__MAIN_TEXT__
feature-image

Page 1

náms vísir HAUST 2020

FARSKÓLINN – MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA

1


PISTILL Bryndísar Þráinsdóttur framkvæmdastjóra Farskólans

Að fleygja sér út í djúpu laugina ...

2

Hér kemur brot af skemmtilegri tölfræði. Árið 2019 voru haldin í Farskólanum 120 námskeið og fyrirlestrar. Kennslustundir voru rúmlega 1.900 og nemendastundir 21.000. Þátttakendur voru 1.557; konur voru 1.027 og karlar voru 530. Karlarnir sóttu heldur betur í sig veðrið og er það ánægjulegt. Samkvæmt samningi við hið opinbera þá birtir Farskólinn ársskýrslu sína á heimasíðu sinni og þar má finna fleiri upplýsingar um starfið árið 2019.

til þess hvort þeir væru í markhópi framhaldsfræðslunnar eða ekki. Eftir páska komu síðan starfsmenntasjóðirnir að borðinu með því að bjóða sínum skjólstæðingum upp á uppbyggjandi fyrirlestra án þess að þeir þyrftu að greiða krónu fyrir. Samtals voru haldnir 18 fyrirlestrar síðastliðið vor og voru þeir allir vel sóttir. Verkefnið var unnið í samstarfi við SÍMEY á Akureyri og verkefnastjóri var Halldór Gunnlaugsson. Fyrirlestrarnir fjölluðu meðal annars um jákvæða andlega orku, grænmetisræktun, kvíða barna og unglinga á tímum Covid, hugrekki í lífi og starfi, samskipti og fleira. Ég segi nú bara takk fyrir samstarfið, okkur tókst vel til.

Á þessu ári hefur starfið í Farskólanum, eins og í öðrum menntastofnunum landsins, einkennst af heimsfaraldrinum Covid – 19. Í byrjun mars voru öll námskeið felld niður eða þeim frestað fram á haustið. Eftir sátu tvö stór fræðsluverkefni. Annað var á netinu fyrir en hitt var fært yfir á netið. Í faraldrinum þurfti starfsfólk að bregðast skjótt við nýjum aðstæðum. Þátttakendum og kennurum í Skrifstofuskólanum var hent út í djúpu laugina eins og hendi væri veifað og þeim kennt að bjarga sér heima í gegnum tölvuna og netið. Það verður að segjast að starfsfólk, nemendur og kennarar eiga mikið hrós skilið fyrir það hversu vel tókst til með að klára vorönnina.

Á tímum eins og þeim sem við lifum núna skiptir máli að standa þétt saman, þrátt fyrir tveggja metra reglu. Í Farskólanum hafa aðstæður verið þannig að starfsmenn hafa þurft að fara í önnur störf en þeir eru vanir. Þessi verkefni hafa þeir unnið af alúð og ég vil nota tækifærið og þakka þeim fyrir það. Eins vil ég þakka stjórn Farskólans fyrir að styðja vel við starfsemi skólans nú sem endranær.

Neyðin kennir naktri konu að spinna segir einhvers staðar. Sú hugmynd vaknaði, meðal annars eftir hvatningu frá menningarfulltrúa SSNV, að bjóða upp á fyrirlestra á netinu fyrir þá sem urðu að vera heima vegna Covid. Hugmyndin var sú að Farskólinn leggði fram vinnu við skipulag og utanumhald án þess að taka sérstakt gjald fyrir það. SSNV kom síðan að borðinu til að tryggja að allir gætu fengið að njóta fræðslunnar án tillits

Eitt að lokum. Ný heimasíða er komin í loftið. Við erum enn að fínpússa hana og vonandi á hún eftir að nýtast okkur vel og lengi eins og sú fyrri gerði. Verið velkomin í Farskólann.

Í þessu blaði er áherslan lögð á viðtöl við þá sem hafa nýtt sér þjónustu Farskólans eða kennt fyrir Farskólann. Ég segi ekki meira um það. Þitt er að lesa. Hvað námskeið varðar þá er áhersla enn á námskeið sem tengjast markhópi framhaldsfræðslunnar og störfum fólks; bæði heilbrigðisstarfsmönnum, starfsfólki sveitarfélaga, bændum og fleirum. Aðrir eru að sjálfsögðu velkomnir á námskeiðin líka. Ekki er hægt að auglýsa öll námskeið í þessu blaði og því verður þú að fylgjast með okkur á heimasíðu Farskólans og á Facebook.

Fyrir hönd starfsfólks. Bryndís Þráinsdóttir


Námsmenn sem ljúka leikskólaliða- eða stuðningsfulltrúabrú hljóta starfsheitin leikskólaliði og stuðningsfulltrúi. ÁFANGAR:

Vottaðar námsleiðir

Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins Vottaðar námskrár FA eru fyrst og fremst ætlaðar fullorðnu fólki sem ekki hefur lokið formlegu framhaldsskólanámi. Námskrárnar eru fjölbreyttar og eru ætlaðar til að mæta jafnt þörfum þeirra sem þær sækja sem og þörfum atvinnulífsins. Nánar má lesa um námskrárnar,

sem eru fjölmargar, á vef FA: www.frae.is.

Þjálfun í almennum bóklegum greinum – Í SAMVINNU VIÐ FNV LEIÐBEINENDUR:

Ýmsir.

73.000 KR. 200 KLST. / 3OO KEST.

LÝSING: Námslýsingar taka mið af áföngum sem kenndir eru við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Áhersla er á mismunandi námsnálgun námsmanna. Námið hentar vel þeim sem hyggja á nám í iðngreinum og vilja ljúka sveinsprófi. Kennt verður tvö kvöld í viku skólaárið 2020 – 2021 og tveir áfangar kenndir í einu. ÁFANGAR:

Íslenska 1 (ÍSLE1HF05), Íslenska 2 (ÍSLE2MB05), Danska (DANS2LS05), Enska 1 (ENSK1UN05), Enska 2 (ENSK2OT05), Stærðfræði 1 (STÆR1IB05), Stærðfræði 2 (STÆR2AF05). NÁMSMAT: Gert er ráð fyrir 80% mætingu í hvern áfanga og virkri þátttöku námsmanna. Gert er ráð fyrir verkefnavinnu bæði heima og í tímum. HVAR OG HVENÆR: Námið verður kennt frá Sauðárkróki. Ef námsmenn koma víða að verður kennt í gegnum tölvubúnað. Kennt á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 18:00 – 21:45. VERÐ: 73.000 kr. Stéttarfélög greiða allt að 90% af námskeiðskostnaði. TIL ATHUGUNAR: Sjá nánar á heimasíðu Farskólans.

Fatlanir 2A05, Hegðun og atferlismótun 2A05, Leikur sem náms- og þroskaleið 2A05, Íslenskar barnabókmenntir 2C05, Skapandi starf 1A05, Þroskasálfræði 3A05, Gagnrýnin hugsun og siðfræði 2A05, Upplýsingatækni 1A05, Skyndihjálp 2A01, Uppeldisfræði 2A05 og 3A05, Þroski og hreyfing 2A05 Kennslustofan og nemandinn 2A05.

Á haustönn 2020 verða kenndir áfangarnir: Uppeldisfræði, gagnrýnin hugsun og siðfræði og kennslustofan og nemandinn. Eitt fag er kennt í einu. NÁMSMAT: Gert er ráð fyrir 80% mætingu í hvern áfanga og virkri þátttöku námsmanna. Gert er ráð fyrir heimanámi og verkefnavinnu, bæði heima og í tímum. HVAR OG HVENÆR: Námið verður kennt til námsveranna og hefst laugardaginn 29. ágúst klukkan 10:00. Kennt verður alla miðvikudaga frá kl. 17:00 – 20:00 í gegnum fjarfundabúnað. Auk þess verða sjö eins dags staðlotur. LENGD: 200 klst eða 300 kest. VERÐ: 151.000 kr. eða 37.750 kr á önn. Stéttarfélög greiða allt að 90% af námskeiðskostnaði. TIL ATHUGUNAR: Sjá nánar á heimasíðu Farskólans.

Náms- og starfsráðgjöf Sandra Hilmarsdóttir sinnir ráðgjöf hjá Farskólanum. Þú getur leitað til hennar hvort sem þú ert að hugsa um: Nám eða störf Þarft aðstoð við að gera þína eigin ferilskrá Skrifa kynningarbréf með starfsumsókn Vilt auka sjálfstraustið Greina áhugasvið þitt. Síminn hjá Söndru er 455 6160

Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú LEIÐBEINENDUR:

Ýmsir.

151.000 KR. 200 KLST. / 3OO KEST.

LÝSING: Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú er ætluð þeim sem starfa í leik- og grunnskólum. Forkröfur í námið eru að nemendur hafi náð 22ja ára aldri, hafi 3ja ára starfsreynslu í umönnun barna í leik- og grunnskólum og hafi lokið 230 kennslustunda starfstengdum námskeiðum.

3


Sigrún Þórisdóttir ásamt Aishu Al Hamad. MYND: FARSKÓLINN

VIÐTAL við Sigrúnu Þórisdóttir íslenskukennara og Aishu Al Hamad íslenskunema

Sýrlendingar koma frá gjörólíku málumhverfi ... Vorið 2019 fluttu tveir hópar frá Sýrlandi til Blönduóss og Hvammstanga. Strax var ákveðið að Farskólinn myndi skipuleggja og halda utan um íslenskunámskeiðin fyrir hópana tvo. Með reyndari íslenskukennurum Farskólans er Sigrún Þórisdóttir og hún tók að sér að kenna hópnum á Hvammstanga. Sigrún er með meistaragráðu í sérkennslufræðum auk þess að vera náms- og starfsráðgjafi. Farskólinn heyrði í Sigrúnu og einum nemanda hennar; Aishu Al Hamad um íslenskunámið fyrir Sýrlendinga. Aisha talar nokkuð góða íslensku og svarar öllum spurningum á íslensku. Hún er 24 ára og bjó í Líbanon áður en hún flutti til Íslands. Hún er gift Mohamad Abed Alhaji og saman eiga þau tvo syni, sem eru 6 og 7 ára. Hún hefur farið á tvö íslenskunámskeið hjá Sigrúnu, samtals 180 kennslustundir. Henni finnst ekki erfitt að tala íslensku enda segist hún hafa verið dugleg að æfa sig heima að tala tungumálið. Stuðningsfjölskylda hennar,

4

Bára og Jón ásamt vinnufélögum hafa líka verið dugleg að tala við hana á íslensku . Aisha starfar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga og er það í fyrsta skipti sem hún vinnur utan heimilis. Hún segist ætla að halda áfram í íslenskunáminu í haust. Sigrún, hvernig gekk að kenna Sýrlendingum íslensku? „Að kenna Sýrlendingunum er öðru vísi og meira krefjandi

en að kenna hefðbundið íslenskunámskeið,“ segir Sigrún. „Sýrlendingar koma úr gjörólíku málumhverfi, stafrófið er allt öðru vísi en það sem við eigum að venjast og á arabísku er lesið og skrifað frá hægri til vinstri,“ segir hún. Varstu með sömu áherslur og hjá öðrum hópum sem læra íslensku? „Nei, ekki alveg. Fyrsta námskeiðið gekk út á að kenna grunnþætti tungumálsins; að læra íslenska stafrófið, mynda orð úr bókstöfunum og málsgreinar úr orðunum. Einnig var fjallað um íslenskt samfélag; atvinnu, menntun, heilsugæslu, samgöngur, staðhætti, veður og fleira. Í stórum dráttum var stuðst við námskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem heitir „Að lesa og skrifa á íslensku“. Sú námskrá var að mínu mati nauðsynlegur undanfari hefðbundins íslenskunámskeiðs. Síðan hefur hópurinn tekið svokallaða íslensku 1 og svo verður framhald í haust,“ segir Sigrún. Er hópurinn áhugasamur um að læra íslensku? „Sýrlendingarnir hafa verið mjög duglegir námsmenn og þeir hafa líka fengið góðan stuðning frá umhverfinu,“ segir Sigrún og bætir við að hún hlakki til að hitta hópinn síðar í haust.


Lærðu íslensku Study Icelandic

Icelandic courses are based on the Curriculum of Icelandic for Foreigners published by the Ministry of Education, Science and Culture.

Íslenska 1 / Icelandic 1 LEIÐBEINENDUR:

Ýmsir.

Íslenskunemar við útskrift úr íslensku 1.

44.900 KR. 40 KLST. EÐA 60 KEST.

Námskeiðið er ætlað byrjendum þar sem þátttakendur læra íslenska stafrófið, framburð og grunnorðaforða. Þátttakendur æfa tal, skilning, lestur og ritun einfaldra setninga með áherslu á talþjálfun með fjölbreyttum kennsluaðferðum. Einföld málfræði er kynnt í tengslum við námsefnið. Kunnátta þátttakenda er metin í lok námskeiðsins. Nauðsynlegt er að ljúka 75% mætingu til að fá útskriftarskírteini

Íslenska 3 / Icelandic 3

LÝSING:

This is a course for beginners where students learn the Icelandic alphabet, pronunciation and basic vocabulary. Students practice speaking, understanding, reading and writing basic sentences through diverse learning methods. Attendance required: 75%. HVAR: Á Hvammstanga, Blönduósi / Skagaströnd og Sauðárkróki. HVENÆR: Á haustön 2020. Nánari tímasetning ákveðin í samráði við þátttakendur. FJÖLDI: 8 (eight participants are required).

Íslenska 2 / Icelandic 2 LEIÐBEINENDUR:

Ýmsir.

44.900 KR. 40 KLST. EÐA 60 KEST.

LÝSING: Þetta námskeið er framhald af fyrsta stigi og hentar einnig þeim sem hafa öðlast grunnfærni í íslensku. Orðaforði er aukinn með það að markmiði að nemendur verði færir um að nota einfaldar setningar sem tengjast daglegu lífi. Tal, skilningur, lestur og skrift eru æfð með áherslu á daglegt mál með fjölbreyttum kennsluaðferðum. Aukið er við málfræðikunnáttu á skipulagðan hátt í tengslum við námsefnið. Kunnátta þátttakenda er metin í lok námskeiðsins og þeim veitt ráðgjöf um næstu skref í íslenskunámi sínu. Nauðsynlegt er að ljúka 75% mætingu til að fá útskriftarskírteini. If you have finished the first level or acquired the basics in Icelandic you can pass on to level 2. At level 2 vocabulary is expanded with the aim of students becoming capable of using simple sentences relating to everyday life. Speaking, understanding, reading and writing are practiced with the emphasis on speaking through diverse learning methods. Attendance required: 75%. HVAR: Á Hvammstanga, Blönduósi / Skagaströnd og Sauðárkróki. HVENÆR: Á haustönn 2020. FJÖLDI: 8 (eight participants are required).

LEIÐBEINENDUR:

Ýmsir.

44.900 KR. 40 KLST. EÐA 60 KEST.

LÝSING: Námskeiðið er framhald af íslensku 2 og hentar einnig þeim sem hafa öðlast grunnfærni í íslensku sem nemur fyrsta og öðru stigi. Orðaforðinn er aukinn og tengist samfélagslegum þáttum daglegs lífs á Íslandi. Sjálfstraust nemenda til að tjá sig á íslensku eykst með áframhaldandi þjálfun í að tala, skilja, lesa og rita íslensku með fjölbreyttum kennsluaðferðum. Framhald er á málfræðináminu á grunni þess sem nemendur hafa þegar lært í íslensku 1 og 2. Kunnátta þátttakenda er metin í lok námskeiðsins. Nauðsynlegt er að ljúka 75% mætingu til að fá útskriftarskírteini. If you have finished level 2 then Icelandic 3 is your next step in your learning process. Level 3 is also suitable for students who have acquired the basics in Icelandic up to this point. Vocabulary is still expanded with selected topics relating to practical social aspects of life in Iceland. Students grow in their confidence to speak, using simple syntax, as they continue to practice their speaking, understanding, reading and writing in Icelandic through diverse learning methods. Attendance required: 75%. HVAR: Á Hvammstanga, Blönduós / Skagaströnd og Sauðárkróki. HVENÆR: Á haustönn 2020. FJÖLDI: 8 (eight participants are required).

Íslenska 4 / Icelandic 4 LEIÐBEINENDUR:

Ýmsir.

44.900 KR. 40 KLST. EÐA 60 KEST.

LÝSING: Þetta námskeið er framhald af þriðja stigi og hentar einnig þeim sem öðlast hafa sterkan grunn í íslensku. Enn er aukið við orðaforða með umfjöllunarefnum sem tengjast því að búa á Íslandi og samfélagsumræðunni á hverjum tíma. Beitt er fjölbreyttum kennsluaðferðum. Nauðsynlegt er að ljúka 75% mætingu til að fá útskriftarskírteini. If you have a strong base in Icelandic or finished the third level then Icelandic 4 is the right step to take. At level 4 an expansion of vocabulary is continued through diverse and more demanding topics relating to current events and other relative matters. Diverse learning methods are applied

5


with the aim of maximizing students’ confidence in speaking and understanding as well as reading and writing. Attendance required: 75% HVAR: Á Hvammstanga, Blönduós / Skagaströnd og Sauðárkróki. HVENÆR: Á haustönn 2020. FJÖLDI: 8 (eight participants are required).

Tungumál Spænska – fyrir byrjendur Kristinn R. Ólafsson.

Íslenska 5 - tölum saman yfir kaffibolla 22.500 KR.

LEIÐBEINENDUR:

Sara Níelsdóttir og fl.

20 KLST. EÐA 30 KEST.

LÝSING: Hópurinn hittist reglulega utan hefðbundinnar kennslustofu, með leiðbeinanda. Til dæmis á kaffihúsi. Þar verða tekin fyrir ákveðin þemu til að spjalla um á íslensku. Námskeiðið er fyrir þá sem: · Tala og skilja íslensku · Vilja auka orðaforðann · Fá meiri æfingu í að tala íslensku HVAR: Á Sauðárkróki og Hvammstanga. HVENÆR: Á haustönn 2020. FJÖLDI: 6.

farskolinn.is Upplýsingar og skráning á farskolinn.is Information and registration at farskolinn.is

26.500

LEIÐBEINANDI:

KR.

15 KLST. EÐA 20 KEST.

LÝSING: Námskeið í spænsku fyrir byrjendur með Kristni R. Ólafssyni. Áhersla verður á talað mál til að komast af stað til að tjá sig. Nokkur undirstöðuatriði í málfræði fljóta með svo menn og konur svífi ekki alveg í lausu lofti, til dæmis þegar næsti bjór verður pantaður á spænsku. KENNSLA: Kristinn R. Ólafsson. Kristinn bjó í ein 35 ár á Spáni og varð landskunnur fyrir útvarpspistla sína frá Madríd. Hann hefur unnið í áratugi við þýðingar úr spænsku á íslensku og öfugt, ásamt ýmsum öðrum störfum eins og fararstjórn, leiðsögn og kennslu. KENNSLUFYRIRKOMULAG: Þátttakendur sitja heima og láta fara vel um sig við tölvuna í sameiginlegri kennslustund. HVENÆR: Kennt á miðvikudögum frá kl. 17:30–19:00. Námskeiðið hefst 23. september og stendur til 2. desember. FJÖLDI ÞÁTTTAKENDA: Sex til sjö þátttakendur. Í boði um allt Norðurland vestra.

Menntun er málið – átt þú rétt á styrk? Viltu sækja þér aukna fræðslu, framhalds- og háskólanám, tungumálanám, tölvunámskeið, aukin ökuréttindi tómstundanám og allt starfstengt nám, auk ýmissa annarra námskeiða ? Ef þú ert félagsmaður í Stéttarfélaginu Samstöðu og hefur greitt til félagsins í a.m.k. sex mánuði af síðustu tólf áttu rétt á styrk úr starfsmenntasjóðum þeim sem Samstaða er aðili að. Leitaðu upplýsinga hjá félaginu um réttindi þín .

Félagsmenn stéttarfélaga eiga rétt á styrkjum vegna náms eða námskeiða sem þeir stunda. Aldan stéttarfélag á aðild að eftirtöldum sjóðum: Landsmennt fyrir félagsmenn á almennum vinnumarkaði, Sveitamennt fyrir starfsmenn sveitafélaga, Sjómennt fyrir sjómenn og Ríkismennt fyrir ríkisstarfsmenn.

Nú er tækifæri til að skella sér í námið sem þig hefur alltaf langað í! Kynntu þér málið á skrifstofu stéttarfélaganna

& 452 4932 og 451 2730

6

BORGARFLÖT 1 SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 453 5433


90 MÍN. VEFNÁMSKEIÐ

Námskeið í samstarfi við stéttarfélög

Gæðin úr eigin garði – ótal leiðir til að nýta sér berjauppskeruna, krydd- og matjurtir LEIÐBEINANDI: Auður I Ottesen garðyrkjufræðingur og ritstjóri Sumarhússins og garðsins

Stéttarfélögin Aldan, Kjölur, Samstaða, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar bjóða félagsmönnum sínum á námskeið (þeim að kostnaðarlausu). Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

Miðjarðarhafið 21.000 KR.

LEIÐBEINANDI:

Jón Daníel Jónsson, matreiðslumeistari.

3 KLST.

Farið í matreiðslu og hefðir frá Miðjarðarhafinu eins og t.d. risotto og pasta frá Ítalíu, paella og tapasrétti frá Spáni, salöt og lambakjöt frá Grikklandi og saltfisk og svínakjöt frá Portúgal ásamt ýmsu fleiru.

LÝSING:

11.000 KR. 90 MÍN. VEFNÁMSKEIÐ

LÝSING: Á námskeiðinu er fjallað um ótal leiðir til að nýta sér uppskeruna af berjarunnunum, úr krydd- og matjurtagarðinum. Farið yfir geymslulausnir, kæligeymslur skoðaðar, hugleitt hvaða tegundir er gott að geyma í kæli, í frysti og eða þurrka. Kennd grunnaðtriði í súrkálsgerð, að búa til kryddolíur og berjasultur. Nemendur á námskeiðinu fá aðgang að lokuðum hópi á Fésbók. Þar mun Auður miðla upplýsingum og myndböndum og nemar fá tækifæri á að spyrja og spjalla. HVAR OG HVENÆR: 17. september kl. 17:00–18:30.

60 MÍN. VEFNÁMSKEIÐ

Hamingjan sanna!

HVAR OG HVENÆR:

Teitur Guðmundsson, læknir.

Jólaeftirréttir 21.000 KR.

LEIÐBEINANDI:

Jón Daníel Jónsson, matreiðslumeistari.

11.000 KR.

LEIÐBEINANDI:

Hvammstangi 19. okt. kl. 18:00–21:00. Blönduós 20. okt. kl. 18:00–21:00. Skagaströnd 21. okt. kl. 18:00–21:00. Sauðárkrókur 22 . okt. kl. 18:00–21:00.

3 KLST.

Á námskeiðinu verður farið yfir eftirrétti og nýjustu trend í eftirréttum en einnig verður farið yfir sígilda eftirrétti eins og truffle, mousse og ísgerð.

LÝSING:

HVAR OG HVENÆR:

Hvammstangi 23. nóv. kl. 18:00–21:00. Blönduós 24. nóv. kl. 18:00–21:00. Skagaströnd 25. nóv. kl. 18:00–21:00. Sauðárkrókur 26. nóv. kl. 18:00–21:00.

60 MÍN. VEFNÁMSKEIÐ

LÝSING: Flest okkar vilja öðlast hamingju og þá vellíðan sem henni fylgir. En hver eru vísindin á bak við hamingju og hvernig öðlumst við hana? Í hverju felst hamingjan? Hvað er það sem skilgreinir hana og þann sem er hamingjusamur. Hvernig getum við öðlast hamingju og þá vellíðan sem henni fylgir? Farið er yfir góð ráð og leiðir til að láta sér líða vel og vísindin á bak við hamingju. HVAR OG HVENÆR: 13. október kl. 14:00–15:00.

60 MÍN. VEFNÁMSKEIÐ

Ertu jákvæður leiðtogi í lífi og starfi?

3 KLST. STAÐNÁMSKEIÐ

11.000 KR.

LEIÐBEINANDI:

KVAN

Val og umhirða á skíðum LEIÐBEINANDI:

21.000 KR.

Dagur Óskarsson.

3 KLST. STAÐNÁMSKEIÐ

LÝSING: Á námskeiðinu verður fjallað almennt um hvernig einstaklingar eiga að velja sér skíði út frá því hvaða skíðaíþrótt verið er að stunda. Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriði í viðhaldi á skíðabúnaði og hvað einstaklingar þurfa að hafa í huga áður en farið er af stað. Þátttakendur læra einnig handtök við viðhald skíða og þeim leyft að prófa sig áfram.

60 MÍN. VEFNÁMSKEIÐ

LÝSING: Á námskeiðinu er fjallað um hvaða áhrif einstaklingar hafa á umhverfi sitt í leik og starfi á degi hverjum. Fjallað um leiðtogahæfni með áherslu á hvernig hægt sé að styðja við að skapa jákvæða menningu allt í kringum sig. Skoðaðar eru nokkrar leiðir sem geta nýst leiðtogum við að skapa sér sýn sem drifin er áfram af jákvæðni og vinnusemi. HVAR OG HVENÆR: 3. nóvember kl. 14:00–15:00.

HVAR OG HVENÆR:

Hvammstangi 1. des. kl. 17:00– 20:00. Blönduós 2. des. kl. 17:00– 20:00. Skagaströnd 3. des. kl. 17:00– 20:00. Sauðárkrókur 4. des. kl. 17:00– 20:00.

Verslunarmannafélag Skagafjarðar

7


VIÐTAL við hjónin í Birkihlíð í Skagafirði

Það fór nettur kvíðahrollur um skrokkinn ... Þröstur Heiðar og Ragnheiður Lára. MYND: Hörður Kristjánsson, ritstjóri Bændablaðsins

Hjónin Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir, leikskólakennari og Þröstur Heiðar Erlingsson, bændur í Birkihlíð í Skagafirði hafa bæði stundað nám í Farskólanum. Ragnheiður stundaði leikskólakennaranám í fjarnámi og Þröstur sótti eina af námsleiðum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins auk fleiri styttri námskeiða. Í Birkihlíð er stundaður blandaður búskapur auk þess sem þau hjón reka eigin kjötvinnslu. Þess má geta að Þröstur fékk viðurkenningu frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem fyrirmynd í námi fullorðinna árið 2019.

8

Hvaðan eruð þið? „Við teljum okkur vera Skagfirðinga en Þröstur á ættir að rekja til Austfjarða og ég er hálfur Húnvetningur,“ segir Ragnheiður. Þau eiga sex börn; Brynjólf Birki, Kolbrúnu Birnu Jökulrós, Þórkötlu Björt Sumarrós, Hallgerði Hörpu Vetrarrós, Ísleif Eld og Völund Galdur.

njóta hennar. Ég er skrifblindur og get aldrei skrifað neitt rétt en sem betur fer gengur mér vel að lesa,” segir Þröstur og bætir við. „Til gamans má geta þess að þegar ég var í samræmdum prófum þá húkkaði ég mér far heim á milli prófa, sem voru þá fyrir og eftir hádegi, til að fara á skytterí og vera úti í vorinu.“

Þröstur hóf nám í Varmahlíðarskóla þegar hann fór í 7. bekk og hefur frá ýmsu skemmtilegu að segja: „Seinni hluta minnar skólagöngu leiddist mér mjög, ég vildi bara hætta í skólanum, fara að vinna og koma undir mig fótunum. Ég gat ekki hugsað mér að vinna neina innivinnu, ég vildi bara fá að vera úti í náttúrunni og

Hvernig kom það til að þú fórst í matarsmiðjuna Beint frá býli? „Ég sá námskeiðið auglýst,“ segir Þröstur. „Við konan töluðum um að það væri nú helvíti gott fyrir annað okkar og reyndar bæði að fara á þetta námskeið, en hún hvatti mig alveg endalaust að skella mér. Ég bara gat ekki hugsað

mér að fara að sitja á skólabekk og hvað þá í áttatíu klukkustundir vegna minnar fyrri reynslu í skóla. En ég ákvað að heyra í ykkur í Farskólanum og á endanum skráði ég mig og konan slapp. Og það get ég sagt þér að ég sé ekki eftir einni einustu mínútu sem námskeiðið stóð,“ og Þröstur bætir við: „Hróður þessa námskeiðs hefur borist víða og hafa verið haldin námskeið fyrir Húnavatnssýslurnar og eins á Vestfjörðum.“ Hentaði skipulag námskeiðsins þér? „Hópurinn hittist tvisvar í viku með kennara eða fyrirlesara og alltaf voru umræðurnar líflegar. Málefnalega var tekist á og málin krufin til mergjar. Ekki skemmdi fyrir að allir þeir kennarar sem voru á námskeiðinu voru úr firðinum og allir menntaðir á sínu sviði,“ segir Þröstur. „Ég man þegar ég labbaði fyrst þarna upp stigann í Farskólanum, þá fór ég að hugsa um það hvað ég væri búinn að koma mér í og það fór nettur kvíðahrollur um skrokkinn. Þeir sem hafa slæma reynslu af grunnskólagöngu


sinni þurfa ekki að óttast neitt þegar þeir fara í nám í Farskólanum,“ bætir Þröstur við. Við beinum spurningum til Ragnheiðar. Átt þú skemmtilegar minningar frá skólagöngu þinni þegar þú varst lítil? „Þegar ég var um þriggja ára og var í leikskólanum á Blönduósi og horfði á Sillu, yndislegu Hermanns, fóstru, sagði ég við hana: „Ég ætla að vera eins og þú þegar ég verð stór, svona fóstra.“ Þarna var það ákveðið. Þegar ég var síðan í Fjölbraut á Króknum þá komst fólk inn í háskólana, þótt það væri ekki með stúdentspróf. Þannig að mér fannst miklu skemmtilegra að stofna fjölskyldu heldur en að ná mér í eitthvað stúdentspróf. Þegar vinkona mín fór að vinna á leikskólanum Furukoti sagði ég við hana að ef hún ætlaði að læra leikskólakennarann þá myndi ég koma með henni,“ segir Ragnheiður. „Árið 2004 komumst við inn í námið hjá HA, ásamt ellefu öðrum héðan. Þarna mættum við bara í námsverið, við sjónvarpsskjáinn og kennarar okkar voru á Akureyri. Við útskrifuðumst síðan saman þann 14. júní 2008.“ Hvernig nýttist námsverið ykkur skólastelpunum? „Farskólinn var opinn allan sólarhringinn og við nýttum okkur það alveg óspart. Þetta var alveg yndislegur tími. Starfsmenn Farskólans voru alveg einstakir og hjálpsemi þeirra alveg endalaus,” segir Ragnheiður og bætir við að af þessum þrettán sem fóru í leikskólakennarann árið 2004 var ein með stúdentspróf. ,,Ég hafði aldrei unnið í leikskóla þegar ég fór í námið og í raun ætlaði ég mér heldur aldrei að gera þetta að ævistarfi mínu, en þetta var eitthvað sem mig hafði alla tíð langað til að læra

Þröstur Heiðar, fyrirmynd í námi fullorðinna 2019.

og maður á að gera það sem mann langar til að gera”. Ragnheiður bætir því við að það hefði verið erfitt að flytja burtu til að fara í nám og frábært að geta lært í sinni heimabyggð og stundað sína vinnu með. „Síðustu ár hef ég verið svo heppin að vera afleysingaleikskólakennari í Birkilundi og það er algjörlega frábært að fá að stökkva inn og nota menntunina sína,“ segir hún.

aðstoð Matarkistu Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar og breyttum við nafninu í Bændamarkaðurinn á Hofsósi. Hefur hann gengið ótrúlega vel og er þetta gamla hús sem nefnt er Pakkhúsið alveg yndisleg umgjörð um þennan markað. Uppistaðan í þessum hóp er fólk sem sat þetta fyrsta námskeið og sífellt fleiri eru að koma með sína framleiðslu,“ segir Þröstur.

Hefur þú, Þröstur, sótt fleiri námskeið í Farskólanum? ,,Við höfum aðallega sótt námskeið sem kemur kjötvinnslunni okkar í Birkihlíð vel t.d. í úrbeiningu, að grafa kjöt, söltun og reykingu og fleiru og stefnan er að fara á fleiri námskeið,“ segir Þröstur. „Símenntun bænda hefur verið mjög ábótavant og bændur eru erfiður hópur til að ná saman á námskeið. En það er klárlega mikil þörf hjá þessum hópi og á mörgum sviðum. Sérhæfð tölvunámskeið (t.d. panta varahluti), framkoma og ræðumennska, andleg heilsa og svona mætti lengi telja. Þannig að mig langar að hvetja aðrar símenntunarmiðstöðvar til þess að horfa til þessa hóps eins og Farskólinn hefur verið að gera,“ segir hann.

Þú ert sem sagt ánægður með Farskólann og þá þjónustu sem hann sérhæfir sig í fyrir fullorðna námsmenn? „Það er mjög mikilvægt í hinum dreifðu byggðum landsins að svona símenntunarmiðstöðvar leggi sinn metnað í að bjóða fólki, sem hefur flosnað upp úr námi af einhverjum orsökum, t.d. vegna skrifblindu, lesblindu, félagslegra erfiðleika og svo framvegis, að fara í nám og á allskonar námskeið. Kassalaga umhverfi sem skólakerfið er kannski að einhverju leyti ennþá, passar engan veginn fyrir fólk sem á erfitt með að læra en eru algjörir snillingar að öðru leyti,“ segir Þröstur.

Það hafa fleiri verkefni sem tengjast bændum komið í kjölfar námskeiðanna, ekki satt? „Jú,“ svarar Þröstur. „Út úr þessum hópi sem sótti námskeiðið Beint frá býli varð til hinn merkilegi Bændamarkaður Matís sem starfræktur hefur verið í Pakkhúsinu á Hofsósi. Þessi markaður starfaði undir þessu nafni sumarið 2018 þar sem nokkrir úr þessum hópi komu nokkrum sinnum saman og seldu sína vöru og heppnaðist það mjög vel. Matís dró sig síðan út úr þessu verkefni, en hópurinn ákvað að halda markaðnum áfram með

Að lokum eru þau hjón spurð að því hvað þau geri helst í sínum frítíma. Þau skellihlæja bæði tvö. „Já, þetta með frítímann. Er það einhver ný ávaxtategund!“ segja þau og hlæja. „Við fáum reyndar lítinn frítíma. Börnin okkar eru alltaf að segja við okkur að það sé alveg ótrúlegt hvað við getum fundið okkur mörg verkefni, við getum aldrei verið í fríi. En þann tíma sem við náum að gera ekki neitt notum við til að vera með börnunum okkar og gera eitthvað skemmtilegt með þeim,” segja þau. „Það er alveg ótrúlegt hvað þau eru fljót að stækka,” segja þau Ragnheiður og Þröstur að lokum.

Þröstur Heiðar ásamt dætrum sínum.

9


Kanntu að brýna hníf?

Námskeið fyrir bændur og aðra áhugasama um matvælavinnslu

LEIÐBEINANDI:

Páll Friðriksson, kjötiðnaðarmeistari.

Allt hráefni sem notað er á eftirtöldum námskeiðum er innifalið í verði þeirra. Þátttakendur taka afurðirnar með sér heim að námskeiði loknu. Námskeiðin eru styrkt og niðurgreidd af SSNV.

Úrbeining á kind LEIÐBEINANDI:

34.900 KR.

Páll Friðriksson, kjötiðnaðarmeistari.

Á námskeiðinu fær hver þátttakandi sinn skrokk og úrbeinar hann undir leiðsögn. Að námskeiði loknu þekkja þátttakendur nokkrar leiðir við frágang og fullvinnslu afurða. Þátttakendur eiga sinn grip og taka hann með sér heim. HVAR OG HVENÆR: Í Vörusmiðjunni á Skagaströnd. Námskeið 1: 23. september frá kl. 9:00–17:00. Námskeið 2: 26. september frá kl. 9:00–17:00. FJÖLDI: 6 þátttakendur. ATHUGIÐ: Kindaskrokkur innifalinn í verði námskeiðs.

Fars-, pylsu- og bjúgnagerð LEIÐBEINANDI:

Páll Friðriksson, kjötiðnaðarmeistari.

19.900 7 KLST.

LÝSING: Farið í gegnum ferlið við það að útbúa fars, pylsur og bjúgu. ATHUGIÐ! Þátttakendur taka afurðir með sér heim. HVAR OG HVENÆR:

10. október frá kl. 9:00– 16:00 í Vörusmiðjunni á Skagaströnd. FJÖLDI: 6 þátttakendur.

LEIÐBEINANDI:

Páll Friðriksson, kjötiðnaðarmeistari. 11.900 KR. 4 KLST.

LÝSING: Sýnikennsla á algengustu leiðum við að hluta niður lambaskrokk. Annars vegar frosinn skrokkur sagaður í kjötsög og hins vegar ófrosinn skrokkur, bútaður niður með hníf og handsög. Farið verður yfir allar helstu afurðir lambakjöts og mismunandi leiðir á frágangi og fullvinnslu afurða sýndar. HVAR OG HVENÆR: Í Vörusmiðjunni á Skagaströnd. Námskeið 1: 24. september frá kl. 13:00-17:00. Námskeið 2: 27. september frá kl. 13:00-17:00. FJÖLDI: 10 þátttakendur.

10

LÝSING: Farið verður yfir helstu tegundir hnífa og notkunargildi þeirra. Kenndar verða nokkrar aðferðir við að brýna hnífa og hvernig best er að halda í þeim biti. Þátttakendur mega koma með sína eigin hnífa sem þeir brýna. ATHUGIÐ! Á námskeiðinu verða til sýnis hnífar og brýningartól sem þátttakendum býðst að kaupa með góðum afslætti frá heildsala. HVAR OG HVENÆR: 1. október frá kl. 13:00-17:00 í Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd. FJÖLDI: 10 þátttakendur.

Hrápylsugerð

Námskeið í sögun og niðurhlutun á lambaskrokk Páll Friðriksson, kjötiðnaðarmeistari.

4 KLST.

7 KLST.

LÝSING:

LEIÐBEINANDI:

9.900 KR

18.900 KR 7 KLST.

LÝSING: Kenndar grunnaðferðir við hrápylsugerð og útbúnar nokkrar tegundir af pylsum. HVAR OG HVENÆR:

11. október frá kl. 9:00– 16:00 í Vörusmiðjunni á Skagaströnd. FJÖLDI: 6 þátttakendur.

farskolinn.is Upplýsingar og skráning á farskolinn.is Information and registration at farskolinn.is


Að þurrka og grafa kjöt LEIÐBEINANDI:

11.900 KR.

Páll Friðriksson, kjötiðnaðarmeistari.

5 KLST.

LÝSING: Farið í gegnum ferlið við það að þurrka og grafa kjöt.

Pate- og kæfugerð

HVAR OG HVENÆR:

24. október frá kl. 13:00– 18:00 í Vörusmiðjunni á Skagaströnd. FJÖLDI: 8 þátttakendur.

LEIÐBEINANDI:

11.900 KR.

Páll Friðriksson, kjötiðnaðarmeistari.

4 KLST.

LÝSING: Farið verður í mismunandi söltunaraðferðir, sprautun, pæklun, þurrsöltun. Fjórir tímar, þar af tveir bóklegir og síðan sýnikennsla og fólki leyft að spreyta sig. HVAR OG HVENÆR: 25. október frá kl. 13:00-17:00 í Vörusmiðjunni á Skagaströnd. FJÖLDI: 8 þátttakendur.

Úrbeining á folaldi LEIÐBEINANDI:

39.900 KR.

Páll Friðriksson, kjötiðnaðarmeistari.

7 KLST.

LÝSING: Hver þátttakandi fær ½ folaldsskrokk og úrbeinar undir leiðsögn. Sýndar verða mismunandi leiðir á frágangi og fullvinnslu afurða. Þátttakendur eiga sinn grip og taka með sér heim. HVAR OG HVENÆR: Í Vörusmiðjunni á Skagaströnd Námskeið 1: 7. nóvember frá kl. 9:00-16:00. Námskeið 2: 12. nóvember frá kl. 9:00-16:00. FJÖLDI: 6 þátttakendur. ATHUGIÐ: Hálfur folaldaskrokkur innifalinn í verði.

Guðni Hannes Guðmundsson, mjólkurfræðingur.

6 KLST.

LÝSING: Þátttakendur læra að búa til hinar ýmsu gerðir af pate og kæfum, bæði úr lifur og kjöti. Þátttakendur taka afurðir námskeiðsins með sér heim að því loknu. HVAR OG HVENÆR:

21. nóvember frá kl. 10:00–16:00 í Vörusmiðjunni á Skagaströnd. FJÖLDI: 6 þátttakendur.

Fjölbreytt eldamennska og framleiðsla á folalda og hrossakjöti LEIÐBEINANDI:

Þórhildur M. Jónsdóttir, matreiðslumeistari.

11.900 KR. 4 KLST.

LÝSING: Á námskeiðinu verður farið yfir meðferð og eldun á folalda og hrossakjöti. Farið verður yfir þá mörgu mismunandi möguleika sem þetta frábæra, en vannýtta hráefni, býður upp á. Þátttakendur elda sjálfir nokkra rétti undir handleiðslu Þórhildar. Að lokum munu þátttakendur snæða afraksturinn saman. Námskeiðið er ætlað öllum áhugamönnum um matseld. HVAR OG HVENÆR: 22. nóvember frá kl. 17:00–21:00 (staðsetning nánar auglýst síðar). FJÖLDI: 6 þátttakendur.

Heit og kaldreyking á fiski, kjöti og villibráð LEIÐBEINANDI:

Ostagerð (2 dagar) LEIÐBEINANDI:

14.900 KR.

Þórhildur Jónsdóttir, matreiðslumeistari.

Söltun og reyking LEIÐBEINANDI:

dagana. Einnig verður sýnikennsla á skyri, kennt hvernig hægt er að töfra fram ljúffengar ostarúllur gerðar úr tilbúnum hráefnum, búið til ostasnakk, karamella úr ostamysunni og reynslusögum miðlað til þátttakenda. HVAR OG HVENÆR: í Vörusmiðjunni á Skagaströnd dagana 14.–15. nóvember frá kl. 9:00–17:00. FJÖLDI: 8 þátttakendur.

Þórhildur M. Jónsdóttir, matreiðslumeistari. 39.900 KR. 8 KLST.

LÝSING: Á námskeiðinu verður að mestu farið í verklegan hluta ostagerðar og hentar það bæði byrjendum jafnt þeim sem hafa sótt ostanámskeið áður. Til ostagerðarinnar verða notaðir lifandi gerlar og gert er ráð fyrir því að þátttakendur fari með ost heim eftir báða

10.900 KR. 4 KLST.

LÝSING: Farið verður yfir muninn á heit- og kaldreykingu og þann undirbúning sem hvor aðferð kallar á. Prófað verður að reykja fisk, kjöt og villibráð. Einnig verður farið yfir mismunandi útbúnað og aðferðir við að heitreykja. HVAR OG HVENÆR: 24. nóvember frá kl. 13:00–17:00 í Vörusmiðjunni á Skagaströnd. FJÖLDI: 10 þátttakendur.

11


4 KLST. STAÐNÁMSKEIÐ

Starfstengd námskeið

Skjalastjórnun: rekjanleiki, verklag og ábyrgð LEIÐBEINANDI: Ragna Kemp Haraldsdóttir, aðjúnkt í upplýsingafræði við Háskóla Íslands

Félagsmenn í Öldunni og Samstöðu geta sótt eftirtalin námskeið sér að kostnaðarlausu. Sjá nánari lýsingar á heimasíðu Farskólans www.farskolinn.is

3 KLST. STAÐNÁMSKEIÐ

Að stíga ölduna – aðlögunarhæfni til framtíðar LEIÐBEINANDI:

Guðrún Snorradóttir PCC stjórnendamarkþjálfi

31.300 KR. 3 KLST.

LÝSING: Fjórða iðnbyltingin kallar á nýja greind og færni til framtíðar. Hraði breytinga tók mikinn kipp á COVID tímum og breytingin framundan verður mörgum þung í skauti. Hvernig getum við betur undirbúið okkur fyrir hið óvænta? Horft á breytinguna með nýjum augum? Samkvæmt rannsóknum eru tilfinningagreind og þrautseigja meðal þeirra tíu eftirsóknarverðustu hæfileikum sem framtíðarstarfsmaðurinn þarf að búa yfir. Með auknu álagi og tíðari breytingum bjóða þrautseigja og tilfinningagreind upp á nýjar lausnir til að halda ró okkar í vaxandi óvissu. Á námskeiðinu verður farið yfir þær breytingar sem framundan eru og í kjölfarið koma með hagnýt ráð til að hefja ferðalagið í átt að aukinni tilfinningagreind og þrautseigju. MEGININNTAK:

• Hvernig er sýn ykkar á breytingar? • Hvaða breytingar eru framundan? • Hvaða hæfileikar eru eftirsóknarverðir í fari starfsmanna til framtíðar? • Hvað er þrautseigja og hvernig aukið þið hana í eigin lífi? • Hvaða þættir stuðla að þrautseigju og hvaða verkfæri eru í boði? • Hvað er tilfinningagreind og hvernig nýtist sú greind? Hvernig lærum við að þekkja, nefna, skilja og temja eigin tilfinningar? • Hvernig hefur okkar tilfinningalega ástand áhrif á aðra? EFTIR NÁMSKEIÐI MUNU ÞÁTTTAKENDUR:

• Hafa aukinn skilning á þeim breytingum sem framundan eru og mikilvægi þess að undirbúa sig með aukinni aðlögunarhæfni. • Hafa upplýsingar um hvaða þættir ýta undir aukna þrautseigju og fá ýmis verkfæri til að auka álagsþol og viðnám í starfi. • Skilja til hvað tilfinningagreind er og fá leiðbeiningar um það hvernig slík greind nýtist í bæði lífi og starfi. STAÐUR OG TÍMI:

8. október kl. 13:00–16:00 á Sauðárkróki.

12

29.000 KR. 4 KLST.

LÝSING: Stjórnun og miðlun upplýsinga er samofin daglegu starfi hjá skipulagsheildum. Án kerfisbundinnar skjalastjórnar er aukin hætta á að skjöl rati í rangar hendur, eyðileggist eða jafnvel glatist. Á þessu námskeiði er fjallað um helstu þætti upplýsinga- og skjalastjórnar, s.s. helstu hugtök, lög og reglur, samspil skjalastjórnar og gæðastjórnunar, öryggismál upplýsinga, stafræna þróun og innleiðingu. Tekin eru fyrir raunveruleg dæmi og reynt að tengja efnið sem best við reynslu þátttakenda svo það nýtist sem best í starfi. STAÐUR OG TÍMI:

9. október kl. 13:00 – 17:00 á Sauðárkróki. 3,5 KLST. STAÐNÁMSKEIÐ

Nútímastjórnun og yfirsýn LEIÐBEINANDI: Ingvar Jónsson – Alþjóða markaðsfræðingur

29.000 KR. 3,5 KLST.

ÞAÐ ER HÆGT AÐ NÁ OG HALDA YFIRSÝN OG HAFA LÍKA TÍMA FYRIR LÍFIÐ SJÁLFT! LÝSING: Í nútímasamfélagi er hraðinn orðinn það mikill að oft er erfitt er að ná og halda yfirsýn yfir öll þau verk sem fyrir liggja. GTD nútímastjórnunarkerfið er heildstætt kerfi sem auðvelt er að tileinka sér. Viltu öðlast meiri hugarró og segja streitunni stríð á hendur? Þá er þetta námskeið sem þú ættir að skoða. Þetta námskeið er sniðið að þörfum þeirra sem upplifa að dagurinn dugi ekki til dagsins verka. Áhersla er lögð á að horfast í augu við staðreyndir og að hver og einn finni sína eigin leið til betra skipulags. Á NÁMSKEIÐINU LÆRIR ÞÚ:

• Að flokka og skilgreina öll þau verkefni sem kalla á athygli þína. • Að vinna með mismunandi verklista í stað úreltra og tilgangslítilla „To-do“-lista. • Að nota MS OneNote til að ná og halda yfirsýn yfir allt sem fyrir liggur. • Að skipuleggja og flokka tölvupóstinn þannig að þú farir frá Inboxinu tómu í lok hvers vinnudags. • Hvernig hæð athyglinnar getur hjálpað þér við forgangsröðun verkefna. STAÐUR OG TÍMI:

20. október kl. 17:00–20:30 á Sauðárkróki.


3 KLST. STAÐNÁMSKEIÐ

Sálræn áföll 19.300 KR.

LEIÐBEINANDI:

Sigrún Sigurðardóttir dósent við HA

3 KLST.

LÝSING: Á námskeiðinu verður fjallað um hvað gerist þegar einstaklingar verða fyrir sálrænu áfalli t.d. í tengslum við atvinnu sína eða þegar vinnuaðstæður hafa mikið breyst. Jafnframt verður fjallað um hvaða leiðir eru færar til að takast á við áföll. Fjallað verður um helstu skilgreiningar, forvarnir, einkenni sem geta komið fram og líkamlegar, sálrænar og félagslegar afleiðingar. Farið verður yfir þær leiðir sem einstaklingar geta valið til úrvinnslu og meðferðar. Fjallað er um áhrif sálrænna áfalla á samfélagið og skoðað er hvað fellst í áfallamiðaðri nálgun og þjónustu. EFTIR NÁMSKEIÐIÐ MUNU ÞÁTTTAKENDUR:

• Þekkja skilgreiningar og einkenni hjá einstaklingum sem hafa orðið fyrir áföllum. • Þekkja afleiðingar áfalla fyrir heilsufar og líðan og getur þannig brugðist við í starfi og leik. • Hafa þekkingu á því hvernig má nálgast einstaklinga eftir áföll. STAÐUR OG TÍMI:

18. nóvember kl. 13:00–16:00 á Sauðárkróki. 3 KLST. STAÐNÁMSKEIÐ

Betri skilningur og bætt samskipti LEIÐBEINANDI:

Kjartan Sigurðsson vottaður DiSC þjálfari.

26.700 KR.

25. nóvember kl. 13:00–16:00 á Sauðárkróki.

Vissir þú að Farskólinn tekur að sér að skipuleggja fræðslu og námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir um allt Norðurland vestra. Við leggjum áherslu á að styðja stjórnendur og fyrirtæki við þarfagreiningar fyrir fræðslu, stefnumörkun og uppbyggingu mannauðs í takt við stefnu fyrirtækisins með fræðslu að leiðarljósi. Við bjóðum meðal annars upp á: • Stök námskeið og námskeiðsraðir sniðnar að ykkar þörfum. • Heildstæðar fræðsluáætlanir byggðar á þarfagreiningu fyrirtækja. • Þarfagreiningar fyrir fræðslu, hvort sem er fyrir fyrirtækið í heild sinni eða einstaka deildir/svið. •

Náms- og starfsráðgjöf fyrir starfsfólk. Farskólinn býður upp á náms- og starfsráðgjöf á vinnustöðum, starfsmönnum og fyrirtækjum að kostnaðarlausu.

• Aðstoð við að sækja um styrk í fræðslu- og starfsmenntasjóði.

Vertu í sambandi og við finnum lausnina fyrir þig! Frekari upplýsingar gefa: Halldór & 455 6013, halldorb@farskolinn.is eða Jóhann & 455 6011, johann@farskolinn.is

3 KLST.

LÝSING: Þarfir einstaklinga eru mismunandi þegar kemur að samskiptum. Oft er það þannig að við komum fram við fólk á þann hátt sem við viljum að sé komið fram við okkur sjálf, sem er gott og gilt. En hvað ef þú gætir komið fram við fólk eins og það vill að sé komið fram við sig? Fyrir námskeiðið taka þátttakendur DISC könnun á netinu (könnunin er á ensku) sem skilgreinir hvaða persónueiginleikar eru sterkir hjá þeim, hvernig þeir geta nýtt sér þá frekar og fá einnig innsýn í hvernig þeir geta nýta sína eiginleika í samskiptum við aðra á vinnustað. Áður en námskeiðið hefst fá síðan þátttakendur skýrslu, um þeirra samskiptamynstur (styrkleika, veikleika, hvata og fleira) sem unnin er út frá svörun þeirra á könnuninni. Unnið er með skýrsluna á námskeiðinu ásamt mikið af skemmtilegum æfingum. Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja auka áhrif sín í samskiptum. Samskipti eru einn mikilvægasti þátturinn sem vinnustaðir munu krefjast í kjölfar meiri tæknivæðingar. STAÐUR OG TÍMI:

Fyrir fyrirtæki og stofnanir

Raunfærnimat Raunfærnimat verður sífellt mikilvægara til þess að kortleggja færni sína. Raunfærni er samanlögð færni sem einstaklingur hefur náð með ýmsum hætti, svo sem starfsreynslu eða í gegnum frístundir. Raunfærnimatsferlið • Kynning • Viðtal við náms- og starfsráðgjafa • Ferlið hefst þegar hópur er kominn • Skráning í færnimöppu • Matssamtal • Nánari staðfesting ef þörf er á því • Viðurkenning (skírteini) og skráning eininga í Innu. Ráðgjafi Farskólans veitir allar upplýsingar um raunfærnimat í síma 455 6160.

13


VIÐTAL við Gunnhildi Dís Gunnarsdóttur háskólanema

,,Þakklát fyrir að geta stundað nám í minni heimabyggð …” Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir er ein af mörgum háskólanemum á Norðurlandi vestra sem hafa stundað háskólanám undanfarin ár og verið dugleg að koma í námsverið á Sauðárkróki til að læra. Hvar ertu fædd og uppalin? „Ég er fædd og uppalin á Sauðárkróki. Foreldrar mínir eru Gunnar Sigurðsson frá Sleitustöðum og Svanhildur Jóhannesdóttir. Ég á tvo eldri bræður, þá Sigurð Snorra og Vigni. Ég er í sambúð með Þresti Kárasyni og saman eigum við eina litla dóttur,“ segir Gunnhildur. Eftir að Gunnhildur lauk námi frá Árskóla fór hún í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. „Ég útskrifaðist þaðan sem sjúkraliði og stúdent vorið 2017. Að loknu námi í FNV fór ég í Háskólann á Akureyri og útskrifaðist þaðan, eftir þriggja ára nám, sem sjávarútvegsfræðingur,“ segir Gunnhildur. Hvers vegna valdir þú sjávarútvegsfræði? Gunnhildur segist hafa heillast strax af sjávarútvegsfræðinni eftir að hún hafði kynnt sér námsframboð Háskólans á Akureyri. „Sjávarútvegsfræði er mjög skemmtilegt, fjölbreytt og krefjandi nám,“ segir hún og bætir við: „Í náminu hef ég öðlast þekkingu og kunnáttu sem ég mun búa að alla ævi.“

Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir. AÐSEND MYND

Þú hefur verið mjög dugleg að koma í námsverið á Sauðárkróki til að læra. Hefur það komið sér vel að hafa aðgang að námsveri í þinni heimabyggð? „Ég er einstaklega þakklát fyrir að geta stundað nám í minni heimabyggð, því samhliða náminu vinn ég á skrifstofu FISK

14

Seafood. Því hefur námsverið reynst mér mjög vel. Að loknum vinnudegi var gott að geta komið í námsverið og gleymt sér við námsefnið,“ segir hún. „Í námsverinu er góður vinnufriður og allt til alls.

Aðgangur að kennslustofu, tölvum og prentara auk þess sem starfsfólkið var einstaklinga hjálplegt og liðlegt,“ segir Gunnhildur Dís að lokum.


Hagnýtar upplýsingar um Farskólann Skrifstofa á Sauðárkróki Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra Við Faxatorg, 550 Sauðárkrókur & 455 6010

Námsver og námsstofur: Hvammstangi Höfðabraut 6 Umsjónarmaður: Vigdís Lillý Sigurjónsdóttir Sími 896 1345 / 451 2607 Blönduós Kvennaskólinn, Árbraut 31. Umsjón: Textílmiðstöð Íslands, Þekkingarsetrið á Blönduósi & 452 4030 / 899 9271 Skagaströnd Einbúastígur 2 Umsjónarmaður: Ólafur Bernódusson Sími 452 2772 / 899 3172 Sauðárkrókur Við Faxatorg Umsjón: Jóhann Ingólfsson og Halldór B. Gunnlaugsson Farskólinn & 455 6010 / 893 6011

Starfsfólk Farskólans Bryndís Kristín Þráinsdóttir framkvæmdastjóri bryndis@farskolinn.is & 455 6014 / 894 6012

Daglegur rekstur Farskólans, þróunarverkefni, samskipti og Markviss ráðgjöf. Greining á fræðsluþörfum innan fyrirtækja, umsjón námskeiða, kennsla o.fl.

Jóhann Ingólfsson verkefnastjóri

johann@farskolinn.is & 455 6011 / 893 6011

Umsjón með námsveri á Faxatorgi, fjarfundabúnaði og prófum háskólanema. Skipulagning og umsjón námskeiða, kennsla, Markviss og fleira. Halldór B. Gunnlaugsson verkefnastjóri halldorb@farskolinn.is & 455 6013

Skipulagning og umsjón með námskeiðum, háskólanámi, heimsóknum í fyrirtæki og stofnanir, kennsla, Markviss og fl.

Gígja Hrund Símonardóttir þjónustustjóri

Stjórn Farskólans skipa: Guðmundur Finnbogason Ingileif Oddsdóttir Erla Björk Örnólfsdóttir Bryndís Lilja Hallsdóttir Rakel Runólfsdóttir

gigja@farskolinn.is & 455 6010

Skráningar á námskeið, símsvörun, almenn skrifstofustörf, umsjón með námskeiðum og Innu.

Sandra Hilmarsdóttir verkefnastjóri og ráðgjafi

Stofnaðilar Farskólans

sandra@farskolinn.is & 455 6160

Eftirtalin sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir og félög eru stofnaðilar að Farskólanum og eiga sína fulltrúa í fulltrúaráði Farskólans:

Ráðgjöf, raunfærnimat, hvatning til náms og umsjón með námskeiðum Farskólans og fl.

Húnaþing vestra Húnavatnshreppur, Blönduósbær Skagahreppur Akrahreppur Sveitarfélagið Skagafjörður Aldan – stéttarfélag Skagafirði Verslunarmannafélag Skagfirðinga Starfsmannafélag Skagafjarðar Stéttarfélagið Samstaða Kjölur Hólaskóli – Háskólinn á Hólum Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki Fisk Seafood ehf. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra

www.farskolinn.is

Náms- og starfsráðgjöf hjá Farskólanum er ókeypis!

Farskólinn miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra

Námsvísir Farskólans Útgefandi: Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra Samantekt efnis og myndir: Starfsfólk Farskólans Hönnun & prentun: Nýprent ehf.

15


Styrkur þinn til náms

Þín leið til fræðslu

Landsmennt er fræðslusjóður samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni.

Sveitamennt styrkir starfsmenntun beint til sveitafélaga og stofnana þeirra á landsbyggðinni.

Sjóðurinn styrkir starfsmenntun beint til fyrirtækjanna sjálfra.

Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna.

Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Landsmenntar. Kynntu þér rétt þinn á www.landsmennt.is

Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sveitamenntar. Kynntu þér rétt þinn á www.sveitamennt.is

Landsmennt

Sveitamennt

Menntun skapar tækifæri

Átt þú rétt á styrk ?

Ríkismennt styrkir starfsmenntun beint til stofnana ríkisins á landsbyggðinni Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna. Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Ríkismenntar. Kynntu þér rétt þinn á www.rikismennt.is

Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga Sjómennt styrkir starfsmenntun sjómanna beint til fyrirtækja í útgerð. Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna. Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sjómenntar Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is

Ríkismennt 16

Sjómennt

Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • landsmennt@landsmennt.is

Profile for Áslaug Sóllilja

Namsvísir Haust 2020  

Namsvísir Haust 2020  

Advertisement

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded