Page 1

náms vísir FARSKÓLINN – MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA

HAUST 2013

1


Starfsfólk Farskólans Bryndís Kristín Þráinsdóttir framkvæmdastjóri bryndis@farskolinn.is & 455 6014 / 894 6012 Daglegur rekstur Farskólans, þróunarverkefni, samskipti og Markviss ráðgjöf. Greining á fræðsluþörfum innan fyrirtækja, umsjón námskeiða, kennsla o.fl.

Jóhann Ingólfsson verkefnastjóri

johann@farskolinn.is & 455 6011 / 893 6011

Umsjón með námsveri á Faxatorgi, fjarfundabúnaði og prófum háskólanema. Skipulagning og umsjón námskeiða, kennsla og fleira.

Halldór B. Gunnlaugsson verkefnastjóri

halldorb@farskolinn.is

& 455 6013

Umsjón með námskeiðum, háskólanámi, heimsóknum í fyrirtæki og stofnanir, kennsla og fl.

Ólafur Bernódusson verkefnisstjóri og námsog starfsráðgjafi á Skagaströnd olibenna@hi.is & 451 2210 / 899 3172

Náms- og starfsráðgjöf, hvatning til náms og umsjón með námskeiðum Farskólans og fl.

Gígja Hrund Símonardóttir þjónustustjóri

gigja@farskolinn.is

& 455 6010

Skráningar á námskeið, símsvörun, almenn skrifstofustörf og umsjón með námskeiðum.

Aðalheiður Reynisdóttir

náms- og starfsráðgjafi heida@farskolinn.is

& 455 6012

Náms- og starfsráðagjöf á Norðurlandi vestra. Ráðgjöf til háskólanema og námskeið.

2

„Ef að fullu niðurgreitt“

– hvað er eiginlega átt við með því? Námsvísir haustannar er nú kominn í þínar hendur. Í námsvísinum kennir ýmissa grasa. Í boði eru námskeið í ensku fyrir konur og karla, sushi, kransagerð, matreiðslunámskeið ætlað körlum, bólstrun, rafsuða, tölvunámskeið, skrifstofunám og námskeið í almennum bóklegum greinum ásamt Menntastoðum, svo dæmi séu tekin. Menntastoðir Menntastoðir kynnir Farskólinn nú í fyrsta sinn á Norðurlandi vestra. Námið er 600 stundir að lengd og sérstaklega ætlað fullorðnu fólki, 23 ára og eldra, sem ekki hefur lokið framhaldsskóla og stefnir á háskólanám í framtíðinni. Hluti kennslunnar byggir á að vinna í tölvum, námsmenn vinna verkefni og taka próf. Þeir sem ljúka Menntastoðum geta í kjölfarið sótt um nám í Háskólabrú Keilis en það nám er lánshæft hjá LÍN. Nú á haustönn er sérstakt tilboð á verði þessa náms en Fræðslusjóður niðurgreiðir það sérstaklega þannig að verð námsins hefur stórlækkað og er nú 25.000 krónur. Verð námskeiða Gefin eru upp verð á hverju námskeiði fyrir sig í Námsvísinum. Sú nýbreytni var tekin upp í þessum námsvísi að gefa upp dæmi um verð hvers námskeiðs, þegar búið er að niðurgreiða það hjá fræðslusjóðum tengdum félögum innan ASÍ eins og Öldunni og Samstöðu. Þetta gerir Farskólinn núna sem tilraun til að sýna væntanlegum þátttakendum að það margborgar sig að kanna stöðu sína og rétt hjá sínu stéttarfélagi. Það er að

Stjórn Farskólans skipa: Ásgerður Pálsdóttir, formaður, Ingileif Oddsdóttir, Guðrún Sighvatsdóttir, Erla Björk Örnólfsdóttir og Arnþrúður Heimisdóttir.

sjálfsögðu á ábyrgð hvers og eins að kanna stöðu sína og rétt. Náms- og starfsráðgjöf Stjórn Farskólans samþykkti síðastliðið vor að leggja enn meiri áherslu á náms- og starfsráðgjöf. Af því tilefni var ráðinn til Farskólans náms- og starfsráðgjafi, Aðalheiður Reynisdóttir, í fullt starf. Við hvetjum þig til að nýta þér þessa þjónustu sem kostar ekkert annað en smá fyrirhöfn af þinni hálfu. Tölfræði vorannar 2013 Á vorönn 2013 voru haldin 31 námskeið hjá Farskólanum af ýmsum toga. Þátttakendur voru 320 talsins; hlutfall karla á námskeiðum fer hækkandi og er það gleðiefni. Kenndar stundir á vorönn voru 885 og nemendastundir voru rúmlega átta þúsund. Gæðastefna Farskólinn starfar nú eftir ákveðinni gæðastefnu sem á að tryggja að gæði þjónustunnar sé alls staðar sú sama, hvort sem námskeið er haldið í Húnaþingi vestra eða í Skagafirði. Í Farskólanum leggja verkefnastjórar ásamt leiðbeinendum sig fram um að veita góða þjónustu og skapa gott og afslappað andrúmsloft til náms sem hentar fullorðnum námsmönnum. Við í Farskólanum hvetjum þig til að hafa samband við okkur ef þú hefur góða hugmynd að námskeiði eða ef þú vilt koma til okkar ábendingum um þjónustuna. Við tökum vel á móti þér. Velkomin í Farskólann haustið 2013. Fyrir hönd Farskólans. Bryndís Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri.

Eftirtalin sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir og félög eru stofnaðilar að Farskólanum og eiga sína fulltrúa í fulltrúaráði Farskólans: Húnaþing vestra - Húnavatnshreppur -Skagahreppur -Akrahreppur - Sveitarfélagið Skagafjörður - Aldan, stéttarfélag, Skagafirði Verslunarmannafélag Skagfirðinga - Starfsmannafélag Skagafjarðar Stéttarfélagið Samstaða, Húnavatnssýslum - Hólaskóli – Háskólinn á Hólum - Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki - Fisk Seafood, Sauðárkróki og Skagaströnd - Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra


Ráðgjöf & þjónusta Náms- og starfsráðgjöf í Farskólanum eða á vinnustöðum á Norðurlandi vestra Viltu ráðgjöf við val á námi eða til að efla þig í starfi? Samkvæmt samningi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins býður Farskólinn fullorðnu fólki sem ekki hefur lokið framhaldsskóla upp á náms- og starfsráðgjöf, þeim að kostnaðarlausu. Ráðgjöfin er fjármögnuð af Fræðslusjóði. Hjá náms- og starfsráðgjafa getur þú meðal annars: • rætt um möguleika þína á að styrkja stöðu þína á vinnumarkaði • fengið aðstoð við að skipuleggja starfsleit • fengið leiðsögn við gerð ferilskrár (CV) • fengið upplýsingar um nám, störf og raunfærnimat • fengið aðstoð við að finna út hvaða nám eða starf hentar þér best • farið í áhugasviðsgreiningu • fengið leiðsögn um hvaða vinnubrögð henta þér best í námi • skoðað leiðir til að takast á við hindranir í námi

Námsverunum á Norðurlandi vestra eða þar sem óskað er eftir að hitta hann. Með öðrum orðum: „þjónustan kemur til þín“. Ef þú tilheyrir markhópi Farskólans hafðu þá samband við Farskólann í síma 455 6010 til að fá frekari upplýsingar eða til að panta viðtal eða heimsókn. Einnig má senda tölvupóst á farskolinn@farskolinn.is. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Farskólans undir „þjónusta og ráðgjöf“.

Náms- og starfsráðgjafinn fer í fyrirtæki og stofnanir á Norðurlandi vestra og býður upp á kynningarfundi um námsog starfsráðgjöf. Hann tekur einnig á móti einstaklingum í

AU GL ÝS ING

Prjónanámskeið Markmið að þátttakendur læri praktískar aðferðir við frágang á prjóni ásamt því að fitja upp með heklunál. Lýsing: Fengist verður við að sauma í vél þegar opna þarf peysu, gera hnappagöt, lista og ganga frá þeim. Prjóna upp lykkjur, lykkja saman og sauma saman. Einnig munu þátttakendur læra að fitja upp á heklunál og prjóna út frá því í báðar áttir og að lykkja sama þannig að engin samskeyti eða fellingar sjáist.

Sjómennt – fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga

Átt þú rétt á

styrk? r Kynntu þé á nn þi rétt

Kennari:

is

sjomennt.

PIPAR\TBWA

Félagsmenn Sjómenntar sem unnið hafa í að minnsta kosti sex mánuði á síðastliðnum tólf mánuðum geta sótt um styrk til félagsins:

Sjómennt • Tækniskólinn • Háteigsvegi,105 Rvk • sími 514 9601

130193

LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA

SJÓMANNASAMBAND ÍSLANDS

SÍA

starfstengt nám eða námskeið • tómstundastyrkir meirapróf • kaup á hjálpartækjum vegna lestrareða ritörðugleika

Arngunnur Hafstað Sigurþórsdóttir textílkennari Hvar: Kennsla fer fram í húsnæði kennara í Messuholti, rétt við Sauðárkrók. Hvenær: október/nóvember Lengd: 10 kest. þrjú skipti Fjöldi: 8 þátttakendur Verð: Kr. 18.000 Til athugunar: Þátttakendur þurfa að hafa með sér prjóna, heklunál og garnafganga. Æskilegt er að þátttakendur hafi prjónað slétt og brugðið. Skráning og frekari upplýsingar:

arngunnur@simnet.is og í gsm-síma 899 8655.

Námsvísir Farskólans Útgefandi: Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra Samantekt efnis og myndir: Starfsfólk Farskólans Hönnun & prentun: Nýprent ehf.

3


Karlana í eldhúsið Leiðbeinendur:

Ýmsir

14.500 kr (3.625 ef að fullu niðurgreitt). 8 kest eða 2 skipti.

Lýsing: Á námskeiðinu læra karlmenn að elda hollan og góðan heimilismat, s.s. einfalda fiskrétti, sunnudagssteik, súpur, salöt og fleira. Hvar: Í heimilisfræðistofum grunnskólanna á Norðurlandi vestra. Hvenær: Í október, nóvember og desember. Fjöldi: 8 þátttakendur.

Matur & vín Sushi og vín Leiðbeinendur: Jón Daníel Jónsson, matreiðslumeistari og Dominique Plédel Jónsson, vínsérfræðingur.

8.900 kr (2.225 ef að fullu niðurgreitt). 5-6 kest

Lýsing: Sushi hefur verið afarvinsælt undanfarin ár, og er það sérstök list að búa til alvöru sushi og finna vín sem hentar með því. Öllum dettur fyrst í hug hvítvín en það er hægt að velja önnur vín, þau þurfa bara að vera fínger og ekki ágeng til að virða fínleika sushibitanna. Sushi er yndislegur matur, og með góðu víni er það enn betra og við ætlum að sanna það! Hvar: Í boði á öllu Norðurlandi vestra. Hvenær: Þegar nægri þátttöku er náð. Fjöldi: 16 þátttakendur.

Heitreyking matvæla Leiðbeinandi:

Þórhildur Jónsdóttir, matreiðslumeistari.

Indversk matargerð Leiðbeinandi:

Ásta Búadóttir, matreiðslumeistari og grunnskólakennari.

10.900 kr (2.725 ef að fullu niðurgreitt). 5-6 kest

Lýsing: Matreiðslunámskeið fyrir alla áhugasama um góðan og hollan mat. Stutt fræðsla um helstu krydd og hráefni sem notuð eru í indverskri matargerð. Að því loknu er elduð sameiginlegan indverska máltíð sem er snædd í lok námskeiðs. Meðal rétta sem boðið verður upp á að elda á námskeiðinu: Nanbrauð, tandoori masala með svínalundum, indverskur kjúklingur, hrísgrjónaréttur, indversk kjúklingasúpa og indverskt salat. Hvar: Heimilisfræðistofum grunnskóla á Norðurlandi vestra. Hvenær: Október, nóvember og desember. Fjöldi: 10 þátttakendur.

Jólakonfekt 9.400 kr. (2.350 kr ef að fullu niðurgreitt).

5-6 kest.

Á námskeiðinu verður farið í gegnum helstu grunnþætti heitreykingar á matvælum. Við heitreykingu eru matvæli reykt við hita, andstætt hefðbundinni kaldreykingu sem flestir þekkja. Farið verður yfir undirbúning hráefnisins fyrir heitreykingu og þátttakendum kenndar aðferðir við heitreykingu. Fiskur, villibráð og kjöt verða heitreykt á námskeiðinu og afrakstursins neytt í lok námskeiðs. Hvar: Á Norðurlandi vestra. Hvenær: Á haustönn 2013. Fjöldi: 10 þátttakendur.

LeiðbeinANDI:

Guðrún Stefánsdóttir, konditormeistari.

10.900 kr (2.725 ef að fullu niðurgreitt). 5 kest

Lýsing:

4

Jólakonfektgerð er í hugum margra órjúfanlegur hluti jólaundirbúningsins. Guðrún ætlar að búa til nokkrar gerðir jólakonfekts í sýnikenslu sem þátttakendur fá síðan að spreyta sig á. Guðrún leggur áherslu á skemmtilegar og einfaldar uppskriftir sem henta allri fjölskyldunni. Þátttakendur fá afraksturinn með sér heim ásamt uppskriftum. Hvar: Á Norðurlandi vestra. Hvenær: Í byrjun aðventu. Fjöldi: 12 þátttakendur. Lýsing:


Lifðu, lærðu, leiktu

Gagn & gaman Vatnslitanámskeið fyrir byrjendur 23.700 kr. (5.925 kr ef niðurgreitt að fullu).

Leiðbeinandi:

Guðbrandur Ægir Guðbrandsson, grunnskólakennari og listamaður.

20 kest / 10 skipti.

Lýsing: Farið

verður í grundvallaratriði vatnslitamálunar. Áhersla verður lögð á grunntæknina og hraðaskissur. Stuðst verður við einföld mótíf sem teiknuð eru lauslega. Einnig verður notast við ljósmyndir og uppstillingar. Staðsetning: Á vinnustofu listamannsins á Sauðárkróki. Hvenær: Október, nóvember og desember. Fjöldi: 10 þátttakendur.

Handmálun og spaði Leiðbeinandi:

Þorbjörg Óskarsdóttir (Tobba).

12.900 kr (3.225 kr. ef niðurgreitt að fullu) 4,5 kest.

Fartölva og spjaldtölva í einni 11,6" snertiskjár Intel Core i3 örgjörvi 4 GB minni 128 GB SSD diskur 3ja ára ábyrgð Verð: 164.900 kr.

Lýsing: Þátttakendur mála sína eigin mynd með olíu á striga í stærðinni 20 x 80 sm. og nota spaða til verksins. Þátttakendur spreyta sig og skapa sína eigin mynd sem þeir fara með heim að loknu námskeiði. Staðsetning: Í Farskólanum við Faxatorg og í námsverum á Norðurlandi vestra. Fjöldi: 10 þátttakendur. Hvenær: Í október 2013. Til athugunar: Allt efni er innifalið í verði, bæði litir og blindrammi á striga. Námskeiðið hentar bæði vönum og óvönum. Heimasíða Tobbu er: www.facebook.com/ tobbaoskars

Vinsælt prjónanámskeið Leiðbeinandi:

Guðrún Hadda Bjarnadóttir, handverkskona.

Hesteyri 2, 550 Sauðárkrókur / Sími 455 9200 / Fax 455 9299

29.900 kr ( 7.475 kr ef niðurgreitt að fullu). 24 kest. - Tvær helgar

Lýsing: Á námskeiðinu lærir þú að ganga frá prjóni á fallegan hátt. Tengja saman stykki án þess að saumur sjáist, lykkja saman slétt, brugðið og garðaprjón og fl. Mynstur- og myndprjón, mósaík-, skugga- og tvöfalt prjón. Á námskeiðinu hanna þátttakendur eigin peysu. Þetta námskeið er í raun fjögur vinsæl prjónanámskeið, sett saman í eitt sem er jafnt fyrir byrjendur og lengra komna. Staðsetning: Í námstofum á Norðurlandi vestra. Fjöldi: 8 þátttakendur. Hvenær: Í október 2013.

5


Að prjóna sína eigin fingravettlinga

Saumanámskeið

Leiðbeinandi:

Leiðbeinandi:

Bryndís Þráinsdóttir.

7.500 kr (1.875 KR ef að fullu niðurgreitt). 6 kEst. - TVÖ SKIPTI.

Lýsing: Þátttakendur prjóna fingravettlinga á konu og hanna sjálfir mynstur; ýmist kaðlamynstur eða útprjón með mismunandi litum. Staðsetning: Í námsverum eða á öðrum huggulegum stað þar sem gott er að koma saman og prjóna. Hvenær: Í október 2013. Fjöldi: 8 þátttakendur. Til athugunar: Þátttakendur koma með eigið garn til dæmis Kambgarn og fimm prjóna númer 2,5. Námskeiðið er ætlað þeim eru vanir prjónaskap.

Fatatölur Leiðbeinandi:

Trausti Tryggvason.

21.900 kr ( 5.475 kr KR ef að fullu niðurgreitt). 9 kEst.

Námskeið þar sem nemandinn kynnist grunnþáttum við smíði á fatatölum úr tré. Sagað er með tifsögum og handsögum og formað með slípivélum. Litun og frágangur einnig kenndur sem og hugmyndavinna með önnur efni í tölur. Hvar: Í námstofum á Norðurlandi vestra. Hvenær: Á haustönn 2013. Fjöldi: 8 þátttakendur. Lýsing:

Kristín Þöll Þórsdóttir, klæðskeri.

29.500 kr (7.375 kr ef að fullu niðurgreitt). 18 kest.

Lýsing: Námskeiðið eru ætlað byrjendum og lengra komnum. Þátttakendur taka eigin saumavélar með og læra á þær. Þetta er einstaklingsmiðað námskeið þar sem farið er yfir helstu atriðin varðandi saumaskap; hvernig á að taka upp snið og breyta þeim. Farið yfir nálar, tvinna og annað sem gott er að vita. Hægt er að koma með föt að heiman sem þörf er á að breyta eða laga. Þátttakendur sníða eina flík og sauma. Hvenær: Námskeiðið hefst kl. 9.00 á laugadegi og lýkur kl. 16;00 á sunnudegi og verður haldið um leið og næst í hóp. Fjöldi: 6 þátttakendur. Til athugunar: Þátttakendur þurfa að koma með saumavél, skriffæri, reglustiku, fatakrít, málband, skæri, títuprjóna og efni sem þeir ætla að nota.

Hekl fyrir byrjendur Leiðbeinandi:

Ólöf Hartmannsdóttir, grunnskólakennari.

9.900 kr (2.475 kr KR ef að fullu niðurgreitt). 6 kest. - 3 skipti.

Grunnnámskeið, fyrir byrjendur og þá sem eru komnir nokkuð á veg með að hekla. Þriggja kvölda námskeið, þar sem kenndur er grunnur og hver og einn fær aðstoð og leiðsögn við hæfi. Hvar: Í námsverum á Norðurlandi vestra. Hvenær: Í október þegar nægri þátttöku er náð. Fjöldi: 8 þátttakendur. Til athugunar: Þátttakendur koma með heklunál með sér. Lýsing:

Skráðu þig núna! Hringdu í síma 455 6010, sendu okkur póst á farskolinn@farskolinn.is eða skráðu þig á www.farskolinn.is

6

Skapandi skrif og sagnamennska Leiðbeinandi: Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og borgarlistamaður Reykjavíkur.

12.900 kr. (3.150 kr ef að fullu niðurgreitt). 9 kest. - 2 skipti.

Lýsing: Ertu með hugmynd í kollinum að sögu sem þú veist ekki hvernig þú átt að meðhöndla? Hvað skiptir mestu máli þegar saga er skrifuð og þarf höfundurinn að vita allt um söguna áður en hann byrjar? Að námskeiðinu loknu hefur þú fengið innsýn í uppbyggingu skáldsögu, persónusköpun og hvernig maður fangar athygli lesenda. Fyrra kvöldið fá þeir sem vilja verkefni sem þeir segja frá seinna kvöldið, ef þeim hentar. Nokkur ritunarverkefni verða bæði kvöldin. Hvar: Á Norðurlandi vestra. Hvenær: Á haustönn 2013. Fjöldi: Gert er ráð fyrir 8 þátttakendum að lágmarki. Til athugunar: Unnið verður á tölvu. Þeir sem vilja koma með sína eigin tölvu geta gert það. Annars er hægt að fá tölvu lánaða á staðnum.


Útimósaík

Umhirða húðarinnar og förðun Leiðbeinandi:

Thelma Sif Magnúsdóttir, snyrtifræðingur.

12.900 kr. (3.225

kr ef að fullu niðurgreitt).

Það sem máli skiptir – námskeið fyrir konur Sigríður Ævarsdóttir, hómópati.

12.900

kr (6.450 ef að fullu niðurgreitt). 9 KEST.

Sigríður fjallar um það sem konur þurfa að kunna skil á til að viðhalda góðri heilsu, vellíðan og eðlilegum þroska. Mataræði, ofnæmi/ óþol, íslensk ofurfæða, fyrra og seinna breytingarskeið, börn með greiningu, aukaefni, eiturefni og mengun í umhverfi og mat, skjaldkirtilsvanvirkni týpa 2, vefjagigt, ofþyngd, þunglyndi sem og viska, ábyrgð og áhrifamáttur kvenna á nýrri öld. Staðsetning: Á Norðurlandi vestra. Hvenær: Þegar nægri þátttöku er náð. Fjöldi: 10 þátttakendur. Til athugunar: Smökkun á tveimur tegundum íslenskrar ofurfæðu beint frá býli og leiðbeiningar gefnar um tilbúning þeirra. Hádegisverður innifalinn. Lýsing:

Núvitund eða Mindfulness Leiðbeinandi:

Tolli Morthens, listmálari

14.900

kr (3.725 ef að fullu niðurgreitt). 5 KEST.

Lýsing: Tolli

10.900 kr (2.725 ef að fullu niðurgreitt). 7 kest 2 skipti

9 keST, 2 skipti.

Lýsing: Á námskeiðinu er fjallað um umhirðu húðar og förðun, kennt er í gegnum fyrirlestur með sýnikennslu. Farið yfir húðtegundir, hreinsun og krem. Farið í helstu tegundir farða, snyrtingu og litun augabrúna, púður, kinnaliti o.fl. Hvar: Snyrtistofan Sif, Kvistahlíð 2 Sauðárkróki. Hvenær: Mánudag og miðvikudag í október frá kl. 19:30 - 22:30. Fjöldi: 8 þátttakendur. Til athugunar: Sjá nánari lýsingu á heimasíðu Farskólans.

Leiðbeinandi:

Leiðbeinandi: Ásta Búadóttir, grunnskólakennari.

heldur fyrirlestur og býður upp á æfingar í „Mindfulness“ eða það sem á íslensku er kallað núvitund. Núvitund á ættir sínar að rekja til austrænnar heimspeki og felst einkum í því að vera með sjálfum sér og skynjun sinni á líðandi stundu. Talið er að þeir sem stunda núvitund geti bætt verulega líðan sína. Tolli leiðir þátttakendur í gegnum æfingar í Qi Qong og hugleiðslu þar sem áhersla er lögð á kærleikann og nauðsyn þess að hafa hann inni í vitund okkar þegar við hugleiðum. Eftir fyrirlestur og æfingar er gert ráð fyrir umræðum um efnið. Hægt er að kaupa leiðarvísir um núvitund á námskeiðinu og kostar hann 2.000 kr. Hvar: Á Norðurlandi vestra. Hvenær: Þegar nægri þátttöku er náð. Fjöldi: 15 þátttakendur.

Lýsing: Á

námskeiðinu leikur þú þér með flísar í öllum regnbogans litum og býrð til þitt eigið mósaíkverk. Þátttakendur velja á milli þess að gera skrauthellu, blómapott eða eigin hugmyndir. Það eina sem fólk þarf að taka með sér er einföld hugmynd að mynstri, gúmmíhanskar og föt sem mega óhreinkast. Hvar: Á Norðurlandi vestra. Hvenær: Þegar nægri þátttöku er náð. Fjöldi: 10 þátttakendur. Til athugunar: Athugasemdir: Allt efni er innifalið í námskeiðsgjaldi (hella eða pottur, flísar, lím og fúga) og verkfæri verða á staðnum.

Jóga Leiðbeinandi:

10.900 kr (2.725 kr. ef að

Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir, jógakennari.

fullu niðurgreitt).

7,5 kest.

Lýsing: Á námskeiðinu verður farið í grunnatriði um Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan, fræðsla um einstaka þætti og áhrif iðkunar.

*Jógaæfingasett og hugleiðslur. Kennd verða tvö æfingasett og tvær hugleiðslur fyrir byrjendur sem iðkendur fá afhent útprentað á námskeiðinu. *Hvaða líkamlegu og andlegu áhrif hefur jóga og hugleiðsla á okkur, fjallað örstutt um það sem rannsóknir hafa sýnt? *45 mínútna gongslökun í lokin. Djúpslakandi og nærandi.

Á Norðurlandi vestra. Hvenær: Þegar nægri þátttöku er náð. Fjöldi: 10 þátttakendur. Hvar:

Jólakrans Leiðbeinandi:

Ásta Búadóttir, grunnskólakennari.

8.800

kr (2.200 ef að fullu niðurgreitt).

5 kest.

Námskeið í gerð jólakransa, aðventukransa eða hurðakransa. Tilvalið er að koma með gömlu kransana og gera þá nýja. Hver þátttakandi mun útbúa sinn eigin krans sem ýmist er hægt að hafa á borði, hengja á hurð

Lýsing:

7


Hagnýtar upplýsingar um Farskólann Skrifstofa á Sauðárkróki Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra Við Faxatorg, 550 Sauðárkrókur & 455 6010 Heimasíða Farskólans: www.farskolinn.is Markviss þarfagreining: http://markviss.hugverk.is/ Kíkið á okkur á Facebook: Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra

Námsver og námsstofur: Hvammstangi Höfðabraut 6 Umsjónarmaður: Sigríður Tryggvadóttir Sími 451 2607 / 692 8440 Blönduós Grunnskólinn / Þverbraut 1 Þórhalla Guðbjartsdóttir & 452 4147 Ásgerður Pálsdóttir & 452 4932 Skagaströnd Einbúastígur 2 Umsjónarmaður: Björn Ingi Óskarsson Sími 452 2747 / 868 8774 Sauðárkrókur Við Faxatorg Farskólinn Sími 455 6010

Þjónusta Farskólans: · Náms- og starfsráðgjöf á vinnustöðum og í Farskólanum · Námskeið af ýmsum toga · Háskólanám heima í héraði · Markviss ráðgjöf og sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir · Greining og ráðgjöf vegna lestrar og skriftarvanda fullorðinna · Raunfærnimat

8

eða yfir borð. Þátttakendur eru hvattir til að koma með það sem þeir eiga og vilja nota, en efni til kransagerðarinnar verður til sölu á staðnum á kostnaðarverði. Hvar: Á Norðurlandi vestra. Hvenær: Þegar nægri þátttöku er náð. Fjöldi: 10 þátttakendur.

Lesið í skóginn – ferskar viðarnytjar og tálgutækni Leiðbeinandi: Ólafur Oddsson, verkefnisstjóri „Lesið í skóginn- með skólum“ hjá Skógrækt ríkisins og Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar.

16.500

kr (4.125 kr ef að fullu niðurgreitt). 9 klst. eða 14 kest.

Lýsing: Á námskeiðinu kynnast þátttakendur „öruggu hnífsbrögðunum“ við tálgun með hnífum og öxi. Notaður er ferskur viður m.a. úr birki, ösp, reyni og víði. Þátttakendur læra mismunandi þurrkaðferðir og yfirborðsmeðhöndlun gripanna, læri að hirða og umgangast bitáhöldin og brýna þau. Þátttakendur læra að lesa í form og eiginleika einstakra trjátegunda og hvaða tegund hentar í einstaka muni, áhöld, skrautmuni eða nytjahluti. Unnið er að nokkrum æfingarverkefnum í byrjun námskeiðs um leið og tæknin er æfð en síðan geta þátttakendur valið sér verkefni eftir áhuga og eigin getu. Dagskráin gerir ráð fyrir að óvanur þátttakandi geti haldið áfram tálguninni eftir að heim kemur. Hvar: Í Farskólanum við Faxatorg eða í námsverum á Norðurlandi vestra. Hvenær: Námskeiðið hefst kl. 17:00 á föstudegi og lýkur kl. 16. 00 á laugardegi og verður haldið um leið og næst í hóp. Fjöldi: 10 -12 þátttakendur. Til athugunar: Öll verkfæri og efni eru til staðar á námskeiðinu. Tálguhnífur verður til sölu á góðu verði fyrir þá sem þess óska. Námskeiðið er upplagt fyrir skógarbændur, kennara og alla þá sem hafa gaman af útiveru.

Kynfræðingur spjallar við foreldra Leiðbeinandi:

Sigríður Dögg Arnardóttir, kynfræðingur.

9.900 kr ( 2.475 kr ef niðurgreitt að fullu). 3 kEst.

Fjöldi rannsókna styðja að unglingar vilja fá kynfræðslu fyrst og fremst frá foreldrum sínum en foreldrarnir þurfi að hefja umræðuna. Mikilvægur þáttur í því að foreldrar verði opnari fyrir því að ræða þessi málefni við börn sín er þeirra eigin trú á getu þeirra til að geti frætt börn sín um kynlíf. Markmið námskeiðsins er að kynfræðsla verði sjálfsagður hluti af samræðum foreldra við börn sín og að fræðslan styrki þeirra samskipti. Auk þess að gera börn meðvituð um eigin kynhegðun, kynhneigð og kynheilsu, ásamt ábyrgð þeirra í þeim málum. Hvar: Í námstofum á Norðurlandi vestra. Hvenær: Á haustönn 2013. Fjöldi: 15 þátttakendur. Lýsing:


Bjórgerð Leiðbeinendur:

Aðstandendur Bjórseturs Íslands að Hólum.

Bólstrun 25.500

kr (6.375 ef að fullu niðurgreitt).

LeiðbeinAndI:

24.900

kr (6.225 kr ef að fullu niðurgreitt).

Pálmi Sighvatz, bólstrari.

13 kest.

Að loknu námskeiði hefur þú fengið innsýn í ölgerð. Bjórgerð með malti, humlum, vatni og góðu geri. Einnig verður gert öl með bjór-kitti, möltuðu byggi og humlum. Sýnd verður mölun kornsins, „mesking“, skolun, suða, kæling, loftun og fl. Rætt verður um hráefni, tæki og aðferðir til að búa til góðan sveitabjór. Námskeiðið er kennt á laugardegi og lýkur mánuði síðar þegar afraksturinn er prófaður. Hvar: Kennslan fer fram á Bjórsetri Íslands að Hólum í Hjaltadal. Hvenær: Þegar nægri þátttöku er náð. Fjöldi: 5 þátttakendur. Til athugunar: Allt efni og hádegisverður er innifalinn. Lýsing:

15 kest. 2 skipti.

Lýsing:

Kynning á helstu verkfærum til bólstrunar. • Hvað skal helst varast við val á áklæði. • Farið yfir að sníða úr stranga og grunnreglur um heftingu áklæðis. • Sauma horn á dýnuver. • Farið yfir að klippa upp í áklæði fyrir örmum, fótum og öðrum úrtökum. • Meðferð og snið á svampi og farið yfir stífleika hans og frágang fyrir klæðningu. • Kynning á efni til bólstrunar á gömlum húsgögnum. • Handsaumur kenndur á álkæði og snúrum. • Farið yfir hönnun húsgagna. • Hagnýtar upplýsingar um að þrífa bletti og óhreinindi úr áklæði. • Meðferð á tréverki- líming, litun og lökkun. • Hagnýtar, almennar upplýsingar. Hvar: Á Norðurlandi vestra. Hvenær: Þegar nægri þátttöku er náð. Fjöldi: 8 þátttakendur.

Rafsuða LeiðbeinANDI:

Starfstengd námskeið

Geir Eyjólfsson, framhaldsskólakennari.

Rennismíði LeiðbeinANDI:

Geir Eyjólfsson, framhaldsskólakennari.

29.500

kr (6.375 ef að fullu niðurgreitt).

33.900

kr (8.475 ef að fullu niðurgreitt). 20 kest. 2 skipti.

Lýsing: Að loknu námskeiði hefur þú lært um suðustellingar og helstu vírategundir, svo dæmi séu tekin. Námskeiðið er jafnt fyrir lengra komna sem byrjendur. Námskeiðið verður kennt tvo laugardaga. Hvar: Í Verknámshúsi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Hvenær: Þegar nægri þátttöku er náð. Fjöldi: 10 þátttakendur.

15 kest. 2 skipti.

Byrjað verður á að fara yfir helstu öryggismál er tilheyra rennibekk. Kennd verður almenn spóntaka, farið veður yfir skerhraða og mælingar upp á 0,1 úr millimeter. Skoðuð hin ýmsu skerstál miðað við efni sem renna á hverju sinni. Hvar: Í Verknámshúsi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra Hvenær: Þegar nægri þátttöku er náð. Fjöldi: 6 þátttakendur. Lýsing:

Málmsmíði LeiðbeinANDI:

Björn Sighvatz, framhaldsskólakennari.

14.500

kr (3.625 ef að fullu niðurgreitt) 8 kest

Lýsing: Þátttakendur smíða eldrós og hafa að loknu námskeiði lært helstu aðferðir við að smíða úr málmi undir leiðsögn meistara. Hvar: Í Verknámshúsi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Hvenær: Þegar nægri þátttöku er náð. Fjöldi: 8 þátttakendur.

Skemmtibátapróf LeiðbeinANDI:

Pálmi Jónsson, stýrimaður.

56.000 kr (14.000 kr ef að fullu niðurgreitt). 30 kest.

Lýsing: Kennd verða bókleg atriði sem krafist er samkvæmt námskrá til skemmtibátaprófs, í siglingafræði, siglingareglum og stöðugleika. Bóklegt og verklegt próf veitir siglingaréttindi á 24 m skemmtibáta. Námskeiðinu lýkur með bóklegu og verklegu prófi til að fá útgefið skemmtibátaskírteini. Námskeiðið eru 26 kennslustundir auk 4 tíma prófs. Hvar: Á Norðurlandi vestra. Hvenær: Þegar nægri þátttöku er náð. Fjöldi: 10 þátttakendur. Til athugunar: Þátttakendur þurfa að útvega sér samsíðung, hringfara (sirkill) og reglustiku, almenn ritföng og glósubók. Sjókort eru innifalin í verði en ekki önnur gögn. Bóklegt og verklegt próf er innifalið í verði.

9


Menntun skapar tækifæri - kynntu þér möguleikana Landsmennt er fræðslusjóður Samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni Verkalýðsfélögin sjá um afgreiðslu einstaklingsstyrkja í umboði sjóðsins Sjóðurinn styrkir starfsmenntun í fyrirtækjum

Ofanleiti 2, 5. hæð (A-hús) • 103 Reykjavík • sími: 599 1450 • fax: 599 1401 • www.landsmennt.is • landsmennt@landsmennt.is

Þín leið til fræðslu Ríkismennt styrkir starfsmenntun innan stofnana ríkisins á landsbyggðinni Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna Sjóðurinn fjármagnar þau verkefni sem sjóðsstjórn skipuleggur Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Ríkismenntar

Ofanleiti 2, 5. hæð (A-hús) • 103 Reykjavík • sími: 599 1450 • fax: 599 1401 • www.rikismennt.is • rikismennt@rikismennt.is

Styrkur þinn til náms Sveitamennt styrkir starfsmenntun innan sveitafélaga og stofnana þeirra á landsbyggðinni Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna Sjóðurinn fjármagnar þau verkefni sem sjóðsstjórn skipuleggur Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sveitamenntar

Ofanleiti 2, 5. hæð (A-hús) • 103 Reykjavík • sími: 599 1450 • fax: 599 1401 • www.sveitamennt.is • sveitamennt@sveitamennt.is

10


Úrbeining 16.700

Leiðbeinendur:

kr (4.175 ef að fullu niðurgreitt).

Kjötiðnaðarmenn frá Kjötafurðastöð KS.

12 kest. 2 skipti.

Lýsing: Á námskeiðinu verða kennd undirstöðuatriði varðandi úrbeiningu á stórgripakjöti, (naut, hross, folald). Byrjað verður á fyrirlestri, síðan verður verkleg sýnikennsla í kjötskurði. Að lokum fær hver þátttakandi ¼ skrokk til að úrbeina undir leiðsögn fagmanna. Hvar: Í Verknámshúsi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Hvenær: Þegar nægri þátttöku er náð. Fjöldi: 10 þátttakendur. Til athugunar: Leiðbeinendur verða tveir og koma frá Kjötafurðastöð KS. Kennt verður á laugardegi í lok sláturtíðar.

Færnimappa og ferilskrá LeiðbeinANDI:

9.900 kr (2.475 ef að fullu niðurgreitt).

Aðalheiður Reynisdóttir, náms- og starfsráðgjafi.

9 keST, 3 skipti.

Lýsing: Færnimappan er verkfæri sem auðveldar einstaklingum að átta sig á og hafa yfirsýn yfir hvað hver og einn hefur fram að færa í leik og starfi. Í gegnum færnimöppuna er farið yfir hagnýta þætti sem tengjast sjálfsskoðun á eigin þekkingu, reynslu og færni. Þannig öðlast þátttakendur greinargott yfirlit yfir styrkleika sína og sóknarfæri sem getur auðveldað leit að námi og starfi. Á námskeiðinu fá þátttakendur leiðsögn og ráðgjöf við gerð færnimöppunnar og farið er í helstu þætti hennar. Færnimappan er góður grunnur að ferilskrá. Í dag er vönduð ferilskrá mikilvægt tæki í náms- og starfsleit. Ferilskrá þarf að gefa stutta og greinargóða lýsingu á einstaklingnum og auk þess þarf hún að taka mið af því námi eða starfi sem viðkomandi hyggst sækja um. Á námskeiðinu eru kynntar mismunandi ferilskrár og þátttakendur fá tækifæri til að útbúa eða uppfæra eigin ferilskrá. Þá verður farið yfir hagnýt atriði í náms- og starfsleit Hvar: Á Norðurlandi vestra. Hvenær: Þegar nægri þátttöku er náð. Fjöldi: 10 þátttakendur.

Stjórnun og samskipti: Vinnustofa fyrir stjórnendur LeiðbeinANDI: Steinunn Inga Stefánsd., B.A. í sálfræði, M.Sc. í viðskiptasálfræði, M.Sc. í streitufræðum.

47.500 kr (11.875 ef að fullu niðurgreitt). 18 kest.

Lýsing: Góðir stjórnendur stjórna með samtölum við fólkið og gera sér grein fyrir því að samtalið skiptir miklu máli til að ná fram gagnkvæmum skilningi á markmiðum og árangri í starfi. Á vinnustofunni er fjallað um samskiptatengda þætti sem varða formleg og óformleg samtöl stjórnenda við starfsfólk. Lögð er áhersla á hvetjandi samskipti sem beina starfsfólki rétta leið hvað varðar bæði verkefnin, starfsandann og liðsheildina. Samtöl sem stjórnandi og starfsmaður eiga sín á milli eiga sér til dæmis stað við ráðningu, á fyrri stigum starfa (nýliðaþjálfun), við upplýsingagjöf, í breytingum, í starfsmannasamtölum og frammistöðusamtölum þegar ræða þarf markmið og árangur. Einnig þegar veita þarf endurgjöf með hrósi eða gagnrýni og jafnvel þegar ræða

þarf viðkvæm eða persónuleg mál starfsmanns eða leysa ágreining milli starfsfólks. Hvar: Á Norðurlandi vestra. Hvenær: 24. og 25. október. Fjöldi: 12 þátttakendur.

Verkefnastjórnun Leiðbeinendur:

39.900 kr (9.975

ef að fullu niðurgreitt).

Svavar H. Viðarsson.

20 kest.

Lýsing: Á námskeiðinu Grunnatriði verkefnastjórnunar og leiðtogahæfni - er farið í grunnatriði verkefnastjórnunar og persónulega færni nemenda, skilvirkt verklag, skipulag og forgangsröðun verkefna. Verkefni eru skoðuð í víðu samhengi, allt frá skipulagningu og áætlunargerð til eftirlits með öllum þáttum á verktíma frá byrjun til enda. Þetta námskeið nýtist öllum sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði, tileinka sér betra verklag, auka afköst sín og skilvirkni í þeim verkefnum sem þeir vinna í og stjórna, sama af hvaða stærðargráðu þau eru. Á námskeiðinu eru kenndar aðferðir við undirbúning verkefna, áætlanagerð og eftirfylgni. Þátttakendur fá góða sýn á eðli verkefna, æfingu og kynningu á að nota algeng verkfæri við verkefnastjórnun, kennslu og þjálfun í góðum samskiptum í hópastarfi og kynnt helstu hjálpartæki verkefnastjórans á sviði hugbúnaðar. Hvar: Á Norðurlandi vestra. Hvenær: Þegar nægri þátttöku er náð. Fjöldi: 12 þátttakendur. Til athugunar: Námskeiðið er undirbúningur fyrir alþjóðlega C eða D vottun verkefnastjóra.

AU GL ÝS ING

Þurrþæfing með nál Markmiðið er að þátttakendur læri að þæfa með nál, móta og skreyta. Lýsing: Viðfangsefni námskeiðsins er að móta og þæfa lítinn hlut, dýr/fígúrur eða annað sem þátttakendur óska og nota til þess ullarkembu, garn og þæfingarnál. Einnig munu þátttakendur kynnast því hvernig hægt er að nota þessa aðferð við að skreyta textíl /fatnað og að lagfæra slysagöt á fatnaði. Kennari: Arngunnur Hafstað Sigurþórsdóttir textílkennari. Hvar: Kennsla fer fram í húsnæði kennara í Messuholti, rétt við Sauðárkrók. Hvenær: Október/nóvember. Lengd: 9 kest. tvö eða þrjú skipti. Verð: Kr. 18.000.Til athugunar: Allt efni er innifalið í námskeiðsgjaldi og áhöld eru á staðnum. Engin forkunnátta er nauðsynleg. Skráning og frekari upplýsingar:

arngunnur@simnet.is og í gsm-síma 899 8655.

11


Internetið Leiðbeinendur:

Kennarar á Norðurlandi vestra.

17.800 kr (4.450 kr ef að fullu niðurgreitt). 18 kest.

Tölvur iPhone/iPad námskeið Leiðbeinandi:

NN.

10.900 (2.725 kr ef að fullu niðurgreitt). 8 kest.

Áttu iPhone eða iPad og langar að nýta tækið til fulls? Bjóðum upp á tveggja kvölda námskeið þar sem farið er yfir öll helstu atriði við notkun á tækjunum. Á námskeiðinu verður farið yfir: Öll helstu grundvallatriði við notkun á iPhone og iPad og iOs stýrikerfið kynnt. Hvernig eru iPhone og iPad öðruvísi en venjulegar tölvur. Hvernig eiga þessi tæki eftir að nýtast þér í daglegu starfi. Farið yfir helstu forrit sem fylgja símanum. App store: Hvernig á að kaupa forrit og hvaða forrit nýtast fólki best. Stillingar á tækjunum, heima og að heiman. Hvar: Á Norðurlandi vestra Hvenær: Á haustönn 2013. Fjöldi: 10 þátttakendur. Lýsing & markmið:

Tölvugrunnur fyrir byrjendur og lengra komna (notendur sjálfa) Leiðbeinendur: LeiðbeinEndUR:

Kennarar áá Norðurlandi Norðurlandi vestra vestra. Kennarar

17.800 kr (4.450 kr ef að fullu niðurgreitt). 18 kest.

Lýsing: Byggður upp grunnur fyrir áframhaldandi tölvunotkun. Farið í Windows stýrikerfið, skipulag og vistun skjala. Vegir Internetsins rannsakaðir s.s. öryggisatriði og vírusvarnir, leit á netinu, tölvupóstur o.fl. Excel töflureiknirinn. Unnið með einfaldar formúlur, súluog kökurit, raunveruleg dæmi sett upp s.s. tilboð og einfalt heimilisbókhald. Word ritvinnsla. Unnið með texta, letur, myndir, uppsetning einfaldra bréfa o.fl. Hvar: Á Norðurlandi vestra. Hvenær: Þegar nægri þátttöku er náð. Fjöldi: 8 þátttakendur.

12

Lýsing: Á námskeiðinu þjálfastu í að nýta þér kosti Internetsins, s.s. öryggi og vírusvarnir, útvarp, sjónvarp og aðra margmiðlun. Þú þjálfast í að leita skipulega með leitarvélum, flokka og meta upplýsingar, lærir að versla á Netinu, og sinna bankamálum. Einnig er farið í notkun tölvupósts m.a í flokkun, síun og hvernig er hægt að stofna frían netpóst. Markmið námskeiðsins er að auðvelda þátttakendum að nýta sér möguleika Internetsins sem eru í dag, afar fjölbreytilegir. Hvar: Á Norðurlandi vestra. Hvenær: Þegar nægri þátttöku er náð. Fjöldi: 10 þátttakendur.

Byrjendanámskeið í tölvuleikjaforritun í samstarfi við Skema Leiðbeinendur:

Kennari á vegum Skema.

25.700 KR 18 kest 4 skipti, kennt á 2 helgum.

Lýsing: Á námskeiðinu fá þátttakendur innsýn í heim tækninnar og möguleika hennar í gegnum leikjaforritun. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur fái kynningu á undirstöðuatriðum forritunar með ómeðvituðum lærdóm í gegnum leik. Notast verður við hugarkort og söguborð við hönnun tölvuleikja auk þess sem þrívíða forritunarumhverfið Alice verður notað við gerð leikjanna. Alice er sjónrænt „drag-drop“ umhverfi og í því eru engar „syntax villur“. Þannig fá þátttakendur betra rými til að einbeita sér meira að því sem skiptir máli á þessu stigi. Tölvuhrekkir verða einnig teknir fyrir og lærum við að forrita nokkra alveg meinlausa hrekki. Við kennsluna verður notast við Skema aðferðafræðina sem studd er af rannsóknum á sviði sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði. Hvar: Á Norðurlandi vestra. Hvenær: 14.-15. september og 5.-6. október á Sauðárkróki 12.-13. október og 19.-20. október á Blönduósi/Skagaströnd, 2.-3. og 9.-10. nóvember á Hvammstanga Fjöldi: 10 þátttakendur.


...úr starfinu

Tungumál Talnámskeið í ensku fyrir konur Leiðbeinendur:

29.900 kr (7.475 kr ef að

fullu niðurgreitt).

Kennarar á Norðurlandi vestra.

24 kest. Lýsing: Langar þig einfaldlega að bæta enskukunnáttu þína? Ert þú feimin að tala ensku fyrir framan aðra? Skelltu þér á enskunámskeið með konum, sem eru í sömu sporum. Í lok námskeiðs hefur þú aukið sjálfstraust til samskipta á ensku. Lögð er áhersla á að þjálfa ensku sem talað mál. Námskeiðið er byggt upp á líflegan hátt þar sem áhersla er lögð á að læra ensku í gegnum spjall, hlustun og raunverulegar aðstæður. Skipt er í litla hópa eftir getu hvers og eins. HVAR: Á Norðurlandi vestra. Forkröfur: Þegar nægri þátttöku er náð. Fjöldi: 8 þátttakendur.

Útskrift úr Námi og þjálfun í almennum bóklegum greinum vorið 2013.

Talnámskeið í ensku fyrir karla Leiðbeinendur:

29.900 kr (7.475 kr ef að

fullu niðurgreitt).

Kennarar á Norðurlandi vestra.

24 kest. Lýsing: Langar þig einfaldlega að bæta enskukunnáttu þína? Ert þú feiminn að tala ensku í vinnunni eða fyrir framan annað fólk? Skelltu þér á enskunámskeið með körlum sem eru í sömu sporum og þú. Í lok námskeiðs hefur þú aukið sjálfstraust til samskipta á ensku. Lögð er áhersla á að þjálfa ensku sem talað mál. Námskeiðið er byggt upp á líflegan hátt þar sem áhersla er lögð á að læra ensku í gegnum spjall, hlustun og raunverulegar aðstæður. Skipt er í litla hópa eftir getu hvers og eins. HVAR: Á Norðurlandi vestra. Forkröfur: Þegar nægri þátttöku er náð. Fjöldi: 8 þátttakendur.

Frá útskrift eldri borgara á Skagaströnd af tölvunámskeiði.

Íslenska fyrir útlendinga - Icelandic for foreigners Leiðbeinendur:

Kennarar á Norðurlandi vestra.

29.900 kr (7.475 kr ef að

fullu niðurgreitt).

60 kest. Lýsing: Í Íslensku fyrir útlendinga er boðið upp á þrjú þyngdarstig. Á öllum stigum er lögð mikil áhersla á talað mál. Emphasis on spoken Icelandic. Texts for beginners and the topics deal with the daily life in the community and Iceland. Three levels: Level 1 (60 lessons) is for complete beginners. Level 2 (60 lessons) and level 3 (60 lessons) are for more advanced students. Level 3 includes Icelandic grammar. Hvar: Á Norðurlandi vestra. Hvenær: Þegar nægri þátttöku er náð. Fjöldi: 8 þátttakendur.

Frá útskrift Frumkvöðlasmiðju á Hvammstanga.

Munið heimasíðuna www.farskolinn.is 13


Stundum þarf bara hvatningu og hrós Farskólinn leggur mikla áherslu á náms- og starfsráðgjöf næstu misserin á Norðurlandi vestra. Aðalheiður Reynisdóttir tók við starfi náms- og starfsráðgjafa hjá Farskólanum í byrjun ágúst. Aðalheiður er fædd á Sauðárkróki og uppalin í útbænum. Hún er gift Magnúsi Ingvarssyni, húsasmíðameistara og eiga þau þrjú uppkomin börn, Þorbjörgu Söndru grunnskólakennara, Thelmu Sif snyrtifræðing og tækniteiknara og Reyni Snæ nýstúdent og gítarleikara.

Segðu okkur aðeins frá sjálfri þér? „Ég hef einstaklega gaman af því að vera í góðum félagsskap og er þess vegna starfandi í Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar. Ég á mér í raun engin sérstök áhugamál en mér finnst gaman að mörgu og hef ávallt nóg fyrir stafni bæði í leik og starfi. Ég hef mjög gaman af því að sinna náms-og starfsráðgjafarvinnunni, sem er ótrúlega fjölbreytt og ég er að fást við mörg ólík verkefni þar. Ég er einnig sjálfstætt starfandi iðjuþjálfi og það er einnig frábært starf og gefandi. Ég myndi kannski segja að ég hefði stundum of mörg járn í eldinum en það er bara gaman að takast á við það“. Þú fórst óhefðbundna leið í námi. Segðu okkur frá skólagöngu þinni? „Hún var hefðbundin í fyrstu“, segir Heiða. „Ég gekk í Grunnskóla Sauðárkróks, sem þá hét Barnaskóli Sauðárkróks og lauk námi þar en framhaldsskólanám beið hins vegar í nokkur ár“. Heiða hóf ung vinnu á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki og vann þar við umönnunarstörf í rúman áratug. Á þessum tíma var farið að bjóða upp á fagnámskeið ófaglærðra starfsmanna, sem hún sótti, og varð síðan hvati til að læra meira. „Ég hóf nám í sjúkraliðafræðum við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra árið 1989 og lauk því námi ásamt stúdentsprófi árið 1992 og starfaði eftir það í um 5 ár hjá Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra eða þar til ég ákvað að fara í iðjuþjálfanám við Háskólann á Akureyri, sem þá var verið að byrja að kenna til B.Sc gráðu í fyrsta sinn á Íslandi. Iðjuþjálfanámið var í höfn árið 2001 og þá réðst ég til starfa

14


við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sem kennari og síðar sem deildarstjóri á starfsbraut. Ég bætti við mig námi í uppeldis- og kennslufræðum og síðar í náms- og starfsráðgjöf og er með meistararitgerðina í burðarliðunum“, segir Heiða. Nú starfar þú sem ráðgjafi hjá Farskólanum. Hvernig skilgreinir þú ráðgjöfina? „Ráðgjöf er svo ótalmargt þegar að er gáð. Í mínum huga er ráðgjöf leið til að leiðbeina þar sem ráðþegi getur komið og tjáð sig um sín vandamá,sérstaklega þau sem tengjast námi viðkomandi. Sem dæmi má nefna námsörðugleika. Þar er hægt að kenna ráðþeganum námstækni, skipulag og markmiðssetningu eða aðstoða hann við að fá viðeigandi hjálpartæki“. Heiða segir að ráðgjöfin virki líka eins og upplýsingaveita um nám og þjónustu sem aðrir veita. „Ráðgjöf getur líka verið stuðningur við ráðþega í ýmsum

málum sem ekki tengjast beint námi viðkomandi heldur þarf hann hvatningu og stuðning. Það kemur fyrir að sá sem leitar til ráðgjafans er með allt of mikið á sinni könnu þannig að hann er kominn í ógöngur með sjálfan sig. Ráðgjöfin getur einnig verið leið fyrir ráðþegann til að ræða áhyggjur sínar og vandamál við einhvern sem hlustar á hann, stundum þarf bara einhvern sem hlustar og það að geta talað um vandamálin leysir þau stundum“, segir Heiða.. Heiða tekur eftir því í starfi sínu að þeir sem leita til hennar þurfa stundum bara hvatningu og hrós eða einhverskonar „spark í rassinn” til að geta haldið áfram með það sem velkist fyrir þeim. Eftir hverju eru ráðþegar að leita þegar þeir koma til þín? „Mér finnst hvatningin ákaflega mikilvæg og allt of mikið um að fólk gefist upp, vantar þrautseigjuna eða bara hvatningu frá einhverjum sem það finnur að er

ekki sama um það. Samhygðin er líka nauðsynleg í þessu ráðgjafasambandi og hún er með mikilvægustu þáttunum að mínu mati“, segir Heiða. „Mér finnst ég ná frekar árangri ef ég legg mig fram við að sýna hana. Náms-og starfsráðgjafinn er því stundum bara þessi skilningsríki náungi sem hlustar og hrósar svo eftir spjallið og málið er leyst. Ráðgjafinn ætti einungis að vera „tækið” sem veldur því eða hefur áhrif á að ráðþeginn finnur lausnina sjálfur á vandamálum sínum. Einnig finnst mér þessi ómeðvitaða ráðgjöf oft skila ótrúlega miklu, þá er ég að tala um að fólk taki upp eftir manni aðrar hugsanir eða skoðanir og velji sér leiðir án þess að það sé sérstaklega um það rætt. Mér finnst náms-og starfsráðgjafastarfið vera mikið ábyrgðarstarf og ég hef að leiðarljósi að veita ráðgjöf sem er fordómalaus og án ráðdeildar við ráðþegann“, segir Heiða að lokum.

Menntun er málið – átt þú rétt á styrk? Félagsmenn stéttarfélaga eiga rétt á styrkjum vegna náms eða námskeiða sem þeir stunda. Aldan stéttarfélag á aðild að eftirtöldum sjóðum: Landsmennt fyrir félagsmenn á almennum vinnumarkaði, Sveitamennt fyrir starfsmenn sveitafélaga, Sjómennt fyrir sjómenn og Ríkismennt fyrir ríkisstarfsmenn.

Nú er tækifæri til að skella sér í námið sem þig hefur alltaf langað í!

Viltu sækja þér aukna fræðslu, framhalds- og háskólanám, tungumálanám, tölvunámskeið, aukin ökuréttindi tómstundanám og allt starfstengt nám, auk ýmissa annarra námskeiða ? Ef þú ert félagsmaður í Stéttarfélaginu Samstöðu og hefur greitt til félagsins í a.m.k. sex mánuði af síðustu tólf áttu rétt á styrk úr starfsmenntasjóðum þeim sem Samstaða er aðili að. Leitaðu upplýsinga hjá félaginu um réttindi þín .

Kynntu þér málið á skrifstofu stéttarfélaganna

Borgarflöt 1 Sauðárkróki Sími 453 5433

& 452 4932 og 451 2730

15


Námsskrár FA

Skrifstofuskólinn Leiðbeinendur:

Samkvæmt samningi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins býður Farskólinn fullorðnu fólki sem ekki hefur lokið framhaldsskóla upp á námsleiðirnar Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum (framhald), Skrifstofuskólann og Menntastoðir. Námsleiðirnar eru fjármagnaðar af Fræðslusjóði á móti nemendagjöldum.

E D U C AT I O N A N D TRAINING SERVICE CENTRE

Menntastoðir

E D U C AT I O N I N T H E L A B O U R M A R K E T

Leiðbeinendur:

Framhaldsskólakennarar á Norðurlandi vestra.

STÓRLÆKKAÐ VERÐ 25.000 kr. 660 KEST.

Lýsing: Menntastoðir er tilvalin námsleið fyrir þá sem vilja hefja nám á ný og ná sér í grunnfögin í framhaldsskóla. Markmið Menntastoða er að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni. Í náminu er lögð áhersla á að nemendur læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Kennslufyrirkomulag: Námið í Menntastoðum fer fram tvö kvöld í viku og annarhvorn laugardag. Námið er metið sem 50 einingar inn í Háskólabrú Keilis. NÁmsgreinar:

• • • • • • •

Lífsleikni 102 og 201 Námstækni 102 Upplýsingatækni 103 Íslenska 103 og 203 Stærðfræði 102,122 og 202 Danska 102 Enska 103 og 203

Kennsluhættir Menntastoða miða við þarfir fullorðinna nemenda og leitast er við að veita nemendum góða þjónustu. Þannig skipa sjálfsefling, námstækni og hópefli stóran þátt í skólastarfinu. Hluti kennslu í Menntastoðum byggist á tölvum og því kostur að nemendur hafi aðgang að tölvu á námstímanum. Þeir nemendur sem ljúka námi í Menntastoðum eiga kost á því að sækja um nám í Háskólabrú Keilis. Nám í Háskólabrú er lánshæft hjá LÍN, með þeim skilyrðum að námsmaður hafi áður lokið lánshæfu starfsnámi, þ.e. burtfararprófi / sveinsprófi úr skóla, eða hafi jafngilda reynslu úr atvinnulífinu, þ.e. starfsreynslu sem samsvarar fullri atvinnuþátttöku í a.m.k. fimm ár. (sjá nánar á www.lin. is). Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur samþykkt að framhaldsskólar geti metið Menntastoðir til eininga hjá sér. Námsmat: Gerð er krafa um 80% mætingu í hvern námsþátt. Unnin eru verkefni úr námsefninu og próf tekin. Hvar kennt? Í Farskólanum við Faxatorg og fjarkennt. Hvenær kennt: Kennsla hefst í byrjun september 2013 og lýkur vorið 2014. Kennsluhættir:

16

Kennarar á Norðurlandi vestra

44.000 kr (11.000 kr ef að fullu niðurgreitt). 240 KEST.

Lýsing: Markmiðið með námi í Skrifstofuskólanum er að þú eflir sjálfstraust þitt og öryggi til faglegra starfa á skrifstofu. Að þú aukir færni þína í tölvum og ensku og í því að veita fyrsta flokks þjónustu. Námsaðferð: Kynning, umræður, einstaklings- og hópavinna. Námsgreinar:

Sjálfstyrking, samskipti, tímastjórnun og markmiðasetning. • Námstækni með MIndManager. • Verslunarreikningur. • Bókhald. • Þjónusta og símsvörun. • Tölvu- og upplýsingaleikni. • Enska. • Færnimappa og ferilskrá. Hvar: Í Farskólanum og í Námsverum á Norðurlandi vestra. Hvenær: Haustið 2013 og fyrri hluta árs 2014. Fjöldi: 10-12 þátttakendur. Námsmat: Gerð er krafa um 80% mætingu í hvern námsþátt. Námsmenn vinna verkefni undir handleiðslu leiðbeinanda sem hann metur. Til athugunar: Ef ekki næst í tilskyldan fjölda á hverjum stað verður fjarkennt á milli staða.

Bóklegar greinar – Nám og þjálfun Framhald frá vorönn Leiðbeinendur:

Kennarar á Norðurlandi vestra.

56.000kr (14.000 kr ef að fullu niðurgreitt). 300 KEST.

Lýsing: Langar þig aftur í nám? Hefur þú áhuga á að ná þér í sveinspróf í einhverri iðn en átt eftir bóklegu greinarnar? Viltu stunda nám í huggulegu umhverfi með fólki á þínu reki? Ef þú svarar játandi er Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum fyrir þig. Námsaðferð: Kynning, umræður, einstaklings- og hópavinna. Sjá nánar á www.farskolinn.is. Námsgreinar:

• • • • • •

Námstækni með MindManager. Sjálfsþekking. Íslenska 102 og 202. Danska 102. Enska 102, 202 og 122. Stærðfræði 102 og 122. Hvar: Í Farskólanum og í Námsverum á Norðurlandi vestra. Hvenær: Skólaárið 2013 og 2014. Fjöldi: 10 - 12 þátttakendur. Námsmat: Gerð er krafa um 80% mætingu í hvern námsþátt. Námsmenn vinna verkefni, bæði í tímum og heima, undir handleiðslu leiðbeinanda sem hann metur. Engin formleg próf eru tekin. Til athugunar: Ef ekki næst í tilskyldan fjölda á hverjum stað verður fjarkennt á milli staða.

Namsvisir haust2013 lett  

namsframbod