Jöfn og Frjáls

Page 1

Blað Ungra jafnaðarmanna

3. árgangur 2. tbl.

Jöfn og Frjáls Hvert skal halda? - Evrópusambandið og ungt fólk


EFNISYFIRLIT

Í sumar sótti Ísland um aðild að Evrópusambandinu. Með aðild að sambandinu myndum við fá nothæfan gjaldmiðil, stöðugra efnahagsumhverfi og losna við verðtrygginguna. Aðildin myndi einnig þýða að við yrðum fullgildir þátttakendur í þessu samevrópska verkefni, að tryggja frið og hagsæld um alla heimsálfuna. Aðild að sambandinu er mikilvægt hagsmunamál fyrir alla Íslandinga, en þó sérstaklega fyrir unga fólkið. Það er með þetta í huga sem ritstjórn blaðs Ungra jafnaðarmanna, Jöfn og frjáls, ákvað að tileinka þetta nýja tölublað Evrópusamstarfinu. Aðild að Evrópusambandinu snýst ekki bara um krónur og aura, heldur líka þá hugsjón sem stendur á bak við sambandið. Með því að lesa þær greinar sem hér er að finna fáið þið nasasjón af því hvað Evrópusambandið í raun og veru er. Við vonum að þið hafið gagn og gaman af og við hvetjum ykkur til að taka virkan þátt í þeim umræðum sem munu eiga sér stað næstu mánuði og ár um aðild Íslands að samstarfinu. Ritstjórn.

03 04-05 06-07 08-09 10 11

JÖFN OG FRJÁLS – BLAÐ UNGRA JAFNAÐARMANNA >> ÚTGEFANDI: Ungir jafnaðarmenn – ungliðahreyfing Samfylkingarinnar >> RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Þórir Hrafn Gunnarsson >> RITSTJÓRN: Aðalsteinn Kjartansson, Ásdís Sigtryggsdóttir, Dagbjört Hákonardóttir, Þorleifur Örn Gunnarsson >> UMBROT OG UPPSETNING: Atli Þór Fanndal >> LJÓSMYNDIR: Þorleifur Örn Gunnarsson - forsíðumynd >> Prentun: GuðjónÓ – Vistvæn prentsmiðja

EVRÓPUSAMBANDIÐ ER FRIÐAR- OG MANNÚÐARSAMBAND UNGIR JAFNAÐARMENN ♥ EVRÓPUSAMBANDIÐ MÝTUR UM EVRÓPUSAMBANDIÐ HVERJU VILJUM VIÐ FÓRNA FYRIR GJALDMIÐIL? EVRÓPUSAMBANDIÐ ER EKKERT AÐ GRÍNAST MEÐ UMHVERFISMÁLIN. TÝNIST ÍSLAND Í BRUSSEL?

Eftir Búsáhaldabyltinguna í janúar tók fyrsta raunverulega vinstri stjórn Íslandssögunnar við völdum á Íslandi. Arfleið tæplega tveggja áratuga stjórnar hægrimanna hér á landi er kreppa, atvinnuleysi, verðbólga, skuldsetning og jafnvel landflótti. Verkefni vinstri manna er erfitt, það er ekki hlaupið að því að taka til eftir nýfrjálshyggjuna. Það er hins vegar verkefnið sem liggur fyrir og það er okkar að takast á við það. Við jafnaðarmenn verðum þó að hafa það í huga að á meðan við erum að gera upp við fortíðina þá megum við ekki gleyma því að horfa til framtíðarinnar.


EVRÓPUSAMBANDIÐ ER FRIÐAR- OG MANNÚÐARSAMBAND EFTIR ÞÓRIR HRAFN GUNNARSSON Evrópusambandið getur rakið uppruna sinn til Kolaog stálbandalagsins sem stofnað var eftir hamfarir seinni heimstyrjaldarinnar. Evrópa var í rúst eftir stríðið og ljóst var að mikið uppbyggingarstarf var framundan. Það má segja, með nokkurri einföldun, að markmiðið með stofnun Evrópusambandsins hafi því fyrst og fremst verið að tryggja að slíkar hamfarir gætu ekki átt sér stað á ný í Evrópu. Hugmyndin var sú að með því að auka samvinnu Evrópuríkja til dæmis með víðamiklum viðskiptasamningum þá væri hægt að gera ríkin svo háð hvort öðru að árás eins ríkis gegn öðru myndi hreinlega ekki borga sig. Áhrif aukinnar Evrópusamvinnu og þá sérstaklega Evrópusambandsins á friðar- og mannréttindarmál innan Evrópu eru óumdeilanleg. Evrópusambandið hefur ekki einungis beitt sér fyrir þessum málaflokkum á heimavelli heldur hefur sambandið á síðustu áratugum verið leiðandi um allan heim á sviði mannúðar- og friðarmála.

og eru samstarfsaðilanir fleiri en 200 í dag. Áherslan hefur einkum verið að koma vörum og þjónustu til svæða sem á því þurfa að halda. Þetta starf Evrópusambandsins gagnast tugum milljóna einstaklinga um heim allan árlega. Sambandið hefur tekið þátt í verkefnum í hátt í hundrað ríkjum og til að nefna nokkur má benda á Níger, Palestínu, Sri Lanka og Mið-ameríku. Framlag mannúðarskrifstofunnar var til að byrja með nokkuð lítið miðað við mannúðarstarf ýmissa þjóða. Á þeim tíma sem skrifstofan hefur starfað hefur þetta þó gjörbreyst og er það núna sambærilegt við þá fjárhagslegu aðstoð sem að aðildarríki Evrópusambandsins veita hvert í sínu lagi. Einnig er það sambærilegt við þá mannúðaraðstoð sem að Bandaríkin veita öðrum ríkjum. Um er að ræða merkilegt afrek þar sem að það fjármagn sem Evrópusambandið hefur til umráða er örlítið brot af því sem aðildarríkin og Bandaríkin hafa úr að spila.

STOFNUN MANNÚÐARSKRIFSTOFU EVRÓPUSAMBANDSINS.

MJÚKAR ÁHERSLUR.

Árið 1992 var stigið nýtt skref í baráttu Evrópusambandsins í friðar- og mannúðarmálum en þá var Mannúðarskrifstofa Evrópusambandsins (e. ECHO) stofnuð. Með starfsemi þeirrar skrifstofu hefur sambandið sett baráttuna fyrir þessum málaflokkum á oddinn í utanríkisstefnu sinni. Hlutverk mannúðarskrifstofunnar er einkum að fjármagna starf samstarfsaðila sem starfa á hamfara- og átakasvæðum. Samstarfsaðilarnir geta verið fjölmagir en samanstanda þó aðallega af stofnunum Sameinuðu þjóðanna, frjálsum félagasamtökum (NGO) og öðrum alþjóðastofnunum

Evrópusambandið er áhrifaríkur aðili á sviði alþjóðamála í dag. Sambandið hefur í flestum tilvikum beitt sér fyrir uppbyggingu og mannúðarmálum þar sem það hefur látið til sín taka. Þar sem að Evrópusambandið hefur ekki her hefur aldrei komið til greina annað en að það beiti sér fyrir hugsjónum sínum með mjúkum áherslum. Þróunaraðstoð og samningaviðræður hafa verið helsti styrkleiki sambandsins. Vonandi mun þróunin verða sú að ríkisstjórnir Vesturlanda og annarra landa, líti meira til lausna Evrópusambandsins þegar kemur að því að leysa erfið deilumál í stað þess að horfa til valdbeitingar og hernaðar.


UNGIR JAFNAÐARMENN EFTIR ÁSGEIR RUNÓLFSSON Alveg frá stofnun hafa Ungir jafnaðarmenn (UJ) lagt áherslu á alþjóðamál og hafa mál tengd Evrópusambandinu (ESB) verið í forgrunni. Eðlilegt er að fjalla aðeins almennt um þessa áherslu UJ og renna líka yfir helstu kosti og galla aðildar að ESB . Vegna stærðar og umfangs sambandsins verður umfjöllunin ekki tæmandi en tæpt verður á aðalatriðunum.

Fyrsta hreyfingin sem setti aðild á stefnuskrá

UJ hafa haft aðild að Evrópusambandinu á stefnuskrá sinni frá árinu 2000. UJ voru fyrstu pólitísku samtökin sem settu þetta stóra markmið á stefnuskrá sína. Fyrir alþingiskosningarnar 2003 var umsókn um aðild að Evrópusambandinu komin á stefnuskrá Samfylkingarinnar eftir póstkosningu félagsmanna. Eins og svo oft áður í sögunni var ungt fólk hreyfiafl breytinga. Fyrir kosningarnar í vor (2009) urðu Evrópumálin að stóru kosningamáli. Eftir mikla umræðu um Evrópusambandið varð niðurstaðan sú að í fyrsta skipti fengu flokkar sem studdu aðildarviðræður meirihluta þingsæta. Sá meirihluti samanstóð af Samfylkingu, Framsókn og Borgarahreyfingu. Þessi niðurstaða átti sinn þátt í því að koma aðildarumsókn í stjórnarsáttmála Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Á sumarþingi var samþykkt að sækja um aðild að Evrópusambandinu og setja aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu. Níu ára gamalt baráttumál UJ var loksins komið í höfn.

AF HVERJU EVRÓPUSAMBANDIÐ?

Evrópusambandið er vettvangur sem var upphaflega var komið á til þess að tryggja frið í Evrópu í kjölfar seinni

EVRÓPUSAMBANDIÐ

heimsstyrjaldarinnar. Það var gert með því að koma á viðskiptasamböndum á milli landa sem leiddi til aukinnar hagsældar allra hlutaðeigandi. Sú þróun hefur haldið áfram þar sem að frjáls viðskipti á sameiginlegu evrópsku markaðssvæði eru öllum aðilum til hagsbóta. Það er mikilvægt fyrir þjóð eins og Ísland að taka þátt í þessari þróun. Upptaka evru og niðurfelling vörugjalda í kjölfar inngöngu í Evrópusambandið mundi auðvelda aðgengi Íslendinga að markaði sambandsins. Íslensk fyrirtæki yrðu samkeppnishæfari en þau eru í dag vegna þess að auðveldara yrði að gera viðskiptasamninga og afla fjármagns. Sérstaklega mundi þetta nýtast nýsköpunarog þekkingarfyrirtækjum vel. Í dag höfum við takmarkað aðgengi að sameiginlega markaðssvæðinu í gegnum EES samninginn. Íslendingar verða að vera virkir þátttakendur í alþjóðasamstarfi og það verður einungis gert í samstarfi við aðrar þjóðir. Evrópusambandið hefur náð miklum árangri með samstilltum aðgerðum innan og utan sambandsins. Sambandið er leiðandi þegar kemur baráttunni gegn hlýnun jarðar, öðrum hættum sem steðja að umhverfinu, fátækt í þriðja heims ríkjum, ójafnrétti kynjanna, mansali, skipulagðri alþjóðlegri glæpastarfssemi, auknum stríðsrekstri og svo mætti lengi telja. Ef árangur á að nást í að berjast gegn þessum vandamálum sem ógna heimi okkar er nauðsynlegt að vestræn lýðræðisríki leiði með góðu fordæmi. Á tímum hnattvæðingar hefur samstarfsvilji þjóða og lýðræðisleg úrlausn deiluefna aldrei verið mikilvægari. Það er skylda Íslendinga að taka þátt í þessu starfi og það gera þeir best með því að vinna að góðum málum innan Evrópusambandsins. Andstæðingar aðildar að Evrópusambandinu hafa haldið því fram að Ísland muni tapa fullveldi sínu við innögngu. Þetta er ekkert

nema hræðusluáróður og það verður augljóst þegar að staða annarra þjóða í Evrópusambandinu er skoðuð, mundi einhver segja að Frakkar og Svíar séu ekki fullvalda? Ísland mundi þvert á móti styrkja fullveldi sitt með aðild því við gætum haft bein áhrif á reglugerðir sem við tökum upp í dag í gegnum EES samninginn. Það er aðkoma sem við höfum ekki í dag. Hnattvæðingin hefur leitt til þess að mörk þjóðríkja og alþjóðastofnana hafa orðið á margan hátt óljósari. Íslendingar eiga ekki að vera hræddir við það enda hefur það sýnt sig að smáríkjum vegnar best í fjölþjóðlegu samstarfi.

ERU EINHVERJIR ÓKOSTIR VIÐ INNGÖNGU ÍSLANDS Í EVRÓPUSAMBANDIÐ?

Innganga í Evrópusambandið er að sjálfsögðu ekki galla laus. Við upptöku evru þá mundum við ekki hafa sömu stjórntæki og áður í efnahagsmálum. Við gætum ekki breytt vöxtum og gengi að vild. Það kallar á agaðri stefnu í ríkisfjármálum vegna þess að erfiðara yrði bregðast við áföllum í efnahagslífinu. Á hinn bóginn verður að hafa í huga að stöðugra gengi og stýrivextir eru það sem gerir rekstrarumhverfi heimila og fyrirtækja margfalt betra. Verðtryggingin og of mikil verðbólga myndu heyra sögunni til. Eitt helsta álitamálið varðandi inngöngu Íslands í Evrópusambandið er sjávarútvegsstefna sambandsins en undir hana verða Íslendingar að gangast nema að um annað verði samið í aðildarviðræðum. Ljóst er að eitt af mikilvægustu samningsmarkmiðum Íslendinga í viðræðunum sem eru framundan er að fá ásættanlega niðurstöðu í þessum málaflokki. Í dag er sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins þannig að veiðireynsla ræður hverjir fá veiðileyfi. Þess vegna mundu Íslendingar einir fá að veiða við


HERDÍS BJÖRK BRYNJARSDÓTTIR laganemi, ungur jafnaðarmaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar.

AF HVERJU VILT ÞÚ GANGA Í EVRÓPUSAMBANDIÐ? Ég er hrifin af hugsjóninni

Íslandsstrendur. Þetta kerfi gæti tekið breytingum í framtíðinni og er mikilvægt að Íslendingar fylgist vel með þeim. Mikið hefur verið gert úr þeim breytingum sem munu verða á landbúnaðarkerfinu hér á landi við inngöngu í Evrópusambandið. Stór og öflug félagasamtök hafa lagt allan sinn þunga í áróður um að við innöngu í sambandið muni landbúnaður á Íslandi leggjast af. Þetta er einfaldlega móðgandi hræðsluáróður sem að gerir lítið úr íslenskum bændum og íslenskum landbúnaðir. Hið rétta er að umhverfi landbúnaðarins mun að sjálfsögðu breytast. Bændur munu losna undan oki miðstýrðrs kvóta- og styrkjakerfis og fá byggða- og umhverfisstyrki þess í stað. Rannsóknir sýna að kúabændur ættu að vera eins settir eftir breytingarnar og sauðfjárbændu mundu standa betur að vígi. Verndartollar á landbúnaðarafurðir mundu lækka eða falla niður sem mun líklega þýða tvennt, annars vegar ódýrara matvælaverð og hins vegar verulega minnkun á íslenskri framleiðslu á kjúklingum og svínakjöti (hún mundi jafnvel leggjast af). Þegar þetta tvennt er lagt saman þá er ljóst að ávinningurinn verður almennings.

VALDIÐ TIL ÞJÓÐARINNAR

Spennandi tímar eru framundan. Samningaviðræður við Evrópusamandið eru að fara af stað. Mikilvægt er að allar upplýsingar um sambandið og samninginn verði upp á borðum. Þjóðin mun síðan hafa síðasta orðið um hvort Ísland ætli að vera virkari þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi, hvort sem er í viðskiptum eða í baráttunni fyrir betri heimi. Viljum við evru sem gjaldmiðil eða samfélag sem treystir á sjávarútveg og óstöðuga krónu. Valið er okkar.

sem bjó að baki við stofnun Evrópusambandsins – hugsunin snerist um að tryggja frið í Evrópu eftir mjög róstursamar styrjaldir. Með tímanum hefur sambandið sannarlega vaxið og snýst í dag um víðfema samvinnu allra aðildarríkjanna. Það sem mér hugnast best okkur til handa er m.a. stöðugleiki stærri myntar og hagstæðari vaxtaskilyrði, betri aðgangur að viðskiptamörkuðum, niðurfelling t.d. á tollum á fullunnar neytendavörur auk þess sem möguleikar opnast á ýmsum styrkjum.

AF HVERJU SKIPTIR AÐILD AÐ EVRÓPUSAMBANDINU UNGT FÓLK MÁLI? Með aðild opnast margir möguleikar fyrir Íslendinga, unga sem aldna. Skólagjöld í

Evrópu eru víða há – en íbúar aðildarríkjanna borga mun lægra verð og eiga greiðari leið til ýmissa menntastyrkja. Mér finnst spennandi að hugsa til þess hversu mikið samvinna íslenska menntakerfisins við menntakerfi og atvinnulíf allra aðildarríkjanna mundi aukast og þannig væru möguleikar fólks fjölbreyttari og auðveldari í framkvæmd. Svo eru það áhrifin á atvinnulífið hér – en með auknum stöðugleika þá væri áhugi erlendra fyrirtækja á viðskiptum og rekstri hér tryggður – enda er Ísland best :)

ANNA PÁLA SVERRISDÓTTIR

Formaður Ungra jafnaðarmanna, lögfræðingur og fyrsti varaþingmaður Samfylkingar í Reykjavíkurkjördæmi Suður

LEYSIR AÐILD AÐ ESB ÖLL VANDAMÁL?

Leysti það öll mín vandamál að ganga í Samfylkinguna? Nei, það var ekki þannig og á slæmum dögum gæti ég jafnvel sagt að þetta félag búi til fleiri vandamál fyrir mig en það leysir. Ég ætti samt eiginlega ekki að láta þetta birtast í blaðinu. Mér hefur fundist mjög gaman að vera formaður. Þetta er líka ekki satt með vandamálin. En ég nota þessa líkingu af því að í Samfylkingunni og Ungum jafnaðarmönnum er ég að vinna með fólki sem hefur sömu eða svipuð markmið í pólitík og ég sjálf. Saman erum við líklegri til að ná árangri. Það getur alveg kostað vesen að vinna saman og við tökumst stundum á og það sigra ekki alltaf allir. En við erum betri saman og þannig verður það ef við Íslendingar göngum alla leið inn í Evrópusambandið.

HVAÐ MUN BREYTAST VIÐ INNGÖNGUNA Í ESB? Í fyrsta lagi erum við

nú þegar aðili að ESB að svo miklu leyti að það mun kannski ekki verða himinn og haf þarna á milli. Það má færa rök fyrir að vegna EES-samstarfsins séu Íslendingar meiri aðilar að ESB en t.d. Bretar af því þeir eru með svo margar undaþágur. Við tökum upp meirihlutann af löggjöf ESB og erum hluti af innri markaði sambandsins sem er það mikilvægasta við það. En auðvitað munum við þurfa að gera breytingar, t.d. á landbúnaðarkerfinu. Það mun skila neytendum mun lægra matarverði og ég vil rifja upp orð formanns finnsku bændasamtakann um að þrátt fyrir að finnskir bændur hafi þurft að aðlaga sig breyttum aðstæðum, hafii aðildin skilað finnska dreifbýlinu breytingum til batnaðar.

GETUR SAMFYLKINGIN EKKI TALAÐ UM NEITT ANNAÐ EN ESB? Nei,

sorrý ... Jæja þá, ég er að grínast. Fólk vill stundum detta í að ásaka okkur um að hafa ekkert annað plan en ESB. Það er rétt að ESB er stór hluti af sýn Samfylkingarinnar á hvernig við getum stjórnað þessu landi best. Samfylkingin er sá flokkur sem mesta áherslu leggur á alþjóðasamvinnu og hefur sjálfstraust í að við getum gefið og þegið meira þvert á landamæri. En eins og stendur erum við að stjórna landinu án aðildar að ESB og það hefur gengið ótrúlega vel þrátt fyrir þann skítahaug sem frjálshyggjan skildi eftir sig og við þurfum að moka.


MÝTUR UM EVRÓPUSAMBANDIÐ „SAMKVÆMT REGLUGERÐUM ESB ER BANNAÐ AÐ MERKJA VÖRU SEM AÐ ER BÚIN TIL INNAN SAMBANDSINS T.D. „MADE IN BRITAIN“ HELDUR VERÐUR ÞAÐ AÐ VERA „ MADE IN THE E.U.“ ÞESSI GOÐSÖGN ER BYGGÐ Á MIKLUM MISSKILNINGI. EVRÓPUSAMBANDIÐ LÉT EITT SINN VINNA FYRIR SIG RANNSÓKN ER SKOÐAÐI KOSTI OG GALLA UPPRUNAMERKINGA OG ÞAR MEÐ TALIÐ „MADE IN THE E.U.“. ÞAÐ ERU ÞÓ ENGIN ÁFORM UPPI UM AÐ BREYTA NEINUM REGLUM UM ÞESSAR MERKINGAR ÞANNIG AÐ ÞIÐ GETIÐ ENN VERIÐ FULLVISS UM AÐ SÆNSKU KJÖTBOLLURNAR YKKAR SÉU SÆNSKAR EN EKKI DANSKAR EÐA ÞÝSKAR.

NANN IN R A Ð A N N A B U R E R U 9‘‘, 12‘‘ OG 16‘‘ PIZZ Á AÐ VERA T L L A M E S R A Þ , S IN S EVRÓPUSAMBAND AKERFISINS R T E M M U L Ð Ö T S IR T F MÆLT E TAST ESB VIÐ OKKAR

OPINBERLEGA NO ÞAÐ ER AÐ VÍSU RÉTT AÐ MÆLDIR AÐ FLESTIR HLUTIR ERU OG FI ER AK TR ME RA Æ ÁSTK BÆTTISMENN Í BRUSSEL EM U ÖM LS GU HU R NI HI SAMKVÆMT ÞVÍ. KUR OG VIÐ MEGUM ÞVÍ OK Á Ð KI MI OF JA GG LE VILJA ÞÓ EKKI LJUM FYRIR PIZZURNAR VI Ð VI M SE R GA LIN MÆ ILEGRA NOTA HVAÐA LÍFIÐ SVOLÍTIÐ SKEMMT RT GE NÚ TI GÆ Ð ÞA AÐ OKKAR, ÞÓ 4 CM Á DOMINOS. AÐ PANTA SÉR EINA 40.6

„ER VERIÐ AÐ STOFNA EVRÓPUHER?“

Nei. Íslenskir andstæðingar aðildar að Evrópusambandinu hafa verið að dreifa þeirri sögu að með Lissabon sáttmálanum sé verið að stofna einhvers konar Evrópuher. Það er ekki rétt. Í samningnum er gert ráð fyrir að þegar að kemur að Öryggis- og varnarmála verkefnum Evrópusambandsins, sem eru afar takmörkuð, geti aðildarríki lagt til annað hvort borgarlega eða hernaðarlega aðstoð. Þessi þátttaka er þó alltaf byggð á því að aðildarríkin vilji taka þátt í verkefninu og bjóðist til þess. Það er því ekkert nema argasta gróusaga að með inngöngu í Evrópusambandið verði Íslendingar aðilar að einhvers konar yfirþjóðlegum evrópskum her og að í þokkabót verði ungir Íslendingar bundnir herskyldu í þeim her.


ð

essi ga að gir

„EF VIÐ GÖNGUM Í ESB ÞARF AÐ LEGGJA ALLA VEGI Á ÍSLANDI AFTUR TIL AÐ ÞEIR SÉU Í SAMRÆMI VIÐ STAÐLA ESB“

„SJÓME NN EVRÓPU INNAN SA VERA M MBANDSINS Þ EÐ HÁR URFA A ÞAÐ ER N Ð E T VIÐ VE RÉT VÖRU OG T AÐ ESB LEGG I ÐAR“ UR MIKIÐ ÖRYGG

ÞESSI ANNARS MJÖG SKEMMTILEGA MÝTA ER ÚR LAUSU LOFTI GRIPIN. EVRÓPUSAMBANDIÐ HEFUR ÞVÍ MIÐUR EKKERT YFIR OKKAR VEGUM AÐ SEGJA (ÞÓ AÐ ÞAÐ VÆRI KANNSKI BETRA, ALLAVEGA FYRIR LANDSBYGGÐARFÓLKIÐ). ESB VAR SAMT AÐ SETJA FRAM LEIÐBEINANDI ÁBENDINGAR ALL UPP Ú TAF AÐ G I NEYTANDA. S ÆTA FYL AMKVÆM R GÆÐUM UM UMFERÐARÖRYGGI SEM EIGA AÐ STUÐLA AÐ FÆKKUN MATVÆL LSTA HR T REGLU A. DAUÐASLYSA INNAN AÐILDARRÍKJANNA. VARLA ER HÆGT HÖFUÐB ÞÓ HAFA ENGAR EINLÆTIS VIÐ FR M Á ÞVÍ ÚN A REGLUR AÐ KVARTA MIKIÐ YFIR ÞVÍ? VERIÐ S MLEIÐSLU VERÐUR AÐ SJÓMANNA ETT ER ÞÓ VONA NDI BÆT STUNDA FISKVE AR ENN UM T FLJÓTL IÐAR. ÚR EGA. ÞVÍ

„BANANAR MEGA EKKI VERA BOGNARI EN REGLUGERÐIR ESB SEGJA TIL UM“ ÞESSI MÝTA ÆTLAR AÐ VERÐA LANGLÍF EN Á SÉR ÞÓ ENGA STOÐ Í RAUNVERULEIKANUM. EVRÓPUSAMBANDINU ER ALVEG SAMA HVERSU BOGNA BANANA ÞIÐ BORÐIÐ. Í RAUNINNI STYÐST EVRÓPUSAMBANDIÐ VIÐ STAÐLA UM STÆRÐ Á BÖNUNUM SEM ERU NOTAÐIR AF SAMEINUÐU ÞJÓÐUNUM, OECD RÍKJUNUM OG BRETLANDI.

„ESB ÆTLAR AÐ BANNA SOJAMJÓLK, ÞVÍ AÐ ÞAÐ ER OF AUÐVELT AÐ HALDA AÐ HÚN INNIHALDI VENJULEGA MJÓLK“ Evrópusambandið hefur vissulega lagt fram hinar ýmsu reglugerðir til að reyna að bæta hag neytenda og koma í veg fyrir að vörur séu rangt merktar eða auglýstar á fölskum forsendum. Fyrir vikið heitir sojamjólk oftast sojadrykkur eða annað svipað í aðildarríkjum ESB. Ástæðan fyrir því nafni er reglugerð frá 1987 sem lagði áherslu á að hvetja neytendur til neyslu hollra mjólkurvara og að verja mjólkur-nafnið sjálft fyrir keppinautum sem ekki innihalda mjólk. Þetta var gert í samráði allra aðildarríkjanna. En örvæntið ekki, því hvort sem drykkurinn er kallaður sojamjólk, sojadrykkur eða sojadjús er innihaldið nákvæmlega það sama.

„AGÚRKUR VERÐA AÐ VERA Í SAMRÆMI VIÐ STAÐLA ESB, BOGNARI GÚRKUR ERU BANNAÐAR“

Líkt og með frændur gúrknanna, bananana, hefur lengi verið haldið fram af mismunandi aðilum að gúrkur sem eru bognari en ákveðnir staðlar ESB segja til um megi ekki selja í löndum sambandsins. Þessi gúrkufasismamýta er því miður ekki á rökum reist.


HVERJU VILJUM VIÐ FÓRNA FYRIR GJALDMIÐIL? EFTIR ARNALD SÖLVA KRISTJÁNSSON

ALLAR ÞJÓÐIR STANDA FRAMMI FYRIR VALKOSTUM Í GENGISMÁLUM. ÓMÖGULEGT ER AÐ UPPFYLLA ALLAR VÆNTINGAR SEM ÞJÓÐIR HAFA TIL GJALDMIÐILS SÍNS. HIN ÓSAMRÝMANLEGU ÞRENNINGU (INCONSISTENCY TRINITY EÐA IMPOSSIBLE TRINITY) SEGIR AÐ ÞJÓÐ GETI EKKI UPPFYLLT ÖLL EFTIRFARANDI SKILYRÐI SAMTÍMIS:

1. FAST GENGI
 2. FRELSI Í ALÞJÓÐAVIÐSKIPTUM (FRJÁLSIR FJÁRMAGNSFLUTNINGAR) 3. SJÁLFSTÆÐUR SEÐLABANKI ÁKJÓSANLEGAST VÆRI AÐ NÁ AÐ UPPFYLLA ÖLL SKILYRÐIN, EN HVER ÞJÓÐ VERÐUR AÐ FÓRNA EINU SKILYRÐANNA. NÝVERIÐ SENDI ÍSLENSKA RÍKISSTJÓRNIN INN UMSÓKN UM AÐILD AÐ EVRÓPUSAMBANDINU OG STEFNIR ÞAR MEÐ AÐ ÞVÍ AÐ TAKA UPP EVRUNA SEM LÖGEYRI. HÉR VERÐUR VARPAÐ LJÓSI Á ÞAÐ HVORT SÚ STEFNA SÉ SKYNSAMLEG FYRIR ÍSLAND EÐA EKKI.


FÓRNA ALÞJÓÐAVIÐSKIPTUM – vextir af fasteignalánum eru hærri erfitt að halda verðbólgu í skefjum í HEFTA FJÁRMAGNSFLUTNINGA og að fjárfestingar einstaklinga og litlu hagkerfi líkt og okkar. Óstöðugt Einn valkostur okkar er að hefta fjármagnsflutninga til og frá landinu og fórna þar með frjálsræði í viðskiptum fyrir stöðugleika í gengi og sjálfstæði í gengismálum. Þannig er því komið í veg fyrir gengisflökt með því að hefta alþjóðaviðskipti. Slíkt fyrirkomulag myndi líklegast fela í sér aukna einangrun viðskipta hér á landi. Þó að slíkt fyrirkomulag kunni að hljóma óaðlaðandi bjuggu Íslendingar við ýmis höft fyrir inngöngu í EES og varð Ísland t.a.m. ein af 10 ríkustu þjóðum heims þegar haftastefna ríkti hér á landi. Í umfjöllun um gjaldmiðilsmál hér á landi er oftast litið framhjá þessum valkosti. Raunhæfir valkostir Íslands eru almennt taldir tveir. Annað hvort flotgengisstefna eða upptaka annars gjaldmiðlis.

fyrirtækja eru óhagstæðari en ella.

Reynsla af flotgengisstefnunni er langt frá því að vera glæsileg. Reynslan hefur hefur sýnt að gengið hafi aukið á hagsveiflur fremur en að milda þær vegna þess að gengið hafi ráðist af öfgakenndum breytingum á markaðsviðhorfum. Í uppsveiflunni hér á landi hækkaði Seðlabankinn vexti sína til að draga úr þenslu, þeir ollu hins vegar styrkingu gengis vegna innstreymis erlends fjármagns og jók það á þensluna. Af þeim ástæðum hafa margir talið að sjálfstæðan gjaldmiðil óhagkvæman fyrir Ísland. Þannig taldi Seðlabanki Íslands (í skýrslu til forsætisráðherra) vafasamt að Ísland gæti talist hagkvæmt gjaldmiðilssvæði. HAGFRÆÐITILRAUN SEM

FÓRNA SJÁLFSTÆÐUM FÓRNA STÖÐUGUM GJALDMIÐLI SEÐLABANKA – UPPTAKA EVRUNNAR – FLOTGENGISSTEFNA Árið 2001 var íslenska krónan sett á flot og fól það í sér að gengi krónunnar var látið ákvarðast af af framboði og eftirspurn á gjaldeyrismarkaði. Kostur slíks fyrirkomulags er að sveigjanleiki krónunnar getur hjálpað hagkerfinu að aðlagast þegar áföll verða, t.d. hefur útflutningur og ferðamannaiðnaður blómstrað undanfarin misseri vegna lágs gengis krónunnar.

Þrátt fyrir kosti sveigjanlegs gengis er sá eiginleiki of dýru verði keyptur. Gengissveiflur hafa gert alla áætlanagerð fyrirtækja sem stunda inn- eða útflutning mjög erfiða. Þannig vernduðu gengissveiflur fákeppnisstöðu innlendra fyrirtækja þar sem erlend fyrirtæki koma síður inn á innlendan markað vegna óvissu um framtíð krónunnar. Fyrirkomulagið hefur einnig leitt af sér óstöðugleika í fjármálageiranum líkt og landsmenn urðu vitni að í október á síðasta ári. Annar fylgifiskur íslensku krónunnar er að vextir eru hærri en í viðskiptalöndum okkar. Það hefur í för með sér að

gengi eykur því mjög á alla óvissu hjá fyrirtækjum og heimilum. Önnur sterk rök fyrir upptöku evrunnar eru að innlendir vextir myndu lækka og verðtrygging myndi líklegast heyra sögunni til. Einnig má leiða líkum að því að traust á íslenska efnahagslífinu myndi aukast í kjölfar aðildarumsóknarinnar. Þannig gæti traust erlendra fjárfesta á hagkerfinu aukist, sem gæti bætt stöðu þjóðarinnar til muna. Að auki má benda á að ef evran verður tekin upp hér á landi myndi fjármálastöðugleiki aukast þar sem Ísland væri með Seðlabanka Evrópu sem bakhjarl. Líkur á lausafjárvanda banka væri þ.a.l. minni.

Þriðja leiðin er að taka upp fastgengisstefnu, t.d. með upptöku annars gjaldmiðils sem lögeyri hér á landi. Í því ljósi er rökréttast að líta evrunnar sem mest er notuð í utanríkisviðskiptum. Yrði sú leið fyrir valinu myndi Ísland deila fullveldi sínu með öðrum Evrópuþjóðum, ganga inn í Evrópusambandið og taka upp evruna. Stærsti ókostur krónunnar er óstöðugleiki hennar. Gengissveiflur gera alla áætlanagerð fyrirtækja sem stunda inn- eða útflutning mjög erfiða. Þetta leiðir til þess að gengissveiflur vernda fákeppnisstöðu innlendra fyrirtækja þar sem erlend fyrirtæki koma síður inn á innlendan markað vegna óvissu um framtíð krónunnar. Þar sem íslenska hagkerfið er fremur lítið er það háð innflutningi. Þar af leiðandi hafa gengissveiflur óhjákvæmilega áhrif á verðlag. Því hafa landsmenn orðið vitni að á undanförnum mánuðum, en verðlag hefur hækkað talsvert vegna veikingar krónunnar. Það getur því reynst

MISTÓKST

Ísland er eitt minnsta gjaldmiðilssvæði heims, á stærð við litlar borgir í nágrannalöndum okkar. Það hlýtur því út af fyrir sig að þurfa ansi sterk rök fyrir því að halda úti sjálfstæðri mynt. Helsti kostur sjálfstæðrar myntar er aukinn sveigjanleiki. Seðlabanki Íslands hefur hins vegar sjálfur sagt að sveigjanlegt gengi hafi á undanförnum árum snúist í andhverfu sína. Sveigjanleikinn hefur m.ö.o. aukið á hagsveiflur fremur en að milda þær. Það hlýtur því að blasa við að sú hagfræðitilraun sem hófst árið 2001 hafi, þegar uppi er staðið, mistekist. Ríkisstjórn Íslands hefur hins vegar séð að sér og sent inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu og því er stefnt að því að taka upp evruna sem lögeyri. Því er hægt að líta til gengismála hér á landi með sæmilegri bjartsýni. Það þarf þó að hafa í huga að aðildarumsóknin er í eðli sínu einungis í aðra röndina hagfræðilegt viðfangsefni. Málið er að stórum hluta pólitískt. Sé hins vegar vilji fyrir því, út frá pólitísku sjónarhorni, að stiga inn í sambandið til fulls mun upptaka evrunnar án efa vera góður kostur fyrir Ísland.


EVRÓPUSAMBANDIÐ ER EKKERT AÐ GRÍNAST MEÐ UMHVERFISMÁLIN EFTIR SVERRIR BOLLASON Umhverfismálin eru eitt af því mikilvægasta sem ESB getur aðhafst í og hefur aðhafst. Mengun staðnæmist ekki við landamæri heldur spillir fyrir alveg óháð stjórnskipulagi mannanna. Þess vegna er mikilvægt fyrir almenning að geta haft sameiginleg viðmið, sameiginlegar reglur og eftirlit. Iðnfyrirtæki hafa mörg hver ekkert á móti því að velta kostnaði af mengun sinni yfir á almenning ef það er í boði. Ef halda á þeirri reglu í heiðri að sá sem mengi skuli greiða fyrir skaðann þá verða svipaðar reglur að gilda sem víðast. Annars skapast hætta á að vistkerfið sé undirboðið og gefnir séu afslættir af umhverfinu okkar allra. Efst á forgangslistanum þessa dagana eru loftslagsmál. Hér á landi hefur umræðan um loftslagsmál verið hálfgert aukaatriði enda ekki verið mikill áhugi hjá fyrri ríkisstjórnum að taka þátt í umræðunni. ESB er aftur á móti leiðandi í umræðunni á heimsvísu og forystan hefur verið tekin til að takast á við raunverulegan aðsteðjandi vanda. Á meðan hefur á Íslandi verið karpað um hvort loftslagsbreytingar kalli á aðgerðir manna ef þær eru ekki af mannavöldum. En sama hvort fólk „trúir“ á loftslagsbreytingar eða ekki þá eru þau pólitískur veruleiki . Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar sem nú fer með forsæti í Evrópuráðinu sagði á dögunum að fá málefni væru eins brýn og

loftslagsbreytingar. Hvernig getur sem sett er þak á heildarlosun maður ekki tekið mark á því? og kvótinn er framseljanlegur. Í þeim viðskiptum eru tækifæri til að skapa auknar losunarheimildir KAUPMANNAHAFNAR með sérstökum verkefnum, t.d. RÁÐSTEFNAN endurheimtingu votlendis. En Umræðan um loftslagsbreytingar með umhverfisverndarsamtök gætu líka og það hvernig eigi að mæta þeim keypt kvóta og lagt honum og minnka áhrif þeirra mun taka minnka losun á heimsvísu. til að mikið pláss nú í haust. Ástæðan er ráðstefnan um loftslagsmál í Kaupmannahöfn sem haldin Bætt orkunýtni er táknuð með verður í desember. Ætlunin er sparperu og er það ekki svo að fá þjóðir heims til að setjast óviðeigandi því sú aðgerð sem flesta að samningaborðinu og takast í snertir er að venjulegar glóðarperur sameiningu á við loftslagsmálin. verða bannaðar í ESB. Aðgerðin er Vegna fjármálakrísunnar eru táknræn fyrir þann ásetning að skipta vissulega margir sem ekki sjá jafn út óskilvirkri tækni fyrir skilvirka mörg tækifæri til að láta fé renna tækni, öllum til góða þótt aðgerðin til þessa málaflokks og áður. Þá kunni að vera dýr í fyrstu. Þeir geirar eru þróunarlönd ekki sannfærð sem helst geta stuðlað að minni um sanngirni þess að iðnvæðing losun gróðurhúsalofttegunda eru þeirra skuli látin sitja á hakanum samgöngur og rekstur bygginga. en útblástur iðnvæddra ríkja minnki sáralítið að umfangi í samanburði. ORKA Markmið ESB í loftslagsmálum eru ENDURNÝJANLEG Erfiðast verður fyrir ESB að koma tilgreind í þremur liðum: á sameiginlegri stefnu hvað varðar endurnýjanlega orku. Aðstæður ÞRJÚ MARKMIÐ í hverju landi fyrir sig eru mjög EVRÓPUSAMBANDSINS ólíkar og því þarf að mæta með • 20% samdráttur í losun ólíkri tækni. Ljóst er að Íslendingar gróðurhúsalofttegunda, munu eiga mikil tækifæri til að • 20% bætt orkunýting og kynna Evrópuþjóðum notkun • 20% orkunnar komi úr jarðhitavirkjana og fallvatnsvirkjana. endurnýjanlegum orkugjöfum. Spurningin er hvort Íslendingar geti ekki jafnframt lagt meira af mörkum Samdrættinum verður að til tæknilegrar þróunar sjálfbærra öllum líkindum best náð með orkugjafa. ESB er að minnsta kosti kolefniskvótaviðskiptum þar búið að búa til markaðinn fyrir þá.


T Í S I ? D L N N E Ý T SLA SS Í RU B

GT

G BY

N SO S TAN SSON R A KJ HALL N TEI ÞÓR S L ÐA LDUR A A R FTI VIÐ B E EIN TALI er fyrir því innan ESB að taka nær R G VIÐ allar ákvarðanir samhljóða, þannig Á að ákvarðanir Evrópuþingsins gangi

Ég hef velt því fyrir mér hvort Ísland hafi eitthvað að segja innan Evrópusambandsins. Förum við ekki bara inn í eitthvað risastórt batterí og höfum ekkert að segja um hvernig hlutum er háttað hér heima fyrir. Til að svara þessum spurningum hafði ég samband við Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og höfund bókarinnar The Role of Small States in the European Union.

ÍSLAND OG EES

Ísland tekur upp meginþorra laga og reglugerða sem koma frá Evrópusambandinu í gegnum EES samninginn, en við höfum lítið sem ekkert að segja um þessi lög. Við megum reyna að hafa áhrif á fyrstu drög að lagatextum og reglugerðum. Það er ekkert endilega hlustað á okkur, þannig í raun verðum við bara að treysta því að tekið sé tillit til sjónarmiða EES ríkjanna (Íslands, Noregs og Liechtenstein) þegar ráðherraráðið tekur endanlega ákvörðun um lögin, en án aðildar að ESB höfum við engin áhrif þar. Samstaða smáþjóða Erum við samt ekki alltof lítil til að hreinlega mega vera með? Baldur sagði mér að í Lissabon sáttmálanum væri kveðið á um að hvert ríki hafi að lágmarki 6 þingmenn á Evrópuþinginu. Í dag hafa smáþjóðir á borð við Lúxemborg og Möltu 5-6 þingmenn og því væri nær tryggt að Ísland fengi álíka marga þingmenn. Hinsvegar samanstendur Evrópuþingið af rúmlega 730 þingmönnum. Munu 6 þingmenn ekki bara týnast? Baldur sagði mér þá aðeins frá því hvernig ákvarðanir eru teknar innan ESB og eitt af því sem hann fræddi mig um var að hefð

ekki gegn hagsmunum aðildarríkjanna. Áður en ég hringdi í Baldur hafði ég líka velt því fyrir mér hvort að t.d. smáþjóðir eða Norðurlöndin í Evrópusambandinu stæðu eitthvað saman („við erum sterkari saman“ pæling). Baldur útskýrði fyrir mér að t.d. standi Norðurlöndin nokkuð vel saman innan ESB. Norðurlöndin deila með sér upplýsingum, hjálpast að við að fá sameiginleg hagsmunamál í gegn og reyna að styðja hvort annað eftir besta megni. Danmörk, Svíþjóð og Finnland (Norðurlöndin sem eru í ESB) hafa lýst yfir miklum stuðningi við að Ísland gangi í ESB, því að það myndi styrkja þessa samvinnu og styrkja þar með norrænu-blokkina innan Evrópusambandsins.

Í OKKAR HÖNDUM

Baldur benti mér líka á að ráðherraráðið, sem tekur lokaákvörðun um allt innan ESB, er ekki bara lokaður klúbbur. Ísland gæti haft verulega mikil áhrif á t.d. sjávarútvegsmál og orkumál, þar sem við höfum góða þekkingu á þessum málefnum. ESB reynir að ná fram bestu niðurstöðunum og leitast því eftir að hafa hæfasta fólkið í forsæti um ákveðin mál. En auðvitað þarf Ísland að sjá til þess að senda til Brussel sem hæfasta einstaklinga, til að auka líkurnar á því að hlustað sé á þá og þeir fengnir til að leiða ákveðna málaflokka. Við höfum semsagt tækifæri innan ESB til að hafa áhrif og láta í okkur heyra, en það er í okkar höndum að nýta okkur það tækifæri. Með aðild að Evrópusambandinu höfum við því vettvang til að hafa áhrif á það sem okkur er skylt að gera sem aðilar að EES samningum. Við fáum líka aukið aðgengi að þeim fríðindum sem fylgja því að vera partur af ESB, auk þess sem við fáum tækifæri á því að vera leiðandi í málefnum sem okkur eru kær og mikilvæg. Ísland hefur því eitthvað raunverulegt að gera innan ESB.


. . . I EIT

H G É Ó L HAL

s i . k i t li

po

UNGIR JAFNAÐARMENN

POLITIK.IS - HALLVEIGARSTÍG 1, 101 REYKJAVÍK - SÍMI 414 2210 - NETFANG: UJ@SAMFYLKING.IS


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.