíu og sér um hæft sig í lækningarmætti plantna, kennt allan rekstur í Suðaustur-Asíu. matar- og plönturæktun, hvernig útbúa Sérsvið: Suðaustur-Asía

ALEXIS TAVERA LOPEZ

skuli vatnssíur, byggja hús úr adobemoldarkubbum, endurnýtingu o.fl. Sérsvið: Mexíkó.

PÉTUR HRAFN Pétur fékk ferðabakteríuna ungur að árum og hefur verið á stöðugu flakki alla ævi. Uppáhaldsstaðurinn er alltaf sá sem er í núinu, öll ÁSTA ÞÓRISDÓTTIR lönd, allar borgir, hver einasti blettur hefur ALEXANDRA SIGURÐARDÓTTIR Ævintýramanneskja sem bjó í Bandaríkjun- upp á eitthvað að bjóða varðandi sögu, mannAlexandra elskar að fara ótroðnar slóðir og um í 5 ár og hefur ferðast um heiminn frá líf og menningu. Takmarkið skal alltaf vera að prófa eitthvað nýtt. Fjallgöngur eru í miklu blautu barnsbeini. Hún er grafískur hönnuður, ögra sjálfum sér, finna mörk hins byggilega uppáhaldi og hún er tilbúin að gera ýmislegt góður kokkur, stundar para- gliding og líður og geranlega, að öðlast meiri víðsýni og skilnfyrir góðan mat. Ævintýraþráin hefur dregið best annars staðar en heima hjá sér. Ásta ing á mannlegri tilveru. hana til fjölda heimsálfa en hún heillaðist þó kom fyrst til Balí fyrir um 20 árum síðan og Sérsvið: Austur-Evrópa, Kína, Japan, allra mest af Mexíkó þar sem hún hefur dvalið féll alveg fyrir eyjunni. Norður-Kórea, Víetnam, Laos, Kambódía, síðustu misseri. Þar starfaði hún með Sérsvið: Balí og Indónesía. Taíland, Búrma, Indland, Nepal, Tíbet, grasalækni og hjálpaði fátækum samfélögSuður-Afríka, Svasíland og Zimbabve. um að verða sjálfbær m.a. með því að kenna þeim að búa til jurtalyf, nýta náttúruna og rækta skóginn. Sérsvið: Mexíkó, Gvatemala, Belize, Kólumbía, Ekvador og Ástralía.

IDA BAGUS AMBARA Ambara er fæddur og uppalinn í Mas þorpinu í Indónesíu og býr þar enn. Hann er ávallt léttur í lund og stutt í grínið. Hann hefur gaman af áskorunum og að prófa eitthvað nýtt. Ambara nýtur þess að ferðast og hitta nýtt PÁLL ARNAR STEINARSSON fólk og er ávallt forvitinn um menningu og Páll heillaðist af mannlífi og mat Asíu þegar hefðir annarra. Það er helst þess vegna sem hann fór í skiptinám til Shanghaí. Eftir náms- hann elskar starfið sitt en hann hefur unnið í lok starfaði Páll við ýmis verkefni í Bangkok, ferðamannabransanum frá því árið 1997. þó aðallega við fararstjórn og sem plötusnúð- Sérsvið: Indónesía. ur á klúbbum Bangkokborgar. Hann þekkir hvern krók og kima borgarinnar og leggur sig fram við að hjálpa gestum sínum að kynnast ólíkum hliðum taílenskrar menningar. Sérsvið: Taíland.

ANÍTA MARGRÉT Aníta er hesta- og ævintýramanneskja í húð og hár. Hún hefur aðallega starfað við tamningar, þjálfun, hestasýningar og hestaferðir hér og erlendis. Hún hefur prófað flest öll hestakyn í heimi og árið 2014 lá leiðin til Mongólíu þar sem hún reið mongólskum villihestum og keppti í lengstu, erfiðustu og hættulegustu kappreið í heimi, Mongol Derby. Sérsvið: Mongolía.

SKÚLI PÁLMASON Þegar Skúli sneri aftur eftir ársdvöl í Ástralíu sem skiptinemi 18 ára gamall vissi hann að það væri ekki aftur snúið. Hann var kominn með ferðabakteríuna. Skúli hefur mikla ævintýra- og hreyfiþörf og vill helst alltaf vera að klífa fjöll, kafa í undirdjúpin, sörfa öldurnar og lenda í ævintýrum en einnig finnst honum æðislegt að liggja með góða bók á fallegri strönd. Sérsvið: Taíland, Kambódía, Indónesía, Kúba, Kína, Mongólía, Japan, Víetnam.

ÓLÖF BIRNA BJÖRNSDÓTTIR Ólöf Birna er áhugasöm um allt mögulegt milli himins og jarðar. Hún stundar hestamennsku af kappi og elskar að ferðast á framandi slóðir. Fyrir Ólöfu eru áskoranir áhugamál: “það eru ekki til vandamál, bara lausnir” er hennar motto. Á síðasta ári lét hún gamlan draum rætast og fór til Mexíkó og Gvatemala þar sem hún tók þátt í ævintýralegu hjálparstarfi. Það verður sennilega ekki aftur snúið því Ólöf hefur uppgötvað að draumar geta orðið að veruleika.

FRAMANDI MENNINGARHEIMAR

31


Profile for Viktor Sveinsson

Farvelferðir 2017 – framandi menningarheimar  

Farvel er íslenskt ferðafélag sem byggir á grunni Asíuferða Óríental með áratuga reynslu og sérþekkingu í skipulagi og leiðsögn sérferða um...

Farvelferðir 2017 – framandi menningarheimar  

Farvel er íslenskt ferðafélag sem byggir á grunni Asíuferða Óríental með áratuga reynslu og sérþekkingu í skipulagi og leiðsögn sérferða um...

Profile for farvel
Advertisement