Namsvísir Haust 2021

Page 1

náms vísir HAUST 2021

FARSKÓLINN – MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA

1


PISTILL Bryndísar Þráinsdóttur framkvæmdastjóra Farskólans

Átt þú erindi í raunfærnimat? Raunfærnimat er leið til að meta þá færni og þekkingu sem einstaklingur býr yfir og hefur aflað sér í gegnum starfsreynslu, áhugamál, félagsstörf og fleira. Þú getur fengið þekkingu þína og reynslu metna á móti framhaldsskólaeiningum eða viðmiðum atvinnulífsins. Matið getur mögulega stytt nám eða verið hvatning til að ljúka námi.

Ert þú 23 ára eða eldri? Hefur þú ekki lokið formlegu námi? Hefur þú 3 ára starfsreynslu á eftirfarandi sviðum? Almenn starfshæfni Kjörið fyrir þá sem eru í atvinnuleit, á krossgötum, í starfsendurhæfingu eða fyrir þá sem eru að velta fyrir sér nýju starfi.

Ferðaþjónn Fyrir þá sem starfa við ferðaþjónustu svo sem á hóteli eða gistiheimili.

Búfræði Er fyrir þá sem starfa við landbúnað eða bústörf.

Iðngreinar Farskólinn býður upp á raunfærnimat í fjölda iðngreina í samstarfi við Iðuna Fræðslusetur. Matreiðsla, smíði, múraraiðn, bifvélavirkjun og fleira. Kjörið fyrir þá sem hafa langa starfsreynslu í sinni iðngrein.

Þá erum við að leita að þér! Hafðu samband við Söndru í síma 455-6160 eða sendu póst á sandra@farskolinn.is 2 2

Hvað veistu um raunfærnimat? Nú er dásamlegt sumar að baki hjá okkur Norðlendingum og veturinn framundan. Við í Farskólanum stefnum á gott skólaár. Í fyrra fækkaði þátttakendum á námskeiðum verulega frá árinu á undan. Við teljum okkur vita ástæðuna fyrir því. Árið 2020 stunduðu 870 þátttakendur nám í Farskólanum og þar af voru konur 720 og karlar 150. Kenndar stundir voru 1.511 og nemendastundir voru 12.900. Það sem einkenndi námskeiðsárið voru vefnámskeiðin sem öll voru vel sótt. Allar upplýsingar um starfsemi Farskólans má nálgast í ársskýrslu á heimasíðu hans. Yfirstandandi ár hefur verið nokkuð rólegt en nú ætlum við að spýta í lófana og fara og hitta fólk og kynna starfsemina rækilega. Vissir þú, til dæmis, að Farskólinn býður upp á ókeypis náms- og starfsráðgjöf? Eða hefur þú heyrt af raunfærnimati? Til að fá frekari upplýsingar um þessi verkefni okkar þá er best að heyra í ráðgjafa Farskólans í síma 455 – 6160. Markhópur Farskólans er fyrst og fremst fullorðið fólk sem ekki hefur lokið framhaldsskóla. Við leggjum mikla áherslu á að bjóða þessum hópi upp á nám, til dæmis í bóklegum greinum eða nám á leikskóla- og stuðningasfulltrúabrú. Annar mikilvægur hópur er fólk af erlendu bergi brotið. Hjá þessum hópi er gríðalegur áhugi á að læra íslensku. Hlutverk okkar er líka að þjónusta atvinnulífið á svæðinu. Undanfarin ár hefur mikil gróska verið í námskeiðahaldi fyrir bændur á svæðinu og sér ekki fyrir endann á því. En við viljum gera betur, verða sýnilegri og bjóða fleirum þjónustu okkar. Vertu með okkur í vetur. Fyrir hönd Farskólans. Bryndís Þráinsdóttir

farskolinn.is Upplýsingar og skráning á farskolinn.is Information and registration at farskolinn.is


Á HAUSTÖNN 2021 VERÐA KENNDIR ÁFANGARNIR:

Framhal d fræðsl sa

Vottaðar námsleiðir

Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins Vottaðar námskrár FA eru fyrst og fremst ætlaðar fullorðnu fólki sem ekki hefur lokið formlegu framhaldsskólanámi. Námskrárnar eru fjölbreyttar og eru ætlaðar til að mæta jafnt þörfum þeirra sem þær sækja sem og þörfum atvinnulífsins. Nánar má lesa um námskrárnar, sem eru

fjölmargar, á vef FA: www.frae.is.

Grunnmennt 1 – ALMENNUR BÓKLEGUR UNDIRBÚNINGUR LEIÐBEINENDUR: Ýmsir LENGD: 200 klst eða 300 kest. VERÐ: 84.600 kr. Stéttarfélög greiða allt að 90% af námskeiðskostnaði.

Grunnmennt er ætlað fullorðnu fólki sem orðið er 18 ára og vill styrkja sig í kjarnagreinunum, íslensku, dönsku, ensku og stærðfræði og undirbúa sig undir frekara nám eins og til dæmis iðngreinar. Námið hentar fólki vel sem er með stutta formlega skólagöngu að baki, hefur ekki verið lengi í námi og vill fara rólega af stað. Í náminu fá námsmenn góðan stuðning og hvatningu og allir fara í viðtal hjá ráðgjafa. LÝSING:

MARKMIÐ:

• Að byggja upp grunn í íslensku, dönsku, ensku og stærðfræði. • Að stuðla að jákvæðu viðhorfi til náms og auka sjálfs-traust og færni í samskiptum við aðra. • Að þjálfa sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. NÁMSMAT: Gert er ráð fyrir 80% mætingu í hvern áfanga og virkri þátttöku námsmanna. Gert er ráð fyrir verkefnavinnu bæði heima og í tímum. HVAR OG HVENÆR: Námið verður kennt frá Sauðárkróki. Ef námsmenn koma víða að verður kennt í gegnum tölvubúnað. Kennt á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 18:00 – 21:45. TIL ATHUGUNAR: Sjá nánar á heimasíðu Farskólans.

Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú

LEIÐBEINENDUR: Ýmsir LENGD: 200 klst eða 300 kest. VERÐ: 151.000 kr. eða 37.750 kr á önn. Stéttarfélög greiða

allt að 90% af námskeiðskostnaði. LÝSING: Leikskólaliða-

og stuðningsfulltrúabrú er ætluð þeim sem starfa í leik- og grunnskólum. Forkröfur í námið eru að nemendur hafi náð 22ja ára aldri, hafi 3ja ára starfsreynslu í umönnun barna í leik- og grunnskólum og hafi lokið 230 kennslustunda starfstengdum námskeiðum. Námsmenn sem ljúka leikskólaliða- eða stuðningsfulltrúabrú hljóta starfsheitin leikskólaliði og stuðningsfulltrúi.

Barnabókmenntir, Fatlanir og Leikur sem náms- og þroskaleið. Eitt fag er kennt í einu. NÁMSMAT: Gert er ráð fyrir 80% mætingu í hvern áfanga og virkri þátttöku námsmanna. Gert er ráð fyrir heimanámi og verkefnavinnu, bæði heima og í tímum. HVAR OG HVENÆR: Námið verður kennt til námsveranna og hefst laugardaginn 29. ágúst klukkan 10:00. Kennt verður alla miðvikudaga frá kl. 17:00 – 20:00 í gegnum fjarfundabúnað. Auk þess verða sjö eins dags staðlotur. TIL ATHUGUNAR: Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við ráðgjafa Farskólans, Söndru Hilmarsdóttur, í síma 455 – 6160.

Uppleið – NÁM BYGGT Á HUGRÆNNI ATFERLISMEÐFERÐ LEIÐBEINANDI: Sálfræðingur eða annar sérfræðingur í HAM LENGD: 40 klst. VERÐ: 9.000 kr. LÝSING: Námið

er ætlað þeim sem eru 18 ára og eldri og hafa ekki lokið námi í framhaldsskóla. Markmið námsins er að auka færni þátttakenda í að takast á við hamlandi líðan með því að nýta sér aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) í daglegu lífi. Fjallað verður um þunglyndi og kvíða, markmiðasetningu, breytta hugsun, sjálfsmat og sjálfseflingu og bakslagsvarnir. Námið eru 40 klukkustundir í heild sem skiptist í 24 klst. með leiðbeinanda og 16 klst. í heimanám. Námið byggir á fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu, bæði í kennslustundum og utan þeirra. HVAR OG HVENÆR: Kennt á Norðurlandi vestra um leið og þátttaka næst. TIL ATHUGUNAR: Námskeiðið verður að stórum hluta fjarkennt.

Líf og heilsa – LÍFSSTÍLSÞJÁLFUN LEIÐBEINENDUR: Sérfræðingar á svið hreyfingar og marataræðis LENGD: 300 klst., eða skólaárið 2021 – 2022 VERÐ: 23.000 kr. fyrir sjálft námskeiðið. LÝSING: Líf

og heilsa er nám á öðru þrepi hæfniramma og ætlað þeim sem vilja bæta eigin heilsu og er náminu skipt í sex námsþætti. Meðal annars: Heilsulæsi, markmiðasetning, fjölbreytt hreyfing, hollt mataræði og andlegar áskoranir. Markmið námsins er að auka þekkingu námsmanna á áhrifaþáttum heilsu, leikni þeirra í heilsulæsi og hæfni til að taka ábyrgð á eigin heilsu. Sjálfsefling, ígrundun, markmiðasetning og virkni með samvinnunámi og virkum stuðningi leiðbeinenda. Hver og einn fer í heilsufarsmælingu við upphaf, meðan á námskeiði stendur og við lok. HVAR OG HVENÆR: Kennt á Norðurlandi vestra um leið og þátttaka næst. TIL ATHUGUNAR: Sjá nánar á frae.is

Matarsmiðja – BEINT FRÁ BÝLI LEIÐBEINENDUR: Námskeiðið er kennt af fjölda leiðbeinenda

sem allir eru sérfræðingar á sínu sviði. VERÐ: 36.000 kr.

Markmið námsins er að þú öðlist grunnþekkingu í meðhöndlun matvæla í tengslum við Beint frá býli LÝSING:

3


hugmyndafræðina. Þú öðlast skilning og getu til að vinna að vöruþróun og einfaldri framleiðslu á matvælum. Einnig tekur þú virkan þátt í því að búa til uppskriftir, reikna út næringargildi, framlegð og rýrnun ásamt því að geta framleitt vöruna. Nánar má lesa um Beint frá býli á heimasíðu Farskólans. KENNSLUFYRIRKOMULAG: Haldnar verða tvær verklegar helgarlotur þar sem nemendum verður leiðbeint um vöruþróun og framleiðslu á vöru. Einnig verða smáframleiðendur á Norðurlandi vestra heimsóttir. Aðrir fyrirlestrar verða sendir út rafrænt auk þess sem þeir verða teknir upp og aðgengilegir þátttakendum á meðan á námskeiðinu stendur. HVAR: Verkleg kennsla fer fram í Vörusmiðjunni á Skagaströnd. HVENÆR: Námið hefst um miðjan janúar 2022 og áætlað að því ljúki í byrjun apríl.

fjölbreyttum kennsluaðferðum. Aukið er við málfræðikunnáttu á skipulagðan hátt í tengslum við námsefnið. Nauðsynlegt er að ljúka 90% mætingu til að fá útskriftarskírteini At level 2 vocabulary is expanded with the aim of students becoming capable of using simple sentences relating to everyday life. Speaking, understanding, reading and writing are practiced with the emphasis on speaking through diverse learning methods. Attendance required: 90%. HVAR: Á Hvammstanga, Blönduósi / Skagaströnd og Sauðárkróki. HVENÆR: Á haustönn 2021. FJÖLDI ÞÁTTTAKENDA: 8 (Eight participants are required).

Íslenska 3 – ICELANDIC 3 LEIÐBEINENDUR: Ýmsir FJÖLDI STUNDA: 40 klst. eða 60 kest. VERÐ: 44.900 kr. LÝSING: Námskeiðið er framhald af íslensku 2 og hentar einnig

Lærðu íslensku Study Icelandic Icelandic courses are based on the Curriculum of Icelandic for Foreigners published by the Ministry of Education, Science and Culture.

Íslenska 1 – ICELANDIC 1 LEIÐBEINENDUR: Ýmsir FJÖLDI STUNDA: 40 klst. eða 60 kest. VERÐ: 44.900 kr. LÝSING: Námskeiðið er ætlað byrjendum þar sem þátttakendur

læra íslenska stafrófið, framburð og grunnorðaforða. Þátttakendur æfa tal, skilning, lestur og ritun einfaldra setninga með áherslu á talþjálfun með fjölbreyttum kennsluaðferðum. Einföld málfræði er kynnt í tengslum við námsefnið. Nauðsynlegt er að ljúka 90% mætingu til að fá útskriftarskírteini. This is a course for beginners where students learn the Icelandic alphabet, pronunciation and basic vocabulary. Students practice speaking, understanding, reading and writing basic sentences through diverse learning methods. Basic grammar is introduced in relation to the learning material. Attendance required: 90%. HVAR / WHERE: Á Hvammstanga, Blönduósi / Skagaströnd og Sauðárkróki. HVENÆR / WHEN: Á haustön 2021 / Autumn 2021. FJÖLDI ÞÁTTTAKENDA: 8 (Eight participants are required).

Íslenska 2 – ICELANDIC 2 LEIÐBEINENDUR: Ýmsir FJÖLDI STUNDA: 40 klst. eða 60 kest. VERÐ: 44.900 kr.

Þetta námskeið er framhald af fyrsta stigi og hentar einnig þeim sem hafa öðlast grunnfærni í íslensku. Orðaforði er aukinn með það að markmiði að nemendur verði færir um að nota einfaldar setningar sem tengjast daglegu lífi. Tal, skilningur, lestur og skrift er æft með áherslu á daglegt mál með LÝSING:

4

þeim sem hafa öðlast grunnfærni í íslensku sem nemur fyrsta og öðru stigi. Orðaforðinn er aukinn og tengist samfélagslegum þáttum daglegs lífs á Íslandi. Sjálfstraust nemenda til að tjá sig á íslensku eykst með áframhaldandi þjálfun í að tala, skilja, lesa og rita íslensku með fjölbreyttum kennsluaðferðum. Fram-hald er á málfræðináminu á grunni þess sem nemendur hafa þegar lært í íslensku 1 og 2. Nauðsynlegt er að ljúka 75% mætingu til að fá útskriftarskírteini. Level 3 is also suitable for students who have acquired the basics in Icelandic up to this point. Vocabulary is still expanded with selected topics relating to practical social aspects of life in Iceland. Students grow in their confidence to speak, using simple syntax, as they continue to practice their speaking, understanding, reading and writing in Icelandic through diverse learning methods. Attendance required: 90%. HVAR: Á Hvammstanga, Blönduós / Skagaströnd og Sauðárkróki. HVENÆR: Á haustönn 2021. FJÖLDI ÞÁTTTAKENDA: 8 (Eight participants are required).

Íslenska 4 – ICELANDIC 4 LEIÐBEINENDUR: Ýmsir FJÖLDI STUNDA: 40 klst. eða 60 kest. VERÐ: 44.900 kr.

Þetta námskeið er framhald af þriðja stigi og hentar einnig þeim sem öðlast hafa sterkan grunn í íslensku. Enn er aukið við orðaforða með umfjöllunarefnum sem tengjast því að búa á Íslandi og samfélagsumræðunni á hverjum tíma. Beitt er fjölbreyttum kennsluaðferðum með það að markmiði að auka sjálfstraust nemenda til að tjá sig á íslensku, auk þjálfunar í lestri og ritun. Aukið er við málfræðikunnáttu á grunni þess sem nemendur hafa þegar lært.* Nauðsynlegt er að ljúka 90% mætingu til að fá útskriftarskírteini. At level 4 an expansion of vocabulary is continued through diverse and more demanding topics relating to current events and other relative matters. Diverse learning methods are applied with the aim of maximizing students’ confidence in speaking and understanding as well as reading and writing. Attendance required: 90% HVAR: Hvammstangi, Blönduós/Skagaströnd, Sauðárkróki HVENÆR: Á haustönn 2021. FJÖLDI ÞÁTTTAKENDA: 8 (Eight participants are required). LÝSING:


Náms- og starfsráðgjöf Sandra Hilmarsdóttir sinnir ráðgjöf hjá Farskólanum. Þú getur leitað til hennar hvort sem þú ert að hugsa um: Nám eða störf Þarft aðstoð við að gera þína eigin ferilskrá Skrifa kynningarbréf með starfsumsókn Vilt auka sjálfstraustið Greina áhugasvið þitt. Síminn hjá Söndru er 455 6160

Menntun er málið – átt þú rétt á styrk? Félagsmenn stéttarfélaga eiga rétt á styrkjum vegna náms eða námskeiða sem þeir stunda. Aldan stéttarfélag á aðild að eftirtöldum sjóðum: Landsmennt fyrir félagsmenn á almennum vinnumarkaði, Sveitamennt fyrir starfsmenn sveitafélaga, Sjómennt fyrir sjómenn og Ríkismennt fyrir ríkisstarfsmenn.

Nú er tækifæri til að skella sér í námið sem þig hefur alltaf langað í!

Viltu sækja þér aukna fræðslu, framhalds- og háskólanám, tungumálanám, tölvunámskeið, aukin ökuréttindi tómstundanám og allt starfstengt nám, auk ýmissa annarra námskeiða ? Ef þú ert félagsmaður í Stéttarfélaginu Samstöðu og hefur greitt til félagsins í a.m.k. sex mánuði af síðustu tólf áttu rétt á styrk úr starfsmenntasjóðum þeim sem Samstaða er aðili að. Leitaðu upplýsinga hjá félaginu um réttindi þín .

Kynntu þér málið á skrifstofu stéttarfélaganna

BORGARFLÖT 1 SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 453 5433

& 452 4932 og 451 2730

5


VIÐTAL við Jón Egil Indriðason sem sótti námskeiðið Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum við Farskólann

Námið gekk óvenju vel miðað við hvernig grunnskólagangan gekk ... Haustið 2019 hófst námsleiðin „Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum“. Einn þátttakenda var Jón Egill Indriðason. Það vakti athygli okkar í Farskólanum að Jón Egill mætti alltaf snemma þótt hann ætti um langan veg að fara. Hvaðan ertu? „Ég er fæddur á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki og alinn upp á Álfgeirsvöllum. Foreldrar mínir eru Svandís Lilja Marinósdóttir, sem nú er látin og Indriði Stefánsson. Ég á fjögur systkini. Þau Sigrúnu, Stefán, Marinó og Ingibjörgu“, segir Jón Egill. „Konan mín heitir Sigríður Þóra Stormsdóttir og á ég eina dóttir Guðbjörgu Rán og svo á ég fjögur fósturbörn“. Í hvaða skóla fórst þú á sínum tíma? „Ég

Jón Egill að lokinni brautskráningu við FNV. AÐSEND MYND

6

gekk í Steinstaðaskóla og námið þar gekk svona og svona vegna námsörðuleika. Mér gekk ekki vel að lesa og þar með segir það sig sjálft að námið gengur ekki vel. Úr Steinstaðaskóla fór ég í Varmahlíðarskóla í 10. bekk og gekk ekkert betur að læra þar, þannig að eftir skóla lá leiðin út á vinnumarkaðinn“, segir Jón Egill. Árið 1999 fór Jón Egill í kvöldskóla hjá Iðnskólanum í Reykjavík og lauk þar fyrsta áfanga í ensku. „Vorið

2016 byrjaði ég í slátraranámi hjá FNV en hætti því þar sem það átti ekki við mig. Um haustið lét ég svo vaða í dagskóla hjá FNV“, bætir hann við. Við hvað hefur þú unnið í gegnum tíðina? „Ég hef unnið við margt. Ég byrjaði sem polli í girðingavinnu uppi á fjöllum fyrir hreppinn. Ég hef verið við loðdýrarækt, unnið í sláturhúsi, verið í vélavinnu, í álveri og unnið við sprengingar. Ég starfaði einnig í Noregi. Undanfarin 15 ár hef ég verið bóndi og með bústörfunum er ég svo í löndun og þrifum í rækjuverksmiðjunni“. Þú ákveður svo að skrá þig í nám hjá Farskólanum í almennum bóklegum greinum. Hvernig gekk námið í Farskólanum? „Námið gekk óvenju vel miðað við það hvernig grunnskólagangan gekk“, segir Jón Egill. Hann segir að gangurinn í náminu hafi verið góður og ekki mjög erfiður. Hann fékk aðgang að Hljóðbókasafninu sem hann nýtti sér óspart. Hann telur að ekki þurfi að breyta skipulagi námsins frá því sem nú er. Að lokum er Jón Egill spurður að því hvort hann geti mælt með þessu námi hjá Farskólanum við aðra: „Já, ég geri það hiklaust“, segir hann. Jón Egill útskrifaðist sem vélvirki frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra vorið 2021. Ertu með einhver frekari plön varðandi nám og störf? „Ég ætla að vinna eitthvað áfram í löndun og í þrifunum en stefni svo einhvern tímann í vélvirkjunina og sveinspróf“, segir Jón Egill. Að lokum er Jón Egill spurður út í það hvað hann geri í sínum frístundum. „Ég reyni að vinna í handverki ef tími er laus, það er eldsmíði og smíða skart úr hornum og beini“, segir Jón Egill að lokum.


Námskeið í samstarfi við stéttarfélög Stéttarfélögin Aldan, Kjölur, Samstaða, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar bjóða félagsmönnum sínum á námskeið (þeim að kostnaðarlausu). Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

Árangursrík samskipti á vinnustöðum LEIÐBEINANDI: Rakel Heiðmarsdóttir VERÐ: 19.900 kr.

Lykillinn að framúrskarandi samstarfi, árangri í starfi og starfsánægju felst meðal annars í öflugum samskiptum. Skemmtilegt og lifandi námskeið sem veitir innsýn í: • Mismunandi samskiptastíl og einkenni „fyrirmyndar" samskipta. • Einstaklingsmun í túlkun upplýsinga. • Algengar ástæður ágreinings á vinnustöðum. • Hvernig megi fyrirbyggja óæskilegan ágreining og spennu á vinnustaðnum. • Hvernig við getum eflt færni okkar í að takast á við erfið samskipti á vinnustaðnum og erfið mál sem þarf að ræða. Þátttakendur taka þátt í léttum æfingum tengdum efninu. HVENÆR: 29. september kl. 13:00 - 16:00. LÝSING:

Í blíðu og stríðu með okkur sjálfum LEIÐBEINANDI: Rakel Heiðmarsdóttir VERÐ: 12.900 kr.

Hugvekja um mikilvægi þess að standa með okkur sama hvað á dynur. Umræða um túlkun upplýsinga – hvaða gleraugu settum við upp í morgun og hvaða gleraugu er okkur tamast að nota? Hugleiðingar um hvað drífur okkur áfram og persónuleg gildi. Hver eru skilaboðin til okkar sjálfra ef illa gengur og hvernig getum við ræktað ný og jákvæðari viðhorf? HVENÆR: 6.október, kl. 17:00 - 18:00.

stofnunar og skipting lífeyris með maka. HVENÆR: 13. október, kl. 17:00 - 19:00.

Pottablóm til að auka loftgæði á heimilinu LEIÐBEINANDI: Auður Ottesen, garðyrkjufræðingur VERÐ: 12.900.

Á námskeiðinu er fjallað um pottaplöntur sem eru góðar til að auka loftgæði, raka og vellíðan fólks á heimilinu og vinnustað. Kynntar eru tegundir inniplantna sem gagnast vel í þessum tilgangi. Rannsóknir hafa sýnt að nánd við plöntur eykur vellíðan, vinnuafköst aukast og veikindadögum hefur fækkað þar sem vel er hugað að grænu umhverfi á vinnustöðum. Plöntur koma ekki í stað loftræstingar, en þar sem loftræsting er léleg geta plöntur gert gagn. HVENÆR: 20. október, kl. 17:00 - 18:30. LÝSING:

Eitt í einu, þetta kemur! LEIÐBEINANDI: Virpi Jokinen, vottaður skipuleggjandi VERÐ: 13.900 kr.

Á þessu námskeiði kynnast þátttakendur nokkrum verkfærum sem nýtast til að búta verkefni niður í minni verkþætti. Meðal annars verður horft til verkfæra jákvæðrar sálfræði. Megin markmið námskeiðsins er að koma þátttakendum af stað í þeirra verkefnum sem bíða og bæta þannig líðan. HVENÆR: 27. okt og 3. nóv., kl. 17:00 - 18:00 hvorn dag. ATHUGIÐ! Námskeiðið er skipt niður á tvö kvöld og heimaverk-efni verða í boði fyrir alla áhugasama. LÝSING:

LÝSING:

Draumar – auður svefnsins LEIÐBEINANDI: Valgerður H. Bjarnadóttir, félagsráðgjafi og BA í

heildrænum fræðum með áherslu á draumvitundina og draumavinnu VERÐ: 23.900 kr.

Draumar hafa fylgt mannkyninu frá upphafi vega og í flestum elstu ritum heimsins má finna sögur um drauma og túlkanir þeirra. Lengi sáum við drauma sem skilaboð frá goðunum, helgum vættum eða formæðrum og forfeðrum, en á síðustu öldum hafa hugmyndir okkar um drauma breyst að einhverju leyti. Á þessu námskeiði fá þátttakendur örlitla innsýn í fjölbreytta flóru hugmynda um drauma, en aðaláherslan verður á að kynnast ólíkum aðferðum við að vinna með drauma. HVENÆR: 9., 16. og 23. nóvember, kl. 17:00 - 19:00 hvern dag. LÝSING:

Fjármál við starfslok LEIÐBEINANDI: Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri

Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. VERÐ: 12.900 kr.

Það er aldrei of snemmt að huga að starfslokum og mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir að undirbúningur þeirra stendur í raun yfir alla starfsævina. Meðal þess sem rætt verður um er úttekt lífeyris og séreignar, skattamál, greiðslur og skerðingar TryggingaLÝSING:

7


Meðvirkni og áföll í uppvextinum LEIÐBEINANDI: Valdimar Þór Svavarsson, BA í félagsráðgjöf

og MS í stjórnun og stefnumótun VERÐ: 12.900 kr.

Meðvirkni er alvarlegt vandamál sem snertir flest alla strengi lífs þeirra sem við hana etja. Hún er falin, sorgleg, öflug, lamandi, eyðandi og vekur upp fjölmargar vondar tilfinningar innra með okkur. Meðal þeirra tilfinninga, upplifana og erfiðleika sem meðvirkni getur skapað eru skömm, öryggisleysi, undanlátssemi, framtaksleysi, þunglyndi, sektarkennd, samskiptaörðugleikar, vandi í samböndum, ótti við álit annarra, stjórnsemi, fíknir, tómleiki og lágt sjálfsmat svo eitthvað sé nefnt. Á þessu námskeiði verður farið yfir hugtakið meðvirkni, hverjar orsakir hennar eru, helstu einkenni og hvaða áhrif hún hefur á hversdagslegt líf okkar auk þess sem leiðir til bata eru kynntar. HVENÆR: 10. nóvember 17:00 - 19:00. LÝSING:

Eldhúsið - hjarta heimilisins LEIÐBEINANDI: Emilía Borgþórsdóttir, iðnhönnuður VERÐ 16.900 kr. LÝSING: Á námskeiðinu verður farið yfir

skipulag og fyrirkomu-lag eldhússins og hvaða þætti þarf að hafa í huga þegar farið er í stórar eða smáar framkvæmdir. Þetta er námskeið fyrir þá sem vilja gera einfaldar breytingar en stórar útlitslega sem og þá sem vilja gjörbreyta eldhúsinu og ætla í viðamiklar aðgerðir. Farið verður yfir grunnþætti hönnunar og skoðað hvað þarf að hafa í huga til að aðstæður henti öllum þeim verkefnum sem til falla í eldhúsinu, hvort sem það eru stór-veislur, mánudagspastað, vinna við eldhúsborðið eða huggulegheit o.fl. Gæta þarf að mörgu, svo sem lýsingu, góðri loftun og góðu skipulagi. HVENÆR: 17. nóvember kl. 17:30 – 19:30.

Skráðu þig núna! Hringdu í síma 455 6010,

sendu okkur póst á farskolinn@farskolinn.is eða skráðu þig á www.farskolinn.is

8

Námskeið fyrir bændur og aðra áhugasama um matvælavinnslu Allt hráefni sem notað er á eftirtöldum námskeiðum er innifalið í verði þeirra. Þátttakendur taka afurðirnar með sér heim að námskeiði loknu. Námskeiðin eru styrkt og niðurgreidd af SSNV.

Sýrt grænmeti LEIÐBEINANDI: Dagný Hermannsdóttir, framl. Súrkáls fyrir sælkera HVAR/HVENÆR: Í Vörusmiðju BioPol á Skagastr., 12 sept. kl. 13–17 VERÐ: 19.900 kr.

Á þessu námskeiði búa allir til tvenns konar súrkál og taka með heim. Fyrirlestur og verkleg kennsla. Þátttakendur fá bækling þar sem tekin eru saman undirstöðuatriði auk nokkurra uppskrifta. Boðið verður upp á smakk af alls kyns sýrðu grænmeti og hinu og þessu gúmmelaði sem fer vel með súrkáli. Bók Dagnýjar, Súrkál fyrir sælkera, verður til sölu á góðu verði. FJÖLDI: 10 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Þátttakendur taka afurðir sínar með sér heim. LÝSING:

Brýning á hnífum LEIÐBEINANDI: Páll Friðriksson, kjötiðnaðarmeistari

og framhaldsskólakennari HVAR OG HVENÆR: Í Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd, 11. sept. Hópur eitt kl. 9:00–12:00 og hópur tvö kl. 13:00–16:00 VERÐ: 9.900 kr.

Farið verður yfir helstu tegundir hnífa og notkunargildi þeirra. Kenndar verða nokkrar aðferðir við að brýna hnífa og hvernig best er að halda í þeim biti. Þátttakendur mega koma með sína eigin hnífa sem þeir brýna á námskeiðinu. FJÖLDI: 10 þátttakendur. ATHUGIÐ: Á námskeiðinu verða til sýnis hnífar og brýningartól sem þátttakendum býðst að kaupa með góðum afslætti. LÝSING:

Úrbeining á kind HVAR/HVENÆR: Í Vörusmiðjunni á Skagaströnd, kl. 9–17 VERÐ: 39.900 kr. (Kindaskrokkur innifalinn)

Hver þátttakandi fær sinn skrokk og úrbeinar hann undir leiðsögn. Sýndar verða mismunandi leiðir á frágangi og fullvinnslu afurða. Þátttakendur eiga sinn grip og taka hann með sér heim. FJÖLDI: 6 þátttakendur. NÁMSKEIÐ 1: 24. sept. Leiðbeinandi: Sigfríður Halldórsdóttir. NÁMSKEIÐ 2: 9. okt. Leiðbeinandi: Páll Friðriksson. LÝSING:


Sögun og niðurhlutun á lambaskrokk

Súrmatsgerð

HVAR/HVENÆR: Í vörusmiðju BioPol á Skagaströnd, kl. 13–17 VERÐ: 12.900 kr.

LEIÐBEINANDI: Sigfríður Halldórsdóttir HVAR/HVENÆR: Í vörusmiðju BioPol á Skagastr., 29. okt. kl. 9–17 VERÐ: 22.900 kr.

Sýnikennsla á algengustu leiðum við að hluta niður lambaskrokk. Annars vegar verður frosinn skrokkur sagaður í kjötsög og hins vegar verður ófrosinn skrokkur hlutaður niður með hníf og handsög. Farið verður yfir allar helstu afurðir lambakjöts og mismunandi leiðir við frágang og fullvinnslu afurða sýndar. Athugið að námskeiðið er sýnikennsla. FJÖLDI: 10 þátttakendur. NÁMSKEIÐ 1: 25. sept. Leiðbeinandi: Sigfríður Halldórsdóttir. NÁMSKEIÐ 2: 10. okt. Leiðbeinandi: Páll Friðriksson. LÝSING:

Súrdeigsbakstur

Á þessu námskeiði verður farið yfir helstu tegundir súrmats, framleiðslu hans og verkun. Þátttakendur útbúa sinn eigin súrmat (slátur, sviðasultu, lundabagga og punga) í fötu sem þeir fara með heim að námskeiði loknu. FJÖLDI: 6 þátttakendur. LÝSING:

LEIÐBEINANDI: Ásta Búadóttir, matreiðslumeistari og kennari HVAR/HVENÆR: Í skólaeldhúsi Árskóla á Sauðárkróki,

Að þurrka og grafa

LÝSING: Bakstur úr súrdeigi

LEIÐBEINANDI: Páll Friðriksson HVAR/HVENÆR: Í vörusmiðju BioPol á Skagaströnd VERÐ: 11.900 kr.

7. október kl. 17:00–20:30 VERÐ: 11.900 kr.

þykir mörgum spennandi en að sama skapi flókinn. Það verður farið ítarlega yfir súrdeigsbakstur og munu þátttakendur verða margs vísari um baksturinn og allt sem honum fylgir. Innifalið er allt hráefni. Þátttakendur fá uppskriftamöppu til eignar. Allir taka bakað brauð með sér heim og súrdeigsmóður. FJÖLDI: 8 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Við minnum á að námskeiðið er í boði á fleiri stöðum á Norðurlandi vestra.

Fars, pylsu og bjúgnagerð LEIÐBEINANDI: Páll Friðriksson HVAR/HVENÆR: Í vörusmiðju BioPol á Skagastr. 16. okt. frá kl. 9-17 VERÐ: 22.900 kr.

Farið verður í gegnum ferlið við það að útbúa fars, pylsur og bjúgu. Hver þátttakandi býr til eigið fars, pylsur og bjúgu sem hann tekur með sér heim að námskeiði loknu. FJÖLDI: 6 þátttakendur LÝSING:

Hrápylsugerð LEIÐBEINANDI: Páll Friðriksson HVAR/HVENÆR: Í vörusmiðju BioPol á Skagastr., 17. okt. kl. 9–16 VERÐ: 19.900 kr.

Kenndar verða grunnaðferðir við hrápylsugerð og útbúnar nokkrar tegundir af hrápylsum, sem þátttakendur hafa með sér heim til fullverkunar. FJÖLDI: 6 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Þátttakendur taka heim með sér tvær tegundir af hrápylsum. LÝSING:

Farið í gegnum mismunandi aðferðir við að þurrka og grafa kjöt. Fólk fær að spreyta sig og fer heim með grafinn vöðva, til að fullverka og þurrkaðan vöðva. FJÖLDI: 8 þátttakendur. HÓPUR 1: 6.nóvember, kl. 13:00 – 17:00. HÓPUR 2: 7. nóvember, kl. 13:00 – 17:00. LÝSING:

Söltun og reyking LEIÐBEINANDI: Páll Friðriksson HVAR/HVENÆR: Í vörusmiðju BioPol á Skagaströnd VERÐ: 9.900 kr.

Farið verður í mismunandi söltunaraðferðir, sprautun, pæklun, þurrsöltun. Námskeiðið er að hluta til bóklegt og síðan er sýnikennsla. Þátttakendur fá að spreyta sig. FJÖLDI: 8 þátttakendur. HÓPUR EITT: 6. nóvember, kl. 9:00 –12:00. HÓPUR TVÖ: 7. nóvember, kl. 9:00 – 12:00. LÝSING:

Heit og kaldreyking á fiski, kjöti og villibráð LEIÐBEINANDI: Þórhildur M. Jónsdóttir, matreiðslumeistari. HVAR/HVENÆR: Í vörusmiðju BioPol á Skagastr., 21. nóv. kl. 10–14 VERÐ: 15.900 kr.

Farið verður yfir muninn á heit- og kaldreykingu og þeim undirbúningi sem hvor aðferð kallar á. Prófað verður að reykja fisk, kjöt og villibráð. Einnig verður farið yfir mismunandi útbúnað og aðferðir við að heitreykja. Þátttakendur taka afurðir námskeiðsins með sér heim að því loknu. FJÖLDI: 8 þátttakendur. LÝSING:

9


Úrbeining á folaldi

Hrossakjöt – matur fyrir konunga

HVAR/HVENÆR: Í vörusmiðju BioPol á Skagaströnd, kl. 9–17 VERÐ: 45.900 kr.

LEIÐBEINENDUR: Þórhildur Jónsdóttir og Sigfríður Halldórsdóttir. HVAR/HVENÆR: Í vörusmiðju BioPol 14. janúar, kl. 09:00 - 17:00. VERÐ: 15.900 kr.

Hver þátttakandi fær hálfan folaldsskrokk og úrbeinar hann undir leiðsögn. Sýndar verða mismunandi leiðir á frágangi og fullvinnslu afurða. Þátttakendur fá að eiga sinn hálfa skrokk og taka með sér heim. FJÖLDI: 6 þátttakendur. NÁMSKEIÐ 1: 26. nóv. Leiðbeinandi: Sigfríður Halldórsdóttir. NÁMSKEIÐ 2: 27. nóv. Leiðbeinandi: Páll Friðriksson. LÝSING:

Pate- og kæfugerð LEIÐBEINANDI: Þórhildur M. Jónsdóttir HVAR/HVENÆR: Í vörusmiðju BioPol á Skagastr., 28. nóv. kl. 10–16 VERÐ: 17.900 kr.

Þátttakendur læra að búa til hinar ýmsu gerðir af pate og kæfum, bæði úr lifur og kjöti. Þátttakendur taka afurðir námskeiðsins með sér heim að því loknu. FJÖLDI: 6 þátttakendur. LÝSING:

Pylsur, pulsur, pølser LEIÐBEINANDI: Sigfríður Halldórsdóttir HVAR/HVENÆR: Í vörusmiðju BioPol á Skagastr., 4. des. kl. 9–17 VERÐ: 22.900 kr. LÝSING: Á þessu námskeiði

læra þátttakendur að búa til nokkrar mismunandi pylsugerðir, allt frá handhrærðum pylsum til farspylsa, bæði reyktar og ferskar. Svo sem „Bradwurst“, „Medister“ og ostapylsur. Þátttakendur hafa afurðir eigin vinnu með sér heim að námskeiði loknu. FJÖLDI: 6 þátttakendur.

Áleggsgerð LEIÐBEINANDI: Sigfríður Halldórsdóttir HVAR/HVENÆR: Í vörusmiðju BioPol á Skagastr 5. des. kl. 9–17 VERÐ: 17.900 kr.

Farið verður yfir framleiðslu á mismunandi áleggstegundum sem henta á morgunverðarborðið eða fyrir hádegisdögurðinn. Þátttakendur gera lifrakæfu, malakoff og steik auk þess sem sýnikennsla verður í gerð annarra áleggstegunda. Þátttakendur hafa afurðir eigin vinnu með sér heim að námskeiði loknu FJÖLDI: 8 þátttakendur. LÝSING:

10

LÝSING: Á þessu námskeiði

verður farið yfir mögulega nýtingu á þessu ódýra og vanmetna hráefni. Saltað, reykt, sperðlar, bjúgu, grafið og dýrindis steikur er það sem m.a. verður farið yfir. FJÖLDI: 8 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Þátttakendur taka eigin afurðir með sér heim.

Ostagerð (2 dagar) LEIÐBEINANDI: Guðni Hannes Guðmundsson, mjólkurfræðingur HVAR/HVENÆR: Í vörusmiðju BioPol á Skagaströnd 15. og 16. janúar, kl. 9:00 - 17:00 hvorn dag VERÐ: 43.900 kr.

Á námskeiðinu verður að farið í verklegan hluta ostagerðar og hentar það bæði byrjendum jafnt þeim sem hafa sótt ostanámskeið áður. Til ostagerðarinnar verða notaðir lifandi gerlar og gert er ráð fyrir því að þátttakendur fari með ost heim eftir báða dagana. Einnig verður sýnikennsla á því hvernig gera má skyr, kennt hvernig hægt er að töfra fram ljúffengar ostarúllur gerðar úr tilbúnum hráefnum, búið til ostasnakk, karamella úr ostamysunni og reynslusögum miðlað til þátttakenda. FJÖLDI: 8 þátttakendur. TIL ATHUGUNAR: Þátttakendur taka sínar eigin afurðir með heim. LÝSING:

Úrbeining á nautakjöti

LEIÐBEINENDUR: Páll Friðriksson og Sigfríður Halldórsdóttir HVAR/HVENÆR: Í vörusmiðju BioPol á Skagastr,

5. og 6. mars 2022, kl. 9:00-17:00 hvorn dag VERÐ: 47.900 kr. (Ath. Hráefni er ekki innifalið í verðinu)

Þátttakendur vinna tveir og tveir saman að úrbeiningu á hálfum naut-gripaskrokk. Farið verður í mismunandi möguleika á nýtingu ásamt frágangi og fullvinnslu af-urðarinnar. Þátttakendur geta komið með sinn eigin nautaskrokk eða keypt skrokk á námskeiðinu (þarf að panta). FJÖLDI: 6 þátttakendur. LÝSING:

.

farskolinn.is Upplýsingar og skráning á farskolinn.is Information and registration at farskolinn.is


Hagnýtar upplýsingar um Farskólann Skrifstofa á Sauðárkróki Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra Við Faxatorg, 550 Sauðárkrókur & 455 6010

Námsver og námsstofur: Hvammstangi Höfðabraut 6 Umsjónarmaður: Vigdís Lillý Sigurjónsdóttir Sími 896 1345 / 451 2607 Blönduós Kvennaskólinn, Árbraut 31. Umsjón: Textílmiðstöð Íslands, Þekkingarsetrið á Blönduósi & 452 4030 / 899 9271 Skagaströnd Einbúastígur 2 Umsjónarmaður: Ólafur Bernódusson Sími 452 2772 / 899 3172 Sauðárkrókur Við Faxatorg Umsjón: Jóhann Ingólfsson og Halldór B. Gunnlaugsson Farskólinn & 455 6010 / 893 6011

Starfsfólk Farskólans Bryndís Kristín Þráinsdóttir framkvæmdastjóri bryndis@farskolinn.is & 455 6014 / 894 6012

Daglegur rekstur Farskólans, þróunarverkefni, samskipti og Markviss ráðgjöf. Greining á fræðsluþörfum innan fyrirtækja, umsjón námskeiða, kennsla o.fl.

Jóhann Ingólfsson verkefnastjóri

johann@farskolinn.is & 455 6011 / 893 6011

Umsjón með námsveri á Faxatorgi, fjarfundabúnaði og prófum háskólanema. Skipulagning og umsjón námskeiða, kennsla, Markviss og fleira. Halldór B. Gunnlaugsson verkefnastjóri halldorb@farskolinn.is & 455 6013

Skipulagning og umsjón með námskeiðum, háskólanámi, heimsóknum í fyrirtæki og stofnanir, kennsla, Markviss og fl.

Gígja Hrund Símonardóttir þjónustustjóri

Stjórn Farskólans skipa: Guðmundur Finnbogason Ingileif Oddsdóttir Erla Björk Örnólfsdóttir Hulda Jónsdóttir Hjálmar Björn Guðmundsson

gigja@farskolinn.is & 455 6010

Skráningar á námskeið, símsvörun, almenn skrifstofustörf, umsjón með námskeiðum og Innu.

Sandra Hilmarsdóttir verkefnastjóri og ráðgjafi

Stofnaðilar Farskólans

sandra@farskolinn.is & 455 6160

Eftirtalin sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir og félög eru stofnaðilar að Farskólanum og eiga sína fulltrúa í fulltrúaráði Farskólans:

Ráðgjöf, raunfærnimat, hvatning til náms og umsjón með námskeiðum Farskólans og fl.

Húnaþing vestra Húnavatnshreppur, Blönduósbær Skagahreppur Akrahreppur Sveitarfélagið Skagafjörður Aldan – stéttarfélag Skagafirði Verslunarmannafélag Skagfirðinga Starfsmannafélag Skagafjarðar Stéttarfélagið Samstaða Kjölur Hólaskóli – Háskólinn á Hólum Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki Fisk Seafood ehf. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra

www.farskolinn.is

Náms- og starfsráðgjöf hjá Farskólanum er ókeypis!

Farskólinn miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra

Námsvísir Farskólans Útgefandi: Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra Samantekt efnis og myndir: Starfsfólk Farskólans Hönnun & prentun: Nýprent ehf.

11


Styrkur þinn til náms

Þín leið til fræðslu

Landsmennt er fræðslusjóður samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni.

Sveitamennt styrkir starfsmenntun beint til sveitafélaga og stofnana þeirra á landsbyggðinni.

Sjóðurinn styrkir starfsmenntun beint til fyrirtækjanna sjálfra.

Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna.

Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Landsmenntar. Kynntu þér rétt þinn á www.landsmennt.is

Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sveitamenntar. Kynntu þér rétt þinn á www.sveitamennt.is

Landsmennt

Sveitamennt

Menntun skapar tækifæri

Átt þú rétt á styrk ?

Ríkismennt styrkir starfsmenntun beint til stofnana ríkisins á landsbyggðinni Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna. Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Ríkismenntar. Kynntu þér rétt þinn á www.rikismennt.is

Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga Sjómennt styrkir starfsmenntun sjómanna beint til fyrirtækja í útgerð. Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna. Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sjómenntar Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is

Ríkismennt 12

Sjómennt

Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • landsmennt@landsmennt.is