Page 1

FLÉTTAN

SKÓLABLAÐ 6. BEKKJAR HÁALEITISSKÓLA SKÓLAÁRIÐ 2014 - 2015

AGNAR ALEXANDRA AUÐUR BIRKIR EMBLA FANNAR GABRÍEL HALLA HEKTOR HELGA ÍSABELLA KOLBRÚN KRISTÍN LILJA MILO PERLA SIGURLAUG SÓLVEIG VALGERÐUR ÞÓRDÍS


FLÉTTAN

SKÓLABLAÐ 6. BEKKJAR HÁALEITISSKÓLA SKÓLAÁRIÐ 2014 - 2015


EFNISYFIRLIT

5

6-7

8-9

SAGA BEKKJARINS

FYRSTU MINNINGAR OKKAR Í BEKKNUM

GUÐNÝ LINDA MAGNÚSDÓTTIR

20

21

22-23

ÖRN BALDURSSON

RIKKI CHAN

INGA DÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR

Allir

Auður

Helga

Milo

28

29

30-31

LOGI BERGMANN EIÐSSON

HILDUR BJÖRK KRISTJÁNSDÓTTIR

SVERRIR ÞÓR SVERRISSON

Lilja Katrín

Birkir Hrafn

Þórdís Katla, Alexandra og Sólveig Erla


12-13 16-17 18-19 ARNAR SIGURÐSSON

Þórdís Katla, Alexandra og Sólveig Erla

24

INDÍANA AUÐUNSDÓTTIR Fannar Máni

MARKÚR ÖRN ANTONSSON Ísabella Tara

25 26-27 SKÍÐASVÆÐIÐ KILLINGTON Í BANDARÍKJUNUM

ARNAR ÞÓR JÓNSSON

32-33 34-35

36

BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR Kristín og Sigurlaug

UPPSKRIFTIR

Perla

EINAR ÖRN JÓNSSON Agnar Daði

Embla Eik

BRANDARAR Hektor


4


SAGA BEKKJARINS

Þegar við byrjuðum í skólanum voru bara stelpur í bekknum. Fyrsti strákurinn kom ekki í bekkinn fyrr en í október í fyrsta bekk, hann heitir Birkir. Umsjónarkennarinn okkar var Guðný Linda Magnúsdóttir hún var umsjónarkennarinn okkar fyrstu þrjú árin í Hvassó. Guðrún Helga var umsjónarkennarinn okkar í fjórða bekk. En Svana hefur verið umsjónarkennarinn okkar í fimmta og sjötta bekk. Síðan kom næsti strákur í bekkinn, Barteq, hann er pólskur en hann var bara í hálft ár. Gabríel, Hektor ,Benedikt og Addý komu öll í bekkinn þegar við vorum í öðrum bekk. Í þriðja bekk kom svo Agnar. Svo í fjórða bekk hækkaði Kristín Anna um bekk og kom til okkar. Í fimmta bekk kom Fannar. Í sjötta bekk hætti Benedikt og þá kom Milo alla leið frá Grænlandi.

5


FYRSTU MINNINGAR OKKAR Í BEKKNUM

Ég labbaði inn í skólann með mömmu og pabba. Ég var í rauðri hafmeyju regnkápu og bleikum kjól. Við stelpurnar vorum smá feimnar þegar við komum. Allar voru hjá mömmu sinni og pabba sínum og svo þegar við settumst inn í skólastofuna þá leit ég yfir bekkinn og ég var að gá hvort það væri einhver strákur en svo sá ég að það var enginn! Embla Eik Ég labbaði í skólann og mér fannst fá leiktæki og var að monta mig að hafa skólatösku þó allir hefðu það líka. Kristín Anna

Þegar ég byrjaði í skólanum þá fór ég með mömmu og hún tók mynd af mér í röðinni fyrir framan skólann. Ég var mjög feimin, svo sá ég Helgu og varð þá rosalega fegin því við þekktumst úr leikskólanum Garðaborg. Perla

Við vorum bara stelpubekkur og við vorum að labba upp leikfimistigann . Við vorum kátar, öskrandi og geðveikt ánægðar, kallandi „stelpubekkur“. Síðan byrjaði Birkir í bekknum og næst þegar við fórum í íþróttir var alveg grafarþögn þegar við löbbuðum upp stigann. Lilja Katrín

Ég var við fatahengið með fjólubláu töskuna mína og var mjög stressuð en mamma var þarna þannig hún var svolítil huggun. Allt í einu sá mamma mömmu vinkonu minnar en hún var með rauða tösku. Þær vildu mynd þannig ég setti upp mitt skærasta bros og myndin var tekin. Auður Ég og mamma löbbuðum inn í fyrstabekkja röðina og ég heyrði einn af krökkunum í öðrum bekk segja: „Oj , ég finn leikskólalykt.“ Ég varð mjög sár. Halla

6


Ég man hvað mér fannst öll listaverkin á göngunum flott. Þennan dag var ég með skærbleika regnhlíf, og líka glöð að sjá alla vinina mína og spennt að eignast nýja. Mér fannst það ekki vera hægt að vera flottari, komin í skóla og allt. Svo kom fyrsti strákurinn, ég vorkenndi honum dálítið en svo kom annar stuttu seinna, samt var hann ekki lengi. Nú í dag eru sex strákar og allir vinir og líka stelpurnar. Þórdís Katla Þegar ég kom fyrst í skólann þá löbbuðu ég og mamma inn ganginn. Á enda gangsins var stofan mín. Ég var í bekk með 13 stelpum og engum strákum. Þegar ég frétti það fór ég að háhágráta. Birkir Hrafn Ég man þegar ég var fyrst fyrir utan stofuna hennar Guðnýjar og enginn var þar. Þá kom Guðný og heilsaði mér og ég var mjög ánægð og sagði öllum frá því að ég var fyrst að hitta Guðnýju. Kolbrún Ósk Ég man þegar ég sá bekkinn þá varð ég mjög feiminn og mér fannst vera milljón stelpur en bara fjórir strákar. Agnar Daði

7

Ég man þegar ég kom í bekkinn og allir horfðu á mig. Í frímínútunum spilaði ég fótbolta og þá komu Gabríel og Fannar. Í dag er ég vinur allra strákanna. Milo Markussen

Ég var mjög spennt. Mér fannst myndirnar á veggnum flottar. Guðný var kennarinn okkar og mér fannst mjög skrýtið að við vorum bara „stelpubekkur“. Við fórum svo í nafnaleik og alls konar leiki og mér fannst mjög gaman . Eftir skóla fór ég í Krakkakot og svo fór ég heim. Valgerður Ég man eftir því að þegar við skoðuðum skólann. Ég var

Ég man þegar ég byrjaði í Krakkakoti á meðan var ég hinum skólanum svo byrjaði ég í bekknum. Ég var fjórði strákurinn sem kom í bekkinn. Ég var feiminn. Hektor Fyrsta minningin mín var þegar ég var á skólasetningunni. Þá leið mér mjög skringilega því allir voru að horfa á mig. Fannar Máni Fyrsta minningin mín þegar ég kom í skólann var að ég var mjög feiminn og horfði á bekkinn og varð enn feimnari. Gabríel Máni Þegar ég fór fyrst inn í skólastofuna og það var enginn strákur bara stelpur. Ég man að allir voru að taka myndir af okkur og þegar ég sá mömmu Kolbrúnar, hún var ólétt. Ísabella Tara Ég man þegar ég var að skoða skólann og fór inn í Krakkakot og sá fullt af dóti. Ég leit til hliðar og greip lúku af dóti og setti inn á mig og hljóp út úr stofunni. Alexandra

rosalega feimin og þorði ekki að segja neitt. Mér fannst allt voðalega áhugavert og flott. Það voru tvær stelpur sem voru saman að hlæja og hafa gaman. Mig langaði að vera með þeim en þorði það ekki. Sigurlaug Fyrsta daginn minn í skólanum var ég svolítið stressuð en ég þekkti Perlu. Við vorum saman í leikskóla. Svo voru líka bara þrettán stelpur, núna erum við tuttugu og erum góðir félagar. Helga


GUÐNÝ LINDA MAGNÚSDÓTTIR

Guðný Linda hefur kennt í Hvassaleitisskóla í rúmlega þrjátíu ár eða frá árinu 1982. Hún hefur kennt mörgum bekkjum þar á meðal okkur. Hún kenndi okkur fyrstu þrjú árin og fyrstu þrjá mánuðina vorum við bara stelpubekkur. Við spurðum Guðnýju hvað var öðruvísi við það að hafa bara stelpubekk en blandaðan bekk. Hún svaraði að það væri töluverður munur en það hafi verið mjög skemmtilegt þegar við vorum allar í bleiku! Henni finnst enginn munur í kennslunni á stelpubekk en strákabekk nema þegar það var frjálst því að þá lékum við okkur bara með dúkkur en þegar strákarnir byrjuðu urðu leikirnir fjölbreyttari. Við vorum fá í bekk en það var gott því þá fékk Guðný meiri tíma fyrir hvern og einn nemanda. Hún sagði að okkur hafi fundist gaman að syngja, dansa og leika. Guðný Linda hefur kennt mikið lestur á yngsta stiginu og við spurðum hana hversu erfitt það væri að kenna lestur. Hún sagði að það væri misjafnt fyrir börn hversu erfitt það er að læra að lesa. Þá þarf hún að hafa mikla þolinmæði og börnin þurfa líka að hafa mikinn áhuga á því.

8


9


12


ARNAR SIGURÐSSON

Arnar Sigurðsson er hraustasti maður Íslands. Hann hefur einnig lokið við lögfræðinám. Við tókum við hann viðtal: Hvernig er að vera hraustasti maður Íslands? Það er mjög góð tilfinning. Ég var fyrsti hraustasti maður Íslands árið 2013 þar sem ég sigraði þrekmótaröðina. Síðan hef ég reynt að halda mér eins hraustum og ég get. Þarftu að æfa mikið? Já, ég þarf að æfa mikið, um tvo til þrjá tíma á dag, sex daga vikunnar. Hvernig fannst þér að keppa og fá heiðurinn af sigrinum? Mjög skemmtilegt, það er einstök upplifun sem ég mun aldrei gleyma. Við hvað vinnurðu? Ég er lögfræðingur almennt og vinn sem slíkur. Af hverju valdiru Crossfit? Því maður getur gert það sem mann langar að gera, skipuleggur sig og er tilbúinn til þess að vinna fyrir því. Hvað langaði þig að vinna við þegar þú varst lítill? Mjög margt en ég reyni alltaf að hafa ástríðu yfir því sem ég geri, þá gengur manni vel. Þórdís Katla, Alexandra og Sólveig Erla

13


Frá vinstri: Katrín Gísladóttir, Gísli Matthías Auðunsson og Indíana Auðunsdóttir eigendur Slippsins.

16


INDIANA AUÐUNSDÓTTIR

Indiana, hvernig varð veitingastaðurinn Slippurinn til? Við fengum þá hugmynd á ættarmóti, um það leyti sem bróðir minn var að útskrifast úr matreiðslunáminu, að stofna vandaðan veitingastað í gamla heimabænum okkar, Vestmannaeyjum. Svo fundum við draumahúsið við höfnina og hófumst strax handa. Hvernig föttuðu þið  upp á nafninu Slippurinn? Gamli bátaslippurinn var bakvið húsið og því fannst okkur tilvalið að láta staðinn heita Slippurinn. Hvernig mat bjóðið þið upp á? Við leggjum á herslu á fiskmeti en bjóðum einnig upp á kjöt. Maturinn er úr ferskum hráefnum og við reynum að nota eins mikið af hráefni úr eyjunni og mögulegt er. Hverjir eiga Slippinn? Ég Indiana, Gísli bróðir minn og Kata og Auðunn foreldrar okkar. Hvernig var Slippurinn þegar þið komuð og voruð að skoða allt, hvernig var hann þá?  Húsið var í mikilli niðurníðslu, einu sinni hafði verið þar vélsmiðja sem hætti fyrir 30 árum. Síðan þá var húsið notað sem veiðarfærageymsla og veggir og gólf  voru mjög illa farin og allt fullt af veiðarfæradóti. Hvernig er búið að ganga? Alveg rosalega vel, staðurinn er búinn að slá í gegn og er einn af vinsælustu stöðum landsbyggðarinnar. Höfðuð þið reynslu til að búa til veitingastað? Nei, enginn okkar en við vorum tilbúin að leggja mikið á okkur og læra það sem þurfti jafnóðum. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Fannar Máni

17


MARKÚS ÖRN ANTONSSON Hvenær varðstu borgarstjóri? Í júlí 1991.

Hvað varstu lengi borgarstjóri? Þar til í mars 1994. Hvernig var að vera borgarstjóri? Mikil vinna, stundum erfitt en skemmtilegt líka.

Hvernig fannst þér að vera borgarstjóri? Ánægjulegast að hafa áhrif og geta aðstoðað fólk sem átti í erfiðleikum.

Hvað kom þér á óvart við borgarstjórn? Hvað Reykvíkingar báru mikla virðingu fyrir embættinu, Ráðhúsinu og Höfða.

Hvað gerðirðu eftir borgarstjórn? Í hverju menntaðirðu þig? Fór að vinna við gerð sjónvarpsþátta og varð svo Ég varð stúdent frá máladeild MR 1965. Byrjaði aftur útvarpsstjóri RÚV. í laganámi en hætti og lærði fréttamennsku og dagskrárgerð fyrir Sjónvarpið sem byrjaði 1966. Hvernig var það starf? Var svo kosinn borgarfulltrúi 1970 og var 14 ár í Mjög fjölbreytt og skemmtilegt. Alltaf eitthvað nýtt borgarstjórn. að gerast í Sjónvarpinu og hjá Rás 1 og Rás 2. Hvað gerir borgarstjórinn? Hann ber ábyrgð á rekstri Reykjavíkurborgar og ákveður allar framkvæmdir með borgarfulltrúunum, hvar eigi t.d. að byggja nýja skóla og sundlaugar eða leggja götur.

Hvað er ólíkt við þessi tvö störf? Borgarstjórinn tekur fréttnæmar ákvarðanir en RÚV sendir fréttirnar til fólksins í landinu. Hvað varstu lengi í hinu starfinu? Til 2005 þegar ég varð sendiherra í Kanada.

Hvað fannst þér skemmtilegast í borgarstjórastarfinu? Hvað varstu gamall þegar þú byrjaðir í hinu Að vinna að betra og skemmtilegra lífi fyrir fólkið í starfinu? borginni. Ég var 43 ára þegar ég varð útvarpsstjóri í fyrra skiptið. Hvað fannst þér erfiðast við borgarstjórnina? Mjög langir vinnudagar og margir fundir. Sumir Segðu mér hvað var mjög sérstakt við þetta starf. ægilega leiðinlegir. Næstum aldrei frí um helgar. Hvað allir höfðu miklar skoðanir á RÚV og töldu sig vita best hvernig dagskráin ætti að vera. Hringdu Hvenær ákvaðstu að verða borgarstjóri og meira að segja heim til mín um miðjar nætur til að hvers vegna? láta mig vita! Var beðinn um það og ég ákvað að slá til. Hætti Ísabella Tara Antonsdóttir þá sem útvarpsstjóri RÚV. Þá var ég 48 ára.

18


19


ÖRN BALDURSSON

Viðtal við Örn Baldursson Hvaða verkefni ertu stoltastur af? arkitekt en starfar sem verkef- Dalshrauni 1. nastjóri hjá FSR Hvað tekur langan tíma að Af hverju ákvaðst þú að teikna hús? læra arkitekt? Einbýlishús tekur svona um 5-8 Af því að mig langaði að læra að vikur. hanna hús. Hvernig þarf maður að undirVildirðu vera arkitekt þegar búa sig fyrir verkefni? þú varst lítill? Með því að hitta fólkið sem ætNei því ég vissi ekkert hvað ég lar að nota húsið. vildi verða. Hvað hafa mörg fangelsi verHvað ertu búinn að vinna ið teiknuð hér á landi? lengi sem arkitekt? Þrjú sem ég veit um. Síðan árið 1995. Hvar verður fangelsið byggt? Hvaða verkefni eru í uppáhaldi? Á Hólmsheiði. Uppáhalds verkefnið mitt er Dalshraun 1. Auður

20


RIKKI CHAN

Ríkharður Chan, kínverskur kokkur, Hver er vinsælasti maturinn? sem kom frá Malasíu, var afi minn. Það eru súrsætar rækjur. Fyrst eldaði hann mat fyrir fólk í skipunum. Seinna kom hann til Reykjavíkur og þá hitti hann Önnu Grétu Gunnarsdóttur. Þau giftu sig árið 1975. En svo opnuðu þau skyndibitastað í Kringlunni sem heitir Rikki Chan.

Hvað vinna margir á Rikka Chan? Í dag starfa um 10 manns. Hvar kyntust þið? Við kynntumst á veitingastað.

Hefur þú farið til Malasíu? Já, og nú er öll fjölskyldan á Afi minn dó árið 2008 þannig leiðinni þangað. að ég tók viðtal við ömmu mína og bað hana um að segja mér Eigið þið börn og hvað mörg? aðeins frá honum. Já og við eigum þrjú börn. Hvenær opnaði veitingastaðurinn? Er veitingastaðurinn vinsæll? Það var árið 1992. Já, hann er mjög vinsæll. Helga

21


Þegar Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen fékk vinnu á Vestnorræna ráðinu flutti Markussen fjölskyldan frá Grænlandi til Íslands. En Ísland er annað heimaland Ingu Dóru, hún segir jafnframt frá því að það hafi verið erfitt en líka gefandi að flytja heim. Velkomin heim Tveimur mánuðum áður en ferðin til Íslands var farin var Ingu Dóru boðið starf sem framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins. Þetta er þingmannasamstarf milli Færeyja, Grænlands og Íslands. Skrifstofa ráðsins í Reykjavík er til húsa hjá Alþjóðasviði Alþingis við Austurvöll. Það var sólskin í Nuuk miðvikudaginn 4. júní 2014 þegar við stóðum á flugvellinum og kvöddum fjölskyldu og vini. Auðvitað var það leitt, en einnig vorum við spennt og áköf að koma til Íslands. Maðurinn minn Ole og ég vissum nokkurn veginn hvað myndi taka við, en þekking barnanna okkar á landinu var takmörkuð segir Inga Dóra. Starf mitt er að reka skrifstofu ráðsins og ganga úr skugga um að verkefni verði framkvæmd. Ráðið fundar tvisvar á ári, á Þemaráðstefnunni og á ársfundi. Þess á milli eru mörg verkefni sem þarf að framkvæma síðan þarf ég að vera viðstödd í mismunandi umræðum. Starfið felur í sér nokkurt ferðalag þá sérstaklega til að sækja fundi sem varða málefni sem fjalla um norðurslóðir. Helstu verkefni ráðsins eru m.a. að fylgja því eftir að tillögur ráðsins verði framkvæmdar.

Grípa tækifærið Inga Dóra er menntuð sem blaðamaður og hefur sinnt ýmsum störfum í grænlenskum fjölmiðlum, svo sem starf framkvæmdastjóra og sem ritstjóri, hún hefur einnig verið upplýsingafulltrúi, og loks hefur hún starfað sem sjálfstæður ráðgjafi. Heimþrá hennar til Íslands hefur verið að vaxa á undanförnum árum. Þegar þú eignast börn breytist fókus manns líka. Mig langaði að sýna börnunum mínum hvar ég ólst upp sem barn. Það var að hluta til þess vegna sem ég leitaði eftir störfum hér á landi. En eitt er hvað ég vildi af áskorunum - annað er hvað fjölskylduna langaði. Það að taka börnin út úr kunnuglegu umhverfi sínu og flytja með þau í algjörlega nýtt umhverfi, þar sem þau tala ekki tungumálið, var líklega ein erfiðasta ákvörðun sem maðurinn minn og ég höfum tekið. En við höfum fundið hvöt til að prófa eitthvað annað eftir að hafa búið í Grænlandi á síðustu 20 árum. Þannig að þegar tækifæri, til að búa og starfa hér á landi, gat orðið að veruleika var það um að gera að grípa tækifærið. Jafnvel þó að það væri erfitt fyrir fjölskylduna, segir hún. Í fyrsta skipti Þegar Inga Dóra hafði þegið vinnuna í ráðinu gekk allt mjög hratt fyrir sig, þó sérstaklega fyrir krakkana þau Maju 12 ára, Milo 11 ára, Mariu 7 ára og Mathildi sem er 5 ára. Krakkarnir þurftu að venjast hugmyndinni um að flytja og búa á Íslandi en þau höfðu aðeins heimsótt landið nokkrum sinnum. Fjölskyldan lenti í Keflavík með fullt af ferðatöskum og bjó í íbúð á Ásbrú fyrsta mánuðinn, þ.e. á meðan hún beið eftir húsinu í Brekkugerði.

22


INGA DÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR

Það var erfitt að finna húsnæði sem gat hýst svona stóra fjölskyldu. En sem betur fer fundum við þessa eign sem er staðsett rétt við hliðina á Hvassaleitisskóla. Það var því Háaleitisskóli sem börnin myndu fara í og sú yngsta í leikskólann Austurborg. Við höfum verið ánægð en það hefur verið erfitt, segir Inga Dóra.

Erfiður kafli Sumarleyfið fór í að heimsækja sundlaugarnar í Reykjavík og nágrenni, og að aka úr bænum um helgar. Eftir sumarfríið tók eftirvæntingin yfir, börnin hlökkuðu til að kynnast nýjum vinum. Inga Dóra, sem er hálf íslensk og hálf grænlensk ólst upp í Reykjavík og gekk í Ölduselsskóla þar til hún var 13 ára.

Inga Dóra sagði að hún hafi ekki haft hugmynd um að fjölskyldan ætti eftir að flytja til Íslands ef hún hefði vitað það hefði hún talað íslensku við þau. Það hefði verið svo miklu auðveldara, útskýrir hún.

Hins vegar er Inga Dóra vongóð fyrir hönd barnanna og fagnar framförum þeirra. Það var tekið vel á móti börnunum, og sérstaklega þau tvö yngstu hafa dafnað vel alveg frá fyrsta degi, jafnvel þótt þær skildu ekki mikið í tungumálinu í byrjun. Ég hafði ekki kennt þeim neina íslensku, þegar við bjuggum í Grænlandi, segir Inga Dóra. Ég er alveg undrandi yfir þróun litlu stelpnanna, þeim Mariu og Mathildi. Þær hafa lært íslensku á mettíma, og nú hef ég áhyggjur yfir að þær gleymi grænlenskunni. Grænlenska er eitt af erfiðustu tungumál heimsins að læra og það eru aðeins um 60.000 sem tala grænlenskuna í dag. Því tala ég enn grænlensku og ég blanda hana með íslensku inn á milli, segir hún. Íslenskan kemur aðeins hægar hjá eldri systkinunum.

Árið 1984 ákváðu foreldrar Ingu Dóru að flytja til Suður-Grænlands. Hún talaði hvorki grænlensku eða dönsku sem er einnig töluð af mörgum í Grænlandi. Því veit hún vel hversu erfitt það er að flytja og búa í nýju landi og getur hún vel sett sig inn í aðstæður barnanna. Inga Dóra segir að hún hafi ekki svo miklar áhyggjur af eldri systkinunum. Hún trúir því að skyndileÞað er sérstaklega erfitt fyrir Maju og Milo því þau ga muni hlið opnast og þá munu þau byrja að tala eru á þessum aldri. Þau tala bæði grænlensku eins og foss. Ef vinir þeirra tala íslensku við þau og dönsku og lærðu síðan ensku í skóla. En þar þá muni þetta allt ganga vel. Hún er bjartsýn að sem við höfðum ekki áform um að flytja til Íslands eðlisfari og bæði þakklát og stolt móðir. Hún er ólust þau upp með grænlensku og dönsku . viss um að einn daginn nái börnin góðum tökum á báðum tungumálunum, bæði grænlensku og íslensku. Þannig lýkur hún máli sínu. Milo

23


BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR

V i ð t a l v i ð B r y n d í s i K r i s t j á n s d ó t t u r Hvernig verður maður skattrannsóknarstjóri? s k a t t r a n n s ó k n a r s t j ó r a . E n B r y n d í s Með því að hafa áhuga á skattamálum og hefur starfað sem skattrannsóknarstjóri mennta sig. undanfarin átta ár. Geta allir orðið skattrannsóknastjórar? Hvað finnst þér skemmtiÞú þarft að vera löglegast í vinnunni? fræðingur, hagfræðingur Öll verkefni sem ganga eða viðskiptafræðingur. vel upp. Hvort eru fleiri karlar eða Af hverju byrjaðir þú sem konur sem vinna með þér? skattrannsóknarstjóri? Um það bil jafn mörg af Ég hafði starfað að hvoru kyni. skattamálum í nokkur ár og langaði til að takast Hvort finnst þér vinnan á við enn meira krefjanerfið eða létt? di verkefni. Alltaf skemmtileg en stundum erfið. Á hvað marga fundi ferðu á viku? Ertu yfirmaður? Mjög misjafnt, einhverja Já. fundi á hverjum degi. Er einhver yfirmaður þinn? Hvað ertu sirka lengi í vinNei. nunni á dag? Byrja rúmlega átta þegar krakkarnir eru Hvað vinna margir með þér? komnir í skólann. Reyni að vera komin Þrjátíu manns. heim fyrir klukkan sex. Hvað er það mikilvægasta sem þú gerir í vinnunni? Finnst þér gaman í vinnunni? Sjá til þess að allir sinni sínum störfum vel. Já. Hvað finnst þér leiðinlegast í vinnunni? Hvað er erfiðast við vinnuna? Taka til á skrifborðinu. Stundum þarf að taka erfiðar ákvarðanir sem Kristín og Sigurlaug koma illa við fólk.

24


SKÍÐASVÆÐIÐ KILLINGTON Í BANDARÍKJUNUM Ég ætla að kynna Killington skíðasvæðið sem ég var á í janúar. Skíðasvæðið Killington í grennd við Boston í Bandaríkjunum. Killington er eitt stórt fjall, þar eru 212 brekkur sem hægt er að skíða niður. Þar eru líka 29 skíðalyftur, skíðasvæðið er 92 mílur að lengd.

Brekkurnar eru merktar með grænum, bláum og svörtum litum. Grænn litur er léttasta brekkan, blár litur er fyrir þá sem kunna á skíði og svartur litur þýðir mjög erfiðar brekkur. Það svæði er fyrir menn sem eru frekar langt komnir í skíðaíþróttinni. Það eru nokkrir veitingastaðir staðsettir uppi í fjalli. Á hótelinu sem ég gisti á er geymsla fyrir skíðin svo maður þarf ekki að geyma þau inni í herbergi. Það er boðið upp á morgunverð á hótelinu og kvöldmat. Maður getur valið að láta þrífa herbergið eða ekki. Killington er mjög skemmtilegt skíðasvæði. Perla

25


ARNAR ÞÓR JÓNSSON

Af hverju ákvaðst þú að læra arkitektúr? Því að ég hafði mjög mikinn áhuga á húsagerð og að teikna. Vildir þú vera arkitekt þagar þú varst lítill? Pabbi minn er byggingafræðingur með teiknistofu sem hét Arko og þar var ég mikið sem ungur drengur og lærði margt. Hvað ertu búinn að vinna lengi sem arkitekt? Ég er búinn að vinna í 10 ár síðan ég útskrifaðist sem arktitekt. Áður kláraði ég bæði húsasmíði og byggingafræði. Hvaða verkefni eru í uppháhaldi? Heilsárshús fyrir tengdamömmu mína og sumarbústaður fyrir pabba minn, gestastofa á Snæfellsnesi og þekkingarsetrið í Vestmannaeyjum. En því miður er þekkingarsetrið bara til á teikningu í dag. Hvaða verkefni ertu stoltastur af? Heilsárshúsið sem ég teiknaði fyrir tengdamömmu mína sem heitir Villa Lóla og svo Háskólanum í Reykjavík.

Hvað tekur langan tíma að teikna hús? Það tekur mislangan tíma, stór verkefni (10.000m2) geta tekið um það bil heilt ár á meðan lítil verkefni 150-300 m2 geta tekið um það bil einn og hálfan til þrjá mánuði.

26


Hvernig þarf maður að undirbúa sig fyrir svona stór verkefni eins og fangelsið? Maður þarf að undirbúa sig mjög vel og vera ekki feiminn við að tala við aðra aðila því það koma svo margir að svona stóru verkefni. Til dæmis landslagsarkitekt, innanhússarkitekt, lagna-, raflagna-, loftræsti-, bruna- og ljósahönnuðir, verkaupi og svo er það arkitektinn. Síðan ákveður hann efni í samstarfi við hina arkitektana eða hönnuðina. Hvað hafa mörg fangelsi verið teiknuð hér á landi? Það hafa verið teiknuð tvö fangelsi, til dæmis Litla Hraun og svo nýja fangelsið á Hólmsheiði. Hvað þarf að hafa í huga þegar maður teiknar fangelsi? Það þarf að hafa margt í huga þegar maður teiknar fangelsi, það er viss hugmyndafræði að teikna fangelsi þar sem ítarleg þarfagreining hefur verið gerð og margir aðilar hafa komið að því að gera hana. Hvað vinna margir á teiknistofunni og hvar er hún? Arkís Arkitektar er á Kleppsveigi 152, það vinna 26 starfsmenn á stofunni. Hvað er skemmtilegast að gera í vinnunni? Að teikna og eiga samskipti við fólk. Embla Eik

27


LOGI BERGMANN EIÐSSON

Logi Bergmann Eiðsson fæddist 2. desember árið 1966. Logi er sonur Eiðs og Valborgar og áttu þau saman fjóra syni. Logi er næst elstur af þeim bræðum. Hann Logi á sér langa sögu við fjölmiðla og byrjaði að vinna sem fréttamaður þegar hann var 25 ára. Hann hefur starfað við fjölmiðla síðan árið 1991 sem gera 24 ár á þessu ári. Það var samt bara tilviljun að hann byrjaði að vinna í sjónvarpi. Hann byrjaði sem blaðberi hjá Þjóðviljanum sem var vinsælt dagblað fyrir mörgum árum. Hann fékk starfið því að Eiður, pabbi hans, vann hjá blaðinu. Hægt og rólega vann hann sig upp og varð hann að íþróttafréttamanni hjá Þjóðviljanum. Hann vann sér inn ágætt orðspor og þar með var framtíðin ráðinn. Logi varð svo fréttamaður hjá Rúv þó að nokkur önnur lítil störf hafi komið þar á milli en öll tengdust þau fjölmiðlum, hann var útvarpsmaður og spyrill hjá Gettu betur svo dæmi séu tekin. Hann flutti sig svo yfir til Stöðvar 2 árið 2005, þar biðu hans alls konar verkefni sem hann hafði ekki gert áður. Nú er hann búinn að vera í sex ár með þáttinn Logi í beinni en það er fyrsti alvöru spjallþátturinn hans og hann er búinn að vera fjögur ár með Spurningabombuna sem er eins og nafnið gefur til kynna spurningaþáttur. Logi hefur verið tilnefndur 12-14 sinnum til Edduverðlauna, ýmist sem sjónvarpsmaður ársins eða fréttamaður ársins. Í ár er hann tilnefndur bæði sem fréttamaður ársins og sjónvarpsmaður ársins. Hann hefur einu sinni unnið Edduverðlaun en það fyrir fréttamann ársins.

Logi er nú giftur henni Svanhildi Hólm sem vann áður á Stöð 2 með Loga en vinnur nú hjá fjármálaráðuneytinu og eru þau búin að vera gift síðan 2005. Hann á sex gullfallegar dætur og einn stjúpson. Börnin eru á aldrinum 4-26 ára. En ekki má gleyma köttunum þeirra Svanhildar og Loga, þeim Valgerði Hólm og Litla Kisa (einnig þekktur sem Jón) sem þau elska eins og börnin sín. Lilja Katrín

28


HILDUR BJÖRK KRISTJÁNSDÓTTIR

Hvenær ákvaðst þú að verða kennari og hvers vegna? Ég ákvað nú frekar seint að verða kennari. Ég hafði oft unnið með börnum og haft gaman af því. Ég var einu sinni að vinna hjá ÍTR (Íþrótta- og tómstundaráði) bæði með börnum á sumarnámskeiðum og með unglingum í félagsmiðstöð. Svo vann ég á leikskóla í 2-3 ár. En ég ætlaði alltaf að verða hönnuður. Það var ekki fyrr en ég var búin að eignast öll börnin mín þrjú að ég sá að mig langaði í raun miklu meira að vinna með börnum og þá ákvað ég að skrá mig í kennaranám.

Hvaða aldri ætlar þú að kenna? Ég hef verið að sérhæfa mig í að kenna á yngsta stigi með sérstaka áherslu á lestrarkennslu og lestrarerfiðleika. Svo mig langar að kenna 6-9 ára gömlum börnum.

Hvað tekur langan tíma að verða kennari? Það tekur allt í allt 5 ár. Fyrst þarf að taka þriggja ára grunnnám og síðan tveggja ára mastersnám. Ég er alveg að klára námið og stefni á að útskrifast í sumar.

Hvað er erfiðast við kennarastarfið og af hverju? Mér finnst erfiðast þegar krakkar eru áhugalausir og nenna ekki að vinna. Það er svo erfitt að ná til þeirra og þeim er einhvern veginn alveg sama. En það er sem betur fer ekki algengt og lang flest börn áhugasöm um námið sitt.

Er gaman að vera kennari? Já það er mjög gaman. Starfið er mjög fjölbreytt og í raun er enginn dagur eins sem gerir það svo skemmtilegt. Mér finnst líka gaman að vinna með hugmyndaríkum og skapandi krökkum sem setja sinn svip á skólastarfið.

Birkir Hrafn

29


SVERRIR ÞÓR SVERRISSON

Sverrir Þór Sverrisson er fræg barnastjarna út um allt land. Hann hefur leikið í fjölda leikrita þar á meðal Gosa. Hann hefur skrifað þrjár barnabækur sem slógu í gegn nýlega.

Hvaða bíómynd fannst þér skemmtilegust af þessum fjórum? Maður er alltaf svolítið montinn af þeirri nýjustu.

Hefurðu alltaf verið með krullur? Hvenær ákvaðstu að verða leikari? Já, þannig séð. Ég ákvað að verða leikari um sextán ára, jafnvel fyrr. Hvað myndirðu vilja heita annað en Sverrir? Hvað vildirðu verða þegar þú Siríus eins og í Nóa Siríus. varst lítill? Mig langaði alltaf að vinna við eitthvað Hver er uppáhalds hljómsveisem krafðist þess að vera í búningi. tin þín? Rolling Stones og Nýdönsk. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Búðu til stutt ljóð eins hratt og Önd. þú getur! Hvaðan fékkstu innblástur Hjá mér er alltaf stuð og fjör sama hvað það bjátar, fyrir allar bíómyndirnar? Úr öðrum bíómyndum, til dæmis sumir gráta oní rör ekki bara skátar. Back to the future. Af hverju sést ekki í mömmuna í þáttunum og myndum? Við eða okkur fannst það sniðugt Hver er uppáhalds leikarinn þinn? svona eins og í Tomma og Jenna. Adam Sandler og Tom Hanks. Hver er uppáhalds morgunmaturinn þinn? En af hverju Sveppi? Ég bjó í blokk og bað konuna Egg og beikon. sem bjó fyrir ofan mig af kalla mig Þórdís Katla, Alexandra og Sólveig Erla. Sveppa, ég man ekki af hverju. Í hvaða skóla varstu? FB og Breiðholtsskóla.

30


31


PASTARÉTTUR

BOLLAKÖKUR

Innihald: Ferskt pasta (þarf ekki) Ólífuolía Hvítlauksrif (kramin) Hreinn kjúklingur (sem búið er að elda) Parmesan ostur Salthnetur

Innihald: 200 g hveiti 25 g kakóduft 1 msk lyftiduft 110 g sykur 2 egg 100 ml olía 225 ml mjólk

Aðferð: Sjóða pasta samkvæmt leiðbeiningum. Hita ólífuolíu (frekar mikla) á pönnu og setja kramin hvítlauksrif út í olíuna. Þegar hvítlaukurinn hefur brúnast aðeins þá er hann tekinn af pönnunni. Þetta er eina sósan. Rífa niður parmesanost. Skera niður kjúklinginn. Setja hnetur í skál til hliðar (þá geymist pastarétturinn betur). Þegar búið ar að sjóða pastað þá er það sett í stóra skál. Kjúklingurinn er rifinn niður og honum blandað saman við pastað. Þá er hvítlauksolíunni hellt yfir. Að lokum er rifnum parmesanosti og salthnetum dreift yfir réttinn. Njótið!! PÖNNUKÖKUR Innihald: 200 g hveiti 2 msk sykur 1/2 tsk salt 1/2 tsk matarsódi 2 egg 1 tsk vanilludropar 1/2 l mjólk 50 g smjör

UPPSKRIFTIR

Krem: 2 bollar flórsykur 25 g kakóduft 3 msk vatn Aðferð: Hitið ofninn í 200 °C (180 °C með blæstri; stilling 6 á gasofni). Setjið 12 bollakökuform í bollakökubakka. Sigtið hveitið, kakóduftið og lyftiduftið í skál og hrærið sykurinn saman við. Þeytið eggin og olíuna saman í annari skál þar til blandan er orðin frauðkennd, setjið síðan mjólkina hægt út í og þeytið áfram. Hrærið þurrefnum saman við þar til allt hefur blandast saman. Deigið verður örlítið kekkjótt. Setjið deigið með skeið í bollakökuformin og bakið í 20 mínútur. Látið kökurnar kólna í bollakökubakkanum í fimm mínútur, takið þær síðan úr bakkanum og látið kólna á grind. Krem: Sigtið flórsykurinn í skál. Setjið kakóduftið og vatnið ofan í skálina. Settu kremið ekki á fyrr en kökurnar eru orðnar kaldar.

Aðferð: Hræra skal hveitinu rólega saman við mjólkina. Bæta skal öðrum efnum í og gæta þess að engir kekkir séu í deginu. Bræddu smjörinu er hellt útí degið og þá er það tilbúið. Steikja skal pönnukökurnar á vel heitri pönnu, helst þar til gerðri pönnukökupönnu.

32


OREO-BOLLAKÖKUR MEÐ SÚKKULAÐIKREMI

OREO CUPCAKES

Innihald: 20 oreokex ¾ bolli flórsykur 450 g rjómaostur 2 eggjahvítur klípa af salti ¼ bolli rjómi ¼ bolli súkkulaði

Innihald: 125 g smjör 2 dl sykur 2 egg 1 dl mjólk 3 dl hveiti 1,5 tsk lyftiduft 1 tsk. vanillusykur 50 g Oreokex

Aðferð: Forhitaðu ofninn í 150°C. Settu pappírsform í muffinsmót og settu eitt oreokex í botninn í hverju formi (tólf alls). Þeyttu rjómaostinn og flórsykurinn saman. Bættu þá eggjahvítunni við og hrærðu vel. Bættu klípu af salti við. Að lokum er brytjaða oreokexinu (átta stykki) hrært varlega við deigið. Skiptu deiginu í formin þannig að það nái næstum því upp að kanti.Bakaðu í um 25 mínútur. Bræddu svo súkkulaðið saman við rjómann og berðu súkkulaðiblönduna yfir kökurnar með skeið. Láttu kólna. OREO-BOLLAKÖKUR Innihald: 200 g hveiti 200 g sykur 200 g mjúkt smjör 4 egg 1 tsk lyftiduft 1 pakki Oreokex Krem: 200 g mjúkt smjör 200 g flórsykur Aðferð: Hitið ofninn í 190°C. Blandið hveiti, sykri, smjöri, eggjum og lyftidufti vel saman. Myljið allt Oreokexið nema 3 til 4 kökur og blandið saman við deigið. Setjið í möffinsform og bakið í 20 til 22 mínútur. Leyfið kökunum að kólna á meðan þið gerið kremið. Takið kremið úr þessum 3 til 4 kökum sem þið skilduð eftir og myljið þær fínt í matvinnsluvél. Blandið smjöri og flórsykri vel saman og því næst Oreomylsnunni. Skreytið kökurnar og njótið!

33

Krem: 2 dl rjómi (þeyttur) 2 1/2 msk flórsykur 1/2 tsk vanilla extract 6 Oreokex Aðferð: Hrærið saman í hrærivél smjöri og sykri, blandið síðan einu og einu eggi út í. Gott að hræra fyrsta eggið saman við í tvær mínútur og bæta síðan hinu við. Blandið þurrefnum saman í aðra skál þ.e. hveiti, vanillusykur og lyftiduft. Sigtið þrisvar til fimm sinnum í gegnum sigti. Síðan er hveitiblöndunni og mjólkinni blandað saman við smjörblönduna, smátt og smátt. Eftir nokkrar mínútur verður áferðin silkimjúk og þá er tími til að blanda oreokexinu saman við í hér um bil eina mínútu eða svo. Þá er að setja deigið í bollakökuform og inn í ofn við 200°C í 20 mínútur. Kælið kökurnar vel áður en þið setjið krem ofan á. Þessi grænu form eru keypt í Hagkaup og eru ótrúlega góð. Stór og góð. En ég ákvað að skipta um form að loknum bakstrinum vegna þess að mér fannst hvít form koma betur út, þ.e.a.s. fallegra myndefni. En það skiptir náttúrlega engu máli hvaða form þið notið, kökurnar smakkast alltaf jafn vel. Krem: Vanillu extract og flórsykri bætt saman við þeytta rjómann, í pörtum. Ég sigtaði mulið oreo út í kremið sem fór á nokkrar kökur. Þið sjáið á myndinni að þær eru dekkri. Ég sigtaði mulið Oreo yfir allar kökurnar og braut nokkrar kökur og notaði sem skraut.


Ég tók viðtal við Einar Örn Jónsson um hvernig það er að vera handboltamaður og íþróttafréttamaður. Einar Örn er fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og er nú íþróttafréttamaður á RÚV. Einar Örn byrjaði í handbolta árið 1988 og hætti að spila árið 2011 þegar hann var 34 ára. Hann spilaði með Val og Haukum á Íslandi, Wallau Massenheim og Minden í Þýskalandi og Torrevieja á Spáni. „Það kom mér mikið á óvart hvað handboltinn er öðruvísi en hér heima, eins og það sé önnur íþrótt.“ sagði Einar Örn. Honum fannst það að vera í handbolta það skemmtilegasta sem hann gerði alveg frá hann byrjaði þangað til hann hætti. Honum fannst skemmtilegast að vinna titla. Einari Erni fannst það mikill heiður að spila með landsliðinu og að keppa fyrir þjóð sína. Hann hætti í landsliðinu eftir 7 ár. „Annað hvort vorum við góðir eða lélegir“ sagði hann. Einar varð íþróttafréttamaður óvart en hann hefur verið íþróttafréttamaður síðan 1999. Einar sótti um hjá útvarpinu en Ingólfur (þáverandi yfirmaður íþróttafréttadeildar) bauð honum starf og Einar þáði það. „Ingólfur rændi mér eiginlega“ segir Einar. Einar flutti aftur heim 2008 og kom eiginlega með hrunið. Honum finnst erfitt og gaman að fara til útlanda á vegum vinnunnar. Hann þarf samt að vinna mest allan tímann þegar hann er erlendis. „Ég geri um 4-6 fréttir á dag.“ sagði Einar. Honum finnst miklu skemmtilegra að spila handbolta en að lýsa handbolta. Agnar Daði

34


EINAR ÖRN JÓNSSON

35


BRANDARAR

Pabbi, eignast kýr börn? Jæja, ég heyrði að þú ættir kött sem getur Jú, væni minn. sagt nafnið sitt sjálfur. Það hélt ég líka en Siggi segir að þær Já, það er rétt. eignist kálfa. Hvað heitir hann? Mjá. Pabbi, er blek mjög dýrt? Nei, af hverju spyrð þú? Móðir sagði við son sinn: „Læknirinn er að koma“. Mamma varð svo áhyggjufull þegar ég missti „Nei, ég vil ekki hitta hann“ svaraði sonurinn. blek á stofuteppið. „Segðu honum að ég sé veikur“. Hvernig kemurðu ljósku niður úr tré? Þú veifar henni.

Þjónn, þjónn það er fluga í súpunni minni. Viltu frekar fiðrildi?

Löggan stoppaði ljósku sem ók á móti umferðinni. Þjónn, þjónn það er einn kjötbiti í súpunni. Löggan spurði: „Sástu ekki örvarnar“. Bíddu, ég skal skera hann í tvennt. Ljóskan svaraði: „Nei, ég sá ekki einu sinni indjánann“. Ein gáta í lokin: Jæja Gummi, í nótt eignaðist stóra systir þín litla dóttur. Hvað er mjúkt og er stórhættulegt? En gaman ég er átta ára og ég er orðinn Ljón. móðurbróðir ef þetta heldur áfram verð ég afi áður en ég fermist. Hektor

36


www.haaleitisskoli.rvk.is Umsjón: Svana Friðriksdóttir Umbrot: Eyþór Bjarki Sigurbjörnsson

Fléttan  

Skólablað nemenda í 6. SF Háaleitisskóla skólaárið 2014-2015.

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you