Page 1

...komdu

VOR 2012

og vertu með!

FARSKÓLINN MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA www. farskolinn.is


Farskólinn MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA

Starfsfólk Bryndís Kristín Þráinsdóttir framkvæmdastjóri bryndis@farskolinn.is & 455 6014 / 894 6012 Daglegur rekstur Farskólans, þróunarverkefni, samskipti og Markviss ráðgjöf. Greining á fræðsluþörfum innan fyrirtækja, umsjón námskeiða, kennsla o.fl.

Jóhann Ingólfsson verkefnastjóri

johann@farskolinn.is & 455 6011 / 893 6011

Umsjón með námsveri á Faxatorgi, fjarfundabúnaði og prófum háskólanema. Skipulagning og umsjón námskeiða, kennsla og fleira.

Halldór B. Gunnlaugsson verkefnastjóri

halldorb@farskolinn.is

& 455 6013

Umsjón með námskeiðum, háskólanámi, heimsóknum í fyrirtæki og stofnanir, kennsla og fl.

Helga Hinriksdóttir verkefnastjóri

helgahi@farskolinn.is & 864-6014

Verkefnastjórn með Eflum Byggð í Húnaþingi vestra. Umsjón og kennsla á námskeiðum.

Rannveig Aðalbjörg Hjartardóttir þjónustustjóri

rannveig@farskolinn.is

& 455 6010

Skráningar á námskeið, símsvörun, almenn skrifstofustörf og umsjón með námskeiðum.

Komdu og vertu með okkur á vorönn 2012 Námsvísir Farskólans – miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra er nú kominn í þínar hendur. Á haustönn 2011 voru haldin á vegum Farskólans 38 námskeið af ýmsum toga. Námsmenn voru 429; þar af voru konur 319 og karlar 110. Nemendastundir voru 8785. Nánar er fjallað um starfið í Farskólanum í Ársskýrslu 2011. Margir nýir leiðbeinendur kenndu á námskeiðum haustannar. Langflestir þeirra koma frá Norðurlandi vestra en þó nokkrir komu að. Farskólinn leitar stöðugt nýrra samstarfsaðila þegar kemur að því að bjóða upp á námskeið og má nefna Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri sem dæmi um það. Í þessum Námsvísi finnur þú upplýsingar um ýmis námskeið. Bakhliðin er helguð námskeiðum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og eru þau námskeið sem þar eru talin upp aðeins brot af því sem Fræðslumiðstöðin býður upp á (Sjá. http://frae.is/namsskrar/). Sem dæmi um önnur námskeið má nefna námskeið í að elda mat frá framandi löndum eins og Marokkó. Þú getur líka lært hvernig á að skreyta bollakökur. Þú getur farið í fuglaskoðun eða gönguferðir og

Stjórn Farskólans skipa:

Námsvísir Farskólans fyrir vorið 2012 Útgefandi: Farskólinn - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra Samantekt efnis og myndir: Starfsfólk Farskólans Hönnun & prentun: Nýprent ehf.

2

Ásgerður Pálsdóttir, formaður, Ingileif Oddsdóttir, Herdís Klausen, Skúli Skúlason og Hörður Ríkharðsson.

smíðað skart úr silfri svo dæmi séu tekin. Fræðsluverkefnið Eflum Byggð heldur áfram í Húnaþingi vestra. Á vorönn, sem stendur yfir í 10 vikur, verða í boði námskeið í bókhaldi og átthagafræði. Eflum Byggð hefst í byrjun febrúar og verður auglýst sérstaklega í Húnaþingi vestra. Náms- og starfsráðgjöf fyrir fullorðna og lesblindugreiningar standa áfram til boða og hvetjum við alla sem þurfa á þessari þjónustu að halda að nýta sér hana. Þessi þjónusta kostar þig ekkert nema þá kannski smá fyrirhöfn við að hringja og panta tíma. Langflest námskeið eru í boði um allt Norðurland vestra nema annað sé tekið fram. Ef þú finnur námskeið sem þig langar á hvetjum við þig til að skrá þig sem fyrst; það auðveldar okkur að skipuleggja námskeiðið tímanlega og ráða leiðbeinendur. Um leið og þú skráir þig hvetjum við þig til að kanna rétt þinn hjá fræðslusjóðnum í þínu stéttarfélagi. Það getur borgað sig. Komdu og vertu með okkur á vorönn 2012. Við hlökkum til að sjá þig. Fyrir hönd starfsfólks Farskólans. Bryndís Þráinsdóttir

Eftirtalin sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir og félög eru stofnaðilar að Farskólanum og eiga sína fulltrúa í fulltrúaráði Farskólans. Húnaþing vestra - Blönduós - Skagaströnd - Húnavatnshreppur -Skagahreppur Akrahreppur - Sveitarfélagið Skagafjörður - Aldan, stéttarfélag, Skagafirði Verslunarmannafélag Skagfirðinga - Starfsmannafélag Skagafjarðar Stéttarfélagið Samstaða, Húnavatnssýslum - Hólaskóli – Háskólinn á Hólum Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki - Fisk Seafood, Sauðárkróki og Skagaströnd Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra


Námsvísir HAUSTIÐ 2011

Matur, kökur, brauð og vín

Tapasréttir Leiðbeinandi: Þórhildur Jónsdóttir, matreiðslumeistari

LÝSING: Að loknu námskeiði getur þú gert góða tapasrétti. Þórhildur, matreiðslumeistari, fer í undirstöðu tapasgerðar, hvaða hráefni skal nota og hverjir eru möguleikarnir. Þátttakendur gera 15 rétti á námskeiðinu og snæða saman í lokin.

Námskeiðin eru í boði á öllum stöðum nema annað sé sérstaklega tekið fram Ísgerð Leiðbeinandi: Jón Brynjar Birgisson mjólkurfræðingur og ísáhugamaður

Kr. 6.500.4,5 kest.

Kr. 13.5008 kest.

LÝSING: Að loknu námskeiði getur þú búið til þinn eigin ís. Fyrirlestur, umræður og verkleg kennsla/sýnikennsla. Helstu efnisþættir: Saga og þróun ísgerðar, fræðsla um hráefni og efnasamsetningu íss og mismunandi aðferðir við ísgerð. Námskeiðið hentar einnig þeim sem hyggjast fara í ísframleiðslu (beint frá býli). HVAR: 23. apríl á Sauðárkróki og 24. apríl á Hvammstanga. Til athugunar: Allt hráefni og ísgerðabók innifalin.

Afmælistertuskreytingar Leiðbeinandi: Ásta Búadóttir, matreiðslumeistari og kennari

Kr. 5.600.4,5 kest.

Lýsing: Að loknu námskeiði getur þú búið til afmælisköku með glæsilegri myndskreytingu,notað netið og ljósritunarvél til að taka upp snið. Hver og einn kemur með sína eigin köku til að skreyta, annað hráefni er á staðnum.

Styrkur þinn til náms Sveitamennt styrkir starfsmenntun innan sveitafélaga og stofnana þeirra á landsbyggðinni Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna Sjóðurinn fjármagnar þau verkefni sem sjóðsstjórn skipuleggur Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sveitamenntar

Ofanleiti 2, 5. hæð (A-hús) • 103 Reykjavík • sími: 599 1450 • fax: 599 1401 • www.sveitamennt.is • sveitamennt@sveitamennt.is

3


Farskólinn MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA

Mögnuð

borðtölva DELL All In One 2320

Einfaldaðu líf þitt og hámarkaðu borðpláss með glæsilegri Inspiron One 2320 borðtölvu með innbyggðum FULL HD 23” snertiskjá, vefmyndavél, 1GB skjákorti, TV tuner og nýrri kynslóð Core i3 örgjörva frá Intel. Algerlega kjörin tölva – mjög öflug í fjarnáminu! • 2nd-Generation Intel Core i3-2100 örgjörvi • 3.1GHz, 2C, 3MB Smartcache • 4GB 1333MHz DDR3 vinnsluminni (1x4096MB) • 2.0MP innbyggð HD vefmyndavél m/hljóðnema • 1TB SATA harður diskur (7200rpm) • 8X DVD+/-RW geisladrif • 23” (1920x1080) FULL HD WLED snertiskjár • 1GB NVIDIA GeForce GT 525M skjákort • 10/100/1000 Gigabit Ethernet netkort • Intel Advanced-N 6230 þráðlaust netkort • Innbyggður DVB-T TV tuner og fjarstýring • + Intel Wireless Display • + Bluetooth 3.0 High Speed • Innbyggt HD hljóðkort m/SRS • Innbyggðir JBL hátalarar og fleira og fleira

Skagafjörður er spennandi valkostur!

Kíktu í Tengil Mikið úrval fartölva frá Lenovo og Dell... Prentarar og fjölnotatæki frá Canon...

Íbúar í Sveitarfélaginu Skagafirði eru um 4200, þar af um 2600 á Sauðárkróki. Sauðárkrókur er einn öflugasti byggðakjarni landsbyggðarinnar þar sem saman fer öflug útgerð, úrvinnsla afurða af stóru landbúnaðarsvæði og þjónusta sem jafnast á við það besta sem býðst á landsbyggðinni.

Það er alltaf pláss fyrir fleira gott fólk í Skagafirði!

Úrval af heyrnartólum með og án mikrófóns og vefmyndavélar... NÝPRENT ehf

NÝ PRE NT e h f

Nálægð við náttúru, góðir skólar á öllum skólastigum, ein ódýrasta hitaveita á landinu, fjölbreytt þjónusta, öflugt íþróttalíf, mikil veðursæld og kröftugt menningarlíf er meðal þess sem gerir Skagafjörð að fýsilegum búsetukosti, ekki síst fyrir fjölskyldufólk.

Minnislyklar og harðir diskar til öryggisafritunar á námsgögnum sem ekki mega undir neinum kringumstæðum glatast.

GRÆJUBÚÐIN ÞÍN

Kíktu á www.skagafjordur.is

4

Verslun Kjarnanum Hesteyri 2 550 Sauðárkróki Sími 455 9200 www.tengillehf.is


Námsvísir HAUSTIÐ 2011

Matur frá Marokkó Leiðbeinandi: Ásta Búadóttir, matreiðslumeistari og kennari

Brauðbakstur Kr. 5.900.4,5 kest.

Lýsing: Að loknu námskeiði hefur þú fengið innsýn í matarvenjur þessa heimshluta. Meðal annars verður Tagine pottur notaður við eldamennskuna. Eldaðir verða nokkrir réttir sem settir verða á hlaðborð og snæddir í námskeiðslok.

Kr. 6.100.6 kest.

Leiðbeinandi: Ásta Búadóttir, matreiðslumeistari og kennari

Lýsing: Að loknu námskeiði getur þú bakað fjölbreytt úrval eigin brauða og einnig notað vínsteinsger við baksturinn. Á meðan brauðin hefast býrð þú til sultu, pestó og fleira. Farið í hvernig breyta megi uppskriftum, mismunandi leiðir að góðu brauði, hvernig súrdeig er búið til o.s.frv. Í lok námskeiðs er sest að borðum og afrakstur námskeiðsins snæddur.

Bollakökur – Cupcake - skreytingar Leiðbeinandi: Katrín Ösp Gústafsdóttir og Kristín Eik Gústafsdóttir, eigendur alltikoku.is

Kr. 15.7006 kest.

Lýsing: Að loknu námskeiði getur þú skreytt þínar eigin bollakökur með blómum og handmótuðum fígúrum búnum til úr sykurmassa. Þú lærir líka að nota mót til þess að búa til skreytingar fyrir hin ýmsu tilefni. Hver og einn þátttakandi fær 6 bollakökur til þess að skreyta sem hann tekur svo með sér heim.

„ ... frábært tækifæri

Spjall

til að koma mér af stað í nám ... “ Þú ert á námskeiðinu Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum núna, en það námskeið verður í boði á Blönduósi nú á vorönn. Hvernig líkar þér á því námskeiði? „Já, ég er í Námiog þjálfun núna og finnst þetta frábært tækifæri til að koma mér af stað í nám, ég stefni á að fara í Tækniskólann og læra þar Fatatækni og síðan kjólasaum“, segir Heiða og bætir við: „er ekki viss hvenær það verður en þetta er markmiðið“. Heiða mælir með námskeiðinu. Hún segir að það sé gaman á námskeiðinu og hópurinn skemmtilegur.

Aðalheiður Stefánsdóttir stundar nám á námskeiðinu Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum á Sauðárkróki. Hún er uppalin á Vopnafirði og er gift Ólafi Sigmarssyni. Þau eiga tvær dætur: Lilju Katrínu 21 árs og Jennýju Sif sem er 17 ára. Hvers vegna fluttir þú í Skagafjörðinn? „Við hjónin ákváðum að breyta til árið 2002. Maðurinn minn fékk spennandi starf hérna á Sauðárkróki og við ákváðum því að slá til og sjáum ekki eftir því, hérna er mjög gott að vera“, segir Heiða. Við hvað hefur þú starfað í gegnum tíðina? „Ég hef starfað við fiskvinnslu, afgreiðslustörf og skrifstofustörf. Nú starfa ég sem skólaritari í Árskóla á Sauðárkróki“. Hver er þín fyrri menntun? „Ég lauk námi frá Skrifstofu- og ritaraskólanum árið 1989“, segir Heiða og bætir við: „auk þess fór ég á námskeiðið Máttur kvenna – rekstrarnám fyrir konur sem Viðskiptaháskólinn á Bifröst bauð upp á“.

Aðalheiður hefur verið dugleg að sækja námskeið í Farskólanum í gegnum tíðina. „Mér finnst mjög gaman að fara á námskeið hjá Farskólanum og hef farið á tvö saumanámskeið, Navision námskeið, Outlook og Indverska matargerð, segir Heiða og bætir við að hugsanlega séu námskeiðin fleiri.

Að lokum er Heiða spurð að því hvernig henni finnist andinn vera í Farskólanum. „Mér finnst andinn góður“, segir hún. „Við erum reyndar á kvöldin og þá hittum við ykkur stjórnendur sjaldan, þætti gaman að rekast oftar á ykkur“, segir Heiða að lokum.

5


Farskólinn MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA

Sjávarréttir og vín - ekki bara hvítt!

Sykurmassi Leiðbeinandi: Katrín Ösp Gústafsdóttir og Kristín Eik Gústafsdóttir, eigendur alltikoku.is

Kr. 16.200.6 kest.

Leiðbeinandi: Jón Daníel Jónsson og Dominique Plédel Jónsson

Kr. 6.900.5-6 kest.

LÝSING: Að loknu námskeiði kannt þú að búa til sykurmassa, og fallegar skreytingar úr honum og setja þær á köku. Allir þátttakendur fá og vinna sína eigin köku og taka hana með heim. Einnig verður búin til sýningarkaka sem snædd verður í námskeiðslok.

LÝSING: Að loknu námskeiði hefur þú fengið innsýn í og smakkað hvaða vín eiga við með sjávarréttum. Rauðvín má líka hafa með fiskréttum, en það er ekki sama hvaða vín er haft með hvaða rétti. Samsetning á milli víns og matar kemur á óvart og við verðum að leyfa okkur að vera forvitin. Hvítt, rautt eða rósavín með afbragðs fiskréttum.

Hvernig skal setja upp flotta veislu og reikna út magn hráefnis - fyrirlestur.

Ítölsk vín og matur

Leiðbeinandi: Þórhildur Jónsdóttir, matreiðslumeistari

Kr. 3.400.3 kest.

Að loknu námskeiði hefur þú innsýn í hvernig þú reiknar út það hráefni sem þarf í matinn eða kaffiboðið. Hvernig er hægt að undirbúa með sem auðveldustum hætti og hvað má undirbúa fyrirfram. Stefnt er að því að halda námskeiðið snemma í mars þannig að það nýtist þeim sem eru að undirbúa fermingarveislu. LÝSING:

Leiðbeinandi: Jón Daníel Jónsson og Dominique Plédel Jónsson

Kr. 6.900.5-6 kest.

LÝSING: Að loknu námskeiði hefur þú fengið innsýn í eitt fjölbreyttasta vín- og matarbúrið sem finnst í Evrópu og hefur höfðað til okkar Íslendinga jafn mikið og til allra sem kunna að njóta lífsins í gegnum mat og drykk. Ekki spillir fegurð landsins, sem gerir upplifunina að heildar fagurkerareynslu. Við ætlum að reyna að endurskapa þetta, allavega í mat og drykk: réttir frá norður og suður Ítalíu, vín frá Chianti, Sikiley og víðar, forsmekkur að sumrinu?

Austurlensk matargerð Leiðbeinandi: Árni Björn Björnsson, eigandi Hardwok Cafe

Kr. 6.500.5 kest.

LÝSING: Að loknu námskeiði getur þú matreitt fjölbreytta rétti samkvæmt austurlenskum hefðum, meðal annars notað kryddin í kringum okkur og eldað hollan og góðan mat þar sem ying og yang eru í fullkomnu jafnvægi.

Eflum Byggð

í Húnaþingi vestra

Nú höldum við áfram í Eflum Byggð í Húnaþingi vestra. Vorönn hefst um mánaðarmótin janúar/febrúar og stendur yfir í 10 vikur. Það nám sem verður í boði eru meðal annars bókhald og átthagafræði. Nánari auglýsing verður borin í hús síðar.

Upplýsingar og skráning hjá Helgu Hinriksdóttur, verkefnastjóra EflumByggðar í síma 864 – 6014. Eða hjá Farskólanum í s: 455 – 6010.

6


Námsvísir HAUSTIÐ 2011

Starfstengd Tómstundir Nánari lýsingar á www.farskolinn.is námskeið Nánari lýsingar á www.farskolinn.is Fuglaskoðun – fyrirlestur og ferð Leiðbeinandi: Yann Kolbeinsson, líffræðingur og fuglaáhugamaður

Rafsuða Leiðbeinandi: Geir Eyjólfsson, framhaldsskólakennari í FNV

Kr. 33.400.20 kest.

LÝSING: Að loknu námskeið hefur þú lært um suðustellingar og helstu vírategundir, svo dæmi séu tekin. Námskeiðið er jafnt fyrir lengra komna sem byrjendur. Kennt verður fjóra tíma í senn í fimm skipti og verður tímasetning í samkomulagi við þátttakendur annað hvort seinnipartinn eftir vinnu eða um helgi. Hvar: Hjá FNV á Sauðárkróki

Leiðbeinandi: Eyþór Einarsson, ráðunautur. Geir Eyjólfsson og Björn Sighvatsson, kennarar við FNV LÝSING: Málmsmíðanámskeið fyrir sauðfjárbændur Áhugasamir sauðfjárbændur eru beðnir um að hafa samband við Farskólann vegna þessa námskeiðs, þar sem verð fer eftir fjölda og markmiðum hvers og eins. Markmiðið með námskeiðinu er að efla getu bænda til þess að smíða úr járni. Að loknu námskeiði hafa bændur öðlast þjálfun í málmsuðu, mælingu á efni, fengið fræðslu um öryggismál o.fl. Þema námskeiðsins er flokkunargangar fyrir sauðfé. Bændur fá kynningu á notkunar möguleika slíkra ganga og síðan mun hver og einn undirbúa smíði á flokkunargangi, þar sem smíði á flokkunar hliðinu mun fara fram á námskeiðinu og síðan línur lagðar um hvernig bændur geti sjálfir klárað stykkið. Hvar: Hjá FNV á Sauðárkróki

Kr. 8.600.8 kest. 2 skipti

LÝSING: Að loknum fyrirlestri hefur þú innsýn í viðhald og nauðsynlega þjónustu á tækjum og hvenær er rétt að skipta um olíu, smurefni og síur. Bilanagreining , greining á sliti, slag og staðsetning á aukahljóðum í vélum. Helstu verkfæri (hvað er nauðsynlegt að eiga og hvað væri gott að eiga), smáviðgerðir sem vélaeigendur geta sjálfir sinnt og frágangur tækja fyrir veturinn og undirbúningur tækja fyrir notkun.

Umhirða „Þarfasta þjónsins“ Leiðbeinandi: Rúnar Jónsson, bifvélavirki

Silfursmíði á heimaslóð

Kr. 5.800.4,5 kest.

LÝSING: Að loknu námskeið hefur þú fengið góða innsýn í umhirðu bílsins þíns og helstu smáviðgerðir. Hvaða þjónusta er nauðsynleg, aðvörunarljós, aukahljóð, eigendahandbókin, dekk og slit á þeim og eldsneytiseyðsla, hvað eykur hana og hvernig er hægt að draga úr henni.

29.000.12 kest.

LÝSING: Að loknu námskeiði hefur þú smíðað skartgripi úr silfri með eða án náttúrusteina undir handleiðslu gullsmiðs. Einungis fimm þátttakendur á hverju námskeiði. Efniskostnaður er ekki innifalinn í verði. Fræðslusjóðir niðurgreiða allt að 50% af verði tómstundanámskeiða. Hér er um helgarnámskeið að ræða; frá föstudagskvöldi til sunnudags. Hvar: Á Sauðárkróki Hvenær: Helgina 3. – 5. mars

Hnífagerð Leiðbeinandi: Páll Kristjánsson hnífagerðarmaður

29.900.18 kest.

LÝSING: Að loknu námskeið hefur þú smíðað þinn eigin hníf og saumað slíður undir hann undir leiðsögn hnífameistara. Allt efni er innifalið í verði námskeiðs.

Horn og bein Leiðbeinandi: Þórey Jónsdóttir í Keflavík

Viðhald tækja til sveita Leiðbeinandi: Rúnar Jónsson, bifvélavirki

LÝSING: Að loknu námskeiði kannast þú við helstu fuglategundir á Norðurlandi og kannt að bera þig að við fuglaskoðun. Í fyrirlestri sem námskeiðið hefst á verður sagt frá helstu tegundum fugla, greiningareinkennum lýst sem og búsvæðum. Að loknum fyrirlestri verður farið í fuglaskoðunarferð um nágrenni með rútu. Reynt verður að sjá sem flestar tegundir. Hvar: 12. maí Skagafirði og 13. maí Húnavatnssýslum

Leiðbeinandi: Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir, gullsmíðameistari

Málmsmíðanámskeið fyrir sauðfjárbændur

Kr. 17.500.12 kest

15.900.8 kest. 2 skipti

LÝSING: Að loknu námskeiði hefur þú kynnst helstu aðferðum í horna- og beinavinnslu og unnið gripi úr horni og beini. Námskeiðið hentar bæði byrjendum sem og lengra komnum. Allt efni og verkfæri eru innifalin í verði.

Myndlist – grunnnámskeið – á vinnustofu listamanns 21.500.Leiðbeinandi: Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson, myndlistarmaður og kennari 20 kest. 10 skipti LÝSING: Að loknu námskeiði getur þú teiknað grunnformin og náttúruform og skyggt þau. Þú fullvinnur mynd í fjarvídd. Efnisgjald er ekki innifalið. • Kynning og nokkrar æfingar. • Áferðaræfingar og umræða um myndbyggingu. • Grunnformin og skygging, sívalningur, kassi, keila og kúla. • Grunnform. Tekið úr kassa • Grunnformin öll í einni mynd. • Náttúruform. Smá náttúruform skissuð, teiknuð og skyggð. • Náttúruform. Áframhald. • Fjarvídd. 1. punkta. • Fjarvídd. 2. punkta, fullunnin mynd. • Fjarvídd. 2. punkta – myndin kláruð.

7


Farskólinn MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA

Úr neista í nýja bók

iPhone/iPad námskeið Leiðbeinandi: Pétur Ingi Björnsson, ljósmyndari og kerfisfræðingur

Kr. 9.600.9 kest. 2 skipti

LÝSING: Að loknu námskeiði kanntu á IPhone og IPad og getur nýtt tækin til fulls. Tveggja kvölda námskeið þar sem farið er yfir öll helstu atriði við notkun á tækjunum. Farið yfir helstu forrit sem fylgja símanum App store: Hvernig á að kaupa forrit og hvaða forrit nýtast fólki best. Stillingar á tækjunum, heima og að heiman.

Útivist og fjallgöngur Leiðbeinandi: Sveinn Allan Morthens, fjallgöngugarpur

Kr. 13.400.12 kest. 2 skipti

LÝSING: Að loknu þessu námskeiði ertu klár í fjallgönguna. Farið verður yfir útbúnað sem er nauðsynlegur í styttri og lengri göngur. Skóbúnað, sokka, hlífðarfatnað, bakpoka, eldunartæki, matvöru o.s.frv. Farið yfir öryggisatriði, kortalestur, áttavitanotkun og GPS-notkun. Einnig óhöpp í útilegum, hvað á að hafa í sjúkratöskunni, straumvötn og umgengni í náttúrunni. Hópurinn velur og gengur síðan saman á fjöll í nágrenninu.

Ljósmyndir - byrjendur Leiðbeinandi: Pétur Ingi Björnsson, ljósmyndari

12.300.10 kest.

Kr. 11.500.8 kest. 2 skipti

LÝSING: Að námskeiði loknu hefur þú fengið innsýn í uppbyggingu skáldsögu, persónusköpun og hvernig maður fangar athygli lesenda. Er draumur þinn að skrifa smásögur eða kannski heila skáldsögu? Ert þú jafnvel með hugmynd að sögu í kollinum? Fyrra kvöldið fá þeir sem vilja verkefni sem þeir skila svo seinna kvöldið.

Talnaspeki Leiðbeinandi: Benedikt S. Lafleur

Kr. 13.000.10 kest.

LÝSING: Að loknu námskeiði getur Þú reiknað út köllun þína og tilgang í lífinu, persónuleika, hegðun, skap og þín eigin ásköpuð örlög. Þú lærir einnig að þekkja möguleika þína og takmarkanir, styrk og veikleika. Hádegisverður og öll gögn eru innifalin í verði námskeiðsins.

Bjórgerð Leiðbeinandi: Bjórsetur Íslands á Hólum

Kr. 23.200.13 kest.

LÝSING: Að loknu ljósmyndanámskeiði hefur þú náð góðum tökum á myndavélinni þinni og þekkir helstu stillingar vélarinnar svo sem ljósop og hraða. Farið er í myndbyggingu og gefin góð ráð til að ná enn betri myndum við ýmsar aðstæður, t.d. landslag, nærmyndatökur og portrett.

LÝSING: Að loknu námskeiði hefur þú fengið innsýn í ölgerð. Bjórgerð með malti, humlum, vatni og góðu geri (e. all-grain). Einnig verður gert öl með bjór-kitti (e.extract+steeping), möltuðu byggi og humlum. Sýnd verður mölun kornsins, „mesking“, skolun, suða, kæling, loftun og fl. Rætt verður um hráefni, tæki og aðferðir til að búa til góðan sveitabjór. Einungis fimm þátttakendur á hverju námskeiði.

Ljósmyndir - framhald

Arfur kynslóðanna

Leiðbeinandi: Pétur Ingi Björnsson, ljósmyndari

12.300.10 kest.

LÝSING: Að loknu námskeiði veltir þú fyrir þér myndbyggingu við myndatökur, hvernig lýsing á að vera í stúdíói; hvernig best er að geyma myndir og sérstakt gagnaflutningaforrit er kynnt. Þú kannt að koma skipulagi á myndasafnið. Þú hefur einnig fengið innsýn í hvernig vinna á með Photoshop til að laga myndir .

Afródans Leiðbeinandi: Frá Kramhúsinu

Kr. 9.900.8 kest. 2 skipti

LÝSING: Á námskeiðinu lærir þú að dansa Afródans við heitan trommuslátt. Mikil hreyfing og rythmi. Afró er ekki bara skemmtilegt, heldur eykur það líka orku, styrk og þol. Tímar fyrir fólk af öllum stærðum og gerðum, alla aldurshópa og bæði kynin. Námskeiðið er tvær og hálf klukkustund hvorn dag með pásu á milli tíma. Þetta námskeið er haldið í samvinnu við Þreksport.

Hip-hop dans Leiðbeinandi: Frá Kramhúsinu

8

Leiðbeinandi: Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur

Leiðbeinandi: Björn Björnsson, fyrrverandi skólastjóri

Kr. 11.400.9 kest. 3 skipti

LÝSING: Á námskeiðinu hefur þú fengið leiðbeiningar um hvernig þú berð þig að við að skrá niður lífshlaup þitt eða annarra; skemmtilegar sögur, munnmælasögur eða minningar sem gaman er að varðveita fyrir komandi kynslóðir. Fjallað er um heimildagildi skjala, t.d. ljósmynda, dagbóka og bréfa og rætt um varðveislu þeirra. Þá verður kynning á spurningalistum Þjóðminjasafnsins. Héraðsskjalasafnið verður heimsótt og mun Hjalti Pálsson taka á móti hópnum og segja frá safninu og því starfi sem þar er unnið.

Persónuleg færni Hollráð Hugos

Kr. 4.900.4 kest. 2 skipti

LÝSING: Á námskeiðinu lærir þú að dansa Hip Hop en sá dans er upprunninn í New York og er „Krump“ nýjasti stíllinn. Krump er aðferð til að losa sig við reiði og áhyggjur daglega lífsins með „agressívum“ hreyfingum. Námskeiðið er klukkutími og korter hvorn dag. Þetta námskeið er haldið í samvinnu við Þreksport.

Leiðbeinandi: Hugo Þórisson, sálfræðingur

Kr. 3.500 4,5 kest.

LÝSING: Eftir fyrirlestur Hugos hefur þú kynnst góðum ráðum varðandi samskipti barna og foreldra. Hugo Þórisson, sálfræðingur, hefur starfað að bættum samskiptum barna og forelda í yfir 30 ár og heldur nú fyrirlestur sem byggður er á nýútkominni bók hans „Hollráð Hugos – hlustum á börnin okkar“.


Námsvísir HAUSTIÐ 2011

Bókhald Leiðbeinandi: NN

Kr. 42.800 40 kest.

LÝSING: Að loknu þessu námskeiði hefur þú góðan skilning á helstu hugtökum fjárhagsbókhalds og ert fær um að merkja og flokka fylgiskjöl , vinna upplýsingar úr bókhaldskerfinu og stemma af. Þú kannt skil á sjóðbókarfærslum, getur gengið frá uppgjöri og skil virðisaukaskatts og fleira. Unnið er í Excel. Með öðrum orðum þú tileinkar þér fagleg vinnubrögð við bókhaldsvinnu. Námsefni innifalið.

Fjármálalæsi fyrir ungt fólk á aldrinum 15 – 20+ ára Leiðbeinandi: Rúna Kristín Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur

Kr. 12.800 7,5 kest.

LÝSING: Að loknu námskeið þekkir þú helstu hugtök sem nauðsynlegt er að skilja vel í fjármálaumhverfi nútímans, svo sem uppgjör debetreikninga, launaseðlar, skattkort, heimabankar, sparnaður og fl.

Tungumál

Nánari lýsingar á www.farskolinn.is Enska – byrjendur Leiðbeinandi: NN

Kr. 41.800 40 kest.

Að loknu þessu námskeiði hefur þú byggt upp orðaforða þannig að þú getur kynnt þig á ensku, sagt frá þér, starfi þínu og nánasta umhverfi. Megináhersla er lögð á talmálið; að byggja upp orðaforða og grunnatriði í málfræði. Lögð er áhersla á talæfingar og framburð. Stefnt er að því að námsmenn öðlist það sjálfstraust sem þarf til að tala ensku. Námsefni, möppur og kaffi er innifalið í verði. LÝSING:

Íslenska fyrir útlendinga Leiðbeinendur: Ýmsir

Kr. 28.900.60 kest.

Lýsing: Í Íslensku fyrir útlendinga er boðið upp á þrjú þyngdarstig. Á öllum stigum er lögð mikil áhersla á talað mál. Emphasis on spoken Icelandic. Texts for beginners and the topics deal with the daily life in the community and Iceland. Three levels: Level 1 (60 lessons) is for complete beginners. Level 2 (60 lessons) and level 3 (60 lessons) are for more advanced students. Level 3 includes Icelandic grammar.

Vornámskeið Matjurtagarðurinn þinn

Leiðbeinandi: Jón Guðmundsson, garðyrkjufræðingur

Kr. 6.400 4,5 kest.

LÝSING: Að loknu þessu námskeiði hefur þú lært um sáningu, ræktun, umönnun í ræktun matjurta, jarðvegi og áburðargjöf. Sýndar eru mismunandi gerðir ræktunarbeða, karma og skjólgjafa. Saga matjurtaræktar á Íslandi reifuð,

skýrt frá uppruna tegundanna sem teknar eru til umfjöllunar, eðliseinkennum um 40 tegunda og yrkja ásamt því að fjalla lítillega um hollustu og lækningamátt matjurta. Farið er yfir sjúkdóma og lýst nokkrum aðferðum við geymslu og matreiðslu.

Ræktun berjarunna og ávaxtatrjáa Kr. 6.400 4,5 kest.

Leiðbeinandi: Jón Guðmundsson, garðyrkjufræðingur

LÝSING: Að loknu námskeiði þekkir þú til ræktunar helstu berjarunna og ávaxtatrjáa, sem gefa æt ber og aldin hér á landi. Hvar er best að gróðursetja tré í garðinum, sagt frá eiginleikum þeirra og hvað þarf að gera til að ná góðri uppskeru. Fjallað er um jarðveg, áburðargjöf, klippingar og umhirðu, helstu meindýr og sjúkdóma í berjaræktun. Þátttakendur fá m.a. uppskriftir að berjahlaupi, berjasultu, marmelaði og réttum þar sem berin þjóna lykilhlutverki.

Reiðhjólið þitt Kr. 4.600 4,5 kest.

Leiðbeinandi: Þorsteinn Broddason

LÝSING: Að loknu námskeiði getur þú haldið hjólinu þínu í góðu lagi. Þú veist hvað á að hafa í huga við val á hjóli og viðhaldi; hjólafatnað, útbúnað fyrir lengri og styttri ferðir, hjólaleiðir í Skagafirði og víðar.

Tölvur

Tölvan sem afþreying - byrjendur Leiðbeinendur: Jóhann Ingólfsson og Halldór Gunnlaugsson ásamt fleirum

Kr. 17.900.15 kest.

LÝSING: Að námskeiði loknu getur þú nýtt þér ýmsa möguleika Internetsins svo sem eins og samskiptaforrita (Facebook), tölvupósts (Outlook, gmail og fl.) ásamt fleiru sem fellur að áhugasviði þátttakenda. Námskeið fyrir byrjendur þar sem lögð verður áhersla á ýmsa þá þætti sem gera tölvuna að skemmtilegu tæki til afþreyingar.

Tölvan og iðnaðarmaðurinn Leiðbeinendur: Jóhann Ingólfsson og Halldór Gunnlaugsson á Sauðárkróki. Helga Hinriksdóttir á Hvammstanga.

Kr. 58.000.-

Iðan greiðir fyrir sína félagsmenn

60 kest.

LÝSING: Þegar námskeiði er lokið getur þú meðhöndlað gögn á réttan hátt, búið til möppur, vistað þær og skipulagt gögnin í tölvunni. Þú getur skrifað formleg bréf í Word sem tengjast starfinu, sett upp fjárhagsáætlanir í Excel, gert tilboð í verk, einfalt heimilsbókhald og fleira. Þú getur líka nýtt þér kosti Internetsins, leitað á skipulagðan hátt með leitarvélum, flokkað og metið upplýsingar, lært að versla á netinu og sinnt bankamálum og fl.

Wix Heimasíðugerð Leiðbeinendur: Helga Hinriksdóttir

Kr. 12.600.9 kest. 3 skipti

LÝSING: Að loknu námskeið getur þú útbúið einfalda heimasíðu. WixAuðveld heimasíðugerð fyrir fólk sem vill ekki uppfæra síðuna sína of oft, t.d. sem „andlit“ fyrir atvinnustarfsemi, ljósmyndara og fleira. Hægt að tengja við íslenskt lén. Dæmi má sjá á saeluostur.is

9


Farskólinn MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA

Þín leið til fræðslu Ríkismennt styrkir starfsmenntun innan stofnana ríkisins á landsbyggðinni Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna Sjóðurinn fjármagnar þau verkefni sem sjóðsstjórn skipuleggur Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Ríkismenntar

Ofanleiti 2, 5. hæð (A-hús) • 103 Reykjavík • sími: 599 1450 • fax: 599 1401 • www.rikismennt.is • rikismennt@rikismennt.is

Menntun skapar tækifæri - kynntu þér möguleikana Landsmennt er fræðslusjóðurSamtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni Verkalýðsfélögin sjá um afgreiðslu einstakllingsstyrkja í umboði sjóðsins Sjóðurinn styrkir starfsmenntun í fyrirtækjum

Ofanleiti 2, 5. hæð (A-hús) • 103 Reykjavík • sími: 599 1450 • fax: 599 1401 • www.landsmennt.is • landsmennt@landsmennt.is

10


Námsvísir HAUSTIÐ 2011

Ráðgjöf og þjónusta

Nánari lýsingar á www.farskolinn.is Félagsmenn stéttarfélaga eiga rétt á styrkjum vegna náms eða námskeiða sem þeir stunda. Aldan stéttarfélag á aðild að eftirtöldum sjóðum: Landsmennt fyrir félagsmenn á almennum vinnumarkaði, Sveitamennt fyrir starfsmenn sveitafélaga, Sjómennt fyrir sjómenn og Ríkismennt fyrir ríkisstarfsmenn.

Nú er tækifæri til að skella sér í námið sem þig hefur alltaf langað í! Kynntu þér málið á skrifstofu stéttarfélaganna

Náms- og starfsráðgjöf fyrir almenning - einstaklinga Langar þig í frekara nám eða viltu styrkja þig í starfi?

Ekkert gjald

LÝSING: Viðtal við náms- og starfsráðgjafa sem veitir einstaklingum ráðgjöf og upplýsingar til að auðvelda ákvarðanatöku vegna náms- og starfs. Leiðsögn og aðstoð til einstaklinga til að takast á við ýmis verkefni sem tengjast námi og starfsþróun. Framkvæmd: Viðtölin fara fram í Námsverunum á Norðurlandi vestra. Fyrir hverja: Viðtöl við náms-og starfsráðgjafa eru fyrir alla sem vilja auka þekkingu sína og möguleika til frekara náms eða þróa frekari færni í starfi. Hvar: Um allt Norðurland vestra. Hvenær: Allt árið. Tímar eftir samkomulagi. Til athugunar: Skráningar fara fram í Farskólanum í s: 455-6010.

Borgarflöt 1 Sauðárkróki Sími 453 5433

Menntun er málið – átt þú rétt á styrk? Viltu sækja þér aukna fræðslu, framhalds- og háskólanám, tungumálanám, tölvunámskeið, aukin ökuréttindi tómstundanám og allt starfstengt nám, auk ýmissa annarra námskeiða ? Ef þú ert félagsmaður í Stéttarfélaginu Samstöðu og hefur greitt til félagsins í a.m.k. sex mánuði af síðustu tólf áttu rétt á styrk úr starfsmenntasjóðum þeim sem Samstaða er aðili að. Leitaðu upplýsinga hjá félaginu um réttindi þín .

& 452 4932 og 451 2730

Náms- og starfsráðgjöf á vinnustöðum á Norðurlandi vestra – til stjórnenda fyrirtækja og stofnana á Norðurlandi vestra Viltu styðja við bakið á þínu fólki og hvetja til símenntunar?

Ekkert gjald

LÝSING: Tilgangur ráðgjafar á vinnustöðum er að hvetja starfsmenn til virkrar símenntunar og starfsþróunar. Ráðgjöfin felst m.a. í því að hvetja starfsmenn til að bæta við sig þekkingu og færni, veita upplýsingar um möguleika í umhverfinu og aðstoða við greiningu á áhugasviði og hæfni. Góð hvatning getur haft úrslitaáhrif þegar tekist er á við ný verkefni. Framkvæmd: Viðtölin eru framkvæmd af náms- og starfsráðgjafa sem veitir ráðgjöfina bæði á vinnustöðum í samstarfi við stjórnendur og í Farskólanum. Ráðgjöfin á vinnustöðum fer þannig fram að náms- og starfsráðgjafinn kemur og heldur sameiginlegan fund með starfsmönnum þar sem hann kynnir hvaða þjónustu hann býður upp á. Í kjölfarið getur hver og einn starfsmaður fengið viðtal við ráðgjafann um sín mál ef hann hefur áhuga á því. Fyrir hverja: Viðtöl við náms-og starfsráðgjafa eru fyrir alla sem vilja auka þekkingu sína og möguleika til frekara náms eða þróa frekari færni í starfi. Hvar: Um allt Norðurland vestra. Hvenær: Allt árið. Tímar eftir samkomulagi. Til athugunar: Skráningar fara fram í Farskólanum í s: 455-6010.

11


Námskrár Fræðslumiðstöðvar Atvinnulífsins (FA) Ferðaþjónusta I Leiðbeinendur: Ýmsir

þeim sem orðnir eru 23 ára og starfandi á vinnumarkaði. Námið er líka ætlað þeim sem hafa byrjað í framhaldsskóla en ekki lokið almennum bóklegum greinum og þeim sem hyggjast fara í iðnnám. Sjá einnig: www.frae.is.

Kr. 10.000.60 kest.

Lýsing: Ferðaþjónusta I er 60 kennslustunda nám sem er ætlað þeim sem eru 20 ára og eldri sem starfa við ferðaþjónustu eða hyggja á störf í ferðaþjónustu. Tilgangur námsins er að þátttakendur öðlist jákvæð viðhorf til starfsins, starfsgreinarinnar og eigin færni, undirbúi sig fyrir krefjandi viðfangsefni ferðaþjónustunnar og efli starfsfærni sína. Helstu námsþættir eru þjónusta, gildi ferðþjónustu, þjónustulund og samskipti, samfélags og staðarþekking auk sérhæfingar í þjónustu.

Meðferð matvæla Leiðbeinendur: Ýmsir

LÝSING: Meðferð matvæla er 60 kennslustunda nám sem Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi til styttingar á námi í framhaldsskóla til allt að 5 eininga. Meðferð matvæla er ætlað þeim sem starfa við eldi og ræktun spendýra, fugla, fiska eða korns, úrvinnslu, geymslu eða sölu afurða, gerð geymslu eða sölu matvæla. Helstu námsþættir: Matvælaörverufræði, matvælavinnsla, vinnsluferlar, þrif og sótthreinsun, sýnatökur, merkingar á umbúðum matvæla, geymsluþol, innra eftirlit og fleira.

Ferðaþjónusta 2 Leiðbeinendur: Ýmsir

Kr. 17.000.100 kest.

Lýsing: Ferðaþjónusta 2 er hannað fyrir starfsmenn í ferðaþjónustu. Námið, sem er sjálfstætt framhald af Ferðaþjónustu I og er 100 kennslustundir að lengd og skiptist í fjórar lotur; 1) persónulega færni 20 kest., 2) almenna færni 20 kest., 3) faglega færni 20 kest. og 4) sérsvið 40 kest. Ferðaþjónustu 2 er ætlað að efla færni starfsmanna til að sinna fjölbreyttum og krefjandi verkefnum á ýmsum sviðum ferðaþjónustu. Að námi loknu eiga þátttakendur að hafa meira sjálfstraust og getu til að sinna þeim verkefnum sem starfið krefst og hafa dýpkað þekkingu sína á sérhæfðu starfssviði.

Nám og þjálfun á Blönduósi og nágrenni Leiðbeinendur: Ýmsir

Kr. 51.000.-

LÝSING: Helstu námsgreinar eru: Íslenska, danska, stærðfræði og enska. Nánari lýsingar á áföngunum má sjá á heimasíðu Farskólans, www.farskolinn.is. Námið er ætlað

Kr. 10.000.60 kest.

Sterkari starfsmaður – upplýsingatækni og samskipti Kr. 25.000.150 kest.

Leiðbeinendur: Ýmsir

LÝSING: Námsleiðin Sterkari starfsmaður er hönnuð með hliðsjón af þörfum fólks með stutta skólagöngu sem vill auka færni sína til að takast á við breytingar. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi námið til styttingar á námi í framhaldsskóla á móti allt að 12 einingum. Tilgangur námsleiðarinnar er að auka færni námsmanna til að takast á við breytingar, stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til starfa, nýjunga, upplýsingatækni, samskipta og símenntunar og gera þá eftirsóknarverðari starfsmenn. Námið er í boði á Norðurlandi vestra þar sem áhugi er fyrir hendi.

Hagnýtar upplýsingar um Farskólann Skrifstofa á Sauðárkróki

Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra Við Faxatorg, 550 Sauðárkrókur & 455 6010 Heimasíða Farskólans: www.farskolinn.is Markviss þarfagreining: http://markviss.hugverk.is/ Kíkið á okkur á Facebook: Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra

Námsver og námsstofur:

Hvammstangi Höfðabraut 6 Umsjónarmaður: Sigríður Tryggvadóttir Sími 451 2607 / 692 8440 Blönduós Grunnskólinn / Þverbraut 1 Þórhalla Guðbjartsdóttir & 452 4147 Ásgerður Pálsdóttir & 452 4932 Skagaströnd Einbúastígur 2 Umsjónarmaður: Björn Ingi Óskarsson Sími 452 2747 / 868 8774 Sauðárkrókur Við Faxatorg Farskólinn Sími 455 6010

Þjónusta Farskólans: ·

Náms- og starfsráðgjöf á vinnustöðum og í Farskólanum

·

Námskeið af ýmsum toga

·

Háskólanám heima í héraði

·

Markviss ráðgjöf og sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir

·

Greining og ráðgjöf vegna lestrarog skriftarvanda fullorðinna

·

Raunfærnimat

námsvísr vor2012  

Komdu og vertu með!