Page 1

náms vísir FARSKÓLINN – MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA

VOR 2014

1


Starfsfólk Farskólans Bryndís Kristín Þráinsdóttir framkvæmdastjóri bryndis@farskolinn.is & 455 6014 / 894 6012 Daglegur rekstur Farskólans, þróunarverkefni, samskipti og Markviss ráðgjöf. Greining á fræðsluþörfum innan fyrirtækja, umsjón námskeiða, kennsla o.fl.

Jóhann Ingólfsson verkefnastjóri

johann@farskolinn.is & 455 6011 / 893 6011

Umsjón með námsveri á Faxatorgi, fjarfundabúnaði og prófum háskólanema. Skipulagning og umsjón námskeiða, kennsla og fleira.

Halldór B. Gunnlaugsson verkefnastjóri

halldorb@farskolinn.is

& 455 6013

Umsjón með námskeiðum, háskólanámi, heimsóknum í fyrirtæki og stofnanir, kennsla og fl.

Ólafur Bernódusson verkefnisstjóri og námsog starfsráðgjafi á Skagaströnd olibenna@hi.is & 451 2210 / 899 3172

Náms- og starfsráðgjöf, hvatning til náms og umsjón með námskeiðum Farskólans og fl.

Gígja Hrund Símonardóttir þjónustustjóri

gigja@farskolinn.is

& 455 6010

Skráningar á námskeið, símsvörun, almenn skrifstofustörf og umsjón með námskeiðum.

Aðalheiður Reynisdóttir

náms- og starfsráðgjafi heida@farskolinn.is

& 455 6012

Náms- og starfsráðagjöf á Norðurlandi vestra. Ráðgjöf til háskólanema og kennsla á námskeiðum.

2

Hækkað menntunarstig með þinni þátttöku... Námsvísir Farskólans er kominn í þínar hendur. Á síðasta ári voru haldin 55 námskeið hjá Farskólanum af öllum stærðum og gerðum. Kenndar stundir voru 1.677. Nemendastundir voru 16.907. Hjá Farskólanum sóttu 397 konur nám og 246 karlar. Það er ánægjulegt að körlum fjölgar og eru þeir nú 38% af þátttakendum. Í þessum Námsvísi er það nýmæli að námskeiðum er ekki öllum lýst nákvæmlega, heldur talin upp. Við leggjum áherslu á, að á heimasíðu Farskólans (www.farskolinn.is) finnir þú nánari lýsingar á öllum námskeiðunum. Við hvetjum fólk til að vera í samskiptum við Farskólann á Facebook, þar má finna fréttir og myndir af námskeiðum. Ef þú finnur ekki það námskeið sem þig langar á hér í Námsvísinum, hafðu þá samband við okkur og við reynum að koma þínu draumanámskeiði „á koppinn“. Farskólinn tekur meðal annars þátt í stóru verkefni sem nefnist „Tilraunaverkefni um hækkað menntunarstig í Norðvesturkjördæmi“ og stýrt er frá Háskólanum á Bifröst. Síðastliðið sumar urðu íbúar varir við að verið var að kanna menntunarstig íbúa og viðhorf þeirra til menntunar. Svo stiklað sé á stóru verður ekki annað sagt en að stjórnendur í atvinnulífinu á svæðinu séu mjög jákvæðir í garð menntunar. Aftar í þessu blaði getur þú lesið meira um verkefnið. Farskólinn mun fylgja verkefninu eftir með heimsóknum í fyrirtæki og

Stjórn Farskólans skipa: Ásgerður Pálsdóttir, formaður, Ingileif Oddsdóttir, Guðrún Sighvatsdóttir, Erla Björk Örnólfsdóttir og Arnþrúður Heimisdóttir.

stofnanir á svæðinu þar sem hann mun kynna hvaða nám er í boði á landsvísu og aðstoða fólk við að komast í nám hafi það áhuga eða þörf fyrir það. Með þessu verkefni er ekki eingöngu verið að koma til móts við þarfir einstaklinganna heldur einnig atvinnulífsins á svæðinu. Þekkingarsetrið á Blönduósi stóð einnig fyrir þarfagreiningu á námsframboði á Norðurlandi vestra og er að kynna niðurstöður þessa dagana. Markhópur Farskólans er fullorðið fólk á öllum aldri, hvort sem það starfar á vinnumarkaði, er í atvinnuleit, tímabundið frá vinnu, í námi eða komið á efri ár. Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra er hluti af fimmtu stoðinni í íslenska menntakerfinu. Við höfum leikskólastig fyrir yngstu börnin, grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla og síðan framhaldsfræðsluna eða fullorðinsfræðsluna og starfar Farskólinn innan ramma hennar. Haustið 2014 hefst kennsla í Farskólanum í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri. Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig í námið eru hvattir til að fylgjast vel með auglýsingum næstu vikurnar. Nýttu þér þá þjónustu sem Farskólinn býður upp á; hvort sem þú gerir það með því að fara á námskeið; í náms- og starfsráðgjöf sem er þér að kostnaðarlausu eða í raunfærnimat. Okkar hlutverk er að veita þér góða þjónustu. Við hlökkum til að sjá þig í Farskólanum á vorönn 2014. Fyrir hönd starfsfólks Bryndís Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri.

Eftirtalin sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir og félög eru stofnaðilar að Farskólanum og eiga sína fulltrúa í fulltrúaráði Farskólans: Húnaþing vestra - Húnavatnshreppur -Skagahreppur -Akrahreppur - Sveitarfélagið Skagafjörður - Aldan, stéttarfélag, Skagafirði Verslunarmannafélag Skagfirðinga - Starfsmannafélag Skagafjarðar Stéttarfélagið Samstaða, Húnavatnssýslum - Hólaskóli – Háskólinn á Hólum - Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki - Fisk Seafood, Sauðárkróki og Skagaströnd - Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra

Farskólans.


Í þessum námsvísi bregður Farskólinn út af vananum og birtir einungis lýsingar á þeim námskeiðum sem ekki hafa verið í boði áður hjá Farskólanum. Eftirtalin námskeið hafa verið vinsæl undanfarin misseri og þurfa minni kynningu, en eru í boði á vorönn 2014. Nánari lýsingar á þeim er að finna á heimasíðu Farskólans www.farskolinn.is

Allar upplýsingar eru birtar með na að fyrirvara um breytingar sem kun . náð séð ku verða og að nægri þátttö tþát að við Flest námskeið miðast takendur séu 8 – 12 að tölu.

Gagn & gaman Saumanámskeið........................................... Ljósmyndun fyrir byrjendur........................ Bjórnámskeið að Hólum............................ Jóga.................................................................. Jurtalitun......................................................... Skrautskrift.................................................... Útskurðarnámskeið..................................... Hekl fyrir byrjendur...................................... Flökun og hnífabrýningar...........................

Kristín Þöll Þórsdóttir, klæðskeri Pétur Ingi Björnsson, ljósmyndari Broddi Hansen, Bjórsetur Íslands Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir, jógakennari Guðrún Hadda Bjarnadóttir, handverkskona Rúna Sigurðardóttir Jón Adólf Steinólfsson, listamaður Ólöf Hartmannsdóttir Rúnar Kristjánsson, netagerðarmaður

Vornámskeið Matjurtagarðurinn þinn ............................... Ræktun berjarunna og ávaxtatrjáa........... Ræktun Kryddjurta........................................ Útimósaík.........................................................

Jón Guðmundsson, garðyrkjufræðingur Jón Guðmundsson, garðyrkjufræðingur Jón Guðmundsson, garðyrkjufræðingur Ásta Búadóttir, grunnskólakennari

Tölvunámskeið Ipad fyrir byrjendur................................... Tölvan sem afþreying.............................. Word............................................................. Excel............................................................ Upplýsingatækni (UTN103)................... Internet og rafræn samskipti................. Tölvunámskeið fyrir eldri borgara........ Facebook fyrir eldri borgara..................

Kennarar á vegum Farskólans Kennarar á vegum Farskólans Kennarará vegum Farskólans Kennarar á vegum Farskólans Kennarar á vegum Farskólans Kennarar á vegum Farskólans Kennarar á vegum Farskólans Kennarar á vegum Farskólans

Tungumálanámskeið Enska - talnámskeið....................... Kennarar á vegum Farskólans Spænska fyrir byrjendur................ Kennarar á vegum Farskólans Þýska fyrir byrjendur....................... Kennarar á vegum Farskólans

Námskeið sem enn eru í boði frá hausti Eftirfarandi námskeið voru í boði á haustönn 2013. Þeim þurfti ýmist að fresta eða það vantaði herslumuninn á að ná í hóp. Þau eru ennþá í boði og það eru laus sæti á þau öll. Bólstrun................................................................Pálmi Sighvatsson, bólstrari Rafsuða.................................................................Geir Eyjólfsson, framhaldsskólakennari Lesið í skóginn....................................................Ólafur Oddsson, verkefnastjóri Tölvuleikjaforritun í samstarfi við SKEMA...Kennari á vegum Skema Ipad/Iphone fyrir byrjendur.............................Kennarar á vegum Farskólans Núvitund (mindfulness)....................................Tolli Morthens, listmálari Vatnslitanámskeið..............................................Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson, listamaður og kennari Handmálun og spaði.........................................Þorbjörg Óskarsdóttir, listakona Austurlenskur matur og vín.............................Jón Daníel Jónsson, matreiðslumeistari og Dominique Pledel Jónsson, vínsérfræðingur.

3


4


Um vottaðar námsleiðir FA Vottaðar námsleiðir Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins eru styrktar af Fræðslusjóði og þess vegna er hægt að bjóða þær á hagstæðu verði. Þær eru viðurkenndar af menntaog menningarmálaráðuneytinu og má meta til eininga á framhaldsskólastigi. Hjá Farskólanum hefur Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra metið einingarnar. Námslýsingar má sjá á vef FA (www.frae.is). Námsleiðirnar eru fyrst og fremst hugsaðar fyrir fullorðið fólk með stutta formlega skólagöngu, en þær eru einnig viðurkennd úrræði fyrir atvinnuleitendur og fólk í starfsendurhæfingu. Lögð er áhersla á að hægt sé að stunda námið með vinnu, að kennsluhættir henti fullorðnu fólki, að námið sé hagnýtt og í takt við þarfir námsmanna og atvinnulífsins. Allar nánari upplýsingar má fá hjá verkefnastjórum Farskólans í síma 455 – 6010 eða á heimasíðu skólans.

Bóklegar greinar – Nám og þjálfun LEIÐBEINENDUR:

Kennarar á Norðurlandi vestra

57.000 KR.

LÝSING:

Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum er fyrir þá sem eru 23 ára eða eldri og langar aftur í nám eftir hlé. Námið hentar vel þeim sem hafa áhuga á að ná sér í sveinspróf en eiga eftir bóklegu greinarnar. NÁMSAÐFERÐ: Kynning, umræður, einstaklings- og hópavinna. Sjá nánar á www.farskolinn.is. • Námstækni. • Sjálfsþekking. • Íslenska 102 og 202. • Danska 102. • Enska 102, 202 og 122. • Stærðfræði 102 og 122.

Í Farskólanum og í Námsverum á Norðurlandi

Á vorönn 2014. FJÖLDI: 10 - 12 þátttakendur. NÁMSMAT: Gerð er krafa um 80% mætingu í hvern námsþátt. Námsmenn vinna verkefni undir handleiðslu leiðbeinanda sem hann metur, bæði heima og í kennslustund. TIL ATHUGUNAR: Ef ekki næst í tilskyldan fjölda á hverjum stað verður fjarkennt á milli staða. HVENÆR:

Skrifstofuskólinn - dagtímar og kvöldtímar LEIÐBEINENDUR:

Kennarar á Norðurlandi vestra

Í Grettisgreipum Opin smiðja – handverkssmiðja Ýmsir sérfræðingar á svið lista, hönnunar og markaðsmála og fleiri.

28.000 KR. 80 KLST. (120 KEST.).

Opin smiðja er þróunarverkefni á vegum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Í smiðjum er lögð áhersla á nám til að skipuleggja, undirbúa, vinna og skila verki sem er starf eða hluti starfs á vinnumarkaði. Opnar smiðjur eru ætlaðar markhópi FA (sjá „Um vottaðar námsleiðir FA“ hér á undan. LÝSING OG MARKMIÐ:

• Hvernig á að hugsa handverk? • Hvernig nýti ég náttúruna í handverksvinnu og ferðaþjónustu? • Sérstaða svæðisins. • Markaðssetning á vörum. • Kynning á handverki. • Vöruþróun.

NÁMSGREINAR:

vestra.

• Sjálfstyrking, samskipti, tímastjórnun og markmiðasetning. • Námstækni. • Verslunarreikningur. • Bókhald. • Tölvubókhald, Navision. • Þjónusta og símsvörun. • Tölvu- og upplýsingaleikni. • Færnimappa og ferilskrá. HVAR: Í Farskólanum og í Námsverum á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Á vorönn 2014. FJÖLDI: 10 - 12 þátttakendur. NÁMSMAT: Gerð er krafa um 80% mætingu í hvern námsþátt. Námsmenn vinna verkefni undir handleiðslu leiðbeinanda sem hann metur. TIL ATHUGUNAR: Ef ekki næst í tilskyldan fjölda á hverjum stað verður fjarkennt á milli staða.

LEIÐBEINENDUR: 200 KLST. (300 KEST.).

HVAR:

NÁMSGREINAR:

Aukið samstarf og samræða aðila á svæðinu sem sinna handverki og ferðaþjónustu. Námskeiðið er byggt upp á fyrirlestrarformi, verklegri vinnu, vettvangsheimsóknum auk þess sem þátttakendur þurfa að halda verkdagbók meðan á námskeiði stendur. HVAR: Á Norðurlandi vestra þar sem næst í hóp. HVENÆR: Á vorönn 2014. Kennt er seinnipartinn og um helgar. FJÖLDI: 10 - 12 þátttakendur. NÁMSMAT: Gerð er krafa um 80% mætingu. TIL ATHUGUNAR: Tilvalið námskeið fyrir handverksfólk á svæðinu.

45.000 KR. 160 KLST. (240 KEST.)

LÝSING OG MARKMIÐ: Markmiðið með námi í Skrifstofuskólanum er að þú eflir sjálfstraust þitt og öryggi til faglegra starfa á skrifstofu. Að þú aukir færni þína í tölvunotkun og bókhaldi og í því að veita fyrsta flokks þjónustu.

5


Gagn & gaman Leður, roð og mokki. Saumanámskeið LEIÐBEINANDI:

Anna Jóhannsdóttir, handverkskona

39.900 KR (9.975 KR EF AÐ FULLU NIÐURGREITT). 36 KEST.

Verkleg stjörnufræði LEIÐBEINANDI:

Caroline Kerstin Mende, verkfræðingur, fædd í Þýskalandi

8.300 KR (2.075 KR EF AÐ FULLU NIÐURGREITT). 4 KEST. (2 SKIPTI)

Eftir stuttu bóklega kennslu verður horft á himininn með „reflektor“ -stjörnukíki (stækkar allt að 300x) t.d. á tunglið, á Júpíter með sínum röndum og 4 tunglum, á Mars, á Venus eða á Stóru Oríon-þokuna. Einnig verður kennt að þekkja stjörnumerki eins og litla og stóra björn, naut, kassíópeiu eða svaninn. Þá verður horft á sólina með sólblettunum sínum. HVAR: Í Farskólanum við Faxatorg eða í námsverum á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Þegar nægri þátttöku er náð. FJÖLDI: 8 þátttakendur. LÝSING:

LÝSING: Á námskeiðinu verður: • Kennsla á vélar og umhirða leðurs. • Unnið með þau efni sem framleidd eru í verksmiðju Loðskinns / Sjávarleðurs, s.s. leður, mokkaskinn og fiskroð. • Saumuð verða nytsamleg skyldustykki og valkvæð stykki. STAÐSETNING: Í húsnæði Sjávarsleðurs / Loðskinns á Sauðárkróki HVENÆR: Þegar nægri þátttöku er náð. FJÖLDI: 8 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Sjávarleður gefur 20% afslátt á því skinni sem þátttakendur vilja nota. Annað efni er selt á kostnaðarverði

Öndun og slökun LEIÐBEINANDI:

Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir, jógakennari

Fjársjóðsleit eða Geocaching 6.500 KR ( 1.625 KR EF AÐ FULLU NIÐURGREITT). 3 KEST.

Kenndar verða nokkrar tegundir jógískrar öndunar og hvaða áhrif hún hefur á líkama og andlega líðan. Talað verður um hvaða áhrif grunn og óregluleg öndun hefur og hve dýrmætt það er að staldra við í núinu og slaka á fyrir heilsuna. Í lokin er leidd slökun. HVAR: Í Farskólanum við Faxatorg eða í námsverum á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Þegar nægri þátttöku er náð FJÖLDI: 10 þátttakendur LÝSING:

Hugleiðsla- og gongslökun LEIÐBEINANDI:

Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir, jógakennari

6.900 KR ( 1.725 KR EF AÐ FULLU NIÐURGREITT). 3 KEST.

LÝSING: Kenndar verða 2 tegundir af einföldum og áhrifaríkum hugleiðslum sem losa streitu og veita innri kyrrð. Í lok tímans verður gongslökun en hún hjálpar okkur að losa um spennu i líkamanum og er veitir huganum hvíld. HVAR: Í Farskólanum við Faxatorg eða í námsverum á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Þegar nægri þátttöku er náð. FJÖLDI: 10 þátttakendur.

6

LEIÐBEINANDI:

Bjarni Kristófer Kristjánsson, sérfræðingur

9.900 KR (2.475 KR EF AÐ FULLU NIÐURGREITT). 6 KEST.

LÝSING: Geocaching er tegund af afar vinsælum útivistarleik.

Þátttakendur í leiknum nota GPS staðsetningartæki eða snjallsíma með GPS til að fela og finna vatnsþétt ílát sem geyma fjársjóði sem kallast geocaches. Slíkir fjársjóðir eru faldir allstaðar í heiminum og mikill fjöldi þeirra staðsettur á Norðurlandi vestra. Á námskeiðinu lærir þú bæði að finna slíka fjársjóði og búa þá til fyrir aðra þátttakendur leiksins. Þetta er sérstaklega skemmtilegur leikur fyrir þá sem hafa gaman af að ferðast og sjá staði sem einungis staðkunnugir þekkja. Námskeiðið er blanda af fyrirlestri og fjársjóðsleit. HVAR: Í Farskólanum við Faxatorg eða í námsverum á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Þegar nægri þátttöku er náð. FJÖLDI: 10 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Þáttakendur þurfa að hafa með sér GPS tæki eða snjallsíma.

GPS staðsetningartæki og rötun LEIÐBEINANDI:

Bjarni Kristófer Kristjánsson og Arnþór Gústavsson, sérfræðingar

22.500 KR (5.625 KR EF AÐ FULLU NIÐURGREITT). 12KEST. - 3 SKIPTI.

LÝSING: Á námskeiðinu er farið yfir öll helstu grunnatriði rötunar. Þátttakendur læra á áttavita, æfa sig í að lesa og vinna á kort, bæði með stefnur, vegalengdir og staðsetningar. Farið er yfir allar helstu stillingar og notkunarmöguleika GPS staðsetningartækja, gögn unnin af kortum, skráð í tækin og gögn á tölvutæku formi flutt í og


úr tæki. Einnig verður kennt hvernig hægt er að vinna með GPS gögnin í tölvunni. Námskeiðið er tvö kvöld innandyra og ein útiæfing og hentar bæði fyrir byrjendur og þá sem vilja upprifjun í notkun á GPS staðsetningartækjum. HVAR: Í Farskólanum við Faxatorg eða í námsverum á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Þegar nægri þátttöku er náð. FJÖLDI: 10 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Þátttakendur þurfa að hafa með sér eigin GPS tæki, áttavita og skriffæri.

Vornámskeið Smíði upphækkaðra gróðurkassa LEIÐBEINANDI:

Atli Már Óskarsson, framhaldsskólakennari

13.900 KR. (3.475 KR EF AÐ FULLU NIÐURGREITT). 10 KEST.

Gigt og grasalækningar LEIÐBEINANDI:

Kolbrún Björnsdóttir, grasalæknir

10.900 KR. (2.275 KR EF AÐ FULLU NIÐURGREITT). 4 KEST.

LÝSING: Námskeiðið er sérsniðið fyrir fólk sem á við gigtarsjúkdóma að stríða. Kolbrún kennir hvernig má minnka einkenni gigtarsjúkdóma með góðu mataræði, inntöku jurta og ýmsu öðru. Farið er vel í hvaða jurtir virka bólgueyðandi, verkjastillandi, blóðhreinsandi, kraftaukandi og styrkjandi en með því að þekkja jurtirnar getur fólk bjargað sér meira sjálft og slegið á einkenni gigtar. HVAR: Í Farskólanum við Faxatorg eða í námsverum á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Þegar nægri þátttöku er náð. FJÖLDI: 10 þátttakendur.

LÝSING: Á námskeiðinu mun Atli fara í gegnum hvernig smíðaður er upphækkaður gróðurkassi sem hægt er að hafa á palli, svölum eða garði og mun hver þátttakandi smíða sinn eigin kassa í þeirri stærð sem hentar aðstæðum hvers og eins. HVAR: Í smíðastofum á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Þegar nægri þátttöku er náð. FJÖLDI: 10 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Efniskostnaður er ekki innifalinn og fer hann eftir stærð þess kassa sem þátttakandi smíðar.

Detox námskeið LEIÐBEINANDI:

Kolbrún Björnsdóttir, grasalæknir

10.900 KR. (2.275 KR EF AÐ FULLU NIÐURGREITT). 4 KEST.

Á námskeiðinu mun Kolbrún fara í gegnum það hvernig best er að hreinsa líkamann og losa hann við óæskileg eiturefni. Farið verður í nokkrar mismunandi leiðir við að hreinsa blóð og ristil. Útskýrt verður hvað felst í uppbyggingarferli sem er mikilvægt til að hægt sé að byggja upp líkamann og gera hann sterkari. Með námskeiðsgögnum fylgja uppskriftir af súpum, salötum og söfum sem notaðar eru í hreinsunarferlinu. HVAR: Farskólanum við Faxatorg eða í námsverum á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Þegar nægri þátttöku er náð. FJÖLDI: 10 þátttakendur. LÝSING:

Grillnámskeið LEIÐBEINANDI:

Þórhildur M. Jónsdóttir, matreiðslumeistari.

9.900 KR (2.475 KR EF AÐ FULLU NIÐURGREITT).. 5-6 KEST.

LÝSING: Á

námskeiðinu verðu grillið tekið fram og þeir þættir skoðaðir sem stýra því hvernig til tekst við grilleldamennskuna. Grillað verður kjöt, fiskur, grænmeti og ávextir, svokölluð vorveisla þar sem þátttakendur njóta afrakstursins saman í lok námskeiðs. HVAR: Á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Þegar nægri þátttöku er náð. FJÖLDI: 10 þátttakendur.

Þjónustunámskeið – Við erum hér fyrir þig LEIÐBEINANDI:

Ýmsir

15.000

KR (3.750 KR EF AÐ FULLU NIÐURGREITT). 10 KEST.

LÝSING: Tilvalið

Skráðu þig núna! Hringdu í síma 455 6010,

sendu okkur póst á farskolinn@farskolinn.is eða skráðu þig á www.farskolinn.is

námskeið fyrir þá sem eru að hefja störf í verslun og ferðaþjónustu og vilja auka færni sína í þjónustustörfum. Markmið námskeiðsins er að efla almenna, faglega og persónulega færni þátttakenda til að takast á við fjölbreytt og kerfjandi verkefni innan þjónustufyrirtækja, að gera þá betur í stakk búna að takst á við erfiðar aðstæður sem geta komið upp og kynna þátttakendum helstu staðreyndir og upplýsingaveitur um sitt nærumhverfi. HVAR: Í Farskólanum við Faxatorg eða í námsverum á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Þegar nægri þátttöku er náð. FJÖLDI: 12 þátttakendur.

7


Matur & vín „Local“ bjór í matargerð LEIÐBEINANDI: Þórhildur M Jónsdóttir,

9.900

KR (2.475 KR EF AÐ FULLU NIÐURGREITT).

matreiðslumeistari.

5-6 KEST.

LÝSING: Lagt verður upp með það hvernig er hægt að nota bjór í matargerð og sérstök áhersla lögð á að nota íslenskan bjór. Farið verður yfir það hvaða bjór passar best hverju hráefni og hvernig hægt er að nota hann í matargerð á margvíslegan hátt. Þátttakendur gera nokkra rétti sem eru gerðir úr ólíkum bjórum s.s „lager, stout og pale“. HVAR: Á Norðurlandi vestra HVENÆR: Þegar nægri þátttöku er náð. TIL ATHUGUNAR: 10 þátttakendur

Auðvelt að elda hollt og gott án sykurs, hveitis og gers. LEIÐBEINANDI: Þórhildur M Jónsdóttir,

matreiðslumeistari

9.900

KR (2.475 KR EF AÐ FULLU NIÐURGREITT). 5-6 KEST.

LÝSING: Auðvelt er að elda hollan mat úr góðu hráefni. (Lágkolvetnamataræði hefur notið vaxandi vinsælda síðustu ár og henta sumum einstaklingum). Á þessu námskeiði verður farið í hvernig hægt er að elda góðan og fljótlegan mat án hveitis, sykurs og gers. HVAR: Á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Þegar nægri þátttöku er náð. FJÖLDI: 10 þátttakendur.

Eldað án kjöts – fljótt, hollt, ódýrt og bragðgott LEIÐBEINENDUR: Caroline Kerstin Mende, verkfræðingur, fædd í Þýskalandi

9.900

KR (2.475 KR EF AÐ FULLU NIÐURGREITT). 6 KEST.

LÝSING: Þátttakendur elda þrjá aðalrétti án kjöts og borðað saman í lok kennslutímans. Bóklegur bakgrunnur og uppskriftir fylgja. Lögð verður áhersla á að nota íslensk hráefni, helst úr héraði. Þetta námskeið er ekki bara fyrir tilvonandi grænmetisætu heldur fyrir alla sem vilja prófa eitthvað nýtt sem er hollt og bragðgott. Námskeiðið getur líka verið spennandi fyrir alla sem bjóða upp á mat fyrir ferðamenna HVAR: Á Norðurlandi vestra HVENÆR: Þegar nægri þátttöku er náð. FJÖLDI: 8 þátttakendur.

Ein þrúga, mikið ferðalag LEIÐBEINANDI: Jón Daníel Jóns-

son, matreiðslumeistari og Dominique Plédel Jónsson, vínsérfræðingur.

8.900 KR (2.225 KR EF AÐ FULLU NIÐURGREITT). 5-6 KEST.

„Syrah“ þrúgan er upprunanlega frá Frakklandi, í Rón dalnum en nafnið breyttist við það að þrúgan var flutt til

LÝSING:

8

Ástralíu, þar sem hún er köluð „Shiraz“. Hún er nú ræktuð víða um heim, hvort sem er í Evrópu, Norður og Suður Ameríku, Ástralíu, eða Suður Afríku - og undir báðum nöfnum. Hún er krydduð, hún getur verið öflug, höfug, eða ljúf, áfengisrík eða létt. Hún á vel við villibráð, grill og bragðmikla rétti. Svo fer hún vel þegar hún er blönduð með öðrum þrúgum. HVAR: Í boði á öllu Norðurlandi vestra HVENÆR: Þegar nægri þátttöku er náð. FJÖLDI: 16 þátttakendur.

Sykurmassi (fondant) LEIÐBEINANDI: Anna Magnea Valdimarsdóttir, útskrifuð með diplómu í kökuskreytingum.

12.500

KR (3.125 KR EF AÐ FULLU NIÐURGREITT). 5-6 KEST

Kökuskreytingar hafa breyst mikið hér á landi síðustu árin. Á þessu námskeiði verður farið í grunnatriði með vinnslu á sykurmassa, hvernig þú getur búið hann til heima hjá þér, hulið köku án þess að fellingar myndist og einfaldar skreytingar.

LÝSING:

Þeir sem taka þátt fá 10% afslátt hjá versluninni Allt í köku í vikunni eftir námskeiðið. HVAR: Í Farskólanum við Faxatorg eða í námsverum á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Þegar nægri þátttöku er náð. FJÖLDI: 10 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Þátttakendur fá eina köku til að skreyta, kíló af sykurmassa til að búa til skreytingar úr og afnot af hinum ýmsu skeytingartækjum og fá síðan auðvitað að taka kökuna heim með sér.

Austurlensk matargerð LEIÐBEINANDI:

Árni Björnsson, eigandi Hard Wok Cafe

9.900 KR (2.475 KR EF AÐ FULLU NIÐURGREITT). 5-6 KEST

LÝSING: Að loknu námskeiði getur þú matreitt fjölbreytta rétti samkvæmt austurlenskum hefðum, meðal annars notað kryddin í kringum okkur og eldað hollan og góðan mat sem gælir við bragðlaukana. Réttirnir sem eldaðir verða eru koma víða að, sushi, tælenskur, kínverskur o.s.frv. HVAR: Í eldhúsum grunnskóla á Norðurlandi vestra HVENÆR: Þegar nægri þátttöku er náð. FJÖLDI: 10 þátttakendur.


Starfstengd námskeið

Fjölmennt námskeið fyrir fatlaða

Lestur ársreikninga sveitarfélaga

Skyndihjálp

24.900 KR (6.225 KR EF AÐ

LEIÐBEINANDI:

Þröstur Sigurðsson, ráðgjafi hjá Capasent

FULLU NIÐURGREITT).

LEIÐBEINANDI:

Karl Lúðvíksson

Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga er nauðsynlegt fyrir frambjóðendur að geta tekið þátt í málefnalegri umræðu um fjárhag sveitarfélagsins. Þetta á einnig við um aðra þá sem áhuga hafa á að kynna sér stöðu sveitarfélaga. Á námskeiðinu verða grunnhugtök og forsendur ársreikninga sveitarfélaga kynnt. Farið verður í þau viðmið sem um fjármál sveitarfélaga gilda, helstu lagaákvæði og viðmið Eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga. Farið verður í gegnum uppsetningu ársreiknings og helstu stærðir túlkaðar. Lögð verður áhersla á að þátttakendur kunni skil á helstu yfirlitum ársreikninga s.s rekstrarreikningi, sjóðstreymi og efnahagsreikningi og samspili þeirra. Einnig verður farið yfir skýringar með ársreikningum og skoðað hvaða stærðir í reikningum eru matskenndar og hverjar háðar óvissu. HVAR: Í Farskólanum við Faxatorg og í námsverum á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Þegar nægri þátttöku er náð. FJÖLDI: 12 þátttakendur. LÝSING:

Dale Carnegie námskeið LEIÐBEINANDI:

145.000 KR

Dale Carnegie þjálfari

3 DAGAR KL. 8:30-16:30 (FÖSTUD., LAUGARD. OG SUNNUD.).

LÝSING: Á námskeiðinu er markmiðið að nemendur fái þjálfun við að beita skyndihjálp við mismunandi aðstæður og hvernig á að bregðast við í neyðartilvikum með sálrænum stuðningi. Þátttakendur fá skírteini að loknu námskeiði. HVAR: Í boði á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Þegar nægri þátttöku er náð. FJÖLDI: 5 þátttakendur.

Stærðfræði í daglegu lífi LEIÐBEINANDI:

Karl Lúðvíksson

LÝSING: Á námskeiðinu er markmiðið að nemendur fái þjálfun við að beita skyndihjálp við mismunandi aðstæður og hvernig á að bregðast við í neyðartilvikum með sálrænum stuðningi. Þátttakendur fá skírteini að loknu námskeiði. HVAR: Í boði á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Þegar nægri þátttöku er náð. FJÖLDI: 5 þátttakendur.

Tölvu og upplýsingatækni

Spjaldtölvur

Málmsmíði - fjárgangur

LEIÐBEINANDI:

Björn Sighvatz, framhaldsskólakennari

92.900

KR (32.900 KR EF AÐ FULLU NIÐURGREITT). 55 KEST

LÝSING: Markmiðið með námskeiðinu er að efla getu bænda til þess að smíða úr járni og að því loknu hafa bændur öðlast þjálfun í málmsuðu, mælingu á efni, fengið fræðslu um öryggismál o.fl. Þema námskeiðsins er flokkunargangar fyrir sauðfé og mun hver þátttakandi smíða flokkunarhlið og flokkunargang sem hann tekur heim með sér. HVAR: Í verknámsstofu Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra. HVENÆR: Þegar nægri þátttöku er náð. FJÖLDI: 8 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Allt efni til smíði gangsins er innifalið í verði námskeiðsins.

7.800 KR 16 KEST.

LÝSING: Langar þig að öðlast sjálfstraust og hugsun sigurvegarans, eflast við hverja raun og vinna markvisst að því að draumar þínir rætist? Þráir þú að ná markmiðum þínum í vinnunni og einkalífinu á auðveldan og skipulagðan hátt? Þú getur skapað þína eigin velgengni í stað þess að efast um eigið ágæti og líta þá öfundaraugum sem ná árangri í lífinu. Þú getur orðið leiðtogi á öllum sviðum og haft stjórn á áhyggjum og streitu. Þér standa allir vegir færir. HVAR: Í Farskólanum við Faxatorg eða í námsverum á Norðurlandi vestra. HVENÆR: 21., 22. og 23. mars. FJÖLDI: 15 þátttakendur.

LEIÐBEINANDI:

9.800 KR 16 KEST.

6 KEST.

LEIÐBEINANDI:

Aðalheiður Reynisdóttir

9.900 KR 20 KEST.

LÝSING: Lögð er áhersla á að þjálfa grunnþætti í ritvinnslu og upplýsingatækni. Nemendur setja sér markmið í upphafi námskeiðsins eftir getu hvers og eins. HVAR: Í boði á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Þegar nægri þátttöku er náð. FJÖLDI: 5 þátttakendur.

Aðalheiður Reynisdóttir

6.000 KR 12 KEST.

Markmið með námskeiðinu er að nemendur geti nýtt sér, á sjálfstæðan hátt, spjaldtölvu til gagns og gamans. Nemendur koma með sína eigin spjaldtölvu og fá grunnkennslu í notkun hennar. Lögð er áhersla á einstaklingsmiðaða leiðsögn eftir getu og áhugasviði hvers og eins. HVAR: Í boði á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Þegar nægri þátttöku er náð. FJÖLDI: 5 þátttakendur. LÝSING:

9


Menntun skapar tækifæri - kynntu þér möguleikana Landsmennt er fræðslusjóður Samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni Verkalýðsfélögin sjá um afgreiðslu einstaklingsstyrkja í umboði sjóðsins Sjóðurinn styrkir starfsmenntun í fyrirtækjum

Ofanleiti 2, 5. hæð (A-hús) • 103 Reykjavík • sími: 599 1450 • fax: 599 1401 • www.landsmennt.is • landsmennt@landsmennt.is

Þín leið til fræðslu Ríkismennt styrkir starfsmenntun innan stofnana ríkisins á landsbyggðinni Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna Sjóðurinn fjármagnar þau verkefni sem sjóðsstjórn skipuleggur Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Ríkismenntar

Ofanleiti 2, 5. hæð (A-hús) • 103 Reykjavík • sími: 599 1450 • fax: 599 1401 • www.rikismennt.is • rikismennt@rikismennt.is

Styrkur þinn til náms Sveitamennt styrkir starfsmenntun innan sveitafélaga og stofnana þeirra á landsbyggðinni Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna Sjóðurinn fjármagnar þau verkefni sem sjóðsstjórn skipuleggur Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sveitamenntar

Ofanleiti 2, 5. hæð (A-hús) • 103 Reykjavík • sími: 599 1450 • fax: 599 1401 • www.sveitamennt.is • sveitamennt@sveitamennt.is

10


Menntunarstig hér er það lægsta á landinu... Hörður Ríkharðsson, verkefnastjóri, skrifar um „Tilraunaverkefni um hækkað menntunarstig í Norðvesturkjördæmi“. Hörður Ríkharðsson, verkefnastjóri

Um mitt síðasta ár hófst vinna við verkefnið „Tilraunaverkefni um hækkað menntunarstig í Norðvestur kjördæmi“. Verkefnið er hluti af ýmsum vinnumarkaðsverkefnum sem unnin hafa verið að á Íslandi síðan 2009 og samið var um af aðilum vinnumarkaðarins með aðkomu ríkisvaldsins. Markmið verkefnisins er að afla upplýsinga um stöðu menntunar og færni á vinnumarkaði á svæðinu, kanna viðhorf aðila á vinnumarkaði til menntunar og hvernig helst megi efla menntun og færni á vinnumarkaði. Ein höfuðástæða þess að verkefni af þessu tagi er framkvæmt í okkar kjördæmi er sú að menntunarstig er hér það lægsta á landinu, líkur benda til að í Húnavatnssýslum og Skagafirði sé hlutfall fólks sem einungis hefur grunnskólapróf yfir 50%. Á landsvísu gæti þetta hlutfall verið tæp 40% og markmið hafa verið sett um að koma því niður fyrir 20%. Gerður var samningur við Háskólann á Bifröst um að hafa umsjón með verkefninu en í verkefnisstjórn sitja aðilar frá háskólum, framhaldsskólum, símenntunarmiðstöðvum, stéttarfélögum, samtökum atvinnurekenda og sveitarfélögum. Ráðnir voru starfsmenn með aðsetur á Akranesi, Borgarfirði, Ísafirði og Blönduósi og skyldu þeir vinna við gagnaöflun og úrvinnslu gagna á fyrsta stigi verkefnisins, sem lauk nú um áramótin 2013 - 2014. Hér í þessum línum stikla ég á stóru í helstu niðurstöðum þeirrar gagnaöflunar sem fram fór.

Umfangsmikil könnun sumarið 2013 Umfangsmesta könnunin sem gerð var fólst í því að tekin voru 828 viðtöl við stjórnendur og starfsmenn í fyrirtækjum um allt kjördæmið. Hér á Norðurlandi vestra voru tekin liðlega 200 viðtöl sem skiptust nokkuð jafnt eftir búsetu og atvinnugreinum og milli stjórnenda og starfsmanna. Þá var send út könnun til

stjórnenda í fyrirtækjum og var hún send á um 1400 netföng og bárust 425 svör. Að lokum var svo handahófsvalið úrtak almennings í kjördæminu en þar fengust svör frá 411 manns. Margt áhugavert kom fram en almennt telja yfir 90% svarenda í öllum könnunum að aukna menntun og færni skorti í samfélaginu og atvinnulífinu og að aukin menntun sé til bóta. Helst er talin skorta iðn, verkog tæknimenntun. Einnig kom fram að aukin færni á tölvur væri til bóta. Margir töldu skort á menntun og færni á sviði ferðaþjónustu, matvælaframleiðslu og í sjávarútvegi og fiskvinnslu, sérstaklega var það áberandi hjá viðmælendum tengdum þeim greinum. Alls staðar virtist umtalsverður áhugi á menntun, fræðslu og námskeiðum þ.e. mikill meirihluti svarenda lýsti almennum áhuga á að bæta við sig menntun og taka þátt í námskeiðum. Stjórnendur fyrirtækja lýstu miklum áhuga og vilja til þess að efla hvers konar menntun og fræðslu á sínum vinnustað og segjast vilja greiða fyrir því með sveigjanleika á vinnustað s.s. varðandi vinnutíma, vaktafyrirkomulag og ýmislegt hagræði sem starfsmenn gætu þurft að njóta vilji þeir efla menntun sína. Það er mat flestra að atvinnulífinu gagnist einna best að fá sérsniðin styttri námskeið sem haldin séu í sem mestu samstarfi við stjórnendur og starfsfólk fyrirtæja og þá jafnvel að undangenginni þarfagreiningu innan fyrirtækis.

Helstu hindranir sem standa í veginum Þegar spurt er um helstu hindranir sem standa í vegi almennings til að efla menntun sína vekur athygli hve fjölbreytt svörin eru. „Tímaskortur, fjölskylduaðstæður, óljóst um ávinning af námi, framboð náms, fjárhagsástæður, skortur á drift og ákveðni, samgöngur og netsamband“, eru allt ástæður sem nefndar voru og er dreifingin mikil. Þeir sem hætt höfðu í námi voru spurðir hvers vegna þeir hættu og var helsta ástæðan „námsleiði og áhugaleysi.

Fjárhagsástæður, námserfiðleikar“ og „fjölskylduaðstæður“ eru einnig algengar ástæður. Segjast verður eins og er að aðstandendur þessara rannsókna áttu kannski von á því að fjárhagsástæður yrðu ofarlegar á blaði en raun varð og sterkasti þátturinn sem hindrun í námi og skýring á brottfalli en svo reyndist ekki vera enda þótt fjárhagsástæður skipti stundum máli. Þegar spurt er um hvata til náms, hvað muni helst hvetja fólk til að bæta við menntun sína og færni er mest nefnt að „fjárhagslegur ávinningur, formleg réttindi, starfsréttindi og framgangur í starfi“ sé öflugasta hvatningin.

Helstu verkefni í kjölfar könnunar – næstu misserin Meðal verkefna sem ákveðið hefur verið að ráðast í á næstu mánuðum og grundvölluð eru á niðurstöðum þessara kannana má nefna heimsóknir menntastofnana, einkum símenntunarmiðstöðva, í fyrirtæki til að bjóða virkara samstarf um námskeið og menntun. Viðtöl við starfsmenn og almenning með það fyrir augum að fá fleiri til að þiggja formlega námsráðgjöf og að leita uppi fólk sem kann að eiga erindi í raunfærnimat. Ígrunda og útfæra enn betri námskeið í íslensku fyrir útlendinga. Efna til formlegs samráðsvettvangs fræðsluaðila og atvinnulífs þar sem farið er yfir með kerfisbundnum hætti hvernig menntastofnanir og fræðsluaðilar geta komið enn frekar til móts við atvinnulífið hvað menntun, þjálfun og námskeiðahald hvers konar áhrærir. Komist á laggirnar samstarfsverkefni með fyritækjum um sérsniðin námskeið handa starfsfólki er mögulegt að sækja um styrki til aðlögunar námsefnis, námsefnisgerðar eða til niðurgreiðslu námsskeiðskostnaðar vegan fámennis. Í þessum verkefnum geta falist tækifæri fyrir einstaklinga og fyrirtæki á starfssvæði Farskólans og eru allir hvattir til að huga vel að því og setja sig í samband ef spurningar vakna.

11


Ingibjörg Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og Haraldur Ingólfsson.

Ég gat lært og var ekki mjög vitlaus... Haraldur Ingólfsson eða Halli eins og hann er kallaður, er fæddur á Sauðárkróki árið 1967. Hann er í sambúð með Kristínu Brynju Ármannsdóttur. Á ársfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins þann 5. desember síðastliðinn hlaut Haraldur viðurkenningu sem fyrirmynd í námi fullorðinna árið 2013 ásamt tveimur öðrum. Á ársþinginu steig Halli í pontu og sagði frá skólagöngu sinni. Hans saga á erindi við okkur öll. Farskólinn settist niður með Haraldi til að fræðast betur um hann sjálfan og heyra um skólagöngu hans Segðu okkur aðeins frá æsku þinni í Skagafirði? „Ég er alinn upp á Sauðárkróki en var svo

12

heppinn að fá að fara í sveit til yndislegra hjóna, þeirra Valda og Gillu á Hrauni á Skaga, í ellefu sumur“, segir Halli. „Þess vegna er það alltaf „að fara heim“ þegar ég heimsæki Hraun“. Hver eru þín helstu áhugamál? „Ég starfa í Björgunarsveitinni og þjálfa og vinn með leitarhundum“, segir Halli. „Ég hef líka áhuga á hestmennsku og útiveru bæði að sumri og vetri“. Þú hélst ekki áfram í framhaldsnám á sínum tíma. Hvernig stóð á því? „Mér gekk ekki vel í lestri á sínum tíma. Þegar ég var níu eða tíu ára gamall var ég hættur að halda í við jafnaldra mína og þá aðallega í lestri. Foreldrar mínir sendu mig til augnlæknis og hann sagði að ég hefði góða sjón en að ég væri með það sem kallað væri lesblinda“, segir Halli og heldur áfram: „Þegar ég kom í skólann eftir þessa ferð var ég tekinn upp að töflu

til að lesa fyrir bekkinn, eins og gert var þá í skólanum. Mér gekk illa að lesa eins og vanalega og kennarinn spurði mig hvað væri eiginlega að mér. Ég sagði honum að ég gæti ekki lesið almennilega vegna þess að ég væri með lesblindu“. Halli segir að kennarinn hafi brugðist ókvæða við og sagt meðal annars að hann væri bara „vitlaus, heimskur og latur“ og gæti ekki og nennti ekki að læra. „Þessu trúði ég í 30 ár“, segir Halli „og ég hætti að reyna að læra og sneri skólagöngunni bara upp í fíflaskap“. Halli þurfti alltaf að mæta í próf og hann var alltaf illa undirbúinn fyrir þau. „Bara orðið próf veldur mér kvíða og stressi, enn þann dag í dag“, segir hann. En aðeins meira um lesblinduna. Þú fórst á námskeið í Farskólanum sem var ætlað fullorðnu fólki með lesblindu? Hvernig var það? „Ég og konan mín vorum oft búin að ræða þessa lesblindu þar sem


hún þurfti að lesa allt fyrir mig og skrifa, þar sem ég er líka með skrifblindu“, segir Halli. „Veturinn 2006 og 2007 vann ég sem verkamaður á Vélaverkstæði KS og þangað kom Farskólinn með kynningu á námsleiðinni „Aftur í nám“. Inni í henni er Ron Davis leiðrétting. Ég skráði mig í námið og það er óhætt að segja að það olli kaflaskilum í lífi mínu. Ég fór síðan á annað námskeið tengt lesblindunni“. Halli segist vilja nota tækifærið og þakka Farskólanum og Lamba og Sturlu, sem kenndu honum, því á þessum námskeiðum komst hann að því að kennarinn hafði haft rangt fyrir sér 30 árum fyrr. „Ég gat lært og var ekki mjög vitlaus og það jók sjálfstraust mitt mikið“, segir Halli. Upplifðir þú þá ekkert jákvætt við þína skólagöngu í æsku? Halli segir frá því að í 9. bekk hafi hann lært sjóvinnu sem valgrein, sem lauk með svokölluðu pungaprófi. „Skrýtið“, segir Halli. „Því prófi náði ég með mjög góðri einkunn. Námið var bæði verklegt og bóklegt. Það var áhugi til staðar hjá mér og góður kennari sem hafði skilning á svona strákum eins og mér“, bætir Halli við. Þú hélst áfram námi? Í hvaða nám fórst þú? Eftir að hafa unnið hin ýmsu störf til sjós og lands endaði Halli í vélsmíði. Haustið 2007 skráði hann sig í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra til að taka A réttindi í vélstjórn og vélvirkjun sem hann lauk vorið 2011. Halli tók bóklegu greinarnar í Farskólanum í námi sem ætlað er fullorðnum og kallast „Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum“ og lauk því námi vorið 2011. Um haustið tók hann sveinspróf í vélvirkjun á Akureyri og segir að hann og tveir aðrir hafi verið jafnháir, með hæstu einkunn yfir landið það ár. „Samhliða þessu námi tók ég vélstjórn til B réttinda og bætti við mig tveimur stærðfræðiáföngum sem ég þurfti að taka. Ég stóð fyrir undirskriftarsöfnun til Farskólans um að kenna stærðfræði 202 sem hann og gerði og síðan fór ég, ásamt fleirum í stærðfræði 303 í FNV og því námi lauk ég núna fyrir jólin“, segir Halli. Hvernig hefur þér gengið í námi, svona á fullorðinsaldri? „Bara ótrúlega vel eftir að ég fór á lesblindunámskeiðin í Farskólanum og með hjálp góðra kennara þar og hjá FNV“, segir Halli og þakkar þeim stuðninginn. Ertu með einhver framtíðarplön varðandi frekara nám? „Það er ekkert ákveðið“, segir Halli „en það er aukinn áhugi hjá mér á haustin þegar skólarnir byrja, sérstaklega eftir að ég uppgötvaði að ég gat lært. Núna er Námsvísir Farskólans lesinn þegar hann kemur í póstkassann og skoðað hvað er í boði hverju sinni“, segir Halli að lokum.

Tölvur Tölvur 1 – fyrir algera byrjendur LEIÐBEINANENDUR:

Tölvukennarar skólanna

28.900 KR. 14 KLST. (21 KEST).

LÝSING: Þetta námskeið er fyrir þá sem hafa litla sem enga reynslu af tölvum. Þátttakendur læra um það hvernig tölvan vinnur og æfa sig í að nota tölvumúsina. Þátttakendur leita upplýsinga á Netinu og hvernig nota má Netið til að þýða texta. Skoða samskiptavefi eins og tölvupóst og „Facebook“. Einnig er farið í byrjunaratrið ritvinnslu eða „Word“. HVAR: Á Norðurlandi vestra. HVENÆR: Seinnipart dags, tvisvar í viku, um leið og næst í hóp. FJÖLDI: 8 þátttakendur – áhersla er lögð á litla hópa. TIL ATHUGUNAR: Kennt er á fartölvur Farskólans en þátttakendur mega líka koma með sína eigin tölvu. Lögð er áhersla á að hver þátttakandi geti farið á sínum eigin hraða.

Tölvur 2 – fyrir þá sem hafa grunnþekkingu LEIÐBEINANENDUR:

Tölvukennarar skólanna

28.900 KR. 14 KLST. (21 KEST).

LÝSING: Þetta námskeið er fyrir þá sem hafa lokið Tölvum 1 eða hafa einhverja grunnþekkingu og reynslu í tölvunotkun. Að loknu námskeiði geta þátttakendur búið til möppur, skipulagt skjölin sín og vistað þau á réttum stöðum í tölvunni. Þátttakendur munu einnig getað sett upp vandaðan texta eftir eigin höfði. HVAR & HVENÆR: Seinnipart dags, tvisvar í viku um leið og næst í hóp. FJÖLDI: Fjöldi: 8 þátttakendur – áhersla er lögð á litla hópa. TIL ATHUGUNAR: Kennt er á fartölvur Farskólans en þátttakendur mega líka koma með sína eigin tölvu. Lögð er áhersla á að hver þátttakandi geti farið á sínum eigin hraða.

Tölvur 3 – Fyrir þá sem eru nokkuð vanir LEIÐBEINANENDUR:

Tölvukennarar skólanna

28.900 KR. 14 KLST. (21 KEST).

LÝSING: Þetta námskeið hentar vel þeim sem hafa lokið námskeiðinu Tölvur 2 eða hafa góðan tölvugrunn. Að loknu námskeiði geta þátttakendur unnið með texta og myndir í „Word“. Þeir geta einnig gert áætlunog haldið utan um kostnað í reikniforritinu „Excel“. Þátttakendur geta einnig sett upp kynningu í „Power Point“ í tengslum við störf eða til skemmtunar. HVAR: Á Norðurlandi vestra HVENÆR: Seinnipart dags, tvisvar í viku, um leið og næst í hóp. FJÖLDI: 8 þátttakendur – áhersla er lögð á litla hópa. TIL ATHUGUNAR: Kennt er á fartölvur Farskólans en þátttakendur mega líka koma með sína eigin tölvu. Lögð er áhersla á að hver þátttakandi geti farið á sínum eigin hraða. FARSKÓLINN BÝÐUR UPP Á EFTIRTALIN TÖLVUNÁMSKEIÐ:

• Excel – töflureiknir. 14 klst. • Glærukynningar – PowerPoint / Prezi. 6 klst. • Excel fyrir bændur. 14 klst. •i Pad. 4 klst. • Tölvuleikjaforritun í samstarfi við Skema fyrir 7 – 13 ára. 12 klst. SÉRSNÍÐUM TÖLVUNÁMSKEIÐ FYRIR VINNUSTAÐI OG FÉLAGASAMTÖK. HAFIÐ SAMBAND VIÐ OKKUR Í SÍMA 455 – 6010 EÐA Á FARSKOLINN(HJÁ)FARSKOLINN.IS.

13


Sigrún og Guðrún, skólaliðar í Blönduskóla.

Góðir og skilningsríkir kennarar... Sigrún Óskarsdóttir og Guðrún Kristófersdóttir starfa sem skólaliðar í Blönduskóla á Blönduósi. Báðar eru þær fæddar á Blönduósi, Sigrún árið 1961 og Guðrún árið eftir. Þær bjuggu í sveitinni öll sín uppvaxtarár, í nágrenni Blönduóss. Sigrún er gift Vigni Björnssyni og eiga þau fjögur uppkomin börn sem öll eru farin að heiman. Guðrún er gift Páli Ingþóri Kristinssyni og eiga þau þrjá uppkomna syni. Þar sem þær eru báðar aldar upp í sveit og gengu í sveitaskóla liggur fyrst við að spyrja um skólagönguna í sveitinni. Var hún til dæmis öðru vísi en við þekkjum í dag í Blönduskóla?

14

„Í sveitinni hófst skólinn í október og honum lauk í apríllok“, segir Guðrún og bætir við: „Við fórum í skólann með skólabílnum á mánudagsmorgnum og komum heim á föstudögum. Allir voru í heimavíst og bjuggu í skólanum alla vikuna“. Þær Guðrún og Sigrún eru sammála um það að það hafi verið ansi erfitt fyrir litlar sálir að vera að heiman svona lengi. „Allir voru með sömu bækurnar og helst var reynt að fylgja hópnum“, segir Sigrún. „Það voru engar tölvur komnar þá. Í dag er námið einstaklingsmiðað og mikið af upplýsingum á Netinu og því þurfa krakkarnir að kunna að nýta sér tölvurnar“, bætir hún við. Þegar skyldunámi lauk, segjast þær

aðspurðar, ekki hafa haft nægilegan áhuga til að halda áfram í námi og fóru þær því báðar snemma út á vinnumarkaðinn. Hvers vegna ákváðuð þið að fara í Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum hjá Farskólanum? Sigrún segir að það sem hafi kveikt áhuga sinn hafi verið heimsókn Farskólans í Blönduskóla. „Ég hafði verið að hugsa þetta í mörg ár en ekki látið verða af því, fyrr en nú“, segir Sigrún. „Mig langaði að læra meira, en ég vildi ekki gera það á meðan ég var með strákana mína litla“, segir Guðrún og bætir við: „svo leið tíminn og það varð ansi erfitt að hafa sig af stað aftur. Svo fórum við


vinkonurnar saman í þetta og það er bara æðislegt“. Hvernig hefur ykkur gengið í náminu? „Ég þarf að hafa mikið fyrir þessu“, segir Sigrún, „en með hjálp góðra og skilningsríkra kennara gengur þetta og námið er mjög skemmtilegt“. „Það er mesta furða hvernig mér gengur“, segir Guðrún „ég hef alveg yndislega kennara sem eru mjög þolinmóðir. Námið tekur mjög mikinn tíma. Eigum við ekki að segja að ég hafi þurft að læra að læra, en þetta er mjög gaman“, bætir Guðrún við. Getið þið mælt með þessu námi fyrir aðra sem eru að hugsa um að fara í nám? Þetta eru jú 300 kennslustundir alls? Guðrún getur mælt með náminu og segir að Nám og þjálfun sé frábær leið fyrir fólk sem vill ná sér í framhaldsskólaeiningar. Námið sé gott og ódýrt. „Það var svolítið bratt fyrir mig að byrja á þessu. Það kostar gott skipulag og fórnir, en það er þess virði“ segir Guðrún og bætir við að fólkið sitt, vinir sínir og vinnufélagar hvetji sig endalaust. Sigrún bætir við

að það fari mikill tími í námið og það sé mikið heimanám „og ég í fullri vinnu“, segir hún „en þetta er mjög gaman“. Hafið þið sótt fleiri námskeið á vegum Farskólans? Guðrún og Sigrún sóttu báðar námskeið fyrir skólaliða sem stóð yfir í tvo vetur árin 2003 – 2005 „það nám var fyrir Norðurland vestra þegar skólaliðar voru að byrja að vinna í skólunum. Það nám var mjög fínt“, segir Guðrún og Sigrún tekur undir það. Þær stöllur eru að lokum spurðar um framtíðarplön sín að loknu þessu námi. Sigrún hefur ekki ákveðið neitt ennþá en Guðrún segist ákveðin í að komast í gegnum þetta verkefni hvað svo sem hún geri síðar. „Ég er allavega komin af stað og þetta er gaman og það skiptir öllu“, segir Guðrún að lokum.

Fjarnám í ði hjúkrunarfræ Veturinn 2014–2015 verður boðið upp á fjarkennslu í hjúkrunarfræði til Sauðárkróks. Meginmarkmið hjúkrunarfræðideildar er að mennta einstaklinga í undirstöðugreinum heilbrigðisvísinda í samræmi við þarfir samfélagsins hverju sinni. Nám til BS-prófs í hjúkrunarfræði tekur fjögur ár. Inntökuskilyrði eru að öllu jöfnu stúdentspróf eða sambærileg menntun. Klínískt nám hefst strax á fyrsta ári, fer fram víða um land og tekur samtals 24 vikur. Kennsla staðar- og fjarnema fer fram samtímis með notkun gagnvirks myndfundabúnaðar og kennarar nýta einnig rafræn kennslukerfi og tölvusamskipti. Gert er ráð fyrir að fjarnemar séu í fullu námi líkt og staðarnemar. Litið er svo á að það námsumhverfi sem skapast í hópi nemenda sé vænlegt til árangurs. Gert er ráð fyrir að nemendur komi til kennslu á Akureyri að lágmarki eina viku á hverju misseri. Upplýsingar um innihald námsins er að finna á vefnum undir hjúkrunarfræði. Einnig veita upplýsingar um námið, Hafdís Skúladóttir, formaður hjúkrunarfræðideildar, sími 460 8456/hafdis@unak.is og Ingibjörg Smáradóttir, skrifstofustjóri heilbrigðisvísindasviðs, sími 460 8036/ ingibs@unak.is.

Menntun er málið – átt þú rétt á styrk? Félagsmenn stéttarfélaga eiga rétt á styrkjum vegna náms eða námskeiða sem þeir stunda. Aldan stéttarfélag á aðild að eftirtöldum sjóðum: Landsmennt fyrir félagsmenn á almennum vinnumarkaði, Sveitamennt fyrir starfsmenn sveitafélaga, Sjómennt fyrir sjómenn og Ríkismennt fyrir ríkisstarfsmenn.

Nú er tækifæri til að skella sér í námið sem þig hefur alltaf langað í!

Viltu sækja þér aukna fræðslu, framhalds- og háskólanám, tungumálanám, tölvunámskeið, aukin ökuréttindi tómstundanám og allt starfstengt nám, auk ýmissa annarra námskeiða ? Ef þú ert félagsmaður í Stéttarfélaginu Samstöðu og hefur greitt til félagsins í a.m.k. sex mánuði af síðustu tólf áttu rétt á styrk úr starfsmenntasjóðum þeim sem Samstaða er aðili að. Leitaðu upplýsinga hjá félaginu um réttindi þín .

Kynntu þér málið á skrifstofu stéttarfélaganna

BORGARFLÖT 1 SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 453 5433

& 452 4932 og 451 2730

15


Ókeypis náms- og starfsráðgjöf hjá Farskólanum Upplýsingar – Ráðgjöf – Raunfærnimat • • • • • •

Ertu á tímamótum? Hefur þú áhuga á að fara í nám? Viltu uppgötva hæfileika þína og kanna áhugasvið þitt eða færni? Viltu láta meta færni þína með raunfærnimati? Viltu styrkja stöðu þína á vinnumarkaði? Viltu fá aðstoð við gerð ferilskráar, starfsumsóknar eða skólaumsóknar? Aðalheiður Reynisdóttir og Ólafur Bernódusson náms-og starfsráðgjafar starfa hjá Farskólanum og sjá um að veita aðstoð og ráðgjöf til þeirra sem þess óska. Til að panta tíma eða fá frekari upplýsingar um náms- og starfsráðgjöfina er velkomið að hafa samband í síma 455 6010 eða á netföngin heida@farskolinn.is og olibenna@hi.is

Hagnýtar upplýsingar um Farskólann Skrifstofa á Sauðárkróki Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra Við Faxatorg, 550 Sauðárkrókur & 455 6010 Heimasíða Farskólans: www.farskolinn.is Markviss þarfagreining: http://markviss.hugverk.is/ Kíkið á okkur á Facebook: Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra

16

Skagaströnd Einbúastígur 2 Umsjónarmaður: Björn Ingi Óskarsson Sími 452 2747 / 868 8774 Sauðárkrókur Við Faxatorg Farskólinn Sími 455 6010

Þjónusta Farskólans: · Náms- og starfsráðgjöf á vinnustöðum og í Farskólanum · Námskeið af ýmsum toga

Námsver og námsstofur:

· Háskólanám heima í héraði

Hvammstangi Höfðabraut 6 Umsjónarmaður: Sigríður Tryggvadóttir Sími 451 2607 / 692 8440 Blönduós Grunnskólinn / Þverbraut 1 Þórhalla Guðbjartsdóttir & 452 4147 Ásgerður Pálsdóttir & 452 4932

· Markviss ráðgjöf og sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir · Greining og ráðgjöf vegna lestrar og skriftarvanda fullorðinna · Raunfærnimat

Namsvisir vor 2014  

ný útfærsla

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you